Föstudagur 20. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ráð til að einfalda lífið

Eflaust kannast margir hverjir við þá stöðu að finnast öðru hvoru eins og veruleikinn sé yfirþyrmandi, allt of mikið að gera og álag sé ástand sem komið sé til að vera. Í stað þess að sætta sig við það og leita á náðir hrukkukrema og orkudrykkja er ekki úr vegi að byrja á því að líta aðeins inn á við. Það er ótrúlegt hvað smávægilegar breytingar á hugarfari og venjum geta breytt miklu. Við tókum saman nokkur góð ráð sem eiga það sameiginlegt að gera lífið örlítið einfaldara.

Taktu til í lífinu

Losaðu þig við óþarfa drasl af heimili þínu og úr lífinu almennt. Hér er ekki aðeins átt við veraldlega hluti. Hugaðu að öllum þeim þáttum í lífi þínu sem valda á einhvern hátt streitu eða vanlíðan, því það er ekki síður mikilvægt að taka til á þeim sviðum. Við mælum með að taka tíma í smávegis sjálfskoðun og skrifa niður hver stærsti stressfaktorinn í þínu lífi er. Hvað er það sem þú vildir gera minna af og hvað viltu gera meira af?

Verslaðu meira á Netinu

Eftir langan vinnudag er búðarferð með þreytt og svöng börn í eftirdragi ekki tilhugsun sem heillar marga. Netverslun færist sífellt í aukana og nú eru komnir ýmsir möguleikar til að kaupa inn fyrir heimilið í gegnum veraldarvefinn og fá allt sent heim upp að dyrum. Fyrir þessa extra skipulögðu og framtakssömu er jafnvel ekki úr vegi að fara að huga að jólagjafainnkaupum.

Settu takmörk

Þetta er þitt líf, þín hamingja, þínar ákvarðanir. Ertu í kringum fólk sem dregur þig niður á einhvern hátt? Finnst þér stundum eins og þú verðir að gera eitthvað eða fara eitthvað til að bregðast ekki einhverjum öðrum þrátt fyrir að þú vildir helst bara vera heima? Þegar þú tekur að þér aukavinnu sem krefst þess að vinna á kvöldin, ertu þá að fórna mikilvægum tíma með börnunum þínum? Leggjum okkur fram um að taka ákvarðanir sem koma sér best fyrir okkur sjálf og okkar nánustu og forgangsröðum eftir því.

Hafðu alltaf eitthvað til að hlakka til

Í amstri dagsins og hröðu samfélagi er auðvelt að festast í því mynstri að vera alltaf að flýta sér og sjá ekki fram á að geta nokkurn tíma slakað á. Það er gott að vera alltaf með eitthvert skemmtilegt skipulagt aðeins fram í tímann. Ferðalög, dekur, eða jafnvel bara kósíkvöld heima. Þannig veistu, að þrátt fyrir álagstíma og að bugast á köflum er aldrei of langt í gæðastundina þína.

Skrifaðu það niður

Í stað þess að reyna halda utan um allt sem tengist daglegu lífi í huganum, í sambandi við fundi, læknistíma, máltíðir, verkefni og hugmyndir, markmið og annað – skrifaðu það niður. Fjárfestu í fallegri dagbók eða náðu þér í skipulags „app“ í símann og komdu því inn í rútínuna að skrifa mikilvæga hluti niður jafnóðum. Með því hreinsarðu hugann og hefur betri yfirsýn yfir allt saman.

 Lifðu í núinu

Í stað þess að festast í eftirsjá yfir fortíðinni eða kvíða fyrir framtíðinni, hvernig væri að einbeita sér að því að lifa í núinu? Í stað þess að telja niður mínúturnar þar til er kominn háttatími, njótum þá þess að vera með börnunum. Í staðinn fyrir að flýta sér inn úr göngutúr þegar byrjar að rigna, leyfum þeim að hoppa í pollunum. Það er mikið frelsi sem fæst með því að hætta alltaf að vera að flýta sér.

Greinin birtist upphaflega í Vikunni

Busy Philipps segir James Franco hafa verið hræðilegan

|
|

Leikkonan Busy Philipps segir leikarann James Franco hafa gert sér lífið leitt á tökustað á árunum 1999 og 2000.

Leikkonan Busy Philipps segir leikarann James Franco hafa veist að sér á tökustað við gerð þáttanna Freaks and Geeks á árunum 1999 og 2000. Hún hefur áður greint frá meintri árás en lýsir atvikum nánar í nýrri bók sinni, This Will Only Hurt a Little.

„Mér líður eins og hann hafi lesið Easy Riders, Raging Bull eða eitthvað álíka yfir sumarið og þá ákveðið að eina leiðin fyrir hann til að vera tekinn alvarlega væri að láta eins og helvítis asni.“

Philipps segir Franco hafa verið óvenjulega árásargjarnan gagnvart sér á meðan á tökum stóð og að það hafi alltaf verið ákveðin spenna á milli þeirra. Við tökur á einu atriðinu mun Franco að hafa öskrað á hana og hent henni í gólfið fyrir framan viðstadda. Hún segir þá árás hafa valdið sér mikilli vanlíðan.

Philipps segir Franco hafa beðið sig afsökunar daginn eftir og þannig náð að blekkja fólk. „Hann var hræðilegur við mig.“

Swift bætist í fjölmennan hóp þeirra sem Trump hefur móðgað

Donald Trump segist vera minna hrifinn af tónlist Taylor Swift eftir að hún tjáði sig um stjórnmál í gær.

Söngkonan Taylor Swift ákvað í gær að greina frá stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum en hingað til hefur hún forðast að tala um stjórnmál. Í gær lýsti hún yfir stuðning sínum við tvo frambjóðendur Demókrataflokksins fyrir þingkosningarnar sem verða í nóvember.

Eftir að Swift greindi frá stjórnmálaskoðunum sínum sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í samtali við fjölmiðla að honum líki 25% minna við tónlist hennar núna. Þá gaf hann einnig í skyn að hana skorti þekkingu á því sem hún sagði á Instagram.

Meðal þess sem Swift sagði á Instagram er að hún gæti ekki með góðri samvisku kosið Mörshu Blackburn, þingmann Repúblikana í Tennessee. „Ég er viss um að Taylor Swift veit ekkert um hana [Mörshu],“ sagði Trump í svari sínu.

Eftir að Taylor Swift greindi frá stjórnmálaskoðunum sínum er hún komin í hóp fjölmargra frægra einstaklinga sem Trump hefur deilt við opinberlega og móðgað. Dæmi um þekkta einstaklinga sem Trump hefur átt í útistöðum við í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla eru Chrissy Teigen, Stephen King, Rosie O’Donnell, Jimmy Fallon, Stephen Curry, Robert De Niro, Alec Baldwin, Oprah, Snoop Dogg, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Whoopi Goldberg, Samuel L. Jackson og svona mætti lengi áfram telja.

View this post on Instagram

I’m writing this post about the upcoming midterm elections on November 6th, in which I’ll be voting in the state of Tennessee. In the past I’ve been reluctant to publicly voice my political opinions, but due to several events in my life and in the world in the past two years, I feel very differently about that now. I always have and always will cast my vote based on which candidate will protect and fight for the human rights I believe we all deserve in this country. I believe in the fight for LGBTQ rights, and that any form of discrimination based on sexual orientation or gender is WRONG. I believe that the systemic racism we still see in this country towards people of color is terrifying, sickening and prevalent. I cannot vote for someone who will not be willing to fight for dignity for ALL Americans, no matter their skin color, gender or who they love. Running for Senate in the state of Tennessee is a woman named Marsha Blackburn. As much as I have in the past and would like to continue voting for women in office, I cannot support Marsha Blackburn. Her voting record in Congress appalls and terrifies me. She voted against equal pay for women. She voted against the Reauthorization of the Violence Against Women Act, which attempts to protect women from domestic violence, stalking, and date rape. She believes businesses have a right to refuse service to gay couples. She also believes they should not have the right to marry. These are not MY Tennessee values. I will be voting for Phil Bredesen for Senate and Jim Cooper for House of Representatives. Please, please educate yourself on the candidates running in your state and vote based on who most closely represents your values. For a lot of us, we may never find a candidate or party with whom we agree 100% on every issue, but we have to vote anyway. So many intelligent, thoughtful, self-possessed people have turned 18 in the past two years and now have the right and privilege to make their vote count. But first you need to register, which is quick and easy to do. October 9th is the LAST DAY to register to vote in the state of TN. Go to vote.org and you can find all the info. Happy Voting! 🗳😃🌈

A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) on

Hin fullkomna grillaða samloka

Góð ráð fyrir þá sem vilja hina fullkomnu grillsamloku með osti.

Grilluð samloka með osti er klassískur réttur sem hver sem er ætti að ráða við að gera. Það er þó ákveðin kúnst að gera hina fullkomnu grilluðu samloku.

Nokkrir kokkar deildu nýverið fróðleik með lesendum GQ um hvernig á að gera hina fullkomnu grilluðu samloku með osti.

Þar kom meðal annars fram að þrátt fyrir að osturinn sé í aðalhlutverki í grillaðir ostasamloku þá verður að varast að nota ekki of mikinn ost. „Það kann að hljóma undarlega en of mikill ostur getur skemmt grilluðu samlokuna. Of mikill ostur verður til þess að stökkt brauðið nýtur sín ekki,“ sagði kokkurinn Linton Hopkins.

Hann sagði einnig að mikilvægt væri að grilla samlokuna rétt. „Flestir kokkar nota „cast iron“-pönnu.“ Annar kokkur mælti með að grilla samlokuna á frekar lágum hita í lengri tíma því þannig nær osturinn að bráðna alveg í gegn. Og galdurinn mun svo vera að smyrja brauðið áður en það er grillað.

Eftirréttirnir gerast ekki mikið flottari

Helena Gunnarsdóttir deilir með lesendum uppskrift að einum fallegasta eftirrétt sem hún hefur bakað. Hún segir ekki flókið að gera þennan glæsilega rétt.

Matarbloggarinn Helena Gunnarsdóttir bakaði nýverið pavlovu sem hún segir vera einn fallegasta eftirrétt sem hún hefur nokkurn tímann bakað. „Þetta er mögulega það fallegasta sem ég hef skapað…í eldhúsinu það er að segja,“ skrifaði Helena við mynd sem hún birti á Instagram. Við fengum Helenu til að deila með okkur uppskriftinni.

„Uppskriftina fékk ég upphaflega frá konu sem heitir Zoe og heldur úti dásamlega bakstursblogginu Zoe Bakes. Hún er lærður bakari og á síðunni hennar kennir hún fólki alla helstu bakstursleyndardómana. Það er ekkert svo mikil kúnst að gera pavlovu, það góða við hana er nefnilega það að hún lítur svo stórkostlega út en er alls ekki svo flókin í framkvæmd. Þannig að allir sem hafa áhuga á að baka hana ættu að ráða við þessa uppskrift,“ segir Helena sem mælir með að skreyta veisluborð með pavlovunni.

„Það góða við pavlovuna er að það er vel hægt að baka hana kvöldið áður og svo er rjómanum og ávöxtum skellt á hana rétt áður en hún er borin fram. Ég sé þessa tilteknu pavlovu vel fyrir mér á jóla- og áramótaborðum. Hún er ekki bara góð heldur skreytir hún líka veisluborðið svo um munar,“ útskýrir Helena sem hefur haft áhuga á bakstri og matargerð frá því að hún man eftir sér.

„Ég hékk á eldhúsbekknum hjá mömmu og ömmum mínum og fékk ekki nóg af því að aðstoða og vasast í eldhúsinu. Þær voru allar verulega þolinmóðar við mig, svona í minningunni allavega, og leyfðu mér að prófa að gera, smakka og vesenast þrátt fyrir ungan aldur,“ rifjar Helena upp.

„Ég hékk á eldhúsbekknum hjá mömmu og ömmum mínum og fékk yfirleitt aldrei nóg af því að aðstoða og vasast í eldhúsinu.“

Helena heldur úti matarblogginu Eldhúsperlur og er líka virk á Instagram. „Bloggið mitt verður sex ára í nóvember! Ég byrjaði sem sagt að fikta við að skrifa uppskriftirnar mínar á bloggið árið 2012. Ég hugsaði þetta upphaflega stað fyrir allar mínar uppáhaldsuppskriftir og þótti gott að geta bent vinum og vandamönnum á síðuna ef þeim þótti maturinn minn óvenjugóður og vildu gera eins.“

Meðfylgjandi er uppskrift að umræddri pavlovu.

Pavlova

Fjórar eggjahvítur

Salt á hnífsoddi

60 ml kalt vatn

250 gr sykur

1 tsk hvítvínsedik

1 tsk vanilluextract

1 msk + 1 tsk maísenamjöl

Fylling:

4 dl rjómi

Fersk ber að eigin vali

Dálítill flórsykur, sigtaður yfir að lokum

Aðferð:

Ofn hitaður í 140 gráður með blæstri.

Byrjið á að þeyta eggjahvíturnar og saltið þar til þær byrja að freyða aðeins. Bætið sykrinum smám saman út í á meðan þið þeytið. Þeytið þetta vel saman eða í um eina mínútu.

Bætið þá vatninu hægt og rólega saman við og þeytið áfram. Þeytið blönduna mjög vel eða þar til stífir toppar myndast á marengsinn. Þetta tekur um 5-7 mínútur á hæstu stillingu á hrærivél.

Þegar blandan er stífþeytt takið þá skálina til hliðar og bætið edikinu, vanillu og maísenamjöli saman við með sleikju, varlega.

Setjið á ofnplötu með bökunarpappír og myndið fallegan hringlaga gíg úr marengsinum sem er um það bil 12 cm í þvermál.

Setjið inn í ofn og bakið í 30 mínútur. Lækkið þá hitann í 120 gráður og bakið áfram í 45 mínútur.

Slökkvið þá á ofninum en hafið ljósið áfram kveikt og látið pavlovuna kólna hægt og rólega í að minnsta kosti klukkustund eða yfir nótt. Pavlovan mun falla dálítið í miðjunni sem er hið besta mál og á að gerast.

Þegar pavlovan hefur kólnað alveg er hún fyllt með þeyttum rjóma og berjum eða því sem hugurinn girnist.

Áhugasamir geta kíkt á Instagram hjá Helenu, þar má meðal annars sjá myndband með leiðbeiningum að pavlovunni.

Íslendingar sem hafa „masterað“ Instagram-lífsstílinn

Nokkrum Íslendingum hefur tekist að fanga Instagram-lífsstílinn svokallaða þar sem allt virðist vera fullkomið.

Instagram-stjörnur um allan heim keppast við að deila með fylgjendum sínum fallegum myndum sem sýna hversu æðislegum lífsstíl þær lifa. Endalaus ferðalög, fimm stjörnu hótel, verslunarferðir, gómsætur matur á bestu veitingahúsunum, óaðfinnanlegur fatastíll og nýjustu tæki og tól eru nokkur dæmi um það sem má finna á vinsælum Instagram-síðum þeirra sem virðast lifa hinum fullkomna lífsstíl á myndum sem stundum hefur verið kallaður „Instagram-lífsstíllinn.“

Nokkrir Íslendingar hafa í gegnum tíðina náð að „mastera“ þennan svokallaða Instagram-lífsstíl með myndum sínum á samfélagsmiðlum. Þetta eru nokkrir þeirra:

Plötusnúðurinn Dóra Júlía er virk á Instagram og birtir þar glæsilegar myndir úr sínu daglega lífi.

Sunneva Einarsdóttir gefur rúmlega 36.000 fylgjendum sýnum innsýn inn í líf sitt á Instagram.

Móeiður Lárusdóttir svalar þorstanum með kampavíni. Gerist ekki Instagram-legra er það.

View this post on Instagram

How about some food 🍾

A post shared by Móeiður Lárusdóttir (@moeidur) on

Lína Birgitta virðist lifa Instagram-lífsstílnum í botn.

Rúmlega 10.000 manns fylgjast með myndunum sem Alexandra Helga Ívarsdóttir birtir á Instagram.

View this post on Instagram

We found the pigs 🐷

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on

Kokteilar og kampavín spila stórt hlutverk á Instagram-myndum Birgittu Lífar.

View this post on Instagram

Brunchin’ it up 💕

A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir 🤍 (@birgittalif) on

Sólarstrendur og samstarf við Nocco hjá Helga Ómarssyni.

Það er eintóm gleði að vera Snapchat-stjarnan Binni Glee ef marka má Instagram-síðuna hans.

Egill Halldórsson hefur vakið töluverða athygli fyrir sínar Instagram-myndir.

View this post on Instagram

crockodile hunting 👀💦 – #tulum #cenote

A post shared by egill ⚡️ (@egillhalldorsson) on

Bloggarinn Sigríður Margrét er Instagrammari í húð og hár.

Andið eðlilega verðlaunuð í Aþenu, Sydney og Lissabon

Andið eðlilega hlaut Fischer-áhorfendaverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Aþenu um þar síðustu helgi. Þá hlaut hún einnig áhorfendaverðlaun í Sydney og nýlega hlaut aðalleikkona myndarinnar, Kristín Þóra Haraldsdóttir, verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Lissabon. Er því óhætt að segja að myndin hafi átt sannkallaðri velgengni að fagna þar sem hún hefur rakað til sín verðlaunum á árinu. Meðal annarra verðlauna sem myndin hefur hlotið má nefna alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin (FIPRESCI) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og Roger Ebert-verðlaunin fyrir bestu frumraun leikstjóra á Traverse City-kvikmyndahátíðinni í Michigan. Þá var Ísold Uggadóttir valin besti erlendi leikstjórinn á hinni virtu bandarísku kvikmyndahátíð Sundance í janúar. Ísold varð ekki aðeins fyrst íslenskra leikstjóra til að hljóta verðlaunin, heldur var Andið eðlilega fyrsta íslenska myndin til að hljóta verðlaun á hátíðinni.

Talið að brúðkaupið muni kosta um 300 milljónir

Áætlaður kostnaður í kringum brúðkaup Eugenie prinsessu af York og Jack Brooksbank er um 300 milljónir króna.

Eugenie prinsessa af York og Jack Brooksbank munu ganga í hjónaband þann 12. október í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala.

Samkvæmt heimildarmanni Daily Mirror mun brúðkaupið verða hið glæsilegasta en áætlaður kostnaður í kringum athöfnina og veisluna er um tvær milljónir punda, sem gerir um 300 milljónir íslenskra króna. Kostnaðurinn í kringum brúðkaupið fer fyrir brjóstið á sumum, meðal annars þingmanninum Chris Williamson, því breskir skattgreiðendur þurfa að borga brúsann. „Hver hefur svo sem heyrt um Eugenie prinsessu? Það er engin þörf á svona mikilfenglegri athöfn,“ sagði hann meðal annars í viðtali við Sky News.

Samkvæmt heimildarmanni Daily Mirror munu Eugenie og Jack mæta í athöfnina í opnum hestvagni á meðan sekkjapíputónlist mun óma.

Gestalistinn verður svo stjörnum prýddur en Ed Sheeran, Ellie Goulding, Kate Moss, Cara Delevingne, Robbie Williams og George og Amal Clooney munu vera meðal þeirra sem fengu boðskort.

Þá mun söngvarinn Andrea Bocelli syngja í veislunni á meðan gestir gæða sér meðal annars á rauðri flauelsköku.

Ég stend með þér

Síðast en ekki síst

Höfundur / Elísabet Ýr Atladóttir

Nú á dögunum var maður sýknaður af nauðgun því ekki þótti sannað að „ásetningur“ hans hefði verið að nauðga. Þetta virðist algeng ástæða til sýknunar – huglæg áhersla á ásetning geranda er sett framar en frásögn þolanda af því að hafa verið nauðgað. Það virðist mikilvægara að gefa meintum ásetningi geranda meira vægi en skýrslur um áverka og aðrar afleiðingar fyrir þolanda ofbeldisins. Mörk samþykkis virðast svo óskýr, því dómstólar gera ráð fyrir samþykki nema annað sé sannað. Sú sönnunarbyrði situr öll á brotaþola.

Hvernig sannar einhver að hún hafi sagt nei, þegar hennar orð er ekki bara hunsað af nauðgaranum, heldur líka réttarkerfinu? Af hverju teljast orð geranda um ásetning sannleikur en frásögn brotaþola af neitun sinni tvíræð? Skilaboðin til þolenda nauðgana er skýr: þegiðu, því orð þitt vegur minna en mannsins sem nauðgaði þér. Enn og aftur eru skilaboðin þau að það borgar sig ekki að kæra nauðgunina, því nei-ið heyrist ekki. Neitunin er virt að vettugi þegar nauðgunin á sér stað, líka þegar dómstólar vega og meta sönnunargögnin. Brotaþoli er enn og aftur raddlaus, valdalaus, vanmáttug fyrir ákvörðunarvaldi sem hún fær ekki að eiga neinn annan þátt í en sem viðfang og vitni.

Dómurum fannst ekki hægt að sakfella manninn vegna þess hvernig kynlífi hans og brotaþola hafði verið háttað áður fyrr. Dómstólar ákveða þar með ásetning mannsins út frá fortíð og áætla henni samþykki – því ef hún sagði já áður, þá hlýtur hún að segja já núna. Skilaboð réttarkerfisins til kvenna er að ef við höfum samþykkt áður, þá samþykkjum við alltaf. Það má einfaldlega gera ráð fyrir því. Þetta er okkar nauðgunarmenning sem við þurfum að berjast við af fullum krafti. Til konunnar sem þurfti að upplifa annað áfall yfir þessum nýja dómsúrskurði segi ég: Ég stend með þér. Alltaf.

Aktívistar gegn nauðgunarmenningu senda yfirlýsingu á þingmenn

|

Þingmönnum barst bréf í dag frá samtökunum Aktívistar gegn nauðgunarmenningu. Þrír þingmenn hafa svarað bréfinu.

Samtökin Aktívistar gegn nauðgunarmenningu sendu í dag frá sér yfirlýsingu gegn frumvarpi Brynjars Níelssonar. Samtökin sendu yfirlýsinguna til þingmanna í dag ásamt 156 undirskriftum.

Elísabet vill fá viðbrögð frá þingmönnum.

„Yfirlýsingin er gerð til að vekja öll sem sitja í ákvörðunarstól á þingi til umhugsunar um hverskonar afleiðingar svona refsilög myndu hafa og til að benda á hvernig kerfið er enn þá að brjóta niður þau sem þurfa að flýja ofbeldi. Kerfið tekur ekkert tillit til þeirra sem eru að reyna að fá frelsi undan ofbeldismönnum og beinlínis hundsar gögn og frásagnir sem sýna fram á ofbeldi. Að koma aftur með þetta frumvarp nánast óbreytt er eins og einhver stórkostleg veruleikafirring, sérstaklega eftir alla þá umfjöllun sem þessi mál hafa fengið undanfarið,“ segir Elísabet Ýr Atladóttir um yfirlýsinguna.

„Við viljum sjá öll á þingi rísa upp gegn þessu frumvarpi, eða að minnsta kosti gera afstöðu sína til þess skýra. Það þarf að koma skýrt fram að svona árás á konur sem eiga sér enga vörn og eru að flýja ofbeldi er óásættanlegt. Við krefjumst þess að það sé tekið afstöðu með þolendum,“ útskýrir Elísabet og bætir við að Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru nú þegar búin að svara bréfi samtakanna.

Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.

Höfnun á frumvarpi 126/149 – Yfirlýsing Aktívista gegn nauðgunarmenningu

Vegna framlagningar á​ frumvarpi 126/149​ – um breytingar á barnaverndarlögum sem þau Brynjar Níelsson, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Páll Magnússon hafa öll lagt nafn sitt við.

