Föstudagur 20. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

„Vakti með mér gleði, sorg og reiði“

Þær bækur sem höfðu mest áhrif á Steinunni Stefánsdóttur.

Steinunn Stefánsdóttir, þýðandi, blaðamaður og einn höfunda bókarinnar Þjáningarfrelsið – Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla, er mikill fagurkeri og unnandi góðra bókmennta. Mannlíf kom því ekki að tómum kofa þegar það fór þess á leit við Steinunni að hún nefndi bækurnar sem hafa haft mest áhrif á hana.

Sjálfstætt fólk

„Ég nefni þá bók vegna þess að ég hef lesið hana oftast af öllum bókum. Ég er alls ekki týpan sem les uppáhaldsbókina einu sinni á ári, þvert á móti finnst mér ég eiga svo margt ólesið að ég geti alls ekki eytt tíma í svoleiðis. Sjálfstætt fólk las ég oft vegna þess að ég kenndi hana í Kvennaskólanum tvo vetur fyrir mörgum árum og las bókina líklega fimm eða sex sinnum á því tímabili. Sagan vakti með mér gleði, sorg og reiði, til skiptis eða allt í senn, og alltaf átti ég jafnerfitt með að fara í gegnum kennslustundina með sögulokunum ógrátandi.“

Rigning í nóvember

„Auður Ava Ólafsdóttir er einn af mínum uppáhaldshöfundum. Rigning í nóvember og Afleggjarinn eru í mínum huga systurbækur og ég á erfitt með að gera upp á milli þeirra. Í báðum er bæði ytra og innra ferðalag sem fléttast saman og gengur upp í magnaðri lestrarupplifun en einhvern veginn situr Rigning í nóvember enn fastar í mér en Aflegggjarinn.“

de

„Þessi bók er eftir danska rithöfundinn Helle Helle og á það sameiginlegt með Auði Övu í mínu lífi að ég bíð eftir bókum þeirra. Þetta er nýjasta bók hennar og kom út á þessu ári. Helle Helle er afar mínímalískur höfundur, skrifar sögur sem eru hægar og fágaðar á yfirborðinu en undir niðri ólgar svo miklu meiri saga en sú sem sögð er. Bækur Helle Helle sem ég hef lesið fyrir mörgum árum eru enn lifandi hluti af lífi mínu en ég ætla samt að nefna þessa síðustu, de, því ég er ekki frá því að mér finnist að í henni gangi einhvern veginn allt upp.“

Flugliðar Icelandair á sjúkrahús eftir flug

Flugliðar, flugfreyjur og flugþjónar Icelandair flugvélar sem kom frá Edmonton í Kanada í gærmorgun fóru á sjúkrahús eftir flugið vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Umrædd flugvél var send í ítarlega skoðun og eftir það fór hún í flug síðdegis í gær.

Skert loftflæði í flugvélinni er talin líklegasta ástæða fyrir því að flugliðar fundu fyrir óþægindum og fóru á sjúkrahús eftir að vélin lenti, samkvæmt samstali RÚV við Jens Þórðarson framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair. Jens segir að farið hafi verið yfir loftræstikerfi vélarinnar og skipt um síur.

Dularfull veikindi rannsökuð

Mannlíf hefur í vikunni fjallað um dularfull veikindi sem hafa herjað á flugliða Icelandair, en að minnsta kosti þrjár flugfreyjur hjá Icelandair eru óvinnufærar eftir að hafa veikst í flugi í sumar. „Við höfum allar verið með svakalegan þrýsting í höfði, eins og það sé að springa,“ segir flugfreyja hjá Icelandair sem telur eiturgufur í farangursrými orsök alvarlegra veikinda hennar. Fleiri úr sömu áhöfn veiktust.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um dularfull veikindi flugliða Icelandair. Sambærilegt mál kom upp árið 2016 þar sem flugliðar kvörtuðu undan veikindum eftir að hafa flogið í tilteknum félagsins. Rannsóknarnefnd flugslysa tók málið til rannsóknar og stendur sú rannsókn yfir.

Þegar loddarar banka

Mynd / Utanríkisráðuneytið

Leiðari Tvær samantektir voru birtar á vef stjórnarráðsins á miðvikudaginn. Önnur þeirra er skrifuð af háskólaprófessor sem kemst að þeirri niðurstöðu að allir bestu vinir hans (þó aðallega einn sem nefndur er 163 sinnum á nafn á 180 blaðsíðum) eru frábærir og flekklausir menn þrátt fyrir að nær öll opinber gögn hafi sýnt fram á annað. Hinir raunverulegu skúrkar voru ýmist útlendingar eða óvinir hins óskeikula. Fyrir þessa mjög svo fyrirsjáanlegu niðurstöðu borgaði ríkissjóður 10 milljónir.

Öllu athyglisverðari er samantekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu íslensks efnahagslífs. Þar er sérstaklega varað við því að „[ó]vissa tengd samningaviðræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eykur líkurnar á veikari útflutningseftirspurn frá einum af stærstu mörkuðum Íslands og gæti flækt frekar fiskveiðisamvinnu á Norður-Atlantshafi“.  Með öðrum orðum, Brexit er ekki bara meiri háttar vesen fyrir Bretland. Það er líka vesen fyrir Ísland þótt einstaka stjórnmálamenn hafi þóst sjá mikil tækifæri fyrir Ísland af því að það þjónaði þeirra pólitískum hagsmunum.

Brexit er nefnilega skólabókardæmi um hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft þegar lýðskrumarar, drifnir áfram af eigin hagsmunum, fá að vaða uppi óáreittir. Kosningabarátta þeirra var rekin áfram af lygum og hræðsluáróðri ásamt handfylli af tærum rasisma. Allt frá því niðurstaðan lá fyrir hefur lygavefurinn verið rakinn og helstu riddarar Brexit-liða hafa ýmist látið sig hverfa eða eru önnum kafnir við að hagnast á öllu saman eða hella olíu á eldinn sem þeir kveiktu sjálfir á meðan þeirra eigið slökkvilið reynir að veikum mætti að slökkva eldinn.

Næst þegar loddarinn (oftar en ekki vel tanaður í dýrum jakkafötum) bankar upp á og reynir að sannfæra þig um að allt sem aflaga fer er vondum útlendingum eða ímynduðum óvinum að kenna, spurðu þig að því hvað hann hefur upp úr krafsinu.

Bretland mun ganga út úr ESB þann 29. mars á næsta ári. Breska ríkisstjórnin hefur gert þá kröfu að fá að halda áfram að njóta flestra þeirra kosta ESB-aðildar án þess þó að vera í sambandinu. Hún vill skilnað en eftir sem áður óheftan aðgang að heimilinu – heimtar að sofa í hjónarúminu, borða úr ísskápnum og horfa á sjónvarpið. Eðlilega er ESB ekki tilbúið að fallast á þessar kröfur.

Líkurnar á engum samningi aukast þess vegna með hverjum deginum. Alþjóðleg fyrirtæki í Bretlandi eru farin að gera áætlanir um að flytja sig á evrusvæðið, breska ríkisstjórnin er farin að hamstra lyf, flugsamgöngur gætu raskast verulega og enginn veit hvað verður um landamærin við Norður-Írland eða þær milljónir Evrópubúa sem búa í Bretlandi. Þeirra á meðal eru allnokkrir Íslendingar.

Eins og AGS bendir á gætu neikvæð áhrif á viðskipti við Ísland orðið umtalsverð og ekki má heldur gleyma því að mjög stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland eru Bretar. Brexit er afleitt fyrir alla og þess vegna er mikilvægt að við drögum lærdóm af öllu þessu klúðri. Næst þegar loddarinn (oftar en ekki vel tanaður í dýrum jakkafötum) bankar upp á og reynir að sannfæra þig um að allt sem aflaga fer er vondum útlendingum eða ímynduðum óvinum að kenna, spurðu þig að því hvað hann hefur upp úr krafsinu. Oftast er svarið pólitískur frami eða vafasamir viðskiptagjörningar. Einstaka sinnum 10 milljónir.

Miklu meira en bara Eurovision

Hin goðsagnakennda pólska rokkhljómsveit Kult heldur stórtónleika í Eldborg í Hörpu á sunnudag.

„Það eru um 16.000 pólskir innflytjendur á Íslandi. Okkur fannst kominn tími til að þeir fengju að berja Kult augum á tónleikum í nýja heimalandinu og gætu um leið sýnt íslenskum vinum og ættingjum um hvað pólskt rokk snýst. Íslendingar þurfa að heyra alvörugæðarokk frá Póllandi. Pólsk tónlist er svo miklu meira en það sem þið heyrið í Eurovision,“ segir plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Pjøtr Wasylik, sem stendur fyrir tónleikum sveitarinnar Kult í Eldborg í Hörpu næstkomandi sunnudag.

Tónleikarnir eru þeir fyrstu sem Kult heldur á Íslandi en Pjøtr segir sveitina vera goðsögn í heimalandi sínu. „Kult er hornsteinninn í pólskri dægurmenningu og hefur blásið andagift í brjóst Pólverja í yfir þrjátíu ár. Lög og textar sveitarinnar hafa til dæmis hjálpað pólsku þjóðinni að takast á við róstusama tíma á 9. og 10. áratugnum og eiga því sinn sess í þjóðfélagssögu landsins. Forsprakki sveitarinnar, Kazik Staszewski, er eins konar páfi rokksins í Póllandi og hefur enn mikil áhrif á unga tónlistarmenn þrátt fyrir að yfir þrjátíu ár séu liðin frá því að hann steig fyrst fram á sjónarsviðið,“ útskýrir Pjøtr. „Og þar sem stór hópur Pólverja býr nú á Íslandi er mikil eftirvænting í loftinu fyrir því að fá þessar rokkgoðsagnir í heimsókn.“

Beðinn um að lýsa tónlistinni sem sveitin leikur segir Pjøtr að það sé svolítið erfitt að staðsetja hana nákvæmlega en hún sé einskonar sambland af rokki, jassi og pönki og undir vissum áhrifum frá Sex Pistols, Elvis Presley og tónlist frá Balkan-skaga. Hann segir að ef að líkum lætur megi búast við kraftmiklum tónleikum á sunnudag og hann er þess fullviss að íslenskir, ekki síður en pólskir, rokkaaðdáendur muni skemmta sér á þeim. „Það að textarnir eru á pólsku ætti ekki að skipta neinu máli því tónlist er alþjóðlegt tungumál, eins og sagt er,“ segir hann. Til marks um það sé hann sjálfur mikill aðdáandi íslensks rokks, sveita á borð við MAMMÚT, Fufanu, Vök, Árstíðir, Þey og Q4U og finnst í raun ótrúlegt hvað lítil þjóð eins og Ísland hefur alið af sér mikið af skapandi og hæfileikaríku tónlistarfólki.

„Og þar sem stór hópur Pólverja býr nú á Íslandi er mikil eftirvænting í loftinu fyrir því að fá þessar rokkgoðsagnir í heimsókn.“

Spurður hvort honum finnst vera gott framboð af pólskri tónlist á Íslandi, segir Pjøtr að það sé alls ekki slæmt en gæti verið betra. „Það eru nokkrir aðilar sem hafa verið að skipuleggja pólska tónlistarviðburði hérna á Íslandi og sumir þeirra hafa staðið fyrir íslenskum tónleikum í Póllandi líka, þannig að það er einhver menningarmiðlun í gangi á milli þjóðanna. Hins vegar er munur á þekkingu Pólverja á íslenskri tónlist og þekkingu Íslendinga á pólskri tónlist. Vonandi munu tónleikarnir á sunnudag bæta úr því. Vonandi verða þeir fyrstu pólsku tónleikarnir af mörgum. Sjáum til,“ segir hann hress í bragði.

Hulunni svipt af jólamatseðli Bryggjunnar brugghúss 

Bryggjan brugghús er rómaður staður fyrir frábæran mat, líflega stemningu og skemmtilega viðburði sem tengjast gjarnan árstíðum þar sem áhugaverðri dagskrá er parað saman við glæsilega matseðla og drykki sem eiga við hverju sinni. Við hittum Margréti Ríkharðsdóttur sem er yfirmatreiðslumeistari og Elvar Ingimarsson, eiganda og rekstrarstjóra, og fengum innsýn í hvað verður í boði á jólasmatseðli staðarins í vetur.

Þið eruð komin á fullt að undirbúa aðventuna og byrjuð á jólamatseðlinum. Getur þú gefið okkur forskot á sæluna og ljóstrað leyndarmálinum hvað verður í boði á jólamatseðlinum í ár?
Eins og undanfarin ár byrjum við á jólaplattanum sem er blanda af forréttum. Við reyndum að koma bjórnum eins mikið og hægt var inn í seðilinn. Á plattanum erum við með síld, marineraða í bláberjum, og IPA-bjór, lax grafinn í Fagnaðarerindinu (innsk. jólabjór) með sinnepsdressingu, bjórgrafið lambainnralæri með hindberja- og basildressingu og að lokum rækjukokteil með mangó- og sítrussósu. Aðalrétturinn er svo hægeldað andalæri með beikonkartöflumús, döðlumauki, vorlauk, ostrusveppum og appelsínusoðsósu. Í eftirrétt erum við með Stout-ís, piparkökumulning, bakað hvítt súkkulaði og kirsuberjasósu,“ segir Margrét full tilhlökkunar. Byrjað verður að bjóða upp á jólaseðil Bryggjunnar brugghúss þann 23. nóvember næstkomandi.

Má segja að sjávarfang verði í forgrunni hjá ykkur í aðventunni?  
„Sjávarfang spilar stórt hlutverk á jólaplattanum og bjórinn einnig en hann er auðvitað allur bruggaður hér innanhúss,“ segir Margrét.

Margrét og Sigurður Hjartason matreiðslumaður eiga heiðurinn af samsetningu jólamatseðlisins í ár og hafa nostrað við hann af mikilli ástríðu.

Þið bruggið ykkar eigin bjór sjálf, verið þið með jólabjór í ár?
Bryggjan brugghús ber út „Fagnaðarerindið“ í fljótandi formi um jólin. Bjórstíllinn er belgískur Dubbel. Þurrkaðir ávextir og sæta frá ristuðu byggi einkenna þennan myrka en notalega bjór. Dökkur eins og nóttin en ljúfur í munni. Hjálpið okkur að breiða út Fagnaðarerindið,“ segir Elvar og er mjög ánægður með nýjustu afurðina í brugginu.

Bjóðið þið upp á viðburði í tengslum við aðventuna, skemmtidagskrá samhliða því er gestir njóta matarins?
„Já, frá fimmtudegi til sunnudags verður lifandi jólajazz í boði fyrir gestina.“

Er mikið um að fyrirtæki og hópar haldi upp á aðventuna hjá ykkur og bóki langt fram í tímann?
„Það eru mjög margir hópar, bæði íslensk fyrirtæki og vinahópar, sem eru þegar byrjaðir að bóka bæði jólaseðilinn og jólahlaðborð. Við bjóðum upp á jólahlaðborð fyrir stærri hópa sé óskað eftir því,“ segir Elvar og er ávallt reiðubúinn að koma til móts við óskir viðskiptavina. „Síðan er aldrei að vita hvort við bregðum út af vananum og höldum þrettándagleði á nýju ári,“ segir Elvar og brosir breitt.

Jólaseðillinn – innihald

Jólaseðillinn (hægt að fá vegan-útgáfu) – 7.990 kr. (hægt að fá drykkjarpörun á 4.990 kr. aukalega)

Forréttir 
Marineruð síld í IPA-bjór og bláberjum á rúgbrauði
Grafinn lax í Fagnaðarerindinu (jólabjór) og sinnepssósa
Bjórgrafið lamb með epli og basil- og hindberjadressingu
Rækjukokteill með mangó- og sítrussósuAðalréttur 
Confit de Canard (andalæri) með beikon-kartöflumús, döðlumauki, vorlauk, ostrusveppum og appelsínusoðsósu

Eftirréttur 
Bjór-ís (stout) með piparkökumulning, bökuðu hvítu súkkulaði og kirsuberjasósu

Jólahlaðborð – 9.990 kr.

Forréttir 
Bláberja- & IPA-marineruð síld með rúgbrauði
Sinnepssíld með rúgbrauði
Lax, grafinn í Fagnaðarerindinu með sinnepssósu
Reyktur lax með piparrótarsósu
Reyktar rækjur í skel og chili-tartarsósa
Bjórgrafið lamb með hindberja- og basildressingu
Vegan-jólataco með döðlumauki & stökkri gulrót
Vegan-paté á rúgbrauði með bjórsýrðri gúrku & sætum lauk (inniheldur hnetur)
Jólasalat með eplum, hnetum & hindberjadressingu

Aðalréttir 
Andalæri – confit de canard
Purusteik af bjórgrís
Hnetusteik

Meðlæti 
Sykurbrúnaðar kartöflur
Rósakál
Gljáðar gulrætur
Appelsínugljái

Eftirréttir
Bjórís með kirsuberjasósu og piparkökumulning
Súkkulaðikaka Bryggjunnar og fersk ber
Kókostoppar

Bókunarnúmer 456-4040

eða [email protected]
Lágmarksfjöldi í jólahlaðborð eru 50 manns.

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Bryggjan brugghús.
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Suðræn upplifun þar sem ævintýrin gerast 

Á fallegum haustdegi lá leið okkar í hjarta miðborgarinnar, á Burro Tapas + Steaks veitingastaðinn og Pablo Discobar við Veltusund 1 fyrir framan Ingólfstorg. Burro er rómaður fyrir framandi matarupplifun þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín til fulls og fyrir suðræna og líflega stemningu. Við hittum Gunnstein Helga sem er einn eigenda staðana og spjölluðum um tilurð þeirra og hugmyndafræðina að baki.

Burro er staðsettur á annarri hæð en á þriðju hæð er kokteilbarinn Pablo Discobar og tengjast staðirnir saman. Litrík sjón blasti við okkur þegar inn kom, það var eins og við værum komin á suðrænar slóðir og í allt annað umhverfi og tónlistin ómaði. Staðirnir minntu óneitanlega á borgina Havana á Kúbu með mexíkósku ívafi og maður lifnar allur við. Hönnunin, litríkur stíllinn og munirnir gleðja augað og upplifunin er framandi. Okkur lék forvitni á að vita allt um hönnunina, innanstokksmuni og það sem fyrir augum bar.
Hjónin Róbert Óskar og Anna Marín eru einnig eigendur staðana ásamt Gunnsteini Helga. Gunnsteinn Helgi hefur verið viðloðandi veitingabransann síðan hann var í framhaldsskóla og hefur komið að opnun fjölmargra veitingastaða ásamt mörgu góðu fólki, mismunandi fólki eftir stöðum. Þeir staðir sem Gunnsteinn Helgi hefur tekið þátt í að hanna og opna á síðustu átta árum eru Íslenski barinn við Austurvöll, Uno, Sushi Samba, Apótekið, Public House Gastropub, sem var fyrsti gastro-barinn á Íslandi, Burro Tapas +Steaks & Pablo Discobar, Miami Bar og síðan eru fleiri staðir í bígerð.

