Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.1 C
Reykjavik

Mathús Garðabæjar verður stærsti styrktaraðili körfuboltans hjá Stjörnunni

|||
|||

„Körfuboltinn er á uppleið og allt umtal um íþróttina til fyrirmyndar þannig að við förum spennt og stolt inn í næsta tímabil,” segir Stefán Magnússon, eigandi veitingastaðarins Mathús Garðabæjar.

Mathúsið verður stærsti styrktaraðili körfuboltastarfs Stjörnunnar á komandi leiktíð og munu heimkynni körfuboltans í Garðabæ, sjálfur Ásgarður, bera nafnið Mathús Garðabæjar höllin. Mathúsið hefur verið einn af stærri styrktaraðilum kvenna- og karlakörfubolta í bænum en Stefán segir að nú hafi verið komið að því að taka skrefið til fulls.

„Körfuboltadeild Stjörnunnar fagnar 25 ára afmæli í vetur. Það er verið að kynna nýja búninga og svo er komið nýtt gólf á höllina. Okkur fannst þess vegna kjörið að höllin fengi líka almennilegt nafn. Við ákváðum því að taka þetta alla leið í ár og taka þetta stóra skref. Núna erum við komin með nafnið á höllina og erum mjög spennt fyrir framtíðinni, sem er björt í körfuboltanum í Garðabæ. En fyrst og fremst er ég stoltur að styðja við bakið á svona frábæru liði,” segir Stefán.

Dögurð í Garðabæ.

Athvarf á milli leikja

Stefán æfði sjálfur körfubolta á unga aldri og hefur fylgst grannt með gangi Stjörnunnar í íþróttinni síðan hann flutti í Garðabæ fyrir fjórtán árum síðan. Fyrir tveimur árum opnaði hann Mathús Garðabæjar og það kætir hann mjög að körfuboltaiðkendur í bænum líti á veitingahúsið sem sitt athvarf á milli leikja.

„Liðin og þjálfararnir koma alltaf út á Mathús eftir leiki til að greina þá, í staðinn fyrir að fara bara heim. Þetta þéttir hópinn gríðarlega. Þá hittast hóparnir líka í brunch hér um helgar þannig að liðin gera meira saman utan vallarins og hafa hér stað til að hittast á og ræða málin,” segir Stefán.

Tekið eftir Mathúsinu

Velgengni Mathússins er í raun ótrúleg, en staðurinn hefur ekki aðeins fest sig í sessi sem hverfisstaður þar sem íbúar hittast og njóta, heldur segir Stefán að fólk utan Garðabæjar sæki staðinn líka stíft. Stefán segir að hann hafi verið heppinn með frábært starfsfólk, en matreiðslumeistarar Mathúss Garðabæjar eru þeir Fannar Vernharðsson, fyrrverandi yfirkokkur á Vox og meðlimur kokkalandsliðsins, og Garðar Aron Guðbrandsson, sem einnig starfaði á Vox um tíma.

Fannar og Garðar.

„Þessir tveir meistarakokkar stjórna eldhúsinu okkar og sjá um að matreiða, ásamt öðru frábæru starfsfólki okkar, sívinsæla rétti okkar á borð ánægðra viðskiptavina. Við hönnun staðarins var mikið lagt upp með að vera fjölskylduvænn staður og skapa umhverfi þar sem notalegt er að gera vel við sig í mat og drykk,” segir Stefán. Hann bætir við að það sé ýmislegt sem orsaki þessar vinsældir staðarins, til dæmis veglegur brunch um helgar. Hann er jafnframt viss um að fjölskyldur líti á staðinn sem góðan stað fyrir gæðastundir, enda mikið lagt upp úr því að börn sem heimsæki staðinn hafi eitthvað fyrir stafni, til dæmis í sérhönnuðu krakkaherbergi með litlum bíósal.

„Hér geta foreldrar klárað kaffið sitt í rólegheitum og þurfa ekki að hlaupa eftir börnunum. Ég kannast sjálfur við að drekka ófáa, kalda kaffibollana, verandi faðir þriggja drengja,” segir Stefán og hlær. „Svo er líka þægilegt að fá bílastæði beint fyrir framan staðinn og þessi heimilislega stemmning sem lætur fólk slaka vel og lengi á.”

Við þetta má bæta að frítt er fyrir börn yngri en tólf ára í brunch næstu helgi.

Huggulegt á Mathúsi Garðabæjar.

Ótrúlegar endurbætur – MYNDIR

|||||||||||
|||||||||||

Það er alltaf gaman að sjá þegar fólk breytir rými á sniðugan hátt og það þarf ekki alltaf að kosta svo mikinn pening.

Vefsíðan Bored Panda hefur tekið saman nokkrar fyrir og eftir myndir sem sýna hvernig er hægt að umbreyta rýmum með réttum litum og lýsingu. Hér fyrir neðan eru nokkrar þessara mynda, en nálgast má allar þeirra með því að smella hér.

Húsbíl breytt

Hér er annað dæmi um breytingu á húsbíl

Baðherbergi í risi búið til

Önnur skemmtileg breyting á baðherbergi

Hér er búið að innrétta eldgamlan húsbíl

Lítið eldhús fær nýtt útlit

Stofan tekin í gegn

Hresst uppá baðherbergi á vinnustað

Skemmtilegar lausnir inni á baðherbergi

Pallurinn fær andlitslyftingu

Eldhúsið gert hlýlegra

Æfir tvisvar á dag fyrir nýja bíómynd

|
|

Leikarinn Mark Wahlberg æfir nú af kappi ef marka má Instagram-síðu hans. Leikarinn birtir myndband af sér á samfélagsmiðlinum þar sem hann ýtir sleða með að því er virðist einum fullorðnum og þremur börnum á.

Við myndbandið skrifar Mark að hann sé að skipta vínkjallaranum út fyrir tvær æfingar í ræktinni á dag sökum þess að hann sé að undirbúa sig fyrir nýtt hlutverk.

Marga, sem skrifa athugasemdir við myndbandið, grunar að kvikmyndin sem um ræðir sé The Six Billion Dollar Man sem frumsýnd verður sumarið 2020. Myndin er byggð á sjónvarpsseríunni The Six Million Dollar Man sem var sýnd á sjötta áratug síðustu aldar og fjallar um fyrrverandi geimfarann Steve Austin sem lætur krukka í sér og verður í kjölfarið einhvers konar ofurmanneskja.

Lee Majors fór með aðalhlutverkið í The Six Million Dollar Man.

Karakterinn er mun sterkari og sprettharðari en venjulegar manneskjur og því ekki skrýtið að leikarinn þurfi að koma sér í þrusuform til að leika ofurmanninn.