Við, Aktívistar gegn nauðgunarmenningu, finnum okkur knúnar til að leggja fram eftirfarandi yfirlýsingu og gerum þá kröfu til allra sem á Alþingi sitja að þau taki skýra afstöðu á móti ofbeldi gegn konum og börnum ellegar geri skýra grein fyrir afstöðu sinni.

Hvenær þykir ykkur nóg komið? Hafa frásagnir þolenda af ofbeldi í nánum samböndum og fjölskyldum ekki farið nógu hátt til að ná athygli ykkar? Hversu hávær og skerandi þurfa sársaukaópin að vera til að þau komi ykkur við? Hversu mörg líf þarf að leggja í rúst og hversu marga þarf að brjóta niður og kúga til að þið opnið augun? Hið opinbera tekur nú þegar þátt í kerfislægu niðurbroti og ofbeldi með ákvarðanatöku sinni og fremur mannréttindabrot í skjóli valds. Hversu oft þarf þetta frumvarp, sem vinnur augljóslega gegn hag allra barna og vinnur beint gegn þolendum ofbeldis, að vera lagt fram áður en þið áttið ykkur á alvarleika málsins?

„Þegar ég les á netinu að móðir sé að beita föður ofbeldi með því að tálma umgengni án þess að vita hvað er í gangi, eða hvað býr að baki tálmuninni, þá verður maður svolítið reiður og á það til að missa trúna á fólki yfir höfuð,“ – ​Auður Emilía í viðtali við Fréttablaðið.

Við segjum að nóg sé komið. Við teljum það lágmarkskröfu að þau sem sitja á ákvörðunarstól þingsins horfist í augu við afleiðingarnar sem frumvarp sem þetta myndi hafa næði það fram að ganga.

Við teljum mikilvægt að þið gerið ykkur grein fyrir hvað lögfesting á skömmun foreldris (móður) raunverulega þýðir fyrir börn og að þið áttið ykkur á því hversu skaðleg viðhorf frumvarpið endurspeglar. Börn sem af einhverjum ástæðum njóta ekki umgengni við annað foreldri sitt eru bersýnilega ekki betur sett með því að hinu foreldrinu sé varpað í fangelsi. Þá er ríkið sjálft að svipta barnið réttinum á umgengni við það foreldri sem afplánar refsivist og jafnvel svipta barnið eina foreldrinu sem verndar það. Þessi hugsun er ekki bara órökrétt heldur er hún í hreinni mótsögn við alla hugsun að baki barnalögum, barnaverndarlögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Kerfið í dag verkar sem vogarafl fyrir ofbeldismann sem reiðir til höggs. Kerfið sem segist ætla vernda fyrir ofbeldi bregst þolendum ofbeldis hvað eftir annað. Frásagnir þeirra sem hafa flúið heimilisofbeldi og þurfa að reiða sig á réttarákvörðun kerfisins vegna barna sinna eru skýr vitnisburður um það.

Þögn ykkar er vopn í höndum ofbeldismanna. Skilningsleysi og hundsun á hættulegum aðstæðum þolenda ofbeldis er ofin inn í viðhorf kerfisins og mæður og börn sem eru þolendur heimilisofbeldis verða því fyrir ofbeldi úr öllum áttum. Þau verða fyrir ofbeldi heima hjá sér og einnig ofbeldi af hálfu ríkisvaldsins. Vanmátturinn verður alger þegar það er yfirvaldið, ríkisvaldið, sem starfar í skjóli laga sem tekur afstöðu með gerandanum, staðfestir hans málstað og ljáir honum lögmæti og tekur þannig beinan þátt í ofbeldinu. Þolendur ofbeldis eru algjörlega berskjaldaðir.

Frumvarp um refsilöggjöf í umgengnismálum er ekki lausn á vel skilgreindum vanda. Frumvarpið er enn eitt kúgunartækið í þágu ofbeldismanna og gefur þeim gerræðislegt vald í lífi barna og kvenna. Þið kallið þetta frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum. Við köllum þetta frumvarp til laga gegn vernd barna.

„Börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis föður eru þvinguð í samskipti við ofbeldismann. Þegar ekki er tekið á geranda ofbeldis með viðeigandi hætti dregur það stórlega úr líkum á því að viðkomandi láti af ofbeldinu. Þetta stuðlar hvorki að velferð né þjónar hagsmunum barna. Þetta er í raun aðför að velferð og réttindum barns.“ – Sigrún Sif Jóelsdóttir í opnu bréfi til dómsmálaráðherra

Það ætti að vera augljóst að það er ekki börnum fyrir bestu að foreldri þess sé refsað með fangelsisvist fyrir að uppfylla forsjárskyldu sína;fyrir að vernda þau fyrir ofbeldi og vanvirðandi háttsemi. Sýslumaður sem virðist enn taka geðþóttaákvarðanir í umgengnismálum þvert á skýrslur og gögn sem staðfesta ofbeldi telur frásagnir af ofbeldi og meint neikvætt viðhorf móður vegna þess, skaða börn meira en staðfest ofbeldi samkvæmt Barnahúsi, lögregluskýrslum, greinagerðum meðferðaraðila, fagfólks, barnaverndarmálum, áverkavottorðum og svo framvegis. Þolendur ofbeldis fá þau skilaboð að það skipti engu máli þó brotið sé gegn þeim. Óréttlátt viðhorf gagnvart þolendum í umgengnismálum gerir þeim ókleift að vernda börn sín fyrir ofbeldi vegna þess að „réttur barnsins til að umgangast báða foreldra“ er látinn trompa rétt barnsins til öryggis.

„Ef niðurstaða fagaðila, áhyggjur forsjárforeldris, afgerandi niðurstaða Barnahúss og sjónarmið barnanna hafa ekkert vægi í mati sýslumanns og dómsmálaráðuneytis á ofbeldi á barni, hvaða gögn gera það þá?“ – Nafnlaust​ bréf móður til dómsmálaráðherra

Inngrip stjórnvalds í umgengni barna við foreldra sína þarf fyrst að vera réttmætt áður en gripið er til aðgerða til að refsa eða þvinga þá sem brjóta umgengnisrétt. Þegar stjórnvöld líta ekki til gagna frá Barnahúsi um kynferðisofbeldi á barni, til opinna barnaverndarmála, mats fagaðila og vilja barnanna sjálfra í réttarákvörðun sinni eru þau einfaldlega ekki að viðurkenna ofbeldi á barni. Vinnuregla barnaverndar er sú að kanna ekki aðstæður á heimili umgengnisforeldris sérstaklega. Ekki er talin þörf á inngripi eða könnun barnaverndar ef talið er að forsjáraðili (móðir) verndi barnið frá ofbeldi eða vanvirðandi háttsemi umgengnisforeldris. Þegar réttarákvörðun vísar upplýsingum um ofbeldi á barni eða fjölskyldu frá með þeim hætti sem hún gerir, barnavernd kannar ekki aðstæður barns á heimili umgengnisforeldris og forsjárforeldri er síðan dæmt í fangelsi fyrir að hafna umgengnisrétti til verndar barninu. Þá hafa stjórnvöld brugðist barninu fullkomlega í nafni jafns réttar umgengnisforeldris (föður).

Réttur barns er endurskilgreindur sem réttur föður og glæpur móður.

Ef það er raunverulegur vilji stjórnvalda að uppræta heimilisofbeldi og standa vörð um hagsmuni barna þá er það algjört frumskilyrði að ofbeldinu sé ekki afneitað, afsakað, réttlætt eða endurskilgreint á kostnað þolenda þegar það á sér stað. Á meðan kerfið kemur ekki til móts við þolendur og tekur ekki á því ofbeldi sem er til staðar þá hefur frumvarp um refsingar á forsjárforeldrum engan tilgang annan en að ýta undir kúgun og ofbeldi.

Refsivist vegna brots á umgengnissamningi sem skilgreint er með fordómafullri ákvörðunatöku út frá mýtunni um vondu mömmuna sem ásakar pabbann ranglega fjallar ekki um réttlæti, heldur hefnd og valdbeitingu. Aðeins morð á foreldri í aðstæðum sem þessum er nær fullkomnun á ofbeldinu en fangelsun.

„Þetta var auðvitað mjög stór stund í lífi okkar, eitthvað sem við höfðum beðið lengi eftir en á sama tíma voru þetta ljúfsár tíðindi þar sem sömu mistökin eru gerð trekk í trekk og af sama fólki. Það hefur ekkert breyst í barnaverndarmálum, börn eru neydd í umgengni við ofbeldisfulla feður, Danir og fleiri lönd í Evrópu halda áfram að dæma mæður eins og mig í fangelsi fyrir að verja börn sín fyrir ofbeldi,“ Hjördís Svan Aðalheiðardóttir​ í viðtali við Mannlíf

Tími afstöðu-og ábyrgðarleysis gagnvart ofbeldi er liðinn og við getum ekki lengur forðast það að horfast í augu við raunveruleikann. Nú er tækifærið til að taka afdráttarlausa afstöðu með þolendum og fyrsta skrefið er að mótmæla þessu frumvarpi gegn vernd barna kröftuglega. Þess vegna krefjumst við svara frá öllum á þingi. Ofbeldi í fjölskyldum er ekki einkamál. Þið sem sitjið á valdastóli, þið hafið ákvörðunarvaldið. Standið með þolendum ofbeldis.
Við bíðum svara frá ykkur öllum.

Undirskriftir Aktívista gegn nauðgunarmenningu:

1. Sigrún Sif Jóelsdóttir
2. Helga Vala Garðarsdóttir
3. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
4. Elísabet Ýr Atladóttir
5. Þórhildur Sif Þórmundsdóttir
6. Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir
7. Rut Einarsdóttir
8. Kristín Inga Jespersen
9. Sara Mansour
10. Anna Jóna Heimisdóttir
11.Hildur Rós Guðbjargardóttir
12.Hrafndís Katla Elíasdóttir
13.Svava Björg Mörk
14.Elfa Kristín Jónsdóttir
15.Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir
16.Anna Sigrún Benediktsdóttir
17.Eva Lilja Rúnarsdóttir
18.Andrea Eyland
19.Hjördís Svan Aðalheiðardóttir
20.Candice Michelle Goddard
21.Helga Gestsdóttir
22.Sólborg Birgisdóttir
23.Inga María Vilhjálmsdóttir
24.Helga Ólöf Þórdísardóttir
25.Ásta Knútsdóttir
26.Fríða Bragadóttir
27.Halldóra Jónasdóttir
28.Berglind K.Þórsteinsdóttir
29.Erna Dýrfjörð Stefánsdóttir
30.Erla Guðrún Gísladóttir
31.Sigrún Fanney Sigmarsdóttir
32.Hugrún Jónsdóttir
33.Sunna Ýr Einarsdóttir
34.Ingibjörg Sigurðardóttir
35.Ingibjörg Lilja Þórmundsdótti
36.Jóhanna Margrétardóttir
37.Margrét Birna Henningsd. Jakob
38.Olga Björk Ólafsdóttir
39.Sunna Björg Símonardóttir
40.Ásta Þórisdóttir
41.Ninna Karla Katrínardóttir
42.Hildur Sigurðardóttir
43.Helga Hrönn Nordfj. Þórðardóttir
44.Heiðrún Arna Friðriksdóttir
45.Sigríður Ásta Árnadóttir
46.Ástrós Hreinsdóttir
47.Harpa Hjartardóttir
48.Kristín Vilhjálmsdóttir
49.Harpa Oddbjörnsdóttir
50.Hildur Björk Hörpudóttir
51.Fanný Rósa Bjarnadóttir
52.Aþena Mjöll Pétursdóttir
53.Guðný Elísa Guðgeirsdóttir
54.Áslaug Hauksdóttir
55.Guðrún Hulda Guðmundsdóttir
56.Hafdís Arnardóttir
57.Freydís Dögg Steindórsdóttir
58.Steinunn Ýr Einarsdóttir
59.Tinna Björk Pálsdóttir
60.Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir
61.Elín Jóhanna Bjarnadóttir
62.Kristín Th. Hafsteinsdóttir
63.Vibeke Svala Hafsteinsdóttir
64.Eva Dagbjört Óladóttir
65.Nótt Aradóttir
66.Margrét Baldursdóttir
67.Sædís Hrönn Samúelsdóttir
68.Hildur Sigurðardóttir
69.Bjarndís Helga Tómasdóttir
70.Kristín Erla Benediktsdóttir
71.Frigg Thorlacius
72.Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir
73.Hanna Björg Vilhjálmsdóttir
74.Ragna Björk Ragnarsdóttir
75.Signý Rut Kristjánsdóttir
76.Halldóra Hafsteinsdóttir
77.Sigrún Sól Ólafsdóttir
78.Freyja Vals Sesseljudóttir
79.Sigríður Sturlaugsdóttir
80.Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar
81.Hildigunnur Rúnarsdóttir
82.Elva Dögg Blumenstein
83.Hulda Hákonardóttir
84.Arna Björk Pétursdóttir
85.Sólrún Einarsdóttir
86.Guðrún Ágústa Kjartansdóttir
87.Benedikta Bergmann Ketilsdóttir
88.Kiana Sif Limehouse
89.Sunna Kristinsdóttir
90.Sigurbjörg Magnúsdóttir
91.Brynhildur Björnsdóttir
92.Margrét Heiður Jóhannsdóttir
93.Erla Einarsdóttir
94.Birgitta Sigurðardóttir
95.Gunnhildur Vala Valsdóttir
96.Vega Rós Guðmundsdóttir
97.Steinunn Ólöf Hjartardóttir
98.Emma Ásu Árnadóttir
99.Emma Kamilla Finnbogadóttir
100. María Lind Oddsdóttir
101. Stella Beekman
102. Anna Þórey Arnardóttir
103. Sigríður Björnsdóttir
104. Margrét S Benediktsdóttir
105. Elsa Björk Harðardóttir
106. Særún Magnea Samúelsdóttir
107. Eva Hulda Ívarsdottir
108. Kristín Margrét Ingibjargardóttir
109. Eyrún Eva Gunnarsdóttir
110. Hulda Dögg Georgsdóttir
111. Hildur Helga Sigurðardóttir
112. Tinna Eik Rakelardóttir
113. Birna Sæunn Jónsdóttir
114. Fanney Gunnarsdóttir
115. Harpa Lind Björnsdóttir
116. Anna Íris Pétursdóttir
117. Þorbjörg Signý Ágústsson
118. Þuríður Ósk Gunnarsdóttir
119. Klara Þórhallsdóttir
120. Steinunn Anna Radha Másdóttir
121. Helga Dís Árnadóttir
122. Þórhildur Sæmundsdóttir
123. Margrét Pétursdóttir
124. Steinunn S. Ólafardóttir
125. Guðlaug Marín Pálsdóttir
126. Sunna Rut Stefánsdóttir
127. Sigríður Nanna Gunnarsdóttir
128. Steinunn Helga Sigurðardóttir
129. Karen Linda Eiríksdóttir
130. Karen Dögg Bryndísardóttir Karlsdóttir
131. Ragna Björg Björnsdottir
132. Guðrún Kristjánsdóttir
133. Heiða Sigurðardóttir
134. Erna Sigrún Hallgrímsdóttir
135. Erla Kr Bergmann
136. Sigrún Ósk Arnardóttir
137. Hafdís Erla Árnadóttir
138. Drífa Pálín Geirs
139. Berglind Ósk Pétursdóttir
140. Þórey Guðmundsdóttir
141. Erla Elíasdóttir Völudóttir
142. Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir
143. Magnea Jónasdóttir
144. Edith Soffía Bech
145. Lúcía Sigrún Ólafsdóttir
146. Berglind Rós Gunnarsdóttir
147. Björg Torfadóttir
148. Jenný Heiða Zalewski
149. Linda Björk Einarsdóttir
150. Aðalheiður Jóhannsdóttir
151. Hera Hansen
152. Anna Lind Vignisdóttir
153. Halldóra M. Baldursdóttir
154. Eva Björk Sigurðardóttir
155. Anna Lotta Michaelsdóttir
156. Halla Björg Randversdóttir

Mynd / Af vef Alþingis

Náðu markmiðinu og gott betur en það

Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir úr Ylju gefa brátt út breiðskífu með tíu þjóðlögum í nýjum búning. Þær settu sér það markmið að safna 1,3 milljónum króna fyrir gerð plötunnar og áhugi fólks leyndi sér ekki.

Þær Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir úr hljómsveitinni Ylju settu sér nýverið það markmið að safna 1,3 milljónum króna á Karolina Fund til að gefa út þjóðlagaplötu. Þær náðu markmiðinu og gott betur en það. „Við fórum í þetta verkefni með metnað, virðingu fyrir menningararfinum og jákvæðni að vopni. Við vildum trúa því að fólk hefði raunverulegan áhuga á því að heyra þjóðlögin í nýjum búningi alveg eins og við. En auðvitað var þetta ekki sjálfgefið og erum við alveg hreint ótrúlega stoltar og þakklátar,“ segir Gígja.

„Við vildum trúa því að fólk hefði raunverulegan áhuga á því að heyra þjóðlögin í nýjum búningi.“

Þjóðlagaplatan, sem er þriðja breiðskífa Ylju, heitir Dætur. Hún hefur að geyma tíu íslensk þjóðlög í nýjum búning. Spurðar út í hvaðan áhuginn á þjóðlögum kemur segja þær áhugann mögulega hafa kviknað þegar þær voru í kór á sínum yngri árum. „Við höfum mikið dálæti af rödduðum söng og algjört uppáhald er fimmundarsöngur. En við kynntumst upphaflega í kór þar sem eitthvað var sungið af þjóðlögum og eflaust hefur áhuginn sprottið upp þar.“

Eins og áður sagði hefur platan að geyma tíu lög sem þær völdu með aðstoð vina og vandamanna. Aðspurð hvort þær eigi uppáhaldslag af plötunni segir Bjartey: „Það er erfitt að segja. Það eru til svo ótrúlega mörg falleg og flott þjóðlög. Það fer nánast bara eftir stað og stund. Lagið Stóðum tvö í túni er þó lag sem við þekktum ekkert allt of vel áður en við lögðum af stað í þetta verkefni og er nú eitt uppáhalds lagið okkar beggja af plötunni okkar.“

Gígja og Bjartey munu fagna útgáfu plötunnar með tónleikum í Bæjarbíói þann 20. október. Þar verða þær ásamt hópi af hljóðfæraleikurum sem munu spila efni nýju plötunnar undir stjórn Guðmundar Óskars Guðmundssonar sem stýrði upptökum.

Mynd/ Einar Óskar

Norðurljósamyndir gærdagsins

Fólk kepptist við að ná myndum af stórfenglegum norðurljósum í gær.

Mikilfengleg norðurljós mátti sjá í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Margt fólk flykktist því út með myndavélina að vopni til að ná ljósasýningunni á mynd.

Stórfenglegar norðurljósamyndir hafa svo hrúgast inn á Instagram síðan þá og hér fyrir neðan má sjá dæmi um nokkrar.

Þess má geta að talsverðri norðurljósavirki er spáð í kvöld.

https://www.instagram.com/p/BoqrO7OB2LA/?utm_source=ig_web_copy_link

https://www.instagram.com/p/BoqrI3sAu8l/?utm_source=ig_web_copy_link

https://www.instagram.com/p/BoqzFHSh0VN/?utm_source=ig_web_copy_link

https://www.instagram.com/p/BoqtY8JgvNO/?utm_source=ig_web_copy_link

Mynd / Skjáskot af Instagram

Sýningar sem lifa áfram

Vel þarf að vanda það sem lengi á að standa, er setning sem hæfir góðum leiksýningum. Það á ekki við um líftíma leikverks heldur hve lengi sýningin lifir áfram í huga áhorfenda. Þegar Íris Hauksdóttir, blaðakona á Vikunni, var beðin að rifja upp þau leikverk sem hafa haft mest áhrif á hana vandaðist valið því hún segir að af mörgu sé að taka. Tíu ára sá hún fyrstu fullorðinssýninguna, Elínu Helenu í Borgarleikhúsinu og ári síðar Fávitann í Þjóðleikhúsinu og hún segir báðar sýningar hafa skilið mikið eftir sig.

„Sú sýning sem dáleiddi mig fyrir lífstíð var Draumur á Jónsmessunótt enda vara álögin enn. Árið var 2000 og tilefnið 50 ára afmæli Þjóðleikhússins. Leikstjórinn Baltasar Kormákur valdi til sín einvalalið en sagan er auðvitað meiriháttar þar sem ljóð og erótík leiðast í draumkenndu ævintýri.

Ári síðar frumsýndi leikfélagið Hermóður og Háðvör leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson í Hafnarfjarðarleikhúsinu og sú sýning sat lengi eftir. Verkið fjallaði um óhugnað og ofbeldi en þarna þreyttu þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson frumraun sína á sviði.

Veislan lifnaði svo eftirminnilega við á Smíðaverkstæðinu árið 2003 en sú sýning var bæði skemmtilega framsett og feiknarvel leikin.

Tveimur árum síðar vaknaði Edith Piaf til lífsins í flutningi Brynhildar Guðjónsdóttur sem túlkaði þessa stórkostlegu söngkonu ógleymanlega. Samhliða námi vann ég í Þjóðleikhúsinu og hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég læddist á leikhússvalirnar og naut sýningarinnar sem byggð var á samnefndu verki eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Hilmars Jónssonar.

Pétur Gautur var annað dæmi um verk sem ég sá óteljandi sinnum en sýningin varð kveikjan að lokaverkefni mínu í háskóla. Sýningin rakaði að sér Grímuverðlaunum árið 2006 en ljóðkenndur texti Karls Ágústs Úlfssonar er sérstakt rannsóknarefni fyrir utan framúrstefnulega nálgun á verkinu.

Pétur Gautur var annað dæmi um verk sem ég sá óteljandi sinnum en sýningin varð kveikjan að lokaverkefni mínu í háskóla.

Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson var frumsýnt ári síðar í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Eldfimt fjölskyldudrama sem skautaði listilega á milli geðveiki og drauma, orsaka og afleiðinga.

Eldhaf eftir Wajdi Wouawad lifnaði við á sama sviði árið 2012 í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar en sýningin var sú erfiðasta sem ég hef séð. Kvikmyndin Incendies er byggð á sama handriti og mæli ég með að áhugasamir kynni sér söguna.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Selja ímynd Íslands fyrir milljarða

|
|

Íslensk orkufyrirtæki selja erlendum fyrirtækjum upprunavottorð fyrir íslenska endurnýjanlega orku. Vottorðin hafa kallast syndaaflausnir enda hreinsa fyrirtækin sig af því að nota mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa.

Íslensk orkufyrirtækið hafa gefið út og selt upprunaábyrgðir fyrir íslenskri raforku í að verða sjö ár. Tekjurnar nota fyrirtækin til að efla framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Salan á ábyrgðunum veldur því að hlutfall kjarnorku-, kola- og jarðefnaeldsneytis er hátt í orkunotkun Íslendinga. Fyrirtækin íslensku þurfa í staðinn að taka á sig mikla kolefnislosun og geislavirka mengun. Til að eyða því út kaupa þau sjálf upprunaskírteini til að hreinsa merki um mengandi orkugjafa úr bókum sínum.

Ekki liggur fyrir hvað orkufyrirtækin hafa selt upprunaábyrgðir fyrir háar fjárhæðir og enginn heldur utan um þær fjárhæðir. Þeir sem Mannlíf hefur rætt við segja upphæðirnar líklega hlaupa á milljörðum króna. Verðið hefur sveiflast talsvert í gegnum tíðina. Sem dæmi hefur verð upprunaábyrgða Landsvirkjunar lækkað verulega frá því byrjað var að selja upprunaábyrgðir árið 2011. Undir lok árs 2015 var megavattstundin á 10 evrusent. Í byrjun árs 2016 var hún komin upp í 30 evrusent. Þegar verðið var hvað hæst fór megavattsstundin upp í 2 evrur. Búist er við því að átak í loftslagsmálum muni valda því að verðið hækki töluvert í viðbót.

