Föstudagur 20. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Ellefu hundruð meðlimir á hálfum sólarhring

|
|

„Mér fannst vanta hóp, í annars frábæra flóru foreldrahópa á Facebook, sem hefði þann tilgang að auðvelda foreldrum að finna afþreyingu og öðruvísi samverustundir fyrir foreldra og börn á öllum aldri,“ segir Silja Hlín Guðbjörnsdóttir, þrítug móðir og eiginkona í Breiðholtinu. Hún tók sig til og stofnaði Facebook-hópinn Viðburðir fyrir börn og fjölskyldur, til að auðvelda fjölskyldum að finna skemmtilega og áhugaverða viðburði.

Silja og Agata.

„Ég og konan mín erum duglegar að nota helgarnar og tímann eftir vinnu í samveru með dóttur okkar,“ segir Silja, sem á dótturina Agötu Sól sem er tæplega tveggja ára. Á myndinni hér fyrir ofan er Silja lengst til hægri Agötu, og eiginkonu sinni, Önu. „Oftar en ekki er það óskipulögð samvera, enda er óþarfi að gera hvern einasta dag að ævintýri. En oft er gaman að fara á skipulagða viðburði eða taka þátt í einhvers konar félagsstarfi fyrir börnin eða með öðrum fjölskyldum,“ bætir hún við.

Facebook-hópurinn er opinn og er öllum meðlimum frjálst að mæla með viðburðum. Það má með sanni segja að þessi hópur hafi vakið mikla athygli, en á fyrstu tólf tímunum voru meðlimir orðnir rúmlega ellefu hundruð.

„Viðbrögðin eru rosaleg. Fólk sendir mér einnig einkaskilaboð og þakkar mér fyrir, sem er mjög skemmtilegt. En þessi hópur er stofnaður svo ég fái hjálp við eilífðarspurningunni: Hvað ættum við að gera skemmtilegt um helgina? Það er frábært að svo margir geti nýtt sér þetta og hafi áhuga á samveru með börnunum sínum. Það er klárlega hvatning fyrir mig að halda vel utan um þetta og gera alvöru úr þessu,“ segir Silja og bætir við að henni finnist hún oft hugmyndasnauð þegar kemur að afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

„Oftast nær, ef við ætlum að gera eitthvað annað en að fara út á róló, hanga heima eða heimsækja ömmu og afa, verður oftast eitthvað frekar einhæft fyrir valinu. Við höfum nokkrum sinnum farið í Ikea, bara „af því bara“. Þar er náttúrlega smáleikhorn fyrir börn og síðan margt að skoða, en þetta verður til þess að maður kaupir alltaf eitthvað, sama hvort það er matur eða einhverjar Ikea-vörur. Það er nú alveg gott og blessað, en það er kannski óþarfi að samverustundirnar fyrir utan veggi heimilisins tengist einhvers konar neyslu eða verslunum. Mér finnst ég oft svo hugmyndalaus, og veit síðan ekki alveg hvernig ég á að nálgast eða afla mér upplýsinga um viðburði,“ segir Silja, en dóttir hennar elskar allt sem tengist tónlist.

„Dóttir mín er með eindæmum söngelsk og alveg sérstaklega danssjúk. Hún elskar að nálgast tónlist á allan hátt. Um jólin rákumst við á kór að syngja í Mjóddinni og mín dansaði og dansaði. Nú er þetta ekki beint skipulagt fyrir börn en engu að síður geta börn haft gaman að þessu. Það hefði verið fínt að geta planað fleira slíkt en ekki bara detta niður á eitthvað.“

Silja hyggur á að setja saman dagskrá eða samantekt af viðburðum fyrir hverja viku eða mánuðinn og merkja færslur með ákveðnum kassamerkjum, eins og #söngstund og #leikhús, til að auðvelda meðlimum leitina.

„Vonandi bætast fleiri við og við getum haldið uppi líflegum hópi. Ég vildi ekki hafa þetta sem síðu, heldur hóp þar sem allir gætu deilt og spjallað, meira gagnvirkt. Tilgangurinn er auðvitað að auðvelda leitina að skemmtilegum hlutum til að gera og einnig mögulega að hvetja til aukinnar samveru barna og foreldra, barna og annarra barna, og mögulega tengja foreldrana líka.“

Myndir / Úr einkasafni

Mannlegt eðli og tuðþörf alltaf söm við sig

|||
|||

Fjölmiðlamennirnir Haukur Viðar Al­­freðs­son og Kjartan Guðmundsson ­halda úti hlaðvarpinu Í frjett­um er ­þetta elzt þar sem þeir rifja upp gamlan og á köflum kostu­legan fréttaflutning.

„Við vildum bara koma með aðra nálg­­un á „fréttir vikunnar“, „efst á baugi“, „í vikulok­in“–samantektirnar sem allir þekkja af öllum miðlum,“ segir Haukur þegar þeir eru beðnir um að lýsa hlaðvarpinu í stuttu máli. „Fréttir eru í eðli sínu frekar ein­nota,“ heldur hann áfram. „Þær úreldast á u.þ.b. sólarhring og sjást aldrei aftur, nema við eitthvað grúsk. Svo hefur blaðamennska breyst gríðarlega í gegnum tíðina, ásamt orðfæri blaðamanna og við­­mælenda. Það er gaman að rifja það upp.“

Bítlarnir og karókí

Í fyrsta þættinum fjölluðu Hauk­­ur og Kjartan um Bítlaæðið á 7. áratug síðustu aldar og umfjöll­un íslenskra fjölmiðla um það. Kjartan segir að það hafi verið fróðlegt að sjá hvernig var skrif­að um þessa fjóra „lubbakarla“ frá Liverpool og hvernig þeir trylltu ungmenni þess tíma, sér í lagi „telpu­­krakkana“ eins og það er orðað í einni gamalli ­grein.

„Svo höfum við fjallað um Frostaveturinn mikla 1918 og hörmungarnar sem þá áttu sér stað,“ lýsir hann. ­„Næsti þáttur segir svo frá innreið kara­ókísins til Íslands í upphafi 10. áratugarins. Í einni af fyrstu fréttunum um karaókíið stakk einhver blaðamaðurinn upp á að það yrði nefnt „meðhjálparinn“ á íslensku, en sú íslenskun náði augljóslega ekki góðri fótfestu.“

Spurðir hvaðan hugmyndir að viðfangsefnunum komi svara þeir að á meðan aðrir djamma sitji þeir félagaranir heima hjá sér á síðkvöldum og skoði Tímarit.is. „Þannig að við erum með langan lista af umfjöllunarefnum sem stækkar í sífellu.“

Kjartan bætir við að það sé hreint út sagt stórkost­leg skemmtun að fara yfir þennan gamla frétta­flutning og gaman að sjá hversu margt hefur breyst, en um leið breytist ekkert. „Les­endabréf blaða­nna eru til að mynda sér­­kapí­­tuli út af fyrir sig. Áhersl­urn­ar breytast kannski milli ára og ára­tuga en umkvörtunarefnin eru í meginatriðum þau sömu í dag og fyrir hundrað árum. Mannlegt eðli og tuðþörf eru söm við sig.“

Saga og þróun handklæðisins

En hvernig kviknaði hugmynd­in að hlaðvarpinu?

„Við höf­um eytt ómældum tíma og orku í að spjalla saman á Netinu í mörg ár um allt og ekkert og þykir gaman að tala saman og sýna hvor öðr­um alls konar ­hluti, ekki síst gamlar frétt­ir, eins lúðalegt og það nú er,“ viður­kennir Kjartan. „Þegar hugmynd­in að hlaðvarpi kviknaði datt okkur fyrst í hug að gera langa seríu um sögu og þróun handklæðisins á Vestur­lönd­um, en ákváðum svo að ­víkka pælinguna aðeins út og hafa öll áhugaverð fréttamál síðustu aldar eða svo undir.“

Eruð þið miklir áhuga­menn um sögu?

Eða tengist þetta kannski frekar áhuga á fjöl­miðl­um? „Svo ég tali nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Haukur,

„snýst þetta meira um framsetn­ingu at­burð­anna heldur en atburðina sjálfa. Ef Bítlaþátt­urinn hefði til dæmis bara fjallað um sögu Bítlanna hefði hann eflaust verið bara eins og hver annar Bítlaþáttur, en ­þegar fókusinn var kominn á umfjöllun íslenskra fjöl­­miðla um fyrirbærið á sín­um tíma, við­brögð ­íslenskra ung­menna og fleira fannst mér það fyrst orðið áhugavert.“

En hvar nálgast maður hlað­­varp­­ið?

„Þátturinn er kom­­inn í þessi helstu öpp og við miðum við 2-3 þætti á mánuði,“ svarar hann. „Það tekur mislang­an tíma að undirbúa hvern þátt og við viljum ekki setja okkur einhverja deddlæn sem við stöndum svo ekkert við. En við lofum að vera nokkuð ­duglegir.“

Uppáhaldshlaðvörp

„Ég er í raun alæta á umfjöllunarefni ef hlaðvarparnir sjálfir eru skemmtilegir. Þá get ég alveg hlustað á þá röfla endalaust um eitthvað sem ég hef jafnvel hvorki hundsvit né áhuga á. En af föstum liðum eru Marc Maron og Bill Burr mínir menn. Hálfgerðir síkópatar að röfla um ekki neitt.“ – Haukur

„Ég hlusta aðallega á fótbolta- og körfuboltahlaðvörp þar sem ég er mikill áhugamaður um hvort tveggja. Það er svo mikið af þessum sporthlaðvörpum í gangi að það er í raun full vinna að fylgjast með, en þrjú sem ég reyni að missa alls ekki af eru Liverpool-podcastið Anfield Wrap, Innkastið hjá Fótbolta.net ogLakers Nation, sem fjallar um NBA-liðið Los Angeles Lakers.“ – Kjartan

Lónsöræfi innblástur nýrrar tískulínu

|
|

„Ég reyni að hafa kvenleika, þægindi og áreynsluleysi í fyrirrúmi í bland við skemmtileg mynstur og liti svo ég myndi segja að þetta væru eins konar hversdagsföt í fínni kantinum, kvenfatnaður mestmegnis úr silki og ull,“ segir Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, um línuna sem hún frumsýndi HönnunarMars, þá sjöttu sem hún sendir frá sér.

Línan kallast Illikambur og er að sögn Borghildar talsvert meiri lita­gleði í henni en í fyrri línum sem hún hefur sett á markað. Hugmyndina að henni segir hún hafa kviknað þegar hún fór með vinum sínum í fjögurra daga ­göngu inn í Kollumúla í Lónsöræfum austan við Vatnajökul á síðasta ári. Hún hafi tekið margar ljósmyndir í ferðinni enda sé svæðið eitt það litríkasta og fallegasta á landinu og hafi myndirnar veitt sér innblást­ur að litríku mynstri línunnar. Heitið Illikambur vísi einmitt í brattan kamb á leiðinni.

Afsökun fyrir löngum göngum

Þegar hún er spurð hvort hún geri mikið af því að sækja innblástur í íslenska náttúru svarar Borghildur því hikstalaust játandi. Ef eitthvað er sé það orðið að einskonar reglu.

„Mér finnst það ágætis afsök­un fyrir því að fara í langa göngu á hverju sumri,“ segir hún. „For­­eldrar mínir ólu það svolítið upp í okkur systrunum að kunna að meta umhverfið, þannig að ég virki­lega nýt þess að gleyma mér í að skoða náttúruna.“

Borghildur hannar allar sínar lín­ur í anda svokallaðrar „slow fashion“, sem þýðir að hún fram­leiðir árlega eina línu og er nýja línan því ekki árstíðarbundin. Líkt og fyrri línur verður hún framleidd í Evrópu en ástæðan er sú að Borghildur kveðst vilja vita hvaðan fötin koma, hverjir framleiði þau og við hvaða aðstæður. Stefnt sé að því að fyrstu flíkur línunnar verði fáanlegar í Kiosk strax í vor.

Skart í takt við línuna

Þá leitaði Borghildur eftir samstarfi við vöruhönnuðinn Hönnu Dís Whitehead, sem vann skart í takt við línuna

„Ég leitaði eftir samstarfi við Hönnu Dís því mér finnst verkin hennar svo flott. Fyrir utan að hún býr fyrir austan ekki svo langt frá Lónsöræfum þannig að hún þekk­­­ir svæðið vel og fannst áhuga­­­­vert að vinna skartgripi út frá mynd­­­unum mínum,“ lýsir Borg­­hildur og ­segist hlakka til að sýna útkomuna.

