Laugardagur 21. september, 2024
8.2 C
Reykjavik

Tíu heitustu brúðkaupstrendin á Pinterest

Nú eru margir í óðaönn að skipuleggja brúðkaup fyrir vorið og sumarið. Okkur fannst því tilvalið að kíkja á hverju er mest leitað að á Pinterest er varðar brúðkaup, bæði varðandi klæðaburð brúðhjónanna, skreytingar og mat.

https://www.pinterest.com/pin/337910778272689573/

1. Slár í ár

Það er mikið leitað að slám sem henta vel með brúðarkjólum eða kjólum sem eru með áfasta slá. Skemmtilegur stíll sem býður upp á endalausa möguleika.

https://www.pinterest.com/pin/139682025925472178/

2. Stuð í samfestingi

Brúðarsamfestingar eru að koma sterkir inn í ár, enda afar hentugir – nema þegar maður þarf að pissa. Hins vegar eru samfestingar afskaplega þægilegar og auðvelt fyrir brúðir að dansa í þeim langt fram á nótt.

https://www.pinterest.com/pin/136022851229365679/

3. Fleygið er svo 2017

Brúðarkjólar sem eru háir í hálsinn njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Kjólar sem eru fleygnir fá því smá hvíld í ár.

https://www.pinterest.com/pin/469218854918763900/

4. Hálsmen niður bakið

Þó að kjólarnir verði ekki fleygnir að framan, verða þeir hins vegar opnir í bakið árið 2018. Þá verður vinsælt að bera hálsmen sem fellur fallega niður bakið. Skemmtilegt smáatriði!

https://www.pinterest.com/pin/375980268883017028/

5. Engin bindi takk

Hjá karlpeningnum verður í tísku að vera ekki með bindi, eins og venjan er. Karlmenn eru hvattir til að leika sér meira með fatnaðinn á þessum stóra degi og hafa skyrtur til að mynda örlítið fráhnepptar.

https://www.pinterest.com/pin/196680708711977960/

6. Kambar sem tekið er eftir

Hárkambar snúa aftur og mega þeir endilega vera stórir þannig að tekið er eftir þeim.

https://www.pinterest.com/pin/618682067532779438/

7. Gull, silfur og brons

Brúðarterturnar má svo endilega skreyta með gylltum-, brons- og silfurlitum. Það er það helsta sem er í tísku varðandi eftirrétti.

https://www.pinterest.com/pin/193162271497279466/

8. Flatbökufjör

Þegar kemur að aðalréttinum þá virðast fleiri og fleiri velja að hafa veitingarnar einfaldar og fyrir alla. Heitasta trendið í mat á þessu ári er eftirlæti margra – sjálf flatbakan.

https://www.pinterest.com/pin/246149935863311322/

9. Bæ, bæ brúðarvendir

Stórir og íburðamiklir brúðarvendir detta út og í staðinn kemur óhefðbundin blómaskreyting fyrir brúðina – nefnilega bara eitt, stórt blóm. Sorrí vendir, þið eruð búnir að eiga sviðið alltof lengi!

https://www.pinterest.com/pin/535506211935251644/

10. Segðu það með Jenga

Margir kannast við kubbaleikinn Jenga, en það er afar vinsælt hjá verðandi brúðhjónum um þessar mundir að hafa gestabókina í Jenga-formi, allavega samkvæmt Pinterest. Skemmtileg hugmynd sem hefur líka ofan af fyrir gestunum ef biðin eftir brúðhjónunum er löng.

Kynlíf varð skemmtilegt þegar hún elskaði líkama sinn

||
||

Fyrirsætan Tess Holliday skráði sig í sögubækurnar árið 2015 þegar hún varð fyrsta fyrirsætan í sinni stærð til að komast á samning hjá umboðsskrifstofu, en Tess er í amerískri stærð 22, sem er evrópsk stærð 54.

Síðan þá hefur hún veitt konum um allan heim innblástur til að elska líkama sinn eins og hann er og er til að mynda konan á bak við samfélagsmiðlaherferðina #EffYourBeautyStandards.

Tess líður vel í eigin skinni.

Hefur stundað mikið af slæmu kynlífi

Tess er einn af viðmælendum tímaritsins Cosmopolitan í seríu sem kölluð er Let’s (Actually) Talk About (Actual) Sex, þar sem hún tjáir sig um kynlíf og kynþokka.

„Kynlíf er skemmtilegt – sérstaklega þar sem ég elska nú líkama minn og er sjálfsöruggari,“ segir Tess aðspurð um hvað kynlíf sé fyrir henni.

„Kynlíf er leið fyrir mig að tengjast maka mínum og að finnast ég kröftug og góð. Veistu, ég hef stundað mikið af slæmu kynlífi í lífinu þannig að það er yndislegt að lifa góðu kynlífi núna. Og ef maður stundar kynlíf á réttan hátt þá ætti það ekki að vera subbulegt.“

Þarf að prófa kynlíf fyrir hjónaband

Tess segir að rassinn sinn sé í uppáhaldi hjá sér og að henni finnist hún kynþokkafull þegar hún hafi stjórn.

Tess er í samfellu frá YANDY.

„Mér finnst ég kynþokkafull þegar ég stjórna því hvernig ég sýni líkama minn og hvernig ég er í þessum heimi. Hvort sem ég er nakin eða í einhverjum furðulegum búning,“ segir fyrirsætan, sem var alin upp á mjög ströngu heimili.

„Ég var alin upp við það að kynlíf væri eitthvað til að skammast sín fyrir og að maður ætti aðeins að stunda kynlíf innan hjónabands. Ég er svo glöð að ég hlustaði ekki á það. Mér finnst að ef maður nær góðri tengingu við einhvern að kynlífið gæti verið gott en ég þarf að prófa það áður en ég giftist viðkomandi.“

Augabrúnir sem minna á sporð vinsælar

Straumar og stefnur í mótun augabrúna taka sífelldum breytingum, en það nýjasta nýtt er að móta eða teikna augabrúnir þannig að þær minni á sporð á fiski.

Þeir sem fylgjast með nýjustu þáttaröð af America’s Next Top Model, nánar tiltekið þeirri 24. í röðinni, hafa kannski tekið eftir augabrúnum fyrirsætunnar Rio í nýlegri myndatöku. Þá minnti önnur augabrún hennar á sporð.

Eftir að þátturinn fór í loftið hafa fjölmargar konur tekið Rio sér til fyrirmyndar og birt myndir af sínum sporðslegu augabrúnum á Instagram:

A post shared by Awo (@ms.awo) on

Skiptar skoðanir eru um þessa tísku:

Og aðeins tíminn getur leitt í ljós hvort þessi tíska muni lifa löngu og góðu lífi.

Fólk sem vinnur með dýrum deilir ofurkrúttlegum myndum

|||||||||
|||||||||

Vefritið Bored Panda hefur safnað saman haug af ofurkrúttlegum myndum af fólki sem vinnur með dýrum.

Eiga myndirnar það sameiginlegt að fyrirsæturnar eru voða krúttleg dýr sem bræða okkur úr dúlluskap.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þessum æðislegu myndum, en áhugasamir geta séð allt safnið með því að smella hér.

Mæðgur með störu:

Brjálað að gera að æfa helgileik:

Stund á milli stríða:

Þessi er náttúrulega algjört met:

Góð pósa:

Það er gott að eiga góða að:

Krúttleg kisuvefja:

Lyklaborðshljóðið er svo róandi:

Og þessi þarf engin orð:

Snapchat-lýtaröskun er til og gæti orðið alvarlegt vandamál

|||
|||

Það hefur verið talsvert skrafað um það síðustu misseri hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa á sjálfsmynd okkar, sérstaklega þar sem hægt er að nota alls kyns síur, eða filtera, til að stækka varir og augu og slétta úr hrukkum á myndum. Hefur það til dæmis verið nefnt að þessi þróun gæti leitt til líkamslýtaröskunar, eða body dysmorphic disorder.

Nú er fólk hins vegar farið að mæta til lýtalækna með síaðar sjálfur og biður um að fá að líta út eins og sitt síaða sjálf, að sögn lýtalæknisins Dr. Matthew Schulman. Hann kallar þetta fyrirbæri Snapchat Dysmorphia, sem gæti verið þýtt sem Snapchat-lýtaröskun.

Fólk gæti gleymt hvernig það lítur út

Fjallað er um málið á vef Huffington Post en í greininni segir Renee Engeln, sálfræðiprófessor við Northwestern-háskóla að það sé hætta á því að fólk gleymi hvernig það líti út í raun og veru þegar það síar sig stanslaust á samfélagsmiðlum.

„Þetta er spurning um að missa sjónar á því hvernig maður lítur út í raun og veru og það er eitthvað sem við tölum ekki mikið um,“ segir Renee og bætir við að fyrir daga Snapchat og Instagram hafi myndir sem búið var að eiga við eingöngu verið af stjörnum og fyrirsætum í auglýsingum og tímaritum. Þá hafi fólk almennt vitað að búið væri að eiga við myndirnar.

„Það er ekki nóg að fólk sé að bera sig saman við fullkomnar myndir af fyrirsætum heldur nú ber fólk sitt sanna sjálf við gervisjálfið sem það sýnir á samfélagsmiðlum daglega. Þetta er bara enn ein leiðin til að láta sér líða eins og maður sé ekki nógu góður á hverjum degi,“ segir Renee.

Konur í klemmu

Fram kemur í greininni að flestir sem leggist undir hnífinn hjá lýtalæknum séu konur.

„Við setjum konur í klemmu þegar við setjum þetta stanslausa álag á þær að laga sig að sérstökum fegurðarstöðlum og síðan smánum við þær þegar þær finna fyrir álaginu og gera eitthvað í því. Ég held að það sé ekki lausnin hér. Ég held að við þurfum að færa okkur nær raunverulegum myndum af okkur sjálfum og ég held að það verði sífellt erfiðara,“ segir Renee.

Stærri augu og sléttari húð

Fyrrnefndur Dr. Matthew Schulman segir að það sé sjaldgæfara að konur biðji til að mynda um alveg eins nef og leikkonan Meghan Markle eða varir eins og samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner. Nú sýna þær aðeins síaðar sjálfur og vilja apa eftir þeim.

„Allir eru að nota síur og eru annað hvort að taka næsta skrefið með því að koma með sjálfur til mín og segja: Hey, mig langar að líta svona út. Ekki allir ganga svo langt, en í höfði þeirra langar þá að líta svona út og koma til mín og segjast vilja sléttari húð, stærri augu, fyllri varir. Við erum með þessa tvo hópa af fólki,“ segir læknirinn.

Sækja innblástur í samfélagsmiðla

Vinsælustu síurnar gera húðina einmitt sléttari og útrýmir því sem fólki finnst vera gallar.

„Fólk er að nota þessar myndir sem dæmi um hvernig það vill að húðin sín líti út, sem þýðir í raun að það vill losna við óregluleg litbrigði og mýkja fínar línur og hrukkur,“ segir Matthew.

Annar lýtalæknir, Dr. Michelle Yagoda, er sammála Matthew og segir að fleiri og fleiri sæki fegurðarinnblástur í samfélagsmiðla.

„Það kemur enginn inn til mín og segist vilja líkjast Angelinu Jolie eða síu á Snapchat. En ég hef tekið eftir því að fólk talar um svipaða hluti án þess að nota þessi orð,“ segir hún.

„Á heildina litið hefur fólk áhyggjur af stærð svitahola og áferð og lit húðar sinnar – þetta er það sem síur taka á,“ bætir hún við.

Raunverulegt vandamál

Michelle segist hafa áhyggjur af þessari þróun – að fólk vilji líkjast því sjálfi sem það sýnir á samfélagsmiðlum.

„Ég held að alltaf þegar þú getur lagað galla og búið til betri mynd af þér sjálfum að það hafi áhrif á hvernig við sjáum hvort annað og hvernig við sjáum okkur sjálf. Ég held að þetta sé raunverulegt vandamál en ég efast um að það hafi áhrif á fleira fólk en hefðbundin líkamslýtaröskun.“

Renee er sammála.

„Við erum nú á stað þar sem við missum tengsl við okkar eigið andlit og verðum hissa þegar við horfum í spegil.“

Hefur eytt rúmlega sex milljónum í aðgerðir til að líta út eins og álfur

Hinn argentínski Luis Padron vakti heldur betur athygli í breska sjónvarpsþættinum This Morning í vikunni. Luis, sem talaði við þáttarstjórnendurna Phillip og Holly í beinni frá heimalandi sínu, hefur nefnilega eytt rúmlega sex milljónum króna í lýtaaðgerðir til að líkjast álfi.

„Ég fór til Suður-Kóreu fyrir þremur mánuðum þar sem kjálki minn var brotinn á fimm stöðum og síðan settur aftur saman með títaníum,“ sagði Luis í viðtalinu.

Lagður í einelti í skóla

Hann fékk fyrst hugmyndina að því að líta út eins og ævintýrapersóna þegar hann var táningur. Hann varð fyrir miklu einelti en gat gleymt sér í ímynduðum heimi.

„Ég leitaði að hamingju í bókum og kvikmyndum og þess háttar. Þá byrjaði ég að fíla ævintýrapersónur, eins og álfa og geimverur. Þegar ég var unglingur aflitaði ég hárið mitt eða litaði það skrautlega en mér fannst ég þurfa að gera meira. Síðan sá ég Barbie-stelpuna sem breytti sér með lýtaaðgerðum og ég ákvað að mig langaði að gera það,“ sagði Luis í This Morning.

Mikil viðbrögð á Twitter

Luis hefur einnig farið í aðgerð á eyrum sínum þar sem þau voru mótuð uppá nýtt til að líkjast álfaeyrum. Nú er hann að jafna sig eftir kjálkaaðgerðina og næsta skref er að laga lausa húð í andliti til að ná fram útliti sem hann vill.

Viðtal Luis hefur vægast sagt vakið athygli á samfélagsmiðlum en hér fyrir neðan má sjá nokkra tístara tjá sig um málið:

Æfir tíu sinnum í viku og kominn með þvottabretti

|||||||
|||||||

„Fyrir fimm mínútum síðan var ég 113 kíló en núna er ég rétt 89,9 kíló. Magnað hvað þetta er fljótt að líða,“ segir Magnús Máni Hafþórsson.

Magnús hefur síðustu mánuði verið að breyta um lífsstíl og hefur náð að létta sig um 23 kíló á fjórum og hálfum mánuði. Á yngri árum var hann alltaf í fínu formi en vegna vanlíðan þyngdist hann mikið á fjögurra ára tímabili.

„Stór partur af þessari þyngd var vanlíðan, kvíði, þráhyggja og þunglyndi. Til þess að slá á vanlíðan og tilfinningarnar át ég þær í burtu, en í staðinn át ég þær fastar á mig því þegar líkamlegt form fer versnandi fylgir hugur með og öfugt. Þó svo að ég hafi orðið svona þungur trúði ég því aldrei sjálfur að ég væri kominn í þetta líkamlega ástand. Ég sá að ég leit ekki vel út og langaði að breyta mínu venjum en aðalástæðan af hverju ég gerði það ekki var því mig langaði það ekki nógu mikið,“ segir Magnús, sem hefur alltaf verið gæddur miklum viljastyrk.

Ætlaði að fá sixpack

Magnús bætti á sig vegna vanlíðan.

„Ég er frumkvöðull og frá tólf ára aldri ákvað ég að ég myndi vera minn eigin herra og fjárhagslega sjálfstæður. Þegar ég var sautján ára starfsmaður í Krónunni og í menntaskóla, að fá sirka fimmtíu þúsund krónur í laun fyrir tvær helgar í vinnu hugsaði ég með mér að það hlyti að vera leið fyrir mig að fá skitin fimmtíu þúsund á mánuði sjálfur. Þá fóru hjólin að snúast og síðan þá hef ég starfað fyrir sjálfan mig. Eftir þessa reynslu lærði ég að ef þig langar nógu mikið þá getur þú gert það. Þessi stutta saga skiptir máli vegna þess að mig langaði svo innilega mikið að koma mér í það form sem mig langaði í og vegna þess byrjaði ég hægt og rólega að breyta mínum lífsstíl. Ég gerði þetta að verkefni og tók frumkvöðlahugsunina á þetta. Ég ætlaði að koma mér í form og ég ætlaði að skila verkefninu af mér með sixpack og ekki fyrr. Óraunhæft? Já. Öfgar? Kannski, en ég vinn best þegar ég set mér eitt stórt markmið,“ segir Magnús og bætir við að það henti ekki öllum það sama þegar kemur að lífsvenjum.

„Við erum misjöfn og þurfum að finna hvað virkar best fyrir okkur. Ég vinn verst þegar ég set mér mörg lítil verkefni eða markmið til að ná einu stóru. Þá finnst mér þetta allt í einu orðið svo mikið mál. Ég er svolítið allt eða ekkert týpa.“

Drakk einn lítra af vatni fyrir máltíðir

Magnús segir að leið hans að árangri sé tvíþættur og skiptist í mataræði annars vegar og æfingar hins vegar.

„Ég byrjaði mína leið að nýjum lífsstíl á því að fá mér minni skammta af máltíðum. Til þess að hjálpa mér með það plataði ég líkamann að hann væri saddur með því að drekka einn lítra af vatni áður en ég byrjaði að borða. Í kjölfarið varð maginn hálffullur af vatni og fann ég fyrir seddu mun fyrr. Fyrir átvagla eins og mig með stóran maga var þetta snilldarráð eða magaband express eins og ég kalla það,“ segir Magnús og hlær.

Líf Magnúsar hefur breyst mikið síðustu mánuði.

