Föstudagur 20. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Donald Trump fastur í teiknimyndamartröð

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fær á baukinn í nýju atriði úr smiðju fólksins sem hefur fært okkur 29 seríur af teiknimyndaþáttunum The Simpsons.

Atriðið heitir A Tale of Two Trumps, eða saga um Trump-ana tvo, sem er vísan í skáldsöguna A Tale of Two Cities eftir Charles Dickens. Í atriðinu er Trump fastur í teiknimyndamartröð þar sem hann játar allar syndir sínar, meðal annars að hafa svikið undan skatti og haldið framhjá eiginkonum sínum.

„Þú hefur verið að láta eins og sjálfselskur siðblindingi og 64 til 67 prósent af fólki hatar þig,” segir Trump til dæmis við sig sjálfan þegar hann gerir sér grein fyrir kostum þess að koma hreint fram.

Þá er einnig sérstaklega sniðugt að sjá hvernig The Simpsons-liðar leika sér með hárgreiðslu Trumps, en atriðið má sjá hér fyrir neðan:

Dóttir Michael Jackson kyssir ofurfyrirsætu

Paris Jackson, dóttir poppkonungsins sáluga Michael Jackson, sást kyssa ofurfyrirsætuna og Íslandsvininn Cöru Delevingne í Vestur-Hollywood í síðustu viku.

Paris og Cara voru á tvöföldu stefnumóti með guðföður Paris, leikaranum Macaulay Culkin og kærustu hans, Brendu Song.

Fréttavefurinn Us Magazine birtir myndir af stefnumótinu, þar sem Paris og Cara sjást kyssast innilega og faðmast. Myndirnar má sjá með því að smella hér.

Paris er nítján ára og Cara 25 ára, en þær kynntust á MTV-kvikmyndaverðlaunahátíðinni í fyrra. Þær hafa ekki opinberað samband sitt, né hefur Paris talað opinberlega um kynhneigð sína en poppdóttirin birti mynd af Cöru á Instagram í síðustu viku þar sem fyrirsætan sást standa uppi í rúmi. Paris skrifaði einfaldlega: a r t við myndina, eða l i s t.

a r t .

A post shared by Paris-Michael K. Jackalope (@parisjackson) on

Æðislegt kraftjóga sem losar um streitu

Í meðfylgjandi myndbandi leiðir jógakennarinn Jess Taras okkur í gegnum þrjátíu mínútna kraftjógatíma sem reynir vel á bæði liðleika og styrk.

Mikil áhersla er lögð á að styrkja kvið, bak og rass í þessari æfingu, en einnig einblínir Jess á öndun, sem gerir það að verkum að þessi æfing losar um streitu.

Hægt er að gera æfinguna heima í stofu, en þeir sem þurfa að bæta liðleikann geta notað jógakubb, eða ígildi hans, ef þeir treysta sér ekki í vissar stellingar.

Flengdi forsetann og stundaði með honum óvarið kynlíf

|
|

Það er fátt meira á milli tannanna á fólki í dag en viðtal við klámmyndastjörnuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, í þættinum 60 Minutes, sem sýndur var í gærkvöldi vestan hafs. Stormy heldur því fram að hún hafi átt í sambandi við Donald Trump, Bandaríkjaforseta en hafi verið borgað fyrir að þegja um sambandið í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016.

Stormy segist hafa stundað kynlíf með Donald eftir að þau kynntust á golfmóti árið 2006, stuttu eftir að eiginkona forsetans, Melania Trump, fæddi son þeirra Barron.

Michael Cohen, lögfræðingur Trumps, borgaði Stormy 130 þúsund dollara, tæplega þrettán milljónir króna, fyrir að þaga um sambandið fyrir forsetakosningarnar. Skrifaði Stormy undir samning þar sem hún hét því að tala ekki við neinn um sambandið. Nú stendur hún hins vegar í dómsmáli vegna þessa samnings vegna þess að hún heldur því fram að Trump hafi ekki skrifað undir hann. Enn fremur hefur hún boðist til þess að skila þessum tæpu þrettán milljónum.

Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa staðfastlega neitað því að þau Stormy og Trump hafi átt í sambandi, en fyrr í þessum mánuði skiluðu lögfræðingar Trumps inn réttargögnum þar sem þeir fóru fram á að minnsta kosti tuttugu milljónir dollara í skaðabætur frá Stormy vegna brota á fyrrnefndum samningi.

Stormy spjallaði við Anderson Cooper í 60 Minutes í gær.

Viðtalið í gærkvöldi við Stormy var um margt áhugavert og kom ýmislegt fram sem ekki hefur komið fram á. Hér á eftir förum við yfir það helsta sem Stormy ljóstraði upp í viðtali við Anderson Cooper í 60 Minutes.

Hótað með dóttur sína í fanginu

Stormy segir að maður hafi komið til sín og hótað sér ofbeldi þegar hún var með dóttur sinni í Las Vegas árið 2011.

„Ég var á bílastæði að fara í ræktina með dóttur mína, sem var ungbarn. Ég var að taka allt úr bílnum eins og bílstólinn, bleyjutösku og allt það. Og maður gekk upp að mér og sagði: Láttu Trump í friði. Gleymdu sögunni. Og síðan horfði hann á dóttur mína og sagði: Þetta er falleg, lítil stúlka. Það væri synd ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar. Og síðan fór hann,” sagði Stormy í viðtalinu.

Dóttir klámmyndastjörnunnar er sjö ára í dag en Stormy tilkynnti atvikið ekki til lögreglu vegna þess að hún var hrædd.

„Ég man að ég fór í ræktina og hendurnar mínar skulfu svo mikið. Ég var hrædd um að missa dóttur mína,” bætti hún við.

Á þessum tíma hafði Stormy samþykkt að segja sögu sína í tímaritinu In Touch fyrir fimmtán þúsund dollara. Í 60 Minutes kom fram að ekkert hefði orðið af viðtalinu vegna þess að Michael Cohen, lögfræðingur Trump hafi hótað að kæra tímaritið.

Trump sagði Stormy að hún minnti hann á dóttur sína

Stormy segist hafa hitt Trump fyrst á golfmóti stjarnanna í Lake Tahoe í júlí árið 2006.

„Hann sagði: Vá, þú, þú ert sérstök. Þú minnir mig á dóttur mína. Hann sagði: Þú ert gáfuð og falleg og einhver sem máli skiptir, og mér líkar við þig. Mér líkar við þig,” sagði Stormy við 60 Minutes, en eins og áður hefur komið fram eru Trump og dóttir hans, Ivanka, mjög náin.

Enginn smokkur, takk

Stormy sagði í viðtalinu að þau Trump hefðu rætt samband hans við eiginkonu sína, Melaniu, en að forsetinn hafi sagt þau sofa í sitthvoru herberginu. Þá sagðist hafa flengt forsetann með tímariti þar sem hann var á forsíðunni. Síðan hafi hún afsakað sig og farið á salernið. Þegar hún kom út af baðherberginu hafi hitnað í kolum.

„Ég fattaði hvað ég var búin að koma mér í. Og ég hugsaði: Æi, núna kemur það. Og mér fannst, kannski, að ég hefði átt þetta skilið því ég tók slæma ákvörðun að fara uppá hótelherbergi ein með einhverjum og ég heyrði bara rödd í höfðinu á mér sem sagði: Jæja, þú komst þér í slæma aðstöðu og slæmir hlutir gerast, þannig að þú átt þetta skilið,” sagði Stormy og bætti við að þau Trump hefðu stundað kynlíf án þess að nota verjur.

„Hann sagði að þetta hefði verið frábært. Hann átti frábært kvöld og þetta var ekkert eins og hann átti von á. Að ég hefði komið honum á óvart og að margir hlytu að vanmeta mig og að hann vonaði að ég myndi vilja hitta hann aftur,” sagði hún. Hún var 27 ára og hann sextugur á þessum tíma.

Trump bað hana ekki um að þegja

„Þetta var ekki leyndarmál,” sagði Stormy og hélt áfram.

„Hann bað mig aldrei um að þaga og hringdi oft í mig þegar ég var í margmenni og þá sagði ég: Guð minn góður, hann er að hringja. Og þá sagði fólk: Þegiðu, Donald-inn? Og ég setti hann á hátalara og hann vildi vita hvað ég var að gera og hvort við gætum hist aftur.”

Hún sagði að Trump hafi spurt hana hvort hún vildi vera keppandi í sjónvarpsþættinum Celebrity Apprentice en að hana hafi grunað að það væri til að halda henni heitri, með von um frekara ástarsamband þeirra á milli.

Hún segist hafa hitt Trump aftur í júlí árið 2007, ári eftir þeirra fyrstu kynni. Þá bauð hann henni á hótelherbergi sitt í Los Angeles til að tala um Celebrity Apprentice. Stormy sagði að hann hafi viljað sofa hjá henni aftur en að hún hafi neitað. Hún sagði að þau hafi aldrei hist aftur og að hún hafi ekki fengið hlutverk í sjónvarpsþættinum.

Óttaðist um öryggi sitt

Stormy segist hafa skrifað undir samninginn fyrir forsetakosningarnar til að vernda dóttur sína. Hún vildi ekki að hún myndi sjá eða lesa eitthvað um sambandið.

„Ég trúi, án efa, í hjarta mínu, og sumir segja að ég sé ekki með svoleiðis en hvað með það, að ég hafi verið að gera hið rétta. Ég afþakkaði stórar peningaupphæðir oft því ég vildi í fyrsta lagi ekki vera stelpan sem segði frá og vera kölluð öllu því sem ég er kölluð núna. Og ég vildi ekki eyðileggja löglegan og góðan feril sem ég hafði unnið svo hart að. Og sem mikilvægara er, ég vildi ekki að fjölskylda mín og barn þyrftu að þola það sem ég þarf að þola núna. Allt sem ég var hrædd um er komið uppá yfirborðið og veistu hvað? Ég á ekki milljón dollara,” sagði Stormy í viðtalinu.

„Hann veit að ég er að segja satt.”

Anderson Cooper spurði Stormy hvort hún ætti eitthvað af skilaboðum, myndböndum eða tölvupóstum frá Donald Trump.

„Lögfræðingur minn mælti með að ég myndi ekki ræða þessa hluti,” sagði Stormy og gaf það til kynna að svo væri. Þegar hún var spurð hvað hún héldi að forsetanum þætti um þetta viðtal hennar sagði hún einfaldlega:

„Hann veit að ég er að segja satt.”

Kim Kardashian fer offari í Photoshop

|
|

Raunveruleikastjarnan var ein af fjölmörgum sem tóku þátt í March For Our Lives-mótmælunum um helgina vestan hafs, þar sem fólk fjölmennti til að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum.

Kim birti mynd af sér á leiðinni á mótmælin á Instagram og hvatti fólk jafnframt til að fjölmenna. Boðskapur Kim hefur þó fallið í skuggann af myndinni sjálfri.

Hér er myndin, sjáið þið hvað er að henni?

‪Let’s March! @AMarch4OurLives @EveryTown (Wear Orange) ? BACKGRID

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Jú, það er deginum ljósara að átt hefur verið við myndina ef maður skoðar bílinn í bakgrunni myndarinnar. Ljósmyndarar náðu myndum af Kim á sama stað og Instagram-myndin er tekin og þá sést greinilega að myndvinnsluforrit hefur verið notað til að lengja stjörnuna og mjókka mitti hennar með þeim afleiðingum að bíllinn í bakgrunni hefur kramist og gangstéttin er einnig sveigð.

Upprunalega myndin.

Fylgjendur stjörnunnar eru ekki parsáttir við þetta, þó að flestar samfélagsmiðlastjörnur noti einhvers konar forrit til að eiga við myndir sínar. Nokkur viðbrögð við myndinni hennar Kim má sjá hér fyrir neðan:

Týndi 200 milljón króna trúlofunarhring á næturklúbbi

Raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton ku hafa týnt trúlofunarhring sínum, sem metinn er á tvær milljónir dollara, tæplega tvö hundruð milljónir króna, á dansgólfinu á næturklúbbi á Miami um helgina, samkvæmt frétt Page Six.

Betur fór en á horfðist, en Paris og unnusti hennar, Chris Zylka, þræddu næturklúbbinn með öryggisvörðum staðarins og fundu hringinn að lokum. Hafði hann lent í ísfötu á öðru borði.

Sagt er í frétt Page Six að Paris hafi hágrátið þegar hún fattaði að hringurinn væri horfinn en að Chris hafi verið mjög yfirvegaður á meðan á leitinni stóð.

Chris bað Paris fyrr á þessu ári og tilkynntu þau góðu fréttirnar á Instagram í janúar.

#iSaidYas ?? Love you now & forever…? #ProposalGoals ? #NationalProposalDay

A post shared by Paris Hilton (@parishilton) on

Tilvonandi hjónin eru yfir sig ástfangin en Paris lét hafa eftir sér í viðtali við Us Weekly fyrr í mánuðinum að barneignir væru hluti af framtíðarplönunum.

„Ég get ekki beðið eftir að eiga mína eigin dóttur einn daginn og klæða hana upp eins og mig. Það er tilgangur lífsins að eignast fjölskyldu. Og ég sé hve hamingjusama börnin gera systur mína, þannig að ég get ekki beðið eftir að upplifa það,” sagði Paris, en systir hennar, Nicky, á tvær dætur.

Hundar nuddaðir með förðunarburstum er nýjasta æðið

Hvernig væri að eyða þessum sunnudegi í að horfa á sæta hunda vera nuddaða og klappað með förðunarburstum, aftur og aftur og aftur?

Það hefur skapast nýtt æði á Instagram sem felst í því að birta myndbönd af hundum sem eru dekraðir með förðunarburstum og það er sjúklega sætt.

Ekki hafa áhyggjur, það er enginn farði í burstunum, heldur er þetta bara gert til að láta hundunum líða vel. Njótið!

Getting glam for the weekend ?

A post shared by Albus & Arthur ? (@albusandarthur) on

Relaxing after a long week of screwing around at work. #TGIF #rg @mayapolarbear

A post shared by Cosmopolitan (@cosmopolitan) on

Geggjuð Zumba-æfing sem hressir, bætir og kætir

Þjálfarinn Ai Lee Syarief er búin að búa til frábæra Zumba-æfingu sem er ekki algjörlega hefðbundin.

Í æfingunni blandar Ai saman Zumba og styrktaræfingum og eitt er víst – þessi rútína á eftir að ná hjartslættinum upp.

Æfinguna má sjá hér fyrir neðan og það eina sem maður þarf til að gera hana eru góðir hátalarar, skilningsríkir nágrannar og nóg af gólfplássi.

Sex ára drengur segir veðurfréttir og það er æði

Hinn sex ára gamli Carden Corts varð internetstjarna á einni nóttu fyrir stuttu eftir að skólaverkefni sem hann gerði rataði á YouTube.

Verkefnið fólst í því að krakkarnir í bekknum þurftu að búa til myndband þar sem þeir sögðu veðurfréttirnar, og má með sanni segja að Carden hafi leyst það verkefni með stæl.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en við erum viss um að það á eftir að koma ykkur til að hlæja, allavega brosa. Það er líka nokkuð fagmannlega unnið, enda vinnur faðir Carden, Charlie, í hönnunargeiranum og hafði aðgang að grænum skjá (e. green screen).

