Föstudagur 20. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Anna og ameríski bangsinn: „Ég skilaði honum svo á hótelið sitt áður en ævintýri kvöldsins byrjaði“

Anna Kristjánsdóttir
Í dagbókarfærslu gærdagsins, rifjar Anna Kristjánsdóttir upp þegar hún var beðin um að kynna stöðu orkumála á Íslandi fyrir bandarískan gest Reykjavík Bear Festival árið 2006.

„Þessa dagana er haldin í Reykjavík bjarnahátíð, þó ekki kennd við Bjarna Ben, heldur byrjaði þetta með því að sumir samkynhneigðir karlmenn sem ekki voru á kafi í líkamsrækt til að ganga í augun á öðrum strákum fóru að hópast saman, margir þéttvaxnir, loðnir og ekki alveg dæmigerðir fyrir það sem margir telja staðalímynd fyrir homma.“ Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu Kristjánsdóttur, vélstjóra og húmorista en færslurnar hefur hún birt á Facebook frá því að hún flutti til Tenerife fyrir nokkrum árum. Og Anna hélt áfram:

„Annað árið sem þeir komu saman í Reykjavík, þ.e. 2006, hafði Frosti fyrrum (eða síðar) formaður Samtakanna 78 samband við mig og bað mig fyrir einn af þessum myndarlegu mönnum. Sá hét David Quick, hafði starfað lengi fyrir bandarísk stjórnvöld í orkumálum meðal frumbyggja og hann vildi fá að kynna sér stöðu orkumála á Íslandi.“

Anna segir síðan frá því hvað hún sýndi bangsanum, borholdu RG-5 við Hátún 10 í Reykjavík, í gömlu Elliðaárstöðina og fleira. „Ég skilaði honum svo á hótelið sitt áður en ævintýri kvöldsins byrjaði og hann var yfir sig þakklátur fyrir dagslanga kynninguna á verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur.“

David Quick.
Ljósmynd: Facebook

Þegar Anna byrjaði á Facebook, meðal fyrstu Íslendinga, árið 2007, var bandaríski bangsinn fljótur að senda henni vinabeiðni.

„Þegar ég byrjaði á Facebook haustið 2007 var hann einn þeirra fyrstu til að sækjast eftir vináttu við mig, og spjölluðum við stundum saman um sameiginlegt áhugamál okkar, þ.e. orkumál. Nokkrum árum síðar hætti ég að heyra í honum og ekki kom hann aftur til Íslands. Síðar frétti ég að hann væri látinn, en eitt er á hreinu, að ef allir birnir eru jafnþægilegir og skemmtilegir og David Quick, þá þykir mér miður að fá ekki að taka þátt í Reykjavík Bear Festival, en eins og gefur að skilja er þetta karlaklúbbur og ekkert endilega hommaklúbbur, eða eins og sagt er, cis karlar eru líka velkomnir.

En umfram allt, þið sem hafið staðið að þessari hátíð, njótið hátíðarinnar.“

Rekstur Heimildarinnar orðinn sjálfbær – Hagnaðist um 17,7 milljónir á síðasta ári

Heimildin. Ljósmynd: Facebook

Heimildin hagnaðist um 17,7 milljónir á síðasta ári. Viðsnúningur hefur því orðið í rekstri sameinaðs félags Stundarinnar og Kjarnans árið 2023 og reksturinn orðinn sjálfbær.

Heimildin segir frá því í frétt sinni að Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur út Heimildina og Vísbendingu, hafi skilað jákvæðri afkomu á síðsta ári, á fyrsta rekstrarári félagsins eftir að fjölmiðlarnir Stundin og Kjarninn sameinuðustu í byrjun árs 2023.

Fram kemur í skýrslu stjórnar sem fylgir ásreikningi útgáfufélagsins, að viðsnúningur hafi orðið í rekstri félagsins en rekstrarhagnaður var 17,7 milljónir króna fyrir fjármagnsliði. Endnanleg afkoma eftir fjármagnsliði og skatta var 11 milljóna króna hagnaður.

Í yfirlýsingu aðstandenda félagsins fyrir samruma í lok árs 2022 kom fram að markmiðið væri sjálfbær rekstur og þannig sjálfstæð blaðamennska og má því segja að afkoman sé í samræmi við þær yfirlýsingar. Í yfirlýsingunni sagði meðal annars: „Eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils er sjálfbær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálfstæði ritstjórnar. Reksturinn á þó í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta.“ Þar á Heimildin við Morgunblaðið helst, en Árvakur, sem gefur út blaðið er í meirihlutaeign auðkonunnar Guðbjargar Matthíasdóttur.

Fram kemur í frétt Heimildarinnar að tekjuvöxtur félagsins milli ára hafi verið 38 prósent samanborðið við rekstur Kjarnans miðla ehf. og Útgáfufélags Stundarinnar ehf. Tekjur sameinaðs félags námu alls rúmum hálfum milljarði króna á árinu 2023 en meðalfjöldi starfsmanna var 25.

Árið á undan, 2022, höfðu bæði samrunafélögin verið rekin með tapi. Útgáfufélagið Stundin ehf., tapaði 39,8 milljónum króna á árinu 2022, en þá er talið með breytt uppgjör orlofsskuldabindinga og áhrif tekjuskattsinneignar, eftir ýmist lítið tap eða hagnað árin á undan. Hitt samrunafélagið, Kjarninn miðlar, hafði tapað 11,2 milljónum sama ár.

Síðastliðinn miðvikudagd var aðalfundur útgáfunnar en þá voru endurkjörin í stjórn félagsins þau Elín Ragnarsdóttir, formaður, Heiða B. Heiðarsdóttir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ritstjóri Heimildarinnar er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og ritstjóri Vísbendingar Ásgeir Brynjar Torfason. Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins er Jón Trausti Reynisson.

Enginn eigandi Sameinaða útgáfufélagsins, sem er í dreifðu eignarhaldi, er með meira en 7,6 prósent hlut.

Fram kemur einnig fram í skýrslu stjórnar félagsins að félagið starfi meðal annars á dagblaðamarkaði, þar sem „helsti keppinautur félagsins er nú í einokunarstöðu á sviði prentunar og dreifingar dagblaða“. Einnig er minnst á að blaðamenn útgáfunnar hafi sætt langvarandi lögreglurannsókn eftir umfjöllun um starfsemi útgerðarfélagsins Samherja.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra hóf í febrúar 2022 rannsókn á blaðamönnum, þar á meðal fjórum blaðamönnum Heimildarinnar, í tengslum við umfjöllun og gögn er varða almannatengslaherferð útgerðarfélagsins Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um mútumál útgerðarinnar. Við útgáfu ársreiknings þessa, tveimur og hálfu ári síðar, var rannsókninni á blaðamönnunum enn við haldið án niðurstöðu.“

Getuleysi Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson Mynd / Alþingi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á ekki sjö dagana sæla nú þegar skuggi fylgishruns fylgir honum hvert sem hann fer. Tvær kannanir sýna skelfilega stöðu hins forna valdaflokks sem jafnvel hefur mælst minni en Miðflokkurinn, popúlistaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Fylgishrun flokksins er enn alvarlegra þegar litið er til kannana í höfuðborginni þar sem versta tilfellið sýnir hann á meðal smáflokka. Bjarni hefur gjarnan verið kokhraustur þegar fallandi fylgi flokksins ber á góma. Nú hefur orðið á nokkur breyting og hann segir að flokksmenn þurfi að líta inn á við. Þessi meinta auðmýkt birtist líka á sínum tíma þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði atlögu að formannsembættinu. Bjarni birtist þá landsmönnum í sjónvarpsviðtali, depurðin uppmáluð, og uppskar samúðarfylgi sem fleytti honum áfram sem formanni og Hanna Birna fór seinna sína leið sem útlagi í pólitík.

Nú er hún Bjarnabúð stekkur. Á flokksráðsfundi í dag þarf Bjarni að sannfæra sitt fólk um að hann sé hæfur til að reisa flokkinn úr rústunum. Það gæti þó orðið honum erfitt þar sem gríðarleg óánægja er með framgöngu hans og örlög flokksins sem einu sinni var stór. Það getur þó bjargað honum að enginn er í sjónmáli til að taka við af honum. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem skoraði hann á hólm og tapaði, ber í dag mörg þau merki að kjarkur hans til slíkra átaka sé á þrotum.

Loks ber að nefna að Bjarni hefur það orð á sér að hann sé teflónhúðaður og ódrepandi í pólitík. Spillingin loðir illa við hann og hæfileikinn til að lifa af getuleysið er ótvíræður …

Skemmtistaðaskelfir handtekinn fyrir ítrekuð leiðindi – Rúntaði um miðbæinn á golfbíl

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan stöðvaði þó nokkra ökumenn í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.

Í miðbænum hafði lögreglan afskipti af hópslagsmálum en ekki fylgdi dagbókarfærslu lögreglunnar hverjar málalyktir urðu. Einnig barst lögreglu tilkynning um hóp manna sem réðist á einn einstakling í miðbænum en fantarnir hlupu af vettvangi. Náðist atvikið að hluta til á myndband og er í rannsókn.

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun barst tilkynning um unga aðila keyrandi golfbíl um götur bæjarins og fór lögreglan að kanna málið. Ekki fylgir sögunni hvernig málið endaði.

Í Hafnarfirði var sótölvaður einstaklingur að ónáða gesti og gangandi við krá, upp úr miðnætti en fjölmargar tilkynningar bárust vegna hans. Eftir að lögreglan hafði gert heiðarlegar tilraunir til þess að vísa manninum heim eða reyna að aka honum þangað, var ákveðið að hann myndi gista fangageymslur vegna ástands.

Tveimur klukkustundum síðar barst lögreglunni önnur tilkynning vegna svartölvaðs manns sem var til ama utan við skemmtistað í Hafnarfirði en starfsmenn staðarins óskuðu eftir aðstoð. Var skemmtistaðaskelfirinn fluttur á lögreglustöð til viðræðna og honum gefið tækifæri til að ganga sína leið. Manngarmurinn gekk hins vegar rakleiðis aftur á skemmtistaðinn og hélt áfram uppteknum hætti. Var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglunni sem annast Kópavog og Breiðholt barst tilkynning rétt fyrir eitt í nótt um innbrot en þegar lögreglan mætti á vettvanginn var búið að spenna upp glugga en þegar dagbókarfærslan var rituð var ekki vitað hvort og þá hvað hafi verið tekið en málið er í rannsókn.

 

 

Þrír unglingspiltar réðust á Leó í vinnunni: „Alvöru fantar á ferðinni“

Lögreglan - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Lára Garðarsdóttir

„Þetta er nú orðið einum of amerískt fyrir minn smekk,“ sagði Leó Ólason við DV árið 1992 þegar unglingspiltar réðust á hann í myndbandsleigu hans.

Forsaga málsins er sú að piltarnir, sem voru alls fjórir talsins, voru fastagestir á leigunni. Þeir brutust inn í leiguna og stálu tékkhefti og var málið kært til lögreglu en drengirnir voru á aldrinum 16 til 20 ára.

