Fimmtudagur 19. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Hér er gestalistinn í konunglega brúðkaupinu

|
|

Harry Bretaprins gengur að eiga leikkonuna Meghan Markle næstkomandi laugardag og er beðið eftir brúðkaupinu með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi.

Tæplega sex hundruð manns er boðið í brúðkaupið og er það fólk úr öllum áttum, virðist vera.

Að sjálfsögðu er konungsfjölskyldunni boðið, þar á meðal föður Harrys, Karli Bretaprins og eiginkonu hans Camillu. Vilhjálmur Bretaprins, bróðir brúðgumans, mætir ásamt eiginkonu sinni Kate Middleton, sem og sjálf drottningin og aragrúi af fjarskyldum frænkum og frændum.

Þá hefur Harry einnig boðið fámennum hópi úr móðurætt sinni í herlegheitin, þar á meðal yngri bróður Díönu, Charles Edward Maurice Spencer, og systrum hennar tveimur, Söruh og Jane.

Móðir Meghan, Doria Ragland, verður viðstödd þegar dóttir sín giftist prinsinum. Líklegt þykir að Doria muni leiða hana upp að altarinu þar sem faðir leikkonunnar, Thomas Markle, ætlar ekki að mæta í ljósi myndahneykslis.

Sjá einnig: Pabbi mætir ekki í brúðkaupið.

Suits-gengið mætir.

Svo eru það meðleikarar Meghan í sjónvarpsþáttaröðinni Suits. Þeim er öllum boðið þannig að við megum búast við því að sjá Gabriel Macht, Rick Hoffman, Sarah Rafferty, Gina Torres og Patrick Adams, sem leikur eiginmann Meghan í þáttunum.

Leik- og söngkonan Priyanka Chopra, sem er náin vinkona Meghans, sem og Beckham-hjónin verða meðal veislugesta. Það skal þó tekið fram að Victoria hannar ekki brúðarkjólinn. Vinkonur hennar í Kryddpíunum mæta líka en ætla ekki að troða upp í veislunni.

Það má einnig búast við því að forsvarsmenn ýmissa góðgerðarsamtaka muni láta sjá sig í brúðkaupinu þar sem Harry er afkastamikill í góðgerðarmálum.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið.

Þær voru einu sinni klappstýrur

||||||||
||||||||

Það er æði misjafnt hvernig stjörnurnar í Hollywood hófu ferilinn, og oft hefur fólkið sem við sjáum í geysivinsælum hljómsveitum og bíómyndum þurft að strita í misgefandi störfum til að ná markmiðum sínum.

Þessar konur hér fyrir neðan eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa byrjað ferilinn sem klappstýrur, en það er afar eftirsótt í Bandaríkjunum að vera klappstýra og hvetja íþróttalið síns skóla áfram með dúskum og heljarstökkum.

Jenna Dewan

Leikkonan og dansarinn sýndi flotta takta í miðskólanum í Texas.

Chrissy Teigen

Fyrirsætan birti þessa mynd af samfélagsmiðlum frá klappstýrudögunum og fann sig knúna til að skrifa athugasemd um augabrúnir sínar, sem samkvæmt henni voru nánast ósjáanlegar. Chrissy er í efri röð, önnur frá vinstri.

Reese Witherspoon

Leikkonan náði léttilega að skella sér upp í píramída hér í den.

Fergie

Söngkonan hristi dúskana sína með gleði til að styðja fótboltalið miðskólans Glen. A. Wilson.

Eva Longoria

Þessari aðþrengdu eiginkonu fannst greinilega gaman að sýna listir sínar þar sem hún var bæði klappstýra í miðskólanum Roy Miller í Corpus Christi í Texas en einnig í háskólanum Texas A&M-Kingsville.

Sandra Bullock

Leikkonan hefur lítið breyst síðan hún klappaði og spriklaði hér forðum.

Cameron Diaz

Áður en þessi leikkona sló í gegn var hún klappstýra við miðskólann Long Beach Polytechnic.

Halle Berry

Leikkonan var allt í öllu í skólanum. Hún var ekki aðeins klappstýra heldur vann líka í skólablaðinu og var kosin drottning á skólaballinu.

Það gæti komið þér á óvart hvað þú eyðir miklu í vín

Við birtum sögu sænska áhrifavaldsins Jelly Devote í gær, en hún minnkaði áfengisneyslu sína til muna og breytti algjörlega um lífsstíl.

Að því tilefni ákváðum við að kanna hvað það kostar í raun og veru að drekka áfengi, burt séð frá öllum heilsufarslegum ávinningum.

Það er nefnilega langt því frá að vera ókeypis að drekka, sérstaklega á Íslandi, og sparar maður sér mikinn pening með því að sleppa því, eða gera það örsjaldan. Ef við tökum til dæmis manneskju sem fær sér alltaf bjór eftir vinnu, alla virka daga. Við miðum við að hver bjór kosti 280 krónur þannig að þessi vikuskammtur kostar 1.400 krónur. Svo kemur helgi og þá fjölgar bjórunum kannski úr einum og upp í þrjá hvorn dag. Það eru þá sex bjórar sem kosta samtals 1.680 krónur.

Þannig að vikuneysla þessa einstaklings í bjór er 3.080 krónur.

Þeir sem eru hrifinir af léttvíni geta fengið ágæta flösku á um 2.500 krónur. Í hverri flösku eru fjögur til fimm glös þannig að hún endist vikuna. Ef við svo segjum að þessi sama manneskja fari með tvær flöskur um helgi er vikueyðslan komin upp í 7.500 krónur.

Þannig að ársneysla þessara tveggja einstaklinga er 160.160 krónur fyrir bjórdrykkjumanneskjuna og 390.000 fyrir vínunnandann.

Þá er ráð að taka hófstilltara dæmi. Ef við segjum að einn einstaklingur kaupi sér vínflösku aðra hverja viku og annar kaupi sér sex bjóra aðra hverja viku. Sá sem drekkur vín eyðir 2.500 krónum hálfsmánaðarlega en bjórunnandinn 1.680 krónum.

Það þýðir samt sem áður að vínunnandinn eyðir 65.000 krónum á ári í vín á meðan bjóráhugamaður eyðir 43.680 krónum í bjór á ári, ef eingöngu er gengið út frá því að þessir tveir einstaklingar kaupi áfengi hálfsmánaðarlega.

Drykkja á skemmtistöðum getur kostað mörg hundruð þúsund

Allt annað mál er að kaupa sér drykki á skemmtistað, þar sem meðalverð á glasi af bjór eða léttvíni er 1.200 krónur og meðalverð á kokteil er 2.500 krónur. Segjum sem svo að einstaklingur fari út á lífið bæði föstudag og laugardag og drekki fimm bjóra hvort kvöld. Bara bjórinn þessa helgi kostar þennan einstakling því 12.000 krónur.

Ef þessi sami einstaklingur fengi sér fimm kokteila hvorn dag væri eyðslan talsvert meiri, eða 25.000 krónur.

Segjum sem svo að ofangreindur einstaklingur geri þetta stundum, að fara út á lífið bæði föstudag og laugardag. Segjum að hann sæki skemmtanalífið átta helgar á ári. Ef hann er bara í bjórnum er kostnaður við þessar helgar, áfengislega séð, kominn upp í 96.000 krónur á ári.

Sá sem sötrar kokteila greiðir hins vegar 200.000 krónur á ári í áfengi.

Þannig sjáum við að þó að einn og einn drykkur kosti ekki mikið þá getur töluvert sparast með því að minnka áfengisneyslu, og jafnvel leggja fyrir það sem sparast.

Var bældur Abba-aðdáandi um áratuga skeið

||||
Gunnar Lárus Hjálmarsson.

Gunnar Hjálmar Lárusson, betur þekktur sem Dr. Gunni, fer ekki leynt með hverjar sínar sakbitnu sælur eru þegar kemur að tónlist.

Gunnar Þórðarson og Pálmi Gunnarsson (1984)

Þetta var mjög vönduð plata frá þessum höfuðsnillingum, en gekk ekki vel enda enginn hittari á henni. Þess í stað mátti heyra frábært diskólag um Gísla á Uppsölum, auk annarra ágætra laga. Það var mikill fílingur fyrir Gísla á Uppsölum á þessum tíma og endar platan á laginu Á Uppsölum, sem tileinkað er minningu Gísla. Vanmetið verk!

ELO –

Discovery (1979)

Seventísið hefur í seinni tíð haft á sér yfirbragð einskonar töffara útkynjunar. Allir með barta, sniffandi kókaín og lifandi fyrir daginn í dag. ELO rammar þetta allt saman inn með sínu ofur-pródúseraða kókaín-poppi. Hér drípur smjör af hverri nótu og rjómalagðar diskóbylgjur flæða um bakka. Eina ástæðan til að hlusta á Bylgjuna er að þar eru miklar líkur á að maður heyri í ELO!

ABBA – The Album (1977)

Abba er líklega besta hljómsveit í heimi á eftir Bítlunum og XTC. Þetta mátti að sjálfsögðu ekki tala um á pönkárunum og ég var því bældur Abba-aðdáandi um áratuga skeið. Það þarf í sjálfu sér ekki að útskýra dýrð Abba – hún er öllum ljós – sænsk vandvirkni, fágaðar ofurgrípandi melódíur og þau fjögur eins og hefðarfólk. Allar plöturnar eru góðar en þessi er með Thank you for the music, sem ég vangaði við í barnaskóla og telst því besta platan!

The Four Seasons –

The Genuine Imitation Life Gazette (1969)

Þessir strákar frá New Jersey með Frankie Valli í fararbroddi höfðu slegið í gegn upp úr 1960 með laufléttu ástarpoppi en þegar hér var komið sögu kallaði tíðarandinn á sækadelíska konseptplötu um kynþáttaátök og stríð. Það er alltaf gaman þegar popparar vinda kvæði sínu algjörlega í kross en auðvitað ypptu aðdáendurnir bara öxlum yfir þessu tormelta stöffi og platan seldist ekki neitt. En mér finnst þetta bráðskemmtilegt!

The Ohio Express – The Ohio

Express (1968)

Tyggjókúlupopp var fislétt tónlistarstefna sem reið yfir í kringum 1970. Yfirleitt var ekki um alvöruhljómsveitir að ræða heldur sæta stráka sem frontuðu böndin en stúdíóhljóðfæraleikarar sungu og léku lögin. Þetta var sannkölluð útgerð og stundum voru margar útgáfur af sömu hljómsveit að spila á mismunandi stöðum í einu. The Ohio Express var best af þessum „böndum“ með fína hittara eins og Yummy Yummy Yummy og Chewy Chewy. Mikið léttmeti og frauð.

Aðalmynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Pabbi mætir ekki í brúðkaupið

Meghan og Harry

Nú styttist óðum í að leikkonan Meghan Markle og Harry Bretaprins láti pússa sig saman, en þau játast hvort öðru laugardaginn 19. maí í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala.

Faðir Meghan, Thomas Markle, segir í samtali við miðilinn TMZ að hann ætli ekki í brúðkaupið þar sem hann hafi fengið hjartaáfall þann 8. maí síðastliðinn. Kemur þessi frétt í kjölfar tilkynningar frá Kensington-höll þann 4. maí um að Thomas myndi leiða dóttur sína upp að altarinu. Segir í tilkynningunni að Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, muni ferðast til Bretlands í þessari viku og að bæði Meghan og Harry séu spennt yfir komu þeirra.

Nú virðist hins vegar sem aðeins móðir leikkonunnar mæti á svæðið.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið.

Ætla má að þessi afboðun Thomasar tengist myndahneyksli sem kom upp nýverið þegar fréttamiðillinn Daily Mail birti myndir af honum á internetkaffi í Mexíkó með ljósmyndaranum Jeff Rayner. Virtust kumpánarnir vera að stilla Thomas upp við tölvu þar sem hann væri að lesa fréttir af dóttur sinni og Harry. Í viðtali við TMZ segir Thomas harma að hafa hlustað á paparassana en hálfsystir Meghan, Samantha Markle, segist taka ábyrgð á þessu klúðri og að það hafi verið hún sem stakk upp á þessu við föður sinn.

Heimildarmaður tímaritsins Us Weekly segir að Meghan sé í rusli yfir þessum myndum en bætir við að samband hennar við föður sinn hafi ávallt verið stirrt vegna þess hve hvatvís og ábyrgarlaus hann er.

Sjá einnig: Harry prins hættir í kolvetnum til að léttast fyrir brúðkaupið.

Ryan Reynolds syngur með einhyrningagrímu í suður-kóresku sjónvarpi

Leikarinn Ryan Reynolds hefur verið iðinn við kolann síðustu vikur að kynna nýjustu mynd sína Deadpool 2 út um allan heim.

Ryan ákvað að bregða á leik í Suður-Kóreu með afar óhefðbundið kynningarbragð, svo vægt sé til orða tekið.

Ryan tók þátt í raunveruleikaþættinum King of the Masked Singer í Suður-Kóreu sem gengur út á það að flytjendur bera grímu til að fela sitt rétta sjálf og syngja til að komast áfram.

Ryan tók lagið Tomorrow úr söngleiknum Annie, en komst ekki áfram í næstu umferð. Hins vegar ætlaði allt um koll að keyra þegar hann tók af sér grímuna eins og má sjá hér fyrir neðan:

Hún minnkaði áfengisneysluna og er allt önnur kona

Sænski áhrifavaldurinn Jelly Devote er geysivinsæl á Instagram. Hún tók þá afdrifaríku ákvörðun fyrir sjö árum síðan að minnka áfengisneyslu sína, en hún var vön að drekka með vinum sínum nokkrum sinnum í viku. Í dag fær hún sér eitt til tvö glös aðra hverja viku og breytingin á einni manneskju er mikil.

Það má með sanni segja að Jelly sé allt önnur manneskja í dag og birtir reglulega myndir af sér á Instagram þar sem hún ber sig saman við sitt gamla sjálf.

Í nýlegri færslu segir Jelly að lífið sé allt annað eftir að hún sagði skilið við Bakkus.

ALCOHOL VS WATER ?? UNHEALTHY VS HEALTHY ?? UNHAPPY VS HAPPY ☹️? 20 VS 27 YEARS ??‍♀️?? . There is so many changes in how I look, how I feel, and how I live my life. ?? . I’ve never felt better, I have balance. I eat a doughnut ? followed by a salad ? I don’t drink alcohol ? often, I down my water ? and most importantly I’ve gone from hating myself to loving myself ❤️❤️??‍♀️ . People always ask how much I’ve lost, and I honestly don’t know what my highest weight was (not the picture) due to hating myself so much I didn’t weigh myself (probably around 75kg) and I don’t weigh myself anymore (lightest I’ve been 45kg, NOT HEALTHY MIND) ??‍♀️??‍♀️??‍♀️ . Weight doesn’t matter, you matter. How you feel about yourself. Don’t focus on a number that can fluctuate 5kg in two days ??‍♀️??‍♀️ . I’ve now been “balanced” since the crazy party nights in Bali ?‍♀️? and I’m feeling SO good again! Party life ain’t for me! I rather be in sneakers ? then heals, and rather drink protein and smoothies ??? then sipping champagne ? . #ibs #transform #fit #fitspo #fitness #workout #weightloss #transformation #beforeandafter

A post shared by Jelly – Work hard see results (@jellydevote) on

„Mér hefur aldrei liðið betur, ég er í jafnvægi. Ég get borðað kleinuhring og síðan salat. Ég drekk ekki oft áfengi, ég fæ mér vatn og það sem mikilvægast er: Ég fór frá því að hata sjálfa mig yfir í að elska sjálfa mig,“ skrifar Jelly.

