Laugardagur 21. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Tom Cruise er versti leikari í heimi

Það er hefð fyrir því að það versta sé heiðrað í kvikmyndabransanum um leið og því besta er hampað á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Hin árlegu Razzie-verðlaun voru afhent um helgina, en á þeirri hátíð er öllu því versta í kvikmyndum veittur vafasamur heiður, hið gyllta hindber. Teiknimyndin The Emoji Movie braut blað í sögu hátíðarinnar með því að vera fyrsta teiknimyndin í 38 ára sögu hennar til að hljóta verðlaun sem versta myndin. Í umsöng dómnefndar kom fram að myndin hefði náð nýjum hæðum í ófrumleika.

The Emoji Movie var tilnefnd til tíu Razzie-verðlauna en hlaut fern. Auk verstu myndar, fékk The Emoji Movie verðlaun fyrir versta handrit, versta leikstjóra og versta tvíeyki á skjánum.

Tvö hindber en enginn Óskar

Tom Cruise var valinn versti leikarinn fyrir tilraun sína til að blása aftur lífi í Mummy-myndirnar. Eins og staðan er í dag hefur hann þrisvar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna án þess að fá styttu en er búinn að næla sér í tvær vafasamar Razzie-styttur. Þá fyrri fékk hann ásamt Brad Pitt sem þóttu versta parið á hvíta tjaldinu í Interview with the Vampire árið 1994.

Leikarinn Tyler Perry var valinn versta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Boo 2! A Madea Halloween og Kim Basinger hrósaði sigri í flokki verstu leikkvenna í aukahluverki fyrir leik sinn í Fifty Shades Darker. Með verðlaununum komst Kim í hóp leikkvennanna Faye Dunaway, Liza Minelli og Halle Berry sem hafa allar unnið bæði Razzie-verðlaun og Óskarinn. Mel Gibson vann síðan fyrir versta aukaleik í Daddy’s Home 2.

Svo rotin að hún er góð

Kvikmyndin Baywatch var tilnefnd í nokkrum flokkum, en sérstakur flokkur var búinn til með þeim eina tilgangi að lýsa hve slæm myndin væri – flokkurinn sem heiðraði það sem var svo slæmt að það varð gott. Og auðvitað vann Baywatch í þeim flokki. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Dwayne Johnson, eða The Rock, þakkaði fyrir verðlaunin í stuttu myndbandi á Twitter.

„Þetta er svalt. Myndin var svo slæm að það þurfti að bæta við flokki. Nýi flokkurinn er fyrir kvikmynd sem er svo rotin að þú verður á endanum ástfanginn af henni, sem þýðir að ömurlega samlokan sem þú hefur verið að borða er svo slæm að þér er farið að finnast hún góð. Við bjuggum til Baywatch með góðan ásetning að vopni en það blessaðist ekki,“ segir Dwayne og bætir við:

„Ég tek kurteisislega á móti þessum Razzie-verðlaunum með auðmýkt og þakka gagnrýnendum, aðdáendum og mynd sem er svo rotin að maður verður ástfanginn af henni. Svona er ástin.“

„Hér er ég komin, þessi gallaða kona að biðja um fóstureyðingu“

Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar, hefur birt nokkur myndbönd á YouTube með reynslusögum kvenna um fóstureyðingar.

Í einu þeirra opnar Íris Stefánsdóttir sig um sína reynslu, en hún átti mjög erfitt með að eignast börn.

„Í hvert sinn sem að við vorum að reyna að eignast barn og ég var orðin þunguð, þá var alltaf þessi ótti um að missa fóstrið og það var mjög sárt og vont,“ segir Íris og bætir við að hún hafi misst fóstur fimm eða sex sinnum.

„Það var orðið svo oft að ég var hætt að telja,“ segir hún. Í dag á hún þrjár dætur sem hún þurfti að hafa fyrir, en hún þurfti líka einu sinni að fara í fóstureyðingu.

„Ég hef sjálf farið í fóstureyðingu einu sinni. Það var eina skiptið sem ég virkilega vonaðist til þess að ég myndi missa. Svona er að vera með píku. Ég varð ófrísk eftir að hafa fengið mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Og ég átti mjög erfiðan tíma og verð ófrísk óvart,“ segir Íris í myndbandinu.

Á bara að vera okkar val

Hún segir enn fremur að hún hafi vonað heitt að náttúran myndi grípa inní, eins og hún hafði gert oft áður.

„Náttúran sá ekki um þetta fyrir mig þannig að ég varð að fara í fóstureyðingu. Mér fannst það mjög erfitt.“

Íris segir að það hafi tekið mikið á að fara í viðtöl hjá félagsráðgjöfum og læknum og útskýra af hverju hún vildi fara í fóstureyðingu.

„Mér fannst ég verða að svo lítilli manneskju í stólnum. Mér fannst ég sökkva niður, einhvern veginn. Hér er ég komin, gallaða konan að biðja um fóstureyðingu. Þetta á bara að vera okkar val. Ég hefði ekki getað átt barn á þessum tímapunkti í lífi mínu. Það hefði verið mér mjög erfitt og fjölskyldu minni.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Írisi, en á YouTube-rás Völvunnar má sjá fleiri myndbönd, til dæmis um fóstureyðingar.

Hann elskar að mynda fallegar hænur

|||||||
|||||||

Ljósmyndarinn Matteo Tranchellini hefur alltaf verið hugfanginn af fuglum en árið 2013 ákvað hann að reyna að finna sér hænu til að hafa í garðinum hjá heimili sínu í Mílanó á Ítalíu.

Matteo heimsótti bónda sem sýndi honum hænuna Jessicah sem stal hjarta hans um leið. Þá hófst vegferð sem hefur aldeilis undið uppá sig.

Matteo fékk annan ljósmyndara, Moreno Monti, í lið með sér til að leita uppi fallegustu hænur og hana heims og taka af þeim myndir.

Útkoman er vægast sagt stórkostleg, en þeir félagar safna nú fyrir útgáfu á bók með fyrrnefnum myndum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndum félaganna en einnig er hægt að fylgjast með fuglunum á Instagram:

Brjóstastækkanir vinsælustu lýtaaðgerðirnar

Félag lýtalækna í Bandaríkjunum er búið að gefa út tölur yfir fjölda lýtaaðgerða árið 2017 þar í landi. Hafa vinsældir þeirra aukist örlítið á milli ára, eða um tvö prósent.

Vinsælasta lýtaaðgerðin vestan hafs er brjóstastækkun, en alls voru rúmlega þrjú hundruð þúsund brjóstastækkunaraðgerðir framkvæmdar árið 2017. Þess má geta að 11% fleiri brjóstaminnkunaraðgerðir voru framkvæmdar í Bandaríkjunum árið 2017 miðað við árið 2016.

Í öðru sæti er fitusog, en tæplega 250 þúsund slíkar aðgerðir voru framkvæmdar á síðasta ári, 5% meira en árið 2016. Nefaðgerðir verma síðan þriðja sætið, en rétt tæplega 220 þúsund slíkar aðgerðir voru framkvæmdar árið 2017.

Í fjórða sæti eru aðgerðir á augnlokum og í fimmta sæti eru svuntuaðgerðir svokallaðar.

Í tölum félagsins er einnig tekið fram að minni aðgerðum hafi fjölgað umtalsvert, en þá er verið að tala um hluti eins og Botox-sprautur og önnur fyllingarefni. Slíkum aðgerðum fjölgaði um tvö hundruð prósent á milli ára og af þeim 17,5 milljónir aðgerða sem framkvæmdar voru árið 2017 voru sextán milljónir þeirra minni aðgerðir eins og varafyllingar og Botox.

Ofureinföld styrktaræfing sem allir geta gert

Einkaþjálfarinn Massy Arias deilir hér sinni uppáhaldsæfingu sem er ofureinföld. Í þessari æfingu þarf engin lóð og er aðeins unnið með eigin líkamsþyngd.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi felst æfingin í því að ganga niður í planka, gera síðan armbeygju og færa hendur svo örugglega aftur að tám og standa upp.

Þeir sem treysta sér ekki til að gera armbeygju á tánum geta að sjálfsögðu gert hana á hnjánum, en mikilvægt er að nota kvið- og bakvöðva til að halda miðjunni sterkri í þessari æfingu.

Hægt er að endurtaka þessa æfingu nokkrum sinnum heima á stofugólfinu eða blanda henni saman við aðrar æfingar til að breyta til í æfingarprógramminu.

Deilir fyrstu nærmyndinni af frumburðinum

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Kylie Jenner leyfði aðdáendum sínum loksins að sjá nærmynd af frumburði sínum og kærastans Travis Scott, en þau eignuðust dótturina Stormi Webster fyrir einum mánuði.

Hingað til hafa aðdáendur stjörnunnar aðeins fengið að sjá nokkrar myndir og myndbönd af Stormi, en þá hefur andlit hennar alltaf verið hulið.

A post shared by flame (@travisscott) on

Kylie hins vegar deildi myndbandi á Snapchat af Stormi litlu fyrir stuttu og skrifaði einfaldlega:

„Fallega stúlkan mín.“

Travis deildi einnig skjáskoti úr myndbandinu á Instagram-síðu sinni. Þá deildi Kylie einnig mynd af þeim mæðgum á Instagram, þar sem reyndar sést ekki í andlit Stormi, til að fagna eins mánaðar afmæli hnátunnar.

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Eins og Mannlíf hefur fjallað um héldu Kylie og Travis meðgöngunni algjörlega utan sviðsljóssins en fögnuðu síðan fæðingu dótturinnar með því að birta einlægt myndband af öllu ferlinu.

Glæsileikinn allsráðandi á rauða dreglinum

|||||||||||||||||||
|||||||||||||||||||

Óskarsverðlaunin eftirsóttu voru afhent í gær vestan hafs og auðvitað mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi.

Það var mikil litagleði í kjólum kvöldsins, meiri en oft áður en einnig voru talsvert margar stjörnur sem skinu skært í hvítum klæðum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af nokkrum stjörnunum er þær mættu á rauða dregilinn, spariklæddar frá toppi til táar.

Allison Janney í Reem Acra.
Whoopi Goldberg.
Viola Davis í Michael Kors.
Salma Hayek í Gucci.
Mary J. Blige.
Margot Robbie í Chanel.
Lindsey Vonn.
Laura Dern í Calvin Klein.
Jennifer Garner.
Jane Fonda.
Elisabeth Moss í Dior.
Allison Williams í Armani Privé.
Emma Stone í Louis Vuitton.
Sandra Bullock í Louis Vuitton.
Nicole Kidman í Armani Privé.
Meryl Streep í Dior.
Lupita Nyong’o.
Jennifer Lawrence í Dior.
Gal Gadot.

Þrjú æðisleg baðherbergi

Þeir sem eru að íhuga að skella sér í framkvæmdargallann og langar að taka baðherbergið sitt í gegn ættu kannski að kíkja á þessi flottu baðherbergi sem ljósmyndarar Húsa og híbýla mynduðu fyrir síðasta baðherbergisþema blaðsins.