Í samtali við fréttamiðilinn Tennessean segir Charlie að þeir feðgar hafi strax orðið mjög spenntir þegar þeir sáu hvert verkefnið var.

„Þegar ég heyrði hvað verkefnið var fannst mér eins og ég hefði verið að bíða eftir þessu alla ævi,” segir Charlie og bætir við:

„Nei, í alvöru, mér fannst að við gætum haft gaman að þessu.”

„Vona að ég verði ekki grýttur á almannafæri“

|
|

Rithöfundurinn Snorri Kristjánsson, sem hefur getið sér góðan orðstír fyrir Valhallarsögu-þríleikinn, hefur sent frá sér nýja bók, KIN (Ættin), sem hefur hlotið fína dóma og hefur útgáfurétturinn á henni þegar verið seldur til Þýskalands og Rússlands. Líkt og fyrri verk Snorra gerist bókin á tímum víkinga en höfundurinn sjálfur lýsir henni sem einskonar samblandi af fantasíuverki og glæpasögu í einkaspæjarastíl.

„Þetta er morðsaga á víkingaöld, svona í anda „Nordic Noir“ þótt brúnaþungir rannsóknarlögreglu-menn starandi út í skammdegið séu reyndar víðsfjarri,“ segir Snorri kíminn og vísar þar til þess að aðalsöguhetjan er ung kona, Helga Finnsdóttir, sem rannsakar hrottafengið morð í föðurhúsum þar sem ýmsar miður geðfelldar persónur liggja undir grun, þar á meðal systkini hennar sem eru hvert öðru skuggalegra.

Snorri kveðst ekki vita til þess að skrifaðar hafi verið skáldsögur um rannsókn og lausn glæpa á víkingaöld, hvað þá af íslenskum rithöfundum, en þorir ekki að slá því föstu að hann sé fyrstur til að ríða á vaðið. Eitt er þó víst, KIN markar visst brotthvarf frá fyrri bókum Snorra, fyrrnefndum Valhallarsögu-þríleik, sem voru hreinræktuð fantasíuverk. „Það var mjög gaman að skrifa þríleikinn en þegar þriðju bók lauk var ég orðinn leiður á því að skrifa stórar bardagasenur,“ segir hann hreinskilinn. „Mér fannst bara komið gott. Kominn tími til að skrifa um eitthvað annað.“ Hann útilokar þó ekki að hann muni einhvern tíma snúa sér aftur að fantasíuskrifum ef hann fái góða hugmynd að sögu.

En var hann ekkert tvístígandi að takast á við annað bókmenntaform, glæpasöguna? „Nei, í sjálfu sér ekki,“ svarar hann. „Því KIN er blanda af fantasíu og glæpasögu, eiginlega söguleg furðuglæpasaga. Þannig að í raun er ég ekki að takast á við form og hefðir glæpasögunnar. Ég er ekki að taka þátt í „samræðum geirans“ ef svo má að orði komast. Ég fékk bara hugmynd að fléttu og skrifaði sögu út frá því.“

Er ekki að halda því fram að konur séu svona

Snorri segist reyndar ekki vera viss um hvernig sú hugmynd kviknaði nákvæmlega. Í aðdraganda skrifanna hafi hann verið búinn að horfa á býsn af glæpaþáttum og haft gaman af því að fylgjast með eiginkonunni leysa gátur.  Hann hafi ákveðið að útbúa eina slíka fyrir heimilið og hún endaði sem úrdráttur að bók, tvær blaðsíður sem útgefandanum leist vel á og bauð Snorra því nýjan samning. „Já, umboðsmaðurinn sýndi útgefandanum þær og hún las yfir og sagði: „Hmmm, já þetta virkar“,“ segir hann og hlær.

Söguhetjan Helga, er skelegg ung kona sem skaut fyrst upp kollinum í annarri bók í Valhallarsögu-þríleiknum. Það er kannski ákveðin klisja að spyrja, en þú hefur ekkert verið hræddur við að skrifa út frá sjónarhóli konu? Snorri brosir. „Að ígrunduðu máli ætla ég að halda því fram að ég hafi ekki verið skíthræddur við það. Ætli það hljómi ekki betur að segja að ég hafi nálgast það verkefni af yfirvegun og töluverðri virðingu,“ segir hann sposkur.

Að því sögðu viðurkennir hann að vissulega sé það alloft kveðin vísa að karlkyns rithöfundar eigi erfiðara með að „skrifa út frá sjónarhorni kvenna“ en kvenkyns rithöfundar út frá sjónarhorni karla. Í KIN sé til hins vegar heill herskari kvenpersóna fyrir utan Helgu sjálfa og þær séu hver annarri snúnari.

„En auðvitað er ég ekki að skrifa út frá eigin reynslu og það getur vel verið að það fari illa í einhverja lesendur. Ég vill þó undirstrika að ég er alls ekki halda því fram að konur séu „svona“ eins og konurnar eru í bókinni, en ég vona innilega að kvenpersónurnar mínar séu sannfærandi og að ég verði ekki grýttur á almannafæri fyrir að voga mér upp á téðan sjónarhól.“

Hörð samkeppni

KIN er skrifuð á ensku og gefin út í Bretlandi líkt og fyrri verk Snorra og segir hann ekki standa til að þýða bókina á íslensku því það sé bæði dýrt og tímafrekt verk. Útgáfurétturinn á bókinni hafi hins vegar þegar verið seldur til Þýskalands og Rússlands, auk þess sem Valhallasögu-þríleikurinn hafi líka verið þýddur á pólsku, hollensku, spænsku og ungversku og gefinn út í Bandaríkjunum. Spurður hvort það sé stór markaður fyrir svona bækur erlendis, segir hann það fara eftir því hvað sé átt við með „svona bókum“. Eins og sjáist á Krúnuleikunum (Game of Thrones) sé alveg sæmilegur markaður fyrir eina og eina fantasíu, en það séu færri og stærri nöfn í þeim geira. Á meðan glæpasögur seljist aftur á móti á tiltölulega breiðari markaði en fantasíur þá sé „harðari samkeppni um að komast á flugvallar-hilluna“.

Hefur komið til tals að kvikmynda bækurnar? „Já, þegar Vikings þættirnir voru hvað vinsælastir barst í tal að kvikmynda Valhallar-bækurnar en það varð lítið úr því og smám saman hef ég áttað mig á því að kvikmyndagerðarfólki finnst afskaplega gaman af því að tala um hlutina. Þess vegna hallast ég núorðið að viðhorfi Elmore Leonard til kvikmynda, en hann sagði að bíópeningur væri fundið fé.“

En sérðu fyrir þér að getað lifað alfarið af skrifum? „Það er draumurinn,“ svarar hann, „en í augnablik-inu er ansi langt í það. Þeir rithöfundar sem ég hef rætt þetta við segja að það sé spurning um úthald og framleiðslu frekar en að skrifa einhverja metsölubók. Ég hef mjög gaman af skrifum, þannig að ég ætla bara að halda þeim áfram á meðan ég get og nenni. Ritstörf og kennsla eru hvort tveggja dásam-leg og skrítin störf sem geta átt hug manns allan og eins og er hef ég náð góðu jafnvægi á milli þessara starfa.“

Sem stendur segist hann vera með nokkrar hugmyndir að bókum sem hann er að þróa. Þar á meðal að annarri „Helgu-bók“ og svo handrit að unglingabók sem þurfi að fínpússa. Ætlar hann þá að fikra sig yfir í enn eina bókmenntgreinina?  „Já, ég er að sjálfsögðu að stefna að fullnaðarsigri í þeim öllum þannig að ætli ég sendi ekki svo frá mér rómantíska unglingaglæpafurðusögu árið 2022,“ segir hann og hlær.

Mynd / Gunnar Freyr Steinsson Photography

Hlýlegur retro – stíll í Seljahverfi

Blaðamaður og ljósmyndari Húsa og híbýla fengu að kíkja til Unu og Björns sem búa ásamt börnum sínum tveimur og kettinum Eldibrandi í fallegu einbýlishúsi í Seljahverfinu. Una er verslunarrýmis- og útstillingahönnuður hjá IKEA og Björn er byggingatæknifræðingur hjá Þjóðskrá Íslands.

Stofan seldi húsið

„Húsið er teiknað af teiknistofu Hauks Viktorssonar árið 1980 en byggt 1981. Við keyptum húsið síðasta sumar,“ segir Björn. Aðdragandinn að kaupunum var skemmtilegur. „Við Bjössi vorum úti að skokka og hann bendir mér á húsið og segist hafa verið að pæla í þessu húsi fyrir nokkrum árum. Svo var það auglýst aftur til sölu og við fórum og kíktum á það,“ segir Una aðspurð að því hvernig þau komu auga á húsið.

Töluverður hæðarmunur er á hæsta og lægsta punkti lóðarinnar sem er afar vel leystur af hönnuði en stofan sem snýr í norðaustur er tekin niður og stendur á súlum. „Þegar við komum inn fyrir forstofuna og ég sá stofuna þá var þetta selt. Mig hefur alltaf dreymt um stofu sem er niðurtekin,“ segir Una en þau eru bæði sammála um að stofan hafi heillað þau mest auk lofthæðarinnar og bætir Björn við að skipulagið í húsinu sé gott og síðast en ekki síst hafi útsýnið úr stofunni að Esjunni heillað mjög.

Nauðsynlegt að bera virðingu fyrir arkitektúrnum

Þar sem Una starfar sem útstillingahönnuður er ekki úr vegi að spyrja hvort þeirra ráði meiru á heimilinu þegar kemur að vali á innanstokksmunum, litum og útliti heimilisins almennt.

„Það er klárlega útstillingahönnuðurinn, ég er samt yfirleitt spurður álits til að gæta jafnræðis,“ segir Björn. Una er sammála því en segir jafnframt að ef Björn sé í einhverjum vafa þá takist henni yfirleitt að sannfæra hann en þau séu samstíga í þeim framkvæmdum sem gerðar séu á heimilinu.

Loftin í húsinu eru panelklædd og veggirnir í stofunni einnig og er það mjög einkennandi fyrir húsið. „Fólkið sem byggði húsið dreymdi um að eignast sumarbústað en höfðu ekki tök á að eignast hvoru tveggja, hús og sumarbústað, þess vegna er svona mikill panell í húsinu,“ segir Una en þau ákváðu að halda öllum viðnum í upprunalegu horfi. „Það er geggjað að sitja í stofunni á sumrin, þegar trén eru laufguð og græn, þá er eins og maður sé í tréhúsi og mér líður eins og ég sé úti í skógi. Það veitir ákveðna hlýju og þetta lætur mér líða vel. Húsið er svolítið einkennandi fyrir okkar stíl og það er líka nauðsynlegt að bera virðingu fyrir arkitektúrnum, þess vegna ákváðum við að halda viðnum á veggjum og í loftum í upprunalegu horfi,“ segir Una.

Mikilvægt að finna ræturnar og vera trúr þeim

Ég rosalega höll undir „mid-century modern“, það heillar mig og appelsínugulir, grænir og brúnir tónar gera það líka. Ég er lítið fyrir hvítt. „Mid-century modern“ er hreyfing sem spratt upp eftir seinna stríð en einkennandi fyrir hana er meðal annars tenging við náttúruna og stórir gluggar þar sem samtal á milli þess sem er úti og inni er mjög mikilvægt. Viðarklæðningar og náttúrulegir tónar í bland við skarpa, bjarta liti, náttúruleg efni og plöntur sem hafðar eru inni við til að skapa náttúrulega stemningu er einning einkennandi fyrir stefnuna.

Meira um þetta skemmtilega hús í 3. tölublaði Húsa og híbýla sem er fáanlegt á sölustöðum til 28. mars þegar nýtt og ferskt Hús og híbýli kemur út!

Texti / Stefanía Albertsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Sýnir og sannar að rassar á Instagram eru ekki ekta

Einkaþjálfarinn Anna Victoria birti mynd á Instagram í vikunni sem hefur vakið talsverða athygli. Á myndinni setur hún saman tvær myndir, einni af afturenda sínum í eðlilegri stöðu og annarri af því sem hún kallar Instagram-afturenda.

Við myndina uppljóstrar hún sannleikanum um téða Instagram-afturenda.

„Eitt sem ég var mjög óörugg með þegar ég var að alast upp var rassinn á mér. Ég hef alltaf verið með lítinn rass og ég klæddist síðum bolum til að hylja hann. Eitt sem ég elska við fitness er að maður getur mótað líkamann á ýmsan hátt EN það eru takmörk fyrir því hvað maður getur byggt upp mikinn vöðvamassa í rassinum OG maður þarf að bugta sig og beygja til að sýna það,“ skrifar Anna.

Instagram-rassinn er ekki alvöru rassinn minn

Hún bætir við að margar myndir sem fólk sjái á Instagram af heilsugúrum séu ekki eðlilegar þar sem búið er að leika sér með sjónarhorn og stellingar.

„Búið er að spenna, ýta út og fetta upp á bakið svo mikið að það er sárt á mikið af Instagram-rassamyndunum sem þið sjáið,“ skrifar hún og heldur áfram.

A post shared by Anna Victoria (@annavictoria) on

„Það eru margar leiðir til að láta rassinn líta út tíu sinnum stærri á Instagram en í raun og veru og ég geri það líka! Ég elska að pósa og dást að Instagram-rassinum en það er ekki alvöru rassinn minn. Og ég er sátt við það.“

Hún endar pistilinn á hvatningarorðum.

„Fólk á alltaf eftir að hafa skoðanir á líkama þínum. Særa þær stundum? Já. En vitur kona sagði eitt sinn: Þú gætir verið með þroskuðustu og safaríkustu ferskju í heiminum en það verður alltaf einhver sem hatar ferskjur.“

Anna er mjög vinsæl á Instagram, einmitt vegna þess að hún er mjög hreinskilin og einlæg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um þá líkama sem við sjáum oft á samfélagsmiðlum. Í janúar í fyrra birti hún til dæmis mynd af stæltum kviðvöðvum sínum við hliðina á mynd af sér sitjandi, þar sem sást að hún var með magafellingar eins og flestir aðrir.

Me 1% of the time vs. 99% of the time. And I love both photos equally. Good or bad angles don’t change your worth ❤️ I recently came across an article talking about how one woman stated she refuses to accept her flaws, because she doesn’t see them as flaws at all. I LOVED that because it sends such a powerful message that our belly rolls, cellulite, stretch marks are nothing to apologize for, to be ashamed of, or to be obsessed with getting rid of! As I’m getting older, I have cellulite and stretch marks that aren’t going away, and I welcome them. They represent a life fully lived (for 28 years so far :)) and a healthy life and body at that. How can I be mad at my body for perfectly normal „flaws“? This body is strong, can run miles, can lift and squat and push and pull weight around, and it’s happy not just because of how it looks, but because of how it feels. So when you approach your journey, I want you to remember these things: I will not punish my body I will fuel it I will challenge it AND I will love it ??? If you’re following my page, you’re a part of helping me spread this message and creating this movement – thank you. #fbggirls #realstagram www.annavictoria.com/guides

A post shared by Anna Victoria (@annavictoria) on

Gerði allt vitlaust með opinberun um samkynhneigðan kærasta

Söngkonan Christina Aguilera opnaði sig í þættinum Untucked, sem var sýndur strax á eftir frumsýningu á fyrsta þætti í tíundu seríu af þættinum RuPaul’s Drag Race. Þættirnir snúast um að finna næstu stórstjörnu í dragi.

