Föstudagur 15. nóvember, 2024
-2 C
Reykjavik

WOW air hætt

Rekstri flugfélagsins hefur verið hætt.

Flugfélagið WOW hefur hætt starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent frá sér á vef sínum.

WOW sendi frá sér tilkynningu í nótt þar sem fram kom að félagið hefði stöðvað allt flug, en að gripið hefði verið til þeirrar ráðstöfunar vegna þess að félagið væri á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu“.

Engar skýringar fengust þá á því hvers vegna flug var fellt niður. Var frekari upplýsinga að vænta frá félaginu klukkan níu, en nú liggur hins begar ljóst fyrir að WOW air hefur hætt starfsemi.

Á vef WOW air kemur fram hvert farþegar félagsins geta snúið sér í ljósi þessara tíðinda.

Allt flug WOW stöðvað

Flug stoppað á lokametrum samninga.

Allt flug WOW air hefur verið stöðvað á meðan samningaviðræðum um hlutafjáraukningu lýkur.  WOW sendi frá sér tilkynningu í nótt þar sem fram kemur að gripið hafi verið til þessarar ráðstöfunar vegna þess að félagið sé á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu“. Ekki kemur hins vegar fram hversu langan tíma félagið þurfi til að ljúka viðræðum.

Forsvarsmenn og ráðgjafar WOW hafa kynnt áætlun um endurskipulagningu á rekstri WOW fyrir fjárfestum. Samkvæmt  áætlunum er gert ráð fyrir algjörum viðsnúningi í rekstri WOW strax á næsta ári. Að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um 9 milljónir dollara samanborið við neikvæða stöðu upp á 11 milljónir dollara eins og nú er. Raunar er búist við að staðan verði orðin neikvæð um 45 milljónir króna um mitt þetta ár, segir í Markaðinum, sem svipti hulunni af þessari áætlun í gærmorgun.

Stöðvun fluga WOW air nú kemur illa við farþega. Sex flugvélar áttu að koma frá Bandaríkjunum í nótt. Engin þeirra lagði af stað frá flugvöllum vestanhafs. Í frétt á RÚV er greint frá því að hluti farþega í flugi frá Baltimore til Keflavíkur hafi verið kominn um borð í vélina þegar fluginu var aflýst. Þá áttu sjö flugvélar að halda til Evrópu í morgun en þar sem flestar flugvélarnar voru fastar í Banadríkjunum varð ekkert af því. Fjöldi Twitter-notenda hefur greint frá því að þeir séu fastir á flugvöllum bæði hér á Íslandi og víðar og eru síður en svo ánægðir með stöðuna sem er nú komin upp.

Engar skýringar hafa fengist frá Wow Air um það hvers vegna flug hefur verið fellt niður. Samkvæmt fyrrnefndri tilkynningu frá félaginu er frekari upplýsinga að vænta frá félaginu klukkan níu á eftir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Á hvað er Bríet að hlusta?

Tónlistarkonan Bríet er heldur betur á blússandi siglingu um þessar mundir en hún var valin bjartasta vonin á Íslensku Tónlistaverðlaununum sem fóru fram fyrir skömmu.

Fyrir ekki svo löngu sendi Bríet frá sér lagið Dino en laginu má lýsa sem draumkenndu poppi með R&B áhrifum.  Bríet er með um eina og hálfa milljón spilanir á Spotify og er það bara byrjunin.

Heyrst hefur að Bríet vinnur að sinni fyrstu sóló plötu í fullri lengd og er áætlað að hún komi út seinna á þessu ári.

Bríet er mikill tónlistargrúskari og er því tilvalið að fá hana í topp 10 á Albumm.is. Bríet sagði Albumm á hvaða tíu lög hún er að hlusta á um þessar mundir og er listinn ansi þéttur.

Hægt er að hlusta hér.

Tveggja ára tónlistarverkefni orðið að veruleika

Tónlistarmaðurinn Logi Geimgengill sem margir þekkja úr hljómsveitinni Shades of Reykjavík hefur verið að vinna í tónlistarverkefninu, Polarg4ng project síðastliðin tvö ár. Logi var ekki einsamall að vinna þetta verkefni en ásamt honum voru nokkrir aðilar sem vilja ekki koma fram undir nafni og besti vinur hans Loga, Hafliði Arnar Bjarnason.

Logi hefur reynt að halda þessu verkefni gangandi í tvö ár, eða frá því að vinur hans Hafliði Arnar lést langt fyrir aldur fram. „Ég lofaði honum að ég mundi klára þau lög sem við vorum búnir að vinna í. Hafliði var gull af manni og elskaði ég hann sem bróður.“

Logi hefur farið margar leiðir í lífinu en vegurinn sem hann stendur á í dag er bjartur, leiðin greið og Logi er peppaður fyrir komandi tíma. Kappinn hefur haft mikið fyrir stafni og hefur hann verið að fást við allskonar tónlist. Hann pródúseraði t.d fyrir Shades of Reykjavík á öllum þeirra plötum og gerði stórann part í fyrstu plötunni hans Ella Grill, Þykk Fita.

Ásamt Polarg4ng project var Logi að klára annað tónlistarverkefni sem nefnist Ferðalag en hægt er að hlusta á það einnig hér fyrir neðan.

Mannkynið gengur sofandi inn í stórslys

|
|

Stærsta málið sem heimurinn stendur frammi fyrir eru loftslagsbreytingar. Allt annað bliknar í samanburði þegar mögulegar afleiðingar hlýnunar jarðar yfir 2°eru skoðaðar.

Myndin hér til hliðsjónar gefur ákveðnar vísbendingar, gerð af hópnum CarbonBreif byggt á gögnum frá meðal annars IPCC (International Panel on Climate Change) sem starfrækt er af Sameinuðu þjóðunum.  Sú hækkun dreifist ekki jafnt um heiminn, heldur verða heit svæði hlutfallslega mun heitari. Allt stefnir í að það verði raunin enda eru ríki heimsins ekki að taka þetta nógu föstum tökum og 1,5° viðmið Parísarsamkomulagsins að verða fjarlægari draumur. Með allar þessar upplýsingar mætti halda að við værum að draga úr losun gróðurhúslofttegunda en gögn sína fram á að svo er ekki. Kol eru þó stærsti sökudólgurinn.

Fyrir tveimur mánuðum gaf World Economic Forum út sína árlegu skýrslu um strærstu áhættur sem heimurinn stendur frammi fyrir. Hættur sem leiða af stöðu umhverfismála í heiminum tróna á toppnum. Í inngangi segir beint út að mannkynið gangi sofandi inn í stórslys. Á listanum yfir mestu áhættuna eru loftslagsbreytingar. Hér eru ótaldar áhætturnar vegna breytinga á vistkerfum. Þetta er í samræmi við það sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur kallað helstu ógn við mannkynið. Ekki hungur, ekki stríð – heldur loftslagsbreytingar.

Áhrif hlýnunar jarðar eru fjölbreytt. Mesta hættan er fólgin í ýmis konar ofsaveðri samkvæmt skýrslunni. Athygli vekur að skortur á stefnumótun við að takast á við umhverfismálin fylgir þar fast á eftir. Fæðuöryggi og framleiðsla er annar þáttur. Sérstök athygli er vakin á áhrif hækkunar sjávarmáls fyrir margar borgir heimsins. Um 70% af íbúum heimsins munu búa í borgum árið 2050. Nú þegar er talið að um 800 milljónir manns búi í strandborgum þar sem sjávarmálshækkun er áætluð um hálfur metri árið 2050 sem leiðir af sér margskonar vanda. Rétt er að taka fram að áætluð sjávarmálshækkun árið 2050 er mun meiri en hálfur metri fyrir margar borgir líkt og New York, Miami, Haag, Alexandríu og Hong Kong. Þéttbýlisþróun ýtir svo undir hættuna þar sem innviðir borgar eru mjög tengdir. Hækkun sjávar hefur því smitáhrif svo sem áhrif á mörg vatnsból og innviði sem íbúar eru háðir svo sem vegi, ræsi og skólp, raflagnir og svo framvegis.

Loftslagsbreytingar og aðgerðir sem þarf til að mæta breyttum heimi þurfa sterka pólitíska forystu. Aðgerðir kalla eftir festu, framtíðarsýn og skipulagningu langt fram í tímann. Opinber kerfi eru almennt ekki hönnuð fyrir 50 ára skipulagningu og langtímaáætlunargerð sem loftslagsbreytingar krefjast er ekki beint sá raunveruleiki sem við búum við. Vandinn sem stafar af hlýnun jarðar er af alþjóðlegum toga þar sem ekki er spurt um landamæri og afleiðingar dreifast ójafnt um jörðina. Þær þjóðir sem losa nú mest og sögulega af gróðurhúsalofttegundum eru t.d. ekki að fara upplifa verstu afleiðingarnar.  Lausnirnar – þær þarf hins vegar að inna af hendi á heimavelli. Áherslan á Íslandi er einna helst endurheimt votlendis og orkuskipti í vegasamgöngum, samkvæmt aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Þá er talsvert um tal á sviði umhverfismála en einfaldir hluti – líkt og að banna einnota plastpoka hefur ekki verið klárað. Það mál tengist ekki loftslagsbreytingum en er dæmi um tiltölulega einfalt mál í framkvæmd sem hefur ekki hlotið framgöngu. Vitaskuld á það að vera mun yfirgripsmeira mál en bara að ná til poka, enda erum við að horfa of einangrað á málið með fókusinn þar.  Löggjafinn á að banna allt einnota plast. Styðja við nýsköpun í umbúðum sem brotna niður í umhverfinu í leiðinni og að lokum minnka allar þessar endalausu umbúðir almennt. Plast eður ei.

