Laugardagur 21. september, 2024
9 C
Reykjavik

Sextíu kílóum léttari: Lagður í einelti og glímdi við sjálfsvígshugsanir

||
||

„Ég hef verið of þungur frá því ég man eftir mér en líklega byrja ég að þyngjast fyrir alvöru í byrjun grunnskólans,“ segir Mikael Þorsteinsson, 32ja ára gamall yfirkokkur á veitingastað í Reykjavík. Fyrir tveimur árum ákvað hann að breyta um lífsstíl og hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma.

Mikael er uppalinn hjá móður sinni á Húsavík og var lagður í einelti í grunnskóla.

Mikael glímdi við þunglyndi.

„Ég varð strax auðvelt skotmark fyrir aðra krakka í skólanum og var lagður í einelti alla grunnskólagönguna sem hefur áhrif á mig enn þá í dag. Ég var uppnefndur daglega og var eltur heim oft á tíðum með orðum sem særðu mikið. Ég var aldrei góður í íþróttum og kveið ég mikið fyrir að fara í íþróttatíma innan skólans. Bæði vegna þess að ég þurfti að klæða mig í íþróttafötin fyrir framan aðra stráka sem gerðu þá óspart grín að manni og jafnvel íþróttakennarar sögðu við mig að ég yrði að standa mig betur og gera þetta eins og hinir krakkarnir. Sérstaklega kveið ég fyrir því að fara í sturtu eftir tímana, þar sem kom fyrir að maður var sleginn með blautum handklæðum. Andlega ofbeldið var samt mikið algengara. Ég átti samt alltaf ákveðinn vinahóp sem hjálpaði til við að gera lífið bærilegt líklega,“ segir Mikael.
Hann þróaði með sér þunglyndi á unglingsárunum og eftir tvítugt var andlega heilsan orðin mjög slæm. Þá reyndi hann að deyfa sársaukann.

Kom fram við sig eins og ruslatunnu

„Líklega reyndi ég að deyfa ákveðinn andlegan sársauka með áfengi. Það voru ekki margar helgarnar sem ég tók án þess að hafa áfengi við höndina í vinahópi,“ segir Mikael og heldur áfram.

„Í kringum þrítugsafmælið mitt var ég kominn eins langt niður og hægt var. Vakti heilu næturnar og svaf á daginn og borðaði ógrynni af óhollu fæði og kom fram við mig eins og ruslatunnu. Á þeim tíma var ég orðinn 147 kíló. Á ákveðnum stundum var ég farinn að íhuga að líklega væri betra fyrir alla að ég væri ekki til og það hræddi mig virkilega að hafa þær hugsanir. Þá ákvað ég að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum til að endurheimta einhverja lífshamingju.“

Tæp sextíu kíló farin á tveimur árum

Mikael hefur búið í Reykjavík síðustu níu árin en það var í byrjun árið 2016 sem hann fékk sér líkamsræktarkort í Reebok Fitness, staðráðinn í að breyta um lífsstíl.

„Áður fyrr fannst mér alltaf leiðinlegt að fara í ræktina. Ég þoli ekki hlaupabretti og lyftingatæki þannig ég tók þá ákvörðun að fara í hóptíma. Ég skráði mig í Body Pump hjá Magnúsi, þjálfara hjá Reebok, sem eru lyftingatímar með stangir og lóð þar sem unnið er með nokkuð létt lóð en margar endurtekningar. Ég fann mig strax í þessum tímum þótt að úthaldið hafi verið skelfilegt til að byrja með. Þegar úthaldið fór að aukast og ég fór að sjá árangur fór ég að fikra mig áfram í aðra krefjandi hóptíma. Hreyfing er orðin algjör fíkn og erfitt að velja úr tímum til að fara í þar sem þeir eru allir frábærir. Mataræðið fylgdi einig með. Ég fór að minnka sykur og hveiti í fæðinu og gosdrykkir fóru á bannlista,“ segir Mikael. Hann fagnaði 32ja ára afmæli sínu fyrir stuttu og fékk ómetanlega gjöf.

„Á 32ja ára afmælinu skellti ég mér á vigtina og las 89 kíló, sem eru þá rétt tæp 60 kíló sem eru farin á þessum tveimur árum.“

Aukinn áhugi frá kvenfólki

Í dag brosir lífið við kokkinum.

Mikael segist finna mikinn mun á sér í dag, bæði andlega og líkamlega.

„Munurinn er sláandi og þá sérstaklega andlega. Ég er léttari á líkama og sál. Ég hef fundið ánægju yfir hlutum aftur og hreyfing er mín sálfræðiaðstoð. Að sjálfsögðu sé ég ótrúlegan mun á mér líkamlega og á úthaldi, styrk og þoli. Svefninn er mikið betri og ég er yfir höfuð mjög ánægður með mitt líf í dag,“ segir Mikael og bætir við að þessi breyting hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

„Ég hef fallið í nammið og gosið svo um munar og dottið niður andlega hér og þar. En erfiðleikarnir eru mestir í upphafi. Það að koma sér af stað og taka ákvörðunina um að taka sjálfan sig í gegn. Þetta hefur kostað blóð, svita og tár en hefur verið algjörlega þess virði og ég myndi ekki vilja breyta neinu á minni leið til betri heilsu. Líf mitt hefur breyst töluvert. Ég er farinn að halda í við íþróttafólk í ræktinni, hljóp 10 kílómetra hlaup á gamlársdag, farinn að íhuga að ganga á fjöll og hef hugsað með mér að fara jafnvel í einkaþjálfarann. Þetta eru betri hugsanir en að vera milli svefns og vöku allan daginn vegna andlegra og líkamlegra erfiðleika. Einnig hef ég tekið eftir auknum áhuga kvenfólks á mér. Sem er nú bara jákvætt,“ segir Mikael og brosir.

Þú átt alltaf rétt á hamingju í lífinu

Mikael lítur sáttur yfir farinn veg og hefur þann draum að geta hjálpað fólki að breyta um lífsstíl.

„Mig langar að hjálpa fólki sem hefur verið að glíma við sömu erfiðleika og ég og sýna þeim að þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég veit að það er klisja að segja þetta en hún er 100% sönn. Ef þú leggur til vinnuna munt þú sjá árangur. Það er ekkert flóknara. Það skiptir engu máli hversu gamall þú ert, hvað þú hefur gert af þér í lífinu, hvaða erfiðleika þú hefur átt við að stríða. Þú átt alltaf rétt á hamingju í lífinu og að vera sáttur í eigin skinni,“ segir Mikael og vill skila þakklæti til þeirra sem studdu hann í sinni vegferð, sem heldur áfram um ókominn tíma.

„Ég vil enda á að þakka fólki sem hefur staðið þétt við bakið á mér. Fjölskylda og vinir hafa verið eins og klettur. Svo vil ég skila sérstöku þakklæti til Magnúsar, þjálfara hjá Reebok og allra þeirra sem æfa með mér í hóptímunum. Þetta fólk skiptir miklu máli og hvetur mig áfram. Ég hef séð fólk ná frábærum árangri í tímunum með mér. Ef fólk vill koma og prófa hóptímana, þá taka allir vel á móti þér.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Snappar um brjóstastækkun: „Ég hef alltaf verið með lítil og nett brjóst“

||
||

Sunna Ýr Perry er 23ja ára gömul og vinnur í líkamsræktarstöð World Class. Hún átti sitt fyrsta barn í júlí á síðasta ári og eignaðist nýverið kærasta. Hún er virk á Snapchat undir nafninu sunna.perry þar sem hún talar mjög opinskátt um líf sitt, meðal annars um brjóstastækkunaraðgerð sem hún er á leiðinni í næstkomandi miðvikudag.

Brjóstin stækkuðu við brjóstagjöf

Sunna stundir líkamsrækt af kappi.

„Ég byrjaði að íhuga stækkun eftir að ég átti barn, þá stækkuðu brjóstin töluvert á meðan brjóstagjöf stóð og minnkuðu svo aftur. Ég hef alltaf verið með lítil og nett brjóst, sem hefur svo sem aldrei verið neitt vandamál. Ég hef aldrei verið óörugg með þau en eftir að hafa upplifað þau stærri, þá langar mig í stærri. Ég er með breiðar mjaðmir, mittismjó og herðabreið og langar að jafna línurnar,“ segir Sunna aðspurð um af hverju hún ætli að leggjast undir hnífinn. Aðgerðin leggst vel í hana.

„Ég er mjög spennt en ekkert rosalega kvíðin og stressuð samt því ég hugsa bara um það að ég hafi átt barn deyfingarlaust og það var mesti sársauki sem ég hef upplifað og við tóku dagar að jafna sig. Ég komst í gegnum það og þá hlýt ég að þola þetta auðveldlega,“ segir Sunna og brosir.

Stelpur fela að þær hafi farið í stækkun

Sunna ætlar að leyfa fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með undirbúningi fyrir aðgerðina og líka bataferlinu. Hún leggur mikið upp úr því að tala opinskátt um hlutina.

„Ég hef verið að snappa opinbert í smá tíma. Ég hef verið frekar opin við minn fylgjendahóp og mér finnst stelpur of mikið fela það að þær hafi farið í stækkun, svo ég ákvað að opna umræðuna en þó aðallega til að fræða fólk. Mjög margar konur sem vilja sjálfar fara hafa þakkað mér fyrir að segja frá þessu, tala um ferlið og svona,“ segir Sunna, sem talar ekki eingöngu um aðgerðina á samfélagsmiðlinum.

A post shared by SUNNA ÝR PERRY (@sunnap94) on

„Ég er aðallega að sýna frá mínu dagsdaglega lífi. Ég stunda mikla líkamsrækt og borða hollt þannig ég sýni frá því og einnig barninu mínu. Ég er smá sprelligosi svo ég held öllu á jákvæðum og hressum nótum. Ég leyfi síðan fólki líka að fylgjast með stóru hlutunum í lífinu mínu, ég keppti í módel fitness 2016 og sýndi frá öllu því ferli, svo snappaði ég út alla meðgönguna mína og eftir fæðingu og svona, og núna aðgerðin.“

Nokkurs konar áhrifavaldur

Sunna segist finna fyrir meðbyr á Snapchat og segir viðbrögðin við einlægni sinni hafa verið góð.

„Ég hef bara fengið góð og falleg skilaboð. Varðandi aðgerðina þá hef ég fengið gríðarlega góð viðbrögð, mikið spurt út í lækninn sem ég fer til, kostnað, batatíma og fleira,“ segir Sunna, en líklegast er það ekki of sögum sagt að hún sé áhrifavaldur í dag.

Sunna sýnir frá sínu daglega lífi á Snapchat.

„Ég er orðin nokkurs konar áhrifavaldur ef svo má segja, þar sem ég er bæði bloggari á bloggsíðunni glam.is, búin að vera í snappa í dágóðan tíma og fylgjendahópurinn stærri en gengur og gerist hjá öðrum. Einnig er ég með ágætt fylgi á Instagram og ég hef verið að taka að mér auglýsingar og fleira sem er í takt við mína samfélagsmiðla, eitthvað sem hentar mér og mínum fylgjendum.“

En hvað tekur svo við eftir brjóstastækkunaraðgerðina?

„Eftir aðgerðina tekur við bati. Ég mun leyfa fólki að fylgjast með hversu fljót eða lengi ég verð að jafna mig, hvenær ég get byrjað að halda á barninu mínu aftur og svo hvenær ég get byrjað að æfa aftur. Einnig byrja ég að vinna í enda mánaðarins og ég gef mér um það bil tvær vikur til að ná bata áður en ég fer aftur að vinna.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Svona heldur Britney Spears sér í formi

Söngkonan Britney Spears birti myndband af æfingarútínunni sinni á Instagram nýverið, en söngkonan leggur mikið upp úr andlegu og líkamlegu hreysti á síðari árum.

Í myndbandinu, sem má horfa á hér fyrir neðan, sést að Britney vinnur mikið með styrktaræfingar og ketilbjöllur en gerir einnig æfingar til að viðhalda liðleika sínum, sem er ansi mikið. Fer hún til dæmis í brú á tánum og í splitt.

„Að undirbúa mig fyrir sumarið,“ skrifar Britney við myndbandið.

Gearing up for summer!!! ⭐️?⭐️

A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on

Ferill Britney hefur verið stormasamur allt frá því að hún sló fyrst í gegn með plötunni …Baby One More Time árið 1999. Síðustu ár hefur hún verið að skemmta í Las Vegas með sýningunni Britney: Piece of Me. Hún steig fyrst á svið í Las Vegas árið 2013 en síðasta sýningin var á gamlárskvöld í fyrra. Alls kom Britney 250 sinnum fram í Las Vegas og sló met í sölu á síðustu sýningunni.

Sem betur fer fyrir aðdáendur söngkonunnar sem komust ekki til Las Vegas, mun Britney ferðast um heiminn í ár með sýninguna, eins og hún gerði líka í fyrra. Treður hún til að mynda upp í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Aðeins of mikið Photoshop og við springum úr hlátri

||||||||||
||||||||||

Það getur oft verið frekar skemmtilegt að velta sér upp úr öllu því sem til er á internetinu.

Vefsíðan Bored Panda tók saman fullt af auglýsingum og myndum þar sem einhver hafði notað forritið Photoshop aðeins of mikið, með hræðilegum árangri.

Við ákváðum að deila með ykkur okkar uppáhalds myndum og vonum að þær geti framkallað eins og eitt lítið bros á þessum myrka mánudegi.

Auðvitað þarf einhver að passa barnið!

Sæt hjón en hvar eru fæturnir þeirra?!

Af hverju var búkur hestsins Photoshop-aður út?

Michelle Obama með aðeins of mikið af höndum.

Okkur líður illa í lærunum!

Þessir fótleggir eru eitthvað einkennilegir.

Sum kvöld er aðeins of mikið fjör, eiginlega lífshættulegt fjör.

Ég man þegar ég stillti mér upp í sundbol og var með tvo hægri fætur.

Við erum nokkuð viss um að maður tekur ekki sjálfu svona.

Uppáhalds! Einhvers konar töfra augabrúnir.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Feitir einhyrningar er nýjasta æðið í kökugerð

Líkurnar eru að fjölmargir Íslendingar hafi farið í afmælisveislu þar sem einhyrningakaka var í aðalhlutverki. Dæmi um hefðbundna einhyrningarköku, sem hefur verið svo vinsæl, má sjá hér:

#buttercreamcake #unicorncake #rossettes #instacake

A post shared by Angie (@angientito) on

Nú hefur gripið um sitt nýtt æði í einhyrningakökum, nefnilega að hafa einhyrninginn frekar bústinn og helst eins og hann sé nýbúinn að fá sér væna flís af kökunni sjálfri.

Kökurnar eru ekki aðeins girnilegar, heldur einstaklega sætar, og eflaust stutt þar til þetta æði grípur íslenska kökugerðarmenn og -konur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af þessum skemmtilegu kökum:

Fat unicorn Birthday Cake for my child

A post shared by Theresa Täubrich (@crazysweets.de) on

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Spice Girls ekki á leið á tónleikaferðalag

Kryddpíurnar Victoria Beckham, Melanie Brown, Emma Bunton, Geri Halliwell og Melanie Chisholm komu heldur betur sögusögnum af stað þegar Victoria deildi mynd af þeim saman á Instagram þann 2. febrúar síðastliðinn.

