Föstudagur 20. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Brúðkaupin blessunarlega breytingum háð

Eysteinn Orri Gunnarsson prestur tekur breytingum fagnandi þegar kemur að brúðkaupsathöfnum en hann segir brúðkaup blessunarlega breytingum háð eins og allt annað.

Hann segir jafnframt að þó brúðkaup byggi á gömlum gildum sé mikilvægt að gera athöfnina sem persónulegasta.

„Ég hef verið spurður um eitt og annað sem er kannski ekki alveg eftir öllu. Alltaf sagt já enda ekki það gjörsamlega galnar óskir um að ræða. Ég man eftir einum snilling sem spurði mig hvort það væri í lagi ef að hann setti undir vinstri skó sinn hjarta límmiða, sem ég svaraði „já auðvitað ekki er velkomnara en smá auka ást“ svo hóstaði hann aðeins og varð hálfvandræðalegur á svipinn og spurði hvort hann mætti setja Liverpool merkið undir þann hægri. Ég sá auðvitað ekkert að því enda Liverpoolmaður síðan Ian Rush var með nettustu mottu í heiminum þannig að ég játaði því bara. Hugsaði þetta ekkert lengra. Svo var komið að giftingu og við rúllum í gegnum í athöfnina og þá fattaði ég þetta. Þau voru komin á skeljarnar og allir vinirnir hans skælbrosandi útá eyru og sumir vel það. Auðvitað, þvílíkur snillingur og allir höfðu gaman af. Það eru einmitt brúkaup, þau eru gleði. Eitthvað sem gerir okkur að okkur á heima í athöfnum.”

Viðtalið má lesa í heild sinni í brúðarblaði Vikunnar.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Tími einkabílsins er að líða undir lok

Búist við miklum breytingum á samgöngum.

„Framtíðin er í almenningssamgöngum og öðrum umhverfisvænum samgöngumátum. Allir voru að tala um hvernig tími einkabílsins fer að líða undir lok,“ segir Salvar Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá frumkvöðlafyrirtækinu Vortexa í Bretlandi. Vortexa hefur vakið talsverða athygli. Fyrirtækið nýtir eigin tækni til að sýna nákvæmlega olíuskipaflutninga með hjálp gervigreinar, hversu mikið af olíu og hvernig olíu er verið að flytja um alla heim á rauntíma.

Á dögunum sat Salvar ráðstefnu um þróun á hrávörumarkaði í Lausanne í Sviss á vegum breska dagblaðsins Financial Times. Þetta er árleg ráðstefna sem fjallar um ýmsar hliðar hrávörumarkaðarins á borð við kol, járn og ýmislegt annað. Olía var fyrirferðarmesta umfjöllunarefnið. Á meðal annarra ráðstefnugesta voru forstjórar og annað lykilfólk stórfyrirtækja í olíu- og flutningageiranum. Vortexa var eitt af aðalstyrktarfyrirtækjum ráðstefnunnar og kynnti Salvar þar vörur þess.

„Allskonar nýir orkugjafar eru nú orðnir samkeppnishæfari og munu halda áfram að þróast. Þetta og fleira ræddi fólk um án þess að snúa öllu upp í karp um hvort þétting byggðar og auknar almenningssamgöngur séu yfirhöfuð góðar hugmyndir. Ég sakna þess á Íslandi.“

„Mér fannst mjög áhugavert að sjá hversu vel tókst að ræða umfangsmiklar breytingar á heiminum, sem fara margar beint gegn hagsmunum þeirra fyrirtækja sem áttu fulltrúa þarna, án þess að detta í afneitun. Þétting byggðar mun halda áfram og bráðum verður einkabíllinn ekki konungur allra samganga,“ segir Salvar.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var: Upphaf nýrrar sveiflu. Fjallað var um þróun mála í kjölfar fjármálakreppunnar, uppsveiflunnar um heim allan eftir hana og nýja orkugjafa. „Stemningin virtist vera sú að eftir niðurskurð síðustu ára fari að birta aftur á mörkuðum með hækkandi olíuverði, hvort sem eitthvað er til í því eða ekki. Undirtónninn var samt mjög skýr. Uppsveiflan sem er að hefjast núna er alls ekki venjuleg, því hún gerist á sama tíma og mestu tækniframfarir mannkynssögunnar eru að eiga sér stað, sérstaklega þegar kemur að orkugjöfum,“ segir Salvar og bætir við að forstjórar olíufyrirtækjanna hafi verið sammála um að heimurinn sé að breytast og að þeir þurfi að fylgja með. Mikið var líka rætt um rafhlöðutækni, mengunarvandamál, þéttingu byggðar, samgöngumál og mál á borð við bitakeðju (e. blockchain) sem talið er að geti haft mikla breytingu í för með sér í fjármálaheiminum og flestum viðskiptum.

„Allskonar nýir orkugjafar eru nú orðnir samkeppnishæfari og munu halda áfram að þróast. Þetta og fleira ræddi fólk um án þess að snúa öllu upp í karp um hvort þétting byggðar og auknar almenningssamgöngur séu yfirhöfuð góðar hugmyndir. Ég sakna þess á Íslandi,“ segir Salvar.

Fleiri samkynja pör taka börn í fóstur

Fleiri samkynja pör taka nú börn í fóstur en áður og fleiri gerast fósturforeldrar.

Bryndís S. Guðmundsdóttir, uppeldisfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir að lesbísk pör hafi tekið að sér börn í fóstur um áraraðir og nokkur börn fundið framtíðarheimili á nýjum heimilum. Þeim hafði hins vegar fækkað talsvert þar til sjónvarpsþáttur Sindra Sindrasonar, Fósturbörn, fór í loftið á Stöð 2.

„Eftir að þættirnir voru sýndir sóttu fjögur samkynhneigð pör um að taka að sér fósturbörn, allt karlmenn. Það þýðir að 4-7 börn fundu ný heimili,“ segir Bryndís. Á síðasta ári fóru börn í fóstur á 60 heimilum og eru tæplega 400 börn á Íslandi á fósturheimilum.

Bryndís segir nokkra aðra þætti geta skýrt að fósturforeldrum hafi fækkað þar til þáttur Sindra var sýndur. Hugsanlega geti það skrifast á uppsveiflu í efnahagslífinu en þá hafi fólk meira að gera en í niðursveiflu. Hún bætir við að fólk velti því fyrir sér lengi að gerast fósturforeldrar. Yfirleitt þurfi eitthvað að ýta við því til að stíga skrefið til fulls og sækja um að verða það. „Ég held að sjónvarpsþættirnir hafi vakið áhuga hjá fólki og því sæki fleiri samkynja pör um að taka börn í fóstur,“ segir Bryndís. Lengra viðtal við má finna við hana á vefnum GayIceland.

„Þetta gefur mér meiri tíma með konunni og börnum og það er það sem ég vil“

||||
||||

„Það má aldrei segja nákvæmlega hvað þetta er og fyrir hvern fyrr en þeir eru búnir að henda út fréttatilkynningu, sem þeir eru semsé ekki búnir að gera. En þetta er tíu þátta sjónvarpssería sem gerist í geimnum fyrir eina af stóru streymisþjónustunum í heiminum. Sem sagt sci-fi geimdrama,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson.

Hann hefur verið í Höfðaborg í Suður-Afríku síðustu sex vikur við tökur á erlendri sjónvarpsseríu og verður þar í þrjár vikur til viðbótar. Hann segir ferlið hingað til hafa verið ljúft og að þægilegt sé að vinna við seríuna, ef svo má segja, þar sem hún er öll tekin upp í myndveri.

Jóhannes fékk fjölskyldu sína í heimsókn til Höfðaborgar fyrir stuttu.

„Af því að serían gerist í geimnum er allt tekið upp í myndveri, þannig að þetta er eins þægilegt og kvikmyndagerð getur orðið. Það er nú oftar en ekki þannig að maður þarf að díla við alls kyns tökustaði þar sem veður, fjarlægðir og því um líkt er alltaf að breytast. En hér fer ég alltaf á nákvæmlega sama staðinn og ef það skyldi rigna, sem gerist sjaldan, skiptir það engu máli því við erum inni í hljóðeinangruðu myndveri. Þannig að þetta er ansi gott, þó að það sé auðvitað langt að fara hingað. Það er ekki eins og ég eigi heima hérna hinum megin við hornið,“ segir Jóhannes sposkur á svip.

Sjónvarpsþættirnir eru ólíkir öðru sem Jóhannes hefur tekið sér fyrir hendur en hann hefur leikið meira í erlendum verkefnum en innlendum síðustu árin. Meðal þess sem hann hefur leikið í eru sjónvarpsþættirnir A.D. The Bible Continues og Game of Thrones og kvikmyndin Atomic Blonde. Þá lauk hann nýverið við tökur á sjónvarpsþáttunum The Innocents fyrir Netflix.

„Fjölbreytni er eitthvað sem maður tekur fagnandi í þessum bransa. Mér finnst ég alltaf vera eins og fiskur á þurru landi í hverju verkefni sem ég byrja í, sérstaklega í þessum erlendu verkefnum. Þau eru svo ólík. Á undan geimdramanu var ég að leika í tveimur bíómyndum; önnur gerist um borð í skipi og hin er 19. aldar vestri. Þetta þrennt er allt mjög, mjög ólíkt hvað öðru. Ég vil forðast að gera hluti sem virka eins fyrir mér en svo náttúrlega ræð ég því ekkert sjálfur hvaða tækifæri mér bjóðast. Ég er allavega þakklátur fyrir að fá svo fjölbreytt verkefni í hendurnar,“ segir þessi fjölhæfi leikari.

Fjölskyldutíminn skiptir mestu máli

Jóhannes á þrjú börn með eiginkonu sinni, Rósu Björk Sveinsdóttur. Þau heimsóttu hann nýverið til Höfðaborgar og eyddi fjölskyldan saman þremur vikum, en fjölskyldutíminn skiptir Jóhannes öllu máli.

Jóhannes og Rósa styðja hvort annað í gegnum þykkt og þunnt.

„Ég tek aldrei ákvarðanir um verkefni án þess að skoða hvaða áhrif þau hafa á minn tíma með fjölskyldunni. Hann skiptir mig mestu máli. Ef ég horfi á síðastliðin þrjú ár hef ég verið að jafnaði þriðjung af árinu í útlöndum og tvo þriðju heima. Þessa tvo þriðju hluta er ég nánast bara í fríi. Þegar ég skoðaði þetta verkefni fannst mér of mikið að vera níu vikur frá fjölskyldunni en þegar ég skoðaði þetta með konunni sagði hún mér að hana hefði alltaf langað til að fara til Höfðaborgar. Þannig að við höfðum þetta þannig að ég var einn hér í þrjár vikur, síðan kom konan með börnin og var hjá mér í þrjár vikur og svo er ég einn í þrjár vikur í restina. Þannig að í raun er ég bara í þrjár vikur í burtu sitthvoru megin við fríið með þeim. Svo verð ég í fríi í dágóðan tíma eftir að ég kem heim. Ég leyfi þessu ekki að taka of stóran bita af fjölskyldulífinu. Konan hefur reyndar heimsótt mig með börnin í öll erlendu verkefnin sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hún hefur komið til Ungverjalands, Marokkó, Vancouver í Kanada og til Bretlands, sem er rosalega gaman og mikið ævintýri fyrir alla,“ segir Jóhannes, en tökuplanið var fjölskyldunni hliðhollt í nýlegri heimsókn til Höfðaborgar.

Það var ýmislegt brallað þegar fjölskyldan átti frítíma saman í Suður-Afríku.

„Það raðaðist þannig að þessar þrjár vikur sem þau voru hér þá held ég að ég hafi unnið í fimm daga samtals, sem var æðislegt. Þrír af þessum fimm dögum voru hálfir dagar þannig að það var eins og ég hefði hannað þetta sjálfur sem var ofboðslega gott.“

Betur borgað en á Íslandi

Jóhannes kann vel við að ferðast um heiminn á vit nýrra og krefjandi verkefna, eins og hann hefur gert nánast eingöngu síðastliðin fjögur ár.

„Mér finnst þetta algjör forréttindi. Ég fæ að heimsækja staði í heiminum sem ég hef aldrei komið til áður. Ég finn líka hvað þetta gefur mér mikinn frítíma. Ég hef miklu meiri frítíma núna en nokkurn tíma þegar ég var að vinna á Íslandi. Þetta tekur ekki yfir allan minn tíma á árinu og er töluvert betur borgað en að vera leikari á Íslandi. Þetta gefur mér meiri tíma með konunni og börnum og það er það sem ég vil. Ég er þakklátur fyrir þessar aðstæður sem ég er í núna og vil endilega halda þessu áfram,“ segir Jóhannes. Nánasta framtíð er óráðin þegar kemur að verkefnum.

„Akkúrat núna er bara frí sem tekur við eftir tökur í Höfðaborg. Ég vil helst vera í fríi þangað til í haust. Netflix-serían The Innocents verður frumsýnd í júlí og ef ákveðið verður að gera aðra seríu er ég samningsbundinn að leika í henni. Þá fer ég aftur í tökur í september eða október, að því gefnu að verði gerð önnur sería sem ég veit ekki fyrr en í ágúst. Mögulega leik ég í skandinavískri bíómynd í ágúst en það er allt á samningsstigi og ekkert ákveðið. En það væri gaman,“ segir leikarinn.

Hvar er fastráðningin í Þjóðleikhúsinu?

En á hann eftir að uppfylla einhverja drauma á ferlinum?

„Ég er allavega kominn á ákveðinn stað sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi komast á. Ég hef alltaf tekið eitt skref fram á við en aldrei horft á einhvern endapunkt. Þegar ég var í leiklistarskólanum hugsaði ég aldrei að ég ætlaði að leika í erlendum sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Nei, ég hugsaði: Ég ætla að verða fastráðinn leikari í Þjóðleikhúsinu. Það fyrir mér var ákveðinn staður til að komast á. Svo þegar ég fékk fastráðningu langaði mig að leika í íslenskum kvikmyndum. Eftir að ég lék í Svartur á leik fékk ég erlendan umboðsmann og þá var allt í einu komið inn í myndina að leika í erlendum bíómyndum,“ segir Jóhannes og bætir við að hann standi á hálfgerðum krossgötum.

Stund á milli stríða hjá Jóhannesi.