„Þeir eru núna að hefna sín fyrir að við skyldu gera mál úr innbrotinu. Þetta er nákvæmlega og í bíómyndunum. Þeir byrjuðu á símaati og hótunum og á endanum söfnuðu þeir liði og réðust hér inn. Þeir röðuðu sér upp fyrir framan mig og þegar ég bað um að koma sér út því nærveru þeirra væri ekki æskt þá svöruðu þeir með skætingi. Þeir réðust svo þrír á mig og upp úr því hófust stympingar og hrindingar. Það var eins og eftir loftárás hér þegar þeir voru farnir. Hillur, spólur og plaköt í einum graut. Það var hérna fólk þegar þeir réðust inn en það flúði á hlaupum,“ sagði Leó um árásina og að lögreglan hafi rætt við drengina en hann ætti allt eins og von á því að þetta gæti gerst aftur. Hann tók þá ákvörðun að fá sér aðstoðarmann í afgreiðsluna til öryggis

„Strákarnir létu hafa það eftir sér að næsta verði alvöru fantar á ferðinni. Ég hef yfirleitt verið einn hérna kvöldin og mér hefur fundist það í allt í lagi en þetta orðið svo bíómyndakennt að maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði kvikmyndaunnandinn að lokum.

Sigríður Dögg svarar gagnrýninni: „Starfslok Hjálmars vel ígrunduð“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir að styrktarsjóður Blaðamannafélagsins hafa verið á leið í þrot, þess vegna þurfi að skerða réttindi veikra blaðamanna.

Undanfarið hefur stjórn Blaðamannafélags Íslands með formaður þess, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, sætt gagnrýni frá eldri blaðamönnum félagsins en Hjálmar Jónsson, fyrrum framkvæmdarstjóri félagsins skrifaði opið bréf til félaga BÍ og birti í nokkrum miðlum, þar á meðal hjá Mannlífi. Þar fer hann mikinn og gagnrýnir stjórn félagsins og formann þess harðlega. Þá gagnrýndi elsti núlifandi blaðamaðurinn, Fríða Björnsdóttir bæði Sigríði Dögg og stjórnina í viðtali við Mannlíf. Gagnrýndu þau bæði til að mynda lagabreytingar sem kynntar voru á aðalfundi BÍ í apríl á þessu ári og verður kosið um á framhaldsaðalfundi næstkomandi miðvikudag. Þar kveður á um að þeir félagsmenn sem hætt hafa störfum sem blaðamenn vegna aldurs eða örorku, missi atkvæðisrétt sinn á fundum félagsins.
Þá hafa þau einnig gagnrýnt að kaffihittingur í húsakynnum félagsins hafi verið úthýst en þar hafa eldri félagsmenn í bland við yngri hist um áraraðir á föstudögum og fengið sér kaffi og kruðerí og borið saman bækur sínar. Hjálmar hefur jafnvel gengið svo langt að tala um að ofangreind mál séu hefndaraðgerðir vegna gagnrýni hans á störfum Sigríðar Daggar.

Einnig snéri gagnrýni Hjálmars að skerðingu sjúkradagpeninga en í bréfi sínu sagði hann meðal annars: „Ekkert í fjárhagsstöðu Blaðamannafélagsins réttlætir að ráðast með þessum hætti á kjör þeirra sem þurfa á sjúkradagpeningum að halda vegna langvarandi veikinda. Við áttum, þegar ég lét af störfum, yfir 100 milljónir króna í varasjóði og félagssjóður skilaði alltaf góðum afgangi meðan ég hélt um stjórnartaumana.“

Ekki hefndaraðgerðir

Varðandi ásökun Hjálmar sum hefndaraðgerðir svarar Sigríður Dögg:

„Einróma ákvörðun stjórnar BÍ um starfslok Hjálmars Jónssonar átti sér langan aðdraganda og var vel ígrunduð. Í aðdragandanum hafði verið rætt við Hjálmar um að til stæði að ráða nýjan framkvæmdastjóra, m.a. þar sem hann var sjálfur að nálgast starfslok vegna aldurs. Var honum boðið að halda áfram störfum fyrir félagið, á óbreyttum kjörum en í öðru hlutverki. Hann vildi ekki verða við þeim óskum stjórnar og var það meðal annars vegna þess að hann átti ekki áfram að fara með fjárráð fyrir hönd félagsins. Það virtist hann ekki geta sætt sig við. Varð það þá óhjákvæmileg og einróma niðurstaða stjórnar að Hjálmar þyrfti að ljúka störfum fyrir félagið. Sú ákvörðun kom einnig til vegna tregðu hans við að framfylgja stefnubreytingum og ákvörðunum stjórnar, vanvirðandi framgöngu hans gagnvart stjórnarmönnum og starfsfólki, skorts á upplýsingum um fjármál og rekstur félagsins og höfnun á að formaður félagsins fengi skoðunaraðgang að reikningum félagsins til að rækja mætti eftirlitshlutverk stjórnar.“ 

Sigríður Dögg heldur áfram: „Ýmsar lagabreytingatillögur liggja fyrir framhaldsaðalfundi BÍ og voru þær kynntar á aðalfundi í apríl síðastliðnum. Tillögurnar eru lagðar fram samkvæmt einróma ákvörðun stjórnar félagsins. Ein af þeim snýr að félagsréttindum biðfélaga og lífeyrisþega, þ.e. kjörgengi og atkvæðisrétt. Lengi hefur ríkt óvissa um atkvæðisrétt í félaginu og tímabært að skilgreina betur í lögum félagsins. Meginþorri stéttarfélaga hefur það að reglu að takmarka eða afnema jafnvel félagsréttindi félaga láti þeir af störfum vegna aldurs. Vegna öldrunar þjóðarinnar eykst hlutfall lífeyrisþega af félagsmönnum stöðugt og óeðlilegt að mati stjórnar að hópur sem ekki greiðir til félagsins hafi atkvæðisrétt um málefni félagsins, hver er þar í forsvari og hvernig kjaramálum er háttað, þó sami hópur njóti annarra félagsréttinda. Blaðamannafélag Íslands er bæði stéttarfélag og fagfélag og mat stjórnar að það skuli vera starfandi blaðamenn sem hafi atkvæðisrétt um hvernig félagið beitir sér sem slíkt.“

Enn hægt að kíkja í kaffi

Hvers vegna var kaffistofunni lokað? 

Sigríður Dögg: „Þetta er ekki rétt. Lífeyrisþegar í Blaðamannafélaginu hafa mætt í föstudagskaffi nær því alla föstudaga frá áramótum þótt stór hluti þeirra hafi kosið að hittast annars staðar. Öll eru að sjálfsögðu velkomin áfram í föstudagskaffi í Síðumúlann eins og starfsfólk skrifstofu hefur ítrekað. Þá eiga lífeyrisþegar eins og aðrir félagsmenn kost á að nýta húsnæði félagsins til funda- og veisluhalda.“

Af hverju ákvað stjórnin að breyta lögum um eldri félagsmenn og atkvæðarétt þeirra?  Fyrirfinnst dæmi um slíkt í öðrum stéttarfélögum?

„Lög og reglur meginþorra stéttarfélaga gera ráð fyrir því að félagsréttindi fólks skerðist þegar það hættir störfum vegna aldurs. Í mörgum félögum er það jafnvel svo að fólk missir öll félagsréttindi sjálfkrafa við að hætta að greiða í sjóði. skv. athugun sem gerð var á u.þ.b. fimmtíu félögum halda lífeyrisþegar einvörðungu atkvæðisrétti í örfáum þeirra eftir starfslok. Í þeim félögum sem að lífeyrisþegar halda atkvæðisrétti er iðulega sérstaklega tekið fram í lögum að atkvæðisrétturinn nái þó ekki til kjaramála. Þá er hlutfall lífeyrisþega talsvert lægra hjá þeim félögum sem heimila áframhaldandi atkvæðisrétt eða 1 – 2% eftir eftirgrennslan. Til samanburðar er hlutfallið hjá BÍ um 15%. Ekkert stéttarfélag sem BÍ gerði athugun á veitir lífeyrisþegum áframhaldandi sjóðaaðild og styrki úr sjúkrasjóðum eftir að hætt er að greiða iðgjöld í sjóðina.“ 

Bætir hún við:

„Samkvæmt lagabreytingartillögu stjórnar BÍ halda þeir félagar sem hafa hætt störfum sökum aldurs tillögurétti sínum og málfrelsi á aðalfundum. Auk þess er fyrirhugað að stofna sérstaka lífeyrisdeild eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum til að taka málefni eldri félagsmanna fastari tökum.“

Styrktarsjóðurinn stefndi í þrot

Af hverju stendur til að skerða réttindi veikra blaðamanna? 

Sigríður Dögg: „Styrktarsjóður BÍ hefur verið rekinn með alls 60 milljón króna halla á síðustu 10 árum með þeim afleiðingum að gengið hafði svo verulega á eigið fé sjóðsins að hann hefði tæmst á árinu 2024 ef ekki hefði verið gripið til ráðstafana. Til að setja þessa upphæð í samhengi eru iðgjöld í sjóðinn um 40 milljónir árlega. Önnur stéttarfélög miða t.a.m. við að styrktar- og sjúkrasjóðir eigi alltaf minnst þrefalt iðgjald ársins í sjóðnum til að mæta óvæntum sveiflum.“

Við þetta bætir Sigríður Dögg:

„Þær breytingar sem gerðar hafa verið á úthlutunarreglum og tóku gildi í júní sl. miða að því að koma rekstri sjóðsins í sjálfbært horf svo hann geti áfram gagnast félagsmönnum BÍ, einkum ef þeir lenda í langvarandi veikindum. Án breytinganna hefði sjóðurinn farið í þrot. Við útfærslu breyttra úthlutunarregla var leitað til tryggingastærðfræðings sem hefur áratuga reynslu af því að meta gjaldþol sambærilegra sjóða og farið að ráðleggingum hans.

Stjórn styrktarsjóðs og stjórn BÍ kynnti sér jafnframt ítarlega hvaða reglur gilda um greiðslur úr sjóðum annarra stéttarfélaga. Af þeim tugum stéttarfélaga sem skoðuð voru var einungis eitt sem greiðir styrki til lífeyrisþega til lengri tíma en fárra mánaða eða missera – og þá í 5 ár eftir starfslok.“

Að lokum bendir Sigríður Dögg á að breytingarnar séu ekki afturvirkar.

„Til að rétta við hallarekstur sem hefur verið á sjóðnum nær sleitulaust frá árinu 2014 þurfti því miður að skerða lengd tímabils sjúkradagpeninga. Hins vegar var það ekki gert afturvirkt eins og haldið hefur verið fram. Stjórn BÍ styrkti sjóðinn um 25 milljónir úr varasjóði félagsins á þessu ári til þess að koma í veg fyrir að hann færi í þrot, til viðbótar við þær 10 milljónir sem hún lagði sjóðnum til á síðasta ári. Gætt var að því að félagsmenn héldu áþekkum réttindum og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum en veikindaréttur blaðamanna er nokkuð rýmri en almennt þekkist á almennum vinnumarkaði. Það ætti að vera öllum ljóst að ekki gengur til lengdar að leggja sjóðnum til tugi milljóna árlega án þess að stefna rekstri félagsins í heild sinni í hættu. Breytingarnar ná einungis til þeirra umsókna sem bárust eftir að reglunum var breytt. Þær eru ekki afturvirkar.“

 

Segir Ásmund Einar bera ábyrgð í máli Yazan litla: „Það eru allir að horfa á þig, allir“

Ásmundur Einar Daðason

Pétur Eggerz Pétursson bendir á Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra og segir að það sé í hans verkahring að stöðva brottvísun hins 11 ára Yazan Tamimi. Í myndbandi kallar hann ráðherrann „hryggleysingja“.

Stofnandi Overture og aðgerðasinninn Pétur Eggerz Pétursson birti myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lætur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra finna til tevatnsins en til stendur að reka hinn unga Yazan Tamimi úr landi um leið og hann verður útskrifaður úr hvíldarinnlögn en hann er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne en lífslíkur fólks með þann sjúkdóm er um 19 ár, fái það viðeigandi meðhöndlum heilbrigðisstarfsmanna. Yazan kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum frá Palestínu.

