Föstudagur 20. september, 2024
9.9 C
Reykjavik

Giftu sig á Íslandi og elska landið

||||||||
||||||||

Maja og Patrick eru hugfangin af Íslandi þannig að þegar þau ákváðu að gifta sig voru þau staðráðin í því að ganga í það heilaga hér á landi.

„Það var ómögulegt að bjóða öllum þar sem fjölskyldur okkar eru dreifðar um allan heim (Í Kína, Þýskalandi og Bretlandi) þannig að lítil athöfn og veisla virtist vera sanngjarnasta leiðin,“ segja hjónin í viðtali við vefmiðilinn Popsugar.

Með greininni fylgja fallegar brúðkaupsmyndir af hjónunum, sem teknar voru af M&J Studios, og virðast þau hafa ferðast um suðurströndina þvera og endilanga til að taka myndir, meðal annars við Skógafoss og í Reynisfjöru.

„Ísland var hinn fullkomni staður,“ segja hjónin og bæta við að þau séu búin að plana aðra Íslandsheimsókn.

„Við getum ekki beðið eftir því að koma aftur.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum sem teknar voru á brúðkaupsdaginn, en fleiri myndir má sjá á Popsugar.

Myndir / M&J Studios

Birti myndband á Instagram rétt áður en þyrlan hrapaði

Trevor Cardigan, einn af þeim sem lést í hræðilegu þyrluslysi í New York síðasta sunnudag, virðist hafa sett myndband af sér og vinum sínum í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði.

Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, setti hann í Instagram-sögu sína samkvæmt frétt New York Daily News, en í því má sjá vinina í þyrlunni er hún tekur á loft.

Stuttu eftir að myndbandið var tekið skall þyrlan í Austurá í New York og komst flugmaðurinn einn lífs af. Auk Trevors, sem var 26 ára, létust fjórir aðrir farþegar í þyrlunni, þau Daniel Thompson, 34 ára, Tristan Hill, 29 ára, Brian McDaniel, 26 ára og Carla Vallejos-Blanco, 29 ára.

Björgunaraðgerðir reyndust mjög erfiðar þar sem veður var slæmt og allir farþegar vel festir í belti. Því var erfitt að ná þeim úr þyrlunni. Að sögn þyrluflugmannsins lenti farangur eins farþegans á neyðarhnappi í þyrlunni og slökkti þar með á eldsneytisflæðinu.

Þyrlan var á vegum fyrirtækisins Liberty, en þetta er þriðja slysið sem tengist þeim á ellefu árum. Því hefur verið kallað eftir að Bandaríska flugmálaeftirlitið endurskoði réttindi fyrirtækisins til starfa á meðan farið er ítarlega yfir öryggismál hjá fyrirtækinu.

Breytti heimilislausu fólki í fyrirsætur

|||||||||
|||||||||

Ljósmyndari frá Nairobi í Kenýa, sem gengur undir nafninu Muchiri Frames, ákvað að búa til mjög sérstaka ljósmyndaseríu í tilefni af Valentínusardeginum, sem var fagnað í febrúar síðastliðnum eins og venja er.

Muchiri kynntist heimilislausum manni í garði í Nairobi sem heitir Sammy, og gengur einnig undir nafninu Blackie. Ljósmyndarinn spurði hann einfaldlega hvort hann hefði einhvern tímann verið ástfanginn og þá byrjaði Sammy að lýsa kærustu sinni.

Sammy kynntist kærustu sinni á götum Nairobi, en þau eru bæði heimilislaus. Fyrst urðu þau góðir vinir, en vináttan þróaðist síðan í ástarsamband. Sammy talaði svo vel um sína heittelskuðu að Muchiri ákvað að gefa parinu yfirhalningu gegn því að fá að taka af þeim myndir.

Parið fór í hárgreiðslu og förðun og fékk glæný föt til að klæðast, en með myndunum vildi Muchiri koma á framfæri að það sé ekki hægt að dæma bók eftir kápunni.

„Undir skítnum, tötrunum og ófáguðum talsmáta eru fallegir einstaklingar sem myndu þrífast í þessum heimi eins og við hin ef þeir fengju tækifæri til,“ skrifar Muchiri á heimasíðu sína og bætir við:

„Ástin mismunar ekki fólki og hér er sönnun þess.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum úr seríunni en allar myndirnar má skoða á heimasíðu Muchiri.

Myndar einstaka og „ófullkomna“ hunda

|||||||
Jakk fæddist með vanskapaða framfætur.|||||||

Verðlaunaljósmyndarinn Alex Cearns gaf nýverið út bókina Perfect Imperfection – Dog Portraits Of Resilience And Love. Í bókinni eru eingöngu myndir af hundum sem eru „ófullkomnir“ að einhverju leyti.

Sumir hundanna eru blindir, aðrir eru í hjólastól og enn aðrir þjást af mange-sjúkdómnum. Eitt eiga myndirnar sameiginlegt – þær eiga eflaust eftir að kalla fram bros á andlitum margra.

Lady Bug er blind.

„Ástríða mín sem dýraljósmyndara er að fanga þessa yndislegu blíðu sem gerir allar verur dýrmætar og einstakar. Ég elska öll dýr og er þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að mynda þau, en þau sem eru álitin öðruvísi eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Þetta eru hundar sem hafa misst fótlegg, sem fæddust án auga eða eru enn með ör vegna ofbeldis,“ segir Alex í viðtali við Bored Panda.

„Flest dýr sem þjást af sjúkdómum spá ekki í því. Þau aðlaga sig líkama sínum án þess að kvarta og þau lifa af með festu að vopni. Þau halda alltaf áfram og vilja taka þátt í öllu sem þau geta, alveg eins og gæludýr með fulla líkamsfærni,“ bætir hann við.

Alex segir að hugmyndin að bókinni sé komin frá japanska hugtakinu wabi-sabi, eða að sjá fegurð í misbrestum. Hann segir stjörnur bókarinnar, hundana sjálfa, hafa kennt sér margt.

Aryah kramdist í kviði móður sinnar.

„Þrautseigja dýra að yfirstíga erfiðleika kemur mér sífellt á óvart. Þau lifa lífinu til fulls og ég hef lært svo margt af þeim um hvernig er hægt að sjá það jákvæða í öllum aðstæðum og gefast aldrei upp.“

Mya er blind.
Dot missti augað.
Jakk fæddist með vanskapaða framfætur.
Vegemite missti augað.
Reuben og Keisha í hjólastólunum sínum.

Þetta eru lögin sem Ari keppir við í Lissabon

Ari Ólafsson stígur á stokk á stóra Eurovision-sviðinu í Lissabon fyrir Íslands hönd þann 8. maí og flytur lagið sem varð hlutskarpast í Söngvakeppninni, Our Choice.

Á vefsíðunni Eurovision World er Ara hins vegar spáð afleitu gengi, og situr nú í næstseinasta sæti, eða því 42. Í seinasta sæti, samkvæmt vefsíðunni er Slóvenía. Ísrael situr í efsta sæti, Tékkland í öðru og Eistland í því þriðja. Þess má geta að þessi þrjú lög sem spáð er efstu sætunum keppa á móti Ara á fyrra undanúrslitakvöldinu.

Veðbankar hafa hins vegar ekki alltaf rétt fyrir sér og er mikilvægt í keppni sem þessari að kynna sér keppinautinn mjög vel. Því kynnum við hér til leiks öll lögin sem Ari keppir við á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 8. maí, en tíu lönd af nítján komast upp úr riðlinum og beint í aðalkeppnina þann 12. maí.

