Eigendur skuldabréfa og aðrir kröfuhafar í WOW air eru tilbúnir að breyta skuldum félagsins í hlutafé í því skyni að halda félaginu gangandi. Þó svo að það gangi eftir er enn óvíst hvort það dugi til að halda félaginu gangandi.
Kröfuhafarnir komu saman til fundar í gær og telja bæði heimildarmenn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins að það muni ganga eftir sem stefnt var að, það er að breyta skuldunum í hlutafé. Fengju þeir fyrir vikið 49 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt Morgunblaðinu á enn eftir að semja við Isavia en WOW skuldar því opinbera félagi 2 milljarða króna.
Þá á enn eftir að finna fjárfesti eða fjárfesta til að leggja WOW til 5 milljarða króna til að kaupa hitt 51 prósentið sem eftir stendur. Gangi það eftir mun hlutur Skúla Mogensen í félaginu þynnast út og hann yrði ekki lengur ráðandi.
Áætlað hefur verið að það þurfi 10 milljarða króna til að halda WOW í rekstri út árið. Stjórnendur WOW telja sig hafa fé til að reka fyrirtækið í nokkrar vikur til viðbótar. Það er þó háð óvissu því linnulausar fréttir af vandræðum félagsins hafa án efa þau áhrif að bókanir stöðvast.
Allar vélar WOW voru á áætlun í morgun ef undan er skilin fyrirséð seinkun á flugi frá Las Palmas. Heildarskuldir félagsins nema 24 milljörðum.
Útvarp Saga hefur margoft verið gagnrýnd fyrir útbreiðslu hatursorðræðu. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að allt sem fær fólk til að taka afstöðu til stjórnmála á fölskum upplýsingum sé slæmt fyrir lýðræðið.
Þrátt fyrir að gefa sig út fyrir að segja þær fréttir sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa komið sér saman um að segja ekki, þá er tilgangur öfgamiðla, hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri, að ala á ótta meðal almennings. Að fá almenning til að trúa því að honum standi ógn af tilteknum þjóðfélagshópum.
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hefur rannsakað uppgang popúlistaflokka í Evrópu og kannast hann vel við þau áhrif sem miðlar af þessu tagi hafa á orðræðuna. „Popúlískir flokkar og falsfréttir eru hið fullkomna hjónaband fyrir dreifingu samsæriskenninga og falskrar myndar af raunveruleikanum. Þetta byrjar á jaðrinum og fikrar sig svo inn í meginstrauminn þannig að á endanum mást mörkin og það eru engin endanleg landamæri.“
Eiríkur segir að allt sem fær fólk til að taka afstöðu til stjórnmála á fölskum upplýsingum sé slæmt fyrir lýðræðið. Í tilviki hægri öfgamiðla sé oftar en ekki alið á ótta gagnvart utanaðkomandi ógn og svo eru innlend stjórnvöld ásökuð um að hafa annaðhvort svikið eða vanrækt að verja þjóðina. Enn sem komið er skortir tæki til að fást við þetta vandamál.
„Þessi upplýsingausli, eins og þetta er kallað, er notaður markvisst í pólitík í dag og við höfum ekki enn áttað okkur á því hvernig eigi að taka á þessu þótt Facebook og fleiri miðlar séu að vakna upp við að eitthvað þurfi að gera. Almenningur er mjög berskjaldaður enn sem komið er. Alla 20. öldina voru hliðverðir á ritstjórnum til að vinsa út rugl og rangindi og þannig fengum við staðreyndir sem við gátum sammælst um. Núna er það allt farið.“
Sköp er heiti á nýrri hreyfimyndaseríu þar sem kynjaklisjur í kvikmyndum eru krufnar til mergjar.
Fyrirtækið Freyja Filmwork hefur hafið framleiðslu á nýrri vefseríu sem kallast Sköp, en þær snúast um persónurnar Big Dogg og Thormeister sem hefur tilhneigingu til þess að birtast upp úr þurru í lífi Big Daggar og útskýra fyrir henni kynjaklisjur í kvikmyndum. Höfundar þáttanna eru Dögg Mósesdóttir og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir sem byggja persónurnar á sjálfum sér. „Í stuttu máli sagt erum að taka fyrir kynjaðar staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Þórey í samtali við Mannlíf. „Beina sjónum að hverri steríótýpunni á fætur annarri, einfaldlega í þeim tilgangi að afhjúpa ruglið sem viðgengst í þáttum og bíómyndum.“
Þórey segir að fyrsti þáttur seríunnar, Man Pain eða Karl-angist, fjalli þannig um hina þjáðu karlhetju í hasarmyndum, klisju sem gangi út það að hetjan glímir við djúpstæðan innri sársauka í kjölfar ástvinamissis og hvernig hún tekst á við hann með því að leita hefnda.
„Þetta er algengt þema í hasarmyndum þar sem sársaukinn er bæði hvatinn að ferðalagi hetjunnar og um leið notaður til að réttlæta gríðarlega ofbeldisfulla hegðun hennar. Við sjáum þetta t.d. í annarri hverri Bruce Willis-mynd. Í fyrsta þættinum fjöllum við um þessa týpu og í næstu þáttum verða svo aðrar týpur sýndar í spaugilegu ljósi.“
„Í stuttu máli sagt erum að taka fyrir kynjaðar staðalímyndir í kvikmyndum … einfaldlega í þeim tilgangi að afhjúpa ruglið sem viðgengst í þáttum og bíómyndum.“
Spurð hvernig hugmyndin að seríunni hafi kviknað segist Þórey vera búin að velta kynjaklisjum í kvikmyndum fyrir sér lengi. „Og ég er langt frá því að vera ein um það. Til eru heilu rannsóknirnar og vefsíðurnar sem eru helgaðar þessu viðfangsefni. Þar sem staðalímyndum af þessu tagi er velt upp og þeim gefin heiti.
Þegar ég fór að ræða þetta við Dögg varð hún mjög áhugasöm þar sem hún kannaðist sjálf ekki við öll hugtökin og það varð til þess að við ákváðum að gera seríu byggða á okkur sjálfum, þ.e. þar sem hún spyr ýmissa spurninga og ég svara. Ég er s.s. hálfgert uppflettirit í þáttunum og verð í framrás þeirra svo uppáþrengjandi að ég birtist meira að segja heima hjá henni að nóttu til. Þannig að hver veit, kannski ég endi sem eltihrellir í anda Single White Female, með vísan í aðra klisju,“ segir Þórey og hlær.
Heilandi að fjalla um erfiða hluti
Þórey og Dögg hafa unnið saman að kvikmyndaverkefnum um nokkurt skeið og stofnuðu ásamt tveimur öðrum Freyju Filmwork fyrir nokkrum árum, fyrirtæki sem hefur það yfirlýsta markmið að jafna hlut kynjanna bæði fyrir framan og aftan myndavélina. „Sem þýðir að við ráðum konur í alls konar störf tengd framleiðslunni og reynum að storka alls konar kynjuðum steríótýpum í okkar handritaskrifum,“ útskýrir Þórey.
Hún segir að serían Sköp sé ekki eina verkefnið í þeim anda sem fyrirtækið er nú með í vinnslu. „Við erum t.d. að þróa handrit að þáttum sem kallast Gelgjur og fjallar um stelpur í bæ úti á landi sem taka þátt í tónlistarkeppni. Sagan er lauslega byggð á okkur sjálfum þar sem önnur persónan er utan af landi, eins og Dögg, og hin persónan missir móður sína ung að aldri, rétt eins og ég, og flytur í sveitina og lendir þar upp á kant við allt og alla. Þetta er ekki alveg okkar saga en hún er samt svolítið sjálfsævisöguleg.“
Aðspurð hvort það sé ekki erfitt að fjalla um svona persónulega hluti segir Þórey að vissulega geti reynt á að skrifa um erfiða reynslu. „Auðvitað getur það verið sárt en það getur líka verið heilandi. Gefið manni ákveðna úrlausn ef svo má segja,“ lýsir hún. „Ég vill samt taka skýrt fram að Gelgjur er ekki dramatísk sería. Þvert á móti er stefnan að hafa hana fyndna. Enda er húmor eitt besta tæki sem völ er á til að koma ádeilu eða alvarlegum skilaboðum á framfæri. Við erum svolítið að fara þá leið, bæði í Gelgjum og Sköpum.“
Fyrsta þáttinn af Sköpum er hægt að nálgast á patreon.com, en þar stendur yfir hópfjármögnun fyrir þættina.
Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn segir að Evrópulögreglan hafi í vaxandi mæli greint uppgang hatursorðræðu, sambærilegu við það sem alríkislögreglan FBI segir í sinni skýrslu. Samfélagsmiðlarnir eru þar miðpunkturinn í því að dreifa áróðrinum.
„Evrópulögreglan sér fram á að umræður á samfélagsmiðlum muni í vaxandi mæli einkennast af gífuryrðum og hatursorðræðu. Vakin er athygli á að í sumum aðildarríkjum ESB hafi þess orðið vart að borgarar hafi myndað eftirlitshópa sem fara um götur og hverfi. Stjórnvöld í Finnlandi hafi upplýst að í sumum bæjum haldi „Finnska andspyrnuhreyfingin“ uppi slíku eftirliti og segja hana vera hluta af „Norrænu andspyrnuhreyfingunni“ en svo nefnast samtök skandinavískra þjóðernissósíalista sem starfræki deildir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.
„Evrópulögreglan vekur athygli á þeim möguleika að tölvutækni kunni að gegna mikilvægu hlutverki í hryðjuverkaárásum framtíðarinnar.“
Evrópulögreglan segir að ógnin geti lýst sér í ofbeldisverkum einstaklinga og hópa og nefnir að í framtíðinni kunni líkamsárásum, íkveikjum og alvarlegri verknuðum, þ.m.t. morðum að fjölga. Enn fremur kunni einstaklingar, stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar og mannréttindasamtök sem andmæla málflutningi öfgahópa að verða fórnarlömb hatursáróðurs og hvatningar til ofbeldisverka. Nokkur nýleg dæmi þess sem Evrópulögreglan gerir að umtalsefni í skýrslu sinni eru þekkt. Í janúar 2017 gekkst þýska lögreglan fyrir viðamiklum aðgerðum í nokkrum sambandslöndum sem beindust gegn hægri-öfgasamtökum sem kalla sig „Reichsbürger“. Að sögn lögreglunnar höfðu samtökin skipulagt árásir gegn gyðingum, hælisleitendum og lögreglu. Kveikt hefur verið í dvalarstöðum hælisleitenda í nokkrum ríkjum ESB,“ segir meðal annars í skýrslunni.
Í henni segir jafnframt að samvinna lögreglu milli landa sé lykilatriði í þeirri vinnu að greina ógnir vegna hatursglæpa og hryðjuverkaógnar. Þar megi gera betur.
Árásin á Nýja-Sjálandi – friðsælu litlu landi sem var ólíklegur vettvangur hryðjuverkaárásar – er dæmi um það, að ekkert land getur litið svo á að það sé laust við hryðjuverkaógn í nútímasamfélagi. Samfélagsmiðlarnir hafa leitt til þess að auðvelt er að finna þá sem veikir eru fyrir því að falla fyrir hatursáróðri og ráðast gegn saklausum borgurum.
