Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

„Aldrei litið á okkur sem poppstjörnur“

Bjarni Lárus Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? segir meðlimi sveitarinnar aldrei hafa ætlað sér að leggja Ísland að fótum sér, þrátt fyrir miklar vinsældir á sínum tíma, og að endurkomutónleikarnir um helgina séu alls ekki tilraun til að reyna að slá í gegn að nýju.

Hljómsveitin Jeff Who? var geysivinsæl fyrir áratug eða svo en hvarf síðan alfarið úr sviðsljósinu. Nú blása meðlimir hljómsveitarinnar til tvennra tónleika um helgina þar sem söngvarinn Bjarni Lárus Hall verður auðvitað í forgrunni. Hann segir þó markmiðið ekki vera að slá í gegn á ný. Þetta séu bara sex vinir að skemmta sér saman.
„Ekki spila, ég er í viðtali,“ er það fyrsta sem ég heyri Bjarna Lárus Hall segja þegar ég hringi í hann. Hann er sem sé staddur á æfingu með hljómsveitinni Jeff Who? þar sem verið er að fínpússa prógrammið fyrir tónleika helgarinnar.

Auk Bjarna skipa þeir Ásgeir Valur Flosason, Elís Pétursson, Valdimar Kristjónsson, Þormóður Dagsson og Þorbjörn Sigurðsson hljómsveitina en þeir hafa allir verið nánir vinir síðan á menntaskólaárunum í MR. Þeir slógu óvænt í gegn um miðjan síðasta áratug, gáfu út tvær plötur og áttu hittarann Barfly sem tröllreið útvarpsstöðvum mánuðum saman en síðan hvarf hljómsveitin nánast af yfirborði jarðar og hefur ekki heyrst síðan. Nú skella þeir á tvennum endurkomutónleikum, í kjölfar tónleika Írafárs og nýs lags frá Stjórninni. Hvað er í gangi, er endurkoma hljómsveita frá síðustu áratugum það heitasta í dag? „Ha, nei, við vorum nú ekkert að pæla í því,“ segir Bjarni gáttaður. „Mér hafði ekki dottið það í hug einu sinni að við fylgdum einhverju trendi.“
Er hugsunin kannski sú að nú eru þeir sem voru aðdáendur á sínum tíma orðnir miðaldra, stöndugt fólk sem hefur efni á að sækja tónleika? „Ja, það hjálpar auðvitað,“ svarar Bjarni og hlær. „Við erum samt alls ekki að þessu fyrir peninginn. Þetta var bara hugmynd sem kom upp hjá okkur Þorra trommara yfir bjórglasi þegar við fórum að ræða það að okkur langaði til að fara að spila aftur saman. Við drifum í því að tala við hina strákana og þeir voru allir til í slaginn, þannig að hér erum við í dag, sex vinir í góðum fíling að undirbúa tónleika.“

„Mér finnst að ef við viljum mótmæla framgöngu Ísraelsmanna eigi að banna þeim að taka þátt í keppninni, ekki sniðganga keppnina þótt hún sé haldin í þeirra landi. Það er einhver hræsni í því.“

Aldrei verið svona góðir
Spurður hvort meðlimir hljómsveitarinnar séu í jafngóðu formi og þeir voru á velmektardögunum fyrir rúmum áratug fullyrðir Bjarni að þeir séu ennþá betri. „Ég get svarið það,“ segir hann. „Ég held ég hafi aldrei heyrt okkur svona góða.“
Hafið þið allir verið í tónlistariðkun síðan þið hættuð? „Já, já, við höfum verið að gera alls konar hluti í tónlist,“ segir Bjarni. „Allir að spila hingað og þangað. Við höfum bara ekki spilað saman sem band undanfarin tíu ár. Ég og Valdimar höfum verið að spila dálítið saman og erum meira að segja búnir að taka upp plötu. En við höfum alltaf hist reglulega allir saman og rætt málin.“

Þannig að vináttan hefur haldist? Hvers vegna hættuð þið þá að spila saman á sínum tíma? „Eiginlega bara vegna þess að við vorum alltaf að spila fyrir sama fólkið og vorum orðnir svolítið leiðir á því,“ útskýrir Bjarni. „Við spiluðum bara saman af því að okkur þótti það svo ógeðslega gaman. Þannig að við hættum því bara þegar það hætti að vera gaman. Það var engin dramatík í kringum það.“

Sprenging í hlustendahópnum með Barfly
Voru það ekki svakaleg viðbrigði að fara úr því að vera hljómsveit skólafélaga í MR sem fannst bara gaman að spila saman í það að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins? „Jú, þetta gerðist frekar hratt,“ viðurkennir Bjarni. „Við áttum tvö lög sem voru mikið spiluð á X-inu og svo þegar Barfly kom út varð sprenging í hlustendahópnum á nokkrum dögum.“
Bjarni vill alls ekki gangast við því að hinar skyndilegu vinsældir og nánast stöðugt tónleikahald hafi haft mikil áhrif á þá félaga. „Við ákváðum bara að gera þetta vel,“ segir hann. „Og ef einhver hringdi og bað okkur að spila sögðum við bara já. Við pældum ekki mikið í því að við værum vinsælir. Vorum bara band sem spilaði á tónleikum þegar við vorum beðnir um það. Við litum aldrei á okkur sem einhverjar poppstjörnur og það var aldrei markmiðið að leggja Ísland að fótum okkar. Lífið breyttist í rauninni voðalega lítið, nema bara að við spiluðum miklu oftar en við höfðum gert áður.“
Spurður hvort endurkomutónleikarnir um helgina séu upphafið á nýrri tilraun til að slá í gegn og hvort plata sé í undirbúningi segir Bjarni að þeir séu bara ekki farnir að hugsa svo langt. „Við erum ekkert að pæla langt fram í tímann,“ fullyrðir hann. „En það hefur verið ógeðslega gaman hjá okkur og gengið mjög vel, þannig að maður veit aldrei hvað gerist. Hins vegar er það alveg á hreinu að þetta er alls ekki meðvituð tilraun til að reyna að slá í gegn aftur, við ætlum bara að hafa gaman að þessu.“

Hræsni gagnvart Ísrael
Árið 2015 tók Bjarni þátt í undankeppni Eurovision með lag sitt Brotið gler og fékk tvo félaga sína úr Jeff Who? til að spila það með sér. Hann vill þó undirstrika að það sé mikill misskilningur að Jeff Who? hafi ætlað sér að taka þátt í Eurovision. Það myndi aldrei gerast. En hvað finnst honum um kröfuna um að sniðganga Eurovision í Ísrael á næsta ári vegna framgöngu Ísraela gagnvart Palestínumönnum? „Æ, ég veit það ekki,“ segir hann þreytulega. „Ég er ekki hlynntur því sem Ísrael er að gera gagnvart Palestínumönnum, en þetta er samt bara söngvakeppni og þeir taka þátt í henni. Mér finnst að ef við viljum mótmæla framgöngu Ísraelsmanna eigi að banna þeim að taka þátt í keppninni, ekki sniðganga keppnina þótt hún sé haldin í þeirra landi. Það er einhver hræsni í því.“
Ætlar þú að senda lag í undankeppnina fyrir næsta ár? „Ég bara veit það ekki,“ segir Bjarni hugsi. „Núna hugsa ég bara um æfinguna sem er að byrja og tónleikana um helgina. Ég fer ekkert að pæla í Eurovision fyrr en þessir tónleikarnir eru búnir. Þeir eru það sem skiptir máli núna. Allt annað kemur bara í ljós.“

Fyrri tónleikar Jeff Who? eru á Græna hattinum á Akureyri í kvöld, 21. september, og þeir seinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld.

Mynd / Lilja Jóns

Sjálfsmorð móðurinnar stærsta áfallið

Jane Fonda rifjar upp móðurmissinn í nýrri heimildarmynd.

Í nýrri heimildarmynd frá HBO, Jane Fonda í fimm þáttum sem frumsýnd verður 24. september, opnar Jane Fonda sig um hvernig það hafi verið að alast upp hjá móður sem þjáðist af geðhvarfasýki og hvernig sjálfsmorð móðurinnar, þegar Jane var 12 ára, hafi átt stærstan þátt í því að móta sjálfsmynd hennar og upplifun af heiminum. Hún segist þó smátt og smátt hafa lært að skilja móður sína og fyrirgefa henni.

Móðir Jane hét Frances Ford Seymour og var kanadísk kona sem giftist Henry Fonda árið 1936. Saman eignuðust þau tvö börn, Jane og Peter. Fljótlega kom í ljós að Frances þjáðist að geðhvörfum og árið 1950, þegar Jane var 12 ára, framdi hún sjálfsmorð með því að skera sig á háls á geðsjúkrahúsinu þar sem hún dvaldi.

Dauði hennar var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Jane og ekki varð auðveldara að sætta sig við sjálfsmorð móðurinnar við það að rekast á umfjöllun um það í kvikmyndatímariti eftir að faðir hennar, Henry Fonda, hafði sagt Jane og bróður hennar að móðir þeirra hefði dáið eftir hjartaáfall.

„Sem barn kennir maður alltaf sjálfri sér um,“ útskýrði leikkonan í viðtali á people.com. „Vegna þess að barnið getur ekki ásakað fullorðnu manneskjuna sem það þarf á að halda til að komast af. Það tekur langan tíma að komast yfir sektarkenndina,“ sagði hún.

En eftir að hún varð fullorðin ákvað Jane að reyna að kynnast móður sinni, læra að skilja hana og tileinkaði henni sjálfsævisögu sína, My Life So Far sem kom út árið 2005. Hún segist hafa fengið aðgang að sjúkraskýrslum móður sinnar og loks fengið að kynnast henni og meta þessa konu.
„Ég þekkti hana aldrei,“ segir leikkonan í fyrrnefndu viðtali. „En ég er búin að fyrirgefa henni og mér.“

Hér fyrir neðan má skoða kynningarstikluna fyrir Jane Fonda í fimm þáttum, sem eins og áður sagði verður frumsýnd 24. september á HBO.

Kynntist eiginmanninum 14 ára gömul

Camilla Rut prýðir nýjustu forsíðu Vikunnar. Í einlægu viðtali dregur hún ekkert undan og talar um uppeldið í krossinum, óvænta athygli, taugaáfall sem hún fékk kjölfar brúðkaups síns og söngferilinn.

 

Camilla hefur með einlægni sinni og hispurslausri framkomu fangað huga og hjörtu fjölmargra Íslendinga. Á degi hverjum hleypir hún tugum þúsunda fylgjenda inn í líf sitt og sýnir bæði góðar og slæmar hliðar þess.

Í dag er Camilla í fullu starfi við það að sinna sínum miðlum, auk þess sem hún er að hefja feril í tónlist. „Dæmigerður dagur í mínu lífi er ekki til, ég er rosalega mikið út um allt að græja og gera,“ segir hún. „Ég sit á allskonar fundum og er stöðugt að vinna mig áfram. Það kemur aldrei sá dagur að ég sé ekki með neitt á dagskránni. Ég viðurkenni alveg að þetta hefur reynst mér frekar erfitt, þar sem ég er svo rosaleg rútínumanneskja. Ég vil helst hafa dagana mína eins, en þegar ég er ekki í fastri vinnu frá 9-5 gefur það augaleið að það gengur ekki alltaf upp. Svo á ég líka allskonar drauma sem ég er að vinna í að uppfylla og verkefni sem ég er að hrinda í framkvæmd, lífið kemur ekki til mín á silfurfati svo ég ætla að leggja hart að mér til þess að koma mér þangað sem ég vil fara.“

Kynntist eiginmanninum fjórtán ára

Camilla og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa verið saman í rúm tíu ár en hún var aðeins fjórtán ára þegar þau kynntust. „Við byrjuðum samband okkar mjög rólega, þar sem ég var svo ung. Rabbi er fimm árum eldri en ég og bar fullkomna virðingu fyrir því að ég væri að stíga mín fyrstu skref í þessu öllu saman. Við höfum gengið í gegnum svo margt saman á þessum tíu árum en einhvern veginn alltaf náð að halda okkar striki sem er nú aðallega honum og hans yfirvegun að þakka. Ég telst seint vera yfirveguð og róleg því eins og ég segi þá stjórnast ég af tilfinningum en hann hefur tök á mér sem enginn annar hefur,“ segir Camilla og bætir við að þau hafi verið óaðskiljanleg frá fyrstu kynnum. „Við smullum saman eins og flís við rass. Á meðan ég er algjört fiðrildi og tilfinningavera þá er hann rólegur og jarðbundinn, svo það má segja að hann dragi mig niður á jörðina á meðan ég dreg hann upp með mér, svo við hittumst oftast á miðri leið. Samband okkar hefur verið ferðalag og mikill lærdómur fyrir okkur bæði en í gegnum allt er þessi skilyrðislausa ást sem stendur svo sterk. Við trúlofuðum okkur um verslunarmannahelgina árið 2014 en vissum ekki þá að laumufarþegi var um borð. Sléttri viku eftir að við trúlofuðum okkur komumst við að því að ég væri ólétt af litla stráknum okkar – og þvílík hamingja.“

Sonur þeirra, Gabríel, kom svo í heiminn fyrir rúmum þremur árum. Camilla segir að eins klisjukennt og það hljómi, hafi sonurinn komið inn í líf þeirra á hárréttum tíma og breytt öllu til hins betra.