Forsendur til þess að fara úr jarðefnaeldsneyti á Íslandi eru góðar vegna þess hvað aðgengi að endurnýjanlegri orku er gott. Það eru líka teikn á lofti um að almenningur vilji í auknu mæli kaupa rafbíla, þó þeir séu dýrari í upphafi þá geta þeir verið ódýrari til lengri tíma vegna orkureksturs. Því á að keyra á orkuskipti í vegasamgöngum með mun afgerandi hætti en áætlanir gera ráð fyrir og banna nýskráningar dísel og bensínbíla sem fyrst. Sumir hafa nefnt við mig að það sé róttækt. Það finnst mér ekki. Það er róttækni að taka þetta ekki föstum tökum, sem og mögulega mannréttindabrot gagnvart komandi kynslóðum. Hæstiréttur Hollands komst að þeirri niðurstöðu um daginn að markmið ríkisstjórnarinnar um að draga úr losun væri ekki nægilega hátt miðað við þau vísindi sem liggja fyrir. Samkvæmt niðurstöðu dómsins þarf ríkið einfaldlega að gera betur. Rétt er að geta þess að fyrirliggjandi markmið voru þó hærri í Hollandi en hér á landi.

Áhrif loftslagsbreytinga verða ekki eins alvarleg og afdrifarík á Íslandi líkt og víða annars staðar samkvæmt sérfræðingum. Þó að Ísland sé eyland, erum við ekki eyland í þeim skilningi að okkar lifnaðarhættir eru háðir ytri aðstæðum, alþjóðasamfélaginu. Í dag byggir okkar lifibrauð að stærstum hluta á auðlindanotkun – komu ferðamanna og sjávarútvegi. Loftslagsbreytingar geta haft skaðleg áhrif á þessa tvo iðnaði.

Það er varla hægt að segja að mannkynið ætli að fara sofandi inn í stórslys, þó að World Economic Forum setji það þannig fram. Ef þetta heldur áfram svona ætlar maðurinn að láta sér í léttu rúmi liggja, eins og við segjum í lögfræðinni, að sigla sofandi inn í stórslys af því hann er ekki að gera nauðsynlegar breytingar á sínum lífshögum, markaðs- og neysluhyggju sem þörf er á í ljósi vísinda. Einkum er það ákvörðunin að fara úr notkun á jarðefnaeldsneyti og undirbúa okkur fyrir kolefnislausa veröld sem þarf sterka forystu og að draga úr neyslu. Ég get persónulega vottað að það er áskorun að breyta lifnaðarháttum sínum í átt að aukinni sjálfbærni á öllum vígstöðvum. Það er hins vegar nokkuð skemmtileg áskorun, þó samviskubitið sé algengara. Það væri þó mun auðveldara ef samfélagið, bæði hið opinbera og einkaaðilar ynnu með markvissum hætti að því markmiði og gerði borgurum auðveldara fyrir með margskonar hætti eins og öflugum samgöngum, frekari uppbyggingu deilihagkerfis, fjárfestingu í tækni sem einblínir á sjálfbærar lausnir, jafnvel með beinum ívilandi hætti svo sem fjármunum til að aðstoða okkur við breytta lifnaðarhætti og öðrum stýringartækjum sem löggjafinn einn hefur yfir að ráða.

Að vera græna landið er líka sjálfstætt, gott og fallegt markmið að stefna að. Gefandi fyrir hjartað. Sjálfbærni á að vera rauði þráðurinn í öllum aðgerðum nú. Hjá hinu opinbera og einkaaðilum. Að minnsta kosti eru það slæm örlög að vera kynslóðin sem sigldi með opin augun inn í stórslys. Ég fyllist stolti að horfa á ungu kynslóðina sem ætlar að gera sitt til að stoppa það.

 

Afar misvísandi fréttir af stöðu WOW

Enn er unnið að því að halda lífi í WOW air sem barist hefur í bökkum svo mánuðum skiptir. Bandaríska félagið Indigo er sagt komið aftur í spilið en fréttir af björgunarleiðangrinum hafa verið afar misvísandi.

Þeir kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútgáfu WOW í haust tóku yfir félagið í gær eftir kröfunum var breytt í hlutafé. Þar með missti Skúli yfirráð sín yfir félaginu en eins og turisti.is bendir á fer tvennum sögum af því hvernig það kom til. Annars vegar er haft eftir Skúla að kröfuhafarnir hafi samþykkt breytinguna en hins vegar hafi mbl.is sagt að kröfuhafarnir hafi ákveðið að taka félagið yfir.

Í viðtali við RÚV í gær var rætt við Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóra Airport Associates sem er einn af kröfuhöfunum 40.  Sagði hann að fyrirtækið væri komið í rekstrarhæft ástand, að framtíðarhorfur þess væru mjög bjartar og var ekki annað að heyra en að skuldirnar hafi verið þurrkaðar út.

Það er þó ekki alveg svo. Ekkert hefur komið fram um að Isavia sé tilbúið til að slá af 2 milljarða króna skuld WOW við félagið og í raun ólíklegt að svo fari, í ljósi þeirra fordæma sem það myndi setja. Þá segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður sem fer fyrir hópi kröfuhafa, í viðtali við turisti.is að ekki hafi allir samþykkt að breyta skuldum í hlutafé. Segir lögmaðurinn að í hópnum séu aðilar sem séu því mótfallnir. Þeirra á meðal eru eigendur þeirra flugvéla sem WOW leigir.

Markaðurinn, viðskiptarit Fréttablaðsins, svipti í morgun hulunni af áætlun um endurskipulagningu á rekstri WOW sem forsvarsmenn og ráðgjafar WOW hafa verið að kynna fjárfestum. Ekki er hægt að segja annað en að sú áætlun geri ráð fyrir ævintýralegum viðsnúningi. Svipaðan tón mátti raunar greina í áætlunum sem voru kynntar fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboðið í haust en eins og Mannlíf greindi fyrst frá íhuga kröfuhafar að leita réttar síns þar sem þeir telja að áætlanirnar hafi gefið ranga mynd af stöðu fyrirtækisins.

Samkvæmt núgildandi áætlunum er gert ráð fyrir algjörum viðsnúningi í rekstri WOW á næsta ári. Að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um 9 milljónir dollara samanborið við neikvæða stöðu upp á 11 milljónir dollara eins og nú er. Raunar er búist við að staðan verði orðin neikvæð um 45 milljónir króna um mitt þetta ár, segir í Markaðinum.

Þá er gert ráð fyrir 8,7 milljarða króna rekstrarhagnaði í árslok 2021 og að flugvélar í flota félagsins verði orðnar 16 talsins. Vélarnar voru 11 í lok árs í fyrra.

Þá greindi Markaðurinn frá því að Indigo Partners væri komið aftur að samningaborðinu eftir að hafa slitið viðræðum um kaup á WOW á dögunum. Láti Indigo slag standa, og WOW stendur af sér storminn, er stefnan að reka „harða lággjaldastefnu“. Það væri vissulega hvalreki fyrir neytendur en myndi um leið koma illa við Icelandair. Ekki bara hafa hlutabréf í Icelandair farið ört lækkandi samhliða miklu rekstrartapi heldur hafa vandræði Boeing MAX 737 vélanna sett fyrirtækið í afar erfiða stöðu. Þær vélar hafa verið kyrrsettar og alls óvíst hvenær þær hefja sig aftur til flugs. Nú þegar hefur Icelandair hætt við flug til Cleveland og Halifax vegna þessa.

Nýjasta atvikið í Orlando í gær er ekki til þess að auka traust á öryggi vélanna.

„Ljóst að mikil gróska og kraftur er í faginu“

Alls voru 370 verk innsend til FÍT-verðlaun­anna 2019. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en verðlaun­in verða af­hent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói í kvöld. Öll verðlaunuð og viðurkennd verk verða svo til sýnis í Hafnarhúsinu í kringum HönnunarMars.

„Tilnefningum fjölgar töluvert á milli ára og ljóst að mikil gróska og kraftur er í faginu,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra teiknara. „Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT, enda skipta tilnefningarnar máli því öll tilnefnd verkefni öðlast þátttökurétt í Evrópuverðlunum fagfélega ADC*E (Art Directors Club of Europe).“

Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT.

Til­nefnt er í 21 flokki og ná þeir yfir helstu und­ir­flokka graf­ískr­ar hönn­un­ar. Má þar nefna skjágrafík, vef­hönn­un, prent­verk, hönn­un aug­lýs­inga og myndlýsingar. Að auki eru veitt sérstök verðlaun til þess verks sem þótti skara fram úr á meðal allra verðlaunaðra verka.

Formenn dómnefnda í ár voru Arnar Ólafsson (skjáhönnun), Atli Hilmarsson (mörkun), Hildur Siguðardóttir (prent) og Hjörvar Harðarsson (auglýsingar).

Félag íslenskra teiknara stendur fyrir veglegri samsýningu á HönnunarMars sem sýnd verður í porti Listasafns Reykjavíkur– Hafnarhúsi, þriðja árið í röð og hefur viðburðurinn verið einn sá mest sótti yfir hátíðna undanfarin ár en í ár er búist við því að yfir 5.000 manns leggi leið sína í Hafnarhúsið. Viðburðurinn mark­ar upp­haf Hönn­un­ar­Mars sem verður hald­inn 28. til 31. Mars.

Becky Forsythe verður listrænn stjórnandi sýningar FÍT 2019 í Hafnarhúsinu en hún starfar sem sýningarstjóri og rithöfundur.

Icelandair hættir við flug vegna Boeing 737 MAX

Félagið hefur hætt flugum til og frá Cleveland og Halifax.

Icelandir hefur hætt við flug til Cleveland í Bandaríkjunum og Halifax í Kanada vegna kyrrsetningar Boeing 737 Max flugvélanna, sem félagið hefur notað í flugi til og frá borganna.

Í gærkvöldi greindi kanadíski fréttavefurinn The Chronicle Herald að ekkert verði af fyrirhuguðu flugi á milli Halifax og Keflavíkur, að því er fram kemur á RÚV. Þá er á vef fréttastofunnar Cleveland 19 greint frá því að Icelandair hafi á mánudag tilkynnt flugmálayfirvöldum í Cleveland í Bandaríkjunum að ekkert verði af flugi á milli Cleveland og Keflavíkur, sem átti að hefjast í maí.

Ástæðan er, eins og fyrr segir, rakin til kyrrsetningar Boeing 737 Max véla, en Boeing hefur kyrrsett allar slíkar vélar vegna galla í hugbúnaði þeirra, sem er talinn möguleg orsök tveggja mannskæðra flugslysa, annars vegar í Eþíópíu og hins vegar í Indónesíu.