„Ekkert land, engin manneskja, enginn lottóvinningur getur gert þig hamingjusama“

„Mér fannst þetta verkefni þreytandi, en ekki óyfirstíganlegt. Ég átti alls ekki von á að heyra að staðan væri orðin verulega alvarleg eftir svona stuttan tíma.“

Síðastliðin tíu ár hefur Súsanna Sif Jónsdóttir barist við að skapa sér eðlilegt líf. Eftir að hafa flosnað síendurtekið upp úr námi, ýmist vegna eiturlyfjaneyslu eða geðrænna vandamála, sneri hún blaðinu við og hefur verið á beinu brautinni undanfarin sex ár en hún útskrifaðist sem sjúkraliði um síðustu áramót. Í fyrra mætti Súsanna þó óvæntri hindrun þegar hún greindist með blóðkrabbamein. Áskorun sem hún tekst á við með mikilli  yfirvegun enda segir hún að eðlilegt líf sé eflaust ekkert fyrir sig.

Það sem byrjaði sem útbrot og kláði á handlegg var greint sem Non-Hodgkins Lymphoma, sjaldgæft en viðráðanlegt krabbamein.

„Í hvert skipti sem ég spurði var mér sagt að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því, að 90% þeirra sem greinast á fyrsta stigi færu aldrei yfir á næsta stig og lifðu bara eðlilegu lífi. Það er rétt samkvæmt opinberum tölum, en ég hefði gjarnan viljað vita hvað verður um hin 10%. Ég hefði þá kannski getað undirbúið mig betur fyrir það sem kom næst,” segir Súsanna. Meinið stökkbreyttist og þá tók við önnur og verri staða.

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Var ég að fara verða sköllótta stelpan sem maður sér í bíómyndum? Náföla, veika stelpan sem kastar bara upp og líður hræðilega? Nei, það gat ekki verið. Eina sem komst að í huga mér var hvernig ég gæti beðið mömmu að koma með mér án þess að valda henni áhyggjum. Ég vildi ekki að neinn færi fram úr sér áður en allar staðreyndir væru komnar í ljós og ég yrði að vera tilbúin með nokkra jákvæða punkta áður en ég segði henni þetta.“

Við tók meðferð og Súsanna ákvað að takast á við hlutina af yfirvegun og æðruleysi.

„Ég var ekki hrædd við staðreyndirnar, heldur skort á þeim. Læknarnir voru lengi að ræða niðurstöðurnar og jafnvel færustu sérfræðingar heims klóra sér enn í höfðinu vegna annarra sambærilegra tilfella. Ég leyfi mér ekki „hvað ef” hugsanir, enda eru þær tilgangslausar og rætast yfrleitt aldrei. Í stað þeirra einbeiti ég mér að deginum í dag, því það er það eina sem skiptir máli. Að greinast með lífsógnandi sjúkdóm fær mann svo sannarlega til að endurskoða það sem skiptir máli. Ég er þakklát fyrir áminninguna, þó ég óski engum að fá hana á þennan hátt. Ég veit nokkurn veginn hvað ég myndi vilja skilja eftir mig, og hvað ekki. Hugmyndir fólks að hamingjunni eru svo misjafnar, mörgum dreymir um að eignast hús við ströndina eða flytja til Frakklands. En kunna Frakkar að njóta Eiffelturnsins? Taka Spánverjar sólinni sem sjálfssögðum hlut? Þegar uppi er staðið þá veltur allt á viðhorfinu og ekkert land, engin manneskja og enginn lottóvinningur getur gert mann hamingjusaman.“

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Sjáið hvernig blóðmaur nær taki á húðinni

Þeir sem hafa lent í því að blóðmaur eða blóðmítill hreiðri um sig á húðinni vita hve erfitt það getur verið að losa sig við maurinn.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá nákvæmlega af hverju blóðmaurarnir sitja sem fastast þegar þeir komast í gómsætt fæði, það er blóð. Munnur þeirra er nefnilega hannaður til að festa sig við húðina, jafnvel svo dögum skiptir.

Í munni blóðmauranna eru tveir krókar sem hvor um sig er með þrjá króka, og virðast þeir nota hreyfingu sem minnir á bringusund til að komast inn fyrir húðina. Út af þessu er víst best að nota flísatöng til að losa maurana af húðinni, frekar en að reyna að hrista þá af sér.

Sem betur fer er nánast enga blóðmaura að finna á Íslandi, þó þeir hafi gert vart við sig í örfá skipti hér á landi. Hins vegar finnast þeir víða í Evrópu og hafa gert mörgum ferðalöngum lífið leitt.

Deilir loksins myndum úr brúðkaupinu

Fyrirsætan Kate Upton gekk að eiga körfuboltamanninn Justin Verlander í Toskana á Ítalíu í nóvember í fyrra en deildi brúðkaupsmyndunum fyrst núna í vikunni á Instagram, aðdáendum hennar til mikillar ánægju.

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

Parið trúlofaði sig árið 2016 og eins og sést á brúðkaupsmyndunum hér fyrir neðan var ekkert til sparað.

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

Kate klæddist klassískum kjól með löngum ermum í athöfninni sjálfri en skipti síðan yfir í annan síðkjól með opnu baki fyrir veisluna.

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

Það þarf svo sem ekki fleiri orð um þetta glæsilega brúðkaup, heldur best að leyfa myndunum að tala sínu máli.

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

Deilir fallegri og eggjandi bumbumynd

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, körfuboltamanninum Tristan Thompson.

Khloé hefur verið dugleg að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með meðgöngunni á Instagram og hefur birt ófáar bumbumyndirnar síðan hún opinberaði óléttuna fyrir þremur mánuðum síðan.

Nú styttist í litla kraftaverkið, en Khloé birti ofboðslega fallega og eggjandi óléttumynd af sér í undirfötum í vikunni.

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Á myndinni er Khloé í smekklegum og svörtum blúndunærfötum og svörtum slopp, er hún horfir dreymin fram á við, enda afar fallegur en krefjandi tími framundan.

Sjá einnig: Héldu svakalegt steypiboð fyrir ófædda dóttur sína

Khloé hefur talað opinskátt um það í gegnum tíðina að hana langi í börn og því ekki skrýtið að hún vilji að allur heimurinn fái að sjá kvið hennar stækka og dafna. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem hún hefur birt á Instagram á meðgöngunni:

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Svona eyðir þú Facebook-síðunni þinni

|
|

Í ljósi nýjustu fregna af fyrirtækinu Cambridge Analytica og hvernig það notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi, hafa margir notendur samfélagsmiðilsins um allan heim velt fyrir sér hvort best væri að hætta alfarið á Facebook.

En það getur verið erfitt að segja skilið við samfélagsmiðilinn, eins og fréttavefur Huffington Post fjallar um. Í umfjölluninni er talað við Serge Egelman, yfirmann rannsókna hjá Berkeley Laboratory for Usable and Experimental Security, fyrirtæki sem er tengt Kaliforníuháskóla. Hann segir að Facebook geri ýmislegt til að halda notendum sínum.

Þar sem aðaltekjuliður Facebook sé að safna gögnum um fólk hefur fyrirtækið unnið að því að gera notendum samfélagsmiðilsins erfitt að eyða síðu sinni, eða prófíl, að sögn Serge. Er það reyndar tekið fram að þegar eitthvað er birt á internetinu þá sé ekki hægt að eyða því hvort sem er. Fram að árinu 2007 eyddi Facebook ekki út notendaupplýsingum þó að notendur eyddu síðum sínum. Þeir gerðu notendasíðurnar einfaldlega óvirkar, sem þýddi að notendur gætu auðveldlega skráð sig á Facebook á nýjan leik og fengið allar upplýsingar um sig til baka, sem og myndir og myndbönd sem notendur höfðu birt. Árið 2008 byrjaði Facebook að bjóða uppá varanlega eyðingu á síðum.

Margir nota samfélagsmiðla til að birta myndir úr daglega lífinu, svo sem af matnum sem þeir borða.

Í dag eru því tveir kostir í boði fyrir notendur Facebook: að gera síðu eða prófíl óvirkan, þannig að notandi geti snúið aftur á Facebook og haldið öllu efni sínu, eða eyðing, sem eyðir notenda og öllum gögnum um hann úr gagnabanka Facebook. Einfalt er að óvirkja prófílinn sinn en öllu erfiðara er að eyða honum alfarið úr kerfinu.

Til að eyða prófíl algjörlega þarf að hafa samband við Facebook og fara í gegnum margskipt og tímafrekt ferli. Síðan þarf notandi að bíða í tvær vikur eftir að beiðni um eyðingu er í vinnslu. Ef notandi hins vegar skráir sig inn á Facebook á þessu tveggja vikna tímabili, gengur eyðingin til baka og hann þarf að byrja uppá nýtt.

Bent er á í greininni að það sé í raun til þriðji valkostur sem er að gera ekki neitt. Einfaldlega að hætta að skrá sig inn á Facebook. Telur Serge að það gerist oft.

Facebook svaraði ekki fyrirspurn blaðamanns Huffington Post um hve margir notendur hefðu óvirkjað eða eytt síðum sínum við vinnslu greinarinnar.

Þetta er eins og pólsk félagsmiðstöð

||
||

Þessu hefur verið ótrú­­­lega vel tekið. Fólk búsett úti á landi er að gera sér spes ferð hingað og heilu vina­­­hóparnir fjölmenna á sýning­­ar,“ segir Ása Baldursdóttir, dag­­skrá­­­stjóri Bíó Paradís, um þá ný­­breytni kvikmyndahússins að sýna pólskar myndir og bætir við að þegar mest láti sé húsið eins og pólsk félagsmiðstöð.

„Það er ekki síst gaman að sjá hvað gestirnir eru ánægðir með framtakið. Þeir eru í skýjunum með að íslenskt kvikmyndahús skuli taka sig til og sýna myndir frá föðurlandinu. Fyrstu vikurnar gerðu þeir ekki annað en að þakka starfsfólkinu fyrir og á samfélagsmiðlum hefur þakk­­læt­­­iskveðjum rignt yfir okkur.“

Spurð hvernig hugmyndin hafi kviknað segir Ása kvikmynda­húsinu hafa borist fjölda fyrirspurna frá fólki úti í bæ sem vildi vita hvort það væri möguleiki að taka pólskar myndir til sýninga.

„Þannig að við ákváðum bara að taka smástikkprufu án þess að hafa í raun hugmynd um ­hvernig aðsóknin yrði. Hvort fimm manns myndu mæta eða 100. Við renndum alveg blint í sjóinn með ­þetta,“ viðurkennir hún. Að­­sókn­­­­in hafi sem betur verið góð. Reyndar svo góð að vísa hafi þurft fólki frá þar sem uppselt hafi verið á myndir í forsölu og sé nú unnið í því að bæta við dagskrána til að mæta allri þessari eftirspurn.

Hvers konar myndir er verið að sýna?

„Við erum aðallega að sýna nýjar myndir sem hafa notið vinsælda í Pól­­landi,“ svarar hún. „Þann­ig að við erum kannski að fara svolítið aðra leið en til dæmis á Pólsk­­um kvikmyndadögum þar sem áherslan hefur frekar verið á list­­rænar myndir en endilega vinsælar.“

Í ljósi þess hversu vel hefur tekist til, hefur þá eitthvað komið til tals að reyna að höfða til fleiri hópa?

„Við höfum auðvitað þegar boð­ið upp á kvikmyndaveislur frá Kúbu og Bollywood og svo staðið fyrir japönskum, taílensk­um og rússneskum kvikmynda­dög­um og þýskum kvikmynda­dög­­­­­um sem eru fastur liður í bíó­­­­­inu,“ bendir hún þá á. „En að sjálfsögð­u viljum við reyna að koma til móts við sem flesta enda er Bíó Paradís menningarhús og hlut­­verk þess að auðga kvik­mynda­­­menningu í landinu. Fyrir utan að við erum alltaf opin fyrir skemmtilegum hugmyndum og tilbúin að prófa eitthvað nýtt.“

Grínast með sakaferilinn í nýrri auglýsingu

Leikkonan Lindsay Lohan, sem var eitt sinn ein alræmdasta partípían vestan hafs, er nýtt andlit lögfræðiþjónustunnar lawyer.com.

Lindsay slær á létta strengi í nýrri auglýsingu frá fyrirtækinu og gerir stólpagrín að sér sjálfri.

„Þegar lawyer.com hafði samband við mig var ég fyrst ringluð og örlítið hrædd því ég hélt að ég væri í vandræðum. Þegar þeir svo spurðu hvort ég vildi vera talsmaður þeirra varð ég áhugasöm,“ segir leikkonan í auglýsingunni, sem sjá má hér fyrir neðan.

Lindsay hefur glímt við Bakkus og önnur hugarbreytandi efni í fortíðinni og hefur sú barátta verið vel skjalfest á síðum tímarita og dagblaða í gegnum tíðina. Þá hefur hún einnig komist í kast við lögin nokkrum sinnum, til að mynda fyrir að keyra undir áhrifum áfengis, og gerir hún einnig grín að því í auglýsingunni.

„Frá því að vera handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Við skulum ekki láta eins og ég hafi ekki lent í því einu sinni, þrisvar sinnum eða eitthvað. Þá er þetta svo einfalt og þetta er ókeypis,“ segir Lindsay.