„Meðgangan og fæðingin var hryllingur en þetta litla barn hefur verið draumur síðan við fengum hann í hendurnar. Ég fékk rosalegt fæðingarþunglyndi og átti mjög erfitt fyrstu mánuðina. Í orlofinu hafði ég gaman af því að fylgjast með öðrum á samfélagsmiðlum og fljótlega kviknaði sú hugmynd að kannski hefði fólk áhuga á því sem ég hefði að segja. Ég opnaði aðganginn minn og var ekki með neitt sérstakt markmið. Ég einblíndi ekki á neitt afmarkað málefni, heldur var ég bara að spjalla um lífið og tilveruna. Meðal þess sem ég ræddi opinskátt var fæðingarþunglyndið. Markmið mitt var samt ekki beint að peppa aðra, heldur var ég að þessu aðallega til að peppa sjálfa mig og ég fann fljótt að þetta var hvati til þess að laga mitt eigið hugarfari. En boltinn fór fljótt að rúlla og fylgjendatalan jókst með hverjum degi. Að mörgu leyti var ég heppin, varðandi tímasetningu og annað en á þessum tíma var ekki mikið um það að fólk væri að opna sig og segja frá persónulegri lífsreynslu fyrir framan ókunnugt fólk á Snapchat.“

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Camillu. Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

/Texti: Margrét Björk Jónsdóttir
/Myndir: Aldís Pálsdóttir
/Förðun: Sara Dögg Johansen með YSL

Ed Sheeran hlakkar til að spila fyrir Íslendinga

Tónlistarmaðurinn heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar.

Ed Sheeran mun halda sína fyrstu tónleika á Íslandi þann 10. ágúst 2019. Í myndbandi sem kappinn birti á YouTube sendir hann Íslendingum kveðju og segist hlakka til að spila fyrir þá. Hann hafi reyndar komið til Íslands áður en aldrei spilað þar og hann sé mjög spenntur.

Tónleikarnir á Íslandi eru hluti af Evróputúr stjörnunnar sem mun standa yfir frá maí til ágúst 2019 og auk þess að spila fyrir okkur mun Ed halda tónleika í Frakklandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Austurríki, Rúmeníu, Tékklandi, Lettlandi, Rússlandi, Finnlandi, Danmörku og Ungverjalandi og svo að sjálfsögðu í heimalandi sínu Bretlandi þar sem síðustu tónleikar túrsins verða.

Miðasala á tónleikana hefst klukkan 9 fimmtudaginn 27. september á TIX.is/Ed og í boði eru 30.000 miðar á mismunandi og misdýrum svæðum svallarins.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er Ed brosandi út að eyrum á meðan hann sendir Íslendingum kveðju sína og ekki annað að sjá en að hann meini hvert orð.

Reyna að ná sambandi við Michelle Obama með myndbandi

|
|

Rúna Magnúsdóttir og Nick Haines gripu til nýstárlegra aðgerða við að ná sambandi við forsetafrúna fyrrverandi.

Rúna og Nick póstuðu myndbandinu á þriðjudaginn

„Við þurftum alveg að taka hugrekkispillu til að þora að gera þetta,“ segir Rúna Magnúsdóttir sem ásamt Nick Haines, félaga sínum í samtökunum The Change Makers, hefur póstað myndbandi þar sem þau freista þess að ná sambandi við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, til að fá hana til að skrifa inngang að bók sem þau hafa skrifað.

„Okkur leið eins og við værum að afhjúpa okkur með því að gera þetta myndband,“ segir Rúna. „En um leið vorum við að stíga út fyrir boxið. Við höfðum ekki hugmynd um hvernig við ættum að ná sambandi við Michelle en svo fórum við að hugsa um kenninguna um að við séum öll tengd, það sem kallast á ensku „Six degrees of separation“, og samkvæmt henni ætti að vera einhver sem þekkir okkur sem þekkir einhvern sem þekkir Michelle svo við ákváðum að gefa þessu séns og láta reyna á þessa kenningu.“

Rúna og Nick póstuðu myndbandinu á þriðjudaginn, en hafa enn ekki fengið viðbrögð frá Michelle. Rúna segist þó ekki vera búin að gefa upp vonina. „Það má alveg segja að í hvert sinn sem einhver deilir myndbandinu á samfélagsmiðlum þá opnist ný leið til að ná til hennar. Svo við sjáum bara til. Kannski svarar hún, kannski ekki.“

Spurð hvaða félagsskapur The Change Makers sé segir Rúna það vera hóp af fólki víðsvegar um heim sem hafi sameinast um það að hvetja fólk til að stíga út fyrir boxin sem samfélagið setji fólk stöðugt í. Bókin sem hún og Nick voru að skrifa fjalli einmitt um það hvernig þessi box hamli okkur sem manneskjum.
„No more Boxes hreyfingin sprettur af því að við í The Change Makers vorum beðin um að taka þátt í pallborðsumræðum hjá Sameinuðu þjóðunum í mars síðastliðnum. Þar var okkar hlutverk að ræða hvað hægt væri að gera til að ná þessum 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030. Þessi markmið lúta að sjálfbærni, jafnrétti kynjanna og þar fram eftir götunum. Niðurstaða okkar var sú að það sem fyrst og fremst hamlaði allri þróun væri þessi eilífa árátta okkar mannfólksins að setja okkur sjálf og alla aðra í fyrirframákveðin box, hvort sem það snýr að kyni, kynþætti, bakgrunni, trúarbrögðum eða einhverju öðru. Það er alltaf verið að troða fólki í einhver box og afleiðingin er sú að við nýtum einungis brotabrot af þeim hæfileikum, möguleikum og eiginleikum sem hver manneskja kemur með á þessa jörð. Það bara gengur ekki lengur. Þannig að við ákváðum að vekja fólk til umhugsunar um þessar hömlur sem við setjum á okkur og hvert annað og vekja fólk til vitundar um það hvað það getur gert til þess að sú breyting sem við viljum sjá í heiminum í dag geti átt sér stað,“ segir Rúna og það er ljóst að þetta málefni er henni hjartans mál.

Þú getur lagt þitt að mörkum við að hjálpa Rúnu og Nick að ná sambandi við forsetafrúna með því að kíkja á myndbandið og ekki sakar að endurpósta því á samfélagsmiðlunum. Því eins og Rúna segir; það er aldrei að vita nema athygli Michelle vakni ef nógu margir pósta því.

Þeir sem vilja fylgjast með því hvernig Rúnu og Nick gengur að ná sambandi við frúna, eða bara kynna sér hvað þau eru að gera geta svo kíkt á síðuna þeirra.

https://www.nomoreboxesmovement.com/

Karlar sem finnst þeim ógnað beita kynferðislegri áreitni

Í nýju tölublaði Mannlífs er fjallað um veggina sem konur lenda á þegar þær kvarta undan kynferðislegu áreiti á vinnustað.

 

Margrét Erla Maack, sem hefur starfað sem plötusnúður og skemmtikraftur árum saman, hefur ekki farið varhluta af þeirri kynferðislegu áreitni sem viðgengst í þeim bransa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, segir mjög algengt að ekki sé brugðist við kvörtunum um kynferðislega áreitni innan vinnustaða, eða að það sé brugðist við með röngum hætti.

Margréti og Sonju kemur ekki á óvart hvernig stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa tekið á kynferðislegri áreitni innan fyrirtæksins. Þær segja að í kjölfar #metoo byltingarinnar séu þess dæmi að ástandið hafi sums staðar versnað og áreitnin aukist. Á sumum vinnustöðum nýti tilteknir karlar umræðuna til að gera enn minna úr konum með niðrandi athugasemdum og hegðun til þess að ná aftur sinni valdastöðu og tryggja hana. Margrét Erla og Sonja Ýr eru í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun.

Opnað fyrir innsendingar á lögum í Söngvakeppnina

Leita til reyndra lagahöfunda til að semja helming laganna.

RÚV hefur nú opnað fyrir innsendingar á lögum í Söngvakeppnina 2019. Sú breyting verður á vali laga í keppnina að leitað verður til reyndra og vinsælla lagahöfunda til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum eins og síðustu ár. Alls munu tíu lög taka þátt í keppninni sem haldin verður í febrúar og mars á næsta ári.

Danshöfundurinn Lee Proud hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi keppninnar en Samúel J. Samúelsson verður tónlistarstjóri eins og síðast.

Á vef RÚV er haft eftir Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, aðstoðardagskrárstjóra RÚV sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, að hún bindi vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir hún.

Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins. Í tilkynningu frá RÚV eru allir laga- og textahöfunda, sem vilja hvattir til að taka þátt í Söngvakeppninni 2019 og halda áfram að móta tónlistarsögu Íslands með því að senda inn sitt lag. Höfundum er sérstaklega bent á að Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni. Allar tegundir tónlistar eru boðnar velkomnar.

Keppnin er, eins og allir vita, forkeppni Íslands fyrir Eurovision og mun sigurvegarinn verða fulltrúi Íslands á sviðinu í Tel Aviv næsta vor.

Fagurfræðilega fullkomin samsuða í 100 ára timburhúsi

Inga Elín myndlistarmaður og Þórarinn gítarleikari heimsótt.

Það eru ansi mörg ár síðan því var fyrst hvíslað að blaðakonu Húsa og híbýla að hönnuðurinn og myndlistamaðurinn Inga Elín Kristinsdóttir hefði einstaklega næmt auga fyrir fallegri hönnun og sérstakt lag á að hnjóta um heimsþekktar hönnunarperlur á nytjamörkuðum hér heima sem og erlendis. Heimili Ingu Elínar og eiginmanns hennar, Þórarins Sigurbergssonar gítarleikara og leiðsögumanns, við Laufásveginn í Reykjavík, er sannkallaður ævintýraheimur og einstaklega vel heppnað dæmi um hvernig heimili sem nostrað er við af ástúð getur fangað fullkomnlega persónuleika þeirra sem þar búa.

Hannar verðlaunagripi
Inga Elín lagði stund á myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur og var aðeins tvítug farin að kenna myndlist að loknu kennaranámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þremur árum síðar lá leið hennar í framhaldsnám til Kaupmannahafnar í Skolen for Brugskunst (í dag Danmarks Designskole), þaðan sem hún útskrifaðist fimm árum síðar frá tveimur deildum skólans, keramík- og glerlistadeild. Inga Elín hefur verið áberandi í íslensku listalífi allar götur síðan og skipað sér sess meðal okkar fremstu listamanna. Í um áratug rak hún á Skólavörðustíg 5

09. tbl. 2018, HH1808082010, Inga Elín Kristinsdóttir, Innlit, Laufásvegur 43

sitt eigið gallerí en er í dag í hópi átta listakvenna sem samanstanda að keramíkgalleríinu Kaolín sem er til húsa á sama stað. Fyrir utan fjölmargar einkasýningar innan lands og utan hefur Inga Elín tekið þátt í ótal samsýningum víða um heim, meðal annars í Bretlandi og Skandinavíu og hlotið hinar ýmsu viðurkenningar í gegnum tíðina. Inga Elín hefur hannað ýmsa muni fyrir Kokkalandslið Íslands og allt frá árinu 2001 Ístóninn, verðlaunagrip Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá er borðbúnað úr hennar smiðju að finna á nokkrum af rómuðustu veitingahúsum landsins og athygli vakti á sínum tíma þegar breski glysrokkarinn og listaverkasafnarinn Elton John festi kaup á tveimur verkum hennar í frægri heimsókn til landsins árið 2007.

