Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

Ásta Hrafnhildur auglýsir eftir geitahirði

Ásta Hrafnhildur stingur upp á því að aðdáendur IKEA-geitarinnar vakti hana þar sem um lukkudýr Garðbæinga sér að ræða.

IKEA-geitin góða er komin á sinn stað fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ. Geitin er úr strái en undanfarin ár hefur hún orðið brennuvörgum að bráð. Fjölmiðlakonan Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir stingur því upp á að geitin verði vöktuð. Hún birti færslu á Facebook í gær og óskaði eftir viðbrögðum frá áhugasömum.

„Brunavarnarnefnd Gæludýrafélags Ikeavina auglýsir laust starf geitahirðis. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið [email protected],“ skrifaði Ásta.

Spurð út í hvort hún sé mikill aðdáandi IKEA-geitarinnar segir Ásta: „geitin góða er kærkomið lukkudýr Garðbæinga…við eigum ekkert annað. Reykvíkingar eiga Húsdýragarð, Hafnfirðingar áttu Sædýrasafn, Kópavogur er kenndur við dýr…“ segir Ásta sem er Garðbæingur í húð og hár. Hún bætir við: „en í Garðabæ er stærsta kaupfélag landsins, vinsælasti veitingastaðurinn, heitasta húsdýrið og Guðni forseti. Stjörnum prýtt sveitarfélag.“

Mynd af geit / Af Facebook-síðu IKEA

Líður best í faðmi fjölskyldunnar

Óskar Þór Hilmarsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali hjá Fjárfestingu fasteignasölu, fílar einföld og nútímleg húsögn og segist vera veikur fyrir funkisstíl þótt hann sé ekki alltaf praktískur.

„Mér finnst afskaplega gaman að hitta og kynnast fólki og eiga samskipti við ólíkt fólk. Flestum finnst gaman og spennandi að kaupa fasteign og ég hef ánægju að því að taka þátt í því ferli með fólki. Svo eru það mikil forréttindi að hafa fengið að starfa með föður mínum, Hilmari, í fimmtán ár,“ segir Óskar Þór Hilmarsson, fasteignasali hjá Fjárfestingu fasteignasölu, spurður að því hvað heilli hann við starfið.

Beðinn um að lýsa hefðbundnum vinnudegi segist Óskar vera mættur á skrifstofuna rétt um níuleytið. „Yfirleitt er byrjað á verkefnum og skipulögð verkefni sem snúa að rekstri stofunnar og eins eru skipulagðar sýningar og opin hús og þvíumlíkt. Svo eru verðmatsfundir yfirleitt haldnir á morgnana,“ segir hann og getur þess að dagurinn endi svo oft á sýningum á eignum eða skoðunum.

Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira en annar og áttu uppáhaldsarkitekt eða -hönnuð? „Kjartan Sveinsson skildi eftir sig ansi mörg falleg hús sem og Sigvaldi Thordarson. Af þeim sem eru starfandi í dag, er ég svo heppinn að hafa selt mikið af húsum sem Guðmundur Gunnlaugsson hefur teiknað, en mér þykir hann vera mjög fær og með notagildi að leiðarljósi. Hönnuður? Til að segja eitthvað myndi ég segja Aalvar Alto. Varðandi stíl þá finnst mér nýi funkisstíllinn afskaplega fallegur þótt hann sé ekki alltaf praktískur. Varðandi húsögn er ég með einfaldan og nútímalegan stíl.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til? „Stórt einbýlishús með nóg af plássi fyrir öll leikföng fjölskyldunnar.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili? „Fólkið sjálft innan heimilisins og falleg húsgögn.“

Uppáhaldsliturinn þinn? „Blár, en appelsínugulur þegar stelpurnar mínar eru að spila með Fylki í fótboltanum.“

Hvar líður þér best? „Heima umvafinn fjölskyldu og vinum. Svo líður mér einstaklega vel úti á golfvelli í góðu veðri.“

Hvað heillar þig mest við haustið? „Mér finnst haustið ekkert sérstaklega heillandi með sínum haustlægðum. Maður bætir allavega ekki við trampólíni eða uppblásinni sundlaug á haustin. En þegar maður horfir á það jákvæða er allavega stutt í jólin.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Ítalía hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá okkur hjónunum.“

Að lifa lífinu lifandi er að … gera það sem manni finnst skemmtilegt með fjölskyldu og vinum.

Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Gefur ókunnugu fólki brjóstamjólk

Bresk kona segir frá því hvernig það kom til að hún fór að frysta brjóstamjólk og gefa ókunnugu fólki sem þurftu á henni að halda.

Bresk kona að nafni Ruby Abbiss segir frá því í grein sem birtist á vef The Guardian hvernig það kom til að hún fór að gefa brjóstamjólk sína til ókunnugra fjölskyldna. Undir yfirskriftinni „hvers vegna ég deili brjóstamjólk minni með öðrum mæðrum“ segir hún frá því hvernig dóttir hennar gat ekki verið á brjósti vegna fötlunar og því hafi hún tekið upp á því að mjólka sig og frysta mjólkina. Brjóstamjólkina gaf hún svo dóttur sinni í pela. En áður en hún vissi af var hún búin að fylla frystinn af brjóstamjólk.

Í gegnum Facebook-hóp fór hún svo að tala við mæður sem vantaði brjóstamjólk fyrir nýbura sína, af ýmsum ástæðum. Í dag hefur hún hjálpað fjölda fólks með því að gefa næringarríka brjóstamjólk sína til nýbura.

„Þegar ég horfi á eftir konum sem koma í heimsókn til mín ganga í burtu með fulla tösku af brjóstamjólk, þá fylltist ég stolti,“ skrifar Abbiss meðal annars í grein sína.

Hún segir það vissulega hafa verið erfitt að uppgötva að brjóstagjöfin myndi ekki ganga sem skildi með dóttur hennar en að það hafi verið huggandi að geta hjálpað fjölskyldum í neyð í ferlinu.

Grein Abbiss má lesa í heild sinni á vef The Guardian.

Reyna að spá fyrir um útlit barnsins

|
Harry og Meghan

Sérfræðingar reyna að spá fyrir um hvernig barn Meghan og Harrys muni líta út.

Fyrr í vikunni kom tilkynning frá Kensington-höll þess efnis að Meghan Markle og Harry Bretaprins eiga von á sínu fyrsta barni. Barnið á að fæðast næsta vor en sérfræðingar eru strax farnir að velta vöngum yfir hvernig barnið muni líta út.

Dr. D’Lynn Waldron er ein þeirra en hún er sérfræðingur í greiningu og teikningu andlita. Hún hefur sett saman myndir með hjálp réttu forritanna þar sem hún reynir að áætla hvernig barnið muni líta út miðað við útlit foreldranna og fjölskyldumeðlima. Waldron hefur viðamikla reynslu og hefur unnið meðal annars fyrir FBI.

Hún gerði nokkrar ólíkar útgáfur af portrettmyndum þar sem hún giskar á hvernig barnið mun koma til með að líta út. Myndirnar má sjá á vef E!news.

Kanada annað landið til að lögleiða neyslu kannabisefna

Mynd/pixabay

Kanada varð í nótt annað þjóðríkið, á eftir Úrúgvæ, til að lögleiða neyslu kannabisefna á landsvísu. Frá og með deginum í dag mega allir 18 og eldri bera á sér allt að 30 grömm af löglega keyptu maríjúana á almannafæri og eiga allt að fjórar kannabisplöntur á heimilum sínum.

Víða um land var þessum áfanga fagnað á götum úti, en kanadíska þingið samþykkti frumvarp um lögleiðinguna í júní. Einhver tími mun þó líða þar til kannabisvörur ná fullri útbreiðslu. Samkvæmt lögunum skulu efnin seld í sértækum verslunum og er salan háð vottunum og leyfum. Misjafnt er eftir fylkjum hvenær salan hefst. Til að mynda eru fyrstu verslanirnar teknar til starfa í Nova Scotia en í Ontario, þar sem Toronto er, hefst sala væntanlega með vorinu.

Allir fangar sem dæmdir höfðu verið fyrir vörslu kannabisefna undir 30 grömmum voru náðaðir í dag en eftir sem áður verður það refsivert að selja ungmennum kannabisefni. Enn verður ólöglegt að flytja kannabisefni til og frá landinu.

Úrúgvæ varð fyrsta þjóðríkið til að lögleiða sölu kannabisefna til neyslu árið 2013. Síðan þá hafa níu ríki Bandaríkjanna, auk District of Columbia, farið sömu leið. Löglegi kannabisiðnaðurinn í Bandaríkjunum velti 9 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra og vænta stjórnvöld í Kanada til þess að kannabissalan skili dágóðum tekjum í ríkissjóð.

Styttri vinnuvika og fleiri gæðastundir

Í erindi sem flutt var á 45. þingi BSRB í morgun var greint frá niðurstöðum rannsóknar sem leiða í ljós að styttri vinnuvika hefur almennt jákvæð áhrif á fólk.

Fjallað var um nýja skýrslu um styttingu vinnuvikunnar á 45. þingi BSRB í morgun. Arnar Þór Jóhannesson, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri, hélt erindi á ráðstefnunni. Í erindi hans kom fram að stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan starfsmanna, gerir starf á vinnustöðum markvissara og dregur úr veikindum.

Í erindi sínu fjallaði Arnar um niðurstöður rannsóknar þar sem áhrif tilraunaverkefna Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar voru skoðaðar. Það tilraunaverkefni var unnið í samstarfi við BSRB.

