Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Urðu vegan eftir að horfa á Cowspiracy

Fyrir þremur árum horfðu þau Þórdís Ólöf og Aron Gauti á heimildarmyndina Cowspiracy en í henni er fjallað um hvernig dýralandbúnaðurinn sé helsta orsök mengunnar, vatnsnotkunnar og eyðingu regnskóga í heiminum. Næsta dag ákváðu þau að gerast vegan.

Þau hafa sankað að sér ýmsum fróðleik og komust að því að veganismi er ekki einungis umhverfisvænn lífsstíll heldur einstaklega heilsuvænn. Þau segjast vera vegan í dag fyrir dýrin, umhverfið og heilsuna. Við fengum þau til þess að deila með okkur þremur auðveldum uppskriftum að veganréttum sem ættu að hvetja fólk til heilbrigðari lífshátta á nýja árinu.

Hver var mesta áskorunin við að verða vegan til að byrja með? Ólíkt því sem margir halda þá var lítið mál að breyta sjálfu mataræðinu. Helsta áskorunin var hins vegar viðbrögð margra í kringum okkur en við mættum víða fordómum og jafnvel andstöðu. Besta svarið við slíkum fordómum er bara að halda sínu striki og láta skoðanir annarra ekki á sig fá, enda sýndu líka margir okkur stuðning, áhuga og skilning.

Hver er mesta mýtan í kringum veganisma? Helsta mýtan er sú að grænkerar fái ekki nóg prótín. Staðreyndin er hins vegar sú að það er feikinóg prótín að fá úr plönturíkinu. Fjöldi íþróttamanna hefur kosið að gerast vegan og það sýnir að mýtan um „veikburða grænmetisætuna/veganistann“ á ekki við nein rök að styðjast.

Helsta áskorunin var hins vegar viðbrögð margra í kringum okkur en við mættum víða fordómum og jafnvel andstöðu.

Hvað er ómissandi í eldhús veganista? Okkur finnst mikilvægast að halda opnum hug og vera til í að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu. Þar fyrir utan finnst okkur góð matvinnsluvél algjört lykilatriði.

Hver er uppáhaldsuppskriftin ykkar? Við þróuðum nýlega uppskrift að heimatilbúnum osti sem er gerður úr kasjúhnetum. Sú uppskrift er í algjöru uppáhaldi hjá okkur en osturinn er einfaldur, hollur og virkilega bragðgóður. Hægt er að finna uppskriftina á síðunni okkar.

Með hverju mælið þið við fólk sem hefur áhuga á að prófa sig áfram í veganfræðum? Þegar tekin eru skref inn í heim vegan-lífsstíls þá eru fæstir sem verða vegan „á einu kvöldi“ líkt og við gerðum. Það tekur tíma og vinnu að breyta um lífsstíl og mikilvægast er að gefast ekki upp. Við mælum einnig með því að fólk kynni sér staðreyndir og hugmyndafræði veganisma því enn er talsvert um fordóma og lífseigar mýtur sem erfitt er að útrýma, sama hversu oft þær eru afsannaðar.

Almennt er talað um þrjár meginástæður fyrir því að fólk gerist vegan; dýravernd, umhverfisvernd og heilsa. Þegar við urðum vegan fannst okkur gott að átta okkur á því hvaða ástæður lægju að baki okkar ákvörðun og gátum þannig minnt sjálf okkur reglulega á það.

Morgungrautur

Grunnur:

1 dl hafrar
1 msk. chia-fræ
1 dl vegan-jógúrt
1-2 dl plöntumjólk
½ tsk. hlynsýróp eða 2-3 dropar stevía
salt

Setjið öll hráefnin í hrærivél og hrærið saman í 10-20 mín. Setjið grautinn síðan í ílát og geymið í kæli yfir nótt. Það má sleppa því að nota hrærivél og setja hráefnin beint í ílát, hrista rétt svo saman og setja í kæli. Með því að nota hrærivél þá verður grauturinn hins vegar léttari og loftkenndari.

Tilbrigði:

fersk jarðarber
1 tsk. vanilla, eða vanilludropar
1 tsk. sítrónusafi
sítrónubörkur, af hálfri sítrónu

Setjið skorin jarðarber, rifinn sítrónubörk, sítrónusafa og vanillu út á grautinn áður en hann er settur í kæli og blandið létt saman. Morguninn eftir er gott að setja t.d. möndluflögur og skorinn banana út á grautinn.

Hummuspasta

200 g pasta
1 askja sveppir
200 g brokkólí
1 laukur
100 g spínat
3 dl hummus (heimagerður eða úr búð)
1 dl pastasoð
1 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn
2 tsk. sítónusafi
salt og pipar

Skerið lauk, sveppi og brokkólí niður og steikið á pönnu þar til sveppirnir hafa mýkst. Sjóðið pastað nokkrum mínútum styttra en leiðbeiningar segja til um. Sigtið vökvann frá en haldið 1 dl eftir. Setjið 1 dl af vökvanum, hummus og kókosmjólk út á pastað og hrærið vel saman. Bætið lauk, sveppum og brokkólíi út í pastað, ásamt spínati. Sjóðið þar til pastað er orðið mjúkt. Bætið loks við sítrónusafa og kryddið með salti og pipar eftir smekk.

 Heimagerður hummus

1 dós kjúklingabaunir
1 msk. tahini
1 msk. sítrónusafi
1-2 hvítlauksrif
1 tsk. tamarind-sósa eða sojasósa
1/2 tsk. cumin salt og pipar
cayenne pipar

Setjið sítrónusafa, tahini og kjúklingabaunir í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Bætið því næst hinum hráefnunum út í og blandið saman í nokkrar sek. Ef erfitt er að ná mjúkri áferð getur hjálpað að bæta við örlitlu vatni.

Indverskt dal

1 laukur
2 hvítlauksrif
1 msk. ferskt engifer
2 tsk. garam masala
1 tsk. cumin
½ tsk. karrý
cayenne pipar eftir smekk
½ blómkálshaus
300 g gulrætur
3 dl rauðar linsubaunir
6 dl vatn
1 dós kókosmjólk, þykk
1 grænmetisteningur
1 msk. tómatpúrra
3 tsk. sítrónusafi
1 tsk. hlynsýróp
salt

Saxið lauk, hvítlauk og engifer smátt og mýkið í potti, upp úr olíu. Bætið garam masala, cumin, karrý og cayenne pipar út á og steikið áfram í nokkrar mínútur. Skerið gulrætur og blómkálið smátt niður og bætið út í pottinn. Steikið grænmetið í nokkrar mínútur og bætið þá linsubaunum, vatni, kókosmjólk, grænmetistening og tómatpúrru í pottinn. Látið blönduna malla í 30-40 mínútur eða þar til gulræturnar eru mjúkar í gegn. Bætið loks sítrónusafa, hlynsýrópi og salti út í og látið malla í smástund. Smakkið til og bætið við kryddum eftir smekk. Berið fram með hrísgrjónum eða quinoa, jógúrtsósu og naan brauði.

Jógúrtsósa

2 dl vegan-jógúrt
2 dl Oatly sýrður rjómi
½ gúrka
1 hvítlauksrif
2-3 tsk. sítrónusafi salt og pipar

Rífið gúrku smátt á rifjárni og reynið að kreista vökvann frá eins vel og hægt er. Pressið hvítlaukinn og blandið síðan saman öllum hráefnunum. Geymið sósuna í kæli þar til hún er borin fram.

Naan-brauð

3 dl spelt (gróft og fínt)
1 tsk. vínsteinslyftiduft
1 msk. ólífuolía
1 dl vegan-mjólk
salt

Blandið hráefnunum saman og hnoðið deig. Bætið við hveiti ef þarf. Fletjið litlar, þunnar kökur úr deiginu með kökukefli. Þurrsteikið hverja köku fyrir sig á pönnu, við nokkuð háan hita. Snúið kökunum við eftir 1-2 mín, en þá eiga kökurnar að hafa lyft sér og brúnast. Staflið kökunum á disk og berið fram með dalinu. Gott er að dýfa brauðinu í ólífuolíu eða bráðið vegan-smjör og sesamfræ.

Myndir / Aron Gauti Sigurðarson

Norska lögreglan óskar eftir ábendingum frá almenningi

Norsk kona hefur verið horfin í 71 dag en talið er að henni hafi verið rænt af heimili sínu í lok október. Norska lögreglan óskar nú eftir upplýsingum og ábendingum frá almenning.

Norsk kona að nafni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, 68 ára, hefur verið horfin í 71 dag. Rétt í þessu lauk blaðamannafundi vegna málsins þar sem lögreglan í Noregi reyndi að svara spurningum blaðamanna. Um 30-40 blaðamenn munu hafa verið á staðnum og var fundurinn sýndur í beinni útsendingu á vef norska miðilsins Aftenposten.

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf frá heimili sínu þann 31. október en leynd hefur ríkt yfir málinu síðan þá. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt og eru mannræningjarnir sagði hafa farið fram á níu milljónir evra í rafminnt í lausnargjald. Í frétt á vef Aftenposten kemur fram að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Anne-Elisabeth að verða ekki við kröfum fjölskyldunnar.

Það var lögreglumaðurinn Tommy Brøske sem svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundinum.

Brøske segir að lögregla hafi kosið að halda algjörri leynd yfir málinu í allan þennan tíma og að það hafi verið erfið ákvörðun að gera málið opinbert í dag. En að nú vanti lögreglu ábendingar og upplýsingar frá almenningi. Til að mynda gætu myndbandupptökur úr bílum almennings komið sér vel.

Mynd / Skjáskot af vef Aftenposten

Jamie Lee Curtis óánægð með kynningaraðferðina

Leikkonan Jamie Lee Curtis er ekki hrifin af aðferðinni sem notuð var til að kynna Fiji vatn á Golden Globe hátíðinni.

Kynningin sem um ræðir var sett þannig upp að leikkona að nafni Kelleth Cutbert, sem nú hefur hlotið hefur viðurnefnið Fiji Water Girl, kom sér fyrir í bakgrunni ótal mynda sem teknar voru af fræga fólkinu á rauða dreglinum á Golden Globe. Myndir af stjörnunum þar sem leikkona sést í bakgrunni með bakka sem er fullur af Fiji vatni fór í kjölfarið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

Jamie Lee Curtis lýsti yfir óánægju sinni með þennan gjörning á Instagram. Curtis sagði frá því að eiginmaður hennar hafi vakið athygli hennar á að mynd af henni hafi verið birt á vef CNN. Á myndinni er stelpan með Fiji vatnið í bakgrunni.

„Ég færði mig vísvitandi frá þessari augljósu kynningu,“ sagði leikkonan. Curtis sagðist þá hafa lagt áherslu á það við ljósmyndara að hún vildi ekki taka þátt í að auglýsa vöruna.

„Styrktaraðilar hátíða þurfa að fá leyfi frá fólki ef það á að mynda það við hliðina á varningi.“

Í samtali við People vill Kelleth Cutbert þá meina að þetta hafi ekki verið með ráðum gert, að hún hafi ekki lagt sérstaka áherslu á að staðsetja sig inn á myndum og jafnvel horfa beint í linsu myndavélanna.

„Það er allt morandi í ljósmyndurum alls staðar. Það skiptir ekki máli hvar þú stendur. Þú lendir alltaf inni á myndunum,“ sagði hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Vw! (@vanguardiaweb) on

Sölufélagi Garðyrkjumanna gert að fjarlægja umdeildar auglýsingar

Þær auglýsingar Sölufélags garðyrkjumanna á innlendu grænmeti og ávöxtum hafa verið verið bannaðar þar sem gefið er í skyn að aðstæður við ræktun innflutts grænmetis og ávaxta sé ábótavant.

Neytendastofa hefur bannað nokkrar auglýsingar Sölufélags garðyrkjumanna á innlendu grænmeti og ávöxtum sem birtar voru í sumar. Auglýsingarnar voru teknar til athugunar eftir að Neytendastofu barst erindi frá Innnes ehf. þar sem kvartað var yfir auglýsingaherferðinni.

Í auglýsingunum sjást viðskiptavinir ganga um verslanir, taka upp grænmeti eða ávöxt sem á stendur „imported“ eða „innflutt“, leggja upp að eyranu og þá heyrist hljóð á borð við hljóð úr klósetti og vinnuvélahljóð eða finni ólykt.

Þegar sá hinn sami tekur hins vegar upp vörur íslenska ávexti og grænmeti þá heyrist hins vegar ljúf tónlist. Þá er lesinn upp eftirfarandi texti.: „Grænmeti sem ber merkið okkar er ræktað með hreinu íslensku vatni. Hvaða vatn fer í gegnum grænmetið þitt? Íslenskt grænmeti, þú veist hvaðan það kemur.“

Umdeildu auglýsingarnar vöktu strax umtal en í viðtali við Fréttablaðið í sumar viðurkenndi Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, að skilaboð auglýsinganna séu ögrandi en að tilgangurinn væri að vekja athygli á þeim eiginleikum sem íslenska grænmetið hefur upp á að bjóða.

