Föstudagur 20. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Fór í nefaðgerð snemma á ferlinum

|
Perfect is Boring|

Ofurfyrirsætan Tyra Banks og móðir hennar hafa skráð niður endurminningar fyrirsætunnar í bókinni Perfect is Boring sem kemur út 3. apríl næstkomandi.

„Náttúruleg fegurð er ósanngjörn. Mér líður illa þegar konur sem eru náttúrulega fallegar dæma þá sem breyta einhverju við útlit sitt,” segir Tyra í viðtali við tímaritið People til að kynna bókina.

Í fyrrnefndri bók segist Tyra hafa farið í nefaðgerð snemma á ferlinum.

„Ég var með bein í nefinu sem voru að vaxa og mig klæjaði. Ég gat andað eðlilega en ég fór í lýtaaðgerð. Ég viðurkenni það! Gervi hár og ég lét laga nefið. Mér finnst ég þurfa að segja sannleikann,” segir Tyra.

Áhugaverð bók.

Þá segist hún einnig ekki vera hrifin af því þegar því er hampað að nota ekki farða.

„Við setjum mikla áherslu á það. Ég þurfti farða sem fyrirsæta. Mér finnst ekkert að því. Það jafnaði leikinn fyrir mig. Gisele, þú þarft ekki á farða að halda? Ég þarf á honum að halda! Og við erum báðar fyrirsætur fyrir Victoria’s Secret.”

Tyra segist styðja þá sem láta breyta útliti sínu á einhvern hátt.

„Ekki hafa áhyggjur ef þér líkar við sjálfa/n þig eins og þú ert frá náttúrunnar hendi. En ef þú ert óörugg/ur um eitthvað… Ég er með töfratösku af fegrunarráðum sem gera þig að þeirri manneskju sem þú vilt vera. Tímabundið eða til frambúðar, ég dæmi það ekki.”

Myndi skilja við Trump ef hún gæti

|
|

Melania Trump, eiginkona Donald Trump, Bandaríkjaforseta, er sögð vera mjög óhamingjusöm í hjónabandi sínu í frétt tímaritsins Us Weekly.

Í fréttinni kemur fram að Melania hafi ekki átt sjö dagana sæla eftir að Stormy Daniels og Karen McDougal komu fram og sögðust hafa átt í ástarsambandi með Trump.

Sjá einnig: Flengdi forsetann og stundaði með honum óvarið kynlíf

Heimildarmaður tímaritsins segir að Melania sé „mjög, mjög óhamingjusöm” og að „hún myndi fara frá Donald og vera með syni sínum ef hún gæti,” en þau Donald eiga soninn Barron saman sem er tólf ára.

Melania Trump.

Þá kemur einnig fram í fréttinni að Melania hafi undanfarið forðast að sitja fyrir á myndum með eiginmanni sínum og til að mynda sleppt því að sitja með honum í þyrlu fyrir stuttu.

„Hún er mjög sjálfstæð,” segir annar heimildarmaður tímaritsins og bætir við að henni hrylli við að „öll augu séu á sambandi hennar við eiginmann sinn,” og að þetta sé „ekki auðveldur tími fyrir hana.”

Talskona Melaniu, Stephanie Grisham, segir hins vegar í samtali við Us Weekly að Melania sé að einblína á móðurhlutverkið þessa dagana og að njóta vorfrísins í Mar-a-Lago, en að hún sé einnig að vinna að framtíðarverkefnum.

Kannar heim eineggja tvíbura

||||||||
||||||||

Ljósmyndarinn Peter Zelewski hefur síðustu ár kannað heim eineggja tvíbura, og myndað þá í bak og fyrir hvert sem hann fer.

Með myndum sínum vill hann sýna hve ólíkir eineggja tvíburar geta verið, ekki bara útlitslega heldur reynir hann einnig að ná fram persónuleika þeirra í myndum sínum.

Myndir Peters eru nú til sýnis á Hoxton Hotel Gallery í Shoreditch í London, en hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndum hans. Fleiri myndir má sjá á fréttaveitunni Bored Panda.

Fótóbombuð af trúð á brúðkaupsmyndunum

|||
|||

Vincent Alexander hugsar heldur betur fram í tímann og hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar átti að taka brúðkaupsmyndir af sér og eiginkonu sinni, Möndu.

Vincent hafði samband við ljósmyndarann Megan Bowling hjá Pop of Color Images og sagði henni að hann vildi að bróðir sinn myndi klæða sig upp sem trúð með hníf og vera á einni brúðkaupsmyndinni, án þess að Manda tæki eftir því.

Planið hans tókst og Manda tók ekki eftir neinu. Þau Vincent fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli á dögunum og þá kom Vincent eiginkonu sinni á óvart með því að gefa henni myndina frægu með trúðnum.

Megan Bowling deildi myndinni frægu á Facebook-síðu sinni og Manda skrifaði athugasemd við myndina. Hún segist elska myndina þó hún hati trúða og að þessi gjöf hafi heldur betur komið henni á óvart.

„Trúður eða enginn trúður, mér fannst þetta vera svo sætt. Ég elska hve ástríðufullur Vince var með þetta allt. Þetta sýnir að hann þekkir og elskar þig,” skrifar þá ljósmyndarinn til Möndu.

Þess má geta að hinar brúðkaupsmyndirnar af hjónunum voru ósköp venjulegar, eins og sjá má hér fyrir neðan:

Myndir / Megan Bowling

Sýnir skref fyrir skref hvernig hann tekur af sér málningu

David Medina er vel þekktur á YouTube undir nafninu BeatbyDavid. Hann er hæfileikaríkur förðunarfræðingur sem hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtileg og fræðandi myndbönd um förðun.

Í meðfylgjandi myndbandi sýnir hann hins vegar nákvæmlega hvernig hann tekur af sér málninguna í lok dags, en það er margskipt ferli, enda hugsar David mjög vel um húðina.

Ómáluð á forsíðunni og nánast óþekkjanleg

|||||
|||||

Söngkonan Christina Aguilera prýðir forsíðu tímaritsins Paper, en eflaust hafa margir ekki áttað sig strax á hver forsíðustúlkan var. Christina er nefnilega þekkt fyrir að vera mikið máluð og fyrir að elska glimmer og glamúr, en á forsíðunni, sem og á nokkrum myndum inni í blaðinu, er hún algjörlega ómáluð. Á sumum myndunum er hún lítið máluð, en með dramatíska augnmálningu.

Falleg forsíða.

Viðtalið við Christinu tekur Marie Lodi og er áhersla lögð á þá staðreynd að Christina hefur verið dugleg að breyta til, hvort sem það er í vinnu eða stíl, síðan hún hóf feril sinn á tíunda áratug síðustu aldar.

Náttúruleg fegurð.

„Ég hef alltaf verið manneskja sem elskar að gera tilraunir, ég elska leiklist, ég elska að búa til sögur og leika karakter í myndböndum eða á sviði,” segir söngkonan í viðtalinu og bætir við:

„Ég er flytjandi. Það er manneskjan sem ég er frá náttúrunnar hendi. En ég er á þeim stað núna, líka í tónlistinni, að það er frelsandi tilfinning að geta fjarlægt allt óþarfa og meta hver ég er og meta hráa fegurð.”

Geggjuð listakona.

Christina talar einnig um tíma sinn sem dómari í hæfileikaþættinum The Voice og af hverju hún ákvað að hætta.

Sæt í svarthvítu.

„Ég get ekki verið á sama stað of lengi sem er ástæðan fyrir því að sú staða sem ég var í í sjónvarpinu varð of bindandi. Ég þarf hreyfingu, ég þarf að kanna, vera listamaður, skapa og breyta,” segir Christina.

Dramatísk augnmálning.

Mikilvægt að elska sjálfan sig

Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, segir fermingarfræðslu vera stóran hluta af þeim tímamótum sem felast í því að fermast. Að hennar mati er mikilvægt að nota fræðsluna til að
brýna fyrir fermingarbörnum að virða og elska sjálfan sig.

„Ég er mikið að tala um ­­sjálfsmynd þeirra í ferm­ingafræðslunni, hjálpa þeim að finna styrkleika sína og segja þeim hvað Guði elski þau mikið með því að vísa í sögur Jesú frá Nasaret,“ segir Hildur Eir og bætir við að megininntak fermingarfræðsl­unnar eigi að vera forvörn gegn kvíða, sjálfshatri og samanburð­armenningu vegna þess að krakk­arnir séu einmitt á þeim aldri þar sem maður finni sér allt til foráttu. „Þar kemur Jesús sterkur inn með allar sínar dæmisögur.“

Spurð hver sé algengasta spurningin sem hún fái í fermingarfræðslunni segir Hildur krakkana oft vilja vita hvernig trú ­hennar sjálfrar sé. Hvort hún trúi bókstaflega öllu sem standi í Biblíunni.

„Þá svara ég að bókstafstrú sé í besta falli ógagnleg og versta falli hættuleg. Við tölum til dæmis um kraftaverkin sem Jesús framkvæmdi og skoðum bakgrunn að­­stæðna. Var Jesús raunverulega að gefa Bartimeus sjón eða var hann að gefa honum innri sýn og trú á sjálfan sig svo hann væri ekki blindur á eigin möguleika og getu. Svona skoðum við sögurnar og lærum af þeim.“

Finnst þér krakkar hugsa öðru­vísi í dag en áður fyrr. Liggur þeim eitthvað annað á hjarta?