Einnig var myndband sett á YouTube með mistökum úr auglýsingagerðinni sem er líka mjög hressandi:

Þetta er ástæðan fyrir því að íbúð Monicu var fjólublá

|
|

Leikmyndahönnuðurinn John Shaffner, sem sá um að hanna leikmyndina fyrir sjónvarpsþættina sívinsælu Friends, opnar sig í samtali við Great Big Story um af hverju íbúð einnar aðalpersónunnar, Monicu, var fjólublá.

Fjólublár er mjög afgerandi litur og eflaust fáir sem væru til í að mála heila íbúð í þessum lit, en John þurfti einmitt að berjast við aðra yfirmenn við gerð þáttanna til að fá að mála íbúðina fjólubláa.

„Engum líkar breytingar þangað til ég málaði litla líkanið af íbúðinni fjólublátt,“ segir John og bætir við að hann hafi viljað aðgreina Friends frá öðrum skemmtiþáttum.

Íbúðin fræga.

„Litur er mjög mikilvægur hlekkur í að skilgreina ímynd þáttar. Þegar þú skiptir yfir á Friends þá sérðu fjólubláa litinn og þú heldur áfram að horfa,“ segir leikmyndahönnuðurinn.

Það má því segja að þessi áhætta hans hafi borgað sig því það eru eflaust margir aðdáendur þáttanna sem tengja þennan fjólubláa lit við Friends.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem John talar meira um hönnunina á leikmyndinni í skemmtiþættinum:

Kom í heiminn skælbrosandi eftir erfiða fæðingu

|||
|||

Angel Taylor, 33ja ára kona frá Bremerton í Washington-fylki í Bandaríkjunum, var sett um miðbik mars mánuðar, en þurfti óvænt að leggjast inná sjúkrahús, ólétt af sínu þriðja barni, þann 5. mars vegna þess að blóðþrýstingur ófædda barnsins var orðinn lífshættulega lágur. Angel og maður hennar þurftu því að pakka saman í flýti, þar sem þau höfðu ekki búist við nýja barninu fyrr en rúmri viku síðar.

„Við fórum heim og hlupum um eins og hauslausar hænur – við héldum að við ættum eina viku í viðbót! Ég var ekki búin að setja bílstól í bílinn, ég var ekki búin að pakka,“ segir Angel í viðtali við tímaritið People.

Slakur Sullivan.

Angel var lögð inná spítala þann 5. mars eins og áður segir og settu læknar hana af stað með litlum hormónaskömmtum. Hin börn Angel höfðu komið í heiminn með keisaraskurði og því höfðu læknar áhyggjur af því móðurlífið myndi rofna ef fæðingin færi of harkalega af stað.

„Læknirinn vissi að þetta myndi taka tíma og hann vildi ekki koma þessu of harkalega af stað. Hann vildi að við værum örugg,“ segir Angel. Að kvöldi fimmtudagsins 8. mars var hún aðeins komin með fjóra í útvíkkun.

„Þetta var klárlega tilfinningaríkt ferli. Þetta var svo langt og erfitt,“ segir Angel sem fékk að heyra að barnið kæmi í heiminn það kvöldið með keisaraskurði.

Falleg stund.

„Það var erfitt fyrir þau að ná honum út. Hann var alveg fastur þarna inni,“ segir Angel um soninn Sullivan.

Svo var það klukkan 23.24 að Sullivan kom loksins í heiminn, en ljósmyndarinn Laura Shockley náði dásamlegri mynd af þeirri stund. Á myndinni sést Sullivan sultuslakur teygja sig í allar áttir skælbrosandi.

„Mér fannst þetta svo fyndið því hann var svona í kviðnum. Hann var alltaf að teygja sig. Við sögðum oft við hann: Þú færð miklu meira pláss að teygja þig þegar þú kemur út. Og það var nákvæmlega það sem gerðist þegar hann fæddist. Þetta var mikill léttir. Við höfðum áhyggjur af því hvernig hann myndi standa þig. Hann var í mjög góðu ásigkomulagi,“ segir Angel.

Heilbrigður drengur.

Angel og Sullivan fengu að fara heim af spítalanum nokkrum dögum síðar, en Angel hélt myndbandsdagbók af meðgöngunni á YouTube undir heitinu Making Baby Taylor.

Myndir / Laura Shockley

Sumar konur fá fullnægingu 55 sinnum í mánuði

Ný rannsókn sýnir fram á að sumar konur fái fullnægingu allt að 55 sinnum í mánuði, en þær konur stunda kynlíf með öðrum konum.

Rannsóknin var birt í Archives of Sexual Behavior en rannsakendur skoðuð kynlíf tæplega þrjú þúsund kvenna. Konunum var skipt í tvo hópa: þær sem stunda aðallega kynlíf með körlum og þær sem stunda aðallega kynlíf með konum.

Konurnar svöruðu spurningum um hve oft þær fengju fullnægingar, hve oft þær stunduðu kynlíf og hvernig kynlíf þær stunduðu yfir fjögurra vikna tímabil.

Konur sem stunduðu kynlíf með öðrum konum stunduðu að meðaltali kynlíf tíu sinnum í mánuði. Konur sem stunduðu kynlíf með körlum stunduðu kynlíf að meðaltali fimmtán sinnum í mánuði. Hins vegar sýna niðurstöður rannsókninnar að konur sem stunduðu kynlíf með öðrum konum væru þrisvar sinnum líklegri að fá alltaf fullnægingu en þær sem stunduðu kynlíf með karlmönnum.

Ástæðan fyrir þessu er talin vera sú að gagnkynhneigðu pörin stunduðu oft kynlíf þar sem getnaðarlimurinn fór inn í leggöngin, en erfitt getur verið fyrir konur að fá fullnægingu á þann hátt. Þá segja rannsakendur að sú staðreynd að tvær konur fái oftast fullnægingu saman sé að þær leiki sér meira í kynlífi og séu óhræddar við að prófa nýja hluti og stellingar.

Notar hland og saur til að halda á sér hita

Sjónvarpsmaðurinn Bear Grylls er hvað þekktastur fyrir alls kyns þætti þar sem hann þarf að bjarga sér einn og óstuddur í óbyggðum, til dæmis í þáttunum Man vs. Wild, þar sem hann heimsótti til að mynda Ísland.

Nú eru þættirnir Face the Wild, með fyrrnefndum Bear, að fara í loftið á Facebook, en í þeim býður Bear tíu aðdáendum sínum að koma með sér í óbyggðirnar. Að þessu tilefni ákvað vefsíðan Men’s Health að fá nokkur ráð frá Bear um hvernig eigi að komast af í óbyggðum, fjarri nútímatækni.

Var hann meðal annars spurður út í hvernig best væri að fara á salernið á víðavangi.

„Það er auðvelt. Maður verður að vera snöggur er stutta svarið,“ segir Bear og bætir við:

„Ef maður þarf að pissa þá er best að pissa í flösku og nota hana sem hitapoka til að halda á sér hita yfir nóttina.“

Þá er Bear hrifnastur af því að nota mjúk lauf til að skeina sér eftir að hann er búinn að hafa hægðir og grafa saurinn í holu. Það á þó ekki við þegar mjög kalt er í veðri.

„Það sem við gerðum í hernum var að kúka í plastfilmu, eins og maður finnur í eldhúsi, og síðan pakka saurnum inn og láta hann ganga til að hlýja okkur á höndunum.“

Þá vitum við það!

Hressandi æfing sem auðvelt er að gera heima í stofu

Í þessari æfingarútínu er ýmsum bardagalistum blandað saman, eins og muay tay, tae kwon do, kung fu og capoeira.

Það þarf engan búnað til að gera þessa hálftímalöngu rútínu heima í stofu, nema þá helst vatnsbrúsa til að væta kverkarnar.

Þessi kemur sko blóðflæðinu af stað og endurnærir mann.

Þetta gerist þegar maður sofnar í viðurvist barna

Leikarahjónin Channing Tatum og Jenna Dewan Tatum eiga saman dótturina Everly, sem er fjögurra ára. Everly hefur unun af því að leika sér með málningardót og taka foreldra sína í yfirhalningu, eins og mörg börn gera.

Channing og Jenna deildu afrakstri dóttur sinnar um helgina þar sem hún hafði tekið þau í það sem virðist vera ofurhetjuyfirhalningu.

„Þetta gerist þegar maður sofnar í viðurvist barna,“ skrifaði Jenna í Instagram-sögu sína. Channing deildi mynd af þeim hjónum á Instagram og sagði að þetta væri það sem gerðist þegar listamaður héldi manni niðri og vildi láta andlit manns líta betur út.

Eins og sést á myndunum hefur Everly málað eins konar ofurhetjugrímu á móður sína. Pabbinn hefur hins vegar fengið myndarlegt yfirvaraskegg og einglyrni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Everly leikur sér með andlitsmálningu. Fyrir tveimur árum tók hún föður sinn í Braveheart-yfirhalningu, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi:

Mamman fékk hins vegar mjög abstrakt lúkk fyrir hálfu ári síðan, en hnátunni hefur aldeilis farið fram með pensilinn síðan þá.

Safnar pening fyrir veiku tíkina Pöndu

|||||
|||||

„Ég held að ég sé háðari hundinum en hún mér. Það er mjög sérstakt samband á milli okkar og hún á hjarta mitt þessi litla dúlla,“ segir Kolbrún Matthíasdóttir sem er búsett í Noregi. Dætur Kolbrúnar hófu nýlega söfnun á norsku hópfjármögnunarsíðunni Spleis fyrir Chihuahua-tíkinni hennar Kolbrúnar, Pöndu. Panda veiktist alvarlega skyndilega fyrr í þessum mánuði og hefur Kolbrún ekki efni á lækniskostnaði fyrir tíkina.

Panda með uppáhaldsbangsann sinn.

„Panda er sex ára. Hún er rosalega hress og spræk. Alveg meiriháttar hundur og með frábæran persónuleika. Ég og hún eigum mjög sniðuga sögu saman,“ segir Kolbrún, en hún lenti í alvarlegu vinnuslysi árið 2012. Þá var hún aðeins búin að eiga Pöndu í tvo mánuði.

„Ég var að vinna á sjúkrabíl hér í Noregi og var að keyra til að ná í sjúkling með sírenurnar rauðblikkandi. Allt í einu kemur bíll á móti en á þessum vegi var ómögulegt að mæta bíl. Ökumaður bílsins tók ekki tillit til þess að ég væri á sjúkrabíl með sírenurnar á og bara keyrði á móti mér. Ég þurfti að velja hvort ég ætti að keyra út af, keyra á bílinn eða á fjall. Ég ákvað að keyra út af og féll fjörutíu metra niður. Við það eyðilagði ég líkama minn og hef verið að berjast við eftirköst slyssins síðan. Panda var bara hvolpur og þurfti auðvitað athygli, en hún passaði uppá mömmu sína og dró mig á lappir á ný,“ segir Kolbrún.

Lét vita af blóðtappa í hjarta og lungum

Tveimur árum síðar, eða árið 2014, veiktist Panda. Þá var hún send í aðgerð á dýraspítala en ekkert fannst að henni nema sýking í þörmum og Panda braggaðist fljótt. Í október sama ár fékk Kolbrún blóðtappa í hjarta og lungu og telur víst að tíkin hafi bjargað lífi sínu.

„Hún lét mig vita að ekki væri allt með felldu. Hún gróf og gróf í brjóstkassann á mér og hoppaði viðstöðulaust. Þá stóð ég upp og náði varla andanum og taldi best að leita til læknis. Þá lenti ég á gjörgæslu á sjúkrahúsinu. Þegar ég kom heim, beið Panda eftir mömmu sinni og passaði uppá að ég færi út að ganga og tæki lyfin mín. Hún var alltaf að ýta á eftir mér að fara út og hreyfa mig og ég fékk fljótt miklar harðsperrur,“ segir Kolbrún og hlær. Aftur ári síðar lét Panda eiganda sinn vita að eitthvað amaði að.

„Ég ákvað að hunsa hennar viðvaranir því ég var orðin svo þreytt á læknum og sjúkrahúsum. En Panda hélt áfram og lét mig ekki í friði. Loks sögðu dætur mínar mér að fara til læknis út af því hvernig Panda lét og þá var ég komin með blóðtappa í lifrina sem lokaði alveg á blóðflæði til lifrinnar. Ég var í sex vikur í burtu á sjúkrahúsi og hélt að ég myndi deyja, svo háð var ég hundinum,“ segir Kolbrún.

Panda með systur sinni, Schaefer-hundinum Cleopötru.

„Hún er líflínan mín“

Fárveik Panda.

Svo var það núna í mars að Panda veiktist alvarlega, án nokkurrar viðvörunar.

