Laugardagur 9. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn

Rokksveitin Guns N’ Roses er búin að slá YouTube-met, en mynband við lagið November Rain rauf nýverið milljarða múrinn á myndbandaveitunni. Myndbandið, sem er níu mínútna langt, var frumsýnt árið 1992 en lagið er á plötunni Use Your Illusion I sem kom út árið áður.

Búið er að horfa á myndbandið 1,001,133,745 sinnum þegar þetta er skrifað en samkvæmt Forbes er þetta fyrsta myndbandið frá tíunda áratugi síðustu aldar til að ná fleiri en milljarð áhorfa. Þá segir Forbes að horft hafi verið á myndbandið að meðaltali 560 þúsund sinnum á dag árið 2017.

83% þeirra sem horfa á myndbandið á YouTube koma frá löndum utan Bandaríkjanna, flestir frá Brasilíu, Mexíkó og Argentínu.

Næstvinsælasta myndbandið með Guns N’ Roses á YouTube er Sweet Child O’ Mine, en horft hefur verið á það tæplega sjö hundruð milljón sinnum. Í þriðja sæti er myndbandið við Paradise City sem horft hefur verið á tæplega fjögur hundruð milljón sinnum.

Guns N’ Roses er á tónleikaferðalagi um þessar mundir, eins og margir Íslendingar vita, enda trylla þeir tónleikagesti á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi.

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Gaf brjóst á tískupöllunum og fólk elskar það

|
|

Nýbakaða móðirin Mara Martin var valin til að ganga tískupallana á tískusýningu á vegum Sports Illustrated í Miami síðasta sunnudagskvöld.

Það má með sanni segja að Mara hafi vakið verðskuldaða athygli, en hún gekk pallana með fimm mánaða gamla dóttur sína í fanginu og gaf henni brjóst um leið.

Stórglæsileg Mara.

Mara var ein af sextán konum sem voru valdar til að ganga í tískusýningunni, en Sports Illustrated tók við rafrænum umsóknum frá áhugasömum konum vegna sýningarinnar. Einhverjar konur voru boðaðar í áheyrnarprufu og svo fór að Mara var ein af þeim heppnum, en hún deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Áhorfendur á sýningunni, sem og netverjar sem hafa horft á frammistöðu Möru á tískupöllunum, eru hæstánægðir með það að Mara hafi gefið barni sínu brjóst á viðburðinum, enda mikið tabú sem fylgir brjóstagjöf á almannafæri í Bandaríkjunum.

Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason eiga geggjað flott parhús í Garðabæ

Akrahverfið í Garðbæ er nýlegt hverfi og þar eru enn þá ný hús að rísa. För okkar er heitið í veglegt parhús við Byggakur þar sem Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður, búa ásamt þremur sonum sínum en hjónin eiga húsgagnaverslunina Willamia á Garðatorgi.

„Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði húsið sem er 276 fermetra parhús á tveimur hæðum. Upphaflega skipulagið gerði ráð fyrir svefnherbergjum á báðum hæðum en við vildum hafa öll svefnherbergin á efri hæðinni og breyttum því hönnuninni og létum teikna húsið að innan upp eftir okkar óskum. Við vildum til dæmis geta gengið líka beint inn í bílskúrinn því við eigum þrjá stráka, á aldrinum fimm til átján ára, sem eru allir í fótbolta og vildum hafa baðherbergi með sturtu og þvottahús þar inni þannig að þegar þessir tveir eldri koma heim af æfingum geta þeir farið þar inn þar, sett æfingafötin beint í óhreina tauið og farið í sturtu. Fótboltadótið kemur því ekki hér inn,“ segir Harpa ánægð að fá ekki illa lyktandi fótboltaskó og íþróttafatnað inn í hús.

Hafa búið í fjórum löndum

Stefán er handlaginn og Harpa er lærður innanhússhönnuður sem kemur sér vel því fjölskyldan hefur flutt mjög oft og búið í fjórum löndum á fimmtán árum.

„Í hvert skipti sem við flytjum skipti ég um stíl. Þegar við bjuggum í Danmörku var stíllinn mjög skandinavískur og í Belgíu þar sem við bjuggum síðast vorum við með allar innréttingar hvítar, hvíta veggi og rosalega ljóst parket, ég þurfti nánast að vera með sólgleraugu inni því það var svo bjart,“ segir hún og hlær.

„Smekkurinn hjá okkur hefur stöðugt verið að breytast með tímanum og svo er eiginlega til vandræða að eiga húsgagnaverslun því maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt og spennandi sem er freistandi að fara með heim,“ segir hún í léttum tón og bætir við að þau séu mjög ánægð með heimilið eins og það er núna.

„Mér finnst miklu meira kósí að hafa heimilið aðeins dekkra, ekki allt hvítt, það er notalegra. Við viljum heldur ekki vera með of mikið af húsgögnum og dóti, okkur finnst þetta passlegt svona. Mitt áhugasvið liggur svolítið í þessu, mér finnst líka gaman að breyta og að hafa heimilið ekki alltaf eins, núna heillar mig að blanda saman ólíkum efnum eins og flaueli og svo grófari áferð. Ég er eiginlega alltaf að breyta og færa til hluti og heillast alltaf af einhverju nýju,“ segir Harpa Lind brosandi.

Í júlíblaði Húsa og híbýla sem er fáanlegt í verslunum til 26. júlí má sjá fleiri myndir úr þessa fallega parhúsi.

Myndir / Hallur Karlsson

Georg prins stal senunni í skírn litla bróðurs

|||
|||

Vilhjálmur Bretaprins og Kate, hertogynjan af Cambridge, birtu nýverið fjórar myndir úr skírn þriðja barn síns, Louis prins sem kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum síðan.

Louis var skírður þann 9. júlí síðastliðinn og var í handgerðri eftirlíkingu af konunglega skírnarkjólnum frá árinu 1841. Móðir hans, Kate var söm við sig og klæddist hvítum kjól frá Alexander McQueen, en hún var einnig í kjól frá þeim hönnuði við skírn hinna barnanna tveggja, Charlotte og Georgs.

Meðal þeirra sem mættu í skírnina var stolti afinn Karl Bretaprins og eiginkona hans, Camilla, Pippa Middleton, systir Kate, og auðvitað hin nýgiftu Harry Bretaprins og hertogaynjan Meghan.

Myndirnar fjórar úr skírninni eru afar fallegar, en það er óneitanlega Georg prins, fjögurra ára, sem stelur algjörlega senunni með hvern grallarasvipinn á fætur öðrum. Systir hans Charlotte, þriggja ára, stóð hins vegar vörð um athöfnina sjálfa og bannaði blaðaljósmyndurum að koma inn í konunglegu kappelluna í St. James-höll, þar sem litli Louis var skírður. Systkini þurfa nú að standa saman eftir allt saman!

Rúrik gæti grætt milljónir á hverri Instagram-færslu

|
|

Einn af hápunktum nýliðinnar heimsmeistarakeppni er hve hratt vinsældir knattspyrnukappans Rúriks Gíslasonar uxu á meðan á keppninni stóð, og jafnvel eftir að Ísland datt úr leik.

BBC segir Rúrik blöndu af Brad Pitt, Channing Tatum og Chris Hemsworth

Rúrik er nú kominn með 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og á sú tala eflaust eftir að hækka. Er Rúrik sá Íslendingur sem er með flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum, en á eftir honum kemur merkisfólk eins og fjallið Hafþór Júlíus Björnsson, landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, söngkonan Björk Guðmundsdóttir og áhrifavaldurinn Manuela Ósk. Margir hafa haft á orði að Rúrik gæti þénað smá aukapening með því að líta á Instagram sem atvinnuveg utan fótboltans, þar á meðal fyrrnefnd Manuela.

First training in Russia done ✅

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Hver mynd þýðir þúsundir króna

Það er engin algild regla um hve mikið áhrifavaldar fá fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ljóst að þar eru engir smápeningar í spilunum fyrir fólk eins og Rúrik sem kemst yfir milljón fylgjendur.

Samkvæmt tölum sem The Economist tók saman árið 2016 getur áhrifavaldur sem er með 1 til 3 milljónir fylgjenda á Instagram þénað fimmtíu þúsund dollara fyrir hverja færslu, eða rúmar fimm milljónir króna. Þeir sem eru með hálfa til eina milljón fylgjenda geta þénað um eina milljón króna fyrir hverja færslu. Ef áhrifavaldur kemst hins vegar yfir þrjár milljónir fylgjenda getur þessi tala hækkað í rúmar sjö milljónir króna.

Hér má sjá gröf The Economist um hve mikið áhrifavaldar geta grætt á auglýsingum.

Ef Rúrik ákveður að einbeita sér að þessum nýja starfsvettvangi og jafnvel færa sig yfir í aðra samfélagsmiðla getur hann grætt á tá og fingri. Þannig geta áhrifavaldar með 1 til 3 milljónir fylgjenda á Snapchat grætt fimm milljónir króna fyrir hverja færslu, rúmar sex milljónir króna fyrir hverja Facebook-færslu og vel yfir tíu milljónir króna fyrir hvert myndband á YouTube.

Ekki bara fylgjendur sem telja

Þó þessar tölur frá The Economist séu tveggja ára gamlar, gefa þær nokkuð góða mynd af tekjum áhrifavalda almennt séð. The Financial Times tók saman tekjur áhrifavalda fyrr á þessu ári og í þeim kom fram að áhrifavaldar með um hundrað þúsund fylgjendur gætu þénað um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir hverja mynd á Instagram.

Þess ber að geta að það er ekki aðeins fylgjendafjöldi sem fyrirtæki horfa í þegar þau ákveða að ráða til sín áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar og þjónustu. Ýmislegt annað ber að hafa í huga, svo sem svokallað „reach”, eða til hve margra auglýsingin nær, á hvaða samfélagsmiðlum áhrifavaldurinn er virkur og hver hans sérstaða á markaðinum er.

Peach Melba

02. tbl. 2018
|

Pêche Melba er löngu orðinn klassískur eftirréttur og hefur verið á matseðlum veitingahúsa allt frá því að matreiðslumaðurinn frægi Georges Escoffier framreiddi hann fyrst fyrir óperusöngkonuna Nellie Melba undir lok 19. aldar. Melba var áströlsk að uppruna en hafði elt draum sinn um frægð og frama á óperusviðinu til Evrópu.

Pêche Melba
fyrir 4

Ferskjur:
200 g sykur
500 ml vatn
4 þroskaðar ferskjur, skornar í tvennt og kjarninn tekinn úr
1 msk. sítrónusafi

Hitið sykur og vatn í potti yfir meðalháum hita þar til sykurinn hefur leysts upp. Bætið sítrónusafanum saman við og leggið ferskjurnar í pottinn. Eldið við suðumark þar til ferskjurnar eru orðnar mjúkar og hnífur eða prjónn rennur auðveldlega í gegnum aldinkjötið þegar stungið er í þær, u.þ.b. 10 mín. Takið af hitanum og fjarlægið ferskjurnar úr sírópinu. Fjarlægið hýðið með því að tosa það af ferskjunum. Setjið til hliðar.

Hindberjasósa:
125 g fersk eða frosin hindber
100 g flórsykur

Maukið hindberin í matvinnsluvél eða blandara. Hellið maukinu í gegnum síu og þrýstið niður á á fræin til að ná sem mestu af hindberjasafanum. Hendið fræjunum. Sigtið flórsykurinn smám saman við hindberjasafann og hrærið vel í með píski til að leysa sykurinn alveg upp.

1 l vanilluís
6 msk. möndluflögur, ristaðar

Takið fram fjóra diska eða skálar. Setjið 1-2 kúlur af vanilluís í hverja skál. Setjið 2 helminga af ferskjum ofan í skálina og hellið hindberjasósu yfir. Skreytið með ristuðum möndluflögum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Markmiðið að geta gengið fyrir þrítugt

Dagurinn 13. júlí 2015 mun seint líða Tinnu Guðrúnu Barkardóttur úr minni. Hún var 29 ára gömul, í blóma lífsins. Þennan örlagaríka dag breyttist tilvera hennar varanlega þegar hún fékk heilablóðfall sem nærri kostaði hana lífið. Tinna hefur tekist á við erfiðleikana af æðruleysi og dugnaði, en hún gagnrýnir íslenska heilbrigðiskerfið harðlega, og segir óásættanlegt að almennileg þjónusta eftir álíka áföll snúist um peninga.

Það var mánudagsmorgunn og Tinna á leið í vinnu, en hún starfaði sem yfirflokkstjóri í Vinnuskólanum á þessum tíma. Helginni hafði hún varið með vinkonum sínum á Akureyri. Þegar komið var að því að gera sig til fyrir vinnuna fór hún inn á baðherbergi þar sem hún datt skyndilega beint fram fyrir sig og lenti á andlitinu á baðherbergisflísunum. Blóðtappi hafði skotist upp í heila. Seinna kom í ljós að Tinna var með op á milli hjartagátta, óhreinsað blóð komst þar í gegn og fór með slagæð upp í höfuðið.

Tinna missti ekki meðvitund við fallið og lá áfram á gólfinu og reyndi að átta sig á stöðunni. Hún gat sig hvergi hreyft en vissi að hún þyrfti að halda sér vakandi. Seinna sögðu læknar henni að flestir hefðu í þessari stöðu lokað augunum, en hefði hún gert það hefði hún dáið. Hundurinn hennar, Dimma, lá í dyragættinni en eina reglan sem gilti á heimilinu var að hún færi ekki inn á baðherbergi.

