Kostnaðurinn í kringum fatnað Meghan Markle í hennar fyrstu opinberu heimsókn hefur verið tekinn saman.
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, og Harry Bretaprins hafa undanfarna 16 daga ferðst um Ástralíu, Fijieyjar, Tonga og Nýja Sjáland í opinberri heimsókn. Fjölmiðlar hafa fylgst með hverju fótmáli þeirra hjóna og mikið hefur verið fjallað um klæðaburð prinsessunar.
Markle hefur klæðst um 30 mismunandi dressum á þessum 16 dögum og þykir alltaf jafn glæsileg.
En allir þessar flíkur kosta sitt enda klæðist Markle gjarnan vönduðum hönnunarflíkum. Fyrir forvitnissakir tók blaðamaður Marie Claire sig til og reiknaði út hver kostnaðurinn á bak við fatnað Markle í þessari opinberu heimsókn er. Niðurstaðan er sú að kostnaðurinn hleypur á upphæð sem nemur um 7,3 milljónum króna. Þá á eftir að reikna inn kostnaðinn í kringum sérsaumaðar flíkur og skart.
Í tilefni af World vegan day ætla Valgerður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, að borða sig sadda í pálínuboði, þar sem allir gestir leggja eitthvað til borðhaldsins.
Í dag er World vegan day eða alþjóðlegur dagur grænkera. Að því tilefni fengum við grænkerann Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta (SGÍ), til að segja okkur hvað hún gerir í tilefni dagsins.
„Í tilefni af World vegan day stöndum við í SGÍ og Vegan samtökunum fyrir Vegan pálínuboði í Andrými kl 19:00 og að sjálfsögðu mun ég fara þangað,“ útskýrir Valgerður eða Vala eins og hún er oftast kölluð.
„Það fer að minnsta kosti enginn svangur heim.“
Hún segir slík boð hjá Vegan samtökunum alltaf vera fjölmenn. „Þau eru alltaf mjög vel sótt og mikið um allskonar dýrindis mat sem við njótum saman og skiptumst á uppskriftum. Sjálf hef ég hugsað mér að baka sítrónuköku með glassúrgljáa sem er nýjasta æðið á mínu heimili en það má koma með hvað sem er á veisluborðið svo lengi sem það er vegan. Það fer að minnsta kosti enginn svangur heim,“ segir Vala.
En hvað þýðir að vera vegan?
Af vef Samtaka grænmetisæta:
Fólk sem aðhyllist veganisma kallast almennt vegan grænmetisætur. Þessi hópur grænmetisæta borðar engar afurðir dýra, hvorki líkama þeirra, mjólk né egg. Að sama skapi forðast vegan alla nýtingu varnings sem prófaður hefur verið eða unninn að einhverju leyti úr dýrum, t.a.m. leður, ull, silki og snyrtivörur sem innihalda dýraafurðir eða hafa verið prófaðar á dýrum. Á matseðlinum eru engar dýraafurðir og þar af leiðandi ekkert kjötsoð, ostar og aðrar mjólkur vörur, majónes sem inniheldur egg, hunang eða vörur sem innihalda gelatín svo dæmi séu tekin.
Telma Matthíasdóttir er 42 ára móðir, unnusta, þjálfari, íþróttakona og eigandi vefsíðunnar fitubrennsla.is. Hún rekur sinn eigin heilsurekstur í HRESS HRESS í Hafnarfirði og hefur gert síðastliðin 20 ár. Í 40.tbl Vikunnar fengum við Telmu til að gefa okkur nokkrar uppskriftir að hollari útgáfu af tilvöldum réttum í saumaklúbbinn – nú, eða við hvaða tilefni sem er.
Telmu líður að eigin sögn alltaf best úti í náttúrunni að hjóla, hlaupa eða ganga á fjöll. Hún segir áhugamálin sín að mörgu leyti snúast um vinnuna mína, fjölskylduna og heilsuna. „Ef ég er ekki að vinna þá er ég að æfa eða ferðast. Það er nefnilega svo merkilegt við það að við stjórnum okkar lífi alveg sjálf og ég kaus að láta mitt líf snúast um mín áhugamál, alltaf gaman, lifa, leika og njóta!“
Tuttugu ár eru liðin frá því að Telma missti heilsuna og tók líf sitt í gegn. „Enn þann dag í dag er ég að vinna í minni eigin heilsu ásamt því að hjálpa öðrum. Ég elska mat og hef alltaf gert og hef aldrei verið þekkt fyrir það að vera róleg. Í dag kýs ég að lifa lífinu í heilbrigðum líkama, full af orku og í andlegu jafnvægi og til þess að það takist þarf næring og hvíld að vera góð. Auðvitað þarf þetta að vera skemmtileg vinna alla daga,“ segir hún.
Ég elska mat og hef alltaf gert og hef aldrei verið þekkt fyrir það að vera róleg. Í dag kýs ég að lifa lífinu í heilbrigðum líkama, full af orku og í andlegu jafnvægi og til þess að það takist þarf næring og hvíld að vera góð
Einfalt virkar alltaf best
Þegar Telma er spurð um helstu ráð til þeirra sem vilja skipta yfir í hollari venjur segir hún mataræðið síður en svo þurfa að vera flókið. „Eldum mat sem okkur finnst góður. Einfalt virkar alltaf best,“ segir hún og heldur áfram. „Við þurfum öll að hlusta á okkar eigin þarfir, ekki apa upp eftir öðrum. Öll erum við ólík og með mismunandi matarsmekk. Aðalmálið er að borða næringarríkan mat, hafa hann litríkan og ekki borða of mikið í einu, mest úr jurtaríkinu, grænmeti, hnetur og fræ, ávexti og hreinan prótíngjafa eins og baunir, egg, fisk, kjúkling og hreint kjöt. Það er alltaf hægt að teygja sig í epli eða egg þegar hungur sækir að. Grundvallaratriðið er að þekkja orkuefnin, næringuna, vítamínin og steinefnin sem líkaminn þarf til að starfa eðlilega. Soðinn fiskur, kartöflur og smjör með grænmeti á brúninni er góð og einföld máltíð. Öll vitum við að sykur er eitur.“
Að sleppa takinu er besta ráðið
Telma veit að eigin reynslu hversu dýrmætt það er að hafa góða heilsu og líkama sem manni líður vel með. Hún leggur áherslu á góðan stuðning í þjálfun sinni og gengur út frá því að heilsa sé ekki megrunarkúr. „Að sleppa takinu er mitt besta ráð. Heilsa snýst ekki um holdafar, 90% af þeim sem leita til mín eru með það markmið að léttast, líta betur út og fá meiri orku sem er alveg eðlilegt og heilbrigt líka. En það á allt að gerast á fjórum vikum og það er óheilbrigt. Ég kenni fólki að fara heilsusamlegar leiðir, hjálpa þeim að hlakka til að takast á við næsta dag, finna hreyfingu sem er skemmtileg, borða mat sem er góður og spennandi og í kaupæti þá breytist líkaminn og líðan. Heilbrigður lífsstíll á nefnilega að veita þér vellíðan og gefa þér orku til að takast á við hvaða verkefni sem er út ævina en ekki draga úr þér alla orku og drepa niður sjálfsálitið. Stærsta breytingin á sér stað í kollinum á okkur, læra að elska sjálfan sig, fara vel með það eintak sem við eigum og vera sinn eigin keppinautur.“
„Heilsa snýst ekki um holdafar, 90% af þeim sem leita til mín eru með það markmið að léttast, líta betur út og fá meiri orku sem er alveg eðlilegt og heilbrigt líka.“
Lestu viðtalið í heild sinni í 40.tbl Vikunnar. Þar má einnig finna nokkrar gómsætar uppskriftir frá Telmu.
Mynd / Aldís Pálsdóttir
Á YouTube er að finna ótal skemmtileg kennslumyndbönd sem veita innblástur fyrir hrekkjvökupartýin.
Hrekkjavakan er haldin hátíðlega í Bandaríkjunum og víðar í dag og margir fara í hrekkjavökupartý að því tilefni. Ert þú á leiðinni í hrekkjavökupartý á næstu dögum? Ef svo er þá er endalausan innblástur að finna á YouTube. Þar má finna fjölbreytt myndbönd þar sem hæfileikaríkir förðunarfræðingar kenna fólki réttu handtökin til að komst í gervi ýmissa furðudýra.
Hér koma nokkur nýleg kennslumyndbönd sem ætti að koma fólki í hrekkjavökugír.
Ökumaður jeppans keyrði viljandi á hjólreiðamann og fékk 122.000 króna sekt.
Myndband sem sýnir ökumann jeppa keyra vísvitandi á hjólreiðamann fór nýverið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndbandið, sem fyrst var birt á Facebook-síðu ástralska hjólreiðasambandsins, hefur vakið mikla athygli. Þar sést augljóslega hvernig ökumaðurinn keyrir við hlið hjólreiðamanns og beygja snögglega til vinstri á hjólreiðamanninn. Hjólreiðamaðurinn dettur af hjólinu en virðist sleppa ómeiddur.
Ökumaðurinn, Michael Giarruso, var þá nýlega ákærður fyrir glæfralegan akstur og honum var gert að greiða 1.000 Bandaríkjadali í sekt sem gerir um 122.000 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi.
Myndbandið, sem tekið var í nóvember í fyrra, má sjá hér fyrir neðan. Í athugasemdakerfinu er ljóst að mörgum þykir sektin vera afar lág miðað við brotið.
Peningar eru gjarnan áberandi í draumum fólks samkvæmt draumagagnagrunni.
Það er vonlaust að reyna að spá fyrir um hvað mun birtast í draumum fólks hverju sinni enda getur hvað sem er gerst og hver sem er birst. Þó eru ákveðnir þættir líklegri til að birtast í draumum fólks heldur en aðrir, svo sem kynlíf og peningar.
Það sem kann að koma sumum á óvart er að samkvæmt draumagagnagrunni sem fjallað er um í myndbandi sem birtist á vef BBC kemur í ljós að peningar eru algengari í draumum heldur en kynlíf, þó að bæði sé algengt.
Þá kemur einnig fram að samkvæmt greiningu á draumum úr gagnagrunninum er algengasti maturinn sem birtist í draumum fólks súkkulaði. Algengast liturinn er hvítur, algengasta farartækið er bíll, algengasta dýrið er hundur og algengasta persónan til að birtast í draumum fólks er móðir viðkomandi.
Þegar kemur að yfirnáttúrulegum fyrirbærum eru skrímsli algengust og þar á eftir koma draugar og uppvakningar.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst 7. nóvember og dagskráin er fjölbreytt. Íslenska hljómsveitin Hugar er ein þeirra fjölmörgu hljómsveita sem spila á hátíðinni en bandið samanstendur af þeim Bergi Þórissyni og Pétri Jónssyni.
Bergur og Pétur gáfu nýverið út nýtt lag og myndband. Spurðir út í það segir Bergur: „Nýja lagið okkar, Saga, er fyrsta lagið af komandi breiðskífu sem við munum gefa út í byrjun næsta árs hjá Sony í Bandaríkjunum. Með laginu gáfum við út myndband. Við erum virkilega spenntir fyrir framhaldinu en það munu koma út fleiri lög í vetur í aðdraganda plötunnar. Saga setur tóninn fyrir nýjan hljóðheim hjá okkur sem við erum búnir að leggja gífurlega vinnu í og getum ekki beðið eftir að leyfa fólki að heyra.“
Við erum virkilega spenntir fyrir framhaldinu en það munu koma út fleiri lög í vetur í aðdraganda plötunnar.
Hugar hafa undanfarið ferðast víða um heim og spilað. „Með tilkomu meiri dreifingamöguleika á netinu höfum við verið að ná mikilli útbreiðslu í hinum ýmsu löndum. Við finnum fyrir góðum viðtökum sérstaklega í A-Evrópu og S-Ameríku. Við höfum verið að spila töluvert erlendis í þeim tilgangi að stækka hlustendahópinn og ná inn fleiri svæðum. Aðallega á meginlandi Evrópu en á næsta ári færum við út kvíarnar,“ segir Pétur.
Þess má geta að Hugar spila á í Þjóðleikhúsinu á fimmtudeginum kl. 21:30. „Við komum til með að frumsýna nýtt „show“ á Íslandi sem við höfum verið að ferðast með um heiminn og fengið glimrandi viðtökur.“
Aðspurðir hvað þeir ætli svo sjálfir að sjá á Airwaves segja þeir: „Matthildi, Magnús Jóhann, Berndsen og Axel Flóvent til að nefna einhverja en auðvitað er alltaf það skemmtilegasta við Airwaves að uppgötva eitthvað nýtt og spennandi og þess vegna reynum við að halda skipulagningunni í lágmarki.“
Fólk er farið að senda fyrirspurnir á fyrirtæki í gegnum netspjall í auknum mæli að sögn Sigurðar Svanssonar. Þá koma svokölluð spjallmenni sér vel að hans mati.