„Laugardaginn 3. mars hætti hún að drekka en hún hafði þá borðað síðast 1. mars og náði síðast að kúka aðfaranótt föstudagsins. Eftir það fór hún rosalega hratt niður á við. Ég hringdi á lækni á sunnudeginum sem ákvað að koma hingað heim til okkar og kíkja á hana. Dýralæknirinn vildi nefnilega ekki stressa Pöndu upp með spítalaheimsókn því hann veit hvaða þýðingu hún hefur fyrir mig. Hún er líflínan mín,“ segir Kolbrún. Þegar lækninn bar að garði var Panda þjáð af vökvaskorti og þurfti að svæfa hana til að gefa henni laxerolíu í endaþarm, vökva í æð og verkjalyf. Læknirinn hélt að tíkin væri bara stífluð, en um kvöldið vaknaði Panda með sára verki.

„Það mátti ekki koma við hana. Hún grenjaði og grenjaði. Svo datt hún út og inn og á tímabili vissi ég ekki einu sinni hvort hún væri á lífi. Í sjö klukkutíma gekk ég um gólf með hana eins og lítið barn og reyndi allt sem ég gat til að láta henni líða betur, en hún náði ekki að reka við. Ég sá að maginn hennar var að blása upp þannig að ég fór með hana út og ætlaði að leyfa henni að labba aðeins, en það þýddi ekki neitt. Hún vildi ekkert labba vegna verkja,“ segir Kolbrún.

Grét og hélt að hún væri farin

Næsta dag var Panda lögð inn á dýraspítala, hún svæfð á nýjan leik og röntengmyndir teknar af henni. Þá sáu dýralæknar að ristillinn hennar var fullur af lofti. Í sónarmyndum kom fram að engin virkni var í smáþörmunum hennar og höfðu læknar áhyggjur af því. Hún var sett á sýklalyf og fleiri lyf og send aftur heim sofandi með vökva í æð.

„Hún vaknaði mjög rólega og fínt um nóttina og byrjaði á að reka aðeins við. Hún reyndi að skrölta aðeins af stað og var að ranka við sér fram á þriðjudagsmorgun. Á miðvikudag byrjaði hún aðeins að taka við mat og verða Panda aftur. En á fimmtudeginum fór hún aftur niður á við. Ég sat bara og grét og hélt að hún væri að fara. Ég vissi ekki hvað ég gat gert fyrir hana meira.“

Á föstudeginum var Panda orðin mjög slæm og þurfti Kolbrún að sprauta uppí hana vatni á klukkutímafresti. Hún eyddi laugardeginum á dýraspítala þar sem hún var svæfð í þriðja sinn, skoðuð í bak og fyrir, sýni send í ræktun og tíkin sett á morfín. Það kvöld var Kolbrún send heim með alls kyns lyf og sagt að vakta tíkina í tvo sólarhringa, sem hún gerði með hjálp dóttur sinnar og tengdasonar.

Panda hefur átt við erfið veikindi að stríða.

„Hún vaknaði um klukkan 2.30 um nóttina og hætti ekki að væla fyrr en hún náði að skakklappast í fangið á mér. Við reyndum að gera allt til að hjálpa henni að losa þetta loft og heyrðum prump reglulega. Þá gaus upp þessi viðbjóðslega lykt úr henni en okkur fannst þetta frábært því það þýddi að þarmarnir voru að fara aftur í gang. Við vonuðum bara að hún myndi kúka, hvar sem er, þess vegna á okkur,“ segir Kolbrún og hlær.

Skrýtinn kúkur eins og þungt hlaup

Á sunnudeginum var Panda hitalaus og daginn eftir náði hún loksins að kúka.

„Þá kemur þessi skrýtnasti kúkur sem ég hef á ævi minni séð. Hann var eins og þungt hlaup. Ég þurfti að taka sýni úr saurnum, sem tókst fyrir rest. Liturinn var óhugnalegur, svona gulgrænn. En mikið svakalega vorum við glöð að sjá þennan stóra hlunk koma út úr henni.“

Síðan þá hefur Panda braggast heilmikið, er búin að hafa hægðir aftur og búin að fara í göngutúra með eiganda sínum. Hins vegar eru læknareikningarnir komnir upp í tíu þúsund norskar krónur, eða tæplega 130 þúsund íslenskar krónur. Það er of stór biti fyrir Kolbrúnu, þar sem veikindin komu eins og þruma úr heiðskýru lofti og hún hafði alls ekki reiknað með þeim. Kolbrún er á örorkubótum eftir fyrrnefnt vinnuslys og má lítið út af bera í heimilisbókhaldinu. Því ákváðu dætur hennar að hefja hópfjármögnun á norsku síðunni Spleis til að eiga fyrir læknakostnaði fyrir Pöndu. Panda er ekki tryggð.

„Ég er svo þakklát öllum þeim sem vilja og geta hjálpað okkur. Við getum öll lent í því að dýrin okkar veikist og að við stöndum ráðalaus frammi fyrir því. Mínir yndislegu dýralæknar senda mér alltaf reikninga eftir á því þeir þekkja okkur mjög vel. Þeir þekkja Pöndu og vita að hún má ekki fara, því þá fer ég líka. Ég vil geta borgað þessa reikninga því læknarnir á spítalanum okkar, Eid Veterinærkontor, björguðu lífi hennar. Í vikunni ætla ég með Pöndu til þeirra með blóm því þessir yndislegu dýralæknar eru ástæðan fyrir því að Panda er á lífi í dag,“ segir Kolbrún, sem að vonum er uppgefin eftir mikið álag síðustu daga.

Hér má sjá myndband af Pöndu þegar hún var sem verst:

Vill ekki sjá að hundurinn þjáist

Panda er alla jafna mjög lífsglöð tík.

„Nú krossa ég bara fingur og vona að hún sé á góðri leið með að verða frísk aftur. Það veit enginn af hverju hún varð svona veik. En ég er rosalega þreytt og hef fengið lítinn svefn. En hún tók á sig að vera hjúkrunarfræðingurinn minn í þessi ár og því á Panda þetta inni hjá mér. Hún er með mikinn baráttuvilja og berst hetjulega í gegnum þetta allt saman,“ segir Kolbrún og bætir við:

„Panda er mín hjálparhella á erfiðum dögum. Hún fær mig til að brosa og heldur mér félagsskap þegar ég er sem verst. Ég er öryrki og með mikla verki í allri hægri hliðinni, króníska verki sem ekkert er hægt að gera við. Þess vegna er svo mikil hjálp fyrir mig að hafa hana. Hún les mig eins og opna bók og veit hvernig ég hef það hverju sinni. Ef hún hins vegar verður aftur mjög slæm og þjáist mikið þá fær hún að fara, þó það verði ofboðslega erfitt fyrir mig. Ég er nú eftir allt saman manneskja og vill ekki sjá að hundurinn sem ég elska þjáist.“

Hægt er að styrkja söfnunina með því að smella hér.

Myndir / Úr einkasafni

Kuldinn vandamál fyrir Tesla

|
|

Miklir kuldar draga úr drægni rafmagnsbíla svo um munar.

Bílaeigendur á Íslandi þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af áhrifum kuldans nema þeir hyggi á fjallaferðir því svo virðist sem -15 gráður sé þröskuldurinn fyrir vandræði tengd orkugjafa Tesla bílanna.

Óvenju stór hluti eiganda Tesla bíla býr fast við heimskautabauginn og munar þar mest um frændur okkar Norðmenn. Miklir kuldar hafa geisað þar í landi og eðlilega dregur veðurfarið úr drægni bílanna.

Langar raðir mynduðust við hleðslustöðvar í Oslo í síðustu viku þar sem eigendur bílanna komust ekki heim úr vinnunni án þess að hlaða þá á leiðinni.
„Það hefur aldrei verið einblínt á að bæta batterí í rafbílum svo þeir þoli -20 C°” sagði Ordne Stokke Burheim, prófessor við Norska Tækniháskólann í viðtali við norska ríkissjónvarpið. „Aftur á móti þola þau allt að 40°C hita en fari hitinn hærra en það minnkar virknin eins og í kuldanum.“

Hann bendir í kjölfarið á að með forsjálni er auðvelt að komast hjá þessum vandræðum, bæði þegar kemur að því að hlaða bílinn og ræsa hann. Reglan er einföld, þeim mun nær stofuhita sem þú kemur vélinni áður en kveikt er á bílnum og á meðan hann er hlaðinn, þeim mun betur endast batteríin.

Kuldinn fer ekki bara illa með rafmagnsbílana heldur díselbíla sömuleiðis og þessu hafa Norðmenn og Evrópubúar fengið að kynnast undanfarnar vikur. Forhitun vélarinnar krefst mun meiri rafmagns og getur mögulega tæmt rafmagnsgeyminn, og við -15 til 20°C á dísel olían það einfaldlega til að frjósa.

Bílaeigendur á Íslandi þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af áhrifum kuldans nema þeir hyggi á fjallaferðir því svo virðist sem -15 gráður sé þröskuldurinn fyrir vandræði tengd orkugjafa Tesla bílanna. Okkar helstu vetrar vandræði halda því áfram að snúa að því að skafa bílinn og losa um frosnar læsingar.

 

Fjórtán konur gáfu brjóst á ströndinni og það var himnesk stund

||||||
Flottar konur.||||||

Ljósmyndarinn Trina Cary ákvað að bjóða alls konar konum að koma saman á strönd einni og gefa börnum sínum brjóst við sólarlag.

„Þetta var gjörsamlega unaðslegt,“ skrifar ljósmyndarinn á vefsíðu sína og lætur fylgja með dásamlegar myndir af þessari brjóstagjafarstund.

Algjör kyrrð.

Margar af konunum sem mættu á ströndina hafa átt í erfiðleikum með brjóstagjöf, sem gerði stundina enn fallegri. Margar kvennanna skemmtu sér svo vel að þær fækkuðu fötum og hlupu naktar um ströndina.

„Ég gat ekki hætt að brosa,“ skrifar Trina og heldur áfram:

„Ég elska þegar ókunnugir koma saman og styðja vegferð og líkama hvors annars. Allt kvöldið var fullt af krafti, stuðningi og ást.“

Brjóstagjafarhringur.

Á vefsíðu ljósmyndarans er að finna reynslusögur nokkurra kvennanna, þar sem þær útskýra af hverju þær gefa börnum sínum brjóst og af hverju það er þeim svo mikilvægt.

„Ég tók þátt því ég átti í vandræðum með brjóstagjöf með fyrsta barnið mitt, en í annað sinn var ég svo ákveðin og nú gef ég brjóst án vandkvæða og gæti ekki verið stoltari,“ skrifar Hannah Callow.

Þessar myndir eru æðislegar.

Leilani Power segir að það hafi verið erfitt í fyrstu að gefa dóttur sinni, Bellu brjóst.

Næring frá náttúrunnar hendi.

„Ég þurfti að gefa henni pela í þrjár vikur þegar hún var aðeins nokkurra vikna gömul til að hvíla blæðandi geirvörturnar. Ég þurfti að nota geirvörtuhlíf í þrjá mánuði þar sem Bella náði ekki góðu taki án þeirra. Ég felldi mörg tár en ég var ákveðin í að halda áfram. Nú er Bella níu mánaða og brjóstagjöfin orðin að vana. Mig langaði að fagna þeim árangri sem við höfum náð,“ skrifar hún.

Margar kvennanna hafa átt í erfiðleikum með brjóstagjöf.

Fleiri reynslusögur og myndir af þessum fallega viðburði má sjá hér.

Fækkuðu fötum og léku sér á ströndinni.

Myndir / Trina Cary

Ólöglegt að deyja í þessum afskekkta bæ

|
|

Í norska bænum Longyearbyen búa um tvö þúsund manns, en íbúar bæjarins þurfa að fylgja mjög sérstökum lögum: þeir mega alls ekki deyja í bænum.

Longyearbyen er á Svalbarða, en þar er svo kalt að það hefur verið ólöglegt að deyja þar síðan árið 1950 þegar íbúar uppgötvuðu að lík væru ekki að rotna í kirkjugarðinum vegna kalds loftslags. Árið 1998 grófu nokkrir vísindamenn upp lík sem dóu þegar spænska veikin herjaði á heiminn árið 1918. Vísindamennirnir gátu þá enn tekið lifandi sýni af þessari stórhættulegu veiru.

Þvílíkur kuldi á Svalbarða.

Það er leyfilegt að grafa duftker í kirkjugarðinum, en fáir vilja nýta þann kost. Í staðinn ferðast þeir sem eru lífshættulega veikir til meginlands Noregs og eyða þar síðustu dögunum.

„Ef svo virðist sem þú munir deyja í nánustu framtíð þá er allt gert til að senda þig á meginlandið,“ segir Jan Christian Meyer hjá norska vísinda- og tækniháskólanum í samtali við The Sun.

Einnig er lítið um fæðingar í bænum þar sem óléttar konur eru hvattar til að ferðast til meginlandsins fyrir settan dag, þó lítill spítali sé á Svalbarða.