Flestir velja að hafa þetta rými heimilisins tímalaust og klassískt þegar kemur að stílnum.

 

Herragarðsstíll undir breskum áhrifum
Hanna Stína innanhússarkitekt hannaði þetta flotta baðherbergi síðasta vor og stíllinn er í anda hússins sem er timburhús frá árinu 1929.


Litríkar, mynstraðar gólfflísar eins og þessar hafa verið áberandi undanfarið. Á veggnum í sturtunni eru hinsvegar hvítar mósaíkflísar sem koma vel út. Takið svo eftir handklæðahillunum í veggnum; smart lausn sem sparar pláss.

Hlýlegt og svolítið rómantískur stíll
Þetta gullfallega og hlýlega baðherbergi hannaði Rut Káradóttir innanhússarkitekt. Innréttingin er sérsmíðuð og er úr grábæsaðri eik með lóðréttum fræsingum og kemur vel út á móti látlausu gólf- og veggflísunum og fölbláa litnum sem er á veggjunum.

Bjart, tímalaust og rómantískt baðherbergi þar sem nóg er af skápaplássi og flott lýsing.

 

Stórt og bjart lúxusbaðherbergi
Þetta stóra baðherbergi átti upphaflega að vera bæði baðherbergi og þvottahús en eigendur vildu fá stórt og rúmgott baðherbergi og breyttu því skipulaginu og færðu þvottahúsið annað. Eigendur ákváðu að hafa stóra sturtu með grófum dökkum flísum.

Gólfflísarnar eru kolsvartar og svo eru veggflísarnar alveg hvítar. Viðurinn í innréttingunni er smart mótvægi við svart/hvíta stílinn og svo kemur gríðarlega vel út að vera með svartan stein í handlaug/borðplötu. Töff, stórt og minimalískt baðberbergi.

Myndir: Aldís Pálsdóttir
Blaðamenn: Sigríður Elín, Sjöfn Þórðardóttir og Þórunn Högna.

Hirðfíflin þau einu sem segja sannleikann

Þær Halldóra Rut Baldursdóttur og Gríma Kristjánsdóttir stýra sýningunni Ahhh sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíói en þær lýsa verkinu sem sirkustengdu þó umfjöllunarefnið sé fyrst og fremst ástin sem svífur ofar vötnum innan leikhópsins.

Fyrsta umfjöllunarefni leikhópsins RaTaTam var heimildaverk um ofbeldi þar sem hópurinn fjallaði um þolendur, aðstandendur og gerendur heimilisofbeldis. Halldóra, leikkona og framkvæmdarstýra hópsins segir gríðarlega vinnu hafa legið að baki verkefninu.

„Þetta var átakanleg en þörf vinna sem tók okkur alls tvö ár fram að frumsýningu verksins, Suss!. Rannsókn á fyrirbærinu ást varð því eðlilegt framhald fyrir hópinn þó að hugmyndin um að gera verk um ástina hafi sprottið mun fyrr. Það er líka gaman að segja frá því að textar Elísabetar höfðu áhrif á okkur í verkinu Suss! þar sem hún ræðir ofbeldi í ástinni. Þegar við lögðum af stað í ástarævintýrið Ahhh!, var lagt upp með að taka þessa dásamlegu texta Elísabetar fyrir sem eru gríðarlega snjallir, fullir af kómík, sorg, fögnuði og sannleika. Þeir eru eins og konfektmolar sem bráðnar í munni leikarans og sinfónía fyrir eyru áhorfandans.”

Útkoman reyndist vera ljóðrænn, fyndinn og kynþokkafullur kabarett um vegi og vegleysir ástarinnar með textum Elísabetar Jökulsdóttur að vopni. Leikhópurinn syngur, dansar og leikur sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna þar sem löngun manneskjunnar eftir ást er í forgrunni. Þráin að tilheyra, vera elskaður og fá að elska.

„Vinnuferlið er stútfullt af sköpunarkrafti og gleði sem á það til að hlaupa með okkur í allar áttir en þá er mikilvægt að eiga góðan leikstjóra sem heldur fast í taumana og siðar okkur svo af verki verði.

Viðtalið í heild má lesa í 8 tölublaði Vikunnar.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Að knýja fram sannleikann

Leikritið Efi – dæmisaga, er sýnt um þessar mundir í Kassanum við Þjóðleikhúsið. Verkið hverfist í kringum mörk mannlegra samskipta, tortryggni, nísandi óvissu, óræðu sakleysi og viljans til þess að trúa á hið góða.

Inntak verksins má finna í titli þess því efinn er vafalaust sá silfraði þráður sem spinnur söguna saman. Fljótlega eftir að ljósum er beint á aðalpersónurnar eru efasemdafræjum stráð í huga áhorfenda sem fá svo að velkjast þar í vafa á meðan á sýningunni stendur, og vonandi lengur. Handritið er vandlega unnið en verkið sló fyrst í gegn árið 2004 þegar það var frumsýnt í New York og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna en það byggir á dæmisögu eftir John Patrick Shanley en lifnar hér við í leikstjórn Stefáns Baldurssonar.

Sagan segir frá þeim systur Aloysisus og séra Flynn sem starfa á sama vinnustað. Strax í upphafi er áhorfendum gert ljóst að gríðarleg stéttaskipting á sér stað innan starfsstéttarinnar þar sem kynin mega vart mætast á göngu við klaustursveggina.

Þegar verkið hefst hefur hinn geðþekki Flynn nýverið tekið við stöðu prests og ekki líður að löngu þar til systir Aloysisus fer að gruna hann um græsku. Eftir að hafa fylgst vökulu auga með hverri hreyfingu ákveður hún að grunur sinn sé á rökum reistur og sækir hann til saka um ósæmilega hegðun gagnvart nemenda við klausturskólann. Hin saklausa og auðtrúa systir James er samstundis þvinguð í dómsúrskurðanefnd um sannleiksgildi ásakananna.

Leikaraval sýningarinnar er hágæða og gleðilegt að fá Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur aftur á svið eftir þrettán ára hlé. Hlutverk systur Aloysisus virðist sem hannað fyrir Steinunni enda túlkar hún hina miskunnarlausu og óskeikulu Aloysisus af mikilli sannfæringu. Það að fá Hilmi Snæ Guðnason í hlutverk séra Flynn var jafnframt stórsnjallt enda gæti hann með sínu flekklausa brosi komist upp með hvað sem er. Eins og við var að búast var samleikur þeirra framúrskarandi og dínamík verksins nánast áþreifanleg eftir sem líða tók á framvinduna. Spurningin sem situr eftir er hvenær höfum við rétt til þess að rétta yfir eigin samfélagi og er í raun hægt að knýja fram sannleikann?

Lára Jóhanna Jónsdóttir lék hina ungu og óreyndu systur James og gerði vel. Eflaust fundu meðvirkir áhorfendur rækilega til sín en systir James vakti á sama tíma samúð úr salnum fyrir því erfiða vali sem hún stóð frammi fyrir. Sólveig Guðmundsdóttir túlkaði svo móður drengsins sem deilur verksins hverfast í kringum í litlu en eftirminnilegu hlutverki.

Það að titill leikritsins sé dæmisaga gefur sögunni ákveðið hlutleysi en endalok sýningarinnar eru jafnframt óræð sem eykur að mínu mati líftíma sögunnar. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir hannaði bæði búninga og leikmynd en sögusviðið er sambland af rannsóknarstofu og umferðargötu þar sem hægt er að ákveða í hvora áttina skal haldið. Óhætt er að segja tónlist og lýsingu í lágstefndara lagi en sú leið hentar verkinu vel þar sem úrvals leikur fær hvað best notið sín meðan áhorfendur sveiflast á milli þess hver hinn endanlegi sannleikur sé.

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Góður saumaklúbbur á við heilan her af sálfræðingum

Hljómsveitin Heimilistónar vakti mikla athygli í fyrri undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins nú á dögunum en hljómsveitina skipa þær Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir.

Þó hljómsveitin virðist fyrir mörgum nýskipuð eru tuttugu ár síðan leikkonurnar hófu fyrstu æfingar saman en þær stefna á plötuútgáfu sem allra fyrst.

Leikkonurnar segjast óhjákvæmilega tengjast tónlist í gegnum starf sitt en þegar hljómsveitin var stofnuð störfuðu þær allar í Þjóðleikhúsinu. Samanlagt eiga Heimilistónar átta börn, fjögur barnabörn, kött og hund, svo það er nóg að gera í leik og lífi. Þær hafa samt alltaf fundið sér tíma til að hittast og spila í Heimilistónum, því þeim finnst fátt skemmtilegra og það má í raun segja að hljómsveitin sé þeirra saumaklúbbur.

Lagið fjallar fyrst og fremst um vináttu kvenna sem hafa fylgst að í gegnum árin. Góður saumaklúbbur getur verið á við heilan her af sálfræðingum,” segir Ólafía Hrönn og Vigdís bætir við, „og hann getur auðvitað líka verið eins og vígvöllur. Við köllum þetta saumaklúbba á Íslandi, en það er auðvitað alþjóðlegt að vinahópar haldi saman frá grunnskóla og inn í fullorðinsárin.“

„Alvöru vinskapur þolir bæði erfiðu stundirnar og þær góðu. Það er mikilvægt að mega vera ósammála og rífast við vini sína án þess að það eyðileggi vinskapinn. Þegar eitthvað bjátar á er samaklúbbur eins og björgunarsveitin. Mætt á staðinn um leið til að veita stuðning.”

Aðspurðar hvaða hugsun liggi að baki laginu, búningunum og sviðsframkomu sveitarinnar segir Elva Ósk kjarna lagsins hverfast fyrst og fremst í kringum vináttuna. „Það er gleði í laginu og okkur fannst tilvalið að nota marga liti í búningana.

Við hugsum til mæðra okkar sem klæddust svona í kringum 1970, nema við bætum kannski aðeins í. Sviðsframkoman kemur að sjálfu sér gleði, gleði, gleði, því okkur finnst þetta svo skemmtilegt.”

 

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Konur í stærð 30 til 56 máta eins gallabuxur

Tímaritið Glamour fékk fimmtán konur frá bandarískri stærð 0, eða evrópskri stærð 30, upp í bandaríska stærð 28, evrópska stærð 56, til að máta samskonar gallabuxur.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þykir konunum erfitt að finna gallabuxur sem passa, sama í hvaða stærð þær eru. Þá eru þær margar sammála um að konur horfi alltof mikið í stærðina á fötum sínum og telja hana skilgreina sig. Því minnist ein á að henni finnist miður að stærðir séu mismunandi á milli verslana.

Fyrir aðrar er þetta mikið tilfinningamál, en ein kvennanna í myndbandinu segist til að mynda ekki hafa klæðst gallabuxum í tvö til þrjú ár og að það valdi henni talsverðum kvíða að máta þær.