Sigurður Svansson, einn af stofnendum stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA, og Elvar Andri Guðmundsson, samfélagsmiðlafulltrúi hjá SAHARA, munu halda erindi í næstu viku um Facebook-chatbots eða spjallmenni eins og það kallast á íslensku. Að þeirra mati aukast möguleikar fyrirtækja með tilkomu spjallmenna.
Spurður út í hvernig þessi svokölluðu spjallmenni virka segir Sigurður: „Spjallmenni eða chatbots virka þannig að þau taka yfir samskipti við viðskiptavini sem hafa samband við fyrirtæki í gegnum til dæmis Facebook Messenger eða netspjall á heimasíðum fyrirtækja. Spjallmenni eru sett upp með því markmiði að leysa ákveðnar þarfir viðskiptavina, hvort sem það er að svara einföldum spurningum um þjónustu, vörur og opnunartíma eða leysa flóknari mál.“
„Spjallmenni eða chatbots virka þannig að þau taka yfir samskipti við viðskiptavini sem hafa samband við fyrirtæki í gegnum til dæmis Facebook Messenger eða netspjall.“
Beðinn um dæmi um flóknari verkefni sem spjallmenni geta leyst segir Sigurður: „Til að mynda að sjá um flugbókun viðskiptavinar eða taka á móti matarpöntun. Svona flóknari útfærslur krefjast mikillar fjárfestingar en í dag eru komnar einfaldari og notendavænni lausnir sem gera nær öllum fyrirtækjum, sem eru í einhverjum samskiptum við viðskiptavini, kleyft að prófa nýja nálgun.“
Sigurður tekur fram að einstaklingar séu farnir að senda inn fyrirspurnir á fyrirtæki í gegnum Facebook Messenger og heimasíður fyrirtækja í auknum mæli. „Með spjallmenum verður auðveldara fyrir fyrirtæki að svara hratt og örugglega. Þannig lækkar kostnaðurinn sem fylgir því að hafa starfsmenn að vakta skilaboð frá viðskiptavinum. Einnig minnka líkurnar á að viðskiptavinur leiti annað eftir svörum, vöru eða þjónustu sem getur gerst ef viðskiptavinur þarf að bíða lengi eftir svari.“
Að sögn Sigurðar hefur notkun spjallmenna ýmsa kosti fyrir fyrirtæki því spjallmennin eru alltaf til þjónustu reiðubúin. En hvað með galla? „Í fljótu þá sé ég ekki marga galla við þetta nema þá að mannleg nálgun minnkar. Of vélræn nálgun þegar maður þarf nauðsynlega að fá aðstoð getur haft neikvæð áhrif á viðskiptasambandið. Þess vegna er mjög mikilvægt að hugsa þetta frá upphafi til enda.“
„Of vélræn nálgun þegar maður þarf nauðsynlega að fá aðstoð getur haft neikvæð áhrif.“
Sigurður tekur fram að hlutverk einstaklingsins verði áfram mikilvægt. „Eins og staðan er núna þá held ég ekki að spjallmenni muni taka alveg yfir samskiptin. Hlutverk einstaklingsins veður áfram mikilvægt þó að það þurfi ekki að vera frá upphafi samtals fram að úrlausn máls. Oft eru viðskiptavinir að leita eftir svörum við algengum spurningum og þá er hægt að nýta sér spjallmenni. En ég sé ekki fyrir mér að spjallmenni geti tekið alfarið við þegar samskiptin eru orðin flóknari. Kröfur um persónuleg samskipti er enn mjög sterkar. En með þróun gervigreindar þá er aldrei að vita hvernig þetta endar,“ segir Sigurður.
Við kíktum á fallega hannað eldhús hjá Kristínu Traustadóttur og fjölskyldu á Selfossi, en þau fengu innanhússarkitektinn Sæbjörgu Guðjónsdóttur til liðs við sig fyrr á þessu ári.
Hvernig eldhús vildi kúnninn fá og hver var hugmyndin með hönnuninni?
Þau voru með ýmsar hugmyndir en ekki alveg ákveðin. Mikilvægt var þó að huga að aðgengi þar sem dóttir þeirra notast við hjólastól og því var ákveðið að hafa eldhúsið í „U“ með möguleika á léttu og færanlegu stálborði við endann sem myndar smáeyju. Eldri parturinn af húsinu er síðan um 1960, með fallegum tekkstiga. Viðbyggingin er nýleg og þar var notast við eik í innréttingum. Mér fannst því mikilvægt að flækja efnisvalið ekki meira og því var niðurstaðan skógareik með smálit í svo hún gulni síður eins og eikin á til að gera. Veggir voru svo málaðir í Stilltum frá Slippfélaginu og til að fá gamla lúkkið í takt við húsið voru gólfefni lögð í fiskibeinamynstur.
Mér fannst því mikilvægt að flækja efnisvalið ekki meira og því var niðurstaðan skógareik með smálit í svo hún gulni síður eins og eikin á til að gera.
Var skipulaginu mikið breytt þegar farið var í framkvæmdir?
Skipulaginu var ekki breytt en áður fyrr hafði verið herbergi þar sem borðstofuborðið er og því voru stærðir á gluggum ekki eins. Það var því ákveðið að breyta þeim. Eins var dyrum inn í þvottahúsi lokað og færðar annað. Loftið var svo tekið niður fyrir innfellda lýsingu.
Hvað er það besta við eldhúsið?
„Aðgengið er mjög þægilegt og það er þannig hannað að ekkert drasl safnast á eldhúsbekknum. Svo er mikill kostur hvað eldhúsið ber marga gesti, en við erum líka sex í heimili svo hér er mikill umgangur enda er eldhúsið hjarta heimilisins,“ segir Kristín.
Margrét Ríkharðsdóttir, matreiðslumeistari og yfirkokkur á Bryggjunni Brugghúsi, segir osta vera undir hatti þeirra veitinga sem ómissandi séu í saumaklúbbinn.
„Flestir ostar eiga það sameiginlegt að vera einfaldir og fljótlegir að tilreiða, því henta þeir ákaflega vel í daglegu lífi þar sem tíminn getur oft verið takmarkaður. Mér finnst gott að bjóða fram eitthvað sem inniheldur kannski ögn meira af mat, til dæmis taco með hægelduðu kjöti sem hægt er að elda yfir nótt og undirbúa kvöldinu áður en ostarnir eru engu að síður ómissandi.
Bakaður Ísbúi með hunangi og pekanhnetum
ísbúi-ostur skorinn í bita
hunang eftir smekk
100 g pekanhnetur ristaðar
2-3 greinar af fersku timjan
súrdeigsbrauð
Ísbúi skorinn í teninga og settur í eldfast mót og timjani dreift yfir. Bakað við 160 gráður á blæstri í um tíu til fimmtán mínútur þar til osturinn er bráðinn. Hunangi hellt yfir og muldum pekanhnetum dreift yfir. Súrdeigsbrauðið er svo nýtt til þess að dýfa í mjúkan ostinn en rétturinn er bæði einfaldur, ofur fljótlegur og gríðarlega bragðgóður.
Bakaður geitaostur í parmaskinku á brauði með hunangi eða fíkjusultu
geitaostarúlla
1 pakki parmaskinka
hunang
fikjusulta
snittubrauð eða súrdeigsbrauð
klettasalat
Geitaostur er skorinn í bita og vafinn inn í parmaskinku. Bitarnir eru svo bakaðir á blásturstillingu við 160 gráður í um tíu mínútur. Brauð ristað á meðan klettasalat er sett ofan á brauðið og osturinn þar ofan á. Toppað með ögn af fíkjusultu og hunangi.
Taco með hægelduðum rifnum bjórgrís, BBQ-sósu og mangósalsa
Þessi réttur er bæði einfaldur og þægilegur og auðvelt að undirbúa með góðum fyrirvara áður en gesti ber að garði.
300 g svínahnakki
litlar hveiti-tortillur skornar til helminga
1 l bjór, mæli með pale ale eða pilsner frá Bryggjunni Brugghúsi en þeir fást í ÁTVR
þurrkað krydd eftir smekk t.d einiber, anís, rósapipar
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
BBQ-sósa
klettasalat
1 mangó
1/2 rauð paprika
1/2 rauðlaukur
1 pakki af ferskum kóríander
2 límónur
Best er að notast við eldfast mót eða pott sem má fara inn í ofn. Svínahnakkinn er settur ofan í og bjórnum hellt yfir ásamt lauk og hvítlauk. Þurrkaða kryddinu sömuleiðis bætt saman við og látið malla yfir nóttina í um tíu til tólf tíma á 70 gráðu hita. Slökkt er á ofninum og kjötið látið hvíla eða rifið strax niður.
Mangósalsa
mangó
paprika
rauðlaukur
kóríander
límóna, safinn
Kóríander smátt skorinn og safi úr límónu kreistur yfir. Hrærið vel saman og saltið og piprið. Kjötið er svo hitað upp og BBQ-sósa er hrærð saman við. Gott er að bæta við nokkrum chili-flögum og bragðbæta með salti og pipar.
Tortillur hitaðar á pönnu, svo er byrjað á klettasalati þá er kjötið sett út á og svo toppað með mangósalsa. Einnig er hægt að skipta út svínakjöti fyrir nautakjöt eða kjúkling en einnig er gott að fylla taco með oumph.
Fyrirsætan Alexa Chung gefur góð ráð í ástralska Vogue.
Tískufyrirmyndin og módelið Alexa Chung gaf góð ráð í viðtali við ástralska Vogue á dögunum. Hún þykir með eindæmum smekkleg og flott.
Chung segir alla þurfa að eiga nokkrar klassískar flíkur sem hægt er að nota við hin ýmsu tilefni. Hún líkir þessum klassísku flíkum við grunn sem hægt er að byggja ofan á.
Það sem allir þurfa að eiga í fataskápnum að mati Chung er góðar flíkur úr gallaefni, blazer-jakka, þægileg peysa, hvítur stuttermabolur og góða strigaskó. Þessar flíkur er svo hægt að nota með öðrum áberandi flíkum að sögn Chung. „Þetta er eitthvað til að vega á móti skringilegheitum.“
Þá tekur hún fram að hún forðist reyndar að gefa tískuráð því hún vill heldur hvetja fólk til að finna sinn eigin stíl. „Mér finnst að fólk eigi að finna sína eigin leið, fagna sjálfum sér,“ sagði hún meðal annars. „Hoppaðu í sturtuna og hugsaðu um hvernig þig langar að líða þann daginn, klæddu þig svo eftir því.“
Prófessor við læknadeild í Imperial College í London segir getu læknanema til að vinna í höndunum hafa farið hrakandi með árunum. „Nú snýst allt um að strjúka flatan skjá,“ segir hann.
Roger Kneebone, prófessor við Imperial College í London, segir ungt fólk verja svo miklum tíma fyrir framan tölvur og snjallsíma að það er farið að missa hæfileikann til að vinna í höndunum. Þetta kemur sér illa fyrir læknanema sem þurfa á fínhreyfingum að halda í læknastarfinu, t.d. til að skera upp og sauma sjúklinga.
„Þetta er aðkallandi mál,“ segir Kneebone í viðtali við BBC. Hann segir marga nemendur sína standa sig vel í bóklegum þáttum læknanámsins en illa í því verklega sökum þess að það vantar mikið upp á fínhreyfingar hjá yngri kynslóðum.
Hann segir sig og kollega sína hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Hér áður fyrr gerði maður ráð fyrir að nemendur hefðu lært þessa praktísku hluti í skóla; klippa út og búa til hluti í höndunum. En ekki lengur,“ segir Kneebone. „Nú snýst allt um að strjúka flatan skjá.“
Hann segir mikilvægt að nú bregðist skólakerfið við og sjái til þess að ungt fólk fái aukna menntun í verklegum greinum þar sem það lærir að nota hendurnar.
Keppandi Gettu betur, Auður Aþena Einarsdóttir, hefur birt opið bréf til Björns Braga Arnarsonar. Hún vill að hann láti af störfum sem spyrill spurningakeppninnar Gettu betur.
Auður Aþena Einarsdóttir, keppandi Gettu betur fyrir hönd Tækniskólans 2018, hefur birt opið bréf til Björns Braga Arnarssonar, spyrils spurningakeppninnar Gettu betur sem sýnd er á RÚV.
Bréfið skrifar hún og birtir á Facebook eftir að hafa séð umfjöllun um myndskeið sem fór í dreifinu á samfélgsmiðlum í gær. Á myndbandinu, sem tekið var um helgina, sést Björn káfa á 17 ára gamalli stúlku.
Auður segir hegðun sem þessa „ólíðandi“ og segir augljóst að Björn ætti að láta af störfum sem spyrill Gettu betur vegna málsins. „Ég vil ekki vera í kringum kynferðisafbrotamann,“ skrifar Auður sem hyggst keppa í Gettu betur á næsta ári.
Um helgina birtist færsla á Facebook-síðu Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi verkefnis á vegum Rauða Krossins, þar sem óskað er meðal annars eftir hlýjum fötum, teppum og tjöldum fyrir heimilislausa.