Aðalmynd / Hilgeriak

Ellefu hundruð meðlimir á hálfum sólarhring

|
|

„Mér fannst vanta hóp, í annars frábæra flóru foreldrahópa á Facebook, sem hefði þann tilgang að auðvelda foreldrum að finna afþreyingu og öðruvísi samverustundir fyrir foreldra og börn á öllum aldri,“ segir Silja Hlín Guðbjörnsdóttir, þrítug móðir og eiginkona í Breiðholtinu. Hún tók sig til og stofnaði Facebook-hópinn Viðburðir fyrir börn og fjölskyldur, til að auðvelda fjölskyldum að finna skemmtilega og áhugaverða viðburði.

Silja og Agata.

„Ég og konan mín erum duglegar að nota helgarnar og tímann eftir vinnu í samveru með dóttur okkar,“ segir Silja, sem á dótturina Agötu Sól sem er tæplega tveggja ára. Á myndinni hér fyrir ofan er Silja lengst til hægri Agötu, og eiginkonu sinni, Önu. „Oftar en ekki er það óskipulögð samvera, enda er óþarfi að gera hvern einasta dag að ævintýri. En oft er gaman að fara á skipulagða viðburði eða taka þátt í einhvers konar félagsstarfi fyrir börnin eða með öðrum fjölskyldum,“ bætir hún við.

Facebook-hópurinn er opinn og er öllum meðlimum frjálst að mæla með viðburðum. Það má með sanni segja að þessi hópur hafi vakið mikla athygli, en á fyrstu tólf tímunum voru meðlimir orðnir rúmlega ellefu hundruð.

„Viðbrögðin eru rosaleg. Fólk sendir mér einnig einkaskilaboð og þakkar mér fyrir, sem er mjög skemmtilegt. En þessi hópur er stofnaður svo ég fái hjálp við eilífðarspurningunni: Hvað ættum við að gera skemmtilegt um helgina? Það er frábært að svo margir geti nýtt sér þetta og hafi áhuga á samveru með börnunum sínum. Það er klárlega hvatning fyrir mig að halda vel utan um þetta og gera alvöru úr þessu,“ segir Silja og bætir við að henni finnist hún oft hugmyndasnauð þegar kemur að afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

„Oftast nær, ef við ætlum að gera eitthvað annað en að fara út á róló, hanga heima eða heimsækja ömmu og afa, verður oftast eitthvað frekar einhæft fyrir valinu. Við höfum nokkrum sinnum farið í Ikea, bara „af því bara“. Þar er náttúrlega smáleikhorn fyrir börn og síðan margt að skoða, en þetta verður til þess að maður kaupir alltaf eitthvað, sama hvort það er matur eða einhverjar Ikea-vörur. Það er nú alveg gott og blessað, en það er kannski óþarfi að samverustundirnar fyrir utan veggi heimilisins tengist einhvers konar neyslu eða verslunum. Mér finnst ég oft svo hugmyndalaus, og veit síðan ekki alveg hvernig ég á að nálgast eða afla mér upplýsinga um viðburði,“ segir Silja, en dóttir hennar elskar allt sem tengist tónlist.

„Dóttir mín er með eindæmum söngelsk og alveg sérstaklega danssjúk. Hún elskar að nálgast tónlist á allan hátt. Um jólin rákumst við á kór að syngja í Mjóddinni og mín dansaði og dansaði. Nú er þetta ekki beint skipulagt fyrir börn en engu að síður geta börn haft gaman að þessu. Það hefði verið fínt að geta planað fleira slíkt en ekki bara detta niður á eitthvað.“

Silja hyggur á að setja saman dagskrá eða samantekt af viðburðum fyrir hverja viku eða mánuðinn og merkja færslur með ákveðnum kassamerkjum, eins og #söngstund og #leikhús, til að auðvelda meðlimum leitina.

„Vonandi bætast fleiri við og við getum haldið uppi líflegum hópi. Ég vildi ekki hafa þetta sem síðu, heldur hóp þar sem allir gætu deilt og spjallað, meira gagnvirkt. Tilgangurinn er auðvitað að auðvelda leitina að skemmtilegum hlutum til að gera og einnig mögulega að hvetja til aukinnar samveru barna og foreldra, barna og annarra barna, og mögulega tengja foreldrana líka.“

Myndir / Úr einkasafni

Mannlegt eðli og tuðþörf alltaf söm við sig

|||
|||

Fjölmiðlamennirnir Haukur Viðar Al­­freðs­son og Kjartan Guðmundsson ­halda úti hlaðvarpinu Í frjett­um er ­þetta elzt þar sem þeir rifja upp gamlan og á köflum kostu­legan fréttaflutning.

„Við vildum bara koma með aðra nálg­­un á „fréttir vikunnar“, „efst á baugi“, „í vikulok­in“–samantektirnar sem allir þekkja af öllum miðlum,“ segir Haukur þegar þeir eru beðnir um að lýsa hlaðvarpinu í stuttu máli. „Fréttir eru í eðli sínu frekar ein­nota,“ heldur hann áfram. „Þær úreldast á u.þ.b. sólarhring og sjást aldrei aftur, nema við eitthvað grúsk. Svo hefur blaðamennska breyst gríðarlega í gegnum tíðina, ásamt orðfæri blaðamanna og við­­mælenda. Það er gaman að rifja það upp.“

Bítlarnir og karókí

Í fyrsta þættinum fjölluðu Hauk­­ur og Kjartan um Bítlaæðið á 7. áratug síðustu aldar og umfjöll­un íslenskra fjölmiðla um það. Kjartan segir að það hafi verið fróðlegt að sjá hvernig var skrif­að um þessa fjóra „lubbakarla“ frá Liverpool og hvernig þeir trylltu ungmenni þess tíma, sér í lagi „telpu­­krakkana“ eins og það er orðað í einni gamalli ­grein.

„Svo höfum við fjallað um Frostaveturinn mikla 1918 og hörmungarnar sem þá áttu sér stað,“ lýsir hann. ­„Næsti þáttur segir svo frá innreið kara­ókísins til Íslands í upphafi 10. áratugarins. Í einni af fyrstu fréttunum um karaókíið stakk einhver blaðamaðurinn upp á að það yrði nefnt „meðhjálparinn“ á íslensku, en sú íslenskun náði augljóslega ekki góðri fótfestu.“

Spurðir hvaðan hugmyndir að viðfangsefnunum komi svara þeir að á meðan aðrir djamma sitji þeir félagaranir heima hjá sér á síðkvöldum og skoði Tímarit.is. „Þannig að við erum með langan lista af umfjöllunarefnum sem stækkar í sífellu.“

Kjartan bætir við að það sé hreint út sagt stórkost­leg skemmtun að fara yfir þennan gamla frétta­flutning og gaman að sjá hversu margt hefur breyst, en um leið breytist ekkert. „Les­endabréf blaða­nna eru til að mynda sér­­kapí­­tuli út af fyrir sig. Áhersl­urn­ar breytast kannski milli ára og ára­tuga en umkvörtunarefnin eru í meginatriðum þau sömu í dag og fyrir hundrað árum. Mannlegt eðli og tuðþörf eru söm við sig.“

Saga og þróun handklæðisins

En hvernig kviknaði hugmynd­in að hlaðvarpinu?

„Við höf­um eytt ómældum tíma og orku í að spjalla saman á Netinu í mörg ár um allt og ekkert og þykir gaman að tala saman og sýna hvor öðr­um alls konar ­hluti, ekki síst gamlar frétt­ir, eins lúðalegt og það nú er,“ viður­kennir Kjartan. „Þegar hugmynd­in að hlaðvarpi kviknaði datt okkur fyrst í hug að gera langa seríu um sögu og þróun handklæðisins á Vestur­lönd­um, en ákváðum svo að ­víkka pælinguna aðeins út og hafa öll áhugaverð fréttamál síðustu aldar eða svo undir.“

Eruð þið miklir áhuga­menn um sögu?

Eða tengist þetta kannski frekar áhuga á fjöl­miðl­um? „Svo ég tali nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Haukur,

„snýst þetta meira um framsetn­ingu at­burð­anna heldur en atburðina sjálfa. Ef Bítlaþátt­urinn hefði til dæmis bara fjallað um sögu Bítlanna hefði hann eflaust verið bara eins og hver annar Bítlaþáttur, en ­þegar fókusinn var kominn á umfjöllun íslenskra fjöl­­miðla um fyrirbærið á sín­um tíma, við­brögð ­íslenskra ung­menna og fleira fannst mér það fyrst orðið áhugavert.“

En hvar nálgast maður hlað­­varp­­ið?

„Þátturinn er kom­­inn í þessi helstu öpp og við miðum við 2-3 þætti á mánuði,“ svarar hann. „Það tekur mislang­an tíma að undirbúa hvern þátt og við viljum ekki setja okkur einhverja deddlæn sem við stöndum svo ekkert við. En við lofum að vera nokkuð ­duglegir.“

Uppáhaldshlaðvörp

„Ég er í raun alæta á umfjöllunarefni ef hlaðvarparnir sjálfir eru skemmtilegir. Þá get ég alveg hlustað á þá röfla endalaust um eitthvað sem ég hef jafnvel hvorki hundsvit né áhuga á. En af föstum liðum eru Marc Maron og Bill Burr mínir menn. Hálfgerðir síkópatar að röfla um ekki neitt.“ – Haukur

„Ég hlusta aðallega á fótbolta- og körfuboltahlaðvörp þar sem ég er mikill áhugamaður um hvort tveggja. Það er svo mikið af þessum sporthlaðvörpum í gangi að það er í raun full vinna að fylgjast með, en þrjú sem ég reyni að missa alls ekki af eru Liverpool-podcastið Anfield Wrap, Innkastið hjá Fótbolta.net ogLakers Nation, sem fjallar um NBA-liðið Los Angeles Lakers.“ – Kjartan

Lónsöræfi innblástur nýrrar tískulínu

|
|

„Ég reyni að hafa kvenleika, þægindi og áreynsluleysi í fyrirrúmi í bland við skemmtileg mynstur og liti svo ég myndi segja að þetta væru eins konar hversdagsföt í fínni kantinum, kvenfatnaður mestmegnis úr silki og ull,“ segir Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, um línuna sem hún frumsýndi HönnunarMars, þá sjöttu sem hún sendir frá sér.

Línan kallast Illikambur og er að sögn Borghildar talsvert meiri lita­gleði í henni en í fyrri línum sem hún hefur sett á markað. Hugmyndina að henni segir hún hafa kviknað þegar hún fór með vinum sínum í fjögurra daga ­göngu inn í Kollumúla í Lónsöræfum austan við Vatnajökul á síðasta ári. Hún hafi tekið margar ljósmyndir í ferðinni enda sé svæðið eitt það litríkasta og fallegasta á landinu og hafi myndirnar veitt sér innblást­ur að litríku mynstri línunnar. Heitið Illikambur vísi einmitt í brattan kamb á leiðinni.

Afsökun fyrir löngum göngum

Þegar hún er spurð hvort hún geri mikið af því að sækja innblástur í íslenska náttúru svarar Borghildur því hikstalaust játandi. Ef eitthvað er sé það orðið að einskonar reglu.

„Mér finnst það ágætis afsök­un fyrir því að fara í langa göngu á hverju sumri,“ segir hún. „For­­eldrar mínir ólu það svolítið upp í okkur systrunum að kunna að meta umhverfið, þannig að ég virki­lega nýt þess að gleyma mér í að skoða náttúruna.“

Borghildur hannar allar sínar lín­ur í anda svokallaðrar „slow fashion“, sem þýðir að hún fram­leiðir árlega eina línu og er nýja línan því ekki árstíðarbundin. Líkt og fyrri línur verður hún framleidd í Evrópu en ástæðan er sú að Borghildur kveðst vilja vita hvaðan fötin koma, hverjir framleiði þau og við hvaða aðstæður. Stefnt sé að því að fyrstu flíkur línunnar verði fáanlegar í Kiosk strax í vor.

Skart í takt við línuna

Þá leitaði Borghildur eftir samstarfi við vöruhönnuðinn Hönnu Dís Whitehead, sem vann skart í takt við línuna

„Ég leitaði eftir samstarfi við Hönnu Dís því mér finnst verkin hennar svo flott. Fyrir utan að hún býr fyrir austan ekki svo langt frá Lónsöræfum þannig að hún þekk­­­ir svæðið vel og fannst áhuga­­­­vert að vinna skartgripi út frá mynd­­­unum mínum,“ lýsir Borg­­hildur og ­segist hlakka til að sýna útkomuna.