„Ég hugsa að þau séu á mar­g­an hátt tilbúnari til að tala um til­­­­finning­ar sínar og andlega líð­­an vegna þess einfaldlega að sam­­­­félagið hefur opnað á þann mögu­­­­leika með margvíslegum hætti. Það er kannski svona helsta breyt­­ingin sem ég sé.“

Áttu eitthvert eitt gott ráð handa ferming­arbörnum í lokin – og kannski foreldrum þeirra líka?

„Já að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Ást er ástundun en ekki markmið.“

Mynd / Auðunn Níelsson

Axlapúðar, búktal og árumyndir

|||
|||

Hélt veisluna hjá
Sálarrannsóknarfélaginu

Jóel Sæmundsson leikari segir fermingardaginn sinn vera eftirminnilegan fyrir ýmsar sakir. Til dæmis gleymi hann seint athöfninni í kirkjunni.

„Ég týndi sálmabókinni minni,“ segir hann. „Þetta var merkt sálmabók og ég týndi bæði henni og öllum skeytun-um, móður minni til mikillar gleði.“ Þetta hafi ekki verið ábæt-andi ofan á stressið því hann hafi ekki þekkt hina krakkana sem voru að fermast og verið sá eini í hópnum sem þurfti að fara með vers, sem var ferlega pínlegt þar sem hann var í rosalegum mútum.

Veislan eftir á hafi þó toppað allt en hún var haldin í húsakynnum Sálarrannsóknarfélagsins.

„Við fjölskyldan bjuggum á Þórshöfn en ákváðum að halda ferming-una í Reykjavík þar sem ættin bjó meira og minna öll á höfuðborgarsvæðinu og þetta var eini salurinn sem var laus,“ útskýrir hann og kveðst aldrei gleyma árumyndunum og kristölunum, sem héngu þar niður úr loftinu. „Þetta var algjört bíó!“

Að öðru leyti hafi dagurinn gengið vel fyrir sig og sveitastrákurinn fengið flottar fermingargjafir.

„Ég fékk m.a. pening, útilegubúnað og úr frá ömmu sem mér þykir mjög vænt um. Svo gáfu mamma og -pabbi mér fyrstu ferðina í körfuboltabúðir í Bandaríkjunum þaðan sem ég á afskaplega góðar minningar.“

Hvaða ráð viltu gefa krökkum sem eru að fara að fermast?

„Passið ykkur að kaupa ekki fermingarföt sem eru í tísku akkúrat núna. Þau gætu orðið til þess að ljósmyndirnar af ykkur verða hallærislegar seinna meir. Setjið svo peningagjafir inn á læsta bankabók. Ég veit að það hljómar leiðinlega en það margborgar sig því þegar þið verðið eldri þá gætuð þið til dæmis átt útborgun í fyrstu íbúðina.“

Skemmti með búktali

Steindór Grétar Jónsson, blaðamaður og sviðslistamaður, fermdist í Neskirkju árið 1999 og segir veisluna, sem var haldin í Garðabænum heima hjá ömmu hans og afa, eitt það minnistæðasta við daginn.

„Aðallega af því ég píndi Finn vin minn til að vera með atriði. Hann var ágætur búktalari og mér fannst ekki annað hægt en að gestirnir nytu góðs af. Þannig að ég neyddi hann til að sýna og nota mig sem brúðu,“ minnist hann hlæjandi og bætir við að Finnur hafi gefist upp á draumnum um að verða búk-talari eftir þetta.

Spurður hvað hann hafi fengið í fermingargjöf segir Steindór foreldrana hafa gefið sér fjölskylduferð til Flórída um sumarið og PlayStation-leikjatölvu.

„Annars voru krakkarnir að metast um hver hafi fengið mestan pening og -örugglega einhverjir sem lugu til að hljóma meira töff,“ segir hann kíminn. Ein gjöf hafi þó staðið upp úr en það hafi verið Jeremy Klein Birdhouse-hjólabretti með mynd af lifandi pylsu, sem hann fékk frá ömmu sinni og afa.

„Sú gjöf breytti lífi mínu því næstu ár var ég skeitari, sem hafði áhrif á heimsmynd mína.“

Var eitthvað við daginn sem kom á óvart?

„Nei, ekki nema hvað oblátan var bragðlaus. Vona að þær hafi breyst á 19 árum, það hlýtur að vera búið að piparhúða þær.“

Áttu einhver góð heilræði handa krökkum sem eru að fara að fermast núna?

„Nei, en ef þau eiga einhver heilræði handa mér þá væru þau vel þegin. Ég veit ekkert hvað ég er að gera.“

Eins og að giftast einn

Fjölmiðlakonan Júlía Margrét Alex-andersdóttir fermdist á köldu vori í Árbæjarkirkju og segist muna eftir athöfninni eins og hún hafi gerst í gær.

„Ég man eftir því að við fermingarsystkinin biðum spennt eftir því hvort einhver myndi gleyma versinu sínu. Svo skoðuðum við hvert annað í krók og kring, í hverju bekkjarsysturnar og -bræðurnir voru, hverjir höfðu fengið að klína á sig andlitsmálningu og gera eitthvað fríkað við hárið á sér. Hverjir höfðu fengið að sleppa því að vera í hvítum fötum og voru jafnvel útbúnir eins og þeir væru að fara á ball í Árseli – þá öfundaði maður,“ rifjar hún upp og hlær.

Sjálf klæddist hún hvítri dragt, jakka með léttum axlapúðum og hné–síðum stuttbuxum. „Stuttbuxur voru þá í tísku en á mínu heimili þótti það um of og hnésíðar var millivegurinn. Um morguninn fór ég svo í hátíðlega greiðslu á stofu. Þegar ég skoða myndir af mér eftir á og öðrum fermingarbörnum eru mörg okkar í þessum drögtum búin út eins og við séum að fara að sitja í stjórn fyrirtækja en ekki að fermast.“

Eftir athöfnina var veisla haldin í sal fyrir ofan Hreyfil á Grensásvegi þangað sem ættingjum og vinum Júlíu var boðið.

„Veislan sjálf þar sem athyglin fór af meira en 30 fermingarbörnum á mig eina var hálfgert sjokk. Eins og að giftast einn því í brúðkaupi er þó allavega brúðgumi sem tekur athyglina með þér. Þarna á maður að skera kökuna einn og tala eitthvað. Ég held ég hafi meira að segja spilað á fiðlu. Ég fílaði nú ekki að vera svona miðdepill og minnir að ég hafi verið fegin í lok dags.“

Júlía segir að þessum tíma hafi verið hneykslast talsvert á börnum sem fengu sjónvörp og vídeótæki í fermingargjöf. Í dag sé enn verið að hneykslast á því þegar börn fá ofurdýrar fermingar gjafir en hún telur að umræðan sé nokkurn veginn alltaf sú sama.

„Kannski var umstangið í kringum fermingarbörnin útlitslega minna þá,“ segir hún hugsi. „En ég er ekki svo viss. Að minnsta kosti fór enginn sem ég man eftir í nagla- og fótsnyrtingu fyrir fermingu en vissulega þegar maður rifjar þetta upp þá voru sumar stelpur sendar í ljós áður, fóru kannski í gegnum heilt 10 tíma kort á mánuði fyrir fermingardaginn.“

Spurð hvort hún eigi heilræði handa tilvonandi fermingarbörnum svarar hún.

„Þið eruð svo heppin að það er til Facebook svo mitt heilræði er: Kynnið ykkur hverjum er boðið í veisluna, lærið nöfn ömmusystra og -afa og lærið að tengja nöfnin við andlit þeirra af myndum ef þetta eru ættingjar sem þið hittið aðeins við svona tilefni. Það er gaman að geta þakkað fyrir sig og vitað við hvern maður talar.“

Byrjuð að deita eldri mann

Leikkonan Angelina Jolie er byrjuð að deita eldri mann sem er ekki frægur, samkvæmt heimildum Entertainment Tonight. Angelina skildi við leikarann Brad Pitt í september árið 2016, og skók skilnaðurinn heimsbyggðina.

„Brad og Angie eru bæði mjög dul um ástarlíf sitt. Angie hefur sagt nokkrum vinum sínum að hún sé ekki tilbúin í samband en að hún sé byrjuð að hitta myndarlegan, eldri mann sem er fasteignasali,” segir heimildarmaður Entertainment Tonight og bætir við:

„Hann er ekki frægur eða þekktur á neinn hátt.”

Heimildarmaðurinn segir einnig að Angelina hafi átt erfitt eftir skilnaðinn við Brad og að það hafi hjálpað henni að eyða tíma með fasteignasalanum.

Brad virðist líka vera að deita, ef marka má frétt Entertainment Tonight. Hann er ekki heldur hrifinn af því að kynnast konum í sviðsljósinu.

„Konurnar sem hann fer á stefnumót með eru ekki frægar,”  segir heimildarmaðurinn.