Dragdrottningarnar spurðu Christinu spjörunum úr og barst lagið Infatuation af plötunni Stripped frá árinu 2002 í tal, en í því lagi syngur hún um elskhuga frá Puerto Rico.

„Hver var þessi frá Puerto Rico? Því þú veist að ég gæti verið skyld honum,“ spurði keppandinn Vanessa Vanjie Mateo.

„Ég var miður mín því ég komst að því að hann spilaði fyrir ykkar lið, ekki mitt,” svaraði Grammy-verðlaunasöngkonan og uppskar mikil hróp og hlátrasköll frá dragdrottningunum.

„Hann á eftir að sjá þetta og verða reiður,“ sagði þá Vanessa og Christina svaraði:

„Ég vona það stelpa.“

Upptöku af atriðinu má sjá hér fyrir neðan:

Innanflokksátök bitna á starfinu

|
2018

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fékk ekki sæti á lista flokksins fyrir kosningar í vor, eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Eyþóri Arn­alds í odd­vitakjöri. Hún segist eiga nóg inni í stjórnmálunum og stefnir ótrauð áfram.

„Núna er maður bara að klára þetta kjörtímabil, það er ekki alveg búið, það eru tveir, þrír mánuðir eftir,“ segir Áslaug Frið­riksdóttir, fráfarandi borg­arfulltrúi Sjálfstæðisflokks­ins.

Áslaug verður ekki á lista flokksins fyrir borgarstjórn­arkosningarnar í maí eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Eyþóri Arnalds í oddvitakjöri í janúar. Í kjölfarið vann kjörnefnd að uppstillingu í önnur sæti þar sem tillaga um hana í 2. sætið var felld í kosningu í nefndinni. „Ég sóttist eftir því að taka 2. sætið á listanum en það var fellt.“ Henni var ekki boðið sæti neðar á listanum. Það liggur því fyrir að hún mun fara í önnur störf eftir kosningarnar.

„Ég held að ég taki mér smáfrí og svo fer ég bara að huga að nýjum verkefnum. Það er rosalega mikið að breytast hjá mér í einu. Ég er að skilja, ætla að fara að flytja og við þetta bætist að skipta um vinnu. Þannig að það verður mikið að gerast hjá mér næstu mánuði,“ segir Áslaug.

Hún segir samt að það sé ekki stórmál að hætta í borgarstjórn, stjórnmálamenn viti aldrei hvað verður á næsta kjörtímabili og séu meðvitaðir um það að allt geti breyst. „Maður getur ekki gengið að neinu vísu í pólitík og þarf auðvitað alltaf að sækja umboð kjósenda sinna.“

Ýtt út

Áslaug ætlar að taka sér smá frí frá stjórnmálum.

Áslaug sóttist eftir því að halda áfram í borgarmálunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún lenti í öðru sæti í odd­­vita­­kjör­­inu en var ekki boðið að taka sæti á lista. Margir voru hissa á því að aðeins einn núverandi borgarfulltrúa, Marta Guðjónsdóttir, fengi sæti á listanum en bæði Áslaug og Kjartan Magnússon væru þar hvergi sjáanleg.

„Ég varð fyrir vonbrigðum með þau vinnubrögð sem áttu sér stað við uppstillingu listans. Um leið og það var tek­­in ákvörðun um að fara ekki í almennt prófkjör heldur oddvita­­kjör þá vissi ég að útkoman yrði tvísýn fyrir mig. Þar sem þessi leið hafði ekki áður verið farin voru leikreglur ekki skýrar og því mikil áhætta að gefa kost á sér í leiðtoga­kjörinu. Hins vegar held ég að við Kjartan höfum bæði metið það svo að þátttaka í leiðtogaprófkjörinu myndi ekki bitna á möguleika okkar á því að skipa sæti á listanum enda var ítrekað lögð áhersla á að þarna væri aðeins verið að velja þann sem myndi skipa fyrsta sætið. Einnig var ljóst að nægt rými var til að til að bæta við hópinn. Við vorum bara þrjú eftir borgarfulltrúar flokksins og líklegt að hópurinn myndi stækka með fjölgun borgarfulltrúa. Ég get því ekki tekið undir þær skýringar formanns kjörnefndar að niðurstaða leiðtogaprófkjörsins þýddi að við Kjartan hefðum ekki haft stuðning flokksmanna til að vera á listanum því kallað væri eftir meiri endurnýjun.“

Áslaug prýðir forsíðu nýjasta heftis fríblaðsins Mannlífs. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni með því að lesa netútgáfu Mannlífs, en viðtalið allt verður einnig hægt að lesa á vefsíðu Kjarnans.

Texti / Fanney Birna Jónsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Elsa Kristinsdóttir

Hjálpar fólki að lækka kaloríufjöldann með einföldum hætti

Amanda Meixner heldur úti Instagram-síðunni meowmeix, sem hefur notið gríðarlegra velgengni síðustu misseri.

Amanda birtir alls kyns fróðleik um mat og mataræði á síðunni, og hjálpar fólki til að mynda að lækka kaloríufjöldann sem það innbyrðir á einfaldan og myndrænan hátt.

Amanda hefur til að mynda birt tvær myndir hlið við hlið af skál með grískri jógúrt, ávöxtum og súkkulaði. Önnur skálin inniheldur 472 kaloríur en hin 899 kaloríur. Við myndina fer hún yfir hvað það er sem gerir aðra skálina næstum því helmingi kaloríuríkari en hina, en í henni er sett meira hunang, súkkulaði og kasjúsmjör.

What do you think the differences are? ? First off, let me just say this combo is ridiculously good ? Second off, below is a breakdown of each side & some tips to save calories: . Lower cal treat: 1 cup 2% Greek yogurt 1 tsp honey 20g 85% dark chocolate 1 cup blueberries 1/2 cup strawberries 1/2 tbsp cashew butter . Higher cal treat: 1 cup 2% Greek yogurt 1 tbsp honey 60g 85% dark chocolate 1/2 cup blueberries 1/4 cup strawberries 2 1/2 tbsp cashew butter . Tips to save calories: 1 – Balance healthy fats with low calorie fruits. Add more fruit instead of overdoing the chocolate which saves a lot of calories. 2 – Watch the nut butter portions! 1/2 tbsp is much different in calories than 2 1/2 tbsp. 3 – Watch the honey! While it makes a great natural sweetener, the sugar calories add on quick. . Inspo cred: @movingdietitian ❤️ . . #healthyeating #cleaneating #fitfood #mealprep #dessert #healthyfood #foodprep #chocolate #nutrition #protein #mealplan #yogurt #icecream #weightloss #cleaneats #dessertporn #healthylife #healthylifestyle #mealprepsunday #healthychoices #mealprepping #macros #sweets #mealprepmonday #baking #sweettooth #desserts #flexibledieting #healthyliving #iifym

A post shared by Amanda Meixner (@meowmeix) on

Hér fyrir neðan má síðan sjá nokkrar aðrar myndir af Instagram-síðu Amöndu og gætu sumar kaloríutalningarnar komið ykkur á óvart.

Cheers to all the volume eaters out there ? I love low calorie foods to add more volume to your meals without adding very many calories ❤️ These foods also add a lot of fiber too which is a total win. More info below: . 1 cup cherry tomatoes = 27 calories, 4g fiber 1 cup baby broccoli = 30 calories, 2g fiber 1 cup jicama sticks = 46 calories, 6g fiber 1 cup cucumber slices = 16 calories, 0.6g fiber 1 cup whole mushrooms = 21 calories, 1g fiber 10 medium baby carrots = 35 calories, 1.8g fiber . . . . #cleaneating #nutrition #healthyeating #fitfood #protein #healthyfood #mealprep #weightloss #iifym #macros #gains #eatclean #flexibledieting #foodprep #cleaneats #mealplan #glutenfree #healthyliving #carbs #healthychoices #mealprepsunday #supplements #mealprepping #healthylifestyle #whey #slimmingworld #mealprepmonday #muscle #weightlossjourney #lowcarb

A post shared by Amanda Meixner (@meowmeix) on

Gimme all the chocolate ? Love this post by @livevitae ❤️ Info below: . All you need is Love and Chocolate Often called a “SuperFood” But Not All ? is Created Equal! — Milk V Dark ? Most of the benefits of Chocolate, are found in Cacao / Dark Chocolate Varieties with No or Min Heat treatment and None or Min Ingredients added Milk Chocolate is more Processed with Milk solids, Cream & Sugar with Fewer Benefits. In general Darker the Better ——— Some Tips with Cacao ?? It contains Caffeine, a small amount but if your Caffeine sensitive this can effect your sleep. Avoiding it a 1-2 hours before bed ?? Contains benefits (Below) but Calories at the same time. Be Mindful ?? Contains High levels of Histamines. People who suffer from Migraines will know to avoid fermented foods for this reason ?? Addictive Properties, Hard to Stop ✋?Having Self and Portion Control ?? Opt for Organic and Fair-trade. The less is More approach. We are in the 21st century and all humans should be Paid and Treated with Respect. Your choices and Money is Powerful by Supporting these Methods ?? Opt for Raw Cacao which keeps intact more the associated Benefits mentioned below — . . . #cacao #chocolate#caloriecounting #sugarfree #freefrom #countingcalories #healthtips #healthbenefits #micronutrients #antioxidants #eatbetternotless #londonfitfam #healthiswealth#nutrition #nutrientdense#foodforfuel #foodsforthought#functionalfood #eatwelllivewell #lowcarbs #foodideas #foodinspo #nosugarpaleoish#rawcacao#healthytips #thenewhealthy#optimalhealth #fitfoodie

A post shared by Amanda Meixner (@meowmeix) on

Spot the difference ? Kind of crazy how small changes can really add up! ? Whether you want to add more calories or eat less, here is an example & some of my tips: . Lower cal meal: 2 eggs + 2 egg whites scrambled 1 piece Ezekiel toast 1/2 an avocado 1 honey crisp apple . Higher cal meal: 4 eggs + 2 egg whites scrambled 1 piece Ezekiel toast 1 whole avocado 1 honey crisp apple 2 tbsp peanut butter . Tips to save calories: Swap out some eggs for egg whites (egg whites are only 17 calories per one) Don’t pack on too much fat (1/2 or 1/4 an avocado is plenty for this meal!) Even though there’s no coffee displayed, watch out for the extra oils or creamer which can add calories too. . Inspired by @movingdietitian . . #healthyfood #breakfast #cleaneating #brunch #lunch #morning #fitfood #dinner #yum #foodpic #eat #tasty #eggs #朝ごはん #weightloss #foodpics #healthychoices #foodgasm #healthybreakfast #nutrition #fresh #eating #healthylifestyle #delish #hungry #healthyeating #fruit #foodblogger #exercise #foodphotography

A post shared by Amanda Meixner (@meowmeix) on

­­­„Ég er farinn að stoppa á umferðareyjum og tína upp flugeldakökur“

||
||

­­­„Manni líður ofboðs­lega vel líkamlega og andlega þegar maður er búinn að taka smáskurk í plokki, þó að það sé ekki nema klukkutími eða tveir. Ef maður getur smitað fleiri með sér er það bara frábært því margar hendur vinna létt verk, eins og einhver sagði,“ segir almannatengillinn og þúsund­þjalasmiðurinn Einar Bárðarson.

Einar stofnaði nýverið Facebook­-hópinn Plokk á Íslandi, sem er vísan í sænska æðið plogging. Plogging, eða plokk á góðri ís­lensku, snýst um að ganga, hlaupa og skokka um en í leið tína upp rusl af götunum.

„Ég hef orðið sífellt meðvitaðri um hvað er mikið rusl, og sér­­stak­­­­lega plast, í náttúrunni og hvað þetta er mikill skaðvaldur. Síðan horfir maður á fólk tuða út í eitt um að hinn eða þessi eigi að sjá um þetta. Þannig að í staðinn fyrir að sitja á rassgatinu og tuða um af hverju enginn taki upp allt þetta rusl þá ákvað ég að byrja að plokka,“ segir Einar. Hann var byrjaður að ganga um og tína rusl áður en hann kynntist plokki.

Einar fór í göngutúr um daginn og fyllti tvo, svarta ruslapoka af drasli.

„Ég er svo sem engin súperhetja í þessu en ég hef rölt endrum og sinnum með plastpoka og tínt upp, sérstaklega plast. Plast­­ið nefnilega blotnar ekki. Það held­­­­ur áfram að fjúka og endar með því að fjúka út í sjó ef maður tekur það ekki. Í vetur sá ég síðan mynd­­­­band á samfélagsmiðlum þar sem var verið að lýsa þessu æði sem heitir plogging,“ segir Einar.
Einar tekur einnig fram að hlaup­­ar­­inn Eyþór Hannesson hafi veitt sér mikinn innblástur, en Eyþór hefur í um áratug safnað rusli á hlaupaferðum sínum. Þá nefnir hann einnig lögfræðinginn Sigurð G. Guðjónsson í þessu samhengi, en hann stofnaði Facebook-hópinn Rusl í Reykja­­vík. Sigurður stundar það að tína upp rusl í göngutúrum með hundinum sínum Atlasi og birtir afraksturinn í hópnum.

Frítt, skemmtilegt og gerir samfélaginu gagn

Um fjögur hundruð manns eru meðlimir í Plokk á Íslandi. Í kjölfar stofnun­ar hópsins hafa hóparnir Plogging Iceland og Plokk í Breið­­­­holti verið stofnaðir sem gleður Einar mikið.

„Von­andi dreifist þetta út um allt. Þetta er frítt, þetta er skemmtilegt og maður er að gera samfé­lag­­inu gagn. Allt frá krökkum upp í gamalmenni geta plokkað og það gerir það hver á sínum hraða. Innan hópsins Plokk á Íslandi hafa einnig myndast hópar, eins og sá sem vinkona mín Árdís Ármannsdóttir er með. Það eru konur í fæðingarorlofi sem hittast með barnavagnana og plokka. Þær kalla þetta Tölt með tilgang. Mér finnst það alveg frábært.“

Hér má sjá hópinn Tölt með tilgang.

Sjálfur er Einar orðinn ansi lið­­­­­tækur í plokki og ætlar að halda því áfram um ókomna tíð. „Mér bara blöskrar allt þetta rusl. Breytingin byrjar hjá okkur sjálf­­­­um. Ég er farinn að stoppa á umferðareyjum og tína upp flugeldakökur. Ætli fólk í nær­­liggj­­andi bílum velti ekki fyrir sér hvað sé eiginlega að mér,“ segir Einar og hlær.

Plast í sjónum

  • Þeir sem leggja sér sjávarfang til munns eru líklegir til þess að melta um 11.000 plastagnir á ári samkvæmt nýlegum útreikn-ingum vísindamanna við Ghent-háskóla í Belgíu.
  • Árið 2050 verður meira plast í sjónum en fiskar.
  • Ein helsta ástæða plastmeng–unar er framleiðsla á plastflöskum. Árið 2016 voru 460 milljarðar plastflaskna seldir í heiminum, rúmlega ein milljón flaskna á mínútu.
  • Vísindamenn áætla að 26 milljónir tonna af plasti endi í sjónum á ári hverju og drepi milljónir af sjávarlífverum.

