Jógakennarinn Jessamyn Stanley hefur sett sér það markmið að berjast gegn fitufordómum. Hún segir fólk af öllum stærðum og gerðum geta verið hraust.
Bandaríski jógakennarinn Jessamyn Stanley er afar vinsæl á samfélagsmiðlum en hún er mikil talskona líkamsvirðingar og sjálfsástar. Á samfélagsmiðlum minnir hún fylgjendur sína reglulega á að allir geta stundað líkamsrækt og verið hraustir, óháð holdafari, þyngd og líkamsbyggingu. Sjálf er Stanley í yfirþyngd.
Hún segir algengt að unglingsstelpur í yfirþyngd tali við hana eftir jógatíma sem hún kennir og tjái sig um hvað hún hefur hjálpað þeim mikið við að koma út úr skelinni. „Það fær virkilega á mig vegna þess að mér sjálfri leið svo illa á þessum aldri. Ég var ekki ánægð með að vera á lífi. Núna koma stelpur upp að mér og leita ráða,“ sagði Stanely í viðtali við The Guardian.
Stanely hefur sett sér það markmið að vekja fólk til umhugsunar og sporna gegn fitufordómum og mýtum um holdafar. Hún tekur fram að það geti tekið langan tíma en að hún sé tilbúin að leggja sitt af mörkum því margt smátt geri eitt stórt. Áhugasamir geta fylgst með Stanley á Instagram undir notendanafninu mynameisjessamyn.
Bleikur demantur sem kallaður er Pink Legacy seldist á rúma 6,2 milljarða króna í gær. Demanturinn er tæp 19 karöt.
Óvenjulega stór bleikur demantur seldist í gær fyrir upphæð sem nemur um 6,2 milljörðum króna. Aldrei áður hefur bleikur demantur selst á svo háa upphæð.
Uppboðshúsið Christie´s í Genf í Sviss sá um sölu demantsins og bandaríska skartgripafyrirtækið Harry Winston mun hafa keypt demantinn. Þessu er sagt frá á vef CNN.
Demanturinn er kallaður Pink Legacy og er 18,96 karöt. Yfirmaður skartgripadeildar uppboðshússins, Rahul Kadakia, segir að um einstakan stein sé að ræða. „Þetta er einn vandaðasti bleiki demantur heims, hvað lit og stærð varðar. Söluverðið sannar það,“ sagði Kadakia og benti á að aldrei fyrr hefur jafn hátt verð fengist fyrir hvert karat.
Demanturinn hefur vakið mikla athygli sökum gæða en hann hefur fengið gæðastimpilinn „Fancy Vivid“. Demantar með þann stimpil eru sjaldan stærri en 10 karöt.
Femínistinn Elva Björk Ágústsdóttir birti Facebook-færslu á dögunum þar sem hún tjáir sig um pistil sem fjallar um hvort barátta femínista hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu karlmanna.
Femínistinn Elva Björk Ágústsdóttir birti um helgina færslu á Facebook þar sem hún tjáir sig um pistil sem fór sem eldur um sinu á netinu í upphafi mánaðar. Í þeim pistli er ýmsum spurningum varpað fram um femínisma, til dæmis hvort möguleg tengsl séu á milli sjálfsvíga karla og baráttu feimínista. Pistilinn skrifar einkaþjálfarinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir og birtir á vefnum Virgo, undir yfirskriftinni Femínismi eða frekja?.
Elva Björk skrifar í færslu sinni um umræddan pistil og segir umræðuna hafa gert sig bæði leiða og reiða. „Undanfarna daga hef ég verið mjög leið, pirruð og reið yfir umræðum í fjölmiðlum. Fyrir stuttu síðan birtist pistill um þá hræðilegu staðreynd að fjórir menn tóku sitt eigið líf á mánudaginn. Einhvern veginn tókst pistlahöfundi og óteljandi fjöldi virkra í athugasemdum að tengja þessa hræðilegu staðreynd við femínisma og uppgang kvenna í samfélaginu,“ skrifar Elva Björk meðal annars.
Einhvern veginn tókst pistlahöfundi og óteljandi fjöldi virkra í athugasemdum að tengja þessa hræðilegu staðreynd við femínisma.
Hún bendir þá á að femínistar berjast fyrir auknu jafnrétti kynjanna og þar af leiðandi fyrir því að strákar megi ræða um tilfinningar sínar og líðan.
Í samtali við Mannlíf segist Elva hafa fengið mikil viðbrögð við færslu sinni. „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð við pistlinum, bæði á Facebook og Twitter. Margir hafa líka haft samband við mig og tjáð skoðun sína á pistlinum. Það sem mér þykir líka mjög vænt um er að ákvað samtal varð líka til í kjölfarið og fóru margir, sérstaklega á Twitter, að koma með hugmyndir um hvernig auka mætti þátttöku karla í þessum málum.“
Elva Björk segir þá mikinn misskilning að femínistar vinni markvisst gegn karlmönnum, líkt og Hafdís talar um í pistli sínum.
„Ég held að þeir sem hafa kynnt sér hvað femínismi stendur fyrir átti sig á að um jafnréttisbaráttu er um að ræða og að það á við um öll kyn. Auðvitað verður áhersla oft meiri á það kyn sem hefur hingað til verið undir. En femínistar hafa gert gríðarlega mikla og merkilega hluti til að stuðla að auknu jafnrétti og hafa til að mynda líka oft bent á ójafnrétti gagnvart feðrum. En mikilvægt er að karlmenn taki líka þátt í baráttunni.“
Færslu Elvu má lesa í fullri lengd hér fyrir neðan:
Í tilefni af sinni fyrstu einkasýningu í Reykjavík hefur franska listakonan Amanda Riffo hannað sérstakan ís.
Franska listakonan Amanda Riffo býr og starfar á Íslandi. Hún mun opna sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík á föstudaginn í galleríinu OPEN, Grandagarði 27. Sýningin ber heitið CAVERN.
Verkin á sýningunni eru fjölbreytt en sem hluta af sýningunni hefur Amanda unnið ís í samstarfi við ísbúðina Valdísi.
Spurð út í samstarfið segir Amanda: „Upphaflega hafði ég áhyggjur af því að þau hefði ekki áhuga á hugmyndum mínum en Jonni, ísgerðarmaðurinn, var mjög áhugasamur og forvitinn. Hann gerði nokkrar ísprufur og við smökkuðum áður en við ákváðum hver niðurstaðan væri. Útkoman er ísinn Kosmískur Latte. Liturinn á ísnum vísar í meðallit alheimsins. Þess má geta að ísinn inniheldur ekki mjólkurafurðir og hentar því þeim sem eru vegan,“ segir Amanda.
Þess má geta að ísinn inniheldur ekki mjólkurafurðir og hentar því þeim sem eru vegan.
Áhugasömum er bent á að sýningin opnar á föstudaginn klukkan 19.00 og þá geta viðstaddir smakkað ísinn. Sýningin stendur til 2. desember.
Sigríður Thorlacius er heillandi karakter með fallega og fíngerða rödd. Blaðamann grunaði að heimili hennar væri líka heillandi og ákvað að hringja í söngkonuna með fallegu röddina með þá von í brjósti að hún væri til í að leyfa okkur að kíkja í heimsókn. Sigríður tók vel í hugmyndina. Nokkrum dögum síðar vorum við mætt í litla bakhúsið hennar við Þórsgötu.
„Ég hef búið hér í tæp þrjú ár, ég bjó áður á Grettisgötu en ég ólst upp í Hlíðunum. Flutti svo í Laugarneshverfið og bjó þar alla mína skólagöngu þangað til ég flutti að heiman. Ég ákvað að fara fyrst til Parísar með vinkonu minni í hálft ár sem var æðislegt, við vorum bara að læra frönsku, drekka kaffi og rauðvín og njóta lífsins. Ég leigði svo í nokkur ár og keypti síðan mína fyrstu íbúð 2008. Hún var 35 fermetrar og við Grettisgötu. Svo flutti ég hingað í heila 50 fermetra og fyrir mér var þessi íbúð mjög stór því ég var að koma úr svo pínulitlu,“ segir hún hress í bragði og sýnir okkur litlu íbúðina sína. „Mér líður alveg brjálæðislega vel hérna og vil ekki hafa meira pláss, ég þarf ekki meira pláss og ég myndi bara safna að mér meira dóti ef ég byggi í stærra húsnæði því ég er svo mikill safnari í mér,“ segir hún sátt við sitt krúttlega bakhús í miðbænum.
Svo flutti ég hingað í heila 50 fermetra og fyrir mér var þessi íbúð mjög stór því ég var að koma úr svo pínulitlu.
Syngur ekki mikið í hljóðbæra bakhúsinu
Syngur þú mikið þegar þú ert ein heima? „Nei, ekki mikið hérna heima því það býr stelpa á hæðinni fyrir ofan mig og þetta hús er gamalt og mjög hljóðbært. Ég heyri í kisunum hennar niður til mín og vatnið renna sem mér finnst afskaplega notalegt en ég verð að sýna tillitssemi í svona hljóðbæru húsi og er því ekki mikið að góla,“ svarar hún hlæjandi. Heiðdís ljósmyndari skýtur þá inn í umræðuna, þar sem hún stendur í stofunni með myndavélina, að það muni nú örugglega enginn kvarta yfir söng frá sjálfri söngdívunni Sigríði Thorlacius, það þætti bara plús að búa fyrir ofan hana og allir viðstaddir gestir eru sammála því. „Stundum nota ég heimilið þegar ég þarf að æfa mig aðeins með einhverjum, þá æfum við okkur hérna í eldhúsinu. En annars æfi ég mig ekki mikið ein, ég syng nánast á hverjum einasta degi og þannig held ég mér í æfingu.“
Var augljóst frá því að þú varst krakki að þú myndir feta þennan veg; ætlaðir þú þér alltaf að verða söngkona? „Nei, það var alls ekki augljóst, ég var svo feimin sem barn og til baka. Ég fór svo í söngnám, byrjaði í klassísku söngnámi þegar ég var að byrja í menntaskóla og svo var ég í Hamrahlíðarkórnum í tíu ár og það var, má segja, minn stóri skóli. Þegar ég fór til Parísar hætti ég í klassíska söngnáminu og fór að læra jass þegar ég kom til baka og kynntist þá fólki í bransanum og þannig eiginlega gerðist það að ég varð söngkona,“ svarar hún hógvær og kveikir á kertunum á eldhúsborðinu.
Baðkerið griðastaður söngkonunnar
Eldhúsið í litlu íbúðinni hennar Sigríðar er einstaklega notalegt og innréttingin í meira lagi óhefðbundin en hún segir að svona hafi eldhúsið verið þegar hún keypti íbúðina. Gamaldags og sjarmerandi og hæfir húsinu vel. Og þegar blaðamaður spyr hana hvar í íbúðinni henni líði best segir hún að eldhúsið sé hennar staður: „Mér líður mjög vel hérna við eldhúsborðið og þegar ég fæ gesti sitjum við oftast í eldhúsinu en mér finnst líka rosalega gott að liggja í baði, þar slaka ég á og stundum fer ég í bað tvisvar á dag til að slaka á. Ástæðan fyrir því að ég keypti þessa íbúð var baðkerið því ég var bara með sturtu þar sem ég bjó áður,“ segir hún og við kíkjum inn á baðherbergið þar sem fallegt, frístandandi baðker, grámálaðir panelveggir og rómantískar lugtir í gluggakistu skapa notalegt andrúmsloft.