„Elska stelpurnar mínar!!! Svo margir kossar!!! Spennandi,“ skrifaði Victoria við myndina.

Stuttu síðar sendu Kryddpíurnar út fréttatilkynningu þar sem þær gáfu í skyn að ný tækifæri myndu banka á dyrnar í nánustu framtíð.

Love my girls!!! So many kisses!!! X Exciting x #friendshipneverends #girlpower

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

Í samtali við Vogue á tískuvikunni í New York sagði fatahönnuðurinn hins vegar að það væri ekki möguleika að stöllurnar væru að koma aftur saman og ferðast um heiminn með tónlist sína.

„Ég er ekki að fara á tónleikaferðalag. Stelpurnar eru ekki að fara á tónleikaferðlag,“ sagði Victoria. Það gæti þó verið smá von fyrir aðdáendur Spice Girls að Victoria útilokaði ekki að stúlknasveitin ætti eftir að vinna meira saman í framtíðinni.

„Það er svo margt slæmt í gangi núna og Spice Girls snerust um gleði og að fagna einstaklingnum. Ég held að það sé meira sem sveitin getur gert og þetta eru svo jákvæð skilaboð fyrir unga krakka,“ bætti Victoria við.

Spice Girls voru uppá sitt besta á tíunda áratug síðustu aldar en fóru síðast á tónleikaferðalag árið 2008 til að kynna safnplötu sína. Þær komu aftur saman árið 2012 og tróðu upp á lokaathöfn sumar Ólympíuleikanna í London.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Ekkert mátti klikka“

|||
|||

Eilífur Örn Þrastarson, meðeigandi og leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu SNARK fékk krefjandi verkefni fyrir stuttu – að leikstýra myndbandi með bandarísku sveitinni Fleet Foxes við lagið Crack-Up þegar hljómsveitin tróð upp á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í fyrra.

Fleet Foxes hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og hefur sveitin meðal annars verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlist sína. Þá hefur sveitin hlotið lof gagnrýnenda fyrir tónlistarsköpun sína og vakti það mikla lukku á sínum tíma þegar tilkynnt var um komu sveitarinnar til Íslands. Mér leikur því forvitni á að vita hvernig það kom til að Eilífur landaði verkefni með þeim.

Ekkert mátti klikka á sjálfan tökudaginn í Hörpu.

„Það var haft samband við framleiðslufyrirtækið okkar, SNARK, í gegnum fyrirtækið Consequence of Sound, sem er ein stærsta tónlistarsíða í heiminum. Þeir höfðu séð myndband sem ég gerði með Ólafi Arnalds við lagið hans 0952. Þeir sendu lagið og ég byrjaði að hugsa um einfalda og skemmtilega útfærslu sem væri hægt að gera með þeim á meðan þeir væru hérna yfir Airwaves hátíðina,“ segir Eilífur. Í framhaldinu ákváð hann og teymið hans hjá SNARK að taka myndbandið upp í einni töku, sem reynir mikið á hæfileika leikstjórans.

„Það var vitað að við yrðum í Hörpu, en mig langaði að færa þetta frá því að vera hefðbundið tónleikamyndband, og langaði að gera þetta persónulegra, með persónulegri frásögn. Við komumst niður á þá hugmynd að gera þetta í einni töku og láta þá flytja lagið á sama tíma. Það er mun meiri áhætta, heldur en að taka margar tökur sem er hægt að klippa saman. Allt verður að gerast á sama tíma, bæði myndataka og tónlistarflutningur. Þannig verður þetta viðkvæmara, allir verða samstiltari fyrir vikið og meiri nánd myndast.

Áhorfandinn finnur fyrir því, og þannig náum við að gera þetta persónulegra, enginn leikur, bara hreinn flutningur.“

Tökumaður með tugi kílóa á sér

Meðlimum Fleet Foxes leist afar vel á hugmynd Eilífs og þar sem myndbandagerð af þessu tagi snýst mikið um nákvæmni og tímasetningu, hófst Eilífur strax handa við að undirbúa sjálfan tökudaginn.

„Við í íslenska teyminu fórum í Hörpu og tímasettum eins mikið og við gátum áður en meðlimir Fleet Foxes komu sjálfir til landsins. Lagið sjálft er í lengri kantinum. Kvikmyndatökumaðurinn þarf að vera með sérstakan stöðugleikabúnað og með öllu vegur búnaðurinn tugi kílóa, þannig að það var útséð að þetta yrði líkamlega erfitt fyrir tökumanninn.  Í ofanálag er lítið pláss, snúrur liggjandi úti um allt og dimmt svið. En allt gekk vonum framar, og þarf vart að taka það fram að Tómas Marshall, tökumaður, stóð sig eins og hetja,“ segir Eilífur er hann rifjar upp undirbúningstímabilið. Á sjálfum tökudeginum var síðan allt undir og ekkert mátti klikka.

Fleet Foxes og Snark-liðar áttu fallega stund í Hörpu.

„Á tökudeginum settum við allt upp og lýstum í samstarfi við ljósamenn Fleet Foxes og starfsfólk Hörpu og ræddum um hvernig þetta gæti gengið sem best fyrir sig. Við heyrðum æfingu af laginu daginn áður, þannig að við vissum aðeins betur hvernig þetta myndi verða á tökudeginum. Meðlimir hljómsveitarinnar voru auðvitað líka mjög faglegir og allir vildu að þetta myndi ganga vel, og það er smá pressa því ekkert mátti klikka. Það má segja að það hafi verði smá spenna fólgin í því að gera svona. Performansinn, kameruvinnan, kórinn, ljósin og annað þurfti að passa vel tímalega, því annars yrði öll takan ónýt,“ segir Eilífur en kvennakórinn Graduale nobili tók einnig þátt í tökunum.

„Allt gekk eftir á endanum og hljómsveitin var ánægð með sinn performans og kórinn líka. Við kláruðum daginn, spjölluðum aðeins við hljómsveitina og það voru bara allir mjög sáttir og létt að þetta skuli hafa tekist vel.“

Besta myndband Fleet Foxes?

Eilífur segir það hafa verið gefandi að vinna með hljómsveitinni, þó hann hafi átt í mestum samskiptum við forsöngvarann, Robin Pecknoid.

„Hljómsveitarmeðlimirnir voru heilt yfir mjög hressir, en það getur verið smá þreyta í mönnum á svona tónleikaferðalagi eins og þeir voru á. Söngvarinn var sá sem við áttum í mestum samskiptum við og hann var gífurlega viðkunnanlegur og rosalega spenntur fyrir þessu. Það var gaman að vinna með honum í að spá í smáatriðunum á staðnum.“

Myndbandið við lagið Crack-Up var frumsýnt fyrir stuttu á fyrrnefndri tónlistarsíðu, Consequence of Sound. Eilífur segir hljómsveitina hafa verið hæstánægða með afraksturinn.

Hér er Eilífur lengst til hægri. Í miðjunni er Robin, söngvari Fleet Foxes, og lengst til vinstri er Ólafur Páll Torfason, framkvæmdastjóri SNARK.

„Allir eru mjög ánægðir með lokaútgáfuna af þessu myndbandi og við náðum að fanga fallegt augnablik og góða minningu. Það fór ferli í gang þar sem allir skoða og hafa sitt að segja. Í rauninni þá var okkur bara tjáð það að ef þeir í Fleet Foxes yrðu ekki sáttir, yrði þetta ekki gefið út, en þegar þeir sáu þetta, þá sáum við þó fljótt að þeir væru sáttir,“ segir Eilífur en þess má geta að söngvari Fleet Foxes lét þau orð falla á samfélagsmiðlum á dögunum að þetta væri besta myndband sem hefði komið úr herbúðum hljómsveitarinnar.

Ánægður með útkomuna og viðtökurnar

SNARK framleiðir mikið af íslenskum auglýsingum fyrir net og sjónvarp og eins er Eilífur að vinna að handriti að bíómynd og þróa hugmyndir að leiknu efni. En opnar gerð Fleet Foxes-myndbandsins einhverjar dyr fyrir hann?

„Fleet Foxes-myndbandið er svo það nýkomið út, en hvaða áhrif það hefur á mitt líf eða tækifæri er í raun ómögulegt að segja og ég á svo sem ekki von á því að þetta breyti lífi mínu mikið. En þetta fer í mikla dreifingu og margir sem munu sjá þetta, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni, vonandi auðvitað sjá einhverjir skemmtilegir það þarna úti og fleiri skemmtileg verkefni gætu fæðst í kjölfarið. En í rauninni er ég ekkert að hugsa um það. Ég er bara ánægður með útkomuna og viðtökurnar.“

Myndbandið umtalaða má sjá hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

„Þú ert ekki vinkona mín“

Kim Cattrall and Sarah Jessica Parker during Kim Cattrall and Sarah Jessica Parker On Location For "Sex And The City" at Saks Fifth Ave in New York

Leikkonan Kim Cattrall missti bróður sinn, Chris Catrall, fyrir stuttu, en hún tilkynnti það á Instagram þann 4. febrúar síðastliðinn.

Nokkrum dögum síðar birti hún skilaboð til leikkonunnar Söruh Jessicu Parker, en þær stöllur léku saman, eins og frægt er orðið, í þáttunum og kvikmyndunum Sex and the City.

„Ég þarf ekki ást þína eða stuðning á þessum hræðilega tíma @sarahjessicaparker,“ stendur í Instagram-færslunni en Kim er öskureið yfir því að Sarah Jessica sé að nýta sér andlát Chris Catrall til að bæta ímynd sína, að hennar sögn.

„Mamma mín spurði mig í dag: Hvenær mun hræsnarinn @sarahjessicaparker láta þig í friði? Það að þú hafir stanslaust samband er sársaukafull áminning um hve grimm þú varst og ert. Leyfðu mér að skrifa þetta skýrt (ef ég hef ekki gert það nú þegar). Þú ert ekki fjölskyldan mín. Þú ert ekki vinkona mín. Þannig að ég er að skrifa í síðasta sinn til að segja þær að hætta að nýta þér okkar harmleik til að bæta ímynd þína,“ skrifar Kim.

Með þessum orðum deilir hún hlekk á grein í New York Post um hvernig illindi hafi eyðilagt Sex and the City.

Sarah Jessica skrifaði athugasemd á Instagram til Kim og sendi henni samúðarkveðjur en hún tjáði sig líka um andlát Chris Cattrall í viðtali við Entertainment Tonight og Extra nýverið.

Það hefur andað köldu á milli Söruh Jessicu og Kim eftir að sú síðarnefnda neitaði að leika í þriðju Sex and the City-myndinni. Í viðtali við The Times sagði Kim að hún og Sarah Jessica hefðu aldrei verið vinkonur og að henni þættu kvikmyndirnar um beðmál í borginni ekki endurspegla alvöru Bandaríkin, heldur væru frekar auglýsingar fyrir merkjavöru.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Rúmlega 80% kvenna vilja klæmast í rúminu

Vefritið Men’s Health fékk vefsíðuna simpatic.us til að framkvæma fyrir sig könnun um algengar kynlífsfantasíur kvenna. Vefsíðan sérhæfir sig í að tengja pör nánar saman með það til hliðsjónar hvað þau vilja gera í kynlífinu.

2700 kvenkyns notendur vefsíðunnar voru spurðir um kynlísfantasíur í könnuninni og gætu niðurstöður komið einhverjum á óvart. Hér eru algengustu fantasíurnar meðal kvenna:

1. Að klæmast

Næstum því 81 prósent kvenna sögðust vilja að makinn sinn klæmdist við þær á meðan á kynlífi stendur. Það hefur oft verið sagt að klúrið tal geti verið mjög örvandi, en mikilvægt er að prófa sig áfram með maka sínum til að finna hvers konar tal virkar í svefnherberginu.

2. Að fara á strippklúbb

Tæplega 70% kvennanna sögðust hafa áhuga á að fara á nektarklúbb með maka sínum, þar sem það þótti spennandi og líklegt til að auka kynferðislega spennu á milli parsins.

3. Fjarstýrt kynlífstæki

63 prósent svarenda höfðu átt dagdrauma um að nota fjarstýrð kynlífstæki, á meðan 44 prósent þeirra sögðust vilja að maki sinn myndi stýra slíku tæki á almannafæri.

4. Bundið fyrir augun

58 prósent þeirra kvenna sem svöruðu sögðust eiga fantasíu um að hafa bundið fyrir augun í samförum. Gætu það verið Fifty Shades of Grey-áhrifin?

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Urðu glimmer ryksugur við tökur á nýju myndbandi

Agnes Marínósdóttir, Regina Lilja Magnúsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir keppa í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar næstkomandi með lagið Svaka stuð, eða Heart Attack.

Stöllurnar gáfu nýverið út myndband við lagið og tilkynntu jafnframt að þær koma fram undir hljómsveitarnafninu Slay. En af hverju Slay?

„Góð spurning! Það tók okkur dágóðan tíma að finna uppá nafni en það er eitthvað við Slay sem er töff og það er reffilegt hvernig maður segir það. Fólk tengir þetta oftast við þungarokk en við erum bara í þungadiskó. Aðallega kemur nafnið frá þættinum Ru Paul’s Dragrace sem er þáttur sem allir verða að sjá,“ segir Agnes.

Hún segir tökur fyrir myndbandið hafa gengið afar vel.

„Við tókum þetta alla leið með vindvél og konfetti úti um allt. Ég held að það sé enn konfetti á tökustaðnum,“ segir Agnes og hlær.

„Við vorum í pallíettukjólum og með krullur og með svakalega flott tökulið, þá Heimi Frey Hlöðversson, Jónmund Gíslason, Guðmund Erlings og Aron Þór Árnason. Algjörir snillingar! Það skemmdi ekki fyrir að hafa tvær grúppíur með, þær Nadiu Tamimi og Ásgerði Ósk Jakobsdóttur. Og Sif Þórisdóttur make-up snilling. Vá, þetta var gott kvöld,“ segir Agnes og bætir við að stemningin á tökustað hafi verið vægast sagt góð.

„Það var fyndið þegar við vorum búin að taka nokkur skot með konfetti og grúppíurnar byrjuðu að henda alls konar rusli framan í okkur. Við vorum orðnar glimmer ryksugur þarna í endann. Takk, stelpur.“

En hvernig er stemmingin í herbúðum Slay fyrir undanúrslitakvöldinu?

„Alveg geggjuð. Við erum svo léttar á því og hoppum í öll verkefni með bros á vör og njótum. Júró njóta núna!“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Hnetuhringur Guðnýjar

||||||
||||||

Dásamlega góð hnetukaka að hætti Guðnýjar Þórarinsdóttur.

Við elskum hnetur, hvort sem þær eru einar og sér, í mat, eða í köku eins og þessari hér. Það er alltaf eitthvað notalegt við góða hnetuköku og við getum svo sannarlega mælt með þessari fallegu köku, hún er dásamlega góð. 