Getur þú sagt okkur nánar frá tilurð og hönnun staðarins?
„Okkur eigendunum langaði að feta nýjar slóðir og vera með áherslu á mið- og suðurameríska matargerð. Við fengum til liðs við okkur nokkra framúrskarandi hönnuði, hvern á sínu sviði. Hálfdán Pedersen innanhússhönnuð og á hann heiðurinn af hönnuninni á útliti staðarins, Sigga Odds sem er grafískur hönnuður, til hanna lógó og alla grafík staðarins og Þórð Orra Pétursson, ljósahönnuð og forstöðumann ljósadeildar Borgarleikhússins, til að sjá um ljósahönnun og lýsingu. Bæði Siggi Odds og Þórður Orri voru tilnefndir til verðlauna fyrir þetta verkefni, hönnun staðarins,“ segir Gunnsteinn Helgi.  Gunnsteinn Helgi sagði að það hafi verið vel ígrundað hvað þau hefðu viljað sjá og þau hafi verið með ákveðna hugsjónir. „Þegar kom að hönnun Burro og Pablo Discobar varð hugsjón okkar um útlit staðanna að veruleika í gegnum verk Hálfdáns. Hálfdán lærði í Los Angelse og hefur ferðast mikið um Mexíkó og þær slóðir sem við sækjum okkar helsta innblástur til. Innsýn hans í samfélagið þar, sem nær meira að segja inn í fangaklefa í Mexíkó hefur reynst okkur ómetanleg. Það er fátt, ef eitthvað, sem Hálfdán hefur ekki hæfileika til en hann hefur meðal annars unnið að hönnun fjölda rýma og hannað sett fyrir ýmsar kvikmyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hugur Hálfdáns virkar á ótrúlegan hátt og virðist hann vera endalaus uppspretta hugmynda svo það varð fljótt ljóst sem varð að hönnun hans og hugmyndavinna tók okkur enn lengra en upphafleg hugsjón okkar hafði farið. Fyrir tilstilli Hálfdáns er því skemmtileg samblanda af gömlu og nýju bæði á Burro og Pablo Discobar og áhersla mun vera lögð á endurnýtingu, lifandi liti, mynstur og á einstaka suðræna upplifun.“

Rétt lýsing fullkomnar útlitið
Staðurinn er hannaður með útlit sem vitnar í suðræn áhrif en með nútímalegu partíívafi. „Til þess að fullkomna útlit Burro og Pablo Discobar, setja punktinn yfir i-ið og byggja upp hárrétta suðræna stemningu fengum við Þórð Orra til að hanna lýsinguna fyrir báða staðina. Hönnun Þórðar varpar ljósi á það að við erum skemmtileg, skrýtin, falleg, forvitnileg og það flott að þú vilt koma aftur og aftur til að skoða og upplifa meira.“

Suðuramerísk menningararfleið höfð að leiðarljósi
Lógó staðanna eru mjög töff og matseðlarnir eru frumlegir í útliti sem og heimasíður staðana sem ná að fanga augað.  „Siggi Odds sér um allt grafískt efni fyrir Burro og Pablo Discobar. Siggi hefur unnið sem grafískur hönnuður og teiknari með fyrirtækjum og einstaklingum alls staðar að úr heiminum og leggur áherslu á ímyndarsköpun vörumerkja í gegnum verk sín. Siggi hafði suðurameríska menningararfleið að leiðarljósi í vinnunni með okkur og dró fram fáguðu og fínu eiginleikana okkar, án þess þó að gleyma því að við erum mjög afslöppuð og skemmtileg líka,“ segir Gunnsteinn Helgi og brosir. „Latin-Ameríka býr yfir óteljandi mismunandi hefðum í myndskreytingu og handverki. Sumar eiga rætur að rekja til Inka-, Maya- og Aztec-þjóðfokkanna fornu. Flest eiga það sameiginlegt að vera sterk, lífleg og lifandi í formgerð og litadýrð og þaðan fékk Siggi Odds innblásturinn við hönnunina. Lógótýpan eða leturgerðin fyrir Burro og Pablo er dregin frá handgerðu leturhefðinni og er mjög undir áhrifum frá útskorna skiltinu sem var á vegi hans.  Lógótýpurnar eru mjög einkennandi og skemmtilega furðulegar og jafnframt gríðarlega eftirminnilegar.

Asninn síkáti og mannvera dansandi í kokteilglasi
Gaman er að geta þess að myndmerki Burro er asninn síkáti teiknaður með sterkum en lifandi formum sem tala við formgerð lógótýpunnar. Notkun á bara einum lit, gullbrúnum, og fín línan gefur merkinu ákveðna fágun. Myndmerki Pablo Discobar er mannvera dansandi í kokteilglasi, byggt á sama formheimi og í sömu lögun og asninn. Mótífð er fjörugt og dimmrauði liturinn vitnar í 70‘s tímabilið en heldur fáguðu yfirbragði. Saman mynda merkin skemmtilega tvennu sem tala vel saman og eru augljóslega tvær hliðar á sama peningi vegna einkennandi sérkenna.

Handverk og myndskreytingar frá Suður-Ameríku
Litirnir á veggjunum, þeir toppa staðinn, segðu okkur aðeins frá litavalinu og hugmyndafræðinni bak við það. „Litapalletta staðanna er nokkuð breið og fengin úr ýmsum áttum úr handverki og myndskreytingum Suður-Ameríku. Hún spannar nánast allan litahringinn en er í heildina mjög hlý og býður upp á marga möguleika.“

Boðið er upp á modern latino tapas-rétti og steikur
Réttirnir ykkar á matseðlinum eru bæði mjög frumlegir og nýstárlegir, getur þú lýst áherslum ykkar í matargerð og framreiðslu? „Á Burro er lögð áhersla á mið- og suðurameríska nútímamatseld og áhrifin eru sótt alla leið frá Argentínu og upp til Mexíkó. Boðið er upp á modern latino tapas-rétti og steikur sem lagt er til að fólk á borðum panti sér saman og deili og á seðlinum er einnig ágætt úrval rétta fyrir grænkera. Mikið er lagt upp úr því að skapa rétta stemningu á staðnum og blandast þar saman fjör og fagmennska með suðuramerískum áherslum.

Einnig erum við með kokteilbarinn á hæðinni fyrir ofan, Pablo Discobar eins og fram hefur komið og er Pablo, litli bróðir Burro, svolítið hallærislegur en alltaf í stuði. Hann sækir áhrif sín einnig til Suður-Ameríku en einnig til diskótímabilsins. Á Pablo færðu klikkaða kokteila og brjálað stuð og þú veist aldrei hvernig kvöldið mun enda. Þjónað er til borðs öll kvöld og hamingjustund er alla daga frá klukkan 16.00 til 18.00.“ Einnig er vert að minnast á það að nýr matseðill leit dagsins ljós í upphafi þessarar viku og nýir og spennandi réttir í boði.“

Ævintýralegar matarupplifanir fyrir alla
Hver er markhópurinn sem þið eruð að höfða til á Burro? „Allra nautnaseggja og sælkera landsins og þeirra sem elska góðan mat og frábæra kokteila í fallegu umhverfi. Það eru auðvitað allir velkomnir á Burro og við erum með stóran hóp fastakúnna en langflestir okkar gesta eru Íslendingar.“ Þið eruð að bjóða upp á skemmtilegar matarupplifanir, ævintýraferðir og stundum viðburði tengda þeim. Eru matarupplifanir vinsælar meðal hópa og fyrirtækja? „Samblanda Burro og Pablo er einstök er gerir staðinn ákjósanlegan kost fyrir smærri og stærri hópa.  Það er hægt að koma í Happy Hour á milli klukkan16.00 og 18.00 á Pablo Discobar, fara síðan með hópinn í matarævintýri á Burro og eftir matinn aftur upp á Pablo í kokteila og djamm fram á nótt, því er hægt að vera inni í sama húsinu frá opnun til lokunar og halda þannig öllum hópnum saman allan tímann frekar en að vera þvælast á milli staða með tilheyrandi veseni.“ Einnig er boðið upp á veisluþjónustu sem er gríðarlega vinsæl og hentar við öll tækifæri. Það er hægt að skoða úrvalið sem í boði er á eftirfarandi síðu: http://www.burro.is/wp-content/uploads/2018/09/burro-veisla-sept2018.pdf

Einn besti kokteilbar landsins
Segðu okkur aðeins frá kokteilunum sem þið eru fræg fyrir að bjóða upp á? „Pablo Discobar var einmitt valinn besti kokteilbar Íslands í fyrra og allir matargestir Burro geta pantað sé kokteila að eigin vali fyrir mat, með matnum eða eftir mat. Pablo er svo heppinn að eiga marga góða að og meðal annars að vera með úrvalslið barþjóna með sér í liði sem sjá um að gera bestu kokteila landsins, en staðurinn tekur sig ekki of alvarlega og snýst fyrst og fremst um skemmtun að allir skemmti sér vel og fái frábæra kokteila frá bestu barþjónum landsins. En eins og nafnið gefur til kynna, Pablo (mið- og suðuramerískt nafn) Discobar (70’s/80’s) þá eru kokteilarnir í sama þema, blanda af áhrifum frá Disco-tímabilinu og Mið- og Suður-Ameríku.“

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Burro Taps + Steaks.

Myndir / Hallur Karlson og Sigurjón Ragnar

 

Töldu veikindi flugfreyja ekki tengjast flugvélunum

Að minnsta kosti þrjár flugfreyjur hjá Icelandair eru óvinnufærar eftir að hafa veikst í flugi í sumar. „Við höfum allar verið með svakalegan þrýsting í höfði, eins og það sé að springa,“ segir flugfreyja hjá Icelandair sem telur eiturgufur í farangursrými orsök alvarlegra veikinda hennar. Fleiri úr sömu áhöfn veiktust.

Sambærilegt mál kom upp árið 2016 þar sem flugliðar kvörtuðu undan veikindum eftir að hafa flogið í tilteknum félagsins. Rannsóknarnefnd flugslysa tók málið til rannsóknar og stendur sú rannsókn yfir.

Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, staðfestir að rannsókn sé opin á þessum og fleiri flugatvikum.  Hann segir umrædd tilvik séu ekki skilgreind sem alvarleg flugatvik vegna þess að öryggi flugvélarinnar og flugsins hafi ekki verið stefnt í hættu þar sem ekkert þeirra átti sér stað í flugstjórnarklefanum. Hins vegar séu þetta endurtekin flugatvik sem ástæða þykir að skoða.

„Við höfum látið skoða flugvélar og ýmislegt hefur verið gert en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um opna rannsókn,“ segir Ragnar og bendir á að ekki sé hægt að styðjast við gögn úr flugritum sem gerir málið flóknara.

Töldu veikindin ekki tengjast flugvélunum

Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar en í samtali við Ríkisútvarpið árið 2016 sagði hann að litið væri á málið sem innanhússmál.

Í ágúst 2016 fékk starfsfólk Icelandair tilkynningu í tölvupósti þar sem farið var yfir flugatvikin og aðgerðir félagsins. „Á hverjum degi í sumar eru um 400 áhafnarmeðlimir á flugi hjá Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir af öllum þessum fjölda veikist eða finni fyrir vanlíðan,“ segir m.a. í tilkynningunni. Jafnframt er því haldið fram að atvikin séu misjöfn og tengist ekki einstökum flugvélum. Dregin er sú ályktun að tilvikin séu aðskilin fremur en að um sama orsakavald sé að ræða.

Þá eru aðgerðir tæknideildar vegna flugatvikanna útlistaðar en frá því tilkynningin var send út hefur fjöldi svipaðra mála litið dagsins ljós og dæmi er um flugfreyjur sem hafa enn ekki getað snúið aftur til fyrri starfa vegna veikinda í tengslum við umrædd atvik.

Tölvupóstinn í heild má lesa hér að neðan.

 

Vegna tilkynninga um veikindi áhafnarmeðlima um borð

Nýlega hefur orðið töluverð aukning í tilkynningum frá áhafnameðlimum vegna veikinda um borð í flugvélum Icelandair. Icelandair lítur þetta alvarlegum augum enda leggur félagið áherslu á að starfsumhverfi áhafna sé með sem bestum hætti. Þessu bréfi er ætlað að gefa upplýsingar um stöðu þessara mála.

Á hverjum degi í sumar eru um 400 áhafnameðlimir á flugi hjá Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir af öllum þessum fjölda veikist eða finni fyrir vanlíðan. Í kjölfar aukins fjölda tilkynninga hefur hvert tilfelli verið skoðað og greint. Haft hefur verið samband við áhafnarmeðlimi til að fá nánari og betri lýsingar. Trúnaðarlæknir Icelandair hefur stýrt leit okkar að heilsufræðilegum orsökum og metið hvert tilfelli fyrir sig.

Í stuttu máli eru atvikin misjöfn og eiga fátt sameiginlegt þegar nánar er skoðað. Þau hafa dreifst á flestar vélar í flugflotanum okkar, tengjast ekki einstökum flugvélum, og hafa komið upp á bæði B-757 og B-767. Oft hafa margar vikur liðið á milli tilkynninga á sömu flugvél.

Tilkynnt einkenni hafa einnig verið af ýmsum toga, en í einhverjum tilvikum virðast vera tengsl á milli einkenna og hreyfingar flugvélarinnar, hitastigs og jafnvel misjafnar hitadreifingar í farþegarými. Önnur tilvik virðast alls ótengd flugvélunum, en tengjast öðrum veikindum eða vanlíðan einstaklinga, þreytu og slíkum þáttum. Áberandi er að þessar veikindatilkynningar koma fremur frá yngra fólki með lágan starfsaldur en þeim sem eru eldri og reyndari.

Þessar breytur gera það að verkum að líklegra er að tilvikin séu aðskilin en að um sama orsakavald sé að ræða. Icelandair hefur samt sem áður lagt mikla vinnu í að greina mögulegar ástæður tilvikanna.

  • Tæknideild Icelandair hefur skoðað viðhald flugvélanna og hefur greining farið í gang eftir hvert atvik fyrir sig. Meðal aðgerða eru hreyflaskipti, parta- og olíuskipti, loftsíuskipti, skoðun á loftstokkum, þrif á loftræstikerfi og loftgæðamælingar á flugi.
  • Icelandair hefur rannsakað og mælt sérstaklega ákveðna þætti, bæði á jörðu niðri, í farþegaflugi og sérstökum mælingarflugum. Meðal annars hefur verið notast við rafrænt „nef“ eða loftgreiningatæki (Aerotracer) og hafa allar mælingar komið eðlilega út. Þeir þættir sem hafa verið mældir eru loftþrýstingur, súrefnishlutfall, rakastig, hitastig, hljóðstyrkur, lofthraði og dreifing ræstilofts, hröðun, örveru- og myglupróf, lyktarpróf (Aerotracer), og ýmis önnur efni, s.s. CO (Carbon Monoxide), CO2 (Carbon Dioxide), SO2 (Sulfur Dioxide), O3 (Ozone).
  • Trúnaðarlæknir Icelandair hefur farið yfir niðurstöður úr læknisskoðun og blóðprufum hjá þeim áhafnarmeðlimum sem farið hafa í slíka rannsókn strax eftir flug. Öll þau sýni hafa komið eðlilega út.
  • Þá hefur Rannsóknarnefnd Samgönguslysa (RNSA) verið fengin til liðs við okkur. Icelandair fagnar aðkomu RNSA og aðstoðar nefndina eftir fremsta megni. RNSA hefur heimild til ýmissa aðgerða og nefndin m.a. sent áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar en RNSA vinnur sjálfstæða rannsókn á þeim atvikum sem hún hefur afskipti af.
  • Icelandair hefur undanfarið skoðað sérstakan loftsýnitökubúnað sem yrði staðsettur um borð og hægt væri að nota ef fleiri en einn áhafnarmeðlimur finnur fyrir vanlíðan.

Veikist áhafnarmeðlimur á flugi er mikilvægt að senda inn skýrslu um atvikið í gegnum SMS360. Ítarleg lýsing áhafnameðlima skiptir miklu máli þar sem þessar upplýsingar geta auðveldað greiningu á atvikum.

Uppsöfnuð óánægja finnur sér farveg

Mannlíf/Hákon

Háværar deilur innan Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum um röðun á framboðslista urðu til þess að flokkurinn klofnaði skömmu fyrir kosningar. H-listinn spratt fram og náði ásamt E-listanum að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki hafi munað nema fimm atkvæðum. Skyndilega stóð Elliði Vignisson á krossgötum. Bæjarstjórastóllinn var farinn og í fyrsta skipti í 14 ár var hann ekki lengur bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Elliði var horfinn úr forystu Vestmannaeyjabæjar og fram undan voru stórar persónulegar ákvarðanir.