Á vef Neytendastofu kemur fram að Neytendastofa taldi að þrátt fyrir að ekki væri vísað með beinum hætti til Innnes eða annarra samkeppnisaðila Sölufélags garðyrkjumanna væri augljóst að skírskotað væri til innflutts grænmetis og ávaxta og að gefið væri í skyn að aðstæður við ræktun, hreinlætis og gæða þess væri ábótavant.

„Taldi Neytendastofa auglýsingarnar fælu í sér villandi samanburð, væru neikvæðar og lítilsvirðandi í garð keppinauta á markaði og með þeim væri kastað rýrð á vörur Innnes. Neytendastofa bannaði Sölufélagi Garðyrkjumanna ehf. að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti og beindi þeim fyrirmælum til fyrirtækisins að fjarlægja auglýsingarnar þaðan sem þeim hafði verið komið á framfæri.“

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

„Mér finnst orðið sjúklega töff vera umhverfisvæn týpa“

|
|

Lögfræðingurinn Eva H. Baldursdóttir skrifar um sjálfbæran lífsstíl í sínum nýjasta pistli.

Eva H. Baldursdóttir.

„Mér finnst orðið sjúklega töff að vera umhverfisvæn týpa, sem kýs að vera á hjóli og nota almenningssamgöngur þegar ég get, vel að borða ekki kjöt, vel að nota bíl minna, vel að kaupa minna dót. Ég er stolt af því að minnka vistspor mitt og á sama tíma gera betur við budduna og heilsuna mína,“ skrifar lögfræðingurinn Eva H. Baldursdóttir í sinn nýjasta pistil sem fjallar um sjálfbæran lífsstíl.

„Að velja sjálfbærari lífsstíl þýðir að það þarf að breyta lifnaðarháttum. T.d. að draga úr þörfinni fyrir notkun náttúruauðlinda, velja að kaupa ekki vörur sem framleiddar eru með ósjálfbærum hætti eða breyta umgengni í okkar daglega lífi t.d. að flokka rusl, sóa ekki mat og svo framvegis,“ skrifar Eva sem viðurkennir að það sé í sjálfu sér ekki ýkja langt síðan hún fór að hugsa um þessa hluti.

Við sjáum ekki að kjúklingar eru framleiddir í verksmiðju eins og hver annar hlutur. Þeir eru hins vegar lifandi dýr. Við vitum þetta flest, en kjósum að líta fram hjá því.

Hún bendir á að fólk í nútímasamfélagi eigi það til að gleyma að hugsa um uppruna hluta og hvar hlutir enda svo. „Til dæmis kjúklingurinn sem við borðum kemur á frauðbakka beint úr verslun, pakkaður í plast. Við sjáum ekki að kjúklingar eru framleiddir í verksmiðju eins og hver annar hlutur. Þeir eru hins vegar lifandi dýr. Við vitum þetta flest, en kjósum að líta fram hjá því. Að sama skapi sjáum við aldrei allt magnið af rusli sem heimilið losar t.d. á ári á einum stað. Það væri eflaust ágætis raunveruleikatenging á hrúga því öllu á einn stað. Því allt sem við kaupum endar einhvers staðar, hvort sem því er fargað eður ei.“

Meðfylgjandi eru svo átta góð ráð frá Evu:

  1. Minnka bílnotkun, draga úr skutli og nýta ferðirnar betur – hér eru ótal valmöguleikar, t.d. að sleppa bílnum stundum, eiga bara einn bíl á fjölskyldu, nýta ferðirnar betur í búðina, nota almenningssamgöngur og hjólið, taka strætó með börnum sínum og kenna þeim að nota hann sem og ferðast með öðru fólki til vinnu eða í skólann.
  2. Draga úr óþarfa neyslu – að taka upp mínimalisma í hugsun og framkvæmd. Spyrja sig hvort maður þurfi það sem maður eru að kaupa, hvort að þessi gjöf sé skynsamleg kaup, draga úr óþarfa eyðslu, kaupa notuð húsgögn á bland eða fara í góða hirðinn og svo framvegis.
  3. Færri flugferðir.
  4. Nota sjálfbær hreinsiefni á heimilið.
  5. Minnka kjötát – t.d. má sleppa því suma daga og sleppa því að kaupa verksmiðjuframleitt kjöt.
  6. Rækta eigin mat t.d. að vera með garð, kryddjurtir eða salat. Nú má rækta mjög margt á svölunum.
  7. Sleppa matarsóun með að vera meðvituð í matarinnkaupum, elda það sem er til og skipuleggja innkaup með hliðsjón af því hvað er til.
  8. Muna eftir fjölnotapokunum í matvöruverslunum, ekki taka plastpoka fyrir grænmeti og forðast vörur pakkaðar í plast. Í mótmælaskyni má t.d. taka vörur úr óþarfa plastumbúðum og skilja þær eftir sem og mæta með eigin ílát.

Pistil Evu má lesa í heild sinni hérna.

Brotist inn í bíla á Seltjarnarnesi í nótt

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag borist tilkynningar um innbrot í nokkra bíla á Seltjarnarnesi í nótt.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist tilkynningar um innbrot í bíla á Seltjarnarnesi í nótt. Umræður á Facebook-síðu íbúa á Seltjarnarnesi hafa myndast en þar kemur fram að margir hafi orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum í nótt.

Í umræðunum á Facebook kemur fram að brotist hafi verið inn í bíla á Bollagörðum, Lindarbraut, Nesbala og Vesturströnd. Ekki kemur fram hvort skemmdir hafi orðið á bílum eða hverju var stolið.

Þá kemur einnig fram að brotist var inn í bíla á Nesbala um helgina.

Sjá einnig: Innbrotum fjölgað: 997 innbrot tilkynnt það sem af er ári

Nýuppgerð 50‘s íbúð með upprunalegu eldhúsi

Síðla nóvembermánaðar kíktum við í heimsókn til Hildar Rutar Ingimarsdóttur en hún býr í notalegri íbúð í Laugarneshverfinu ásamt unnusta sínum og tveim börnum.

Húsið var byggt árið 1959 og ber íbúðin sem er 80 fm greinileg merki um það, með fallegum skrautlistum og ávölum línum. Fjölskyldan flutti inn fyrir um ári síðan og tóku eigendurnir íbúðina nánast alveg í gegn, en ákváðu þó að halda í allar innréttingar og innbyggða skápa og fríska heldur upp á það með hvítri málningu.

„Okkur þótti upprunalega innréttingin svo falleg og rennihurðarnar skemmtilegar, svo við ákváðum að setja nýja borðplötu á bekkinn og skipta um öll tæki frekar en að splæsa í nýja innréttingu – þetta var svakaleg vinna en auðvitað vel þess virði,“ segir Hildur.

Fjölskyldan bjó áður í Bryggjuhverfinu en hún segir þau kunna mun betur við sig í Lauganesinu, enda sé bakarí, sundlaug og barnvæna kaffihúsið Kaffi Laugalækur handan við hornið.

Innanhússinnblástur frá veitingastöðum

Breyttist stíll heimilisins mikið við flutningana? „Já, við höfum verið dugleg að endurnýja húsgögnin síðastliðið ár; sófann, borðstofustólana og ljósin sem dæmi. Ég var orðin svolítið leið á borðstofuborðinu og ákvað að lakka eikarplötuna dökka svo það myndi passa betur inn í stofuna og við veggfóðrið, ég fæ mestan innblástur fyrir heimilið við það að fara út að borða, en á veitingastöðum er oft búið að skapa svo notalega stemningu og ég vildi reyna að ná því í stofuna hér heima.“

Veggfóðrið bakvið borðstofuborðið er úr Esja Dekor.

Hildur lýsir stílnum sínum sem skandinavískum og kósí og segist um þessar mundir hrífast meira af dekkri tónum í bland við græna liti, ásamt því að vera með æði fyrir fallegum plöntum til að lífga upp á heimilið. Henni þykir einnig mikilvægt að nýta þá hluti sem hún á og finnst gaman að blanda saman eldri hlutum með sögu við nýrri heimilismuni, en passar þó að hafa ekki of mikið uppi við í einu og er dugleg að setja hluti í geymslu eða gefa yngri systrum sínum það sem hún er hætt að nota.

Eitt af aðal áhugamálum Hildar er að nostra við heimilið og sem betur fer hafa hún og unnustinn svipaðan smekk þegar kemur að innanstokksmunum.

Áður en þau fluttu inn skiptu þau um gólfefni, parketið er frá Agli Árnasyni.

Eru einhverjar verslanir sem þú heillast frekar af en aðrar? „Ég er mjög hrifin af öllu úr Heimahúsinu og Pennanum og svo er ég ótrúlega ánægð með komu HM Home hingað til lands, en það er svo gaman að geta keypt sér fallega hluti á góðu verði.“

Aðspurð hvort einhver hlutur á heimilinu sé í uppáhaldi svarar Hildur að það sé par af messingkertastjökum sem voru í eigu langömmu hennar og myndin af New York sem hangir yfir sófanum. „Kærastinn minn bað mín efst í Rockafeller Center í New York í fyrra og á myndinni er akkúrat útsýnið sem við höfðum yfir borgina á því augnabliki. Mér þykir gaman að hafa hluti uppi við sem hafa persónulega merkingu fyrir okkur.“

Sófinn er úr Heimahúsinu og myndin úr Rockafeller Center kveikir sérstakar minningar hjá Hildi og unnustanum.

Hildur nefnir að á næsta ári muni þau fjölskyldan líklegast leita sér að stærra framtíðarhúsnæði, því dóttir þeirra þurfi eigið herbergi fyrr eða síðar. „Við erum strax byrjuð að líta í kringum okkur og munum pottþétt fara aftur í einhverjar framkvæmdir en það er svo skemmtilegt að geta valið gólfefnið og flísarnar sjálfur og gert húsnæðið alveg að sínu. Það er svo mikið rót að flytja, svo núna ætlum að leita að húsnæði sem er til frambúðar.“

Þess má geta að Hildur gaf út vinsæla matreiðslubók fyrir um tveimur árum sem bar nafnið Avocado. Spurð út í hvort það sé í kortunum að gefa út fleiri bækur segir hún: „Já, ég ætlaði að reyna fyrir þessi jól, en svo varð ég ólétt og plönin breyttust aðeins. Stefnan er þó að gefa út aðra bók á komandi árum og taka þá fyrir annað hráefni eins og ég gerði með Avocado-bókina.“

Lampann í forstofunni ættu flestir að þekkja, en hann er frá versluninni Snúrunni.

Ljósmyndir / Aldís Pálsdóttir

Kjörkuð, kraftmikil og ósérhlífin

Auður Guðjónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er löngu landskunn fyrir einarðlega og sleitulausa baráttu sína í þágu þeirra sem orðið hafa fyrir mænuskaða. Dóttir hennar, Hrafnhildur Thoroddsen, slasaðist í umferðarslysi árið 1989 og hefur síðan notað hjólastól. Árið 2007 stofnaði Auður Mænuskaðastofnun Íslands þar sem hún er stjórnarformaður.

Auður hefur verið óþreytandi í baráttunni fyrir því að upplýsingum um mænuskaða sé safnað saman þannig að nýtast megi í leitinni að lækningu. Takmarkið er gagnagrunnur sem gæti, ef allt gengur að óskum, nýst mænusköðuðum á heimsvísu.

Orðið eldhugi er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hlusta á Auði og virði hana fyrir mér. Hún er sannkallaður eldhugi sem býr yfir þeim glæstu eiginleikum að vera óvenjulega  kjörkuð, kraftmikil og ósérhlífin manneskja. Ég spyr Auði fyrst út í gagnabankann.

„Upphaflegi gagnabankinn var stofnaður á vegum Mænuskaðastofnunar og fjármagnaður af heilbrigðisráðuneytinu. Þar var safnað saman upplýsingum um tilraunameðferðir sem voru þýddar á fimm tungumál og ég held ég fari rétt með þegar ég segi að það hafi verið komnar fjörutíu og sex milljónir heimsókna inn á þennan banka. Þarna var einn bandarískur starfsmaður, en eftir hrun varð sífellt erfiðara að fá peninga og á endanum gat ég ekki orðið borgað honum fyrir vinnuna við að setja inn upplýsingar. Þannig að þessi gagnabanki gat ekki vaxið meira og leita varð nýrra leiða.“

Eftir hrun varð sífellt erfiðara að fá peninga og á endanum gat ég ekki orðið borgað honum fyrir vinnuna við að setja inn upplýsingar.

En nú beinist athyglin að því að koma á enn öflugri gagnabanka eftir opnun hins samnorræna gagnagrunns?