Það eru þrjátíu þúsund konur á biðlista fyrir þessi nærföt

|||
|||

Umhverfisvæni fataframleiðandinn Everlane setti á markað nýja undirfatalínu á mánudag, en línan er mjög minimalísk og eru þægindi sett í fyrirrúm.

Nú þegar eru tæplega þrjátíu þúsund konur á biðlista fyrir þessi nærföt og búist er við því að listinn muni aðeins lengjast næstu daga. Hægt er að fá toppa, brjóstahaldara og nærbuxur í línunni og er ekkert í henni dýrara en þrjátíu dollarar, eða tæplega þrjú þúsund krónur.

Þægindi ofar öllu.

Nærfatalínan er búin að vera í þróun í tvö ár og þegar hún kom á markað birti Everlane orðsendingu á Instagram þar sem farið var yfir hugmyndinafræðina á bak við fötin.

„Undirföt ættu að vera gerð fyrir þig. En áratugum saman hafa þau verið hönnuð með einhvern annan í huga,” segir í orðsendingunni, og í kjölfarið er farið yfir allt sem er óþægilegt við flest undirföt í dag.

„Iðnaðurinn hefur grætt milljarða á að segja konum að þær þurfi að líta út eins og eitthvað sem þær eru ekki til að vera kynþokkafullar. En tímarnir breytast og undirfötin ættu að gera það líka.”

Í orðsendingunni segir einnig að fjörutíu prufur hafi verið gerðar af undirfötunum áður en framleiðendur voru sáttir, en öll fötin í línunni eru úr bómul sem fer vel með húðina og klæðir allar líkamsgerðir.

Klæðir alla.

Í auglýsingum fyrir línuna eru konur af öllum stærðum og gerðum í aðalhlutverki, þar á meðal leikkonan Jemima Kirke sem hefur barist mikið fyrir bættri líkamsvitund og -ímynd.

Eftirsótt undirföt.

Eiga von á barni og selja einbýlishúsið

|||||||||
|||||||||

Hjónin Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, og Erla Súsanna Þórisdóttir eru búin að setja einbýlishúsið sitt í Keilufelli í Breiðholti á sölu. Ásett verð eru 64,9 milljónir en eignin er skráð 175,6 fermetrar.

Glæsilegt hús í fallegu hverfi.

Koma þessar fregnir í kjölfar þess að hjónin tilkynntu á samfélagsmiðlum að þau ættu von á barni, en Erla er gengin rétt rúmlega tuttugu vikur. Fyrir eiga þau Freyr tvær dætur, en hjónin hafa verið saman síðan þau voru táningar.

Erla og Freyr á brúðkaupsdaginn.

Eins og sést er heimili þeirra í Keilufelli afar glæsilegt, en þau hafa búið þar um árabil. Þau eiga sterkar rætur í Fellahverfinu og gengu bæði í Fellaskóla.

Björt og falleg stofa.

Húsið er afar rúmgott og því fylgir veðursæll pallur sem býður upp á skemmtileg grillpartí þegar sólin lætur sjá sig á ný.

Stílhreint..
Kósí svefnherbergi.
Hlýlegt barnaherbergi.
Hér er hægt að sitja og spjalla dægrin löng.
Stórt og gott eldhús.
Skemmtilegt rými.

Vandaðar vörur fyrir fermingarbarnið

Ný lína af fallegum púðum – glóðvolgir
beint úr flugi

Það er alltaf gaman að ­breyta umhverfinu með litlum tilkostnaði, til dæmis með púðum og ábreiðum. Hægt er að breyta rýminu með því að setja fallega púða í rúmið eða sófann og hafa ábreiðu í stíl. Við hjá VOGUE FYRIR HEIMILIÐ vorum einmitt að taka inn nýjar vörur frá Claudi sem er hollensk gæða­hönn­un.

Vinsælu Starlux-gæðadýnurnar fyrir fermingarbarnið

Hjá VOGUE FYRIR HEIMILIÐ er gríðalega mikið úrval af rúmum og rúmdýnum. Fyrir fermingarnar eru Starlux-gæðadýnur vinsælastar en þær eru hannaðar af fagfólki okkar og framleiddar erlendis. Þær eru með tvo stífleika, mjúkan og stífan, og því er hægt að snúa þeim við. Hver dýna er með sérstyrktum kanti, þannig að þegar unglingarnir sitja í rúminu heldur hún sínu lagi.

Svefnstóllinn Loki

Svefnstóllinn Loki er hönn­un frá Snæland en hann nýtur gríðarlegrar vinsældar bæði í unglinga­herbergið og sem aukasvefnstæði hjá ömmum og öfum. Hægt er að velja áklæði úr fjölmörg­um litum og hægt að fá hann í nokkrum breiddum.

Antíkbleikt og dökkgrár eru móðins
í dag – Flott í unglingaherbergið

Antíkbleiki liturinn er mjög vinsæll og kemur mjög vel út með
dökkgráa litnum.

Fjölbreyttir fylgihlutir og
litagleðin í fyrirrúmi

Einnig eru fáanlegir fallegir fylgihlutir, má þar meðal annars nefna skápúðana sem eru frábærir til að hafa þegar unglingurinn er að lesa eða er í tölvunni. Það getur verið gaman að velja áklæði í stíl fyrir dívaninn og höfðagaflinn. Einnig er hægt að velja hrúgald sem er hægt poppa upp með í skemmtilegum gulum lit eins og sjá má á myndinni. Þessi grái litur á rúminu er mjög vinsæll hjá ungu kynslóðinni. Tauið nýtur sífellt meiri vinsælda þegar valið er rúm.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Ef vandað er til verka er eftirvinnan auðveld

Hluti af því að líða vel á vinnustað er að skapa notalegt umhverfi og nýverið tóku nokkrir starfsmenn sig til og fríkkuðu upp á betri stofu útgáfufélagsins Birtíngs með nýjum og fallegum málningarlit.

Ferðinni var fyrst heitið í byggingavöruverslunina BYKO þar sem hugmyndin að litnum spratt fram. Halldór Rúnarsson, dreifingarstjóri Birtíngs sá að þessu sinni um málningarvinnuna og segir hann mikilvægt að leita ráða hjá fagaðillum.

„Við vissum ekkert hvernig við ætluðum að gera þetta en fengum ómetanlega aðstoð meðal starfsmanna BYKO. Þeir hjálpuðu okkur að velja málningarúllur og stækkanlegt málningarskaft sem hentaði vel upp á þá lofthæð sem við vorum að vinna með. Við keyptum 25 cm málningarrúllu sem hentar öllum gerðum innimálningar en liturinn sem við völdum er úr vatnsþynnanlegri mattri akrílmálningu og eins og kemur fram á heimasíðu BYKO gefur liturinn djúpa litaáferð án endurspeglunar, svo það glampar ekki á veggina þó sólin skíni á þá.”

Halldór að störfum.

Það er óhætt að segja að undirbúningurinn skipti lykilatriði þegar kemur að málningarvinnu og tekur Halldór heilshugar undir það.

„Undirbúningsvinnan er tímafrekust þegar kemur að svona framkvæmdum en margir vilja kantskera allan vegginn áður en þeir hefjast handa við að rúlla málningunni á. Fyrir utan það er gott að teipa í kringum hurðir og ljósrofa og spasla auðvitað í allar ójöfnur og naglaför ef þess þarf. Ef vandað er til verka í þessu ferli er eftirvinnan auðveld og ég get staðfest að maður þarf ekkert að vera neitt ofboðslega flinkur málari ef undirbúningurinn er gerður rétt.

Mikilvægt er að hræra í málningunni.

Mikilvægt er að byrja á því að hræra málninguna vel saman í fötunni en góður málningarbakki skiptir gríðarlegu máli. Eftir það er ekki eftir neinu að bíða heldur hefjast handa við að rúlla málningunni á vegginn en fjöldi umferða er smekksatriði. Liturinn sem við völdum þekur einstaklega vel og því fórum við einungis eina umferð á veggina. Þetta er einstaklega fallegur litur sem nýtur sín sérlega vel í allri lýsingu hvort sem um er að ræða á kvöldin eða í dagsbirtu. Tegund málningarinnar nefnist Supermatt rom og er frá Gjøco en liturinn ber nafnið Daggarblár og var valin febrúarlitur mánaðarins að mati Húsa og Híbýla.

Skemmtilegur litur.

Eftir að hafa málað alla veggi og látið málninguna þorna vel tekur frágangurinn við, ganga frá og skúra gólf. Eftir það er verkinu lokið og herbergið tilbúið.”

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Borgaði margar milljónir fyrir að klæða stjörnur á Óskarnum

NEW YORK - FEBRUARY 25: Overview of Oscar statues on display at "Meet the Oscars" at the Time Warner Center on February 25

Það er ekkert launungamál að kjólarnir sem frægustu konur heims klæðast á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem og öðrum hátíðum, eru fokdýrir. Þekkt er að stjörnur fái kjóla lánaða frá hönnuðum á stóra daginn, en það er talin ein besta auglýsingin sem hönnuðir fá í bransanum.

Hins vegar vita kannski færri að hönnuðurinn ber ekki aðeins kostnað af gerð kjólanna, sem hleypur á mörgum milljónum, heldur þarf einnig að borga sendingarkostnað undir klæðnaðinn til að koma honum til fræga fólksins.