„Hvað mögulegar framtíðarógnir varðar kann nýting tölvutækni að vera sérstakur hvati fyrir hryðjuverkasamtök þar sem hún getur gefið færi á atlögu úr fjarlægð og þar með minnkað áhættu. Evrópulögreglan vekur athygli á þeim möguleika að tölvutækni kunni að gegna mikilvægu hlutverki í hryðjuverkaárásum framtíðarinnar. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá marsmánuði 2016 er ítarlega fjallað um net- og tölvuglæpi, helstu ógnir á því sviði og mikilvæga innviði. Tækniþróun vekur upp ýmsar spurningar og jafnvel áskoranir á sviði öryggismála. Drónar og önnur sjálf- eða fjarstýrð tæki skapa möguleika á nýjum tegundum árása. Þetta á t.a.m. við um sjálfstýrðar/-keyrandi bifreiðar og telja sérfræðingar sumir hverjir að vestræn samfélög þurfi að vera undir það búin að hryðjuverkamenn færi sér þessa nýju tækni í nyt,“ segir meðal annars í skýrslunni.
Mynd: Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur tekist á við myrkasta tíma í sögu landsins með því að reyna að setja sig í spor fórnarlamba mannskæðustu skotárásar sem átt hefur sér stað þar.
Um helgina opnaði sýning sem ber yfirskriftina „Grafískar konur“. Á henni sýna 26 konur verk sín og ætlunin er að auka sýnileika kvenna sem vinna við grafíska hönnun á Íslandi.
Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir, sýningarstjóri, segir fjölbreytileika einkenna sýninguna enda var þemað frjálst.
Spurð nánar út í sýninguna segir Íris: „26 hæfileikaríkar konur taka þátt í sýningunni og eru verkin jafn margbreytileg og þau eru mörg. Sum verkin eru með pólitísku ívafi, önnur einstaklega kvenleg, öll eru þau sérstaklega falleg og greinilegt að hugmyndaauðgi ríkir innan stéttarinnar á Íslandi. Konur í stéttinni á Íslandi eru að vinna í frekar karllægum geira, en það er þó að breytast og margar konur komnar í flottar stöður til dæmis inni á auglýsingastofum.“
….öll eru þau sérstaklega falleg og greinilegt að hugmyndaauðgi ríkir innan stéttarinnar á Íslandi.
Íris er í félaginu „GrapíkaÍslandica“ sem var stofnað á kvennafrídaginn 2017. Það er vettvangur fyrir konur í faginu til að tengjast. „Í fyrra settum við upp sýningu í Hafnarhúsinu þar sem merki félagsins var afhjúpað. Út frá því datt mér í hug að reyna að ýta áfram undir sýnileika kvenna í faginu og ég sótti um styrk í menningarsjóð Reykjavíkurborgar til að halda sýningu í tengslum við HönnunarMars,“ útskýrir Íris glöð. „Opnunin á laugardaginn var alveg frábær. Sýningin var vel sótt miðað við að vera ekki í miðbænum. Þetta var mikið fjör!“
Þess má geta að sýningin verður opin á föstudaginn 29. mars frá 13:00-17:00, laugardaginn 30. mars frá 13:00-15:00 og sunnudaginn 31. mars frá 13:00-15:00. Sýningin er í ReykjavikUndergroundDesignStudio á Grensásvegi 14.
Á 20. öldinni reis íslenskt samfélag úr fátækt til velmegunar. Með þrautseigju og af framsýni tókst landsmönnum að byggja upp innviði landsins en daglegt líf okkar er óhugsandi án þeirra. Á síðustu árum hefur innviðum landsins ekki verið sinnt sem skyldi, viðhaldi verið ábótavant og nýframkvæmdir skornar við nögl. Afleiðingin blasir við þessa dagana þegar skólabyggingum hefur verið lokað vegna myglu. Þetta hefur reynst dýrkeyptur sparnaður.
Samkvæmt skýrslu um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga gáfu út árið 2017, er uppsöfnuð viðhaldsþörf 372 milljarðar, mest í vegakerfi, fasteignum hins opinbera, flutningskerfi raforku og fráveitum. Virði innviða er nú af svipaðri stærðargráðu og eignir lífeyrissjóða. Virði innviða fyrir samfélagið er þó mun meira en þessar tölur gefa til kynna þar sem innviðir leggja grunn að verðmætasköpun og útflutningstekjum hagkerfisins. Hafnir þarf til að færa sjávarafla að landi, ferðamenn sækja landið heim um flugvelli og ferðast um á vegum landsins. Raforka er framleidd og flutt til að knýja orkusækinn iðnað sem skapar hundruð milljarða útflutningsverðmæti á ári.
Byrgja þarf brunninn
Fasteignir hins opinbera eru mikilvægur þáttur innviða. Fasteignir sveitarfélaga eru að langstærstum hluta skólar og mannvirki sem tengjast íþróttum og tómstundum en einnig eru þar undir félagslegar íbúðir, sérhæft húsnæði fyrir velferðarþjónustu og menningarstofnanir. Endurstofnvirði þessara eigna er metið á 330 milljarða.
Í innviðaskýrslunni kemur fram að sparnaðaraðgerðir fyrri ára kalli á aukna viðhaldsþörf nú og næstu ár. Á undanförnum árum þegar skera þurfti útgjöld niður fóru sveitarfélög þá leið að fresta viðhaldsframkvæmdum þannig að uppsöfnuð viðhaldsþörf var metin á um 20 milljarða í skýrslunni. Fyrir um tveimur árum síðan bárust fréttir af því að Kársnesskóla yrði lokað vegna myglu. Síðar var ákveðið að rífa bygginguna sökum skemmda. Nú hefur Fossvogsskóla verið lokað fram á haust af sömu sökum og hefur skólahald verið flutt á annan stað. Fregnir herma að sama vandamál sé fyrir hendi í þremur öðrum skólum í Reykjavík en of snemmt er að segja til um afleiðingar þess. Mygla hefur komið upp í Grunnskólanum á Ísafirði og þarf að öllum líkindum að loka heilli álmu. Fyrir utan fjárhagslegt tjón fylgir því talsvert rask að flytja skólastarf og er óþægilegt fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk.
Í innviðaskýrslunni fá fasteignir hins opinbera ástandseinkunnina 3 af 5 sem þýðir að mannvirkið er viðunandi en staða þess er ekki góð. Búast má við umtalsverðu viðhaldi til þess að halda uppi starfsemi þess. Nauðsynlegt verður að leggja í fjárfestingar til framtíðar litið. Langtímahorfur benda til þess að staða mála verði óbreytt að áratug liðnum nema verulega verði bætt í viðhald. Sú staða er óviðunandi og verða sveitarfélög að gera betur.
Ef Wow verður gjaldþrota meðan flugvélar þeirra eru í loftinu verða hreyflarnir umsvifalaust stöðvaðir og þoturnar munu falla beint niður til jarðar þá og þegar. AF HVERJU ER ENGINN AÐ TALA UM ÞETTA!???
Takið "kennara í MH" út og setjið "stjórnenda WOW" í staðinn og líka orðið "nemendum" og setjið í staðinn "starfsfólki WOW" #WOW#WowAirpic.twitter.com/EYGtHDNVl6
Stjórnendur WOW gera nú lokatilraun í samvinnu við kröfuhafa til þess að bjarga rekstri fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur fyrirtækið undir nánu eftirliti og tvær af 11 flugvélum WOW hafa nú verið kyrrsettar, önnur í Montreal og sú síðari á Kúbu.
Fyrirtækið rær nú lífróður og freista stjórnendur flugfélagsins þess að bjarga því frá gjaldþroti. Björgunaraðgerð WOW felst meðal annars í því að kröfuhafar fyrirtækisins sem komu inn í skuldabréfaútboði síðastliðið haust breyti skuldum sínum í hlutafé. Hinsvegar þarf að tryggja nægt lausafé til að halda rekstrinum gangandi, greiða starfsfólki laun nú um mánaðarmótin og koma í veg fyrir að fleiri flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar.
Voru skuldabréfaeigendur blekktir?
Á sama tíma og kröfuhafar WOW hafa örlög fyrirtækins í hendi sér, þar sem skuldum kann að vera breytt í hlutafé, þá skoða aðilar meðal kröfuhafa flugfélagsins nú lagalega stöðu sína, samkvæmt heimildum Mannlífs. Sænska fjármálafyrirtækið Pereto var umsjónaraðili skuldabréfaútboðs fyrirtækisins á haustmánuðum 2018, þar sem um 50 milljónum evra var safnað til að tryggja rekstrarfé til næstu mánaða. Vextirnir sem WOW samþykkti að greiða af skuldabréfunum voru þeir hæstu sem nokkurt flugfélag í Evrópu hefur greitt undanfarin misseri, níu prósent ofan á þriggja mánaða Euribor vexti, sem endurspeglar veika fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
Samkvæmt heimildum Mannlífs þá skoða kröfuhafar nú lagalegu stöðu sína í málinu þar sem upplýsingagjöf fyrirtækisins og umsjónaraðila útboðs skuldabréfanna liggur til grundvallar. Ónefndur kröfuhafi sem Mannlíf ræddi við segir að upplýsingar í umræddu útboði kunni að gefa ranga mynd af fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins. Hún hafi í raun verið mun verri en gefið var til kynna. Þá hafi skuldabréfaútboðið ekki skilað þeim ávinningi sem stefnt var að, sem var að tryggja lausafé til rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum Mannlífs var lungað af þeim 50 milljónum evra sem tilkynnt var í útgáfu skuldabréfa endurfjármögnun eldri skulda. Telja má með öllu óvíst hvort einhverjar endurheimtur verða á þeim 50 milljónum evra sem fjárfestar lögðu fram við útgáfu skuldabréfa fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Umræddur skuldabréfaflokkur er skráður í kauphöllina í Svíþjóð. Þó herma heimildir Mannlífs að Skúli Mogensen forstjóri og stærsti eigandi WOW hafi tekið persónulegt lán og lagt þá fjármuni inn í skuldabréfaútgáfuna á þessum tíma og þurft að leggja heimili sitt og jörð í Hvalfirði að veði.
Eigendur skuldabréfa WOW horfa til þess að upplýsingagjöf hafi ekki verið fullnægjandi og ekki gefið rétta mynd af rekstri fyrirtækisins. Rekstarvandræði WOW sýni það enn frekar og sú staðreynd að stjórnendur Icelandair skoðaði rekstur fyrirtækisins tvíveigis og taldi stöðuna verri en þeir höfðu talið. Ytri skilyrði á alþjóðum markaði kunna vissulega að hafa þarna áhrif einnig. Þrátt fyrir að lagalega staða gagnvart félaginu og stjórnendum séu í skoðun og verði áfram metið þá segja heimildarmenn Mannlífs að forgangsatriði kröfuhafa sé að freista þess að halda rekstrinum lifandi áfram, þannig séu meiri líkur á endurheimtum skuldabréfa.