Upprunaábyrgðirnar hafa af sumum verið kallaðar syndaaflausnir enda eru þær notaðar til að uppfylla ýmis skilyrði um markmið í loftslagsmálum. Bæði notendur raforku hér og í Evrópu geta með ábyrgðunum fengið raforkunotkunina vottaða sem endurnýjanlega samkvæmt alþjóðlegum staðli og standa við markmið í umhverfisstefnu sinni.

Salan hefur verið gagnrýnd þar sem mengandi úrgangur og orkugjafar koma fram í bókum íslensku orkufyrirtækjanna. Hlutur mengandi og óendurnýjanlegra orkugjafa hefur aukist jafnt og þétt í raforkuhluta Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun voru kol, olía og gas um 58% af raforkuhluta Íslands, kjarnorka var 29% og endurnýjanleg orka aðeins 13%. Gagnrýnendur segja sölu syndaaflausna spilla ímynd Íslands sem hreins lands og hafa hvatt til þess af sölunni ábyrgðanna verði hætt. Fram kom meðal annars í Bændablaðinu árið 2015 að stjórnmálamenn væru undrandi yfir sölunni og teldu rétt að hætta henni.

Segir gjaldeyristekjurnar af sölu upprunaábyrgða skila sér út í samfélagið
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, segir sölu upprunaábyrgða jákvæða fyrir framleiðendur grænnar orku. „Sala upprunaábyrgða gengur út á að styrkja framleiðendur grænnar orku svo þeir fái hærra verð fyrir hana. Þannig verður græn orka sífellt samkeppnishæfari og fleiri kjósa að kaupa hana fram yfir jarðefniseldsneyti þar sem við á,“ segir Páll.

Páll segir gjaldeyristekjurnar af sölu upprunaábyrgðanna hér á landi skila sér út í samfélagið allt og þær séu hvati fyrir framleiðendur um allan heim að halda áfram að fjárfesta í grænum lausnum og framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Þannig minnki hlutur jarðefniseldsneytis smám saman og það sé jákvætt fyrir alla.

Áherslan í loftlagsmálum í heiminum vegna Parísarsamningsins frá 2015 getur aukið eftirspurn eftir upprunaábyrgðunum á heimsvísu. Á meðan upprunaábyrgðir frá Íslandi eru í boði eru þær gjaldeyrisskapandi fyrir íslenskt samfélag og um leið tökum við þátt í þessu hvatakerfi, sem á uppruna sinn í Kyoto-samningnum.
„Í umhverfisstöðlum samtímans er sífellt meiri krafa um upprunavottanir og sönnun á virðiskeðjuna. Við sjáum það í allri framleiðslu og raforkan er þar ekki undanskilin.“

En skaðar sala upprunaábyrgða ímynd Íslands sem land hreinnar orku?
„Við teljum ekkert benda til þess,“ segir Páll. „Við getum litið til Noregs í því sambandi. Þeir er meðal stærstu framleiðenda hreinnar raforku í heiminum og um leið umsvifamiklir í sölu upprunaábyrgða. Noregur hefur samt jákvæða ímynd og aðdráttarafl sem land grænnar raforkuframleiðslu.“

Förðunartískan nú ekki jafnfullkomin og undanfarið

|
|

Natalie Hamzehpour starfar sem þjálfari og almannatengill á snyrtivörusviði Nathan & Olsen og hefur þrátt fyrir ungan aldur skipað sér í fremstu röð förðunarfræðinga á Íslandi. Hún er fædd og uppalin í Þýskalandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin 11 ár.

Á haustin má oft sjá nýjar áherslur og stefnur í förðun og Natalie er með allt á hreinu hvað það varðar. „Mér finnst gaman að sjá hvernig förðunartískan í haust er ekki jafnfullkomin og „Instagram-leg“ og hún hefur verið undanfarið. Förðunin er raunverulegri og eins og búið sé að ganga hana aðeins til. Hlýir brúnir tónar sem ramma inn augun eru áberandi og þessi „grunge“-stemning sem ég hrífst mjög af er að koma aftur. Húðin fær að njóta sín og best er að þekja hana ekki of mikið. Sterkur varalitur er alltaf málið á haustin, ég heillast mjög af ýmis konar ólíkum rauðum tónum. Litir eru líka áberandi. Þá er ég ekki að tala um mjög litríka förðun heldur aðeins „pop“ af lit. Kannski gulur augnskuggi í innri krók eða appelsínugulur í vatnslínuna,“ segir Natalie.

Natalie mælir með

„Shiseido Syncro Skin Glow Foundation er farði sem gefur fallegan ljóma án þess að glansa. Ég er með frekar feita húð og langar samt að fá að nota ljómandi farða en þeir eru oft svolítið olíumiklir og henta mér ekki. Þessi er fullkominn.“

„Mér finnist gaman að vera máluð en ekki eins gaman að þrífa af mér farða á kvöldin. Clarins Pure Melt Cleanser-hreinsirinn einfaldar ferlið og hentar vel fyrir letingja eins og mig.“

„Guerlain Clis D‘enfer Waterproof-maskarinn hefur verið ómissandi hjá mér á þessu ári. Hann kom mér svo vel á óvart, hann lengir vel ásýnd augnháranna og gefur góða fyllingu án þess að klessa augnhárin saman.“

„Á sumrin baða ég mig upp úr öllu sem gefur ljóma en á haustin langar mig oft að vera aðeins mattari og þá gríp þá í mattari sólarpúður. Sun Trio frá Guerlain er púður með þremur litum og fallegri satínáferð. Ég bara blanda öllum litum saman.“

„Rouge Ink-varalitirnir frá Chanel eru æði. Mattir, mjúkir og tolla allan daginn. Liturinn Melancholia (174) verður pottþétt í uppáhaldi hjá mér í haust.“

„Ég á svolítið til að gleyma mér í húðrútínunni á sumrin og finnst svo gott að byrja strax eftir sumarfrí að koma húðinni í lag þá er Clarins Double Serum málið.“

„Ég er nýlega byrjuð að nota GOSH Concealer-hyljarann og vá! hann er léttur en samt með mjög góða þekju, hann endist vel og sest ekki í línur. Svo sannarlega vara sem ég þarf á að halda til að fela baugana sem fylgja stundum haustinu.“

Mynd / Unnur Magna

Þau urðu stjörnur í hruninu

Þegar íslenska efnahagsundrið varð að íslenska efnahagshruninu spruttu fram á sjónvarsviðið fjölmargir einstaklingar sem létu til sín taka í þjóðfélagsumræðunni sem var með frjóasta móti á þessum tíma. Mannlíf rifjar upp nokkra af þeim einstaklingum sem urðu þjóðþekktir í tenglsum við atburði í kringum hrunið. Sumir hurfu af sjónvarsviðinu jafnhratt og þeir stigu fram á meðan aðrir standa enn á vígvellinum.

 

Ragnar Þór Ingólfsson

Margir þeirra sem hér eru nefndir eiga það sammerkt að hafa komið fram í Silfri Egils sem eftir hrun varð einn helsti vettvangur hrunumræðunnar. Einn þeirra er Ragnar Þór sem hóf herferð gegn lífeyrissjóðakerfinu og verðtryggingunni. Hann var einn stofnenda Hagsmunasamtaka heimilanna sem á tímabili varð einn öflugasti þrýstihópur landsins þótt heldur hafi fjarað undan samtökunum. Ragnar hefur síðan bæst í hóp aðsópsmestu verkalýðsleiðtoga landsins eftir að hann stóð fyrir hallarbyltingu í VR þar sem hann gegnir nú formennsku.

 

Eva Hauksdóttir

Eva er vafalaust þekktasti aðgerðasinni landsins og líklega eina manneskjan á Íslandi sem er sjálftitluð norn. Hún rak litla nornabúð fyrir hrun og hefur um árabil haldið úti blogginu norn.is. Eva lét mikið til sín taka í búsáhaldabyltingunni. Frægust er ræða hennar fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún var í hópi fólk sem gerði áhlaup á stöðina eftir að sonur hennar, Haukur Hilmarsson, var handtekinn fyrir að flagga Bónus fána á þaki alþingishússins. Eva heldur áfram að berjast fyrir bættum heimi og stundar nú nám í alþjóðlegri mannréttindalögfræði í Glasgow. Á sama tíma berst hún við kerfið þar sem hún hefur ítrekað reynt að upplýsa um afdrif Hauks sem sagður er hafa fallið í bardaga í Sýrlandi.

 

Katrín Oddsdóttir

Þann 22. nóvember steig ungur laganemi upp á svið á Austurvelli og hélt þrumuræðu yfir lýðnum þar sem hún hótaði að bera ríkisstjórnina út úr opinberum byggingum ef ekki yrði boðað til kosninga innan viku. Ræðan var svo eldfim að hópur samnemenda hennar við Háskólann í Reykjavík sagði hana hafa hótað ofbeldi og valdaráni og krafðist þess að frétt á vef háskólans, þar sem vísað var í ræðuna, yrði fjarlægð. Katrín hefur æ síðan verið áberandi í þjóðmálaumræðunni, sat meðal annars stjórnlagaráði og starfar nú sem lögmaður.

 

Hörður Torfason

Þegar þjóðin var á botninum fann Hörður Torfason henni farveg fyrir reiðina þegar hann, ásamt Röddum fólksins, skipulagði fjöldafundi á Austurvelli sem síðan þróuðust út í búsáhaldabyltinguna. Þar fékk hann alls konar fólk til að messa yfir lýðnum og eru sumir þeirra nefndir hér á nafn. Hörður dró sig þó í hlé eftir óviðurkvæmileg ummæli í garð Geirs H. Haarde sem þá hafði nýlokið við að tilkynna þjóðinni að hann glímdi við alvarleg veikindi.

 

Borgarahreyfingin

Borgarahreyfingin var það andspyrnuframboð sem náði mestum árangri í þingkosningunum 2009. Þar söfnuðust saman þeir sem höfðu haft sig hvað mest frammi í búsáhaldabyltingunni og komust þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og Þráinn Bertelsson á þing. Flokkurinn lifði þó ekki lengi því hann splundraðist á miðju kjörtímabili þar sem þau þrjú fyrstnefndu stofnuðu Hreyfinguna á meðan Þráinn sat utan flokka. Birgitta fór síðan fyrir Pírötum, Margrét gekk í Samfylkinguna á meðan Þór hefur bæði gengið í og sagt sig úr Dögun og Pírataflokknum.

 

Ragna Árnadóttir

Fæstir landsmenn höfðu heyrt Rögnu Árnadóttur getið þegar vinstri stjórn VG og Samfylkingar var kynnt til leiks í ársbyrjun 2009. Hún hafði gegnt embætti skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu og var settur ráðuneytisstjóri þegar hún var óvænt skipuð dómsmálaráðherra utan þings. Með þessi vildi vinstri stjórnin auka faglegt yfirbragð ríkisstjórnarinnar enda voru hlutabréf stjórnmálamanna nær verðlaus á þessum tíma. Svo vel þótti Rögnu takast vel upp að hún var sterklega orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún lét ekki freistast og hefur starfað hjá Landsvirkjun síðan hún fór úr ráðuneytinu, fyrst sem skrifstofustjóri og nú aðstoðarforstjóri.

 

Eva Joly

Traust á íslenskum stofnunum var í lágmarki eftir hrunið og margir töldu að best væri að fá erlendan sérfræðing til að stýra rannsókninni á falli bankanna. Um svipað leyti hafði Egill Helgason boðið Evu Joly til sín í Silfrið, en hún hafði áður stýrt rannsókn á umfangsmiklu fjársvikamáli í Frakklandi. Málflutningur frú Joly heillaði þjóðina og var hún á endanum fengin til að vera sérstakur ráðgjafi við rannsóknina. Hún fór mikinn í fjölmiðlum en eignaðist um leið óvildarmenn í röðum þeirra sem gættu hagsmuna þeirra sem rannsóknin beindist að. Hún er í dag þingkona á Evrópuþinginu og flytur einmitt fyrirlestur um hrunið í Háskóla Íslands í dag.

 

Björn Bragi Mikkaelsson

Verktakinn Björn Bragi Mikkaelsson varð alþýðuhetja í skamma stund þegar hann eyðilagði hús sitt á Álftaneis auk þess að urða bíl sín. Kenndi hann óbilgirni bankastofnana um enda hafði hann skömmu áður misst húsið í hendur Frjálsa fjárfestingabankans. En hetjuljóminn hvarf fljótt þegar í ljós kom að Björn Bragi hafði svikið allnokkurn fjölda fólks um háar fjárhæðir í starfi sínu sem verktaki. Árið 2012 var hann svo dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa ekki staðið skil á skattgreiðslum, fjársvik og brot á bókhaldslögum og ári síðar var hann úrskurðaður gjaldþrota. Engar eignir voru í búinu til að mæta 114 milljóna króna kröfum í það.

 

Lilja Mósesdóttir

Ný kynslóð álitsgjafa spratt fram eftir hrunið enda höfðu hinir klassísku álitsgjafar fallið töluvert í verði, af augljósum ástæðum. Lilja mósesdóttir var ein þeirra og kom hún vel fyrir, enda bæði með góða menntun og starfsreynslu. Það fleytti henni á þing fyrir VG í kosningunum 2009 og naut hún þar talsverðrar hylli. Hún tilheyrði hins vegar hópi villikatta innan VG, eins og Jóhanna Sigurðardóttir komst að orði, og fór svo að hún var einn af fjórum þingmönnum VG sem yfirgaf flokkinn á miðju kjörtímabili. Hún hugði á sérframboð undir merkjum Samstöðum og nokkrum mánuðum fyrir kosningar mældist framboðið með yfir 20 prósenta fylgi, en sökum skorts á samstöðu leysist framboðið upp áður en til kosninga kom.

 

Ólafur Þór Hauksson

Ekki var hlaupið að því að ráða í stöðu sérstaks saksóknara, þess er stýra átti rannsóknum gegn stjórnendum föllnu bankanna. Enda um mjög vanþakklátt starf að ræða. Í fyrstu lotu sótti enginn um stöðuna en þegar umsóknarfrestur var framlengdur bárust tvær umsóknir. Þar af uppfyllti annar aðilinn ekki skilyrði. Eftir sat Ólafur Þór Hauksson, lítt þekktur sýslumaður af Akranesi. Í kjölfarið fylgdu húsleitir, handtökur, ákærur svo og fræg störukeppni við Sigurð Einarsson sem neitaði að snúa aftur til Íslands frá London og var á tíma eftirlýstur af Interpol. Embætti sérstaks saksóknara reyndist vegtylla fyrir Ólaf sem nú gegnir embætti héraðssaksóknara.

 

Orð eins legókubbar tungunnar

Þann út 21. nóvember árið 1938 kom fyrsta tölublaðið af Vikunni út og blaðið fagnar því 80 ára afmæli á árinu. Vikan hélt hins vegar upp á afmælið í gær með veglegu partíi og útgáfu afmælisblaðs. Við tókum ritstjóra Vikunnar, Steingerði Steinarsdóttur, tali í tilefni af þessum merkilegu tímamótum.

„Afmælisblaðið er áttatíu síður að sjálfsögðu og þar lítum við um öxl en njótum líka augnabliksins,“ segir Steingerður glöð í bragði. Á forsíðu afmælisblaðsins er Birgitta Haukdal sem átti eftirminnilega endurkomu með hljómsveit sinni Írafári í sumar. „Okkur fannst hún skemmtilegur fulltrúi þeirra kvenna sem hafa í gegnum tíðina skreytt forsíðuna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Birgitta er á forsíðu Vikunnar. Sigríður Beinteinsdóttir söngkona er líka í stóru viðtali um það sem er efst á baugi hjá henni. Hljómsveit hennar Stjórnin átti líka stórafmæli í ár og svo heyrum við í Svövu Johansen um sveiflurnar í tískunni og hvernig hún fer alltaf í hringi. Báðar þessar konur hafa líka oft áður verið í blaðinu. Við töluðum við alla fyrrrennara mína sem voru enn ofar moldu og fengum þeirra sýn á blaðið. Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Talað var við Pál Helgason í Vestmannaeyjum, jafnaldra Vikunnar og hennar tryggasta áskrifanda. Við lögðumst svo yfir gamalt efni og drógum fram það sem einkennt hefur Vikuna í gegnum tíðina, gert hana leiðandi og sífellt markverða. Það er gaman að vera hluti af einhverju sem á sér mikla sögu en er alltaf síungt.“

Steingerður segir að ýmislegt hafi breyst í blaðinni í áranna rás. „Helst hefur breyst hvað viðtöl eru miklu stærri hluti blaðsins. Efnistökin eru líka breytt en núna er fólk óhræddara við að tala um tilfinningar en áður var og opna sig um erfiða hluti. Margt lá áður falið í þögninni en við höfum til allrar lukku lært að það gerir manneskjum ekkert gott að byrgja allt inni. Þegar þú stígur fram og talar eins og þér býr í brjósti og ert þú sjálfur sýna aðrir þér oftast meiri skilning en þú áttir von á. Ég finn oft fyrir mikilli gleði þegar fólk segir mér að í kjölfari viðtals hjá okkur hafi verið hægt að byggja aftur brýr sem höfðu brotnað og bera smyrsl á gömul sár.“

Oft sker í hjartað að sjá sársaukann

Steingerður tók við ritstjórn Vikunnar í maí 2013. Hún skrifaði hins vegar fyrst í blaðið í lausamennsku 1994 og sumarið 1998 fékk hún fastráðningu sem blaðamaður. „Ég vann svo á Vikunni til ársins 2006 en þá bauðst mér starf sem ritstjóri á tímaritinu hann/hún sem var nýstofnað og mér fannst það tækifæri of spennandi til að sleppa því. Svo sneri ég aftur á Vikuna fyrir fimm árum,“ segir Steingerður og aðspurð segist hún gegna besta starfi í heimi. „Flestir dagar fljúga hjá og oft finnst mér ég ekki einu sinni hafa verið í vinnunni svo gaman var. Sérstaðan felst í því að við erum alltaf að fara með sögur fólks og mér finnst mikilvægt að gera það af trúmennsku og virðingu við viðmælandann.

Áhugaverðast við starfið er allt fólkið sem við hittum og skemmtilegast að sjá verða til fallegt blað með góðum texta og lifandi myndum. Ég hef alltaf verið heilluð af blaðamannsstarfinu. Bæði hef ég yndi af að vinna með orð og fólk hefur alltaf vakið áhuga minn. Fyrir mér eru orð eins legókubbar sem hægt er að raða saman á ótal vegu til að skapa andrúmsloft, draga upp mynd af manneskju og ná fram tilfinningaviðbrögðum. Fátt er skemmtilegra nema ef vera skyldi að heyra fólk segja frá, upplifunum sínum, tilfinningum og lífi. Lifandi sögur sem fá enn meira gildi af því að þær eru sannar. Af þessu er svo hægt að draga margvíslegan lærdóm um hvað rekur fólk áfram, hvernig tilfinningalíf okkar er ólíkt en samt svo ótrúlega líkt. En það getur líka verið erfitt að hlusta á manneskju segja frá átakanlegri lífsreynslu. Oft sker það í hjartað að horfa upp á sársaukann og skynja hve stutt er enn inn í opna kviku þótt hrúður hafi sest á sárið,“ segir Steingerður.

Törn framundan

Þrátt fyrir mikla mikla vinnu að undanförnu og allt húllumhæið sem fylgdi afmælisveislu fimmtudagsins slá blaðamenn Vikunnar hvergi slöku við enda stærstu blöð ársins framundan. „Kökublað, jólablað og völvublaðið sívinsæla. Völva Vikunnar varð til á áttunda áratug síðustu aldar og hefur síðan verið ómissandi hluti af áramótunum hjá mörgum,“ segir Steingerður að lokum.

Auðmönnum blöskrar verðlagið á Íslandi

|||||
|||||
Verðmætir fyrir hagkerfið
Ætla má að ferðamenn sem fari í lúxusferðir hafi lagt a.m.k. 10-12 milljarða til efnahagslífsins hér í fyrra. Þetta kom fram í samtali Ninnu Hafliðadóttur, markaðsstjóra Iceland luxury, við ViðskiptaMoggann í apríl. Ninna sagðist telja að 10-12 þúsund slíkir ferðamenn hafi komið til landsins í fyrra. Að meðaltali eyði þeir um einni milljón króna í fimm daga ferð til Íslands. Til samanburðar eyði venjulegur ferðamaður um 240 þúsundum í sjö daga ferð. Lúxusferðir gætu skilað tugum milljarða og viðskiptavinirnir því verðmætir fyrir hagkerfið.

Þótt Samdráttur hafi orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára segja ferðaþjónustufyrirtæki og aðilar sem sérhæfa sig í ýmis konar sérferðum að ekki hafi dregið úr eftirspurn eftir svokölluðum lúxusferðum. Þvert á móti. Sumum viðskiptavinunum blöskri hins vegar hátt verðlag á Íslandi.

„Það hefur enginn samdráttur orðið í dýrari ferðum. Ég finn ekki fyrir því. Ef eitthvað er þá er meira að gera hjá mér núna heldur en í fyrra,“ segir Teitur Úlfarsson sem hefur starfað sem leiðsögumaður á Íslandi undanfarin þrjú ár og er hjá einu þeirra fyrirtækja sem býður m.a. upp á sérsniðnar ferðir fyrir efnaða viðskiptavini.

Þau lúxusferðaþjónustufyrirtæki sem Mannlíf ræddi við eru á einu máli um þetta. Ekkert lát sé á aðsókn í slíkar ferðir. Að sögn fyrirtækjanna koma flestir viðskiptavinanna frá Bandaríkjunum, sumir frá Asíu og Evrópu og í sumar þegar WOW air bauð upp á áætlunarflug til Tel Aviv var þónokkuð um Ísraela líka. Stundum sé þetta fólk sem kemur aftur eftir að hafa átt hér stutt stopp og er ýmist um að ræða fjölskyldur, vinahópa, aðila í viðskiptaerindum eða stórstjörnur sem eru reiðubúnar að greiða háar fjárupphæðir fyrir góða þjónustu. Kröfurnar séu þ.a.l. miklar. Fólk sætti sig ekki við hvað sem er þegar kemur að mat og þjónustu. Líki því t.d. ekki gististaður heimti það umsvifalaust gistingu annars staðar.

Með skakka mynd af Íslandi
Ferðaþjónustuaðilarnir sem Mannlíf ræddi við segja að ferðamenn sem koma hingað séu ansi misvel upplýstir um land og þjóð. Sumir séu ágætlega að sér. Aðrir ekki. „Ég hef verið spurð alls kyns asnalegra spurninga. Eins og hvort við búum í snjóhúsum og hvernig við ferðumst um á veturna. Hvort við förum á milli húsa á snjósleðum,“ segir ein sem vill ekki láta nafns síns getið. Annar nefnir að fáviska sumra geti hreinlega verið hættuleg. Eins og þegar fólk sem er vant gönguleiðum á stígum heima hjá sér ætli að rjúka á fjöll. „Fólk ætlar stundum að fara upp á jökul á strigaskóm. Þá þarf maður að grípa inn í og stoppa það.“

Þegar spurt er hvað dragi þessa ferðamenn helst til landins er svarið ávallt það sama: íslensk náttúra. Fjölsóttir staðir eins og Gullfoss og Geysir séu þó ekki efstir á óskalista því fólkið vilji njóta næðis, oft með sínum nánustu. Sem dæmi kaupi sumir „upp öll slottin í skoðunarferðum þar sem þeir vilja vera prívat með fjölskyldum eða vinum,“ eins og einn viðmælandi Mannlífs orðar það. Jafnvel þótt borgað sé talsvert meira fyrir þjónustuna.