Hönnuðurinn Christian Siriano talaði um þennan falda kostnað í útvarpsviðtali á dögunum.

„Það kostar svo mikinn pening að sérhanna þessa kjóla og senda þá út um allan heim,” segir Christian og bætir við:

„Ég meina, það getur kostað tvö þúsund dollara (200 þúsund krónur) að senda stóran kassa frá New York til Los Angeles yfir nótt.”

Christian segir að hann og teymi hans hafi sent um hundrað kjóla í hraðsendingu frá New York til Los Angeles það sem af er ári og því má áætla að kostnaðurinn bara við sendingar sé kominn upp í fimmtíu þúsund dollara, eða tæpar fimm milljónir króna. Þess má geta að stjörnur eins og Whoopi Goldberg, Kelly Ripa og Janet Mock klæddust allar hönnun eftir Christian á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár.

Þrátt fyrir þennan kostnað segir Christian að hann sé þess virði, þar sem oft sé eina leiðin til að fá svokallaðar A-lista stjörnur til að klæðast fötum sínum, sé að borga fyrir sendinguna.

Fabulous fittings with Kelly! #sundayglamour #christiansiriano

A post shared by Christian Siriano (@csiriano) on

„Flestir eiga ekki pening fyrir sendingarkostnaðinum,” segir Christian og bætir við að auglýsingin sé í raun meira virði en þessi gríðarlegu fjárútlát.

Ber olíu á bossa fáklæddar eiginkonunnar

Leikkonan og fyrirsætan Emily Ratajkowski gekk að eiga kvikmyndaframleiðandann Sebastian Bear-McClard fyrir mánuði síðan og njóta þau nú lífsins í brúðkaupsferð.

Take me back

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on

Emily hefur verið dugleg að birta myndir úr ferðinni á Instagram, en athygli hefur vakið að Emily er nánast aldrei í fötum og ætlar greinilega að nýta hveitibrauðsdagana vel.

Posing for my husband like

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on

Sjá einnig: Þú getur keypt brúðardressið hennar á tæplega tuttugu þúsund.

Þá hefur Emily einnig birt skemmtilega mynd á Instagram þar sem Sebastian sést bera sólarolíu á afturenda eiginkonu sinnar, og virðast þau bæði hafa gaman að.

Mr. Last Looks

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on

Svona getur þú fengið ódýrustu flugfargjöldin

Oft hefur því verið haldið fram að best sé að panta flugfargjöld eins langt fram í tímann og hægt er til að tryggja lægsta verðið. Ný greining hjá fyrirtækinu CheapAir kollvarpar hins vegar þessari kenningu.

Samkvæmt greiningu CheapAir er ódýrast að panta flug í Bandaríkjunum sjötíu dögum fyrir brottför. Ef ferðalangar ná ekki að bóka á þeim degi ættu þeir að panta flug 21 til 121 degi fyrirfram, sem er þá besti bókunarglugginn, ef svo má að orði komast.

Í vinnu sinni greindi fólkið hjá CheapAir 917 milljón flugfargjöld árið 2017 og fylgdust með verðinu allt frá 320 dögum í brottför og þar til degi fyrir flug. Með þessari vinnu náði það að reikna út hvenær fargjöld væru að meðaltali lægst, sem var eins og áður segir þegar sjötíu dagar voru í brottför. Niðurstöður ársins 2016 sýndu að ódýrast var að panta flug 54 dögum fyrir brottför og því breytist þetta frá ári til árs, og jafnvel á milli árstíða.

Greiningardeild CheapAir tekur fram í niðurstöðum sínum að sjötíu daga reglan sé að sjálfsögðu ekki algild og að verð á fargjöldum fari einnig eftir ferðinni sem bókuð er.

Fólkið sem stóð að greiningunni segir einnig að það sé flökkusaga að einn dagur vikunnar sé betri til að bóka en hinn, ef markmiðið er að spara nokkrar krónur. Oft hefur því verið haldið fram að ódýrast sé að bóka flug á þriðjudögum, en það ku ekki vera rétt. Greiningardeild CheapAir komst að því að aldrei væri meiri en 0,6% munur á verði á milli daga, og því varla greinanlegur. Hins vegar er ódýrast að fljúga á þriðjudögum og miðvikudögum, og er hægt að spara sér um sjö þúsund krónur allajafna með því að fljúga á miðvikudegi í staðinn fyrir sunnudegi.

Þegar kemur að súkkulaði eru valmöguleikarnir endalausir

||
Sigmar Vilhjálmsson
Eva Rún Michelsen, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Íris Hauksdóttir, páskaegg, páskar, súkkulaði, vikan, VI1803128555

Eva Michelsen er sjálfmenntuð köku- og konfektgerðarkona en kemur þó af bakaraættum. Kökubakstur og skreytingarhæfileikar hennar komu þó ekki í ljós fyrr en hún var löngu flutt að heiman en hún býr nú til sannkölluð sælkera-páskaegg sem notið hafa umtalsverða athygli.

Ég veit nú ekki hvort eggin mín hafi einhver sérstök einkenni umfram önnur en ég reyni að breyta til og gera eitthvað öðruvísi sem oftast. Það sem mér þykir skemmtilegt við páskaeggin er fyllingin því hún hefur svo mikil áhrif á súkkulaðið sjálft. Fyrir þá sem ekki vita, þá bragðast páskaegg aðeins öðruvísi því þau draga í sig lykt og bragð af því sem er inn í þeim. Alveg eins og konfekt bragðast á ákveðinn hátt. Það má þó alls ekki gleyma málshættinum. Ég á þá ófáa varðveitta hér og þar.

Ef fyllingin í egginu er ekki góð, er ég ekki jafn spennt fyrir restinni.

Eftir að lakkrís súkkulaði kom á markað hefur það verið í þó nokkru uppáhaldi en annars er ég hlynntust gamla góða suðu súkkulaðinu. Það er svo hægt að borða innan úr egginu og brjóta rest út í eftirréttinn.

Það sem er líka skemmtilegt við að gera páskaegg og vinna með súkkulaði yfir höfuð er að valmöguleikarnir eru endalausir og alveg magnað hvað hægt er að gera með súkkulaði. Mér finnst ég alltaf vera læra eitthvað nýtt.”

Viðtalið í heild má lesa í páskablaði Vikunnar.

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Donald Trump fastur í teiknimyndamartröð

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fær á baukinn í nýju atriði úr smiðju fólksins sem hefur fært okkur 29 seríur af teiknimyndaþáttunum The Simpsons.

Atriðið heitir A Tale of Two Trumps, eða saga um Trump-ana tvo, sem er vísan í skáldsöguna A Tale of Two Cities eftir Charles Dickens. Í atriðinu er Trump fastur í teiknimyndamartröð þar sem hann játar allar syndir sínar, meðal annars að hafa svikið undan skatti og haldið framhjá eiginkonum sínum.

„Þú hefur verið að láta eins og sjálfselskur siðblindingi og 64 til 67 prósent af fólki hatar þig,” segir Trump til dæmis við sig sjálfan þegar hann gerir sér grein fyrir kostum þess að koma hreint fram.

Þá er einnig sérstaklega sniðugt að sjá hvernig The Simpsons-liðar leika sér með hárgreiðslu Trumps, en atriðið má sjá hér fyrir neðan:

Dóttir Michael Jackson kyssir ofurfyrirsætu

Paris Jackson, dóttir poppkonungsins sáluga Michael Jackson, sást kyssa ofurfyrirsætuna og Íslandsvininn Cöru Delevingne í Vestur-Hollywood í síðustu viku.

Paris og Cara voru á tvöföldu stefnumóti með guðföður Paris, leikaranum Macaulay Culkin og kærustu hans, Brendu Song.

Fréttavefurinn Us Magazine birtir myndir af stefnumótinu, þar sem Paris og Cara sjást kyssast innilega og faðmast. Myndirnar má sjá með því að smella hér.

Paris er nítján ára og Cara 25 ára, en þær kynntust á MTV-kvikmyndaverðlaunahátíðinni í fyrra. Þær hafa ekki opinberað samband sitt, né hefur Paris talað opinberlega um kynhneigð sína en poppdóttirin birti mynd af Cöru á Instagram í síðustu viku þar sem fyrirsætan sást standa uppi í rúmi. Paris skrifaði einfaldlega: a r t við myndina, eða l i s t.

a r t .

A post shared by Paris-Michael K. Jackalope (@parisjackson) on

Æðislegt kraftjóga sem losar um streitu

Í meðfylgjandi myndbandi leiðir jógakennarinn Jess Taras okkur í gegnum þrjátíu mínútna kraftjógatíma sem reynir vel á bæði liðleika og styrk.

Mikil áhersla er lögð á að styrkja kvið, bak og rass í þessari æfingu, en einnig einblínir Jess á öndun, sem gerir það að verkum að þessi æfing losar um streitu.

Hægt er að gera æfinguna heima í stofu, en þeir sem þurfa að bæta liðleikann geta notað jógakubb, eða ígildi hans, ef þeir treysta sér ekki í vissar stellingar.