Hún segist ekki vita hvað hún hafi misst mörg kíló á þessum sjö árum þar sem hún vigti sig ekki, en bætir við að hún hafi verið 45 kíló þegar hún var léttust sem er ekki heilbrigt. Hún brýnir fyrir aðdáendum sínum að einblína ekki á töluna á vigtinni heldur andlega líðan.

„Partílífið er ekki fyrir mig! Ég vil frekar vera í strigaskóm en háum hælum og ég drekk frekar próteindrykki og ávaxtasafa en kampavín.“

Fullkomna allar hreyfingar

Íslenski dansflokkurinn frumsýndi nýverið dansverkið Hin lánsömu eftir Anton Lachky. Sýning er bæði kraftmikil og kómísk en hún segir frá hópi yfirstétta systkina í sjálfsskipaðri útlegð.

Þau Tanja Marín Friðjónsdóttir og Andreas Sigurgeirrson eru meðal dansara í sýningunni en Andrean, er nýjasti meðlimur Íslenska dansflokksins. „Saga mín sem atvinnudansara er ekki löng en ég fór í starfsnám til Báru Sigfúsdóttur eftir útskrift og vann mikið með henni í verkinu Being sem sýnt var á danshátíðinni Everybody´s Sprectacular. Auk þess stóð ég fyrir danssmiðju í Indónesíu en ég er með sterk sambönd þaðan þar sem ég er hálfur indónesi.”

Tanja hefur búið í Brussel síðastliðin tíu ár en hún lærði dans í Hollandi. „Ég hef starfað sem dansari víðsvegar um Evrópu, svolítið eins og farandverkakona. Ég hef unnið svo lengi erlendis að mér fannst kominn tími til að gera eitthvað hér heima.“

„Það tók þó sinn tíma en ég hafði blikkað Ernu Ómarsdóttur, listrænn stjórnanda flokksins í einhver ár áður en ég passaði loksins inn í hópinn.”

Þrátt fyrir að halda aftur út í harkið að verkefninu loknu segist Tanja ákaflega spennt enda þekkti hún danshöfundinn fyrir og hlakkaði til að prófa vinnuaðferðir hans. „Anton kom mjög opinn inn í ferlið, hann bíður yfirleitt eftir að fá innblástur af dönsurunum sem hann vinnur með hverju sinni og leyfir hlutunum að þróast þannig. „Anton hefur ákveðinn hreyfistíl, eða öllu heldur aðferð sem hann vinnur með,” bætir Andrean við.

„Hann biður okkur að sýna okkar besta sóló sem við getum samið sem að hann svo afbakar og hraðar töluvert á.“

„Útkoman er kraftmikill dans sem krefst mikillar einbeitingar á smáatriðum og hraði sem reynir þolmörkin. Þetta var mjög líkamlega erfitt ferli en maður áorkaði mikið af því.”

Viðtalið í heild má lesa í 18 tbl. Vikunnar en dansverkið Hin lánsömu er sýnt í Borgarleikhúsinu.

Texti / Íris Hauksdóttir.
Mynd / Hallur Karlsson.

Allt sem þú þarft að vita um Eurovision á næsta ári

|
|

Hin ísraelska Netta kom, sá og sigraði í Eurovison í Lissabon með lagið TOY. Það er því ljóst að keppnin verður haldin í Ísrael að ári. Hún sagði sjálf að við myndum hittast í Jerúsalem á næsta ári og forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu sagði á samfélagsmiðlum að keppnin yrði haldin í Jerúsalem. Það hefur valdið talsverðum hita þar sem Jersúsalem er almennt ekki viðurkennd borg í Ísrael vegna deilna Ísraelsbúa og Palestínumanna. Hugsanlega verður því keppnin haldin í Tel Aviv. Óvíst er hvort einhverjar þjóðir eigi eftir að sniðganga keppnina vegna fyrrnefndra deila.

Stórar hallir sem geta hýst Eurovision-keppnina er bæði að finna í Jerúsalem og Tel Aviv. Í Jerúsalem er Jerúsalem-höllin sem er 41 þúsund fermetrar að stærð og hýsir tæplega sextán þúsund manns. Í Tel Aviv er höllin Menora Mivtachim sem er 23.450 fermetrar og getur tekið rúmlega tíu þúsund manns í sæti.

Stóru löndin fimm; Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland komast sjálfkrafa áfram í úrslit sem og gestgjafinn Ísrael. Auk þess hafa sex lönd nú þegar sýnt því áhuga að keppa á næsta ári. Það eru Eistland, Noregur, Pólland, San Marínó, Serbía og Svíþjóð. Nákvæm dagsetning á keppninni er ekki ljós, en auðvitað verður hún haldin í maí eins og siður er. Lönd hafa þar til um miðjan september til að sækja um þátttöku í keppninni.

Netta hrósar sigri.

Þar sem dagsetning er ekki ljós er heldur ekki ljóst hvenær miðasala hefst en hér fyrir neðan sést hvenær miðasala hefur hafist síðustu ár:

2013: 26. nóvember 2012
2014: 29. nóvember 2013
2015: 15. desember 2014
2016: 26. nóvember 2015
2017: 14. febrúar 2017
2018: 30. nóvember 2017

Síðustu fimm ár hafa miðar farið í sölu í hollum. Seldir eru miðar á níu sýningar, sem eru eftirfarandi að staðartíma:

Fyrri undanriðill

Dómararennsli: Mánudagur kl. 21.00
Æfingarrennsli: Þriðjudagur kl. 15.00
Bein útsending: Þriðjudagur kl. 21.00

Seinni undanriðill

Dómararennsli: Miðvikudagur kl. 21.00
Æfingarrennsli: Fimmtudagur kl. 15.00
Bein útsending: Fimmtudagur kl. 21.00

Úrslit

Dómararennsli: Föstudagur kl. 21.00
Æfingarrennsli: Laugardagur kl. 13.30
Bein útsending: Laugardagur kl. 21.00

Hér má svo sjá skemmtilegt Eurovision-dagatal sem birt er á síðunni Eurovision World, sem fer vel yfir hvað gerist í aðdraganda keppninnar.

Nærföt Rihönnu seljast eins og heitar lummur

||||||||||
||||||||||

Nærfatalínu Rihönnu, í samstarfi við Savage X Fenty, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en línan fór í sölu um helgina.

Mikið álag var á heimasíðu Savage X Fenty sökum aðsóknar í undirfötin, og seldist mikið upp á nokkrum klukkutímum.

Í línunni er allt frá brjóstahöldurum yfir í náttkjóla, og er klæðnaðurinn í línunni í ýmsum stærðum, litum og efnum. Þá er verðið líka frekar viðráðanlegt, en hægt er að fá talsvert mikið af undirfötum í kringum tíu þúsund krónur.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um það sem er í línunni en hægt er að versla hana í vefverslun Savage X Fenty.

Þessi stelling eykur líkur á fullnægingu kvenna um 50%

Í grein á vefsíðu Huffington Post er farið yfir þá stellingu sem gæti aukið líkur á að konur fái fullnægingu í kynlífi þar sem getnaðarlimur fer inn í leggöng.

Grunnurinn í stellingunni er gamla, góða trúboðastellingin en kynlífsþerapistar segja að með smá lagfæringu geti stellingin virkaði betur, bæði fyrir karlmenn og konur. Þessi lagfæring er kölluð Coital Alignment Technique, eða CAT, og felst í því að karlmaðurinn færir sig aðeins ofar á líkama konunnar þannig að getnaðarlimur hans nuddist upp við sníp konunnar við samfarir.

Rannsókn sem birt var í Journal of Sex and Marital Therapy sýndi að þau pör sem prófuðu CAT-stellinguna juku fullnægingartíðni kvennanna um 56%. Kynlífsþerapistinn Megan Flemming segir að CAT geti valdið straumhvörfum í samlífi para þar sem ekki sé alltaf nóg fyrir konur að fá getnaðarlim inn í leggöng til að fá fullnægingu.

„Um það bil tveir þriðju kvenna fá ekki fullnægingu eingöngu við kynmök,“ segir hún í samtali við Huffington Post og bætir við að með CAT-stellingunni sé snípurinn einnig örvaður, sem auki líkur á fullnægingu.

Kynlífsfræðingurinn Sadie Allison útskýrir síðan hvernig fólk á að bera sig að í CAT-stellingunni. Hún segir að pör eigi að koma sér fyrir í hefðbundinni trúboðastellingu en að konan eigi að vera með lítinn kodda undir mjöðmum. Karlmaðurinn eigi síðan að setja getnaðarlim inn í leggöng og færa sig ofar en hann myndi gera vanalega, þannig að brjóstkassi hans sé við axlir hennar. Karlmaðurinn og konan eigi að liggja þétt saman þannig að þegar karlmaðurinn færir liminn fram og til baka örvist snípurinn.

Sadie segir að karlmaðurinn eigi að forðast freistinguna að færa sig frá konunni heldur halda sig þétt upp við hana, og jafnvel ímynda sér snípinn og hvernig hann vilji nudda hann í samförum. Þá segir kynlífsþerapistinn Lori Buckley að CAT geti einnig haft góð áhrif á karlmenn þar sem þeir geti stundað kynlíf lengur áður en þeir fá fullnægingu.

Erótísk bók föðurs og horfin eiginkona

||||
||||

My dad wrote a porno

Hvað myndirðu gera ef elskulegur pabbi þinn ákveddi í einhverju ölæði að gefa út erótíska bók eftir sjálfan sig, þrátt fyrir þá staðreynd að vera ekki skrifandi og hafa ekki hundsvit á líkamsstarfsemi kvenna? James Morton tæklar þá spurningu í þessu hlaðvarpi sem er á köflum svo pínlegt að stundum langar mann til að slökkva á því, en getur það ekki því það er svo sjúúúklega fyndið.

Alice isn‘t dead

Ef þú ert á höttunum eftir spennandi og svolítið öðru vísihlaðvarpi þá gæti Alice isn‘t dead verið málið. Hér er á ferð leikið efni þar sem hlustendur slást í för með kvenkyns vörubílstjóra sem keyrir þvert yfir Bandaríkin í leit að horfinni eiginkonu og mætir á leiðinni ófreskju sem er ákveðið í að stöðva hana.

Stuff you should know

Vissirðu að ef tiltekin tegund af kolkrabba (pillow octopussy) verður fyrir aðsúg annarra sjávardýra, til dæmis ránfiska, þá grípur hann til þess ráðs að slíta af sér einn angann og notar hann sem vopn. Við höfðum ekki hugmynd um það þar til við fórum að hlusta á Stuff you should know, hlaðvarp sem er stútfullt af áhugaverðum og skemmtilegum fróðleik. Nýr þáttur kemur út tvisvar í hverri viku.

The Flop house

Það er ekki beinínis skortur á hlaðvörpum þar sem nördar gera grín að lélegum bíómyndum, en það sem The Flop House hefur kannski umfram flest þeirra er hvað stjórnendurnir eru hryllilega fyndnir. Allir hafa þeir séð ógrynni vondra mynda og í hverjum þætti taka þeir eina mynd fyrir og kryfja hana til mergjar.

Dýrt að taka flugrútuna

Þrjú þúsund krónur kostar að taka flugrútuna til Keflavíkur og annað eins til baka eða samtals 6.000 krónur. Töluverð umræða spannst um málið á Twitter í vikunni þar sem netverjar voru ekki á einu máli um það hvort betra væri að taka rútu á völlinn eða fara á bílnum og geyma hann í langtímastæði með tilheyrandi kostnaði.

Til samanburðar hljóðar tilboð Wow air til fjölmargra Evrópulanda upp á 4900 til tæpra 7000 króna aðra leið. Það getur því margborgað sig að redda sér ókeypis fari út á Keflavíkurflugvöll báðar leiðir eða fá einhvern til að skutla sér vestur eftir á bílnum.

Til samanburðar kostar svo farið frá Reykjavík til Selfoss með strætó 1.840 krónur aðra leiðina og 3.680 báðar leiðir. Leiðin frá Reykjavík til Selfoss og frá Reykjavík til Keflavíkur er álíka löng.

Fjölskyldulífið hefur setið á hakanum

||
||

Smiðjan brugghús er glænýr veitingastaður í Vík í Mýrdal sem bruggar sinn eigin bjór. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður og rekstaraðili staðarins og einn af fjórum eigendum.

Þórey Richardt Úlfarsdóttir sér um daglegan rekstur veitingastaðarins.

„Við bjóðum þykka og djúsí hamborgara auk meðlætis og fjölbreytt úrval af bjór á krana, erum með tíu dælur. Stefnan er að hafa handverksbjór frá hinum ýmsu brugghúsum á Íslandi og svo auðvitað okkar eigin þegar brugghúsið sjálft verður klárt eftir tæpan mánuð,“ segir Þórey en auk hennar eru eigendur Sveinn Sigurðsson, sambýlismaður Þóreyjar, Vigfús Þór Hróbjartsson og Vigfús Páll Auðbertsson. Þórey og Sveinn annast daglegan rekstur, þau eru með átta starfsmenn og þar af sex í fullu starfi.

Segja má að þau hafi ómeðvitað stefnt að þessum áfanga í mörg ár þar sem draumurinn um eigið brugghús hafi blundað í þeim lengi. „Þegar Svenni var í BS í viðskiptafræði og meistaranámi í vörumerkjastjórnun og markaðssamskiptum þá fjölluðu lokaverkefnin hans um greiningu á neyslu- og kauphegðun handverksbjóra. Áhuginn á bjór og bjórmenningu jókst stöðugt og eldhúsið og allt geymslupláss heima hjá okkur var lagt undir heimabrugg. Þegar Vigfús Þór fékk svo bjórbók í jólagjöf hafði hann samband og spurði hvort við ættum ekki bara að opna brugghús. Við grínuðumst með að Svenni gæti bara þýtt viðskiptaáætlunina á íslensku og látið vaða. En Vigfús var ekkert að grínast og fljótlega voru komnar teikningar af hóteli, veitingastað og brugghúsi. Síðar bættist Vigfús Páll í hópinn en fyrirtækið hans, Auðbert og Vigfús Páll á stórt iðnaðarhúsnæði á Vík í Mýrdal. Hann hafði hugsað sér að opna veitingastað og brugghús í einu og við sameinuðumst því um að hrinda þessu í framkvæmd.“

Sáu að mestu leyti sjálf um vinnuna
Fjórmenningana langar að bæta bjórmenninguna á Íslandi, prófa sig áfram með nokkra bjórstíla og halda sig á amerísku línunni. „Fyrstu tegundirnar okkar verða New England IPA-bjór sem heitir Wet Spot og Porter-bjór sem heitir Dark Side og í framhaldinu verða tegundinar fleiri. Mikið er lagt í handverksbjóra, magnið af humlum er oftast meira sem gerir þá bragðmeiri og eingöngu er notast við úrvals hráefni. Einnig er oft notað hráefni í handverksbjór sem er almennt ekki notuð í almenna bjórgerð, allt frá skyri upp í kókosbollur. En við ætlum að leggja áherslu á að vinna með efni úr heimabyggð eftir bestu getu.“

„Efst í huga er hjálpsemin hjá öllum – heimamenn hafa hjálpað mikið, reddað okkur hinu og þessu og lánað alskonar verkfæri. Svo hafa fjölskylda og vinir hjálpað alveg gríðalega.“

Mikill ferðamannastraumur er til Víkur í Mýrdal og því hentar staðsetningin vel. Húsið hefur haft mörg hlutverk í gegnum tíðina og þar voru upphaflega gömlu Kaupfélagsverksmiðjurnar og þaðan draga þau nafnið. Í húsinu var einnig bílasprautunarverkstæði, smíðastofa grunnskólans og meira að segja var líkgeymsla í húsinu um tíma. „Það er búið að taka um ár að standsetja húsið en við höfum nánast séð um allt sjálf, bara á kvöldin og um helgar, auðvitað með hjálp fjölskyldu og vina. Við sjáum sjálf um fjármögnun á verkefninu og alla hönnun. Vigfús Þór gerði allar teikingar og í sameiningu hönnuðum við uppsetninguna. Ég sá um innanhússhönnunina en auðvitað hjálpuðust allir að í því ferli eins og öllu öðru,“ segir Þórey.