Sigrún María einkaþjálfari með hugmyndir að hollu nesti fyrir fólk á ferðinni

||
||

Einkaþjálfarinn Sigrún María Hákonardóttir er 28 ára gömul og heldur úti heimasíðunni FitBySigrun þar sem hún deilir meðal annars æfingum og hollum uppskriftum. Sigrún María hefur áður gefið lesendum Mannlífs góðar hugmyndir að sniðugum æfingum sem hægt er að gera með börnunum í sumarfríinu. Nú eru hins vegar margir á faraldsfæti, sérstaklega um verslunarmannahelgina sem nálgast óðum, og því báðum við Sigrúnu Maríu að gefa lesendum hugmyndir að hollu og góðu nesti fyrir alla fjölskylduna.

Einkaþjálfarinn Sigrún María deilir 5 æfingum sem hægt er að gera með börnunum

„Ég segi við alla sem koma til mín eða leita ráða hjá mér að banna sér ekki neitt, allt er leyfilegt en að velja ávallt hollari valkostinn ef hann er í boði,” segir Sigrún María. „Það breytist eitthvað við að hugsa svona og svo mikilvægt að upplifa ekki samviskubit þó svo að maður fái sé eitthvað sem flokkast sem óhollt. Síðan er gott að eiga fína vatsnflösku sem gerir það skemmtilegra að drekka vatn jafnt og þétt yfir daginn og að hafa það markmið að ná allavega einum ávexti og einu grænmeti inn í daginn, allt annað er bónus,” bætir hún við.

Hvað er hægt að grípa úti í búð?

Sigrún segir mikilvægt að nesti í ferðalögum sé einfalt og fljótlegt.

„Þegar ég hugsa út í sniðugt nesti á ferðinni hugsa ég hvað sé hægt að grípa í matvörubúð og hafa lítið fyrir að útbúa. Hér er nesti sem ég mæli með á ferðinni, sérstaklega ef þú ert með fjölskyldu,” segir Sigrún María. „Flatkaka með hummus, kjúklingaskinku og klettasalati (má sleppa). Hægt er að fá sér tvær svona í hádegismat ásamt epli og/eða gulrótum eða eina í millimál,” bætir hún við og lætur fylgja með hvað þarf að kaupa í nestið:

Álpappír eða plastpoka til að geyma nesti í
Flatkökur
Hummur
Kjúklingaskinka
Klettasalat
Plasthníf eða eitthvað til að smyrja hummus með

Það er leikur einn að grípa með sér ávexti í ferðalagið.

„Síðan sem millimál er voða sniðugt að kippa með sér grískri jógúrt eða skyri, Hleðslu eða Hámark, banana, epli, hnetusmjör/möndlusmjör og auðvitað plasthníf, skeið og plastpoka,” segir Sigrún María. Hér á eftir eru nokkur millimál sem hún mælir með:

Grísk jógúrt með múslí (hægt að kaupa tilbúið).
Grísk jógúrt með smá hnetu- eða möndlusmjöri og epli.
Skyr með smá hnetu- eða möndlusmjöri og banana.
Hleðsla/Hámark og banani.
Banani með hnetu- eða möndlusmjöri.
Epli með hnetu- eða möndlusmjöri.

Sigrún María er hreystin uppmáluð.

Einn dagur í einu

En hvernig er best fyrir fólk að byrja að breyta um mataræði og velja hollari valkosti?

„Tileinka sér hugarfarið að taka einn dag í einu er mjög góð byrjun og að ætla sér ekki of mikið. Að byrja mjög smátt og gera það að vana, til dæmis byrja bara á því að bæta inn ávöxtum í mataræðið, eða drekka vatn reglulega yfir daginn. Þegar það er orðið að vana, að vinna þá í að koma góðum vana á fyrstu máltíð dagsins og svo koll af kolli. Vera þolinmóð/ur með þetta því þetta gæti tekið nokkra mánuði og þú munt stundum ná að halda þér á beinni línu en þú munt líka detta útaf sporinu, en þá er mikilvægt að koma sér aftur á réttu leiðina.”

Myndir / Berglind Jóhannsdóttir og úr einkasafni

Uppáhaldsmyndir Baltasars Kormáks

Leikstjórinn Baltasar Kormákur listar upp sínar uppáhaldsmyndir í samtali við vefsíðuna The Hot Corn.

Í viðtalinu segir hann að fyrsta kvikmyndin sem hann hafi orðið ástfanginn af hafi verið rússneska myndin Come and See.

„Ég féll algjörlega fyrir henni. Ég var tvítugur þegar ég sá hana,” segir Baltasar, en stríðsmyndin Come and See kom út árið 1985. Þá segist Baltasar aldrei þreytast á Godfather-myndunum. Hann segist einnig elska kvikmyndirnar The Witness og Mississippi Burning.

„Ég elska að horfa á þessar myndir aftur og aftur.”

https://www.youtube.com/watch?v=W5QmfT1Zpbc

Aðspurður um tónlist í kvikmyndum heldur Baltasar sérstaklega upp á tónlistina úr kvikmyndinni Nil By Mouth frá árinu 1997 en það var Eric Clapton sem samdi þá tónlist.

Þá er röðin komin að sakbitinni sælu og þá stendur ekki á svörunum hjá leikstjóranum.

„Það væri About a Boy. Ég græt eins og gömul kona þegar Hugh Grant fer upp á svið,” segir Baltasar.

Jaðarhópar í samfélaginu fá rödd á leiksviðinu

|||
|||

„Leikfélagið Óríon er fyrir alla þá sem hafa áhuga á leiklist og vinnuna í kringum hana. Allir hjálpast að, þeir reyndari hjálpa og styðja reynsluminni meðlimina,” segir Eygló Ýr Hrafnsdóttir, markaðsstjóri leikfélagsins Óríon.

Leikfélagið var stofnað árið 2012 af hópi ungmenna sem vildu stunda leiklist utan veggja menntaskóla. Fyrsta sýning félagsins, Hvað helduru að ég sé?, var sett upp í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í kjölfar stofnunar hópsins, en höfundur þess var Anna Íris Pétursdóttir, leikstjóri, sem jafnframt er ein af stofnendum hópsins. Síðan þá hefur Óríón sett upp að minnsta kosti eina sýningu á ári og hafa þær allar átt það sameiginlegt að vera verk eftir skapandi ungmenni.

Hinsegin karakterar ekki nógu sýnilegir

Eygló Ýr.

Eygló segir að hópurinn hafi tekið þá ákvörðun fyrir stuttu að leggja ríka áherslu á að fjalla um jaðarhópa í samfélaginu sem oft gleymast í hefðbundnu leikhúsi og í fjölmiðlum.