Þótt deilurnar innan flokksins hafi opinberlega snúist um hvaða leið ætti að fara við röðun á framboðslista telur Elliði að dýpri ástæður hafi legið þar að baki. „Það var enginn málefnalegur ágreiningur en á móti kemur að við vorum búin að vera við stjórnvölinn í tólf ár og höfðum gengið þannig fram að auðvitað höfum við valdið truflunum í viðtækjum einhverra á þessum tíma. Við fundum það mjög að ákveðnir hópar voru að leita sér að farvegi fyrir persónulega óánægju frekar en eitthvað annað. Það var kannski byggt hús of nálægt einum, aðrir töldu sig ekki hafa fengið nægileg verkefni í útboðum á vegum Vestmannaeyjabæjar, fólk hafði ekki fengið vinnu sem það sótti um hjá bænum eða jafnvel misst vinnuna og taldi sig þess vegna eiga eitthvað sökótt við bæjarfélagið og svo framvegis. Þessi óánægja fann sér farveg í þessum svokallaða H-lista sem náði því sem til þurfti. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé eftir sem áður með eitt mesta fylgi á landinu í Eyjum þá dugði fylgi H-listans til að fella meirihlutann og það verður ekki af þeim tekið.“

Deilurnar mögnuðust enn frekar eftir að niðurstaða kosninganna varð ljós og beindist reiði sjálfstæðismanna fyrst og fremst að Páli Magnússyni, þingmanni flokksins í kjördæminu. Hann var sakaður um að hafa stutt framboð H-listans á bakvið tjöldin og þannig unnið markvisst gegn eigin flokki í bænum. Fór svo að Páll var rekinn úr fulltrúaráði flokksins í Vestmanneyjum vegna „fordæmalausrar framgöngu“ hans í kosningunum, eins og það var orðað í ályktun. Elliði er fljótur til svara þegar hann er spurður út í framgöngu Páls. „Ég ætla ekki að tjá mig um Pál Magnússon í þessu viðtali. Ég ætla ekki að falla í þá gryfju að ræða þetta út frá einstökum persónum. Það er til sálfræðihugtak sem heitir stóra eignunarvillan og hún er kölluð það af því að hún er svo algeng. Hún felst í því að ætla persónum of stórt hlutverk. Oftast nær liggur skýringin í einhverju öðru en einstökum persónum. Við eignum einstökum persónum árangur og eignum einstökum persónum líka árangursleysi þegar allt aðrir þættir geta legið að baki. Þannig að mér finnst það hvorki sanngjarnt gagnvart mér né Páli Magnússyni að ég fari að ræða um meintar persónulegar deilur á milli okkar.“

Rætt er ítarlega við Elliða í Mannlífi sem kom út í gær.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Þakkar guði fyrir að hafa fundið barnið sitt

Mýmörg dæmi eru um að börn yfirgefi frístundaheimili án þess að umsjónarfólk veiti því eftirtekt. Foreldrar segja að þjónustan veiti falskt öryggi.

Í síðustu viku var auglýst eftir tveimur drengjum, sjö og átta ára, sem ekkert hafði spurst til í nokkrar klukkustundir. Annar drengurinn hafði yfirgefið frístundaheimilið í skólanum sínum án leyfis og var foreldri gert viðvart þegar hvarfið uppgötvaðist. Drengirnir fundust, fimm klukkustundum síðar.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir að lögð sé áhersla á að hafa góða yfirsýn yfir barnahópinn. Byggðir hafi verið upp verkferlar í kringum skil skóladags og upphaf frístundastarfs, innan frístundatímans, frá frístund og á íþróttaæfingar og svo um heimferðir. „Vissulega koma upp tilvik þar sem barn skilar sér ekki í frístund og eru skýringarnar margvíslegar. Í þessum fáu tilvikum er sjaldgæft að barnið finnist ekki innan stundar. Í öllum tilvikum er staðan rýnd, hvað fór úrskeiðis og hvernig megi koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,“ segir Helgi þegar hann er spurður út í stöðu þessa mála hjá Reykjavíkurborg.

„Enginn af starfsmönnunum hafði gert sér grein fyrir hvarfi barnsins, hvað þá hversu langur tími hafði liðið frá því barnið fór.“

Sími um hálsinn öruggari en vistun
Miklar umræður spunnust um börn á frístundaheimilum í kjölfar þessarar fréttar og í ljós kom að foreldrar í Kópavogi eru síður en svo ánægðir með þjónustu bæjarfélagsins í frístundamálum. „Þegar dóttir mín var í fyrsta bekk og vistuð á frístundaheimili eftir skóla kom það margoft fyrir að ég fékk símtöl frá nágrannakonu minni sem var í fæðingarorlofi, þess efnis að dóttir mín væri heima hjá henni með dóttur hennar, hvort það væri með mínu leyfi,“ segir móðir í Kópavogi. „Mér brá auðvitað því ég taldi mig vera að borga fyrir þjónustu sem reyndist vera falskt öryggi. Ef þessi móðir hefði ekki verið heima veit ég ekki hvar barnið mitt hefði endað, síma- og lyklalaust og enginn starfsmaður sem veitti því neina eftirtekt hvort hún væri á staðnum eða ekki. Auk þess að fá endurtekin símtöl frá móðurinni í fæðingarorlofinu kom líka fyrir að ég mætti í skólann til að sækja dóttur mína sem var þá einfaldlega ekki á staðnum. Enginn af starfsmönnunum hafði gert sér grein fyrir hvarfi barnsins, hvað þá hversu langur tími hafði liðið frá því barnið fór. Þá höfðu vinkonurnar ýmist farið í ævintýraferðir, heimsótt vinkonur sem voru eftirlitslausar heima eða einfaldlega gleymt stað og stund í útivist og ekki verið sóttar inn af eftirlitsaðilum. Það sem olli mér hvað mestum vonbrigðum voru viðbrögð starfsfólksins sem reyndi ekki einu sinni að þykjast kannast við nafnið á barninu mínu. Það tekst illa að manna þessar stöður og því er hægt að ráða hvern sem er til þess að sinna því sem ætti að vera ábyrgðarhlutverk en er síður en svo litið slíkum augum.“

Konan segir að lítið hafi lagast þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og á endanum hafi hún skráð barnið úr frístundaheimilinu. „Í framhaldinu fékk barnið takkasíma og var skráð úr dægradvöl, ég áleit öryggi hennar vera meira heimafyrir en þarna. Sömu sögu er að segja af minnst sex vinkonum hennar sem ég veit um.“

Önnur móðir í Kópavogi sem Mannlíf ræddi við hafði svipaða sögu að segja. Eitt sinn hafi hún farið að sækja barn sitt á frístundaheimili en þá hafi það ekki verið á staðnum og enginn vitað hvar það var niðurkomið. Eftir smáspjall hafi komið í ljós að barnið hafi í nokkur skipti ekki mætt í frístund eftir skóla en enginn hafi haft fyrir því að láta foreldrana vita. „Ég varð svo hissa og svo reið. Svona myndi aldrei gerast í heimalandi mínu, Litháen, þar sem öryggi barna er alltaf í fyrsta sæti og faglært fólk sem hugsar um börnin. Ég þakka bara guði fyrir að hafa fundið barnið mitt heima hjá bekkjarsystkini eftir stutta leit,“ segir hún en vert er að taka fram að ekkert af foreldrunum sem Mannlíf ræddi við vildi koma fram undir nafni að ótta við að það kynni að bitna á börnum þeirra eða yngri systkinum sem ættu jafnvel eftir að þurfa á þjónustunni að halda.

„Við þekkjum dæmi þess að börn hafi farið heim án þess að láta vita af sér.“

Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segist ekki vita til þess að börn hafi farið ítrekað úr frístundaheimilum bæjarins án þess að umsjónarfólk veitti því eftirtekt eða léti foreldra viðkomandi vita. „Við þekkjum dæmi þess að börn hafi farið heim án þess að láta vita af sér. En það er samkvæmt okkar vitneskju afar sjaldgæft og litið mjög alvarlegum augum. Frístundaheimili grunnskóla í Kópavogi starfa samkvæmt stefnumörkun sem samþykkt var fyrir nokkrum árum. Einnig hefur verið gefin út Handbók frístundastarfs sem er ætlað að vera leiðbeinandi og upplýsandi fyrir forstöðumenn og starfsfólk. Þá hafa öryggisferlar verið sérstaklega útfærðir en í þeim er sérstaklega fjallað um hvernig bregðast á við ef barn mætir ekki eða týnist,“ segir Sigríður Björg.

Leyndardómar súkkulaðiverksmiðjunnar OMNOM

Við litum inn í súkkulaðiverksmiðjuna OMNOM sem staðsett er við Hólmaslóð 2 í Reykjavík í glæsilegum húsakynnum. Þar hittum við stofnandann og einn af eigendunum súkkulaðiverksmiðjunnar, Kjartan Gíslason, sem bauð okkur í draumaferðina um verksmiðjuna þar sem leyndarmál súkkulaðsins eru geymd. Súkkulaðiilmurinn sem tók á móti okkur var ómótstæðilegur.

Hvernig kviknaði áhuginn á súkkulaðigerðinni?
„Omnom-ævintýrið byrjaði af einskærri forvitni um hvernig súkkulaði væri gert. Ég reifaði þessa hugmynd við æskuvin minn, Óskar Þórðarson, og saman fórum við að pæla í þessu. Við erum báðir miklir sælkerar og finnst gaman að fara út að borða og velta fyrir okkur mat. Við fórum í það að kanna mögleika á tólum og tækjum til súkkulaðigerðar og eftir nokkrar misgóðar tilraunir vorum við komnir með eitthvað sem hægt er að kalla súkkulaði. Þetta ferli var svo spennandi og skemmtilegt að við vildum fara í framleiðslu og fengum til liðs okkur hönnuð sem á heiðurinn af hönnun umbúðanna. Þegar það var tilbúið sáum við að við vorum með eitthvað sérstakt í höndunum.“

Getur þú sagt okkur aðeins frá tilurð súkkulaðigerðarinnar og framkvæmdinni?
„Við byrjuðum heima hjá mér að rista og mala baunir og búa til súkkulaði, þangað til við fundum yfirgefna bensínstöð á Seltjarnarnesi. Þar héldum við starfinu áfram þangað til fyrsta varan okkar var tilbúin. Það fóru margar næturvinnustundir og margar kaffikönnur í að koma framleiðslunni af stað. Í dag starfa yfir tuttugu manns hjá Omnom. Við verðum með okkar eigin verslun og bjóðum upp á súkkulaðitúr á hverjum einasta degi. Við finnum fyrir miklum áhuga á Omnom og súkkulaðinu okkar.“

Hvað er erfiðast við að framleiða gott súkkulaði?
„Að bíða eftir því að súkkulaðiblanda verði tilbúin. Súkkulaðigerð er tímafrek og stundum þurfum við að bíða í þrjá daga þar til að uppskrift er tilbúin.“

„Við bjóðum upp á súkkulaðitúra á hverjum einasta degi. Við finnum fyrir miklum áhuga á hvernig súkkulaði er búið til, eins og í víngerð og ostagerð.“

Hvernig fer vöruþróunin fram?
„Ég fæ að leika mér í tilraunaeldhúsinu eins og snarbrjálaður vísindamaður í kvikmyndunum. Nei, en að öllu gamni slepptu er það stundum þannig. Black n Burnt Barley varð til þannig. Það var upprunalega hvítt súkkulaði sem varð svart því við prófuðum að bæta brenndu byggi út í súkkulaðið. Fyrir jólin í fyrra efndum við til keppni innanhúss fyrir vetrarsúkkulaðið okkar. Það var mjög skemmtileg tilraun og allir fengu að leggja sitt af mörkum. Allir sem starfa hérna fá að búa til sitt eigið súkkulaði. Það hafa margar mjög góðar súkkulaðitegundir lent inn á borði hjá mér í þessum tilraunum – reyndar líka mjög sérstakt súkkulaði.“

Umbúðirnar eru einstaklega vel útfærðar og lógóið hefur vakið athygli, hver er hönnuðurinn og hvaðan kemur innblásturinn?
„André Visage hönnuður bjó til lógóið og hönnun umbúðanna. Við vildum að útlit umbúðanna væri í anda súkkulaðisins. Litríkt og skemmtilegt og útkoman var sú sem við þekkjum í dag. Í dag er Veronica Filippin hönnuðurinn okkar. Allt sem að hún gerir er gull.“

Bjóðið þið upp á heimsóknir og kynningar í súkkulaðiverksmiðjunni að hætti Kalla, það er segja að fyrirmynd „Charlie and the Chocolate Factory“ ?
„Heldur betur og erum með Oompa Loompas í fullu starfi,“ segir Kjartan hlæjandi. „Við bjóðum upp á súkkulaðitúra á hverjum einasta degi. Við finnum fyrir miklum áhuga á hvernig súkkulaði er búið til, eins og í víngerð og ostagerð. Við höldum einnig allskyns skemmtileg námskeið, eins og í til dæmis súkkulaði- og bjórpörun. Næsti viðburður okkar er haldinn í samstarfi við Reykjavík Roasters þar sem við ætlum að bjóða upp á súkkulaði- og kaffipörun. Það verður mjög skemmtileg stund sem haldin verður 6. október næstkomandi og ég hvet sem flesta til þess að skrá sig.“

Framtíðin er björt hjá fyrirtækinu og það blómstrar og dafnar vel. Eru einhver ný framtíðarplön?
„Helsta markmið okkar er að halda áfram að búa til hágæða súkkulaði og gera lífið skemmtilegra fyrir fólk.“

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Mini.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

Afslappaður og skemmtilegur staður í hjarta Hafnarfjarðar

Á dögunum heimsóttum við veitingaparið Kristjönu Þuru Bergþórsdóttur og Einar Hjaltason sem eiga og reka veitingahúsið VON mathús&bar í Hafnarfirði. Staðurinn hefur heillað gesti sína upp úr skónum fyrir ljúffenga rétti, hlýlegar móttökur og afslappað andrúmsloft og góða þjónustu. Okkur lék forvitni að fræðast frekar um tilurð staðarins og um lífsstíl þeirra hjóna.

Getið þið sagt okkur aðeins frá tilurð veitingastaðarins?
„Við erum bæði uppalin í miðborgarveitingageiranum og höfðum lengi pælt í því að opna okkar eigin rekstur. Árið 2015 vorum flutt aftur í Hafnarfjörð og komin með lítið barn, orðin þreytt á því að keyra í vinnu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur á hverjum degi. Á svipuðum tíma á árinu vorum við að koma úr fæðingarorlofi og okkur fannst vanta meiri uppbyggingu á þessu svæði sem við bjuggum á, í Suðurbænum í Hafnarfirði. Við duttum inn á þetta húsnæði í gamla Drafnarhúsinu við Strandgötu og það var verið gera húsið upp og breyta því í nokkrar einingar. Það þurfti ekki mikla sannfæringu um að kýla á þetta verkefni.  Vissulega var þetta áhættusamt, þar sem enginn hafði opnað svona veitingahús í mjög langan tíma í bænum, en með góðri aðstoð frá fjölskyldunni ákváðum við að kýla á þetta.“

Hvaðan kemur hugmyndin að nafninu, það er einkar fallegt, VON mathús&bar?
„Við vildum hafa nafnið fallegt, stutt og hnitmiðað. Eins vildum við hafa akkeri í lógóinu líka, þannig kom nafnið VON upp í einum góðum bíltúr. Mathús og bar kom því okkur fannst það lýsa okkur persónulega og okkar rekstri best. Við vildum ekki hafa þetta of formlegt veitingahús, heldur frekar meira út í „gastropub“ eins og þekkist víða, meðal annars í London. Þar sem þú kemur inn í frekar afslappað og skemmtilegt umhverfi, en getur fengið vandaðan mat og drykki og skemmtilega þjónustu, án þess að stíga formlega inn á „fine dining“-stað.“

Starfsánægja og gæði fram yfir hraða nútímasamfélagsins
„Við erum með lokað á sunnudögum og mánudögum. Fyrir mörgum Íslendingum er það enn þá mjög óvenjulegt, en við gerum það einfaldega því það hentar okkur og okkar rekstri best. Þetta tíðkast víða erlendis og eru sífellt fleiri staðir í Reykjavík byrjaðir að hafa lokað á mánudögum. Ég er mjög ánægð með þessa þróun. Hraðinn í nútímasamfélagi er mikill og mín skoðun er sú, að það þarf ekkert alltaf allt að vera opið alltaf. Við erum lítill en góður vinnustaður og mikilvægt að allir fái áreitislausa hvíld. Við hugsum þetta meira til langtíma, heldur en að allir brenni út af álagi.“

Þið standið fyrir viðburðum í tengslum við matar- og drykkjarupplifun á VON mathús&bar, eru nýir viðburðir á döfinni?
„Við erum með sanngjarnan og breytilegan hádegisseðil þriðjudaga til föstudaga  frá klukkan 11.30 til 14.00. Fastur kvöldseðil frá klukkan 17.30, sem tekur reglulegum breytingum. Í október ætlum við að vinna samhliða Tommasi og verðum með villibráðarhelgi og ítalska helgi, með sérmatseðli og drykkjum. Við erum miklir aðdáendur Ítalíu og einnig finnst okkur gaman að þjónusta kúnnahópinn okkar með nýjum og skemmtilegum leiðum. Sem dæmi má nefna að helgina 19. til 20. október verðum við með ítalska matarveislu sem parað verður með sérvöldum Tommasi-vínum.

Við erum mjög virk á samfélagsmiðlum, Facebook og Instagram (vonmathus), og þar verður hægt að fylgjast með og öllu okkar daglega amstri.“

Heimasíða: www.vonmathus.is

https://www.facebook.com/vonmathus/

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við VON mathús&bar.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Burgerinn Bearnaise er hástökkvarinn

Okkur lék forvitni að vita nánar hvers konar veitingastaður Burger-inn í Hafnarfirði er og hvað hann hefur upp á að bjóða. Staðurinn er við Flatahraun 5a og við höfum heyrt að þarna sé að finna einn besta borgara bæjarins. Við hittum feðgana sem þar ráða ríkjum en Örn Arnarson og sonur hans, Brynjar Arnarson, eru eigendur staðarins og rekstraraðilar.

Getið þið sagt okkur aðeins frá veitingastaðnum Burger-inn, bæði umgjörð og þjónustu sem þið bjóðið upp á?
„Staðurinn opnaði árið 2011, þann 17. júní á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hann er innréttaður í sixties-stíl og myndskreyttur með eldri limósínum og fallegum hlutum frá gamla tímanum. Við getum tekið um sjötíu og fimm gesti í sæti og aðkoman að staðnum er mjög góð. Nóg er af fríum bílastæðum. Við erum einnig með tvær bílalúgur og má með sanni segja að flestar pantanir séu sóttar. Það er mjög vinsælt að panta matinn og taka með heim.“

Þið leggið metnað í að vera með gott hráefni í hamborgarana ykkar. Hvaðan kemur hráefnið og hver er hugmyndin að baki umgjörðinni og matseðlinum?
„Burger-inn notar aðeins fyrsta flokks hráefni frá birgjum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við erum til dæmis með 20% fitusprengt nautahakk í hamborgurunum okkar frá Kjötsmiðjunni, frönskurnar Cavendish frá Ekran, beikon, skinku og pepperoni frá Ali og margt fleira frá ýmsum góðum aðilum.“

Hugið þið að umhverfinu í ykkar matargerð og rekstri?
„Við hugum eins vel að náttúrunni og okkur er unnt bæði í matargerð og umbúðum fyrir mat sem viðskiptavinurinn sækir til okkar. Einnig flokkum við sorpið og erum með sorteringu á úrkasti.“

Hverjar eru helstu áherslur ykkar og markmið með rekstrinum?
„Okkar áherslur og markmið er að hafa meira gaman í dag en í gær og fá öll fallegu brosin sem okkur eru send.“

Eru einhverjir réttir vinsælli en aðrir?
Matseðillinn allur fer ótrúlega jafnt. Við getum þó sagt að Burgerinn Bearnaise sé hástökkvarinn en með ekta smjörbearnaise-sósu sem er gríðarlega vinsæl. Af grillinu bjóðum við upp á sérmeðhöndlaðar lambakótilettur og bearnaise-sósu sem val í meðlæti. Við bjóðum bara upp á alvörubearnaise-sósu eins og Oddur H. Odds frændi vill hafa hana,“ segir Örn og brosir. Hægt er að skoða matseðlinn á heimasíðu staðarins: www.burgerinn.is. Frá opnun hefur verið boðið upp á fría súpu með öllum máltíðum í sal með birgðir endast, fyrstur kemur þá fær.