Tíminn leið og símarnir hennar, vinnusíminn og hennar eigin, byrjuðu að hringja til skiptis. „Ég man eftir að hafa hugsað „hvaða aumingjar eru þetta sem vinna hjá mér, eru bara allir að hringja sig inn veika í dag.“ Mér datt einhvern veginn ekki í hug að fólk væri að hringja til að athuga með mig,“ segir Tinna þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka morgun. „Ég áttaði mig ekki á hvað hefði gerst, en var viss um að ég væri dáin. Þarna fékk ég gríðarlega langan tíma til að hugsa, og mjög skrítnar hugsanir sóttu á mig. Mig langaði til dæmis að komast í heimabankann minn til að millifæra yfir á foreldra mína svo þau þyrftu ekki að borga jarðarförina. Það sem hélt líka í mig var samningur sem ég hafði gert nokkru áður við góða vinkonu mína. Þá töluðum við um að við þyrftum að ákveða tölu og lit, og þegar önnur okkar dæi færi hin til miðils til að athuga hvort þetta stæðist.“

Í vinnunni var fólk farið að undrast um Tinnu. Það var mjög óvanalegt að hún væri ekki mætt til vinnu og ekkert hefði heyrst frá henni.

Upp úr hádegi hringdi vinkona hennar og samstarfsfélagi í móður hennar og sagðist halda að eitthvað hefði komið fyrir. Eitthvað væri ekki í lagi, hvort hún ætti að fara heim til hennar og athuga með hana eða hvort þau, foreldrar hennar, vildu fara. Ákveðið var að pabbi Tinnu og yngri systir, Fanney, færu til að athuga með hana. Þegar þau komu og börðu að dyrum kom enginn til dyra, en þau heyrðu í Tinnu fyrir innan þar sem hún reyndi af veikum mætti að kalla til þeirra. Eftir að hafa reynt að sparka upp hurðinni án árangurs, hljóp pabbi hennar út og náði á einhvern undraverðan hátt að stökkva upp á svalirnar, en íbúð Tinnu var á annarri hæð. „Það skilur ennþá enginn hvernig hann fór að þessu. Svalirnar eru lokaðar og ekkert til að grípa í. En maður hefur stundum heyrt sögur af ótrúlegum krafti sem kemur yfir foreldra þegar börnin þeirra eru í hættu, eins og þegar konur geti skyndilega lyft bílum til að bjarga barninu sínu undan þeim. Þetta var eitthvað svoleiðis, hann stökk þarna upp og stakk sér svo inn um 30 sentímetra glugga.“

Þegar pabbi hennar var kominn inn í íbúðina og búinn að opna fyrir Fanneyju, fundu þau Tinnu á baðherbergisgólfinu. Þar hafði hún legið í rúmar sex klukkustundir. Hún var blóðug eftir að hafa fallið á andlitið, og þeirra fyrsta hugsun var að hún væri dáin. Tinna man vel eftir þessum andartökum. „Það var mjög sérstök tilfinning að liggja þarna, ég hélt ennþá að ég væri dáin, en vissi af fólkinu mínu þarna og fann það stumra yfir mér og athuga hvort ég andaði. Þau hringdu svo á sjúkrabíl sem kom nokkrum mínútum síðar.“

//

Svona hefst frásögn Tinnu Guðrúnar Barkardóttur af deginum sem breytti lífi hennar fyrirvaralaust. Hún hefur tekist á við veikindi sín af miklu æðruleysi, en er staðráðin í því að ná bata og hefur meðal annars leitað út fyrir landsteinana að lækningu. Hún gagnrýnir íslenska heilbrigðiskerfið harðlega og segir sorglegt að góð þjónusta eftir álíka áföll þurfi að snúast um peninga.
Lestu ítarlegt viðtal við Tinnu í nýjasta tölublaði Vikunnar. 

Texti: Margrét Björk Jónsdóttir
Myndir: Hallur Karlsson
Förðun: Björg Alfreðsdóttir

Milljónir manna hafa horft á þetta myndband: „Þessi sítróna er átrúnaðargoðið mitt“

San Diego-búinn Michael Sakasegawa var að klára morgunskokkið síðasta miðvikudag þegar hann kom auga á nokkuð skondið: sítrónu að velta niður brekku. Sítrónan vakti áhuga Michaels og verandi ljósmyndari þá greip hann upp símann sinn og ákvað að taka myndband af sítrónunni.

Útkoman varð tæplega tveggja mínútna langt myndband af sítrónunni er hún veltur niður brekkuna. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að um fjórar milljónir manna eru búnar að horfa á myndbandið eftir að Michael birti það á Twitter.

Það má segja að þessi sítróna sé orðið eins konar sameiningartákn netverja, en í viðtali við BuzzFeed segir Michael aldrei hafa búist við því að þetta myndband myndi slá svo rækilega í gegn.

Fjölmargir hafa tíst um sítrónuna og skrifar einn tístari að sítrónan hafi veitt honum von.

„Þessi sítróna er kappsamari en ég. Þessi sítróna var að fara eitthvað. Þessi sítróna ætlaði ekki að leyfa neinum að eyðileggja það. Þessi sítróna ætlaði ekki að stoppa fyrir neinu né neinum. Þessi sítróna er átrúnaðargoðið mitt og fyrirmyndin mín. Ég elska þessa sítrónu.“

Aðrir slá á létta strengi og skilja ekki af hverju myndbandið varð svo vinsælt.

2008: Upptekin af því að finna jafnvægi á milli fjölskyldulífs og vinnu.

2018: Upptekin af því að horfa á myndband af sítrónu rúlla niður götuna,“ tístir einn tístari.

Því má bæta við að Michael tók sítrónuna heim með sér og hefur fengið fjölmargar uppástungur frá netverjum um hvað hann eigi að gera við hana.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, og já, það er furðulega dáleiðandi:

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Tvö þúsund miðum hefur verið bætt við á tónleika hljómsveitarinnar Guns N’ Roses sem fram fara á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi. Enn fremur hafa samningar náðst við íslensku rokksveitina Brain Police að hita upp fyrir goðsagnirnar í Guns N’ Roses, samkvæmt tilkynningu frá tónleikahöldurum.

Það seldist upp á tónleikana fyrir stuttu og nú geta rokkþyrstir landsmenn, sem ekki náðu í miða, tekið gleði sína á ný, en miðana sem bætt var við er hægt að kaupa á vefsíðunni show.is.

Tónleikar Guns N’ Roses verða eflaust stærstu rokktónleikar í Íslandssögunni, en búast má við að Guns N’ Roses-liðar spili í allt að þrjár klukkustundir, líkt og þeir hafa gert á fyrri tónleikum í tónleikaferðalaginu Not In This Lifetime…

Hljómsveitin kemur með 45 gáma af græjum til landsins en heildarmagn þeirra telur alls um 1300 tonn. Þar af er stærsta svið Íslandssögunnar sem verður 65 metra breitt, þrír risaskjáir, svo ekki sé minnst á stærsta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þá eru ótaldar alls kyns eldsýningar, sprengjur og reykvélar.

Linsubaunasúpa með brúnuðu smjöri, chili og kóríander

01. tbl. 2017
|

Linsubaunir hafa ávallt verið ódýr matur og héldu lífi í bændum og fátækari stéttum fólks í Evrópu. Þær eru einstaklega næringargóðar, orkuríkar og góð uppspretta trefja, fólats og járns. Ólíkt þurrkuðum baunum þarf ekki að láta linsubaunirnar liggja í bleyti. Gott er samt að skola þær fyrst og róta í gegnum þær ef það skyldu leynast smásteinar í pokanum.

Dahl (einnig skrifað dal) er orðið sem notað er á Indlandi yfir linsubaunir, það er einnig notað yfir súpur sem innihalda linsubaunir og eru mjög vinsælar þar í landi. Þessi uppskrift er sérstaklega hentug á köldum og vætusömum dögum enda hlýjar þykk súpan manni inn að beini með austurlenskum kryddum og chili.

Dahl með brúnuðu smjöri, chili og kóríander
fyrir 3-4

400 g rauðar linsubaunir
1 tsk. túrmerik
½ tsk. chili-flögur
5 kardimommubelgir, marðir
1 tsk. salt
50 g smjör
2 tsk. kumminfræ
1 tsk. sinnepsfræ
2-3 skalotlaukar, skornir í þunnar sneiðar
½ rautt chili-aldin, skorið í sneiðar
hnefafylli ferskur kóríander

Sjóðið linsubaunir ásamt túrmeriki, chili-flögum, kardimommum og salti í meðalstórum potti í 20-30 mín. eða þar til linsubaunirnar eru orðnar mjúkar og blandan er orðin þykk. Fjarlægið þá kardimommubelgina og bragðbætið með salti.
Hitið smjörið á pönnu og látið krauma þar til smjörið fer að brúnast og gefur frá sér hnetukenndan ilm. Setjið fræin á pönnuna og eldið í 30 mín. eða þar til þau fara að springa. Steikið skalotlaukinn upp úr kryddsmjörinu þar til hann fer að karamelliserast, u.þ.b. 10 mínútur. Hrærið chili-aldinu saman við og í eldið í stuttan tíma, u.þ.b. hálfa mín. Hellið kryddsmjörinu yfir linsubaunakássuna og berið fram með ferskum kóríander og basmati hrísgrjónum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Opnar sig um baráttu sonarins við krabbamein: „Ég hef farið í gegnum helvíti“

|
|

Söngvarinn Michael Bublé opnar sig um baráttu fjögurra ára sonar síns, Noah, við lifrakrabbamein í viðtali við ástralska dagblaðið Herald Sun, en Noah greindist með krabbamein í lok árs 2016.

Michael og eiginkona hans, leikkonan Luisana Lopilato, hættu að vinna þegar Noah greindist. Í viðtali við Herald Sun segir söngvarinn að hann hafi nánast afskrifað það að snúa aftur í tónlistarbransann þegar sonur hans barðist fyrir lífi sínu. Þá kallar hann son sinn ofurhetju.

„Ég tala ekki um alla söguna, ekki einu sinni við vini mína, því það er of sárt. Þetta er strákurinn minn. Hann er ofurhetja og hann þarf ekki að endurlifa þetta aftur og aftur. En ég hef farið í gegnum helvíti. Og veistu hvað, mér finnst helvíti bara nokkuð góður sumarleyfisstaður miðað við hvað við höfum gengið í gegnum,“ segir söngvarinn, sem var einn sá vinsælasti í heiminum um árabil.

Hér eru hjónin með synina Noah og Elias.

„Ég hélt í alvörunni að ég myndi aldrei snúa aftur í tónlistarbransann,“ segir hann í viðtalinu og bætir við að fjölskyldan hafi verið í algjörum forgangi.

„Fjölskylda er það sem skiptir máli. Heilsa barnanna minna er númer eitt. Sambandið við fjölskylduna mína, eiginkonu mína, trúna mína – allt þetta er að sjálfsögðu númer eitt.“

Eiga von á barni

Michael segir að hann hafi gengið í gegnum mikla sjálfsskoðun í gegnum veikindi sonarins. Hann rifjar upp eitt atvik við sjúkrabeð sonar síns þar sem hann hugsaði af hverju í ósköpunum hann hefði einhvern tímann haft áhyggjur af plötusölu eða hvað fólk væri að segja um hann.

„Allt í einu varð þetta svo skýrt. Þessi skýrleiki gaf mér færi á að finna ást mína fyrir tónlist aftur. Ég ætla að snúa aftur í það sem ég var skapaður til að gera. Ég ætla að snúa aftur í heim sem þarfnast ástar og rómantíkur og hláturs meira en hann hefur þarfnast þess í langan tíma.“

https://www.youtube.com/watch?v=SPUJIbXN0WY

Michael og Luisana eiga einnig soninn Elias, tveggja ára, og eiga von á sínu þriðja barni innan skamms. Söngvarinn segir að Noah líði vel, en foreldrarnir þurfi að fylgjast grannt með líðan hans næstu mánuði og árin.

„Þetta er krabbamein þannig að við þurfum að fylgjast grannt með en ég myndi ekki snúa aftur í tónlist ef það væri ekki í lagi með hann.“

Hundurinn vék ekki frá móðurinni í fallegri heimafæðingu

||||||||||||
||||||||||||

Ljósmyndarinn Kristin Waner skrifar fallegan pistil á vefsíðunni Bored Panda þar sem hún lýsir sinni reynslu af því að mynda tvær af þremur fæðingum konu að nafni Brooke.

Hér má sjá Ryder passa móðurina á heimilinu þegar hún átti Boyd.

Þegar sonur Brooke, Boyd, fæddist átti fjölskyldan corgi-hund að nafni Ryder. Hann passaði upp á móðurina þegar hún var með hríðar og fylgdist einnig vel með heimafæðingunni. Ryder gat ekki verið viðstaddur þegar Brooke átti dótturina Berkeley heima fyrir, en þá kom bróðir hans, Ranger, í hans stað.

Ryder fylgdist grant með í hríðunum.