„Ég daðraði eitthvað við naumhyggjuna á tímabili en var fljót að finna að hún var ekki alveg minn tebolli.“

Smávinir í postulíni og steinsteypu
Líkt og margir aðrir íslenskir hönnuðir og listamenn í gegnum tíðina, hefur Inga Elín sótt sinn helsta innblástur til íslenskrar náttúru. Í verkum sínum hefur hún stundum fléttað saman ólíkum og óvæntu hráefni en gott dæmi um það er sería skúlptúrverka sem hún kallar Smávinir fagrir en þar mætast fíngert og brothætt postulínið og gróf steinsteypan. Þessi styrkleiki Ingu Elínar sem listamanns skín einstaklega vel í gegn á heimilinu.

Eltist ekki við tískubylgjur
Dásamlega litrík kaótík einkennir heimili þeirra Ingu Elínar og Þórarins, hér sér varla í auðan blett og endalaust eitthvað áhugavert sem fangar augað. Inga Elín byrjaði að safna list og hönnun markvisst strax sem unglingur og var þá þegar búin að móta sér þann persónulega stíl sem fylgt hefur henni allar götur síðan. „Ég hef alltaf verið safnari í mér og hef í gegnum tíðina safnað málverkum, glerlist, keramíki og skúlptúrum og þá iðulega verkum íslenskra listamanna,“ segir Inga Elín þar sem hún lóðsar okkur um litríkt heimilið.

„Ég hef alltaf leitast við að fjárfesta í góðri og vandaðri hönnun og eiga þá hluti ævina út í stað þess að elta einhverjar tímabundnar tískubylgur. Dönsk og ítölsk hönnun frá tímabilinu 1950-´70 hefur alltaf höfðað sérstaklega til mín. Ég daðraði eitthvað við naumhyggjuna á tímabili en var fljót að finna að hún var ekki alveg minn tebolli. Ég hef alltaf haft einstaklega gaman af því að fara á nytjamarkaði, meðal annars í Kaupmannahöfn og Berlín en þar eru margir góðir antíkmarkaðir og hægt að finna mikið úrval fallegra og áhugaverðra muna fyrir heimilið,“ segir Inga Elín sem er einmitt ein þeirra sem standa á bak við Portið, eina áhugaverðustu verslun landsins en þar er jafnan að finna mýgrút af sérvöldum antík- og vintage-munum, húsgögnum og fatnaði.

Fleiri myndir af þessu fallega heimili má sjá í septemberblaði Húsa og híbýla sem fæst á sölustöðum til 20. september.

Texti / Gerður Harðardóttir
Ljósmyndari / Hákon Davíð Björnsson

Typpi óskast!

Sigga Dögg auglýsir eftir typpi í fræðslumyndband.

Sigga Dögg kynfræðingur auglýsir á Facebook-síðu sinni eftir sjálfboðaliða sem vill taka þátt í gerð fræðslumyndbands um smokkanotkun. Nánar tiltekið er það einungis typpi viðkomandi sem hún hefur áhuga á að nota í myndbandinu og hún tekur fram að ekki muni sjást í andlitið, heldur einungis svæðið frá nafla að lærum og svo hendurnar.

Ekki verður greitt fyrir þátttöku í myndbandinu heldur fer ágóðinn til UNICEF og UN Women.

Kynfræðingurinn lýkur auglýsingunni með því að ítreka – í upphafsstöfum – að hún sé ekki að biðja um að henni séu sendar typpamyndir.

Auglýsingu Siggu Daggar má skoða hér að neðan.

https://www.facebook.com/siggadogg.is/

Mynd / Saga Sig

Justin Bieber og Hailey Baldwin eru víst gift

Alec Baldwin staðfestir orðróminn um leynilegt brúðkaup poppstjörnunnar.

Óstaðfestar fregnir af því að poppstjarnan Justin Bieber hafi kvænst fyrirsætunni Hailey Baldwin í laumi síðastliðinn fimmtudag hafa verið staðfestar. Það var enginn annar en föðurbróðir brúðarinnar, stórleikarinn Alec Baldwin, sem staðfesti þetta í viðtali á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudagskvöldið.

„Þau laumuðust bara í burtu og giftu sig,“ sagði leikarinn í stuttu spjalli við sjónvarpsfólk á rauða dreglinum. Hann sagðist reyndar bara hafa hitt Justin einu sinni en að hann og Hailey, bróðurdóttir hans, skiptust á sms-um annað slagið, og að hann vissi fyrir víst að fréttirnar af giftingu þeirra væru sannar.

People Magazine birti fyrstu fréttina af hjónavígslunni á föstudaginn, eftir að skötuhjúin sáust fara inn í dómshús þar sem giftingar fara fram. Síðan hafa fjölmiðlar dregið fréttina í efa, ekki síst eftir að Hailey tísti því á Twitter að hún væri ekki gift enn. Fyrirsætan eyddi síðan færslunni og vinur brúðhjónanna sagði í samtali við People Magazine að það sem Hailey hefði meint væri að borgaraleg hjónavígsla væri ekki brúðkaup. „Þau eru gift samkvæmt lögum,“ sagði heimildarmaðurinn. „En brúðkaup er þegar tvær manneskjur sverja eið fyrir framan Guð og fólkið sitt.“ Hann klikkti síðan út með því að Justin og Hailey ætluðu að halda veglegt kirkjubrúðkaup á næstunni til að vinir og fjölskylda gætu fagnað með þeim. Við bíðum spennt.

Óásættanlegt að karlar áreiti konur án refsingar

Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun í ljósi frétta liðinnar viku af kynferðislegri áreitni yfirmanna hjá Orkuveitunni.

„Það er óásættanlegt að konur séu ekki óhultar, hvorki inni á heimilum né á vinnustöðum. Það er óásættanlegt að konur hrökklist úr starfi vegna áreitni og ofbeldis sem þær eru beittar á opinberum vettvangi. Það er óásættanlegt að karlar geti áreitt konur og beitt þær ofbeldi, án hindrana, eftirmála og án refsingar,“ segir í ályktun sem Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér í ljósi frétta liðinnar viku af kynferðislegri áreitni yfirmanna hjá Orkuveitunni.

Fréttaflutningurinn hefur meðal annars snúist um það að framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni var í liðinni viku vikið úr starfi vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart starfsfólki og tveir aðrir hátt settir starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um áreitni í starfi eða kynferðisbrot áður en störf hófust.

Kvenréttindafélagið ítrekar í ályktuninni að ekki sé nóg að vinnustaðir samþykki metnaðarfullar jafnréttisáætlanir og innleiði staðla og gæðavottanir heldur sé nauðsynlegt að fylgja áætlunum með virkum hætti.

„Fyrirtækin hafa þótt vera í fararbroddi í jafnréttismálum á Íslandi og forsvarsmenn þeirra oft verið talsmenn þess mikla árangurs sem náðst hefur í jafnréttismálum á Íslandi. Árið 2015 var OR veitt Hvatningarverðlaun jafnréttismála og við það tilefni sagði forstjórinn að það væri “ekki nóg að aðhyllast jafnrétti, heldur þarf að fremja það”. Nú ríður á að fyrirtækin bregðist ekki háleitum hugsjónum sínum heldur vinni markvisst að því að uppræta kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustað og gæti þess að starfsfólk allt taki fullan þátt í því starfi,“ segir í ályktuninni.

Ályktuninni lýkur á hvatningu til stjórnenda fyrirtækja um að axla ábyrgð og skapa starfsumhverfi þar sem fólk sé óhult í vinnu. „Við verðum að gera grundvallarbyltingu á samfélagi okkar, þessu samfélagi þar sem ofbeldi og áreitni hefur þrifist í allskonar myndum. Það á ekki að veita neina afslætti í þessum málum.“ segir Kvenréttindafélag Íslands.

Bláskel í stuttu máli

Bláskel er einnig þekkt undir heitunum krákuskel eða kræklingur. Vitað er að maðurinn hefur borðað bláskel í þúsundir ára.

Bláskel er sælindýr í fallegri svarblárri samlokuskel sem festir sig oft með spunaþráðum við steina og reipi. Elsta aðferðin við ræktun á bláskel eru staurar sem festir voru í grunnu sjávarvatni og þar óx kræklingurinn en víða er hann ræktaður á reipum sem hanga niður úr stórum flekum. Kræklingur er hluti af stórri ætt sælindýra og fyrirfinnast bæði í ferskvatni og sjávarvatni en þó er kræklingur sem kemur úr sjávarvatni notaður til manneldis þar sem hinn þykir ekki lystugur.

Belgar, Hollendingar og Frakkar borða mikið af bláskel og þar er hún oft borin fram elduð í soði með frönskum kartöflum og þekkist sem rétturinn moules frites. Einnig er bláskelin borin fram með góðu brauði sem notað er til að klára allt soðið. Hollendingar eru einnig þekktir fyrir að djúpsteikja bláskelina og selja sem skyndibita.

Margir veigra sér við að elda bláskel en sé ákveðnum reglum fylgt eftir við verkun og eldun þá er hún leikur einn. Bláskel er léttur og skemmtilegur sumarmatur og afar mikilvægt er að nostra svolítið við soðið sem skelfiskurinn er eldaður upp úr. Oft er hvítvín eða bjór notað í soðið og því betra að vera með gæðavín og bjór til að tryggja að soðið verði sem allra best.

Margar fiskbúðir selja ferska bláskel sem ræktuð er á Íslandi. Gott er að vera í sambandi við sína fiskbúð til að athuga hvenær bláskelin er keyrð út því best er að fá hana sem ferskasta og svo selst hún yfirleitt mjög hratt og því betra að vera undirbúinn frekar en að koma að tómu borðinu.

Áður en bláskelin er elduð þarf að verka hana. Gott er að nota lítinn bursta og skrúbba kræklingana undir rennandi köldu vatni til að losa þá við hreistur og önnur óhreinindi sem setjast utan á skeljarnar. Stundum finnast lítil skegg á skeljunum sem hægt er að tosa af með fingrunum eða skrapa af með litlum hníf.
Brotnum skeljum skal henda og ef bláskelin er opin skal banka henni ákveðið við eldhúsbekkinn og sjá hvort hún loki sér. Loki hún sér ekki er kræklingurinn líklegast dáinn og því best að fleygja skelinni.
Mjög mikilvægt er að láta bláskelina ekki liggja í bleyti þar sem þeir lifa í saltvatni og kafna í hreinu kranavatninu.

Þegar bláskelin er elduð þarf að nota góðan pott með loki því hún þarf að gufusjóða í soðinu í nokkrar mín. Gott er að taka pottinn og hrista hann til einu sinni til tvisvar í eldunarferlinu til að hann eldist jafnt. Ef potturinn er þungur er líka hægt að taka lokið af og hræra með trésleif í staðinn.
Kræklingurinn er tilbúinn þegar langflestar skeljarnar hafa opnast. Þær skeljar sem enn eru harðlokaðar er best að henda.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Victoria Beckham tók Spice Girls dans í tískuvikunni í London

Sýndi að Snobbkryddið hefur engu gleymt.

Victoria Beckham brast í dans í samkvæmi sem haldið var henni til heiðurs eftir sýningu hennar á tískuvikunni í London í gær. Victoria, sem bar viðurnefnið Snobbkryddið á mektarárum Spice Girls, skellti sér í dansinn sem þær stöllur notuðu í myndbandinu við lagið geysivinsæla Spice Up Your Life árið 1997, við gríðarleg fagnaðarlæti viðstaddra.

Victoria hefur nú rekið eigið framleiðslufyrirtæki þar sem hún hannar allan klæðnað sjálf í tíu ár og fagnaði afmælinu með því að taka í fyrsta sinn þátt í tískuvikunni í heimaborg sinni London. Eftir sýninguna, sem hlaut góðar undirtektir, var haldið samkvæmi henni til heiðurs og þar gerði hún sér, eins og áður sagði, lítið fyrir, og dansaði fyrir viðstadda.

