Föstudagur 20. september, 2024
9.9 C
Reykjavik

Á ekki til orð yfir hugrekki konunnar

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Ísland, á ekki orð yfir hugrekkinu sem konan, sem tók þátt í nýju myndbandi landsnefndar UN Women, sýndi.

Ný herferð landsnefndar UN Women var sett af stað í gærkvöldi með nýju myndbandi þar sem karlmenn lesa upp sögur nokkurra kvenna sem hafa orðið fyrir kyndbundnu ofbeldi, ein sagan kemur frá íslenskri konu. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, er afar þakklát konunni fyrir að taka þátt í verkefninu.

„Við hjá UN Women erum gríðarlega þakklát öllum þeim sem tóku þátt í myndbandinu. Karlmennirnir tólf tóku allir vel í lokaafurðina þrátt fyrir þetta óvænta tvist í lokin. En fyrst og fremst eigum við ekki til orð yfir þeim krafti og hugrekki sem konan, sem tók þátt í myndbandinu, sýndi við undirbúning og gerð myndbandsins. Hennar saga er táknræn fyrir sögur, svo margra kvenna um allan heim, því miður,“segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi um nýja myndbandið sem fer nú sem eldur um sinu á netinu.

„Dreifingin á myndbandinu og viðbrögðin sýna svart á hvítu mikilvægi þess að taka samtalið ekki síst við karla og stráka. Við þurfum öll að leggjast á eitt ef við ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi. Öðruvísi er það ekki hægt.“

Á vef UN Women á Íslandi er hægt að leggja verkefninu lið með því að skrá sig sem HeForShe.

Persónulegt viðfangsefni

||
||

Ljósmyndarinn og listakonan Emilie Dalum opnaði nýlega ljósmyndasýningu sem ber nafnið Emilie í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndirnar í seríunni tók hún á fimm mánaða tímabili meðan hún gekkst undir lyfjameðferð en hún var aðeins 26 ára gömul þegar hún greindist með krabbamein í sogæðakerfinu.

„Ég myndaði átökin og þá einangrun sem ég mætti í lyfjameðferðinni með hjálp tímastillis myndavélarinnar. Samspilið á milli mín, sjúkdómsins og myndavélarinnar var mjög náið. Með því að skrásetja meðferðina sá ég glögglega breytingar á sjálfri mér, líkamlegar og andlegar. Verandi ljósmyndari rann mér blóðið til skyldunnar að mynda bataferlið og upplifun mína á þessu stormasama ferðalagi. Ég faldi aldrei þá staðreynd að ég væri veik, þetta var raunveruleikinn, því skyldi ég afneita honum,“ segir Emilie sem er fædd og uppalin í Danmörku en búsett á Íslandi. Hún hefur síðustu ár stýrt árlegri listasýningu, The Factory, í Djúpavík. Þessi misserin vinnur hún að ljósmyndabók sem ber titilinn Michael.

Á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur segir að áhersla Emilie sé á viðfangsefnið fremur en lokaafurðina sem leiði af sér að myndbyggingin í verkum hennar sé stundum skæld eða stuttaraleg. Ljósmyndastíll hennar er kraftmikill og sérstakur. Emilie er í stöðugri sjálfskoðun. „Ég sökkvi mér í viðfangsefnið og tapa mér algerlega þegar verkefni grípur mig, ég gleymi að ég er ljósmyndari. Því er ég mjög tilfinningalega tengd verkum mínum, berskjölduð og viðkvæm.“

Lína langsokkur orðin rómastúlka í Rynkeby

Ný bók um Línu langsokk vekur athygli í Svíþjóð.

Lína langsokkur er komin aftur en í þetta sinn er hún rómastúlka sem býr í Rynkeby, úthverfi í Stokkhólmi þar sem 90% íbúa eru innflytjendur. Þessi nýja saga af Línu er gefin út í Svíþjóð, bæði sem bók og sem framhaldsleikrit í sænska ríkisútvarpinu. Afkomendur skapara Línu, Astrid Lindgren, voru í fyrstu mótfallnir hugmyndinni og sögðu nei við útgáfu bókarinnar, en skiptu um skoðun þegar þeim var sagt að allur ágóði af bókinni yrði notaður til að styðja byggingu bókasafns fyrir rómabörn í Búkarest.

Höfundur nýju bókarinnar er Gunilla Lundgren og í samtali við sænska ríkisútvarpið sagðist hún hafa fengið hugmyndina þegar hún hélt ritlistarnámskeið fyrir rómabörn í Rynkeby. Þá hafi einn nemandinn á námskeiðinu, Felicia Di Fransesco sem er 12 ára, stungið upp á því að þau skrifuðu sögu um Línu langsokk. Sagan er því skrifuð í samvinnu við Feliciu og hin börnin sem voru á fyrrnefndu ritlistarnámskeiði.

Sagan verður gefin út á sænsku og á helstu tungumálum innflytjenda í Svíþjóð.

Skemmtilegur fróðleikur um súkkulaði

  • Kakóbaunin er upprunin í Mið- og Suður-Ameríku og talið er að fólk þar hafi byrjað að rækta kakóbaunir um 1250 f.Kr. og jafnvel fyrr. Kakó var hluti af menningu Maya og Azteka þar sem kakódrykkir voru hluti af trúarlegum athöfnum. Aztekar þótti baunin það mikilvæg að hún var notuð sem gjaldmiðill í viðskiptum.
  •  Kakóplöntunni er oft skipt niður í tvær gerðir, eina sem gefur af sér hágæðakakóbaunir og hina sem gefur af sér venjulegar kakóbaunir sem notaðar eru í almenna iðnaðarframleiðslu. Á plöntunni vex ávöxtur og innan í honum eru baunirnar, hver  ávöxtur inniheldur u.þ.b. 30-40 kakóbaunir. Baunirnar þurfa að fara í gegnum ýmis vinnslustig áður en hægt er að búa til úr þeim súkkulaði, þessi stig geta skipt sköpum um hvort úr verði gæðasúkkulaði eða ekki.
  • Súkkulaði hefur verið talið kynorkuaukandi og nýtti Casanova, flagarinn frægi, sér krafta þess. Hann á að hafa drukkið heilan bolla af heitu súkkulaði áður en hann hóf ástarleiki með rekkjunautum sínum.
  • Á tímum seinni heimstyrjaldarinnar voru nasistar með þá fyrirætlun að taka Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, af lífi með súkkulaðistykki. Sprengjusérfræðingar Hitlers höfðu hulið sprengjur með dökkum súkkulaðihjúp og pakkað inn í gylltar og svartar pakkningar. Þeir ætluðu sér síðan að nota njósnara innan Bretlands til að koma súkkulaðinu fyrir í borðstofu stríðsráðsins. Leyniþjónusta Breta komst þó að þessu launráði og náði að koma í veg fyrir framkvæmd þess.
  • Hvergi í heiminum er selt eins mikið af súkkulaði eins og á flugvellinum í Brussel, búðirnar þar selja meira en 800 tonn af súkkulaði á ári hverju.
  • Spánverjar voru fyrstir til að flytja kakóbaunir með sér til Evrópu og þeir unnu súkkulaði úr kakóbaununum og sykri. Þeir vernduðu uppskriftina sína vel og í um 100 ár voru þeir einráðir á markaði í Evrópu. Seinna láku spænskir munkar uppskriftinni og þá fóru fleiri að framleiða súkkulaði.
  • Rannsóknir sýna að dökkt súkkulaði getur haft jákvæð áhrif á heilsu fólks. Einnig er talið að dökkt súkkulaði sé gott fyrir minnið og skerpi athyglina. Vísindamenn hafa teflt fram þeirri kenningu að dökkt súkkulaði geti hjálpað fólki að sjá betur í slæmu skyggni.

 

Hrönn mælir með þessum fimm heimildarmyndum á RIFF

|||
|||

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – hefst í dag og stendur yfir til 7. október. Dagskráin er afar fjölbreytt en heimildarmyndir skipa sífellt stærri sess í dagskrá hátíðarinnar.

Mannlíf fékk Hrönn Marinósdóttur, stofnanda og stjórnanda RIFF, til að taka saman fimm heimildarmyndir sem hún mælir sérstaklega með. Hér kemur listinn hennar.

Studio 54. Mikill frægðarljómi hvílir yfir þessum einstaka  skemmtistað og klúbbi í New York. í þessari mynd fáum við að heyra hvers vegna allar frægu stjörnunnar í borg borganna mættu þangað, sumar jafnvel á hverju kvöldi og af hverju staðnum var lokað skyndilega eftir skamman tíma í rekstri þegar allt virtist leika í lyndi. Mjög forvitnileg mynd ekki síst fyrir þá sem hafa áhuga á diskói.

Nothing like a Dame. Það jafnast ekkert á við dömu. Ég hlakka til að verða aðeins eldri og ég vona ég verði eins og þessar skvísur í myndinni. Ég hló næstum allan tímann. Myndin fjallar um stórleikkonurnar Judi Dench, Maggie Smith, Eileen Atkins og Joen Plowright og vináttu þeirra undanfarin 50 ár.