Ekki hefur enn komið fram hvort  Icelandair muni alfarið hætta flugi til og frá Cleveland og Halifax eða hvort þessi ráðstöfun sé tímabundin.

Boeing 737 Max nauðlenti í Orlando

Boeing 737 Max-vél bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines þurfti að nauðlenda á alþjóðaflugvellinum í Orlando í dag.

Þetta kemur fram kemur á FOX35.

Vélin hafði farið í loftið frá alþjóðaflugvellinum í Orlando skömmu áður en henni var snúið við vegna bilunar og þurfti hún að nauðlenda.

Samkvæmt banda­rískum flug­mála­yf­ir­völdum kom upp vélarbilun en flugmaður og aðstoðarflugmaður voru um borð.

Spurningar hafa þegar vaknað um öryggi Boeing 737 Max vélanna eftir mannskætt flugslys í Eþíópíu fyrr í mánuðinum. Allir 157 um borð létust. Var það annað flugslysið á skömmum tíma þar sem flugvél af þessari tegund fell til jarðar, en flugvél Lion Air hrapaði í Jövuhaf undan ströndum Indónesíu í október. Ekki eru nema tvö ár síðan Boeing 737 Max flugvélar voru teknar í notkun.

Icelandair tók þrjár Boeing 737 Max flugvélar úr rekstri um óákveðinn tíma, eftir að flugfélög og stjórnvöld víða um heim höfðu ákveðið að kyrrsetja vélar af þessari tegund. Engu að síður telur félagið að vélarnar séu öruggar og á von á sex vélum af sömu gerð á næstu vikum.

Spurning er hvort og þá hvaða áhrif þessi tíðindi frá Orlondo mun hafa á notkun vélanna hjá Icelandair.

Komast yfir kvíða og einbeita sér að því jákvæða

Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir skipa Hljómsveitina Omotrack en hljómsveitin var að senda frá sér nýtt lag og myndband. Lagið Overlay fjallar um kvíða og hvernig hægt er að komast yfir hann og einbeita sér að því jákvæða í umhverfinu.

Drengirnir ólust upp í Eþíópíu á stað sem heitir Omo Rate en þaðan kemur hugmyndin að nafni hljómsveitarinnar. Lagið Overlay er fjórða lagið sem kemur út af væntanlegri plötu þeirra, Wild Contrast. Bræðurnir gerðu myndband við lagið ásamt myndatökumanninum Arnari Tómassyni en þeir hafa gaman að því að gera myndböndin sjálfir. Nýlega sendu þeir frá sér handteiknað myndband við lagið Woman sem einnig má nálgast á YouTube, en það samanstendur af 1603 handteiknuðum myndum.

Markús og Birkir sáu um myndvinnslu og klippingu en Markús hannaði einnig letrið fyrir myndbandið.

Platan Wild Contrast er væntanleg í lok mars og verða útgáfutónleikar haldnir 9. maí í Norræna húsinu kl 21:00.

88% starfsmanna Reykjavíkurborgar ánægðir í starfi en 4,6% hafa upplifað áreitni

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að niðurstöður könnunarinnar eru á heildina jákvæðar, að 88% starfsmanna eru ánægðir í starfi. „Þessar niðurstöður sýna að á heildina litið upplifir starfsfólk Reykjavíkurborg sem góðan vinnustað,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar. Þar kemur fram að niðurstöðurnar verða nýttar til að bæta árangur í mannauðsmálum.

Niðurstöðurnar leiddu þó í ljós að 2,8% svarenda, 132 einstaklingar nánar tiltekið, hafa upplifað einelti frá samstarfsfólki á síðustu 12 mánuðum. 4,6% svarenda höfðu þá upplifað einhvers konar áreitni frá samstarfsfólki á þessu tímabili, flestir þeirra, eða 76%, höfðu upplifað áreitni í orðum en 3,2% höfðu upplifað líkamlega kynferðislega áreitni svo dæmi séu tekin.

Sérstakt vefsvæði hefur verið opnað þar sem hægt er að skoða niðurstöðurnar.

Þess má geta að könnunin náði til 8894 starfsmanna og alls barst 4891 svar, sem gerir 55% svarhlutfall.

14 karlar og ein kona sækja um stöðu seðlabankastjóra

Seðlabanki Íslands.

Forsætisráðuneytinu bárust 15 umsóknir um embætti seðlabankastjóra sem auglýst var laust til umsóknar 20. febrúar sl. en frestur til umsóknar rann út á miðnætti.

Athygli vekur að aðeins ein kona sótti um starfið, Salvör Sigríður Jónsdóttir. Á meðal annarra umsækjenda eru Benedikt Jóhannesson, fyrrum fjármálaráðherra, Gylfi Arnbjörnsson fyrrum forseti ASÍ, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, Gylfi Magnússon, Gunnar Haraldsson og Jón Daníelsson. Þá er Arnór Sighvatsson, sem lengi var aðstoðarseðlabankastjóri, einnig á listanum.

Sérstök hæfnisnefnd verður skipuð til þess að fara yfir umsóknirnar og meta hæfni þeirra.

Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra:

Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands
Benedikt Jóhannesson, fyrrv. fjármála- og efnahagsráðherra
Gunnar Haraldsson, hagfræðingur
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
Gylfi Magnússon, dósent
Hannes Jóhannsson, hagfræðingur
Jón Daníelsson, prófessor
Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins
Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðs-, viðskipta- og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands
Vilhjálmur Bjarnason, lektor
Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra

 

Skúli missir yfirráðin í WOW en fullvissar starfsfólk og viðskiptavini

Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, mun missa yfirráð sín í félaginu þegar kröfuhafar þess taka það yfir. Hann er engu að síður bjartsýnn á framtíðina fyrir hönd félagsins, segir að starfsfólk muni fá útborgað og að óhætt sé að kaupa farmiða með WOW.

Eins og fram hefur komið munu þeir fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW í haust taka félagið yfir. Skúli hefur fram til þessa haft yfirráð í WOW í gegnum fjárfestingafélag sitt Títan. Segir á mbl.is að Skúli verði eftir sem áður hluthafi í WOW enda hafi hann sjálfur keypt 11% þeirra bréfa sem boðin voru til kaups í haust. Skúli verður hins vegar áfram í forstjórastólnum fyrst um sinn.

Í viðtali við Vísi fullyrðir Skúli að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðarmót og að óhætt sé að kaupa flugmiða með félaginu.

Samkomulagið við kröfuhafana grynnka all nokkuð á skuldstöðu WOW, en félagið skuldar 24 milljarða króna. Enn á eftir að semja við aðra kröfuhafa, svo sem ISAVIA, sem á 2 milljarða kröfu á flugfélagið. Hins vegar vantar WOW enn rekstrarfé og stendur leit að fjárfestum sem eru tilbúnir til að leggja 5 milljarða króna inn í félagið.

Sjá einnig: WOW nær samkomulagi

Geðveikir vinnustaðir

Höfundur / Árelía Eydís Guðmundsdóttir

„Mig langar bara að mæta í vinnuna og vinna að áhugaverðum verkefnum með fólki sem hefur gaman af vinnunni sinni “. Unga konan horfði á mig raunmædd á svipinn. Hennar stafsreynsla spannar hátt í tíu ár á mismunandi stöðum. Hún bætti við; „mér finnst bara svo skrýtið að fólk er bara oft að reyna að koma sér hjá verkefnum, vill ekki prófa neitt nýtt og talar endalaust illa um hvert annað, svo tekur allt svo langan tíma.“ Aftur andvarpaði hún.

Það er eðlileg krafa að það sé skemmtilegt í vinnunni og hennar kynslóð leggur mikla áherslu á það. Við eyðum stórum hluta af tíma okkar í vinnunni og þau verkefni og tengsl sem við myndum þar eru mikilvæg fyrir þroska okkar og vellíðan almennt.

Í leiðtogafræðum er stöðugt unnið að því að finna út úr því hvernig hægt sé að auka skilvirkni og árangur og styrkja þannig fyrirtæki og stofnanir í samkeppni. Lengi vel var talið að lykillinn væri að leiðtoginn væri hetjan sem hefði allar lausnir í hendi sér. Áherslan undanfarna áratugi hefur beinst að því hvernig leiðtogi getur virkjað hópinn.

Undanfarið hefur sjónarhorn fræðimanna og leiðtoga beinst að vellíðan og samhyggð á vinnustöðum. Tækninýjungar, breyttar kröfur og starfsumhverfi ýta á stjórnendur að finna nýjar leiðir. Ljóst er að gagnrýnin hugsun og sköpunarkraftur gerir gæfumun í framþróun nú þegar fjórða iðnbyltingin er að breyta störfum og verkefnum á vinnustöðum.

Samhyggð er sú tilfinning að maður finni til með fólki og skilji það án þess að upplifa tilfinningar þess. Meðaumkun er þegar við upplifum tilfinningalega það sama og viðkomandi fólk. Munurinn þarna er mikill. Fólk sem starfar á sjúkrahúsum, í lögreglu, slökkviliði eða tekur þátt í björgunarstörfum myndi ekki geta starfað lengi ef það tæki tilfinningalega á sig þjáningu annarra. Hins vegar er það líklegra til að vera gott í starfi sínu ef það sýnir samhyggð. Þeir sem eru í nánum tengslum, sem er grunnurinn í samhyggð, eru heilbrigðari og lifa lengur. Heilsufarslega er félagsleg einangrun meira vandamál en offita og reykingar eða hár blóðþrýstingur.

Samhyggð þýðir einfaldlega að við umgöngumst hvert annað með það viðhorf að við séum öll tengd. Á vinnustöðum fara fram erfið samtöl, það þarf að gefa endurgjöf á frammistöðu og höndla erfiða einstaklinga og samskipti eru alltaf smávegis vesen, það liggur í hlutarins eðli. Í vinnunni, eins og í fjölskyldunni, eru erfiðir, skrýtnir og algjörlega óþolandi einstaklingar. Ef við hins vegar getum séð að við erum stundum erfið, skrýtin og algjörlega óþolandi sjálf þá verður viðhorf okkar annað.