„Þetta er stefna sem hefur alltaf einkennt hópinn en í ár tókum við þá ákvörðun að gera hana að opinberu leiðarljósi félagsins. Ástæðan fyrir þessu er að hinsegin karakterar eru alls ekki nógu sýnilegir í nútíma leikhúsi. Þegar þeir koma fram er það oftast samkynheigður cis karlmaður, iðjulega byggður á staðalímyndum, auk þess að sýnileiki annarra lita regnbogans er ekki nærri því eins mikill,” segir Eygló, en lýsingarorðið cis, eða sís, er notað um fólk sem upplifir sig á þann hátt að það tilheyri því kyni sem því var úthlutað við fæðingu.

„Okkur finnst líka vanta að það sé venjulegt að vera hinsegin á sviði,” bætir Eygló við. „Að karakter sé á einhvern hátt hinsegin getur bara verið partur af karakternum, en ekki endileg aðalatriðið. Gott dæmi er þegar við vorum að vinna með sýningu um barn sem átti venjulegustu, og leiðinlegustu í augum barnsins, foreldra í heimi, en ákvörðun var tekin um að það væru tveir feður. Þetta er eitthvað sem fólk yfir höfuð pælir kannski ekki mikið í,” segir hún. Þá segir hún einnig að hópurinn hafi í fyrsta sinn íslenskra leikhópa verið með eikynhneigða persónu á sviði, í leikritinu Leigumorðið, sem er nýjasta verk Óríon sem sett var upp fyrir stuttu. Hugtakið eikynhneigð er notað til að lýsa fólki sem laðast aldrei, eða nær aldrei, kynferðislega að öðru fólki.

Ekki skilyrði að vera hinsegin

Eygló segir að margir innan hópsins séu á einhvern hátt hinsegin og því séu heimatökin hæg þegar fjalla á um hópana undir LGBTIQ+ regnhlífinni.

„Innan okkar raða er fólk alls staðar að úr regnboganum; lesbíur, pansexual, BDSM-hneigðir, fjölkærir og fleiri. Þá sjáum við vel hvar mætti gera betur í þessum efnum. Það er samt ekkert skilyrði að vera hinsegin til að vera í leikfélaginu. Við erum líka með cis gagnkynhneigt fólk í hópnum, sem er ekkert verra fyrir það.”

Mynd úr sýningunni Kartöfludagar.

Telur Eygló það þarft að fjalla um þessa jaðarhópa á leiksviðinu?

„Það er mjög mikilvægt að fjalla um jaðarhópa. Því meira sem fjallað er um þá einstaklinga sem þykja afbrigðilegir, ekki bara vegna kynhneigðar sinnar heldur af hvaða ástæðu sem er, og sýna þá í sem venjulegasta ljósi, því minni eru fordómarnir og meiri skilningur. Fordómar eiga oft rætur í þekkingarleysi, jafnvel hræðslu, sem á sér upptök í fáfræði. Listafólk hefur gríðarleg áhrif á menninguna og þar með samfélagið. Við höfum tækifæri til að sýna fólki annan heim, heim sem það þekkir ekki endilega, en er daglegt brauð fyrir svo marga. Margir telja sig þekkja til, en sjá eitthvað nýtt í okkar verkum eða eitthvað gamalt í nýju ljósi og átta sig þá kannski betur á hlutunum,” segir Eygló.

Opin fyrir alls konar möguleikum

Úr leikritinu Hvað helduru að ég sé?

Leikhópurinn Óríon er opinn öllum sem hafa áhuga á einhvers konar vinnu í leikhúsi og segir Eygló að meðlimir leikfélagsins fagni því að sjá ný andlit. Meðlimir hópsins eru á aldrinum 16 til 30 ára, en Eygló segir að áhugasamir þurfi að vera búnir að ná 14 ára aldri til að spreyta sig í félagsskapnum. Hópurinn er byrjaður að undirbúa nýtt verkefni og er lögð mikil áhersla á að allir meðlimir fái að láta ljós sitt skína.

„Markmiðið er að koma að minnsta kosti einu verkefni í gang á hverju leikári þar sem allir geta fengið að spreyta sig og taka þátt. Við erum opin fyrir alls konar möguleikum í leikhúsi og leggjum áherslu á að gefa leikurum, leikstjórum, tónsmiðum og höfundum, sem ekki endilega hafa auðvelda leið að leikhúsi, séns á að sanna sig. Þar með eru verkin okkar oftast frumsamin. Við erum byrjuð að undirbúa næsta verkefni, en það byrjaði á sumarnámskeiði. Við getum ekki látið neitt nákvæmt í ljós eins og er, en markmiðið er að setja upp sýningu sem hópurinn ákveður í samstarfi við leiðbeinendur og leikstjóra, hvort sem það verður eftir handriti eða samið af hópnum,” segir Eygló.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hópinn betur er bent á Facebook-síðu hópsins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Fríar hraðferðir í boði fyrir tónleikagesti á Guns N’ Roses

Guns and Roses on 12/19/87 in Chicago

Stærstu og fjölmennustu tónleikar Íslandssögunnar fara fram annað kvöld, þriðjudagskvöldið 24. júlí, þegar rokksveitin Guns N’ Roses tryllir lýðinn á Laugardalsvelli. Samkvæmt tilkynningu frá tónleikahöldurum má búast við um 25 þúsund manns í dalnum þetta kvöld.

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir. Þá hvetja þeir einnig borgarbúa til að hjóla eða ganga á tónleikana eins og hægt er, en völlurinn opnar klukkan 16.30 fyrir tónleikagesti.

Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16.00, nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.

Frítt í Strætó

Tónleikahaldarar, ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg, mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu- eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi samkvæmt tilkynningu tónleikahaldara. Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin, en til þess að leggja þar þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl.

Eldvörpur og reyksprengjur í Laugardalnum

Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og strætóstoppistöðinni norðanmegin við Kringluna, hjá Orkunni. Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða.

Sjáið gullfallegan brúðarkjól Ragnhildar Steinunnar

|
Ragnhildur Steinunn.

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og sálfræðingurinn og fyrrverandi knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason gengu í það heilaga á Ítalíu um helgina, en turtildúfurnar hafa verið par síðan þau voru unglingar.

Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi.

Brúðkaupið fór fram á sveitasetrinu Villa Rizzardi, um hálftíma fyrir utan rómantísku borgina Verona á Ítalíu. Setrið er vinsæll staður fyrir alls kyns veislur og viðburði, þar á meðal brúðkaup, en á heimasíðu staðarins segir að Villa Rizzardi sé fullkominn staður fyrir eftirminnilegt brúðkaup.

