Föstudagur 20. september, 2024
5.3 C
Reykjavik

Bílastæðavandi aðalgrínið á árshátíð RÚV

Árshátíð RÚV var haldin með pompi og prakt í Gamla bíói um síðustu helgi. Öllu var til tjaldað til að gera kvöldið sem eftirminnilegast en það var spéfuglinn Dóri DNA sem var veislustjóri, og reytti af sér brandara eins og honum einum er lagið.

GELLUR að glensa #rúvarar2018

A post shared by Viktoria Hermannsdóttir (@viktoriahermanns) on

Það má segja að bílastæðavandi í Efstaleitinu hafi verið aðalstjarna kvöldsins þar sem mikið var gert grín að honum í árshátíðarmyndbandinu. Eins og margir vita standa nú yfir framkvæmdir sunnan við Sjónvarpshúsið, og hafa gert um nokkurt skeið, þar sem fjögur fjölbýlishús rísa. Mikið grín var gert að þessum skorti á bílastæðum í skugga framkvæmdanna og uppskar það hlátrasköll um allt bíóið. Sagði Dóri að miðaverðið á árshátíðina væri lægra en í fyrra og talsvert ódýrara en að leggja hjá RÚV, og vísaði þar í að búið væri að sekta bíla í gríð og erg sem legðu ólöglega við Sjónvarpshúsið út af fyrrnefndum stæðaskorti.

???? #rúvarar2018

A post shared by ʙᴇʀɢʟɪɴᴅ ᴘᴇᴛᴜʀsᴅᴏᴛᴛɪʀ (@berglindfestival) on

Þá komst Dóri DNA ekki hjá því að gera grín að launahækkun sjálfs útvarpsstjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar, en nýverið komst það í fréttir að laun hans hefðu hækkað um 16%, upp í 1,8 milljón á mánuði.

Það er mál manna að árshátíðin hafi verið með besta móti, en hljómsveitin Babies spilaði fyrir dansi áður en hópurinn tvístraðist út í nóttina.

Aðalmynd af Dóra DNA / Bragi Þór Jósefsson

Bannaði fólki að snerta börnin

||||||
||||||

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, segir að Íslendingar geti lært mikið af Kínverjum en hún bjó ásamt fjölskyldu sinni í Sjanghæ í þrjú ár. Stefanía segist hafa þurft að hafa sig alla við í að lesa í fólk og aðstæður þar sem mikill munur sé á samskiptum þjóðanna tveggja, Íslendinga og Kínverja. Stundum hafi legið nærri árekstrum.

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir er nýtekin við starfi framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun eftir átta ár starf hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP.

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir er nýtekin við starfi framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun eftir átta ára starf hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Þar var hún meðal annars þróunarstjóri á skrifstofu fyrirtækisins í Sjanghæ, þar sem hún bjó í þrjú ár með manni og þremur börnum. Hvernig stóð á því að hún tók þessa U-beygju úr tölvuleikjaþróun yfir í orkugeirann?

„Áður en ég fór að vinna hjá CCP var ég í tíu ár í orkugeiranum þannig að CCP var í rauninni U-beygjan,“ segir Stefanía og hlær. „Það má eiginlega segja að ég sé komin aftur heim með þessu starfi hjá Landsvirkjun. Ég var átta ár hjá Orkustofnun, byrjaði þar á meðan ég var í háskólanámi og gerði bæði BSc- og masters-verkefnið mitt þar. Tók svo síðar við sem yfirverkefnisstjóri í upplýsingatækni, því ég var að brúa bilið milli vísinda og upplýsingatækni í mínu námi, blandaði fyrst saman landafræði og tölvunarfræði í BSc-verkefninu og í masters-verkefninu blandaði ég svo saman umhverfisfræði og tölvunarfræði og útskrifaðist úr verkfræði, en mér finnst rosalega gaman að blanda saman svona ólíkum hlutum. Nú er alltaf verið að tala um að það sé svo mikilvægt að fólk vinni þverfaglega og það hentar mér virkilega vel. Það er mjög gaman að koma aftur inn í orkugeirann átta árum seinna og þá sérstaklega að koma inn í viðskipta- og markaðshlið starfseminnar.“

„Fólk vildi líka fá að koma við þau og tala við þau og mér fannst oft erfitt hvað fólk fór gjörsamlega yfir mörkin í því. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja á kínversku var „ekki snerta þau“.“

Réðu ekki hvernig sagan þróaðist

Starfsheiti Stefaníu hjá Landsvirkjun er framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar, hvað felst í því?

„Við erum fimm framkvæmdastjórar sem heyrum undir forstjórann og hlutverk markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs er að hámarka tekjur Landsvirkjunar. Við erum að greina ný viðskiptatækifæri, erum í vöruþróun og kynningu og kynningu og sölu á vörum og þjónustu og svo þurfum við líka að reka raforkusamningana við núverandi viðskiptavini.“

Það er greinilegt að þetta er fjölbreytt starf og kannski ekkert svo ólíkt því sem Stefanía var að gera hjá CCP, eða hvað?

„Þegar ég byrjaði hjá CCP var ég að koma frá upplýsingatæknifyrirtæki þar sem ég hafði unnið mikið að tæknilausnum fyrir orkufyrirtæki en þegar ég kom inn í CCP tók ég við sem deildarstjóri í hönnun sem var í rauninni mín leið til þess að komast aðeins meira inn í hönnun og listsköpun, sem mér finnst svo mikilvægt að tengja saman í allri tækni. Það er lykilatriði í allri vöruþróun að skilja báða heima, finnst mér, og þetta var mitt tækifæri til þess að ná heildarmyndinni; að fara úr tækninni yfir í sköpunina.“

Stefanía segir erfitt að alhæfa um reglur í samskiptum í samfélaginu í Sjanghæ almennt, þar sé slíkur aragrúi af fólki með alls konar bakgrunn og misjafnt hvað hverjum hóp þykir við hæfi.

Í starfi sínu sem hönnunarstjóri hjá CCP vann Stefanía náið með söguhöfundum leiksins Eve Online og hún segir það hafa verið ómetanlega reynslu.

„Þessi leikur er náttúrlega svo ótrúlegur,“ segir hún. „Maður getur endalaust fundið upp á nýjum hlutum þarna inni þannig að það var rosalega gott fyrir mig að kynnast því að búa til tölvuleik frá þessari hlið. Með allar þessar sögur og öll þessi kerfi. Svo bjuggum við eitthvað til og settum það út en af því að leikurinn er svo dýnamískur þá veit maður aldrei hvað spilararnir gera á endanum við það og það kemur manni oft á óvart hvernig framvindan verður. Eitt af því sem var svo spennandi við að búa þennan leik til var að við réðum því ekkert endilega hvernig sagan þróaðist.“

llaus á foreldrafundi

Saga Stefaníu sjálfrar þróaðist þannig að hún varð yfirþróunarstjóri Eve Online á Íslandi og síðan flutti hún til Kína þar sem hún færði sig meira yfir í viðskiptaþróun fyrir CCP. Þar kynntist hún enn einni hliðinni á þessum heimi.

„Í stúdíóinu í Sjanghæ voru um sextíu manns og ég var að stýra útgáfu Eve Online í Kína vegna þess að Kínverjar mega ekki spila á alþjóðlega servernum þannig að það þarf að spegla allt yfir til Kína og við sem vestrænt fyrirtæki máttum ekki gefa út leikinn sjálf svo að við unnum það með kínverskum útgefanda sem var sérfræðngur í kínverska markaðinum.“

Það hlýtur að hafa verið töluvert átak að taka sig upp með mann og þrjú börn og flytja til Sjanghæ. Fékk hún ekki menningarsjokk?

„Ég kunni afskaplega vel við mig í Kína. Mér fannst gaman að læra kínversku, það er eins og það opnist annar heimur við að læra táknin. En eftir þrjú ár er maður svolítið uppgefinn á menguninni. Hún er bara óbærileg. Það er óbærilegt að reyna að fá börnin sín til að vera með öndunargrímur þegar þau fara út.“

„Jú, þetta var menningarsjokk fyrir alla, það verður bara að viðurkennast,“ segir Stefanía glaðbeitt. „Maðurinn minn vann líka hjá CCP og við þurftum að skipuleggja líf okkar þannig að við gætum bæði sótt vinnu allan daginn þótt við værum með þrjú börn á ýmsum aldri. Yngsta barnið var ekki orðið tveggja ára. Hún fór strax á kínverskan leikskóla og ég byrjaði að læra kínversku og var að læra hana allan tímann sem við vorum þarna, enda fannst mér það mikilvægt upp á það að skilja menninguna og komast inn í samfélagið og það var í rauninni nauðsynlegt. En fyrstu mánuðina sem við bjuggum í Sjanghæ var dóttirin sem sagt á kínverskum leikskóla og ég ekki farin að tala neina kínversku og það var mjög erfitt að geta ekki átt samskipti við fólkið sem passaði barnið manns á hverjum degi. Þau voru stundum að senda mér bréf heim og ég fór þá með þau í vinnuna og lét þýða þau þar. Þau lögðu líka afar mikið upp úr því að ég kæmi á foreldrafund sem ég gerði auðvitað. Þar fór að sjálfsögðu allt fram á kínversku og ég skildi ekki neitt.“

Er kínverskan ekki hrikalega erfitt mál að læra?

„Jú, mér fannst það erfitt. Þetta er samt ekkert brjálæðislega erfitt tungumál þegar maður er farinn að skilja hljóðin. Það tók mig svolítinn tíma. En eftir að maður nær þeim verður þetta auðveldara. Litlan mín var fljót að ná kínverskunni mjög vel en strákarnir, sem voru þá níu og fjórtán ára, fóru í alþjóðlegan skóla þar sem kennt var á ensku. Þannig að það voru í rauninni bara við mæðgur sem töluðum kínversku. Við vorum með heimilishjálp eins og er mjög algengt í Kína og hún talaði enga ensku sem ýtti líka á mig að læra að tjá mig. Hún tók á móti Katrínu litlu á hverjum degi þegar hún kom heim úr leikskólanum og passaði hana þangað til við komum heim og þær urðu rosalega góðar vinkonur. Það var stundum svolítið erfitt að koma því til skila hver setti reglurnar á heimilinu. Til dæmis sagðist sú stutta mega fá ís eftir leikskóla, en ég hafði sagt að hún ætti að fá jógúrt. Það tók mig smátíma að vinda ofan af svona hlutum, en hún var bara strax miklu betri en ég í tungumálinu.“

Segja já þótt þeir meini nei

nverskt samfélag er ansi ólíkt því íslenska, hver fannst Stefaníu vera mesti munurinn?

„Sjanghæ er náttúrlega svo brjáluð borg. Þar er svo margt fólk, tuttugu og sex milljón manns, og það er mjög mikill munur á því hvernig fólk lifir innan Sjanghæ eftir hverfum. Maður stendur fyrir framan gríðarlega flottar Gucci-búðir og gengur svo eina götu og er þá kominn í hverfi þar sem fólk er að vaska upp fyrir utan húsin sín þar sem ekki er rennandi vatn inni í húsunum og svo framvegis. Maður sér ekki ofboðslega mikla fátækt en maður sér hvað það er mikill munur á lífskjörum fólks innan borgarinnar.“

Hvað með viðskiptasamfélagið, er það mjög ólíkt því vestræna?

„Já, það er mjög ólíkt. Það er ekki eins formlegt og ég hélt fyrir fram, en það er miklu meira af óskrifuðum reglum. Ég var þarna að vinna með kínverska útgefandanum og við erum auðvitað með samning en hann er eiginlega meira til hliðsjónar. Þetta snýst dálítið mikið um persónuleg sambönd og það eru ýmsar venjur í viðskiptum hjá þeim sem við erum ekki vön. Til dæmis er mikið verið að gefa gjafir og það tók mig töluverðan tíma að venjast því. Ég vissi það auðvitað en stundum var ég boðuð á mikilvægan fund og var lögð af stað þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að finna gjafir handa þeim. Það var svolítill hausverkur af því maður er ekki vanur þessum sið. Svo þurfti ég líka að venjast samskiptunum.

„Ég hafði kannski komið með hugmynd sem enginn mótmælti beint, þeir jánkuðu og kinkuðu kolli og svo þurfti ég að komast að því eftir öðrum leiðum að þeim leist ekki vel á hugmyndina af einhverri ástæðu. Þetta var rosalega góður skóli í því að þjálfa sig í að lesa fólk og aðstæður betur.“

Fólk í Kína talar stundum í kringum hlutina og það tók mig dálítinn tíma að venjast því að lesa í það sem fólk var að segja. Stundum þurfti ég að finna út hvað það meinti eftir krókaleiðum. Ég hafði kannski komið með hugmynd sem enginn mótmælti beint, þeir jánkuðu og kinkuðu kolli og svo þurfti ég að komast að því eftir öðrum leiðum að þeim leist ekki vel á hugmyndina af einhverri ástæðu.

Þetta var rosalega góður skóli í því að þjálfa sig í að lesa fólk og aðstæður betur. Og hlusta. Það er mjög mikilvægt í samskiptum í viðskiptalífinu í Kína að hlusta. Að mæta ekki strax með mína skoðun heldur hlusta fyrst eftir því hvað þau voru að hugsa og hvort það sem ég var að leggja til passaði inn í það. Það er líka mikil auðmýkt í fólki og það sækist eftir því að finna samhljóm og forðast átök. Fólk gengur frekar frá borðinu en að takast of mikið á.“

Fjölskyldan saman: Halldór, Árni, Snorri, Stefanía og Katrín.

Bannaði fólki að snerta börnin

Stefanía segir erfitt að alhæfa um reglur í samskiptum í samfélaginu í Sjanghæ almennt, þar sé slíkur aragrúi af fólki með alls konar bakgrunn og misjafnt hvað hverjum hóp þykir við hæfi. Stundum hafi legið nærri árekstrum.

„Katrín og Árni eru bæði ljóshærð og hún með bollukinnar. Stundum var bara ekki hægt að vera með þau á fjölförnum stöðum. Ef við fórum á ferðamannastaði þar sem voru kínverskir ferðamenn þá var alltaf strolla á eftir okkur. Ég held það séu þúsundir Kínverja sem eiga myndir af Katrínu og Árna í símanum sínum. Fólk vildi líka fá að koma við þau og tala við þau og mér fannst oft erfitt hvað fólk fór gjörsamlega yfir mörkin í því. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja á kínversku var „ekki snerta þau“. Mér fannst rosalega erfitt þegar fólk kom og rak puttana í hárið á þeim en ég veit að þetta var allt vel meint. Margir, og þá sérstaklega fólk af landsbyggðinni, hafa aldrei séð ljóshærða hvíta krakka og finnst þau svo ofboðslega sæt að þau ráða bara ekki við sig.“

„Fólk vildi líka fá að koma við þau og tala við þau og mér fannst oft erfitt hvað fólk fór gjörsamlega yfir mörkin í því. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja á kínversku var „ekki snerta þau“.“

Fyrst við erum farin að tala um ferðamannastaði er ekki úr vegi að spyrja Stefaníu hvernig henni finnist Asíuríkin standa sig í þeim málum sem snerta þá og hvort við Íslendingar getum kannski lært eitthvað af þeim.

„Við ferðuðumst töluvert um Asíu og það er áberandi hvað Asíuþjóðirnar passa vel upp á sitt. Þar  hikar fólk ekki við að taka gjald af ferðamönnum inn á ferðamannastaði enda er ofboðslega margt  fólk þarna. Þegar maður kemur til Kambódíu þá borgar maður komugjald á hvern haus og auk þess er selt inn á vinsæla ferðamannastaði. Ég varð eiginlega svolítið hissa á hversu langt þau eru komin í fagmennsku og skipulagningu í kringum ferðamannaiðnaðinn. Þetta er gríðarlega fátæk þjóð sem hefur glímt við ótrúlega erfiða hluti en hún hefur náð að skipuleggja þetta vel. Mér finnst að við Íslendingar þurfum aðeins að passa upp á það sem við höfum. Í Asíu þykir það alveg sjálfsagt.“

Reykjavík orðin meiri heimsborg

Stefanía og fjölskylda bjuggu í Sjanghæ í þrjú ár og hún segir þeim hafa liðið mjög vel þar.

„Ég kunni afskaplega vel við mig í Kína. Mér fannst gaman að læra kínversku, það er eins og það opnist annar heimur við að læra táknin. En eftir þrjú ár er maður svolítið uppgefinn á menguninni. Hún er bara óbærileg. Það er óbærilegt að reyna að fá börnin sín til að vera með öndunargrímur þegar þau fara út. Vatnið er líka mjög mengað, maður drekkur það auðvitað ekki en maður fer að hugsa um það þegar maður er í sturtu á hverjum degi hvaða áhrif það hafi. Þessir hlutir sem við tökum sem sjálfsögðum, hreina loftið og hreina vatnið, eru ómetanlegir. Ég hef verið heima í rúmt ár og ég hugsa stundum enn þá um það þegar ég geng út úr húsinu hvað það sé gott að geta andað að sér hreinu lofti.“

Hvernig var annars að koma heim eftir þessi þrjú ár í burtu, hefur eitthvað breyst?

Katrín og vinkona í Longsheng

„Nei, þetta er of stuttur tími til þess. Eða jú, ég sá breytingu. Ég sá breytingu á því hvað það er miklu, miklu meira af ferðamönnum en var. Og í rauninni verður Reykjavík pínulítið meiri heimsborg við það. Það er hægt að reka fleiri flotta veitingastaði og svo framvegis. Með öllum þessum ferðamönnum spratt upp margvísleg menning sem er alveg frábært. Mér finnst skemmtilegt að koma úr svona stórri heimsborg eins og Sjanghæ og finna að það er smávegis heimsborgarbragur kominn á Reykjavík líka. Það er ekkert nema jákvætt.“

Fyrst eftir heimkomuna hélt Stefanía áfram að vinna hjá CCP, hvað varð til þess að hún hætti þar?

