Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Mun frumflytja nýtt efni

Rapparinn Alvia Islandia mun spila glænýtt efni í bland við eldri tónlist á Airwaves á fimmtudaginn.

Rapparinn Alvia Islandia spilar á tónlistarhátíðinni Airwaves sem hefst á morgun, miðvikudag. Alvia spilar á fimmtudeginum klukkan 22:50 á Hard Rock Café.

Hún mun spila nokkur lög af væntanlegri plötu sem kemur út í byrjun næsta árs. „Ég er að leggja lokahönd á nýja pötu, þriðju plötuna mína sem heitir Pi$tol Pony. Ég mun flytja nokkur lög af henni á „showinu“ mínu á fimmtudaginn. Þetta nýja efni verður flutt í bland við það besta af eldri plötunum mínum, BubblegumBitch og Elegant hoe. Svo verð ég líka með nokkra leynigesti með mér,“ segir Alvia sem er afar spennt fyrir Airwaves.

„Ég elska hvað Airwaves hátíðin hefur gert fyrir íslenskt tónlistarlíf, alveg frá upphafi og til dagsins í dag.“

Mynd / Airwaves / Ásta Sif Árnadóttir

Skúli tjáir sig um sölu WOW air á Facebook

Skúli Mogensen tjáir sig um sölu WOW air til Icelandair Group á Facebook.

Skúli Mogensen hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann tjáir sig um kaup Icelandair á WOW air. Stöðuuppfærsluna, sem sjá má hér fyrir neðan, skrifar hann á ensku. Í henni segir hann meðal annars að síðustu 72 klukkustundir hafa verið meðal þeirra erfiðustu sem hann hefur upplifað. Sömuleiðis segist hann vera viss um að hann hafi tekið rétta ákvörðun með sölunni og þannig tryggt framtíð flugfélagsins. Þá þakkar hann fólki fyrir stuðninginn og hlý orð í hans garð.

„Ég er ótrúlega stoltur af teyminu okkar og því sem við höfum byggt upp á undanförnum sjö árum,“ skrifar hann meðal annars.

Ská nánar: Icelandair Group kaupir WOW air

Sverrir Guðnason í aðalhlutverki í myndaþætti GQ

Viðtal við íslenska leikarann Sverri Guðnason er að finna í nýjasta tölublaði GQ.

Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason er í aðalhlutverki í stórum tískuþætti sem birtist í nýjasta tölublaði af bandaríska tímaritinu GQ. Sverrir, sem er fertugur, rifjar upp æsku sína á Íslandi í viðtali sem fylgir myndaþættinum. „Það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum, það var ekki til nægt efni til að sýna. Þannig að þá þurfti maður að gera eitthvað annað,“ segir Sverrir. Og „þetta annað“ mun hafa verið leiklist er fram kemur í grein GQ.

Þá segir hann að Ísland sé svo lítið að þó að hann sé búinn að slá í gegn í heimi leiklistar þá sé hann alveg látinn í friði af íslenskum aðdáendum. „Björk býr hérna og enginn truflar hana.“

Mynd / Instagram-síða GQ

„Vona að gæðin komist aftur í tísku“

|
|

Saga Sigurðardóttir og Ísak Freyr Helgason skara hvort um sig fram úr á sínu sviði. Hún er einn af okkar bestu ljósmyndurum og hann einn færasti förðunarfræðingur sem landið hefur alið. Saman eru þau baneitrað teymi og bestu vinir. Saga flaug nýlega til London að hitta Ísak sem þar býr og smellti að sjálfsögðu af myndum fyrir viðtalið í leiðinni.

Saga ætlaði að verða stjarneðlisfræðingur og svo læknir þegar hún var yngri en hún dúxaði í Hagaskóla og fór á náttúrufræðibraut í MR. Það var sterk innsæisrödd sem hvíslaði að henni að hún væri á rangri braut. Hún færði sig yfir í Verzlunarskóla Íslands, sem hún segist eiga ljósmyndaferil sinn í dag að þakka. „Ef ég hefði ekki byrjað í Verzló og farið að mynda fyrir skólablaðið væri ég ekki ljósmyndari í dag.“

Ísak ætlaði aftur á móti að verða fornleifafræðingur þegar hann var yngri, enda með þráhyggju fyrir Jurassic Park. „Ég fór oft og tíðum með tannbursta út í garð og þóttist vera grafa upp bein. Það leit kannski ekkert allt of vel út á þeim tíma,“ segir Ísak og hlær.

Lítil virðing fyrir förðunarfræðingum

Saga og Ísak kynntust á unglingsaldri þegar hún vann í tískuvöruversluninni Rokki og rósum og Ísak var þar fastagestur. Saga lýsir honum sem yfirmáta feimnum, hann hafi ekki þorað að heilsa til að byrja með en eftir að hann skráði sig í förðunarnám hafi hann beinlínis blómstrað og fundið sig. Það er augljóst af spjalli okkar að þau bera gríðarmikla virðingu hvort fyrir öðru sem listafólki.

Sögu finnst mikið vanta upp á að förðunarfræðingar, búningahönnuðir og stílistar fái þá virðingu og laun sem þau eiga skilið hér á landi.

„Það gerir mig svo leiða og reiða að sjá hversu lítil virðing er borin fyrir förðunarfræðingum, búningahönnuðum og stílistum, til dæmis á kvikmyndasettum á Íslandi. Erlendis eru förðunarfræðingarnir oft stórstjörnur og þeir hæstlaunuðu á setti og fá tíma til að vinna vinnuna sína. Þar er líka viðurkennt að stílistar eru mikilvægir fyrir heildarmyndina. Hér hafa verið gefnir út þættir um gerð kvikmynda þar sem gervi og förðun er í stóru hlutverki og engum dettur í hug að minnast einu orði á fólkið sem stendur að þeirri vinnu. Við eigum flinka hönnuði og listafólk sem nær að gera ótrúlegustu hluti á sama og engum tíma. Oftar en ekki er ein manneskja í starfi sem sex manneskjur úti gegna. Það er sorglegt að horfa upp á þetta. Vonandi hækka laun þessara starfsstétta og fólki í þessum störfum verði sýnd sú virðing sem það á skilið, þetta er svo hneykslanlegt. Vegna þessa held ég að margir nenni þessum störfum ekki lengur,“ segir Saga og Ísak tekur undir að bransinn sé gjörólíkur hér á landi og úti í London.

„Það gerir mig svo leiða og reiða að sjá hversu lítil virðing er borin fyrir förðunarfræðingum, búningahönnuðum og stílistum, til dæmis á kvikmyndasettum á Íslandi.“

„Markaðurinn er svo miklu stærri hérna úti og mörg stór tískuhús og tímarit til að vinna fyrir og auðvitað miklu fleiri förðunarfræðingar og peningar í spilinu. Fyrirtækin eru líka dugleg að nota förðunarfræðinga til að auglýsa fyrir sig og vera talsmenn þeirra. Þeir eru þá orðnir stór nöfn innan geirans. Margt hefur breyst með komu Instagram. Það getur skipt miklu máli hversu marga fylgjendur förðunarfræðingar hafa þegar þeir eru valdir í ákveðin verkefni sem mér finnst alveg fáránlega leiðinleg þróun sem ég tek lítinn þátt í,“ segir Ísak einlægur að vanda.

Saga tekur undir það hversu breyttur bransinn er með vinsældum ákveðinna samfélagsmiðla. „Þegar ég flutti heim frá London fyrir nokkrum árum var ég kannski fengin í stór verkefni á hálfs árs fresti. Mikið var í þau lagt og launin eftir því. Núna er hraðinn orðinn svo mikill að allt þarf að endurnýjast á mánaðarfresti eða svo. Sem þýðir miklu meiri vinnu fyrir minni peninga. Landslagið fyrir okkur ljósmyndarana er mjög breytt og ekki jafnskemmtilegt og það var. Þessi endalausi hraði bitnar á gæðunum. Ég vona að þetta sé bara ákveðið tímabil og að gæðin komist aftur í tísku,“ segir Saga.

Grét af reiði vegna virðingaleysis

„Við Saga höfum aldrei þurft vímugjafa til þess að skemmta okkur saman,“ segir Ísak.

Talið berst að jafnréttisbaráttunni en eitt atvik frá því Saga leikstýrði myndbandi á dögunum, situr í henni. „Ég hef tekið þátt í allskonar verkefnum og tel mig heppna að hafa ekki oftar en raun ber vitni upplifað kynjamisrétti, þótt ég hafi vafalaust fengið minna borgað en karlkynskollegar mínir. Við konur eigum það til að gera lítið úr okkur. Ég er smám saman að læra samningatækni,“ segir Saga en nýlega var gert lítið úr henni í vinnu. Hún upplifði algera vanvirðingu á tökustað. „Ég var fengin til að leikstýra myndbandi og upplifði á eigin skinni að karlkynstökumaður hlustaði ekki á neitt sem ég sagði. Sama hversu oft ég sagði sama hlutinn, allar athugasemdirnar mínar voru virtar að vettugi. Tilfinningin sem ég fann fyrir situr í mér. Ég var svo reið að ég grét af reiði,“ segir Saga en bætir við að viðkomandi tökumaður hafi rétt í þessu sent henni fallegan afsökunarpóst, sem hún kunni að meta. „Það skiptir miklu máli að standa með sjálfri sér þegar svona gerist og læra af reynslunni. Setja þarf ákveðin mörk í samskiptum fyrirfram en það kemur með reynslu og tímanum,“ segir hún og bætir við að hún hafi unnið með frábæru og hæfileikaríku fólki í gegnum tíðina, af báðum kynjum, og það sé virkilega dýrmætt að eiga góða vini í bransanum.

Í annarlegu ástandi í frægum kastala

Ísak og Saga segjast bæði vera viðkvæm, svolítið meðvirk og með ákveðnar þráhyggjuhugsanir. Það séu viss mál sem þau tali aðeins um hvort við annað því þar finni þau skilyrðislausan gagnkvæman skilning. Ísak varð edrú fyrir nokkrum árum og hefur aldrei verið í meira jafnvægi en Saga segist varla drekka.

„Ég minntist ekki á að ég drykki ekki, þegar ég bjó í London. Fólki hefði fundist það svo skrítið. Það var ekkert eðlilegra en að fólk í mínum bransa fengi sér ketamín eða önnur furðuleg vímuefni á þriðjudegi,“ segir Saga og Ísak tekur við: „Við Saga höfum aldrei þurft vímugjafa til þess að skemmta okkur saman. Við tengjumst í gegnum listina og höfum alltaf skapað eitthvað skemmtilegt saman þegar við hittumst. Saga fékk samt að taka þátt í ruglinu á mér áður en ég varð edrú. Hún þurfti hálfpartinn að halda á mér í gegnum þorp í svissnesku Ölpunum þegar ég drakk of mikið og fann mig vafinn í teppi í annarlegu ástandi í frægum kastala í Bretlandi eftir marga skandala. Það er til allrar guðs lukku liðin tíð,“ segir Ísak og meinar hvert orð.

„Við Saga höfum aldrei þurft vímugjafa til þess að skemmta okkur saman. Við tengjumst í gegnum listina og höfum alltaf skapað eitthvað skemmtilegt saman þegar við hittumst.“

„Mér finnst það alltaf jafnsúrealískt að við, litla fátæka fólkið frá Íslandi, hafi verið í þessum aðstæðum með kóngafólki,“ segir Saga en í þessu umrædda tilviki voru þau stödd í Sviss að farða og mynda fyrir brúðkaup í konungsfjölskyldu.

Myndlistarkonudraumar og barneignir

Talið berst að framtíðinni. Saga segist vera búin að gera það sem hana langaði mest til í ljósmyndabransanum. Eftir að hún útskrifaðist úr skóla í London vann hún þar myrkranna á milli til að sanna sig. Og hún gerði það heldur betur. Hún kom nafni sínu á blað og meira en það þegar hún vann fyrir tímarit á borð við Dazed and Confused og stórfyrirtæki eins og Nike og Topshop.

„Ég gerði allt sem mig langaði að gera og varð síðan þreytt á því. Þótt það sé líka gaman þá langar mig til að gera hluti sem næra mig meira. Að skapa frá eigin hjarta, ef ég má orða það þannig.“

Saga tók nýverið á leigu stúdíó í miðbænum þar sem hún mun njóta sín í myndlistarkonuhlutverkinu.

Eins og fyrr segir býr Ísak í London með James, kærastanum sínum. Hann flýgur heimshorna á milli og farðar fallegustu konur heims, á borð við Cöru Delevingne og Katy Perry. Hann er augljóslega ástfanginn upp fyrir haus og börn eru á dagskrá, en fyrst lítill og sætur hvolpur.

Myndir / Saga Sigurðardóttir

Jakki af tengdapabba klikkar aldrei

||
||

Inga Rósa Harðardóttir ólst hálfpartinn upp í Sautján-veldinu og fékk að kynnast tískubransanum vel þar í heil fimmtán ár. Hún segist hafa upplifað skemmtilegustu tískubólurnar og er sek um að koma Poplife-skóm og Punk Royal-buxum í tísku. Hún er nýhætt sem auglýsinga- og markaðsstjóri hjá íslenska Glamour og búin að landa draumadjobbinu, sem verður þó ekki upplýst um að svo stöddu. Inga Rósa er alger konu-kona og því fannst okkur tilvalið að fá hana til þess að mæla með því sem hún getur ekki verið án. Það sem kemur upptekinni mömmu í gegnum vikuna, ef svo má segja.

Farmers Market-jakkinn.

Hvaða flík er ómissandi í fataskápnum þínum? Farmers market-jakkinn minn, Kvísker, er mest notaða flíkin mín. Hann passar við allt. Þegar maður er alltaf að flýta sér þá skiptir máli að eiga eina kápu sem er klassísk en sker þig samt úr hópnum.

Hvað heitir uppáhaldsvaraliturinn þinn? Rouge Allure Ink frá Chanel í litnum 140 Rosetto og Captive frá MAC klikka ekki.

Hvaða drykkur hjálpar þér í gegnum daginn? Ég fæ mér Sjöstrand-kaffi fyrst á morgnana ásamt hveitigrasskoti og 1/2 lítra af vatni með chia-fræjum. Það er besta byrjunin á deginum og gefur mér góða orku yfir daginn.

Hvar fær maður bestu buxurnar? Ég er rosalega ánægð með Levi’s 501 skinny. Ég á þær í nokkrum litum og sniðið smellpassar mér. Svo klikkar Zara ekki – er alltaf með puttann á púlsinum með réttu sniðin og verðið er snilld.

Hvaða dress leitarðu alltaf í ef þú þarft að vera svolítið fín með stuttum fyrirvara? Gallabuxur, hvíta skyrtu og blazer af tengdapabba – svínvirkar alltaf.

Geturðu mælt með besta brjóstahaldaranum? Mín síðustu kaup voru tvennir brjóstahaldarar frá Lindex. Ég bað um mælingu og komst að því að ég hef verið í rangri stærð ansi lengi, haha! Ég er mjög sátt með þá og þeir eru á viðráðanlegu verði.

Hvaða snyrtivörur finnast þér ómissandi í tíu mínútna förðun? Bioeffect micellar-vatnið hentar minni húð ofsalega vel, svo nota ég annaðhvort Bioeffect day serum eða Abeille Royal double R-serumið frá Guerlain. Ég vel alltaf létta farða en Chanel aqua vitalumiere og Mac Studio Waterweight eru í uppáhaldi hjá mér.
Sensai highlighting-hyljarinn reddar mér yfir vetrartímann og Sephora-augabrúnablýantur.
Maskarinn Le volume de Chanel er æðislegur en stundum sleppi ég maskara og nota varalit í staðinn, svona Noru-lúkk úr Skam.
Et voilà!

Hvað lætur þér líða vel með sjálfa þig?
Þegar ég hunskast á lappir þrisvar sinnum í viku kl. 5.45 og fer í ræktina/jóga eða í sund.
Hreyfing skiptir öllu máli fyrir mig og þetta er eini tíminn sem ég kemst óáreitt og fæ tíma fyrir sjálfa mig.

Hvar líður þér best? Ég á heima í dásamlegu húsi í 105 Reykjavík, inni í skógi.
Þar líður mér alltaf best … heima.

Hvaða ilmur er í uppáhaldi hjá þér?
Ég hef verið áskrifandi í mörg ár að Chanel chance eau fraiche en kynntist svo Obsessed frá Calvin Klein og hann er í stöðugri notkun í dag.

Hver er uppáhaldsverslunin þín? Ég er algjör Farmers Market-stelpa, finnst alltaf gaman að koma í búðina úti á Granda.

Áttu uppbyggjandi orð eða mottó fyrir okkur?
Já, þessi er erfið en þar sem ég hef eiginlega séð um mig sjálf frá átján ára aldri þá er þetta mottó alltaf ofarlega í huga mér: „There is no elevator to success. You have to take the stairs.”
Svo klikkar „Carpe Diem“ aldrei.