Láta ekki bjóða sér hvað sem er
Að sögn viðmælenda Mannlífs eru umræddir ferðamenn flestir kröfuharðir en sanngjarnir, eðlilega þar sem margir greiði háar fjárupphæðir fyrir þjónustuna. Sumir geri þó veður út af minnsta hlut og láti jafnvel eins og frekir krakkar fái þeir ekki allar óskir sínar uppfylltar. Sum vandamál sem koma upp séu hreinræktuð lúxusvandamál. „Eins og þegar viðkomandi finnst herbergið sitt snúa í ranga hátt, að aukavask vanti á baðherberginu eða baðherbergin ekki vera nógu mörg,” segir einn.

Ofbýður verðlag á mat
Viðmælendur Mannlífs segja flesta ferðamennina fara héðan sáttir enda sé kappkostað að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Ýmsir hafa þó orðið varir við breytta kauphegðun hjá viðskiptavinum sínum. Fólk sé t.d. farið að bóka styttri ferðir en áður. „Það fer frekar í dagsferðir og því verða sum landsvæði svolítið útundan,“ segir Teitur Þorkelsson hjá Iceland Unlpugged. „Í sumar tók maður t.d. eftir því að færri fóru austur fyrir Jökulsárlón og austur fyrir Húsavík. Jafnvel bara nokkrar hræður á geggjuðum stað eins og Ásbyrgi. Það styttir kannski upphaflega áætlun um 5 eða 7 daga ferð um 1-3 daga þegar það sér kostnaðinn. Hann hefur náttúrlega aukist vegna styrkingar krónunnar.“

Koma með eigin kokka
Meirihluti viðskiptavina er ánægður með íslenska matseld og mörgum kemur hreinlega á óvart hvað hún er góð, segja viðmælendur. Þó séu alltaf einhverjir með sérþarfir þegar kemur að mat. Hótelin séu yfirleitt reiðubúin að koma til móts við þessar þarfir en veitingastaðir geti átt erfiðara með það. „Svo hafa sumir engan áhuga á að bragða á innlendri matseld og koma þá með eigin matreiðslumenn til landsins. Ég veit um fólk sem hefur jafnvel burðast hingað með ferðatöskur fullar af hráefni, sannfært um að hér væri allt óætt.”

Þá segja ferðaþjónustuaðilar að sumum blöskri hátt verðlag, einkum á mat. „Kúnnar sem hafa komið hingað áður tala um hvað verðið hefur hækkað mikið á fáum árum,“ segir Teitur Úlfarsson. „Bandaríkjamaður missti andlitið þegar hann sá hamborgara seldan á 4.900 krónur á hóteli á Suðausturlandi. Honum datt ekki í hug að borga það. Ég veit líka um hjón sem borðuðu frekar samlokur á herberginu sínu en að snæða á veitingastað hótelsins sem þau dvöldu á. Þeim ofbauð svo verðlagið á matnum. Því enda þótt fólk sé vel stætt þá hvarflar ekki að því að eyða peningunum í vitleysu.“

Milljón í þjórfé
Nokkuð misjafnt er hvort viðskiptavinir gefi þjórfé eða ekki, að sögn viðmælenda Mannlífs. „Sumir tipsa ekkert þótt þeir eigi nóg af fé,“ segir einn. Aðrir gera það ekki af því að þeir hafa lesið að slíkt tíðkist ekki á Íslandi. Gefi viðkomandi þjórfé þá er algengasta upphæðin á bilinu 30-60 þúsund, allt upp í 100 þúsund krónur, eftir því sem Mannlíf kemst næst. Sumir eru örlátari. „Ég veit t.d. um einn leiðsögumann sem fór með bandarískan liðsforingja á eftirlaunum hringinn í kringum landið í fyrra, hann fékk milljón í þjórfé.“

Óttast gullgrafaræði
Sumir sem Mannlíf ræddi við óttast hins vegar að þessi almenna ánægja ferðamannanna með dvölina muni ekki vara lengi, m.a. þar sem sífellt fleiri aðilar séu nú farnir að bjóða upp á lúxusferðir og því miður standist þjónustan ekki alltaf þær gæðakröfur sem viðskiptavinirnir geri. Það sé að grípa um sig hálfgert gullgrafaræði, svipað og í hinni almennu ferðaþjónustu á Íslandi. Sumir fari of geyst í von um skjótfenginn gróða. Með sama áframhaldi sé hætta á að samdráttur verði í þessum kima ferðaþjónustunnar líka.

Skuggi fellur á stjörnu Ronaldos

Frá nóttinni örlagaríku í Las Vegas.

Þýska blaðið Der Spiegel birti á dögunum viðtal við bandaríska konu að nafni Kathryn Mayorga sem lýsti í smáatriðum hvernig portúgalska knattspyrnustjarnan mun hafa nauðgað henni á hótelherbergi í Las Vegas sumarið 2009. Sama blað greindi frá því í fyrra að Ronaldo hafi borgað Mayorga, sem þá var ekki nefnd á nafn, 375 þúsund dollara fyrir að þegja um málið. Sú upphæð jafngilti vikulaunum Ronaldos á meðan hann spilaði með Real Madrid.

Innblásin af MeToo-byltingunni og nýjum lögfræðingi ákvað Mayorga að stíga fram með sögu sína í þeirri von að aðrar konur sem kunna að hafa verið áreittar af knattspyrnustjörnunni stígi fram. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ákveðið að opna rannsókn málsins á ný eftir að Mayorga höfðaði einkamál á hendur Ronaldo. Sjálfur hefur Ronaldo og lögfræðiteymi hans harðneitað ásökununum og hótað Der Spiegel málsókn en þýska blaðið stendur við allt sem þar stendur.

 

Alla jafna „góður gæi“

Umrætt atvik á að hafa átt sér stað í júní 2009. Mayorga hitti Ronaldo á næturklúbbi í Las Vegas og bauð hann henni og vinkonu hennar í samkvæmi á hótelherbergi hans á Palms Casino-lúxushótelinu. Segir Mayorga að fyrst hafi Ronaldo leitað á hana á baðherberginu og síðan hafi hann þröngvað henni inn í svefnherbergi þar sem hann nauðgaði henni í endaþarm. Eftir á mun Ronaldo hafa sagt að hann væri alla jafna „góður gæi“ nema í eitt prósent tilvika.

 

Greitt fyrir þögnina

Mayorga leitaði á náðir lögreglu en var ekki tilbúin að leggja fram kæru gegn einni skærustu íþróttastjörnu heims. Nokkrum mánuðum síðar var gengið frá 375 þúsund króna greiðslu þar sem Mayorga féllst á að tala aldrei opinberlega um málið. Der Spiegel komst á snoðir um samkomulagið og greindi frá því í fyrra en málið lognaðist út af og virtist það engin áhrif hafa á hann, enda skrifaði Ronaldo undir samning við Juventus í sumar sem tryggir honum 30 milljónir evra á ári.

 

Ronaldo bregst reiður við

Ronaldo brást ókvæða við viðtalinu við Mayorga í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni þar sem hann á 147 milljónir fylgjenda. Hann sagði Mayorga notfæra sér nafn hans til að öðlast frægð og sakaði Der Spiegel um að flytja „falsfréttir“. Christoph Winterbach, íþróttaritstjóri Der Spiegel, svaraði Ronaldo fullum hálsi og sagði fréttaflutninginn standast allar kröfur um vandaða blaðamennsku. Blaðið hefði undir höndum hundruð gagna sem styðja við fréttaflutninginn og birti hann hluta þeirra á Twitter-síðu sinni. Ronaldo undirritaði hluta þessara gagna.

 

Engin lausn í augsýn

Óvíst er hvaða stefnu málið tekur. Forráðamenn Juventus hafa ekkert tjáð sig um málið og ólíklegt að þeir muni gera nokkuð til að skaða sína verðmætustu eign. Stærstu fjölmiðlar heims hafa heldur ekki fjallað um málið að nokkru ráði. Ronaldo er með her snjallra lögmanna að baki sér og búast má við því að málsóknin á hendur honum taki langan tíma. Á meðan mun Ronaldo halda áfram að láta ljós sitt skína á knattspyrnuvellinum fyrir himinháar fjárhæðir.

„Lygin er alvarlegur hlutur“

|||||
|||||

Þann 11. febrúar 2004 fann kafarinn Þorgeir Jónsson lík á botninum við bryggjuna í Neskaupstað fyrir hreina tilviljun. Líkfundurinn varð fljótlega að einu umfangsmesta sakamáli hérlendis og leiddi til dóma yfir þremur mönnum. Bíómynd sem byggð er á þessum atburðum verður frumsýnd í næstu viku.

„Nokkrum dögum fyrr hafði skip sem lá við bryggjuna losnað frá, skollið illa í horn hennar og hugsanlega brotið stólpa. Gísli Sigurbergur Gíslason, hafnarstjóri í Neskaupstað, bað mig um að líta á skemmdirnar þegar ég hefði tíma,“ segir Þorgeir þegar hann rifjar þennan atburð upp – ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti. Hann er yfirvegaður í fasi og gerir ekki mikið úr sínum hluta málsins þrátt fyrir að hér sé um að ræða upphafið á einu stærsta sakamáli Íslandssögunnar. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð er ólíklegt að maðurinn hefði nokkru sinni fundist ef Þorgeir hefði ekki verið beðinn um að kafa við bryggjuna á þessum tíma. Viðgerðir á bryggjunni voru ekki áætlaðar fyrr en seinna á árinu, jafnvel ekki fyrr en á því næsta.

„Veðrið var gott þennan morgun, ég var í fríi og ákvað að drífa þetta af. Ég mætti með búnaðinn á netagerðarbryggjuna þar sem ég hitti Gísla við annan mann og þeir sýndu mér hvað þurfti að skoða. Ég fór út í sjóinn og beint að horninu sem hafði orðið fyrir tjóni og myndaði skemmdirnar. Að því loknu báðu þeir mig um að sækja nokkur dekk sem höfðu slitnað frá bryggjunni og lágu á botninum aðeins utar. Ég festi spotta í dekkin og synti svo til baka eftir botninum að bryggjunni. Þá kom ég auga á líkið. Það lá á botninum alveg upp við bryggjuna og ég sá strax að þetta var manneskja, vel innpökkuð í plast og þyngd með keðjum. Mér brá virkilega við þessa sýn skoðaði aðstæður lítillega en fór svo upp til að láta vita og biðja um að hringt yrði á lögregluna. Ég kafaði síðan niður aftur til að taka myndir og kom með þær upp um svipað leyti og lögreglan mætti á svæðið. Þetta var mjög óraunverulegt og það lá við að lögreglumennirnir tryðu mér ekki fyrr en ég sýndi þeim myndirnar,“ segir Þorgeir.

Þorgeir gerði sér strax grein fyrir að það var manneskja sem hann sá á botninum við bryggjuna, vel innpökkuð í plast og þyngd með keðjum.

Hann fór síðan aftur niður að beiðni lögreglunnar til að taka fleiri myndir og var síðan beðinn um að losa líkið og koma því upp á yfirborðið. Fleiri lögreglumenn bar fljótt að garði, sjúkrabíl og lækni auk þess sem fólk frá rannsóknarlögreglunni lagði strax af stað úr höfuðborginni.

„Ég var sá eini sem fór niður og sá aðstæður með berum augum og það hefur sennilega liðið um það bil klukkustund frá því að ég fann líkið þar til það var komið upp á bryggjuna. Ég sá hins vegar aldrei í andlit mannsins og hafði því ekki hugmynd um hvort þetta væri einhver sem ég jafnvel þekkti héðan úr bænum.“

„Þetta var mjög óraunverulegt og það lá við að lögreglumennirnir tryðu mér ekki fyrr en ég sýndi þeim myndirnar,“

Fjölmiðlar ágengir

Næstu klukkutímar og dagur voru um margt óvenjulegir hjá Þorgeiri. Hann var orðinn aðalvitni í sakamáli, fjölmiðlar kepptust við að ná af honum tali og kjaftasögurnar grasseruðu í hverju horni.

„Mér datt aldrei í hug að málið hefði þróast með þeim hætti sem síðar kom í ljós og hélt að þetta væri einhver héðan af svæðinu – eitthvað partí hefði farið úr böndunum. Ég fór í skýrslutöku og afhenti lögreglu allar myndirnar sem ég hafði tekið. Mér var boðin einhvers konar áfallahjálp og hitti hjúkrunarfræðing sem rabbaði við mig. Málið var mjög fljótt að spyrjast út, strax um hádegi byrjaði síminn að hringja og þegar leið á daginn voru sennilega allir fjölmiðlar búnir að hafa samband við mig. Ég vísaði þeim öllum á lögreglu,“ segir Þorgeir. Hann vann á þessum tíma á Vélaverkstæði G. Skúlasonar en var í fríi sem var ástæða þess að hann hafði tíma til að kafa þennan dag. Hann segir að næstu dagar hafi einkennst af eltingaleik fjölmiðla við að ná af honum tali.

„Ég sá hins vegar aldrei í andlit mannsins og hafði því ekki hugmynd um hvort þetta væri einhver sem ég jafnvel þekkti héðan úr bænum.“

„Síminn byrjaði fyrir klukkan sjö á morgnana þegar stjórnendur morgunútvarpsþátta höfðu samband en ég vísaði áfram öllu frá og svaraði engu um málið sjálft. Ég viðurkenni að mér fannst verulega óþægilegt að vera miðpunktur í fjölmiðlaumfjöllun og sannarlega ekki það sem ég bjóst við þegar ég vaknaði morguninn sem ég fann líkið. Ágangurinn hélt áfram en fjaraði svo út á nokkrum vikum. Andrúmsloftið í bænum var þungt og menn voru slegnir yfir atburðinum. Kjaftasögurnar voru margar og mismunandi, meðal annars um hver þetta gæti verið. Aðkomuskip sem var hér nokkrum dögum fyrr, verkamenn við Kárahnjúkavirkjun og á svæðinu við álverið á Reyðarfirði var áberandi í umræðunni. Þegar hið sanna kom svo í ljós var leitt að heyra að maður úr bæjarfélaginu hefði tengst málinu en þegar menn eru komnir í rugl þá getur ýmislegt gerst.“

Þorgeir segist hafa unnið úr áfallinu og atburðurinn hafi lítið truflað hann, ef svo má að orði komast. „Mesta áreitið var ágangur fjölmiðla dagana á eftir og er sá þáttur sem mér þótti óþægilegastur við þetta mál. Annars hef ég bara haldið áfram að lifa mínu lífi en ég er enn spurður reglulega út í þetta, fólk er forvitið um málið.“

Áður fundið lík við köfun

Segja má að líf þessa hægláta manns hafi umturnast við líkfundinn og óvenjulegt að vera allt í einu miðpunkturinn í kastljósi fjölmiðlanna. Þorgeir fæddist árið 1971 í Neskaupstað og hefur búið þar alla tíð. Hann er vélvirki og vinnur hjá Alcoa Fjarðaáli. Hann er í sambúð og á einn son auk þess sem sambýliskona hans á son fyrir. Þorgeir segist hafa verið smákrakki þegar hann fékk áhuga á köfun.

„Sem polli fylgdist ég með mönnum sem voru hér að kafa við bryggjurnar, voru að vinna við síldarflotann og þessi skip sem voru hérna. Ég byrjaði sjálfur í kringum 17 ára aldurinn. Æskilegt er að menn læri sportköfun áður en byrjað er að kafa en á þessum tíma var mjög algengt að græjurnar væru keyptar og svo prófuðu menn sig bara áfram. Ég var byrjaður að starfa með björgunarsveitinni og datt inn á björgunarköfunarnámskeið þar sem ég fékk lánaðan búnað en eignaðist fljótlega minn eigin búnað eftir það. Það gerði mér gott. Í framhaldinu var ég innvinklaður í slökkviliðið og var orðinn reykkafari hjá því 18 ára gamall.“

Þorgeir hefur stundað köfun frá því hann var 17 ára gamall, bæði sem sport- og atvinnukafari.

Þorgeir var virkur í björgunarsveitarstarfinu um árabil, er enn á útkallslista þar og hjá slökkviliðinu og reynir að taka þátt í því sem tilfellur. Hann hefur nokkrum sinnum farið í leit sem kafari og í eitt skiptið var það Þorgeir sem fann þann sem leitað var að. Þetta er því ekki í eina skiptið sem Þorgeir hefur fundið lík í vatni. „Þær leitir í vatni sem ég hef tekið þátt í hafa allar borið árangur. Það er vissulega léttir að finna fólk sem er týnt en á móti kemur að einstaklingarnir eru látnir. Þetta eru því blendnar tilfinningar. Þetta getur tekið á sálina en við getum alltaf rætt við hjúkrunarfræðinga og svo er hópurinn duglegur að spjalla saman um málin. Það er gefandi og lærdómsríkt að starfa með björgunarsveit og í slökkviliðinu. Útköllum hefur þó fækkað í gegnum árin, sérstaklega hjá slökkviliðinu, sem betur fer,“ segir Þorgeir en hann hefur ekki enn þurft að nota þekkingu sína í reykköfun til að bjarga manneskju úr brennandi húsi. „Fólk hefur sem betur fer alltaf sloppið út.“

„Það er vissulega léttir að finna fólk sem er týnt en á móti kemur að einstaklingarnir eru látnir. Þetta eru því blendnar tilfinningar.“

Köfun er eitt af áhugamálum Þorgeirs auk þess að ganga á fjöll og fara á skíði. Hann stundar sportköfun af og til auk þess að vinna við að skoða skip og hafnir undir yfirborðinu. „Oft þarf til dæmis að losa veiðarfæri úr skrúfum og þetta geri ég meðfram vinnunni minni í álverinu. Undirdjúpin eru heillandi – allt lífríkið sem við sjáum venjulega ekki og skipsflökin, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef kafað víða, bæði hér heima og erlendis. Það sem hefur verið einna mest spennandi hér heima eru Strýturnar í Eyjafirði, flak af skútu sem sökk á pollinum á Akureyri 1917, gjáin Silfra á Þingvöllum, flak El Grillo á botni Seyðisfjarðar og lítið skipsflak í Hellisfirði,“ segir Þorgeir.

Reyfarakennd atburðarrás

Líkfundarmálið í Neskaupstað var svo reyfarakennt að mörgum varð að orði að það væri eins og skáldskapur, lyginni líkast – bíómynd frekar en raunveruleiki. Fyrir tveimur árum var ráðist í gerð bíómyndar sem byggð er á málinu en fyrstu drög að handritinu voru skrifuð fyrir fjórtán árum. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður frumsýnd hér á landi 12. október næstkomandi. Leikstjóri og handritshöfundur er Ari Alexander Ergis Magnússon og myndin er fyrsta leikna bíómyndin hans í fullri lengd en hann hefur áður gert fjölda heimildamynda og stuttmynda.

Ari Alexander Ergis Magnússon er handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Undir halastjörnu sem byggir á líkfundarmálinu. Mynd / Jónatan Grétarsson

„Upphaflega ætlaði ég að gera heimildamynd um málið en sú hugmynd kviknaði árið 2004 í kjölfarið á líkfundarmálinu. Þá vildi þannig til að ég og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi vorum í viðtali í þættinum Ísland í dag vegna heimildamyndarinnar Gargandi snilld sem við vorum að kynna. Í sama þætti var einn sakborningur líkfundarmálsins í viðtali á eftir okkur. Hann neitaði öllu staðfastlega. Þetta fannst mér áhugavert þar sem ég hef ávallt verið áhugamaður um lífið, lygina og það sem við köllum sannleika, hvernig fólk upplifir atburði mismunandi og er fylgið sér í eigin hugarheimi, þetta verður trúarsannfæring, hver sagði og gerði. Annað sem kveikti áhuga minn voru viðbrögð hins Íslendingsins í málinu, en þegar allt var komið í óefni flúði hann heim til mömmu sinnar, það fannst mér athyglisvert. Ég hef áhuga á mannlega þættinum í svona málum, ekki lögreglumálum sem slíkum. Það vill gleymast að gerendur í sakamálum eru líka manneskjur með tilfinningar, eiga maka, börn, foreldra, afa og ömmur,“ segir Ari.

„Lygin er alvarlegur hlutur“

Handrit myndarinnar er byggt á líkfundarmálinu en Ari tekur sér skáldaleyfi í persónusköpun, samtölum og aðstæðum persónanna. Nöfnum er breytt og í myndinni eru Litháarnir tveir frá Eistlandi og heita Mihkel og Igor. Myndin snýst um aðdragandann að málinu, ekki um lögreglurannsóknina.

„Myndin hefst í Eistlandi árið 1991 þegar þeir eru börn og Ísland fyrst þjóða viðurkennir sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna. Þeir upplifa hetjudáð lítils lands sem þorir að standa uppi í hárinu á Rússlandi. Landinu sem síðar verður land hinna stóru tækifæra. Ég þekki Austur-Evrópu vel, sjálfur er ég ættaður frá Síberíu og hef gert þrjár heimildamyndir í Rússlandi. Ég þekki því hugsun þessarar kynslóðar, hvernig leit að betra lífi er driffjöðurin í þessu. Atburðarásin er rétt en samskiptin skálduð.“

Stilla úr kvikmyndinni Undir halastjörnu.

Ari hefur lengi haft áhuga á fíkniefnaheiminum, hvernig væri hægt að taka á honum því okkur beri samfélagsleg skylda til að hjálpa fólki í neyð. „Þar er alltaf verið að handtaka rangt fólk – fíkniefnaneytendur sem eru handbendi fólksins sem fjármagnar kaupin. Það ætlar sér enginn að verða glæpamaður, þetta er ekki það sem foreldra dreymir um fyrir börnin sín og ekkert barn dreymir um að verða dópisti. Það er alltaf þessi von um að þetta fari allt vel að lokum. Það ætlar sér enginn að sitja uppi með látinn mann. Myndin fjallar um bræðrasvik, lygina, rangar ákvarðanir, alvarlegar afleiðingar og spilaborg sem fellur. Á leiðinni vona menn að allt verði í lagi og þá komum við að sjálfsblekkingunni. Þessi tilhögun á sannleikanum, þetta sé bara pínu vandamál sem þurfi að redda. Lygin er alvarlegur hlutur.“
Ari segist ekki skilja af hverju er ekki tekið betur á málefnum barna sem verða fíkn að bráð á fyrri stigum málsins, í grunnskólum og menntaskólum.

„Sjálfur hef ég enga lausn á takteinum en það þarf að huga alvarlega að þessum málum. Svo verða allir voðalega hissa að fólk sé skemmt og ekkert gert í málum þessara einstaklinga fyrr en allt er farið til helvítis.“

„Þetta er karma“

Myndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Busan International Film Festival sem fer fram 4.-13. október í Suður-Kóreu. Í framhaldinu mun myndin taka þátt í kvikmyndakeppni í Varsjá í Póllandi. Myndin verður frumsýnd á Íslandi þann 11. október og hún fer í almennar sýningar daginn eftir. „Hljóðsetningu er nýlega lokið og ég er ánægður með heildarútkomuna. Myndin verður svo á öllum stærstu komandi kvikmyndahátíðum þannig að það er nóg fram undan,“ segir Ari.

Fyrir framvindu málsins var lykilatriði að kafarinn, Þorgeir Jónsson, í Neskaupsstað fann líkið fyrir algera tilviljun. Annars hefði hinn látni mögulega aldrei fundist og fjölskylda hans því verið í óvissu um afdrif hans um aldur og ævi. „Tilviljun, ég er ekki viss um það. Ég held að þegar þú kemur svona illa fram við annað fólk þá bítur það mjög fast í rassinn á þér, örlögin sjá um þig. Óheppni að kafarinn hafi verið beðinn um að skoða bryggju, sem löngu var hætt að nota á þessum tímapunkti? Ég held ekki. Þetta er karma, mín reynsla segir það,“ segir Ari að lokum.