„Já, einmitt, en svo ég reki aðeins söguna þá samþykkti Alþingi árið 2014 aðgerðir í þágu lækningu á mænuskaða en áður hafði farið fram vinna hjá Norðurlandaráði við að reyna að fá Norðurlöndin til sameina þekkingu sína í málefnum mænuskaðaðra. Siv Friðleifsdóttir bar þessa tillögu fyrst fram á þingi Norðurlandaráðs árið 2009. Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, fylgdi þessu svo fast og örugglega eftir.

Á endanum hafðist þetta eftir talsverða þrautagöngu, ekki síst fyrir það að Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, blandaði sér í málið, sem lauk  árið 2013. Verkefninu um samskráningu á meðferð við mænuskaða er stýrt frá  St. Olavs-sjúkrahúsinu í Þrándheimi og það er fjármagnað af Norðmönnum.“

Eitt af því sem þú hefur nefnt, Auður, er að Kínverjar og Indverjar hafi verið að þróa lækningar við mænuskaða sem hafa skilað vissum árangri, en læknar á Vesturlöndum vilji ekki viðurkenna?

„Já, það eru því miður miklir fordómar hjá mörgum læknum á Vesturlöndum gagnvart lækningum annars staðar í heiminum. Hér kemur líka til afar hörð barátta lækna og stofnana um rannsóknarstyrki og heiður. Og ef menn hafa ekki ensku að móðurmáli þá eru þeir síður teknir alvarlega.“

Hvað er þá til ráða? Það stendur ekki á svarinu hjá Auði sem alltaf hugsar málið lengra, stórhuga og framsýn. „Þarna gegna Sameinuðu þjóðirnar lykilhlutverki. Með því að styðja stofnun gagnabanka sem allar þjóðir heims tækju þátt í væru Sameinuðu þjóðirnar að brúa bilið yfir gjána sem er á milli vesturheims og annarra heimshluta varðandi lækningu við mænuskaða. Þannig væri hægt að nýta alla þá þekkingu á mænuskaða sem hefur safnast upp í hinum ýmsu löndum.

Ástæðan fyrir því að það gengur hægt að finna lækningu við mænuskaða er einmitt sú að í læknavísindunum er í raun lítið vitað um taugakerfi mannsins.

Í þessu sambandi er gaman að geta sagt frá því að í ræðu sinni á nýafstöðnu Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hvatti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þjóðir heims til aukins samstarfs á taugavísindasviði. Með því að fá Sameinuðu þjóðirnar til liðs við málstaðinn er verið að auka gífurlega möguleika á lækningu við mænuskaða sem er aðkallandi lýðheilsumál á heimsvísu. Það er t.d. ekki á almennu vitorði að mænusköðuðum fer fjölgandi í heiminum.

Magnað viðtal við Auði Guðjónsdóttur er í nýjustu Vikunni.

Að ekki sé minnst á alla þá jákvæðu möguleika sem meiri upplýsingar um taugakerfið gætu þýtt fyrir svo ótal marga aðra sjúkdóma, þar sem taugakerfið er í brennidepli. Svo sem ýmsa geðræna kvilla eða geðsjúkdóma. Ástæðan fyrir því að það gengur hægt að finna lækningu við mænuskaða er einmitt sú að í læknavísindunum er í raun lítið vitað um taugakerfi mannsins sem er svo gífurlega flókið,“ segir Auður Guðjónsdóttir en magnað viðtal við hana er í nýjustu Vikunni.

Texti / Svala Arnardóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

 

 

 

 

 

 

Fer úr líkamanum til að hjálpa fólki

Guðmundur Mýrdal læknamiðill hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Kaliforníu hátt í 30 ár. Hann hefur helgað líf sitt hugrænum málefnum og lagt mikla vinnu í að rækta sitt innra sjálf. Hann hefur síðustu tvö ár lagt stund á og lært um svokallaðan shamanisma og vonast til að fræða Íslendinga nánar um málefnið.

Guðmundur segir mikinn mun á viðhorfum Íslendinga og Bandaríkjamanna til dulrænna málefna. Íslendingar séu mun áhugasamari og opnari varðandi þau. „Það er rosalega mikið af næmu fólki hér á Íslandi en málið er að það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því. Ég er sannfærður um að mjög margir, ef ekki flestir, fari stundum úr líkamanum og vinni á ýmsum sviðum meðan líkaminn sefur. Hins vegar er hjartastöðin er ekki nógu opin hjá mörgum og fólk áttar sig því ekki á þessu.

Ég var svo í kringum fimm ára gamall þegar ég fékk fyrstu sýnina.

Það man ekki eftir því þegar það kemur til baka en fær svo glampa af því hér og þar sem eru þá minningar. Þegar ég var ungur og í sveit, fannst krökkunum sem voru með mér alltaf svo gaman að hlusta á mig þegar ég var sofandi, því ég var alltaf að fara úr líkamanum og lýsa því sem ég sá upphátt. Þá var ég að fljúga yfir landsvæði og lýsa því, en mundi ekkert þegar ég vaknaði nema annað slagið. Ég var svo í kringum fimm ára gamall þegar ég fékk fyrstu sýnina.“

Fer úr líkamanum til að hjálpa fólki

Mynd: Hallur Karlsson

Guðmundur er læknamiðill og aðstoðar fólk við ýmis vandamál með fjarlækningum sem fara fram í huganum. Hann hefur að eigin sögn þann hæfileika að geta farið úr líkamanum og verið á tveimur stöðum í einu. „Meðvitundin er á einum stað og líkaminn á öðrum. Með þessu móti get ég læknað fólk sem er statt á Íslandi á meðan ég er sjálfur hinum megin á hnettinum. Fyrir nokkru síðan aðstoðaði ég konu sem var á leið í hjartauppskurð og var ofsahrædd. Hún var mjög kvíðin fyrir aðgerðinni, svo ég fór í huganum, náði í hana og við fórum heim til hennar á meðan aðgerðin fór fram. Hún upplifði sem sagt ekki aðgerðina, var ekki á staðnum og var alveg róleg.

Svo þegar hún vaknaði eftir aðgerðina var hún mun betri en hún hafði búist við. Hún sagði það hafa hjálpað mikið að hafa mig á staðnum.“

Hún var mjög kvíðin fyrir aðgerðinni, svo ég fór í huganum, náði í hana og við fórum heim til hennar á meðan aðgerðin fór fram.

Fjarlækningar eru ekki það eina sem Guðmundur hefur lagt stund á síðustu ár, heldur hefur hann einnig verið meðlimur í Sálarrannsóknarfélagi Íslands í áratugi og unnið virkt starf þar. Fyrir nokkrum árum síðan tók hann ákvörðun um að fara í prestanám og stefnir að útskrift á næsta ári sem „spiritual“ prestur. „Ég var lengi að ákveða mig hvort ég ætlaði að fara í lokaprófið eða ekki“, útskýrir hann.

„Það er nefnilega þannig að þegar maður fer út í svona lagað þá tekur það yfir allt. Það er ekki hægt að gera þetta með hangandi hendi. Þetta er mjög krefjandi og mjög mikið af verkefnum sem ég mun þurfa að takast á við en ég er tilbúinn til þess. Það var fyrir nokkrum árum sem ég áttaði mig á því að ég væri búinn að vera upplifa shamanismann í gegnum allt lífið. Ég lít á prestanámið og það starf sem leið til að tengja þessi tvö hugtök, sálarrannsóknir og shamanisma.“

Þetta er aðeins brot úr viðtalinu við Guðmund. Lestu viðtalið í heild sinni í nýjustu Vikunni, en þar ræðir hann nánar um Shamanisma og hverja hann metur stærstu ógn sem steðjar að mannkyninu. 

72 kíló af marijúana voru haldlögð árið 2018

|
|

72 kíló af marijúana voru haldlögð á árinu á landsvísu. Til samanburðar voru 34 kíló af marijúana haldlögð á árinu 2017.

Á árinu 2018 lagði lögreglan hald á ýmis fíkniefni en þó langmest af marijúana. Í bráðabirgðatölum sem embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman um afbrot á landinu öllu árið 2018 kemur fram að 72 kíló af marijúana voru haldlögð á árinu. Það er töluverð aukning ef miðað er við árið 2017 en það ár voru 34 kíló af marijúana haldlögð.

Í samantekt lögreglu er vakin athygli á að þegar tölur ársins 2018 eru bornar saman við tölur ársins 2017 þá var mun meira magn af marijúana haldlagt en þó í færri málum. „Athuga skal að eitt eða fleiri stór fíkniefnamál geta haft mikil áhrif á heildartölur þess árs sem málið kemur upp. Þar munar mestu um stóra framleiðslu þar sem haldlögð voru yfir 17 kíló af efninu,“ segir í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra sem skoða má hér.

Þess má geta að samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra hefur heildarfjölda fíkniefnabrota fjölgað fjölgað um 5% ef 2018 er borið saman við 2017.

Meðfylgjandi er mynd af töflu sem sýnir magn þeirra fíkniefna sem lögregla og tollgæsla hefur lagt hald á á árunum 2013 til 2018.

Guðmundur tilkynnir HM-hópinn – Guðjón Valur meiddur og verður ekki með

Mynd/Mannlíf

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur tilkynnt um þá 16 leikmenn sem keppa munu á heimsmeistaramótinu í Danmörku og Þýskalandi.

Guðmundur tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Alvogen.

Guðmundur færði þjóðinni slæm tíðindi því leikja- og markahæsti leikmaður liðsins, fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, verður ekki í hópnum vegna meiðsla. Þetta kom í ljós rétt fyrir blaðamannafundinn. Hann útilokar þó ekki að Guðjón Valur komi inn á seinni stigum mótsins en Guðmundi er frjálst að gera þrjár breytingar á liðinu á meðan mótinu stendur.  Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er sömuleiðis meiddur og verður ekki með.

Aron Pálmarsson verður fyrirliði liðsins í stað Guðjóns Vals.

Á fundinum sagði Guðmundur að miklar breytingar væru að eiga sér stað í íslenska liðinu um þessar mundir, liðið sé ungt að árum og væntingarnar í samræmi við það. Vissulega sé skellur að einn besti hornamaður heims geti ekki verið með liðinu en sem betur fer eigi Íslendingar tvo frábæra hornamenn til að fylla hans skarð.

Mótið hefst á fimmtudaginn en íslenska liðið hefur leik gegn gríðarsterku liði Króatíu á föstudaginn. Síðan mætum við Spáni, Barein, Japan og Makedóníu.

Hópinn skipa:

Markverðir:
Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Skjern
Ágúst Elí Björg­vins­son, Sa­vehof

Vinstra horn:
Bjarki Már Elís­son, Füch­se Berl­in
Stefán Rafn Sig­ur­manns­son, Pick Sze­ged

Hægra horn:
Arn­ór Þór Gunn­ars­son, Berg­ischer
Sig­valdi Guðjóns­son, El­ver­um

Vinstri skytt­ur:
Aron Pálm­ars­son, Barcelona
Ólaf­ur Guðmunds­son, Kristianstad

Hægri skytt­ur:
Ómar Ingi Magnús­son, Aal­borg
Teit­ur Örn Ein­ars­son, Kristianstad

Leik­stjórn­end­ur:
Elv­ar Örn Jóns­son, Sel­fossi
Gísli Þor­geir Kristáns­son, Kiel

Línu­menn:
Arn­ar Freyr Arn­ars­son, Kristianstad
Ýmir Örn Gísla­son, Val

Varn­ar­menn:
Ólaf­ur Gúst­afs­son, Kol­d­ing
Daní­el Þór Inga­son, Hauk­um

17 maður:

Hauk­ur Þrast­ar­son, Sel­fossi

 

Málverk Þrándar seldist á hálfa milljón

Listmálarinn Þrándur Þórarinsson fékk mikil viðbrögð við ögrandi olíumálverki þar sem hann túlkaði Klausturmálið. Verkið seldist fljótt á hálfa milljón.

Klausturfokk, málverk listmálarans Þrándar Þórarinssonar þar sem hann túlkaði Klausturmálið svokallaða vakti athygli seint á síðasta ári. Um stórt olímálverk er að ræða sem sýnir sex þingmenn sem komu saman á barnum Klaustur seint í nóvember með stórkostlegum afleyðingum.

Mannlíf fjallaði um verkið skömmu eftir að Þrándur afhúpaði það. Þá var verkið til sýnis í Gallerí Port á Laugavegi þar sem það hékk svo í þrjár vikur.

Fékk mörg tilboð í verkið

Þrándur hefur nú selt verkið og raunar seldist það um leið og hann birti mynd af verkinu á netinu. „Verkið seldist jafnóðum. Og eins og gefur að skilja varð ég að hafna öllum boðum eftir það, og voru þau ófá,“ segir Þrándur. Það var Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, sem keypti verkið af Þrándi og fékk það á hálfa milljón.