Ragnhildur Steinunn birtir færslu á Facebook-síðu sinni með mörgum, fallegum myndum úr brúðkaupinu. Í færslunni þakkar hún meðal annars sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur fyrir veislustjórnunina og Birgittu Haukdal fyrir fagran söng. Þá þakkar hún séra Guðna Rúnari Harðarsyni fyrir að gefa þau Hauk Inga saman.

Ragnhildur Steinunn þakkar einnig förðunarfræðingnum Elínu Reynisdóttur fyrir brúðarförðunina, en Elín birtir einmitt æðislega mynd á Instagram af brúðinni. Á myndinni sést vel hve gullfallegur brúðarkjóll Ragnhildar Steinunnar er og geislar hún gjörsamlega af hamingju og ást.

Þá birtir annar gestur, matgæðingurinn og heilsugúrúinn Yesmine Olsson einnig skemmtilega mynd úr brúðkaupinu þar sem hún stillir sér upp ásamt eiginmanni sínum, Arngrími Fannari Haraldssyni, og brúðhjónunum sjálfum.

Mannlíf óskar brúðhjónunum innilega til hamingju með ástina og lífið.

Hún er bara sex mánaða en hárið hennar er stórkostlegt

|||||||||
|||||||||

Baby Chanco er sex mánaða hnáta frá Japan sem netverjar gjörsamlega elska. Móðir hennar er dugleg að deila myndum af henni á Instagram, en Baby Chanco er með sína eigin Instagram-síðu með rúmlega áttatíu þúsund fylgjenda. Geri aðrir betur!

En hvað er það við Baby Chanco sem er svona einstakt? Jú, það er hárið hennar. Þessi litla stúlka fæddist afar hárprúð, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan:

Síðan þá hefur hárið bara vaxið og vaxið, og nú er Baby Chanco komin með myndarlegan makka sem tekið er eftir um allan heim. Við á Mannlífi getum allavega gleymt okkur við að skoða myndir af þessu litla krútti og látum því nokkrar vel valdar fylgja hér á eftir.

Bestu hundamyndir ársins verðlaunaðar

||||||||||
||||||||||

The Kennel Club í Bretlandi veitti nýverið verðlaun til þeirra ljósmynda af hundum sem dómnefnd taldi skara fram úr á árinu 2018.

Keppnin hefur verið haldin árlega síðust ár og getur hver sem er sent inn myndir í keppnina. Það er svo dómnefnd fagaðila sem fer yfir innsendar myndir og kýs þær bestu.

Keppt var í nokkrum flokkum, en hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum sem voru sigursælar. Allar myndirnar í keppninni má svo sjá á heimasíðu hennar með því að smella hér.

Ljósmyndari: Monica Van De Maden, Holland / 1. sæti í allri keppninni og í flokknum Gamlingjar / Hundur: Stóri Dani

Ljósmyndari: Elinor Roizman, Ísrael / 1. sæti í flokknum Hundar að leik / Hundur: Pomeranian

Ljósmyndari: Robyn Pope, Bandaríkin / 3. sæti í flokknum Hvolpar / Hundur: Snickers, blendingshvolpur

Ljósmyndari: Klaus Dybe, Þýskaland / 1. sæti í flokknum Hvolpar / Hundur: Ítalskur gráhundur

Ljósmyndari: Steffi Cousins, Bandaríkin / 2. sæti í flokknum Hundar að leik / Hundur: Chihuahua

Ljósmyndari: Michael M. Sweeney, Bretland / 3. sæti í flokknum Portrett / Hundur: Pomeranian

Ljósmyndari: Joana Matos, Portúgal / 1. sæti í flokknum Besti vinur mannsins / Hundur: Portúgalskur Podengo blendingshundur

Ljósmyndari: Carol Durrant, Bretland / 1. sæti í flokknum Portrett / Hundar: Retriever

Ljósmyndari: Philip Wright, Bretland / 3. sæti í flokknum Gamlingjar / Hundur: Stutthærður, þýskur bendihundur

Ljósmyndari: Tracy Kidd, Bretland / 1. sæti í flokknum Hundar í vinnu / Hundar: Cocker og Retriever

Giftar konur fá það sjaldnar en eiginmennirnir

Mynd úr myndabanka

Lengi hefur gengið flökkusaga um hugtakið orgasm gap, eða fullnægingabilið, þar sem því hefur verið haldið fram að gagnkynhneigðir karlar fái oftar fullnægingu í kynlífi en gagnkynhneigðar konur.

Nú hefur rannsókn í Brigham Young-háskólanum í Bandaríkjunum staðfest það að einhverju leyti. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að 49% giftra kvenna segjast ávallt fá fullnægingu í kynlífi með eiginmönnum sínum en 87% kvæntra karlmanna segist alltaf fá það þegar þeir stunda kynlíf.

Við framkvæmd rannsóknarinnar var farið yfir gögn frá tæplega sautján hundruð, gagnkynhneigðum pörum.

Kynin voru spurð út í tíðni fullnæginga í sitthvoru lagi. Þá voru þau einnig spurð um hve oft þau héldu að maki sinn fengi fullnægingu og almennt um hve vel þau væru fullnægð í sambandi sínu og kynlífi.

Í rannsókninni kemur einnig fram að 43% karlanna voru á villigötum með hve oft eiginkonur þeirra fengu fullnægingu í kynlífi. Þá hélt fjórðungur karlmannanna því fram að konurnar þeirra fengju oftar fullnægingu en raun var. Ekki kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar hvort konurnar væru að gera sér upp fullnægingar eða hvort karlmennirnir gætu ekki borið kennsl á það þegar eiginkonur þeirra fá fullnægingu í kynlífi.

Hvernig er hægt að segja nei við þessar dúllur?

|||||||||
|||||||||

Gæludýraeigendur vita, og þá sérstaklega hundaeigendur, að það getur verið mikil kúnst að fá sér að borða í kringum dýrin og gefa þeim ekki með sér – svo mikið reyna þau að dáleiða mann með augunum.

Gæludýr virðast líka alltaf vera svöng og fá aldrei nóg, en vefsíðan Bored Panda er búin að taka saman nokkrar myndir af gæludýrum að betla mat af eigendum sínum og þær eru vægast sagt sprenghlægilegar.

Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra en á vefsvæði Bored Panda má sjá allt safnið. Njótið – og ef þið lumið á svona æðislegum dýramyndum megið þið endilega senda þær rakleiðis á [email protected]!

Sérðu ekki hvað mig langar mikið í þetta?!

Gerðu það, bara einn lítinn bita…

Gefðu mér bara, hann er búinn að fá nóg!

Þreföld ógn.

Hvern elskar hann mest?

Þetta getur ekki endað vel…

Hey, þú sagðir mér að vera ekki að stara á þig!