Myndir /Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir

Ráð til að einfalda lífið

Eflaust kannast margir hverjir við þá stöðu að finnast öðru hvoru eins og veruleikinn sé yfirþyrmandi, allt of mikið að gera og álag sé ástand sem komið sé til að vera. Í stað þess að sætta sig við það og leita á náðir hrukkukrema og orkudrykkja er ekki úr vegi að byrja á því að líta aðeins inn á við. Það er ótrúlegt hvað smávægilegar breytingar á hugarfari og venjum geta breytt miklu. Við tókum saman nokkur góð ráð sem eiga það sameiginlegt að gera lífið örlítið einfaldara.

Taktu til í lífinu

Losaðu þig við óþarfa drasl af heimili þínu og úr lífinu almennt. Hér er ekki aðeins átt við veraldlega hluti. Hugaðu að öllum þeim þáttum í lífi þínu sem valda á einhvern hátt streitu eða vanlíðan, því það er ekki síður mikilvægt að taka til á þeim sviðum. Við mælum með að taka tíma í smávegis sjálfskoðun og skrifa niður hver stærsti stressfaktorinn í þínu lífi er. Hvað er það sem þú vildir gera minna af og hvað viltu gera meira af?

Verslaðu meira á Netinu

Eftir langan vinnudag er búðarferð með þreytt og svöng börn í eftirdragi ekki tilhugsun sem heillar marga. Netverslun færist sífellt í aukana og nú eru komnir ýmsir möguleikar til að kaupa inn fyrir heimilið í gegnum veraldarvefinn og fá allt sent heim upp að dyrum. Fyrir þessa extra skipulögðu og framtakssömu er jafnvel ekki úr vegi að fara að huga að jólagjafainnkaupum.

Settu takmörk

Þetta er þitt líf, þín hamingja, þínar ákvarðanir. Ertu í kringum fólk sem dregur þig niður á einhvern hátt? Finnst þér stundum eins og þú verðir að gera eitthvað eða fara eitthvað til að bregðast ekki einhverjum öðrum þrátt fyrir að þú vildir helst bara vera heima? Þegar þú tekur að þér aukavinnu sem krefst þess að vinna á kvöldin, ertu þá að fórna mikilvægum tíma með börnunum þínum? Leggjum okkur fram um að taka ákvarðanir sem koma sér best fyrir okkur sjálf og okkar nánustu og forgangsröðum eftir því.

Hafðu alltaf eitthvað til að hlakka til

Í amstri dagsins og hröðu samfélagi er auðvelt að festast í því mynstri að vera alltaf að flýta sér og sjá ekki fram á að geta nokkurn tíma slakað á. Það er gott að vera alltaf með eitthvert skemmtilegt skipulagt aðeins fram í tímann. Ferðalög, dekur, eða jafnvel bara kósíkvöld heima. Þannig veistu, að þrátt fyrir álagstíma og að bugast á köflum er aldrei of langt í gæðastundina þína.

Skrifaðu það niður

Í stað þess að reyna halda utan um allt sem tengist daglegu lífi í huganum, í sambandi við fundi, læknistíma, máltíðir, verkefni og hugmyndir, markmið og annað – skrifaðu það niður. Fjárfestu í fallegri dagbók eða náðu þér í skipulags „app“ í símann og komdu því inn í rútínuna að skrifa mikilvæga hluti niður jafnóðum. Með því hreinsarðu hugann og hefur betri yfirsýn yfir allt saman.

 Lifðu í núinu

Í stað þess að festast í eftirsjá yfir fortíðinni eða kvíða fyrir framtíðinni, hvernig væri að einbeita sér að því að lifa í núinu? Í stað þess að telja niður mínúturnar þar til er kominn háttatími, njótum þá þess að vera með börnunum. Í staðinn fyrir að flýta sér inn úr göngutúr þegar byrjar að rigna, leyfum þeim að hoppa í pollunum. Það er mikið frelsi sem fæst með því að hætta alltaf að vera að flýta sér.

Greinin birtist upphaflega í Vikunni

Busy Philipps segir James Franco hafa verið hræðilegan

|
|

Leikkonan Busy Philipps segir leikarann James Franco hafa gert sér lífið leitt á tökustað á árunum 1999 og 2000.

Leikkonan Busy Philipps segir leikarann James Franco hafa veist að sér á tökustað við gerð þáttanna Freaks and Geeks á árunum 1999 og 2000. Hún hefur áður greint frá meintri árás en lýsir atvikum nánar í nýrri bók sinni, This Will Only Hurt a Little.

„Mér líður eins og hann hafi lesið Easy Riders, Raging Bull eða eitthvað álíka yfir sumarið og þá ákveðið að eina leiðin fyrir hann til að vera tekinn alvarlega væri að láta eins og helvítis asni.“

Philipps segir Franco hafa verið óvenjulega árásargjarnan gagnvart sér á meðan á tökum stóð og að það hafi alltaf verið ákveðin spenna á milli þeirra. Við tökur á einu atriðinu mun Franco að hafa öskrað á hana og hent henni í gólfið fyrir framan viðstadda. Hún segir þá árás hafa valdið sér mikilli vanlíðan.

Philipps segir Franco hafa beðið sig afsökunar daginn eftir og þannig náð að blekkja fólk. „Hann var hræðilegur við mig.“

Swift bætist í fjölmennan hóp þeirra sem Trump hefur móðgað

Donald Trump segist vera minna hrifinn af tónlist Taylor Swift eftir að hún tjáði sig um stjórnmál í gær.

Söngkonan Taylor Swift ákvað í gær að greina frá stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum en hingað til hefur hún forðast að tala um stjórnmál. Í gær lýsti hún yfir stuðning sínum við tvo frambjóðendur Demókrataflokksins fyrir þingkosningarnar sem verða í nóvember.

Eftir að Swift greindi frá stjórnmálaskoðunum sínum sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í samtali við fjölmiðla að honum líki 25% minna við tónlist hennar núna. Þá gaf hann einnig í skyn að hana skorti þekkingu á því sem hún sagði á Instagram.

Meðal þess sem Swift sagði á Instagram er að hún gæti ekki með góðri samvisku kosið Mörshu Blackburn, þingmann Repúblikana í Tennessee. „Ég er viss um að Taylor Swift veit ekkert um hana [Mörshu],“ sagði Trump í svari sínu.

Eftir að Taylor Swift greindi frá stjórnmálaskoðunum sínum er hún komin í hóp fjölmargra frægra einstaklinga sem Trump hefur deilt við opinberlega og móðgað. Dæmi um þekkta einstaklinga sem Trump hefur átt í útistöðum við í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla eru Chrissy Teigen, Stephen King, Rosie O’Donnell, Jimmy Fallon, Stephen Curry, Robert De Niro, Alec Baldwin, Oprah, Snoop Dogg, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Whoopi Goldberg, Samuel L. Jackson og svona mætti lengi áfram telja.

View this post on Instagram

I’m writing this post about the upcoming midterm elections on November 6th, in which I’ll be voting in the state of Tennessee. In the past I’ve been reluctant to publicly voice my political opinions, but due to several events in my life and in the world in the past two years, I feel very differently about that now. I always have and always will cast my vote based on which candidate will protect and fight for the human rights I believe we all deserve in this country. I believe in the fight for LGBTQ rights, and that any form of discrimination based on sexual orientation or gender is WRONG. I believe that the systemic racism we still see in this country towards people of color is terrifying, sickening and prevalent. I cannot vote for someone who will not be willing to fight for dignity for ALL Americans, no matter their skin color, gender or who they love. Running for Senate in the state of Tennessee is a woman named Marsha Blackburn. As much as I have in the past and would like to continue voting for women in office, I cannot support Marsha Blackburn. Her voting record in Congress appalls and terrifies me. She voted against equal pay for women. She voted against the Reauthorization of the Violence Against Women Act, which attempts to protect women from domestic violence, stalking, and date rape. She believes businesses have a right to refuse service to gay couples. She also believes they should not have the right to marry. These are not MY Tennessee values. I will be voting for Phil Bredesen for Senate and Jim Cooper for House of Representatives. Please, please educate yourself on the candidates running in your state and vote based on who most closely represents your values. For a lot of us, we may never find a candidate or party with whom we agree 100% on every issue, but we have to vote anyway. So many intelligent, thoughtful, self-possessed people have turned 18 in the past two years and now have the right and privilege to make their vote count. But first you need to register, which is quick and easy to do. October 9th is the LAST DAY to register to vote in the state of TN. Go to vote.org and you can find all the info. Happy Voting! 🗳😃🌈

A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) on

Hin fullkomna grillaða samloka

Góð ráð fyrir þá sem vilja hina fullkomnu grillsamloku með osti.

Grilluð samloka með osti er klassískur réttur sem hver sem er ætti að ráða við að gera. Það er þó ákveðin kúnst að gera hina fullkomnu grilluðu samloku.

Nokkrir kokkar deildu nýverið fróðleik með lesendum GQ um hvernig á að gera hina fullkomnu grilluðu samloku með osti.

Þar kom meðal annars fram að þrátt fyrir að osturinn sé í aðalhlutverki í grillaðir ostasamloku þá verður að varast að nota ekki of mikinn ost. „Það kann að hljóma undarlega en of mikill ostur getur skemmt grilluðu samlokuna. Of mikill ostur verður til þess að stökkt brauðið nýtur sín ekki,“ sagði kokkurinn Linton Hopkins.

Hann sagði einnig að mikilvægt væri að grilla samlokuna rétt. „Flestir kokkar nota „cast iron“-pönnu.“ Annar kokkur mælti með að grilla samlokuna á frekar lágum hita í lengri tíma því þannig nær osturinn að bráðna alveg í gegn. Og galdurinn mun svo vera að smyrja brauðið áður en það er grillað.

Eftirréttirnir gerast ekki mikið flottari

Helena Gunnarsdóttir deilir með lesendum uppskrift að einum fallegasta eftirrétt sem hún hefur bakað. Hún segir ekki flókið að gera þennan glæsilega rétt.

Matarbloggarinn Helena Gunnarsdóttir bakaði nýverið pavlovu sem hún segir vera einn fallegasta eftirrétt sem hún hefur nokkurn tímann bakað. „Þetta er mögulega það fallegasta sem ég hef skapað…í eldhúsinu það er að segja,“ skrifaði Helena við mynd sem hún birti á Instagram. Við fengum Helenu til að deila með okkur uppskriftinni.

„Uppskriftina fékk ég upphaflega frá konu sem heitir Zoe og heldur úti dásamlega bakstursblogginu Zoe Bakes. Hún er lærður bakari og á síðunni hennar kennir hún fólki alla helstu bakstursleyndardómana. Það er ekkert svo mikil kúnst að gera pavlovu, það góða við hana er nefnilega það að hún lítur svo stórkostlega út en er alls ekki svo flókin í framkvæmd. Þannig að allir sem hafa áhuga á að baka hana ættu að ráða við þessa uppskrift,“ segir Helena sem mælir með að skreyta veisluborð með pavlovunni.

„Það góða við pavlovuna er að það er vel hægt að baka hana kvöldið áður og svo er rjómanum og ávöxtum skellt á hana rétt áður en hún er borin fram. Ég sé þessa tilteknu pavlovu vel fyrir mér á jóla- og áramótaborðum. Hún er ekki bara góð heldur skreytir hún líka veisluborðið svo um munar,“ útskýrir Helena sem hefur haft áhuga á bakstri og matargerð frá því að hún man eftir sér.

„Ég hékk á eldhúsbekknum hjá mömmu og ömmum mínum og fékk ekki nóg af því að aðstoða og vasast í eldhúsinu. Þær voru allar verulega þolinmóðar við mig, svona í minningunni allavega, og leyfðu mér að prófa að gera, smakka og vesenast þrátt fyrir ungan aldur,“ rifjar Helena upp.

„Ég hékk á eldhúsbekknum hjá mömmu og ömmum mínum og fékk yfirleitt aldrei nóg af því að aðstoða og vasast í eldhúsinu.“

Helena heldur úti matarblogginu Eldhúsperlur og er líka virk á Instagram. „Bloggið mitt verður sex ára í nóvember! Ég byrjaði sem sagt að fikta við að skrifa uppskriftirnar mínar á bloggið árið 2012. Ég hugsaði þetta upphaflega stað fyrir allar mínar uppáhaldsuppskriftir og þótti gott að geta bent vinum og vandamönnum á síðuna ef þeim þótti maturinn minn óvenjugóður og vildu gera eins.“

Meðfylgjandi er uppskrift að umræddri pavlovu.

Pavlova

Fjórar eggjahvítur

Salt á hnífsoddi

60 ml kalt vatn

250 gr sykur

1 tsk hvítvínsedik

1 tsk vanilluextract

1 msk + 1 tsk maísenamjöl

Fylling:

4 dl rjómi

Fersk ber að eigin vali

Dálítill flórsykur, sigtaður yfir að lokum

Aðferð:

Ofn hitaður í 140 gráður með blæstri.

Byrjið á að þeyta eggjahvíturnar og saltið þar til þær byrja að freyða aðeins. Bætið sykrinum smám saman út í á meðan þið þeytið. Þeytið þetta vel saman eða í um eina mínútu.

Bætið þá vatninu hægt og rólega saman við og þeytið áfram. Þeytið blönduna mjög vel eða þar til stífir toppar myndast á marengsinn. Þetta tekur um 5-7 mínútur á hæstu stillingu á hrærivél.

Þegar blandan er stífþeytt takið þá skálina til hliðar og bætið edikinu, vanillu og maísenamjöli saman við með sleikju, varlega.

Setjið á ofnplötu með bökunarpappír og myndið fallegan hringlaga gíg úr marengsinum sem er um það bil 12 cm í þvermál.

Setjið inn í ofn og bakið í 30 mínútur. Lækkið þá hitann í 120 gráður og bakið áfram í 45 mínútur.

Slökkvið þá á ofninum en hafið ljósið áfram kveikt og látið pavlovuna kólna hægt og rólega í að minnsta kosti klukkustund eða yfir nótt. Pavlovan mun falla dálítið í miðjunni sem er hið besta mál og á að gerast.

Þegar pavlovan hefur kólnað alveg er hún fyllt með þeyttum rjóma og berjum eða því sem hugurinn girnist.

Áhugasamir geta kíkt á Instagram hjá Helenu, þar má meðal annars sjá myndband með leiðbeiningum að pavlovunni.

Íslendingar sem hafa „masterað“ Instagram-lífsstílinn

Nokkrum Íslendingum hefur tekist að fanga Instagram-lífsstílinn svokallaða þar sem allt virðist vera fullkomið.

Instagram-stjörnur um allan heim keppast við að deila með fylgjendum sínum fallegum myndum sem sýna hversu æðislegum lífsstíl þær lifa. Endalaus ferðalög, fimm stjörnu hótel, verslunarferðir, gómsætur matur á bestu veitingahúsunum, óaðfinnanlegur fatastíll og nýjustu tæki og tól eru nokkur dæmi um það sem má finna á vinsælum Instagram-síðum þeirra sem virðast lifa hinum fullkomna lífsstíl á myndum sem stundum hefur verið kallaður „Instagram-lífsstíllinn.“

Nokkrir Íslendingar hafa í gegnum tíðina náð að „mastera“ þennan svokallaða Instagram-lífsstíl með myndum sínum á samfélagsmiðlum. Þetta eru nokkrir þeirra:

Plötusnúðurinn Dóra Júlía er virk á Instagram og birtir þar glæsilegar myndir úr sínu daglega lífi.

Sunneva Einarsdóttir gefur rúmlega 36.000 fylgjendum sýnum innsýn inn í líf sitt á Instagram.

Móeiður Lárusdóttir svalar þorstanum með kampavíni. Gerist ekki Instagram-legra er það.

View this post on Instagram

How about some food 🍾

A post shared by Móeiður Lárusdóttir (@moeidur) on

Lína Birgitta virðist lifa Instagram-lífsstílnum í botn.

Rúmlega 10.000 manns fylgjast með myndunum sem Alexandra Helga Ívarsdóttir birtir á Instagram.

View this post on Instagram

We found the pigs 🐷

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on

Kokteilar og kampavín spila stórt hlutverk á Instagram-myndum Birgittu Lífar.

View this post on Instagram

Brunchin’ it up 💕

A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir 🤍 (@birgittalif) on

Sólarstrendur og samstarf við Nocco hjá Helga Ómarssyni.

Það er eintóm gleði að vera Snapchat-stjarnan Binni Glee ef marka má Instagram-síðuna hans.

Egill Halldórsson hefur vakið töluverða athygli fyrir sínar Instagram-myndir.

View this post on Instagram

crockodile hunting 👀💦 – #tulum #cenote

A post shared by egill ⚡️ (@egillhalldorsson) on

Bloggarinn Sigríður Margrét er Instagrammari í húð og hár.

Andið eðlilega verðlaunuð í Aþenu, Sydney og Lissabon

Andið eðlilega hlaut Fischer-áhorfendaverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Aþenu um þar síðustu helgi. Þá hlaut hún einnig áhorfendaverðlaun í Sydney og nýlega hlaut aðalleikkona myndarinnar, Kristín Þóra Haraldsdóttir, verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Lissabon. Er því óhætt að segja að myndin hafi átt sannkallaðri velgengni að fagna þar sem hún hefur rakað til sín verðlaunum á árinu. Meðal annarra verðlauna sem myndin hefur hlotið má nefna alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin (FIPRESCI) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og Roger Ebert-verðlaunin fyrir bestu frumraun leikstjóra á Traverse City-kvikmyndahátíðinni í Michigan. Þá var Ísold Uggadóttir valin besti erlendi leikstjórinn á hinni virtu bandarísku kvikmyndahátíð Sundance í janúar. Ísold varð ekki aðeins fyrst íslenskra leikstjóra til að hljóta verðlaunin, heldur var Andið eðlilega fyrsta íslenska myndin til að hljóta verðlaun á hátíðinni.

Talið að brúðkaupið muni kosta um 300 milljónir

Áætlaður kostnaður í kringum brúðkaup Eugenie prinsessu af York og Jack Brooksbank er um 300 milljónir króna.

Eugenie prinsessa af York og Jack Brooksbank munu ganga í hjónaband þann 12. október í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala.

Samkvæmt heimildarmanni Daily Mirror mun brúðkaupið verða hið glæsilegasta en áætlaður kostnaður í kringum athöfnina og veisluna er um tvær milljónir punda, sem gerir um 300 milljónir íslenskra króna. Kostnaðurinn í kringum brúðkaupið fer fyrir brjóstið á sumum, meðal annars þingmanninum Chris Williamson, því breskir skattgreiðendur þurfa að borga brúsann. „Hver hefur svo sem heyrt um Eugenie prinsessu? Það er engin þörf á svona mikilfenglegri athöfn,“ sagði hann meðal annars í viðtali við Sky News.

Samkvæmt heimildarmanni Daily Mirror munu Eugenie og Jack mæta í athöfnina í opnum hestvagni á meðan sekkjapíputónlist mun óma.

Gestalistinn verður svo stjörnum prýddur en Ed Sheeran, Ellie Goulding, Kate Moss, Cara Delevingne, Robbie Williams og George og Amal Clooney munu vera meðal þeirra sem fengu boðskort.

Þá mun söngvarinn Andrea Bocelli syngja í veislunni á meðan gestir gæða sér meðal annars á rauðri flauelsköku.

Ég stend með þér

Síðast en ekki síst

Höfundur / Elísabet Ýr Atladóttir

Nú á dögunum var maður sýknaður af nauðgun því ekki þótti sannað að „ásetningur“ hans hefði verið að nauðga. Þetta virðist algeng ástæða til sýknunar – huglæg áhersla á ásetning geranda er sett framar en frásögn þolanda af því að hafa verið nauðgað. Það virðist mikilvægara að gefa meintum ásetningi geranda meira vægi en skýrslur um áverka og aðrar afleiðingar fyrir þolanda ofbeldisins. Mörk samþykkis virðast svo óskýr, því dómstólar gera ráð fyrir samþykki nema annað sé sannað. Sú sönnunarbyrði situr öll á brotaþola.

Hvernig sannar einhver að hún hafi sagt nei, þegar hennar orð er ekki bara hunsað af nauðgaranum, heldur líka réttarkerfinu? Af hverju teljast orð geranda um ásetning sannleikur en frásögn brotaþola af neitun sinni tvíræð? Skilaboðin til þolenda nauðgana er skýr: þegiðu, því orð þitt vegur minna en mannsins sem nauðgaði þér. Enn og aftur eru skilaboðin þau að það borgar sig ekki að kæra nauðgunina, því nei-ið heyrist ekki. Neitunin er virt að vettugi þegar nauðgunin á sér stað, líka þegar dómstólar vega og meta sönnunargögnin. Brotaþoli er enn og aftur raddlaus, valdalaus, vanmáttug fyrir ákvörðunarvaldi sem hún fær ekki að eiga neinn annan þátt í en sem viðfang og vitni.

Dómurum fannst ekki hægt að sakfella manninn vegna þess hvernig kynlífi hans og brotaþola hafði verið háttað áður fyrr. Dómstólar ákveða þar með ásetning mannsins út frá fortíð og áætla henni samþykki – því ef hún sagði já áður, þá hlýtur hún að segja já núna. Skilaboð réttarkerfisins til kvenna er að ef við höfum samþykkt áður, þá samþykkjum við alltaf. Það má einfaldlega gera ráð fyrir því. Þetta er okkar nauðgunarmenning sem við þurfum að berjast við af fullum krafti. Til konunnar sem þurfti að upplifa annað áfall yfir þessum nýja dómsúrskurði segi ég: Ég stend með þér. Alltaf.

Aktívistar gegn nauðgunarmenningu senda yfirlýsingu á þingmenn

|

Þingmönnum barst bréf í dag frá samtökunum Aktívistar gegn nauðgunarmenningu. Þrír þingmenn hafa svarað bréfinu.

Samtökin Aktívistar gegn nauðgunarmenningu sendu í dag frá sér yfirlýsingu gegn frumvarpi Brynjars Níelssonar. Samtökin sendu yfirlýsinguna til þingmanna í dag ásamt 156 undirskriftum.

Elísabet vill fá viðbrögð frá þingmönnum.

„Yfirlýsingin er gerð til að vekja öll sem sitja í ákvörðunarstól á þingi til umhugsunar um hverskonar afleiðingar svona refsilög myndu hafa og til að benda á hvernig kerfið er enn þá að brjóta niður þau sem þurfa að flýja ofbeldi. Kerfið tekur ekkert tillit til þeirra sem eru að reyna að fá frelsi undan ofbeldismönnum og beinlínis hundsar gögn og frásagnir sem sýna fram á ofbeldi. Að koma aftur með þetta frumvarp nánast óbreytt er eins og einhver stórkostleg veruleikafirring, sérstaklega eftir alla þá umfjöllun sem þessi mál hafa fengið undanfarið,“ segir Elísabet Ýr Atladóttir um yfirlýsinguna.

„Við viljum sjá öll á þingi rísa upp gegn þessu frumvarpi, eða að minnsta kosti gera afstöðu sína til þess skýra. Það þarf að koma skýrt fram að svona árás á konur sem eiga sér enga vörn og eru að flýja ofbeldi er óásættanlegt. Við krefjumst þess að það sé tekið afstöðu með þolendum,“ útskýrir Elísabet og bætir við að Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir eru nú þegar búin að svara bréfi samtakanna.

Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.

Höfnun á frumvarpi 126/149 – Yfirlýsing Aktívista gegn nauðgunarmenningu

Vegna framlagningar á​ frumvarpi 126/149​ – um breytingar á barnaverndarlögum sem þau Brynjar Níelsson, Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Páll Magnússon hafa öll lagt nafn sitt við.

Við, Aktívistar gegn nauðgunarmenningu, finnum okkur knúnar til að leggja fram eftirfarandi yfirlýsingu og gerum þá kröfu til allra sem á Alþingi sitja að þau taki skýra afstöðu á móti ofbeldi gegn konum og börnum ellegar geri skýra grein fyrir afstöðu sinni.