„Ég kom heim og tók við sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi en í október í fyrra voru skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu og ákveðið að hætta nýrri þróun á sýndarveruleikaleikjum og við það minnkuðu umsvifin gríðarlega. Það varð ekki lengur þörf fyrir framkvæmdastjóra af neinni af skrifstofum CCP. Það kom mér ekki endilega á óvart og minn viðskilnaður við CCP var á mjög góðum nótum og ég fylgist auðvitað með fyrirtækinu áfram og held með því.“

Ýmislegt sameiginlegt með Landsvirkjun og CCP

Nú ertu komin yfir til Landsvirkjunar er það ekki allt annað kúltúrsamfélag heldur en tölvuleikjaheimurinn?

„Þetta er svolítið annar kúltúr, jú,“ viðurkennir Stefanía. „En ég sé líka ýmislegt sem er sameiginlegt og það er meira en fólk heldur. Það er gríðarlega mikil þekking inni í báðum fyrirtækjunum og mikil hollusta starfsmanna á báðum stöðum. Þetta eru fyrirtæki sem eru í mikilli þróun á nýjum aðferðum og lausnum og ég finn mig mjög vel í svoleiðis umhverfi. Þegar mér bauðst að fara inn í Landsvirkjun þá var ég í skýjunum yfir því. Þetta er einmitt svona tækifæri sem mér fannst akkúrat tímabært núna. Báðir þessir vinnustaðir halda líka vel utan um sitt fólk en auðvitað er margt öðruvísi. Nærri einn þriðji af starfsmönnum CCP á Íslandi er erlendur þannig að vinnutungumálið er enska og að vera með svona mörg þjóðerni innan fyrirtækis gerir það skiljanlega svolítið ólíkt öðrum fyrirtækjum á Íslandi. Svo er það auðvitað þannig að Landsvirkjun er rótgróið fyrirtæki, það er meira um ferla og hlutirnir í fastari skorðum en í tölvuleikjabransanum sem er miklu hraðari, það er bara eðli slíks fyrirtækis. Í staðinn ríkir meiri stöðugleiki og festa hjá Landsvirkjun.“

Landsvirkjun er samt í nokkurs konar ímyndarherferð til að breyta ásýnd fyrirtækisins, er það ekki?

„Jú. Landsvirkjun hefur verið að breytast mikið undanfarin ár. Gott dæmi um þær breytingar sem ég upplifi og sé er metnaðarfull jafnréttisstefna. Við kynntum í mars nýja heildstæða jafnréttisáætlun og aðgerðaáætlun í jafnréttismálum og þar eru sett fram markmið, mælikvarðar og umbótaverkefni. Eins og lög gera ráð fyrir er Landsvirkjun að fara í gegnum jafnlaunavottun en við erum að taka þetta miklu lengra. Við erum að taka menninguna fyrir, tala um hana, búa til verkefni sem fjalla um stöðu kynja í mismunandi stjórnunarlögum, tala um framgangs- og menntakerfi fyrir konur og svo hvernig er ráðið inn í fyrirtækið. Fyrir mig sýnir þetta að fyrirtækinu er alvara með þessu. Mér finnst mikilvægt að fyrirtæki gæti að jafnrétti og ég er bara ekki tilbúin að samþykkja að helmingur starfsmanna sé alltaf í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstöðum. Á Íslandi eru ellefu prósent forstjóra konur og ástæðan er klárlega ekki að konur séu ekki hæfar í þessi störf til jafns við karla. Þetta er bara óafsakanlegur, kerfisbundinn halli og það þarf að laga hann. Það þarf hugrekki til að taka á þessu og ég er afskaplega stolt af mínum vinnustað og stjórnendum þar að sýna þetta hugrekki.“

„Ég held að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir hér á landi séu að við þurfum að vera með stefnu í orkumálum og sú stefna þarf að endurspegla umhverfissjónarmið og markmið sem lúta að alþjóðavæðingu. Okkar umhverfismarkmið og umhverfissjónarmið geta ekki bara miðast við það hvernig hlutirnir eru hérna á Íslandi.“

Kolabrennsla í Kína kemur okkur við

Fyrir utan jafnréttið, hver eru stóru málin sem Landsvirkjun þarf að takast á við á næstu árum?

„Auðvitað er það þannig að stefna Landsvirkjunar er að fá sem mest fyrir auðlindina okkar. Ég er svo nýkomin þar inn að ég er sjálf að læra inn á það hvar tækifærin í framtíðinni liggja, en ég held að það séu mikil tækifæri fyrir Ísland almennt í orkumálum. Við eigum svo ofboðslega mikið af grænni orku og nú hef ég fundið á eigin skinni hvernig það er að búa í rosalega mengaðri borg og geri mér vel grein fyrir því að það að verið sé að brenna kol í Kína til þess að búa til alls konar hluti sem við svo kaupum er okkar mál, það kemur okkur við. Ísland er hluti af þessari plánetu og þetta kemur inn á okkar neyslumynstur og líka hvernig við ætlum svo að nota okkar orku. Að framleiða eitthvað á Íslandi með grænni orku gerir það að verkum að það er ekki verið að brenna kol einhvers staðar annars staðar til að framleiða það. Orkumál eru mjög stórt umhverfismál.

„Að framleiða eitthvað á Íslandi með grænni orku gerir það að verkum að það er ekki verið að brenna kol einhvers staðar annars staðar til að framleiða það. Orkumál eru mjög stórt umhverfismál.“

Mér finnst við Íslendingar stundum ekki átta okkur á því að það er jákvætt að við notum okkar grænu orku. Ég held að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir hér á landi séu að við þurfum að vera með stefnu í orkumálum og sú stefna þarf að endurspegla umhverfissjónarmið og markmið sem lúta að alþjóðavæðingu. Okkar umhverfismarkmið og umhverfissjónarmið geta ekki bara miðast við það hvernig hlutirnir eru hérna á Íslandi.“

Nú er fjölskyldan búin að búa á Íslandi í rúmt ár, voru viðbrigðin eftir þriggja ára Kínadvöl ekkert erfið?

„Jú. Við komum heim í janúar í fyrra og dóttir mín var strax á þriðja degi orðin mjög þreytt á því að þurfa alltaf að klæða sig í svona mörg fötum. Þótt það verði alveg kalt í desember og janúar í Sjanghæ þá er það á öðrum skala þannig að hún var alls ekki vön því að þurfa að vera með húfu og í úlpu. Svo þurfti hún líka að venjast íslenska matnum. Hún var ekki hrifin þegar hún fékk kartöflur og fisk í fyrsta skipti á leikskólanum,“ segir Stefanía og skellihlær. „Miðjusonurinn sem verður þrettán ára á þessu ári var hins vegar mjög glaður að komast heim og geta aftur leikið sér úti með vinum sínum og við erum öll mjög ánægð með að vera komin heim. Og á meðan krakkarnir eru að klára skóla held ég að við verðum hér. Allavega næstu árin. Svo sjáum við til.“

Birgir Breiðdal vill nota fótboltann til að stuðla að betri heimi

Ungar íslenskar fótboltakonur fengu það frábæra tækifæri að stunda nám í alþjóðlegum heimavistarskóla á Spáni og iðka jafnframt íþrótt sína af kappi.

TNGS (The Next Generation Sports) er alþjóðlegur heimavistarskóli í Valencia á Spáni. Skólinn hefur verið starfræktur í sjö ár og býður meðal annars upp á einstaklingsmiðaða þjálfun í knattspyrnu, nám á framhaldskólastigi og í lífsleikni. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa unga leikmenn andlega og líkamlega fyrir framtíðina.

Nú er komið að stelpunum, en sett hefur verið á laggirnar kvennadeild innan skólans þar sem íslenskum stúlkum gefst tækifæri til að láta til sín taka. Unnið er að því að stofna lið sem mun taka þátt og keppa í spænsku deildinni næsta vetur, undir stjórn spænskra þjálfara. Birgir Breiðdal, yfirþjálfari stúlkna í U12 liði Þróttar, er umsjónarmaður verkefnisins.

Birgir nam arkitektúr í Mílano og starfaði m.a. lengi á Ítalíu, jafnt við fagið sem og gat hann sér gott orð sem myndlistarmaður. Hann hafði nóg að gera en fann sig aldrei almennilega í starfinu þar sem kyrrsetan og inniveran er mikil. Fjölskyldan ákvað að flytja aftur til Íslands árið 2009 og segja má að örlögin hafi þá gripið í taumana. „Rétt eftir að við fluttum heim vorum við í miðju hruninu. Þegar kreppir að eru arkitektar og myndlistarmenn auðvitað með þeim fyrstu sem missa vinnuna. Ég var í raun fyrir löngu búinn að teikna yfir mig og var tilbúinn að gera eitthvað annað,“ segir Birgir.

Dóttir hans var byrjuð að æfa fótbolta með Val og þegar kom að þjálfarafríi í félaginu var send út beiðni til foreldra, hvort einhver treysti sér til að taka við þjálfuninni í fríinu. Birgir ákvað að slá til og segist fljótt hafa fundið að þarna væri hann á réttri hillu. „Ég uppgvötaði nýjan hæfileika hjá sjálfum mér, að vinna með fólki, með krökkum. Á þessum tímapunkti snérist allt umtal í þjóðfélaginu um Icesave og raus um hrunið, en á meðan var ég úti að leika mér með krökkunum, sem var yndislegt.“

Árið 2011 byrjaði Birgir svo að starfa sem þjálfari hjá FRAM og tók síðan formlega við þjálfarastarfinu sem yfirþjálfari kvennadeildar Þróttar 2016. „Þegar ég byrjaði var ég kominn yfir fertugt en hefði viljað byrja fyrr. Ég vissi ekki almenninlega hvað ég vildi gera áður en ég byrjaði að þjálfa.“ Birgir á sjálfur ekki langan knattspyrnuferil að baki en að hans mati er það ekki grundvallaratriði. „Maður þarf ekki að vera besti fótboltamaðurinn til að vera besti þjálfarinn. Aðalmálið er að hafa mikinn áhuga, góðan leikskilning, lesa völlinn og taka góðar ákvarðanir. Ég á tvær dætur sem eru í liðinu sem ég þjálfa, en inni á vellinum gleymi ég því stundum. Þar eru þær ekkert öðruvísi fyrir mér en hinar stelpurnar. Mér þykir alveg jafnvænt um hinar og lít í raun og veru á þær allar sömu augum.“

Lestu viðtalið við Birgi í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar. Þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um þetta spennandi verkefni.

Texti: Margrét Björk Jónsdóttir

Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Instagram-notendur sem vert er að fylgjast með

Nýtt í Vikunni.

Instagram er stærsti samfélagsmiðill í heimi og virðist ekkert vinsældum hans. Það er alltaf gaman að uppgötva notendur sem veita innblástur og tímaritið Vikan hefur nú tekið upp nýjan lið þar sem mælt verður með áhugaverðum Instagram-notendum.

Guðlaug Katrín
@gudlaugkatrin

Guðlaug Katrín er 23 ára íslensk stúlka, búsett í Malmö. Instagram-aðgangur Guðlaugar er undir skandinavískum áhrifum en þar deilir hún m.a. myndum af heimili sínu, frá matargerð og daglegu lífi. Það er greinilegt að Guðlaug er mikil smekkkona en margar af myndum hennar eru eins og klipptar úr tískublaði.

 

 

Sólveig Sveinbjörnsdóttir
@localicelander

Sólveig heldur úti aðganganginum Local Icelander. Þar deilir hún myndum af ferðalögum sínum en einnig spila fallegar náttúrumyndir frá Íslandi stórt hlutverk. Það er einstaklega gaman að sjá landið okkar frá þessu sjónarhorni, en myndirnar eru hver annari fegurri. Við fréttum að Sólveig hefði í hyggju að opna bloggsíðu fljótlega, svo það er vert að fylgjast með.

 

Unnur Eggerts
@unnureggerts

Það er alltaf gaman að fylgjast með Íslendingum „meika það“ erlendis en það virðist hún Unnur Eggertsdóttir sannarlega vera að gera. Unnur landaði nýlega hlutverki sem Marilyn Monroe í söngleik sem settur verður upp í Las Vegas og því vægast sagt spennandi tímar fram undan.

 

Íris Tara
@iristara87

Förðunarfræðingurinn, bloggarinn og fagurkerinn Íris Tara heldur úti skemmtilegum aðgangi þar sem kennir ýmissa grasa. Þar deilir hún m.a. myndum af heimilinu en Íris er einstaklega lagin í því að grafa upp gersemar á nytjamörkuðum og gefa þeim andlitslyftingu. Synir hennar þrír spila einnig stórt hlutverk á myndunum og skal engan undra, enda heimsins mestu krútt.

Þessi grein er brot úr stærri umfjöllun sem finna má í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Margrét Björk Jónsdóttir

 

Stórkostlegar brúðkaupsmyndir sem segja meira en mörg orð

||||||||||
||||||||||

Við elskum vefsíðuna Fearless Photographers, vefsíðu sem sýnir það besta sem er að gerast í brúðkaupsljósmyndun um allan heim.

Vefsíðan verðlaunar bestu myndirnar hverju sinni á tveggja mánaða fresti og veitti einmitt nýlega þau verðlaun.

Sjá einnig: Þessar myndir fanga stemninguna á brúðkaupsdaginn fullkomlega

Rúmlega tíu þúsund myndir voru sendar inn í keppnina að þessu sinni en aðeins 147 voru verðlaunaðar. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af okkar uppáhaldsmyndum, en hægt er að sjá allar myndirnar með því að smella hér.

Jóhannes Haukur fer á kostum í stiklu fyrir nýja Netflix-seríu

|
|

Netflix hefur sett í loftið nýja stiklu fyrir sjónvarpsþættina The Innocents sem fara í sýningar á efnisveitunni þann 24. ágúst næstkomandi. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með stórt hlutverk í þáttunum og fer á kostum í stiklunni.

Þættirnir fjalla um unglingsparið Harry og June sem flýja foreldra sína til að geta verið saman. Öll þeirra framtíðarplön komast í uppnám þegar í ljós kemur að June getur breytt sér í hvaða manneskju sem er. Eins og sést í stiklunni hér fyrir neðan breytir hún sér meðal annars í fyrrnefndan Jóhannes Hauk.

Meðal annarra leikara í þáttunum er breski leikarinn Guy Pearce sem tilnefndur hefur verið til fjölda, alþjóðlegra verðlauna, og er líklegast þekktastur fyrir leik í kvikmyndunum Memento, L.A Confidential og The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert.

Jóhannes Haukur sagði í viðtali við Mannlíf fyrir stuttu að hann væri samningsbundinn að leika í annarri seríu af The Innocents ef ákveðið verður að ráðast í gerð seríu númer tvö. Það ræðst auðvitað allt eftir viðtökunum, en stiklan lofar góðu.

Jóhannes flottur í The Innocents.

„Netflix-serían The Innocents verður frumsýnd í júlí og ef ákveðið verður að gera aðra seríu er ég samningsbundinn að leika í henni. Þá fer ég aftur í tökur í september eða október, að því gefnu að verði gerð önnur sería sem ég veit ekki fyrr en í ágúst. Mögulega leik ég í skandinavískri bíómynd í ágúst en það er allt á samningsstigi og ekkert ákveðið. En það væri gaman,“ sagði leikarinn, en þegar viðtalið var tekið var ekki komin frumsýningardagsetning á sjónvarpsþættina, en hún er 24. ágúst eins og áður segir.

„Skíðin verið hluti af lífinu frá því ég man eftir mér“

Elsa Guðrún Jónsdóttir keppti fyrir Íslands hönd á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang þrátt fyrir að lítill snjór hafi fallið í heimabæ hennar, Ólafsfirði á undirbúningstímanum.

Elsa Guðrún er hörkudugleg, þrjátíu og tveggja ára kona. Enginn Íslendingur getur státað af jafngóðum árangri á skíðum og hún, en hún á yfir fimmtíu Íslandsmeistaratitla í skíðagöngu að baki. Elsa keppti á Ólympíuleikunum í greininni í febrúar síðastliðnum og varð þar með fyrsta íslenska konan til að ná þeim árangri. Þrátt fyrir erfiðar æfingaaðstæður tókst henni að þjálfa sig fyrir keppnina, samhliða því að vera í fullri vinnu og með fjölskyldu.

Elsa býr ásamt fjölskyldu sinni á Ólafsfirði. Þau hjónin hafa verið saman frá unglingsárum, en maðurinn hennar, Kristófer Beck, er sjómaður. Þau eiga tvö börn, níu og sjö ára. Elsa hefur að eigin sögn alltaf verið mikil íþróttamanneskja. „Ég æfði fótbolta þegar ég var yngri og var mikið í fjallgöngum, í hlaupum og á hjólaskíðum á sumrin og skíðum á veturna. Skíðin hafa verið partur af mínu lífi síðan ég man eftir mér. Pabbi var á fullu í þessu þegar hann var ungur, varð Íslandsmeistari nokkrum sinnum og fór á heimsmeistaramót. Öll systkini hans æfðu íþróttina og bróðir hans fór eitt sinn á Ólympíuleikana. Pabbi fylgdi mér á öll mót og æfingar, hann þjálfaði okkur krakkana stundum og var alltaf til taks og fylgir mér enn þann dag í dag. Hann var til dæmis með mér núna á Skíðamóti Íslands í Reykjavík í fjóra daga og sá um skíðin mín frá a-ö og stóð út í braut að hvetja mig. Má segja hann vera minn helsta stuðningsmann.“

Pressa að vinna allar keppnir

Skíðaferill Elsu byrjaði um fimm ára aldur og frá fyrstu keppni var hún sigursæl. „Þegar ég keppti í fyrsta sinn sigraði ég og hélt því svo bara áfram næstu árin. Ég var með rosalegt keppnisskap og var með á öllum Andrésarleikum, unglingameistaramótum, bikarmótum og landsmótum. Í raun man ég ekki eftir einni keppni sem ég sleppti eða komst ekki á vegna veikinda.“ Elsa segist hafa þróað með sér gríðarlega pressu á sjálfa sig að hún yrði að vinna allar keppnir. En um tvítugt kom að því að hún datt í sprettgöngu á Íslandsmeistaramóti. „Þá fann ég fyrir vissum létti. Það var eins og ég hefði losnað undan pressu sem ég hélt að allir hefðu á mér en var í raun og veru bara pressa frá mér sjálfri.“

Ítarlegra viðtal við Elsu Guðrúnu má finna í nýjasta tölublaði Vikunnar, en þar segir hún frá undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana og ævintýrinu í Suður-Kóreu.