Stemningin á heimilinu er örlítið frönsk og þegar Sigríður er spurð út í það segir hún okkur að París sé uppáhaldsborgin hennar, þar bjó hún á sínum tíma og drakk í sig franska menningu. Eftir þá dvöl hefur hún reynt að komast til Parísar helst á hverju ári, að minnsta kosti annað hvert ár. „Ég er einmitt á leiðinni þangað núna í september,“ segir hún brosandi og blaðamaður kemst að því að uppáhaldslagið hennar er gamalt franskt lag sem hún hefur sungið við mikilvæg tímamót í sönglífi sínu.
Gulir tónar, lifandi blóm og kaffiilmur
Íbúðin er í hjarta borgarinnar en hún er samt alveg laus og við ys og þys mannlífsins og töfraorðið til að ná þessu rólega andrúmslofti er bakhús. „Ég verð ekkert vör við bílaumferð eða mannaferðir, það á aldrei neinn leið fram hjá húsinu mínu. Það breytir öllu að vera í bakhúsi, mér líður bara eins og ég sé ein í heiminum hérna. Ég er ekki viss um að ég myndi velja að búa í miðbæ Reykjavíkur nema bara af því að hér get ég verið alveg í friði. Það finnst mér geggjað. Mér finnst líka æðislegt að búa í göngufæri við flest því ég er ekki á bíl. Ég er bara ein og hjóla og geng eiginlega allt og finnst það mjög þægilegt. Það er minn lífsstíll.“
Ég er ekki viss um að ég myndi velja að búa í miðbæ Reykjavíkur nema bara af því að hér get ég verið alveg í friði.
Það fer ekki fram hjá okkur að bjartir litir heilla söngkonuna og lifandi blóm, og hún segir okkur að það sé einmitt það sem hún freistast helst til að kaupa sér; afskorin blóm. „Ég elska blóm og ég er nánast alltaf með lifandi blóm á eldhúsborðinu. Mér finnst svo notalegt að koma heim og það er góð lykt sem tekur á móti mér,“ segir hún brosandi.
Heimilið er litríkt og gulir tónar áberandi. „Ég vil gjarnan hafa liti í kringum mig og gæti aldrei búið í svart/hvítu umhverfi. Ég held rosalega mikið upp á stóra málverkið við endann á sófanum en systir mín sem var mér mjög kær málaði það og hún málaði líka hitt stóra verkið í stofunni. Kannski ég velji ómeðvitað gula tóna inn á heimilið út frá málverkunum hennar. Mér finnst aðalmálið að hafa notalegt í kringum mig og að eiga góða kaffivél,“ segir Sigríður og fær sér sopa af ilmandi kaffi. Við kveðjum söngkonuna með fallegu röddina og höldum út í helgina sem er handan við hornið.
Leikkonan Sandra Bullock er mikill dýravinur. Hún gaf 12,4 milljónir til samtaka sem vinna að því að hjálpa dýrum frá skógareldum í Kaliforníu.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna skógareldanna sem geisa í Kaliforníu en eldurinn hefur valdið gríðarlegu tjóni og dregið 42 til dauða. Margir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldsins og sumir hafa misst allt sitt í eldinum. Söngkonan og dýravinurinn MileyCyrus er ein þeirra sem hefur misst húsið sitt í eldinum. Hún tjáði sig um málið á Twitter og sagði mestu máli skipta að gæludýrin hennar hefðu sloppið ómeidd.
Leikkonan Sandra Bullock er einnig mikill dýravinur en hún hefur lagt sitt af mörkum til að hjálpa dýrum á svæðinu. Hún styrkti mannúðarsamtök Ventura-sýlsu um upphæð sem nemur um 12,4 milljónum króna. Þau samtök vinna nú að því að hjálpa dýrunum sem eru á svæðinu þar sem skógareldarnir geisa. Samtökin greindu frá góðverki Söndru á Facebook-síðu sinni og biðluðu til annara að hjálpa líka. Þetta kemur fram á vef CNN.
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, er ekki aðdáandi núverandi forseta Bandaríkjanna. Hún er óhrædd við að viðurkenna það.
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, vandar Donald Trump Bandaríkjaforseta, ekki kveðjurnar í nýrri bók sinni, Becoming. Í bókinni lýsir hún því meðal annars hvernig hún „hætti að reyna að brosa“ í kringum Trump á opinberum viðburðum á einhverjum tímapunkti, svo illa líkar henni við hann.
Í bókinni segir hún einnig frá því að hún hafi aldrei fyrirgefið Trump vegna ummæla sem hann lét falla árið 2011, þegar Obama var forseti. Þá greindi Trump frá því í viðtali við þáttinn Fox and Friends, að hann efaðist um að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum og ætti því ekki að vera forseti. Þá sagðist hann vera undrandi á því að Obama gæti ekki sannað að hann væri fæddur í Bandaríkjunum með því að sýna fram á það með fæðingarskírteini.
Michella segist aldrei ætla að fyrirgefa Trump þessi ummæli. Frá þessu er greint á vef Business Insider.
Þess má geta að sjónvarpskonan og lestrarhesturinn Oprah Winfrey er búin að lesa bók Michelle tvisvar og gefur henni hæstu einkunn.
Í dag auglýsir Íslandsbanki nýja leið til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Um snertilausar greiðslur í gegnum snjallsíma er að ræða. Á vef Íslandsbanka segir meðal annars: „Með kortaappi Íslandsbanka getur þú greitt með kreditkortinu þínu (frá Íslandsbanka og Kreditkortum) í gegnum símann um allan heim í þeim posum sem bjóða snertilausa virkni. Úttektarheimildir og öll önnur virkni appsins er sú sama og þegar greitt er með greiðslukorti.“
Lausnin er aðeins í boði fyrir þá sem eru með Android-síma. En á vef bankans kemur fram að tækniteymi sé að vinna að því að koma lausninni í gagnið fyrir þá sem eru með iPhone.
Á vef bankans kemur þá fram að mikilvægt sé að gera varúðarráðstafanir áður en viðskiptavinir byrja að nota þessa nýju greiðslulausn. „Þegar þú velur að borga með símanum þarftu að auðkenna þig fyrir símtækinu með PIN-númeri, fingrafari eða andlitsskanna. Ef upp kemur einhver grunur um svik á snertilausum greiðslum í gegnum símann þinn skaltu tilkynna Íslandsbanka það strax til að stofna endurkröfu um viðskiptin,“ segir á vef bankans.
Til gamans má geta að hljómsveitin Bjartar sveiflur er í aðalhlutverki í auglýsingum fyrir þessa nýju lausn.
Bandaríska föndurbúðin HobbyLobby auglýsir 50% afslátt í hugljúfri auglýsingu sem tekin er upp á Íslandi.
Leikkonan Álfrún Helga Örnólfsdóttir og dóttir hennar fara með aðalhlutverk í nýlegri auglýsingu bandarísku föndurbúðarinnar HobbyLobby. Í auglýsingunni er verið að auglýsa 50% jólaafslátt á afar hugljúfan hátt.
Leikarinn Friðrik Friðriksson, eiginmaður Álfrúnar, vekur athygli á auglýsingunni á Facebook-síðu sinni og Twitter.
Auglýsingin, sem er hér fyrir neðan, hefur fengið rúmlega 970.000 áhorf á YouTube.
Söngkonan Elísabet Ormslev hefur undanfarið komið fram með sönghópnum GRL PWR með lögum sem Kryddpíurnar gerðu vinsæl fyrir allnokkru. Einnig er hún með EF-plötu í smíðum sem kemur út snemma næsta ár. Við spurðum Elísabetu út í uppáhaldshlutina hennar.
Uppáhalds …
-kaffihús: Stofan.
-skyndibiti: Dominos. Engin keppni þar.
-drykkur: Undanrenna með klökum. Ekki öskra á mig.
-líkamsrækt: Fótbolti eða spinning-tímar.
-afþreying: Allt sem tengist tónlist og vinum mínum.
-sjónvarpsþáttur: Handmaid’s Tale, Game of Thrones, The Walking Dead, Dexter og Friends.
-farartæki: Draumafarartækið er allavega Jeep Wrangler sem ég er ekki enn búin að eignast.
-heimilisverk: Að vaska upp. Fyrirlít allt annað. Sorrí, mamma.
-fjall: Herðubreið.
-staður á Íslandi: Stykkishólmur. Líður alltaf ógurlega vel þar.
-tónlistarmaður: Allt of margir til að velja bara einn en sú tónlistarkona sem ég hlusta mikið á og fíla hvað mest hvað varðar „production“ og ytri ímynd þessa dagana er Ariana Grande.
Förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir segir lesendum frá þeim snyrtivörum sem eru í uppáhaldi hjá henni þessa stundina.
Stök gerviaugnhár: Ég mála mig dagsdaglega frekar lítið en ég er eiginlega orðin háð því að notast við 2-3 stök gerviaugnhár á sitthvort augað.
Næturmaski. Ég nota næturmaska um tvisvar sinnum í viku. Þannig finnst mér ég ná að viðhalda ljómandi húð. Þessa stundina hef ég mikið notast við vörur frá Origins.
Carmen-rúllurnar mínar. Annan hvern dag nota ég carmen-rúllur í hárið á mér. Ég sé ekki sólina fyrir þeim og er búin að nota tvö sett síðustu sautján ár.
Ilmvatnið mitt er Tom Ford-Black Orchid. Ég er búin að nota það í mörg ár. Það er því miður ekki selt á Íslandi og oft erfitt að fá það þannig að ég reyni að eiga lager af því heima.
Stone-varablýantur frá MAC. Ég nota hann daglega. Blýanturinn er í köldum brúnum tón og passar mjög vel við alla ljósa varaliti.
Uppáhaldsförðunar-trendið? „Ég er mjög hrifin af þessu af þessu ljósbrúna og nude matta trendi sem að er búið að vera í gangi. Það passar mjög vel við mig og að mínu mati klæðir flestalla.“
Gulldrengirnir og heiðursmennirnir, kláru karlarnir og góðu strákarnir, sem eru svo mikil góðmenni og myndu aldrei gera flugu mein. En voru ásakaðir um kynferðisbrot.
Hvað gerist þá? Ímyndin af brosandi gulldreng sem skemmtir svo mörgum, eða heiðursmanni í fínum jakkafötum með flotta háskólagráðu, hún passar ekki inn í steríótýpuna af kynferðisbrotamanni – sem er skítugur, eflaust fullur, helst þekktur fyrir að vera skíthæll. Gulldrengirnir passa ekki inn í þetta fyrirframgefna samfélagsmót, hafa ekki þessa hentugu ímynd sem gerir fólki kleift að hata þá. Því kynferðisbrotamenn hljóta að vera skrímsli.
Í stað þess að leyfa brotaþola njóta vafans fer fólk að leita að ástæðum til að kenna henni um. Þau höfðu heyrt að hún væri svo klikkuð. Alltaf að ljúga. Hann hefur aldrei gert svona við mig. Hvað var hún annars að gera þarna svona seint um kvöld? Var hún ekki að reyna við hann? Hún er nú ekkert smábarn, óþarfi að gera læti úr smákáfi. Svona klædd, hún augljóslega vildi athygli. Saklaus uns sekt er sönnuð!
En kynferðisbrotamenn eru ekki skrímsli. Þetta er staðreynd sem fólk á erfitt með að átta sig á. Nýjasta herferð Stígamóta, #allirkrakkar, spyr: vilt þú vera foreldri þolanda, eða geranda? Á fólk auðveldara með að horfast í augu við að einhver náin þeim hafi verið beitt ofbeldi, heldur en að einhver náinn þeim sé gerandinn? Þetta köllum við skrímslavæðingu. Þegar við getum ekki hugsað okkur að einhver sem okkur þykir vænt um gæti gert eitthvað ófyrirgefanlegt.
