Miðvikudagur 30. október, 2024
3.8 C
Reykjavik

Bleikt og rokkað hjá ungu pari í Vogunum

Parið Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir og Alexander Fannar Kristjánsson búa í skemmtilegri íbúð í Vogahverfinu. Bleiki liturinn er áberandi á heimilinu.

Þau Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir og Alexander Fannar Kristjánsson búa í Vogahverfinu í fallegu húsi byggðu árið 1950 ásamt tæplega sex mánaða syni sínum, honum Vésteini Flóka. Einungis eru um sjö mánuðir síðan parið flutti og er ekki annað hægt að segja en að þau séu búin að koma sér vel fyrir, en þau ákváðu að koma sér af leigumarkaðnum þegar þau vissu að fjölskyldan myndi stækka. Stella Björt starfar sem verslunarstjóri hjá Spútnik í Kringlunni og Alexander Fannar er tónlistarmaður, betur þekktur undir nafninu Black Pox.

Skipulag hússins og hverfið heillaði

Íbúðin er á tveimur hæðum og á þeirri efri eru tvær bjartar stofur, ásamt eldhúsi og vinnuaðstöðu Alexanders og neðri hæðin geymir svefnherbergi, bað og þvottahús.

Hvernig líkar ykkur hér í Vogahverfinu? „Þetta er mjög næs hverfi en ég ólst upp hérna og bjó í tuttugu ár, hér er rosalega rólegt en á sama tíma er þetta hverfi mjög miðsvæðis,“ svarar Stella.

Hvað heillaði við þetta hús? „Við erum mjög hrifin af hverfinu og þessum smáatriðum í íbúðinni, skrautlistunum og rósettunum. Svo er rosalega þægilegt að vera á tveimur hæðum og hafa svefnherbergin og baðherbergið niðri, en hann Vésteinn er svolítið svefnstyggur svo það er snilld að geta verið uppi á kvöldin og þurfa ekki að hvísla.“

Bleikur í uppáhaldi

Hvernig stíl eruð þið með? „Við Alex erum rosalega ólík þegar kemur að stíl heimilisins, þetta er búið að vera mjög langt ferli að ná góðum millivegi hvað varðar stílinn hér heima. Axel vill hafa allt frekar einfalt og meira út í industrial- stíl, meðan ég er alveg í hina áttina.“ Stella segir bleika velúrsófann úr ILVU vera í miklu uppáhaldi en þau festu kaup á honum nýlega. „Mig hefur langað í bleikan sófa alveg síðan ég var 10 ára og loksins hefur sá draumur ræst!“ Þau segjast afar lítið snobbuð hvað varðar val á húsgögnum og kaupa bara hluti inn á heimilið sem þeim þykir fallegir og er nokkurn veginn sama hvaðan þeir koma.

„Mig hefur langað í bleikan sófa alveg síðan ég var 10 ára og loksins hefur sá draumur ræst!“

Aðspurð um hvaða hönnuður sé í uppáhaldi nefnir Stella fatahönnuðinn Hildi Yeoman en hún segist þó duglegust að kaupa vintage-föt og sé mjög hrifin af endurnýtingu.

Safnið þið einhverju? „Já, bleikum hlutum,“ segir Stella og hlær, „annars söfnum við minjagripum úr ferðalögum og stillum þeim upp á hillu hér niðri, en við elskum að ferðast.“ Við kveðjum unga parið í Vogunum að sinni og þökkum þeim fyrir kaffið og heimboðið.

Texti / Elín Bríta
Myndir / Hallur Karlsson

Funkisstíllinn alltaf heillandi

Nadia Katrín Banine, löggiltur fasteignasali hjá Landmark fasteignasölu og flugfreyja, er með retróstíl, stílhreinan og hlýlegan og er heilluð af funkisstílnum. Uppáhaldshönnuður hennar er Hans J. Wegner, henni finnst handverk hans vera ævintýralegt.

Hvað heillar þig mest við starfið? „Ég hef alltaf haft gaman af heimilum og hönnun og fór fyrir nokkrum árum á hönnunarbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði. Ég hef líka unnið mikið við sölumennsku og stílfæringu svo þetta var einhvern veginn upplögð leið til að flétta saman þessa tvo þætti. Ég legg mikið upp úr því að aðstoða fólk við það að fá sem mest út úr eigninni sinni, með því að gera hana sem söluvænlegasta. Fermetrar og birta er oftast það sem flestir eru að leita eftir og oft þarf að snúa aðeins við einhverjum hlutum í rýminu, fækka þeim og opna rýmið þannig að það fái að njóta sín sem best.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili? „Það er svo misjafnt. Fer mikið eftir því hvernig húsnæðið er, en mér finnst alltaf fallegt að blanda saman nýju og gömlu og vera ekki með of einsleita hönnun. Ljósmyndir, kerti, plöntur og textíll er eitthvað sem mér finnst gegnumgangandi gera heimili hlýleg og persónuleg. Stundum eru heimili, að mínu mati, of stílfærð og ópersónuleg.“

„Ég hef gaman af því að gefa gömlum hlutum líf og leyfa þeim að njóta sín í bland við tímalausa hönnun. Mér finnst líka gaman að eiga fallega list eftir fólk sem ég þekki.“

Getur þú lýst þínum stíl? „Minn stíll er svolítið retró, myndi ég segja. Hann er stílhreinn en líka hlýlegur. Ég hef gaman af því að gefa gömlum hlutum líf og leyfa þeim að njóta sín í bland við tímalausa hönnun. Mér finnst líka gaman að eiga fallega list eftir fólk sem ég þekki.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt? „Já, því er auðsvarað, Zaha Hadid.“

Hver er þinn uppáhaldshönnuður? „Ég er svona laumusmiður í mér og elska fallega smíði. Ég verð að segja Hans J. Wegner. Handverk hans er ævintýralegt.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til? „Ætli það sé ekki Bamsestolen eftir Wegner.“

Málverkið fyrir aftan Nadiu er eftir fjölskylduvin, Sigtrygg Bjarna Baldursson.

Uppáhaldsliturinn þinn? „Hef verið ótrúlega svört síðustu ár, en núna finnst mér fallegur blár og flöskugrænn einstaklega fallegur. Ég er nýbúin að kaupa mér í sjónvarpsstofuna fallega grænan bólstraðan bekk sem ég er svakalega ánægð með.“

Hvar líður þér best? „Heima hjá mér verð ég að segja í svefnherberginu. Það er samt ekki alveg tilbúið, en er ótrúlega skemmtilegt rými. En svona almennt, þá á hestbaki eða á fallegri strönd.“

Er eitthvað sem þú vilt bæta við í garðinn eða í inn á heimilið þegar haustar? „Já, ég er að spá í að verða aðeins grænni heima hjá mér og kaupa meira af fallegum plöntum. Ég var alltaf með heilmikið af plöntum en það hefur eitthvað dalað síðustu árin. Svo má alltaf bæta við fallegum kertum. Ætla að ná mér í einhver kerti hjá henni Írisi vinkonu minni í Veru Design og svo elska ég líka Völuspárkertin.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Svo margir fallegir og flottir staðir að það er erfitt að gera upp á milli. Fer svona meira eftir því hvaða stemningu maður sækist eftir. Það er alltaf líf og fjör á Snaps en svo finnst mér Sæta svínið líka mjög skemmtilegur staður. Staðirnir hennar Hrefnu Sætran eru allir mjög smart og maturinn frábær.“

Heillar einhver byggingarstíll þig meira en annar? „Mér finnst funkisstíllinn alltaf svolítið heillandi.“

Að lifa lífinu lifandi er að … vera í núinu, minnka símanotkun, elska fólkið sitt, hlæja, dansa og láta eftir sér það sem mann langar þegar maður hefur tækifæri til þess. Heft of sagt í gamni að ég lifi eftir slagorði Nike og L´oreal; Just do it og Because you´re Worth It.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

Svona getur þú sigrast á stressinu

Hér koma sjö skotheld ráð fyrir þá sem þurfa að núllstilla sig og sigrast á stressinu. Ráðin, sem birtust á vef The Guardian, ættu að koma sér vel fyrir marga.

Finndu rót vandans

Ef þú ert með stöðuga vöðvabólgu, höfuðverk og mígreni þá eru miklar líkur á að stress sé sökudólgurinn. En hvað veldur stressinu? Vandamálum er hægt að skipta í þrjá flokka; þau sem hægt er að leysa, þau sem lagast með tímanum og þau sem þú hefur enga stjórn á. Lærðu að einblína á þau sem þú getur leyst, slepptu takinu á hinum.

Hreyfðu þig

Hreyfing útrýmir kannski ekki stressinu alveg en hún getur hjálpað við að minnka það.

Ræddu málið

Ef þú ert til í að opna þig og óska eftir ráðum frá vinum þá skaltu gera það. Leitaðu stuðnings hjá vinum og fáðu þannig nýja sýn á vandamál þín.

Minnkaði símanotkunn

Það er ekki nóg að setja símann á hljóðlausa stillingu. Settu hann líka ofan í skúffu, klukkutíma áður en þú ferð í háttinn. Farðu í bað, horfðu á kvikmynd eða lestu bók. Hundsaðu símann og andaðu inn og út.

Tæmdu hugann

Rannsóknir hafa sýnt að öndunaræfingar og hugleiðsla geta hjálpað til í baráttunni gegn stressi. Lærðu að tækla stressið um leið og það gerir vart við sig. Headspace er smáforrit sem kennir byrjendum að hugleiða, íhugaðu að skoða það.

Gerðu lista

Ef það er mikið að gera hjá þér þá er tilvalið að búa til lista til að hafa meiri yfirsýn. Settu mikilvægustu atriðin efst á listann og litlu hlutina neðst.

Borðaðu hollt og drekktu vatn

Það sem þú lætur ofan í þig hefur áhrif á andlega líðan. Þess vegna skaltu forðast fituríkan mat, koffín og sykur þegar stressið gerir vart við sig.

Sagði í skýrslutöku að Donald Trump þætti þetta í lagi

Maður sem káfaði tvisvar sinnum á brjóstum konu í flugvél Southwest Airlines sagði síðar í skýrslutöku að Donald Trump segði slíka hegðun í lagi. Samkvæmt frétt The Independent heitir maðurinn Bruce Alexander og er 49 ára að aldri. Hann var handtekinn eftir flug frá Texas til Nýju-Mexíkó fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu sem sat fyrir framan hann í fluginu.

Konan sagði í skýrslutöku að hún hefði í fyrstu talið að maðurinn hefði káfað óvart á sér. En þegar maðurinn teygði sig fram og snerti hana í annað sinn óskaði hún eftir aðstoð flugþjóna. Konan fékk nýtt sæti í fluginu og maðurinn var handtekinn þegar flugvélin lenti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó.

Bruce Alexander reyndi í skýrslutöku að nota hegðun Bandaríkjaforseta sér til varnar. Hann mun hafa sagt að Donald Trump segði hegðun sem þessa í góðu lagi, þess vegna hefði honum sjálfum þótt þetta í lagi. Hann vísaði þá í upptöku sem náðist af Donald Trump árið 2005 þar sem ræddi við sjónvarpsmann NBC News, Billy Bush. Á upptökunni má heyra Trump tala um að hann kæmist um með hvað sem er vegna frægðarinnar, meðal annars að grípa í klof kvenna. Umrætt myndband má sjá fyrir neðan.

Konan sem varð fyrir kynferðislegri áreitni mannsins hefur höfðað mál gegn honum er fram kemur í frétt The Independent.

Besti kennarinn að hætta

Pawel Bartoszek hafði rétt fyrir sér

Höfundur / Pawel Bartoszek

„Fáðu þér sjónvarp.“ Það var ráðið sem pabbi minn, tungumálafræðingurinn, gaf mér þegar ég flutti í skiptinám til Þýskalands. Ég entist ekki lengi í Þýskalandi. En tveimur árum síðar flutti ég til Danmerkur. Og fékk mér sjónvarp. Það hjálpaði.

Sektarkenndarsamfélagið okkar hefur alla tíð átt í brösugu sambandi við blessað sjónvarpið. Við höfum tamið okkur að tala mikið um hvað sjónvarpið sé slæmt: Heilalaust gláp, lágmenning, leti. En minna hefur verið rætt um kosti sjónvarps. Sjónvarp er til dæmis frábær kennari, ekki síst þegar kemur að tungumálum.

Sjónvarpið verður aldrei þreytt eða óþolinmótt. Sjónvarpið heldur áfram að tala þig þótt þú skiljir það ekki. Það sýnir „kennsluefni“ sem snertir flesta þætti mannlífsins. Það sýnir þér teiknimyndir, lætur þig hlæja, kennir þér á dómskerfi Bandaríkjanna, segir þér hvað sé að gerast í samfélaginu þínu, hendir í þig íþróttaviðburðum og lætur þig vita hvort það verði kalt á morgun og hvort það muni rigna.

Líklegt er að versnandi læsi hefur núll að gera með vask á bækur og mun meira með það að gera að börn almennt horfa miklu minna á textað efni en áður. Krakkar horfa annaðhvort á talsett efni eða bara eitthvert dót í símanum. Þau eru ekki jafnþvinguð til að lesa á talhraða og áður.

Svipað gildir um máltöku barna af erlendum uppruna. Pólskir og litháískir krakkar sem koma heim úr leikskólanum horfa frekar á barnaefni á tungumáli foreldranna en íslenskt sjónvarp. Það hjálpar þeim auðvitað að viðhalda foreldramálinu, sem er frábært, en kallar kannski á breyttar áherslur í skólakerfinu. Í veruleika þar sem stór hluti barna og starfsfólks hefur ekki íslensku að móðurmáli er það kannski skárri hugmynd en margir halda að planta börnum fyrir framan Svamp Sveinsson í íslensku útgáfunni, dágóðan hluta úr degi.

Eitt meistaraverk Manfreðs til sölu

|||
|||

Glæsilegt 467 fermetra einbýlishús úr smiðju Manfreðs Vilhjálmssonar er komið á sölu. Húsið var byggt árið 1973.

Blikanes 21 í Garðabæ er komið á sölu en einbýlishúsið er eitt af meistaraverkum íslenska arkitektsins Manfreðs Vilhjálmssonar. Þeir sem þekkja verk hans sjá að stíll hans og karakter er áberandi í þessu tiltekna húsi.

Það er fasteignasalan Remax sem sér um sölu hússins og óskað er eftir tilboði. Húsið var byggt árið 1973 og er 467 fermetrar. Húsið hefur verið mikið endurnýjað síðan það var byggt en áhersla var lögð á að halda í upprunalegt útlit.

Þess má geta að húsið fór á sölu í sumar en seldist ekki, húsið er nýkomið aftur á sölu.

Myndir / Remax

Óskað eftir sæðisgjafa á bland.is

Það kennir ýmissa grasa á söluvefnum bland.is.

Óvenjuleg auglýsing birtist á söluvefnum bland.is í gær en einstaklingur með notendanafnið Coconut09 óskar eftir sæðisgjafa. Auglýsingin er stutt og hnitmiðuð. Þar segir einfaldlega: „Er í leit að sæðisgjafa. Er einhver hér sem gæti séð sér fært að verða gjafi?“

Þá eru talin upp nokkur skilyrði fyrir áhugasama. Þar kemur fram að sæðisgjafinn þurfi að vera 180 cm eða hærri, hafa fallegar tennur og góð líkamsbyggingu. Sæðisgjafinn má þá ekki nota áfengi eða önnur vímuefni og þarf að vera 22 ára eða eldri.

Þegar fréttin er skrifuð hafa um 5600 manns skoðað auglýsinguna. Auglýsingin er birt undir flokknum „barnavörur“.

100% trúnaði er lofað í auglýsingunni semsjá á vef bland.is.

Minni útvarpstónlist og meiri útrás

Rapparinn Gaukur Grétuson eða GKR sendi frá sér nýtt efni fyrr í mánuðinum, plötuna Útrás sem hefur að geyma sjö ný lög.

Beðinn um að lýsa nýjasta efninu sínu segir rapparinn GKR: „Þetta er aðeins minni útvarpstónlist heldur en ég hef gert áður. Þetta er algjört rapp, það er meiri útrás í þessu. Ég var að fókusera á að gera rapp“. Hann tekur svo fram að hann kalli nýja efnið ekki plötu, frekar mixtape. „Ég lít ekki beint á þetta sem plötu vegna þess að ég myndi vilja eyða meiri vinnu í plötu, bæði í tónlistina og allt „conceptið“ í kringum hana,“ útskýrir GKR sem varði um tveimur mánuðum að vinna lögin á Útrás.

Spurður út í hvort hann sé aðeins að skipta um stíl með þessu nýja efni segir hann: „Já, kannski aðeins. Eldri tónlistin mín er aðeins litríkari á meðan þetta nýja er aðeins dekkra, meiri læti og meira rapp. Maður er náttúrulega alltaf að þróast, þroskast og læra.“

„Eldri tónlistin mín er aðeins litríkari á meðan þetta nýja er aðeins dekkra.“

GKR hefur fengið góð viðbrögð við nýja efninu að eigin sögn. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð, það kom smá á óvart. Sú tónlist sem er almennt vinsæl í dag er meira svona poppað rapp en þetta nýja efni mitt er ekki þannig. Þess vegna hélt ég að Útrás myndi bara virka fyrir fólk sem hlustar mikið á rapp, að flestir ættu erfitt með að skilja „vibe-ið“ í þessu. En fólk er að peppa þetta og virðist fíla þetta vel. Alls konar fólk. Það er skemmtilegt!“

Þegar GKR er spurður út í hvort hann spái mikið í hlustunartölum, hvað nái vinsældum meðal almennings og hvað ekki, segir hann: „Alveg eitthvað, en bara til að vita hvað fólk er að fíla. Ég vil ekki festa mig í þessu því ef ég myndi gera það þá myndi ég ekki þora að gefa út tónlist. Ég skoða alveg hvað fólk er að fíla og hlusta mest á en ég vil ekki einblína of mikið á það.“

Erfitt að velja uppáhald

Aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag af Útrás á GKR erfitt með að svara. „Það er erfitt að segja. Lagið Áttaviti er óvinsælasta lagið hjá hlustendum en í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er svolítið öðruvísi og svo gaman að rappa það live. Það er öðruvísi hljómur í því. En svo eru það lögin Útrás og Hellaður, það þykja mér vera skemmtilegustu lögin.“

GKR tekur líka fram lagið Úff sem rapparinn Birnir er í. „Ég var búinn að gera lagið sjálft en ég hélt ekkert endilega að það væri neitt spes. Svo kemur Birnir og heyrir þetta lag í stúdíóinu og var mjög hrifinn. Hann vildi rappa inn á það og stemmningin var rosa skemmtileg í stúdíóinu…mér finnst það skila sér. Það er svo gaman að gera tónlist með fólki sem maður fílar.“

„Svo eru það lögin Útrás og Hellaður, það þykja mér vera skemmtilegustu lögin.“

Að lokum segir GKR nýja efnið fjalla að vissu leyti um sleppa fram af sér beislinu. „Maður verður að leyfa sér að gera hluti og læra af þeim. Að þora að missa sig smá og prófa nýja hluti, innan vissra marka auðvitað.“

Boðið á kvikmyndahátíð í Flórída

„Ég er alveg í skýjunum með þetta, en satt best að segja átti ég ekki von á þessu,“ segir Ingunn Mía Blöndal, höfundur og önnur aðalleikkona stuttmyndarinnar Fyrirgefðu, eða I´m sorry, sem hefur verið boðin þátttaka í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Dunedin sem fer fram í Flórída, Bandaríkjunum í janúar á næsta ári.