Texti: Margrét Björk Jónsdóttir

Myndir og myndvinnsla: Aldís Pálsdóttir

Förðun: Björg Alfreðsdóttir, National Make Up Artist fyrir Yves Saint Laurent á Íslandi

Giftu sig á vökudeildinni hjá veikri dóttur

|||||
|||||

Rubia Ferreira og Tyler Campbell áttu von á sínu fyrsta barni og flugu á heimaslóðir í Alabama í Bandaríkjunum frá Okinawa í Japan, þar sem þau eru búsett, til að vera með fjölskyldunni áður en barnið kæmi í heiminn. Þegar þau eyddu gæðatíma með vinum og fjölskyldu í nóvember síðastliðnum byrjaði Rubia að finna til í maganum. Læknar sögðu að hún þyrfti að fara í bráðakeisara og kom barnið þeirra Tyler í heiminn eftir aðeins 24 vikna meðgöngu.

Litla hnátan tók þátt.

Rubia og Tyler eignuðust stúlku, sem heitir Kaelin, og parið eyddi næstu fimm mánuðum með henni á vökudeildinni þar sem Kaelin litla var með krónískan lungnasjúkdóm sem heitir lungnaháþrýstingur. Parið vissi að þau vildu gifta sig fyrr en síðar og ætluðu upprunalega að gifta sig á strönd í Okinawa. Síðan fengu þau þá hugmynd að hafa athöfnina í sjúkraherbergi dótturinnar í staðinn.

Skemmtileg hugmynd.

„Við vissum að við vildum ekki bíða lengur og við vildum að dóttir okkar yrði viðstödd,“ segir Tyler í samtali við Cosmopolitan og bætir við:

„Okkur fannst vera svalt að hafa brúðkaupið í herbergi Kaelin en við bjuggumst aldrei við því að það gæti gerst.“

Barnalæknirinn var í mikilvægu hlutverki á stóra daginn.

Parið fékk dyggan stuðning og hjálp frá starfsfólki spítalans og gekk barnalæknir Kaelin meira að segja með Rubiu upp að „altarinu“. Athöfnin átti sér stað á sjálfan Valentínusardaginn.

Rubia með hjúkrunarkonu.

„Það skipti okkur svo miklu máli að deila þessum tímamótum með nýju fjölskyldunni okkar hér,“ segir Rubia, en þau Tyler vona að þau geti snúið aftur til Okinawa í lok sumars þegar Kaelin verður útskrifuð.

Sátt og ástfangin.

Myndir / University of Alabama Birmingham

Nýfædda stúlkan er komin með Instagram-síðu

|
|

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian eignaðist stúlku með kærasta sínum Tristan Thompson síðasta fimmtudag, í skugga alvarlegra fregna um að Tristan væri búinn að vera að halda framhjá Khloé.

Stúlkan hefur fengið nafnið True, sem netverjum finnst ansi kómískt í ljósi framhjáhaldsfregnanna. Kris Jenner, móðir Khloé, hefur reyndar bent á það á samfélagsmiðlum að afi hennar hafi heitið True Otis Houghton og að raunverulegt nafn föður hennar hafi verið Robert True Houghton. Þannig að True er ættarnafn.

En þó True litla sé bara nokkurra daga gömul er hún nú þegar komin með sinn eigin Instagram-reikning undir nafninu True Thompson. Þó að engar myndir hafi verið birtar á síðunni enn þá er True samt komin með tæplega 170 þúsund fylgjendur þegar þetta er skrifað. Margur er knár þótt hann sé smár!

Vinsælasta ungbarnið á Instagram.

Nú getur þú slappað af á einhyrningaeyju

|||||
|||||

Mikið einhyrningaræði hefur gripið heimsbyggðina en Filippseyingar hafa tekið skrefið lengra og búið til fljótandi einhyrningaeyju í Subic-flóa, 130 kílómetrum vestur af höfuðborginni Manila.

Eyjan fagra.

Eyjan er kannski ekki eyja í eiginlegum skilningi þar sem hún er uppblásin, en dekkar þó svæði sem er um 3400 fermetrar. Á eyjunni eru rennibrautir, brýr, rólur, turnar og ýmislegt fleira skemmtilegt, en eyjunni hefur verið lýst sem stærsta, uppblásna leikvelli í Asíu.

Þvílík snilld.
Eyjan í öllu sínu veldi.

Þegar að fólk er búið að leika yfir sig á eyjunni getur það slappað af á svæði sem heitir Pink Bali Lounge, sem er stútfullt af bleikum og fjólubláum sólhlífum og hægindastólum.

Pink Bali Lounge.

Fyrir tæplega þúsund krónur er hægt að kaupa aðgang að ströndinni við eyjuna allan daginn og klukkutíma af uppblásnu fjöri með einhyrningunum. Ef maður eyðir hins vegar um sextán hundruð krónum fær maður aðgang að einhyrningaeyjunni allan daginn, en hún er opin frá 8 til 17.50 á hverjum degi.

Hugmynd fyrir næsta sumarfrí?

Svona lítur það út að missa tuttugu kíló

Hunter Hobbs, 24ra ára, ákvað að setja sér mjög skýrt áramótaheit – að komast í betra form með því að æfa og hugsa um mataræðið.

Hann ákvað að taka vel á því í þrjá mánuði og tók mynd af sér á hverjum degi ber að ofan.

Hunter léttist um tæp tuttugu kíló á þessum þremur mánuðum og til að fagna þessum árangri sínum ákvað hann að splæsa saman öllum myndunum sem hann tók á tímabilinu í eitt, 55 sekúndna langt myndband.

Sjón er sögu ríkari.

20 eiginleikar sem konur leita eftir í fari karlmanna

|||
|||

Vefsíðan Men’s Health lagði könnun fyrir eitt þúsund bandarískar konur á aldrinum 21 árs til 54 ára til að komast að því hvaða eiginleikum konur leituðu eftir í fari karlmanna. Voru þetta tvær rafrænar kannanir; ein var framkvæmd af Opinion Research Corporation í New Jersey og hin af vefsíðunni BestLifeOnline.com.

Það vekur athygli í þessum tveimur könnunum að konurnar töldu vissa persónueiginleika og eiginleika í persónuleika karlmanna vega meira en líkamlegir eiginleikar þeirra. Þannig sögðu aðeins 13% kvennanna að stæltur líkami væri góður kostur á meðan 66% töldu siðferðislegan heilleika mikilvægan.

Hér fyrir neðan fylgja þeir tuttugu eiginleikar sem konur leita eftir í fari karlmanna, flokkaðir eftir tegund.

Topp fimm persónueiginleikarnir

1. Tryggð
84% kvennanna, eða rúmlega átta af hverjum tíu, sögðu að tryggð væri mikilvægur kostur.

2. Áreiðanleiki
Konurnar sögðust leita að karlmönnum sem væru ekki hræddir að skuldbinda sig og sögðu 75% vera að leita að karlmanni sem er áreiðanlegur.

3. Góðmennska
67% kvennanna sögðust hrífast af góðmennsku.

4. Siðferðislegur heilleiki
66% kvennanna trúa að ef karlmaður getur sagt sannleikann að hann sé góður framtíðar förunautur.

5. Föðurlegur eiginleiki
Það að karlmaður sé góður faðir, eða geti hugsanlega orðið góður faðir, skipti 51% kvennanna miklu máli.

Konur fíla karlmenn sem eru rómantískir.

Topp fimm persónuleika eiginleikar

1. Skopskyn
Samkvæmt 77% kvennanna er mikilvægt að karlmaður geti látið þær hlæja.

2. Gáfur
Áhugaverður og veraldarvanur maður er eitthvað sem heillar 55% kvennanna.

3. Ástríða
46% sögðu að þeim líkaði það þegar karlmaður væri ástríðufullur og sýnir það.

4. Sjálfstraust
Maður sem er öruggur í eigin skinni gerir konurnar sem hann er í sambandi með öruggar samkvæmt 41% kvennanna.

5. Örlæti
Þetta er mikilvægt fyrir 38% kvennanna sem svöruðu könnununum.

Topp fimm praktískir eiginleikar

1. Að hlusta
53% kvennanna sögðust líða vel og fyllast öryggi þegar þær vita að karlmaður hlustar á þær.

Ástríða er mikilvægur kostur.

2. Rómantík
Tæplega helmingur kvennanna, eða 45%, sögðust dreyma um íburðarmiklar, rómantískar athafnir.

3. Að vera góður í rúminu
Konurnar sögðu að maður sem hugsar um þær í rúminu hugsi líka um þær utan þess.

4. Heimilisstörf
23% sögðu að karlmaður myndi vinna hjarta þeirra ef hann myndi vera duglegur að elda, þrífa og þess háttar.

5. Möguleiki á góðum tekjum
Ein af hverjum fimm konum sem tóku þátt í könnununum sögðu að velgengni í starfi væri mikilvægur þáttur í aðdráttarafli karlmanna.

Topp fimm líkamlegir eiginleikar

1. Fatastíll
Hvernig karlmaður klæðir sig endurspeglar hvernig konu hann er með, samkvæmt könnununum.

2. Myndarlegt andlit
Konurnar sögðu að menn með breiða höku, há kinnbein og stór augu væru mest aðlaðandi.

3. Hæð
15% kvennanna sögðust vilja vera lægri en ástmenn sínir.

4. Vöðvastæltur líkami
Aðeins 13% kvennanna sögðu að vöðvastæltur líkami væri mikilvægur í fari karlmanna.

5. Hreysti
12% sögðu hins vegar kunna að meta það þegar karlmaður er í góðu formi.

Vöðvabygging skiptir ekki eins miklu máli og persónueiginleikar.

Eignaðist 270.000 fylgjendur á aðeins níu dögum

Nýjasta stjarnan á Instagram heitir Kevin og er öryggisvörður tónlistarmannsins Ed Sheeran.

Kevin hefur passað uppá Ed síðan árið 2015 en ákvað að stofna Instagram-síðu undir nafninu @securitykev fyrir nokkrum dögum síðan, nánar tiltekið þann 7. apríl síðastliðinn.

Kevin fer gjörsamlega á kostum á samfélagsmiðlinum og gerir stólpagrín að Ed nokkrum Sheeran. Fólk virðist vera að fíla öryggisvarðagrínið því Kevin náði sér í tæplega þrjú hundruð þúsund fylgjendur á aðeins níu dögum. Geri aðrir betur!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum, og bröndurunum, sem Kevin hefur látið flakka síðustu daga:

I’m always watching. He’s always eating. #whoateallthepies #imthedaddy

A post shared by Kevin Myers (@securitykev) on

Eyeing bae up…Iike a snack @hoax1994 #imthedaddynow

A post shared by Kevin Myers (@securitykev) on

Brenndu 300 kaloríum á 30 mínútum

Vefsíðan Popsugar er dugleg að búa til skemmtileg æfingarmyndbönd og eiga þau það öll sameiginlegt að æfingarnar er hægt að gera heima í stofu.

Til dæmis þessi æfing hér fyrir neðan sem er aðeins þrjátíu mínútur, en ef maður tekur vel á því getur maður brennt allt að þrjú hundruð kaloríum á stofugólfinu.

Í myndbandinu nota konurnar handlóð til að auka brennsluna, en að sjálfsögðu er hægt að sleppa þeim eða fylla tvær hálfslítra flöskur með vatni eða hrísgrjónum.

Góða skemmtun!

Leiðir til að skera niður hitaeiningar

Með því að innbyrða fimm hundruð hitaeiningum minna á hverjum degi er hægt að léttast um hálft kíló á viku.

Salat er ekki það sama og salat

Einn stór salatdiskur með öllu getur innihaldið fleiri hitaeiningar en pastaréttur.

Í hugum flestra er salat það hollasta sem maður getur fengið sér. Það má samt öllu ofgera og eftir því sem lagt er meira í salatið með alls kyns ostum, karamelliseruðum hnetum, beikoni, avókadó, brauðteninga og þvíumlíku þeim mun hitaeiningaríkara verður það. Einn stór salatdiskur með öllu getur innihaldið fleiri hitaeiningar en pastaréttur. Ef þú setur aðeins eitt sælkerahráefni í salatið, helmingar dressinguna og hefur fjölbreyttara grænmeti í á móti getur þú fækkað hitaeiningunum um fimm hundruð.

Minni diskar
Besta leiðin til að minnka skammtastærðir er einfaldlega að nota minni diska. Með því einu að skipta þrjátíu sentímetra disknum út fyrir tuttugu og fimm sentímetra disk muntu borða fjórðungi minna, sem þýðir fimm hundruð kaloríur þegar allar máltíðir dagsins eru taldar. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að verða svöng því rannsóknir hafa sýnt að svengdin verður ekkert meiri.

Borðaðu sjaldnar pasta
Aðeins einn bolli af pasta eru tvö hundruð og tuttugu hitaeiningar en skammtastærðir flestra eru töluvert stærri en einn bolli. Þannig að það er auðvelt að innbyrða næstum því þúsund hitaeiningar í einni pastamáltíð. Reyndu að hafa pasta aðeins einu sinni í viku og haltu þig við tvo bolla af því, það er alltaf hægt að hafa salat með.

Varastu heilsufæði
Fólk er síður á varðbergi gagnvart mat sem er stimplaður sem heilsufæði og vanmetur oftar en ekki hitaeiningafjöldann. Þó að matur sé hollur þýðir það ekki endilega að hann sé hitaeiningasnauður, til dæmis er oft mælt með að nota hnetur og þurrkaða ávexti sem nasl en ef þú gætir ekki að þér getur þú óafvitandi innbyrt fimm hundruð hitaeiningar í einu millimáli.

Fáðu nægan svefn
Rannsóknir hafa sýnt að því minna sem þú sefur því meira hættir þér til að snarla. Þegar við erum þreytt og orkulaus sækjum við líka meira í orkuríkan mat, eins og sætindi eða aðra óhollustu. Ef við náum sjö tíma svefni á hverri nóttu gætum við innbyrt allt að fjögur hundruð hitaeiningum minna á dag.

Byrjaðu daginn vel
Morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins. Reyndu að borða sem mest af prótíni því það inniheldur færri hitaeiningar en kornmatur og þú verður einnig saddari lengur. Til dæmis væri hægt að fá sér tvö soðin egg og tvo skammta af grænmeti, svo sem kirsuberjatómata og gúrku.

Umsjón / Hildur Friðriksdóttir

Bloggara í yfirstærð hent út fyrir að vera í bikiníi

Anna O’Brien er 33ja ára lífsstílsbloggari og stofnandi síðunnar Glitter and Lazers. Hún lenti í bobba í Las Vegas á dögunum þar sem hún var að taka upp auglýsingamyndir fyrir sundföt. Anna ætlaði að mynda inni á hóteli sem hún nafngreinir ekki og var búin að fá leyfi fyrir myndatökunni frá kynningarteymi hótelsins.

Í samtali við Yahoo segir Anna að hún hafi fengið leyfi til að mynda alls staðar nema í spilavítinu þannig að hún ákvað að taka fyrstu myndina í anddyrinu. Hins vegar kom öryggisvörður askvaðandi að Önnu þegar hún var rétt að byrja og bað hana um að hylja sig. Anna náði þó þessari mynd:

A post shared by Glitter (@glitterandlazers) on

„Hann sagði mér að hylja mig, að ég þyrfti að fara í föt því ég mætti ekki vera í baðfötum einum klæða. Ég reyndi að tala við hann en hann hlustaði ekki,“ segir Anna. Hún bætir við að hún og ljósmyndari hennar hafi þá farið aftur uppá hótelherbergi þar sem Anna klæddi sig í sundbol. Þau fóru síðan aftur niður í anddyri og byrjuðu að mynda á öðrum stað.

„Við vorum að mynda á öðrum stað í anddyrinu og annar vörður kom til okkar og sagði okkur að stoppa,“ segir Anna og bætir við:

A post shared by Glitter (@glitterandlazers) on

„Ég sýndi honum tölvupóstana frá kynningarteyminu en það skipti engu máli. Mér líkaði ekki þær dylgjur um að ég væri að ljúga með að vera með leyfi. Hvað gerði ég til að gefa til kynna að ég væri ekki traustsins og virðingarinnar verð?“

Anna heldur að það liggi meira á bak við þessar uppákomur.

„Aðrar konur gengu um jafnlítið klæddar og ég og enginn sagði neitt við þær. Ég vil ekki halda það versta um fólk en í þessu tilviki get ég ekki annað en velt þessu fyrir mér.“

A post shared by Glitter (@glitterandlazers) on

Eftir að Anna opinberaði atvikið, bæði á Instagram og í fjölmiðlum, hefur hótelið sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Anna hafi ekki fengið leyfi til að mynda sig í baðfötum á hótelinu, eingöngu fullklædd. Ku það ekki vera leyfilegt að ganga um á sundfötum á hótelinu samkvæmt reglum þess.