Í upphafi árs hittast leiðtogar heims í Davos og ræða um framtíðarlausnir sem eru mikilvægar heiminum. John Flint, forstjóri HSBC, og Muiel Pénicaud, atvinnumálaráðherra Frakklands, ræddu um mikilvægi þess að huga að því hvernig vinnumarkaðurinn tekur á móti þeim sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða því aukning er á slíkum veikindum, sérstaklega meðal ungs fólks.

Það sem var eftirtektavert í máli þeirra var áherslan á að geðveikir einstaklingar gætu bætt vinnustaði. Þeir sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða hafa oft hæfileikann til að hugsa út fyrir boxið og ekki síst hafa þeir þurft að sýna mikla þrautseigju. Á Íslandi hefur komið í ljós að vinnustaðir sem taka við fólki sem er að koma aftur á vinnumarkað eftir að hafa glímt við andleg veikindi, hafa oft fundið fyrir aukinni samhyggð í kjölfarið.

Vinnustaðurinn verður opnari og fjölbreyttari og oft leggur fólk sig fram um að hjálpa þeim sem koma inn til að ná áttum. Þegar við hjálpum öðrum hjálpum við okkur sjálfum, sá leiðtogi sem fóstrar slíkt andrúmsloft nær að virkja betur hópinn. Fjölbreytni í vinnunni skapar samhyggð. Fjölbreytni í mannlegri flóru opnar okkur eins hvert fyrir öðru og eykur sköpunarkraft og gagnrýna hugsun – vinnustaðurinn verður geðveikur!

Unga konan sem ég minntist á í upphafi hefur rétt fyrir sér að því leyti að þegar vinnustaðir verða of einsleitir og skortur verður á samkennd og samhyggð þá er ekki gaman í vinnunni. Sá sem dæmir aðra einangrar sjálfan sig og sá sem er dæmdur upplifir höfnun. Geðveikir vinnustaðir eru þar sem gullna reglan er viðhöfð: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“.

WOW nær samkomulagi

Í til­kynn­ingu sem WOW air sendi frá sér rétt í þessu kemur fram að meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda félagsins hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

Kröfuhafar WOW air hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og viðræður eru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu að rekstri félagsins.

Kröfu­haf­ar og skulda­bréfa­eig­end­ur WOW air funduðu í þriðja sinn í gær­kvöldi með það að mark­miði afla nægi­lega margra und­ir­skrifta vegna áætl­un­ar um að breyta skuld­um í hluta­fé.

„Þetta er mik­il­vægt skref í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins og stöðug­leika WOW Air til lengri tíma litið,“ seg­ir í til­kynn­ingu WOW Air.

Sjá einnig: WOW fær líflínu frá kröfuhöfum en staðan er enn erfið

Ótrúleg breyting hjá Brynju Dan með réttu málningunni

Brynja Dan tók eldhúsið á nýja heimilinu í gegn á dögunum og útkoman er afar flott.

Nýverið keypti Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S, sér nýtt heimili. Eldhúsið á nýja staðnum var í þokkalegu ástandi en höfðaði ekki til hennar og þess vegna var ráðist í framkvæmdir. Þetta kemur fram á vef Slippfélagsins.

Brynja skipti innréttingum sem fyrir voru út fyrir nýjar IKEA-innréttingar og málaði rýmið. Liturinn Silfurberg frá Slippfélaginu varð fyrir valinu, dökkgrár og hlýlegur litur.

Slippfélagið birti myndir á Facebook af eldhúsinu fyrir og eftir breytinguna. Það þarf ekki svo mikið til að ná fram ótrúlega mikilli breytingu.


Mynd af Brynju / Aldís Pálsdóttir

Réttarkerfi löggjafarvaldsins

Síðast en ekki síst

Eftir / Elísabetu Ýri Atladóttur

Þingmaður hefur lýst því hvernig honum finnst fáránlegt að vændiskaup séu ólögleg, að það ætti ekki að nefna gerendur þótt vændi er skilgreint í lögum sem ofbeldi. Sami maður segir að þolendur skuli fylgja lagabókstafnum þegar þær vilja komast burt frá ofbeldismönnum, að það ætti að fangelsa þær fyrir að verja börn sín gegn ofbeldismönnum.

Ráðherrar forðuðu stórum fjárhæðum í kringum bankahrun en erfiðlega hefur gengið að greina frá því þegar það virðist koma nýtt lögbann um leið og umræðan verður óþægileg fyrir elítuna. Dómsmálaráðherra sagði það ómögulegt að „sníða hjúskaparlög að fáum“ þegar þolendur heimilisofbeldis vildu leiðir til að geta skilið við ofbeldismenn sem neituðu þeim um skilnað bara til að halda stjórn.

Siðleysi og vanvirðing gagnvart þeim sem þurfa vernd laganna er heill hafsjór, frá þeim sömu og setja lögin. Þetta sem ég nefndi er lítið brot af öllu sem hefur gengið á seinustu ár. Íslenska réttarkerfið nötraði og skalf þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að skipan Landsréttardómara væri ólögmæt. Réttarkerfið virðist einstaklega brothætt. En kerfið hefur lengi verið brothætt, það getum við þakkað fólkinu með löggjafarvald sem fer á svig við lög og kemst upp með það. Þingmenn sem brjóta lög fá bara uppreist æru og mæta á þing nokkrum árum seinna ef þeir brjóta af sér.

Réttarkerfi byggist ekki einungis á þeim lögum sem eru sett, heldur einnig fordæmunum. Lengi hafa fordæmin verið á þá leið að ákveðin elíta er ósnertanleg, þau sem setja lögin þurfa oft ekki að lúta þessum sömu lögum. Og þegar eitthvert efra dómsvald segir að gjörðir þeirra séu ólögmætar er hægt að slá það út af borðinu með þeim útskýringum að útlenskir dómstólar eigi ekki að hafa nein völd á Íslandi.

Að fylgja lögum og reglum hefur hingað til bara verið fyrir þau valdalausu. Valdaelítan vill ekki að það breytist. Breytum því.

Dómnefnd taldi verkefnið Lokbrá skara fram úr

Verkefnið Lokbrá, hugbúnaður sem vaktar svefnvenjur, var verðlaunað á norrænu heilsuhakkaþoni um helgina.

Norrænt heilsuhakkaþon var haldið í HR um helgina, Þar kepptust teymi frá fjölmörgum löndum við að vinna úr gögnum um heilsu, heilsufar og félagslega stöðu með það að markmiði að þróa tæknilausnir sem miða að því að auka lífsgæði og velferð notenda. Metfjöldi liða og einstaklinga óskaði eftir þátttöku en um 70 þátttakendur voru valdir til keppni.

Á sunnudag var svo 21 verkefni kynnt fyrir sérstakri dómnefnd og þau bestu verðlaunuð. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, veitti því verkefni sem best þótti stuðla að aukinni félagslegri velferð verðlaun fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins.

Dómnefnd taldi verkefnið Lokbrá skara fram úr. Þar er um að ræða hugbúnað sem vaktar svefnvenjur fólks og gerir það verkum að hægt er að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis. Hugmyndin er að hægt verði að tengja Lokbrá við snjallsíma eða snjallúr.

Ráðherra sagði ljóst að nýsköpun muni þegar til framtíðar er litið gegna afar mikilvægu hlutverki í öflugri velferðarþjónustu. „Það er virkilega gaman að sjá þá hugmyndaauðgi og metnaðarfullu sýn sem fram kom í keppninni. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að styðja við nýjar hugmyndir og tæknilausnir því þær geta orðið til þess að auka lífsgæði okkar allra.“

Mynd / Vefur Stjórnarráðs Íslands

Vefur með ólögleg fæðubótarefni og lyf tilkynntur til lögreglu

Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að honum verði lokað. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar.

Þar segir að rétthafi lénsins, www.roidstop.is, er skráður í Mið-Ameríku. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf.

Matvælastofnun varar við viðskiptum við vefinn og neyslu þeirra fæðubótarefna og lyfja sem er til sölu á vefnum. „Neytendur skulu ávallt vera á varðbergi þegar kemur að kaupum á fæðubótarefnum og lyfjum á netinu.“

Í grein MAST segir að á vefnum séu hættuleg efni til sölu, svo sem DPN. Þá er vísað í grein um dóm sem féll nýlega í Bretlandi vegna dauðsfalls ungrar stúlku sem hafði neytt DPN.

Matvælastofnun barst ábending um vefinn í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF).

Mynd / Skjáskot af Roidstop.is

WOW fær líflínu frá kröfuhöfum en staðan er enn erfið

Eigendur skuldabréfa og aðrir kröfuhafar í WOW air eru tilbúnir að breyta skuldum félagsins í hlutafé í því skyni að halda félaginu gangandi. Þó svo að það gangi eftir er enn óvíst hvort það dugi til að halda félaginu gangandi.

Kröfuhafarnir komu saman til fundar í gær og telja bæði heimildarmenn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins að það muni ganga eftir sem stefnt var að, það er að breyta skuldunum í hlutafé. Fengju þeir fyrir vikið 49 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt Morgunblaðinu á enn eftir að semja við Isavia en WOW skuldar því opinbera félagi 2 milljarða króna.

Þá á enn eftir að finna fjárfesti eða fjárfesta til að leggja WOW til 5 milljarða króna til að kaupa hitt 51 prósentið sem eftir stendur. Gangi það eftir mun hlutur Skúla Mogensen í félaginu þynnast út og hann yrði ekki lengur ráðandi.

Áætlað hefur verið að það þurfi 10 milljarða króna til að halda WOW í rekstri út árið. Stjórnendur WOW telja sig hafa fé til að reka fyrirtækið í nokkrar vikur til viðbótar. Það er þó háð óvissu því linnulausar fréttir af vandræðum félagsins hafa án efa þau áhrif að bókanir stöðvast.

Allar vélar WOW voru á áætlun í morgun ef undan er skilin fyrirséð seinkun á flugi frá Las Palmas. Heildarskuldir félagsins nema 24 milljörðum.

WOW air hætt

Rekstri flugfélagsins hefur verið hætt.