Hvenær þykir ykkur nóg komið? Hafa frásagnir þolenda af ofbeldi í nánum samböndum og fjölskyldum ekki farið nógu hátt til að ná athygli ykkar? Hversu hávær og skerandi þurfa sársaukaópin að vera til að þau komi ykkur við? Hversu mörg líf þarf að leggja í rúst og hversu marga þarf að brjóta niður og kúga til að þið opnið augun? Hið opinbera tekur nú þegar þátt í kerfislægu niðurbroti og ofbeldi með ákvarðanatöku sinni og fremur mannréttindabrot í skjóli valds. Hversu oft þarf þetta frumvarp, sem vinnur augljóslega gegn hag allra barna og vinnur beint gegn þolendum ofbeldis, að vera lagt fram áður en þið áttið ykkur á alvarleika málsins?

„Þegar ég les á netinu að móðir sé að beita föður ofbeldi með því að tálma umgengni án þess að vita hvað er í gangi, eða hvað býr að baki tálmuninni, þá verður maður svolítið reiður og á það til að missa trúna á fólki yfir höfuð,“ – ​Auður Emilía í viðtali við Fréttablaðið.

Við segjum að nóg sé komið. Við teljum það lágmarkskröfu að þau sem sitja á ákvörðunarstól þingsins horfist í augu við afleiðingarnar sem frumvarp sem þetta myndi hafa næði það fram að ganga.

Við teljum mikilvægt að þið gerið ykkur grein fyrir hvað lögfesting á skömmun foreldris (móður) raunverulega þýðir fyrir börn og að þið áttið ykkur á því hversu skaðleg viðhorf frumvarpið endurspeglar. Börn sem af einhverjum ástæðum njóta ekki umgengni við annað foreldri sitt eru bersýnilega ekki betur sett með því að hinu foreldrinu sé varpað í fangelsi. Þá er ríkið sjálft að svipta barnið réttinum á umgengni við það foreldri sem afplánar refsivist og jafnvel svipta barnið eina foreldrinu sem verndar það. Þessi hugsun er ekki bara órökrétt heldur er hún í hreinni mótsögn við alla hugsun að baki barnalögum, barnaverndarlögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Kerfið í dag verkar sem vogarafl fyrir ofbeldismann sem reiðir til höggs. Kerfið sem segist ætla vernda fyrir ofbeldi bregst þolendum ofbeldis hvað eftir annað. Frásagnir þeirra sem hafa flúið heimilisofbeldi og þurfa að reiða sig á réttarákvörðun kerfisins vegna barna sinna eru skýr vitnisburður um það.

Þögn ykkar er vopn í höndum ofbeldismanna. Skilningsleysi og hundsun á hættulegum aðstæðum þolenda ofbeldis er ofin inn í viðhorf kerfisins og mæður og börn sem eru þolendur heimilisofbeldis verða því fyrir ofbeldi úr öllum áttum. Þau verða fyrir ofbeldi heima hjá sér og einnig ofbeldi af hálfu ríkisvaldsins. Vanmátturinn verður alger þegar það er yfirvaldið, ríkisvaldið, sem starfar í skjóli laga sem tekur afstöðu með gerandanum, staðfestir hans málstað og ljáir honum lögmæti og tekur þannig beinan þátt í ofbeldinu. Þolendur ofbeldis eru algjörlega berskjaldaðir.

Frumvarp um refsilöggjöf í umgengnismálum er ekki lausn á vel skilgreindum vanda. Frumvarpið er enn eitt kúgunartækið í þágu ofbeldismanna og gefur þeim gerræðislegt vald í lífi barna og kvenna. Þið kallið þetta frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum. Við köllum þetta frumvarp til laga gegn vernd barna.

„Börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis föður eru þvinguð í samskipti við ofbeldismann. Þegar ekki er tekið á geranda ofbeldis með viðeigandi hætti dregur það stórlega úr líkum á því að viðkomandi láti af ofbeldinu. Þetta stuðlar hvorki að velferð né þjónar hagsmunum barna. Þetta er í raun aðför að velferð og réttindum barns.“ – Sigrún Sif Jóelsdóttir í opnu bréfi til dómsmálaráðherra

Það ætti að vera augljóst að það er ekki börnum fyrir bestu að foreldri þess sé refsað með fangelsisvist fyrir að uppfylla forsjárskyldu sína;fyrir að vernda þau fyrir ofbeldi og vanvirðandi háttsemi. Sýslumaður sem virðist enn taka geðþóttaákvarðanir í umgengnismálum þvert á skýrslur og gögn sem staðfesta ofbeldi telur frásagnir af ofbeldi og meint neikvætt viðhorf móður vegna þess, skaða börn meira en staðfest ofbeldi samkvæmt Barnahúsi, lögregluskýrslum, greinagerðum meðferðaraðila, fagfólks, barnaverndarmálum, áverkavottorðum og svo framvegis. Þolendur ofbeldis fá þau skilaboð að það skipti engu máli þó brotið sé gegn þeim. Óréttlátt viðhorf gagnvart þolendum í umgengnismálum gerir þeim ókleift að vernda börn sín fyrir ofbeldi vegna þess að „réttur barnsins til að umgangast báða foreldra“ er látinn trompa rétt barnsins til öryggis.

„Ef niðurstaða fagaðila, áhyggjur forsjárforeldris, afgerandi niðurstaða Barnahúss og sjónarmið barnanna hafa ekkert vægi í mati sýslumanns og dómsmálaráðuneytis á ofbeldi á barni, hvaða gögn gera það þá?“ – Nafnlaust​ bréf móður til dómsmálaráðherra

Inngrip stjórnvalds í umgengni barna við foreldra sína þarf fyrst að vera réttmætt áður en gripið er til aðgerða til að refsa eða þvinga þá sem brjóta umgengnisrétt. Þegar stjórnvöld líta ekki til gagna frá Barnahúsi um kynferðisofbeldi á barni, til opinna barnaverndarmála, mats fagaðila og vilja barnanna sjálfra í réttarákvörðun sinni eru þau einfaldlega ekki að viðurkenna ofbeldi á barni. Vinnuregla barnaverndar er sú að kanna ekki aðstæður á heimili umgengnisforeldris sérstaklega. Ekki er talin þörf á inngripi eða könnun barnaverndar ef talið er að forsjáraðili (móðir) verndi barnið frá ofbeldi eða vanvirðandi háttsemi umgengnisforeldris. Þegar réttarákvörðun vísar upplýsingum um ofbeldi á barni eða fjölskyldu frá með þeim hætti sem hún gerir, barnavernd kannar ekki aðstæður barns á heimili umgengnisforeldris og forsjárforeldri er síðan dæmt í fangelsi fyrir að hafna umgengnisrétti til verndar barninu. Þá hafa stjórnvöld brugðist barninu fullkomlega í nafni jafns réttar umgengnisforeldris (föður).

Réttur barns er endurskilgreindur sem réttur föður og glæpur móður.

Ef það er raunverulegur vilji stjórnvalda að uppræta heimilisofbeldi og standa vörð um hagsmuni barna þá er það algjört frumskilyrði að ofbeldinu sé ekki afneitað, afsakað, réttlætt eða endurskilgreint á kostnað þolenda þegar það á sér stað. Á meðan kerfið kemur ekki til móts við þolendur og tekur ekki á því ofbeldi sem er til staðar þá hefur frumvarp um refsingar á forsjárforeldrum engan tilgang annan en að ýta undir kúgun og ofbeldi.

Refsivist vegna brots á umgengnissamningi sem skilgreint er með fordómafullri ákvörðunatöku út frá mýtunni um vondu mömmuna sem ásakar pabbann ranglega fjallar ekki um réttlæti, heldur hefnd og valdbeitingu. Aðeins morð á foreldri í aðstæðum sem þessum er nær fullkomnun á ofbeldinu en fangelsun.

„Þetta var auðvitað mjög stór stund í lífi okkar, eitthvað sem við höfðum beðið lengi eftir en á sama tíma voru þetta ljúfsár tíðindi þar sem sömu mistökin eru gerð trekk í trekk og af sama fólki. Það hefur ekkert breyst í barnaverndarmálum, börn eru neydd í umgengni við ofbeldisfulla feður, Danir og fleiri lönd í Evrópu halda áfram að dæma mæður eins og mig í fangelsi fyrir að verja börn sín fyrir ofbeldi,“ Hjördís Svan Aðalheiðardóttir​ í viðtali við Mannlíf

Tími afstöðu-og ábyrgðarleysis gagnvart ofbeldi er liðinn og við getum ekki lengur forðast það að horfast í augu við raunveruleikann. Nú er tækifærið til að taka afdráttarlausa afstöðu með þolendum og fyrsta skrefið er að mótmæla þessu frumvarpi gegn vernd barna kröftuglega. Þess vegna krefjumst við svara frá öllum á þingi. Ofbeldi í fjölskyldum er ekki einkamál. Þið sem sitjið á valdastóli, þið hafið ákvörðunarvaldið. Standið með þolendum ofbeldis.
Við bíðum svara frá ykkur öllum.

Undirskriftir Aktívista gegn nauðgunarmenningu:

1. Sigrún Sif Jóelsdóttir
2. Helga Vala Garðarsdóttir
3. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
4. Elísabet Ýr Atladóttir
5. Þórhildur Sif Þórmundsdóttir
6. Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir
7. Rut Einarsdóttir
8. Kristín Inga Jespersen
9. Sara Mansour
10. Anna Jóna Heimisdóttir
11.Hildur Rós Guðbjargardóttir
12.Hrafndís Katla Elíasdóttir
13.Svava Björg Mörk
14.Elfa Kristín Jónsdóttir
15.Nína Vigdísardóttir Björnsdóttir
16.Anna Sigrún Benediktsdóttir
17.Eva Lilja Rúnarsdóttir
18.Andrea Eyland
19.Hjördís Svan Aðalheiðardóttir
20.Candice Michelle Goddard
21.Helga Gestsdóttir
22.Sólborg Birgisdóttir
23.Inga María Vilhjálmsdóttir
24.Helga Ólöf Þórdísardóttir
25.Ásta Knútsdóttir
26.Fríða Bragadóttir
27.Halldóra Jónasdóttir
28.Berglind K.Þórsteinsdóttir
29.Erna Dýrfjörð Stefánsdóttir
30.Erla Guðrún Gísladóttir
31.Sigrún Fanney Sigmarsdóttir
32.Hugrún Jónsdóttir
33.Sunna Ýr Einarsdóttir
34.Ingibjörg Sigurðardóttir
35.Ingibjörg Lilja Þórmundsdótti
36.Jóhanna Margrétardóttir
37.Margrét Birna Henningsd. Jakob
38.Olga Björk Ólafsdóttir
39.Sunna Björg Símonardóttir
40.Ásta Þórisdóttir
41.Ninna Karla Katrínardóttir
42.Hildur Sigurðardóttir
43.Helga Hrönn Nordfj. Þórðardóttir
44.Heiðrún Arna Friðriksdóttir
45.Sigríður Ásta Árnadóttir
46.Ástrós Hreinsdóttir
47.Harpa Hjartardóttir
48.Kristín Vilhjálmsdóttir
49.Harpa Oddbjörnsdóttir
50.Hildur Björk Hörpudóttir
51.Fanný Rósa Bjarnadóttir
52.Aþena Mjöll Pétursdóttir
53.Guðný Elísa Guðgeirsdóttir
54.Áslaug Hauksdóttir
55.Guðrún Hulda Guðmundsdóttir
56.Hafdís Arnardóttir
57.Freydís Dögg Steindórsdóttir
58.Steinunn Ýr Einarsdóttir
59.Tinna Björk Pálsdóttir
60.Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir
61.Elín Jóhanna Bjarnadóttir
62.Kristín Th. Hafsteinsdóttir
63.Vibeke Svala Hafsteinsdóttir
64.Eva Dagbjört Óladóttir
65.Nótt Aradóttir
66.Margrét Baldursdóttir
67.Sædís Hrönn Samúelsdóttir
68.Hildur Sigurðardóttir
69.Bjarndís Helga Tómasdóttir
70.Kristín Erla Benediktsdóttir
71.Frigg Thorlacius
72.Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir
73.Hanna Björg Vilhjálmsdóttir
74.Ragna Björk Ragnarsdóttir
75.Signý Rut Kristjánsdóttir
76.Halldóra Hafsteinsdóttir
77.Sigrún Sól Ólafsdóttir
78.Freyja Vals Sesseljudóttir
79.Sigríður Sturlaugsdóttir
80.Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar
81.Hildigunnur Rúnarsdóttir
82.Elva Dögg Blumenstein
83.Hulda Hákonardóttir
84.Arna Björk Pétursdóttir
85.Sólrún Einarsdóttir
86.Guðrún Ágústa Kjartansdóttir
87.Benedikta Bergmann Ketilsdóttir
88.Kiana Sif Limehouse
89.Sunna Kristinsdóttir
90.Sigurbjörg Magnúsdóttir
91.Brynhildur Björnsdóttir
92.Margrét Heiður Jóhannsdóttir
93.Erla Einarsdóttir
94.Birgitta Sigurðardóttir
95.Gunnhildur Vala Valsdóttir
96.Vega Rós Guðmundsdóttir
97.Steinunn Ólöf Hjartardóttir
98.Emma Ásu Árnadóttir
99.Emma Kamilla Finnbogadóttir
100. María Lind Oddsdóttir
101. Stella Beekman
102. Anna Þórey Arnardóttir
103. Sigríður Björnsdóttir
104. Margrét S Benediktsdóttir
105. Elsa Björk Harðardóttir
106. Særún Magnea Samúelsdóttir
107. Eva Hulda Ívarsdottir
108. Kristín Margrét Ingibjargardóttir
109. Eyrún Eva Gunnarsdóttir
110. Hulda Dögg Georgsdóttir
111. Hildur Helga Sigurðardóttir
112. Tinna Eik Rakelardóttir
113. Birna Sæunn Jónsdóttir
114. Fanney Gunnarsdóttir
115. Harpa Lind Björnsdóttir
116. Anna Íris Pétursdóttir
117. Þorbjörg Signý Ágústsson
118. Þuríður Ósk Gunnarsdóttir
119. Klara Þórhallsdóttir
120. Steinunn Anna Radha Másdóttir
121. Helga Dís Árnadóttir
122. Þórhildur Sæmundsdóttir
123. Margrét Pétursdóttir
124. Steinunn S. Ólafardóttir
125. Guðlaug Marín Pálsdóttir
126. Sunna Rut Stefánsdóttir
127. Sigríður Nanna Gunnarsdóttir
128. Steinunn Helga Sigurðardóttir
129. Karen Linda Eiríksdóttir
130. Karen Dögg Bryndísardóttir Karlsdóttir
131. Ragna Björg Björnsdottir
132. Guðrún Kristjánsdóttir
133. Heiða Sigurðardóttir
134. Erna Sigrún Hallgrímsdóttir
135. Erla Kr Bergmann
136. Sigrún Ósk Arnardóttir
137. Hafdís Erla Árnadóttir
138. Drífa Pálín Geirs
139. Berglind Ósk Pétursdóttir
140. Þórey Guðmundsdóttir
141. Erla Elíasdóttir Völudóttir
142. Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir
143. Magnea Jónasdóttir
144. Edith Soffía Bech
145. Lúcía Sigrún Ólafsdóttir
146. Berglind Rós Gunnarsdóttir
147. Björg Torfadóttir
148. Jenný Heiða Zalewski
149. Linda Björk Einarsdóttir
150. Aðalheiður Jóhannsdóttir
151. Hera Hansen
152. Anna Lind Vignisdóttir
153. Halldóra M. Baldursdóttir
154. Eva Björk Sigurðardóttir
155. Anna Lotta Michaelsdóttir
156. Halla Björg Randversdóttir

Mynd / Af vef Alþingis

Náðu markmiðinu og gott betur en það

Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir úr Ylju gefa brátt út breiðskífu með tíu þjóðlögum í nýjum búning. Þær settu sér það markmið að safna 1,3 milljónum króna fyrir gerð plötunnar og áhugi fólks leyndi sér ekki.

Þær Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir úr hljómsveitinni Ylju settu sér nýverið það markmið að safna 1,3 milljónum króna á Karolina Fund til að gefa út þjóðlagaplötu. Þær náðu markmiðinu og gott betur en það. „Við fórum í þetta verkefni með metnað, virðingu fyrir menningararfinum og jákvæðni að vopni. Við vildum trúa því að fólk hefði raunverulegan áhuga á því að heyra þjóðlögin í nýjum búningi alveg eins og við. En auðvitað var þetta ekki sjálfgefið og erum við alveg hreint ótrúlega stoltar og þakklátar,“ segir Gígja.

„Við vildum trúa því að fólk hefði raunverulegan áhuga á því að heyra þjóðlögin í nýjum búningi.“

Þjóðlagaplatan, sem er þriðja breiðskífa Ylju, heitir Dætur. Hún hefur að geyma tíu íslensk þjóðlög í nýjum búning. Spurðar út í hvaðan áhuginn á þjóðlögum kemur segja þær áhugann mögulega hafa kviknað þegar þær voru í kór á sínum yngri árum. „Við höfum mikið dálæti af rödduðum söng og algjört uppáhald er fimmundarsöngur. En við kynntumst upphaflega í kór þar sem eitthvað var sungið af þjóðlögum og eflaust hefur áhuginn sprottið upp þar.“

Eins og áður sagði hefur platan að geyma tíu lög sem þær völdu með aðstoð vina og vandamanna. Aðspurð hvort þær eigi uppáhaldslag af plötunni segir Bjartey: „Það er erfitt að segja. Það eru til svo ótrúlega mörg falleg og flott þjóðlög. Það fer nánast bara eftir stað og stund. Lagið Stóðum tvö í túni er þó lag sem við þekktum ekkert allt of vel áður en við lögðum af stað í þetta verkefni og er nú eitt uppáhalds lagið okkar beggja af plötunni okkar.“

Gígja og Bjartey munu fagna útgáfu plötunnar með tónleikum í Bæjarbíói þann 20. október. Þar verða þær ásamt hópi af hljóðfæraleikurum sem munu spila efni nýju plötunnar undir stjórn Guðmundar Óskars Guðmundssonar sem stýrði upptökum.

Mynd/ Einar Óskar

Norðurljósamyndir gærdagsins

Fólk kepptist við að ná myndum af stórfenglegum norðurljósum í gær.

Mikilfengleg norðurljós mátti sjá í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Margt fólk flykktist því út með myndavélina að vopni til að ná ljósasýningunni á mynd.

Stórfenglegar norðurljósamyndir hafa svo hrúgast inn á Instagram síðan þá og hér fyrir neðan má sjá dæmi um nokkrar.

Þess má geta að talsverðri norðurljósavirki er spáð í kvöld.

https://www.instagram.com/p/BoqrO7OB2LA/?utm_source=ig_web_copy_link

https://www.instagram.com/p/BoqrI3sAu8l/?utm_source=ig_web_copy_link

https://www.instagram.com/p/BoqzFHSh0VN/?utm_source=ig_web_copy_link

https://www.instagram.com/p/BoqtY8JgvNO/?utm_source=ig_web_copy_link

Mynd / Skjáskot af Instagram

Sýningar sem lifa áfram

Vel þarf að vanda það sem lengi á að standa, er setning sem hæfir góðum leiksýningum. Það á ekki við um líftíma leikverks heldur hve lengi sýningin lifir áfram í huga áhorfenda. Þegar Íris Hauksdóttir, blaðakona á Vikunni, var beðin að rifja upp þau leikverk sem hafa haft mest áhrif á hana vandaðist valið því hún segir að af mörgu sé að taka. Tíu ára sá hún fyrstu fullorðinssýninguna, Elínu Helenu í Borgarleikhúsinu og ári síðar Fávitann í Þjóðleikhúsinu og hún segir báðar sýningar hafa skilið mikið eftir sig.

„Sú sýning sem dáleiddi mig fyrir lífstíð var Draumur á Jónsmessunótt enda vara álögin enn. Árið var 2000 og tilefnið 50 ára afmæli Þjóðleikhússins. Leikstjórinn Baltasar Kormákur valdi til sín einvalalið en sagan er auðvitað meiriháttar þar sem ljóð og erótík leiðast í draumkenndu ævintýri.

Ári síðar frumsýndi leikfélagið Hermóður og Háðvör leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson í Hafnarfjarðarleikhúsinu og sú sýning sat lengi eftir. Verkið fjallaði um óhugnað og ofbeldi en þarna þreyttu þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson frumraun sína á sviði.

Veislan lifnaði svo eftirminnilega við á Smíðaverkstæðinu árið 2003 en sú sýning var bæði skemmtilega framsett og feiknarvel leikin.

Tveimur árum síðar vaknaði Edith Piaf til lífsins í flutningi Brynhildar Guðjónsdóttur sem túlkaði þessa stórkostlegu söngkonu ógleymanlega. Samhliða námi vann ég í Þjóðleikhúsinu og hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég læddist á leikhússvalirnar og naut sýningarinnar sem byggð var á samnefndu verki eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Hilmars Jónssonar.

Pétur Gautur var annað dæmi um verk sem ég sá óteljandi sinnum en sýningin varð kveikjan að lokaverkefni mínu í háskóla. Sýningin rakaði að sér Grímuverðlaunum árið 2006 en ljóðkenndur texti Karls Ágústs Úlfssonar er sérstakt rannsóknarefni fyrir utan framúrstefnulega nálgun á verkinu.

Pétur Gautur var annað dæmi um verk sem ég sá óteljandi sinnum en sýningin varð kveikjan að lokaverkefni mínu í háskóla.

Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson var frumsýnt ári síðar í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Eldfimt fjölskyldudrama sem skautaði listilega á milli geðveiki og drauma, orsaka og afleiðinga.

Eldhaf eftir Wajdi Wouawad lifnaði við á sama sviði árið 2012 í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar en sýningin var sú erfiðasta sem ég hef séð. Kvikmyndin Incendies er byggð á sama handriti og mæli ég með að áhugasamir kynni sér söguna.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Selja ímynd Íslands fyrir milljarða

|
|

Íslensk orkufyrirtæki selja erlendum fyrirtækjum upprunavottorð fyrir íslenska endurnýjanlega orku. Vottorðin hafa kallast syndaaflausnir enda hreinsa fyrirtækin sig af því að nota mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa.

Íslensk orkufyrirtækið hafa gefið út og selt upprunaábyrgðir fyrir íslenskri raforku í að verða sjö ár. Tekjurnar nota fyrirtækin til að efla framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Salan á ábyrgðunum veldur því að hlutfall kjarnorku-, kola- og jarðefnaeldsneytis er hátt í orkunotkun Íslendinga. Fyrirtækin íslensku þurfa í staðinn að taka á sig mikla kolefnislosun og geislavirka mengun. Til að eyða því út kaupa þau sjálf upprunaskírteini til að hreinsa merki um mengandi orkugjafa úr bókum sínum.

Ekki liggur fyrir hvað orkufyrirtækin hafa selt upprunaábyrgðir fyrir háar fjárhæðir og enginn heldur utan um þær fjárhæðir. Þeir sem Mannlíf hefur rætt við segja upphæðirnar líklega hlaupa á milljörðum króna. Verðið hefur sveiflast talsvert í gegnum tíðina. Sem dæmi hefur verð upprunaábyrgða Landsvirkjunar lækkað verulega frá því byrjað var að selja upprunaábyrgðir árið 2011. Undir lok árs 2015 var megavattstundin á 10 evrusent. Í byrjun árs 2016 var hún komin upp í 30 evrusent. Þegar verðið var hvað hæst fór megavattsstundin upp í 2 evrur. Búist er við því að átak í loftslagsmálum muni valda því að verðið hækki töluvert í viðbót.