Tilhneigingin er þá að ráðast á brotaþola. Við erum vön því að sópa mölbrotnum konum undir teppið og skipa þeim að þegja því þessir heiðursmenn eru með „mannorð“ sem má aldrei „myrða“, eða að við megum ekki ganga „of langt“ í gagnrýninni, því þeir eru eftir allt saman engin skrímsli. En skrímslin eru ekki til. Bara menn.
Síðast en ekki síst / eftir Elísabetu Ýri Atladóttur
Heimsþekkti tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gaf út sína fjórðu breiðskífu nú á dögunum og ber hún nafnið, re:member. Þeir sem þekkja Ólaf vita að hann er afar nægjusamur maður sem er alltaf á ferð og flugi, en við fengum þó að forvitnast um hvað væri efst á óskalistanum hans um þessar mundir.
Mynd af Ólafi Arnalds / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hvaða stóll væri draumastóllinn þinn? Original rauðleiti Mah Jong-sófinn frá Roche Bobois.
Er eitthvert ljós eða lampi á óskalistanum þínum? Alltaf fleiri Jielde-lampar.
Hver er draumaferðin þín? Ég elska að skoða staði sem fólki dettur ekki í hug að fara til. Ég er heillaður af Miðausturlöndum og langar að skoða fleiri svæði þar. Norðurhluti Pakistan er hátt á listanum en ég hef bara komið til Lahore.
Hvaða bíll er á óskalistanum og hvers vegna? Eitthvað sem mengar sem minnst. Mig langaði í Teslu þangað til Elon Musk tók of mikið af sýru og fór á egótripp. Nei, mig langar reyndar enn þá í Teslu. En væri alveg jafnsáttur með vespu.
Málverk eftir hvaða listamann væri á þínum óskalista? Finnbogi Pétursson er líklega uppáhalds íslenski listamaðurinn minn. En ég veit ekki hvernig ég kæmi verkunum hans heim til mín eða hvort ég myndi vilja búa með þeim.
Óskar þú þér einhvers í eldhúsið? Ostaskera.
Fallegasta bygging á Íslandi? Ráðhús Reykjavíkur. Fallegasti grái steypuklumpur sem ég hef séð og hvernig húsið liggur ofan í tjörninni er alveg frábært.
Áhrifaríkasta bók eða bíómynd? Ég er ekki alveg hlutlaus en Lof mér að falla er með áhrifaríkari myndum sem ég hef séð. Fyrir nokkrum árum las ég svo bók um Flow State eftir Mihály Csíkszentmihályi sem breytti lífi mínu og sköpunarferli algjörlega.
Besta kaffihúsið? Micro Roast í Aðalstræti er minn staður.
Flottasti veitingastaðurinn? ÓX, minnsti veitingastaður á Íslandi og besti matur sem ég hef borðað.
Linda Vilhjálmsdóttir skáld sendi nýlega frá sér sína sjöundu ljóðabók, Smáa letrið. Hún einkennist af femínískum byltingarljóðum um formæður og fjallkonur, dömur og druslur – konur fyrr og nú, „dæmdar í óskráða ánauð / allar sem ein“.
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
„Smáa letrið er um konur af minni kynslóð og þær sem á undan og eftir mér komu,“ segir Linda. „Hún er um það hvernig við reynum í sífellu að laga okkur að heimi sem tekur lítið eða ekki tillit til okkar þarfa og vilja – og gerir okkur erfitt eða ókleift að nota og rækta hæfileika okkar til að búa í haginn fyrir okkur sjálfar, fjölskyldur okkar og vini. Hún er um það hvernig feðraveldið hefur gert samfélag okkar ómanneskjulegt og hvernig landsfeðurnir hreinsa ávallt sig og sína þegar spillingin kemur í ljós og rísa svo upp á ný tvíefldir, falskari og grimmari en fyrr.“
„Hún er um það hvernig feðraveldið hefur gert samfélag okkar ómanneskjulegt og hvernig landsfeðurnir hreinsa ávallt sig og sína þegar spillingin kemur í ljós og rísa svo upp á ný tvíefldir, falskari og grimmari en fyrr.“
Hugmyndin að ljóðunum kom til Lindu þegar hún fann loksins sína eigin leið að femínismanum. „Þegar ég fylgdist með kvennamarsinum mikla í Bandaríkjunum í beinni útsendingu daginn sem núverandi forseti var settur inn í embætti þar vestra.“
Rökrétt framhald
Síðasta bók Lindu, ljóðabókin Frelsi sem út kom 2015, hlaut einróma lof gagnrýnenda og einstakar viðtökur lesenda. Hún var verðlaunuð bæði heima og erlendis og meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Einnig hlaut Linda verðlaun fyrir pólska þýðingu Frelsis á bókmenntahátíðinni „Evrópsk frelsisskáld“ vorið 2018. „Mér finnst hver bók vera í rökréttu framhaldi af þeirri sem á undan kom. Alveg frá því ég byrjaði að skrifa ljóð hefur það verið takmark mitt að gera þau þannig úr garði að engum sem byrjar að fletta í gegnum þau finnist þau óskiljanleg eða hátimbruð. Að einfalda þau eins mikið og hægt er þannig að merkingin komist vel til skila án þess að það bitni á ljóðrænni og listrænni framsetningu.“
Ýmislegt er gert vegna aldarafmælis fullveldisins og þar á meðal er bók sem er hugmynd Svövu Jónsdóttur blaðamanns. Í bókinni Aldarspegill: Íslendingar 1918-2018. Myndir af þjóð eru myndir af Íslendingum sem fæddust 1918-2018, einn fyrir hvert ár, auk þess sem landslagsmyndir eru í bókinni. Friðþjófur Helgason tók myndirnar.
„Hugmyndin kviknaði bókstaflega á sekúndubroti eða rúmlega það,“ segir Svava þegar hún er spurð um tilurð bókarinnar. „Ég sat í fyrrahaust fyrir framan sjónvarpið þar sem fjallað var um væntanlega samkeppni þar sem fólk gat sent inn hugmyndir að verkefnum tengdum aldarafmæli fullveldisis og þessi ártöl komu upp í hugann: 1918-2018 og ljósmyndir af fólki fætt á þessu tímabili – einn fyrir hvert ár. Ég efast um að fimm sekúndur hafi liðið þar til hugmyndin var næstum fullmótuð. Kannski tíu.“
Svava hafði samstundis samband við útgáfufélagið Tind og boltinn fór að rúlla. „Útgefandinn fékk Friðþjóf Helgason til liðs við okkur en hann er frábær ljósmyndari og einstaklega elskulegur maður. Ég vildi hafa landslagsmyndir að auki og Friðþjófur á stórkostlegt safn af slíkum myndum og er lítið brotabrot af þeim í bókinni okkar. Gaman er að sjá flottu myndirnar hans á prenti.“
Almennt jákvæð sýn á landið
Svava lagði áherslu á að hluti þátttakenda væri fólk sem hefði verið áberandi á tímabilinu sem um ræðir, eins og stjórnmálamenn, fólk í viðskiptalífínu, íþróttamenn og listamenn. Á meðal þátttakenda eru Ólafur Ragnar Grímsson, Katrín Jakobsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Hermann Hreiðarsson, Jóhanna Guðrún, Ari Eldjárn, Ólafur Stefánsson, Gísli Marteinn Baldursson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svava Johansen, Hilmar Örn Hilmarsson og Bjarni Felixson. Fyrirsæturnar á bókarkápunni eru elsti og yngsti þátttakandinn. Hún fæddist árið 1918 og hann árið 2018.
„Minnist ég sérstaklega eldri manns sem ég tók viðtal við en ég heimsótti hann stuttu síðar til að lesa viðtalið fyrir hann. Hann lést þá um kvöldið.“
Textinn í bókinni er á íslensku og ensku. Hver þátttakandi, nema yngstu börnin, svarar einni spurningu: Hvað er Ísland í huga þínum? „Munurinn á svörum þátttakenda er í raun ekki mikill að því leyti hvað þeir hafa almennt jákvæða sýn á landið sitt. Það vakti athygli hvað Íslendingar eru stoltir af landinu sínu. Þá er gaman að svörum krakkanna sem mörg hver eru krúttleg en yngsti þátttakandinn sem svarar spurningunni fæddist árið 2012. Það vakti athygli mína að sum börnin taka fram að hér á landi sé ekkert stríð, fyrir utan að hér eru engar hættulegar flugur eða tígrisdýr. Svo var til dæmis gaman að taka viðtöl við elstu þátttakendurna sem eru elskulegt fólk upp til hópa og minnist ég sérstaklega eldri manns sem ég tók viðtal við en ég heimsótti hann stuttu síðar til að lesa viðtalið fyrir hann. Hann lést þá um kvöldið. Ég vildi að hann yrði samt sem áður í bókinni en vildi ekkert gera í því að fyrra bragði en svo fékk ég skilaboð um að fjölskylda hans óskaði eftir því og þykir mér vænt um það. Ekki var búið að taka mynd af honum þegar hann kvaddi þetta líf og er því í bókinni mynd af ljósmyndum af honum.“
Bókin er fallegur minjagripur í tengslum við fullveldisafmælið og að sögn Svövu sýnir hún örlítið brot af fámennri þjóð á eyju í Norður-Atlantshafi. „Ég vildi hafa textann líka á ensku og geta þá útlendingar sem skilja það ágæta tungumál lesið svör Íslendinganna um landið sitt og jafnvel kynnst því hvað Íslendingar eru samheldin þjóð en það vitum við jú að svo er þegar á reynir.“
Myndir úr bók / Friðþjófur Helgason Mynd af Svövu / Geir Ólafsson
Breskar skonsur (scones) er fljótlegt að útbúa og gaman að baka. Það er eitthvað svo notalegt við nýbakaðar skonsur og tekur innan við 20 mínútur að skella í einföldustu gerð. Hægt er að leika sér endalaust með uppskriftirnar og bæta við því sem hugurinn girnist, t.d. súkkulaði, ávöxtum og hnetum.
Til þess að skonsurnar verði léttar í sér er mikilvægt að hræra og hnoða deigið eins lítið og kostur er. Gott viðmið er að hræra þurrefnin og vökvann létt saman með skeið eða sleif 5-10 sinnum og hnoða síðan 5-10 sinnum á hveitustráðu borði. „Less is more“ eins og maðurinn sagði.
HESLIHNETUSKONSUR MEÐ FÍKJUM OG DÖÐLUM 12 stk.
2 ½ dl hveiti 2 tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1 tsk. kardimommuduft ½ tsk. kanill 60 g kalt smjör, skorið í litla bita u.þ.b. 100 g þurrkaðar döðlur og fíkjur, skornar í litla bita 30 g heslihnetur, gróft skornar börkur af ½ appelsínu 2 msk. hunang eða agave-síróp 1 dl mjólk 1 tsk. eplaedik
Hitið ofn í 180°C. Sigtið þurrefnin saman í skál og bætið smjörbitum út í og myljið saman við með fingrunum þar til blandan líkist grófri brauðmylsnu. Eins er hægt að nota matvinnsluvél eða hrærivél. Bætið döðlum, fíkjum og hnetum saman við ásamt appelsínuberki.
Blandið saman hunangi/agave-sírópi, mjólk og eplaediki í lítilli skál og bætið út í þurrefnablönduna. Hrærið létt saman eða þar til deigið fer að hanga saman. Fletjið út u.þ.b. 3 cm þykkt og skerið í hæfilega bita.
Penslið með eggi og bakið í u.þ.b. 20 mín. eða þar til skonsurnar hafa tekið fallegan lit.
Penslið skonsurnar með eggi til þess að fá fallega gylltan lit á þær við bakstur.
Kate Moss er þekkt fyrir áreynslulausa og rokkaða förðun og útlitið er fyrir löngu orðið að klassík. Blaðamaður Vikunnar mælir hér með réttu vörunum til þess að stela stílnum frá goðsögninni.