Kristin birtir myndir af þeim bræðrum og hvernig þeir veittu móðurinni andlegan stuðning í fæðingunum tveimur. Með myndunum fangar Kristin það fallega samband sem myndast á milli hunda og manna og segir að það hafi komið sér á óvart hve sterkt það væri þegar hún skoðaði myndirnar eftir fæðingu Berkeley. Þá segir hún að móðirin Brooke hafi ekki haft hugmynd um að hundinum hafi verið svo annt um hana og velferð hennar og barnsins.

Ranger kom í stað Ryder þegar að Berkeley kom í heiminn.

„Þegar ég kom heim og skoðaði myndirnar var ég á bleiku skýi að skoða allar þessar fallegu stundir úr fæðingunni. Mig langaði að hlæja og gráta á meðan ég skoðaði þær. Þær voru svo fullkomnar. Þegar ég sendi prufumyndir til Brooke hafði hún ekki hugmynd um að hundurinn hafði ekki vikið frá henni,“ skrifar Kristin og bætir við:

„Það var yndislegt að fanga þessar stundir fyrir hana. Nú getur hún horft til baka og séð hluti sem hún hefði annars ekki tekið eftir.“

Hér fyrir neðan eru nokkrar æðislegar myndir af fæðingu Berkeley, en fleiri myndir fylgja með fyrrnefndum pistli á Bored Panda.

Myndir / Kristin Waner

Kisi truflar sjónvarpsviðtal og það er sprenghlægilegt

Pólski fræðimaðurinn Dr. Jerzy Targalski mætti nýverið í viðtal í hollenskum þætti á sjónvarpsstöðinni NTR þar sem hann talaði um krísuna innan pólska dómskerfisins.

Tilefni viðtalsins voru lagabreytingar pólsku ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér lækkun á eftirlaunaaldri dómara úr 70 árum niður í 65 ár. Leiddi þetta til þess að 27 af 72 hæstaréttardómurum Póllands voru neyddir til að segja af sér, en litið er á þessar lagabreytingar sem lið í herferð stjórnarflokksins PiS gegn sjálfstæði pólska dómskerfisins.

Þetta viðtal væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kisa Dr. Jerzy, hin skemmtilega Lisio, ákvað að stela algjörlega sviðsljósinu af fræðimanninum.

Lisio gerði sér lítið fyrir og hoppaði upp á eiganda sinn, sem náði einhvern veginn að halda sér pollrólegum í viðtalinu og halda áfram að tala um þá háalvarlegu stöðu sem upp er komin í Póllandi.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en það er í einu orði sagt sprenghlægilegt:

Einkaþjálfarinn Sigrún María deilir 5 æfingum sem hægt er að gera með börnunum

|
|

Nú eru margir komnir í sumarfrí og oft getur verið erfitt að láta sér detta í hug skemmtilega hreyfingu fyrir alla fjölskylduna sem heldur manni hraustum og glöðum í fríinu. Við ákváðum að leita til einkaþjálfarans Sigrúnu Maríu Hákonardóttur og báðum hana um að stinga upp á hressandi æfingum sem hægt er að gera með börnunum í fríinu.

Sigrún María lifir afar heilbrigðum lífsstíl.

Sigrún María er 28 ára gömul og heldur úti heimasíðunni FitBySigrun þar sem hún deilir meðal annars æfingum og hollum uppskriftum. Sigrún á mann og eina dóttur sem er ellefu mánaða, með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf. Þá er hún einnig með einkaþjálfarapróf frá World Class og hóptímakennarapróf frá Fusion Fitness Academy.

„Ég hef brennandi áhuga á líkamsrækt, bæði andlegu og líkamlegu hliðinni. Ég er síðan að klára fjarnám sem veitir mér réttindi til þess að þjálfa ófrískar konur og þær sem eru nýbúnar að eiga, en ég fékk mikinn áhuga á slíkri hreyfingu eftir að ég varð sjálf ófrísk,“ segir Sigrún María. Hún segir að slys sem hún lenti í hafi orðið til þess að hún fór að einblína meira á að gera hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl að atvinnu.

„Ég hef síðustu ár unnið skrifstofustarf en stuttu eftir að ég útskrifaðist sem náms- og starfsráðgjafi lenti ég í slysi og slasaðist í baki sem veldur því að ég get ég ekki setið lengi. Líkamsræktin var alltaf áhugamál en þetta slys ýtti mér útí að gera hana að atvinnu. Eins og staðan er núna er ég í fæðingarorlofi en í orlofinu hefur tíminn verið nýttur í að stofna heimasíðuna FitBySigrun, þar sem ég deili meðal annars fríum æfingum og hollum uppskriftum.“

Þá snúum við okkur að aðalmálinu, sem eru fjölbreyttar hreyfingar sem hægt er að gera með börnunum. Þar komum við ekki að tómum kofanum hjá Sigrúnu Maríu.

„Oftast finnst börnum voða spennandi að taka þátt í einhverri keppni eða leik.

Ég mæli með að tengja hreyfingu við skemmtun með börnunum. Þú gætir farið með börnunum út að hjóla og stoppað einhversstaðar og tekið þá stutta æfingu sem þið gerið saman. Einnig gætiru látið börnin búa til leik, þau fá þá að velja æfinguna og þú færð að ráða hversu oft á að gera æfinguna eða hversu lengi.

Hér eru fimm æfingar sem þú getur gert með börnunum:

1. 30 sek hnébeygja og kasta bolta á milli

2. 30 sek framstigsganga og rétta bolta á milli

3. 30 sek planki og klappa höndum til skiptis

4. 30 sek plankaganga (annar heldur undir fætur), skiptið og gerið í aðrar 30 sek 

5. 30 sek há hné á meðan hinn heldur í hnébeygju með hendur fram, skiptið og gerið í aðrar 30 sek 

Þið getið síðan endað á til dæmis kapphlaupi að ljósastaur, hvílt og farið síðan allt að fimm sinnum í gegnum þessar æfingar.“

Fimm sekúndna reglan

Og þegar hugurinn reynir að halda manni frá hreyfingunni segir Sigrún María það gott að tileinka sér svokallaða fimm sekúndna reglu.

„Ekki hlusta á afsakanir sem hugurinn býr til, svaraðu þeim á móti og drífðu þig af stað. Mér finnst gott að nota fimm sekúndu regluna frá Mel Robbins. En hún virkar meðal annars þannig að þegar þig vantar kjark til þess að gera eitthvað þá telur þú niður frá fimm í einn og stekkur þá af stað og ræðst á verkefnið.“

Myndir / Berglind Jóhannsdóttir og úr einkasafni

Fyrsta Guns N’ Roses spurningakeppnin í sögu íslenska lýðveldisins

|
|

„Árið 1988 fór amma með mig í plötubúð og leyfði mér að velja kassettu. Ég heillaðist að umslaginu, hlustaði svo ekki á annað næstu daga, vikur mánuði og jafnvel ár. Er enn að hlusta. Þetta hefur verið uppáhaldsbandið mitt síðan,“ segir fjölmiðlamaðurinn Andri Freyr Viðarsson um hvaðan ást hans á sveitinni Guns N’ Roses kemur.

Andri hefur verið aðdáandi Guns N’ Roses síðan hann var smápolli.

Andri blæs til Guns N’ Roses spurningakeppni á Skúli Craft Bar í kvöld, miðvikudagskvöldið 11. júlí, ásamt félaga sínum, Birni Árnasyni. Að sjálfsögðu verður ekkert annað spilað en slagarar rokksveitarinnar á meðan á keppninni stendur, og jafnvel eitthvað frameftir, og lofar Andri sannkallaðri paradísarstemningu.

„Fólk má búast við fyrstu Guns N’ Roses spurningakeppninni í sögu íslenska lýðveldisins, góðri stemningu, frábærri tónlist og eðal bjór,“ segir hann og bætir við að gestir þurfi alls ekki að vera forfallnir aðdáendur sveitarinnar til að spreyta sig á spurningunum.

„Það eru spurningar fyrir alla þarna og svo líka fyrir nördana, en fyrst og fremst verður þetta skemmtilegt.“

Sjá einnig: Krakkar hlusta á Guns N’ Roses í fyrsta sinn: „Þetta er bara of hávært”.

En af hverju heil spurningakeppni tileinkuð einni hljómsveit?

„Það er bara löngu orðið tímabært og ekki skemmir fyrir að þeir eru væntanlegir til landsins á næstu dögum,“ segir Andri en Guns N’ Roses liðar spila fyrir Íslendinga á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi. Andri ætlar að sjálfsögðu ekki að láta sig vanta á þá tónleika, en hann hefur þrisvar sinnum áður séð hljómsveitina á tónleikum. En hve spenntur er hann fyrir Íslandstónleikum sveitarinnar á skalanum 1 til 10?

„Hverslags spurning er þetta? 18!“

Alltof mörg uppáhaldslög

Þeir sem bera sigur úr býtum í spurningakeppninni í kvöld geta gengið í burtu sáttir með uppfærslu á tónleikamiðanum sínum í sérstakan VIP miða, inneign í húðflúr hjá Sölva Dún og inneign á Skúla Craft Bar. Andri er í óðaönn að leggja lokahönd á spurningarnar þegar blaðamaður Mannlífs nær á hann, en það er ómögulegt að sleppa þessum knáa fjölmiðlamanni án þessa að spyrja hann út í sín uppáhaldslög með sveitinni.

„Ég get ómögulega nefnt uppáhaldslögin. It´s so easy, Think about you, One in a million, Coma, Locomotive, Move to the city, Patience… Ég get í raun haldið áfram í allan dag.“

Hér er svo hægt að sjá viðburð kvöldsins á Facebook, sem byrjar stundvíslega klukkan 20.00.

Syrgjandi ekkill starir á hafið með mynd af konunni sinni á hverjum degi

Falleg mynd af eldri manni sem starir á hafið með myndaramma sér við hlið hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu síðustu daga.

Það var veitingamaðurinn Giorgio Moffa sem tók myndina í borginni Gaeta á Ítalíu og deildi henni á Facebook-síðu sinni.

„Ég þekki ekki þessa yndislegu manneskju. Ég veit bara að ástin hans var klárlega stór ást. Ég sá hann gráta. Ég held að svona menn séu ekki til lengur. Ég sendi þér innilegt faðmlag, kæri vinur. Þú ert stórkostlegur maður,“ skrifar Giorgio við myndina sem hefur, þegar þetta er skrifað, verið deilt tæplega fjögur þúsund sinnum. Tæplega sjö þúsund Facebook-notendur hafa líkað við myndina.

Giorgio segir í samtali við Yahoo Lifestyle að maðurinn á myndinni heiti Giuseppe og að myndin í rammanum sé af eiginkonu hans heitinni. Hann segir að Giuseppe mæti á bryggjuna á hverjum morgni með myndarammann og að hann hafi gert það í fjölmörg ár.

„Giuseppe sagði mér að ástæðan fyrir því að hann heimsækir þennan stað er vegna þess að þau hjónin eyddu góðum tíma á nálægri strönd fyrir löngu síðan. Þau voru fyrsta ást hvors annars og gengu í hjónaband. Þetta var heil ævi af ást,“ segir Giorgio.

Hann segir jafnframt að Giuseppe, sem nú er 72ja ára gamall, hafi átt þrjú börn með eiginkonu sinni, en að hún hafi dáið fyrir nokkrum árum úr sjúkdómi.

„Þegar hann fer á stað þar sem hann hefur verið með eiginkonu sinni þá tekur hann mynd af henni alltaf með,“ bætir Giorgio við.

Svona á klósettpappírsrúllan að snúa

||
||

Það eru tvær leiðir til að snúa klósettpappírsrúllu á rúllustandinum á baðherberginu eins og gefur augaleið. Það hefur verið mikið þrætuefni á ýmsum heimilum í gegnum tíðina hvort lausi endinn á rúllunni eigi að snúa að klósettinu eða liggja undir rúllunni. Nú hefur nýleg rannsókn sem framkvæmd var í háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum skorið úr um hvort er réttara.

Vefsíðan Inc. segir frá rannsókninni en í henni voru tólf almenningssalerni í Colorado rannsökuð – sex karlaklósett og sex kvennaklósett. Alls fundust nítján týpur af bakteríum á hurðum, gólfum, krönum, klósettsetum og sápupumpum á almenningssalernunum. Er það tekið fram í rannsókninni að margar af þessum bakteríum geti smitast á milli manna með snertingu, en þekktasta bakterían er e. coli úr saur, sem veldur meðal annars matareitrun.

Rannsakendur segja að stundin sem fólk er líklegast til að gefa frá sér ýmsar bakteríur sé þegar það teygir sig í klósettpappír. Því sé afar mikilvægt að klósettpappírinn sé þannig að lausi endinn snúi að klósettinu þannig að fingur salernisnotanda snerti aðeins þann hluta pappírsins sem hann notar og sturtar síðan niður.

Svona á rúllan að snúa, krakkar.

Ef klósettpappírsrúllan snýr þannig að lausi endinn liggi undir rúllunni eru miklar líkur á því að fingur þess sem situr á salerninu snerti vegginn eða pappír sem hann notar ekki og skilji þannig eftir sig óæskilegar bakteríur fyrir aðra salernisnotendur. Ef að rúllann snýr þannig eiga notendur ekki aðeins á hættu að ná sér í bakteríur heldur einnig skilja fleiri eftir fyrir þann sem er næstur í röðinni.

Þetta er alveg bannað!