Victoria póstaði sjálf myndbandi af uppákomunni á Instagram-reikningi sínum og eins og sjá má þá hefur þessi 44 ára fyrrum poppstjarna nákvæmlega engu gleymt. Er jafnvel betri dansari en hún var fyrir tuttugu árum. Kíkið á myndbandið og hrífist með í gleðinni.

https://www.youtube.com/watch?v=BhH8d84aaPw&feature=youtu.be

Skúli safnaði 7,6 milljörðum króna

Skuldabréfaútboði flugfélagsins WOW lauk í dag. Samkvæmt heimildum Mannlífs varð niðurstaðan 60 milljónir evra, jafnvirði 7,6 milljarða króna.

Hratt hefur gengið á eigið fé WOW og varð ljóst að félagið þyrfti að verða sér út um fjármagn ef halda ætti áfram rekstri. Var skuldabréfaútboðið liður í því og svar stefnan sett á að gefa út skuldabréf fyrir að lágmarki 50 milljónir evra.

Í síðustu viku var uppi óvissa um hvort það tækist en Skúli Mogensen, forstjóri WOW, tilkynnti fyrir helgi að lágkmarkinu hefði verið náð. Endanleg niðurstaða fékkst í dag og tókst WOW að safna 60 milljónum evra. Skuldabréfin eru til þriggja ára og eru vextir níu prósent ofan á þriggja mánaða millibankavexti á evrumarkaði.

Mikið hefur verið fjallað um skuldarfjárútboðið eftir að fjárfestakynning norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, sem hafði yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, lak til fjölmiðla. Auk þess komu íslenskir ráðgjafar frá Arctica Finance og Fossum að útboðinu.

Skúli sagði við Financial Times að hann hyggist bjóða út minnihlutahlut í félaginu til sölu. Áætlar Skúli að heildarvirði félagsins sé að minnsta kosti 44 milljarðar króna, en til samanburðar er markaðsvirði Icelandair 36 milljarðar króna.

Bað kærustunnar í þakkarræðunni

|
|

Emmy-verðlaunahátíðin lumaði á ýmsu óvæntu.

Peter Dinklage var valinn besti leikari í aukahlutverki.

Emmy-verðlaunin fyrir sjónvarpsefni voru veitt í nótt og að vanda notuðu stjörnurnar tækifærið til að gera sitt besta til að stela sviðsljósinu. Sigurvegarinn í þeirri keppni var án efa leikstjórinn Glenn Weiss sem hlaut Emmy-verðlaun sem besti leikstjóri fyrir að stjórna Óskarshátíðinni. Hann gerði sér lítið fyrir og notaði þakkarræðuna til að biðja kærustu sinnar, Jan Svendsen, sem sat úti í sal og fylgdist með kærastanum taka við Emmy-styttunni. „Veistu af hverju mér er illa við að kalla þig kærsustuna mína?“ spurði Glenn. „Það er vegna þess að ég vil fá að kalla þig konuna mína.“
Salurinn ærðist af fögnuði, Jan skeiðaði upp á svið og játaði bónorðinu og skötuhjúin féllust í faðma.

Af öðrum tíðindum á Emmy-hátíðinni bar það hæst að þáttaröðin Game of Thrones sópaði til sín verðlaunum, var valin besta sjónvarpsþáttaröðin, Peter Dinklage var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á dvergnum Tyrion Lannister og alls hlaut þáttaröðin níu verðlaun á hátíðinni.

Claire Foy var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Elísabetu Englandsdrottningu í þáttaröðinni The Crown og Matthew Rhys besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The American.

Gamanþáttaröðin The Marvelous Mrs. Maisel hlaut verðlaun sem besta gamanþáttaröðin og aðalleikkonan Rachel Brosnahan var valin besta leikkonan í gamanþáttaröð, en alls hlutu þættirnir um hina dásamlegu frú Maisel átta verðlaun.

Allt hvarf þetta þó hálfpartinn í skuggann af bónorði Glenn Weiss sem sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Lof mér að falla búin að hala inn 38 milljónir

Kvikmynd Baldvins Z langvinsælasta kvikmynd landsins.

Íslenska kvikmyndin Lof mér að falla var langvinsælasta kvikmynd landsins í síðustu viku, aðra vikuna í röð. Tekjur myndarinnar um síðastliðna helgi voru rúmar 12.4 milljónir og samtals eru tekjur af Lof mér að falla orðnar tæpar 38 milljónir króna.

Ekkert lát virðist á vinsældum myndarinnar, enda hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og hrist rækilega upp í áhorfendum.

Næstvinsælasta mynd helgarinnar var spennu-geimverutryllirinn Predator, sem er ný á lista, en tekjur myndarinnar voru mun lægri en tekjur Lof mér að falla, eða rúmar 3.3 milljónir.

Mynd númer þrjú á íslenska bíóaðsóknarlistanum er síðan hrollvekjan The Nun, sem fór niður um eitt sæti á milli vikna.

Tvær nýjar myndir til viðbótar voru á aðsóknarlistanum í nýliðinni viku. Rómantíska gamanmyndin Little Italy fór beint í 12. sæti listans og í 14. sætinu er Sorry to Bother You.

Telur WOW umtalsvert meira virði en Icelandair

Skúli Mogensen, forstjóri WOW flugfélagsins, telur að heildarvirði fyrirtækisins nemi að minnsta kosti 44 milljörðum króna. Til samanburðar er skráð virði Icelandair á markaði rúmir 36 milljarðar króna.

Þetta má lesa út úr viðtali við Skúla í Financial Times. Segir Skúli að fyrirtækið stefni á að 2-300 milljóna dollara hlutafjárúboð á næstu 18 mánuðum. Það samsvarar 22 til 33 milljörðum króna. Þetta verði gert með því að bjóða út undir helming hlutafjár félagsins.  Skúli vill ekki gefa FT upp heildarvirði félagsins en ljóst er, út frá orðum Skúla, að hann metur fyrirtækið ekki undir 44 milljörðum króna.

WOW hefur undanfarnar vikur freistað þess að safna sér fé með skuldabréfaútgáfu. Var stefnt að því að safna að lágmarki 6,5 milljörðum evra og var tilkynnt fyrir helgi að því marki hafi verið náð. Niðurstöður skuldabréfaútgáfunnar verða kynntar á morgun.

Rikka og Haraldur hætt saman

Slíta sambandinu eftir tæp 3 ár.

Fjölmiðlakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sem við þekkjum öll sem Rikku, og fjallagarpurinn Haraldur Örn Ólafsson hafa slitið sambandi sínu eftir að hafa verið saman í tæp 3 ár. Samband þeirra vakti á sínum tíma mikla athygli og frægri ferð þeirra til Himalajafjalla, hæsta fjallgarðs heims, voru gerð góð skil í fjölmiðlum.

Rikka hefur verið starfandi í fjölmiðlum árum saman, sá meðal annars um geysivinsæla matreiðsluþætti á Stöð 2 árum saman og starfar nú í þættinum Ísland vaknar á útvarpsstöð Morgunblaðsins K100. Haraldur komst í sviðsljós fjölmiðla með afrekum sínum á Norður- og Suðurpólnum en hann var fyrsti Íslendingurinn sem þangað fór. Samband þeirra komst í fréttir fyrir tæpum þremur árum og síðan hafa reglulega birst af þeim fréttir í ýmsum útivistarævintýrum saman.

Vissu af „galla“ framkvæmdastjórans þegar hann var ráðinn

Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem rekin var frá ON í síðustu viku vegna kvartana yfir kynferðislegri áreitni framkvæmdastjórans Bjarna Más Júlíussonar, fullyrðir að forstjóri ON hafi vitað af framkomu framkvæmdastjórans, Bjarna Más allan tímann. Hún ætlar í mál vegna uppsagnarinnar.

Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem rekin var frá ON í síðustu viku vegna kvartana yfir kynferðislegri áreitni framkvæmdastjórans Bjarna Más Júlíussonar, segir í Facebook-færslu í morgun að forstjóri ON, Bjarni Bjarnason, hafi staðfest á fundi með henni og eiginmanni hennar, Einari Bárðarsyni, að hann hafi vitað af framkomu framkvæmdastjórans við konur frá upphafi en ráðið hann engu að síður með þeim fyrirvara að hann “ynni í göllum sínum.“ Hún sakar forstjórann um hræsni og ætlar með málið fyrir dómstóla.

Í færslunni lýsir Áslaug Thelma fundinum með forstjóra ON og starfsmannastjóra fyrirtækisins í síðustu viku og segir þau hafa staðfest þar að framkoma framkvæmdastjórans hafi verið öllum kunn. „Þá sögðust þau bæði hafa vitað af þessum ,,galla” framkvæmdastjórans eins og þau kölluðu það, en ráðið hann engu að síður og með fyrirvara um að hann ynni í þessum “göllum” og héldu því fram að þau hefðu veitt honum ,,aðstoð” til að vinna með þetta ,,vandamál”, segir Áslaug Thelma í færslunni.

Hún segist á fundinum hafa spurt forstjórann, Bjarna Bjarnason, hreint út: „Hvernig getið þið ráðið einhvern vitandi þetta og tekið við öllum þessum athugasemdum (og þær voru frá fleirum en mér) sem eru allar á sömu leið og fundist það í lagi að hann sé stjórnandi í nafni ON í heil tvö ár?”

Og svar forstjórans hafi verið: ,,Já, en hann hefur staðið sig mjög vel í rekstrinum.“

„Þvílík vonbrigði að heyra þessa yfirlýsingu frá manni sem stýrir einu stærsta fyrirtæki landsins! Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað,“ segir Áslaug Thelma í færslunni.

Undir lok færslunnar kemur fram að Áslaug Thelma ætlar sér að kæra OR fyrir óréttmæta uppsögn:

„Í dag klukkan 14:00 geng ég á fund lögfræðings þar sem ég sé ekki að ON, Orkuveitan eða Reykjavíkurborg sýni nokkra viðleitni til að ræða frekar við mig og því síður að leiðrétta það tjón sem ég hef orðið fyrir – að vera rekin fyrir að gera rétt. Rekin fyrir að reyna að verja mig og samstarfskonur mínar. Ég mun í samráði við hann sækja rétt minn af fullum þunga,“ segir hún.

Hér má lesa færslu Áslaugar í heild sinni: https://www.facebook.com/aslaugthelma/posts/10205129645678383

Mynd / Skjáskot af RÚV

Matthew Perry loks á batavegi eftir 3 mánuði á spítala

Friends-leikarinn vinsæli gekkst undir viðamikla aðgerð á meltingarfærum.

Matthew Perry, leikarinn vinsæli sem sigraði hjörtu okkar í hlutverki Chandlers í Friends, er nú á heimleið eftir að hafa dvalið 3 mánuði á sjúkrahúsi í Los Angeles eftir aðgerð á meltingarfærum.

Á föstudaginn birtist færsla á Twitter-reikningi leikarans þar sem hann staðfesti að hann hefði verið rúmfastur á sjúkrahúsi undanfarna 3 mánuði. Þetta var fyrsta færsla hans í sex mánuði og voru aðdáendur að vonum farnir að hafa áhyggjur af sínum manni sem á langa sögu um misnotkun alkóhóls og sterkra verkjalyfja. Þau voru þó ekki sökudólgurinn að þessu sinni heldur var það útbreitt magasár sem hafði gert hann óvinnufæran.

Stuttu eftir að tístið birtist á föstudag staðfesti ónefndur heimildarmaður við People Magazine að leikarinn væri á batavegi og fengi að fara heim eftir helgina.

„Hann hefur það gott,“ fullyrti heimildarmaðurinn ónefndi og bætti við að leikarinn væri nú loks á heimleið.

Matthew Perry hefur verið opinn og hreinskilinn um baráttu sína við fíknina og hefur margoft komið fram í viðtölum til að tjá sig um hana. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hefur hann meðal annars lýst því yfir að á meðan hann lék Chandler í Friends hafi hann verið svo langt leiddur að hann muni ekki eftir upptökum margra þáttanna.