Pétur segir í upphafi myndskeiðsins að Ásmundur Einar Daðason hafi sagt það í sumar að það yrði „nöturlegt“ ef Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna myndi ekki „grípa Yazan“ en segir að hans sé að sjá til þess að svo verði. „Ásmundur Einar, það er þú sem átt að standa vörðinn. Það ert þú sem ættir að vera í framlínunni að sjá til þess að aðrir þingmenn geti ekki brotið landslög. Barnasáttmálinn á að grípa Yazan og það er þitt hlutverk að sjá til þess. Það eru allir að horfa á þig, allir.“

Þá segir Pétur að einnig séu Íslendingar með lög um réttindi sjúklinga og að eftir þeim skuli farið og það sé í hans verkahring að sjá til þess. „Hvar ert þú? Hvar ertu að fela þig núna? Því að lögreglan er búin að gefa það út að hún ætli að fleygja honum Yazan út um leið og hann kemst af hvíldarinnlögn. Þá verður lögreglan tilbúin að brjóta fjöldann allan af greinum Barnasáttmálans. Við erum að horfa á þig. Þú átt að standa upp en þú ert ekki að standa upp. Við munum halda þér ábyrgum ef þú stoppar þetta ekki, því að Barnasáttmálinn, hann trompar.“

Hér má sjá myndbandið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

Utanríkisráðherra Tyrklands harðorður í Lúblíana : „Villimennsku Ísraels verður loksins að ljúka“

Utanríkisráðherra Tyrklands

Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands segir að ísraelsk yfirvöld séu nú búin að færa stríðið yfir á Vesturbakkann, Líbanon og jafnvel víðar.

Fidan sagði: „Ísrael er ekki aðeins að fremja þjóðarmorð á Gaza, heldur er nú að tengja stríðsanga sína yfir til Vesturbakkans, Líbanon, og hugsanlega annarra þjóða sem yfirvöld líta á sem óvini sem við getum ekki vitað um eða spáð fyrir“.

Fidan sagði á sameiginlegum blaðamannafundi með slóvenskum starfsbróður sínum í Lúblíana að Ísrael hafi stundað hernám, kúgun, grimmd og fjöldamorð á svæðinu og hvatti alþjóðasamfélagið til að stöðva ísraelskan glæpi sem framin eru á Palestínumönnum.

„Ríkisstjórn Netanyahu heldur áfram að leika sér að eldinum. Það leggur framtíð alls svæðisins til að viðhalda stöðu sinni í hættu. Allir sem þegja yfir málinu á Gaza, sérstaklega þeir sem styðja Ísrael skilyrðislaust, eru undir pressu. Villimennska Ísraels verður loksins að ljúka,“ sagði hann.

Ráðherrann hvatti einnig alþjóðasamfélagið til að nota allar tiltækar diplómatískar leiðir til að stöðva stríðið.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Fjarstýringablús Gísla Þórs í dögun stafrænnar menningar – Ný ljóðabók komin út

Út er komin ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson er ber heitið Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar.

Gísli Þór Ólafsson
Ljósmynd: Aðsend

Bókin gefur innsýn í heim þar sem iðnaðarþoka og gervigreind hafa náð yfir og fegurðin ekki sjáanleg nema í skjáhjálmum. Hún leynist samt enn þarna bakvið þokuna þótt hálfur hnötturinn sé orðinn að batterísgeymslu.

Hér er sviðsmyndin smávegis svört, en alltaf stutt í húmorinn, sem er eitt af einkennum höfundarins.

Bókin er 9. ljóðabók höfundar, en hann hefur einnig gefið út 5 hljómplötur undir flytjandanafninu Gillon sem innihalda m.a. lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar, Gyrðis Elíassonar, Ingunnar Snædal og Jóns Óskars.

Árið 2017 kom út bókin Vélmennadans og fjallaði hún um vélmenni sem var að fóta sig í heimi manneskjunnar. Að vissu leyti má segja að nýja bókin sé „uppfærsla“ á þeirri bók, nema nú er gervigreindin fyrirferðameiri.

Titill bókarinnar á ættir að rekja til lestrar á ljóðum Ísaks Harðarsonar, en í ljóðinu „Hafinu verður ekki breytt í forrit“ úr bókinni Síðustu hugmyndir fiska um líf á þurru frá árinu 1989 spratt fram þessi hugmynd að tunglið væri eina raunverulega fjarstýringin á hafið.

AFBRIGÐI VIÐ LJÓÐ EFTIR ÍSAK HARÐARSON

Tunglið er hin eina raunverulega fjarstýring á hafið dettur mér í hug
er ég les ljóð Ísaks Harðarsonar „Hafinu verður ekki breytt í forrit“

gervigreindin gæti ekki fundið þetta upp

hvernig fer það svo þegar það á að einkavæða hafið?

Fleiri ljóð úr bókinni:

ÁUNNIR KOSTIR GERVIGREINDAR EÐA AUKINNAR TÆKNI

Viðurkenni að ég varð dáldið stjörnulostinn er ég hitti C-3PO
en svo reyndist hann allt öðruvísi í raunveruleikanum heldur en í myndunum
hrokafyllri og „fjarlægari“ einhvernveginn

þetta voru viss vonbrigði

hann bauð mér samt uppá popp og kók
sagðist vera holdgervingur kvikmyndanna

fram að þessu hafði ég haldið að hann væri maður í búningi
en nú er ég ekki viss

 

HÚSIN VORU AÐ HRUNI KOMIN
                   -ÚTTEKT

Húsin voru að hruni komin
byggingarfulltrúarnir, brynjaðir eins og C-3PO, með fætur á hjólum
merkja við í ipadinum
gefa ýmist grænt ljós eða rautt og algjörlega óháð ástandi byggingarinnar

gamlir smiðir eru við það að gefast upp
-er þetta framtíðin hugsa þeir

 

HUGLEIÐING UM GERVIGREIND – I

Þeir, eða það sem hefur mótað okkur (markaðshyggjan og allt það)
munu þeir eitthvað ráða við gervigreindina
þegar hún tekur yfir

 

Í BANKANUM

Vélmennið tók á móti mér
laust við alla gæsahúð

það stýrði mér í gegnum þetta
virtist skilja þetta allt

ég skildi ekki neitt

-ef það kemur stríð, sagði vélmennið, þá ýtirðu bara hérna

mér fannst þetta mjög skrítið og hefur þetta setið í mér síðan


Hér fylgir með lag við ljóð Gyrðis Elíassonar „Óttusöngur“ tekið af plötunni Ýlfur (2014). Ljóðið er úr bók Gyrðis Tvö tungl sem kom út árið 1989.

 

Unglingurinn færður á Hólmsheiði eftir líflátshótanir

Fangelsi á Hólmsheiði - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Unglingsdrengurinn sem er sakaður um að hafa stungið þrjá unglinga á Menningarnótt hefur verið fluttur af Stuðlum á Hólmsheiði.

RÚV greinir frá því að það hafi verið gert í kjölfar líflátshótanna sem meintum geranda bárust en 16 ára stúlka liggur inn á gjörgæslu Landspítalans í lífshættu. Drengurinn hefur verið gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn á heimili sínu 25. ágúst og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til 26. september. Á Hólmsheiði verður starfsfólk frá barnaverndaryfirvöldum honum til aðstoðar.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins miði vel en ekki er talið að um hatursglæp hafi verið að ræða en þeirra sem var stunginn er frá Palestínu.

Maður gekk berserksgang með hamar á flugvelli – MYNDBAND

Maðurinn fór hamförum með hamarinn - Mynd: Skjáskot

Ferðalangur missti stjórn á skapi sínu á flugvelli.

Maður sem var á leið frá Síle til Haíti á mánudaginn var missti algjörlega stjórn á sér á Nuevo Pudahuel flugvelli í Santiago, höfuðborg Síle, en hann átti að millilenda í Miami í Bandaríkjunum. 

Farþeginn var að reyna skrá sig í flug hjá American Airlines flugfélaginu þegar kom í ljós að hann að hann hafði keypt falsaðan flugmiða og var ekki leyft að skrá sig í flugið. Maðurinn, sem vinnur sem verktaki í byggingariðnaðinum, tók þá upp hamar sem hann var með í tösku og byrjaði að brjóta allt og bramla og er talið að hann hafi valdið skemmdum upp á rúmar 3 milljónir króna. Hann er þó ekki sagður hafa ógnað öðrum á flugvellinum með hamrinum.

Hann var handtekinn stuttu eftir atvikið og bíður nú ákæru vegna málsins. 

Nánast allir vilja banna ferðir í íshella á sumrin

Einn lést í slysi í íshellaferð á Breiðamerkurjökli - Mynd: Landsbjörg

Eftir dauðsfall bandarísks manns um helgina í íshelli í Breiðamerkurjökli hafa skapast miklar umræður um hvort rétt sé að leyfa ferðir í íshella á sumrin en flestir leiðsögumenn á Íslandi eru ekki hrifnir af slíku meðan sumir telja sé rétt staðið að málum þá ætti ekki að vera teljandi hætta á alvarlegum slysum.

Því spurði Mannlíf: Á að banna ferðir í íshella á sumrin?

Niðurstaðan var sú að næstum því allir lesendur Mannlífs vilja banna þessar ferðir á sumrin

95.68%
Nei
4.32%

Ríkisstjórnin næði ekki nema 15 þingsætum ef kosið yrði í dag: „Hún er vitaskuld dauð“

Hin nýja ríkisstjórn. Ljósmynd: Rúv-skjáskot

Björn Birgisson samfélagsrýnir bendir á þá staðreynd að ef gengið yrði til alþingiskosninga í dag, næði ríkisstjórn Íslands ekki nema 15 þingsætum af 63 sem í boði eru.

Samfélagsrýnirinn og fyrrum ritstjórinn Björn Birgisson, skrifaði Facebook-færslu þar sem hann talar um niðurstöður nýjust skoðanakönnunar Maskínu, sem sýnir afhroð Sjálfstæðisflokksins í fylgi á landsvísu. Yrði kosið í dag, næði ríkisstjórnin ekki nema 15 þingmönnum inn.

„Síðasta könnun Maskínu á fylgi flokkanna er í raun býsna ótrúleg og þess vegna verður afar fróðlegt að sjá nýja Gallup könnun eftir fáeina daga.

Maskínukönnunin ætlar ríkisstjórninni aðeins 15 þingmenn!
Sjallar með 9 og Framsókn með 6!

Það þýðir að 22 þingsætum væri stjórnin að tapa.“ Þannig hefst færsla Björns en í seinni helming færslunnar segir hann það ólýðræðislegt að fylgislaus ríkisstjórn „hangi við völd“ vegna útkomu kosninga þremur árum áður.

„Ef næstu kannanir verða á svipuðum nótum er þessi ríkisstjórn ekki að fara að þrauka veturinn framundan.
Hún er vitaskuld dauð, en þorir ekki að horfast í augu við þá staðreynd.
Að fylgislaus ríkisstjórn hangi við völd vegna kosningaúrslita fyrir þremur árum er hreint ekki lýðræðislegt.
Í nútímanum er svo auðvelt að mæla fylgið með býsna áreiðanlegri nákvæmni.“

Blaðamenn hröktust frá Sigríði til Rithöfundasambandsins: Árás á eldri blaðamenn og þá sem veikjast

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ

Blaðamenn sem um langt árabil mættu til skrafs og ráðagerða á föstudagsmorgnum í höfuðstöðvar Blaðamannafélags Íslands hafa fundið sig óvelkomna þar og leituðu skjóls með fundi sína í húsnæði Rithöfundasambands Íslands. Þetta er vegna meintrar óvildar Sigríðar Daggar Auðunsdóttir formanns félagsins og annarra stjórnarmanna, sem þess utan hefur lagt fram tillögu um þær lagabreytingar að afnema atkvæðisrétt eldri blaðamanna. Þá er búið að skerða réttindi þeirra sem þurfa aðstoð frá sjúkrasjóði félagsins. Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins, bendir á aðförina að eldri blaðamönnum í grein sem hann skrifaði. Hann hefur fordæmt meint skattsvik Sigríðar Daggar opinberlega og telur hana leiða félagið í hefndarleiðangri.