„Ég hef verið að hugsa þetta undanfarið: Hvar er fastráðningin í Þjóðleikhúsinu núna? Hvert vil ég komast. Ég hreinlega veit það ekki. Það er hættulegt að vera of sáttur við hvar maður er og maður þarf að stefna að einhverju. Ein hugsun sem hefur læðst að mér er að kannski sé næsta skref fyrir mig að framleiða eitthvað sjálfur. Að segja einhverja sögu sem mig langar til að segja. En ég veit ekki hvaða saga það er.“

Myndir / Úr einkasafni

Presturinn sagði vitlaust nafn í kirkjunni

Þau Alma Jónsdóttir og Matthías Árni ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi þann 12. ágúst í fyrra – að ganga í það heilaga og skíra son sinn, Jón Inga, á sama tíma í Hafnarfjarðarkirkju.

„Dagurinn var fullkominn í alla staði, æðislegt veður og fjölskylda og vinir samankomnir til að fagna deginum með okkur,“ segir Alma. Það var þó eitt óvænt, en frekar fyndið, atvik í athöfninni sjálfri, sem vakti mikla athygli fram eftir degi og kvöldi.

„Athöfnin hafði gengið rosalega vel. Við byrjuðum á að skíra Jón Inga og var það æðisleg stund þar sem hann er skírður í höfuðið á öfum sínum sem voru þarna með okkur. Svo var komið að því að gifta okkur. Presturinn, sem við þekkjum bæði vel, var búinn að vera í smávegis veseni með hátalarakerfið en lét það ekki á sig fá og hélt áfram með athöfnina. Þegar kom að því að spyrja okkur hvort við vildum ganga að eiga hvort annað byrjaði hann á að spyrja Matthías hvort það væri einlægur ásetningur hans að ganga að eiga Telmu sem við hlið hans stæði. Þarna var maðurinn minn sem betur fer fljótur að svara: „Nei Ölmu!“ Þá roðnaði presturinn smávegis og gátum ekki annað en brosað. Athöfnin hélt svo áfram áfallalaust og við gengum út úr kirkjunni gift,“ segir Alma og bætir við:

„Eftir athöfnina kom presturinn til okkar og ætlaði að fara biðja okkur afsökunar á þessu atviki en við vorum fljót að stoppa hann og hlæja bara að þessu með honum.“

Segja má að þessi nafnaruglingur hafi verið eitt af aðalskemmtiatriðunum í veislunni eftir athöfnina.

„Þar sem að hátalarakerfið var búið að vera eitthvað aðeins að stríða okkur voru það ekki margir sem heyrðu prestinn segja rangt nafn, en þeir sem heyrðu þetta fannst þetta bara skondið atvik. Í veislunni var þetta hins vegar aðalgrínið og mikið hlegið af þessu. Í dag getum við svo sannarlega hlegið jafnmikið að þessu og við gerðum á brúðkaupsdaginn,“ segir Alma.

Þetta viðtal er hluti af stærra efni í nýjasta tölublaði Mannlífs um óvæntar uppákomur á brúðkaupsdaginn. Smelltu hér til að lesa Mannlíf á netinu.

Mynd / Zack Gemmell

Leita að ungri stúlku til að leika í stuttmynd

Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar nú að stúlku á aldrinum fimm til sjö ára til að leika aðalhlutverk í nýrri stuttmynd.

Join Motion Pictures var stofnað árið 2007 af framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni og leikstjóranum Guðmundi Arnari Guðmundssyni. Þetta tvíeyki vakti fyrst heimsathygli árið 2013 með stuttmyndinni Hvalfjörður, eða Whale Valley, sem sópaði til sín verðlaunum, þar á meðal á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem myndin hlaut sérstök dómnefndarverðlaun.

Join Motion Pictures framleiddi einnig kvikmyndina Hjartastein, sem Guðmundur Arnar leikstýrði og skrifaði, en sú mynd hefur hlotið hátt í fjörutíu verðlaun hér heima og erlendis, og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason sem státar af yfir tuttugu verðlaunum.

Áhugasamir foreldrar eru beðnir um að senda nýlegt myndbrot eða myndir af dætrum sínum á [email protected], ásamt upplýsingum um aldur, hæð og helstu áhugamál eigi síðar en sunnudaginn 8. apríl.

„Róandi lyf algengust“

|
|

Valgerður Rúnarsdóttir, læknir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ og forstjóri sjúkrahússins Vogs, segir að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hafi tíðkast í áratugi og sé hluti af vímuefnavanda þeirra sem leita til SÁÁ.  

Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir meðal annars að meðan framboðið á lyfjum sé mikið sé neyslan það einnig.

„Lyfseðilsskyld lyf sem eru misnotuð eru í þremur flokkum, öll ávanabindandi og geta valdið fíkn. Róandi-, svefn- og kvíðastillandi lyf, sterk verkjalyf og örvandi lyf. Öll þessi lyf eru meira áberandi meðal þeirra sem koma í meðferð nú en áður en þó eru ekki dramatískar breytingar nema fíkn í sterku verkjalyfin jókst umtalsvert síðustu tvö árin. Neyslan í dag er hjá flestum blönduð, áfengi, lyf og ólögleg vímuefni,“ segir Valgerður. „Algengast er þó að róandi lyfin séu með í för. Konur eru líklegri til að nota róandi lyfin en karlar, önnur lyfjaneysla er svipuð hjá báðum kynjum. Eldri einstaklingar hafa verið frekar í róandi og verkjalyfjum, en þetta hefur breyst og undanfarin ár sækir yngri kynslóðin mun meira í þessi lyf, jafnvel þau yngstu, það er að segja undir tvígtugu. Notkun örvandi lyfjanna er mest meðal yngri fullorðinna, 20-40 ára, og hættulegast er þegar þessi lyf eru notuð í æð.“

Lyfin oft af götunni
Hefur orðið aukning á einhverju tilteknu lyfi að undanförnu? „Við höfum tekið eftir aukningu á xanax sem er eitt af róandi lyfjunum og er ekki selt hér í apótekum, og síðan verkjalyfið oxycodone sem þó er mun minna um. Það eru þó oftast  sömu lyfin sem ganga kaupum og sölum, samanber nöfnin hér fyrir ofan. Það má segja að ópíóíðalyfin eða sterku verkjalyfin séu hættulegust í inntöku því þau geta haft lífshættulegar afleiðingar með öndunarhömlun sem er vegna áhrifa á heila. Önnur róandi lyf geta einnig verið lífshættuleg í inntöku sérstaklega með öðrum vímugjöfum eins og áfengi. Hins vegar er neysla methylphenidates (rítalíns) í æð og einnig morfínlyfin í æð, mjög hættuleg vegna þeirra lífshættulega fylgikvilla sem sprautufíkn fylgja. Bakteríusýkingar, lost, ofskammtar og svo framvegis. Áhrif methylphenidate-lyfja á hvatvísi, áhættuhegðun, dómgreind og fleira eru mjög alvarlegt mál. Örvandi neyslan á Íslandi er miklu meira vandamál heldur en verkjalyfin,“ segir Valgerður. „Þessi lyf eru til sölu á ólöglegan hátt, þau koma væntanlega flest úr apótekum landsins, geta líka verið innflutt. Margir fá einhver lyf frá læknum en það er algengara að fólk kaupi þau „á götunni“.“

„Þessi lyf eru til sölu á ólöglegan hátt, þau koma væntanlega flest úr apótekum landsins, geta líka verið innflutt. Margir fá einhver lyf frá læknum en það er algengara að fólk kaupi þau „á götunni“.“

Meðferð vandasöm
Hún segir að afeitrun af þessum mismunandi lyfjum geti verið vandasöm og sé ólík fyrir hvern lyfjaflokk. „Margir eru í blandaðri neyslu á þessum lyfjum og því full þörf á gát og endurmati lyfja þessa daga sem afeitrun stendur. Hún er veitt í inniliggjandi sjúkrahúsdvöl á Vogi, af læknum og hjúkrunarfræðingum. Margir þurfa framlengda dvöl vegna þessarar neyslu, sem getur tekið langan tíma að afeitra, allt upp í nokkrar vikur. Stundum á við sérstök meðferð fyrir þá sem eru með alvarlega fíkn í ópíóíðalyf, sterku verkjalyfin, sem kallast viðhaldsmeðferð og er veitt héðan frá göngudeild Vogs.

Auk þess er mikil þörf á framlengdri meðferð fyrir fólk sem sprautar í æð örvandi lyfjum, það þarf oft mikið umhald og stuðning. Við höfum fjögurra vikna eftirmeðferð á meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi sem er glæný, rúmgóð og býður kynjaskipta meðferð með nokkrum sérúrræðum. Það er meðal annars gott rými fyrir eldri einstaklingana sem voru lyfjaháðir og þurfa tíma til að jafna sig og læra að takast á við til dæmis svefnvanda og kvíðaeinkenni sem eru oft áberandi í þessum hópi. Einnig höfum við framhaldsdvöl í 6-18 mánuði á meðferðarheimilinu Vin fyrir karlmenn sem komnir eru í slæma stöðu. Og svo er það göngudeildin okkar í Von Efstaleiti og á Akureyri.“

Hefur verið sama þróun í þessum málum hér og í nágrannaþjóðunum? „Já, það eru áhyggjur af lyfjaneyslu og fíkn hjá nágrannaþjóðum. Í Bandaríkjunum kalla þeir það „faraldur“ þar sem hátt í 100 manns deyja á dag úr ofneyslu sterkra verkjalyfja.“

„Samfélagið mætti vel spyrja sig, hvers vegna lyf almennt. Við mörgum venjulegum einkennum og áhrifum lífsins. Til dæmis svefntruflunum, verkjum, vægum kvíðaeinkennum, öðrum geðrænum einkennum sem mörgum hverjum má sinna með allt öðrum hætti en með lyfjum.“

Breytingar á lífsstíl í stað lyfja
Áhugavert er að velta fyrir sér hvaða samfélagslegu aðstæður og ástæður geta verið fyrir því að öll þessi lyf eru í umferð og að fólk misnotar lyfseðilsskyld lyf í auknum mæli. „Það er einnig umhugsunarvert hvernig umgengni er við lyf, má gefa með sér lyfseðilskyld lyf? Svarið er nei, en sú er samt raunin. Samfélagið mætti vel spyrja sig, hvers vegna lyf almennt,“ segir Valgerður ákveðin, „við mörgum venjulegum einkennum og áhrifum lífsins. Til dæmis svefntruflunum, verkjum, vægum kvíðaeinkennum, öðrum geðrænum einkennum sem mörgum hverjum má sinna með allt öðrum hætti en með lyfjum. Hreyfing og ýmsar lífsstílsbreytingar geta haft gríðarlega mikil áhrif og góð. Sálfræðimeðferðir eru til við mörgum kvillum og geta læknað og lagað mjög mikið með einstaklingnum. Við langvinnum stoðkerfisverkjum, (ekki bráðum verkjum eða í líknarmeðferð), á helst ekki að nota þessi morfínskyldu verkjalyf. Bestu raun gefa hreyfing, sjúkraþjálfun, endurhæfing, sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun og fleira auk ef til vill bólgueyðandi lyfja. Það er hugsað sem lausn á undirliggjandi og samhliða vanda, en ekki bara að slökkva á einkenninu sem er verkurinn. Kannski erum við orðin of lyfjatrúar, eða þolum minna en áður. Síðan er það vandinn af fíkninni. Þegar um er að ræða fíknsjúkdóm eru þessi lyf eins og hvert annað vímuefni og neyslan þá ekki stýrð af skynsemi eða rökum. Þau koma þá inn í neysluna almennt og verða hluti af henni, eins og raunin er. Ef nóg er framboðið, þá verður neyslan líka aukin,“ segir Valgerður.

En hvað með önnur fíkniefni, hefur orðið breyting á neyslu þeirra? „Hún hefur ekki minnkað, neysla ólöglegra vímuefna er sem aldrei fyrr.“

Lyf sem eru misnotuð skiptast í þrjá meginflokka

  1. Róandi- svefn- og kvíðastillandi lyf: Oftast benzodiazepin-lyf sem hafa ótal sérlyfjaheiti, meðal annars tafil, rivotril, lexotan, diazepam og mogadon. Einnig svo kölluð z-lyf eins og imovane og stilnoct.
  2. Sterk verkjalyf: Eru morfínskyld lyf, veikari eru tramadol og kodein, til dæmis parkódin, og sterkari eru meðal annars contalgin, oxy-lyfin og fentanyl.
  3. Örvandi lyf: Eins og amfetamín-töflur og methylphenidate, til dæmis rítalín og concerta.

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um skaðsemi lyfseðilsskyldra lyfja. Dauðsföllum af völdum misnotkunar þeirra hefur fjölgað gríðarlega og grunur um að andlát níu manneskja á þessu ári megi rekja til ofneyslu slíkra lyfja eða fíkniefna. Mannlíf ræddi við einnig við Sigurð Rósant Júlíusson, fyrrverandi fíkil, um reynslu hans af hörðum heimi fíkniefna og föður stúlku sem lést vegna ofneyslu, um þann vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Kynlíf, morð og hryllingur

Við sitjum límd yfir þessum þáttum.

1. The Good Place er bráðfyndin gamanþáttaröð sem fjallar um Elenor Shellstrop sem fer yfir móðuna miklu og vaknar upp í The Good Place eða á Góða staðnum, sæluræt ætluðum þeim sem hafa gert óteljandi góðverk í lifandi lífi. Vandamálið er hins vegar að Elenor er vægast sagt sjálfselsk kona sem á engan heiður að þeim góðverkum sem henni hafa verið eignuð og er vera hennar á Góða staðnum þ.a.l. á misskilningi byggð. Elenor gerir því allt til að halda blekkingunni á lofti, því komist svikin upp verður hún umsvifalaust send á „Vonda staðinn“.

2. Í drungalegri framtíð þar sem menn hafa numið land á tunglinu, Mars og ýmsum smástirnum, dragast fimm einstaklingar, sem ekki þekkjast innbyrðis, inn í spennandi svaðilför um sólkerfið (með nokkrum mögnuðum kúvendingum). The Expanse eru þættir sem sannir aðdá-endur vísindaskáldskapar ættu ekki að láta framhjá sér fara því hér sameinast flottar tækni-brellur, fínt handrit og spennuþrungin atburðarás – allt sem gerir geimþætti að góðri skemmtun.