„Aldrei litið á okkur sem poppstjörnur“

Bjarni Lárus Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? segir meðlimi sveitarinnar aldrei hafa ætlað sér að leggja Ísland að fótum sér, þrátt fyrir miklar vinsældir á sínum tíma, og að endurkomutónleikarnir um helgina séu alls ekki tilraun til að reyna að slá í gegn að nýju.

Hljómsveitin Jeff Who? var geysivinsæl fyrir áratug eða svo en hvarf síðan alfarið úr sviðsljósinu. Nú blása meðlimir hljómsveitarinnar til tvennra tónleika um helgina þar sem söngvarinn Bjarni Lárus Hall verður auðvitað í forgrunni. Hann segir þó markmiðið ekki vera að slá í gegn á ný. Þetta séu bara sex vinir að skemmta sér saman.
„Ekki spila, ég er í viðtali,“ er það fyrsta sem ég heyri Bjarna Lárus Hall segja þegar ég hringi í hann. Hann er sem sé staddur á æfingu með hljómsveitinni Jeff Who? þar sem verið er að fínpússa prógrammið fyrir tónleika helgarinnar.

Auk Bjarna skipa þeir Ásgeir Valur Flosason, Elís Pétursson, Valdimar Kristjónsson, Þormóður Dagsson og Þorbjörn Sigurðsson hljómsveitina en þeir hafa allir verið nánir vinir síðan á menntaskólaárunum í MR. Þeir slógu óvænt í gegn um miðjan síðasta áratug, gáfu út tvær plötur og áttu hittarann Barfly sem tröllreið útvarpsstöðvum mánuðum saman en síðan hvarf hljómsveitin nánast af yfirborði jarðar og hefur ekki heyrst síðan. Nú skella þeir á tvennum endurkomutónleikum, í kjölfar tónleika Írafárs og nýs lags frá Stjórninni. Hvað er í gangi, er endurkoma hljómsveita frá síðustu áratugum það heitasta í dag? „Ha, nei, við vorum nú ekkert að pæla í því,“ segir Bjarni gáttaður. „Mér hafði ekki dottið það í hug einu sinni að við fylgdum einhverju trendi.“
Er hugsunin kannski sú að nú eru þeir sem voru aðdáendur á sínum tíma orðnir miðaldra, stöndugt fólk sem hefur efni á að sækja tónleika? „Ja, það hjálpar auðvitað,“ svarar Bjarni og hlær. „Við erum samt alls ekki að þessu fyrir peninginn. Þetta var bara hugmynd sem kom upp hjá okkur Þorra trommara yfir bjórglasi þegar við fórum að ræða það að okkur langaði til að fara að spila aftur saman. Við drifum í því að tala við hina strákana og þeir voru allir til í slaginn, þannig að hér erum við í dag, sex vinir í góðum fíling að undirbúa tónleika.“

„Mér finnst að ef við viljum mótmæla framgöngu Ísraelsmanna eigi að banna þeim að taka þátt í keppninni, ekki sniðganga keppnina þótt hún sé haldin í þeirra landi. Það er einhver hræsni í því.“

Aldrei verið svona góðir
Spurður hvort meðlimir hljómsveitarinnar séu í jafngóðu formi og þeir voru á velmektardögunum fyrir rúmum áratug fullyrðir Bjarni að þeir séu ennþá betri. „Ég get svarið það,“ segir hann. „Ég held ég hafi aldrei heyrt okkur svona góða.“
Hafið þið allir verið í tónlistariðkun síðan þið hættuð? „Já, já, við höfum verið að gera alls konar hluti í tónlist,“ segir Bjarni. „Allir að spila hingað og þangað. Við höfum bara ekki spilað saman sem band undanfarin tíu ár. Ég og Valdimar höfum verið að spila dálítið saman og erum meira að segja búnir að taka upp plötu. En við höfum alltaf hist reglulega allir saman og rætt málin.“

Þannig að vináttan hefur haldist? Hvers vegna hættuð þið þá að spila saman á sínum tíma? „Eiginlega bara vegna þess að við vorum alltaf að spila fyrir sama fólkið og vorum orðnir svolítið leiðir á því,“ útskýrir Bjarni. „Við spiluðum bara saman af því að okkur þótti það svo ógeðslega gaman. Þannig að við hættum því bara þegar það hætti að vera gaman. Það var engin dramatík í kringum það.“

Sprenging í hlustendahópnum með Barfly
Voru það ekki svakaleg viðbrigði að fara úr því að vera hljómsveit skólafélaga í MR sem fannst bara gaman að spila saman í það að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins? „Jú, þetta gerðist frekar hratt,“ viðurkennir Bjarni. „Við áttum tvö lög sem voru mikið spiluð á X-inu og svo þegar Barfly kom út varð sprenging í hlustendahópnum á nokkrum dögum.“
Bjarni vill alls ekki gangast við því að hinar skyndilegu vinsældir og nánast stöðugt tónleikahald hafi haft mikil áhrif á þá félaga. „Við ákváðum bara að gera þetta vel,“ segir hann. „Og ef einhver hringdi og bað okkur að spila sögðum við bara já. Við pældum ekki mikið í því að við værum vinsælir. Vorum bara band sem spilaði á tónleikum þegar við vorum beðnir um það. Við litum aldrei á okkur sem einhverjar poppstjörnur og það var aldrei markmiðið að leggja Ísland að fótum okkar. Lífið breyttist í rauninni voðalega lítið, nema bara að við spiluðum miklu oftar en við höfðum gert áður.“
Spurður hvort endurkomutónleikarnir um helgina séu upphafið á nýrri tilraun til að slá í gegn og hvort plata sé í undirbúningi segir Bjarni að þeir séu bara ekki farnir að hugsa svo langt. „Við erum ekkert að pæla langt fram í tímann,“ fullyrðir hann. „En það hefur verið ógeðslega gaman hjá okkur og gengið mjög vel, þannig að maður veit aldrei hvað gerist. Hins vegar er það alveg á hreinu að þetta er alls ekki meðvituð tilraun til að reyna að slá í gegn aftur, við ætlum bara að hafa gaman að þessu.“

Hræsni gagnvart Ísrael
Árið 2015 tók Bjarni þátt í undankeppni Eurovision með lag sitt Brotið gler og fékk tvo félaga sína úr Jeff Who? til að spila það með sér. Hann vill þó undirstrika að það sé mikill misskilningur að Jeff Who? hafi ætlað sér að taka þátt í Eurovision. Það myndi aldrei gerast. En hvað finnst honum um kröfuna um að sniðganga Eurovision í Ísrael á næsta ári vegna framgöngu Ísraela gagnvart Palestínumönnum? „Æ, ég veit það ekki,“ segir hann þreytulega. „Ég er ekki hlynntur því sem Ísrael er að gera gagnvart Palestínumönnum, en þetta er samt bara söngvakeppni og þeir taka þátt í henni. Mér finnst að ef við viljum mótmæla framgöngu Ísraelsmanna eigi að banna þeim að taka þátt í keppninni, ekki sniðganga keppnina þótt hún sé haldin í þeirra landi. Það er einhver hræsni í því.“
Ætlar þú að senda lag í undankeppnina fyrir næsta ár? „Ég bara veit það ekki,“ segir Bjarni hugsi. „Núna hugsa ég bara um æfinguna sem er að byrja og tónleikana um helgina. Ég fer ekkert að pæla í Eurovision fyrr en þessir tónleikarnir eru búnir. Þeir eru það sem skiptir máli núna. Allt annað kemur bara í ljós.“

Fyrri tónleikar Jeff Who? eru á Græna hattinum á Akureyri í kvöld, 21. september, og þeir seinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld.

Mynd / Lilja Jóns

Sjálfsmorð móðurinnar stærsta áfallið

Jane Fonda rifjar upp móðurmissinn í nýrri heimildarmynd.

Í nýrri heimildarmynd frá HBO, Jane Fonda í fimm þáttum sem frumsýnd verður 24. september, opnar Jane Fonda sig um hvernig það hafi verið að alast upp hjá móður sem þjáðist af geðhvarfasýki og hvernig sjálfsmorð móðurinnar, þegar Jane var 12 ára, hafi átt stærstan þátt í því að móta sjálfsmynd hennar og upplifun af heiminum. Hún segist þó smátt og smátt hafa lært að skilja móður sína og fyrirgefa henni.

Móðir Jane hét Frances Ford Seymour og var kanadísk kona sem giftist Henry Fonda árið 1936. Saman eignuðust þau tvö börn, Jane og Peter. Fljótlega kom í ljós að Frances þjáðist að geðhvörfum og árið 1950, þegar Jane var 12 ára, framdi hún sjálfsmorð með því að skera sig á háls á geðsjúkrahúsinu þar sem hún dvaldi.

Dauði hennar var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Jane og ekki varð auðveldara að sætta sig við sjálfsmorð móðurinnar við það að rekast á umfjöllun um það í kvikmyndatímariti eftir að faðir hennar, Henry Fonda, hafði sagt Jane og bróður hennar að móðir þeirra hefði dáið eftir hjartaáfall.

„Sem barn kennir maður alltaf sjálfri sér um,“ útskýrði leikkonan í viðtali á people.com. „Vegna þess að barnið getur ekki ásakað fullorðnu manneskjuna sem það þarf á að halda til að komast af. Það tekur langan tíma að komast yfir sektarkenndina,“ sagði hún.

En eftir að hún varð fullorðin ákvað Jane að reyna að kynnast móður sinni, læra að skilja hana og tileinkaði henni sjálfsævisögu sína, My Life So Far sem kom út árið 2005. Hún segist hafa fengið aðgang að sjúkraskýrslum móður sinnar og loks fengið að kynnast henni og meta þessa konu.
„Ég þekkti hana aldrei,“ segir leikkonan í fyrrnefndu viðtali. „En ég er búin að fyrirgefa henni og mér.“

Hér fyrir neðan má skoða kynningarstikluna fyrir Jane Fonda í fimm þáttum, sem eins og áður sagði verður frumsýnd 24. september á HBO.

Kynntist eiginmanninum 14 ára gömul

Camilla Rut prýðir nýjustu forsíðu Vikunnar. Í einlægu viðtali dregur hún ekkert undan og talar um uppeldið í krossinum, óvænta athygli, taugaáfall sem hún fékk kjölfar brúðkaups síns og söngferilinn.

 

Camilla hefur með einlægni sinni og hispurslausri framkomu fangað huga og hjörtu fjölmargra Íslendinga. Á degi hverjum hleypir hún tugum þúsunda fylgjenda inn í líf sitt og sýnir bæði góðar og slæmar hliðar þess.

Í dag er Camilla í fullu starfi við það að sinna sínum miðlum, auk þess sem hún er að hefja feril í tónlist. „Dæmigerður dagur í mínu lífi er ekki til, ég er rosalega mikið út um allt að græja og gera,“ segir hún. „Ég sit á allskonar fundum og er stöðugt að vinna mig áfram. Það kemur aldrei sá dagur að ég sé ekki með neitt á dagskránni. Ég viðurkenni alveg að þetta hefur reynst mér frekar erfitt, þar sem ég er svo rosaleg rútínumanneskja. Ég vil helst hafa dagana mína eins, en þegar ég er ekki í fastri vinnu frá 9-5 gefur það augaleið að það gengur ekki alltaf upp. Svo á ég líka allskonar drauma sem ég er að vinna í að uppfylla og verkefni sem ég er að hrinda í framkvæmd, lífið kemur ekki til mín á silfurfati svo ég ætla að leggja hart að mér til þess að koma mér þangað sem ég vil fara.“

Kynntist eiginmanninum fjórtán ára

Camilla og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa verið saman í rúm tíu ár en hún var aðeins fjórtán ára þegar þau kynntust. „Við byrjuðum samband okkar mjög rólega, þar sem ég var svo ung. Rabbi er fimm árum eldri en ég og bar fullkomna virðingu fyrir því að ég væri að stíga mín fyrstu skref í þessu öllu saman. Við höfum gengið í gegnum svo margt saman á þessum tíu árum en einhvern veginn alltaf náð að halda okkar striki sem er nú aðallega honum og hans yfirvegun að þakka. Ég telst seint vera yfirveguð og róleg því eins og ég segi þá stjórnast ég af tilfinningum en hann hefur tök á mér sem enginn annar hefur,“ segir Camilla og bætir við að þau hafi verið óaðskiljanleg frá fyrstu kynnum. „Við smullum saman eins og flís við rass. Á meðan ég er algjört fiðrildi og tilfinningavera þá er hann rólegur og jarðbundinn, svo það má segja að hann dragi mig niður á jörðina á meðan ég dreg hann upp með mér, svo við hittumst oftast á miðri leið. Samband okkar hefur verið ferðalag og mikill lærdómur fyrir okkur bæði en í gegnum allt er þessi skilyrðislausa ást sem stendur svo sterk. Við trúlofuðum okkur um verslunarmannahelgina árið 2014 en vissum ekki þá að laumufarþegi var um borð. Sléttri viku eftir að við trúlofuðum okkur komumst við að því að ég væri ólétt af litla stráknum okkar – og þvílík hamingja.“

Sonur þeirra, Gabríel, kom svo í heiminn fyrir rúmum þremur árum. Camilla segir að eins klisjukennt og það hljómi, hafi sonurinn komið inn í líf þeirra á hárréttum tíma og breytt öllu til hins betra.