Hnetuhringur Guðnýjar
fyrir 10

Uppskriftin að hnetuhringnum er upprunalega úr gömlu dönsku blaði og mögulega kannast einhverjir lesendur við hana. Kakan hefur verið vinsæl í fjölskyldu Guðnýjar okkar í umbrotsdeildinni og við höfum stundum fengið hana með kaffinu þegar Guðný kemur færandi hendi í vinnuna. Þessi kaka er nánast eins og konfekt og okkur finnst hún alveg ægilega góð.

100 g heslihnetur
100 g möndlur
4 eggjahvítur
200 g sykur
100 g suðusúkkulaði
2 tsk. smjör

Stillið ofn á 180°C. Smyrjið með smjöri lítið hringform með gati. Setjið hnetur og möndlur í matvinnsluvél og hakkið fremur smátt. Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til blandan er stíf og hreyfist ekki í skálinni sé henni hvolft. Blandið hnetunum varlega saman við með sleikju (takið gjarnan svolítið af hnetum frá til þess að skreyta með). Bakið í 25-30 mín. Látið kökuna kólna áður en hún er tekin úr forminu. Bræðið súkkulaði og smjör varlega saman og smyrjið yfir kökuna. Skreytið með söxuðum hnetum og möndlum.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Kröftugar konur

Kvikmyndir með kraftakonum í karlaheimi.

Á flótta
Salt fjallar um leyniþjónustukonuna Evelyn Salt sem sór þess eið að þjóna föðurlandi sínu í einu og öllu. Það reynir hins vegar á tryggð hennar þegar svikari ásakar hana um að vera rússneskur njósnari. Salt leggst á flótta og notar áralanga þjálfun sína og reynslu til að komast hjá því að verða handsömuð en jafnframt reyna að sanna sakleysi sitt.

Prinsessan bjargar heiminum
Wonder Woman var fyrst kynnt til sögunnar í Batman vs. Superman í fyrra og hefur nú fengið sína eigin mynd sem gefur innsýn í sögu persónunnar. Áður en hún varð Wonder Woman var Díana prinsessa Amazónanna og mikill stríðsmaður. Bandarískum herflugmanni skolar upp á strendur Themyscira og hann segir Díönu frá hörmungarástandinu sem ríkir í heiminum en sagan gerist á tímum fyrstu heimsstyrjaldarinnar. Díana ákveður að fara frá paradísareyju sinni og halda til Lundúna til að binda endi á stríðið.

Fyrst kvenna
Hermenn Bandaríkjahers eru oft kallaðir G.I. Joes en myndin G.I. Jane fjallar um Jordan O´Neill liðþjálfa sem reynir að verða fyrsta konan í sjóhernum. Í viðræðum við tilvonandi yfirmann í sjóhersins hvetur stjórnin, sem skipuð er af öldungardeildarþingmönnum, hann til að jafna hlutfall kynjanna í sjóhernum. Hann leggur til að þau velji kvenþáttakanda og ef hún kemst í gegnum inntökuprófin fyrir úrvalsdeild sjóhersins muni sjóherinn verða að fullu opinn konum. O´Neill fær þetta verkefni í hendurnar og enginn býst við að henni takist það, enda gefast 60% allra karlmanna sem reyna við þessi próf upp. O´Neill ætlar hins vegar að sanna að hún og konur almennt geti þetta. En ýmislegt fleira liggur að baki.

Óhrædd í hringnum
Million Dollar Baby fjallar um hina efnilegu hnefaleikakonu Maggie Fitzgerald. Hún vill æfa með besta þjálfaranum, Frankie Dunn en hann gefur lítið fyrir það í fyrstu og segist engan áhuga hafa á að þjálfa konu. Dunn lifir einmanalegu lífi því dóttir hans talar ekki við hann og hann á fáa vini. Maggie er hins vegar hörkutól sem lætur ekki neita sér. Dunn slær til að lokum og Maggie sannar ekki einungis að hún er boxarinn sem hann hefur alltaf dreymt um að þjálfa, heldur einnig vinur sem fyllir upp í tómið í lífi hans.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Hjartsláttur handritsins þarf að vera sannur

Friðrik Erlingssson er handritshöfundur barnateiknimyndarinnar Lói, þú flýgur aldrei einn, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í fullri lengd hér á landi. Kvikmyndin, sem frumsýnd var í byrjun mánaðarins tók rúm sex ár í framleiðslu og er önnur dýrasta teiknimynd sem gerð hefur verið hér á landi.

Friðrik segir hugmyndina að handritinu hafi kviknað á Eyrarbakka. „Maður þarf ekki að dvelja lengi á Eyrarbakka til þess að verða var við farfuglana. Þeir eru áberandi bæði á vorin þegar þeir koma að landinu og svo á haustin þegar þeir hópast niður í fjöru áður en þeir hefja langflugið suður á bóginn. Rétt fyrir norðan Eyrarbakka er svo eitt stærsta fuglafriðland í Evrópu, svo þeir eru mjög nálægir á Bakkanum og söngur þeirra er viðvarandi yfir sumarið, bæði á nótt sem degi. Hinar mismunandi fuglategundir eru líka mjög afgerandi og skemmtilegar persónur og hver tegund með sinn eigin persónuleika, tjaldurinn og stelkurinn eru báðir svolítið taugaveiklaðir, spóinn yfirvegaður, hrossagaukurinn alltaf að segja brandara og kvikindislegur hlátur stokkandanna hljómar úr sefi einhvers staðar.

Sagan snýst að stórum hluta um baráttu upp á líf og dauða, og dauðinn kemur við sögu, því hann er jú órjúfanlegur hluti af lífinu og þá ekki síst í hinni hörðu lífsbaráttu farfuglanna. Hins vegar er dauðinn viðkvæmt umfjöllunarefni í mörgum samfélögum og margir erlendir framleiðendur eru viðkvæmir eða hræddir við að standa að sögum sem búa yfir íslenskri hreinskilni í þessum efnum.“

Friðrik segir sögur fyrir börn mikilvægustu verkefni allra höfunda, hvort sem um er að ræða bækur eða kvikmyndir. „Það er stór ábyrgðarhluti að semja sögu fyrir börn eða unglinga, því fólk á þessum aldri er alla jafnan opnara, einlægara og hrekklausara heldur en fullorðið fólk.
Ef höfundar geta ekki sagt sögur frá hjartanu, þá ættu þeir ekki að skrifa fyrir ungt fólk. En sögur sem koma frá hjartanu munu snerta við öðrum hjörtum, og þá hefur sagan öðlast raunverulegan tilgang.”

Ítarlegt viðtal við Friðrik má finna í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir

„Brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna“

Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar, hefur birt nýtt myndband sem heitir einfaldlega Píkuskoðun. Í myndbandinu er tónlistarkonan Salka Sól til að mynda tekin tali og spurð út í píkuskoðun.

Hún segist hafa fengið bók sem unglingur þar sem kona sat með spegil að skoða á sér kynfærin og hafi því ákveðið að gera slíkt hið saman.

„Mér hafði ekki dottið þetta í hug. Það fyrsta sem ég gerði var að ná í spegil og skoða á mér píkuna. Ég gat horft í svona hálfa sekúndu,“ segir Salka Sól, sem brá greinilega yfir því sem hún sá.

„Það er skrýtið að lifa í líkamanum sínum í geðveikt langan tíma og þekkja líkama sinn og maður sér sig í spegli. Svo allt í einu sér maður einhvern hlut á líkamanum sínum sem maður vissi ekki hvernig leit út.“

Seinna í myndbandinu segir Salka það mikilvægt fyrir konur að skoða á sér píkuna, en eins og kemur einnig fram í myndbandinu er ekki sjálfgefið að konur treysti sér í það.

„Ég held að það sé brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna. Bara reglulega. Því hún breytist. Hún hlýtur að breytast. Skoða hana í alls konar ástandi, rakaða eða órakaða eða eitthvað.“

Það eru Inga Björk Bjarnadóttir, Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir og María Hjarðar sem standa að Völvunni, en þær vilja vitundarvakningu á öllu sem viðkemur píkunni. Myndbandið Píkuskoðun má sjá hér fyrir neðan.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

5 ráð til að gera svefnherbergið meira kósí

Svefnherbergið er staðurinn þar sem þú átt að geta slakað á, á leið þinni inn í draumalandið. Hér eru nokkur ráð um það hvernig hægt er að gera svefnherbergið að kósí griðastað.

1. Dúnmjúk sængurföt
Veldu sængina þína og sængurföt af kostgæfni og ekki hika við að eyða aðeins meiri peningum til að eignast það sem þig langar mest í, svo að ekki sé talað um rúmið sjálft – við verjum jú stórum hluta ævi okkar í svefnherberginu. Ekkert er yndislegra en að sökkva sér í brjálæðislega þægilegt rúm.

2. Rétti ilmurinn
Val á rétta ilminum fer eftir smekk hvers og eins en lavender er vinsælasta ilmkjarnaolían fyrir slakandi andrúmsloft. Hægt er að fá ýmisskonar sprei eða olíur til að setja beint á koddann en þá þarf að varast að setja of mikið. Einnig má kveikja á ilmkertum og ilmolíubrennurum en passa að fara að öllu með gát með því að hafa eldinn í öruggum stjökum á öruggum stöðum, langt frá gardínum og værðarvoðum, og slökkva áður en farið er að sofa.

3. Motta sem faðmar fæturna
Rétt gólfmotta er sannarlega eitthvað sem vert er að hugsa út í að fá sér – motta sem faðmar fæturna þegar þú stígur fram úr á morgnana. Veldu þér til dæmis þykka og grófa flosmottu eða mjúkt lambaskinn. Að auki eru margskonar mottur á markaðnum og aðalmálið að þér finnist mottan passa við annað í herberginu og fílir liti og gerð vel.

4. Málaðu herbergið
Ekki hika við að mála herbergið og það er óþarfi að óttast að nota liti. Ef þú velur mjög dökka eða skæra liti getur verið sniðugt að velja aðeins einn vegg fyrir þann lit en hafa hina veggina hlutlausa. Djúprauður, súkkulaðibrúnn og beislitur gefa til dæmis mjög kósí fíling. Veggfóður er líka mikið í tísku núna og ekki vitlaust að fá sér svoleiðis til að flikka upp á svefnherbergið.

5. Rúmteppi
Það er gott að venja sig á að búa um rúmið á morgnana því það er svo miklu notalegra að koma að því þannig þegar maður fer þreyttur að sofa á kvöldin. Þá er ekki verra að eiga fallegt rúmteppi sem í senn gerir rúmið snyrtilegt og lífgar upp á herbergið, hvort sem þú velur teppi í hlutlausum stíl eða jafnvel handprjónað eða heklað ömmuteppi úr dúllum.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Tvö æðisleg en mjög ólík eldhús

Eldhús eru alls konar; stór og smá, litrík, klassísk, stílhrein, smart, flippuð og svo framvegis.

Hús og híbýli teymið er alltaf að mynda falleg eldhús og hér eru tvö algjörlega æðisleg; annað er stílhreint og hlýlegt en hitt er sannkallað pastel-partí með retro yfirbragði.

______________________________________________________________

Pastellitir í sjarmerandi eldhúsi í Reykjavík

Þetta litfagra og skemmtilega eldhús er undir súð. Eigendur þess tóku það í gegn og eru ánægðir með hvað það tók miklum og skemmtilegum breytingum fyrir tiltölulega lítinn pening.

,,Mér finnst afar mikilvægt að vera með plöntur og liti í þessu rými, þar sem eldhúsið er mjög bjart og sólin skín beint inn í það nánast allan daginn, litirnir og plönturnar fá að njóta sín rosalega vel,“ segir eigandi eldhússins bjarta.

,,Svo finnst mér einnig nauðsynlegt að umkringja sig björtum og skemmtilegum litum þegar líða fer á skammdegið.“

Innréttingin er upprunaleg frá 2001 en hún var sprautuð hvít og svo voru settar höldur frá versluninni Brynju.

______________________________________________________________

Hlýlegt og stílhreint á Selfossi

Hús og híbýli teymið kíkti á gullfallegt eldhús á Selfossi, fyrir eldhúsblaðið, hjá þeim Ingibjörgu og Guðmundi sem Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússarkitekt hannaði fyrir ekki svo löngu.

Ingibjörg og Guðmundur vildu fá opið eldhús með góðu vinnurými og plássi fyrir stórt borðstofuborð og útkoman er hin glæsilegasta. Þetta er hlýlegt, tímalaust og smart eldhús.

Gólfið er flotað og lakkað, innréttingin er frá Fagus og borðplatan er marmari.

Texti / Sigríður Elín Ásmundsdóttir og María Erla Kjartansdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Var neydd til að sturta hamstrinum niður á flugvélasalerni

Saga hinnar 21 árs Belen Aldecosea hefur náð athygli heimsins, en hún er harla óvenjuleg. Þann 21. nóvember síðastliðinn var Belen bókuð í flug með flugfélaginu Spirit frá Baltimore til Suður-Flórída. Hún segist hafa hringt í flugfélagið til að athuga hvort að hamsturinn hennar Pebbles, sem læknir skrifaði uppá að væri stuðningsdýrið hennar, mætti fljúga með henni. Belen segir að svarið frá flugfélaginu hafi verið jákvætt.

En þegar að Belen mætti í flug sagði starfsmaður flugfélagins að dýrið mætti ekki fljúga. Ráðlagði starfsmaðurinn henni að sturta hamstrinum niður inni á einu salerni flugvélarinnar svo hún gæti flogið með vélinni. Og þar sem þetta var í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar voru allir vinir Belen uppteknir og hún of ung til að leigja sér bílaleigubíl og keyra.

Það endaði því með því að hún gerði eitt það erfiðasta sem hún hafði gert á lífsleiðinni – hún sturtaði Pebbles niður.

„Hún var hrædd. Ég var hrædd. Það var hræðilegt að setja hana í klósettið. Ég varð mjög tilfinningaleg. Ég grét. Ég sat í góðar tíu mínútur á salerninu og grét,“ segir Belen í samtali við Miami Herald.

Öll nagdýr bönnuð

Belen íhugar að lögsækja flugfélagið, en forsvarsmenn þess hafa staðfastlega neitað því að starfsmaður á þeirra vegum hafi sagt henni að sturta hamstrinum niður.

Belen fékk Pebbles síðasta haust eftir að hún fékk kýli á hálsinn og talið var að hugsanlega væri um krabbamein að ræða. Kýlið reyndist síðar vera jákvætt. Hún býr í Baltimore en bókaði flug til Suður-Flórída til að láta fjarlægja kýlið.

Forsvarsmenn flugfélagsins játa að mistök hafi átt sér stað þegar að starfsmaður hafi sagt Belen að hamsturinn mætti koma með í flugið, en nagdýr af öllu tagi eru bönnuð í flugum hjá Spirit. Þeir segja einnig að Belen hafi verið boðið að fljúga níu tímum seinna svo hún hefði tíma til að finna stað fyrir hamsturinn að vera á.