Burger-inn er vinsæll viðkomustaður

„Gaman er að segja frá því að viðskiptavinir okkar eru bæði úr nærsveit og úr dreifbýlinu, á öllum aldri. Stórfjölskyldur leggja gjarnan leið sína hingað inn í Burger-inn og njóta þess að eiga hér saman skemmtilega fjölskyldustund.“

Bjóðið þið oft upp á tilboð fyrir fjölskyldur og hópa?
„Við erum ávallt með ýmis tilboð fyrir hópa sem eru mjög vinsæl. Mikið er um að hingað komi viðskiptavinir og haldi upp á afmæli. Afmælishóparnir eru einstaklega skemmtilegir.“

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Burger-inn.

 

Dreymir um að eignast jörð með lítilli lax- og silungaveiðiá

Ólafur Br. Finnbogason og er löggiltur fasteignasali á Mikluborg fasteignasölu. Hann er giftur Dögg Hjaltalín, bókaútgefanda og eiganda Sölku bókaútgáfu, og eiga þau þrjár dætur, Agnesi 19 ára, Freyju 8 ára og Rán 2 ára. Þau búa í tvílyftu timburhúsi á Bráðræðisholtinu í Reykjavík ásamt læðunni Regínu og fjórum hænum.

Hvað heillar þig mest við starfið?
„Það sem skemmtilegast er við starfið er að vera þátttakandi í einni stærstu fjárhagslegu ákvörðun fjölskyldna á lífsleiðinni sem fylgir oftast mikil gleði og spenningur hjá fólki. Einnig finnst mér gaman að tala og umgangast annað fólk og er það stór hluti af starfinu. Fjölbreytni er einnig mikil og situr maður blessunarlega ekki nema hluta úr deginum við tölvuna.“

Geturðu lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér?
„Ég mæti oftast um klukkan 8.30 á morgnana og erum við á Mikluborg með verðmatsfundi tvo morgna á viku. Síðan hefst dagurinn á að fylgja eftir fyrirspurnum dagsins á undan og bæði skoða nýjar eignir sem og sýna. Upp úr klukkan 16.00 fer ég af skrifstofunni og er með sýningar og skoðanir fram að kvöldmat. Eftir kvöldmat tekur tölvupóstur og gerð söluyfirlita og lýsinga á eignum. Dagurinn er oft langur og er lítið frí um helgar en starfið skemmtilegt í alla staði.“

Hvað er það sem þér finnst gera hús að heimili?
„Heimili mitt væri ekki spennandi ef ég væri ekki giftur svona glaðlyndri og fallegri konu og ætti ekki svona lífsglöð og fjörug börn. Einnig erum við heppin að vera vinarík svo að heimili mitt ef oft fullt af gestum sem gefa lífinu gleði og tilgang. Svo að heimili mitt er þar sem vinir og mínir nánustu eru í kringum mig.“

Geturðu líst þínum stíl?
„Minn stíll er nú ekki flókinn, geng oftast í því sem Dögg kaupir á mig.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt?
„Er ekki mikið að spá í arkitektúr en auðvitað eru margir í gegnum vinnuna sem maður hefur kynnst á verkum þeirra og finnst mér til að mynda Valdimar Harðarson hjá Ask arkitektum vera sérlega „praktístur“ og þau fjölbýlishús sem ég hef selt fyrir hann hafa alltaf hitt í mark hjá þeim notendum sem þau eiga við hvort sem það er fyrir ungt fólk sem er að hefja búskap eða heldra fólk sem vill minnka við sig. Einnig hönnunin hans stílhrein og tímalaus.“

Áttu þinn uppáhaldshönnuð?
„Ólafur Ágúst Jensson, innanhússarkitekt og ljósahönnuður, ber af enda einn af mínum betri vinum og hefur lýst upp allt umhverfi sitt þegar hann er á svæðinu.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til?
„Jörð með lítilli lax- og silungaveiðiá ásamt góðum rjúpna- og gæsalendum.“

Uppáhaldsliturinn þinn?
„Enginn.“

Hvar líður þér best?
„Mér líður alltaf best heima með fjölskyldunni og vinum og ekki skemmir ef það er á veiðilendum hvort sem það er skot- eða stangaveiði.“

Hvað heillar þig mest við haustið? Er eitthvað sem þú vilt bæta við í garðinn eða inn á heimilið þegar haustið gengur í garð?
„Þá hefst skotveiðitímabilið og ég legg veiðistönginni. Og ég vil helst bæta hangandi villibráð á pallinn og rjúpum í frystinn.“
Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag?

„Eldhúsborðið heima með góðum vinum og ekki skemmir ef Viktor Örn Andrésson eða Hinrik Lárusson ofurkokkar séu búnir að elda ofan í okkur og vini okkar.“

Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira en annar?
„Ég er hrifinn af gömlum húsum, hvort sem þau eru úr timbri eins og heimili mitt sem er gamall leikskóli sem var við Rauðhóla eða gamalt steinhús í sveitinni.“
„Að lifa lífinu lifandi er … að vera með vinum sínum og fjölskyldu og gera það sem mann dreymir um áður en maður missir heilsu eða getu til þess. Maður veit ekki hvað gerist á morgun.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

 

Falleg hæð í Vesturbænum

||
||

Ægifagurt útsýni handan við hornið

Í hjarta Vesturbæjar við Lynghaga 24 er finna þessa glæsilegu efri sérhæð með risi. Hæðin er vel staðsett, rétt fyrir ofan Ægisíðuna í vönduðu húsi sem tekið er eftir. Lynghaginn tilheyrir einu af eftirsóttustu hverfum borgarinnar, Vesturbænum, og umhverfið er gróið og fjölskylduvænt. Staðsetningin er draumur margra, öll grunnþjónusta er í nánd, nálægð við miðbæinn og fjölmargar leiðir eru fyrir samgöngur og heilsusamlega útivist sem og hreyfingu. Í göngufæri er leikskóli, grunnskóli og Háskóli Íslands. Miðja Vesturbæjarins er skilgreind við Hofsvallagötu, það er að segja við Melabúðina og Vesturbæjarsundlaugina. Innan þessa kjarna og nánast á sömu torfunni er öflug verslun og þjónusta og vettvangur mannlífs. Nálægðin við sjóinn, Ægisíðuna og Eiðisgrandann er eitt af helstu sérkennum hverfisins og einn fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt við Ægisíðu enda útsýnið ægifagurt, handan við hornið. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og Íþróttafélaginu KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa. Vesturbærinn er líka mikið menningar- og vísindasvæði.

Björt og hlýleg með frönskum blæ
Eignin er einstaklega björt og hlýleg.  Innkoman er tignarleg með frönskum blæ, stór franskur gluggi er í stigaganginum sem setur fallegan svip á eignina. Sunnan megin á hæðinni eru samliggjandi stofa og borðstofa sem eru bjartar og rúmgóðar, með himnesku útsýni út á Ægisíðuna. Hvíti liturinn er allsráðandi og stíllinn tímalaus og einfaldur. Stórir gluggar eru bæði til vestur og suðurs og út úr borðstofu er gengið út á fallegar suðursvalir. Notagildið og fagurfræðin fara vel saman, rýmin eru vel skipulögð og fallegar hvítar innfelldar hillur sem ná til lofts eru í stofunni.

Litir eldhússins tóna vel saman
Eldhúsið er vandað með stílhreinum, hvítum innréttingum, ljósgráum veggflísum sem tóna vel við ljósgræna litinn á hluta veggsins á móti svargráa náttúrusteininum á gólfi. Góðir og miklir skápar eru í eldhúsi og hvítur quartz- steinn er í borðplötunni sem gefur rýminu dýpt. Eldhúsið býr yfir góðri vinnuaðstöðu sem er mikill kostur. Á hæðinni er einnig sjónvarpsherbergi, svefnherbergi ásamt rúmgóðu baðherbergi þar sem hvíti liturinn er í forgrunni og rýmið vel nýtt.

Himneskur kvistgluggi með einstöku útsýni
Rómantískur sjarmi er yfir risinu en þar eru þrjú svefnherbergi, eitt hjónaherbergi og tvö barnaherbergi, sem eru einstaklega skemmtilega skipulögð. Í hjónaherberginu er himneskur kvistgluggi með miklu útsýni og einnig er annað barnaherbergið líka með stórum kvistglugga, hitt með þakglugga. Jafnframt er geymslu að finna í risinu sem nýtist vel.

Fallegur og gróinn garður umlykur húsið
Fallegur, gróinn og vel hirtur garður umlykur húsið. Gangstéttin og útitröppur eru nýlega endurnýjaðar og fegra aðkomuna að húsinu. Eignin er falleg að utan og henni hefur verið vel viðhaldið, en húsið var steinað og múrgert árið 2008.

Þessi fallega efri sérhæð er samtals 150,1 fermetri að stærð, hæðin er 105,9 fermetrar, risið 37,4 fermetrar auk geymslu og stigagangs 6,8 fermetrar. Eignin er til sölu hjá fasteignasölunni Domusnova og nánari upplýsingar veitir Kristín Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma: 894-3003 eða gegnum netfangið: [email protected]

Hvernig ætla þingflokkarnir að bregðast við metoo-byltingunni?

Í kjölfar þúsunda undirskrifta kvenna – þar sem kynbundnu ofbeldi og áreitni var mótmælt – og hundraða frásagna sem fylgdu, hafa spurningar vaknað hvernig verkferlum sé háttað eftir metoo-byltinguna hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Fjöldi starfsstétta og samfélagshópa hefur síðan á síðasta ári gefið út yfirlýsingar þar sem kynferðislegu áreiti, ofbeldi og mismunun er mótmælt. Krafan er skýr: Konur vilja breytingar, að samfélagið viðurkenni vandann og hafna núverandi ástandi. Þær krefjast þess að samverkamenn þeirra taki ábyrgð á gjörðum sínum og að verkferlar og viðbragðsáætlanir verði gangsettar.

Misjafnlega mikil vinna hefur verið lögð í breytingar á verkferlum innan þingflokkanna á Alþingi eftir metoo-umræður síðustu missera. Tvær breytingar voru gerðar á siðareglum alþingismanna í sumar en önnur breytingartillagan kveður á um að alþingismenn verði að leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu.

Í öðru lagi var lagt til að á eftir sjöundu grein siðareglnanna kæmi ný grein sem hljóðar svo: „Þingmenn skulu ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega eða kynbundna áreitni, leggja þá í einelti eða koma fram við þá á annan vanvirðandi hátt.“

Ítarlega fréttaskýringu um verkferla flokkanna er hægt að lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vefsíðu Kjarnans.

Mynd / Birgir Þór Harðarson

„Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar“

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur beðið fimmmenningana sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, afsökunar á því ranglæti sem þeir máttu þola við meðferð málsins.

Sævar Marinó Cieslski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason voru allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti í gær.

Ríkisstjórn Íslands kom saman til fundar í morgun og þar var málalyktum í þessu umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar fagnað. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni, sem Katrín skrifar undir, segir:

Ég beini orðum mínum til fyrrum sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins.  Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.

 

Var ákveðinn að hætta í pólitík

Elliði Vignisson. Mannlíf/Hákon

Elliði ræðir umskiptin sín í ítarlegu viðtali við Mannlíf sem kom út í dag. Þar ræðir Elliði meðal annars um háværar deilur í kringum klofning Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar sem varð til þess að hann missti bæjarstjórastólinn. Hann talar um flutninginn frá Vestmannaeyjum, nýja starfið í Ölfusi og málefni Sjálfræðisflokksins, en hann vill sjá flokkinn ganga mun harðar fram á ákveðnum sviðum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Dularfull veikindi herja áfram á flugfreyjur

„Við höfum allar verið með svakalegan þrýsting í höfði, eins og það sé að springa,“ segir flugfreyja hjá Icelandair sem telur eiturgufur í farangursrými orsök alvarlegra veikinda hennar. Fleiri úr sömu áhöfn veiktust. Sambærileg mál komu upp fyrir tveimur árum en rannsókn á þeim málum er enn ólokið. Einn af fleiri þáttum sem kannaðir hafa verið er hvort eiturgufur hafi borist inn í farþegarými með inntökulofti en það er tekið inn í gegnum hreyfla flugvélanna.

Óvinnufær í tvö ár

Mannlíf hefur heimildir fyrir því að einn þeirra flugliða sem veiktist árið 2016 sé enn óvinnufær og að minnsta kosti þrjú alvarleg tilfelli hafi komið upp nú í sumar. Flugfreyja hjá Icelandair sem er búin að vera í veikindaleyfi síðan í sumar eftir að hafa veikst í flugi féllst á að segja sögu sína nafnlaust. Hún segir lækna ganga út frá því að eiturgufur í inntökulofti valdi veikindunum, enda séu fleiri einstaklingar úr sömu áhöfn óvinnufærir. Slík flugatvik séu þekkt í flugheiminum. Eftir því sem Mannlíf kemst næst er þetta vandamál bundið við tvær af eldri flugvélum flugfélagsins. Þá hefur Mannlíf ekki fengið veður af kvörtunum farþega vegna sambærilegra mála.

Atvik flugfreyjunnar átti sér stað í hefðbundnu morgunflugi frá Bandaríkjunum, hún segist hafa verið úthvíld og flugið verið rólegt og þægilegt. Hún minnist þess að hafa orðið vör við dofa í tám en ekki hugsað frekar út í það. Síðan sofnaði hún en tekur það skýrt fram að slíkt hafi aldrei áður komið fyrir sig í vinnunni. Hún hafi fundið fyrir mikilli þreytu og annað stafsfólk haft orð á því að hún virtist „detta út“ og að höfuð hennar hafi hangið fram á bringuna.

Sofnaði undir stýri

Við komuna til Keflavíkur hafi hún farið upp í rútu og sofið alla leið til Hafnarfjarðar. Þegar þarna er komið sögu gerði flugfreyjan sér ekki grein fyrir því að eitthvað væri að. Hún settist upp í bíl og ók af stað heim en ekki vildi betur til en svo að hún sofnaði undir stýri og keyrði út af. Eiginmaður hennar sótti hana og keyrði á sjúkrahús til skoðunar þar sem hún virtist ekki vera með sjálfri sér. Teknar voru blóðprufur og að lokinni skoðun var hún send heim.

Daginn eftir sáu aðstandendur konunnar að eitthvað mikið var að. Hún gat ekki haldið uppi samræðum, talaði hægt og fann fyrir miklum svima og sljóleika. Henni var í kjölfarið ekið á bráðadeild. Þetta ástand kom og fór næstu daga og vikur. Flugfreyjan hefur verið óvinnufær síðan í ágúst og sömu sögu er að segja af tveimur öðrum flugliðum úr sömu flugáhöfn.

„Við höfum allar verið með svakalegan þrýsting í höfði, eins og það sé að springa. Ég á mjög erfitt með að höndla áreiti úr umhverfinu og get ekki farið á fjölfarna staði s.s. matvöruverslanir. Taugalæknirinn minn segir að miðtaugakerfið sé í lamasessi og ég má í raun ekkert gera. Mér er ráðlagt að vera heima í slökun svo að einkennin verði ekki krónísk,“ segir flugfreyjan og bætir við að Flugfreyjufélag Íslands sé að vinna í málinu fyrir sína skjólstæðinga. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður félagsins, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður leitaði eftir því.

Eftirlíking af trúlofunarhring Meghan Markle til sölu á 30 pund

Eftirlíking af trúlofunarhring Meghan Markle kostar um 4.400 krónur.

Núna geta sannir aðdáendur Meghan Markle nælt sér í eftirlíkingu af trúlofunarhring hennar í vefverslun Buckingham-hallar. Hringurinn kostar 30 pund sem gerir um tæpar 4.400 íslenskar krónur.

Hringur Meghan er aðeins dýrmætari en sá sem er í sölu í vefverslun hallarinnar. Raunverulegur hringurinn er sagður metinn á upphæð sem nemur um 29 milljónum króna en hann hefur að geyma tvo demanta sem eitt sinn voru í eigu Díönu prinsessu, móður Harrys Bretaprins.

Hringinn frumsýndi hún fyrst í nóvember á síðasta ári og þá greindi Harry frá því að hann hafi viljað hafa demanta móður sinnar í hringnum svo að hún gæti fylgt þeim.

Áhugasamir geta skoðað eftirlíkinguna nánar á vefnum Royal Collection Shop.

Á ekki til orð yfir hugrekki konunnar

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Ísland, á ekki orð yfir hugrekkinu sem konan, sem tók þátt í nýju myndbandi landsnefndar UN Women, sýndi.

Ný herferð landsnefndar UN Women var sett af stað í gærkvöldi með nýju myndbandi þar sem karlmenn lesa upp sögur nokkurra kvenna sem hafa orðið fyrir kyndbundnu ofbeldi, ein sagan kemur frá íslenskri konu. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, er afar þakklát konunni fyrir að taka þátt í verkefninu.

„Við hjá UN Women erum gríðarlega þakklát öllum þeim sem tóku þátt í myndbandinu. Karlmennirnir tólf tóku allir vel í lokaafurðina þrátt fyrir þetta óvænta tvist í lokin. En fyrst og fremst eigum við ekki til orð yfir þeim krafti og hugrekki sem konan, sem tók þátt í myndbandinu, sýndi við undirbúning og gerð myndbandsins. Hennar saga er táknræn fyrir sögur, svo margra kvenna um allan heim, því miður,“segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi um nýja myndbandið sem fer nú sem eldur um sinu á netinu.

„Dreifingin á myndbandinu og viðbrögðin sýna svart á hvítu mikilvægi þess að taka samtalið ekki síst við karla og stráka. Við þurfum öll að leggjast á eitt ef við ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi. Öðruvísi er það ekki hægt.“

Á vef UN Women á Íslandi er hægt að leggja verkefninu lið með því að skrá sig sem HeForShe.