„Ég elska ekki fíkilinn – ég elska manninn minn“

|||
|||

„Það tekur gífurlega á að vera maki, dóttir, systir alkóhólista,“ segir Díana María Líndal Stefánsdóttir. Díana er búin að vera með manni sínum í fimm ár, og eiga þau tvo drengi saman; annar fjögurra ára og hinn 18 mánaða. Þá eiga þau líka einn fósturson sem er á nítjánda ári. Díana er lífsglöð og dugleg, en síðustu ár hefur hún þurft að berjast með öllu sem hún á við fíkn eiginmannsins – sjálfan alkóhólismann.

„Maðurinn minn er búinn að vera fíkill síðan hann var unglingur og var inn og út úr meðferðum sem ungur maður. Hann er búinn að taka upp og niður rassíur síðan við tókum saman, en var búinn að ná góðu tímabili áður en hann datt í það núna síðast,“ segir Díana, en stutt er síðan maður hennar kom úr meðferð, en hann lauk bæði meðferð á Vogi og Vík. Díönu blöskrar sú langa bið sem er eftir plássi í meðferð.

Díana ásamt sínum heittelskaða.

„Hann var búinn að bíða í hálft ár eftir að komast inná Vog. Ég var búin að biðja um hjálp frá öllum mögulegum og ómögulegum stofnunum en það var allt yfirfullt. Mér finnst fáránlegt þegar fólk vill sjálft fara í meðferð, eins og hann, að það þurfi að berjast við að reyna að halda sér edrú sjálft í hálft ár, sem er nátttúrulega vonlaust dæmi. Þessi bið þýddi bara hálft ár í neyslu. Á hálfu ári gerist haugur af vitleysu og hann setti okkur til dæmis í fjárhagslega pattstöðu því hann borgaði ekki leigu í þrjá mánuði. Ég vissi það ekki fyrr en leigusalinn okkar kom í vinnuna til mín. Það hefði til dæmis ekki gerst ef hægt væri að kippa fólki strax inn í meðferð. Ég segi bara eins og maðurinn minn: þetta er hrikalegt ástand og það virðist eins og öllum sé sama um stöðuna í þjóðfélaginu. Það skiptir greinilega meira máli að einhver forstjóri sé með margar milljónir í laun á mánuði en að hjálpa fólkinu okkar. Í öllum fjölskyldum er einhver sem þarf að nota þessa þjónustu og það er galið að Vogur sé eina afvötnunarstöðin, sem rúmar aðeins örfáar manneskjur miðað við þann fjölda sem þarf á hjálp að halda,“ segir Díana og heldur áfram.

„Ég hef líka sterkar skoðanir á því að Vogur eigi að vera kynjaskiptur staður því þarna eru veikir einstaklingar. Það er aldrei gott að blanda saman kynjum á svona stöðum og ég held að allir sem koma þarna inn, og aðstandendur þeirra, séu sammála um það, því þetta er ekki staður til að finna sér maka. Þegar fólk er svona veikt er það ekki með rökhugsun.“

Vill ekki hafa fíkilinn nálægt sér

Maður Díönu mætir núna tvisvar í viku í víkingaeftirmeðferð og mun gera það í eitt ár. Það gengur ágætlega að sögn Díönu, en mér leikur forvitni á að vita af hverju hún hafi ekki yfirgefið hann eftir þessi fimm, stormasömu ár.

„Stundum elskar maður einhvern meira en maður gerir sér grein fyrir. Ég vil líka halda í fjölskylduna mína. Ég veit hver hann er þegar hann er edrú. Fíkillinn er ekki maðurinn sem ég elska. Ég elska ekki fíkilinn – ég elska manninn minn og þetta eru tvær ólíkar persónur. Fíkillinn er einhver sem ég vil ekki hafa nálægt mér. Hann veit það og fer út af heimilinu þegar hann er í þessu ástandi. Ég er búin að spyrja mig oft að þessu sjálf, af hverju ég labba ekki bara út. Og ég hef alveg pakkað saman og flutt út. Ég hef flutt inn á tengdaforeldra mína með börnin þegar ástandið var orðið þannig að ég gat ekki verið inni á heimilinu,“ segir Díana, en bætir við að drengirnir sínir hafi ekki þurft að horfa uppá föður sinn fíkilinn.

„Þeir hafa aldrei séð hann undir áhrifum. Hann hefur aldrei vanrækt þá, þó hann vanræki mig, sambandið okkar og sjálfan sig. Ég hef samt hugsað að þessi síðasta meðferð sem hann fór í sé allri síðasti sénsinn hans. Ætla ég að ganga í gegnum þetta allt aftur? Þessar sex vikur sem hann var í burtu voru svakalega erfiðar.“

Ekki gleyma aðstandendum

Faðir Díönu var alkóhólisti og bróðir hennar er það líka. Fósturpabbi hennar er líka alkóhólisti en er edrú í dag.

„Það spyrja mig margir af hverju ég hafi ekki farið sömu leið. Ég er ekki alkóhólisti eða fíkill en ég er ofboðslega meðvirk og það er það sem ég þarf að vinna mikið í. Ég þarf að passa mig á að vera ekki meðvirk en ekki heldur hin andstæðan þar sem ég hlusta alls ekki á fíkilinn. Það er ekki minni vinna fyrir mig að passa mín mörk en fyrir manninn minn að halda sér edrú,“ segir hún og skýtur inní að það sé vöntun á umönnun fyrir aðstandendur fíkla.

„Mér finnst vanta fleiri úrræði fyrir aðstandendur fíkla og alkóhólista. Fólk má alveg muna eftir því hvernig okkur aðstandendum líður.“

Talandi um það, hvernig líður Díönu í skugga þessara erfiðleika?

Díana með sonum sínum, Sigurði Þór og Pétri Jökli.

„Það er rosalega erfitt að svara því hvernig mér líður því ég fæ aldrei þessa spurningu. Það virðist vera sjálfsagt að ég standi alltaf upprétt. Að bakið á mér sé svo breitt að það sé endalaust hægt að hlaða á það,“ segir Díana. Hún er búsett á Selfossi en sækir líkamsrækt í Fitness bilinu í Hveragerði hjá Loreley, og þakkar þjálfara sínum fyrir að missa ekki trú á sér.

„Ég væri löngu hrunin ef ég hefði ekki þjálfarann minn sem ræki á eftir mér og sendi mér skilaboð á hverjum degi. Eitt skipti gat ég ekki reddað pössun og þá sagði hún mér að koma með börnin heim til sín því ég þyrfti á æfingunni að halda. Hjálpin hennar er svo mikil. Ég væri ekki svona lífsglöð ef ég myndi ekki mæta í líkamsrækt. Ég næ að rækta sjálfa mig í ræktinni og það veitir mér þvílíka hugarró.“

„Ég hræðist ekki að láta dæma mig“

Díana er með opið Snapchat undir nafninu djana88 þar sem hún talar um allt milli himins og jarðar, þar á meðal baráttuna við alkóhólisma eiginmannsins, sem hún er mjög opin með. Það fer misjafnlega ofan í fólk.

„Fólki finnst skrýtið þegar ég segi frá því að maðurinn minn sé að fara í meðferð en ég vil ekki fela þetta. Hann skammast sín líka fyrir þetta en samt vita þetta allir. Hann segist vilja passa mannorðið en hann er löngu búinn að skemma það sjálfur. Það er ekki mitt að fela hvernig mér líður og hvernig mitt líf er. Ég hræðist ekki að láta dæma mig. Ég sjálf hef ekkert að fela og mér er alveg sama þó einhver viti að maðurinn minn er fíkill. Það er ekkert öðruvísi að vera fíkill en að vera með annan sjúkdóm, nema þú ræður hvort þú ert í bata eða ekki. Það er undir þér komið hvort þú viljir vinna fyrir því eða ekki. Það er fullt af fólki sem er edrú en samt ekki í bata, sem ber sig áfram daginn út og inn og einn daginn springur það. Það er svo mikil ranghugmynd að fólk geti gert þetta sjálft, án faglegrar hjálpar.“

Díana opnar sig uppá gátt á Snapchat.

Bara greitt fyrir fæði og húsnæði

Talið berst aftur að fóstursyni þeirra hjóna sem kom inná heimili þeirra fyrir að verða þremur árum síðan, þá sextán ára gamall.

„Við þekktum aðeins til fjölskyldunnar og á þessum tíma var hann á milli heimila og var að gista hér og þar. Hann fór sjálfur til barnaverndarnefndar og spurði fulltrúann sinn hvort hann mætti flytja til okkar. Hann hafði samband og spurði okkur og við samþykktum það,“ segir Díana. Hún segir að ýmislegt hafi gengið á með drenginn en að hún myndi geta hugsað sér að gerast fósturforeldri annars barns ef kerfið væri betra.

„Ég myndi hiklaust gera þetta aftur ef greiðslurnar væru hærri. Maður uppsker helling, lærir ýmislegt og græðir mikið á því að geta hjálpað barni en greiðslurnar í raun dekka bara fæði og húsnæði fyrir barnið og ekkert meira en það. Við hjálpuðum barni sem var á götunni og mér finnst það mikilvægara en peningar, en greiðslurnar þurfa samt að geta staðið undir barninu,“ segir Díana.

Þú færð ekki hjálp nema þú opnir þig

Hvernig horfir Díana á framtíðina?

„Ég tek bara einn dag í einu og þori ekki fyrir mitt litla líf að hugsa um hvað er að gerast á morgun. Ég er ekki með fimm ára plan eins og er því ég leyfi mér ekki að búa til plan sem ég þarf síðan að henda í ruslið,“ segir Díana sem fagnar þrítugsafmæli sínu í dag, og hefur þetta að segja við fólk sem glímir við erfiðleika:

„Talaðu! Ekki vera hræddur um að einhver sé að fara að dæma þig. Þér á eftir að líða illa ef þú felur þig. Þú færð ekki hjálp nema þú talir. Ef einhver dæmir þig þá er það manneskja sem þú vilt ekki hafa í lífinu þínu.“

Myndir / Úr einkasafni

Sammi og frú selja slotið

|||||
|||||

Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson og eiginkona hans, Kristín Bergsdóttir eru búin að setja snotra íbúð sína við Baldursgötu 26 í Reykjavík á sölu, en hjónin eru búin að búa þar síðan árið 2004.

Opin og björt stofa.

Íbúðin sem um ræðir er 73 fermetrar og er ásett verð tæplega fjörutíu milljónir króna. Íbúðin er búin einu svefnherbergi, einu baðherbergi og tveimur stofum.

Rúmgott svefnherbergi.

Íbúðin er sérstaklega vel skipulögð, björt og falleg, en áhugasamir geta skoðað hana betur í opnu húsi þriðjudaginn 17. apríl milli klukkan 17.30 og 18.00.

Skemmtilega skipulögð íbúð.
Grillað á kvöldin.
Nóg til að lesa og hlusta á.

Naloxon í nefúðaformi væntanlegt til landsins

||
||

Forsvarsmenn Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunar hafa bent á mikilvægi þess að koma lyfinu naloxon til einstaklinga sem nota vímuefni í æð og þeirra sem eru háðir opíóðum.

Naloxon er lyf sem notað er til að endurlífga fólk sem hefur ofskammtað af ópíóðum lyfjum eins og oxýkódon, contalgin og fentanyl. Núna er naloxon eingöngu aðgengilegt á heilbrigðisstofnunum og í sjúkrabifreiðum á Íslandi. Þar sem fólk í neyslu sé yfirleitt fyrst á vettvang þegar ofskömmtun á sér stað segja forsvarsmenn frú Ragnheiðar að gefa eigi fíklum lyfið naloxone, þjálfa það í notkun þess og auk þess að þjálfa það í endurlífgun. Þannig geti það brugðist við og bjargað félögum sínum og ástvinum úr ofskömmtun.

Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlækni.

Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlækni, segir að embættið mæli ekki gegn því að fleiri hafi aðgang að lyfinu. „Eins og staðan er í dag er lyfið Naloxon eingöngu til sem stungulyf fyrir notkun á sjúkrahúsum. Það er reyndar til í blöndum líka en með öðrum ábendingum. Það er Lyfjastofnunar að meta umsóknir um markaðsleyfi lyfja og best að Lyfjastofnun svari um hvers vegna lyf eða form eru eða eru ekki á markaði hér á landi. Við í lyfjateymi embættisins höfum ekki mælt gegn því að til væri t.d. nefúði sem fleiri hefðu aðgang að, eina „hættan“ gæti hugsanlega falist í því að fíklar yrðu djarfari ef þeir vissu að til væri möguleg björgunarleið sem þeir gætu stólað á. Við lítum svo á að best sé að aðgengi sé sem minnst að sterkum verkjalyfjum fyrir þá einstaklinga sem eiga við alvarlegan fíknivanda að stríða. Jafnframt er nauðsynlegt að draga úr ávísuðu magni þessara lyfja til að sem fæstir ánetjist þeim,“ segir Ólafur.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að naloxon sem stungulyf, eða sambærileg lyf undir öðru heiti, hafi verið á markaði á Íslandi frá því á níunda áratugnum. Naloxon í nefúðaformi sé tiltölulega nýlegt lyfjaform lyfsins og ekki verið markaðssett á Íslandi hingað til frekar en annars staðar í Evrópu. „Það er hins vegar væntanlegt innan skamms og verður fyrst um sinn afgreitt á undanþágu hingað til lands frá Danmörku, að líkindum síðari hluta aprílmánaðar.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Mynd: Inga Hrönn Sveinsdóttir

Naloxon í nefúðaformi verður einnig lyfseðilsskylt en ekki er þar með sagt að aðeins verði hægt að nálgast eina pakkningu lyfsins gegn lyfjaávísun í hvert sinn. Í reglugerðum um ávísun og afhendingu lyfja í apótekum er t.a.m. gert ráð fyrir því að hægt sé að ávísa lyfjum beint til lækna, starfs þeirra vegna, eða annarra viðbragðsaðila svo sem lögreglunnar. Þá er lyfjafræðingum í apótekum jafnframt heimilt að afgreiða og afhenda lyfseðilsskyld lyf, án þess að lyfseðli sé framvísað, í neyðartilvikum. Þessi heimild, sem stundum er vísað til sem neyðarréttar lyfjafræðinga, stendur ávallt opin og er lyfjafræðingi falið að framkvæma faglegt mat hverju sinni hvort um neyðaraðstæður sé að ræða. Þessu til viðbótar er ekkert í lögum eða reglum sem gilda um ávísun lyfja eða afgreiðslu og afhendingu lyfja í lyfjabúð sem kemur í veg fyrir að læknir ávísi umræddu lyfi til fíkla eða aðstandenda þeirra til að grípa til í neyð. Er þetta sambærilegt við ávísun og notkun adrenalínpenna sem t.d. er gripið til þegar bráðaofnæmiskast kemur upp.

Lyfseðilsskyldan undirstrikar hins vegar að lyfið skuli notað með varúð og ýtrustu leiðbeiningum fylgt. Naloxon kemur í veg fyrir að ópíóíðalyf nái til móttaka í líkamanum og getur notkun þess því valdið fráhvörfum. Á hinn bóginn virkar naloxon alla jafna skemur en ópíóíðalyfin og því getur skapast lífshættulegt ástand á nýjan leik þegar virkni naloxonsins fjarar út. Mikilvægt er því að ekki verði litið á naloxon-nefúða sem forvörn eða lyf sem veiti falskt öryggi. Það skyldi þannig einungis nota til bráðameðferðar við ofskömmtun ópíóíða þar til unnt er að koma sjúklingi undir læknishendur.

Þess má svo geta að Lyfjastofnun efnir í byrjun næstu viku til fundar með viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal frá bráðamóttöku Landspítala og lögreglunni. Fyrirhugað er að ræða notkun lyfsins hér á landi og hvernig stuðla megi að góðu aðgengi að því fyrir þá sem til þess þurfa að grípa,“ segir Rúna.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Þægileg og skemmtileg útivera

|
|

Keppir í Skotlandi um helgina.

Kolbrún Mist Pálsdóttir féll fyrir frisbígolfi fyrir þremur árum síðan og er núverandi Íslandsmeistari í kvennaflokki. Frisbígolf er spilað svipað og hefðbundið golf, annað hvort 9 eða 18 brautir.

Kolbrún Mist Pálsdóttir er núverandi Íslandsmeistari í frisbígolfi.

Hver braut er ákveðið par frá upphafsteig að körfunni og leikurinn gengur út að að kasta frisbídiskunum í sem fæstum köstum. Fyrsta kasti er kastað frá teig, næst frá þeim stað sem diskurinn lenti og síðan koll af kolli þar til diskurinn endar í körfunni. Þá er haldið á næstu braut. Sá vinnur sem fer völlinn á fæstum köstum. Virkt samfélag stundar frisbígolf á Íslandi og keppnir haldnar reglulega. Frisbígolfvellirnir eru nú orðnir 46 talsins og er að finna um land allt

„Flestir landsmenn ættu því að geta prufað frisbígolf. Ég mæli hiklaust með því fyrir alla, alveg frá 6 ára og upp úr,“ segir Kolbrún Mist. „Það sem er svo skemmtilegt er að líkamlegur styrkur stjórnar ekki bara kastlengdinni heldur kasttæknin. Það eina sem byrjendur þurfa er sett með þremur diskum og þá er hægt að fara á hvaða völl sem er og prófa. Þetta er voðalega þægileg útivera til að stunda með vinunum; gaman að spjalla og kasta diskum saman. Svo er alltaf skemmtilegt að sjá diskana svífa og sveigja eftir vel lukkað kast.

Fyrir þá sem langar að verða fagmenn í faginu er sniðugt að fara á byrjendamótin í Fossvogi á fimmtudagskvöldum sem byrja í maí en það er frábær staður til að taka sín fyrstu köst. Svo er bara að mæta á mót og spila, því eins og í öllu öðru þá skapar æfingin meistarann,“ segir Kolbrún Mist.