Þess má geta að Klausturfokk fæst nú sem eftirprent í vefversluninni muses.is. Eftirprentið kostar 3.900 krónur og er í stærð 30 x 37 cm.

Sjá einnig: Klausturshópur á ögrandi olíumálverki

Twitter um „brauðkaup aldarinnar“

Netverjar bregðast við broslegri villu sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Í morgun birtist skondin villa á forsíðu Fréttablaðsins þar sem fjallað er um brúðkaupsundirbúning fótboltamannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Í fyrirsögn er talað um „brauðkaup“ í staðin fyrir „brúðkaup“ og netverjum er skemmt.

Þetta hefur fólk á Twitter um mistökin að segja.

Bragðgóð baunabuff

Matur-baunabuff *** Local Caption *** Baunabuffs-þáttur|
|

Baunabuff eru hollur og góður matur sem er t.d. gott að eiga í frysti og grípa til þegar lítill tími er til stefnu. Baunir hafa hátt prótínhlutfall og eru stútfullar af næringarefnum og trefjum. Þær eru ódýr matur og því vel til þess fallnar að drýgja t.d. pottrétti og súpur. Niðursoðnar baunir eru þægilegur kostur þegar tíminn er naumur en það er miklu ódýrara að leggja þurrkaðar baunir í bleyti, sjóða þær og skipta þeim niður í hæfilega skammta og frysta. Þannig er fljótlegt að grípa til þeirra þegar á þarf að halda. Linsubaunir þarf ekki að leggja í bleyti, þær eru því einskonar skyndibaunir sem er mjög hentugt að nota með litlum fyrirvara.

KJÚKLINGABAUNABUFF MEÐ SPÍNATI
8-10 buff
Erfitt er að gefa nákvæmlega hversu mikið hveiti þarf að nota í þessa uppskrift. Það fer eftir því hversu vel gengur að ná vatninu úr spínatinu.
200 g spínat
2 tsk. kummin-fræ
2 hvítlaukgeirar, saxaðir
2 dósir kjúklingabaunir, safi sigtaður frá
2-3 msk. sítrónusafi
hveiti eða heilhveiti eftir þörfum (u.þ.b. ½ dl)
salt og pipar
olía til að steikja upp úr

Setjið spínatið í sigti og hellið fullum katli af sjóðandi vatni yfir það. Látið það bíða í góða stund. Kreistið eins mikið vatn og þið getið úr spínatinu og saxið það gróft. Ristið kummin-fræ á þurri pönnu. Setjið kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél og maukið vel, bætið spínati, kummin og hvítlauk í vélina og maukið allt saman. Bætið sítrónusafa og hveiti eins og þarf út í, smakkið til með salti og pipar. Mótið buff og steikið þau á báðum hliðum. Berið þau e.t.v. fram á salatbeði með grófri ristaðri brauðsneið, mauki úr lárperu og agúrkusósu.

AGÚRKUSÓSA
½ agúrka, afhýdd, kjarni tekinn úr og söxuð
1 hvítlauksrif, marið
2 dl grísk jógúrt
salt og pipar

Blandið öllu saman og smakkið til með salti og pipar.

Með thaílensku ívafi.

BAUNABUFF MEÐ TAÍLENSKU ÍVAFI OG ANANASTOPPI
12-14 stk.
2 dósir kjúklingabaunir
2 dl haframjöl
4 tsk. sojasósa
safi úr 1 límónu
2-3 hvítlaukgeirar, saxaðir
u.þ.b. 2-3 cm fersk engiferrót, rifinn fínt
4-6 msk. ósætt hnetusmjör
u.þ.b. ½ – 1 dl ferskur kóríander, fínt saxaður
kókosolía til steikingar

Sigtið vökvann frá baunum og skolið þær undir rennandi vatni. Setjið haframjöl í matvinnsluvél og malið það fínt. Bætið baunum og öðru hráefni út í og maukið vel saman. Látið standa í kæli í 30 mín. Hitið ofn í 180°C. Hitið kókosolíu á pönnu við meðalhita. Mótið buffin í höndum og steikið í 3-4 mín. á hvorri hlið eða þar til þau hafa tekið fallegan lit. Setjið í ofn í 10-15 til þess að klára steikinguna.

ANANASTOPPUR
1 tsk. kókosolía
½ ferskur ananas, skorin í bita (einnig er hægt að nota úr dós, en sigtið þá vökvann vel frá)
1 msk. sojasósa

Hitið kókosolíu á pönnu og steikið ananas í 1-2 mín., bætið þá sojasósunni saman við og steikið í nokkrar mín. eða þar til ananasinn fer að mýkjast aðeins. Berið fram heitt með baunabuffinu.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir og Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Eigandi bílskúrsins er að bugast undan álagi

Listaverk sem breski listamaðurinn Banksy gerði rétt fyrir jól á bílskúrsvegg hefur valdi eiganda bílskúrsins miklum kvíða.

Eigandi bílskúrs sem listamaðurinn Banksy skreytti nýverið með listaverki er að bugast undan álagi. Hann segist eiga erfitt með að höndla ábyrgðina sem fylgir því að eiga vegg sem skreyttur er með verki eftir Banksy.

Maðurinn heitir Ian Lewis og býr í Port Talbot í Wales. Hann greindi frá því í viðtali við BBC að líf hans hafi umturnast þegar Banksy myndskreytti vegg í hans eigu rétt fyrir jólin. Stress og álag hefur þá einkennt líf hans síðan.

Lewis segir að listunnendur og fjölmiðlafólk flykkist nú að bílskúrnum á öllum tímum sólarhringsins til að virða verkið fyrir sér og að þetta valdi honum miklum kvíða.

„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og mjög súrrealískt. Þetta hefur bara verið of mikið fyrir mig,“ sagði Lewis sem finnst hann bera ákveðna ábyrgð á verkinu og þurfa að vernda það fyrir skemmdarvörgum.

Í frétt BBC kemur fram að Lewis hafði uppgötvað verkið skömmu eftir að Banksy spreyjaði það á vegg hans en í fyrstu áttaði hann sig ekki á að þetta væri handverk Banksy. „Ég hélt bara að þetta væri frábært listaverk og ég ætlaði að breiða yfir það og reyna að vernda það.“

Lewis óskar þess nú að hægt verði að koma veggbútnum með verki Banksy á öruggan stað í nágrenni við heimili hans með aðstoð yfirvalda.

Mynd / Skjáskot af YouTube

MAN magasín hætt

|
|

Tímaritið MAN hefur hætt útgáfu. Þessu var greint frá á Facebook-síðu tímaritsins í dag.

„Við þökkum hjartanlega lesturinn, áhugann, áskriftirnar og stuðninginn undanfarin fimm ár. Án þessa og þess frábæra fólks sem hefur unnið með okkur hefðu ekki komið út 64 glæsileg tölublöð,“ segir á Facebook-síðu MAN magasín í dag.

Fyrsta tölublað MAN kom út í september árið 2013 og Björk Eiðsdóttir hefur ritstýrt blaðinu síðan þá. Auður Húnfjörð var framkvæmdastjóri.

Það var Hafdís Jónsdóttir sem prýddi fyrstu forsíðu MAN. Eliza Reid prýddi þá forsíðu síðasta tölublaðsins sem kom út í desember 2018. Í millitíðinni hefur fólk á borð við Vigdísi Finnbogadóttur, Lindu Pétursdóttir, Dorrit Moussaieff, Pál Magnússon og Helgu Braga Jónsdóttur prýtt forsíður MAN.

Forsetafrú Íslands var á forsíðu seinasta tölublaðs MAN.

Stóðu sig vel í danskeppni í Blackpool

|
|

Hópur íslenskra dansara stóð sig vel í Champions of Tomorrow danskeppninni sem haldin var í Blackpool í Englandi um helgina.

Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir lentu 1. sæti í U21 latin í Champions of Tomorrow danskeppninni sem haldin var í Blackpool í Englandi um helgina. Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir urðu í 2. sæti í U22 Ballroom og Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir lentu í  3. sæti í Junior.

Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir voru í 6. sæti í Juvenile Ballroom og 7. sæti í Latin. Fannar Kvaran og Fanný Helga Þórarinsdóttir komust í undanúrslit í Ballroom og 24 para í Latin.

Daði Freyr Guðjónsson, sem margir kannast við úr þáttunum Allir Geta Dansað, og Fanney Gísladóttir voru í undanúrslitum í ProAm latin og Ballroom.

Undrandi á litlum viðbrögðum miðað við fjölda fylgjenda

|||
|||

Rúmlega 51 þúsund einstaklingar fylgjast með Manuelu Ósk á Instagram en að hennar mati fær hún ekki eins mörg „like“ og ætla mætti miðað við fylgjendafjöldann.

Manuela Ósk Harðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Miss Uni­verse, undrar sig á þeim litlu viðbrögðum sem hún fær að jafnaði við myndum sínum á Instagram ef miðað er við fjölda fylgjenda.

Þess má geta að Manuela Ósk er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún fær gjarnan 300-700 „like“ við myndir sína. Manuelu þykir það ekki eðlileg tölfræði og vekur athygli á þessu á Instagram í dag.

„Fylgjendur ættu ekki bara að vera fylgjendur, þeir ættu að vera stuðningsmenn,“ skrifar Manuela meðal annars. Hún tók þá fram að hún væri ánægð með rúmlega 1000 „like“ sem ein af hennar nýjustu myndum fékk.

Þá birti hún skjáskot af tölfræðiupplýsingum um eina tiltekna mynd. Þegar skjáskotið var tekið hafði myndin verið skoðuð rúmlega 19 þúsund sinnum en 773 fylgjendur höfðu sett „like“ á myndina. „Þetta er svo shitty,“ skrifaði þá Manuela.

Manuela er greinilega ekki ein um að þykja þetta undarlegt því hún birti skjáskot af skilaboðum sem hún fékk frá Instagram-notanda sem tekur undir með henni. „Þoli ekki fólk sem njósnar en lækar aldrei.“

Lady Gaga með þeim best klæddu

Lady Gaga, Sandra Oh og Lupita Nyong’o hafa ratað á lista yfir best klæddu stjörnurnar á Golden Globe hátíðinni sem fór fram í nótt.

Golden Globe hátíðin fór fram í nótt. Eins og við var að búast mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi. Fréttamiðlar vestanhafs keppast nú við að birta lista yfir best og verst klæddu stjörnurnar á hátíðinni.

Söng- og leikkonan Lady Gaga er gjarnan nefnd sem sú best klædda á slíkum listum. Hún klæddist fölbláum kjól úr smiðju Valentino og var með ljósblátt hárið uppsett. Þess má geta að lag hennar, Shallow, úr kvikmyndinni A Star is Born, var valið besta lagið á hátíðinni.

Leikkonan Sandra Oh þótti einnig afar smart en hún klæddist hvítum kjól frá Atelier Versace.

Leikkonan Lupita Nyong’o þykir alltaf flott og olli ekki vonbrigðum í nótt. Hún klæddist bláum perlukjól frá Calvin Klein By Appointment.

Janelle Monae og Julia Roberts hafa einnig ratað á lista yfir þær best klæddu. Monae klæddist Chanel og Roberts klæddist hönnun Stellu McCartney.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by FREDERIC ASPIRAS (@fredericaspiras) on

View this post on Instagram

WE ARE NOT WORTHY #goldenglobes

A post shared by NYLON (@nylonmag) on

Skartið metið á um 590 milljónir

Skartgripirnir sem söng- og leikkonan Lady Gaga skartaði á Golden Globe eru metnir á fimm milljónir dollara.

Söng- og leikkonan Lady Gaga var glæsileg á rauða dreglinum á Golden Globe hátíðinni sem haldin var í nótt. Gaga klæddist ljósbláum kjól frá Valentino og setti punktinn yfir i-ið með með sérsmíðuðu demantshálsmeni frá Tiffany & Co.

Hálsmenið, sem kallast Aurora, er engin smásmíði en það samanstendur af 300 demöntum. Til viðbótar við hálsmenið skartaði Gaga einnig demantseyrnalokkum og armböndum.

Skartið er metið á fimm milljónir dollara sem gerir um 590 milljónir króna miðað við núverandi gengi.

Tom Eerebout, stílisti Gaga, segir hálsmenið hafa verið tilvalið við þetta tilefni og að hálsmenið og kjóllinn hafi passað fullkomlega saman. Þetta kemur fram í frétt á vef Contactmusic.

Á Instagram-síðu Tiffany & Co. er greint frá því að hálsmenið hafi verið sérsmíðað fyrir Lady Gaga og að innblástur hafi verið sóttur í norðurljós.