Ég næ þessu stökki alveg…

Ætli þau sjái mig ekki örugglega?

Rithönd Meghan Markle hefur gjörbreyst eftir að hún giftist inn í konungsfjölskylduna

|||
Meghan Markle

Rithönd hertogaynjunnar Meghan Markle hefur gjörbreyst eftir að hún gekk að eiga Harry Bretaprins þann 19. maí síðastliðinn. Um þetta er fjallað á vef Women’s Health, en það er rithandarsérfræðingurinn Kathi McKnight, sem fer yfir hvernig rithönd leikkonunnar hefur breyst.

Til vinstri: gamla rithönd Meghan. Til hægri: nýja rithönd Meghan.

Sjá einnig: Heiðruðu Díönu prinsessu með brúðkaupsmyndunum.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Meghan skrifaði nafn sitt áður en hún gifti sig, en varla er hægt að lesa hvað stendur á blaðinu:

Kathi segir ólæsilega rithönd merkja að manneskja vilji halda sínu einkalífi fyrir sig og bætir við að rithönd margra stjarna sé einmitt ólæsileg. Þá bendir Kathi á að nafn Meghan halli lítið eitt, sem geti verið merki um úthverfu. Það getur einnig merkt að Meghan sé tilfinninganæm og jafnvel hvatvís þar sem hún virðist hafa skrifað nafnið sitt með hraði.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Meghan skrifar nafn sitt nú eftir að hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna:

Sem hertogaynja eyðir Meghan meiri tíma í að skrifa nafn sitt og nú er hægt að lesa skriftina hennar. Að sögn Kathi er það merki um meiri sjálfsstjórn og jafnvægi. Þá sé sú staðreynd að Meghan taki sér meiri tíma í að skrifa nafn sitt merki um að hún sé að sýna lesendum virðingu.

„Hún er viljugri til að fólk sjái hana eins og hún er, sem þarf hugrekki til að gera út á við,” segir Kathi.

Þá segir Kathi að það sem þessar tvær undirskriftir eigi sameiginlegt sé að fyrsti og síðasti bókstafurinn í nafni Meghan séu mjög svipaðir. Þá virðist hún halda þeim stíl áfram að skrifa ekki þannig að bókstafirnir snerti línuna, sem getur þýtt að hún sé smá uppreisnarseggur inn við beinið.

Sjá einnig: Stjörnurnar fjölmenntu í konunglega brúðkaupið.

Tíu frægar konur sem eru vegan

||||||||||
||||||||||

Æ fleiri aðhyllast veganisma þegar kemur að mataræði, en þessi lífsstíll felst í því að fólk forðast að leggja dýraafurðir sér til munns. Geta ástæður á bak við þessa ákvörðun verið heilsufars-, siðferðis- eða umhverfislegar.

Sjá einnig: Hvað felst í vegan-lífsstíl?

Veganismi er frekar nýr af nálinni á Íslandi en erlendis hefur tíðkast að vera vegan um árabil. Raunar er það mjög algengt meðal stjarnanna, en hér eru tíu frægar konur sem allar eru vegan.

Alicia Silverstone

Ariana Grande

Carrie Underwood

Ellen DeGeneres

Sia

Michelle Pfeiffer

Natalie Portman

Jessica Chastain

Miley Cyrus

Pamela Anderson

Aukin menntun skilar lægri launum

Helga Reynisdóttir hefur starfað sem ljósmóðir undanfarin þrjú ár en baráttan um bætt kjör starfsstéttarinnar hefur ekki farið fram hjá neinum.

Þrátt fyrir að vinna við draumastarfið segir Helga óviðunandi að vera ekki metin að verðleikum en hún vonar innilega að deilan leysist svo okkar færustu ljósmæður hverfi ekki frá störfum.

„Þetta er þriðja árið mitt í starfi sem ljósmóðir en til að byrja með vann ég á áhættumæðravernd Landspítalans sem átti mjög vel við mig. Þar er maður í nánu sambandi við sína skjólstæðinga og mér þótti það bæði skemmtilegt og gefandi. Á þeim tíma var erfitt að fá fastráðningu á Landspítalanum sem ljósmóðir og til að byrja með var ég með tímabundna ráðningu og fyrirséð að ég fengi ekki áframhaldandi starf. Þegar ég var farin að velta fyrir mér hvort fjólublár eða blár flugfreyjubúningur færi mér betur, fékk ég ráðningu á núverandi vinnustað mínum, Fæðingarvakt Landspítalans.“

Þremur árum síðar er staðreyndin sú að einungis 4% útskrifaðra ljósmæðra sækja um starf innan spítalans, nýliðun er nánast engin og aldurshlutfallið innan starfsstéttarinnar með hæsta móti.

„Það er náttúrlega tryllt að ríkið sé að eyða öllum þessum peningum í að þjálfa upp starfsfólk sem skilar sér svo ekki í störfin vegna launa og vinnuálags.“

„Það er mjög skiljanlegt að fólk kjósi frekar að starfa í háloftunum sem flugfreyjur og flugþjónar þar sem vinnuskyldan er ekki bara minni heldur launin líka hærri. Það er sorglegt að svona sé komið og allt þetta flotta og færa fólk skili sér ekki inn á stofnanirnar. Því það felast fjármunir í því að vera með nema á gólfinu sem þarfnast kennslu en þekkingin skilar sér ekki lengra en inn í næstu flugvél. Þá er ég ekki að gera lítið úr flugfreyjustarfinu en þessi þróun er synd fyrir samfélagið.“

„Við röðuðumst einfaldlega vitlaust inn í launatöfluna enda óskiljanlegt að lækka í launum við það að bæta á sig tveggja ára háskólanámi.“

„Við erum einfaldlega að fara fram á það að vera metnar til jafns við þá sem bæta við sig menntun. Þeir sem fara út í þetta nám vita sömuleiðis að þeir munu þurfa að vinna á jólunum frá börnunum sínum því það þarf alltaf einhver að standa vaktina, þær fæða víst á öllum tímum sólarhringsins þessar elsku konur. En svo er alltaf hægt að vinna við mæðravernd en það er dagvinna og lokað á rauðum dögum og um helgar. Þegar ég vann þar fannst mér ég hins vegar fá svívirðileg laun.“

 

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Aldís Pálsdóttir.

Förðun / Björg Alfreðsdóttir.

Fatnaður / AndreA.

Eldvörpur og reyksprengjur í Laugardalnum

||
||

Aðeins nokkrir dagar eru þar til goðsagnakennda rokksveitin Guns N’ Roses stígur á stokk á Laugardalsvelli á einum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, en tónleikar sveitarinnar eru 24. júlí næstkomandi.