Minding the Gap. Ég mæli eindregið þessari mynd sem fjallar um um bestu vini og brettastráka sem allt í einu eru að verða fullorðnir og þurfa að kljást við daglegt líf. Einn úr hópnum byrjar að mynda strákana þegar þeir eru ungir en fylgir þeim síðan út í lífið. Margir þeirra eru að kljást við fíkn og við fáum innsýn í fjölskylduaðstæður þeirra. Algert must see! Gott fyrir unglingana að sjá og reyndar fyrir fólk á öllum aldri.

América. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Myndin segir frá þremur bræðrum sem ekki hafa átt mikla samleið í lífinu en þurfa að takast á við það verkefni að annast ömmu sína sem heitir América. Við kynnumst þessum ólíku bræðrum og ömmunni sem er 94 ára.  Fyndin og hjartahlý mynd. Myndin fékk nýverið verðlaun á einni bestu heimildahátíð í Evrópu CPH: DOX. Ég mæli með þessari fyrir alla aldurshópa.

Carmine Street Guitars. Þetta er mynd sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Verslunareigandinn smíðar gítara úr gömlum byggingunum í New York og fær til sín gamla rokkara svo sem RIFF vininn Jim Jarmusch og marga fleiri. Mamma hans sér um bókhaldið og er eins og partur af innréttingu þessarar frábæru búðar. Ron Mann leikstjóri var að koma frá Toronto þar sem myndin var sýnd og fékk frábæra dóma. Hann verður með spurt og svarað í Bíó Paradís.

Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmáli

Sævar Marinó Cieslski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason voru allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn í dag. Þar með lýkur áratuga baráttu sakborninga fyrir réttlæti í þekktasta sakamáli Íslands fyrr og síðar.

Fimmmenningarnir voru sakfelldir fyrir að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir Sævar, Kristján, Tryggvi og Guðjón voru dæmdir í 10 til 17 ára fangelsi en Albert hlaut eins árs fangelsisdóm. Þeir voru dæmdir þótt að lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi aldrei fundist og héldu sakborningarnar því fram að játningar þeirra, sem síðar voru drengar tilbaka, hafi verið þvingaðar fram með þvingunum og ofbeldi.

Málið var sérstakt fyrir þær sakir að bæði saksóknari og verjendur fóru fram á sýknu í málinu sem var tekið upp að nýju eftir að endurupptökunefnd úrskurðaði að heimild væri að taka mál þeirra upp að nýju.

Magnús Geir og Guðný Hrönn gengin til liðs við Birtíng

Ráðið hefur verið í stöður fréttastjóra Mannlífs og vefstjóra man.is.

Magnús Geir Eyjólfsson hefur verið ráðin fréttastjóri fríblaðsins Mannlífs, sem kemur út á föstudögum og er aðgengilegt til niðurhals á man.is. Magnús verður hluti af öflugu ritstjórnarteymi Mannlífs og í lykilhlutverki við áframhaldandi uppbyggingu blaðsins. Magnús starfaði sem upplýsingafulltrúi NATO í Georgíu á vegum Íslensku friðargæslunnar áður en hann tók til starfa sem fréttastjóri blaðsins. Þar áður starfaði hann á fjölmiðlum samfleytt í 10 ár, 4 ár sem ritstjóri Eyjan.is og þar áður sem blaða/fréttamaður á Pressunni, Stöð 2 og Blaðinu. Magnús er með MA í alþjóðasamskiptum frá Waseda háskóla í Tókýó.

Þá hefur Guðný Hrönn Antonsdóttir tekið við starfi vefstjóra man.is, sem sem er sameiginlegur vefur allra miðla útgáfufélagsins Birtíngs. Guðný útskrifaðist með MA í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2016 og var í skiptinámi í University of Sheffield. Þar á undan stundaði hún myndlistarnám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2011. Guðný vann áður á Morgunblaðinu og svo á Fréttablaðinu. Guðný kemur til með að hafa umsjón með man.is, meðal annars skrifum á vefinn og mun koma að áframhaldandi stafrænni uppbyggingu hans.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Opnar sig um kvíða og þunglyndi í nýrri bók

Í væntanlegri bók lýsir fyrirsætan Gisele Bündchen þeim mikla kvíða sem hún hefur glímt við í gegnum tíðina.

Fyrirsætan Gisele Bündchen opnar sig um kvíða og þunglyndi í nýrri bók hennar sem kemur út í byrjun október. Í bókinni segir hún meðal annars frá kvíðaköstum, innilokunarkennd og miklum ótta sem hún hefur glímt við í gegnum tíðina.

„Mér fannst eins og allt í lífinu gæti drepið mig,“ skrifar hún. „Fyrst voru það flugvélar svo lyftur. Svo voru það undirgöng, hótel, ljósmyndastúdíó og bílar. Síðan var það mín eigin íbúð. Allt hafði breyst í búr og ég var dýr sem var læst inni.“

Í bókinni greinir Bündchen einnig frá því að sjálfsvígshugsanir hafi gert vart við sig þegar hún var 23 ára. „Þegar ég hugsa til baka til þessa tíma, og þessarar 23 ára stelpu, þá langar mig til að gráta. Mig langar til að segja henni að þetta verði allt í lagi.“

Bündchen kveðst vera komin á betri stað í dag þökk sé heilsusamlegum lífsstíl og aðstoð frá læknum.

Bók Bündchen heitir Lessons: My Path to a Meaningful Life og kemur út 2. október.

 

View this post on Instagram

 

I am excited to share that my book will be released October 2nd! Writing this book was a transformative and intense process for me. Uncovering stories deep inside of me made me feel vulnerable and emotional, but through facing my shadows and insecurities I learned how to accept and love myself in a deeper way. My intention in writing this book is to share how I overcame certain challenges in my life in hopes that it could help others who may be going thru similar experiences. Proceeds from the book will go to project Água Limpa, to help protect water sources for future generations. http://bit.ly/PreOrderLessons Feliz em compartilhar que meu livro sairá no dia 2 de outubro! Escrever esse livro foi uma experiência transformadora e intensa para mim. Lembrar de várias histórias que estavam adormecidas dentro de mim me fez sentir vulnerável e emotiva, mas, ao olhar para minhas sombras e inseguranças, aprendi a me aceitar e me amar de uma maneira mais profunda. Minha intenção, ao escrever este livro, é compartilhar como eu superei certos desafios em minha vida, com a esperança de que possa ajudar de alguma forma outras pessoas que estivessem passando por experiências semelhantes. Meus rendimentos deste livro irão ao projeto Água Limpa, que ajuda a proteger as fontes de água para futura gerações.

A post shared by Gisele Bündchen (@gisele) on

Byrjar að telja niður í jólin í febrúar

Diljá Ámundadóttir elskar jólin og er sérfræðingur í að koma öðrum í jólaskap. Hún er fyrir löngu byrjuð að minna fólk á að það sé að styttast í jólin.

Jólabarnið Diljá Ámundadóttir hlýtur að vera eitt mesta jólabarn landsins en hún er fyrir löngu byrjuð að telja niður í jólin. Í rauninni má segja að hún byrji að láta sér hlakka til jólanna strax í febrúar.

„Sem annálað jólabarn á ég það til að minna fólk á jólin upp úr þurru. Til dæmis þegar það eru tíu mánuðir í næstu jól, þann 24. febrúar. Eða að það sé styttra í næstu jól heldur en frá síðustu jólum um mánaðamótin júní og júlí. Svo þegar það eru 100 dagar til jóla, og svo framvegis. Það er mikilvægt að halda fólki upplýstu um mál sem varðar okkur öll. “

Diljá hefur alltaf verið mikið jólabarn. „En ég held að ég hafi orðið meira og meira jólabarn með árunum, sérstaklega þar sem margir tengja mig við þessa dásamlegu árstíð. Fyrir nokkrum árum var ég í heimsreisu og kom ekki heim fyrr alveg rétt fyrir jólin og þá fannst mörgum alveg ómögulegt að ég væri ekki á staðnum á aðventunni til að koma fólki í almennilegt hátíðaskap. Það er eitt mesta hrós sem ég hef fengið.“

Spurð út í hvað sé það besta við jólin að hennar mati segir Diljá: „aðventan er það allra besta við jólin. Ég held mun fastar í hefðirnar á aðventunni heldur en á jólunum sjálfum. Ég hef líka lengt aðventuna og núna hefst hún fyrsta sunnudag í nóvember – og kallast þá pre-venta.“

Diljá byrjar að skreyta á „pre-ventunni“. „Það skraut sem fer fyrst upp er í sérstökum kassa. Í honum er svona dót sem gengur meira út á að lýsa upp skammdegið; ljósaseríur og fallegur borðstofudúkur til dæmis. Jólatréið set ég svo upp á fyrsta í aðventu. Í fyrra var ég með tvö jólatré. Eitt hvítt gervitré, svona í 50’s-stíl, og annað lifandi tré.“

„Varðandi gjafainnkaup þá hef ég síðastliðin ár fagnað Þakkargjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum (sem er þriðja fimmtudag í nóvember) og þá hef ég yfirleitt keypt allar jólagjafirnar. Þeim hef ég svo verið að pakka inn dagana fyrir jólin. Með jólalögin ómandi, púrtvín í glasi og gráðost á piparkökur. Mikilvægast finnst mér bara að vera ekkert að stressa sig neitt, “ útskýrir Diljá sem þekkir nokkur önnur ofurjólabörn.