Lengi dreymt um að verða sjálfstæð

Hildur Ársælsdóttir er með eina flottustu ferilskrána í bransanum. Hún hefur unnið fyrir nokkur af stærstu snyrtivöruhúsum í heiminum í dag, á borð við L’Oréal og LVMH sem eiga mörg stærstu snyrtivörumerkin á markaðnum. Síðastliðin tvö ár hefur hún unnið sem markaðsstjóri Bioeffect en hún hefur sagt starfi sínu lausu og stofnaði á dögunum fyrirtækið SKIN & GOODS sem mun sérhæfa sig í að aðstoða snyrtivörufyrirtæki í markaðsmálum.

Með sanni má segja að Hildur sé tilbúin í þetta næsta skref sem sjálfstæður atvinnurekandi en hún er menntuð sem förðunarfræðingur, snyrtifræðingur, markaðsfræðingur og viðskiptafræðingur og er með aukaháskólagráðu í vöruþróun.

„Mig hefur lengi dreymt að verða sjálfstæð en ég vissi bara ekki að það yrði sem eigandi markaðsstofu. Ég bjóst alltaf við því að ég myndi hanna mína eigin snyrtivörulínu, en hræðslan við að þurfa kannski bara að nota eitt húðvörumerki það sem eftir er hefur alltaf haldið aftur af mér,“ segir Hildur og bætir við að hún elski að prófa nýjar vörur og innihaldsefni.

„Húðin breytist reglulega, allt eftir því hvernig hugsað er um hana, hvaða vörur eru notaðar, hvernig mataræðið er og hvar á hnettinum maður býr.”

„Við þurfum allskonar innihaldsefni við mismunandi tilefni eftir því hvernig húðin á okkur er hverju sinni. Húðin breytist reglulega, allt eftir því hvernig hugsað er um hana, hvaða vörur eru notaðar, hvernig mataræðið er og hvar á hnettinum maður býr.”

Hún segir einna mikilvægast að verja húðina gegn ótímabærri öldrun með spf-sólarvörn daglega. „Staðreyndin er sú að 90% af öldrunareinkennum húðarinnar er af völdum skaðlegra sólargeisla en þau koma ekki fram fyrr en 20-30 árum seinna. Þannig að þær sem byrja fyrst að hugsa um húðina eftir fertugt geta átt erfitt með að spóla til baka.“

Húðhreinsun segir Hildur vera það allra mikilvægasta þegar kemur að húðumhirðu. „Það skiptir ekki máli hversu dýrum og flottum kremum fólk fjárfestir í ef það hreinsar ekki húðina kvölds og morgna og djúphreinsar tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Annars ná öll innihaldsefnin í dýru kremunum ekki að vinna vinnuna sína til fulls. Það tekur um það bil 28 daga fyrir húðfrumur að endurnýja sig. Ef við hreinsum ekki húðina kvölds og morgna safnast dauðu húðfrumurnar saman og mynda þykkt lag sem getur myndað þurra, gráa og líflausa húð. Þá geta einnig myndast stórar svitaholur og húðin orðið óhrein og feit.“

Hildur mælir einnig með bætiefnum til inntöku. „Ég trúi því að með því að hugsa vel um sál og líkama sjáist það á húðinni. Það hefur klárlega áhrif á húðina ef maður borðar vel og drekkur nóg af vatni – alla vega tvo lítra á dag. Það besta sem ég veit er að byrja hvern dag á að drekka heitt sítrónuvatn, það hreinsar líkamann og er hálfgert detox fyrir húð og líkama. Það jafnar PH-gildi líkamans, hjálpar meltingunni, eykur efnaskipti og er sérstaklega gott fyrir fólk sem er alltaf með útþaninn maga. Einnig nota ég bætiefni frá The Nue Co. Ég nota Glowing Skin Food út í morgunmatinn minn og svo tek ég Debloat Food og Prebiotic eftir þörfum. Ég blanda því þá oftast út í kaffið eða smúðíinn minn og sé gríðarlegan mun þegar ég nota þessar vörur.“

TOPP 5 að mati Hildar Ársælsdóttur:

  • Sunday Riley Good Genes er frábær húðmeðferð sem inniheldur mjólkursýrur sem hjálpa við að lífga upp á húðina og jafna áferð hennar. Frábær vara fyrir blandaða húð, feita húð eða húð sem er mislit vegna öra eftir bólur eða sólarbletti.
  • Vintner´s Daughter er olía/serum sem gerir kraftaverk fyrir húðina, get ekki mælt meira með þessari vöru en að segja að ég hafi nánast hætt að nota farða eftir að ég kynntist henni. Fyrir allar húðtegundir og hefur nánast allt sem þú vilt að húðin á þér fái. Ef þú ert löt og vilt bara fjárfesta í einni vöru er þessi málið.
  • A313 Vitamin A er mjög virkt retinol sem vinnur á djúpum línum og örum. Fyrirbyggir öldrunareinkenni og hjálpar óhreinni og sólskaðaðri húð. Notist með varúð, ég nota A-vítamín u.þ.b. einu sinni til tvisvar í viku og nota mjög rakagefandi vöru á móti, eins og t.d. BIOEFFECT EGF-serumið.
  • Mario Badescau Drying Lotion er bleikur vökvi sem þú berð á þegar þú færð bólu eða önnur óhreinindi og hann virkar nánast samdægurs. Það besta sem ég hef prófað þegar ég fæ óvelkominn gest á húðina.
  • BIOEFFECT Micellar Water er andlitshreinsir sem tekur í burt farða og önnur óhreinindi án þess skemma PH-gildi húðarinnar.

HVAÐ ER BEST FYRIR
… þurra húð? Vörur sem innihalda hyaluronic acid.
… eldri húð? Retinoid.
… feita húð? Vörur sem innihalda AHA-sýrur.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun og hár / Helga Kristjáns

Bara ein jörð

Skoðun

Höfundur / Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Ef þú, lesandi góður, hefur ekki enn áttað þig á því, þá styttist óðum í að samfélag manna á þessari plánetu muni verða fyrir miklum skakkaföllum og allt er það okkur sjálfum að kenna.
Nýlega kom út skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) þar sem dregin er upp ansi dökk mynd af náinni framtíð. Nýjustu gögn sýna að áhrif loftslagsbreytinga eru vanáætluð og nýja myndin gerir Parísarsamkomulagið næstum því úrelt. Einungis með því að mæta ýtrustu kröfum þess samkomulags erum við að halda afleiðingunum innan þeirra marka sem mætti kalla langtímahörmungar fyrir samfélag manna á jörðinni.

Einhvern veginn verðum við að bregðast við. Það gerir ríkisstjórn Íslands með aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og almennum markmiðum um að ná alþjóðlegum skuldbindingum okkar samkvæmt Kyoto-bókuninni og enn fremur um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Þetta eru mjög falleg orð á blaði en það þarf ýmislegt að heppnast vel til þess að við náum á áfangastað. Það verður nefnilega seint sagt um opinberar áætlanir að þær standist, svona almennt séð.

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar er alveg ágæt út af fyrir sig. Hún er vissulega bara fyrsta uppkast og sem slík ágætis viðbót í umræðuna. Það vantar hins vegar margt í hana enn þá. Umfang á minnkun útblásturs kolefna er skýrt dregið upp í skýrslunni Milljón tonn en það er alls ekki skýrt hversu mikilli minnkun útblásturs hver aðgerð ríkisstjórnarinnar skilar. Það ætti að vera lágmarkskrafa að aðgerðirnar séu umfangsmetnar til þess að það sé hægt að sjá hvort aðgerðaáætlunin geti í raun og veru skilað okkur á réttan áfangastað eða ekki.

Loftslagsmál voru rædd á LÝSU, rokkhátíð samtalsins, sem fór fram á Akureyri þann 7. og 8. september síðastliðinn. Þar buðu Píratar fólki að leggja fram hugmyndir um aðgerðir í loftslagsmálum sem yrðu síðan notaðar í þingsályktunartillögu sem yrði lögð fram á Alþingi. Fundurinn tókst vel og fjölmargar hugmyndir komu fram. Áður en þingsályktunin var hins vegar lögð fram, birtust drög að umræddri aðgerðaáætlun stjórnvalda. Í þeirri aðgerðaáætlun var að finna flestar þær hugmyndir sem fram komu á fundi okkar Pírata (enda flestar frekar augljósar leiðir til að stemma stigu við útblæstri).

Ein hugmynd kom þó fram sem vert er að skoða miklu betur en hún snýst um að verðtryggja umhverfið í gegnum kolefnisgjaldið. Það myndi þá virka þannig að sett væri fram ákveðin kolefnisvísitala sem miðaðist við þá minnkun útblásturs sem við þurfum að ná fram til ársins 2030. Ef einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir ná ekki að minnka útblástur þá hækkar kolefnisgjaldið stigvaxandi miðað við hversu miklu munar. Ef útblástur minnkar umfram vísitölu þá lækkar kolefnisgjaldið, sem ákveðin verðlaun fyrir góðan árangur. Þannig yrði umhverfið okkar verðtryggt gagnvart gegndarlausri losun gróðurhúsalofttegunda.

Kominn tími til þess að nýta kunnáttu okkar á verðtryggingunni okkur í hag.

Umræðan á Twitter – „Ég kynni því með stolti flugfélagið Wowlandair“

Eins og greint hefur verið frá hefur stjórn Icelandair Group gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Fréttir af kaupunum hafa vakið mikla athygli eins og umræðan á Twitter ber merki um. „Ég kynni því með stolti flugfélagið Wowlandair,“ skrifar einn Twitter-notandi. „Hjálp,“ skrifar annar.

https://twitter.com/doddihunda/status/1059416387322568704

Ástin kviknaði á Airwaves

Þau Ísak Kári Kárason og Hekla Dögg Sveinbjarnardóttir eru miklir aðdáendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves enda kynntust þau á hátíðinni árið 2014. Þau segja einstakt andrúmsloft einkenna Airwaves.

Ísak Kári og Hekla Dögg kynntust á Iceland Airwaves árið 2014. Mynd / Aðsend

Parið Ísak Kári Kárason og Hekla Dögg Sveinbjarnardóttir kynntust á tónlistarhátíðinni IIceland Airwaves árið 2014 og hafa farið saman á hátíðina á hverju ári síðan þau kynntust.
„Við kynntumst á Airwaves árið 2014 og hátíðin það árið stendur upp úr hjá okkur báðum. Ástæðan fyrir því er sú að við vorum bæði að fara í fyrsta skiptið og þá er þetta auðvitað allt saman nýtt og spennandi. Þetta árið fórum við á marga eftirminnilega tónleika, eins og bestu FM Belfast-tónleika sem við höfum farið á, mjög sveittir og það var mikið dansað. En við kynntumst á tónleikum með færeysku hljómsveitinni Byrtu. Það var mikið stuð og við eigum enn þá færeyska fánann sem við fengum á þessum tónleikum.“

Síðan árið 2014 hafa þau ekki látið sig vanta á Airwaves. „Nú er það orðin hefð að fara og þetta er alltaf jafngaman, það er einstakt andrúmsloft á Airwaves,“ segir Hekla.
Spurð út í eftirminnilega tónleika á Airwaves í gegnum tíðina segir Ísak: „Future Islands stendur upp úr, Samuel T. Herring söngvarinn, er ólýsanlegur á sviði. Sonics-tónleikarnir í fyrra voru líka sturlaðir þar sem gamlir bílskúrsrokkarar sýndu sannarlega hvað í þeim bjó.“

„Við kynntumst fyrst á tónleikum með færeysku hljómsveitinni Byrta á Boston, svo enduðum við kvöldið í Gamla bíói á Sísíey tónleikum.“

Hekla bætir við: „Svo er alls ekki síðra að sjá íslensku hljómsveitirnar, það er alltaf jafngaman að sjá Sykur, Moses Hightower og Kiasmos sem dæmi. Einnig hafa Pink Street Boys og Dj. flugvél og geimskip komið okkur skemmtilega á óvart.“

Þó að þau Ísak og Hekla séu miklir aðdáendur hátíðarinnar ætla þau að öllum líkindum ekki að fjárfesta í Airwaves-miða þetta árið. „Ótrúlegt en satt ætlum við reyndar líklega ekki í ár. Við þurfum að vera sparsöm því við erum að fara til Rómar í lok mánaðarins. Annars vorum við ekki búin að kynna okkur dagskrána sérstaklega en maður kynnir sér þetta í rauninni minna með hverju árinu og lætur hátíðina koma sér á óvart í staðinn,“ segir Ísak.

Aðalmynd / Florian Trykowski

Icelandair Group kaupir WOW air

Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Félögin verða rekin áfram undir sömu merkjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallarinnar. Í kjölfarið voru viðskipti með hlutabréf í Icelandair Group stöðvuð í kauphöllinni. Söluverðið nemur 2,18 milljörðum króna en getur hækkað eða lækkað út frá niðurstöðu áreiðanleikakannana á Wow.

Ekki er langt síðan tvísýnt var um rekstur Wow en félagið komst tímabundið í skjól eftir að hafa lokið 60 milljóna evra skuldafjárútboði um miðjan september. Þó var ljóst að tvísýnt var um framhaldið en til stóð að safna meira fé með hlutafjáraukningu í kjölfarið.

Sem gagngjald fyrir hlutafé WOW Air munu hluthafar WOW air, að uppfylltum skilyrðum, eignast alls 272.341.867 hluti eða sem samsvarar um 5,4% hlutafjár Icelandair Group eftir viðskiptin. Þar af eru 178.066.520 hlutir eða sem nemur 3,5% hlutafjár gagngjald fyrir hið selda hlutafé. Það gagngjald getur hækkað í 4,8% og lækkað í 0,0% út frá ákveðnum forsendum í tengslum við áreiðanleikakönnun. 94.275.347 hlutir eða sem samsvarar 1,8% hlutafjár eru gefin út til seljenda vegna breytingar á víkjandi láni í hlutafé. Seljendur hafa skuldbundið sig til að halda hlutum sínum í Icelandair Group í a.m.k. 6 mánuði og helming hlutanna í a.m.k. 6 mánuði til viðbótar.

Félögin verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum en sameiginleg markaðshlutdeild þeirra á markaðnum yfir Atlantshafið er um 3,8%. Með yfirtökunni skapast tækifæri til sóknar á nýja markaði og auk þess er gert ráð fyrir að einingakostnaður Icelandair Group muni lækka. Félagið verður þannig enn betur í stakk búið til þess að veita erlendum flugfélögum öfluga samkeppni á hinum alþjóðlega flugmarkaði.

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group:
“WOW air hefur á undanförnum árum byggt upp sterkt vörumerki og náð miklum árangri á mörkuðum félagsins, til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið. Það eru mikil tækifæri til hagræðingar en félögin verða áfram rekin á eigin forsendum undir eigin vörumerkjum og flugrekstrarleyfum. Íslensk ferðaþjónusta er grunnstoð í íslensku  hagkerfi og það er mikilvægt að flugsamgöngur til og frá landinu séu í traustum skorðum.”

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air:
„Ég er mjög stoltur af þeim árangri og þeirri uppbyggingu sem við hjá WOW air höfum náð á undanförnum árum og er jafnframt  þakklátur fyrir þær frábæru viðtökur sem við höfum fengið frá fyrsta degi. Við höfum byggt upp öflugt teymi sem hefur náð eftirtektaverðum árangri og verið brautryðjandi í lággjaldaflugi yfir Norður-Atlantshafið. Nú tekur nýr kafli við þar sem WOW air fær tækifæri til að vaxa og dafna með öflugan bakhjarl eins og Icelandair Group sem mun styrkja stoðir félagsins enn frekar í alþjóðlegri samkeppni“.

Boðað verður til hluthafafundar Icelandair Group á næstu dögum þar sem tekin verður endanleg ákvörðun um kaupin. Hluthafafund skal boða með þriggja vikna fyrirvara hið skemmsta.

 

„Varúðarmerkin sjást alls staðar“

|
Ágústa M. Ólafsdóttir og Rakel Garðarsdóttir standa að baki verðlaunamyndinni UseLess.|

Heimildamyndin UseLess eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur hefur verið á góðri siglingu síðustu mánuði en hún hefur nú unnið til fernra alþjóðlegra verðlauna. Í myndinni er fjallað um sóun og sérstök áhersla lögð á afleiðingar matar- og tískusóunar.

„Þetta er bara alveg meiriháttar. Þótt tilgangurinn með gerð myndarinnar hafi auðvitað verið að vekja fólk til umhugsunar um hvað við sjálf getum gert til að draga úr loftslagsbreytingum þá hjálpa svona verðlaun klárlega til að vekja athygli á henni og vonandi fá þau fleiri til að sjá hana,“ segir Rakel spurð út í gott gengi myndarinnar en UseLess hefur nú hlotið fern alþjóðleg verðlaun frá því að hún var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði í vor, þ.á m. Best Environmental Film Award á DOC LA-heimildamyndahátíðinni í Los Angeles og nýverið var myndin valin besta heimildamyndin á International Green Film Festival í Kraká í Póllandi.

Vakandi kveikjan að UseLess
Rakel hefur um árabil staðið fyrir aukinni vitundarvakningu um sóun matvæla í gegnum samtökin Vakandi sem hún stofnaði 2014 en það var einmitt starf hennar með þeim sem varð kveikjan að gerð myndarinnar. „Ég fæ mikið af beiðnum um að halda fyrirlestra um málið og það hefur komið fyrir að ég hafi ekki getað orðið við því. Það varð til þess að mér datt í hug að gera mynd sem gæti leyst mig af,“ lýsir hún, en í UseLess er fjallað um sóun og segir Rakel að með myndinni hafi þær Ágústa viljað leggja enn meira af mörkum til umræðunnar um matar- og tískusóun.