Í stuttu máli – rúllan á að snúa þannig að lausi endinn liggi ofan á rúllunni samkvæmt vísindamönnum.

Í þessu samhengi er rétt að brýna fyrir fólki að þvo hendur sínar vel eftir heimsókn á almenningssalerni. Almenn regla er að skrúbba hendur sínar vel með sápu í um tuttugu sekúndur og skola síðan með vatni.

Fjögur pör sem giftu sig á Bahama-eyjum

||||
||||

Helgin var stútfull af rómantík, en bæði stórsöngvarinn Justin Bieber og knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson fóru á skeljarnar á Bahama-eyjum.

Justin bað fyrirsætunnar Hailey Baldwin en Gylfi sinnar heittelskuðu, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Báðar sögðu konurnar já og því svífa bæði pörin eflaust um á rósrauðu hamingjuskýi.

Bæði Gylfi og Alexandra deildu fallegri mynd rétt eftir bónorðið og skrifaði Alexandra við sína mynd:

„Eftir fulkominn dag á Bahamaeyjum játaðist ég besta vini mínum. Get ekki beðið eftir að giftast þér, elskan!“

Justin Bieber opnaði sig einnig á Instagram og deildi mynd af sér og Hailey þar sem hann skrifaði meðal annars:

„Þú ert ástin í lífinu mínu Hailey Baldwin og ég myndi ekki vilja eyða ævinni með nokkrum öðrum. Þú gerir mig að betri manni og við pössum svo vel saman!“

Was gonna wait a while to say anything but word travels fast, listen plain and simple Hailey I am soooo in love with everything about you! So committed to spending my life getting to know every single part of you loving you patiently and kindLY. I promise to lead our family with honor and integrity letting Jesus through his Holy Spirit guide us in everything we do and every decision we make. My heart is COMPLETELY and FULLY YOURS and I will ALWAYS put you first! You are the love of my life Hailey Baldwin and I wouldn’t want to spend it with anybody else. You make me so much better and we compliment eachother so well!! Can’t wait for the best season of life yet!. It’s funny because now with you everything seems to make sense! The thing I am most excited for is that my little brother and sister get to see another healthy stable marriage and look for the same!!! Gods timing really is literally perfect, we got engaged on the seventh day of the seventh month, the number seven is the number of spiritual perfection, it’s true GOOGLE IT! Isn’t that nuts? By the way I didn’t plan that, anyways My goodness does feel good to have our future secured! WERE GONNA VE BETTER AT 70 BABY HERE WE GO! “He who finds a wife finds a good thing and obtains FAVOR from the Lord!” This is the year of favor!!!!

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

Pörin tvö eru langt frá því að vera fyrstu pörin til að trúlofa sig á Bahama-eyjum, en það er afar vinsæll áfangastaður ástfanginna turtildúfa. Spennandi verður að vita hvort að þau ætli einnig að innsigla ástina á eyjunum, en nokkur stjörnupör hafa einmitt gengið í það heilaga á þessum fallega stað.

Penelope Cruz og Javier Bardem

Leikaraparið byrjaði að stinga saman nefjum árið 2007 og giftu sig í byrjun júlí árið 2010. Athöfnin var lítil og aðeins nánustu boðið, en herlegheitin fóru fram heima hjá vini þeirra á Bahama-eyjum.

Cindy Crawford og Rande Gerber

Cindy og Rande játuðust hvort öðru árið 1998 á strönd á Bahama-eyjum. Cindy klæddist afar einföldum en fallegum kjól frá John Galliano og gengu þau hjónin saman upp að altarinu.

Mariah Carey og Nick Cannon

Söngkonan gekk að eiga þúsundþjalasmiðinn á heimili þeirra á eyjunni Windermere á Bahama-eyjum þann 30. apríl árið 2008. Sex árum seinna var ástarblossinn þó slokknaður og Nick sótti um skilnað sem gekk í gegn árið 2016.

Jewel og Ty Murray

Söngkonan og kúrekinn gengu í það heilaga á strönd á Bahama-eyjum árið 2008, eftir áralangt samband. Árið 2014 var gamanið hins vegar búið og þau skildu.

Lögreglumaðurinn vill 1,5 milljónir í miskabætur vegna orðalags

Lögreglumaðurinn Aðalbergur Sveinsson, sem þrjár barnungar stúlkur hafa sakað um kynferðisbrot, krefst 1,5 milljóna króna í miskabætur frá Stundinni vegna orðalags í frétt um stöðu hans innan lögreglunnar, en móðir einnar stúlkunnar hefur gagnrýnt það harkalega að Aðalberg hafi ekki verið vikið úr starfi á meðan að málin voru rannsökuð. Frá þessu er sagt á vef Stundarinnar.

Aldrei vikið úr starfi

Það var Mannlíf sem sagði fyrst frá meintum brotum Aðalbergs með frásögn Halldóru Baldursdóttur og dóttur hennar, Helgu Elínar. Helga Elín sakaði Aðalberg um kynferðisbrot gegn sér í sumarbústaðarferð sem hún fór í með vinkonu sinni, Kiönu Sif Limehouse, sem þá var stjúpdóttir Aðalbergs. Málið var látið niður falla vegna ónægra sannanna og hefur Halldóra gagnrýnt ýmislegt við rannsóknina.

„Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni“

Þá steig Kiana Sif einnig fram í Mannlíf og sakaði Aðalberg um kynferðisbrot, sem áttu sér stað að hennar sögn yfir nokkurra ára skeið þegar hann var stjúpfaðir hennar. Þriðja stúlkan, Lovísa Sól, steig svo fram í DV stuttu síðar og sagði Aðalberg hafa þuklað ítrekað á henni á árunum 2010 til 2011. Allar voru stúlkurnar barnungar þegar meint brot áttu sér stað. Aðalbergi var aldrei vikið úr starfi og starfar enn innan lögreglunnar.

„Kvöldið áður en ég sagði frá misnotaði hann mig í seinasta skiptið“

Notkun á orðinu nauðgun

Samkvæmt frétt Stundarinnar barst Diljá Sigurðardóttur, blaðakonu Stundarinnar, og ritstjórum Stundarinnar kröfubréf frá lögfræðingi Aðalbergs, í kjölfar fyrrnefndar fréttar um stöðu hans innan lögreglunnar. Málshöfðunarhótunin snýr að notkun á orðinu nauðgun, en í fyrirsögn fréttarinnar kom orðið nauðungarkærur fram. Því hefur verið breytt í kynferðisbrotakærur til að koma til móts við fyrrnefnt kröfubréf á meðan að málið væri skoðað lögfræðilega af hálfu Stundarinnar.

„Það var gerð krafa um að þessar röngu ásakanir, sem er óumdeilt að eru rangar, væru leiðréttar og beðist opinberlega afsökunar á þeim. Auk þess var gerð krafa um að umbjóðanda mínum yrðu greiddar miskabætur. Ég hef ekki fengið nein svör frá blaðamanninum eða ritstjórn blaðsins. Ég reikna því með að það endi með því að blaðamanninum verði stefnt,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Aðalbergs.

Samkvæmt frétt mbl.is fengu forsvarsmenn Stundarinnar sólarhring til að bregðast við efni bréfsins og að í bréfinu segi enn fremur að „að þeim tíma liðnum sé áskil­inn rétt­ur til þess að höfða dóms­mál á hend­ur [blaðamann­in­um] án frek­ari viðvör­un­ar“.

„En það er svarað með þögninni. Í minni sveit var ákveðin kurteisi að svara erindum sem manni voru send, hvort sem manni líkaði erindin eður ei. Það vantar greinilega upp á það á þessum bænum,“ segir Vilhjálmur.

„Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar“

Tæki til þöggunnar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, segir í frétt mbl.is að orðalagi í fréttinni hafi verið breytt til að sýna sanngirni, en að forsvarsmenn Stundarinnar hafi ekki talið rétt að bregðast við innihaldi kröfubréfsins að öðru leyti.

„Okk­ur fannst eitt­hvað rangt við [kröf­ur lög­reglu­manns­ins] og okk­ur fannst við ekki getað orðið við því að greiða hon­um him­in­há­ar fjár­hæðir eða biðja hann af­sök­un­ar,“ seg­ir Ingi­björg Dögg og bætir við að Aðalbergi hafi verið gefinn kostur á að koma sinni hlið á framfæri í Stundinni.

„Hann fékk fullt tæki­færi til þess að tjá sig við vinnslu frétt­ar­inn­ar en valdi að skella á blaðakon­una þegar hún hringdi í hann.“

Þá bætir Ingibjörg Dögg við að verið sé að nota stefnur sem slíkar sem tæki til þöggunnar að hennar mati.

„Það er sorg­legt að þetta skuli vera staða fjöl­miðla, að þurfa statt og stöðugt að vera að standa í þessu. Í þessi dóms­mál fara pen­ing­ar sem hefðu ell­egar nýst til að styrkja rit­stjórn­irn­ar, þeir renna frá fjöl­miðlun­um í vasa lög­manna. Þannig að það er verið að nota stefn­ur sem tæki til þögg­un­ar vegna þess að þeir vita að litl­um fjöl­miðlum blæðir.“

Ekkert embætti tekur ábyrgð

Halldóra Baldursdóttir, móðir Helgu Elínar, fyrstu stúlkunnar sem steig fram og sagði sína sögu af Aðalbergi, sendi erindi til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún vildi að rannsókn málsins væri skoðuð. Gagnrýndi hún meðal annars að mál stúlknanna þriggja hefðu ekki verið rannsökuð saman, að lögreglumanninum hefði ekki verið vikið úr starfi á meðan á rannsókn stóð og að ummæli sakborningsins hefði ekki verið borin undir Helgu Elínu. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem bárust Halldóru og fjölskyldu hennar þann 25. júní síðastliðinn, er erindi hennar sem snýr beint að óvandaðri lögreglurannsókn vísað frá.

Gagnrýni á rannsókn lögreglu vísað frá: „Mikil vonbrigði”

Þegar að málið kom upp sendi Halldóra póst á þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson. Hann vísaði erindingu á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra. Í samtali við Mannlíf lýsti Halldóra þeirri tilfinningu sinni að ríkislögreglustjóri hafi brugðist henni og dóttur hennar, þar sem hann vildi „ekkert fyrir okkur gera.“

Haraldur Johannessen hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs persónulega um þetta mál. Samkvæmt yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra fór embættið þess á leit við ríkissaksóknara að fá afhent rannsóknargögn málsins til þess að unnt væri að taka ákvörðun um hvort leysa skyldi lögreglumanninn frá embætti um stundarsakir eða að fullu. Ríkissaksóknari hafnaði erindi Embættis ríkislögreglustjóra með vísan til heimildarskorts í lögum. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði hins vegar í samtali við Stundina að ríkissaksóknari hafi sent „ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum.“

Stefán Eiríksson starfaði sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn málsins stóð. Stefán kveðst ekki hafa fylgst með umfjöllun um málið og neitar að tjá sig um það við blaðamenn Mannlífs.

Segist ekki hafa brugðist dóttur Halldóru

Dómsmálaráðherra svaraði á Facebook

Mannlíf óskaði eftir viðtali við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um málið fyrir stuttu. Hún gaf ekki kost á viðtali þar sem hún var í sumarfríi. Í yfirlýsingu sem Halldóra sendi frá sér í kjölfar úrskurðar nefndar um eftirlit með lögreglu skoraði hun á dómsálaráðherra að beita sér í málinu. Nefnd um eftirlit með lögreglu fer ekki með ákæruvald, en Halldóra skoraði einnig á ráðherra að bæta úr því:

„Ef nefndina skortir lagaheimildir til að geta beitt sér af fullri í hörku málum er varða öryggi almennings gagnvart lögreglu og eftirliti með lögreglu, þá skorum við á dómsmálaráðherra að bæta úr því.“

Ráðherra svaraði þeirri áskorun á Facebook-síðu sinni og skrifaði meðal annars að nefnd um eftirlit með lögreglu hefði allar nauðsynlegar heimildir „lögum samkvæmt til að taka kvartanir og kærumál til ítarlegrar skoðunar og tryggja þannig virkt eftirlit með störfum lögreglunnar og fyrirkomulagi málsmeðferða.“

Justin Bieber trúlofaður: Fór á skeljarnar á Bahama-eyjum

Söngvarinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Baldwin trúlofuðu sig í gær, laugardaginn 7. júlí. Það var fréttasíðan TMZ sem var fyrst með fréttirnar, en samkvæmt miðlinum fór Justin á skeljarnar á Bahama-eyjum.

Samkvæmt TMZ bað söngvarinn Hailey á sumarleyfisstað á eyjunum og bað öryggisverði sína um að biðja alla viðstadda að leggja símana sína frá sér þar sem eitthvað stórkostlegt væri að fara að gerast.

Hailey sagði já og var fagnað fram á rauða nótt. Faðir Justins beið ekki boðanna og birti strax mynd af syni sínum á Instagram í dag þar sem hann sagðist vægast sagt vera stoltur.

„Spenntur fyrir næsta kaflanum!” skrifaði hann einnig við myndina.

@justinbieber Proud is an understatement! Excited for the next chapter!

A post shared by Jeremy Bieber (@jeremybieber) on

Tímaritið Us Weekly sagði fyrst frá því að Justin og Hailey væru byrjuð saman í júní á þessu ári, en parið stakk einnig saman nefjum á árunum 2015 til 2016.

Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn

Rokksveitin Guns N’ Roses er búin að slá YouTube-met, en mynband við lagið November Rain rauf nýverið milljarða múrinn á myndbandaveitunni. Myndbandið, sem er níu mínútna langt, var frumsýnt árið 1992 en lagið er á plötunni Use Your Illusion I sem kom út árið áður.

Búið er að horfa á myndbandið 1,001,133,745 sinnum þegar þetta er skrifað en samkvæmt Forbes er þetta fyrsta myndbandið frá tíunda áratugi síðustu aldar til að ná fleiri en milljarð áhorfa. Þá segir Forbes að horft hafi verið á myndbandið að meðaltali 560 þúsund sinnum á dag árið 2017.

83% þeirra sem horfa á myndbandið á YouTube koma frá löndum utan Bandaríkjanna, flestir frá Brasilíu, Mexíkó og Argentínu.

Næstvinsælasta myndbandið með Guns N’ Roses á YouTube er Sweet Child O’ Mine, en horft hefur verið á það tæplega sjö hundruð milljón sinnum. Í þriðja sæti er myndbandið við Paradise City sem horft hefur verið á tæplega fjögur hundruð milljón sinnum.

Guns N’ Roses er á tónleikaferðalagi um þessar mundir, eins og margir Íslendingar vita, enda trylla þeir tónleikagesti á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi.

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Gaf brjóst á tískupöllunum og fólk elskar það

|
|

Nýbakaða móðirin Mara Martin var valin til að ganga tískupallana á tískusýningu á vegum Sports Illustrated í Miami síðasta sunnudagskvöld.

Það má með sanni segja að Mara hafi vakið verðskuldaða athygli, en hún gekk pallana með fimm mánaða gamla dóttur sína í fanginu og gaf henni brjóst um leið.

Stórglæsileg Mara.

Mara var ein af sextán konum sem voru valdar til að ganga í tískusýningunni, en Sports Illustrated tók við rafrænum umsóknum frá áhugasömum konum vegna sýningarinnar. Einhverjar konur voru boðaðar í áheyrnarprufu og svo fór að Mara var ein af þeim heppnum, en hún deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Áhorfendur á sýningunni, sem og netverjar sem hafa horft á frammistöðu Möru á tískupöllunum, eru hæstánægðir með það að Mara hafi gefið barni sínu brjóst á viðburðinum, enda mikið tabú sem fylgir brjóstagjöf á almannafæri í Bandaríkjunum.

Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason eiga geggjað flott parhús í Garðabæ

Akrahverfið í Garðbæ er nýlegt hverfi og þar eru enn þá ný hús að rísa. För okkar er heitið í veglegt parhús við Byggakur þar sem Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður, búa ásamt þremur sonum sínum en hjónin eiga húsgagnaverslunina Willamia á Garðatorgi.

„Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði húsið sem er 276 fermetra parhús á tveimur hæðum. Upphaflega skipulagið gerði ráð fyrir svefnherbergjum á báðum hæðum en við vildum hafa öll svefnherbergin á efri hæðinni og breyttum því hönnuninni og létum teikna húsið að innan upp eftir okkar óskum. Við vildum til dæmis geta gengið líka beint inn í bílskúrinn því við eigum þrjá stráka, á aldrinum fimm til átján ára, sem eru allir í fótbolta og vildum hafa baðherbergi með sturtu og þvottahús þar inni þannig að þegar þessir tveir eldri koma heim af æfingum geta þeir farið þar inn þar, sett æfingafötin beint í óhreina tauið og farið í sturtu. Fótboltadótið kemur því ekki hér inn,“ segir Harpa ánægð að fá ekki illa lyktandi fótboltaskó og íþróttafatnað inn í hús.

Hafa búið í fjórum löndum

Stefán er handlaginn og Harpa er lærður innanhússhönnuður sem kemur sér vel því fjölskyldan hefur flutt mjög oft og búið í fjórum löndum á fimmtán árum.

„Í hvert skipti sem við flytjum skipti ég um stíl. Þegar við bjuggum í Danmörku var stíllinn mjög skandinavískur og í Belgíu þar sem við bjuggum síðast vorum við með allar innréttingar hvítar, hvíta veggi og rosalega ljóst parket, ég þurfti nánast að vera með sólgleraugu inni því það var svo bjart,“ segir hún og hlær.

„Smekkurinn hjá okkur hefur stöðugt verið að breytast með tímanum og svo er eiginlega til vandræða að eiga húsgagnaverslun því maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt og spennandi sem er freistandi að fara með heim,“ segir hún í léttum tón og bætir við að þau séu mjög ánægð með heimilið eins og það er núna.

„Mér finnst miklu meira kósí að hafa heimilið aðeins dekkra, ekki allt hvítt, það er notalegra. Við viljum heldur ekki vera með of mikið af húsgögnum og dóti, okkur finnst þetta passlegt svona. Mitt áhugasvið liggur svolítið í þessu, mér finnst líka gaman að breyta og að hafa heimilið ekki alltaf eins, núna heillar mig að blanda saman ólíkum efnum eins og flaueli og svo grófari áferð. Ég er eiginlega alltaf að breyta og færa til hluti og heillast alltaf af einhverju nýju,“ segir Harpa Lind brosandi.

Í júlíblaði Húsa og híbýla sem er fáanlegt í verslunum til 26. júlí má sjá fleiri myndir úr þessa fallega parhúsi.

Myndir / Hallur Karlsson

Georg prins stal senunni í skírn litla bróðurs

|||
|||

Vilhjálmur Bretaprins og Kate, hertogynjan af Cambridge, birtu nýverið fjórar myndir úr skírn þriðja barn síns, Louis prins sem kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum síðan.

Louis var skírður þann 9. júlí síðastliðinn og var í handgerðri eftirlíkingu af konunglega skírnarkjólnum frá árinu 1841. Móðir hans, Kate var söm við sig og klæddist hvítum kjól frá Alexander McQueen, en hún var einnig í kjól frá þeim hönnuði við skírn hinna barnanna tveggja, Charlotte og Georgs.

Meðal þeirra sem mættu í skírnina var stolti afinn Karl Bretaprins og eiginkona hans, Camilla, Pippa Middleton, systir Kate, og auðvitað hin nýgiftu Harry Bretaprins og hertogaynjan Meghan.

Myndirnar fjórar úr skírninni eru afar fallegar, en það er óneitanlega Georg prins, fjögurra ára, sem stelur algjörlega senunni með hvern grallarasvipinn á fætur öðrum. Systir hans Charlotte, þriggja ára, stóð hins vegar vörð um athöfnina sjálfa og bannaði blaðaljósmyndurum að koma inn í konunglegu kappelluna í St. James-höll, þar sem litli Louis var skírður. Systkini þurfa nú að standa saman eftir allt saman!

Rúrik gæti grætt milljónir á hverri Instagram-færslu

|
|

Einn af hápunktum nýliðinnar heimsmeistarakeppni er hve hratt vinsældir knattspyrnukappans Rúriks Gíslasonar uxu á meðan á keppninni stóð, og jafnvel eftir að Ísland datt úr leik.

BBC segir Rúrik blöndu af Brad Pitt, Channing Tatum og Chris Hemsworth

Rúrik er nú kominn með 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og á sú tala eflaust eftir að hækka. Er Rúrik sá Íslendingur sem er með flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum, en á eftir honum kemur merkisfólk eins og fjallið Hafþór Júlíus Björnsson, landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, söngkonan Björk Guðmundsdóttir og áhrifavaldurinn Manuela Ósk. Margir hafa haft á orði að Rúrik gæti þénað smá aukapening með því að líta á Instagram sem atvinnuveg utan fótboltans, þar á meðal fyrrnefnd Manuela.

First training in Russia done ✅

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Hver mynd þýðir þúsundir króna

Það er engin algild regla um hve mikið áhrifavaldar fá fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ljóst að þar eru engir smápeningar í spilunum fyrir fólk eins og Rúrik sem kemst yfir milljón fylgjendur.

Samkvæmt tölum sem The Economist tók saman árið 2016 getur áhrifavaldur sem er með 1 til 3 milljónir fylgjenda á Instagram þénað fimmtíu þúsund dollara fyrir hverja færslu, eða rúmar fimm milljónir króna. Þeir sem eru með hálfa til eina milljón fylgjenda geta þénað um eina milljón króna fyrir hverja færslu. Ef áhrifavaldur kemst hins vegar yfir þrjár milljónir fylgjenda getur þessi tala hækkað í rúmar sjö milljónir króna.

Hér má sjá gröf The Economist um hve mikið áhrifavaldar geta grætt á auglýsingum.

Ef Rúrik ákveður að einbeita sér að þessum nýja starfsvettvangi og jafnvel færa sig yfir í aðra samfélagsmiðla getur hann grætt á tá og fingri. Þannig geta áhrifavaldar með 1 til 3 milljónir fylgjenda á Snapchat grætt fimm milljónir króna fyrir hverja færslu, rúmar sex milljónir króna fyrir hverja Facebook-færslu og vel yfir tíu milljónir króna fyrir hvert myndband á YouTube.

Ekki bara fylgjendur sem telja

Þó þessar tölur frá The Economist séu tveggja ára gamlar, gefa þær nokkuð góða mynd af tekjum áhrifavalda almennt séð. The Financial Times tók saman tekjur áhrifavalda fyrr á þessu ári og í þeim kom fram að áhrifavaldar með um hundrað þúsund fylgjendur gætu þénað um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir hverja mynd á Instagram.

Þess ber að geta að það er ekki aðeins fylgjendafjöldi sem fyrirtæki horfa í þegar þau ákveða að ráða til sín áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar og þjónustu. Ýmislegt annað ber að hafa í huga, svo sem svokallað „reach”, eða til hve margra auglýsingin nær, á hvaða samfélagsmiðlum áhrifavaldurinn er virkur og hver hans sérstaða á markaðinum er.

Peach Melba

02. tbl. 2018
|

Pêche Melba er löngu orðinn klassískur eftirréttur og hefur verið á matseðlum veitingahúsa allt frá því að matreiðslumaðurinn frægi Georges Escoffier framreiddi hann fyrst fyrir óperusöngkonuna Nellie Melba undir lok 19. aldar. Melba var áströlsk að uppruna en hafði elt draum sinn um frægð og frama á óperusviðinu til Evrópu.

Pêche Melba
fyrir 4

Ferskjur:
200 g sykur
500 ml vatn
4 þroskaðar ferskjur, skornar í tvennt og kjarninn tekinn úr
1 msk. sítrónusafi

Hitið sykur og vatn í potti yfir meðalháum hita þar til sykurinn hefur leysts upp. Bætið sítrónusafanum saman við og leggið ferskjurnar í pottinn. Eldið við suðumark þar til ferskjurnar eru orðnar mjúkar og hnífur eða prjónn rennur auðveldlega í gegnum aldinkjötið þegar stungið er í þær, u.þ.b. 10 mín. Takið af hitanum og fjarlægið ferskjurnar úr sírópinu. Fjarlægið hýðið með því að tosa það af ferskjunum. Setjið til hliðar.

Hindberjasósa:
125 g fersk eða frosin hindber
100 g flórsykur

Maukið hindberin í matvinnsluvél eða blandara. Hellið maukinu í gegnum síu og þrýstið niður á á fræin til að ná sem mestu af hindberjasafanum. Hendið fræjunum. Sigtið flórsykurinn smám saman við hindberjasafann og hrærið vel í með píski til að leysa sykurinn alveg upp.

1 l vanilluís
6 msk. möndluflögur, ristaðar

Takið fram fjóra diska eða skálar. Setjið 1-2 kúlur af vanilluís í hverja skál. Setjið 2 helminga af ferskjum ofan í skálina og hellið hindberjasósu yfir. Skreytið með ristuðum möndluflögum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Markmiðið að geta gengið fyrir þrítugt

Dagurinn 13. júlí 2015 mun seint líða Tinnu Guðrúnu Barkardóttur úr minni. Hún var 29 ára gömul, í blóma lífsins. Þennan örlagaríka dag breyttist tilvera hennar varanlega þegar hún fékk heilablóðfall sem nærri kostaði hana lífið. Tinna hefur tekist á við erfiðleikana af æðruleysi og dugnaði, en hún gagnrýnir íslenska heilbrigðiskerfið harðlega, og segir óásættanlegt að almennileg þjónusta eftir álíka áföll snúist um peninga.

Það var mánudagsmorgunn og Tinna á leið í vinnu, en hún starfaði sem yfirflokkstjóri í Vinnuskólanum á þessum tíma. Helginni hafði hún varið með vinkonum sínum á Akureyri. Þegar komið var að því að gera sig til fyrir vinnuna fór hún inn á baðherbergi þar sem hún datt skyndilega beint fram fyrir sig og lenti á andlitinu á baðherbergisflísunum. Blóðtappi hafði skotist upp í heila. Seinna kom í ljós að Tinna var með op á milli hjartagátta, óhreinsað blóð komst þar í gegn og fór með slagæð upp í höfuðið.

Tinna missti ekki meðvitund við fallið og lá áfram á gólfinu og reyndi að átta sig á stöðunni. Hún gat sig hvergi hreyft en vissi að hún þyrfti að halda sér vakandi. Seinna sögðu læknar henni að flestir hefðu í þessari stöðu lokað augunum, en hefði hún gert það hefði hún dáið. Hundurinn hennar, Dimma, lá í dyragættinni en eina reglan sem gilti á heimilinu var að hún færi ekki inn á baðherbergi.