Við mælum með því að horfa á þetta athyglisverða myndband:

Sýndu samkynhneigða menn kyssast og misstu 10.000 fylgjendur

||||||
||||||

Nýjustu auglýsingarnar frá hollenska herrafatamerkinu SuitSupply hafa vakið talsverða athygli, en í þeim sjást tveir menn kyssast og láta vel að hvor öðrum.

Hollenska dagblaðið NRC Handelsblad segir frá því að fyrirtækið hafi misst rúmlega tíu þúsund fylgjendur á Instagram eftir að herferðin hófst sem getur þýtt að auglýsingarnar hafi farið illa í fólk. Í fréttinni kemur einnig fram að myndirnar verði ekki sýndar í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru fótum troðin, eins og Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fokke De Jong, stofnandi og framkvæmdastjóri SuitSupply, segir að útibúum fyrirtækisins í þessum löndum verði lokað ef auglýsingarnar verða bannaðar.

Fokke stendur hins vegar við auglýsingarnar.

„Aðdráttarafl milli manneskja er mikilvægur partur af auglýsingum í tískubransanum. Það var kominn tími á herferð þar sem aðdráttarafl milli tveggja karlmanna væri í aðalhlutverki.”

Þó að merkið hafi misst þúsundir fylgjenda á Instagram þá hefur hvatningarorðum rignt yfir fyrirtækið og ekki ólíklegt að þetta fylgjendatap verði bætt á næsta dögum og meira til.

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar umdeildu, sem og myndband.

Herpes hamlar umsækjendum að komast í The Bachelor

||
||

Einhverjir hér á landi hafa eflaust horft á raunveruleikaþáttinn The Bachelor, og systurþáttinn The Bachelorette, en þættirnir ganga út á að ein kona eða maður velja sér lífsförunaut úr hópi fólks af gagnstæðu kyni.

Oft kemur það fyrir í þáttunum að keppendur fara uppí herbergi sem heitir fantasíusvítan, sem er í raun bara dulmál yfir að keppendur gamna sér saman. Þetta gerist jafnvel oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í hverri þáttaröð og margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé mikil hætta á að kynsjúkdómar smitist á milli fólks við þessar aðstæður.

Hiti í kolunum.

Nú er komin út bókin Bachelor Nation: Inside the World of America’s Favorite Guilty Pleasure, þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. Í bókinni kemur fram að umsækjendur þurfa að fara í langa læknisskoðun áður en þeir hreppa hlutverk í þáttunum. Umsækjendur þurfa meðal annars að gefa blóð og þvag og ef einhver þeirra greinist með kynsjúkdóm fá þeir hinir sömu ekki að taka þátt í þáttargerðinni.

Bókin er nýkomin út.

„Ef að manneskja greindist með kynsjúkdóm væri henni kippt út úr umsóknarferlinu strax. Og það virðist vera aðalástæðan fyrir því að fólk kemst ekki í þáttinn,“ er haft eftir höfundi bókarinnar Amy Kaufman í viðtali í New York Post.

Algengasti kynsjúkdómurinn sem umsækjendur greinast með er herpes, sem er kannski ekki skrýtið þar sem herpes er algengari en fólk heldur og margir eru með sjúkdóminn án þess að vita af því.

Selur sérsaumaðan brúðarkjól eftir Hönnu Rún

||||||
|Brúðguminn dansar við Hönnu Rún.|Og brúðurin við Nikita.||||

„Það er alveg pínu erfitt að selja kjólinn en ég er samt ekki tilbúin að hafa svona dýran kjól inní skáp. Ég vil frekar nota peninginn í einhverja aðra upplifun,“ segir Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir. Valdís gekk að eiga Friðþjóf Arnar Friðþjófsson í Háteigskirkju þann 11.11.2017, en Valdís gifti sig í sérsaumuðum kjól eftir dansdrottninguna Hönnu Rún Bazev Óladóttur.

Nýgift hjónin.

Þorði ekki að versla af netinu

„Ég var búin að leita að brúðarkjól úti um allt. Ég þorði samt ekki að versla mér á netinu, of margar fyndnar sögur af því. En ég var búin að finna mér sirka kjól sem ég vildi en var alls ekki tilbúin að greiða fyrir hann það sem hann kostaði. Ég talaði svo við klæðskera hér heima en ég var ekki sannfærð um að hún myndi skilja hvað það var sem mig langaði í. Svo kom Hanna upp í huga mér því ég þarfnaðist manneskju sem væri með þetta í sér. Manneskju sem ég taldi að gæti gert þetta verk,“ segir Valdís. Fyrst þegar hún hafði samband við Hönnu Rún og bað hana um að sérsauma brúðarkjólinn sagði hún nei, en Valdís missti ekki trúna.

„Hún reyndar neitaði mér fyrst til að byrja með en ég bað um að fá að hringja í hana daginn eftir. Hanna hefur lifað og hrærst í þessum danskjólaheimi og já, ég valdi rétt. Ég var róleg allan tímann því ég hef fylgst með henni í gegnum vinkonu mína, hana Unni systur hennar,“ segir Valdís, en fyrrnefnd Unnur hefur náð góðum árangri í fitness-heiminum.

Fallegt að ganga í það heilaga þegar jörðin er snæviþakin.

„Hanna hefur séð um Unni í fitness og ég hef aldrei séð neitt annað en: Vá. Það var aðalástæðan fyrir því að mér datt hún í hug. Ég treysti henni á undan henni sjálfri.“

Orðlaus þegar hún sá kjólinn

Það tók Hönnu Rún þrjú hundruð klukkutíma að sauma kjólinn og límdi hún þrjátíu þúsund steina á hann. Og viðbrögð Valdísar létu ekki á sér standa þegar hún sá kjólinn í fyrsta sinn.

„Ég held að það hafi ekki komið nein orð. Ég var meira orðlaus og svo kom gæsahúðin.“

Valdís hefur nú sett kjólinn á sölu með verðmiða uppá 750 þúsund krónur. Það þykir líklegast vel sloppið þar sem Hanna Rún verðleggur kjól sem þennan á eina og hálfa milljón.

Brúðarvalsinn var danskeppni

Hanna Rún sá ekki aðeins um að hanna og sauma brúðarkjólinn heldur tók hún einnig virkan þátt í brúðkaupsveislunni ásamt eiginmanni sínum og dansfélaga, Nikita Bazev.

„Hugsunin var allan tímann að hafa brúðkaupið stórt partý, enda erum við bæði orðin fullorðin, ég er 45 ára og maðurinn minn fimmtugur. Þannig að við tjölduðum öllu til í skemmtiatriðum. Veislustjórinn var Rikki G og til okkar komu Sigga Kling, Pétur Jóhann, Ingó veðurguð og svo var brúðarvalsinn okkar í anda Dancing with the Stars þar sem ég keppti við eiginmanninn. Ég dansaði við Nikita og hann dansaði við Hönnu Rún,“ segir Valdís og brosir er hún rifjar upp keppnina. En hver ætli hafi unnið það kvöldið?

„Ég vann, en við höfum hvorugt farið í danstíma. Við erum meira „action“ fólk, en snjósleðasportið á hug okkar beggja og vorum við því með snjósleðana okkar í myndahorninu í veislunni.“

Hér bregða Valdís og Hanna Rún á leik í myndahorninu í veislunni.

Mælir með að hafa góðan veislustjóra

Valdís kann vel við hjónalífið.

„Það er eitthvað sem gerist í hjartanu við að giftast. Eitthvað sem ég get ekki útskýrt en einhvers konar sameining,“ segir Valdís og á nokkur góð ráð til verðandi brúðhjóna uppí erminni.

„Ég mæli með að hafa góðan veislustjóra. Við réðum Rikka G og það sem gerist við að fá sér fagmann er að maður sleppir bara tökum og nær 100% að njóta. Síðan var fólk alltaf að segja: Þetta er ykkar dagur og þið ráðið þessu sjálf. Þið ráðið öllu. Mér fannst þetta alltaf voðalega skrítið hvernig fólk orðaði þetta en í dag skil ég þetta. Ég mæli með því að hugsa þetta. Ég er orðlaus yfir okkar degi og hvað hann er rosalega merkilegur dagur.“

Sameining.

Myndir / Úr einkasafni

Fagmennska og fjör á Kokki ársins

Mikil spenna og gleði ríkti í Hörpu um síðustu helgi þegar Garðar Kári Garðarsson var krýndur kokkur ársins 2018 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Dómarar keppninnar. Frá vinstri, Viktor Örn Andrésson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Sturla Birgisson.

Þann 24. febrúar var haldin úrslitakeppni í Kokki ársins 2018 í Flóa í Hörpu. Blaðamenn Gestgjafans voru viðstaddir keppnina sem var mjög spennandi en þar tókust á fimm metnaðarfullir matreiðslumenn um þennan eftirsótta titil.

Dómnefndin samanstóð af ellefu reyndum matreiðslumönnum og yfirdómari var Christopher William Davidsen frá Noregi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri krýndi svo kokk ársins í lok kvöldsins en titilinn hlaut Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður hjá Eleven Experience – Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði.

Lesa má ítarlegri grein um keppnina ásamt myndum í næsta tölublaði Gestgjafans sem kemur út 7. mars nk.

Myndir / Sigurjón Ragnar

 

„Ég vil ekki að konur skammist sín”

Verslanarisinn Gap birti myndir á Instagram-síðu sinni síðasta fimmtudag þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins auglýsa látlausan náttkjóll úr bómul. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrirsætan á myndunum, Adaora Akubilo Cobb, gefur barni sínu, sem er tuttugu mánaða, brjóst á annarri myndinni.

A post shared by Gap (@gap) on

Eins og margir vita er Gap bandarísk verslunarkeðja, en þar í landi er það ekki sjálfsagt mál að gefa börnum sínum brjóst á almannafæri. Hefur það oft komist í fréttirnar þegar konum er vísað frá veitingastöðum vegna þessa eða beðnar um að færa sig í lokuð herbergi til að gefa börnum sínum næringu.

Konur þurfa stuðning og hvatningu

Eins og sjá má í athugasemdum við myndina taka viðskiptavinir Gap þessum myndum fagnandi og eru himinlifandi yfir því að fyrirtækið sé að vinna gegn þeirri skömm sem fylgir brjóstagjöf. Fyrirsætan, Adaora, segir í viðtali við Chicago Tribune ekki hafa hikað þegar ljósmyndarinn Cass Bird bað um leyfi að mynda hana við brjóstagjöf.

„Þjóðfélagið okkar styður ekki konur sem gefa börnum sínum brjóst eftir að þau hafa náð vissum aldri,“ segir Adaora og bætir við:

„Ég vil ekki að konur skammist sín. Það er svo mikilvægt að hvetja mæður.“

Vildi gefa brjóst eins lengi og mögulegt var

Adaora deildi einni myndinni úr auglýsingum Gap á sínum Instagram-reikningi í kjölfarið þar sem hún minnti konur á að þær hafa rétt á að gefa brjóst hvar sem er og einnig að þær hafi rétt á að taka sér reglulegar pásur frá vinnu til að pumpa brjóstamjólk, til að viðhalda henni.