„Í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB og Reykjavíkurborg kemur fram að bæði karlar og konur tali um að stytting vinnuvikunnar hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf og minnkað það álag sem er á heimilinu. Karlarnir töldu sig taka meiri þátt og axla meiri ábyrgð á heimilisstörfum en hún var svipuð hjá konum. Vistunartími barna styttist og gæðastundir með fjölskyldu jukust. Þar er enn fremur dregið fram að samskipti við bæði vinnufélaga og fjölskyldu eru betri og létt hefur á heimilunum eftir að vinnuvikan var stytt,“ segir í tilkynningu frá BSRB.

Sjö ráð fyrir hreint heimili

Flestir geta eflaust verið sammála um að það að hafa hreint og snyrtilegt í kringum sig gerir einhvern veginn allt töluvert betra. Fátt er leiðinlegra en að koma heim eftir langan dag og heimilið er á hvolfi. Ástandið getur orðið yfirþyrmandi mjög fljótt. Hér eru nokkur ráð sem hjálpa til við að koma í veg fyrir slíkt og halda heimilinu í ágætis ásigkomulagi.

Að eiga minna!

Um leið og það er minna af dóti á heimilinu er minna dót sem býr til drasl. Þá er mjög gott, í sama tilgangi, að hafa í huga að eiga ekki mikið af hlutum.

Hentu smádóti (drasli) jafnóðum

Þótt maður reyni að vera meðvitaður um að kaupa ekki óþarfa eða sanka að sér drasli þá er ótrúlegt hversu fljótt þetta safnast saman. Sérstaklega þegar maður á börn. Hver kannast ekki við „einnota“ dót eins og finnst í Kindereggi eða barnaboxunum á veitingastöðum. Þetta á líka við um uppþornaða og brotna liti, prufur af hinu og þessu, auglýsingabæklinga og svo framvegis. Beint í ruslið. Við treystum okkur til að fullyrða að þú komir ekki til með að sakna þessara hluta.

Einnar mínútu reglan

Hún er einfaldlega þannig að ef eitthvað sem þarf að gera tekur innan við eina mínútu – gerðu það þá strax. Litlir hlutir eins og að hengja upp peysuna sína, raða útiskónum, setja Cheerios-pakkann inn í skáp. Þetta eru allt hlutir sem er kannski freistandi að bíða með að gera, en þegar þú veist að þetta tekur hvort eð er minna en eina mínútu er erfitt að réttlæta fyrir sér að gera þá ekki.

Komdu þér upp rútínu

Til dæmis að fara alltaf út með ruslið eftir kvöldmat og ryksuga á föstudögum. Það tekur kannski smátíma, en um leið og það er komið í rútínu að gera alltaf eitthvað á sama tíma hættir það að vera kvöð. Svo er að sjálfsögðu frábært að skipta verkefnum á milli fjölskyldumeðlima þannig að hver og einn hafi alltaf sitt hlutverk.

Dreifðu huganum

Þegar fjallið af hreinum þvotti er orðið yfirþyrmandi er gott að drösla öllu fram í sófa, kveikja á góðum þætti, brjóta saman þvottinn og gleyma sér á meðan.

Hafðu alltaf kassa/poka í geymslunni …

 í þvottahúsinu eða inni í skáp. Einn fyrir föt og annan fyrir dót sem þú ætlar að gefa. Svo tekur enga stund að skutla pokanum í fatagám eða á nytjamarkað.

Bjóddu fólki í heimsókn!

Það er líklega mesta hvatningin fyrir marga að taka til þegar von er á gestum.

Setur leiklistina í annað sæti

Gwyneth Paltrow hefur meiri áhuga á lífstílsmerki sínu Goop heldur en leiklistinni.

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur tekið sér smá hlé frá leiklistinni til að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins í kringum lífsstílsmerkið Goop. Hún saknar þess ekki að leika jafn mikið og hún gerði áður fyrr.

Þessi greindi hún frá í viðtali við Marie Claire. Þegar blaðamaður spurði hana hvers hún saknaði mest við að hafa leiklistina sem aðalstarf sagði hún: „Ekki neins. Það er mjög skrýtið. Ég hata samt ekki að leika, en ég bara sakna þess ekki.“ Hún bætti við að hún ætti nóg með fyrirtækið í kringum Goop.

Hún er þó ekki alveg hætt að leika en kvaðst í dag leggja mikla áherslu á að vanda valið þegar kemur að hlutverkum sem hún tekur að sér. „Ég tek ekki mörg verkefni að mér núna en þegar ég geri það þá sæki ég í verkefni sem skila einhverjum árangri.“

Þess má geta að samkvæmt IMDb þá er Avengers-kvikmynd sem Paltrow fer með hlutverk í væntanleg á næsta ári. Sömuleiðis fer hún með hlutverk í þáttunum The Politician sem koma út á næsta ári.

„Þetta er fyrsta gjöf barnsins“

Fyrsta gjöf barnsins er komin í hús.

Tilkynning frá Kensington-höll þess efnis að Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eigi von á barni í vor var send út í gær. Þrátt fyrir að aðeins rúmur sólarhringur sé frá því að tilkynningin var send út eru þau strax byrjuð að fá gjafir handa ófædda barninu.

Harry og Meghan eru í opinberri heimsókn í Ástralíu og áttu fund með hershöfðingjanum Peter Cosgrove og eiginkonu hans, Lady Lynne Cosgrove, í Sidney. Cosgrove-hjónin færðu þeim að því tilefni keingúrubangsa og lítil stígvél frá ástralska merkinu Ugg.

„En sætt. Þetta er fyrsta gjöf barnsins,“ sagði hertogaynjan þegar hún tók við gjöfinni.

Þess má geta að Harry og Meghan eru í sextán daga heimsókn í Ástralíu.

Guðbjörg Jóna hreppti gullið

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hreppti gullið í 200 metra hlaupi stúlkna á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires.

Fyrr í kvöld tryggði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sér sigur í 200 metra hlaupi stúlkna á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu. Hún hljóp vegalengdina á 23,47 sekúndum.

Þess má geta að Guðbjörg bætti Íslandsmet sitt í greininni á laugardaginn þegar hún hljóp á 23,55 sekúndum. Hún gerði sér þá lítið fyrir og bætti metið aftur í kvöld um 0,8 sekúndur.

Guðbjörg er fædd árið 2001 og er 16 ára gömul.

Mynd / Af Facebook-síðu ÍSÍ

Segir samfélagsmiðla ýta undir kvíða og einmannaleika

Breski rithöfundurinn Matt Haig segir samfélagsmiðla ýta undir kvíða og einmannaleika.

Tækninýjungar og hraðinn sem einkennir nútímasamfélag virðist ýta undir að sífellt fleira fólk finnur fyrir einkennum þunglyndis og kvíða. Breski rithöfundurinn Matt Haig er einn þeirra sem hefur þjáðst af þunglyndi og kvíða en hann hefur nýtt sér reynslu sína til að skrifa bækur, meðal annars bókina Reasons to Stay Alive sem kom út árið 2015. Nú er komin út ný bók eftir hann sem ber heitið Notes in a Nervous Planet. Sú bók fjallar um kvíðann sem margt fólk finnur fyrir vegna samfélagsmiðla og þess stöðuga áreitis sem þeim fylgir.

„Fólk lifir öðruvísi lífi, hittir fólk á annan hátt, talar við vini sína á annan hátt en það gerði, fer minna út og svefnmynstur fólks er að breytast. Þetta er allt að breytast vegna tilkomu aukinnar tækni,“ segir Matt Haig í viðtali við Economist.

„En það er ekki tæknin sjálf sem er vandamálið. Vandamálið er það að við erum ekki meðvituð um hvernig hún er að breyta tilveru okkar og hafa áhrif á hugarfar okkar.“

Hann bendir þá á að niðurstöður nýrra rannsókna benda til þess að fólk á aldrinum 16 til 24 ára er sú kynslóð sem finnur fyrir hvað mestum einmanaleika, samt er þetta sú kynslóð sem er hvað virkust á samfélagsmiðlum. Hann segir þetta vera merki um að samfélagsmiðlar ýti undir einmanaleika hjá fólki.

Viðtalið við Haig má lesa í heild sinni á vef Economist ásamt broti út bókinni.

„Ég varð eiginlega alveg brjáluð þegar ég las þessa bók“

|
|

Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og leikstjóri, segir frá bókunum sem hafa haft mest áhrif á hana.

Skáldsagan The Mists of Avalon eftir Marion Zimmer Bradley kom út árið 1983 og segir söguna af konunum í kringum Arthúr konung og hvernig mæðraveldi og náttúrudýrkun fer halloka fyrir feðraveldi og stríðsguðum. Hún sýnir klassíska söguskoðun frá allt öðru sjónarhorni og fékk mig til að hugsa um möguleikann á marglaga söguskoðun þar sem allskyns sannleikur lifir hlið við hlið. Ég las hana fyrst þegar ég var nítján ára en komst að því fyrir nokkrum árum að til eru söfnuðir í Bretlandi og Bandaríkjunum sem byggja vissa tegund gyðjutrúar á gyðjutrúnni sem birtist í þessari bók.

The Beauty Myth eftir Naomi Wolf er ein af bókunum sem gerði mig að femínista. Hún lýsir því hvernig hugmyndin um fegurð er búin til af markaðsöflum og feðraveldinu og hvernig hún þjónar því hlutverki að halda konum frá völdum, vellíðan og velgengni. Ég varð eiginlega alveg brjáluð þegar ég ég las þessa bók og gerði mér grein fyrir hvað það var búið að hafa mig að miklu fífli. Ákvað síðan í framhaldinu að gera mestu uppreisn sem hægt er að gera, sem er að vera ánægð með mig!