„Meðgangan og fæðingin var hryllingur en þetta litla barn hefur verið draumur síðan við fengum hann í hendurnar. Ég fékk rosalegt fæðingarþunglyndi og átti mjög erfitt fyrstu mánuðina. Í orlofinu hafði ég gaman af því að fylgjast með öðrum á samfélagsmiðlum og fljótlega kviknaði sú hugmynd að kannski hefði fólk áhuga á því sem ég hefði að segja. Ég opnaði aðganginn minn og var ekki með neitt sérstakt markmið. Ég einblíndi ekki á neitt afmarkað málefni, heldur var ég bara að spjalla um lífið og tilveruna. Meðal þess sem ég ræddi opinskátt var fæðingarþunglyndið. Markmið mitt var samt ekki beint að peppa aðra, heldur var ég að þessu aðallega til að peppa sjálfa mig og ég fann fljótt að þetta var hvati til þess að laga mitt eigið hugarfari. En boltinn fór fljótt að rúlla og fylgjendatalan jókst með hverjum degi. Að mörgu leyti var ég heppin, varðandi tímasetningu og annað en á þessum tíma var ekki mikið um það að fólk væri að opna sig og segja frá persónulegri lífsreynslu fyrir framan ókunnugt fólk á Snapchat.“

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Camillu. Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

/Texti: Margrét Björk Jónsdóttir
/Myndir: Aldís Pálsdóttir
/Förðun: Sara Dögg Johansen með YSL

Ed Sheeran hlakkar til að spila fyrir Íslendinga

Tónlistarmaðurinn heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar.

Ed Sheeran mun halda sína fyrstu tónleika á Íslandi þann 10. ágúst 2019. Í myndbandi sem kappinn birti á YouTube sendir hann Íslendingum kveðju og segist hlakka til að spila fyrir þá. Hann hafi reyndar komið til Íslands áður en aldrei spilað þar og hann sé mjög spenntur.

Tónleikarnir á Íslandi eru hluti af Evróputúr stjörnunnar sem mun standa yfir frá maí til ágúst 2019 og auk þess að spila fyrir okkur mun Ed halda tónleika í Frakklandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Austurríki, Rúmeníu, Tékklandi, Lettlandi, Rússlandi, Finnlandi, Danmörku og Ungverjalandi og svo að sjálfsögðu í heimalandi sínu Bretlandi þar sem síðustu tónleikar túrsins verða.

Miðasala á tónleikana hefst klukkan 9 fimmtudaginn 27. september á TIX.is/Ed og í boði eru 30.000 miðar á mismunandi og misdýrum svæðum svallarins.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er Ed brosandi út að eyrum á meðan hann sendir Íslendingum kveðju sína og ekki annað að sjá en að hann meini hvert orð.

Reyna að ná sambandi við Michelle Obama með myndbandi

|
|

Rúna Magnúsdóttir og Nick Haines gripu til nýstárlegra aðgerða við að ná sambandi við forsetafrúna fyrrverandi.

Rúna og Nick póstuðu myndbandinu á þriðjudaginn

„Við þurftum alveg að taka hugrekkispillu til að þora að gera þetta,“ segir Rúna Magnúsdóttir sem ásamt Nick Haines, félaga sínum í samtökunum The Change Makers, hefur póstað myndbandi þar sem þau freista þess að ná sambandi við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, til að fá hana til að skrifa inngang að bók sem þau hafa skrifað.

„Okkur leið eins og við værum að afhjúpa okkur með því að gera þetta myndband,“ segir Rúna. „En um leið vorum við að stíga út fyrir boxið. Við höfðum ekki hugmynd um hvernig við ættum að ná sambandi við Michelle en svo fórum við að hugsa um kenninguna um að við séum öll tengd, það sem kallast á ensku „Six degrees of separation“, og samkvæmt henni ætti að vera einhver sem þekkir okkur sem þekkir einhvern sem þekkir Michelle svo við ákváðum að gefa þessu séns og láta reyna á þessa kenningu.“

Rúna og Nick póstuðu myndbandinu á þriðjudaginn, en hafa enn ekki fengið viðbrögð frá Michelle. Rúna segist þó ekki vera búin að gefa upp vonina. „Það má alveg segja að í hvert sinn sem einhver deilir myndbandinu á samfélagsmiðlum þá opnist ný leið til að ná til hennar. Svo við sjáum bara til. Kannski svarar hún, kannski ekki.“

Spurð hvaða félagsskapur The Change Makers sé segir Rúna það vera hóp af fólki víðsvegar um heim sem hafi sameinast um það að hvetja fólk til að stíga út fyrir boxin sem samfélagið setji fólk stöðugt í. Bókin sem hún og Nick voru að skrifa fjalli einmitt um það hvernig þessi box hamli okkur sem manneskjum.
„No more Boxes hreyfingin sprettur af því að við í The Change Makers vorum beðin um að taka þátt í pallborðsumræðum hjá Sameinuðu þjóðunum í mars síðastliðnum. Þar var okkar hlutverk að ræða hvað hægt væri að gera til að ná þessum 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030. Þessi markmið lúta að sjálfbærni, jafnrétti kynjanna og þar fram eftir götunum. Niðurstaða okkar var sú að það sem fyrst og fremst hamlaði allri þróun væri þessi eilífa árátta okkar mannfólksins að setja okkur sjálf og alla aðra í fyrirframákveðin box, hvort sem það snýr að kyni, kynþætti, bakgrunni, trúarbrögðum eða einhverju öðru. Það er alltaf verið að troða fólki í einhver box og afleiðingin er sú að við nýtum einungis brotabrot af þeim hæfileikum, möguleikum og eiginleikum sem hver manneskja kemur með á þessa jörð. Það bara gengur ekki lengur. Þannig að við ákváðum að vekja fólk til umhugsunar um þessar hömlur sem við setjum á okkur og hvert annað og vekja fólk til vitundar um það hvað það getur gert til þess að sú breyting sem við viljum sjá í heiminum í dag geti átt sér stað,“ segir Rúna og það er ljóst að þetta málefni er henni hjartans mál.

Þú getur lagt þitt að mörkum við að hjálpa Rúnu og Nick að ná sambandi við forsetafrúna með því að kíkja á myndbandið og ekki sakar að endurpósta því á samfélagsmiðlunum. Því eins og Rúna segir; það er aldrei að vita nema athygli Michelle vakni ef nógu margir pósta því.

Þeir sem vilja fylgjast með því hvernig Rúnu og Nick gengur að ná sambandi við frúna, eða bara kynna sér hvað þau eru að gera geta svo kíkt á síðuna þeirra.

https://www.nomoreboxesmovement.com/

Karlar sem finnst þeim ógnað beita kynferðislegri áreitni

Í nýju tölublaði Mannlífs er fjallað um veggina sem konur lenda á þegar þær kvarta undan kynferðislegu áreiti á vinnustað.

 

Margrét Erla Maack, sem hefur starfað sem plötusnúður og skemmtikraftur árum saman, hefur ekki farið varhluta af þeirri kynferðislegu áreitni sem viðgengst í þeim bransa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, segir mjög algengt að ekki sé brugðist við kvörtunum um kynferðislega áreitni innan vinnustaða, eða að það sé brugðist við með röngum hætti.

Margréti og Sonju kemur ekki á óvart hvernig stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa tekið á kynferðislegri áreitni innan fyrirtæksins. Þær segja að í kjölfar #metoo byltingarinnar séu þess dæmi að ástandið hafi sums staðar versnað og áreitnin aukist. Á sumum vinnustöðum nýti tilteknir karlar umræðuna til að gera enn minna úr konum með niðrandi athugasemdum og hegðun til þess að ná aftur sinni valdastöðu og tryggja hana. Margrét Erla og Sonja Ýr eru í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun.

Opnað fyrir innsendingar á lögum í Söngvakeppnina

Leita til reyndra lagahöfunda til að semja helming laganna.

RÚV hefur nú opnað fyrir innsendingar á lögum í Söngvakeppnina 2019. Sú breyting verður á vali laga í keppnina að leitað verður til reyndra og vinsælla lagahöfunda til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum eins og síðustu ár. Alls munu tíu lög taka þátt í keppninni sem haldin verður í febrúar og mars á næsta ári.

Danshöfundurinn Lee Proud hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi keppninnar en Samúel J. Samúelsson verður tónlistarstjóri eins og síðast.

Á vef RÚV er haft eftir Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, aðstoðardagskrárstjóra RÚV sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, að hún bindi vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir hún.

Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins. Í tilkynningu frá RÚV eru allir laga- og textahöfunda, sem vilja hvattir til að taka þátt í Söngvakeppninni 2019 og halda áfram að móta tónlistarsögu Íslands með því að senda inn sitt lag. Höfundum er sérstaklega bent á að Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni. Allar tegundir tónlistar eru boðnar velkomnar.

Keppnin er, eins og allir vita, forkeppni Íslands fyrir Eurovision og mun sigurvegarinn verða fulltrúi Íslands á sviðinu í Tel Aviv næsta vor.

Fagurfræðilega fullkomin samsuða í 100 ára timburhúsi

Inga Elín myndlistarmaður og Þórarinn gítarleikari heimsótt.

Það eru ansi mörg ár síðan því var fyrst hvíslað að blaðakonu Húsa og híbýla að hönnuðurinn og myndlistamaðurinn Inga Elín Kristinsdóttir hefði einstaklega næmt auga fyrir fallegri hönnun og sérstakt lag á að hnjóta um heimsþekktar hönnunarperlur á nytjamörkuðum hér heima sem og erlendis. Heimili Ingu Elínar og eiginmanns hennar, Þórarins Sigurbergssonar gítarleikara og leiðsögumanns, við Laufásveginn í Reykjavík, er sannkallaður ævintýraheimur og einstaklega vel heppnað dæmi um hvernig heimili sem nostrað er við af ástúð getur fangað fullkomnlega persónuleika þeirra sem þar búa.

Hannar verðlaunagripi
Inga Elín lagði stund á myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur og var aðeins tvítug farin að kenna myndlist að loknu kennaranámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þremur árum síðar lá leið hennar í framhaldsnám til Kaupmannahafnar í Skolen for Brugskunst (í dag Danmarks Designskole), þaðan sem hún útskrifaðist fimm árum síðar frá tveimur deildum skólans, keramík- og glerlistadeild. Inga Elín hefur verið áberandi í íslensku listalífi allar götur síðan og skipað sér sess meðal okkar fremstu listamanna. Í um áratug rak hún á Skólavörðustíg 5

09. tbl. 2018, HH1808082010, Inga Elín Kristinsdóttir, Innlit, Laufásvegur 43

sitt eigið gallerí en er í dag í hópi átta listakvenna sem samanstanda að keramíkgalleríinu Kaolín sem er til húsa á sama stað. Fyrir utan fjölmargar einkasýningar innan lands og utan hefur Inga Elín tekið þátt í ótal samsýningum víða um heim, meðal annars í Bretlandi og Skandinavíu og hlotið hinar ýmsu viðurkenningar í gegnum tíðina. Inga Elín hefur hannað ýmsa muni fyrir Kokkalandslið Íslands og allt frá árinu 2001 Ístóninn, verðlaunagrip Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá er borðbúnað úr hennar smiðju að finna á nokkrum af rómuðustu veitingahúsum landsins og athygli vakti á sínum tíma þegar breski glysrokkarinn og listaverkasafnarinn Elton John festi kaup á tveimur verkum hennar í frægri heimsókn til landsins árið 2007.