Fór í nefaðgerð snemma á ferlinum

|
Perfect is Boring|

Ofurfyrirsætan Tyra Banks og móðir hennar hafa skráð niður endurminningar fyrirsætunnar í bókinni Perfect is Boring sem kemur út 3. apríl næstkomandi.

„Náttúruleg fegurð er ósanngjörn. Mér líður illa þegar konur sem eru náttúrulega fallegar dæma þá sem breyta einhverju við útlit sitt,” segir Tyra í viðtali við tímaritið People til að kynna bókina.

Í fyrrnefndri bók segist Tyra hafa farið í nefaðgerð snemma á ferlinum.

„Ég var með bein í nefinu sem voru að vaxa og mig klæjaði. Ég gat andað eðlilega en ég fór í lýtaaðgerð. Ég viðurkenni það! Gervi hár og ég lét laga nefið. Mér finnst ég þurfa að segja sannleikann,” segir Tyra.

Áhugaverð bók.

Þá segist hún einnig ekki vera hrifin af því þegar því er hampað að nota ekki farða.

„Við setjum mikla áherslu á það. Ég þurfti farða sem fyrirsæta. Mér finnst ekkert að því. Það jafnaði leikinn fyrir mig. Gisele, þú þarft ekki á farða að halda? Ég þarf á honum að halda! Og við erum báðar fyrirsætur fyrir Victoria’s Secret.”

Tyra segist styðja þá sem láta breyta útliti sínu á einhvern hátt.

„Ekki hafa áhyggjur ef þér líkar við sjálfa/n þig eins og þú ert frá náttúrunnar hendi. En ef þú ert óörugg/ur um eitthvað… Ég er með töfratösku af fegrunarráðum sem gera þig að þeirri manneskju sem þú vilt vera. Tímabundið eða til frambúðar, ég dæmi það ekki.”

Myndi skilja við Trump ef hún gæti

|
|

Melania Trump, eiginkona Donald Trump, Bandaríkjaforseta, er sögð vera mjög óhamingjusöm í hjónabandi sínu í frétt tímaritsins Us Weekly.

Í fréttinni kemur fram að Melania hafi ekki átt sjö dagana sæla eftir að Stormy Daniels og Karen McDougal komu fram og sögðust hafa átt í ástarsambandi með Trump.

Sjá einnig: Flengdi forsetann og stundaði með honum óvarið kynlíf

Heimildarmaður tímaritsins segir að Melania sé „mjög, mjög óhamingjusöm” og að „hún myndi fara frá Donald og vera með syni sínum ef hún gæti,” en þau Donald eiga soninn Barron saman sem er tólf ára.

Melania Trump.

Þá kemur einnig fram í fréttinni að Melania hafi undanfarið forðast að sitja fyrir á myndum með eiginmanni sínum og til að mynda sleppt því að sitja með honum í þyrlu fyrir stuttu.

„Hún er mjög sjálfstæð,” segir annar heimildarmaður tímaritsins og bætir við að henni hrylli við að „öll augu séu á sambandi hennar við eiginmann sinn,” og að þetta sé „ekki auðveldur tími fyrir hana.”

Talskona Melaniu, Stephanie Grisham, segir hins vegar í samtali við Us Weekly að Melania sé að einblína á móðurhlutverkið þessa dagana og að njóta vorfrísins í Mar-a-Lago, en að hún sé einnig að vinna að framtíðarverkefnum.

Kannar heim eineggja tvíbura

||||||||
||||||||

Ljósmyndarinn Peter Zelewski hefur síðustu ár kannað heim eineggja tvíbura, og myndað þá í bak og fyrir hvert sem hann fer.

Með myndum sínum vill hann sýna hve ólíkir eineggja tvíburar geta verið, ekki bara útlitslega heldur reynir hann einnig að ná fram persónuleika þeirra í myndum sínum.

Myndir Peters eru nú til sýnis á Hoxton Hotel Gallery í Shoreditch í London, en hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndum hans. Fleiri myndir má sjá á fréttaveitunni Bored Panda.

Fótóbombuð af trúð á brúðkaupsmyndunum

|||
|||

Vincent Alexander hugsar heldur betur fram í tímann og hugsaði sér gott til glóðarinnar þegar átti að taka brúðkaupsmyndir af sér og eiginkonu sinni, Möndu.

Vincent hafði samband við ljósmyndarann Megan Bowling hjá Pop of Color Images og sagði henni að hann vildi að bróðir sinn myndi klæða sig upp sem trúð með hníf og vera á einni brúðkaupsmyndinni, án þess að Manda tæki eftir því.

Planið hans tókst og Manda tók ekki eftir neinu. Þau Vincent fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli á dögunum og þá kom Vincent eiginkonu sinni á óvart með því að gefa henni myndina frægu með trúðnum.

Megan Bowling deildi myndinni frægu á Facebook-síðu sinni og Manda skrifaði athugasemd við myndina. Hún segist elska myndina þó hún hati trúða og að þessi gjöf hafi heldur betur komið henni á óvart.

„Trúður eða enginn trúður, mér fannst þetta vera svo sætt. Ég elska hve ástríðufullur Vince var með þetta allt. Þetta sýnir að hann þekkir og elskar þig,” skrifar þá ljósmyndarinn til Möndu.

Þess má geta að hinar brúðkaupsmyndirnar af hjónunum voru ósköp venjulegar, eins og sjá má hér fyrir neðan:

Myndir / Megan Bowling

Sýnir skref fyrir skref hvernig hann tekur af sér málningu

David Medina er vel þekktur á YouTube undir nafninu BeatbyDavid. Hann er hæfileikaríkur förðunarfræðingur sem hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtileg og fræðandi myndbönd um förðun.

Í meðfylgjandi myndbandi sýnir hann hins vegar nákvæmlega hvernig hann tekur af sér málninguna í lok dags, en það er margskipt ferli, enda hugsar David mjög vel um húðina.

Ómáluð á forsíðunni og nánast óþekkjanleg

|||||
|||||

Söngkonan Christina Aguilera prýðir forsíðu tímaritsins Paper, en eflaust hafa margir ekki áttað sig strax á hver forsíðustúlkan var. Christina er nefnilega þekkt fyrir að vera mikið máluð og fyrir að elska glimmer og glamúr, en á forsíðunni, sem og á nokkrum myndum inni í blaðinu, er hún algjörlega ómáluð. Á sumum myndunum er hún lítið máluð, en með dramatíska augnmálningu.

Falleg forsíða.

Viðtalið við Christinu tekur Marie Lodi og er áhersla lögð á þá staðreynd að Christina hefur verið dugleg að breyta til, hvort sem það er í vinnu eða stíl, síðan hún hóf feril sinn á tíunda áratug síðustu aldar.

Náttúruleg fegurð.

„Ég hef alltaf verið manneskja sem elskar að gera tilraunir, ég elska leiklist, ég elska að búa til sögur og leika karakter í myndböndum eða á sviði,” segir söngkonan í viðtalinu og bætir við:

„Ég er flytjandi. Það er manneskjan sem ég er frá náttúrunnar hendi. En ég er á þeim stað núna, líka í tónlistinni, að það er frelsandi tilfinning að geta fjarlægt allt óþarfa og meta hver ég er og meta hráa fegurð.”

Geggjuð listakona.

Christina talar einnig um tíma sinn sem dómari í hæfileikaþættinum The Voice og af hverju hún ákvað að hætta.

Sæt í svarthvítu.

„Ég get ekki verið á sama stað of lengi sem er ástæðan fyrir því að sú staða sem ég var í í sjónvarpinu varð of bindandi. Ég þarf hreyfingu, ég þarf að kanna, vera listamaður, skapa og breyta,” segir Christina.

Dramatísk augnmálning.

Mikilvægt að elska sjálfan sig

Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, segir fermingarfræðslu vera stóran hluta af þeim tímamótum sem felast í því að fermast. Að hennar mati er mikilvægt að nota fræðsluna til að
brýna fyrir fermingarbörnum að virða og elska sjálfan sig.

„Ég er mikið að tala um ­­sjálfsmynd þeirra í ferm­ingafræðslunni, hjálpa þeim að finna styrkleika sína og segja þeim hvað Guði elski þau mikið með því að vísa í sögur Jesú frá Nasaret,“ segir Hildur Eir og bætir við að megininntak fermingarfræðsl­unnar eigi að vera forvörn gegn kvíða, sjálfshatri og samanburð­armenningu vegna þess að krakk­arnir séu einmitt á þeim aldri þar sem maður finni sér allt til foráttu. „Þar kemur Jesús sterkur inn með allar sínar dæmisögur.“

Spurð hver sé algengasta spurningin sem hún fái í fermingarfræðslunni segir Hildur krakkana oft vilja vita hvernig trú ­hennar sjálfrar sé. Hvort hún trúi bókstaflega öllu sem standi í Biblíunni.

„Þá svara ég að bókstafstrú sé í besta falli ógagnleg og versta falli hættuleg. Við tölum til dæmis um kraftaverkin sem Jesús framkvæmdi og skoðum bakgrunn að­­stæðna. Var Jesús raunverulega að gefa Bartimeus sjón eða var hann að gefa honum innri sýn og trú á sjálfan sig svo hann væri ekki blindur á eigin möguleika og getu. Svona skoðum við sögurnar og lærum af þeim.“

Finnst þér krakkar hugsa öðru­vísi í dag en áður fyrr. Liggur þeim eitthvað annað á hjarta?