3. The Alienist eru spennuþrungnir krimmaþættir sem gerast í í New York árið 1896 og segja frá Dr. Laszlo Kreizler, sálfræðingi með djúpa og óvenjulega innsýn í sálarlíf afbrotamanna, sem blandast inn í morðmál þar sem illa útleikið lík ungs drengs finnst á byggingarvæði nýrrar brúar yfir Hudson-fljótið. Það hvernig skilið var við líkið minnir Laszlo strax á annað morðmál sem hann kom einnig að og því vaknar sú spurning hvort raðmorðingi geti verið að verki.

4. Eflaust muna margir eftir bandarísku raunveruleikaþáttunum Queer Eyes for the Straight Guy sem nutu mikilla vinsælda þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi á árunum 2003-2007, en þeir fjölluðu um fimm homma sem tóku gagnkynhneigða karla upp á arma sína og gerbreyttu lífi þeirra með ráðleggingum í fatavali, eldamennsku, innanhússhönnun og fleiru. Nú hafa þættirnir verið endurvaktir með þeim breytingum að hinir fimm fræknu heimsækja staði sem eru alræmdir fyrir fordóma gegn hinsegin fólki og í þetta sinn reyna þeir að greina og skilja ástæðurnar fyrir vansæld og hirðuleysi mannanna sem þeir hjálpa.

Fyrirtaks skemmtun, ekki bara fyrir þá sem hafa áhuga á lífsstílsþáttum heldur þá sem kjósa uppbyggilegt sjónvarpsefni.

5. Ef þú átt eftir að sjá Happy Valley þá ættirðu endilega kíkja á þá því hér eru á ferð einstaklega vel skrifaðir og leiknir breskir sakamálaþættir. Þeir gerast í samnefndum enskum smábæ sem hefur farið illa út úr eiturlyfjafaraldri og fjalla um viðureign hinnar harðskeyttu, snjöllu og lífsþreyttu lögreglukonu Catherine Cawood við alls kyns illþýði. Sarah Lancaster vann til Bafta-verðlauna fyrir leik sinn enda fer hún hreinlega á kostum í titilhlutverkinu. Von er á 3. seríu.

Japanskir kokkar matreiða íslenskt hráefni

Hrefna Rósa Sætran kokkur og Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona leiða saman hesta sína í nýjum matreiðsluþáttum þar sem sjónum er beint að íslensku hráefni í meðförum japanskra kokka.

„Við erum að skoða bæði hvernig Japanir höndla og matreiða íslenskt hráefni og hvað við getum lært af þeim, hittum þarlenda kokka og lærum sígilda japanska matargerð,“ lýsir Hrafnhildur, þegar hún er spurð út á hvað þættirnir gangi og bætir við að rúsínan í pylsuendanum verði svo þegar Hrefna töfri fram nýjan rétt úr íslensku eðalhráefni, innblásnum af heimsókninni til Japans. „Svo allir geti haft gagn og gaman af.“

En af hverju Japan? „Einfaldlega af því að í minni eldamennsku hef ég sótt innblástur í japanska matargerð,“ segir Hrefna. „En gagnstætt Hrafnhildi sem heimsótti Japan fyrir 20 árum, þegar hún fór með bandarísku tökuliði til Kýótó, þá hafði ég sjálf aldrei komið þangað og langaði að kynna mér japanska matargerð til hlítar þótt ég hafi nú reyndar kunnað ýmislegt. Þess vegna varð Japan fyrir valinu.“

Þættirnir hafa hlotið heitið Smakk og verða sex talsins, teknir upp á Íslandi og í Japan en hver þáttur er helgaður einum stað eða einu hráefni. Fiskur, núðlur, svínakjöt, hvalkjöt, hrossakjöt og „heimsins besta nautakjöt“ – Omi beef – verða þannig m.a. til umfjöllunar og staðir á borð við Arnarfjörð, Borgarfjörð, Kjós, Reykjavík og Vestamannaeyjar sóttir heim, en tökum er lokið í Japan þar sem þær Hrefna og Hrafnhildur heimsóttu Tókýó, Yokohama, Kawasaki, Osaka, Kýótó og eyjuna Okinawa.

Spurðar hvort eitthvað hafi komið á óvart þar þá segjast þær hafa orðið hissa á því hversu hreinar Tókýó og Kýótó séu og hversu ólíkir innbyrðis allir staðirnir séu. Þannig sé t.d. Kýótó gamaldags og sjarmerandi á meðan Tókýó sé spennandi og „hröð“. „Síðan kom mér á óvart hversu mikið er lagt upp úr mat og matargerð hvarvetna,“ segir Hrafnhildur. „Alls staðar eru matsölustaðir, veitingahús og götumatur og hægt að fá úrvals mat ekki bara á veitingastöðum heldur líka í mörkuðum eins og Seven Eleven og jafnvel úr sjálfsölum. Auk þess leggja Japanir mikið upp úr heilbrigðum lífsstíl og hollum mat og reyna að ná því besta úr hráefninu.“

„Já, virðingin fyrir hráefninu er mögnuð. Á veitingastöðum eru t.d. ekki beint matseðlar heldur boðið upp á mat sem er eldaður upp úr ferskasta hráefninu hverju sinni og matargerðin er lituð af mörg hundruð ára gömlum aðferðum og hefðum. Ætli virðingin fyrir hráefninu og þekkingin á því sé kannski ekki helsti munurinn á matargerð okkar Íslendinga og Japana.“

„Já, virðingin fyrir hráefninu er mögnuð,“ tekur Hrefna undir. „Á veitingastöðum eru t.d. ekki beint matseðlar heldur boðið upp á mat sem er eldaður upp úr ferskasta hráefninu hverju sinni og matargerðin er lituð af mörg hundruð ára gömlum aðferðum og hefðum. Ætli virðingin fyrir hráefninu og þekkingin á því sé kannski ekki helsti munurinn á matargerð okkar Íslendinga og Japana,“ segir hún hugsi.

Hrafnhildur bendir á að rætur japanskrar matargerðar liggi þó á svipuðum stað og hjá Íslendingum. Þjóðirnar eigi þannig sameiginlegt að nýta allt sem til fellur af skepnunni og þar af leiðandi hafi Japanirnir sem þær ræddu við t.d. ekki þótt neitt athugavert við þá tilhugsun að borða punga eða svið og fundist spennandi að fá að smakka íslensku þorsklifrina og brennivínið sem þær höfðu meðferðis.

Þær segja að þó að ferðalagið til Japans hafi verið langt, níu tíma mismunur og vissir tungumálaörðugleikar þá sé gaman að heimsækja landið og japönsk menning, ekki síst matarmenning, sé ótrúlega áhugaverð. Þær hlakka til að gefa landsmönnum tækifæri til að skyggnast inn í þessa forvitnilegu menningu. „Síðan verður ekki síður spennandi að sýna hvað er að gerast á Íslandi,“ segir Hrafnhildur, „en við ætlum okkur að heimsækja þá sem eru að grúska í ræktun og búskap til að finna allra besta fáanlega hráefni á landinu.“

„Þetta á eftir að verða ótrúlega skemmtilegt,“ segir Hrefna og brosir.

Þættirnir verða sýndir á RÚV í haust en fylgjast má með verkefninu á Instagram undir #smakk_japan.

Mynd: Hrefna Rósa Sætran, til vinstri, og Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinna að nýjum matreiðsluþáttum.

 

Hélt ævintýralegt brúðkaup í ítölskum kastala

Mynd / Facebook ASÍ

Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Harald Loga fyrir tæpum tveimur árum en brúðkaup þeirra hjóna fór fram í kastala á Ítalíu.

Drífa segir upplifunina hafa verið einstaka og í stað þess að vera sópað út úr veislusal hafi veislan staðið fram eftir morgni meðal þeirra nánustu. „Vinkona mín gifti sig á Ítalíu og eftir veisluna þeirra fundum við strax að svona vildum við hafa brúðkaupið okkar. Eftir að hafa leitað að rétta kastalanum flugum við út þar sem eigandinn tók á móti okkur og heillaði upp úr skónum. Eftir að hafa skoðað híbýlin vel og vandlega nutum við kvöldverðar með eigandanum sem fór yfir teikningar af húsinu þar sem við röðuðum fólkinu okkar niður í herbergi.

Brúðkaupsdagurinn sjálfur var svo ævintýri líkastur en eftir athöfnina fórum við beint í myndatöku en eigandi hússins hafði valið fallega staði í nágrenninu þar sem teknar voru æðislegar myndir.“

„Við fengum auðvitað fullt af ræðum og leikjum eins og brúðkaupa er vani en upplifunin þarna í garðinum var gerólík því sem þekkist í veislusölum þar sem ókunnugir þjónar bíða eftir að veislunni ljúki svo hægt sé að þrífa og komast heim. Þarna voru allir að njóta sín í fríi og enginn að stressa sig.”

Drífa segir marga hafa komið að máli við sig hvað kostnað varðar við veislu sem þessa en hún segir hann ekki meiri en við hefðbundið brúðkaup hér á landi. „Í sannleika sagt kostar svona brúðkaup nákvæmlega það sama, ef ekki minna en að gifta sig í sal heima. Nema í þeim tilfellum líður dagurinn fljótt og einkennist í flestum tilfellum af miklu stressi. Að mínu mati er mikilvægt að hugsa dæmið til enda og eyða ekki um efni fram með þessari hefðbundnu leið þegar möguleikarnir eru mun fleiri.

Flestir hafa hugsað um brúðkaupsdaginn sinn lengi, jafnvel alla ævi og þá er sorglegt að setja peningana sína í eitthvað sem er búið á augabragði, eða þegar salurinn lokar og allir eru reknir út. Þarna áttum við ótal daga af algjöru ævintýri og gæti ekki hugsað mér að gera þetta neitt öðruvísi.”

Viðtalið í heild má lesa í brúðkaupsblaði Vikunnar.

Mynd / Aldís Pálsdóttir.

Förðun / Björg Alfreðsdóttir.

Volvo XC40 og XC60 bílar ársins

|
|

Allt virðist ganga upp hjá frændum okkar Svíum þessi misserin. Karlalandsliðið fer á HM í Rússlandi, IKEA-geitin brann ekki og Volvo hreppir titilinn bíll ársins.

åkan Samuelsson, valinn maður ársins í bílaiðnaðinum á sýningunni í Genf (World Car Person of the Year 2018), en það er ekki síst talið honum og áherslubreytingum hans að þakka að Volvo selst nú eins og Malm-kommóður í IKEA.

Volvo kemur einkar vel undan vetri en fyrirtækið bætti afkomu sína töluvert árið 2017. Þetta er í raun fjórða árið í röð sem fyrirtækið fer fram úr væntingum, en Volvo seldi nær fjórðungi fleiri bíla á síðasta ári en 2016. Munar þar mest um nær helmingsaukningu í Kína. 571.577 voru bílarnir í heildina, svona fyrir þá sem vilja nákvæma tölu. Þessi söluaukning skilaði sér í 27,7% aukningu á rekstrarhagnaði.

Það eru ekki bara peningar sem streyma til Volvo heldur líka verðlaunin. Þannig var XC40 á dögunum valinn bíll ársins af tímaritinu WhatCar? sem og bíll ársins bæði í Bretlandi og Evrópu.

En stóri sigurinn kom í vikunni þegar stóri bróðir, XC60, var valinn bíll ársins 2018 af samtökum bílablaðamanna.

Þetta er í fyrsta sinn sem Volvo vinnur þennan eftirsótta titil. Bar Volvo sigurorð af Range Rover Velar og Mazda CX-5, sem einnig þóttu skara fram úr.

Í ofanílag var forstjóri Volvo, Håkan Samuelsson, valinn maður ársins í bílaiðnaðinum á sýningunni í Genf (World Car Person of the Year 2018), en það er ekki síst talið honum og áherslubreytingum hans að þakka að Volvo selst nú eins og Malm-kommóður í IKEA.

Næstu skref Volvo eru að færa sig enn frekar yfir í rafmagnsbílana, eins og virðist vera tilhneiging flestra bílaframleiðanda. Viljinn er sýndur í verki í framleiðslu á Polestar 1, einkar kraftmiklum tvinnbíl sem kemur á markað á næsta ári.

Fyrir áhugasama er von á XC40 hingað til lands á svipuðum tíma og páskahretið skellur á okkur. Fyrir þá allra áfjáðustu er víst til eitt eintak á landinu til reynsluaksturs hjá umboðinu.

 

Öflugar og flottar kvenfyrirmyndir hjá Mjölni

Íþróttafélagið Mjölnir býður upp á gríðarlega öflugt og fjölbreytt íþróttastarf.

Helstu markmið Mjölnis er að efla og styðja við bardagaíþróttir á Íslandi og margt fleira. Öflugt bardagaíþróttastarf þar sem boðið er upp á brasilískt jiu-jitsu, Kickbox, Box og MMA. Einnig er boðið upp á víkingaþrek sem er alhliða líkamsrækt, styrktar- og þrekþjálfun, jóga og styrktartíma sem heita Goðaafl. Framúrskarandi hópur starfar hjá Mjölni og er stolt Mjölnis. Þar eru verðugar fyrirmyndir sem tekið er eftir sem eru að vinna frábært starf og laða iðkendur að.