Sviss

Flytjandi: Zibbz
Lag: Stones

Finnland

Flytjandi: Saara Aalto
Lag: Monsters

Hvíta-Rússland

Flytjandi: Alekseev
Lag: Forever

Búlgaría

Flytjandi: Equinox
Lag: Bones

Austurríki

Flytjandi: Cesár Sampson
Lag: Nobody But You

Litháen

Flytjandi: Ieva Zasimauskaitė
Lag: When We’re Old

Albanía

Flytjandi: Eugent Bushpepa
Lag: Mall

Írland

Flytjandi: Ryan O’Shaughnessy
Lag: Together

Armenía

Flytjandi: Sevak Khanagyan
Lag: Qami

Kýpur

Flytjandi: Eleni Foureira
Lag: Fuego

Tékkland

Flytjandi: Mikolas Josef
Lag: Lie To Me

Belgía

Flytjandi: Sennek
Lag: A Matter of Time

Króatía

Flytjandi: Franka
Lag: Crazy

Aserbaídjan

Flytjandi: Aisel
Lag: X My Heart

Grikkland

Flytjandi: Yianna Terzi
Lag: Oneiro Mou

Ísrael

Flytjandi: Netta Barzilai
Lag: Toy

Eistland

Flytjandi: Elina Nechayeva
Lag: La Forza

Makedónía

Flytjandi: Eye Cue
Lag: Lost And Found

Dásamlegir brúðarkjólar úr bíómyndum

||||||||||||||||||
||||||||||||||||||

Nú eru eflaust margir í óðaönn að undirbúa sumarbrúðkaup, en eitt af því sem fer mestur tími í er að finna fatnað á brúðhjónin fyrir stóra daginn.

Tíska í brúðarkjólum er ansi margbreytileg frá ári til árs og tilvonandi brúðum fallast oft hendur vegna gríðarlegs úrvals af kjólum sem í boði er.

Við ákváðum að kíkja á nokkra goðsagnakennda kjóla úr kvikmyndasögunni og það er aldrei að vita nema þeir veiti einhverjum innblástur.

It Happened One Night, 1934

Claudette Colbert í draumkenndum kjól með stuttum ermum eftir búningahönnuðinn Robert Kalloch.

Bride of Frankenstein, 1935

Hér er Elsa Lanchester í mjög einföldum og stílhreinum kjól með slá eftir Veru West.

Carefree, 1938

Ginger Rogers vakti athygli á hvíta tjaldinu í fallegum kjól eftir búningahönnuðina Edward Stevenson og Howard Greer.

Gone With the Wind, 1939

Margir muna eflaust eftir Vivien Leigh í þessum tilkomumikla kjól eftir búningahönnuðinn Walter Plunkett.

The Father of the Bride, 1950

Elizabeth Taylor í svakalegum kjól eftir búningahönnuðinn Helen Rose.

Gentlemen Prefer Blondes, 1953

Það er erfitt að gleyma Marilyn Monroe í þessum einfalda kjól með fallegri blúndu eftir William Travilla.

The Graduate, 1967

Katharine Ross í klassískum kjól eftir búningahönnuðinn Patricia Zipprodt.

Funny Girl, 1968

Barbra Streisand í síðum kjól með fullt af smáatriðum eftir búningahönnuðinn Irene Sharaff.

Coming to America, 1988

Shari Headley stal senunni í þessum fagurbleika brúðarkjól eftir Deborah Landis.

Father of the Bride, 1991

Kimberly Williams gekk upp að altarinu í hefðbundnum kjól eftir Susan Becker.

Romeo + Juliet, 1996

Brúðarkjóllinn sem Claire Danes klæddist var afar látlaus en hann var hannaður af Catherine Martin.

Emma, 1996

Gwyneth Paltrow var klædd í rómantískan kjól eftir búningahönnuðinn Ruth Myers.

Star Wars: Episode II Attack of the Clones, 2002

Tilkomumikli brúðarkjóllinn sem Natalie Portman klæddist var eftir búningahönnuðinn Trisha Biggar.

Love Actually, 2003

Keira Knightley í einföldum kjól og gollu sem skreytt var með fjöðrum.

Marie Antoinette, 2006

Kirsten Dunst hefur eflaust verið uppgefin eftir tökur í þessum brúðarkjól eftir Milena Canonero.

Sex and the City, 2008

Brúðkaupssenan var jafn dramatísk og kjóllinn sem Sarah Jessica Parker var í eftir tískugoðið Vivienne Westwood.

Bridesmaids, 2011

Atriðið þegar Maya Rudolph klæddist kjól eftir búningahönnuðinn Leesa Evans gleymist seint.

Fifty Shades Freed, 2018

Dakota Johnson í æðislegum kjól eftir Monique Lhuiliier.

Svefnleysi er foreldrunum að kenna

Ný rannsókn sem birt var nýverið í Molecular Psychiatry staðfestir að svefnleysi sé arfgengt, en rannsakendur uppgötvuðu genastökkbreytingu sem ber líklegast ábyrgð á andvökunóttum.

Rannsóknarteymið, sem var leitt af Murray Stein hjá San Diego-háskóla, gerði prófanir og greindi DNA-sýni úr 33 þúsund hermönnum í rannsókninni.

Þátttakendurnir fylltu út stuttan spurningalista til að ákvarða hvort þeir ættu erfitt með svefn eður ei.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að svefnleysi sé að hluta til arfgengt og sé tengt við genastökkbreytingu í sjöunda litningi.

Þá fundu rannsakendur einnig tengsl á milli svefnleysis og annarra andlegra og líkamlegra kvilla, svo sem sykursýki og þunglyndis.

Léttust um rúm 140 kíló og kynlífið er allt annað

Reddit-notandinn apparition88 birti mynd af sér og konu sinni á samfélagsmiðlinum og sagði frá því að þau hefðu saman misst rúm 140 kíló frá því fyrri myndin var tekin og þar til síðari var fönguð á filmu.

Það leið ekki langur tími þar til hann var spurður að því hvernig kynlífið væri eftir að þau léttust svona mikið, og spurði annar Reddit-notandi hvort það væri ekki hundrað sinnum betra.

„Kynlífið var hræðilegt áður,“ skrifar apparition88 og vísar í samlífið þegar fyrri myndin var tekin og hjónin aðeins þyngri.

„Við reyndum (Við vorum í brúðkaupsferðinni okkar á fyrri myndinni). Þetta er meira en nótt og dagur. Það er eins og við séum að læra aftur á líkama okkar (ég hef aldrei verið í heilbrigðri þyngd),“ skrifar hann.

Aðrir notendur á samfélagsmiðlinum hafa skrifað athugasemdir við myndina og hafa deilt sinni persónulegu reynslu og hvernig kynlífið hefur breyst. Flestir eru sammála um að kílóamissir hafi haft jákvæð áhrif á stundirnar í svefnherberginu.

Frystir pylsuvatn fyrir fólk sem hún þolir ekki

Stundum þarf ekki mikið til að kveikja í internetinu eða koma fólki til að hlæja. Gott dæmi um það er meðfylgjandi færsla tístarans Angelu Brisk.

Angela ákvað að deila því með Twitter-samfélaginu að hún frystir vatnið sem pylsur eru soðnar í. Hún breytir vatninu í ísmola og notar þá þegar fólk sem henni er illa við kemur í heimsókn.

Þegar þetta er skrifað er búið að endurtísta færslunni rúmlega 25 þúsund sinnum og búið að líka við hana tæplega sjötíu þúsund sinnum.

Sumir tístarar taka þessu uppátæki Angelu fangnandi og ætla að prófa slíkt hið sama. Aðrir velta því fyrir sér af hverju hún fær fólk í heimsókn sem hún þolir ekki og enn aðrir segja þetta vera eitt hið illkvittnislega sem þeir viti.