Spurð hvar henni finnist sú umræða eiginlega standa á Íslandi svarar hún því að það sé klárlega komin hreyfing á hlutina. „Sem dæmi hitti ég reglulega fólk sem hefur snúið við blaðinu og heimsæki fyrirtæki sem vilja gera betur,“ segir hún en bætir við að Íslendingar eigi þó enn langt í land hvað þetta varði. „Á Íslandi er t.d. rosalega mikill innflutningur á mat og öðrum varningi. Margt af því er auðvitað nauðsynlegt þar sem við búum á eyju en annað er algjör óþarfi og mér finnst sorglegt að það sé verið að flytja slíkan óþarfa í skipsförmum til landsins, einfaldlega vegna þeirra slæmu áhrifa sem það hefur á umhverfið. Það er bara eitt dæmi um hvernig óhóf sem er auðvitað einn angi matar- og tískusóunar, getur haft áhrif á umhverfið, á loftslagsbreytingar. En eins og við vitum eru þær breytingar farnar að hafa bein áhrif á daglegt líf okkar, sbr. skógareldarnir sem geisuðu í Svíþjóð og víðar um heim í sumar. Varúðarmerkin sjást alls staðar.“

Ágústa M. Ólafsdóttir og Rakel Garðarsdóttir standa að baki verðlaunamyndinni UseLess. Mynd/Aðsend.

Litlu hlutirnir skipta máli
Rakel heldur þó fast í vonina um að ástandið lagist og segist í því samhengi telja að aukinn stuðningur við innlenda framleiðslu, s.s. matvælaframleiðslu og efling nýsköpunar á Íslandi geti haft mikið að segja. „Svo skipir framlag hvers og eins auðvitað máli. T.d. að við reynum að nýta matvæli og föt betur en við gerum. Hlutir sem er svo auðvelt að breyta og sem geta haft svo mikil áhrif þegar við leggumst öll á eitt.“ Hún segist tala af reynslu þar sem hún hafi sjálf tekið sig mikið á í þeim efnum. „Og það er bara ekkert mál,“ segir hún hress. „Bara skemmtileg áskorun. Einföld atriði sem geta gert það að verkum að komandi kynslóðir eigi sómsamlegt líf.“

Spurð hvort verðlaunin sem UseLess hefur hlotið séu ekki til merkis um vissan meðbyr með þessum málstað, svarar Rakel því játandi og kveðst horfa björtum augum til framhaldsins þar sem til stendur að sýna myndina á kvikmyndahátíðum í Barcelóna, New York og Rússlandi á næstunni og síðar meir á RÚV. „Danska sjónvarpið, DR, er svo með dreifingarréttinn á myndinni og þau eru bara á fullu við að kynna hana sem mér skilst að gangi mjög vel,“ segir hún glöð.

 

Nautahakk – þægilegt og alltaf gott

|
|

Nautahakk er þægilegt hráefni að grípa til í miðri viku en einnig er hægt að nota það í sparilega rétti. Hér eru frábærar og einfaldar uppskriftir úr smiðju Gestgjafans.

Taco-súpa

500 g nautahakk
2 litlir laukar, saxaðir smátt
4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 dós niðursoðnir tómatar
1 lítil dós tómatmauk
½ chili-aldin
½ rauð paprika
½ gul paprika
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. laukduft
½ tsk. oregano
½ tsk kummin
1 dós maísbaunir
1 dós svartar baunir
1 l nautasoð
pipar og salt

Brúnið hakkið á djúpri pönnu eða í stórum potti ásamt lauk og hvítlauk. Bætið restinni af hráefninu saman við og hitið að suðu, leyfið súpunni að malla við vægan hita í 50-60 mínútur.
Berið fram með sýrðum rjóma og tortillustrimlum.

Tortillustrimlar
Skerið 4-5 tortillapönnukökur í strimla og djúpsteikið upp úr olíu í 10-20 sekúndur á hvorri hlið eða þar til þeir verða brúnaðir.

Innbakað nautahakk
fyrir 4-6

300 g nautahakk
2 msk. olía
50 g chorizo-pylsa, smátt söxuð
150 g soðnar kartöflur, skornar í litla bita
1 tsk. reykt paprika
2 msk. dijon-sinnep
2 msk. tómatsósa
3 msk. rjómaostur
salt og pipar
2 plötur smjördeig (fást tilbúnar upprúllaðar)
1 eggjarauða, pískuð

Byrjið á því að brúna hakkið í olíu á pönnunni með chorizo-pylsunni. Bætið restinni af hráefninu út á pönnuna og látið allt malla saman í 10-15 mínútur. Hitið ofninn í 180°C. Rúllið annarri smjördeigsrúllunni á bökunarpappírsklædda ofnplötu, setjið fyllinguna á miðjuna, ekki alveg út í kant. Áður en hin rúllan er lögð yfir er gott að strá dálitlu af hveiti á hana, brjóta hana í tvennt og skera raufar í miðjuna, taka hana síðan upp og leggja hana varlega ofan á fyllinguna. Þrýstið brúnunum vel saman og penslið með eggjarauðu. Bakið í 30 mínútur eða þar til bakan er orðin fallega gyllt að lit. Takið úr ofninum og látið kólna aðeins áður en rétturinn er borinn fram með salati og sýrðum rjóma.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Katrín Rut Bessadóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Bak við skjáinn er manneskja með tilfinningar

|
Erna Kristín Stefánsdóttir Mynd / Hallur Karlsson

Nýlega fór af stað alþjóðleg herferð snyrtivörurisans Rimmel gegn neteinelti. Markmiðið er að berjast gegn þessu stóra vandamáli sem viðgengst í öllum krókum og kimum samfélagsins. Samfélagsmiðlastjarnan Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem Erna á Ernulandi, er andlit herferðarinnar hér á landi en hún hefur upplifað neteinelti á eigin skinni.

Erna er í háskólanámi samhliða því að vinna á samfélagsmiðlum en hún klárar embættispróf í guðfræði innan skamms. Hún hefur verið talskona jákvæðrar líkamsímyndar en fyrir jól kemur út bókin Fullkomlega ófullkomin eftir Ernu. Hún segir bókina vera hvatningarrit fyrir konur með það að markmiði að þær læri að elska sjálfar sig eins og þær eru.

Óraunhæfar kröfur gerðar til líkama kvenna
„Herferð Rimmel sem snýr að neteinelti og því óöryggi sem fylgir því að lenda í slíku og bera sig stöðugt saman við óraunhæfar staðalímyndir helst vel í hendur við umræðuna um jákvæða líkamsímynd. Í bókinni má finna fullt af myndum af konum af öllum stærðum og gerðum, reynslusögur, gagnlega punkta til að taka fyrstu skrefin í átt að sjálfsást og margar staðreyndir sem snúa að óraunhæfum staðalímyndum og hversu óraunhæfar kröfur hafa verið gerðar til líkama kvenna frá örófi alda.“
Yfir helmingur kvenna sem notar samfélagsmiðla segist vera það brotnar eftir neteinelti að þær eigi erfitt með að tjá sig þar.
„Það er mikil þörf á þessari umræðu og ég myndi segja að bókin frá mér sé heiðarleg tilraun til að fella niður þessar staðalímyndir. Með von um að fleiri konur finni kjarkinn til að taka skrefið í átt að sjálfsást, finna að þær séu „nóg“, burtséð frá viðhorfi annarra í okkar garð, þá er samþykkið frá okkur sjálfum það sem skiptir höfuðmáli.“

Fyrir jól kemur út bókin Fullkomlega ófullkomin eftir Ernu Kristínu Stefánsdóttur. Hún segir bókina vera hvatningarrit fyrir konur með það að markmiði að þær læri að elska sjálfar sig eins og þær eru. Mynd / Hallur Karlsson.

Alltaf einhverjir sem vilja brjóta mann niður ef vel gengur
Eins og fyrr segir hefur Erna Kristín sjálf orðið fyrir neteinelti. Hún segir það óneitanlega fylgifisk þess að vera áberandi á samfélagsmiðlum.
„Það eru alltaf einhverjir sem vilja brjóta mann niður þegar vel gengur, það er bara þannig. Þegar ég lenti í því fyrst, var ég ekki komin með þessa brynju sem ég er með núna og tók því eineltið mikið inn á mig. Það fékk mig til þess að íhuga að loka öllum miðlunum mínum og ég fór að efast um sjálfa mig og allt sem ég gerði. Ég tók þannig á þessu á þeim tíma að ég tók mér smápásu frá samfélagsmiðlum, vildi bara fá rými til þess að anda og vita hvað ég vildi gera í framhaldinu en staðreyndin er sú að 57% þeirra sem verða fyrir neteinelti segja ekki frá því.“
Erna vildi vera viss um að hún hefði kjarkinn til þess að láta eineltið ekki brjóta sig niður ef og þegar óviðeigandi athugasemdir bærust.
„Ég ræddi þessi eineltismál á samfélagsmiðlum, ég vildi bara minna á að bak við skjáinn væri manneskja með tilfinningar og því mætti ekki gleyma. Ég kaus svo að halda áfram og það má segja að eftir þessa lífsreynslu hafi ég orðið mun öruggari á samfélagsmiðlum. Mér tókst að setja upp ákveðna brynju, þar sem niðrandi athugasemdir fá ekki rými. Næsta skref finnst mér svo vera að passa að ég kæmi ekki svona illa fram við sjálfa mig. Maður þarf að muna að maður er „nóg“ og læk eða komment einkenna mann ekki sem manneskju. Maður þarf ekki að fá x mörg læk til þess að vera frábær. Þú ert það nú þegar og engin læk á samfélagsmiðlum hafa eitthvað með þig og þitt líf að gera. Verum öruggar í því sem við gerum og munum að við erum okkar eigin fyrirmyndir. Tölum fallega til okkar og elskum okkur eins og við erum,“ segir Erna Kristín að lokum.

Eitís stíll hjá Brynju og Guðjóni

Húsið sem varð algjört ástríðuverkefni.

Brynja Björk Garðarsdóttir markaðsstjóri og Guðjón Jónsson auglýsingaleikstjóri búa í fallegu pallahúsi í Fossvoginum. Þau hafa bæði mikinn áhuga á hönnun og arkitektúr, heillast mjög af fallegum ljósum og safna húsgögnum sem heilla þau á mörkuðum frekar en í verslunum. Það er óhætt að segja að Brynja og Guðjón búi yfir óbilandi framkvæmdagleði því þau hafa í sameiningu gert upp heil fjögur hús fyrir fertugt! Við heimsóttum þessi duglegu og mjög svo hressu hjón í Hjallaland, raðhús sem þau keyptu í lok árs 2014. Stíllinn er svolítið ,,Eitís“, bleikir tónar, króm og pálmatré sem stendur í stofunni.

Ljósin yfir stiganum niður eru hönnun Tom Dixon.

Hvenær fluttuð þið inn og hvers vegna völduð þið þetta hús? „Við höfðum haft augastað á þessu hverfi lengi en ég ólst upp hérna í Kjalarlandinu fyrstu árin þar sem ég bjó hjá ömmu minni og afa sem voru frumbyggjar hér í hverfinu; fyrst í Kvistalandi og svo Kjalarlandi. Við skoðuðum nokkur hús hérna en það var ekki mikið framboð og margir sem keppast um hverja eign. Svo sáum við þetta hús og féllum alveg fyrir skipulaginu og þessum fallega seventís-hilluvegg í stofunni. Við höfum alltaf verið hrifin af pallaraðhúsum og Guðjón ólst upp í einu slíku í Breiðholtinu. Í svona skipulagi geta fjölskyldumeðlimir dundað sér hver í sínu rými en samt í svo mikilli nálægð. Við kolféllum því fyrir þessu húsi og fluttum inn korter fyrir jól árið 2014.“

Hvernig var húsið þegar þið tókuð við því? „Húsið var vel skipulagt en það var dálítið lokað í kjallaranum þar sem við vildum hafa fjölskyldurými. Þar var eldhús og einnig baðherbergi sem voru ekki í okkar stíl  og við ákváðum að fara strax í töluverðar framkvæmdir í kjallaranum. Við ákváðum líka að fara strax í að laga garðinn því okkur langaði  að gera hann þannig að við gætum notið þess að vera úti. Við vorum með heitan pott þar sem við bjuggum síðast og söknuðum þess mjög að hafa ekki pott, það var því með okkar fyrstu verkum að skiptast á að moka risastóra holu úti í garði til að koma fyrir heitum potti.“

Borðstofuborðið er frá Muuto, á gólfinu er yfirborðsefni sem heitir Pandomo og er frá Harðviðarvali. Borðlampinn ofan á skenknum er gamall Bumling-lampi frá Atelje Lyktan og standlamparnir eru Panthella eftir Verner Panton.

„Í svona skipulagi geta fjölskyldumeðlimir dundað sér hver í sínu rými en samt í svo mikilli nálægð. Við kolféllum því fyrir þessu húsi og fluttum inn korter fyrir jól árið 2014.“

Voruð þið strax með ákveðnar hugmyndir varðandi hvernig þið vilduð breyta? „Já, við vorum til að mynda strax ákveðin í að taka parketið á aðalhæðinni af því þar er fallegur viðarpanel í loftinu sem má segja að hafi verið að keppast við eikarparketið. Sömuleiðis höfðum við strax hugmyndir um annað skipulag á báðum baðherbergjunum en aðalbaðherbergið er niðri og svo er gestabaðherbergi á miðhæðinni. Við vorum líka með hugmyndir varðandi eldhúsið, hvernig við vildum breyta því, þannig að við vorum með fullt af hugmyndum strax í upphafi.“

„Við erum virkilega ánægð með baðherbergin, þau tókust vel,“ segja Brynja og Guðjón.

Hver var stærsta áskorunin í framkvæmdunum? Að búa inni á heimilinu meðan á framkvæmdum stóð. Við mælum ekki með því, því það tekur á taugarnar. Við fórum að vísu til London á meðan pandomo-efnið var sett á gólfin hjá okkur en að öðru leyti vorum við bara hérna saman í skítnum, mjög hressandi! Svo voru þessar framkvæmdir í raun erfiðari en aðrar sem við höfum farið út í því okkur þótti oft einstaklega erfitt að velja hvaða efni við vildum. Þetta hús varð algjört ástríðuverkefni hjá okkur og við vorum oft heillengi að ræða einhver algjör smáatriði sem okkur finnst samt skipta svo miklu máli varðandi heildarmyndina.“

Yfir eldhúsborðinu hangir Nova-ljósið eftir Jo Hammerborg.

Er framkvæmdum lokið? „Okkur langar að endurnýja gólfefnin á neðri hæðunum þegar við höfum tíma og ég er strax farin að pæla í öðrum litum á veggina hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að við finnum okkur alltaf eitthvað til að dytta að.

„Þetta hús varð algjört ástríðuverkefni hjá okkur og við vorum oft heillengi að ræða einhver algjör smáatriði sem okkur finnst samt skipta svo miklu máli varðandi heildarmyndina.“

Hvað eru þið ánægðust með eftir allar framkvæmdirnar? „Við erum virkilega ánægð með baðherbergin, þau tókust vel. Það var dálítill hausverkur að teikna þau upp þar sem þau eru bæði mjög lítil en á endanum var hver fermetri vel nýttur. Við fengum þá hugmynd að láta sérsmíða speglavegg á öðru þeirra sem stækkar það mikið og er að auki til mikillar prýði.“

Er þetta framtíðarhúsnæði? „Við höfum komið okkur vel fyrir hérna en það er aldrei að vita hvað gerist þegar framkvæmdakláðinn kemur yfir okkur.“

Myndir / Aldís Pálsdóttir

„Ungar stelpur í dag eru svo fáránlega mikið með þetta“

||
||

Hildur Knútsdóttir rithöfundur sendi nýlega frá sér bókina Ljónið sem er sú fyrsta nýjum þríleik. Bókin er unglingabók en Hildur vonar að fullorðnir tengi við hana líka.

Hildur Knútsdóttir sækir efnivið bókarinnar Ljónið meðal annars í eigin menntaskólaár. Mynd / Aðsend.