„Ekkert land, engin manneskja, enginn lottóvinningur getur gert þig hamingjusama“

„Mér fannst þetta verkefni þreytandi, en ekki óyfirstíganlegt. Ég átti alls ekki von á að heyra að staðan væri orðin verulega alvarleg eftir svona stuttan tíma.“

Síðastliðin tíu ár hefur Súsanna Sif Jónsdóttir barist við að skapa sér eðlilegt líf. Eftir að hafa flosnað síendurtekið upp úr námi, ýmist vegna eiturlyfjaneyslu eða geðrænna vandamála, sneri hún blaðinu við og hefur verið á beinu brautinni undanfarin sex ár en hún útskrifaðist sem sjúkraliði um síðustu áramót. Í fyrra mætti Súsanna þó óvæntri hindrun þegar hún greindist með blóðkrabbamein. Áskorun sem hún tekst á við með mikilli  yfirvegun enda segir hún að eðlilegt líf sé eflaust ekkert fyrir sig.

Það sem byrjaði sem útbrot og kláði á handlegg var greint sem Non-Hodgkins Lymphoma, sjaldgæft en viðráðanlegt krabbamein.

„Í hvert skipti sem ég spurði var mér sagt að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því, að 90% þeirra sem greinast á fyrsta stigi færu aldrei yfir á næsta stig og lifðu bara eðlilegu lífi. Það er rétt samkvæmt opinberum tölum, en ég hefði gjarnan viljað vita hvað verður um hin 10%. Ég hefði þá kannski getað undirbúið mig betur fyrir það sem kom næst,” segir Súsanna. Meinið stökkbreyttist og þá tók við önnur og verri staða.

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Var ég að fara verða sköllótta stelpan sem maður sér í bíómyndum? Náföla, veika stelpan sem kastar bara upp og líður hræðilega? Nei, það gat ekki verið. Eina sem komst að í huga mér var hvernig ég gæti beðið mömmu að koma með mér án þess að valda henni áhyggjum. Ég vildi ekki að neinn færi fram úr sér áður en allar staðreyndir væru komnar í ljós og ég yrði að vera tilbúin með nokkra jákvæða punkta áður en ég segði henni þetta.“

Við tók meðferð og Súsanna ákvað að takast á við hlutina af yfirvegun og æðruleysi.

„Ég var ekki hrædd við staðreyndirnar, heldur skort á þeim. Læknarnir voru lengi að ræða niðurstöðurnar og jafnvel færustu sérfræðingar heims klóra sér enn í höfðinu vegna annarra sambærilegra tilfella. Ég leyfi mér ekki „hvað ef” hugsanir, enda eru þær tilgangslausar og rætast yfrleitt aldrei. Í stað þeirra einbeiti ég mér að deginum í dag, því það er það eina sem skiptir máli. Að greinast með lífsógnandi sjúkdóm fær mann svo sannarlega til að endurskoða það sem skiptir máli. Ég er þakklát fyrir áminninguna, þó ég óski engum að fá hana á þennan hátt. Ég veit nokkurn veginn hvað ég myndi vilja skilja eftir mig, og hvað ekki. Hugmyndir fólks að hamingjunni eru svo misjafnar, mörgum dreymir um að eignast hús við ströndina eða flytja til Frakklands. En kunna Frakkar að njóta Eiffelturnsins? Taka Spánverjar sólinni sem sjálfssögðum hlut? Þegar uppi er staðið þá veltur allt á viðhorfinu og ekkert land, engin manneskja og enginn lottóvinningur getur gert mann hamingjusaman.“

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Sjáið hvernig blóðmaur nær taki á húðinni

Þeir sem hafa lent í því að blóðmaur eða blóðmítill hreiðri um sig á húðinni vita hve erfitt það getur verið að losa sig við maurinn.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá nákvæmlega af hverju blóðmaurarnir sitja sem fastast þegar þeir komast í gómsætt fæði, það er blóð. Munnur þeirra er nefnilega hannaður til að festa sig við húðina, jafnvel svo dögum skiptir.

Í munni blóðmauranna eru tveir krókar sem hvor um sig er með þrjá króka, og virðast þeir nota hreyfingu sem minnir á bringusund til að komast inn fyrir húðina. Út af þessu er víst best að nota flísatöng til að losa maurana af húðinni, frekar en að reyna að hrista þá af sér.

Sem betur fer er nánast enga blóðmaura að finna á Íslandi, þó þeir hafi gert vart við sig í örfá skipti hér á landi. Hins vegar finnast þeir víða í Evrópu og hafa gert mörgum ferðalöngum lífið leitt.

Deilir loksins myndum úr brúðkaupinu

Fyrirsætan Kate Upton gekk að eiga körfuboltamanninn Justin Verlander í Toskana á Ítalíu í nóvember í fyrra en deildi brúðkaupsmyndunum fyrst núna í vikunni á Instagram, aðdáendum hennar til mikillar ánægju.

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

Parið trúlofaði sig árið 2016 og eins og sést á brúðkaupsmyndunum hér fyrir neðan var ekkert til sparað.

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

Kate klæddist klassískum kjól með löngum ermum í athöfninni sjálfri en skipti síðan yfir í annan síðkjól með opnu baki fyrir veisluna.

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

Það þarf svo sem ekki fleiri orð um þetta glæsilega brúðkaup, heldur best að leyfa myndunum að tala sínu máli.

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

A post shared by Kate Upton (@kateupton) on

Deilir fallegri og eggjandi bumbumynd

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, körfuboltamanninum Tristan Thompson.

Khloé hefur verið dugleg að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með meðgöngunni á Instagram og hefur birt ófáar bumbumyndirnar síðan hún opinberaði óléttuna fyrir þremur mánuðum síðan.

Nú styttist í litla kraftaverkið, en Khloé birti ofboðslega fallega og eggjandi óléttumynd af sér í undirfötum í vikunni.

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Á myndinni er Khloé í smekklegum og svörtum blúndunærfötum og svörtum slopp, er hún horfir dreymin fram á við, enda afar fallegur en krefjandi tími framundan.

Sjá einnig: Héldu svakalegt steypiboð fyrir ófædda dóttur sína

Khloé hefur talað opinskátt um það í gegnum tíðina að hana langi í börn og því ekki skrýtið að hún vilji að allur heimurinn fái að sjá kvið hennar stækka og dafna. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem hún hefur birt á Instagram á meðgöngunni:

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Svona eyðir þú Facebook-síðunni þinni

|
|

Í ljósi nýjustu fregna af fyrirtækinu Cambridge Analytica og hvernig það notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi, hafa margir notendur samfélagsmiðilsins um allan heim velt fyrir sér hvort best væri að hætta alfarið á Facebook.

En það getur verið erfitt að segja skilið við samfélagsmiðilinn, eins og fréttavefur Huffington Post fjallar um. Í umfjölluninni er talað við Serge Egelman, yfirmann rannsókna hjá Berkeley Laboratory for Usable and Experimental Security, fyrirtæki sem er tengt Kaliforníuháskóla. Hann segir að Facebook geri ýmislegt til að halda notendum sínum.

Þar sem aðaltekjuliður Facebook sé að safna gögnum um fólk hefur fyrirtækið unnið að því að gera notendum samfélagsmiðilsins erfitt að eyða síðu sinni, eða prófíl, að sögn Serge. Er það reyndar tekið fram að þegar eitthvað er birt á internetinu þá sé ekki hægt að eyða því hvort sem er. Fram að árinu 2007 eyddi Facebook ekki út notendaupplýsingum þó að notendur eyddu síðum sínum. Þeir gerðu notendasíðurnar einfaldlega óvirkar, sem þýddi að notendur gætu auðveldlega skráð sig á Facebook á nýjan leik og fengið allar upplýsingar um sig til baka, sem og myndir og myndbönd sem notendur höfðu birt. Árið 2008 byrjaði Facebook að bjóða uppá varanlega eyðingu á síðum.

Margir nota samfélagsmiðla til að birta myndir úr daglega lífinu, svo sem af matnum sem þeir borða.

Í dag eru því tveir kostir í boði fyrir notendur Facebook: að gera síðu eða prófíl óvirkan, þannig að notandi geti snúið aftur á Facebook og haldið öllu efni sínu, eða eyðing, sem eyðir notenda og öllum gögnum um hann úr gagnabanka Facebook. Einfalt er að óvirkja prófílinn sinn en öllu erfiðara er að eyða honum alfarið úr kerfinu.

Til að eyða prófíl algjörlega þarf að hafa samband við Facebook og fara í gegnum margskipt og tímafrekt ferli. Síðan þarf notandi að bíða í tvær vikur eftir að beiðni um eyðingu er í vinnslu. Ef notandi hins vegar skráir sig inn á Facebook á þessu tveggja vikna tímabili, gengur eyðingin til baka og hann þarf að byrja uppá nýtt.

Bent er á í greininni að það sé í raun til þriðji valkostur sem er að gera ekki neitt. Einfaldlega að hætta að skrá sig inn á Facebook. Telur Serge að það gerist oft.

Facebook svaraði ekki fyrirspurn blaðamanns Huffington Post um hve margir notendur hefðu óvirkjað eða eytt síðum sínum við vinnslu greinarinnar.

Þetta er eins og pólsk félagsmiðstöð

||
||

Þessu hefur verið ótrú­­­lega vel tekið. Fólk búsett úti á landi er að gera sér spes ferð hingað og heilu vina­­­hóparnir fjölmenna á sýning­­ar,“ segir Ása Baldursdóttir, dag­­skrá­­­stjóri Bíó Paradís, um þá ný­­breytni kvikmyndahússins að sýna pólskar myndir og bætir við að þegar mest láti sé húsið eins og pólsk félagsmiðstöð.

„Það er ekki síst gaman að sjá hvað gestirnir eru ánægðir með framtakið. Þeir eru í skýjunum með að íslenskt kvikmyndahús skuli taka sig til og sýna myndir frá föðurlandinu. Fyrstu vikurnar gerðu þeir ekki annað en að þakka starfsfólkinu fyrir og á samfélagsmiðlum hefur þakk­­læt­­­iskveðjum rignt yfir okkur.“

Spurð hvernig hugmyndin hafi kviknað segir Ása kvikmynda­húsinu hafa borist fjölda fyrirspurna frá fólki úti í bæ sem vildi vita hvort það væri möguleiki að taka pólskar myndir til sýninga.

„Þannig að við ákváðum bara að taka smástikkprufu án þess að hafa í raun hugmynd um ­hvernig aðsóknin yrði. Hvort fimm manns myndu mæta eða 100. Við renndum alveg blint í sjóinn með ­þetta,“ viðurkennir hún. Að­­sókn­­­­in hafi sem betur verið góð. Reyndar svo góð að vísa hafi þurft fólki frá þar sem uppselt hafi verið á myndir í forsölu og sé nú unnið í því að bæta við dagskrána til að mæta allri þessari eftirspurn.

Hvers konar myndir er verið að sýna?

„Við erum aðallega að sýna nýjar myndir sem hafa notið vinsælda í Pól­­landi,“ svarar hún. „Þann­ig að við erum kannski að fara svolítið aðra leið en til dæmis á Pólsk­­um kvikmyndadögum þar sem áherslan hefur frekar verið á list­­rænar myndir en endilega vinsælar.“

Í ljósi þess hversu vel hefur tekist til, hefur þá eitthvað komið til tals að reyna að höfða til fleiri hópa?

„Við höfum auðvitað þegar boð­ið upp á kvikmyndaveislur frá Kúbu og Bollywood og svo staðið fyrir japönskum, taílensk­um og rússneskum kvikmynda­dög­um og þýskum kvikmynda­dög­­­­­um sem eru fastur liður í bíó­­­­­inu,“ bendir hún þá á. „En að sjálfsögð­u viljum við reyna að koma til móts við sem flesta enda er Bíó Paradís menningarhús og hlut­­verk þess að auðga kvik­mynda­­­menningu í landinu. Fyrir utan að við erum alltaf opin fyrir skemmtilegum hugmyndum og tilbúin að prófa eitthvað nýtt.“

Grínast með sakaferilinn í nýrri auglýsingu

Leikkonan Lindsay Lohan, sem var eitt sinn ein alræmdasta partípían vestan hafs, er nýtt andlit lögfræðiþjónustunnar lawyer.com.

Lindsay slær á létta strengi í nýrri auglýsingu frá fyrirtækinu og gerir stólpagrín að sér sjálfri.

„Þegar lawyer.com hafði samband við mig var ég fyrst ringluð og örlítið hrædd því ég hélt að ég væri í vandræðum. Þegar þeir svo spurðu hvort ég vildi vera talsmaður þeirra varð ég áhugasöm,“ segir leikkonan í auglýsingunni, sem sjá má hér fyrir neðan.

Lindsay hefur glímt við Bakkus og önnur hugarbreytandi efni í fortíðinni og hefur sú barátta verið vel skjalfest á síðum tímarita og dagblaða í gegnum tíðina. Þá hefur hún einnig komist í kast við lögin nokkrum sinnum, til að mynda fyrir að keyra undir áhrifum áfengis, og gerir hún einnig grín að því í auglýsingunni.

„Frá því að vera handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Við skulum ekki láta eins og ég hafi ekki lent í því einu sinni, þrisvar sinnum eða eitthvað. Þá er þetta svo einfalt og þetta er ókeypis,“ segir Lindsay.