„Eins og þið vitið þá eru margir af þeim einstaklingum sem leita til okkar heimilislausir. Nú hefur veturinn skollið á og því orðið ansi kalt í veðri. Okkur í Frú Ragnheiði langar að athuga hvort einhver af ykkur hefði tök á að gefa hlýjan fatnað eins og úlpur, lopa- eða flíspeysur eða kuldabuxur. Einnig vantar okkur hlýja svefnpoka, teppi og tjöld,“ segir meðal annars í færslu Frú Ragnheiðar.
Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segir viðbrögðin við færslunni hafa verið góð og fólk hefur verið duglegt að koma með fatnað á skrifstofu Rauða krossins í Reykjavík.
„Söfnunin hefur gengið mjög vel og margir hafa komið til okkar með poka og kassa af fötum og öðru. Nú er kominn vetur og eftirspurnin eftir hlýjum fötum er orðin mikil hjá okkur. Margir sem leita til okkar eru heimilislausir og sumir þeirra þurfa að sofa úti, gista í bílum eða geymslum, í tjöldum eða vera í hústökum þar sem stundum er enginn hiti. Aðrir gista stundum í neyðarathvörfum eins og í Gistiskýlinu eða í Konukoti en á daginn þurfa þeir einstaklingar að verja miklum tíma úti. Þetta er ofsalega erfið staða að vera í og það er mikilvægt fyrir einstaklinga í þessari stöðu að hafa aðgengi að góðum fatnað og búnaði, til í raun að lifa þessar aðstæður af,“ útskýrir Svala.
„Margir sem leita til okkar eru heimilislausir og sumir þeirra þurfa að sofa úti, gista í bílum eða geymslum, í tjöldum eða vera í hústökum.“
Hún bendir á að á síðustu fimm árum hefur orðið 95% aukning á fjölda heimilislausra í Reykjavík. „Það er ekki val neins að verða heimilislaus. Þetta gerist vegna erfiðra aðstæðna í lífi fólks og stjórnvöld eru ekki að grípa inni til að reyna að fyrirbyggja það að fólk verði heimilislaust. Einnig gengur ansi hægt að ná fólki úr heimilisleysinu, það eru allt of fáar félagslegar leiguíbúðir og einnig vantar önnur stuðningsúrræði fyrir hópinn.“
Þess má geta að skrifstofa Rauða krossins í Reykjavík er í Efstaleiti 9, 103 Rvk. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta komið með vörur þanngað á skrifstofutíma. „Við erum komin með marga poka og kassa af fatnaði og við getum enn þá tekið við mun meiru,“ segir Svala að lokum.
Svart, gult og risastór diskókúla mætir okkur á Black Box og þar tekur Jón Gunnar Geirdal vel á móti okkur með girnilegum flatbökum. Við spurðum kappann út í pítsuævintýrið.
Hvenær opnaði Black Box Pizza?
22. janúar 2018 í Borgartúni 26.
Hver hannaði staðinn?
Við hönnuðum staðinn sjálfir enda vorum við með ákveðnar hugmyndir hvernig útlit, andrúmsloft og upplifun við vildum skapa.
Hver er yfirpítsubakari?
Pítsusnillingur Blackbox er Viggó Vigfússon – bakari og conditori, eigandi Skúbb, bestu ísbúðar landsins, og einn af stofnendum OmNom-súkkulaðis. Hann var í kokkalandsliðinu í 12 ár og mögnuð reynsla hans og hæfileikar kristallast í geggjuðum pítsum.
Hvaða hugmynd var lagt upp með við hönnun staðarins?
Við vildum fyrst og fremst hafa staðinn hlýlegan en líka töff og svolítið öðruvísi. Við vildum hafa litapallettuna einfalda og völdum svartan og gulan sem koma vel út saman. Svo er það svarta diskókúlan sem einkennir Blackbox. Nonna Dead-andarnir vaka yfir staðnum en Jón Sæmundur málaði þá beint á vegginn, svo er hér 100 ára gamall drumbur í loftinu og alls konar svolítið skrýtnir gulir hlutir út um allt. Staðurinn er skemmtilega öðruvísi fyrir vikið.
Hvernig stemningu vilduð þið ná fram á staðnum?
Við vildum skapa skemmtilega New York/London-barstemningu utan um skyndibitann pítsuna. Blackbox á að vera öðruvísi, eitthvað nýtt og ögrandi en á sama tíma bara geggjuð pítsa og líklega sú besta hér á landi. Pítsa er nefnilega ekki bara pítsa eins og við segjum, stemningin á staðnum er ótrúlega skemmtileg. Það á nefnilega að vera skemmtilegt að borða pítsu.
Hver er ykkar sérstaða?
Sérstaða okkar eru sjúklega góðar pítsur á hrikalega góðum súrdeigsbotni með heimagerðri ítalskri tómatsósu, toppuð með fjölbreyttu fersku og öðruvísi hráefni.
Hvað heillaði ykkur við staðsetninguna og húsnæðið?
Við höfðum verið með þessa staðsetningu lengi í huga fyrir svona stað. Borgartúnið vex hratt, er lifandi hverfi sem rúllar hratt í gegnum daginn og okkur fannst tilvalið að mæta með pítsupönkarann Blackbox og gefa fólki loksins tækifæri til að fá eldsnögga og eldbakaða pítsu í hádegismat, eða eftir vinnu.
Elska Íslendingar flatbökur?
Miklu meira en það; Íslendingar eru með ástríðu fyrir pítsum. Það eru forréttindi að bjóða svöngum, pítsusjúkum Íslendingum upp á uppáhaldsskyndibitann þeirra, hlutverk sem við tökum mjög alvarlega með bros á vör.
Hvaða álegg er vinsælast?
Það er erfitt að nefna ekki pepperoni en Parma Rucola-pítsan er vinsælasta pítsan okkar og svo kemur trufflumarineraða andalærið vel á óvart enda brjálæðislega gott.
Vinur minn byrjaði nýlega að stunda eitthvað sem heitir útipúl. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast þegar hann útskýrði þetta fyrir mér: hann borgar ókunnugri manneskju tugi þúsunda fyrir að skipa sér að hreyfa sig úti í frosti og slyddu. Líkamsrækt fyrir fólk haldið óvenju miklum masókisma.
Hann spurði hvort ég vildi ekki kíkja með honum, því ég væri farinn að mýkjast eftir öll árin á Spáni, þar sem ég bý, og hitti naglann á höfuðið. Ég myndi raunar ganga svo langt að kalla útipúl versta orð íslenskrar tungu, eins konar fullkomna andstæðu orðsins ljósmóðir sem var valið það fallegasta. Orðinu útipúl tekst einhvern veginn að sauma saman tvö mjög óaðlaðandi orð – úti og púl.
Eða kannski hef ég bara fjarlægst ræturnar. Kannski er það tékkneski helmingurinn í mér (mamma er þaðan) sem lætur mig klóra mér í höfðinu yfir öllum þessum Íslendingum sem pynta sig í sjósundi eða cyclothoni Wow eða ganga upp á Esjuna einungis til að ganga aftur niður, eða hlaupa maraþon, hálfmaraþon eða svokallað „skemmtiskokk“ (annað áhugavert orð). Þegar ég sé allt þetta þjáða fólk, eldrautt í framan og sveitt, minnir það næstum á fanga á einhverri súrrealískri fanganýlendu sem neyðist til að taka út refsinguna sína svona.
En líklega hafa Íslendingar þó alltaf verið útipúlarar. Ingólfur Arnarson var fyrsti útipúlarinn, þar sem hann púlaði einsamall við að reyna að gera þetta undarlega land byggilegt. En nei, ekki ég. Ég kýs að nota frítímann minn í eitthvað annað, í eitthvað uppbyggilegt, í nokkuð sem ég kalla innikósí. Innikósi gæti raunar gert tilkall til fegursta orðs íslenskrar tungu, að mínu mati, enda ávísun á hlýjan sófa og nammi og góða mynd, afkvæmi tveggja yndislegustu orða okkar ástkæra, ylhýra – inni og kósí. En það er kannski ágætt að það hugsi ekki allir eins og ég, því þá hefði Ísland líklega aldrei fundist.
„Vorið 2009 fórum við af stað með það verkefni að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja upp í að minnsta kosti 40%. Við héldum að með því myndi konum í stjórnunarstörfum þar með fjölga sjálfkrafa. Hvorugt gerðist. Ekki einu sinni lagasetning dugði til að fjölga konum upp í þetta hlutfall. Ekkert hefur breyst með hlutdeild í stjórnunarstörfum,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA).
FKA verður með ráðstefnu miðvikudaginn 31. október þar sem hulunni verður svipt af Jafnréttisvoginni, mælaborði með tölfræðiupplýsingum um jafnrétti bæði í fyrirtækjarekstri og í opinberum störfum. Hún verður líka birt á vef FKA.
Rakel segir marga sammála um að jafnréttismálin skipti máli. Samt sé meirihluti stjórna fyrirtækja landsins enn samansett af körlum. Konur séu þrátt fyrir allt enn um þriðjungur stjórnarmanna í fyrirtækjum.
„Þetta markmið hjá mörgum karlkynsstjórnendum að fjölga konunum er meira í orði en á borði. Mjög margir tala um að vera hlynntir jafnrétti en það eru í raun miklu færri sem fylgja því eftir innanhúss,“ segir Rakel og viðurkennir að hún sé afar döpur yfir árangrinum. „Á sínum tíma var okkur bent á að í mörg ár hefðum við hitt og talað við aðrar konur. Þær mættu á fundina. Þess vegna fórum við í átak, tengdumst frábærum samstarfsaðilum sem hugsa eins og við og buðum körlum að koma á ráðstefnur okkar svo þeir heyri umræðurnar. Ef körlum er alvara og vilja jafnrétti, eiga þeir að koma á ráðstefnuna,“ segir hún.
Á myndinni eru þær Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (t.v.) og Vigdís Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri PiparTBWA sem er einn af samstarfsaðilum FKA í verkefninu.
Texti / Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
Mynd / PiparTBWA.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, greindi frá í viðtali í Morgunkaffinu á Rás 2 í morgun að Dorrit Moussaieff hafi látið taka sýni úr hundi sínum Sámi í þeim tilgangi að láta klóna hann síðar meir. Hér koma nokkrar staðreyndir um hundinn Sám sem er Dorrit ómissandi.
Sámur er 11 ára gamall.
Sámur er blanda af íslenskum og þýskum hundi.
Sámur kemur frá Smáratúni í Fljótshlíð.
Sámur kemur undan tík sem Dorrit sá í heimsókn í Fljótshlíð árið 2008. Hún heillaðist af tíkinni og Ólafur fór þá í að útvega Dorrit hvolp undan tíkinni.
Ólafur gaf Dorrit Sám um sumarið 2008.
Sámur var nefndur eftir Bessastaðar-Sám sem Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti Íslands, átti á meðan hann bjó á Bessastöðum.
Það er Dorrit sem á Sám en Ólafur hefur tekið þátt í þjálfun hundsins. Ólafur keypti til dæmis nokkrar bækur um hundahald þegar Sámur kom inn í fjölskylduna.
Sámi hefur verið lýst sem afar hlýðnum og húsbóndahollum.
Dorrit reynir að taka Sám með sér hvert sem hún fer.
Sámur hefur borið merki Björgunarhundasveitar Íslands frá árinu 2014. Hann er þó ekki ekki sérstaklega þjálfaður björgunarhundur.
Dorrit leyfði Sámi að synda í fyrsta sinn árið 2010 á Stokkseyri.
Sýni hafa verið tekin úr Sámi og send til Bandaríkjanna svo hægt verði að klóna hann eftir að hann drepst.
Rithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir sendi nýlega frá sér bókina Heiður sem fjallar um fjölskyldu í Reykjavík sem sundrast þegar hinn norður-írski faðir yfirgefur eiginkonu og dóttur og tekur soninn með. Bókin er meðal annars byggð á raunverulegum atburðum úr lífi vina Sólveigar frá Írlandi.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Írlandi, alveg frá því að ég var barn,“ segir Sólveig.