Hugsanir annarra eftir Kristján Þórð Hrafnsson er afskaplega falleg bók þar sem fjallað er um ást, svik og einmanaleika af einstakri næmni. Hún segir af giftum manni sem á í ástarsambandi við yngri konu og hvernig hann upplifir þeirra samskipti og valdaleysi sitt gagnvart því sem hún hugsar en öll upplifum við einhvern tíma óöryggið og valdaleysið sem fylgir því að vita ekki hvað gengur á innra með þeim sem við elskum.

 

Small Gods eftir Terry Pratchett er uppáhaldsbókin mín eftir þann gengna snilling en ég á næstum allar bækurnar hans og hef lesið þær flestar oftar en tölu verður á komið. Flestar bækur hans gerast í spegilveröld við okkar sem hann notar til að sýna okkur ástandið á okkur á hátt sem er allt í senn; heimspekilegur, gagnrýninn og fáránlega fyndinn.

Mynd / Rut Sigurðardóttir

The Pink Panther 2 vanmetin mynd

|
|

Þegar kemur að kvikmyndum er Þórir Snær Sigurðarson hafsjór af fróðleik. Mannlíf kom því ekki að tómum kofa þegar Þórir var beðinn um að nefna ofmetnustu og vantmetnustu mynd allra tíma.

Die Hard 1
Die Hard 1 (1998) er meðal vinsælustu hasarmynda allra tíma. Þó fyrirfinnast nokkrir sem þykir lítið til hennar koma og er ég meðal þeirra. Í myndinni reynir John McClane, lögreglumaður í New York, að bjarga gíslum úr klóm hryðjuverkamanna í jólaboði í Nakatomi Plaza. Die Hard átti vissulega sinn þátt í þróun hasarmynda á gósentíð þeirra á níunda áratugnum, en þar sem svo margar myndir hafa síðan verið byggðar á svipaðri hugmynd hverfur Die Hard oft inn í fjölda miðlungsheppnaðra hasarmynda. Myndin er að nokkru leyti ótrúverðug, atburðarásin hæg og söguþráður heldur þunnur. Leikararnir gera þó það besta mögulega úr því sem þeir hafa úr að moða. Bruce Willis og James Shigeta eru þeir sem helst standa upp úr.

 

The Pink Panther 2
Endurgerðir hinna sígildu gamanmynda um lögreglumanninn Jacques Clouseau, þar sem Steve Martin leikur aðalhlutverkið, fengu ekki sérlega góða dóma. Þó þykir mér meira í þær varið en gagnrýnendum þótti á sínum tíma. Í annarri mynd þessarrar nýrri myndaraðar gengur Clouseau til liðs við alþjóðlega sveit einkaspæjara, sem fá það verkefni að stöðva alræmdan þjóf sem sérhæfir sig í því að stela sögufrægum munum.

https://youtu.be/_bKw1XfJppI

Auk Steve kemur fjöldi þekktra leikara fram í myndinni, svo sem John Cleese og Andy Garcia. Myndum eins og þessari er auðvitað ekki ætlað að marka tímamót í kvikmyndasögunni, heldur er hún fyrst og fremst skemmtileg. Sagan er hjartnæm og falleg, sem gefur henni meira vægi. Steve Martin kemst þó ekki með tærnar þar sem Peter heitinn Sellers hafði hælana.

Þórir Snær Sigurðarson stýrði kvikmyndaþættinum Hvíta tjaldið á ÍNN. Hér er hann á setti með leikstjóranum Friðriki Þór Friðrikssyni.

Harry og Meghan eiga von á barni í vor

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eiga von á barni. Í tilkynningu frá Kensington-höll segir að barnið eigi að fæðast næsta vor.

Barnið verður sjöunda í röðinni að bresku krúnunni.

Tilkynning frá Kensington-höll var gefin út í dag en fregnir herma að Harry og Meghan hafi sagt fjölskyldu sinni fréttirnar á  föstudaginn, sama dag og Eugenie prinsessa gifti sig.

Lýðræðissamfélag þarf öfluga og óháða fjölmiðla

|
|

Síðast en ekki síst

Höfundur / Steinunn Stefánsdóttir

Ríkisstjórnin ætlar að styrkja einkarekna ritstýrða fjölmiðla um 400 milljónir á ári frá og með því næsta. Fram til þessa hafa einkareknir fjölmiðlar á Íslandi verið þeir einu á Norðurlöndum sem ekki hafa notið neinna styrkja eða ívilnana frá ríkinu. Hvergi er þörfin þó líklega eins mikil og hér þar sem fámennið er mest og rekstrargrundvöllurinn því erfiðastur.

Ekki verður ítrekað nógu oft og mikið hversu miklu hlutverki fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Þeir þurfa að veita stjórnvöldum aðhald, þeir þurfa að fræða og þeir þurfa líka að skemmta.

Til þess að þeir séu færir um að gegna þessum hlutverkum, ekki síst því sem fyrst er nefnt, að veita aðhald, þurfa þeir fjármagn, meira fjármagn en þeir eiga möguleika á að afla hér í örsamfélaginu þar sem áskrifendur geta aldrei skipt hundruðum þúsunda og auglýsingaverð er í einhverskonar samræmi við það að hversu hversu fáum auglýsingarnar geta beinst í samfélagi þar sem ekki búa nema 350 þúsund manns.

Það er jafnmikil vinna að rannsaka fréttaefni og skrifa vel unna og skýrandi frétt í blað, vefmiðil eða fyrir ljósvaka sem nær til 350 þúsund manns eins og ef um væri að ræða miðil sem nær til milljóna eða tugmilljóna. Fjölmiðlar eru sannarlega ekki hafnir yfir gagnrýni en þessa staðreynd verður að hafa í huga þegar íslenskir fjölmiðlar eru skammaðir fyrir að fara ekki nógu djúpt í málin.

Sérhagsmunir og hagsmunir almennings fara sjaldnast saman. Þess vegna er svo mikilvægt að búa til umhverfi þar sem fjölmiðlar geta þrifist án þess að vera háðir hagsmunum eigenda sinna.

Ríkisútvarpið og sú faglega vinnsla á fréttum og fréttatengdu efni sem þar fer fram er sannarlega mikilvæg og að henni þarf að hlúa. Án stöðugleikans þar væri íslenskt fjölmiðlalandslag heldur tætt og trosnað. Að sama skapi er fjölbreytileg fjölmiðlaflóra mikilvæg, að til séu fleiri öflugir og óháðir fjölmiðlar þar sem fram fer vinnsla frétta sem lúta grundvallarreglum blaðamennsku og þar sem hagsmunir almennings eru hafðir að leiðarljósi. Það er eitt að því sem gerir samfélag að lýðræðissamfélagi. Þess vegna skiptir öllu að 400 milljónirnar nýtist til að styrkja frjálsa og óháða fjölmiðla.

Vilja losna við kínversk tákn og nöfn fyrrverandi

Þau tattú sem fólk vill gjarnan losna við eru kínversk tákn og tattú sem eru farin að fölna að sögn húðlæknisins Jennu Huldar. Svo eru það auðvitað nöfn fyrrverandi maka sem fólk vill losna við af líkama sínum.

Margt fólk vill losna við tattúin sín að sögn húðlæknisins Jennu Huldar Eysteinsdóttur. Beðin um að nefna dæmi um þau tattú sem fólk vill losna við segir Jenna: „Það eru kínversk tákn og annað í þeim dúr sem eitt sinn var í tísku. Sömuleiðis vilja margar konur losna við varanlega tattúförðun, augabrúnir og svoleiðis. Svo eru sumir sem vilja láta fjarlægja gömul tattú sem eru farin að dofna og grána.“

Sumir hafa þá brennt sig á því að fá sér tattú til heiðurs maka síns en vilja svo losna við það þegar ástin slokknar. Angelina Jolie og Johnny Depp eru gott dæmi. Spurð út í hvort hún hafi þá rætt við íslenskt fólk sem vill losna við nöfn fyrrverandi maka og annað í þá áttina svarar Jenna játandi. „Já, að sjálfsögðu, það er alltaf eitthvað um það.“

Jenna verður vör við að margt fólk bíður spennt eftir að losna við tattúin sín í starfi sínu sem húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Eftirspurnin eftir meðferðum til að losna við gömul tattú er svo mikil að hún og samstarfsfólk hennar ákváðu að fjárfesta í nýrri og öflugri græju sem fjarlægir tattú betur en aðrar græjur.

„Þetta er alveg rándýrt tæki en við ákváðum að kaupa hana af því að eftirspurnin var svo mikil. Við fáum hana í nóvember,“ útskýrir Jenna.

Spurð út í hvort hún sjálf eða kollegar hennar í húðlæknibransanum séu með tattú sem þau ætla að losa sig við þegar nýja græjan kemur í hús segir Jenna kímin: „já, það er allavega mikil spenna hérna innanhúss.“

Meðfylgjandi er myndband sem sýnir græjuna sem um ræðir.

„Óður til píanósins“

|
|

Þriðja breiðskífa raftónlistarmannsins Bistro Boy, Píanó í þokunni, kom út þann 1. október 2018. Bistro Boy er hliðarsjálf tónlistarmannsins Frosta Jónssonar en hann hefur fengist við tónlist af ýmsum toga um langt skeið.

„Vinnuferlið við þessa plötu var dálítið öðruvísi en á fyrri plötum. Ég setti mér stífari ramma í upphafi, bæði varðandi hljóðheiminn og lögin sjálf. Ég vildi byggja lögin í kringum gömul hljóðdæmi og lagabúta sem ég hef viðað að mér í gegnum árin og reyna að halda mig við fremur einfaldar melódíur. Þá er platan líka einskonar óður til píanósins sem hefur fylgt mér lengi svo ég lauma inn píanói í flest laganna með einum eða öðrum hætti þó það heyrist ekki endilega,“ segir Frosti sem ásamt fleirum stendur einnig að baki plötuútgáfunnar Möller Records sem gefur út íslenska raftónlist.