Nú er allt farið á fullt við að undirbúa tónleikana og hefur starfsfólk nú þegar hafist handa við að leggja tímabundið gólf yfir sjálfan völlinn til að vernda grasið á meðan á tónleikunum stendur, að sögn tónleikahaldara.

Allt á fullu í Laugardalnum.

Um 160 manns koma að undirbúningnum sem tekur um eina viku. Um er að ræða 56 gáma af varningi auk hundrað vörubíla sem voru fullhlaðnir af græjum. Friðrik Olafsson, skipuleggjandi tónleikanna, fylgist vel með gangi mála og.

„Búnaður fyrir sviðið sjálft er ná að mjakast inn á Laugardalsvöllinn. Fullbyggt verður sviðið 65 metra breitt og 22 metrar þar sem það rís hæst. Þrír risaskjáir koma til með að sýna áhorfendum hvert einasta smáatriði sem fram fer, sá stærri, sem er fyrir miðju sviðsins, er 18 metrar að breidd og 9 metrar að hæð, en á vængjum sviðsins er að finna skjái sem eru heldur ekkert slor, eða 12 metrar að breidd og 9 metrar að hæð,“ segir hann og bætir við að hljóðkerfið sé líka mjög tilkomumikið.

Sjá einnig: Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn.

„Hljóðkerfið fyrir tónleikana er af gerðinni JBL Pro frá bandaríska fyrirtækinu Harman en einnig njóta tónleikarnir aðstoðar frá HljóðX. Þetta er öflugasta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi með rúmlega 100 hátölurum og fjórum „delay“-turnum sem tryggja jafnt og þétt hljóð um allan Laugardalsvöll.

Síðan má ekki gleyma öllum eldvörpunum og reyksprengjunum, ásamt ógleymanlegri ljósasýningu. Þetta verður bara geggjað.“

Hér fyrir neðan má sjá tölvugerða teikningu eftir Tómas Pétursson þar sem sjá má stærðarhlutföllin eins og þau munu blasa við tónleikagestum á þriðjudag:

Tónleikarnir fara fram þriðjudagskvöldið 24. júlí og opna hliðin klukkan 16.30. Tyler Bryant & the Shakedowns hefja upphitun um kl. 18 áður en íslenska stórsveitin Brain Police tryllir lýðinn. Guns N’ Roses stíga á svið um klukkan 20 og má búast við mikilli keyrslu í rúmar þrjár klukkustundir.

Sjá einnig: Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana.

Enn eru eftir örfáir miðar á tónleikana, en þá er hægt að kaupa á vefsíðu tónleikahaldara, show.is.

Svona líta fangelsi út víðs vegar um heiminn

|||||||||||||||||||
|||||||||||||||||||

Talið er að rúmar tíu milljónir manna sitji fyrir aftan lás og slá í fangelsum um allan heim. Fangelsin eru auðvitað jafn misjöfn og þau eru mörg, en vefsíðan Bored Panda hefur tekið saman svipmyndir af fangelsum víðs vegar um heiminn.

Hér fyrir neðan er hægt að fræðast um nokkur þeirra, en grein Bored Panda í heild sinni má lesa hér.

Kvennafangelsið El Buen Pastor, Bógóta, Kólumbía

Klefar El Buen Pastor voru hannaðir til að rýma tvo fanga hverju sinni en hýsa nú tíu til tuttugu konur að staðaldri. Mikil spilling og ofbeldi er innan veggja fangelsisins en forsvarsmenn þess reyna árlega að gera staðinn mannúðlegri með því að halda fegurðarsamkeppni og skrúðgöngu.

Bois D’arcy-fangelsið, Yvelines, Frakklandi

Í þessu fangelsi eru glæpamenn sem þurfa að afplána allt að eins árs fangelsisvist.

Rikers Island-fangelsið, New York, Bandaríkin

Þetta fangelsið var kosið eitt af þeim tíu verstu í Bandaríkjunum af tímaritinu Mother Jones. Forsvarsmenn fangelsisins hafa oft verið gagnrýndir fyrir meðferð á föngum og blossaði upp mikil reiði árið 2015 þegar táningurinn Kalief Browder svifti sig lífi. Kalief hafði eytt þremur árum í fangelsinu að bíða eftir réttarhöldum vegna þess að hann var ákærður fyrir að stela bakpoka. Á þessu ári er tala fanga innan veggja Rikers Island undir níu þúsund í fyrsta sinn í 25 ár og það stendur til að loka fangelsinu í nánustu framtíð.

Evin-fangelsið, Tehran, Íran

Evin-fangelsið er þekkt fyrir að vera pyntingarmiðstöð þar sem fjölmargir fangar hafa látið lífið, þó írönsk stjórnvöld hafa aldrei viljað viðurkenna það. Alltof margir fangar eru í fangelsinu, hreinlæti er ábótavant og engin loftkæling er til staðar, en á sumrin getur hitinn farið upp í 45°C. Maturinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir og fá fangar hann af skornum skammti. Til að bæta gráu ofan á svart mega fangar ekki hafa neitt samband við umheiminn og eru fjölskylduheimsóknir og símtöl bönnuð.

Maula-fangelsið, Lilongwe, Malaví

Tæplega tvö hundruð manns var troðið inn í klefa fyrir sexíu manneskjur árið 2015 sem lýsir best ástandinu í fangelsinu. Eitt salerni er fyrir hverja 120 fanga og einn vatnskrani fyrir hverja 900 fanga. Þá fá fangar aðeins að borða einu sinni á dag. Hins vegar er lagt mikil áhersla á íþróttir og er karlmönnum heimilt að spila knattspyrnu en kvenmönnum körfubolta.

Champ-Dollon-fangelsið, Genf, Sviss

Þetta fangelsi var opnað árið 1977 og þjónar þeim tilgangi að hýsa fanga á meðan þeir bíða örlaga sinna. Fjöldi fanga fer sívaxandi sem hefur í för með sér ýmis vandamál. Árið 2010 voru fangar af 115 mismunandi þjóðernum í fangelsinu og aðeins 7,2 prósent fanganna voru Svisslendingar.

Borgaralega fangelsið á Haítí, Archaie, Haítí

Fangelsið er í strandarbæ en þekkt fyrir mannmergðina. 174 fangar sluppu úr fangelsinu árið 2016 eftir uppþot þar sem einn fangavörður lést og margir slösuðust.

Landsberg-fangelsið, Landsberg Am Lech, Þýskaland

Þetta er fangelsið þar sem Adolf Hitler skrifaði Mein Kampf og þar sem 278 nasistar voru teknir af lífi fyrir stríðsglæpi. Í dag eru aðstæður mun betri í fangelsinu og er menntun í hávegum höfð. Þannig býður fangelsið upp á 36 námsáfanga, svo sem í bakstri, list, smíði og múri.