Kate Moss er ekki þekkt fyrir að vera með sjáanlegan farða á húðinni, heldur leyfir hún freknunum að njóta sín en meira rokk og róli að vera með smokey-förðun þegar farða er haldið í lágmarki. Við mælum með Face and Body frá MAC til að fá áreynslulaus útlit, ljóma og jafnari húðlit. Farðinn helst vel á og smitast ekki í föt ef hann er notaður á líkamann.
„Un“cover-up-hyljarinn hefur átt miklum vinsældum að fagna enda einstaklega náttúruleg áferðin á honum, í anda Kate Moss-stílsins. RMS-vörurnar eru til sölu á Mstore.is.
Kate er þekkt fyrir svolítið sjúskaða Smokey-förðun. Við mælum með augnskuggapenna eins og Long-wear cream shadow stick frá Bobbi Brown yfir allt augnlokið og allt í kringum augun. Svo er gott að nota eyrnapinna með örlitlu af vaselíni til þess að blanda línurnar aðeins.
Smokey er ekki fullkomnað nema með kolsvörtum eyeliner. Við elskum Slide On-augnblýantinn frá Nyx. Nuddaðu honum inn á milli augnháranna og settu helling á vatnslínu augnanna. Það gerist ekki miklu kynþokkafyllra.
Gefðu húðinni náttúrulega sólkysst útlit með blauta sólarpúðrinu frá Chanel. Notaðu stóran farðabursta með gervihárum og nuddaðu því vel inn í húðina, í kringum andlitið og yfir nefið.
Notaðu náttúrulegan highlighter í anda Shimmering Skin Perfector frá Becca. Niður nefið, á kinnbein, fyrir ofan efri vör og aðeins á viðbeinin og axlirnar, ef þú ert í stuði.
Dúmpaðu Lasting Finish-varalitnum frá Rimmel úr Kate Moss-línunni í litnum Boho Nude yfir varirnar og nuddaðu vel inn. Smokey-förðun og nude-varir eru besta tvennan.
Kate er óhrædd við að nota mikinn maskara. Grandiôse Extrême-maskarinn frá Lancôme er í algeru uppáhaldi hjá okkur til þess að þykkja augnhárin margfalt. Ekki hafa áhyggjur af því ef hann klessist, það er bara betra.
Katrín Helga Andrésdóttir, myndlistar- og tónlistarkona, spilar með hljómsveitunum Reykjavíkurdætrum og Sóleyju en um þessar mundir leggur hún aðaláherslu á sólóverkefnið Special-K. Þar sameinar hún myndlist og tónlist til að skapa sem heildstæðastan heim. Það nýjasta er sjónræn EP-plata frá Special-K sem heitir I Thought I’d Be More Famous by Now.
Þegar talið berst að fatastíl segir Katrín smekkleysu í bland við pastel einkenna sig. „Ég fíla allt sem er nógu ljótt til að vera flott. Þessa stundina vinn ég mikið með einhvers konar alien, weird, kitch og sakleysislegan en samt kinkí karakter. Ég geri yfirleitt bestu kaupin í vintage-búðum í útlöndum.“
Katrín Helga segist fyrst og fremst sækja innblástur í leikgleði. „Franska tónlistarkonan Soko veitir mér innblástur bæði í tónlistarsköpun og fatastíl. Hún er ótrúlega svöl í bland við að vera barnslega frjáls. Hún klæðist gjarnan litríkum og tilraunaglöðum fötum, er bæði persónuleg og chic.“
Efst á óskalista Katrínar er flugmiði til LA, en annars langar hana líka í kúrekastígvél. Þegar hún er spurð að því hvað allar konur á Íslandi ættu að eiga í fataskápnum sínum svarar hún: „Föðurland, það er kalt á Íslandi.”
Hvernig viljum við sjá Reykjavík árið 2038? Það ár verða þeir sem eru að byrja í grunnskóla í vetur u.þ.b. að ljúka háskólanámi eða farnir út á vinnumarkaðinn. Heimurinn verður talsvert breyttur og við getum núna lagt grunninn að þeirri framtíð sem við viljum. Tölvutæknin er að breyta starfsháttum okkar mikið. Almennt er fólk sammála um að í þeim breytta heimi sé best að undirbúa börnin okkar með frekari áherslu á sköpun, sjálfstæði í hugsun og á listir. Að geta unnið með öðru fólki, tjáð sig og leyst ný viðfangsefni.
Sú skólastefna sem nú er í mótun hjá Reykjavíkurborg er í þessum anda. Það eru því ákveðin vonbrigði að sjá samdrátt í þessum geira í nýrri fjárhagsáætlun. Til að við getum náð árangri er nauðsynlegt að fjármagnið fylgi þeirri stefnu sem stefnt er að. Það er ekki nóg að hafa stefnu ef ekki er siglt í rétta átt. Við erum ríkt samfélag og eigum að hætta að vera fimm árum á eftir þeim sem við berum okkur saman við. Miklu nær er að nýta smæð samfélagsins og sterka innviði þannig við séum leiðandi. Það á svo sannarlega við um framsækna skóla þar sem lögð er áhersla á sjálfstæði einstaklingsins og þroska hans til að vinna með öðrum.
Framtíðin liggur í því að vernda náttúruna og umhverfið
Annað atriði sem við gerum sífellt ríkari kröfur til er umhverfið. Með nýrri tækni getum við minnkað mengun og sóun gríðarlega. Hér getur Reykjavík gert betur. Ekki bara með flokkun og endurvinnslu. Heldur ekki síður með því að auðvelda til muna rafbílavæðingu og auðvelda sjálfkeyrandi bílum að komast innan borgarinnar. Þetta er eitt af því sem getur orðið til þess að Reykjavík verði öruggari og hreinni. Líkt og þegar Nokia laut í lægra haldi fyrir iPhone eru sjálfkeyrandi rafmagnsbílar líklegir til að taka við af bensínbílum og dísilstrætó.
Þá er rétt að horfa til þeirra borga sem hafa hvað mesta aðdráttaraflið eins og New York og London þegar kemur að grænum svæðum. Eftirsóttustu íbúðirnar á Manhattan eru ekki við Wall Street, heldur við Central Park. Græn svæði eru æ verðmætari fyrir borgarlífið. Við sjálfstæðismenn höfum lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins en þar er nú áformuð atvinnustarfsemi með hundruðum nýrra bílastæða. Við höfum lagt til að horfið verði frá blokkum í Laugardalnum sem nú eru á aðalskipulagi.
Þegar við leggjum grunninn að Reykjavík eftir tuttugu ár eru þetta allt atriði sem skipta sköpum. Framtíðin liggur ekki í bröggum eða þungu og dýru stjórnkerfi. Framtíðin liggur í því að vernda náttúruna og umhverfið. Undirbúa börnin okkar undir breyttan heim. Og nýta tæknina til að borgin okkar sé samkeppnishæf við þær borgir sem við teljum bestar. Þannig eigum við að undirbúa Reykjavík fyrir árið 2038.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Kristján Örn er einn af fjórum stofnendum og eigendum arkitektastofunnar KRADS ásamt þeim Kristjáni Eggertssyni, Mads Bay Møller og Kristoffer Juhl Beilman. KRADS stofnuðu þeir félagar árið 2006 í Danmörku og á Íslandi. Við fengum Kristján til þess að veita okkur innsýn í arkitektúr á Íslandi í dag.
Hvaða straumar og stefnur eru mest áberandi í arkitektúr í dag? „Þegar ég var í námi í Danmörku var bæði ákveðin tegund mínimalsma áberandi og svo hollenski skólinn og sú stefna sem stundum er nefnd súpermódernismi. Konseptið skipti þar mestu máli en minni áhersla var til dæmis lögð á að draga fram staðbundinn karakter, sögu, handverk og annað slíkt í arkitektúrnum – sem er farið að bera meira á aftur, að minnsta kosti hér á Norðurlöndunum. Eins virðist áhuginn á hinum svokölluðu „stjörnuarkitektum“ fara minnkandi og umræðan frekar farin að snúast um mikilvæg gildi eins og vistvæn gildi og samfélagslegt ábyrgðarhlutverk þeirra sem móta hið manngerða umhverfi. Þetta sést til dæmis glögglega á þema tveggja síðustu Feneyjartvíæringanna. Sjálfur hef ég skilgreint mig sem brútal mínimalista eða mínimal brútalista, í ákveðinni blöndu af öllu ofangreindu.“
Hvaða arkitekt/hönnuður hefur veitt þér mestan innblástur í störfum þínum? „Þar gæti ég nefnt marga meistara, eins og t.d. Arne Jacobsen frá Danmörku, Kenzo Tange frá Japan eða Oscar Niemeyer frá Brasilíu. Ég held að ég verði þó að segja að svissnesku arkitektarnir Herzog & de Meuron hafi haft hvað mest áhrif á mig bæði í náminu og í fagumhverfinu. Þeir hafa alltaf nálgast hvert verkefni á ólíkan hátt, haft auga fyrir smáatriðum og efniskennd og geta unnið með smá, miðlungsstór og risastór verkefni af sömu næmni. Verk þeirra eru jafnólík og staðirnir sem þeir hafa unnið með.“
Hvar standa Íslendingar á heimsvísu hvað varðar arkitektúr og samkeppnishæfni? „Það eru margar góðar arkitektastofur á Íslandi. Margar þeirra eru litlar og ungar stofur sem mættu gjarnan fá fleiri tækifæri til að spreyta sig við stærri verkefni – það myndi sannarlega bæta stöðu okkar hvað varðar arkitektúr og samkeppnishæfni. Ég vil nota tækifærið og gagnrýna ákveðna fljótfærni og íhaldssemi í byggingargeiranum, sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu fjölbýla og umhverfis þeirra á Íslandi. Þar virðist þemað oftast vera; hratt, auðvelt og ódýrt. Góð uppbygging þarf ekki að vera kostnaðarsöm og hún þarf ekki endilega að vera erfið. En hún er sjaldan hröð. Það þarf að gefa sér tíma að hugsa, og hanna, hlutina til enda áður en farið er af stað. Góð hönnun getur sparað í uppbyggingu, gert byggingar hagkvæmari í rekstri og skapað margvísleg aukin verðmæti. Langtímahugsun virðist oft gleymast hér á landi og við mættum horfa til nágrannalanda okkar í ríkari mæli hvað gæði snertir. Hér á landi er einblínt um of á kostnað pr. fermetra, fáir vandaðir og dýrari fermetrar geta verið hagkvæmari en margir ódýrir af litlum gæðum.“
Hvað er mikilvægast þegar kemur að góðri hönnun og hvað ber að varast? „Mikilvægast þykir mér að gefa sér góðan tíma og vanda til hvers þess verks sem maður tekur sér fyrir hendur. Við hönnun er nauðsynlegt að skoða og prófa margar mismunandi útfærslur sem koma til greina svo hægt sé að finna þá bestu, þetta tekur tíma. Einnig er gríðarlega mikilvægt, að mínu mati, að velja góð efni, efni sem fá að eldast og veðrast fallega, þannig gerum við byggingar og rými sem bæði endast og eldast vel. Það sem ber að varast, að mínu mati, er þessi dýrkun á viðhaldsfríum lausnum í hinu og þessu. Ég tel það hreinlega nauðsynlegt að byggingar hafi viðhald upp að vissu marki. Við þurfum að sýna okkar nánasta umhverfi umhyggju og virðingu, megum ekki enda í plastísku ofneyslusamfélagi þar sem einnotalausnir eru allsráðandi. Við getum lært mikið af okkur eldri kynslóðum sem keyptu sér eina vandaða hrærivél, hún var dýru verði keypt en dugði þeim alla þeirra ævi og situr jafnvel á eldhúsborði okkar kynslóðar í dag.“
Jógakennarinn Jessamyn Stanley hefur sett sér það markmið að berjast gegn fitufordómum. Hún segir fólk af öllum stærðum og gerðum geta verið hraust.