Ingunn Unnsteinsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Mjölnis. ,,Ég stundaði aldrei keppnisíþróttir þegar ég var yngri og byrjaði ekki að hreyfa mig neitt fyrr en ég var orðin 25 ára. Ég hef aldrei stundað líkamsræktarstöðvar og taldi mig ekki vera íþróttamanneskju. Það breyttist allt þegar ég byrjaði í Mjölni og í dag mæti ég á æfingu eins oft í viku og ég get. Það er ekkert betra en að mæta á æfingu, finna jákvæðnina og hvatninguna í æfingafélögunum taka aðeins á því.“

„Ég ofboðslega hamingjusöm að fá að vera í þessu og þetta er vinnan mín, að keppa og kenna öðrum. Það gefur mér mikið að fá að kenna og þjálfa aðra.“

Sunna Rannveig Davíðsdóttir atvinnubardagakona og kickbox-þjálfari. Hún er okkar allra öflugasta bardagakona, sú öflugasta á landinu. Sunna fer ekki inn í hringinn án þess að fara með sigur af hólmi. Auk þess að vera grjóthörð bardagakona er Sunna öflugasta fyrirmynd kvenna í bardagaíþróttinni í dag. „Ég elska að vera í búrinu og mér líður miklu betur þar en heima hjá mér. Búrið er minn staður, þar er ég örugg og þar klára ég þau verkefni sem ég ætla að taka mér fyrir hendur. Þar get einbeitt mér og ekkert truflar mig.“ „Helstu markmið mín er að hafa gaman af þessu, gera það sem ég elska og vera þakklát. Ég ofboðslega hamingjusöm að fá að vera í þessu og þetta er vinnan mín, að keppa og kenna öðrum. Það gefur mér mikið að fá að kenna og þjálfa aðra.“
„Gunnar Nelson hefur alltaf verið fyrirmynd mín og verður það alltaf.“

Áslaug María Þórsdóttir, unglingaþjálfari og framtíðastjarna. Áslaug María  hefur unnið þrjú ár röð í opnum flokki kvenna á Mjölnir Open unglinga. Hún setur markmiðið hátt og setur stefnuna á að komast á MMA í framtíðinni. „Markmið mitt er að verða best í heimi og fara alla leið, það er ekkert flóknara en það.“
„Ég hef þroskast líkamlega og ekki síður andlega við það að æfa hjá Mjölni. Mjölnir er orðinn mjög stór hluti af lífi mínu og stórum hluta af deginum er eytt þar.“

Inga Birna Ársælsdóttir, styrktarþjálfari og glímukona. Inga Birna er ein af þjálfurum Goðaaflsins og barnastarfsins í BJJ. Goðaafl er námskeiðið sem er tilvalið fyrir þá sem eru að koma sér af stað eftir meiðsli eða hafa lítið æft undanfarin ár.  Inga Birna er grjóthörð, er ein af bestu glímukonum landsins og er glímukona ársins 2017. Hún hefur æft hjá Mjölni frá árinu 2011 og og hampar fjórum strípum í bláu belti í BJJ.
„Mjölnir er í raun mitt annað heimili. Ég er þakklát fyrir hvað ég hef eignast marga nána vini þar og meira segja sambýlismann. Eins hef ég bæði breyst og þroskast mikið á þessum tíma, bæði sem íþróttakona og einstaklingur.“
„Helstu markmið mín eru að halda áfram að ýta mér út úr þægindarammanum, vera dugleg að keppa og verða aðeins betri íþróttakona með hverjum deginum.“
„Helstu markmið mín sem þjálfara er að vera til staðar og drífa fólk áfram við það að ná þeim markmiðum sem það setur sér, hvort sem markmiðin snúa að almennu heilbrigði eða því að verða betri íþróttamaður/kona.“

„Hér er afar gott andrúmsloft, heimilislegt og nándin er svo mikil.“

Steinunn Þórðardóttir er bæði með jógatíma fyrir alla og sér námskeið fyrir verðandi mæður sem nefnist Freyjuafl. „Jógaþjálfunin er í raun tvíþætt, í byrjun bjuggum við til æfingarnar með bardagalistina í huga og unnum með hana, íhugleiðslu, öndunina og liðleika og hefur sú þjálfun verið í þróun. Við erum líka með Slökunar- og Vinyasa-jóga.“
„Markmiðin mín með jógaþjálfuninni er að ná til sem flestra og mæta þörfum allra, líka þeirra sem telja að þeir séu of stirðir og halda að þeir geti ekki stundað jóga.“
„Mjölnir er orðinn partur af lífi mínu og fólkið sem hér starfar er fjölskyldan mín. Starf mitt hjá Mjölni hefur gert mig að meiri manneskju. Hér er afar gott andrúmsloft, heimilislegt og nándin er svo mikil. Hér líður mér best.“

Mjölnir er til húsa í Öskjuhlíðinni, að Flugvallarvegi 3-3a í Reykjavík.

Aðstaðan hjá Mjölni er hin glæsilegasta og er húsnæðið búið sex glæsilegum æfingasölum með lyftinga- og teygjuaðstöðu og félagsaðstöðu.

Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Myndband / Óskar Sveinsson
Mjölnir í samstarfi við Mannlíf

 

Kúrbítur er góður í súpur

|
|

Þessi súpa kemur verulega á óvart því kúrbítur er frekar bragðlítið hráefni. En með því að blanda basilíku, hvítlauk og smávegis af pipar saman við hann er orðin til ljúffengur málsverður. Kúrbítssneiðarnar gefa súpunni aukna fyllingu.

Kúrbítssúpa með basilíku og steiktum kúrbítssneiðum  
fyrir 4

500 g kúrbítur
1 græn paprika
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
2 msk. olía til steikingar
400 g grænmetissoð
1 ½ grænmetisteningur
¼ tsk. cayenne-pipar
sjávarsalt
150 ml rjómi
2-3 msk. balsamedik
hnefafylli fersk basilíka, söxuð

Skerið kúrbít, papriku, lauk og hvítlauk í grófa bita. Hitið olíu í potti og steikið grænmetið í nokkrar mínútur. Búið til soð úr heitu vatni og grænmetiskrafti og hellið yfir grænmetið. Kryddið með cayenne- pipar og saltið með sjávarsalti.

Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Bætið þá rjómanum, balsamedikinu og hluta af basilíkunni saman við. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bragðbætið með sjávarsalti og balsamediki.

Kúrbítssneiðar (meðlæti með súpunni)

u.þ.b. 200 g kúrbítur
sjávarsalt
pipar
olía til steikingar

Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, bragðbætið með salti og pipar og steikið á báðum hliðum þar til sneiðarnar eru gullinbrúnar.

Fallegt er að setja sneiðarnar ofan á súpuna og strá saxaðri basilíku yfir áður en hún er borin fram. Eins er fallegt að dreypa ólífuolíu yfir eins og gert er á mynd.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Óli Magg

Öll fæðingarplön fuku út um gluggann

Leikkonan Jessica Biel og tónlistarmaðurinn Justin Timberlake opna sig um fæðingu sonarins Silas, sem kom í heiminn í apríl árið 2015, í nýrri bók, Nanny to the Stars eftir Connie Simpson.

Í bókinni segja Jessica og Justin hafa reynt allt sem þau gátu til að eiga náttúrulega fæðingu en að öll plön hafi fokið út um gluggann þegar taka þurfti soninn úr móðurkviði með keisaraskurði.

„Fæðingarplanið okkar var alls ekki eðlilegt. Við vorum með tvær ljósmæður, eina dúlu, fórum í fæðingarhugleiðingartíma, lásum fullt af hippabókum um börn og áttum yndislegt heimili í Hollywood-hæðum sem við breyttum í fæðingaræfingarstöð sem við kölluðum Átthyrninginn. Þannig að, ekki beint eðlilegt,” stendur í bókinni.

Jessica viðurkennir að kröfur hennar um heilbrigðan og hreinan lífsstíl eftir að heim var komið með barnið hafi gert þau hjónin svolítið brjáluð.

„Þegar öll plönin okkar fuku út um gluggann og rólega og náttúrulega fæðingin sem við höfðum séð fyrir okkur endaði með ferð á spítalann og bráðakeisara, komum við heim dauðþreytt, vonsvikin og í algjöru áfalli. Ég var með allt lífrænt, eiturefnalaust, náttúrulega og hómópatískt á heilanum fyrir barnið okkar, sem kom í heiminn á skurðstofu. Og ég var einræðisherra og gerði mig og eiginmann minn brjáluð!” er haft eftir Jessicu í bókinni.

Goin’ on tour. #MOTWTOUR

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on

Jessica og Justin gengu í það heilaga í október árið 2012 og eignuðust frumburðinn Silas eins og áður segir í apríl þremur árum síðar. Þríeykið er nú á ferðalagi vegna tónleikaferðalags Justins, Man of the Woods.

Harðorð í garð fyrrverandi eiginmannsins

||
||

Big Bang Theory-leikkonan Kaley Cuoco opnar sig uppá gátt í nýjasta hefti tímaritsins Cosmopolitan. Talar hún meðal annars um hjónaband sitt og tennisstjörnunnar Ryan Sweeting, en þau skildu árið 2015 eftir tæplega tveggja ára hjónaband.

Forsíðustúlkan.

„Ég hélt í alvörunni að ég myndi aldrei gifta mig aftur. Minn fyrrverandi eyðilagði það orð fyrir mér. Ég giftist í fyrsta sinn manni sem breyttist algjörlega. Manneskjan sem ég endaði með var ekki manneskjan sem ég kynntist upphaflega. Og það var ekki mér að kenna – það var honum að kenna,” segir Kaley.

Kaley kynntist unnusta sínum, knapanum Karl Cook, sex mánuðum eftir að hún tilkynnti um skilnaðinn við Ryan.

Sumarleg.

„Ég vissi hvað ég þyrfti að gefa mikið af mér og hvað mig langaði í til baka. Ég vissi að ég þyrfti að vera þolinmóð og að ég þyrfti að ganga í gegnum ýmislegt, en það færði mig til Karls,” bætir leikkonan við.

Karl bað Kaley í desember á síðasta ári og deildi tilfinningaríku myndbandi af leikkonunni á Instagram þar sem hún sést gráta af gleði.

Í viðtali við Us Weekly í ágúst sagði Kaley að hún og Karl virkuðu vel saman því hún gæti grínast endalaust í honum og hann yrði aldrei reiður. Svo sagði hún að það skipti miklu máli að hann elskaði hunda og hesta.

„Það er alltaf á tékklistanum mínum. Verður að elska hunda er númer eitt og hann tikkaði í það box fljótlega og ég varð yfir mig ástfangin.”

Þjálfari Victoria’s Secret-fyrirsæta býður uppá góða æfingu

Stephen Pasterino þjálfar margar Victoria’s Secret-fyrirsætur og býður upp á þrælgóða, þrjátíu mínútna æfingu hér fyrir neðan.

Það þarf engin tól eða tæki til að gera æfinguna, sem einblínir á að styrkja rass og fótleggi og að byggja upp langa og stælta vöðva.

Passið að þið hafið nóg pláss heima í stofu og bíðið svo spennt eftir rass- og lærabrunanum!

Býr til brúðarkjóla úr klósettpappír

|||||||||
|||||||||

Samkvæmt Instagram-síðu hans er Jian Yang sá maður í heiminum sem á stærsta safnið af Barbie-dúkkum.

En Jian er um margt óvenjulegur karakter þar sem hann ferðast með dúkkurnar sínar um heiminn og býr til kjóla á þær úr klósettpappír og munnþurrkum sem hann finnur á hótelum.

Hann hefur til dæmis búið til fjölmarga brúðarkjóla á dúkkurnar sínar eins og sést á myndunum hér fyrir neðan, en fleiri myndir af ævintýrum Jian má sjá á Instagram.

Internetið elskar þessa bosmamiklu fyrirsætu

|
|

Fyrirsætan Eyo-Ephraim vakti gríðarlega mikil viðbrögð á internetinu í síðustu viku eftir að tískukeðjan ASOS birti myndir af henni í skærgulu og páskalegu bikiníi.

Sumarleg.

Eyo-Ephraim er það sem er kallað fyrirsæta í yfirstærð, en hún var ráðin sem ein af fyrirsætunum hjá ASOS fyrir sjö mánuðum síðan. Netverjar virðast elska þessa fallegu konu og því ljóst að hún á eftir að halda starfinu.

ASOS hefur lagt áherslu á að hvetja til jákvæðrar líkamsímyndar með því að hafa fjölbreytt úrval af fyrirsætum á sínum snærum. Fyrir fimm árum setti fyrirtækið föt á markað fyrir konur með línur og í fyrra lofaði fyrirtækið að það ætlaði ekki að breyta líkömum fyrirsæta í tölvum í auglýsingaskyni, þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vilja fagna fjölbreytileika og náttúrulegri fegurð.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur yndisleg tíst um Eyo-Ephraim í gula bikiníinu:

Sendi giftingar- og trúlofunarhringana í pósti við skilnaðinn

|||
AppleMark|||

Leikkonan Meghan Markle gengur að eiga Harry Bretaprins þann 19. maí næstkomandi. Meghan skildi við leikarann og framleiðandann Trevor Engelson árið 2013 eftir tveggja ára hjónaband, en í nýrri bók, Meghan, A Hollywood Princess eftir Andrew Morton, kemur fram að Trevor hafi ekki haft hugmynd um að erfiðleikar hafi verið í hjónabandinu þegar Meghan bað um skilnað. Þetta kemur fram í frétt The Times.

Meghan og Trevor.

„Trevor fór frá því að tilbiðja Meghan í, eins og einn vinur benti á, að líða eins og hann væri eitthvað sem væri fast við skósólann hennar,” skrifar Andrew í bókinni sem kom út fyrir stuttu.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið

Vinur parsins heldur því fram að hjónabandið hafi endað mjög skyndilega og að Meghan hafi sent trúlofunar- og giftingarhringana í pósti til Trevors. Annar vinur parsins, sem er nafnlaus í bókinni, segir einnig að ákvörðunin um að binda enda á hjónabandið hafi verið tekin af Meghan og hafi komið Trevor algjörlega í opna skjöldu.

Harry og Meghan eru ástfangin.

Heimildir Andrews herma að slitnað hafi uppúr hjónabandinu vegna þess hve mikið Trevor og Meghan voru í sundur, þar sem leikkonan eyddi miklum tíma í Toronto við tökur á sjónvarpsþáttunum Suits. Þá segir einnig í bókinni að ein af ástæðum þess að sambandið gekk ekki upp hafi verið að ferill Trevors var ekki á jafn hraðri uppleið og ferill Meghans.

Sjá einnig: Meghan Markle geislar í brúðarkjól

„Á meðan hennar frægðarsól reis var ferill eiginmanns hennar ekki uppá marga fiska,” skrifar Andrew í bókinni og bætir við að Trevor sé enn reiður yfir sambandsslitunum.

„Þó fimm ár séu liðin getur hann varla dulið reiði sína.”

Bókin um Meghan er nýkomin út.

Býr til mögnuð listaverk úr banönum

|||||||||
|||||||||

Stephan Brusche er listamaður sem búsettur er í Rotterdam í Hollandi. Stephan þessi hefur gefið banönum nýjan tilgang síðustu sjö árin og býr til mögnuð listaverk úr þessu holla millimáli.

Fyrsta bananalistaverkið sem Stephan bjó til var einfaldlega broskall á banana þegar honum leiddist í vinnunni og langaði að birta eitthvað sniðugt á Instagram.

Nú, sjö árum síðar, er Stephan með tæplega áttatíu þúsund fylgjendur á Instagram og greinilegt að fólk kann vel að meta bananalistina, en hér fyrir neðan má sjá nokkur af verkunum.