„Ég hafði löngun og var ákveðin í að gefa brjóst eins lengi og ég gæti, en raunveruleikinn er að ef ég væri ekki í þeim iðnaði sem ég er í þá hefði verið næstum ómögulegt að takast það,“ skrifar fyrirsætan.

Forsíða með Kim Kardashian gerir allt vitlaust

||
||

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian prýðir forsíðu nýjasta heftis indverska Vogue. Stjarnan deildi mynd af forsíðunni í vikunni en það eru ekki allir sáttir við að hún prýði téða forsíðu.

Forsíðan á indverska Vogue.

„Það eru svo margar GULLFALLEGAR, indverskar konur sem gætu verið á forsíðunni á indverska Vogue en þið setjið Kim Kardashian á hana. Árið 2018. Úff,” skrifar einn Twitter-notandi og annar tekur í sama streng:

„Hvenær mun indverska Vogue læra að Indverjar, sérstaklega ungar, indverskar stúlkur, vilja sjá fleiri andlit sem þær geta tengt við? Við sjáum nóg af Kardashian/Jenner-fjölskyldunni út um allan heim. Af hverju ekki að nota indverskar fyrirsætur?”

Sumir skilja ekki hatrið

Kim í lehenga.

Á einni myndinni í tímaritinu er Kim í lehenga, sem er hefðbundið, indverskt pils með útsaum. Það fer einnig fyrir brjóstið á fólki.

„Hmm, Kim K fyrir indverska Vogue? Í lehenga?” skrifar einn tístari, á meðan aðrir verja þessa ákvörðun tímaritsins.

„Ég skil ekki þetta hatur í garð indverska Vogue að hafa alþjóðlega manneskju á forsíðunni í viðskiptalegum tilgangi endrum og eins. Það þýðir ekki að þeir kunni ekki að meta indverskar eða asískar konur,” skrifar einn notandi á Twitter.

„Fólk sem er að agnúast út í indverska Vogue fyrir að velja alþjóðlegar forsíðufyrirsætur endrum og eins skilur ekki hvernig tímaritabransinn virkar,” skrifar annar.

Fetar í fótspor systu

Svipuð viðbrögð urðu fyrir rétt um ári síðan þegar systir Kim, Kendall Jenner, prýddi forsíðu blaðsins. Þá gáfu forsvarsmenn tímaritsins út yfirlýsingu á Instagram þar sem þeir vörðu þetta val sitt á forsíðufyrirsætu.

„Á síðustu tíu árum hafa aðeins tólf alþjóðlegir einstaklingar verið á forsíðunni, þar á meðal Kendall Jenner árið 2017. Þess vegna eru níutíu prósent af forsíðufyrirsætunum okkar indverskar! Og við erum stolt af því.”

Kim Kardashian hefur ekki enn tjáð sig um þetta hitamál.

A post shared by VOGUE India (@vogueindia) on

Óskarinn 2018: „Frances rústar þessu“

||
|Sigríður Pétursdóttir.|Tómas Valgeirsson.

Stærsta verðlaunahátíð heims í kvikmyndageiranum, sjálf Óskarsverðlaunin, verða afhent með pompi og prakt vestan hafs næstkomandi sunnudag, þann 4. mars.

Við fengum valinkunna sérfræðinga, Tómas Valgeirsson, kvikmyndagagnrýnanda, og Sigríði Pétursdóttur, kvikmyndafræðing, til að spá í spilin um hverjir eiga eftir að ganga sáttir frá borði með gullstyttu í hönd á sunnudaginn. Þau eru nokkuð sammála um úrslitin.

Nokkuð öruggur sigur

Við byrjum á að biðja álitsgjafana okkar að tippa um hvaða leikkona hreppir verðlaunin fyrir frammistöðu sína í aukahlutverki. Þar eru þau Sigríður og Tómas sammála, en þau velja bæði Allison Janney fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni I, Tonya, kvikmynd um skautadrottninguna Tonyu Harding, en fyrrnefnd Allison leikur móður Tonyu.

„Sakar ekki að veðja nokkra bauka á þennan sigur. Þetta er nokkuð neglt,“ segir Tómas, viss í sinni sök. Þá eru sérfræðingarnir okkar einnig sammála um að Sam Rockwell hljóti verðlaun sem leikari í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Að sama skapi telja þau bæði að Frances McDormand hljóti gullnu styttuna fyrir frammistöðu í aðalhlutverki í sömu mynd.

„Þetta er engin spurning, Frances rústar þessu. Hjarta mitt heldur einnig örlítið með Sally en það er ómögulegt að toppa lágstemmdu tilþrifin í marglaga leik McDormand. Hún tekur þetta,“ segir Tómas. Þau telja bæði að Gary Oldman hrósi sigri sem leikari í aðalhlutverki fyrir The Darkest Hour, þar sem hann túlkar Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Tómas er þó ekki parhrifinn af myndinni sjálfri.

„Ef við horfum framhjá því hvað The Darkest Hour er andstyggilega innantóm, þá er alveg kominn tími á Gary Oldman. Hann var flottur í myndinni og fær pottþétt styttuna fyrir það eitt að reykja tveggja milljón króna virði af vindlum við tökur myndarinnar. Akademían auðvitað elskar fólk sem gefur skít í líkama og heilsu.“

Sigur væri ákveðin yfirlýsing

Tómas og Sigríður telja bæði að Three Billboards Outside Ebbing, Missouri eftir Martin McDonagh standi uppi sem sigurvegari fyrir besta frumsamda handrit og að styttu fyrir handrit byggt á áður útgefnu efni fari til Call Me By Your Name eftir James Ivory. Þá telja þau bæði að Guillermo del Toro hreppi verðlaun fyrir bestu leikstjórn fyrir The Shape of Water.

Þegar kemur að aðalverðlaunum hátíðarinnar, vali á bestu kvikmynd, eru þau hins vegar afar ósammála.

„The Shape of Water. Akademían hefur sérstakt dálæti á öðruvísi bíómyndum (ég meina, þetta er nú ástarsaga á milli konu og sjávarveru!) sem fylgja samt ákveðnum formúlum. Sigur myndarinnar væri ákveðin yfirlýsing, enda krúttleg, lítil fullorðinsfantasía sem styður við lítilmagnana,“ segir Tómas en Sigríður er ekki sammála.

„Three Billboards Outside Ebbing, Missouri,“ segir Sigríður en undirstrikar að hún spái í spilin fyrir Óskarsverðlaununum út frá líkur, ekki persónulegri skoðun sinni á verkunum og listamönnunum sem tilnefnd eru.

„Mér finnst líklegast að þessir hreppi verðlaunin, þó það spegli ekki í öllum tilfellum mínar óskir. Á hverju ári er líka eitthvað sem kemur á óvart og spurning hvað að verður að þessu sinni. Ef til vill besta mynd. Ég er hrifin af Phantom Thread eftir Paul Thomas Anderson og finnst líklegt að þessa árs verði seinna minnst sem ársins sem sú mynd fékk ekki þau verðlaun sem hún átti skilið“

Hér fyrir neðan má sjá hverjir eru tilnefndir í þeim flokkum sem við fengum sérfræðingana til að rýna í:

Besta kvikmynd

Call Me by Your Name
Darkest Hour
Dunkirk
Get Out
Lady Bird
Phantom Thread
The Post
The Shape of Water
Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

Besta leikkonan í aðalhlutverki

Sally Hawkins, The Shape of Water
Frances McDormand, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Margot Robbie, I, Tonya
Saoirse Ronan, Lady Bird
Meryl Streep, The Post

Besta leikkonan í aukahlutverki

Mary J Blige, Mudbound
Allison Janney, I, Tonya
Lesley Manville, Phantom Thread
Laurie Metcalf, Lady Bird
Octavia Spencer, The Shape of Water

Besti leikari í aðalhlutverki

Timothée Chalamet, Call Me By Your Name
Daniel Day-Lewis, Phantom Thread
Daniel Kaluuya, Get Out
Gary Oldman, Darkest Hour
Denzel Washington, Roman J Israel, Esq

Besti leikari í aukahlutverki

Willem Dafoe, The Florida Project
Woody Harrelson, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Richard Jenkins, The Shape of Water
Christopher Plummer, All the Money in the World
Sam Rockwell, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

Besti leikstjórinn

Paul Thomas Anderson, Phantom Thread
Guillermo del Toro, The Shape of Water
Greta Gerwig, Lady Bird
Christopher Nolan, Dunkirk
Jordan Peele, Get Out

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni

Call Me by Your Name
The Disaster Artist
Logan
Molly’s Game
Mudbound

Besta frumsamda handrit

The Big Sick
Get Out
Lady Bird
The Shape of Water
Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

„Vissar manngerðir vilja halda í þetta gamla“

Stéttin er farin að eldast.

Ásgrímur við störf á vinnustofu sinni á Smiðjuvegi 6 í Kópavogi.

Ásgrímur Þ. Ásgrímsson bólstrari hefur verið í bransanum frá barnsaldri enda má segja að hann hafi fæðst inn í fagið. Hann verður sjötugur á árinu og hvergi nærri hættur en segir að nú sé kominn tími til að yngja upp í þessari fámennu starfsstétt.

„Ég lærði hjá föður mínum og var mikið inni á verkstæði hjá honum strax sem krakki. Þegar ég var 16 ára, 1965, hóf ég nám í bólstrun og vann hjá honum til 1976,“ segir Ásgrímur. Faðir hans var Ásgrímur Lúðvíksson bólstrari sem rak verkstæði á Bergstaðastræti 2 í fimmtíu ár.

Þennan stól og skammel gerði Ásgrímur nýlega upp með lambagærum frá Sútunarverksmiðjunni á Sauðárkróki.

Fólk kemur með allt milli himins og jarðar í bólstrun en algengastir eru hvers kyns stólar og sófasett. „Það eru margir sem vilja til dæmis eiga tvo gamla stóla innan um nýtískuhúsgögnin og láta þá gjarnan gera þá upp. Oft eru þetta ættargripir eða eitthvað sem fólk hefur vaktað á vefsíðum eða fundið í Góða hirðinum. Vissar manngerðir vilja halda í þetta gamla og láta gera við í stað þess að henda og kaupa nýtt.“

Ásgrímur er formaður Meistarafélags bólstrara og þar er nú unnið að því í samráði við Tækniskólann að hefja nám í bólstrun í samstarfi við tækniskóla í Skive í Danmörku. „Bólstrun hefur ekki verið kennd hér á landi í fjölda ára. Stéttin er farin að eldast og við erum farin að sjá að við þurfum að fara að yngja upp í faginu enda erum við ekki nema um 20 sem störfum við bólstrun og sumir að nálgast það að komast á eftirlaun. Undirbúningur er hafinn í Tækniskólanum í samráði við skólann í Skive.

Ítarlegra viðtal er við Ásgrím í 9. tölublaði Vikunnar.