„Ég hef til dæmis boðið hóp af slíkum ofurjólabörnum í árlegt jólaboð síðan 2007, það er haldið í upphafi pre-ventunnar. Þá hittumst við og borðum smá hangikjöt og piparkökur og spilum spil…og bara tökum forskot á sæluna, blessuðu. Aðeins að tappa af. “

Elísabet er tilbúin í 400 kílómetrana

Mynd / Aðsend

Elísabet Margeirsdóttir hleypur 400 kílómetra í eyðimörk í Kína.

Hlauparinn Elísabet Margeirsdóttir er tilbúin í Ultra Gobi-hlaupið sem hefst á eftir. Hún var á leið að startínunni þegar blaðamaður náði tali af henni. „Ég er eins tilbúin og ég get orðið. Hlakka bara til að leggja af stað,“ sagði Elísabet.

Þess má geta að Ultra Gobi-hlaupið er 400 kílómetra hlaup í Gobi-eyðimörkinni í. Þar getur hitinn farið úr -15 í +30°C innan sólarhrings.

Það sem gerir hlaupið enn meira krefjandi er að það þáttakendur hlaupa ekki í áföngum heldur í einni atrennu með lítilli hvíld. Hlauparar hafa 150 klukkustundur til að ljúka við vegalengdina. Það er því alveg ljóst að um svakalega áskorun er að ræða.

Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi Elísabetar á meðfylgjandi hlekk: Elísabet á Track Leaders.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elisabet Margeirsdottir (@elisabetm) on

Jónsi í Sigur Rós og systur hans bjóða í skynjunarreif

Halda veislu fyrir öll skynfæri í Fischer.

Nýstárlegur viðburður verður haldinn í versluninni Fischer í Fischersundi á laugardaginn, 29. september. Þar verður gestum boðið að þefa, snerta, skynja og smakka auk þess að taka þátt í gagnvirkri hljóðinnsetningu. Það eru systkinin Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós, Ingibjörg Birgisdóttir, Sigrrós Elín Birgisdóttir og Lilja Birgisdóttir sem eiga og reka verslunina en viðburðurinn er unnin í samstarfi við SOE kitchen sem rekið er af Ólafi Elíassyni og systur hans Victoríu Elísasdóttur.

„Þetta er sem sagt skynjunarveisla þar sem allar skynjanir eru virkjaðar með leik og gleði,“ segir Lilja sem hefur orð fyrir þeim systkinunum. „Gestir verða boðnir velkomnir með skrýtnu nammi til að smakka, þeir geta tekið þátt í  gagnvirkri hljóðinnsetningu, þefað af mismunandi ilmvatnshlutum eftir Jónsa, leitað að vídeóinnsetningum, prufað snertistöðvar með skrýtinni áferð, notað vasaljós í myrkri og margt annað skemmtilegt að prufa, skoða og þefa af,“ heldur hún áfram og tekur fram að viðburðurinn sé mjög krakkavænn og börn á öllum aldri sérstaklega velkomin.

„Við sem sagt bjóðum alla velkomna í skynjunarreif í Fischer á laugardaginn þar sem gestum verður drekkt í ilmi, tónlist, áferð, bragði og myndum,“ segir Lilja að lokum.

Viðburðurinn er ókeypis og allir velkomnir í Fischer á milli klukkan 14.00 og 16.00 á laugardaginn.

Myndir/Hjördís Jónsdóttir

Balenciaga sendir frá sér nýja gönguskó

Nýju skórnir eru umdeildir og kosta um 85.000 krónur.

Á mánudaginn sendi tískuhús Balenciaga frá sér nýja skó. Um gönguskó sem kallast Track Sneakers er að ræða og kostar parið rúmar 85.000 íslenskar krónur.

Á seinasta ári vöktu strigaskór frá Balenciaga mikla athygli og skiptar skoðanir ríktu um ágæti þeirra og óvenjulegt útlit. En ekki leið að löngu áður en skórnir náðu miklum vinsældum og tískuáhugafólk kepptist um að næla sé í eintak. Nýju gönguskrónir eru svo sannarlega eftirtekaverðir líkt og strigaskór seinasta árs og margt fólk virðist undrandi á að skórnir séu og seldir sem tískuvarningur.

„Í hreinskilni sagt þá líta þeir út fyrir að kosta 30 dollara,“ sagði einn netverji á Facebook-síðu Balenciaga.

Á vef Balenciaga kemur fram að  nýju skórnir henti vel í gönguferðir og að mikil áhersla hafi verið lögð á að þeir séu þægilegir og sterkir.

Eins og áður sagði kosta skórnir um 85.000 krónur og fást í nokkrum litasamsetningum.

Nýjasti hrekkjavökubúningur Heidi Klum er í vinnslu

Heidi Klum vekur lukku á hverju ári á hrekkjavökunni.

Fyrirsætan Heidi Klum er ein þeirra sem tekur hrekkjavökuna mjög alvarlega en hún er þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í búninga og förðun á ári hverju.

Klum virðist vera komin á fullt í undirbúningi fyrir hrekkjavökuna þetta árið en hún deildi myndbandi á Instagram-síðu sína þar sem sjá má búning þessa árs fæðast. Ljóst er að hún hefur fengið sérfræðinga í búningagerð með sér í lið.

Klum vekur alltaf mikla athygli fyrir búninga sína og því bíða eflaust margir spenntir eftir að sjá hvernig hún verður þetta árið. Nú er bara að bíða og sjá þar til í lok október.

Þess má geta að í gegnum tíðina hefur Klum verið t.d. gömul kona, úlfurinn úr Thriller-myndbandi Michael Jackson og Jessica Rabbit á hrekkjavökunni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum) on

Búningurinn frá því í fyrra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum) on

Nýjasta tattú Sollu er stór villikisa

Solla í Gló var að fá sér stórt tattú á handlegginn og ætlar að fá sér fleiri á næstunni.

Sólveig Eiríksdóttir, oftast kölluð Solla á Gló, fékk sér í sumar stórt tattú á handlegginn og er nú að vinna í að fá sér svokallað „sleeve“ en hún var með fleiri tattú á sama handlegg fyrir. Nýjasta tattúið er blettatígur í lit og hún er himinlifandi með útkomuna.

„Þetta byrjaði eiginlega þannig að fyrir tíu árum síðan þá fengum við í fjölskyldunni okkur öll tattú, sem sagt ég, maðurinn minn og tvær dætur mínar. Þá var það fyrsta tattúið mitt,“ útskýrir Solla. Eftir fyrsta tattúið var ekki aftur snúið og Sollu langaði í fleiri tattú.

Solla lét húðflúra sig Íslenzku húðflúrstofunni. „Mig langaði alltaf í ermi eða „sleeve“ en vissi ekki alveg hvað ég ætti að fá mér. Þegar maður eldist þá hættir maður kannski að vera „spontant“ og fer að ofhugsa hlutina. En allt í einu fann ég að mig langaði í einhverja villikisu, svona „leopard“. Ég er nefnilega villikisa í indverskri stjörnuspeki og hef alltaf verið hrifin af stórum kisum,“ segir Solla.

Henni þykir mikilvægt að hafa einhverja hugsun á bak við tattúin sín og þess vegna er hún með nokkur blómatattú á handleggnum sem hún tengir við börnin sín og barnabörn. „Mér finnst mikilvægt að hafa einhverja pælingu á bak við tattúin, bara fyrir mig sjálfa,“ segir Solla sem er hvergi nærri hætt að fá sér tattú. Hún ætlar þó að halda sig bara við handleggina.

„Hendurnar eru að virka við mig. Þegar maður eldist þá fer sumt annað að krumpast,“ segir hún og hlær. „Ég er fegin að ég byrjaði að fá mér tattú seint því ég veit að hendurnar eru að virka. Ég fer ekki að fá mér tattú á til dæmis bakið eða magann. En ég er með ágætishendur og það er enn þá hægt að krota á þær,“ segir hún hlæjandi. „Svo eru litirnir svo skærir að þeir duga örugglega þangað til ég fer í kistuna.“

Solla er alls ekki hrædd um að hún muni einn daginn sjá eftir að hafa fengið sér tattú. „Alls ekki, ég alveg elska að horfa á þau.“

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by JÓN PÁLL (@jonpall_art) on

Elísabet Englandsdrottning ósátt við The Crown

Drottningunni þykir illa farið með Philip prins í þáttunum.