Viðbrögð við færslunni má sjá með því að smella á hana hér fyrir neðan:

Kisa klædd í búninga verður heimsfræg á netinu

Stundum getur tilveran verið skrýtin, en í Víetnam er lítill kisi sem heitir Chó og hefur unnið hjörtu og huga heimsins.

Chó er enginn venjulegur köttur. Hann elskar að klæða sig upp í búninga og hanga á Hai Pong-markaðinum með eiganda sínum þar sem þeir selja gestum og gangandi fisk.

Skemmtilega við nafnið hans Chó er að það þýðir í raun hundur, en hann ku hafa fengið það nafn þegar hann var móður eins og hundur þegar eigandi hans fann hann.

Chó er orðinn svo frægur að hann er kominn á Instagram og á hann mörg þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Svo sem ekki skrýtið þar sem hann er yfirnáttúrulega krúttlegur. Sjáiði bara myndirnar:

Hún var kölluð slæm móðir en sagan á bak við myndirnar er svo hjartnæm

|||||
|||||

Hin ástralska Amy Louise hefur þurft að þola fúkyrðaflaum eftir að hún birti myndir af eins árs afmæli sonar síns. Á myndunum sést sonur hennar, Phoenix litli, gæða sér á köku sem lítur út eins og heili, og má segja að á myndunum minni Phoenix um margt á uppvakning.

Amy deildi myndunum á mæðrahópa á Facebook en viðbrögðin komu henni á óvart.

Phoenix fannst kakan greinilega góð.

„Mér var sagt að ég væri slæm móðir, að ég myndi hafa skaðleg áhrif á geðheilsu hans, að hann myndi verða veikur af því að borða kökuna af götunni,“ segir Amy í samtali við Daily Mail.

Vegna þessara athugasemda ákvað Amy að deila söguna um hvernig Phoenix fæddist, en hjarta hans sló ekki þegar hann kom í þennan heim.

Mæðginin.

„Ég man að ég var logandi hrædd en einnig vongóð. Þó að þeir hefðu sagt: Farið með hana á skurðstofuna núna, það finnst enginn hjartsláttur, hugsaði ég að svona hlutir gerast oft. En síðan tóku þeir hann og það var enginn grátur, og hjarta mitt brast. Ég var ekki sorgmædd, ég var reið,“ segir Amy og bætir við:

„Ég vissi að hann var dáinn. Ég vissi að hann var farinn.“

Lifnaði við á Hrekkjavöku

Hún og unnusti hennar, Gary Wilkinson, voru viss um að sonur þeirra væri dáinn, þó læknateymið hefði ekki misst vonina.

Phoenix er heilbrigður í dag.

„Læknirinn kreisti hönd mína til að sýna mér hans tilfinningar en ég var í rusli. Þetta var hræðilegt. Ég sá bara hvíta líkkistu í huganum þegar ég byrjaði að meðtaka hvað hafði gerst.“

Eftir þrettán mínútur gerðist hið ótrúlega – Phoenix dró andann í fyrsta sinn utan kviðsins.

Skemmtileg mynd.

„Þetta voru lengstu og hræðilegustu þrettán mínútur lífs míns. Heimurinn hvarf þegar ég hélt á honum í fyrsta sinn,“ segir Amy. Hún segir að öll þessi saga hafi verið innblástur fyrir afmælismyndatökuna, en Phoenix fæddist þann 31. október, á sjálfri Hrekkjavökunni.

„Hvað er betra en kaka með uppvakningaþema fyrir lítinn dreng sem var úrskurðaður látinn en lifnaði síðan við á undraverðan hátt á Hrekkjavöku?“

Phoenix minnir á uppvakning á myndunum.

Fær tvo og hálfan milljarð fyrir American Idol

Nýja serían af hæfileikaþættinum American Idol var frumsýnd í gær, sunnudaginn 11. mars, vestan hafs. Til að endurvekja þetta góða vörumerki, sem hefur legið í dvala síðustu tvö árin, var ákveðið að ráða þrjá, nýja dómara.

Tónlistarkonan Katy Perry var fyrsta manneskjan til að ráða sig í dómarastöðu í þættinum, en samkvæmt frétt Page Six fær Katy 25 milljónir dollara fyrir þáttaröðina, eða um tvo og hálfan milljarð króna.

Hinir tveir dómararnir eru kántrísöngvarinn Luke Bryan og tónlistarmaðurinn Lionel Richie, en þeir fá hins vegar aðeins um sjö milljónir dollara hvor í sinn vasa, eða um sjö hundruð milljónir króna.

Þessi launamunur hefur farið illa ofan í þá Luke og Lionel, en upprunalega voru þeim aðeins boðnar 250 milljónir króna hvor fyrir hlutverk sín í þáttunum samkvæmt frétt Page Six. Vegna þessara deilna var ekki hægt að tilkynna hverjir nýir dómarar væru fyrr en nýlega.

Í fréttinni kemur einnig fram að Ryan Seacrest, sem hefur verið kynnir þáttanna frá upphafi, fái fimmtán milljónir dollara í sinn hlut fyrir þáttaröðina, eða um einn og hálfan milljarð króna.

„Ég hef aldrei verið rétta konan“

Tennisstjarnan Serena Williams er stjarnan í nýrri auglýsingu fyrir Nike sem heitir Until We All Win. Í auglýsingunni fer Serena yfir það hvaða mótlæti hún hefur mætt á leið sinni á toppinn.

„Ég hef aldrei verið rétta konan,“ heyrist rödd Serenu segja í byrjun auglýsingarinnar er myndir af henni á tennisvellinum birtast ein af annarri.

„Of stór og of sjálfsörugg. Of illskeytt ef ég brosi ekki. Of svört fyrir hvítu tennisfötin. Of metnaðarfull fyrir móðurhlutverkið. En ég sanna, aftur og aftur, að það er engin röng leið til að vera kona.“

Það má með sanni segja að auglýsingin hafi slegið í gegn, en hér fyrir neðan má sjá viðbrögð við henni á Twitter:

Héldu svakalegt steypiboð fyrir ófædda dóttur sína

|
Pet-Commerce|

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian og körfuboltagoðið Tristan Thompson héldu steypiboð fyrir ófædda dóttur sína síðustu helgi. Verður þetta fyrsta barn parsins saman, en Tristan á eitt barn fyrir með fyrrverandi kærustu sinni, Jordan Craig.

? Magical moments with the most magical women! I’ll forever be in love with YOU! ?

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Það má með sanni segja að bleiki liturinn hafi verið ríkjandi í boðinu, sem var haldið á glæsihótelinu Bel-Air í Los Angeles.

Í boðinu var til dæmis meira en nóg af bleikum blöðrum, risastórir fílar, sérgert neonskilti sem á stóð Baby Thompson og gullfallegar einhyrningakökur.

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Óljóst er hvað herlegheitin kostuðu en að sjálfsögðu var allt Kardsahian-Jenner-klanið mætt, systurnar Kim, Kourtney, Kendall og Kylie og móðir þeirra, Kris Jenner.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þessu glæsilega steypiboði.

„Ég hef ekki stundað kynlíf í mjög langan tíma“

Leikkonan Jennifer Lawrence var í viðtali við breska miðilinn The Sun fyrir stuttu til að kynna nýjustu mynd sína, Red Sparrow.

Viðtalið var að hluta til mjög persónulegt, en í því sagðist Jennifer ekki vera hrifin af skyndikynnum.