„Ég lærði stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og fór seinna í meistaranám í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum í Edinborgarháskóla. Írlandsáhuginn minn blandaðist þá auðvitað inn í námið og ég sökkti mér vel ofan í átakasögu og sjálfstæðisbaráttu Norður-Íra og Íra. Ég fór líka að vinna á veitingastað á kvöldin með náminu og einhvern veginn hittist það þannig á að allir sem unnu þar með mér voru írskir. Við fórum að ræða þessi mál og ég komst að því að þessi átök höfðu á einn eða annan hátt haft áhrif á fjölskyldur þeirra allra. Ég kynntist svo fjölskyldum vina minna vel og bókin er að stórum hluta byggð á sönnum atburðum úr lífi þeirra frá þessum tíma. Það skipti mig þess vegna máli að koma þessum frásögnum áleiðis svo fólk viti að þó svo að búið sé að koma á friði glíma margir enn við eftirköst þessara átaka og ófriðar á einn eða annan hátt. Sjálfsmorðstíðni á Norður-Írlandi er til dæmis mjög há, og sérstaklega hjá þeim aldurshópi sem voru börn og unglingar á meðan átökin voru sem verst.“
„Langflestir voru tilbúnir að ræða þetta opinskátt en aðrir ekki. Sumum fannst það einfaldlega ekki vera eitthvað sem ætti að vera að ræða, nú þegar friður væri kominn á, en fyrir aðra var þetta einfaldlega of sársaukafullt umræðuefni til þess að vera að rifja upp.“
Hitti fólk sem upplifði átökin
Bókin heitir Heiður sem er annars vegar nafnið á aðalsöguhetjunni og hins vegar eitt af umfjöllunarefnum sögunnar. „Hún fjallar um fjölskyldu í Reykjavík í byrjun 9. áratugarins. Faðirinn er norður-írskur en mamman er íslensk. Saman eiga þau son og dóttur, Dylan og Heiði. Einn daginn stingur pabbinn af til Norður-Írlands og tekur drenginn með. Eftir sitja mæðgurnar og það er ekki fyrr en 28 árum síðar sem Dylan hefur samband við Heiði og biður hana um hjálp. Í kjölfarið fer af stað atburðarás þar sem hún reynir meðal annars að komast að því hvað varð til þess að faðir hennar sundraði fjölskyldunni og hvað það var sem honum þótti mikilvægara í átökunum á Norður-Írlandi en friðsælt fjölskyldulífið á Íslandi,“ segir Sólveig.
Mikil rannsóknarvinna liggur að baki bókinni, Sólveig las sér heilmikið til í náminu í Edinborg á sínum tíma og hefur fylgst vel með gangi mála á Norður-Írlandi síðan. „Svo horfði ég á fullt af heimildamyndum, las bæði fræðibækur og dagbækur liðsmanna Írska lýðveldishersins og endurminningar venjulegs fólks frá þessum tíma. Mest lagði ég þó upp úr að fá að heyra sögur frá fólkinu í kringum mig á Norður-Írlandi, fá þetta beint í æð frá þeim sem upplifðu þetta á eigin skinni. Langflestir voru tilbúnir að ræða þetta opinskátt en aðrir ekki. Sumum fannst það einfaldlega ekki vera eitthvað sem ætti að vera að ræða, nú þegar friður væri kominn á, en fyrir aðra var þetta einfaldlega of sársaukafullt umræðuefni til þess að vera að rifja upp. Það kom mér svo sem ekki á óvart að fólk ætti líka erfitt með að tala um þetta. Margt af því sem gerðist á þessum tíma hefur aldrei verið gert upp, fólk ekki fengið réttlæti fyrir sig og sína.“
Bakstur prýðileg hugleiðsla
Heiður er önnur bók Sólveigar og afskaplega ólík fyrstu bókinni hennar, Korteri.
„Það er eiginlega mjög fátt sem þessar sögur eiga sameiginlegt, fyrir utan það að í báðum þeirra eru konur aðalsöguhetjurnar. Og ef til vill líka að ég leyfi mér að flakka svolítið fram og aftur í tíma í þeim báðum. En Heiður fjallar um talsvert þyngri málefni, þó svo að stærðargráða vandamála hvers og eins skapist auðvitað út frá aðstæðum þeirra hverju sinni. Ég var byrjuð að skrifa þessa bók þegar fyrsta bókin mín kom út svo hún var lengi í smíðum. Það var mjög gaman að skrifa þær báðar en mun erfiðara og meiri áskorun að skrifa Heiður,“ segir Sólveig sem nú á eftir nokkra daga í fæðingarorlofi og fer þá að starfa sem textasmiður á auglýsingastofu með fram ritstörfum.
Að auki fæst hún við matargerð og bakstur, til dæmis fyrir tímaritið Gestgjafann. „Mér þykir verulega gaman að elda og baka og hugsa almennt mjög mikið um mat og matargerð. Fyrir mér eru matargerð og uppskriftaskrif annars konar sköpunarvinna en í ritstörfunum en inn í þetta blandast líka ákveðin slökun fyrir mig. Ef ég á til dæmis eitthvað erfitt með að sofna skelli ég stundum í eins og eina köku. Það er líka alveg prýðileg hugleiðsla að horfa á eitthvað bakast í ofninum. Ég mæli með því.“
Og Sólveig er með margar hugmyndir í kollinum og langar að skrifa fleiri bækur. „Ég er byrjuð á tveimur og vonandi næ ég að ljúka annarri eða báðum áður en langt um líður. Ég hef líka verið leiðsögumaður fyrir ferðamenn á Norður-Írlandi og í Skotlandi og langar mikið til að gera meira af því. Annars þarf ég bara svolítið að fara að gíra mig upp í að fara aftur út á vinnumarkaðinn eftir ár í fæðingarorlofi, sem hefur verið alveg dásamlegur tími.“
Sigga Heimis hönnuður stendur í stórræðum þessa dagana. Auk þess að þeytast milli landa í vinnu sinni með ungum hönnuðum fyrir IKEA og vera einstæð móðir með þrjú börn, sem hún viðurkennir að útheimti gríðarlega skipulagningu, vinnur hún með fleiri fyrirtækjum og er ofan á allt saman að undirbúa sýningu á líffærum úr gleri sem hún mun halda í samstarfi við stærsta glerframleiðanda í heimi.
„Já, ert þetta þú?“ segir Sigga sem er stödd á Íslandi þegar hún svarar í símann klukkan 10.30. „Síminn hefur hringt stanslaust síðan hálffjögur í nótt og ég var bara alls ekki viss um hver gæti nú verið að hringja. Það er eitt af því sem fylgir því að þrjóskast við að búa á Íslandi þótt ég sé að vinna út um allar trissur að fólk áttar sig ekki alltaf á tímamismuninum og hringir á öllum tímum sólarhringsins. En það er allt í góðu, svona er þetta bara.“
Eitt af þeim verkefnum sem Sigga fæst við erlendis er að skipuleggja og vinna með hönnunarskólum og -stofnunum og vinna með ungum hönnuðum fyrir IKEA. Um hvað snýst það?
„Ég þekki þá tilfinningu mjög vel að koma úr námi og þurfa að byrja á algjörum núllpunkti,“ útskýrir hún. „Ég þekki það sjálf að þekkja engan í þessum geira og þurfa sjálf að finna mér atvinnutækifæri og ég fæ alveg jafnmikið út úr því og þau að hjálpa þeim að komast inn í þetta svo að þegar þáverandi yfirmaður minn hjá IKEA spurði hvernig mér litist á að sjá um samstarf fyrirtækisins við hönnunarskóla var ég fljót að segja já. Síðan eru liðin mörg ár og umhverfið hefur breyst mikið. Á þeim tíma var aðallega verið að teikna einhverjar ákveðnar vörur sem IKEA var að bæta við hjá sér en nú höfum við víkkað þetta miklu meira. Nú vinnum við í rauninni bara með nýjar hugmyndir og væntingar nýrra kynslóða til sterkra vörumerkja. Heimurinn er að breytast svo hratt og maður verður að vera miklu meira á tánum. Fyrir tíu til fimmtán árum gat IKEA mælt miklu betur hvað markaðurinn vildi en það er ekki hægt lengur. Unga fólkið í dag hefur allt aðrar væntingar og vill ekkert endilega eiga fullt af hlutum. Það eru mörg stór fyrirtæki að takast á við þetta, hvort sem það eru bílaframleiðendur, byggingafyrirtæki eða húsgagnafyrirtæki. Þannig að nú er ég með það verkefni að skipuleggja og sjá um samvinnu IKEA við hönnunarskóla um allan heim.“
„Mér finnst gaman að geta flakkað á milli verkefna og prófað nýja hluti en ég þarf að hafa í huga að þetta snýst ekki bara um mig heldur börnin mín líka.“
Mikið púsluspil að samræma vinnu og heimili
Eins og gefur að skilja krefst starfið mikilla ferðalaga og verandi einstæð móðir með þrjú börn þar sem eitt er verulega þroskaskert og þarf mikla umönnun, segist Sigga vera orðin algjör sérfræðingur í því að þrýsta ferðunum niður í mjög stutta pakka.
„Ég er mjög skipulögð þegar ég fer út,“ segir hún. „Samkvæmt reglunni er ég alltaf eina viku í mánuði í Svíþjóð og þar legg ég fram mitt plan um hvernig ég ætla að gera þetta. Það er alls ekki nauðsynlegt að hver ferð taki marga daga. Til dæmis er ég að vinna með skóla í Berlín og flýg þá oft fram og til baka samdægurs. Þetta er allt orðið mun einfaldara en það var, en vissulega er þetta mikið púsluspil og ég þarf að láta ýmislegt ganga upp til þess að þetta smelli saman. Það er bara svo ofboðslega spennandi að vinna við það sem manni finnst skemmtilegt að ég finn leiðir til að láta þetta ganga.“
Sigga er búin að setja húsið sitt á sölu og planið var að eiga annað heimili í Svíþjóð með alla fjölskylduna, en hún segir það ekki eins einfalt og það hljómi.
„Ég ætla aðeins að bíða með að flytja,“ segir hún. „Ég veit alveg hvernig það er þegar fólk er að flytja með börn sem þurfa sértæka ummönun á milli landa, maður hleypur ekkert inn í kerfið þar bara si svona. Það eru endalausir biðlistar alls staðar og ég er ekki alveg tilbúin í það. Það hefur alveg gengið hingað til að vera búsett á Íslandi þótt ég sé í þessari vinnu og ég ætla aðeins að sjá til með þetta.“
Önnur ástæða þess að Sigga er ekki tilbúin að fara af landinu í bili er að hún er komin í stefnumótunarvinnu fyrir Rammagerðina, þar sem hún er í bullandi vinnu og segir frábært að vinna með íslenska handverks- og hönnunararfinn okkar. Fleiri verkefni eru í vinnslu, til dæmis stór verkefni fyrir stórt fyrirtæki í Kóreu.
„Ég hef verið svo ofboðslega heppin – og nú lem ég í allan við sem er hér nálægt mér – að ég hef alltaf haft nóg að gera,“ segir hún. „Ég hef aldrei verið spennt fyrir því að stofna stórt og mikið fyrirtæki og vera með stóran vinnustað. Mér finnst gaman að geta flakkað á milli verkefna og prófað nýja hluti en ég þarf að hafa í huga að þetta snýst ekki bara um mig, heldur börnin mín líka.“
Vill opna umræðuna um líffæragjafir
Ofan á öll þessi verkefni og stóran heimilisrekstur er Sigga nú að undirbúa sýningu í Ásmundarsal eftir áramótin þar sem hún mun sýna líffæri úr gleri sem hún hefur hannað, í tilefni af breytingunni á lögunum um líffæragjafir. Hvernig kom sú hugmynd upp?
„Það að eiga barn með sérþarfir opnar nýjar víddir fyrir manni og ég hef með árunum velt því sífellt meira fyrir mér hvernig hönnuðir geti axlað samfélagslega ábyrgð. Ég lenti svo fyrir tilviljun í samstarfi við stærsta glerlistasafn í heimi sem er í New York-ríki og var stofnað af stærsta glerfyrirtæki heims í kringum 1950. Þau ákváðu fyrir nokkrum árum að prófa að vinna með hönnuðum. Þau höfðu alltaf unnið með listamönnum en vildu breyta til og buðu mér og fleiri hönnuðum til samstarfs. Þegar ég var komin í þriggja daga vinnustofu hjá þeim þar sem átti að vinna með munnblásið gler stóð ég og klóraði mér í höfðinu og af einhverri ástæðu datt ég niður á þá hugmynd að búa til líffæri úr glerinu. Eftir það lagðist ég í rannsóknir á því hvar við værum eiginlega stödd í sambandi við líffæragjafir. Þá opnaðist fyrir mér alveg nýr og dálítið óhugnanlegur heimur.
Það er mikill skortur á líffærum í heiminum og fátækt fólk hefur gripið til þess ráðs að selja úr sér líffæri til að komast af og það eru ótal siðferðisspurningar í kringum þetta. Ég ákvað þá að búa til þetta verkefni til að vekja athygli á stöðunni og vekja fólk til umhugsunar um líffæragjafir. Ég hef farið með líffæri á nokkrar sýningar en það sem varð kveikjan að þessari sýningu í Ásmundarsal var þegar þau undur og stórmerki gerðust að Alþingi Íslendinga var einróma sammála þegar það samþykkti ný lög um áætlað samþykki til líffæragjafa sem taka gildi núna 1. janúar. Þetta er mikilvæg breyting sem snertir okkur öll og þarna sá ég tækifæri til að setja upp sýningu sem myndi hvetja fólk til að opna umræðuna um líffæragjafir. Fékk afnot af Ásmundarsal allan janúar og febrúar og þar ætlum við að setja upp undraheim líffæra sem fólk getur gengið inn í og upplifað. Ég er sannfærð um að þetta verður stórkostleg upplifun, en ég segi þér nú nánar frá því öllu síðar. En ég vil samt nefna að Gagarín er samstarfsaðili minn á sýningunni og sömuleiðis Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður og nýrnaþegi. Þetta eru lykilaðilar sem munu gera það að verkum að sýningin verður mögnuð!“
Kostnaðurinn í kringum fatnað Meghan Markle í hennar fyrstu opinberu heimsókn hefur verið tekinn saman.