Píanó í þokunni.

Hann segir að platan sé persónuleg eins og fyrri plöturnar hans en hann hefur einnig sent frá sér EP-plötuna Sólheimar (2012) og breiðskífurnar Svartir Sandar (2016) og Journey (2013) auk nokkurra smáskífa. Hann hefur komið fram á tónlistarhátíðum hérlendis sem erlendis svo sem Secret Solstice, Iceland Airwaves og Dias Nordicos í Madrid og mun spila á Airwaves í nóvember.
„Píanó í þokunni er að einhverju leyti þakklætisvottur fyrir að hafa fengið tíma og tækifæri til að búa til tónlist og píanóið á líklega einn stærstan þátt í að svona fór. Ég sem alla tónlist og spila á öll hljóðfæri en fékk bróðurdóttur mína, hana Eiri Ólafsdóttur, til að spila á selló í tveimur laganna á plötunni. Hún er mikið hæfileikabúnt, er þriðjungur í hljómsveitinni Ateria sem sigraði músíktilraunir í ár og á pottþétt eftir að láta meira að sér kveða í tónalistinni.“

Hnallþóra – alltaf góð

tertur tertur *** Local Caption *** tertuþáttur tertuþáttur

Á mannfögnuðum á góð hnallþóra ávallt vel við. Hverskyns ber eru frískandi hráefni á kökur og skemmtileg til skreytinga. Svo er bara að laga gott kaffi og bjóða vinum og ættingjum heim.

Banana- og kókoskaka með bláberjum

fyrir 12-14

300 g smjör, mjúkt

3 ½ dl sykur

3 eggjahvítur

3 vel þroskaðir bananar, stappaðir

1 tsk. vanilludropar

6 dl hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. matarsódi

1 tsk. salt

4 dl ab-mjólk eða súrmjólk

2 dl gróft kókosmjöl

Stillið ofn á 180°C. Hrærið smjör og sykur vel saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið eggjahvítum saman við og hrærið í 1-2 mín. Setjið stappaða banana út í ásamt vanilludropum og blandið vel. Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í aðra skál og blandið vel saman.

Setjið þurrefnin og ab-mjólk til skiptis út í deigið og hrærið vel á milli. Þegar allt er vel samlagað er kókosmjölinu bætt saman við. Fóðrið þrjú hringlaga form sem eru u.þ.b. 22 cm í þvermál með bökunarpappír og smyrjið hliðarnar með smjöri. Eins má nota tvö stærri form.

Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið í u.þ.b. 20 mín. Athugið að bökunartíminn getur verið breytilegur eftir því hvort notuð eru tvö eða þrjú form og hversu stór þau eru.

Látið botnana kólna alveg áður en sett er á þá.

Fylling

5 dl rjómi

2 tsk. vanilludropar

½ dl flórsykur

½ dl kakó

Þeytið allt vel saman þar til rjóminn er hæfilega stífur. Setjið rjómann á milli botnanna.

Ofan á

150 g dökkt súkkulaði

¾ dl rjómi

½ -1 dl kókosflögur, ristaðar

1-2 dl fersk bláber, eða önnur ber

Hitið rjóma varlega að suðu. Brytjið súkkulaði í skál og hellið heitum rjómanum yfir. Látið standa í 5 mín. og hrærið þá allt vel saman og dreifið yfir kökuna. Skreytið með ristuðum kókosflögum og ferskum berjum.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Rakel Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Velur íslenska hönnun fram yfir fjöldaframleiðslu

Dagskrárgerðarkonan Sunna Axelsdóttir lýsir stílnum sínum sem „komfí kúl“ .

„Ég held að ég myndi lýsa mínum persónulega fatastíl sem „komfí kúl“ en ég pæli mikið í efnum og sniðum og finnst best að versla í litlum búðum, helst beint frá hönnuði. Bæði af því að gæðin eru betri og miklu skemmtilegra að eiga færri vönduð föt sem maður elskar heldur en að fylla skápinn af drasli sem maður hendir síðan eftir nokkur ár. Að mínu mati er líka mun betra að styðja við íslenska hönnun og skapandi fatagerð heldur en fjöldaframleiðslu. Á Íslandi versla ég í Yeoman, Kiosk, Stefánsbúð og við ÝRÚRARÍ. Annars versla ég mikið á Netinu því oftast veit ég hvað ég vil og þá er þægilegt að leita það uppi fyrir framan tölvuskjáinn.“

„Að mínu mati er líka mun betra að styðja við íslenska hönnun og skapandi fatagerð heldur en fjöldaframleiðslu.“

Þegar talið berst að þekktum konum sem veiti innblástur segir hún þær margar. „Ef ég ætti að nefna nokkrar þá væru það: Karin Dreijer Andersson, Kate Bush, Iris Apfel, Miharu Koshi, Pussy Riot, Nawal El Saadawi og allar konur sem þora að vera tussur og druslur. Ef það er eitthvað sem allar konur ættu að eiga í fataskápnum sínum fyrir veturinn, og reyndar bara almennt í lífinu væri það eitthvað sem þeim finnst geggjað kúl en engum öðrum.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

 

 

 

 

Útlönd í Þingholtunum

Í 114 ára gömlu bárujárnsklæddu timburhúsi í Þingholtunum býr Eva Þrastardóttir. Hún er borgarhönnuður að mennt og starfar hjá einni stærstu verkfræðistofu landsins.  Hún bjó um sex ára skeið í Danmörku, bæði á Jótlandi og Sjálandi, þar sem hún var í námi.  Íbúðin ber þess merki að Eva hefur búið erlendis og minnir hún um margt á Kaupmannahöfn að mati blaðamanns. Húsið sjálft er í raun tvö hús sem byggð voru samsíða. Annar hluti hússins er byggður árið 1900 en hinn árið 1904 og geymir það sex íbúðir í heildina.

Eva er alin upp í Hafnarfirði þar sem fjölskyldan hennar býr enn í dag en hún segir að eftir búsetuna í Danmörku hafi hana heldur langað að búa í miðbænum. Hún hafi heillast mikið af gömlum húsum í Danmörku og séð í þeim sjarmann. Þá nefnir hún loftbitana, gamaldags glugga, brakið í gólfunum í gömlu húsunum sem svo sannarlega hafa lifað með fólkinu sem í þeim bjó.

Mannlífið heillar hana einnig mikið og hún segir að sér finnist gott að keyra í átt að mannlífinu í miðbænum að vinnudegi loknum en Eva vinnur í útjaðri Reykjavíkur. Íbúðin sjálf sem er 60 fm að stærð hefur tekið töluverðum breytingum eftir að Eva festi kaup á henni fyrir tveimur árum síðan. Hún fór af stað í framkvæmdir með ákveðna sýn í huga. Gólfin voru tekin í gegn, pússuð upp og hvíttuð en gólfin eru upprunaleg og jafngömul húsinu og fannst Evu því mikilvægt að halda þeim enda vildi hún að allt það upprunalega sem hægt væri að nýta fengi að vera áfram.

Panellinn var málaður en áður hafði hann verið viðarlitaður sem minnti um margt á sumarhús eins og við Íslendingar þekkjum þau. Eldhúsinu var einnig breytt en Eva fjarlægði efri skápa sem voru komnir til ára sinna en hana hafði alltaf dreymt um opið eldhús eins og hún hafði haft á einum stað í Danmörku þar sem hún bjó um tíma. Gamall skorsteinn setur skemmtilegan svip á eldhúsið en hefur fengið að halda sér þrátt fyrir að vera ekki lengur í notkun enda hafa aðrar leiðir til húshitunar tekið yfir. Því má segja að hann sé fallegur minnisvarði um gamla tíma. Eva segist hafa verið afar heppin í framkvæmdunum en faðir hennar og mágur hafi veitt henni mikla og góða aðstoð.

Upplifun sem minnir á útlönd

Stórir og fallegir gluggar umlykja íbúðina og er útsýni til allra átta. Birtan í íbúðinni er óviðjafnanleg og mannlífið allt um kring. Það er öðruvísi að upplifa borgina úr hærri hæð en hinn gangandi vegfarandi. Mörg húsanna í miðbænum eru áhugaverðust að ofanverðu þar sem stórir gluggar eru einkennandi og fallegir þakkantar. Það vekur upp mikla útlandastemningu hjá blaðamanni að horfa út um gluggana hjá Evu en íbúðin sjálf ýtir undir þá upplifun.

Eva hefur gaman af að blanda saman nýju og gömlu og má í íbúðinni sjá stól með karrígulu áklæði sem langafi hennar átti en stóllinn hefur fylgt Evu frá því að hún var 17 ára og ferðast með henni yfir höfin. Því má segja að stólinn hafi upplifað tímana tvenna sem gerir hann fallegri fyrir vikið. Gömul tekkhúsgögn í bland við ný einkenna stílinn í íbúðinni en Evu hefur tekist afar vel til að blanda þeim saman svo úr verður falleg heild með persónulegu yfirbragði. Plöntur eru einnig eitt af áhugamálum Evu sem gefa heimilinu notalegt yfirbragð.

Það brakar í gólfinu í hverju skrefi á leið út og er blaðamaður sammála Evu um að gömlu húsin séu mest sjarmerandi sem einkennast af miklu lífi og sögu. Við kveðjum Evu og læðuna Móeyju sem nýlega fluttist inn í þessa fallegu íbúð en á þó eftir að kynnst miðbænum og mannlífinu betur. Að lokum hvetur blaðamaður lesendur til þess að horfa meira í átt til himins á ferðum sínum um miðbæinn og einblína frekar á arkitektúrinn þar sem hann mætir himinhvolfinu heldur en þar sem hann mætir jörðinni. Þá gerast töfrarnir.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

 

 

Ásta Hrafnhildur auglýsir eftir geitahirði

Ásta Hrafnhildur stingur upp á því að aðdáendur IKEA-geitarinnar vakti hana þar sem um lukkudýr Garðbæinga sér að ræða.