Tíminn leið og símarnir hennar, vinnusíminn og hennar eigin, byrjuðu að hringja til skiptis. „Ég man eftir að hafa hugsað „hvaða aumingjar eru þetta sem vinna hjá mér, eru bara allir að hringja sig inn veika í dag.“ Mér datt einhvern veginn ekki í hug að fólk væri að hringja til að athuga með mig,“ segir Tinna þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka morgun. „Ég áttaði mig ekki á hvað hefði gerst, en var viss um að ég væri dáin. Þarna fékk ég gríðarlega langan tíma til að hugsa, og mjög skrítnar hugsanir sóttu á mig. Mig langaði til dæmis að komast í heimabankann minn til að millifæra yfir á foreldra mína svo þau þyrftu ekki að borga jarðarförina. Það sem hélt líka í mig var samningur sem ég hafði gert nokkru áður við góða vinkonu mína. Þá töluðum við um að við þyrftum að ákveða tölu og lit, og þegar önnur okkar dæi færi hin til miðils til að athuga hvort þetta stæðist.“

Í vinnunni var fólk farið að undrast um Tinnu. Það var mjög óvanalegt að hún væri ekki mætt til vinnu og ekkert hefði heyrst frá henni.

Upp úr hádegi hringdi vinkona hennar og samstarfsfélagi í móður hennar og sagðist halda að eitthvað hefði komið fyrir. Eitthvað væri ekki í lagi, hvort hún ætti að fara heim til hennar og athuga með hana eða hvort þau, foreldrar hennar, vildu fara. Ákveðið var að pabbi Tinnu og yngri systir, Fanney, færu til að athuga með hana. Þegar þau komu og börðu að dyrum kom enginn til dyra, en þau heyrðu í Tinnu fyrir innan þar sem hún reyndi af veikum mætti að kalla til þeirra. Eftir að hafa reynt að sparka upp hurðinni án árangurs, hljóp pabbi hennar út og náði á einhvern undraverðan hátt að stökkva upp á svalirnar, en íbúð Tinnu var á annarri hæð. „Það skilur ennþá enginn hvernig hann fór að þessu. Svalirnar eru lokaðar og ekkert til að grípa í. En maður hefur stundum heyrt sögur af ótrúlegum krafti sem kemur yfir foreldra þegar börnin þeirra eru í hættu, eins og þegar konur geti skyndilega lyft bílum til að bjarga barninu sínu undan þeim. Þetta var eitthvað svoleiðis, hann stökk þarna upp og stakk sér svo inn um 30 sentímetra glugga.“

Þegar pabbi hennar var kominn inn í íbúðina og búinn að opna fyrir Fanneyju, fundu þau Tinnu á baðherbergisgólfinu. Þar hafði hún legið í rúmar sex klukkustundir. Hún var blóðug eftir að hafa fallið á andlitið, og þeirra fyrsta hugsun var að hún væri dáin. Tinna man vel eftir þessum andartökum. „Það var mjög sérstök tilfinning að liggja þarna, ég hélt ennþá að ég væri dáin, en vissi af fólkinu mínu þarna og fann það stumra yfir mér og athuga hvort ég andaði. Þau hringdu svo á sjúkrabíl sem kom nokkrum mínútum síðar.“

//

Svona hefst frásögn Tinnu Guðrúnar Barkardóttur af deginum sem breytti lífi hennar fyrirvaralaust. Hún hefur tekist á við veikindi sín af miklu æðruleysi, en er staðráðin í því að ná bata og hefur meðal annars leitað út fyrir landsteinana að lækningu. Hún gagnrýnir íslenska heilbrigðiskerfið harðlega og segir sorglegt að góð þjónusta eftir álíka áföll þurfi að snúast um peninga.
Lestu ítarlegt viðtal við Tinnu í nýjasta tölublaði Vikunnar. 

Texti: Margrét Björk Jónsdóttir
Myndir: Hallur Karlsson
Förðun: Björg Alfreðsdóttir

Milljónir manna hafa horft á þetta myndband: „Þessi sítróna er átrúnaðargoðið mitt“

San Diego-búinn Michael Sakasegawa var að klára morgunskokkið síðasta miðvikudag þegar hann kom auga á nokkuð skondið: sítrónu að velta niður brekku. Sítrónan vakti áhuga Michaels og verandi ljósmyndari þá greip hann upp símann sinn og ákvað að taka myndband af sítrónunni.

Útkoman varð tæplega tveggja mínútna langt myndband af sítrónunni er hún veltur niður brekkuna. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að um fjórar milljónir manna eru búnar að horfa á myndbandið eftir að Michael birti það á Twitter.

Það má segja að þessi sítróna sé orðið eins konar sameiningartákn netverja, en í viðtali við BuzzFeed segir Michael aldrei hafa búist við því að þetta myndband myndi slá svo rækilega í gegn.

Fjölmargir hafa tíst um sítrónuna og skrifar einn tístari að sítrónan hafi veitt honum von.

„Þessi sítróna er kappsamari en ég. Þessi sítróna var að fara eitthvað. Þessi sítróna ætlaði ekki að leyfa neinum að eyðileggja það. Þessi sítróna ætlaði ekki að stoppa fyrir neinu né neinum. Þessi sítróna er átrúnaðargoðið mitt og fyrirmyndin mín. Ég elska þessa sítrónu.“

Aðrir slá á létta strengi og skilja ekki af hverju myndbandið varð svo vinsælt.

2008: Upptekin af því að finna jafnvægi á milli fjölskyldulífs og vinnu.

2018: Upptekin af því að horfa á myndband af sítrónu rúlla niður götuna,“ tístir einn tístari.

Því má bæta við að Michael tók sítrónuna heim með sér og hefur fengið fjölmargar uppástungur frá netverjum um hvað hann eigi að gera við hana.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, og já, það er furðulega dáleiðandi:

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Tvö þúsund miðum hefur verið bætt við á tónleika hljómsveitarinnar Guns N’ Roses sem fram fara á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi. Enn fremur hafa samningar náðst við íslensku rokksveitina Brain Police að hita upp fyrir goðsagnirnar í Guns N’ Roses, samkvæmt tilkynningu frá tónleikahöldurum.

Það seldist upp á tónleikana fyrir stuttu og nú geta rokkþyrstir landsmenn, sem ekki náðu í miða, tekið gleði sína á ný, en miðana sem bætt var við er hægt að kaupa á vefsíðunni show.is.

Tónleikar Guns N’ Roses verða eflaust stærstu rokktónleikar í Íslandssögunni, en búast má við að Guns N’ Roses-liðar spili í allt að þrjár klukkustundir, líkt og þeir hafa gert á fyrri tónleikum í tónleikaferðalaginu Not In This Lifetime…

Hljómsveitin kemur með 45 gáma af græjum til landsins en heildarmagn þeirra telur alls um 1300 tonn. Þar af er stærsta svið Íslandssögunnar sem verður 65 metra breitt, þrír risaskjáir, svo ekki sé minnst á stærsta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þá eru ótaldar alls kyns eldsýningar, sprengjur og reykvélar.

Linsubaunasúpa með brúnuðu smjöri, chili og kóríander

01. tbl. 2017
|

Linsubaunir hafa ávallt verið ódýr matur og héldu lífi í bændum og fátækari stéttum fólks í Evrópu. Þær eru einstaklega næringargóðar, orkuríkar og góð uppspretta trefja, fólats og járns. Ólíkt þurrkuðum baunum þarf ekki að láta linsubaunirnar liggja í bleyti. Gott er samt að skola þær fyrst og róta í gegnum þær ef það skyldu leynast smásteinar í pokanum.

Dahl (einnig skrifað dal) er orðið sem notað er á Indlandi yfir linsubaunir, það er einnig notað yfir súpur sem innihalda linsubaunir og eru mjög vinsælar þar í landi. Þessi uppskrift er sérstaklega hentug á köldum og vætusömum dögum enda hlýjar þykk súpan manni inn að beini með austurlenskum kryddum og chili.

Dahl með brúnuðu smjöri, chili og kóríander
fyrir 3-4

400 g rauðar linsubaunir
1 tsk. túrmerik
½ tsk. chili-flögur
5 kardimommubelgir, marðir
1 tsk. salt
50 g smjör
2 tsk. kumminfræ
1 tsk. sinnepsfræ
2-3 skalotlaukar, skornir í þunnar sneiðar
½ rautt chili-aldin, skorið í sneiðar
hnefafylli ferskur kóríander

Sjóðið linsubaunir ásamt túrmeriki, chili-flögum, kardimommum og salti í meðalstórum potti í 20-30 mín. eða þar til linsubaunirnar eru orðnar mjúkar og blandan er orðin þykk. Fjarlægið þá kardimommubelgina og bragðbætið með salti.
Hitið smjörið á pönnu og látið krauma þar til smjörið fer að brúnast og gefur frá sér hnetukenndan ilm. Setjið fræin á pönnuna og eldið í 30 mín. eða þar til þau fara að springa. Steikið skalotlaukinn upp úr kryddsmjörinu þar til hann fer að karamelliserast, u.þ.b. 10 mínútur. Hrærið chili-aldinu saman við og í eldið í stuttan tíma, u.þ.b. hálfa mín. Hellið kryddsmjörinu yfir linsubaunakássuna og berið fram með ferskum kóríander og basmati hrísgrjónum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Opnar sig um baráttu sonarins við krabbamein: „Ég hef farið í gegnum helvíti“

|
|

Söngvarinn Michael Bublé opnar sig um baráttu fjögurra ára sonar síns, Noah, við lifrakrabbamein í viðtali við ástralska dagblaðið Herald Sun, en Noah greindist með krabbamein í lok árs 2016.

Michael og eiginkona hans, leikkonan Luisana Lopilato, hættu að vinna þegar Noah greindist. Í viðtali við Herald Sun segir söngvarinn að hann hafi nánast afskrifað það að snúa aftur í tónlistarbransann þegar sonur hans barðist fyrir lífi sínu. Þá kallar hann son sinn ofurhetju.

„Ég tala ekki um alla söguna, ekki einu sinni við vini mína, því það er of sárt. Þetta er strákurinn minn. Hann er ofurhetja og hann þarf ekki að endurlifa þetta aftur og aftur. En ég hef farið í gegnum helvíti. Og veistu hvað, mér finnst helvíti bara nokkuð góður sumarleyfisstaður miðað við hvað við höfum gengið í gegnum,“ segir söngvarinn, sem var einn sá vinsælasti í heiminum um árabil.

Hér eru hjónin með synina Noah og Elias.

„Ég hélt í alvörunni að ég myndi aldrei snúa aftur í tónlistarbransann,“ segir hann í viðtalinu og bætir við að fjölskyldan hafi verið í algjörum forgangi.

„Fjölskylda er það sem skiptir máli. Heilsa barnanna minna er númer eitt. Sambandið við fjölskylduna mína, eiginkonu mína, trúna mína – allt þetta er að sjálfsögðu númer eitt.“

Eiga von á barni

Michael segir að hann hafi gengið í gegnum mikla sjálfsskoðun í gegnum veikindi sonarins. Hann rifjar upp eitt atvik við sjúkrabeð sonar síns þar sem hann hugsaði af hverju í ósköpunum hann hefði einhvern tímann haft áhyggjur af plötusölu eða hvað fólk væri að segja um hann.

„Allt í einu varð þetta svo skýrt. Þessi skýrleiki gaf mér færi á að finna ást mína fyrir tónlist aftur. Ég ætla að snúa aftur í það sem ég var skapaður til að gera. Ég ætla að snúa aftur í heim sem þarfnast ástar og rómantíkur og hláturs meira en hann hefur þarfnast þess í langan tíma.“

https://www.youtube.com/watch?v=SPUJIbXN0WY

Michael og Luisana eiga einnig soninn Elias, tveggja ára, og eiga von á sínu þriðja barni innan skamms. Söngvarinn segir að Noah líði vel, en foreldrarnir þurfi að fylgjast grannt með líðan hans næstu mánuði og árin.

„Þetta er krabbamein þannig að við þurfum að fylgjast grannt með en ég myndi ekki snúa aftur í tónlist ef það væri ekki í lagi með hann.“

Hundurinn vék ekki frá móðurinni í fallegri heimafæðingu

||||||||||||
||||||||||||

Ljósmyndarinn Kristin Waner skrifar fallegan pistil á vefsíðunni Bored Panda þar sem hún lýsir sinni reynslu af því að mynda tvær af þremur fæðingum konu að nafni Brooke.

Hér má sjá Ryder passa móðurina á heimilinu þegar hún átti Boyd.

Þegar sonur Brooke, Boyd, fæddist átti fjölskyldan corgi-hund að nafni Ryder. Hann passaði upp á móðurina þegar hún var með hríðar og fylgdist einnig vel með heimafæðingunni. Ryder gat ekki verið viðstaddur þegar Brooke átti dótturina Berkeley heima fyrir, en þá kom bróðir hans, Ranger, í hans stað.

Ryder fylgdist grant með í hríðunum.