„Kjarni málsins er auðvitað sá að það á að svifta þennan hóp áhrifum innan Blaðamannafélagsins vegna þess að þorri hans er sömu skoðunar og undirritaður. Það er að það sé ófært að forystumaður félagsins svari ekki fyrir ásakanir um skattalagabrot sem komið hafa fram á opinberum vettvangi og stígi til hliðar.  Í þeim efnum hefur formaður félagsins því miður tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins,“ skrifar Hjálmar.

Hann segir að öll stéttarfélög sem hann þekki til leggja metnað sinn í að halda góðu sambandi við eldri félagsmenn sína sem látið hafa af störfum. Það hafi Blaðamannafélagið líka gert lengst af.

„Vikulega yfir vetrarmánuðina hittust eldri félagsmenn í húsnæði félagsins og fengu sér kaffi og vínarbrauð og spjölluðu um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta gerðu þeir í yfir 20 ár eða allt frá því að DV varð fyrst gjaldþrota árið 2003.  Mér var raunar gefið að sök, í frægri samantekt KPMG, að hafa í heimildarleysi 800 sinnum á 20 árum vaknað klukkan sjö á morgnana á föstudögum til að fara í bakarí og Hagkaup til að kaupa inn fyrir þessa fundi. Af þessu vissu allir og oft voru stjórnarfundir félagsins á sama tíma og stjórnarmenn nutu þá veitinga og spjölluðu við eldri félaga. Allt eins og það átti að vera og stórfurðulegt að tína svona nokkuð til,“ skrifar hann.

Blaðamannafélagið logar í deilum vegna framgöngu stjórnar og formanns. Ekki er aðeins deilt um meinta aðför að Hjálmari og eldri blaðamönnum. Núverandi stjórn félagsins er einnig sökuð um að traðka á réttindum þeirra sem glíma við veikindi og þurfa hjálp frá sjúkrasjóði. Hjálmar telur að þar sé um alvarlegt mál að ræða sem varði afkomu þeirra félaga sem lakast standi, hafa sjúkradagpeningar verið skertir verulega. Breytingarnar hafi verið gerðar fyrirvaralaust og afturvirkt.

„Stéttarfélag sem stendur ekki vörð um afkomu þeirra sem lakast standa stendur ekki undir nafni.  Ekkert í fjárhagsstöðu Blaðamannafélagsins réttlætir að ráðast með þessum hætti á kjör þeirra sem þurfa á sjúkradagpeningum að halda vegna langvarandi veikinda,“ skrifar Hjálmar.

Þessu til viðbótar hefur stjórn Blaðamannafélags Íslands boðað að eldri blaðamenn verði sviptir atkvæðisrétti hjá félaginu en fái að halda aðild og tillögurétti.

Framhaldsaðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 6. september næstkomandi. Fríða Björnsdóttir, elsti núlifandi blaðamaður landsins, sagðist í viðtali við Mannlíf vonast til þess að vantraust verði þar borið upp á Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann stjórnar.

Eftirfarandi sitja í stjórn Blaðamannafélags Íslands og bera ábyrgð á því sem gerist í félaginu: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Lovísa Arnardóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan), varaformaður. Bára Huld Beck, sjálfstætt starfandi, ritari
Stígur Helgason (RÚV), gjaldkeri. Kristín Ólafsdóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan). Skúli Halldórsson (mbl.is). Sólrún Lilja Ragnarsdóttir (mbl.is).

Harmleikurinn á Menningarnótt – Stúlkan er enn í lífshættu

Myndin er samsett

Stúlkan sem varð fyrir hnífaárás á Menningarnótt er enn í lífshættu.

Súlkan sem varð fyrir hnífaárás 16 ára drengs ásamt annarri stúlku og dreng á Menningarnótt um síðustu helgi, er enn í lífshættu. Eftir árásina var hún flutt á gjörgæslu Landspítalans þar sem gert var að sárum hennar en nú, fimm dögum síðar er hún enn í lífshættu. Stúlkan, sem og hin fórnarlömb árásarinnar er 16 ára gömul.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Mannlíf að stúlkan væri enn í lífshættu.

Drengurinn sem framdi ódæðisverkið var úrskurðaður í gæsluvarðhald til ágústloka.

Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi í Urriðaholti

Kerti. Ljósmynd: Vibhor Saxena - pexels.com

Banaslys varð á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að karlmaður á fertugsaldri hafi látist í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Um er að ræða erlendan ríkisborgara en ekki er hægt að gefa upp nafn hans að svo stöddu.

Í tilkynningu lögreglunnar segir einnig að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki tildrög slyssins í samstarfi við Vinnueftirlitið.

Rétt fyrir fjögur í gær barst tilkynning til lögreglu um slysið en mikill viðbúnaður var á vettvangi en þrír sjúkrabílar og einn dælubíll auk fjölmargra lögreglumanna voru

Til­kynn­ing um slysið barst til lög­reglu skömmu fyr­ir klukk­an fjög­ur í gær en þrír sjúkra­bíl­ar og einn dælu­bíll voru send­ir á vett­vang ásamt fjölda lögreglumanna.

Auðunn opnar sig um aðskilnað í nýju lagi: „Ég er að elta drauminn“

Auðunn Luthersson Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Auðunn Luthersson einnig þekktur sem Auður gefur út lagið Reel in þann 30. ágúst.

Lagið Reel In er annað lagið sem hann gefur út undir nafninu Luthersson. Fram kemur í fréttatilkynningu um smáskífuna að hljóðheimur lagsins er falleg og brothætt blanda af hrollvekjandi bassa, sársaukafullum gítar og melódísku píanóspili. Lagið er samið af Auðuni, franskaa tónlistarmanninum Elias Abid (Venbee, Appleby, YSA) og breska listamanninum Matthew Harris (twoswords, ChiChi, Foreign Beggars).

Auðunn Luthersson
Ljósmynd: Ari Michaelson

Ábreiðu lagsins vann Auðunn með Gianni Gallant einnig þekktur sem PleaseNoPhotos.

„Lagið fjallar um aðskilnað, bæði inn á við og út á við. Þessi tilfinning að fjarlægjast einhverjum aðstæðum til þess að geta unnið úr innri togstreitu,“ segir Auðunn í fréttatilkynningunni.

Auðunn er búsettur í Los Angeles og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökur. 

„Ég er búinn að vinna hörðum höndum að þessu lagi og fleirum sem eru á ensku. Ég finn að mér finnst orðið miklu þægilegra að semja á ensku þegar er hérna úti. Ég er rosa heppnin að hafa fæðst hérna í Bandaríkjunum og vera með tvöfaldan ríkisborgararétt og get unnið hér að vild,“ segir Auðunn og bætir við: 

„Það er auðvitað fyndið að vera Íslendingur hérna í Los Angeles. Maður pælir ekkert í því þegar maður er bara í Hafnarfirði hvað það er merkilegt að koma frá svona litlu landi og hversu stór hluti af manni það er í raun og veru. Hér hefur fólk rosa áhuga á tónlistinni sem kemur þaðan, náttúrunni og menningunni. Ef fólk er ekki nýkomið úr fríi þaðan þá segjast allir vilja ferðast þangað sem gerir mig rosa stoltan.“

Auðunn segir að samkeppnin sé mjög mikil á Bandaríska tónlistarmarkaðnum.

„Ég er að vinna fimm eða sex daga í viku. Ég er að elta drauminn. Maður parast með alls konar fólki og ég er duglegur að segja bara já við öllu. Ég gerði lag með Finnskri þungarokkshljómsveit sem vill meiri popphljóðheim í síðustu viku og síðan rappara frá Gana daginn eftir. Það hjálpar mér að kunna á nokkur hljóðfæri svo ég treysti mér í hvaða tónlistarstefnu sem er.“

Framundan er Auðunn að skipuleggja tónleika í Los Angeles og útgáfu á fleiri lögum.

Hlusta má á Reel in hér.

Karítas er sérstök

Tónlistarkonan KARÍTAS gaf út lagið Special - Mynd: Karitas

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

WOWO iNC ásamt Joey Christ – BATMAN
KARITAS – Special
Open Jars – Wire
Gollnir – Splinters
Húsdreki og Árni Grétar – Danssalur





Slökkviliðsmaður hrapaði í Garði

Suðurnesjabær, Garður
Frá Garði.

Eldur braust út á efri hæð húss í Garði í nótt. Einn íbúi var á efri hæðinni. Hann komst út af sjálfsdáðum. ómeiddur, áður en slökkvilið kom á staðinn. Ármann Árnason, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir einn íbúa hafa verið á efri hæðinni en honum hefði tekist að koma sér út áður en slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðsmenn rufu  þakið til þess að ráða niðurlögum eldsins. RÚV sagði frá. Slökkviliðsmaður meiddist þegar hann féll af þakinu. Hann var í öryggislínu sem bjargaði honum frá því að falla til jarðar. Hann fann til í hálsi og baki eftir fallið.

Á neðri hæð hússins er gistiheimili en það var mannlaust. Slökkvistarfi lauk klukkan um sex í morgun. Húsið er stórskemmt og  Ármann gat ekki sagt til um tildrög eldsins og segir þau til rannsóknar hjá lögreglu.

Búðarþjófur öskraði og réðst á verslunarmann – Ölvaður ökumaður á flótta undan lögreglunni

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var einstaklega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarssvæðinu eftir nokkrar annir síðdegis í gær. Ökumaður í vafasömu ástandi hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu  um að stöðva bifreið sína og reyndi flótta. Hann náðist fljótlega. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og var mál hans sett í hefðbundinn farveg.

Búðaþjófur í miðborginni brást hinn versti við þegar starfsmenn stóðu hann að verki við að stela vörum. Hann ógnaði fólki og stóð á öskrinu. Þegar lögregla kom á vettvang lét hann enn í ljós reiði sína vegna afhjúpunarinnar. Mál hans var afgreitt á vettvangi og hann hélt á brott. En nhann var þó ekki hættur. Skömmu síðar var aftur tilkynnt um þjófnað í annari verslun. Þarna reyndist vera á ferð sambúðaþjófar og í miklum reiðiham sem fyrr. Að þessu sinni hélt hann ekki duga að hóta og öskra heldur réðst á verslunarmanninn. Lögreglan hafi snör handtök og læsti búðaþjófinn inni í fangageymslu.

Þjófur var staðinn að verki í líkamsræktarstöð. Mál hans var afgreitt með hefðbundnum hætt. Enn einn búðaþjófnaðurinn átti sér stað í verslun í austurborginni. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt um þjófnað í verslun í austurborginni. Málið var afgreitt á vettvangi.
Árekstur varð í Kópavogi þegar ökumaður ók yfir gatnamót á rauðu ljósi. Hann hafnaði á tveimur bifreiðum, annarri sem var á ferð yfir gatnamótin gegn grænu ljósi og hinni sem var kyrrstæð. Ekki urðu alvarleg slys á fólki.

Anna og ameríski bangsinn: „Ég skilaði honum svo á hótelið sitt áður en ævintýri kvöldsins byrjaði“

Anna Kristjánsdóttir
Í dagbókarfærslu gærdagsins, rifjar Anna Kristjánsdóttir upp þegar hún var beðin um að kynna stöðu orkumála á Íslandi fyrir bandarískan gest Reykjavík Bear Festival árið 2006.