„Gögn okkar sýna að gesturinn þáði seinna flugið án mótmæla,“ segir Derek Dombrowski, talsmaður flugfélagsins í samtali við BuzzFeed News og bætir við að Belen hafi verið boðinn afsláttarmiði vegna óþægindanna en að flugfélagið hafi ekki heyrt meira í henni. Belen sturtaði dýrinu niður eftir að hún þáði boð um að fljúga síðar um daginn og segir að starfsmaður hafi stungið uppá því að hún losaði sig við dýrið á þann hátt eða sleppti því lausu.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Grét þegar hún rifjaði upp tímann með Trump

Omarosa Manigault er einn af keppendunum í sjónvarpsþættinum Celebrity Big Brother. Omarosa vakti fyrst athygli sem keppandi í The Apprentice, undir stjórn Donalds Trump, árið 2004 og réð sig síðar sem samskiptafulltrúa hans þegar hann varð forseti Bandaríkjanna. Hún sagði upp í desember í fyrra, þó margir fjölmiðlar hafi haldið því fram að hún hefði verið rekin.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Omarosu rifja upp tíma sinn í Hvíta húsinu í spjalli við sjónvarpsstjörnuna, og keppanda í Celebrity Big Brother, Ross Matthews. Hún segist hafa verið að þjóna þjóð sinni þegar Ross spyr hana af hverju í ósköpunum hún réði sig í vinnu hjá Trump.

Hún segir enn fremur að hún hafi reynt að hafa hemil á forsetanum, til dæmis á samfélagsmiðlum, en hann fer oft mikinn á Twitter.

„Ég reyndi að vera sú manneskja en allir í kringum hann réðust á mig. Þeir sögðu: Haldið henni frá honum. Ekki veita henni aðganga að honum. Ekki leyfa henni að tala við hann,“ segir Omarosa kjökrandi.

Ross spyr hana síðan hvort að bandaríska þjóðin ætti að hafa áhyggjur af hegðun forsetans. Þá kinkar hún kolli.

„Þetta verður ekki í lagi. Það verður það ekki. Þetta er svo slæmt.“

Spjallið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þetta eru lögin sem komast áfram í Söngvakeppninni

Fyrri undankeppnin í Söngvakeppninni fer fram á laugardagskvöldið og keppa sex lög um að komast í úrslitin þann 3. mars næstkomandi.

Við fengum Eurovision-sérfræðingana með meiru, Flosa Jón Ófeigsson og Kristínu Kristjánsdóttur til að spá í spilin og reyna að sjá fyrir hvaða þrjú lög komast áfram í úrslitin.

Lagið ekki nógu sterkt en treysta á gott „show“

Ég mun skína – Þórunn Antonía

Flosi: „Ég elska gamla stöffið sem Þórunn Antonía hefur búið til. Ég er mikill aðdáandi en ég verð að segja að ég varð fyrir pínu vonbrigðum með lagið af því að hún er svo flott. Hún verður frábær á sviði og mun negla þetta þegar kemur að beinu útsendingunni. Mér finnst lagið bara ekki nógu sterkt ef ég á að vera hreinskilinn. Það þarf að vera rosa „show“ ef hún ætlar að grípa fólkið. Þetta atriði minnir mig á Svölu í fyrra, nema ekki eins gott lag.“

Kristín: „Ég veit ekki alveg með þetta. Hún er náttúrulega rosalega hæfileikarík söngkona en þetta er ekki hennar besta. Eiginlega langt því frá. Það er spurning hvort hún skíni það skært að hún komist áfram. Ég ætla ekki að afskrifa hana. Ég vona að hún keyri þetta aðeins upp og geri ekki sömu mistökin og Svala gerði í fyrra, að vera ekki með nógu gott „show“.“

„Ég gæti ekki munað lagið þó að líf mitt lægi við“

Ég og þú – Sólborg Guðbrandsdóttir og Tómas Helgi Wehmeier

Flosi: „Ég veit ekki hvort fólk eigi eftir að ná laginu. Ég hef pínu áhyggjur af því. Ég hef líka pínu áhyggjur af því að lagið sé raddað allan tímann. Það má ekki vera neitt stress á þeim. Þau eru bæði úr The Voice þannig að þau eru komin með smá reynslu í bankann. Þetta eru svo miklar týpur og flottar. Ef röddin virkar þá er aldrei að vita hvað gerist á laugardaginn. Þetta er eitt af lögunum sem vinnur á.“

Kristín: „Þetta á ekki eftir að fljúga. Ég trúi ekki að tvær svona hrikalega töff manneskjur geti verið með svona arfaslakt lag. Það er ekkert að ske og ég gæti ekki munað lagið þó að líf mitt lægi við. Ég er eiginlega alveg viss um að þau komast ekki áfram.“

Úrelt lag en flottur söngvari

Heim – Ari Ólafsson

Flosi: „Lagahöfundurinn Þórunn Clausen er náttúrulega reynslubolti í Söngvakeppninni. Ég veit að atriðið verður pottþétt og það verður öllu tjaldað til. Það eru alltaf flott atriði frá Þórunni. Ari sjálfur er okkar vonarstjarna, bara 19 ára gamall. Ég hef engar áhyggjur af flutninginum sjálfum. Spurningin er hvort þetta sé of einfalt eða ekki. Það verður að koma í ljós á kvöldinu sjálfu. Þessi hái tónn sem allir eru að tala um kemur seint í laginu. Ef að fólk fílar ekki lagið nær það ekki þessum svaka tóni sem hann á eftir að rústa. En hann er gullfallegur strákur og myndavélin mun örugglega elska hann.“

Kristín: „Mér finnst Ari rosa flottur. En mér finnst þetta lag sjúklega leiðinlegt. Mér finnst það rosalega úrelt. Það hefði kannski virkað fyrir fimmtán árum. Hann er rosa flottur söngvari og tilvonandi stjarna. Ég hef á tilfinningunni að lagið eigi ekki eftir að gera mikið. Það gæti hins vegar verið svarti hesturinn í keppninni. Ég sé það samt ekki alveg því lagið er svo auðgleymanlegt.“

Ást við fyrstu sýn

Kúst og fæjó – Heimilistónar

Flosi: „Þetta er náttúrulega bara ást við fyrstu sýn. Þetta er landslið leikkvenna á Íslandi og ég hef engar áhyggjur af flutningnum. Þetta er eina lagið sem verður pottþétt á íslensku þannig að þeir sem búast ekki við að við syngjum á ensku í keppninni þurfa að setja X við Heimilistóna. Þetta er svolítið gamaldags lag og mömmufílíngur í því. Það er eitthvað sem grípur mig við þetta. Þetta atriði er eins og Daði Freyr í fyrra. Fólk hélt að hann væri grínatriði, alveg eins og það heldur með Heimliistóna en þeim er alvara með þetta. Þetta er sko ekkert grín og ég held að þetta fljúgi áfram.“

Kristín: „Kúst og fæjó er að fara áfram. Þetta er eina lagið í allri keppninni sem ég man alltaf. Ég er alltaf að syngja það. Þær hala inn eitthvað af stigum og ég spái þeim alla leið í einvígið. Þessi retro stíll á laginu og þreytta sixtís húsmóðirin – etta virkar allt saman. Þetta er allt öðruvísi, eins og Daði í fyrra. Ég segi að þær verði Daðinn í ár.“

Fer örugglega áfram

Aldrei gefast upp – Fókus hópurinn

Flosi: „Ég held að þetta sé eitt af lögunum sem fer áfram. Þetta eru fimm “solid” söngvarar. Þau eru öll með reynslu í bankanum úr The Voice. Þau tóna rosalega vel saman. Raddirnar þeirra blandast svo vel saman. Þau eru hress og skemmtileg. Þau eru miklar keppnismanneskjur en taka sig ekki of alvarlega. Ég er smá sökker fyrir góðum röddum og harmoníum og ég hef engar áhyggjur af því að þetta klikki. Þetta er það lag í fyrri undankeppninni em ætti örugglega að fara áfram.“

Kristín: „Það er sennilega að fara áfram. Ég er nokkuð viss um það. Þau eru öll frekar sterk og harmonæsa svo vel. Þetta lag hefur „major hook”. Ég spái þeim áfram.“

Svarti hesturinn í keppninni

Litir – Guðmundur Þórarinsson

Flosi: „Ég held að hann gæti orðið svarti hesturinn í keppninni. Lagið er frekar ferskt. Svo verð ég að segja, sem samkynhneigður karlmaður, að það er ekki leiðinlegt að sjá hann uppi á sviðinu. Þetta er ekki uppáhaldslagið mitt persónulega. Ég er Euro-skvísa þannig að ég elska glimmer og ostapopplög. En það er eitthvað við þetta. Þetta gæti orðið lagið sem bankar á dyrnar.“

Kristín: „Hann er alveg ágætur og kom svolítið á óvart. Ég vil sjá hann í beinni útsendingu. Guðmundur er óskrifað blað. Ég vil sjá hvernig hann tæklar þetta. Þetta lag er rosalega lágstemmt. Ef hann neglir þetta þá ætla ég ekki að afskrifa hann en ef þetta verður bara hann með gítarinn þá gæti þetta vel týnst.“

Þá er komið að stóru spurningunni – telja Flosi og Kristín að sigurlagið, lagið sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí, leynist í fyrri undankeppninni?

Flosi: „Fyrir mér eru tvö atriði á laugardaginn sem eiga möguleika á að fara í einvígið, það eru Heimilistónar og Fókus hópurinn. En þetta fer eftir því hvernig seinni undankeppnin verður.“

Kristín: „Ég hef aldrei rétt fyrir mér en ég held að sigurlagið leynist í hinum riðlinum. Hins vegar held ég að Kúst og fæjó eigi efitr að fara langt.“

Smellið hér til að kynnast keppendum í fyrri undankeppninni betur.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Hannar buxur sem móta líkamann

|
|

Burt með hliðarspikið.

Bráðum mun Theodóra koma á markað með sínar eigin gallabuxur.

Theodóra Elísabet Smáradóttir, hönnuður og framkvæmdarstjóri, byrjaði ung að skapa og sjá tækifæri í nánast öllu í umhverfinu. Hún rekur hönnunarfyrirtæki og verslun í Kópavogi ásamt eigimanni sínum þar sem hún selur meðal annars hinar vinsælu MuffinTopKiller®-buxur sem halda vel utan um miðjusvæði líkamans.

„Ég hafði fengið mig fullsadda af illa sniðnum buxum með vonlausum streng í mittinu sem annað hvort var svo víður að buxurnar héldust ekki uppi eða með alltof þröngum mjóum streng sem skarst inn í mittið og bjó til það sem oft er kallað „muffintop“ eða hliðarspik sem kemur upp úr strengnum. Ég fór af stað í þróunarvinnu til að geta hafið framleiðslu á MTK-efninu í teygjuna. Þetta efni er framleitt fyrir okkur erlendis og hvergi annarsstaðar hægt að fá. Gott aðhald og þægindi er helsta sérstaða buxnanna.Teygjan mótar miðjusvæði líkamans og gefur þetta góða aðhald sem konur eru sjúkar í. Þær eru þægilegar, styðja vel við magann og móta línurnar í stað þess að búa til muffintop eins og margar aðrar buxur gera. Buxurnar henta öllum konum, á öllum aldri og í öllum stærðum. Það er alveg sama hvernig við erum í laginu, það skiptir okkur allar máli að líða vel yfir daginn og finna til frelsis“.

Dýrmætur lærdómur frá ömmu

Sköpunarkrafturinn hefur fylgt Theodóru frá barnæsku og saumaáhuginn kviknaði um 4-5 ára aldurinn þegar amma hennar kenndi henni á saumavél. „Amma mín, Theodóra Elísabet „nafna mín og vinkona“ eins og við kölluðum okkur, er fyrirmyndin mín. Strax á þessum aldri var ég með miklar hugmyndir um hvað ég vildi skapa og amma leyfði þessum sköpunarkrafti að blómstra. Hún stoppaði mig aldrei af með því að segja hvernig hlutir ættu að vera samkvæmt bókinn en var alltaf tibúin á hliðarlínunni svo ég færi mér ekki að voða í sumum af þessum framkvæmdum. Hún var reiðubúin að aðstoða mig um leið og ég var opin fyrir hennar ráðleggingum þegar ég sá að hlutirnir gengu ekki alveg upp eins og þeir höfðu gert í huga mér. Það dýrmætasta sem hún kenndi mér var að láta hugann ráða og finna út hvernig ég gat leyst það sem ég sá fyrir mér. Stundu gengu hlutirnir upp og stundum alls ekki og á því lærði ég einmitt mest. Ég sé í dag að það var leið ömmu til að kenna mér án þess að takmarka hugann. Svona lærði ég að allt er hægt og ég trúi því enn í dag – það er bara spurning hvað þú ert tilbúin að leggja á þig til að framkvæma það. Ég reyni eftir bestu getu að kenna dætrum mínum það sama – setja sér engar hindranir. Ef þær mæti lokuðum dyrum að finna þá opin glugga til að skríða inn um. Gefast ekki upp en það sé í lagi að hætta ef þær telji það rétt. Ég er enn að læra þann hluta, að það megi hætta að vel ígrunduðu máli án þess að það kallist uppgjöf.“

Mikilvægar fjölskyldustundir

Teygjan í MuffinTopKiller®-buxunum mótar miðjusvæði líkamans og gefur gott aðhald.

Eignmaður Theodóru er Sigurður Jónsson og hann starfar að fullu með henni í rekstrinum. Þau eiga þrjár dætur sem heita Viktoría Sól, 5 ára, Elísabet Sól, 2 ára, og Ísabella Sól, 5 mánaða. „Það gengur vel að samtvinna þetta en getur auðvitað verið krefjandi suma daga ekki síst fyrir dæturnar sem þurfa oft að þvælast með mömmu og pabba á fundi og jafnvel á sýningar erlendis. Við erum mjög meðvituð um að ofbjóða þeim ekki og pössum að hafa svoleiðis daga líka skemmtilega fyrir þær. Við erum vöknuð og byrjuð að vinna fyrir klukkan 6 á morgnana og hættum að vinna klukkan 16 þegar tvær elstu eru búnar í leikskólanum. Yngsta stelpan er með okkur foreldrunum allan daginn og verður heima til alla vega eins árs aldurs þegar hún fer í dagvistun. Við vinnum ekki um helgar heldur nýtum tímann saman enda er fjölskyldan í fyrsta sæti hjá okkur. Stelpurnar okkar er mikil partídýr sem vilja helst vera í eða halda matarboð með vinum okkar og fjölskyldu allar helgar og njóta lífsins saman sem við svo sannarlega gerum,“ segir Theodóra.