Sjá einnig: Lady Gaga með þeim best klæddu

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tiffany & Co. (@tiffanyandco) on

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tiffany & Co. (@tiffanyandco) on

Urðu vegan eftir að horfa á Cowspiracy

Fyrir þremur árum horfðu þau Þórdís Ólöf og Aron Gauti á heimildarmyndina Cowspiracy en í henni er fjallað um hvernig dýralandbúnaðurinn sé helsta orsök mengunnar, vatnsnotkunnar og eyðingu regnskóga í heiminum. Næsta dag ákváðu þau að gerast vegan.

Þau hafa sankað að sér ýmsum fróðleik og komust að því að veganismi er ekki einungis umhverfisvænn lífsstíll heldur einstaklega heilsuvænn. Þau segjast vera vegan í dag fyrir dýrin, umhverfið og heilsuna. Við fengum þau til þess að deila með okkur þremur auðveldum uppskriftum að veganréttum sem ættu að hvetja fólk til heilbrigðari lífshátta á nýja árinu.

Hver var mesta áskorunin við að verða vegan til að byrja með? Ólíkt því sem margir halda þá var lítið mál að breyta sjálfu mataræðinu. Helsta áskorunin var hins vegar viðbrögð margra í kringum okkur en við mættum víða fordómum og jafnvel andstöðu. Besta svarið við slíkum fordómum er bara að halda sínu striki og láta skoðanir annarra ekki á sig fá, enda sýndu líka margir okkur stuðning, áhuga og skilning.

Hver er mesta mýtan í kringum veganisma? Helsta mýtan er sú að grænkerar fái ekki nóg prótín. Staðreyndin er hins vegar sú að það er feikinóg prótín að fá úr plönturíkinu. Fjöldi íþróttamanna hefur kosið að gerast vegan og það sýnir að mýtan um „veikburða grænmetisætuna/veganistann“ á ekki við nein rök að styðjast.

Helsta áskorunin var hins vegar viðbrögð margra í kringum okkur en við mættum víða fordómum og jafnvel andstöðu.

Hvað er ómissandi í eldhús veganista? Okkur finnst mikilvægast að halda opnum hug og vera til í að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu. Þar fyrir utan finnst okkur góð matvinnsluvél algjört lykilatriði.

Hver er uppáhaldsuppskriftin ykkar? Við þróuðum nýlega uppskrift að heimatilbúnum osti sem er gerður úr kasjúhnetum. Sú uppskrift er í algjöru uppáhaldi hjá okkur en osturinn er einfaldur, hollur og virkilega bragðgóður. Hægt er að finna uppskriftina á síðunni okkar.

Með hverju mælið þið við fólk sem hefur áhuga á að prófa sig áfram í veganfræðum? Þegar tekin eru skref inn í heim vegan-lífsstíls þá eru fæstir sem verða vegan „á einu kvöldi“ líkt og við gerðum. Það tekur tíma og vinnu að breyta um lífsstíl og mikilvægast er að gefast ekki upp. Við mælum einnig með því að fólk kynni sér staðreyndir og hugmyndafræði veganisma því enn er talsvert um fordóma og lífseigar mýtur sem erfitt er að útrýma, sama hversu oft þær eru afsannaðar.

Almennt er talað um þrjár meginástæður fyrir því að fólk gerist vegan; dýravernd, umhverfisvernd og heilsa. Þegar við urðum vegan fannst okkur gott að átta okkur á því hvaða ástæður lægju að baki okkar ákvörðun og gátum þannig minnt sjálf okkur reglulega á það.

Morgungrautur

Grunnur:

1 dl hafrar
1 msk. chia-fræ
1 dl vegan-jógúrt
1-2 dl plöntumjólk
½ tsk. hlynsýróp eða 2-3 dropar stevía
salt

Setjið öll hráefnin í hrærivél og hrærið saman í 10-20 mín. Setjið grautinn síðan í ílát og geymið í kæli yfir nótt. Það má sleppa því að nota hrærivél og setja hráefnin beint í ílát, hrista rétt svo saman og setja í kæli. Með því að nota hrærivél þá verður grauturinn hins vegar léttari og loftkenndari.

Tilbrigði:

fersk jarðarber
1 tsk. vanilla, eða vanilludropar
1 tsk. sítrónusafi
sítrónubörkur, af hálfri sítrónu

Setjið skorin jarðarber, rifinn sítrónubörk, sítrónusafa og vanillu út á grautinn áður en hann er settur í kæli og blandið létt saman. Morguninn eftir er gott að setja t.d. möndluflögur og skorinn banana út á grautinn.

Hummuspasta

200 g pasta
1 askja sveppir
200 g brokkólí
1 laukur
100 g spínat
3 dl hummus (heimagerður eða úr búð)
1 dl pastasoð
1 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn
2 tsk. sítónusafi
salt og pipar

Skerið lauk, sveppi og brokkólí niður og steikið á pönnu þar til sveppirnir hafa mýkst. Sjóðið pastað nokkrum mínútum styttra en leiðbeiningar segja til um. Sigtið vökvann frá en haldið 1 dl eftir. Setjið 1 dl af vökvanum, hummus og kókosmjólk út á pastað og hrærið vel saman. Bætið lauk, sveppum og brokkólíi út í pastað, ásamt spínati. Sjóðið þar til pastað er orðið mjúkt. Bætið loks við sítrónusafa og kryddið með salti og pipar eftir smekk.

 Heimagerður hummus

1 dós kjúklingabaunir
1 msk. tahini
1 msk. sítrónusafi
1-2 hvítlauksrif
1 tsk. tamarind-sósa eða sojasósa
1/2 tsk. cumin salt og pipar
cayenne pipar

Setjið sítrónusafa, tahini og kjúklingabaunir í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Bætið því næst hinum hráefnunum út í og blandið saman í nokkrar sek. Ef erfitt er að ná mjúkri áferð getur hjálpað að bæta við örlitlu vatni.

Indverskt dal

1 laukur
2 hvítlauksrif
1 msk. ferskt engifer
2 tsk. garam masala
1 tsk. cumin
½ tsk. karrý
cayenne pipar eftir smekk
½ blómkálshaus
300 g gulrætur
3 dl rauðar linsubaunir
6 dl vatn
1 dós kókosmjólk, þykk
1 grænmetisteningur
1 msk. tómatpúrra
3 tsk. sítrónusafi
1 tsk. hlynsýróp
salt

Saxið lauk, hvítlauk og engifer smátt og mýkið í potti, upp úr olíu. Bætið garam masala, cumin, karrý og cayenne pipar út á og steikið áfram í nokkrar mínútur. Skerið gulrætur og blómkálið smátt niður og bætið út í pottinn. Steikið grænmetið í nokkrar mínútur og bætið þá linsubaunum, vatni, kókosmjólk, grænmetistening og tómatpúrru í pottinn. Látið blönduna malla í 30-40 mínútur eða þar til gulræturnar eru mjúkar í gegn. Bætið loks sítrónusafa, hlynsýrópi og salti út í og látið malla í smástund. Smakkið til og bætið við kryddum eftir smekk. Berið fram með hrísgrjónum eða quinoa, jógúrtsósu og naan brauði.

Jógúrtsósa

2 dl vegan-jógúrt
2 dl Oatly sýrður rjómi
½ gúrka
1 hvítlauksrif
2-3 tsk. sítrónusafi salt og pipar

Rífið gúrku smátt á rifjárni og reynið að kreista vökvann frá eins vel og hægt er. Pressið hvítlaukinn og blandið síðan saman öllum hráefnunum. Geymið sósuna í kæli þar til hún er borin fram.

Naan-brauð

3 dl spelt (gróft og fínt)
1 tsk. vínsteinslyftiduft
1 msk. ólífuolía
1 dl vegan-mjólk
salt

Blandið hráefnunum saman og hnoðið deig. Bætið við hveiti ef þarf. Fletjið litlar, þunnar kökur úr deiginu með kökukefli. Þurrsteikið hverja köku fyrir sig á pönnu, við nokkuð háan hita. Snúið kökunum við eftir 1-2 mín, en þá eiga kökurnar að hafa lyft sér og brúnast. Staflið kökunum á disk og berið fram með dalinu. Gott er að dýfa brauðinu í ólífuolíu eða bráðið vegan-smjör og sesamfræ.

Myndir / Aron Gauti Sigurðarson

Norska lögreglan óskar eftir ábendingum frá almenningi

Norsk kona hefur verið horfin í 71 dag en talið er að henni hafi verið rænt af heimili sínu í lok október. Norska lögreglan óskar nú eftir upplýsingum og ábendingum frá almenning.

Norsk kona að nafni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, 68 ára, hefur verið horfin í 71 dag. Rétt í þessu lauk blaðamannafundi vegna málsins þar sem lögreglan í Noregi reyndi að svara spurningum blaðamanna. Um 30-40 blaðamenn munu hafa verið á staðnum og var fundurinn sýndur í beinni útsendingu á vef norska miðilsins Aftenposten.

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf frá heimili sínu þann 31. október en leynd hefur ríkt yfir málinu síðan þá. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt og eru mannræningjarnir sagði hafa farið fram á níu milljónir evra í rafminnt í lausnargjald. Í frétt á vef Aftenposten kemur fram að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Anne-Elisabeth að verða ekki við kröfum fjölskyldunnar.

Það var lögreglumaðurinn Tommy Brøske sem svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundinum.

Brøske segir að lögregla hafi kosið að halda algjörri leynd yfir málinu í allan þennan tíma og að það hafi verið erfið ákvörðun að gera málið opinbert í dag. En að nú vanti lögreglu ábendingar og upplýsingar frá almenningi. Til að mynda gætu myndbandupptökur úr bílum almennings komið sér vel.

Mynd / Skjáskot af vef Aftenposten

Jamie Lee Curtis óánægð með kynningaraðferðina

Leikkonan Jamie Lee Curtis er ekki hrifin af aðferðinni sem notuð var til að kynna Fiji vatn á Golden Globe hátíðinni.

Kynningin sem um ræðir var sett þannig upp að leikkona að nafni Kelleth Cutbert, sem nú hefur hlotið hefur viðurnefnið Fiji Water Girl, kom sér fyrir í bakgrunni ótal mynda sem teknar voru af fræga fólkinu á rauða dreglinum á Golden Globe. Myndir af stjörnunum þar sem leikkona sést í bakgrunni með bakka sem er fullur af Fiji vatni fór í kjölfarið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

Jamie Lee Curtis lýsti yfir óánægju sinni með þennan gjörning á Instagram. Curtis sagði frá því að eiginmaður hennar hafi vakið athygli hennar á að mynd af henni hafi verið birt á vef CNN. Á myndinni er stelpan með Fiji vatnið í bakgrunni.

„Ég færði mig vísvitandi frá þessari augljósu kynningu,“ sagði leikkonan. Curtis sagðist þá hafa lagt áherslu á það við ljósmyndara að hún vildi ekki taka þátt í að auglýsa vöruna.

„Styrktaraðilar hátíða þurfa að fá leyfi frá fólki ef það á að mynda það við hliðina á varningi.“

Í samtali við People vill Kelleth Cutbert þá meina að þetta hafi ekki verið með ráðum gert, að hún hafi ekki lagt sérstaka áherslu á að staðsetja sig inn á myndum og jafnvel horfa beint í linsu myndavélanna.

„Það er allt morandi í ljósmyndurum alls staðar. Það skiptir ekki máli hvar þú stendur. Þú lendir alltaf inni á myndunum,“ sagði hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Vw! (@vanguardiaweb) on

Sölufélagi Garðyrkjumanna gert að fjarlægja umdeildar auglýsingar

Þær auglýsingar Sölufélags garðyrkjumanna á innlendu grænmeti og ávöxtum hafa verið verið bannaðar þar sem gefið er í skyn að aðstæður við ræktun innflutts grænmetis og ávaxta sé ábótavant.

Neytendastofa hefur bannað nokkrar auglýsingar Sölufélags garðyrkjumanna á innlendu grænmeti og ávöxtum sem birtar voru í sumar. Auglýsingarnar voru teknar til athugunar eftir að Neytendastofu barst erindi frá Innnes ehf. þar sem kvartað var yfir auglýsingaherferðinni.

Í auglýsingunum sjást viðskiptavinir ganga um verslanir, taka upp grænmeti eða ávöxt sem á stendur „imported“ eða „innflutt“, leggja upp að eyranu og þá heyrist hljóð á borð við hljóð úr klósetti og vinnuvélahljóð eða finni ólykt.

Þegar sá hinn sami tekur hins vegar upp vörur íslenska ávexti og grænmeti þá heyrist hins vegar ljúf tónlist. Þá er lesinn upp eftirfarandi texti.: „Grænmeti sem ber merkið okkar er ræktað með hreinu íslensku vatni. Hvaða vatn fer í gegnum grænmetið þitt? Íslenskt grænmeti, þú veist hvaðan það kemur.“

Umdeildu auglýsingarnar vöktu strax umtal en í viðtali við Fréttablaðið í sumar viðurkenndi Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, að skilaboð auglýsinganna séu ögrandi en að tilgangurinn væri að vekja athygli á þeim eiginleikum sem íslenska grænmetið hefur upp á að bjóða.

