Laugardagur 21. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Dauði og djöflar við hvert fótmál

Aðdáendur þungarokkshljómsveitarinnar Skálmaldar bíða nú í ofvæni eftir fimmtu hljóðversplötu sveitarinnar „Sorgir“ sem kemur út 12. október næstkomandi. Fyrsta smáskífa plötunnar, „Sverðið“ er nú komin í spilun á helstu tónlistarveitum og hefur hlotið góðar viðtökur.

Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textahöfundur hljómsveitarinnar, segir draugaþema einkenna nýju plötuna sem verði talsvert frábrugðin síðustu plötu sem kom út árið 2016. „Hún var mjúk og þægileg, vögguvísur og allt í blóma. Nú kveður við annan tón. Allt kalt, dimmt og sorglegt; dauði og djöflar við hvert fótmál. Það var svolítið viljandi að fara alveg í hina áttina núna,“ útskýrir Snæbjörn.

Vinsældir Skálmaldar hafa farið sívaxandi frá því að Snæbjörn og Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari, smöluðu saman nokkrum vinum sínum úr rokkbransanum árið 2009. Markmiðið var fyrst og fremst að hafa gaman af og gefa máski út eina þungarokksplötu, til að geta sýnt börnum sínum í framtíðinni hvað pabbar þeirra voru einu sinni svalir. Nú níu árum og bráðum fimm hljóðversplötum síðar eru það ekki aðeins börn Skálmaldarmanna sem líta upp til þeirra með aðdáun í augum, tugþúsundir aðdáenda um gjörvalla Evrópu og líklega víðar, fylgjast bergnumdir með hljómsveitinni. Og nú fyrir skemmstu fyllti Skálmöld Eldborgarsal Hörpu fjögur kvöld í röð ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og þremur kórum en þetta var í annað sinn sem þessar stórhljómsveitir leiða saman hesta sína.

Snæbjörn segir að það sé ekki alltaf áreynslulaust að vera í hljómsveit sem stundi reglulega sambúð í litlum rútum svo vikum skipti á tónleikaferðalögum um Evrópu, þá sé vináttan sterk og spilagleðin hafi aldrei verið meiri, enda skili það sér í hljóðverinu. „Við héngum mikið saman í stúdíóinu og unnum hratt. Það hefur alltaf verið gaman að vera í Skálmöld en ekki svona ógeðslega gaman síðan við vorum að gera fyrstu plötuna. Við einhvern veginn endurfæddumst þarna, svona stemningarlega séð allavega.“

Bjóða upp á nýstárlega neytendaupplifun í Asíu

Sjávarútvegsfyrirtækið Blámar ehf. flytur út fiskafurðir á neytendamarkað í Asíu. Fjórar ­verslunarkeðjur í Hong Kong bjóða upp á vörurnar og markaðshlutdeild í Kína fer vaxandi, en Blámar er fyrsta íslenska sjávar­út­vegs­fyrir­­tækið sem í samstarfi við íslenska frumkvöðlafyrirtækið EFNI ehf. býður upp á rekjanleikamerkingar á vörum á neytendamarkaði í Asíu.

Ísland er alltaf að komast betur inn á kortið í Asíu en gæði og hreinleiki er eitthvað sem Asíubúar tengja gjarna við Ísland. Þess vegna liggja mikil verðmæti í því að geta sannað íslenskan uppruna á vörum okkar,“ segir Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Blámars.

Að hennar sögn er Blámar líklega fyrsta íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem selur afurðir sínar milliliðalaust á neytendamarkað í Asíu. „Kína hefur verið að berjast gegn röngum merkingum á matvælum með tilliti til uppruna og fleiri hluta. Upp–runi vöru er orðinn gríðarlega mikilvægur,“ segir hún og bendir á að vantraust neytenda gagnvart upprunamerkingum sé orðið útbreitt vandamál meðal almennings í Kína. „Kínverjar eru einfaldlega hættir að trúa á uppruna á þeim vörum sem eru í boði. Þeir upplifa svo mikið af fölsunum og rangmerkingum,“ útskýrir Valdís en Blámar hefur um nokkurt skeið leitað leiða til að sanna uppruna á sínum vörum á einfaldan og grípandi hátt.

Fann lausnina hjá ís­lensku frumkvöðla­fyrir­tæki
Valdís fann það sem hún leitaði að þegar hún sá kynningu Heiðu Kristínar Helgadóttur, framkvæmdastjóra EFNI ehf. á rekjanleikatækni sem fyrirtækið hefur hannað fyrir vörumerki sitt Niceland Seafood. Það varð til þess að Blámar og EFNI leiddu saman hesta sína í tilraunaverkefni þar sem rekjanleikahugbúnaðurinn er notaður til að tengja neytendur betur við uppruna fiskafurða Blámars á markaði í Kína; í gegnum hughrif og upplifun.

Tekur neytendur inn í nýjan heim
Efni hefur hannað forrit sem ekki aðeins gerir neytandanum kleift að rekja uppruna vörunnar nákvæmlega, allt frá því fiskurinn er veiddur í íslenskri landhelgi og þar til hann er kominn í verslanir, heldur er einnig boðið upp á sjónræna upplifun. „Vörurnar eru merktar með sérstökum QR-kóðum sem neytandinn getur skannað með snjallsíma sínum í versluninni. Þar fær hann ekki aðeins staðfestingu á uppruna heldur einnig einstakt ferðalag með myndum af Íslandi, hreinni íslenskri náttúru, brjáluðum sjó og hreinu lofti. Þetta tekur neytandann inn í annan heim sem er orðinn svo stór hluti af matarinnkaupum,“ segir Valdís og bætir við að einnig sé hægt að finna hlekki inn á fjölbreyttar uppskriftir enda sé íslenskur fiskur, s.s. ýsa, karfi og Atlantshafsþorskur, mörgum í Asíu framandi. Heiða bætir við að QR kóða tækni sé notuð í miklu meira mæli í Asíu en til að mynda í Evrópu og Bandaríkjunum og þess vegna séu flestir snjallsímar nú búnir þannig að ekki þurfi sérstakt app, heldur er hægt að skanna QR kóða með því einu að beina myndavélinni að þeim. „Þetta hefur gjörbreytt möguleikum okkar á að nýta þessa tækni og vera fyrst á markað með hagnýta lausn sem styður við vörumerkið sem við erum að byggja upp í Bandaríkjunum.“

Vilja aðeins það besta
Blámar er fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið á neytendamarkaði í Asíu með slíkar rekjanleikamerkingar. „Það ætti að gefa okkur samkeppnisforskot. Millistéttin í Kína er það vel stæð að fólk velur aðeins það besta fyrir börnin sín, fæðuöryggi og hollusta skiptir þetta fólk mun meira máli en hvað varan kostar. Það er því algjört lykilatriði að við getum sannað hvaðan vörurnar okkar koma,“ segir Valdís en tekur fram að enn sé verið að fullþróa kerfið. „Fyrsti gámurinn með þessum QR-merktu vörum verður sendur út í september og ég er að verða mjög spennt yfir því að sjá hvernig viðtökurnar og viðbrögðin verða.“

Mynd / Heiðdíd Guðbjörg Gunnarsdóttir

Ríkið styður við einkarekna fjölmiðla

Ríkið ætlar að verja allt að 400 milljónum króna til að styðja við einkarekna fjölmiðla, gangi tillögur Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eftir.

Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lengi verið erfitt og ítrekað hefur verið kallað eftir aðgerðum til að styrkja stöðu þeirra. Fyrirmyndin er sótt til Norðurlanda þar sem löng hefð hefur verið fyrir því að hið opinbera styrki fjölmiðla á frjálsum markaði.

Lilja telur að aðgerðirnar „valdi straumhvörfum“ á íslenskum fjölmiðlamarkaði, en í þeim felst meðal annars að ritstjórnarkostnaður rit- og ljósvakamiðla verði endurgreiddur að hluta. Munu 350 milljónir króna renna í svokallaðan ritstjórnarsjóð og munu fjölmiðlar geta sótt þangað endurgreiðslu fyrir rekstrarárið 2019. Þá verða umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði minnkuð um 560 milljónir og virðisaukaskattur á rafrænum áskriftum færðar úr efra skattþrepi niður í það neðra. „Það er tímabært að stíga þessi sögulegu skref og hrinda í framkvæmd loforði sem tilgreint er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég trúi því að aðgerðirnar muni hafa tilætluð áhrif,“ segir Lilja.

Fá konur fullnægingu?

Íris Stefanía Skúladóttir hóf nýverið MFA nám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands eftir tæplega tveggja ára langt bataferli vegna kulnunar í starfi.

Hún rannsakar nú í náminu kynhegðun fólks með fókus á sjálfsfróun kvenna en hugmyndina hafði hún gengið með lengi. „Mig langar að rannsaka allar hliðar kynhegðunar með fókuspunkt á sjálfsfróun kvenna. Ég skoða allt frá forn Grikkjum til klámmenningar samtímans,” segir Íris en viðurkennir að umfjöllunarefnið sé vandmeðfarið. „Ég er þegar byrjuð að safna sögum frá konum um upplifun þeirra af sjálfsfróun. Allar konur geta skilað inn órekjanlegum nafnlausum sögum á síðunni: Þegar ég fróa mér, á Survey Monkey.”

https://www.surveymonkey.com/r/3ZSRN3Z

Hugmyndina hafði Íris gengið með allt frá unglingsaldri. „Ég var 14 ára þegar ég sá könnun um að 20% stúlkna á mínum aldri fróuðu sér en 80% stráka. Mér fannst þessi tölfræði skrítin þar sem við Ugla Egilsdóttir, vinkona mín höfðum á þessum tíma talað töluvert um eigin sjálfsfróun. Við gerðum okkar eigin litlu rannsókn í bekknum og spurðum stelpurnar hvort þær fróuðu sér. Engin svaraði beint játandi en eftir að hafa spjallað svolítið viðurkenndu þær flestar, ef ekki bara allar, að þær hefðu prófað að fróa sér eða gerðu það reglulega. Við ræddum líka við strákana og viðruðum þá hugmynd að gera okkar eigin könnun í bekknum. Bekkurinn var til og því sóttum við um að gera þetta verkefni með því markmiði að opna á umræðuna og sérstaklega þennan mun á kynjunum.“

„Það var talið eðlilegt að strákar fróuðu sér en algjör leyndardómur hvort stelpurnar gerðu það, sem er fyndið í ljósi þess hversu fjölbreyttar fullnægingar konur geta fengið.“

„Á þessum tíma vorum við með unga og yndislega kennslukonu en hún var fljót að kalla okkur upp að kennaraborðinu. Við máttum ekki gera þessa könnun. Eftir að hafa mótmælt þessu kallaði hún hvasst yfir bekkinn; “Hver hér inni vill taka þátt í svona könnun?” Það þorði auðvitað enginn að rétta upp hönd og þar með var hugmyndin skotin niður. Skilaboðin sem sátu eftir voru að ekki mætti tala um kynhegðun kvenna. Síðan þá hefur þetta efni verið mér hugleikið. Ég held að með opinni umræðu geti konur orðið öruggari með eigið kynlíf, notið þess betur og stundað betra kynlíf. Þetta hefur því einungis jákvæðar afleiðingar í för með sér.”