„Ég daðraði eitthvað við naumhyggjuna á tímabili en var fljót að finna að hún var ekki alveg minn tebolli.“

Smávinir í postulíni og steinsteypu
Líkt og margir aðrir íslenskir hönnuðir og listamenn í gegnum tíðina, hefur Inga Elín sótt sinn helsta innblástur til íslenskrar náttúru. Í verkum sínum hefur hún stundum fléttað saman ólíkum og óvæntu hráefni en gott dæmi um það er sería skúlptúrverka sem hún kallar Smávinir fagrir en þar mætast fíngert og brothætt postulínið og gróf steinsteypan. Þessi styrkleiki Ingu Elínar sem listamanns skín einstaklega vel í gegn á heimilinu.

Eltist ekki við tískubylgjur
Dásamlega litrík kaótík einkennir heimili þeirra Ingu Elínar og Þórarins, hér sér varla í auðan blett og endalaust eitthvað áhugavert sem fangar augað. Inga Elín byrjaði að safna list og hönnun markvisst strax sem unglingur og var þá þegar búin að móta sér þann persónulega stíl sem fylgt hefur henni allar götur síðan. „Ég hef alltaf verið safnari í mér og hef í gegnum tíðina safnað málverkum, glerlist, keramíki og skúlptúrum og þá iðulega verkum íslenskra listamanna,“ segir Inga Elín þar sem hún lóðsar okkur um litríkt heimilið.

„Ég hef alltaf leitast við að fjárfesta í góðri og vandaðri hönnun og eiga þá hluti ævina út í stað þess að elta einhverjar tímabundnar tískubylgur. Dönsk og ítölsk hönnun frá tímabilinu 1950-´70 hefur alltaf höfðað sérstaklega til mín. Ég daðraði eitthvað við naumhyggjuna á tímabili en var fljót að finna að hún var ekki alveg minn tebolli. Ég hef alltaf haft einstaklega gaman af því að fara á nytjamarkaði, meðal annars í Kaupmannahöfn og Berlín en þar eru margir góðir antíkmarkaðir og hægt að finna mikið úrval fallegra og áhugaverðra muna fyrir heimilið,“ segir Inga Elín sem er einmitt ein þeirra sem standa á bak við Portið, eina áhugaverðustu verslun landsins en þar er jafnan að finna mýgrút af sérvöldum antík- og vintage-munum, húsgögnum og fatnaði.

Fleiri myndir af þessu fallega heimili má sjá í septemberblaði Húsa og híbýla sem fæst á sölustöðum til 20. september.

Texti / Gerður Harðardóttir
Ljósmyndari / Hákon Davíð Björnsson

Typpi óskast!

Sigga Dögg auglýsir eftir typpi í fræðslumyndband.

Sigga Dögg kynfræðingur auglýsir á Facebook-síðu sinni eftir sjálfboðaliða sem vill taka þátt í gerð fræðslumyndbands um smokkanotkun. Nánar tiltekið er það einungis typpi viðkomandi sem hún hefur áhuga á að nota í myndbandinu og hún tekur fram að ekki muni sjást í andlitið, heldur einungis svæðið frá nafla að lærum og svo hendurnar.

Ekki verður greitt fyrir þátttöku í myndbandinu heldur fer ágóðinn til UNICEF og UN Women.

Kynfræðingurinn lýkur auglýsingunni með því að ítreka – í upphafsstöfum – að hún sé ekki að biðja um að henni séu sendar typpamyndir.

Auglýsingu Siggu Daggar má skoða hér að neðan.

https://www.facebook.com/siggadogg.is/

Mynd / Saga Sig

Justin Bieber og Hailey Baldwin eru víst gift

Alec Baldwin staðfestir orðróminn um leynilegt brúðkaup poppstjörnunnar.

Óstaðfestar fregnir af því að poppstjarnan Justin Bieber hafi kvænst fyrirsætunni Hailey Baldwin í laumi síðastliðinn fimmtudag hafa verið staðfestar. Það var enginn annar en föðurbróðir brúðarinnar, stórleikarinn Alec Baldwin, sem staðfesti þetta í viðtali á rauða dreglinum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudagskvöldið.

„Þau laumuðust bara í burtu og giftu sig,“ sagði leikarinn í stuttu spjalli við sjónvarpsfólk á rauða dreglinum. Hann sagðist reyndar bara hafa hitt Justin einu sinni en að hann og Hailey, bróðurdóttir hans, skiptust á sms-um annað slagið, og að hann vissi fyrir víst að fréttirnar af giftingu þeirra væru sannar.

People Magazine birti fyrstu fréttina af hjónavígslunni á föstudaginn, eftir að skötuhjúin sáust fara inn í dómshús þar sem giftingar fara fram. Síðan hafa fjölmiðlar dregið fréttina í efa, ekki síst eftir að Hailey tísti því á Twitter að hún væri ekki gift enn. Fyrirsætan eyddi síðan færslunni og vinur brúðhjónanna sagði í samtali við People Magazine að það sem Hailey hefði meint væri að borgaraleg hjónavígsla væri ekki brúðkaup. „Þau eru gift samkvæmt lögum,“ sagði heimildarmaðurinn. „En brúðkaup er þegar tvær manneskjur sverja eið fyrir framan Guð og fólkið sitt.“ Hann klikkti síðan út með því að Justin og Hailey ætluðu að halda veglegt kirkjubrúðkaup á næstunni til að vinir og fjölskylda gætu fagnað með þeim. Við bíðum spennt.

Óásættanlegt að karlar áreiti konur án refsingar

Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun í ljósi frétta liðinnar viku af kynferðislegri áreitni yfirmanna hjá Orkuveitunni.

„Það er óásættanlegt að konur séu ekki óhultar, hvorki inni á heimilum né á vinnustöðum. Það er óásættanlegt að konur hrökklist úr starfi vegna áreitni og ofbeldis sem þær eru beittar á opinberum vettvangi. Það er óásættanlegt að karlar geti áreitt konur og beitt þær ofbeldi, án hindrana, eftirmála og án refsingar,“ segir í ályktun sem Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér í ljósi frétta liðinnar viku af kynferðislegri áreitni yfirmanna hjá Orkuveitunni.

Fréttaflutningurinn hefur meðal annars snúist um það að framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni var í liðinni viku vikið úr starfi vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart starfsfólki og tveir aðrir hátt settir starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um áreitni í starfi eða kynferðisbrot áður en störf hófust.

Kvenréttindafélagið ítrekar í ályktuninni að ekki sé nóg að vinnustaðir samþykki metnaðarfullar jafnréttisáætlanir og innleiði staðla og gæðavottanir heldur sé nauðsynlegt að fylgja áætlunum með virkum hætti.

„Fyrirtækin hafa þótt vera í fararbroddi í jafnréttismálum á Íslandi og forsvarsmenn þeirra oft verið talsmenn þess mikla árangurs sem náðst hefur í jafnréttismálum á Íslandi. Árið 2015 var OR veitt Hvatningarverðlaun jafnréttismála og við það tilefni sagði forstjórinn að það væri “ekki nóg að aðhyllast jafnrétti, heldur þarf að fremja það”. Nú ríður á að fyrirtækin bregðist ekki háleitum hugsjónum sínum heldur vinni markvisst að því að uppræta kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustað og gæti þess að starfsfólk allt taki fullan þátt í því starfi,“ segir í ályktuninni.

Ályktuninni lýkur á hvatningu til stjórnenda fyrirtækja um að axla ábyrgð og skapa starfsumhverfi þar sem fólk sé óhult í vinnu. „Við verðum að gera grundvallarbyltingu á samfélagi okkar, þessu samfélagi þar sem ofbeldi og áreitni hefur þrifist í allskonar myndum. Það á ekki að veita neina afslætti í þessum málum.“ segir Kvenréttindafélag Íslands.

Bláskel í stuttu máli

Bláskel er einnig þekkt undir heitunum krákuskel eða kræklingur. Vitað er að maðurinn hefur borðað bláskel í þúsundir ára.

Bláskel er sælindýr í fallegri svarblárri samlokuskel sem festir sig oft með spunaþráðum við steina og reipi. Elsta aðferðin við ræktun á bláskel eru staurar sem festir voru í grunnu sjávarvatni og þar óx kræklingurinn en víða er hann ræktaður á reipum sem hanga niður úr stórum flekum. Kræklingur er hluti af stórri ætt sælindýra og fyrirfinnast bæði í ferskvatni og sjávarvatni en þó er kræklingur sem kemur úr sjávarvatni notaður til manneldis þar sem hinn þykir ekki lystugur.

Belgar, Hollendingar og Frakkar borða mikið af bláskel og þar er hún oft borin fram elduð í soði með frönskum kartöflum og þekkist sem rétturinn moules frites. Einnig er bláskelin borin fram með góðu brauði sem notað er til að klára allt soðið. Hollendingar eru einnig þekktir fyrir að djúpsteikja bláskelina og selja sem skyndibita.

Margir veigra sér við að elda bláskel en sé ákveðnum reglum fylgt eftir við verkun og eldun þá er hún leikur einn. Bláskel er léttur og skemmtilegur sumarmatur og afar mikilvægt er að nostra svolítið við soðið sem skelfiskurinn er eldaður upp úr. Oft er hvítvín eða bjór notað í soðið og því betra að vera með gæðavín og bjór til að tryggja að soðið verði sem allra best.

Margar fiskbúðir selja ferska bláskel sem ræktuð er á Íslandi. Gott er að vera í sambandi við sína fiskbúð til að athuga hvenær bláskelin er keyrð út því best er að fá hana sem ferskasta og svo selst hún yfirleitt mjög hratt og því betra að vera undirbúinn frekar en að koma að tómu borðinu.

Áður en bláskelin er elduð þarf að verka hana. Gott er að nota lítinn bursta og skrúbba kræklingana undir rennandi köldu vatni til að losa þá við hreistur og önnur óhreinindi sem setjast utan á skeljarnar. Stundum finnast lítil skegg á skeljunum sem hægt er að tosa af með fingrunum eða skrapa af með litlum hníf.
Brotnum skeljum skal henda og ef bláskelin er opin skal banka henni ákveðið við eldhúsbekkinn og sjá hvort hún loki sér. Loki hún sér ekki er kræklingurinn líklegast dáinn og því best að fleygja skelinni.
Mjög mikilvægt er að láta bláskelina ekki liggja í bleyti þar sem þeir lifa í saltvatni og kafna í hreinu kranavatninu.

Þegar bláskelin er elduð þarf að nota góðan pott með loki því hún þarf að gufusjóða í soðinu í nokkrar mín. Gott er að taka pottinn og hrista hann til einu sinni til tvisvar í eldunarferlinu til að hann eldist jafnt. Ef potturinn er þungur er líka hægt að taka lokið af og hræra með trésleif í staðinn.
Kræklingurinn er tilbúinn þegar langflestar skeljarnar hafa opnast. Þær skeljar sem enn eru harðlokaðar er best að henda.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Victoria Beckham tók Spice Girls dans í tískuvikunni í London

Sýndi að Snobbkryddið hefur engu gleymt.

Victoria Beckham brast í dans í samkvæmi sem haldið var henni til heiðurs eftir sýningu hennar á tískuvikunni í London í gær. Victoria, sem bar viðurnefnið Snobbkryddið á mektarárum Spice Girls, skellti sér í dansinn sem þær stöllur notuðu í myndbandinu við lagið geysivinsæla Spice Up Your Life árið 1997, við gríðarleg fagnaðarlæti viðstaddra.

Victoria hefur nú rekið eigið framleiðslufyrirtæki þar sem hún hannar allan klæðnað sjálf í tíu ár og fagnaði afmælinu með því að taka í fyrsta sinn þátt í tískuvikunni í heimaborg sinni London. Eftir sýninguna, sem hlaut góðar undirtektir, var haldið samkvæmi henni til heiðurs og þar gerði hún sér, eins og áður sagði, lítið fyrir, og dansaði fyrir viðstadda.