„Í stuttu máli fjallar bókin um hina sextán ára gömlu Kríu sem er nýflutt til Reykjavíkur og byrjuð í MR. Hún kynnist Elísabetu og þær verða vinkonur. Saman komast þær að dularfullu hvarfi ömmusystur Elísabetar árið 1938 og ákveða að reyna að komast til botns í ráðgátunni um hvað kom fyrir hana. En svo fjallar bókin líka um menntaskólalífið og hvernig það er að vera unglingsstúlka – með öllu því góða og slæma sem því fylgir,“ segir Hildur og játar þegar hún er spurð hvort bókin sé femínísk. „Ég veit ekki hvernig það væri hægt að skrifa bók um unglingsstúlkur í Reykjavík árið 2018 sem væri ekki feminísk. Ungar stelpur í dag eru svo fáránlega mikið með þetta og svo flottir femínistar að stundum tárast ég bara yfir því. Og stelpurnar í Ljóninu eru allavega meðvitaðar um feðraveldið, nauðgunarmenningu og drusluskömmun, og að hlutskipti þeirra sé annað en stráka. Þær eru til dæmis að stíga fyrstu skrefin í skemmtanalífinu og velta fyrir sér hvort það sé óhætt að labba einar heim að kvöldlagi. Því það er alltaf þessi ógn sem vakir yfir: Það gæti einhver nauðgað þér. Allar unglingsstelpur sem ég þekki og hef þekkt eru mjög meðvitaðar um það. Enda rignir yfir þær skilaboðunum um hvernig þær eiga og eiga ekki að haga sér til að minnka hættuna á því að verða nauðgað. Og það skerðir frelsi þeirra.“

Ljónið er fyrsta bókin í nýjum þríleik eftir Hildi Knútsdóttur.

Útgáfa á tékknesku og sjónvarpsþáttaskrif
Hildur er nýlent eftir útgáfulæti í Prag, þar sem Vetrarfrí og Vetrarhörkur voru að koma út á tékknesku. Hún safnar nú kröftum til að halda áfram að endurskrifa sjónvarpsþætti upp úr bókunum fyrir framleiðslufyrirtækið RVK Studios. Að auki er hún á leiðinni til Frakklands á bókmenntahátíð og undirbýr sig fyrir jólabókaflóðið. „Og svo ætla ég að halda áfram að skrifa framhaldið af Ljóninu. Ég er um það bil hálfnuð með fyrsta uppkastið og er að vona að ég nái að klára hana fyrir næstu jól.“

 

Ljúf og lokkandi formkaka

formkaka með trönu og kokteilberjum
Mynd/Aldís Pálsdóttir

Formkökur geymast vel og eru frekar einfaldar í gerð sem kannski útskýrir vinsældir þeirra hér áður fyrr. Hið glæsilega kökublað Gestgjafans sem margir hafa beðið eftir er nú komið í verslanir og því deilir Gestgjafinn hér með okkur ljúffengri og sparilegri köku.

Ljúf og lokkandi formkaka

300 g sykur

120 g smjör, við stofuhita

3 egg

180 g hveiti

2 tsk. lyftiduft

2 ½ dl mascarpone-ostur

2 ½ dl rjómi

¼ tsk. salt

1 tsk. vanilludropar

1 dós kokteilber

2 dl þurrkuð trönuber

140 g hvítt súkkulaði, saxað

Ofan á

Hnefafylli þurrkuð trönuber

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið sykur og smjör vel saman. Bætið eggjunum út í og hrærið áfram. Blandið hveiti og lyftidufti saman og hellið út í blönduna, bætið svo osti, rjóma, salti og vanilludropum saman við. Blandið að síðustu berjum og súkkulaði út í með sleif. Hellið deiginu í vel smurt 26 cm formkökuform. Bakið í 40-45 mín. eða þar til prjónn sem stungið er í miðju kökunnar kemur hreinn út. Þekjið kökuna með kreminu og skreytið með þurrkuðum trönuberjum.

Krem

100 g smjör við stofuhita

100 g rjómaostur

300 flórsykur

1 tsk. vanilludropar

Blandið öllum innihaldsefnum saman og hrærið þar til kremið verður létt og ljóst og allt hefur samlagast. Þekjið kökuna með kreminu.

Þúsund bílum fargað í hverjum mánuði

Sífellt fleiri bílaeigendur kjósa að farga bifreiðum sínum. Færst hefur í vöxt að fólk skilji númeralausa bíla eftir á fyrirtækjalóðum, á bílastæðum og víðavangi.

Æ fleiri bílaeigendur kjósa að farga bílum sínum frekar en að gera við þá sjálfir eða fara út í viðgerðir og viðhald. Samkvæmt upplýsingum Úrvinnslusjóðs hafa tæplega 9.000 bílar verið afskráðir á árinu. Það er um 25% aukning frá sama tíma í fyrra. Rúmlega helmingur þeirra bíla sem eru afskráðir á Íslandi fara í endurvinnslu hjá fyrirtækinu Hringrás.

Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir talsvert fleiri bílum fargað nú en á síðasta ári. Það sé álíka mikil aukning og var á milli áranna 2016-2017. „Mér sýnist sama aukning vera að endurtaka sig nú á þessu ári,“ segir Daði, en flestir bílar sem koma til Hringrásar eru frá Vöku eða á bilinu 300-400 á mánuði. Bílapartasölur koma með það sem út af stendur auk þess sem fólk kemur með eigin bíla til förgunar. „Bílarnir eru tæmdir af spilliefnum, öllum vökva tappað af þeim og dekk og rafgeymar fjarlægðir. Bílarnir eru pressaðir í böggla og eru síðan sendir í endurvinnslustöðvar í Hollandi. Þar eru bílarnir settir í stóra kvörn, allir málmar aðgreindir og endurunnir. Óendurvinnanlegt plastefni úr bílunum er síðan notað sem eldsneyti til húshitunar eða raforkuframleiðslu í Hollandi. Hjólbarðar sem Hringrás tekur á móti eru tættir niður og fluttir erlendis þar sem gúmmíið er endurnotað.“

Skilja eftir númeralausa bíla

Valdimar Haraldsson annast flutninga á ökutækjum hjá Vöku og segist hafa yfirleitt nóg að gera við að ná í bíla út um allar koppagrundir. Hann fari oftar en áður að fjölbýlishúsum til að ná í númeralausa bíla. Formenn húsfélaga séu þeir einu sem geta sent inn beiðni til Vöku um að láta fjarlægja bílana af sameign húsa og sífellt algengara sé að þeir grípi til slíka úrræða.

Þá segir Valdimar líka hafa aukist að starfsmenn hjá hreinsunardeildum bæjarfélaga hafi samband til að láta fjarlægja númeralausa bíla af götum, víðavangi og á lóðum fyrirtækja. Hann fari jafnvel austur á Selfoss til að ná í bíla. „Það er alveg óhætt að segja að við tökum fleiri bíla en áður.“ Hann kveðst ekki hafa tölulegar upplýsingar um aukninguna en segir tilvikin mun fleiri en áður.

Leggja ekki í viðgerðir

Spurður hvernig bílar þetta séu segir Valdimar þetta vera bíla frá um 1990 eða yngri, allt frá rusli og upp í bíla í ágætis ásigkomulagi með fulla skoðun. „Í þeim tilvikum er fólk búið að kaupa sér nýjan bíl en hefur ekki tíma til að setja hinn í sölu eða því finnst það ekki borga sig að ráðast í kostnaðarsamar viðgerðir í ljósi þess hversu lágt verð er á notuðum bílum í dag. Þótt eigendur bíla komi akandi á bílunum til okkar og þeir líti sumir ágætlega út þá er ekki þar með sagt að þeir séu í stakasta lagi. Eigandinn hefur kannski verið búinn að borga 200 þúsund krónur í viðgerðir en þarf að leggja út 300 þúsund til viðbótar til að koma honum í ökuhæft ástand síðar. Í þeim tilvikum kaupir fólk frekar annan bíl,“ segir Valdimar og getur þess að þegar komið er með bíl til afskráningar og förgunar fær bíleigandi númeraplötur bílsins og greitt skilagjald sem er 20.000 krónur.

Allt undir í mikilvægustu þingkosningum síðari ára

Mynd/Pixabay

Kosið verður til Bandaríkjaþings á þriðjudaginn. Niðurstöðurnar munu ráða miklu um hvernig Donald Trump reiðir af á síðari hluta kjörtímabilsins og hafa mikil áhrif á forsetakosningarnar 2020. Kosið er um öll þingsætin 435 í fulltrúadeild þingsins, 35 sæti í öldungadeildinni og 36 af 50 ríkisstjórum. Trump hefur notið þess að Repúblíkanaflokkurinn hefur haft meirihluta í báðum deildum þingsins fyrstu tvö ár sín í embætti en demókratar gætu gert honum lífið leitt nái þeir meirihluta í annarri eða báðum deildum, rétt eins og repúblíkönum tókst að gera síðustu sex árin í forsetatíð Baracks Obama. Bandarísk stjórnmál eru gríðarlega eldfim um þessar mundir og sjaldan eða aldrei hefur gjáin á milli íhaldssamra og frjálslyndra verið breiðari. Til marks um hversu mikið er undir þá munu framboðin, hvort um sig, hafa eytt vel yfir 5 milljörðum dollara í kosningabaráttu sína þegar kjördagur rennur upp. Aldrei áður hefur jafnmiklu fé verið varið í miðkjörtímabilskosningum. Einnig er búist við sögulegri kosningaþátttöku, einkum á meðal ungs fólks en samkvæmt könnun Harvard Institute of Politics munu 49% fólks á aldrinum 18-29 ára mæta á kjörstað. Í þingkosningunum 2014 var hlutfallið 19,9%.

Baráttan um fulltrúadeildina

Keppt er um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni en 218 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Til þess þurfa demókratar að hirða 23 þingsæti af Repúblíkanaflokknum og nýjustu kannanir benda til þess að 85% líkur eru á að svo fari. Repúblíkanar hafa þó verið að sækja í sig veðrið undanfarnar vikur. Helsti vígvöllurinn eru úthverfin þar sem íbúar eru almennt betur stæðir og með meiri menntun en annars staðar. Þá munu atkvæði kvenna hafa lykiláhrif en samkvæmt könnunum aðhyllast þær Demókrataflokkinn í mun meiri mæli en karlar. Þannig sýna sömu kannanir að demókratar fengju 275 þingsæti ef eingöngu konur væru á kjörskrá.

Baráttan um öldungadeildina

Það er á brattann að sækja fyrir demókrata í öldungadeildinni þótt repúblíkanar séu nú aðeins með 51-49 meirihluta. Það er vegna þess að einungis er kosið um 35 þingsæti í þessari umferð og af þeim eru 26 í höndum demókrata. Mörg þessara þingsæta eru í dreifðari byggðum Bandaríkjanna sem er klárlega repúblíkönum í hag. Nýjustu kannanir benda til þess að 82,7% líkur séu á því að repúblíkanar haldi meirihluta sínum í öldungadeildinni og bæti jafnvel við sig sætum.

Stefnir í klofið þing

Ef að líkum lætur munu demókratar stjórna fulltrúadeildinni og repúblíkanar öldungadeildinni. Slíkt er í sjálfu sér ekki óeðlilegt og í rauninni reglan fremur en undantekningin. Meirihluti í annarri hvorri deildinni tryggir demókrötum vald til að hindra lagafrumvörp úr röðum repúblíkana sem og frumkvæðið til að hrinda af stað rannsóknum á hvers kyns málum. Niðurstaðan yrði annaðhvort aukin samvinna milli flokka eða enn harðari deilur en áður þar sem eingöngu allra mikilvægustu mál ná í gegn. Með meirihluta í öldungadeildinni munu repúblíkanar eftir sem áður geta tryggt tilnefningum Trumps í hin ýmsu embætti framgang. Þá má búast við að Trump notist í auknum mæli við forsetatilskipanir, rétt eins og Barack Obama gerði eftir að repúblíkanar náðu meirihluta í báðum deildum.

Innflytjendur og hatursorðræða stóru málin

Að venju koma upp stór mál í aðdraganda kosninga sem talin eru hafa mikið um það að segja um niðurstöðuna. Donald Trump hefur gert fólksflutningalestina frá Mið-Ameríku að sínu helsta kosningamáli og spilað á ótta fólks með þeirri orðræðu að demókratar vilji opin landamæri á meðan repúblíkanar standi vörð um öryggi almennings. Þá hefur hann viðrað hugmyndir um að skrifa undir forsetatilskipun um að fella úr gildi lög sem veita börnum ólöglegra innflytjenda sjálfkrafa ríkisborgararétt. Að sama skapi hafa demókratar kennt forsetanum um að kynda undir hatursglæpum og hatursfullri orðræðu í garð fjölmiðla og minnihlutahópa, samanber sprengjusendingar til aðila tengdum Demókrataflokknum og skotárás á bænahús gyðinga í Pennsylvaníu um liðna helgi.

Eiga konur að vera betri stjórnmálamenn?

Kvennafrídagurinn 24. október síðastliðinn markaði fjörutíu og þriggja ára afmæli þess er 90 prósent íslenskra kvenna lögðu niður vinnu og fjölmenntu á Lækjartorg til að mótmæla kynbundnum launamun og öðru misrétti sem konur urðu fyrir í samfélaginu. Sýndu og sönnuðu að vinnuframlag kvenna skiptir sköpum fyrir hin margfrægu „hjól atvinnulífsins“ og að samtakamáttur kvenna er frumforsenda þess að framfarir náist. Síðan þá hefur Ísland skipað sér í fremstu röð hvað varðar jafnrétti og er ár eftir ár í efsta sæti lista yfir lönd sem standa sig best við að tryggja réttindi kvenna. Það var því til einhvers barist þótt enn sé því miður langt í land með að fullt jafnrétti náist.

Á þessu fjörutíu og þriggja ára afmæli voru enn og aftur haldnir útifundir víða um land, skrifaðar greinar í fjölmiðla og rykið dustað af gömlum baráttusöng Rauðsokkanna sem voru hvatakonur að kvennaverkfallinu 1975. Allt hið ágætasta mál en féll nokkuð í skuggann af pistli sem eigandi Kvennablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, skrifaði á vefsíðu blaðsins þar sem hún, að margra mati, réðist gegn þeim konum sem hæst ber í þjóðfélaginu í dag. Það varð uppsláttur á flestum vefmiðlum að Steinunn Ólína hefði sagt forsætisráðherra landsins, Katrínu Jakobsdóttur, vera eins og tusku í höndum Bjarna Benediktssonar. Og 90 prósent þeirra sem tjáðu sig um skrifin voru hin lukkulegustu með þessa einkunn sem konunni í forsætisráðherrastólnum var gefin. Þannig er nú kvennasamstaðan fjörutíu og þremur árum síðar.

Það virðist reyndar vera að verða nokkurs konar þjóðaríþrótt að hrauna yfir Katrínu Jakobsdóttur og kenna henni um allt sem aflaga fer í höndum núverandi ríkisstjórnar og fer ekki hjá því að maður velti því fyrir sér hvort hún fengi aðra eins útreið ef hún væri karlmaður. Ekki var Sigmundur Davíð kallaður tuska í höndum Bjarna Ben þegar þeir voru saman í ríkisstjórn, svo dæmi sé tekið, og reyndar hefur enginn karlkynsforsætisráðherra fengið yfir sig aðra eins lítillækkun og ásakanir um þjónkun eins og Katrín. Það fer því ekki hjá því að maður spyrji sig hvort það þyki góð og gild latína í jafnréttisparadísinni Íslandi að tala niður til kvenna í áhrifastöðum og gera því skóna að þær séu viljalaus verkfæri í höndum karlanna sem þær vinna með. Séu tuskur og strengjabrúður.

Undirliggjandi tónn í þessum niðrunum sem beint er að forsætisráðherranum er að vegna þess að hún er kona eigi að gera meiri kröfur til hennar um gott siðferði og „kvenleg“ sjónarmið í pólitík. Konur eiga sem sagt enn og aftur að standa sig betur en karlarnir, vera „betri“ í því sem þær gera og sanna að það skipti máli að hafa konur í áhrifastöðum. Þær eru enn þá fyrst og fremst metnar út frá kynferði sínu og eiga að vera „fyrirmyndir“ ungra stúlkna. Aldrei er minnst á það að karlar í stjórnmálum eigi að vera fyrirmyndir ungra drengja í sínum störfum. Er ekki einhver tímaskekkja í þessari hugsun?

Óður til mannslíkamans

Steindór Grétar Jónsson, blaðamaður á Stundinni, hlustar aðallega á teknó en segist þó vera með frekar breiðan smekk þegar kemur að tónlist. En hverju skyldi hann Steindór mæla með á fóninn um helgina?

„Á föstudagseftirmiðdegi er tilvalið að hressa sig við eftir erfiða vinnuviku og hlusta á Sister Sledge – We  Are Family. Allir helstu diskóslagarar systrasveitarinnar voru samdir fyrir þessa plötu undir dyggri handleiðslu Nile Rodgers og Bernard Edwards. Svo er varla þess virði að hlusta á titillagið nema það sé plötuútgáfan í allri sinni átta mínútna dýrð.

Á laugardegi þarf svo að hækka orkustigið aðeins og skella Kraftwerk – Tour de France Soundtracks á fóninn. Nýjasta (eða síðasta?) plata þýsku frumkvöðlanna tók hljóðheim þeirra inn í 21. öldina til að marka 100 ára afmæli frönsku hjólreiðakeppninnar. Hún er óður til mannslíkamans og getu hans til að hjóla í gegnum mótlæti.

Á sunnudegi er svo orkan uppurin og þörf á að hugsa sinn gang og taka stöðuna á tilverunni. Þá passar engin plata betur en Talk Talk – Spirit of Eden. Um að gera að taka sér kaffibolla í hönd og stara út um gluggann eða á hvítan vegg og leyfa ljúfri rödd Mark Hollis að friða sálartetrið.“

Mun frumflytja nýtt efni

Rapparinn Alvia Islandia mun spila glænýtt efni í bland við eldri tónlist á Airwaves á fimmtudaginn.