Kolbrún er nú stödd í Dunbar í Skotlandi með tíu öðrum Íslendingum á frisbígolfmóti sem fram fer um helgina.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Bílastæðavandi aðalgrínið á árshátíð RÚV

Árshátíð RÚV var haldin með pompi og prakt í Gamla bíói um síðustu helgi. Öllu var til tjaldað til að gera kvöldið sem eftirminnilegast en það var spéfuglinn Dóri DNA sem var veislustjóri, og reytti af sér brandara eins og honum einum er lagið.

GELLUR að glensa #rúvarar2018

A post shared by Viktoria Hermannsdóttir (@viktoriahermanns) on

Það má segja að bílastæðavandi í Efstaleitinu hafi verið aðalstjarna kvöldsins þar sem mikið var gert grín að honum í árshátíðarmyndbandinu. Eins og margir vita standa nú yfir framkvæmdir sunnan við Sjónvarpshúsið, og hafa gert um nokkurt skeið, þar sem fjögur fjölbýlishús rísa. Mikið grín var gert að þessum skorti á bílastæðum í skugga framkvæmdanna og uppskar það hlátrasköll um allt bíóið. Sagði Dóri að miðaverðið á árshátíðina væri lægra en í fyrra og talsvert ódýrara en að leggja hjá RÚV, og vísaði þar í að búið væri að sekta bíla í gríð og erg sem legðu ólöglega við Sjónvarpshúsið út af fyrrnefndum stæðaskorti.

???? #rúvarar2018

A post shared by ʙᴇʀɢʟɪɴᴅ ᴘᴇᴛᴜʀsᴅᴏᴛᴛɪʀ (@berglindfestival) on

Þá komst Dóri DNA ekki hjá því að gera grín að launahækkun sjálfs útvarpsstjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar, en nýverið komst það í fréttir að laun hans hefðu hækkað um 16%, upp í 1,8 milljón á mánuði.

Það er mál manna að árshátíðin hafi verið með besta móti, en hljómsveitin Babies spilaði fyrir dansi áður en hópurinn tvístraðist út í nóttina.

Aðalmynd af Dóra DNA / Bragi Þór Jósefsson

Bannaði fólki að snerta börnin

||||||
||||||

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, segir að Íslendingar geti lært mikið af Kínverjum en hún bjó ásamt fjölskyldu sinni í Sjanghæ í þrjú ár. Stefanía segist hafa þurft að hafa sig alla við í að lesa í fólk og aðstæður þar sem mikill munur sé á samskiptum þjóðanna tveggja, Íslendinga og Kínverja. Stundum hafi legið nærri árekstrum.

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir er nýtekin við starfi framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun eftir átta ár starf hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP.

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir er nýtekin við starfi framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun eftir átta ára starf hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Þar var hún meðal annars þróunarstjóri á skrifstofu fyrirtækisins í Sjanghæ, þar sem hún bjó í þrjú ár með manni og þremur börnum. Hvernig stóð á því að hún tók þessa U-beygju úr tölvuleikjaþróun yfir í orkugeirann?

„Áður en ég fór að vinna hjá CCP var ég í tíu ár í orkugeiranum þannig að CCP var í rauninni U-beygjan,“ segir Stefanía og hlær. „Það má eiginlega segja að ég sé komin aftur heim með þessu starfi hjá Landsvirkjun. Ég var átta ár hjá Orkustofnun, byrjaði þar á meðan ég var í háskólanámi og gerði bæði BSc- og masters-verkefnið mitt þar. Tók svo síðar við sem yfirverkefnisstjóri í upplýsingatækni, því ég var að brúa bilið milli vísinda og upplýsingatækni í mínu námi, blandaði fyrst saman landafræði og tölvunarfræði í BSc-verkefninu og í masters-verkefninu blandaði ég svo saman umhverfisfræði og tölvunarfræði og útskrifaðist úr verkfræði, en mér finnst rosalega gaman að blanda saman svona ólíkum hlutum. Nú er alltaf verið að tala um að það sé svo mikilvægt að fólk vinni þverfaglega og það hentar mér virkilega vel. Það er mjög gaman að koma aftur inn í orkugeirann átta árum seinna og þá sérstaklega að koma inn í viðskipta- og markaðshlið starfseminnar.“

„Fólk vildi líka fá að koma við þau og tala við þau og mér fannst oft erfitt hvað fólk fór gjörsamlega yfir mörkin í því. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja á kínversku var „ekki snerta þau“.“

Réðu ekki hvernig sagan þróaðist

Starfsheiti Stefaníu hjá Landsvirkjun er framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar, hvað felst í því?

„Við erum fimm framkvæmdastjórar sem heyrum undir forstjórann og hlutverk markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs er að hámarka tekjur Landsvirkjunar. Við erum að greina ný viðskiptatækifæri, erum í vöruþróun og kynningu og kynningu og sölu á vörum og þjónustu og svo þurfum við líka að reka raforkusamningana við núverandi viðskiptavini.“

Það er greinilegt að þetta er fjölbreytt starf og kannski ekkert svo ólíkt því sem Stefanía var að gera hjá CCP, eða hvað?

„Þegar ég byrjaði hjá CCP var ég að koma frá upplýsingatæknifyrirtæki þar sem ég hafði unnið mikið að tæknilausnum fyrir orkufyrirtæki en þegar ég kom inn í CCP tók ég við sem deildarstjóri í hönnun sem var í rauninni mín leið til þess að komast aðeins meira inn í hönnun og listsköpun, sem mér finnst svo mikilvægt að tengja saman í allri tækni. Það er lykilatriði í allri vöruþróun að skilja báða heima, finnst mér, og þetta var mitt tækifæri til þess að ná heildarmyndinni; að fara úr tækninni yfir í sköpunina.“

Stefanía segir erfitt að alhæfa um reglur í samskiptum í samfélaginu í Sjanghæ almennt, þar sé slíkur aragrúi af fólki með alls konar bakgrunn og misjafnt hvað hverjum hóp þykir við hæfi.

Í starfi sínu sem hönnunarstjóri hjá CCP vann Stefanía náið með söguhöfundum leiksins Eve Online og hún segir það hafa verið ómetanlega reynslu.

„Þessi leikur er náttúrlega svo ótrúlegur,“ segir hún. „Maður getur endalaust fundið upp á nýjum hlutum þarna inni þannig að það var rosalega gott fyrir mig að kynnast því að búa til tölvuleik frá þessari hlið. Með allar þessar sögur og öll þessi kerfi. Svo bjuggum við eitthvað til og settum það út en af því að leikurinn er svo dýnamískur þá veit maður aldrei hvað spilararnir gera á endanum við það og það kemur manni oft á óvart hvernig framvindan verður. Eitt af því sem var svo spennandi við að búa þennan leik til var að við réðum því ekkert endilega hvernig sagan þróaðist.“

llaus á foreldrafundi

Saga Stefaníu sjálfrar þróaðist þannig að hún varð yfirþróunarstjóri Eve Online á Íslandi og síðan flutti hún til Kína þar sem hún færði sig meira yfir í viðskiptaþróun fyrir CCP. Þar kynntist hún enn einni hliðinni á þessum heimi.

„Í stúdíóinu í Sjanghæ voru um sextíu manns og ég var að stýra útgáfu Eve Online í Kína vegna þess að Kínverjar mega ekki spila á alþjóðlega servernum þannig að það þarf að spegla allt yfir til Kína og við sem vestrænt fyrirtæki máttum ekki gefa út leikinn sjálf svo að við unnum það með kínverskum útgefanda sem var sérfræðngur í kínverska markaðinum.“

Það hlýtur að hafa verið töluvert átak að taka sig upp með mann og þrjú börn og flytja til Sjanghæ. Fékk hún ekki menningarsjokk?

„Ég kunni afskaplega vel við mig í Kína. Mér fannst gaman að læra kínversku, það er eins og það opnist annar heimur við að læra táknin. En eftir þrjú ár er maður svolítið uppgefinn á menguninni. Hún er bara óbærileg. Það er óbærilegt að reyna að fá börnin sín til að vera með öndunargrímur þegar þau fara út.“

„Jú, þetta var menningarsjokk fyrir alla, það verður bara að viðurkennast,“ segir Stefanía glaðbeitt. „Maðurinn minn vann líka hjá CCP og við þurftum að skipuleggja líf okkar þannig að við gætum bæði sótt vinnu allan daginn þótt við værum með þrjú börn á ýmsum aldri. Yngsta barnið var ekki orðið tveggja ára. Hún fór strax á kínverskan leikskóla og ég byrjaði að læra kínversku og var að læra hana allan tímann sem við vorum þarna, enda fannst mér það mikilvægt upp á það að skilja menninguna og komast inn í samfélagið og það var í rauninni nauðsynlegt. En fyrstu mánuðina sem við bjuggum í Sjanghæ var dóttirin sem sagt á kínverskum leikskóla og ég ekki farin að tala neina kínversku og það var mjög erfitt að geta ekki átt samskipti við fólkið sem passaði barnið manns á hverjum degi. Þau voru stundum að senda mér bréf heim og ég fór þá með þau í vinnuna og lét þýða þau þar. Þau lögðu líka afar mikið upp úr því að ég kæmi á foreldrafund sem ég gerði auðvitað. Þar fór að sjálfsögðu allt fram á kínversku og ég skildi ekki neitt.“

Er kínverskan ekki hrikalega erfitt mál að læra?

„Jú, mér fannst það erfitt. Þetta er samt ekkert brjálæðislega erfitt tungumál þegar maður er farinn að skilja hljóðin. Það tók mig svolítinn tíma. En eftir að maður nær þeim verður þetta auðveldara. Litlan mín var fljót að ná kínverskunni mjög vel en strákarnir, sem voru þá níu og fjórtán ára, fóru í alþjóðlegan skóla þar sem kennt var á ensku. Þannig að það voru í rauninni bara við mæðgur sem töluðum kínversku. Við vorum með heimilishjálp eins og er mjög algengt í Kína og hún talaði enga ensku sem ýtti líka á mig að læra að tjá mig. Hún tók á móti Katrínu litlu á hverjum degi þegar hún kom heim úr leikskólanum og passaði hana þangað til við komum heim og þær urðu rosalega góðar vinkonur. Það var stundum svolítið erfitt að koma því til skila hver setti reglurnar á heimilinu. Til dæmis sagðist sú stutta mega fá ís eftir leikskóla, en ég hafði sagt að hún ætti að fá jógúrt. Það tók mig smátíma að vinda ofan af svona hlutum, en hún var bara strax miklu betri en ég í tungumálinu.“

Segja já þótt þeir meini nei

nverskt samfélag er ansi ólíkt því íslenska, hver fannst Stefaníu vera mesti munurinn?

„Sjanghæ er náttúrlega svo brjáluð borg. Þar er svo margt fólk, tuttugu og sex milljón manns, og það er mjög mikill munur á því hvernig fólk lifir innan Sjanghæ eftir hverfum. Maður stendur fyrir framan gríðarlega flottar Gucci-búðir og gengur svo eina götu og er þá kominn í hverfi þar sem fólk er að vaska upp fyrir utan húsin sín þar sem ekki er rennandi vatn inni í húsunum og svo framvegis. Maður sér ekki ofboðslega mikla fátækt en maður sér hvað það er mikill munur á lífskjörum fólks innan borgarinnar.“

Hvað með viðskiptasamfélagið, er það mjög ólíkt því vestræna?

„Já, það er mjög ólíkt. Það er ekki eins formlegt og ég hélt fyrir fram, en það er miklu meira af óskrifuðum reglum. Ég var þarna að vinna með kínverska útgefandanum og við erum auðvitað með samning en hann er eiginlega meira til hliðsjónar. Þetta snýst dálítið mikið um persónuleg sambönd og það eru ýmsar venjur í viðskiptum hjá þeim sem við erum ekki vön. Til dæmis er mikið verið að gefa gjafir og það tók mig töluverðan tíma að venjast því. Ég vissi það auðvitað en stundum var ég boðuð á mikilvægan fund og var lögð af stað þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að finna gjafir handa þeim. Það var svolítill hausverkur af því maður er ekki vanur þessum sið. Svo þurfti ég líka að venjast samskiptunum.

„Ég hafði kannski komið með hugmynd sem enginn mótmælti beint, þeir jánkuðu og kinkuðu kolli og svo þurfti ég að komast að því eftir öðrum leiðum að þeim leist ekki vel á hugmyndina af einhverri ástæðu. Þetta var rosalega góður skóli í því að þjálfa sig í að lesa fólk og aðstæður betur.“

Fólk í Kína talar stundum í kringum hlutina og það tók mig dálítinn tíma að venjast því að lesa í það sem fólk var að segja. Stundum þurfti ég að finna út hvað það meinti eftir krókaleiðum. Ég hafði kannski komið með hugmynd sem enginn mótmælti beint, þeir jánkuðu og kinkuðu kolli og svo þurfti ég að komast að því eftir öðrum leiðum að þeim leist ekki vel á hugmyndina af einhverri ástæðu.

Þetta var rosalega góður skóli í því að þjálfa sig í að lesa fólk og aðstæður betur. Og hlusta. Það er mjög mikilvægt í samskiptum í viðskiptalífinu í Kína að hlusta. Að mæta ekki strax með mína skoðun heldur hlusta fyrst eftir því hvað þau voru að hugsa og hvort það sem ég var að leggja til passaði inn í það. Það er líka mikil auðmýkt í fólki og það sækist eftir því að finna samhljóm og forðast átök. Fólk gengur frekar frá borðinu en að takast of mikið á.“

Fjölskyldan saman: Halldór, Árni, Snorri, Stefanía og Katrín.

Bannaði fólki að snerta börnin

Stefanía segir erfitt að alhæfa um reglur í samskiptum í samfélaginu í Sjanghæ almennt, þar sé slíkur aragrúi af fólki með alls konar bakgrunn og misjafnt hvað hverjum hóp þykir við hæfi. Stundum hafi legið nærri árekstrum.

„Katrín og Árni eru bæði ljóshærð og hún með bollukinnar. Stundum var bara ekki hægt að vera með þau á fjölförnum stöðum. Ef við fórum á ferðamannastaði þar sem voru kínverskir ferðamenn þá var alltaf strolla á eftir okkur. Ég held það séu þúsundir Kínverja sem eiga myndir af Katrínu og Árna í símanum sínum. Fólk vildi líka fá að koma við þau og tala við þau og mér fannst oft erfitt hvað fólk fór gjörsamlega yfir mörkin í því. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja á kínversku var „ekki snerta þau“. Mér fannst rosalega erfitt þegar fólk kom og rak puttana í hárið á þeim en ég veit að þetta var allt vel meint. Margir, og þá sérstaklega fólk af landsbyggðinni, hafa aldrei séð ljóshærða hvíta krakka og finnst þau svo ofboðslega sæt að þau ráða bara ekki við sig.“

„Fólk vildi líka fá að koma við þau og tala við þau og mér fannst oft erfitt hvað fólk fór gjörsamlega yfir mörkin í því. Eitt af því fyrsta sem ég lærði að segja á kínversku var „ekki snerta þau“.“

Fyrst við erum farin að tala um ferðamannastaði er ekki úr vegi að spyrja Stefaníu hvernig henni finnist Asíuríkin standa sig í þeim málum sem snerta þá og hvort við Íslendingar getum kannski lært eitthvað af þeim.

„Við ferðuðumst töluvert um Asíu og það er áberandi hvað Asíuþjóðirnar passa vel upp á sitt. Þar  hikar fólk ekki við að taka gjald af ferðamönnum inn á ferðamannastaði enda er ofboðslega margt  fólk þarna. Þegar maður kemur til Kambódíu þá borgar maður komugjald á hvern haus og auk þess er selt inn á vinsæla ferðamannastaði. Ég varð eiginlega svolítið hissa á hversu langt þau eru komin í fagmennsku og skipulagningu í kringum ferðamannaiðnaðinn. Þetta er gríðarlega fátæk þjóð sem hefur glímt við ótrúlega erfiða hluti en hún hefur náð að skipuleggja þetta vel. Mér finnst að við Íslendingar þurfum aðeins að passa upp á það sem við höfum. Í Asíu þykir það alveg sjálfsagt.“

Reykjavík orðin meiri heimsborg

Stefanía og fjölskylda bjuggu í Sjanghæ í þrjú ár og hún segir þeim hafa liðið mjög vel þar.

„Ég kunni afskaplega vel við mig í Kína. Mér fannst gaman að læra kínversku, það er eins og það opnist annar heimur við að læra táknin. En eftir þrjú ár er maður svolítið uppgefinn á menguninni. Hún er bara óbærileg. Það er óbærilegt að reyna að fá börnin sín til að vera með öndunargrímur þegar þau fara út. Vatnið er líka mjög mengað, maður drekkur það auðvitað ekki en maður fer að hugsa um það þegar maður er í sturtu á hverjum degi hvaða áhrif það hafi. Þessir hlutir sem við tökum sem sjálfsögðum, hreina loftið og hreina vatnið, eru ómetanlegir. Ég hef verið heima í rúmt ár og ég hugsa stundum enn þá um það þegar ég geng út úr húsinu hvað það sé gott að geta andað að sér hreinu lofti.“

Hvernig var annars að koma heim eftir þessi þrjú ár í burtu, hefur eitthvað breyst?

Katrín og vinkona í Longsheng

„Nei, þetta er of stuttur tími til þess. Eða jú, ég sá breytingu. Ég sá breytingu á því hvað það er miklu, miklu meira af ferðamönnum en var. Og í rauninni verður Reykjavík pínulítið meiri heimsborg við það. Það er hægt að reka fleiri flotta veitingastaði og svo framvegis. Með öllum þessum ferðamönnum spratt upp margvísleg menning sem er alveg frábært. Mér finnst skemmtilegt að koma úr svona stórri heimsborg eins og Sjanghæ og finna að það er smávegis heimsborgarbragur kominn á Reykjavík líka. Það er ekkert nema jákvætt.“

Fyrst eftir heimkomuna hélt Stefanía áfram að vinna hjá CCP, hvað varð til þess að hún hætti þar?