„Ég er ekki í sambandi. Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekki stundað kynlíf í mjög langan tíma. Ég tala alltaf eins og mig langi í typpi en sannleikurinn er sá að þegar ég horfi til baka yfir kynlífssögu mína þá var kynlífið alltaf með kærustum,“ segir Jennifer, sem hræðist sýkla.

„Ég er líka sýklafælin. Ég hefur lifað svona lengi án kynsjúkdóms. Typpi eru hættuleg,“ segir hún og bætir við að tilvonandi bólfélagar þurfi að fara í læknisskoðun áður en þeir leggist með leikkonunni.

„Ef ég gæti hugsanlega fengið kynsjúkdóm þá væru læknar örugglega búnir að koma að málinu. Ég er það sýklafælin.“

Endurgera atriði úr verðlaunamyndum með æðislegum árangri

|||||||||||
|||||||||||

Maggie Storino og börnin hennar þrjú hafa stundað það síðustu ár að endurgera atriði úr Óskarsverðlaunamyndum. Myndaseríuna kallar Maggie einfaldlega Don’t call me Oscar.

Það má með sanni segja að þessar myndir séu algjörlega stórkostlegar. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum en á vefsíðu Bored Panda má sjá fleiri.

The Post

Manchester by the Sea

American Hustle

Life of Pi

La La Land

Birdman

Three Billboards outside of Ebbing, Missouri

The Wolf of Wall Street

Zero Dark Thirty

The Revenant

Shape of Water

Þáttur sem fjallar eingöngu um mistök í eldhúsinu

Nýi þátturinn á Netflix, Nailed It, fjallar eingöngu um fólk sem reynir að endurgera fallega rétti sem það hefur skoðað á internetinu, til dæmis á Pinterest, með misgóðum árangri.

Þættinum er stýrt af spéfuglinum og leikkonunni Nicole Byer og þið eiginlega verðið að horfa á stiklu fyrir þáttinn hér fyrir neðan. Við vitum ekki með ykkur, en við erum mjög spennt að horfa á þennan spaugilega þátt.

„Fannst ég hafa sigrað heiminn“

Hlaupin uppspretta gleði, endorfíns og nýrra félaga.

Helga Þóra hefur tekið þátt í mörgum af mest krefjandi fjallahlaupum heims.

Helga Þóra Jónasdóttir, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfuninni Afli, byrjaði að hlaupa árið 2004 og fjalla- og utanvega hlaupin fönguðu hana fimm árum seinna. Hún hefur tekið þátt í mörgum af erfiðustu fjallahlaupum í heimi meðal annars í Ölpunum.

„Ég byrjaði að æfa reglubundið snemma árið 2008 en þá skráði ég mig í New York-maraþonið sem er haldið í byrjun nóvember ár hvert. Þá alveg grunlaus um hvað utanvega- og fjallahlaup væru. En kærastinn minn, sambýlismaður í dag, kom þeirri hugmynd að mér um vorið þegar hann nefndi að Laugavegshlaupið væri spennandi kostur sem keppnishlaup. Hann hefur alltaf sýnt hlaupunum mínum mikinn áhuga og verið einn af mínum dyggustu stuðningsmönnum. Mér fannst hann algjörlega léttgeggjaður og rúmlega það enda hafði lengsta keppnishlaupið mitt á þessum tímapunkti verið hálft maraþon. Mér fannst galið að taka þátt í 55 kílómetra hlaupi á hálendinu áður en ég reyndi við maraþonvegalengd sem er rétt rúmir 42 km. Það fór nú samt þannig að tveimur dögum seinna skráði ég mig í Laugavegshlaupið, æfði samviskusamlega næstu vikurnar og kláraði hlaupið. Og þótt það hljómi dramatískt þá gerðist eitthvað í þessu hlaupi, mér fannst svo mergjað að hlaupa úti í náttúrunni, nánast í afdölum, og geta farið svona langt án þess að ganga af mér dauðri. Fyrir utan náttúrufegurðina sem ég hafði aldrei kynnst á þessum slóðum. Mér fannst ég hafa sigrað heiminn.“

Skemmtilegt og fræðandi viðtal er við Helgu Þóru í 10. tbl. Vikunnar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Innblástur frá þúfum og blómum

GPS-punktur fylgir hverjum kolli.

„Spot-kollarnir eru unnir út frá myndum sem ég tek í náttúrunni, til dæmis af þúfum og blómum, og ég vinn verkið undir áhrifum sem ég upplifi við hverja mynd.“

Þóra Björk Schram, listakona og hönnuður, hefur undanfarin ár unnið í textíl og meðal annars handþrykkt og handlitað púða sem henni þykir gaman að vinna við. Nýjasta verkefnið hennar eru Spot Iceland-kollarnir sem hún gerir í samvinnu við Ólaf Þór Erlendsson, húsgagna- og innanhússarkitekt.

„Spot-kollarnir eru unnir út frá myndum sem ég tek í náttúrunni, til dæmis af þúfum og blómum, og ég vinn verkið undir áhrifum sem ég upplifi við hverja mynd. Myndin er skráð með GPS-punkti og fylgir sá punktur hverjum kolli þannig að hægt er að leita uppi staðinn sem ég vann Spot-kollinn út frá. Þetta er því hönnun með sögu því viðkomandi getur séð innblásturinn að sínum kolli í náttúrunni,“ segir Þóra Björk sem undirbýr sig nú á fullu fyrir HönnunarMars. Hún og Ólafur Þór eru í samstarfi við Icelandic Lamb sem hafa sýnt kollunum mikinn áhuga þar sem þeir eru unnir úr íslenskri ull.

Viðtal við Þóru Björk er í 10. tölublaði Vikunnar. 

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir

 

 

 

 

„Hefst þá einhvers konar tæling“

Í ársbyrjun sendu íþróttakonur frá sér yfirlýsingu í tengslum við metoo-byltinguna undir yfirskriftinni Jöfnum leikinn. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sem bættust þar með í hóp þúsunda íslenskra kvenna úr hinum ýmsu starfsstéttum sem hafa sagt stopp við kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, er ein af forsprökkum hópsins. Hún hefur unnið mikið með þolendum ofbeldis í starfi sínum sem félagsráðgjafi auk þess sem hún á sjálf afar erfiða lífsreynslu að baki.

Eins og svo margar konur á Hafdís Inga fleiri en eina sögu af kynferðislegri áreitni og ofbeldi en ein er sýnu alvarlegri.

„Ég var sextán ára í bænum að skemmta mér. Ég var auðvitað frekar ung til að vera þar en þetta tíðkaðist alveg á þessum tíma. Handboltaliðið mitt hafði farið saman að skemmta sér. Ég var þó lítið fyrir áfengi og drakk aldrei mikið.“

Hafdís Inga varð viðskila við liðsfélaga sína og endaði ein í bænum. Þá hitti hún félaga sinn úr Hafnarfirði og slóst í för með honum og vinum hans. Þau röltu upp Laugaveginn og enduðu í heimapartíi. „Í partíinu var einnig landsliðsmaður sem spilaði sömu stöðu og ég. Hann var níu árum eldri og ég vissi alveg hver hann var. Á þessum tíma vorum við með gott landslið sem gekk vel á stórmótum og landsliðsmennirnir voru hetjur þjóðarinnar.

Ég sat á sófanum og var svolítið feimin í þessum aðstæðum, en mér leið ekki illa. Næsta sem ég veit hefst einhvers konar tæling. Hann byrjaði að tala við mig og ég man að hann spurði mig upp úr þurru hvort ég væri á pillunni,“ segir Hafdís Inga og bætir við í kaldhæðni, „svona eins og maður gerir.“

Ítarlegt viðtal við Hafdísi er í 10. tbl. Vikunnar. 