„Eftir að ég byrjaði á þessu og maginn byrjaði að minnka og ég byrjaði að líta betur út tók ég næstu skref – minnka nasl á kvöldin og yfir daginn. Það að minnka kvöldsnarl er eitt það sterkasta sem þú getur gert til þess að byrja nýja lífsstílinn þinn og ég held ég tali fyrir flesta að kvöldin eru langerfiðust. Þú ert kominn heim eftir langan dag, hefur ekkert að gera, liggur upp í sófa og ert með bilaða löngun í eitthvað. Ef það er of erfitt skref að taka út allt kvökdsnarl þá er sjúklega mikið til af hollu og fáránlega góðu hitaeiningalitlu kvöldsnarli, eins og frosin melóna til að slá á sykurlöngun og þaðan getur þú unnið þig útúr kvöldsnarlinu,“ segir þessi atorkumikli maður og slær í framhaldinu á létta strengi.

„Nú, þegar ég hafði minkað skammtastærðir byrjaði fitan að leka af mér. Nei, það er reyndar mesta lygi því ég missti aðeins 1.9 í fituprósentu á einum mánuði þrátt fyrir sturlaðar æfingar og oft tvisvar á dag. Ég held að þessi mynd lýsi best hvernig mér leið eftir þessar fréttir,“ segir Magnús og lætur fylgja með mynd af vonbrigðum sínum:

Andlit vonbrigða.

Edrú gæinn sem var alltaf skutlandi

Í kjölfarið ákvað hann að skoða nánar hvað hann var að láta ofan í sig.

„Hvert var vandamálið? Hvernig gat ég mögulega gert þetta betur en ég var nú þegar að gera? Jú, áfengið. Ég var að fá mér einn til tvo bjóra með strákunum um helgar og sumar helgar aðeins meira en einn til tvo. En ég hélt að það ætti ekki að skemma árangur þar sem ég var að æfa vel og borða og nasla mun minna. Ég tók ákveðna þrjósku á þetta og trúði því innilega ekki að bjórinn væri ástæðan fyrir því að ég sá ekki árangur. En þar sem mig langaði ekkert meira en að tileinka mér betri lífsstíl tók ég allt áfengi út, þrátt fyrir að ég hafi haldið áfram að fara út með vinunum. Í staðinn ákvað ég að vera skemmtilegi edrú gæinn sem var alltaf skutlandi,“ segir Magnús og árangurinn lét ekki á sér standa.

„Eftir að ég tók áfengið út missti ég 2.9% fituprósentu á níu dögum. 1.5 sinnum meira en ég missti á einum mánuði og þá fóru hjólin að snúast.“

Skipti sykurfíkn út fyrir koffínfíkn

Magnús mætti stundum þunnur í ræktina en ekki lengur.

Í kjölfarið fór Magnús að spá meira í hitaeiningarfjölda í mat. Hann ákvað að borða 40% prótein, 40% kolvetni og 20% fitu og segir hann að þá hafi hann orðið meðvitaðri um að borða hollan og bragðgóðan mat. Síðan ákvað hann að borða átján hundruð hitaeiningar á dag ásamt því að æfa einu sinni til tvisvar á dag, en maður í hans stærð ætti að borða um 3500 hitaeiningar á dag.

„Ég svelti mig alls ekki. Ég borðaði ótrúlega mikið af hitaeiningalitlum mat og átti ég stundum erfitt með að troða í mig meiri mat því ég var ekki að ná upp í átján hundruð kaloríur á dag.“

Þá fékk Magnús sér fæðubótaefnið glútamín fyrir allar æfingar, sem virkaði vel fyrir hann.

„Glútamín er fæðubótaefni sem hefur þann eiginleika að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot. Ég get staðfest að það virkar ótrúlega vel fyrir mig því ég missti ekki mikið af vöðvum í kjölfarið af 23 kílóa þyngdartapi,“ segir hann og bætir við að koffín hafi líka komið sterkt inn í þessari lífsstílsbreytingu.

„Ég vil meina að koffínið sé langbesta fæðubótaefnið. Fyrir mig dró koffín úr allri sykurlöngun og öðrum löngunum. Ég var sykurfíkill og fékk mér oft súkkulaðibita eða nammimola yfir daginn því fíknin var orðin það mikil. Ég skipti út sykurfíkn fyrir núll hitaeininga koffínfíkn. En er koffín hollt? Nei, langt frá því. Það ruglar í taugakerfinu þínu og hormónum en mér fannst það persónulega mun betri kostur heldur en sykurfíknin. Því skipti ég út einni fíkn fyrir aðra og ég get ekki lýst því hversu mikið það hjálpaði mér í þessu ferli.“

37 æfingar í röð

Magnús fann sig í lyftingum frekar en brennsluæfingum í ræktinni.

„Ég gerði þau mistök að halda að ég gæti borðað hvað sem ég vildi ef ég myndi bara æfa nógu mikið. Ég byrjaði á því að taka æfingarnar í gegn löngu áður en ég tók mataræðið í gegn. Það var rosalega rangt. Hins vegar voru æfingarnar mínar nánast alveg eins í gegnum allt ferlið. Ég hataði cardio og brennsluæfingar þannig ég ákvað að taka súpersett og tripplesett á öllum æfingum sem ég tók og get ég staðfest að það brennir sjúklega mikið. Súpersett virkar þannig að þú tekur eitt sett á einn vöðvahóp eins og tvíhöfðann. Þegar þú ert búinn með það sett ferðu beint í nýtt sett á andstæðan vöðvahóp, eða þríhöfðann í þessu tilfelli. Allar lyftingaæfingarnar mínar voru þannig og eru enn þann dag í dag,“ segir Magnús, sem setti sér mjög skýrt markmið í byrjun.

Á æfingu – einni af mörgum.

„Ég byrjaði á því að setja mér markmið að mæta sextán sinnum í ræktina í röð og fannst mér það mjög erfitt þegar ég var að telja alla dagana upp í sextán. Loksins þegar ég náði upp í sextán daga ákvað ég að halda áfram í stað þess að taka hvíld. Vill ég taka fram að maður á alls ekki að gera þetta því líkaminn þarf nauðsynlega að jafna sig til þess að byggja upp vöðva og viðhalda starfseminni. En fyrir mér var þetta tilraunaverkefni til þess að sjá hve lengi líkaminn gæti æft án pásu. Til að gera langa sögu stutta tók ég 37 æfingar í röð með aðeins súpersettum og brennslu. Á þessu tímabili byrjaði ég að mæta tvisvar á dag í ræktina og tók brennslu og súpersett æfingar. Til að hvetja mig áfram keypti ég mér þyngingarvesti og notaði það á öllum brennsluæfingum og þyngdi það um þá þyngd sem ég var búinn að missa. Í dag eru 23 kíló á vestinu.“

Í ræktinni á aðfangadagskvöld

Hér sést þyngingarvestið.

„Eftir þessa 37 daga var ég byrjaður að missa allan kraft í höndum og lenti oftar en einu sinni í því að hreinlega missa lóðin úr höndunum á mér því taugakerfið var hætt að starfa rétt þar sem það náði ekki að jafna sig á öllum æfingunum. Síðan í október er ég nánast búinn að mæta í ræktina á hverjum einasta degi. Ég mætti í ræktina á aðfangadag klukkan 23 til 01. Mig langaði þetta svo ótrúlega mikið að ég gerði allt til þess að ná árangri. Og það skilaði sér. Yfir hátíðarnar missti ég 4,16% í fituprósentu á 24 dögum og tók af mér rúmlega sex kíló. Eftir þessa 37 daga geðveiki tók ég tveggja daga pásu frá líkamsræktinni og mætti öflugari en áður til baka. Síðan 1. janúar í ár hef ég ekki hætt að mæta,“ segir Magnús. Þegar þetta viðtal er tekið er hann búinn að mæta í ræktina í 54 daga í röð.

„Ég tek tíu æfingar í viku sem samsvarar 77 æfingum sem ég er búinn að taka samfleytt án þess að taka neina pásu og ég er langt frá því að vera hættur. Enn og aftur, þetta er ekki í lagi fyrir venjulega einstaklinga og eiginlega ekki neinn en ég er búinn að koma upp kerfi hjá mér og ég hlusta ótrúlega vel á líkamann minn. Mér finnst svo ótrúlega gaman í ræktinni að ég get innilega ekki tekið pásur og er mikið erfiðara að mæta ekki í ræktina en að mæta. Ég er með alla mætingu skráða hjá World Class og get ég sýnt hana til staðfestingar á mætingu ef einhver skildi efast,“ segir Magnús og hlær.

Ætlar að rústa næsta verkefni

Magnús er nú kominn með fyrrnefndan sixpack, en hann leyfir fylgjendum á Snapchat að fylgjast með öllu ferlinu undir nafninu herrareykjavik og á Instagram undir nafninu magnusmani97. En hvað tekur núna við hjá þessum orkumikla manni?
„Ég mun halda ótrauður áfram og held áfram að bæta mig og móta líkamann minn eftir því sem mig langar að hafa hann. Ég er núna búinn að skila þessu verkefni af mér og er farinn að rústa næsta verkefni. Sjáumst!“

Glæsilegur árangur.

Svefnleysi og koffíndrykkja hafa slæm áhrif á sambandið

|||
|||

Það getur valdið miklu álagi á fjölskyldu þegar börn glíma við svefnörðugleika. Þetta veit Kristín Björg Kristjánsdóttir vel, en hún á þrjú börn, Dag Frey, 7 ára, Emilíu Mist, 5 ára og Kristófer Pétur, 7 mánaða, sem öll hafa átt erfitt með svefn.

„Elsti strákurinn minn var mikið magakveisu- og eyrnabólgubarn nærri því frá fæðingu og upp að sirka eins árs aldri. Þá tóku við night terrors, sem lýsti sér þannig að alltaf stuttu áður en hann átti að fara í djúpan svefn eða var mjög þreyttur fyrir svefn, öskraði hann úr sér lungun og það eina sem við gátum gert var að sussa og vera til staðar þar til þetta gekk yfir. Það var alltaf jafnmikið sjokk að heyra þessi öskur og fengum við foreldrarnir lítinn svefn,“ segir Kristín.

Vel valdar hreyfingar virkuðu

Kristín ásamt unnusta sínum, Tómasi Martin.

Dagur Freyr fékk þessar martraðir sem hann vaknaði ekki af fram að þriggja ára aldri. Þegar hann var tæplega tveggja ára eignaðist hann systur, Emilíu Mist, sem átti einnig erfitt með svefn, þó hún glímdi ekki við night terrors.

„Það eina sem virkaði þessa sirku fjóru tíma sem þau grétu og grétu á meðan magakveisukasti var á kvöldin voru vel valdar hreyfingar sem virkilega létu mann líða eins og það væri verið að slíta af manni útlimina,“ segir Kristín og hlær.

Gengur brösulega að skipta nóttunum á milli

Kristín á eldri börnin tvö með fyrrverandi manni sínum, en þau skildu árið 2015. Hún segir mikið álag hafa verið sett á sambandið vegna svefnörðugleika barnanna. Kristófer litla á hún með unnusta sínum í dag, Tómasi Martin, en Kristófer byrjaði að sofa illa þegar hann var nokkurra mánaða gamall.

„Ég þakka innilega fyrir að hann tók ekki upp á því fyrr að sofa illa því maðurinn minn var virkilega stressaður að eignast sitt fyrsta barn. Hann var hræddur um að gera eitthvað vitlaust og kenndi sjálfum sér um ef hann náði ekki að róa hann. Svo kemur tanntaka á sama tíma og líka vaxtakippir. Við reynum að skipta nóttunum á milli okkar en það gengur brösulega,“ segir Kristín.

Sjá stundum ekki framtíð í sambandinu

Hún segir þetta ástand hafa haft slæm áhrif á samband þeirra.

„Það er svefnleysið og koffíndrykkjan á móti sem hefur slæm áhrif á sambandið okkar. Það hafa komið tímar þar sem við sjáum ekki framtíð í sambandinu, að við myndum ekki gera neitt nema rífast og vera ósammála um hlutina,“ segir Kristín en bætir við að hve þakklát hún er að eiga góðan stuðningsaðila í sínum manni.

„Við erum bæði í 100% vinnu til að ná endum saman og það bætir ekki úr skák. Við vinnum þó á sama stað og erum í sama teymi. Ég er svo þakklát fyrir það því ef eitthvað kemur uppá í vinnunni höfum við hvort annað til að leita til og gerum gott úr öllu saman.“

Þunglynd og þorði ekki að sækja sér hjálp

Kristín segist ekki hafa áttað sig á því að leita sér nægilegrar hjálpar í heilbrigðiskerfinu.

„Ég fékk enga læknishjálp varðandi svefnvandamálin og kveisurnar. Eldri tvö börnin fóru í rör og nefkirtlatökur um tveggja ára aldurinn og fengu líka bakflæðislyf þegar þau voru yngri. Þau lyf hjálpuðu aðeins, en ekki það mikið. Ég var orðin svo þunglynd að ég þorði ekki að sækja mér neina hjálp og tæklaði þetta bara, sem er alls ekki það sem ég hefði átt að gera,“ segir Kristín.

Samvinna mikilvæg á erfiðum tímum

En hvaða ráð hefur hún til foreldra í sömu stöðu?

Hér eru Emilía Mist, Kristófer Pétur og Dagur Freyr um síðustu jól.

„Telja upp á 10, 20, 30, alveg sama hve margar tölur þarf þá er það svo góð byrjun til að ná að anda aðeins og hugsa rökrétt. Þetta gengur yfir. Ekki festa sig á þeirri hugsun um hvenær þetta „ætti“ að ganga yfir. Svo lengi sem maður hefur trú á því að þetta gangi einhvern tímann yfir er maður kominn í betra hugarfar. Með pör skiptir gríðarlega miklu máli að vinna saman, samvinna er svo mikilvæg á erfiðum tímum. Ég og maðurinn minn náðum margfalt betur saman þegar við fórum að vinna betur saman. Munið að engin spurning er asnaleg og verið virkilega dugleg að tala saman og samstilla ykkur í hugsunum og verkum,“ segir Kristín og bætir við að það sé nauðsynlegt að hlusta á þarfir og líðan barnsins.

„Ég veit að samfélagið stílar svo mikið inná að börn þurfi að vera í rútínu en það má eiga sig fyrir mitt leiti þegar barninu líður illa. Þá þarf það auka knús og meðhöndlun og maður á tvímælalaust að veita því það. Því meira öryggi sem barnið finnur fyrir, því betra. Ég get alveg fullyrt að það hjálpar líka með að ná nánd við barnið og það mun alltaf innst inni vera þakklátt fyrir allt sem mömmurnar og pabbarnir gerðu,“ segir Kristín.

Ákall um hjálp er ekki uppgjöf

Hún er þakklát fyrir þann stuðning frá sínum nánustu sem hún fékk og hvetur alla til að þora að biðja um hjálp.

„Alls ekki hugsa að það að fá hjálp sé galli eða uppgjöf. Það er bara stundum nauðsynlegt. Ef sú hjálp býðst, í guðanna bænum nýtið ykkur hana, þó það sé ekki nema bara til að fara í göngutúr, fá tveggja tíma aukalúr yfir daginn eða bara sitja og horfa út um gluggann og hreinsa hugann. Ég hefði aldrei í lífinu komist í gegnum þetta allt saman ef ég hefði ekki nýtt alla þá hjálp sem mér bauðst.“

Svefnvandamál barna eru algeng fyrstu ár ævinnar.

Svefnvandamál hrjá allt að 20% barna

Svefnvandamál barna eru nokkuð algeng, og hrjá allt að 20% barna á fyrstu árunum. Svefnvandamál barna hafa áhrif á svefn foreldranna og þar með hæfni þeirra til að takast á við verkefni og skyldur daglegs lífs og þá jafnframt svefnvanda barnsins. Þetta kemur fram á vefnum Heilsuvera, samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Þar er einnig farið yfir einkenni svefnvandamála, en þau geta verið eitt eða fleiri af eftirfarandi:

  • Barn vaknar oft upp á nóttunni og nær ekki að sofna sjálft aftur.
  • Barn á erfitt með að sofna á kvöldin, lengi að sofna eða þarf aðstoð. Börn sem geta farið að sofa sjálf að kvöldi, vekja síður foreldra sína ef þau vakna að nóttu.
  • Vandamál tengd daglúrum, s.s. stuttir og óreglulegir og of nálægt nætursvefninum.

Eldri börn geta haft önnur einkenni svefnvandamála. Algeng einkenni eftir 2-5 ára eru slæmir draumar eða martraðir og að geta ekki sofnað að kvöldi. Önnur einkenni eldri barna eru t.d. að ganga í svefni, pissa undir í svefni eða gnísta tönnum.

Þeir sem vilja lesa meira um svefnvandamál barna geta kíkt inn á vef Heilsuveru með því að smella hér.

„Tónlistin var bjargvætturinn minn“

Eignaðist þriðja barnið í nóvember.

Ása Elínardóttir fékk þrjár tilnefningar til Hlustendaverðlaunanna 2018.

Ása Elínardóttir fékk þrjár tilnefningar til Hlustendaverðlaunanna 2018, sem söngkona ársins, fyrir plötu ársins og lag ársins.

„Ég byrjaði að skrifa ljóð þegar ég var 12 ára og var mjög iðin við það. Ljóðin hjálpuðu mér að rýna í tilfinningar mínar og skilja mig betur. Mörg þeirra voru hádramatísk meðan önnur voru súrelísk og flippuð,“ segir Ása í viðtali í 8. tölublaði Vikunnar. „Ég átti þykka bók með ljóðum eftir mig sem fóru hægt og rólega að breytast í tónlist. Þetta var svo fallegur tími. Ég var hægt og rólega að átta mig á því hver ég var. Tónlistin var bjargvætturinn minn.“

Fyrsta lagið sem Ása gaf út var Paradise of Love í október 2016 og í fyrra gaf hún út þrjú lög sem fóru í spilun; Always, Crocodile Tears og Broken Wings. „Ég hef sent frá mér þrjú myndbönd sem eru á YouTube og í nóvember síðastliðnum kom fyrsta sólóplatan mín út. Ég hef því miður ekki haft mikinn tíma til að auglýsa hana þar sem ég eignaðist þriðja barnið mitt 10. nóvember,“ segir Ása.