Hin geysivinsæla Netflixsería The Crown fjallar um líf bresku konungsfjölskyldunnar og þá sérstaklega um átök, drama og erfiða atburði innan hennar. Hingað til hafa fjölmiðlar haldið því fram að Elísabet Englandsdrottning sé aðdáandi þáttanna, þrátt fyrir oft á tíðum óhagstætt ljós sem þeir varpa á hana og fjölskylduna, en í breska slúðurblaðinu Express í gær er haft eftir ónefndum heimildarmanni innan hallarinnar að það sé alls ekki satt.

Samkvæmt frétt Express er það sérstaklega einn þáttur í The Crown sem fer fyrir brjóstið á drottningunni, níundi þáttur annarrar seríu þar sem fylgst er með Karli syni hennar reyna að fóta sig  í erfiðu umhverfi í heimavistarskóla í Skotlandi. Í þættinum er meðal annars sena þar sem Philip prins skammar son sinn fyrir að vera aumingi fyrir að standa ekki uppi í hárinu á hrekkjusvínunum í Gordonstoun-skólanum þar sem Philip sjálfur var í námi sem ungur maður. Heimildarmaðurinn ónafngreindi segir að það sé alls ekki rétt túlkun á því sem raunverulega gerðist.

„Drottningin gerir sér grein fyrir því að margir sem horfa á The Crown taka það sem þar er lýst sem rétta lýsingu á konungsfjölskyldunni og hún veit að hún getur ekki breytt því áliti,“ segir heimildarmaðurinn. „En ég get sagt ykkur að henni var brugðið vegna þess að Philip skuli vera lýst sem föður sem er alveg sama um velferð sonar síns. Hún var sérstaklega gröm yfir senunni þar sem Philip hefur enga samúð með Karli, sem greinilega líður mjög illa, þegar þeir eru í flugvél á leið heim frá Skotlandi. Það einfaldlega gerðist aldrei.“

Að verða afi er toppurinn á lífsfjallinu

Bubbi Morthens alsæll í nýju hlutverki.

„Að verða afi er lokaskrefið upp á toppinn á lífsfjallinu,“ segir Bubbi Morthens þegar hann er spurður hvernig tilfinning það sé að vera orðinn afi í fyrsta sinn. Sá merkisatburður í lífi hans gerðist 21. september þegar dóttir hans Gréta Morthens og unnusti hennar Viktor Jón Helgason eignuðust dóttur. Bubbi segir tilfinninguna sem fylgir afatitilinum vera djúpa og máttuga, hamingja hans sé margföld og dagarnir fagrir.

Það er reyndar ekki bara afatitillinn sem fyllir Bubba hamingju þessa dagana, þriðja ljóðabók hans, sem nefnist Rof, er nýkomin út, hann er að undirbúa tónleikaröð þar sem ný lög verða flutt í bland við gömul. Hann syngur með hljómsveitinni Dimmu og er með sólóplötu í uppsiglingu. Hefur hann einhvern tíma til að vera afi?

„Þeir dagar munu koma,“ segir Bubbi. „En þessar vikurnar og mánuðina  eru dóttir mín og kærasti hennar týnd í sínu stóra hlutverki. Ég er bara áhorfandi.“

Hann segir afahlutverkið mikið ævintýri og kærkomna viðbót í lífsflóruna. „Hin daglega rútína er lykillinn að velsæld vitundarinnar hvað mig varðar. En það sem stendur upp úr þessa dagana er hin nýja mannvera sem er komin inn í fjölskylduna,“ segir hinn nýbakaði afi.

Mannlíf óskar Bubba og fjölskyldu innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.

Þolir ekki þegar fólk segist elska svartan húmor

Hugleikur Dagsson birtir lista yfir 50 atriði sem hann þolir ekki.

Hugleikur Dagsson hefur orð á sér fyrir að vera skilningsríkur maður sem láti fátt fara í taugarnar á sér en það er samt ýmislegt sem hann þolir alls ekki. Til dæmis þegar fólk heldur að hann sé alltaf í stuði til að heyra ógeðslega brandara, segist elska svartan húmor eða segir „þú mátt nota þennan“. Og það er ansi margt fleira sem hann lætur fara í taugarnar á sér eins og sjá má á lista yfir 50 hluti sem hann segist ekki þola og birtist á Facebook-síðu hans í gær.

Á listanum segist Hugleikur ekki þola það þegar fólk heldur að málfrelsi gerir kúkalabbaskap þess einhvernveginn minna kúkalabbalegan, þegar fólk heldur að pólítísk rétthugsun sé að drepa grín, þegar fólk kvartar yfir neikvæðni á internetinu þegar það er sjálft akkúrat þá að vera neikvætt á internetinu, þegar fólk kvartar yfir Kardashian fjölskyldunni og þegar fólk heldur að Súpermann sé leim ofurhetja. Hann er fokking bítlarnir, að áliti Hugleiks.

Kómíkerinn segist heldur ekki þola þegar fólk gefur í skyn að það sé óeðlilegt að vera barnlaus eða þegar fólk segist hafa heyrt að einhver frægur sé víst algjört bitch. Svo þolir hann heldur ekki þegar fólk er alltíeinu hætt að væla yfiir listamannalaunum og byrjað að væla yfir innflytjendum í staðinn. „Plís nenniði að væla aftur yfir listamönnum. Við elskum það,“ segir Hulli.

Listann í heild má lesa hér fyrir neðan.

Julianne Moore nennir ekki að tala um aldurinn

Er þreytt á að vera spurð út í hækkandi aldurinn.

Leikkonan Julianne Moore er orðin þreytt á að vera sífellt spurð úr í aldur sinn í viðtölum en hún hefur verið að fá spurningar frá blaðamönnum um aldurinn í næstum því þrjá áratugi. Moore, sem er 57 ára, greindi frá þessu í viðtali við Porter magazine. „Guð minn góður. Ég hef verið að tala um það að eldast síðan ég var þrítug, getum við ekki bara lifað?“ sagði hún þegar blaðamaður Porter gerði tilraun til að ræða aldur leikkonunnar.

Moore sagðist ekki skilja þessa þráhyggju sem margt fólk hefur fyrir aldri. „Við erum öll að eldast, börn eru að eldast. Þannig er lífið og við verðum að sætta okkur við það,“ sagði hún meðal annars og lagði áherslu á að fólk í Hollywood væri sérstaklega umhugað um aldur kvenna. Henni er greinilega nóg boðið og er hætt að svara spurningum um aldurinn.+

Viðtalið við Moore má lesa á vef Net-a-Porter. Þar ræðir hún meðal annars fjölskyldulífið, #meetoo-byltinguna og leiklistarferilinn svo dæmi séu tekin.

Hálfsystir Meghan Markle á leið til London

Meghan Markle

 Hefur ítrekað reynt að ná sambandi við systur sína.

Samantha Markle, hálfsystir Meghan Markle, er sögð vera stödd í Ítalíu á leið til London til að ræða föður þeirra. Thomas Markle, faðir systranna, hefur verið heilsulítill að undanförnu og mun Samantha því vilja ræða málin við systur sína.

Samantha Markle er á leiðinni til Englands. Eftir að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við hertogaynjuna af Sussex til að ræða heilsu föður þeirra hefur Kensington-höll ekki svarað henni,“ skrifaði Rob Cooper, fjölmiðlafulltrúi Samönthu, í gær á Twitter.

Cooper greindi svo frá því að hann óttaðist að Meghan væri ekki að fá upplýsingar frá Kensington-höll um að systir hennar þyrfti að ná í hana.

Þess má geta að samband systranna hefur verið stirt undanfarið og Samantha hefur verið óhrædd við að gagnrýna systur sína á opinberum vettvangi eftir að hún giftist Harry Bretaprins.

 

YouTube-stjörnur fara fögrum orðum um Ísland

Patrick Starrr segir íslenska karlmenn sæta.

YouTube-stjörnurnar Patrick Starrr og Karen Sarahi Gonzalez heimsóttu Íslands í seinustu viku í boði snyrtivöruframleiðandans Elf Cosmetics. Bæði eru þau Patrick og Karen afar vinsæl innan snyrtivörubransans og eru til að mynda hvor um sig með rúmlega fjórar milljónir fylgjenda á Instagram.

Partick og Karen voru bæði dugleg að birta myndir frá heimsókn sinni til Íslands á samfélagsmiðlum og fóru fögrum orðum um landið. Í heimsókn sinni fóru þau meðal annars í Bláa Lónið, í þyrluferð og á Þingvelli og virðast hafa notið þess í botn.

„Ísland er draumur. Núna þarf ég bara að finna mér íslenskan eiginmann. Þeir eru sætir hérna,“ skrifaði Patrick á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by iluvsarahii (@iluvsarahii) on

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by patrickstarrr (@patrickstarrr) on

Á ekki til orð yfir hugrekki konunnar

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Ísland, á ekki orð yfir hugrekkinu sem konan, sem tók þátt í nýju myndbandi landsnefndar UN Women, sýndi.