Þau hjónin reka verslun að Hlíðarsmára 4 í Kópavogi og margt áhugavert framundan. Auk MTK-buxnanna eru til sölu ýmis annar fatnaður sem Theodóra hannar. Í hinum helmingi verslunarinnar eru barnavörur til sölu, meðal annars barnavagn sem hún lét framleiða sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni muffintopkiller.com

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir og Kári Sverrisson

Sextíu kílóum léttari: Lagður í einelti og glímdi við sjálfsvígshugsanir

||
||

„Ég hef verið of þungur frá því ég man eftir mér en líklega byrja ég að þyngjast fyrir alvöru í byrjun grunnskólans,“ segir Mikael Þorsteinsson, 32ja ára gamall yfirkokkur á veitingastað í Reykjavík. Fyrir tveimur árum ákvað hann að breyta um lífsstíl og hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma.

Mikael er uppalinn hjá móður sinni á Húsavík og var lagður í einelti í grunnskóla.

Mikael glímdi við þunglyndi.

„Ég varð strax auðvelt skotmark fyrir aðra krakka í skólanum og var lagður í einelti alla grunnskólagönguna sem hefur áhrif á mig enn þá í dag. Ég var uppnefndur daglega og var eltur heim oft á tíðum með orðum sem særðu mikið. Ég var aldrei góður í íþróttum og kveið ég mikið fyrir að fara í íþróttatíma innan skólans. Bæði vegna þess að ég þurfti að klæða mig í íþróttafötin fyrir framan aðra stráka sem gerðu þá óspart grín að manni og jafnvel íþróttakennarar sögðu við mig að ég yrði að standa mig betur og gera þetta eins og hinir krakkarnir. Sérstaklega kveið ég fyrir því að fara í sturtu eftir tímana, þar sem kom fyrir að maður var sleginn með blautum handklæðum. Andlega ofbeldið var samt mikið algengara. Ég átti samt alltaf ákveðinn vinahóp sem hjálpaði til við að gera lífið bærilegt líklega,“ segir Mikael.
Hann þróaði með sér þunglyndi á unglingsárunum og eftir tvítugt var andlega heilsan orðin mjög slæm. Þá reyndi hann að deyfa sársaukann.

Kom fram við sig eins og ruslatunnu

„Líklega reyndi ég að deyfa ákveðinn andlegan sársauka með áfengi. Það voru ekki margar helgarnar sem ég tók án þess að hafa áfengi við höndina í vinahópi,“ segir Mikael og heldur áfram.

„Í kringum þrítugsafmælið mitt var ég kominn eins langt niður og hægt var. Vakti heilu næturnar og svaf á daginn og borðaði ógrynni af óhollu fæði og kom fram við mig eins og ruslatunnu. Á þeim tíma var ég orðinn 147 kíló. Á ákveðnum stundum var ég farinn að íhuga að líklega væri betra fyrir alla að ég væri ekki til og það hræddi mig virkilega að hafa þær hugsanir. Þá ákvað ég að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum til að endurheimta einhverja lífshamingju.“

Tæp sextíu kíló farin á tveimur árum

Mikael hefur búið í Reykjavík síðustu níu árin en það var í byrjun árið 2016 sem hann fékk sér líkamsræktarkort í Reebok Fitness, staðráðinn í að breyta um lífsstíl.

„Áður fyrr fannst mér alltaf leiðinlegt að fara í ræktina. Ég þoli ekki hlaupabretti og lyftingatæki þannig ég tók þá ákvörðun að fara í hóptíma. Ég skráði mig í Body Pump hjá Magnúsi, þjálfara hjá Reebok, sem eru lyftingatímar með stangir og lóð þar sem unnið er með nokkuð létt lóð en margar endurtekningar. Ég fann mig strax í þessum tímum þótt að úthaldið hafi verið skelfilegt til að byrja með. Þegar úthaldið fór að aukast og ég fór að sjá árangur fór ég að fikra mig áfram í aðra krefjandi hóptíma. Hreyfing er orðin algjör fíkn og erfitt að velja úr tímum til að fara í þar sem þeir eru allir frábærir. Mataræðið fylgdi einig með. Ég fór að minnka sykur og hveiti í fæðinu og gosdrykkir fóru á bannlista,“ segir Mikael. Hann fagnaði 32ja ára afmæli sínu fyrir stuttu og fékk ómetanlega gjöf.

„Á 32ja ára afmælinu skellti ég mér á vigtina og las 89 kíló, sem eru þá rétt tæp 60 kíló sem eru farin á þessum tveimur árum.“

Aukinn áhugi frá kvenfólki

Í dag brosir lífið við kokkinum.

Mikael segist finna mikinn mun á sér í dag, bæði andlega og líkamlega.

„Munurinn er sláandi og þá sérstaklega andlega. Ég er léttari á líkama og sál. Ég hef fundið ánægju yfir hlutum aftur og hreyfing er mín sálfræðiaðstoð. Að sjálfsögðu sé ég ótrúlegan mun á mér líkamlega og á úthaldi, styrk og þoli. Svefninn er mikið betri og ég er yfir höfuð mjög ánægður með mitt líf í dag,“ segir Mikael og bætir við að þessi breyting hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

„Ég hef fallið í nammið og gosið svo um munar og dottið niður andlega hér og þar. En erfiðleikarnir eru mestir í upphafi. Það að koma sér af stað og taka ákvörðunina um að taka sjálfan sig í gegn. Þetta hefur kostað blóð, svita og tár en hefur verið algjörlega þess virði og ég myndi ekki vilja breyta neinu á minni leið til betri heilsu. Líf mitt hefur breyst töluvert. Ég er farinn að halda í við íþróttafólk í ræktinni, hljóp 10 kílómetra hlaup á gamlársdag, farinn að íhuga að ganga á fjöll og hef hugsað með mér að fara jafnvel í einkaþjálfarann. Þetta eru betri hugsanir en að vera milli svefns og vöku allan daginn vegna andlegra og líkamlegra erfiðleika. Einnig hef ég tekið eftir auknum áhuga kvenfólks á mér. Sem er nú bara jákvætt,“ segir Mikael og brosir.

Þú átt alltaf rétt á hamingju í lífinu

Mikael lítur sáttur yfir farinn veg og hefur þann draum að geta hjálpað fólki að breyta um lífsstíl.

„Mig langar að hjálpa fólki sem hefur verið að glíma við sömu erfiðleika og ég og sýna þeim að þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég veit að það er klisja að segja þetta en hún er 100% sönn. Ef þú leggur til vinnuna munt þú sjá árangur. Það er ekkert flóknara. Það skiptir engu máli hversu gamall þú ert, hvað þú hefur gert af þér í lífinu, hvaða erfiðleika þú hefur átt við að stríða. Þú átt alltaf rétt á hamingju í lífinu og að vera sáttur í eigin skinni,“ segir Mikael og vill skila þakklæti til þeirra sem studdu hann í sinni vegferð, sem heldur áfram um ókominn tíma.

„Ég vil enda á að þakka fólki sem hefur staðið þétt við bakið á mér. Fjölskylda og vinir hafa verið eins og klettur. Svo vil ég skila sérstöku þakklæti til Magnúsar, þjálfara hjá Reebok og allra þeirra sem æfa með mér í hóptímunum. Þetta fólk skiptir miklu máli og hvetur mig áfram. Ég hef séð fólk ná frábærum árangri í tímunum með mér. Ef fólk vill koma og prófa hóptímana, þá taka allir vel á móti þér.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Snappar um brjóstastækkun: „Ég hef alltaf verið með lítil og nett brjóst“

||
||

Sunna Ýr Perry er 23ja ára gömul og vinnur í líkamsræktarstöð World Class. Hún átti sitt fyrsta barn í júlí á síðasta ári og eignaðist nýverið kærasta. Hún er virk á Snapchat undir nafninu sunna.perry þar sem hún talar mjög opinskátt um líf sitt, meðal annars um brjóstastækkunaraðgerð sem hún er á leiðinni í næstkomandi miðvikudag.

Brjóstin stækkuðu við brjóstagjöf

Sunna stundir líkamsrækt af kappi.

„Ég byrjaði að íhuga stækkun eftir að ég átti barn, þá stækkuðu brjóstin töluvert á meðan brjóstagjöf stóð og minnkuðu svo aftur. Ég hef alltaf verið með lítil og nett brjóst, sem hefur svo sem aldrei verið neitt vandamál. Ég hef aldrei verið óörugg með þau en eftir að hafa upplifað þau stærri, þá langar mig í stærri. Ég er með breiðar mjaðmir, mittismjó og herðabreið og langar að jafna línurnar,“ segir Sunna aðspurð um af hverju hún ætli að leggjast undir hnífinn. Aðgerðin leggst vel í hana.

„Ég er mjög spennt en ekkert rosalega kvíðin og stressuð samt því ég hugsa bara um það að ég hafi átt barn deyfingarlaust og það var mesti sársauki sem ég hef upplifað og við tóku dagar að jafna sig. Ég komst í gegnum það og þá hlýt ég að þola þetta auðveldlega,“ segir Sunna og brosir.

Stelpur fela að þær hafi farið í stækkun

Sunna ætlar að leyfa fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með undirbúningi fyrir aðgerðina og líka bataferlinu. Hún leggur mikið upp úr því að tala opinskátt um hlutina.

„Ég hef verið að snappa opinbert í smá tíma. Ég hef verið frekar opin við minn fylgjendahóp og mér finnst stelpur of mikið fela það að þær hafi farið í stækkun, svo ég ákvað að opna umræðuna en þó aðallega til að fræða fólk. Mjög margar konur sem vilja sjálfar fara hafa þakkað mér fyrir að segja frá þessu, tala um ferlið og svona,“ segir Sunna, sem talar ekki eingöngu um aðgerðina á samfélagsmiðlinum.

A post shared by SUNNA ÝR PERRY (@sunnap94) on

„Ég er aðallega að sýna frá mínu dagsdaglega lífi. Ég stunda mikla líkamsrækt og borða hollt þannig ég sýni frá því og einnig barninu mínu. Ég er smá sprelligosi svo ég held öllu á jákvæðum og hressum nótum. Ég leyfi síðan fólki líka að fylgjast með stóru hlutunum í lífinu mínu, ég keppti í módel fitness 2016 og sýndi frá öllu því ferli, svo snappaði ég út alla meðgönguna mína og eftir fæðingu og svona, og núna aðgerðin.“

Nokkurs konar áhrifavaldur

Sunna segist finna fyrir meðbyr á Snapchat og segir viðbrögðin við einlægni sinni hafa verið góð.

„Ég hef bara fengið góð og falleg skilaboð. Varðandi aðgerðina þá hef ég fengið gríðarlega góð viðbrögð, mikið spurt út í lækninn sem ég fer til, kostnað, batatíma og fleira,“ segir Sunna, en líklegast er það ekki of sögum sagt að hún sé áhrifavaldur í dag.

Sunna sýnir frá sínu daglega lífi á Snapchat.

„Ég er orðin nokkurs konar áhrifavaldur ef svo má segja, þar sem ég er bæði bloggari á bloggsíðunni glam.is, búin að vera í snappa í dágóðan tíma og fylgjendahópurinn stærri en gengur og gerist hjá öðrum. Einnig er ég með ágætt fylgi á Instagram og ég hef verið að taka að mér auglýsingar og fleira sem er í takt við mína samfélagsmiðla, eitthvað sem hentar mér og mínum fylgjendum.“

En hvað tekur svo við eftir brjóstastækkunaraðgerðina?

„Eftir aðgerðina tekur við bati. Ég mun leyfa fólki að fylgjast með hversu fljót eða lengi ég verð að jafna mig, hvenær ég get byrjað að halda á barninu mínu aftur og svo hvenær ég get byrjað að æfa aftur. Einnig byrja ég að vinna í enda mánaðarins og ég gef mér um það bil tvær vikur til að ná bata áður en ég fer aftur að vinna.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Svona heldur Britney Spears sér í formi

Söngkonan Britney Spears birti myndband af æfingarútínunni sinni á Instagram nýverið, en söngkonan leggur mikið upp úr andlegu og líkamlegu hreysti á síðari árum.

Í myndbandinu, sem má horfa á hér fyrir neðan, sést að Britney vinnur mikið með styrktaræfingar og ketilbjöllur en gerir einnig æfingar til að viðhalda liðleika sínum, sem er ansi mikið. Fer hún til dæmis í brú á tánum og í splitt.

„Að undirbúa mig fyrir sumarið,“ skrifar Britney við myndbandið.

Gearing up for summer!!! ⭐️?⭐️

A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on

Ferill Britney hefur verið stormasamur allt frá því að hún sló fyrst í gegn með plötunni …Baby One More Time árið 1999. Síðustu ár hefur hún verið að skemmta í Las Vegas með sýningunni Britney: Piece of Me. Hún steig fyrst á svið í Las Vegas árið 2013 en síðasta sýningin var á gamlárskvöld í fyrra. Alls kom Britney 250 sinnum fram í Las Vegas og sló met í sölu á síðustu sýningunni.

Sem betur fer fyrir aðdáendur söngkonunnar sem komust ekki til Las Vegas, mun Britney ferðast um heiminn í ár með sýninguna, eins og hún gerði líka í fyrra. Treður hún til að mynda upp í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Aðeins of mikið Photoshop og við springum úr hlátri

||||||||||
||||||||||

Það getur oft verið frekar skemmtilegt að velta sér upp úr öllu því sem til er á internetinu.

Vefsíðan Bored Panda tók saman fullt af auglýsingum og myndum þar sem einhver hafði notað forritið Photoshop aðeins of mikið, með hræðilegum árangri.

Við ákváðum að deila með ykkur okkar uppáhalds myndum og vonum að þær geti framkallað eins og eitt lítið bros á þessum myrka mánudegi.

Auðvitað þarf einhver að passa barnið!

Sæt hjón en hvar eru fæturnir þeirra?!

Af hverju var búkur hestsins Photoshop-aður út?

Michelle Obama með aðeins of mikið af höndum.

Okkur líður illa í lærunum!

Þessir fótleggir eru eitthvað einkennilegir.

Sum kvöld er aðeins of mikið fjör, eiginlega lífshættulegt fjör.

Ég man þegar ég stillti mér upp í sundbol og var með tvo hægri fætur.

Við erum nokkuð viss um að maður tekur ekki sjálfu svona.

Uppáhalds! Einhvers konar töfra augabrúnir.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Feitir einhyrningar er nýjasta æðið í kökugerð

Líkurnar eru að fjölmargir Íslendingar hafi farið í afmælisveislu þar sem einhyrningakaka var í aðalhlutverki. Dæmi um hefðbundna einhyrningarköku, sem hefur verið svo vinsæl, má sjá hér:

#buttercreamcake #unicorncake #rossettes #instacake

A post shared by Angie (@angientito) on

Nú hefur gripið um sitt nýtt æði í einhyrningakökum, nefnilega að hafa einhyrninginn frekar bústinn og helst eins og hann sé nýbúinn að fá sér væna flís af kökunni sjálfri.

Kökurnar eru ekki aðeins girnilegar, heldur einstaklega sætar, og eflaust stutt þar til þetta æði grípur íslenska kökugerðarmenn og -konur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af þessum skemmtilegu kökum:

Fat unicorn Birthday Cake for my child

A post shared by Theresa Täubrich (@crazysweets.de) on

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Spice Girls ekki á leið á tónleikaferðalag

Kryddpíurnar Victoria Beckham, Melanie Brown, Emma Bunton, Geri Halliwell og Melanie Chisholm komu heldur betur sögusögnum af stað þegar Victoria deildi mynd af þeim saman á Instagram þann 2. febrúar síðastliðinn.