Hægt er að hlusta á nýju plötuna hennar á Spotify og fylgjast með henni á Snaptchat undir notendanafninu asaelinar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

Stjörnur sem voru stripparar

Það er staðreynd að listamenn þurfa oft að vinna ýmis störf á meðan þeir eru að reyna að koma sér á framfæri í þessum harða heimi.

Eitt af þessum störfum er nektardans, en það er ótrúlega mikið af frægu fólki sem hefur byrjað ferilinn á strippi. Sum nöfnin á þessum lista gætu meira að segja komið ykkur á óvart.

Uppgötvuð af Hugh Hefner

Fyrrverandi Playboy-kanínan Kendra Wilkinson byrjaði að vinna sem strippari þegar hún var átján ára. Eftir aðeins sex mánuði í starfi var hún uppgötvuð af Playboy kónginum Hugh Hefner, sem bað hana að dansa í 78 ára afmæli sínu. Eins og margir vita endaði þetta á því að hún flutti í Playboy-höllina og var um tíma ein af kærustum Hughs heitins.

Strippari í einn dag

Spænski leikarinn Javier Bardem vann stuttlega sem nektardansari, í raun bara í nokkrar klukkustundir.

„Ég var strippari í einn dag! Það var hörmung. Og veistu hver var að horfa? Móðir mín og systir! Þetta var svona eins og í Full Monty, maður mætti á staðinn, dansaði og fékk smá pening að launum,“ sagði leikarinn í viðtali við tímaritið Marie Claire árið 2008.

Nóg af vinnu

Rokkdívan Courtney Love steig sín fyrstu skref á nokkrum nektarbúllum í Los Angeles. Í viðtali við LA Weekly árið 2013 sagðist hún hafa unnið á fjölmörgum stöðum, en að staðurinn Jumbo’s hafi verið bestur.

Úr strippi í skemmtanabransann

Baywatch-leikkonan Carmen Electra reyndi fyrir sér sem nektardansmær áður en hún gerði það gott í skemmtanabransanum. Síðar meir gaf hún út líkamsræktarmyndbönd með strippívafi.

Fækkaði fötum í afmælum

Þegar leikarinn Brad Pitt var nemandi í háskólanum í Missouri var hann hluti af hópi karlmanna sem sýndi nektardans í anda Chippendales-hópsins. Danshópurinn hans Brads hét Dancing Bares og sérhæfði sig í að dansa fyrir kvenkyns nemendur þegar þeir áttu afmæli. Í viðtali í kringum Óskarsverðlaunin árið 2007 sagðist hann einnig hafa tekið að sér að keyra strippara í verkefni og bætti við:

„Stripparar breyttu lífi mínu.“

Fetaði í fótspor mömmu

Fyrirsætan og frumkvöðullinn Blac Chyna hóf ferilinn á strippklúbbi í Miami þar sem hún hitti fjöldan allan af stjörnum. Hún opnaði sig um fortíð sína í viðtali við Elle árið 2016.

„Mamma mín var strippari. Hún sagði: Ef þig langar að gera þetta, vertu þá best í þessu.“

A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) on

Sá fyrir fjölskyldunni

Fyrirsætan Amber Rose fékk vinnu sem nektardansmær þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul svo hún gæti séð fyrir fjölskyldu sinni eftir að foreldrar hennar skildu. Þá notaði hún sviðsnafnið Paris, en hún tjáði sig um þetta í útvarpsþættinum Loveline árið 2016.

„Það var besti tími lífs míns þegar ég var að strippa,“ sagði hún þá.

A post shared by Amber Rose (@amberrose) on

Dansaði við Black Sabbath og Guns N’ Roses

Söngkonan Lady Gaga fékk vinnu sem fatafella í heimaborg sinni New York þegar hún var unglingur.

„Ég var að vinna á nektardansstöðum þegar ég var átján ára. Atriðið mitt var frekar villt. Ég var í svörtu leðri og dansaði við Black Sabbath, Guns N’ Roses og Faith no More. Mikið rokk og ról. Mér finnst ekki gaman að tala um þetta en það var mikið um fíkniefni, hörð efni. Ég myndi ekki vilja veita fólki innblástur til að feta í mín fótspor,“ segir lafðin í bókinni The Performance Identities of Lady Gaga: Critical Essays.

„Ég laðaði mannfjölda að mér, ég kveikti í hárspreyi á sviðinu og dansaði villt og galið. Ég hef mikla og sterka kynvitund. Ég elska nakinn mannslíkama og er mjög örugg í eigin skinni,“ bætir hún við.

A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on

Strippið hjálpaði til

Kvikmyndirnar um Magic Mike eru lauslega byggðar á ferli aðalleikarans, Channing Tatum, sem strippari í Alabama. Þessi dansreynsla hans hjálpaði honum að landa ýmsum hlutverkum, þar á meðal í kvikmyndinni Step Up þar sem hann kynntist núverandi eiginkonu sinni, Jennu Dewan.

„Á góðu kvöldi þénaði ég 150 dollara. Á slæmu kvöldi, 70 dollara, jafnvel 50,“ sagði hann í viðtali við Hollywood Reporter árið 2014.

Elskaði að vera nakinn

Leikarinn Chris Pratt byrjaði sinn feril á að rífa af sér spjarirnar.

„Ég var alltaf mjög hrifinn af því að vera nakinn. Ég elskaði að vera nakinn. Ég var mjög frjálslyndur og hugsaði: Ég get alveg eins fengið borgað fyrir þetta,“ sagði leikarinn í viðtali við Buzzfeed árið 2013, en bætti þó við að strippferill hans hafi ekki verið farsæll. Hann skemmti aðallega í gæsapartíum.

„Ég fór einu sinni í áheyrnarprufu í klúbbi en ég fékk ekki starfið. Ég held að ég sé ekkert sérstaklega góður dansari.“

Sprenghlægilegar myndir af fólki sem hélt að það væri að hitta fræga

||||||||||||||
||||||||||||||

Vefsíðan Bored Panda hefur safnað saman sprenghlægilegum myndum af fólki sem hélt að það væri að hitta stjörnur, en hitti í raun bara tvífara þeirra – eða ekki.

Við höfum valið okkar uppáhaldsmyndir hér fyrir neðan, en listann í heild sinni má sjá á vefsvæði Bored Panda. Njótið!

Gaurinn í miðjunni sannfærði þessar stúlkur að hann væri spéfuglinn Andy Samberg

Þessi Taílendingur var sannfærður um að Tom Cruise hefði heimsótt veitingastaðinn sinn

Þetta er bara alls ekki Johnny Depp

Og ekki þessi heldur

Ah, leiðinlegt að eyðileggja þennan draum

Nei, þetta er ekki Rod Stewart. Þetta er bara áfengið að tala

Þær héldu að þetta væri Peter Dinklage

Og svo er það þessi útgáfa af Game of Thrones-leikaranum

Bill Murray hefur aðeins bætt á sig

Svo er það Oprah á ferð og flugi

Og svo er ár síðan þessi pía hélt að hún hefði hitt Ed Sheeran

Neibb, ekki Zach Galifianakis

Þessi er ekki einu sinni sérstaklega lík Rihönnu

Og smá vonbrigði að þetta sé ekki Jake Gyllenhaal

Fitness-stjarna kemur sér í form eftir barnsburð

Fitness-stjarnan og einkaþjálfarinn Emily Skye er mjög opin á Instagram og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig hún kemur sér í form eftir barnsburð, en hún eignaðist dótturina Miu í desember á síðasta ári.

Emily birti árangurinn sem hún hefur náð á aðeins tveimur mánuðum á þriðjudaginn og eins og sést á myndunum er farið að glitta í kviðvöðva Emily á ný.

Physically speaking I will never be the same (which isn’t a bad thing) and I’m making the most of what I’ve got. I’ve still got loose skin on my belly but my abs are beginning to make a comeback – which shows me that what I’m doing is working (following my FIT Program)! . Some people misunderstand my reasons for living a fit and active lifestyle and think it’s “selfish” because I’m now a mum. Being fit, strong and healthy is important to me mainly because of how it makes me feel. And if I feel good I’m happy, and I’m a much better mum to my daughter Mia and a better partner to my man Dec and so on. I also like being strong for myself because I like it and I love the look of a strong physique! My focus is always on being healthy but I like to look good too and there’s absolutely nothing wrong with wanting to look good!! I’m not sure why there seems to be a stigma attached to wanting to look good. As long as I’m not ever sacrificing my health to look a certain way and as long as it doesn’t negatively affect my family I don’t see anything wrong with it – in fact I see everything RIGHT with it! . Do what makes you happy regardless of what anyone else thinks – as long as it doesn’t directly hurt anybody. – These are words I live by and what I’ll instil in my daughter. The last thing I want is for her to live to please others (like I used to) – there is a difference between showing love and doing nice things for people and trying to constantly please others at the expense of your own happiness. . This lifestyle makes me happy so I’m going to keep living it and I encourage you to live a life that makes you happy too. ? . What makes you happy, and are you doing it? . . #2monthspostpartum #fitmum #emilyskye #postpartum

A post shared by E M I L Y S K Y E (@emilyskyefit) on

„Ég verð aldrei söm, líkamlega séð (sem er ekki slæmt),“ skrifar Emily við samsetta mynd af kviðvöðvum sínum fyrir óléttuna og vöðvunum tveimur mánuðum eftir fæðingu.

„Ég er að gera það mesta úr því sem ég hef. Ég er enn með lausa húð á maganum en kviðvöðvarnir eru að láta sjá sig aftur – sem sýnir mér að það sem ég er að gera er að virka,“ bætir hún við.

Allt rétt við þetta

Emily fer eftir svokölluðu FIT-prógrammi sem sameinar æfingar, hollt mataræði, núvitund og hvatningaræfingar. Emily stundar líkamsrækt undir eftirliti læknis og hefur verið að fikra sig hægt og áfram í hinum ýmsu æfingum síðan í janúar síðastliðnum.

I did a resistance band workout today. Mia didn’t want to be away from me so I brought her outside with me so she could watch me. It worked out well because I got to give her kisses in between sets! ?? . It’s hard to get a workout in with a newborn who needs their mummy constantly but I fit it in when I can – as long as it’s not taking me away from Mia. . I’m feeling so good being able to exercise lightly! It reminds me why I started living this lifestyle in the first place (about 8.5 years ago). Being healthy and active makes me feel great! It helps with everything in my life – especially being a mother now. ? Bring on next week when I start my FIT Program with all the ladies in my FIT community! I’m so pumped! ?? Who’s joining us? ? . ✨ You can trial my FIT program for FREE for 7 days – click the link in my profile or go to: www.emilyskyefit.com ✨ . If there’s something you really want then find a way to get it! – It’s up to YOU! ??☺️ . . @emilyskye_ig . . . ??‍♀️ Workout videos: @emilyskyefitness . . . #5weekspostpartum .

A post shared by E M I L Y S K Y E (@emilyskyefit) on

Hins vegar hafa neikvæðar raddir látið í sér heyra vegna þess hve Emily byrjaði fljótt að æfa aftur. Hún svarar gagnrýninni á Instagram.

„Sumt fólk misskilur ástæður mínar á bak við það að lifa heilbrigðum lífsstíl og telja það sjálfselskt því ég er orðin mamma. Að vera í góðu formi, sterkur og heilbrigður er mér mikilvægt, aðallega út af líðan minni. Og ef ég er hamingjusöm er ég svo mikið betri móðir dóttur minnar Miu og betri maki mannsins míns Dec og svo framvegis,“ skrifar Emily.

I barely recognise myself when I look in the mirror! . I’m far from a “glam mum” HAHA! ? – I currently live in what you could call “granny undies”, it hurts to do much with the stitches from my episiotomy, and feeding is extremely painful – I had no idea it would be this bad! ? My back is still really sore and when I walk around it literally feels like my insides are going to fall out. ? I also had diastasis recti that was 3 finger widths apart the day after giving birth. . My pregnancy was not how I thought it would be, I thought I’d be exercising regularly the whole way through but that did not happen as I was sick a lot of the time and had back pain that made it hard to just walk around the house. I ended up gaining over 21kg during my pregnancy in fat, fluid, baby, placenta etc. . So many people told me I would “bounce right back” after giving birth like a lot of other fit women do. – Well that’s definitely not the case for me! It’s only 5 days after I gave birth to Mia and I look about 6 or so months pregnant. I can tell I’m going to have a LOT of hard work ahead of me to get fit and strong again which I KNOW I can do but it’s not my priority right now – spending this time with my daughter is. Getting my “body back” can take a back seat for the time being… I’ll get there in a realistic time frame & I refuse to put pressure on myself to get there. . I am SO blessed and beyond happy to bring home my baby girl Mia today. I feel completely content. I look at her and start crying because of the overwhelming love I have for her and I love my body SO much for growing this precious little person. ???? . . #5dayspostpartum #mumlife #bodypositive #blessed .

A post shared by E M I L Y S K Y E (@emilyskyefit) on

Hún segir ekkert að því að vilja líta vel út, þó hreysti sé ávallt í fyrsta sæti hjá henni.

„Svo lengi sem ég er ekki að fórna heilsunni til að líta út á ákveðinn hátt og svo lengi sem þetta hefur ekki neikvæð áhrif á fjölskyldu mína þá sé ég ekkert að þessu. Þvert á móti finnst mér allt rétt við þetta.“

Þetta færðu fyrir 30 milljónir

||||||||||||||||||||||||||||
||||||||||||||||||||||||||||

Við kíktum á fasteignamarkaðinn fyrir stuttu og hvers konar eignir væru falar fyrir 35 milljónir króna. Við ákváðum að endurtaka leikinn, enda alltaf gaman að velta fasteignum fyrir sér, en kíkjum nú á hvað er hægt að festa kaup á fyrir 30 milljónir.

Það er bjart á Akranesi

Á Akranesi er snoturt hús við Kirkjubraut sem skiptist í efri hæð sem er rúmlega hundrað fermetrar og ris sem er rúmlega 34 fermetrar. Eignin er búin fjórum svefnherbergjum og einu baðherbergi og er heimilið afar bjart. Kominn er tími á viðhald, til dæmis á rennur, en húsið var sprunguviðgert og málað að utan árið 2016. Þá var járn á þaki endurnýjað árið 2004 og skipt um tvo glugga í stofu og svefnherbergi.

Útsýni yfir Ólafsvík

Aðeins vestar á Ólafsvík er 159 fermetra hús við Túnbrekku á 30 milljónir. Úr íbúðinni er gott útsýni yfir Ólafsvík og er hún búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Þá fylgir bílskúr með sem er 29 fermetra að stærð. Eignin býður uppá mikla möguleika og er fullkomin fyrir handlagna sem vilja breyta og bæta.

Glæný 62 fermetra íbúð

Á Akureyri er hægt að fá glænýja, 2ja herbergja íbúð á 30 milljónir. Íbúðin er 62,2 fermetrar og er á 4. hæð í nýju fimm hæða fjöleignarhúsí í Glerárhverfi. Fleiri íbúðir í svipuðum stíl eru í boði á fasteignavefjum landsins en í húsinu er lyfta og bílageymsla. Íbúðin er búin einu svefnherbergi og hentar því vel pari eða einstakling. Hugsanlega ágætt fyrsta skref á íbúðamarkaðinum.

190 fermetrar á Hofsósi

Á Hofsósi, nánar tiltekið við Kirkjugötu, er hægt að næla sér í nýuppgert einbýlishús á 30 milljónir. Húsið er 186,8 fermetrar að stærð, en þar af er bílskúr sem er tæplega 44 fermetrar. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og hentar því afar vel fyrir meðalfjölskyldu. Mikið hefur verið gert fyrir húsið, til dæmis hefur verið skipt um glugga og gólfefni og settur hiti í gólf. Hins vegar á eftir að gera upp bílskúrinn.

Hlíðarnar þurfa ást og tíma

Ef fólk vill halda sig á höfuðborgarsvæðinu er hægt að festa kaup á tveggja herbergja íbúð við Eskihlíð í Reykjavík fyrir 30 milljónir. Íbúðin er skráð 69,3 fermetrar og sameign undir stiga telur 1,7 fermetra. Hér er á ferðinni íbúð sem kallar á einhvern sem er tilbúinn til að eyða tíma og ást í að gera hana upp því hún þarfnast talsverðs viðhalds að utan sem innan.

Ómótstæðilegt útsýni

Stór fjölskylda gæti prófað eitthvað nýtt og flutt að Austurvegi í Hrísey þar sem er til sölu 225,2 fermetra einbýlishús á 30 milljónir. Húsið er búið sex svefnherbergjum og einu baðherbergi og ku allur frágangur eignarinnar og viðhald vera til fyrirmyndar. Svo ekki sé minnst á útsýnið yfir eyjuna, sem er dásamlegt.

Sveitasælan kallar

Svo ef ekkert af þessu heillar er alltaf hægt að splæsa í sumarhús í landi Merkihvolls í Landssveit. 79,5 fermetrar og þrjú svefnherbergi í sannkallaðri sveitasælu. Þetta snotra bjálkahús var byggt árið 2004 og er á tveimur hæðum. Lóðin er 4072 fermetrar og er 97 fermetra pallur við húsið.

Myndlistarsköpun er góð við athyglisbresti

|
|

Verkið uppi á vegg.

Kolbeinn segir að unnastan kunni greinilega að meta verkið því hún hafi sett það á besta stað í íbúðinni.

„Verkið er nafnlaust og unnið með olíu en ég málaði það fyrir Kötlu Rut, unnustuna mína, þegar við byrjuðum að búa árið 2012. Það varð til á nokkrum vikum þar sem ég bograði yfir striganum á miðju stofugólfi og á sama tíma púslaðist stofan saman, bæði undir áhrifum hvort frá öðru,“ segir Kolbeinn Arinbjörnsson leikari þegar hann er spurður út í málverk sem hangir uppi á stofuvegg heima hjá þeim og bætir brosandi við að unnastan kunni greinilega að meta það því hún hafi sett það á besta stað í íbúðinni.