Ef til málsóknar kæmi myndu sú málsókn væntanlega snúa að umsjónaraðila útboðsins og stjórnendum fyrirtækisins ef tekst að sýna fram á að upplýsingagjöf fyrirtækisins hafi í raun verið röng eða villandi. Eigendur skuldabréfanna standa nú frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að félagið fari í þrot og treysta á að endurheimta fjármunina úr þrotabúinu eða að breyta kröfunum í hlutafé og treysta á að það takist að koma félaginu á flot.
Tap WOW nam 22 milljörðum króna á síðasta ári og þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnenda WOW má telja að bókunarstaða fyrirtækisins standi höllum fæti og óvissa um rekstur fyrirtækisins geti ekki staðið í marga daga til viðbótar.
Arctica Finance í björgunarleiðangri
Arctica Finance sem kom að skuldabréfaútboði í haust, ásamt Pereto í Svíþjóð, freistar þess nú á nýjan leik að fá fjárfesta að fyrirtækinu og bjarga því frá þroti. Talið er að það þurfi fimm milljarða króna til að tryggja rekstur fyrirtækisins og skuldbreyting kröfuhfa í hlutafé sé lykill í því samhengi. Áhugavert verður að sjá hvort þær fjárhagsupplýsingar sem Artica Finance veitir fjárfestum nú, gefi skýrari mynd af rekstri WOW en þær upplýsingar sem áður voru veittar.
Boutique-hotel
Stór hluti af hverju ferðalagi er gististaðurinn. Fallegt og vel staðsett hótel getur breytt upplifuninni svo um munar. Ég hef þá reglu að vera á vel staðsettu hóteli ef ég stoppa stutt í borgum því þá er tíminn dýrmætur. Hótelið þarf ekkert endilega að vera fínt, sér í lagi ef ætlunin er að skoða mikið og vera lítið á hótelinu. Ef ég dvel í lengri tíma t.d. viku eða meira finnst mér fínt að vera aðeins út úr, jafnvel með íbúð, það er oft ódýra og góð tilbreyting. En fátt er þó yndislegra en að vera á góðu og fallegu hóteli þar sem umhverfið er upplifun í sjálfu sér og eftir því sem ferðir mínar um heiminn verða tíðari þá hallast ég meira að því að vera einni nótt styttra og splæsa í æðislegt hótel þegar buddan leyfir. Svokölluð boutique-hótel hafa notið vinsælda undanfarin ár en það eru yfirleitt mun minni hótel en almennt gerist og oft eru þau sérlega persónuleg og falleg. Hér bendi ég á nokkur slík á Manhattan en hafið í huga að sum þessara hótela eru ekki endilega þau ódýrustu í borginni svo fylgist vel með tilboðum.
The Quin
Yndislegt lúxushótel sem minnir meira á borgarhús (townhouse) en hótel þrátt fyrir að það séu 208 herbergi á The Quin sem er staðsett rétt hjá Central Park. Hótelið er einstaklega fallegt og stílhreint. Meðal frægra sem gistu forðum í húsinu eru listamenn á borð við O´Keeffe og Chagall. Dvöl í svalarsvítunum (terrace suites) er ævintýri líkast en þar er nánast eins og gestir séu með sinn eigin þakbar.
Vefsíða: thequinhotel.com
The Refinery
Mjög töff og fallegt hótel á frábærum stað á Manhattan ekki langt frá Macy´s en í raun er stutt í allar áttir. Hönnunin er afar stílhrein með hvítum veggjum og fallega dökkum koníakslituðum við og inn á milli eru litrík húsgögn, sérlega smekklegt. Skemmtilegur bar er á þakinu í ekta New York-stíl með grófum múrsteinsveggjum og seríum með hvítum ljósum og algerlega þess virði að byrja kvöldið þar á góðum drykk.
Vefsíða: refineryhotelnewyork.com
The Redbury
Lifandi hótel í hjarta borgarinnar en það er á horninu á Madison Avenue og 29. strætis og því sérlega þægileg staðsetning hvort sem ætlunin er að versla, fara í leikhús eða skjótast upp í Empire States-bygginguna. Hótelið er með svolitlu Hollywood-kvikmynda yfirbragði, herbergin eru rauð og svört með mörgum myndum á veggjum. Hér eru fínir kostir í veitingum, góðar pítsur eru á veitingastaðnum Marta en einnig er kaffihús og bar á hótelinu.
Vefsíða: theredbury.com/newyork
The Ace (sjá efstu mynd)
Sérlega hipp og kúl hótel á horninu á 29. stræti og Brodway þannig að stutt er í allar áttir jafnt til að versla eða fara á helstu ferðamannastaðina. Hönnunin er fremur hrá og einföld og minnir svolítið á farfuglaheimilisstíl. Herbergin eru mismunandi og mörg hver skreytt með áhugaverðum og töff veggmyndum. Á hótelinu er gott kaffihús, Stumptown coffee og veitingastaðurinn The Breslin er sérlega góður en matreiðslumeistarinn sem rekur hann hlaut hin eftirsóknarverðu James Beard-verðlaun. Einnig er að finna góðan og notalegan bar á The Ace sem kallast því einfalda nafni The Lobby bar.
Vefsíða: acehotel.com/newyork
Hotel Hugo
Þetta hótel er í SoHo-hverfinu á Manhattan en það er einstaklega fallega innréttað. Hlýleg hnota er á sumum veggjum og húsgöngin eru stílhrein og minna svolítið á 6. áratug síðustu aldar. Fallegar plöntur eru einnig víða en herbergin eru almennt fremur stílhrein. Skemmtilegur þakbar er á hótelinu sem snýr út að Hudson-ánni og algerlega frábært að fá sér drykk þar í sólsetrinu þegar veður leyfir.
Vefsíða: hotelhugony.com
Public
Eigendur þessa hótels opnuðu dyr sínar í júní 2017 og er kannski á mörkunum að flokkast undir boutique-hótel en er engu að síður afar áhugavert. Public er á Lower East Side og því fremur neðarlega á Manhattan. Hótelið er sérlega hipp og kúl og fremur svalt um þessar mundir. Hægt er að fá pínulítil herbergi upp í stór en hönnunin er sérlega einföld en samt svolítið framúrstefnuleg. Rúmin eru inn í einskonar hólfi inn í herberginu. Ljós viður og hvítir veggir með virkilega kósí lýsingu gera þetta hótel að góðum kosti. Rúllustigarnir á Public eru mjög töff og vinsælt að taka myndir þar. Nokkrir veitingastaðir og barir eru á hótelinu sem eru bæði fallegir og bjóða upp á góðan mat. Þakbarinn er sérlega skemmtilegur og vinsæll og um að gera að nýta sér hann. Þjónustan er svolítið öðruvísi en menn eiga að venjast, t.d. er ekki hægt að fá „room service“ á herbergið en hægt er að panta mat og drykk og sækja sjálfur svo dæmi sé tekið.
Vefsíða: publichotels.com
Tveir ljósmyndarar Birtíngs voru verðlaunaðir um helgina á árlegri sýningu íslenskra blaðaljósmyndara. Það eru þau Aldís Pálsdóttir og Hallur Karlsson.
Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara var opnuð á laugardaginn í Smáralind og samhliða voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Veitt voru verðlaun í sjö flokkum auk bestu myndar ársins.
Mynd ársins 2018 tók Heiða Helgadóttir, ljósmyndari Stundarinnar, og er það mynd af Adrían Valentín, einhverfum dreng sem situr í strætó og fylgist með umhverfinu. Myndin er hluti af myndaseríu sem valin var myndasería ársins og fjallar um tvíburabræðurna Adam Eilíf og Adrían Valentín sem eru nýorðnir ellefu ára.
Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Haraldur Jónasson sem átti bestu mynd í fréttaflokki, Heiða Helgadóttir sem átti myndaröð ársins og portrait ársins, Sigtryggur Ari Jóhannsson sem átti bestu íþróttamynd ársins og Eyþór Árnason sem tók bestu umhverfismynd ársins.
Tveir ljósmyndarar Birtíngs voru þá verðlaunaðir, þau Aldís Pálsdóttir sem fangaði bestu mynd í flokki daglegs lífs og Hallur Karlsson sem tók tímaritamynd ársins 2018, sú mynd er af rapparanum Herra Hnetusmjöri, sem birtist í Mannlífi í ágúst.
Sjö dómarar völdu 106 myndir á sýninguna í ár úr 840 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Sýningin stendur til 4. apríl í Smáralind.
Mynd af Aldísi og Halli / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Föstudaginn 29. mars heldur tónlistarmaðurinn Auður útgáfutónleika vegna plötunnar Afsakanir í Gamla bíói.
Á skömmum ferli hefur tónlistarmaðurinn Auður skrifað undir plötusamning við SONY DK, verið valinn Bjartasta vonin, hitað upp fyrir Post Malone, farið á tónleikaferðalag um Evrópu, komið fram á The Great Escape, Way Out West og víðar ásamt því að vinna að lagasmiðum J-Pop-artista í Tókýó. Tónleikar hans í Gamla bíói föstudaginn 29. mars hefjast klukkan 21, en húsið opnar klukkan 20. GDRN mun hita upp og kynna plötu sína „Hvað ef“. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á tix.is.
Flugvél WOW air, TF-PRO, var kyrrsett í Montreal í Kanada í gærkvöldi að beiðni leigusala vélarinnar. Farþegum var ekið á hótel í nótt og er önnur vél á leiðinni til Montreal.
Mbl.is greinir frá kyrrsetningunni. Áður hafði verið sagt frá því að fluginu hafi verið seinkað vegna vélarbilunar en vegna þessa var flugi til Gatwick í morgun aflýst. Mun félagið hafa misst nýtingarréttinn vegna brota á samningsskilmálum.
Í frétt mbl.is segir að óljóst sé hvort WOW takist að losa vélina, Airbus A321-200, að nýju með greiðslu til leigusalans sem er fyrirtækið Jin Shan 20. WOW air er með eina aðra vél á leigu hjá því fyrirtæki, TF-NOW. Sú vél er í leiguverkefnum vestanhafs.
Staða WOW air er með þeim hætti að fylgst er með hverri einustu flugferð sem félagið leggur í. Staða WOW gæti skýrst í dag en tvennt liggur fyrir, félagið þarf bæði á stórkostlegri afskrift skulda og milljarða króna innspýtingu til að halda rekstrinum gangandi.
Eftir að Icelandair gekk frá borðinu öðru sinni nú um helgina settu forsvarsmenn WOW í gang áætlun sem miðar að því að bjarga félaginu frá falli. Staðan er gríðarlega erfið. Morgunblaðið greindi frá því í dag að tap félagsins hafi numið 22 milljörðum króna og lausafjárstaðan er neikvæð um sem nemur 1,4 milljörðum. Áætlað er að það þurfi 10 milljarða til að halda félaginu á floti út árið.
Fréttablaðið segir WOW skulda um 24 milljarða króna, þar af er 2 milljarða króna skuld við ISAVIA vegna ógreiddra lendingargjalda. Samkvæmt heimildum blaðsins leitar ráðgjafarfyrirtækið Arctica Finance að 5 milljörðum króna til að bjarga WOW frá þroti.