Aðalmynd / Óli Magg
Aðrar myndir / Úr einkasafni

Léttist um tæp átta kíló á níu dögum með því að borða bara kartöflur

Grínistinn Kevin Smith deildi því með heiminum í lok febrúar að hann hefði fengið hjartaáfall sem dró hann næstum því til dauða. Í hlaðvarpi sínu Hollywood Babble-On segir hann að hjartaáfallið hafi breytt sýn sinni á lífið og að hann hafi endurskoðað mataræði sitt í kjölfarið.

I was trying to do a killer standup special this evening but I might’ve gone too far. After the first show, I felt kinda nauseous. I threw up a little but it didn’t seem to help. Then I started sweating buckets and my chest felt heavy. Turns out I had a massive heart attack. The Doctor who saved my life at the #glendale hospital told me I had 100% blockage of my LAD artery (also known as “the Widow-Maker” because when it goes, you’re a goner). If I hadn’t canceled the second show to go to the hospital, the Doc said I would’ve died tonight. For now, I’m still above ground! But this is what I learned about myself during this crisis: death was always the thing I was most terrified of in life. When the time came, I never imagined I’d ever be able to die with dignity – I assumed I’d die screaming, like my Dad (who lost his life to a massive heart attack). But even as they cut into my groin to slip a stent into the lethal Widow-Maker, I was filled with a sense of calm. I’ve had a great life: loved by parents who raised me to become the individual I am. I’ve had a weird, wonderful career in all sorts of media, amazing friends, the best wife in the world and an incredible daughter who made me a Dad. But as I stared into the infinite, I realized I was relatively content. Yes, I’d miss life as it moved on without me – and I was bummed we weren’t gonna get to make #jayandsilentbobreboot before I shuffled loose the mortal coil. But generally speaking, I was okay with the end, if this was gonna be it. I’ve gotten to do so many cool things and I’ve had so many adventures – how could I be shitty about finally paying the tab. But the good folks at the Glendale hospital had other plans and the expertise to mend me. Total strangers saved my life tonight (as well as my friends @jordanmonsanto & @iamemilydawn, who called the ambulance). This is all a part of my mythology now and I’m sure I’ll be facing some lifestyle changes (maybe it’s time to go Vegan). But the point of this post is to tell you that I faced my greatest fear tonight… and it wasn’t as bad as I’ve always imagined it’d be. I don’t want my life to end but if it ends, I can’t complain. It was such a gift. #KevinSmith

A post shared by Kevin Smith (@thatkevinsmith) on

„Ég á aldrei eftir að borða ein og ég gerði. Mataræði mitt fyrir var ekki hræðilegt. Heldur var það mataræði mitt í barnæsku, sögðu læknarnir,“ segir Kevin.

Að sögn Kevins sögðu læknarnir honum að hann þyrfti að léttast um tæp 23 kíló og til að verða við því ákvað Kevin að skella sér á kartöflukúrinn, sem Penn Jilette gerði frægan í bók sinni Presto!: How I Made Over 100 Pounds Disappear. Í bókinni fjallar Penn um mataræði sitt, þar sem hann borðaði aðeins kartöflur í tvær vikur.

Kevin er búinn að vera á kartöflukúrnum í aðeins níu daga en hefur nú þegar misst tæp átta kíló.

„Þetta tekur á en hefur verið áhugavert,“ segir Kevin um mataræðið. „Og auðvitað nauðsynlegt fyrir heilsuna mína og þannig. En þegar ég kemst á góðan stað held ég að ég byrji að borða aftur.“

Tökur hafnar á Death of Marie

Tökur á kvikmyndinni Death of Marie hófust í New Rochelle í New York í vikunni en handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Siggi Kjartan. Siggi hefur meðal annars unnið við mynd-irnar Fúsi, Þrestir og Star Wars: The Force Awakens, og við sjónvarpsþætt-ina Fortitude og Black Mirror. Myndin var fjármögnuð á Kickstarter þar sem söfnuðust rúmlega fjórtán þúsund dollarar, tæp ein og hálf milljón króna.

Sögusvið The Death of Marie er dularfullur heimur aðalsögupersónunnar Marie. Marie er ekkja sem þekkt er fyrir að halda stórfengleg teiti, en hjarta hennar hætti að slá fyrir 48 árum síðan. Tilgangur myndarinnar er að skilja kynslóðabil í samfélaginu í dag, en Siggi Kjartan vill með myndinni reyna að skilja ömmu sína sem gat ekki slitið sig frá fyrirframákveðnum stöðlum í samfélaginu.

Behind the scenes with @anitabriem ? Photo by @elisabet_davidsdottir

A post shared by The Death of Marie Film (@thedeathofmariefilm) on

Margir Íslendingar koma að myndinni, þar á meðal leikkonan Anita Briem, sem leikur Floru, Bjarni Frímann sem semur tónlist í myndinni og Brynja Skjaldar sem hannar búningana. Þess má geta að leikkonan Clare Foley leikur ömmubarn Marie, en hún hefur leikið í fjölmörgum myndum og sjónvarpsþáttum, svo sem Girls, Orange is the New Black, Gotham, Sinister og The Great Gilly.

Clare Foley as Nico behind the scenes of @thedeathofmariefilm ? @clarefoley123

A post shared by The Death of Marie Film (@thedeathofmariefilm) on

Ásamt því að vera tekin upp í New Rochelle, fara tökur einnig fram í Milford í Connecticut og í Woodstock í New York-ríki.

Aðalmynd / Heiða Helgadóttir

Ellefu hundruð meðlimir á hálfum sólarhring

|
|

„Mér fannst vanta hóp, í annars frábæra flóru foreldrahópa á Facebook, sem hefði þann tilgang að auðvelda foreldrum að finna afþreyingu og öðruvísi samverustundir fyrir foreldra og börn á öllum aldri,“ segir Silja Hlín Guðbjörnsdóttir, þrítug móðir og eiginkona í Breiðholtinu. Hún tók sig til og stofnaði Facebook-hópinn Viðburðir fyrir börn og fjölskyldur, til að auðvelda fjölskyldum að finna skemmtilega og áhugaverða viðburði.

Silja og Agata.

„Ég og konan mín erum duglegar að nota helgarnar og tímann eftir vinnu í samveru með dóttur okkar,“ segir Silja, sem á dótturina Agötu Sól sem er tæplega tveggja ára. Á myndinni hér fyrir ofan er Silja lengst til hægri Agötu, og eiginkonu sinni, Önu. „Oftar en ekki er það óskipulögð samvera, enda er óþarfi að gera hvern einasta dag að ævintýri. En oft er gaman að fara á skipulagða viðburði eða taka þátt í einhvers konar félagsstarfi fyrir börnin eða með öðrum fjölskyldum,“ bætir hún við.

Facebook-hópurinn er opinn og er öllum meðlimum frjálst að mæla með viðburðum. Það má með sanni segja að þessi hópur hafi vakið mikla athygli, en á fyrstu tólf tímunum voru meðlimir orðnir rúmlega ellefu hundruð.

„Viðbrögðin eru rosaleg. Fólk sendir mér einnig einkaskilaboð og þakkar mér fyrir, sem er mjög skemmtilegt. En þessi hópur er stofnaður svo ég fái hjálp við eilífðarspurningunni: Hvað ættum við að gera skemmtilegt um helgina? Það er frábært að svo margir geti nýtt sér þetta og hafi áhuga á samveru með börnunum sínum. Það er klárlega hvatning fyrir mig að halda vel utan um þetta og gera alvöru úr þessu,“ segir Silja og bætir við að henni finnist hún oft hugmyndasnauð þegar kemur að afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

„Oftast nær, ef við ætlum að gera eitthvað annað en að fara út á róló, hanga heima eða heimsækja ömmu og afa, verður oftast eitthvað frekar einhæft fyrir valinu. Við höfum nokkrum sinnum farið í Ikea, bara „af því bara“. Þar er náttúrlega smáleikhorn fyrir börn og síðan margt að skoða, en þetta verður til þess að maður kaupir alltaf eitthvað, sama hvort það er matur eða einhverjar Ikea-vörur. Það er nú alveg gott og blessað, en það er kannski óþarfi að samverustundirnar fyrir utan veggi heimilisins tengist einhvers konar neyslu eða verslunum. Mér finnst ég oft svo hugmyndalaus, og veit síðan ekki alveg hvernig ég á að nálgast eða afla mér upplýsinga um viðburði,“ segir Silja, en dóttir hennar elskar allt sem tengist tónlist.

„Dóttir mín er með eindæmum söngelsk og alveg sérstaklega danssjúk. Hún elskar að nálgast tónlist á allan hátt. Um jólin rákumst við á kór að syngja í Mjóddinni og mín dansaði og dansaði. Nú er þetta ekki beint skipulagt fyrir börn en engu að síður geta börn haft gaman að þessu. Það hefði verið fínt að geta planað fleira slíkt en ekki bara detta niður á eitthvað.“

Silja hyggur á að setja saman dagskrá eða samantekt af viðburðum fyrir hverja viku eða mánuðinn og merkja færslur með ákveðnum kassamerkjum, eins og #söngstund og #leikhús, til að auðvelda meðlimum leitina.

„Vonandi bætast fleiri við og við getum haldið uppi líflegum hópi. Ég vildi ekki hafa þetta sem síðu, heldur hóp þar sem allir gætu deilt og spjallað, meira gagnvirkt. Tilgangurinn er auðvitað að auðvelda leitina að skemmtilegum hlutum til að gera og einnig mögulega að hvetja til aukinnar samveru barna og foreldra, barna og annarra barna, og mögulega tengja foreldrana líka.“

Myndir / Úr einkasafni

Mannlegt eðli og tuðþörf alltaf söm við sig

|||
|||

Fjölmiðlamennirnir Haukur Viðar Al­­freðs­son og Kjartan Guðmundsson ­halda úti hlaðvarpinu Í frjett­um er ­þetta elzt þar sem þeir rifja upp gamlan og á köflum kostu­legan fréttaflutning.

„Við vildum bara koma með aðra nálg­­un á „fréttir vikunnar“, „efst á baugi“, „í vikulok­in“–samantektirnar sem allir þekkja af öllum miðlum,“ segir Haukur þegar þeir eru beðnir um að lýsa hlaðvarpinu í stuttu máli. „Fréttir eru í eðli sínu frekar ein­nota,“ heldur hann áfram. „Þær úreldast á u.þ.b. sólarhring og sjást aldrei aftur, nema við eitthvað grúsk. Svo hefur blaðamennska breyst gríðarlega í gegnum tíðina, ásamt orðfæri blaðamanna og við­­mælenda. Það er gaman að rifja það upp.“

Bítlarnir og karókí

Í fyrsta þættinum fjölluðu Hauk­­ur og Kjartan um Bítlaæðið á 7. áratug síðustu aldar og umfjöll­un íslenskra fjölmiðla um það. Kjartan segir að það hafi verið fróðlegt að sjá hvernig var skrif­að um þessa fjóra „lubbakarla“ frá Liverpool og hvernig þeir trylltu ungmenni þess tíma, sér í lagi „telpu­­krakkana“ eins og það er orðað í einni gamalli ­grein.

„Svo höfum við fjallað um Frostaveturinn mikla 1918 og hörmungarnar sem þá áttu sér stað,“ lýsir hann. ­„Næsti þáttur segir svo frá innreið kara­ókísins til Íslands í upphafi 10. áratugarins. Í einni af fyrstu fréttunum um karaókíið stakk einhver blaðamaðurinn upp á að það yrði nefnt „meðhjálparinn“ á íslensku, en sú íslenskun náði augljóslega ekki góðri fótfestu.“

Spurðir hvaðan hugmyndir að viðfangsefnunum komi svara þeir að á meðan aðrir djamma sitji þeir félagaranir heima hjá sér á síðkvöldum og skoði Tímarit.is. „Þannig að við erum með langan lista af umfjöllunarefnum sem stækkar í sífellu.“

Kjartan bætir við að það sé hreint út sagt stórkost­leg skemmtun að fara yfir þennan gamla frétta­flutning og gaman að sjá hversu margt hefur breyst, en um leið breytist ekkert. „Les­endabréf blaða­nna eru til að mynda sér­­kapí­­tuli út af fyrir sig. Áhersl­urn­ar breytast kannski milli ára og ára­tuga en umkvörtunarefnin eru í meginatriðum þau sömu í dag og fyrir hundrað árum. Mannlegt eðli og tuðþörf eru söm við sig.“

Saga og þróun handklæðisins

En hvernig kviknaði hugmynd­in að hlaðvarpinu?

„Við höf­um eytt ómældum tíma og orku í að spjalla saman á Netinu í mörg ár um allt og ekkert og þykir gaman að tala saman og sýna hvor öðr­um alls konar ­hluti, ekki síst gamlar frétt­ir, eins lúðalegt og það nú er,“ viður­kennir Kjartan. „Þegar hugmynd­in að hlaðvarpi kviknaði datt okkur fyrst í hug að gera langa seríu um sögu og þróun handklæðisins á Vestur­lönd­um, en ákváðum svo að ­víkka pælinguna aðeins út og hafa öll áhugaverð fréttamál síðustu aldar eða svo undir.“

Eruð þið miklir áhuga­menn um sögu?

Eða tengist þetta kannski frekar áhuga á fjöl­miðl­um? „Svo ég tali nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Haukur,

„snýst þetta meira um framsetn­ingu at­burð­anna heldur en atburðina sjálfa. Ef Bítlaþátt­urinn hefði til dæmis bara fjallað um sögu Bítlanna hefði hann eflaust verið bara eins og hver annar Bítlaþáttur, en ­þegar fókusinn var kominn á umfjöllun íslenskra fjöl­­miðla um fyrirbærið á sín­um tíma, við­brögð ­íslenskra ung­menna og fleira fannst mér það fyrst orðið áhugavert.“

En hvar nálgast maður hlað­­varp­­ið?

„Þátturinn er kom­­inn í þessi helstu öpp og við miðum við 2-3 þætti á mánuði,“ svarar hann. „Það tekur mislang­an tíma að undirbúa hvern þátt og við viljum ekki setja okkur einhverja deddlæn sem við stöndum svo ekkert við. En við lofum að vera nokkuð ­duglegir.“

Uppáhaldshlaðvörp

„Ég er í raun alæta á umfjöllunarefni ef hlaðvarparnir sjálfir eru skemmtilegir. Þá get ég alveg hlustað á þá röfla endalaust um eitthvað sem ég hef jafnvel hvorki hundsvit né áhuga á. En af föstum liðum eru Marc Maron og Bill Burr mínir menn. Hálfgerðir síkópatar að röfla um ekki neitt.“ – Haukur

„Ég hlusta aðallega á fótbolta- og körfuboltahlaðvörp þar sem ég er mikill áhugamaður um hvort tveggja. Það er svo mikið af þessum sporthlaðvörpum í gangi að það er í raun full vinna að fylgjast með, en þrjú sem ég reyni að missa alls ekki af eru Liverpool-podcastið Anfield Wrap, Innkastið hjá Fótbolta.net ogLakers Nation, sem fjallar um NBA-liðið Los Angeles Lakers.“ – Kjartan

Donald Trump fastur í teiknimyndamartröð

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fær á baukinn í nýju atriði úr smiðju fólksins sem hefur fært okkur 29 seríur af teiknimyndaþáttunum The Simpsons.