„Ég kom heim og tók við sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi en í október í fyrra voru skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu og ákveðið að hætta nýrri þróun á sýndarveruleikaleikjum og við það minnkuðu umsvifin gríðarlega. Það varð ekki lengur þörf fyrir framkvæmdastjóra af neinni af skrifstofum CCP. Það kom mér ekki endilega á óvart og minn viðskilnaður við CCP var á mjög góðum nótum og ég fylgist auðvitað með fyrirtækinu áfram og held með því.“

Ýmislegt sameiginlegt með Landsvirkjun og CCP

Nú ertu komin yfir til Landsvirkjunar er það ekki allt annað kúltúrsamfélag heldur en tölvuleikjaheimurinn?

„Þetta er svolítið annar kúltúr, jú,“ viðurkennir Stefanía. „En ég sé líka ýmislegt sem er sameiginlegt og það er meira en fólk heldur. Það er gríðarlega mikil þekking inni í báðum fyrirtækjunum og mikil hollusta starfsmanna á báðum stöðum. Þetta eru fyrirtæki sem eru í mikilli þróun á nýjum aðferðum og lausnum og ég finn mig mjög vel í svoleiðis umhverfi. Þegar mér bauðst að fara inn í Landsvirkjun þá var ég í skýjunum yfir því. Þetta er einmitt svona tækifæri sem mér fannst akkúrat tímabært núna. Báðir þessir vinnustaðir halda líka vel utan um sitt fólk en auðvitað er margt öðruvísi. Nærri einn þriðji af starfsmönnum CCP á Íslandi er erlendur þannig að vinnutungumálið er enska og að vera með svona mörg þjóðerni innan fyrirtækis gerir það skiljanlega svolítið ólíkt öðrum fyrirtækjum á Íslandi. Svo er það auðvitað þannig að Landsvirkjun er rótgróið fyrirtæki, það er meira um ferla og hlutirnir í fastari skorðum en í tölvuleikjabransanum sem er miklu hraðari, það er bara eðli slíks fyrirtækis. Í staðinn ríkir meiri stöðugleiki og festa hjá Landsvirkjun.“

Landsvirkjun er samt í nokkurs konar ímyndarherferð til að breyta ásýnd fyrirtækisins, er það ekki?

„Jú. Landsvirkjun hefur verið að breytast mikið undanfarin ár. Gott dæmi um þær breytingar sem ég upplifi og sé er metnaðarfull jafnréttisstefna. Við kynntum í mars nýja heildstæða jafnréttisáætlun og aðgerðaáætlun í jafnréttismálum og þar eru sett fram markmið, mælikvarðar og umbótaverkefni. Eins og lög gera ráð fyrir er Landsvirkjun að fara í gegnum jafnlaunavottun en við erum að taka þetta miklu lengra. Við erum að taka menninguna fyrir, tala um hana, búa til verkefni sem fjalla um stöðu kynja í mismunandi stjórnunarlögum, tala um framgangs- og menntakerfi fyrir konur og svo hvernig er ráðið inn í fyrirtækið. Fyrir mig sýnir þetta að fyrirtækinu er alvara með þessu. Mér finnst mikilvægt að fyrirtæki gæti að jafnrétti og ég er bara ekki tilbúin að samþykkja að helmingur starfsmanna sé alltaf í minnihluta þegar kemur að stjórnunarstöðum. Á Íslandi eru ellefu prósent forstjóra konur og ástæðan er klárlega ekki að konur séu ekki hæfar í þessi störf til jafns við karla. Þetta er bara óafsakanlegur, kerfisbundinn halli og það þarf að laga hann. Það þarf hugrekki til að taka á þessu og ég er afskaplega stolt af mínum vinnustað og stjórnendum þar að sýna þetta hugrekki.“

„Ég held að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir hér á landi séu að við þurfum að vera með stefnu í orkumálum og sú stefna þarf að endurspegla umhverfissjónarmið og markmið sem lúta að alþjóðavæðingu. Okkar umhverfismarkmið og umhverfissjónarmið geta ekki bara miðast við það hvernig hlutirnir eru hérna á Íslandi.“

Kolabrennsla í Kína kemur okkur við

Fyrir utan jafnréttið, hver eru stóru málin sem Landsvirkjun þarf að takast á við á næstu árum?

„Auðvitað er það þannig að stefna Landsvirkjunar er að fá sem mest fyrir auðlindina okkar. Ég er svo nýkomin þar inn að ég er sjálf að læra inn á það hvar tækifærin í framtíðinni liggja, en ég held að það séu mikil tækifæri fyrir Ísland almennt í orkumálum. Við eigum svo ofboðslega mikið af grænni orku og nú hef ég fundið á eigin skinni hvernig það er að búa í rosalega mengaðri borg og geri mér vel grein fyrir því að það að verið sé að brenna kol í Kína til þess að búa til alls konar hluti sem við svo kaupum er okkar mál, það kemur okkur við. Ísland er hluti af þessari plánetu og þetta kemur inn á okkar neyslumynstur og líka hvernig við ætlum svo að nota okkar orku. Að framleiða eitthvað á Íslandi með grænni orku gerir það að verkum að það er ekki verið að brenna kol einhvers staðar annars staðar til að framleiða það. Orkumál eru mjög stórt umhverfismál.

„Að framleiða eitthvað á Íslandi með grænni orku gerir það að verkum að það er ekki verið að brenna kol einhvers staðar annars staðar til að framleiða það. Orkumál eru mjög stórt umhverfismál.“

Mér finnst við Íslendingar stundum ekki átta okkur á því að það er jákvætt að við notum okkar grænu orku. Ég held að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir hér á landi séu að við þurfum að vera með stefnu í orkumálum og sú stefna þarf að endurspegla umhverfissjónarmið og markmið sem lúta að alþjóðavæðingu. Okkar umhverfismarkmið og umhverfissjónarmið geta ekki bara miðast við það hvernig hlutirnir eru hérna á Íslandi.“

Nú er fjölskyldan búin að búa á Íslandi í rúmt ár, voru viðbrigðin eftir þriggja ára Kínadvöl ekkert erfið?

„Jú. Við komum heim í janúar í fyrra og dóttir mín var strax á þriðja degi orðin mjög þreytt á því að þurfa alltaf að klæða sig í svona mörg fötum. Þótt það verði alveg kalt í desember og janúar í Sjanghæ þá er það á öðrum skala þannig að hún var alls ekki vön því að þurfa að vera með húfu og í úlpu. Svo þurfti hún líka að venjast íslenska matnum. Hún var ekki hrifin þegar hún fékk kartöflur og fisk í fyrsta skipti á leikskólanum,“ segir Stefanía og skellihlær. „Miðjusonurinn sem verður þrettán ára á þessu ári var hins vegar mjög glaður að komast heim og geta aftur leikið sér úti með vinum sínum og við erum öll mjög ánægð með að vera komin heim. Og á meðan krakkarnir eru að klára skóla held ég að við verðum hér. Allavega næstu árin. Svo sjáum við til.“

Birgir Breiðdal vill nota fótboltann til að stuðla að betri heimi

Ungar íslenskar fótboltakonur fengu það frábæra tækifæri að stunda nám í alþjóðlegum heimavistarskóla á Spáni og iðka jafnframt íþrótt sína af kappi.

TNGS (The Next Generation Sports) er alþjóðlegur heimavistarskóli í Valencia á Spáni. Skólinn hefur verið starfræktur í sjö ár og býður meðal annars upp á einstaklingsmiðaða þjálfun í knattspyrnu, nám á framhaldskólastigi og í lífsleikni. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa unga leikmenn andlega og líkamlega fyrir framtíðina.

Nú er komið að stelpunum, en sett hefur verið á laggirnar kvennadeild innan skólans þar sem íslenskum stúlkum gefst tækifæri til að láta til sín taka. Unnið er að því að stofna lið sem mun taka þátt og keppa í spænsku deildinni næsta vetur, undir stjórn spænskra þjálfara. Birgir Breiðdal, yfirþjálfari stúlkna í U12 liði Þróttar, er umsjónarmaður verkefnisins.

Birgir nam arkitektúr í Mílano og starfaði m.a. lengi á Ítalíu, jafnt við fagið sem og gat hann sér gott orð sem myndlistarmaður. Hann hafði nóg að gera en fann sig aldrei almennilega í starfinu þar sem kyrrsetan og inniveran er mikil. Fjölskyldan ákvað að flytja aftur til Íslands árið 2009 og segja má að örlögin hafi þá gripið í taumana. „Rétt eftir að við fluttum heim vorum við í miðju hruninu. Þegar kreppir að eru arkitektar og myndlistarmenn auðvitað með þeim fyrstu sem missa vinnuna. Ég var í raun fyrir löngu búinn að teikna yfir mig og var tilbúinn að gera eitthvað annað,“ segir Birgir.

Dóttir hans var byrjuð að æfa fótbolta með Val og þegar kom að þjálfarafríi í félaginu var send út beiðni til foreldra, hvort einhver treysti sér til að taka við þjálfuninni í fríinu. Birgir ákvað að slá til og segist fljótt hafa fundið að þarna væri hann á réttri hillu. „Ég uppgvötaði nýjan hæfileika hjá sjálfum mér, að vinna með fólki, með krökkum. Á þessum tímapunkti snérist allt umtal í þjóðfélaginu um Icesave og raus um hrunið, en á meðan var ég úti að leika mér með krökkunum, sem var yndislegt.“

Árið 2011 byrjaði Birgir svo að starfa sem þjálfari hjá FRAM og tók síðan formlega við þjálfarastarfinu sem yfirþjálfari kvennadeildar Þróttar 2016. „Þegar ég byrjaði var ég kominn yfir fertugt en hefði viljað byrja fyrr. Ég vissi ekki almenninlega hvað ég vildi gera áður en ég byrjaði að þjálfa.“ Birgir á sjálfur ekki langan knattspyrnuferil að baki en að hans mati er það ekki grundvallaratriði. „Maður þarf ekki að vera besti fótboltamaðurinn til að vera besti þjálfarinn. Aðalmálið er að hafa mikinn áhuga, góðan leikskilning, lesa völlinn og taka góðar ákvarðanir. Ég á tvær dætur sem eru í liðinu sem ég þjálfa, en inni á vellinum gleymi ég því stundum. Þar eru þær ekkert öðruvísi fyrir mér en hinar stelpurnar. Mér þykir alveg jafnvænt um hinar og lít í raun og veru á þær allar sömu augum.“

Lestu viðtalið við Birgi í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar. Þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um þetta spennandi verkefni.

Texti: Margrét Björk Jónsdóttir

Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Instagram-notendur sem vert er að fylgjast með

Nýtt í Vikunni.

Instagram er stærsti samfélagsmiðill í heimi og virðist ekkert vinsældum hans. Það er alltaf gaman að uppgötva notendur sem veita innblástur og tímaritið Vikan hefur nú tekið upp nýjan lið þar sem mælt verður með áhugaverðum Instagram-notendum.

Guðlaug Katrín
@gudlaugkatrin

Guðlaug Katrín er 23 ára íslensk stúlka, búsett í Malmö. Instagram-aðgangur Guðlaugar er undir skandinavískum áhrifum en þar deilir hún m.a. myndum af heimili sínu, frá matargerð og daglegu lífi. Það er greinilegt að Guðlaug er mikil smekkkona en margar af myndum hennar eru eins og klipptar úr tískublaði.

 

 

Sólveig Sveinbjörnsdóttir
@localicelander

Sólveig heldur úti aðganganginum Local Icelander. Þar deilir hún myndum af ferðalögum sínum en einnig spila fallegar náttúrumyndir frá Íslandi stórt hlutverk. Það er einstaklega gaman að sjá landið okkar frá þessu sjónarhorni, en myndirnar eru hver annari fegurri. Við fréttum að Sólveig hefði í hyggju að opna bloggsíðu fljótlega, svo það er vert að fylgjast með.

 

Unnur Eggerts
@unnureggerts

Það er alltaf gaman að fylgjast með Íslendingum „meika það“ erlendis en það virðist hún Unnur Eggertsdóttir sannarlega vera að gera. Unnur landaði nýlega hlutverki sem Marilyn Monroe í söngleik sem settur verður upp í Las Vegas og því vægast sagt spennandi tímar fram undan.

 

Íris Tara
@iristara87

Förðunarfræðingurinn, bloggarinn og fagurkerinn Íris Tara heldur úti skemmtilegum aðgangi þar sem kennir ýmissa grasa. Þar deilir hún m.a. myndum af heimilinu en Íris er einstaklega lagin í því að grafa upp gersemar á nytjamörkuðum og gefa þeim andlitslyftingu. Synir hennar þrír spila einnig stórt hlutverk á myndunum og skal engan undra, enda heimsins mestu krútt.

Þessi grein er brot úr stærri umfjöllun sem finna má í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Margrét Björk Jónsdóttir

 

Stórkostlegar brúðkaupsmyndir sem segja meira en mörg orð

||||||||||
||||||||||

Við elskum vefsíðuna Fearless Photographers, vefsíðu sem sýnir það besta sem er að gerast í brúðkaupsljósmyndun um allan heim.

Vefsíðan verðlaunar bestu myndirnar hverju sinni á tveggja mánaða fresti og veitti einmitt nýlega þau verðlaun.

Sjá einnig: Þessar myndir fanga stemninguna á brúðkaupsdaginn fullkomlega

Rúmlega tíu þúsund myndir voru sendar inn í keppnina að þessu sinni en aðeins 147 voru verðlaunaðar. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af okkar uppáhaldsmyndum, en hægt er að sjá allar myndirnar með því að smella hér.

Jóhannes Haukur fer á kostum í stiklu fyrir nýja Netflix-seríu

|
|

Netflix hefur sett í loftið nýja stiklu fyrir sjónvarpsþættina The Innocents sem fara í sýningar á efnisveitunni þann 24. ágúst næstkomandi. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með stórt hlutverk í þáttunum og fer á kostum í stiklunni.

Þættirnir fjalla um unglingsparið Harry og June sem flýja foreldra sína til að geta verið saman. Öll þeirra framtíðarplön komast í uppnám þegar í ljós kemur að June getur breytt sér í hvaða manneskju sem er. Eins og sést í stiklunni hér fyrir neðan breytir hún sér meðal annars í fyrrnefndan Jóhannes Hauk.

Meðal annarra leikara í þáttunum er breski leikarinn Guy Pearce sem tilnefndur hefur verið til fjölda, alþjóðlegra verðlauna, og er líklegast þekktastur fyrir leik í kvikmyndunum Memento, L.A Confidential og The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert.

Jóhannes Haukur sagði í viðtali við Mannlíf fyrir stuttu að hann væri samningsbundinn að leika í annarri seríu af The Innocents ef ákveðið verður að ráðast í gerð seríu númer tvö. Það ræðst auðvitað allt eftir viðtökunum, en stiklan lofar góðu.

Jóhannes flottur í The Innocents.

„Netflix-serían The Innocents verður frumsýnd í júlí og ef ákveðið verður að gera aðra seríu er ég samningsbundinn að leika í henni. Þá fer ég aftur í tökur í september eða október, að því gefnu að verði gerð önnur sería sem ég veit ekki fyrr en í ágúst. Mögulega leik ég í skandinavískri bíómynd í ágúst en það er allt á samningsstigi og ekkert ákveðið. En það væri gaman,“ sagði leikarinn, en þegar viðtalið var tekið var ekki komin frumsýningardagsetning á sjónvarpsþættina, en hún er 24. ágúst eins og áður segir.

„Skíðin verið hluti af lífinu frá því ég man eftir mér“

Elsa Guðrún Jónsdóttir keppti fyrir Íslands hönd á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang þrátt fyrir að lítill snjór hafi fallið í heimabæ hennar, Ólafsfirði á undirbúningstímanum.

Elsa Guðrún er hörkudugleg, þrjátíu og tveggja ára kona. Enginn Íslendingur getur státað af jafngóðum árangri á skíðum og hún, en hún á yfir fimmtíu Íslandsmeistaratitla í skíðagöngu að baki. Elsa keppti á Ólympíuleikunum í greininni í febrúar síðastliðnum og varð þar með fyrsta íslenska konan til að ná þeim árangri. Þrátt fyrir erfiðar æfingaaðstæður tókst henni að þjálfa sig fyrir keppnina, samhliða því að vera í fullri vinnu og með fjölskyldu.

Elsa býr ásamt fjölskyldu sinni á Ólafsfirði. Þau hjónin hafa verið saman frá unglingsárum, en maðurinn hennar, Kristófer Beck, er sjómaður. Þau eiga tvö börn, níu og sjö ára. Elsa hefur að eigin sögn alltaf verið mikil íþróttamanneskja. „Ég æfði fótbolta þegar ég var yngri og var mikið í fjallgöngum, í hlaupum og á hjólaskíðum á sumrin og skíðum á veturna. Skíðin hafa verið partur af mínu lífi síðan ég man eftir mér. Pabbi var á fullu í þessu þegar hann var ungur, varð Íslandsmeistari nokkrum sinnum og fór á heimsmeistaramót. Öll systkini hans æfðu íþróttina og bróðir hans fór eitt sinn á Ólympíuleikana. Pabbi fylgdi mér á öll mót og æfingar, hann þjálfaði okkur krakkana stundum og var alltaf til taks og fylgir mér enn þann dag í dag. Hann var til dæmis með mér núna á Skíðamóti Íslands í Reykjavík í fjóra daga og sá um skíðin mín frá a-ö og stóð út í braut að hvetja mig. Má segja hann vera minn helsta stuðningsmann.“

Pressa að vinna allar keppnir

Skíðaferill Elsu byrjaði um fimm ára aldur og frá fyrstu keppni var hún sigursæl. „Þegar ég keppti í fyrsta sinn sigraði ég og hélt því svo bara áfram næstu árin. Ég var með rosalegt keppnisskap og var með á öllum Andrésarleikum, unglingameistaramótum, bikarmótum og landsmótum. Í raun man ég ekki eftir einni keppni sem ég sleppti eða komst ekki á vegna veikinda.“ Elsa segist hafa þróað með sér gríðarlega pressu á sjálfa sig að hún yrði að vinna allar keppnir. En um tvítugt kom að því að hún datt í sprettgöngu á Íslandsmeistaramóti. „Þá fann ég fyrir vissum létti. Það var eins og ég hefði losnað undan pressu sem ég hélt að allir hefðu á mér en var í raun og veru bara pressa frá mér sjálfri.“

Ítarlegra viðtal við Elsu Guðrúnu má finna í nýjasta tölublaði Vikunnar, en þar segir hún frá undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana og ævintýrinu í Suður-Kóreu.