Og Íris segist sjá mikinn mun þegar kemur að kynjunum. „Ég útskýri það oft sem svo að sáðlát karla sé svolítið eins og blæðingar kvenna í kynþroskaferlinu. Við vitum að konur muni byrja á blæðingum og við vitum að strákar fái sáðlát. Vissulega er þetta óvísindalegt hjá mér en ef við göngum út frá því að stelpur verði kynþroska fyrr en strákar þá eru þessar fullnægingar sem konur tala um að hafa fengið um tíu ára aldur í takt við ferlið. Strákar fá kannski fyrsta sáðlátið um tólf ára og þá er ekkert skrítið að stelpur fái sína fyrstu fullnægingu tíu ára. En þar sem stelpur fá aldrei neitt sáðlát er ekki talað formlega um neitt sérstakt upphaf hjá stelpum meðan sáðlát stráka er stundum eins og ákveðin innganga í karlmennskuna. Stelpur verða konur, við það að fá blæðingar – því þá eru þær orðnar frjóar. Það sem eftir situr er þessi dulúð um fullnægingu kvenna, fróa stelpur sér? Fá konur fullnæginu yfir höfuð? Ef ekki njóta þær þá þess að stunda kynlífs? Svona spurningar koma aldrei hjá strákunum því þar er til staðar vökvi sem sannar að hér hafi átt sér stað fullnæging.

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Texti / Íris Hauksdóttir.
Myndir / Hákon Davíð Björnsson.

Ný herferð hvetur konur til þátttöku í skimun

Þátttaka kvenna í krabbameinsleit hefur minnkað.

Krabbameinsfélagið hefur hleypt af stokkunum nýrri auglýsingaherferð sem ætlað er að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Þátttaka kvenna í leit hefur farið minnkandi á undanförnum árum.

Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands segir í viðtali við vef Krabbameinsfélagsins, krabb.is, að það sé afar mikilvægt að snúa þessari þróun við: „Sérstaklega er mikilvægt að fá ungu konurnar til að mæta og taka þátt í skimun fyrir krabbameinum. Þetta er sem betur fer staða sem við getum breytt en við þurfum að auka meðvitund kvenna um hve mikilvæg skimunin er og í nútímasamfélagi þurfa skilaboðin að vera áhrifarík. Herferðin endurspeglar það.“

Skilaboðin í auglýsingunum eru unnin úr niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið árið 2014 þar sem fram komu ástæður þess að konur mættu ekki í skimun. Meðal þeirra „afsakana“ sem konurnar notuðu voru:

Erfiðleikar með að komast frá vinnu

Hræðsla við sársauka

Kostnaður við skimunina

Frestunarárátta

Framtaksleysi

Þess má geta að mörg stéttarfélög og sum fyrirtæki taka þátt í kostnaði vegna skimunar fyrir krabbameinum. Og nú geta konur skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum rafrænt á mínum síðum Ísland.is. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.

Lýsir hroðalegum veruleika sem tók við þegar hann missti tökin á lífi sínu

Ríkharður Þór Guðfinnsson endaði í fangageymslu eftir kall á hjálp.

„Mér var hent inn í klefa, í einangrun á Hverfisgötunni. Ég var algjörlega brjálaður, og heimtaði að þeir hleyptu mér út en fékk engin viðbrögð. Eftir að hafa staðið og öskrað á verðina í marga klukkutíma lognaðist ég út af og sofnaði, en vaknaði fljótlega aftur í svitabaði og brjáluðum fráhvörfum. Ég var ekki undir neinu eftirliti, fjölskyldan fékk ekki að hafa samband við mig og enginn vissi hvað væri í gangi. Þetta var mjög slæm og niðurlægjandi upplifun.“

Þannig lýsir Ríkarður Þór Guðfinnsson því þegar hann leitað sér hjálpar á geðdeild en endaði í fangageymslum lögreglunnar, þar sem hann var settur í einangrun, eftirlitslaus og í miklum fráhvörfum.
Í nýjasta tölublaði Mannlífs, sem kemur út á morgun, segir Ríkarður frá hroðalegum veruleika sem tók við þegar hann missti tökin á lífi sínu í sumar. Lestu meira um málið í blaðinu á morgun og á man.is

Vatnsberar stunda mest kynlíf

|
|Gerður Arinbjarnardóttir

Vogir vilja láta flengja sig.

Samkvæmt nýlegri könnun, sem kynlífshjálpartækjafyrirtækið Lovehoney gerði meðal 3.500 viðskiptavina sinna, er það fólk sem fætt er í Vatnsberamerkinu sem stundar mest kynlíf. Ekki nóg með það að þeir stundi kynlíf oftar en fólk í öðrum stjörnumerkjum heldur eru Vatnsberarnir líka ánægðastir með kynlíf sitt.

Ef þú ert í Vatnsberamerkinu ætti kynlíf þitt því að vera rjúkandi heitt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru Vatnsberar spennandi og óútreiknanlegir bólfélagar auk þess sem þeir eru allra stjörnumerkja líklegastir til að eiga svipu. Það þýðir þó ekki að þeir séu lauslátir því samkvæmt könnuninni eru þeir líka allra stjörnumerkja tryggastir.

Þau fimm stjörnumerki sem eru efst á listanum yfir þá sem stunda mest kynlíf, samkvæmt þessari hávísindalegu könnun, eru:

  1. Vatnsberar
  2. Naut
  3. Fiskar
  4. Meyjur
  5. Ljón

Það sem kemur kannski mest á óvart í niðurstöðum könnunarinnar er að nærri helmingur þeirra sem tóku þátt trúa því sem stjörnumerkjafræðin segir um einkenni hvers merkis fyrir sig og einn af hverjum fimm trúir því að það skipti máli í hvaða stjörnumerki makinn er til þess að sambandið geti gengið upp.

Aðrar forvitnilegar niðurstöður úr könnuninni eru til dæmis þær að Fiskar eru líklegastir til að vilja vera í búningum í svefnherberginu og Hrútar toppa listann yfir þá sem hafa prófað bindingaleiki í rúminu. Þar fyrir utan segir könnunin að Krabbar séu blíðir og munúðarfullir elskhugar og að Vogum finnist gott að láta flengja sig.

 

Ísland tekur þátt í Eurovision í Ísrael

|
|Tilkynning

Ekki um pólitískan viðburð að ræða.

Tilkynnt var í morgun að Ísland yrði meðal þátttökuþjóða í Eurovision sem haldin verður í Tel Aviv næsta vor. Á vef RÚV er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV, að sú ákvörðun grundvallist á því að ekki sé um pólitískan viðburð að ræða heldur þvert á móti samkomu ólíkra þjóða sem allt frá stofnum hafi haft að megintilgangi og leiðarljósi að breiða út boðskap sameiningar- og friðarkrafts sem felst í dægurtónlist og menningu almennt.

Skorað hafði verið á RÚV að sniðganga keppnina vegna ástandsins á Gaza og framferðis stjórnvalda í Ísrael í garð Palestínumanna og Skarphéðinn fullyrðir að þær áskoranir hafi verið teknar alvarlega, en eftir mikla yfirlegu hafi verið tekin ákvörðun um að senda fulltrúa frá Íslandi í keppnina. Þar hafi vegið þungt að keppnin verði haldin í Tel Aviv en ekki Jerúsalem og einnig að allar Norðurlandaþjóðirnar ætli að taka þátt í keppninni. „Enn hefur ekki heyrst af þjóðum sem hyggjast sniðganga keppnina í Ísrael af pólitískum ástæðum. Almannaþjónustumiðlarnir á Norðurlöndunum hafa jafnan verið samstíga í slíkum efnum og hafa þeir allir nú þegar staðfest þátttöku sína,“ segir Skarphéðinn.

Ekki er langt síðan hópur listamanna birti opið bréf í breska blaðinu Guardian þar sem skorað var á Evrópulönd að sniðganga Eurovision í Ísrael. „Við getum ekki hugsað okkur að taka þátt í Eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og her þess beita Palestínumenn hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni,“ segir í bréfinu sem tveir íslenskir listamenn skrifuðu undir, þau Daði Freyr og Hildur Kristín Stefánsdóttir.

„Fúnkisstíll heillar mig mest“

Jóhanna Kristín Gustavsdóttir er með BA í atvinnulífsfélagsfræði, er löggiltur fasteignasali og starfar hjá Landmark fasteignasölu.

Hún er gift og á tvær dætur, sú eldri er tvítug og yngri er tólf ára. Fjölskyldan á líka hundinn Kötu sem er af Papillion-tegundinni. Þau búa í fallegu parhúsi á Kársnesinu í Kópavogi.

Hvað heillar þig mest við starfið? „Það er hversu fjölbreytt það er og að fá að hafa samskipti við þverskurð af okkar samfélagi. Flestir eru að gera sín stærstu viðskipti á ævinni enda eru heimili fólks oftast það sem stendur því næst, fyrir utan fjölskylduna sjálfa. Það er því afar ánægulegt að að fá að aðstoða fólk við að selja sín heimili og finna því nýjan stað og upplifa þakklætið sem því fylgir.“

Geturðu lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér? „Hann byrjar á góðum kaffibolla og að fara út með hundinn. Síðan ræðst dagurinn af því hvað fyrir liggur en það getur til dæmis verið tilboðsgerð eða gagnaöflun um eign ef ég er að taka nýja eign í sölu eða þá að tala við kaupendur og seljendur ef eign hefur verið sýnd daginn áður. Vera viðstödd myndatöku á eign með ljósmyndaranum. Seinnihluti dagsins fer oft í að sýna eignir og vera með opin hús. Það sem gerir alla daga skemmtilega í starfinu er samstarfsfólkið mitt hjá Landmark sem er einstaklega flottur og samstiga hópur fagfólks.“

„Það er afar ánægulegt að að fá að aðstoða fólk við að selja sín heimili og finna því nýjan stað og upplifa þakklætið sem því fylgir.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili? „Að heimilið sé notalegt og öllum líði vel og finnist gott að koma heim eftir vinnu- eða skóladaginn og geta slakað á.

Geturðu lýst þínum stíl? „Hann er hlýlegur, klassískur og í skandinavískum og ítölskum stíl.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt? „Högna Sigurðardóttir, hún var tímalaus í sinni hönnun og tók mikið mið af umhverfinu og náttúrunni. Þá er ég hrifin af hönnun Sigurðar Hallgrímssonar og Guðbjargar Magnúsdóttur en sem samtímahönnuðir skapa þau einstaklega heildstæð og falleg heimili.“

Áttu þinn uppáhaldshönnuð? „Nei, ekki beint en ég er mjög hrifin af skandinavískum og ítölskum hönnuðum.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til? ,,Nirvana, en ég væri samt til í mynd eftir Eggert Pétursson listmálara.“

Uppáhaldsliturinn þinn? „Fjólublár og margir jarðlitir.“

Hvar líður þér best? „Heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar og vina. Það sakar ekki að vera að elda góðan mat.“

Hvað heillar þig mest við haustið? „Það eru haustlitirnir í náttúrunni og lyktin af haustinu. Þegar fer að rökkva bæti ég við fleiri kertastjökum og kveiki oftar á kertum.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Erfitt að segja, það eru svo margir svalir og flottir veitingastaðir á Íslandi í dag en ætli ég verði ekki að segja Sumac á Laugaveginum sem er með miðausturlenska- og norður-afríska matreiðslu. Frábær staður.“

Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira enn annar? „Fúnkisstíll heillar mig mest.“

Að lifa lífinu lifandi er að … „að njóta samverustunda með vinum og fjölskyldu og gera skemmtilega hluti saman. Þá má ekki gera lítið úr því að vera í gefandi starfi.