Umrætt verk er í abstrakt stíl en Kolbeinn segist hafa orðið alveg heillaður af abstrakt forminu þegar hann lærði myndlist við Verkmenntaskólann á Akureyri á sínum tima. „Það þróaðist síðan út í hálfgert blæti fyrir litum og jafnvægi, formum og áferð og hvernig hægt er að kalla fram tilfinningar í gegnum þessi form og öfugt. Það er, hvernig tilfinningar geta framkallað form, liti og áferð,“ lýsir hann og getur þess að Guðmundur Ármann Sigurjónsson, þáverandi kennari hans við skólann, sé ein af hans helstu fyrirmyndum í listinni og ekki síður í lífinu því hann sé bæði stórkostlegur listamaður og manneskja.

„Það má eiginlega segja að ég fari í hálfgerðan trans á meðan ég mála en fyrir mann eins og mig sem er með töluverðan athyglisbrest eða víðhygli, eins og sumir kalla það, þá líður mér sjaldan betur en einmitt í því ástandi.“

Af hverju abstrakt? „Ja, abstrakt expressionismi hentar mér bara afskaplega vel. Það má eiginlega segja að ég fari í hálfgerðan trans á meðan ég mála en fyrir mann eins og mig sem er með töluverðan athyglisbrest eða víðhygli, eins og sumir kalla það, þá líður mér sjaldan betur en einmitt í því ástandi.“

Kolbeinn hefur teiknað og búið til sögur alveg frá því að hann man eftir sér en er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur frá útskrift árið 2012. Samhliða því hefur hann unnið við sjómennsku, hvalskurð, á geðdeild og ýmislegt fleira og segir þessi ólíku störf oft hafa veitt sér óvæntan innblástur. „Innblástur í málverkin mín sæki ég víða en þau eru nú samt sjaldnast úthugsuð áður en ég byrja. Til að mynda hangir verk hérna á ganginum sem ég málaði í pásum í kassakompu á Hvalstöðinni og nýtti bara það sem var hendi næst; hvalsblóð og blek úr stimplunum sem voru notaðir til að merkja kassana undir hvalkjötið.”

Á heimili fjölskyldunnar gefur einnig að líta verk eftir aðra listamenn. Þar á meðal olíuverk eftir Margeir Dire. „Katla Rut, sem er lærð leikkona, gaf mér það í afmælisgjöf þegar ég varð þrítugur og mér þykir mjög vænt um það. Hún er algjör listamaður þegar kemur að því að innrétta heimilið en þessi verk, það má segja að þau geymi okkar sögu saman og eigi þátt í því að gera íbúðina að okkar heimili,“ segir hann.

Mynd að ofan: Kolbeinn Arinbjörnsson og Katla Rut Pétursdóttir ásamt dótturinni Módísi. Myndin á veggnum er abstrakt verk eftir Kolbein.

Texti / Roald Eyvindsson
Mynd / Íris Dögg Einarsdóttir

Er aðeins sextán kílóum þyngri en átta ára sonur sinn

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian tjáir sig um vaxtarlag sitt í atriði úr þættinum Keeping Up with the Kardashians.

Í atriðinu sést Kourtney spjalla við systur sína, Khloé, og vin þeirra Simon Gebrelul. Talið berst að holdafari Kourtney, en hún er frekar lágvaxin og mjög fíngerð.

„Þú veist að hún er bara 44 kíló?“ spyr Khloé og Kourtney svarar um hæl:

„Veistu hvað? Ég bætti á mig hálfu kílói. Ég er 44 og hálft kíló.“

Kourtney á þrjú börn með fyrrverandi kærasta sínum, Scott Disick; þau Mason, átta ára, Penelope, fimm ára og Reign, þriggja ára. Í fyrrnefndu atriði segir hún einnig að Mason sonur hennar sé 28 kíló og því aðeins sextán og hálfu kílói léttari en móðir sín.

Atriðið má sjá hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þessar myndir fanga stemninguna á brúðkaupsdaginn fullkomlega

|||||||||||||||
|||||||||||||||

Vefsíðan Fearless Photographers, sem sérhæfir sig í að sýna það besta sem er að gerast í brúðkaupsmyndatökum í heiminum í dag, verðlaunar bestu brúðkaupsmyndirnar á tveggja mánaða fresti.

Nýjustu sigurvegararnir voru afhjúpaðir síðasta þriðjudag. Rúmlega 9300 myndir voru sendar inn í keppnina en aðeins 218 stóðu uppi sem sigurvegarar.

Myndirnar eiga það sameiginlegt að fanga stemninguna á þessum stóra degi fullkomlega sem og að sýna að brúðkaup geta verið jafn mismunandi og þau eru mörg.

Hér fyrir neðan eru nokkrar af myndunum 218 en á heimasíðu Fearless Photographers má sjá allar myndirnar sem voru verðlaunaðar í vikunni.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Átta merki um að hjónabandið endist ekki

||
||

Ljósmyndarar eyða gífurlegum tíma með brúðhjónum, bæði fyrir og eftir athöfnina, og mynda hjónin á sínum einlægustu og fallegustu stundum.

Vefsíðan Huffington Post fékk nokkra ljósmyndara til að ausa úr viskubrunni sínum og segja frá hvernig þeir sjá að hjónabönd eiga ekki eftir að endast að þeirra mati.

1. Annar aðilinn hefur engan áhuga á myndatökum

„Það hafa ekki allir áhuga á myndatökum. Í raun hitti ég oft kúnna þar sem maðurinn hefur áhuga á öllu nema að vera ljósmyndaður á brúðkaupsdaginn. Sem betur fer vita þessir menn að ljósmyndun er mikilvæg fyrir maka þeirra þannig að þeir taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. En það er ekki alltaf svoleiðis. Snemma á ferli mínum réð brúðgumi mig í gegnum síma. Þegar ég kom í brúðkaupið og kynnti mig fyrir brúðinni benti hún á myndavélina mína og sagði: Ekki benda þessu helvíti að mér í dag! Það gerði þetta að frekar erfiðum degi. Þau skildu þremur mánuðum síðar. Ég held að viljinn til að taka þarfir maka þíns til greina með gleði í hjarta sé lykillinn að löngu sambandi. Og það felur meðal annars í sér að taka fagnandi á móti ljósmyndun þó það sé ekki í uppáhaldi hjá þér.“

– Rob Greer, brúðkaupsljósmyndari í Los Angeles.

2. Meiri en 20% gesta afboða sig í brúðkaupið

Það er slæmt ef að aðilar nánir brúðhjónunum rífast allan tímann.

„Það er vanalegt að 10-15% af gestunum geti ekki mætt í brúðkaupið en þegar það hlutfall fer yfir 20-25% ættirðu að líta þér nær. Það er merki um að vinir þínir og fjölskylda viti að þetta á aldrei eftir að ganga! Það er sorglegt, en svo satt. Ég myndaði einu sinni brúðkaup þar sem parið bauð 250 gestum, borgaði fyrir að minnsta kosti 200 í mat og aðeins 60 manns mættu. Þetta sama par spurði mig hvort mig langaði til að bjóða eiginkonu minni og börnum í veisluna því þau hefðu borgað fyrir allan þennan mat og enginn kom! Ég fékk að vita það nýlega að þau væru skilin.“

– Brian Delia, eigandi Brian Delia Photography í Clifton.

3. Sambandið er þvingað

„Það er slæmur fyrirboði þegar ég er að mynda par og annað þeirra þarf að bæta upp áhugaleysi hins aðilans. Kannski hafa þau skoðað hundruði mynda á netinu og vilja að brúðkaupsmyndirnar líti alveg eins út og myndirnar á Pinterest. Því miður spáðu þau ekki í hvernig sambandið þeirra væri í þessari sýn sinni. Stundum vantar bara náttúrulega nánd og tilfinningaleg tengsl. Of oft er einblínt á að fá góða mynd til að deila á samfélagsmiðlum. Pörin hafa minni áhyggjur af því að leyfa ljósmyndaranum að mynda ástina í sínu hreinasta formi. Það er erfitt að horfa uppá par sem er svona augljóslega ekki í tengslum við hvort annað.“

– Gretchen Wakeman, brúðkaupsljósmyndari í Scottsdale.

4. Vinirnir hnakkrífast

„Það er slæmt merki þegar það eru stanslaust rifrildi og drama í brúðarhópnum. Hér er dæmi: Á leið í eitt brúðkaup, þegar voru tíu mínútur þar til ég kæmi á staðinn, fékk teymið mitt símtal. Það var brúðurin að segja okkur að búið væri að aflýsa brúðkaupinu. Hún var bitur og sagði okkur að fólki kæmi ekki saman og aðilar innan brúðarhópsins og æskuvinir væru að rífast. Hún minntist á að svaramaðurinn hefði sofið hjá aðalbrúðarmeyjunni, sem var gift. Það voru stympingar á milli strákanna og þetta var algjör ringulreið. Við vitum ekki hvort þau eru enn saman, en ég ímynda mér að svo sé ekki.“

– Matt Adcock, meðstofnandi Del Sol Photography í Playa del Carmen.

5. Parið er ekki á sömu blaðsíðu er varðar fjármál

„Ég ætla að kalla þetta par T og M þannig að við nefnum þau ekki á nafn. Þegar ég gekk inn í stúdíóið mitt til að kynna fyrir þeim af hverju þau ættu að velja mig sem ljósmyndara, spurði T hvort hún gæti farið á salernið. Er hún gekk í burtu sagði M við mig: Þetta brúðkaup er að fara með mig á hausinn. Við erum að eyða helmingi meiru en við ætluðum í byrjun. Peningar er mikilvægur þáttur í öllum hjónaböndum og er oft orsökin fyrir því að þau endast ekki. Það var svo sannarlega málið með þetta par. Þau skildu sex mánuðum eftir að þau héldu æðislegt brúðkaup með rúmlega 150 gestum.“

– Carlos G. Osorio, eigandi Miami Photo í Miami.

6. Parið skýtur á hvort annað í myndatökunni

„Ég hef myndað rúmlega þúsund brúðkaup á ferli mínum og ég veit að þegar ég sé par að rífast eða kítast yfir daginn að það muni bara versna og leiði líklega til skilnaðar. Sum pör segjast bara vera að grínast í hvort öðru en það er yfirleitt sannleikur á bak við hvert skot eða grín. Það versta sem ég hef séð var brúður sem sagði við starfslið sitt: Ég er búin að fá nóg af því að kyssa hann. Mjög lúmsk, en afar djúpt og skipulagt. Brúðguminn sagði ekki orð og ég hugsaði: Vá, þetta er upphafið að endalokunum.“

– Rob Greer.

7. Sambandið virðist aðeins vera byggt á líkamlegu aðdráttarafli

„Við höfum séð pör sem eru mjög ástúðleg og utan í hvort öðru allt kvöldið – og nú eru þau skilin. Ég man eftir einu brúðkaupi þar sem ég var með mjög ungu og hraustu pari. Samband þeirra var mjög líkamlegt og það var gaman að horfa á líkamstjáningu þeirra og hvernig þau höfðu samskipti við hvort annað. Í lok brúðkaupsins buðu þau mér að mynda þau í einkaherbergi til að ná innilegum og kynþokkafullum myndum. Ég var í vafa hvort þau vildu að ég myndaði þau eða tæki þátt í leiknum. Það var skrýtin tilfinning og ég neitaði kurteisislega, kláraði vinnuna mína og fór heim. Þau skildu einu ári eftir brúðkaupið.“

– Sol Tamargo, meðstofnandi Del Sol Photography í Playa del Carmen.

Það er vondur fyrirboði ef brúðhjónin eyða ekki tíma saman í veislunni.

8. Parið eyðir nánast engum tíma saman í veislunni

„Flest pör eru spennt fyrir veislunni eftir athöfnina. Stressið á brúðkaupsdaginn er farið og það er komið að því að hafa gaman og slappa af. Pörin eyða vanalega kvöldinu í að heilsa gestum, dansa og fagna giftingunni. Þegar par fer hvort í sína áttina til að tala við gesti og skilur maka eftir á dansgólfinu svo klukkutímum skiptir þá veldur það áhyggjum. Ég hef myndað alla veisluna og aðeins náð nokkrum myndum af parinu saman – og það er mjög slæmur fyrirboði.“

– Gretchen Wakeman.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Hér hrynur slabb úr himninum“

Eins og flestir hafa tekið eftir geisar nú óveður yfir landið með tilheyrandi gulum og appelsínugulum stormviðvörunum.

Á degi sem þessum er ansi hreint hressandi að fylgjast með Twitter og leyfa tísturum að skemmta sér með gamanmáli á meðan vindar blása.

Við kíktum á nokkur hressileg tíst um veðrið til að gleðja ykkur í morgunsárið:

Já, við erum á sama stað:

Þetta myndband fangar stemninguna ágætlega:

Og Ármann Jakobsson er með ágætispunkt:

Guð sé lof fyrir beina útsendingu:

Bragi Valdimar alltaf góður:

Eitt tíst síðan í gærkvöldi, þar sem fólk er hvatt til að gista ekki næturlangt hjá íbúum efri byggðar höfuðborgarsvæðisins. Allur er varinn góður:

Værum við ekki öll til í að vera öskrandi fréttamenn uppá heiði?

Veðrið skemmir líka fæðingarorlofið:

Við tengjum:

Ahhh, svalavagnaveður:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Glíma, vinsæl leikföng og dularfull morðgáta

Hámgláp – við sitjum límd yfir þessum þáttum.

1. Altered Carbon eru bandarískir þættir sem gerast í framtíð þar sem hinir ríku geta fyrir tilstuðlan algerar tæknibyltingar lifað að eilífu með því að hlaða persónuleikum sínum niður í nýja líkama. Söguhetjan er Takeshi Kovacs (leikarinn Joel Kinnaman úr The Killing) sem er vakinn eftir að hafa verið í dái í 250 ár og fenginn af einum hinna ríku til að leysa vægast sagt dularfulla morðgátu. Hér er á ferð sannkallaður hvalreki fyrir unnendur mynda á borð við Minority Report og Blade Runner.

2. Muna ekki einhverjir eftir He-Man og G.I. Joe? Í bandarísku heimildaþáttunum The Toys That Made Us er rifjuð upp saga þessara og fleiri eftirsóttra leikfanga frá síðustu öld og æðinu sem skapaðist í kringum þau. Hver þáttur beinir sjónum að stakri línu og sköpurum þeirra sem veita oft áhugaverða innsýn í ris og hnignun þessara vinsælu leikfanga. Þættir um Star Wars, Barbie, G.I. Joe og He-Man eru nú þegar fáanlegir á Netflix, en von er á þáttum um Transformers, My Little Pony, Hello Kitty og LEGO.

3. Þeir sem eru í leit að spennandi glæpaseríum ættu að kíkja á Fargo, þætti úr smiðju Cohen-bræðra líkt og kvikmyndin Fargo sem þeir eru byggðir á. Fyrsta serían fylgir í grófum dráttum eftir söguþræði myndarinnar en seinni tvær fara eigin leiðir. Þess má geta að Ewan McGregor var verðlaunaður fyrir leik sinn í þriðju þáttaröðinni á síðustu Golden Globes-hátíð en seríurnar þrjár hafa unnið til fjölda verðlauna.

4. Glow eru áhugaverðir og skemmtilega öðruvísi sjónvarpsþættir sem fjalla um Rut Wilder (Alison Brie) atvinnulausa leikkonu í Los Angeles sem hefur fengið nóg af því að vera hafnað í hverri áheyrnarprufunni á fætur annarri og ákveður því að slá til þegar henni býðst að taka þátt í forvitnilegu verkefni; glímu. Það sem Rut veit hins vegar ekki er að fyrrverandi besta vinkona hennar er einn mótherjanna.

5. Bresku þættirnir The The End of the F…ing World fjallar um leit unglinganna James og Alyssu að föður hinnar síðarnefndu sem yfirgaf hana á barnsaldri. Hann er siðleysingi og hún uppreisnargjörn og saman lenda þau í ótrúlegum ævintýrum á vegferð sinni en þættirnir hafa verið lofaðir fyrir gott handrit og vandaða framleiðslu, auk þess sem aðalleikararnir Alex Lawther og Jessica Barden þykja fara á kostum.

Texti / Roald Eyvindsson

Skiptar skoðanir um flutning hennar á þjóðsönginum

Söngkonan Fergie söng þjóðsöng Bandaríkjanna á NBA All-Star-leiknum á sunnudagskvöld. Flutningur hennar hefur heldur betur vakið upp sterk viðbrögð.

Fergie ákvað að gera þjóðsönginn að sínum eigin og bauð upp á heldur betur djassaða og þokkafulla útgáfu af söngnum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Meðal þeirra sem voru ekki parsáttir við flutninginn var körfuboltahetjan Charles Barkley, sem lýsti leiknum ásamt öðrum. Hann vildi endilega tala um sönginn strax eftir að honum lauk en önnur körfuboltahetja, sjálfur Shaquille O’Neal, varði Fergie með kjafti og klóm.

„Láttu Fergie mína í friði. Fergie, ég elska þig. Þetta var öðruvísi, þetta var sexí,“ sagði Shaquille.

„Þetta var heldur betur öðruvísi. Ég held að ég þurfi sígarettu eftir þetta,“ svaraði Charles Barkley.

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var heldur ekki hrifin af flutningnum, eins og sjá mátti á Twitter.

„Ég er ringluð eftir þessa opnun á All Star. Hvað í fjandanum er í gangi? Einhver?“ tísti hún.