Á vef Neytendastofu kemur fram að Neytendastofa taldi að þrátt fyrir að ekki væri vísað með beinum hætti til Innnes eða annarra samkeppnisaðila Sölufélags garðyrkjumanna væri augljóst að skírskotað væri til innflutts grænmetis og ávaxta og að gefið væri í skyn að aðstæður við ræktun, hreinlætis og gæða þess væri ábótavant.

„Taldi Neytendastofa auglýsingarnar fælu í sér villandi samanburð, væru neikvæðar og lítilsvirðandi í garð keppinauta á markaði og með þeim væri kastað rýrð á vörur Innnes. Neytendastofa bannaði Sölufélagi Garðyrkjumanna ehf. að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti og beindi þeim fyrirmælum til fyrirtækisins að fjarlægja auglýsingarnar þaðan sem þeim hafði verið komið á framfæri.“

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

„Mér finnst orðið sjúklega töff vera umhverfisvæn týpa“

|
|

Lögfræðingurinn Eva H. Baldursdóttir skrifar um sjálfbæran lífsstíl í sínum nýjasta pistli.

Eva H. Baldursdóttir.

„Mér finnst orðið sjúklega töff að vera umhverfisvæn týpa, sem kýs að vera á hjóli og nota almenningssamgöngur þegar ég get, vel að borða ekki kjöt, vel að nota bíl minna, vel að kaupa minna dót. Ég er stolt af því að minnka vistspor mitt og á sama tíma gera betur við budduna og heilsuna mína,“ skrifar lögfræðingurinn Eva H. Baldursdóttir í sinn nýjasta pistil sem fjallar um sjálfbæran lífsstíl.

„Að velja sjálfbærari lífsstíl þýðir að það þarf að breyta lifnaðarháttum. T.d. að draga úr þörfinni fyrir notkun náttúruauðlinda, velja að kaupa ekki vörur sem framleiddar eru með ósjálfbærum hætti eða breyta umgengni í okkar daglega lífi t.d. að flokka rusl, sóa ekki mat og svo framvegis,“ skrifar Eva sem viðurkennir að það sé í sjálfu sér ekki ýkja langt síðan hún fór að hugsa um þessa hluti.

Við sjáum ekki að kjúklingar eru framleiddir í verksmiðju eins og hver annar hlutur. Þeir eru hins vegar lifandi dýr. Við vitum þetta flest, en kjósum að líta fram hjá því.

Hún bendir á að fólk í nútímasamfélagi eigi það til að gleyma að hugsa um uppruna hluta og hvar hlutir enda svo. „Til dæmis kjúklingurinn sem við borðum kemur á frauðbakka beint úr verslun, pakkaður í plast. Við sjáum ekki að kjúklingar eru framleiddir í verksmiðju eins og hver annar hlutur. Þeir eru hins vegar lifandi dýr. Við vitum þetta flest, en kjósum að líta fram hjá því. Að sama skapi sjáum við aldrei allt magnið af rusli sem heimilið losar t.d. á ári á einum stað. Það væri eflaust ágætis raunveruleikatenging á hrúga því öllu á einn stað. Því allt sem við kaupum endar einhvers staðar, hvort sem því er fargað eður ei.“

Meðfylgjandi eru svo átta góð ráð frá Evu:

  1. Minnka bílnotkun, draga úr skutli og nýta ferðirnar betur – hér eru ótal valmöguleikar, t.d. að sleppa bílnum stundum, eiga bara einn bíl á fjölskyldu, nýta ferðirnar betur í búðina, nota almenningssamgöngur og hjólið, taka strætó með börnum sínum og kenna þeim að nota hann sem og ferðast með öðru fólki til vinnu eða í skólann.
  2. Draga úr óþarfa neyslu – að taka upp mínimalisma í hugsun og framkvæmd. Spyrja sig hvort maður þurfi það sem maður eru að kaupa, hvort að þessi gjöf sé skynsamleg kaup, draga úr óþarfa eyðslu, kaupa notuð húsgögn á bland eða fara í góða hirðinn og svo framvegis.
  3. Færri flugferðir.
  4. Nota sjálfbær hreinsiefni á heimilið.
  5. Minnka kjötát – t.d. má sleppa því suma daga og sleppa því að kaupa verksmiðjuframleitt kjöt.
  6. Rækta eigin mat t.d. að vera með garð, kryddjurtir eða salat. Nú má rækta mjög margt á svölunum.
  7. Sleppa matarsóun með að vera meðvituð í matarinnkaupum, elda það sem er til og skipuleggja innkaup með hliðsjón af því hvað er til.
  8. Muna eftir fjölnotapokunum í matvöruverslunum, ekki taka plastpoka fyrir grænmeti og forðast vörur pakkaðar í plast. Í mótmælaskyni má t.d. taka vörur úr óþarfa plastumbúðum og skilja þær eftir sem og mæta með eigin ílát.

Pistil Evu má lesa í heild sinni hérna.

Brotist inn í bíla á Seltjarnarnesi í nótt

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag borist tilkynningar um innbrot í nokkra bíla á Seltjarnarnesi í nótt.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist tilkynningar um innbrot í bíla á Seltjarnarnesi í nótt. Umræður á Facebook-síðu íbúa á Seltjarnarnesi hafa myndast en þar kemur fram að margir hafi orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum í nótt.

Í umræðunum á Facebook kemur fram að brotist hafi verið inn í bíla á Bollagörðum, Lindarbraut, Nesbala og Vesturströnd. Ekki kemur fram hvort skemmdir hafi orðið á bílum eða hverju var stolið.

Þá kemur einnig fram að brotist var inn í bíla á Nesbala um helgina.

Sjá einnig: Innbrotum fjölgað: 997 innbrot tilkynnt það sem af er ári

Nýuppgerð 50‘s íbúð með upprunalegu eldhúsi

Síðla nóvembermánaðar kíktum við í heimsókn til Hildar Rutar Ingimarsdóttur en hún býr í notalegri íbúð í Laugarneshverfinu ásamt unnusta sínum og tveim börnum.

Húsið var byggt árið 1959 og ber íbúðin sem er 80 fm greinileg merki um það, með fallegum skrautlistum og ávölum línum. Fjölskyldan flutti inn fyrir um ári síðan og tóku eigendurnir íbúðina nánast alveg í gegn, en ákváðu þó að halda í allar innréttingar og innbyggða skápa og fríska heldur upp á það með hvítri málningu.

„Okkur þótti upprunalega innréttingin svo falleg og rennihurðarnar skemmtilegar, svo við ákváðum að setja nýja borðplötu á bekkinn og skipta um öll tæki frekar en að splæsa í nýja innréttingu – þetta var svakaleg vinna en auðvitað vel þess virði,“ segir Hildur.

Fjölskyldan bjó áður í Bryggjuhverfinu en hún segir þau kunna mun betur við sig í Lauganesinu, enda sé bakarí, sundlaug og barnvæna kaffihúsið Kaffi Laugalækur handan við hornið.

Innanhússinnblástur frá veitingastöðum

Breyttist stíll heimilisins mikið við flutningana? „Já, við höfum verið dugleg að endurnýja húsgögnin síðastliðið ár; sófann, borðstofustólana og ljósin sem dæmi. Ég var orðin svolítið leið á borðstofuborðinu og ákvað að lakka eikarplötuna dökka svo það myndi passa betur inn í stofuna og við veggfóðrið, ég fæ mestan innblástur fyrir heimilið við það að fara út að borða, en á veitingastöðum er oft búið að skapa svo notalega stemningu og ég vildi reyna að ná því í stofuna hér heima.“

Veggfóðrið bakvið borðstofuborðið er úr Esja Dekor.

Hildur lýsir stílnum sínum sem skandinavískum og kósí og segist um þessar mundir hrífast meira af dekkri tónum í bland við græna liti, ásamt því að vera með æði fyrir fallegum plöntum til að lífga upp á heimilið. Henni þykir einnig mikilvægt að nýta þá hluti sem hún á og finnst gaman að blanda saman eldri hlutum með sögu við nýrri heimilismuni, en passar þó að hafa ekki of mikið uppi við í einu og er dugleg að setja hluti í geymslu eða gefa yngri systrum sínum það sem hún er hætt að nota.

Eitt af aðal áhugamálum Hildar er að nostra við heimilið og sem betur fer hafa hún og unnustinn svipaðan smekk þegar kemur að innanstokksmunum.

Áður en þau fluttu inn skiptu þau um gólfefni, parketið er frá Agli Árnasyni.

Eru einhverjar verslanir sem þú heillast frekar af en aðrar? „Ég er mjög hrifin af öllu úr Heimahúsinu og Pennanum og svo er ég ótrúlega ánægð með komu HM Home hingað til lands, en það er svo gaman að geta keypt sér fallega hluti á góðu verði.“

Aðspurð hvort einhver hlutur á heimilinu sé í uppáhaldi svarar Hildur að það sé par af messingkertastjökum sem voru í eigu langömmu hennar og myndin af New York sem hangir yfir sófanum. „Kærastinn minn bað mín efst í Rockafeller Center í New York í fyrra og á myndinni er akkúrat útsýnið sem við höfðum yfir borgina á því augnabliki. Mér þykir gaman að hafa hluti uppi við sem hafa persónulega merkingu fyrir okkur.“

Sófinn er úr Heimahúsinu og myndin úr Rockafeller Center kveikir sérstakar minningar hjá Hildi og unnustanum.

Hildur nefnir að á næsta ári muni þau fjölskyldan líklegast leita sér að stærra framtíðarhúsnæði, því dóttir þeirra þurfi eigið herbergi fyrr eða síðar. „Við erum strax byrjuð að líta í kringum okkur og munum pottþétt fara aftur í einhverjar framkvæmdir en það er svo skemmtilegt að geta valið gólfefnið og flísarnar sjálfur og gert húsnæðið alveg að sínu. Það er svo mikið rót að flytja, svo núna ætlum að leita að húsnæði sem er til frambúðar.“

Þess má geta að Hildur gaf út vinsæla matreiðslubók fyrir um tveimur árum sem bar nafnið Avocado. Spurð út í hvort það sé í kortunum að gefa út fleiri bækur segir hún: „Já, ég ætlaði að reyna fyrir þessi jól, en svo varð ég ólétt og plönin breyttust aðeins. Stefnan er þó að gefa út aðra bók á komandi árum og taka þá fyrir annað hráefni eins og ég gerði með Avocado-bókina.“

Lampann í forstofunni ættu flestir að þekkja, en hann er frá versluninni Snúrunni.

Ljósmyndir / Aldís Pálsdóttir

Kjörkuð, kraftmikil og ósérhlífin

Auður Guðjónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er löngu landskunn fyrir einarðlega og sleitulausa baráttu sína í þágu þeirra sem orðið hafa fyrir mænuskaða. Dóttir hennar, Hrafnhildur Thoroddsen, slasaðist í umferðarslysi árið 1989 og hefur síðan notað hjólastól. Árið 2007 stofnaði Auður Mænuskaðastofnun Íslands þar sem hún er stjórnarformaður.

Auður hefur verið óþreytandi í baráttunni fyrir því að upplýsingum um mænuskaða sé safnað saman þannig að nýtast megi í leitinni að lækningu. Takmarkið er gagnagrunnur sem gæti, ef allt gengur að óskum, nýst mænusköðuðum á heimsvísu.

Orðið eldhugi er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hlusta á Auði og virði hana fyrir mér. Hún er sannkallaður eldhugi sem býr yfir þeim glæstu eiginleikum að vera óvenjulega  kjörkuð, kraftmikil og ósérhlífin manneskja. Ég spyr Auði fyrst út í gagnabankann.

„Upphaflegi gagnabankinn var stofnaður á vegum Mænuskaðastofnunar og fjármagnaður af heilbrigðisráðuneytinu. Þar var safnað saman upplýsingum um tilraunameðferðir sem voru þýddar á fimm tungumál og ég held ég fari rétt með þegar ég segi að það hafi verið komnar fjörutíu og sex milljónir heimsókna inn á þennan banka. Þarna var einn bandarískur starfsmaður, en eftir hrun varð sífellt erfiðara að fá peninga og á endanum gat ég ekki orðið borgað honum fyrir vinnuna við að setja inn upplýsingar. Þannig að þessi gagnabanki gat ekki vaxið meira og leita varð nýrra leiða.“

Eftir hrun varð sífellt erfiðara að fá peninga og á endanum gat ég ekki orðið borgað honum fyrir vinnuna við að setja inn upplýsingar.

En nú beinist athyglin að því að koma á enn öflugri gagnabanka eftir opnun hins samnorræna gagnagrunns?