„Elska stelpurnar mínar!!! Svo margir kossar!!! Spennandi,“ skrifaði Victoria við myndina.

Stuttu síðar sendu Kryddpíurnar út fréttatilkynningu þar sem þær gáfu í skyn að ný tækifæri myndu banka á dyrnar í nánustu framtíð.

Love my girls!!! So many kisses!!! X Exciting x #friendshipneverends #girlpower

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

Í samtali við Vogue á tískuvikunni í New York sagði fatahönnuðurinn hins vegar að það væri ekki möguleika að stöllurnar væru að koma aftur saman og ferðast um heiminn með tónlist sína.

„Ég er ekki að fara á tónleikaferðalag. Stelpurnar eru ekki að fara á tónleikaferðlag,“ sagði Victoria. Það gæti þó verið smá von fyrir aðdáendur Spice Girls að Victoria útilokaði ekki að stúlknasveitin ætti eftir að vinna meira saman í framtíðinni.

„Það er svo margt slæmt í gangi núna og Spice Girls snerust um gleði og að fagna einstaklingnum. Ég held að það sé meira sem sveitin getur gert og þetta eru svo jákvæð skilaboð fyrir unga krakka,“ bætti Victoria við.

Spice Girls voru uppá sitt besta á tíunda áratug síðustu aldar en fóru síðast á tónleikaferðalag árið 2008 til að kynna safnplötu sína. Þær komu aftur saman árið 2012 og tróðu upp á lokaathöfn sumar Ólympíuleikanna í London.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Ekkert mátti klikka“

|||
|||

Eilífur Örn Þrastarson, meðeigandi og leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu SNARK fékk krefjandi verkefni fyrir stuttu – að leikstýra myndbandi með bandarísku sveitinni Fleet Foxes við lagið Crack-Up þegar hljómsveitin tróð upp á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í fyrra.

Fleet Foxes hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og hefur sveitin meðal annars verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlist sína. Þá hefur sveitin hlotið lof gagnrýnenda fyrir tónlistarsköpun sína og vakti það mikla lukku á sínum tíma þegar tilkynnt var um komu sveitarinnar til Íslands. Mér leikur því forvitni á að vita hvernig það kom til að Eilífur landaði verkefni með þeim.

Ekkert mátti klikka á sjálfan tökudaginn í Hörpu.

„Það var haft samband við framleiðslufyrirtækið okkar, SNARK, í gegnum fyrirtækið Consequence of Sound, sem er ein stærsta tónlistarsíða í heiminum. Þeir höfðu séð myndband sem ég gerði með Ólafi Arnalds við lagið hans 0952. Þeir sendu lagið og ég byrjaði að hugsa um einfalda og skemmtilega útfærslu sem væri hægt að gera með þeim á meðan þeir væru hérna yfir Airwaves hátíðina,“ segir Eilífur. Í framhaldinu ákváð hann og teymið hans hjá SNARK að taka myndbandið upp í einni töku, sem reynir mikið á hæfileika leikstjórans.

„Það var vitað að við yrðum í Hörpu, en mig langaði að færa þetta frá því að vera hefðbundið tónleikamyndband, og langaði að gera þetta persónulegra, með persónulegri frásögn. Við komumst niður á þá hugmynd að gera þetta í einni töku og láta þá flytja lagið á sama tíma. Það er mun meiri áhætta, heldur en að taka margar tökur sem er hægt að klippa saman. Allt verður að gerast á sama tíma, bæði myndataka og tónlistarflutningur. Þannig verður þetta viðkvæmara, allir verða samstiltari fyrir vikið og meiri nánd myndast.

Áhorfandinn finnur fyrir því, og þannig náum við að gera þetta persónulegra, enginn leikur, bara hreinn flutningur.“

Tökumaður með tugi kílóa á sér

Meðlimum Fleet Foxes leist afar vel á hugmynd Eilífs og þar sem myndbandagerð af þessu tagi snýst mikið um nákvæmni og tímasetningu, hófst Eilífur strax handa við að undirbúa sjálfan tökudaginn.

„Við í íslenska teyminu fórum í Hörpu og tímasettum eins mikið og við gátum áður en meðlimir Fleet Foxes komu sjálfir til landsins. Lagið sjálft er í lengri kantinum. Kvikmyndatökumaðurinn þarf að vera með sérstakan stöðugleikabúnað og með öllu vegur búnaðurinn tugi kílóa, þannig að það var útséð að þetta yrði líkamlega erfitt fyrir tökumanninn.  Í ofanálag er lítið pláss, snúrur liggjandi úti um allt og dimmt svið. En allt gekk vonum framar, og þarf vart að taka það fram að Tómas Marshall, tökumaður, stóð sig eins og hetja,“ segir Eilífur er hann rifjar upp undirbúningstímabilið. Á sjálfum tökudeginum var síðan allt undir og ekkert mátti klikka.

Fleet Foxes og Snark-liðar áttu fallega stund í Hörpu.

„Á tökudeginum settum við allt upp og lýstum í samstarfi við ljósamenn Fleet Foxes og starfsfólk Hörpu og ræddum um hvernig þetta gæti gengið sem best fyrir sig. Við heyrðum æfingu af laginu daginn áður, þannig að við vissum aðeins betur hvernig þetta myndi verða á tökudeginum. Meðlimir hljómsveitarinnar voru auðvitað líka mjög faglegir og allir vildu að þetta myndi ganga vel, og það er smá pressa því ekkert mátti klikka. Það má segja að það hafi verði smá spenna fólgin í því að gera svona. Performansinn, kameruvinnan, kórinn, ljósin og annað þurfti að passa vel tímalega, því annars yrði öll takan ónýt,“ segir Eilífur en kvennakórinn Graduale nobili tók einnig þátt í tökunum.

„Allt gekk eftir á endanum og hljómsveitin var ánægð með sinn performans og kórinn líka. Við kláruðum daginn, spjölluðum aðeins við hljómsveitina og það voru bara allir mjög sáttir og létt að þetta skuli hafa tekist vel.“

Besta myndband Fleet Foxes?

Eilífur segir það hafa verið gefandi að vinna með hljómsveitinni, þó hann hafi átt í mestum samskiptum við forsöngvarann, Robin Pecknoid.

„Hljómsveitarmeðlimirnir voru heilt yfir mjög hressir, en það getur verið smá þreyta í mönnum á svona tónleikaferðalagi eins og þeir voru á. Söngvarinn var sá sem við áttum í mestum samskiptum við og hann var gífurlega viðkunnanlegur og rosalega spenntur fyrir þessu. Það var gaman að vinna með honum í að spá í smáatriðunum á staðnum.“

Myndbandið við lagið Crack-Up var frumsýnt fyrir stuttu á fyrrnefndri tónlistarsíðu, Consequence of Sound. Eilífur segir hljómsveitina hafa verið hæstánægða með afraksturinn.

Hér er Eilífur lengst til hægri. Í miðjunni er Robin, söngvari Fleet Foxes, og lengst til vinstri er Ólafur Páll Torfason, framkvæmdastjóri SNARK.

„Allir eru mjög ánægðir með lokaútgáfuna af þessu myndbandi og við náðum að fanga fallegt augnablik og góða minningu. Það fór ferli í gang þar sem allir skoða og hafa sitt að segja. Í rauninni þá var okkur bara tjáð það að ef þeir í Fleet Foxes yrðu ekki sáttir, yrði þetta ekki gefið út, en þegar þeir sáu þetta, þá sáum við þó fljótt að þeir væru sáttir,“ segir Eilífur en þess má geta að söngvari Fleet Foxes lét þau orð falla á samfélagsmiðlum á dögunum að þetta væri besta myndband sem hefði komið úr herbúðum hljómsveitarinnar.

Ánægður með útkomuna og viðtökurnar

SNARK framleiðir mikið af íslenskum auglýsingum fyrir net og sjónvarp og eins er Eilífur að vinna að handriti að bíómynd og þróa hugmyndir að leiknu efni. En opnar gerð Fleet Foxes-myndbandsins einhverjar dyr fyrir hann?

„Fleet Foxes-myndbandið er svo það nýkomið út, en hvaða áhrif það hefur á mitt líf eða tækifæri er í raun ómögulegt að segja og ég á svo sem ekki von á því að þetta breyti lífi mínu mikið. En þetta fer í mikla dreifingu og margir sem munu sjá þetta, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni, vonandi auðvitað sjá einhverjir skemmtilegir það þarna úti og fleiri skemmtileg verkefni gætu fæðst í kjölfarið. En í rauninni er ég ekkert að hugsa um það. Ég er bara ánægður með útkomuna og viðtökurnar.“

Myndbandið umtalaða má sjá hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

„Þú ert ekki vinkona mín“

Kim Cattrall and Sarah Jessica Parker during Kim Cattrall and Sarah Jessica Parker On Location For "Sex And The City" at Saks Fifth Ave in New York

Leikkonan Kim Cattrall missti bróður sinn, Chris Catrall, fyrir stuttu, en hún tilkynnti það á Instagram þann 4. febrúar síðastliðinn.

Nokkrum dögum síðar birti hún skilaboð til leikkonunnar Söruh Jessicu Parker, en þær stöllur léku saman, eins og frægt er orðið, í þáttunum og kvikmyndunum Sex and the City.

„Ég þarf ekki ást þína eða stuðning á þessum hræðilega tíma @sarahjessicaparker,“ stendur í Instagram-færslunni en Kim er öskureið yfir því að Sarah Jessica sé að nýta sér andlát Chris Catrall til að bæta ímynd sína, að hennar sögn.

„Mamma mín spurði mig í dag: Hvenær mun hræsnarinn @sarahjessicaparker láta þig í friði? Það að þú hafir stanslaust samband er sársaukafull áminning um hve grimm þú varst og ert. Leyfðu mér að skrifa þetta skýrt (ef ég hef ekki gert það nú þegar). Þú ert ekki fjölskyldan mín. Þú ert ekki vinkona mín. Þannig að ég er að skrifa í síðasta sinn til að segja þær að hætta að nýta þér okkar harmleik til að bæta ímynd þína,“ skrifar Kim.

Með þessum orðum deilir hún hlekk á grein í New York Post um hvernig illindi hafi eyðilagt Sex and the City.

Sarah Jessica skrifaði athugasemd á Instagram til Kim og sendi henni samúðarkveðjur en hún tjáði sig líka um andlát Chris Cattrall í viðtali við Entertainment Tonight og Extra nýverið.

Það hefur andað köldu á milli Söruh Jessicu og Kim eftir að sú síðarnefnda neitaði að leika í þriðju Sex and the City-myndinni. Í viðtali við The Times sagði Kim að hún og Sarah Jessica hefðu aldrei verið vinkonur og að henni þættu kvikmyndirnar um beðmál í borginni ekki endurspegla alvöru Bandaríkin, heldur væru frekar auglýsingar fyrir merkjavöru.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Rúmlega 80% kvenna vilja klæmast í rúminu

Vefritið Men’s Health fékk vefsíðuna simpatic.us til að framkvæma fyrir sig könnun um algengar kynlífsfantasíur kvenna. Vefsíðan sérhæfir sig í að tengja pör nánar saman með það til hliðsjónar hvað þau vilja gera í kynlífinu.

2700 kvenkyns notendur vefsíðunnar voru spurðir um kynlísfantasíur í könnuninni og gætu niðurstöður komið einhverjum á óvart. Hér eru algengustu fantasíurnar meðal kvenna:

1. Að klæmast

Næstum því 81 prósent kvenna sögðust vilja að makinn sinn klæmdist við þær á meðan á kynlífi stendur. Það hefur oft verið sagt að klúrið tal geti verið mjög örvandi, en mikilvægt er að prófa sig áfram með maka sínum til að finna hvers konar tal virkar í svefnherberginu.

2. Að fara á strippklúbb

Tæplega 70% kvennanna sögðust hafa áhuga á að fara á nektarklúbb með maka sínum, þar sem það þótti spennandi og líklegt til að auka kynferðislega spennu á milli parsins.

3. Fjarstýrt kynlífstæki

63 prósent svarenda höfðu átt dagdrauma um að nota fjarstýrð kynlífstæki, á meðan 44 prósent þeirra sögðust vilja að maki sinn myndi stýra slíku tæki á almannafæri.

4. Bundið fyrir augun

58 prósent þeirra kvenna sem svöruðu sögðust eiga fantasíu um að hafa bundið fyrir augun í samförum. Gætu það verið Fifty Shades of Grey-áhrifin?

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Urðu glimmer ryksugur við tökur á nýju myndbandi

Agnes Marínósdóttir, Regina Lilja Magnúsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir keppa í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar næstkomandi með lagið Svaka stuð, eða Heart Attack.

Stöllurnar gáfu nýverið út myndband við lagið og tilkynntu jafnframt að þær koma fram undir hljómsveitarnafninu Slay. En af hverju Slay?

„Góð spurning! Það tók okkur dágóðan tíma að finna uppá nafni en það er eitthvað við Slay sem er töff og það er reffilegt hvernig maður segir það. Fólk tengir þetta oftast við þungarokk en við erum bara í þungadiskó. Aðallega kemur nafnið frá þættinum Ru Paul’s Dragrace sem er þáttur sem allir verða að sjá,“ segir Agnes.

Hún segir tökur fyrir myndbandið hafa gengið afar vel.

„Við tókum þetta alla leið með vindvél og konfetti úti um allt. Ég held að það sé enn konfetti á tökustaðnum,“ segir Agnes og hlær.

„Við vorum í pallíettukjólum og með krullur og með svakalega flott tökulið, þá Heimi Frey Hlöðversson, Jónmund Gíslason, Guðmund Erlings og Aron Þór Árnason. Algjörir snillingar! Það skemmdi ekki fyrir að hafa tvær grúppíur með, þær Nadiu Tamimi og Ásgerði Ósk Jakobsdóttur. Og Sif Þórisdóttur make-up snilling. Vá, þetta var gott kvöld,“ segir Agnes og bætir við að stemningin á tökustað hafi verið vægast sagt góð.

„Það var fyndið þegar við vorum búin að taka nokkur skot með konfetti og grúppíurnar byrjuðu að henda alls konar rusli framan í okkur. Við vorum orðnar glimmer ryksugur þarna í endann. Takk, stelpur.“

En hvernig er stemmingin í herbúðum Slay fyrir undanúrslitakvöldinu?

„Alveg geggjuð. Við erum svo léttar á því og hoppum í öll verkefni með bros á vör og njótum. Júró njóta núna!“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Hnetuhringur Guðnýjar

||||||
||||||

Dásamlega góð hnetukaka að hætti Guðnýjar Þórarinsdóttur.

Við elskum hnetur, hvort sem þær eru einar og sér, í mat, eða í köku eins og þessari hér. Það er alltaf eitthvað notalegt við góða hnetuköku og við getum svo sannarlega mælt með þessari fallegu köku, hún er dásamlega góð. 