„Þessa dagana er haldin í Reykjavík bjarnahátíð, þó ekki kennd við Bjarna Ben, heldur byrjaði þetta með því að sumir samkynhneigðir karlmenn sem ekki voru á kafi í líkamsrækt til að ganga í augun á öðrum strákum fóru að hópast saman, margir þéttvaxnir, loðnir og ekki alveg dæmigerðir fyrir það sem margir telja staðalímynd fyrir homma.“ Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu Kristjánsdóttur, vélstjóra og húmorista en færslurnar hefur hún birt á Facebook frá því að hún flutti til Tenerife fyrir nokkrum árum. Og Anna hélt áfram:

„Annað árið sem þeir komu saman í Reykjavík, þ.e. 2006, hafði Frosti fyrrum (eða síðar) formaður Samtakanna 78 samband við mig og bað mig fyrir einn af þessum myndarlegu mönnum. Sá hét David Quick, hafði starfað lengi fyrir bandarísk stjórnvöld í orkumálum meðal frumbyggja og hann vildi fá að kynna sér stöðu orkumála á Íslandi.“

Anna segir síðan frá því hvað hún sýndi bangsanum, borholdu RG-5 við Hátún 10 í Reykjavík, í gömlu Elliðaárstöðina og fleira. „Ég skilaði honum svo á hótelið sitt áður en ævintýri kvöldsins byrjaði og hann var yfir sig þakklátur fyrir dagslanga kynninguna á verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur.“

David Quick.
Ljósmynd: Facebook

Þegar Anna byrjaði á Facebook, meðal fyrstu Íslendinga, árið 2007, var bandaríski bangsinn fljótur að senda henni vinabeiðni.

„Þegar ég byrjaði á Facebook haustið 2007 var hann einn þeirra fyrstu til að sækjast eftir vináttu við mig, og spjölluðum við stundum saman um sameiginlegt áhugamál okkar, þ.e. orkumál. Nokkrum árum síðar hætti ég að heyra í honum og ekki kom hann aftur til Íslands. Síðar frétti ég að hann væri látinn, en eitt er á hreinu, að ef allir birnir eru jafnþægilegir og skemmtilegir og David Quick, þá þykir mér miður að fá ekki að taka þátt í Reykjavík Bear Festival, en eins og gefur að skilja er þetta karlaklúbbur og ekkert endilega hommaklúbbur, eða eins og sagt er, cis karlar eru líka velkomnir.

En umfram allt, þið sem hafið staðið að þessari hátíð, njótið hátíðarinnar.“

Rekstur Heimildarinnar orðinn sjálfbær – Hagnaðist um 17,7 milljónir á síðasta ári

Heimildin. Ljósmynd: Facebook

Heimildin hagnaðist um 17,7 milljónir á síðasta ári. Viðsnúningur hefur því orðið í rekstri sameinaðs félags Stundarinnar og Kjarnans árið 2023 og reksturinn orðinn sjálfbær.

Heimildin segir frá því í frétt sinni að Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur út Heimildina og Vísbendingu, hafi skilað jákvæðri afkomu á síðsta ári, á fyrsta rekstrarári félagsins eftir að fjölmiðlarnir Stundin og Kjarninn sameinuðustu í byrjun árs 2023.

Fram kemur í skýrslu stjórnar sem fylgir ásreikningi útgáfufélagsins, að viðsnúningur hafi orðið í rekstri félagsins en rekstrarhagnaður var 17,7 milljónir króna fyrir fjármagnsliði. Endnanleg afkoma eftir fjármagnsliði og skatta var 11 milljóna króna hagnaður.

Í yfirlýsingu aðstandenda félagsins fyrir samruma í lok árs 2022 kom fram að markmiðið væri sjálfbær rekstur og þannig sjálfstæð blaðamennska og má því segja að afkoman sé í samræmi við þær yfirlýsingar. Í yfirlýsingunni sagði meðal annars: „Eitt af grunnmarkmiðum nýs fjölmiðils er sjálfbær rekstur til lengri tíma sem stendur undir sjálfstæði ritstjórnar. Reksturinn á þó í samkeppni við stærri fjölmiðla sem hafa fengið viðvarandi taprekstur niðurgreiddan af fjársterkum aðilum, meðal annars eigendum útgerða og kvóta.“ Þar á Heimildin við Morgunblaðið helst, en Árvakur, sem gefur út blaðið er í meirihlutaeign auðkonunnar Guðbjargar Matthíasdóttur.

Fram kemur í frétt Heimildarinnar að tekjuvöxtur félagsins milli ára hafi verið 38 prósent samanborðið við rekstur Kjarnans miðla ehf. og Útgáfufélags Stundarinnar ehf. Tekjur sameinaðs félags námu alls rúmum hálfum milljarði króna á árinu 2023 en meðalfjöldi starfsmanna var 25.

Árið á undan, 2022, höfðu bæði samrunafélögin verið rekin með tapi. Útgáfufélagið Stundin ehf., tapaði 39,8 milljónum króna á árinu 2022, en þá er talið með breytt uppgjör orlofsskuldabindinga og áhrif tekjuskattsinneignar, eftir ýmist lítið tap eða hagnað árin á undan. Hitt samrunafélagið, Kjarninn miðlar, hafði tapað 11,2 milljónum sama ár.

Síðastliðinn miðvikudagd var aðalfundur útgáfunnar en þá voru endurkjörin í stjórn félagsins þau Elín Ragnarsdóttir, formaður, Heiða B. Heiðarsdóttir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ritstjóri Heimildarinnar er Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og ritstjóri Vísbendingar Ásgeir Brynjar Torfason. Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins er Jón Trausti Reynisson.

Enginn eigandi Sameinaða útgáfufélagsins, sem er í dreifðu eignarhaldi, er með meira en 7,6 prósent hlut.

Fram kemur einnig fram í skýrslu stjórnar félagsins að félagið starfi meðal annars á dagblaðamarkaði, þar sem „helsti keppinautur félagsins er nú í einokunarstöðu á sviði prentunar og dreifingar dagblaða“. Einnig er minnst á að blaðamenn útgáfunnar hafi sætt langvarandi lögreglurannsókn eftir umfjöllun um starfsemi útgerðarfélagsins Samherja.

„Lögreglan á Norðurlandi eystra hóf í febrúar 2022 rannsókn á blaðamönnum, þar á meðal fjórum blaðamönnum Heimildarinnar, í tengslum við umfjöllun og gögn er varða almannatengslaherferð útgerðarfélagsins Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um mútumál útgerðarinnar. Við útgáfu ársreiknings þessa, tveimur og hálfu ári síðar, var rannsókninni á blaðamönnunum enn við haldið án niðurstöðu.“

Getuleysi Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson Mynd / Alþingi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á ekki sjö dagana sæla nú þegar skuggi fylgishruns fylgir honum hvert sem hann fer. Tvær kannanir sýna skelfilega stöðu hins forna valdaflokks sem jafnvel hefur mælst minni en Miðflokkurinn, popúlistaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Fylgishrun flokksins er enn alvarlegra þegar litið er til kannana í höfuðborginni þar sem versta tilfellið sýnir hann á meðal smáflokka. Bjarni hefur gjarnan verið kokhraustur þegar fallandi fylgi flokksins ber á góma. Nú hefur orðið á nokkur breyting og hann segir að flokksmenn þurfi að líta inn á við. Þessi meinta auðmýkt birtist líka á sínum tíma þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði atlögu að formannsembættinu. Bjarni birtist þá landsmönnum í sjónvarpsviðtali, depurðin uppmáluð, og uppskar samúðarfylgi sem fleytti honum áfram sem formanni og Hanna Birna fór seinna sína leið sem útlagi í pólitík.

Nú er hún Bjarnabúð stekkur. Á flokksráðsfundi í dag þarf Bjarni að sannfæra sitt fólk um að hann sé hæfur til að reisa flokkinn úr rústunum. Það gæti þó orðið honum erfitt þar sem gríðarleg óánægja er með framgöngu hans og örlög flokksins sem einu sinni var stór. Það getur þó bjargað honum að enginn er í sjónmáli til að taka við af honum. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem skoraði hann á hólm og tapaði, ber í dag mörg þau merki að kjarkur hans til slíkra átaka sé á þrotum.

Loks ber að nefna að Bjarni hefur það orð á sér að hann sé teflónhúðaður og ódrepandi í pólitík. Spillingin loðir illa við hann og hæfileikinn til að lifa af getuleysið er ótvíræður …

Skemmtistaðaskelfir handtekinn fyrir ítrekuð leiðindi – Rúntaði um miðbæinn á golfbíl

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan stöðvaði þó nokkra ökumenn í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.

Í miðbænum hafði lögreglan afskipti af hópslagsmálum en ekki fylgdi dagbókarfærslu lögreglunnar hverjar málalyktir urðu. Einnig barst lögreglu tilkynning um hóp manna sem réðist á einn einstakling í miðbænum en fantarnir hlupu af vettvangi. Náðist atvikið að hluta til á myndband og er í rannsókn.

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun barst tilkynning um unga aðila keyrandi golfbíl um götur bæjarins og fór lögreglan að kanna málið. Ekki fylgir sögunni hvernig málið endaði.

Í Hafnarfirði var sótölvaður einstaklingur að ónáða gesti og gangandi við krá, upp úr miðnætti en fjölmargar tilkynningar bárust vegna hans. Eftir að lögreglan hafði gert heiðarlegar tilraunir til þess að vísa manninum heim eða reyna að aka honum þangað, var ákveðið að hann myndi gista fangageymslur vegna ástands.

Tveimur klukkustundum síðar barst lögreglunni önnur tilkynning vegna svartölvaðs manns sem var til ama utan við skemmtistað í Hafnarfirði en starfsmenn staðarins óskuðu eftir aðstoð. Var skemmtistaðaskelfirinn fluttur á lögreglustöð til viðræðna og honum gefið tækifæri til að ganga sína leið. Manngarmurinn gekk hins vegar rakleiðis aftur á skemmtistaðinn og hélt áfram uppteknum hætti. Var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglunni sem annast Kópavog og Breiðholt barst tilkynning rétt fyrir eitt í nótt um innbrot en þegar lögreglan mætti á vettvanginn var búið að spenna upp glugga en þegar dagbókarfærslan var rituð var ekki vitað hvort og þá hvað hafi verið tekið en málið er í rannsókn.

 

 

Þrír unglingspiltar réðust á Leó í vinnunni: „Alvöru fantar á ferðinni“

Lögreglan - myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Lára Garðarsdóttir

„Þetta er nú orðið einum of amerískt fyrir minn smekk,“ sagði Leó Ólason við DV árið 1992 þegar unglingspiltar réðust á hann í myndbandsleigu hans.

Forsaga málsins er sú að piltarnir, sem voru alls fjórir talsins, voru fastagestir á leigunni. Þeir brutust inn í leiguna og stálu tékkhefti og var málið kært til lögreglu en drengirnir voru á aldrinum 16 til 20 ára.