Mynd / Unnur Magna

 

Með krabbamein í þriðja sinn

Olivia Newton-John notar kannabis til að berjast við krabbann.

Olivia Newton-John, sem við munum öll eftir sem Sandy í Grease, sagði á sunnudaginn frá því í viðtali við ástralska sjónvarpsstöð að hún væri með krabbamein í baki. Þetta er í þriðja sinn á þrjátíu árum sem Olivia er greind með krabbamein, en hún hefur áður sigrast á krabbameini í brjóstum og öxlum og er vongóð um að vinna baráttuna einnig að þessu sinni.

Í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum Sunday Night á sunnudagskvöldið sagðist Olivia hafa notað náttúrulyf, þar á meðal kannabisolíu, til að vinna á sjúkdómnum og halda sársaukanum í skefjum en auk þess hætti hún að borða sykur og er nú að byrja í geislameðferð.

Hún talaði mikið um hve þakklát hún væri eiginmanni sínum, John Easterling, fyrir stuðninginn og sagði meðal annars: „Maðurinn minn ræktar helling af kannabisplöntum fyrir mig. Svo býr hann til mixtúrur úr því og þær hjálpa til við að minnka verkina og hjálpa mér að sofna.“

Olivia og eiginmaður hennar búa í Kaliforníu, þar sem ræktun kannabis til eigin nota sem læknislyfs er lögleg og hún sagðist þakklát fyrir það og sömuleiðis fyrir að eiga mann sem ræknaði plöntur í lækningaskyni og styddi hana í öllu. „Ég trúi því að ég muni sigrast á þessu og það er það sem sem ég stefni að,“ sagði leikkonan.

11 ára dóttir Stefáns Karls birtir minningarmyndband um hann

Stefna að milljón áskrifendum að YouTube-rás leikarans.

Júlía, 11 ára dóttir Stefáns Karls Stefánssonar leikara sem lést fyrir skömmu, hefur sett saman minningarmyndband um föður sinn og birt það á YouTube-rás hans. Í texta með myndbandinu kemur fram að börn Stefáns Karls stefni að því að ná einni milljón áskrifenda að rásinni, en rásir sem ná því markmiði fá svokallaðan Gullhnapp á YouTube.

Þegar hafa rúmlega 224.000 manns horft á myndbandið og kommentin við það eru orðin tæplega 7.400. Áskrifendafjöldi YouTubrásarinnar er kominn yfir 870.000 og því ekki langt í það að milljón áskrifendatakmarkið náist.

Myndbandið er hjartnæmt og fallegt og það er erfitt að halda aftur af tárunum við áhorfið, enda bera kommentin við það þess merki að það hafi snert rækilega við áhorfendum og fólk keppist við að lýsa yfir samúð sinni og hylla minningu Stefáns Karls.

Mads Mikkelsen heiðursgestur á RIFF

Eitt frægasta Bond illmennið á leið til landsins.

Danski stórleikarinn Mads Mikkelsen verður heiðursgestur alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, í haust þar sem hann mun veita viðtöku verðlaunum hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listrænan leik. Mads mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október.

Mikkelsen hefur verið boðið á hátíðina nokkrum sinnum áður en ekki þáð boðið fyrr en nú. Hátíðin stendur yfir frá 27. september til 7. október og meðal þess sem þar verður boðið upp á eru sýningar á myndum sem Mikkelsen hefur leikið í meðal annars Menn & hænsni sem er bráðfyndin svört kómedía sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Einnig verða sýndar myndirnar Kongelige affære, sem gerist í Danmörk árið 1770, og The Salvation sem er mynd úr villta vestrinu í Bandaríkjunum með Mikkelsen í aðalhlutverki. Leikarinn mun síðan mun taka þátt í umræðum eftir sýningu þessara mynda á hátíðinni.

Að sögn Barkar Gunnarssonar, fjölmiðlafulltrúa RIFF er Mads einstaklega ljúfur í samskiptum og engir stjörnustælar í honum. „Hann hefur til dæmis ekki beðið um smarties skál við komuna til landsins þar sem ekkert af gulu smarties sé í hrúgunni.“
Börkur heldur áfram að hrósa Mikkelsen og það er augljóst að hann er dálítið stjörnustjarfur. „Hann er þægilegur í samskiptum eins og algengt er í samstarfi við fræga Dani, þeir hafa verið skólaðir til í sósíalismanum þar sem er nánast bannað að hreykja sér. Svo gaf hann allt sitt verðlaunafé sem hann fékk fyrir síðustu verðlaunaafhendingu til flóttamannahjálparinnar, þannig að hann er mjög PC og alles, en ég held að hann reyki ekki þannig að hann er ekki alveg algjör hetja,“ segir Börkur

Mads Mikkelsen fæddist í Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher árið 1996 þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara síðan hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru og er nú einn virtasti leikari Evrópu. Hann varð síðan heimsþekktur sem illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Royal Casino árið 2006.

Græn linsubaunaídýfa

Linsubaunir hafa ávallt verið ódýr matur og héldu lífi í bændum og fátækari stéttum fólks í Evrópu. Þær eru einstaklega næringargóðar, orkuríkar og góð uppspretta trefja, fólats og járns. Ólíkt þurrkuðum baunum þarf ekki að láta linsubaunirnar liggja í bleyti. Gott er samt að skola þær fyrst og róta í gegnum þær ef það skyldu leynast smásteinar í pokanum.

Græn linsubaunaídýfa
200 g rauðar linsubaunir
1 bakki kóríander, lauf og stilkar
20 g pístasíukjarnar
3 msk. ólífuolía
3 msk. límónusafi
salt og pipar eftir smekk

Sjóðið linsubaunirnar upp úr 1,5 lítra af vatni þar til þær hafa eldast í gegn og eru orðnar mjúkar, u.þ.b. 20-30 mín. Hellið vatninu frá og maukið í matvinnsluvél ásamt kóríander, pístasíuhnetum og kummin. Þegar allt er orðið að grófu mauki, hellið þá ólífuolíunni og límónusafanum í mjórri bunu saman við. Maukið í vélinni þar til allt er orðið kekkjalaust. Bragðbætið með salti og pipar, bætið við meiri límónusafa ef þarf.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Öll aukningin til RÚV

|||||
||Kolbrún Halldórsdóttir|Elín Hirst|Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir|Kristín Þorsteinsdóttir

534 milljón króna aukning á framlögum til fjölmiðla fer öll til RÚV og ekki er gert ráð fyrir framlögum til að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla.

Í nýbirtu fjármálafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur fram að framlag ríkissjóðs til fjölmiðlunar muni hækka um 534 milljónir króna á milli ára, eða um 12,8 prósent. Breytinguna má rekja til 175 milljón króna hækkunar á framlagi til RÚV vegna sjóðs sem ætlað er að kaupa efni frá sjálfstæðum framleiðendum hérlendis og 360 milljón króna hækkunar á framlagi til RÚV „í samræmi við tekjuáætlun um innheimtar tekjur af útvarpsgjaldi.“

Í frétt Kjarnans um málið kemur fram að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð-herra, hafi unnið að tillögum um aðgerðir í fjölmiðlamálum sem í eigi að felast að styrkja rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla og að hún hafi síðastliðinn föstudag kynnt tillögurnar á ríkisstjórnarfundi. Þær hafa þó ekki verið gerðar opinberar og ekki er sjáanlegt að gert sé ráð fyrir sérstökum útgjöldum vegna þeirra í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun.

Fimm klisjukennd kvenhlutverk hryllingsmynda

Umræðan um staðnaða kvenímynd í Hollywood-myndum er ekki ný.

Í kjölfar #metoo og #time’sup byltinganna hefur umræða um staðlaða kvenímynd í Hollywood-kvikmynd blossað upp og margar leikkonur hafa gagnrýnt stefnu kvikmyndafyrirtækjanna í handritaskrifum og tjáð sig um það takmarkaða val sem þær hafa þegar kemur að því að velja sér hlutverk. Umræðan byrjaði þó alls ekki með þessum byltingum, fastmótuð kvenhlutverk hafa lengi verið leikkonum og krítíkerum til ama og margoft hefur verið reynt að fá stóru kvikmyndaverin til að bjóða upp á aðra sýn á konur í myndum sínum. Með slökum árangri.

BBC Newsnight póstaði nýlega myndbandi frá 2016 þar sem Kim Newman, reynslubolti í kvikmyndakrítík í Bretlandi, valdi lista með fimm algengustu kvenmyndaklisjunum úr hryllingsmyndum í gegnum tíðinni og árangurinn er bæði hrollvekjandi og bráðfyndinn.

Kim Newman's horror clichés

The role of women in Hollywood was being discussed long before the #metoo movement. In this Newsnight film from 2016, veteran film critic Kim Newman picks his top five clichés about women in horror films… Watch them here:

Posted by BBC Newsnight on Mánudagur, 10. september 2018

Styðja sína menn í blíðu og stríðu

||||
||||

6-0 tap gegn Sviss minnkar ekki vonir íslensks fótboltaáhugafólks.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Belgum, bronsliðinu af HM í sumar, á Laugardalsvelli í kvöld í þjóðakeppni UEFA. Fyrsti leikur liðsins í keppninni, þegar þeir töpuðu 6-0 fyrir Sviss um helgina, gaf ekki ástæðu til bjartsýni um gengi liðsins í þjóðakepnninni. Sparkspekingar hafa keppst við að úthúða liðinu fyrir lélega frammistöðu og eru ekki vongóðir um góða niðurstöðu í leiknum í kvöld. En hvað finnst hinum almenna stuðningsmanni liðsins um frammistöðu þess og hvaða væntingar hefur fólk til leiksins í kvöld? Mannlíf sló á þráðinn til nokkurra eldheitra aðdáenda liðsins og forvitnaðist um hvaða væntingar það fólk hefði til frammistöðu þess í kvöld.

Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour

Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour.

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Þetta snýst allt um væntingastjórnun og eftir laugardaginn hef ég stillt þeim algerlega í hóf. En fyrir mér snýst fótbolti um að styðja í blíðu og stríðu þó 6-0 tap sé erfitt að kyngja. Ég hef trú á því að strákarnir gíri sig í gang.“

Heldurðu að þeir eigi möguleika á sigri?