Brúðkaupin blessunarlega breytingum háð

Eysteinn Orri Gunnarsson prestur tekur breytingum fagnandi þegar kemur að brúðkaupsathöfnum en hann segir brúðkaup blessunarlega breytingum háð eins og allt annað.

Hann segir jafnframt að þó brúðkaup byggi á gömlum gildum sé mikilvægt að gera athöfnina sem persónulegasta.

„Ég hef verið spurður um eitt og annað sem er kannski ekki alveg eftir öllu. Alltaf sagt já enda ekki það gjörsamlega galnar óskir um að ræða. Ég man eftir einum snilling sem spurði mig hvort það væri í lagi ef að hann setti undir vinstri skó sinn hjarta límmiða, sem ég svaraði „já auðvitað ekki er velkomnara en smá auka ást“ svo hóstaði hann aðeins og varð hálfvandræðalegur á svipinn og spurði hvort hann mætti setja Liverpool merkið undir þann hægri. Ég sá auðvitað ekkert að því enda Liverpoolmaður síðan Ian Rush var með nettustu mottu í heiminum þannig að ég játaði því bara. Hugsaði þetta ekkert lengra. Svo var komið að giftingu og við rúllum í gegnum í athöfnina og þá fattaði ég þetta. Þau voru komin á skeljarnar og allir vinirnir hans skælbrosandi útá eyru og sumir vel það. Auðvitað, þvílíkur snillingur og allir höfðu gaman af. Það eru einmitt brúkaup, þau eru gleði. Eitthvað sem gerir okkur að okkur á heima í athöfnum.”

Viðtalið má lesa í heild sinni í brúðarblaði Vikunnar.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Tími einkabílsins er að líða undir lok

Búist við miklum breytingum á samgöngum.

„Framtíðin er í almenningssamgöngum og öðrum umhverfisvænum samgöngumátum. Allir voru að tala um hvernig tími einkabílsins fer að líða undir lok,“ segir Salvar Þór Sigurðarson, vörustjóri hjá frumkvöðlafyrirtækinu Vortexa í Bretlandi. Vortexa hefur vakið talsverða athygli. Fyrirtækið nýtir eigin tækni til að sýna nákvæmlega olíuskipaflutninga með hjálp gervigreinar, hversu mikið af olíu og hvernig olíu er verið að flytja um alla heim á rauntíma.

Á dögunum sat Salvar ráðstefnu um þróun á hrávörumarkaði í Lausanne í Sviss á vegum breska dagblaðsins Financial Times. Þetta er árleg ráðstefna sem fjallar um ýmsar hliðar hrávörumarkaðarins á borð við kol, járn og ýmislegt annað. Olía var fyrirferðarmesta umfjöllunarefnið. Á meðal annarra ráðstefnugesta voru forstjórar og annað lykilfólk stórfyrirtækja í olíu- og flutningageiranum. Vortexa var eitt af aðalstyrktarfyrirtækjum ráðstefnunnar og kynnti Salvar þar vörur þess.

„Allskonar nýir orkugjafar eru nú orðnir samkeppnishæfari og munu halda áfram að þróast. Þetta og fleira ræddi fólk um án þess að snúa öllu upp í karp um hvort þétting byggðar og auknar almenningssamgöngur séu yfirhöfuð góðar hugmyndir. Ég sakna þess á Íslandi.“

„Mér fannst mjög áhugavert að sjá hversu vel tókst að ræða umfangsmiklar breytingar á heiminum, sem fara margar beint gegn hagsmunum þeirra fyrirtækja sem áttu fulltrúa þarna, án þess að detta í afneitun. Þétting byggðar mun halda áfram og bráðum verður einkabíllinn ekki konungur allra samganga,“ segir Salvar.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var: Upphaf nýrrar sveiflu. Fjallað var um þróun mála í kjölfar fjármálakreppunnar, uppsveiflunnar um heim allan eftir hana og nýja orkugjafa. „Stemningin virtist vera sú að eftir niðurskurð síðustu ára fari að birta aftur á mörkuðum með hækkandi olíuverði, hvort sem eitthvað er til í því eða ekki. Undirtónninn var samt mjög skýr. Uppsveiflan sem er að hefjast núna er alls ekki venjuleg, því hún gerist á sama tíma og mestu tækniframfarir mannkynssögunnar eru að eiga sér stað, sérstaklega þegar kemur að orkugjöfum,“ segir Salvar og bætir við að forstjórar olíufyrirtækjanna hafi verið sammála um að heimurinn sé að breytast og að þeir þurfi að fylgja með. Mikið var líka rætt um rafhlöðutækni, mengunarvandamál, þéttingu byggðar, samgöngumál og mál á borð við bitakeðju (e. blockchain) sem talið er að geti haft mikla breytingu í för með sér í fjármálaheiminum og flestum viðskiptum.

„Allskonar nýir orkugjafar eru nú orðnir samkeppnishæfari og munu halda áfram að þróast. Þetta og fleira ræddi fólk um án þess að snúa öllu upp í karp um hvort þétting byggðar og auknar almenningssamgöngur séu yfirhöfuð góðar hugmyndir. Ég sakna þess á Íslandi,“ segir Salvar.

Fleiri samkynja pör taka börn í fóstur

Fleiri samkynja pör taka nú börn í fóstur en áður og fleiri gerast fósturforeldrar.

Bryndís S. Guðmundsdóttir, uppeldisfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir að lesbísk pör hafi tekið að sér börn í fóstur um áraraðir og nokkur börn fundið framtíðarheimili á nýjum heimilum. Þeim hafði hins vegar fækkað talsvert þar til sjónvarpsþáttur Sindra Sindrasonar, Fósturbörn, fór í loftið á Stöð 2.

„Eftir að þættirnir voru sýndir sóttu fjögur samkynhneigð pör um að taka að sér fósturbörn, allt karlmenn. Það þýðir að 4-7 börn fundu ný heimili,“ segir Bryndís. Á síðasta ári fóru börn í fóstur á 60 heimilum og eru tæplega 400 börn á Íslandi á fósturheimilum.

Bryndís segir nokkra aðra þætti geta skýrt að fósturforeldrum hafi fækkað þar til þáttur Sindra var sýndur. Hugsanlega geti það skrifast á uppsveiflu í efnahagslífinu en þá hafi fólk meira að gera en í niðursveiflu. Hún bætir við að fólk velti því fyrir sér lengi að gerast fósturforeldrar. Yfirleitt þurfi eitthvað að ýta við því til að stíga skrefið til fulls og sækja um að verða það. „Ég held að sjónvarpsþættirnir hafi vakið áhuga hjá fólki og því sæki fleiri samkynja pör um að taka börn í fóstur,“ segir Bryndís. Lengra viðtal við má finna við hana á vefnum GayIceland.

„Þetta gefur mér meiri tíma með konunni og börnum og það er það sem ég vil“

||||
||||

„Það má aldrei segja nákvæmlega hvað þetta er og fyrir hvern fyrr en þeir eru búnir að henda út fréttatilkynningu, sem þeir eru semsé ekki búnir að gera. En þetta er tíu þátta sjónvarpssería sem gerist í geimnum fyrir eina af stóru streymisþjónustunum í heiminum. Sem sagt sci-fi geimdrama,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson.

Hann hefur verið í Höfðaborg í Suður-Afríku síðustu sex vikur við tökur á erlendri sjónvarpsseríu og verður þar í þrjár vikur til viðbótar. Hann segir ferlið hingað til hafa verið ljúft og að þægilegt sé að vinna við seríuna, ef svo má segja, þar sem hún er öll tekin upp í myndveri.

Jóhannes fékk fjölskyldu sína í heimsókn til Höfðaborgar fyrir stuttu.

„Af því að serían gerist í geimnum er allt tekið upp í myndveri, þannig að þetta er eins þægilegt og kvikmyndagerð getur orðið. Það er nú oftar en ekki þannig að maður þarf að díla við alls kyns tökustaði þar sem veður, fjarlægðir og því um líkt er alltaf að breytast. En hér fer ég alltaf á nákvæmlega sama staðinn og ef það skyldi rigna, sem gerist sjaldan, skiptir það engu máli því við erum inni í hljóðeinangruðu myndveri. Þannig að þetta er ansi gott, þó að það sé auðvitað langt að fara hingað. Það er ekki eins og ég eigi heima hérna hinum megin við hornið,“ segir Jóhannes sposkur á svip.

Sjónvarpsþættirnir eru ólíkir öðru sem Jóhannes hefur tekið sér fyrir hendur en hann hefur leikið meira í erlendum verkefnum en innlendum síðustu árin. Meðal þess sem hann hefur leikið í eru sjónvarpsþættirnir A.D. The Bible Continues og Game of Thrones og kvikmyndin Atomic Blonde. Þá lauk hann nýverið við tökur á sjónvarpsþáttunum The Innocents fyrir Netflix.

„Fjölbreytni er eitthvað sem maður tekur fagnandi í þessum bransa. Mér finnst ég alltaf vera eins og fiskur á þurru landi í hverju verkefni sem ég byrja í, sérstaklega í þessum erlendu verkefnum. Þau eru svo ólík. Á undan geimdramanu var ég að leika í tveimur bíómyndum; önnur gerist um borð í skipi og hin er 19. aldar vestri. Þetta þrennt er allt mjög, mjög ólíkt hvað öðru. Ég vil forðast að gera hluti sem virka eins fyrir mér en svo náttúrlega ræð ég því ekkert sjálfur hvaða tækifæri mér bjóðast. Ég er allavega þakklátur fyrir að fá svo fjölbreytt verkefni í hendurnar,“ segir þessi fjölhæfi leikari.

Fjölskyldutíminn skiptir mestu máli

Jóhannes á þrjú börn með eiginkonu sinni, Rósu Björk Sveinsdóttur. Þau heimsóttu hann nýverið til Höfðaborgar og eyddi fjölskyldan saman þremur vikum, en fjölskyldutíminn skiptir Jóhannes öllu máli.

Jóhannes og Rósa styðja hvort annað í gegnum þykkt og þunnt.

„Ég tek aldrei ákvarðanir um verkefni án þess að skoða hvaða áhrif þau hafa á minn tíma með fjölskyldunni. Hann skiptir mig mestu máli. Ef ég horfi á síðastliðin þrjú ár hef ég verið að jafnaði þriðjung af árinu í útlöndum og tvo þriðju heima. Þessa tvo þriðju hluta er ég nánast bara í fríi. Þegar ég skoðaði þetta verkefni fannst mér of mikið að vera níu vikur frá fjölskyldunni en þegar ég skoðaði þetta með konunni sagði hún mér að hana hefði alltaf langað til að fara til Höfðaborgar. Þannig að við höfðum þetta þannig að ég var einn hér í þrjár vikur, síðan kom konan með börnin og var hjá mér í þrjár vikur og svo er ég einn í þrjár vikur í restina. Þannig að í raun er ég bara í þrjár vikur í burtu sitthvoru megin við fríið með þeim. Svo verð ég í fríi í dágóðan tíma eftir að ég kem heim. Ég leyfi þessu ekki að taka of stóran bita af fjölskyldulífinu. Konan hefur reyndar heimsótt mig með börnin í öll erlendu verkefnin sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hún hefur komið til Ungverjalands, Marokkó, Vancouver í Kanada og til Bretlands, sem er rosalega gaman og mikið ævintýri fyrir alla,“ segir Jóhannes, en tökuplanið var fjölskyldunni hliðhollt í nýlegri heimsókn til Höfðaborgar.

Það var ýmislegt brallað þegar fjölskyldan átti frítíma saman í Suður-Afríku.

„Það raðaðist þannig að þessar þrjár vikur sem þau voru hér þá held ég að ég hafi unnið í fimm daga samtals, sem var æðislegt. Þrír af þessum fimm dögum voru hálfir dagar þannig að það var eins og ég hefði hannað þetta sjálfur sem var ofboðslega gott.“

Betur borgað en á Íslandi

Jóhannes kann vel við að ferðast um heiminn á vit nýrra og krefjandi verkefna, eins og hann hefur gert nánast eingöngu síðastliðin fjögur ár.

„Mér finnst þetta algjör forréttindi. Ég fæ að heimsækja staði í heiminum sem ég hef aldrei komið til áður. Ég finn líka hvað þetta gefur mér mikinn frítíma. Ég hef miklu meiri frítíma núna en nokkurn tíma þegar ég var að vinna á Íslandi. Þetta tekur ekki yfir allan minn tíma á árinu og er töluvert betur borgað en að vera leikari á Íslandi. Þetta gefur mér meiri tíma með konunni og börnum og það er það sem ég vil. Ég er þakklátur fyrir þessar aðstæður sem ég er í núna og vil endilega halda þessu áfram,“ segir Jóhannes. Nánasta framtíð er óráðin þegar kemur að verkefnum.

„Akkúrat núna er bara frí sem tekur við eftir tökur í Höfðaborg. Ég vil helst vera í fríi þangað til í haust. Netflix-serían The Innocents verður frumsýnd í júlí og ef ákveðið verður að gera aðra seríu er ég samningsbundinn að leika í henni. Þá fer ég aftur í tökur í september eða október, að því gefnu að verði gerð önnur sería sem ég veit ekki fyrr en í ágúst. Mögulega leik ég í skandinavískri bíómynd í ágúst en það er allt á samningsstigi og ekkert ákveðið. En það væri gaman,“ segir leikarinn.

Hvar er fastráðningin í Þjóðleikhúsinu?

En á hann eftir að uppfylla einhverja drauma á ferlinum?

„Ég er allavega kominn á ákveðinn stað sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi komast á. Ég hef alltaf tekið eitt skref fram á við en aldrei horft á einhvern endapunkt. Þegar ég var í leiklistarskólanum hugsaði ég aldrei að ég ætlaði að leika í erlendum sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Nei, ég hugsaði: Ég ætla að verða fastráðinn leikari í Þjóðleikhúsinu. Það fyrir mér var ákveðinn staður til að komast á. Svo þegar ég fékk fastráðningu langaði mig að leika í íslenskum kvikmyndum. Eftir að ég lék í Svartur á leik fékk ég erlendan umboðsmann og þá var allt í einu komið inn í myndina að leika í erlendum bíómyndum,“ segir Jóhannes og bætir við að hann standi á hálfgerðum krossgötum.

Stund á milli stríða hjá Jóhannesi.