Texti og myndir / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

 

Tom Cruise er versti leikari í heimi

Það er hefð fyrir því að það versta sé heiðrað í kvikmyndabransanum um leið og því besta er hampað á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Hin árlegu Razzie-verðlaun voru afhent um helgina, en á þeirri hátíð er öllu því versta í kvikmyndum veittur vafasamur heiður, hið gyllta hindber. Teiknimyndin The Emoji Movie braut blað í sögu hátíðarinnar með því að vera fyrsta teiknimyndin í 38 ára sögu hennar til að hljóta verðlaun sem versta myndin. Í umsöng dómnefndar kom fram að myndin hefði náð nýjum hæðum í ófrumleika.

The Emoji Movie var tilnefnd til tíu Razzie-verðlauna en hlaut fern. Auk verstu myndar, fékk The Emoji Movie verðlaun fyrir versta handrit, versta leikstjóra og versta tvíeyki á skjánum.

Tvö hindber en enginn Óskar

Tom Cruise var valinn versti leikarinn fyrir tilraun sína til að blása aftur lífi í Mummy-myndirnar. Eins og staðan er í dag hefur hann þrisvar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna án þess að fá styttu en er búinn að næla sér í tvær vafasamar Razzie-styttur. Þá fyrri fékk hann ásamt Brad Pitt sem þóttu versta parið á hvíta tjaldinu í Interview with the Vampire árið 1994.

Leikarinn Tyler Perry var valinn versta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Boo 2! A Madea Halloween og Kim Basinger hrósaði sigri í flokki verstu leikkvenna í aukahluverki fyrir leik sinn í Fifty Shades Darker. Með verðlaununum komst Kim í hóp leikkvennanna Faye Dunaway, Liza Minelli og Halle Berry sem hafa allar unnið bæði Razzie-verðlaun og Óskarinn. Mel Gibson vann síðan fyrir versta aukaleik í Daddy’s Home 2.

Svo rotin að hún er góð

Kvikmyndin Baywatch var tilnefnd í nokkrum flokkum, en sérstakur flokkur var búinn til með þeim eina tilgangi að lýsa hve slæm myndin væri – flokkurinn sem heiðraði það sem var svo slæmt að það varð gott. Og auðvitað vann Baywatch í þeim flokki. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Dwayne Johnson, eða The Rock, þakkaði fyrir verðlaunin í stuttu myndbandi á Twitter.

„Þetta er svalt. Myndin var svo slæm að það þurfti að bæta við flokki. Nýi flokkurinn er fyrir kvikmynd sem er svo rotin að þú verður á endanum ástfanginn af henni, sem þýðir að ömurlega samlokan sem þú hefur verið að borða er svo slæm að þér er farið að finnast hún góð. Við bjuggum til Baywatch með góðan ásetning að vopni en það blessaðist ekki,“ segir Dwayne og bætir við:

„Ég tek kurteisislega á móti þessum Razzie-verðlaunum með auðmýkt og þakka gagnrýnendum, aðdáendum og mynd sem er svo rotin að maður verður ástfanginn af henni. Svona er ástin.“

„Hér er ég komin, þessi gallaða kona að biðja um fóstureyðingu“

Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar, hefur birt nokkur myndbönd á YouTube með reynslusögum kvenna um fóstureyðingar.

Í einu þeirra opnar Íris Stefánsdóttir sig um sína reynslu, en hún átti mjög erfitt með að eignast börn.

„Í hvert sinn sem að við vorum að reyna að eignast barn og ég var orðin þunguð, þá var alltaf þessi ótti um að missa fóstrið og það var mjög sárt og vont,“ segir Íris og bætir við að hún hafi misst fóstur fimm eða sex sinnum.

„Það var orðið svo oft að ég var hætt að telja,“ segir hún. Í dag á hún þrjár dætur sem hún þurfti að hafa fyrir, en hún þurfti líka einu sinni að fara í fóstureyðingu.

„Ég hef sjálf farið í fóstureyðingu einu sinni. Það var eina skiptið sem ég virkilega vonaðist til þess að ég myndi missa. Svona er að vera með píku. Ég varð ófrísk eftir að hafa fengið mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Og ég átti mjög erfiðan tíma og verð ófrísk óvart,“ segir Íris í myndbandinu.

Á bara að vera okkar val

Hún segir enn fremur að hún hafi vonað heitt að náttúran myndi grípa inní, eins og hún hafði gert oft áður.

„Náttúran sá ekki um þetta fyrir mig þannig að ég varð að fara í fóstureyðingu. Mér fannst það mjög erfitt.“

Íris segir að það hafi tekið mikið á að fara í viðtöl hjá félagsráðgjöfum og læknum og útskýra af hverju hún vildi fara í fóstureyðingu.

„Mér fannst ég verða að svo lítilli manneskju í stólnum. Mér fannst ég sökkva niður, einhvern veginn. Hér er ég komin, gallaða konan að biðja um fóstureyðingu. Þetta á bara að vera okkar val. Ég hefði ekki getað átt barn á þessum tímapunkti í lífi mínu. Það hefði verið mér mjög erfitt og fjölskyldu minni.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Írisi, en á YouTube-rás Völvunnar má sjá fleiri myndbönd, til dæmis um fóstureyðingar.

Hann elskar að mynda fallegar hænur

|||||||
|||||||

Ljósmyndarinn Matteo Tranchellini hefur alltaf verið hugfanginn af fuglum en árið 2013 ákvað hann að reyna að finna sér hænu til að hafa í garðinum hjá heimili sínu í Mílanó á Ítalíu.

Matteo heimsótti bónda sem sýndi honum hænuna Jessicah sem stal hjarta hans um leið. Þá hófst vegferð sem hefur aldeilis undið uppá sig.

Matteo fékk annan ljósmyndara, Moreno Monti, í lið með sér til að leita uppi fallegustu hænur og hana heims og taka af þeim myndir.

Útkoman er vægast sagt stórkostleg, en þeir félagar safna nú fyrir útgáfu á bók með fyrrnefnum myndum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndum félaganna en einnig er hægt að fylgjast með fuglunum á Instagram:

Brjóstastækkanir vinsælustu lýtaaðgerðirnar

Félag lýtalækna í Bandaríkjunum er búið að gefa út tölur yfir fjölda lýtaaðgerða árið 2017 þar í landi. Hafa vinsældir þeirra aukist örlítið á milli ára, eða um tvö prósent.

Vinsælasta lýtaaðgerðin vestan hafs er brjóstastækkun, en alls voru rúmlega þrjú hundruð þúsund brjóstastækkunaraðgerðir framkvæmdar árið 2017. Þess má geta að 11% fleiri brjóstaminnkunaraðgerðir voru framkvæmdar í Bandaríkjunum árið 2017 miðað við árið 2016.

Í öðru sæti er fitusog, en tæplega 250 þúsund slíkar aðgerðir voru framkvæmdar á síðasta ári, 5% meira en árið 2016. Nefaðgerðir verma síðan þriðja sætið, en rétt tæplega 220 þúsund slíkar aðgerðir voru framkvæmdar árið 2017.

Í fjórða sæti eru aðgerðir á augnlokum og í fimmta sæti eru svuntuaðgerðir svokallaðar.

Í tölum félagsins er einnig tekið fram að minni aðgerðum hafi fjölgað umtalsvert, en þá er verið að tala um hluti eins og Botox-sprautur og önnur fyllingarefni. Slíkum aðgerðum fjölgaði um tvö hundruð prósent á milli ára og af þeim 17,5 milljónir aðgerða sem framkvæmdar voru árið 2017 voru sextán milljónir þeirra minni aðgerðir eins og varafyllingar og Botox.

Ofureinföld styrktaræfing sem allir geta gert

Einkaþjálfarinn Massy Arias deilir hér sinni uppáhaldsæfingu sem er ofureinföld. Í þessari æfingu þarf engin lóð og er aðeins unnið með eigin líkamsþyngd.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi felst æfingin í því að ganga niður í planka, gera síðan armbeygju og færa hendur svo örugglega aftur að tám og standa upp.

Þeir sem treysta sér ekki til að gera armbeygju á tánum geta að sjálfsögðu gert hana á hnjánum, en mikilvægt er að nota kvið- og bakvöðva til að halda miðjunni sterkri í þessari æfingu.

Hægt er að endurtaka þessa æfingu nokkrum sinnum heima á stofugólfinu eða blanda henni saman við aðrar æfingar til að breyta til í æfingarprógramminu.

Deilir fyrstu nærmyndinni af frumburðinum

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Kylie Jenner leyfði aðdáendum sínum loksins að sjá nærmynd af frumburði sínum og kærastans Travis Scott, en þau eignuðust dótturina Stormi Webster fyrir einum mánuði.

Hingað til hafa aðdáendur stjörnunnar aðeins fengið að sjá nokkrar myndir og myndbönd af Stormi, en þá hefur andlit hennar alltaf verið hulið.

A post shared by flame (@travisscott) on

Kylie hins vegar deildi myndbandi á Snapchat af Stormi litlu fyrir stuttu og skrifaði einfaldlega:

„Fallega stúlkan mín.“

Travis deildi einnig skjáskoti úr myndbandinu á Instagram-síðu sinni. Þá deildi Kylie einnig mynd af þeim mæðgum á Instagram, þar sem reyndar sést ekki í andlit Stormi, til að fagna eins mánaðar afmæli hnátunnar.

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Eins og Mannlíf hefur fjallað um héldu Kylie og Travis meðgöngunni algjörlega utan sviðsljóssins en fögnuðu síðan fæðingu dótturinnar með því að birta einlægt myndband af öllu ferlinu.

Glæsileikinn allsráðandi á rauða dreglinum

|||||||||||||||||||
|||||||||||||||||||

Óskarsverðlaunin eftirsóttu voru afhent í gær vestan hafs og auðvitað mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi.

Það var mikil litagleði í kjólum kvöldsins, meiri en oft áður en einnig voru talsvert margar stjörnur sem skinu skært í hvítum klæðum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af nokkrum stjörnunum er þær mættu á rauða dregilinn, spariklæddar frá toppi til táar.

Allison Janney í Reem Acra.
Whoopi Goldberg.
Viola Davis í Michael Kors.
Salma Hayek í Gucci.
Mary J. Blige.
Margot Robbie í Chanel.
Lindsey Vonn.
Laura Dern í Calvin Klein.
Jennifer Garner.
Jane Fonda.
Elisabeth Moss í Dior.
Allison Williams í Armani Privé.
Emma Stone í Louis Vuitton.
Sandra Bullock í Louis Vuitton.
Nicole Kidman í Armani Privé.
Meryl Streep í Dior.
Lupita Nyong’o.
Jennifer Lawrence í Dior.
Gal Gadot.

Þrjú æðisleg baðherbergi

Þeir sem eru að íhuga að skella sér í framkvæmdargallann og langar að taka baðherbergið sitt í gegn ættu kannski að kíkja á þessi flottu baðherbergi sem ljósmyndarar Húsa og híbýla mynduðu fyrir síðasta baðherbergisþema blaðsins.