Atriðið heitir A Tale of Two Trumps, eða saga um Trump-ana tvo, sem er vísan í skáldsöguna A Tale of Two Cities eftir Charles Dickens. Í atriðinu er Trump fastur í teiknimyndamartröð þar sem hann játar allar syndir sínar, meðal annars að hafa svikið undan skatti og haldið framhjá eiginkonum sínum.

„Þú hefur verið að láta eins og sjálfselskur siðblindingi og 64 til 67 prósent af fólki hatar þig,” segir Trump til dæmis við sig sjálfan þegar hann gerir sér grein fyrir kostum þess að koma hreint fram.

Þá er einnig sérstaklega sniðugt að sjá hvernig The Simpsons-liðar leika sér með hárgreiðslu Trumps, en atriðið má sjá hér fyrir neðan:

Dóttir Michael Jackson kyssir ofurfyrirsætu

Paris Jackson, dóttir poppkonungsins sáluga Michael Jackson, sást kyssa ofurfyrirsætuna og Íslandsvininn Cöru Delevingne í Vestur-Hollywood í síðustu viku.

Paris og Cara voru á tvöföldu stefnumóti með guðföður Paris, leikaranum Macaulay Culkin og kærustu hans, Brendu Song.

Fréttavefurinn Us Magazine birtir myndir af stefnumótinu, þar sem Paris og Cara sjást kyssast innilega og faðmast. Myndirnar má sjá með því að smella hér.

Paris er nítján ára og Cara 25 ára, en þær kynntust á MTV-kvikmyndaverðlaunahátíðinni í fyrra. Þær hafa ekki opinberað samband sitt, né hefur Paris talað opinberlega um kynhneigð sína en poppdóttirin birti mynd af Cöru á Instagram í síðustu viku þar sem fyrirsætan sást standa uppi í rúmi. Paris skrifaði einfaldlega: a r t við myndina, eða l i s t.

a r t .

A post shared by Paris-Michael K. Jackalope (@parisjackson) on

Æðislegt kraftjóga sem losar um streitu

Í meðfylgjandi myndbandi leiðir jógakennarinn Jess Taras okkur í gegnum þrjátíu mínútna kraftjógatíma sem reynir vel á bæði liðleika og styrk.

Mikil áhersla er lögð á að styrkja kvið, bak og rass í þessari æfingu, en einnig einblínir Jess á öndun, sem gerir það að verkum að þessi æfing losar um streitu.

Hægt er að gera æfinguna heima í stofu, en þeir sem þurfa að bæta liðleikann geta notað jógakubb, eða ígildi hans, ef þeir treysta sér ekki í vissar stellingar.

Flengdi forsetann og stundaði með honum óvarið kynlíf

|
|

Það er fátt meira á milli tannanna á fólki í dag en viðtal við klámmyndastjörnuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, í þættinum 60 Minutes, sem sýndur var í gærkvöldi vestan hafs. Stormy heldur því fram að hún hafi átt í sambandi við Donald Trump, Bandaríkjaforseta en hafi verið borgað fyrir að þegja um sambandið í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016.

Stormy segist hafa stundað kynlíf með Donald eftir að þau kynntust á golfmóti árið 2006, stuttu eftir að eiginkona forsetans, Melania Trump, fæddi son þeirra Barron.

Michael Cohen, lögfræðingur Trumps, borgaði Stormy 130 þúsund dollara, tæplega þrettán milljónir króna, fyrir að þaga um sambandið fyrir forsetakosningarnar. Skrifaði Stormy undir samning þar sem hún hét því að tala ekki við neinn um sambandið. Nú stendur hún hins vegar í dómsmáli vegna þessa samnings vegna þess að hún heldur því fram að Trump hafi ekki skrifað undir hann. Enn fremur hefur hún boðist til þess að skila þessum tæpu þrettán milljónum.

Talsmenn Hvíta hússins í Washington hafa staðfastlega neitað því að þau Stormy og Trump hafi átt í sambandi, en fyrr í þessum mánuði skiluðu lögfræðingar Trumps inn réttargögnum þar sem þeir fóru fram á að minnsta kosti tuttugu milljónir dollara í skaðabætur frá Stormy vegna brota á fyrrnefndum samningi.

Stormy spjallaði við Anderson Cooper í 60 Minutes í gær.

Viðtalið í gærkvöldi við Stormy var um margt áhugavert og kom ýmislegt fram sem ekki hefur komið fram á. Hér á eftir förum við yfir það helsta sem Stormy ljóstraði upp í viðtali við Anderson Cooper í 60 Minutes.

Hótað með dóttur sína í fanginu

Stormy segir að maður hafi komið til sín og hótað sér ofbeldi þegar hún var með dóttur sinni í Las Vegas árið 2011.

„Ég var á bílastæði að fara í ræktina með dóttur mína, sem var ungbarn. Ég var að taka allt úr bílnum eins og bílstólinn, bleyjutösku og allt það. Og maður gekk upp að mér og sagði: Láttu Trump í friði. Gleymdu sögunni. Og síðan horfði hann á dóttur mína og sagði: Þetta er falleg, lítil stúlka. Það væri synd ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar. Og síðan fór hann,” sagði Stormy í viðtalinu.

Dóttir klámmyndastjörnunnar er sjö ára í dag en Stormy tilkynnti atvikið ekki til lögreglu vegna þess að hún var hrædd.

„Ég man að ég fór í ræktina og hendurnar mínar skulfu svo mikið. Ég var hrædd um að missa dóttur mína,” bætti hún við.

Á þessum tíma hafði Stormy samþykkt að segja sögu sína í tímaritinu In Touch fyrir fimmtán þúsund dollara. Í 60 Minutes kom fram að ekkert hefði orðið af viðtalinu vegna þess að Michael Cohen, lögfræðingur Trump hafi hótað að kæra tímaritið.

Trump sagði Stormy að hún minnti hann á dóttur sína

Stormy segist hafa hitt Trump fyrst á golfmóti stjarnanna í Lake Tahoe í júlí árið 2006.

„Hann sagði: Vá, þú, þú ert sérstök. Þú minnir mig á dóttur mína. Hann sagði: Þú ert gáfuð og falleg og einhver sem máli skiptir, og mér líkar við þig. Mér líkar við þig,” sagði Stormy við 60 Minutes, en eins og áður hefur komið fram eru Trump og dóttir hans, Ivanka, mjög náin.

Enginn smokkur, takk

Stormy sagði í viðtalinu að þau Trump hefðu rætt samband hans við eiginkonu sína, Melaniu, en að forsetinn hafi sagt þau sofa í sitthvoru herberginu. Þá sagðist hafa flengt forsetann með tímariti þar sem hann var á forsíðunni. Síðan hafi hún afsakað sig og farið á salernið. Þegar hún kom út af baðherberginu hafi hitnað í kolum.

„Ég fattaði hvað ég var búin að koma mér í. Og ég hugsaði: Æi, núna kemur það. Og mér fannst, kannski, að ég hefði átt þetta skilið því ég tók slæma ákvörðun að fara uppá hótelherbergi ein með einhverjum og ég heyrði bara rödd í höfðinu á mér sem sagði: Jæja, þú komst þér í slæma aðstöðu og slæmir hlutir gerast, þannig að þú átt þetta skilið,” sagði Stormy og bætti við að þau Trump hefðu stundað kynlíf án þess að nota verjur.

„Hann sagði að þetta hefði verið frábært. Hann átti frábært kvöld og þetta var ekkert eins og hann átti von á. Að ég hefði komið honum á óvart og að margir hlytu að vanmeta mig og að hann vonaði að ég myndi vilja hitta hann aftur,” sagði hún. Hún var 27 ára og hann sextugur á þessum tíma.

Trump bað hana ekki um að þegja

„Þetta var ekki leyndarmál,” sagði Stormy og hélt áfram.

„Hann bað mig aldrei um að þaga og hringdi oft í mig þegar ég var í margmenni og þá sagði ég: Guð minn góður, hann er að hringja. Og þá sagði fólk: Þegiðu, Donald-inn? Og ég setti hann á hátalara og hann vildi vita hvað ég var að gera og hvort við gætum hist aftur.”

Hún sagði að Trump hafi spurt hana hvort hún vildi vera keppandi í sjónvarpsþættinum Celebrity Apprentice en að hana hafi grunað að það væri til að halda henni heitri, með von um frekara ástarsamband þeirra á milli.

Hún segist hafa hitt Trump aftur í júlí árið 2007, ári eftir þeirra fyrstu kynni. Þá bauð hann henni á hótelherbergi sitt í Los Angeles til að tala um Celebrity Apprentice. Stormy sagði að hann hafi viljað sofa hjá henni aftur en að hún hafi neitað. Hún sagði að þau hafi aldrei hist aftur og að hún hafi ekki fengið hlutverk í sjónvarpsþættinum.

Óttaðist um öryggi sitt

Stormy segist hafa skrifað undir samninginn fyrir forsetakosningarnar til að vernda dóttur sína. Hún vildi ekki að hún myndi sjá eða lesa eitthvað um sambandið.

„Ég trúi, án efa, í hjarta mínu, og sumir segja að ég sé ekki með svoleiðis en hvað með það, að ég hafi verið að gera hið rétta. Ég afþakkaði stórar peningaupphæðir oft því ég vildi í fyrsta lagi ekki vera stelpan sem segði frá og vera kölluð öllu því sem ég er kölluð núna. Og ég vildi ekki eyðileggja löglegan og góðan feril sem ég hafði unnið svo hart að. Og sem mikilvægara er, ég vildi ekki að fjölskylda mín og barn þyrftu að þola það sem ég þarf að þola núna. Allt sem ég var hrædd um er komið uppá yfirborðið og veistu hvað? Ég á ekki milljón dollara,” sagði Stormy í viðtalinu.

„Hann veit að ég er að segja satt.”

Anderson Cooper spurði Stormy hvort hún ætti eitthvað af skilaboðum, myndböndum eða tölvupóstum frá Donald Trump.

„Lögfræðingur minn mælti með að ég myndi ekki ræða þessa hluti,” sagði Stormy og gaf það til kynna að svo væri. Þegar hún var spurð hvað hún héldi að forsetanum þætti um þetta viðtal hennar sagði hún einfaldlega:

„Hann veit að ég er að segja satt.”

Kim Kardashian fer offari í Photoshop

|
|

Raunveruleikastjarnan var ein af fjölmörgum sem tóku þátt í March For Our Lives-mótmælunum um helgina vestan hafs, þar sem fólk fjölmennti til að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum.

Kim birti mynd af sér á leiðinni á mótmælin á Instagram og hvatti fólk jafnframt til að fjölmenna. Boðskapur Kim hefur þó fallið í skuggann af myndinni sjálfri.

Hér er myndin, sjáið þið hvað er að henni?

‪Let’s March! @AMarch4OurLives @EveryTown (Wear Orange) ? BACKGRID

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Jú, það er deginum ljósara að átt hefur verið við myndina ef maður skoðar bílinn í bakgrunni myndarinnar. Ljósmyndarar náðu myndum af Kim á sama stað og Instagram-myndin er tekin og þá sést greinilega að myndvinnsluforrit hefur verið notað til að lengja stjörnuna og mjókka mitti hennar með þeim afleiðingum að bíllinn í bakgrunni hefur kramist og gangstéttin er einnig sveigð.

Upprunalega myndin.

Fylgjendur stjörnunnar eru ekki parsáttir við þetta, þó að flestar samfélagsmiðlastjörnur noti einhvers konar forrit til að eiga við myndir sínar. Nokkur viðbrögð við myndinni hennar Kim má sjá hér fyrir neðan:

Týndi 200 milljón króna trúlofunarhring á næturklúbbi

Raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton ku hafa týnt trúlofunarhring sínum, sem metinn er á tvær milljónir dollara, tæplega tvö hundruð milljónir króna, á dansgólfinu á næturklúbbi á Miami um helgina, samkvæmt frétt Page Six.

Betur fór en á horfðist, en Paris og unnusti hennar, Chris Zylka, þræddu næturklúbbinn með öryggisvörðum staðarins og fundu hringinn að lokum. Hafði hann lent í ísfötu á öðru borði.

Sagt er í frétt Page Six að Paris hafi hágrátið þegar hún fattaði að hringurinn væri horfinn en að Chris hafi verið mjög yfirvegaður á meðan á leitinni stóð.

Chris bað Paris fyrr á þessu ári og tilkynntu þau góðu fréttirnar á Instagram í janúar.

#iSaidYas ?? Love you now & forever…? #ProposalGoals ? #NationalProposalDay

A post shared by Paris Hilton (@parishilton) on

Tilvonandi hjónin eru yfir sig ástfangin en Paris lét hafa eftir sér í viðtali við Us Weekly fyrr í mánuðinum að barneignir væru hluti af framtíðarplönunum.

„Ég get ekki beðið eftir að eiga mína eigin dóttur einn daginn og klæða hana upp eins og mig. Það er tilgangur lífsins að eignast fjölskyldu. Og ég sé hve hamingjusama börnin gera systur mína, þannig að ég get ekki beðið eftir að upplifa það,” sagði Paris, en systir hennar, Nicky, á tvær dætur.

Hundar nuddaðir með förðunarburstum er nýjasta æðið

Hvernig væri að eyða þessum sunnudegi í að horfa á sæta hunda vera nuddaða og klappað með förðunarburstum, aftur og aftur og aftur?

Það hefur skapast nýtt æði á Instagram sem felst í því að birta myndbönd af hundum sem eru dekraðir með förðunarburstum og það er sjúklega sætt.

Ekki hafa áhyggjur, það er enginn farði í burstunum, heldur er þetta bara gert til að láta hundunum líða vel. Njótið!

Getting glam for the weekend ?

A post shared by Albus & Arthur ? (@albusandarthur) on

Relaxing after a long week of screwing around at work. #TGIF #rg @mayapolarbear

A post shared by Cosmopolitan (@cosmopolitan) on

Geggjuð Zumba-æfing sem hressir, bætir og kætir

Þjálfarinn Ai Lee Syarief er búin að búa til frábæra Zumba-æfingu sem er ekki algjörlega hefðbundin.

Í æfingunni blandar Ai saman Zumba og styrktaræfingum og eitt er víst – þessi rútína á eftir að ná hjartslættinum upp.

Æfinguna má sjá hér fyrir neðan og það eina sem maður þarf til að gera hana eru góðir hátalarar, skilningsríkir nágrannar og nóg af gólfplássi.

Sex ára drengur segir veðurfréttir og það er æði

Hinn sex ára gamli Carden Corts varð internetstjarna á einni nóttu fyrir stuttu eftir að skólaverkefni sem hann gerði rataði á YouTube.

Verkefnið fólst í því að krakkarnir í bekknum þurftu að búa til myndband þar sem þeir sögðu veðurfréttirnar, og má með sanni segja að Carden hafi leyst það verkefni með stæl.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en við erum viss um að það á eftir að koma ykkur til að hlæja, allavega brosa. Það er líka nokkuð fagmannlega unnið, enda vinnur faðir Carden, Charlie, í hönnunargeiranum og hafði aðgang að grænum skjá (e. green screen).