„Já, einmitt, en svo ég reki aðeins söguna þá samþykkti Alþingi árið 2014 aðgerðir í þágu lækningu á mænuskaða en áður hafði farið fram vinna hjá Norðurlandaráði við að reyna að fá Norðurlöndin til sameina þekkingu sína í málefnum mænuskaðaðra. Siv Friðleifsdóttir bar þessa tillögu fyrst fram á þingi Norðurlandaráðs árið 2009. Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, fylgdi þessu svo fast og örugglega eftir.

Á endanum hafðist þetta eftir talsverða þrautagöngu, ekki síst fyrir það að Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, blandaði sér í málið, sem lauk  árið 2013. Verkefninu um samskráningu á meðferð við mænuskaða er stýrt frá  St. Olavs-sjúkrahúsinu í Þrándheimi og það er fjármagnað af Norðmönnum.“

Eitt af því sem þú hefur nefnt, Auður, er að Kínverjar og Indverjar hafi verið að þróa lækningar við mænuskaða sem hafa skilað vissum árangri, en læknar á Vesturlöndum vilji ekki viðurkenna?

„Já, það eru því miður miklir fordómar hjá mörgum læknum á Vesturlöndum gagnvart lækningum annars staðar í heiminum. Hér kemur líka til afar hörð barátta lækna og stofnana um rannsóknarstyrki og heiður. Og ef menn hafa ekki ensku að móðurmáli þá eru þeir síður teknir alvarlega.“

Hvað er þá til ráða? Það stendur ekki á svarinu hjá Auði sem alltaf hugsar málið lengra, stórhuga og framsýn. „Þarna gegna Sameinuðu þjóðirnar lykilhlutverki. Með því að styðja stofnun gagnabanka sem allar þjóðir heims tækju þátt í væru Sameinuðu þjóðirnar að brúa bilið yfir gjána sem er á milli vesturheims og annarra heimshluta varðandi lækningu við mænuskaða. Þannig væri hægt að nýta alla þá þekkingu á mænuskaða sem hefur safnast upp í hinum ýmsu löndum.

Ástæðan fyrir því að það gengur hægt að finna lækningu við mænuskaða er einmitt sú að í læknavísindunum er í raun lítið vitað um taugakerfi mannsins.

Í þessu sambandi er gaman að geta sagt frá því að í ræðu sinni á nýafstöðnu Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hvatti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þjóðir heims til aukins samstarfs á taugavísindasviði. Með því að fá Sameinuðu þjóðirnar til liðs við málstaðinn er verið að auka gífurlega möguleika á lækningu við mænuskaða sem er aðkallandi lýðheilsumál á heimsvísu. Það er t.d. ekki á almennu vitorði að mænusköðuðum fer fjölgandi í heiminum.

Magnað viðtal við Auði Guðjónsdóttur er í nýjustu Vikunni.

Að ekki sé minnst á alla þá jákvæðu möguleika sem meiri upplýsingar um taugakerfið gætu þýtt fyrir svo ótal marga aðra sjúkdóma, þar sem taugakerfið er í brennidepli. Svo sem ýmsa geðræna kvilla eða geðsjúkdóma. Ástæðan fyrir því að það gengur hægt að finna lækningu við mænuskaða er einmitt sú að í læknavísindunum er í raun lítið vitað um taugakerfi mannsins sem er svo gífurlega flókið,“ segir Auður Guðjónsdóttir en magnað viðtal við hana er í nýjustu Vikunni.

Texti / Svala Arnardóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

 

 

 

 

 

 

Fer úr líkamanum til að hjálpa fólki

Guðmundur Mýrdal læknamiðill hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Kaliforníu hátt í 30 ár. Hann hefur helgað líf sitt hugrænum málefnum og lagt mikla vinnu í að rækta sitt innra sjálf. Hann hefur síðustu tvö ár lagt stund á og lært um svokallaðan shamanisma og vonast til að fræða Íslendinga nánar um málefnið.

Guðmundur segir mikinn mun á viðhorfum Íslendinga og Bandaríkjamanna til dulrænna málefna. Íslendingar séu mun áhugasamari og opnari varðandi þau. „Það er rosalega mikið af næmu fólki hér á Íslandi en málið er að það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því. Ég er sannfærður um að mjög margir, ef ekki flestir, fari stundum úr líkamanum og vinni á ýmsum sviðum meðan líkaminn sefur. Hins vegar er hjartastöðin er ekki nógu opin hjá mörgum og fólk áttar sig því ekki á þessu.

Ég var svo í kringum fimm ára gamall þegar ég fékk fyrstu sýnina.

Það man ekki eftir því þegar það kemur til baka en fær svo glampa af því hér og þar sem eru þá minningar. Þegar ég var ungur og í sveit, fannst krökkunum sem voru með mér alltaf svo gaman að hlusta á mig þegar ég var sofandi, því ég var alltaf að fara úr líkamanum og lýsa því sem ég sá upphátt. Þá var ég að fljúga yfir landsvæði og lýsa því, en mundi ekkert þegar ég vaknaði nema annað slagið. Ég var svo í kringum fimm ára gamall þegar ég fékk fyrstu sýnina.“

Fer úr líkamanum til að hjálpa fólki

Mynd: Hallur Karlsson

Guðmundur er læknamiðill og aðstoðar fólk við ýmis vandamál með fjarlækningum sem fara fram í huganum. Hann hefur að eigin sögn þann hæfileika að geta farið úr líkamanum og verið á tveimur stöðum í einu. „Meðvitundin er á einum stað og líkaminn á öðrum. Með þessu móti get ég læknað fólk sem er statt á Íslandi á meðan ég er sjálfur hinum megin á hnettinum. Fyrir nokkru síðan aðstoðaði ég konu sem var á leið í hjartauppskurð og var ofsahrædd. Hún var mjög kvíðin fyrir aðgerðinni, svo ég fór í huganum, náði í hana og við fórum heim til hennar á meðan aðgerðin fór fram. Hún upplifði sem sagt ekki aðgerðina, var ekki á staðnum og var alveg róleg.

Svo þegar hún vaknaði eftir aðgerðina var hún mun betri en hún hafði búist við. Hún sagði það hafa hjálpað mikið að hafa mig á staðnum.“

Hún var mjög kvíðin fyrir aðgerðinni, svo ég fór í huganum, náði í hana og við fórum heim til hennar á meðan aðgerðin fór fram.

Fjarlækningar eru ekki það eina sem Guðmundur hefur lagt stund á síðustu ár, heldur hefur hann einnig verið meðlimur í Sálarrannsóknarfélagi Íslands í áratugi og unnið virkt starf þar. Fyrir nokkrum árum síðan tók hann ákvörðun um að fara í prestanám og stefnir að útskrift á næsta ári sem „spiritual“ prestur. „Ég var lengi að ákveða mig hvort ég ætlaði að fara í lokaprófið eða ekki“, útskýrir hann.

„Það er nefnilega þannig að þegar maður fer út í svona lagað þá tekur það yfir allt. Það er ekki hægt að gera þetta með hangandi hendi. Þetta er mjög krefjandi og mjög mikið af verkefnum sem ég mun þurfa að takast á við en ég er tilbúinn til þess. Það var fyrir nokkrum árum sem ég áttaði mig á því að ég væri búinn að vera upplifa shamanismann í gegnum allt lífið. Ég lít á prestanámið og það starf sem leið til að tengja þessi tvö hugtök, sálarrannsóknir og shamanisma.“

Þetta er aðeins brot úr viðtalinu við Guðmund. Lestu viðtalið í heild sinni í nýjustu Vikunni, en þar ræðir hann nánar um Shamanisma og hverja hann metur stærstu ógn sem steðjar að mannkyninu. 

72 kíló af marijúana voru haldlögð árið 2018

|
|

72 kíló af marijúana voru haldlögð á árinu á landsvísu. Til samanburðar voru 34 kíló af marijúana haldlögð á árinu 2017.

Á árinu 2018 lagði lögreglan hald á ýmis fíkniefni en þó langmest af marijúana. Í bráðabirgðatölum sem embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman um afbrot á landinu öllu árið 2018 kemur fram að 72 kíló af marijúana voru haldlögð á árinu. Það er töluverð aukning ef miðað er við árið 2017 en það ár voru 34 kíló af marijúana haldlögð.

Í samantekt lögreglu er vakin athygli á að þegar tölur ársins 2018 eru bornar saman við tölur ársins 2017 þá var mun meira magn af marijúana haldlagt en þó í færri málum. „Athuga skal að eitt eða fleiri stór fíkniefnamál geta haft mikil áhrif á heildartölur þess árs sem málið kemur upp. Þar munar mestu um stóra framleiðslu þar sem haldlögð voru yfir 17 kíló af efninu,“ segir í bráðabirgðatölum ríkislögreglustjóra sem skoða má hér.

Þess má geta að samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra hefur heildarfjölda fíkniefnabrota fjölgað fjölgað um 5% ef 2018 er borið saman við 2017.

Meðfylgjandi er mynd af töflu sem sýnir magn þeirra fíkniefna sem lögregla og tollgæsla hefur lagt hald á á árunum 2013 til 2018.

Guðmundur tilkynnir HM-hópinn – Guðjón Valur meiddur og verður ekki með

Mynd/Mannlíf

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur tilkynnt um þá 16 leikmenn sem keppa munu á heimsmeistaramótinu í Danmörku og Þýskalandi.

Guðmundur tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Alvogen.

Guðmundur færði þjóðinni slæm tíðindi því leikja- og markahæsti leikmaður liðsins, fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, verður ekki í hópnum vegna meiðsla. Þetta kom í ljós rétt fyrir blaðamannafundinn. Hann útilokar þó ekki að Guðjón Valur komi inn á seinni stigum mótsins en Guðmundi er frjálst að gera þrjár breytingar á liðinu á meðan mótinu stendur.  Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er sömuleiðis meiddur og verður ekki með.

Aron Pálmarsson verður fyrirliði liðsins í stað Guðjóns Vals.

Á fundinum sagði Guðmundur að miklar breytingar væru að eiga sér stað í íslenska liðinu um þessar mundir, liðið sé ungt að árum og væntingarnar í samræmi við það. Vissulega sé skellur að einn besti hornamaður heims geti ekki verið með liðinu en sem betur fer eigi Íslendingar tvo frábæra hornamenn til að fylla hans skarð.

Mótið hefst á fimmtudaginn en íslenska liðið hefur leik gegn gríðarsterku liði Króatíu á föstudaginn. Síðan mætum við Spáni, Barein, Japan og Makedóníu.

Hópinn skipa:

Markverðir:
Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Skjern
Ágúst Elí Björg­vins­son, Sa­vehof

Vinstra horn:
Bjarki Már Elís­son, Füch­se Berl­in
Stefán Rafn Sig­ur­manns­son, Pick Sze­ged

Hægra horn:
Arn­ór Þór Gunn­ars­son, Berg­ischer
Sig­valdi Guðjóns­son, El­ver­um

Vinstri skytt­ur:
Aron Pálm­ars­son, Barcelona
Ólaf­ur Guðmunds­son, Kristianstad

Hægri skytt­ur:
Ómar Ingi Magnús­son, Aal­borg
Teit­ur Örn Ein­ars­son, Kristianstad

Leik­stjórn­end­ur:
Elv­ar Örn Jóns­son, Sel­fossi
Gísli Þor­geir Kristáns­son, Kiel

Línu­menn:
Arn­ar Freyr Arn­ars­son, Kristianstad
Ýmir Örn Gísla­son, Val

Varn­ar­menn:
Ólaf­ur Gúst­afs­son, Kol­d­ing
Daní­el Þór Inga­son, Hauk­um

17 maður:

Hauk­ur Þrast­ar­son, Sel­fossi

 

Málverk Þrándar seldist á hálfa milljón

Listmálarinn Þrándur Þórarinsson fékk mikil viðbrögð við ögrandi olíumálverki þar sem hann túlkaði Klausturmálið. Verkið seldist fljótt á hálfa milljón.

Klausturfokk, málverk listmálarans Þrándar Þórarinssonar þar sem hann túlkaði Klausturmálið svokallaða vakti athygli seint á síðasta ári. Um stórt olímálverk er að ræða sem sýnir sex þingmenn sem komu saman á barnum Klaustur seint í nóvember með stórkostlegum afleyðingum.

Mannlíf fjallaði um verkið skömmu eftir að Þrándur afhúpaði það. Þá var verkið til sýnis í Gallerí Port á Laugavegi þar sem það hékk svo í þrjár vikur.

Fékk mörg tilboð í verkið

Þrándur hefur nú selt verkið og raunar seldist það um leið og hann birti mynd af verkinu á netinu. „Verkið seldist jafnóðum. Og eins og gefur að skilja varð ég að hafna öllum boðum eftir það, og voru þau ófá,“ segir Þrándur. Það var Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, sem keypti verkið af Þrándi og fékk það á hálfa milljón.