Flestir velja að hafa þetta rými heimilisins tímalaust og klassískt þegar kemur að stílnum.

 

Herragarðsstíll undir breskum áhrifum
Hanna Stína innanhússarkitekt hannaði þetta flotta baðherbergi síðasta vor og stíllinn er í anda hússins sem er timburhús frá árinu 1929.


Litríkar, mynstraðar gólfflísar eins og þessar hafa verið áberandi undanfarið. Á veggnum í sturtunni eru hinsvegar hvítar mósaíkflísar sem koma vel út. Takið svo eftir handklæðahillunum í veggnum; smart lausn sem sparar pláss.

Hlýlegt og svolítið rómantískur stíll
Þetta gullfallega og hlýlega baðherbergi hannaði Rut Káradóttir innanhússarkitekt. Innréttingin er sérsmíðuð og er úr grábæsaðri eik með lóðréttum fræsingum og kemur vel út á móti látlausu gólf- og veggflísunum og fölbláa litnum sem er á veggjunum.

Bjart, tímalaust og rómantískt baðherbergi þar sem nóg er af skápaplássi og flott lýsing.

 

Stórt og bjart lúxusbaðherbergi
Þetta stóra baðherbergi átti upphaflega að vera bæði baðherbergi og þvottahús en eigendur vildu fá stórt og rúmgott baðherbergi og breyttu því skipulaginu og færðu þvottahúsið annað. Eigendur ákváðu að hafa stóra sturtu með grófum dökkum flísum.

Gólfflísarnar eru kolsvartar og svo eru veggflísarnar alveg hvítar. Viðurinn í innréttingunni er smart mótvægi við svart/hvíta stílinn og svo kemur gríðarlega vel út að vera með svartan stein í handlaug/borðplötu. Töff, stórt og minimalískt baðberbergi.

Myndir: Aldís Pálsdóttir
Blaðamenn: Sigríður Elín, Sjöfn Þórðardóttir og Þórunn Högna.

Hirðfíflin þau einu sem segja sannleikann

Þær Halldóra Rut Baldursdóttur og Gríma Kristjánsdóttir stýra sýningunni Ahhh sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíói en þær lýsa verkinu sem sirkustengdu þó umfjöllunarefnið sé fyrst og fremst ástin sem svífur ofar vötnum innan leikhópsins.

Fyrsta umfjöllunarefni leikhópsins RaTaTam var heimildaverk um ofbeldi þar sem hópurinn fjallaði um þolendur, aðstandendur og gerendur heimilisofbeldis. Halldóra, leikkona og framkvæmdarstýra hópsins segir gríðarlega vinnu hafa legið að baki verkefninu.

„Þetta var átakanleg en þörf vinna sem tók okkur alls tvö ár fram að frumsýningu verksins, Suss!. Rannsókn á fyrirbærinu ást varð því eðlilegt framhald fyrir hópinn þó að hugmyndin um að gera verk um ástina hafi sprottið mun fyrr. Það er líka gaman að segja frá því að textar Elísabetar höfðu áhrif á okkur í verkinu Suss! þar sem hún ræðir ofbeldi í ástinni. Þegar við lögðum af stað í ástarævintýrið Ahhh!, var lagt upp með að taka þessa dásamlegu texta Elísabetar fyrir sem eru gríðarlega snjallir, fullir af kómík, sorg, fögnuði og sannleika. Þeir eru eins og konfektmolar sem bráðnar í munni leikarans og sinfónía fyrir eyru áhorfandans.”

Útkoman reyndist vera ljóðrænn, fyndinn og kynþokkafullur kabarett um vegi og vegleysir ástarinnar með textum Elísabetar Jökulsdóttur að vopni. Leikhópurinn syngur, dansar og leikur sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna þar sem löngun manneskjunnar eftir ást er í forgrunni. Þráin að tilheyra, vera elskaður og fá að elska.

„Vinnuferlið er stútfullt af sköpunarkrafti og gleði sem á það til að hlaupa með okkur í allar áttir en þá er mikilvægt að eiga góðan leikstjóra sem heldur fast í taumana og siðar okkur svo af verki verði.

Viðtalið í heild má lesa í 8 tölublaði Vikunnar.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Að knýja fram sannleikann

Leikritið Efi – dæmisaga, er sýnt um þessar mundir í Kassanum við Þjóðleikhúsið. Verkið hverfist í kringum mörk mannlegra samskipta, tortryggni, nísandi óvissu, óræðu sakleysi og viljans til þess að trúa á hið góða.

Inntak verksins má finna í titli þess því efinn er vafalaust sá silfraði þráður sem spinnur söguna saman. Fljótlega eftir að ljósum er beint á aðalpersónurnar eru efasemdafræjum stráð í huga áhorfenda sem fá svo að velkjast þar í vafa á meðan á sýningunni stendur, og vonandi lengur. Handritið er vandlega unnið en verkið sló fyrst í gegn árið 2004 þegar það var frumsýnt í New York og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna en það byggir á dæmisögu eftir John Patrick Shanley en lifnar hér við í leikstjórn Stefáns Baldurssonar.

Sagan segir frá þeim systur Aloysisus og séra Flynn sem starfa á sama vinnustað. Strax í upphafi er áhorfendum gert ljóst að gríðarleg stéttaskipting á sér stað innan starfsstéttarinnar þar sem kynin mega vart mætast á göngu við klaustursveggina.

Þegar verkið hefst hefur hinn geðþekki Flynn nýverið tekið við stöðu prests og ekki líður að löngu þar til systir Aloysisus fer að gruna hann um græsku. Eftir að hafa fylgst vökulu auga með hverri hreyfingu ákveður hún að grunur sinn sé á rökum reistur og sækir hann til saka um ósæmilega hegðun gagnvart nemenda við klausturskólann. Hin saklausa og auðtrúa systir James er samstundis þvinguð í dómsúrskurðanefnd um sannleiksgildi ásakananna.

Leikaraval sýningarinnar er hágæða og gleðilegt að fá Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur aftur á svið eftir þrettán ára hlé. Hlutverk systur Aloysisus virðist sem hannað fyrir Steinunni enda túlkar hún hina miskunnarlausu og óskeikulu Aloysisus af mikilli sannfæringu. Það að fá Hilmi Snæ Guðnason í hlutverk séra Flynn var jafnframt stórsnjallt enda gæti hann með sínu flekklausa brosi komist upp með hvað sem er. Eins og við var að búast var samleikur þeirra framúrskarandi og dínamík verksins nánast áþreifanleg eftir sem líða tók á framvinduna. Spurningin sem situr eftir er hvenær höfum við rétt til þess að rétta yfir eigin samfélagi og er í raun hægt að knýja fram sannleikann?

Lára Jóhanna Jónsdóttir lék hina ungu og óreyndu systur James og gerði vel. Eflaust fundu meðvirkir áhorfendur rækilega til sín en systir James vakti á sama tíma samúð úr salnum fyrir því erfiða vali sem hún stóð frammi fyrir. Sólveig Guðmundsdóttir túlkaði svo móður drengsins sem deilur verksins hverfast í kringum í litlu en eftirminnilegu hlutverki.

Það að titill leikritsins sé dæmisaga gefur sögunni ákveðið hlutleysi en endalok sýningarinnar eru jafnframt óræð sem eykur að mínu mati líftíma sögunnar. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir hannaði bæði búninga og leikmynd en sögusviðið er sambland af rannsóknarstofu og umferðargötu þar sem hægt er að ákveða í hvora áttina skal haldið. Óhætt er að segja tónlist og lýsingu í lágstefndara lagi en sú leið hentar verkinu vel þar sem úrvals leikur fær hvað best notið sín meðan áhorfendur sveiflast á milli þess hver hinn endanlegi sannleikur sé.

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Góður saumaklúbbur á við heilan her af sálfræðingum

Hljómsveitin Heimilistónar vakti mikla athygli í fyrri undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins nú á dögunum en hljómsveitina skipa þær Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir.

Þó hljómsveitin virðist fyrir mörgum nýskipuð eru tuttugu ár síðan leikkonurnar hófu fyrstu æfingar saman en þær stefna á plötuútgáfu sem allra fyrst.

Leikkonurnar segjast óhjákvæmilega tengjast tónlist í gegnum starf sitt en þegar hljómsveitin var stofnuð störfuðu þær allar í Þjóðleikhúsinu. Samanlagt eiga Heimilistónar átta börn, fjögur barnabörn, kött og hund, svo það er nóg að gera í leik og lífi. Þær hafa samt alltaf fundið sér tíma til að hittast og spila í Heimilistónum, því þeim finnst fátt skemmtilegra og það má í raun segja að hljómsveitin sé þeirra saumaklúbbur.

Lagið fjallar fyrst og fremst um vináttu kvenna sem hafa fylgst að í gegnum árin. Góður saumaklúbbur getur verið á við heilan her af sálfræðingum,” segir Ólafía Hrönn og Vigdís bætir við, „og hann getur auðvitað líka verið eins og vígvöllur. Við köllum þetta saumaklúbba á Íslandi, en það er auðvitað alþjóðlegt að vinahópar haldi saman frá grunnskóla og inn í fullorðinsárin.“

„Alvöru vinskapur þolir bæði erfiðu stundirnar og þær góðu. Það er mikilvægt að mega vera ósammála og rífast við vini sína án þess að það eyðileggi vinskapinn. Þegar eitthvað bjátar á er samaklúbbur eins og björgunarsveitin. Mætt á staðinn um leið til að veita stuðning.”

Aðspurðar hvaða hugsun liggi að baki laginu, búningunum og sviðsframkomu sveitarinnar segir Elva Ósk kjarna lagsins hverfast fyrst og fremst í kringum vináttuna. „Það er gleði í laginu og okkur fannst tilvalið að nota marga liti í búningana.

Við hugsum til mæðra okkar sem klæddust svona í kringum 1970, nema við bætum kannski aðeins í. Sviðsframkoman kemur að sjálfu sér gleði, gleði, gleði, því okkur finnst þetta svo skemmtilegt.”

 

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Konur í stærð 30 til 56 máta eins gallabuxur

Tímaritið Glamour fékk fimmtán konur frá bandarískri stærð 0, eða evrópskri stærð 30, upp í bandaríska stærð 28, evrópska stærð 56, til að máta samskonar gallabuxur.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þykir konunum erfitt að finna gallabuxur sem passa, sama í hvaða stærð þær eru. Þá eru þær margar sammála um að konur horfi alltof mikið í stærðina á fötum sínum og telja hana skilgreina sig. Því minnist ein á að henni finnist miður að stærðir séu mismunandi á milli verslana.

Fyrir aðrar er þetta mikið tilfinningamál, en ein kvennanna í myndbandinu segist til að mynda ekki hafa klæðst gallabuxum í tvö til þrjú ár og að það valdi henni talsverðum kvíða að máta þær.