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Giftu sig á Íslandi og elska landið

||||||||
||||||||

Maja og Patrick eru hugfangin af Íslandi þannig að þegar þau ákváðu að gifta sig voru þau staðráðin í því að ganga í það heilaga hér á landi.

„Það var ómögulegt að bjóða öllum þar sem fjölskyldur okkar eru dreifðar um allan heim (Í Kína, Þýskalandi og Bretlandi) þannig að lítil athöfn og veisla virtist vera sanngjarnasta leiðin,“ segja hjónin í viðtali við vefmiðilinn Popsugar.

Með greininni fylgja fallegar brúðkaupsmyndir af hjónunum, sem teknar voru af M&J Studios, og virðast þau hafa ferðast um suðurströndina þvera og endilanga til að taka myndir, meðal annars við Skógafoss og í Reynisfjöru.

„Ísland var hinn fullkomni staður,“ segja hjónin og bæta við að þau séu búin að plana aðra Íslandsheimsókn.

„Við getum ekki beðið eftir því að koma aftur.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum sem teknar voru á brúðkaupsdaginn, en fleiri myndir má sjá á Popsugar.

Myndir / M&J Studios

Birti myndband á Instagram rétt áður en þyrlan hrapaði

Trevor Cardigan, einn af þeim sem lést í hræðilegu þyrluslysi í New York síðasta sunnudag, virðist hafa sett myndband af sér og vinum sínum í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði.

Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, setti hann í Instagram-sögu sína samkvæmt frétt New York Daily News, en í því má sjá vinina í þyrlunni er hún tekur á loft.

Stuttu eftir að myndbandið var tekið skall þyrlan í Austurá í New York og komst flugmaðurinn einn lífs af. Auk Trevors, sem var 26 ára, létust fjórir aðrir farþegar í þyrlunni, þau Daniel Thompson, 34 ára, Tristan Hill, 29 ára, Brian McDaniel, 26 ára og Carla Vallejos-Blanco, 29 ára.

Björgunaraðgerðir reyndust mjög erfiðar þar sem veður var slæmt og allir farþegar vel festir í belti. Því var erfitt að ná þeim úr þyrlunni. Að sögn þyrluflugmannsins lenti farangur eins farþegans á neyðarhnappi í þyrlunni og slökkti þar með á eldsneytisflæðinu.

Þyrlan var á vegum fyrirtækisins Liberty, en þetta er þriðja slysið sem tengist þeim á ellefu árum. Því hefur verið kallað eftir að Bandaríska flugmálaeftirlitið endurskoði réttindi fyrirtækisins til starfa á meðan farið er ítarlega yfir öryggismál hjá fyrirtækinu.

Breytti heimilislausu fólki í fyrirsætur

|||||||||
|||||||||

Ljósmyndari frá Nairobi í Kenýa, sem gengur undir nafninu Muchiri Frames, ákvað að búa til mjög sérstaka ljósmyndaseríu í tilefni af Valentínusardeginum, sem var fagnað í febrúar síðastliðnum eins og venja er.

Muchiri kynntist heimilislausum manni í garði í Nairobi sem heitir Sammy, og gengur einnig undir nafninu Blackie. Ljósmyndarinn spurði hann einfaldlega hvort hann hefði einhvern tímann verið ástfanginn og þá byrjaði Sammy að lýsa kærustu sinni.

Sammy kynntist kærustu sinni á götum Nairobi, en þau eru bæði heimilislaus. Fyrst urðu þau góðir vinir, en vináttan þróaðist síðan í ástarsamband. Sammy talaði svo vel um sína heittelskuðu að Muchiri ákvað að gefa parinu yfirhalningu gegn því að fá að taka af þeim myndir.

Parið fór í hárgreiðslu og förðun og fékk glæný föt til að klæðast, en með myndunum vildi Muchiri koma á framfæri að það sé ekki hægt að dæma bók eftir kápunni.

„Undir skítnum, tötrunum og ófáguðum talsmáta eru fallegir einstaklingar sem myndu þrífast í þessum heimi eins og við hin ef þeir fengju tækifæri til,“ skrifar Muchiri á heimasíðu sína og bætir við:

„Ástin mismunar ekki fólki og hér er sönnun þess.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum úr seríunni en allar myndirnar má skoða á heimasíðu Muchiri.

Myndar einstaka og „ófullkomna“ hunda

|||||||
Jakk fæddist með vanskapaða framfætur.|||||||

Verðlaunaljósmyndarinn Alex Cearns gaf nýverið út bókina Perfect Imperfection – Dog Portraits Of Resilience And Love. Í bókinni eru eingöngu myndir af hundum sem eru „ófullkomnir“ að einhverju leyti.

Sumir hundanna eru blindir, aðrir eru í hjólastól og enn aðrir þjást af mange-sjúkdómnum. Eitt eiga myndirnar sameiginlegt – þær eiga eflaust eftir að kalla fram bros á andlitum margra.

Lady Bug er blind.

„Ástríða mín sem dýraljósmyndara er að fanga þessa yndislegu blíðu sem gerir allar verur dýrmætar og einstakar. Ég elska öll dýr og er þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að mynda þau, en þau sem eru álitin öðruvísi eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Þetta eru hundar sem hafa misst fótlegg, sem fæddust án auga eða eru enn með ör vegna ofbeldis,“ segir Alex í viðtali við Bored Panda.

„Flest dýr sem þjást af sjúkdómum spá ekki í því. Þau aðlaga sig líkama sínum án þess að kvarta og þau lifa af með festu að vopni. Þau halda alltaf áfram og vilja taka þátt í öllu sem þau geta, alveg eins og gæludýr með fulla líkamsfærni,“ bætir hann við.

Alex segir að hugmyndin að bókinni sé komin frá japanska hugtakinu wabi-sabi, eða að sjá fegurð í misbrestum. Hann segir stjörnur bókarinnar, hundana sjálfa, hafa kennt sér margt.

Aryah kramdist í kviði móður sinnar.

„Þrautseigja dýra að yfirstíga erfiðleika kemur mér sífellt á óvart. Þau lifa lífinu til fulls og ég hef lært svo margt af þeim um hvernig er hægt að sjá það jákvæða í öllum aðstæðum og gefast aldrei upp.“

Mya er blind.
Dot missti augað.
Jakk fæddist með vanskapaða framfætur.
Vegemite missti augað.
Reuben og Keisha í hjólastólunum sínum.

Þetta eru lögin sem Ari keppir við í Lissabon

Ari Ólafsson stígur á stokk á stóra Eurovision-sviðinu í Lissabon fyrir Íslands hönd þann 8. maí og flytur lagið sem varð hlutskarpast í Söngvakeppninni, Our Choice.

Á vefsíðunni Eurovision World er Ara hins vegar spáð afleitu gengi, og situr nú í næstseinasta sæti, eða því 42. Í seinasta sæti, samkvæmt vefsíðunni er Slóvenía. Ísrael situr í efsta sæti, Tékkland í öðru og Eistland í því þriðja. Þess má geta að þessi þrjú lög sem spáð er efstu sætunum keppa á móti Ara á fyrra undanúrslitakvöldinu.

Veðbankar hafa hins vegar ekki alltaf rétt fyrir sér og er mikilvægt í keppni sem þessari að kynna sér keppinautinn mjög vel. Því kynnum við hér til leiks öll lögin sem Ari keppir við á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 8. maí, en tíu lönd af nítján komast upp úr riðlinum og beint í aðalkeppnina þann 12. maí.