Valdir ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu í gær um stöðuna hjá WOW og til marks um það hversu alvarleg staðan er sat Michael Ridley, fyrrum ráðgjafi hjá JP Morgan þann fund. Síðast þegar stjórnvöld kölluðu hann til landsins riðaði íslenska bankakerfið til falls.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW, sendi starfsfólki sínu bréf í gær þar sem hann sagðist vona að hægt yrði að koma félaginu fyrir vind. Að öðru leyti kom lítið fram í bréfi Skúla annað en að starfsfólk hafi boðist til að setja laun sín upp í hlutafé.
Það segir líka sitt um stöðu félagsins að fjölmiðlar fylgdust grannt með flugferðum félagsins í morgun og þótti það fréttnæmt að flest flug í morgun hafi verið á áætlun. Flugi til Gatwick var aflýst í morgun og flugi til Dublin var seinkað fram á kvöld. Ástæðan er sögð vera vélarbilun í Montreal, en fluginu þaðan í gærkvöldi var seinkað um sólarhring.
Svo kann að fara að fjöldi ferðalanga verði standaglópar fari svo að starfsemi félagsins verði stöðvuð. Samkvæmt túristi.is eru stjórnvöld ekki skuldbundin til þess að koma þeim Íslendingum heim sem eru erlendis á vegum WOW, ef þeir hafa einungis keypt flugmiða. Til þess þyrfti sértæka aðgerð af hálfu stjórnvalda.
Þá gætu samgönguyfirvöld skorist í leikinn því eitt af skilyrðum til flugreksturs á Íslandi er að flugrekandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að halda áfram rekstri. Samgöngustofa hefur fylgst grannt með gangi mála og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur endurskoðandi á vegum stofnunarinnar haft starfsstöð á skrifstofu WOW um skeið. Viðræðurnar við Icelandair fóru fram undir þeim formerkjum að um fallandi félag væri að ræða.
Gengi krónunnar hefur veikst gagnvart öllum helstu myntum í morgun og öll hlutabréf í kauphöllinni hafa lækkað í morgun. Þar af hefur virði Icelandair lækkað um rúmlega 4 prósent.
Í Mannlífi sem kom út á föstudaginn var rætt við Eirík Brynjólfsson, manninn sem greindist fyrstur Íslendinga með mislinga í febrúar.
Í viðtalinu lýsir Eiríkur líðan sinni eftir að hann smitaðist. „Ég tók fyrst eftir þessu á höndunum á mér, fann að ég var orðinn ansi veikur, enda treysti ég mér ekki lengur til þess að fara út úr húsi. Daginn eftir var ég svo orðinn enn veikari og útbrotin farin að færast í aukan og þá hætti mér nú aðeins að lítast á blikuna.
….treysti ég mér ekki lengur til þess að fara út úr húsi.
Mér fannst ég satt best að segja vera alveg að drepast, var mjög slæmur í maganum og staulaðist á salernið, en lenti svo bölvuðu basli með að komast aftur til baka inn í rúm. Þannig að ég var orðinn mjög máttlaus og með blússandi hita enda mældist ég með fjörutíu og eins stigs hita sem er víst ansi mikið fyrir fullorðinn mann.“
Hann bætir við: „Þar sem það er ekki til nein lækning þá fékk ég engin lyf á sjúkrahúsinu en ég var með vökva í æð vegna þess að líkaminn var gjörsamlega uppþornaður. Það voru alveg einhverjir lítrar sem þurfti að dæla í mig og svo þurfti ég reglulega að væta munninn því annars lá tungan þarna skrælnuð við góminn á mér. Þetta var mjög skrítin reynsla.“
„Icelandair hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu að rekstri WOW air.“
Þetta var tilkynnt í gegnum Kauphöll fyrir fáeinum mínútum.
Síðasta föstudag sendi Icelandair tilkynningu til kauphallarinnar um að stjórnin hafi samþykkt að hefja viðræður við WOW um aðkomu að rekstri félagsins. Á sama tíma birti WOW tilkynningu um að viðræðum við Indigo hafi verið slitið um leið og á vef stjórnarráðsins var tilkynnt um viðræður Icelandair og WOW. Sagði að félögin stefndu á að ljúka samningaviðræðum fyrir mánudag.
Nú liggur hins vegar fyrir að viðræðum flugfélaganna tveggja hefur verið slitið.
Fordómar koma oft upp á yfirborðið þegar hryðjuverkaárásir, sem beinast að afmörkuðum hópum, eiga sér stað. Það mátti sjá þetta í athugasemdakerfum íslenskra fjölmiðla þegar árásin var gerð á Nýja-Sjálandi.
Þá komu fljótlega fram athugasemdir frá Íslendingum, sem sögðu: „Vel gert“, „Gott“ og þar fram eftir götunum. Fögnuðu árásinni. Ritstjórn Vísis tók þá ákvörðun að taka athugasemdirnar fljótalega út af Internetinu, enda hatursorðræða bönnuð.
Algengt er að hryðjuverkaárásir ýti af stað hatursorðræðu og jafnvel magni upp líkur á fleiri árásum, fljótlega á eftir. Þetta er vandmeðfarið þar sem miklar tilfinningar eru oft ríkjandi í kringum skelfilegar árásir á saklaust fólk. Samfélagsmiðlarnir gefa fólki gjallarhorn til að tala í við umheiminn og koma þannig meiningum sínum á framfæri.
Hefðbundnir fjölmiðlar þurfa í þessum aðstæðum að feta þann slóða, að halda sig við að svara mikilvægum spurningum, draga fram upplýsingar sem skipta máli og setja hlutina í samhengi. Það er ekki hægt að halda óþægilegum atriðum frá almenningi í slíkri vinnu, heldur frekar að setja þau þannig fram að fólk átti sig á alvarleikanum sem sprottið getur upp úr hatursorðræðunni.
Greinin er hluti af ítarlegri umfjöllun Kjarnans sem birtist í Mannlífi á föstudaginn og fjallar um uppgang hættulegrar hugmyndafræði hvítra kynþáttahatara.
Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir einhverjum mestu áskorunum síðan á árunum eftir hrun. Nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að tekið sé að kólna í hagkerfinu og óvissan umlykur helstu atvinnugreinar þjóðarinnar.
Eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011, þar af umtalsverðan undanfarin fjögur ár, má með nokkurri vissu segja að góðærið sé á enda. Toppnum í ferðamannasprengju hefur verið náð og útlit er fyrir samdrátt í atvinnugreininni í ár. Þau íslensku flugfélög sem hafa séð um að ferja megnið af þessum ferðamönnum til landsins glíma við mikla en ólíka erfiðleika. Í sjávarútvegi berast fréttir af loðnubresti með milljarða tjóni fyrir þjóðarbúið. Loðnubrestur kemur sömuleiðis illa við Eimskip sem í fyrra skilaði sinni verstu afkomu frá hruni. Þá er allt upp í loft á vinnumarkaði og hrina verkfalla fram undan.
Sé rýnt í hagtölur frá síðasta fjórðungi ársins 2018 sést að niðursveiflan er í raun hafin og bætist ofan á þær áskoranir sem fram undan eru. Vöxtur einkaneyslu hefur ekki verið jafnlítill síðan árið 2014, atvinnuvegafjárfesting dróst saman á þriðja og fjórða ársfjórðungi í fyrsta skipti síðan 2013, útflutningur dróst saman um 5,9 prósent sem er mesti samdráttur síðan í ársbyrjun 2010 og vöruinnflutningur dróst saman þriðja fjórðunginn í röð. Loks lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu milli janúar og febrúar um 1 prósent.
Líklegt er að þessi staða verði tekin með í reikninginn þegar 5 ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður kynnt eftir helgi. Hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar boðað að gerð verði krafa um 5 milljarða króna sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ríkissjóður er engu að síður í afar góðri stöðu til að takast á við niðursveifluna og var jákvæð staða þjóðarbúsins í lok árs tæpir 280 milljarðar króna.
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir kom öllum á óvart í vikunni þegar hún tilkynnti að allar níu plötur hennar, allt frá Debut (1993) til Utopiu (2017), yrðu gefnar út á kassettum.
Aðdáendur tónlistarkonunnar eru í skýjunum yfir fréttunum en kassetturnar munu koma út í takmörkuðu upplagi. Fyrir skömmu sendi Björk frá sér glænýja stuttermaboli og er það, ásamt kassettunum, liður í svokallaðri 90´s-endurvakningu.
Þess má geta að Björk er um þessar mundir að gera sig klára fyrir eina vönduðustu tónleika sem hún hefur haldið en þeir fyrstu fara fram í maí á nýjum listavettvangi sem nefnist The Shed og er staðsettur á Manhattan í New York.
Áætlað er að gefa kassetturnar út 26. apríl en hægt er að panta þær fyrir fram á síðunni shop.bjork.com.
Tónlistarkonan Aldís Fjóla heldur tónleika á Hard Rock Café sunnudaginn 24. mars klukkan 20.30. Á tónleikunum flytur hún ásamt hljómsveit frumsamið efni í bland við nokkur af hennar uppáhaldslögum.
Aldís Fjóla vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson hjá Stúdíó Bambus. Miðaverð á tónleikana er 3.500 krónur, en miðasala er á tix.is. Húsið opnar klukkan 20 en tónleikarnir hefjast hálftíma síðar.
Útvarp Saga hefur margoft verið gagnrýnd fyrir útbreiðslu hatursorðræðu. Fyrir tveimur árum lýsti nefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) yfir áhyggjum af því að Útvarp Saga dreifði hatursorðræðu sem beint væri að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. Útvarpsmaðurinn Pétur Gunnlaugsson sætti ákæru vegna hatursorðræðu er beindist gegn samkynhneigðum en var sýknaður.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umfjöllun Mannlífs um efnistök á vef Útvarps Sögu þar sem ítrekað hefur verið vitnað til miðla sem þekktir eru fyrir að birta falsaðar eða skrumskældar fréttir. Tilgangurinn er oftast að sýna innflytjendur í neikvæðu ljósi og/eða halda á lofti samsæriskenningum.
Útvarpsstjórinn, Arnþrúður Karlsdóttir, hefur sömuleiðis verið sætt slíkum ásökunum. Árið 2015 birtist mynd af Arnþrúði á Facebook-síðu Útvarps Sögu þar sem hún var kædd í búrku og spurt hvort útvarpsmenn framtíðarinnar muni líta svona út. Ummæli hennar í sjónvarpsþætti Gísla Marteins síðastliðinn föstudag um hryðjuverkið í Nýja Sjálandi vöktu sömuleiðis hörð viðbrögð en þar varði hún hatursfull ummæli netverja sem fögnuðu árásinni.
Hægt er að tjá sig við fréttir sem birtast á vef Útvarps Sögu og þar fá hatursfull ummæli að standa óáreitt. Flestir þeirra sem þar tjá sig taka undir þær samsæriskenningar sem eru bornar á borð og notendur hika ekki við að tjá andúð sína á innflytjendum og útlendingum almennt.