Ferlið hefur verið afar skemmtilegt en auðvitað erfitt á köflum. Að sjá þetta verða að veruleika finnst mér alveg magnað. Efst í huga er hjálpsemin hjá öllum – heimamenn hafa hjálpað mikið, reddað okkur hinu og þessu og lánað alls konar verkfæri. Svo hafa fjölskylda og vinir hjálpað alveg gríðalega. Þetta hefði varla verið hægt án allrar þeirra aðstoðar sem við höfum fengið. Erfiðastar eru líklega allar vinnustundirnar sem hafa farið í þetta – öll kvöld og helgar hafa verið undirlögð í brugghúsið svo að fjölskyldulífið hefur setið svolítið á hakanum. Við Svenni eignuðumst til dæmis okkar annað barn þegar að framkvæmdir voru að byrja þannig að stór hluti fæðingarorlofsins var varið þarna. Svenni og Vigfús Þór vörðu nánast hverju kvöldi í brugghúsinu í marga mánuði meðan ég og hans kona sáum um börnin og heimilið. Annars gengur okkur Svenna vel að vinna saman þótt stundum hafi verið spenna á milli okkar þegar mesta álagið var í framkvæmdum. En við berum virðingu hvort fyrir öðru og erum góð í að nýta kosti hvort annars. Við reynum að skipta þessi á okkur – Svenni sér til dæmis að mestu um brugghúsið og ég um veitingastaðinn. En svo er Svenni líka mjög góður í því að leyfa mér að halda að ég hafi rétt fyrir mér,“ segir hún hlæjandi.

Eigendur Smiðjunnar brugghúss frá vinstri: Vigfús Páll Auðbertsson, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson og Vigfús Þór Hróbjartsson.

Vinna matinn frá grunni
Einfaldur matseðill er á veitingastaðnum en þau vildu frekar hafa fáa rétti og gera þá vel en að eiga á hættu að bjóða upp á miðlungsmat. „Við völdum að hafa hamborgara því að okkur finnast þeir einfaldlega góðir – borgari og bjór klikkar ekki. Við bjóðum upp á 180 g hamborgara, pulled pork/rifið svínakjöt og franskar. Við vinnum flest frá grunni eins og sósur, eplahrásalat og handgerða laukhringi. Viðtökurnar hafa verið hreint frábærar, bæði hjá heimafólki og ferðamönnum.“

Fram undan hjá Smiðjunni brugghúsi er að koma allri starfsemi af stað, byrja að brugga og halda áfram í vöruþróun. „Einng að koma vörunni okkar á hótelin og veitngastaðina í kring og auðvitað í Vínbúðina líka. Við höldum svo bara áfram að halda standardnum á veitingastaðum, okkur langar svo í framtíðinni að hafa reikofn og bjóða upp á okkar eigin rif og meiri mat í BBQ-stíl.“

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Eliza Witek

Hættum að ljúga að börnunum okkar

Ólafur Arnalds

Ólafur Arnalds semur tónlistina við kvikmyndina Lof mér að falla, en hún fjallar um unga stúlku sem leiðist út í fíkniefnaneyslu. Hann segir uggvænlegt að fylgjast með aukinni útbreiðslu harðra efna á Íslandi.

Lof mér að falla, nýrrar kvikmyndar leikstjórans Baldvins Z, er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd 7. september á þessu ári. Myndin lýsir hrollvekjand og napurlegum veruleika íslenskra ungmenna sem leiðast út fíkniefnaneyslu og er byggð á raunverulegum sögum stúlkna sem hafa verið í neyslu. Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds er í miðjum klíðum við að semja tónlist myndarinnar sem hann segir að muni endurspegla drungalegt viðfangsefnið.

„Ég er að svolítið að vinna með sakleysi ungu persónanna í melódíum, sem eru krúttlegar á köflum,“ lýsir hann, „og svo nota ég hljóðheim til að brjóta þetta sakleysi smám saman niður og gera það ljótara.“

Umfjöllunarefnið er klárlega innlegg inn í umræðuna sem í þjóðfélaginu um aukna neyslu ávanabindandi efna, sér í lagi meðal ungmenna. Spurður hvað honum finnist um þá þróun sem er að eiga sér stað í þeim efnum dregur Ólafur ekki dul á það að honum líst illa á blikuna. „Það er ömurlegt að sjá þessi hörðu efni verða að einhvers konar tískuefnum,“ segir hann hreinskilinn. „Hlutirnir geta nefnilega verið ansi fljótir að breytast til hins verra fyrir fólk sem er að fikta með þau.“

Hvað finnst þér þá um umræðuna sem hefur verið um þessi mál undanfarið?

„Mér finnst að við ættum að hætta að ljúga að börnunum okkar með draugasögum og einfaldlega sýna og segja þeim sannleikann um öll efni – líka áfengi,“ svarar hann ákveðinn. „Það gerir engum gagn að setja einhverskonar stimpil á öll fíkniefni sem segir: „Ef þú prófar hass einu sinni þá endarðu í ræsinu í næstu viku“. Forvarnir þurfa að byggja á sannleika, ekki ýkjum. Þannig byggjum við upp traust milli okkar og þeirra sem þurfa á forvörnunum að halda. Bæði barna og foreldra.“

Lof mér að falla er ekki fyrsta samstarfsverkefni þeirra Ólafs og leikstjórans Baldsvins Z, þeir félagar hafa unnið saman að ýmsum verkefnum í gegnum árin þar á meðal tónlistarmyndinni Island Songs sem Ólafur framleiddi enn fremur og kvikmyndinni Vonarstræti sem bæði hlaut einróma lof gagnrýnenda og vann til fjölda verðlauna á Edduverðlaunahátíðinni árið 2015. Ólafur segir góða vináttu lykilinn að þessu giftursamlega samstarfi þeirra Baldvins. Auk þess skipti gríðarlegu máli það fullkomna listræna frelsi sem hann hefur fengið við tónsmíðarnar, en hann leggur mikla áherslu á það bæði þegar í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.

Talandi um það, þú hefur einmitt samið talsvert af tónlist fyrir erlenda aðila. Hver er munurinn á því og að starfa með innlendum aðilum?

„Ja, ætli helsti munurinn sé ekki sá að erlendu verkefnin, sjónvarpsþættirnir og bíómyndirnar, sem ég hef verið að semja tónlist við eru yfirleitt miklu stærri en gengur og gerist á Íslandi. Það gerir það að verkum að oft hafa fleiri leikstjórar og framleiðendur eitthvað um tónlistina að segja en á sama tíma gefur það manni meira svigrúm til að reyna hluti sem ekki væri kannski hægt að prófa í minni og ódýrari verkefnum,“ segir hann og bætir við að hann hafi eitt prinsipp að leiðarljósi.

„Ég tek ekki að mér verkefni yfirhöfuð þar sem ég er einfaldlega „work for hire“ eftir höfði einhvers annars. Sama hvort það er íslenskt eða erlent. Hingað til hef ég verið heppinn með það.“

Lof mér að falla kemur út í haust. Hægt er að heyra brot úr tónlistinni í nýlegu sýnishorni úr myndinni.

Mynd / Heiða Helgadóttir

Ísland ekki hreinasta land í heimi

Hreinasta loftið í heimi er í Finnlandi, samkvæmt nýjasta mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þar á eftir kemur Eistland, Svíþjóð, Noregur og er Ísland í fimmta sæti. Á hinn bóginn eru minnstu loftgæðin í Úganda, Katar og Kamerún. Gögnin eru byggð á upplýsingum frá árunum 2008 til 2016.

„Við komum alveg ágætlega út. Samt sem áður má rekja 80 ótímabær dauðsföll hér á landi til svifryksmengunar, smæstu agnanna sem eru taldar hættulegastar, og allt að fimm dauðsföll vegna köfnunarefnisdíoxíðsmengunar,“

segir Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun. Um er að ræða einstaklinga sem voru veikir fyrir. Umhverfisstofnun tekur gögnin saman um loftgæði hér á landi og sendir þau til Umhverfisstofnunar Evrópu.

Umhverfisstofnun vann drög að áætlun um loftgæði til 12 ára í samráði við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri og umhverfis- og auðlindaráðuneyti gaf út í nóvember í fyrra. Í áætlun sem kom út síðasta haust eru tilgreindar aðgerðir sem stuðla eiga að því að bæta loftgæði og eyða ótímabærum dauðsföllum árið 2030. Á meðal þess sem þar er nefnt er minni notkun nagladekkja, meiri notkun almenningssamgangna og aukin rafbílanotkun.

Lítill hagnaður af Alcoa

Álverið í Reyðarfirði.

Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði seldi vörur fyrir 81 milljarð króna í fyrra. Af fjárhæðinni urðu eftir 29 milljarðar króna í landinu í formi launa, opinberra gjalda og innkaupa frá innlendum birgjum, að því er fram kemur í samfélagsskýrslu Alcoa. Þetta er í annað sinn sem fyrirtækið gefur skýrsluna út.

Í skýrslunni kemur fram að meðallaun hjá Alcoa Fjarðaáli voru 8,7 milljónir króna í fyrra og námu launagreiðslur til starfsmanna og launatengd gjöld 6,6 milljörðum króna.  

Tekið er sérstaklega fram að fjárfesting Alcoa á Reyðarfirði hafi verið ein sú dýrasta í Íslandssögunni eða upp á um 230 milljarða króna. Það sé eðli fjárfestinga af slíkri stærðargráðu að hagnaður af starfsemi fyrstu árin verði ekki mikill ef nokkur vegna mikilla afskrifta og hás fjármagnskostnaðar.

Þá riðu skúrkar um héruð

||||
||||

HM í knattspyrnu hefur getið af sér ógrynni hetja í gegnum tíðina. Skúrkar eru þó einnig mikilvægir til að halda jafnvægi í þessari risavöxnu íþróttaveislu og gildir þá einu hvort leikmenn skapi sér óvinsældir með ofbeldisverkum, svindli, leikaraskap eða einfaldlega með því að bregðast liðsfélögum sínum þegar mest ríður á. Mannlíf rifjaði upp nokkra fræga skúrka í sögu HM.

1. Óvinsælli en Hitler

Þýski markmaðurinn Harald Schumacher, Vestur-Þýskalandi, framdi fólskulegasta brot HM-sögunnar þegar Þjóðverjar og Frakkar léku í undanúrslitum á HM á Spáni 1982. Þegar franski varnarmaðurinn Battiston elti glæsilega sendingu hetjunnar Michels Platini inn fyrir þýsku vörnina tók Schumacher á rás út úr marki sínu í átt að þeim franska, sem varð fyrri til að ná til boltans og skaut naumlega fram hjá. Markverðinum virtist hins vegar vera hjartanlega sama um boltann og stökk beint á Battiston, sem fékk mjöðmina og lærið á Schumacher í höfuðið af ógnarafli og féll meðvitundarlaus til jarðar.

Platini sagðist síðar hafa haldið að Battiston væri dáinn því hann fann engan púls þegar liðsfélagar og sjúkralið stumraði yfir honum hrímhvítum í framan. Á meðan rölti Schumacher í hægðum sínum um vítateiginn, sýndi fórnarlambi sínu engan áhuga og virtist óþreyjufullur að taka útsparkið og hefja leik að nýju, því dómari leiksins dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu fyrir brotið augljósa og hvað þá verðskuldað rautt spjald á Schumacher. Knattspyrnukarma virðist ekki hafa virkað sérlega vel þennan ákveðna dag því leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir framlengingu og í vítakeppninni, þeirri fyrstu í sögu HM, varði Schumacher tvær vítaspyrnur.

Að leik loknum, þegar Schumacher var tjáð af fréttamönnum að Battiston hefði misst tvær tennur í árásinni, brákað þrjú rifbein og skemmt hryggjarlið, grínaðist markvörðurinn með að hann skyldi með glöðu geði borga fyrir tannaðgerð fyrir varnarmanninn úr því hann væri ekki meira slasaður en svo. Allt hleypti þetta skiljanlega illu blóði í þorra knattspyrnuáhugafólks og sér í lagi Frakka. Málið vakti svo mikla athygli að þjóðarleiðtogar landanna tveggja, þeir Helmut Kohl og François Mitterand, ræddu það á blaðamannafundi til að freista þess að lægja öldurnar. Í skoðanakönnun fransks dagblaðs skömmu síðar var Schumacher kosinn óvinsælasti maður Frakklands með talsverðum yfirburðum. Adolf Hitler, landi markvarðarins, varð í öðru sæti í þessari sömu könnun.

Battiston náði sér að fullu um síðir en þetta ógeðfellda atvik litaði þó feril beggja leikmanna upp frá því og það er kannski það sorglegasta við það, því báðir voru þeir frábærir knattspyrnumenn. Þá er einnig leiðinlegt að leiksins sjálfs sé fyrst og fremst minnst fyrir fólskulegt brot en ekki þá stórkostlegu knattspyrnu og gríðarlegu spennu sem fram fór á sjálfum vellinum.

2. Mannætan snýr aftur

Luis Suárez, Uruguay, hefur tekið þátt í tveimur heimsmeistarakeppnum til þessa. Á lokamínútu framlengingar í 8-liða úrslitum HM 2010 í Suður-Afríku varði hann skot Ghana-mannsins Asamoah Gyan viljandi með hendi á marklínunni og kom þannig í veg fyrir þann sögulega atburð að afrískt landslið kæmist í fyrsta sinn í undanúrslit HM. Þetta upptæki Uruguay-mannsins vakti takmarkaða lukku og enn síður gríðarlegur fögnuður hans á hliðarlínunni þegar Uruguay vann vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið.