Myndin sem er í leikstjórn Lovísu Láru Halldórsdóttur segir af lesbísku pari sem á í ofbeldisfullu ástarsambandi og byggir á reynslu Ingunnar sjálfrar af því að vera þolandi heimilisofbeldis. „Ég vildi gera þessa mynd þar sem mér finnst mikilvægt að varpa ljósi á þá tegund ofbeldis sem allt of sjaldan er fjallað um, ofbeldi þar sem konur eru gerendur. Ég tala nú ekki um ofbeldi í hinsegin samböndum, það er enn algjört tabú í okkar samfélagi að ræða það, sem gerir mig alveg brjálaða. Það þarf að opna þá umræðu af viti,“ segir hún.
Óhætt er að segja að ferill Ingunnar sem kvikmyndagerðarkonu fari vel af stað því Fyrirgefðu verður líka sýnd á Northern Wave-kvikmyndahátíðinni síðar í mánuðinum. Þá var fyrri mynd Ingunnar, stuttmyndin Ursula Undone, meðal annars sýnd á Stock Fish-kvikmyndahátíðinni á síðasta ári og sigraði örmyndakeppni RÚV.

„Ég vildi gera þessa mynd þar sem mér finnst mikilvægt að varpa ljósi á þá tegund ofbeldis sem allt of sjaldan er fjallað um, ofbeldi þar sem konur eru gerendur.“

Spurð að því hvort þessi góða byrjun sé ekki hvatning til að halda áfram á sömu braut, segir Ingunn að á því leiki ekki nokkur vafi. „Við Lovísa erum að vinna saman að nokkrum verkefnum en það eru allt verk í vinnslu,“ segir hún. „En, stutta svarið er jú, ég vil klárlega gera fleiri myndir.“

Sænska hönnunarteymið Broberg & Ridderstråle færir út í kvíarnar

Broberg & Ridderstråle er teymi í hönnun og arkitektúr sem stofnað var af Mats Broberg og Johan Ridderstråle. Þeir eru menntaðir innanhússarkitektar og hönnuðir og útskrifuðust báðir með láði frá Konstfack-listaháskólanum í Stokkhólmi árið 2006. Vinnustofa þeirra er í Svíþjóð en verk þeirra hafa farið víða og verið sýnd meðal annars í London, Tókýó og Mílanó.

Broberg og Ridderstråle kappkosta í verkum sínum að bæta tilfinningalegt gildi hönnunar þar sem notandinn og þarfir hans eru í fyrirrúmi. Innblásturinn sækja þeir oftar en ekki í hið daglega líf, blandað vitsmunum og visku sem sameinast í góðri hönnun þar sem hagnýt nálgun og skynsemi er höfð að leiðarljósi.

Plugged Pendant-ljósið frá Muuto er ein þekktasta vara Broberg & Ridderstråle.

Húmor kemur ekki síður við sögu, að þeirra sögn, þar sem einföld vara getur breyst í einstaka vöru með því einu að bæta við smáatriðum sem fullkomna verkið; fuglsfótur verður að borðfæti, lauf verður að lampa og svo framvegis. Þá vinna þeir einnig með og deila um þá hugmynd hvað þyki „eðlilegt“ í raun – ef annar þeirra fær hugmynd sem myndi teljast „undarleg“ með einhverjum hætti sér hinn til þess að hún finni sér farveg. Það er það sem gerir þá að svo góðu teymi sem raun ber vitni.

Ein þekktasta vara sem þeir hafa sent frá sér er Plugged Pendant-ljósið fyrir Muuto sem kom á markað árið 2008. S-laga leiðslan á ljósinu er ýkt og gefur því einstakt og frísklegt útlit og lífgar upp á hvert heimili. Leaf-lampinn, einnig hannaður fyrir Muuto, hefur ekki síður notið vinsælda en hann kom á markað árið 2012. Leaf-lampinn er, eins og nafnið gefur til kynna, innblásinn af laufum trjánna en lampinn myndar skemmtilega skugga sem fara eftir sjónarhorni og staðsetningu lampans hverju sinni. Þá hafa Broberg og Ridderstråle unnið að ýmsum verkum síðan námi þeirra lauk og unnið til þónokkurra verðlauna fyrir verk sín. Þar má meðal annars nefna hönnunarverðlaun Wallpaper og Elle Decoration, Good Design-verðlaunin, auk þess hafa þeir hlotið titilinn hönnuðir ársins að mati Residence-tímaritsins.

Texti / María Erla

Bók Stormy Daniels fær fína dóma

Bókin Full Disclosure eftir Stormy Daniels fær nokkuð góða dóma.

Bókin Full Disclosure eftir klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels fær 3,9 stjörnur af fimm mögulegum á vefnum Goodreads þar sem notendur geta gefið bókum einkunn og umsögn.

Stormy hefur vakið mikla athygli undanfarið meðan annars fyrir að stíga fram og greina frá því að hún og núverandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sváfu saman árið 2006. Trump þvertekur fyrir það en fyrrverandi lögfræðingur Trump viðurkenndi að hafa greitt Stormy fyrir að segja ekki frá sambandi þeirra í kringum forsetakosningarnar.

Í bókinni Full Disclosure, sem kom út í byrjun október, segir Stormy frá æsku og ævi sinni og starfsferlinum í klámmyndabransanum. Eins segir hún frá sambandi sínu við Trump og lýsir kynlífinu og líkama forsetans umdeilda í smáatriðum.

Ef marka má ummæli notenda Goodreads er bókin meðal annars fyndin og áhugaverð og flestir sem skrifa umsögn gefa bókinni fína dóma.

„Stormy er frökk, gáfuð og fyndin. Hún hefur áhugaverða sögu að segja,“ skrifar einn notandinn meðal annars í sína umsögn. Hann hefur bókinni fimm stjörnur.

„Ég mæli með þessari bók fyrir alla þá sem eru með opinn huga,“ segir annar notandi sem gefur bókinni fimm stjörnur.

Sjá einnig: Flengdi forsetann og stundaði með honum óvarið kynlíf

Við verðum að gera betur

Eftir Auði Önnu Magnúsdóttur, Eyþór Eðvarðsson og Hildi Knútsdóttur.

Við sem myndum skipulagshóp loftslagsgöngunnar 2018, fögnum að komin sé fram aðgerðaáætlun frá ríkisstjórn Íslands í loftslagsmálum en bendum um leið á að hún gengur of skammt. Ýmislegt gott er að finna í þeim 34 tölusettu aðgerðum sem koma fram í áætlunni, en betur má ef duga skal. Kaflinn sem fjallar um skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis er vel ígrundaður og metnaðarfullur. Jákvætt er að gert sé ráð fyrir mögulegri orkuvinnslu úr öðrum orkugjöfum en hefðbundnum virkjunum. Mikil orkuverðmæti felast til dæmis í lífrænum úrgangi til metanvinnslu og bruna á öðrum úrgangi. Áform um rafvæðingu hafna er dæmi um vel útfærða aðgerð.

Það sem vantar

Í flestum liðum áætlunarinnar vantar almennt tímasetningar og magnbundin markmið og á mörgum stöðum er orðalagið of varfærið. Bann við notkun svartolíu þarf þar á meðal að vera afdráttarlausara. Mjög áríðandi er að fá tímasett og töluleg markmið á allra næstu stigum. Þetta er til dæmis mjög aðkallandi varðandi almenningssamgöngur. Þar skortir á umfjöllun um Borgarlínu og virðast samráð við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa verið af skornum skammti.

Hópnum þykja áform um hækkun kolefnisgjalds ekki ganga nærri nógu langt. Kolefnisspor þarf að koma inn í verðmiða á fleiri hlutum en jarðefnaeldsneyti fyrir ökutæki og við sem samfélag þurfum að finna fyrir því hvað mengun kostar. Einnig er afar mikilvægt að skýra vel í hvað kolefnisgjaldið fer til þess að auka líkur á sátt um það. Sem dæmi, mætti kolefnisgjaldið renna í loftslagssjóð eða til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla.

Bann við nýskráningu bensín- og díselbíla mætti ganga mun lengra og byrja má útfösunina mun fyrr.

Brýnar aðgerðir inn í næstu útgáfu áætlunarinnar

Umfjöllun um neyslu í stóra samhenginu vantar nánast alveg inn í núverandi áætlun ef frá er talin aðgerð 30 um matarsóun. Mjög alvarleg matar-, tísku-, húsgagna- og raftækjasóun á sér stað á Íslandi. Aðgerðir sem hvetja til betri nýtingar væru mjög góð viðbót við núverandi áætlun. Þar má til dæmis draga úr eða fella niður virðisauka á viðgerðarþjónustu ýmiskonar, eins og skó-, húsgagna- og raftækjaviðgerðum og á tækjalánasöfn.

Í þessu samhengi þarf að leggja strax grunn að hugarfarsbreytingu í íslensku samfélagi þar sem hringrásarhagkerfi er innleitt. Þar má byrja með ýmis konar fræðsluátaki eins og lýst er í aðgerðum 26 og 27 í núverandi áætlun, en einnig með ýmsum ívilnunum og sköttum sem hvetja til fullnýtingar á hráefnum.

Flug er stór liður í losun gróðurhúsalofttegunda. Mjög brýnt er að auka meðvitund um kolefnisspor sem fylgir flugi og reyna að draga úr því með hagrænum aðgerðum, fræðslu og þróun á öðrum lausnum. Aðrar lausnir geta verið tækjabúnaður til fjarfunda og nýjar aðferðir til tengslamyndunar yfir Netið.

Hlutverk bænda og fjárfesta

Bein losun frá landbúnaði er um 21 prósent af þeirri losun sem Ísland ber ábyrgð á gagnvart Parísarsamkomulaginu og er stærstur hluti þeirrar losunar tilkominn vegna innyflagerjunar búfjár. Þó eru engar aðgerðir í núverandi áætlun sem miða að því að draga úr þessari losun sem er mjög ríkisstyrkt. Leita ætti allra leiða til þess að styrkja bændur til landnýtingar sem ekki er eingöngu afurðamiðuð, þannig að þeir geti notið ríkisstyrkja til landnýtingar sem tengist ferðaþjónustu, verndun náttúru og annarri ræktun en grasræktun svo nokkur dæmi séu tekin. Styrki til innlendrar grænmetisframleiðslu og þróunar á henni má efla til muna.

Að draga til baka fjárfestingar í starfsemi sem losar mikið af gróðurhúsalofttegundum og grænar fjárfestingar í kjölfarið eru mjög áhrifamiklar leiðir til þess að breyta losunarmynstri fyrirtækja og framleiðenda. Nauðsynlegt er að lífeyrissjóðum sé gert að skoða sínar fjárfestingar út frá loftslagssjónarmiðum og skilgreint hvað felst í grænum fjárfestingum.

Sama gróðadrifna kerfi

Hópurinn saknar þó mest úr aðgerðaáætluninni boðaðra kerfisbreytinga forsætisráðherra sem í henni áttu að felast. Ekki verður séð að um annað sé að ræða en að viðhalda sama gróðadrifna kerfi nema að nú skal það vera án jarðefnaeldsneyta. Mikilvægt er að nýta þær breytingar sem við þurfum að gera vegna loftslagsbreytinga til raunverulegra kerfisbreytinga þar sem sjálfbært sældarhagkerfi er markmiðið.

Höfundar skrifa fyrir hönd skipulagshóps loftslagsgöngunnar.

Reyndu að nota „tvífara“ til að hylma yfir morðið

CNN birti fyrr í dag myndband sem sýnir „tvífara“ Jamals Khashoggi yfirgefa ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Tyrklandi.

Mál blaðamannsins Jamals Khashoggi, sem talið er að hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Tyrklandi 2. október, heldur áfram að vinda upp á sig þar sem myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem birt hefur verið á vef CNN varpar nýju ljósi á málið. Myndefnið er sagt sýna mann að nafni Mustafa al-Madani yfirgefa skrifstofuna í fötum Jamals og með gerviskegg og gleraugu.

Maðurinn hefur verið kallaður „tvífari“ Jamals enda líkist hann honum töluvert í gervinu.

Á umræddu myndefni sést hann yfirgefa skrifstofuna í Istanbúl klæddur í föt Jamals eftir að blaðamaðurinn á að hafa verið pyntaður og myrtur. Myndefnið sýnir hann svo einnig ganga um borgina í fötum Jamals.

Mustafa al-Madani er sagður vera hluti af stórum hóp sem krónprinsinn Mohammed bin Salman mun hafa sent til Istanbúl til þess að myrða Jamals Khashoggi. Nú þykir ljóst að Mustafa al-Madani í gervi Jamals átti að tryggja að ekki kæmist upp um morðið.

Sjá nánar: Pyntaður og líkið bútað í sundur

Hafþór og Kelsey orðin hjón

Aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson gekk í það heilaga um helgina.

Hafþór Júlíus Björnsson og íþróttakonan Kelsey Morgan Henson giftu sig á laugardaginn og greindu frá því á samfélagsmiðlum.

Hafþór, sem er 29 ára gamall, birti mynd af þeim hjónum á laugardaginn og sagði það vera honum sönn ánægja að geta núna kallað Kelsey Morgan Henson eiginkonu sína. Sömuleiðis birti Kelsey mynd af þeim hjónum á Instagram ásamt kveðju til Hafþórs.

Þess má geta að Kelsey er 28 ára, fædd og uppalin í Kanada. Það var seint á síðasta ári sem fréttir af sambandi þeirra bárust og fregnir hermdu að hún hafi verið mikill aðdáandi hans áður en þau urðu par.

„Konur eins og amma vörðuðu leiðina“

|
|

Amma – Draumar í lit er heiti fyrstu bókar Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur um ævi ömmu hennar og nöfnu, Hólmfríðar Sigurðardóttur, kennslukonu og skálds. Bókin segir sögu Hólmfríðar frá barnæsku á Raufarhöfn til dagsins í dag, þar sem hún býr í Kópavogi, orðin 88 ára gömul. Á yfirborðinu virðist þetta vera saga konu en er í raun saga heillar þjóðar, einkum kvenna sem syntu gegn straumnum. Mannlíf ræddi við nöfnurnar tvær um tildrög verksins, sköpunarferlið og sársaukann sem fylgir því að heimsækja fortíðina.

Amma – Draumar í lit er ekki hefðbundin ævisaga, heldur kafar höfundurinn eftir minningum og leikur sér að sjónarhornum þar sem skiptast á fyrstu persónu-frásagnir, annars vegar aðalpersónunnar, Hólmfríðar Sigurðardóttur, og hins vegar höfundarins sjálfs, Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur.

„Ég var satt að segja alls ekki viss um að þessi saga ætti erindi við nokkurn annan en okkur ömmu,“ viðurkennir höfundurinn, hér eftir kölluð Fríða, fyrir blaðamanni þegar hún er spurð að því hvernig hugmyndin að verkinu hafi kviknað. „Upphaflega var sagan lokaverkefni mitt í meistaranámi mínu í blaðamennsku í Barcelona. Ég átti því handritið, bæði á íslensku og spænsku, og vissi svo sem ekkert hvað ég ætti að gera við það. Svo lásu nokkrar góðar konur það og hvöttu mig til að gefa það út. Ingibjörg Dögg, annar ritstjóri Stundarinnar, var ein þeirra og hún stakk upp á því að Stundin gæfi bókina bara út. Ég bar hugmyndina undir ömmu og þegar hún gaf sitt samþykki sá ég ekki ástæðu til að hika meira.“

Hólmfríður kinkar kolli. „Já, upphaflega vildi hún nefnilega bara fá sögu mína fyrir lokaverkefnið sitt í háskólanum, mér fannst það allt í lagi. En svo vatt hugmyndin upp á sig hjá henni,“ segir hún, glottir og bætir við að Fríða hafi nú þurft að ganga svolítið á eftir sér til að fá hana til að samþykkja að þetta yrði bók. „Mér fannst það svo fjarri lagi,“ segir hún. „Mér fannst ég ekki hafa neitt til brunns að bera, til þess að vera í bók.“

Þessu er Fríða algjörlega ósammála. „Það voru konur eins og amma sem vörðuðu leiðina og sköpuðu þau tækifæri sem við konur í nútímanum höfum, með því meðal annars að brjóta upp hefðirnar og ganga gegn því sem þær sjálfar höfðu alist upp við,“ bendir hún á. „Bara það, til dæmis, að amma fór tvisvar í viku í leikfimi á kvöldin og skildi afa eftir með börnin á kvöldmatartíma. Þær þóttu beinlínis uppreisnargjarnar þessar konur sem tóku þátt í þeirri leikfimi. Svona hlutir eru mikilvægir. Það gera fáir athugasemd við það í dag ef konur taka sér tíma til að sinna líkama sínum en það var bara ekki sjálfsagt fyrir ekki svo löngu síðan.“

„Það voru konur eins og amma sem vörðuðu leiðina og sköpuðu þau tækifæri sem við konur í nútímanum höfum, með því meðal annars að brjóta upp hefðirnar og ganga gegn því sem þær sjálfar höfðu alist upp við.“

Hún segir að við ritun sögunnar hafi hún því ekki aðeins lært ótalmargt nýtt um Hólmfríði ömmu sína heldur hafi hún líka lært margt nýtt um konur almennt af hennar kynslóð. Öðrum þræði hafi hana langað til að segja þeirra sögu. „Mér þykir amma nefnilega einstök en ég gerði mér líka svo vel grein fyrir því að hún er „venjuleg“, það er að segja að mjög margar konur eiga sambærilega reynslu að baki og hún. Þær hafa allar sem ein lifað magnaða tíma og líf þeirra hefur tekið ótrúlegum stakkaskiptum,“ segir hún en játar að henni hafi vaxið það svolítið í augum að fjalla um samfélagið og allar breytingarnar á því í gegnum áratugina. Hún var ekki viss um að sér tækist að gera því nógu góð skil.