Victoria póstaði sjálf myndbandi af uppákomunni á Instagram-reikningi sínum og eins og sjá má þá hefur þessi 44 ára fyrrum poppstjarna nákvæmlega engu gleymt. Er jafnvel betri dansari en hún var fyrir tuttugu árum. Kíkið á myndbandið og hrífist með í gleðinni.

https://www.youtube.com/watch?v=BhH8d84aaPw&feature=youtu.be

Skúli safnaði 7,6 milljörðum króna

Skuldabréfaútboði flugfélagsins WOW lauk í dag. Samkvæmt heimildum Mannlífs varð niðurstaðan 60 milljónir evra, jafnvirði 7,6 milljarða króna.

Hratt hefur gengið á eigið fé WOW og varð ljóst að félagið þyrfti að verða sér út um fjármagn ef halda ætti áfram rekstri. Var skuldabréfaútboðið liður í því og svar stefnan sett á að gefa út skuldabréf fyrir að lágmarki 50 milljónir evra.

Í síðustu viku var uppi óvissa um hvort það tækist en Skúli Mogensen, forstjóri WOW, tilkynnti fyrir helgi að lágkmarkinu hefði verið náð. Endanleg niðurstaða fékkst í dag og tókst WOW að safna 60 milljónum evra. Skuldabréfin eru til þriggja ára og eru vextir níu prósent ofan á þriggja mánaða millibankavexti á evrumarkaði.

Mikið hefur verið fjallað um skuldarfjárútboðið eftir að fjárfestakynning norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, sem hafði yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, lak til fjölmiðla. Auk þess komu íslenskir ráðgjafar frá Arctica Finance og Fossum að útboðinu.

Skúli sagði við Financial Times að hann hyggist bjóða út minnihlutahlut í félaginu til sölu. Áætlar Skúli að heildarvirði félagsins sé að minnsta kosti 44 milljarðar króna, en til samanburðar er markaðsvirði Icelandair 36 milljarðar króna.

Bað kærustunnar í þakkarræðunni

|
|

Emmy-verðlaunahátíðin lumaði á ýmsu óvæntu.

Peter Dinklage var valinn besti leikari í aukahlutverki.

Emmy-verðlaunin fyrir sjónvarpsefni voru veitt í nótt og að vanda notuðu stjörnurnar tækifærið til að gera sitt besta til að stela sviðsljósinu. Sigurvegarinn í þeirri keppni var án efa leikstjórinn Glenn Weiss sem hlaut Emmy-verðlaun sem besti leikstjóri fyrir að stjórna Óskarshátíðinni. Hann gerði sér lítið fyrir og notaði þakkarræðuna til að biðja kærustu sinnar, Jan Svendsen, sem sat úti í sal og fylgdist með kærastanum taka við Emmy-styttunni. „Veistu af hverju mér er illa við að kalla þig kærsustuna mína?“ spurði Glenn. „Það er vegna þess að ég vil fá að kalla þig konuna mína.“
Salurinn ærðist af fögnuði, Jan skeiðaði upp á svið og játaði bónorðinu og skötuhjúin féllust í faðma.

Af öðrum tíðindum á Emmy-hátíðinni bar það hæst að þáttaröðin Game of Thrones sópaði til sín verðlaunum, var valin besta sjónvarpsþáttaröðin, Peter Dinklage var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á dvergnum Tyrion Lannister og alls hlaut þáttaröðin níu verðlaun á hátíðinni.

Claire Foy var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Elísabetu Englandsdrottningu í þáttaröðinni The Crown og Matthew Rhys besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The American.

Gamanþáttaröðin The Marvelous Mrs. Maisel hlaut verðlaun sem besta gamanþáttaröðin og aðalleikkonan Rachel Brosnahan var valin besta leikkonan í gamanþáttaröð, en alls hlutu þættirnir um hina dásamlegu frú Maisel átta verðlaun.

Allt hvarf þetta þó hálfpartinn í skuggann af bónorði Glenn Weiss sem sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Lof mér að falla búin að hala inn 38 milljónir

Kvikmynd Baldvins Z langvinsælasta kvikmynd landsins.

Íslenska kvikmyndin Lof mér að falla var langvinsælasta kvikmynd landsins í síðustu viku, aðra vikuna í röð. Tekjur myndarinnar um síðastliðna helgi voru rúmar 12.4 milljónir og samtals eru tekjur af Lof mér að falla orðnar tæpar 38 milljónir króna.

Ekkert lát virðist á vinsældum myndarinnar, enda hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og hrist rækilega upp í áhorfendum.

Næstvinsælasta mynd helgarinnar var spennu-geimverutryllirinn Predator, sem er ný á lista, en tekjur myndarinnar voru mun lægri en tekjur Lof mér að falla, eða rúmar 3.3 milljónir.

Mynd númer þrjú á íslenska bíóaðsóknarlistanum er síðan hrollvekjan The Nun, sem fór niður um eitt sæti á milli vikna.

Tvær nýjar myndir til viðbótar voru á aðsóknarlistanum í nýliðinni viku. Rómantíska gamanmyndin Little Italy fór beint í 12. sæti listans og í 14. sætinu er Sorry to Bother You.

Telur WOW umtalsvert meira virði en Icelandair

Skúli Mogensen, forstjóri WOW flugfélagsins, telur að heildarvirði fyrirtækisins nemi að minnsta kosti 44 milljörðum króna. Til samanburðar er skráð virði Icelandair á markaði rúmir 36 milljarðar króna.

Þetta má lesa út úr viðtali við Skúla í Financial Times. Segir Skúli að fyrirtækið stefni á að 2-300 milljóna dollara hlutafjárúboð á næstu 18 mánuðum. Það samsvarar 22 til 33 milljörðum króna. Þetta verði gert með því að bjóða út undir helming hlutafjár félagsins.  Skúli vill ekki gefa FT upp heildarvirði félagsins en ljóst er, út frá orðum Skúla, að hann metur fyrirtækið ekki undir 44 milljörðum króna.

WOW hefur undanfarnar vikur freistað þess að safna sér fé með skuldabréfaútgáfu. Var stefnt að því að safna að lágmarki 6,5 milljörðum evra og var tilkynnt fyrir helgi að því marki hafi verið náð. Niðurstöður skuldabréfaútgáfunnar verða kynntar á morgun.

Rikka og Haraldur hætt saman

Slíta sambandinu eftir tæp 3 ár.

Fjölmiðlakonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sem við þekkjum öll sem Rikku, og fjallagarpurinn Haraldur Örn Ólafsson hafa slitið sambandi sínu eftir að hafa verið saman í tæp 3 ár. Samband þeirra vakti á sínum tíma mikla athygli og frægri ferð þeirra til Himalajafjalla, hæsta fjallgarðs heims, voru gerð góð skil í fjölmiðlum.

Rikka hefur verið starfandi í fjölmiðlum árum saman, sá meðal annars um geysivinsæla matreiðsluþætti á Stöð 2 árum saman og starfar nú í þættinum Ísland vaknar á útvarpsstöð Morgunblaðsins K100. Haraldur komst í sviðsljós fjölmiðla með afrekum sínum á Norður- og Suðurpólnum en hann var fyrsti Íslendingurinn sem þangað fór. Samband þeirra komst í fréttir fyrir tæpum þremur árum og síðan hafa reglulega birst af þeim fréttir í ýmsum útivistarævintýrum saman.

Vissu af „galla“ framkvæmdastjórans þegar hann var ráðinn

Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem rekin var frá ON í síðustu viku vegna kvartana yfir kynferðislegri áreitni framkvæmdastjórans Bjarna Más Júlíussonar, fullyrðir að forstjóri ON hafi vitað af framkomu framkvæmdastjórans, Bjarna Más allan tímann. Hún ætlar í mál vegna uppsagnarinnar.

Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem rekin var frá ON í síðustu viku vegna kvartana yfir kynferðislegri áreitni framkvæmdastjórans Bjarna Más Júlíussonar, segir í Facebook-færslu í morgun að forstjóri ON, Bjarni Bjarnason, hafi staðfest á fundi með henni og eiginmanni hennar, Einari Bárðarsyni, að hann hafi vitað af framkomu framkvæmdastjórans við konur frá upphafi en ráðið hann engu að síður með þeim fyrirvara að hann “ynni í göllum sínum.“ Hún sakar forstjórann um hræsni og ætlar með málið fyrir dómstóla.

Í færslunni lýsir Áslaug Thelma fundinum með forstjóra ON og starfsmannastjóra fyrirtækisins í síðustu viku og segir þau hafa staðfest þar að framkoma framkvæmdastjórans hafi verið öllum kunn. „Þá sögðust þau bæði hafa vitað af þessum ,,galla” framkvæmdastjórans eins og þau kölluðu það, en ráðið hann engu að síður og með fyrirvara um að hann ynni í þessum “göllum” og héldu því fram að þau hefðu veitt honum ,,aðstoð” til að vinna með þetta ,,vandamál”, segir Áslaug Thelma í færslunni.

Hún segist á fundinum hafa spurt forstjórann, Bjarna Bjarnason, hreint út: „Hvernig getið þið ráðið einhvern vitandi þetta og tekið við öllum þessum athugasemdum (og þær voru frá fleirum en mér) sem eru allar á sömu leið og fundist það í lagi að hann sé stjórnandi í nafni ON í heil tvö ár?”

Og svar forstjórans hafi verið: ,,Já, en hann hefur staðið sig mjög vel í rekstrinum.“

„Þvílík vonbrigði að heyra þessa yfirlýsingu frá manni sem stýrir einu stærsta fyrirtæki landsins! Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað,“ segir Áslaug Thelma í færslunni.

Undir lok færslunnar kemur fram að Áslaug Thelma ætlar sér að kæra OR fyrir óréttmæta uppsögn:

„Í dag klukkan 14:00 geng ég á fund lögfræðings þar sem ég sé ekki að ON, Orkuveitan eða Reykjavíkurborg sýni nokkra viðleitni til að ræða frekar við mig og því síður að leiðrétta það tjón sem ég hef orðið fyrir – að vera rekin fyrir að gera rétt. Rekin fyrir að reyna að verja mig og samstarfskonur mínar. Ég mun í samráði við hann sækja rétt minn af fullum þunga,“ segir hún.

Hér má lesa færslu Áslaugar í heild sinni: https://www.facebook.com/aslaugthelma/posts/10205129645678383

Mynd / Skjáskot af RÚV

Matthew Perry loks á batavegi eftir 3 mánuði á spítala

Friends-leikarinn vinsæli gekkst undir viðamikla aðgerð á meltingarfærum.

Matthew Perry, leikarinn vinsæli sem sigraði hjörtu okkar í hlutverki Chandlers í Friends, er nú á heimleið eftir að hafa dvalið 3 mánuði á sjúkrahúsi í Los Angeles eftir aðgerð á meltingarfærum.

Á föstudaginn birtist færsla á Twitter-reikningi leikarans þar sem hann staðfesti að hann hefði verið rúmfastur á sjúkrahúsi undanfarna 3 mánuði. Þetta var fyrsta færsla hans í sex mánuði og voru aðdáendur að vonum farnir að hafa áhyggjur af sínum manni sem á langa sögu um misnotkun alkóhóls og sterkra verkjalyfja. Þau voru þó ekki sökudólgurinn að þessu sinni heldur var það útbreitt magasár sem hafði gert hann óvinnufæran.

Stuttu eftir að tístið birtist á föstudag staðfesti ónefndur heimildarmaður við People Magazine að leikarinn væri á batavegi og fengi að fara heim eftir helgina.

„Hann hefur það gott,“ fullyrti heimildarmaðurinn ónefndi og bætti við að leikarinn væri nú loks á heimleið.

Matthew Perry hefur verið opinn og hreinskilinn um baráttu sína við fíknina og hefur margoft komið fram í viðtölum til að tjá sig um hana. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hefur hann meðal annars lýst því yfir að á meðan hann lék Chandler í Friends hafi hann verið svo langt leiddur að hann muni ekki eftir upptökum margra þáttanna.

Raddir