„Það er alltaf möguleiki – eigum við ekki að segja það bara? Það getur vel verið að Belgarnir hafi horft á síðasta leik Íslands og talið sér trú um að þetta verði léttur leikur í kvöld – og strákarnir geta þá strítt þeim og sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Er ekki ágætt að vona það bara?“

En ef þeir tapa stórt aftur hefur það áhrif á stuðning þinn við liðið?

„Nei, það gerir það ekki. Auðvitað er skemmtilegra að halda með liði sem vinnur og það er meiri stemning. En ég persónulega þoli ekki stuðningsmenn sem sitja bara og tuða í stúkunni. Stuðningur er ekki stuðningur nema hann sé í blíðu og stríðu.“

________________________________________________________________

Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts

Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts.

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Ég lít svo á að við eigum sæmilega möguleika á að halda jöfnu. En þá þarf allt að ganga upp og það væri mikill sigur.“

Setti frammistaðan í Sviss ekkert strik í reikninginn í trú þinni á liðið?

„Fallið í Sviss var kannski óhjákvæmilegt og hlaut að koma, þótt það væri meira og hærra en maður reiknaði með. En hafa ber í huga að þetta er ein erfiðasta prófraun sem hægt er að hugsa sér, að mæta einu albesta landsliði heims strax eftir þetta feiknarlega tap.“

En þú hefur trú á að strákarnir rífi sig upp og nái jafntefli við bronsliðið af HM í sumar?

„Ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn og kalt mat segir mér að Belgarnir vinni öruggan sigur. En ég vonast auðvitað eftir betri frammistöðu en í Sviss og við megum ekki gleyma því að það er engin skömm að tapa fyrir Belgum, síður en svo.“

________________________________________________________________

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata.

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Þetta verður erfitt, en Íslenska liðið er öflugt og hefur oft sýnt það að það getur vel keppt við öflugustu fótboltalið í heimi. Það kannski bara veltur mest á því hvernig liggur á þeim. Spurning um að trúa á sigurinn.“

En ef þeir tapa stórt aftur hefur það áhrif á stuðning þinn við liðið?

„Nei, fjandakornið, þetta er okkar lið og þarf einmitt mest á stuðningi og tiltrú að halda þegar illa gengur. Það er auðvelt að halda með liði þegar allt gengur eins og í draumi. Ef við stöndum ekki með þeim þegar illa gengur, getum við þá einu sinni sagt að við séum alvöru stuðningsfólk?“

Viltu spá um lokatölur?

„Ég segi 2-1 fyrir Ísland.“

________________________________________________________________

Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi hjá Sölku.

Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi hjá Sölku

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Ég er, til að orða það pent, hæfilega bjartsýn. Belgar eru með svakalegt lið – ég spáði þeim sigri á HM í sumar. En svo er það nú oft þannig að íslenska liðið stendur sig best á móti sterkum andstæðingum. Og þeir ættu náttúrulega að koma snarvitlausir í þennan leik eftir síðustu úrslit.“

Heldurðu að þeir eigi möguleika á sigri?

„Já, það er alltaf möguleiki á sigri í fótboltaleik!“

En ef þeir tapa stórt aftur hefur það áhrif á stuðning þinn við liðið?

„Nei, alls ekki. Í blíðu og stríðu er það ekki?“

Viltu spá um lokatölur?

„Helst ekki! En segjum 1-1 fyrir Ísland.“

„Það á enginn að deyja á kaldri götunni“

Sycamore Tree sendir frá sér lag til minningar um Loft Gunnarsson.

Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu. Hann lést 32 ára gamall. Á afmælisdegi hans, 11. september, hefur hljómsveitin Sycamore Tree gefið út lagið The Street, sem fjallar um Loft Gunnarsson og síðustu andartök í lífi hans.

„Það á enginn að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leyti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð,“ segja meðlimir hljómsveitarinnar, þau Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. „Við sömdum og fluttum lagið The Street í minningu Lofts Gunnarssonar og helgum það baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík.“

Loftur var mágur Gunna og lagið er gefið út til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. „Það er auðvelt að líta framhjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma,“ segja þau Gunni og Ágústa Eva um ástæðu þess að þau sömdu lagið og gáfu það út. „Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi. Það er okkur mikil ánægja að veita Minningarsjóðnum og þessu mikilvæga málefni lið.“

Praktísk og jarðtengd

Þórunn María leikmynda- og búningahöfundur lærði í Frakklandi og Belgíu á síðustu öld og hefur því starfað við iðn sína um langa hríð. Hún segist ekki tengjast fötum tilfinningalegum böndum en sterkar og sjálfstæðar konur veiti sér innblástur á hverjum degi.

„Þessi kjóll frá Magneu er það nýjasta í fataskápnum. Ótrúlega fínn, þægilegur og bæði hægt að dressa upp og niður. Hálsfestin, gerð úr rekavið, er eftir Helgu Mogensen.“

Fyrr í sumar starfaði Þórunn María við Listhátíðarverkefnið R1918. Áður vann hún leikmynd og búninga fyrir sviðsverkið Ahhh … sem leikhópurinn RaTaTam sýndi í Tjarnarbíói ásamt búningahönnun fyrir sýningarnar Hafið og Föðurinn sem báðar voru settar upp í Þjóðleikhúsinu.

„Skórnir minna mig á helgarferð til Lissabon sem ég fór fyrir nokkrum árum en þar keypti ég skóna í lítilli hönnunarbúð. Ég fer alltaf hálfvegis til Lissabon þegar ég fer í þessa skó.“

Þrátt fyrir að sinna ýmsum verkefnum og fá fjölbreytta útrás fyrir sköpunargáfuna lýsir Þórunn María sínum persónulega stíl sem einföldum en þó með örlitlu tvisti. „Ég er frekar praktísk og jarðtengd. Ég er ekki mikið fyrir mikla neyslu á textílvörum en ég hugsaði samt um daginn að nú þyrfti ég að fara að prjóna mér stóra og kósí ullarpeysu til að vefja mig inn í á íslenskum sumarkvöldum. Að mínu mati þurfa allar konur að eiga færri en vandaðri flíkur í fataskápnum sínum og vera óhræddar við að klæðast sömu flíkinni oftar en einu sinni. Sjálf tengist ég fötum ekki tilfinningalegum böndum og kaupi mest á nytjamörkuðum. Búðin í hverfinu mínu er Hertex sem dæmi. Búðin þar við hliðina er Space Concept, verslun Anitu Hirlekar og Magneu sem eru tveir íslenskir, frábærir fatahönnuðir. Nytjamarkaðir og hönnun finnst mér fín blanda.“

„Mér þykir vænt um þennan samfesting sem ég bjó til úr jakkafötum sem ég saumaði á námsárum mínum í París. Þannig gaf ég fötum sem ég saumaði fyrir 25 árum síðan nýtt líf.“

Aðspurð hvaða konur veiti sér innblástur svarar Þórunn María að þær séu þrjár. „Tilda Swinton, Rei Kawakubo og Björk en allt eru þetta sterkar og sjálfstæðar konur sem stefna ákveðið í sinni sköpun, hver á sínu sviði.“

 

„Ég líð ekki svona mál á minni vakt“

MÓTSÖGNIN Þjóðkirkja Íslands hefur sætt harðri gagnrýni eftir að upp komst að prestur, sem viðurkenndi á fundi sem haldinn var hjá Biskupi Íslands fyrir þremur árum, að hafa brotið gegn konu þegar hún var á barnsaldri, hefur síðan þá tekið þátt í athöfnum kirkjunnar.

Umræddur prestur settist í helgan stein árið 2001 en predikaði t.d. í Breiðholtskirkju í maí á þessu ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heit umræða skapast vegna kynferðisbrota presta Þjóðkirkjunnar og hefur málfutningur Biskups Íslands vegna þeirra oftar en ekki vakið athygli.

1 Þannig sagði biskup í viðtali við DV á dögunum: „Þetta verður þannig að við erum að glíma við siðferðislegar spurningar alla daga og gerum það alltaf frá þeim grunni sem við höfum, sem er kærleiksboðskapur Jesús Krists. Fyrir mína parta þá líð ég ekki neitt illt í kirkjunni og reyni að vinna með það ef það kemur upp, og tek það mjög nærri mér.“

2 Í sama viðtali spyr blaðamaður biskup hvort það sé ekki svolítið furðulegt að prestur, sem hefur viðurkennt brot gegn konu þegar hún var barn, skuli halda messu í Breiðholtskirkju og mæti í vígslu Skálholtsbiskups hjá biskupi. „Ég veit ekki hvort það sé neitt óeðlilegt við það í sjálfu sér,“ svarar hún þá.

3 Árið 2017 var annar prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni. Biskup Íslands var ómyrk í máli vegna þessa í viðtali við Fréttablaðið þegar málið kom upp. „Ég sendi sr. Ólaf [Jóhannsson] í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt. Ég beitti þeim úrræðum sem lög og reglur segja til um, og eitt af því var að senda hann í leyfi. Ég veitti honum tiltal og sendi hann í meðferð hjá sálfræðingi.“

Athygli vekur hversu ólíka meðferð slík mál hafa fengið innan kirkjunnar. Þegar enn annar prestur, Helgi Hróbjartsson, viðurkenndi árið 2010 fyrir fagráði um kynferðisbrotamál innan kirkjunnar að hafa framið kynferðisbrot gegn þremur drengjum var hann útilokaður frá starfsemi kirkjunnur. Málsmeðferðin í máli prestins, sem er rætt um hér í upphafi, hefur hins vegar tekið mörg ár.

Mynd / Biskup.is

Valdir textar Kate Bush gefnir út á bók

Faber gefur út textasafn frá 40 ára ferli tónlistarkonunnar.

How to be Invisible, eða Hvernig á að vera ósýnileg, er nafn bókar með úrvali af textum tónlistarkonunnar Kate Bush sem hið virta forlag Faber gefur út 6. desember næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem textar hennar verða gefnir út á bók og ekki hefur verið gefið upp hvaða textar munu birtast í bókinni en það er úr nógu að velja eftir 40 ára glæstan feril.

Rithöfundurinn David Mitchell, sem meðal annars er höfundur bókarinnar Cloud Atlas, mun rita inngang að bókinni, en hann hefur margsinnis látið hafa eftir sér að Kate Bush sé einn helsti áhrifavaldur hans í skriftunum. „Fyrir milljónir fólks um allan heim er Kate miklu meira en eitt söngvaskáldið enn; hún er skapari tónlistar sem fylgir þér alla ævi,“ sagði Mitchell árið 2014 þegar hann tók þátt í fyrstu tónleikum tónlistarkonunnar eftir 35 ára hlé frá tónleikahaldi.

Kate Bush sem varð sextug í júlí er af mörgum talin einn besti textasmiður poppsögunnar og árið 2002 hlaut hún Ivor Novello verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag til tónlistar. Textar hennar þykja allt í senn bókmenntalegir, munúðarfullir um leið og þeir eru fullir af kvenorku og barnslegu sakleysi.