Einhverjir tístarar líktu frammistöðu Fergie einnig við Jessicu Rabbit í myndinni Who Framed Roger Rabbit en hér fyrir neðan má sjá nokkur viðbrögð tístara:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Tíu heitustu brúðkaupstrendin á Pinterest

Nú eru margir í óðaönn að skipuleggja brúðkaup fyrir vorið og sumarið. Okkur fannst því tilvalið að kíkja á hverju er mest leitað að á Pinterest er varðar brúðkaup, bæði varðandi klæðaburð brúðhjónanna, skreytingar og mat.

https://www.pinterest.com/pin/337910778272689573/

1. Slár í ár

Það er mikið leitað að slám sem henta vel með brúðarkjólum eða kjólum sem eru með áfasta slá. Skemmtilegur stíll sem býður upp á endalausa möguleika.

https://www.pinterest.com/pin/139682025925472178/

2. Stuð í samfestingi

Brúðarsamfestingar eru að koma sterkir inn í ár, enda afar hentugir – nema þegar maður þarf að pissa. Hins vegar eru samfestingar afskaplega þægilegar og auðvelt fyrir brúðir að dansa í þeim langt fram á nótt.

https://www.pinterest.com/pin/136022851229365679/

3. Fleygið er svo 2017

Brúðarkjólar sem eru háir í hálsinn njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Kjólar sem eru fleygnir fá því smá hvíld í ár.

https://www.pinterest.com/pin/469218854918763900/

4. Hálsmen niður bakið

Þó að kjólarnir verði ekki fleygnir að framan, verða þeir hins vegar opnir í bakið árið 2018. Þá verður vinsælt að bera hálsmen sem fellur fallega niður bakið. Skemmtilegt smáatriði!

https://www.pinterest.com/pin/375980268883017028/

5. Engin bindi takk

Hjá karlpeningnum verður í tísku að vera ekki með bindi, eins og venjan er. Karlmenn eru hvattir til að leika sér meira með fatnaðinn á þessum stóra degi og hafa skyrtur til að mynda örlítið fráhnepptar.

https://www.pinterest.com/pin/196680708711977960/

6. Kambar sem tekið er eftir

Hárkambar snúa aftur og mega þeir endilega vera stórir þannig að tekið er eftir þeim.

https://www.pinterest.com/pin/618682067532779438/

7. Gull, silfur og brons

Brúðarterturnar má svo endilega skreyta með gylltum-, brons- og silfurlitum. Það er það helsta sem er í tísku varðandi eftirrétti.

https://www.pinterest.com/pin/193162271497279466/

8. Flatbökufjör

Þegar kemur að aðalréttinum þá virðast fleiri og fleiri velja að hafa veitingarnar einfaldar og fyrir alla. Heitasta trendið í mat á þessu ári er eftirlæti margra – sjálf flatbakan.

https://www.pinterest.com/pin/246149935863311322/

9. Bæ, bæ brúðarvendir

Stórir og íburðamiklir brúðarvendir detta út og í staðinn kemur óhefðbundin blómaskreyting fyrir brúðina – nefnilega bara eitt, stórt blóm. Sorrí vendir, þið eruð búnir að eiga sviðið alltof lengi!

https://www.pinterest.com/pin/535506211935251644/

10. Segðu það með Jenga

Margir kannast við kubbaleikinn Jenga, en það er afar vinsælt hjá verðandi brúðhjónum um þessar mundir að hafa gestabókina í Jenga-formi, allavega samkvæmt Pinterest. Skemmtileg hugmynd sem hefur líka ofan af fyrir gestunum ef biðin eftir brúðhjónunum er löng.

Kynlíf varð skemmtilegt þegar hún elskaði líkama sinn

||
||

Fyrirsætan Tess Holliday skráði sig í sögubækurnar árið 2015 þegar hún varð fyrsta fyrirsætan í sinni stærð til að komast á samning hjá umboðsskrifstofu, en Tess er í amerískri stærð 22, sem er evrópsk stærð 54.

Síðan þá hefur hún veitt konum um allan heim innblástur til að elska líkama sinn eins og hann er og er til að mynda konan á bak við samfélagsmiðlaherferðina #EffYourBeautyStandards.

Tess líður vel í eigin skinni.

Hefur stundað mikið af slæmu kynlífi

Tess er einn af viðmælendum tímaritsins Cosmopolitan í seríu sem kölluð er Let’s (Actually) Talk About (Actual) Sex, þar sem hún tjáir sig um kynlíf og kynþokka.

„Kynlíf er skemmtilegt – sérstaklega þar sem ég elska nú líkama minn og er sjálfsöruggari,“ segir Tess aðspurð um hvað kynlíf sé fyrir henni.

„Kynlíf er leið fyrir mig að tengjast maka mínum og að finnast ég kröftug og góð. Veistu, ég hef stundað mikið af slæmu kynlífi í lífinu þannig að það er yndislegt að lifa góðu kynlífi núna. Og ef maður stundar kynlíf á réttan hátt þá ætti það ekki að vera subbulegt.“

Þarf að prófa kynlíf fyrir hjónaband

Tess segir að rassinn sinn sé í uppáhaldi hjá sér og að henni finnist hún kynþokkafull þegar hún hafi stjórn.

Tess er í samfellu frá YANDY.

„Mér finnst ég kynþokkafull þegar ég stjórna því hvernig ég sýni líkama minn og hvernig ég er í þessum heimi. Hvort sem ég er nakin eða í einhverjum furðulegum búning,“ segir fyrirsætan, sem var alin upp á mjög ströngu heimili.

„Ég var alin upp við það að kynlíf væri eitthvað til að skammast sín fyrir og að maður ætti aðeins að stunda kynlíf innan hjónabands. Ég er svo glöð að ég hlustaði ekki á það. Mér finnst að ef maður nær góðri tengingu við einhvern að kynlífið gæti verið gott en ég þarf að prófa það áður en ég giftist viðkomandi.“

Augabrúnir sem minna á sporð vinsælar

Straumar og stefnur í mótun augabrúna taka sífelldum breytingum, en það nýjasta nýtt er að móta eða teikna augabrúnir þannig að þær minni á sporð á fiski.

Þeir sem fylgjast með nýjustu þáttaröð af America’s Next Top Model, nánar tiltekið þeirri 24. í röðinni, hafa kannski tekið eftir augabrúnum fyrirsætunnar Rio í nýlegri myndatöku. Þá minnti önnur augabrún hennar á sporð.

Eftir að þátturinn fór í loftið hafa fjölmargar konur tekið Rio sér til fyrirmyndar og birt myndir af sínum sporðslegu augabrúnum á Instagram:

A post shared by Awo (@ms.awo) on

Skiptar skoðanir eru um þessa tísku:

Og aðeins tíminn getur leitt í ljós hvort þessi tíska muni lifa löngu og góðu lífi.

Fólk sem vinnur með dýrum deilir ofurkrúttlegum myndum

|||||||||
|||||||||

Vefritið Bored Panda hefur safnað saman haug af ofurkrúttlegum myndum af fólki sem vinnur með dýrum.

Eiga myndirnar það sameiginlegt að fyrirsæturnar eru voða krúttleg dýr sem bræða okkur úr dúlluskap.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þessum æðislegu myndum, en áhugasamir geta séð allt safnið með því að smella hér.

Mæðgur með störu:

Brjálað að gera að æfa helgileik:

Stund á milli stríða:

Þessi er náttúrulega algjört met:

Góð pósa:

Það er gott að eiga góða að:

Krúttleg kisuvefja:

Lyklaborðshljóðið er svo róandi:

Og þessi þarf engin orð:

Snapchat-lýtaröskun er til og gæti orðið alvarlegt vandamál

|||
|||

Það hefur verið talsvert skrafað um það síðustu misseri hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa á sjálfsmynd okkar, sérstaklega þar sem hægt er að nota alls kyns síur, eða filtera, til að stækka varir og augu og slétta úr hrukkum á myndum. Hefur það til dæmis verið nefnt að þessi þróun gæti leitt til líkamslýtaröskunar, eða body dysmorphic disorder.

Nú er fólk hins vegar farið að mæta til lýtalækna með síaðar sjálfur og biður um að fá að líta út eins og sitt síaða sjálf, að sögn lýtalæknisins Dr. Matthew Schulman. Hann kallar þetta fyrirbæri Snapchat Dysmorphia, sem gæti verið þýtt sem Snapchat-lýtaröskun.

Fólk gæti gleymt hvernig það lítur út

Fjallað er um málið á vef Huffington Post en í greininni segir Renee Engeln, sálfræðiprófessor við Northwestern-háskóla að það sé hætta á því að fólk gleymi hvernig það líti út í raun og veru þegar það síar sig stanslaust á samfélagsmiðlum.

„Þetta er spurning um að missa sjónar á því hvernig maður lítur út í raun og veru og það er eitthvað sem við tölum ekki mikið um,“ segir Renee og bætir við að fyrir daga Snapchat og Instagram hafi myndir sem búið var að eiga við eingöngu verið af stjörnum og fyrirsætum í auglýsingum og tímaritum. Þá hafi fólk almennt vitað að búið væri að eiga við myndirnar.

„Það er ekki nóg að fólk sé að bera sig saman við fullkomnar myndir af fyrirsætum heldur nú ber fólk sitt sanna sjálf við gervisjálfið sem það sýnir á samfélagsmiðlum daglega. Þetta er bara enn ein leiðin til að láta sér líða eins og maður sé ekki nógu góður á hverjum degi,“ segir Renee.

Konur í klemmu

Fram kemur í greininni að flestir sem leggist undir hnífinn hjá lýtalæknum séu konur.

„Við setjum konur í klemmu þegar við setjum þetta stanslausa álag á þær að laga sig að sérstökum fegurðarstöðlum og síðan smánum við þær þegar þær finna fyrir álaginu og gera eitthvað í því. Ég held að það sé ekki lausnin hér. Ég held að við þurfum að færa okkur nær raunverulegum myndum af okkur sjálfum og ég held að það verði sífellt erfiðara,“ segir Renee.

Stærri augu og sléttari húð

Fyrrnefndur Dr. Matthew Schulman segir að það sé sjaldgæfara að konur biðji til að mynda um alveg eins nef og leikkonan Meghan Markle eða varir eins og samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner. Nú sýna þær aðeins síaðar sjálfur og vilja apa eftir þeim.

„Allir eru að nota síur og eru annað hvort að taka næsta skrefið með því að koma með sjálfur til mín og segja: Hey, mig langar að líta svona út. Ekki allir ganga svo langt, en í höfði þeirra langar þá að líta svona út og koma til mín og segjast vilja sléttari húð, stærri augu, fyllri varir. Við erum með þessa tvo hópa af fólki,“ segir læknirinn.

Sækja innblástur í samfélagsmiðla

Vinsælustu síurnar gera húðina einmitt sléttari og útrýmir því sem fólki finnst vera gallar.

„Fólk er að nota þessar myndir sem dæmi um hvernig það vill að húðin sín líti út, sem þýðir í raun að það vill losna við óregluleg litbrigði og mýkja fínar línur og hrukkur,“ segir Matthew.

Annar lýtalæknir, Dr. Michelle Yagoda, er sammála Matthew og segir að fleiri og fleiri sæki fegurðarinnblástur í samfélagsmiðla.

„Það kemur enginn inn til mín og segist vilja líkjast Angelinu Jolie eða síu á Snapchat. En ég hef tekið eftir því að fólk talar um svipaða hluti án þess að nota þessi orð,“ segir hún.

„Á heildina litið hefur fólk áhyggjur af stærð svitahola og áferð og lit húðar sinnar – þetta er það sem síur taka á,“ bætir hún við.

Raunverulegt vandamál

Michelle segist hafa áhyggjur af þessari þróun – að fólk vilji líkjast því sjálfi sem það sýnir á samfélagsmiðlum.

„Ég held að alltaf þegar þú getur lagað galla og búið til betri mynd af þér sjálfum að það hafi áhrif á hvernig við sjáum hvort annað og hvernig við sjáum okkur sjálf. Ég held að þetta sé raunverulegt vandamál en ég efast um að það hafi áhrif á fleira fólk en hefðbundin líkamslýtaröskun.“

Renee er sammála.

„Við erum nú á stað þar sem við missum tengsl við okkar eigið andlit og verðum hissa þegar við horfum í spegil.“

Hefur eytt rúmlega sex milljónum í aðgerðir til að líta út eins og álfur

Hinn argentínski Luis Padron vakti heldur betur athygli í breska sjónvarpsþættinum This Morning í vikunni. Luis, sem talaði við þáttarstjórnendurna Phillip og Holly í beinni frá heimalandi sínu, hefur nefnilega eytt rúmlega sex milljónum króna í lýtaaðgerðir til að líkjast álfi.

„Ég fór til Suður-Kóreu fyrir þremur mánuðum þar sem kjálki minn var brotinn á fimm stöðum og síðan settur aftur saman með títaníum,“ sagði Luis í viðtalinu.

Lagður í einelti í skóla

Hann fékk fyrst hugmyndina að því að líta út eins og ævintýrapersóna þegar hann var táningur. Hann varð fyrir miklu einelti en gat gleymt sér í ímynduðum heimi.

„Ég leitaði að hamingju í bókum og kvikmyndum og þess háttar. Þá byrjaði ég að fíla ævintýrapersónur, eins og álfa og geimverur. Þegar ég var unglingur aflitaði ég hárið mitt eða litaði það skrautlega en mér fannst ég þurfa að gera meira. Síðan sá ég Barbie-stelpuna sem breytti sér með lýtaaðgerðum og ég ákvað að mig langaði að gera það,“ sagði Luis í This Morning.

Mikil viðbrögð á Twitter

Luis hefur einnig farið í aðgerð á eyrum sínum þar sem þau voru mótuð uppá nýtt til að líkjast álfaeyrum. Nú er hann að jafna sig eftir kjálkaaðgerðina og næsta skref er að laga lausa húð í andliti til að ná fram útliti sem hann vill.

Viðtal Luis hefur vægast sagt vakið athygli á samfélagsmiðlum en hér fyrir neðan má sjá nokkra tístara tjá sig um málið:

Æfir tíu sinnum í viku og kominn með þvottabretti

|||||||
|||||||

„Fyrir fimm mínútum síðan var ég 113 kíló en núna er ég rétt 89,9 kíló. Magnað hvað þetta er fljótt að líða,“ segir Magnús Máni Hafþórsson.

Magnús hefur síðustu mánuði verið að breyta um lífsstíl og hefur náð að létta sig um 23 kíló á fjórum og hálfum mánuði. Á yngri árum var hann alltaf í fínu formi en vegna vanlíðan þyngdist hann mikið á fjögurra ára tímabili.

„Stór partur af þessari þyngd var vanlíðan, kvíði, þráhyggja og þunglyndi. Til þess að slá á vanlíðan og tilfinningarnar át ég þær í burtu, en í staðinn át ég þær fastar á mig því þegar líkamlegt form fer versnandi fylgir hugur með og öfugt. Þó svo að ég hafi orðið svona þungur trúði ég því aldrei sjálfur að ég væri kominn í þetta líkamlega ástand. Ég sá að ég leit ekki vel út og langaði að breyta mínu venjum en aðalástæðan af hverju ég gerði það ekki var því mig langaði það ekki nógu mikið,“ segir Magnús, sem hefur alltaf verið gæddur miklum viljastyrk.

Ætlaði að fá sixpack

Magnús bætti á sig vegna vanlíðan.

„Ég er frumkvöðull og frá tólf ára aldri ákvað ég að ég myndi vera minn eigin herra og fjárhagslega sjálfstæður. Þegar ég var sautján ára starfsmaður í Krónunni og í menntaskóla, að fá sirka fimmtíu þúsund krónur í laun fyrir tvær helgar í vinnu hugsaði ég með mér að það hlyti að vera leið fyrir mig að fá skitin fimmtíu þúsund á mánuði sjálfur. Þá fóru hjólin að snúast og síðan þá hef ég starfað fyrir sjálfan mig. Eftir þessa reynslu lærði ég að ef þig langar nógu mikið þá getur þú gert það. Þessi stutta saga skiptir máli vegna þess að mig langaði svo innilega mikið að koma mér í það form sem mig langaði í og vegna þess byrjaði ég hægt og rólega að breyta mínum lífsstíl. Ég gerði þetta að verkefni og tók frumkvöðlahugsunina á þetta. Ég ætlaði að koma mér í form og ég ætlaði að skila verkefninu af mér með sixpack og ekki fyrr. Óraunhæft? Já. Öfgar? Kannski, en ég vinn best þegar ég set mér eitt stórt markmið,“ segir Magnús og bætir við að það henti ekki öllum það sama þegar kemur að lífsvenjum.

„Við erum misjöfn og þurfum að finna hvað virkar best fyrir okkur. Ég vinn verst þegar ég set mér mörg lítil verkefni eða markmið til að ná einu stóru. Þá finnst mér þetta allt í einu orðið svo mikið mál. Ég er svolítið allt eða ekkert týpa.“

Drakk einn lítra af vatni fyrir máltíðir

Magnús segir að leið hans að árangri sé tvíþættur og skiptist í mataræði annars vegar og æfingar hins vegar.

„Ég byrjaði mína leið að nýjum lífsstíl á því að fá mér minni skammta af máltíðum. Til þess að hjálpa mér með það plataði ég líkamann að hann væri saddur með því að drekka einn lítra af vatni áður en ég byrjaði að borða. Í kjölfarið varð maginn hálffullur af vatni og fann ég fyrir seddu mun fyrr. Fyrir átvagla eins og mig með stóran maga var þetta snilldarráð eða magaband express eins og ég kalla það,“ segir Magnús og hlær.

Líf Magnúsar hefur breyst mikið síðustu mánuði.