„Ég hef verið að hugsa þetta undanfarið: Hvar er fastráðningin í Þjóðleikhúsinu núna? Hvert vil ég komast. Ég hreinlega veit það ekki. Það er hættulegt að vera of sáttur við hvar maður er og maður þarf að stefna að einhverju. Ein hugsun sem hefur læðst að mér er að kannski sé næsta skref fyrir mig að framleiða eitthvað sjálfur. Að segja einhverja sögu sem mig langar til að segja. En ég veit ekki hvaða saga það er.“

Myndir / Úr einkasafni

Presturinn sagði vitlaust nafn í kirkjunni

Þau Alma Jónsdóttir og Matthías Árni ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi þann 12. ágúst í fyrra – að ganga í það heilaga og skíra son sinn, Jón Inga, á sama tíma í Hafnarfjarðarkirkju.

„Dagurinn var fullkominn í alla staði, æðislegt veður og fjölskylda og vinir samankomnir til að fagna deginum með okkur,“ segir Alma. Það var þó eitt óvænt, en frekar fyndið, atvik í athöfninni sjálfri, sem vakti mikla athygli fram eftir degi og kvöldi.

„Athöfnin hafði gengið rosalega vel. Við byrjuðum á að skíra Jón Inga og var það æðisleg stund þar sem hann er skírður í höfuðið á öfum sínum sem voru þarna með okkur. Svo var komið að því að gifta okkur. Presturinn, sem við þekkjum bæði vel, var búinn að vera í smávegis veseni með hátalarakerfið en lét það ekki á sig fá og hélt áfram með athöfnina. Þegar kom að því að spyrja okkur hvort við vildum ganga að eiga hvort annað byrjaði hann á að spyrja Matthías hvort það væri einlægur ásetningur hans að ganga að eiga Telmu sem við hlið hans stæði. Þarna var maðurinn minn sem betur fer fljótur að svara: „Nei Ölmu!“ Þá roðnaði presturinn smávegis og gátum ekki annað en brosað. Athöfnin hélt svo áfram áfallalaust og við gengum út úr kirkjunni gift,“ segir Alma og bætir við:

„Eftir athöfnina kom presturinn til okkar og ætlaði að fara biðja okkur afsökunar á þessu atviki en við vorum fljót að stoppa hann og hlæja bara að þessu með honum.“

Segja má að þessi nafnaruglingur hafi verið eitt af aðalskemmtiatriðunum í veislunni eftir athöfnina.

„Þar sem að hátalarakerfið var búið að vera eitthvað aðeins að stríða okkur voru það ekki margir sem heyrðu prestinn segja rangt nafn, en þeir sem heyrðu þetta fannst þetta bara skondið atvik. Í veislunni var þetta hins vegar aðalgrínið og mikið hlegið af þessu. Í dag getum við svo sannarlega hlegið jafnmikið að þessu og við gerðum á brúðkaupsdaginn,“ segir Alma.

Þetta viðtal er hluti af stærra efni í nýjasta tölublaði Mannlífs um óvæntar uppákomur á brúðkaupsdaginn. Smelltu hér til að lesa Mannlíf á netinu.

Mynd / Zack Gemmell

Leita að ungri stúlku til að leika í stuttmynd

Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar nú að stúlku á aldrinum fimm til sjö ára til að leika aðalhlutverk í nýrri stuttmynd.

Join Motion Pictures var stofnað árið 2007 af framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni og leikstjóranum Guðmundi Arnari Guðmundssyni. Þetta tvíeyki vakti fyrst heimsathygli árið 2013 með stuttmyndinni Hvalfjörður, eða Whale Valley, sem sópaði til sín verðlaunum, þar á meðal á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem myndin hlaut sérstök dómnefndarverðlaun.

Join Motion Pictures framleiddi einnig kvikmyndina Hjartastein, sem Guðmundur Arnar leikstýrði og skrifaði, en sú mynd hefur hlotið hátt í fjörutíu verðlaun hér heima og erlendis, og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason sem státar af yfir tuttugu verðlaunum.

Áhugasamir foreldrar eru beðnir um að senda nýlegt myndbrot eða myndir af dætrum sínum á [email protected], ásamt upplýsingum um aldur, hæð og helstu áhugamál eigi síðar en sunnudaginn 8. apríl.

„Róandi lyf algengust“

|
|

Valgerður Rúnarsdóttir, læknir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ og forstjóri sjúkrahússins Vogs, segir að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hafi tíðkast í áratugi og sé hluti af vímuefnavanda þeirra sem leita til SÁÁ.  

Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir meðal annars að meðan framboðið á lyfjum sé mikið sé neyslan það einnig.

„Lyfseðilsskyld lyf sem eru misnotuð eru í þremur flokkum, öll ávanabindandi og geta valdið fíkn. Róandi-, svefn- og kvíðastillandi lyf, sterk verkjalyf og örvandi lyf. Öll þessi lyf eru meira áberandi meðal þeirra sem koma í meðferð nú en áður en þó eru ekki dramatískar breytingar nema fíkn í sterku verkjalyfin jókst umtalsvert síðustu tvö árin. Neyslan í dag er hjá flestum blönduð, áfengi, lyf og ólögleg vímuefni,“ segir Valgerður. „Algengast er þó að róandi lyfin séu með í för. Konur eru líklegri til að nota róandi lyfin en karlar, önnur lyfjaneysla er svipuð hjá báðum kynjum. Eldri einstaklingar hafa verið frekar í róandi og verkjalyfjum, en þetta hefur breyst og undanfarin ár sækir yngri kynslóðin mun meira í þessi lyf, jafnvel þau yngstu, það er að segja undir tvígtugu. Notkun örvandi lyfjanna er mest meðal yngri fullorðinna, 20-40 ára, og hættulegast er þegar þessi lyf eru notuð í æð.“

Lyfin oft af götunni
Hefur orðið aukning á einhverju tilteknu lyfi að undanförnu? „Við höfum tekið eftir aukningu á xanax sem er eitt af róandi lyfjunum og er ekki selt hér í apótekum, og síðan verkjalyfið oxycodone sem þó er mun minna um. Það eru þó oftast  sömu lyfin sem ganga kaupum og sölum, samanber nöfnin hér fyrir ofan. Það má segja að ópíóíðalyfin eða sterku verkjalyfin séu hættulegust í inntöku því þau geta haft lífshættulegar afleiðingar með öndunarhömlun sem er vegna áhrifa á heila. Önnur róandi lyf geta einnig verið lífshættuleg í inntöku sérstaklega með öðrum vímugjöfum eins og áfengi. Hins vegar er neysla methylphenidates (rítalíns) í æð og einnig morfínlyfin í æð, mjög hættuleg vegna þeirra lífshættulega fylgikvilla sem sprautufíkn fylgja. Bakteríusýkingar, lost, ofskammtar og svo framvegis. Áhrif methylphenidate-lyfja á hvatvísi, áhættuhegðun, dómgreind og fleira eru mjög alvarlegt mál. Örvandi neyslan á Íslandi er miklu meira vandamál heldur en verkjalyfin,“ segir Valgerður. „Þessi lyf eru til sölu á ólöglegan hátt, þau koma væntanlega flest úr apótekum landsins, geta líka verið innflutt. Margir fá einhver lyf frá læknum en það er algengara að fólk kaupi þau „á götunni“.“

„Þessi lyf eru til sölu á ólöglegan hátt, þau koma væntanlega flest úr apótekum landsins, geta líka verið innflutt. Margir fá einhver lyf frá læknum en það er algengara að fólk kaupi þau „á götunni“.“

Meðferð vandasöm
Hún segir að afeitrun af þessum mismunandi lyfjum geti verið vandasöm og sé ólík fyrir hvern lyfjaflokk. „Margir eru í blandaðri neyslu á þessum lyfjum og því full þörf á gát og endurmati lyfja þessa daga sem afeitrun stendur. Hún er veitt í inniliggjandi sjúkrahúsdvöl á Vogi, af læknum og hjúkrunarfræðingum. Margir þurfa framlengda dvöl vegna þessarar neyslu, sem getur tekið langan tíma að afeitra, allt upp í nokkrar vikur. Stundum á við sérstök meðferð fyrir þá sem eru með alvarlega fíkn í ópíóíðalyf, sterku verkjalyfin, sem kallast viðhaldsmeðferð og er veitt héðan frá göngudeild Vogs.

Auk þess er mikil þörf á framlengdri meðferð fyrir fólk sem sprautar í æð örvandi lyfjum, það þarf oft mikið umhald og stuðning. Við höfum fjögurra vikna eftirmeðferð á meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi sem er glæný, rúmgóð og býður kynjaskipta meðferð með nokkrum sérúrræðum. Það er meðal annars gott rými fyrir eldri einstaklingana sem voru lyfjaháðir og þurfa tíma til að jafna sig og læra að takast á við til dæmis svefnvanda og kvíðaeinkenni sem eru oft áberandi í þessum hópi. Einnig höfum við framhaldsdvöl í 6-18 mánuði á meðferðarheimilinu Vin fyrir karlmenn sem komnir eru í slæma stöðu. Og svo er það göngudeildin okkar í Von Efstaleiti og á Akureyri.“

Hefur verið sama þróun í þessum málum hér og í nágrannaþjóðunum? „Já, það eru áhyggjur af lyfjaneyslu og fíkn hjá nágrannaþjóðum. Í Bandaríkjunum kalla þeir það „faraldur“ þar sem hátt í 100 manns deyja á dag úr ofneyslu sterkra verkjalyfja.“

„Samfélagið mætti vel spyrja sig, hvers vegna lyf almennt. Við mörgum venjulegum einkennum og áhrifum lífsins. Til dæmis svefntruflunum, verkjum, vægum kvíðaeinkennum, öðrum geðrænum einkennum sem mörgum hverjum má sinna með allt öðrum hætti en með lyfjum.“

Breytingar á lífsstíl í stað lyfja
Áhugavert er að velta fyrir sér hvaða samfélagslegu aðstæður og ástæður geta verið fyrir því að öll þessi lyf eru í umferð og að fólk misnotar lyfseðilsskyld lyf í auknum mæli. „Það er einnig umhugsunarvert hvernig umgengni er við lyf, má gefa með sér lyfseðilskyld lyf? Svarið er nei, en sú er samt raunin. Samfélagið mætti vel spyrja sig, hvers vegna lyf almennt,“ segir Valgerður ákveðin, „við mörgum venjulegum einkennum og áhrifum lífsins. Til dæmis svefntruflunum, verkjum, vægum kvíðaeinkennum, öðrum geðrænum einkennum sem mörgum hverjum má sinna með allt öðrum hætti en með lyfjum. Hreyfing og ýmsar lífsstílsbreytingar geta haft gríðarlega mikil áhrif og góð. Sálfræðimeðferðir eru til við mörgum kvillum og geta læknað og lagað mjög mikið með einstaklingnum. Við langvinnum stoðkerfisverkjum, (ekki bráðum verkjum eða í líknarmeðferð), á helst ekki að nota þessi morfínskyldu verkjalyf. Bestu raun gefa hreyfing, sjúkraþjálfun, endurhæfing, sálfræðimeðferð, iðjuþjálfun og fleira auk ef til vill bólgueyðandi lyfja. Það er hugsað sem lausn á undirliggjandi og samhliða vanda, en ekki bara að slökkva á einkenninu sem er verkurinn. Kannski erum við orðin of lyfjatrúar, eða þolum minna en áður. Síðan er það vandinn af fíkninni. Þegar um er að ræða fíknsjúkdóm eru þessi lyf eins og hvert annað vímuefni og neyslan þá ekki stýrð af skynsemi eða rökum. Þau koma þá inn í neysluna almennt og verða hluti af henni, eins og raunin er. Ef nóg er framboðið, þá verður neyslan líka aukin,“ segir Valgerður.

En hvað með önnur fíkniefni, hefur orðið breyting á neyslu þeirra? „Hún hefur ekki minnkað, neysla ólöglegra vímuefna er sem aldrei fyrr.“

Lyf sem eru misnotuð skiptast í þrjá meginflokka

  1. Róandi- svefn- og kvíðastillandi lyf: Oftast benzodiazepin-lyf sem hafa ótal sérlyfjaheiti, meðal annars tafil, rivotril, lexotan, diazepam og mogadon. Einnig svo kölluð z-lyf eins og imovane og stilnoct.
  2. Sterk verkjalyf: Eru morfínskyld lyf, veikari eru tramadol og kodein, til dæmis parkódin, og sterkari eru meðal annars contalgin, oxy-lyfin og fentanyl.
  3. Örvandi lyf: Eins og amfetamín-töflur og methylphenidate, til dæmis rítalín og concerta.

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um skaðsemi lyfseðilsskyldra lyfja. Dauðsföllum af völdum misnotkunar þeirra hefur fjölgað gríðarlega og grunur um að andlát níu manneskja á þessu ári megi rekja til ofneyslu slíkra lyfja eða fíkniefna. Mannlíf ræddi við einnig við Sigurð Rósant Júlíusson, fyrrverandi fíkil, um reynslu hans af hörðum heimi fíkniefna og föður stúlku sem lést vegna ofneyslu, um þann vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Kynlíf, morð og hryllingur

Við sitjum límd yfir þessum þáttum.

1. The Good Place er bráðfyndin gamanþáttaröð sem fjallar um Elenor Shellstrop sem fer yfir móðuna miklu og vaknar upp í The Good Place eða á Góða staðnum, sæluræt ætluðum þeim sem hafa gert óteljandi góðverk í lifandi lífi. Vandamálið er hins vegar að Elenor er vægast sagt sjálfselsk kona sem á engan heiður að þeim góðverkum sem henni hafa verið eignuð og er vera hennar á Góða staðnum þ.a.l. á misskilningi byggð. Elenor gerir því allt til að halda blekkingunni á lofti, því komist svikin upp verður hún umsvifalaust send á „Vonda staðinn“.

2. Í drungalegri framtíð þar sem menn hafa numið land á tunglinu, Mars og ýmsum smástirnum, dragast fimm einstaklingar, sem ekki þekkjast innbyrðis, inn í spennandi svaðilför um sólkerfið (með nokkrum mögnuðum kúvendingum). The Expanse eru þættir sem sannir aðdá-endur vísindaskáldskapar ættu ekki að láta framhjá sér fara því hér sameinast flottar tækni-brellur, fínt handrit og spennuþrungin atburðarás – allt sem gerir geimþætti að góðri skemmtun.