Faber hefur áður gefið út textasöfn ýmissa breskra tónlistarmanna, meðal annarra Jarvis Cocker og Van Morrison, en Kate verður fyrsta tónlistarkonan sem kemst í þann hóp

Dauði og djöflar við hvert fótmál

Aðdáendur þungarokkshljómsveitarinnar Skálmaldar bíða nú í ofvæni eftir fimmtu hljóðversplötu sveitarinnar „Sorgir“ sem kemur út 12. október næstkomandi. Fyrsta smáskífa plötunnar, „Sverðið“ er nú komin í spilun á helstu tónlistarveitum og hefur hlotið góðar viðtökur.

Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textahöfundur hljómsveitarinnar, segir draugaþema einkenna nýju plötuna sem verði talsvert frábrugðin síðustu plötu sem kom út árið 2016. „Hún var mjúk og þægileg, vögguvísur og allt í blóma. Nú kveður við annan tón. Allt kalt, dimmt og sorglegt; dauði og djöflar við hvert fótmál. Það var svolítið viljandi að fara alveg í hina áttina núna,“ útskýrir Snæbjörn.

Vinsældir Skálmaldar hafa farið sívaxandi frá því að Snæbjörn og Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari, smöluðu saman nokkrum vinum sínum úr rokkbransanum árið 2009. Markmiðið var fyrst og fremst að hafa gaman af og gefa máski út eina þungarokksplötu, til að geta sýnt börnum sínum í framtíðinni hvað pabbar þeirra voru einu sinni svalir. Nú níu árum og bráðum fimm hljóðversplötum síðar eru það ekki aðeins börn Skálmaldarmanna sem líta upp til þeirra með aðdáun í augum, tugþúsundir aðdáenda um gjörvalla Evrópu og líklega víðar, fylgjast bergnumdir með hljómsveitinni. Og nú fyrir skemmstu fyllti Skálmöld Eldborgarsal Hörpu fjögur kvöld í röð ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og þremur kórum en þetta var í annað sinn sem þessar stórhljómsveitir leiða saman hesta sína.

Snæbjörn segir að það sé ekki alltaf áreynslulaust að vera í hljómsveit sem stundi reglulega sambúð í litlum rútum svo vikum skipti á tónleikaferðalögum um Evrópu, þá sé vináttan sterk og spilagleðin hafi aldrei verið meiri, enda skili það sér í hljóðverinu. „Við héngum mikið saman í stúdíóinu og unnum hratt. Það hefur alltaf verið gaman að vera í Skálmöld en ekki svona ógeðslega gaman síðan við vorum að gera fyrstu plötuna. Við einhvern veginn endurfæddumst þarna, svona stemningarlega séð allavega.“

Bjóða upp á nýstárlega neytendaupplifun í Asíu

Sjávarútvegsfyrirtækið Blámar ehf. flytur út fiskafurðir á neytendamarkað í Asíu. Fjórar ­verslunarkeðjur í Hong Kong bjóða upp á vörurnar og markaðshlutdeild í Kína fer vaxandi, en Blámar er fyrsta íslenska sjávar­út­vegs­fyrir­­tækið sem í samstarfi við íslenska frumkvöðlafyrirtækið EFNI ehf. býður upp á rekjanleikamerkingar á vörum á neytendamarkaði í Asíu.

Ísland er alltaf að komast betur inn á kortið í Asíu en gæði og hreinleiki er eitthvað sem Asíubúar tengja gjarna við Ísland. Þess vegna liggja mikil verðmæti í því að geta sannað íslenskan uppruna á vörum okkar,“ segir Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Blámars.

Að hennar sögn er Blámar líklega fyrsta íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem selur afurðir sínar milliliðalaust á neytendamarkað í Asíu. „Kína hefur verið að berjast gegn röngum merkingum á matvælum með tilliti til uppruna og fleiri hluta. Upp–runi vöru er orðinn gríðarlega mikilvægur,“ segir hún og bendir á að vantraust neytenda gagnvart upprunamerkingum sé orðið útbreitt vandamál meðal almennings í Kína. „Kínverjar eru einfaldlega hættir að trúa á uppruna á þeim vörum sem eru í boði. Þeir upplifa svo mikið af fölsunum og rangmerkingum,“ útskýrir Valdís en Blámar hefur um nokkurt skeið leitað leiða til að sanna uppruna á sínum vörum á einfaldan og grípandi hátt.

Fann lausnina hjá ís­lensku frumkvöðla­fyrir­tæki
Valdís fann það sem hún leitaði að þegar hún sá kynningu Heiðu Kristínar Helgadóttur, framkvæmdastjóra EFNI ehf. á rekjanleikatækni sem fyrirtækið hefur hannað fyrir vörumerki sitt Niceland Seafood. Það varð til þess að Blámar og EFNI leiddu saman hesta sína í tilraunaverkefni þar sem rekjanleikahugbúnaðurinn er notaður til að tengja neytendur betur við uppruna fiskafurða Blámars á markaði í Kína; í gegnum hughrif og upplifun.

Tekur neytendur inn í nýjan heim
Efni hefur hannað forrit sem ekki aðeins gerir neytandanum kleift að rekja uppruna vörunnar nákvæmlega, allt frá því fiskurinn er veiddur í íslenskri landhelgi og þar til hann er kominn í verslanir, heldur er einnig boðið upp á sjónræna upplifun. „Vörurnar eru merktar með sérstökum QR-kóðum sem neytandinn getur skannað með snjallsíma sínum í versluninni. Þar fær hann ekki aðeins staðfestingu á uppruna heldur einnig einstakt ferðalag með myndum af Íslandi, hreinni íslenskri náttúru, brjáluðum sjó og hreinu lofti. Þetta tekur neytandann inn í annan heim sem er orðinn svo stór hluti af matarinnkaupum,“ segir Valdís og bætir við að einnig sé hægt að finna hlekki inn á fjölbreyttar uppskriftir enda sé íslenskur fiskur, s.s. ýsa, karfi og Atlantshafsþorskur, mörgum í Asíu framandi. Heiða bætir við að QR kóða tækni sé notuð í miklu meira mæli í Asíu en til að mynda í Evrópu og Bandaríkjunum og þess vegna séu flestir snjallsímar nú búnir þannig að ekki þurfi sérstakt app, heldur er hægt að skanna QR kóða með því einu að beina myndavélinni að þeim. „Þetta hefur gjörbreytt möguleikum okkar á að nýta þessa tækni og vera fyrst á markað með hagnýta lausn sem styður við vörumerkið sem við erum að byggja upp í Bandaríkjunum.“

Vilja aðeins það besta
Blámar er fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið á neytendamarkaði í Asíu með slíkar rekjanleikamerkingar. „Það ætti að gefa okkur samkeppnisforskot. Millistéttin í Kína er það vel stæð að fólk velur aðeins það besta fyrir börnin sín, fæðuöryggi og hollusta skiptir þetta fólk mun meira máli en hvað varan kostar. Það er því algjört lykilatriði að við getum sannað hvaðan vörurnar okkar koma,“ segir Valdís en tekur fram að enn sé verið að fullþróa kerfið. „Fyrsti gámurinn með þessum QR-merktu vörum verður sendur út í september og ég er að verða mjög spennt yfir því að sjá hvernig viðtökurnar og viðbrögðin verða.“

Mynd / Heiðdíd Guðbjörg Gunnarsdóttir

Ríkið styður við einkarekna fjölmiðla

Ríkið ætlar að verja allt að 400 milljónum króna til að styðja við einkarekna fjölmiðla, gangi tillögur Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eftir.

Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lengi verið erfitt og ítrekað hefur verið kallað eftir aðgerðum til að styrkja stöðu þeirra. Fyrirmyndin er sótt til Norðurlanda þar sem löng hefð hefur verið fyrir því að hið opinbera styrki fjölmiðla á frjálsum markaði.

Lilja telur að aðgerðirnar „valdi straumhvörfum“ á íslenskum fjölmiðlamarkaði, en í þeim felst meðal annars að ritstjórnarkostnaður rit- og ljósvakamiðla verði endurgreiddur að hluta. Munu 350 milljónir króna renna í svokallaðan ritstjórnarsjóð og munu fjölmiðlar geta sótt þangað endurgreiðslu fyrir rekstrarárið 2019. Þá verða umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði minnkuð um 560 milljónir og virðisaukaskattur á rafrænum áskriftum færðar úr efra skattþrepi niður í það neðra. „Það er tímabært að stíga þessi sögulegu skref og hrinda í framkvæmd loforði sem tilgreint er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég trúi því að aðgerðirnar muni hafa tilætluð áhrif,“ segir Lilja.

Fá konur fullnægingu?

Íris Stefanía Skúladóttir hóf nýverið MFA nám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands eftir tæplega tveggja ára langt bataferli vegna kulnunar í starfi.

Hún rannsakar nú í náminu kynhegðun fólks með fókus á sjálfsfróun kvenna en hugmyndina hafði hún gengið með lengi. „Mig langar að rannsaka allar hliðar kynhegðunar með fókuspunkt á sjálfsfróun kvenna. Ég skoða allt frá forn Grikkjum til klámmenningar samtímans,” segir Íris en viðurkennir að umfjöllunarefnið sé vandmeðfarið. „Ég er þegar byrjuð að safna sögum frá konum um upplifun þeirra af sjálfsfróun. Allar konur geta skilað inn órekjanlegum nafnlausum sögum á síðunni: Þegar ég fróa mér, á Survey Monkey.”

https://www.surveymonkey.com/r/3ZSRN3Z

Hugmyndina hafði Íris gengið með allt frá unglingsaldri. „Ég var 14 ára þegar ég sá könnun um að 20% stúlkna á mínum aldri fróuðu sér en 80% stráka. Mér fannst þessi tölfræði skrítin þar sem við Ugla Egilsdóttir, vinkona mín höfðum á þessum tíma talað töluvert um eigin sjálfsfróun. Við gerðum okkar eigin litlu rannsókn í bekknum og spurðum stelpurnar hvort þær fróuðu sér. Engin svaraði beint játandi en eftir að hafa spjallað svolítið viðurkenndu þær flestar, ef ekki bara allar, að þær hefðu prófað að fróa sér eða gerðu það reglulega. Við ræddum líka við strákana og viðruðum þá hugmynd að gera okkar eigin könnun í bekknum. Bekkurinn var til og því sóttum við um að gera þetta verkefni með því markmiði að opna á umræðuna og sérstaklega þennan mun á kynjunum.“

„Það var talið eðlilegt að strákar fróuðu sér en algjör leyndardómur hvort stelpurnar gerðu það, sem er fyndið í ljósi þess hversu fjölbreyttar fullnægingar konur geta fengið.“

„Á þessum tíma vorum við með unga og yndislega kennslukonu en hún var fljót að kalla okkur upp að kennaraborðinu. Við máttum ekki gera þessa könnun. Eftir að hafa mótmælt þessu kallaði hún hvasst yfir bekkinn; “Hver hér inni vill taka þátt í svona könnun?” Það þorði auðvitað enginn að rétta upp hönd og þar með var hugmyndin skotin niður. Skilaboðin sem sátu eftir voru að ekki mætti tala um kynhegðun kvenna. Síðan þá hefur þetta efni verið mér hugleikið. Ég held að með opinni umræðu geti konur orðið öruggari með eigið kynlíf, notið þess betur og stundað betra kynlíf. Þetta hefur því einungis jákvæðar afleiðingar í för með sér.”