Kristin birtir myndir af þeim bræðrum og hvernig þeir veittu móðurinni andlegan stuðning í fæðingunum tveimur. Með myndunum fangar Kristin það fallega samband sem myndast á milli hunda og manna og segir að það hafi komið sér á óvart hve sterkt það væri þegar hún skoðaði myndirnar eftir fæðingu Berkeley. Þá segir hún að móðirin Brooke hafi ekki haft hugmynd um að hundinum hafi verið svo annt um hana og velferð hennar og barnsins.

Ranger kom í stað Ryder þegar að Berkeley kom í heiminn.

„Þegar ég kom heim og skoðaði myndirnar var ég á bleiku skýi að skoða allar þessar fallegu stundir úr fæðingunni. Mig langaði að hlæja og gráta á meðan ég skoðaði þær. Þær voru svo fullkomnar. Þegar ég sendi prufumyndir til Brooke hafði hún ekki hugmynd um að hundurinn hafði ekki vikið frá henni,“ skrifar Kristin og bætir við:

„Það var yndislegt að fanga þessar stundir fyrir hana. Nú getur hún horft til baka og séð hluti sem hún hefði annars ekki tekið eftir.“

Hér fyrir neðan eru nokkrar æðislegar myndir af fæðingu Berkeley, en fleiri myndir fylgja með fyrrnefndum pistli á Bored Panda.

Myndir / Kristin Waner

Kisi truflar sjónvarpsviðtal og það er sprenghlægilegt

Pólski fræðimaðurinn Dr. Jerzy Targalski mætti nýverið í viðtal í hollenskum þætti á sjónvarpsstöðinni NTR þar sem hann talaði um krísuna innan pólska dómskerfisins.

Tilefni viðtalsins voru lagabreytingar pólsku ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér lækkun á eftirlaunaaldri dómara úr 70 árum niður í 65 ár. Leiddi þetta til þess að 27 af 72 hæstaréttardómurum Póllands voru neyddir til að segja af sér, en litið er á þessar lagabreytingar sem lið í herferð stjórnarflokksins PiS gegn sjálfstæði pólska dómskerfisins.

Þetta viðtal væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kisa Dr. Jerzy, hin skemmtilega Lisio, ákvað að stela algjörlega sviðsljósinu af fræðimanninum.

Lisio gerði sér lítið fyrir og hoppaði upp á eiganda sinn, sem náði einhvern veginn að halda sér pollrólegum í viðtalinu og halda áfram að tala um þá háalvarlegu stöðu sem upp er komin í Póllandi.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en það er í einu orði sagt sprenghlægilegt:

Einkaþjálfarinn Sigrún María deilir 5 æfingum sem hægt er að gera með börnunum

|
|

Nú eru margir komnir í sumarfrí og oft getur verið erfitt að láta sér detta í hug skemmtilega hreyfingu fyrir alla fjölskylduna sem heldur manni hraustum og glöðum í fríinu. Við ákváðum að leita til einkaþjálfarans Sigrúnu Maríu Hákonardóttur og báðum hana um að stinga upp á hressandi æfingum sem hægt er að gera með börnunum í fríinu.

Sigrún María lifir afar heilbrigðum lífsstíl.

Sigrún María er 28 ára gömul og heldur úti heimasíðunni FitBySigrun þar sem hún deilir meðal annars æfingum og hollum uppskriftum. Sigrún á mann og eina dóttur sem er ellefu mánaða, með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf. Þá er hún einnig með einkaþjálfarapróf frá World Class og hóptímakennarapróf frá Fusion Fitness Academy.

„Ég hef brennandi áhuga á líkamsrækt, bæði andlegu og líkamlegu hliðinni. Ég er síðan að klára fjarnám sem veitir mér réttindi til þess að þjálfa ófrískar konur og þær sem eru nýbúnar að eiga, en ég fékk mikinn áhuga á slíkri hreyfingu eftir að ég varð sjálf ófrísk,“ segir Sigrún María. Hún segir að slys sem hún lenti í hafi orðið til þess að hún fór að einblína meira á að gera hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl að atvinnu.

„Ég hef síðustu ár unnið skrifstofustarf en stuttu eftir að ég útskrifaðist sem náms- og starfsráðgjafi lenti ég í slysi og slasaðist í baki sem veldur því að ég get ég ekki setið lengi. Líkamsræktin var alltaf áhugamál en þetta slys ýtti mér útí að gera hana að atvinnu. Eins og staðan er núna er ég í fæðingarorlofi en í orlofinu hefur tíminn verið nýttur í að stofna heimasíðuna FitBySigrun, þar sem ég deili meðal annars fríum æfingum og hollum uppskriftum.“

Þá snúum við okkur að aðalmálinu, sem eru fjölbreyttar hreyfingar sem hægt er að gera með börnunum. Þar komum við ekki að tómum kofanum hjá Sigrúnu Maríu.

„Oftast finnst börnum voða spennandi að taka þátt í einhverri keppni eða leik.

Ég mæli með að tengja hreyfingu við skemmtun með börnunum. Þú gætir farið með börnunum út að hjóla og stoppað einhversstaðar og tekið þá stutta æfingu sem þið gerið saman. Einnig gætiru látið börnin búa til leik, þau fá þá að velja æfinguna og þú færð að ráða hversu oft á að gera æfinguna eða hversu lengi.

Hér eru fimm æfingar sem þú getur gert með börnunum:

1. 30 sek hnébeygja og kasta bolta á milli

2. 30 sek framstigsganga og rétta bolta á milli

3. 30 sek planki og klappa höndum til skiptis

4. 30 sek plankaganga (annar heldur undir fætur), skiptið og gerið í aðrar 30 sek 

5. 30 sek há hné á meðan hinn heldur í hnébeygju með hendur fram, skiptið og gerið í aðrar 30 sek 

Þið getið síðan endað á til dæmis kapphlaupi að ljósastaur, hvílt og farið síðan allt að fimm sinnum í gegnum þessar æfingar.“

Fimm sekúndna reglan

Og þegar hugurinn reynir að halda manni frá hreyfingunni segir Sigrún María það gott að tileinka sér svokallaða fimm sekúndna reglu.

„Ekki hlusta á afsakanir sem hugurinn býr til, svaraðu þeim á móti og drífðu þig af stað. Mér finnst gott að nota fimm sekúndu regluna frá Mel Robbins. En hún virkar meðal annars þannig að þegar þig vantar kjark til þess að gera eitthvað þá telur þú niður frá fimm í einn og stekkur þá af stað og ræðst á verkefnið.“

Myndir / Berglind Jóhannsdóttir og úr einkasafni

Fyrsta Guns N’ Roses spurningakeppnin í sögu íslenska lýðveldisins

|
|

„Árið 1988 fór amma með mig í plötubúð og leyfði mér að velja kassettu. Ég heillaðist að umslaginu, hlustaði svo ekki á annað næstu daga, vikur mánuði og jafnvel ár. Er enn að hlusta. Þetta hefur verið uppáhaldsbandið mitt síðan,“ segir fjölmiðlamaðurinn Andri Freyr Viðarsson um hvaðan ást hans á sveitinni Guns N’ Roses kemur.

Andri hefur verið aðdáandi Guns N’ Roses síðan hann var smápolli.

Andri blæs til Guns N’ Roses spurningakeppni á Skúli Craft Bar í kvöld, miðvikudagskvöldið 11. júlí, ásamt félaga sínum, Birni Árnasyni. Að sjálfsögðu verður ekkert annað spilað en slagarar rokksveitarinnar á meðan á keppninni stendur, og jafnvel eitthvað frameftir, og lofar Andri sannkallaðri paradísarstemningu.

„Fólk má búast við fyrstu Guns N’ Roses spurningakeppninni í sögu íslenska lýðveldisins, góðri stemningu, frábærri tónlist og eðal bjór,“ segir hann og bætir við að gestir þurfi alls ekki að vera forfallnir aðdáendur sveitarinnar til að spreyta sig á spurningunum.

„Það eru spurningar fyrir alla þarna og svo líka fyrir nördana, en fyrst og fremst verður þetta skemmtilegt.“

Sjá einnig: Krakkar hlusta á Guns N’ Roses í fyrsta sinn: „Þetta er bara of hávært”.

En af hverju heil spurningakeppni tileinkuð einni hljómsveit?

„Það er bara löngu orðið tímabært og ekki skemmir fyrir að þeir eru væntanlegir til landsins á næstu dögum,“ segir Andri en Guns N’ Roses liðar spila fyrir Íslendinga á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi. Andri ætlar að sjálfsögðu ekki að láta sig vanta á þá tónleika, en hann hefur þrisvar sinnum áður séð hljómsveitina á tónleikum. En hve spenntur er hann fyrir Íslandstónleikum sveitarinnar á skalanum 1 til 10?

„Hverslags spurning er þetta? 18!“

Alltof mörg uppáhaldslög

Þeir sem bera sigur úr býtum í spurningakeppninni í kvöld geta gengið í burtu sáttir með uppfærslu á tónleikamiðanum sínum í sérstakan VIP miða, inneign í húðflúr hjá Sölva Dún og inneign á Skúla Craft Bar. Andri er í óðaönn að leggja lokahönd á spurningarnar þegar blaðamaður Mannlífs nær á hann, en það er ómögulegt að sleppa þessum knáa fjölmiðlamanni án þessa að spyrja hann út í sín uppáhaldslög með sveitinni.

„Ég get ómögulega nefnt uppáhaldslögin. It´s so easy, Think about you, One in a million, Coma, Locomotive, Move to the city, Patience… Ég get í raun haldið áfram í allan dag.“

Hér er svo hægt að sjá viðburð kvöldsins á Facebook, sem byrjar stundvíslega klukkan 20.00.

Syrgjandi ekkill starir á hafið með mynd af konunni sinni á hverjum degi

Falleg mynd af eldri manni sem starir á hafið með myndaramma sér við hlið hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu síðustu daga.

Það var veitingamaðurinn Giorgio Moffa sem tók myndina í borginni Gaeta á Ítalíu og deildi henni á Facebook-síðu sinni.

„Ég þekki ekki þessa yndislegu manneskju. Ég veit bara að ástin hans var klárlega stór ást. Ég sá hann gráta. Ég held að svona menn séu ekki til lengur. Ég sendi þér innilegt faðmlag, kæri vinur. Þú ert stórkostlegur maður,“ skrifar Giorgio við myndina sem hefur, þegar þetta er skrifað, verið deilt tæplega fjögur þúsund sinnum. Tæplega sjö þúsund Facebook-notendur hafa líkað við myndina.

Giorgio segir í samtali við Yahoo Lifestyle að maðurinn á myndinni heiti Giuseppe og að myndin í rammanum sé af eiginkonu hans heitinni. Hann segir að Giuseppe mæti á bryggjuna á hverjum morgni með myndarammann og að hann hafi gert það í fjölmörg ár.

„Giuseppe sagði mér að ástæðan fyrir því að hann heimsækir þennan stað er vegna þess að þau hjónin eyddu góðum tíma á nálægri strönd fyrir löngu síðan. Þau voru fyrsta ást hvors annars og gengu í hjónaband. Þetta var heil ævi af ást,“ segir Giorgio.

Hann segir jafnframt að Giuseppe, sem nú er 72ja ára gamall, hafi átt þrjú börn með eiginkonu sinni, en að hún hafi dáið fyrir nokkrum árum úr sjúkdómi.

„Þegar hann fer á stað þar sem hann hefur verið með eiginkonu sinni þá tekur hann mynd af henni alltaf með,“ bætir Giorgio við.

Svona á klósettpappírsrúllan að snúa

||
||

Það eru tvær leiðir til að snúa klósettpappírsrúllu á rúllustandinum á baðherberginu eins og gefur augaleið. Það hefur verið mikið þrætuefni á ýmsum heimilum í gegnum tíðina hvort lausi endinn á rúllunni eigi að snúa að klósettinu eða liggja undir rúllunni. Nú hefur nýleg rannsókn sem framkvæmd var í háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum skorið úr um hvort er réttara.

Vefsíðan Inc. segir frá rannsókninni en í henni voru tólf almenningssalerni í Colorado rannsökuð – sex karlaklósett og sex kvennaklósett. Alls fundust nítján týpur af bakteríum á hurðum, gólfum, krönum, klósettsetum og sápupumpum á almenningssalernunum. Er það tekið fram í rannsókninni að margar af þessum bakteríum geti smitast á milli manna með snertingu, en þekktasta bakterían er e. coli úr saur, sem veldur meðal annars matareitrun.

Rannsakendur segja að stundin sem fólk er líklegast til að gefa frá sér ýmsar bakteríur sé þegar það teygir sig í klósettpappír. Því sé afar mikilvægt að klósettpappírinn sé þannig að lausi endinn snúi að klósettinu þannig að fingur salernisnotanda snerti aðeins þann hluta pappírsins sem hann notar og sturtar síðan niður.

Svona á rúllan að snúa, krakkar.

Ef klósettpappírsrúllan snýr þannig að lausi endinn liggi undir rúllunni eru miklar líkur á því að fingur þess sem situr á salerninu snerti vegginn eða pappír sem hann notar ekki og skilji þannig eftir sig óæskilegar bakteríur fyrir aðra salernisnotendur. Ef að rúllann snýr þannig eiga notendur ekki aðeins á hættu að ná sér í bakteríur heldur einnig skilja fleiri eftir fyrir þann sem er næstur í röðinni.

Þetta er alveg bannað!

Í stuttu máli – rúllan á að snúa þannig að lausi endinn liggi ofan á rúllunni samkvæmt vísindamönnum.