Flugfélagið WOW hefur hætt starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent frá sér á vef sínum.

WOW sendi frá sér tilkynningu í nótt þar sem fram kom að félagið hefði stöðvað allt flug, en að gripið hefði verið til þeirrar ráðstöfunar vegna þess að félagið væri á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu“.

Engar skýringar fengust þá á því hvers vegna flug var fellt niður. Var frekari upplýsinga að vænta frá félaginu klukkan níu, en nú liggur hins begar ljóst fyrir að WOW air hefur hætt starfsemi.

Á vef WOW air kemur fram hvert farþegar félagsins geta snúið sér í ljósi þessara tíðinda.

Allt flug WOW stöðvað

Flug stoppað á lokametrum samninga.

Allt flug WOW air hefur verið stöðvað á meðan samningaviðræðum um hlutafjáraukningu lýkur.  WOW sendi frá sér tilkynningu í nótt þar sem fram kemur að gripið hafi verið til þessarar ráðstöfunar vegna þess að félagið sé á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu“. Ekki kemur hins vegar fram hversu langan tíma félagið þurfi til að ljúka viðræðum.

Forsvarsmenn og ráðgjafar WOW hafa kynnt áætlun um endurskipulagningu á rekstri WOW fyrir fjárfestum. Samkvæmt  áætlunum er gert ráð fyrir algjörum viðsnúningi í rekstri WOW strax á næsta ári. Að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um 9 milljónir dollara samanborið við neikvæða stöðu upp á 11 milljónir dollara eins og nú er. Raunar er búist við að staðan verði orðin neikvæð um 45 milljónir króna um mitt þetta ár, segir í Markaðinum, sem svipti hulunni af þessari áætlun í gærmorgun.

Stöðvun fluga WOW air nú kemur illa við farþega. Sex flugvélar áttu að koma frá Bandaríkjunum í nótt. Engin þeirra lagði af stað frá flugvöllum vestanhafs. Í frétt á RÚV er greint frá því að hluti farþega í flugi frá Baltimore til Keflavíkur hafi verið kominn um borð í vélina þegar fluginu var aflýst. Þá áttu sjö flugvélar að halda til Evrópu í morgun en þar sem flestar flugvélarnar voru fastar í Banadríkjunum varð ekkert af því. Fjöldi Twitter-notenda hefur greint frá því að þeir séu fastir á flugvöllum bæði hér á Íslandi og víðar og eru síður en svo ánægðir með stöðuna sem er nú komin upp.

Engar skýringar hafa fengist frá Wow Air um það hvers vegna flug hefur verið fellt niður. Samkvæmt fyrrnefndri tilkynningu frá félaginu er frekari upplýsinga að vænta frá félaginu klukkan níu á eftir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Á hvað er Bríet að hlusta?

Tónlistarkonan Bríet er heldur betur á blússandi siglingu um þessar mundir en hún var valin bjartasta vonin á Íslensku Tónlistaverðlaununum sem fóru fram fyrir skömmu.

Fyrir ekki svo löngu sendi Bríet frá sér lagið Dino en laginu má lýsa sem draumkenndu poppi með R&B áhrifum.  Bríet er með um eina og hálfa milljón spilanir á Spotify og er það bara byrjunin.

Heyrst hefur að Bríet vinnur að sinni fyrstu sóló plötu í fullri lengd og er áætlað að hún komi út seinna á þessu ári.

Bríet er mikill tónlistargrúskari og er því tilvalið að fá hana í topp 10 á Albumm.is. Bríet sagði Albumm á hvaða tíu lög hún er að hlusta á um þessar mundir og er listinn ansi þéttur.

Hægt er að hlusta hér.

Tveggja ára tónlistarverkefni orðið að veruleika

Tónlistarmaðurinn Logi Geimgengill sem margir þekkja úr hljómsveitinni Shades of Reykjavík hefur verið að vinna í tónlistarverkefninu, Polarg4ng project síðastliðin tvö ár. Logi var ekki einsamall að vinna þetta verkefni en ásamt honum voru nokkrir aðilar sem vilja ekki koma fram undir nafni og besti vinur hans Loga, Hafliði Arnar Bjarnason.

Logi hefur reynt að halda þessu verkefni gangandi í tvö ár, eða frá því að vinur hans Hafliði Arnar lést langt fyrir aldur fram. „Ég lofaði honum að ég mundi klára þau lög sem við vorum búnir að vinna í. Hafliði var gull af manni og elskaði ég hann sem bróður.“

Logi hefur farið margar leiðir í lífinu en vegurinn sem hann stendur á í dag er bjartur, leiðin greið og Logi er peppaður fyrir komandi tíma. Kappinn hefur haft mikið fyrir stafni og hefur hann verið að fást við allskonar tónlist. Hann pródúseraði t.d fyrir Shades of Reykjavík á öllum þeirra plötum og gerði stórann part í fyrstu plötunni hans Ella Grill, Þykk Fita.

Ásamt Polarg4ng project var Logi að klára annað tónlistarverkefni sem nefnist Ferðalag en hægt er að hlusta á það einnig hér fyrir neðan.

Mannkynið gengur sofandi inn í stórslys

|
|

Stærsta málið sem heimurinn stendur frammi fyrir eru loftslagsbreytingar. Allt annað bliknar í samanburði þegar mögulegar afleiðingar hlýnunar jarðar yfir 2°eru skoðaðar.

Myndin hér til hliðsjónar gefur ákveðnar vísbendingar, gerð af hópnum CarbonBreif byggt á gögnum frá meðal annars IPCC (International Panel on Climate Change) sem starfrækt er af Sameinuðu þjóðunum.  Sú hækkun dreifist ekki jafnt um heiminn, heldur verða heit svæði hlutfallslega mun heitari. Allt stefnir í að það verði raunin enda eru ríki heimsins ekki að taka þetta nógu föstum tökum og 1,5° viðmið Parísarsamkomulagsins að verða fjarlægari draumur. Með allar þessar upplýsingar mætti halda að við værum að draga úr losun gróðurhúslofttegunda en gögn sína fram á að svo er ekki. Kol eru þó stærsti sökudólgurinn.

Fyrir tveimur mánuðum gaf World Economic Forum út sína árlegu skýrslu um strærstu áhættur sem heimurinn stendur frammi fyrir. Hættur sem leiða af stöðu umhverfismála í heiminum tróna á toppnum. Í inngangi segir beint út að mannkynið gangi sofandi inn í stórslys. Á listanum yfir mestu áhættuna eru loftslagsbreytingar. Hér eru ótaldar áhætturnar vegna breytinga á vistkerfum. Þetta er í samræmi við það sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur kallað helstu ógn við mannkynið. Ekki hungur, ekki stríð – heldur loftslagsbreytingar.

Áhrif hlýnunar jarðar eru fjölbreytt. Mesta hættan er fólgin í ýmis konar ofsaveðri samkvæmt skýrslunni. Athygli vekur að skortur á stefnumótun við að takast á við umhverfismálin fylgir þar fast á eftir. Fæðuöryggi og framleiðsla er annar þáttur. Sérstök athygli er vakin á áhrif hækkunar sjávarmáls fyrir margar borgir heimsins. Um 70% af íbúum heimsins munu búa í borgum árið 2050. Nú þegar er talið að um 800 milljónir manns búi í strandborgum þar sem sjávarmálshækkun er áætluð um hálfur metri árið 2050 sem leiðir af sér margskonar vanda. Rétt er að taka fram að áætluð sjávarmálshækkun árið 2050 er mun meiri en hálfur metri fyrir margar borgir líkt og New York, Miami, Haag, Alexandríu og Hong Kong. Þéttbýlisþróun ýtir svo undir hættuna þar sem innviðir borgar eru mjög tengdir. Hækkun sjávar hefur því smitáhrif svo sem áhrif á mörg vatnsból og innviði sem íbúar eru háðir svo sem vegi, ræsi og skólp, raflagnir og svo framvegis.

Loftslagsbreytingar og aðgerðir sem þarf til að mæta breyttum heimi þurfa sterka pólitíska forystu. Aðgerðir kalla eftir festu, framtíðarsýn og skipulagningu langt fram í tímann. Opinber kerfi eru almennt ekki hönnuð fyrir 50 ára skipulagningu og langtímaáætlunargerð sem loftslagsbreytingar krefjast er ekki beint sá raunveruleiki sem við búum við. Vandinn sem stafar af hlýnun jarðar er af alþjóðlegum toga þar sem ekki er spurt um landamæri og afleiðingar dreifast ójafnt um jörðina. Þær þjóðir sem losa nú mest og sögulega af gróðurhúsalofttegundum eru t.d. ekki að fara upplifa verstu afleiðingarnar.  Lausnirnar – þær þarf hins vegar að inna af hendi á heimavelli. Áherslan á Íslandi er einna helst endurheimt votlendis og orkuskipti í vegasamgöngum, samkvæmt aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Þá er talsvert um tal á sviði umhverfismála en einfaldir hluti – líkt og að banna einnota plastpoka hefur ekki verið klárað. Það mál tengist ekki loftslagsbreytingum en er dæmi um tiltölulega einfalt mál í framkvæmd sem hefur ekki hlotið framgöngu. Vitaskuld á það að vera mun yfirgripsmeira mál en bara að ná til poka, enda erum við að horfa of einangrað á málið með fókusinn þar.  Löggjafinn á að banna allt einnota plast. Styðja við nýsköpun í umbúðum sem brotna niður í umhverfinu í leiðinni og að lokum minnka allar þessar endalausu umbúðir almennt. Plast eður ei.