Einhverjir hafa reynt að halda uppi vörnum fyrir Suárez og bent á að vitanlega sé gáfulegra að stöðva bolta með hendi en að horfa á eftir honum í netið á síðustu mínútunni en sú skoðun hefur einhverra hluta vegna orðið undir í umræðunni enda Suárez langt frá því að vera ástsælasti leikmaður heimsfótboltans. Í lokaleik riðilsins á HM í Brasilíu 2014 tók Suárez svo upp á því að bíta Giorgio Chiellini, varnarmann Ítala, í öxlina eftir barning í teignum og greip svo klaufalega um tennurnar til að láta líta út fyrir að hann hefði óvart dottið á hann. Suárez tókst að blekkja dómarann en ekki sjónvarpsmyndavélarnar og var í kjölfarið dæmdur í langt bann, enda var þetta í þriðja sinn sem hann smjattaði á líkama andstæðings í miðjum leik.

Hverju skyldi Luis Suárez taka upp á í Rússlandi í sumar?

3. Gallaður snillingur

Það má færa rök fyrir því að goðsögnin Diego Armando Maradona hafi leikið skúrkinn á einn eða annan hátt í öllum fjórum heimsmeistaramótunum sem hann tók þátt í, en sumum þó meira en öðrum. Í fyrstu keppninni á Spáni árið 1982 varð nýstirnið pirrað á sífelldum spörkum andstæðinga sinna og lét að endingu reka sig út af fyrir hefndarbrot í lokaleik Argentínumanna, þar sem liðið féll úr leik gegn Brasilíu. Í Mexíkó árið 1986 spilaði hann eins og engill og tryggði þjóð sinni heimsmeistaratitilinn nánast einn síns liðs, en tókst þó að slá fölva á fegurðina með því að skora mark með hendi gegn Englendingum í 8-liða úrslitum. „Markið var skorað með örlitlu af höfði Maradona og örlitlu af hendi guðs,“ sagði Maradona og viðhélt þeirri söguskoðun langt fram á næstu öld.

Hann þótti langt frá sínu besta á Ítalíu árið 1990 og klúðraði meðal annars víti í 8-liða úrslitum en Argentínumenn komust þó alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir biðu lægri hlut gegn Vestur-Þjóðverjum. Í síðasta mótinu sínu í Bandaríkjunum árið 1994 féll Maradona svo á lyfjaprófi og var sendur heim með skít og skömm eftir aðeins tvo leiki og argentínska liðið beið þess ekki bætur.

4. Skelkur í bringu

Sjaldan eða aldrei hefur leikmanni tekist að skaða orðspor sitt eins harkalega og Zinedine Zidane (Frakklandi) í úrslitaleik HM 2006 í Þýskalandi gegn Ítölum. Þetta var síðasti leikur goðsins á ferlinum og allt stefndi í sannkallaðan ævintýraendi fram á síðustu mínútu framlengingar, þegar Zidane brást skyndilega ókvæða við móðgunaryrðum varnarmannsins Marcos Materazzi um systur hins fyrrnefnda og keyrði stífbónaðan skallann af miklu afli í bringu hans. Ítalinn datt niður sem dauður væri, Zidane fékk rautt spjald og Ítalir unnu vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið. Þessi frábæri leikmaður hefði getað lokið ferlinum með því að lyfta stærsta bikarnum af þeim öllum en er þess í stað frekar minnst vegna einhvers sem hann gerði með höfðinu en fótunum.

5. Hætta ber leik þá hæst hann stendur

Rivaldo Vítor Borba Ferreira, frá Brasilíu, ​var talsvert betri fótboltamaður en leikari. Það kom bersýnilega í ljós undir lok leik Brasilíu og Tyrklands í riðlakeppninni á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002, þegar hann bjó sig undir að taka hornspyrnu og Tyrkinn Hakan Ünsal sparkaði til hans boltanum, nokkuð fast en ekki svo fast að nokkrum fullfrískum manni í feiknaformi yrði meint af að fá hann í sig. Rivaldo fékk boltann í lærið en greip umsvifalaust um andlitið, henti sér niður og rúllaði sér um völlinn með kómískan angistarsvip á andlitinu. Dómarinn lét blekkjast á einhvern ótrúlegan hátt og rak Ünsal af velli, en Rivaldo hefur æ síðan verið minnst sem svindlara.

Fleiri tilkallaðir:

Patrice Evra.

Patrice Evra, Frakklandi
Fyrirliðinn leiddi uppreisn leikmanna gegn þjálfara franska landsliðsins á HM í Suður-Afríku árið 2010 sem gerði alla viðkomandi að fíflum.

Antonio Rattín, Argentínu
Fyrirliði Argentínumanna lét reka sig út af fyrir kjaftbrúk í leik gegn gestgjöfum Englendinga á HM 1966, neitaði að yfirgefa völlinn þar til í lengstu lög, stóð á rauða teppinu sem var einungis ætlað drottningunni og þurrkaði sér loks um hendurnar með breska fánanum á leiðinni út af.

Frank Rijkaard, Hollandi
Hrækti í hárið á þýska framherjanum Rudi Völler á HM á Ítalíu 1990 og aftur þegar hann var rekinn út af fyrir vikið. Var uppnefndur „Lamadýrið“ af þýskum fjölmiðlum.

Roy Keane.

Roy Keane, Írlandi
Var svo pirraður vegna slæmra æfingaaðstæðna írska landsliðsins á HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 að hann gagnrýndi þjálfarann stanslaust þar til hann var rekinn úr hópnum og sendur heim áður en liðið hafði spilað sinn fyrsta leik.

Juan Camilo Zúñiga, Kólumbíu
Dúndraði með hnénu í bakið á hetju heimamanna, Neymar, í 8-liða úrslitum á HM í Brasilíu 2014 með þeim afleiðingum að gulldrengurinn lék ekki meira á mótinu. Í næsta leik biðu Neymar-lausir gestgjafarnir afhroð, 7-1, gegn verðandi heimsmeisturum Þjóðverja.

Kristjana.

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, nefnir Diego Simeone, Argentínu:

„Maðurinn sem gerði David Beckham að hataðasta manni Englands á HM í Frakklandi sumarið 1998. Beckham, sem var algjört átrúnaðargoð hjá mér (já, ég fékk mér tölvupóstfangið [email protected]) fékk rautt spjald í leiknum gegn Argentínu í 16-liða úrslitum þegar hann sparkaði, lauflétt, aftan í Simeone. Þeim argentínska tókst að ýkja viðbrögðin svo mikið og láta þar með reka helstu vonarstjörnu Englendinga af velli. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni og þar tapaði England fyrir Argentínu.“

Örn Úlfar.

Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður á ENNEMM, nefnir Roberto Baggio, Ítalíu:

„Árið 1994 byrjaði ég aftur að hafa áhuga fótbolta og HM í Bandaríkjunum var eiginlega fyrsta mótið sem ég fylgdist með af athygli. Roberto Baggio var allt í öllu fyrir Ítalíu og kom þeim í úrslitaleikinn en fyrir kaldhæðni örlaganna er hans einkum minnst fyrir vítaspyrnuklúðrið sem færði Brasilíumönnum titilinn. Og fyrir glæpsamlega hárgreiðslu.“

Fjölbreytt úrval stuðningshlífa frá Protek

Protek býður upp á fjölbreytt og mikið úrval stuðningshlífa, frá mildum stuðningi til mikils stuðning. Protek hannar sínar eigin hlífar með það að markmiði að þær séu fyrir mismunandi meiðsli sem geta komið upp á lífsleiðinni og að hægt sé að eiga hlífarnar í langan tíma. Þær eru endingargóðar og á sanngjörnu og góðu verði. Protek-hlífarnar eru hjálpartækjastuðningur við tognun, brákun og fyrir veika vöðva og liði svo dæmi séu tekin. Þetta eru hágæðavörur sem hafa hjálpað fjölmörgum að stunda sína hreyfingu eftir ýmiskonar meiðsli, t.d. eftir erfið álagsmeiðsli.

Kostir Protek-hlífanna eru meðal annars:

  • Svartar á lit, klassísk og falleg hönnun.
  • Framleiddar úr gæðaefnum sem eiga að endast í langan tíma þrátt fyrir mikla notkun.
  • Hægt að nota allar hlífarnar við daglegar athafnir og í íþróttum þar sem efnin anda vel.
  • Hlífarnar passa bæði á hægri og vinstri útlimi.
  • Mikið úrval stærða, allir ættu að finna stærð við hæfi.
  • Þær hjálpa til við að koma í veg fyrir frekari meiðsli.
  • Stuðningur hjálpar til við að draga úr bólgum í kringum særða vöðva og liði.
  • Þær halda hita að slasaða svæðinu og auka þannig blóðfæði sem flýtir bata.

Í boði eru þrjár tegundir stuðningshlífa á skalanum 1-6

Elastigated-hlífar

Í Elastigated-línunni er handahlíf, ökklahlíf, úlnliðshlíf, olnbogahlíf, hnéhlíf og hné- og kálfahlíf. Efnið í hlífunum inniheldur 52% nylon, 35% spandex og 13% latex með 4way stretch sem gefur betri teygjanleika en ella.

Helstu eiginleikar:

Mildur og teygjanlegur stuðningur.
Léttar og þægilegar hlífar.

Neoprena-hlífar

Í Neoprene-línunni eru hnéhlíf, ökklahlíf, úlnliðshlíf og olnbogahlíf. Efnið í hlífunum inniheldur 90% neoprene rubber og 10% nylon. Efnið er 3 mm þykkt sem gefur aukinn stuðning og einangrun.

Helstu eiginleikar:

Góður stuðningur og stífara efni en í Elastigated-hlífunum.
Halda hita vel inni sem veitir lækningu fyrir veika vöðva og liði með því að auka blóðflæði.

Spelkuhlífar

Í spelkulínunni er handahlíf með tveimur spelkum, mjóbakshlíf með átta spelkum, mjóbakshlíf með sex spelkum, hnéhlíf með fjórum spelkum og hnéhlíf með tveimur lömum. Efnið í spelkuhlífunum er ýmist úr Neoprene eða Elastigated ásamt spelkum eða lömum.

Helstu eiginleikar:

Mikill stuðningur frá spelkum og/eða lömum.
Hægt er að fjarlægja spelkurnar frá hlífunum og þannig stilla og staðsetja stuðninginn eftir þörfum sem er mikill kostur.

Góð lausn fyrir sinaskeiðabólgu og veikan eða slasaðan úlnlið

Einnig er í boði handahlíf með tveimur spelkum sem hægt er að nota fyrir hægri eða vinstri hönd. Hlífin hefur fullan stuðning og kemur með tveimur spelkum báðum megin við úlnlið. Þessi handahlíf hentar mjög vel fyrir þá einstaklinga sem eru með sinaskeiðabólgu og þá sem eru með veikan eða slasaðan úlnlið.

Helstu eiginleikar:

Hægt er að fjarlægja spelkurnar og beygja þær eftir þörfum.
Ein stærð sem passar á flesta þar sem stuðningurinn er stillanlegur.

Nánari upplýsingar um allar Protek-hlífarnar er að finna á vef Alvogen.

Protek stuðningshlífarnar fást í flestum apótekum.

 

Stöðugt fleiri ofbeldismál koma til kasta lögreglu

|
|

Lögreglan skilgreinir ofbeldisverk gegn konum mun betur í dag en áður. Rannveig Þórisdóttir hjá upplýsingadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir fleiri þolendur ofbeldis þora að stíga fram nú en áður.

Sextán einstaklingar fengu neyðarhnapp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári vegna hættu á ofbeldi gegn þeim. Þetta er næstum 80% aukning frá árinu 2015 þegar einstaklingar í níu málum fengu neyðarhnappa. Á sama tíma hefur lögreglan þurft að hafa afskipti af miklu fleiri málum sem tengjast heimilisofbeldi en áður. Þau voru um 20 að meðaltali á mánuði árið 2014 en eru nú um 60 á mánuði.

Rannveig Þórisdóttir hjá upplýsingadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki víst að ofbeldisverkum hafi endilega fjölgað. Ýmsir þættir skýri að fleiri ofbeldismál eru skráð í bókum lögreglu nú en áður og fleiri fái neyðarhnappa.

„Í langan tíma var litið á heimilisofbeldi sem fjölskylduvandamál sem lögreglan átti ekki að skipta sér af. En það er ekkert séríslenskt fyrirbæri,“ segir Rannveig og bendir á að breytt verklag lögreglu hafi skilað þessum árangri.

Rannveig.

Stærstu breytingarnar voru gerðar árið 2015 þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við sem lögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Síðan þá hefur lögreglan horfið frá því að vera valdastofnun yfir í að verða þjónustustofnun fyrir almenning. Þessu fylgdu ýmsar áherslubreytingar, m.a. sú að skilgreina heimilisofbeldi sem viðfangsefni lögreglu og skrá brotin sem sem koma upp.

„Það var búið að reyna ýmislegt en gengið illa. Eftir að Sigríður kom inn þá förum við í fullum herklæðum á vettvang og rannsökum málin sem koma upp,“ segir Rannveig og tekur fram að breytt verklag feli í sér að nálgast ofbeldismál með öðrum hætti en áður. Nú er tekið fastar á þeim, þeim fylgt eftir, málin skráð betur og þolendum tryggð betri málsmeðferð. „Við höfum lyft grettistaki um allt land því þetta nýja verklag lögreglunnar hefur leitt til þess að nálgunarbann og neyðarhnappar hafa verið notaðir í meiri mæli en áður.“

Misbrestur í skráningu

Rannveig segir misbrest hafa verið á skráningu málanna áður og minnir á að mál eins og heimilisofbeldi hafi áður ekki verið hugsað sem lögreglumál. „Ég veit ekki hversu samanburðarhæfar tölurnar eru því við vorum ekki að skrá málin með markvissum hætti. Segja má að við höfum vanskráð þetta áður og því sé málum ekki endilega að fjölga,“ segir Rannveig og bætir við að eftir því sem umfjöllun um ofbeldisverk eykst og fleiri stígi fram og greini frá ofbeldisverkum því frekar leiti fólk til lögreglu.

Eins og áður sagði voru 20 mál tengd heimilisofbeldi skráð í bækur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2014. Nú fjórum árum síðar eru málin þrefalt fleiri eða 60 að meðaltali á mánuði.

Spurð að því hvað þurfi til að lögregla láti einstakling fá neyðarhnapp segir Rannveig að það sé metið í hverju tilviki fyrir sig. Oft sé um að ræða aðstæður þar sem óttast er að einstaklingur geti verið í hættu.

„Frá því við breyttum verklaginu sem snerta ofbeldi á heimilum þá hefur verið stöðug aukning ofbeldismála hjá okkur,“ segir Rannveig.

Fjöldi mála þar sem þurft hefur að láta þolanda fá neyðarhnapp

2015: 9 mál
2016: 11 mál
2017: 16 mál

Dæmi um það þegar einstaklingur fær neyðarhnapp

Hildur Þorsteinsdóttir lýsti í ítarlegu viðtali við DV í vor hræðilegu ofbeldi sem fyrrverandi eiginmaður hennar hafði beitt hana bæði á meðan sambúð stóð og í eftirmála skilnaðar. Eftir að hún sleit sambandinu sótti ofbeldismaðurinn svo að henni að Hildur fékk neyðarhnapp hjá lögreglu og varð hún að beita honum þegar henni fannst sér ógnað. Neyðarhnappinn gekk hún með í sex mánuði.