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, og Harry Bretaprins hafa undanfarna 16 daga ferðst um Ástralíu, Fijieyjar, Tonga og Nýja Sjáland í opinberri heimsókn. Fjölmiðlar hafa fylgst með hverju fótmáli þeirra hjóna og mikið hefur verið fjallað um klæðaburð prinsessunar.
Markle hefur klæðst um 30 mismunandi dressum á þessum 16 dögum og þykir alltaf jafn glæsileg.
En allir þessar flíkur kosta sitt enda klæðist Markle gjarnan vönduðum hönnunarflíkum. Fyrir forvitnissakir tók blaðamaður Marie Claire sig til og reiknaði út hver kostnaðurinn á bak við fatnað Markle í þessari opinberu heimsókn er. Niðurstaðan er sú að kostnaðurinn hleypur á upphæð sem nemur um 7,3 milljónum króna. Þá á eftir að reikna inn kostnaðinn í kringum sérsaumaðar flíkur og skart.
Í tilefni af World vegan day ætla Valgerður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, að borða sig sadda í pálínuboði, þar sem allir gestir leggja eitthvað til borðhaldsins.
Í dag er World vegan day eða alþjóðlegur dagur grænkera. Að því tilefni fengum við grænkerann Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta (SGÍ), til að segja okkur hvað hún gerir í tilefni dagsins.
„Í tilefni af World vegan day stöndum við í SGÍ og Vegan samtökunum fyrir Vegan pálínuboði í Andrými kl 19:00 og að sjálfsögðu mun ég fara þangað,“ útskýrir Valgerður eða Vala eins og hún er oftast kölluð.
„Það fer að minnsta kosti enginn svangur heim.“
Hún segir slík boð hjá Vegan samtökunum alltaf vera fjölmenn. „Þau eru alltaf mjög vel sótt og mikið um allskonar dýrindis mat sem við njótum saman og skiptumst á uppskriftum. Sjálf hef ég hugsað mér að baka sítrónuköku með glassúrgljáa sem er nýjasta æðið á mínu heimili en það má koma með hvað sem er á veisluborðið svo lengi sem það er vegan. Það fer að minnsta kosti enginn svangur heim,“ segir Vala.
En hvað þýðir að vera vegan?
Af vef Samtaka grænmetisæta:
Fólk sem aðhyllist veganisma kallast almennt vegan grænmetisætur. Þessi hópur grænmetisæta borðar engar afurðir dýra, hvorki líkama þeirra, mjólk né egg. Að sama skapi forðast vegan alla nýtingu varnings sem prófaður hefur verið eða unninn að einhverju leyti úr dýrum, t.a.m. leður, ull, silki og snyrtivörur sem innihalda dýraafurðir eða hafa verið prófaðar á dýrum. Á matseðlinum eru engar dýraafurðir og þar af leiðandi ekkert kjötsoð, ostar og aðrar mjólkur vörur, majónes sem inniheldur egg, hunang eða vörur sem innihalda gelatín svo dæmi séu tekin.
Telma Matthíasdóttir er 42 ára móðir, unnusta, þjálfari, íþróttakona og eigandi vefsíðunnar fitubrennsla.is. Hún rekur sinn eigin heilsurekstur í HRESS HRESS í Hafnarfirði og hefur gert síðastliðin 20 ár. Í 40.tbl Vikunnar fengum við Telmu til að gefa okkur nokkrar uppskriftir að hollari útgáfu af tilvöldum réttum í saumaklúbbinn – nú, eða við hvaða tilefni sem er.
Telmu líður að eigin sögn alltaf best úti í náttúrunni að hjóla, hlaupa eða ganga á fjöll. Hún segir áhugamálin sín að mörgu leyti snúast um vinnuna mína, fjölskylduna og heilsuna. „Ef ég er ekki að vinna þá er ég að æfa eða ferðast. Það er nefnilega svo merkilegt við það að við stjórnum okkar lífi alveg sjálf og ég kaus að láta mitt líf snúast um mín áhugamál, alltaf gaman, lifa, leika og njóta!“
Tuttugu ár eru liðin frá því að Telma missti heilsuna og tók líf sitt í gegn. „Enn þann dag í dag er ég að vinna í minni eigin heilsu ásamt því að hjálpa öðrum. Ég elska mat og hef alltaf gert og hef aldrei verið þekkt fyrir það að vera róleg. Í dag kýs ég að lifa lífinu í heilbrigðum líkama, full af orku og í andlegu jafnvægi og til þess að það takist þarf næring og hvíld að vera góð. Auðvitað þarf þetta að vera skemmtileg vinna alla daga,“ segir hún.
Ég elska mat og hef alltaf gert og hef aldrei verið þekkt fyrir það að vera róleg. Í dag kýs ég að lifa lífinu í heilbrigðum líkama, full af orku og í andlegu jafnvægi og til þess að það takist þarf næring og hvíld að vera góð
Einfalt virkar alltaf best
Þegar Telma er spurð um helstu ráð til þeirra sem vilja skipta yfir í hollari venjur segir hún mataræðið síður en svo þurfa að vera flókið. „Eldum mat sem okkur finnst góður. Einfalt virkar alltaf best,“ segir hún og heldur áfram. „Við þurfum öll að hlusta á okkar eigin þarfir, ekki apa upp eftir öðrum. Öll erum við ólík og með mismunandi matarsmekk. Aðalmálið er að borða næringarríkan mat, hafa hann litríkan og ekki borða of mikið í einu, mest úr jurtaríkinu, grænmeti, hnetur og fræ, ávexti og hreinan prótíngjafa eins og baunir, egg, fisk, kjúkling og hreint kjöt. Það er alltaf hægt að teygja sig í epli eða egg þegar hungur sækir að. Grundvallaratriðið er að þekkja orkuefnin, næringuna, vítamínin og steinefnin sem líkaminn þarf til að starfa eðlilega. Soðinn fiskur, kartöflur og smjör með grænmeti á brúninni er góð og einföld máltíð. Öll vitum við að sykur er eitur.“
Að sleppa takinu er besta ráðið
Telma veit að eigin reynslu hversu dýrmætt það er að hafa góða heilsu og líkama sem manni líður vel með. Hún leggur áherslu á góðan stuðning í þjálfun sinni og gengur út frá því að heilsa sé ekki megrunarkúr. „Að sleppa takinu er mitt besta ráð. Heilsa snýst ekki um holdafar, 90% af þeim sem leita til mín eru með það markmið að léttast, líta betur út og fá meiri orku sem er alveg eðlilegt og heilbrigt líka. En það á allt að gerast á fjórum vikum og það er óheilbrigt. Ég kenni fólki að fara heilsusamlegar leiðir, hjálpa þeim að hlakka til að takast á við næsta dag, finna hreyfingu sem er skemmtileg, borða mat sem er góður og spennandi og í kaupæti þá breytist líkaminn og líðan. Heilbrigður lífsstíll á nefnilega að veita þér vellíðan og gefa þér orku til að takast á við hvaða verkefni sem er út ævina en ekki draga úr þér alla orku og drepa niður sjálfsálitið. Stærsta breytingin á sér stað í kollinum á okkur, læra að elska sjálfan sig, fara vel með það eintak sem við eigum og vera sinn eigin keppinautur.“
„Heilsa snýst ekki um holdafar, 90% af þeim sem leita til mín eru með það markmið að léttast, líta betur út og fá meiri orku sem er alveg eðlilegt og heilbrigt líka.“
Lestu viðtalið í heild sinni í 40.tbl Vikunnar. Þar má einnig finna nokkrar gómsætar uppskriftir frá Telmu.
Mynd / Aldís Pálsdóttir
Á YouTube er að finna ótal skemmtileg kennslumyndbönd sem veita innblástur fyrir hrekkjvökupartýin.
Hrekkjavakan er haldin hátíðlega í Bandaríkjunum og víðar í dag og margir fara í hrekkjavökupartý að því tilefni. Ert þú á leiðinni í hrekkjavökupartý á næstu dögum? Ef svo er þá er endalausan innblástur að finna á YouTube. Þar má finna fjölbreytt myndbönd þar sem hæfileikaríkir förðunarfræðingar kenna fólki réttu handtökin til að komst í gervi ýmissa furðudýra.
Hér koma nokkur nýleg kennslumyndbönd sem ætti að koma fólki í hrekkjavökugír.
Ökumaður jeppans keyrði viljandi á hjólreiðamann og fékk 122.000 króna sekt.
Myndband sem sýnir ökumann jeppa keyra vísvitandi á hjólreiðamann fór nýverið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndbandið, sem fyrst var birt á Facebook-síðu ástralska hjólreiðasambandsins, hefur vakið mikla athygli. Þar sést augljóslega hvernig ökumaðurinn keyrir við hlið hjólreiðamanns og beygja snögglega til vinstri á hjólreiðamanninn. Hjólreiðamaðurinn dettur af hjólinu en virðist sleppa ómeiddur.
Ökumaðurinn, Michael Giarruso, var þá nýlega ákærður fyrir glæfralegan akstur og honum var gert að greiða 1.000 Bandaríkjadali í sekt sem gerir um 122.000 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi.
Myndbandið, sem tekið var í nóvember í fyrra, má sjá hér fyrir neðan. Í athugasemdakerfinu er ljóst að mörgum þykir sektin vera afar lág miðað við brotið.
Peningar eru gjarnan áberandi í draumum fólks samkvæmt draumagagnagrunni.
Það er vonlaust að reyna að spá fyrir um hvað mun birtast í draumum fólks hverju sinni enda getur hvað sem er gerst og hver sem er birst. Þó eru ákveðnir þættir líklegri til að birtast í draumum fólks heldur en aðrir, svo sem kynlíf og peningar.
Það sem kann að koma sumum á óvart er að samkvæmt draumagagnagrunni sem fjallað er um í myndbandi sem birtist á vef BBC kemur í ljós að peningar eru algengari í draumum heldur en kynlíf, þó að bæði sé algengt.
Þá kemur einnig fram að samkvæmt greiningu á draumum úr gagnagrunninum er algengasti maturinn sem birtist í draumum fólks súkkulaði. Algengast liturinn er hvítur, algengasta farartækið er bíll, algengasta dýrið er hundur og algengasta persónan til að birtast í draumum fólks er móðir viðkomandi.
Þegar kemur að yfirnáttúrulegum fyrirbærum eru skrímsli algengust og þar á eftir koma draugar og uppvakningar.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst 7. nóvember og dagskráin er fjölbreytt. Íslenska hljómsveitin Hugar er ein þeirra fjölmörgu hljómsveita sem spila á hátíðinni en bandið samanstendur af þeim Bergi Þórissyni og Pétri Jónssyni.
Bergur og Pétur gáfu nýverið út nýtt lag og myndband. Spurðir út í það segir Bergur: „Nýja lagið okkar, Saga, er fyrsta lagið af komandi breiðskífu sem við munum gefa út í byrjun næsta árs hjá Sony í Bandaríkjunum. Með laginu gáfum við út myndband. Við erum virkilega spenntir fyrir framhaldinu en það munu koma út fleiri lög í vetur í aðdraganda plötunnar. Saga setur tóninn fyrir nýjan hljóðheim hjá okkur sem við erum búnir að leggja gífurlega vinnu í og getum ekki beðið eftir að leyfa fólki að heyra.“
Við erum virkilega spenntir fyrir framhaldinu en það munu koma út fleiri lög í vetur í aðdraganda plötunnar.
Hugar hafa undanfarið ferðast víða um heim og spilað. „Með tilkomu meiri dreifingamöguleika á netinu höfum við verið að ná mikilli útbreiðslu í hinum ýmsu löndum. Við finnum fyrir góðum viðtökum sérstaklega í A-Evrópu og S-Ameríku. Við höfum verið að spila töluvert erlendis í þeim tilgangi að stækka hlustendahópinn og ná inn fleiri svæðum. Aðallega á meginlandi Evrópu en á næsta ári færum við út kvíarnar,“ segir Pétur.
Þess má geta að Hugar spila á í Þjóðleikhúsinu á fimmtudeginum kl. 21:30. „Við komum til með að frumsýna nýtt „show“ á Íslandi sem við höfum verið að ferðast með um heiminn og fengið glimrandi viðtökur.“
Aðspurðir hvað þeir ætli svo sjálfir að sjá á Airwaves segja þeir: „Matthildi, Magnús Jóhann, Berndsen og Axel Flóvent til að nefna einhverja en auðvitað er alltaf það skemmtilegasta við Airwaves að uppgötva eitthvað nýtt og spennandi og þess vegna reynum við að halda skipulagningunni í lágmarki.“
Fólk er farið að senda fyrirspurnir á fyrirtæki í gegnum netspjall í auknum mæli að sögn Sigurðar Svanssonar. Þá koma svokölluð spjallmenni sér vel að hans mati.