Og Íris segist sjá mikinn mun þegar kemur að kynjunum. „Ég útskýri það oft sem svo að sáðlát karla sé svolítið eins og blæðingar kvenna í kynþroskaferlinu. Við vitum að konur muni byrja á blæðingum og við vitum að strákar fái sáðlát. Vissulega er þetta óvísindalegt hjá mér en ef við göngum út frá því að stelpur verði kynþroska fyrr en strákar þá eru þessar fullnægingar sem konur tala um að hafa fengið um tíu ára aldur í takt við ferlið. Strákar fá kannski fyrsta sáðlátið um tólf ára og þá er ekkert skrítið að stelpur fái sína fyrstu fullnægingu tíu ára. En þar sem stelpur fá aldrei neitt sáðlát er ekki talað formlega um neitt sérstakt upphaf hjá stelpum meðan sáðlát stráka er stundum eins og ákveðin innganga í karlmennskuna. Stelpur verða konur, við það að fá blæðingar – því þá eru þær orðnar frjóar. Það sem eftir situr er þessi dulúð um fullnægingu kvenna, fróa stelpur sér? Fá konur fullnæginu yfir höfuð? Ef ekki njóta þær þá þess að stunda kynlífs? Svona spurningar koma aldrei hjá strákunum því þar er til staðar vökvi sem sannar að hér hafi átt sér stað fullnæging.

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Texti / Íris Hauksdóttir.
Myndir / Hákon Davíð Björnsson.

Ný herferð hvetur konur til þátttöku í skimun

Þátttaka kvenna í krabbameinsleit hefur minnkað.

Krabbameinsfélagið hefur hleypt af stokkunum nýrri auglýsingaherferð sem ætlað er að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Þátttaka kvenna í leit hefur farið minnkandi á undanförnum árum.

Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands segir í viðtali við vef Krabbameinsfélagsins, krabb.is, að það sé afar mikilvægt að snúa þessari þróun við: „Sérstaklega er mikilvægt að fá ungu konurnar til að mæta og taka þátt í skimun fyrir krabbameinum. Þetta er sem betur fer staða sem við getum breytt en við þurfum að auka meðvitund kvenna um hve mikilvæg skimunin er og í nútímasamfélagi þurfa skilaboðin að vera áhrifarík. Herferðin endurspeglar það.“

Skilaboðin í auglýsingunum eru unnin úr niðurstöðum könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið árið 2014 þar sem fram komu ástæður þess að konur mættu ekki í skimun. Meðal þeirra „afsakana“ sem konurnar notuðu voru:

Erfiðleikar með að komast frá vinnu

Hræðsla við sársauka

Kostnaður við skimunina

Frestunarárátta

Framtaksleysi

Þess má geta að mörg stéttarfélög og sum fyrirtæki taka þátt í kostnaði vegna skimunar fyrir krabbameinum. Og nú geta konur skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum rafrænt á mínum síðum Ísland.is. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.

Lýsir hroðalegum veruleika sem tók við þegar hann missti tökin á lífi sínu

Ríkharður Þór Guðfinnsson endaði í fangageymslu eftir kall á hjálp.

„Mér var hent inn í klefa, í einangrun á Hverfisgötunni. Ég var algjörlega brjálaður, og heimtaði að þeir hleyptu mér út en fékk engin viðbrögð. Eftir að hafa staðið og öskrað á verðina í marga klukkutíma lognaðist ég út af og sofnaði, en vaknaði fljótlega aftur í svitabaði og brjáluðum fráhvörfum. Ég var ekki undir neinu eftirliti, fjölskyldan fékk ekki að hafa samband við mig og enginn vissi hvað væri í gangi. Þetta var mjög slæm og niðurlægjandi upplifun.“

Þannig lýsir Ríkarður Þór Guðfinnsson því þegar hann leitað sér hjálpar á geðdeild en endaði í fangageymslum lögreglunnar, þar sem hann var settur í einangrun, eftirlitslaus og í miklum fráhvörfum.
Í nýjasta tölublaði Mannlífs, sem kemur út á morgun, segir Ríkarður frá hroðalegum veruleika sem tók við þegar hann missti tökin á lífi sínu í sumar. Lestu meira um málið í blaðinu á morgun og á man.is

Vatnsberar stunda mest kynlíf

|
|Gerður Arinbjarnardóttir

Vogir vilja láta flengja sig.

Samkvæmt nýlegri könnun, sem kynlífshjálpartækjafyrirtækið Lovehoney gerði meðal 3.500 viðskiptavina sinna, er það fólk sem fætt er í Vatnsberamerkinu sem stundar mest kynlíf. Ekki nóg með það að þeir stundi kynlíf oftar en fólk í öðrum stjörnumerkjum heldur eru Vatnsberarnir líka ánægðastir með kynlíf sitt.

Ef þú ert í Vatnsberamerkinu ætti kynlíf þitt því að vera rjúkandi heitt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru Vatnsberar spennandi og óútreiknanlegir bólfélagar auk þess sem þeir eru allra stjörnumerkja líklegastir til að eiga svipu. Það þýðir þó ekki að þeir séu lauslátir því samkvæmt könnuninni eru þeir líka allra stjörnumerkja tryggastir.

Þau fimm stjörnumerki sem eru efst á listanum yfir þá sem stunda mest kynlíf, samkvæmt þessari hávísindalegu könnun, eru:

  1. Vatnsberar
  2. Naut
  3. Fiskar
  4. Meyjur
  5. Ljón

Það sem kemur kannski mest á óvart í niðurstöðum könnunarinnar er að nærri helmingur þeirra sem tóku þátt trúa því sem stjörnumerkjafræðin segir um einkenni hvers merkis fyrir sig og einn af hverjum fimm trúir því að það skipti máli í hvaða stjörnumerki makinn er til þess að sambandið geti gengið upp.

Aðrar forvitnilegar niðurstöður úr könnuninni eru til dæmis þær að Fiskar eru líklegastir til að vilja vera í búningum í svefnherberginu og Hrútar toppa listann yfir þá sem hafa prófað bindingaleiki í rúminu. Þar fyrir utan segir könnunin að Krabbar séu blíðir og munúðarfullir elskhugar og að Vogum finnist gott að láta flengja sig.

 

Ísland tekur þátt í Eurovision í Ísrael

|
|Tilkynning

Ekki um pólitískan viðburð að ræða.

Tilkynnt var í morgun að Ísland yrði meðal þátttökuþjóða í Eurovision sem haldin verður í Tel Aviv næsta vor. Á vef RÚV er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV, að sú ákvörðun grundvallist á því að ekki sé um pólitískan viðburð að ræða heldur þvert á móti samkomu ólíkra þjóða sem allt frá stofnum hafi haft að megintilgangi og leiðarljósi að breiða út boðskap sameiningar- og friðarkrafts sem felst í dægurtónlist og menningu almennt.

Skorað hafði verið á RÚV að sniðganga keppnina vegna ástandsins á Gaza og framferðis stjórnvalda í Ísrael í garð Palestínumanna og Skarphéðinn fullyrðir að þær áskoranir hafi verið teknar alvarlega, en eftir mikla yfirlegu hafi verið tekin ákvörðun um að senda fulltrúa frá Íslandi í keppnina. Þar hafi vegið þungt að keppnin verði haldin í Tel Aviv en ekki Jerúsalem og einnig að allar Norðurlandaþjóðirnar ætli að taka þátt í keppninni. „Enn hefur ekki heyrst af þjóðum sem hyggjast sniðganga keppnina í Ísrael af pólitískum ástæðum. Almannaþjónustumiðlarnir á Norðurlöndunum hafa jafnan verið samstíga í slíkum efnum og hafa þeir allir nú þegar staðfest þátttöku sína,“ segir Skarphéðinn.

Ekki er langt síðan hópur listamanna birti opið bréf í breska blaðinu Guardian þar sem skorað var á Evrópulönd að sniðganga Eurovision í Ísrael. „Við getum ekki hugsað okkur að taka þátt í Eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og her þess beita Palestínumenn hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni,“ segir í bréfinu sem tveir íslenskir listamenn skrifuðu undir, þau Daði Freyr og Hildur Kristín Stefánsdóttir.

„Fúnkisstíll heillar mig mest“

Jóhanna Kristín Gustavsdóttir er með BA í atvinnulífsfélagsfræði, er löggiltur fasteignasali og starfar hjá Landmark fasteignasölu.

Hún er gift og á tvær dætur, sú eldri er tvítug og yngri er tólf ára. Fjölskyldan á líka hundinn Kötu sem er af Papillion-tegundinni. Þau búa í fallegu parhúsi á Kársnesinu í Kópavogi.

Hvað heillar þig mest við starfið? „Það er hversu fjölbreytt það er og að fá að hafa samskipti við þverskurð af okkar samfélagi. Flestir eru að gera sín stærstu viðskipti á ævinni enda eru heimili fólks oftast það sem stendur því næst, fyrir utan fjölskylduna sjálfa. Það er því afar ánægulegt að að fá að aðstoða fólk við að selja sín heimili og finna því nýjan stað og upplifa þakklætið sem því fylgir.“

Geturðu lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér? „Hann byrjar á góðum kaffibolla og að fara út með hundinn. Síðan ræðst dagurinn af því hvað fyrir liggur en það getur til dæmis verið tilboðsgerð eða gagnaöflun um eign ef ég er að taka nýja eign í sölu eða þá að tala við kaupendur og seljendur ef eign hefur verið sýnd daginn áður. Vera viðstödd myndatöku á eign með ljósmyndaranum. Seinnihluti dagsins fer oft í að sýna eignir og vera með opin hús. Það sem gerir alla daga skemmtilega í starfinu er samstarfsfólkið mitt hjá Landmark sem er einstaklega flottur og samstiga hópur fagfólks.“

„Það er afar ánægulegt að að fá að aðstoða fólk við að selja sín heimili og finna því nýjan stað og upplifa þakklætið sem því fylgir.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili? „Að heimilið sé notalegt og öllum líði vel og finnist gott að koma heim eftir vinnu- eða skóladaginn og geta slakað á.

Geturðu lýst þínum stíl? „Hann er hlýlegur, klassískur og í skandinavískum og ítölskum stíl.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt? „Högna Sigurðardóttir, hún var tímalaus í sinni hönnun og tók mikið mið af umhverfinu og náttúrunni. Þá er ég hrifin af hönnun Sigurðar Hallgrímssonar og Guðbjargar Magnúsdóttur en sem samtímahönnuðir skapa þau einstaklega heildstæð og falleg heimili.“

Áttu þinn uppáhaldshönnuð? „Nei, ekki beint en ég er mjög hrifin af skandinavískum og ítölskum hönnuðum.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til? ,,Nirvana, en ég væri samt til í mynd eftir Eggert Pétursson listmálara.“

Uppáhaldsliturinn þinn? „Fjólublár og margir jarðlitir.“

Hvar líður þér best? „Heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar og vina. Það sakar ekki að vera að elda góðan mat.“

Hvað heillar þig mest við haustið? „Það eru haustlitirnir í náttúrunni og lyktin af haustinu. Þegar fer að rökkva bæti ég við fleiri kertastjökum og kveiki oftar á kertum.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Erfitt að segja, það eru svo margir svalir og flottir veitingastaðir á Íslandi í dag en ætli ég verði ekki að segja Sumac á Laugaveginum sem er með miðausturlenska- og norður-afríska matreiðslu. Frábær staður.“

Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira enn annar? „Fúnkisstíll heillar mig mest.“

Að lifa lífinu lifandi er að … „að njóta samverustunda með vinum og fjölskyldu og gera skemmtilega hluti saman. Þá má ekki gera lítið úr því að vera í gefandi starfi.