Við mælum með því að horfa á þetta athyglisverða myndband:

Sýndu samkynhneigða menn kyssast og misstu 10.000 fylgjendur

||||||
||||||

Nýjustu auglýsingarnar frá hollenska herrafatamerkinu SuitSupply hafa vakið talsverða athygli, en í þeim sjást tveir menn kyssast og láta vel að hvor öðrum.

Hollenska dagblaðið NRC Handelsblad segir frá því að fyrirtækið hafi misst rúmlega tíu þúsund fylgjendur á Instagram eftir að herferðin hófst sem getur þýtt að auglýsingarnar hafi farið illa í fólk. Í fréttinni kemur einnig fram að myndirnar verði ekki sýndar í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru fótum troðin, eins og Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fokke De Jong, stofnandi og framkvæmdastjóri SuitSupply, segir að útibúum fyrirtækisins í þessum löndum verði lokað ef auglýsingarnar verða bannaðar.

Fokke stendur hins vegar við auglýsingarnar.

„Aðdráttarafl milli manneskja er mikilvægur partur af auglýsingum í tískubransanum. Það var kominn tími á herferð þar sem aðdráttarafl milli tveggja karlmanna væri í aðalhlutverki.”

Þó að merkið hafi misst þúsundir fylgjenda á Instagram þá hefur hvatningarorðum rignt yfir fyrirtækið og ekki ólíklegt að þetta fylgjendatap verði bætt á næsta dögum og meira til.

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar umdeildu, sem og myndband.

Herpes hamlar umsækjendum að komast í The Bachelor

||
||

Einhverjir hér á landi hafa eflaust horft á raunveruleikaþáttinn The Bachelor, og systurþáttinn The Bachelorette, en þættirnir ganga út á að ein kona eða maður velja sér lífsförunaut úr hópi fólks af gagnstæðu kyni.

Oft kemur það fyrir í þáttunum að keppendur fara uppí herbergi sem heitir fantasíusvítan, sem er í raun bara dulmál yfir að keppendur gamna sér saman. Þetta gerist jafnvel oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í hverri þáttaröð og margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé mikil hætta á að kynsjúkdómar smitist á milli fólks við þessar aðstæður.

Hiti í kolunum.

Nú er komin út bókin Bachelor Nation: Inside the World of America’s Favorite Guilty Pleasure, þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. Í bókinni kemur fram að umsækjendur þurfa að fara í langa læknisskoðun áður en þeir hreppa hlutverk í þáttunum. Umsækjendur þurfa meðal annars að gefa blóð og þvag og ef einhver þeirra greinist með kynsjúkdóm fá þeir hinir sömu ekki að taka þátt í þáttargerðinni.

Bókin er nýkomin út.

„Ef að manneskja greindist með kynsjúkdóm væri henni kippt út úr umsóknarferlinu strax. Og það virðist vera aðalástæðan fyrir því að fólk kemst ekki í þáttinn,“ er haft eftir höfundi bókarinnar Amy Kaufman í viðtali í New York Post.

Algengasti kynsjúkdómurinn sem umsækjendur greinast með er herpes, sem er kannski ekki skrýtið þar sem herpes er algengari en fólk heldur og margir eru með sjúkdóminn án þess að vita af því.

Selur sérsaumaðan brúðarkjól eftir Hönnu Rún

||||||
|Brúðguminn dansar við Hönnu Rún.|Og brúðurin við Nikita.||||

„Það er alveg pínu erfitt að selja kjólinn en ég er samt ekki tilbúin að hafa svona dýran kjól inní skáp. Ég vil frekar nota peninginn í einhverja aðra upplifun,“ segir Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir. Valdís gekk að eiga Friðþjóf Arnar Friðþjófsson í Háteigskirkju þann 11.11.2017, en Valdís gifti sig í sérsaumuðum kjól eftir dansdrottninguna Hönnu Rún Bazev Óladóttur.

Nýgift hjónin.

Þorði ekki að versla af netinu

„Ég var búin að leita að brúðarkjól úti um allt. Ég þorði samt ekki að versla mér á netinu, of margar fyndnar sögur af því. En ég var búin að finna mér sirka kjól sem ég vildi en var alls ekki tilbúin að greiða fyrir hann það sem hann kostaði. Ég talaði svo við klæðskera hér heima en ég var ekki sannfærð um að hún myndi skilja hvað það var sem mig langaði í. Svo kom Hanna upp í huga mér því ég þarfnaðist manneskju sem væri með þetta í sér. Manneskju sem ég taldi að gæti gert þetta verk,“ segir Valdís. Fyrst þegar hún hafði samband við Hönnu Rún og bað hana um að sérsauma brúðarkjólinn sagði hún nei, en Valdís missti ekki trúna.

„Hún reyndar neitaði mér fyrst til að byrja með en ég bað um að fá að hringja í hana daginn eftir. Hanna hefur lifað og hrærst í þessum danskjólaheimi og já, ég valdi rétt. Ég var róleg allan tímann því ég hef fylgst með henni í gegnum vinkonu mína, hana Unni systur hennar,“ segir Valdís, en fyrrnefnd Unnur hefur náð góðum árangri í fitness-heiminum.

Fallegt að ganga í það heilaga þegar jörðin er snæviþakin.

„Hanna hefur séð um Unni í fitness og ég hef aldrei séð neitt annað en: Vá. Það var aðalástæðan fyrir því að mér datt hún í hug. Ég treysti henni á undan henni sjálfri.“

Orðlaus þegar hún sá kjólinn

Það tók Hönnu Rún þrjú hundruð klukkutíma að sauma kjólinn og límdi hún þrjátíu þúsund steina á hann. Og viðbrögð Valdísar létu ekki á sér standa þegar hún sá kjólinn í fyrsta sinn.

„Ég held að það hafi ekki komið nein orð. Ég var meira orðlaus og svo kom gæsahúðin.“

Valdís hefur nú sett kjólinn á sölu með verðmiða uppá 750 þúsund krónur. Það þykir líklegast vel sloppið þar sem Hanna Rún verðleggur kjól sem þennan á eina og hálfa milljón.

Brúðarvalsinn var danskeppni

Hanna Rún sá ekki aðeins um að hanna og sauma brúðarkjólinn heldur tók hún einnig virkan þátt í brúðkaupsveislunni ásamt eiginmanni sínum og dansfélaga, Nikita Bazev.

„Hugsunin var allan tímann að hafa brúðkaupið stórt partý, enda erum við bæði orðin fullorðin, ég er 45 ára og maðurinn minn fimmtugur. Þannig að við tjölduðum öllu til í skemmtiatriðum. Veislustjórinn var Rikki G og til okkar komu Sigga Kling, Pétur Jóhann, Ingó veðurguð og svo var brúðarvalsinn okkar í anda Dancing with the Stars þar sem ég keppti við eiginmanninn. Ég dansaði við Nikita og hann dansaði við Hönnu Rún,“ segir Valdís og brosir er hún rifjar upp keppnina. En hver ætli hafi unnið það kvöldið?

„Ég vann, en við höfum hvorugt farið í danstíma. Við erum meira „action“ fólk, en snjósleðasportið á hug okkar beggja og vorum við því með snjósleðana okkar í myndahorninu í veislunni.“

Hér bregða Valdís og Hanna Rún á leik í myndahorninu í veislunni.

Mælir með að hafa góðan veislustjóra

Valdís kann vel við hjónalífið.

„Það er eitthvað sem gerist í hjartanu við að giftast. Eitthvað sem ég get ekki útskýrt en einhvers konar sameining,“ segir Valdís og á nokkur góð ráð til verðandi brúðhjóna uppí erminni.

„Ég mæli með að hafa góðan veislustjóra. Við réðum Rikka G og það sem gerist við að fá sér fagmann er að maður sleppir bara tökum og nær 100% að njóta. Síðan var fólk alltaf að segja: Þetta er ykkar dagur og þið ráðið þessu sjálf. Þið ráðið öllu. Mér fannst þetta alltaf voðalega skrítið hvernig fólk orðaði þetta en í dag skil ég þetta. Ég mæli með því að hugsa þetta. Ég er orðlaus yfir okkar degi og hvað hann er rosalega merkilegur dagur.“

Sameining.

Myndir / Úr einkasafni

Fagmennska og fjör á Kokki ársins

Mikil spenna og gleði ríkti í Hörpu um síðustu helgi þegar Garðar Kári Garðarsson var krýndur kokkur ársins 2018 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Dómarar keppninnar. Frá vinstri, Viktor Örn Andrésson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Sturla Birgisson.

Þann 24. febrúar var haldin úrslitakeppni í Kokki ársins 2018 í Flóa í Hörpu. Blaðamenn Gestgjafans voru viðstaddir keppnina sem var mjög spennandi en þar tókust á fimm metnaðarfullir matreiðslumenn um þennan eftirsótta titil.

Dómnefndin samanstóð af ellefu reyndum matreiðslumönnum og yfirdómari var Christopher William Davidsen frá Noregi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri krýndi svo kokk ársins í lok kvöldsins en titilinn hlaut Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður hjá Eleven Experience – Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði.

Lesa má ítarlegri grein um keppnina ásamt myndum í næsta tölublaði Gestgjafans sem kemur út 7. mars nk.

Myndir / Sigurjón Ragnar

 

„Ég vil ekki að konur skammist sín”

Verslanarisinn Gap birti myndir á Instagram-síðu sinni síðasta fimmtudag þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins auglýsa látlausan náttkjóll úr bómul. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrirsætan á myndunum, Adaora Akubilo Cobb, gefur barni sínu, sem er tuttugu mánaða, brjóst á annarri myndinni.

A post shared by Gap (@gap) on

Eins og margir vita er Gap bandarísk verslunarkeðja, en þar í landi er það ekki sjálfsagt mál að gefa börnum sínum brjóst á almannafæri. Hefur það oft komist í fréttirnar þegar konum er vísað frá veitingastöðum vegna þessa eða beðnar um að færa sig í lokuð herbergi til að gefa börnum sínum næringu.

Konur þurfa stuðning og hvatningu

Eins og sjá má í athugasemdum við myndina taka viðskiptavinir Gap þessum myndum fagnandi og eru himinlifandi yfir því að fyrirtækið sé að vinna gegn þeirri skömm sem fylgir brjóstagjöf. Fyrirsætan, Adaora, segir í viðtali við Chicago Tribune ekki hafa hikað þegar ljósmyndarinn Cass Bird bað um leyfi að mynda hana við brjóstagjöf.

„Þjóðfélagið okkar styður ekki konur sem gefa börnum sínum brjóst eftir að þau hafa náð vissum aldri,“ segir Adaora og bætir við:

„Ég vil ekki að konur skammist sín. Það er svo mikilvægt að hvetja mæður.“

Vildi gefa brjóst eins lengi og mögulegt var

Adaora deildi einni myndinni úr auglýsingum Gap á sínum Instagram-reikningi í kjölfarið þar sem hún minnti konur á að þær hafa rétt á að gefa brjóst hvar sem er og einnig að þær hafi rétt á að taka sér reglulegar pásur frá vinnu til að pumpa brjóstamjólk, til að viðhalda henni.