Upprunaábyrgðirnar hafa af sumum verið kallaðar syndaaflausnir enda eru þær notaðar til að uppfylla ýmis skilyrði um markmið í loftslagsmálum. Bæði notendur raforku hér og í Evrópu geta með ábyrgðunum fengið raforkunotkunina vottaða sem endurnýjanlega samkvæmt alþjóðlegum staðli og standa við markmið í umhverfisstefnu sinni.

Salan hefur verið gagnrýnd þar sem mengandi úrgangur og orkugjafar koma fram í bókum íslensku orkufyrirtækjanna. Hlutur mengandi og óendurnýjanlegra orkugjafa hefur aukist jafnt og þétt í raforkuhluta Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun voru kol, olía og gas um 58% af raforkuhluta Íslands, kjarnorka var 29% og endurnýjanleg orka aðeins 13%. Gagnrýnendur segja sölu syndaaflausna spilla ímynd Íslands sem hreins lands og hafa hvatt til þess af sölunni ábyrgðanna verði hætt. Fram kom meðal annars í Bændablaðinu árið 2015 að stjórnmálamenn væru undrandi yfir sölunni og teldu rétt að hætta henni.

Segir gjaldeyristekjurnar af sölu upprunaábyrgða skila sér út í samfélagið
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, segir sölu upprunaábyrgða jákvæða fyrir framleiðendur grænnar orku. „Sala upprunaábyrgða gengur út á að styrkja framleiðendur grænnar orku svo þeir fái hærra verð fyrir hana. Þannig verður græn orka sífellt samkeppnishæfari og fleiri kjósa að kaupa hana fram yfir jarðefniseldsneyti þar sem við á,“ segir Páll.

Páll segir gjaldeyristekjurnar af sölu upprunaábyrgðanna hér á landi skila sér út í samfélagið allt og þær séu hvati fyrir framleiðendur um allan heim að halda áfram að fjárfesta í grænum lausnum og framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Þannig minnki hlutur jarðefniseldsneytis smám saman og það sé jákvætt fyrir alla.

Áherslan í loftlagsmálum í heiminum vegna Parísarsamningsins frá 2015 getur aukið eftirspurn eftir upprunaábyrgðunum á heimsvísu. Á meðan upprunaábyrgðir frá Íslandi eru í boði eru þær gjaldeyrisskapandi fyrir íslenskt samfélag og um leið tökum við þátt í þessu hvatakerfi, sem á uppruna sinn í Kyoto-samningnum.
„Í umhverfisstöðlum samtímans er sífellt meiri krafa um upprunavottanir og sönnun á virðiskeðjuna. Við sjáum það í allri framleiðslu og raforkan er þar ekki undanskilin.“

En skaðar sala upprunaábyrgða ímynd Íslands sem land hreinnar orku?
„Við teljum ekkert benda til þess,“ segir Páll. „Við getum litið til Noregs í því sambandi. Þeir er meðal stærstu framleiðenda hreinnar raforku í heiminum og um leið umsvifamiklir í sölu upprunaábyrgða. Noregur hefur samt jákvæða ímynd og aðdráttarafl sem land grænnar raforkuframleiðslu.“

Förðunartískan nú ekki jafnfullkomin og undanfarið

|
|

Natalie Hamzehpour starfar sem þjálfari og almannatengill á snyrtivörusviði Nathan & Olsen og hefur þrátt fyrir ungan aldur skipað sér í fremstu röð förðunarfræðinga á Íslandi. Hún er fædd og uppalin í Þýskalandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin 11 ár.

Á haustin má oft sjá nýjar áherslur og stefnur í förðun og Natalie er með allt á hreinu hvað það varðar. „Mér finnst gaman að sjá hvernig förðunartískan í haust er ekki jafnfullkomin og „Instagram-leg“ og hún hefur verið undanfarið. Förðunin er raunverulegri og eins og búið sé að ganga hana aðeins til. Hlýir brúnir tónar sem ramma inn augun eru áberandi og þessi „grunge“-stemning sem ég hrífst mjög af er að koma aftur. Húðin fær að njóta sín og best er að þekja hana ekki of mikið. Sterkur varalitur er alltaf málið á haustin, ég heillast mjög af ýmis konar ólíkum rauðum tónum. Litir eru líka áberandi. Þá er ég ekki að tala um mjög litríka förðun heldur aðeins „pop“ af lit. Kannski gulur augnskuggi í innri krók eða appelsínugulur í vatnslínuna,“ segir Natalie.

Natalie mælir með

„Shiseido Syncro Skin Glow Foundation er farði sem gefur fallegan ljóma án þess að glansa. Ég er með frekar feita húð og langar samt að fá að nota ljómandi farða en þeir eru oft svolítið olíumiklir og henta mér ekki. Þessi er fullkominn.“

„Mér finnist gaman að vera máluð en ekki eins gaman að þrífa af mér farða á kvöldin. Clarins Pure Melt Cleanser-hreinsirinn einfaldar ferlið og hentar vel fyrir letingja eins og mig.“

„Guerlain Clis D‘enfer Waterproof-maskarinn hefur verið ómissandi hjá mér á þessu ári. Hann kom mér svo vel á óvart, hann lengir vel ásýnd augnháranna og gefur góða fyllingu án þess að klessa augnhárin saman.“

„Á sumrin baða ég mig upp úr öllu sem gefur ljóma en á haustin langar mig oft að vera aðeins mattari og þá gríp þá í mattari sólarpúður. Sun Trio frá Guerlain er púður með þremur litum og fallegri satínáferð. Ég bara blanda öllum litum saman.“

„Rouge Ink-varalitirnir frá Chanel eru æði. Mattir, mjúkir og tolla allan daginn. Liturinn Melancholia (174) verður pottþétt í uppáhaldi hjá mér í haust.“

„Ég á svolítið til að gleyma mér í húðrútínunni á sumrin og finnst svo gott að byrja strax eftir sumarfrí að koma húðinni í lag þá er Clarins Double Serum málið.“

„Ég er nýlega byrjuð að nota GOSH Concealer-hyljarann og vá! hann er léttur en samt með mjög góða þekju, hann endist vel og sest ekki í línur. Svo sannarlega vara sem ég þarf á að halda til að fela baugana sem fylgja stundum haustinu.“

Mynd / Unnur Magna

Þau urðu stjörnur í hruninu

Þegar íslenska efnahagsundrið varð að íslenska efnahagshruninu spruttu fram á sjónvarsviðið fjölmargir einstaklingar sem létu til sín taka í þjóðfélagsumræðunni sem var með frjóasta móti á þessum tíma. Mannlíf rifjar upp nokkra af þeim einstaklingum sem urðu þjóðþekktir í tenglsum við atburði í kringum hrunið. Sumir hurfu af sjónvarsviðinu jafnhratt og þeir stigu fram á meðan aðrir standa enn á vígvellinum.

 

Ragnar Þór Ingólfsson

Margir þeirra sem hér eru nefndir eiga það sammerkt að hafa komið fram í Silfri Egils sem eftir hrun varð einn helsti vettvangur hrunumræðunnar. Einn þeirra er Ragnar Þór sem hóf herferð gegn lífeyrissjóðakerfinu og verðtryggingunni. Hann var einn stofnenda Hagsmunasamtaka heimilanna sem á tímabili varð einn öflugasti þrýstihópur landsins þótt heldur hafi fjarað undan samtökunum. Ragnar hefur síðan bæst í hóp aðsópsmestu verkalýðsleiðtoga landsins eftir að hann stóð fyrir hallarbyltingu í VR þar sem hann gegnir nú formennsku.

 

Eva Hauksdóttir

Eva er vafalaust þekktasti aðgerðasinni landsins og líklega eina manneskjan á Íslandi sem er sjálftitluð norn. Hún rak litla nornabúð fyrir hrun og hefur um árabil haldið úti blogginu norn.is. Eva lét mikið til sín taka í búsáhaldabyltingunni. Frægust er ræða hennar fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún var í hópi fólk sem gerði áhlaup á stöðina eftir að sonur hennar, Haukur Hilmarsson, var handtekinn fyrir að flagga Bónus fána á þaki alþingishússins. Eva heldur áfram að berjast fyrir bættum heimi og stundar nú nám í alþjóðlegri mannréttindalögfræði í Glasgow. Á sama tíma berst hún við kerfið þar sem hún hefur ítrekað reynt að upplýsa um afdrif Hauks sem sagður er hafa fallið í bardaga í Sýrlandi.

 

Katrín Oddsdóttir

Þann 22. nóvember steig ungur laganemi upp á svið á Austurvelli og hélt þrumuræðu yfir lýðnum þar sem hún hótaði að bera ríkisstjórnina út úr opinberum byggingum ef ekki yrði boðað til kosninga innan viku. Ræðan var svo eldfim að hópur samnemenda hennar við Háskólann í Reykjavík sagði hana hafa hótað ofbeldi og valdaráni og krafðist þess að frétt á vef háskólans, þar sem vísað var í ræðuna, yrði fjarlægð. Katrín hefur æ síðan verið áberandi í þjóðmálaumræðunni, sat meðal annars stjórnlagaráði og starfar nú sem lögmaður.

 

Hörður Torfason

Þegar þjóðin var á botninum fann Hörður Torfason henni farveg fyrir reiðina þegar hann, ásamt Röddum fólksins, skipulagði fjöldafundi á Austurvelli sem síðan þróuðust út í búsáhaldabyltinguna. Þar fékk hann alls konar fólk til að messa yfir lýðnum og eru sumir þeirra nefndir hér á nafn. Hörður dró sig þó í hlé eftir óviðurkvæmileg ummæli í garð Geirs H. Haarde sem þá hafði nýlokið við að tilkynna þjóðinni að hann glímdi við alvarleg veikindi.

 

Borgarahreyfingin

Borgarahreyfingin var það andspyrnuframboð sem náði mestum árangri í þingkosningunum 2009. Þar söfnuðust saman þeir sem höfðu haft sig hvað mest frammi í búsáhaldabyltingunni og komust þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og Þráinn Bertelsson á þing. Flokkurinn lifði þó ekki lengi því hann splundraðist á miðju kjörtímabili þar sem þau þrjú fyrstnefndu stofnuðu Hreyfinguna á meðan Þráinn sat utan flokka. Birgitta fór síðan fyrir Pírötum, Margrét gekk í Samfylkinguna á meðan Þór hefur bæði gengið í og sagt sig úr Dögun og Pírataflokknum.

 

Ragna Árnadóttir

Fæstir landsmenn höfðu heyrt Rögnu Árnadóttur getið þegar vinstri stjórn VG og Samfylkingar var kynnt til leiks í ársbyrjun 2009. Hún hafði gegnt embætti skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu og var settur ráðuneytisstjóri þegar hún var óvænt skipuð dómsmálaráðherra utan þings. Með þessi vildi vinstri stjórnin auka faglegt yfirbragð ríkisstjórnarinnar enda voru hlutabréf stjórnmálamanna nær verðlaus á þessum tíma. Svo vel þótti Rögnu takast vel upp að hún var sterklega orðuð við forsetaframboð árið 2016. Hún lét ekki freistast og hefur starfað hjá Landsvirkjun síðan hún fór úr ráðuneytinu, fyrst sem skrifstofustjóri og nú aðstoðarforstjóri.

 

Eva Joly

Traust á íslenskum stofnunum var í lágmarki eftir hrunið og margir töldu að best væri að fá erlendan sérfræðing til að stýra rannsókninni á falli bankanna. Um svipað leyti hafði Egill Helgason boðið Evu Joly til sín í Silfrið, en hún hafði áður stýrt rannsókn á umfangsmiklu fjársvikamáli í Frakklandi. Málflutningur frú Joly heillaði þjóðina og var hún á endanum fengin til að vera sérstakur ráðgjafi við rannsóknina. Hún fór mikinn í fjölmiðlum en eignaðist um leið óvildarmenn í röðum þeirra sem gættu hagsmuna þeirra sem rannsóknin beindist að. Hún er í dag þingkona á Evrópuþinginu og flytur einmitt fyrirlestur um hrunið í Háskóla Íslands í dag.

 

Björn Bragi Mikkaelsson

Verktakinn Björn Bragi Mikkaelsson varð alþýðuhetja í skamma stund þegar hann eyðilagði hús sitt á Álftaneis auk þess að urða bíl sín. Kenndi hann óbilgirni bankastofnana um enda hafði hann skömmu áður misst húsið í hendur Frjálsa fjárfestingabankans. En hetjuljóminn hvarf fljótt þegar í ljós kom að Björn Bragi hafði svikið allnokkurn fjölda fólks um háar fjárhæðir í starfi sínu sem verktaki. Árið 2012 var hann svo dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa ekki staðið skil á skattgreiðslum, fjársvik og brot á bókhaldslögum og ári síðar var hann úrskurðaður gjaldþrota. Engar eignir voru í búinu til að mæta 114 milljóna króna kröfum í það.

 

Lilja Mósesdóttir

Ný kynslóð álitsgjafa spratt fram eftir hrunið enda höfðu hinir klassísku álitsgjafar fallið töluvert í verði, af augljósum ástæðum. Lilja mósesdóttir var ein þeirra og kom hún vel fyrir, enda bæði með góða menntun og starfsreynslu. Það fleytti henni á þing fyrir VG í kosningunum 2009 og naut hún þar talsverðrar hylli. Hún tilheyrði hins vegar hópi villikatta innan VG, eins og Jóhanna Sigurðardóttir komst að orði, og fór svo að hún var einn af fjórum þingmönnum VG sem yfirgaf flokkinn á miðju kjörtímabili. Hún hugði á sérframboð undir merkjum Samstöðum og nokkrum mánuðum fyrir kosningar mældist framboðið með yfir 20 prósenta fylgi, en sökum skorts á samstöðu leysist framboðið upp áður en til kosninga kom.

 

Ólafur Þór Hauksson

Ekki var hlaupið að því að ráða í stöðu sérstaks saksóknara, þess er stýra átti rannsóknum gegn stjórnendum föllnu bankanna. Enda um mjög vanþakklátt starf að ræða. Í fyrstu lotu sótti enginn um stöðuna en þegar umsóknarfrestur var framlengdur bárust tvær umsóknir. Þar af uppfyllti annar aðilinn ekki skilyrði. Eftir sat Ólafur Þór Hauksson, lítt þekktur sýslumaður af Akranesi. Í kjölfarið fylgdu húsleitir, handtökur, ákærur svo og fræg störukeppni við Sigurð Einarsson sem neitaði að snúa aftur til Íslands frá London og var á tíma eftirlýstur af Interpol. Embætti sérstaks saksóknara reyndist vegtylla fyrir Ólaf sem nú gegnir embætti héraðssaksóknara.

 

Orð eins legókubbar tungunnar

Þann út 21. nóvember árið 1938 kom fyrsta tölublaðið af Vikunni út og blaðið fagnar því 80 ára afmæli á árinu. Vikan hélt hins vegar upp á afmælið í gær með veglegu partíi og útgáfu afmælisblaðs. Við tókum ritstjóra Vikunnar, Steingerði Steinarsdóttur, tali í tilefni af þessum merkilegu tímamótum.

„Afmælisblaðið er áttatíu síður að sjálfsögðu og þar lítum við um öxl en njótum líka augnabliksins,“ segir Steingerður glöð í bragði. Á forsíðu afmælisblaðsins er Birgitta Haukdal sem átti eftirminnilega endurkomu með hljómsveit sinni Írafári í sumar. „Okkur fannst hún skemmtilegur fulltrúi þeirra kvenna sem hafa í gegnum tíðina skreytt forsíðuna en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Birgitta er á forsíðu Vikunnar. Sigríður Beinteinsdóttir söngkona er líka í stóru viðtali um það sem er efst á baugi hjá henni. Hljómsveit hennar Stjórnin átti líka stórafmæli í ár og svo heyrum við í Svövu Johansen um sveiflurnar í tískunni og hvernig hún fer alltaf í hringi. Báðar þessar konur hafa líka oft áður verið í blaðinu. Við töluðum við alla fyrrrennara mína sem voru enn ofar moldu og fengum þeirra sýn á blaðið. Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Talað var við Pál Helgason í Vestmannaeyjum, jafnaldra Vikunnar og hennar tryggasta áskrifanda. Við lögðumst svo yfir gamalt efni og drógum fram það sem einkennt hefur Vikuna í gegnum tíðina, gert hana leiðandi og sífellt markverða. Það er gaman að vera hluti af einhverju sem á sér mikla sögu en er alltaf síungt.“

Steingerður segir að ýmislegt hafi breyst í blaðinni í áranna rás. „Helst hefur breyst hvað viðtöl eru miklu stærri hluti blaðsins. Efnistökin eru líka breytt en núna er fólk óhræddara við að tala um tilfinningar en áður var og opna sig um erfiða hluti. Margt lá áður falið í þögninni en við höfum til allrar lukku lært að það gerir manneskjum ekkert gott að byrgja allt inni. Þegar þú stígur fram og talar eins og þér býr í brjósti og ert þú sjálfur sýna aðrir þér oftast meiri skilning en þú áttir von á. Ég finn oft fyrir mikilli gleði þegar fólk segir mér að í kjölfari viðtals hjá okkur hafi verið hægt að byggja aftur brýr sem höfðu brotnað og bera smyrsl á gömul sár.“

Oft sker í hjartað að sjá sársaukann

Steingerður tók við ritstjórn Vikunnar í maí 2013. Hún skrifaði hins vegar fyrst í blaðið í lausamennsku 1994 og sumarið 1998 fékk hún fastráðningu sem blaðamaður. „Ég vann svo á Vikunni til ársins 2006 en þá bauðst mér starf sem ritstjóri á tímaritinu hann/hún sem var nýstofnað og mér fannst það tækifæri of spennandi til að sleppa því. Svo sneri ég aftur á Vikuna fyrir fimm árum,“ segir Steingerður og aðspurð segist hún gegna besta starfi í heimi. „Flestir dagar fljúga hjá og oft finnst mér ég ekki einu sinni hafa verið í vinnunni svo gaman var. Sérstaðan felst í því að við erum alltaf að fara með sögur fólks og mér finnst mikilvægt að gera það af trúmennsku og virðingu við viðmælandann.

Áhugaverðast við starfið er allt fólkið sem við hittum og skemmtilegast að sjá verða til fallegt blað með góðum texta og lifandi myndum. Ég hef alltaf verið heilluð af blaðamannsstarfinu. Bæði hef ég yndi af að vinna með orð og fólk hefur alltaf vakið áhuga minn. Fyrir mér eru orð eins legókubbar sem hægt er að raða saman á ótal vegu til að skapa andrúmsloft, draga upp mynd af manneskju og ná fram tilfinningaviðbrögðum. Fátt er skemmtilegra nema ef vera skyldi að heyra fólk segja frá, upplifunum sínum, tilfinningum og lífi. Lifandi sögur sem fá enn meira gildi af því að þær eru sannar. Af þessu er svo hægt að draga margvíslegan lærdóm um hvað rekur fólk áfram, hvernig tilfinningalíf okkar er ólíkt en samt svo ótrúlega líkt. En það getur líka verið erfitt að hlusta á manneskju segja frá átakanlegri lífsreynslu. Oft sker það í hjartað að horfa upp á sársaukann og skynja hve stutt er enn inn í opna kviku þótt hrúður hafi sest á sárið,“ segir Steingerður.

Törn framundan

Þrátt fyrir mikla mikla vinnu að undanförnu og allt húllumhæið sem fylgdi afmælisveislu fimmtudagsins slá blaðamenn Vikunnar hvergi slöku við enda stærstu blöð ársins framundan. „Kökublað, jólablað og völvublaðið sívinsæla. Völva Vikunnar varð til á áttunda áratug síðustu aldar og hefur síðan verið ómissandi hluti af áramótunum hjá mörgum,“ segir Steingerður að lokum.

Auðmönnum blöskrar verðlagið á Íslandi

|||||
|||||
Verðmætir fyrir hagkerfið
Ætla má að ferðamenn sem fari í lúxusferðir hafi lagt a.m.k. 10-12 milljarða til efnahagslífsins hér í fyrra. Þetta kom fram í samtali Ninnu Hafliðadóttur, markaðsstjóra Iceland luxury, við ViðskiptaMoggann í apríl. Ninna sagðist telja að 10-12 þúsund slíkir ferðamenn hafi komið til landsins í fyrra. Að meðaltali eyði þeir um einni milljón króna í fimm daga ferð til Íslands. Til samanburðar eyði venjulegur ferðamaður um 240 þúsundum í sjö daga ferð. Lúxusferðir gætu skilað tugum milljarða og viðskiptavinirnir því verðmætir fyrir hagkerfið.

Þótt Samdráttur hafi orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára segja ferðaþjónustufyrirtæki og aðilar sem sérhæfa sig í ýmis konar sérferðum að ekki hafi dregið úr eftirspurn eftir svokölluðum lúxusferðum. Þvert á móti. Sumum viðskiptavinunum blöskri hins vegar hátt verðlag á Íslandi.

„Það hefur enginn samdráttur orðið í dýrari ferðum. Ég finn ekki fyrir því. Ef eitthvað er þá er meira að gera hjá mér núna heldur en í fyrra,“ segir Teitur Úlfarsson sem hefur starfað sem leiðsögumaður á Íslandi undanfarin þrjú ár og er hjá einu þeirra fyrirtækja sem býður m.a. upp á sérsniðnar ferðir fyrir efnaða viðskiptavini.

Þau lúxusferðaþjónustufyrirtæki sem Mannlíf ræddi við eru á einu máli um þetta. Ekkert lát sé á aðsókn í slíkar ferðir. Að sögn fyrirtækjanna koma flestir viðskiptavinanna frá Bandaríkjunum, sumir frá Asíu og Evrópu og í sumar þegar WOW air bauð upp á áætlunarflug til Tel Aviv var þónokkuð um Ísraela líka. Stundum sé þetta fólk sem kemur aftur eftir að hafa átt hér stutt stopp og er ýmist um að ræða fjölskyldur, vinahópa, aðila í viðskiptaerindum eða stórstjörnur sem eru reiðubúnar að greiða háar fjárupphæðir fyrir góða þjónustu. Kröfurnar séu þ.a.l. miklar. Fólk sætti sig ekki við hvað sem er þegar kemur að mat og þjónustu. Líki því t.d. ekki gististaður heimti það umsvifalaust gistingu annars staðar.

Með skakka mynd af Íslandi
Ferðaþjónustuaðilarnir sem Mannlíf ræddi við segja að ferðamenn sem koma hingað séu ansi misvel upplýstir um land og þjóð. Sumir séu ágætlega að sér. Aðrir ekki. „Ég hef verið spurð alls kyns asnalegra spurninga. Eins og hvort við búum í snjóhúsum og hvernig við ferðumst um á veturna. Hvort við förum á milli húsa á snjósleðum,“ segir ein sem vill ekki láta nafns síns getið. Annar nefnir að fáviska sumra geti hreinlega verið hættuleg. Eins og þegar fólk sem er vant gönguleiðum á stígum heima hjá sér ætli að rjúka á fjöll. „Fólk ætlar stundum að fara upp á jökul á strigaskóm. Þá þarf maður að grípa inn í og stoppa það.“

Þegar spurt er hvað dragi þessa ferðamenn helst til landins er svarið ávallt það sama: íslensk náttúra. Fjölsóttir staðir eins og Gullfoss og Geysir séu þó ekki efstir á óskalista því fólkið vilji njóta næðis, oft með sínum nánustu. Sem dæmi kaupi sumir „upp öll slottin í skoðunarferðum þar sem þeir vilja vera prívat með fjölskyldum eða vinum,“ eins og einn viðmælandi Mannlífs orðar það. Jafnvel þótt borgað sé talsvert meira fyrir þjónustuna.