Mynd / Unnur Magna

 

Með krabbamein í þriðja sinn

Olivia Newton-John notar kannabis til að berjast við krabbann.

Olivia Newton-John, sem við munum öll eftir sem Sandy í Grease, sagði á sunnudaginn frá því í viðtali við ástralska sjónvarpsstöð að hún væri með krabbamein í baki. Þetta er í þriðja sinn á þrjátíu árum sem Olivia er greind með krabbamein, en hún hefur áður sigrast á krabbameini í brjóstum og öxlum og er vongóð um að vinna baráttuna einnig að þessu sinni.

Í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum Sunday Night á sunnudagskvöldið sagðist Olivia hafa notað náttúrulyf, þar á meðal kannabisolíu, til að vinna á sjúkdómnum og halda sársaukanum í skefjum en auk þess hætti hún að borða sykur og er nú að byrja í geislameðferð.

Hún talaði mikið um hve þakklát hún væri eiginmanni sínum, John Easterling, fyrir stuðninginn og sagði meðal annars: „Maðurinn minn ræktar helling af kannabisplöntum fyrir mig. Svo býr hann til mixtúrur úr því og þær hjálpa til við að minnka verkina og hjálpa mér að sofna.“

Olivia og eiginmaður hennar búa í Kaliforníu, þar sem ræktun kannabis til eigin nota sem læknislyfs er lögleg og hún sagðist þakklát fyrir það og sömuleiðis fyrir að eiga mann sem ræknaði plöntur í lækningaskyni og styddi hana í öllu. „Ég trúi því að ég muni sigrast á þessu og það er það sem sem ég stefni að,“ sagði leikkonan.

11 ára dóttir Stefáns Karls birtir minningarmyndband um hann

Stefna að milljón áskrifendum að YouTube-rás leikarans.

Júlía, 11 ára dóttir Stefáns Karls Stefánssonar leikara sem lést fyrir skömmu, hefur sett saman minningarmyndband um föður sinn og birt það á YouTube-rás hans. Í texta með myndbandinu kemur fram að börn Stefáns Karls stefni að því að ná einni milljón áskrifenda að rásinni, en rásir sem ná því markmiði fá svokallaðan Gullhnapp á YouTube.

Þegar hafa rúmlega 224.000 manns horft á myndbandið og kommentin við það eru orðin tæplega 7.400. Áskrifendafjöldi YouTubrásarinnar er kominn yfir 870.000 og því ekki langt í það að milljón áskrifendatakmarkið náist.

Myndbandið er hjartnæmt og fallegt og það er erfitt að halda aftur af tárunum við áhorfið, enda bera kommentin við það þess merki að það hafi snert rækilega við áhorfendum og fólk keppist við að lýsa yfir samúð sinni og hylla minningu Stefáns Karls.

Mads Mikkelsen heiðursgestur á RIFF

Eitt frægasta Bond illmennið á leið til landsins.

Danski stórleikarinn Mads Mikkelsen verður heiðursgestur alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, í haust þar sem hann mun veita viðtöku verðlaunum hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listrænan leik. Mads mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október.

Mikkelsen hefur verið boðið á hátíðina nokkrum sinnum áður en ekki þáð boðið fyrr en nú. Hátíðin stendur yfir frá 27. september til 7. október og meðal þess sem þar verður boðið upp á eru sýningar á myndum sem Mikkelsen hefur leikið í meðal annars Menn & hænsni sem er bráðfyndin svört kómedía sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Einnig verða sýndar myndirnar Kongelige affære, sem gerist í Danmörk árið 1770, og The Salvation sem er mynd úr villta vestrinu í Bandaríkjunum með Mikkelsen í aðalhlutverki. Leikarinn mun síðan mun taka þátt í umræðum eftir sýningu þessara mynda á hátíðinni.

Að sögn Barkar Gunnarssonar, fjölmiðlafulltrúa RIFF er Mads einstaklega ljúfur í samskiptum og engir stjörnustælar í honum. „Hann hefur til dæmis ekki beðið um smarties skál við komuna til landsins þar sem ekkert af gulu smarties sé í hrúgunni.“
Börkur heldur áfram að hrósa Mikkelsen og það er augljóst að hann er dálítið stjörnustjarfur. „Hann er þægilegur í samskiptum eins og algengt er í samstarfi við fræga Dani, þeir hafa verið skólaðir til í sósíalismanum þar sem er nánast bannað að hreykja sér. Svo gaf hann allt sitt verðlaunafé sem hann fékk fyrir síðustu verðlaunaafhendingu til flóttamannahjálparinnar, þannig að hann er mjög PC og alles, en ég held að hann reyki ekki þannig að hann er ekki alveg algjör hetja,“ segir Börkur

Mads Mikkelsen fæddist í Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher árið 1996 þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara síðan hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru og er nú einn virtasti leikari Evrópu. Hann varð síðan heimsþekktur sem illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Royal Casino árið 2006.

Græn linsubaunaídýfa

Linsubaunir hafa ávallt verið ódýr matur og héldu lífi í bændum og fátækari stéttum fólks í Evrópu. Þær eru einstaklega næringargóðar, orkuríkar og góð uppspretta trefja, fólats og járns. Ólíkt þurrkuðum baunum þarf ekki að láta linsubaunirnar liggja í bleyti. Gott er samt að skola þær fyrst og róta í gegnum þær ef það skyldu leynast smásteinar í pokanum.

Græn linsubaunaídýfa
200 g rauðar linsubaunir
1 bakki kóríander, lauf og stilkar
20 g pístasíukjarnar
3 msk. ólífuolía
3 msk. límónusafi
salt og pipar eftir smekk

Sjóðið linsubaunirnar upp úr 1,5 lítra af vatni þar til þær hafa eldast í gegn og eru orðnar mjúkar, u.þ.b. 20-30 mín. Hellið vatninu frá og maukið í matvinnsluvél ásamt kóríander, pístasíuhnetum og kummin. Þegar allt er orðið að grófu mauki, hellið þá ólífuolíunni og límónusafanum í mjórri bunu saman við. Maukið í vélinni þar til allt er orðið kekkjalaust. Bragðbætið með salti og pipar, bætið við meiri límónusafa ef þarf.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Öll aukningin til RÚV

|||||
||Kolbrún Halldórsdóttir|Elín Hirst|Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir|Kristín Þorsteinsdóttir

534 milljón króna aukning á framlögum til fjölmiðla fer öll til RÚV og ekki er gert ráð fyrir framlögum til að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla.

Í nýbirtu fjármálafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur fram að framlag ríkissjóðs til fjölmiðlunar muni hækka um 534 milljónir króna á milli ára, eða um 12,8 prósent. Breytinguna má rekja til 175 milljón króna hækkunar á framlagi til RÚV vegna sjóðs sem ætlað er að kaupa efni frá sjálfstæðum framleiðendum hérlendis og 360 milljón króna hækkunar á framlagi til RÚV „í samræmi við tekjuáætlun um innheimtar tekjur af útvarpsgjaldi.“

Í frétt Kjarnans um málið kemur fram að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð-herra, hafi unnið að tillögum um aðgerðir í fjölmiðlamálum sem í eigi að felast að styrkja rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla og að hún hafi síðastliðinn föstudag kynnt tillögurnar á ríkisstjórnarfundi. Þær hafa þó ekki verið gerðar opinberar og ekki er sjáanlegt að gert sé ráð fyrir sérstökum útgjöldum vegna þeirra í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun.

Fimm klisjukennd kvenhlutverk hryllingsmynda

Umræðan um staðnaða kvenímynd í Hollywood-myndum er ekki ný.

Í kjölfar #metoo og #time’sup byltinganna hefur umræða um staðlaða kvenímynd í Hollywood-kvikmynd blossað upp og margar leikkonur hafa gagnrýnt stefnu kvikmyndafyrirtækjanna í handritaskrifum og tjáð sig um það takmarkaða val sem þær hafa þegar kemur að því að velja sér hlutverk. Umræðan byrjaði þó alls ekki með þessum byltingum, fastmótuð kvenhlutverk hafa lengi verið leikkonum og krítíkerum til ama og margoft hefur verið reynt að fá stóru kvikmyndaverin til að bjóða upp á aðra sýn á konur í myndum sínum. Með slökum árangri.

BBC Newsnight póstaði nýlega myndbandi frá 2016 þar sem Kim Newman, reynslubolti í kvikmyndakrítík í Bretlandi, valdi lista með fimm algengustu kvenmyndaklisjunum úr hryllingsmyndum í gegnum tíðinni og árangurinn er bæði hrollvekjandi og bráðfyndinn.

Kim Newman's horror clichés

The role of women in Hollywood was being discussed long before the #metoo movement. In this Newsnight film from 2016, veteran film critic Kim Newman picks his top five clichés about women in horror films… Watch them here:

Posted by BBC Newsnight on Mánudagur, 10. september 2018

Styðja sína menn í blíðu og stríðu

||||
||||

6-0 tap gegn Sviss minnkar ekki vonir íslensks fótboltaáhugafólks.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Belgum, bronsliðinu af HM í sumar, á Laugardalsvelli í kvöld í þjóðakeppni UEFA. Fyrsti leikur liðsins í keppninni, þegar þeir töpuðu 6-0 fyrir Sviss um helgina, gaf ekki ástæðu til bjartsýni um gengi liðsins í þjóðakepnninni. Sparkspekingar hafa keppst við að úthúða liðinu fyrir lélega frammistöðu og eru ekki vongóðir um góða niðurstöðu í leiknum í kvöld. En hvað finnst hinum almenna stuðningsmanni liðsins um frammistöðu þess og hvaða væntingar hefur fólk til leiksins í kvöld? Mannlíf sló á þráðinn til nokkurra eldheitra aðdáenda liðsins og forvitnaðist um hvaða væntingar það fólk hefði til frammistöðu þess í kvöld.

Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour

Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour.

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Þetta snýst allt um væntingastjórnun og eftir laugardaginn hef ég stillt þeim algerlega í hóf. En fyrir mér snýst fótbolti um að styðja í blíðu og stríðu þó 6-0 tap sé erfitt að kyngja. Ég hef trú á því að strákarnir gíri sig í gang.“

Heldurðu að þeir eigi möguleika á sigri?

„Það er alltaf möguleiki – eigum við ekki að segja það bara? Það getur vel verið að Belgarnir hafi horft á síðasta leik Íslands og talið sér trú um að þetta verði léttur leikur í kvöld – og strákarnir geta þá strítt þeim og sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Er ekki ágætt að vona það bara?“

En ef þeir tapa stórt aftur hefur það áhrif á stuðning þinn við liðið?