Í samtali við fréttamiðilinn Tennessean segir Charlie að þeir feðgar hafi strax orðið mjög spenntir þegar þeir sáu hvert verkefnið var.

„Þegar ég heyrði hvað verkefnið var fannst mér eins og ég hefði verið að bíða eftir þessu alla ævi,” segir Charlie og bætir við:

„Nei, í alvöru, mér fannst að við gætum haft gaman að þessu.”

„Vona að ég verði ekki grýttur á almannafæri“

|
|

Rithöfundurinn Snorri Kristjánsson, sem hefur getið sér góðan orðstír fyrir Valhallarsögu-þríleikinn, hefur sent frá sér nýja bók, KIN (Ættin), sem hefur hlotið fína dóma og hefur útgáfurétturinn á henni þegar verið seldur til Þýskalands og Rússlands. Líkt og fyrri verk Snorra gerist bókin á tímum víkinga en höfundurinn sjálfur lýsir henni sem einskonar samblandi af fantasíuverki og glæpasögu í einkaspæjarastíl.

„Þetta er morðsaga á víkingaöld, svona í anda „Nordic Noir“ þótt brúnaþungir rannsóknarlögreglu-menn starandi út í skammdegið séu reyndar víðsfjarri,“ segir Snorri kíminn og vísar þar til þess að aðalsöguhetjan er ung kona, Helga Finnsdóttir, sem rannsakar hrottafengið morð í föðurhúsum þar sem ýmsar miður geðfelldar persónur liggja undir grun, þar á meðal systkini hennar sem eru hvert öðru skuggalegra.

Snorri kveðst ekki vita til þess að skrifaðar hafi verið skáldsögur um rannsókn og lausn glæpa á víkingaöld, hvað þá af íslenskum rithöfundum, en þorir ekki að slá því föstu að hann sé fyrstur til að ríða á vaðið. Eitt er þó víst, KIN markar visst brotthvarf frá fyrri bókum Snorra, fyrrnefndum Valhallarsögu-þríleik, sem voru hreinræktuð fantasíuverk. „Það var mjög gaman að skrifa þríleikinn en þegar þriðju bók lauk var ég orðinn leiður á því að skrifa stórar bardagasenur,“ segir hann hreinskilinn. „Mér fannst bara komið gott. Kominn tími til að skrifa um eitthvað annað.“ Hann útilokar þó ekki að hann muni einhvern tíma snúa sér aftur að fantasíuskrifum ef hann fái góða hugmynd að sögu.

En var hann ekkert tvístígandi að takast á við annað bókmenntaform, glæpasöguna? „Nei, í sjálfu sér ekki,“ svarar hann. „Því KIN er blanda af fantasíu og glæpasögu, eiginlega söguleg furðuglæpasaga. Þannig að í raun er ég ekki að takast á við form og hefðir glæpasögunnar. Ég er ekki að taka þátt í „samræðum geirans“ ef svo má að orði komast. Ég fékk bara hugmynd að fléttu og skrifaði sögu út frá því.“

Er ekki að halda því fram að konur séu svona

Snorri segist reyndar ekki vera viss um hvernig sú hugmynd kviknaði nákvæmlega. Í aðdraganda skrifanna hafi hann verið búinn að horfa á býsn af glæpaþáttum og haft gaman af því að fylgjast með eiginkonunni leysa gátur.  Hann hafi ákveðið að útbúa eina slíka fyrir heimilið og hún endaði sem úrdráttur að bók, tvær blaðsíður sem útgefandanum leist vel á og bauð Snorra því nýjan samning. „Já, umboðsmaðurinn sýndi útgefandanum þær og hún las yfir og sagði: „Hmmm, já þetta virkar“,“ segir hann og hlær.

Söguhetjan Helga, er skelegg ung kona sem skaut fyrst upp kollinum í annarri bók í Valhallarsögu-þríleiknum. Það er kannski ákveðin klisja að spyrja, en þú hefur ekkert verið hræddur við að skrifa út frá sjónarhóli konu? Snorri brosir. „Að ígrunduðu máli ætla ég að halda því fram að ég hafi ekki verið skíthræddur við það. Ætli það hljómi ekki betur að segja að ég hafi nálgast það verkefni af yfirvegun og töluverðri virðingu,“ segir hann sposkur.

Að því sögðu viðurkennir hann að vissulega sé það alloft kveðin vísa að karlkyns rithöfundar eigi erfiðara með að „skrifa út frá sjónarhorni kvenna“ en kvenkyns rithöfundar út frá sjónarhorni karla. Í KIN sé til hins vegar heill herskari kvenpersóna fyrir utan Helgu sjálfa og þær séu hver annarri snúnari.

„En auðvitað er ég ekki að skrifa út frá eigin reynslu og það getur vel verið að það fari illa í einhverja lesendur. Ég vill þó undirstrika að ég er alls ekki halda því fram að konur séu „svona“ eins og konurnar eru í bókinni, en ég vona innilega að kvenpersónurnar mínar séu sannfærandi og að ég verði ekki grýttur á almannafæri fyrir að voga mér upp á téðan sjónarhól.“

Hörð samkeppni

KIN er skrifuð á ensku og gefin út í Bretlandi líkt og fyrri verk Snorra og segir hann ekki standa til að þýða bókina á íslensku því það sé bæði dýrt og tímafrekt verk. Útgáfurétturinn á bókinni hafi hins vegar þegar verið seldur til Þýskalands og Rússlands, auk þess sem Valhallasögu-þríleikurinn hafi líka verið þýddur á pólsku, hollensku, spænsku og ungversku og gefinn út í Bandaríkjunum. Spurður hvort það sé stór markaður fyrir svona bækur erlendis, segir hann það fara eftir því hvað sé átt við með „svona bókum“. Eins og sjáist á Krúnuleikunum (Game of Thrones) sé alveg sæmilegur markaður fyrir eina og eina fantasíu, en það séu færri og stærri nöfn í þeim geira. Á meðan glæpasögur seljist aftur á móti á tiltölulega breiðari markaði en fantasíur þá sé „harðari samkeppni um að komast á flugvallar-hilluna“.

Hefur komið til tals að kvikmynda bækurnar? „Já, þegar Vikings þættirnir voru hvað vinsælastir barst í tal að kvikmynda Valhallar-bækurnar en það varð lítið úr því og smám saman hef ég áttað mig á því að kvikmyndagerðarfólki finnst afskaplega gaman af því að tala um hlutina. Þess vegna hallast ég núorðið að viðhorfi Elmore Leonard til kvikmynda, en hann sagði að bíópeningur væri fundið fé.“

En sérðu fyrir þér að getað lifað alfarið af skrifum? „Það er draumurinn,“ svarar hann, „en í augnablik-inu er ansi langt í það. Þeir rithöfundar sem ég hef rætt þetta við segja að það sé spurning um úthald og framleiðslu frekar en að skrifa einhverja metsölubók. Ég hef mjög gaman af skrifum, þannig að ég ætla bara að halda þeim áfram á meðan ég get og nenni. Ritstörf og kennsla eru hvort tveggja dásam-leg og skrítin störf sem geta átt hug manns allan og eins og er hef ég náð góðu jafnvægi á milli þessara starfa.“

Sem stendur segist hann vera með nokkrar hugmyndir að bókum sem hann er að þróa. Þar á meðal að annarri „Helgu-bók“ og svo handrit að unglingabók sem þurfi að fínpússa. Ætlar hann þá að fikra sig yfir í enn eina bókmenntgreinina?  „Já, ég er að sjálfsögðu að stefna að fullnaðarsigri í þeim öllum þannig að ætli ég sendi ekki svo frá mér rómantíska unglingaglæpafurðusögu árið 2022,“ segir hann og hlær.

Mynd / Gunnar Freyr Steinsson Photography

Hlýlegur retro – stíll í Seljahverfi

Blaðamaður og ljósmyndari Húsa og híbýla fengu að kíkja til Unu og Björns sem búa ásamt börnum sínum tveimur og kettinum Eldibrandi í fallegu einbýlishúsi í Seljahverfinu. Una er verslunarrýmis- og útstillingahönnuður hjá IKEA og Björn er byggingatæknifræðingur hjá Þjóðskrá Íslands.

Stofan seldi húsið

„Húsið er teiknað af teiknistofu Hauks Viktorssonar árið 1980 en byggt 1981. Við keyptum húsið síðasta sumar,“ segir Björn. Aðdragandinn að kaupunum var skemmtilegur. „Við Bjössi vorum úti að skokka og hann bendir mér á húsið og segist hafa verið að pæla í þessu húsi fyrir nokkrum árum. Svo var það auglýst aftur til sölu og við fórum og kíktum á það,“ segir Una aðspurð að því hvernig þau komu auga á húsið.

Töluverður hæðarmunur er á hæsta og lægsta punkti lóðarinnar sem er afar vel leystur af hönnuði en stofan sem snýr í norðaustur er tekin niður og stendur á súlum. „Þegar við komum inn fyrir forstofuna og ég sá stofuna þá var þetta selt. Mig hefur alltaf dreymt um stofu sem er niðurtekin,“ segir Una en þau eru bæði sammála um að stofan hafi heillað þau mest auk lofthæðarinnar og bætir Björn við að skipulagið í húsinu sé gott og síðast en ekki síst hafi útsýnið úr stofunni að Esjunni heillað mjög.

Nauðsynlegt að bera virðingu fyrir arkitektúrnum

Þar sem Una starfar sem útstillingahönnuður er ekki úr vegi að spyrja hvort þeirra ráði meiru á heimilinu þegar kemur að vali á innanstokksmunum, litum og útliti heimilisins almennt.

„Það er klárlega útstillingahönnuðurinn, ég er samt yfirleitt spurður álits til að gæta jafnræðis,“ segir Björn. Una er sammála því en segir jafnframt að ef Björn sé í einhverjum vafa þá takist henni yfirleitt að sannfæra hann en þau séu samstíga í þeim framkvæmdum sem gerðar séu á heimilinu.

Loftin í húsinu eru panelklædd og veggirnir í stofunni einnig og er það mjög einkennandi fyrir húsið. „Fólkið sem byggði húsið dreymdi um að eignast sumarbústað en höfðu ekki tök á að eignast hvoru tveggja, hús og sumarbústað, þess vegna er svona mikill panell í húsinu,“ segir Una en þau ákváðu að halda öllum viðnum í upprunalegu horfi. „Það er geggjað að sitja í stofunni á sumrin, þegar trén eru laufguð og græn, þá er eins og maður sé í tréhúsi og mér líður eins og ég sé úti í skógi. Það veitir ákveðna hlýju og þetta lætur mér líða vel. Húsið er svolítið einkennandi fyrir okkar stíl og það er líka nauðsynlegt að bera virðingu fyrir arkitektúrnum, þess vegna ákváðum við að halda viðnum á veggjum og í loftum í upprunalegu horfi,“ segir Una.

Mikilvægt að finna ræturnar og vera trúr þeim

Ég rosalega höll undir „mid-century modern“, það heillar mig og appelsínugulir, grænir og brúnir tónar gera það líka. Ég er lítið fyrir hvítt. „Mid-century modern“ er hreyfing sem spratt upp eftir seinna stríð en einkennandi fyrir hana er meðal annars tenging við náttúruna og stórir gluggar þar sem samtal á milli þess sem er úti og inni er mjög mikilvægt. Viðarklæðningar og náttúrulegir tónar í bland við skarpa, bjarta liti, náttúruleg efni og plöntur sem hafðar eru inni við til að skapa náttúrulega stemningu er einning einkennandi fyrir stefnuna.

Meira um þetta skemmtilega hús í 3. tölublaði Húsa og híbýla sem er fáanlegt á sölustöðum til 28. mars þegar nýtt og ferskt Hús og híbýli kemur út!

Texti / Stefanía Albertsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Sýnir og sannar að rassar á Instagram eru ekki ekta

Einkaþjálfarinn Anna Victoria birti mynd á Instagram í vikunni sem hefur vakið talsverða athygli. Á myndinni setur hún saman tvær myndir, einni af afturenda sínum í eðlilegri stöðu og annarri af því sem hún kallar Instagram-afturenda.

Við myndina uppljóstrar hún sannleikanum um téða Instagram-afturenda.

„Eitt sem ég var mjög óörugg með þegar ég var að alast upp var rassinn á mér. Ég hef alltaf verið með lítinn rass og ég klæddist síðum bolum til að hylja hann. Eitt sem ég elska við fitness er að maður getur mótað líkamann á ýmsan hátt EN það eru takmörk fyrir því hvað maður getur byggt upp mikinn vöðvamassa í rassinum OG maður þarf að bugta sig og beygja til að sýna það,“ skrifar Anna.

Instagram-rassinn er ekki alvöru rassinn minn

Hún bætir við að margar myndir sem fólk sjái á Instagram af heilsugúrum séu ekki eðlilegar þar sem búið er að leika sér með sjónarhorn og stellingar.

„Búið er að spenna, ýta út og fetta upp á bakið svo mikið að það er sárt á mikið af Instagram-rassamyndunum sem þið sjáið,“ skrifar hún og heldur áfram.

A post shared by Anna Victoria (@annavictoria) on

„Það eru margar leiðir til að láta rassinn líta út tíu sinnum stærri á Instagram en í raun og veru og ég geri það líka! Ég elska að pósa og dást að Instagram-rassinum en það er ekki alvöru rassinn minn. Og ég er sátt við það.“

Hún endar pistilinn á hvatningarorðum.

„Fólk á alltaf eftir að hafa skoðanir á líkama þínum. Særa þær stundum? Já. En vitur kona sagði eitt sinn: Þú gætir verið með þroskuðustu og safaríkustu ferskju í heiminum en það verður alltaf einhver sem hatar ferskjur.“

Anna er mjög vinsæl á Instagram, einmitt vegna þess að hún er mjög hreinskilin og einlæg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um þá líkama sem við sjáum oft á samfélagsmiðlum. Í janúar í fyrra birti hún til dæmis mynd af stæltum kviðvöðvum sínum við hliðina á mynd af sér sitjandi, þar sem sást að hún var með magafellingar eins og flestir aðrir.

Me 1% of the time vs. 99% of the time. And I love both photos equally. Good or bad angles don’t change your worth ❤️ I recently came across an article talking about how one woman stated she refuses to accept her flaws, because she doesn’t see them as flaws at all. I LOVED that because it sends such a powerful message that our belly rolls, cellulite, stretch marks are nothing to apologize for, to be ashamed of, or to be obsessed with getting rid of! As I’m getting older, I have cellulite and stretch marks that aren’t going away, and I welcome them. They represent a life fully lived (for 28 years so far :)) and a healthy life and body at that. How can I be mad at my body for perfectly normal „flaws“? This body is strong, can run miles, can lift and squat and push and pull weight around, and it’s happy not just because of how it looks, but because of how it feels. So when you approach your journey, I want you to remember these things: I will not punish my body I will fuel it I will challenge it AND I will love it ??? If you’re following my page, you’re a part of helping me spread this message and creating this movement – thank you. #fbggirls #realstagram www.annavictoria.com/guides

A post shared by Anna Victoria (@annavictoria) on

Gerði allt vitlaust með opinberun um samkynhneigðan kærasta

Söngkonan Christina Aguilera opnaði sig í þættinum Untucked, sem var sýndur strax á eftir frumsýningu á fyrsta þætti í tíundu seríu af þættinum RuPaul’s Drag Race. Þættirnir snúast um að finna næstu stórstjörnu í dragi.