„Ég hugsa að þau séu á mar­g­an hátt tilbúnari til að tala um til­­­­finning­ar sínar og andlega líð­­an vegna þess einfaldlega að sam­­­­félagið hefur opnað á þann mögu­­­­leika með margvíslegum hætti. Það er kannski svona helsta breyt­­ingin sem ég sé.“

Áttu eitthvert eitt gott ráð handa ferming­arbörnum í lokin – og kannski foreldrum þeirra líka?

„Já að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Ást er ástundun en ekki markmið.“

Mynd / Auðunn Níelsson

Axlapúðar, búktal og árumyndir

|||
|||

Hélt veisluna hjá
Sálarrannsóknarfélaginu

Jóel Sæmundsson leikari segir fermingardaginn sinn vera eftirminnilegan fyrir ýmsar sakir. Til dæmis gleymi hann seint athöfninni í kirkjunni.

„Ég týndi sálmabókinni minni,“ segir hann. „Þetta var merkt sálmabók og ég týndi bæði henni og öllum skeytun-um, móður minni til mikillar gleði.“ Þetta hafi ekki verið ábæt-andi ofan á stressið því hann hafi ekki þekkt hina krakkana sem voru að fermast og verið sá eini í hópnum sem þurfti að fara með vers, sem var ferlega pínlegt þar sem hann var í rosalegum mútum.

Veislan eftir á hafi þó toppað allt en hún var haldin í húsakynnum Sálarrannsóknarfélagsins.

„Við fjölskyldan bjuggum á Þórshöfn en ákváðum að halda ferming-una í Reykjavík þar sem ættin bjó meira og minna öll á höfuðborgarsvæðinu og þetta var eini salurinn sem var laus,“ útskýrir hann og kveðst aldrei gleyma árumyndunum og kristölunum, sem héngu þar niður úr loftinu. „Þetta var algjört bíó!“

Að öðru leyti hafi dagurinn gengið vel fyrir sig og sveitastrákurinn fengið flottar fermingargjafir.

„Ég fékk m.a. pening, útilegubúnað og úr frá ömmu sem mér þykir mjög vænt um. Svo gáfu mamma og -pabbi mér fyrstu ferðina í körfuboltabúðir í Bandaríkjunum þaðan sem ég á afskaplega góðar minningar.“

Hvaða ráð viltu gefa krökkum sem eru að fara að fermast?

„Passið ykkur að kaupa ekki fermingarföt sem eru í tísku akkúrat núna. Þau gætu orðið til þess að ljósmyndirnar af ykkur verða hallærislegar seinna meir. Setjið svo peningagjafir inn á læsta bankabók. Ég veit að það hljómar leiðinlega en það margborgar sig því þegar þið verðið eldri þá gætuð þið til dæmis átt útborgun í fyrstu íbúðina.“

Skemmti með búktali

Steindór Grétar Jónsson, blaðamaður og sviðslistamaður, fermdist í Neskirkju árið 1999 og segir veisluna, sem var haldin í Garðabænum heima hjá ömmu hans og afa, eitt það minnistæðasta við daginn.

„Aðallega af því ég píndi Finn vin minn til að vera með atriði. Hann var ágætur búktalari og mér fannst ekki annað hægt en að gestirnir nytu góðs af. Þannig að ég neyddi hann til að sýna og nota mig sem brúðu,“ minnist hann hlæjandi og bætir við að Finnur hafi gefist upp á draumnum um að verða búk-talari eftir þetta.

Spurður hvað hann hafi fengið í fermingargjöf segir Steindór foreldrana hafa gefið sér fjölskylduferð til Flórída um sumarið og PlayStation-leikjatölvu.

„Annars voru krakkarnir að metast um hver hafi fengið mestan pening og -örugglega einhverjir sem lugu til að hljóma meira töff,“ segir hann kíminn. Ein gjöf hafi þó staðið upp úr en það hafi verið Jeremy Klein Birdhouse-hjólabretti með mynd af lifandi pylsu, sem hann fékk frá ömmu sinni og afa.

„Sú gjöf breytti lífi mínu því næstu ár var ég skeitari, sem hafði áhrif á heimsmynd mína.“

Var eitthvað við daginn sem kom á óvart?

„Nei, ekki nema hvað oblátan var bragðlaus. Vona að þær hafi breyst á 19 árum, það hlýtur að vera búið að piparhúða þær.“

Áttu einhver góð heilræði handa krökkum sem eru að fara að fermast núna?

„Nei, en ef þau eiga einhver heilræði handa mér þá væru þau vel þegin. Ég veit ekkert hvað ég er að gera.“

Eins og að giftast einn

Fjölmiðlakonan Júlía Margrét Alex-andersdóttir fermdist á köldu vori í Árbæjarkirkju og segist muna eftir athöfninni eins og hún hafi gerst í gær.

„Ég man eftir því að við fermingarsystkinin biðum spennt eftir því hvort einhver myndi gleyma versinu sínu. Svo skoðuðum við hvert annað í krók og kring, í hverju bekkjarsysturnar og -bræðurnir voru, hverjir höfðu fengið að klína á sig andlitsmálningu og gera eitthvað fríkað við hárið á sér. Hverjir höfðu fengið að sleppa því að vera í hvítum fötum og voru jafnvel útbúnir eins og þeir væru að fara á ball í Árseli – þá öfundaði maður,“ rifjar hún upp og hlær.

Sjálf klæddist hún hvítri dragt, jakka með léttum axlapúðum og hné–síðum stuttbuxum. „Stuttbuxur voru þá í tísku en á mínu heimili þótti það um of og hnésíðar var millivegurinn. Um morguninn fór ég svo í hátíðlega greiðslu á stofu. Þegar ég skoða myndir af mér eftir á og öðrum fermingarbörnum eru mörg okkar í þessum drögtum búin út eins og við séum að fara að sitja í stjórn fyrirtækja en ekki að fermast.“

Eftir athöfnina var veisla haldin í sal fyrir ofan Hreyfil á Grensásvegi þangað sem ættingjum og vinum Júlíu var boðið.

„Veislan sjálf þar sem athyglin fór af meira en 30 fermingarbörnum á mig eina var hálfgert sjokk. Eins og að giftast einn því í brúðkaupi er þó allavega brúðgumi sem tekur athyglina með þér. Þarna á maður að skera kökuna einn og tala eitthvað. Ég held ég hafi meira að segja spilað á fiðlu. Ég fílaði nú ekki að vera svona miðdepill og minnir að ég hafi verið fegin í lok dags.“

Júlía segir að þessum tíma hafi verið hneykslast talsvert á börnum sem fengu sjónvörp og vídeótæki í fermingargjöf. Í dag sé enn verið að hneykslast á því þegar börn fá ofurdýrar fermingar gjafir en hún telur að umræðan sé nokkurn veginn alltaf sú sama.

„Kannski var umstangið í kringum fermingarbörnin útlitslega minna þá,“ segir hún hugsi. „En ég er ekki svo viss. Að minnsta kosti fór enginn sem ég man eftir í nagla- og fótsnyrtingu fyrir fermingu en vissulega þegar maður rifjar þetta upp þá voru sumar stelpur sendar í ljós áður, fóru kannski í gegnum heilt 10 tíma kort á mánuði fyrir fermingardaginn.“

Spurð hvort hún eigi heilræði handa tilvonandi fermingarbörnum svarar hún.

„Þið eruð svo heppin að það er til Facebook svo mitt heilræði er: Kynnið ykkur hverjum er boðið í veisluna, lærið nöfn ömmusystra og -afa og lærið að tengja nöfnin við andlit þeirra af myndum ef þetta eru ættingjar sem þið hittið aðeins við svona tilefni. Það er gaman að geta þakkað fyrir sig og vitað við hvern maður talar.“

Byrjuð að deita eldri mann

Leikkonan Angelina Jolie er byrjuð að deita eldri mann sem er ekki frægur, samkvæmt heimildum Entertainment Tonight. Angelina skildi við leikarann Brad Pitt í september árið 2016, og skók skilnaðurinn heimsbyggðina.

„Brad og Angie eru bæði mjög dul um ástarlíf sitt. Angie hefur sagt nokkrum vinum sínum að hún sé ekki tilbúin í samband en að hún sé byrjuð að hitta myndarlegan, eldri mann sem er fasteignasali,” segir heimildarmaður Entertainment Tonight og bætir við:

„Hann er ekki frægur eða þekktur á neinn hátt.”

Heimildarmaðurinn segir einnig að Angelina hafi átt erfitt eftir skilnaðinn við Brad og að það hafi hjálpað henni að eyða tíma með fasteignasalanum.

Brad virðist líka vera að deita, ef marka má frétt Entertainment Tonight. Hann er ekki heldur hrifinn af því að kynnast konum í sviðsljósinu.

„Konurnar sem hann fer á stefnumót með eru ekki frægar,”  segir heimildarmaðurinn.