„Vakti með mér gleði, sorg og reiði“

Þær bækur sem höfðu mest áhrif á Steinunni Stefánsdóttur.

Steinunn Stefánsdóttir, þýðandi, blaðamaður og einn höfunda bókarinnar Þjáningarfrelsið – Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla, er mikill fagurkeri og unnandi góðra bókmennta. Mannlíf kom því ekki að tómum kofa þegar það fór þess á leit við Steinunni að hún nefndi bækurnar sem hafa haft mest áhrif á hana.

Sjálfstætt fólk

„Ég nefni þá bók vegna þess að ég hef lesið hana oftast af öllum bókum. Ég er alls ekki týpan sem les uppáhaldsbókina einu sinni á ári, þvert á móti finnst mér ég eiga svo margt ólesið að ég geti alls ekki eytt tíma í svoleiðis. Sjálfstætt fólk las ég oft vegna þess að ég kenndi hana í Kvennaskólanum tvo vetur fyrir mörgum árum og las bókina líklega fimm eða sex sinnum á því tímabili. Sagan vakti með mér gleði, sorg og reiði, til skiptis eða allt í senn, og alltaf átti ég jafnerfitt með að fara í gegnum kennslustundina með sögulokunum ógrátandi.“

Rigning í nóvember

„Auður Ava Ólafsdóttir er einn af mínum uppáhaldshöfundum. Rigning í nóvember og Afleggjarinn eru í mínum huga systurbækur og ég á erfitt með að gera upp á milli þeirra. Í báðum er bæði ytra og innra ferðalag sem fléttast saman og gengur upp í magnaðri lestrarupplifun en einhvern veginn situr Rigning í nóvember enn fastar í mér en Aflegggjarinn.“

de

„Þessi bók er eftir danska rithöfundinn Helle Helle og á það sameiginlegt með Auði Övu í mínu lífi að ég bíð eftir bókum þeirra. Þetta er nýjasta bók hennar og kom út á þessu ári. Helle Helle er afar mínímalískur höfundur, skrifar sögur sem eru hægar og fágaðar á yfirborðinu en undir niðri ólgar svo miklu meiri saga en sú sem sögð er. Bækur Helle Helle sem ég hef lesið fyrir mörgum árum eru enn lifandi hluti af lífi mínu en ég ætla samt að nefna þessa síðustu, de, því ég er ekki frá því að mér finnist að í henni gangi einhvern veginn allt upp.“

Flugliðar Icelandair á sjúkrahús eftir flug

Flugliðar, flugfreyjur og flugþjónar Icelandair flugvélar sem kom frá Edmonton í Kanada í gærmorgun fóru á sjúkrahús eftir flugið vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Umrædd flugvél var send í ítarlega skoðun og eftir það fór hún í flug síðdegis í gær.

Skert loftflæði í flugvélinni er talin líklegasta ástæða fyrir því að flugliðar fundu fyrir óþægindum og fóru á sjúkrahús eftir að vélin lenti, samkvæmt samstali RÚV við Jens Þórðarson framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair. Jens segir að farið hafi verið yfir loftræstikerfi vélarinnar og skipt um síur.

Dularfull veikindi rannsökuð

Mannlíf hefur í vikunni fjallað um dularfull veikindi sem hafa herjað á flugliða Icelandair, en að minnsta kosti þrjár flugfreyjur hjá Icelandair eru óvinnufærar eftir að hafa veikst í flugi í sumar. „Við höfum allar verið með svakalegan þrýsting í höfði, eins og það sé að springa,“ segir flugfreyja hjá Icelandair sem telur eiturgufur í farangursrými orsök alvarlegra veikinda hennar. Fleiri úr sömu áhöfn veiktust.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um dularfull veikindi flugliða Icelandair. Sambærilegt mál kom upp árið 2016 þar sem flugliðar kvörtuðu undan veikindum eftir að hafa flogið í tilteknum félagsins. Rannsóknarnefnd flugslysa tók málið til rannsóknar og stendur sú rannsókn yfir.

Þegar loddarar banka

Mynd / Utanríkisráðuneytið

Leiðari Tvær samantektir voru birtar á vef stjórnarráðsins á miðvikudaginn. Önnur þeirra er skrifuð af háskólaprófessor sem kemst að þeirri niðurstöðu að allir bestu vinir hans (þó aðallega einn sem nefndur er 163 sinnum á nafn á 180 blaðsíðum) eru frábærir og flekklausir menn þrátt fyrir að nær öll opinber gögn hafi sýnt fram á annað. Hinir raunverulegu skúrkar voru ýmist útlendingar eða óvinir hins óskeikula. Fyrir þessa mjög svo fyrirsjáanlegu niðurstöðu borgaði ríkissjóður 10 milljónir.

Öllu athyglisverðari er samantekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu íslensks efnahagslífs. Þar er sérstaklega varað við því að „[ó]vissa tengd samningaviðræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eykur líkurnar á veikari útflutningseftirspurn frá einum af stærstu mörkuðum Íslands og gæti flækt frekar fiskveiðisamvinnu á Norður-Atlantshafi“.  Með öðrum orðum, Brexit er ekki bara meiri háttar vesen fyrir Bretland. Það er líka vesen fyrir Ísland þótt einstaka stjórnmálamenn hafi þóst sjá mikil tækifæri fyrir Ísland af því að það þjónaði þeirra pólitískum hagsmunum.

Brexit er nefnilega skólabókardæmi um hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft þegar lýðskrumarar, drifnir áfram af eigin hagsmunum, fá að vaða uppi óáreittir. Kosningabarátta þeirra var rekin áfram af lygum og hræðsluáróðri ásamt handfylli af tærum rasisma. Allt frá því niðurstaðan lá fyrir hefur lygavefurinn verið rakinn og helstu riddarar Brexit-liða hafa ýmist látið sig hverfa eða eru önnum kafnir við að hagnast á öllu saman eða hella olíu á eldinn sem þeir kveiktu sjálfir á meðan þeirra eigið slökkvilið reynir að veikum mætti að slökkva eldinn.

Næst þegar loddarinn (oftar en ekki vel tanaður í dýrum jakkafötum) bankar upp á og reynir að sannfæra þig um að allt sem aflaga fer er vondum útlendingum eða ímynduðum óvinum að kenna, spurðu þig að því hvað hann hefur upp úr krafsinu.

Bretland mun ganga út úr ESB þann 29. mars á næsta ári. Breska ríkisstjórnin hefur gert þá kröfu að fá að halda áfram að njóta flestra þeirra kosta ESB-aðildar án þess þó að vera í sambandinu. Hún vill skilnað en eftir sem áður óheftan aðgang að heimilinu – heimtar að sofa í hjónarúminu, borða úr ísskápnum og horfa á sjónvarpið. Eðlilega er ESB ekki tilbúið að fallast á þessar kröfur.

Líkurnar á engum samningi aukast þess vegna með hverjum deginum. Alþjóðleg fyrirtæki í Bretlandi eru farin að gera áætlanir um að flytja sig á evrusvæðið, breska ríkisstjórnin er farin að hamstra lyf, flugsamgöngur gætu raskast verulega og enginn veit hvað verður um landamærin við Norður-Írland eða þær milljónir Evrópubúa sem búa í Bretlandi. Þeirra á meðal eru allnokkrir Íslendingar.

Eins og AGS bendir á gætu neikvæð áhrif á viðskipti við Ísland orðið umtalsverð og ekki má heldur gleyma því að mjög stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland eru Bretar. Brexit er afleitt fyrir alla og þess vegna er mikilvægt að við drögum lærdóm af öllu þessu klúðri. Næst þegar loddarinn (oftar en ekki vel tanaður í dýrum jakkafötum) bankar upp á og reynir að sannfæra þig um að allt sem aflaga fer er vondum útlendingum eða ímynduðum óvinum að kenna, spurðu þig að því hvað hann hefur upp úr krafsinu. Oftast er svarið pólitískur frami eða vafasamir viðskiptagjörningar. Einstaka sinnum 10 milljónir.

Miklu meira en bara Eurovision

Hin goðsagnakennda pólska rokkhljómsveit Kult heldur stórtónleika í Eldborg í Hörpu á sunnudag.

„Það eru um 16.000 pólskir innflytjendur á Íslandi. Okkur fannst kominn tími til að þeir fengju að berja Kult augum á tónleikum í nýja heimalandinu og gætu um leið sýnt íslenskum vinum og ættingjum um hvað pólskt rokk snýst. Íslendingar þurfa að heyra alvörugæðarokk frá Póllandi. Pólsk tónlist er svo miklu meira en það sem þið heyrið í Eurovision,“ segir plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Pjøtr Wasylik, sem stendur fyrir tónleikum sveitarinnar Kult í Eldborg í Hörpu næstkomandi sunnudag.

Tónleikarnir eru þeir fyrstu sem Kult heldur á Íslandi en Pjøtr segir sveitina vera goðsögn í heimalandi sínu. „Kult er hornsteinninn í pólskri dægurmenningu og hefur blásið andagift í brjóst Pólverja í yfir þrjátíu ár. Lög og textar sveitarinnar hafa til dæmis hjálpað pólsku þjóðinni að takast á við róstusama tíma á 9. og 10. áratugnum og eiga því sinn sess í þjóðfélagssögu landsins. Forsprakki sveitarinnar, Kazik Staszewski, er eins konar páfi rokksins í Póllandi og hefur enn mikil áhrif á unga tónlistarmenn þrátt fyrir að yfir þrjátíu ár séu liðin frá því að hann steig fyrst fram á sjónarsviðið,“ útskýrir Pjøtr. „Og þar sem stór hópur Pólverja býr nú á Íslandi er mikil eftirvænting í loftinu fyrir því að fá þessar rokkgoðsagnir í heimsókn.“

Beðinn um að lýsa tónlistinni sem sveitin leikur segir Pjøtr að það sé svolítið erfitt að staðsetja hana nákvæmlega en hún sé einskonar sambland af rokki, jassi og pönki og undir vissum áhrifum frá Sex Pistols, Elvis Presley og tónlist frá Balkan-skaga. Hann segir að ef að líkum lætur megi búast við kraftmiklum tónleikum á sunnudag og hann er þess fullviss að íslenskir, ekki síður en pólskir, rokkaaðdáendur muni skemmta sér á þeim. „Það að textarnir eru á pólsku ætti ekki að skipta neinu máli því tónlist er alþjóðlegt tungumál, eins og sagt er,“ segir hann. Til marks um það sé hann sjálfur mikill aðdáandi íslensks rokks, sveita á borð við MAMMÚT, Fufanu, Vök, Árstíðir, Þey og Q4U og finnst í raun ótrúlegt hvað lítil þjóð eins og Ísland hefur alið af sér mikið af skapandi og hæfileikaríku tónlistarfólki.

„Og þar sem stór hópur Pólverja býr nú á Íslandi er mikil eftirvænting í loftinu fyrir því að fá þessar rokkgoðsagnir í heimsókn.“

Spurður hvort honum finnst vera gott framboð af pólskri tónlist á Íslandi, segir Pjøtr að það sé alls ekki slæmt en gæti verið betra. „Það eru nokkrir aðilar sem hafa verið að skipuleggja pólska tónlistarviðburði hérna á Íslandi og sumir þeirra hafa staðið fyrir íslenskum tónleikum í Póllandi líka, þannig að það er einhver menningarmiðlun í gangi á milli þjóðanna. Hins vegar er munur á þekkingu Pólverja á íslenskri tónlist og þekkingu Íslendinga á pólskri tónlist. Vonandi munu tónleikarnir á sunnudag bæta úr því. Vonandi verða þeir fyrstu pólsku tónleikarnir af mörgum. Sjáum til,“ segir hann hress í bragði.

Hulunni svipt af jólamatseðli Bryggjunnar brugghúss 

Bryggjan brugghús er rómaður staður fyrir frábæran mat, líflega stemningu og skemmtilega viðburði sem tengjast gjarnan árstíðum þar sem áhugaverðri dagskrá er parað saman við glæsilega matseðla og drykki sem eiga við hverju sinni. Við hittum Margréti Ríkharðsdóttur sem er yfirmatreiðslumeistari og Elvar Ingimarsson, eiganda og rekstrarstjóra, og fengum innsýn í hvað verður í boði á jólasmatseðli staðarins í vetur.

Þið eruð komin á fullt að undirbúa aðventuna og byrjuð á jólamatseðlinum. Getur þú gefið okkur forskot á sæluna og ljóstrað leyndarmálinum hvað verður í boði á jólamatseðlinum í ár?
Eins og undanfarin ár byrjum við á jólaplattanum sem er blanda af forréttum. Við reyndum að koma bjórnum eins mikið og hægt var inn í seðilinn. Á plattanum erum við með síld, marineraða í bláberjum, og IPA-bjór, lax grafinn í Fagnaðarerindinu (innsk. jólabjór) með sinnepsdressingu, bjórgrafið lambainnralæri með hindberja- og basildressingu og að lokum rækjukokteil með mangó- og sítrussósu. Aðalrétturinn er svo hægeldað andalæri með beikonkartöflumús, döðlumauki, vorlauk, ostrusveppum og appelsínusoðsósu. Í eftirrétt erum við með Stout-ís, piparkökumulning, bakað hvítt súkkulaði og kirsuberjasósu,“ segir Margrét full tilhlökkunar. Byrjað verður að bjóða upp á jólaseðil Bryggjunnar brugghúss þann 23. nóvember næstkomandi.

Má segja að sjávarfang verði í forgrunni hjá ykkur í aðventunni?  
„Sjávarfang spilar stórt hlutverk á jólaplattanum og bjórinn einnig en hann er auðvitað allur bruggaður hér innanhúss,“ segir Margrét.

Margrét og Sigurður Hjartason matreiðslumaður eiga heiðurinn af samsetningu jólamatseðlisins í ár og hafa nostrað við hann af mikilli ástríðu.

Þið bruggið ykkar eigin bjór sjálf, verið þið með jólabjór í ár?
Bryggjan brugghús ber út „Fagnaðarerindið“ í fljótandi formi um jólin. Bjórstíllinn er belgískur Dubbel. Þurrkaðir ávextir og sæta frá ristuðu byggi einkenna þennan myrka en notalega bjór. Dökkur eins og nóttin en ljúfur í munni. Hjálpið okkur að breiða út Fagnaðarerindið,“ segir Elvar og er mjög ánægður með nýjustu afurðina í brugginu.

Bjóðið þið upp á viðburði í tengslum við aðventuna, skemmtidagskrá samhliða því er gestir njóta matarins?
„Já, frá fimmtudegi til sunnudags verður lifandi jólajazz í boði fyrir gestina.“

Er mikið um að fyrirtæki og hópar haldi upp á aðventuna hjá ykkur og bóki langt fram í tímann?
„Það eru mjög margir hópar, bæði íslensk fyrirtæki og vinahópar, sem eru þegar byrjaðir að bóka bæði jólaseðilinn og jólahlaðborð. Við bjóðum upp á jólahlaðborð fyrir stærri hópa sé óskað eftir því,“ segir Elvar og er ávallt reiðubúinn að koma til móts við óskir viðskiptavina. „Síðan er aldrei að vita hvort við bregðum út af vananum og höldum þrettándagleði á nýju ári,“ segir Elvar og brosir breitt.

Jólaseðillinn – innihald

Jólaseðillinn (hægt að fá vegan-útgáfu) – 7.990 kr. (hægt að fá drykkjarpörun á 4.990 kr. aukalega)

Forréttir 
Marineruð síld í IPA-bjór og bláberjum á rúgbrauði
Grafinn lax í Fagnaðarerindinu (jólabjór) og sinnepssósa
Bjórgrafið lamb með epli og basil- og hindberjadressingu
Rækjukokteill með mangó- og sítrussósuAðalréttur 
Confit de Canard (andalæri) með beikon-kartöflumús, döðlumauki, vorlauk, ostrusveppum og appelsínusoðsósu

Eftirréttur 
Bjór-ís (stout) með piparkökumulning, bökuðu hvítu súkkulaði og kirsuberjasósu

Jólahlaðborð – 9.990 kr.

Forréttir 
Bláberja- & IPA-marineruð síld með rúgbrauði
Sinnepssíld með rúgbrauði
Lax, grafinn í Fagnaðarerindinu með sinnepssósu
Reyktur lax með piparrótarsósu
Reyktar rækjur í skel og chili-tartarsósa
Bjórgrafið lamb með hindberja- og basildressingu
Vegan-jólataco með döðlumauki & stökkri gulrót
Vegan-paté á rúgbrauði með bjórsýrðri gúrku & sætum lauk (inniheldur hnetur)
Jólasalat með eplum, hnetum & hindberjadressingu

Aðalréttir 
Andalæri – confit de canard
Purusteik af bjórgrís
Hnetusteik

Meðlæti 
Sykurbrúnaðar kartöflur
Rósakál
Gljáðar gulrætur
Appelsínugljái

Eftirréttir
Bjórís með kirsuberjasósu og piparkökumulning
Súkkulaðikaka Bryggjunnar og fersk ber
Kókostoppar

Bókunarnúmer 456-4040

eða [email protected]
Lágmarksfjöldi í jólahlaðborð eru 50 manns.

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Bryggjan brugghús.
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Suðræn upplifun þar sem ævintýrin gerast 

Á fallegum haustdegi lá leið okkar í hjarta miðborgarinnar, á Burro Tapas + Steaks veitingastaðinn og Pablo Discobar við Veltusund 1 fyrir framan Ingólfstorg. Burro er rómaður fyrir framandi matarupplifun þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín til fulls og fyrir suðræna og líflega stemningu. Við hittum Gunnstein Helga sem er einn eigenda staðana og spjölluðum um tilurð þeirra og hugmyndafræðina að baki.

Burro er staðsettur á annarri hæð en á þriðju hæð er kokteilbarinn Pablo Discobar og tengjast staðirnir saman. Litrík sjón blasti við okkur þegar inn kom, það var eins og við værum komin á suðrænar slóðir og í allt annað umhverfi og tónlistin ómaði. Staðirnir minntu óneitanlega á borgina Havana á Kúbu með mexíkósku ívafi og maður lifnar allur við. Hönnunin, litríkur stíllinn og munirnir gleðja augað og upplifunin er framandi. Okkur lék forvitni á að vita allt um hönnunina, innanstokksmuni og það sem fyrir augum bar.
Hjónin Róbert Óskar og Anna Marín eru einnig eigendur staðana ásamt Gunnsteini Helga. Gunnsteinn Helgi hefur verið viðloðandi veitingabransann síðan hann var í framhaldsskóla og hefur komið að opnun fjölmargra veitingastaða ásamt mörgu góðu fólki, mismunandi fólki eftir stöðum. Þeir staðir sem Gunnsteinn Helgi hefur tekið þátt í að hanna og opna á síðustu átta árum eru Íslenski barinn við Austurvöll, Uno, Sushi Samba, Apótekið, Public House Gastropub, sem var fyrsti gastro-barinn á Íslandi, Burro Tapas +Steaks & Pablo Discobar, Miami Bar og síðan eru fleiri staðir í bígerð.