Sviss

Flytjandi: Zibbz
Lag: Stones

Finnland

Flytjandi: Saara Aalto
Lag: Monsters

Hvíta-Rússland

Flytjandi: Alekseev
Lag: Forever

Búlgaría

Flytjandi: Equinox
Lag: Bones

Austurríki

Flytjandi: Cesár Sampson
Lag: Nobody But You

Litháen

Flytjandi: Ieva Zasimauskaitė
Lag: When We’re Old

Albanía

Flytjandi: Eugent Bushpepa
Lag: Mall

Írland

Flytjandi: Ryan O’Shaughnessy
Lag: Together

Armenía

Flytjandi: Sevak Khanagyan
Lag: Qami

Kýpur

Flytjandi: Eleni Foureira
Lag: Fuego

Tékkland

Flytjandi: Mikolas Josef
Lag: Lie To Me

Belgía

Flytjandi: Sennek
Lag: A Matter of Time

Króatía

Flytjandi: Franka
Lag: Crazy

Aserbaídjan

Flytjandi: Aisel
Lag: X My Heart

Grikkland

Flytjandi: Yianna Terzi
Lag: Oneiro Mou

Ísrael

Flytjandi: Netta Barzilai
Lag: Toy

Eistland

Flytjandi: Elina Nechayeva
Lag: La Forza

Makedónía

Flytjandi: Eye Cue
Lag: Lost And Found

Dásamlegir brúðarkjólar úr bíómyndum

||||||||||||||||||
||||||||||||||||||

Nú eru eflaust margir í óðaönn að undirbúa sumarbrúðkaup, en eitt af því sem fer mestur tími í er að finna fatnað á brúðhjónin fyrir stóra daginn.

Tíska í brúðarkjólum er ansi margbreytileg frá ári til árs og tilvonandi brúðum fallast oft hendur vegna gríðarlegs úrvals af kjólum sem í boði er.

Við ákváðum að kíkja á nokkra goðsagnakennda kjóla úr kvikmyndasögunni og það er aldrei að vita nema þeir veiti einhverjum innblástur.

It Happened One Night, 1934

Claudette Colbert í draumkenndum kjól með stuttum ermum eftir búningahönnuðinn Robert Kalloch.

Bride of Frankenstein, 1935

Hér er Elsa Lanchester í mjög einföldum og stílhreinum kjól með slá eftir Veru West.

Carefree, 1938

Ginger Rogers vakti athygli á hvíta tjaldinu í fallegum kjól eftir búningahönnuðina Edward Stevenson og Howard Greer.

Gone With the Wind, 1939

Margir muna eflaust eftir Vivien Leigh í þessum tilkomumikla kjól eftir búningahönnuðinn Walter Plunkett.

The Father of the Bride, 1950

Elizabeth Taylor í svakalegum kjól eftir búningahönnuðinn Helen Rose.

Gentlemen Prefer Blondes, 1953

Það er erfitt að gleyma Marilyn Monroe í þessum einfalda kjól með fallegri blúndu eftir William Travilla.

The Graduate, 1967

Katharine Ross í klassískum kjól eftir búningahönnuðinn Patricia Zipprodt.

Funny Girl, 1968

Barbra Streisand í síðum kjól með fullt af smáatriðum eftir búningahönnuðinn Irene Sharaff.

Coming to America, 1988

Shari Headley stal senunni í þessum fagurbleika brúðarkjól eftir Deborah Landis.

Father of the Bride, 1991

Kimberly Williams gekk upp að altarinu í hefðbundnum kjól eftir Susan Becker.

Romeo + Juliet, 1996

Brúðarkjóllinn sem Claire Danes klæddist var afar látlaus en hann var hannaður af Catherine Martin.

Emma, 1996

Gwyneth Paltrow var klædd í rómantískan kjól eftir búningahönnuðinn Ruth Myers.

Star Wars: Episode II Attack of the Clones, 2002

Tilkomumikli brúðarkjóllinn sem Natalie Portman klæddist var eftir búningahönnuðinn Trisha Biggar.

Love Actually, 2003

Keira Knightley í einföldum kjól og gollu sem skreytt var með fjöðrum.

Marie Antoinette, 2006

Kirsten Dunst hefur eflaust verið uppgefin eftir tökur í þessum brúðarkjól eftir Milena Canonero.

Sex and the City, 2008

Brúðkaupssenan var jafn dramatísk og kjóllinn sem Sarah Jessica Parker var í eftir tískugoðið Vivienne Westwood.

Bridesmaids, 2011

Atriðið þegar Maya Rudolph klæddist kjól eftir búningahönnuðinn Leesa Evans gleymist seint.

Fifty Shades Freed, 2018

Dakota Johnson í æðislegum kjól eftir Monique Lhuiliier.

Svefnleysi er foreldrunum að kenna

Ný rannsókn sem birt var nýverið í Molecular Psychiatry staðfestir að svefnleysi sé arfgengt, en rannsakendur uppgötvuðu genastökkbreytingu sem ber líklegast ábyrgð á andvökunóttum.

Rannsóknarteymið, sem var leitt af Murray Stein hjá San Diego-háskóla, gerði prófanir og greindi DNA-sýni úr 33 þúsund hermönnum í rannsókninni.

Þátttakendurnir fylltu út stuttan spurningalista til að ákvarða hvort þeir ættu erfitt með svefn eður ei.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að svefnleysi sé að hluta til arfgengt og sé tengt við genastökkbreytingu í sjöunda litningi.

Þá fundu rannsakendur einnig tengsl á milli svefnleysis og annarra andlegra og líkamlegra kvilla, svo sem sykursýki og þunglyndis.

Léttust um rúm 140 kíló og kynlífið er allt annað

Reddit-notandinn apparition88 birti mynd af sér og konu sinni á samfélagsmiðlinum og sagði frá því að þau hefðu saman misst rúm 140 kíló frá því fyrri myndin var tekin og þar til síðari var fönguð á filmu.

Það leið ekki langur tími þar til hann var spurður að því hvernig kynlífið væri eftir að þau léttust svona mikið, og spurði annar Reddit-notandi hvort það væri ekki hundrað sinnum betra.

„Kynlífið var hræðilegt áður,“ skrifar apparition88 og vísar í samlífið þegar fyrri myndin var tekin og hjónin aðeins þyngri.

„Við reyndum (Við vorum í brúðkaupsferðinni okkar á fyrri myndinni). Þetta er meira en nótt og dagur. Það er eins og við séum að læra aftur á líkama okkar (ég hef aldrei verið í heilbrigðri þyngd),“ skrifar hann.

Aðrir notendur á samfélagsmiðlinum hafa skrifað athugasemdir við myndina og hafa deilt sinni persónulegu reynslu og hvernig kynlífið hefur breyst. Flestir eru sammála um að kílóamissir hafi haft jákvæð áhrif á stundirnar í svefnherberginu.

Frystir pylsuvatn fyrir fólk sem hún þolir ekki

Stundum þarf ekki mikið til að kveikja í internetinu eða koma fólki til að hlæja. Gott dæmi um það er meðfylgjandi færsla tístarans Angelu Brisk.

Angela ákvað að deila því með Twitter-samfélaginu að hún frystir vatnið sem pylsur eru soðnar í. Hún breytir vatninu í ísmola og notar þá þegar fólk sem henni er illa við kemur í heimsókn.

Þegar þetta er skrifað er búið að endurtísta færslunni rúmlega 25 þúsund sinnum og búið að líka við hana tæplega sjötíu þúsund sinnum.

Sumir tístarar taka þessu uppátæki Angelu fangnandi og ætla að prófa slíkt hið sama. Aðrir velta því fyrir sér af hverju hún fær fólk í heimsókn sem hún þolir ekki og enn aðrir segja þetta vera eitt hið illkvittnislega sem þeir viti.