Dragdrottningarnar spurðu Christinu spjörunum úr og barst lagið Infatuation af plötunni Stripped frá árinu 2002 í tal, en í því lagi syngur hún um elskhuga frá Puerto Rico.

„Hver var þessi frá Puerto Rico? Því þú veist að ég gæti verið skyld honum,“ spurði keppandinn Vanessa Vanjie Mateo.

„Ég var miður mín því ég komst að því að hann spilaði fyrir ykkar lið, ekki mitt,” svaraði Grammy-verðlaunasöngkonan og uppskar mikil hróp og hlátrasköll frá dragdrottningunum.

„Hann á eftir að sjá þetta og verða reiður,“ sagði þá Vanessa og Christina svaraði:

„Ég vona það stelpa.“

Upptöku af atriðinu má sjá hér fyrir neðan:

Innanflokksátök bitna á starfinu

|
2018

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fékk ekki sæti á lista flokksins fyrir kosningar í vor, eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Eyþóri Arn­alds í odd­vitakjöri. Hún segist eiga nóg inni í stjórnmálunum og stefnir ótrauð áfram.

„Núna er maður bara að klára þetta kjörtímabil, það er ekki alveg búið, það eru tveir, þrír mánuðir eftir,“ segir Áslaug Frið­riksdóttir, fráfarandi borg­arfulltrúi Sjálfstæðisflokks­ins.

Áslaug verður ekki á lista flokksins fyrir borgarstjórn­arkosningarnar í maí eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Eyþóri Arnalds í oddvitakjöri í janúar. Í kjölfarið vann kjörnefnd að uppstillingu í önnur sæti þar sem tillaga um hana í 2. sætið var felld í kosningu í nefndinni. „Ég sóttist eftir því að taka 2. sætið á listanum en það var fellt.“ Henni var ekki boðið sæti neðar á listanum. Það liggur því fyrir að hún mun fara í önnur störf eftir kosningarnar.

„Ég held að ég taki mér smáfrí og svo fer ég bara að huga að nýjum verkefnum. Það er rosalega mikið að breytast hjá mér í einu. Ég er að skilja, ætla að fara að flytja og við þetta bætist að skipta um vinnu. Þannig að það verður mikið að gerast hjá mér næstu mánuði,“ segir Áslaug.

Hún segir samt að það sé ekki stórmál að hætta í borgarstjórn, stjórnmálamenn viti aldrei hvað verður á næsta kjörtímabili og séu meðvitaðir um það að allt geti breyst. „Maður getur ekki gengið að neinu vísu í pólitík og þarf auðvitað alltaf að sækja umboð kjósenda sinna.“

Ýtt út

Áslaug ætlar að taka sér smá frí frá stjórnmálum.

Áslaug sóttist eftir því að halda áfram í borgarmálunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún lenti í öðru sæti í odd­­vita­­kjör­­inu en var ekki boðið að taka sæti á lista. Margir voru hissa á því að aðeins einn núverandi borgarfulltrúa, Marta Guðjónsdóttir, fengi sæti á listanum en bæði Áslaug og Kjartan Magnússon væru þar hvergi sjáanleg.

„Ég varð fyrir vonbrigðum með þau vinnubrögð sem áttu sér stað við uppstillingu listans. Um leið og það var tek­­in ákvörðun um að fara ekki í almennt prófkjör heldur oddvita­­kjör þá vissi ég að útkoman yrði tvísýn fyrir mig. Þar sem þessi leið hafði ekki áður verið farin voru leikreglur ekki skýrar og því mikil áhætta að gefa kost á sér í leiðtoga­kjörinu. Hins vegar held ég að við Kjartan höfum bæði metið það svo að þátttaka í leiðtogaprófkjörinu myndi ekki bitna á möguleika okkar á því að skipa sæti á listanum enda var ítrekað lögð áhersla á að þarna væri aðeins verið að velja þann sem myndi skipa fyrsta sætið. Einnig var ljóst að nægt rými var til að til að bæta við hópinn. Við vorum bara þrjú eftir borgarfulltrúar flokksins og líklegt að hópurinn myndi stækka með fjölgun borgarfulltrúa. Ég get því ekki tekið undir þær skýringar formanns kjörnefndar að niðurstaða leiðtogaprófkjörsins þýddi að við Kjartan hefðum ekki haft stuðning flokksmanna til að vera á listanum því kallað væri eftir meiri endurnýjun.“

Áslaug prýðir forsíðu nýjasta heftis fríblaðsins Mannlífs. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni með því að lesa netútgáfu Mannlífs, en viðtalið allt verður einnig hægt að lesa á vefsíðu Kjarnans.

Texti / Fanney Birna Jónsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Elsa Kristinsdóttir

Hjálpar fólki að lækka kaloríufjöldann með einföldum hætti

Amanda Meixner heldur úti Instagram-síðunni meowmeix, sem hefur notið gríðarlegra velgengni síðustu misseri.

Amanda birtir alls kyns fróðleik um mat og mataræði á síðunni, og hjálpar fólki til að mynda að lækka kaloríufjöldann sem það innbyrðir á einfaldan og myndrænan hátt.

Amanda hefur til að mynda birt tvær myndir hlið við hlið af skál með grískri jógúrt, ávöxtum og súkkulaði. Önnur skálin inniheldur 472 kaloríur en hin 899 kaloríur. Við myndina fer hún yfir hvað það er sem gerir aðra skálina næstum því helmingi kaloríuríkari en hina, en í henni er sett meira hunang, súkkulaði og kasjúsmjör.

What do you think the differences are? ? First off, let me just say this combo is ridiculously good ? Second off, below is a breakdown of each side & some tips to save calories: . Lower cal treat: 1 cup 2% Greek yogurt 1 tsp honey 20g 85% dark chocolate 1 cup blueberries 1/2 cup strawberries 1/2 tbsp cashew butter . Higher cal treat: 1 cup 2% Greek yogurt 1 tbsp honey 60g 85% dark chocolate 1/2 cup blueberries 1/4 cup strawberries 2 1/2 tbsp cashew butter . Tips to save calories: 1 – Balance healthy fats with low calorie fruits. Add more fruit instead of overdoing the chocolate which saves a lot of calories. 2 – Watch the nut butter portions! 1/2 tbsp is much different in calories than 2 1/2 tbsp. 3 – Watch the honey! While it makes a great natural sweetener, the sugar calories add on quick. . Inspo cred: @movingdietitian ❤️ . . #healthyeating #cleaneating #fitfood #mealprep #dessert #healthyfood #foodprep #chocolate #nutrition #protein #mealplan #yogurt #icecream #weightloss #cleaneats #dessertporn #healthylife #healthylifestyle #mealprepsunday #healthychoices #mealprepping #macros #sweets #mealprepmonday #baking #sweettooth #desserts #flexibledieting #healthyliving #iifym

A post shared by Amanda Meixner (@meowmeix) on

Hér fyrir neðan má síðan sjá nokkrar aðrar myndir af Instagram-síðu Amöndu og gætu sumar kaloríutalningarnar komið ykkur á óvart.

Cheers to all the volume eaters out there ? I love low calorie foods to add more volume to your meals without adding very many calories ❤️ These foods also add a lot of fiber too which is a total win. More info below: . 1 cup cherry tomatoes = 27 calories, 4g fiber 1 cup baby broccoli = 30 calories, 2g fiber 1 cup jicama sticks = 46 calories, 6g fiber 1 cup cucumber slices = 16 calories, 0.6g fiber 1 cup whole mushrooms = 21 calories, 1g fiber 10 medium baby carrots = 35 calories, 1.8g fiber . . . . #cleaneating #nutrition #healthyeating #fitfood #protein #healthyfood #mealprep #weightloss #iifym #macros #gains #eatclean #flexibledieting #foodprep #cleaneats #mealplan #glutenfree #healthyliving #carbs #healthychoices #mealprepsunday #supplements #mealprepping #healthylifestyle #whey #slimmingworld #mealprepmonday #muscle #weightlossjourney #lowcarb

A post shared by Amanda Meixner (@meowmeix) on

Gimme all the chocolate ? Love this post by @livevitae ❤️ Info below: . All you need is Love and Chocolate Often called a “SuperFood” But Not All ? is Created Equal! — Milk V Dark ? Most of the benefits of Chocolate, are found in Cacao / Dark Chocolate Varieties with No or Min Heat treatment and None or Min Ingredients added Milk Chocolate is more Processed with Milk solids, Cream & Sugar with Fewer Benefits. In general Darker the Better ——— Some Tips with Cacao ?? It contains Caffeine, a small amount but if your Caffeine sensitive this can effect your sleep. Avoiding it a 1-2 hours before bed ?? Contains benefits (Below) but Calories at the same time. Be Mindful ?? Contains High levels of Histamines. People who suffer from Migraines will know to avoid fermented foods for this reason ?? Addictive Properties, Hard to Stop ✋?Having Self and Portion Control ?? Opt for Organic and Fair-trade. The less is More approach. We are in the 21st century and all humans should be Paid and Treated with Respect. Your choices and Money is Powerful by Supporting these Methods ?? Opt for Raw Cacao which keeps intact more the associated Benefits mentioned below — . . . #cacao #chocolate#caloriecounting #sugarfree #freefrom #countingcalories #healthtips #healthbenefits #micronutrients #antioxidants #eatbetternotless #londonfitfam #healthiswealth#nutrition #nutrientdense#foodforfuel #foodsforthought#functionalfood #eatwelllivewell #lowcarbs #foodideas #foodinspo #nosugarpaleoish#rawcacao#healthytips #thenewhealthy#optimalhealth #fitfoodie

A post shared by Amanda Meixner (@meowmeix) on

Spot the difference ? Kind of crazy how small changes can really add up! ? Whether you want to add more calories or eat less, here is an example & some of my tips: . Lower cal meal: 2 eggs + 2 egg whites scrambled 1 piece Ezekiel toast 1/2 an avocado 1 honey crisp apple . Higher cal meal: 4 eggs + 2 egg whites scrambled 1 piece Ezekiel toast 1 whole avocado 1 honey crisp apple 2 tbsp peanut butter . Tips to save calories: Swap out some eggs for egg whites (egg whites are only 17 calories per one) Don’t pack on too much fat (1/2 or 1/4 an avocado is plenty for this meal!) Even though there’s no coffee displayed, watch out for the extra oils or creamer which can add calories too. . Inspired by @movingdietitian . . #healthyfood #breakfast #cleaneating #brunch #lunch #morning #fitfood #dinner #yum #foodpic #eat #tasty #eggs #朝ごはん #weightloss #foodpics #healthychoices #foodgasm #healthybreakfast #nutrition #fresh #eating #healthylifestyle #delish #hungry #healthyeating #fruit #foodblogger #exercise #foodphotography

A post shared by Amanda Meixner (@meowmeix) on

­­­„Ég er farinn að stoppa á umferðareyjum og tína upp flugeldakökur“

||
||

­­­„Manni líður ofboðs­lega vel líkamlega og andlega þegar maður er búinn að taka smáskurk í plokki, þó að það sé ekki nema klukkutími eða tveir. Ef maður getur smitað fleiri með sér er það bara frábært því margar hendur vinna létt verk, eins og einhver sagði,“ segir almannatengillinn og þúsund­þjalasmiðurinn Einar Bárðarson.

Einar stofnaði nýverið Facebook­-hópinn Plokk á Íslandi, sem er vísan í sænska æðið plogging. Plogging, eða plokk á góðri ís­lensku, snýst um að ganga, hlaupa og skokka um en í leið tína upp rusl af götunum.

„Ég hef orðið sífellt meðvitaðri um hvað er mikið rusl, og sér­­stak­­­­lega plast, í náttúrunni og hvað þetta er mikill skaðvaldur. Síðan horfir maður á fólk tuða út í eitt um að hinn eða þessi eigi að sjá um þetta. Þannig að í staðinn fyrir að sitja á rassgatinu og tuða um af hverju enginn taki upp allt þetta rusl þá ákvað ég að byrja að plokka,“ segir Einar. Hann var byrjaður að ganga um og tína rusl áður en hann kynntist plokki.

Einar fór í göngutúr um daginn og fyllti tvo, svarta ruslapoka af drasli.

„Ég er svo sem engin súperhetja í þessu en ég hef rölt endrum og sinnum með plastpoka og tínt upp, sérstaklega plast. Plast­­ið nefnilega blotnar ekki. Það held­­­­ur áfram að fjúka og endar með því að fjúka út í sjó ef maður tekur það ekki. Í vetur sá ég síðan mynd­­­­band á samfélagsmiðlum þar sem var verið að lýsa þessu æði sem heitir plogging,“ segir Einar.
Einar tekur einnig fram að hlaup­­ar­­inn Eyþór Hannesson hafi veitt sér mikinn innblástur, en Eyþór hefur í um áratug safnað rusli á hlaupaferðum sínum. Þá nefnir hann einnig lögfræðinginn Sigurð G. Guðjónsson í þessu samhengi, en hann stofnaði Facebook-hópinn Rusl í Reykja­­vík. Sigurður stundar það að tína upp rusl í göngutúrum með hundinum sínum Atlasi og birtir afraksturinn í hópnum.

Frítt, skemmtilegt og gerir samfélaginu gagn

Um fjögur hundruð manns eru meðlimir í Plokk á Íslandi. Í kjölfar stofnun­ar hópsins hafa hóparnir Plogging Iceland og Plokk í Breið­­­­holti verið stofnaðir sem gleður Einar mikið.

„Von­andi dreifist þetta út um allt. Þetta er frítt, þetta er skemmtilegt og maður er að gera samfé­lag­­inu gagn. Allt frá krökkum upp í gamalmenni geta plokkað og það gerir það hver á sínum hraða. Innan hópsins Plokk á Íslandi hafa einnig myndast hópar, eins og sá sem vinkona mín Árdís Ármannsdóttir er með. Það eru konur í fæðingarorlofi sem hittast með barnavagnana og plokka. Þær kalla þetta Tölt með tilgang. Mér finnst það alveg frábært.“

Hér má sjá hópinn Tölt með tilgang.

Sjálfur er Einar orðinn ansi lið­­­­­tækur í plokki og ætlar að halda því áfram um ókomna tíð. „Mér bara blöskrar allt þetta rusl. Breytingin byrjar hjá okkur sjálf­­­­um. Ég er farinn að stoppa á umferðareyjum og tína upp flugeldakökur. Ætli fólk í nær­­liggj­­andi bílum velti ekki fyrir sér hvað sé eiginlega að mér,“ segir Einar og hlær.

Plast í sjónum

  • Þeir sem leggja sér sjávarfang til munns eru líklegir til þess að melta um 11.000 plastagnir á ári samkvæmt nýlegum útreikn-ingum vísindamanna við Ghent-háskóla í Belgíu.
  • Árið 2050 verður meira plast í sjónum en fiskar.
  • Ein helsta ástæða plastmeng–unar er framleiðsla á plastflöskum. Árið 2016 voru 460 milljarðar plastflaskna seldir í heiminum, rúmlega ein milljón flaskna á mínútu.
  • Vísindamenn áætla að 26 milljónir tonna af plasti endi í sjónum á ári hverju og drepi milljónir af sjávarlífverum.