IKEA-geitin góða er komin á sinn stað fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ. Geitin er úr strái en undanfarin ár hefur hún orðið brennuvörgum að bráð. Fjölmiðlakonan Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir stingur því upp á að geitin verði vöktuð. Hún birti færslu á Facebook í gær og óskaði eftir viðbrögðum frá áhugasömum.

„Brunavarnarnefnd Gæludýrafélags Ikeavina auglýsir laust starf geitahirðis. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið [email protected],“ skrifaði Ásta.

Spurð út í hvort hún sé mikill aðdáandi IKEA-geitarinnar segir Ásta: „geitin góða er kærkomið lukkudýr Garðbæinga…við eigum ekkert annað. Reykvíkingar eiga Húsdýragarð, Hafnfirðingar áttu Sædýrasafn, Kópavogur er kenndur við dýr…“ segir Ásta sem er Garðbæingur í húð og hár. Hún bætir við: „en í Garðabæ er stærsta kaupfélag landsins, vinsælasti veitingastaðurinn, heitasta húsdýrið og Guðni forseti. Stjörnum prýtt sveitarfélag.“

Mynd af geit / Af Facebook-síðu IKEA

Líður best í faðmi fjölskyldunnar

Óskar Þór Hilmarsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali hjá Fjárfestingu fasteignasölu, fílar einföld og nútímleg húsögn og segist vera veikur fyrir funkisstíl þótt hann sé ekki alltaf praktískur.

„Mér finnst afskaplega gaman að hitta og kynnast fólki og eiga samskipti við ólíkt fólk. Flestum finnst gaman og spennandi að kaupa fasteign og ég hef ánægju að því að taka þátt í því ferli með fólki. Svo eru það mikil forréttindi að hafa fengið að starfa með föður mínum, Hilmari, í fimmtán ár,“ segir Óskar Þór Hilmarsson, fasteignasali hjá Fjárfestingu fasteignasölu, spurður að því hvað heilli hann við starfið.

Beðinn um að lýsa hefðbundnum vinnudegi segist Óskar vera mættur á skrifstofuna rétt um níuleytið. „Yfirleitt er byrjað á verkefnum og skipulögð verkefni sem snúa að rekstri stofunnar og eins eru skipulagðar sýningar og opin hús og þvíumlíkt. Svo eru verðmatsfundir yfirleitt haldnir á morgnana,“ segir hann og getur þess að dagurinn endi svo oft á sýningum á eignum eða skoðunum.

Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira en annar og áttu uppáhaldsarkitekt eða -hönnuð? „Kjartan Sveinsson skildi eftir sig ansi mörg falleg hús sem og Sigvaldi Thordarson. Af þeim sem eru starfandi í dag, er ég svo heppinn að hafa selt mikið af húsum sem Guðmundur Gunnlaugsson hefur teiknað, en mér þykir hann vera mjög fær og með notagildi að leiðarljósi. Hönnuður? Til að segja eitthvað myndi ég segja Aalvar Alto. Varðandi stíl þá finnst mér nýi funkisstíllinn afskaplega fallegur þótt hann sé ekki alltaf praktískur. Varðandi húsögn er ég með einfaldan og nútímalegan stíl.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til? „Stórt einbýlishús með nóg af plássi fyrir öll leikföng fjölskyldunnar.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili? „Fólkið sjálft innan heimilisins og falleg húsgögn.“

Uppáhaldsliturinn þinn? „Blár, en appelsínugulur þegar stelpurnar mínar eru að spila með Fylki í fótboltanum.“

Hvar líður þér best? „Heima umvafinn fjölskyldu og vinum. Svo líður mér einstaklega vel úti á golfvelli í góðu veðri.“

Hvað heillar þig mest við haustið? „Mér finnst haustið ekkert sérstaklega heillandi með sínum haustlægðum. Maður bætir allavega ekki við trampólíni eða uppblásinni sundlaug á haustin. En þegar maður horfir á það jákvæða er allavega stutt í jólin.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Ítalía hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá okkur hjónunum.“

Að lifa lífinu lifandi er að … gera það sem manni finnst skemmtilegt með fjölskyldu og vinum.

Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Gefur ókunnugu fólki brjóstamjólk

Bresk kona segir frá því hvernig það kom til að hún fór að frysta brjóstamjólk og gefa ókunnugu fólki sem þurftu á henni að halda.

Bresk kona að nafni Ruby Abbiss segir frá því í grein sem birtist á vef The Guardian hvernig það kom til að hún fór að gefa brjóstamjólk sína til ókunnugra fjölskyldna. Undir yfirskriftinni „hvers vegna ég deili brjóstamjólk minni með öðrum mæðrum“ segir hún frá því hvernig dóttir hennar gat ekki verið á brjósti vegna fötlunar og því hafi hún tekið upp á því að mjólka sig og frysta mjólkina. Brjóstamjólkina gaf hún svo dóttur sinni í pela. En áður en hún vissi af var hún búin að fylla frystinn af brjóstamjólk.

Í gegnum Facebook-hóp fór hún svo að tala við mæður sem vantaði brjóstamjólk fyrir nýbura sína, af ýmsum ástæðum. Í dag hefur hún hjálpað fjölda fólks með því að gefa næringarríka brjóstamjólk sína til nýbura.

„Þegar ég horfi á eftir konum sem koma í heimsókn til mín ganga í burtu með fulla tösku af brjóstamjólk, þá fylltist ég stolti,“ skrifar Abbiss meðal annars í grein sína.

Hún segir það vissulega hafa verið erfitt að uppgötva að brjóstagjöfin myndi ekki ganga sem skildi með dóttur hennar en að það hafi verið huggandi að geta hjálpað fjölskyldum í neyð í ferlinu.

Grein Abbiss má lesa í heild sinni á vef The Guardian.

Reyna að spá fyrir um útlit barnsins

|
Harry og Meghan

Sérfræðingar reyna að spá fyrir um hvernig barn Meghan og Harrys muni líta út.

Fyrr í vikunni kom tilkynning frá Kensington-höll þess efnis að Meghan Markle og Harry Bretaprins eiga von á sínu fyrsta barni. Barnið á að fæðast næsta vor en sérfræðingar eru strax farnir að velta vöngum yfir hvernig barnið muni líta út.

Dr. D’Lynn Waldron er ein þeirra en hún er sérfræðingur í greiningu og teikningu andlita. Hún hefur sett saman myndir með hjálp réttu forritanna þar sem hún reynir að áætla hvernig barnið muni líta út miðað við útlit foreldranna og fjölskyldumeðlima. Waldron hefur viðamikla reynslu og hefur unnið meðal annars fyrir FBI.

Hún gerði nokkrar ólíkar útgáfur af portrettmyndum þar sem hún giskar á hvernig barnið mun koma til með að líta út. Myndirnar má sjá á vef E!news.

Kanada annað landið til að lögleiða neyslu kannabisefna

Mynd/pixabay

Kanada varð í nótt annað þjóðríkið, á eftir Úrúgvæ, til að lögleiða neyslu kannabisefna á landsvísu. Frá og með deginum í dag mega allir 18 og eldri bera á sér allt að 30 grömm af löglega keyptu maríjúana á almannafæri og eiga allt að fjórar kannabisplöntur á heimilum sínum.

Víða um land var þessum áfanga fagnað á götum úti, en kanadíska þingið samþykkti frumvarp um lögleiðinguna í júní. Einhver tími mun þó líða þar til kannabisvörur ná fullri útbreiðslu. Samkvæmt lögunum skulu efnin seld í sértækum verslunum og er salan háð vottunum og leyfum. Misjafnt er eftir fylkjum hvenær salan hefst. Til að mynda eru fyrstu verslanirnar teknar til starfa í Nova Scotia en í Ontario, þar sem Toronto er, hefst sala væntanlega með vorinu.

Allir fangar sem dæmdir höfðu verið fyrir vörslu kannabisefna undir 30 grömmum voru náðaðir í dag en eftir sem áður verður það refsivert að selja ungmennum kannabisefni. Enn verður ólöglegt að flytja kannabisefni til og frá landinu.

Úrúgvæ varð fyrsta þjóðríkið til að lögleiða sölu kannabisefna til neyslu árið 2013. Síðan þá hafa níu ríki Bandaríkjanna, auk District of Columbia, farið sömu leið. Löglegi kannabisiðnaðurinn í Bandaríkjunum velti 9 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra og vænta stjórnvöld í Kanada til þess að kannabissalan skili dágóðum tekjum í ríkissjóð.

Styttri vinnuvika og fleiri gæðastundir

Í erindi sem flutt var á 45. þingi BSRB í morgun var greint frá niðurstöðum rannsóknar sem leiða í ljós að styttri vinnuvika hefur almennt jákvæð áhrif á fólk.

Fjallað var um nýja skýrslu um styttingu vinnuvikunnar á 45. þingi BSRB í morgun. Arnar Þór Jóhannesson, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri, hélt erindi á ráðstefnunni. Í erindi hans kom fram að stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan starfsmanna, gerir starf á vinnustöðum markvissara og dregur úr veikindum.

Í erindi sínu fjallaði Arnar um niðurstöður rannsóknar þar sem áhrif tilraunaverkefna Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar voru skoðaðar. Það tilraunaverkefni var unnið í samstarfi við BSRB.