Texti: Margrét Björk Jónsdóttir

Myndir og myndvinnsla: Aldís Pálsdóttir

Förðun: Björg Alfreðsdóttir, National Make Up Artist fyrir Yves Saint Laurent á Íslandi

Giftu sig á vökudeildinni hjá veikri dóttur

|||||
|||||

Rubia Ferreira og Tyler Campbell áttu von á sínu fyrsta barni og flugu á heimaslóðir í Alabama í Bandaríkjunum frá Okinawa í Japan, þar sem þau eru búsett, til að vera með fjölskyldunni áður en barnið kæmi í heiminn. Þegar þau eyddu gæðatíma með vinum og fjölskyldu í nóvember síðastliðnum byrjaði Rubia að finna til í maganum. Læknar sögðu að hún þyrfti að fara í bráðakeisara og kom barnið þeirra Tyler í heiminn eftir aðeins 24 vikna meðgöngu.

Litla hnátan tók þátt.

Rubia og Tyler eignuðust stúlku, sem heitir Kaelin, og parið eyddi næstu fimm mánuðum með henni á vökudeildinni þar sem Kaelin litla var með krónískan lungnasjúkdóm sem heitir lungnaháþrýstingur. Parið vissi að þau vildu gifta sig fyrr en síðar og ætluðu upprunalega að gifta sig á strönd í Okinawa. Síðan fengu þau þá hugmynd að hafa athöfnina í sjúkraherbergi dótturinnar í staðinn.

Skemmtileg hugmynd.

„Við vissum að við vildum ekki bíða lengur og við vildum að dóttir okkar yrði viðstödd,“ segir Tyler í samtali við Cosmopolitan og bætir við:

„Okkur fannst vera svalt að hafa brúðkaupið í herbergi Kaelin en við bjuggumst aldrei við því að það gæti gerst.“

Barnalæknirinn var í mikilvægu hlutverki á stóra daginn.

Parið fékk dyggan stuðning og hjálp frá starfsfólki spítalans og gekk barnalæknir Kaelin meira að segja með Rubiu upp að „altarinu“. Athöfnin átti sér stað á sjálfan Valentínusardaginn.

Rubia með hjúkrunarkonu.

„Það skipti okkur svo miklu máli að deila þessum tímamótum með nýju fjölskyldunni okkar hér,“ segir Rubia, en þau Tyler vona að þau geti snúið aftur til Okinawa í lok sumars þegar Kaelin verður útskrifuð.

Sátt og ástfangin.

Myndir / University of Alabama Birmingham

Nýfædda stúlkan er komin með Instagram-síðu

|
|

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian eignaðist stúlku með kærasta sínum Tristan Thompson síðasta fimmtudag, í skugga alvarlegra fregna um að Tristan væri búinn að vera að halda framhjá Khloé.

Stúlkan hefur fengið nafnið True, sem netverjum finnst ansi kómískt í ljósi framhjáhaldsfregnanna. Kris Jenner, móðir Khloé, hefur reyndar bent á það á samfélagsmiðlum að afi hennar hafi heitið True Otis Houghton og að raunverulegt nafn föður hennar hafi verið Robert True Houghton. Þannig að True er ættarnafn.

En þó True litla sé bara nokkurra daga gömul er hún nú þegar komin með sinn eigin Instagram-reikning undir nafninu True Thompson. Þó að engar myndir hafi verið birtar á síðunni enn þá er True samt komin með tæplega 170 þúsund fylgjendur þegar þetta er skrifað. Margur er knár þótt hann sé smár!

Vinsælasta ungbarnið á Instagram.

Nú getur þú slappað af á einhyrningaeyju

|||||
|||||

Mikið einhyrningaræði hefur gripið heimsbyggðina en Filippseyingar hafa tekið skrefið lengra og búið til fljótandi einhyrningaeyju í Subic-flóa, 130 kílómetrum vestur af höfuðborginni Manila.

Eyjan fagra.

Eyjan er kannski ekki eyja í eiginlegum skilningi þar sem hún er uppblásin, en dekkar þó svæði sem er um 3400 fermetrar. Á eyjunni eru rennibrautir, brýr, rólur, turnar og ýmislegt fleira skemmtilegt, en eyjunni hefur verið lýst sem stærsta, uppblásna leikvelli í Asíu.

Þvílík snilld.
Eyjan í öllu sínu veldi.

Þegar að fólk er búið að leika yfir sig á eyjunni getur það slappað af á svæði sem heitir Pink Bali Lounge, sem er stútfullt af bleikum og fjólubláum sólhlífum og hægindastólum.

Pink Bali Lounge.

Fyrir tæplega þúsund krónur er hægt að kaupa aðgang að ströndinni við eyjuna allan daginn og klukkutíma af uppblásnu fjöri með einhyrningunum. Ef maður eyðir hins vegar um sextán hundruð krónum fær maður aðgang að einhyrningaeyjunni allan daginn, en hún er opin frá 8 til 17.50 á hverjum degi.

Hugmynd fyrir næsta sumarfrí?

Svona lítur það út að missa tuttugu kíló

Hunter Hobbs, 24ra ára, ákvað að setja sér mjög skýrt áramótaheit – að komast í betra form með því að æfa og hugsa um mataræðið.

Hann ákvað að taka vel á því í þrjá mánuði og tók mynd af sér á hverjum degi ber að ofan.

Hunter léttist um tæp tuttugu kíló á þessum þremur mánuðum og til að fagna þessum árangri sínum ákvað hann að splæsa saman öllum myndunum sem hann tók á tímabilinu í eitt, 55 sekúndna langt myndband.

Sjón er sögu ríkari.

20 eiginleikar sem konur leita eftir í fari karlmanna

|||
|||

Vefsíðan Men’s Health lagði könnun fyrir eitt þúsund bandarískar konur á aldrinum 21 árs til 54 ára til að komast að því hvaða eiginleikum konur leituðu eftir í fari karlmanna. Voru þetta tvær rafrænar kannanir; ein var framkvæmd af Opinion Research Corporation í New Jersey og hin af vefsíðunni BestLifeOnline.com.

Það vekur athygli í þessum tveimur könnunum að konurnar töldu vissa persónueiginleika og eiginleika í persónuleika karlmanna vega meira en líkamlegir eiginleikar þeirra. Þannig sögðu aðeins 13% kvennanna að stæltur líkami væri góður kostur á meðan 66% töldu siðferðislegan heilleika mikilvægan.

Hér fyrir neðan fylgja þeir tuttugu eiginleikar sem konur leita eftir í fari karlmanna, flokkaðir eftir tegund.

Topp fimm persónueiginleikarnir

1. Tryggð
84% kvennanna, eða rúmlega átta af hverjum tíu, sögðu að tryggð væri mikilvægur kostur.

2. Áreiðanleiki
Konurnar sögðust leita að karlmönnum sem væru ekki hræddir að skuldbinda sig og sögðu 75% vera að leita að karlmanni sem er áreiðanlegur.

3. Góðmennska
67% kvennanna sögðust hrífast af góðmennsku.

4. Siðferðislegur heilleiki
66% kvennanna trúa að ef karlmaður getur sagt sannleikann að hann sé góður framtíðar förunautur.

5. Föðurlegur eiginleiki
Það að karlmaður sé góður faðir, eða geti hugsanlega orðið góður faðir, skipti 51% kvennanna miklu máli.

Konur fíla karlmenn sem eru rómantískir.

Topp fimm persónuleika eiginleikar

1. Skopskyn
Samkvæmt 77% kvennanna er mikilvægt að karlmaður geti látið þær hlæja.

2. Gáfur
Áhugaverður og veraldarvanur maður er eitthvað sem heillar 55% kvennanna.

3. Ástríða
46% sögðu að þeim líkaði það þegar karlmaður væri ástríðufullur og sýnir það.

4. Sjálfstraust
Maður sem er öruggur í eigin skinni gerir konurnar sem hann er í sambandi með öruggar samkvæmt 41% kvennanna.

5. Örlæti
Þetta er mikilvægt fyrir 38% kvennanna sem svöruðu könnununum.

Topp fimm praktískir eiginleikar

1. Að hlusta
53% kvennanna sögðust líða vel og fyllast öryggi þegar þær vita að karlmaður hlustar á þær.

Ástríða er mikilvægur kostur.

2. Rómantík
Tæplega helmingur kvennanna, eða 45%, sögðust dreyma um íburðarmiklar, rómantískar athafnir.

3. Að vera góður í rúminu
Konurnar sögðu að maður sem hugsar um þær í rúminu hugsi líka um þær utan þess.

4. Heimilisstörf
23% sögðu að karlmaður myndi vinna hjarta þeirra ef hann myndi vera duglegur að elda, þrífa og þess háttar.

5. Möguleiki á góðum tekjum
Ein af hverjum fimm konum sem tóku þátt í könnununum sögðu að velgengni í starfi væri mikilvægur þáttur í aðdráttarafli karlmanna.

Topp fimm líkamlegir eiginleikar

1. Fatastíll
Hvernig karlmaður klæðir sig endurspeglar hvernig konu hann er með, samkvæmt könnununum.

2. Myndarlegt andlit
Konurnar sögðu að menn með breiða höku, há kinnbein og stór augu væru mest aðlaðandi.

3. Hæð
15% kvennanna sögðust vilja vera lægri en ástmenn sínir.

4. Vöðvastæltur líkami
Aðeins 13% kvennanna sögðu að vöðvastæltur líkami væri mikilvægur í fari karlmanna.

5. Hreysti
12% sögðu hins vegar kunna að meta það þegar karlmaður er í góðu formi.

Vöðvabygging skiptir ekki eins miklu máli og persónueiginleikar.

Eignaðist 270.000 fylgjendur á aðeins níu dögum

Nýjasta stjarnan á Instagram heitir Kevin og er öryggisvörður tónlistarmannsins Ed Sheeran.

Kevin hefur passað uppá Ed síðan árið 2015 en ákvað að stofna Instagram-síðu undir nafninu @securitykev fyrir nokkrum dögum síðan, nánar tiltekið þann 7. apríl síðastliðinn.

Kevin fer gjörsamlega á kostum á samfélagsmiðlinum og gerir stólpagrín að Ed nokkrum Sheeran. Fólk virðist vera að fíla öryggisvarðagrínið því Kevin náði sér í tæplega þrjú hundruð þúsund fylgjendur á aðeins níu dögum. Geri aðrir betur!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum, og bröndurunum, sem Kevin hefur látið flakka síðustu daga:

I’m always watching. He’s always eating. #whoateallthepies #imthedaddy

A post shared by Kevin Myers (@securitykev) on

Eyeing bae up…Iike a snack @hoax1994 #imthedaddynow

A post shared by Kevin Myers (@securitykev) on

Brenndu 300 kaloríum á 30 mínútum

Vefsíðan Popsugar er dugleg að búa til skemmtileg æfingarmyndbönd og eiga þau það öll sameiginlegt að æfingarnar er hægt að gera heima í stofu.

Til dæmis þessi æfing hér fyrir neðan sem er aðeins þrjátíu mínútur, en ef maður tekur vel á því getur maður brennt allt að þrjú hundruð kaloríum á stofugólfinu.

Í myndbandinu nota konurnar handlóð til að auka brennsluna, en að sjálfsögðu er hægt að sleppa þeim eða fylla tvær hálfslítra flöskur með vatni eða hrísgrjónum.

Góða skemmtun!

Leiðir til að skera niður hitaeiningar

Með því að innbyrða fimm hundruð hitaeiningum minna á hverjum degi er hægt að léttast um hálft kíló á viku.

Salat er ekki það sama og salat

Einn stór salatdiskur með öllu getur innihaldið fleiri hitaeiningar en pastaréttur.

Í hugum flestra er salat það hollasta sem maður getur fengið sér. Það má samt öllu ofgera og eftir því sem lagt er meira í salatið með alls kyns ostum, karamelliseruðum hnetum, beikoni, avókadó, brauðteninga og þvíumlíku þeim mun hitaeiningaríkara verður það. Einn stór salatdiskur með öllu getur innihaldið fleiri hitaeiningar en pastaréttur. Ef þú setur aðeins eitt sælkerahráefni í salatið, helmingar dressinguna og hefur fjölbreyttara grænmeti í á móti getur þú fækkað hitaeiningunum um fimm hundruð.

Minni diskar
Besta leiðin til að minnka skammtastærðir er einfaldlega að nota minni diska. Með því einu að skipta þrjátíu sentímetra disknum út fyrir tuttugu og fimm sentímetra disk muntu borða fjórðungi minna, sem þýðir fimm hundruð kaloríur þegar allar máltíðir dagsins eru taldar. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að verða svöng því rannsóknir hafa sýnt að svengdin verður ekkert meiri.

Borðaðu sjaldnar pasta
Aðeins einn bolli af pasta eru tvö hundruð og tuttugu hitaeiningar en skammtastærðir flestra eru töluvert stærri en einn bolli. Þannig að það er auðvelt að innbyrða næstum því þúsund hitaeiningar í einni pastamáltíð. Reyndu að hafa pasta aðeins einu sinni í viku og haltu þig við tvo bolla af því, það er alltaf hægt að hafa salat með.

Varastu heilsufæði
Fólk er síður á varðbergi gagnvart mat sem er stimplaður sem heilsufæði og vanmetur oftar en ekki hitaeiningafjöldann. Þó að matur sé hollur þýðir það ekki endilega að hann sé hitaeiningasnauður, til dæmis er oft mælt með að nota hnetur og þurrkaða ávexti sem nasl en ef þú gætir ekki að þér getur þú óafvitandi innbyrt fimm hundruð hitaeiningar í einu millimáli.

Fáðu nægan svefn
Rannsóknir hafa sýnt að því minna sem þú sefur því meira hættir þér til að snarla. Þegar við erum þreytt og orkulaus sækjum við líka meira í orkuríkan mat, eins og sætindi eða aðra óhollustu. Ef við náum sjö tíma svefni á hverri nóttu gætum við innbyrt allt að fjögur hundruð hitaeiningum minna á dag.

Byrjaðu daginn vel
Morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins. Reyndu að borða sem mest af prótíni því það inniheldur færri hitaeiningar en kornmatur og þú verður einnig saddari lengur. Til dæmis væri hægt að fá sér tvö soðin egg og tvo skammta af grænmeti, svo sem kirsuberjatómata og gúrku.

Umsjón / Hildur Friðriksdóttir

Bloggara í yfirstærð hent út fyrir að vera í bikiníi

Anna O’Brien er 33ja ára lífsstílsbloggari og stofnandi síðunnar Glitter and Lazers. Hún lenti í bobba í Las Vegas á dögunum þar sem hún var að taka upp auglýsingamyndir fyrir sundföt. Anna ætlaði að mynda inni á hóteli sem hún nafngreinir ekki og var búin að fá leyfi fyrir myndatökunni frá kynningarteymi hótelsins.

Í samtali við Yahoo segir Anna að hún hafi fengið leyfi til að mynda alls staðar nema í spilavítinu þannig að hún ákvað að taka fyrstu myndina í anddyrinu. Hins vegar kom öryggisvörður askvaðandi að Önnu þegar hún var rétt að byrja og bað hana um að hylja sig. Anna náði þó þessari mynd:

A post shared by Glitter (@glitterandlazers) on

„Hann sagði mér að hylja mig, að ég þyrfti að fara í föt því ég mætti ekki vera í baðfötum einum klæða. Ég reyndi að tala við hann en hann hlustaði ekki,“ segir Anna. Hún bætir við að hún og ljósmyndari hennar hafi þá farið aftur uppá hótelherbergi þar sem Anna klæddi sig í sundbol. Þau fóru síðan aftur niður í anddyri og byrjuðu að mynda á öðrum stað.

„Við vorum að mynda á öðrum stað í anddyrinu og annar vörður kom til okkar og sagði okkur að stoppa,“ segir Anna og bætir við:

A post shared by Glitter (@glitterandlazers) on

„Ég sýndi honum tölvupóstana frá kynningarteyminu en það skipti engu máli. Mér líkaði ekki þær dylgjur um að ég væri að ljúga með að vera með leyfi. Hvað gerði ég til að gefa til kynna að ég væri ekki traustsins og virðingarinnar verð?“

Anna heldur að það liggi meira á bak við þessar uppákomur.

„Aðrar konur gengu um jafnlítið klæddar og ég og enginn sagði neitt við þær. Ég vil ekki halda það versta um fólk en í þessu tilviki get ég ekki annað en velt þessu fyrir mér.“

A post shared by Glitter (@glitterandlazers) on

Eftir að Anna opinberaði atvikið, bæði á Instagram og í fjölmiðlum, hefur hótelið sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Anna hafi ekki fengið leyfi til að mynda sig í baðfötum á hótelinu, eingöngu fullklædd. Ku það ekki vera leyfilegt að ganga um á sundfötum á hótelinu samkvæmt reglum þess.