Það eru þrjátíu þúsund konur á biðlista fyrir þessi nærföt

|||
|||

Umhverfisvæni fataframleiðandinn Everlane setti á markað nýja undirfatalínu á mánudag, en línan er mjög minimalísk og eru þægindi sett í fyrirrúm.

Nú þegar eru tæplega þrjátíu þúsund konur á biðlista fyrir þessi nærföt og búist er við því að listinn muni aðeins lengjast næstu daga. Hægt er að fá toppa, brjóstahaldara og nærbuxur í línunni og er ekkert í henni dýrara en þrjátíu dollarar, eða tæplega þrjú þúsund krónur.

Þægindi ofar öllu.

Nærfatalínan er búin að vera í þróun í tvö ár og þegar hún kom á markað birti Everlane orðsendingu á Instagram þar sem farið var yfir hugmyndinafræðina á bak við fötin.

„Undirföt ættu að vera gerð fyrir þig. En áratugum saman hafa þau verið hönnuð með einhvern annan í huga,” segir í orðsendingunni, og í kjölfarið er farið yfir allt sem er óþægilegt við flest undirföt í dag.

„Iðnaðurinn hefur grætt milljarða á að segja konum að þær þurfi að líta út eins og eitthvað sem þær eru ekki til að vera kynþokkafullar. En tímarnir breytast og undirfötin ættu að gera það líka.”

Í orðsendingunni segir einnig að fjörutíu prufur hafi verið gerðar af undirfötunum áður en framleiðendur voru sáttir, en öll fötin í línunni eru úr bómul sem fer vel með húðina og klæðir allar líkamsgerðir.

Klæðir alla.

Í auglýsingum fyrir línuna eru konur af öllum stærðum og gerðum í aðalhlutverki, þar á meðal leikkonan Jemima Kirke sem hefur barist mikið fyrir bættri líkamsvitund og -ímynd.

Eftirsótt undirföt.

Eiga von á barni og selja einbýlishúsið

|||||||||
|||||||||

Hjónin Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, og Erla Súsanna Þórisdóttir eru búin að setja einbýlishúsið sitt í Keilufelli í Breiðholti á sölu. Ásett verð eru 64,9 milljónir en eignin er skráð 175,6 fermetrar.

Glæsilegt hús í fallegu hverfi.

Koma þessar fregnir í kjölfar þess að hjónin tilkynntu á samfélagsmiðlum að þau ættu von á barni, en Erla er gengin rétt rúmlega tuttugu vikur. Fyrir eiga þau Freyr tvær dætur, en hjónin hafa verið saman síðan þau voru táningar.

Erla og Freyr á brúðkaupsdaginn.

Eins og sést er heimili þeirra í Keilufelli afar glæsilegt, en þau hafa búið þar um árabil. Þau eiga sterkar rætur í Fellahverfinu og gengu bæði í Fellaskóla.

Björt og falleg stofa.

Húsið er afar rúmgott og því fylgir veðursæll pallur sem býður upp á skemmtileg grillpartí þegar sólin lætur sjá sig á ný.

Stílhreint..
Kósí svefnherbergi.
Hlýlegt barnaherbergi.
Hér er hægt að sitja og spjalla dægrin löng.
Stórt og gott eldhús.
Skemmtilegt rými.

Vandaðar vörur fyrir fermingarbarnið

Ný lína af fallegum púðum – glóðvolgir
beint úr flugi

Það er alltaf gaman að ­breyta umhverfinu með litlum tilkostnaði, til dæmis með púðum og ábreiðum. Hægt er að breyta rýminu með því að setja fallega púða í rúmið eða sófann og hafa ábreiðu í stíl. Við hjá VOGUE FYRIR HEIMILIÐ vorum einmitt að taka inn nýjar vörur frá Claudi sem er hollensk gæða­hönn­un.

Vinsælu Starlux-gæðadýnurnar fyrir fermingarbarnið

Hjá VOGUE FYRIR HEIMILIÐ er gríðalega mikið úrval af rúmum og rúmdýnum. Fyrir fermingarnar eru Starlux-gæðadýnur vinsælastar en þær eru hannaðar af fagfólki okkar og framleiddar erlendis. Þær eru með tvo stífleika, mjúkan og stífan, og því er hægt að snúa þeim við. Hver dýna er með sérstyrktum kanti, þannig að þegar unglingarnir sitja í rúminu heldur hún sínu lagi.

Svefnstóllinn Loki

Svefnstóllinn Loki er hönn­un frá Snæland en hann nýtur gríðarlegrar vinsældar bæði í unglinga­herbergið og sem aukasvefnstæði hjá ömmum og öfum. Hægt er að velja áklæði úr fjölmörg­um litum og hægt að fá hann í nokkrum breiddum.

Antíkbleikt og dökkgrár eru móðins
í dag – Flott í unglingaherbergið

Antíkbleiki liturinn er mjög vinsæll og kemur mjög vel út með
dökkgráa litnum.

Fjölbreyttir fylgihlutir og
litagleðin í fyrirrúmi

Einnig eru fáanlegir fallegir fylgihlutir, má þar meðal annars nefna skápúðana sem eru frábærir til að hafa þegar unglingurinn er að lesa eða er í tölvunni. Það getur verið gaman að velja áklæði í stíl fyrir dívaninn og höfðagaflinn. Einnig er hægt að velja hrúgald sem er hægt poppa upp með í skemmtilegum gulum lit eins og sjá má á myndinni. Þessi grái litur á rúminu er mjög vinsæll hjá ungu kynslóðinni. Tauið nýtur sífellt meiri vinsælda þegar valið er rúm.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Ef vandað er til verka er eftirvinnan auðveld

Hluti af því að líða vel á vinnustað er að skapa notalegt umhverfi og nýverið tóku nokkrir starfsmenn sig til og fríkkuðu upp á betri stofu útgáfufélagsins Birtíngs með nýjum og fallegum málningarlit.

Ferðinni var fyrst heitið í byggingavöruverslunina BYKO þar sem hugmyndin að litnum spratt fram. Halldór Rúnarsson, dreifingarstjóri Birtíngs sá að þessu sinni um málningarvinnuna og segir hann mikilvægt að leita ráða hjá fagaðillum.

„Við vissum ekkert hvernig við ætluðum að gera þetta en fengum ómetanlega aðstoð meðal starfsmanna BYKO. Þeir hjálpuðu okkur að velja málningarúllur og stækkanlegt málningarskaft sem hentaði vel upp á þá lofthæð sem við vorum að vinna með. Við keyptum 25 cm málningarrúllu sem hentar öllum gerðum innimálningar en liturinn sem við völdum er úr vatnsþynnanlegri mattri akrílmálningu og eins og kemur fram á heimasíðu BYKO gefur liturinn djúpa litaáferð án endurspeglunar, svo það glampar ekki á veggina þó sólin skíni á þá.”

Halldór að störfum.

Það er óhætt að segja að undirbúningurinn skipti lykilatriði þegar kemur að málningarvinnu og tekur Halldór heilshugar undir það.

„Undirbúningsvinnan er tímafrekust þegar kemur að svona framkvæmdum en margir vilja kantskera allan vegginn áður en þeir hefjast handa við að rúlla málningunni á. Fyrir utan það er gott að teipa í kringum hurðir og ljósrofa og spasla auðvitað í allar ójöfnur og naglaför ef þess þarf. Ef vandað er til verka í þessu ferli er eftirvinnan auðveld og ég get staðfest að maður þarf ekkert að vera neitt ofboðslega flinkur málari ef undirbúningurinn er gerður rétt.

Mikilvægt er að hræra í málningunni.

Mikilvægt er að byrja á því að hræra málninguna vel saman í fötunni en góður málningarbakki skiptir gríðarlegu máli. Eftir það er ekki eftir neinu að bíða heldur hefjast handa við að rúlla málningunni á vegginn en fjöldi umferða er smekksatriði. Liturinn sem við völdum þekur einstaklega vel og því fórum við einungis eina umferð á veggina. Þetta er einstaklega fallegur litur sem nýtur sín sérlega vel í allri lýsingu hvort sem um er að ræða á kvöldin eða í dagsbirtu. Tegund málningarinnar nefnist Supermatt rom og er frá Gjøco en liturinn ber nafnið Daggarblár og var valin febrúarlitur mánaðarins að mati Húsa og Híbýla.

Skemmtilegur litur.

Eftir að hafa málað alla veggi og látið málninguna þorna vel tekur frágangurinn við, ganga frá og skúra gólf. Eftir það er verkinu lokið og herbergið tilbúið.”

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Borgaði margar milljónir fyrir að klæða stjörnur á Óskarnum

NEW YORK - FEBRUARY 25: Overview of Oscar statues on display at "Meet the Oscars" at the Time Warner Center on February 25

Það er ekkert launungamál að kjólarnir sem frægustu konur heims klæðast á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem og öðrum hátíðum, eru fokdýrir. Þekkt er að stjörnur fái kjóla lánaða frá hönnuðum á stóra daginn, en það er talin ein besta auglýsingin sem hönnuðir fá í bransanum.

Hins vegar vita kannski færri að hönnuðurinn ber ekki aðeins kostnað af gerð kjólanna, sem hleypur á mörgum milljónum, heldur þarf einnig að borga sendingarkostnað undir klæðnaðinn til að koma honum til fræga fólksins.