Reyndi ekki að fegra sjálfa sig
Í bókinni er líka fjallað um ýmsa átakanlega atburði, ástvinamissi og atvik sem setja skugga á líf fjölskyldunar. Fannst þér þá ekkert erfitt að biðja ömmu þína um að rifja upp þessi mál? „Nei, veistu, mér fannst þetta ekki erfitt ferli heldur fyrst og fremst mjög gefandi. Ég spurði hana út í alls konar hluti, til dæmis ástina, dauðann og sorgina, og hún svaraði hreint út. Hún reyndi ekki að fegra sjálfa sig, leyna hlutum eða tala undir rós og það kunni ég svo vel að meta. Auðvitað þóttu mér sum svörin erfið og sumar sögurnar afar sorglegar enda hefur amma gengið í gegnum ýmislegt. En ég er vön því sem blaðamaður að spyrja fólk nærgöngulla spurninga þegar þörf er á, svo það vefst svo sem ekki fyrir mér. En svo var það líka þannig með okkur ömmu báðar, að þegar við vorum búnar að ákveða að fara út í þetta verkefni tókum við það alla leið,“ segir hún og Hólmfríður amma hennar samsinnir því.

En þetta er kannski ekki bara ykkar saga, eða hvað, því þarna er mikið fjallað um fjölskylduna. Til dæmis afa þinn, Fríða, Grím M. Helgason, og pabba þinn og systkini hans, þar á meðal Vigdísi, sem er einn ástælasti rithöfundur þjóðarinnar. Hvernig brugðust ykkar nánustu við bókinni? „Ég lít reyndar ekki svo á að þetta sé saga fjölskyldu okkar, nema að mjög takmörkuðu leyti. Þetta er fyrst og fremst saga ömmu – eða bara brot af hennar sögu,“ tekur Fríða fram. „Ég gerði ekki tilraun til að segja sögur barnanna, því mér fannst þær ekki eiga heima í þessari bók. Annars hafa flestir tekið uppátækinu vel, þó að það hafi komið sumum á óvart,“ bætir hún við.

Ég spurði hana út í alls konar hluti, til dæmis ástina, dauðann og sorgina, og hún svaraði hreint út. Hún reyndi ekki að fegra sjálfa sig, leyna hlutum eða tala undir rós og það kunni ég svo vel að meta.

En talandi um Vigdísi, þá kemurðu inn á kynferðisofbeldi sem hún verður fyrir og hefur fjallað um í bók sinni Dísusögu. Finnst þér hægt að segja að þessar tvær sögur kallist á? Fríða hallar undir flatt. „Þú segir nokkuð, ég hafði ekki einu sinni hugsað út í það. Vigdís frænka mín hefur skrifað tvær stórkostlegar en gjörólíkar bækur sem byggja á hennar minningum, Minningabók og Dísusögu. Mín bók kallast örugglega á við þær báðar að einhverju leyti, þó að það hafi ekki verið meðvitað og ég myndi aldrei voga mér að bera mín skrif saman við hennar. En ég er undir áhrifum Vigdísar, hún er ein af þessum mögnuðu kvenfyrirmyndum sem ég er svo heppin að geta litið upp til.“

Lítur fyrst og fremst á sig sem blaðamann
Sagan sem vafi lék á að yrði að einhverju meira en skólaverkefni er því komin út á prenti. Og viðtökurnar betri en nöfnurnar gat órað fyrir. Hvernig finnst Hólmfríði að saga hennar skuli vera orðin að almenningseign? „Já, ég hef aldrei litið svoleiðis á málið og hugsa í raun ekkert voðalega mikið um það, enda bý ég hérna uppi í fjöllunum og það koma ekkert voðalega margir hingað til mín,“ segir hún. „En það hringja hins vegar margir og óska mér til hamingju með bókina. Þá tala ég minnst um mig og meira um það hvað Fríða er góður penni.“

Talandi um það, hvernig er að stíga fram á sjónarsviðið sem rithöfundur eftir að hafa starfað sem blaðamaður um árabil, spyr blaðamaður og lítur á Fríðu. „Ég er mjög feimin við þetta orð, rithöfundur,“ svarar hún og fer svolítið hjá sér. „Vinkona mín sagði við mig um daginn: Þú skrifaðir bók og það er búið að gefa hana út. Þá ertu rithöfundur, sama hvort þér líkar það betur eða verr.

Ég er nú samt ekki viss um að ég sé sammála því. Ég lít fyrst og fremst á mig sem blaðamann og það breytist ekki þótt ég hafi skrifað þessa bók.“
En stendur til að skrifa fleiri sögur? „Já, alveg örugglega. Ég á ýmis sögubrot í dagbókum og á blaðsnifsum ofan í náttborðsskúffunni. En hvort þær verði bara þar áfram eða komi einhvern tímann út hef ég ekki hugmynd um. En það er alla vega gaman að eiga þessa einu bók útgefna, hvað sem síðar verður.“

Aðalmynd / Heiða Helgadóttir

Pyntaður og líkið bútað í sundur

Jamal Khashoggi.

Heimsbyggðin hefur fylgst agndofa með máli blaðamannsins Jamals Khashoggi sem talið er að hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Tyrklandi þar sem hann var að sækja um leyfi til að kvænast unnustu sinni. Tyrknesk stjórnvöld fullyrða að 15 manna teymi hafi flogið frá Riyadh í Sádí-Arabíu til Istanbúl, gagngert til að myrða Khashoggi samkvæmt beinni skipun frá krónprinsinum Mohammed bin Salman. Segjast þau hafa undir höndum sönnunargögn sem sýni að Khashoggi hafi verið pyntaður áður en hann lést og að lík hans hafi verið bútað niður. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu neituðu í fyrstu allri aðild í málinu og fullyrtu að Khashoggi hafi verið sprelllifandi er hann yfirgaf ræðisskrifstofuna, en fjölmiðlar vestanhafs segja að Sádar muni fljótlega viðurkenna að Khashoggi hafi látist í yfirheyrslu sem hafi „farið úrskeiðis“.

Nátengdur hirðinni en féll í ónáð

Jamal Khashoggi var einn þekktasti blaðamaður arabaheimsins. Hann starfaði lengi í heimalandinu, var í nánum tengslum við valdaelítuna þar og starfaði meðal annars sem talsmaður sendiherra Sádí-Arabíu í Bretlandi um skeið. Eftir að krónprinsinn, bin Salman, hóf að sölsa undir sig völd fór hann í útlegð og hélt til í London, Istanbúl og í Bandaríkjunum. Hann skrifaði reglulega pistla í Washington Post þar sem hann gagnrýndi ýmsar af aðgerðum bin Salmans; svo sem efnahagsþvinganir gegn Katar, stríðsreksturinn í Jemen, milliríkjadeilur við Kanada og Líbanon og handtökur á baráttukonum fyrir auknum réttindum kvenna. Khashoggi var greinilega meðvitaður um mögulegar afleiðingar þessa því hann hafði sagt sínum nánustu að hann óttaðist um líf sitt.

Krónprinsinn sífellt óútreiknanlegri

Sérfræðingar eiga erfitt með að átta sig á hinum unga krónprinsi, bin Salman. Heima fyrir hefur hann hrint í framkvæmd umbótum eins og að draga úr völdum trúarlögreglunnar og auka réttindi kvenna. Á sama tíma hefur hann fangelsað embættismenn, viðskiptamenn og aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar í viðleitni sinni til tryggja sig í sessi. Mannréttindi eru enn fótum troðin og mannréttindafrömuðir hafa verið handteknir. Á alþjóðavettvangi gerist hann æ herskárri, samanber deilurnar sem vitnað er til að ofan og nú morðið á Khashoggi. Óljóst er hvaða afleiðingar þetta mál hefur en vangaveltur hafa verið uppi um að bin Salman verði jafnvel steypt af stóli eða að hann herði tökin enn frekar og færi Sádí-Arabíu nær því að verða útlagaríki.

Olíuverð gæti rokið upp

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu finna fyrir þrýstingi vestrænna ríkja vegna málsins. Fjölmargir styrktaraðilar og fyrirlesarar hafa dregið til baka þátttöku sína í risastórri fjárfestaráðstefnu sem kölluð er „Davos eyðimerkurinnar“og á að halda í Riyadh síðar í mánuðinum. Þeirra á meðal eru forstjórar stærstu fyrirtækja heims. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu brugðust við með harðorðri yfirlýsingu um að öllum efnahagsþvingunum skyldi svarað af fullri hörku. Í yfirlýsingunni var að finna berorða hótun um að Sádar muni beita olíuvopninu ef að þeim verður þrengt, en landið framleiðir 10,5 milljónir tunna af olíu á dag sem samsvarar 10 prósentum af heimseftirspurn. Láti Sádar verða af hótunum gæti olíuverð farið upp fyrir 100 dollara, jafnvel upp að 200 dollurum, sem hefði gríðarleg áhrif á heimshagkerfið.

Bandaríkin í snúinni stöðu

Málið er erfitt fyrir Donald Trump og ríkisstjórn hans. Trump hefur lagt höfuðáherslu á að rækta tengslin við bin Salman og hirð hans og tengdasonurinn, Jared Kuschner, á í nánum samskiptum við ráðamenn í Riyadh. Sádar gegna lykilhlutverki í baráttu Trump-stjórnarinnar gegn Íran og eitt hans fyrsta verk var að undirrita viljayfirlýsingu um 110 milljarða dollara vopnaviðskipti við Sádí-Arabíu. Samband Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu nær 73 ár aftur í tímann. Þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir um aðild Sáda að morðinu hefur Trump ekki viljað áfellast bin Salman. Þeir töluðu saman í síma í vikunni og sagðist Trump trúa því einlæglega þegar bin Salman sagðist ekkert hafa með málið að gera. Mike Pompeo hélt til Riyadh og Ankara í vikunni til að ræða við ráðamenn þar. Þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa hins vegar sagt að þeir muni grípa til aðgerða geri Trump-stjórnin það ekki.

Hefur sína kosti og galla að vinna með maka sínum

Parið Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason starfa bæði sem myndlistarmenn. Þau opnuðu nýverið sýningu með vídeóverki sem þau unnu saman. Það hefur sína kosti og galla að vinna með maka sínum, að þeirra sögn.

Una Margrét og Örn Alexander opnuðu nýverið sýninguna Kossar í Harbinger. Sýningin er partur af sýningaröðinni „2 become 1“ þar sem sýningarstjórarnir Steinunn Marta Önnudóttir og Halla Kristín Hannesdóttir hafa fengið til liðs við sig nokkur pör þar sem báðir aðilar eru starfandi myndlistarmenn.

Spurð út í hvernig sé að vinna með maka sínum, hverjir séu kostir og gallar þess segir Una Margrét: „Við höfum unnið saman í nokkur ár meðfram einstaklingsvinnu. Þannig að við erum með smáreynslu þegar kemur að samstarfi. Helsti kosturinn við að vera par sem vinnur saman er það að maður á auðvelt með að vera heiðarlegur hvort við annað um hvort hugmyndir séu góðar eða lélegar. Og við getum verið í stöðugu samtali um verkefnin sem við vinnum að hverju sinni. Hvort sem það er í stúdíóinu eða á meðan við burstum tennurnar. En það er kannski líka helsti gallinn, því þá erum við í vinnunni allan sólarhringinn. Verkin okkar þróast líka gjarnan út frá einhverju sem hefur byrjað sem einkahúmor eða bull okkar á milli. Þá áttum við okkur kannski allt í einu á því að við erum með eitthvað áhugavert í höndunum og höfum þá ómeðvitað verið að vinna saman. Þannig að við erum í rauninni alltaf að vinna saman, líka þegar við erum ekki að vinna saman.“

 Sammála um langflest

Una og Örn hafa verið lengi saman og urðu par löngu áður en þau lærðu myndlist. Aðspurð hvort þau séu yfirleitt með svipaðan stíl og smekk þegar kemur að myndlist segir Örn: „Smekkur okkar hefur líklega þróast svolítið í svipaðar áttir. Við erum sammála um langflest en þó ekki allt.“

Á sýningunni Kossar er eitt verk. Um tíu mínútna langt vídeóverk er að ræða. „Verkið ber sama heiti og sýningin. Vídeóinu er varpað á einn vegg rýmisins. Aðrir veggir eru klæddir gráum tjöldum svo að við umbreyttum rýminu talsvert svo að verkið gæti notið sín sem best,“ segir Örn.

Una bætir við: „Í verkinu má sjá okkur sitja hvort á sínum endanum á sófa. Þar sjáumst við kyssa okkur sjálf á munúðarfullan hátt. Það er mikil nánd á milli okkar í vídeóinu þar sem við sitjum í sama sófa, en á sama tíma mikil fjarlægð þar sem við kyssum einungis okkur sjálf og virðum hvort annað að vettugi að öllu leyti. Við erum saman, en samt alveg í okkar eigin heimi.“

Þess má geta að sýningin stendur til 3. nóvember. Harbinger er á Freyjugötu 1 og þar er opið þriðjudaga til föstudaga frá 12-17 og laugardaga frá 14-17.

Var í fullri vinnu við að fela kynferðisofbeldið

|
|

*TW*Trigger Warning/*VV*varúð váhrif

Hrönn Ólöf Guðmundsdóttir er ein þeirra kvenna sem komið hefur fram með sögu sína undir myllumerkinu #whyididntreport, eða ástæða þess að ég kærði ekki. Stutta svarið við spurningunni í hennar tilfelli er: „Af því að hann var kærastinn minn.“

„Þegar ég var 16 ára byrjaði ég með strák sem var einu ári eldri en ég. Mér fannst hann æðislegur. Fljótlega fór hann að beita mig andlegu ofbeldi, svo bættist líkamlegt ofbeldi við og því næst nauðganir eftir að hann hafði barið mig eða rifið mig niður andlega. Þetta gerði hann þegar ég var sem minnst andlega og hann mestur, að hans mati. Nauðgunin var eins og punktur yfir i-ið, stjarna á jólatréstoppinn, sultan á pönnukökuna, kirsuberið ofan á bananasplittið. Þannig lagði hann lokahönd á ofbeldisverk sín. Við vorum saman í tæp þrjú ár og þessi tími er í mikilli móðu. Ég hef enga tölu á því hve oft hann nauðgaði mér,“ segir Hrönn sem í dag er 47 ára og búsett í Bandaríkjunum. Hún starfar sem söluaðili, er gift Bandaríkjamanni og á þrjá syni.

Hún sagði engum frá, kærði ekki og segir ástæðu þess margþætta. „Augljósasta ástæðan er sú að hann var kærastinn minn, maður kærir jú ekki kærastann sinn fyrir nauðgun, eða hvað? Á þessum tíma sá ég ekki nauðganirnar sem nauðgun heldur part af öllu hinu en við stunduðum kynlíf inn á milli nauðgana. Einnig er stórt og flókið skref að kæra kærastann sinn fyrir nauðgun. Ég var í raun í fullri vinnu við að fela fyrir fjölskyldu minni og vinum hvernig hann kom fram við mig. Það liðu mörg ár þar til ég sagði einhverjum frá kynferðisofbeldinu, það datt bara út úr mér þegar ég var að tala um að hann hefði barið mig.“

„Nei, ekki aftur!“
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Hrönn varð fyrir kynferðisofbeldi. Í minningunni finnst henni eins og hún hafi verið áreitt kynferðislega öll unglingsárin og árin frá þrettán til fimmtán ára hafi verið sérstaklega erfið. „Það voru alltaf einhverjir karlar að stoppa og bjóða manni far og einu sinni var ég að ganga heim úr búðinni þegar einhver hálfviti gekk í humátt á eftir mér og káfaði á rassinum á mér þegar hann gekk fram hjá. Hann sagði ekkert, leit glottandi framan í mig og hélt svo bara áfram. Ég var miður mín, fannst ég skítug eftir þessa rassastroku og spáði mikið í hvort ég hefði gert eitthvað til að bjóða upp á þetta.

„Lögreglan neitaði síðan að halda kærunni til streitu, hann væri fjölskyldumaður og hefði ekki verið ásakaður um svona áður. Og þar sem hann var fjölskyldumaður mátti ekki valda honum óþægindum.“

Þegar ég var þrettán eða fjórtán ára réðst karlkynssturtuvörður á mig þar sem ég beið ein frammi í anddyri leikfimihússins meðan kvenkynssturtuvörðurinn fór inn í leikfimisalinn til að biðja um leyfi fyrir mig í leikfimi vegna veikinda. Hann stökk á mig, ýtti mér út í horn og þrýsti sér að mér á meðan að hann þuklaði á brjóstunum á mér og reyndi að troða tungunni á sér upp í mig á meðan ég reyndi að ýta honum frá mér. Í þetta skipti sagði ég strax frá, fyrst vinkonu minni. Hún, flestir kennarar, skólastjóri og foreldrar mínir stóðu við bakið á mér. Ég lagði fram kæru en upplifði mikla niðurlægingu við yfirheyrslur. Lögreglufulltrúinn reyndi að gera sem minnst úr málinu. Til dæmis sagði ég þráspurð að hann hefði reynt að troða tungunni á sér inn í munninn á mér en lögreglufulltrúinn sagði stöðugt: „Hann reyndi að kyssa þig?“ Að lokum sagði ég: Nei, þetta er ekki það sama! En ég veit ekki hvað hann skrifaði að lokum í skýrsluna. Lögreglan neitaði síðan að halda kærunni til streitu, hann væri fjölskyldumaður og hefði ekki verið ásakaður um svona áður. Og þar sem hann var fjölskyldumaður mátti ekki valda honum óþægindum. Ég man hvað ég dofnaði upp þegar aumingja pabbi sagði mér fréttirnar, þvílíkur vanmáttur sem við upplifðum. Seinna komst ég að því að þessi maður hefði beitt stúlkur og ungar konur kynferðisofbeldi um árabil. Þessi reynsla mín við að kæra kynferðisofbeldi varð því ekki beint hvetjandi til að kæra kynferðisbrot síðar á lífsleiðinni,“ segir Hrönn.