Ný herferð landsnefndar UN Women var sett af stað í gærkvöldi með nýju myndbandi þar sem karlmenn lesa upp sögur nokkurra kvenna sem hafa orðið fyrir kyndbundnu ofbeldi, ein sagan kemur frá íslenskri konu. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, er afar þakklát konunni fyrir að taka þátt í verkefninu.

„Við hjá UN Women erum gríðarlega þakklát öllum þeim sem tóku þátt í myndbandinu. Karlmennirnir tólf tóku allir vel í lokaafurðina þrátt fyrir þetta óvænta tvist í lokin. En fyrst og fremst eigum við ekki til orð yfir þeim krafti og hugrekki sem konan, sem tók þátt í myndbandinu, sýndi við undirbúning og gerð myndbandsins. Hennar saga er táknræn fyrir sögur, svo margra kvenna um allan heim, því miður,“segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi um nýja myndbandið sem fer nú sem eldur um sinu á netinu.

„Dreifingin á myndbandinu og viðbrögðin sýna svart á hvítu mikilvægi þess að taka samtalið ekki síst við karla og stráka. Við þurfum öll að leggjast á eitt ef við ætlum að útrýma kynbundnu ofbeldi. Öðruvísi er það ekki hægt.“

Á vef UN Women á Íslandi er hægt að leggja verkefninu lið með því að skrá sig sem HeForShe.

Persónulegt viðfangsefni

||
||

Ljósmyndarinn og listakonan Emilie Dalum opnaði nýlega ljósmyndasýningu sem ber nafnið Emilie í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndirnar í seríunni tók hún á fimm mánaða tímabili meðan hún gekkst undir lyfjameðferð en hún var aðeins 26 ára gömul þegar hún greindist með krabbamein í sogæðakerfinu.

„Ég myndaði átökin og þá einangrun sem ég mætti í lyfjameðferðinni með hjálp tímastillis myndavélarinnar. Samspilið á milli mín, sjúkdómsins og myndavélarinnar var mjög náið. Með því að skrásetja meðferðina sá ég glögglega breytingar á sjálfri mér, líkamlegar og andlegar. Verandi ljósmyndari rann mér blóðið til skyldunnar að mynda bataferlið og upplifun mína á þessu stormasama ferðalagi. Ég faldi aldrei þá staðreynd að ég væri veik, þetta var raunveruleikinn, því skyldi ég afneita honum,“ segir Emilie sem er fædd og uppalin í Danmörku en búsett á Íslandi. Hún hefur síðustu ár stýrt árlegri listasýningu, The Factory, í Djúpavík. Þessi misserin vinnur hún að ljósmyndabók sem ber titilinn Michael.

Á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur segir að áhersla Emilie sé á viðfangsefnið fremur en lokaafurðina sem leiði af sér að myndbyggingin í verkum hennar sé stundum skæld eða stuttaraleg. Ljósmyndastíll hennar er kraftmikill og sérstakur. Emilie er í stöðugri sjálfskoðun. „Ég sökkvi mér í viðfangsefnið og tapa mér algerlega þegar verkefni grípur mig, ég gleymi að ég er ljósmyndari. Því er ég mjög tilfinningalega tengd verkum mínum, berskjölduð og viðkvæm.“

Lína langsokkur orðin rómastúlka í Rynkeby

Ný bók um Línu langsokk vekur athygli í Svíþjóð.

Lína langsokkur er komin aftur en í þetta sinn er hún rómastúlka sem býr í Rynkeby, úthverfi í Stokkhólmi þar sem 90% íbúa eru innflytjendur. Þessi nýja saga af Línu er gefin út í Svíþjóð, bæði sem bók og sem framhaldsleikrit í sænska ríkisútvarpinu. Afkomendur skapara Línu, Astrid Lindgren, voru í fyrstu mótfallnir hugmyndinni og sögðu nei við útgáfu bókarinnar, en skiptu um skoðun þegar þeim var sagt að allur ágóði af bókinni yrði notaður til að styðja byggingu bókasafns fyrir rómabörn í Búkarest.

Höfundur nýju bókarinnar er Gunilla Lundgren og í samtali við sænska ríkisútvarpið sagðist hún hafa fengið hugmyndina þegar hún hélt ritlistarnámskeið fyrir rómabörn í Rynkeby. Þá hafi einn nemandinn á námskeiðinu, Felicia Di Fransesco sem er 12 ára, stungið upp á því að þau skrifuðu sögu um Línu langsokk. Sagan er því skrifuð í samvinnu við Feliciu og hin börnin sem voru á fyrrnefndu ritlistarnámskeiði.

Sagan verður gefin út á sænsku og á helstu tungumálum innflytjenda í Svíþjóð.

Skemmtilegur fróðleikur um súkkulaði

  • Kakóbaunin er upprunin í Mið- og Suður-Ameríku og talið er að fólk þar hafi byrjað að rækta kakóbaunir um 1250 f.Kr. og jafnvel fyrr. Kakó var hluti af menningu Maya og Azteka þar sem kakódrykkir voru hluti af trúarlegum athöfnum. Aztekar þótti baunin það mikilvæg að hún var notuð sem gjaldmiðill í viðskiptum.
  •  Kakóplöntunni er oft skipt niður í tvær gerðir, eina sem gefur af sér hágæðakakóbaunir og hina sem gefur af sér venjulegar kakóbaunir sem notaðar eru í almenna iðnaðarframleiðslu. Á plöntunni vex ávöxtur og innan í honum eru baunirnar, hver  ávöxtur inniheldur u.þ.b. 30-40 kakóbaunir. Baunirnar þurfa að fara í gegnum ýmis vinnslustig áður en hægt er að búa til úr þeim súkkulaði, þessi stig geta skipt sköpum um hvort úr verði gæðasúkkulaði eða ekki.
  • Súkkulaði hefur verið talið kynorkuaukandi og nýtti Casanova, flagarinn frægi, sér krafta þess. Hann á að hafa drukkið heilan bolla af heitu súkkulaði áður en hann hóf ástarleiki með rekkjunautum sínum.
  • Á tímum seinni heimstyrjaldarinnar voru nasistar með þá fyrirætlun að taka Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, af lífi með súkkulaðistykki. Sprengjusérfræðingar Hitlers höfðu hulið sprengjur með dökkum súkkulaðihjúp og pakkað inn í gylltar og svartar pakkningar. Þeir ætluðu sér síðan að nota njósnara innan Bretlands til að koma súkkulaðinu fyrir í borðstofu stríðsráðsins. Leyniþjónusta Breta komst þó að þessu launráði og náði að koma í veg fyrir framkvæmd þess.
  • Hvergi í heiminum er selt eins mikið af súkkulaði eins og á flugvellinum í Brussel, búðirnar þar selja meira en 800 tonn af súkkulaði á ári hverju.
  • Spánverjar voru fyrstir til að flytja kakóbaunir með sér til Evrópu og þeir unnu súkkulaði úr kakóbaununum og sykri. Þeir vernduðu uppskriftina sína vel og í um 100 ár voru þeir einráðir á markaði í Evrópu. Seinna láku spænskir munkar uppskriftinni og þá fóru fleiri að framleiða súkkulaði.
  • Rannsóknir sýna að dökkt súkkulaði getur haft jákvæð áhrif á heilsu fólks. Einnig er talið að dökkt súkkulaði sé gott fyrir minnið og skerpi athyglina. Vísindamenn hafa teflt fram þeirri kenningu að dökkt súkkulaði geti hjálpað fólki að sjá betur í slæmu skyggni.

 

Hrönn mælir með þessum fimm heimildarmyndum á RIFF

|||
|||

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – hefst í dag og stendur yfir til 7. október. Dagskráin er afar fjölbreytt en heimildarmyndir skipa sífellt stærri sess í dagskrá hátíðarinnar.

Mannlíf fékk Hrönn Marinósdóttur, stofnanda og stjórnanda RIFF, til að taka saman fimm heimildarmyndir sem hún mælir sérstaklega með. Hér kemur listinn hennar.

Studio 54. Mikill frægðarljómi hvílir yfir þessum einstaka  skemmtistað og klúbbi í New York. í þessari mynd fáum við að heyra hvers vegna allar frægu stjörnunnar í borg borganna mættu þangað, sumar jafnvel á hverju kvöldi og af hverju staðnum var lokað skyndilega eftir skamman tíma í rekstri þegar allt virtist leika í lyndi. Mjög forvitnileg mynd ekki síst fyrir þá sem hafa áhuga á diskói.

Nothing like a Dame. Það jafnast ekkert á við dömu. Ég hlakka til að verða aðeins eldri og ég vona ég verði eins og þessar skvísur í myndinni. Ég hló næstum allan tímann. Myndin fjallar um stórleikkonurnar Judi Dench, Maggie Smith, Eileen Atkins og Joen Plowright og vináttu þeirra undanfarin 50 ár.