Láta ekki bjóða sér hvað sem er
Að sögn viðmælenda Mannlífs eru umræddir ferðamenn flestir kröfuharðir en sanngjarnir, eðlilega þar sem margir greiði háar fjárupphæðir fyrir þjónustuna. Sumir geri þó veður út af minnsta hlut og láti jafnvel eins og frekir krakkar fái þeir ekki allar óskir sínar uppfylltar. Sum vandamál sem koma upp séu hreinræktuð lúxusvandamál. „Eins og þegar viðkomandi finnst herbergið sitt snúa í ranga hátt, að aukavask vanti á baðherberginu eða baðherbergin ekki vera nógu mörg,” segir einn.

Ofbýður verðlag á mat
Viðmælendur Mannlífs segja flesta ferðamennina fara héðan sáttir enda sé kappkostað að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Ýmsir hafa þó orðið varir við breytta kauphegðun hjá viðskiptavinum sínum. Fólk sé t.d. farið að bóka styttri ferðir en áður. „Það fer frekar í dagsferðir og því verða sum landsvæði svolítið útundan,“ segir Teitur Þorkelsson hjá Iceland Unlpugged. „Í sumar tók maður t.d. eftir því að færri fóru austur fyrir Jökulsárlón og austur fyrir Húsavík. Jafnvel bara nokkrar hræður á geggjuðum stað eins og Ásbyrgi. Það styttir kannski upphaflega áætlun um 5 eða 7 daga ferð um 1-3 daga þegar það sér kostnaðinn. Hann hefur náttúrlega aukist vegna styrkingar krónunnar.“

Koma með eigin kokka
Meirihluti viðskiptavina er ánægður með íslenska matseld og mörgum kemur hreinlega á óvart hvað hún er góð, segja viðmælendur. Þó séu alltaf einhverjir með sérþarfir þegar kemur að mat. Hótelin séu yfirleitt reiðubúin að koma til móts við þessar þarfir en veitingastaðir geti átt erfiðara með það. „Svo hafa sumir engan áhuga á að bragða á innlendri matseld og koma þá með eigin matreiðslumenn til landsins. Ég veit um fólk sem hefur jafnvel burðast hingað með ferðatöskur fullar af hráefni, sannfært um að hér væri allt óætt.”

Þá segja ferðaþjónustuaðilar að sumum blöskri hátt verðlag, einkum á mat. „Kúnnar sem hafa komið hingað áður tala um hvað verðið hefur hækkað mikið á fáum árum,“ segir Teitur Úlfarsson. „Bandaríkjamaður missti andlitið þegar hann sá hamborgara seldan á 4.900 krónur á hóteli á Suðausturlandi. Honum datt ekki í hug að borga það. Ég veit líka um hjón sem borðuðu frekar samlokur á herberginu sínu en að snæða á veitingastað hótelsins sem þau dvöldu á. Þeim ofbauð svo verðlagið á matnum. Því enda þótt fólk sé vel stætt þá hvarflar ekki að því að eyða peningunum í vitleysu.“

Milljón í þjórfé
Nokkuð misjafnt er hvort viðskiptavinir gefi þjórfé eða ekki, að sögn viðmælenda Mannlífs. „Sumir tipsa ekkert þótt þeir eigi nóg af fé,“ segir einn. Aðrir gera það ekki af því að þeir hafa lesið að slíkt tíðkist ekki á Íslandi. Gefi viðkomandi þjórfé þá er algengasta upphæðin á bilinu 30-60 þúsund, allt upp í 100 þúsund krónur, eftir því sem Mannlíf kemst næst. Sumir eru örlátari. „Ég veit t.d. um einn leiðsögumann sem fór með bandarískan liðsforingja á eftirlaunum hringinn í kringum landið í fyrra, hann fékk milljón í þjórfé.“

Óttast gullgrafaræði
Sumir sem Mannlíf ræddi við óttast hins vegar að þessi almenna ánægja ferðamannanna með dvölina muni ekki vara lengi, m.a. þar sem sífellt fleiri aðilar séu nú farnir að bjóða upp á lúxusferðir og því miður standist þjónustan ekki alltaf þær gæðakröfur sem viðskiptavinirnir geri. Það sé að grípa um sig hálfgert gullgrafaræði, svipað og í hinni almennu ferðaþjónustu á Íslandi. Sumir fari of geyst í von um skjótfenginn gróða. Með sama áframhaldi sé hætta á að samdráttur verði í þessum kima ferðaþjónustunnar líka.

Skuggi fellur á stjörnu Ronaldos

Frá nóttinni örlagaríku í Las Vegas.

Þýska blaðið Der Spiegel birti á dögunum viðtal við bandaríska konu að nafni Kathryn Mayorga sem lýsti í smáatriðum hvernig portúgalska knattspyrnustjarnan mun hafa nauðgað henni á hótelherbergi í Las Vegas sumarið 2009. Sama blað greindi frá því í fyrra að Ronaldo hafi borgað Mayorga, sem þá var ekki nefnd á nafn, 375 þúsund dollara fyrir að þegja um málið. Sú upphæð jafngilti vikulaunum Ronaldos á meðan hann spilaði með Real Madrid.

Innblásin af MeToo-byltingunni og nýjum lögfræðingi ákvað Mayorga að stíga fram með sögu sína í þeirri von að aðrar konur sem kunna að hafa verið áreittar af knattspyrnustjörnunni stígi fram. Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa ákveðið að opna rannsókn málsins á ný eftir að Mayorga höfðaði einkamál á hendur Ronaldo. Sjálfur hefur Ronaldo og lögfræðiteymi hans harðneitað ásökununum og hótað Der Spiegel málsókn en þýska blaðið stendur við allt sem þar stendur.

 

Alla jafna „góður gæi“

Umrætt atvik á að hafa átt sér stað í júní 2009. Mayorga hitti Ronaldo á næturklúbbi í Las Vegas og bauð hann henni og vinkonu hennar í samkvæmi á hótelherbergi hans á Palms Casino-lúxushótelinu. Segir Mayorga að fyrst hafi Ronaldo leitað á hana á baðherberginu og síðan hafi hann þröngvað henni inn í svefnherbergi þar sem hann nauðgaði henni í endaþarm. Eftir á mun Ronaldo hafa sagt að hann væri alla jafna „góður gæi“ nema í eitt prósent tilvika.

 

Greitt fyrir þögnina

Mayorga leitaði á náðir lögreglu en var ekki tilbúin að leggja fram kæru gegn einni skærustu íþróttastjörnu heims. Nokkrum mánuðum síðar var gengið frá 375 þúsund króna greiðslu þar sem Mayorga féllst á að tala aldrei opinberlega um málið. Der Spiegel komst á snoðir um samkomulagið og greindi frá því í fyrra en málið lognaðist út af og virtist það engin áhrif hafa á hann, enda skrifaði Ronaldo undir samning við Juventus í sumar sem tryggir honum 30 milljónir evra á ári.

 

Ronaldo bregst reiður við

Ronaldo brást ókvæða við viðtalinu við Mayorga í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni þar sem hann á 147 milljónir fylgjenda. Hann sagði Mayorga notfæra sér nafn hans til að öðlast frægð og sakaði Der Spiegel um að flytja „falsfréttir“. Christoph Winterbach, íþróttaritstjóri Der Spiegel, svaraði Ronaldo fullum hálsi og sagði fréttaflutninginn standast allar kröfur um vandaða blaðamennsku. Blaðið hefði undir höndum hundruð gagna sem styðja við fréttaflutninginn og birti hann hluta þeirra á Twitter-síðu sinni. Ronaldo undirritaði hluta þessara gagna.

 

Engin lausn í augsýn

Óvíst er hvaða stefnu málið tekur. Forráðamenn Juventus hafa ekkert tjáð sig um málið og ólíklegt að þeir muni gera nokkuð til að skaða sína verðmætustu eign. Stærstu fjölmiðlar heims hafa heldur ekki fjallað um málið að nokkru ráði. Ronaldo er með her snjallra lögmanna að baki sér og búast má við því að málsóknin á hendur honum taki langan tíma. Á meðan mun Ronaldo halda áfram að láta ljós sitt skína á knattspyrnuvellinum fyrir himinháar fjárhæðir.

„Lygin er alvarlegur hlutur“

|||||
|||||

Þann 11. febrúar 2004 fann kafarinn Þorgeir Jónsson lík á botninum við bryggjuna í Neskaupstað fyrir hreina tilviljun. Líkfundurinn varð fljótlega að einu umfangsmesta sakamáli hérlendis og leiddi til dóma yfir þremur mönnum. Bíómynd sem byggð er á þessum atburðum verður frumsýnd í næstu viku.

„Nokkrum dögum fyrr hafði skip sem lá við bryggjuna losnað frá, skollið illa í horn hennar og hugsanlega brotið stólpa. Gísli Sigurbergur Gíslason, hafnarstjóri í Neskaupstað, bað mig um að líta á skemmdirnar þegar ég hefði tíma,“ segir Þorgeir þegar hann rifjar þennan atburð upp – ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti. Hann er yfirvegaður í fasi og gerir ekki mikið úr sínum hluta málsins þrátt fyrir að hér sé um að ræða upphafið á einu stærsta sakamáli Íslandssögunnar. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð er ólíklegt að maðurinn hefði nokkru sinni fundist ef Þorgeir hefði ekki verið beðinn um að kafa við bryggjuna á þessum tíma. Viðgerðir á bryggjunni voru ekki áætlaðar fyrr en seinna á árinu, jafnvel ekki fyrr en á því næsta.

„Veðrið var gott þennan morgun, ég var í fríi og ákvað að drífa þetta af. Ég mætti með búnaðinn á netagerðarbryggjuna þar sem ég hitti Gísla við annan mann og þeir sýndu mér hvað þurfti að skoða. Ég fór út í sjóinn og beint að horninu sem hafði orðið fyrir tjóni og myndaði skemmdirnar. Að því loknu báðu þeir mig um að sækja nokkur dekk sem höfðu slitnað frá bryggjunni og lágu á botninum aðeins utar. Ég festi spotta í dekkin og synti svo til baka eftir botninum að bryggjunni. Þá kom ég auga á líkið. Það lá á botninum alveg upp við bryggjuna og ég sá strax að þetta var manneskja, vel innpökkuð í plast og þyngd með keðjum. Mér brá virkilega við þessa sýn skoðaði aðstæður lítillega en fór svo upp til að láta vita og biðja um að hringt yrði á lögregluna. Ég kafaði síðan niður aftur til að taka myndir og kom með þær upp um svipað leyti og lögreglan mætti á svæðið. Þetta var mjög óraunverulegt og það lá við að lögreglumennirnir tryðu mér ekki fyrr en ég sýndi þeim myndirnar,“ segir Þorgeir.

Þorgeir gerði sér strax grein fyrir að það var manneskja sem hann sá á botninum við bryggjuna, vel innpökkuð í plast og þyngd með keðjum.

Hann fór síðan aftur niður að beiðni lögreglunnar til að taka fleiri myndir og var síðan beðinn um að losa líkið og koma því upp á yfirborðið. Fleiri lögreglumenn bar fljótt að garði, sjúkrabíl og lækni auk þess sem fólk frá rannsóknarlögreglunni lagði strax af stað úr höfuðborginni.

„Ég var sá eini sem fór niður og sá aðstæður með berum augum og það hefur sennilega liðið um það bil klukkustund frá því að ég fann líkið þar til það var komið upp á bryggjuna. Ég sá hins vegar aldrei í andlit mannsins og hafði því ekki hugmynd um hvort þetta væri einhver sem ég jafnvel þekkti héðan úr bænum.“

„Þetta var mjög óraunverulegt og það lá við að lögreglumennirnir tryðu mér ekki fyrr en ég sýndi þeim myndirnar,“

Fjölmiðlar ágengir

Næstu klukkutímar og dagur voru um margt óvenjulegir hjá Þorgeiri. Hann var orðinn aðalvitni í sakamáli, fjölmiðlar kepptust við að ná af honum tali og kjaftasögurnar grasseruðu í hverju horni.

„Mér datt aldrei í hug að málið hefði þróast með þeim hætti sem síðar kom í ljós og hélt að þetta væri einhver héðan af svæðinu – eitthvað partí hefði farið úr böndunum. Ég fór í skýrslutöku og afhenti lögreglu allar myndirnar sem ég hafði tekið. Mér var boðin einhvers konar áfallahjálp og hitti hjúkrunarfræðing sem rabbaði við mig. Málið var mjög fljótt að spyrjast út, strax um hádegi byrjaði síminn að hringja og þegar leið á daginn voru sennilega allir fjölmiðlar búnir að hafa samband við mig. Ég vísaði þeim öllum á lögreglu,“ segir Þorgeir. Hann vann á þessum tíma á Vélaverkstæði G. Skúlasonar en var í fríi sem var ástæða þess að hann hafði tíma til að kafa þennan dag. Hann segir að næstu dagar hafi einkennst af eltingaleik fjölmiðla við að ná af honum tali.

„Ég sá hins vegar aldrei í andlit mannsins og hafði því ekki hugmynd um hvort þetta væri einhver sem ég jafnvel þekkti héðan úr bænum.“

„Síminn byrjaði fyrir klukkan sjö á morgnana þegar stjórnendur morgunútvarpsþátta höfðu samband en ég vísaði áfram öllu frá og svaraði engu um málið sjálft. Ég viðurkenni að mér fannst verulega óþægilegt að vera miðpunktur í fjölmiðlaumfjöllun og sannarlega ekki það sem ég bjóst við þegar ég vaknaði morguninn sem ég fann líkið. Ágangurinn hélt áfram en fjaraði svo út á nokkrum vikum. Andrúmsloftið í bænum var þungt og menn voru slegnir yfir atburðinum. Kjaftasögurnar voru margar og mismunandi, meðal annars um hver þetta gæti verið. Aðkomuskip sem var hér nokkrum dögum fyrr, verkamenn við Kárahnjúkavirkjun og á svæðinu við álverið á Reyðarfirði var áberandi í umræðunni. Þegar hið sanna kom svo í ljós var leitt að heyra að maður úr bæjarfélaginu hefði tengst málinu en þegar menn eru komnir í rugl þá getur ýmislegt gerst.“

Þorgeir segist hafa unnið úr áfallinu og atburðurinn hafi lítið truflað hann, ef svo má að orði komast. „Mesta áreitið var ágangur fjölmiðla dagana á eftir og er sá þáttur sem mér þótti óþægilegastur við þetta mál. Annars hef ég bara haldið áfram að lifa mínu lífi en ég er enn spurður reglulega út í þetta, fólk er forvitið um málið.“

Áður fundið lík við köfun

Segja má að líf þessa hægláta manns hafi umturnast við líkfundinn og óvenjulegt að vera allt í einu miðpunkturinn í kastljósi fjölmiðlanna. Þorgeir fæddist árið 1971 í Neskaupstað og hefur búið þar alla tíð. Hann er vélvirki og vinnur hjá Alcoa Fjarðaáli. Hann er í sambúð og á einn son auk þess sem sambýliskona hans á son fyrir. Þorgeir segist hafa verið smákrakki þegar hann fékk áhuga á köfun.

„Sem polli fylgdist ég með mönnum sem voru hér að kafa við bryggjurnar, voru að vinna við síldarflotann og þessi skip sem voru hérna. Ég byrjaði sjálfur í kringum 17 ára aldurinn. Æskilegt er að menn læri sportköfun áður en byrjað er að kafa en á þessum tíma var mjög algengt að græjurnar væru keyptar og svo prófuðu menn sig bara áfram. Ég var byrjaður að starfa með björgunarsveitinni og datt inn á björgunarköfunarnámskeið þar sem ég fékk lánaðan búnað en eignaðist fljótlega minn eigin búnað eftir það. Það gerði mér gott. Í framhaldinu var ég innvinklaður í slökkviliðið og var orðinn reykkafari hjá því 18 ára gamall.“

Þorgeir hefur stundað köfun frá því hann var 17 ára gamall, bæði sem sport- og atvinnukafari.

Þorgeir var virkur í björgunarsveitarstarfinu um árabil, er enn á útkallslista þar og hjá slökkviliðinu og reynir að taka þátt í því sem tilfellur. Hann hefur nokkrum sinnum farið í leit sem kafari og í eitt skiptið var það Þorgeir sem fann þann sem leitað var að. Þetta er því ekki í eina skiptið sem Þorgeir hefur fundið lík í vatni. „Þær leitir í vatni sem ég hef tekið þátt í hafa allar borið árangur. Það er vissulega léttir að finna fólk sem er týnt en á móti kemur að einstaklingarnir eru látnir. Þetta eru því blendnar tilfinningar. Þetta getur tekið á sálina en við getum alltaf rætt við hjúkrunarfræðinga og svo er hópurinn duglegur að spjalla saman um málin. Það er gefandi og lærdómsríkt að starfa með björgunarsveit og í slökkviliðinu. Útköllum hefur þó fækkað í gegnum árin, sérstaklega hjá slökkviliðinu, sem betur fer,“ segir Þorgeir en hann hefur ekki enn þurft að nota þekkingu sína í reykköfun til að bjarga manneskju úr brennandi húsi. „Fólk hefur sem betur fer alltaf sloppið út.“

„Það er vissulega léttir að finna fólk sem er týnt en á móti kemur að einstaklingarnir eru látnir. Þetta eru því blendnar tilfinningar.“

Köfun er eitt af áhugamálum Þorgeirs auk þess að ganga á fjöll og fara á skíði. Hann stundar sportköfun af og til auk þess að vinna við að skoða skip og hafnir undir yfirborðinu. „Oft þarf til dæmis að losa veiðarfæri úr skrúfum og þetta geri ég meðfram vinnunni minni í álverinu. Undirdjúpin eru heillandi – allt lífríkið sem við sjáum venjulega ekki og skipsflökin, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef kafað víða, bæði hér heima og erlendis. Það sem hefur verið einna mest spennandi hér heima eru Strýturnar í Eyjafirði, flak af skútu sem sökk á pollinum á Akureyri 1917, gjáin Silfra á Þingvöllum, flak El Grillo á botni Seyðisfjarðar og lítið skipsflak í Hellisfirði,“ segir Þorgeir.

Reyfarakennd atburðarrás

Líkfundarmálið í Neskaupstað var svo reyfarakennt að mörgum varð að orði að það væri eins og skáldskapur, lyginni líkast – bíómynd frekar en raunveruleiki. Fyrir tveimur árum var ráðist í gerð bíómyndar sem byggð er á málinu en fyrstu drög að handritinu voru skrifuð fyrir fjórtán árum. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður frumsýnd hér á landi 12. október næstkomandi. Leikstjóri og handritshöfundur er Ari Alexander Ergis Magnússon og myndin er fyrsta leikna bíómyndin hans í fullri lengd en hann hefur áður gert fjölda heimildamynda og stuttmynda.

Ari Alexander Ergis Magnússon er handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Undir halastjörnu sem byggir á líkfundarmálinu. Mynd / Jónatan Grétarsson

„Upphaflega ætlaði ég að gera heimildamynd um málið en sú hugmynd kviknaði árið 2004 í kjölfarið á líkfundarmálinu. Þá vildi þannig til að ég og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi vorum í viðtali í þættinum Ísland í dag vegna heimildamyndarinnar Gargandi snilld sem við vorum að kynna. Í sama þætti var einn sakborningur líkfundarmálsins í viðtali á eftir okkur. Hann neitaði öllu staðfastlega. Þetta fannst mér áhugavert þar sem ég hef ávallt verið áhugamaður um lífið, lygina og það sem við köllum sannleika, hvernig fólk upplifir atburði mismunandi og er fylgið sér í eigin hugarheimi, þetta verður trúarsannfæring, hver sagði og gerði. Annað sem kveikti áhuga minn voru viðbrögð hins Íslendingsins í málinu, en þegar allt var komið í óefni flúði hann heim til mömmu sinnar, það fannst mér athyglisvert. Ég hef áhuga á mannlega þættinum í svona málum, ekki lögreglumálum sem slíkum. Það vill gleymast að gerendur í sakamálum eru líka manneskjur með tilfinningar, eiga maka, börn, foreldra, afa og ömmur,“ segir Ari.

„Lygin er alvarlegur hlutur“

Handrit myndarinnar er byggt á líkfundarmálinu en Ari tekur sér skáldaleyfi í persónusköpun, samtölum og aðstæðum persónanna. Nöfnum er breytt og í myndinni eru Litháarnir tveir frá Eistlandi og heita Mihkel og Igor. Myndin snýst um aðdragandann að málinu, ekki um lögreglurannsóknina.

„Myndin hefst í Eistlandi árið 1991 þegar þeir eru börn og Ísland fyrst þjóða viðurkennir sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna. Þeir upplifa hetjudáð lítils lands sem þorir að standa uppi í hárinu á Rússlandi. Landinu sem síðar verður land hinna stóru tækifæra. Ég þekki Austur-Evrópu vel, sjálfur er ég ættaður frá Síberíu og hef gert þrjár heimildamyndir í Rússlandi. Ég þekki því hugsun þessarar kynslóðar, hvernig leit að betra lífi er driffjöðurin í þessu. Atburðarásin er rétt en samskiptin skálduð.“

Stilla úr kvikmyndinni Undir halastjörnu.

Ari hefur lengi haft áhuga á fíkniefnaheiminum, hvernig væri hægt að taka á honum því okkur beri samfélagsleg skylda til að hjálpa fólki í neyð. „Þar er alltaf verið að handtaka rangt fólk – fíkniefnaneytendur sem eru handbendi fólksins sem fjármagnar kaupin. Það ætlar sér enginn að verða glæpamaður, þetta er ekki það sem foreldra dreymir um fyrir börnin sín og ekkert barn dreymir um að verða dópisti. Það er alltaf þessi von um að þetta fari allt vel að lokum. Það ætlar sér enginn að sitja uppi með látinn mann. Myndin fjallar um bræðrasvik, lygina, rangar ákvarðanir, alvarlegar afleiðingar og spilaborg sem fellur. Á leiðinni vona menn að allt verði í lagi og þá komum við að sjálfsblekkingunni. Þessi tilhögun á sannleikanum, þetta sé bara pínu vandamál sem þurfi að redda. Lygin er alvarlegur hlutur.“
Ari segist ekki skilja af hverju er ekki tekið betur á málefnum barna sem verða fíkn að bráð á fyrri stigum málsins, í grunnskólum og menntaskólum.

„Sjálfur hef ég enga lausn á takteinum en það þarf að huga alvarlega að þessum málum. Svo verða allir voðalega hissa að fólk sé skemmt og ekkert gert í málum þessara einstaklinga fyrr en allt er farið til helvítis.“

„Þetta er karma“

Myndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Busan International Film Festival sem fer fram 4.-13. október í Suður-Kóreu. Í framhaldinu mun myndin taka þátt í kvikmyndakeppni í Varsjá í Póllandi. Myndin verður frumsýnd á Íslandi þann 11. október og hún fer í almennar sýningar daginn eftir. „Hljóðsetningu er nýlega lokið og ég er ánægður með heildarútkomuna. Myndin verður svo á öllum stærstu komandi kvikmyndahátíðum þannig að það er nóg fram undan,“ segir Ari.

Fyrir framvindu málsins var lykilatriði að kafarinn, Þorgeir Jónsson, í Neskaupsstað fann líkið fyrir algera tilviljun. Annars hefði hinn látni mögulega aldrei fundist og fjölskylda hans því verið í óvissu um afdrif hans um aldur og ævi. „Tilviljun, ég er ekki viss um það. Ég held að þegar þú kemur svona illa fram við annað fólk þá bítur það mjög fast í rassinn á þér, örlögin sjá um þig. Óheppni að kafarinn hafi verið beðinn um að skoða bryggju, sem löngu var hætt að nota á þessum tímapunkti? Ég held ekki. Þetta er karma, mín reynsla segir það,“ segir Ari að lokum.

Myndir /Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir

Raddir