3. The Alienist eru spennuþrungnir krimmaþættir sem gerast í í New York árið 1896 og segja frá Dr. Laszlo Kreizler, sálfræðingi með djúpa og óvenjulega innsýn í sálarlíf afbrotamanna, sem blandast inn í morðmál þar sem illa útleikið lík ungs drengs finnst á byggingarvæði nýrrar brúar yfir Hudson-fljótið. Það hvernig skilið var við líkið minnir Laszlo strax á annað morðmál sem hann kom einnig að og því vaknar sú spurning hvort raðmorðingi geti verið að verki.

4. Eflaust muna margir eftir bandarísku raunveruleikaþáttunum Queer Eyes for the Straight Guy sem nutu mikilla vinsælda þegar þeir voru sýndir í sjónvarpi á árunum 2003-2007, en þeir fjölluðu um fimm homma sem tóku gagnkynhneigða karla upp á arma sína og gerbreyttu lífi þeirra með ráðleggingum í fatavali, eldamennsku, innanhússhönnun og fleiru. Nú hafa þættirnir verið endurvaktir með þeim breytingum að hinir fimm fræknu heimsækja staði sem eru alræmdir fyrir fordóma gegn hinsegin fólki og í þetta sinn reyna þeir að greina og skilja ástæðurnar fyrir vansæld og hirðuleysi mannanna sem þeir hjálpa.

Fyrirtaks skemmtun, ekki bara fyrir þá sem hafa áhuga á lífsstílsþáttum heldur þá sem kjósa uppbyggilegt sjónvarpsefni.

5. Ef þú átt eftir að sjá Happy Valley þá ættirðu endilega kíkja á þá því hér eru á ferð einstaklega vel skrifaðir og leiknir breskir sakamálaþættir. Þeir gerast í samnefndum enskum smábæ sem hefur farið illa út úr eiturlyfjafaraldri og fjalla um viðureign hinnar harðskeyttu, snjöllu og lífsþreyttu lögreglukonu Catherine Cawood við alls kyns illþýði. Sarah Lancaster vann til Bafta-verðlauna fyrir leik sinn enda fer hún hreinlega á kostum í titilhlutverkinu. Von er á 3. seríu.

Japanskir kokkar matreiða íslenskt hráefni

Hrefna Rósa Sætran kokkur og Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona leiða saman hesta sína í nýjum matreiðsluþáttum þar sem sjónum er beint að íslensku hráefni í meðförum japanskra kokka.

„Við erum að skoða bæði hvernig Japanir höndla og matreiða íslenskt hráefni og hvað við getum lært af þeim, hittum þarlenda kokka og lærum sígilda japanska matargerð,“ lýsir Hrafnhildur, þegar hún er spurð út á hvað þættirnir gangi og bætir við að rúsínan í pylsuendanum verði svo þegar Hrefna töfri fram nýjan rétt úr íslensku eðalhráefni, innblásnum af heimsókninni til Japans. „Svo allir geti haft gagn og gaman af.“

En af hverju Japan? „Einfaldlega af því að í minni eldamennsku hef ég sótt innblástur í japanska matargerð,“ segir Hrefna. „En gagnstætt Hrafnhildi sem heimsótti Japan fyrir 20 árum, þegar hún fór með bandarísku tökuliði til Kýótó, þá hafði ég sjálf aldrei komið þangað og langaði að kynna mér japanska matargerð til hlítar þótt ég hafi nú reyndar kunnað ýmislegt. Þess vegna varð Japan fyrir valinu.“

Þættirnir hafa hlotið heitið Smakk og verða sex talsins, teknir upp á Íslandi og í Japan en hver þáttur er helgaður einum stað eða einu hráefni. Fiskur, núðlur, svínakjöt, hvalkjöt, hrossakjöt og „heimsins besta nautakjöt“ – Omi beef – verða þannig m.a. til umfjöllunar og staðir á borð við Arnarfjörð, Borgarfjörð, Kjós, Reykjavík og Vestamannaeyjar sóttir heim, en tökum er lokið í Japan þar sem þær Hrefna og Hrafnhildur heimsóttu Tókýó, Yokohama, Kawasaki, Osaka, Kýótó og eyjuna Okinawa.

Spurðar hvort eitthvað hafi komið á óvart þar þá segjast þær hafa orðið hissa á því hversu hreinar Tókýó og Kýótó séu og hversu ólíkir innbyrðis allir staðirnir séu. Þannig sé t.d. Kýótó gamaldags og sjarmerandi á meðan Tókýó sé spennandi og „hröð“. „Síðan kom mér á óvart hversu mikið er lagt upp úr mat og matargerð hvarvetna,“ segir Hrafnhildur. „Alls staðar eru matsölustaðir, veitingahús og götumatur og hægt að fá úrvals mat ekki bara á veitingastöðum heldur líka í mörkuðum eins og Seven Eleven og jafnvel úr sjálfsölum. Auk þess leggja Japanir mikið upp úr heilbrigðum lífsstíl og hollum mat og reyna að ná því besta úr hráefninu.“

„Já, virðingin fyrir hráefninu er mögnuð. Á veitingastöðum eru t.d. ekki beint matseðlar heldur boðið upp á mat sem er eldaður upp úr ferskasta hráefninu hverju sinni og matargerðin er lituð af mörg hundruð ára gömlum aðferðum og hefðum. Ætli virðingin fyrir hráefninu og þekkingin á því sé kannski ekki helsti munurinn á matargerð okkar Íslendinga og Japana.“

„Já, virðingin fyrir hráefninu er mögnuð,“ tekur Hrefna undir. „Á veitingastöðum eru t.d. ekki beint matseðlar heldur boðið upp á mat sem er eldaður upp úr ferskasta hráefninu hverju sinni og matargerðin er lituð af mörg hundruð ára gömlum aðferðum og hefðum. Ætli virðingin fyrir hráefninu og þekkingin á því sé kannski ekki helsti munurinn á matargerð okkar Íslendinga og Japana,“ segir hún hugsi.

Hrafnhildur bendir á að rætur japanskrar matargerðar liggi þó á svipuðum stað og hjá Íslendingum. Þjóðirnar eigi þannig sameiginlegt að nýta allt sem til fellur af skepnunni og þar af leiðandi hafi Japanirnir sem þær ræddu við t.d. ekki þótt neitt athugavert við þá tilhugsun að borða punga eða svið og fundist spennandi að fá að smakka íslensku þorsklifrina og brennivínið sem þær höfðu meðferðis.

Þær segja að þó að ferðalagið til Japans hafi verið langt, níu tíma mismunur og vissir tungumálaörðugleikar þá sé gaman að heimsækja landið og japönsk menning, ekki síst matarmenning, sé ótrúlega áhugaverð. Þær hlakka til að gefa landsmönnum tækifæri til að skyggnast inn í þessa forvitnilegu menningu. „Síðan verður ekki síður spennandi að sýna hvað er að gerast á Íslandi,“ segir Hrafnhildur, „en við ætlum okkur að heimsækja þá sem eru að grúska í ræktun og búskap til að finna allra besta fáanlega hráefni á landinu.“

„Þetta á eftir að verða ótrúlega skemmtilegt,“ segir Hrefna og brosir.

Þættirnir verða sýndir á RÚV í haust en fylgjast má með verkefninu á Instagram undir #smakk_japan.

Mynd: Hrefna Rósa Sætran, til vinstri, og Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinna að nýjum matreiðsluþáttum.

 

Hélt ævintýralegt brúðkaup í ítölskum kastala

Mynd / Facebook ASÍ

Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Harald Loga fyrir tæpum tveimur árum en brúðkaup þeirra hjóna fór fram í kastala á Ítalíu.

Drífa segir upplifunina hafa verið einstaka og í stað þess að vera sópað út úr veislusal hafi veislan staðið fram eftir morgni meðal þeirra nánustu. „Vinkona mín gifti sig á Ítalíu og eftir veisluna þeirra fundum við strax að svona vildum við hafa brúðkaupið okkar. Eftir að hafa leitað að rétta kastalanum flugum við út þar sem eigandinn tók á móti okkur og heillaði upp úr skónum. Eftir að hafa skoðað híbýlin vel og vandlega nutum við kvöldverðar með eigandanum sem fór yfir teikningar af húsinu þar sem við röðuðum fólkinu okkar niður í herbergi.

Brúðkaupsdagurinn sjálfur var svo ævintýri líkastur en eftir athöfnina fórum við beint í myndatöku en eigandi hússins hafði valið fallega staði í nágrenninu þar sem teknar voru æðislegar myndir.“

„Við fengum auðvitað fullt af ræðum og leikjum eins og brúðkaupa er vani en upplifunin þarna í garðinum var gerólík því sem þekkist í veislusölum þar sem ókunnugir þjónar bíða eftir að veislunni ljúki svo hægt sé að þrífa og komast heim. Þarna voru allir að njóta sín í fríi og enginn að stressa sig.”

Drífa segir marga hafa komið að máli við sig hvað kostnað varðar við veislu sem þessa en hún segir hann ekki meiri en við hefðbundið brúðkaup hér á landi. „Í sannleika sagt kostar svona brúðkaup nákvæmlega það sama, ef ekki minna en að gifta sig í sal heima. Nema í þeim tilfellum líður dagurinn fljótt og einkennist í flestum tilfellum af miklu stressi. Að mínu mati er mikilvægt að hugsa dæmið til enda og eyða ekki um efni fram með þessari hefðbundnu leið þegar möguleikarnir eru mun fleiri.

Flestir hafa hugsað um brúðkaupsdaginn sinn lengi, jafnvel alla ævi og þá er sorglegt að setja peningana sína í eitthvað sem er búið á augabragði, eða þegar salurinn lokar og allir eru reknir út. Þarna áttum við ótal daga af algjöru ævintýri og gæti ekki hugsað mér að gera þetta neitt öðruvísi.”

Viðtalið í heild má lesa í brúðkaupsblaði Vikunnar.

Mynd / Aldís Pálsdóttir.

Förðun / Björg Alfreðsdóttir.

Volvo XC40 og XC60 bílar ársins

|
|

Allt virðist ganga upp hjá frændum okkar Svíum þessi misserin. Karlalandsliðið fer á HM í Rússlandi, IKEA-geitin brann ekki og Volvo hreppir titilinn bíll ársins.

åkan Samuelsson, valinn maður ársins í bílaiðnaðinum á sýningunni í Genf (World Car Person of the Year 2018), en það er ekki síst talið honum og áherslubreytingum hans að þakka að Volvo selst nú eins og Malm-kommóður í IKEA.

Volvo kemur einkar vel undan vetri en fyrirtækið bætti afkomu sína töluvert árið 2017. Þetta er í raun fjórða árið í röð sem fyrirtækið fer fram úr væntingum, en Volvo seldi nær fjórðungi fleiri bíla á síðasta ári en 2016. Munar þar mest um nær helmingsaukningu í Kína. 571.577 voru bílarnir í heildina, svona fyrir þá sem vilja nákvæma tölu. Þessi söluaukning skilaði sér í 27,7% aukningu á rekstrarhagnaði.

Það eru ekki bara peningar sem streyma til Volvo heldur líka verðlaunin. Þannig var XC40 á dögunum valinn bíll ársins af tímaritinu WhatCar? sem og bíll ársins bæði í Bretlandi og Evrópu.

En stóri sigurinn kom í vikunni þegar stóri bróðir, XC60, var valinn bíll ársins 2018 af samtökum bílablaðamanna.

Þetta er í fyrsta sinn sem Volvo vinnur þennan eftirsótta titil. Bar Volvo sigurorð af Range Rover Velar og Mazda CX-5, sem einnig þóttu skara fram úr.

Í ofanílag var forstjóri Volvo, Håkan Samuelsson, valinn maður ársins í bílaiðnaðinum á sýningunni í Genf (World Car Person of the Year 2018), en það er ekki síst talið honum og áherslubreytingum hans að þakka að Volvo selst nú eins og Malm-kommóður í IKEA.

Næstu skref Volvo eru að færa sig enn frekar yfir í rafmagnsbílana, eins og virðist vera tilhneiging flestra bílaframleiðanda. Viljinn er sýndur í verki í framleiðslu á Polestar 1, einkar kraftmiklum tvinnbíl sem kemur á markað á næsta ári.

Fyrir áhugasama er von á XC40 hingað til lands á svipuðum tíma og páskahretið skellur á okkur. Fyrir þá allra áfjáðustu er víst til eitt eintak á landinu til reynsluaksturs hjá umboðinu.

 

Öflugar og flottar kvenfyrirmyndir hjá Mjölni

Íþróttafélagið Mjölnir býður upp á gríðarlega öflugt og fjölbreytt íþróttastarf.

Helstu markmið Mjölnis er að efla og styðja við bardagaíþróttir á Íslandi og margt fleira. Öflugt bardagaíþróttastarf þar sem boðið er upp á brasilískt jiu-jitsu, Kickbox, Box og MMA. Einnig er boðið upp á víkingaþrek sem er alhliða líkamsrækt, styrktar- og þrekþjálfun, jóga og styrktartíma sem heita Goðaafl. Framúrskarandi hópur starfar hjá Mjölni og er stolt Mjölnis. Þar eru verðugar fyrirmyndir sem tekið er eftir sem eru að vinna frábært starf og laða iðkendur að.