Sigurður Svansson, einn af stofnendum stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA, og Elvar Andri Guðmundsson, samfélagsmiðlafulltrúi hjá SAHARA, munu halda erindi í næstu viku um Facebook-chatbots eða spjallmenni eins og það kallast á íslensku. Að þeirra mati aukast möguleikar fyrirtækja með tilkomu spjallmenna.
Spurður út í hvernig þessi svokölluðu spjallmenni virka segir Sigurður: „Spjallmenni eða chatbots virka þannig að þau taka yfir samskipti við viðskiptavini sem hafa samband við fyrirtæki í gegnum til dæmis Facebook Messenger eða netspjall á heimasíðum fyrirtækja. Spjallmenni eru sett upp með því markmiði að leysa ákveðnar þarfir viðskiptavina, hvort sem það er að svara einföldum spurningum um þjónustu, vörur og opnunartíma eða leysa flóknari mál.“
„Spjallmenni eða chatbots virka þannig að þau taka yfir samskipti við viðskiptavini sem hafa samband við fyrirtæki í gegnum til dæmis Facebook Messenger eða netspjall.“
Beðinn um dæmi um flóknari verkefni sem spjallmenni geta leyst segir Sigurður: „Til að mynda að sjá um flugbókun viðskiptavinar eða taka á móti matarpöntun. Svona flóknari útfærslur krefjast mikillar fjárfestingar en í dag eru komnar einfaldari og notendavænni lausnir sem gera nær öllum fyrirtækjum, sem eru í einhverjum samskiptum við viðskiptavini, kleyft að prófa nýja nálgun.“
Sigurður tekur fram að einstaklingar séu farnir að senda inn fyrirspurnir á fyrirtæki í gegnum Facebook Messenger og heimasíður fyrirtækja í auknum mæli. „Með spjallmenum verður auðveldara fyrir fyrirtæki að svara hratt og örugglega. Þannig lækkar kostnaðurinn sem fylgir því að hafa starfsmenn að vakta skilaboð frá viðskiptavinum. Einnig minnka líkurnar á að viðskiptavinur leiti annað eftir svörum, vöru eða þjónustu sem getur gerst ef viðskiptavinur þarf að bíða lengi eftir svari.“
Að sögn Sigurðar hefur notkun spjallmenna ýmsa kosti fyrir fyrirtæki því spjallmennin eru alltaf til þjónustu reiðubúin. En hvað með galla? „Í fljótu þá sé ég ekki marga galla við þetta nema þá að mannleg nálgun minnkar. Of vélræn nálgun þegar maður þarf nauðsynlega að fá aðstoð getur haft neikvæð áhrif á viðskiptasambandið. Þess vegna er mjög mikilvægt að hugsa þetta frá upphafi til enda.“
„Of vélræn nálgun þegar maður þarf nauðsynlega að fá aðstoð getur haft neikvæð áhrif.“
Sigurður tekur fram að hlutverk einstaklingsins verði áfram mikilvægt. „Eins og staðan er núna þá held ég ekki að spjallmenni muni taka alveg yfir samskiptin. Hlutverk einstaklingsins veður áfram mikilvægt þó að það þurfi ekki að vera frá upphafi samtals fram að úrlausn máls. Oft eru viðskiptavinir að leita eftir svörum við algengum spurningum og þá er hægt að nýta sér spjallmenni. En ég sé ekki fyrir mér að spjallmenni geti tekið alfarið við þegar samskiptin eru orðin flóknari. Kröfur um persónuleg samskipti er enn mjög sterkar. En með þróun gervigreindar þá er aldrei að vita hvernig þetta endar,“ segir Sigurður.
Við kíktum á fallega hannað eldhús hjá Kristínu Traustadóttur og fjölskyldu á Selfossi, en þau fengu innanhússarkitektinn Sæbjörgu Guðjónsdóttur til liðs við sig fyrr á þessu ári.
Hvernig eldhús vildi kúnninn fá og hver var hugmyndin með hönnuninni?
Þau voru með ýmsar hugmyndir en ekki alveg ákveðin. Mikilvægt var þó að huga að aðgengi þar sem dóttir þeirra notast við hjólastól og því var ákveðið að hafa eldhúsið í „U“ með möguleika á léttu og færanlegu stálborði við endann sem myndar smáeyju. Eldri parturinn af húsinu er síðan um 1960, með fallegum tekkstiga. Viðbyggingin er nýleg og þar var notast við eik í innréttingum. Mér fannst því mikilvægt að flækja efnisvalið ekki meira og því var niðurstaðan skógareik með smálit í svo hún gulni síður eins og eikin á til að gera. Veggir voru svo málaðir í Stilltum frá Slippfélaginu og til að fá gamla lúkkið í takt við húsið voru gólfefni lögð í fiskibeinamynstur.
Mér fannst því mikilvægt að flækja efnisvalið ekki meira og því var niðurstaðan skógareik með smálit í svo hún gulni síður eins og eikin á til að gera.
Var skipulaginu mikið breytt þegar farið var í framkvæmdir?
Skipulaginu var ekki breytt en áður fyrr hafði verið herbergi þar sem borðstofuborðið er og því voru stærðir á gluggum ekki eins. Það var því ákveðið að breyta þeim. Eins var dyrum inn í þvottahúsi lokað og færðar annað. Loftið var svo tekið niður fyrir innfellda lýsingu.
Hvað er það besta við eldhúsið?
„Aðgengið er mjög þægilegt og það er þannig hannað að ekkert drasl safnast á eldhúsbekknum. Svo er mikill kostur hvað eldhúsið ber marga gesti, en við erum líka sex í heimili svo hér er mikill umgangur enda er eldhúsið hjarta heimilisins,“ segir Kristín.
Margrét Ríkharðsdóttir, matreiðslumeistari og yfirkokkur á Bryggjunni Brugghúsi, segir osta vera undir hatti þeirra veitinga sem ómissandi séu í saumaklúbbinn.
„Flestir ostar eiga það sameiginlegt að vera einfaldir og fljótlegir að tilreiða, því henta þeir ákaflega vel í daglegu lífi þar sem tíminn getur oft verið takmarkaður. Mér finnst gott að bjóða fram eitthvað sem inniheldur kannski ögn meira af mat, til dæmis taco með hægelduðu kjöti sem hægt er að elda yfir nótt og undirbúa kvöldinu áður en ostarnir eru engu að síður ómissandi.
Bakaður Ísbúi með hunangi og pekanhnetum
ísbúi-ostur skorinn í bita
hunang eftir smekk
100 g pekanhnetur ristaðar
2-3 greinar af fersku timjan
súrdeigsbrauð
Ísbúi skorinn í teninga og settur í eldfast mót og timjani dreift yfir. Bakað við 160 gráður á blæstri í um tíu til fimmtán mínútur þar til osturinn er bráðinn. Hunangi hellt yfir og muldum pekanhnetum dreift yfir. Súrdeigsbrauðið er svo nýtt til þess að dýfa í mjúkan ostinn en rétturinn er bæði einfaldur, ofur fljótlegur og gríðarlega bragðgóður.
Bakaður geitaostur í parmaskinku á brauði með hunangi eða fíkjusultu
geitaostarúlla
1 pakki parmaskinka
hunang
fikjusulta
snittubrauð eða súrdeigsbrauð
klettasalat
Geitaostur er skorinn í bita og vafinn inn í parmaskinku. Bitarnir eru svo bakaðir á blásturstillingu við 160 gráður í um tíu mínútur. Brauð ristað á meðan klettasalat er sett ofan á brauðið og osturinn þar ofan á. Toppað með ögn af fíkjusultu og hunangi.
Taco með hægelduðum rifnum bjórgrís, BBQ-sósu og mangósalsa
Þessi réttur er bæði einfaldur og þægilegur og auðvelt að undirbúa með góðum fyrirvara áður en gesti ber að garði.
300 g svínahnakki
litlar hveiti-tortillur skornar til helminga
1 l bjór, mæli með pale ale eða pilsner frá Bryggjunni Brugghúsi en þeir fást í ÁTVR
þurrkað krydd eftir smekk t.d einiber, anís, rósapipar
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
BBQ-sósa
klettasalat
1 mangó
1/2 rauð paprika
1/2 rauðlaukur
1 pakki af ferskum kóríander
2 límónur
Best er að notast við eldfast mót eða pott sem má fara inn í ofn. Svínahnakkinn er settur ofan í og bjórnum hellt yfir ásamt lauk og hvítlauk. Þurrkaða kryddinu sömuleiðis bætt saman við og látið malla yfir nóttina í um tíu til tólf tíma á 70 gráðu hita. Slökkt er á ofninum og kjötið látið hvíla eða rifið strax niður.
Mangósalsa
mangó
paprika
rauðlaukur
kóríander
límóna, safinn
Kóríander smátt skorinn og safi úr límónu kreistur yfir. Hrærið vel saman og saltið og piprið. Kjötið er svo hitað upp og BBQ-sósa er hrærð saman við. Gott er að bæta við nokkrum chili-flögum og bragðbæta með salti og pipar.
Tortillur hitaðar á pönnu, svo er byrjað á klettasalati þá er kjötið sett út á og svo toppað með mangósalsa. Einnig er hægt að skipta út svínakjöti fyrir nautakjöt eða kjúkling en einnig er gott að fylla taco með oumph.
Fyrirsætan Alexa Chung gefur góð ráð í ástralska Vogue.
Tískufyrirmyndin og módelið Alexa Chung gaf góð ráð í viðtali við ástralska Vogue á dögunum. Hún þykir með eindæmum smekkleg og flott.
Chung segir alla þurfa að eiga nokkrar klassískar flíkur sem hægt er að nota við hin ýmsu tilefni. Hún líkir þessum klassísku flíkum við grunn sem hægt er að byggja ofan á.
Það sem allir þurfa að eiga í fataskápnum að mati Chung er góðar flíkur úr gallaefni, blazer-jakka, þægileg peysa, hvítur stuttermabolur og góða strigaskó. Þessar flíkur er svo hægt að nota með öðrum áberandi flíkum að sögn Chung. „Þetta er eitthvað til að vega á móti skringilegheitum.“
Þá tekur hún fram að hún forðist reyndar að gefa tískuráð því hún vill heldur hvetja fólk til að finna sinn eigin stíl. „Mér finnst að fólk eigi að finna sína eigin leið, fagna sjálfum sér,“ sagði hún meðal annars. „Hoppaðu í sturtuna og hugsaðu um hvernig þig langar að líða þann daginn, klæddu þig svo eftir því.“
Prófessor við læknadeild í Imperial College í London segir getu læknanema til að vinna í höndunum hafa farið hrakandi með árunum. „Nú snýst allt um að strjúka flatan skjá,“ segir hann.
Roger Kneebone, prófessor við Imperial College í London, segir ungt fólk verja svo miklum tíma fyrir framan tölvur og snjallsíma að það er farið að missa hæfileikann til að vinna í höndunum. Þetta kemur sér illa fyrir læknanema sem þurfa á fínhreyfingum að halda í læknastarfinu, t.d. til að skera upp og sauma sjúklinga.
„Þetta er aðkallandi mál,“ segir Kneebone í viðtali við BBC. Hann segir marga nemendur sína standa sig vel í bóklegum þáttum læknanámsins en illa í því verklega sökum þess að það vantar mikið upp á fínhreyfingar hjá yngri kynslóðum.
Hann segir sig og kollega sína hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Hér áður fyrr gerði maður ráð fyrir að nemendur hefðu lært þessa praktísku hluti í skóla; klippa út og búa til hluti í höndunum. En ekki lengur,“ segir Kneebone. „Nú snýst allt um að strjúka flatan skjá.“
Hann segir mikilvægt að nú bregðist skólakerfið við og sjái til þess að ungt fólk fái aukna menntun í verklegum greinum þar sem það lærir að nota hendurnar.
Keppandi Gettu betur, Auður Aþena Einarsdóttir, hefur birt opið bréf til Björns Braga Arnarsonar. Hún vill að hann láti af störfum sem spyrill spurningakeppninnar Gettu betur.
Auður Aþena Einarsdóttir, keppandi Gettu betur fyrir hönd Tækniskólans 2018, hefur birt opið bréf til Björns Braga Arnarssonar, spyrils spurningakeppninnar Gettu betur sem sýnd er á RÚV.
Bréfið skrifar hún og birtir á Facebook eftir að hafa séð umfjöllun um myndskeið sem fór í dreifinu á samfélgsmiðlum í gær. Á myndbandinu, sem tekið var um helgina, sést Björn káfa á 17 ára gamalli stúlku.
Auður segir hegðun sem þessa „ólíðandi“ og segir augljóst að Björn ætti að láta af störfum sem spyrill Gettu betur vegna málsins. „Ég vil ekki vera í kringum kynferðisafbrotamann,“ skrifar Auður sem hyggst keppa í Gettu betur á næsta ári.
Um helgina birtist færsla á Facebook-síðu Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi verkefnis á vegum Rauða Krossins, þar sem óskað er meðal annars eftir hlýjum fötum, teppum og tjöldum fyrir heimilislausa.