Forsendur til þess að fara úr jarðefnaeldsneyti á Íslandi eru góðar vegna þess hvað aðgengi að endurnýjanlegri orku er gott. Það eru líka teikn á lofti um að almenningur vilji í auknu mæli kaupa rafbíla, þó þeir séu dýrari í upphafi þá geta þeir verið ódýrari til lengri tíma vegna orkureksturs. Því á að keyra á orkuskipti í vegasamgöngum með mun afgerandi hætti en áætlanir gera ráð fyrir og banna nýskráningar dísel og bensínbíla sem fyrst. Sumir hafa nefnt við mig að það sé róttækt. Það finnst mér ekki. Það er róttækni að taka þetta ekki föstum tökum, sem og mögulega mannréttindabrot gagnvart komandi kynslóðum. Hæstiréttur Hollands komst að þeirri niðurstöðu um daginn að markmið ríkisstjórnarinnar um að draga úr losun væri ekki nægilega hátt miðað við þau vísindi sem liggja fyrir. Samkvæmt niðurstöðu dómsins þarf ríkið einfaldlega að gera betur. Rétt er að geta þess að fyrirliggjandi markmið voru þó hærri í Hollandi en hér á landi.

Áhrif loftslagsbreytinga verða ekki eins alvarleg og afdrifarík á Íslandi líkt og víða annars staðar samkvæmt sérfræðingum. Þó að Ísland sé eyland, erum við ekki eyland í þeim skilningi að okkar lifnaðarhættir eru háðir ytri aðstæðum, alþjóðasamfélaginu. Í dag byggir okkar lifibrauð að stærstum hluta á auðlindanotkun – komu ferðamanna og sjávarútvegi. Loftslagsbreytingar geta haft skaðleg áhrif á þessa tvo iðnaði.

Það er varla hægt að segja að mannkynið ætli að fara sofandi inn í stórslys, þó að World Economic Forum setji það þannig fram. Ef þetta heldur áfram svona ætlar maðurinn að láta sér í léttu rúmi liggja, eins og við segjum í lögfræðinni, að sigla sofandi inn í stórslys af því hann er ekki að gera nauðsynlegar breytingar á sínum lífshögum, markaðs- og neysluhyggju sem þörf er á í ljósi vísinda. Einkum er það ákvörðunin að fara úr notkun á jarðefnaeldsneyti og undirbúa okkur fyrir kolefnislausa veröld sem þarf sterka forystu og að draga úr neyslu. Ég get persónulega vottað að það er áskorun að breyta lifnaðarháttum sínum í átt að aukinni sjálfbærni á öllum vígstöðvum. Það er hins vegar nokkuð skemmtileg áskorun, þó samviskubitið sé algengara. Það væri þó mun auðveldara ef samfélagið, bæði hið opinbera og einkaaðilar ynnu með markvissum hætti að því markmiði og gerði borgurum auðveldara fyrir með margskonar hætti eins og öflugum samgöngum, frekari uppbyggingu deilihagkerfis, fjárfestingu í tækni sem einblínir á sjálfbærar lausnir, jafnvel með beinum ívilandi hætti svo sem fjármunum til að aðstoða okkur við breytta lifnaðarhætti og öðrum stýringartækjum sem löggjafinn einn hefur yfir að ráða.

Að vera græna landið er líka sjálfstætt, gott og fallegt markmið að stefna að. Gefandi fyrir hjartað. Sjálfbærni á að vera rauði þráðurinn í öllum aðgerðum nú. Hjá hinu opinbera og einkaaðilum. Að minnsta kosti eru það slæm örlög að vera kynslóðin sem sigldi með opin augun inn í stórslys. Ég fyllist stolti að horfa á ungu kynslóðina sem ætlar að gera sitt til að stoppa það.

 

Afar misvísandi fréttir af stöðu WOW

Enn er unnið að því að halda lífi í WOW air sem barist hefur í bökkum svo mánuðum skiptir. Bandaríska félagið Indigo er sagt komið aftur í spilið en fréttir af björgunarleiðangrinum hafa verið afar misvísandi.

Þeir kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútgáfu WOW í haust tóku yfir félagið í gær eftir kröfunum var breytt í hlutafé. Þar með missti Skúli yfirráð sín yfir félaginu en eins og turisti.is bendir á fer tvennum sögum af því hvernig það kom til. Annars vegar er haft eftir Skúla að kröfuhafarnir hafi samþykkt breytinguna en hins vegar hafi mbl.is sagt að kröfuhafarnir hafi ákveðið að taka félagið yfir.

Í viðtali við RÚV í gær var rætt við Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóra Airport Associates sem er einn af kröfuhöfunum 40.  Sagði hann að fyrirtækið væri komið í rekstrarhæft ástand, að framtíðarhorfur þess væru mjög bjartar og var ekki annað að heyra en að skuldirnar hafi verið þurrkaðar út.

Það er þó ekki alveg svo. Ekkert hefur komið fram um að Isavia sé tilbúið til að slá af 2 milljarða króna skuld WOW við félagið og í raun ólíklegt að svo fari, í ljósi þeirra fordæma sem það myndi setja. Þá segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður sem fer fyrir hópi kröfuhafa, í viðtali við turisti.is að ekki hafi allir samþykkt að breyta skuldum í hlutafé. Segir lögmaðurinn að í hópnum séu aðilar sem séu því mótfallnir. Þeirra á meðal eru eigendur þeirra flugvéla sem WOW leigir.

Markaðurinn, viðskiptarit Fréttablaðsins, svipti í morgun hulunni af áætlun um endurskipulagningu á rekstri WOW sem forsvarsmenn og ráðgjafar WOW hafa verið að kynna fjárfestum. Ekki er hægt að segja annað en að sú áætlun geri ráð fyrir ævintýralegum viðsnúningi. Svipaðan tón mátti raunar greina í áætlunum sem voru kynntar fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboðið í haust en eins og Mannlíf greindi fyrst frá íhuga kröfuhafar að leita réttar síns þar sem þeir telja að áætlanirnar hafi gefið ranga mynd af stöðu fyrirtækisins.

Samkvæmt núgildandi áætlunum er gert ráð fyrir algjörum viðsnúningi í rekstri WOW á næsta ári. Að lausafjárstaðan verði orðin jákvæð um 9 milljónir dollara samanborið við neikvæða stöðu upp á 11 milljónir dollara eins og nú er. Raunar er búist við að staðan verði orðin neikvæð um 45 milljónir króna um mitt þetta ár, segir í Markaðinum.

Þá er gert ráð fyrir 8,7 milljarða króna rekstrarhagnaði í árslok 2021 og að flugvélar í flota félagsins verði orðnar 16 talsins. Vélarnar voru 11 í lok árs í fyrra.

Þá greindi Markaðurinn frá því að Indigo Partners væri komið aftur að samningaborðinu eftir að hafa slitið viðræðum um kaup á WOW á dögunum. Láti Indigo slag standa, og WOW stendur af sér storminn, er stefnan að reka „harða lággjaldastefnu“. Það væri vissulega hvalreki fyrir neytendur en myndi um leið koma illa við Icelandair. Ekki bara hafa hlutabréf í Icelandair farið ört lækkandi samhliða miklu rekstrartapi heldur hafa vandræði Boeing MAX 737 vélanna sett fyrirtækið í afar erfiða stöðu. Þær vélar hafa verið kyrrsettar og alls óvíst hvenær þær hefja sig aftur til flugs. Nú þegar hefur Icelandair hætt við flug til Cleveland og Halifax vegna þessa.

Nýjasta atvikið í Orlando í gær er ekki til þess að auka traust á öryggi vélanna.

„Ljóst að mikil gróska og kraftur er í faginu“

Alls voru 370 verk innsend til FÍT-verðlaun­anna 2019. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en verðlaun­in verða af­hent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói í kvöld. Öll verðlaunuð og viðurkennd verk verða svo til sýnis í Hafnarhúsinu í kringum HönnunarMars.

„Tilnefningum fjölgar töluvert á milli ára og ljóst að mikil gróska og kraftur er í faginu,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra teiknara. „Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT, enda skipta tilnefningarnar máli því öll tilnefnd verkefni öðlast þátttökurétt í Evrópuverðlunum fagfélega ADC*E (Art Directors Club of Europe).“

Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT.

Til­nefnt er í 21 flokki og ná þeir yfir helstu und­ir­flokka graf­ískr­ar hönn­un­ar. Má þar nefna skjágrafík, vef­hönn­un, prent­verk, hönn­un aug­lýs­inga og myndlýsingar. Að auki eru veitt sérstök verðlaun til þess verks sem þótti skara fram úr á meðal allra verðlaunaðra verka.

Formenn dómnefnda í ár voru Arnar Ólafsson (skjáhönnun), Atli Hilmarsson (mörkun), Hildur Siguðardóttir (prent) og Hjörvar Harðarsson (auglýsingar).

Félag íslenskra teiknara stendur fyrir veglegri samsýningu á HönnunarMars sem sýnd verður í porti Listasafns Reykjavíkur– Hafnarhúsi, þriðja árið í röð og hefur viðburðurinn verið einn sá mest sótti yfir hátíðna undanfarin ár en í ár er búist við því að yfir 5.000 manns leggi leið sína í Hafnarhúsið. Viðburðurinn mark­ar upp­haf Hönn­un­ar­Mars sem verður hald­inn 28. til 31. Mars.

Becky Forsythe verður listrænn stjórnandi sýningar FÍT 2019 í Hafnarhúsinu en hún starfar sem sýningarstjóri og rithöfundur.

Icelandair hættir við flug vegna Boeing 737 MAX

Félagið hefur hætt flugum til og frá Cleveland og Halifax.

Icelandir hefur hætt við flug til Cleveland í Bandaríkjunum og Halifax í Kanada vegna kyrrsetningar Boeing 737 Max flugvélanna, sem félagið hefur notað í flugi til og frá borganna.

Í gærkvöldi greindi kanadíski fréttavefurinn The Chronicle Herald að ekkert verði af fyrirhuguðu flugi á milli Halifax og Keflavíkur, að því er fram kemur á RÚV. Þá er á vef fréttastofunnar Cleveland 19 greint frá því að Icelandair hafi á mánudag tilkynnt flugmálayfirvöldum í Cleveland í Bandaríkjunum að ekkert verði af flugi á milli Cleveland og Keflavíkur, sem átti að hefjast í maí.

Ástæðan er, eins og fyrr segir, rakin til kyrrsetningar Boeing 737 Max véla, en Boeing hefur kyrrsett allar slíkar vélar vegna galla í hugbúnaði þeirra, sem er talinn möguleg orsök tveggja mannskæðra flugslysa, annars vegar í Eþíópíu og hins vegar í Indónesíu.