Ingunn Unnsteinsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Mjölnis. ,,Ég stundaði aldrei keppnisíþróttir þegar ég var yngri og byrjaði ekki að hreyfa mig neitt fyrr en ég var orðin 25 ára. Ég hef aldrei stundað líkamsræktarstöðvar og taldi mig ekki vera íþróttamanneskju. Það breyttist allt þegar ég byrjaði í Mjölni og í dag mæti ég á æfingu eins oft í viku og ég get. Það er ekkert betra en að mæta á æfingu, finna jákvæðnina og hvatninguna í æfingafélögunum taka aðeins á því.“

„Ég ofboðslega hamingjusöm að fá að vera í þessu og þetta er vinnan mín, að keppa og kenna öðrum. Það gefur mér mikið að fá að kenna og þjálfa aðra.“

Sunna Rannveig Davíðsdóttir atvinnubardagakona og kickbox-þjálfari. Hún er okkar allra öflugasta bardagakona, sú öflugasta á landinu. Sunna fer ekki inn í hringinn án þess að fara með sigur af hólmi. Auk þess að vera grjóthörð bardagakona er Sunna öflugasta fyrirmynd kvenna í bardagaíþróttinni í dag. „Ég elska að vera í búrinu og mér líður miklu betur þar en heima hjá mér. Búrið er minn staður, þar er ég örugg og þar klára ég þau verkefni sem ég ætla að taka mér fyrir hendur. Þar get einbeitt mér og ekkert truflar mig.“ „Helstu markmið mín er að hafa gaman af þessu, gera það sem ég elska og vera þakklát. Ég ofboðslega hamingjusöm að fá að vera í þessu og þetta er vinnan mín, að keppa og kenna öðrum. Það gefur mér mikið að fá að kenna og þjálfa aðra.“
„Gunnar Nelson hefur alltaf verið fyrirmynd mín og verður það alltaf.“

Áslaug María Þórsdóttir, unglingaþjálfari og framtíðastjarna. Áslaug María  hefur unnið þrjú ár röð í opnum flokki kvenna á Mjölnir Open unglinga. Hún setur markmiðið hátt og setur stefnuna á að komast á MMA í framtíðinni. „Markmið mitt er að verða best í heimi og fara alla leið, það er ekkert flóknara en það.“
„Ég hef þroskast líkamlega og ekki síður andlega við það að æfa hjá Mjölni. Mjölnir er orðinn mjög stór hluti af lífi mínu og stórum hluta af deginum er eytt þar.“

Inga Birna Ársælsdóttir, styrktarþjálfari og glímukona. Inga Birna er ein af þjálfurum Goðaaflsins og barnastarfsins í BJJ. Goðaafl er námskeiðið sem er tilvalið fyrir þá sem eru að koma sér af stað eftir meiðsli eða hafa lítið æft undanfarin ár.  Inga Birna er grjóthörð, er ein af bestu glímukonum landsins og er glímukona ársins 2017. Hún hefur æft hjá Mjölni frá árinu 2011 og og hampar fjórum strípum í bláu belti í BJJ.
„Mjölnir er í raun mitt annað heimili. Ég er þakklát fyrir hvað ég hef eignast marga nána vini þar og meira segja sambýlismann. Eins hef ég bæði breyst og þroskast mikið á þessum tíma, bæði sem íþróttakona og einstaklingur.“
„Helstu markmið mín eru að halda áfram að ýta mér út úr þægindarammanum, vera dugleg að keppa og verða aðeins betri íþróttakona með hverjum deginum.“
„Helstu markmið mín sem þjálfara er að vera til staðar og drífa fólk áfram við það að ná þeim markmiðum sem það setur sér, hvort sem markmiðin snúa að almennu heilbrigði eða því að verða betri íþróttamaður/kona.“

„Hér er afar gott andrúmsloft, heimilislegt og nándin er svo mikil.“

Steinunn Þórðardóttir er bæði með jógatíma fyrir alla og sér námskeið fyrir verðandi mæður sem nefnist Freyjuafl. „Jógaþjálfunin er í raun tvíþætt, í byrjun bjuggum við til æfingarnar með bardagalistina í huga og unnum með hana, íhugleiðslu, öndunina og liðleika og hefur sú þjálfun verið í þróun. Við erum líka með Slökunar- og Vinyasa-jóga.“
„Markmiðin mín með jógaþjálfuninni er að ná til sem flestra og mæta þörfum allra, líka þeirra sem telja að þeir séu of stirðir og halda að þeir geti ekki stundað jóga.“
„Mjölnir er orðinn partur af lífi mínu og fólkið sem hér starfar er fjölskyldan mín. Starf mitt hjá Mjölni hefur gert mig að meiri manneskju. Hér er afar gott andrúmsloft, heimilislegt og nándin er svo mikil. Hér líður mér best.“

Mjölnir er til húsa í Öskjuhlíðinni, að Flugvallarvegi 3-3a í Reykjavík.

Aðstaðan hjá Mjölni er hin glæsilegasta og er húsnæðið búið sex glæsilegum æfingasölum með lyftinga- og teygjuaðstöðu og félagsaðstöðu.

Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Myndband / Óskar Sveinsson
Mjölnir í samstarfi við Mannlíf

 

Kúrbítur er góður í súpur

|
|

Þessi súpa kemur verulega á óvart því kúrbítur er frekar bragðlítið hráefni. En með því að blanda basilíku, hvítlauk og smávegis af pipar saman við hann er orðin til ljúffengur málsverður. Kúrbítssneiðarnar gefa súpunni aukna fyllingu.

Kúrbítssúpa með basilíku og steiktum kúrbítssneiðum  
fyrir 4

500 g kúrbítur
1 græn paprika
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
2 msk. olía til steikingar
400 g grænmetissoð
1 ½ grænmetisteningur
¼ tsk. cayenne-pipar
sjávarsalt
150 ml rjómi
2-3 msk. balsamedik
hnefafylli fersk basilíka, söxuð

Skerið kúrbít, papriku, lauk og hvítlauk í grófa bita. Hitið olíu í potti og steikið grænmetið í nokkrar mínútur. Búið til soð úr heitu vatni og grænmetiskrafti og hellið yfir grænmetið. Kryddið með cayenne- pipar og saltið með sjávarsalti.

Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Bætið þá rjómanum, balsamedikinu og hluta af basilíkunni saman við. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bragðbætið með sjávarsalti og balsamediki.

Kúrbítssneiðar (meðlæti með súpunni)

u.þ.b. 200 g kúrbítur
sjávarsalt
pipar
olía til steikingar

Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, bragðbætið með salti og pipar og steikið á báðum hliðum þar til sneiðarnar eru gullinbrúnar.

Fallegt er að setja sneiðarnar ofan á súpuna og strá saxaðri basilíku yfir áður en hún er borin fram. Eins er fallegt að dreypa ólífuolíu yfir eins og gert er á mynd.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Óli Magg

Öll fæðingarplön fuku út um gluggann

Leikkonan Jessica Biel og tónlistarmaðurinn Justin Timberlake opna sig um fæðingu sonarins Silas, sem kom í heiminn í apríl árið 2015, í nýrri bók, Nanny to the Stars eftir Connie Simpson.

Í bókinni segja Jessica og Justin hafa reynt allt sem þau gátu til að eiga náttúrulega fæðingu en að öll plön hafi fokið út um gluggann þegar taka þurfti soninn úr móðurkviði með keisaraskurði.

„Fæðingarplanið okkar var alls ekki eðlilegt. Við vorum með tvær ljósmæður, eina dúlu, fórum í fæðingarhugleiðingartíma, lásum fullt af hippabókum um börn og áttum yndislegt heimili í Hollywood-hæðum sem við breyttum í fæðingaræfingarstöð sem við kölluðum Átthyrninginn. Þannig að, ekki beint eðlilegt,” stendur í bókinni.

Jessica viðurkennir að kröfur hennar um heilbrigðan og hreinan lífsstíl eftir að heim var komið með barnið hafi gert þau hjónin svolítið brjáluð.

„Þegar öll plönin okkar fuku út um gluggann og rólega og náttúrulega fæðingin sem við höfðum séð fyrir okkur endaði með ferð á spítalann og bráðakeisara, komum við heim dauðþreytt, vonsvikin og í algjöru áfalli. Ég var með allt lífrænt, eiturefnalaust, náttúrulega og hómópatískt á heilanum fyrir barnið okkar, sem kom í heiminn á skurðstofu. Og ég var einræðisherra og gerði mig og eiginmann minn brjáluð!” er haft eftir Jessicu í bókinni.

Goin’ on tour. #MOTWTOUR

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on

Jessica og Justin gengu í það heilaga í október árið 2012 og eignuðust frumburðinn Silas eins og áður segir í apríl þremur árum síðar. Þríeykið er nú á ferðalagi vegna tónleikaferðalags Justins, Man of the Woods.

Harðorð í garð fyrrverandi eiginmannsins

||
||

Big Bang Theory-leikkonan Kaley Cuoco opnar sig uppá gátt í nýjasta hefti tímaritsins Cosmopolitan. Talar hún meðal annars um hjónaband sitt og tennisstjörnunnar Ryan Sweeting, en þau skildu árið 2015 eftir tæplega tveggja ára hjónaband.

Forsíðustúlkan.

„Ég hélt í alvörunni að ég myndi aldrei gifta mig aftur. Minn fyrrverandi eyðilagði það orð fyrir mér. Ég giftist í fyrsta sinn manni sem breyttist algjörlega. Manneskjan sem ég endaði með var ekki manneskjan sem ég kynntist upphaflega. Og það var ekki mér að kenna – það var honum að kenna,” segir Kaley.

Kaley kynntist unnusta sínum, knapanum Karl Cook, sex mánuðum eftir að hún tilkynnti um skilnaðinn við Ryan.

Sumarleg.

„Ég vissi hvað ég þyrfti að gefa mikið af mér og hvað mig langaði í til baka. Ég vissi að ég þyrfti að vera þolinmóð og að ég þyrfti að ganga í gegnum ýmislegt, en það færði mig til Karls,” bætir leikkonan við.

Karl bað Kaley í desember á síðasta ári og deildi tilfinningaríku myndbandi af leikkonunni á Instagram þar sem hún sést gráta af gleði.

Í viðtali við Us Weekly í ágúst sagði Kaley að hún og Karl virkuðu vel saman því hún gæti grínast endalaust í honum og hann yrði aldrei reiður. Svo sagði hún að það skipti miklu máli að hann elskaði hunda og hesta.

„Það er alltaf á tékklistanum mínum. Verður að elska hunda er númer eitt og hann tikkaði í það box fljótlega og ég varð yfir mig ástfangin.”

Þjálfari Victoria’s Secret-fyrirsæta býður uppá góða æfingu

Stephen Pasterino þjálfar margar Victoria’s Secret-fyrirsætur og býður upp á þrælgóða, þrjátíu mínútna æfingu hér fyrir neðan.

Það þarf engin tól eða tæki til að gera æfinguna, sem einblínir á að styrkja rass og fótleggi og að byggja upp langa og stælta vöðva.

Passið að þið hafið nóg pláss heima í stofu og bíðið svo spennt eftir rass- og lærabrunanum!

Býr til brúðarkjóla úr klósettpappír

|||||||||
|||||||||

Samkvæmt Instagram-síðu hans er Jian Yang sá maður í heiminum sem á stærsta safnið af Barbie-dúkkum.

En Jian er um margt óvenjulegur karakter þar sem hann ferðast með dúkkurnar sínar um heiminn og býr til kjóla á þær úr klósettpappír og munnþurrkum sem hann finnur á hótelum.

Hann hefur til dæmis búið til fjölmarga brúðarkjóla á dúkkurnar sínar eins og sést á myndunum hér fyrir neðan, en fleiri myndir af ævintýrum Jian má sjá á Instagram.

Internetið elskar þessa bosmamiklu fyrirsætu

|
|

Fyrirsætan Eyo-Ephraim vakti gríðarlega mikil viðbrögð á internetinu í síðustu viku eftir að tískukeðjan ASOS birti myndir af henni í skærgulu og páskalegu bikiníi.

Sumarleg.

Eyo-Ephraim er það sem er kallað fyrirsæta í yfirstærð, en hún var ráðin sem ein af fyrirsætunum hjá ASOS fyrir sjö mánuðum síðan. Netverjar virðast elska þessa fallegu konu og því ljóst að hún á eftir að halda starfinu.

ASOS hefur lagt áherslu á að hvetja til jákvæðrar líkamsímyndar með því að hafa fjölbreytt úrval af fyrirsætum á sínum snærum. Fyrir fimm árum setti fyrirtækið föt á markað fyrir konur með línur og í fyrra lofaði fyrirtækið að það ætlaði ekki að breyta líkömum fyrirsæta í tölvum í auglýsingaskyni, þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vilja fagna fjölbreytileika og náttúrulegri fegurð.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur yndisleg tíst um Eyo-Ephraim í gula bikiníinu:

Sendi giftingar- og trúlofunarhringana í pósti við skilnaðinn

|||
AppleMark|||

Leikkonan Meghan Markle gengur að eiga Harry Bretaprins þann 19. maí næstkomandi. Meghan skildi við leikarann og framleiðandann Trevor Engelson árið 2013 eftir tveggja ára hjónaband, en í nýrri bók, Meghan, A Hollywood Princess eftir Andrew Morton, kemur fram að Trevor hafi ekki haft hugmynd um að erfiðleikar hafi verið í hjónabandinu þegar Meghan bað um skilnað. Þetta kemur fram í frétt The Times.

Meghan og Trevor.

„Trevor fór frá því að tilbiðja Meghan í, eins og einn vinur benti á, að líða eins og hann væri eitthvað sem væri fast við skósólann hennar,” skrifar Andrew í bókinni sem kom út fyrir stuttu.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið

Vinur parsins heldur því fram að hjónabandið hafi endað mjög skyndilega og að Meghan hafi sent trúlofunar- og giftingarhringana í pósti til Trevors. Annar vinur parsins, sem er nafnlaus í bókinni, segir einnig að ákvörðunin um að binda enda á hjónabandið hafi verið tekin af Meghan og hafi komið Trevor algjörlega í opna skjöldu.

Harry og Meghan eru ástfangin.

Heimildir Andrews herma að slitnað hafi uppúr hjónabandinu vegna þess hve mikið Trevor og Meghan voru í sundur, þar sem leikkonan eyddi miklum tíma í Toronto við tökur á sjónvarpsþáttunum Suits. Þá segir einnig í bókinni að ein af ástæðum þess að sambandið gekk ekki upp hafi verið að ferill Trevors var ekki á jafn hraðri uppleið og ferill Meghans.

Sjá einnig: Meghan Markle geislar í brúðarkjól

„Á meðan hennar frægðarsól reis var ferill eiginmanns hennar ekki uppá marga fiska,” skrifar Andrew í bókinni og bætir við að Trevor sé enn reiður yfir sambandsslitunum.

„Þó fimm ár séu liðin getur hann varla dulið reiði sína.”

Bókin um Meghan er nýkomin út.

Býr til mögnuð listaverk úr banönum

|||||||||
|||||||||

Stephan Brusche er listamaður sem búsettur er í Rotterdam í Hollandi. Stephan þessi hefur gefið banönum nýjan tilgang síðustu sjö árin og býr til mögnuð listaverk úr þessu holla millimáli.

Fyrsta bananalistaverkið sem Stephan bjó til var einfaldlega broskall á banana þegar honum leiddist í vinnunni og langaði að birta eitthvað sniðugt á Instagram.

Nú, sjö árum síðar, er Stephan með tæplega áttatíu þúsund fylgjendur á Instagram og greinilegt að fólk kann vel að meta bananalistina, en hér fyrir neðan má sjá nokkur af verkunum.

Raddir