„Eins og þið vitið þá eru margir af þeim einstaklingum sem leita til okkar heimilislausir. Nú hefur veturinn skollið á og því orðið ansi kalt í veðri. Okkur í Frú Ragnheiði langar að athuga hvort einhver af ykkur hefði tök á að gefa hlýjan fatnað eins og úlpur, lopa- eða flíspeysur eða kuldabuxur. Einnig vantar okkur hlýja svefnpoka, teppi og tjöld,“ segir meðal annars í færslu Frú Ragnheiðar.
Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segir viðbrögðin við færslunni hafa verið góð og fólk hefur verið duglegt að koma með fatnað á skrifstofu Rauða krossins í Reykjavík.
„Söfnunin hefur gengið mjög vel og margir hafa komið til okkar með poka og kassa af fötum og öðru. Nú er kominn vetur og eftirspurnin eftir hlýjum fötum er orðin mikil hjá okkur. Margir sem leita til okkar eru heimilislausir og sumir þeirra þurfa að sofa úti, gista í bílum eða geymslum, í tjöldum eða vera í hústökum þar sem stundum er enginn hiti. Aðrir gista stundum í neyðarathvörfum eins og í Gistiskýlinu eða í Konukoti en á daginn þurfa þeir einstaklingar að verja miklum tíma úti. Þetta er ofsalega erfið staða að vera í og það er mikilvægt fyrir einstaklinga í þessari stöðu að hafa aðgengi að góðum fatnað og búnaði, til í raun að lifa þessar aðstæður af,“ útskýrir Svala.
„Margir sem leita til okkar eru heimilislausir og sumir þeirra þurfa að sofa úti, gista í bílum eða geymslum, í tjöldum eða vera í hústökum.“
Hún bendir á að á síðustu fimm árum hefur orðið 95% aukning á fjölda heimilislausra í Reykjavík. „Það er ekki val neins að verða heimilislaus. Þetta gerist vegna erfiðra aðstæðna í lífi fólks og stjórnvöld eru ekki að grípa inni til að reyna að fyrirbyggja það að fólk verði heimilislaust. Einnig gengur ansi hægt að ná fólki úr heimilisleysinu, það eru allt of fáar félagslegar leiguíbúðir og einnig vantar önnur stuðningsúrræði fyrir hópinn.“
Þess má geta að skrifstofa Rauða krossins í Reykjavík er í Efstaleiti 9, 103 Rvk. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta komið með vörur þanngað á skrifstofutíma. „Við erum komin með marga poka og kassa af fatnaði og við getum enn þá tekið við mun meiru,“ segir Svala að lokum.
Svart, gult og risastór diskókúla mætir okkur á Black Box og þar tekur Jón Gunnar Geirdal vel á móti okkur með girnilegum flatbökum. Við spurðum kappann út í pítsuævintýrið.
Hvenær opnaði Black Box Pizza?
22. janúar 2018 í Borgartúni 26.
Hver hannaði staðinn?
Við hönnuðum staðinn sjálfir enda vorum við með ákveðnar hugmyndir hvernig útlit, andrúmsloft og upplifun við vildum skapa.
Hver er yfirpítsubakari?
Pítsusnillingur Blackbox er Viggó Vigfússon – bakari og conditori, eigandi Skúbb, bestu ísbúðar landsins, og einn af stofnendum OmNom-súkkulaðis. Hann var í kokkalandsliðinu í 12 ár og mögnuð reynsla hans og hæfileikar kristallast í geggjuðum pítsum.
Hvaða hugmynd var lagt upp með við hönnun staðarins?
Við vildum fyrst og fremst hafa staðinn hlýlegan en líka töff og svolítið öðruvísi. Við vildum hafa litapallettuna einfalda og völdum svartan og gulan sem koma vel út saman. Svo er það svarta diskókúlan sem einkennir Blackbox. Nonna Dead-andarnir vaka yfir staðnum en Jón Sæmundur málaði þá beint á vegginn, svo er hér 100 ára gamall drumbur í loftinu og alls konar svolítið skrýtnir gulir hlutir út um allt. Staðurinn er skemmtilega öðruvísi fyrir vikið.
Hvernig stemningu vilduð þið ná fram á staðnum?
Við vildum skapa skemmtilega New York/London-barstemningu utan um skyndibitann pítsuna. Blackbox á að vera öðruvísi, eitthvað nýtt og ögrandi en á sama tíma bara geggjuð pítsa og líklega sú besta hér á landi. Pítsa er nefnilega ekki bara pítsa eins og við segjum, stemningin á staðnum er ótrúlega skemmtileg. Það á nefnilega að vera skemmtilegt að borða pítsu.
Hver er ykkar sérstaða?
Sérstaða okkar eru sjúklega góðar pítsur á hrikalega góðum súrdeigsbotni með heimagerðri ítalskri tómatsósu, toppuð með fjölbreyttu fersku og öðruvísi hráefni.
Hvað heillaði ykkur við staðsetninguna og húsnæðið?
Við höfðum verið með þessa staðsetningu lengi í huga fyrir svona stað. Borgartúnið vex hratt, er lifandi hverfi sem rúllar hratt í gegnum daginn og okkur fannst tilvalið að mæta með pítsupönkarann Blackbox og gefa fólki loksins tækifæri til að fá eldsnögga og eldbakaða pítsu í hádegismat, eða eftir vinnu.
Elska Íslendingar flatbökur?
Miklu meira en það; Íslendingar eru með ástríðu fyrir pítsum. Það eru forréttindi að bjóða svöngum, pítsusjúkum Íslendingum upp á uppáhaldsskyndibitann þeirra, hlutverk sem við tökum mjög alvarlega með bros á vör.
Hvaða álegg er vinsælast?
Það er erfitt að nefna ekki pepperoni en Parma Rucola-pítsan er vinsælasta pítsan okkar og svo kemur trufflumarineraða andalærið vel á óvart enda brjálæðislega gott.
Vinur minn byrjaði nýlega að stunda eitthvað sem heitir útipúl. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast þegar hann útskýrði þetta fyrir mér: hann borgar ókunnugri manneskju tugi þúsunda fyrir að skipa sér að hreyfa sig úti í frosti og slyddu. Líkamsrækt fyrir fólk haldið óvenju miklum masókisma.
Hann spurði hvort ég vildi ekki kíkja með honum, því ég væri farinn að mýkjast eftir öll árin á Spáni, þar sem ég bý, og hitti naglann á höfuðið. Ég myndi raunar ganga svo langt að kalla útipúl versta orð íslenskrar tungu, eins konar fullkomna andstæðu orðsins ljósmóðir sem var valið það fallegasta. Orðinu útipúl tekst einhvern veginn að sauma saman tvö mjög óaðlaðandi orð – úti og púl.
Eða kannski hef ég bara fjarlægst ræturnar. Kannski er það tékkneski helmingurinn í mér (mamma er þaðan) sem lætur mig klóra mér í höfðinu yfir öllum þessum Íslendingum sem pynta sig í sjósundi eða cyclothoni Wow eða ganga upp á Esjuna einungis til að ganga aftur niður, eða hlaupa maraþon, hálfmaraþon eða svokallað „skemmtiskokk“ (annað áhugavert orð). Þegar ég sé allt þetta þjáða fólk, eldrautt í framan og sveitt, minnir það næstum á fanga á einhverri súrrealískri fanganýlendu sem neyðist til að taka út refsinguna sína svona.
En líklega hafa Íslendingar þó alltaf verið útipúlarar. Ingólfur Arnarson var fyrsti útipúlarinn, þar sem hann púlaði einsamall við að reyna að gera þetta undarlega land byggilegt. En nei, ekki ég. Ég kýs að nota frítímann minn í eitthvað annað, í eitthvað uppbyggilegt, í nokkuð sem ég kalla innikósí. Innikósi gæti raunar gert tilkall til fegursta orðs íslenskrar tungu, að mínu mati, enda ávísun á hlýjan sófa og nammi og góða mynd, afkvæmi tveggja yndislegustu orða okkar ástkæra, ylhýra – inni og kósí. En það er kannski ágætt að það hugsi ekki allir eins og ég, því þá hefði Ísland líklega aldrei fundist.
„Vorið 2009 fórum við af stað með það verkefni að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja upp í að minnsta kosti 40%. Við héldum að með því myndi konum í stjórnunarstörfum þar með fjölga sjálfkrafa. Hvorugt gerðist. Ekki einu sinni lagasetning dugði til að fjölga konum upp í þetta hlutfall. Ekkert hefur breyst með hlutdeild í stjórnunarstörfum,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA).
FKA verður með ráðstefnu miðvikudaginn 31. október þar sem hulunni verður svipt af Jafnréttisvoginni, mælaborði með tölfræðiupplýsingum um jafnrétti bæði í fyrirtækjarekstri og í opinberum störfum. Hún verður líka birt á vef FKA.
Rakel segir marga sammála um að jafnréttismálin skipti máli. Samt sé meirihluti stjórna fyrirtækja landsins enn samansett af körlum. Konur séu þrátt fyrir allt enn um þriðjungur stjórnarmanna í fyrirtækjum.
„Þetta markmið hjá mörgum karlkynsstjórnendum að fjölga konunum er meira í orði en á borði. Mjög margir tala um að vera hlynntir jafnrétti en það eru í raun miklu færri sem fylgja því eftir innanhúss,“ segir Rakel og viðurkennir að hún sé afar döpur yfir árangrinum. „Á sínum tíma var okkur bent á að í mörg ár hefðum við hitt og talað við aðrar konur. Þær mættu á fundina. Þess vegna fórum við í átak, tengdumst frábærum samstarfsaðilum sem hugsa eins og við og buðum körlum að koma á ráðstefnur okkar svo þeir heyri umræðurnar. Ef körlum er alvara og vilja jafnrétti, eiga þeir að koma á ráðstefnuna,“ segir hún.
Á myndinni eru þær Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (t.v.) og Vigdís Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri PiparTBWA sem er einn af samstarfsaðilum FKA í verkefninu.
Texti / Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
Mynd / PiparTBWA.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, greindi frá í viðtali í Morgunkaffinu á Rás 2 í morgun að Dorrit Moussaieff hafi látið taka sýni úr hundi sínum Sámi í þeim tilgangi að láta klóna hann síðar meir. Hér koma nokkrar staðreyndir um hundinn Sám sem er Dorrit ómissandi.
Sámur er 11 ára gamall.
Sámur er blanda af íslenskum og þýskum hundi.
Sámur kemur frá Smáratúni í Fljótshlíð.
Sámur kemur undan tík sem Dorrit sá í heimsókn í Fljótshlíð árið 2008. Hún heillaðist af tíkinni og Ólafur fór þá í að útvega Dorrit hvolp undan tíkinni.
Ólafur gaf Dorrit Sám um sumarið 2008.
Sámur var nefndur eftir Bessastaðar-Sám sem Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti Íslands, átti á meðan hann bjó á Bessastöðum.
Það er Dorrit sem á Sám en Ólafur hefur tekið þátt í þjálfun hundsins. Ólafur keypti til dæmis nokkrar bækur um hundahald þegar Sámur kom inn í fjölskylduna.
Sámi hefur verið lýst sem afar hlýðnum og húsbóndahollum.
Dorrit reynir að taka Sám með sér hvert sem hún fer.
Sámur hefur borið merki Björgunarhundasveitar Íslands frá árinu 2014. Hann er þó ekki ekki sérstaklega þjálfaður björgunarhundur.
Dorrit leyfði Sámi að synda í fyrsta sinn árið 2010 á Stokkseyri.
Sýni hafa verið tekin úr Sámi og send til Bandaríkjanna svo hægt verði að klóna hann eftir að hann drepst.
Rithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir sendi nýlega frá sér bókina Heiður sem fjallar um fjölskyldu í Reykjavík sem sundrast þegar hinn norður-írski faðir yfirgefur eiginkonu og dóttur og tekur soninn með. Bókin er meðal annars byggð á raunverulegum atburðum úr lífi vina Sólveigar frá Írlandi.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Írlandi, alveg frá því að ég var barn,“ segir Sólveig.