Eigendur skuldabréfa og aðrir kröfuhafar í WOW air eru tilbúnir að breyta skuldum félagsins í hlutafé í því skyni að halda félaginu gangandi. Þó svo að það gangi eftir er enn óvíst hvort það dugi til að halda félaginu gangandi.
Kröfuhafarnir komu saman til fundar í gær og telja bæði heimildarmenn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins að það muni ganga eftir sem stefnt var að, það er að breyta skuldunum í hlutafé. Fengju þeir fyrir vikið 49 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt Morgunblaðinu á enn eftir að semja við Isavia en WOW skuldar því opinbera félagi 2 milljarða króna.
Þá á enn eftir að finna fjárfesti eða fjárfesta til að leggja WOW til 5 milljarða króna til að kaupa hitt 51 prósentið sem eftir stendur. Gangi það eftir mun hlutur Skúla Mogensen í félaginu þynnast út og hann yrði ekki lengur ráðandi.
Áætlað hefur verið að það þurfi 10 milljarða króna til að halda WOW í rekstri út árið. Stjórnendur WOW telja sig hafa fé til að reka fyrirtækið í nokkrar vikur til viðbótar. Það er þó háð óvissu því linnulausar fréttir af vandræðum félagsins hafa án efa þau áhrif að bókanir stöðvast.
Allar vélar WOW voru á áætlun í morgun ef undan er skilin fyrirséð seinkun á flugi frá Las Palmas. Heildarskuldir félagsins nema 24 milljörðum.
Útvarp Saga hefur margoft verið gagnrýnd fyrir útbreiðslu hatursorðræðu. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að allt sem fær fólk til að taka afstöðu til stjórnmála á fölskum upplýsingum sé slæmt fyrir lýðræðið.
Þrátt fyrir að gefa sig út fyrir að segja þær fréttir sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa komið sér saman um að segja ekki, þá er tilgangur öfgamiðla, hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri, að ala á ótta meðal almennings. Að fá almenning til að trúa því að honum standi ógn af tilteknum þjóðfélagshópum.
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hefur rannsakað uppgang popúlistaflokka í Evrópu og kannast hann vel við þau áhrif sem miðlar af þessu tagi hafa á orðræðuna. „Popúlískir flokkar og falsfréttir eru hið fullkomna hjónaband fyrir dreifingu samsæriskenninga og falskrar myndar af raunveruleikanum. Þetta byrjar á jaðrinum og fikrar sig svo inn í meginstrauminn þannig að á endanum mást mörkin og það eru engin endanleg landamæri.“
Eiríkur segir að allt sem fær fólk til að taka afstöðu til stjórnmála á fölskum upplýsingum sé slæmt fyrir lýðræðið. Í tilviki hægri öfgamiðla sé oftar en ekki alið á ótta gagnvart utanaðkomandi ógn og svo eru innlend stjórnvöld ásökuð um að hafa annaðhvort svikið eða vanrækt að verja þjóðina. Enn sem komið er skortir tæki til að fást við þetta vandamál.
„Þessi upplýsingausli, eins og þetta er kallað, er notaður markvisst í pólitík í dag og við höfum ekki enn áttað okkur á því hvernig eigi að taka á þessu þótt Facebook og fleiri miðlar séu að vakna upp við að eitthvað þurfi að gera. Almenningur er mjög berskjaldaður enn sem komið er. Alla 20. öldina voru hliðverðir á ritstjórnum til að vinsa út rugl og rangindi og þannig fengum við staðreyndir sem við gátum sammælst um. Núna er það allt farið.“
Sköp er heiti á nýrri hreyfimyndaseríu þar sem kynjaklisjur í kvikmyndum eru krufnar til mergjar.
Fyrirtækið Freyja Filmwork hefur hafið framleiðslu á nýrri vefseríu sem kallast Sköp, en þær snúast um persónurnar Big Dogg og Thormeister sem hefur tilhneigingu til þess að birtast upp úr þurru í lífi Big Daggar og útskýra fyrir henni kynjaklisjur í kvikmyndum. Höfundar þáttanna eru Dögg Mósesdóttir og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir sem byggja persónurnar á sjálfum sér. „Í stuttu máli sagt erum að taka fyrir kynjaðar staðalímyndir í kvikmyndum,“ segir Þórey í samtali við Mannlíf. „Beina sjónum að hverri steríótýpunni á fætur annarri, einfaldlega í þeim tilgangi að afhjúpa ruglið sem viðgengst í þáttum og bíómyndum.“
Þórey segir að fyrsti þáttur seríunnar, Man Pain eða Karl-angist, fjalli þannig um hina þjáðu karlhetju í hasarmyndum, klisju sem gangi út það að hetjan glímir við djúpstæðan innri sársauka í kjölfar ástvinamissis og hvernig hún tekst á við hann með því að leita hefnda.
„Þetta er algengt þema í hasarmyndum þar sem sársaukinn er bæði hvatinn að ferðalagi hetjunnar og um leið notaður til að réttlæta gríðarlega ofbeldisfulla hegðun hennar. Við sjáum þetta t.d. í annarri hverri Bruce Willis-mynd. Í fyrsta þættinum fjöllum við um þessa týpu og í næstu þáttum verða svo aðrar týpur sýndar í spaugilegu ljósi.“
„Í stuttu máli sagt erum að taka fyrir kynjaðar staðalímyndir í kvikmyndum … einfaldlega í þeim tilgangi að afhjúpa ruglið sem viðgengst í þáttum og bíómyndum.“
Spurð hvernig hugmyndin að seríunni hafi kviknað segist Þórey vera búin að velta kynjaklisjum í kvikmyndum fyrir sér lengi. „Og ég er langt frá því að vera ein um það. Til eru heilu rannsóknirnar og vefsíðurnar sem eru helgaðar þessu viðfangsefni. Þar sem staðalímyndum af þessu tagi er velt upp og þeim gefin heiti.
Þegar ég fór að ræða þetta við Dögg varð hún mjög áhugasöm þar sem hún kannaðist sjálf ekki við öll hugtökin og það varð til þess að við ákváðum að gera seríu byggða á okkur sjálfum, þ.e. þar sem hún spyr ýmissa spurninga og ég svara. Ég er s.s. hálfgert uppflettirit í þáttunum og verð í framrás þeirra svo uppáþrengjandi að ég birtist meira að segja heima hjá henni að nóttu til. Þannig að hver veit, kannski ég endi sem eltihrellir í anda Single White Female, með vísan í aðra klisju,“ segir Þórey og hlær.
Heilandi að fjalla um erfiða hluti
Þórey og Dögg hafa unnið saman að kvikmyndaverkefnum um nokkurt skeið og stofnuðu ásamt tveimur öðrum Freyju Filmwork fyrir nokkrum árum, fyrirtæki sem hefur það yfirlýsta markmið að jafna hlut kynjanna bæði fyrir framan og aftan myndavélina. „Sem þýðir að við ráðum konur í alls konar störf tengd framleiðslunni og reynum að storka alls konar kynjuðum steríótýpum í okkar handritaskrifum,“ útskýrir Þórey.
Hún segir að serían Sköp sé ekki eina verkefnið í þeim anda sem fyrirtækið er nú með í vinnslu. „Við erum t.d. að þróa handrit að þáttum sem kallast Gelgjur og fjallar um stelpur í bæ úti á landi sem taka þátt í tónlistarkeppni. Sagan er lauslega byggð á okkur sjálfum þar sem önnur persónan er utan af landi, eins og Dögg, og hin persónan missir móður sína ung að aldri, rétt eins og ég, og flytur í sveitina og lendir þar upp á kant við allt og alla. Þetta er ekki alveg okkar saga en hún er samt svolítið sjálfsævisöguleg.“
Aðspurð hvort það sé ekki erfitt að fjalla um svona persónulega hluti segir Þórey að vissulega geti reynt á að skrifa um erfiða reynslu. „Auðvitað getur það verið sárt en það getur líka verið heilandi. Gefið manni ákveðna úrlausn ef svo má segja,“ lýsir hún. „Ég vill samt taka skýrt fram að Gelgjur er ekki dramatísk sería. Þvert á móti er stefnan að hafa hana fyndna. Enda er húmor eitt besta tæki sem völ er á til að koma ádeilu eða alvarlegum skilaboðum á framfæri. Við erum svolítið að fara þá leið, bæði í Gelgjum og Sköpum.“
Fyrsta þáttinn af Sköpum er hægt að nálgast á patreon.com, en þar stendur yfir hópfjármögnun fyrir þættina.
Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn segir að Evrópulögreglan hafi í vaxandi mæli greint uppgang hatursorðræðu, sambærilegu við það sem alríkislögreglan FBI segir í sinni skýrslu. Samfélagsmiðlarnir eru þar miðpunkturinn í því að dreifa áróðrinum.
„Evrópulögreglan sér fram á að umræður á samfélagsmiðlum muni í vaxandi mæli einkennast af gífuryrðum og hatursorðræðu. Vakin er athygli á að í sumum aðildarríkjum ESB hafi þess orðið vart að borgarar hafi myndað eftirlitshópa sem fara um götur og hverfi. Stjórnvöld í Finnlandi hafi upplýst að í sumum bæjum haldi „Finnska andspyrnuhreyfingin“ uppi slíku eftirliti og segja hana vera hluta af „Norrænu andspyrnuhreyfingunni“ en svo nefnast samtök skandinavískra þjóðernissósíalista sem starfræki deildir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.
„Evrópulögreglan vekur athygli á þeim möguleika að tölvutækni kunni að gegna mikilvægu hlutverki í hryðjuverkaárásum framtíðarinnar.“
Evrópulögreglan segir að ógnin geti lýst sér í ofbeldisverkum einstaklinga og hópa og nefnir að í framtíðinni kunni líkamsárásum, íkveikjum og alvarlegri verknuðum, þ.m.t. morðum að fjölga. Enn fremur kunni einstaklingar, stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar og mannréttindasamtök sem andmæla málflutningi öfgahópa að verða fórnarlömb hatursáróðurs og hvatningar til ofbeldisverka. Nokkur nýleg dæmi þess sem Evrópulögreglan gerir að umtalsefni í skýrslu sinni eru þekkt. Í janúar 2017 gekkst þýska lögreglan fyrir viðamiklum aðgerðum í nokkrum sambandslöndum sem beindust gegn hægri-öfgasamtökum sem kalla sig „Reichsbürger“. Að sögn lögreglunnar höfðu samtökin skipulagt árásir gegn gyðingum, hælisleitendum og lögreglu. Kveikt hefur verið í dvalarstöðum hælisleitenda í nokkrum ríkjum ESB,“ segir meðal annars í skýrslunni.
Í henni segir jafnframt að samvinna lögreglu milli landa sé lykilatriði í þeirri vinnu að greina ógnir vegna hatursglæpa og hryðjuverkaógnar. Þar megi gera betur.
Árásin á Nýja-Sjálandi – friðsælu litlu landi sem var ólíklegur vettvangur hryðjuverkaárásar – er dæmi um það, að ekkert land getur litið svo á að það sé laust við hryðjuverkaógn í nútímasamfélagi. Samfélagsmiðlarnir hafa leitt til þess að auðvelt er að finna þá sem veikir eru fyrir því að falla fyrir hatursáróðri og ráðast gegn saklausum borgurum.