Hér er gestalistinn í konunglega brúðkaupinu

|
|

Harry Bretaprins gengur að eiga leikkonuna Meghan Markle næstkomandi laugardag og er beðið eftir brúðkaupinu með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi.

Tæplega sex hundruð manns er boðið í brúðkaupið og er það fólk úr öllum áttum, virðist vera.

Að sjálfsögðu er konungsfjölskyldunni boðið, þar á meðal föður Harrys, Karli Bretaprins og eiginkonu hans Camillu. Vilhjálmur Bretaprins, bróðir brúðgumans, mætir ásamt eiginkonu sinni Kate Middleton, sem og sjálf drottningin og aragrúi af fjarskyldum frænkum og frændum.

Þá hefur Harry einnig boðið fámennum hópi úr móðurætt sinni í herlegheitin, þar á meðal yngri bróður Díönu, Charles Edward Maurice Spencer, og systrum hennar tveimur, Söruh og Jane.

Móðir Meghan, Doria Ragland, verður viðstödd þegar dóttir sín giftist prinsinum. Líklegt þykir að Doria muni leiða hana upp að altarinu þar sem faðir leikkonunnar, Thomas Markle, ætlar ekki að mæta í ljósi myndahneykslis.

Sjá einnig: Pabbi mætir ekki í brúðkaupið.

Suits-gengið mætir.

Svo eru það meðleikarar Meghan í sjónvarpsþáttaröðinni Suits. Þeim er öllum boðið þannig að við megum búast við því að sjá Gabriel Macht, Rick Hoffman, Sarah Rafferty, Gina Torres og Patrick Adams, sem leikur eiginmann Meghan í þáttunum.

Leik- og söngkonan Priyanka Chopra, sem er náin vinkona Meghans, sem og Beckham-hjónin verða meðal veislugesta. Það skal þó tekið fram að Victoria hannar ekki brúðarkjólinn. Vinkonur hennar í Kryddpíunum mæta líka en ætla ekki að troða upp í veislunni.

Það má einnig búast við því að forsvarsmenn ýmissa góðgerðarsamtaka muni láta sjá sig í brúðkaupinu þar sem Harry er afkastamikill í góðgerðarmálum.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið.

Þær voru einu sinni klappstýrur

||||||||
||||||||

Það er æði misjafnt hvernig stjörnurnar í Hollywood hófu ferilinn, og oft hefur fólkið sem við sjáum í geysivinsælum hljómsveitum og bíómyndum þurft að strita í misgefandi störfum til að ná markmiðum sínum.

Þessar konur hér fyrir neðan eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa byrjað ferilinn sem klappstýrur, en það er afar eftirsótt í Bandaríkjunum að vera klappstýra og hvetja íþróttalið síns skóla áfram með dúskum og heljarstökkum.

Jenna Dewan

Leikkonan og dansarinn sýndi flotta takta í miðskólanum í Texas.

Chrissy Teigen

Fyrirsætan birti þessa mynd af samfélagsmiðlum frá klappstýrudögunum og fann sig knúna til að skrifa athugasemd um augabrúnir sínar, sem samkvæmt henni voru nánast ósjáanlegar. Chrissy er í efri röð, önnur frá vinstri.

Reese Witherspoon

Leikkonan náði léttilega að skella sér upp í píramída hér í den.

Fergie

Söngkonan hristi dúskana sína með gleði til að styðja fótboltalið miðskólans Glen. A. Wilson.

Eva Longoria

Þessari aðþrengdu eiginkonu fannst greinilega gaman að sýna listir sínar þar sem hún var bæði klappstýra í miðskólanum Roy Miller í Corpus Christi í Texas en einnig í háskólanum Texas A&M-Kingsville.

Sandra Bullock

Leikkonan hefur lítið breyst síðan hún klappaði og spriklaði hér forðum.

Cameron Diaz

Áður en þessi leikkona sló í gegn var hún klappstýra við miðskólann Long Beach Polytechnic.

Halle Berry

Leikkonan var allt í öllu í skólanum. Hún var ekki aðeins klappstýra heldur vann líka í skólablaðinu og var kosin drottning á skólaballinu.

Það gæti komið þér á óvart hvað þú eyðir miklu í vín

Við birtum sögu sænska áhrifavaldsins Jelly Devote í gær, en hún minnkaði áfengisneyslu sína til muna og breytti algjörlega um lífsstíl.

Að því tilefni ákváðum við að kanna hvað það kostar í raun og veru að drekka áfengi, burt séð frá öllum heilsufarslegum ávinningum.

Það er nefnilega langt því frá að vera ókeypis að drekka, sérstaklega á Íslandi, og sparar maður sér mikinn pening með því að sleppa því, eða gera það örsjaldan. Ef við tökum til dæmis manneskju sem fær sér alltaf bjór eftir vinnu, alla virka daga. Við miðum við að hver bjór kosti 280 krónur þannig að þessi vikuskammtur kostar 1.400 krónur. Svo kemur helgi og þá fjölgar bjórunum kannski úr einum og upp í þrjá hvorn dag. Það eru þá sex bjórar sem kosta samtals 1.680 krónur.

Þannig að vikuneysla þessa einstaklings í bjór er 3.080 krónur.

Þeir sem eru hrifinir af léttvíni geta fengið ágæta flösku á um 2.500 krónur. Í hverri flösku eru fjögur til fimm glös þannig að hún endist vikuna. Ef við svo segjum að þessi sama manneskja fari með tvær flöskur um helgi er vikueyðslan komin upp í 7.500 krónur.

Þannig að ársneysla þessara tveggja einstaklinga er 160.160 krónur fyrir bjórdrykkjumanneskjuna og 390.000 fyrir vínunnandann.

Þá er ráð að taka hófstilltara dæmi. Ef við segjum að einn einstaklingur kaupi sér vínflösku aðra hverja viku og annar kaupi sér sex bjóra aðra hverja viku. Sá sem drekkur vín eyðir 2.500 krónum hálfsmánaðarlega en bjórunnandinn 1.680 krónum.

Það þýðir samt sem áður að vínunnandinn eyðir 65.000 krónum á ári í vín á meðan bjóráhugamaður eyðir 43.680 krónum í bjór á ári, ef eingöngu er gengið út frá því að þessir tveir einstaklingar kaupi áfengi hálfsmánaðarlega.

Drykkja á skemmtistöðum getur kostað mörg hundruð þúsund

Allt annað mál er að kaupa sér drykki á skemmtistað, þar sem meðalverð á glasi af bjór eða léttvíni er 1.200 krónur og meðalverð á kokteil er 2.500 krónur. Segjum sem svo að einstaklingur fari út á lífið bæði föstudag og laugardag og drekki fimm bjóra hvort kvöld. Bara bjórinn þessa helgi kostar þennan einstakling því 12.000 krónur.

Ef þessi sami einstaklingur fengi sér fimm kokteila hvorn dag væri eyðslan talsvert meiri, eða 25.000 krónur.

Segjum sem svo að ofangreindur einstaklingur geri þetta stundum, að fara út á lífið bæði föstudag og laugardag. Segjum að hann sæki skemmtanalífið átta helgar á ári. Ef hann er bara í bjórnum er kostnaður við þessar helgar, áfengislega séð, kominn upp í 96.000 krónur á ári.

Sá sem sötrar kokteila greiðir hins vegar 200.000 krónur á ári í áfengi.

Þannig sjáum við að þó að einn og einn drykkur kosti ekki mikið þá getur töluvert sparast með því að minnka áfengisneyslu, og jafnvel leggja fyrir það sem sparast.

Var bældur Abba-aðdáandi um áratuga skeið

||||
Gunnar Lárus Hjálmarsson.

Gunnar Hjálmar Lárusson, betur þekktur sem Dr. Gunni, fer ekki leynt með hverjar sínar sakbitnu sælur eru þegar kemur að tónlist.

Gunnar Þórðarson og Pálmi Gunnarsson (1984)

Þetta var mjög vönduð plata frá þessum höfuðsnillingum, en gekk ekki vel enda enginn hittari á henni. Þess í stað mátti heyra frábært diskólag um Gísla á Uppsölum, auk annarra ágætra laga. Það var mikill fílingur fyrir Gísla á Uppsölum á þessum tíma og endar platan á laginu Á Uppsölum, sem tileinkað er minningu Gísla. Vanmetið verk!

ELO –

Discovery (1979)

Seventísið hefur í seinni tíð haft á sér yfirbragð einskonar töffara útkynjunar. Allir með barta, sniffandi kókaín og lifandi fyrir daginn í dag. ELO rammar þetta allt saman inn með sínu ofur-pródúseraða kókaín-poppi. Hér drípur smjör af hverri nótu og rjómalagðar diskóbylgjur flæða um bakka. Eina ástæðan til að hlusta á Bylgjuna er að þar eru miklar líkur á að maður heyri í ELO!

ABBA – The Album (1977)

Abba er líklega besta hljómsveit í heimi á eftir Bítlunum og XTC. Þetta mátti að sjálfsögðu ekki tala um á pönkárunum og ég var því bældur Abba-aðdáandi um áratuga skeið. Það þarf í sjálfu sér ekki að útskýra dýrð Abba – hún er öllum ljós – sænsk vandvirkni, fágaðar ofurgrípandi melódíur og þau fjögur eins og hefðarfólk. Allar plöturnar eru góðar en þessi er með Thank you for the music, sem ég vangaði við í barnaskóla og telst því besta platan!

The Four Seasons –

The Genuine Imitation Life Gazette (1969)

Þessir strákar frá New Jersey með Frankie Valli í fararbroddi höfðu slegið í gegn upp úr 1960 með laufléttu ástarpoppi en þegar hér var komið sögu kallaði tíðarandinn á sækadelíska konseptplötu um kynþáttaátök og stríð. Það er alltaf gaman þegar popparar vinda kvæði sínu algjörlega í kross en auðvitað ypptu aðdáendurnir bara öxlum yfir þessu tormelta stöffi og platan seldist ekki neitt. En mér finnst þetta bráðskemmtilegt!

The Ohio Express – The Ohio

Express (1968)

Tyggjókúlupopp var fislétt tónlistarstefna sem reið yfir í kringum 1970. Yfirleitt var ekki um alvöruhljómsveitir að ræða heldur sæta stráka sem frontuðu böndin en stúdíóhljóðfæraleikarar sungu og léku lögin. Þetta var sannkölluð útgerð og stundum voru margar útgáfur af sömu hljómsveit að spila á mismunandi stöðum í einu. The Ohio Express var best af þessum „böndum“ með fína hittara eins og Yummy Yummy Yummy og Chewy Chewy. Mikið léttmeti og frauð.

Aðalmynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Pabbi mætir ekki í brúðkaupið

Meghan og Harry

Nú styttist óðum í að leikkonan Meghan Markle og Harry Bretaprins láti pússa sig saman, en þau játast hvort öðru laugardaginn 19. maí í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala.

Faðir Meghan, Thomas Markle, segir í samtali við miðilinn TMZ að hann ætli ekki í brúðkaupið þar sem hann hafi fengið hjartaáfall þann 8. maí síðastliðinn. Kemur þessi frétt í kjölfar tilkynningar frá Kensington-höll þann 4. maí um að Thomas myndi leiða dóttur sína upp að altarinu. Segir í tilkynningunni að Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, muni ferðast til Bretlands í þessari viku og að bæði Meghan og Harry séu spennt yfir komu þeirra.

Nú virðist hins vegar sem aðeins móðir leikkonunnar mæti á svæðið.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið.

Ætla má að þessi afboðun Thomasar tengist myndahneyksli sem kom upp nýverið þegar fréttamiðillinn Daily Mail birti myndir af honum á internetkaffi í Mexíkó með ljósmyndaranum Jeff Rayner. Virtust kumpánarnir vera að stilla Thomas upp við tölvu þar sem hann væri að lesa fréttir af dóttur sinni og Harry. Í viðtali við TMZ segir Thomas harma að hafa hlustað á paparassana en hálfsystir Meghan, Samantha Markle, segist taka ábyrgð á þessu klúðri og að það hafi verið hún sem stakk upp á þessu við föður sinn.

Heimildarmaður tímaritsins Us Weekly segir að Meghan sé í rusli yfir þessum myndum en bætir við að samband hennar við föður sinn hafi ávallt verið stirrt vegna þess hve hvatvís og ábyrgarlaus hann er.

Sjá einnig: Harry prins hættir í kolvetnum til að léttast fyrir brúðkaupið.

Ryan Reynolds syngur með einhyrningagrímu í suður-kóresku sjónvarpi

Leikarinn Ryan Reynolds hefur verið iðinn við kolann síðustu vikur að kynna nýjustu mynd sína Deadpool 2 út um allan heim.

Ryan ákvað að bregða á leik í Suður-Kóreu með afar óhefðbundið kynningarbragð, svo vægt sé til orða tekið.

Ryan tók þátt í raunveruleikaþættinum King of the Masked Singer í Suður-Kóreu sem gengur út á það að flytjendur bera grímu til að fela sitt rétta sjálf og syngja til að komast áfram.

Ryan tók lagið Tomorrow úr söngleiknum Annie, en komst ekki áfram í næstu umferð. Hins vegar ætlaði allt um koll að keyra þegar hann tók af sér grímuna eins og má sjá hér fyrir neðan:

Hún minnkaði áfengisneysluna og er allt önnur kona

Sænski áhrifavaldurinn Jelly Devote er geysivinsæl á Instagram. Hún tók þá afdrifaríku ákvörðun fyrir sjö árum síðan að minnka áfengisneyslu sína, en hún var vön að drekka með vinum sínum nokkrum sinnum í viku. Í dag fær hún sér eitt til tvö glös aðra hverja viku og breytingin á einni manneskju er mikil.

Það má með sanni segja að Jelly sé allt önnur manneskja í dag og birtir reglulega myndir af sér á Instagram þar sem hún ber sig saman við sitt gamla sjálf.

Í nýlegri færslu segir Jelly að lífið sé allt annað eftir að hún sagði skilið við Bakkus.

ALCOHOL VS WATER ?? UNHEALTHY VS HEALTHY ?? UNHAPPY VS HAPPY ☹️? 20 VS 27 YEARS ??‍♀️?? . There is so many changes in how I look, how I feel, and how I live my life. ?? . I’ve never felt better, I have balance. I eat a doughnut ? followed by a salad ? I don’t drink alcohol ? often, I down my water ? and most importantly I’ve gone from hating myself to loving myself ❤️❤️??‍♀️ . People always ask how much I’ve lost, and I honestly don’t know what my highest weight was (not the picture) due to hating myself so much I didn’t weigh myself (probably around 75kg) and I don’t weigh myself anymore (lightest I’ve been 45kg, NOT HEALTHY MIND) ??‍♀️??‍♀️??‍♀️ . Weight doesn’t matter, you matter. How you feel about yourself. Don’t focus on a number that can fluctuate 5kg in two days ??‍♀️??‍♀️ . I’ve now been “balanced” since the crazy party nights in Bali ?‍♀️? and I’m feeling SO good again! Party life ain’t for me! I rather be in sneakers ? then heals, and rather drink protein and smoothies ??? then sipping champagne ? . #ibs #transform #fit #fitspo #fitness #workout #weightloss #transformation #beforeandafter

A post shared by Jelly – Work hard see results (@jellydevote) on

„Mér hefur aldrei liðið betur, ég er í jafnvægi. Ég get borðað kleinuhring og síðan salat. Ég drekk ekki oft áfengi, ég fæ mér vatn og það sem mikilvægast er: Ég fór frá því að hata sjálfa mig yfir í að elska sjálfa mig,“ skrifar Jelly.