„Þeir eru núna að hefna sín fyrir að við skyldu gera mál úr innbrotinu. Þetta er nákvæmlega og í bíómyndunum. Þeir byrjuðu á símaati og hótunum og á endanum söfnuðu þeir liði og réðust hér inn. Þeir röðuðu sér upp fyrir framan mig og þegar ég bað um að koma sér út því nærveru þeirra væri ekki æskt þá svöruðu þeir með skætingi. Þeir réðust svo þrír á mig og upp úr því hófust stympingar og hrindingar. Það var eins og eftir loftárás hér þegar þeir voru farnir. Hillur, spólur og plaköt í einum graut. Það var hérna fólk þegar þeir réðust inn en það flúði á hlaupum,“ sagði Leó um árásina og að lögreglan hafi rætt við drengina en hann ætti allt eins og von á því að þetta gæti gerst aftur. Hann tók þá ákvörðun að fá sér aðstoðarmann í afgreiðsluna til öryggis

„Strákarnir létu hafa það eftir sér að næsta verði alvöru fantar á ferðinni. Ég hef yfirleitt verið einn hérna kvöldin og mér hefur fundist það í allt í lagi en þetta orðið svo bíómyndakennt að maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði kvikmyndaunnandinn að lokum.

Sigríður Dögg svarar gagnrýninni: „Starfslok Hjálmars vel ígrunduð“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir að styrktarsjóður Blaðamannafélagsins hafa verið á leið í þrot, þess vegna þurfi að skerða réttindi veikra blaðamanna.

Undanfarið hefur stjórn Blaðamannafélags Íslands með formaður þess, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, sætt gagnrýni frá eldri blaðamönnum félagsins en Hjálmar Jónsson, fyrrum framkvæmdarstjóri félagsins skrifaði opið bréf til félaga BÍ og birti í nokkrum miðlum, þar á meðal hjá Mannlífi. Þar fer hann mikinn og gagnrýnir stjórn félagsins og formann þess harðlega. Þá gagnrýndi elsti núlifandi blaðamaðurinn, Fríða Björnsdóttir bæði Sigríði Dögg og stjórnina í viðtali við Mannlíf. Gagnrýndu þau bæði til að mynda lagabreytingar sem kynntar voru á aðalfundi BÍ í apríl á þessu ári og verður kosið um á framhaldsaðalfundi næstkomandi miðvikudag. Þar kveður á um að þeir félagsmenn sem hætt hafa störfum sem blaðamenn vegna aldurs eða örorku, missi atkvæðisrétt sinn á fundum félagsins.
Þá hafa þau einnig gagnrýnt að kaffihittingur í húsakynnum félagsins hafi verið úthýst en þar hafa eldri félagsmenn í bland við yngri hist um áraraðir á föstudögum og fengið sér kaffi og kruðerí og borið saman bækur sínar. Hjálmar hefur jafnvel gengið svo langt að tala um að ofangreind mál séu hefndaraðgerðir vegna gagnrýni hans á störfum Sigríðar Daggar.

Einnig snéri gagnrýni Hjálmars að skerðingu sjúkradagpeninga en í bréfi sínu sagði hann meðal annars: „Ekkert í fjárhagsstöðu Blaðamannafélagsins réttlætir að ráðast með þessum hætti á kjör þeirra sem þurfa á sjúkradagpeningum að halda vegna langvarandi veikinda. Við áttum, þegar ég lét af störfum, yfir 100 milljónir króna í varasjóði og félagssjóður skilaði alltaf góðum afgangi meðan ég hélt um stjórnartaumana.“

Ekki hefndaraðgerðir

Varðandi ásökun Hjálmar sum hefndaraðgerðir svarar Sigríður Dögg:

„Einróma ákvörðun stjórnar BÍ um starfslok Hjálmars Jónssonar átti sér langan aðdraganda og var vel ígrunduð. Í aðdragandanum hafði verið rætt við Hjálmar um að til stæði að ráða nýjan framkvæmdastjóra, m.a. þar sem hann var sjálfur að nálgast starfslok vegna aldurs. Var honum boðið að halda áfram störfum fyrir félagið, á óbreyttum kjörum en í öðru hlutverki. Hann vildi ekki verða við þeim óskum stjórnar og var það meðal annars vegna þess að hann átti ekki áfram að fara með fjárráð fyrir hönd félagsins. Það virtist hann ekki geta sætt sig við. Varð það þá óhjákvæmileg og einróma niðurstaða stjórnar að Hjálmar þyrfti að ljúka störfum fyrir félagið. Sú ákvörðun kom einnig til vegna tregðu hans við að framfylgja stefnubreytingum og ákvörðunum stjórnar, vanvirðandi framgöngu hans gagnvart stjórnarmönnum og starfsfólki, skorts á upplýsingum um fjármál og rekstur félagsins og höfnun á að formaður félagsins fengi skoðunaraðgang að reikningum félagsins til að rækja mætti eftirlitshlutverk stjórnar.“ 

Sigríður Dögg heldur áfram: „Ýmsar lagabreytingatillögur liggja fyrir framhaldsaðalfundi BÍ og voru þær kynntar á aðalfundi í apríl síðastliðnum. Tillögurnar eru lagðar fram samkvæmt einróma ákvörðun stjórnar félagsins. Ein af þeim snýr að félagsréttindum biðfélaga og lífeyrisþega, þ.e. kjörgengi og atkvæðisrétt. Lengi hefur ríkt óvissa um atkvæðisrétt í félaginu og tímabært að skilgreina betur í lögum félagsins. Meginþorri stéttarfélaga hefur það að reglu að takmarka eða afnema jafnvel félagsréttindi félaga láti þeir af störfum vegna aldurs. Vegna öldrunar þjóðarinnar eykst hlutfall lífeyrisþega af félagsmönnum stöðugt og óeðlilegt að mati stjórnar að hópur sem ekki greiðir til félagsins hafi atkvæðisrétt um málefni félagsins, hver er þar í forsvari og hvernig kjaramálum er háttað, þó sami hópur njóti annarra félagsréttinda. Blaðamannafélag Íslands er bæði stéttarfélag og fagfélag og mat stjórnar að það skuli vera starfandi blaðamenn sem hafi atkvæðisrétt um hvernig félagið beitir sér sem slíkt.“

Enn hægt að kíkja í kaffi

Hvers vegna var kaffistofunni lokað? 

Sigríður Dögg: „Þetta er ekki rétt. Lífeyrisþegar í Blaðamannafélaginu hafa mætt í föstudagskaffi nær því alla föstudaga frá áramótum þótt stór hluti þeirra hafi kosið að hittast annars staðar. Öll eru að sjálfsögðu velkomin áfram í föstudagskaffi í Síðumúlann eins og starfsfólk skrifstofu hefur ítrekað. Þá eiga lífeyrisþegar eins og aðrir félagsmenn kost á að nýta húsnæði félagsins til funda- og veisluhalda.“

Af hverju ákvað stjórnin að breyta lögum um eldri félagsmenn og atkvæðarétt þeirra?  Fyrirfinnst dæmi um slíkt í öðrum stéttarfélögum?

„Lög og reglur meginþorra stéttarfélaga gera ráð fyrir því að félagsréttindi fólks skerðist þegar það hættir störfum vegna aldurs. Í mörgum félögum er það jafnvel svo að fólk missir öll félagsréttindi sjálfkrafa við að hætta að greiða í sjóði. skv. athugun sem gerð var á u.þ.b. fimmtíu félögum halda lífeyrisþegar einvörðungu atkvæðisrétti í örfáum þeirra eftir starfslok. Í þeim félögum sem að lífeyrisþegar halda atkvæðisrétti er iðulega sérstaklega tekið fram í lögum að atkvæðisrétturinn nái þó ekki til kjaramála. Þá er hlutfall lífeyrisþega talsvert lægra hjá þeim félögum sem heimila áframhaldandi atkvæðisrétt eða 1 – 2% eftir eftirgrennslan. Til samanburðar er hlutfallið hjá BÍ um 15%. Ekkert stéttarfélag sem BÍ gerði athugun á veitir lífeyrisþegum áframhaldandi sjóðaaðild og styrki úr sjúkrasjóðum eftir að hætt er að greiða iðgjöld í sjóðina.“ 

Bætir hún við:

„Samkvæmt lagabreytingartillögu stjórnar BÍ halda þeir félagar sem hafa hætt störfum sökum aldurs tillögurétti sínum og málfrelsi á aðalfundum. Auk þess er fyrirhugað að stofna sérstaka lífeyrisdeild eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum til að taka málefni eldri félagsmanna fastari tökum.“

Styrktarsjóðurinn stefndi í þrot

Af hverju stendur til að skerða réttindi veikra blaðamanna? 

Sigríður Dögg: „Styrktarsjóður BÍ hefur verið rekinn með alls 60 milljón króna halla á síðustu 10 árum með þeim afleiðingum að gengið hafði svo verulega á eigið fé sjóðsins að hann hefði tæmst á árinu 2024 ef ekki hefði verið gripið til ráðstafana. Til að setja þessa upphæð í samhengi eru iðgjöld í sjóðinn um 40 milljónir árlega. Önnur stéttarfélög miða t.a.m. við að styrktar- og sjúkrasjóðir eigi alltaf minnst þrefalt iðgjald ársins í sjóðnum til að mæta óvæntum sveiflum.“

Við þetta bætir Sigríður Dögg:

„Þær breytingar sem gerðar hafa verið á úthlutunarreglum og tóku gildi í júní sl. miða að því að koma rekstri sjóðsins í sjálfbært horf svo hann geti áfram gagnast félagsmönnum BÍ, einkum ef þeir lenda í langvarandi veikindum. Án breytinganna hefði sjóðurinn farið í þrot. Við útfærslu breyttra úthlutunarregla var leitað til tryggingastærðfræðings sem hefur áratuga reynslu af því að meta gjaldþol sambærilegra sjóða og farið að ráðleggingum hans.

Stjórn styrktarsjóðs og stjórn BÍ kynnti sér jafnframt ítarlega hvaða reglur gilda um greiðslur úr sjóðum annarra stéttarfélaga. Af þeim tugum stéttarfélaga sem skoðuð voru var einungis eitt sem greiðir styrki til lífeyrisþega til lengri tíma en fárra mánaða eða missera – og þá í 5 ár eftir starfslok.“

Að lokum bendir Sigríður Dögg á að breytingarnar séu ekki afturvirkar.

„Til að rétta við hallarekstur sem hefur verið á sjóðnum nær sleitulaust frá árinu 2014 þurfti því miður að skerða lengd tímabils sjúkradagpeninga. Hins vegar var það ekki gert afturvirkt eins og haldið hefur verið fram. Stjórn BÍ styrkti sjóðinn um 25 milljónir úr varasjóði félagsins á þessu ári til þess að koma í veg fyrir að hann færi í þrot, til viðbótar við þær 10 milljónir sem hún lagði sjóðnum til á síðasta ári. Gætt var að því að félagsmenn héldu áþekkum réttindum og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum en veikindaréttur blaðamanna er nokkuð rýmri en almennt þekkist á almennum vinnumarkaði. Það ætti að vera öllum ljóst að ekki gengur til lengdar að leggja sjóðnum til tugi milljóna árlega án þess að stefna rekstri félagsins í heild sinni í hættu. Breytingarnar ná einungis til þeirra umsókna sem bárust eftir að reglunum var breytt. Þær eru ekki afturvirkar.“

 

Segir Ásmund Einar bera ábyrgð í máli Yazan litla: „Það eru allir að horfa á þig, allir“

Ásmundur Einar Daðason

Pétur Eggerz Pétursson bendir á Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra og segir að það sé í hans verkahring að stöðva brottvísun hins 11 ára Yazan Tamimi. Í myndbandi kallar hann ráðherrann „hryggleysingja“.

Stofnandi Overture og aðgerðasinninn Pétur Eggerz Pétursson birti myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lætur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra finna til tevatnsins en til stendur að reka hinn unga Yazan Tamimi úr landi um leið og hann verður útskrifaður úr hvíldarinnlögn en hann er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne en lífslíkur fólks með þann sjúkdóm er um 19 ár, fái það viðeigandi meðhöndlum heilbrigðisstarfsmanna. Yazan kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum frá Palestínu.