Nokkru síðar var hún að vinna í sjoppu og var búin að loka þegar eigandinn kallaði á hana inn á skrifstofu til sín þar sem hann var að horfa á klám og bauð henni að horfa með sér. „Ég spenntist upp og hugsaði strax: Nei, ekki aftur. Og nú mun enginn heyra í mér. Ég neitaði og steig út úr skrifstofunni til að auka bilið sem var á milli okkar, sagðist ætla að hringja í pabba og biðja hann að sækja mig. Þá kom fát á hann og hann sagðist geta keyrt mig heim. „Beint heim,“ sagði ég ákveðin og hann samþykkti það. Á leiðinni heim sagði ég honum að ef að ég frétti að hann hafi snert einhverja af hinum stelpunum myndi ég kæra hann, ég sagði honum líka að ég myndi segja foreldrum mínum frá þessu, sem ég og gerði.“

Hrönn Ólöf Guðmundsdóttir er ein þeirra kvenna sem komið hefur fram með sögu sína undir myllumerkinu #whyididntreport. Myndir eru úr einkasafni.

Skammaðist sín fyrir afleiðingarnar
Hrönn glímdi lengi við afleiðingar alls ofbeldisins og segist oft hafa spurt sig þeirrar spurningar hver hún væri ef þetta hefði ekki gerst. „Eftir að sturtuvörðurinn réðst á mig átti ég erfitt með að umgangast menn í langan tíma á eftir, sérstaklega eldri menn, þar á meðal afana mína sem voru á svipuðum aldri og karlinn. Ég grét og skammaðist mín í laumi fyrir hvernig mér leið þegar þeir föðmuðu mig, hvað þá ef þeir kysstu mig á kinnina, ég var með rosalegt samviskubit yfir líðan minni. Mér fannst eins og að ég hlyti að vera að gera eitthvað rangt, ég meina af hverju voru allir þessir menn að nálgast mig kynferðislega? Unglingar ganga í gegnum nógu miklar breytingar, bæði andlega og líkamlega, og þetta ruglaði mig alveg. Kynlíf á að vera fallegt. Til að virkilega geta notið kynlífs þarft þú að geta slakað á, opnað alla þína vitund, drukkið í þig það sem er verið að gefa þér og geta gefið á móti af heilum hug, engin höft, bara njóta og gefa. Fyrrverandi kærastinn eyðilagði það fyrir mér í langan tíma. Ég er með áfallastreituröskun út af honum, fyrstu árin á eftir þurfti stundum ekki mikið til að slá mig út af laginu; lykt, hljóð, lag og stundum áttaði ég mig ekki einu sinni á því hvað var að gerast.“

Hrönn hefur í gegnum tíðina leitað sér margvíslegrar hjálpar bæði hjá sérfræðingum og með því að fá útrás með hreyfingu. Hennar besta meðferð hefur þó verið að tala um það sem gerðist og fela ekki hlutina.

Skil hræðsluna
Þegar talið snýst að umræðunni sem skapast hefur í kringum mál Brett Kavanaugh og þeim sem hafa snúist honum til varnar segir Hrönn að þetta lýsi því vel hvað allt sé rotið. „Allt of margt valdamikið fólk er tilbúið til að líta í hina áttina. Mér finnst Christine Blasey Ford mjög hugrökk, margar konur hefðu bara bitið í tunguna á sér en hún steig fram vitandi um það hvað gat beðið hennar. Þótt sögur okkar séu ólíkar á ég auðvelt með að setja mig í hennar spor, ég skil hræðsluna. Það gerir mig sorgmædda hvað mörgum finnst þetta lítið mál, hvað fáir gera sér grein fyrir hversu stórt vandamálið er. En ég held að hlutirnir séu að hreyfast hægt í rétta átt, bæði konur og karlar eru farin að láta heyra meira í sér. Við megum ekki gefast upp, sögur okkar skipta máli og halda athygli fólks á þessu viðkvæma máli,“ segir Hrönn og hún er með skilaboð til þolenda og aðstandenda þeirra. „Til þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti og hafa ekki haft kjark til að segja frá því vegna þess að þau skammast sín: Ekki skammast þín, þú gerðir ekkert rangt, þú áttir þetta ekki skilið. Við aðstandendur vil ég segja: Ekki brjóta ykkur niður með samviskubiti yfir því að hafa ekkert vitað. Það fór mikil vinna í það hjá mér að fela það sem var í gangi og því skiljanlegt að enginn vissi neitt.“

„Bara það að ég skuli vera að hugsa um hvernig svona frásögn kemur út fyrir geranda segir svo mikið um hvað þolendur geta verið hálfbrenglaðir í kollinum eftir svona reynslu.“

Hún hefur reynslu af því hversu erfitt er að koma sér ofbeldissambandi og skilur vel aðrar konur í sömu stöðu. „Það skiptir engu máli hvernig ofbeldinu er háttað, maður væri ekki í sambandinu til að byrja með ef maður bæri ekki einhverjar góðar tilfinningar til brotamannsins. Ég fór til dæmis oft frá kærasta mínum en kom alltaf til baka. Einn daginn þegar að ég var alveg búin að fá nóg en fann samt ekki styrk hjá mér til þess að slíta sambandinu fann ég lausn sem virkaði fyrir mig. Ég gaf honum eins mánaðar uppsagnarfrest. Já, þetta hljómar hálfkjánalega en þetta virkaði. Þennan mánuð notaði ég til að slíta mig frá honum tilfinningalega séð, ég varð sterkari og sterkari með hverjum deginum og þegar mánuðurinn var liðinn sagði ég honum rólega að taka dótið sitt, tíminn væri liðin, við værum hætt samann. Hann reyndi að tala mig til en fann að ég var ákveðin og fór.“

Hrönn segist hafa hugsað sig um áður en hún samþykkti að ræða opinskátt um reynslu sína við Mannlíf. „Ég vildi það ekki án þess að tala fyrst við syni mína, eiginmann, foreldra og systkini. Þau voru hins vegar öll hvetjandi og vildu að ég gerði það sem mér þætti best. Í samtali við tvítugan son minn sagði ég meðal annars að ég myndi ekki vilja að viðtalið kæmi sér illa fyrir fyrrverandi kærastann ef fólk áttaði sig á því hver hann væri. En sonur minn svaraði að mestu máli skipti að ég væri sátt við að opna mig og kannski gæti saga mín hjálpað öðrum. Aðrir í fjölskyldunni tóku undir þetta og mamma sagði meðal annars: „Ekki hugsaði hann um þig og þína líðan á þessum tíma.“ Bara það að ég skuli vera að hugsa um hvernig svona frásögn kemur út fyrir gerandann segir svo mikið um hvað þolendur geta verið hálfbrenglaðir í kollinum eftir svona reynslu.“

Eftir að núverandi Bandaríkjaforseti spurði hvers vegna Dr. Christine Blasey Ford hefði ekki kært kynferðisofbeldið sem hún varð fyrir af hendi Brett Kavanaugh á háskólaárunum stigu fjölmargir fram henni til stuðnings undir myllumerkinu #whyididntreport og útskýrðu hvers vegna þau kærðu ekki. Auk Hrannar deildu Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir og Sigrún Bragadóttir sínum ástæðum með lesendum Mannlífs. 

Höfundur Terminator á leið til landsins

||
||

Kvikmyndaframleiðandinn Gale Anne Hurd verður hátíðargestur á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave (Norðanáttin) sem fer fram í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ í 11. sinn helgina 26.-28. október. Dögg Mósesdóttir, sem er stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar, segir heiður að fá þessa goðsögn til landsins.

Dögg Mósesdóttir, sem er stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar, segir heiður að fá þessa goðsögn til landsins.

„Gale er algjör goðsögn og frumkvöðull í kvikmyndaheiminum og mikilvæg fyrirmynd fyrir kvikmynda-gerðarfólk sem er að stíga sín fyrstu skref, eins og margir af gestum hátíðarinnar eru að gera. Við höfum aldrei áður fengið svona stóran framleiðanda frá Hollywood til okkar og ef ég á að vera hreinskilin þá erum við að farast úr spenningi,“ segir Dögg, spurð að því hvernig sé að fá þessa kanónu á hátíðina.

Nafngiftin kanóna er svo sannarlega ekki úr lausi lofti gripin því Hurd á að baki langan og glæstan feril í kvikmyndaheiminum. Hún var til dæmis meðhöfundur og framleiðandi kvikmyndarinnar The Terminator og hefur framleitt stórmyndir eins og Aliens, Hulk, Armageddon og The Abyss, en í dag á hún og rekur fyrirtækið Valhalla Entertainment sem framleiðir meðal annars hina vinsælu sjónvarpsþætti The Walking Dead.

Á hátíðinni verður nýjasta heimildamynd Hurd, MANKILLER, sýnd en hún fjallar um fyrsta kvenkyns Cherokee-höfðingjann sem barðist fyrir réttindum frumbyggja í Bandaríkjunum. Þá mun leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir stýra sérstöku meistaraspjalli þar sem framleiðandinn situr fyrir svörum. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Hurd kemur til landsins og segist Dögg vita til þess að hún hlakki mikið til heimsóknarinnar.

„Við höfum aldrei áður fengið svona stóran framleiðanda frá Hollywood til okkar og ef ég á að vera hreinskilin þá erum við að farast úr spenningi.“

„Reyndar var ég hissa á að Gale samþykkti að koma á litla stuttmyndahátíð í smábæ á Íslandi og ítrekaði fyrir henni um hvað málið snérist en hún sló samt til. Ég held að hún sé spenntust fyrir náttúrunni og líti á þetta sem tækifæri til að komast loksins hingað. Þetta er auðvitað eina stuttmyndahátíðin í heimi sem er haldin í gömlu frystihúsi undir jökli, eftir því sem ég best veit, þannig að eflaust lítur hún á þetta sem ævintýri.“

Dögg segir þátttöku Hurd almennt rýma vel við dagskrá og tilgang Northern Wave. Hátíðin hafi í gegnum tíðina ekki aðeins varpað ljósi á þá hluta kvikmyndagerðar sem eru svolítið á bak við tjöldin, eins og framleiðsla, klipping, hljóðsetning o.fl., heldur líka vakið athygli á framlagi kvenna til kvikmyndagerðar m.a. svo að ungar kvikmyndagerðarkonur geti speglað sig í flottum fyrirmyndum. Hurd sé sannarlega ein slík.

En hvað fleira verður á boðstólum á hátíðinni í ár? „Við ætlum að sýna allt sem stuttmyndaformið hefur upp á að bjóða, allt frá tónlistarmyndböndum til teiknimynda. Svo verða tónleikar og fiskréttakeppni, sem er orðin að einum vinsælasta viðburði hátíðarinnar,“ svarar Dögg hress og hvetur listamenn og tónlistarfólk til að mæta á hátíðina, ekki síst á óformlega hádegisfundi sem séu kjörinn vettvangur til að hitta kvikmyndagerðarfólk og kanna grundvöll fyrir samstarfi. En nánar megi lesa sér til um hátíðina á .

Sú kvikmynd sem kom Hurd endanlega á kortið var Aliens (1985), framhald geimhryllingsmyndarinnar Alien (1979). En sumum aðdáendum þykir Aliens vera hápunktur þessarar vinsælu og langlífu skrímslaseríu.

Frumkvöðull í gerð vísindaskáldsagna
Bandaríski framleiðandinn Gale Anne Hurd (f. 1955) er gjarnan kölluð „The first lady of Sci-Fi“ eða forystukona Sci fi-kvikmynda í heiminum vegna aðkomu sinnar að gerð fjölda kvikmynda í vísindasagnastíl, kvikmynda sem ekki aðeins hafa notið mikilla vinsælda heldur þykja af ýmsum sökum hafa brotið blað í gerð slíkra mynd.

Hurd hóf feril sinn sem aðstoðarkona B-hryllingsmyndakóngsins Roger Corman hjá fyrirtæki hans New World Pictures og þar vann hún sig jafnt og þétt upp metorðastigann þar til hún var farin að taka virkan þátt í framleiðslu á verkefnum fyrirtækisins.

Árið 1982 stofnaði Hurd eigið framleiðslufyrirtæki, Pacific Western Productions, sem framleiddu stórvirki á borð við The Terminator (1984), Aliens (1986) og The Abyss (1989), myndum sem öllum var leikstýrt af þáverandi eiginmanni hennar, James Cameron, og rökuðu myndirnar inn peningum í miðasölu um allan heim.

Síðan þá hefur Hurd notið mikillar velgengi sem framleiðandi í Hollywood. Meðal annarra mynda sem hún hefur framleitt má nefna Terminator 2 (1991) og 3 (2003), Armageddon (1998) og Hulk (2003), en af öðrum verkefnum á ferilskránni má nefna þætti byggða á teiknimyndasögunni Aeon Flux sem eru nú í vinnslu.

Á löngum og glæstum ferli hefur Hurd unnið til fjölda verðlauna fyrir verkefni sín og nýtur virðingar innan bandaríska kvikmyndabransans. Auk þess að eiga og reka eigið framleiðslufyrirtæki er hún háttsett innan samtakanna Producers Guild of America, sem eru samtök framleiðenda í Bandaríkjunum.

Asíureisa í súpuskál

||
||

Fátt er betra en heit og rjúkandi asísk núðlusúpa en slíkur matur er bæði nærandi fyrir líkama og sál, margar asískar súpur eru sérlega hollar og vel samsettar og í raun fullkomin máltíð.

Phó Ga – Víetnam
Phó er víetnömsk núðlusúpa með margslungnu bragði sem oftast inniheldur annaðhvort nautakjöt eða kjúkling. Súpan er vinsæll götumatur (e. street food) þar í landi, iðulega seld af götusölum með færanlegt eldhús og stóran súpupott. Phó varð seinna vinsæl í Vesturheimi þegar stórir hópar Víetnama flúðu land á tímum Víetnamstríðsins.

1 msk. olía
1 laukur, skrældur og skorinn í tvennt þversum
3 hvítlauksgeirar, skrældir og kramdir
4 cm biti ferskt engifer, skrælt og skorið í sneiðar
1½ l kjúklingasoð
½ l vatn
½ tsk. fennelfræ
4 negulnaglar
1 kanilstöng
1 stjörnuanís
½ chili-aldin, sneitt
700 g kjúklingalæri og leggir, með beini og skinnið tekið af
safi úr 1 límónu
1 msk. fiskisósa
200 g hrísgrjónanúðlur
3 vorlaukar, sneiddir
20 g mynta

Hitið olíu á pönnu yfir meðalháum hita. Setjið laukinn ofan í pottinn með sárið niður ásamt hvítlauknum og engiferinu. Steikið þar til hvítlaukurinn gyllist og laukurinn verður nánast brenndur á skurðarsárinu. Hellið kjúklingasoðinu út í pottinn og bætið við fennelfræjum, negul, kanilstöng, stjörnuanís og helmingnum af chili-aldininu. Setjið kjúklinginn út í, lokið pottinum og látið malla við hæga suðu í 40 mín., eða þar til kjúklingurinn hefur eldast í gegn. Veiðið kjúklinginn upp úr súpunni og setjið til hliðar og látið kólna. Rífið kjúklingakjötið af beininu og hendið beinunum. Hellið súpunni í gegnum síu og hendið hratinu. Hrærið límónusafa og fiskisósu saman við súpuna og haldið súpunni heitri yfir lágum hita. Sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum á pakkningu, hellið vatninu frá og skiptið núðlunum á milli skála. Skiptið kjúklingakjötinu á milli skála og hellið súpunni yfir. Skreytið með vorlauk, myntu og afganginum af chili-aldininu.

Mísó ramen – Japan
Ramen hefur undanfarin ár tekið stökk í vinsældum utan heimalandsins, Japan, og margir veitingastaðir hafa opnað í Evrópu og Bandaríkjunum og helga sig súpunni. Í Japan eru ramen-staðir nánast óteljandi og ólíkt annarri þarlendri matargerð fylgir hún ekki ströngum reglum og er til í mörgum útfærslum, bæði eftir héruðum og hugmyndaauðgi kokksins.

1 l kjúklingasoð
½ l vatn
2 hvítlauksgeirar, kramdir
20 g engiferrót, sneidd
7 vorlaukar, sneiddir
15 g þurrkaðir shitake-sveppir eða aðrir þurrkaðir sveppir
4 egg
100 g snjóbaunir
40 g baunaspírur
2 msk. rautt mísómauk (mugi mísó)
2 msk. hvítt mísómauk (shiro mísó)
2 msk. mirin
1 msk. sojasósa
¼ tsk. chili-mauk (t.d. siriracha)
300 g ramen-núðlur
200-300 g tófú, skorið í teninga

Sjóðið nautasoð, vatn, hvítlauk, engifer, 4 vorlauka og þurrkaða sveppi í 20-30 mín. og sigtið síðan allt frá, hendið hráefninu en geymið soðið. Setjið vatn í pott og náið upp suðu, setjið eggin varlega út í vatnið með skeið þegar suðan kemur upp. Sjóðið í 6½ mín. og snöggkælið síðan eggin með því að veiða þau upp úr pottinum og leggja í ísvatn. Takið skurnina af og setjið til hliðar. Snöggsjóðið snjóbaunirnar og baunaspírurnar í 20 sek. og setjið þær síðan í ísvatnið. Hrærið saman mísómauk, mirin, sojasóu og chili-mauk í skál. Takið soðið af hitanum og hrærið mísóblöndunni saman við. Sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum á pakkningu. Skiptið núðlunum í fjórar skálar, hellið súpunni ofan á og blandið tófúbitunum út í, skerið eggin í tvennt langsum og leggið tvo hluta ofan í hverja skál, setjið snjóbaunirnar, afganginn af sneidda vorlauknum ofan á og berið strax fram með skeið og matarprjónum. Gott er að hafa ristaða sesamolíu og siriracha-sósu á borðinu fyrir þá sem vilja.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Bleikt og rokkað hjá ungu pari í Vogunum

Parið Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir og Alexander Fannar Kristjánsson búa í skemmtilegri íbúð í Vogahverfinu. Bleiki liturinn er áberandi á heimilinu.