Getur þú sagt okkur nánar frá tilurð og hönnun staðarins?
„Okkur eigendunum langaði að feta nýjar slóðir og vera með áherslu á mið- og suðurameríska matargerð. Við fengum til liðs við okkur nokkra framúrskarandi hönnuði, hvern á sínu sviði. Hálfdán Pedersen innanhússhönnuð og á hann heiðurinn af hönnuninni á útliti staðarins, Sigga Odds sem er grafískur hönnuður, til hanna lógó og alla grafík staðarins og Þórð Orra Pétursson, ljósahönnuð og forstöðumann ljósadeildar Borgarleikhússins, til að sjá um ljósahönnun og lýsingu. Bæði Siggi Odds og Þórður Orri voru tilnefndir til verðlauna fyrir þetta verkefni, hönnun staðarins,“ segir Gunnsteinn Helgi.  Gunnsteinn Helgi sagði að það hafi verið vel ígrundað hvað þau hefðu viljað sjá og þau hafi verið með ákveðna hugsjónir. „Þegar kom að hönnun Burro og Pablo Discobar varð hugsjón okkar um útlit staðanna að veruleika í gegnum verk Hálfdáns. Hálfdán lærði í Los Angelse og hefur ferðast mikið um Mexíkó og þær slóðir sem við sækjum okkar helsta innblástur til. Innsýn hans í samfélagið þar, sem nær meira að segja inn í fangaklefa í Mexíkó hefur reynst okkur ómetanleg. Það er fátt, ef eitthvað, sem Hálfdán hefur ekki hæfileika til en hann hefur meðal annars unnið að hönnun fjölda rýma og hannað sett fyrir ýmsar kvikmyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hugur Hálfdáns virkar á ótrúlegan hátt og virðist hann vera endalaus uppspretta hugmynda svo það varð fljótt ljóst sem varð að hönnun hans og hugmyndavinna tók okkur enn lengra en upphafleg hugsjón okkar hafði farið. Fyrir tilstilli Hálfdáns er því skemmtileg samblanda af gömlu og nýju bæði á Burro og Pablo Discobar og áhersla mun vera lögð á endurnýtingu, lifandi liti, mynstur og á einstaka suðræna upplifun.“

Rétt lýsing fullkomnar útlitið
Staðurinn er hannaður með útlit sem vitnar í suðræn áhrif en með nútímalegu partíívafi. „Til þess að fullkomna útlit Burro og Pablo Discobar, setja punktinn yfir i-ið og byggja upp hárrétta suðræna stemningu fengum við Þórð Orra til að hanna lýsinguna fyrir báða staðina. Hönnun Þórðar varpar ljósi á það að við erum skemmtileg, skrýtin, falleg, forvitnileg og það flott að þú vilt koma aftur og aftur til að skoða og upplifa meira.“

Suðuramerísk menningararfleið höfð að leiðarljósi
Lógó staðanna eru mjög töff og matseðlarnir eru frumlegir í útliti sem og heimasíður staðana sem ná að fanga augað.  „Siggi Odds sér um allt grafískt efni fyrir Burro og Pablo Discobar. Siggi hefur unnið sem grafískur hönnuður og teiknari með fyrirtækjum og einstaklingum alls staðar að úr heiminum og leggur áherslu á ímyndarsköpun vörumerkja í gegnum verk sín. Siggi hafði suðurameríska menningararfleið að leiðarljósi í vinnunni með okkur og dró fram fáguðu og fínu eiginleikana okkar, án þess þó að gleyma því að við erum mjög afslöppuð og skemmtileg líka,“ segir Gunnsteinn Helgi og brosir. „Latin-Ameríka býr yfir óteljandi mismunandi hefðum í myndskreytingu og handverki. Sumar eiga rætur að rekja til Inka-, Maya- og Aztec-þjóðfokkanna fornu. Flest eiga það sameiginlegt að vera sterk, lífleg og lifandi í formgerð og litadýrð og þaðan fékk Siggi Odds innblásturinn við hönnunina. Lógótýpan eða leturgerðin fyrir Burro og Pablo er dregin frá handgerðu leturhefðinni og er mjög undir áhrifum frá útskorna skiltinu sem var á vegi hans.  Lógótýpurnar eru mjög einkennandi og skemmtilega furðulegar og jafnframt gríðarlega eftirminnilegar.

Asninn síkáti og mannvera dansandi í kokteilglasi
Gaman er að geta þess að myndmerki Burro er asninn síkáti teiknaður með sterkum en lifandi formum sem tala við formgerð lógótýpunnar. Notkun á bara einum lit, gullbrúnum, og fín línan gefur merkinu ákveðna fágun. Myndmerki Pablo Discobar er mannvera dansandi í kokteilglasi, byggt á sama formheimi og í sömu lögun og asninn. Mótífð er fjörugt og dimmrauði liturinn vitnar í 70‘s tímabilið en heldur fáguðu yfirbragði. Saman mynda merkin skemmtilega tvennu sem tala vel saman og eru augljóslega tvær hliðar á sama peningi vegna einkennandi sérkenna.

Handverk og myndskreytingar frá Suður-Ameríku
Litirnir á veggjunum, þeir toppa staðinn, segðu okkur aðeins frá litavalinu og hugmyndafræðinni bak við það. „Litapalletta staðanna er nokkuð breið og fengin úr ýmsum áttum úr handverki og myndskreytingum Suður-Ameríku. Hún spannar nánast allan litahringinn en er í heildina mjög hlý og býður upp á marga möguleika.“

Boðið er upp á modern latino tapas-rétti og steikur
Réttirnir ykkar á matseðlinum eru bæði mjög frumlegir og nýstárlegir, getur þú lýst áherslum ykkar í matargerð og framreiðslu? „Á Burro er lögð áhersla á mið- og suðurameríska nútímamatseld og áhrifin eru sótt alla leið frá Argentínu og upp til Mexíkó. Boðið er upp á modern latino tapas-rétti og steikur sem lagt er til að fólk á borðum panti sér saman og deili og á seðlinum er einnig ágætt úrval rétta fyrir grænkera. Mikið er lagt upp úr því að skapa rétta stemningu á staðnum og blandast þar saman fjör og fagmennska með suðuramerískum áherslum.

Einnig erum við með kokteilbarinn á hæðinni fyrir ofan, Pablo Discobar eins og fram hefur komið og er Pablo, litli bróðir Burro, svolítið hallærislegur en alltaf í stuði. Hann sækir áhrif sín einnig til Suður-Ameríku en einnig til diskótímabilsins. Á Pablo færðu klikkaða kokteila og brjálað stuð og þú veist aldrei hvernig kvöldið mun enda. Þjónað er til borðs öll kvöld og hamingjustund er alla daga frá klukkan 16.00 til 18.00.“ Einnig er vert að minnast á það að nýr matseðill leit dagsins ljós í upphafi þessarar viku og nýir og spennandi réttir í boði.“

Ævintýralegar matarupplifanir fyrir alla
Hver er markhópurinn sem þið eruð að höfða til á Burro? „Allra nautnaseggja og sælkera landsins og þeirra sem elska góðan mat og frábæra kokteila í fallegu umhverfi. Það eru auðvitað allir velkomnir á Burro og við erum með stóran hóp fastakúnna en langflestir okkar gesta eru Íslendingar.“ Þið eruð að bjóða upp á skemmtilegar matarupplifanir, ævintýraferðir og stundum viðburði tengda þeim. Eru matarupplifanir vinsælar meðal hópa og fyrirtækja? „Samblanda Burro og Pablo er einstök er gerir staðinn ákjósanlegan kost fyrir smærri og stærri hópa.  Það er hægt að koma í Happy Hour á milli klukkan16.00 og 18.00 á Pablo Discobar, fara síðan með hópinn í matarævintýri á Burro og eftir matinn aftur upp á Pablo í kokteila og djamm fram á nótt, því er hægt að vera inni í sama húsinu frá opnun til lokunar og halda þannig öllum hópnum saman allan tímann frekar en að vera þvælast á milli staða með tilheyrandi veseni.“ Einnig er boðið upp á veisluþjónustu sem er gríðarlega vinsæl og hentar við öll tækifæri. Það er hægt að skoða úrvalið sem í boði er á eftirfarandi síðu: http://www.burro.is/wp-content/uploads/2018/09/burro-veisla-sept2018.pdf

Einn besti kokteilbar landsins
Segðu okkur aðeins frá kokteilunum sem þið eru fræg fyrir að bjóða upp á? „Pablo Discobar var einmitt valinn besti kokteilbar Íslands í fyrra og allir matargestir Burro geta pantað sé kokteila að eigin vali fyrir mat, með matnum eða eftir mat. Pablo er svo heppinn að eiga marga góða að og meðal annars að vera með úrvalslið barþjóna með sér í liði sem sjá um að gera bestu kokteila landsins, en staðurinn tekur sig ekki of alvarlega og snýst fyrst og fremst um skemmtun að allir skemmti sér vel og fái frábæra kokteila frá bestu barþjónum landsins. En eins og nafnið gefur til kynna, Pablo (mið- og suðuramerískt nafn) Discobar (70’s/80’s) þá eru kokteilarnir í sama þema, blanda af áhrifum frá Disco-tímabilinu og Mið- og Suður-Ameríku.“

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Burro Taps + Steaks.

Myndir / Hallur Karlson og Sigurjón Ragnar

 

Töldu veikindi flugfreyja ekki tengjast flugvélunum

Að minnsta kosti þrjár flugfreyjur hjá Icelandair eru óvinnufærar eftir að hafa veikst í flugi í sumar. „Við höfum allar verið með svakalegan þrýsting í höfði, eins og það sé að springa,“ segir flugfreyja hjá Icelandair sem telur eiturgufur í farangursrými orsök alvarlegra veikinda hennar. Fleiri úr sömu áhöfn veiktust.

Sambærilegt mál kom upp árið 2016 þar sem flugliðar kvörtuðu undan veikindum eftir að hafa flogið í tilteknum félagsins. Rannsóknarnefnd flugslysa tók málið til rannsóknar og stendur sú rannsókn yfir.

Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, staðfestir að rannsókn sé opin á þessum og fleiri flugatvikum.  Hann segir umrædd tilvik séu ekki skilgreind sem alvarleg flugatvik vegna þess að öryggi flugvélarinnar og flugsins hafi ekki verið stefnt í hættu þar sem ekkert þeirra átti sér stað í flugstjórnarklefanum. Hins vegar séu þetta endurtekin flugatvik sem ástæða þykir að skoða.

„Við höfum látið skoða flugvélar og ýmislegt hefur verið gert en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um opna rannsókn,“ segir Ragnar og bendir á að ekki sé hægt að styðjast við gögn úr flugritum sem gerir málið flóknara.

Töldu veikindin ekki tengjast flugvélunum

Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar en í samtali við Ríkisútvarpið árið 2016 sagði hann að litið væri á málið sem innanhússmál.

Í ágúst 2016 fékk starfsfólk Icelandair tilkynningu í tölvupósti þar sem farið var yfir flugatvikin og aðgerðir félagsins. „Á hverjum degi í sumar eru um 400 áhafnarmeðlimir á flugi hjá Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir af öllum þessum fjölda veikist eða finni fyrir vanlíðan,“ segir m.a. í tilkynningunni. Jafnframt er því haldið fram að atvikin séu misjöfn og tengist ekki einstökum flugvélum. Dregin er sú ályktun að tilvikin séu aðskilin fremur en að um sama orsakavald sé að ræða.

Þá eru aðgerðir tæknideildar vegna flugatvikanna útlistaðar en frá því tilkynningin var send út hefur fjöldi svipaðra mála litið dagsins ljós og dæmi er um flugfreyjur sem hafa enn ekki getað snúið aftur til fyrri starfa vegna veikinda í tengslum við umrædd atvik.

Tölvupóstinn í heild má lesa hér að neðan.

 

Vegna tilkynninga um veikindi áhafnarmeðlima um borð

Nýlega hefur orðið töluverð aukning í tilkynningum frá áhafnameðlimum vegna veikinda um borð í flugvélum Icelandair. Icelandair lítur þetta alvarlegum augum enda leggur félagið áherslu á að starfsumhverfi áhafna sé með sem bestum hætti. Þessu bréfi er ætlað að gefa upplýsingar um stöðu þessara mála.

Á hverjum degi í sumar eru um 400 áhafnameðlimir á flugi hjá Icelandair og því ekki óeðlilegt að einhverjir af öllum þessum fjölda veikist eða finni fyrir vanlíðan. Í kjölfar aukins fjölda tilkynninga hefur hvert tilfelli verið skoðað og greint. Haft hefur verið samband við áhafnarmeðlimi til að fá nánari og betri lýsingar. Trúnaðarlæknir Icelandair hefur stýrt leit okkar að heilsufræðilegum orsökum og metið hvert tilfelli fyrir sig.

Í stuttu máli eru atvikin misjöfn og eiga fátt sameiginlegt þegar nánar er skoðað. Þau hafa dreifst á flestar vélar í flugflotanum okkar, tengjast ekki einstökum flugvélum, og hafa komið upp á bæði B-757 og B-767. Oft hafa margar vikur liðið á milli tilkynninga á sömu flugvél.

Tilkynnt einkenni hafa einnig verið af ýmsum toga, en í einhverjum tilvikum virðast vera tengsl á milli einkenna og hreyfingar flugvélarinnar, hitastigs og jafnvel misjafnar hitadreifingar í farþegarými. Önnur tilvik virðast alls ótengd flugvélunum, en tengjast öðrum veikindum eða vanlíðan einstaklinga, þreytu og slíkum þáttum. Áberandi er að þessar veikindatilkynningar koma fremur frá yngra fólki með lágan starfsaldur en þeim sem eru eldri og reyndari.

Þessar breytur gera það að verkum að líklegra er að tilvikin séu aðskilin en að um sama orsakavald sé að ræða. Icelandair hefur samt sem áður lagt mikla vinnu í að greina mögulegar ástæður tilvikanna.

  • Tæknideild Icelandair hefur skoðað viðhald flugvélanna og hefur greining farið í gang eftir hvert atvik fyrir sig. Meðal aðgerða eru hreyflaskipti, parta- og olíuskipti, loftsíuskipti, skoðun á loftstokkum, þrif á loftræstikerfi og loftgæðamælingar á flugi.
  • Icelandair hefur rannsakað og mælt sérstaklega ákveðna þætti, bæði á jörðu niðri, í farþegaflugi og sérstökum mælingarflugum. Meðal annars hefur verið notast við rafrænt „nef“ eða loftgreiningatæki (Aerotracer) og hafa allar mælingar komið eðlilega út. Þeir þættir sem hafa verið mældir eru loftþrýstingur, súrefnishlutfall, rakastig, hitastig, hljóðstyrkur, lofthraði og dreifing ræstilofts, hröðun, örveru- og myglupróf, lyktarpróf (Aerotracer), og ýmis önnur efni, s.s. CO (Carbon Monoxide), CO2 (Carbon Dioxide), SO2 (Sulfur Dioxide), O3 (Ozone).
  • Trúnaðarlæknir Icelandair hefur farið yfir niðurstöður úr læknisskoðun og blóðprufum hjá þeim áhafnarmeðlimum sem farið hafa í slíka rannsókn strax eftir flug. Öll þau sýni hafa komið eðlilega út.
  • Þá hefur Rannsóknarnefnd Samgönguslysa (RNSA) verið fengin til liðs við okkur. Icelandair fagnar aðkomu RNSA og aðstoðar nefndina eftir fremsta megni. RNSA hefur heimild til ýmissa aðgerða og nefndin m.a. sent áhafnarmeðlimi í blóðprufur, læknisskoðanir og tekið flugritagögn til greiningar en RNSA vinnur sjálfstæða rannsókn á þeim atvikum sem hún hefur afskipti af.
  • Icelandair hefur undanfarið skoðað sérstakan loftsýnitökubúnað sem yrði staðsettur um borð og hægt væri að nota ef fleiri en einn áhafnarmeðlimur finnur fyrir vanlíðan.

Veikist áhafnarmeðlimur á flugi er mikilvægt að senda inn skýrslu um atvikið í gegnum SMS360. Ítarleg lýsing áhafnameðlima skiptir miklu máli þar sem þessar upplýsingar geta auðveldað greiningu á atvikum.

Uppsöfnuð óánægja finnur sér farveg

Mannlíf/Hákon

Háværar deilur innan Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum um röðun á framboðslista urðu til þess að flokkurinn klofnaði skömmu fyrir kosningar. H-listinn spratt fram og náði ásamt E-listanum að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki hafi munað nema fimm atkvæðum. Skyndilega stóð Elliði Vignisson á krossgötum. Bæjarstjórastóllinn var farinn og í fyrsta skipti í 14 ár var hann ekki lengur bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Elliði var horfinn úr forystu Vestmannaeyjabæjar og fram undan voru stórar persónulegar ákvarðanir.