„Í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB og Reykjavíkurborg kemur fram að bæði karlar og konur tali um að stytting vinnuvikunnar hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf og minnkað það álag sem er á heimilinu. Karlarnir töldu sig taka meiri þátt og axla meiri ábyrgð á heimilisstörfum en hún var svipuð hjá konum. Vistunartími barna styttist og gæðastundir með fjölskyldu jukust. Þar er enn fremur dregið fram að samskipti við bæði vinnufélaga og fjölskyldu eru betri og létt hefur á heimilunum eftir að vinnuvikan var stytt,“ segir í tilkynningu frá BSRB.

Sjö ráð fyrir hreint heimili

Flestir geta eflaust verið sammála um að það að hafa hreint og snyrtilegt í kringum sig gerir einhvern veginn allt töluvert betra. Fátt er leiðinlegra en að koma heim eftir langan dag og heimilið er á hvolfi. Ástandið getur orðið yfirþyrmandi mjög fljótt. Hér eru nokkur ráð sem hjálpa til við að koma í veg fyrir slíkt og halda heimilinu í ágætis ásigkomulagi.

Að eiga minna!

Um leið og það er minna af dóti á heimilinu er minna dót sem býr til drasl. Þá er mjög gott, í sama tilgangi, að hafa í huga að eiga ekki mikið af hlutum.

Hentu smádóti (drasli) jafnóðum

Þótt maður reyni að vera meðvitaður um að kaupa ekki óþarfa eða sanka að sér drasli þá er ótrúlegt hversu fljótt þetta safnast saman. Sérstaklega þegar maður á börn. Hver kannast ekki við „einnota“ dót eins og finnst í Kindereggi eða barnaboxunum á veitingastöðum. Þetta á líka við um uppþornaða og brotna liti, prufur af hinu og þessu, auglýsingabæklinga og svo framvegis. Beint í ruslið. Við treystum okkur til að fullyrða að þú komir ekki til með að sakna þessara hluta.

Einnar mínútu reglan

Hún er einfaldlega þannig að ef eitthvað sem þarf að gera tekur innan við eina mínútu – gerðu það þá strax. Litlir hlutir eins og að hengja upp peysuna sína, raða útiskónum, setja Cheerios-pakkann inn í skáp. Þetta eru allt hlutir sem er kannski freistandi að bíða með að gera, en þegar þú veist að þetta tekur hvort eð er minna en eina mínútu er erfitt að réttlæta fyrir sér að gera þá ekki.

Komdu þér upp rútínu

Til dæmis að fara alltaf út með ruslið eftir kvöldmat og ryksuga á föstudögum. Það tekur kannski smátíma, en um leið og það er komið í rútínu að gera alltaf eitthvað á sama tíma hættir það að vera kvöð. Svo er að sjálfsögðu frábært að skipta verkefnum á milli fjölskyldumeðlima þannig að hver og einn hafi alltaf sitt hlutverk.

Dreifðu huganum

Þegar fjallið af hreinum þvotti er orðið yfirþyrmandi er gott að drösla öllu fram í sófa, kveikja á góðum þætti, brjóta saman þvottinn og gleyma sér á meðan.

Hafðu alltaf kassa/poka í geymslunni …

 í þvottahúsinu eða inni í skáp. Einn fyrir föt og annan fyrir dót sem þú ætlar að gefa. Svo tekur enga stund að skutla pokanum í fatagám eða á nytjamarkað.

Bjóddu fólki í heimsókn!

Það er líklega mesta hvatningin fyrir marga að taka til þegar von er á gestum.

Setur leiklistina í annað sæti

Gwyneth Paltrow hefur meiri áhuga á lífstílsmerki sínu Goop heldur en leiklistinni.

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur tekið sér smá hlé frá leiklistinni til að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins í kringum lífsstílsmerkið Goop. Hún saknar þess ekki að leika jafn mikið og hún gerði áður fyrr.

Þessi greindi hún frá í viðtali við Marie Claire. Þegar blaðamaður spurði hana hvers hún saknaði mest við að hafa leiklistina sem aðalstarf sagði hún: „Ekki neins. Það er mjög skrýtið. Ég hata samt ekki að leika, en ég bara sakna þess ekki.“ Hún bætti við að hún ætti nóg með fyrirtækið í kringum Goop.

Hún er þó ekki alveg hætt að leika en kvaðst í dag leggja mikla áherslu á að vanda valið þegar kemur að hlutverkum sem hún tekur að sér. „Ég tek ekki mörg verkefni að mér núna en þegar ég geri það þá sæki ég í verkefni sem skila einhverjum árangri.“

Þess má geta að samkvæmt IMDb þá er Avengers-kvikmynd sem Paltrow fer með hlutverk í væntanleg á næsta ári. Sömuleiðis fer hún með hlutverk í þáttunum The Politician sem koma út á næsta ári.

„Þetta er fyrsta gjöf barnsins“

Fyrsta gjöf barnsins er komin í hús.

Tilkynning frá Kensington-höll þess efnis að Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eigi von á barni í vor var send út í gær. Þrátt fyrir að aðeins rúmur sólarhringur sé frá því að tilkynningin var send út eru þau strax byrjuð að fá gjafir handa ófædda barninu.

Harry og Meghan eru í opinberri heimsókn í Ástralíu og áttu fund með hershöfðingjanum Peter Cosgrove og eiginkonu hans, Lady Lynne Cosgrove, í Sidney. Cosgrove-hjónin færðu þeim að því tilefni keingúrubangsa og lítil stígvél frá ástralska merkinu Ugg.

„En sætt. Þetta er fyrsta gjöf barnsins,“ sagði hertogaynjan þegar hún tók við gjöfinni.

Þess má geta að Harry og Meghan eru í sextán daga heimsókn í Ástralíu.

Guðbjörg Jóna hreppti gullið

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hreppti gullið í 200 metra hlaupi stúlkna á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires.

Fyrr í kvöld tryggði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sér sigur í 200 metra hlaupi stúlkna á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu. Hún hljóp vegalengdina á 23,47 sekúndum.

Þess má geta að Guðbjörg bætti Íslandsmet sitt í greininni á laugardaginn þegar hún hljóp á 23,55 sekúndum. Hún gerði sér þá lítið fyrir og bætti metið aftur í kvöld um 0,8 sekúndur.

Guðbjörg er fædd árið 2001 og er 16 ára gömul.

Mynd / Af Facebook-síðu ÍSÍ

Segir samfélagsmiðla ýta undir kvíða og einmannaleika

Breski rithöfundurinn Matt Haig segir samfélagsmiðla ýta undir kvíða og einmannaleika.

Tækninýjungar og hraðinn sem einkennir nútímasamfélag virðist ýta undir að sífellt fleira fólk finnur fyrir einkennum þunglyndis og kvíða. Breski rithöfundurinn Matt Haig er einn þeirra sem hefur þjáðst af þunglyndi og kvíða en hann hefur nýtt sér reynslu sína til að skrifa bækur, meðal annars bókina Reasons to Stay Alive sem kom út árið 2015. Nú er komin út ný bók eftir hann sem ber heitið Notes in a Nervous Planet. Sú bók fjallar um kvíðann sem margt fólk finnur fyrir vegna samfélagsmiðla og þess stöðuga áreitis sem þeim fylgir.

„Fólk lifir öðruvísi lífi, hittir fólk á annan hátt, talar við vini sína á annan hátt en það gerði, fer minna út og svefnmynstur fólks er að breytast. Þetta er allt að breytast vegna tilkomu aukinnar tækni,“ segir Matt Haig í viðtali við Economist.

„En það er ekki tæknin sjálf sem er vandamálið. Vandamálið er það að við erum ekki meðvituð um hvernig hún er að breyta tilveru okkar og hafa áhrif á hugarfar okkar.“

Hann bendir þá á að niðurstöður nýrra rannsókna benda til þess að fólk á aldrinum 16 til 24 ára er sú kynslóð sem finnur fyrir hvað mestum einmanaleika, samt er þetta sú kynslóð sem er hvað virkust á samfélagsmiðlum. Hann segir þetta vera merki um að samfélagsmiðlar ýti undir einmanaleika hjá fólki.

Viðtalið við Haig má lesa í heild sinni á vef Economist ásamt broti út bókinni.

„Ég varð eiginlega alveg brjáluð þegar ég las þessa bók“

|
|

Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og leikstjóri, segir frá bókunum sem hafa haft mest áhrif á hana.

Skáldsagan The Mists of Avalon eftir Marion Zimmer Bradley kom út árið 1983 og segir söguna af konunum í kringum Arthúr konung og hvernig mæðraveldi og náttúrudýrkun fer halloka fyrir feðraveldi og stríðsguðum. Hún sýnir klassíska söguskoðun frá allt öðru sjónarhorni og fékk mig til að hugsa um möguleikann á marglaga söguskoðun þar sem allskyns sannleikur lifir hlið við hlið. Ég las hana fyrst þegar ég var nítján ára en komst að því fyrir nokkrum árum að til eru söfnuðir í Bretlandi og Bandaríkjunum sem byggja vissa tegund gyðjutrúar á gyðjutrúnni sem birtist í þessari bók.

The Beauty Myth eftir Naomi Wolf er ein af bókunum sem gerði mig að femínista. Hún lýsir því hvernig hugmyndin um fegurð er búin til af markaðsöflum og feðraveldinu og hvernig hún þjónar því hlutverki að halda konum frá völdum, vellíðan og velgengni. Ég varð eiginlega alveg brjáluð þegar ég ég las þessa bók og gerði mér grein fyrir hvað það var búið að hafa mig að miklu fífli. Ákvað síðan í framhaldinu að gera mestu uppreisn sem hægt er að gera, sem er að vera ánægð með mig!