Minding the Gap. Ég mæli eindregið þessari mynd sem fjallar um um bestu vini og brettastráka sem allt í einu eru að verða fullorðnir og þurfa að kljást við daglegt líf. Einn úr hópnum byrjar að mynda strákana þegar þeir eru ungir en fylgir þeim síðan út í lífið. Margir þeirra eru að kljást við fíkn og við fáum innsýn í fjölskylduaðstæður þeirra. Algert must see! Gott fyrir unglingana að sjá og reyndar fyrir fólk á öllum aldri.

América. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Myndin segir frá þremur bræðrum sem ekki hafa átt mikla samleið í lífinu en þurfa að takast á við það verkefni að annast ömmu sína sem heitir América. Við kynnumst þessum ólíku bræðrum og ömmunni sem er 94 ára.  Fyndin og hjartahlý mynd. Myndin fékk nýverið verðlaun á einni bestu heimildahátíð í Evrópu CPH: DOX. Ég mæli með þessari fyrir alla aldurshópa.

Carmine Street Guitars. Þetta er mynd sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Verslunareigandinn smíðar gítara úr gömlum byggingunum í New York og fær til sín gamla rokkara svo sem RIFF vininn Jim Jarmusch og marga fleiri. Mamma hans sér um bókhaldið og er eins og partur af innréttingu þessarar frábæru búðar. Ron Mann leikstjóri var að koma frá Toronto þar sem myndin var sýnd og fékk frábæra dóma. Hann verður með spurt og svarað í Bíó Paradís.

Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmáli

Sævar Marinó Cieslski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason voru allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn í dag. Þar með lýkur áratuga baráttu sakborninga fyrir réttlæti í þekktasta sakamáli Íslands fyrr og síðar.

Fimmmenningarnir voru sakfelldir fyrir að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir Sævar, Kristján, Tryggvi og Guðjón voru dæmdir í 10 til 17 ára fangelsi en Albert hlaut eins árs fangelsisdóm. Þeir voru dæmdir þótt að lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi aldrei fundist og héldu sakborningarnar því fram að játningar þeirra, sem síðar voru drengar tilbaka, hafi verið þvingaðar fram með þvingunum og ofbeldi.

Málið var sérstakt fyrir þær sakir að bæði saksóknari og verjendur fóru fram á sýknu í málinu sem var tekið upp að nýju eftir að endurupptökunefnd úrskurðaði að heimild væri að taka mál þeirra upp að nýju.

Magnús Geir og Guðný Hrönn gengin til liðs við Birtíng

Ráðið hefur verið í stöður fréttastjóra Mannlífs og vefstjóra man.is.

Magnús Geir Eyjólfsson hefur verið ráðin fréttastjóri fríblaðsins Mannlífs, sem kemur út á föstudögum og er aðgengilegt til niðurhals á man.is. Magnús verður hluti af öflugu ritstjórnarteymi Mannlífs og í lykilhlutverki við áframhaldandi uppbyggingu blaðsins. Magnús starfaði sem upplýsingafulltrúi NATO í Georgíu á vegum Íslensku friðargæslunnar áður en hann tók til starfa sem fréttastjóri blaðsins. Þar áður starfaði hann á fjölmiðlum samfleytt í 10 ár, 4 ár sem ritstjóri Eyjan.is og þar áður sem blaða/fréttamaður á Pressunni, Stöð 2 og Blaðinu. Magnús er með MA í alþjóðasamskiptum frá Waseda háskóla í Tókýó.

Þá hefur Guðný Hrönn Antonsdóttir tekið við starfi vefstjóra man.is, sem sem er sameiginlegur vefur allra miðla útgáfufélagsins Birtíngs. Guðný útskrifaðist með MA í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2016 og var í skiptinámi í University of Sheffield. Þar á undan stundaði hún myndlistarnám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2011. Guðný vann áður á Morgunblaðinu og svo á Fréttablaðinu. Guðný kemur til með að hafa umsjón með man.is, meðal annars skrifum á vefinn og mun koma að áframhaldandi stafrænni uppbyggingu hans.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Opnar sig um kvíða og þunglyndi í nýrri bók

Í væntanlegri bók lýsir fyrirsætan Gisele Bündchen þeim mikla kvíða sem hún hefur glímt við í gegnum tíðina.

Fyrirsætan Gisele Bündchen opnar sig um kvíða og þunglyndi í nýrri bók hennar sem kemur út í byrjun október. Í bókinni segir hún meðal annars frá kvíðaköstum, innilokunarkennd og miklum ótta sem hún hefur glímt við í gegnum tíðina.

„Mér fannst eins og allt í lífinu gæti drepið mig,“ skrifar hún. „Fyrst voru það flugvélar svo lyftur. Svo voru það undirgöng, hótel, ljósmyndastúdíó og bílar. Síðan var það mín eigin íbúð. Allt hafði breyst í búr og ég var dýr sem var læst inni.“

Í bókinni greinir Bündchen einnig frá því að sjálfsvígshugsanir hafi gert vart við sig þegar hún var 23 ára. „Þegar ég hugsa til baka til þessa tíma, og þessarar 23 ára stelpu, þá langar mig til að gráta. Mig langar til að segja henni að þetta verði allt í lagi.“

Bündchen kveðst vera komin á betri stað í dag þökk sé heilsusamlegum lífsstíl og aðstoð frá læknum.

Bók Bündchen heitir Lessons: My Path to a Meaningful Life og kemur út 2. október.

 

View this post on Instagram

 

I am excited to share that my book will be released October 2nd! Writing this book was a transformative and intense process for me. Uncovering stories deep inside of me made me feel vulnerable and emotional, but through facing my shadows and insecurities I learned how to accept and love myself in a deeper way. My intention in writing this book is to share how I overcame certain challenges in my life in hopes that it could help others who may be going thru similar experiences. Proceeds from the book will go to project Água Limpa, to help protect water sources for future generations. http://bit.ly/PreOrderLessons Feliz em compartilhar que meu livro sairá no dia 2 de outubro! Escrever esse livro foi uma experiência transformadora e intensa para mim. Lembrar de várias histórias que estavam adormecidas dentro de mim me fez sentir vulnerável e emotiva, mas, ao olhar para minhas sombras e inseguranças, aprendi a me aceitar e me amar de uma maneira mais profunda. Minha intenção, ao escrever este livro, é compartilhar como eu superei certos desafios em minha vida, com a esperança de que possa ajudar de alguma forma outras pessoas que estivessem passando por experiências semelhantes. Meus rendimentos deste livro irão ao projeto Água Limpa, que ajuda a proteger as fontes de água para futura gerações.

A post shared by Gisele Bündchen (@gisele) on

Byrjar að telja niður í jólin í febrúar

Diljá Ámundadóttir elskar jólin og er sérfræðingur í að koma öðrum í jólaskap. Hún er fyrir löngu byrjuð að minna fólk á að það sé að styttast í jólin.

Jólabarnið Diljá Ámundadóttir hlýtur að vera eitt mesta jólabarn landsins en hún er fyrir löngu byrjuð að telja niður í jólin. Í rauninni má segja að hún byrji að láta sér hlakka til jólanna strax í febrúar.

„Sem annálað jólabarn á ég það til að minna fólk á jólin upp úr þurru. Til dæmis þegar það eru tíu mánuðir í næstu jól, þann 24. febrúar. Eða að það sé styttra í næstu jól heldur en frá síðustu jólum um mánaðamótin júní og júlí. Svo þegar það eru 100 dagar til jóla, og svo framvegis. Það er mikilvægt að halda fólki upplýstu um mál sem varðar okkur öll. “

Diljá hefur alltaf verið mikið jólabarn. „En ég held að ég hafi orðið meira og meira jólabarn með árunum, sérstaklega þar sem margir tengja mig við þessa dásamlegu árstíð. Fyrir nokkrum árum var ég í heimsreisu og kom ekki heim fyrr alveg rétt fyrir jólin og þá fannst mörgum alveg ómögulegt að ég væri ekki á staðnum á aðventunni til að koma fólki í almennilegt hátíðaskap. Það er eitt mesta hrós sem ég hef fengið.“

Spurð út í hvað sé það besta við jólin að hennar mati segir Diljá: „aðventan er það allra besta við jólin. Ég held mun fastar í hefðirnar á aðventunni heldur en á jólunum sjálfum. Ég hef líka lengt aðventuna og núna hefst hún fyrsta sunnudag í nóvember – og kallast þá pre-venta.“

Diljá byrjar að skreyta á „pre-ventunni“. „Það skraut sem fer fyrst upp er í sérstökum kassa. Í honum er svona dót sem gengur meira út á að lýsa upp skammdegið; ljósaseríur og fallegur borðstofudúkur til dæmis. Jólatréið set ég svo upp á fyrsta í aðventu. Í fyrra var ég með tvö jólatré. Eitt hvítt gervitré, svona í 50’s-stíl, og annað lifandi tré.“

„Varðandi gjafainnkaup þá hef ég síðastliðin ár fagnað Þakkargjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum (sem er þriðja fimmtudag í nóvember) og þá hef ég yfirleitt keypt allar jólagjafirnar. Þeim hef ég svo verið að pakka inn dagana fyrir jólin. Með jólalögin ómandi, púrtvín í glasi og gráðost á piparkökur. Mikilvægast finnst mér bara að vera ekkert að stressa sig neitt, “ útskýrir Diljá sem þekkir nokkur önnur ofurjólabörn.