Bandaríski jógakennarinn Jessamyn Stanley er afar vinsæl á samfélagsmiðlum en hún er mikil talskona líkamsvirðingar og sjálfsástar. Á samfélagsmiðlum minnir hún fylgjendur sína reglulega á að allir geta stundað líkamsrækt og verið hraustir, óháð holdafari, þyngd og líkamsbyggingu. Sjálf er Stanley í yfirþyngd.
Hún segir algengt að unglingsstelpur í yfirþyngd tali við hana eftir jógatíma sem hún kennir og tjái sig um hvað hún hefur hjálpað þeim mikið við að koma út úr skelinni. „Það fær virkilega á mig vegna þess að mér sjálfri leið svo illa á þessum aldri. Ég var ekki ánægð með að vera á lífi. Núna koma stelpur upp að mér og leita ráða,“ sagði Stanely í viðtali við The Guardian.
Stanely hefur sett sér það markmið að vekja fólk til umhugsunar og sporna gegn fitufordómum og mýtum um holdafar. Hún tekur fram að það geti tekið langan tíma en að hún sé tilbúin að leggja sitt af mörkum því margt smátt geri eitt stórt. Áhugasamir geta fylgst með Stanley á Instagram undir notendanafninu mynameisjessamyn.
Bleikur demantur sem kallaður er Pink Legacy seldist á rúma 6,2 milljarða króna í gær. Demanturinn er tæp 19 karöt.
Óvenjulega stór bleikur demantur seldist í gær fyrir upphæð sem nemur um 6,2 milljörðum króna. Aldrei áður hefur bleikur demantur selst á svo háa upphæð.
Uppboðshúsið Christie´s í Genf í Sviss sá um sölu demantsins og bandaríska skartgripafyrirtækið Harry Winston mun hafa keypt demantinn. Þessu er sagt frá á vef CNN.
Demanturinn er kallaður Pink Legacy og er 18,96 karöt. Yfirmaður skartgripadeildar uppboðshússins, Rahul Kadakia, segir að um einstakan stein sé að ræða. „Þetta er einn vandaðasti bleiki demantur heims, hvað lit og stærð varðar. Söluverðið sannar það,“ sagði Kadakia og benti á að aldrei fyrr hefur jafn hátt verð fengist fyrir hvert karat.
Demanturinn hefur vakið mikla athygli sökum gæða en hann hefur fengið gæðastimpilinn „Fancy Vivid“. Demantar með þann stimpil eru sjaldan stærri en 10 karöt.
Femínistinn Elva Björk Ágústsdóttir birti Facebook-færslu á dögunum þar sem hún tjáir sig um pistil sem fjallar um hvort barátta femínista hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu karlmanna.
Femínistinn Elva Björk Ágústsdóttir birti um helgina færslu á Facebook þar sem hún tjáir sig um pistil sem fór sem eldur um sinu á netinu í upphafi mánaðar. Í þeim pistli er ýmsum spurningum varpað fram um femínisma, til dæmis hvort möguleg tengsl séu á milli sjálfsvíga karla og baráttu feimínista. Pistilinn skrifar einkaþjálfarinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir og birtir á vefnum Virgo, undir yfirskriftinni Femínismi eða frekja?.
Elva Björk skrifar í færslu sinni um umræddan pistil og segir umræðuna hafa gert sig bæði leiða og reiða. „Undanfarna daga hef ég verið mjög leið, pirruð og reið yfir umræðum í fjölmiðlum. Fyrir stuttu síðan birtist pistill um þá hræðilegu staðreynd að fjórir menn tóku sitt eigið líf á mánudaginn. Einhvern veginn tókst pistlahöfundi og óteljandi fjöldi virkra í athugasemdum að tengja þessa hræðilegu staðreynd við femínisma og uppgang kvenna í samfélaginu,“ skrifar Elva Björk meðal annars.
Einhvern veginn tókst pistlahöfundi og óteljandi fjöldi virkra í athugasemdum að tengja þessa hræðilegu staðreynd við femínisma.
Hún bendir þá á að femínistar berjast fyrir auknu jafnrétti kynjanna og þar af leiðandi fyrir því að strákar megi ræða um tilfinningar sínar og líðan.
Í samtali við Mannlíf segist Elva hafa fengið mikil viðbrögð við færslu sinni. „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð við pistlinum, bæði á Facebook og Twitter. Margir hafa líka haft samband við mig og tjáð skoðun sína á pistlinum. Það sem mér þykir líka mjög vænt um er að ákvað samtal varð líka til í kjölfarið og fóru margir, sérstaklega á Twitter, að koma með hugmyndir um hvernig auka mætti þátttöku karla í þessum málum.“
Elva Björk segir þá mikinn misskilning að femínistar vinni markvisst gegn karlmönnum, líkt og Hafdís talar um í pistli sínum.
„Ég held að þeir sem hafa kynnt sér hvað femínismi stendur fyrir átti sig á að um jafnréttisbaráttu er um að ræða og að það á við um öll kyn. Auðvitað verður áhersla oft meiri á það kyn sem hefur hingað til verið undir. En femínistar hafa gert gríðarlega mikla og merkilega hluti til að stuðla að auknu jafnrétti og hafa til að mynda líka oft bent á ójafnrétti gagnvart feðrum. En mikilvægt er að karlmenn taki líka þátt í baráttunni.“
Færslu Elvu má lesa í fullri lengd hér fyrir neðan:
Í tilefni af sinni fyrstu einkasýningu í Reykjavík hefur franska listakonan Amanda Riffo hannað sérstakan ís.
Franska listakonan Amanda Riffo býr og starfar á Íslandi. Hún mun opna sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík á föstudaginn í galleríinu OPEN, Grandagarði 27. Sýningin ber heitið CAVERN.
Verkin á sýningunni eru fjölbreytt en sem hluta af sýningunni hefur Amanda unnið ís í samstarfi við ísbúðina Valdísi.
Spurð út í samstarfið segir Amanda: „Upphaflega hafði ég áhyggjur af því að þau hefði ekki áhuga á hugmyndum mínum en Jonni, ísgerðarmaðurinn, var mjög áhugasamur og forvitinn. Hann gerði nokkrar ísprufur og við smökkuðum áður en við ákváðum hver niðurstaðan væri. Útkoman er ísinn Kosmískur Latte. Liturinn á ísnum vísar í meðallit alheimsins. Þess má geta að ísinn inniheldur ekki mjólkurafurðir og hentar því þeim sem eru vegan,“ segir Amanda.
Þess má geta að ísinn inniheldur ekki mjólkurafurðir og hentar því þeim sem eru vegan.
Áhugasömum er bent á að sýningin opnar á föstudaginn klukkan 19.00 og þá geta viðstaddir smakkað ísinn. Sýningin stendur til 2. desember.
Sigríður Thorlacius er heillandi karakter með fallega og fíngerða rödd. Blaðamann grunaði að heimili hennar væri líka heillandi og ákvað að hringja í söngkonuna með fallegu röddina með þá von í brjósti að hún væri til í að leyfa okkur að kíkja í heimsókn. Sigríður tók vel í hugmyndina. Nokkrum dögum síðar vorum við mætt í litla bakhúsið hennar við Þórsgötu.
„Ég hef búið hér í tæp þrjú ár, ég bjó áður á Grettisgötu en ég ólst upp í Hlíðunum. Flutti svo í Laugarneshverfið og bjó þar alla mína skólagöngu þangað til ég flutti að heiman. Ég ákvað að fara fyrst til Parísar með vinkonu minni í hálft ár sem var æðislegt, við vorum bara að læra frönsku, drekka kaffi og rauðvín og njóta lífsins. Ég leigði svo í nokkur ár og keypti síðan mína fyrstu íbúð 2008. Hún var 35 fermetrar og við Grettisgötu. Svo flutti ég hingað í heila 50 fermetra og fyrir mér var þessi íbúð mjög stór því ég var að koma úr svo pínulitlu,“ segir hún hress í bragði og sýnir okkur litlu íbúðina sína. „Mér líður alveg brjálæðislega vel hérna og vil ekki hafa meira pláss, ég þarf ekki meira pláss og ég myndi bara safna að mér meira dóti ef ég byggi í stærra húsnæði því ég er svo mikill safnari í mér,“ segir hún sátt við sitt krúttlega bakhús í miðbænum.
Svo flutti ég hingað í heila 50 fermetra og fyrir mér var þessi íbúð mjög stór því ég var að koma úr svo pínulitlu.
Syngur ekki mikið í hljóðbæra bakhúsinu
Syngur þú mikið þegar þú ert ein heima? „Nei, ekki mikið hérna heima því það býr stelpa á hæðinni fyrir ofan mig og þetta hús er gamalt og mjög hljóðbært. Ég heyri í kisunum hennar niður til mín og vatnið renna sem mér finnst afskaplega notalegt en ég verð að sýna tillitssemi í svona hljóðbæru húsi og er því ekki mikið að góla,“ svarar hún hlæjandi. Heiðdís ljósmyndari skýtur þá inn í umræðuna, þar sem hún stendur í stofunni með myndavélina, að það muni nú örugglega enginn kvarta yfir söng frá sjálfri söngdívunni Sigríði Thorlacius, það þætti bara plús að búa fyrir ofan hana og allir viðstaddir gestir eru sammála því. „Stundum nota ég heimilið þegar ég þarf að æfa mig aðeins með einhverjum, þá æfum við okkur hérna í eldhúsinu. En annars æfi ég mig ekki mikið ein, ég syng nánast á hverjum einasta degi og þannig held ég mér í æfingu.“
Var augljóst frá því að þú varst krakki að þú myndir feta þennan veg; ætlaðir þú þér alltaf að verða söngkona? „Nei, það var alls ekki augljóst, ég var svo feimin sem barn og til baka. Ég fór svo í söngnám, byrjaði í klassísku söngnámi þegar ég var að byrja í menntaskóla og svo var ég í Hamrahlíðarkórnum í tíu ár og það var, má segja, minn stóri skóli. Þegar ég fór til Parísar hætti ég í klassíska söngnáminu og fór að læra jass þegar ég kom til baka og kynntist þá fólki í bransanum og þannig eiginlega gerðist það að ég varð söngkona,“ svarar hún hógvær og kveikir á kertunum á eldhúsborðinu.
Baðkerið griðastaður söngkonunnar
Eldhúsið í litlu íbúðinni hennar Sigríðar er einstaklega notalegt og innréttingin í meira lagi óhefðbundin en hún segir að svona hafi eldhúsið verið þegar hún keypti íbúðina. Gamaldags og sjarmerandi og hæfir húsinu vel. Og þegar blaðamaður spyr hana hvar í íbúðinni henni líði best segir hún að eldhúsið sé hennar staður: „Mér líður mjög vel hérna við eldhúsborðið og þegar ég fæ gesti sitjum við oftast í eldhúsinu en mér finnst líka rosalega gott að liggja í baði, þar slaka ég á og stundum fer ég í bað tvisvar á dag til að slaka á. Ástæðan fyrir því að ég keypti þessa íbúð var baðkerið því ég var bara með sturtu þar sem ég bjó áður,“ segir hún og við kíkjum inn á baðherbergið þar sem fallegt, frístandandi baðker, grámálaðir panelveggir og rómantískar lugtir í gluggakistu skapa notalegt andrúmsloft.