Þau Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir og Alexander Fannar Kristjánsson búa í Vogahverfinu í fallegu húsi byggðu árið 1950 ásamt tæplega sex mánaða syni sínum, honum Vésteini Flóka. Einungis eru um sjö mánuðir síðan parið flutti og er ekki annað hægt að segja en að þau séu búin að koma sér vel fyrir, en þau ákváðu að koma sér af leigumarkaðnum þegar þau vissu að fjölskyldan myndi stækka. Stella Björt starfar sem verslunarstjóri hjá Spútnik í Kringlunni og Alexander Fannar er tónlistarmaður, betur þekktur undir nafninu Black Pox.

Skipulag hússins og hverfið heillaði

Íbúðin er á tveimur hæðum og á þeirri efri eru tvær bjartar stofur, ásamt eldhúsi og vinnuaðstöðu Alexanders og neðri hæðin geymir svefnherbergi, bað og þvottahús.

Hvernig líkar ykkur hér í Vogahverfinu? „Þetta er mjög næs hverfi en ég ólst upp hérna og bjó í tuttugu ár, hér er rosalega rólegt en á sama tíma er þetta hverfi mjög miðsvæðis,“ svarar Stella.

Hvað heillaði við þetta hús? „Við erum mjög hrifin af hverfinu og þessum smáatriðum í íbúðinni, skrautlistunum og rósettunum. Svo er rosalega þægilegt að vera á tveimur hæðum og hafa svefnherbergin og baðherbergið niðri, en hann Vésteinn er svolítið svefnstyggur svo það er snilld að geta verið uppi á kvöldin og þurfa ekki að hvísla.“

Bleikur í uppáhaldi

Hvernig stíl eruð þið með? „Við Alex erum rosalega ólík þegar kemur að stíl heimilisins, þetta er búið að vera mjög langt ferli að ná góðum millivegi hvað varðar stílinn hér heima. Axel vill hafa allt frekar einfalt og meira út í industrial- stíl, meðan ég er alveg í hina áttina.“ Stella segir bleika velúrsófann úr ILVU vera í miklu uppáhaldi en þau festu kaup á honum nýlega. „Mig hefur langað í bleikan sófa alveg síðan ég var 10 ára og loksins hefur sá draumur ræst!“ Þau segjast afar lítið snobbuð hvað varðar val á húsgögnum og kaupa bara hluti inn á heimilið sem þeim þykir fallegir og er nokkurn veginn sama hvaðan þeir koma.

„Mig hefur langað í bleikan sófa alveg síðan ég var 10 ára og loksins hefur sá draumur ræst!“

Aðspurð um hvaða hönnuður sé í uppáhaldi nefnir Stella fatahönnuðinn Hildi Yeoman en hún segist þó duglegust að kaupa vintage-föt og sé mjög hrifin af endurnýtingu.

Safnið þið einhverju? „Já, bleikum hlutum,“ segir Stella og hlær, „annars söfnum við minjagripum úr ferðalögum og stillum þeim upp á hillu hér niðri, en við elskum að ferðast.“ Við kveðjum unga parið í Vogunum að sinni og þökkum þeim fyrir kaffið og heimboðið.

Texti / Elín Bríta
Myndir / Hallur Karlsson

Funkisstíllinn alltaf heillandi

Nadia Katrín Banine, löggiltur fasteignasali hjá Landmark fasteignasölu og flugfreyja, er með retróstíl, stílhreinan og hlýlegan og er heilluð af funkisstílnum. Uppáhaldshönnuður hennar er Hans J. Wegner, henni finnst handverk hans vera ævintýralegt.

Hvað heillar þig mest við starfið? „Ég hef alltaf haft gaman af heimilum og hönnun og fór fyrir nokkrum árum á hönnunarbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði. Ég hef líka unnið mikið við sölumennsku og stílfæringu svo þetta var einhvern veginn upplögð leið til að flétta saman þessa tvo þætti. Ég legg mikið upp úr því að aðstoða fólk við það að fá sem mest út úr eigninni sinni, með því að gera hana sem söluvænlegasta. Fermetrar og birta er oftast það sem flestir eru að leita eftir og oft þarf að snúa aðeins við einhverjum hlutum í rýminu, fækka þeim og opna rýmið þannig að það fái að njóta sín sem best.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili? „Það er svo misjafnt. Fer mikið eftir því hvernig húsnæðið er, en mér finnst alltaf fallegt að blanda saman nýju og gömlu og vera ekki með of einsleita hönnun. Ljósmyndir, kerti, plöntur og textíll er eitthvað sem mér finnst gegnumgangandi gera heimili hlýleg og persónuleg. Stundum eru heimili, að mínu mati, of stílfærð og ópersónuleg.“

„Ég hef gaman af því að gefa gömlum hlutum líf og leyfa þeim að njóta sín í bland við tímalausa hönnun. Mér finnst líka gaman að eiga fallega list eftir fólk sem ég þekki.“

Getur þú lýst þínum stíl? „Minn stíll er svolítið retró, myndi ég segja. Hann er stílhreinn en líka hlýlegur. Ég hef gaman af því að gefa gömlum hlutum líf og leyfa þeim að njóta sín í bland við tímalausa hönnun. Mér finnst líka gaman að eiga fallega list eftir fólk sem ég þekki.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt? „Já, því er auðsvarað, Zaha Hadid.“

Hver er þinn uppáhaldshönnuður? „Ég er svona laumusmiður í mér og elska fallega smíði. Ég verð að segja Hans J. Wegner. Handverk hans er ævintýralegt.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til? „Ætli það sé ekki Bamsestolen eftir Wegner.“

Málverkið fyrir aftan Nadiu er eftir fjölskylduvin, Sigtrygg Bjarna Baldursson.

Uppáhaldsliturinn þinn? „Hef verið ótrúlega svört síðustu ár, en núna finnst mér fallegur blár og flöskugrænn einstaklega fallegur. Ég er nýbúin að kaupa mér í sjónvarpsstofuna fallega grænan bólstraðan bekk sem ég er svakalega ánægð með.“

Hvar líður þér best? „Heima hjá mér verð ég að segja í svefnherberginu. Það er samt ekki alveg tilbúið, en er ótrúlega skemmtilegt rými. En svona almennt, þá á hestbaki eða á fallegri strönd.“

Er eitthvað sem þú vilt bæta við í garðinn eða í inn á heimilið þegar haustar? „Já, ég er að spá í að verða aðeins grænni heima hjá mér og kaupa meira af fallegum plöntum. Ég var alltaf með heilmikið af plöntum en það hefur eitthvað dalað síðustu árin. Svo má alltaf bæta við fallegum kertum. Ætla að ná mér í einhver kerti hjá henni Írisi vinkonu minni í Veru Design og svo elska ég líka Völuspárkertin.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Svo margir fallegir og flottir staðir að það er erfitt að gera upp á milli. Fer svona meira eftir því hvaða stemningu maður sækist eftir. Það er alltaf líf og fjör á Snaps en svo finnst mér Sæta svínið líka mjög skemmtilegur staður. Staðirnir hennar Hrefnu Sætran eru allir mjög smart og maturinn frábær.“

Heillar einhver byggingarstíll þig meira en annar? „Mér finnst funkisstíllinn alltaf svolítið heillandi.“

Að lifa lífinu lifandi er að … vera í núinu, minnka símanotkun, elska fólkið sitt, hlæja, dansa og láta eftir sér það sem mann langar þegar maður hefur tækifæri til þess. Heft of sagt í gamni að ég lifi eftir slagorði Nike og L´oreal; Just do it og Because you´re Worth It.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

Svona getur þú sigrast á stressinu

Hér koma sjö skotheld ráð fyrir þá sem þurfa að núllstilla sig og sigrast á stressinu. Ráðin, sem birtust á vef The Guardian, ættu að koma sér vel fyrir marga.

Finndu rót vandans

Ef þú ert með stöðuga vöðvabólgu, höfuðverk og mígreni þá eru miklar líkur á að stress sé sökudólgurinn. En hvað veldur stressinu? Vandamálum er hægt að skipta í þrjá flokka; þau sem hægt er að leysa, þau sem lagast með tímanum og þau sem þú hefur enga stjórn á. Lærðu að einblína á þau sem þú getur leyst, slepptu takinu á hinum.

Hreyfðu þig

Hreyfing útrýmir kannski ekki stressinu alveg en hún getur hjálpað við að minnka það.

Ræddu málið

Ef þú ert til í að opna þig og óska eftir ráðum frá vinum þá skaltu gera það. Leitaðu stuðnings hjá vinum og fáðu þannig nýja sýn á vandamál þín.

Minnkaði símanotkunn

Það er ekki nóg að setja símann á hljóðlausa stillingu. Settu hann líka ofan í skúffu, klukkutíma áður en þú ferð í háttinn. Farðu í bað, horfðu á kvikmynd eða lestu bók. Hundsaðu símann og andaðu inn og út.

Tæmdu hugann

Rannsóknir hafa sýnt að öndunaræfingar og hugleiðsla geta hjálpað til í baráttunni gegn stressi. Lærðu að tækla stressið um leið og það gerir vart við sig. Headspace er smáforrit sem kennir byrjendum að hugleiða, íhugaðu að skoða það.

Gerðu lista

Ef það er mikið að gera hjá þér þá er tilvalið að búa til lista til að hafa meiri yfirsýn. Settu mikilvægustu atriðin efst á listann og litlu hlutina neðst.

Borðaðu hollt og drekktu vatn

Það sem þú lætur ofan í þig hefur áhrif á andlega líðan. Þess vegna skaltu forðast fituríkan mat, koffín og sykur þegar stressið gerir vart við sig.

Sagði í skýrslutöku að Donald Trump þætti þetta í lagi

Maður sem káfaði tvisvar sinnum á brjóstum konu í flugvél Southwest Airlines sagði síðar í skýrslutöku að Donald Trump segði slíka hegðun í lagi. Samkvæmt frétt The Independent heitir maðurinn Bruce Alexander og er 49 ára að aldri. Hann var handtekinn eftir flug frá Texas til Nýju-Mexíkó fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu sem sat fyrir framan hann í fluginu.

Konan sagði í skýrslutöku að hún hefði í fyrstu talið að maðurinn hefði káfað óvart á sér. En þegar maðurinn teygði sig fram og snerti hana í annað sinn óskaði hún eftir aðstoð flugþjóna. Konan fékk nýtt sæti í fluginu og maðurinn var handtekinn þegar flugvélin lenti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó.

Bruce Alexander reyndi í skýrslutöku að nota hegðun Bandaríkjaforseta sér til varnar. Hann mun hafa sagt að Donald Trump segði hegðun sem þessa í góðu lagi, þess vegna hefði honum sjálfum þótt þetta í lagi. Hann vísaði þá í upptöku sem náðist af Donald Trump árið 2005 þar sem ræddi við sjónvarpsmann NBC News, Billy Bush. Á upptökunni má heyra Trump tala um að hann kæmist um með hvað sem er vegna frægðarinnar, meðal annars að grípa í klof kvenna. Umrætt myndband má sjá fyrir neðan.

Konan sem varð fyrir kynferðislegri áreitni mannsins hefur höfðað mál gegn honum er fram kemur í frétt The Independent.

Besti kennarinn að hætta

Pawel Bartoszek hafði rétt fyrir sér

Höfundur / Pawel Bartoszek

„Fáðu þér sjónvarp.“ Það var ráðið sem pabbi minn, tungumálafræðingurinn, gaf mér þegar ég flutti í skiptinám til Þýskalands. Ég entist ekki lengi í Þýskalandi. En tveimur árum síðar flutti ég til Danmerkur. Og fékk mér sjónvarp. Það hjálpaði.

Sektarkenndarsamfélagið okkar hefur alla tíð átt í brösugu sambandi við blessað sjónvarpið. Við höfum tamið okkur að tala mikið um hvað sjónvarpið sé slæmt: Heilalaust gláp, lágmenning, leti. En minna hefur verið rætt um kosti sjónvarps. Sjónvarp er til dæmis frábær kennari, ekki síst þegar kemur að tungumálum.

Sjónvarpið verður aldrei þreytt eða óþolinmótt. Sjónvarpið heldur áfram að tala þig þótt þú skiljir það ekki. Það sýnir „kennsluefni“ sem snertir flesta þætti mannlífsins. Það sýnir þér teiknimyndir, lætur þig hlæja, kennir þér á dómskerfi Bandaríkjanna, segir þér hvað sé að gerast í samfélaginu þínu, hendir í þig íþróttaviðburðum og lætur þig vita hvort það verði kalt á morgun og hvort það muni rigna.

Líklegt er að versnandi læsi hefur núll að gera með vask á bækur og mun meira með það að gera að börn almennt horfa miklu minna á textað efni en áður. Krakkar horfa annaðhvort á talsett efni eða bara eitthvert dót í símanum. Þau eru ekki jafnþvinguð til að lesa á talhraða og áður.

Svipað gildir um máltöku barna af erlendum uppruna. Pólskir og litháískir krakkar sem koma heim úr leikskólanum horfa frekar á barnaefni á tungumáli foreldranna en íslenskt sjónvarp. Það hjálpar þeim auðvitað að viðhalda foreldramálinu, sem er frábært, en kallar kannski á breyttar áherslur í skólakerfinu. Í veruleika þar sem stór hluti barna og starfsfólks hefur ekki íslensku að móðurmáli er það kannski skárri hugmynd en margir halda að planta börnum fyrir framan Svamp Sveinsson í íslensku útgáfunni, dágóðan hluta úr degi.

Eitt meistaraverk Manfreðs til sölu

|||
|||

Glæsilegt 467 fermetra einbýlishús úr smiðju Manfreðs Vilhjálmssonar er komið á sölu. Húsið var byggt árið 1973.

Blikanes 21 í Garðabæ er komið á sölu en einbýlishúsið er eitt af meistaraverkum íslenska arkitektsins Manfreðs Vilhjálmssonar. Þeir sem þekkja verk hans sjá að stíll hans og karakter er áberandi í þessu tiltekna húsi.

Það er fasteignasalan Remax sem sér um sölu hússins og óskað er eftir tilboði. Húsið var byggt árið 1973 og er 467 fermetrar. Húsið hefur verið mikið endurnýjað síðan það var byggt en áhersla var lögð á að halda í upprunalegt útlit.

Þess má geta að húsið fór á sölu í sumar en seldist ekki, húsið er nýkomið aftur á sölu.

Myndir / Remax

Óskað eftir sæðisgjafa á bland.is

Það kennir ýmissa grasa á söluvefnum bland.is.

Óvenjuleg auglýsing birtist á söluvefnum bland.is í gær en einstaklingur með notendanafnið Coconut09 óskar eftir sæðisgjafa. Auglýsingin er stutt og hnitmiðuð. Þar segir einfaldlega: „Er í leit að sæðisgjafa. Er einhver hér sem gæti séð sér fært að verða gjafi?“

Þá eru talin upp nokkur skilyrði fyrir áhugasama. Þar kemur fram að sæðisgjafinn þurfi að vera 180 cm eða hærri, hafa fallegar tennur og góð líkamsbyggingu. Sæðisgjafinn má þá ekki nota áfengi eða önnur vímuefni og þarf að vera 22 ára eða eldri.

Þegar fréttin er skrifuð hafa um 5600 manns skoðað auglýsinguna. Auglýsingin er birt undir flokknum „barnavörur“.

100% trúnaði er lofað í auglýsingunni semsjá á vef bland.is.

Minni útvarpstónlist og meiri útrás

Rapparinn Gaukur Grétuson eða GKR sendi frá sér nýtt efni fyrr í mánuðinum, plötuna Útrás sem hefur að geyma sjö ný lög.

Beðinn um að lýsa nýjasta efninu sínu segir rapparinn GKR: „Þetta er aðeins minni útvarpstónlist heldur en ég hef gert áður. Þetta er algjört rapp, það er meiri útrás í þessu. Ég var að fókusera á að gera rapp“. Hann tekur svo fram að hann kalli nýja efnið ekki plötu, frekar mixtape. „Ég lít ekki beint á þetta sem plötu vegna þess að ég myndi vilja eyða meiri vinnu í plötu, bæði í tónlistina og allt „conceptið“ í kringum hana,“ útskýrir GKR sem varði um tveimur mánuðum að vinna lögin á Útrás.

Spurður út í hvort hann sé aðeins að skipta um stíl með þessu nýja efni segir hann: „Já, kannski aðeins. Eldri tónlistin mín er aðeins litríkari á meðan þetta nýja er aðeins dekkra, meiri læti og meira rapp. Maður er náttúrulega alltaf að þróast, þroskast og læra.“

„Eldri tónlistin mín er aðeins litríkari á meðan þetta nýja er aðeins dekkra.“

GKR hefur fengið góð viðbrögð við nýja efninu að eigin sögn. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð, það kom smá á óvart. Sú tónlist sem er almennt vinsæl í dag er meira svona poppað rapp en þetta nýja efni mitt er ekki þannig. Þess vegna hélt ég að Útrás myndi bara virka fyrir fólk sem hlustar mikið á rapp, að flestir ættu erfitt með að skilja „vibe-ið“ í þessu. En fólk er að peppa þetta og virðist fíla þetta vel. Alls konar fólk. Það er skemmtilegt!“

Þegar GKR er spurður út í hvort hann spái mikið í hlustunartölum, hvað nái vinsældum meðal almennings og hvað ekki, segir hann: „Alveg eitthvað, en bara til að vita hvað fólk er að fíla. Ég vil ekki festa mig í þessu því ef ég myndi gera það þá myndi ég ekki þora að gefa út tónlist. Ég skoða alveg hvað fólk er að fíla og hlusta mest á en ég vil ekki einblína of mikið á það.“

Erfitt að velja uppáhald

Aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag af Útrás á GKR erfitt með að svara. „Það er erfitt að segja. Lagið Áttaviti er óvinsælasta lagið hjá hlustendum en í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er svolítið öðruvísi og svo gaman að rappa það live. Það er öðruvísi hljómur í því. En svo eru það lögin Útrás og Hellaður, það þykja mér vera skemmtilegustu lögin.“

GKR tekur líka fram lagið Úff sem rapparinn Birnir er í. „Ég var búinn að gera lagið sjálft en ég hélt ekkert endilega að það væri neitt spes. Svo kemur Birnir og heyrir þetta lag í stúdíóinu og var mjög hrifinn. Hann vildi rappa inn á það og stemmningin var rosa skemmtileg í stúdíóinu…mér finnst það skila sér. Það er svo gaman að gera tónlist með fólki sem maður fílar.“

„Svo eru það lögin Útrás og Hellaður, það þykja mér vera skemmtilegustu lögin.“

Að lokum segir GKR nýja efnið fjalla að vissu leyti um sleppa fram af sér beislinu. „Maður verður að leyfa sér að gera hluti og læra af þeim. Að þora að missa sig smá og prófa nýja hluti, innan vissra marka auðvitað.“

Boðið á kvikmyndahátíð í Flórída

„Ég er alveg í skýjunum með þetta, en satt best að segja átti ég ekki von á þessu,“ segir Ingunn Mía Blöndal, höfundur og önnur aðalleikkona stuttmyndarinnar Fyrirgefðu, eða I´m sorry, sem hefur verið boðin þátttaka í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Dunedin sem fer fram í Flórída, Bandaríkjunum í janúar á næsta ári.