„Ég hef til dæmis boðið hóp af slíkum ofurjólabörnum í árlegt jólaboð síðan 2007, það er haldið í upphafi pre-ventunnar. Þá hittumst við og borðum smá hangikjöt og piparkökur og spilum spil…og bara tökum forskot á sæluna, blessuðu. Aðeins að tappa af. “

Elísabet er tilbúin í 400 kílómetrana

Mynd / Aðsend

Elísabet Margeirsdóttir hleypur 400 kílómetra í eyðimörk í Kína.

Hlauparinn Elísabet Margeirsdóttir er tilbúin í Ultra Gobi-hlaupið sem hefst á eftir. Hún var á leið að startínunni þegar blaðamaður náði tali af henni. „Ég er eins tilbúin og ég get orðið. Hlakka bara til að leggja af stað,“ sagði Elísabet.

Þess má geta að Ultra Gobi-hlaupið er 400 kílómetra hlaup í Gobi-eyðimörkinni í. Þar getur hitinn farið úr -15 í +30°C innan sólarhrings.

Það sem gerir hlaupið enn meira krefjandi er að það þáttakendur hlaupa ekki í áföngum heldur í einni atrennu með lítilli hvíld. Hlauparar hafa 150 klukkustundur til að ljúka við vegalengdina. Það er því alveg ljóst að um svakalega áskorun er að ræða.

Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi Elísabetar á meðfylgjandi hlekk: Elísabet á Track Leaders.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elisabet Margeirsdottir (@elisabetm) on

Jónsi í Sigur Rós og systur hans bjóða í skynjunarreif

Halda veislu fyrir öll skynfæri í Fischer.

Nýstárlegur viðburður verður haldinn í versluninni Fischer í Fischersundi á laugardaginn, 29. september. Þar verður gestum boðið að þefa, snerta, skynja og smakka auk þess að taka þátt í gagnvirkri hljóðinnsetningu. Það eru systkinin Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós, Ingibjörg Birgisdóttir, Sigrrós Elín Birgisdóttir og Lilja Birgisdóttir sem eiga og reka verslunina en viðburðurinn er unnin í samstarfi við SOE kitchen sem rekið er af Ólafi Elíassyni og systur hans Victoríu Elísasdóttur.

„Þetta er sem sagt skynjunarveisla þar sem allar skynjanir eru virkjaðar með leik og gleði,“ segir Lilja sem hefur orð fyrir þeim systkinunum. „Gestir verða boðnir velkomnir með skrýtnu nammi til að smakka, þeir geta tekið þátt í  gagnvirkri hljóðinnsetningu, þefað af mismunandi ilmvatnshlutum eftir Jónsa, leitað að vídeóinnsetningum, prufað snertistöðvar með skrýtinni áferð, notað vasaljós í myrkri og margt annað skemmtilegt að prufa, skoða og þefa af,“ heldur hún áfram og tekur fram að viðburðurinn sé mjög krakkavænn og börn á öllum aldri sérstaklega velkomin.

„Við sem sagt bjóðum alla velkomna í skynjunarreif í Fischer á laugardaginn þar sem gestum verður drekkt í ilmi, tónlist, áferð, bragði og myndum,“ segir Lilja að lokum.

Viðburðurinn er ókeypis og allir velkomnir í Fischer á milli klukkan 14.00 og 16.00 á laugardaginn.

Myndir/Hjördís Jónsdóttir

Balenciaga sendir frá sér nýja gönguskó

Nýju skórnir eru umdeildir og kosta um 85.000 krónur.

Á mánudaginn sendi tískuhús Balenciaga frá sér nýja skó. Um gönguskó sem kallast Track Sneakers er að ræða og kostar parið rúmar 85.000 íslenskar krónur.

Á seinasta ári vöktu strigaskór frá Balenciaga mikla athygli og skiptar skoðanir ríktu um ágæti þeirra og óvenjulegt útlit. En ekki leið að löngu áður en skórnir náðu miklum vinsældum og tískuáhugafólk kepptist um að næla sé í eintak. Nýju gönguskrónir eru svo sannarlega eftirtekaverðir líkt og strigaskór seinasta árs og margt fólk virðist undrandi á að skórnir séu og seldir sem tískuvarningur.

„Í hreinskilni sagt þá líta þeir út fyrir að kosta 30 dollara,“ sagði einn netverji á Facebook-síðu Balenciaga.

Á vef Balenciaga kemur fram að  nýju skórnir henti vel í gönguferðir og að mikil áhersla hafi verið lögð á að þeir séu þægilegir og sterkir.

Eins og áður sagði kosta skórnir um 85.000 krónur og fást í nokkrum litasamsetningum.

Nýjasti hrekkjavökubúningur Heidi Klum er í vinnslu

Heidi Klum vekur lukku á hverju ári á hrekkjavökunni.

Fyrirsætan Heidi Klum er ein þeirra sem tekur hrekkjavökuna mjög alvarlega en hún er þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í búninga og förðun á ári hverju.

Klum virðist vera komin á fullt í undirbúningi fyrir hrekkjavökuna þetta árið en hún deildi myndbandi á Instagram-síðu sína þar sem sjá má búning þessa árs fæðast. Ljóst er að hún hefur fengið sérfræðinga í búningagerð með sér í lið.

Klum vekur alltaf mikla athygli fyrir búninga sína og því bíða eflaust margir spenntir eftir að sjá hvernig hún verður þetta árið. Nú er bara að bíða og sjá þar til í lok október.

Þess má geta að í gegnum tíðina hefur Klum verið t.d. gömul kona, úlfurinn úr Thriller-myndbandi Michael Jackson og Jessica Rabbit á hrekkjavökunni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum) on

Búningurinn frá því í fyrra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum) on

Nýjasta tattú Sollu er stór villikisa

Solla í Gló var að fá sér stórt tattú á handlegginn og ætlar að fá sér fleiri á næstunni.

Sólveig Eiríksdóttir, oftast kölluð Solla á Gló, fékk sér í sumar stórt tattú á handlegginn og er nú að vinna í að fá sér svokallað „sleeve“ en hún var með fleiri tattú á sama handlegg fyrir. Nýjasta tattúið er blettatígur í lit og hún er himinlifandi með útkomuna.

„Þetta byrjaði eiginlega þannig að fyrir tíu árum síðan þá fengum við í fjölskyldunni okkur öll tattú, sem sagt ég, maðurinn minn og tvær dætur mínar. Þá var það fyrsta tattúið mitt,“ útskýrir Solla. Eftir fyrsta tattúið var ekki aftur snúið og Sollu langaði í fleiri tattú.

Solla lét húðflúra sig Íslenzku húðflúrstofunni. „Mig langaði alltaf í ermi eða „sleeve“ en vissi ekki alveg hvað ég ætti að fá mér. Þegar maður eldist þá hættir maður kannski að vera „spontant“ og fer að ofhugsa hlutina. En allt í einu fann ég að mig langaði í einhverja villikisu, svona „leopard“. Ég er nefnilega villikisa í indverskri stjörnuspeki og hef alltaf verið hrifin af stórum kisum,“ segir Solla.

Henni þykir mikilvægt að hafa einhverja hugsun á bak við tattúin sín og þess vegna er hún með nokkur blómatattú á handleggnum sem hún tengir við börnin sín og barnabörn. „Mér finnst mikilvægt að hafa einhverja pælingu á bak við tattúin, bara fyrir mig sjálfa,“ segir Solla sem er hvergi nærri hætt að fá sér tattú. Hún ætlar þó að halda sig bara við handleggina.

„Hendurnar eru að virka við mig. Þegar maður eldist þá fer sumt annað að krumpast,“ segir hún og hlær. „Ég er fegin að ég byrjaði að fá mér tattú seint því ég veit að hendurnar eru að virka. Ég fer ekki að fá mér tattú á til dæmis bakið eða magann. En ég er með ágætishendur og það er enn þá hægt að krota á þær,“ segir hún hlæjandi. „Svo eru litirnir svo skærir að þeir duga örugglega þangað til ég fer í kistuna.“

Solla er alls ekki hrædd um að hún muni einn daginn sjá eftir að hafa fengið sér tattú. „Alls ekki, ég alveg elska að horfa á þau.“

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by JÓN PÁLL (@jonpall_art) on

Elísabet Englandsdrottning ósátt við The Crown

Drottningunni þykir illa farið með Philip prins í þáttunum.