Rapparinn Alvia Islandia spilar á tónlistarhátíðinni Airwaves sem hefst á morgun, miðvikudag. Alvia spilar á fimmtudeginum klukkan 22:50 á Hard Rock Café.

Hún mun spila nokkur lög af væntanlegri plötu sem kemur út í byrjun næsta árs. „Ég er að leggja lokahönd á nýja pötu, þriðju plötuna mína sem heitir Pi$tol Pony. Ég mun flytja nokkur lög af henni á „showinu“ mínu á fimmtudaginn. Þetta nýja efni verður flutt í bland við það besta af eldri plötunum mínum, BubblegumBitch og Elegant hoe. Svo verð ég líka með nokkra leynigesti með mér,“ segir Alvia sem er afar spennt fyrir Airwaves.

„Ég elska hvað Airwaves hátíðin hefur gert fyrir íslenskt tónlistarlíf, alveg frá upphafi og til dagsins í dag.“

Mynd / Airwaves / Ásta Sif Árnadóttir

Skúli tjáir sig um sölu WOW air á Facebook

Skúli Mogensen tjáir sig um sölu WOW air til Icelandair Group á Facebook.

Skúli Mogensen hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann tjáir sig um kaup Icelandair á WOW air. Stöðuuppfærsluna, sem sjá má hér fyrir neðan, skrifar hann á ensku. Í henni segir hann meðal annars að síðustu 72 klukkustundir hafa verið meðal þeirra erfiðustu sem hann hefur upplifað. Sömuleiðis segist hann vera viss um að hann hafi tekið rétta ákvörðun með sölunni og þannig tryggt framtíð flugfélagsins. Þá þakkar hann fólki fyrir stuðninginn og hlý orð í hans garð.

„Ég er ótrúlega stoltur af teyminu okkar og því sem við höfum byggt upp á undanförnum sjö árum,“ skrifar hann meðal annars.

Ská nánar: Icelandair Group kaupir WOW air

Sverrir Guðnason í aðalhlutverki í myndaþætti GQ

Viðtal við íslenska leikarann Sverri Guðnason er að finna í nýjasta tölublaði GQ.

Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason er í aðalhlutverki í stórum tískuþætti sem birtist í nýjasta tölublaði af bandaríska tímaritinu GQ. Sverrir, sem er fertugur, rifjar upp æsku sína á Íslandi í viðtali sem fylgir myndaþættinum. „Það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum, það var ekki til nægt efni til að sýna. Þannig að þá þurfti maður að gera eitthvað annað,“ segir Sverrir. Og „þetta annað“ mun hafa verið leiklist er fram kemur í grein GQ.

Þá segir hann að Ísland sé svo lítið að þó að hann sé búinn að slá í gegn í heimi leiklistar þá sé hann alveg látinn í friði af íslenskum aðdáendum. „Björk býr hérna og enginn truflar hana.“

Mynd / Instagram-síða GQ

„Vona að gæðin komist aftur í tísku“

|
|

Saga Sigurðardóttir og Ísak Freyr Helgason skara hvort um sig fram úr á sínu sviði. Hún er einn af okkar bestu ljósmyndurum og hann einn færasti förðunarfræðingur sem landið hefur alið. Saman eru þau baneitrað teymi og bestu vinir. Saga flaug nýlega til London að hitta Ísak sem þar býr og smellti að sjálfsögðu af myndum fyrir viðtalið í leiðinni.

Saga ætlaði að verða stjarneðlisfræðingur og svo læknir þegar hún var yngri en hún dúxaði í Hagaskóla og fór á náttúrufræðibraut í MR. Það var sterk innsæisrödd sem hvíslaði að henni að hún væri á rangri braut. Hún færði sig yfir í Verzlunarskóla Íslands, sem hún segist eiga ljósmyndaferil sinn í dag að þakka. „Ef ég hefði ekki byrjað í Verzló og farið að mynda fyrir skólablaðið væri ég ekki ljósmyndari í dag.“

Ísak ætlaði aftur á móti að verða fornleifafræðingur þegar hann var yngri, enda með þráhyggju fyrir Jurassic Park. „Ég fór oft og tíðum með tannbursta út í garð og þóttist vera grafa upp bein. Það leit kannski ekkert allt of vel út á þeim tíma,“ segir Ísak og hlær.

Lítil virðing fyrir förðunarfræðingum

Saga og Ísak kynntust á unglingsaldri þegar hún vann í tískuvöruversluninni Rokki og rósum og Ísak var þar fastagestur. Saga lýsir honum sem yfirmáta feimnum, hann hafi ekki þorað að heilsa til að byrja með en eftir að hann skráði sig í förðunarnám hafi hann beinlínis blómstrað og fundið sig. Það er augljóst af spjalli okkar að þau bera gríðarmikla virðingu hvort fyrir öðru sem listafólki.

Sögu finnst mikið vanta upp á að förðunarfræðingar, búningahönnuðir og stílistar fái þá virðingu og laun sem þau eiga skilið hér á landi.

„Það gerir mig svo leiða og reiða að sjá hversu lítil virðing er borin fyrir förðunarfræðingum, búningahönnuðum og stílistum, til dæmis á kvikmyndasettum á Íslandi. Erlendis eru förðunarfræðingarnir oft stórstjörnur og þeir hæstlaunuðu á setti og fá tíma til að vinna vinnuna sína. Þar er líka viðurkennt að stílistar eru mikilvægir fyrir heildarmyndina. Hér hafa verið gefnir út þættir um gerð kvikmynda þar sem gervi og förðun er í stóru hlutverki og engum dettur í hug að minnast einu orði á fólkið sem stendur að þeirri vinnu. Við eigum flinka hönnuði og listafólk sem nær að gera ótrúlegustu hluti á sama og engum tíma. Oftar en ekki er ein manneskja í starfi sem sex manneskjur úti gegna. Það er sorglegt að horfa upp á þetta. Vonandi hækka laun þessara starfsstétta og fólki í þessum störfum verði sýnd sú virðing sem það á skilið, þetta er svo hneykslanlegt. Vegna þessa held ég að margir nenni þessum störfum ekki lengur,“ segir Saga og Ísak tekur undir að bransinn sé gjörólíkur hér á landi og úti í London.

„Það gerir mig svo leiða og reiða að sjá hversu lítil virðing er borin fyrir förðunarfræðingum, búningahönnuðum og stílistum, til dæmis á kvikmyndasettum á Íslandi.“

„Markaðurinn er svo miklu stærri hérna úti og mörg stór tískuhús og tímarit til að vinna fyrir og auðvitað miklu fleiri förðunarfræðingar og peningar í spilinu. Fyrirtækin eru líka dugleg að nota förðunarfræðinga til að auglýsa fyrir sig og vera talsmenn þeirra. Þeir eru þá orðnir stór nöfn innan geirans. Margt hefur breyst með komu Instagram. Það getur skipt miklu máli hversu marga fylgjendur förðunarfræðingar hafa þegar þeir eru valdir í ákveðin verkefni sem mér finnst alveg fáránlega leiðinleg þróun sem ég tek lítinn þátt í,“ segir Ísak einlægur að vanda.

Saga tekur undir það hversu breyttur bransinn er með vinsældum ákveðinna samfélagsmiðla. „Þegar ég flutti heim frá London fyrir nokkrum árum var ég kannski fengin í stór verkefni á hálfs árs fresti. Mikið var í þau lagt og launin eftir því. Núna er hraðinn orðinn svo mikill að allt þarf að endurnýjast á mánaðarfresti eða svo. Sem þýðir miklu meiri vinnu fyrir minni peninga. Landslagið fyrir okkur ljósmyndarana er mjög breytt og ekki jafnskemmtilegt og það var. Þessi endalausi hraði bitnar á gæðunum. Ég vona að þetta sé bara ákveðið tímabil og að gæðin komist aftur í tísku,“ segir Saga.

Grét af reiði vegna virðingaleysis

„Við Saga höfum aldrei þurft vímugjafa til þess að skemmta okkur saman,“ segir Ísak.

Talið berst að jafnréttisbaráttunni en eitt atvik frá því Saga leikstýrði myndbandi á dögunum, situr í henni. „Ég hef tekið þátt í allskonar verkefnum og tel mig heppna að hafa ekki oftar en raun ber vitni upplifað kynjamisrétti, þótt ég hafi vafalaust fengið minna borgað en karlkynskollegar mínir. Við konur eigum það til að gera lítið úr okkur. Ég er smám saman að læra samningatækni,“ segir Saga en nýlega var gert lítið úr henni í vinnu. Hún upplifði algera vanvirðingu á tökustað. „Ég var fengin til að leikstýra myndbandi og upplifði á eigin skinni að karlkynstökumaður hlustaði ekki á neitt sem ég sagði. Sama hversu oft ég sagði sama hlutinn, allar athugasemdirnar mínar voru virtar að vettugi. Tilfinningin sem ég fann fyrir situr í mér. Ég var svo reið að ég grét af reiði,“ segir Saga en bætir við að viðkomandi tökumaður hafi rétt í þessu sent henni fallegan afsökunarpóst, sem hún kunni að meta. „Það skiptir miklu máli að standa með sjálfri sér þegar svona gerist og læra af reynslunni. Setja þarf ákveðin mörk í samskiptum fyrirfram en það kemur með reynslu og tímanum,“ segir hún og bætir við að hún hafi unnið með frábæru og hæfileikaríku fólki í gegnum tíðina, af báðum kynjum, og það sé virkilega dýrmætt að eiga góða vini í bransanum.

Í annarlegu ástandi í frægum kastala

Ísak og Saga segjast bæði vera viðkvæm, svolítið meðvirk og með ákveðnar þráhyggjuhugsanir. Það séu viss mál sem þau tali aðeins um hvort við annað því þar finni þau skilyrðislausan gagnkvæman skilning. Ísak varð edrú fyrir nokkrum árum og hefur aldrei verið í meira jafnvægi en Saga segist varla drekka.

„Ég minntist ekki á að ég drykki ekki, þegar ég bjó í London. Fólki hefði fundist það svo skrítið. Það var ekkert eðlilegra en að fólk í mínum bransa fengi sér ketamín eða önnur furðuleg vímuefni á þriðjudegi,“ segir Saga og Ísak tekur við: „Við Saga höfum aldrei þurft vímugjafa til þess að skemmta okkur saman. Við tengjumst í gegnum listina og höfum alltaf skapað eitthvað skemmtilegt saman þegar við hittumst. Saga fékk samt að taka þátt í ruglinu á mér áður en ég varð edrú. Hún þurfti hálfpartinn að halda á mér í gegnum þorp í svissnesku Ölpunum þegar ég drakk of mikið og fann mig vafinn í teppi í annarlegu ástandi í frægum kastala í Bretlandi eftir marga skandala. Það er til allrar guðs lukku liðin tíð,“ segir Ísak og meinar hvert orð.

„Við Saga höfum aldrei þurft vímugjafa til þess að skemmta okkur saman. Við tengjumst í gegnum listina og höfum alltaf skapað eitthvað skemmtilegt saman þegar við hittumst.“

„Mér finnst það alltaf jafnsúrealískt að við, litla fátæka fólkið frá Íslandi, hafi verið í þessum aðstæðum með kóngafólki,“ segir Saga en í þessu umrædda tilviki voru þau stödd í Sviss að farða og mynda fyrir brúðkaup í konungsfjölskyldu.

Myndlistarkonudraumar og barneignir

Talið berst að framtíðinni. Saga segist vera búin að gera það sem hana langaði mest til í ljósmyndabransanum. Eftir að hún útskrifaðist úr skóla í London vann hún þar myrkranna á milli til að sanna sig. Og hún gerði það heldur betur. Hún kom nafni sínu á blað og meira en það þegar hún vann fyrir tímarit á borð við Dazed and Confused og stórfyrirtæki eins og Nike og Topshop.

„Ég gerði allt sem mig langaði að gera og varð síðan þreytt á því. Þótt það sé líka gaman þá langar mig til að gera hluti sem næra mig meira. Að skapa frá eigin hjarta, ef ég má orða það þannig.“

Saga tók nýverið á leigu stúdíó í miðbænum þar sem hún mun njóta sín í myndlistarkonuhlutverkinu.

Eins og fyrr segir býr Ísak í London með James, kærastanum sínum. Hann flýgur heimshorna á milli og farðar fallegustu konur heims, á borð við Cöru Delevingne og Katy Perry. Hann er augljóslega ástfanginn upp fyrir haus og börn eru á dagskrá, en fyrst lítill og sætur hvolpur.

Myndir / Saga Sigurðardóttir

Jakki af tengdapabba klikkar aldrei

||
||

Inga Rósa Harðardóttir ólst hálfpartinn upp í Sautján-veldinu og fékk að kynnast tískubransanum vel þar í heil fimmtán ár. Hún segist hafa upplifað skemmtilegustu tískubólurnar og er sek um að koma Poplife-skóm og Punk Royal-buxum í tísku. Hún er nýhætt sem auglýsinga- og markaðsstjóri hjá íslenska Glamour og búin að landa draumadjobbinu, sem verður þó ekki upplýst um að svo stöddu. Inga Rósa er alger konu-kona og því fannst okkur tilvalið að fá hana til þess að mæla með því sem hún getur ekki verið án. Það sem kemur upptekinni mömmu í gegnum vikuna, ef svo má segja.

Farmers Market-jakkinn.

Hvaða flík er ómissandi í fataskápnum þínum? Farmers market-jakkinn minn, Kvísker, er mest notaða flíkin mín. Hann passar við allt. Þegar maður er alltaf að flýta sér þá skiptir máli að eiga eina kápu sem er klassísk en sker þig samt úr hópnum.

Hvað heitir uppáhaldsvaraliturinn þinn? Rouge Allure Ink frá Chanel í litnum 140 Rosetto og Captive frá MAC klikka ekki.

Hvaða drykkur hjálpar þér í gegnum daginn? Ég fæ mér Sjöstrand-kaffi fyrst á morgnana ásamt hveitigrasskoti og 1/2 lítra af vatni með chia-fræjum. Það er besta byrjunin á deginum og gefur mér góða orku yfir daginn.

Hvar fær maður bestu buxurnar? Ég er rosalega ánægð með Levi’s 501 skinny. Ég á þær í nokkrum litum og sniðið smellpassar mér. Svo klikkar Zara ekki – er alltaf með puttann á púlsinum með réttu sniðin og verðið er snilld.

Hvaða dress leitarðu alltaf í ef þú þarft að vera svolítið fín með stuttum fyrirvara? Gallabuxur, hvíta skyrtu og blazer af tengdapabba – svínvirkar alltaf.

Geturðu mælt með besta brjóstahaldaranum? Mín síðustu kaup voru tvennir brjóstahaldarar frá Lindex. Ég bað um mælingu og komst að því að ég hef verið í rangri stærð ansi lengi, haha! Ég er mjög sátt með þá og þeir eru á viðráðanlegu verði.

Hvaða snyrtivörur finnast þér ómissandi í tíu mínútna förðun? Bioeffect micellar-vatnið hentar minni húð ofsalega vel, svo nota ég annaðhvort Bioeffect day serum eða Abeille Royal double R-serumið frá Guerlain. Ég vel alltaf létta farða en Chanel aqua vitalumiere og Mac Studio Waterweight eru í uppáhaldi hjá mér.
Sensai highlighting-hyljarinn reddar mér yfir vetrartímann og Sephora-augabrúnablýantur.
Maskarinn Le volume de Chanel er æðislegur en stundum sleppi ég maskara og nota varalit í staðinn, svona Noru-lúkk úr Skam.
Et voilà!

Hvað lætur þér líða vel með sjálfa þig?
Þegar ég hunskast á lappir þrisvar sinnum í viku kl. 5.45 og fer í ræktina/jóga eða í sund.
Hreyfing skiptir öllu máli fyrir mig og þetta er eini tíminn sem ég kemst óáreitt og fæ tíma fyrir sjálfa mig.

Hvar líður þér best? Ég á heima í dásamlegu húsi í 105 Reykjavík, inni í skógi.
Þar líður mér alltaf best … heima.

Hvaða ilmur er í uppáhaldi hjá þér?
Ég hef verið áskrifandi í mörg ár að Chanel chance eau fraiche en kynntist svo Obsessed frá Calvin Klein og hann er í stöðugri notkun í dag.

Hver er uppáhaldsverslunin þín? Ég er algjör Farmers Market-stelpa, finnst alltaf gaman að koma í búðina úti á Granda.

Áttu uppbyggjandi orð eða mottó fyrir okkur?
Já, þessi er erfið en þar sem ég hef eiginlega séð um mig sjálf frá átján ára aldri þá er þetta mottó alltaf ofarlega í huga mér: „There is no elevator to success. You have to take the stairs.”
Svo klikkar „Carpe Diem“ aldrei.