Hugsanir annarra eftir Kristján Þórð Hrafnsson er afskaplega falleg bók þar sem fjallað er um ást, svik og einmanaleika af einstakri næmni. Hún segir af giftum manni sem á í ástarsambandi við yngri konu og hvernig hann upplifir þeirra samskipti og valdaleysi sitt gagnvart því sem hún hugsar en öll upplifum við einhvern tíma óöryggið og valdaleysið sem fylgir því að vita ekki hvað gengur á innra með þeim sem við elskum.

 

Small Gods eftir Terry Pratchett er uppáhaldsbókin mín eftir þann gengna snilling en ég á næstum allar bækurnar hans og hef lesið þær flestar oftar en tölu verður á komið. Flestar bækur hans gerast í spegilveröld við okkar sem hann notar til að sýna okkur ástandið á okkur á hátt sem er allt í senn; heimspekilegur, gagnrýninn og fáránlega fyndinn.

Mynd / Rut Sigurðardóttir

The Pink Panther 2 vanmetin mynd

|
|

Þegar kemur að kvikmyndum er Þórir Snær Sigurðarson hafsjór af fróðleik. Mannlíf kom því ekki að tómum kofa þegar Þórir var beðinn um að nefna ofmetnustu og vantmetnustu mynd allra tíma.

Die Hard 1
Die Hard 1 (1998) er meðal vinsælustu hasarmynda allra tíma. Þó fyrirfinnast nokkrir sem þykir lítið til hennar koma og er ég meðal þeirra. Í myndinni reynir John McClane, lögreglumaður í New York, að bjarga gíslum úr klóm hryðjuverkamanna í jólaboði í Nakatomi Plaza. Die Hard átti vissulega sinn þátt í þróun hasarmynda á gósentíð þeirra á níunda áratugnum, en þar sem svo margar myndir hafa síðan verið byggðar á svipaðri hugmynd hverfur Die Hard oft inn í fjölda miðlungsheppnaðra hasarmynda. Myndin er að nokkru leyti ótrúverðug, atburðarásin hæg og söguþráður heldur þunnur. Leikararnir gera þó það besta mögulega úr því sem þeir hafa úr að moða. Bruce Willis og James Shigeta eru þeir sem helst standa upp úr.

 

The Pink Panther 2
Endurgerðir hinna sígildu gamanmynda um lögreglumanninn Jacques Clouseau, þar sem Steve Martin leikur aðalhlutverkið, fengu ekki sérlega góða dóma. Þó þykir mér meira í þær varið en gagnrýnendum þótti á sínum tíma. Í annarri mynd þessarrar nýrri myndaraðar gengur Clouseau til liðs við alþjóðlega sveit einkaspæjara, sem fá það verkefni að stöðva alræmdan þjóf sem sérhæfir sig í því að stela sögufrægum munum.

https://youtu.be/_bKw1XfJppI

Auk Steve kemur fjöldi þekktra leikara fram í myndinni, svo sem John Cleese og Andy Garcia. Myndum eins og þessari er auðvitað ekki ætlað að marka tímamót í kvikmyndasögunni, heldur er hún fyrst og fremst skemmtileg. Sagan er hjartnæm og falleg, sem gefur henni meira vægi. Steve Martin kemst þó ekki með tærnar þar sem Peter heitinn Sellers hafði hælana.

Þórir Snær Sigurðarson stýrði kvikmyndaþættinum Hvíta tjaldið á ÍNN. Hér er hann á setti með leikstjóranum Friðriki Þór Friðrikssyni.

Harry og Meghan eiga von á barni í vor

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eiga von á barni. Í tilkynningu frá Kensington-höll segir að barnið eigi að fæðast næsta vor.

Barnið verður sjöunda í röðinni að bresku krúnunni.

Tilkynning frá Kensington-höll var gefin út í dag en fregnir herma að Harry og Meghan hafi sagt fjölskyldu sinni fréttirnar á  föstudaginn, sama dag og Eugenie prinsessa gifti sig.

Lýðræðissamfélag þarf öfluga og óháða fjölmiðla

|
|

Síðast en ekki síst

Höfundur / Steinunn Stefánsdóttir

Ríkisstjórnin ætlar að styrkja einkarekna ritstýrða fjölmiðla um 400 milljónir á ári frá og með því næsta. Fram til þessa hafa einkareknir fjölmiðlar á Íslandi verið þeir einu á Norðurlöndum sem ekki hafa notið neinna styrkja eða ívilnana frá ríkinu. Hvergi er þörfin þó líklega eins mikil og hér þar sem fámennið er mest og rekstrargrundvöllurinn því erfiðastur.

Ekki verður ítrekað nógu oft og mikið hversu miklu hlutverki fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi. Þeir þurfa að veita stjórnvöldum aðhald, þeir þurfa að fræða og þeir þurfa líka að skemmta.

Til þess að þeir séu færir um að gegna þessum hlutverkum, ekki síst því sem fyrst er nefnt, að veita aðhald, þurfa þeir fjármagn, meira fjármagn en þeir eiga möguleika á að afla hér í örsamfélaginu þar sem áskrifendur geta aldrei skipt hundruðum þúsunda og auglýsingaverð er í einhverskonar samræmi við það að hversu hversu fáum auglýsingarnar geta beinst í samfélagi þar sem ekki búa nema 350 þúsund manns.

Það er jafnmikil vinna að rannsaka fréttaefni og skrifa vel unna og skýrandi frétt í blað, vefmiðil eða fyrir ljósvaka sem nær til 350 þúsund manns eins og ef um væri að ræða miðil sem nær til milljóna eða tugmilljóna. Fjölmiðlar eru sannarlega ekki hafnir yfir gagnrýni en þessa staðreynd verður að hafa í huga þegar íslenskir fjölmiðlar eru skammaðir fyrir að fara ekki nógu djúpt í málin.

Sérhagsmunir og hagsmunir almennings fara sjaldnast saman. Þess vegna er svo mikilvægt að búa til umhverfi þar sem fjölmiðlar geta þrifist án þess að vera háðir hagsmunum eigenda sinna.

Ríkisútvarpið og sú faglega vinnsla á fréttum og fréttatengdu efni sem þar fer fram er sannarlega mikilvæg og að henni þarf að hlúa. Án stöðugleikans þar væri íslenskt fjölmiðlalandslag heldur tætt og trosnað. Að sama skapi er fjölbreytileg fjölmiðlaflóra mikilvæg, að til séu fleiri öflugir og óháðir fjölmiðlar þar sem fram fer vinnsla frétta sem lúta grundvallarreglum blaðamennsku og þar sem hagsmunir almennings eru hafðir að leiðarljósi. Það er eitt að því sem gerir samfélag að lýðræðissamfélagi. Þess vegna skiptir öllu að 400 milljónirnar nýtist til að styrkja frjálsa og óháða fjölmiðla.

Vilja losna við kínversk tákn og nöfn fyrrverandi

Þau tattú sem fólk vill gjarnan losna við eru kínversk tákn og tattú sem eru farin að fölna að sögn húðlæknisins Jennu Huldar. Svo eru það auðvitað nöfn fyrrverandi maka sem fólk vill losna við af líkama sínum.

Margt fólk vill losna við tattúin sín að sögn húðlæknisins Jennu Huldar Eysteinsdóttur. Beðin um að nefna dæmi um þau tattú sem fólk vill losna við segir Jenna: „Það eru kínversk tákn og annað í þeim dúr sem eitt sinn var í tísku. Sömuleiðis vilja margar konur losna við varanlega tattúförðun, augabrúnir og svoleiðis. Svo eru sumir sem vilja láta fjarlægja gömul tattú sem eru farin að dofna og grána.“

Sumir hafa þá brennt sig á því að fá sér tattú til heiðurs maka síns en vilja svo losna við það þegar ástin slokknar. Angelina Jolie og Johnny Depp eru gott dæmi. Spurð út í hvort hún hafi þá rætt við íslenskt fólk sem vill losna við nöfn fyrrverandi maka og annað í þá áttina svarar Jenna játandi. „Já, að sjálfsögðu, það er alltaf eitthvað um það.“

Jenna verður vör við að margt fólk bíður spennt eftir að losna við tattúin sín í starfi sínu sem húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Eftirspurnin eftir meðferðum til að losna við gömul tattú er svo mikil að hún og samstarfsfólk hennar ákváðu að fjárfesta í nýrri og öflugri græju sem fjarlægir tattú betur en aðrar græjur.

„Þetta er alveg rándýrt tæki en við ákváðum að kaupa hana af því að eftirspurnin var svo mikil. Við fáum hana í nóvember,“ útskýrir Jenna.

Spurð út í hvort hún sjálf eða kollegar hennar í húðlæknibransanum séu með tattú sem þau ætla að losa sig við þegar nýja græjan kemur í hús segir Jenna kímin: „já, það er allavega mikil spenna hérna innanhúss.“

Meðfylgjandi er myndband sem sýnir græjuna sem um ræðir.

„Óður til píanósins“

|
|

Þriðja breiðskífa raftónlistarmannsins Bistro Boy, Píanó í þokunni, kom út þann 1. október 2018. Bistro Boy er hliðarsjálf tónlistarmannsins Frosta Jónssonar en hann hefur fengist við tónlist af ýmsum toga um langt skeið.

„Vinnuferlið við þessa plötu var dálítið öðruvísi en á fyrri plötum. Ég setti mér stífari ramma í upphafi, bæði varðandi hljóðheiminn og lögin sjálf. Ég vildi byggja lögin í kringum gömul hljóðdæmi og lagabúta sem ég hef viðað að mér í gegnum árin og reyna að halda mig við fremur einfaldar melódíur. Þá er platan líka einskonar óður til píanósins sem hefur fylgt mér lengi svo ég lauma inn píanói í flest laganna með einum eða öðrum hætti þó það heyrist ekki endilega,“ segir Frosti sem ásamt fleirum stendur einnig að baki plötuútgáfunnar Möller Records sem gefur út íslenska raftónlist.