Hin geysivinsæla Netflixsería The Crown fjallar um líf bresku konungsfjölskyldunnar og þá sérstaklega um átök, drama og erfiða atburði innan hennar. Hingað til hafa fjölmiðlar haldið því fram að Elísabet Englandsdrottning sé aðdáandi þáttanna, þrátt fyrir oft á tíðum óhagstætt ljós sem þeir varpa á hana og fjölskylduna, en í breska slúðurblaðinu Express í gær er haft eftir ónefndum heimildarmanni innan hallarinnar að það sé alls ekki satt.

Samkvæmt frétt Express er það sérstaklega einn þáttur í The Crown sem fer fyrir brjóstið á drottningunni, níundi þáttur annarrar seríu þar sem fylgst er með Karli syni hennar reyna að fóta sig  í erfiðu umhverfi í heimavistarskóla í Skotlandi. Í þættinum er meðal annars sena þar sem Philip prins skammar son sinn fyrir að vera aumingi fyrir að standa ekki uppi í hárinu á hrekkjusvínunum í Gordonstoun-skólanum þar sem Philip sjálfur var í námi sem ungur maður. Heimildarmaðurinn ónafngreindi segir að það sé alls ekki rétt túlkun á því sem raunverulega gerðist.

„Drottningin gerir sér grein fyrir því að margir sem horfa á The Crown taka það sem þar er lýst sem rétta lýsingu á konungsfjölskyldunni og hún veit að hún getur ekki breytt því áliti,“ segir heimildarmaðurinn. „En ég get sagt ykkur að henni var brugðið vegna þess að Philip skuli vera lýst sem föður sem er alveg sama um velferð sonar síns. Hún var sérstaklega gröm yfir senunni þar sem Philip hefur enga samúð með Karli, sem greinilega líður mjög illa, þegar þeir eru í flugvél á leið heim frá Skotlandi. Það einfaldlega gerðist aldrei.“

Að verða afi er toppurinn á lífsfjallinu

Bubbi Morthens alsæll í nýju hlutverki.

„Að verða afi er lokaskrefið upp á toppinn á lífsfjallinu,“ segir Bubbi Morthens þegar hann er spurður hvernig tilfinning það sé að vera orðinn afi í fyrsta sinn. Sá merkisatburður í lífi hans gerðist 21. september þegar dóttir hans Gréta Morthens og unnusti hennar Viktor Jón Helgason eignuðust dóttur. Bubbi segir tilfinninguna sem fylgir afatitilinum vera djúpa og máttuga, hamingja hans sé margföld og dagarnir fagrir.

Það er reyndar ekki bara afatitillinn sem fyllir Bubba hamingju þessa dagana, þriðja ljóðabók hans, sem nefnist Rof, er nýkomin út, hann er að undirbúa tónleikaröð þar sem ný lög verða flutt í bland við gömul. Hann syngur með hljómsveitinni Dimmu og er með sólóplötu í uppsiglingu. Hefur hann einhvern tíma til að vera afi?

„Þeir dagar munu koma,“ segir Bubbi. „En þessar vikurnar og mánuðina  eru dóttir mín og kærasti hennar týnd í sínu stóra hlutverki. Ég er bara áhorfandi.“

Hann segir afahlutverkið mikið ævintýri og kærkomna viðbót í lífsflóruna. „Hin daglega rútína er lykillinn að velsæld vitundarinnar hvað mig varðar. En það sem stendur upp úr þessa dagana er hin nýja mannvera sem er komin inn í fjölskylduna,“ segir hinn nýbakaði afi.

Mannlíf óskar Bubba og fjölskyldu innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.

Þolir ekki þegar fólk segist elska svartan húmor

Hugleikur Dagsson birtir lista yfir 50 atriði sem hann þolir ekki.

Hugleikur Dagsson hefur orð á sér fyrir að vera skilningsríkur maður sem láti fátt fara í taugarnar á sér en það er samt ýmislegt sem hann þolir alls ekki. Til dæmis þegar fólk heldur að hann sé alltaf í stuði til að heyra ógeðslega brandara, segist elska svartan húmor eða segir „þú mátt nota þennan“. Og það er ansi margt fleira sem hann lætur fara í taugarnar á sér eins og sjá má á lista yfir 50 hluti sem hann segist ekki þola og birtist á Facebook-síðu hans í gær.

Á listanum segist Hugleikur ekki þola það þegar fólk heldur að málfrelsi gerir kúkalabbaskap þess einhvernveginn minna kúkalabbalegan, þegar fólk heldur að pólítísk rétthugsun sé að drepa grín, þegar fólk kvartar yfir neikvæðni á internetinu þegar það er sjálft akkúrat þá að vera neikvætt á internetinu, þegar fólk kvartar yfir Kardashian fjölskyldunni og þegar fólk heldur að Súpermann sé leim ofurhetja. Hann er fokking bítlarnir, að áliti Hugleiks.

Kómíkerinn segist heldur ekki þola þegar fólk gefur í skyn að það sé óeðlilegt að vera barnlaus eða þegar fólk segist hafa heyrt að einhver frægur sé víst algjört bitch. Svo þolir hann heldur ekki þegar fólk er alltíeinu hætt að væla yfiir listamannalaunum og byrjað að væla yfir innflytjendum í staðinn. „Plís nenniði að væla aftur yfir listamönnum. Við elskum það,“ segir Hulli.

Listann í heild má lesa hér fyrir neðan.

Julianne Moore nennir ekki að tala um aldurinn

Er þreytt á að vera spurð út í hækkandi aldurinn.

Leikkonan Julianne Moore er orðin þreytt á að vera sífellt spurð úr í aldur sinn í viðtölum en hún hefur verið að fá spurningar frá blaðamönnum um aldurinn í næstum því þrjá áratugi. Moore, sem er 57 ára, greindi frá þessu í viðtali við Porter magazine. „Guð minn góður. Ég hef verið að tala um það að eldast síðan ég var þrítug, getum við ekki bara lifað?“ sagði hún þegar blaðamaður Porter gerði tilraun til að ræða aldur leikkonunnar.

Moore sagðist ekki skilja þessa þráhyggju sem margt fólk hefur fyrir aldri. „Við erum öll að eldast, börn eru að eldast. Þannig er lífið og við verðum að sætta okkur við það,“ sagði hún meðal annars og lagði áherslu á að fólk í Hollywood væri sérstaklega umhugað um aldur kvenna. Henni er greinilega nóg boðið og er hætt að svara spurningum um aldurinn.+

Viðtalið við Moore má lesa á vef Net-a-Porter. Þar ræðir hún meðal annars fjölskyldulífið, #meetoo-byltinguna og leiklistarferilinn svo dæmi séu tekin.

Hálfsystir Meghan Markle á leið til London

Meghan Markle

 Hefur ítrekað reynt að ná sambandi við systur sína.

Samantha Markle, hálfsystir Meghan Markle, er sögð vera stödd í Ítalíu á leið til London til að ræða föður þeirra. Thomas Markle, faðir systranna, hefur verið heilsulítill að undanförnu og mun Samantha því vilja ræða málin við systur sína.

Samantha Markle er á leiðinni til Englands. Eftir að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við hertogaynjuna af Sussex til að ræða heilsu föður þeirra hefur Kensington-höll ekki svarað henni,“ skrifaði Rob Cooper, fjölmiðlafulltrúi Samönthu, í gær á Twitter.

Cooper greindi svo frá því að hann óttaðist að Meghan væri ekki að fá upplýsingar frá Kensington-höll um að systir hennar þyrfti að ná í hana.

Þess má geta að samband systranna hefur verið stirt undanfarið og Samantha hefur verið óhrædd við að gagnrýna systur sína á opinberum vettvangi eftir að hún giftist Harry Bretaprins.

 

YouTube-stjörnur fara fögrum orðum um Ísland

Patrick Starrr segir íslenska karlmenn sæta.

YouTube-stjörnurnar Patrick Starrr og Karen Sarahi Gonzalez heimsóttu Íslands í seinustu viku í boði snyrtivöruframleiðandans Elf Cosmetics. Bæði eru þau Patrick og Karen afar vinsæl innan snyrtivörubransans og eru til að mynda hvor um sig með rúmlega fjórar milljónir fylgjenda á Instagram.

Partick og Karen voru bæði dugleg að birta myndir frá heimsókn sinni til Íslands á samfélagsmiðlum og fóru fögrum orðum um landið. Í heimsókn sinni fóru þau meðal annars í Bláa Lónið, í þyrluferð og á Þingvelli og virðast hafa notið þess í botn.

„Ísland er draumur. Núna þarf ég bara að finna mér íslenskan eiginmann. Þeir eru sætir hérna,“ skrifaði Patrick á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by iluvsarahii (@iluvsarahii) on

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by patrickstarrr (@patrickstarrr) on

Raddir