Hönnuðurinn Christian Siriano talaði um þennan falda kostnað í útvarpsviðtali á dögunum.

„Það kostar svo mikinn pening að sérhanna þessa kjóla og senda þá út um allan heim,” segir Christian og bætir við:

„Ég meina, það getur kostað tvö þúsund dollara (200 þúsund krónur) að senda stóran kassa frá New York til Los Angeles yfir nótt.”

Christian segir að hann og teymi hans hafi sent um hundrað kjóla í hraðsendingu frá New York til Los Angeles það sem af er ári og því má áætla að kostnaðurinn bara við sendingar sé kominn upp í fimmtíu þúsund dollara, eða tæpar fimm milljónir króna. Þess má geta að stjörnur eins og Whoopi Goldberg, Kelly Ripa og Janet Mock klæddust allar hönnun eftir Christian á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár.

Þrátt fyrir þennan kostnað segir Christian að hann sé þess virði, þar sem oft sé eina leiðin til að fá svokallaðar A-lista stjörnur til að klæðast fötum sínum, sé að borga fyrir sendinguna.

Fabulous fittings with Kelly! #sundayglamour #christiansiriano

A post shared by Christian Siriano (@csiriano) on

„Flestir eiga ekki pening fyrir sendingarkostnaðinum,” segir Christian og bætir við að auglýsingin sé í raun meira virði en þessi gríðarlegu fjárútlát.

Ber olíu á bossa fáklæddar eiginkonunnar

Leikkonan og fyrirsætan Emily Ratajkowski gekk að eiga kvikmyndaframleiðandann Sebastian Bear-McClard fyrir mánuði síðan og njóta þau nú lífsins í brúðkaupsferð.

Take me back

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on

Emily hefur verið dugleg að birta myndir úr ferðinni á Instagram, en athygli hefur vakið að Emily er nánast aldrei í fötum og ætlar greinilega að nýta hveitibrauðsdagana vel.

Posing for my husband like

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on

Sjá einnig: Þú getur keypt brúðardressið hennar á tæplega tuttugu þúsund.

Þá hefur Emily einnig birt skemmtilega mynd á Instagram þar sem Sebastian sést bera sólarolíu á afturenda eiginkonu sinnar, og virðast þau bæði hafa gaman að.

Mr. Last Looks

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on

Svona getur þú fengið ódýrustu flugfargjöldin

Oft hefur því verið haldið fram að best sé að panta flugfargjöld eins langt fram í tímann og hægt er til að tryggja lægsta verðið. Ný greining hjá fyrirtækinu CheapAir kollvarpar hins vegar þessari kenningu.

Samkvæmt greiningu CheapAir er ódýrast að panta flug í Bandaríkjunum sjötíu dögum fyrir brottför. Ef ferðalangar ná ekki að bóka á þeim degi ættu þeir að panta flug 21 til 121 degi fyrirfram, sem er þá besti bókunarglugginn, ef svo má að orði komast.

Í vinnu sinni greindi fólkið hjá CheapAir 917 milljón flugfargjöld árið 2017 og fylgdust með verðinu allt frá 320 dögum í brottför og þar til degi fyrir flug. Með þessari vinnu náði það að reikna út hvenær fargjöld væru að meðaltali lægst, sem var eins og áður segir þegar sjötíu dagar voru í brottför. Niðurstöður ársins 2016 sýndu að ódýrast var að panta flug 54 dögum fyrir brottför og því breytist þetta frá ári til árs, og jafnvel á milli árstíða.

Greiningardeild CheapAir tekur fram í niðurstöðum sínum að sjötíu daga reglan sé að sjálfsögðu ekki algild og að verð á fargjöldum fari einnig eftir ferðinni sem bókuð er.

Fólkið sem stóð að greiningunni segir einnig að það sé flökkusaga að einn dagur vikunnar sé betri til að bóka en hinn, ef markmiðið er að spara nokkrar krónur. Oft hefur því verið haldið fram að ódýrast sé að bóka flug á þriðjudögum, en það ku ekki vera rétt. Greiningardeild CheapAir komst að því að aldrei væri meiri en 0,6% munur á verði á milli daga, og því varla greinanlegur. Hins vegar er ódýrast að fljúga á þriðjudögum og miðvikudögum, og er hægt að spara sér um sjö þúsund krónur allajafna með því að fljúga á miðvikudegi í staðinn fyrir sunnudegi.

Þegar kemur að súkkulaði eru valmöguleikarnir endalausir

||
Sigmar Vilhjálmsson
Eva Rún Michelsen, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Íris Hauksdóttir, páskaegg, páskar, súkkulaði, vikan, VI1803128555

Eva Michelsen er sjálfmenntuð köku- og konfektgerðarkona en kemur þó af bakaraættum. Kökubakstur og skreytingarhæfileikar hennar komu þó ekki í ljós fyrr en hún var löngu flutt að heiman en hún býr nú til sannkölluð sælkera-páskaegg sem notið hafa umtalsverða athygli.

Ég veit nú ekki hvort eggin mín hafi einhver sérstök einkenni umfram önnur en ég reyni að breyta til og gera eitthvað öðruvísi sem oftast. Það sem mér þykir skemmtilegt við páskaeggin er fyllingin því hún hefur svo mikil áhrif á súkkulaðið sjálft. Fyrir þá sem ekki vita, þá bragðast páskaegg aðeins öðruvísi því þau draga í sig lykt og bragð af því sem er inn í þeim. Alveg eins og konfekt bragðast á ákveðinn hátt. Það má þó alls ekki gleyma málshættinum. Ég á þá ófáa varðveitta hér og þar.

Ef fyllingin í egginu er ekki góð, er ég ekki jafn spennt fyrir restinni.

Eftir að lakkrís súkkulaði kom á markað hefur það verið í þó nokkru uppáhaldi en annars er ég hlynntust gamla góða suðu súkkulaðinu. Það er svo hægt að borða innan úr egginu og brjóta rest út í eftirréttinn.

Það sem er líka skemmtilegt við að gera páskaegg og vinna með súkkulaði yfir höfuð er að valmöguleikarnir eru endalausir og alveg magnað hvað hægt er að gera með súkkulaði. Mér finnst ég alltaf vera læra eitthvað nýtt.”

Viðtalið í heild má lesa í páskablaði Vikunnar.

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Donald Trump fastur í teiknimyndamartröð

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fær á baukinn í nýju atriði úr smiðju fólksins sem hefur fært okkur 29 seríur af teiknimyndaþáttunum The Simpsons.

Atriðið heitir A Tale of Two Trumps, eða saga um Trump-ana tvo, sem er vísan í skáldsöguna A Tale of Two Cities eftir Charles Dickens. Í atriðinu er Trump fastur í teiknimyndamartröð þar sem hann játar allar syndir sínar, meðal annars að hafa svikið undan skatti og haldið framhjá eiginkonum sínum.

„Þú hefur verið að láta eins og sjálfselskur siðblindingi og 64 til 67 prósent af fólki hatar þig,” segir Trump til dæmis við sig sjálfan þegar hann gerir sér grein fyrir kostum þess að koma hreint fram.

Þá er einnig sérstaklega sniðugt að sjá hvernig The Simpsons-liðar leika sér með hárgreiðslu Trumps, en atriðið má sjá hér fyrir neðan:

Dóttir Michael Jackson kyssir ofurfyrirsætu

Paris Jackson, dóttir poppkonungsins sáluga Michael Jackson, sást kyssa ofurfyrirsætuna og Íslandsvininn Cöru Delevingne í Vestur-Hollywood í síðustu viku.

Paris og Cara voru á tvöföldu stefnumóti með guðföður Paris, leikaranum Macaulay Culkin og kærustu hans, Brendu Song.

Fréttavefurinn Us Magazine birtir myndir af stefnumótinu, þar sem Paris og Cara sjást kyssast innilega og faðmast. Myndirnar má sjá með því að smella hér.

Paris er nítján ára og Cara 25 ára, en þær kynntust á MTV-kvikmyndaverðlaunahátíðinni í fyrra. Þær hafa ekki opinberað samband sitt, né hefur Paris talað opinberlega um kynhneigð sína en poppdóttirin birti mynd af Cöru á Instagram í síðustu viku þar sem fyrirsætan sást standa uppi í rúmi. Paris skrifaði einfaldlega: a r t við myndina, eða l i s t.

a r t .

A post shared by Paris-Michael K. Jackalope (@parisjackson) on

Æðislegt kraftjóga sem losar um streitu

Í meðfylgjandi myndbandi leiðir jógakennarinn Jess Taras okkur í gegnum þrjátíu mínútna kraftjógatíma sem reynir vel á bæði liðleika og styrk.

Mikil áhersla er lögð á að styrkja kvið, bak og rass í þessari æfingu, en einnig einblínir Jess á öndun, sem gerir það að verkum að þessi æfing losar um streitu.

Hægt er að gera æfinguna heima í stofu, en þeir sem þurfa að bæta liðleikann geta notað jógakubb, eða ígildi hans, ef þeir treysta sér ekki í vissar stellingar.

Raddir