Stemningin á heimilinu er örlítið frönsk og þegar Sigríður er spurð út í það segir hún okkur að París sé uppáhaldsborgin hennar, þar bjó hún á sínum tíma og drakk í sig franska menningu. Eftir þá dvöl hefur hún reynt að komast til Parísar helst á hverju ári, að minnsta kosti annað hvert ár. „Ég er einmitt á leiðinni þangað núna í september,“ segir hún brosandi og blaðamaður kemst að því að uppáhaldslagið hennar er gamalt franskt lag sem hún hefur sungið við mikilvæg tímamót í sönglífi sínu.
Gulir tónar, lifandi blóm og kaffiilmur
Íbúðin er í hjarta borgarinnar en hún er samt alveg laus og við ys og þys mannlífsins og töfraorðið til að ná þessu rólega andrúmslofti er bakhús. „Ég verð ekkert vör við bílaumferð eða mannaferðir, það á aldrei neinn leið fram hjá húsinu mínu. Það breytir öllu að vera í bakhúsi, mér líður bara eins og ég sé ein í heiminum hérna. Ég er ekki viss um að ég myndi velja að búa í miðbæ Reykjavíkur nema bara af því að hér get ég verið alveg í friði. Það finnst mér geggjað. Mér finnst líka æðislegt að búa í göngufæri við flest því ég er ekki á bíl. Ég er bara ein og hjóla og geng eiginlega allt og finnst það mjög þægilegt. Það er minn lífsstíll.“
Ég er ekki viss um að ég myndi velja að búa í miðbæ Reykjavíkur nema bara af því að hér get ég verið alveg í friði.
Það fer ekki fram hjá okkur að bjartir litir heilla söngkonuna og lifandi blóm, og hún segir okkur að það sé einmitt það sem hún freistast helst til að kaupa sér; afskorin blóm. „Ég elska blóm og ég er nánast alltaf með lifandi blóm á eldhúsborðinu. Mér finnst svo notalegt að koma heim og það er góð lykt sem tekur á móti mér,“ segir hún brosandi.
Heimilið er litríkt og gulir tónar áberandi. „Ég vil gjarnan hafa liti í kringum mig og gæti aldrei búið í svart/hvítu umhverfi. Ég held rosalega mikið upp á stóra málverkið við endann á sófanum en systir mín sem var mér mjög kær málaði það og hún málaði líka hitt stóra verkið í stofunni. Kannski ég velji ómeðvitað gula tóna inn á heimilið út frá málverkunum hennar. Mér finnst aðalmálið að hafa notalegt í kringum mig og að eiga góða kaffivél,“ segir Sigríður og fær sér sopa af ilmandi kaffi. Við kveðjum söngkonuna með fallegu röddina og höldum út í helgina sem er handan við hornið.
Leikkonan Sandra Bullock er mikill dýravinur. Hún gaf 12,4 milljónir til samtaka sem vinna að því að hjálpa dýrum frá skógareldum í Kaliforníu.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna skógareldanna sem geisa í Kaliforníu en eldurinn hefur valdið gríðarlegu tjóni og dregið 42 til dauða. Margir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldsins og sumir hafa misst allt sitt í eldinum. Söngkonan og dýravinurinn MileyCyrus er ein þeirra sem hefur misst húsið sitt í eldinum. Hún tjáði sig um málið á Twitter og sagði mestu máli skipta að gæludýrin hennar hefðu sloppið ómeidd.
Leikkonan Sandra Bullock er einnig mikill dýravinur en hún hefur lagt sitt af mörkum til að hjálpa dýrum á svæðinu. Hún styrkti mannúðarsamtök Ventura-sýlsu um upphæð sem nemur um 12,4 milljónum króna. Þau samtök vinna nú að því að hjálpa dýrunum sem eru á svæðinu þar sem skógareldarnir geisa. Samtökin greindu frá góðverki Söndru á Facebook-síðu sinni og biðluðu til annara að hjálpa líka. Þetta kemur fram á vef CNN.
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, er ekki aðdáandi núverandi forseta Bandaríkjanna. Hún er óhrædd við að viðurkenna það.
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, vandar Donald Trump Bandaríkjaforseta, ekki kveðjurnar í nýrri bók sinni, Becoming. Í bókinni lýsir hún því meðal annars hvernig hún „hætti að reyna að brosa“ í kringum Trump á opinberum viðburðum á einhverjum tímapunkti, svo illa líkar henni við hann.
Í bókinni segir hún einnig frá því að hún hafi aldrei fyrirgefið Trump vegna ummæla sem hann lét falla árið 2011, þegar Obama var forseti. Þá greindi Trump frá því í viðtali við þáttinn Fox and Friends, að hann efaðist um að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum og ætti því ekki að vera forseti. Þá sagðist hann vera undrandi á því að Obama gæti ekki sannað að hann væri fæddur í Bandaríkjunum með því að sýna fram á það með fæðingarskírteini.
Michella segist aldrei ætla að fyrirgefa Trump þessi ummæli. Frá þessu er greint á vef Business Insider.
Þess má geta að sjónvarpskonan og lestrarhesturinn Oprah Winfrey er búin að lesa bók Michelle tvisvar og gefur henni hæstu einkunn.
Í dag auglýsir Íslandsbanki nýja leið til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Um snertilausar greiðslur í gegnum snjallsíma er að ræða. Á vef Íslandsbanka segir meðal annars: „Með kortaappi Íslandsbanka getur þú greitt með kreditkortinu þínu (frá Íslandsbanka og Kreditkortum) í gegnum símann um allan heim í þeim posum sem bjóða snertilausa virkni. Úttektarheimildir og öll önnur virkni appsins er sú sama og þegar greitt er með greiðslukorti.“
Lausnin er aðeins í boði fyrir þá sem eru með Android-síma. En á vef bankans kemur fram að tækniteymi sé að vinna að því að koma lausninni í gagnið fyrir þá sem eru með iPhone.
Á vef bankans kemur þá fram að mikilvægt sé að gera varúðarráðstafanir áður en viðskiptavinir byrja að nota þessa nýju greiðslulausn. „Þegar þú velur að borga með símanum þarftu að auðkenna þig fyrir símtækinu með PIN-númeri, fingrafari eða andlitsskanna. Ef upp kemur einhver grunur um svik á snertilausum greiðslum í gegnum símann þinn skaltu tilkynna Íslandsbanka það strax til að stofna endurkröfu um viðskiptin,“ segir á vef bankans.
Til gamans má geta að hljómsveitin Bjartar sveiflur er í aðalhlutverki í auglýsingum fyrir þessa nýju lausn.
Bandaríska föndurbúðin HobbyLobby auglýsir 50% afslátt í hugljúfri auglýsingu sem tekin er upp á Íslandi.
Leikkonan Álfrún Helga Örnólfsdóttir og dóttir hennar fara með aðalhlutverk í nýlegri auglýsingu bandarísku föndurbúðarinnar HobbyLobby. Í auglýsingunni er verið að auglýsa 50% jólaafslátt á afar hugljúfan hátt.
Leikarinn Friðrik Friðriksson, eiginmaður Álfrúnar, vekur athygli á auglýsingunni á Facebook-síðu sinni og Twitter.
Auglýsingin, sem er hér fyrir neðan, hefur fengið rúmlega 970.000 áhorf á YouTube.
Söngkonan Elísabet Ormslev hefur undanfarið komið fram með sönghópnum GRL PWR með lögum sem Kryddpíurnar gerðu vinsæl fyrir allnokkru. Einnig er hún með EF-plötu í smíðum sem kemur út snemma næsta ár. Við spurðum Elísabetu út í uppáhaldshlutina hennar.
Uppáhalds …
-kaffihús: Stofan.
-skyndibiti: Dominos. Engin keppni þar.
-drykkur: Undanrenna með klökum. Ekki öskra á mig.
-líkamsrækt: Fótbolti eða spinning-tímar.
-afþreying: Allt sem tengist tónlist og vinum mínum.
-sjónvarpsþáttur: Handmaid’s Tale, Game of Thrones, The Walking Dead, Dexter og Friends.
-farartæki: Draumafarartækið er allavega Jeep Wrangler sem ég er ekki enn búin að eignast.
-heimilisverk: Að vaska upp. Fyrirlít allt annað. Sorrí, mamma.
-fjall: Herðubreið.
-staður á Íslandi: Stykkishólmur. Líður alltaf ógurlega vel þar.
-tónlistarmaður: Allt of margir til að velja bara einn en sú tónlistarkona sem ég hlusta mikið á og fíla hvað mest hvað varðar „production“ og ytri ímynd þessa dagana er Ariana Grande.
Förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir segir lesendum frá þeim snyrtivörum sem eru í uppáhaldi hjá henni þessa stundina.
Stök gerviaugnhár: Ég mála mig dagsdaglega frekar lítið en ég er eiginlega orðin háð því að notast við 2-3 stök gerviaugnhár á sitthvort augað.
Næturmaski. Ég nota næturmaska um tvisvar sinnum í viku. Þannig finnst mér ég ná að viðhalda ljómandi húð. Þessa stundina hef ég mikið notast við vörur frá Origins.
Carmen-rúllurnar mínar. Annan hvern dag nota ég carmen-rúllur í hárið á mér. Ég sé ekki sólina fyrir þeim og er búin að nota tvö sett síðustu sautján ár.
Ilmvatnið mitt er Tom Ford-Black Orchid. Ég er búin að nota það í mörg ár. Það er því miður ekki selt á Íslandi og oft erfitt að fá það þannig að ég reyni að eiga lager af því heima.
Stone-varablýantur frá MAC. Ég nota hann daglega. Blýanturinn er í köldum brúnum tón og passar mjög vel við alla ljósa varaliti.
Uppáhaldsförðunar-trendið? „Ég er mjög hrifin af þessu af þessu ljósbrúna og nude matta trendi sem að er búið að vera í gangi. Það passar mjög vel við mig og að mínu mati klæðir flestalla.“
Gulldrengirnir og heiðursmennirnir, kláru karlarnir og góðu strákarnir, sem eru svo mikil góðmenni og myndu aldrei gera flugu mein. En voru ásakaðir um kynferðisbrot.
Hvað gerist þá? Ímyndin af brosandi gulldreng sem skemmtir svo mörgum, eða heiðursmanni í fínum jakkafötum með flotta háskólagráðu, hún passar ekki inn í steríótýpuna af kynferðisbrotamanni – sem er skítugur, eflaust fullur, helst þekktur fyrir að vera skíthæll. Gulldrengirnir passa ekki inn í þetta fyrirframgefna samfélagsmót, hafa ekki þessa hentugu ímynd sem gerir fólki kleift að hata þá. Því kynferðisbrotamenn hljóta að vera skrímsli.
Í stað þess að leyfa brotaþola njóta vafans fer fólk að leita að ástæðum til að kenna henni um. Þau höfðu heyrt að hún væri svo klikkuð. Alltaf að ljúga. Hann hefur aldrei gert svona við mig. Hvað var hún annars að gera þarna svona seint um kvöld? Var hún ekki að reyna við hann? Hún er nú ekkert smábarn, óþarfi að gera læti úr smákáfi. Svona klædd, hún augljóslega vildi athygli. Saklaus uns sekt er sönnuð!
En kynferðisbrotamenn eru ekki skrímsli. Þetta er staðreynd sem fólk á erfitt með að átta sig á. Nýjasta herferð Stígamóta, #allirkrakkar, spyr: vilt þú vera foreldri þolanda, eða geranda? Á fólk auðveldara með að horfast í augu við að einhver náin þeim hafi verið beitt ofbeldi, heldur en að einhver náinn þeim sé gerandinn? Þetta köllum við skrímslavæðingu. Þegar við getum ekki hugsað okkur að einhver sem okkur þykir vænt um gæti gert eitthvað ófyrirgefanlegt.