Þótt deilurnar innan flokksins hafi opinberlega snúist um hvaða leið ætti að fara við röðun á framboðslista telur Elliði að dýpri ástæður hafi legið þar að baki. „Það var enginn málefnalegur ágreiningur en á móti kemur að við vorum búin að vera við stjórnvölinn í tólf ár og höfðum gengið þannig fram að auðvitað höfum við valdið truflunum í viðtækjum einhverra á þessum tíma. Við fundum það mjög að ákveðnir hópar voru að leita sér að farvegi fyrir persónulega óánægju frekar en eitthvað annað. Það var kannski byggt hús of nálægt einum, aðrir töldu sig ekki hafa fengið nægileg verkefni í útboðum á vegum Vestmannaeyjabæjar, fólk hafði ekki fengið vinnu sem það sótti um hjá bænum eða jafnvel misst vinnuna og taldi sig þess vegna eiga eitthvað sökótt við bæjarfélagið og svo framvegis. Þessi óánægja fann sér farveg í þessum svokallaða H-lista sem náði því sem til þurfti. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé eftir sem áður með eitt mesta fylgi á landinu í Eyjum þá dugði fylgi H-listans til að fella meirihlutann og það verður ekki af þeim tekið.“

Deilurnar mögnuðust enn frekar eftir að niðurstaða kosninganna varð ljós og beindist reiði sjálfstæðismanna fyrst og fremst að Páli Magnússyni, þingmanni flokksins í kjördæminu. Hann var sakaður um að hafa stutt framboð H-listans á bakvið tjöldin og þannig unnið markvisst gegn eigin flokki í bænum. Fór svo að Páll var rekinn úr fulltrúaráði flokksins í Vestmanneyjum vegna „fordæmalausrar framgöngu“ hans í kosningunum, eins og það var orðað í ályktun. Elliði er fljótur til svara þegar hann er spurður út í framgöngu Páls. „Ég ætla ekki að tjá mig um Pál Magnússon í þessu viðtali. Ég ætla ekki að falla í þá gryfju að ræða þetta út frá einstökum persónum. Það er til sálfræðihugtak sem heitir stóra eignunarvillan og hún er kölluð það af því að hún er svo algeng. Hún felst í því að ætla persónum of stórt hlutverk. Oftast nær liggur skýringin í einhverju öðru en einstökum persónum. Við eignum einstökum persónum árangur og eignum einstökum persónum líka árangursleysi þegar allt aðrir þættir geta legið að baki. Þannig að mér finnst það hvorki sanngjarnt gagnvart mér né Páli Magnússyni að ég fari að ræða um meintar persónulegar deilur á milli okkar.“

Rætt er ítarlega við Elliða í Mannlífi sem kom út í gær.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Þakkar guði fyrir að hafa fundið barnið sitt

Mýmörg dæmi eru um að börn yfirgefi frístundaheimili án þess að umsjónarfólk veiti því eftirtekt. Foreldrar segja að þjónustan veiti falskt öryggi.

Í síðustu viku var auglýst eftir tveimur drengjum, sjö og átta ára, sem ekkert hafði spurst til í nokkrar klukkustundir. Annar drengurinn hafði yfirgefið frístundaheimilið í skólanum sínum án leyfis og var foreldri gert viðvart þegar hvarfið uppgötvaðist. Drengirnir fundust, fimm klukkustundum síðar.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir að lögð sé áhersla á að hafa góða yfirsýn yfir barnahópinn. Byggðir hafi verið upp verkferlar í kringum skil skóladags og upphaf frístundastarfs, innan frístundatímans, frá frístund og á íþróttaæfingar og svo um heimferðir. „Vissulega koma upp tilvik þar sem barn skilar sér ekki í frístund og eru skýringarnar margvíslegar. Í þessum fáu tilvikum er sjaldgæft að barnið finnist ekki innan stundar. Í öllum tilvikum er staðan rýnd, hvað fór úrskeiðis og hvernig megi koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,“ segir Helgi þegar hann er spurður út í stöðu þessa mála hjá Reykjavíkurborg.

„Enginn af starfsmönnunum hafði gert sér grein fyrir hvarfi barnsins, hvað þá hversu langur tími hafði liðið frá því barnið fór.“

Sími um hálsinn öruggari en vistun
Miklar umræður spunnust um börn á frístundaheimilum í kjölfar þessarar fréttar og í ljós kom að foreldrar í Kópavogi eru síður en svo ánægðir með þjónustu bæjarfélagsins í frístundamálum. „Þegar dóttir mín var í fyrsta bekk og vistuð á frístundaheimili eftir skóla kom það margoft fyrir að ég fékk símtöl frá nágrannakonu minni sem var í fæðingarorlofi, þess efnis að dóttir mín væri heima hjá henni með dóttur hennar, hvort það væri með mínu leyfi,“ segir móðir í Kópavogi. „Mér brá auðvitað því ég taldi mig vera að borga fyrir þjónustu sem reyndist vera falskt öryggi. Ef þessi móðir hefði ekki verið heima veit ég ekki hvar barnið mitt hefði endað, síma- og lyklalaust og enginn starfsmaður sem veitti því neina eftirtekt hvort hún væri á staðnum eða ekki. Auk þess að fá endurtekin símtöl frá móðurinni í fæðingarorlofinu kom líka fyrir að ég mætti í skólann til að sækja dóttur mína sem var þá einfaldlega ekki á staðnum. Enginn af starfsmönnunum hafði gert sér grein fyrir hvarfi barnsins, hvað þá hversu langur tími hafði liðið frá því barnið fór. Þá höfðu vinkonurnar ýmist farið í ævintýraferðir, heimsótt vinkonur sem voru eftirlitslausar heima eða einfaldlega gleymt stað og stund í útivist og ekki verið sóttar inn af eftirlitsaðilum. Það sem olli mér hvað mestum vonbrigðum voru viðbrögð starfsfólksins sem reyndi ekki einu sinni að þykjast kannast við nafnið á barninu mínu. Það tekst illa að manna þessar stöður og því er hægt að ráða hvern sem er til þess að sinna því sem ætti að vera ábyrgðarhlutverk en er síður en svo litið slíkum augum.“

Konan segir að lítið hafi lagast þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og á endanum hafi hún skráð barnið úr frístundaheimilinu. „Í framhaldinu fékk barnið takkasíma og var skráð úr dægradvöl, ég áleit öryggi hennar vera meira heimafyrir en þarna. Sömu sögu er að segja af minnst sex vinkonum hennar sem ég veit um.“

Önnur móðir í Kópavogi sem Mannlíf ræddi við hafði svipaða sögu að segja. Eitt sinn hafi hún farið að sækja barn sitt á frístundaheimili en þá hafi það ekki verið á staðnum og enginn vitað hvar það var niðurkomið. Eftir smáspjall hafi komið í ljós að barnið hafi í nokkur skipti ekki mætt í frístund eftir skóla en enginn hafi haft fyrir því að láta foreldrana vita. „Ég varð svo hissa og svo reið. Svona myndi aldrei gerast í heimalandi mínu, Litháen, þar sem öryggi barna er alltaf í fyrsta sæti og faglært fólk sem hugsar um börnin. Ég þakka bara guði fyrir að hafa fundið barnið mitt heima hjá bekkjarsystkini eftir stutta leit,“ segir hún en vert er að taka fram að ekkert af foreldrunum sem Mannlíf ræddi við vildi koma fram undir nafni að ótta við að það kynni að bitna á börnum þeirra eða yngri systkinum sem ættu jafnvel eftir að þurfa á þjónustunni að halda.

„Við þekkjum dæmi þess að börn hafi farið heim án þess að láta vita af sér.“

Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segist ekki vita til þess að börn hafi farið ítrekað úr frístundaheimilum bæjarins án þess að umsjónarfólk veitti því eftirtekt eða léti foreldra viðkomandi vita. „Við þekkjum dæmi þess að börn hafi farið heim án þess að láta vita af sér. En það er samkvæmt okkar vitneskju afar sjaldgæft og litið mjög alvarlegum augum. Frístundaheimili grunnskóla í Kópavogi starfa samkvæmt stefnumörkun sem samþykkt var fyrir nokkrum árum. Einnig hefur verið gefin út Handbók frístundastarfs sem er ætlað að vera leiðbeinandi og upplýsandi fyrir forstöðumenn og starfsfólk. Þá hafa öryggisferlar verið sérstaklega útfærðir en í þeim er sérstaklega fjallað um hvernig bregðast á við ef barn mætir ekki eða týnist,“ segir Sigríður Björg.

Leyndardómar súkkulaðiverksmiðjunnar OMNOM

Við litum inn í súkkulaðiverksmiðjuna OMNOM sem staðsett er við Hólmaslóð 2 í Reykjavík í glæsilegum húsakynnum. Þar hittum við stofnandann og einn af eigendunum súkkulaðiverksmiðjunnar, Kjartan Gíslason, sem bauð okkur í draumaferðina um verksmiðjuna þar sem leyndarmál súkkulaðsins eru geymd. Súkkulaðiilmurinn sem tók á móti okkur var ómótstæðilegur.

Hvernig kviknaði áhuginn á súkkulaðigerðinni?
„Omnom-ævintýrið byrjaði af einskærri forvitni um hvernig súkkulaði væri gert. Ég reifaði þessa hugmynd við æskuvin minn, Óskar Þórðarson, og saman fórum við að pæla í þessu. Við erum báðir miklir sælkerar og finnst gaman að fara út að borða og velta fyrir okkur mat. Við fórum í það að kanna mögleika á tólum og tækjum til súkkulaðigerðar og eftir nokkrar misgóðar tilraunir vorum við komnir með eitthvað sem hægt er að kalla súkkulaði. Þetta ferli var svo spennandi og skemmtilegt að við vildum fara í framleiðslu og fengum til liðs okkur hönnuð sem á heiðurinn af hönnun umbúðanna. Þegar það var tilbúið sáum við að við vorum með eitthvað sérstakt í höndunum.“

Getur þú sagt okkur aðeins frá tilurð súkkulaðigerðarinnar og framkvæmdinni?
„Við byrjuðum heima hjá mér að rista og mala baunir og búa til súkkulaði, þangað til við fundum yfirgefna bensínstöð á Seltjarnarnesi. Þar héldum við starfinu áfram þangað til fyrsta varan okkar var tilbúin. Það fóru margar næturvinnustundir og margar kaffikönnur í að koma framleiðslunni af stað. Í dag starfa yfir tuttugu manns hjá Omnom. Við verðum með okkar eigin verslun og bjóðum upp á súkkulaðitúr á hverjum einasta degi. Við finnum fyrir miklum áhuga á Omnom og súkkulaðinu okkar.“

Hvað er erfiðast við að framleiða gott súkkulaði?
„Að bíða eftir því að súkkulaðiblanda verði tilbúin. Súkkulaðigerð er tímafrek og stundum þurfum við að bíða í þrjá daga þar til að uppskrift er tilbúin.“

„Við bjóðum upp á súkkulaðitúra á hverjum einasta degi. Við finnum fyrir miklum áhuga á hvernig súkkulaði er búið til, eins og í víngerð og ostagerð.“

Hvernig fer vöruþróunin fram?
„Ég fæ að leika mér í tilraunaeldhúsinu eins og snarbrjálaður vísindamaður í kvikmyndunum. Nei, en að öllu gamni slepptu er það stundum þannig. Black n Burnt Barley varð til þannig. Það var upprunalega hvítt súkkulaði sem varð svart því við prófuðum að bæta brenndu byggi út í súkkulaðið. Fyrir jólin í fyrra efndum við til keppni innanhúss fyrir vetrarsúkkulaðið okkar. Það var mjög skemmtileg tilraun og allir fengu að leggja sitt af mörkum. Allir sem starfa hérna fá að búa til sitt eigið súkkulaði. Það hafa margar mjög góðar súkkulaðitegundir lent inn á borði hjá mér í þessum tilraunum – reyndar líka mjög sérstakt súkkulaði.“

Umbúðirnar eru einstaklega vel útfærðar og lógóið hefur vakið athygli, hver er hönnuðurinn og hvaðan kemur innblásturinn?
„André Visage hönnuður bjó til lógóið og hönnun umbúðanna. Við vildum að útlit umbúðanna væri í anda súkkulaðisins. Litríkt og skemmtilegt og útkoman var sú sem við þekkjum í dag. Í dag er Veronica Filippin hönnuðurinn okkar. Allt sem að hún gerir er gull.“

Bjóðið þið upp á heimsóknir og kynningar í súkkulaðiverksmiðjunni að hætti Kalla, það er segja að fyrirmynd „Charlie and the Chocolate Factory“ ?
„Heldur betur og erum með Oompa Loompas í fullu starfi,“ segir Kjartan hlæjandi. „Við bjóðum upp á súkkulaðitúra á hverjum einasta degi. Við finnum fyrir miklum áhuga á hvernig súkkulaði er búið til, eins og í víngerð og ostagerð. Við höldum einnig allskyns skemmtileg námskeið, eins og í til dæmis súkkulaði- og bjórpörun. Næsti viðburður okkar er haldinn í samstarfi við Reykjavík Roasters þar sem við ætlum að bjóða upp á súkkulaði- og kaffipörun. Það verður mjög skemmtileg stund sem haldin verður 6. október næstkomandi og ég hvet sem flesta til þess að skrá sig.“

Framtíðin er björt hjá fyrirtækinu og það blómstrar og dafnar vel. Eru einhver ný framtíðarplön?
„Helsta markmið okkar er að halda áfram að búa til hágæða súkkulaði og gera lífið skemmtilegra fyrir fólk.“

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Mini.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

Afslappaður og skemmtilegur staður í hjarta Hafnarfjarðar

Á dögunum heimsóttum við veitingaparið Kristjönu Þuru Bergþórsdóttur og Einar Hjaltason sem eiga og reka veitingahúsið VON mathús&bar í Hafnarfirði. Staðurinn hefur heillað gesti sína upp úr skónum fyrir ljúffenga rétti, hlýlegar móttökur og afslappað andrúmsloft og góða þjónustu. Okkur lék forvitni að fræðast frekar um tilurð staðarins og um lífsstíl þeirra hjóna.

Getið þið sagt okkur aðeins frá tilurð veitingastaðarins?
„Við erum bæði uppalin í miðborgarveitingageiranum og höfðum lengi pælt í því að opna okkar eigin rekstur. Árið 2015 vorum flutt aftur í Hafnarfjörð og komin með lítið barn, orðin þreytt á því að keyra í vinnu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur á hverjum degi. Á svipuðum tíma á árinu vorum við að koma úr fæðingarorlofi og okkur fannst vanta meiri uppbyggingu á þessu svæði sem við bjuggum á, í Suðurbænum í Hafnarfirði. Við duttum inn á þetta húsnæði í gamla Drafnarhúsinu við Strandgötu og það var verið gera húsið upp og breyta því í nokkrar einingar. Það þurfti ekki mikla sannfæringu um að kýla á þetta verkefni.  Vissulega var þetta áhættusamt, þar sem enginn hafði opnað svona veitingahús í mjög langan tíma í bænum, en með góðri aðstoð frá fjölskyldunni ákváðum við að kýla á þetta.“

Hvaðan kemur hugmyndin að nafninu, það er einkar fallegt, VON mathús&bar?
„Við vildum hafa nafnið fallegt, stutt og hnitmiðað. Eins vildum við hafa akkeri í lógóinu líka, þannig kom nafnið VON upp í einum góðum bíltúr. Mathús og bar kom því okkur fannst það lýsa okkur persónulega og okkar rekstri best. Við vildum ekki hafa þetta of formlegt veitingahús, heldur frekar meira út í „gastropub“ eins og þekkist víða, meðal annars í London. Þar sem þú kemur inn í frekar afslappað og skemmtilegt umhverfi, en getur fengið vandaðan mat og drykki og skemmtilega þjónustu, án þess að stíga formlega inn á „fine dining“-stað.“

Starfsánægja og gæði fram yfir hraða nútímasamfélagsins
„Við erum með lokað á sunnudögum og mánudögum. Fyrir mörgum Íslendingum er það enn þá mjög óvenjulegt, en við gerum það einfaldega því það hentar okkur og okkar rekstri best. Þetta tíðkast víða erlendis og eru sífellt fleiri staðir í Reykjavík byrjaðir að hafa lokað á mánudögum. Ég er mjög ánægð með þessa þróun. Hraðinn í nútímasamfélagi er mikill og mín skoðun er sú, að það þarf ekkert alltaf allt að vera opið alltaf. Við erum lítill en góður vinnustaður og mikilvægt að allir fái áreitislausa hvíld. Við hugsum þetta meira til langtíma, heldur en að allir brenni út af álagi.“

Þið standið fyrir viðburðum í tengslum við matar- og drykkjarupplifun á VON mathús&bar, eru nýir viðburðir á döfinni?
„Við erum með sanngjarnan og breytilegan hádegisseðil þriðjudaga til föstudaga  frá klukkan 11.30 til 14.00. Fastur kvöldseðil frá klukkan 17.30, sem tekur reglulegum breytingum. Í október ætlum við að vinna samhliða Tommasi og verðum með villibráðarhelgi og ítalska helgi, með sérmatseðli og drykkjum. Við erum miklir aðdáendur Ítalíu og einnig finnst okkur gaman að þjónusta kúnnahópinn okkar með nýjum og skemmtilegum leiðum. Sem dæmi má nefna að helgina 19. til 20. október verðum við með ítalska matarveislu sem parað verður með sérvöldum Tommasi-vínum.

Við erum mjög virk á samfélagsmiðlum, Facebook og Instagram (vonmathus), og þar verður hægt að fylgjast með og öllu okkar daglega amstri.“

Heimasíða: www.vonmathus.is

https://www.facebook.com/vonmathus/

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við VON mathús&bar.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Burgerinn Bearnaise er hástökkvarinn

Okkur lék forvitni að vita nánar hvers konar veitingastaður Burger-inn í Hafnarfirði er og hvað hann hefur upp á að bjóða. Staðurinn er við Flatahraun 5a og við höfum heyrt að þarna sé að finna einn besta borgara bæjarins. Við hittum feðgana sem þar ráða ríkjum en Örn Arnarson og sonur hans, Brynjar Arnarson, eru eigendur staðarins og rekstraraðilar.

Getið þið sagt okkur aðeins frá veitingastaðnum Burger-inn, bæði umgjörð og þjónustu sem þið bjóðið upp á?
„Staðurinn opnaði árið 2011, þann 17. júní á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hann er innréttaður í sixties-stíl og myndskreyttur með eldri limósínum og fallegum hlutum frá gamla tímanum. Við getum tekið um sjötíu og fimm gesti í sæti og aðkoman að staðnum er mjög góð. Nóg er af fríum bílastæðum. Við erum einnig með tvær bílalúgur og má með sanni segja að flestar pantanir séu sóttar. Það er mjög vinsælt að panta matinn og taka með heim.“

Þið leggið metnað í að vera með gott hráefni í hamborgarana ykkar. Hvaðan kemur hráefnið og hver er hugmyndin að baki umgjörðinni og matseðlinum?
„Burger-inn notar aðeins fyrsta flokks hráefni frá birgjum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við erum til dæmis með 20% fitusprengt nautahakk í hamborgurunum okkar frá Kjötsmiðjunni, frönskurnar Cavendish frá Ekran, beikon, skinku og pepperoni frá Ali og margt fleira frá ýmsum góðum aðilum.“

Hugið þið að umhverfinu í ykkar matargerð og rekstri?
„Við hugum eins vel að náttúrunni og okkur er unnt bæði í matargerð og umbúðum fyrir mat sem viðskiptavinurinn sækir til okkar. Einnig flokkum við sorpið og erum með sorteringu á úrkasti.“

Hverjar eru helstu áherslur ykkar og markmið með rekstrinum?
„Okkar áherslur og markmið er að hafa meira gaman í dag en í gær og fá öll fallegu brosin sem okkur eru send.“

Eru einhverjir réttir vinsælli en aðrir?
Matseðillinn allur fer ótrúlega jafnt. Við getum þó sagt að Burgerinn Bearnaise sé hástökkvarinn en með ekta smjörbearnaise-sósu sem er gríðarlega vinsæl. Af grillinu bjóðum við upp á sérmeðhöndlaðar lambakótilettur og bearnaise-sósu sem val í meðlæti. Við bjóðum bara upp á alvörubearnaise-sósu eins og Oddur H. Odds frændi vill hafa hana,“ segir Örn og brosir. Hægt er að skoða matseðlinn á heimasíðu staðarins: www.burgerinn.is. Frá opnun hefur verið boðið upp á fría súpu með öllum máltíðum í sal með birgðir endast, fyrstur kemur þá fær.