„Ég lærði stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og fór seinna í meistaranám í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum í Edinborgarháskóla. Írlandsáhuginn minn blandaðist þá auðvitað inn í námið og ég sökkti mér vel ofan í átakasögu og sjálfstæðisbaráttu Norður-Íra og Íra. Ég fór líka að vinna á veitingastað á kvöldin með náminu og einhvern veginn hittist það þannig á að allir sem unnu þar með mér voru írskir. Við fórum að ræða þessi mál og ég komst að því að þessi átök höfðu á einn eða annan hátt haft áhrif á fjölskyldur þeirra allra. Ég kynntist svo fjölskyldum vina minna vel og bókin er að stórum hluta byggð á sönnum atburðum úr lífi þeirra frá þessum tíma. Það skipti mig þess vegna máli að koma þessum frásögnum áleiðis svo fólk viti að þó svo að búið sé að koma á friði glíma margir enn við eftirköst þessara átaka og ófriðar á einn eða annan hátt. Sjálfsmorðstíðni á Norður-Írlandi er til dæmis mjög há, og sérstaklega hjá þeim aldurshópi sem voru börn og unglingar á meðan átökin voru sem verst.“
„Langflestir voru tilbúnir að ræða þetta opinskátt en aðrir ekki. Sumum fannst það einfaldlega ekki vera eitthvað sem ætti að vera að ræða, nú þegar friður væri kominn á, en fyrir aðra var þetta einfaldlega of sársaukafullt umræðuefni til þess að vera að rifja upp.“
Hitti fólk sem upplifði átökin
Bókin heitir Heiður sem er annars vegar nafnið á aðalsöguhetjunni og hins vegar eitt af umfjöllunarefnum sögunnar. „Hún fjallar um fjölskyldu í Reykjavík í byrjun 9. áratugarins. Faðirinn er norður-írskur en mamman er íslensk. Saman eiga þau son og dóttur, Dylan og Heiði. Einn daginn stingur pabbinn af til Norður-Írlands og tekur drenginn með. Eftir sitja mæðgurnar og það er ekki fyrr en 28 árum síðar sem Dylan hefur samband við Heiði og biður hana um hjálp. Í kjölfarið fer af stað atburðarás þar sem hún reynir meðal annars að komast að því hvað varð til þess að faðir hennar sundraði fjölskyldunni og hvað það var sem honum þótti mikilvægara í átökunum á Norður-Írlandi en friðsælt fjölskyldulífið á Íslandi,“ segir Sólveig.
Mikil rannsóknarvinna liggur að baki bókinni, Sólveig las sér heilmikið til í náminu í Edinborg á sínum tíma og hefur fylgst vel með gangi mála á Norður-Írlandi síðan. „Svo horfði ég á fullt af heimildamyndum, las bæði fræðibækur og dagbækur liðsmanna Írska lýðveldishersins og endurminningar venjulegs fólks frá þessum tíma. Mest lagði ég þó upp úr að fá að heyra sögur frá fólkinu í kringum mig á Norður-Írlandi, fá þetta beint í æð frá þeim sem upplifðu þetta á eigin skinni. Langflestir voru tilbúnir að ræða þetta opinskátt en aðrir ekki. Sumum fannst það einfaldlega ekki vera eitthvað sem ætti að vera að ræða, nú þegar friður væri kominn á, en fyrir aðra var þetta einfaldlega of sársaukafullt umræðuefni til þess að vera að rifja upp. Það kom mér svo sem ekki á óvart að fólk ætti líka erfitt með að tala um þetta. Margt af því sem gerðist á þessum tíma hefur aldrei verið gert upp, fólk ekki fengið réttlæti fyrir sig og sína.“
Bakstur prýðileg hugleiðsla
Heiður er önnur bók Sólveigar og afskaplega ólík fyrstu bókinni hennar, Korteri.
„Það er eiginlega mjög fátt sem þessar sögur eiga sameiginlegt, fyrir utan það að í báðum þeirra eru konur aðalsöguhetjurnar. Og ef til vill líka að ég leyfi mér að flakka svolítið fram og aftur í tíma í þeim báðum. En Heiður fjallar um talsvert þyngri málefni, þó svo að stærðargráða vandamála hvers og eins skapist auðvitað út frá aðstæðum þeirra hverju sinni. Ég var byrjuð að skrifa þessa bók þegar fyrsta bókin mín kom út svo hún var lengi í smíðum. Það var mjög gaman að skrifa þær báðar en mun erfiðara og meiri áskorun að skrifa Heiður,“ segir Sólveig sem nú á eftir nokkra daga í fæðingarorlofi og fer þá að starfa sem textasmiður á auglýsingastofu með fram ritstörfum.
Að auki fæst hún við matargerð og bakstur, til dæmis fyrir tímaritið Gestgjafann. „Mér þykir verulega gaman að elda og baka og hugsa almennt mjög mikið um mat og matargerð. Fyrir mér eru matargerð og uppskriftaskrif annars konar sköpunarvinna en í ritstörfunum en inn í þetta blandast líka ákveðin slökun fyrir mig. Ef ég á til dæmis eitthvað erfitt með að sofna skelli ég stundum í eins og eina köku. Það er líka alveg prýðileg hugleiðsla að horfa á eitthvað bakast í ofninum. Ég mæli með því.“
Og Sólveig er með margar hugmyndir í kollinum og langar að skrifa fleiri bækur. „Ég er byrjuð á tveimur og vonandi næ ég að ljúka annarri eða báðum áður en langt um líður. Ég hef líka verið leiðsögumaður fyrir ferðamenn á Norður-Írlandi og í Skotlandi og langar mikið til að gera meira af því. Annars þarf ég bara svolítið að fara að gíra mig upp í að fara aftur út á vinnumarkaðinn eftir ár í fæðingarorlofi, sem hefur verið alveg dásamlegur tími.“
Sigga Heimis hönnuður stendur í stórræðum þessa dagana. Auk þess að þeytast milli landa í vinnu sinni með ungum hönnuðum fyrir IKEA og vera einstæð móðir með þrjú börn, sem hún viðurkennir að útheimti gríðarlega skipulagningu, vinnur hún með fleiri fyrirtækjum og er ofan á allt saman að undirbúa sýningu á líffærum úr gleri sem hún mun halda í samstarfi við stærsta glerframleiðanda í heimi.
„Já, ert þetta þú?“ segir Sigga sem er stödd á Íslandi þegar hún svarar í símann klukkan 10.30. „Síminn hefur hringt stanslaust síðan hálffjögur í nótt og ég var bara alls ekki viss um hver gæti nú verið að hringja. Það er eitt af því sem fylgir því að þrjóskast við að búa á Íslandi þótt ég sé að vinna út um allar trissur að fólk áttar sig ekki alltaf á tímamismuninum og hringir á öllum tímum sólarhringsins. En það er allt í góðu, svona er þetta bara.“
Eitt af þeim verkefnum sem Sigga fæst við erlendis er að skipuleggja og vinna með hönnunarskólum og -stofnunum og vinna með ungum hönnuðum fyrir IKEA. Um hvað snýst það?
„Ég þekki þá tilfinningu mjög vel að koma úr námi og þurfa að byrja á algjörum núllpunkti,“ útskýrir hún. „Ég þekki það sjálf að þekkja engan í þessum geira og þurfa sjálf að finna mér atvinnutækifæri og ég fæ alveg jafnmikið út úr því og þau að hjálpa þeim að komast inn í þetta svo að þegar þáverandi yfirmaður minn hjá IKEA spurði hvernig mér litist á að sjá um samstarf fyrirtækisins við hönnunarskóla var ég fljót að segja já. Síðan eru liðin mörg ár og umhverfið hefur breyst mikið. Á þeim tíma var aðallega verið að teikna einhverjar ákveðnar vörur sem IKEA var að bæta við hjá sér en nú höfum við víkkað þetta miklu meira. Nú vinnum við í rauninni bara með nýjar hugmyndir og væntingar nýrra kynslóða til sterkra vörumerkja. Heimurinn er að breytast svo hratt og maður verður að vera miklu meira á tánum. Fyrir tíu til fimmtán árum gat IKEA mælt miklu betur hvað markaðurinn vildi en það er ekki hægt lengur. Unga fólkið í dag hefur allt aðrar væntingar og vill ekkert endilega eiga fullt af hlutum. Það eru mörg stór fyrirtæki að takast á við þetta, hvort sem það eru bílaframleiðendur, byggingafyrirtæki eða húsgagnafyrirtæki. Þannig að nú er ég með það verkefni að skipuleggja og sjá um samvinnu IKEA við hönnunarskóla um allan heim.“
„Mér finnst gaman að geta flakkað á milli verkefna og prófað nýja hluti en ég þarf að hafa í huga að þetta snýst ekki bara um mig heldur börnin mín líka.“
Mikið púsluspil að samræma vinnu og heimili
Eins og gefur að skilja krefst starfið mikilla ferðalaga og verandi einstæð móðir með þrjú börn þar sem eitt er verulega þroskaskert og þarf mikla umönnun, segist Sigga vera orðin algjör sérfræðingur í því að þrýsta ferðunum niður í mjög stutta pakka.
„Ég er mjög skipulögð þegar ég fer út,“ segir hún. „Samkvæmt reglunni er ég alltaf eina viku í mánuði í Svíþjóð og þar legg ég fram mitt plan um hvernig ég ætla að gera þetta. Það er alls ekki nauðsynlegt að hver ferð taki marga daga. Til dæmis er ég að vinna með skóla í Berlín og flýg þá oft fram og til baka samdægurs. Þetta er allt orðið mun einfaldara en það var, en vissulega er þetta mikið púsluspil og ég þarf að láta ýmislegt ganga upp til þess að þetta smelli saman. Það er bara svo ofboðslega spennandi að vinna við það sem manni finnst skemmtilegt að ég finn leiðir til að láta þetta ganga.“
Sigga er búin að setja húsið sitt á sölu og planið var að eiga annað heimili í Svíþjóð með alla fjölskylduna, en hún segir það ekki eins einfalt og það hljómi.
„Ég ætla aðeins að bíða með að flytja,“ segir hún. „Ég veit alveg hvernig það er þegar fólk er að flytja með börn sem þurfa sértæka ummönun á milli landa, maður hleypur ekkert inn í kerfið þar bara si svona. Það eru endalausir biðlistar alls staðar og ég er ekki alveg tilbúin í það. Það hefur alveg gengið hingað til að vera búsett á Íslandi þótt ég sé í þessari vinnu og ég ætla aðeins að sjá til með þetta.“
Önnur ástæða þess að Sigga er ekki tilbúin að fara af landinu í bili er að hún er komin í stefnumótunarvinnu fyrir Rammagerðina, þar sem hún er í bullandi vinnu og segir frábært að vinna með íslenska handverks- og hönnunararfinn okkar. Fleiri verkefni eru í vinnslu, til dæmis stór verkefni fyrir stórt fyrirtæki í Kóreu.
„Ég hef verið svo ofboðslega heppin – og nú lem ég í allan við sem er hér nálægt mér – að ég hef alltaf haft nóg að gera,“ segir hún. „Ég hef aldrei verið spennt fyrir því að stofna stórt og mikið fyrirtæki og vera með stóran vinnustað. Mér finnst gaman að geta flakkað á milli verkefna og prófað nýja hluti en ég þarf að hafa í huga að þetta snýst ekki bara um mig, heldur börnin mín líka.“
Vill opna umræðuna um líffæragjafir
Ofan á öll þessi verkefni og stóran heimilisrekstur er Sigga nú að undirbúa sýningu í Ásmundarsal eftir áramótin þar sem hún mun sýna líffæri úr gleri sem hún hefur hannað, í tilefni af breytingunni á lögunum um líffæragjafir. Hvernig kom sú hugmynd upp?
„Það að eiga barn með sérþarfir opnar nýjar víddir fyrir manni og ég hef með árunum velt því sífellt meira fyrir mér hvernig hönnuðir geti axlað samfélagslega ábyrgð. Ég lenti svo fyrir tilviljun í samstarfi við stærsta glerlistasafn í heimi sem er í New York-ríki og var stofnað af stærsta glerfyrirtæki heims í kringum 1950. Þau ákváðu fyrir nokkrum árum að prófa að vinna með hönnuðum. Þau höfðu alltaf unnið með listamönnum en vildu breyta til og buðu mér og fleiri hönnuðum til samstarfs. Þegar ég var komin í þriggja daga vinnustofu hjá þeim þar sem átti að vinna með munnblásið gler stóð ég og klóraði mér í höfðinu og af einhverri ástæðu datt ég niður á þá hugmynd að búa til líffæri úr glerinu. Eftir það lagðist ég í rannsóknir á því hvar við værum eiginlega stödd í sambandi við líffæragjafir. Þá opnaðist fyrir mér alveg nýr og dálítið óhugnanlegur heimur.
Það er mikill skortur á líffærum í heiminum og fátækt fólk hefur gripið til þess ráðs að selja úr sér líffæri til að komast af og það eru ótal siðferðisspurningar í kringum þetta. Ég ákvað þá að búa til þetta verkefni til að vekja athygli á stöðunni og vekja fólk til umhugsunar um líffæragjafir. Ég hef farið með líffæri á nokkrar sýningar en það sem varð kveikjan að þessari sýningu í Ásmundarsal var þegar þau undur og stórmerki gerðust að Alþingi Íslendinga var einróma sammála þegar það samþykkti ný lög um áætlað samþykki til líffæragjafa sem taka gildi núna 1. janúar. Þetta er mikilvæg breyting sem snertir okkur öll og þarna sá ég tækifæri til að setja upp sýningu sem myndi hvetja fólk til að opna umræðuna um líffæragjafir. Fékk afnot af Ásmundarsal allan janúar og febrúar og þar ætlum við að setja upp undraheim líffæra sem fólk getur gengið inn í og upplifað. Ég er sannfærð um að þetta verður stórkostleg upplifun, en ég segi þér nú nánar frá því öllu síðar. En ég vil samt nefna að Gagarín er samstarfsaðili minn á sýningunni og sömuleiðis Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður og nýrnaþegi. Þetta eru lykilaðilar sem munu gera það að verkum að sýningin verður mögnuð!“