Tilhneigingin er þá að ráðast á brotaþola. Við erum vön því að sópa mölbrotnum konum undir teppið og skipa þeim að þegja því þessir heiðursmenn eru með „mannorð“ sem má aldrei „myrða“, eða að við megum ekki ganga „of langt“ í gagnrýninni, því þeir eru eftir allt saman engin skrímsli. En skrímslin eru ekki til. Bara menn.
Síðast en ekki síst / eftir Elísabetu Ýri Atladóttur
Heimsþekkti tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gaf út sína fjórðu breiðskífu nú á dögunum og ber hún nafnið, re:member. Þeir sem þekkja Ólaf vita að hann er afar nægjusamur maður sem er alltaf á ferð og flugi, en við fengum þó að forvitnast um hvað væri efst á óskalistanum hans um þessar mundir.
Mynd af Ólafi Arnalds / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hvaða stóll væri draumastóllinn þinn? Original rauðleiti Mah Jong-sófinn frá Roche Bobois.
Er eitthvert ljós eða lampi á óskalistanum þínum? Alltaf fleiri Jielde-lampar.
Hver er draumaferðin þín? Ég elska að skoða staði sem fólki dettur ekki í hug að fara til. Ég er heillaður af Miðausturlöndum og langar að skoða fleiri svæði þar. Norðurhluti Pakistan er hátt á listanum en ég hef bara komið til Lahore.
Hvaða bíll er á óskalistanum og hvers vegna? Eitthvað sem mengar sem minnst. Mig langaði í Teslu þangað til Elon Musk tók of mikið af sýru og fór á egótripp. Nei, mig langar reyndar enn þá í Teslu. En væri alveg jafnsáttur með vespu.
Málverk eftir hvaða listamann væri á þínum óskalista? Finnbogi Pétursson er líklega uppáhalds íslenski listamaðurinn minn. En ég veit ekki hvernig ég kæmi verkunum hans heim til mín eða hvort ég myndi vilja búa með þeim.
Óskar þú þér einhvers í eldhúsið? Ostaskera.
Fallegasta bygging á Íslandi? Ráðhús Reykjavíkur. Fallegasti grái steypuklumpur sem ég hef séð og hvernig húsið liggur ofan í tjörninni er alveg frábært.
Áhrifaríkasta bók eða bíómynd? Ég er ekki alveg hlutlaus en Lof mér að falla er með áhrifaríkari myndum sem ég hef séð. Fyrir nokkrum árum las ég svo bók um Flow State eftir Mihály Csíkszentmihályi sem breytti lífi mínu og sköpunarferli algjörlega.
Besta kaffihúsið? Micro Roast í Aðalstræti er minn staður.
Flottasti veitingastaðurinn? ÓX, minnsti veitingastaður á Íslandi og besti matur sem ég hef borðað.
Linda Vilhjálmsdóttir skáld sendi nýlega frá sér sína sjöundu ljóðabók, Smáa letrið. Hún einkennist af femínískum byltingarljóðum um formæður og fjallkonur, dömur og druslur – konur fyrr og nú, „dæmdar í óskráða ánauð / allar sem ein“.
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
„Smáa letrið er um konur af minni kynslóð og þær sem á undan og eftir mér komu,“ segir Linda. „Hún er um það hvernig við reynum í sífellu að laga okkur að heimi sem tekur lítið eða ekki tillit til okkar þarfa og vilja – og gerir okkur erfitt eða ókleift að nota og rækta hæfileika okkar til að búa í haginn fyrir okkur sjálfar, fjölskyldur okkar og vini. Hún er um það hvernig feðraveldið hefur gert samfélag okkar ómanneskjulegt og hvernig landsfeðurnir hreinsa ávallt sig og sína þegar spillingin kemur í ljós og rísa svo upp á ný tvíefldir, falskari og grimmari en fyrr.“
„Hún er um það hvernig feðraveldið hefur gert samfélag okkar ómanneskjulegt og hvernig landsfeðurnir hreinsa ávallt sig og sína þegar spillingin kemur í ljós og rísa svo upp á ný tvíefldir, falskari og grimmari en fyrr.“
Hugmyndin að ljóðunum kom til Lindu þegar hún fann loksins sína eigin leið að femínismanum. „Þegar ég fylgdist með kvennamarsinum mikla í Bandaríkjunum í beinni útsendingu daginn sem núverandi forseti var settur inn í embætti þar vestra.“
Rökrétt framhald
Síðasta bók Lindu, ljóðabókin Frelsi sem út kom 2015, hlaut einróma lof gagnrýnenda og einstakar viðtökur lesenda. Hún var verðlaunuð bæði heima og erlendis og meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Einnig hlaut Linda verðlaun fyrir pólska þýðingu Frelsis á bókmenntahátíðinni „Evrópsk frelsisskáld“ vorið 2018. „Mér finnst hver bók vera í rökréttu framhaldi af þeirri sem á undan kom. Alveg frá því ég byrjaði að skrifa ljóð hefur það verið takmark mitt að gera þau þannig úr garði að engum sem byrjar að fletta í gegnum þau finnist þau óskiljanleg eða hátimbruð. Að einfalda þau eins mikið og hægt er þannig að merkingin komist vel til skila án þess að það bitni á ljóðrænni og listrænni framsetningu.“
Ýmislegt er gert vegna aldarafmælis fullveldisins og þar á meðal er bók sem er hugmynd Svövu Jónsdóttur blaðamanns. Í bókinni Aldarspegill: Íslendingar 1918-2018. Myndir af þjóð eru myndir af Íslendingum sem fæddust 1918-2018, einn fyrir hvert ár, auk þess sem landslagsmyndir eru í bókinni. Friðþjófur Helgason tók myndirnar.
„Hugmyndin kviknaði bókstaflega á sekúndubroti eða rúmlega það,“ segir Svava þegar hún er spurð um tilurð bókarinnar. „Ég sat í fyrrahaust fyrir framan sjónvarpið þar sem fjallað var um væntanlega samkeppni þar sem fólk gat sent inn hugmyndir að verkefnum tengdum aldarafmæli fullveldisis og þessi ártöl komu upp í hugann: 1918-2018 og ljósmyndir af fólki fætt á þessu tímabili – einn fyrir hvert ár. Ég efast um að fimm sekúndur hafi liðið þar til hugmyndin var næstum fullmótuð. Kannski tíu.“
Svava hafði samstundis samband við útgáfufélagið Tind og boltinn fór að rúlla. „Útgefandinn fékk Friðþjóf Helgason til liðs við okkur en hann er frábær ljósmyndari og einstaklega elskulegur maður. Ég vildi hafa landslagsmyndir að auki og Friðþjófur á stórkostlegt safn af slíkum myndum og er lítið brotabrot af þeim í bókinni okkar. Gaman er að sjá flottu myndirnar hans á prenti.“
Almennt jákvæð sýn á landið
Svava lagði áherslu á að hluti þátttakenda væri fólk sem hefði verið áberandi á tímabilinu sem um ræðir, eins og stjórnmálamenn, fólk í viðskiptalífínu, íþróttamenn og listamenn. Á meðal þátttakenda eru Ólafur Ragnar Grímsson, Katrín Jakobsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Hermann Hreiðarsson, Jóhanna Guðrún, Ari Eldjárn, Ólafur Stefánsson, Gísli Marteinn Baldursson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Svava Johansen, Hilmar Örn Hilmarsson og Bjarni Felixson. Fyrirsæturnar á bókarkápunni eru elsti og yngsti þátttakandinn. Hún fæddist árið 1918 og hann árið 2018.
„Minnist ég sérstaklega eldri manns sem ég tók viðtal við en ég heimsótti hann stuttu síðar til að lesa viðtalið fyrir hann. Hann lést þá um kvöldið.“
Textinn í bókinni er á íslensku og ensku. Hver þátttakandi, nema yngstu börnin, svarar einni spurningu: Hvað er Ísland í huga þínum? „Munurinn á svörum þátttakenda er í raun ekki mikill að því leyti hvað þeir hafa almennt jákvæða sýn á landið sitt. Það vakti athygli hvað Íslendingar eru stoltir af landinu sínu. Þá er gaman að svörum krakkanna sem mörg hver eru krúttleg en yngsti þátttakandinn sem svarar spurningunni fæddist árið 2012. Það vakti athygli mína að sum börnin taka fram að hér á landi sé ekkert stríð, fyrir utan að hér eru engar hættulegar flugur eða tígrisdýr. Svo var til dæmis gaman að taka viðtöl við elstu þátttakendurna sem eru elskulegt fólk upp til hópa og minnist ég sérstaklega eldri manns sem ég tók viðtal við en ég heimsótti hann stuttu síðar til að lesa viðtalið fyrir hann. Hann lést þá um kvöldið. Ég vildi að hann yrði samt sem áður í bókinni en vildi ekkert gera í því að fyrra bragði en svo fékk ég skilaboð um að fjölskylda hans óskaði eftir því og þykir mér vænt um það. Ekki var búið að taka mynd af honum þegar hann kvaddi þetta líf og er því í bókinni mynd af ljósmyndum af honum.“
Bókin er fallegur minjagripur í tengslum við fullveldisafmælið og að sögn Svövu sýnir hún örlítið brot af fámennri þjóð á eyju í Norður-Atlantshafi. „Ég vildi hafa textann líka á ensku og geta þá útlendingar sem skilja það ágæta tungumál lesið svör Íslendinganna um landið sitt og jafnvel kynnst því hvað Íslendingar eru samheldin þjóð en það vitum við jú að svo er þegar á reynir.“
Myndir úr bók / Friðþjófur Helgason Mynd af Svövu / Geir Ólafsson
Breskar skonsur (scones) er fljótlegt að útbúa og gaman að baka. Það er eitthvað svo notalegt við nýbakaðar skonsur og tekur innan við 20 mínútur að skella í einföldustu gerð. Hægt er að leika sér endalaust með uppskriftirnar og bæta við því sem hugurinn girnist, t.d. súkkulaði, ávöxtum og hnetum.
Til þess að skonsurnar verði léttar í sér er mikilvægt að hræra og hnoða deigið eins lítið og kostur er. Gott viðmið er að hræra þurrefnin og vökvann létt saman með skeið eða sleif 5-10 sinnum og hnoða síðan 5-10 sinnum á hveitustráðu borði. „Less is more“ eins og maðurinn sagði.
HESLIHNETUSKONSUR MEÐ FÍKJUM OG DÖÐLUM 12 stk.
2 ½ dl hveiti 2 tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1 tsk. kardimommuduft ½ tsk. kanill 60 g kalt smjör, skorið í litla bita u.þ.b. 100 g þurrkaðar döðlur og fíkjur, skornar í litla bita 30 g heslihnetur, gróft skornar börkur af ½ appelsínu 2 msk. hunang eða agave-síróp 1 dl mjólk 1 tsk. eplaedik
Hitið ofn í 180°C. Sigtið þurrefnin saman í skál og bætið smjörbitum út í og myljið saman við með fingrunum þar til blandan líkist grófri brauðmylsnu. Eins er hægt að nota matvinnsluvél eða hrærivél. Bætið döðlum, fíkjum og hnetum saman við ásamt appelsínuberki.
Blandið saman hunangi/agave-sírópi, mjólk og eplaediki í lítilli skál og bætið út í þurrefnablönduna. Hrærið létt saman eða þar til deigið fer að hanga saman. Fletjið út u.þ.b. 3 cm þykkt og skerið í hæfilega bita.
Penslið með eggi og bakið í u.þ.b. 20 mín. eða þar til skonsurnar hafa tekið fallegan lit.
Penslið skonsurnar með eggi til þess að fá fallega gylltan lit á þær við bakstur.
Kate Moss er þekkt fyrir áreynslulausa og rokkaða förðun og útlitið er fyrir löngu orðið að klassík. Blaðamaður Vikunnar mælir hér með réttu vörunum til þess að stela stílnum frá goðsögninni.