Myndin sem er í leikstjórn Lovísu Láru Halldórsdóttur segir af lesbísku pari sem á í ofbeldisfullu ástarsambandi og byggir á reynslu Ingunnar sjálfrar af því að vera þolandi heimilisofbeldis. „Ég vildi gera þessa mynd þar sem mér finnst mikilvægt að varpa ljósi á þá tegund ofbeldis sem allt of sjaldan er fjallað um, ofbeldi þar sem konur eru gerendur. Ég tala nú ekki um ofbeldi í hinsegin samböndum, það er enn algjört tabú í okkar samfélagi að ræða það, sem gerir mig alveg brjálaða. Það þarf að opna þá umræðu af viti,“ segir hún.
Óhætt er að segja að ferill Ingunnar sem kvikmyndagerðarkonu fari vel af stað því Fyrirgefðu verður líka sýnd á Northern Wave-kvikmyndahátíðinni síðar í mánuðinum. Þá var fyrri mynd Ingunnar, stuttmyndin Ursula Undone, meðal annars sýnd á Stock Fish-kvikmyndahátíðinni á síðasta ári og sigraði örmyndakeppni RÚV.

„Ég vildi gera þessa mynd þar sem mér finnst mikilvægt að varpa ljósi á þá tegund ofbeldis sem allt of sjaldan er fjallað um, ofbeldi þar sem konur eru gerendur.“

Spurð að því hvort þessi góða byrjun sé ekki hvatning til að halda áfram á sömu braut, segir Ingunn að á því leiki ekki nokkur vafi. „Við Lovísa erum að vinna saman að nokkrum verkefnum en það eru allt verk í vinnslu,“ segir hún. „En, stutta svarið er jú, ég vil klárlega gera fleiri myndir.“

Sænska hönnunarteymið Broberg & Ridderstråle færir út í kvíarnar

Broberg & Ridderstråle er teymi í hönnun og arkitektúr sem stofnað var af Mats Broberg og Johan Ridderstråle. Þeir eru menntaðir innanhússarkitektar og hönnuðir og útskrifuðust báðir með láði frá Konstfack-listaháskólanum í Stokkhólmi árið 2006. Vinnustofa þeirra er í Svíþjóð en verk þeirra hafa farið víða og verið sýnd meðal annars í London, Tókýó og Mílanó.

Broberg og Ridderstråle kappkosta í verkum sínum að bæta tilfinningalegt gildi hönnunar þar sem notandinn og þarfir hans eru í fyrirrúmi. Innblásturinn sækja þeir oftar en ekki í hið daglega líf, blandað vitsmunum og visku sem sameinast í góðri hönnun þar sem hagnýt nálgun og skynsemi er höfð að leiðarljósi.

Plugged Pendant-ljósið frá Muuto er ein þekktasta vara Broberg & Ridderstråle.

Húmor kemur ekki síður við sögu, að þeirra sögn, þar sem einföld vara getur breyst í einstaka vöru með því einu að bæta við smáatriðum sem fullkomna verkið; fuglsfótur verður að borðfæti, lauf verður að lampa og svo framvegis. Þá vinna þeir einnig með og deila um þá hugmynd hvað þyki „eðlilegt“ í raun – ef annar þeirra fær hugmynd sem myndi teljast „undarleg“ með einhverjum hætti sér hinn til þess að hún finni sér farveg. Það er það sem gerir þá að svo góðu teymi sem raun ber vitni.

Ein þekktasta vara sem þeir hafa sent frá sér er Plugged Pendant-ljósið fyrir Muuto sem kom á markað árið 2008. S-laga leiðslan á ljósinu er ýkt og gefur því einstakt og frísklegt útlit og lífgar upp á hvert heimili. Leaf-lampinn, einnig hannaður fyrir Muuto, hefur ekki síður notið vinsælda en hann kom á markað árið 2012. Leaf-lampinn er, eins og nafnið gefur til kynna, innblásinn af laufum trjánna en lampinn myndar skemmtilega skugga sem fara eftir sjónarhorni og staðsetningu lampans hverju sinni. Þá hafa Broberg og Ridderstråle unnið að ýmsum verkum síðan námi þeirra lauk og unnið til þónokkurra verðlauna fyrir verk sín. Þar má meðal annars nefna hönnunarverðlaun Wallpaper og Elle Decoration, Good Design-verðlaunin, auk þess hafa þeir hlotið titilinn hönnuðir ársins að mati Residence-tímaritsins.

Texti / María Erla

Bók Stormy Daniels fær fína dóma

Bókin Full Disclosure eftir Stormy Daniels fær nokkuð góða dóma.

Bókin Full Disclosure eftir klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels fær 3,9 stjörnur af fimm mögulegum á vefnum Goodreads þar sem notendur geta gefið bókum einkunn og umsögn.

Stormy hefur vakið mikla athygli undanfarið meðan annars fyrir að stíga fram og greina frá því að hún og núverandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sváfu saman árið 2006. Trump þvertekur fyrir það en fyrrverandi lögfræðingur Trump viðurkenndi að hafa greitt Stormy fyrir að segja ekki frá sambandi þeirra í kringum forsetakosningarnar.

Í bókinni Full Disclosure, sem kom út í byrjun október, segir Stormy frá æsku og ævi sinni og starfsferlinum í klámmyndabransanum. Eins segir hún frá sambandi sínu við Trump og lýsir kynlífinu og líkama forsetans umdeilda í smáatriðum.

Ef marka má ummæli notenda Goodreads er bókin meðal annars fyndin og áhugaverð og flestir sem skrifa umsögn gefa bókinni fína dóma.

„Stormy er frökk, gáfuð og fyndin. Hún hefur áhugaverða sögu að segja,“ skrifar einn notandinn meðal annars í sína umsögn. Hann hefur bókinni fimm stjörnur.

„Ég mæli með þessari bók fyrir alla þá sem eru með opinn huga,“ segir annar notandi sem gefur bókinni fimm stjörnur.

Sjá einnig: Flengdi forsetann og stundaði með honum óvarið kynlíf

Við verðum að gera betur

Eftir Auði Önnu Magnúsdóttur, Eyþór Eðvarðsson og Hildi Knútsdóttur.

Við sem myndum skipulagshóp loftslagsgöngunnar 2018, fögnum að komin sé fram aðgerðaáætlun frá ríkisstjórn Íslands í loftslagsmálum en bendum um leið á að hún gengur of skammt. Ýmislegt gott er að finna í þeim 34 tölusettu aðgerðum sem koma fram í áætlunni, en betur má ef duga skal. Kaflinn sem fjallar um skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis er vel ígrundaður og metnaðarfullur. Jákvætt er að gert sé ráð fyrir mögulegri orkuvinnslu úr öðrum orkugjöfum en hefðbundnum virkjunum. Mikil orkuverðmæti felast til dæmis í lífrænum úrgangi til metanvinnslu og bruna á öðrum úrgangi. Áform um rafvæðingu hafna er dæmi um vel útfærða aðgerð.

Það sem vantar

Í flestum liðum áætlunarinnar vantar almennt tímasetningar og magnbundin markmið og á mörgum stöðum er orðalagið of varfærið. Bann við notkun svartolíu þarf þar á meðal að vera afdráttarlausara. Mjög áríðandi er að fá tímasett og töluleg markmið á allra næstu stigum. Þetta er til dæmis mjög aðkallandi varðandi almenningssamgöngur. Þar skortir á umfjöllun um Borgarlínu og virðast samráð við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa verið af skornum skammti.

Hópnum þykja áform um hækkun kolefnisgjalds ekki ganga nærri nógu langt. Kolefnisspor þarf að koma inn í verðmiða á fleiri hlutum en jarðefnaeldsneyti fyrir ökutæki og við sem samfélag þurfum að finna fyrir því hvað mengun kostar. Einnig er afar mikilvægt að skýra vel í hvað kolefnisgjaldið fer til þess að auka líkur á sátt um það. Sem dæmi, mætti kolefnisgjaldið renna í loftslagssjóð eða til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla.

Bann við nýskráningu bensín- og díselbíla mætti ganga mun lengra og byrja má útfösunina mun fyrr.

Brýnar aðgerðir inn í næstu útgáfu áætlunarinnar

Umfjöllun um neyslu í stóra samhenginu vantar nánast alveg inn í núverandi áætlun ef frá er talin aðgerð 30 um matarsóun. Mjög alvarleg matar-, tísku-, húsgagna- og raftækjasóun á sér stað á Íslandi. Aðgerðir sem hvetja til betri nýtingar væru mjög góð viðbót við núverandi áætlun. Þar má til dæmis draga úr eða fella niður virðisauka á viðgerðarþjónustu ýmiskonar, eins og skó-, húsgagna- og raftækjaviðgerðum og á tækjalánasöfn.

Í þessu samhengi þarf að leggja strax grunn að hugarfarsbreytingu í íslensku samfélagi þar sem hringrásarhagkerfi er innleitt. Þar má byrja með ýmis konar fræðsluátaki eins og lýst er í aðgerðum 26 og 27 í núverandi áætlun, en einnig með ýmsum ívilnunum og sköttum sem hvetja til fullnýtingar á hráefnum.

Flug er stór liður í losun gróðurhúsalofttegunda. Mjög brýnt er að auka meðvitund um kolefnisspor sem fylgir flugi og reyna að draga úr því með hagrænum aðgerðum, fræðslu og þróun á öðrum lausnum. Aðrar lausnir geta verið tækjabúnaður til fjarfunda og nýjar aðferðir til tengslamyndunar yfir Netið.

Hlutverk bænda og fjárfesta

Bein losun frá landbúnaði er um 21 prósent af þeirri losun sem Ísland ber ábyrgð á gagnvart Parísarsamkomulaginu og er stærstur hluti þeirrar losunar tilkominn vegna innyflagerjunar búfjár. Þó eru engar aðgerðir í núverandi áætlun sem miða að því að draga úr þessari losun sem er mjög ríkisstyrkt. Leita ætti allra leiða til þess að styrkja bændur til landnýtingar sem ekki er eingöngu afurðamiðuð, þannig að þeir geti notið ríkisstyrkja til landnýtingar sem tengist ferðaþjónustu, verndun náttúru og annarri ræktun en grasræktun svo nokkur dæmi séu tekin. Styrki til innlendrar grænmetisframleiðslu og þróunar á henni má efla til muna.

Að draga til baka fjárfestingar í starfsemi sem losar mikið af gróðurhúsalofttegundum og grænar fjárfestingar í kjölfarið eru mjög áhrifamiklar leiðir til þess að breyta losunarmynstri fyrirtækja og framleiðenda. Nauðsynlegt er að lífeyrissjóðum sé gert að skoða sínar fjárfestingar út frá loftslagssjónarmiðum og skilgreint hvað felst í grænum fjárfestingum.

Sama gróðadrifna kerfi

Hópurinn saknar þó mest úr aðgerðaáætluninni boðaðra kerfisbreytinga forsætisráðherra sem í henni áttu að felast. Ekki verður séð að um annað sé að ræða en að viðhalda sama gróðadrifna kerfi nema að nú skal það vera án jarðefnaeldsneyta. Mikilvægt er að nýta þær breytingar sem við þurfum að gera vegna loftslagsbreytinga til raunverulegra kerfisbreytinga þar sem sjálfbært sældarhagkerfi er markmiðið.

Höfundar skrifa fyrir hönd skipulagshóps loftslagsgöngunnar.

Reyndu að nota „tvífara“ til að hylma yfir morðið

CNN birti fyrr í dag myndband sem sýnir „tvífara“ Jamals Khashoggi yfirgefa ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Tyrklandi.

Mál blaðamannsins Jamals Khashoggi, sem talið er að hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Tyrklandi 2. október, heldur áfram að vinda upp á sig þar sem myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem birt hefur verið á vef CNN varpar nýju ljósi á málið. Myndefnið er sagt sýna mann að nafni Mustafa al-Madani yfirgefa skrifstofuna í fötum Jamals og með gerviskegg og gleraugu.

Maðurinn hefur verið kallaður „tvífari“ Jamals enda líkist hann honum töluvert í gervinu.

Á umræddu myndefni sést hann yfirgefa skrifstofuna í Istanbúl klæddur í föt Jamals eftir að blaðamaðurinn á að hafa verið pyntaður og myrtur. Myndefnið sýnir hann svo einnig ganga um borgina í fötum Jamals.

Mustafa al-Madani er sagður vera hluti af stórum hóp sem krónprinsinn Mohammed bin Salman mun hafa sent til Istanbúl til þess að myrða Jamals Khashoggi. Nú þykir ljóst að Mustafa al-Madani í gervi Jamals átti að tryggja að ekki kæmist upp um morðið.

Sjá nánar: Pyntaður og líkið bútað í sundur

Hafþór og Kelsey orðin hjón

Aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson gekk í það heilaga um helgina.

Hafþór Júlíus Björnsson og íþróttakonan Kelsey Morgan Henson giftu sig á laugardaginn og greindu frá því á samfélagsmiðlum.

Hafþór, sem er 29 ára gamall, birti mynd af þeim hjónum á laugardaginn og sagði það vera honum sönn ánægja að geta núna kallað Kelsey Morgan Henson eiginkonu sína. Sömuleiðis birti Kelsey mynd af þeim hjónum á Instagram ásamt kveðju til Hafþórs.

Þess má geta að Kelsey er 28 ára, fædd og uppalin í Kanada. Það var seint á síðasta ári sem fréttir af sambandi þeirra bárust og fregnir hermdu að hún hafi verið mikill aðdáandi hans áður en þau urðu par.

„Konur eins og amma vörðuðu leiðina“

|
|

Amma – Draumar í lit er heiti fyrstu bókar Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur um ævi ömmu hennar og nöfnu, Hólmfríðar Sigurðardóttur, kennslukonu og skálds. Bókin segir sögu Hólmfríðar frá barnæsku á Raufarhöfn til dagsins í dag, þar sem hún býr í Kópavogi, orðin 88 ára gömul. Á yfirborðinu virðist þetta vera saga konu en er í raun saga heillar þjóðar, einkum kvenna sem syntu gegn straumnum. Mannlíf ræddi við nöfnurnar tvær um tildrög verksins, sköpunarferlið og sársaukann sem fylgir því að heimsækja fortíðina.

Amma – Draumar í lit er ekki hefðbundin ævisaga, heldur kafar höfundurinn eftir minningum og leikur sér að sjónarhornum þar sem skiptast á fyrstu persónu-frásagnir, annars vegar aðalpersónunnar, Hólmfríðar Sigurðardóttur, og hins vegar höfundarins sjálfs, Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur.

„Ég var satt að segja alls ekki viss um að þessi saga ætti erindi við nokkurn annan en okkur ömmu,“ viðurkennir höfundurinn, hér eftir kölluð Fríða, fyrir blaðamanni þegar hún er spurð að því hvernig hugmyndin að verkinu hafi kviknað. „Upphaflega var sagan lokaverkefni mitt í meistaranámi mínu í blaðamennsku í Barcelona. Ég átti því handritið, bæði á íslensku og spænsku, og vissi svo sem ekkert hvað ég ætti að gera við það. Svo lásu nokkrar góðar konur það og hvöttu mig til að gefa það út. Ingibjörg Dögg, annar ritstjóri Stundarinnar, var ein þeirra og hún stakk upp á því að Stundin gæfi bókina bara út. Ég bar hugmyndina undir ömmu og þegar hún gaf sitt samþykki sá ég ekki ástæðu til að hika meira.“

Hólmfríður kinkar kolli. „Já, upphaflega vildi hún nefnilega bara fá sögu mína fyrir lokaverkefnið sitt í háskólanum, mér fannst það allt í lagi. En svo vatt hugmyndin upp á sig hjá henni,“ segir hún, glottir og bætir við að Fríða hafi nú þurft að ganga svolítið á eftir sér til að fá hana til að samþykkja að þetta yrði bók. „Mér fannst það svo fjarri lagi,“ segir hún. „Mér fannst ég ekki hafa neitt til brunns að bera, til þess að vera í bók.“

Þessu er Fríða algjörlega ósammála. „Það voru konur eins og amma sem vörðuðu leiðina og sköpuðu þau tækifæri sem við konur í nútímanum höfum, með því meðal annars að brjóta upp hefðirnar og ganga gegn því sem þær sjálfar höfðu alist upp við,“ bendir hún á. „Bara það, til dæmis, að amma fór tvisvar í viku í leikfimi á kvöldin og skildi afa eftir með börnin á kvöldmatartíma. Þær þóttu beinlínis uppreisnargjarnar þessar konur sem tóku þátt í þeirri leikfimi. Svona hlutir eru mikilvægir. Það gera fáir athugasemd við það í dag ef konur taka sér tíma til að sinna líkama sínum en það var bara ekki sjálfsagt fyrir ekki svo löngu síðan.“

„Það voru konur eins og amma sem vörðuðu leiðina og sköpuðu þau tækifæri sem við konur í nútímanum höfum, með því meðal annars að brjóta upp hefðirnar og ganga gegn því sem þær sjálfar höfðu alist upp við.“

Hún segir að við ritun sögunnar hafi hún því ekki aðeins lært ótalmargt nýtt um Hólmfríði ömmu sína heldur hafi hún líka lært margt nýtt um konur almennt af hennar kynslóð. Öðrum þræði hafi hana langað til að segja þeirra sögu. „Mér þykir amma nefnilega einstök en ég gerði mér líka svo vel grein fyrir því að hún er „venjuleg“, það er að segja að mjög margar konur eiga sambærilega reynslu að baki og hún. Þær hafa allar sem ein lifað magnaða tíma og líf þeirra hefur tekið ótrúlegum stakkaskiptum,“ segir hún en játar að henni hafi vaxið það svolítið í augum að fjalla um samfélagið og allar breytingarnar á því í gegnum áratugina. Hún var ekki viss um að sér tækist að gera því nógu góð skil.