Þess má geta að Klausturfokk fæst nú sem eftirprent í vefversluninni muses.is. Eftirprentið kostar 3.900 krónur og er í stærð 30 x 37 cm.

Sjá einnig: Klausturshópur á ögrandi olíumálverki

Twitter um „brauðkaup aldarinnar“

Netverjar bregðast við broslegri villu sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Í morgun birtist skondin villa á forsíðu Fréttablaðsins þar sem fjallað er um brúðkaupsundirbúning fótboltamannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Í fyrirsögn er talað um „brauðkaup“ í staðin fyrir „brúðkaup“ og netverjum er skemmt.

Þetta hefur fólk á Twitter um mistökin að segja.

Bragðgóð baunabuff

Matur-baunabuff *** Local Caption *** Baunabuffs-þáttur|
|

Baunabuff eru hollur og góður matur sem er t.d. gott að eiga í frysti og grípa til þegar lítill tími er til stefnu. Baunir hafa hátt prótínhlutfall og eru stútfullar af næringarefnum og trefjum. Þær eru ódýr matur og því vel til þess fallnar að drýgja t.d. pottrétti og súpur. Niðursoðnar baunir eru þægilegur kostur þegar tíminn er naumur en það er miklu ódýrara að leggja þurrkaðar baunir í bleyti, sjóða þær og skipta þeim niður í hæfilega skammta og frysta. Þannig er fljótlegt að grípa til þeirra þegar á þarf að halda. Linsubaunir þarf ekki að leggja í bleyti, þær eru því einskonar skyndibaunir sem er mjög hentugt að nota með litlum fyrirvara.

KJÚKLINGABAUNABUFF MEÐ SPÍNATI
8-10 buff
Erfitt er að gefa nákvæmlega hversu mikið hveiti þarf að nota í þessa uppskrift. Það fer eftir því hversu vel gengur að ná vatninu úr spínatinu.
200 g spínat
2 tsk. kummin-fræ
2 hvítlaukgeirar, saxaðir
2 dósir kjúklingabaunir, safi sigtaður frá
2-3 msk. sítrónusafi
hveiti eða heilhveiti eftir þörfum (u.þ.b. ½ dl)
salt og pipar
olía til að steikja upp úr

Setjið spínatið í sigti og hellið fullum katli af sjóðandi vatni yfir það. Látið það bíða í góða stund. Kreistið eins mikið vatn og þið getið úr spínatinu og saxið það gróft. Ristið kummin-fræ á þurri pönnu. Setjið kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél og maukið vel, bætið spínati, kummin og hvítlauk í vélina og maukið allt saman. Bætið sítrónusafa og hveiti eins og þarf út í, smakkið til með salti og pipar. Mótið buff og steikið þau á báðum hliðum. Berið þau e.t.v. fram á salatbeði með grófri ristaðri brauðsneið, mauki úr lárperu og agúrkusósu.

AGÚRKUSÓSA
½ agúrka, afhýdd, kjarni tekinn úr og söxuð
1 hvítlauksrif, marið
2 dl grísk jógúrt
salt og pipar

Blandið öllu saman og smakkið til með salti og pipar.

Með thaílensku ívafi.

BAUNABUFF MEÐ TAÍLENSKU ÍVAFI OG ANANASTOPPI
12-14 stk.
2 dósir kjúklingabaunir
2 dl haframjöl
4 tsk. sojasósa
safi úr 1 límónu
2-3 hvítlaukgeirar, saxaðir
u.þ.b. 2-3 cm fersk engiferrót, rifinn fínt
4-6 msk. ósætt hnetusmjör
u.þ.b. ½ – 1 dl ferskur kóríander, fínt saxaður
kókosolía til steikingar

Sigtið vökvann frá baunum og skolið þær undir rennandi vatni. Setjið haframjöl í matvinnsluvél og malið það fínt. Bætið baunum og öðru hráefni út í og maukið vel saman. Látið standa í kæli í 30 mín. Hitið ofn í 180°C. Hitið kókosolíu á pönnu við meðalhita. Mótið buffin í höndum og steikið í 3-4 mín. á hvorri hlið eða þar til þau hafa tekið fallegan lit. Setjið í ofn í 10-15 til þess að klára steikinguna.

ANANASTOPPUR
1 tsk. kókosolía
½ ferskur ananas, skorin í bita (einnig er hægt að nota úr dós, en sigtið þá vökvann vel frá)
1 msk. sojasósa

Hitið kókosolíu á pönnu og steikið ananas í 1-2 mín., bætið þá sojasósunni saman við og steikið í nokkrar mín. eða þar til ananasinn fer að mýkjast aðeins. Berið fram heitt með baunabuffinu.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir og Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Eigandi bílskúrsins er að bugast undan álagi

Listaverk sem breski listamaðurinn Banksy gerði rétt fyrir jól á bílskúrsvegg hefur valdi eiganda bílskúrsins miklum kvíða.

Eigandi bílskúrs sem listamaðurinn Banksy skreytti nýverið með listaverki er að bugast undan álagi. Hann segist eiga erfitt með að höndla ábyrgðina sem fylgir því að eiga vegg sem skreyttur er með verki eftir Banksy.

Maðurinn heitir Ian Lewis og býr í Port Talbot í Wales. Hann greindi frá því í viðtali við BBC að líf hans hafi umturnast þegar Banksy myndskreytti vegg í hans eigu rétt fyrir jólin. Stress og álag hefur þá einkennt líf hans síðan.

Lewis segir að listunnendur og fjölmiðlafólk flykkist nú að bílskúrnum á öllum tímum sólarhringsins til að virða verkið fyrir sér og að þetta valdi honum miklum kvíða.

„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og mjög súrrealískt. Þetta hefur bara verið of mikið fyrir mig,“ sagði Lewis sem finnst hann bera ákveðna ábyrgð á verkinu og þurfa að vernda það fyrir skemmdarvörgum.

Í frétt BBC kemur fram að Lewis hafði uppgötvað verkið skömmu eftir að Banksy spreyjaði það á vegg hans en í fyrstu áttaði hann sig ekki á að þetta væri handverk Banksy. „Ég hélt bara að þetta væri frábært listaverk og ég ætlaði að breiða yfir það og reyna að vernda það.“

Lewis óskar þess nú að hægt verði að koma veggbútnum með verki Banksy á öruggan stað í nágrenni við heimili hans með aðstoð yfirvalda.

Mynd / Skjáskot af YouTube

MAN magasín hætt

|
|

Tímaritið MAN hefur hætt útgáfu. Þessu var greint frá á Facebook-síðu tímaritsins í dag.

„Við þökkum hjartanlega lesturinn, áhugann, áskriftirnar og stuðninginn undanfarin fimm ár. Án þessa og þess frábæra fólks sem hefur unnið með okkur hefðu ekki komið út 64 glæsileg tölublöð,“ segir á Facebook-síðu MAN magasín í dag.

Fyrsta tölublað MAN kom út í september árið 2013 og Björk Eiðsdóttir hefur ritstýrt blaðinu síðan þá. Auður Húnfjörð var framkvæmdastjóri.

Það var Hafdís Jónsdóttir sem prýddi fyrstu forsíðu MAN. Eliza Reid prýddi þá forsíðu síðasta tölublaðsins sem kom út í desember 2018. Í millitíðinni hefur fólk á borð við Vigdísi Finnbogadóttur, Lindu Pétursdóttir, Dorrit Moussaieff, Pál Magnússon og Helgu Braga Jónsdóttur prýtt forsíður MAN.

Forsetafrú Íslands var á forsíðu seinasta tölublaðs MAN.

Stóðu sig vel í danskeppni í Blackpool

|
|

Hópur íslenskra dansara stóð sig vel í Champions of Tomorrow danskeppninni sem haldin var í Blackpool í Englandi um helgina.

Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir lentu 1. sæti í U21 latin í Champions of Tomorrow danskeppninni sem haldin var í Blackpool í Englandi um helgina. Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir urðu í 2. sæti í U22 Ballroom og Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir lentu í  3. sæti í Junior.

Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir voru í 6. sæti í Juvenile Ballroom og 7. sæti í Latin. Fannar Kvaran og Fanný Helga Þórarinsdóttir komust í undanúrslit í Ballroom og 24 para í Latin.

Daði Freyr Guðjónsson, sem margir kannast við úr þáttunum Allir Geta Dansað, og Fanney Gísladóttir voru í undanúrslitum í ProAm latin og Ballroom.

Undrandi á litlum viðbrögðum miðað við fjölda fylgjenda

|||
|||

Rúmlega 51 þúsund einstaklingar fylgjast með Manuelu Ósk á Instagram en að hennar mati fær hún ekki eins mörg „like“ og ætla mætti miðað við fylgjendafjöldann.

Manuela Ósk Harðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Miss Uni­verse, undrar sig á þeim litlu viðbrögðum sem hún fær að jafnaði við myndum sínum á Instagram ef miðað er við fjölda fylgjenda.

Þess má geta að Manuela Ósk er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún fær gjarnan 300-700 „like“ við myndir sína. Manuelu þykir það ekki eðlileg tölfræði og vekur athygli á þessu á Instagram í dag.

„Fylgjendur ættu ekki bara að vera fylgjendur, þeir ættu að vera stuðningsmenn,“ skrifar Manuela meðal annars. Hún tók þá fram að hún væri ánægð með rúmlega 1000 „like“ sem ein af hennar nýjustu myndum fékk.

Þá birti hún skjáskot af tölfræðiupplýsingum um eina tiltekna mynd. Þegar skjáskotið var tekið hafði myndin verið skoðuð rúmlega 19 þúsund sinnum en 773 fylgjendur höfðu sett „like“ á myndina. „Þetta er svo shitty,“ skrifaði þá Manuela.

Manuela er greinilega ekki ein um að þykja þetta undarlegt því hún birti skjáskot af skilaboðum sem hún fékk frá Instagram-notanda sem tekur undir með henni. „Þoli ekki fólk sem njósnar en lækar aldrei.“

Lady Gaga með þeim best klæddu

Lady Gaga, Sandra Oh og Lupita Nyong’o hafa ratað á lista yfir best klæddu stjörnurnar á Golden Globe hátíðinni sem fór fram í nótt.

Golden Globe hátíðin fór fram í nótt. Eins og við var að búast mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi. Fréttamiðlar vestanhafs keppast nú við að birta lista yfir best og verst klæddu stjörnurnar á hátíðinni.

Söng- og leikkonan Lady Gaga er gjarnan nefnd sem sú best klædda á slíkum listum. Hún klæddist fölbláum kjól úr smiðju Valentino og var með ljósblátt hárið uppsett. Þess má geta að lag hennar, Shallow, úr kvikmyndinni A Star is Born, var valið besta lagið á hátíðinni.

Leikkonan Sandra Oh þótti einnig afar smart en hún klæddist hvítum kjól frá Atelier Versace.

Leikkonan Lupita Nyong’o þykir alltaf flott og olli ekki vonbrigðum í nótt. Hún klæddist bláum perlukjól frá Calvin Klein By Appointment.

Janelle Monae og Julia Roberts hafa einnig ratað á lista yfir þær best klæddu. Monae klæddist Chanel og Roberts klæddist hönnun Stellu McCartney.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by FREDERIC ASPIRAS (@fredericaspiras) on

View this post on Instagram

WE ARE NOT WORTHY #goldenglobes

A post shared by NYLON (@nylonmag) on

Skartið metið á um 590 milljónir

Skartgripirnir sem söng- og leikkonan Lady Gaga skartaði á Golden Globe eru metnir á fimm milljónir dollara.

Söng- og leikkonan Lady Gaga var glæsileg á rauða dreglinum á Golden Globe hátíðinni sem haldin var í nótt. Gaga klæddist ljósbláum kjól frá Valentino og setti punktinn yfir i-ið með með sérsmíðuðu demantshálsmeni frá Tiffany & Co.

Hálsmenið, sem kallast Aurora, er engin smásmíði en það samanstendur af 300 demöntum. Til viðbótar við hálsmenið skartaði Gaga einnig demantseyrnalokkum og armböndum.

Skartið er metið á fimm milljónir dollara sem gerir um 590 milljónir króna miðað við núverandi gengi.

Tom Eerebout, stílisti Gaga, segir hálsmenið hafa verið tilvalið við þetta tilefni og að hálsmenið og kjóllinn hafi passað fullkomlega saman. Þetta kemur fram í frétt á vef Contactmusic.

Á Instagram-síðu Tiffany & Co. er greint frá því að hálsmenið hafi verið sérsmíðað fyrir Lady Gaga og að innblástur hafi verið sóttur í norðurljós.

Sjá einnig: Lady Gaga með þeim best klæddu

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tiffany & Co. (@tiffanyandco) on

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tiffany & Co. (@tiffanyandco) on

Raddir