Hún segist ekki vita hvað hún hafi misst mörg kíló á þessum sjö árum þar sem hún vigti sig ekki, en bætir við að hún hafi verið 45 kíló þegar hún var léttust sem er ekki heilbrigt. Hún brýnir fyrir aðdáendum sínum að einblína ekki á töluna á vigtinni heldur andlega líðan.

„Partílífið er ekki fyrir mig! Ég vil frekar vera í strigaskóm en háum hælum og ég drekk frekar próteindrykki og ávaxtasafa en kampavín.“

Fullkomna allar hreyfingar

Íslenski dansflokkurinn frumsýndi nýverið dansverkið Hin lánsömu eftir Anton Lachky. Sýning er bæði kraftmikil og kómísk en hún segir frá hópi yfirstétta systkina í sjálfsskipaðri útlegð.

Þau Tanja Marín Friðjónsdóttir og Andreas Sigurgeirrson eru meðal dansara í sýningunni en Andrean, er nýjasti meðlimur Íslenska dansflokksins. „Saga mín sem atvinnudansara er ekki löng en ég fór í starfsnám til Báru Sigfúsdóttur eftir útskrift og vann mikið með henni í verkinu Being sem sýnt var á danshátíðinni Everybody´s Sprectacular. Auk þess stóð ég fyrir danssmiðju í Indónesíu en ég er með sterk sambönd þaðan þar sem ég er hálfur indónesi.”

Tanja hefur búið í Brussel síðastliðin tíu ár en hún lærði dans í Hollandi. „Ég hef starfað sem dansari víðsvegar um Evrópu, svolítið eins og farandverkakona. Ég hef unnið svo lengi erlendis að mér fannst kominn tími til að gera eitthvað hér heima.“

„Það tók þó sinn tíma en ég hafði blikkað Ernu Ómarsdóttur, listrænn stjórnanda flokksins í einhver ár áður en ég passaði loksins inn í hópinn.”

Þrátt fyrir að halda aftur út í harkið að verkefninu loknu segist Tanja ákaflega spennt enda þekkti hún danshöfundinn fyrir og hlakkaði til að prófa vinnuaðferðir hans. „Anton kom mjög opinn inn í ferlið, hann bíður yfirleitt eftir að fá innblástur af dönsurunum sem hann vinnur með hverju sinni og leyfir hlutunum að þróast þannig. „Anton hefur ákveðinn hreyfistíl, eða öllu heldur aðferð sem hann vinnur með,” bætir Andrean við.

„Hann biður okkur að sýna okkar besta sóló sem við getum samið sem að hann svo afbakar og hraðar töluvert á.“

„Útkoman er kraftmikill dans sem krefst mikillar einbeitingar á smáatriðum og hraði sem reynir þolmörkin. Þetta var mjög líkamlega erfitt ferli en maður áorkaði mikið af því.”

Viðtalið í heild má lesa í 18 tbl. Vikunnar en dansverkið Hin lánsömu er sýnt í Borgarleikhúsinu.

Texti / Íris Hauksdóttir.
Mynd / Hallur Karlsson.

Allt sem þú þarft að vita um Eurovision á næsta ári

|
|

Hin ísraelska Netta kom, sá og sigraði í Eurovison í Lissabon með lagið TOY. Það er því ljóst að keppnin verður haldin í Ísrael að ári. Hún sagði sjálf að við myndum hittast í Jerúsalem á næsta ári og forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu sagði á samfélagsmiðlum að keppnin yrði haldin í Jerúsalem. Það hefur valdið talsverðum hita þar sem Jersúsalem er almennt ekki viðurkennd borg í Ísrael vegna deilna Ísraelsbúa og Palestínumanna. Hugsanlega verður því keppnin haldin í Tel Aviv. Óvíst er hvort einhverjar þjóðir eigi eftir að sniðganga keppnina vegna fyrrnefndra deila.

Stórar hallir sem geta hýst Eurovision-keppnina er bæði að finna í Jerúsalem og Tel Aviv. Í Jerúsalem er Jerúsalem-höllin sem er 41 þúsund fermetrar að stærð og hýsir tæplega sextán þúsund manns. Í Tel Aviv er höllin Menora Mivtachim sem er 23.450 fermetrar og getur tekið rúmlega tíu þúsund manns í sæti.

Stóru löndin fimm; Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland komast sjálfkrafa áfram í úrslit sem og gestgjafinn Ísrael. Auk þess hafa sex lönd nú þegar sýnt því áhuga að keppa á næsta ári. Það eru Eistland, Noregur, Pólland, San Marínó, Serbía og Svíþjóð. Nákvæm dagsetning á keppninni er ekki ljós, en auðvitað verður hún haldin í maí eins og siður er. Lönd hafa þar til um miðjan september til að sækja um þátttöku í keppninni.

Netta hrósar sigri.

Þar sem dagsetning er ekki ljós er heldur ekki ljóst hvenær miðasala hefst en hér fyrir neðan sést hvenær miðasala hefur hafist síðustu ár:

2013: 26. nóvember 2012
2014: 29. nóvember 2013
2015: 15. desember 2014
2016: 26. nóvember 2015
2017: 14. febrúar 2017
2018: 30. nóvember 2017

Síðustu fimm ár hafa miðar farið í sölu í hollum. Seldir eru miðar á níu sýningar, sem eru eftirfarandi að staðartíma:

Fyrri undanriðill

Dómararennsli: Mánudagur kl. 21.00
Æfingarrennsli: Þriðjudagur kl. 15.00
Bein útsending: Þriðjudagur kl. 21.00

Seinni undanriðill

Dómararennsli: Miðvikudagur kl. 21.00
Æfingarrennsli: Fimmtudagur kl. 15.00
Bein útsending: Fimmtudagur kl. 21.00

Úrslit

Dómararennsli: Föstudagur kl. 21.00
Æfingarrennsli: Laugardagur kl. 13.30
Bein útsending: Laugardagur kl. 21.00

Hér má svo sjá skemmtilegt Eurovision-dagatal sem birt er á síðunni Eurovision World, sem fer vel yfir hvað gerist í aðdraganda keppninnar.

Nærföt Rihönnu seljast eins og heitar lummur

||||||||||
||||||||||

Nærfatalínu Rihönnu, í samstarfi við Savage X Fenty, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en línan fór í sölu um helgina.

Mikið álag var á heimasíðu Savage X Fenty sökum aðsóknar í undirfötin, og seldist mikið upp á nokkrum klukkutímum.

Í línunni er allt frá brjóstahöldurum yfir í náttkjóla, og er klæðnaðurinn í línunni í ýmsum stærðum, litum og efnum. Þá er verðið líka frekar viðráðanlegt, en hægt er að fá talsvert mikið af undirfötum í kringum tíu þúsund krónur.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um það sem er í línunni en hægt er að versla hana í vefverslun Savage X Fenty.

Þessi stelling eykur líkur á fullnægingu kvenna um 50%

Í grein á vefsíðu Huffington Post er farið yfir þá stellingu sem gæti aukið líkur á að konur fái fullnægingu í kynlífi þar sem getnaðarlimur fer inn í leggöng.

Grunnurinn í stellingunni er gamla, góða trúboðastellingin en kynlífsþerapistar segja að með smá lagfæringu geti stellingin virkaði betur, bæði fyrir karlmenn og konur. Þessi lagfæring er kölluð Coital Alignment Technique, eða CAT, og felst í því að karlmaðurinn færir sig aðeins ofar á líkama konunnar þannig að getnaðarlimur hans nuddist upp við sníp konunnar við samfarir.

Rannsókn sem birt var í Journal of Sex and Marital Therapy sýndi að þau pör sem prófuðu CAT-stellinguna juku fullnægingartíðni kvennanna um 56%. Kynlífsþerapistinn Megan Flemming segir að CAT geti valdið straumhvörfum í samlífi para þar sem ekki sé alltaf nóg fyrir konur að fá getnaðarlim inn í leggöng til að fá fullnægingu.

„Um það bil tveir þriðju kvenna fá ekki fullnægingu eingöngu við kynmök,“ segir hún í samtali við Huffington Post og bætir við að með CAT-stellingunni sé snípurinn einnig örvaður, sem auki líkur á fullnægingu.

Kynlífsfræðingurinn Sadie Allison útskýrir síðan hvernig fólk á að bera sig að í CAT-stellingunni. Hún segir að pör eigi að koma sér fyrir í hefðbundinni trúboðastellingu en að konan eigi að vera með lítinn kodda undir mjöðmum. Karlmaðurinn eigi síðan að setja getnaðarlim inn í leggöng og færa sig ofar en hann myndi gera vanalega, þannig að brjóstkassi hans sé við axlir hennar. Karlmaðurinn og konan eigi að liggja þétt saman þannig að þegar karlmaðurinn færir liminn fram og til baka örvist snípurinn.

Sadie segir að karlmaðurinn eigi að forðast freistinguna að færa sig frá konunni heldur halda sig þétt upp við hana, og jafnvel ímynda sér snípinn og hvernig hann vilji nudda hann í samförum. Þá segir kynlífsþerapistinn Lori Buckley að CAT geti einnig haft góð áhrif á karlmenn þar sem þeir geti stundað kynlíf lengur áður en þeir fá fullnægingu.

Erótísk bók föðurs og horfin eiginkona

||||
||||

My dad wrote a porno

Hvað myndirðu gera ef elskulegur pabbi þinn ákveddi í einhverju ölæði að gefa út erótíska bók eftir sjálfan sig, þrátt fyrir þá staðreynd að vera ekki skrifandi og hafa ekki hundsvit á líkamsstarfsemi kvenna? James Morton tæklar þá spurningu í þessu hlaðvarpi sem er á köflum svo pínlegt að stundum langar mann til að slökkva á því, en getur það ekki því það er svo sjúúúklega fyndið.

Alice isn‘t dead

Ef þú ert á höttunum eftir spennandi og svolítið öðru vísihlaðvarpi þá gæti Alice isn‘t dead verið málið. Hér er á ferð leikið efni þar sem hlustendur slást í för með kvenkyns vörubílstjóra sem keyrir þvert yfir Bandaríkin í leit að horfinni eiginkonu og mætir á leiðinni ófreskju sem er ákveðið í að stöðva hana.

Stuff you should know

Vissirðu að ef tiltekin tegund af kolkrabba (pillow octopussy) verður fyrir aðsúg annarra sjávardýra, til dæmis ránfiska, þá grípur hann til þess ráðs að slíta af sér einn angann og notar hann sem vopn. Við höfðum ekki hugmynd um það þar til við fórum að hlusta á Stuff you should know, hlaðvarp sem er stútfullt af áhugaverðum og skemmtilegum fróðleik. Nýr þáttur kemur út tvisvar í hverri viku.

The Flop house

Það er ekki beinínis skortur á hlaðvörpum þar sem nördar gera grín að lélegum bíómyndum, en það sem The Flop House hefur kannski umfram flest þeirra er hvað stjórnendurnir eru hryllilega fyndnir. Allir hafa þeir séð ógrynni vondra mynda og í hverjum þætti taka þeir eina mynd fyrir og kryfja hana til mergjar.

Dýrt að taka flugrútuna

Þrjú þúsund krónur kostar að taka flugrútuna til Keflavíkur og annað eins til baka eða samtals 6.000 krónur. Töluverð umræða spannst um málið á Twitter í vikunni þar sem netverjar voru ekki á einu máli um það hvort betra væri að taka rútu á völlinn eða fara á bílnum og geyma hann í langtímastæði með tilheyrandi kostnaði.

Til samanburðar hljóðar tilboð Wow air til fjölmargra Evrópulanda upp á 4900 til tæpra 7000 króna aðra leið. Það getur því margborgað sig að redda sér ókeypis fari út á Keflavíkurflugvöll báðar leiðir eða fá einhvern til að skutla sér vestur eftir á bílnum.

Til samanburðar kostar svo farið frá Reykjavík til Selfoss með strætó 1.840 krónur aðra leiðina og 3.680 báðar leiðir. Leiðin frá Reykjavík til Selfoss og frá Reykjavík til Keflavíkur er álíka löng.

Fjölskyldulífið hefur setið á hakanum

||
||

Smiðjan brugghús er glænýr veitingastaður í Vík í Mýrdal sem bruggar sinn eigin bjór. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður og rekstaraðili staðarins og einn af fjórum eigendum.

Þórey Richardt Úlfarsdóttir sér um daglegan rekstur veitingastaðarins.

„Við bjóðum þykka og djúsí hamborgara auk meðlætis og fjölbreytt úrval af bjór á krana, erum með tíu dælur. Stefnan er að hafa handverksbjór frá hinum ýmsu brugghúsum á Íslandi og svo auðvitað okkar eigin þegar brugghúsið sjálft verður klárt eftir tæpan mánuð,“ segir Þórey en auk hennar eru eigendur Sveinn Sigurðsson, sambýlismaður Þóreyjar, Vigfús Þór Hróbjartsson og Vigfús Páll Auðbertsson. Þórey og Sveinn annast daglegan rekstur, þau eru með átta starfsmenn og þar af sex í fullu starfi.

Segja má að þau hafi ómeðvitað stefnt að þessum áfanga í mörg ár þar sem draumurinn um eigið brugghús hafi blundað í þeim lengi. „Þegar Svenni var í BS í viðskiptafræði og meistaranámi í vörumerkjastjórnun og markaðssamskiptum þá fjölluðu lokaverkefnin hans um greiningu á neyslu- og kauphegðun handverksbjóra. Áhuginn á bjór og bjórmenningu jókst stöðugt og eldhúsið og allt geymslupláss heima hjá okkur var lagt undir heimabrugg. Þegar Vigfús Þór fékk svo bjórbók í jólagjöf hafði hann samband og spurði hvort við ættum ekki bara að opna brugghús. Við grínuðumst með að Svenni gæti bara þýtt viðskiptaáætlunina á íslensku og látið vaða. En Vigfús var ekkert að grínast og fljótlega voru komnar teikningar af hóteli, veitingastað og brugghúsi. Síðar bættist Vigfús Páll í hópinn en fyrirtækið hans, Auðbert og Vigfús Páll á stórt iðnaðarhúsnæði á Vík í Mýrdal. Hann hafði hugsað sér að opna veitingastað og brugghús í einu og við sameinuðumst því um að hrinda þessu í framkvæmd.“

Sáu að mestu leyti sjálf um vinnuna
Fjórmenningana langar að bæta bjórmenninguna á Íslandi, prófa sig áfram með nokkra bjórstíla og halda sig á amerísku línunni. „Fyrstu tegundirnar okkar verða New England IPA-bjór sem heitir Wet Spot og Porter-bjór sem heitir Dark Side og í framhaldinu verða tegundinar fleiri. Mikið er lagt í handverksbjóra, magnið af humlum er oftast meira sem gerir þá bragðmeiri og eingöngu er notast við úrvals hráefni. Einnig er oft notað hráefni í handverksbjór sem er almennt ekki notuð í almenna bjórgerð, allt frá skyri upp í kókosbollur. En við ætlum að leggja áherslu á að vinna með efni úr heimabyggð eftir bestu getu.“

„Efst í huga er hjálpsemin hjá öllum – heimamenn hafa hjálpað mikið, reddað okkur hinu og þessu og lánað alskonar verkfæri. Svo hafa fjölskylda og vinir hjálpað alveg gríðalega.“

Mikill ferðamannastraumur er til Víkur í Mýrdal og því hentar staðsetningin vel. Húsið hefur haft mörg hlutverk í gegnum tíðina og þar voru upphaflega gömlu Kaupfélagsverksmiðjurnar og þaðan draga þau nafnið. Í húsinu var einnig bílasprautunarverkstæði, smíðastofa grunnskólans og meira að segja var líkgeymsla í húsinu um tíma. „Það er búið að taka um ár að standsetja húsið en við höfum nánast séð um allt sjálf, bara á kvöldin og um helgar, auðvitað með hjálp fjölskyldu og vina. Við sjáum sjálf um fjármögnun á verkefninu og alla hönnun. Vigfús Þór gerði allar teikingar og í sameiningu hönnuðum við uppsetninguna. Ég sá um innanhússhönnunina en auðvitað hjálpuðust allir að í því ferli eins og öllu öðru,“ segir Þórey.