Burger-inn er vinsæll viðkomustaður

„Gaman er að segja frá því að viðskiptavinir okkar eru bæði úr nærsveit og úr dreifbýlinu, á öllum aldri. Stórfjölskyldur leggja gjarnan leið sína hingað inn í Burger-inn og njóta þess að eiga hér saman skemmtilega fjölskyldustund.“

Bjóðið þið oft upp á tilboð fyrir fjölskyldur og hópa?
„Við erum ávallt með ýmis tilboð fyrir hópa sem eru mjög vinsæl. Mikið er um að hingað komi viðskiptavinir og haldi upp á afmæli. Afmælishóparnir eru einstaklega skemmtilegir.“

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Burger-inn.

 

Dreymir um að eignast jörð með lítilli lax- og silungaveiðiá

Ólafur Br. Finnbogason og er löggiltur fasteignasali á Mikluborg fasteignasölu. Hann er giftur Dögg Hjaltalín, bókaútgefanda og eiganda Sölku bókaútgáfu, og eiga þau þrjár dætur, Agnesi 19 ára, Freyju 8 ára og Rán 2 ára. Þau búa í tvílyftu timburhúsi á Bráðræðisholtinu í Reykjavík ásamt læðunni Regínu og fjórum hænum.

Hvað heillar þig mest við starfið?
„Það sem skemmtilegast er við starfið er að vera þátttakandi í einni stærstu fjárhagslegu ákvörðun fjölskyldna á lífsleiðinni sem fylgir oftast mikil gleði og spenningur hjá fólki. Einnig finnst mér gaman að tala og umgangast annað fólk og er það stór hluti af starfinu. Fjölbreytni er einnig mikil og situr maður blessunarlega ekki nema hluta úr deginum við tölvuna.“

Geturðu lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér?
„Ég mæti oftast um klukkan 8.30 á morgnana og erum við á Mikluborg með verðmatsfundi tvo morgna á viku. Síðan hefst dagurinn á að fylgja eftir fyrirspurnum dagsins á undan og bæði skoða nýjar eignir sem og sýna. Upp úr klukkan 16.00 fer ég af skrifstofunni og er með sýningar og skoðanir fram að kvöldmat. Eftir kvöldmat tekur tölvupóstur og gerð söluyfirlita og lýsinga á eignum. Dagurinn er oft langur og er lítið frí um helgar en starfið skemmtilegt í alla staði.“

Hvað er það sem þér finnst gera hús að heimili?
„Heimili mitt væri ekki spennandi ef ég væri ekki giftur svona glaðlyndri og fallegri konu og ætti ekki svona lífsglöð og fjörug börn. Einnig erum við heppin að vera vinarík svo að heimili mitt ef oft fullt af gestum sem gefa lífinu gleði og tilgang. Svo að heimili mitt er þar sem vinir og mínir nánustu eru í kringum mig.“

Geturðu líst þínum stíl?
„Minn stíll er nú ekki flókinn, geng oftast í því sem Dögg kaupir á mig.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt?
„Er ekki mikið að spá í arkitektúr en auðvitað eru margir í gegnum vinnuna sem maður hefur kynnst á verkum þeirra og finnst mér til að mynda Valdimar Harðarson hjá Ask arkitektum vera sérlega „praktístur“ og þau fjölbýlishús sem ég hef selt fyrir hann hafa alltaf hitt í mark hjá þeim notendum sem þau eiga við hvort sem það er fyrir ungt fólk sem er að hefja búskap eða heldra fólk sem vill minnka við sig. Einnig hönnunin hans stílhrein og tímalaus.“

Áttu þinn uppáhaldshönnuð?
„Ólafur Ágúst Jensson, innanhússarkitekt og ljósahönnuður, ber af enda einn af mínum betri vinum og hefur lýst upp allt umhverfi sitt þegar hann er á svæðinu.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til?
„Jörð með lítilli lax- og silungaveiðiá ásamt góðum rjúpna- og gæsalendum.“

Uppáhaldsliturinn þinn?
„Enginn.“

Hvar líður þér best?
„Mér líður alltaf best heima með fjölskyldunni og vinum og ekki skemmir ef það er á veiðilendum hvort sem það er skot- eða stangaveiði.“

Hvað heillar þig mest við haustið? Er eitthvað sem þú vilt bæta við í garðinn eða inn á heimilið þegar haustið gengur í garð?
„Þá hefst skotveiðitímabilið og ég legg veiðistönginni. Og ég vil helst bæta hangandi villibráð á pallinn og rjúpum í frystinn.“
Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag?

„Eldhúsborðið heima með góðum vinum og ekki skemmir ef Viktor Örn Andrésson eða Hinrik Lárusson ofurkokkar séu búnir að elda ofan í okkur og vini okkar.“

Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira en annar?
„Ég er hrifinn af gömlum húsum, hvort sem þau eru úr timbri eins og heimili mitt sem er gamall leikskóli sem var við Rauðhóla eða gamalt steinhús í sveitinni.“
„Að lifa lífinu lifandi er … að vera með vinum sínum og fjölskyldu og gera það sem mann dreymir um áður en maður missir heilsu eða getu til þess. Maður veit ekki hvað gerist á morgun.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

 

Falleg hæð í Vesturbænum

||
||

Ægifagurt útsýni handan við hornið

Í hjarta Vesturbæjar við Lynghaga 24 er finna þessa glæsilegu efri sérhæð með risi. Hæðin er vel staðsett, rétt fyrir ofan Ægisíðuna í vönduðu húsi sem tekið er eftir. Lynghaginn tilheyrir einu af eftirsóttustu hverfum borgarinnar, Vesturbænum, og umhverfið er gróið og fjölskylduvænt. Staðsetningin er draumur margra, öll grunnþjónusta er í nánd, nálægð við miðbæinn og fjölmargar leiðir eru fyrir samgöngur og heilsusamlega útivist sem og hreyfingu. Í göngufæri er leikskóli, grunnskóli og Háskóli Íslands. Miðja Vesturbæjarins er skilgreind við Hofsvallagötu, það er að segja við Melabúðina og Vesturbæjarsundlaugina. Innan þessa kjarna og nánast á sömu torfunni er öflug verslun og þjónusta og vettvangur mannlífs. Nálægðin við sjóinn, Ægisíðuna og Eiðisgrandann er eitt af helstu sérkennum hverfisins og einn fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt við Ægisíðu enda útsýnið ægifagurt, handan við hornið. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og Íþróttafélaginu KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa. Vesturbærinn er líka mikið menningar- og vísindasvæði.

Björt og hlýleg með frönskum blæ
Eignin er einstaklega björt og hlýleg.  Innkoman er tignarleg með frönskum blæ, stór franskur gluggi er í stigaganginum sem setur fallegan svip á eignina. Sunnan megin á hæðinni eru samliggjandi stofa og borðstofa sem eru bjartar og rúmgóðar, með himnesku útsýni út á Ægisíðuna. Hvíti liturinn er allsráðandi og stíllinn tímalaus og einfaldur. Stórir gluggar eru bæði til vestur og suðurs og út úr borðstofu er gengið út á fallegar suðursvalir. Notagildið og fagurfræðin fara vel saman, rýmin eru vel skipulögð og fallegar hvítar innfelldar hillur sem ná til lofts eru í stofunni.

Litir eldhússins tóna vel saman
Eldhúsið er vandað með stílhreinum, hvítum innréttingum, ljósgráum veggflísum sem tóna vel við ljósgræna litinn á hluta veggsins á móti svargráa náttúrusteininum á gólfi. Góðir og miklir skápar eru í eldhúsi og hvítur quartz- steinn er í borðplötunni sem gefur rýminu dýpt. Eldhúsið býr yfir góðri vinnuaðstöðu sem er mikill kostur. Á hæðinni er einnig sjónvarpsherbergi, svefnherbergi ásamt rúmgóðu baðherbergi þar sem hvíti liturinn er í forgrunni og rýmið vel nýtt.

Himneskur kvistgluggi með einstöku útsýni
Rómantískur sjarmi er yfir risinu en þar eru þrjú svefnherbergi, eitt hjónaherbergi og tvö barnaherbergi, sem eru einstaklega skemmtilega skipulögð. Í hjónaherberginu er himneskur kvistgluggi með miklu útsýni og einnig er annað barnaherbergið líka með stórum kvistglugga, hitt með þakglugga. Jafnframt er geymslu að finna í risinu sem nýtist vel.

Fallegur og gróinn garður umlykur húsið
Fallegur, gróinn og vel hirtur garður umlykur húsið. Gangstéttin og útitröppur eru nýlega endurnýjaðar og fegra aðkomuna að húsinu. Eignin er falleg að utan og henni hefur verið vel viðhaldið, en húsið var steinað og múrgert árið 2008.

Þessi fallega efri sérhæð er samtals 150,1 fermetri að stærð, hæðin er 105,9 fermetrar, risið 37,4 fermetrar auk geymslu og stigagangs 6,8 fermetrar. Eignin er til sölu hjá fasteignasölunni Domusnova og nánari upplýsingar veitir Kristín Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma: 894-3003 eða gegnum netfangið: [email protected]

Hvernig ætla þingflokkarnir að bregðast við metoo-byltingunni?

Í kjölfar þúsunda undirskrifta kvenna – þar sem kynbundnu ofbeldi og áreitni var mótmælt – og hundraða frásagna sem fylgdu, hafa spurningar vaknað hvernig verkferlum sé háttað eftir metoo-byltinguna hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Fjöldi starfsstétta og samfélagshópa hefur síðan á síðasta ári gefið út yfirlýsingar þar sem kynferðislegu áreiti, ofbeldi og mismunun er mótmælt. Krafan er skýr: Konur vilja breytingar, að samfélagið viðurkenni vandann og hafna núverandi ástandi. Þær krefjast þess að samverkamenn þeirra taki ábyrgð á gjörðum sínum og að verkferlar og viðbragðsáætlanir verði gangsettar.

Misjafnlega mikil vinna hefur verið lögð í breytingar á verkferlum innan þingflokkanna á Alþingi eftir metoo-umræður síðustu missera. Tvær breytingar voru gerðar á siðareglum alþingismanna í sumar en önnur breytingartillagan kveður á um að alþingismenn verði að leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu.

Í öðru lagi var lagt til að á eftir sjöundu grein siðareglnanna kæmi ný grein sem hljóðar svo: „Þingmenn skulu ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega eða kynbundna áreitni, leggja þá í einelti eða koma fram við þá á annan vanvirðandi hátt.“

Ítarlega fréttaskýringu um verkferla flokkanna er hægt að lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vefsíðu Kjarnans.

Mynd / Birgir Þór Harðarson

„Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar“

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur beðið fimmmenningana sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, afsökunar á því ranglæti sem þeir máttu þola við meðferð málsins.

Sævar Marinó Cieslski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason voru allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti í gær.

Ríkisstjórn Íslands kom saman til fundar í morgun og þar var málalyktum í þessu umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar fagnað. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni, sem Katrín skrifar undir, segir:

Ég beini orðum mínum til fyrrum sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins.  Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.

 

Var ákveðinn að hætta í pólitík

Elliði Vignisson. Mannlíf/Hákon

Elliði ræðir umskiptin sín í ítarlegu viðtali við Mannlíf sem kom út í dag. Þar ræðir Elliði meðal annars um háværar deilur í kringum klofning Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar sem varð til þess að hann missti bæjarstjórastólinn. Hann talar um flutninginn frá Vestmannaeyjum, nýja starfið í Ölfusi og málefni Sjálfræðisflokksins, en hann vill sjá flokkinn ganga mun harðar fram á ákveðnum sviðum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Dularfull veikindi herja áfram á flugfreyjur

„Við höfum allar verið með svakalegan þrýsting í höfði, eins og það sé að springa,“ segir flugfreyja hjá Icelandair sem telur eiturgufur í farangursrými orsök alvarlegra veikinda hennar. Fleiri úr sömu áhöfn veiktust. Sambærileg mál komu upp fyrir tveimur árum en rannsókn á þeim málum er enn ólokið. Einn af fleiri þáttum sem kannaðir hafa verið er hvort eiturgufur hafi borist inn í farþegarými með inntökulofti en það er tekið inn í gegnum hreyfla flugvélanna.

Óvinnufær í tvö ár

Mannlíf hefur heimildir fyrir því að einn þeirra flugliða sem veiktist árið 2016 sé enn óvinnufær og að minnsta kosti þrjú alvarleg tilfelli hafi komið upp nú í sumar. Flugfreyja hjá Icelandair sem er búin að vera í veikindaleyfi síðan í sumar eftir að hafa veikst í flugi féllst á að segja sögu sína nafnlaust. Hún segir lækna ganga út frá því að eiturgufur í inntökulofti valdi veikindunum, enda séu fleiri einstaklingar úr sömu áhöfn óvinnufærir. Slík flugatvik séu þekkt í flugheiminum. Eftir því sem Mannlíf kemst næst er þetta vandamál bundið við tvær af eldri flugvélum flugfélagsins. Þá hefur Mannlíf ekki fengið veður af kvörtunum farþega vegna sambærilegra mála.

Atvik flugfreyjunnar átti sér stað í hefðbundnu morgunflugi frá Bandaríkjunum, hún segist hafa verið úthvíld og flugið verið rólegt og þægilegt. Hún minnist þess að hafa orðið vör við dofa í tám en ekki hugsað frekar út í það. Síðan sofnaði hún en tekur það skýrt fram að slíkt hafi aldrei áður komið fyrir sig í vinnunni. Hún hafi fundið fyrir mikilli þreytu og annað stafsfólk haft orð á því að hún virtist „detta út“ og að höfuð hennar hafi hangið fram á bringuna.

Sofnaði undir stýri

Við komuna til Keflavíkur hafi hún farið upp í rútu og sofið alla leið til Hafnarfjarðar. Þegar þarna er komið sögu gerði flugfreyjan sér ekki grein fyrir því að eitthvað væri að. Hún settist upp í bíl og ók af stað heim en ekki vildi betur til en svo að hún sofnaði undir stýri og keyrði út af. Eiginmaður hennar sótti hana og keyrði á sjúkrahús til skoðunar þar sem hún virtist ekki vera með sjálfri sér. Teknar voru blóðprufur og að lokinni skoðun var hún send heim.

Daginn eftir sáu aðstandendur konunnar að eitthvað mikið var að. Hún gat ekki haldið uppi samræðum, talaði hægt og fann fyrir miklum svima og sljóleika. Henni var í kjölfarið ekið á bráðadeild. Þetta ástand kom og fór næstu daga og vikur. Flugfreyjan hefur verið óvinnufær síðan í ágúst og sömu sögu er að segja af tveimur öðrum flugliðum úr sömu flugáhöfn.

„Við höfum allar verið með svakalegan þrýsting í höfði, eins og það sé að springa. Ég á mjög erfitt með að höndla áreiti úr umhverfinu og get ekki farið á fjölfarna staði s.s. matvöruverslanir. Taugalæknirinn minn segir að miðtaugakerfið sé í lamasessi og ég má í raun ekkert gera. Mér er ráðlagt að vera heima í slökun svo að einkennin verði ekki krónísk,“ segir flugfreyjan og bætir við að Flugfreyjufélag Íslands sé að vinna í málinu fyrir sína skjólstæðinga. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður félagsins, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður leitaði eftir því.

Eftirlíking af trúlofunarhring Meghan Markle til sölu á 30 pund

Eftirlíking af trúlofunarhring Meghan Markle kostar um 4.400 krónur.

Núna geta sannir aðdáendur Meghan Markle nælt sér í eftirlíkingu af trúlofunarhring hennar í vefverslun Buckingham-hallar. Hringurinn kostar 30 pund sem gerir um tæpar 4.400 íslenskar krónur.

Hringur Meghan er aðeins dýrmætari en sá sem er í sölu í vefverslun hallarinnar. Raunverulegur hringurinn er sagður metinn á upphæð sem nemur um 29 milljónum króna en hann hefur að geyma tvo demanta sem eitt sinn voru í eigu Díönu prinsessu, móður Harrys Bretaprins.

Hringinn frumsýndi hún fyrst í nóvember á síðasta ári og þá greindi Harry frá því að hann hafi viljað hafa demanta móður sinnar í hringnum svo að hún gæti fylgt þeim.

Áhugasamir geta skoðað eftirlíkinguna nánar á vefnum Royal Collection Shop.

Á ekki til orð yfir hugrekki konunnar

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Ísland, á ekki orð yfir hugrekkinu sem konan, sem tók þátt í nýju myndbandi landsnefndar UN Women, sýndi.

Ný herferð landsnefndar UN Women var sett af stað í gærkvöldi með nýju myndbandi þar sem karlmenn lesa upp sögur nokkurra kvenna sem hafa orðið fyrir kyndbundnu ofbeldi, ein sagan kemur frá íslenskri konu. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, er afar þakklát konunni fyrir að taka þátt í verkefninu.

„Við hjá UN Women erum gríðarlega þakklát öllum þeim sem tóku þátt í myndbandinu. Karlmennirnir tólf tóku allir vel í lokaafurðina þrátt fyrir þetta óvænta tvist í lokin. En fyrst og fremst eigum við ekki til orð yfir þeim krafti og hugrekki sem konan, sem tók þátt í myndbandinu, sýndi við undirbúning og gerð myndbandsins. Hennar saga er táknræn fyrir sögur, svo margra kvenna um allan heim, því miður,“segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi um nýja myndbandið sem fer nú sem eldur um sinu á netinu.

„Dreifingin á myndbandinu og viðbrögðin sýna svart á hvítu mikilvægi þess að taka samtalið ekki síst við karla og stráka. Við þurfum öll að leggjast á eitt ef við ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi. Öðruvísi er það ekki hægt.“

Á vef UN Women á Íslandi er hægt að leggja verkefninu lið með því að skrá sig sem HeForShe.

Raddir