Quezon City-fangelsið, Quezon City, Filippseyjar

Þetta fangelsi er staðsett í Manila, höfuðborg Filippseyja, og daglega er háð barátta um pláss, vatn og mat. Um 160 til 200 föngum er troðið inn í klefa sem hannaðir eru fyrir tuttugu fanga. Að auki skiptast mennirnir á að sofa á hörðu steypugólfi undir berum himni, í tröppum, undir rúmum og í hengirúmum sem búin eru til úr gömlum teppum.

Las Colinas-fangelsið, Santee, Kalifornía, Bandaríkin

Þetta er fyrsta fangelsi sinnar tegundar í Bandaríkjunum þar sem umhverfis- og atferlissálfræði er notuð til að bæta hegðun fanga og starfsmanna.

Aranjuez-fangelsið, Aranjuez, Spánn

Í Aranjuez-fangelsinu fá foreldrar og börn að dvelja með fjölskyldumeðliminum sem er á bak við lás og slá. Allt umhverfið er hannað til að börn uppgötvi ekki að foreldri þeirra sé fangi.

Bastøy-fangelsið, Horten, Noregur

Fangelsið er stærsta fangelsið í Noregi með litla öryggisgæslu. Fangelsinu er skipt í áttatíu byggingar, strandarsvæði, fótboltavöll og skóg svo fátt eitt sé nefnt. Þá er einnig verslun, bókabúð, kirkja, skóli og viti á svæðinu. Sumir fanganna eru nauðgarar og morðingjar og hefur fangelsið verið gagnrýnt fyrir að vera of kósí. Þrátt fyrir frábærar aðstæður brjóta fangar sem losna úr fangelsinu síður af sér en fangar úr öðrum fangelsum í Evrópu.

Luzira-fangelsið, Kampala, Úganda

Hér fá fangar mikla ábyrgð og þurfa að rækta sinn eiginn mat og matreiða fyrir hina fangana. Hvatt er til þess að fangar mennti sig og er lítið um árekstra á milli fanga.

Kvennafangelsið í San Diego, Cartagena, Kólumbía

Fangarnir fá smjörþef af frelsinu á hverju kvöldi þegar konurnar breytast í kokka, gengilbeinur og uppvaskara á veitingastaðnum Interno sem opinn er í fangelsinu. Konur í fangelsinu eru á bak við lás og slá fyrir glæpi á borð við þjófnað, eiturlyfjasmygl og fjárkúgun.

Norgerhaven-fangelsið, Veenhuizen, Holland

Fangar fá rúm, húsgögn, ísskáp og sjónvarp í klefunum sínum, sem og einkabaðherbergi. Glæpatíðni í Hollandi er svo lág að ekki tókst að fylla fangelsið fyrir nokkrum árum. Því gerðu Hollendingar samning við Noreg um að vista fanga í Norgerhaven-fangelsinu árið 2015 og sá samningur stendur enn.

Black Dolphin-fangelsið, Sol-Iletsk, Rússland

Þetta fangelsi er heimsfrægt og búa fangar í raun í klefa innan klefa og eru undir eftirliti allan sólarhringinn. Hér búa margir af alræmdustu glæpamönnum Rússlands, þar á meðal raðmorðingjar, mannætur og hryðjuverkamenn. National Geographic gerði heimildarmynd um fangelsið fyrir nokkru síðan. Í henni sagði fangavörður að eina leiðin til að sleppa úr fangelsinu væri að deyja. Ef reiknuð eru saman öll morð sem fangarnir hafa framið hafa þeir drepið um 3500 manns. Það er að meðaltali fimm morð per fanga.

Onomichi-fangelsið, Onomichi, Japan

Þetta er fangelsi fyrir eldri borgara, en aldraði fangar verða sífellt fleiri í Japan.

HMP Addiewell-fangelsið, Lothian, Skotland

Mikil áhersla er lögð á það í þessu fangelsi að fangar læri af brotum sínum og hvað varð til þess að þeir enduðu í fangelsi. Þetta gera fangarnir í gegnum ýmislegt, svo sem menntun og vinnu. Þá er mikil áhersla lögð á að fangar haldi góðum tengslum við fjölskyldu sína og styrki þau bönd innan veggja fangelsisins.

Penal De Ciudad Barrios-fangelsið, Ciudad Barrios, San Miguel, El Salvador

Fangaklefarnir eru agnarsmáir en hýsa vanalega meira en þrjátíu fanga. Klefarnir voru upphaflega hannaðir fyrir fólk í gæsluvarðhaldi í þrjá sólarhringa en margir fangar eyða meira en ári í þeim. Fangar eyða dögunum í að rífa fötin sín í tætlur til að búa til hengirúm. Þeir sofa síðan með því að stafla sér hver ofan á annan.

Búin að léttast um 15 kíló þremur mánuðum eftir fæðingu frumburðarins

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina True, þann 12. apríl síðastliðinn. Khloé skrifar færslu á sínu eigin smáforriti þar sem hún segist hafa misst fimmtán kíló síðan True fæddist. Segir hún að blanda af brjóstagjöf og líkamsrækt orsaki þessa velgengni.

„Ég setti enga pressu á mig að losa mig við barnakílóin eftir að ég eignaðist True,” skrifar Khloé og heldur áfram.

Mommy’s Little Love

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

„Mig langaði bara að fara aftur í rútínuna mína frá því áður en ég varð ólétt, sem var að æfa fimm til sex sinnum í viku.”

Khloé segir það hafa komið sér á óvart að fimmtán kíló séu fokin á þessum þremur mánuðum síðan einkadóttirin fæddist.

„Ég er í áfalli að ég hafi misst svo mikla þyngd á svo skömmum tíma. Ég þakka blöndu af brjóstagjöf og að æfa mikið á meðan ég var ólétt og eftir að ég fæddi.”

Moms Home!! Yeezy Season 7

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Khloé þaggaði nýverið í sögusögnum um að hún væri á einhverju brjáluðu mataræði til að léttast. Hún segir í fyrrnefndri færslu að hún beri sig aldrei saman við aðrar konur þegar hún vill ná árangri.

„Ég ber mig aldrei saman við aðrar konur því hver kona fer sína eigin leið. Forgangsröðunin í daglega lífinu er líka mismunandi eftir fólki. Eitt sem ég set í forgang er að eiga einn klukkutíma á dag þar sem ég get verið sjálfselsk og á mínum stað,” skrifar hún og bætir við:

„Hreyfing er eitthvað sem ég hef alltaf notað til að halda geðheilsunni og losa um streitu. Og nú þegar ég á barn langar mig enn að eiga þennan tíma, þetta rými og eitthvað sem ég geri fyrir mig sjálfa.”