Píanó í þokunni.

Hann segir að platan sé persónuleg eins og fyrri plöturnar hans en hann hefur einnig sent frá sér EP-plötuna Sólheimar (2012) og breiðskífurnar Svartir Sandar (2016) og Journey (2013) auk nokkurra smáskífa. Hann hefur komið fram á tónlistarhátíðum hérlendis sem erlendis svo sem Secret Solstice, Iceland Airwaves og Dias Nordicos í Madrid og mun spila á Airwaves í nóvember.
„Píanó í þokunni er að einhverju leyti þakklætisvottur fyrir að hafa fengið tíma og tækifæri til að búa til tónlist og píanóið á líklega einn stærstan þátt í að svona fór. Ég sem alla tónlist og spila á öll hljóðfæri en fékk bróðurdóttur mína, hana Eiri Ólafsdóttur, til að spila á selló í tveimur laganna á plötunni. Hún er mikið hæfileikabúnt, er þriðjungur í hljómsveitinni Ateria sem sigraði músíktilraunir í ár og á pottþétt eftir að láta meira að sér kveða í tónalistinni.“

Hnallþóra – alltaf góð

tertur tertur *** Local Caption *** tertuþáttur tertuþáttur

Á mannfögnuðum á góð hnallþóra ávallt vel við. Hverskyns ber eru frískandi hráefni á kökur og skemmtileg til skreytinga. Svo er bara að laga gott kaffi og bjóða vinum og ættingjum heim.

Banana- og kókoskaka með bláberjum

fyrir 12-14

300 g smjör, mjúkt

3 ½ dl sykur

3 eggjahvítur

3 vel þroskaðir bananar, stappaðir

1 tsk. vanilludropar

6 dl hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. matarsódi

1 tsk. salt

4 dl ab-mjólk eða súrmjólk

2 dl gróft kókosmjöl

Stillið ofn á 180°C. Hrærið smjör og sykur vel saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið eggjahvítum saman við og hrærið í 1-2 mín. Setjið stappaða banana út í ásamt vanilludropum og blandið vel. Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í aðra skál og blandið vel saman.

Setjið þurrefnin og ab-mjólk til skiptis út í deigið og hrærið vel á milli. Þegar allt er vel samlagað er kókosmjölinu bætt saman við. Fóðrið þrjú hringlaga form sem eru u.þ.b. 22 cm í þvermál með bökunarpappír og smyrjið hliðarnar með smjöri. Eins má nota tvö stærri form.

Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið í u.þ.b. 20 mín. Athugið að bökunartíminn getur verið breytilegur eftir því hvort notuð eru tvö eða þrjú form og hversu stór þau eru.

Látið botnana kólna alveg áður en sett er á þá.

Fylling

5 dl rjómi

2 tsk. vanilludropar

½ dl flórsykur

½ dl kakó

Þeytið allt vel saman þar til rjóminn er hæfilega stífur. Setjið rjómann á milli botnanna.

Ofan á

150 g dökkt súkkulaði

¾ dl rjómi

½ -1 dl kókosflögur, ristaðar

1-2 dl fersk bláber, eða önnur ber

Hitið rjóma varlega að suðu. Brytjið súkkulaði í skál og hellið heitum rjómanum yfir. Látið standa í 5 mín. og hrærið þá allt vel saman og dreifið yfir kökuna. Skreytið með ristuðum kókosflögum og ferskum berjum.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Rakel Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Velur íslenska hönnun fram yfir fjöldaframleiðslu

Dagskrárgerðarkonan Sunna Axelsdóttir lýsir stílnum sínum sem „komfí kúl“ .

„Ég held að ég myndi lýsa mínum persónulega fatastíl sem „komfí kúl“ en ég pæli mikið í efnum og sniðum og finnst best að versla í litlum búðum, helst beint frá hönnuði. Bæði af því að gæðin eru betri og miklu skemmtilegra að eiga færri vönduð föt sem maður elskar heldur en að fylla skápinn af drasli sem maður hendir síðan eftir nokkur ár. Að mínu mati er líka mun betra að styðja við íslenska hönnun og skapandi fatagerð heldur en fjöldaframleiðslu. Á Íslandi versla ég í Yeoman, Kiosk, Stefánsbúð og við ÝRÚRARÍ. Annars versla ég mikið á Netinu því oftast veit ég hvað ég vil og þá er þægilegt að leita það uppi fyrir framan tölvuskjáinn.“

„Að mínu mati er líka mun betra að styðja við íslenska hönnun og skapandi fatagerð heldur en fjöldaframleiðslu.“

Þegar talið berst að þekktum konum sem veiti innblástur segir hún þær margar. „Ef ég ætti að nefna nokkrar þá væru það: Karin Dreijer Andersson, Kate Bush, Iris Apfel, Miharu Koshi, Pussy Riot, Nawal El Saadawi og allar konur sem þora að vera tussur og druslur. Ef það er eitthvað sem allar konur ættu að eiga í fataskápnum sínum fyrir veturinn, og reyndar bara almennt í lífinu væri það eitthvað sem þeim finnst geggjað kúl en engum öðrum.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

 

 

 

 

Útlönd í Þingholtunum

Í 114 ára gömlu bárujárnsklæddu timburhúsi í Þingholtunum býr Eva Þrastardóttir. Hún er borgarhönnuður að mennt og starfar hjá einni stærstu verkfræðistofu landsins.  Hún bjó um sex ára skeið í Danmörku, bæði á Jótlandi og Sjálandi, þar sem hún var í námi.  Íbúðin ber þess merki að Eva hefur búið erlendis og minnir hún um margt á Kaupmannahöfn að mati blaðamanns. Húsið sjálft er í raun tvö hús sem byggð voru samsíða. Annar hluti hússins er byggður árið 1900 en hinn árið 1904 og geymir það sex íbúðir í heildina.

Eva er alin upp í Hafnarfirði þar sem fjölskyldan hennar býr enn í dag en hún segir að eftir búsetuna í Danmörku hafi hana heldur langað að búa í miðbænum. Hún hafi heillast mikið af gömlum húsum í Danmörku og séð í þeim sjarmann. Þá nefnir hún loftbitana, gamaldags glugga, brakið í gólfunum í gömlu húsunum sem svo sannarlega hafa lifað með fólkinu sem í þeim bjó.

Mannlífið heillar hana einnig mikið og hún segir að sér finnist gott að keyra í átt að mannlífinu í miðbænum að vinnudegi loknum en Eva vinnur í útjaðri Reykjavíkur. Íbúðin sjálf sem er 60 fm að stærð hefur tekið töluverðum breytingum eftir að Eva festi kaup á henni fyrir tveimur árum síðan. Hún fór af stað í framkvæmdir með ákveðna sýn í huga. Gólfin voru tekin í gegn, pússuð upp og hvíttuð en gólfin eru upprunaleg og jafngömul húsinu og fannst Evu því mikilvægt að halda þeim enda vildi hún að allt það upprunalega sem hægt væri að nýta fengi að vera áfram.

Panellinn var málaður en áður hafði hann verið viðarlitaður sem minnti um margt á sumarhús eins og við Íslendingar þekkjum þau. Eldhúsinu var einnig breytt en Eva fjarlægði efri skápa sem voru komnir til ára sinna en hana hafði alltaf dreymt um opið eldhús eins og hún hafði haft á einum stað í Danmörku þar sem hún bjó um tíma. Gamall skorsteinn setur skemmtilegan svip á eldhúsið en hefur fengið að halda sér þrátt fyrir að vera ekki lengur í notkun enda hafa aðrar leiðir til húshitunar tekið yfir. Því má segja að hann sé fallegur minnisvarði um gamla tíma. Eva segist hafa verið afar heppin í framkvæmdunum en faðir hennar og mágur hafi veitt henni mikla og góða aðstoð.

Upplifun sem minnir á útlönd

Stórir og fallegir gluggar umlykja íbúðina og er útsýni til allra átta. Birtan í íbúðinni er óviðjafnanleg og mannlífið allt um kring. Það er öðruvísi að upplifa borgina úr hærri hæð en hinn gangandi vegfarandi. Mörg húsanna í miðbænum eru áhugaverðust að ofanverðu þar sem stórir gluggar eru einkennandi og fallegir þakkantar. Það vekur upp mikla útlandastemningu hjá blaðamanni að horfa út um gluggana hjá Evu en íbúðin sjálf ýtir undir þá upplifun.

Eva hefur gaman af að blanda saman nýju og gömlu og má í íbúðinni sjá stól með karrígulu áklæði sem langafi hennar átti en stóllinn hefur fylgt Evu frá því að hún var 17 ára og ferðast með henni yfir höfin. Því má segja að stólinn hafi upplifað tímana tvenna sem gerir hann fallegri fyrir vikið. Gömul tekkhúsgögn í bland við ný einkenna stílinn í íbúðinni en Evu hefur tekist afar vel til að blanda þeim saman svo úr verður falleg heild með persónulegu yfirbragði. Plöntur eru einnig eitt af áhugamálum Evu sem gefa heimilinu notalegt yfirbragð.

Það brakar í gólfinu í hverju skrefi á leið út og er blaðamaður sammála Evu um að gömlu húsin séu mest sjarmerandi sem einkennast af miklu lífi og sögu. Við kveðjum Evu og læðuna Móeyju sem nýlega fluttist inn í þessa fallegu íbúð en á þó eftir að kynnst miðbænum og mannlífinu betur. Að lokum hvetur blaðamaður lesendur til þess að horfa meira í átt til himins á ferðum sínum um miðbæinn og einblína frekar á arkitektúrinn þar sem hann mætir himinhvolfinu heldur en þar sem hann mætir jörðinni. Þá gerast töfrarnir.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

 

 

Raddir