Kate Moss er ekki þekkt fyrir að vera með sjáanlegan farða á húðinni, heldur leyfir hún freknunum að njóta sín en meira rokk og róli að vera með smokey-förðun þegar farða er haldið í lágmarki. Við mælum með Face and Body frá MAC til að fá áreynslulaus útlit, ljóma og jafnari húðlit. Farðinn helst vel á og smitast ekki í föt ef hann er notaður á líkamann.
„Un“cover-up-hyljarinn hefur átt miklum vinsældum að fagna enda einstaklega náttúruleg áferðin á honum, í anda Kate Moss-stílsins. RMS-vörurnar eru til sölu á Mstore.is.
Kate er þekkt fyrir svolítið sjúskaða Smokey-förðun. Við mælum með augnskuggapenna eins og Long-wear cream shadow stick frá Bobbi Brown yfir allt augnlokið og allt í kringum augun. Svo er gott að nota eyrnapinna með örlitlu af vaselíni til þess að blanda línurnar aðeins.
Smokey er ekki fullkomnað nema með kolsvörtum eyeliner. Við elskum Slide On-augnblýantinn frá Nyx. Nuddaðu honum inn á milli augnháranna og settu helling á vatnslínu augnanna. Það gerist ekki miklu kynþokkafyllra.
Gefðu húðinni náttúrulega sólkysst útlit með blauta sólarpúðrinu frá Chanel. Notaðu stóran farðabursta með gervihárum og nuddaðu því vel inn í húðina, í kringum andlitið og yfir nefið.
Notaðu náttúrulegan highlighter í anda Shimmering Skin Perfector frá Becca. Niður nefið, á kinnbein, fyrir ofan efri vör og aðeins á viðbeinin og axlirnar, ef þú ert í stuði.
Dúmpaðu Lasting Finish-varalitnum frá Rimmel úr Kate Moss-línunni í litnum Boho Nude yfir varirnar og nuddaðu vel inn. Smokey-förðun og nude-varir eru besta tvennan.
Kate er óhrædd við að nota mikinn maskara. Grandiôse Extrême-maskarinn frá Lancôme er í algeru uppáhaldi hjá okkur til þess að þykkja augnhárin margfalt. Ekki hafa áhyggjur af því ef hann klessist, það er bara betra.
Katrín Helga Andrésdóttir, myndlistar- og tónlistarkona, spilar með hljómsveitunum Reykjavíkurdætrum og Sóleyju en um þessar mundir leggur hún aðaláherslu á sólóverkefnið Special-K. Þar sameinar hún myndlist og tónlist til að skapa sem heildstæðastan heim. Það nýjasta er sjónræn EP-plata frá Special-K sem heitir I Thought I’d Be More Famous by Now.
Þegar talið berst að fatastíl segir Katrín smekkleysu í bland við pastel einkenna sig. „Ég fíla allt sem er nógu ljótt til að vera flott. Þessa stundina vinn ég mikið með einhvers konar alien, weird, kitch og sakleysislegan en samt kinkí karakter. Ég geri yfirleitt bestu kaupin í vintage-búðum í útlöndum.“
Katrín Helga segist fyrst og fremst sækja innblástur í leikgleði. „Franska tónlistarkonan Soko veitir mér innblástur bæði í tónlistarsköpun og fatastíl. Hún er ótrúlega svöl í bland við að vera barnslega frjáls. Hún klæðist gjarnan litríkum og tilraunaglöðum fötum, er bæði persónuleg og chic.“
Efst á óskalista Katrínar er flugmiði til LA, en annars langar hana líka í kúrekastígvél. Þegar hún er spurð að því hvað allar konur á Íslandi ættu að eiga í fataskápnum sínum svarar hún: „Föðurland, það er kalt á Íslandi.”
Hvernig viljum við sjá Reykjavík árið 2038? Það ár verða þeir sem eru að byrja í grunnskóla í vetur u.þ.b. að ljúka háskólanámi eða farnir út á vinnumarkaðinn. Heimurinn verður talsvert breyttur og við getum núna lagt grunninn að þeirri framtíð sem við viljum. Tölvutæknin er að breyta starfsháttum okkar mikið. Almennt er fólk sammála um að í þeim breytta heimi sé best að undirbúa börnin okkar með frekari áherslu á sköpun, sjálfstæði í hugsun og á listir. Að geta unnið með öðru fólki, tjáð sig og leyst ný viðfangsefni.
Sú skólastefna sem nú er í mótun hjá Reykjavíkurborg er í þessum anda. Það eru því ákveðin vonbrigði að sjá samdrátt í þessum geira í nýrri fjárhagsáætlun. Til að við getum náð árangri er nauðsynlegt að fjármagnið fylgi þeirri stefnu sem stefnt er að. Það er ekki nóg að hafa stefnu ef ekki er siglt í rétta átt. Við erum ríkt samfélag og eigum að hætta að vera fimm árum á eftir þeim sem við berum okkur saman við. Miklu nær er að nýta smæð samfélagsins og sterka innviði þannig við séum leiðandi. Það á svo sannarlega við um framsækna skóla þar sem lögð er áhersla á sjálfstæði einstaklingsins og þroska hans til að vinna með öðrum.
Framtíðin liggur í því að vernda náttúruna og umhverfið
Annað atriði sem við gerum sífellt ríkari kröfur til er umhverfið. Með nýrri tækni getum við minnkað mengun og sóun gríðarlega. Hér getur Reykjavík gert betur. Ekki bara með flokkun og endurvinnslu. Heldur ekki síður með því að auðvelda til muna rafbílavæðingu og auðvelda sjálfkeyrandi bílum að komast innan borgarinnar. Þetta er eitt af því sem getur orðið til þess að Reykjavík verði öruggari og hreinni. Líkt og þegar Nokia laut í lægra haldi fyrir iPhone eru sjálfkeyrandi rafmagnsbílar líklegir til að taka við af bensínbílum og dísilstrætó.
Þá er rétt að horfa til þeirra borga sem hafa hvað mesta aðdráttaraflið eins og New York og London þegar kemur að grænum svæðum. Eftirsóttustu íbúðirnar á Manhattan eru ekki við Wall Street, heldur við Central Park. Græn svæði eru æ verðmætari fyrir borgarlífið. Við sjálfstæðismenn höfum lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins en þar er nú áformuð atvinnustarfsemi með hundruðum nýrra bílastæða. Við höfum lagt til að horfið verði frá blokkum í Laugardalnum sem nú eru á aðalskipulagi.
Þegar við leggjum grunninn að Reykjavík eftir tuttugu ár eru þetta allt atriði sem skipta sköpum. Framtíðin liggur ekki í bröggum eða þungu og dýru stjórnkerfi. Framtíðin liggur í því að vernda náttúruna og umhverfið. Undirbúa börnin okkar undir breyttan heim. Og nýta tæknina til að borgin okkar sé samkeppnishæf við þær borgir sem við teljum bestar. Þannig eigum við að undirbúa Reykjavík fyrir árið 2038.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Kristján Örn er einn af fjórum stofnendum og eigendum arkitektastofunnar KRADS ásamt þeim Kristjáni Eggertssyni, Mads Bay Møller og Kristoffer Juhl Beilman. KRADS stofnuðu þeir félagar árið 2006 í Danmörku og á Íslandi. Við fengum Kristján til þess að veita okkur innsýn í arkitektúr á Íslandi í dag.
Hvaða straumar og stefnur eru mest áberandi í arkitektúr í dag? „Þegar ég var í námi í Danmörku var bæði ákveðin tegund mínimalsma áberandi og svo hollenski skólinn og sú stefna sem stundum er nefnd súpermódernismi. Konseptið skipti þar mestu máli en minni áhersla var til dæmis lögð á að draga fram staðbundinn karakter, sögu, handverk og annað slíkt í arkitektúrnum – sem er farið að bera meira á aftur, að minnsta kosti hér á Norðurlöndunum. Eins virðist áhuginn á hinum svokölluðu „stjörnuarkitektum“ fara minnkandi og umræðan frekar farin að snúast um mikilvæg gildi eins og vistvæn gildi og samfélagslegt ábyrgðarhlutverk þeirra sem móta hið manngerða umhverfi. Þetta sést til dæmis glögglega á þema tveggja síðustu Feneyjartvíæringanna. Sjálfur hef ég skilgreint mig sem brútal mínimalista eða mínimal brútalista, í ákveðinni blöndu af öllu ofangreindu.“
Hvaða arkitekt/hönnuður hefur veitt þér mestan innblástur í störfum þínum? „Þar gæti ég nefnt marga meistara, eins og t.d. Arne Jacobsen frá Danmörku, Kenzo Tange frá Japan eða Oscar Niemeyer frá Brasilíu. Ég held að ég verði þó að segja að svissnesku arkitektarnir Herzog & de Meuron hafi haft hvað mest áhrif á mig bæði í náminu og í fagumhverfinu. Þeir hafa alltaf nálgast hvert verkefni á ólíkan hátt, haft auga fyrir smáatriðum og efniskennd og geta unnið með smá, miðlungsstór og risastór verkefni af sömu næmni. Verk þeirra eru jafnólík og staðirnir sem þeir hafa unnið með.“
Hvar standa Íslendingar á heimsvísu hvað varðar arkitektúr og samkeppnishæfni? „Það eru margar góðar arkitektastofur á Íslandi. Margar þeirra eru litlar og ungar stofur sem mættu gjarnan fá fleiri tækifæri til að spreyta sig við stærri verkefni – það myndi sannarlega bæta stöðu okkar hvað varðar arkitektúr og samkeppnishæfni. Ég vil nota tækifærið og gagnrýna ákveðna fljótfærni og íhaldssemi í byggingargeiranum, sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu fjölbýla og umhverfis þeirra á Íslandi. Þar virðist þemað oftast vera; hratt, auðvelt og ódýrt. Góð uppbygging þarf ekki að vera kostnaðarsöm og hún þarf ekki endilega að vera erfið. En hún er sjaldan hröð. Það þarf að gefa sér tíma að hugsa, og hanna, hlutina til enda áður en farið er af stað. Góð hönnun getur sparað í uppbyggingu, gert byggingar hagkvæmari í rekstri og skapað margvísleg aukin verðmæti. Langtímahugsun virðist oft gleymast hér á landi og við mættum horfa til nágrannalanda okkar í ríkari mæli hvað gæði snertir. Hér á landi er einblínt um of á kostnað pr. fermetra, fáir vandaðir og dýrari fermetrar geta verið hagkvæmari en margir ódýrir af litlum gæðum.“
Hvað er mikilvægast þegar kemur að góðri hönnun og hvað ber að varast? „Mikilvægast þykir mér að gefa sér góðan tíma og vanda til hvers þess verks sem maður tekur sér fyrir hendur. Við hönnun er nauðsynlegt að skoða og prófa margar mismunandi útfærslur sem koma til greina svo hægt sé að finna þá bestu, þetta tekur tíma. Einnig er gríðarlega mikilvægt, að mínu mati, að velja góð efni, efni sem fá að eldast og veðrast fallega, þannig gerum við byggingar og rými sem bæði endast og eldast vel. Það sem ber að varast, að mínu mati, er þessi dýrkun á viðhaldsfríum lausnum í hinu og þessu. Ég tel það hreinlega nauðsynlegt að byggingar hafi viðhald upp að vissu marki. Við þurfum að sýna okkar nánasta umhverfi umhyggju og virðingu, megum ekki enda í plastísku ofneyslusamfélagi þar sem einnotalausnir eru allsráðandi. Við getum lært mikið af okkur eldri kynslóðum sem keyptu sér eina vandaða hrærivél, hún var dýru verði keypt en dugði þeim alla þeirra ævi og situr jafnvel á eldhúsborði okkar kynslóðar í dag.“