Lengi dreymt um að verða sjálfstæð

Hildur Ársælsdóttir er með eina flottustu ferilskrána í bransanum. Hún hefur unnið fyrir nokkur af stærstu snyrtivöruhúsum í heiminum í dag, á borð við L’Oréal og LVMH sem eiga mörg stærstu snyrtivörumerkin á markaðnum. Síðastliðin tvö ár hefur hún unnið sem markaðsstjóri Bioeffect en hún hefur sagt starfi sínu lausu og stofnaði á dögunum fyrirtækið SKIN & GOODS sem mun sérhæfa sig í að aðstoða snyrtivörufyrirtæki í markaðsmálum.

Með sanni má segja að Hildur sé tilbúin í þetta næsta skref sem sjálfstæður atvinnurekandi en hún er menntuð sem förðunarfræðingur, snyrtifræðingur, markaðsfræðingur og viðskiptafræðingur og er með aukaháskólagráðu í vöruþróun.

„Mig hefur lengi dreymt að verða sjálfstæð en ég vissi bara ekki að það yrði sem eigandi markaðsstofu. Ég bjóst alltaf við því að ég myndi hanna mína eigin snyrtivörulínu, en hræðslan við að þurfa kannski bara að nota eitt húðvörumerki það sem eftir er hefur alltaf haldið aftur af mér,“ segir Hildur og bætir við að hún elski að prófa nýjar vörur og innihaldsefni.

„Húðin breytist reglulega, allt eftir því hvernig hugsað er um hana, hvaða vörur eru notaðar, hvernig mataræðið er og hvar á hnettinum maður býr.”

„Við þurfum allskonar innihaldsefni við mismunandi tilefni eftir því hvernig húðin á okkur er hverju sinni. Húðin breytist reglulega, allt eftir því hvernig hugsað er um hana, hvaða vörur eru notaðar, hvernig mataræðið er og hvar á hnettinum maður býr.”

Hún segir einna mikilvægast að verja húðina gegn ótímabærri öldrun með spf-sólarvörn daglega. „Staðreyndin er sú að 90% af öldrunareinkennum húðarinnar er af völdum skaðlegra sólargeisla en þau koma ekki fram fyrr en 20-30 árum seinna. Þannig að þær sem byrja fyrst að hugsa um húðina eftir fertugt geta átt erfitt með að spóla til baka.“

Húðhreinsun segir Hildur vera það allra mikilvægasta þegar kemur að húðumhirðu. „Það skiptir ekki máli hversu dýrum og flottum kremum fólk fjárfestir í ef það hreinsar ekki húðina kvölds og morgna og djúphreinsar tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Annars ná öll innihaldsefnin í dýru kremunum ekki að vinna vinnuna sína til fulls. Það tekur um það bil 28 daga fyrir húðfrumur að endurnýja sig. Ef við hreinsum ekki húðina kvölds og morgna safnast dauðu húðfrumurnar saman og mynda þykkt lag sem getur myndað þurra, gráa og líflausa húð. Þá geta einnig myndast stórar svitaholur og húðin orðið óhrein og feit.“

Hildur mælir einnig með bætiefnum til inntöku. „Ég trúi því að með því að hugsa vel um sál og líkama sjáist það á húðinni. Það hefur klárlega áhrif á húðina ef maður borðar vel og drekkur nóg af vatni – alla vega tvo lítra á dag. Það besta sem ég veit er að byrja hvern dag á að drekka heitt sítrónuvatn, það hreinsar líkamann og er hálfgert detox fyrir húð og líkama. Það jafnar PH-gildi líkamans, hjálpar meltingunni, eykur efnaskipti og er sérstaklega gott fyrir fólk sem er alltaf með útþaninn maga. Einnig nota ég bætiefni frá The Nue Co. Ég nota Glowing Skin Food út í morgunmatinn minn og svo tek ég Debloat Food og Prebiotic eftir þörfum. Ég blanda því þá oftast út í kaffið eða smúðíinn minn og sé gríðarlegan mun þegar ég nota þessar vörur.“

TOPP 5 að mati Hildar Ársælsdóttur:

  • Sunday Riley Good Genes er frábær húðmeðferð sem inniheldur mjólkursýrur sem hjálpa við að lífga upp á húðina og jafna áferð hennar. Frábær vara fyrir blandaða húð, feita húð eða húð sem er mislit vegna öra eftir bólur eða sólarbletti.
  • Vintner´s Daughter er olía/serum sem gerir kraftaverk fyrir húðina, get ekki mælt meira með þessari vöru en að segja að ég hafi nánast hætt að nota farða eftir að ég kynntist henni. Fyrir allar húðtegundir og hefur nánast allt sem þú vilt að húðin á þér fái. Ef þú ert löt og vilt bara fjárfesta í einni vöru er þessi málið.
  • A313 Vitamin A er mjög virkt retinol sem vinnur á djúpum línum og örum. Fyrirbyggir öldrunareinkenni og hjálpar óhreinni og sólskaðaðri húð. Notist með varúð, ég nota A-vítamín u.þ.b. einu sinni til tvisvar í viku og nota mjög rakagefandi vöru á móti, eins og t.d. BIOEFFECT EGF-serumið.
  • Mario Badescau Drying Lotion er bleikur vökvi sem þú berð á þegar þú færð bólu eða önnur óhreinindi og hann virkar nánast samdægurs. Það besta sem ég hef prófað þegar ég fæ óvelkominn gest á húðina.
  • BIOEFFECT Micellar Water er andlitshreinsir sem tekur í burt farða og önnur óhreinindi án þess skemma PH-gildi húðarinnar.

HVAÐ ER BEST FYRIR
… þurra húð? Vörur sem innihalda hyaluronic acid.
… eldri húð? Retinoid.
… feita húð? Vörur sem innihalda AHA-sýrur.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun og hár / Helga Kristjáns

Bara ein jörð

Skoðun

Höfundur / Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Ef þú, lesandi góður, hefur ekki enn áttað þig á því, þá styttist óðum í að samfélag manna á þessari plánetu muni verða fyrir miklum skakkaföllum og allt er það okkur sjálfum að kenna.
Nýlega kom út skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) þar sem dregin er upp ansi dökk mynd af náinni framtíð. Nýjustu gögn sýna að áhrif loftslagsbreytinga eru vanáætluð og nýja myndin gerir Parísarsamkomulagið næstum því úrelt. Einungis með því að mæta ýtrustu kröfum þess samkomulags erum við að halda afleiðingunum innan þeirra marka sem mætti kalla langtímahörmungar fyrir samfélag manna á jörðinni.

Einhvern veginn verðum við að bregðast við. Það gerir ríkisstjórn Íslands með aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og almennum markmiðum um að ná alþjóðlegum skuldbindingum okkar samkvæmt Kyoto-bókuninni og enn fremur um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Þetta eru mjög falleg orð á blaði en það þarf ýmislegt að heppnast vel til þess að við náum á áfangastað. Það verður nefnilega seint sagt um opinberar áætlanir að þær standist, svona almennt séð.

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar er alveg ágæt út af fyrir sig. Hún er vissulega bara fyrsta uppkast og sem slík ágætis viðbót í umræðuna. Það vantar hins vegar margt í hana enn þá. Umfang á minnkun útblásturs kolefna er skýrt dregið upp í skýrslunni Milljón tonn en það er alls ekki skýrt hversu mikilli minnkun útblásturs hver aðgerð ríkisstjórnarinnar skilar. Það ætti að vera lágmarkskrafa að aðgerðirnar séu umfangsmetnar til þess að það sé hægt að sjá hvort aðgerðaáætlunin geti í raun og veru skilað okkur á réttan áfangastað eða ekki.

Loftslagsmál voru rædd á LÝSU, rokkhátíð samtalsins, sem fór fram á Akureyri þann 7. og 8. september síðastliðinn. Þar buðu Píratar fólki að leggja fram hugmyndir um aðgerðir í loftslagsmálum sem yrðu síðan notaðar í þingsályktunartillögu sem yrði lögð fram á Alþingi. Fundurinn tókst vel og fjölmargar hugmyndir komu fram. Áður en þingsályktunin var hins vegar lögð fram, birtust drög að umræddri aðgerðaáætlun stjórnvalda. Í þeirri aðgerðaáætlun var að finna flestar þær hugmyndir sem fram komu á fundi okkar Pírata (enda flestar frekar augljósar leiðir til að stemma stigu við útblæstri).

Ein hugmynd kom þó fram sem vert er að skoða miklu betur en hún snýst um að verðtryggja umhverfið í gegnum kolefnisgjaldið. Það myndi þá virka þannig að sett væri fram ákveðin kolefnisvísitala sem miðaðist við þá minnkun útblásturs sem við þurfum að ná fram til ársins 2030. Ef einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir ná ekki að minnka útblástur þá hækkar kolefnisgjaldið stigvaxandi miðað við hversu miklu munar. Ef útblástur minnkar umfram vísitölu þá lækkar kolefnisgjaldið, sem ákveðin verðlaun fyrir góðan árangur. Þannig yrði umhverfið okkar verðtryggt gagnvart gegndarlausri losun gróðurhúsalofttegunda.

Kominn tími til þess að nýta kunnáttu okkar á verðtryggingunni okkur í hag.

Umræðan á Twitter – „Ég kynni því með stolti flugfélagið Wowlandair“

Eins og greint hefur verið frá hefur stjórn Icelandair Group gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Fréttir af kaupunum hafa vakið mikla athygli eins og umræðan á Twitter ber merki um. „Ég kynni því með stolti flugfélagið Wowlandair,“ skrifar einn Twitter-notandi. „Hjálp,“ skrifar annar.

https://twitter.com/doddihunda/status/1059416387322568704

Ástin kviknaði á Airwaves

Þau Ísak Kári Kárason og Hekla Dögg Sveinbjarnardóttir eru miklir aðdáendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves enda kynntust þau á hátíðinni árið 2014. Þau segja einstakt andrúmsloft einkenna Airwaves.

Ísak Kári og Hekla Dögg kynntust á Iceland Airwaves árið 2014. Mynd / Aðsend

Parið Ísak Kári Kárason og Hekla Dögg Sveinbjarnardóttir kynntust á tónlistarhátíðinni IIceland Airwaves árið 2014 og hafa farið saman á hátíðina á hverju ári síðan þau kynntust.
„Við kynntumst á Airwaves árið 2014 og hátíðin það árið stendur upp úr hjá okkur báðum. Ástæðan fyrir því er sú að við vorum bæði að fara í fyrsta skiptið og þá er þetta auðvitað allt saman nýtt og spennandi. Þetta árið fórum við á marga eftirminnilega tónleika, eins og bestu FM Belfast-tónleika sem við höfum farið á, mjög sveittir og það var mikið dansað. En við kynntumst á tónleikum með færeysku hljómsveitinni Byrtu. Það var mikið stuð og við eigum enn þá færeyska fánann sem við fengum á þessum tónleikum.“

Síðan árið 2014 hafa þau ekki látið sig vanta á Airwaves. „Nú er það orðin hefð að fara og þetta er alltaf jafngaman, það er einstakt andrúmsloft á Airwaves,“ segir Hekla.
Spurð út í eftirminnilega tónleika á Airwaves í gegnum tíðina segir Ísak: „Future Islands stendur upp úr, Samuel T. Herring söngvarinn, er ólýsanlegur á sviði. Sonics-tónleikarnir í fyrra voru líka sturlaðir þar sem gamlir bílskúrsrokkarar sýndu sannarlega hvað í þeim bjó.“

„Við kynntumst fyrst á tónleikum með færeysku hljómsveitinni Byrta á Boston, svo enduðum við kvöldið í Gamla bíói á Sísíey tónleikum.“

Hekla bætir við: „Svo er alls ekki síðra að sjá íslensku hljómsveitirnar, það er alltaf jafngaman að sjá Sykur, Moses Hightower og Kiasmos sem dæmi. Einnig hafa Pink Street Boys og Dj. flugvél og geimskip komið okkur skemmtilega á óvart.“

Þó að þau Ísak og Hekla séu miklir aðdáendur hátíðarinnar ætla þau að öllum líkindum ekki að fjárfesta í Airwaves-miða þetta árið. „Ótrúlegt en satt ætlum við reyndar líklega ekki í ár. Við þurfum að vera sparsöm því við erum að fara til Rómar í lok mánaðarins. Annars vorum við ekki búin að kynna okkur dagskrána sérstaklega en maður kynnir sér þetta í rauninni minna með hverju árinu og lætur hátíðina koma sér á óvart í staðinn,“ segir Ísak.

Aðalmynd / Florian Trykowski

Icelandair Group kaupir WOW air

Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Félögin verða rekin áfram undir sömu merkjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallarinnar. Í kjölfarið voru viðskipti með hlutabréf í Icelandair Group stöðvuð í kauphöllinni. Söluverðið nemur 2,18 milljörðum króna en getur hækkað eða lækkað út frá niðurstöðu áreiðanleikakannana á Wow.

Ekki er langt síðan tvísýnt var um rekstur Wow en félagið komst tímabundið í skjól eftir að hafa lokið 60 milljóna evra skuldafjárútboði um miðjan september. Þó var ljóst að tvísýnt var um framhaldið en til stóð að safna meira fé með hlutafjáraukningu í kjölfarið.

Sem gagngjald fyrir hlutafé WOW Air munu hluthafar WOW air, að uppfylltum skilyrðum, eignast alls 272.341.867 hluti eða sem samsvarar um 5,4% hlutafjár Icelandair Group eftir viðskiptin. Þar af eru 178.066.520 hlutir eða sem nemur 3,5% hlutafjár gagngjald fyrir hið selda hlutafé. Það gagngjald getur hækkað í 4,8% og lækkað í 0,0% út frá ákveðnum forsendum í tengslum við áreiðanleikakönnun. 94.275.347 hlutir eða sem samsvarar 1,8% hlutafjár eru gefin út til seljenda vegna breytingar á víkjandi láni í hlutafé. Seljendur hafa skuldbundið sig til að halda hlutum sínum í Icelandair Group í a.m.k. 6 mánuði og helming hlutanna í a.m.k. 6 mánuði til viðbótar.

Félögin verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum en sameiginleg markaðshlutdeild þeirra á markaðnum yfir Atlantshafið er um 3,8%. Með yfirtökunni skapast tækifæri til sóknar á nýja markaði og auk þess er gert ráð fyrir að einingakostnaður Icelandair Group muni lækka. Félagið verður þannig enn betur í stakk búið til þess að veita erlendum flugfélögum öfluga samkeppni á hinum alþjóðlega flugmarkaði.

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group:
“WOW air hefur á undanförnum árum byggt upp sterkt vörumerki og náð miklum árangri á mörkuðum félagsins, til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið. Það eru mikil tækifæri til hagræðingar en félögin verða áfram rekin á eigin forsendum undir eigin vörumerkjum og flugrekstrarleyfum. Íslensk ferðaþjónusta er grunnstoð í íslensku  hagkerfi og það er mikilvægt að flugsamgöngur til og frá landinu séu í traustum skorðum.”

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air:
„Ég er mjög stoltur af þeim árangri og þeirri uppbyggingu sem við hjá WOW air höfum náð á undanförnum árum og er jafnframt  þakklátur fyrir þær frábæru viðtökur sem við höfum fengið frá fyrsta degi. Við höfum byggt upp öflugt teymi sem hefur náð eftirtektaverðum árangri og verið brautryðjandi í lággjaldaflugi yfir Norður-Atlantshafið. Nú tekur nýr kafli við þar sem WOW air fær tækifæri til að vaxa og dafna með öflugan bakhjarl eins og Icelandair Group sem mun styrkja stoðir félagsins enn frekar í alþjóðlegri samkeppni“.

Boðað verður til hluthafafundar Icelandair Group á næstu dögum þar sem tekin verður endanleg ákvörðun um kaupin. Hluthafafund skal boða með þriggja vikna fyrirvara hið skemmsta.

 

„Varúðarmerkin sjást alls staðar“

|
Ágústa M. Ólafsdóttir og Rakel Garðarsdóttir standa að baki verðlaunamyndinni UseLess.|

Heimildamyndin UseLess eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur hefur verið á góðri siglingu síðustu mánuði en hún hefur nú unnið til fernra alþjóðlegra verðlauna. Í myndinni er fjallað um sóun og sérstök áhersla lögð á afleiðingar matar- og tískusóunar.

„Þetta er bara alveg meiriháttar. Þótt tilgangurinn með gerð myndarinnar hafi auðvitað verið að vekja fólk til umhugsunar um hvað við sjálf getum gert til að draga úr loftslagsbreytingum þá hjálpa svona verðlaun klárlega til að vekja athygli á henni og vonandi fá þau fleiri til að sjá hana,“ segir Rakel spurð út í gott gengi myndarinnar en UseLess hefur nú hlotið fern alþjóðleg verðlaun frá því að hún var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði í vor, þ.á m. Best Environmental Film Award á DOC LA-heimildamyndahátíðinni í Los Angeles og nýverið var myndin valin besta heimildamyndin á International Green Film Festival í Kraká í Póllandi.

Vakandi kveikjan að UseLess
Rakel hefur um árabil staðið fyrir aukinni vitundarvakningu um sóun matvæla í gegnum samtökin Vakandi sem hún stofnaði 2014 en það var einmitt starf hennar með þeim sem varð kveikjan að gerð myndarinnar. „Ég fæ mikið af beiðnum um að halda fyrirlestra um málið og það hefur komið fyrir að ég hafi ekki getað orðið við því. Það varð til þess að mér datt í hug að gera mynd sem gæti leyst mig af,“ lýsir hún, en í UseLess er fjallað um sóun og segir Rakel að með myndinni hafi þær Ágústa viljað leggja enn meira af mörkum til umræðunnar um matar- og tískusóun.