„Hvað mögulegar framtíðarógnir varðar kann nýting tölvutækni að vera sérstakur hvati fyrir hryðjuverkasamtök þar sem hún getur gefið færi á atlögu úr fjarlægð og þar með minnkað áhættu. Evrópulögreglan vekur athygli á þeim möguleika að tölvutækni kunni að gegna mikilvægu hlutverki í hryðjuverkaárásum framtíðarinnar. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá marsmánuði 2016 er ítarlega fjallað um net- og tölvuglæpi, helstu ógnir á því sviði og mikilvæga innviði. Tækniþróun vekur upp ýmsar spurningar og jafnvel áskoranir á sviði öryggismála. Drónar og önnur sjálf- eða fjarstýrð tæki skapa möguleika á nýjum tegundum árása. Þetta á t.a.m. við um sjálfstýrðar/-keyrandi bifreiðar og telja sérfræðingar sumir hverjir að vestræn samfélög þurfi að vera undir það búin að hryðjuverkamenn færi sér þessa nýju tækni í nyt,“ segir meðal annars í skýrslunni.
Mynd: Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur tekist á við myrkasta tíma í sögu landsins með því að reyna að setja sig í spor fórnarlamba mannskæðustu skotárásar sem átt hefur sér stað þar.
Um helgina opnaði sýning sem ber yfirskriftina „Grafískar konur“. Á henni sýna 26 konur verk sín og ætlunin er að auka sýnileika kvenna sem vinna við grafíska hönnun á Íslandi.
Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir, sýningarstjóri, segir fjölbreytileika einkenna sýninguna enda var þemað frjálst.
Spurð nánar út í sýninguna segir Íris: „26 hæfileikaríkar konur taka þátt í sýningunni og eru verkin jafn margbreytileg og þau eru mörg. Sum verkin eru með pólitísku ívafi, önnur einstaklega kvenleg, öll eru þau sérstaklega falleg og greinilegt að hugmyndaauðgi ríkir innan stéttarinnar á Íslandi. Konur í stéttinni á Íslandi eru að vinna í frekar karllægum geira, en það er þó að breytast og margar konur komnar í flottar stöður til dæmis inni á auglýsingastofum.“
….öll eru þau sérstaklega falleg og greinilegt að hugmyndaauðgi ríkir innan stéttarinnar á Íslandi.
Íris er í félaginu „GrapíkaÍslandica“ sem var stofnað á kvennafrídaginn 2017. Það er vettvangur fyrir konur í faginu til að tengjast. „Í fyrra settum við upp sýningu í Hafnarhúsinu þar sem merki félagsins var afhjúpað. Út frá því datt mér í hug að reyna að ýta áfram undir sýnileika kvenna í faginu og ég sótti um styrk í menningarsjóð Reykjavíkurborgar til að halda sýningu í tengslum við HönnunarMars,“ útskýrir Íris glöð. „Opnunin á laugardaginn var alveg frábær. Sýningin var vel sótt miðað við að vera ekki í miðbænum. Þetta var mikið fjör!“
Þess má geta að sýningin verður opin á föstudaginn 29. mars frá 13:00-17:00, laugardaginn 30. mars frá 13:00-15:00 og sunnudaginn 31. mars frá 13:00-15:00. Sýningin er í ReykjavikUndergroundDesignStudio á Grensásvegi 14.
Á 20. öldinni reis íslenskt samfélag úr fátækt til velmegunar. Með þrautseigju og af framsýni tókst landsmönnum að byggja upp innviði landsins en daglegt líf okkar er óhugsandi án þeirra. Á síðustu árum hefur innviðum landsins ekki verið sinnt sem skyldi, viðhaldi verið ábótavant og nýframkvæmdir skornar við nögl. Afleiðingin blasir við þessa dagana þegar skólabyggingum hefur verið lokað vegna myglu. Þetta hefur reynst dýrkeyptur sparnaður.
Samkvæmt skýrslu um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga gáfu út árið 2017, er uppsöfnuð viðhaldsþörf 372 milljarðar, mest í vegakerfi, fasteignum hins opinbera, flutningskerfi raforku og fráveitum. Virði innviða er nú af svipaðri stærðargráðu og eignir lífeyrissjóða. Virði innviða fyrir samfélagið er þó mun meira en þessar tölur gefa til kynna þar sem innviðir leggja grunn að verðmætasköpun og útflutningstekjum hagkerfisins. Hafnir þarf til að færa sjávarafla að landi, ferðamenn sækja landið heim um flugvelli og ferðast um á vegum landsins. Raforka er framleidd og flutt til að knýja orkusækinn iðnað sem skapar hundruð milljarða útflutningsverðmæti á ári.
Byrgja þarf brunninn
Fasteignir hins opinbera eru mikilvægur þáttur innviða. Fasteignir sveitarfélaga eru að langstærstum hluta skólar og mannvirki sem tengjast íþróttum og tómstundum en einnig eru þar undir félagslegar íbúðir, sérhæft húsnæði fyrir velferðarþjónustu og menningarstofnanir. Endurstofnvirði þessara eigna er metið á 330 milljarða.
Í innviðaskýrslunni kemur fram að sparnaðaraðgerðir fyrri ára kalli á aukna viðhaldsþörf nú og næstu ár. Á undanförnum árum þegar skera þurfti útgjöld niður fóru sveitarfélög þá leið að fresta viðhaldsframkvæmdum þannig að uppsöfnuð viðhaldsþörf var metin á um 20 milljarða í skýrslunni. Fyrir um tveimur árum síðan bárust fréttir af því að Kársnesskóla yrði lokað vegna myglu. Síðar var ákveðið að rífa bygginguna sökum skemmda. Nú hefur Fossvogsskóla verið lokað fram á haust af sömu sökum og hefur skólahald verið flutt á annan stað. Fregnir herma að sama vandamál sé fyrir hendi í þremur öðrum skólum í Reykjavík en of snemmt er að segja til um afleiðingar þess. Mygla hefur komið upp í Grunnskólanum á Ísafirði og þarf að öllum líkindum að loka heilli álmu. Fyrir utan fjárhagslegt tjón fylgir því talsvert rask að flytja skólastarf og er óþægilegt fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk.
Í innviðaskýrslunni fá fasteignir hins opinbera ástandseinkunnina 3 af 5 sem þýðir að mannvirkið er viðunandi en staða þess er ekki góð. Búast má við umtalsverðu viðhaldi til þess að halda uppi starfsemi þess. Nauðsynlegt verður að leggja í fjárfestingar til framtíðar litið. Langtímahorfur benda til þess að staða mála verði óbreytt að áratug liðnum nema verulega verði bætt í viðhald. Sú staða er óviðunandi og verða sveitarfélög að gera betur.
Ef Wow verður gjaldþrota meðan flugvélar þeirra eru í loftinu verða hreyflarnir umsvifalaust stöðvaðir og þoturnar munu falla beint niður til jarðar þá og þegar. AF HVERJU ER ENGINN AÐ TALA UM ÞETTA!???
Takið "kennara í MH" út og setjið "stjórnenda WOW" í staðinn og líka orðið "nemendum" og setjið í staðinn "starfsfólki WOW" #WOW#WowAirpic.twitter.com/EYGtHDNVl6
Stjórnendur WOW gera nú lokatilraun í samvinnu við kröfuhafa til þess að bjarga rekstri fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur fyrirtækið undir nánu eftirliti og tvær af 11 flugvélum WOW hafa nú verið kyrrsettar, önnur í Montreal og sú síðari á Kúbu.
Fyrirtækið rær nú lífróður og freista stjórnendur flugfélagsins þess að bjarga því frá gjaldþroti. Björgunaraðgerð WOW felst meðal annars í því að kröfuhafar fyrirtækisins sem komu inn í skuldabréfaútboði síðastliðið haust breyti skuldum sínum í hlutafé. Hinsvegar þarf að tryggja nægt lausafé til að halda rekstrinum gangandi, greiða starfsfólki laun nú um mánaðarmótin og koma í veg fyrir að fleiri flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar.
Voru skuldabréfaeigendur blekktir?
Á sama tíma og kröfuhafar WOW hafa örlög fyrirtækins í hendi sér, þar sem skuldum kann að vera breytt í hlutafé, þá skoða aðilar meðal kröfuhafa flugfélagsins nú lagalega stöðu sína, samkvæmt heimildum Mannlífs. Sænska fjármálafyrirtækið Pereto var umsjónaraðili skuldabréfaútboðs fyrirtækisins á haustmánuðum 2018, þar sem um 50 milljónum evra var safnað til að tryggja rekstrarfé til næstu mánaða. Vextirnir sem WOW samþykkti að greiða af skuldabréfunum voru þeir hæstu sem nokkurt flugfélag í Evrópu hefur greitt undanfarin misseri, níu prósent ofan á þriggja mánaða Euribor vexti, sem endurspeglar veika fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
Samkvæmt heimildum Mannlífs þá skoða kröfuhafar nú lagalegu stöðu sína í málinu þar sem upplýsingagjöf fyrirtækisins og umsjónaraðila útboðs skuldabréfanna liggur til grundvallar. Ónefndur kröfuhafi sem Mannlíf ræddi við segir að upplýsingar í umræddu útboði kunni að gefa ranga mynd af fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins. Hún hafi í raun verið mun verri en gefið var til kynna. Þá hafi skuldabréfaútboðið ekki skilað þeim ávinningi sem stefnt var að, sem var að tryggja lausafé til rekstur fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum Mannlífs var lungað af þeim 50 milljónum evra sem tilkynnt var í útgáfu skuldabréfa endurfjármögnun eldri skulda. Telja má með öllu óvíst hvort einhverjar endurheimtur verða á þeim 50 milljónum evra sem fjárfestar lögðu fram við útgáfu skuldabréfa fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Umræddur skuldabréfaflokkur er skráður í kauphöllina í Svíþjóð. Þó herma heimildir Mannlífs að Skúli Mogensen forstjóri og stærsti eigandi WOW hafi tekið persónulegt lán og lagt þá fjármuni inn í skuldabréfaútgáfuna á þessum tíma og þurft að leggja heimili sitt og jörð í Hvalfirði að veði.
Eigendur skuldabréfa WOW horfa til þess að upplýsingagjöf hafi ekki verið fullnægjandi og ekki gefið rétta mynd af rekstri fyrirtækisins. Rekstarvandræði WOW sýni það enn frekar og sú staðreynd að stjórnendur Icelandair skoðaði rekstur fyrirtækisins tvíveigis og taldi stöðuna verri en þeir höfðu talið. Ytri skilyrði á alþjóðum markaði kunna vissulega að hafa þarna áhrif einnig. Þrátt fyrir að lagalega staða gagnvart félaginu og stjórnendum séu í skoðun og verði áfram metið þá segja heimildarmenn Mannlífs að forgangsatriði kröfuhafa sé að freista þess að halda rekstrinum lifandi áfram, þannig séu meiri líkur á endurheimtum skuldabréfa.