Í þessu samhengi er rétt að brýna fyrir fólki að þvo hendur sínar vel eftir heimsókn á almenningssalerni. Almenn regla er að skrúbba hendur sínar vel með sápu í um tuttugu sekúndur og skola síðan með vatni.

Fjögur pör sem giftu sig á Bahama-eyjum

||||
||||

Helgin var stútfull af rómantík, en bæði stórsöngvarinn Justin Bieber og knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson fóru á skeljarnar á Bahama-eyjum.

Justin bað fyrirsætunnar Hailey Baldwin en Gylfi sinnar heittelskuðu, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Báðar sögðu konurnar já og því svífa bæði pörin eflaust um á rósrauðu hamingjuskýi.

Bæði Gylfi og Alexandra deildu fallegri mynd rétt eftir bónorðið og skrifaði Alexandra við sína mynd:

„Eftir fulkominn dag á Bahamaeyjum játaðist ég besta vini mínum. Get ekki beðið eftir að giftast þér, elskan!“

Justin Bieber opnaði sig einnig á Instagram og deildi mynd af sér og Hailey þar sem hann skrifaði meðal annars:

„Þú ert ástin í lífinu mínu Hailey Baldwin og ég myndi ekki vilja eyða ævinni með nokkrum öðrum. Þú gerir mig að betri manni og við pössum svo vel saman!“

Was gonna wait a while to say anything but word travels fast, listen plain and simple Hailey I am soooo in love with everything about you! So committed to spending my life getting to know every single part of you loving you patiently and kindLY. I promise to lead our family with honor and integrity letting Jesus through his Holy Spirit guide us in everything we do and every decision we make. My heart is COMPLETELY and FULLY YOURS and I will ALWAYS put you first! You are the love of my life Hailey Baldwin and I wouldn’t want to spend it with anybody else. You make me so much better and we compliment eachother so well!! Can’t wait for the best season of life yet!. It’s funny because now with you everything seems to make sense! The thing I am most excited for is that my little brother and sister get to see another healthy stable marriage and look for the same!!! Gods timing really is literally perfect, we got engaged on the seventh day of the seventh month, the number seven is the number of spiritual perfection, it’s true GOOGLE IT! Isn’t that nuts? By the way I didn’t plan that, anyways My goodness does feel good to have our future secured! WERE GONNA VE BETTER AT 70 BABY HERE WE GO! “He who finds a wife finds a good thing and obtains FAVOR from the Lord!” This is the year of favor!!!!

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

Pörin tvö eru langt frá því að vera fyrstu pörin til að trúlofa sig á Bahama-eyjum, en það er afar vinsæll áfangastaður ástfanginna turtildúfa. Spennandi verður að vita hvort að þau ætli einnig að innsigla ástina á eyjunum, en nokkur stjörnupör hafa einmitt gengið í það heilaga á þessum fallega stað.

Penelope Cruz og Javier Bardem

Leikaraparið byrjaði að stinga saman nefjum árið 2007 og giftu sig í byrjun júlí árið 2010. Athöfnin var lítil og aðeins nánustu boðið, en herlegheitin fóru fram heima hjá vini þeirra á Bahama-eyjum.

Cindy Crawford og Rande Gerber

Cindy og Rande játuðust hvort öðru árið 1998 á strönd á Bahama-eyjum. Cindy klæddist afar einföldum en fallegum kjól frá John Galliano og gengu þau hjónin saman upp að altarinu.

Mariah Carey og Nick Cannon

Söngkonan gekk að eiga þúsundþjalasmiðinn á heimili þeirra á eyjunni Windermere á Bahama-eyjum þann 30. apríl árið 2008. Sex árum seinna var ástarblossinn þó slokknaður og Nick sótti um skilnað sem gekk í gegn árið 2016.

Jewel og Ty Murray

Söngkonan og kúrekinn gengu í það heilaga á strönd á Bahama-eyjum árið 2008, eftir áralangt samband. Árið 2014 var gamanið hins vegar búið og þau skildu.

Lögreglumaðurinn vill 1,5 milljónir í miskabætur vegna orðalags

Lögreglumaðurinn Aðalbergur Sveinsson, sem þrjár barnungar stúlkur hafa sakað um kynferðisbrot, krefst 1,5 milljóna króna í miskabætur frá Stundinni vegna orðalags í frétt um stöðu hans innan lögreglunnar, en móðir einnar stúlkunnar hefur gagnrýnt það harkalega að Aðalberg hafi ekki verið vikið úr starfi á meðan að málin voru rannsökuð. Frá þessu er sagt á vef Stundarinnar.

Aldrei vikið úr starfi

Það var Mannlíf sem sagði fyrst frá meintum brotum Aðalbergs með frásögn Halldóru Baldursdóttur og dóttur hennar, Helgu Elínar. Helga Elín sakaði Aðalberg um kynferðisbrot gegn sér í sumarbústaðarferð sem hún fór í með vinkonu sinni, Kiönu Sif Limehouse, sem þá var stjúpdóttir Aðalbergs. Málið var látið niður falla vegna ónægra sannanna og hefur Halldóra gagnrýnt ýmislegt við rannsóknina.

„Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni“

Þá steig Kiana Sif einnig fram í Mannlíf og sakaði Aðalberg um kynferðisbrot, sem áttu sér stað að hennar sögn yfir nokkurra ára skeið þegar hann var stjúpfaðir hennar. Þriðja stúlkan, Lovísa Sól, steig svo fram í DV stuttu síðar og sagði Aðalberg hafa þuklað ítrekað á henni á árunum 2010 til 2011. Allar voru stúlkurnar barnungar þegar meint brot áttu sér stað. Aðalbergi var aldrei vikið úr starfi og starfar enn innan lögreglunnar.

„Kvöldið áður en ég sagði frá misnotaði hann mig í seinasta skiptið“

Notkun á orðinu nauðgun

Samkvæmt frétt Stundarinnar barst Diljá Sigurðardóttur, blaðakonu Stundarinnar, og ritstjórum Stundarinnar kröfubréf frá lögfræðingi Aðalbergs, í kjölfar fyrrnefndar fréttar um stöðu hans innan lögreglunnar. Málshöfðunarhótunin snýr að notkun á orðinu nauðgun, en í fyrirsögn fréttarinnar kom orðið nauðungarkærur fram. Því hefur verið breytt í kynferðisbrotakærur til að koma til móts við fyrrnefnt kröfubréf á meðan að málið væri skoðað lögfræðilega af hálfu Stundarinnar.

„Það var gerð krafa um að þessar röngu ásakanir, sem er óumdeilt að eru rangar, væru leiðréttar og beðist opinberlega afsökunar á þeim. Auk þess var gerð krafa um að umbjóðanda mínum yrðu greiddar miskabætur. Ég hef ekki fengið nein svör frá blaðamanninum eða ritstjórn blaðsins. Ég reikna því með að það endi með því að blaðamanninum verði stefnt,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Aðalbergs.

Samkvæmt frétt mbl.is fengu forsvarsmenn Stundarinnar sólarhring til að bregðast við efni bréfsins og að í bréfinu segi enn fremur að „að þeim tíma liðnum sé áskil­inn rétt­ur til þess að höfða dóms­mál á hend­ur [blaðamann­in­um] án frek­ari viðvör­un­ar“.

„En það er svarað með þögninni. Í minni sveit var ákveðin kurteisi að svara erindum sem manni voru send, hvort sem manni líkaði erindin eður ei. Það vantar greinilega upp á það á þessum bænum,“ segir Vilhjálmur.

„Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar“

Tæki til þöggunnar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, segir í frétt mbl.is að orðalagi í fréttinni hafi verið breytt til að sýna sanngirni, en að forsvarsmenn Stundarinnar hafi ekki talið rétt að bregðast við innihaldi kröfubréfsins að öðru leyti.

„Okk­ur fannst eitt­hvað rangt við [kröf­ur lög­reglu­manns­ins] og okk­ur fannst við ekki getað orðið við því að greiða hon­um him­in­há­ar fjár­hæðir eða biðja hann af­sök­un­ar,“ seg­ir Ingi­björg Dögg og bætir við að Aðalbergi hafi verið gefinn kostur á að koma sinni hlið á framfæri í Stundinni.

„Hann fékk fullt tæki­færi til þess að tjá sig við vinnslu frétt­ar­inn­ar en valdi að skella á blaðakon­una þegar hún hringdi í hann.“

Þá bætir Ingibjörg Dögg við að verið sé að nota stefnur sem slíkar sem tæki til þöggunnar að hennar mati.

„Það er sorg­legt að þetta skuli vera staða fjöl­miðla, að þurfa statt og stöðugt að vera að standa í þessu. Í þessi dóms­mál fara pen­ing­ar sem hefðu ell­egar nýst til að styrkja rit­stjórn­irn­ar, þeir renna frá fjöl­miðlun­um í vasa lög­manna. Þannig að það er verið að nota stefn­ur sem tæki til þögg­un­ar vegna þess að þeir vita að litl­um fjöl­miðlum blæðir.“

Ekkert embætti tekur ábyrgð

Halldóra Baldursdóttir, móðir Helgu Elínar, fyrstu stúlkunnar sem steig fram og sagði sína sögu af Aðalbergi, sendi erindi til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún vildi að rannsókn málsins væri skoðuð. Gagnrýndi hún meðal annars að mál stúlknanna þriggja hefðu ekki verið rannsökuð saman, að lögreglumanninum hefði ekki verið vikið úr starfi á meðan á rannsókn stóð og að ummæli sakborningsins hefði ekki verið borin undir Helgu Elínu. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem bárust Halldóru og fjölskyldu hennar þann 25. júní síðastliðinn, er erindi hennar sem snýr beint að óvandaðri lögreglurannsókn vísað frá.

Gagnrýni á rannsókn lögreglu vísað frá: „Mikil vonbrigði”

Þegar að málið kom upp sendi Halldóra póst á þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson. Hann vísaði erindingu á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra. Í samtali við Mannlíf lýsti Halldóra þeirri tilfinningu sinni að ríkislögreglustjóri hafi brugðist henni og dóttur hennar, þar sem hann vildi „ekkert fyrir okkur gera.“

Haraldur Johannessen hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs persónulega um þetta mál. Samkvæmt yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra fór embættið þess á leit við ríkissaksóknara að fá afhent rannsóknargögn málsins til þess að unnt væri að taka ákvörðun um hvort leysa skyldi lögreglumanninn frá embætti um stundarsakir eða að fullu. Ríkissaksóknari hafnaði erindi Embættis ríkislögreglustjóra með vísan til heimildarskorts í lögum. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði hins vegar í samtali við Stundina að ríkissaksóknari hafi sent „ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum.“

Stefán Eiríksson starfaði sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn málsins stóð. Stefán kveðst ekki hafa fylgst með umfjöllun um málið og neitar að tjá sig um það við blaðamenn Mannlífs.

Segist ekki hafa brugðist dóttur Halldóru

Dómsmálaráðherra svaraði á Facebook

Mannlíf óskaði eftir viðtali við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um málið fyrir stuttu. Hún gaf ekki kost á viðtali þar sem hún var í sumarfríi. Í yfirlýsingu sem Halldóra sendi frá sér í kjölfar úrskurðar nefndar um eftirlit með lögreglu skoraði hun á dómsálaráðherra að beita sér í málinu. Nefnd um eftirlit með lögreglu fer ekki með ákæruvald, en Halldóra skoraði einnig á ráðherra að bæta úr því:

„Ef nefndina skortir lagaheimildir til að geta beitt sér af fullri í hörku málum er varða öryggi almennings gagnvart lögreglu og eftirliti með lögreglu, þá skorum við á dómsmálaráðherra að bæta úr því.“

Ráðherra svaraði þeirri áskorun á Facebook-síðu sinni og skrifaði meðal annars að nefnd um eftirlit með lögreglu hefði allar nauðsynlegar heimildir „lögum samkvæmt til að taka kvartanir og kærumál til ítarlegrar skoðunar og tryggja þannig virkt eftirlit með störfum lögreglunnar og fyrirkomulagi málsmeðferða.“

Justin Bieber trúlofaður: Fór á skeljarnar á Bahama-eyjum

Söngvarinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Baldwin trúlofuðu sig í gær, laugardaginn 7. júlí. Það var fréttasíðan TMZ sem var fyrst með fréttirnar, en samkvæmt miðlinum fór Justin á skeljarnar á Bahama-eyjum.

Samkvæmt TMZ bað söngvarinn Hailey á sumarleyfisstað á eyjunum og bað öryggisverði sína um að biðja alla viðstadda að leggja símana sína frá sér þar sem eitthvað stórkostlegt væri að fara að gerast.

Hailey sagði já og var fagnað fram á rauða nótt. Faðir Justins beið ekki boðanna og birti strax mynd af syni sínum á Instagram í dag þar sem hann sagðist vægast sagt vera stoltur.

„Spenntur fyrir næsta kaflanum!” skrifaði hann einnig við myndina.

@justinbieber Proud is an understatement! Excited for the next chapter!

A post shared by Jeremy Bieber (@jeremybieber) on

Tímaritið Us Weekly sagði fyrst frá því að Justin og Hailey væru byrjuð saman í júní á þessu ári, en parið stakk einnig saman nefjum á árunum 2015 til 2016.

Raddir