Spurð hvar henni finnist sú umræða eiginlega standa á Íslandi svarar hún því að það sé klárlega komin hreyfing á hlutina. „Sem dæmi hitti ég reglulega fólk sem hefur snúið við blaðinu og heimsæki fyrirtæki sem vilja gera betur,“ segir hún en bætir við að Íslendingar eigi þó enn langt í land hvað þetta varði. „Á Íslandi er t.d. rosalega mikill innflutningur á mat og öðrum varningi. Margt af því er auðvitað nauðsynlegt þar sem við búum á eyju en annað er algjör óþarfi og mér finnst sorglegt að það sé verið að flytja slíkan óþarfa í skipsförmum til landsins, einfaldlega vegna þeirra slæmu áhrifa sem það hefur á umhverfið. Það er bara eitt dæmi um hvernig óhóf sem er auðvitað einn angi matar- og tískusóunar, getur haft áhrif á umhverfið, á loftslagsbreytingar. En eins og við vitum eru þær breytingar farnar að hafa bein áhrif á daglegt líf okkar, sbr. skógareldarnir sem geisuðu í Svíþjóð og víðar um heim í sumar. Varúðarmerkin sjást alls staðar.“

Ágústa M. Ólafsdóttir og Rakel Garðarsdóttir standa að baki verðlaunamyndinni UseLess. Mynd/Aðsend.

Litlu hlutirnir skipta máli
Rakel heldur þó fast í vonina um að ástandið lagist og segist í því samhengi telja að aukinn stuðningur við innlenda framleiðslu, s.s. matvælaframleiðslu og efling nýsköpunar á Íslandi geti haft mikið að segja. „Svo skipir framlag hvers og eins auðvitað máli. T.d. að við reynum að nýta matvæli og föt betur en við gerum. Hlutir sem er svo auðvelt að breyta og sem geta haft svo mikil áhrif þegar við leggumst öll á eitt.“ Hún segist tala af reynslu þar sem hún hafi sjálf tekið sig mikið á í þeim efnum. „Og það er bara ekkert mál,“ segir hún hress. „Bara skemmtileg áskorun. Einföld atriði sem geta gert það að verkum að komandi kynslóðir eigi sómsamlegt líf.“

Spurð hvort verðlaunin sem UseLess hefur hlotið séu ekki til merkis um vissan meðbyr með þessum málstað, svarar Rakel því játandi og kveðst horfa björtum augum til framhaldsins þar sem til stendur að sýna myndina á kvikmyndahátíðum í Barcelóna, New York og Rússlandi á næstunni og síðar meir á RÚV. „Danska sjónvarpið, DR, er svo með dreifingarréttinn á myndinni og þau eru bara á fullu við að kynna hana sem mér skilst að gangi mjög vel,“ segir hún glöð.

 

Nautahakk – þægilegt og alltaf gott

|
|

Nautahakk er þægilegt hráefni að grípa til í miðri viku en einnig er hægt að nota það í sparilega rétti. Hér eru frábærar og einfaldar uppskriftir úr smiðju Gestgjafans.

Taco-súpa

500 g nautahakk
2 litlir laukar, saxaðir smátt
4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 dós niðursoðnir tómatar
1 lítil dós tómatmauk
½ chili-aldin
½ rauð paprika
½ gul paprika
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. laukduft
½ tsk. oregano
½ tsk kummin
1 dós maísbaunir
1 dós svartar baunir
1 l nautasoð
pipar og salt

Brúnið hakkið á djúpri pönnu eða í stórum potti ásamt lauk og hvítlauk. Bætið restinni af hráefninu saman við og hitið að suðu, leyfið súpunni að malla við vægan hita í 50-60 mínútur.
Berið fram með sýrðum rjóma og tortillustrimlum.

Tortillustrimlar
Skerið 4-5 tortillapönnukökur í strimla og djúpsteikið upp úr olíu í 10-20 sekúndur á hvorri hlið eða þar til þeir verða brúnaðir.

Innbakað nautahakk
fyrir 4-6

300 g nautahakk
2 msk. olía
50 g chorizo-pylsa, smátt söxuð
150 g soðnar kartöflur, skornar í litla bita
1 tsk. reykt paprika
2 msk. dijon-sinnep
2 msk. tómatsósa
3 msk. rjómaostur
salt og pipar
2 plötur smjördeig (fást tilbúnar upprúllaðar)
1 eggjarauða, pískuð

Byrjið á því að brúna hakkið í olíu á pönnunni með chorizo-pylsunni. Bætið restinni af hráefninu út á pönnuna og látið allt malla saman í 10-15 mínútur. Hitið ofninn í 180°C. Rúllið annarri smjördeigsrúllunni á bökunarpappírsklædda ofnplötu, setjið fyllinguna á miðjuna, ekki alveg út í kant. Áður en hin rúllan er lögð yfir er gott að strá dálitlu af hveiti á hana, brjóta hana í tvennt og skera raufar í miðjuna, taka hana síðan upp og leggja hana varlega ofan á fyllinguna. Þrýstið brúnunum vel saman og penslið með eggjarauðu. Bakið í 30 mínútur eða þar til bakan er orðin fallega gyllt að lit. Takið úr ofninum og látið kólna aðeins áður en rétturinn er borinn fram með salati og sýrðum rjóma.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Katrín Rut Bessadóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Bak við skjáinn er manneskja með tilfinningar

|
Erna Kristín Stefánsdóttir Mynd / Hallur Karlsson

Nýlega fór af stað alþjóðleg herferð snyrtivörurisans Rimmel gegn neteinelti. Markmiðið er að berjast gegn þessu stóra vandamáli sem viðgengst í öllum krókum og kimum samfélagsins. Samfélagsmiðlastjarnan Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem Erna á Ernulandi, er andlit herferðarinnar hér á landi en hún hefur upplifað neteinelti á eigin skinni.

Erna er í háskólanámi samhliða því að vinna á samfélagsmiðlum en hún klárar embættispróf í guðfræði innan skamms. Hún hefur verið talskona jákvæðrar líkamsímyndar en fyrir jól kemur út bókin Fullkomlega ófullkomin eftir Ernu. Hún segir bókina vera hvatningarrit fyrir konur með það að markmiði að þær læri að elska sjálfar sig eins og þær eru.

Óraunhæfar kröfur gerðar til líkama kvenna
„Herferð Rimmel sem snýr að neteinelti og því óöryggi sem fylgir því að lenda í slíku og bera sig stöðugt saman við óraunhæfar staðalímyndir helst vel í hendur við umræðuna um jákvæða líkamsímynd. Í bókinni má finna fullt af myndum af konum af öllum stærðum og gerðum, reynslusögur, gagnlega punkta til að taka fyrstu skrefin í átt að sjálfsást og margar staðreyndir sem snúa að óraunhæfum staðalímyndum og hversu óraunhæfar kröfur hafa verið gerðar til líkama kvenna frá örófi alda.“
Yfir helmingur kvenna sem notar samfélagsmiðla segist vera það brotnar eftir neteinelti að þær eigi erfitt með að tjá sig þar.
„Það er mikil þörf á þessari umræðu og ég myndi segja að bókin frá mér sé heiðarleg tilraun til að fella niður þessar staðalímyndir. Með von um að fleiri konur finni kjarkinn til að taka skrefið í átt að sjálfsást, finna að þær séu „nóg“, burtséð frá viðhorfi annarra í okkar garð, þá er samþykkið frá okkur sjálfum það sem skiptir höfuðmáli.“

Fyrir jól kemur út bókin Fullkomlega ófullkomin eftir Ernu Kristínu Stefánsdóttur. Hún segir bókina vera hvatningarrit fyrir konur með það að markmiði að þær læri að elska sjálfar sig eins og þær eru. Mynd / Hallur Karlsson.

Alltaf einhverjir sem vilja brjóta mann niður ef vel gengur
Eins og fyrr segir hefur Erna Kristín sjálf orðið fyrir neteinelti. Hún segir það óneitanlega fylgifisk þess að vera áberandi á samfélagsmiðlum.
„Það eru alltaf einhverjir sem vilja brjóta mann niður þegar vel gengur, það er bara þannig. Þegar ég lenti í því fyrst, var ég ekki komin með þessa brynju sem ég er með núna og tók því eineltið mikið inn á mig. Það fékk mig til þess að íhuga að loka öllum miðlunum mínum og ég fór að efast um sjálfa mig og allt sem ég gerði. Ég tók þannig á þessu á þeim tíma að ég tók mér smápásu frá samfélagsmiðlum, vildi bara fá rými til þess að anda og vita hvað ég vildi gera í framhaldinu en staðreyndin er sú að 57% þeirra sem verða fyrir neteinelti segja ekki frá því.“
Erna vildi vera viss um að hún hefði kjarkinn til þess að láta eineltið ekki brjóta sig niður ef og þegar óviðeigandi athugasemdir bærust.
„Ég ræddi þessi eineltismál á samfélagsmiðlum, ég vildi bara minna á að bak við skjáinn væri manneskja með tilfinningar og því mætti ekki gleyma. Ég kaus svo að halda áfram og það má segja að eftir þessa lífsreynslu hafi ég orðið mun öruggari á samfélagsmiðlum. Mér tókst að setja upp ákveðna brynju, þar sem niðrandi athugasemdir fá ekki rými. Næsta skref finnst mér svo vera að passa að ég kæmi ekki svona illa fram við sjálfa mig. Maður þarf að muna að maður er „nóg“ og læk eða komment einkenna mann ekki sem manneskju. Maður þarf ekki að fá x mörg læk til þess að vera frábær. Þú ert það nú þegar og engin læk á samfélagsmiðlum hafa eitthvað með þig og þitt líf að gera. Verum öruggar í því sem við gerum og munum að við erum okkar eigin fyrirmyndir. Tölum fallega til okkar og elskum okkur eins og við erum,“ segir Erna Kristín að lokum.

Eitís stíll hjá Brynju og Guðjóni

Húsið sem varð algjört ástríðuverkefni.

Brynja Björk Garðarsdóttir markaðsstjóri og Guðjón Jónsson auglýsingaleikstjóri búa í fallegu pallahúsi í Fossvoginum. Þau hafa bæði mikinn áhuga á hönnun og arkitektúr, heillast mjög af fallegum ljósum og safna húsgögnum sem heilla þau á mörkuðum frekar en í verslunum. Það er óhætt að segja að Brynja og Guðjón búi yfir óbilandi framkvæmdagleði því þau hafa í sameiningu gert upp heil fjögur hús fyrir fertugt! Við heimsóttum þessi duglegu og mjög svo hressu hjón í Hjallaland, raðhús sem þau keyptu í lok árs 2014. Stíllinn er svolítið ,,Eitís“, bleikir tónar, króm og pálmatré sem stendur í stofunni.

Ljósin yfir stiganum niður eru hönnun Tom Dixon.

Hvenær fluttuð þið inn og hvers vegna völduð þið þetta hús? „Við höfðum haft augastað á þessu hverfi lengi en ég ólst upp hérna í Kjalarlandinu fyrstu árin þar sem ég bjó hjá ömmu minni og afa sem voru frumbyggjar hér í hverfinu; fyrst í Kvistalandi og svo Kjalarlandi. Við skoðuðum nokkur hús hérna en það var ekki mikið framboð og margir sem keppast um hverja eign. Svo sáum við þetta hús og féllum alveg fyrir skipulaginu og þessum fallega seventís-hilluvegg í stofunni. Við höfum alltaf verið hrifin af pallaraðhúsum og Guðjón ólst upp í einu slíku í Breiðholtinu. Í svona skipulagi geta fjölskyldumeðlimir dundað sér hver í sínu rými en samt í svo mikilli nálægð. Við kolféllum því fyrir þessu húsi og fluttum inn korter fyrir jól árið 2014.“

Hvernig var húsið þegar þið tókuð við því? „Húsið var vel skipulagt en það var dálítið lokað í kjallaranum þar sem við vildum hafa fjölskyldurými. Þar var eldhús og einnig baðherbergi sem voru ekki í okkar stíl  og við ákváðum að fara strax í töluverðar framkvæmdir í kjallaranum. Við ákváðum líka að fara strax í að laga garðinn því okkur langaði  að gera hann þannig að við gætum notið þess að vera úti. Við vorum með heitan pott þar sem við bjuggum síðast og söknuðum þess mjög að hafa ekki pott, það var því með okkar fyrstu verkum að skiptast á að moka risastóra holu úti í garði til að koma fyrir heitum potti.“

Borðstofuborðið er frá Muuto, á gólfinu er yfirborðsefni sem heitir Pandomo og er frá Harðviðarvali. Borðlampinn ofan á skenknum er gamall Bumling-lampi frá Atelje Lyktan og standlamparnir eru Panthella eftir Verner Panton.

„Í svona skipulagi geta fjölskyldumeðlimir dundað sér hver í sínu rými en samt í svo mikilli nálægð. Við kolféllum því fyrir þessu húsi og fluttum inn korter fyrir jól árið 2014.“

Voruð þið strax með ákveðnar hugmyndir varðandi hvernig þið vilduð breyta? „Já, við vorum til að mynda strax ákveðin í að taka parketið á aðalhæðinni af því þar er fallegur viðarpanel í loftinu sem má segja að hafi verið að keppast við eikarparketið. Sömuleiðis höfðum við strax hugmyndir um annað skipulag á báðum baðherbergjunum en aðalbaðherbergið er niðri og svo er gestabaðherbergi á miðhæðinni. Við vorum líka með hugmyndir varðandi eldhúsið, hvernig við vildum breyta því, þannig að við vorum með fullt af hugmyndum strax í upphafi.“

„Við erum virkilega ánægð með baðherbergin, þau tókust vel,“ segja Brynja og Guðjón.

Hver var stærsta áskorunin í framkvæmdunum? Að búa inni á heimilinu meðan á framkvæmdum stóð. Við mælum ekki með því, því það tekur á taugarnar. Við fórum að vísu til London á meðan pandomo-efnið var sett á gólfin hjá okkur en að öðru leyti vorum við bara hérna saman í skítnum, mjög hressandi! Svo voru þessar framkvæmdir í raun erfiðari en aðrar sem við höfum farið út í því okkur þótti oft einstaklega erfitt að velja hvaða efni við vildum. Þetta hús varð algjört ástríðuverkefni hjá okkur og við vorum oft heillengi að ræða einhver algjör smáatriði sem okkur finnst samt skipta svo miklu máli varðandi heildarmyndina.“

Yfir eldhúsborðinu hangir Nova-ljósið eftir Jo Hammerborg.

Er framkvæmdum lokið? „Okkur langar að endurnýja gólfefnin á neðri hæðunum þegar við höfum tíma og ég er strax farin að pæla í öðrum litum á veggina hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að við finnum okkur alltaf eitthvað til að dytta að.

„Þetta hús varð algjört ástríðuverkefni hjá okkur og við vorum oft heillengi að ræða einhver algjör smáatriði sem okkur finnst samt skipta svo miklu máli varðandi heildarmyndina.“

Hvað eru þið ánægðust með eftir allar framkvæmdirnar? „Við erum virkilega ánægð með baðherbergin, þau tókust vel. Það var dálítill hausverkur að teikna þau upp þar sem þau eru bæði mjög lítil en á endanum var hver fermetri vel nýttur. Við fengum þá hugmynd að láta sérsmíða speglavegg á öðru þeirra sem stækkar það mikið og er að auki til mikillar prýði.“

Er þetta framtíðarhúsnæði? „Við höfum komið okkur vel fyrir hérna en það er aldrei að vita hvað gerist þegar framkvæmdakláðinn kemur yfir okkur.“

Myndir / Aldís Pálsdóttir

„Ungar stelpur í dag eru svo fáránlega mikið með þetta“

||
||

Hildur Knútsdóttir rithöfundur sendi nýlega frá sér bókina Ljónið sem er sú fyrsta nýjum þríleik. Bókin er unglingabók en Hildur vonar að fullorðnir tengi við hana líka.

Hildur Knútsdóttir sækir efnivið bókarinnar Ljónið meðal annars í eigin menntaskólaár. Mynd / Aðsend.