Ekki hefur enn komið fram hvort  Icelandair muni alfarið hætta flugi til og frá Cleveland og Halifax eða hvort þessi ráðstöfun sé tímabundin.

Boeing 737 Max nauðlenti í Orlando

Boeing 737 Max-vél bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines þurfti að nauðlenda á alþjóðaflugvellinum í Orlando í dag.

Þetta kemur fram kemur á FOX35.

Vélin hafði farið í loftið frá alþjóðaflugvellinum í Orlando skömmu áður en henni var snúið við vegna bilunar og þurfti hún að nauðlenda.

Samkvæmt banda­rískum flug­mála­yf­ir­völdum kom upp vélarbilun en flugmaður og aðstoðarflugmaður voru um borð.

Spurningar hafa þegar vaknað um öryggi Boeing 737 Max vélanna eftir mannskætt flugslys í Eþíópíu fyrr í mánuðinum. Allir 157 um borð létust. Var það annað flugslysið á skömmum tíma þar sem flugvél af þessari tegund fell til jarðar, en flugvél Lion Air hrapaði í Jövuhaf undan ströndum Indónesíu í október. Ekki eru nema tvö ár síðan Boeing 737 Max flugvélar voru teknar í notkun.

Icelandair tók þrjár Boeing 737 Max flugvélar úr rekstri um óákveðinn tíma, eftir að flugfélög og stjórnvöld víða um heim höfðu ákveðið að kyrrsetja vélar af þessari tegund. Engu að síður telur félagið að vélarnar séu öruggar og á von á sex vélum af sömu gerð á næstu vikum.

Spurning er hvort og þá hvaða áhrif þessi tíðindi frá Orlondo mun hafa á notkun vélanna hjá Icelandair.

Komast yfir kvíða og einbeita sér að því jákvæða

Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir skipa Hljómsveitina Omotrack en hljómsveitin var að senda frá sér nýtt lag og myndband. Lagið Overlay fjallar um kvíða og hvernig hægt er að komast yfir hann og einbeita sér að því jákvæða í umhverfinu.

Drengirnir ólust upp í Eþíópíu á stað sem heitir Omo Rate en þaðan kemur hugmyndin að nafni hljómsveitarinnar. Lagið Overlay er fjórða lagið sem kemur út af væntanlegri plötu þeirra, Wild Contrast. Bræðurnir gerðu myndband við lagið ásamt myndatökumanninum Arnari Tómassyni en þeir hafa gaman að því að gera myndböndin sjálfir. Nýlega sendu þeir frá sér handteiknað myndband við lagið Woman sem einnig má nálgast á YouTube, en það samanstendur af 1603 handteiknuðum myndum.

Markús og Birkir sáu um myndvinnslu og klippingu en Markús hannaði einnig letrið fyrir myndbandið.

Platan Wild Contrast er væntanleg í lok mars og verða útgáfutónleikar haldnir 9. maí í Norræna húsinu kl 21:00.

88% starfsmanna Reykjavíkurborgar ánægðir í starfi en 4,6% hafa upplifað áreitni

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að niðurstöður könnunarinnar eru á heildina jákvæðar, að 88% starfsmanna eru ánægðir í starfi. „Þessar niðurstöður sýna að á heildina litið upplifir starfsfólk Reykjavíkurborg sem góðan vinnustað,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar. Þar kemur fram að niðurstöðurnar verða nýttar til að bæta árangur í mannauðsmálum.

Niðurstöðurnar leiddu þó í ljós að 2,8% svarenda, 132 einstaklingar nánar tiltekið, hafa upplifað einelti frá samstarfsfólki á síðustu 12 mánuðum. 4,6% svarenda höfðu þá upplifað einhvers konar áreitni frá samstarfsfólki á þessu tímabili, flestir þeirra, eða 76%, höfðu upplifað áreitni í orðum en 3,2% höfðu upplifað líkamlega kynferðislega áreitni svo dæmi séu tekin.

Sérstakt vefsvæði hefur verið opnað þar sem hægt er að skoða niðurstöðurnar.

Þess má geta að könnunin náði til 8894 starfsmanna og alls barst 4891 svar, sem gerir 55% svarhlutfall.

14 karlar og ein kona sækja um stöðu seðlabankastjóra

Seðlabanki Íslands.

Forsætisráðuneytinu bárust 15 umsóknir um embætti seðlabankastjóra sem auglýst var laust til umsóknar 20. febrúar sl. en frestur til umsóknar rann út á miðnætti.

Athygli vekur að aðeins ein kona sótti um starfið, Salvör Sigríður Jónsdóttir. Á meðal annarra umsækjenda eru Benedikt Jóhannesson, fyrrum fjármálaráðherra, Gylfi Arnbjörnsson fyrrum forseti ASÍ, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, Gylfi Magnússon, Gunnar Haraldsson og Jón Daníelsson. Þá er Arnór Sighvatsson, sem lengi var aðstoðarseðlabankastjóri, einnig á listanum.

Sérstök hæfnisnefnd verður skipuð til þess að fara yfir umsóknirnar og meta hæfni þeirra.

Umsækjendur um embætti seðlabankastjóra:

Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands
Benedikt Jóhannesson, fyrrv. fjármála- og efnahagsráðherra
Gunnar Haraldsson, hagfræðingur
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
Gylfi Magnússon, dósent
Hannes Jóhannsson, hagfræðingur
Jón Daníelsson, prófessor
Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins
Salvör Sigríður Jónsdóttir, nemi
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðs-, viðskipta- og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands
Vilhjálmur Bjarnason, lektor
Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra

 

Skúli missir yfirráðin í WOW en fullvissar starfsfólk og viðskiptavini

Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, mun missa yfirráð sín í félaginu þegar kröfuhafar þess taka það yfir. Hann er engu að síður bjartsýnn á framtíðina fyrir hönd félagsins, segir að starfsfólk muni fá útborgað og að óhætt sé að kaupa farmiða með WOW.

Eins og fram hefur komið munu þeir fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW í haust taka félagið yfir. Skúli hefur fram til þessa haft yfirráð í WOW í gegnum fjárfestingafélag sitt Títan. Segir á mbl.is að Skúli verði eftir sem áður hluthafi í WOW enda hafi hann sjálfur keypt 11% þeirra bréfa sem boðin voru til kaups í haust. Skúli verður hins vegar áfram í forstjórastólnum fyrst um sinn.

Í viðtali við Vísi fullyrðir Skúli að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðarmót og að óhætt sé að kaupa flugmiða með félaginu.

Samkomulagið við kröfuhafana grynnka all nokkuð á skuldstöðu WOW, en félagið skuldar 24 milljarða króna. Enn á eftir að semja við aðra kröfuhafa, svo sem ISAVIA, sem á 2 milljarða kröfu á flugfélagið. Hins vegar vantar WOW enn rekstrarfé og stendur leit að fjárfestum sem eru tilbúnir til að leggja 5 milljarða króna inn í félagið.

Sjá einnig: WOW nær samkomulagi

Geðveikir vinnustaðir

Höfundur / Árelía Eydís Guðmundsdóttir

„Mig langar bara að mæta í vinnuna og vinna að áhugaverðum verkefnum með fólki sem hefur gaman af vinnunni sinni “. Unga konan horfði á mig raunmædd á svipinn. Hennar stafsreynsla spannar hátt í tíu ár á mismunandi stöðum. Hún bætti við; „mér finnst bara svo skrýtið að fólk er bara oft að reyna að koma sér hjá verkefnum, vill ekki prófa neitt nýtt og talar endalaust illa um hvert annað, svo tekur allt svo langan tíma.“ Aftur andvarpaði hún.

Það er eðlileg krafa að það sé skemmtilegt í vinnunni og hennar kynslóð leggur mikla áherslu á það. Við eyðum stórum hluta af tíma okkar í vinnunni og þau verkefni og tengsl sem við myndum þar eru mikilvæg fyrir þroska okkar og vellíðan almennt.

Í leiðtogafræðum er stöðugt unnið að því að finna út úr því hvernig hægt sé að auka skilvirkni og árangur og styrkja þannig fyrirtæki og stofnanir í samkeppni. Lengi vel var talið að lykillinn væri að leiðtoginn væri hetjan sem hefði allar lausnir í hendi sér. Áherslan undanfarna áratugi hefur beinst að því hvernig leiðtogi getur virkjað hópinn.

Undanfarið hefur sjónarhorn fræðimanna og leiðtoga beinst að vellíðan og samhyggð á vinnustöðum. Tækninýjungar, breyttar kröfur og starfsumhverfi ýta á stjórnendur að finna nýjar leiðir. Ljóst er að gagnrýnin hugsun og sköpunarkraftur gerir gæfumun í framþróun nú þegar fjórða iðnbyltingin er að breyta störfum og verkefnum á vinnustöðum.

Samhyggð er sú tilfinning að maður finni til með fólki og skilji það án þess að upplifa tilfinningar þess. Meðaumkun er þegar við upplifum tilfinningalega það sama og viðkomandi fólk. Munurinn þarna er mikill. Fólk sem starfar á sjúkrahúsum, í lögreglu, slökkviliði eða tekur þátt í björgunarstörfum myndi ekki geta starfað lengi ef það tæki tilfinningalega á sig þjáningu annarra. Hins vegar er það líklegra til að vera gott í starfi sínu ef það sýnir samhyggð. Þeir sem eru í nánum tengslum, sem er grunnurinn í samhyggð, eru heilbrigðari og lifa lengur. Heilsufarslega er félagsleg einangrun meira vandamál en offita og reykingar eða hár blóðþrýstingur.

Samhyggð þýðir einfaldlega að við umgöngumst hvert annað með það viðhorf að við séum öll tengd. Á vinnustöðum fara fram erfið samtöl, það þarf að gefa endurgjöf á frammistöðu og höndla erfiða einstaklinga og samskipti eru alltaf smávegis vesen, það liggur í hlutarins eðli. Í vinnunni, eins og í fjölskyldunni, eru erfiðir, skrýtnir og algjörlega óþolandi einstaklingar. Ef við hins vegar getum séð að við erum stundum erfið, skrýtin og algjörlega óþolandi sjálf þá verður viðhorf okkar annað.