Hnetuhringur Guðnýjar
fyrir 10

Uppskriftin að hnetuhringnum er upprunalega úr gömlu dönsku blaði og mögulega kannast einhverjir lesendur við hana. Kakan hefur verið vinsæl í fjölskyldu Guðnýjar okkar í umbrotsdeildinni og við höfum stundum fengið hana með kaffinu þegar Guðný kemur færandi hendi í vinnuna. Þessi kaka er nánast eins og konfekt og okkur finnst hún alveg ægilega góð.

100 g heslihnetur
100 g möndlur
4 eggjahvítur
200 g sykur
100 g suðusúkkulaði
2 tsk. smjör

Stillið ofn á 180°C. Smyrjið með smjöri lítið hringform með gati. Setjið hnetur og möndlur í matvinnsluvél og hakkið fremur smátt. Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til blandan er stíf og hreyfist ekki í skálinni sé henni hvolft. Blandið hnetunum varlega saman við með sleikju (takið gjarnan svolítið af hnetum frá til þess að skreyta með). Bakið í 25-30 mín. Látið kökuna kólna áður en hún er tekin úr forminu. Bræðið súkkulaði og smjör varlega saman og smyrjið yfir kökuna. Skreytið með söxuðum hnetum og möndlum.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Kröftugar konur

Kvikmyndir með kraftakonum í karlaheimi.

Á flótta
Salt fjallar um leyniþjónustukonuna Evelyn Salt sem sór þess eið að þjóna föðurlandi sínu í einu og öllu. Það reynir hins vegar á tryggð hennar þegar svikari ásakar hana um að vera rússneskur njósnari. Salt leggst á flótta og notar áralanga þjálfun sína og reynslu til að komast hjá því að verða handsömuð en jafnframt reyna að sanna sakleysi sitt.

Prinsessan bjargar heiminum
Wonder Woman var fyrst kynnt til sögunnar í Batman vs. Superman í fyrra og hefur nú fengið sína eigin mynd sem gefur innsýn í sögu persónunnar. Áður en hún varð Wonder Woman var Díana prinsessa Amazónanna og mikill stríðsmaður. Bandarískum herflugmanni skolar upp á strendur Themyscira og hann segir Díönu frá hörmungarástandinu sem ríkir í heiminum en sagan gerist á tímum fyrstu heimsstyrjaldarinnar. Díana ákveður að fara frá paradísareyju sinni og halda til Lundúna til að binda endi á stríðið.

Fyrst kvenna
Hermenn Bandaríkjahers eru oft kallaðir G.I. Joes en myndin G.I. Jane fjallar um Jordan O´Neill liðþjálfa sem reynir að verða fyrsta konan í sjóhernum. Í viðræðum við tilvonandi yfirmann í sjóhersins hvetur stjórnin, sem skipuð er af öldungardeildarþingmönnum, hann til að jafna hlutfall kynjanna í sjóhernum. Hann leggur til að þau velji kvenþáttakanda og ef hún kemst í gegnum inntökuprófin fyrir úrvalsdeild sjóhersins muni sjóherinn verða að fullu opinn konum. O´Neill fær þetta verkefni í hendurnar og enginn býst við að henni takist það, enda gefast 60% allra karlmanna sem reyna við þessi próf upp. O´Neill ætlar hins vegar að sanna að hún og konur almennt geti þetta. En ýmislegt fleira liggur að baki.

Óhrædd í hringnum
Million Dollar Baby fjallar um hina efnilegu hnefaleikakonu Maggie Fitzgerald. Hún vill æfa með besta þjálfaranum, Frankie Dunn en hann gefur lítið fyrir það í fyrstu og segist engan áhuga hafa á að þjálfa konu. Dunn lifir einmanalegu lífi því dóttir hans talar ekki við hann og hann á fáa vini. Maggie er hins vegar hörkutól sem lætur ekki neita sér. Dunn slær til að lokum og Maggie sannar ekki einungis að hún er boxarinn sem hann hefur alltaf dreymt um að þjálfa, heldur einnig vinur sem fyllir upp í tómið í lífi hans.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Hjartsláttur handritsins þarf að vera sannur

Friðrik Erlingssson er handritshöfundur barnateiknimyndarinnar Lói, þú flýgur aldrei einn, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í fullri lengd hér á landi. Kvikmyndin, sem frumsýnd var í byrjun mánaðarins tók rúm sex ár í framleiðslu og er önnur dýrasta teiknimynd sem gerð hefur verið hér á landi.

Friðrik segir hugmyndina að handritinu hafi kviknað á Eyrarbakka. „Maður þarf ekki að dvelja lengi á Eyrarbakka til þess að verða var við farfuglana. Þeir eru áberandi bæði á vorin þegar þeir koma að landinu og svo á haustin þegar þeir hópast niður í fjöru áður en þeir hefja langflugið suður á bóginn. Rétt fyrir norðan Eyrarbakka er svo eitt stærsta fuglafriðland í Evrópu, svo þeir eru mjög nálægir á Bakkanum og söngur þeirra er viðvarandi yfir sumarið, bæði á nótt sem degi. Hinar mismunandi fuglategundir eru líka mjög afgerandi og skemmtilegar persónur og hver tegund með sinn eigin persónuleika, tjaldurinn og stelkurinn eru báðir svolítið taugaveiklaðir, spóinn yfirvegaður, hrossagaukurinn alltaf að segja brandara og kvikindislegur hlátur stokkandanna hljómar úr sefi einhvers staðar.

Sagan snýst að stórum hluta um baráttu upp á líf og dauða, og dauðinn kemur við sögu, því hann er jú órjúfanlegur hluti af lífinu og þá ekki síst í hinni hörðu lífsbaráttu farfuglanna. Hins vegar er dauðinn viðkvæmt umfjöllunarefni í mörgum samfélögum og margir erlendir framleiðendur eru viðkvæmir eða hræddir við að standa að sögum sem búa yfir íslenskri hreinskilni í þessum efnum.“

Friðrik segir sögur fyrir börn mikilvægustu verkefni allra höfunda, hvort sem um er að ræða bækur eða kvikmyndir. „Það er stór ábyrgðarhluti að semja sögu fyrir börn eða unglinga, því fólk á þessum aldri er alla jafnan opnara, einlægara og hrekklausara heldur en fullorðið fólk.
Ef höfundar geta ekki sagt sögur frá hjartanu, þá ættu þeir ekki að skrifa fyrir ungt fólk. En sögur sem koma frá hjartanu munu snerta við öðrum hjörtum, og þá hefur sagan öðlast raunverulegan tilgang.”

Ítarlegt viðtal við Friðrik má finna í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir

„Brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna“

Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar, hefur birt nýtt myndband sem heitir einfaldlega Píkuskoðun. Í myndbandinu er tónlistarkonan Salka Sól til að mynda tekin tali og spurð út í píkuskoðun.

Hún segist hafa fengið bók sem unglingur þar sem kona sat með spegil að skoða á sér kynfærin og hafi því ákveðið að gera slíkt hið saman.

„Mér hafði ekki dottið þetta í hug. Það fyrsta sem ég gerði var að ná í spegil og skoða á mér píkuna. Ég gat horft í svona hálfa sekúndu,“ segir Salka Sól, sem brá greinilega yfir því sem hún sá.

„Það er skrýtið að lifa í líkamanum sínum í geðveikt langan tíma og þekkja líkama sinn og maður sér sig í spegli. Svo allt í einu sér maður einhvern hlut á líkamanum sínum sem maður vissi ekki hvernig leit út.“

Seinna í myndbandinu segir Salka það mikilvægt fyrir konur að skoða á sér píkuna, en eins og kemur einnig fram í myndbandinu er ekki sjálfgefið að konur treysti sér í það.

„Ég held að það sé brjálæðislega mikilvægt að skoða á sér píkuna. Bara reglulega. Því hún breytist. Hún hlýtur að breytast. Skoða hana í alls konar ástandi, rakaða eða órakaða eða eitthvað.“

Það eru Inga Björk Bjarnadóttir, Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir og María Hjarðar sem standa að Völvunni, en þær vilja vitundarvakningu á öllu sem viðkemur píkunni. Myndbandið Píkuskoðun má sjá hér fyrir neðan.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

5 ráð til að gera svefnherbergið meira kósí

Svefnherbergið er staðurinn þar sem þú átt að geta slakað á, á leið þinni inn í draumalandið. Hér eru nokkur ráð um það hvernig hægt er að gera svefnherbergið að kósí griðastað.

1. Dúnmjúk sængurföt
Veldu sængina þína og sængurföt af kostgæfni og ekki hika við að eyða aðeins meiri peningum til að eignast það sem þig langar mest í, svo að ekki sé talað um rúmið sjálft – við verjum jú stórum hluta ævi okkar í svefnherberginu. Ekkert er yndislegra en að sökkva sér í brjálæðislega þægilegt rúm.

2. Rétti ilmurinn
Val á rétta ilminum fer eftir smekk hvers og eins en lavender er vinsælasta ilmkjarnaolían fyrir slakandi andrúmsloft. Hægt er að fá ýmisskonar sprei eða olíur til að setja beint á koddann en þá þarf að varast að setja of mikið. Einnig má kveikja á ilmkertum og ilmolíubrennurum en passa að fara að öllu með gát með því að hafa eldinn í öruggum stjökum á öruggum stöðum, langt frá gardínum og værðarvoðum, og slökkva áður en farið er að sofa.

3. Motta sem faðmar fæturna
Rétt gólfmotta er sannarlega eitthvað sem vert er að hugsa út í að fá sér – motta sem faðmar fæturna þegar þú stígur fram úr á morgnana. Veldu þér til dæmis þykka og grófa flosmottu eða mjúkt lambaskinn. Að auki eru margskonar mottur á markaðnum og aðalmálið að þér finnist mottan passa við annað í herberginu og fílir liti og gerð vel.

4. Málaðu herbergið
Ekki hika við að mála herbergið og það er óþarfi að óttast að nota liti. Ef þú velur mjög dökka eða skæra liti getur verið sniðugt að velja aðeins einn vegg fyrir þann lit en hafa hina veggina hlutlausa. Djúprauður, súkkulaðibrúnn og beislitur gefa til dæmis mjög kósí fíling. Veggfóður er líka mikið í tísku núna og ekki vitlaust að fá sér svoleiðis til að flikka upp á svefnherbergið.

5. Rúmteppi
Það er gott að venja sig á að búa um rúmið á morgnana því það er svo miklu notalegra að koma að því þannig þegar maður fer þreyttur að sofa á kvöldin. Þá er ekki verra að eiga fallegt rúmteppi sem í senn gerir rúmið snyrtilegt og lífgar upp á herbergið, hvort sem þú velur teppi í hlutlausum stíl eða jafnvel handprjónað eða heklað ömmuteppi úr dúllum.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Tvö æðisleg en mjög ólík eldhús

Eldhús eru alls konar; stór og smá, litrík, klassísk, stílhrein, smart, flippuð og svo framvegis.

Hús og híbýli teymið er alltaf að mynda falleg eldhús og hér eru tvö algjörlega æðisleg; annað er stílhreint og hlýlegt en hitt er sannkallað pastel-partí með retro yfirbragði.

______________________________________________________________

Pastellitir í sjarmerandi eldhúsi í Reykjavík

Þetta litfagra og skemmtilega eldhús er undir súð. Eigendur þess tóku það í gegn og eru ánægðir með hvað það tók miklum og skemmtilegum breytingum fyrir tiltölulega lítinn pening.

,,Mér finnst afar mikilvægt að vera með plöntur og liti í þessu rými, þar sem eldhúsið er mjög bjart og sólin skín beint inn í það nánast allan daginn, litirnir og plönturnar fá að njóta sín rosalega vel,“ segir eigandi eldhússins bjarta.

,,Svo finnst mér einnig nauðsynlegt að umkringja sig björtum og skemmtilegum litum þegar líða fer á skammdegið.“

Innréttingin er upprunaleg frá 2001 en hún var sprautuð hvít og svo voru settar höldur frá versluninni Brynju.

______________________________________________________________

Hlýlegt og stílhreint á Selfossi

Hús og híbýli teymið kíkti á gullfallegt eldhús á Selfossi, fyrir eldhúsblaðið, hjá þeim Ingibjörgu og Guðmundi sem Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússarkitekt hannaði fyrir ekki svo löngu.

Ingibjörg og Guðmundur vildu fá opið eldhús með góðu vinnurými og plássi fyrir stórt borðstofuborð og útkoman er hin glæsilegasta. Þetta er hlýlegt, tímalaust og smart eldhús.

Gólfið er flotað og lakkað, innréttingin er frá Fagus og borðplatan er marmari.

Texti / Sigríður Elín Ásmundsdóttir og María Erla Kjartansdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Var neydd til að sturta hamstrinum niður á flugvélasalerni

Saga hinnar 21 árs Belen Aldecosea hefur náð athygli heimsins, en hún er harla óvenjuleg. Þann 21. nóvember síðastliðinn var Belen bókuð í flug með flugfélaginu Spirit frá Baltimore til Suður-Flórída. Hún segist hafa hringt í flugfélagið til að athuga hvort að hamsturinn hennar Pebbles, sem læknir skrifaði uppá að væri stuðningsdýrið hennar, mætti fljúga með henni. Belen segir að svarið frá flugfélaginu hafi verið jákvætt.

En þegar að Belen mætti í flug sagði starfsmaður flugfélagins að dýrið mætti ekki fljúga. Ráðlagði starfsmaðurinn henni að sturta hamstrinum niður inni á einu salerni flugvélarinnar svo hún gæti flogið með vélinni. Og þar sem þetta var í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar voru allir vinir Belen uppteknir og hún of ung til að leigja sér bílaleigubíl og keyra.

Það endaði því með því að hún gerði eitt það erfiðasta sem hún hafði gert á lífsleiðinni – hún sturtaði Pebbles niður.

„Hún var hrædd. Ég var hrædd. Það var hræðilegt að setja hana í klósettið. Ég varð mjög tilfinningaleg. Ég grét. Ég sat í góðar tíu mínútur á salerninu og grét,“ segir Belen í samtali við Miami Herald.

Öll nagdýr bönnuð

Belen íhugar að lögsækja flugfélagið, en forsvarsmenn þess hafa staðfastlega neitað því að starfsmaður á þeirra vegum hafi sagt henni að sturta hamstrinum niður.

Belen fékk Pebbles síðasta haust eftir að hún fékk kýli á hálsinn og talið var að hugsanlega væri um krabbamein að ræða. Kýlið reyndist síðar vera jákvætt. Hún býr í Baltimore en bókaði flug til Suður-Flórída til að láta fjarlægja kýlið.

Forsvarsmenn flugfélagsins játa að mistök hafi átt sér stað þegar að starfsmaður hafi sagt Belen að hamsturinn mætti koma með í flugið, en nagdýr af öllu tagi eru bönnuð í flugum hjá Spirit. Þeir segja einnig að Belen hafi verið boðið að fljúga níu tímum seinna svo hún hefði tíma til að finna stað fyrir hamsturinn að vera á.