Einnig var myndband sett á YouTube með mistökum úr auglýsingagerðinni sem er líka mjög hressandi:

Þetta er ástæðan fyrir því að íbúð Monicu var fjólublá

|
|

Leikmyndahönnuðurinn John Shaffner, sem sá um að hanna leikmyndina fyrir sjónvarpsþættina sívinsælu Friends, opnar sig í samtali við Great Big Story um af hverju íbúð einnar aðalpersónunnar, Monicu, var fjólublá.

Fjólublár er mjög afgerandi litur og eflaust fáir sem væru til í að mála heila íbúð í þessum lit, en John þurfti einmitt að berjast við aðra yfirmenn við gerð þáttanna til að fá að mála íbúðina fjólubláa.

„Engum líkar breytingar þangað til ég málaði litla líkanið af íbúðinni fjólublátt,“ segir John og bætir við að hann hafi viljað aðgreina Friends frá öðrum skemmtiþáttum.

Íbúðin fræga.

„Litur er mjög mikilvægur hlekkur í að skilgreina ímynd þáttar. Þegar þú skiptir yfir á Friends þá sérðu fjólubláa litinn og þú heldur áfram að horfa,“ segir leikmyndahönnuðurinn.

Það má því segja að þessi áhætta hans hafi borgað sig því það eru eflaust margir aðdáendur þáttanna sem tengja þennan fjólubláa lit við Friends.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem John talar meira um hönnunina á leikmyndinni í skemmtiþættinum:

Kom í heiminn skælbrosandi eftir erfiða fæðingu

|||
|||

Angel Taylor, 33ja ára kona frá Bremerton í Washington-fylki í Bandaríkjunum, var sett um miðbik mars mánuðar, en þurfti óvænt að leggjast inná sjúkrahús, ólétt af sínu þriðja barni, þann 5. mars vegna þess að blóðþrýstingur ófædda barnsins var orðinn lífshættulega lágur. Angel og maður hennar þurftu því að pakka saman í flýti, þar sem þau höfðu ekki búist við nýja barninu fyrr en rúmri viku síðar.

„Við fórum heim og hlupum um eins og hauslausar hænur – við héldum að við ættum eina viku í viðbót! Ég var ekki búin að setja bílstól í bílinn, ég var ekki búin að pakka,“ segir Angel í viðtali við tímaritið People.

Slakur Sullivan.

Angel var lögð inná spítala þann 5. mars eins og áður segir og settu læknar hana af stað með litlum hormónaskömmtum. Hin börn Angel höfðu komið í heiminn með keisaraskurði og því höfðu læknar áhyggjur af því móðurlífið myndi rofna ef fæðingin færi of harkalega af stað.

„Læknirinn vissi að þetta myndi taka tíma og hann vildi ekki koma þessu of harkalega af stað. Hann vildi að við værum örugg,“ segir Angel. Að kvöldi fimmtudagsins 8. mars var hún aðeins komin með fjóra í útvíkkun.

„Þetta var klárlega tilfinningaríkt ferli. Þetta var svo langt og erfitt,“ segir Angel sem fékk að heyra að barnið kæmi í heiminn það kvöldið með keisaraskurði.

Falleg stund.

„Það var erfitt fyrir þau að ná honum út. Hann var alveg fastur þarna inni,“ segir Angel um soninn Sullivan.

Svo var það klukkan 23.24 að Sullivan kom loksins í heiminn, en ljósmyndarinn Laura Shockley náði dásamlegri mynd af þeirri stund. Á myndinni sést Sullivan sultuslakur teygja sig í allar áttir skælbrosandi.

„Mér fannst þetta svo fyndið því hann var svona í kviðnum. Hann var alltaf að teygja sig. Við sögðum oft við hann: Þú færð miklu meira pláss að teygja þig þegar þú kemur út. Og það var nákvæmlega það sem gerðist þegar hann fæddist. Þetta var mikill léttir. Við höfðum áhyggjur af því hvernig hann myndi standa þig. Hann var í mjög góðu ásigkomulagi,“ segir Angel.

Heilbrigður drengur.

Angel og Sullivan fengu að fara heim af spítalanum nokkrum dögum síðar, en Angel hélt myndbandsdagbók af meðgöngunni á YouTube undir heitinu Making Baby Taylor.

Myndir / Laura Shockley

Sumar konur fá fullnægingu 55 sinnum í mánuði

Ný rannsókn sýnir fram á að sumar konur fái fullnægingu allt að 55 sinnum í mánuði, en þær konur stunda kynlíf með öðrum konum.

Rannsóknin var birt í Archives of Sexual Behavior en rannsakendur skoðuð kynlíf tæplega þrjú þúsund kvenna. Konunum var skipt í tvo hópa: þær sem stunda aðallega kynlíf með körlum og þær sem stunda aðallega kynlíf með konum.

Konurnar svöruðu spurningum um hve oft þær fengju fullnægingar, hve oft þær stunduðu kynlíf og hvernig kynlíf þær stunduðu yfir fjögurra vikna tímabil.

Konur sem stunduðu kynlíf með öðrum konum stunduðu að meðaltali kynlíf tíu sinnum í mánuði. Konur sem stunduðu kynlíf með körlum stunduðu kynlíf að meðaltali fimmtán sinnum í mánuði. Hins vegar sýna niðurstöður rannsókninnar að konur sem stunduðu kynlíf með öðrum konum væru þrisvar sinnum líklegri að fá alltaf fullnægingu en þær sem stunduðu kynlíf með karlmönnum.

Ástæðan fyrir þessu er talin vera sú að gagnkynhneigðu pörin stunduðu oft kynlíf þar sem getnaðarlimurinn fór inn í leggöngin, en erfitt getur verið fyrir konur að fá fullnægingu á þann hátt. Þá segja rannsakendur að sú staðreynd að tvær konur fái oftast fullnægingu saman sé að þær leiki sér meira í kynlífi og séu óhræddar við að prófa nýja hluti og stellingar.

Notar hland og saur til að halda á sér hita

Sjónvarpsmaðurinn Bear Grylls er hvað þekktastur fyrir alls kyns þætti þar sem hann þarf að bjarga sér einn og óstuddur í óbyggðum, til dæmis í þáttunum Man vs. Wild, þar sem hann heimsótti til að mynda Ísland.

Nú eru þættirnir Face the Wild, með fyrrnefndum Bear, að fara í loftið á Facebook, en í þeim býður Bear tíu aðdáendum sínum að koma með sér í óbyggðirnar. Að þessu tilefni ákvað vefsíðan Men’s Health að fá nokkur ráð frá Bear um hvernig eigi að komast af í óbyggðum, fjarri nútímatækni.

Var hann meðal annars spurður út í hvernig best væri að fara á salernið á víðavangi.

„Það er auðvelt. Maður verður að vera snöggur er stutta svarið,“ segir Bear og bætir við:

„Ef maður þarf að pissa þá er best að pissa í flösku og nota hana sem hitapoka til að halda á sér hita yfir nóttina.“

Þá er Bear hrifnastur af því að nota mjúk lauf til að skeina sér eftir að hann er búinn að hafa hægðir og grafa saurinn í holu. Það á þó ekki við þegar mjög kalt er í veðri.

„Það sem við gerðum í hernum var að kúka í plastfilmu, eins og maður finnur í eldhúsi, og síðan pakka saurnum inn og láta hann ganga til að hlýja okkur á höndunum.“

Þá vitum við það!

Hressandi æfing sem auðvelt er að gera heima í stofu

Í þessari æfingarútínu er ýmsum bardagalistum blandað saman, eins og muay tay, tae kwon do, kung fu og capoeira.

Það þarf engan búnað til að gera þessa hálftímalöngu rútínu heima í stofu, nema þá helst vatnsbrúsa til að væta kverkarnar.

Þessi kemur sko blóðflæðinu af stað og endurnærir mann.

Þetta gerist þegar maður sofnar í viðurvist barna

Leikarahjónin Channing Tatum og Jenna Dewan Tatum eiga saman dótturina Everly, sem er fjögurra ára. Everly hefur unun af því að leika sér með málningardót og taka foreldra sína í yfirhalningu, eins og mörg börn gera.

Channing og Jenna deildu afrakstri dóttur sinnar um helgina þar sem hún hafði tekið þau í það sem virðist vera ofurhetjuyfirhalningu.

„Þetta gerist þegar maður sofnar í viðurvist barna,“ skrifaði Jenna í Instagram-sögu sína. Channing deildi mynd af þeim hjónum á Instagram og sagði að þetta væri það sem gerðist þegar listamaður héldi manni niðri og vildi láta andlit manns líta betur út.

Eins og sést á myndunum hefur Everly málað eins konar ofurhetjugrímu á móður sína. Pabbinn hefur hins vegar fengið myndarlegt yfirvaraskegg og einglyrni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Everly leikur sér með andlitsmálningu. Fyrir tveimur árum tók hún föður sinn í Braveheart-yfirhalningu, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi:

Mamman fékk hins vegar mjög abstrakt lúkk fyrir hálfu ári síðan, en hnátunni hefur aldeilis farið fram með pensilinn síðan þá.

Safnar pening fyrir veiku tíkina Pöndu

|||||
|||||

„Ég held að ég sé háðari hundinum en hún mér. Það er mjög sérstakt samband á milli okkar og hún á hjarta mitt þessi litla dúlla,“ segir Kolbrún Matthíasdóttir sem er búsett í Noregi. Dætur Kolbrúnar hófu nýlega söfnun á norsku hópfjármögnunarsíðunni Spleis fyrir Chihuahua-tíkinni hennar Kolbrúnar, Pöndu. Panda veiktist alvarlega skyndilega fyrr í þessum mánuði og hefur Kolbrún ekki efni á lækniskostnaði fyrir tíkina.

Panda með uppáhaldsbangsann sinn.

„Panda er sex ára. Hún er rosalega hress og spræk. Alveg meiriháttar hundur og með frábæran persónuleika. Ég og hún eigum mjög sniðuga sögu saman,“ segir Kolbrún, en hún lenti í alvarlegu vinnuslysi árið 2012. Þá var hún aðeins búin að eiga Pöndu í tvo mánuði.

„Ég var að vinna á sjúkrabíl hér í Noregi og var að keyra til að ná í sjúkling með sírenurnar rauðblikkandi. Allt í einu kemur bíll á móti en á þessum vegi var ómögulegt að mæta bíl. Ökumaður bílsins tók ekki tillit til þess að ég væri á sjúkrabíl með sírenurnar á og bara keyrði á móti mér. Ég þurfti að velja hvort ég ætti að keyra út af, keyra á bílinn eða á fjall. Ég ákvað að keyra út af og féll fjörutíu metra niður. Við það eyðilagði ég líkama minn og hef verið að berjast við eftirköst slyssins síðan. Panda var bara hvolpur og þurfti auðvitað athygli, en hún passaði uppá mömmu sína og dró mig á lappir á ný,“ segir Kolbrún.

Lét vita af blóðtappa í hjarta og lungum

Tveimur árum síðar, eða árið 2014, veiktist Panda. Þá var hún send í aðgerð á dýraspítala en ekkert fannst að henni nema sýking í þörmum og Panda braggaðist fljótt. Í október sama ár fékk Kolbrún blóðtappa í hjarta og lungu og telur víst að tíkin hafi bjargað lífi sínu.

„Hún lét mig vita að ekki væri allt með felldu. Hún gróf og gróf í brjóstkassann á mér og hoppaði viðstöðulaust. Þá stóð ég upp og náði varla andanum og taldi best að leita til læknis. Þá lenti ég á gjörgæslu á sjúkrahúsinu. Þegar ég kom heim, beið Panda eftir mömmu sinni og passaði uppá að ég færi út að ganga og tæki lyfin mín. Hún var alltaf að ýta á eftir mér að fara út og hreyfa mig og ég fékk fljótt miklar harðsperrur,“ segir Kolbrún og hlær. Aftur ári síðar lét Panda eiganda sinn vita að eitthvað amaði að.

„Ég ákvað að hunsa hennar viðvaranir því ég var orðin svo þreytt á læknum og sjúkrahúsum. En Panda hélt áfram og lét mig ekki í friði. Loks sögðu dætur mínar mér að fara til læknis út af því hvernig Panda lét og þá var ég komin með blóðtappa í lifrina sem lokaði alveg á blóðflæði til lifrinnar. Ég var í sex vikur í burtu á sjúkrahúsi og hélt að ég myndi deyja, svo háð var ég hundinum,“ segir Kolbrún.

Panda með systur sinni, Schaefer-hundinum Cleopötru.

„Hún er líflínan mín“

Fárveik Panda.

Svo var það núna í mars að Panda veiktist alvarlega, án nokkurrar viðvörunar.