Ferlið hefur verið afar skemmtilegt en auðvitað erfitt á köflum. Að sjá þetta verða að veruleika finnst mér alveg magnað. Efst í huga er hjálpsemin hjá öllum – heimamenn hafa hjálpað mikið, reddað okkur hinu og þessu og lánað alls konar verkfæri. Svo hafa fjölskylda og vinir hjálpað alveg gríðalega. Þetta hefði varla verið hægt án allrar þeirra aðstoðar sem við höfum fengið. Erfiðastar eru líklega allar vinnustundirnar sem hafa farið í þetta – öll kvöld og helgar hafa verið undirlögð í brugghúsið svo að fjölskyldulífið hefur setið svolítið á hakanum. Við Svenni eignuðumst til dæmis okkar annað barn þegar að framkvæmdir voru að byrja þannig að stór hluti fæðingarorlofsins var varið þarna. Svenni og Vigfús Þór vörðu nánast hverju kvöldi í brugghúsinu í marga mánuði meðan ég og hans kona sáum um börnin og heimilið. Annars gengur okkur Svenna vel að vinna saman þótt stundum hafi verið spenna á milli okkar þegar mesta álagið var í framkvæmdum. En við berum virðingu hvort fyrir öðru og erum góð í að nýta kosti hvort annars. Við reynum að skipta þessi á okkur – Svenni sér til dæmis að mestu um brugghúsið og ég um veitingastaðinn. En svo er Svenni líka mjög góður í því að leyfa mér að halda að ég hafi rétt fyrir mér,“ segir hún hlæjandi.

Eigendur Smiðjunnar brugghúss frá vinstri: Vigfús Páll Auðbertsson, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson og Vigfús Þór Hróbjartsson.

Vinna matinn frá grunni
Einfaldur matseðill er á veitingastaðnum en þau vildu frekar hafa fáa rétti og gera þá vel en að eiga á hættu að bjóða upp á miðlungsmat. „Við völdum að hafa hamborgara því að okkur finnast þeir einfaldlega góðir – borgari og bjór klikkar ekki. Við bjóðum upp á 180 g hamborgara, pulled pork/rifið svínakjöt og franskar. Við vinnum flest frá grunni eins og sósur, eplahrásalat og handgerða laukhringi. Viðtökurnar hafa verið hreint frábærar, bæði hjá heimafólki og ferðamönnum.“

Fram undan hjá Smiðjunni brugghúsi er að koma allri starfsemi af stað, byrja að brugga og halda áfram í vöruþróun. „Einng að koma vörunni okkar á hótelin og veitngastaðina í kring og auðvitað í Vínbúðina líka. Við höldum svo bara áfram að halda standardnum á veitingastaðum, okkur langar svo í framtíðinni að hafa reikofn og bjóða upp á okkar eigin rif og meiri mat í BBQ-stíl.“

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Eliza Witek

Hættum að ljúga að börnunum okkar

Ólafur Arnalds

Ólafur Arnalds semur tónlistina við kvikmyndina Lof mér að falla, en hún fjallar um unga stúlku sem leiðist út í fíkniefnaneyslu. Hann segir uggvænlegt að fylgjast með aukinni útbreiðslu harðra efna á Íslandi.

Lof mér að falla, nýrrar kvikmyndar leikstjórans Baldvins Z, er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd 7. september á þessu ári. Myndin lýsir hrollvekjand og napurlegum veruleika íslenskra ungmenna sem leiðast út fíkniefnaneyslu og er byggð á raunverulegum sögum stúlkna sem hafa verið í neyslu. Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds er í miðjum klíðum við að semja tónlist myndarinnar sem hann segir að muni endurspegla drungalegt viðfangsefnið.

„Ég er að svolítið að vinna með sakleysi ungu persónanna í melódíum, sem eru krúttlegar á köflum,“ lýsir hann, „og svo nota ég hljóðheim til að brjóta þetta sakleysi smám saman niður og gera það ljótara.“

Umfjöllunarefnið er klárlega innlegg inn í umræðuna sem í þjóðfélaginu um aukna neyslu ávanabindandi efna, sér í lagi meðal ungmenna. Spurður hvað honum finnist um þá þróun sem er að eiga sér stað í þeim efnum dregur Ólafur ekki dul á það að honum líst illa á blikuna. „Það er ömurlegt að sjá þessi hörðu efni verða að einhvers konar tískuefnum,“ segir hann hreinskilinn. „Hlutirnir geta nefnilega verið ansi fljótir að breytast til hins verra fyrir fólk sem er að fikta með þau.“

Hvað finnst þér þá um umræðuna sem hefur verið um þessi mál undanfarið?

„Mér finnst að við ættum að hætta að ljúga að börnunum okkar með draugasögum og einfaldlega sýna og segja þeim sannleikann um öll efni – líka áfengi,“ svarar hann ákveðinn. „Það gerir engum gagn að setja einhverskonar stimpil á öll fíkniefni sem segir: „Ef þú prófar hass einu sinni þá endarðu í ræsinu í næstu viku“. Forvarnir þurfa að byggja á sannleika, ekki ýkjum. Þannig byggjum við upp traust milli okkar og þeirra sem þurfa á forvörnunum að halda. Bæði barna og foreldra.“

Lof mér að falla er ekki fyrsta samstarfsverkefni þeirra Ólafs og leikstjórans Baldsvins Z, þeir félagar hafa unnið saman að ýmsum verkefnum í gegnum árin þar á meðal tónlistarmyndinni Island Songs sem Ólafur framleiddi enn fremur og kvikmyndinni Vonarstræti sem bæði hlaut einróma lof gagnrýnenda og vann til fjölda verðlauna á Edduverðlaunahátíðinni árið 2015. Ólafur segir góða vináttu lykilinn að þessu giftursamlega samstarfi þeirra Baldvins. Auk þess skipti gríðarlegu máli það fullkomna listræna frelsi sem hann hefur fengið við tónsmíðarnar, en hann leggur mikla áherslu á það bæði þegar í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.

Talandi um það, þú hefur einmitt samið talsvert af tónlist fyrir erlenda aðila. Hver er munurinn á því og að starfa með innlendum aðilum?

„Ja, ætli helsti munurinn sé ekki sá að erlendu verkefnin, sjónvarpsþættirnir og bíómyndirnar, sem ég hef verið að semja tónlist við eru yfirleitt miklu stærri en gengur og gerist á Íslandi. Það gerir það að verkum að oft hafa fleiri leikstjórar og framleiðendur eitthvað um tónlistina að segja en á sama tíma gefur það manni meira svigrúm til að reyna hluti sem ekki væri kannski hægt að prófa í minni og ódýrari verkefnum,“ segir hann og bætir við að hann hafi eitt prinsipp að leiðarljósi.

„Ég tek ekki að mér verkefni yfirhöfuð þar sem ég er einfaldlega „work for hire“ eftir höfði einhvers annars. Sama hvort það er íslenskt eða erlent. Hingað til hef ég verið heppinn með það.“

Lof mér að falla kemur út í haust. Hægt er að heyra brot úr tónlistinni í nýlegu sýnishorni úr myndinni.

Mynd / Heiða Helgadóttir

Ísland ekki hreinasta land í heimi

Hreinasta loftið í heimi er í Finnlandi, samkvæmt nýjasta mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þar á eftir kemur Eistland, Svíþjóð, Noregur og er Ísland í fimmta sæti. Á hinn bóginn eru minnstu loftgæðin í Úganda, Katar og Kamerún. Gögnin eru byggð á upplýsingum frá árunum 2008 til 2016.

„Við komum alveg ágætlega út. Samt sem áður má rekja 80 ótímabær dauðsföll hér á landi til svifryksmengunar, smæstu agnanna sem eru taldar hættulegastar, og allt að fimm dauðsföll vegna köfnunarefnisdíoxíðsmengunar,“

segir Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun. Um er að ræða einstaklinga sem voru veikir fyrir. Umhverfisstofnun tekur gögnin saman um loftgæði hér á landi og sendir þau til Umhverfisstofnunar Evrópu.

Umhverfisstofnun vann drög að áætlun um loftgæði til 12 ára í samráði við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri og umhverfis- og auðlindaráðuneyti gaf út í nóvember í fyrra. Í áætlun sem kom út síðasta haust eru tilgreindar aðgerðir sem stuðla eiga að því að bæta loftgæði og eyða ótímabærum dauðsföllum árið 2030. Á meðal þess sem þar er nefnt er minni notkun nagladekkja, meiri notkun almenningssamgangna og aukin rafbílanotkun.

Lítill hagnaður af Alcoa

Álverið í Reyðarfirði.

Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði seldi vörur fyrir 81 milljarð króna í fyrra. Af fjárhæðinni urðu eftir 29 milljarðar króna í landinu í formi launa, opinberra gjalda og innkaupa frá innlendum birgjum, að því er fram kemur í samfélagsskýrslu Alcoa. Þetta er í annað sinn sem fyrirtækið gefur skýrsluna út.

Í skýrslunni kemur fram að meðallaun hjá Alcoa Fjarðaáli voru 8,7 milljónir króna í fyrra og námu launagreiðslur til starfsmanna og launatengd gjöld 6,6 milljörðum króna.  

Tekið er sérstaklega fram að fjárfesting Alcoa á Reyðarfirði hafi verið ein sú dýrasta í Íslandssögunni eða upp á um 230 milljarða króna. Það sé eðli fjárfestinga af slíkri stærðargráðu að hagnaður af starfsemi fyrstu árin verði ekki mikill ef nokkur vegna mikilla afskrifta og hás fjármagnskostnaðar.

Þá riðu skúrkar um héruð

||||
||||

HM í knattspyrnu hefur getið af sér ógrynni hetja í gegnum tíðina. Skúrkar eru þó einnig mikilvægir til að halda jafnvægi í þessari risavöxnu íþróttaveislu og gildir þá einu hvort leikmenn skapi sér óvinsældir með ofbeldisverkum, svindli, leikaraskap eða einfaldlega með því að bregðast liðsfélögum sínum þegar mest ríður á. Mannlíf rifjaði upp nokkra fræga skúrka í sögu HM.

1. Óvinsælli en Hitler

Þýski markmaðurinn Harald Schumacher, Vestur-Þýskalandi, framdi fólskulegasta brot HM-sögunnar þegar Þjóðverjar og Frakkar léku í undanúrslitum á HM á Spáni 1982. Þegar franski varnarmaðurinn Battiston elti glæsilega sendingu hetjunnar Michels Platini inn fyrir þýsku vörnina tók Schumacher á rás út úr marki sínu í átt að þeim franska, sem varð fyrri til að ná til boltans og skaut naumlega fram hjá. Markverðinum virtist hins vegar vera hjartanlega sama um boltann og stökk beint á Battiston, sem fékk mjöðmina og lærið á Schumacher í höfuðið af ógnarafli og féll meðvitundarlaus til jarðar.

Platini sagðist síðar hafa haldið að Battiston væri dáinn því hann fann engan púls þegar liðsfélagar og sjúkralið stumraði yfir honum hrímhvítum í framan. Á meðan rölti Schumacher í hægðum sínum um vítateiginn, sýndi fórnarlambi sínu engan áhuga og virtist óþreyjufullur að taka útsparkið og hefja leik að nýju, því dómari leiksins dæmdi ekki einu sinni aukaspyrnu fyrir brotið augljósa og hvað þá verðskuldað rautt spjald á Schumacher. Knattspyrnukarma virðist ekki hafa virkað sérlega vel þennan ákveðna dag því leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir framlengingu og í vítakeppninni, þeirri fyrstu í sögu HM, varði Schumacher tvær vítaspyrnur.

Að leik loknum, þegar Schumacher var tjáð af fréttamönnum að Battiston hefði misst tvær tennur í árásinni, brákað þrjú rifbein og skemmt hryggjarlið, grínaðist markvörðurinn með að hann skyldi með glöðu geði borga fyrir tannaðgerð fyrir varnarmanninn úr því hann væri ekki meira slasaður en svo. Allt hleypti þetta skiljanlega illu blóði í þorra knattspyrnuáhugafólks og sér í lagi Frakka. Málið vakti svo mikla athygli að þjóðarleiðtogar landanna tveggja, þeir Helmut Kohl og François Mitterand, ræddu það á blaðamannafundi til að freista þess að lægja öldurnar. Í skoðanakönnun fransks dagblaðs skömmu síðar var Schumacher kosinn óvinsælasti maður Frakklands með talsverðum yfirburðum. Adolf Hitler, landi markvarðarins, varð í öðru sæti í þessari sömu könnun.

Battiston náði sér að fullu um síðir en þetta ógeðfellda atvik litaði þó feril beggja leikmanna upp frá því og það er kannski það sorglegasta við það, því báðir voru þeir frábærir knattspyrnumenn. Þá er einnig leiðinlegt að leiksins sjálfs sé fyrst og fremst minnst fyrir fólskulegt brot en ekki þá stórkostlegu knattspyrnu og gríðarlegu spennu sem fram fór á sjálfum vellinum.

2. Mannætan snýr aftur

Luis Suárez, Uruguay, hefur tekið þátt í tveimur heimsmeistarakeppnum til þessa. Á lokamínútu framlengingar í 8-liða úrslitum HM 2010 í Suður-Afríku varði hann skot Ghana-mannsins Asamoah Gyan viljandi með hendi á marklínunni og kom þannig í veg fyrir þann sögulega atburð að afrískt landslið kæmist í fyrsta sinn í undanúrslit HM. Þetta upptæki Uruguay-mannsins vakti takmarkaða lukku og enn síður gríðarlegur fögnuður hans á hliðarlínunni þegar Uruguay vann vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið.