Ef til málsóknar kæmi myndu sú málsókn væntanlega snúa að umsjónaraðila útboðsins og stjórnendum fyrirtækisins ef tekst að sýna fram á að upplýsingagjöf fyrirtækisins hafi í raun verið röng eða villandi. Eigendur skuldabréfanna standa nú frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að félagið fari í þrot og treysta á að endurheimta fjármunina úr þrotabúinu eða að breyta kröfunum í hlutafé og treysta á að það takist að koma félaginu á flot.
Tap WOW nam 22 milljörðum króna á síðasta ári og þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnenda WOW má telja að bókunarstaða fyrirtækisins standi höllum fæti og óvissa um rekstur fyrirtækisins geti ekki staðið í marga daga til viðbótar.
Arctica Finance í björgunarleiðangri
Arctica Finance sem kom að skuldabréfaútboði í haust, ásamt Pereto í Svíþjóð, freistar þess nú á nýjan leik að fá fjárfesta að fyrirtækinu og bjarga því frá þroti. Talið er að það þurfi fimm milljarða króna til að tryggja rekstur fyrirtækisins og skuldbreyting kröfuhfa í hlutafé sé lykill í því samhengi. Áhugavert verður að sjá hvort þær fjárhagsupplýsingar sem Artica Finance veitir fjárfestum nú, gefi skýrari mynd af rekstri WOW en þær upplýsingar sem áður voru veittar.
Boutique-hotel
Stór hluti af hverju ferðalagi er gististaðurinn. Fallegt og vel staðsett hótel getur breytt upplifuninni svo um munar. Ég hef þá reglu að vera á vel staðsettu hóteli ef ég stoppa stutt í borgum því þá er tíminn dýrmætur. Hótelið þarf ekkert endilega að vera fínt, sér í lagi ef ætlunin er að skoða mikið og vera lítið á hótelinu. Ef ég dvel í lengri tíma t.d. viku eða meira finnst mér fínt að vera aðeins út úr, jafnvel með íbúð, það er oft ódýra og góð tilbreyting. En fátt er þó yndislegra en að vera á góðu og fallegu hóteli þar sem umhverfið er upplifun í sjálfu sér og eftir því sem ferðir mínar um heiminn verða tíðari þá hallast ég meira að því að vera einni nótt styttra og splæsa í æðislegt hótel þegar buddan leyfir. Svokölluð boutique-hótel hafa notið vinsælda undanfarin ár en það eru yfirleitt mun minni hótel en almennt gerist og oft eru þau sérlega persónuleg og falleg. Hér bendi ég á nokkur slík á Manhattan en hafið í huga að sum þessara hótela eru ekki endilega þau ódýrustu í borginni svo fylgist vel með tilboðum.
The Quin
Yndislegt lúxushótel sem minnir meira á borgarhús (townhouse) en hótel þrátt fyrir að það séu 208 herbergi á The Quin sem er staðsett rétt hjá Central Park. Hótelið er einstaklega fallegt og stílhreint. Meðal frægra sem gistu forðum í húsinu eru listamenn á borð við O´Keeffe og Chagall. Dvöl í svalarsvítunum (terrace suites) er ævintýri líkast en þar er nánast eins og gestir séu með sinn eigin þakbar.
Vefsíða: thequinhotel.com
The Refinery
Mjög töff og fallegt hótel á frábærum stað á Manhattan ekki langt frá Macy´s en í raun er stutt í allar áttir. Hönnunin er afar stílhrein með hvítum veggjum og fallega dökkum koníakslituðum við og inn á milli eru litrík húsgögn, sérlega smekklegt. Skemmtilegur bar er á þakinu í ekta New York-stíl með grófum múrsteinsveggjum og seríum með hvítum ljósum og algerlega þess virði að byrja kvöldið þar á góðum drykk.
Vefsíða: refineryhotelnewyork.com
The Redbury
Lifandi hótel í hjarta borgarinnar en það er á horninu á Madison Avenue og 29. strætis og því sérlega þægileg staðsetning hvort sem ætlunin er að versla, fara í leikhús eða skjótast upp í Empire States-bygginguna. Hótelið er með svolitlu Hollywood-kvikmynda yfirbragði, herbergin eru rauð og svört með mörgum myndum á veggjum. Hér eru fínir kostir í veitingum, góðar pítsur eru á veitingastaðnum Marta en einnig er kaffihús og bar á hótelinu.
Vefsíða: theredbury.com/newyork
The Ace (sjá efstu mynd)
Sérlega hipp og kúl hótel á horninu á 29. stræti og Brodway þannig að stutt er í allar áttir jafnt til að versla eða fara á helstu ferðamannastaðina. Hönnunin er fremur hrá og einföld og minnir svolítið á farfuglaheimilisstíl. Herbergin eru mismunandi og mörg hver skreytt með áhugaverðum og töff veggmyndum. Á hótelinu er gott kaffihús, Stumptown coffee og veitingastaðurinn The Breslin er sérlega góður en matreiðslumeistarinn sem rekur hann hlaut hin eftirsóknarverðu James Beard-verðlaun. Einnig er að finna góðan og notalegan bar á The Ace sem kallast því einfalda nafni The Lobby bar.
Vefsíða: acehotel.com/newyork
Hotel Hugo
Þetta hótel er í SoHo-hverfinu á Manhattan en það er einstaklega fallega innréttað. Hlýleg hnota er á sumum veggjum og húsgöngin eru stílhrein og minna svolítið á 6. áratug síðustu aldar. Fallegar plöntur eru einnig víða en herbergin eru almennt fremur stílhrein. Skemmtilegur þakbar er á hótelinu sem snýr út að Hudson-ánni og algerlega frábært að fá sér drykk þar í sólsetrinu þegar veður leyfir.
Vefsíða: hotelhugony.com
Public
Eigendur þessa hótels opnuðu dyr sínar í júní 2017 og er kannski á mörkunum að flokkast undir boutique-hótel en er engu að síður afar áhugavert. Public er á Lower East Side og því fremur neðarlega á Manhattan. Hótelið er sérlega hipp og kúl og fremur svalt um þessar mundir. Hægt er að fá pínulítil herbergi upp í stór en hönnunin er sérlega einföld en samt svolítið framúrstefnuleg. Rúmin eru inn í einskonar hólfi inn í herberginu. Ljós viður og hvítir veggir með virkilega kósí lýsingu gera þetta hótel að góðum kosti. Rúllustigarnir á Public eru mjög töff og vinsælt að taka myndir þar. Nokkrir veitingastaðir og barir eru á hótelinu sem eru bæði fallegir og bjóða upp á góðan mat. Þakbarinn er sérlega skemmtilegur og vinsæll og um að gera að nýta sér hann. Þjónustan er svolítið öðruvísi en menn eiga að venjast, t.d. er ekki hægt að fá „room service“ á herbergið en hægt er að panta mat og drykk og sækja sjálfur svo dæmi sé tekið.
Vefsíða: publichotels.com
Tveir ljósmyndarar Birtíngs voru verðlaunaðir um helgina á árlegri sýningu íslenskra blaðaljósmyndara. Það eru þau Aldís Pálsdóttir og Hallur Karlsson.
Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara var opnuð á laugardaginn í Smáralind og samhliða voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Veitt voru verðlaun í sjö flokkum auk bestu myndar ársins.
Mynd ársins 2018 tók Heiða Helgadóttir, ljósmyndari Stundarinnar, og er það mynd af Adrían Valentín, einhverfum dreng sem situr í strætó og fylgist með umhverfinu. Myndin er hluti af myndaseríu sem valin var myndasería ársins og fjallar um tvíburabræðurna Adam Eilíf og Adrían Valentín sem eru nýorðnir ellefu ára.
Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Haraldur Jónasson sem átti bestu mynd í fréttaflokki, Heiða Helgadóttir sem átti myndaröð ársins og portrait ársins, Sigtryggur Ari Jóhannsson sem átti bestu íþróttamynd ársins og Eyþór Árnason sem tók bestu umhverfismynd ársins.
Tveir ljósmyndarar Birtíngs voru þá verðlaunaðir, þau Aldís Pálsdóttir sem fangaði bestu mynd í flokki daglegs lífs og Hallur Karlsson sem tók tímaritamynd ársins 2018, sú mynd er af rapparanum Herra Hnetusmjöri, sem birtist í Mannlífi í ágúst.
Sjö dómarar völdu 106 myndir á sýninguna í ár úr 840 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Sýningin stendur til 4. apríl í Smáralind.
Mynd af Aldísi og Halli / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Föstudaginn 29. mars heldur tónlistarmaðurinn Auður útgáfutónleika vegna plötunnar Afsakanir í Gamla bíói.
Á skömmum ferli hefur tónlistarmaðurinn Auður skrifað undir plötusamning við SONY DK, verið valinn Bjartasta vonin, hitað upp fyrir Post Malone, farið á tónleikaferðalag um Evrópu, komið fram á The Great Escape, Way Out West og víðar ásamt því að vinna að lagasmiðum J-Pop-artista í Tókýó. Tónleikar hans í Gamla bíói föstudaginn 29. mars hefjast klukkan 21, en húsið opnar klukkan 20. GDRN mun hita upp og kynna plötu sína „Hvað ef“. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á tix.is.
Flugvél WOW air, TF-PRO, var kyrrsett í Montreal í Kanada í gærkvöldi að beiðni leigusala vélarinnar. Farþegum var ekið á hótel í nótt og er önnur vél á leiðinni til Montreal.
Mbl.is greinir frá kyrrsetningunni. Áður hafði verið sagt frá því að fluginu hafi verið seinkað vegna vélarbilunar en vegna þessa var flugi til Gatwick í morgun aflýst. Mun félagið hafa misst nýtingarréttinn vegna brota á samningsskilmálum.
Í frétt mbl.is segir að óljóst sé hvort WOW takist að losa vélina, Airbus A321-200, að nýju með greiðslu til leigusalans sem er fyrirtækið Jin Shan 20. WOW air er með eina aðra vél á leigu hjá því fyrirtæki, TF-NOW. Sú vél er í leiguverkefnum vestanhafs.
Staða WOW air er með þeim hætti að fylgst er með hverri einustu flugferð sem félagið leggur í. Staða WOW gæti skýrst í dag en tvennt liggur fyrir, félagið þarf bæði á stórkostlegri afskrift skulda og milljarða króna innspýtingu til að halda rekstrinum gangandi.
Eftir að Icelandair gekk frá borðinu öðru sinni nú um helgina settu forsvarsmenn WOW í gang áætlun sem miðar að því að bjarga félaginu frá falli. Staðan er gríðarlega erfið. Morgunblaðið greindi frá því í dag að tap félagsins hafi numið 22 milljörðum króna og lausafjárstaðan er neikvæð um sem nemur 1,4 milljörðum. Áætlað er að það þurfi 10 milljarða til að halda félaginu á floti út árið.
Fréttablaðið segir WOW skulda um 24 milljarða króna, þar af er 2 milljarða króna skuld við ISAVIA vegna ógreiddra lendingargjalda. Samkvæmt heimildum blaðsins leitar ráðgjafarfyrirtækið Arctica Finance að 5 milljörðum króna til að bjarga WOW frá þroti.