Pétur segir í upphafi myndskeiðsins að Ásmundur Einar Daðason hafi sagt það í sumar að það yrði „nöturlegt“ ef Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna myndi ekki „grípa Yazan“ en segir að hans sé að sjá til þess að svo verði. „Ásmundur Einar, það er þú sem átt að standa vörðinn. Það ert þú sem ættir að vera í framlínunni að sjá til þess að aðrir þingmenn geti ekki brotið landslög. Barnasáttmálinn á að grípa Yazan og það er þitt hlutverk að sjá til þess. Það eru allir að horfa á þig, allir.“

Þá segir Pétur að einnig séu Íslendingar með lög um réttindi sjúklinga og að eftir þeim skuli farið og það sé í hans verkahring að sjá til þess. „Hvar ert þú? Hvar ertu að fela þig núna? Því að lögreglan er búin að gefa það út að hún ætli að fleygja honum Yazan út um leið og hann kemst af hvíldarinnlögn. Þá verður lögreglan tilbúin að brjóta fjöldann allan af greinum Barnasáttmálans. Við erum að horfa á þig. Þú átt að standa upp en þú ert ekki að standa upp. Við munum halda þér ábyrgum ef þú stoppar þetta ekki, því að Barnasáttmálinn, hann trompar.“

Hér má sjá myndbandið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

Utanríkisráðherra Tyrklands harðorður í Lúblíana : „Villimennsku Ísraels verður loksins að ljúka“

Utanríkisráðherra Tyrklands

Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands segir að ísraelsk yfirvöld séu nú búin að færa stríðið yfir á Vesturbakkann, Líbanon og jafnvel víðar.

Fidan sagði: „Ísrael er ekki aðeins að fremja þjóðarmorð á Gaza, heldur er nú að tengja stríðsanga sína yfir til Vesturbakkans, Líbanon, og hugsanlega annarra þjóða sem yfirvöld líta á sem óvini sem við getum ekki vitað um eða spáð fyrir“.

Fidan sagði á sameiginlegum blaðamannafundi með slóvenskum starfsbróður sínum í Lúblíana að Ísrael hafi stundað hernám, kúgun, grimmd og fjöldamorð á svæðinu og hvatti alþjóðasamfélagið til að stöðva ísraelskan glæpi sem framin eru á Palestínumönnum.

„Ríkisstjórn Netanyahu heldur áfram að leika sér að eldinum. Það leggur framtíð alls svæðisins til að viðhalda stöðu sinni í hættu. Allir sem þegja yfir málinu á Gaza, sérstaklega þeir sem styðja Ísrael skilyrðislaust, eru undir pressu. Villimennska Ísraels verður loksins að ljúka,“ sagði hann.

Ráðherrann hvatti einnig alþjóðasamfélagið til að nota allar tiltækar diplómatískar leiðir til að stöðva stríðið.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Fjarstýringablús Gísla Þórs í dögun stafrænnar menningar – Ný ljóðabók komin út

Út er komin ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson er ber heitið Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar.

Gísli Þór Ólafsson
Ljósmynd: Aðsend

Bókin gefur innsýn í heim þar sem iðnaðarþoka og gervigreind hafa náð yfir og fegurðin ekki sjáanleg nema í skjáhjálmum. Hún leynist samt enn þarna bakvið þokuna þótt hálfur hnötturinn sé orðinn að batterísgeymslu.

Hér er sviðsmyndin smávegis svört, en alltaf stutt í húmorinn, sem er eitt af einkennum höfundarins.

Bókin er 9. ljóðabók höfundar, en hann hefur einnig gefið út 5 hljómplötur undir flytjandanafninu Gillon sem innihalda m.a. lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar, Gyrðis Elíassonar, Ingunnar Snædal og Jóns Óskars.

Árið 2017 kom út bókin Vélmennadans og fjallaði hún um vélmenni sem var að fóta sig í heimi manneskjunnar. Að vissu leyti má segja að nýja bókin sé „uppfærsla“ á þeirri bók, nema nú er gervigreindin fyrirferðameiri.

Titill bókarinnar á ættir að rekja til lestrar á ljóðum Ísaks Harðarsonar, en í ljóðinu „Hafinu verður ekki breytt í forrit“ úr bókinni Síðustu hugmyndir fiska um líf á þurru frá árinu 1989 spratt fram þessi hugmynd að tunglið væri eina raunverulega fjarstýringin á hafið.

AFBRIGÐI VIÐ LJÓÐ EFTIR ÍSAK HARÐARSON

Tunglið er hin eina raunverulega fjarstýring á hafið dettur mér í hug
er ég les ljóð Ísaks Harðarsonar „Hafinu verður ekki breytt í forrit“

gervigreindin gæti ekki fundið þetta upp

hvernig fer það svo þegar það á að einkavæða hafið?

Fleiri ljóð úr bókinni:

ÁUNNIR KOSTIR GERVIGREINDAR EÐA AUKINNAR TÆKNI

Viðurkenni að ég varð dáldið stjörnulostinn er ég hitti C-3PO
en svo reyndist hann allt öðruvísi í raunveruleikanum heldur en í myndunum
hrokafyllri og „fjarlægari“ einhvernveginn

þetta voru viss vonbrigði

hann bauð mér samt uppá popp og kók
sagðist vera holdgervingur kvikmyndanna

fram að þessu hafði ég haldið að hann væri maður í búningi
en nú er ég ekki viss

 

HÚSIN VORU AÐ HRUNI KOMIN
                   -ÚTTEKT

Húsin voru að hruni komin
byggingarfulltrúarnir, brynjaðir eins og C-3PO, með fætur á hjólum
merkja við í ipadinum
gefa ýmist grænt ljós eða rautt og algjörlega óháð ástandi byggingarinnar

gamlir smiðir eru við það að gefast upp
-er þetta framtíðin hugsa þeir

 

HUGLEIÐING UM GERVIGREIND – I

Þeir, eða það sem hefur mótað okkur (markaðshyggjan og allt það)
munu þeir eitthvað ráða við gervigreindina
þegar hún tekur yfir

 

Í BANKANUM

Vélmennið tók á móti mér
laust við alla gæsahúð

það stýrði mér í gegnum þetta
virtist skilja þetta allt

ég skildi ekki neitt

-ef það kemur stríð, sagði vélmennið, þá ýtirðu bara hérna

mér fannst þetta mjög skrítið og hefur þetta setið í mér síðan


Hér fylgir með lag við ljóð Gyrðis Elíassonar „Óttusöngur“ tekið af plötunni Ýlfur (2014). Ljóðið er úr bók Gyrðis Tvö tungl sem kom út árið 1989.

 

Unglingurinn færður á Hólmsheiði eftir líflátshótanir

Fangelsi á Hólmsheiði - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Unglingsdrengurinn sem er sakaður um að hafa stungið þrjá unglinga á Menningarnótt hefur verið fluttur af Stuðlum á Hólmsheiði.

RÚV greinir frá því að það hafi verið gert í kjölfar líflátshótanna sem meintum geranda bárust en 16 ára stúlka liggur inn á gjörgæslu Landspítalans í lífshættu. Drengurinn hefur verið gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn á heimili sínu 25. ágúst og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til 26. september. Á Hólmsheiði verður starfsfólk frá barnaverndaryfirvöldum honum til aðstoðar.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins miði vel en ekki er talið að um hatursglæp hafi verið að ræða en þeirra sem var stunginn er frá Palestínu.

Maður gekk berserksgang með hamar á flugvelli – MYNDBAND

Maðurinn fór hamförum með hamarinn - Mynd: Skjáskot

Ferðalangur missti stjórn á skapi sínu á flugvelli.

Maður sem var á leið frá Síle til Haíti á mánudaginn var missti algjörlega stjórn á sér á Nuevo Pudahuel flugvelli í Santiago, höfuðborg Síle, en hann átti að millilenda í Miami í Bandaríkjunum. 

Farþeginn var að reyna skrá sig í flug hjá American Airlines flugfélaginu þegar kom í ljós að hann að hann hafði keypt falsaðan flugmiða og var ekki leyft að skrá sig í flugið. Maðurinn, sem vinnur sem verktaki í byggingariðnaðinum, tók þá upp hamar sem hann var með í tösku og byrjaði að brjóta allt og bramla og er talið að hann hafi valdið skemmdum upp á rúmar 3 milljónir króna. Hann er þó ekki sagður hafa ógnað öðrum á flugvellinum með hamrinum.

Hann var handtekinn stuttu eftir atvikið og bíður nú ákæru vegna málsins. 

Nánast allir vilja banna ferðir í íshella á sumrin

Einn lést í slysi í íshellaferð á Breiðamerkurjökli - Mynd: Landsbjörg

Eftir dauðsfall bandarísks manns um helgina í íshelli í Breiðamerkurjökli hafa skapast miklar umræður um hvort rétt sé að leyfa ferðir í íshella á sumrin en flestir leiðsögumenn á Íslandi eru ekki hrifnir af slíku meðan sumir telja sé rétt staðið að málum þá ætti ekki að vera teljandi hætta á alvarlegum slysum.

Því spurði Mannlíf: Á að banna ferðir í íshella á sumrin?

Niðurstaðan var sú að næstum því allir lesendur Mannlífs vilja banna þessar ferðir á sumrin

95.68%
Nei
4.32%

Ríkisstjórnin næði ekki nema 15 þingsætum ef kosið yrði í dag: „Hún er vitaskuld dauð“

Hin nýja ríkisstjórn. Ljósmynd: Rúv-skjáskot

Björn Birgisson samfélagsrýnir bendir á þá staðreynd að ef gengið yrði til alþingiskosninga í dag, næði ríkisstjórn Íslands ekki nema 15 þingsætum af 63 sem í boði eru.

Samfélagsrýnirinn og fyrrum ritstjórinn Björn Birgisson, skrifaði Facebook-færslu þar sem hann talar um niðurstöður nýjust skoðanakönnunar Maskínu, sem sýnir afhroð Sjálfstæðisflokksins í fylgi á landsvísu. Yrði kosið í dag, næði ríkisstjórnin ekki nema 15 þingmönnum inn.

„Síðasta könnun Maskínu á fylgi flokkanna er í raun býsna ótrúleg og þess vegna verður afar fróðlegt að sjá nýja Gallup könnun eftir fáeina daga.

Maskínukönnunin ætlar ríkisstjórninni aðeins 15 þingmenn!
Sjallar með 9 og Framsókn með 6!

Það þýðir að 22 þingsætum væri stjórnin að tapa.“ Þannig hefst færsla Björns en í seinni helming færslunnar segir hann það ólýðræðislegt að fylgislaus ríkisstjórn „hangi við völd“ vegna útkomu kosninga þremur árum áður.

„Ef næstu kannanir verða á svipuðum nótum er þessi ríkisstjórn ekki að fara að þrauka veturinn framundan.
Hún er vitaskuld dauð, en þorir ekki að horfast í augu við þá staðreynd.
Að fylgislaus ríkisstjórn hangi við völd vegna kosningaúrslita fyrir þremur árum er hreint ekki lýðræðislegt.
Í nútímanum er svo auðvelt að mæla fylgið með býsna áreiðanlegri nákvæmni.“

Blaðamenn hröktust frá Sigríði til Rithöfundasambandsins: Árás á eldri blaðamenn og þá sem veikjast

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ

Blaðamenn sem um langt árabil mættu til skrafs og ráðagerða á föstudagsmorgnum í höfuðstöðvar Blaðamannafélags Íslands hafa fundið sig óvelkomna þar og leituðu skjóls með fundi sína í húsnæði Rithöfundasambands Íslands. Þetta er vegna meintrar óvildar Sigríðar Daggar Auðunsdóttir formanns félagsins og annarra stjórnarmanna, sem þess utan hefur lagt fram tillögu um þær lagabreytingar að afnema atkvæðisrétt eldri blaðamanna. Þá er búið að skerða réttindi þeirra sem þurfa aðstoð frá sjúkrasjóði félagsins. Hjálmar Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins, bendir á aðförina að eldri blaðamönnum í grein sem hann skrifaði. Hann hefur fordæmt meint skattsvik Sigríðar Daggar opinberlega og telur hana leiða félagið í hefndarleiðangri.