Einhverjir hafa reynt að halda uppi vörnum fyrir Suárez og bent á að vitanlega sé gáfulegra að stöðva bolta með hendi en að horfa á eftir honum í netið á síðustu mínútunni en sú skoðun hefur einhverra hluta vegna orðið undir í umræðunni enda Suárez langt frá því að vera ástsælasti leikmaður heimsfótboltans. Í lokaleik riðilsins á HM í Brasilíu 2014 tók Suárez svo upp á því að bíta Giorgio Chiellini, varnarmann Ítala, í öxlina eftir barning í teignum og greip svo klaufalega um tennurnar til að láta líta út fyrir að hann hefði óvart dottið á hann. Suárez tókst að blekkja dómarann en ekki sjónvarpsmyndavélarnar og var í kjölfarið dæmdur í langt bann, enda var þetta í þriðja sinn sem hann smjattaði á líkama andstæðings í miðjum leik.

Hverju skyldi Luis Suárez taka upp á í Rússlandi í sumar?

3. Gallaður snillingur

Það má færa rök fyrir því að goðsögnin Diego Armando Maradona hafi leikið skúrkinn á einn eða annan hátt í öllum fjórum heimsmeistaramótunum sem hann tók þátt í, en sumum þó meira en öðrum. Í fyrstu keppninni á Spáni árið 1982 varð nýstirnið pirrað á sífelldum spörkum andstæðinga sinna og lét að endingu reka sig út af fyrir hefndarbrot í lokaleik Argentínumanna, þar sem liðið féll úr leik gegn Brasilíu. Í Mexíkó árið 1986 spilaði hann eins og engill og tryggði þjóð sinni heimsmeistaratitilinn nánast einn síns liðs, en tókst þó að slá fölva á fegurðina með því að skora mark með hendi gegn Englendingum í 8-liða úrslitum. „Markið var skorað með örlitlu af höfði Maradona og örlitlu af hendi guðs,“ sagði Maradona og viðhélt þeirri söguskoðun langt fram á næstu öld.

Hann þótti langt frá sínu besta á Ítalíu árið 1990 og klúðraði meðal annars víti í 8-liða úrslitum en Argentínumenn komust þó alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir biðu lægri hlut gegn Vestur-Þjóðverjum. Í síðasta mótinu sínu í Bandaríkjunum árið 1994 féll Maradona svo á lyfjaprófi og var sendur heim með skít og skömm eftir aðeins tvo leiki og argentínska liðið beið þess ekki bætur.

4. Skelkur í bringu

Sjaldan eða aldrei hefur leikmanni tekist að skaða orðspor sitt eins harkalega og Zinedine Zidane (Frakklandi) í úrslitaleik HM 2006 í Þýskalandi gegn Ítölum. Þetta var síðasti leikur goðsins á ferlinum og allt stefndi í sannkallaðan ævintýraendi fram á síðustu mínútu framlengingar, þegar Zidane brást skyndilega ókvæða við móðgunaryrðum varnarmannsins Marcos Materazzi um systur hins fyrrnefnda og keyrði stífbónaðan skallann af miklu afli í bringu hans. Ítalinn datt niður sem dauður væri, Zidane fékk rautt spjald og Ítalir unnu vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið. Þessi frábæri leikmaður hefði getað lokið ferlinum með því að lyfta stærsta bikarnum af þeim öllum en er þess í stað frekar minnst vegna einhvers sem hann gerði með höfðinu en fótunum.

5. Hætta ber leik þá hæst hann stendur

Rivaldo Vítor Borba Ferreira, frá Brasilíu, ​var talsvert betri fótboltamaður en leikari. Það kom bersýnilega í ljós undir lok leik Brasilíu og Tyrklands í riðlakeppninni á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002, þegar hann bjó sig undir að taka hornspyrnu og Tyrkinn Hakan Ünsal sparkaði til hans boltanum, nokkuð fast en ekki svo fast að nokkrum fullfrískum manni í feiknaformi yrði meint af að fá hann í sig. Rivaldo fékk boltann í lærið en greip umsvifalaust um andlitið, henti sér niður og rúllaði sér um völlinn með kómískan angistarsvip á andlitinu. Dómarinn lét blekkjast á einhvern ótrúlegan hátt og rak Ünsal af velli, en Rivaldo hefur æ síðan verið minnst sem svindlara.

Fleiri tilkallaðir:

Patrice Evra.

Patrice Evra, Frakklandi
Fyrirliðinn leiddi uppreisn leikmanna gegn þjálfara franska landsliðsins á HM í Suður-Afríku árið 2010 sem gerði alla viðkomandi að fíflum.

Antonio Rattín, Argentínu
Fyrirliði Argentínumanna lét reka sig út af fyrir kjaftbrúk í leik gegn gestgjöfum Englendinga á HM 1966, neitaði að yfirgefa völlinn þar til í lengstu lög, stóð á rauða teppinu sem var einungis ætlað drottningunni og þurrkaði sér loks um hendurnar með breska fánanum á leiðinni út af.

Frank Rijkaard, Hollandi
Hrækti í hárið á þýska framherjanum Rudi Völler á HM á Ítalíu 1990 og aftur þegar hann var rekinn út af fyrir vikið. Var uppnefndur „Lamadýrið“ af þýskum fjölmiðlum.

Roy Keane.

Roy Keane, Írlandi
Var svo pirraður vegna slæmra æfingaaðstæðna írska landsliðsins á HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 að hann gagnrýndi þjálfarann stanslaust þar til hann var rekinn úr hópnum og sendur heim áður en liðið hafði spilað sinn fyrsta leik.

Juan Camilo Zúñiga, Kólumbíu
Dúndraði með hnénu í bakið á hetju heimamanna, Neymar, í 8-liða úrslitum á HM í Brasilíu 2014 með þeim afleiðingum að gulldrengurinn lék ekki meira á mótinu. Í næsta leik biðu Neymar-lausir gestgjafarnir afhroð, 7-1, gegn verðandi heimsmeisturum Þjóðverja.

Kristjana.

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, nefnir Diego Simeone, Argentínu:

„Maðurinn sem gerði David Beckham að hataðasta manni Englands á HM í Frakklandi sumarið 1998. Beckham, sem var algjört átrúnaðargoð hjá mér (já, ég fékk mér tölvupóstfangið [email protected]) fékk rautt spjald í leiknum gegn Argentínu í 16-liða úrslitum þegar hann sparkaði, lauflétt, aftan í Simeone. Þeim argentínska tókst að ýkja viðbrögðin svo mikið og láta þar með reka helstu vonarstjörnu Englendinga af velli. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni og þar tapaði England fyrir Argentínu.“

Örn Úlfar.

Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður á ENNEMM, nefnir Roberto Baggio, Ítalíu:

„Árið 1994 byrjaði ég aftur að hafa áhuga fótbolta og HM í Bandaríkjunum var eiginlega fyrsta mótið sem ég fylgdist með af athygli. Roberto Baggio var allt í öllu fyrir Ítalíu og kom þeim í úrslitaleikinn en fyrir kaldhæðni örlaganna er hans einkum minnst fyrir vítaspyrnuklúðrið sem færði Brasilíumönnum titilinn. Og fyrir glæpsamlega hárgreiðslu.“

Fjölbreytt úrval stuðningshlífa frá Protek

Protek býður upp á fjölbreytt og mikið úrval stuðningshlífa, frá mildum stuðningi til mikils stuðning. Protek hannar sínar eigin hlífar með það að markmiði að þær séu fyrir mismunandi meiðsli sem geta komið upp á lífsleiðinni og að hægt sé að eiga hlífarnar í langan tíma. Þær eru endingargóðar og á sanngjörnu og góðu verði. Protek-hlífarnar eru hjálpartækjastuðningur við tognun, brákun og fyrir veika vöðva og liði svo dæmi séu tekin. Þetta eru hágæðavörur sem hafa hjálpað fjölmörgum að stunda sína hreyfingu eftir ýmiskonar meiðsli, t.d. eftir erfið álagsmeiðsli.

Kostir Protek-hlífanna eru meðal annars:

  • Svartar á lit, klassísk og falleg hönnun.
  • Framleiddar úr gæðaefnum sem eiga að endast í langan tíma þrátt fyrir mikla notkun.
  • Hægt að nota allar hlífarnar við daglegar athafnir og í íþróttum þar sem efnin anda vel.
  • Hlífarnar passa bæði á hægri og vinstri útlimi.
  • Mikið úrval stærða, allir ættu að finna stærð við hæfi.
  • Þær hjálpa til við að koma í veg fyrir frekari meiðsli.
  • Stuðningur hjálpar til við að draga úr bólgum í kringum særða vöðva og liði.
  • Þær halda hita að slasaða svæðinu og auka þannig blóðfæði sem flýtir bata.

Í boði eru þrjár tegundir stuðningshlífa á skalanum 1-6

Elastigated-hlífar

Í Elastigated-línunni er handahlíf, ökklahlíf, úlnliðshlíf, olnbogahlíf, hnéhlíf og hné- og kálfahlíf. Efnið í hlífunum inniheldur 52% nylon, 35% spandex og 13% latex með 4way stretch sem gefur betri teygjanleika en ella.

Helstu eiginleikar:

Mildur og teygjanlegur stuðningur.
Léttar og þægilegar hlífar.

Neoprena-hlífar

Í Neoprene-línunni eru hnéhlíf, ökklahlíf, úlnliðshlíf og olnbogahlíf. Efnið í hlífunum inniheldur 90% neoprene rubber og 10% nylon. Efnið er 3 mm þykkt sem gefur aukinn stuðning og einangrun.

Helstu eiginleikar:

Góður stuðningur og stífara efni en í Elastigated-hlífunum.
Halda hita vel inni sem veitir lækningu fyrir veika vöðva og liði með því að auka blóðflæði.

Spelkuhlífar

Í spelkulínunni er handahlíf með tveimur spelkum, mjóbakshlíf með átta spelkum, mjóbakshlíf með sex spelkum, hnéhlíf með fjórum spelkum og hnéhlíf með tveimur lömum. Efnið í spelkuhlífunum er ýmist úr Neoprene eða Elastigated ásamt spelkum eða lömum.

Helstu eiginleikar:

Mikill stuðningur frá spelkum og/eða lömum.
Hægt er að fjarlægja spelkurnar frá hlífunum og þannig stilla og staðsetja stuðninginn eftir þörfum sem er mikill kostur.

Góð lausn fyrir sinaskeiðabólgu og veikan eða slasaðan úlnlið

Einnig er í boði handahlíf með tveimur spelkum sem hægt er að nota fyrir hægri eða vinstri hönd. Hlífin hefur fullan stuðning og kemur með tveimur spelkum báðum megin við úlnlið. Þessi handahlíf hentar mjög vel fyrir þá einstaklinga sem eru með sinaskeiðabólgu og þá sem eru með veikan eða slasaðan úlnlið.

Helstu eiginleikar:

Hægt er að fjarlægja spelkurnar og beygja þær eftir þörfum.
Ein stærð sem passar á flesta þar sem stuðningurinn er stillanlegur.

Nánari upplýsingar um allar Protek-hlífarnar er að finna á vef Alvogen.

Protek stuðningshlífarnar fást í flestum apótekum.

 

Stöðugt fleiri ofbeldismál koma til kasta lögreglu

|
|

Lögreglan skilgreinir ofbeldisverk gegn konum mun betur í dag en áður. Rannveig Þórisdóttir hjá upplýsingadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir fleiri þolendur ofbeldis þora að stíga fram nú en áður.

Sextán einstaklingar fengu neyðarhnapp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári vegna hættu á ofbeldi gegn þeim. Þetta er næstum 80% aukning frá árinu 2015 þegar einstaklingar í níu málum fengu neyðarhnappa. Á sama tíma hefur lögreglan þurft að hafa afskipti af miklu fleiri málum sem tengjast heimilisofbeldi en áður. Þau voru um 20 að meðaltali á mánuði árið 2014 en eru nú um 60 á mánuði.

Rannveig Þórisdóttir hjá upplýsingadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki víst að ofbeldisverkum hafi endilega fjölgað. Ýmsir þættir skýri að fleiri ofbeldismál eru skráð í bókum lögreglu nú en áður og fleiri fái neyðarhnappa.

„Í langan tíma var litið á heimilisofbeldi sem fjölskylduvandamál sem lögreglan átti ekki að skipta sér af. En það er ekkert séríslenskt fyrirbæri,“ segir Rannveig og bendir á að breytt verklag lögreglu hafi skilað þessum árangri.

Rannveig.

Stærstu breytingarnar voru gerðar árið 2015 þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við sem lögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Síðan þá hefur lögreglan horfið frá því að vera valdastofnun yfir í að verða þjónustustofnun fyrir almenning. Þessu fylgdu ýmsar áherslubreytingar, m.a. sú að skilgreina heimilisofbeldi sem viðfangsefni lögreglu og skrá brotin sem sem koma upp.

„Það var búið að reyna ýmislegt en gengið illa. Eftir að Sigríður kom inn þá förum við í fullum herklæðum á vettvang og rannsökum málin sem koma upp,“ segir Rannveig og tekur fram að breytt verklag feli í sér að nálgast ofbeldismál með öðrum hætti en áður. Nú er tekið fastar á þeim, þeim fylgt eftir, málin skráð betur og þolendum tryggð betri málsmeðferð. „Við höfum lyft grettistaki um allt land því þetta nýja verklag lögreglunnar hefur leitt til þess að nálgunarbann og neyðarhnappar hafa verið notaðir í meiri mæli en áður.“

Misbrestur í skráningu

Rannveig segir misbrest hafa verið á skráningu málanna áður og minnir á að mál eins og heimilisofbeldi hafi áður ekki verið hugsað sem lögreglumál. „Ég veit ekki hversu samanburðarhæfar tölurnar eru því við vorum ekki að skrá málin með markvissum hætti. Segja má að við höfum vanskráð þetta áður og því sé málum ekki endilega að fjölga,“ segir Rannveig og bætir við að eftir því sem umfjöllun um ofbeldisverk eykst og fleiri stígi fram og greini frá ofbeldisverkum því frekar leiti fólk til lögreglu.

Eins og áður sagði voru 20 mál tengd heimilisofbeldi skráð í bækur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2014. Nú fjórum árum síðar eru málin þrefalt fleiri eða 60 að meðaltali á mánuði.

Spurð að því hvað þurfi til að lögregla láti einstakling fá neyðarhnapp segir Rannveig að það sé metið í hverju tilviki fyrir sig. Oft sé um að ræða aðstæður þar sem óttast er að einstaklingur geti verið í hættu.

„Frá því við breyttum verklaginu sem snerta ofbeldi á heimilum þá hefur verið stöðug aukning ofbeldismála hjá okkur,“ segir Rannveig.

Fjöldi mála þar sem þurft hefur að láta þolanda fá neyðarhnapp

2015: 9 mál
2016: 11 mál
2017: 16 mál

Dæmi um það þegar einstaklingur fær neyðarhnapp

Hildur Þorsteinsdóttir lýsti í ítarlegu viðtali við DV í vor hræðilegu ofbeldi sem fyrrverandi eiginmaður hennar hafði beitt hana bæði á meðan sambúð stóð og í eftirmála skilnaðar. Eftir að hún sleit sambandinu sótti ofbeldismaðurinn svo að henni að Hildur fékk neyðarhnapp hjá lögreglu og varð hún að beita honum þegar henni fannst sér ógnað. Neyðarhnappinn gekk hún með í sex mánuði.

Raddir