Reyndi ekki að fegra sjálfa sig
Í bókinni er líka fjallað um ýmsa átakanlega atburði, ástvinamissi og atvik sem setja skugga á líf fjölskyldunar. Fannst þér þá ekkert erfitt að biðja ömmu þína um að rifja upp þessi mál? „Nei, veistu, mér fannst þetta ekki erfitt ferli heldur fyrst og fremst mjög gefandi. Ég spurði hana út í alls konar hluti, til dæmis ástina, dauðann og sorgina, og hún svaraði hreint út. Hún reyndi ekki að fegra sjálfa sig, leyna hlutum eða tala undir rós og það kunni ég svo vel að meta. Auðvitað þóttu mér sum svörin erfið og sumar sögurnar afar sorglegar enda hefur amma gengið í gegnum ýmislegt. En ég er vön því sem blaðamaður að spyrja fólk nærgöngulla spurninga þegar þörf er á, svo það vefst svo sem ekki fyrir mér. En svo var það líka þannig með okkur ömmu báðar, að þegar við vorum búnar að ákveða að fara út í þetta verkefni tókum við það alla leið,“ segir hún og Hólmfríður amma hennar samsinnir því.

En þetta er kannski ekki bara ykkar saga, eða hvað, því þarna er mikið fjallað um fjölskylduna. Til dæmis afa þinn, Fríða, Grím M. Helgason, og pabba þinn og systkini hans, þar á meðal Vigdísi, sem er einn ástælasti rithöfundur þjóðarinnar. Hvernig brugðust ykkar nánustu við bókinni? „Ég lít reyndar ekki svo á að þetta sé saga fjölskyldu okkar, nema að mjög takmörkuðu leyti. Þetta er fyrst og fremst saga ömmu – eða bara brot af hennar sögu,“ tekur Fríða fram. „Ég gerði ekki tilraun til að segja sögur barnanna, því mér fannst þær ekki eiga heima í þessari bók. Annars hafa flestir tekið uppátækinu vel, þó að það hafi komið sumum á óvart,“ bætir hún við.

Ég spurði hana út í alls konar hluti, til dæmis ástina, dauðann og sorgina, og hún svaraði hreint út. Hún reyndi ekki að fegra sjálfa sig, leyna hlutum eða tala undir rós og það kunni ég svo vel að meta.

En talandi um Vigdísi, þá kemurðu inn á kynferðisofbeldi sem hún verður fyrir og hefur fjallað um í bók sinni Dísusögu. Finnst þér hægt að segja að þessar tvær sögur kallist á? Fríða hallar undir flatt. „Þú segir nokkuð, ég hafði ekki einu sinni hugsað út í það. Vigdís frænka mín hefur skrifað tvær stórkostlegar en gjörólíkar bækur sem byggja á hennar minningum, Minningabók og Dísusögu. Mín bók kallast örugglega á við þær báðar að einhverju leyti, þó að það hafi ekki verið meðvitað og ég myndi aldrei voga mér að bera mín skrif saman við hennar. En ég er undir áhrifum Vigdísar, hún er ein af þessum mögnuðu kvenfyrirmyndum sem ég er svo heppin að geta litið upp til.“

Lítur fyrst og fremst á sig sem blaðamann
Sagan sem vafi lék á að yrði að einhverju meira en skólaverkefni er því komin út á prenti. Og viðtökurnar betri en nöfnurnar gat órað fyrir. Hvernig finnst Hólmfríði að saga hennar skuli vera orðin að almenningseign? „Já, ég hef aldrei litið svoleiðis á málið og hugsa í raun ekkert voðalega mikið um það, enda bý ég hérna uppi í fjöllunum og það koma ekkert voðalega margir hingað til mín,“ segir hún. „En það hringja hins vegar margir og óska mér til hamingju með bókina. Þá tala ég minnst um mig og meira um það hvað Fríða er góður penni.“

Talandi um það, hvernig er að stíga fram á sjónarsviðið sem rithöfundur eftir að hafa starfað sem blaðamaður um árabil, spyr blaðamaður og lítur á Fríðu. „Ég er mjög feimin við þetta orð, rithöfundur,“ svarar hún og fer svolítið hjá sér. „Vinkona mín sagði við mig um daginn: Þú skrifaðir bók og það er búið að gefa hana út. Þá ertu rithöfundur, sama hvort þér líkar það betur eða verr.

Ég er nú samt ekki viss um að ég sé sammála því. Ég lít fyrst og fremst á mig sem blaðamann og það breytist ekki þótt ég hafi skrifað þessa bók.“
En stendur til að skrifa fleiri sögur? „Já, alveg örugglega. Ég á ýmis sögubrot í dagbókum og á blaðsnifsum ofan í náttborðsskúffunni. En hvort þær verði bara þar áfram eða komi einhvern tímann út hef ég ekki hugmynd um. En það er alla vega gaman að eiga þessa einu bók útgefna, hvað sem síðar verður.“

Aðalmynd / Heiða Helgadóttir

Pyntaður og líkið bútað í sundur

Jamal Khashoggi.

Heimsbyggðin hefur fylgst agndofa með máli blaðamannsins Jamals Khashoggi sem talið er að hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Tyrklandi þar sem hann var að sækja um leyfi til að kvænast unnustu sinni. Tyrknesk stjórnvöld fullyrða að 15 manna teymi hafi flogið frá Riyadh í Sádí-Arabíu til Istanbúl, gagngert til að myrða Khashoggi samkvæmt beinni skipun frá krónprinsinum Mohammed bin Salman. Segjast þau hafa undir höndum sönnunargögn sem sýni að Khashoggi hafi verið pyntaður áður en hann lést og að lík hans hafi verið bútað niður. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu neituðu í fyrstu allri aðild í málinu og fullyrtu að Khashoggi hafi verið sprelllifandi er hann yfirgaf ræðisskrifstofuna, en fjölmiðlar vestanhafs segja að Sádar muni fljótlega viðurkenna að Khashoggi hafi látist í yfirheyrslu sem hafi „farið úrskeiðis“.

Nátengdur hirðinni en féll í ónáð

Jamal Khashoggi var einn þekktasti blaðamaður arabaheimsins. Hann starfaði lengi í heimalandinu, var í nánum tengslum við valdaelítuna þar og starfaði meðal annars sem talsmaður sendiherra Sádí-Arabíu í Bretlandi um skeið. Eftir að krónprinsinn, bin Salman, hóf að sölsa undir sig völd fór hann í útlegð og hélt til í London, Istanbúl og í Bandaríkjunum. Hann skrifaði reglulega pistla í Washington Post þar sem hann gagnrýndi ýmsar af aðgerðum bin Salmans; svo sem efnahagsþvinganir gegn Katar, stríðsreksturinn í Jemen, milliríkjadeilur við Kanada og Líbanon og handtökur á baráttukonum fyrir auknum réttindum kvenna. Khashoggi var greinilega meðvitaður um mögulegar afleiðingar þessa því hann hafði sagt sínum nánustu að hann óttaðist um líf sitt.

Krónprinsinn sífellt óútreiknanlegri

Sérfræðingar eiga erfitt með að átta sig á hinum unga krónprinsi, bin Salman. Heima fyrir hefur hann hrint í framkvæmd umbótum eins og að draga úr völdum trúarlögreglunnar og auka réttindi kvenna. Á sama tíma hefur hann fangelsað embættismenn, viðskiptamenn og aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar í viðleitni sinni til tryggja sig í sessi. Mannréttindi eru enn fótum troðin og mannréttindafrömuðir hafa verið handteknir. Á alþjóðavettvangi gerist hann æ herskárri, samanber deilurnar sem vitnað er til að ofan og nú morðið á Khashoggi. Óljóst er hvaða afleiðingar þetta mál hefur en vangaveltur hafa verið uppi um að bin Salman verði jafnvel steypt af stóli eða að hann herði tökin enn frekar og færi Sádí-Arabíu nær því að verða útlagaríki.

Olíuverð gæti rokið upp

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu finna fyrir þrýstingi vestrænna ríkja vegna málsins. Fjölmargir styrktaraðilar og fyrirlesarar hafa dregið til baka þátttöku sína í risastórri fjárfestaráðstefnu sem kölluð er „Davos eyðimerkurinnar“og á að halda í Riyadh síðar í mánuðinum. Þeirra á meðal eru forstjórar stærstu fyrirtækja heims. Stjórnvöld í Sádí-Arabíu brugðust við með harðorðri yfirlýsingu um að öllum efnahagsþvingunum skyldi svarað af fullri hörku. Í yfirlýsingunni var að finna berorða hótun um að Sádar muni beita olíuvopninu ef að þeim verður þrengt, en landið framleiðir 10,5 milljónir tunna af olíu á dag sem samsvarar 10 prósentum af heimseftirspurn. Láti Sádar verða af hótunum gæti olíuverð farið upp fyrir 100 dollara, jafnvel upp að 200 dollurum, sem hefði gríðarleg áhrif á heimshagkerfið.

Bandaríkin í snúinni stöðu

Málið er erfitt fyrir Donald Trump og ríkisstjórn hans. Trump hefur lagt höfuðáherslu á að rækta tengslin við bin Salman og hirð hans og tengdasonurinn, Jared Kuschner, á í nánum samskiptum við ráðamenn í Riyadh. Sádar gegna lykilhlutverki í baráttu Trump-stjórnarinnar gegn Íran og eitt hans fyrsta verk var að undirrita viljayfirlýsingu um 110 milljarða dollara vopnaviðskipti við Sádí-Arabíu. Samband Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu nær 73 ár aftur í tímann. Þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir um aðild Sáda að morðinu hefur Trump ekki viljað áfellast bin Salman. Þeir töluðu saman í síma í vikunni og sagðist Trump trúa því einlæglega þegar bin Salman sagðist ekkert hafa með málið að gera. Mike Pompeo hélt til Riyadh og Ankara í vikunni til að ræða við ráðamenn þar. Þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa hins vegar sagt að þeir muni grípa til aðgerða geri Trump-stjórnin það ekki.

Hefur sína kosti og galla að vinna með maka sínum

Parið Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason starfa bæði sem myndlistarmenn. Þau opnuðu nýverið sýningu með vídeóverki sem þau unnu saman. Það hefur sína kosti og galla að vinna með maka sínum, að þeirra sögn.

Una Margrét og Örn Alexander opnuðu nýverið sýninguna Kossar í Harbinger. Sýningin er partur af sýningaröðinni „2 become 1“ þar sem sýningarstjórarnir Steinunn Marta Önnudóttir og Halla Kristín Hannesdóttir hafa fengið til liðs við sig nokkur pör þar sem báðir aðilar eru starfandi myndlistarmenn.

Spurð út í hvernig sé að vinna með maka sínum, hverjir séu kostir og gallar þess segir Una Margrét: „Við höfum unnið saman í nokkur ár meðfram einstaklingsvinnu. Þannig að við erum með smáreynslu þegar kemur að samstarfi. Helsti kosturinn við að vera par sem vinnur saman er það að maður á auðvelt með að vera heiðarlegur hvort við annað um hvort hugmyndir séu góðar eða lélegar. Og við getum verið í stöðugu samtali um verkefnin sem við vinnum að hverju sinni. Hvort sem það er í stúdíóinu eða á meðan við burstum tennurnar. En það er kannski líka helsti gallinn, því þá erum við í vinnunni allan sólarhringinn. Verkin okkar þróast líka gjarnan út frá einhverju sem hefur byrjað sem einkahúmor eða bull okkar á milli. Þá áttum við okkur kannski allt í einu á því að við erum með eitthvað áhugavert í höndunum og höfum þá ómeðvitað verið að vinna saman. Þannig að við erum í rauninni alltaf að vinna saman, líka þegar við erum ekki að vinna saman.“

 Sammála um langflest

Una og Örn hafa verið lengi saman og urðu par löngu áður en þau lærðu myndlist. Aðspurð hvort þau séu yfirleitt með svipaðan stíl og smekk þegar kemur að myndlist segir Örn: „Smekkur okkar hefur líklega þróast svolítið í svipaðar áttir. Við erum sammála um langflest en þó ekki allt.“

Á sýningunni Kossar er eitt verk. Um tíu mínútna langt vídeóverk er að ræða. „Verkið ber sama heiti og sýningin. Vídeóinu er varpað á einn vegg rýmisins. Aðrir veggir eru klæddir gráum tjöldum svo að við umbreyttum rýminu talsvert svo að verkið gæti notið sín sem best,“ segir Örn.

Una bætir við: „Í verkinu má sjá okkur sitja hvort á sínum endanum á sófa. Þar sjáumst við kyssa okkur sjálf á munúðarfullan hátt. Það er mikil nánd á milli okkar í vídeóinu þar sem við sitjum í sama sófa, en á sama tíma mikil fjarlægð þar sem við kyssum einungis okkur sjálf og virðum hvort annað að vettugi að öllu leyti. Við erum saman, en samt alveg í okkar eigin heimi.“

Þess má geta að sýningin stendur til 3. nóvember. Harbinger er á Freyjugötu 1 og þar er opið þriðjudaga til föstudaga frá 12-17 og laugardaga frá 14-17.

Var í fullri vinnu við að fela kynferðisofbeldið

|
|

*TW*Trigger Warning/*VV*varúð váhrif

Hrönn Ólöf Guðmundsdóttir er ein þeirra kvenna sem komið hefur fram með sögu sína undir myllumerkinu #whyididntreport, eða ástæða þess að ég kærði ekki. Stutta svarið við spurningunni í hennar tilfelli er: „Af því að hann var kærastinn minn.“

„Þegar ég var 16 ára byrjaði ég með strák sem var einu ári eldri en ég. Mér fannst hann æðislegur. Fljótlega fór hann að beita mig andlegu ofbeldi, svo bættist líkamlegt ofbeldi við og því næst nauðganir eftir að hann hafði barið mig eða rifið mig niður andlega. Þetta gerði hann þegar ég var sem minnst andlega og hann mestur, að hans mati. Nauðgunin var eins og punktur yfir i-ið, stjarna á jólatréstoppinn, sultan á pönnukökuna, kirsuberið ofan á bananasplittið. Þannig lagði hann lokahönd á ofbeldisverk sín. Við vorum saman í tæp þrjú ár og þessi tími er í mikilli móðu. Ég hef enga tölu á því hve oft hann nauðgaði mér,“ segir Hrönn sem í dag er 47 ára og búsett í Bandaríkjunum. Hún starfar sem söluaðili, er gift Bandaríkjamanni og á þrjá syni.

Hún sagði engum frá, kærði ekki og segir ástæðu þess margþætta. „Augljósasta ástæðan er sú að hann var kærastinn minn, maður kærir jú ekki kærastann sinn fyrir nauðgun, eða hvað? Á þessum tíma sá ég ekki nauðganirnar sem nauðgun heldur part af öllu hinu en við stunduðum kynlíf inn á milli nauðgana. Einnig er stórt og flókið skref að kæra kærastann sinn fyrir nauðgun. Ég var í raun í fullri vinnu við að fela fyrir fjölskyldu minni og vinum hvernig hann kom fram við mig. Það liðu mörg ár þar til ég sagði einhverjum frá kynferðisofbeldinu, það datt bara út úr mér þegar ég var að tala um að hann hefði barið mig.“

„Nei, ekki aftur!“
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Hrönn varð fyrir kynferðisofbeldi. Í minningunni finnst henni eins og hún hafi verið áreitt kynferðislega öll unglingsárin og árin frá þrettán til fimmtán ára hafi verið sérstaklega erfið. „Það voru alltaf einhverjir karlar að stoppa og bjóða manni far og einu sinni var ég að ganga heim úr búðinni þegar einhver hálfviti gekk í humátt á eftir mér og káfaði á rassinum á mér þegar hann gekk fram hjá. Hann sagði ekkert, leit glottandi framan í mig og hélt svo bara áfram. Ég var miður mín, fannst ég skítug eftir þessa rassastroku og spáði mikið í hvort ég hefði gert eitthvað til að bjóða upp á þetta.

„Lögreglan neitaði síðan að halda kærunni til streitu, hann væri fjölskyldumaður og hefði ekki verið ásakaður um svona áður. Og þar sem hann var fjölskyldumaður mátti ekki valda honum óþægindum.“

Þegar ég var þrettán eða fjórtán ára réðst karlkynssturtuvörður á mig þar sem ég beið ein frammi í anddyri leikfimihússins meðan kvenkynssturtuvörðurinn fór inn í leikfimisalinn til að biðja um leyfi fyrir mig í leikfimi vegna veikinda. Hann stökk á mig, ýtti mér út í horn og þrýsti sér að mér á meðan að hann þuklaði á brjóstunum á mér og reyndi að troða tungunni á sér upp í mig á meðan ég reyndi að ýta honum frá mér. Í þetta skipti sagði ég strax frá, fyrst vinkonu minni. Hún, flestir kennarar, skólastjóri og foreldrar mínir stóðu við bakið á mér. Ég lagði fram kæru en upplifði mikla niðurlægingu við yfirheyrslur. Lögreglufulltrúinn reyndi að gera sem minnst úr málinu. Til dæmis sagði ég þráspurð að hann hefði reynt að troða tungunni á sér inn í munninn á mér en lögreglufulltrúinn sagði stöðugt: „Hann reyndi að kyssa þig?“ Að lokum sagði ég: Nei, þetta er ekki það sama! En ég veit ekki hvað hann skrifaði að lokum í skýrsluna. Lögreglan neitaði síðan að halda kærunni til streitu, hann væri fjölskyldumaður og hefði ekki verið ásakaður um svona áður. Og þar sem hann var fjölskyldumaður mátti ekki valda honum óþægindum. Ég man hvað ég dofnaði upp þegar aumingja pabbi sagði mér fréttirnar, þvílíkur vanmáttur sem við upplifðum. Seinna komst ég að því að þessi maður hefði beitt stúlkur og ungar konur kynferðisofbeldi um árabil. Þessi reynsla mín við að kæra kynferðisofbeldi varð því ekki beint hvetjandi til að kæra kynferðisbrot síðar á lífsleiðinni,“ segir Hrönn.