„Laugardaginn 3. mars hætti hún að drekka en hún hafði þá borðað síðast 1. mars og náði síðast að kúka aðfaranótt föstudagsins. Eftir það fór hún rosalega hratt niður á við. Ég hringdi á lækni á sunnudeginum sem ákvað að koma hingað heim til okkar og kíkja á hana. Dýralæknirinn vildi nefnilega ekki stressa Pöndu upp með spítalaheimsókn því hann veit hvaða þýðingu hún hefur fyrir mig. Hún er líflínan mín,“ segir Kolbrún. Þegar lækninn bar að garði var Panda þjáð af vökvaskorti og þurfti að svæfa hana til að gefa henni laxerolíu í endaþarm, vökva í æð og verkjalyf. Læknirinn hélt að tíkin væri bara stífluð, en um kvöldið vaknaði Panda með sára verki.

„Það mátti ekki koma við hana. Hún grenjaði og grenjaði. Svo datt hún út og inn og á tímabili vissi ég ekki einu sinni hvort hún væri á lífi. Í sjö klukkutíma gekk ég um gólf með hana eins og lítið barn og reyndi allt sem ég gat til að láta henni líða betur, en hún náði ekki að reka við. Ég sá að maginn hennar var að blása upp þannig að ég fór með hana út og ætlaði að leyfa henni að labba aðeins, en það þýddi ekki neitt. Hún vildi ekkert labba vegna verkja,“ segir Kolbrún.

Grét og hélt að hún væri farin

Næsta dag var Panda lögð inn á dýraspítala, hún svæfð á nýjan leik og röntengmyndir teknar af henni. Þá sáu dýralæknar að ristillinn hennar var fullur af lofti. Í sónarmyndum kom fram að engin virkni var í smáþörmunum hennar og höfðu læknar áhyggjur af því. Hún var sett á sýklalyf og fleiri lyf og send aftur heim sofandi með vökva í æð.

„Hún vaknaði mjög rólega og fínt um nóttina og byrjaði á að reka aðeins við. Hún reyndi að skrölta aðeins af stað og var að ranka við sér fram á þriðjudagsmorgun. Á miðvikudag byrjaði hún aðeins að taka við mat og verða Panda aftur. En á fimmtudeginum fór hún aftur niður á við. Ég sat bara og grét og hélt að hún væri að fara. Ég vissi ekki hvað ég gat gert fyrir hana meira.“

Á föstudeginum var Panda orðin mjög slæm og þurfti Kolbrún að sprauta uppí hana vatni á klukkutímafresti. Hún eyddi laugardeginum á dýraspítala þar sem hún var svæfð í þriðja sinn, skoðuð í bak og fyrir, sýni send í ræktun og tíkin sett á morfín. Það kvöld var Kolbrún send heim með alls kyns lyf og sagt að vakta tíkina í tvo sólarhringa, sem hún gerði með hjálp dóttur sinnar og tengdasonar.

Panda hefur átt við erfið veikindi að stríða.

„Hún vaknaði um klukkan 2.30 um nóttina og hætti ekki að væla fyrr en hún náði að skakklappast í fangið á mér. Við reyndum að gera allt til að hjálpa henni að losa þetta loft og heyrðum prump reglulega. Þá gaus upp þessi viðbjóðslega lykt úr henni en okkur fannst þetta frábært því það þýddi að þarmarnir voru að fara aftur í gang. Við vonuðum bara að hún myndi kúka, hvar sem er, þess vegna á okkur,“ segir Kolbrún og hlær.

Skrýtinn kúkur eins og þungt hlaup

Á sunnudeginum var Panda hitalaus og daginn eftir náði hún loksins að kúka.

„Þá kemur þessi skrýtnasti kúkur sem ég hef á ævi minni séð. Hann var eins og þungt hlaup. Ég þurfti að taka sýni úr saurnum, sem tókst fyrir rest. Liturinn var óhugnalegur, svona gulgrænn. En mikið svakalega vorum við glöð að sjá þennan stóra hlunk koma út úr henni.“

Síðan þá hefur Panda braggast heilmikið, er búin að hafa hægðir aftur og búin að fara í göngutúra með eiganda sínum. Hins vegar eru læknareikningarnir komnir upp í tíu þúsund norskar krónur, eða tæplega 130 þúsund íslenskar krónur. Það er of stór biti fyrir Kolbrúnu, þar sem veikindin komu eins og þruma úr heiðskýru lofti og hún hafði alls ekki reiknað með þeim. Kolbrún er á örorkubótum eftir fyrrnefnt vinnuslys og má lítið út af bera í heimilisbókhaldinu. Því ákváðu dætur hennar að hefja hópfjármögnun á norsku síðunni Spleis til að eiga fyrir læknakostnaði fyrir Pöndu. Panda er ekki tryggð.

„Ég er svo þakklát öllum þeim sem vilja og geta hjálpað okkur. Við getum öll lent í því að dýrin okkar veikist og að við stöndum ráðalaus frammi fyrir því. Mínir yndislegu dýralæknar senda mér alltaf reikninga eftir á því þeir þekkja okkur mjög vel. Þeir þekkja Pöndu og vita að hún má ekki fara, því þá fer ég líka. Ég vil geta borgað þessa reikninga því læknarnir á spítalanum okkar, Eid Veterinærkontor, björguðu lífi hennar. Í vikunni ætla ég með Pöndu til þeirra með blóm því þessir yndislegu dýralæknar eru ástæðan fyrir því að Panda er á lífi í dag,“ segir Kolbrún, sem að vonum er uppgefin eftir mikið álag síðustu daga.

Hér má sjá myndband af Pöndu þegar hún var sem verst:

Vill ekki sjá að hundurinn þjáist

Panda er alla jafna mjög lífsglöð tík.

„Nú krossa ég bara fingur og vona að hún sé á góðri leið með að verða frísk aftur. Það veit enginn af hverju hún varð svona veik. En ég er rosalega þreytt og hef fengið lítinn svefn. En hún tók á sig að vera hjúkrunarfræðingurinn minn í þessi ár og því á Panda þetta inni hjá mér. Hún er með mikinn baráttuvilja og berst hetjulega í gegnum þetta allt saman,“ segir Kolbrún og bætir við:

„Panda er mín hjálparhella á erfiðum dögum. Hún fær mig til að brosa og heldur mér félagsskap þegar ég er sem verst. Ég er öryrki og með mikla verki í allri hægri hliðinni, króníska verki sem ekkert er hægt að gera við. Þess vegna er svo mikil hjálp fyrir mig að hafa hana. Hún les mig eins og opna bók og veit hvernig ég hef það hverju sinni. Ef hún hins vegar verður aftur mjög slæm og þjáist mikið þá fær hún að fara, þó það verði ofboðslega erfitt fyrir mig. Ég er nú eftir allt saman manneskja og vill ekki sjá að hundurinn sem ég elska þjáist.“

Hægt er að styrkja söfnunina með því að smella hér.

Myndir / Úr einkasafni

Kuldinn vandamál fyrir Tesla

|
|

Miklir kuldar draga úr drægni rafmagnsbíla svo um munar.

Bílaeigendur á Íslandi þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af áhrifum kuldans nema þeir hyggi á fjallaferðir því svo virðist sem -15 gráður sé þröskuldurinn fyrir vandræði tengd orkugjafa Tesla bílanna.

Óvenju stór hluti eiganda Tesla bíla býr fast við heimskautabauginn og munar þar mest um frændur okkar Norðmenn. Miklir kuldar hafa geisað þar í landi og eðlilega dregur veðurfarið úr drægni bílanna.

Langar raðir mynduðust við hleðslustöðvar í Oslo í síðustu viku þar sem eigendur bílanna komust ekki heim úr vinnunni án þess að hlaða þá á leiðinni.
„Það hefur aldrei verið einblínt á að bæta batterí í rafbílum svo þeir þoli -20 C°” sagði Ordne Stokke Burheim, prófessor við Norska Tækniháskólann í viðtali við norska ríkissjónvarpið. „Aftur á móti þola þau allt að 40°C hita en fari hitinn hærra en það minnkar virknin eins og í kuldanum.“

Hann bendir í kjölfarið á að með forsjálni er auðvelt að komast hjá þessum vandræðum, bæði þegar kemur að því að hlaða bílinn og ræsa hann. Reglan er einföld, þeim mun nær stofuhita sem þú kemur vélinni áður en kveikt er á bílnum og á meðan hann er hlaðinn, þeim mun betur endast batteríin.

Kuldinn fer ekki bara illa með rafmagnsbílana heldur díselbíla sömuleiðis og þessu hafa Norðmenn og Evrópubúar fengið að kynnast undanfarnar vikur. Forhitun vélarinnar krefst mun meiri rafmagns og getur mögulega tæmt rafmagnsgeyminn, og við -15 til 20°C á dísel olían það einfaldlega til að frjósa.

Bílaeigendur á Íslandi þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af áhrifum kuldans nema þeir hyggi á fjallaferðir því svo virðist sem -15 gráður sé þröskuldurinn fyrir vandræði tengd orkugjafa Tesla bílanna. Okkar helstu vetrar vandræði halda því áfram að snúa að því að skafa bílinn og losa um frosnar læsingar.

 

Fjórtán konur gáfu brjóst á ströndinni og það var himnesk stund

||||||
Flottar konur.||||||

Ljósmyndarinn Trina Cary ákvað að bjóða alls konar konum að koma saman á strönd einni og gefa börnum sínum brjóst við sólarlag.

„Þetta var gjörsamlega unaðslegt,“ skrifar ljósmyndarinn á vefsíðu sína og lætur fylgja með dásamlegar myndir af þessari brjóstagjafarstund.

Algjör kyrrð.

Margar af konunum sem mættu á ströndina hafa átt í erfiðleikum með brjóstagjöf, sem gerði stundina enn fallegri. Margar kvennanna skemmtu sér svo vel að þær fækkuðu fötum og hlupu naktar um ströndina.

„Ég gat ekki hætt að brosa,“ skrifar Trina og heldur áfram:

„Ég elska þegar ókunnugir koma saman og styðja vegferð og líkama hvors annars. Allt kvöldið var fullt af krafti, stuðningi og ást.“

Brjóstagjafarhringur.

Á vefsíðu ljósmyndarans er að finna reynslusögur nokkurra kvennanna, þar sem þær útskýra af hverju þær gefa börnum sínum brjóst og af hverju það er þeim svo mikilvægt.

„Ég tók þátt því ég átti í vandræðum með brjóstagjöf með fyrsta barnið mitt, en í annað sinn var ég svo ákveðin og nú gef ég brjóst án vandkvæða og gæti ekki verið stoltari,“ skrifar Hannah Callow.

Þessar myndir eru æðislegar.

Leilani Power segir að það hafi verið erfitt í fyrstu að gefa dóttur sinni, Bellu brjóst.

Næring frá náttúrunnar hendi.

„Ég þurfti að gefa henni pela í þrjár vikur þegar hún var aðeins nokkurra vikna gömul til að hvíla blæðandi geirvörturnar. Ég þurfti að nota geirvörtuhlíf í þrjá mánuði þar sem Bella náði ekki góðu taki án þeirra. Ég felldi mörg tár en ég var ákveðin í að halda áfram. Nú er Bella níu mánaða og brjóstagjöfin orðin að vana. Mig langaði að fagna þeim árangri sem við höfum náð,“ skrifar hún.

Margar kvennanna hafa átt í erfiðleikum með brjóstagjöf.

Fleiri reynslusögur og myndir af þessum fallega viðburði má sjá hér.

Fækkuðu fötum og léku sér á ströndinni.

Myndir / Trina Cary

Ólöglegt að deyja í þessum afskekkta bæ

|
|

Í norska bænum Longyearbyen búa um tvö þúsund manns, en íbúar bæjarins þurfa að fylgja mjög sérstökum lögum: þeir mega alls ekki deyja í bænum.

Longyearbyen er á Svalbarða, en þar er svo kalt að það hefur verið ólöglegt að deyja þar síðan árið 1950 þegar íbúar uppgötvuðu að lík væru ekki að rotna í kirkjugarðinum vegna kalds loftslags. Árið 1998 grófu nokkrir vísindamenn upp lík sem dóu þegar spænska veikin herjaði á heiminn árið 1918. Vísindamennirnir gátu þá enn tekið lifandi sýni af þessari stórhættulegu veiru.

Þvílíkur kuldi á Svalbarða.

Það er leyfilegt að grafa duftker í kirkjugarðinum, en fáir vilja nýta þann kost. Í staðinn ferðast þeir sem eru lífshættulega veikir til meginlands Noregs og eyða þar síðustu dögunum.

„Ef svo virðist sem þú munir deyja í nánustu framtíð þá er allt gert til að senda þig á meginlandið,“ segir Jan Christian Meyer hjá norska vísinda- og tækniháskólanum í samtali við The Sun.

Einnig er lítið um fæðingar í bænum þar sem óléttar konur eru hvattar til að ferðast til meginlandsins fyrir settan dag, þó lítill spítali sé á Svalbarða.

Aðalmynd / Hilgeriak

Raddir