„Gögn okkar sýna að gesturinn þáði seinna flugið án mótmæla,“ segir Derek Dombrowski, talsmaður flugfélagsins í samtali við BuzzFeed News og bætir við að Belen hafi verið boðinn afsláttarmiði vegna óþægindanna en að flugfélagið hafi ekki heyrt meira í henni. Belen sturtaði dýrinu niður eftir að hún þáði boð um að fljúga síðar um daginn og segir að starfsmaður hafi stungið uppá því að hún losaði sig við dýrið á þann hátt eða sleppti því lausu.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Grét þegar hún rifjaði upp tímann með Trump

Omarosa Manigault er einn af keppendunum í sjónvarpsþættinum Celebrity Big Brother. Omarosa vakti fyrst athygli sem keppandi í The Apprentice, undir stjórn Donalds Trump, árið 2004 og réð sig síðar sem samskiptafulltrúa hans þegar hann varð forseti Bandaríkjanna. Hún sagði upp í desember í fyrra, þó margir fjölmiðlar hafi haldið því fram að hún hefði verið rekin.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Omarosu rifja upp tíma sinn í Hvíta húsinu í spjalli við sjónvarpsstjörnuna, og keppanda í Celebrity Big Brother, Ross Matthews. Hún segist hafa verið að þjóna þjóð sinni þegar Ross spyr hana af hverju í ósköpunum hún réði sig í vinnu hjá Trump.

Hún segir enn fremur að hún hafi reynt að hafa hemil á forsetanum, til dæmis á samfélagsmiðlum, en hann fer oft mikinn á Twitter.

„Ég reyndi að vera sú manneskja en allir í kringum hann réðust á mig. Þeir sögðu: Haldið henni frá honum. Ekki veita henni aðganga að honum. Ekki leyfa henni að tala við hann,“ segir Omarosa kjökrandi.

Ross spyr hana síðan hvort að bandaríska þjóðin ætti að hafa áhyggjur af hegðun forsetans. Þá kinkar hún kolli.

„Þetta verður ekki í lagi. Það verður það ekki. Þetta er svo slæmt.“

Spjallið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þetta eru lögin sem komast áfram í Söngvakeppninni

Fyrri undankeppnin í Söngvakeppninni fer fram á laugardagskvöldið og keppa sex lög um að komast í úrslitin þann 3. mars næstkomandi.

Við fengum Eurovision-sérfræðingana með meiru, Flosa Jón Ófeigsson og Kristínu Kristjánsdóttur til að spá í spilin og reyna að sjá fyrir hvaða þrjú lög komast áfram í úrslitin.

Lagið ekki nógu sterkt en treysta á gott „show“

Ég mun skína – Þórunn Antonía

Flosi: „Ég elska gamla stöffið sem Þórunn Antonía hefur búið til. Ég er mikill aðdáandi en ég verð að segja að ég varð fyrir pínu vonbrigðum með lagið af því að hún er svo flott. Hún verður frábær á sviði og mun negla þetta þegar kemur að beinu útsendingunni. Mér finnst lagið bara ekki nógu sterkt ef ég á að vera hreinskilinn. Það þarf að vera rosa „show“ ef hún ætlar að grípa fólkið. Þetta atriði minnir mig á Svölu í fyrra, nema ekki eins gott lag.“

Kristín: „Ég veit ekki alveg með þetta. Hún er náttúrulega rosalega hæfileikarík söngkona en þetta er ekki hennar besta. Eiginlega langt því frá. Það er spurning hvort hún skíni það skært að hún komist áfram. Ég ætla ekki að afskrifa hana. Ég vona að hún keyri þetta aðeins upp og geri ekki sömu mistökin og Svala gerði í fyrra, að vera ekki með nógu gott „show“.“

„Ég gæti ekki munað lagið þó að líf mitt lægi við“

Ég og þú – Sólborg Guðbrandsdóttir og Tómas Helgi Wehmeier

Flosi: „Ég veit ekki hvort fólk eigi eftir að ná laginu. Ég hef pínu áhyggjur af því. Ég hef líka pínu áhyggjur af því að lagið sé raddað allan tímann. Það má ekki vera neitt stress á þeim. Þau eru bæði úr The Voice þannig að þau eru komin með smá reynslu í bankann. Þetta eru svo miklar týpur og flottar. Ef röddin virkar þá er aldrei að vita hvað gerist á laugardaginn. Þetta er eitt af lögunum sem vinnur á.“

Kristín: „Þetta á ekki eftir að fljúga. Ég trúi ekki að tvær svona hrikalega töff manneskjur geti verið með svona arfaslakt lag. Það er ekkert að ske og ég gæti ekki munað lagið þó að líf mitt lægi við. Ég er eiginlega alveg viss um að þau komast ekki áfram.“

Úrelt lag en flottur söngvari

Heim – Ari Ólafsson

Flosi: „Lagahöfundurinn Þórunn Clausen er náttúrulega reynslubolti í Söngvakeppninni. Ég veit að atriðið verður pottþétt og það verður öllu tjaldað til. Það eru alltaf flott atriði frá Þórunni. Ari sjálfur er okkar vonarstjarna, bara 19 ára gamall. Ég hef engar áhyggjur af flutninginum sjálfum. Spurningin er hvort þetta sé of einfalt eða ekki. Það verður að koma í ljós á kvöldinu sjálfu. Þessi hái tónn sem allir eru að tala um kemur seint í laginu. Ef að fólk fílar ekki lagið nær það ekki þessum svaka tóni sem hann á eftir að rústa. En hann er gullfallegur strákur og myndavélin mun örugglega elska hann.“

Kristín: „Mér finnst Ari rosa flottur. En mér finnst þetta lag sjúklega leiðinlegt. Mér finnst það rosalega úrelt. Það hefði kannski virkað fyrir fimmtán árum. Hann er rosa flottur söngvari og tilvonandi stjarna. Ég hef á tilfinningunni að lagið eigi ekki eftir að gera mikið. Það gæti hins vegar verið svarti hesturinn í keppninni. Ég sé það samt ekki alveg því lagið er svo auðgleymanlegt.“

Ást við fyrstu sýn

Kúst og fæjó – Heimilistónar

Flosi: „Þetta er náttúrulega bara ást við fyrstu sýn. Þetta er landslið leikkvenna á Íslandi og ég hef engar áhyggjur af flutningnum. Þetta er eina lagið sem verður pottþétt á íslensku þannig að þeir sem búast ekki við að við syngjum á ensku í keppninni þurfa að setja X við Heimilistóna. Þetta er svolítið gamaldags lag og mömmufílíngur í því. Það er eitthvað sem grípur mig við þetta. Þetta atriði er eins og Daði Freyr í fyrra. Fólk hélt að hann væri grínatriði, alveg eins og það heldur með Heimliistóna en þeim er alvara með þetta. Þetta er sko ekkert grín og ég held að þetta fljúgi áfram.“

Kristín: „Kúst og fæjó er að fara áfram. Þetta er eina lagið í allri keppninni sem ég man alltaf. Ég er alltaf að syngja það. Þær hala inn eitthvað af stigum og ég spái þeim alla leið í einvígið. Þessi retro stíll á laginu og þreytta sixtís húsmóðirin – etta virkar allt saman. Þetta er allt öðruvísi, eins og Daði í fyrra. Ég segi að þær verði Daðinn í ár.“

Fer örugglega áfram

Aldrei gefast upp – Fókus hópurinn

Flosi: „Ég held að þetta sé eitt af lögunum sem fer áfram. Þetta eru fimm “solid” söngvarar. Þau eru öll með reynslu í bankanum úr The Voice. Þau tóna rosalega vel saman. Raddirnar þeirra blandast svo vel saman. Þau eru hress og skemmtileg. Þau eru miklar keppnismanneskjur en taka sig ekki of alvarlega. Ég er smá sökker fyrir góðum röddum og harmoníum og ég hef engar áhyggjur af því að þetta klikki. Þetta er það lag í fyrri undankeppninni em ætti örugglega að fara áfram.“

Kristín: „Það er sennilega að fara áfram. Ég er nokkuð viss um það. Þau eru öll frekar sterk og harmonæsa svo vel. Þetta lag hefur „major hook”. Ég spái þeim áfram.“

Svarti hesturinn í keppninni

Litir – Guðmundur Þórarinsson

Flosi: „Ég held að hann gæti orðið svarti hesturinn í keppninni. Lagið er frekar ferskt. Svo verð ég að segja, sem samkynhneigður karlmaður, að það er ekki leiðinlegt að sjá hann uppi á sviðinu. Þetta er ekki uppáhaldslagið mitt persónulega. Ég er Euro-skvísa þannig að ég elska glimmer og ostapopplög. En það er eitthvað við þetta. Þetta gæti orðið lagið sem bankar á dyrnar.“

Kristín: „Hann er alveg ágætur og kom svolítið á óvart. Ég vil sjá hann í beinni útsendingu. Guðmundur er óskrifað blað. Ég vil sjá hvernig hann tæklar þetta. Þetta lag er rosalega lágstemmt. Ef hann neglir þetta þá ætla ég ekki að afskrifa hann en ef þetta verður bara hann með gítarinn þá gæti þetta vel týnst.“

Þá er komið að stóru spurningunni – telja Flosi og Kristín að sigurlagið, lagið sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí, leynist í fyrri undankeppninni?

Flosi: „Fyrir mér eru tvö atriði á laugardaginn sem eiga möguleika á að fara í einvígið, það eru Heimilistónar og Fókus hópurinn. En þetta fer eftir því hvernig seinni undankeppnin verður.“

Kristín: „Ég hef aldrei rétt fyrir mér en ég held að sigurlagið leynist í hinum riðlinum. Hins vegar held ég að Kúst og fæjó eigi efitr að fara langt.“

Smellið hér til að kynnast keppendum í fyrri undankeppninni betur.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Hannar buxur sem móta líkamann

|
|

Burt með hliðarspikið.

Bráðum mun Theodóra koma á markað með sínar eigin gallabuxur.

Theodóra Elísabet Smáradóttir, hönnuður og framkvæmdarstjóri, byrjaði ung að skapa og sjá tækifæri í nánast öllu í umhverfinu. Hún rekur hönnunarfyrirtæki og verslun í Kópavogi ásamt eigimanni sínum þar sem hún selur meðal annars hinar vinsælu MuffinTopKiller®-buxur sem halda vel utan um miðjusvæði líkamans.

„Ég hafði fengið mig fullsadda af illa sniðnum buxum með vonlausum streng í mittinu sem annað hvort var svo víður að buxurnar héldust ekki uppi eða með alltof þröngum mjóum streng sem skarst inn í mittið og bjó til það sem oft er kallað „muffintop“ eða hliðarspik sem kemur upp úr strengnum. Ég fór af stað í þróunarvinnu til að geta hafið framleiðslu á MTK-efninu í teygjuna. Þetta efni er framleitt fyrir okkur erlendis og hvergi annarsstaðar hægt að fá. Gott aðhald og þægindi er helsta sérstaða buxnanna.Teygjan mótar miðjusvæði líkamans og gefur þetta góða aðhald sem konur eru sjúkar í. Þær eru þægilegar, styðja vel við magann og móta línurnar í stað þess að búa til muffintop eins og margar aðrar buxur gera. Buxurnar henta öllum konum, á öllum aldri og í öllum stærðum. Það er alveg sama hvernig við erum í laginu, það skiptir okkur allar máli að líða vel yfir daginn og finna til frelsis“.

Dýrmætur lærdómur frá ömmu

Sköpunarkrafturinn hefur fylgt Theodóru frá barnæsku og saumaáhuginn kviknaði um 4-5 ára aldurinn þegar amma hennar kenndi henni á saumavél. „Amma mín, Theodóra Elísabet „nafna mín og vinkona“ eins og við kölluðum okkur, er fyrirmyndin mín. Strax á þessum aldri var ég með miklar hugmyndir um hvað ég vildi skapa og amma leyfði þessum sköpunarkrafti að blómstra. Hún stoppaði mig aldrei af með því að segja hvernig hlutir ættu að vera samkvæmt bókinn en var alltaf tibúin á hliðarlínunni svo ég færi mér ekki að voða í sumum af þessum framkvæmdum. Hún var reiðubúin að aðstoða mig um leið og ég var opin fyrir hennar ráðleggingum þegar ég sá að hlutirnir gengu ekki alveg upp eins og þeir höfðu gert í huga mér. Það dýrmætasta sem hún kenndi mér var að láta hugann ráða og finna út hvernig ég gat leyst það sem ég sá fyrir mér. Stundu gengu hlutirnir upp og stundum alls ekki og á því lærði ég einmitt mest. Ég sé í dag að það var leið ömmu til að kenna mér án þess að takmarka hugann. Svona lærði ég að allt er hægt og ég trúi því enn í dag – það er bara spurning hvað þú ert tilbúin að leggja á þig til að framkvæma það. Ég reyni eftir bestu getu að kenna dætrum mínum það sama – setja sér engar hindranir. Ef þær mæti lokuðum dyrum að finna þá opin glugga til að skríða inn um. Gefast ekki upp en það sé í lagi að hætta ef þær telji það rétt. Ég er enn að læra þann hluta, að það megi hætta að vel ígrunduðu máli án þess að það kallist uppgjöf.“

Mikilvægar fjölskyldustundir

Teygjan í MuffinTopKiller®-buxunum mótar miðjusvæði líkamans og gefur gott aðhald.

Eignmaður Theodóru er Sigurður Jónsson og hann starfar að fullu með henni í rekstrinum. Þau eiga þrjár dætur sem heita Viktoría Sól, 5 ára, Elísabet Sól, 2 ára, og Ísabella Sól, 5 mánaða. „Það gengur vel að samtvinna þetta en getur auðvitað verið krefjandi suma daga ekki síst fyrir dæturnar sem þurfa oft að þvælast með mömmu og pabba á fundi og jafnvel á sýningar erlendis. Við erum mjög meðvituð um að ofbjóða þeim ekki og pössum að hafa svoleiðis daga líka skemmtilega fyrir þær. Við erum vöknuð og byrjuð að vinna fyrir klukkan 6 á morgnana og hættum að vinna klukkan 16 þegar tvær elstu eru búnar í leikskólanum. Yngsta stelpan er með okkur foreldrunum allan daginn og verður heima til alla vega eins árs aldurs þegar hún fer í dagvistun. Við vinnum ekki um helgar heldur nýtum tímann saman enda er fjölskyldan í fyrsta sæti hjá okkur. Stelpurnar okkar er mikil partídýr sem vilja helst vera í eða halda matarboð með vinum okkar og fjölskyldu allar helgar og njóta lífsins saman sem við svo sannarlega gerum,“ segir Theodóra.

Þau hjónin reka verslun að Hlíðarsmára 4 í Kópavogi og margt áhugavert framundan. Auk MTK-buxnanna eru til sölu ýmis annar fatnaður sem Theodóra hannar. Í hinum helmingi verslunarinnar eru barnavörur til sölu, meðal annars barnavagn sem hún lét framleiða sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni muffintopkiller.com

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir og Kári Sverrisson

Raddir