Nokkru síðar var hún að vinna í sjoppu og var búin að loka þegar eigandinn kallaði á hana inn á skrifstofu til sín þar sem hann var að horfa á klám og bauð henni að horfa með sér. „Ég spenntist upp og hugsaði strax: Nei, ekki aftur. Og nú mun enginn heyra í mér. Ég neitaði og steig út úr skrifstofunni til að auka bilið sem var á milli okkar, sagðist ætla að hringja í pabba og biðja hann að sækja mig. Þá kom fát á hann og hann sagðist geta keyrt mig heim. „Beint heim,“ sagði ég ákveðin og hann samþykkti það. Á leiðinni heim sagði ég honum að ef að ég frétti að hann hafi snert einhverja af hinum stelpunum myndi ég kæra hann, ég sagði honum líka að ég myndi segja foreldrum mínum frá þessu, sem ég og gerði.“

Hrönn Ólöf Guðmundsdóttir er ein þeirra kvenna sem komið hefur fram með sögu sína undir myllumerkinu #whyididntreport. Myndir eru úr einkasafni.

Skammaðist sín fyrir afleiðingarnar
Hrönn glímdi lengi við afleiðingar alls ofbeldisins og segist oft hafa spurt sig þeirrar spurningar hver hún væri ef þetta hefði ekki gerst. „Eftir að sturtuvörðurinn réðst á mig átti ég erfitt með að umgangast menn í langan tíma á eftir, sérstaklega eldri menn, þar á meðal afana mína sem voru á svipuðum aldri og karlinn. Ég grét og skammaðist mín í laumi fyrir hvernig mér leið þegar þeir föðmuðu mig, hvað þá ef þeir kysstu mig á kinnina, ég var með rosalegt samviskubit yfir líðan minni. Mér fannst eins og að ég hlyti að vera að gera eitthvað rangt, ég meina af hverju voru allir þessir menn að nálgast mig kynferðislega? Unglingar ganga í gegnum nógu miklar breytingar, bæði andlega og líkamlega, og þetta ruglaði mig alveg. Kynlíf á að vera fallegt. Til að virkilega geta notið kynlífs þarft þú að geta slakað á, opnað alla þína vitund, drukkið í þig það sem er verið að gefa þér og geta gefið á móti af heilum hug, engin höft, bara njóta og gefa. Fyrrverandi kærastinn eyðilagði það fyrir mér í langan tíma. Ég er með áfallastreituröskun út af honum, fyrstu árin á eftir þurfti stundum ekki mikið til að slá mig út af laginu; lykt, hljóð, lag og stundum áttaði ég mig ekki einu sinni á því hvað var að gerast.“

Hrönn hefur í gegnum tíðina leitað sér margvíslegrar hjálpar bæði hjá sérfræðingum og með því að fá útrás með hreyfingu. Hennar besta meðferð hefur þó verið að tala um það sem gerðist og fela ekki hlutina.

Skil hræðsluna
Þegar talið snýst að umræðunni sem skapast hefur í kringum mál Brett Kavanaugh og þeim sem hafa snúist honum til varnar segir Hrönn að þetta lýsi því vel hvað allt sé rotið. „Allt of margt valdamikið fólk er tilbúið til að líta í hina áttina. Mér finnst Christine Blasey Ford mjög hugrökk, margar konur hefðu bara bitið í tunguna á sér en hún steig fram vitandi um það hvað gat beðið hennar. Þótt sögur okkar séu ólíkar á ég auðvelt með að setja mig í hennar spor, ég skil hræðsluna. Það gerir mig sorgmædda hvað mörgum finnst þetta lítið mál, hvað fáir gera sér grein fyrir hversu stórt vandamálið er. En ég held að hlutirnir séu að hreyfast hægt í rétta átt, bæði konur og karlar eru farin að láta heyra meira í sér. Við megum ekki gefast upp, sögur okkar skipta máli og halda athygli fólks á þessu viðkvæma máli,“ segir Hrönn og hún er með skilaboð til þolenda og aðstandenda þeirra. „Til þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti og hafa ekki haft kjark til að segja frá því vegna þess að þau skammast sín: Ekki skammast þín, þú gerðir ekkert rangt, þú áttir þetta ekki skilið. Við aðstandendur vil ég segja: Ekki brjóta ykkur niður með samviskubiti yfir því að hafa ekkert vitað. Það fór mikil vinna í það hjá mér að fela það sem var í gangi og því skiljanlegt að enginn vissi neitt.“

„Bara það að ég skuli vera að hugsa um hvernig svona frásögn kemur út fyrir geranda segir svo mikið um hvað þolendur geta verið hálfbrenglaðir í kollinum eftir svona reynslu.“

Hún hefur reynslu af því hversu erfitt er að koma sér ofbeldissambandi og skilur vel aðrar konur í sömu stöðu. „Það skiptir engu máli hvernig ofbeldinu er háttað, maður væri ekki í sambandinu til að byrja með ef maður bæri ekki einhverjar góðar tilfinningar til brotamannsins. Ég fór til dæmis oft frá kærasta mínum en kom alltaf til baka. Einn daginn þegar að ég var alveg búin að fá nóg en fann samt ekki styrk hjá mér til þess að slíta sambandinu fann ég lausn sem virkaði fyrir mig. Ég gaf honum eins mánaðar uppsagnarfrest. Já, þetta hljómar hálfkjánalega en þetta virkaði. Þennan mánuð notaði ég til að slíta mig frá honum tilfinningalega séð, ég varð sterkari og sterkari með hverjum deginum og þegar mánuðurinn var liðinn sagði ég honum rólega að taka dótið sitt, tíminn væri liðin, við værum hætt samann. Hann reyndi að tala mig til en fann að ég var ákveðin og fór.“

Hrönn segist hafa hugsað sig um áður en hún samþykkti að ræða opinskátt um reynslu sína við Mannlíf. „Ég vildi það ekki án þess að tala fyrst við syni mína, eiginmann, foreldra og systkini. Þau voru hins vegar öll hvetjandi og vildu að ég gerði það sem mér þætti best. Í samtali við tvítugan son minn sagði ég meðal annars að ég myndi ekki vilja að viðtalið kæmi sér illa fyrir fyrrverandi kærastann ef fólk áttaði sig á því hver hann væri. En sonur minn svaraði að mestu máli skipti að ég væri sátt við að opna mig og kannski gæti saga mín hjálpað öðrum. Aðrir í fjölskyldunni tóku undir þetta og mamma sagði meðal annars: „Ekki hugsaði hann um þig og þína líðan á þessum tíma.“ Bara það að ég skuli vera að hugsa um hvernig svona frásögn kemur út fyrir gerandann segir svo mikið um hvað þolendur geta verið hálfbrenglaðir í kollinum eftir svona reynslu.“

Eftir að núverandi Bandaríkjaforseti spurði hvers vegna Dr. Christine Blasey Ford hefði ekki kært kynferðisofbeldið sem hún varð fyrir af hendi Brett Kavanaugh á háskólaárunum stigu fjölmargir fram henni til stuðnings undir myllumerkinu #whyididntreport og útskýrðu hvers vegna þau kærðu ekki. Auk Hrannar deildu Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir og Sigrún Bragadóttir sínum ástæðum með lesendum Mannlífs. 

Höfundur Terminator á leið til landsins

||
||

Kvikmyndaframleiðandinn Gale Anne Hurd verður hátíðargestur á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave (Norðanáttin) sem fer fram í Frystiklefanum á Rifi í Snæfellsbæ í 11. sinn helgina 26.-28. október. Dögg Mósesdóttir, sem er stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar, segir heiður að fá þessa goðsögn til landsins.

Dögg Mósesdóttir, sem er stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar, segir heiður að fá þessa goðsögn til landsins.

„Gale er algjör goðsögn og frumkvöðull í kvikmyndaheiminum og mikilvæg fyrirmynd fyrir kvikmynda-gerðarfólk sem er að stíga sín fyrstu skref, eins og margir af gestum hátíðarinnar eru að gera. Við höfum aldrei áður fengið svona stóran framleiðanda frá Hollywood til okkar og ef ég á að vera hreinskilin þá erum við að farast úr spenningi,“ segir Dögg, spurð að því hvernig sé að fá þessa kanónu á hátíðina.

Nafngiftin kanóna er svo sannarlega ekki úr lausi lofti gripin því Hurd á að baki langan og glæstan feril í kvikmyndaheiminum. Hún var til dæmis meðhöfundur og framleiðandi kvikmyndarinnar The Terminator og hefur framleitt stórmyndir eins og Aliens, Hulk, Armageddon og The Abyss, en í dag á hún og rekur fyrirtækið Valhalla Entertainment sem framleiðir meðal annars hina vinsælu sjónvarpsþætti The Walking Dead.

Á hátíðinni verður nýjasta heimildamynd Hurd, MANKILLER, sýnd en hún fjallar um fyrsta kvenkyns Cherokee-höfðingjann sem barðist fyrir réttindum frumbyggja í Bandaríkjunum. Þá mun leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir stýra sérstöku meistaraspjalli þar sem framleiðandinn situr fyrir svörum. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Hurd kemur til landsins og segist Dögg vita til þess að hún hlakki mikið til heimsóknarinnar.

„Við höfum aldrei áður fengið svona stóran framleiðanda frá Hollywood til okkar og ef ég á að vera hreinskilin þá erum við að farast úr spenningi.“

„Reyndar var ég hissa á að Gale samþykkti að koma á litla stuttmyndahátíð í smábæ á Íslandi og ítrekaði fyrir henni um hvað málið snérist en hún sló samt til. Ég held að hún sé spenntust fyrir náttúrunni og líti á þetta sem tækifæri til að komast loksins hingað. Þetta er auðvitað eina stuttmyndahátíðin í heimi sem er haldin í gömlu frystihúsi undir jökli, eftir því sem ég best veit, þannig að eflaust lítur hún á þetta sem ævintýri.“

Dögg segir þátttöku Hurd almennt rýma vel við dagskrá og tilgang Northern Wave. Hátíðin hafi í gegnum tíðina ekki aðeins varpað ljósi á þá hluta kvikmyndagerðar sem eru svolítið á bak við tjöldin, eins og framleiðsla, klipping, hljóðsetning o.fl., heldur líka vakið athygli á framlagi kvenna til kvikmyndagerðar m.a. svo að ungar kvikmyndagerðarkonur geti speglað sig í flottum fyrirmyndum. Hurd sé sannarlega ein slík.

En hvað fleira verður á boðstólum á hátíðinni í ár? „Við ætlum að sýna allt sem stuttmyndaformið hefur upp á að bjóða, allt frá tónlistarmyndböndum til teiknimynda. Svo verða tónleikar og fiskréttakeppni, sem er orðin að einum vinsælasta viðburði hátíðarinnar,“ svarar Dögg hress og hvetur listamenn og tónlistarfólk til að mæta á hátíðina, ekki síst á óformlega hádegisfundi sem séu kjörinn vettvangur til að hitta kvikmyndagerðarfólk og kanna grundvöll fyrir samstarfi. En nánar megi lesa sér til um hátíðina á .

Sú kvikmynd sem kom Hurd endanlega á kortið var Aliens (1985), framhald geimhryllingsmyndarinnar Alien (1979). En sumum aðdáendum þykir Aliens vera hápunktur þessarar vinsælu og langlífu skrímslaseríu.

Frumkvöðull í gerð vísindaskáldsagna
Bandaríski framleiðandinn Gale Anne Hurd (f. 1955) er gjarnan kölluð „The first lady of Sci-Fi“ eða forystukona Sci fi-kvikmynda í heiminum vegna aðkomu sinnar að gerð fjölda kvikmynda í vísindasagnastíl, kvikmynda sem ekki aðeins hafa notið mikilla vinsælda heldur þykja af ýmsum sökum hafa brotið blað í gerð slíkra mynd.

Hurd hóf feril sinn sem aðstoðarkona B-hryllingsmyndakóngsins Roger Corman hjá fyrirtæki hans New World Pictures og þar vann hún sig jafnt og þétt upp metorðastigann þar til hún var farin að taka virkan þátt í framleiðslu á verkefnum fyrirtækisins.

Árið 1982 stofnaði Hurd eigið framleiðslufyrirtæki, Pacific Western Productions, sem framleiddu stórvirki á borð við The Terminator (1984), Aliens (1986) og The Abyss (1989), myndum sem öllum var leikstýrt af þáverandi eiginmanni hennar, James Cameron, og rökuðu myndirnar inn peningum í miðasölu um allan heim.

Síðan þá hefur Hurd notið mikillar velgengi sem framleiðandi í Hollywood. Meðal annarra mynda sem hún hefur framleitt má nefna Terminator 2 (1991) og 3 (2003), Armageddon (1998) og Hulk (2003), en af öðrum verkefnum á ferilskránni má nefna þætti byggða á teiknimyndasögunni Aeon Flux sem eru nú í vinnslu.

Á löngum og glæstum ferli hefur Hurd unnið til fjölda verðlauna fyrir verkefni sín og nýtur virðingar innan bandaríska kvikmyndabransans. Auk þess að eiga og reka eigið framleiðslufyrirtæki er hún háttsett innan samtakanna Producers Guild of America, sem eru samtök framleiðenda í Bandaríkjunum.

Asíureisa í súpuskál

||
||

Fátt er betra en heit og rjúkandi asísk núðlusúpa en slíkur matur er bæði nærandi fyrir líkama og sál, margar asískar súpur eru sérlega hollar og vel samsettar og í raun fullkomin máltíð.

Phó Ga – Víetnam
Phó er víetnömsk núðlusúpa með margslungnu bragði sem oftast inniheldur annaðhvort nautakjöt eða kjúkling. Súpan er vinsæll götumatur (e. street food) þar í landi, iðulega seld af götusölum með færanlegt eldhús og stóran súpupott. Phó varð seinna vinsæl í Vesturheimi þegar stórir hópar Víetnama flúðu land á tímum Víetnamstríðsins.

1 msk. olía
1 laukur, skrældur og skorinn í tvennt þversum
3 hvítlauksgeirar, skrældir og kramdir
4 cm biti ferskt engifer, skrælt og skorið í sneiðar
1½ l kjúklingasoð
½ l vatn
½ tsk. fennelfræ
4 negulnaglar
1 kanilstöng
1 stjörnuanís
½ chili-aldin, sneitt
700 g kjúklingalæri og leggir, með beini og skinnið tekið af
safi úr 1 límónu
1 msk. fiskisósa
200 g hrísgrjónanúðlur
3 vorlaukar, sneiddir
20 g mynta

Hitið olíu á pönnu yfir meðalháum hita. Setjið laukinn ofan í pottinn með sárið niður ásamt hvítlauknum og engiferinu. Steikið þar til hvítlaukurinn gyllist og laukurinn verður nánast brenndur á skurðarsárinu. Hellið kjúklingasoðinu út í pottinn og bætið við fennelfræjum, negul, kanilstöng, stjörnuanís og helmingnum af chili-aldininu. Setjið kjúklinginn út í, lokið pottinum og látið malla við hæga suðu í 40 mín., eða þar til kjúklingurinn hefur eldast í gegn. Veiðið kjúklinginn upp úr súpunni og setjið til hliðar og látið kólna. Rífið kjúklingakjötið af beininu og hendið beinunum. Hellið súpunni í gegnum síu og hendið hratinu. Hrærið límónusafa og fiskisósu saman við súpuna og haldið súpunni heitri yfir lágum hita. Sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum á pakkningu, hellið vatninu frá og skiptið núðlunum á milli skála. Skiptið kjúklingakjötinu á milli skála og hellið súpunni yfir. Skreytið með vorlauk, myntu og afganginum af chili-aldininu.

Mísó ramen – Japan
Ramen hefur undanfarin ár tekið stökk í vinsældum utan heimalandsins, Japan, og margir veitingastaðir hafa opnað í Evrópu og Bandaríkjunum og helga sig súpunni. Í Japan eru ramen-staðir nánast óteljandi og ólíkt annarri þarlendri matargerð fylgir hún ekki ströngum reglum og er til í mörgum útfærslum, bæði eftir héruðum og hugmyndaauðgi kokksins.

1 l kjúklingasoð
½ l vatn
2 hvítlauksgeirar, kramdir
20 g engiferrót, sneidd
7 vorlaukar, sneiddir
15 g þurrkaðir shitake-sveppir eða aðrir þurrkaðir sveppir
4 egg
100 g snjóbaunir
40 g baunaspírur
2 msk. rautt mísómauk (mugi mísó)
2 msk. hvítt mísómauk (shiro mísó)
2 msk. mirin
1 msk. sojasósa
¼ tsk. chili-mauk (t.d. siriracha)
300 g ramen-núðlur
200-300 g tófú, skorið í teninga

Sjóðið nautasoð, vatn, hvítlauk, engifer, 4 vorlauka og þurrkaða sveppi í 20-30 mín. og sigtið síðan allt frá, hendið hráefninu en geymið soðið. Setjið vatn í pott og náið upp suðu, setjið eggin varlega út í vatnið með skeið þegar suðan kemur upp. Sjóðið í 6½ mín. og snöggkælið síðan eggin með því að veiða þau upp úr pottinum og leggja í ísvatn. Takið skurnina af og setjið til hliðar. Snöggsjóðið snjóbaunirnar og baunaspírurnar í 20 sek. og setjið þær síðan í ísvatnið. Hrærið saman mísómauk, mirin, sojasóu og chili-mauk í skál. Takið soðið af hitanum og hrærið mísóblöndunni saman við. Sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum á pakkningu. Skiptið núðlunum í fjórar skálar, hellið súpunni ofan á og blandið tófúbitunum út í, skerið eggin í tvennt langsum og leggið tvo hluta ofan í hverja skál, setjið snjóbaunirnar, afganginn af sneidda vorlauknum ofan á og berið strax fram með skeið og matarprjónum. Gott er að hafa ristaða sesamolíu og siriracha-sósu á borðinu fyrir þá sem vilja.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Raddir