„Ég elska ekki fíkilinn – ég elska manninn minn“

|||
|||

„Það tekur gífurlega á að vera maki, dóttir, systir alkóhólista,“ segir Díana María Líndal Stefánsdóttir. Díana er búin að vera með manni sínum í fimm ár, og eiga þau tvo drengi saman; annar fjögurra ára og hinn 18 mánaða. Þá eiga þau líka einn fósturson sem er á nítjánda ári. Díana er lífsglöð og dugleg, en síðustu ár hefur hún þurft að berjast með öllu sem hún á við fíkn eiginmannsins – sjálfan alkóhólismann.

„Maðurinn minn er búinn að vera fíkill síðan hann var unglingur og var inn og út úr meðferðum sem ungur maður. Hann er búinn að taka upp og niður rassíur síðan við tókum saman, en var búinn að ná góðu tímabili áður en hann datt í það núna síðast,“ segir Díana, en stutt er síðan maður hennar kom úr meðferð, en hann lauk bæði meðferð á Vogi og Vík. Díönu blöskrar sú langa bið sem er eftir plássi í meðferð.

Díana ásamt sínum heittelskaða.

„Hann var búinn að bíða í hálft ár eftir að komast inná Vog. Ég var búin að biðja um hjálp frá öllum mögulegum og ómögulegum stofnunum en það var allt yfirfullt. Mér finnst fáránlegt þegar fólk vill sjálft fara í meðferð, eins og hann, að það þurfi að berjast við að reyna að halda sér edrú sjálft í hálft ár, sem er nátttúrulega vonlaust dæmi. Þessi bið þýddi bara hálft ár í neyslu. Á hálfu ári gerist haugur af vitleysu og hann setti okkur til dæmis í fjárhagslega pattstöðu því hann borgaði ekki leigu í þrjá mánuði. Ég vissi það ekki fyrr en leigusalinn okkar kom í vinnuna til mín. Það hefði til dæmis ekki gerst ef hægt væri að kippa fólki strax inn í meðferð. Ég segi bara eins og maðurinn minn: þetta er hrikalegt ástand og það virðist eins og öllum sé sama um stöðuna í þjóðfélaginu. Það skiptir greinilega meira máli að einhver forstjóri sé með margar milljónir í laun á mánuði en að hjálpa fólkinu okkar. Í öllum fjölskyldum er einhver sem þarf að nota þessa þjónustu og það er galið að Vogur sé eina afvötnunarstöðin, sem rúmar aðeins örfáar manneskjur miðað við þann fjölda sem þarf á hjálp að halda,“ segir Díana og heldur áfram.

„Ég hef líka sterkar skoðanir á því að Vogur eigi að vera kynjaskiptur staður því þarna eru veikir einstaklingar. Það er aldrei gott að blanda saman kynjum á svona stöðum og ég held að allir sem koma þarna inn, og aðstandendur þeirra, séu sammála um það, því þetta er ekki staður til að finna sér maka. Þegar fólk er svona veikt er það ekki með rökhugsun.“

Vill ekki hafa fíkilinn nálægt sér

Maður Díönu mætir núna tvisvar í viku í víkingaeftirmeðferð og mun gera það í eitt ár. Það gengur ágætlega að sögn Díönu, en mér leikur forvitni á að vita af hverju hún hafi ekki yfirgefið hann eftir þessi fimm, stormasömu ár.

„Stundum elskar maður einhvern meira en maður gerir sér grein fyrir. Ég vil líka halda í fjölskylduna mína. Ég veit hver hann er þegar hann er edrú. Fíkillinn er ekki maðurinn sem ég elska. Ég elska ekki fíkilinn – ég elska manninn minn og þetta eru tvær ólíkar persónur. Fíkillinn er einhver sem ég vil ekki hafa nálægt mér. Hann veit það og fer út af heimilinu þegar hann er í þessu ástandi. Ég er búin að spyrja mig oft að þessu sjálf, af hverju ég labba ekki bara út. Og ég hef alveg pakkað saman og flutt út. Ég hef flutt inn á tengdaforeldra mína með börnin þegar ástandið var orðið þannig að ég gat ekki verið inni á heimilinu,“ segir Díana, en bætir við að drengirnir sínir hafi ekki þurft að horfa uppá föður sinn fíkilinn.

„Þeir hafa aldrei séð hann undir áhrifum. Hann hefur aldrei vanrækt þá, þó hann vanræki mig, sambandið okkar og sjálfan sig. Ég hef samt hugsað að þessi síðasta meðferð sem hann fór í sé allri síðasti sénsinn hans. Ætla ég að ganga í gegnum þetta allt aftur? Þessar sex vikur sem hann var í burtu voru svakalega erfiðar.“

Ekki gleyma aðstandendum

Faðir Díönu var alkóhólisti og bróðir hennar er það líka. Fósturpabbi hennar er líka alkóhólisti en er edrú í dag.

„Það spyrja mig margir af hverju ég hafi ekki farið sömu leið. Ég er ekki alkóhólisti eða fíkill en ég er ofboðslega meðvirk og það er það sem ég þarf að vinna mikið í. Ég þarf að passa mig á að vera ekki meðvirk en ekki heldur hin andstæðan þar sem ég hlusta alls ekki á fíkilinn. Það er ekki minni vinna fyrir mig að passa mín mörk en fyrir manninn minn að halda sér edrú,“ segir hún og skýtur inní að það sé vöntun á umönnun fyrir aðstandendur fíkla.

„Mér finnst vanta fleiri úrræði fyrir aðstandendur fíkla og alkóhólista. Fólk má alveg muna eftir því hvernig okkur aðstandendum líður.“

Talandi um það, hvernig líður Díönu í skugga þessara erfiðleika?

Díana með sonum sínum, Sigurði Þór og Pétri Jökli.

„Það er rosalega erfitt að svara því hvernig mér líður því ég fæ aldrei þessa spurningu. Það virðist vera sjálfsagt að ég standi alltaf upprétt. Að bakið á mér sé svo breitt að það sé endalaust hægt að hlaða á það,“ segir Díana. Hún er búsett á Selfossi en sækir líkamsrækt í Fitness bilinu í Hveragerði hjá Loreley, og þakkar þjálfara sínum fyrir að missa ekki trú á sér.

„Ég væri löngu hrunin ef ég hefði ekki þjálfarann minn sem ræki á eftir mér og sendi mér skilaboð á hverjum degi. Eitt skipti gat ég ekki reddað pössun og þá sagði hún mér að koma með börnin heim til sín því ég þyrfti á æfingunni að halda. Hjálpin hennar er svo mikil. Ég væri ekki svona lífsglöð ef ég myndi ekki mæta í líkamsrækt. Ég næ að rækta sjálfa mig í ræktinni og það veitir mér þvílíka hugarró.“

„Ég hræðist ekki að láta dæma mig“

Díana er með opið Snapchat undir nafninu djana88 þar sem hún talar um allt milli himins og jarðar, þar á meðal baráttuna við alkóhólisma eiginmannsins, sem hún er mjög opin með. Það fer misjafnlega ofan í fólk.

„Fólki finnst skrýtið þegar ég segi frá því að maðurinn minn sé að fara í meðferð en ég vil ekki fela þetta. Hann skammast sín líka fyrir þetta en samt vita þetta allir. Hann segist vilja passa mannorðið en hann er löngu búinn að skemma það sjálfur. Það er ekki mitt að fela hvernig mér líður og hvernig mitt líf er. Ég hræðist ekki að láta dæma mig. Ég sjálf hef ekkert að fela og mér er alveg sama þó einhver viti að maðurinn minn er fíkill. Það er ekkert öðruvísi að vera fíkill en að vera með annan sjúkdóm, nema þú ræður hvort þú ert í bata eða ekki. Það er undir þér komið hvort þú viljir vinna fyrir því eða ekki. Það er fullt af fólki sem er edrú en samt ekki í bata, sem ber sig áfram daginn út og inn og einn daginn springur það. Það er svo mikil ranghugmynd að fólk geti gert þetta sjálft, án faglegrar hjálpar.“

Díana opnar sig uppá gátt á Snapchat.

Bara greitt fyrir fæði og húsnæði

Talið berst aftur að fóstursyni þeirra hjóna sem kom inná heimili þeirra fyrir að verða þremur árum síðan, þá sextán ára gamall.

„Við þekktum aðeins til fjölskyldunnar og á þessum tíma var hann á milli heimila og var að gista hér og þar. Hann fór sjálfur til barnaverndarnefndar og spurði fulltrúann sinn hvort hann mætti flytja til okkar. Hann hafði samband og spurði okkur og við samþykktum það,“ segir Díana. Hún segir að ýmislegt hafi gengið á með drenginn en að hún myndi geta hugsað sér að gerast fósturforeldri annars barns ef kerfið væri betra.

„Ég myndi hiklaust gera þetta aftur ef greiðslurnar væru hærri. Maður uppsker helling, lærir ýmislegt og græðir mikið á því að geta hjálpað barni en greiðslurnar í raun dekka bara fæði og húsnæði fyrir barnið og ekkert meira en það. Við hjálpuðum barni sem var á götunni og mér finnst það mikilvægara en peningar, en greiðslurnar þurfa samt að geta staðið undir barninu,“ segir Díana.

Þú færð ekki hjálp nema þú opnir þig

Hvernig horfir Díana á framtíðina?

„Ég tek bara einn dag í einu og þori ekki fyrir mitt litla líf að hugsa um hvað er að gerast á morgun. Ég er ekki með fimm ára plan eins og er því ég leyfi mér ekki að búa til plan sem ég þarf síðan að henda í ruslið,“ segir Díana sem fagnar þrítugsafmæli sínu í dag, og hefur þetta að segja við fólk sem glímir við erfiðleika:

„Talaðu! Ekki vera hræddur um að einhver sé að fara að dæma þig. Þér á eftir að líða illa ef þú felur þig. Þú færð ekki hjálp nema þú talir. Ef einhver dæmir þig þá er það manneskja sem þú vilt ekki hafa í lífinu þínu.“

Myndir / Úr einkasafni

Sammi og frú selja slotið

|||||
|||||

Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson og eiginkona hans, Kristín Bergsdóttir eru búin að setja snotra íbúð sína við Baldursgötu 26 í Reykjavík á sölu, en hjónin eru búin að búa þar síðan árið 2004.

Opin og björt stofa.

Íbúðin sem um ræðir er 73 fermetrar og er ásett verð tæplega fjörutíu milljónir króna. Íbúðin er búin einu svefnherbergi, einu baðherbergi og tveimur stofum.

Rúmgott svefnherbergi.

Íbúðin er sérstaklega vel skipulögð, björt og falleg, en áhugasamir geta skoðað hana betur í opnu húsi þriðjudaginn 17. apríl milli klukkan 17.30 og 18.00.

Skemmtilega skipulögð íbúð.
Grillað á kvöldin.
Nóg til að lesa og hlusta á.

Naloxon í nefúðaformi væntanlegt til landsins

||
||

Forsvarsmenn Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunar hafa bent á mikilvægi þess að koma lyfinu naloxon til einstaklinga sem nota vímuefni í æð og þeirra sem eru háðir opíóðum.

Naloxon er lyf sem notað er til að endurlífga fólk sem hefur ofskammtað af ópíóðum lyfjum eins og oxýkódon, contalgin og fentanyl. Núna er naloxon eingöngu aðgengilegt á heilbrigðisstofnunum og í sjúkrabifreiðum á Íslandi. Þar sem fólk í neyslu sé yfirleitt fyrst á vettvang þegar ofskömmtun á sér stað segja forsvarsmenn frú Ragnheiðar að gefa eigi fíklum lyfið naloxone, þjálfa það í notkun þess og auk þess að þjálfa það í endurlífgun. Þannig geti það brugðist við og bjargað félögum sínum og ástvinum úr ofskömmtun.

Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlækni.

Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlækni, segir að embættið mæli ekki gegn því að fleiri hafi aðgang að lyfinu. „Eins og staðan er í dag er lyfið Naloxon eingöngu til sem stungulyf fyrir notkun á sjúkrahúsum. Það er reyndar til í blöndum líka en með öðrum ábendingum. Það er Lyfjastofnunar að meta umsóknir um markaðsleyfi lyfja og best að Lyfjastofnun svari um hvers vegna lyf eða form eru eða eru ekki á markaði hér á landi. Við í lyfjateymi embættisins höfum ekki mælt gegn því að til væri t.d. nefúði sem fleiri hefðu aðgang að, eina „hættan“ gæti hugsanlega falist í því að fíklar yrðu djarfari ef þeir vissu að til væri möguleg björgunarleið sem þeir gætu stólað á. Við lítum svo á að best sé að aðgengi sé sem minnst að sterkum verkjalyfjum fyrir þá einstaklinga sem eiga við alvarlegan fíknivanda að stríða. Jafnframt er nauðsynlegt að draga úr ávísuðu magni þessara lyfja til að sem fæstir ánetjist þeim,“ segir Ólafur.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að naloxon sem stungulyf, eða sambærileg lyf undir öðru heiti, hafi verið á markaði á Íslandi frá því á níunda áratugnum. Naloxon í nefúðaformi sé tiltölulega nýlegt lyfjaform lyfsins og ekki verið markaðssett á Íslandi hingað til frekar en annars staðar í Evrópu. „Það er hins vegar væntanlegt innan skamms og verður fyrst um sinn afgreitt á undanþágu hingað til lands frá Danmörku, að líkindum síðari hluta aprílmánaðar.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Mynd: Inga Hrönn Sveinsdóttir

Naloxon í nefúðaformi verður einnig lyfseðilsskylt en ekki er þar með sagt að aðeins verði hægt að nálgast eina pakkningu lyfsins gegn lyfjaávísun í hvert sinn. Í reglugerðum um ávísun og afhendingu lyfja í apótekum er t.a.m. gert ráð fyrir því að hægt sé að ávísa lyfjum beint til lækna, starfs þeirra vegna, eða annarra viðbragðsaðila svo sem lögreglunnar. Þá er lyfjafræðingum í apótekum jafnframt heimilt að afgreiða og afhenda lyfseðilsskyld lyf, án þess að lyfseðli sé framvísað, í neyðartilvikum. Þessi heimild, sem stundum er vísað til sem neyðarréttar lyfjafræðinga, stendur ávallt opin og er lyfjafræðingi falið að framkvæma faglegt mat hverju sinni hvort um neyðaraðstæður sé að ræða. Þessu til viðbótar er ekkert í lögum eða reglum sem gilda um ávísun lyfja eða afgreiðslu og afhendingu lyfja í lyfjabúð sem kemur í veg fyrir að læknir ávísi umræddu lyfi til fíkla eða aðstandenda þeirra til að grípa til í neyð. Er þetta sambærilegt við ávísun og notkun adrenalínpenna sem t.d. er gripið til þegar bráðaofnæmiskast kemur upp.

Lyfseðilsskyldan undirstrikar hins vegar að lyfið skuli notað með varúð og ýtrustu leiðbeiningum fylgt. Naloxon kemur í veg fyrir að ópíóíðalyf nái til móttaka í líkamanum og getur notkun þess því valdið fráhvörfum. Á hinn bóginn virkar naloxon alla jafna skemur en ópíóíðalyfin og því getur skapast lífshættulegt ástand á nýjan leik þegar virkni naloxonsins fjarar út. Mikilvægt er því að ekki verði litið á naloxon-nefúða sem forvörn eða lyf sem veiti falskt öryggi. Það skyldi þannig einungis nota til bráðameðferðar við ofskömmtun ópíóíða þar til unnt er að koma sjúklingi undir læknishendur.

Þess má svo geta að Lyfjastofnun efnir í byrjun næstu viku til fundar með viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal frá bráðamóttöku Landspítala og lögreglunni. Fyrirhugað er að ræða notkun lyfsins hér á landi og hvernig stuðla megi að góðu aðgengi að því fyrir þá sem til þess þurfa að grípa,“ segir Rúna.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Þægileg og skemmtileg útivera

|
|

Keppir í Skotlandi um helgina.

Kolbrún Mist Pálsdóttir féll fyrir frisbígolfi fyrir þremur árum síðan og er núverandi Íslandsmeistari í kvennaflokki. Frisbígolf er spilað svipað og hefðbundið golf, annað hvort 9 eða 18 brautir.

Kolbrún Mist Pálsdóttir er núverandi Íslandsmeistari í frisbígolfi.

Hver braut er ákveðið par frá upphafsteig að körfunni og leikurinn gengur út að að kasta frisbídiskunum í sem fæstum köstum. Fyrsta kasti er kastað frá teig, næst frá þeim stað sem diskurinn lenti og síðan koll af kolli þar til diskurinn endar í körfunni. Þá er haldið á næstu braut. Sá vinnur sem fer völlinn á fæstum köstum. Virkt samfélag stundar frisbígolf á Íslandi og keppnir haldnar reglulega. Frisbígolfvellirnir eru nú orðnir 46 talsins og er að finna um land allt

„Flestir landsmenn ættu því að geta prufað frisbígolf. Ég mæli hiklaust með því fyrir alla, alveg frá 6 ára og upp úr,“ segir Kolbrún Mist. „Það sem er svo skemmtilegt er að líkamlegur styrkur stjórnar ekki bara kastlengdinni heldur kasttæknin. Það eina sem byrjendur þurfa er sett með þremur diskum og þá er hægt að fara á hvaða völl sem er og prófa. Þetta er voðalega þægileg útivera til að stunda með vinunum; gaman að spjalla og kasta diskum saman. Svo er alltaf skemmtilegt að sjá diskana svífa og sveigja eftir vel lukkað kast.

Fyrir þá sem langar að verða fagmenn í faginu er sniðugt að fara á byrjendamótin í Fossvogi á fimmtudagskvöldum sem byrja í maí en það er frábær staður til að taka sín fyrstu köst. Svo er bara að mæta á mót og spila, því eins og í öllu öðru þá skapar æfingin meistarann,“ segir Kolbrún Mist.

Kolbrún er nú stödd í Dunbar í Skotlandi með tíu öðrum Íslendingum á frisbígolfmóti sem fram fer um helgina.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Raddir