„Ég hafði löngun og var ákveðin í að gefa brjóst eins lengi og ég gæti, en raunveruleikinn er að ef ég væri ekki í þeim iðnaði sem ég er í þá hefði verið næstum ómögulegt að takast það,“ skrifar fyrirsætan.

Forsíða með Kim Kardashian gerir allt vitlaust

||
||

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian prýðir forsíðu nýjasta heftis indverska Vogue. Stjarnan deildi mynd af forsíðunni í vikunni en það eru ekki allir sáttir við að hún prýði téða forsíðu.

Forsíðan á indverska Vogue.

„Það eru svo margar GULLFALLEGAR, indverskar konur sem gætu verið á forsíðunni á indverska Vogue en þið setjið Kim Kardashian á hana. Árið 2018. Úff,” skrifar einn Twitter-notandi og annar tekur í sama streng:

„Hvenær mun indverska Vogue læra að Indverjar, sérstaklega ungar, indverskar stúlkur, vilja sjá fleiri andlit sem þær geta tengt við? Við sjáum nóg af Kardashian/Jenner-fjölskyldunni út um allan heim. Af hverju ekki að nota indverskar fyrirsætur?”

Sumir skilja ekki hatrið

Kim í lehenga.

Á einni myndinni í tímaritinu er Kim í lehenga, sem er hefðbundið, indverskt pils með útsaum. Það fer einnig fyrir brjóstið á fólki.

„Hmm, Kim K fyrir indverska Vogue? Í lehenga?” skrifar einn tístari, á meðan aðrir verja þessa ákvörðun tímaritsins.

„Ég skil ekki þetta hatur í garð indverska Vogue að hafa alþjóðlega manneskju á forsíðunni í viðskiptalegum tilgangi endrum og eins. Það þýðir ekki að þeir kunni ekki að meta indverskar eða asískar konur,” skrifar einn notandi á Twitter.

„Fólk sem er að agnúast út í indverska Vogue fyrir að velja alþjóðlegar forsíðufyrirsætur endrum og eins skilur ekki hvernig tímaritabransinn virkar,” skrifar annar.

Fetar í fótspor systu

Svipuð viðbrögð urðu fyrir rétt um ári síðan þegar systir Kim, Kendall Jenner, prýddi forsíðu blaðsins. Þá gáfu forsvarsmenn tímaritsins út yfirlýsingu á Instagram þar sem þeir vörðu þetta val sitt á forsíðufyrirsætu.

„Á síðustu tíu árum hafa aðeins tólf alþjóðlegir einstaklingar verið á forsíðunni, þar á meðal Kendall Jenner árið 2017. Þess vegna eru níutíu prósent af forsíðufyrirsætunum okkar indverskar! Og við erum stolt af því.”

Kim Kardashian hefur ekki enn tjáð sig um þetta hitamál.

A post shared by VOGUE India (@vogueindia) on

Óskarinn 2018: „Frances rústar þessu“

||
|Sigríður Pétursdóttir.|Tómas Valgeirsson.

Stærsta verðlaunahátíð heims í kvikmyndageiranum, sjálf Óskarsverðlaunin, verða afhent með pompi og prakt vestan hafs næstkomandi sunnudag, þann 4. mars.

Við fengum valinkunna sérfræðinga, Tómas Valgeirsson, kvikmyndagagnrýnanda, og Sigríði Pétursdóttur, kvikmyndafræðing, til að spá í spilin um hverjir eiga eftir að ganga sáttir frá borði með gullstyttu í hönd á sunnudaginn. Þau eru nokkuð sammála um úrslitin.

Nokkuð öruggur sigur

Við byrjum á að biðja álitsgjafana okkar að tippa um hvaða leikkona hreppir verðlaunin fyrir frammistöðu sína í aukahlutverki. Þar eru þau Sigríður og Tómas sammála, en þau velja bæði Allison Janney fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni I, Tonya, kvikmynd um skautadrottninguna Tonyu Harding, en fyrrnefnd Allison leikur móður Tonyu.

„Sakar ekki að veðja nokkra bauka á þennan sigur. Þetta er nokkuð neglt,“ segir Tómas, viss í sinni sök. Þá eru sérfræðingarnir okkar einnig sammála um að Sam Rockwell hljóti verðlaun sem leikari í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Að sama skapi telja þau bæði að Frances McDormand hljóti gullnu styttuna fyrir frammistöðu í aðalhlutverki í sömu mynd.

„Þetta er engin spurning, Frances rústar þessu. Hjarta mitt heldur einnig örlítið með Sally en það er ómögulegt að toppa lágstemmdu tilþrifin í marglaga leik McDormand. Hún tekur þetta,“ segir Tómas. Þau telja bæði að Gary Oldman hrósi sigri sem leikari í aðalhlutverki fyrir The Darkest Hour, þar sem hann túlkar Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Tómas er þó ekki parhrifinn af myndinni sjálfri.

„Ef við horfum framhjá því hvað The Darkest Hour er andstyggilega innantóm, þá er alveg kominn tími á Gary Oldman. Hann var flottur í myndinni og fær pottþétt styttuna fyrir það eitt að reykja tveggja milljón króna virði af vindlum við tökur myndarinnar. Akademían auðvitað elskar fólk sem gefur skít í líkama og heilsu.“

Sigur væri ákveðin yfirlýsing

Tómas og Sigríður telja bæði að Three Billboards Outside Ebbing, Missouri eftir Martin McDonagh standi uppi sem sigurvegari fyrir besta frumsamda handrit og að styttu fyrir handrit byggt á áður útgefnu efni fari til Call Me By Your Name eftir James Ivory. Þá telja þau bæði að Guillermo del Toro hreppi verðlaun fyrir bestu leikstjórn fyrir The Shape of Water.

Þegar kemur að aðalverðlaunum hátíðarinnar, vali á bestu kvikmynd, eru þau hins vegar afar ósammála.

„The Shape of Water. Akademían hefur sérstakt dálæti á öðruvísi bíómyndum (ég meina, þetta er nú ástarsaga á milli konu og sjávarveru!) sem fylgja samt ákveðnum formúlum. Sigur myndarinnar væri ákveðin yfirlýsing, enda krúttleg, lítil fullorðinsfantasía sem styður við lítilmagnana,“ segir Tómas en Sigríður er ekki sammála.

„Three Billboards Outside Ebbing, Missouri,“ segir Sigríður en undirstrikar að hún spái í spilin fyrir Óskarsverðlaununum út frá líkur, ekki persónulegri skoðun sinni á verkunum og listamönnunum sem tilnefnd eru.

„Mér finnst líklegast að þessir hreppi verðlaunin, þó það spegli ekki í öllum tilfellum mínar óskir. Á hverju ári er líka eitthvað sem kemur á óvart og spurning hvað að verður að þessu sinni. Ef til vill besta mynd. Ég er hrifin af Phantom Thread eftir Paul Thomas Anderson og finnst líklegt að þessa árs verði seinna minnst sem ársins sem sú mynd fékk ekki þau verðlaun sem hún átti skilið“

Hér fyrir neðan má sjá hverjir eru tilnefndir í þeim flokkum sem við fengum sérfræðingana til að rýna í:

Besta kvikmynd

Call Me by Your Name
Darkest Hour
Dunkirk
Get Out
Lady Bird
Phantom Thread
The Post
The Shape of Water
Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

Besta leikkonan í aðalhlutverki

Sally Hawkins, The Shape of Water
Frances McDormand, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Margot Robbie, I, Tonya
Saoirse Ronan, Lady Bird
Meryl Streep, The Post

Besta leikkonan í aukahlutverki

Mary J Blige, Mudbound
Allison Janney, I, Tonya
Lesley Manville, Phantom Thread
Laurie Metcalf, Lady Bird
Octavia Spencer, The Shape of Water

Besti leikari í aðalhlutverki

Timothée Chalamet, Call Me By Your Name
Daniel Day-Lewis, Phantom Thread
Daniel Kaluuya, Get Out
Gary Oldman, Darkest Hour
Denzel Washington, Roman J Israel, Esq

Besti leikari í aukahlutverki

Willem Dafoe, The Florida Project
Woody Harrelson, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri
Richard Jenkins, The Shape of Water
Christopher Plummer, All the Money in the World
Sam Rockwell, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

Besti leikstjórinn

Paul Thomas Anderson, Phantom Thread
Guillermo del Toro, The Shape of Water
Greta Gerwig, Lady Bird
Christopher Nolan, Dunkirk
Jordan Peele, Get Out

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni

Call Me by Your Name
The Disaster Artist
Logan
Molly’s Game
Mudbound

Besta frumsamda handrit

The Big Sick
Get Out
Lady Bird
The Shape of Water
Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

„Vissar manngerðir vilja halda í þetta gamla“

Stéttin er farin að eldast.

Ásgrímur við störf á vinnustofu sinni á Smiðjuvegi 6 í Kópavogi.

Ásgrímur Þ. Ásgrímsson bólstrari hefur verið í bransanum frá barnsaldri enda má segja að hann hafi fæðst inn í fagið. Hann verður sjötugur á árinu og hvergi nærri hættur en segir að nú sé kominn tími til að yngja upp í þessari fámennu starfsstétt.

„Ég lærði hjá föður mínum og var mikið inni á verkstæði hjá honum strax sem krakki. Þegar ég var 16 ára, 1965, hóf ég nám í bólstrun og vann hjá honum til 1976,“ segir Ásgrímur. Faðir hans var Ásgrímur Lúðvíksson bólstrari sem rak verkstæði á Bergstaðastræti 2 í fimmtíu ár.

Þennan stól og skammel gerði Ásgrímur nýlega upp með lambagærum frá Sútunarverksmiðjunni á Sauðárkróki.

Fólk kemur með allt milli himins og jarðar í bólstrun en algengastir eru hvers kyns stólar og sófasett. „Það eru margir sem vilja til dæmis eiga tvo gamla stóla innan um nýtískuhúsgögnin og láta þá gjarnan gera þá upp. Oft eru þetta ættargripir eða eitthvað sem fólk hefur vaktað á vefsíðum eða fundið í Góða hirðinum. Vissar manngerðir vilja halda í þetta gamla og láta gera við í stað þess að henda og kaupa nýtt.“

Ásgrímur er formaður Meistarafélags bólstrara og þar er nú unnið að því í samráði við Tækniskólann að hefja nám í bólstrun í samstarfi við tækniskóla í Skive í Danmörku. „Bólstrun hefur ekki verið kennd hér á landi í fjölda ára. Stéttin er farin að eldast og við erum farin að sjá að við þurfum að fara að yngja upp í faginu enda erum við ekki nema um 20 sem störfum við bólstrun og sumir að nálgast það að komast á eftirlaun. Undirbúningur er hafinn í Tækniskólanum í samráði við skólann í Skive.

Ítarlegra viðtal er við Ásgrím í 9. tölublaði Vikunnar.

Texti og myndir / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

 

Raddir