„Í stuttu máli fjallar bókin um hina sextán ára gömlu Kríu sem er nýflutt til Reykjavíkur og byrjuð í MR. Hún kynnist Elísabetu og þær verða vinkonur. Saman komast þær að dularfullu hvarfi ömmusystur Elísabetar árið 1938 og ákveða að reyna að komast til botns í ráðgátunni um hvað kom fyrir hana. En svo fjallar bókin líka um menntaskólalífið og hvernig það er að vera unglingsstúlka – með öllu því góða og slæma sem því fylgir,“ segir Hildur og játar þegar hún er spurð hvort bókin sé femínísk. „Ég veit ekki hvernig það væri hægt að skrifa bók um unglingsstúlkur í Reykjavík árið 2018 sem væri ekki feminísk. Ungar stelpur í dag eru svo fáránlega mikið með þetta og svo flottir femínistar að stundum tárast ég bara yfir því. Og stelpurnar í Ljóninu eru allavega meðvitaðar um feðraveldið, nauðgunarmenningu og drusluskömmun, og að hlutskipti þeirra sé annað en stráka. Þær eru til dæmis að stíga fyrstu skrefin í skemmtanalífinu og velta fyrir sér hvort það sé óhætt að labba einar heim að kvöldlagi. Því það er alltaf þessi ógn sem vakir yfir: Það gæti einhver nauðgað þér. Allar unglingsstelpur sem ég þekki og hef þekkt eru mjög meðvitaðar um það. Enda rignir yfir þær skilaboðunum um hvernig þær eiga og eiga ekki að haga sér til að minnka hættuna á því að verða nauðgað. Og það skerðir frelsi þeirra.“

Ljónið er fyrsta bókin í nýjum þríleik eftir Hildi Knútsdóttur.

Útgáfa á tékknesku og sjónvarpsþáttaskrif
Hildur er nýlent eftir útgáfulæti í Prag, þar sem Vetrarfrí og Vetrarhörkur voru að koma út á tékknesku. Hún safnar nú kröftum til að halda áfram að endurskrifa sjónvarpsþætti upp úr bókunum fyrir framleiðslufyrirtækið RVK Studios. Að auki er hún á leiðinni til Frakklands á bókmenntahátíð og undirbýr sig fyrir jólabókaflóðið. „Og svo ætla ég að halda áfram að skrifa framhaldið af Ljóninu. Ég er um það bil hálfnuð með fyrsta uppkastið og er að vona að ég nái að klára hana fyrir næstu jól.“

 

Ljúf og lokkandi formkaka

formkaka með trönu og kokteilberjum
Mynd/Aldís Pálsdóttir

Formkökur geymast vel og eru frekar einfaldar í gerð sem kannski útskýrir vinsældir þeirra hér áður fyrr. Hið glæsilega kökublað Gestgjafans sem margir hafa beðið eftir er nú komið í verslanir og því deilir Gestgjafinn hér með okkur ljúffengri og sparilegri köku.

Ljúf og lokkandi formkaka

300 g sykur

120 g smjör, við stofuhita

3 egg

180 g hveiti

2 tsk. lyftiduft

2 ½ dl mascarpone-ostur

2 ½ dl rjómi

¼ tsk. salt

1 tsk. vanilludropar

1 dós kokteilber

2 dl þurrkuð trönuber

140 g hvítt súkkulaði, saxað

Ofan á

Hnefafylli þurrkuð trönuber

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið sykur og smjör vel saman. Bætið eggjunum út í og hrærið áfram. Blandið hveiti og lyftidufti saman og hellið út í blönduna, bætið svo osti, rjóma, salti og vanilludropum saman við. Blandið að síðustu berjum og súkkulaði út í með sleif. Hellið deiginu í vel smurt 26 cm formkökuform. Bakið í 40-45 mín. eða þar til prjónn sem stungið er í miðju kökunnar kemur hreinn út. Þekjið kökuna með kreminu og skreytið með þurrkuðum trönuberjum.

Krem

100 g smjör við stofuhita

100 g rjómaostur

300 flórsykur

1 tsk. vanilludropar

Blandið öllum innihaldsefnum saman og hrærið þar til kremið verður létt og ljóst og allt hefur samlagast. Þekjið kökuna með kreminu.

Þúsund bílum fargað í hverjum mánuði

Sífellt fleiri bílaeigendur kjósa að farga bifreiðum sínum. Færst hefur í vöxt að fólk skilji númeralausa bíla eftir á fyrirtækjalóðum, á bílastæðum og víðavangi.

Æ fleiri bílaeigendur kjósa að farga bílum sínum frekar en að gera við þá sjálfir eða fara út í viðgerðir og viðhald. Samkvæmt upplýsingum Úrvinnslusjóðs hafa tæplega 9.000 bílar verið afskráðir á árinu. Það er um 25% aukning frá sama tíma í fyrra. Rúmlega helmingur þeirra bíla sem eru afskráðir á Íslandi fara í endurvinnslu hjá fyrirtækinu Hringrás.

Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir talsvert fleiri bílum fargað nú en á síðasta ári. Það sé álíka mikil aukning og var á milli áranna 2016-2017. „Mér sýnist sama aukning vera að endurtaka sig nú á þessu ári,“ segir Daði, en flestir bílar sem koma til Hringrásar eru frá Vöku eða á bilinu 300-400 á mánuði. Bílapartasölur koma með það sem út af stendur auk þess sem fólk kemur með eigin bíla til förgunar. „Bílarnir eru tæmdir af spilliefnum, öllum vökva tappað af þeim og dekk og rafgeymar fjarlægðir. Bílarnir eru pressaðir í böggla og eru síðan sendir í endurvinnslustöðvar í Hollandi. Þar eru bílarnir settir í stóra kvörn, allir málmar aðgreindir og endurunnir. Óendurvinnanlegt plastefni úr bílunum er síðan notað sem eldsneyti til húshitunar eða raforkuframleiðslu í Hollandi. Hjólbarðar sem Hringrás tekur á móti eru tættir niður og fluttir erlendis þar sem gúmmíið er endurnotað.“

Skilja eftir númeralausa bíla

Valdimar Haraldsson annast flutninga á ökutækjum hjá Vöku og segist hafa yfirleitt nóg að gera við að ná í bíla út um allar koppagrundir. Hann fari oftar en áður að fjölbýlishúsum til að ná í númeralausa bíla. Formenn húsfélaga séu þeir einu sem geta sent inn beiðni til Vöku um að láta fjarlægja bílana af sameign húsa og sífellt algengara sé að þeir grípi til slíka úrræða.

Þá segir Valdimar líka hafa aukist að starfsmenn hjá hreinsunardeildum bæjarfélaga hafi samband til að láta fjarlægja númeralausa bíla af götum, víðavangi og á lóðum fyrirtækja. Hann fari jafnvel austur á Selfoss til að ná í bíla. „Það er alveg óhætt að segja að við tökum fleiri bíla en áður.“ Hann kveðst ekki hafa tölulegar upplýsingar um aukninguna en segir tilvikin mun fleiri en áður.

Leggja ekki í viðgerðir

Spurður hvernig bílar þetta séu segir Valdimar þetta vera bíla frá um 1990 eða yngri, allt frá rusli og upp í bíla í ágætis ásigkomulagi með fulla skoðun. „Í þeim tilvikum er fólk búið að kaupa sér nýjan bíl en hefur ekki tíma til að setja hinn í sölu eða því finnst það ekki borga sig að ráðast í kostnaðarsamar viðgerðir í ljósi þess hversu lágt verð er á notuðum bílum í dag. Þótt eigendur bíla komi akandi á bílunum til okkar og þeir líti sumir ágætlega út þá er ekki þar með sagt að þeir séu í stakasta lagi. Eigandinn hefur kannski verið búinn að borga 200 þúsund krónur í viðgerðir en þarf að leggja út 300 þúsund til viðbótar til að koma honum í ökuhæft ástand síðar. Í þeim tilvikum kaupir fólk frekar annan bíl,“ segir Valdimar og getur þess að þegar komið er með bíl til afskráningar og förgunar fær bíleigandi númeraplötur bílsins og greitt skilagjald sem er 20.000 krónur.

Allt undir í mikilvægustu þingkosningum síðari ára

Mynd/Pixabay

Kosið verður til Bandaríkjaþings á þriðjudaginn. Niðurstöðurnar munu ráða miklu um hvernig Donald Trump reiðir af á síðari hluta kjörtímabilsins og hafa mikil áhrif á forsetakosningarnar 2020. Kosið er um öll þingsætin 435 í fulltrúadeild þingsins, 35 sæti í öldungadeildinni og 36 af 50 ríkisstjórum. Trump hefur notið þess að Repúblíkanaflokkurinn hefur haft meirihluta í báðum deildum þingsins fyrstu tvö ár sín í embætti en demókratar gætu gert honum lífið leitt nái þeir meirihluta í annarri eða báðum deildum, rétt eins og repúblíkönum tókst að gera síðustu sex árin í forsetatíð Baracks Obama. Bandarísk stjórnmál eru gríðarlega eldfim um þessar mundir og sjaldan eða aldrei hefur gjáin á milli íhaldssamra og frjálslyndra verið breiðari. Til marks um hversu mikið er undir þá munu framboðin, hvort um sig, hafa eytt vel yfir 5 milljörðum dollara í kosningabaráttu sína þegar kjördagur rennur upp. Aldrei áður hefur jafnmiklu fé verið varið í miðkjörtímabilskosningum. Einnig er búist við sögulegri kosningaþátttöku, einkum á meðal ungs fólks en samkvæmt könnun Harvard Institute of Politics munu 49% fólks á aldrinum 18-29 ára mæta á kjörstað. Í þingkosningunum 2014 var hlutfallið 19,9%.

Baráttan um fulltrúadeildina

Keppt er um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni en 218 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Til þess þurfa demókratar að hirða 23 þingsæti af Repúblíkanaflokknum og nýjustu kannanir benda til þess að 85% líkur eru á að svo fari. Repúblíkanar hafa þó verið að sækja í sig veðrið undanfarnar vikur. Helsti vígvöllurinn eru úthverfin þar sem íbúar eru almennt betur stæðir og með meiri menntun en annars staðar. Þá munu atkvæði kvenna hafa lykiláhrif en samkvæmt könnunum aðhyllast þær Demókrataflokkinn í mun meiri mæli en karlar. Þannig sýna sömu kannanir að demókratar fengju 275 þingsæti ef eingöngu konur væru á kjörskrá.

Baráttan um öldungadeildina

Það er á brattann að sækja fyrir demókrata í öldungadeildinni þótt repúblíkanar séu nú aðeins með 51-49 meirihluta. Það er vegna þess að einungis er kosið um 35 þingsæti í þessari umferð og af þeim eru 26 í höndum demókrata. Mörg þessara þingsæta eru í dreifðari byggðum Bandaríkjanna sem er klárlega repúblíkönum í hag. Nýjustu kannanir benda til þess að 82,7% líkur séu á því að repúblíkanar haldi meirihluta sínum í öldungadeildinni og bæti jafnvel við sig sætum.

Stefnir í klofið þing

Ef að líkum lætur munu demókratar stjórna fulltrúadeildinni og repúblíkanar öldungadeildinni. Slíkt er í sjálfu sér ekki óeðlilegt og í rauninni reglan fremur en undantekningin. Meirihluti í annarri hvorri deildinni tryggir demókrötum vald til að hindra lagafrumvörp úr röðum repúblíkana sem og frumkvæðið til að hrinda af stað rannsóknum á hvers kyns málum. Niðurstaðan yrði annaðhvort aukin samvinna milli flokka eða enn harðari deilur en áður þar sem eingöngu allra mikilvægustu mál ná í gegn. Með meirihluta í öldungadeildinni munu repúblíkanar eftir sem áður geta tryggt tilnefningum Trumps í hin ýmsu embætti framgang. Þá má búast við að Trump notist í auknum mæli við forsetatilskipanir, rétt eins og Barack Obama gerði eftir að repúblíkanar náðu meirihluta í báðum deildum.

Innflytjendur og hatursorðræða stóru málin

Að venju koma upp stór mál í aðdraganda kosninga sem talin eru hafa mikið um það að segja um niðurstöðuna. Donald Trump hefur gert fólksflutningalestina frá Mið-Ameríku að sínu helsta kosningamáli og spilað á ótta fólks með þeirri orðræðu að demókratar vilji opin landamæri á meðan repúblíkanar standi vörð um öryggi almennings. Þá hefur hann viðrað hugmyndir um að skrifa undir forsetatilskipun um að fella úr gildi lög sem veita börnum ólöglegra innflytjenda sjálfkrafa ríkisborgararétt. Að sama skapi hafa demókratar kennt forsetanum um að kynda undir hatursglæpum og hatursfullri orðræðu í garð fjölmiðla og minnihlutahópa, samanber sprengjusendingar til aðila tengdum Demókrataflokknum og skotárás á bænahús gyðinga í Pennsylvaníu um liðna helgi.

Eiga konur að vera betri stjórnmálamenn?

Kvennafrídagurinn 24. október síðastliðinn markaði fjörutíu og þriggja ára afmæli þess er 90 prósent íslenskra kvenna lögðu niður vinnu og fjölmenntu á Lækjartorg til að mótmæla kynbundnum launamun og öðru misrétti sem konur urðu fyrir í samfélaginu. Sýndu og sönnuðu að vinnuframlag kvenna skiptir sköpum fyrir hin margfrægu „hjól atvinnulífsins“ og að samtakamáttur kvenna er frumforsenda þess að framfarir náist. Síðan þá hefur Ísland skipað sér í fremstu röð hvað varðar jafnrétti og er ár eftir ár í efsta sæti lista yfir lönd sem standa sig best við að tryggja réttindi kvenna. Það var því til einhvers barist þótt enn sé því miður langt í land með að fullt jafnrétti náist.

Á þessu fjörutíu og þriggja ára afmæli voru enn og aftur haldnir útifundir víða um land, skrifaðar greinar í fjölmiðla og rykið dustað af gömlum baráttusöng Rauðsokkanna sem voru hvatakonur að kvennaverkfallinu 1975. Allt hið ágætasta mál en féll nokkuð í skuggann af pistli sem eigandi Kvennablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, skrifaði á vefsíðu blaðsins þar sem hún, að margra mati, réðist gegn þeim konum sem hæst ber í þjóðfélaginu í dag. Það varð uppsláttur á flestum vefmiðlum að Steinunn Ólína hefði sagt forsætisráðherra landsins, Katrínu Jakobsdóttur, vera eins og tusku í höndum Bjarna Benediktssonar. Og 90 prósent þeirra sem tjáðu sig um skrifin voru hin lukkulegustu með þessa einkunn sem konunni í forsætisráðherrastólnum var gefin. Þannig er nú kvennasamstaðan fjörutíu og þremur árum síðar.

Það virðist reyndar vera að verða nokkurs konar þjóðaríþrótt að hrauna yfir Katrínu Jakobsdóttur og kenna henni um allt sem aflaga fer í höndum núverandi ríkisstjórnar og fer ekki hjá því að maður velti því fyrir sér hvort hún fengi aðra eins útreið ef hún væri karlmaður. Ekki var Sigmundur Davíð kallaður tuska í höndum Bjarna Ben þegar þeir voru saman í ríkisstjórn, svo dæmi sé tekið, og reyndar hefur enginn karlkynsforsætisráðherra fengið yfir sig aðra eins lítillækkun og ásakanir um þjónkun eins og Katrín. Það fer því ekki hjá því að maður spyrji sig hvort það þyki góð og gild latína í jafnréttisparadísinni Íslandi að tala niður til kvenna í áhrifastöðum og gera því skóna að þær séu viljalaus verkfæri í höndum karlanna sem þær vinna með. Séu tuskur og strengjabrúður.

Undirliggjandi tónn í þessum niðrunum sem beint er að forsætisráðherranum er að vegna þess að hún er kona eigi að gera meiri kröfur til hennar um gott siðferði og „kvenleg“ sjónarmið í pólitík. Konur eiga sem sagt enn og aftur að standa sig betur en karlarnir, vera „betri“ í því sem þær gera og sanna að það skipti máli að hafa konur í áhrifastöðum. Þær eru enn þá fyrst og fremst metnar út frá kynferði sínu og eiga að vera „fyrirmyndir“ ungra stúlkna. Aldrei er minnst á það að karlar í stjórnmálum eigi að vera fyrirmyndir ungra drengja í sínum störfum. Er ekki einhver tímaskekkja í þessari hugsun?

Óður til mannslíkamans

Steindór Grétar Jónsson, blaðamaður á Stundinni, hlustar aðallega á teknó en segist þó vera með frekar breiðan smekk þegar kemur að tónlist. En hverju skyldi hann Steindór mæla með á fóninn um helgina?

„Á föstudagseftirmiðdegi er tilvalið að hressa sig við eftir erfiða vinnuviku og hlusta á Sister Sledge – We  Are Family. Allir helstu diskóslagarar systrasveitarinnar voru samdir fyrir þessa plötu undir dyggri handleiðslu Nile Rodgers og Bernard Edwards. Svo er varla þess virði að hlusta á titillagið nema það sé plötuútgáfan í allri sinni átta mínútna dýrð.

Á laugardegi þarf svo að hækka orkustigið aðeins og skella Kraftwerk – Tour de France Soundtracks á fóninn. Nýjasta (eða síðasta?) plata þýsku frumkvöðlanna tók hljóðheim þeirra inn í 21. öldina til að marka 100 ára afmæli frönsku hjólreiðakeppninnar. Hún er óður til mannslíkamans og getu hans til að hjóla í gegnum mótlæti.

Á sunnudegi er svo orkan uppurin og þörf á að hugsa sinn gang og taka stöðuna á tilverunni. Þá passar engin plata betur en Talk Talk – Spirit of Eden. Um að gera að taka sér kaffibolla í hönd og stara út um gluggann eða á hvítan vegg og leyfa ljúfri rödd Mark Hollis að friða sálartetrið.“

Raddir