„Eftir að ég byrjaði á þessu og maginn byrjaði að minnka og ég byrjaði að líta betur út tók ég næstu skref – minnka nasl á kvöldin og yfir daginn. Það að minnka kvöldsnarl er eitt það sterkasta sem þú getur gert til þess að byrja nýja lífsstílinn þinn og ég held ég tali fyrir flesta að kvöldin eru langerfiðust. Þú ert kominn heim eftir langan dag, hefur ekkert að gera, liggur upp í sófa og ert með bilaða löngun í eitthvað. Ef það er of erfitt skref að taka út allt kvökdsnarl þá er sjúklega mikið til af hollu og fáránlega góðu hitaeiningalitlu kvöldsnarli, eins og frosin melóna til að slá á sykurlöngun og þaðan getur þú unnið þig útúr kvöldsnarlinu,“ segir þessi atorkumikli maður og slær í framhaldinu á létta strengi.

„Nú, þegar ég hafði minkað skammtastærðir byrjaði fitan að leka af mér. Nei, það er reyndar mesta lygi því ég missti aðeins 1.9 í fituprósentu á einum mánuði þrátt fyrir sturlaðar æfingar og oft tvisvar á dag. Ég held að þessi mynd lýsi best hvernig mér leið eftir þessar fréttir,“ segir Magnús og lætur fylgja með mynd af vonbrigðum sínum:

Andlit vonbrigða.

Edrú gæinn sem var alltaf skutlandi

Í kjölfarið ákvað hann að skoða nánar hvað hann var að láta ofan í sig.

„Hvert var vandamálið? Hvernig gat ég mögulega gert þetta betur en ég var nú þegar að gera? Jú, áfengið. Ég var að fá mér einn til tvo bjóra með strákunum um helgar og sumar helgar aðeins meira en einn til tvo. En ég hélt að það ætti ekki að skemma árangur þar sem ég var að æfa vel og borða og nasla mun minna. Ég tók ákveðna þrjósku á þetta og trúði því innilega ekki að bjórinn væri ástæðan fyrir því að ég sá ekki árangur. En þar sem mig langaði ekkert meira en að tileinka mér betri lífsstíl tók ég allt áfengi út, þrátt fyrir að ég hafi haldið áfram að fara út með vinunum. Í staðinn ákvað ég að vera skemmtilegi edrú gæinn sem var alltaf skutlandi,“ segir Magnús og árangurinn lét ekki á sér standa.

„Eftir að ég tók áfengið út missti ég 2.9% fituprósentu á níu dögum. 1.5 sinnum meira en ég missti á einum mánuði og þá fóru hjólin að snúast.“

Skipti sykurfíkn út fyrir koffínfíkn

Magnús mætti stundum þunnur í ræktina en ekki lengur.

Í kjölfarið fór Magnús að spá meira í hitaeiningarfjölda í mat. Hann ákvað að borða 40% prótein, 40% kolvetni og 20% fitu og segir hann að þá hafi hann orðið meðvitaðri um að borða hollan og bragðgóðan mat. Síðan ákvað hann að borða átján hundruð hitaeiningar á dag ásamt því að æfa einu sinni til tvisvar á dag, en maður í hans stærð ætti að borða um 3500 hitaeiningar á dag.

„Ég svelti mig alls ekki. Ég borðaði ótrúlega mikið af hitaeiningalitlum mat og átti ég stundum erfitt með að troða í mig meiri mat því ég var ekki að ná upp í átján hundruð kaloríur á dag.“

Þá fékk Magnús sér fæðubótaefnið glútamín fyrir allar æfingar, sem virkaði vel fyrir hann.

„Glútamín er fæðubótaefni sem hefur þann eiginleika að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot. Ég get staðfest að það virkar ótrúlega vel fyrir mig því ég missti ekki mikið af vöðvum í kjölfarið af 23 kílóa þyngdartapi,“ segir hann og bætir við að koffín hafi líka komið sterkt inn í þessari lífsstílsbreytingu.

„Ég vil meina að koffínið sé langbesta fæðubótaefnið. Fyrir mig dró koffín úr allri sykurlöngun og öðrum löngunum. Ég var sykurfíkill og fékk mér oft súkkulaðibita eða nammimola yfir daginn því fíknin var orðin það mikil. Ég skipti út sykurfíkn fyrir núll hitaeininga koffínfíkn. En er koffín hollt? Nei, langt frá því. Það ruglar í taugakerfinu þínu og hormónum en mér fannst það persónulega mun betri kostur heldur en sykurfíknin. Því skipti ég út einni fíkn fyrir aðra og ég get ekki lýst því hversu mikið það hjálpaði mér í þessu ferli.“

37 æfingar í röð

Magnús fann sig í lyftingum frekar en brennsluæfingum í ræktinni.

„Ég gerði þau mistök að halda að ég gæti borðað hvað sem ég vildi ef ég myndi bara æfa nógu mikið. Ég byrjaði á því að taka æfingarnar í gegn löngu áður en ég tók mataræðið í gegn. Það var rosalega rangt. Hins vegar voru æfingarnar mínar nánast alveg eins í gegnum allt ferlið. Ég hataði cardio og brennsluæfingar þannig ég ákvað að taka súpersett og tripplesett á öllum æfingum sem ég tók og get ég staðfest að það brennir sjúklega mikið. Súpersett virkar þannig að þú tekur eitt sett á einn vöðvahóp eins og tvíhöfðann. Þegar þú ert búinn með það sett ferðu beint í nýtt sett á andstæðan vöðvahóp, eða þríhöfðann í þessu tilfelli. Allar lyftingaæfingarnar mínar voru þannig og eru enn þann dag í dag,“ segir Magnús, sem setti sér mjög skýrt markmið í byrjun.

Á æfingu – einni af mörgum.

„Ég byrjaði á því að setja mér markmið að mæta sextán sinnum í ræktina í röð og fannst mér það mjög erfitt þegar ég var að telja alla dagana upp í sextán. Loksins þegar ég náði upp í sextán daga ákvað ég að halda áfram í stað þess að taka hvíld. Vill ég taka fram að maður á alls ekki að gera þetta því líkaminn þarf nauðsynlega að jafna sig til þess að byggja upp vöðva og viðhalda starfseminni. En fyrir mér var þetta tilraunaverkefni til þess að sjá hve lengi líkaminn gæti æft án pásu. Til að gera langa sögu stutta tók ég 37 æfingar í röð með aðeins súpersettum og brennslu. Á þessu tímabili byrjaði ég að mæta tvisvar á dag í ræktina og tók brennslu og súpersett æfingar. Til að hvetja mig áfram keypti ég mér þyngingarvesti og notaði það á öllum brennsluæfingum og þyngdi það um þá þyngd sem ég var búinn að missa. Í dag eru 23 kíló á vestinu.“

Í ræktinni á aðfangadagskvöld

Hér sést þyngingarvestið.

„Eftir þessa 37 daga var ég byrjaður að missa allan kraft í höndum og lenti oftar en einu sinni í því að hreinlega missa lóðin úr höndunum á mér því taugakerfið var hætt að starfa rétt þar sem það náði ekki að jafna sig á öllum æfingunum. Síðan í október er ég nánast búinn að mæta í ræktina á hverjum einasta degi. Ég mætti í ræktina á aðfangadag klukkan 23 til 01. Mig langaði þetta svo ótrúlega mikið að ég gerði allt til þess að ná árangri. Og það skilaði sér. Yfir hátíðarnar missti ég 4,16% í fituprósentu á 24 dögum og tók af mér rúmlega sex kíló. Eftir þessa 37 daga geðveiki tók ég tveggja daga pásu frá líkamsræktinni og mætti öflugari en áður til baka. Síðan 1. janúar í ár hef ég ekki hætt að mæta,“ segir Magnús. Þegar þetta viðtal er tekið er hann búinn að mæta í ræktina í 54 daga í röð.

„Ég tek tíu æfingar í viku sem samsvarar 77 æfingum sem ég er búinn að taka samfleytt án þess að taka neina pásu og ég er langt frá því að vera hættur. Enn og aftur, þetta er ekki í lagi fyrir venjulega einstaklinga og eiginlega ekki neinn en ég er búinn að koma upp kerfi hjá mér og ég hlusta ótrúlega vel á líkamann minn. Mér finnst svo ótrúlega gaman í ræktinni að ég get innilega ekki tekið pásur og er mikið erfiðara að mæta ekki í ræktina en að mæta. Ég er með alla mætingu skráða hjá World Class og get ég sýnt hana til staðfestingar á mætingu ef einhver skildi efast,“ segir Magnús og hlær.

Ætlar að rústa næsta verkefni

Magnús er nú kominn með fyrrnefndan sixpack, en hann leyfir fylgjendum á Snapchat að fylgjast með öllu ferlinu undir nafninu herrareykjavik og á Instagram undir nafninu magnusmani97. En hvað tekur núna við hjá þessum orkumikla manni?
„Ég mun halda ótrauður áfram og held áfram að bæta mig og móta líkamann minn eftir því sem mig langar að hafa hann. Ég er núna búinn að skila þessu verkefni af mér og er farinn að rústa næsta verkefni. Sjáumst!“

Glæsilegur árangur.

Svefnleysi og koffíndrykkja hafa slæm áhrif á sambandið

|||
|||

Það getur valdið miklu álagi á fjölskyldu þegar börn glíma við svefnörðugleika. Þetta veit Kristín Björg Kristjánsdóttir vel, en hún á þrjú börn, Dag Frey, 7 ára, Emilíu Mist, 5 ára og Kristófer Pétur, 7 mánaða, sem öll hafa átt erfitt með svefn.

„Elsti strákurinn minn var mikið magakveisu- og eyrnabólgubarn nærri því frá fæðingu og upp að sirka eins árs aldri. Þá tóku við night terrors, sem lýsti sér þannig að alltaf stuttu áður en hann átti að fara í djúpan svefn eða var mjög þreyttur fyrir svefn, öskraði hann úr sér lungun og það eina sem við gátum gert var að sussa og vera til staðar þar til þetta gekk yfir. Það var alltaf jafnmikið sjokk að heyra þessi öskur og fengum við foreldrarnir lítinn svefn,“ segir Kristín.

Vel valdar hreyfingar virkuðu

Kristín ásamt unnusta sínum, Tómasi Martin.

Dagur Freyr fékk þessar martraðir sem hann vaknaði ekki af fram að þriggja ára aldri. Þegar hann var tæplega tveggja ára eignaðist hann systur, Emilíu Mist, sem átti einnig erfitt með svefn, þó hún glímdi ekki við night terrors.

„Það eina sem virkaði þessa sirku fjóru tíma sem þau grétu og grétu á meðan magakveisukasti var á kvöldin voru vel valdar hreyfingar sem virkilega létu mann líða eins og það væri verið að slíta af manni útlimina,“ segir Kristín og hlær.

Gengur brösulega að skipta nóttunum á milli

Kristín á eldri börnin tvö með fyrrverandi manni sínum, en þau skildu árið 2015. Hún segir mikið álag hafa verið sett á sambandið vegna svefnörðugleika barnanna. Kristófer litla á hún með unnusta sínum í dag, Tómasi Martin, en Kristófer byrjaði að sofa illa þegar hann var nokkurra mánaða gamall.

„Ég þakka innilega fyrir að hann tók ekki upp á því fyrr að sofa illa því maðurinn minn var virkilega stressaður að eignast sitt fyrsta barn. Hann var hræddur um að gera eitthvað vitlaust og kenndi sjálfum sér um ef hann náði ekki að róa hann. Svo kemur tanntaka á sama tíma og líka vaxtakippir. Við reynum að skipta nóttunum á milli okkar en það gengur brösulega,“ segir Kristín.

Sjá stundum ekki framtíð í sambandinu

Hún segir þetta ástand hafa haft slæm áhrif á samband þeirra.

„Það er svefnleysið og koffíndrykkjan á móti sem hefur slæm áhrif á sambandið okkar. Það hafa komið tímar þar sem við sjáum ekki framtíð í sambandinu, að við myndum ekki gera neitt nema rífast og vera ósammála um hlutina,“ segir Kristín en bætir við að hve þakklát hún er að eiga góðan stuðningsaðila í sínum manni.

„Við erum bæði í 100% vinnu til að ná endum saman og það bætir ekki úr skák. Við vinnum þó á sama stað og erum í sama teymi. Ég er svo þakklát fyrir það því ef eitthvað kemur uppá í vinnunni höfum við hvort annað til að leita til og gerum gott úr öllu saman.“

Þunglynd og þorði ekki að sækja sér hjálp

Kristín segist ekki hafa áttað sig á því að leita sér nægilegrar hjálpar í heilbrigðiskerfinu.

„Ég fékk enga læknishjálp varðandi svefnvandamálin og kveisurnar. Eldri tvö börnin fóru í rör og nefkirtlatökur um tveggja ára aldurinn og fengu líka bakflæðislyf þegar þau voru yngri. Þau lyf hjálpuðu aðeins, en ekki það mikið. Ég var orðin svo þunglynd að ég þorði ekki að sækja mér neina hjálp og tæklaði þetta bara, sem er alls ekki það sem ég hefði átt að gera,“ segir Kristín.

Samvinna mikilvæg á erfiðum tímum

En hvaða ráð hefur hún til foreldra í sömu stöðu?

Hér eru Emilía Mist, Kristófer Pétur og Dagur Freyr um síðustu jól.

„Telja upp á 10, 20, 30, alveg sama hve margar tölur þarf þá er það svo góð byrjun til að ná að anda aðeins og hugsa rökrétt. Þetta gengur yfir. Ekki festa sig á þeirri hugsun um hvenær þetta „ætti“ að ganga yfir. Svo lengi sem maður hefur trú á því að þetta gangi einhvern tímann yfir er maður kominn í betra hugarfar. Með pör skiptir gríðarlega miklu máli að vinna saman, samvinna er svo mikilvæg á erfiðum tímum. Ég og maðurinn minn náðum margfalt betur saman þegar við fórum að vinna betur saman. Munið að engin spurning er asnaleg og verið virkilega dugleg að tala saman og samstilla ykkur í hugsunum og verkum,“ segir Kristín og bætir við að það sé nauðsynlegt að hlusta á þarfir og líðan barnsins.

„Ég veit að samfélagið stílar svo mikið inná að börn þurfi að vera í rútínu en það má eiga sig fyrir mitt leiti þegar barninu líður illa. Þá þarf það auka knús og meðhöndlun og maður á tvímælalaust að veita því það. Því meira öryggi sem barnið finnur fyrir, því betra. Ég get alveg fullyrt að það hjálpar líka með að ná nánd við barnið og það mun alltaf innst inni vera þakklátt fyrir allt sem mömmurnar og pabbarnir gerðu,“ segir Kristín.

Ákall um hjálp er ekki uppgjöf

Hún er þakklát fyrir þann stuðning frá sínum nánustu sem hún fékk og hvetur alla til að þora að biðja um hjálp.

„Alls ekki hugsa að það að fá hjálp sé galli eða uppgjöf. Það er bara stundum nauðsynlegt. Ef sú hjálp býðst, í guðanna bænum nýtið ykkur hana, þó það sé ekki nema bara til að fara í göngutúr, fá tveggja tíma aukalúr yfir daginn eða bara sitja og horfa út um gluggann og hreinsa hugann. Ég hefði aldrei í lífinu komist í gegnum þetta allt saman ef ég hefði ekki nýtt alla þá hjálp sem mér bauðst.“

Svefnvandamál barna eru algeng fyrstu ár ævinnar.

Svefnvandamál hrjá allt að 20% barna

Svefnvandamál barna eru nokkuð algeng, og hrjá allt að 20% barna á fyrstu árunum. Svefnvandamál barna hafa áhrif á svefn foreldranna og þar með hæfni þeirra til að takast á við verkefni og skyldur daglegs lífs og þá jafnframt svefnvanda barnsins. Þetta kemur fram á vefnum Heilsuvera, samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Þar er einnig farið yfir einkenni svefnvandamála, en þau geta verið eitt eða fleiri af eftirfarandi:

  • Barn vaknar oft upp á nóttunni og nær ekki að sofna sjálft aftur.
  • Barn á erfitt með að sofna á kvöldin, lengi að sofna eða þarf aðstoð. Börn sem geta farið að sofa sjálf að kvöldi, vekja síður foreldra sína ef þau vakna að nóttu.
  • Vandamál tengd daglúrum, s.s. stuttir og óreglulegir og of nálægt nætursvefninum.

Eldri börn geta haft önnur einkenni svefnvandamála. Algeng einkenni eftir 2-5 ára eru slæmir draumar eða martraðir og að geta ekki sofnað að kvöldi. Önnur einkenni eldri barna eru t.d. að ganga í svefni, pissa undir í svefni eða gnísta tönnum.

Þeir sem vilja lesa meira um svefnvandamál barna geta kíkt inn á vef Heilsuveru með því að smella hér.

„Tónlistin var bjargvætturinn minn“

Eignaðist þriðja barnið í nóvember.

Ása Elínardóttir fékk þrjár tilnefningar til Hlustendaverðlaunanna 2018.

Ása Elínardóttir fékk þrjár tilnefningar til Hlustendaverðlaunanna 2018, sem söngkona ársins, fyrir plötu ársins og lag ársins.

„Ég byrjaði að skrifa ljóð þegar ég var 12 ára og var mjög iðin við það. Ljóðin hjálpuðu mér að rýna í tilfinningar mínar og skilja mig betur. Mörg þeirra voru hádramatísk meðan önnur voru súrelísk og flippuð,“ segir Ása í viðtali í 8. tölublaði Vikunnar. „Ég átti þykka bók með ljóðum eftir mig sem fóru hægt og rólega að breytast í tónlist. Þetta var svo fallegur tími. Ég var hægt og rólega að átta mig á því hver ég var. Tónlistin var bjargvætturinn minn.“

Fyrsta lagið sem Ása gaf út var Paradise of Love í október 2016 og í fyrra gaf hún út þrjú lög sem fóru í spilun; Always, Crocodile Tears og Broken Wings. „Ég hef sent frá mér þrjú myndbönd sem eru á YouTube og í nóvember síðastliðnum kom fyrsta sólóplatan mín út. Ég hef því miður ekki haft mikinn tíma til að auglýsa hana þar sem ég eignaðist þriðja barnið mitt 10. nóvember,“ segir Ása.