Viðbrögð við færslunni má sjá með því að smella á hana hér fyrir neðan:

Kisa klædd í búninga verður heimsfræg á netinu

Stundum getur tilveran verið skrýtin, en í Víetnam er lítill kisi sem heitir Chó og hefur unnið hjörtu og huga heimsins.

Chó er enginn venjulegur köttur. Hann elskar að klæða sig upp í búninga og hanga á Hai Pong-markaðinum með eiganda sínum þar sem þeir selja gestum og gangandi fisk.

Skemmtilega við nafnið hans Chó er að það þýðir í raun hundur, en hann ku hafa fengið það nafn þegar hann var móður eins og hundur þegar eigandi hans fann hann.

Chó er orðinn svo frægur að hann er kominn á Instagram og á hann mörg þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Svo sem ekki skrýtið þar sem hann er yfirnáttúrulega krúttlegur. Sjáiði bara myndirnar:

Hún var kölluð slæm móðir en sagan á bak við myndirnar er svo hjartnæm

|||||
|||||

Hin ástralska Amy Louise hefur þurft að þola fúkyrðaflaum eftir að hún birti myndir af eins árs afmæli sonar síns. Á myndunum sést sonur hennar, Phoenix litli, gæða sér á köku sem lítur út eins og heili, og má segja að á myndunum minni Phoenix um margt á uppvakning.

Amy deildi myndunum á mæðrahópa á Facebook en viðbrögðin komu henni á óvart.

Phoenix fannst kakan greinilega góð.

„Mér var sagt að ég væri slæm móðir, að ég myndi hafa skaðleg áhrif á geðheilsu hans, að hann myndi verða veikur af því að borða kökuna af götunni,“ segir Amy í samtali við Daily Mail.

Vegna þessara athugasemda ákvað Amy að deila söguna um hvernig Phoenix fæddist, en hjarta hans sló ekki þegar hann kom í þennan heim.

Mæðginin.

„Ég man að ég var logandi hrædd en einnig vongóð. Þó að þeir hefðu sagt: Farið með hana á skurðstofuna núna, það finnst enginn hjartsláttur, hugsaði ég að svona hlutir gerast oft. En síðan tóku þeir hann og það var enginn grátur, og hjarta mitt brast. Ég var ekki sorgmædd, ég var reið,“ segir Amy og bætir við:

„Ég vissi að hann var dáinn. Ég vissi að hann var farinn.“

Lifnaði við á Hrekkjavöku

Hún og unnusti hennar, Gary Wilkinson, voru viss um að sonur þeirra væri dáinn, þó læknateymið hefði ekki misst vonina.

Phoenix er heilbrigður í dag.

„Læknirinn kreisti hönd mína til að sýna mér hans tilfinningar en ég var í rusli. Þetta var hræðilegt. Ég sá bara hvíta líkkistu í huganum þegar ég byrjaði að meðtaka hvað hafði gerst.“

Eftir þrettán mínútur gerðist hið ótrúlega – Phoenix dró andann í fyrsta sinn utan kviðsins.

Skemmtileg mynd.

„Þetta voru lengstu og hræðilegustu þrettán mínútur lífs míns. Heimurinn hvarf þegar ég hélt á honum í fyrsta sinn,“ segir Amy. Hún segir að öll þessi saga hafi verið innblástur fyrir afmælismyndatökuna, en Phoenix fæddist þann 31. október, á sjálfri Hrekkjavökunni.

„Hvað er betra en kaka með uppvakningaþema fyrir lítinn dreng sem var úrskurðaður látinn en lifnaði síðan við á undraverðan hátt á Hrekkjavöku?“

Phoenix minnir á uppvakning á myndunum.

Fær tvo og hálfan milljarð fyrir American Idol

Nýja serían af hæfileikaþættinum American Idol var frumsýnd í gær, sunnudaginn 11. mars, vestan hafs. Til að endurvekja þetta góða vörumerki, sem hefur legið í dvala síðustu tvö árin, var ákveðið að ráða þrjá, nýja dómara.

Tónlistarkonan Katy Perry var fyrsta manneskjan til að ráða sig í dómarastöðu í þættinum, en samkvæmt frétt Page Six fær Katy 25 milljónir dollara fyrir þáttaröðina, eða um tvo og hálfan milljarð króna.

Hinir tveir dómararnir eru kántrísöngvarinn Luke Bryan og tónlistarmaðurinn Lionel Richie, en þeir fá hins vegar aðeins um sjö milljónir dollara hvor í sinn vasa, eða um sjö hundruð milljónir króna.

Þessi launamunur hefur farið illa ofan í þá Luke og Lionel, en upprunalega voru þeim aðeins boðnar 250 milljónir króna hvor fyrir hlutverk sín í þáttunum samkvæmt frétt Page Six. Vegna þessara deilna var ekki hægt að tilkynna hverjir nýir dómarar væru fyrr en nýlega.

Í fréttinni kemur einnig fram að Ryan Seacrest, sem hefur verið kynnir þáttanna frá upphafi, fái fimmtán milljónir dollara í sinn hlut fyrir þáttaröðina, eða um einn og hálfan milljarð króna.

„Ég hef aldrei verið rétta konan“

Tennisstjarnan Serena Williams er stjarnan í nýrri auglýsingu fyrir Nike sem heitir Until We All Win. Í auglýsingunni fer Serena yfir það hvaða mótlæti hún hefur mætt á leið sinni á toppinn.

„Ég hef aldrei verið rétta konan,“ heyrist rödd Serenu segja í byrjun auglýsingarinnar er myndir af henni á tennisvellinum birtast ein af annarri.

„Of stór og of sjálfsörugg. Of illskeytt ef ég brosi ekki. Of svört fyrir hvítu tennisfötin. Of metnaðarfull fyrir móðurhlutverkið. En ég sanna, aftur og aftur, að það er engin röng leið til að vera kona.“

Það má með sanni segja að auglýsingin hafi slegið í gegn, en hér fyrir neðan má sjá viðbrögð við henni á Twitter:

Héldu svakalegt steypiboð fyrir ófædda dóttur sína

|
Pet-Commerce|

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian og körfuboltagoðið Tristan Thompson héldu steypiboð fyrir ófædda dóttur sína síðustu helgi. Verður þetta fyrsta barn parsins saman, en Tristan á eitt barn fyrir með fyrrverandi kærustu sinni, Jordan Craig.

? Magical moments with the most magical women! I’ll forever be in love with YOU! ?

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Það má með sanni segja að bleiki liturinn hafi verið ríkjandi í boðinu, sem var haldið á glæsihótelinu Bel-Air í Los Angeles.

Í boðinu var til dæmis meira en nóg af bleikum blöðrum, risastórir fílar, sérgert neonskilti sem á stóð Baby Thompson og gullfallegar einhyrningakökur.

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Óljóst er hvað herlegheitin kostuðu en að sjálfsögðu var allt Kardsahian-Jenner-klanið mætt, systurnar Kim, Kourtney, Kendall og Kylie og móðir þeirra, Kris Jenner.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þessu glæsilega steypiboði.

„Ég hef ekki stundað kynlíf í mjög langan tíma“

Leikkonan Jennifer Lawrence var í viðtali við breska miðilinn The Sun fyrir stuttu til að kynna nýjustu mynd sína, Red Sparrow.

Viðtalið var að hluta til mjög persónulegt, en í því sagðist Jennifer ekki vera hrifin af skyndikynnum.