„Nei, það gerir það ekki. Auðvitað er skemmtilegra að halda með liði sem vinnur og það er meiri stemning. En ég persónulega þoli ekki stuðningsmenn sem sitja bara og tuða í stúkunni. Stuðningur er ekki stuðningur nema hann sé í blíðu og stríðu.“

________________________________________________________________

Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts

Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts.

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Ég lít svo á að við eigum sæmilega möguleika á að halda jöfnu. En þá þarf allt að ganga upp og það væri mikill sigur.“

Setti frammistaðan í Sviss ekkert strik í reikninginn í trú þinni á liðið?

„Fallið í Sviss var kannski óhjákvæmilegt og hlaut að koma, þótt það væri meira og hærra en maður reiknaði með. En hafa ber í huga að þetta er ein erfiðasta prófraun sem hægt er að hugsa sér, að mæta einu albesta landsliði heims strax eftir þetta feiknarlega tap.“

En þú hefur trú á að strákarnir rífi sig upp og nái jafntefli við bronsliðið af HM í sumar?

„Ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn og kalt mat segir mér að Belgarnir vinni öruggan sigur. En ég vonast auðvitað eftir betri frammistöðu en í Sviss og við megum ekki gleyma því að það er engin skömm að tapa fyrir Belgum, síður en svo.“

________________________________________________________________

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata.

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Þetta verður erfitt, en Íslenska liðið er öflugt og hefur oft sýnt það að það getur vel keppt við öflugustu fótboltalið í heimi. Það kannski bara veltur mest á því hvernig liggur á þeim. Spurning um að trúa á sigurinn.“

En ef þeir tapa stórt aftur hefur það áhrif á stuðning þinn við liðið?

„Nei, fjandakornið, þetta er okkar lið og þarf einmitt mest á stuðningi og tiltrú að halda þegar illa gengur. Það er auðvelt að halda með liði þegar allt gengur eins og í draumi. Ef við stöndum ekki með þeim þegar illa gengur, getum við þá einu sinni sagt að við séum alvöru stuðningsfólk?“

Viltu spá um lokatölur?

„Ég segi 2-1 fyrir Ísland.“

________________________________________________________________

Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi hjá Sölku.

Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi hjá Sölku

Hvernig líst þér á möguleika íslenska liðsins í kvöld?

„Ég er, til að orða það pent, hæfilega bjartsýn. Belgar eru með svakalegt lið – ég spáði þeim sigri á HM í sumar. En svo er það nú oft þannig að íslenska liðið stendur sig best á móti sterkum andstæðingum. Og þeir ættu náttúrulega að koma snarvitlausir í þennan leik eftir síðustu úrslit.“

Heldurðu að þeir eigi möguleika á sigri?

„Já, það er alltaf möguleiki á sigri í fótboltaleik!“

En ef þeir tapa stórt aftur hefur það áhrif á stuðning þinn við liðið?

„Nei, alls ekki. Í blíðu og stríðu er það ekki?“

Viltu spá um lokatölur?

„Helst ekki! En segjum 1-1 fyrir Ísland.“

„Það á enginn að deyja á kaldri götunni“

Sycamore Tree sendir frá sér lag til minningar um Loft Gunnarsson.

Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu. Hann lést 32 ára gamall. Á afmælisdegi hans, 11. september, hefur hljómsveitin Sycamore Tree gefið út lagið The Street, sem fjallar um Loft Gunnarsson og síðustu andartök í lífi hans.

„Það á enginn að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leyti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð,“ segja meðlimir hljómsveitarinnar, þau Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. „Við sömdum og fluttum lagið The Street í minningu Lofts Gunnarssonar og helgum það baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík.“

Loftur var mágur Gunna og lagið er gefið út til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. „Það er auðvelt að líta framhjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma,“ segja þau Gunni og Ágústa Eva um ástæðu þess að þau sömdu lagið og gáfu það út. „Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi. Það er okkur mikil ánægja að veita Minningarsjóðnum og þessu mikilvæga málefni lið.“

Praktísk og jarðtengd

Þórunn María leikmynda- og búningahöfundur lærði í Frakklandi og Belgíu á síðustu öld og hefur því starfað við iðn sína um langa hríð. Hún segist ekki tengjast fötum tilfinningalegum böndum en sterkar og sjálfstæðar konur veiti sér innblástur á hverjum degi.

„Þessi kjóll frá Magneu er það nýjasta í fataskápnum. Ótrúlega fínn, þægilegur og bæði hægt að dressa upp og niður. Hálsfestin, gerð úr rekavið, er eftir Helgu Mogensen.“

Fyrr í sumar starfaði Þórunn María við Listhátíðarverkefnið R1918. Áður vann hún leikmynd og búninga fyrir sviðsverkið Ahhh … sem leikhópurinn RaTaTam sýndi í Tjarnarbíói ásamt búningahönnun fyrir sýningarnar Hafið og Föðurinn sem báðar voru settar upp í Þjóðleikhúsinu.

„Skórnir minna mig á helgarferð til Lissabon sem ég fór fyrir nokkrum árum en þar keypti ég skóna í lítilli hönnunarbúð. Ég fer alltaf hálfvegis til Lissabon þegar ég fer í þessa skó.“

Þrátt fyrir að sinna ýmsum verkefnum og fá fjölbreytta útrás fyrir sköpunargáfuna lýsir Þórunn María sínum persónulega stíl sem einföldum en þó með örlitlu tvisti. „Ég er frekar praktísk og jarðtengd. Ég er ekki mikið fyrir mikla neyslu á textílvörum en ég hugsaði samt um daginn að nú þyrfti ég að fara að prjóna mér stóra og kósí ullarpeysu til að vefja mig inn í á íslenskum sumarkvöldum. Að mínu mati þurfa allar konur að eiga færri en vandaðri flíkur í fataskápnum sínum og vera óhræddar við að klæðast sömu flíkinni oftar en einu sinni. Sjálf tengist ég fötum ekki tilfinningalegum böndum og kaupi mest á nytjamörkuðum. Búðin í hverfinu mínu er Hertex sem dæmi. Búðin þar við hliðina er Space Concept, verslun Anitu Hirlekar og Magneu sem eru tveir íslenskir, frábærir fatahönnuðir. Nytjamarkaðir og hönnun finnst mér fín blanda.“

„Mér þykir vænt um þennan samfesting sem ég bjó til úr jakkafötum sem ég saumaði á námsárum mínum í París. Þannig gaf ég fötum sem ég saumaði fyrir 25 árum síðan nýtt líf.“

Aðspurð hvaða konur veiti sér innblástur svarar Þórunn María að þær séu þrjár. „Tilda Swinton, Rei Kawakubo og Björk en allt eru þetta sterkar og sjálfstæðar konur sem stefna ákveðið í sinni sköpun, hver á sínu sviði.“

 

„Ég líð ekki svona mál á minni vakt“

MÓTSÖGNIN Þjóðkirkja Íslands hefur sætt harðri gagnrýni eftir að upp komst að prestur, sem viðurkenndi á fundi sem haldinn var hjá Biskupi Íslands fyrir þremur árum, að hafa brotið gegn konu þegar hún var á barnsaldri, hefur síðan þá tekið þátt í athöfnum kirkjunnar.

Umræddur prestur settist í helgan stein árið 2001 en predikaði t.d. í Breiðholtskirkju í maí á þessu ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heit umræða skapast vegna kynferðisbrota presta Þjóðkirkjunnar og hefur málfutningur Biskups Íslands vegna þeirra oftar en ekki vakið athygli.

1 Þannig sagði biskup í viðtali við DV á dögunum: „Þetta verður þannig að við erum að glíma við siðferðislegar spurningar alla daga og gerum það alltaf frá þeim grunni sem við höfum, sem er kærleiksboðskapur Jesús Krists. Fyrir mína parta þá líð ég ekki neitt illt í kirkjunni og reyni að vinna með það ef það kemur upp, og tek það mjög nærri mér.“

2 Í sama viðtali spyr blaðamaður biskup hvort það sé ekki svolítið furðulegt að prestur, sem hefur viðurkennt brot gegn konu þegar hún var barn, skuli halda messu í Breiðholtskirkju og mæti í vígslu Skálholtsbiskups hjá biskupi. „Ég veit ekki hvort það sé neitt óeðlilegt við það í sjálfu sér,“ svarar hún þá.

3 Árið 2017 var annar prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni. Biskup Íslands var ómyrk í máli vegna þessa í viðtali við Fréttablaðið þegar málið kom upp. „Ég sendi sr. Ólaf [Jóhannsson] í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt. Ég beitti þeim úrræðum sem lög og reglur segja til um, og eitt af því var að senda hann í leyfi. Ég veitti honum tiltal og sendi hann í meðferð hjá sálfræðingi.“

Athygli vekur hversu ólíka meðferð slík mál hafa fengið innan kirkjunnar. Þegar enn annar prestur, Helgi Hróbjartsson, viðurkenndi árið 2010 fyrir fagráði um kynferðisbrotamál innan kirkjunnar að hafa framið kynferðisbrot gegn þremur drengjum var hann útilokaður frá starfsemi kirkjunnur. Málsmeðferðin í máli prestins, sem er rætt um hér í upphafi, hefur hins vegar tekið mörg ár.

Mynd / Biskup.is

Valdir textar Kate Bush gefnir út á bók

Faber gefur út textasafn frá 40 ára ferli tónlistarkonunnar.

How to be Invisible, eða Hvernig á að vera ósýnileg, er nafn bókar með úrvali af textum tónlistarkonunnar Kate Bush sem hið virta forlag Faber gefur út 6. desember næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem textar hennar verða gefnir út á bók og ekki hefur verið gefið upp hvaða textar munu birtast í bókinni en það er úr nógu að velja eftir 40 ára glæstan feril.

Rithöfundurinn David Mitchell, sem meðal annars er höfundur bókarinnar Cloud Atlas, mun rita inngang að bókinni, en hann hefur margsinnis látið hafa eftir sér að Kate Bush sé einn helsti áhrifavaldur hans í skriftunum. „Fyrir milljónir fólks um allan heim er Kate miklu meira en eitt söngvaskáldið enn; hún er skapari tónlistar sem fylgir þér alla ævi,“ sagði Mitchell árið 2014 þegar hann tók þátt í fyrstu tónleikum tónlistarkonunnar eftir 35 ára hlé frá tónleikahaldi.

Kate Bush sem varð sextug í júlí er af mörgum talin einn besti textasmiður poppsögunnar og árið 2002 hlaut hún Ivor Novello verðlaunin fyrir framúrskarandi framlag til tónlistar. Textar hennar þykja allt í senn bókmenntalegir, munúðarfullir um leið og þeir eru fullir af kvenorku og barnslegu sakleysi.

Faber hefur áður gefið út textasöfn ýmissa breskra tónlistarmanna, meðal annarra Jarvis Cocker og Van Morrison, en Kate verður fyrsta tónlistarkonan sem kemst í þann hóp

Raddir