Hægt er að hlusta á nýju plötuna hennar á Spotify og fylgjast með henni á Snaptchat undir notendanafninu asaelinar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

Stjörnur sem voru stripparar

Það er staðreynd að listamenn þurfa oft að vinna ýmis störf á meðan þeir eru að reyna að koma sér á framfæri í þessum harða heimi.

Eitt af þessum störfum er nektardans, en það er ótrúlega mikið af frægu fólki sem hefur byrjað ferilinn á strippi. Sum nöfnin á þessum lista gætu meira að segja komið ykkur á óvart.

Uppgötvuð af Hugh Hefner

Fyrrverandi Playboy-kanínan Kendra Wilkinson byrjaði að vinna sem strippari þegar hún var átján ára. Eftir aðeins sex mánuði í starfi var hún uppgötvuð af Playboy kónginum Hugh Hefner, sem bað hana að dansa í 78 ára afmæli sínu. Eins og margir vita endaði þetta á því að hún flutti í Playboy-höllina og var um tíma ein af kærustum Hughs heitins.

Strippari í einn dag

Spænski leikarinn Javier Bardem vann stuttlega sem nektardansari, í raun bara í nokkrar klukkustundir.

„Ég var strippari í einn dag! Það var hörmung. Og veistu hver var að horfa? Móðir mín og systir! Þetta var svona eins og í Full Monty, maður mætti á staðinn, dansaði og fékk smá pening að launum,“ sagði leikarinn í viðtali við tímaritið Marie Claire árið 2008.

Nóg af vinnu

Rokkdívan Courtney Love steig sín fyrstu skref á nokkrum nektarbúllum í Los Angeles. Í viðtali við LA Weekly árið 2013 sagðist hún hafa unnið á fjölmörgum stöðum, en að staðurinn Jumbo’s hafi verið bestur.

Úr strippi í skemmtanabransann

Baywatch-leikkonan Carmen Electra reyndi fyrir sér sem nektardansmær áður en hún gerði það gott í skemmtanabransanum. Síðar meir gaf hún út líkamsræktarmyndbönd með strippívafi.

Fækkaði fötum í afmælum

Þegar leikarinn Brad Pitt var nemandi í háskólanum í Missouri var hann hluti af hópi karlmanna sem sýndi nektardans í anda Chippendales-hópsins. Danshópurinn hans Brads hét Dancing Bares og sérhæfði sig í að dansa fyrir kvenkyns nemendur þegar þeir áttu afmæli. Í viðtali í kringum Óskarsverðlaunin árið 2007 sagðist hann einnig hafa tekið að sér að keyra strippara í verkefni og bætti við:

„Stripparar breyttu lífi mínu.“

Fetaði í fótspor mömmu

Fyrirsætan og frumkvöðullinn Blac Chyna hóf ferilinn á strippklúbbi í Miami þar sem hún hitti fjöldan allan af stjörnum. Hún opnaði sig um fortíð sína í viðtali við Elle árið 2016.

„Mamma mín var strippari. Hún sagði: Ef þig langar að gera þetta, vertu þá best í þessu.“

A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) on

Sá fyrir fjölskyldunni

Fyrirsætan Amber Rose fékk vinnu sem nektardansmær þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul svo hún gæti séð fyrir fjölskyldu sinni eftir að foreldrar hennar skildu. Þá notaði hún sviðsnafnið Paris, en hún tjáði sig um þetta í útvarpsþættinum Loveline árið 2016.

„Það var besti tími lífs míns þegar ég var að strippa,“ sagði hún þá.

A post shared by Amber Rose (@amberrose) on

Dansaði við Black Sabbath og Guns N’ Roses

Söngkonan Lady Gaga fékk vinnu sem fatafella í heimaborg sinni New York þegar hún var unglingur.

„Ég var að vinna á nektardansstöðum þegar ég var átján ára. Atriðið mitt var frekar villt. Ég var í svörtu leðri og dansaði við Black Sabbath, Guns N’ Roses og Faith no More. Mikið rokk og ról. Mér finnst ekki gaman að tala um þetta en það var mikið um fíkniefni, hörð efni. Ég myndi ekki vilja veita fólki innblástur til að feta í mín fótspor,“ segir lafðin í bókinni The Performance Identities of Lady Gaga: Critical Essays.

„Ég laðaði mannfjölda að mér, ég kveikti í hárspreyi á sviðinu og dansaði villt og galið. Ég hef mikla og sterka kynvitund. Ég elska nakinn mannslíkama og er mjög örugg í eigin skinni,“ bætir hún við.

A post shared by Lady Gaga (@ladygaga) on

Strippið hjálpaði til

Kvikmyndirnar um Magic Mike eru lauslega byggðar á ferli aðalleikarans, Channing Tatum, sem strippari í Alabama. Þessi dansreynsla hans hjálpaði honum að landa ýmsum hlutverkum, þar á meðal í kvikmyndinni Step Up þar sem hann kynntist núverandi eiginkonu sinni, Jennu Dewan.

„Á góðu kvöldi þénaði ég 150 dollara. Á slæmu kvöldi, 70 dollara, jafnvel 50,“ sagði hann í viðtali við Hollywood Reporter árið 2014.

Elskaði að vera nakinn

Leikarinn Chris Pratt byrjaði sinn feril á að rífa af sér spjarirnar.

„Ég var alltaf mjög hrifinn af því að vera nakinn. Ég elskaði að vera nakinn. Ég var mjög frjálslyndur og hugsaði: Ég get alveg eins fengið borgað fyrir þetta,“ sagði leikarinn í viðtali við Buzzfeed árið 2013, en bætti þó við að strippferill hans hafi ekki verið farsæll. Hann skemmti aðallega í gæsapartíum.

„Ég fór einu sinni í áheyrnarprufu í klúbbi en ég fékk ekki starfið. Ég held að ég sé ekkert sérstaklega góður dansari.“

Sprenghlægilegar myndir af fólki sem hélt að það væri að hitta fræga

||||||||||||||
||||||||||||||

Vefsíðan Bored Panda hefur safnað saman sprenghlægilegum myndum af fólki sem hélt að það væri að hitta stjörnur, en hitti í raun bara tvífara þeirra – eða ekki.

Við höfum valið okkar uppáhaldsmyndir hér fyrir neðan, en listann í heild sinni má sjá á vefsvæði Bored Panda. Njótið!

Gaurinn í miðjunni sannfærði þessar stúlkur að hann væri spéfuglinn Andy Samberg

Þessi Taílendingur var sannfærður um að Tom Cruise hefði heimsótt veitingastaðinn sinn

Þetta er bara alls ekki Johnny Depp

Og ekki þessi heldur

Ah, leiðinlegt að eyðileggja þennan draum

Nei, þetta er ekki Rod Stewart. Þetta er bara áfengið að tala

Þær héldu að þetta væri Peter Dinklage

Og svo er það þessi útgáfa af Game of Thrones-leikaranum

Bill Murray hefur aðeins bætt á sig

Svo er það Oprah á ferð og flugi

Og svo er ár síðan þessi pía hélt að hún hefði hitt Ed Sheeran

Neibb, ekki Zach Galifianakis

Þessi er ekki einu sinni sérstaklega lík Rihönnu

Og smá vonbrigði að þetta sé ekki Jake Gyllenhaal

Fitness-stjarna kemur sér í form eftir barnsburð

Fitness-stjarnan og einkaþjálfarinn Emily Skye er mjög opin á Instagram og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig hún kemur sér í form eftir barnsburð, en hún eignaðist dótturina Miu í desember á síðasta ári.

Emily birti árangurinn sem hún hefur náð á aðeins tveimur mánuðum á þriðjudaginn og eins og sést á myndunum er farið að glitta í kviðvöðva Emily á ný.

Physically speaking I will never be the same (which isn’t a bad thing) and I’m making the most of what I’ve got. I’ve still got loose skin on my belly but my abs are beginning to make a comeback – which shows me that what I’m doing is working (following my FIT Program)! . Some people misunderstand my reasons for living a fit and active lifestyle and think it’s “selfish” because I’m now a mum. Being fit, strong and healthy is important to me mainly because of how it makes me feel. And if I feel good I’m happy, and I’m a much better mum to my daughter Mia and a better partner to my man Dec and so on. I also like being strong for myself because I like it and I love the look of a strong physique! My focus is always on being healthy but I like to look good too and there’s absolutely nothing wrong with wanting to look good!! I’m not sure why there seems to be a stigma attached to wanting to look good. As long as I’m not ever sacrificing my health to look a certain way and as long as it doesn’t negatively affect my family I don’t see anything wrong with it – in fact I see everything RIGHT with it! . Do what makes you happy regardless of what anyone else thinks – as long as it doesn’t directly hurt anybody. – These are words I live by and what I’ll instil in my daughter. The last thing I want is for her to live to please others (like I used to) – there is a difference between showing love and doing nice things for people and trying to constantly please others at the expense of your own happiness. . This lifestyle makes me happy so I’m going to keep living it and I encourage you to live a life that makes you happy too. ? . What makes you happy, and are you doing it? . . #2monthspostpartum #fitmum #emilyskye #postpartum

A post shared by E M I L Y S K Y E (@emilyskyefit) on

„Ég verð aldrei söm, líkamlega séð (sem er ekki slæmt),“ skrifar Emily við samsetta mynd af kviðvöðvum sínum fyrir óléttuna og vöðvunum tveimur mánuðum eftir fæðingu.

„Ég er að gera það mesta úr því sem ég hef. Ég er enn með lausa húð á maganum en kviðvöðvarnir eru að láta sjá sig aftur – sem sýnir mér að það sem ég er að gera er að virka,“ bætir hún við.

Allt rétt við þetta

Emily fer eftir svokölluðu FIT-prógrammi sem sameinar æfingar, hollt mataræði, núvitund og hvatningaræfingar. Emily stundar líkamsrækt undir eftirliti læknis og hefur verið að fikra sig hægt og áfram í hinum ýmsu æfingum síðan í janúar síðastliðnum.

I did a resistance band workout today. Mia didn’t want to be away from me so I brought her outside with me so she could watch me. It worked out well because I got to give her kisses in between sets! ?? . It’s hard to get a workout in with a newborn who needs their mummy constantly but I fit it in when I can – as long as it’s not taking me away from Mia. . I’m feeling so good being able to exercise lightly! It reminds me why I started living this lifestyle in the first place (about 8.5 years ago). Being healthy and active makes me feel great! It helps with everything in my life – especially being a mother now. ? Bring on next week when I start my FIT Program with all the ladies in my FIT community! I’m so pumped! ?? Who’s joining us? ? . ✨ You can trial my FIT program for FREE for 7 days – click the link in my profile or go to: www.emilyskyefit.com ✨ . If there’s something you really want then find a way to get it! – It’s up to YOU! ??☺️ . . @emilyskye_ig . . . ??‍♀️ Workout videos: @emilyskyefitness . . . #5weekspostpartum .

A post shared by E M I L Y S K Y E (@emilyskyefit) on

Hins vegar hafa neikvæðar raddir látið í sér heyra vegna þess hve Emily byrjaði fljótt að æfa aftur. Hún svarar gagnrýninni á Instagram.

„Sumt fólk misskilur ástæður mínar á bak við það að lifa heilbrigðum lífsstíl og telja það sjálfselskt því ég er orðin mamma. Að vera í góðu formi, sterkur og heilbrigður er mér mikilvægt, aðallega út af líðan minni. Og ef ég er hamingjusöm er ég svo mikið betri móðir dóttur minnar Miu og betri maki mannsins míns Dec og svo framvegis,“ skrifar Emily.

I barely recognise myself when I look in the mirror! . I’m far from a “glam mum” HAHA! ? – I currently live in what you could call “granny undies”, it hurts to do much with the stitches from my episiotomy, and feeding is extremely painful – I had no idea it would be this bad! ? My back is still really sore and when I walk around it literally feels like my insides are going to fall out. ? I also had diastasis recti that was 3 finger widths apart the day after giving birth. . My pregnancy was not how I thought it would be, I thought I’d be exercising regularly the whole way through but that did not happen as I was sick a lot of the time and had back pain that made it hard to just walk around the house. I ended up gaining over 21kg during my pregnancy in fat, fluid, baby, placenta etc. . So many people told me I would “bounce right back” after giving birth like a lot of other fit women do. – Well that’s definitely not the case for me! It’s only 5 days after I gave birth to Mia and I look about 6 or so months pregnant. I can tell I’m going to have a LOT of hard work ahead of me to get fit and strong again which I KNOW I can do but it’s not my priority right now – spending this time with my daughter is. Getting my “body back” can take a back seat for the time being… I’ll get there in a realistic time frame & I refuse to put pressure on myself to get there. . I am SO blessed and beyond happy to bring home my baby girl Mia today. I feel completely content. I look at her and start crying because of the overwhelming love I have for her and I love my body SO much for growing this precious little person. ???? . . #5dayspostpartum #mumlife #bodypositive #blessed .

A post shared by E M I L Y S K Y E (@emilyskyefit) on

Hún segir ekkert að því að vilja líta vel út, þó hreysti sé ávallt í fyrsta sæti hjá henni.

„Svo lengi sem ég er ekki að fórna heilsunni til að líta út á ákveðinn hátt og svo lengi sem þetta hefur ekki neikvæð áhrif á fjölskyldu mína þá sé ég ekkert að þessu. Þvert á móti finnst mér allt rétt við þetta.“

Þetta færðu fyrir 30 milljónir

||||||||||||||||||||||||||||
||||||||||||||||||||||||||||

Við kíktum á fasteignamarkaðinn fyrir stuttu og hvers konar eignir væru falar fyrir 35 milljónir króna. Við ákváðum að endurtaka leikinn, enda alltaf gaman að velta fasteignum fyrir sér, en kíkjum nú á hvað er hægt að festa kaup á fyrir 30 milljónir.

Það er bjart á Akranesi

Á Akranesi er snoturt hús við Kirkjubraut sem skiptist í efri hæð sem er rúmlega hundrað fermetrar og ris sem er rúmlega 34 fermetrar. Eignin er búin fjórum svefnherbergjum og einu baðherbergi og er heimilið afar bjart. Kominn er tími á viðhald, til dæmis á rennur, en húsið var sprunguviðgert og málað að utan árið 2016. Þá var járn á þaki endurnýjað árið 2004 og skipt um tvo glugga í stofu og svefnherbergi.

Útsýni yfir Ólafsvík

Aðeins vestar á Ólafsvík er 159 fermetra hús við Túnbrekku á 30 milljónir. Úr íbúðinni er gott útsýni yfir Ólafsvík og er hún búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Þá fylgir bílskúr með sem er 29 fermetra að stærð. Eignin býður uppá mikla möguleika og er fullkomin fyrir handlagna sem vilja breyta og bæta.

Glæný 62 fermetra íbúð

Á Akureyri er hægt að fá glænýja, 2ja herbergja íbúð á 30 milljónir. Íbúðin er 62,2 fermetrar og er á 4. hæð í nýju fimm hæða fjöleignarhúsí í Glerárhverfi. Fleiri íbúðir í svipuðum stíl eru í boði á fasteignavefjum landsins en í húsinu er lyfta og bílageymsla. Íbúðin er búin einu svefnherbergi og hentar því vel pari eða einstakling. Hugsanlega ágætt fyrsta skref á íbúðamarkaðinum.

190 fermetrar á Hofsósi

Á Hofsósi, nánar tiltekið við Kirkjugötu, er hægt að næla sér í nýuppgert einbýlishús á 30 milljónir. Húsið er 186,8 fermetrar að stærð, en þar af er bílskúr sem er tæplega 44 fermetrar. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og hentar því afar vel fyrir meðalfjölskyldu. Mikið hefur verið gert fyrir húsið, til dæmis hefur verið skipt um glugga og gólfefni og settur hiti í gólf. Hins vegar á eftir að gera upp bílskúrinn.

Hlíðarnar þurfa ást og tíma

Ef fólk vill halda sig á höfuðborgarsvæðinu er hægt að festa kaup á tveggja herbergja íbúð við Eskihlíð í Reykjavík fyrir 30 milljónir. Íbúðin er skráð 69,3 fermetrar og sameign undir stiga telur 1,7 fermetra. Hér er á ferðinni íbúð sem kallar á einhvern sem er tilbúinn til að eyða tíma og ást í að gera hana upp því hún þarfnast talsverðs viðhalds að utan sem innan.

Ómótstæðilegt útsýni

Stór fjölskylda gæti prófað eitthvað nýtt og flutt að Austurvegi í Hrísey þar sem er til sölu 225,2 fermetra einbýlishús á 30 milljónir. Húsið er búið sex svefnherbergjum og einu baðherbergi og ku allur frágangur eignarinnar og viðhald vera til fyrirmyndar. Svo ekki sé minnst á útsýnið yfir eyjuna, sem er dásamlegt.

Sveitasælan kallar

Svo ef ekkert af þessu heillar er alltaf hægt að splæsa í sumarhús í landi Merkihvolls í Landssveit. 79,5 fermetrar og þrjú svefnherbergi í sannkallaðri sveitasælu. Þetta snotra bjálkahús var byggt árið 2004 og er á tveimur hæðum. Lóðin er 4072 fermetrar og er 97 fermetra pallur við húsið.

Myndlistarsköpun er góð við athyglisbresti

|
|

Verkið uppi á vegg.

Kolbeinn segir að unnastan kunni greinilega að meta verkið því hún hafi sett það á besta stað í íbúðinni.

„Verkið er nafnlaust og unnið með olíu en ég málaði það fyrir Kötlu Rut, unnustuna mína, þegar við byrjuðum að búa árið 2012. Það varð til á nokkrum vikum þar sem ég bograði yfir striganum á miðju stofugólfi og á sama tíma púslaðist stofan saman, bæði undir áhrifum hvort frá öðru,“ segir Kolbeinn Arinbjörnsson leikari þegar hann er spurður út í málverk sem hangir uppi á stofuvegg heima hjá þeim og bætir brosandi við að unnastan kunni greinilega að meta það því hún hafi sett það á besta stað í íbúðinni.