„Ég er ekki í sambandi. Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekki stundað kynlíf í mjög langan tíma. Ég tala alltaf eins og mig langi í typpi en sannleikurinn er sá að þegar ég horfi til baka yfir kynlífssögu mína þá var kynlífið alltaf með kærustum,“ segir Jennifer, sem hræðist sýkla.

„Ég er líka sýklafælin. Ég hefur lifað svona lengi án kynsjúkdóms. Typpi eru hættuleg,“ segir hún og bætir við að tilvonandi bólfélagar þurfi að fara í læknisskoðun áður en þeir leggist með leikkonunni.

„Ef ég gæti hugsanlega fengið kynsjúkdóm þá væru læknar örugglega búnir að koma að málinu. Ég er það sýklafælin.“

Endurgera atriði úr verðlaunamyndum með æðislegum árangri

|||||||||||
|||||||||||

Maggie Storino og börnin hennar þrjú hafa stundað það síðustu ár að endurgera atriði úr Óskarsverðlaunamyndum. Myndaseríuna kallar Maggie einfaldlega Don’t call me Oscar.

Það má með sanni segja að þessar myndir séu algjörlega stórkostlegar. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum en á vefsíðu Bored Panda má sjá fleiri.

The Post

Manchester by the Sea

American Hustle

Life of Pi

La La Land

Birdman

Three Billboards outside of Ebbing, Missouri

The Wolf of Wall Street

Zero Dark Thirty

The Revenant

Shape of Water

Þáttur sem fjallar eingöngu um mistök í eldhúsinu

Nýi þátturinn á Netflix, Nailed It, fjallar eingöngu um fólk sem reynir að endurgera fallega rétti sem það hefur skoðað á internetinu, til dæmis á Pinterest, með misgóðum árangri.

Þættinum er stýrt af spéfuglinum og leikkonunni Nicole Byer og þið eiginlega verðið að horfa á stiklu fyrir þáttinn hér fyrir neðan. Við vitum ekki með ykkur, en við erum mjög spennt að horfa á þennan spaugilega þátt.

„Fannst ég hafa sigrað heiminn“

Hlaupin uppspretta gleði, endorfíns og nýrra félaga.

Helga Þóra hefur tekið þátt í mörgum af mest krefjandi fjallahlaupum heims.

Helga Þóra Jónasdóttir, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfuninni Afli, byrjaði að hlaupa árið 2004 og fjalla- og utanvega hlaupin fönguðu hana fimm árum seinna. Hún hefur tekið þátt í mörgum af erfiðustu fjallahlaupum í heimi meðal annars í Ölpunum.

„Ég byrjaði að æfa reglubundið snemma árið 2008 en þá skráði ég mig í New York-maraþonið sem er haldið í byrjun nóvember ár hvert. Þá alveg grunlaus um hvað utanvega- og fjallahlaup væru. En kærastinn minn, sambýlismaður í dag, kom þeirri hugmynd að mér um vorið þegar hann nefndi að Laugavegshlaupið væri spennandi kostur sem keppnishlaup. Hann hefur alltaf sýnt hlaupunum mínum mikinn áhuga og verið einn af mínum dyggustu stuðningsmönnum. Mér fannst hann algjörlega léttgeggjaður og rúmlega það enda hafði lengsta keppnishlaupið mitt á þessum tímapunkti verið hálft maraþon. Mér fannst galið að taka þátt í 55 kílómetra hlaupi á hálendinu áður en ég reyndi við maraþonvegalengd sem er rétt rúmir 42 km. Það fór nú samt þannig að tveimur dögum seinna skráði ég mig í Laugavegshlaupið, æfði samviskusamlega næstu vikurnar og kláraði hlaupið. Og þótt það hljómi dramatískt þá gerðist eitthvað í þessu hlaupi, mér fannst svo mergjað að hlaupa úti í náttúrunni, nánast í afdölum, og geta farið svona langt án þess að ganga af mér dauðri. Fyrir utan náttúrufegurðina sem ég hafði aldrei kynnst á þessum slóðum. Mér fannst ég hafa sigrað heiminn.“

Skemmtilegt og fræðandi viðtal er við Helgu Þóru í 10. tbl. Vikunnar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Innblástur frá þúfum og blómum

GPS-punktur fylgir hverjum kolli.

„Spot-kollarnir eru unnir út frá myndum sem ég tek í náttúrunni, til dæmis af þúfum og blómum, og ég vinn verkið undir áhrifum sem ég upplifi við hverja mynd.“

Þóra Björk Schram, listakona og hönnuður, hefur undanfarin ár unnið í textíl og meðal annars handþrykkt og handlitað púða sem henni þykir gaman að vinna við. Nýjasta verkefnið hennar eru Spot Iceland-kollarnir sem hún gerir í samvinnu við Ólaf Þór Erlendsson, húsgagna- og innanhússarkitekt.

„Spot-kollarnir eru unnir út frá myndum sem ég tek í náttúrunni, til dæmis af þúfum og blómum, og ég vinn verkið undir áhrifum sem ég upplifi við hverja mynd. Myndin er skráð með GPS-punkti og fylgir sá punktur hverjum kolli þannig að hægt er að leita uppi staðinn sem ég vann Spot-kollinn út frá. Þetta er því hönnun með sögu því viðkomandi getur séð innblásturinn að sínum kolli í náttúrunni,“ segir Þóra Björk sem undirbýr sig nú á fullu fyrir HönnunarMars. Hún og Ólafur Þór eru í samstarfi við Icelandic Lamb sem hafa sýnt kollunum mikinn áhuga þar sem þeir eru unnir úr íslenskri ull.

Viðtal við Þóru Björk er í 10. tölublaði Vikunnar. 

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir

 

 

 

 

„Hefst þá einhvers konar tæling“

Í ársbyrjun sendu íþróttakonur frá sér yfirlýsingu í tengslum við metoo-byltinguna undir yfirskriftinni Jöfnum leikinn. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sem bættust þar með í hóp þúsunda íslenskra kvenna úr hinum ýmsu starfsstéttum sem hafa sagt stopp við kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, er ein af forsprökkum hópsins. Hún hefur unnið mikið með þolendum ofbeldis í starfi sínum sem félagsráðgjafi auk þess sem hún á sjálf afar erfiða lífsreynslu að baki.

Eins og svo margar konur á Hafdís Inga fleiri en eina sögu af kynferðislegri áreitni og ofbeldi en ein er sýnu alvarlegri.

„Ég var sextán ára í bænum að skemmta mér. Ég var auðvitað frekar ung til að vera þar en þetta tíðkaðist alveg á þessum tíma. Handboltaliðið mitt hafði farið saman að skemmta sér. Ég var þó lítið fyrir áfengi og drakk aldrei mikið.“

Hafdís Inga varð viðskila við liðsfélaga sína og endaði ein í bænum. Þá hitti hún félaga sinn úr Hafnarfirði og slóst í för með honum og vinum hans. Þau röltu upp Laugaveginn og enduðu í heimapartíi. „Í partíinu var einnig landsliðsmaður sem spilaði sömu stöðu og ég. Hann var níu árum eldri og ég vissi alveg hver hann var. Á þessum tíma vorum við með gott landslið sem gekk vel á stórmótum og landsliðsmennirnir voru hetjur þjóðarinnar.

Ég sat á sófanum og var svolítið feimin í þessum aðstæðum, en mér leið ekki illa. Næsta sem ég veit hefst einhvers konar tæling. Hann byrjaði að tala við mig og ég man að hann spurði mig upp úr þurru hvort ég væri á pillunni,“ segir Hafdís Inga og bætir við í kaldhæðni, „svona eins og maður gerir.“

Ítarlegt viðtal við Hafdísi er í 10. tbl. Vikunnar. 

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Raddir