Valdir ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu í gær um stöðuna hjá WOW og til marks um það hversu alvarleg staðan er sat Michael Ridley, fyrrum ráðgjafi hjá JP Morgan þann fund. Síðast þegar stjórnvöld kölluðu hann til landsins riðaði íslenska bankakerfið til falls.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW, sendi starfsfólki sínu bréf í gær þar sem hann sagðist vona að hægt yrði að koma félaginu fyrir vind. Að öðru leyti kom lítið fram í bréfi Skúla annað en að starfsfólk hafi boðist til að setja laun sín upp í hlutafé.
Það segir líka sitt um stöðu félagsins að fjölmiðlar fylgdust grannt með flugferðum félagsins í morgun og þótti það fréttnæmt að flest flug í morgun hafi verið á áætlun. Flugi til Gatwick var aflýst í morgun og flugi til Dublin var seinkað fram á kvöld. Ástæðan er sögð vera vélarbilun í Montreal, en fluginu þaðan í gærkvöldi var seinkað um sólarhring.
Svo kann að fara að fjöldi ferðalanga verði standaglópar fari svo að starfsemi félagsins verði stöðvuð. Samkvæmt túristi.is eru stjórnvöld ekki skuldbundin til þess að koma þeim Íslendingum heim sem eru erlendis á vegum WOW, ef þeir hafa einungis keypt flugmiða. Til þess þyrfti sértæka aðgerð af hálfu stjórnvalda.
Þá gætu samgönguyfirvöld skorist í leikinn því eitt af skilyrðum til flugreksturs á Íslandi er að flugrekandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að halda áfram rekstri. Samgöngustofa hefur fylgst grannt með gangi mála og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur endurskoðandi á vegum stofnunarinnar haft starfsstöð á skrifstofu WOW um skeið. Viðræðurnar við Icelandair fóru fram undir þeim formerkjum að um fallandi félag væri að ræða.
Gengi krónunnar hefur veikst gagnvart öllum helstu myntum í morgun og öll hlutabréf í kauphöllinni hafa lækkað í morgun. Þar af hefur virði Icelandair lækkað um rúmlega 4 prósent.
Í Mannlífi sem kom út á föstudaginn var rætt við Eirík Brynjólfsson, manninn sem greindist fyrstur Íslendinga með mislinga í febrúar.
Í viðtalinu lýsir Eiríkur líðan sinni eftir að hann smitaðist. „Ég tók fyrst eftir þessu á höndunum á mér, fann að ég var orðinn ansi veikur, enda treysti ég mér ekki lengur til þess að fara út úr húsi. Daginn eftir var ég svo orðinn enn veikari og útbrotin farin að færast í aukan og þá hætti mér nú aðeins að lítast á blikuna.
….treysti ég mér ekki lengur til þess að fara út úr húsi.
Mér fannst ég satt best að segja vera alveg að drepast, var mjög slæmur í maganum og staulaðist á salernið, en lenti svo bölvuðu basli með að komast aftur til baka inn í rúm. Þannig að ég var orðinn mjög máttlaus og með blússandi hita enda mældist ég með fjörutíu og eins stigs hita sem er víst ansi mikið fyrir fullorðinn mann.“
Hann bætir við: „Þar sem það er ekki til nein lækning þá fékk ég engin lyf á sjúkrahúsinu en ég var með vökva í æð vegna þess að líkaminn var gjörsamlega uppþornaður. Það voru alveg einhverjir lítrar sem þurfti að dæla í mig og svo þurfti ég reglulega að væta munninn því annars lá tungan þarna skrælnuð við góminn á mér. Þetta var mjög skrítin reynsla.“
„Icelandair hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu að rekstri WOW air.“
Þetta var tilkynnt í gegnum Kauphöll fyrir fáeinum mínútum.
Síðasta föstudag sendi Icelandair tilkynningu til kauphallarinnar um að stjórnin hafi samþykkt að hefja viðræður við WOW um aðkomu að rekstri félagsins. Á sama tíma birti WOW tilkynningu um að viðræðum við Indigo hafi verið slitið um leið og á vef stjórnarráðsins var tilkynnt um viðræður Icelandair og WOW. Sagði að félögin stefndu á að ljúka samningaviðræðum fyrir mánudag.
Nú liggur hins vegar fyrir að viðræðum flugfélaganna tveggja hefur verið slitið.
Fordómar koma oft upp á yfirborðið þegar hryðjuverkaárásir, sem beinast að afmörkuðum hópum, eiga sér stað. Það mátti sjá þetta í athugasemdakerfum íslenskra fjölmiðla þegar árásin var gerð á Nýja-Sjálandi.
Þá komu fljótlega fram athugasemdir frá Íslendingum, sem sögðu: „Vel gert“, „Gott“ og þar fram eftir götunum. Fögnuðu árásinni. Ritstjórn Vísis tók þá ákvörðun að taka athugasemdirnar fljótalega út af Internetinu, enda hatursorðræða bönnuð.
Algengt er að hryðjuverkaárásir ýti af stað hatursorðræðu og jafnvel magni upp líkur á fleiri árásum, fljótlega á eftir. Þetta er vandmeðfarið þar sem miklar tilfinningar eru oft ríkjandi í kringum skelfilegar árásir á saklaust fólk. Samfélagsmiðlarnir gefa fólki gjallarhorn til að tala í við umheiminn og koma þannig meiningum sínum á framfæri.
Hefðbundnir fjölmiðlar þurfa í þessum aðstæðum að feta þann slóða, að halda sig við að svara mikilvægum spurningum, draga fram upplýsingar sem skipta máli og setja hlutina í samhengi. Það er ekki hægt að halda óþægilegum atriðum frá almenningi í slíkri vinnu, heldur frekar að setja þau þannig fram að fólk átti sig á alvarleikanum sem sprottið getur upp úr hatursorðræðunni.
Greinin er hluti af ítarlegri umfjöllun Kjarnans sem birtist í Mannlífi á föstudaginn og fjallar um uppgang hættulegrar hugmyndafræði hvítra kynþáttahatara.
Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir einhverjum mestu áskorunum síðan á árunum eftir hrun. Nú þegar eru komnar fram vísbendingar um að tekið sé að kólna í hagkerfinu og óvissan umlykur helstu atvinnugreinar þjóðarinnar.
Eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011, þar af umtalsverðan undanfarin fjögur ár, má með nokkurri vissu segja að góðærið sé á enda. Toppnum í ferðamannasprengju hefur verið náð og útlit er fyrir samdrátt í atvinnugreininni í ár. Þau íslensku flugfélög sem hafa séð um að ferja megnið af þessum ferðamönnum til landsins glíma við mikla en ólíka erfiðleika. Í sjávarútvegi berast fréttir af loðnubresti með milljarða tjóni fyrir þjóðarbúið. Loðnubrestur kemur sömuleiðis illa við Eimskip sem í fyrra skilaði sinni verstu afkomu frá hruni. Þá er allt upp í loft á vinnumarkaði og hrina verkfalla fram undan.
Sé rýnt í hagtölur frá síðasta fjórðungi ársins 2018 sést að niðursveiflan er í raun hafin og bætist ofan á þær áskoranir sem fram undan eru. Vöxtur einkaneyslu hefur ekki verið jafnlítill síðan árið 2014, atvinnuvegafjárfesting dróst saman á þriðja og fjórða ársfjórðungi í fyrsta skipti síðan 2013, útflutningur dróst saman um 5,9 prósent sem er mesti samdráttur síðan í ársbyrjun 2010 og vöruinnflutningur dróst saman þriðja fjórðunginn í röð. Loks lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu milli janúar og febrúar um 1 prósent.
Líklegt er að þessi staða verði tekin með í reikninginn þegar 5 ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður kynnt eftir helgi. Hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar boðað að gerð verði krafa um 5 milljarða króna sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Ríkissjóður er engu að síður í afar góðri stöðu til að takast á við niðursveifluna og var jákvæð staða þjóðarbúsins í lok árs tæpir 280 milljarðar króna.
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir kom öllum á óvart í vikunni þegar hún tilkynnti að allar níu plötur hennar, allt frá Debut (1993) til Utopiu (2017), yrðu gefnar út á kassettum.
Aðdáendur tónlistarkonunnar eru í skýjunum yfir fréttunum en kassetturnar munu koma út í takmörkuðu upplagi. Fyrir skömmu sendi Björk frá sér glænýja stuttermaboli og er það, ásamt kassettunum, liður í svokallaðri 90´s-endurvakningu.
Þess má geta að Björk er um þessar mundir að gera sig klára fyrir eina vönduðustu tónleika sem hún hefur haldið en þeir fyrstu fara fram í maí á nýjum listavettvangi sem nefnist The Shed og er staðsettur á Manhattan í New York.
Áætlað er að gefa kassetturnar út 26. apríl en hægt er að panta þær fyrir fram á síðunni shop.bjork.com.
Tónlistarkonan Aldís Fjóla heldur tónleika á Hard Rock Café sunnudaginn 24. mars klukkan 20.30. Á tónleikunum flytur hún ásamt hljómsveit frumsamið efni í bland við nokkur af hennar uppáhaldslögum.
Aldís Fjóla vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson hjá Stúdíó Bambus. Miðaverð á tónleikana er 3.500 krónur, en miðasala er á tix.is. Húsið opnar klukkan 20 en tónleikarnir hefjast hálftíma síðar.
Útvarp Saga hefur margoft verið gagnrýnd fyrir útbreiðslu hatursorðræðu. Fyrir tveimur árum lýsti nefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) yfir áhyggjum af því að Útvarp Saga dreifði hatursorðræðu sem beint væri að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. Útvarpsmaðurinn Pétur Gunnlaugsson sætti ákæru vegna hatursorðræðu er beindist gegn samkynhneigðum en var sýknaður.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umfjöllun Mannlífs um efnistök á vef Útvarps Sögu þar sem ítrekað hefur verið vitnað til miðla sem þekktir eru fyrir að birta falsaðar eða skrumskældar fréttir. Tilgangurinn er oftast að sýna innflytjendur í neikvæðu ljósi og/eða halda á lofti samsæriskenningum.
Útvarpsstjórinn, Arnþrúður Karlsdóttir, hefur sömuleiðis verið sætt slíkum ásökunum. Árið 2015 birtist mynd af Arnþrúði á Facebook-síðu Útvarps Sögu þar sem hún var kædd í búrku og spurt hvort útvarpsmenn framtíðarinnar muni líta svona út. Ummæli hennar í sjónvarpsþætti Gísla Marteins síðastliðinn föstudag um hryðjuverkið í Nýja Sjálandi vöktu sömuleiðis hörð viðbrögð en þar varði hún hatursfull ummæli netverja sem fögnuðu árásinni.
Hægt er að tjá sig við fréttir sem birtast á vef Útvarps Sögu og þar fá hatursfull ummæli að standa óáreitt. Flestir þeirra sem þar tjá sig taka undir þær samsæriskenningar sem eru bornar á borð og notendur hika ekki við að tjá andúð sína á innflytjendum og útlendingum almennt.