„Kjarni málsins er auðvitað sá að það á að svifta þennan hóp áhrifum innan Blaðamannafélagsins vegna þess að þorri hans er sömu skoðunar og undirritaður. Það er að það sé ófært að forystumaður félagsins svari ekki fyrir ásakanir um skattalagabrot sem komið hafa fram á opinberum vettvangi og stígi til hliðar.  Í þeim efnum hefur formaður félagsins því miður tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins,“ skrifar Hjálmar.

Hann segir að öll stéttarfélög sem hann þekki til leggja metnað sinn í að halda góðu sambandi við eldri félagsmenn sína sem látið hafa af störfum. Það hafi Blaðamannafélagið líka gert lengst af.

„Vikulega yfir vetrarmánuðina hittust eldri félagsmenn í húsnæði félagsins og fengu sér kaffi og vínarbrauð og spjölluðu um landsins gagn og nauðsynjar. Þetta gerðu þeir í yfir 20 ár eða allt frá því að DV varð fyrst gjaldþrota árið 2003.  Mér var raunar gefið að sök, í frægri samantekt KPMG, að hafa í heimildarleysi 800 sinnum á 20 árum vaknað klukkan sjö á morgnana á föstudögum til að fara í bakarí og Hagkaup til að kaupa inn fyrir þessa fundi. Af þessu vissu allir og oft voru stjórnarfundir félagsins á sama tíma og stjórnarmenn nutu þá veitinga og spjölluðu við eldri félaga. Allt eins og það átti að vera og stórfurðulegt að tína svona nokkuð til,“ skrifar hann.

Blaðamannafélagið logar í deilum vegna framgöngu stjórnar og formanns. Ekki er aðeins deilt um meinta aðför að Hjálmari og eldri blaðamönnum. Núverandi stjórn félagsins er einnig sökuð um að traðka á réttindum þeirra sem glíma við veikindi og þurfa hjálp frá sjúkrasjóði. Hjálmar telur að þar sé um alvarlegt mál að ræða sem varði afkomu þeirra félaga sem lakast standi, hafa sjúkradagpeningar verið skertir verulega. Breytingarnar hafi verið gerðar fyrirvaralaust og afturvirkt.

„Stéttarfélag sem stendur ekki vörð um afkomu þeirra sem lakast standa stendur ekki undir nafni.  Ekkert í fjárhagsstöðu Blaðamannafélagsins réttlætir að ráðast með þessum hætti á kjör þeirra sem þurfa á sjúkradagpeningum að halda vegna langvarandi veikinda,“ skrifar Hjálmar.

Þessu til viðbótar hefur stjórn Blaðamannafélags Íslands boðað að eldri blaðamenn verði sviptir atkvæðisrétti hjá félaginu en fái að halda aðild og tillögurétti.

Framhaldsaðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 6. september næstkomandi. Fríða Björnsdóttir, elsti núlifandi blaðamaður landsins, sagðist í viðtali við Mannlíf vonast til þess að vantraust verði þar borið upp á Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formann stjórnar.

Eftirfarandi sitja í stjórn Blaðamannafélags Íslands og bera ábyrgð á því sem gerist í félaginu: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Lovísa Arnardóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan), varaformaður. Bára Huld Beck, sjálfstætt starfandi, ritari
Stígur Helgason (RÚV), gjaldkeri. Kristín Ólafsdóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan). Skúli Halldórsson (mbl.is). Sólrún Lilja Ragnarsdóttir (mbl.is).

Harmleikurinn á Menningarnótt – Stúlkan er enn í lífshættu

Myndin er samsett

Stúlkan sem varð fyrir hnífaárás á Menningarnótt er enn í lífshættu.

Súlkan sem varð fyrir hnífaárás 16 ára drengs ásamt annarri stúlku og dreng á Menningarnótt um síðustu helgi, er enn í lífshættu. Eftir árásina var hún flutt á gjörgæslu Landspítalans þar sem gert var að sárum hennar en nú, fimm dögum síðar er hún enn í lífshættu. Stúlkan, sem og hin fórnarlömb árásarinnar er 16 ára gömul.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Mannlíf að stúlkan væri enn í lífshættu.

Drengurinn sem framdi ódæðisverkið var úrskurðaður í gæsluvarðhald til ágústloka.

Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi í Urriðaholti

Kerti. Ljósmynd: Vibhor Saxena - pexels.com

Banaslys varð á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að karlmaður á fertugsaldri hafi látist í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Um er að ræða erlendan ríkisborgara en ekki er hægt að gefa upp nafn hans að svo stöddu.

Í tilkynningu lögreglunnar segir einnig að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki tildrög slyssins í samstarfi við Vinnueftirlitið.

Rétt fyrir fjögur í gær barst tilkynning til lögreglu um slysið en mikill viðbúnaður var á vettvangi en þrír sjúkrabílar og einn dælubíll auk fjölmargra lögreglumanna voru

Til­kynn­ing um slysið barst til lög­reglu skömmu fyr­ir klukk­an fjög­ur í gær en þrír sjúkra­bíl­ar og einn dælu­bíll voru send­ir á vett­vang ásamt fjölda lögreglumanna.

Auðunn opnar sig um aðskilnað í nýju lagi: „Ég er að elta drauminn“

Auðunn Luthersson Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Auðunn Luthersson einnig þekktur sem Auður gefur út lagið Reel in þann 30. ágúst.

Lagið Reel In er annað lagið sem hann gefur út undir nafninu Luthersson. Fram kemur í fréttatilkynningu um smáskífuna að hljóðheimur lagsins er falleg og brothætt blanda af hrollvekjandi bassa, sársaukafullum gítar og melódísku píanóspili. Lagið er samið af Auðuni, franskaa tónlistarmanninum Elias Abid (Venbee, Appleby, YSA) og breska listamanninum Matthew Harris (twoswords, ChiChi, Foreign Beggars).

Auðunn Luthersson
Ljósmynd: Ari Michaelson

Ábreiðu lagsins vann Auðunn með Gianni Gallant einnig þekktur sem PleaseNoPhotos.

„Lagið fjallar um aðskilnað, bæði inn á við og út á við. Þessi tilfinning að fjarlægjast einhverjum aðstæðum til þess að geta unnið úr innri togstreitu,“ segir Auðunn í fréttatilkynningunni.

Auðunn er búsettur í Los Angeles og vinnur þar við lagasmíðar og hljóðupptökur. 

„Ég er búinn að vinna hörðum höndum að þessu lagi og fleirum sem eru á ensku. Ég finn að mér finnst orðið miklu þægilegra að semja á ensku þegar er hérna úti. Ég er rosa heppnin að hafa fæðst hérna í Bandaríkjunum og vera með tvöfaldan ríkisborgararétt og get unnið hér að vild,“ segir Auðunn og bætir við: 

„Það er auðvitað fyndið að vera Íslendingur hérna í Los Angeles. Maður pælir ekkert í því þegar maður er bara í Hafnarfirði hvað það er merkilegt að koma frá svona litlu landi og hversu stór hluti af manni það er í raun og veru. Hér hefur fólk rosa áhuga á tónlistinni sem kemur þaðan, náttúrunni og menningunni. Ef fólk er ekki nýkomið úr fríi þaðan þá segjast allir vilja ferðast þangað sem gerir mig rosa stoltan.“

Auðunn segir að samkeppnin sé mjög mikil á Bandaríska tónlistarmarkaðnum.

„Ég er að vinna fimm eða sex daga í viku. Ég er að elta drauminn. Maður parast með alls konar fólki og ég er duglegur að segja bara já við öllu. Ég gerði lag með Finnskri þungarokkshljómsveit sem vill meiri popphljóðheim í síðustu viku og síðan rappara frá Gana daginn eftir. Það hjálpar mér að kunna á nokkur hljóðfæri svo ég treysti mér í hvaða tónlistarstefnu sem er.“

Framundan er Auðunn að skipuleggja tónleika í Los Angeles og útgáfu á fleiri lögum.

Hlusta má á Reel in hér.

Karítas er sérstök

Tónlistarkonan KARÍTAS gaf út lagið Special - Mynd: Karitas

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

WOWO iNC ásamt Joey Christ – BATMAN
KARITAS – Special
Open Jars – Wire
Gollnir – Splinters
Húsdreki og Árni Grétar – Danssalur





Slökkviliðsmaður hrapaði í Garði

Suðurnesjabær, Garður
Frá Garði.

Eldur braust út á efri hæð húss í Garði í nótt. Einn íbúi var á efri hæðinni. Hann komst út af sjálfsdáðum. ómeiddur, áður en slökkvilið kom á staðinn. Ármann Árnason, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir einn íbúa hafa verið á efri hæðinni en honum hefði tekist að koma sér út áður en slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðsmenn rufu  þakið til þess að ráða niðurlögum eldsins. RÚV sagði frá. Slökkviliðsmaður meiddist þegar hann féll af þakinu. Hann var í öryggislínu sem bjargaði honum frá því að falla til jarðar. Hann fann til í hálsi og baki eftir fallið.

Á neðri hæð hússins er gistiheimili en það var mannlaust. Slökkvistarfi lauk klukkan um sex í morgun. Húsið er stórskemmt og  Ármann gat ekki sagt til um tildrög eldsins og segir þau til rannsóknar hjá lögreglu.

Búðarþjófur öskraði og réðst á verslunarmann – Ölvaður ökumaður á flótta undan lögreglunni

Loggan
Lögreglan Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var einstaklega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarssvæðinu eftir nokkrar annir síðdegis í gær. Ökumaður í vafasömu ástandi hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu  um að stöðva bifreið sína og reyndi flótta. Hann náðist fljótlega. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og var mál hans sett í hefðbundinn farveg.

Búðaþjófur í miðborginni brást hinn versti við þegar starfsmenn stóðu hann að verki við að stela vörum. Hann ógnaði fólki og stóð á öskrinu. Þegar lögregla kom á vettvang lét hann enn í ljós reiði sína vegna afhjúpunarinnar. Mál hans var afgreitt á vettvangi og hann hélt á brott. En nhann var þó ekki hættur. Skömmu síðar var aftur tilkynnt um þjófnað í annari verslun. Þarna reyndist vera á ferð sambúðaþjófar og í miklum reiðiham sem fyrr. Að þessu sinni hélt hann ekki duga að hóta og öskra heldur réðst á verslunarmanninn. Lögreglan hafi snör handtök og læsti búðaþjófinn inni í fangageymslu.

Þjófur var staðinn að verki í líkamsræktarstöð. Mál hans var afgreitt með hefðbundnum hætt. Enn einn búðaþjófnaðurinn átti sér stað í verslun í austurborginni. Mál hans var afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt um þjófnað í verslun í austurborginni. Málið var afgreitt á vettvangi.
Árekstur varð í Kópavogi þegar ökumaður ók yfir gatnamót á rauðu ljósi. Hann hafnaði á tveimur bifreiðum, annarri sem var á ferð yfir gatnamótin gegn grænu ljósi og hinni sem var kyrrstæð. Ekki urðu alvarleg slys á fólki.

Raddir