Aðalmynd / Óli Magg
Aðrar myndir / Úr einkasafni

Léttist um tæp átta kíló á níu dögum með því að borða bara kartöflur

Grínistinn Kevin Smith deildi því með heiminum í lok febrúar að hann hefði fengið hjartaáfall sem dró hann næstum því til dauða. Í hlaðvarpi sínu Hollywood Babble-On segir hann að hjartaáfallið hafi breytt sýn sinni á lífið og að hann hafi endurskoðað mataræði sitt í kjölfarið.

I was trying to do a killer standup special this evening but I might’ve gone too far. After the first show, I felt kinda nauseous. I threw up a little but it didn’t seem to help. Then I started sweating buckets and my chest felt heavy. Turns out I had a massive heart attack. The Doctor who saved my life at the #glendale hospital told me I had 100% blockage of my LAD artery (also known as “the Widow-Maker” because when it goes, you’re a goner). If I hadn’t canceled the second show to go to the hospital, the Doc said I would’ve died tonight. For now, I’m still above ground! But this is what I learned about myself during this crisis: death was always the thing I was most terrified of in life. When the time came, I never imagined I’d ever be able to die with dignity – I assumed I’d die screaming, like my Dad (who lost his life to a massive heart attack). But even as they cut into my groin to slip a stent into the lethal Widow-Maker, I was filled with a sense of calm. I’ve had a great life: loved by parents who raised me to become the individual I am. I’ve had a weird, wonderful career in all sorts of media, amazing friends, the best wife in the world and an incredible daughter who made me a Dad. But as I stared into the infinite, I realized I was relatively content. Yes, I’d miss life as it moved on without me – and I was bummed we weren’t gonna get to make #jayandsilentbobreboot before I shuffled loose the mortal coil. But generally speaking, I was okay with the end, if this was gonna be it. I’ve gotten to do so many cool things and I’ve had so many adventures – how could I be shitty about finally paying the tab. But the good folks at the Glendale hospital had other plans and the expertise to mend me. Total strangers saved my life tonight (as well as my friends @jordanmonsanto & @iamemilydawn, who called the ambulance). This is all a part of my mythology now and I’m sure I’ll be facing some lifestyle changes (maybe it’s time to go Vegan). But the point of this post is to tell you that I faced my greatest fear tonight… and it wasn’t as bad as I’ve always imagined it’d be. I don’t want my life to end but if it ends, I can’t complain. It was such a gift. #KevinSmith

A post shared by Kevin Smith (@thatkevinsmith) on

„Ég á aldrei eftir að borða ein og ég gerði. Mataræði mitt fyrir var ekki hræðilegt. Heldur var það mataræði mitt í barnæsku, sögðu læknarnir,“ segir Kevin.

Að sögn Kevins sögðu læknarnir honum að hann þyrfti að léttast um tæp 23 kíló og til að verða við því ákvað Kevin að skella sér á kartöflukúrinn, sem Penn Jilette gerði frægan í bók sinni Presto!: How I Made Over 100 Pounds Disappear. Í bókinni fjallar Penn um mataræði sitt, þar sem hann borðaði aðeins kartöflur í tvær vikur.

Kevin er búinn að vera á kartöflukúrnum í aðeins níu daga en hefur nú þegar misst tæp átta kíló.

„Þetta tekur á en hefur verið áhugavert,“ segir Kevin um mataræðið. „Og auðvitað nauðsynlegt fyrir heilsuna mína og þannig. En þegar ég kemst á góðan stað held ég að ég byrji að borða aftur.“

Tökur hafnar á Death of Marie

Tökur á kvikmyndinni Death of Marie hófust í New Rochelle í New York í vikunni en handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Siggi Kjartan. Siggi hefur meðal annars unnið við mynd-irnar Fúsi, Þrestir og Star Wars: The Force Awakens, og við sjónvarpsþætt-ina Fortitude og Black Mirror. Myndin var fjármögnuð á Kickstarter þar sem söfnuðust rúmlega fjórtán þúsund dollarar, tæp ein og hálf milljón króna.

Sögusvið The Death of Marie er dularfullur heimur aðalsögupersónunnar Marie. Marie er ekkja sem þekkt er fyrir að halda stórfengleg teiti, en hjarta hennar hætti að slá fyrir 48 árum síðan. Tilgangur myndarinnar er að skilja kynslóðabil í samfélaginu í dag, en Siggi Kjartan vill með myndinni reyna að skilja ömmu sína sem gat ekki slitið sig frá fyrirframákveðnum stöðlum í samfélaginu.

Behind the scenes with @anitabriem ? Photo by @elisabet_davidsdottir

A post shared by The Death of Marie Film (@thedeathofmariefilm) on

Margir Íslendingar koma að myndinni, þar á meðal leikkonan Anita Briem, sem leikur Floru, Bjarni Frímann sem semur tónlist í myndinni og Brynja Skjaldar sem hannar búningana. Þess má geta að leikkonan Clare Foley leikur ömmubarn Marie, en hún hefur leikið í fjölmörgum myndum og sjónvarpsþáttum, svo sem Girls, Orange is the New Black, Gotham, Sinister og The Great Gilly.

Clare Foley as Nico behind the scenes of @thedeathofmariefilm ? @clarefoley123

A post shared by The Death of Marie Film (@thedeathofmariefilm) on

Ásamt því að vera tekin upp í New Rochelle, fara tökur einnig fram í Milford í Connecticut og í Woodstock í New York-ríki.

Aðalmynd / Heiða Helgadóttir

Ellefu hundruð meðlimir á hálfum sólarhring

|
|

„Mér fannst vanta hóp, í annars frábæra flóru foreldrahópa á Facebook, sem hefði þann tilgang að auðvelda foreldrum að finna afþreyingu og öðruvísi samverustundir fyrir foreldra og börn á öllum aldri,“ segir Silja Hlín Guðbjörnsdóttir, þrítug móðir og eiginkona í Breiðholtinu. Hún tók sig til og stofnaði Facebook-hópinn Viðburðir fyrir börn og fjölskyldur, til að auðvelda fjölskyldum að finna skemmtilega og áhugaverða viðburði.

Silja og Agata.

„Ég og konan mín erum duglegar að nota helgarnar og tímann eftir vinnu í samveru með dóttur okkar,“ segir Silja, sem á dótturina Agötu Sól sem er tæplega tveggja ára. Á myndinni hér fyrir ofan er Silja lengst til hægri Agötu, og eiginkonu sinni, Önu. „Oftar en ekki er það óskipulögð samvera, enda er óþarfi að gera hvern einasta dag að ævintýri. En oft er gaman að fara á skipulagða viðburði eða taka þátt í einhvers konar félagsstarfi fyrir börnin eða með öðrum fjölskyldum,“ bætir hún við.

Facebook-hópurinn er opinn og er öllum meðlimum frjálst að mæla með viðburðum. Það má með sanni segja að þessi hópur hafi vakið mikla athygli, en á fyrstu tólf tímunum voru meðlimir orðnir rúmlega ellefu hundruð.

„Viðbrögðin eru rosaleg. Fólk sendir mér einnig einkaskilaboð og þakkar mér fyrir, sem er mjög skemmtilegt. En þessi hópur er stofnaður svo ég fái hjálp við eilífðarspurningunni: Hvað ættum við að gera skemmtilegt um helgina? Það er frábært að svo margir geti nýtt sér þetta og hafi áhuga á samveru með börnunum sínum. Það er klárlega hvatning fyrir mig að halda vel utan um þetta og gera alvöru úr þessu,“ segir Silja og bætir við að henni finnist hún oft hugmyndasnauð þegar kemur að afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

„Oftast nær, ef við ætlum að gera eitthvað annað en að fara út á róló, hanga heima eða heimsækja ömmu og afa, verður oftast eitthvað frekar einhæft fyrir valinu. Við höfum nokkrum sinnum farið í Ikea, bara „af því bara“. Þar er náttúrlega smáleikhorn fyrir börn og síðan margt að skoða, en þetta verður til þess að maður kaupir alltaf eitthvað, sama hvort það er matur eða einhverjar Ikea-vörur. Það er nú alveg gott og blessað, en það er kannski óþarfi að samverustundirnar fyrir utan veggi heimilisins tengist einhvers konar neyslu eða verslunum. Mér finnst ég oft svo hugmyndalaus, og veit síðan ekki alveg hvernig ég á að nálgast eða afla mér upplýsinga um viðburði,“ segir Silja, en dóttir hennar elskar allt sem tengist tónlist.

„Dóttir mín er með eindæmum söngelsk og alveg sérstaklega danssjúk. Hún elskar að nálgast tónlist á allan hátt. Um jólin rákumst við á kór að syngja í Mjóddinni og mín dansaði og dansaði. Nú er þetta ekki beint skipulagt fyrir börn en engu að síður geta börn haft gaman að þessu. Það hefði verið fínt að geta planað fleira slíkt en ekki bara detta niður á eitthvað.“

Silja hyggur á að setja saman dagskrá eða samantekt af viðburðum fyrir hverja viku eða mánuðinn og merkja færslur með ákveðnum kassamerkjum, eins og #söngstund og #leikhús, til að auðvelda meðlimum leitina.

„Vonandi bætast fleiri við og við getum haldið uppi líflegum hópi. Ég vildi ekki hafa þetta sem síðu, heldur hóp þar sem allir gætu deilt og spjallað, meira gagnvirkt. Tilgangurinn er auðvitað að auðvelda leitina að skemmtilegum hlutum til að gera og einnig mögulega að hvetja til aukinnar samveru barna og foreldra, barna og annarra barna, og mögulega tengja foreldrana líka.“

Myndir / Úr einkasafni

Mannlegt eðli og tuðþörf alltaf söm við sig

|||
|||

Fjölmiðlamennirnir Haukur Viðar Al­­freðs­son og Kjartan Guðmundsson ­halda úti hlaðvarpinu Í frjett­um er ­þetta elzt þar sem þeir rifja upp gamlan og á köflum kostu­legan fréttaflutning.

„Við vildum bara koma með aðra nálg­­un á „fréttir vikunnar“, „efst á baugi“, „í vikulok­in“–samantektirnar sem allir þekkja af öllum miðlum,“ segir Haukur þegar þeir eru beðnir um að lýsa hlaðvarpinu í stuttu máli. „Fréttir eru í eðli sínu frekar ein­nota,“ heldur hann áfram. „Þær úreldast á u.þ.b. sólarhring og sjást aldrei aftur, nema við eitthvað grúsk. Svo hefur blaðamennska breyst gríðarlega í gegnum tíðina, ásamt orðfæri blaðamanna og við­­mælenda. Það er gaman að rifja það upp.“

Bítlarnir og karókí

Í fyrsta þættinum fjölluðu Hauk­­ur og Kjartan um Bítlaæðið á 7. áratug síðustu aldar og umfjöll­un íslenskra fjölmiðla um það. Kjartan segir að það hafi verið fróðlegt að sjá hvernig var skrif­að um þessa fjóra „lubbakarla“ frá Liverpool og hvernig þeir trylltu ungmenni þess tíma, sér í lagi „telpu­­krakkana“ eins og það er orðað í einni gamalli ­grein.

„Svo höfum við fjallað um Frostaveturinn mikla 1918 og hörmungarnar sem þá áttu sér stað,“ lýsir hann. ­„Næsti þáttur segir svo frá innreið kara­ókísins til Íslands í upphafi 10. áratugarins. Í einni af fyrstu fréttunum um karaókíið stakk einhver blaðamaðurinn upp á að það yrði nefnt „meðhjálparinn“ á íslensku, en sú íslenskun náði augljóslega ekki góðri fótfestu.“

Spurðir hvaðan hugmyndir að viðfangsefnunum komi svara þeir að á meðan aðrir djamma sitji þeir félagaranir heima hjá sér á síðkvöldum og skoði Tímarit.is. „Þannig að við erum með langan lista af umfjöllunarefnum sem stækkar í sífellu.“

Kjartan bætir við að það sé hreint út sagt stórkost­leg skemmtun að fara yfir þennan gamla frétta­flutning og gaman að sjá hversu margt hefur breyst, en um leið breytist ekkert. „Les­endabréf blaða­nna eru til að mynda sér­­kapí­­tuli út af fyrir sig. Áhersl­urn­ar breytast kannski milli ára og ára­tuga en umkvörtunarefnin eru í meginatriðum þau sömu í dag og fyrir hundrað árum. Mannlegt eðli og tuðþörf eru söm við sig.“

Saga og þróun handklæðisins

En hvernig kviknaði hugmynd­in að hlaðvarpinu?

„Við höf­um eytt ómældum tíma og orku í að spjalla saman á Netinu í mörg ár um allt og ekkert og þykir gaman að tala saman og sýna hvor öðr­um alls konar ­hluti, ekki síst gamlar frétt­ir, eins lúðalegt og það nú er,“ viður­kennir Kjartan. „Þegar hugmynd­in að hlaðvarpi kviknaði datt okkur fyrst í hug að gera langa seríu um sögu og þróun handklæðisins á Vestur­lönd­um, en ákváðum svo að ­víkka pælinguna aðeins út og hafa öll áhugaverð fréttamál síðustu aldar eða svo undir.“

Eruð þið miklir áhuga­menn um sögu?

Eða tengist þetta kannski frekar áhuga á fjöl­miðl­um? „Svo ég tali nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Haukur,

„snýst þetta meira um framsetn­ingu at­burð­anna heldur en atburðina sjálfa. Ef Bítlaþátt­urinn hefði til dæmis bara fjallað um sögu Bítlanna hefði hann eflaust verið bara eins og hver annar Bítlaþáttur, en ­þegar fókusinn var kominn á umfjöllun íslenskra fjöl­­miðla um fyrirbærið á sín­um tíma, við­brögð ­íslenskra ung­menna og fleira fannst mér það fyrst orðið áhugavert.“

En hvar nálgast maður hlað­­varp­­ið?

„Þátturinn er kom­­inn í þessi helstu öpp og við miðum við 2-3 þætti á mánuði,“ svarar hann. „Það tekur mislang­an tíma að undirbúa hvern þátt og við viljum ekki setja okkur einhverja deddlæn sem við stöndum svo ekkert við. En við lofum að vera nokkuð ­duglegir.“

Uppáhaldshlaðvörp

„Ég er í raun alæta á umfjöllunarefni ef hlaðvarparnir sjálfir eru skemmtilegir. Þá get ég alveg hlustað á þá röfla endalaust um eitthvað sem ég hef jafnvel hvorki hundsvit né áhuga á. En af föstum liðum eru Marc Maron og Bill Burr mínir menn. Hálfgerðir síkópatar að röfla um ekki neitt.“ – Haukur

„Ég hlusta aðallega á fótbolta- og körfuboltahlaðvörp þar sem ég er mikill áhugamaður um hvort tveggja. Það er svo mikið af þessum sporthlaðvörpum í gangi að það er í raun full vinna að fylgjast með, en þrjú sem ég reyni að missa alls ekki af eru Liverpool-podcastið Anfield Wrap, Innkastið hjá Fótbolta.net ogLakers Nation, sem fjallar um NBA-liðið Los Angeles Lakers.“ – Kjartan

Raddir