Umrætt verk er í abstrakt stíl en Kolbeinn segist hafa orðið alveg heillaður af abstrakt forminu þegar hann lærði myndlist við Verkmenntaskólann á Akureyri á sínum tima. „Það þróaðist síðan út í hálfgert blæti fyrir litum og jafnvægi, formum og áferð og hvernig hægt er að kalla fram tilfinningar í gegnum þessi form og öfugt. Það er, hvernig tilfinningar geta framkallað form, liti og áferð,“ lýsir hann og getur þess að Guðmundur Ármann Sigurjónsson, þáverandi kennari hans við skólann, sé ein af hans helstu fyrirmyndum í listinni og ekki síður í lífinu því hann sé bæði stórkostlegur listamaður og manneskja.

„Það má eiginlega segja að ég fari í hálfgerðan trans á meðan ég mála en fyrir mann eins og mig sem er með töluverðan athyglisbrest eða víðhygli, eins og sumir kalla það, þá líður mér sjaldan betur en einmitt í því ástandi.“

Af hverju abstrakt? „Ja, abstrakt expressionismi hentar mér bara afskaplega vel. Það má eiginlega segja að ég fari í hálfgerðan trans á meðan ég mála en fyrir mann eins og mig sem er með töluverðan athyglisbrest eða víðhygli, eins og sumir kalla það, þá líður mér sjaldan betur en einmitt í því ástandi.“

Kolbeinn hefur teiknað og búið til sögur alveg frá því að hann man eftir sér en er leikari að mennt og hefur starfað sem slíkur frá útskrift árið 2012. Samhliða því hefur hann unnið við sjómennsku, hvalskurð, á geðdeild og ýmislegt fleira og segir þessi ólíku störf oft hafa veitt sér óvæntan innblástur. „Innblástur í málverkin mín sæki ég víða en þau eru nú samt sjaldnast úthugsuð áður en ég byrja. Til að mynda hangir verk hérna á ganginum sem ég málaði í pásum í kassakompu á Hvalstöðinni og nýtti bara það sem var hendi næst; hvalsblóð og blek úr stimplunum sem voru notaðir til að merkja kassana undir hvalkjötið.”

Á heimili fjölskyldunnar gefur einnig að líta verk eftir aðra listamenn. Þar á meðal olíuverk eftir Margeir Dire. „Katla Rut, sem er lærð leikkona, gaf mér það í afmælisgjöf þegar ég varð þrítugur og mér þykir mjög vænt um það. Hún er algjör listamaður þegar kemur að því að innrétta heimilið en þessi verk, það má segja að þau geymi okkar sögu saman og eigi þátt í því að gera íbúðina að okkar heimili,“ segir hann.

Mynd að ofan: Kolbeinn Arinbjörnsson og Katla Rut Pétursdóttir ásamt dótturinni Módísi. Myndin á veggnum er abstrakt verk eftir Kolbein.

Texti / Roald Eyvindsson
Mynd / Íris Dögg Einarsdóttir

Er aðeins sextán kílóum þyngri en átta ára sonur sinn

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian tjáir sig um vaxtarlag sitt í atriði úr þættinum Keeping Up with the Kardashians.

Í atriðinu sést Kourtney spjalla við systur sína, Khloé, og vin þeirra Simon Gebrelul. Talið berst að holdafari Kourtney, en hún er frekar lágvaxin og mjög fíngerð.

„Þú veist að hún er bara 44 kíló?“ spyr Khloé og Kourtney svarar um hæl:

„Veistu hvað? Ég bætti á mig hálfu kílói. Ég er 44 og hálft kíló.“

Kourtney á þrjú börn með fyrrverandi kærasta sínum, Scott Disick; þau Mason, átta ára, Penelope, fimm ára og Reign, þriggja ára. Í fyrrnefndu atriði segir hún einnig að Mason sonur hennar sé 28 kíló og því aðeins sextán og hálfu kílói léttari en móðir sín.

Atriðið má sjá hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þessar myndir fanga stemninguna á brúðkaupsdaginn fullkomlega

|||||||||||||||
|||||||||||||||

Vefsíðan Fearless Photographers, sem sérhæfir sig í að sýna það besta sem er að gerast í brúðkaupsmyndatökum í heiminum í dag, verðlaunar bestu brúðkaupsmyndirnar á tveggja mánaða fresti.

Nýjustu sigurvegararnir voru afhjúpaðir síðasta þriðjudag. Rúmlega 9300 myndir voru sendar inn í keppnina en aðeins 218 stóðu uppi sem sigurvegarar.

Myndirnar eiga það sameiginlegt að fanga stemninguna á þessum stóra degi fullkomlega sem og að sýna að brúðkaup geta verið jafn mismunandi og þau eru mörg.

Hér fyrir neðan eru nokkrar af myndunum 218 en á heimasíðu Fearless Photographers má sjá allar myndirnar sem voru verðlaunaðar í vikunni.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Átta merki um að hjónabandið endist ekki

||
||

Ljósmyndarar eyða gífurlegum tíma með brúðhjónum, bæði fyrir og eftir athöfnina, og mynda hjónin á sínum einlægustu og fallegustu stundum.

Vefsíðan Huffington Post fékk nokkra ljósmyndara til að ausa úr viskubrunni sínum og segja frá hvernig þeir sjá að hjónabönd eiga ekki eftir að endast að þeirra mati.

1. Annar aðilinn hefur engan áhuga á myndatökum

„Það hafa ekki allir áhuga á myndatökum. Í raun hitti ég oft kúnna þar sem maðurinn hefur áhuga á öllu nema að vera ljósmyndaður á brúðkaupsdaginn. Sem betur fer vita þessir menn að ljósmyndun er mikilvæg fyrir maka þeirra þannig að þeir taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. En það er ekki alltaf svoleiðis. Snemma á ferli mínum réð brúðgumi mig í gegnum síma. Þegar ég kom í brúðkaupið og kynnti mig fyrir brúðinni benti hún á myndavélina mína og sagði: Ekki benda þessu helvíti að mér í dag! Það gerði þetta að frekar erfiðum degi. Þau skildu þremur mánuðum síðar. Ég held að viljinn til að taka þarfir maka þíns til greina með gleði í hjarta sé lykillinn að löngu sambandi. Og það felur meðal annars í sér að taka fagnandi á móti ljósmyndun þó það sé ekki í uppáhaldi hjá þér.“

– Rob Greer, brúðkaupsljósmyndari í Los Angeles.

2. Meiri en 20% gesta afboða sig í brúðkaupið

Það er slæmt ef að aðilar nánir brúðhjónunum rífast allan tímann.

„Það er vanalegt að 10-15% af gestunum geti ekki mætt í brúðkaupið en þegar það hlutfall fer yfir 20-25% ættirðu að líta þér nær. Það er merki um að vinir þínir og fjölskylda viti að þetta á aldrei eftir að ganga! Það er sorglegt, en svo satt. Ég myndaði einu sinni brúðkaup þar sem parið bauð 250 gestum, borgaði fyrir að minnsta kosti 200 í mat og aðeins 60 manns mættu. Þetta sama par spurði mig hvort mig langaði til að bjóða eiginkonu minni og börnum í veisluna því þau hefðu borgað fyrir allan þennan mat og enginn kom! Ég fékk að vita það nýlega að þau væru skilin.“

– Brian Delia, eigandi Brian Delia Photography í Clifton.

3. Sambandið er þvingað

„Það er slæmur fyrirboði þegar ég er að mynda par og annað þeirra þarf að bæta upp áhugaleysi hins aðilans. Kannski hafa þau skoðað hundruði mynda á netinu og vilja að brúðkaupsmyndirnar líti alveg eins út og myndirnar á Pinterest. Því miður spáðu þau ekki í hvernig sambandið þeirra væri í þessari sýn sinni. Stundum vantar bara náttúrulega nánd og tilfinningaleg tengsl. Of oft er einblínt á að fá góða mynd til að deila á samfélagsmiðlum. Pörin hafa minni áhyggjur af því að leyfa ljósmyndaranum að mynda ástina í sínu hreinasta formi. Það er erfitt að horfa uppá par sem er svona augljóslega ekki í tengslum við hvort annað.“

– Gretchen Wakeman, brúðkaupsljósmyndari í Scottsdale.

4. Vinirnir hnakkrífast

„Það er slæmt merki þegar það eru stanslaust rifrildi og drama í brúðarhópnum. Hér er dæmi: Á leið í eitt brúðkaup, þegar voru tíu mínútur þar til ég kæmi á staðinn, fékk teymið mitt símtal. Það var brúðurin að segja okkur að búið væri að aflýsa brúðkaupinu. Hún var bitur og sagði okkur að fólki kæmi ekki saman og aðilar innan brúðarhópsins og æskuvinir væru að rífast. Hún minntist á að svaramaðurinn hefði sofið hjá aðalbrúðarmeyjunni, sem var gift. Það voru stympingar á milli strákanna og þetta var algjör ringulreið. Við vitum ekki hvort þau eru enn saman, en ég ímynda mér að svo sé ekki.“

– Matt Adcock, meðstofnandi Del Sol Photography í Playa del Carmen.

5. Parið er ekki á sömu blaðsíðu er varðar fjármál

„Ég ætla að kalla þetta par T og M þannig að við nefnum þau ekki á nafn. Þegar ég gekk inn í stúdíóið mitt til að kynna fyrir þeim af hverju þau ættu að velja mig sem ljósmyndara, spurði T hvort hún gæti farið á salernið. Er hún gekk í burtu sagði M við mig: Þetta brúðkaup er að fara með mig á hausinn. Við erum að eyða helmingi meiru en við ætluðum í byrjun. Peningar er mikilvægur þáttur í öllum hjónaböndum og er oft orsökin fyrir því að þau endast ekki. Það var svo sannarlega málið með þetta par. Þau skildu sex mánuðum eftir að þau héldu æðislegt brúðkaup með rúmlega 150 gestum.“

– Carlos G. Osorio, eigandi Miami Photo í Miami.

6. Parið skýtur á hvort annað í myndatökunni

„Ég hef myndað rúmlega þúsund brúðkaup á ferli mínum og ég veit að þegar ég sé par að rífast eða kítast yfir daginn að það muni bara versna og leiði líklega til skilnaðar. Sum pör segjast bara vera að grínast í hvort öðru en það er yfirleitt sannleikur á bak við hvert skot eða grín. Það versta sem ég hef séð var brúður sem sagði við starfslið sitt: Ég er búin að fá nóg af því að kyssa hann. Mjög lúmsk, en afar djúpt og skipulagt. Brúðguminn sagði ekki orð og ég hugsaði: Vá, þetta er upphafið að endalokunum.“

– Rob Greer.

7. Sambandið virðist aðeins vera byggt á líkamlegu aðdráttarafli

„Við höfum séð pör sem eru mjög ástúðleg og utan í hvort öðru allt kvöldið – og nú eru þau skilin. Ég man eftir einu brúðkaupi þar sem ég var með mjög ungu og hraustu pari. Samband þeirra var mjög líkamlegt og það var gaman að horfa á líkamstjáningu þeirra og hvernig þau höfðu samskipti við hvort annað. Í lok brúðkaupsins buðu þau mér að mynda þau í einkaherbergi til að ná innilegum og kynþokkafullum myndum. Ég var í vafa hvort þau vildu að ég myndaði þau eða tæki þátt í leiknum. Það var skrýtin tilfinning og ég neitaði kurteisislega, kláraði vinnuna mína og fór heim. Þau skildu einu ári eftir brúðkaupið.“

– Sol Tamargo, meðstofnandi Del Sol Photography í Playa del Carmen.

Það er vondur fyrirboði ef brúðhjónin eyða ekki tíma saman í veislunni.

8. Parið eyðir nánast engum tíma saman í veislunni

„Flest pör eru spennt fyrir veislunni eftir athöfnina. Stressið á brúðkaupsdaginn er farið og það er komið að því að hafa gaman og slappa af. Pörin eyða vanalega kvöldinu í að heilsa gestum, dansa og fagna giftingunni. Þegar par fer hvort í sína áttina til að tala við gesti og skilur maka eftir á dansgólfinu svo klukkutímum skiptir þá veldur það áhyggjum. Ég hef myndað alla veisluna og aðeins náð nokkrum myndum af parinu saman – og það er mjög slæmur fyrirboði.“

– Gretchen Wakeman.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Hér hrynur slabb úr himninum“

Eins og flestir hafa tekið eftir geisar nú óveður yfir landið með tilheyrandi gulum og appelsínugulum stormviðvörunum.

Á degi sem þessum er ansi hreint hressandi að fylgjast með Twitter og leyfa tísturum að skemmta sér með gamanmáli á meðan vindar blása.

Við kíktum á nokkur hressileg tíst um veðrið til að gleðja ykkur í morgunsárið:

Já, við erum á sama stað:

Þetta myndband fangar stemninguna ágætlega:

Og Ármann Jakobsson er með ágætispunkt:

Guð sé lof fyrir beina útsendingu:

Bragi Valdimar alltaf góður:

Eitt tíst síðan í gærkvöldi, þar sem fólk er hvatt til að gista ekki næturlangt hjá íbúum efri byggðar höfuðborgarsvæðisins. Allur er varinn góður:

Værum við ekki öll til í að vera öskrandi fréttamenn uppá heiði?

Veðrið skemmir líka fæðingarorlofið:

Við tengjum:

Ahhh, svalavagnaveður:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Glíma, vinsæl leikföng og dularfull morðgáta

Hámgláp – við sitjum límd yfir þessum þáttum.

1. Altered Carbon eru bandarískir þættir sem gerast í framtíð þar sem hinir ríku geta fyrir tilstuðlan algerar tæknibyltingar lifað að eilífu með því að hlaða persónuleikum sínum niður í nýja líkama. Söguhetjan er Takeshi Kovacs (leikarinn Joel Kinnaman úr The Killing) sem er vakinn eftir að hafa verið í dái í 250 ár og fenginn af einum hinna ríku til að leysa vægast sagt dularfulla morðgátu. Hér er á ferð sannkallaður hvalreki fyrir unnendur mynda á borð við Minority Report og Blade Runner.

2. Muna ekki einhverjir eftir He-Man og G.I. Joe? Í bandarísku heimildaþáttunum The Toys That Made Us er rifjuð upp saga þessara og fleiri eftirsóttra leikfanga frá síðustu öld og æðinu sem skapaðist í kringum þau. Hver þáttur beinir sjónum að stakri línu og sköpurum þeirra sem veita oft áhugaverða innsýn í ris og hnignun þessara vinsælu leikfanga. Þættir um Star Wars, Barbie, G.I. Joe og He-Man eru nú þegar fáanlegir á Netflix, en von er á þáttum um Transformers, My Little Pony, Hello Kitty og LEGO.

3. Þeir sem eru í leit að spennandi glæpaseríum ættu að kíkja á Fargo, þætti úr smiðju Cohen-bræðra líkt og kvikmyndin Fargo sem þeir eru byggðir á. Fyrsta serían fylgir í grófum dráttum eftir söguþræði myndarinnar en seinni tvær fara eigin leiðir. Þess má geta að Ewan McGregor var verðlaunaður fyrir leik sinn í þriðju þáttaröðinni á síðustu Golden Globes-hátíð en seríurnar þrjár hafa unnið til fjölda verðlauna.

4. Glow eru áhugaverðir og skemmtilega öðruvísi sjónvarpsþættir sem fjalla um Rut Wilder (Alison Brie) atvinnulausa leikkonu í Los Angeles sem hefur fengið nóg af því að vera hafnað í hverri áheyrnarprufunni á fætur annarri og ákveður því að slá til þegar henni býðst að taka þátt í forvitnilegu verkefni; glímu. Það sem Rut veit hins vegar ekki er að fyrrverandi besta vinkona hennar er einn mótherjanna.

5. Bresku þættirnir The The End of the F…ing World fjallar um leit unglinganna James og Alyssu að föður hinnar síðarnefndu sem yfirgaf hana á barnsaldri. Hann er siðleysingi og hún uppreisnargjörn og saman lenda þau í ótrúlegum ævintýrum á vegferð sinni en þættirnir hafa verið lofaðir fyrir gott handrit og vandaða framleiðslu, auk þess sem aðalleikararnir Alex Lawther og Jessica Barden þykja fara á kostum.

Texti / Roald Eyvindsson

Skiptar skoðanir um flutning hennar á þjóðsönginum

Söngkonan Fergie söng þjóðsöng Bandaríkjanna á NBA All-Star-leiknum á sunnudagskvöld. Flutningur hennar hefur heldur betur vakið upp sterk viðbrögð.

Fergie ákvað að gera þjóðsönginn að sínum eigin og bauð upp á heldur betur djassaða og þokkafulla útgáfu af söngnum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Meðal þeirra sem voru ekki parsáttir við flutninginn var körfuboltahetjan Charles Barkley, sem lýsti leiknum ásamt öðrum. Hann vildi endilega tala um sönginn strax eftir að honum lauk en önnur körfuboltahetja, sjálfur Shaquille O’Neal, varði Fergie með kjafti og klóm.

„Láttu Fergie mína í friði. Fergie, ég elska þig. Þetta var öðruvísi, þetta var sexí,“ sagði Shaquille.

„Þetta var heldur betur öðruvísi. Ég held að ég þurfi sígarettu eftir þetta,“ svaraði Charles Barkley.

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var heldur ekki hrifin af flutningnum, eins og sjá mátti á Twitter.

„Ég er ringluð eftir þessa opnun á All Star. Hvað í fjandanum er í gangi? Einhver?“ tísti hún.

Einhverjir tístarar líktu frammistöðu Fergie einnig við Jessicu Rabbit í myndinni Who Framed Roger Rabbit en hér fyrir neðan má sjá nokkur viðbrögð tístara:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Raddir