Í upphafi árs hittast leiðtogar heims í Davos og ræða um framtíðarlausnir sem eru mikilvægar heiminum. John Flint, forstjóri HSBC, og Muiel Pénicaud, atvinnumálaráðherra Frakklands, ræddu um mikilvægi þess að huga að því hvernig vinnumarkaðurinn tekur á móti þeim sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða því aukning er á slíkum veikindum, sérstaklega meðal ungs fólks.

Það sem var eftirtektavert í máli þeirra var áherslan á að geðveikir einstaklingar gætu bætt vinnustaði. Þeir sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða hafa oft hæfileikann til að hugsa út fyrir boxið og ekki síst hafa þeir þurft að sýna mikla þrautseigju. Á Íslandi hefur komið í ljós að vinnustaðir sem taka við fólki sem er að koma aftur á vinnumarkað eftir að hafa glímt við andleg veikindi, hafa oft fundið fyrir aukinni samhyggð í kjölfarið.

Vinnustaðurinn verður opnari og fjölbreyttari og oft leggur fólk sig fram um að hjálpa þeim sem koma inn til að ná áttum. Þegar við hjálpum öðrum hjálpum við okkur sjálfum, sá leiðtogi sem fóstrar slíkt andrúmsloft nær að virkja betur hópinn. Fjölbreytni í vinnunni skapar samhyggð. Fjölbreytni í mannlegri flóru opnar okkur eins hvert fyrir öðru og eykur sköpunarkraft og gagnrýna hugsun – vinnustaðurinn verður geðveikur!

Unga konan sem ég minntist á í upphafi hefur rétt fyrir sér að því leyti að þegar vinnustaðir verða of einsleitir og skortur verður á samkennd og samhyggð þá er ekki gaman í vinnunni. Sá sem dæmir aðra einangrar sjálfan sig og sá sem er dæmdur upplifir höfnun. Geðveikir vinnustaðir eru þar sem gullna reglan er viðhöfð: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“.

WOW nær samkomulagi

Í til­kynn­ingu sem WOW air sendi frá sér rétt í þessu kemur fram að meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda félagsins hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

Kröfuhafar WOW air hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og viðræður eru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu að rekstri félagsins.

Kröfu­haf­ar og skulda­bréfa­eig­end­ur WOW air funduðu í þriðja sinn í gær­kvöldi með það að mark­miði afla nægi­lega margra und­ir­skrifta vegna áætl­un­ar um að breyta skuld­um í hluta­fé.

„Þetta er mik­il­vægt skref í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins og stöðug­leika WOW Air til lengri tíma litið,“ seg­ir í til­kynn­ingu WOW Air.

Sjá einnig: WOW fær líflínu frá kröfuhöfum en staðan er enn erfið

Ótrúleg breyting hjá Brynju Dan með réttu málningunni

Brynja Dan tók eldhúsið á nýja heimilinu í gegn á dögunum og útkoman er afar flott.

Nýverið keypti Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S, sér nýtt heimili. Eldhúsið á nýja staðnum var í þokkalegu ástandi en höfðaði ekki til hennar og þess vegna var ráðist í framkvæmdir. Þetta kemur fram á vef Slippfélagsins.

Brynja skipti innréttingum sem fyrir voru út fyrir nýjar IKEA-innréttingar og málaði rýmið. Liturinn Silfurberg frá Slippfélaginu varð fyrir valinu, dökkgrár og hlýlegur litur.

Slippfélagið birti myndir á Facebook af eldhúsinu fyrir og eftir breytinguna. Það þarf ekki svo mikið til að ná fram ótrúlega mikilli breytingu.


Mynd af Brynju / Aldís Pálsdóttir

Réttarkerfi löggjafarvaldsins

Síðast en ekki síst

Eftir / Elísabetu Ýri Atladóttur

Þingmaður hefur lýst því hvernig honum finnst fáránlegt að vændiskaup séu ólögleg, að það ætti ekki að nefna gerendur þótt vændi er skilgreint í lögum sem ofbeldi. Sami maður segir að þolendur skuli fylgja lagabókstafnum þegar þær vilja komast burt frá ofbeldismönnum, að það ætti að fangelsa þær fyrir að verja börn sín gegn ofbeldismönnum.

Ráðherrar forðuðu stórum fjárhæðum í kringum bankahrun en erfiðlega hefur gengið að greina frá því þegar það virðist koma nýtt lögbann um leið og umræðan verður óþægileg fyrir elítuna. Dómsmálaráðherra sagði það ómögulegt að „sníða hjúskaparlög að fáum“ þegar þolendur heimilisofbeldis vildu leiðir til að geta skilið við ofbeldismenn sem neituðu þeim um skilnað bara til að halda stjórn.

Siðleysi og vanvirðing gagnvart þeim sem þurfa vernd laganna er heill hafsjór, frá þeim sömu og setja lögin. Þetta sem ég nefndi er lítið brot af öllu sem hefur gengið á seinustu ár. Íslenska réttarkerfið nötraði og skalf þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að skipan Landsréttardómara væri ólögmæt. Réttarkerfið virðist einstaklega brothætt. En kerfið hefur lengi verið brothætt, það getum við þakkað fólkinu með löggjafarvald sem fer á svig við lög og kemst upp með það. Þingmenn sem brjóta lög fá bara uppreist æru og mæta á þing nokkrum árum seinna ef þeir brjóta af sér.

Réttarkerfi byggist ekki einungis á þeim lögum sem eru sett, heldur einnig fordæmunum. Lengi hafa fordæmin verið á þá leið að ákveðin elíta er ósnertanleg, þau sem setja lögin þurfa oft ekki að lúta þessum sömu lögum. Og þegar eitthvert efra dómsvald segir að gjörðir þeirra séu ólögmætar er hægt að slá það út af borðinu með þeim útskýringum að útlenskir dómstólar eigi ekki að hafa nein völd á Íslandi.

Að fylgja lögum og reglum hefur hingað til bara verið fyrir þau valdalausu. Valdaelítan vill ekki að það breytist. Breytum því.

Dómnefnd taldi verkefnið Lokbrá skara fram úr

Verkefnið Lokbrá, hugbúnaður sem vaktar svefnvenjur, var verðlaunað á norrænu heilsuhakkaþoni um helgina.

Norrænt heilsuhakkaþon var haldið í HR um helgina, Þar kepptust teymi frá fjölmörgum löndum við að vinna úr gögnum um heilsu, heilsufar og félagslega stöðu með það að markmiði að þróa tæknilausnir sem miða að því að auka lífsgæði og velferð notenda. Metfjöldi liða og einstaklinga óskaði eftir þátttöku en um 70 þátttakendur voru valdir til keppni.

Á sunnudag var svo 21 verkefni kynnt fyrir sérstakri dómnefnd og þau bestu verðlaunuð. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, veitti því verkefni sem best þótti stuðla að aukinni félagslegri velferð verðlaun fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins.

Dómnefnd taldi verkefnið Lokbrá skara fram úr. Þar er um að ræða hugbúnað sem vaktar svefnvenjur fólks og gerir það verkum að hægt er að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis. Hugmyndin er að hægt verði að tengja Lokbrá við snjallsíma eða snjallúr.

Ráðherra sagði ljóst að nýsköpun muni þegar til framtíðar er litið gegna afar mikilvægu hlutverki í öflugri velferðarþjónustu. „Það er virkilega gaman að sjá þá hugmyndaauðgi og metnaðarfullu sýn sem fram kom í keppninni. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að styðja við nýjar hugmyndir og tæknilausnir því þær geta orðið til þess að auka lífsgæði okkar allra.“

Mynd / Vefur Stjórnarráðs Íslands

Vefur með ólögleg fæðubótarefni og lyf tilkynntur til lögreglu

Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að honum verði lokað. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar.

Þar segir að rétthafi lénsins, www.roidstop.is, er skráður í Mið-Ameríku. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf.

Matvælastofnun varar við viðskiptum við vefinn og neyslu þeirra fæðubótarefna og lyfja sem er til sölu á vefnum. „Neytendur skulu ávallt vera á varðbergi þegar kemur að kaupum á fæðubótarefnum og lyfjum á netinu.“

Í grein MAST segir að á vefnum séu hættuleg efni til sölu, svo sem DPN. Þá er vísað í grein um dóm sem féll nýlega í Bretlandi vegna dauðsfalls ungrar stúlku sem hafði neytt DPN.

Matvælastofnun barst ábending um vefinn í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF).

Mynd / Skjáskot af Roidstop.is

WOW fær líflínu frá kröfuhöfum en staðan er enn erfið

Eigendur skuldabréfa og aðrir kröfuhafar í WOW air eru tilbúnir að breyta skuldum félagsins í hlutafé í því skyni að halda félaginu gangandi. Þó svo að það gangi eftir er enn óvíst hvort það dugi til að halda félaginu gangandi.

Kröfuhafarnir komu saman til fundar í gær og telja bæði heimildarmenn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins að það muni ganga eftir sem stefnt var að, það er að breyta skuldunum í hlutafé. Fengju þeir fyrir vikið 49 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt Morgunblaðinu á enn eftir að semja við Isavia en WOW skuldar því opinbera félagi 2 milljarða króna.

Þá á enn eftir að finna fjárfesti eða fjárfesta til að leggja WOW til 5 milljarða króna til að kaupa hitt 51 prósentið sem eftir stendur. Gangi það eftir mun hlutur Skúla Mogensen í félaginu þynnast út og hann yrði ekki lengur ráðandi.

Áætlað hefur verið að það þurfi 10 milljarða króna til að halda WOW í rekstri út árið. Stjórnendur WOW telja sig hafa fé til að reka fyrirtækið í nokkrar vikur til viðbótar. Það er þó háð óvissu því linnulausar fréttir af vandræðum félagsins hafa án efa þau áhrif að bókanir stöðvast.

Allar vélar WOW voru á áætlun í morgun ef undan er skilin fyrirséð seinkun á flugi frá Las Palmas. Heildarskuldir félagsins nema 24 milljörðum.

Raddir