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn

Rokksveitin Guns N’ Roses er búin að slá YouTube-met, en mynband við lagið November Rain rauf nýverið milljarða múrinn á myndbandaveitunni. Myndbandið, sem er níu mínútna langt, var frumsýnt árið 1992 en lagið er á plötunni Use Your Illusion I sem kom út árið áður.

Búið er að horfa á myndbandið 1,001,133,745 sinnum þegar þetta er skrifað en samkvæmt Forbes er þetta fyrsta myndbandið frá tíunda áratugi síðustu aldar til að ná fleiri en milljarð áhorfa. Þá segir Forbes að horft hafi verið á myndbandið að meðaltali 560 þúsund sinnum á dag árið 2017.

83% þeirra sem horfa á myndbandið á YouTube koma frá löndum utan Bandaríkjanna, flestir frá Brasilíu, Mexíkó og Argentínu.

Næstvinsælasta myndbandið með Guns N’ Roses á YouTube er Sweet Child O’ Mine, en horft hefur verið á það tæplega sjö hundruð milljón sinnum. Í þriðja sæti er myndbandið við Paradise City sem horft hefur verið á tæplega fjögur hundruð milljón sinnum.

Guns N’ Roses er á tónleikaferðalagi um þessar mundir, eins og margir Íslendingar vita, enda trylla þeir tónleikagesti á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi.

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Gaf brjóst á tískupöllunum og fólk elskar það

|
|

Nýbakaða móðirin Mara Martin var valin til að ganga tískupallana á tískusýningu á vegum Sports Illustrated í Miami síðasta sunnudagskvöld.

Það má með sanni segja að Mara hafi vakið verðskuldaða athygli, en hún gekk pallana með fimm mánaða gamla dóttur sína í fanginu og gaf henni brjóst um leið.

Stórglæsileg Mara.

Mara var ein af sextán konum sem voru valdar til að ganga í tískusýningunni, en Sports Illustrated tók við rafrænum umsóknum frá áhugasömum konum vegna sýningarinnar. Einhverjar konur voru boðaðar í áheyrnarprufu og svo fór að Mara var ein af þeim heppnum, en hún deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Áhorfendur á sýningunni, sem og netverjar sem hafa horft á frammistöðu Möru á tískupöllunum, eru hæstánægðir með það að Mara hafi gefið barni sínu brjóst á viðburðinum, enda mikið tabú sem fylgir brjóstagjöf á almannafæri í Bandaríkjunum.

Mathús Garðabæjar verður stærsti styrktaraðili körfuboltans hjá Stjörnunni

|||
|||

„Körfuboltinn er á uppleið og allt umtal um íþróttina til fyrirmyndar þannig að við förum spennt og stolt inn í næsta tímabil,” segir Stefán Magnússon, eigandi veitingastaðarins Mathús Garðabæjar.

Mathúsið verður stærsti styrktaraðili körfuboltastarfs Stjörnunnar á komandi leiktíð og munu heimkynni körfuboltans í Garðabæ, sjálfur Ásgarður, bera nafnið Mathús Garðabæjar höllin. Mathúsið hefur verið einn af stærri styrktaraðilum kvenna- og karlakörfubolta í bænum en Stefán segir að nú hafi verið komið að því að taka skrefið til fulls.

„Körfuboltadeild Stjörnunnar fagnar 25 ára afmæli í vetur. Það er verið að kynna nýja búninga og svo er komið nýtt gólf á höllina. Okkur fannst þess vegna kjörið að höllin fengi líka almennilegt nafn. Við ákváðum því að taka þetta alla leið í ár og taka þetta stóra skref. Núna erum við komin með nafnið á höllina og erum mjög spennt fyrir framtíðinni, sem er björt í körfuboltanum í Garðabæ. En fyrst og fremst er ég stoltur að styðja við bakið á svona frábæru liði,” segir Stefán.

Dögurð í Garðabæ.

Athvarf á milli leikja

Stefán æfði sjálfur körfubolta á unga aldri og hefur fylgst grannt með gangi Stjörnunnar í íþróttinni síðan hann flutti í Garðabæ fyrir fjórtán árum síðan. Fyrir tveimur árum opnaði hann Mathús Garðabæjar og það kætir hann mjög að körfuboltaiðkendur í bænum líti á veitingahúsið sem sitt athvarf á milli leikja.

„Liðin og þjálfararnir koma alltaf út á Mathús eftir leiki til að greina þá, í staðinn fyrir að fara bara heim. Þetta þéttir hópinn gríðarlega. Þá hittast hóparnir líka í brunch hér um helgar þannig að liðin gera meira saman utan vallarins og hafa hér stað til að hittast á og ræða málin,” segir Stefán.

Tekið eftir Mathúsinu

Velgengni Mathússins er í raun ótrúleg, en staðurinn hefur ekki aðeins fest sig í sessi sem hverfisstaður þar sem íbúar hittast og njóta, heldur segir Stefán að fólk utan Garðabæjar sæki staðinn líka stíft. Stefán segir að hann hafi verið heppinn með frábært starfsfólk, en matreiðslumeistarar Mathúss Garðabæjar eru þeir Fannar Vernharðsson, fyrrverandi yfirkokkur á Vox og meðlimur kokkalandsliðsins, og Garðar Aron Guðbrandsson, sem einnig starfaði á Vox um tíma.

Fannar og Garðar.

„Þessir tveir meistarakokkar stjórna eldhúsinu okkar og sjá um að matreiða, ásamt öðru frábæru starfsfólki okkar, sívinsæla rétti okkar á borð ánægðra viðskiptavina. Við hönnun staðarins var mikið lagt upp með að vera fjölskylduvænn staður og skapa umhverfi þar sem notalegt er að gera vel við sig í mat og drykk,” segir Stefán. Hann bætir við að það sé ýmislegt sem orsaki þessar vinsældir staðarins, til dæmis veglegur brunch um helgar. Hann er jafnframt viss um að fjölskyldur líti á staðinn sem góðan stað fyrir gæðastundir, enda mikið lagt upp úr því að börn sem heimsæki staðinn hafi eitthvað fyrir stafni, til dæmis í sérhönnuðu krakkaherbergi með litlum bíósal.

„Hér geta foreldrar klárað kaffið sitt í rólegheitum og þurfa ekki að hlaupa eftir börnunum. Ég kannast sjálfur við að drekka ófáa, kalda kaffibollana, verandi faðir þriggja drengja,” segir Stefán og hlær. „Svo er líka þægilegt að fá bílastæði beint fyrir framan staðinn og þessi heimilislega stemmning sem lætur fólk slaka vel og lengi á.”

Við þetta má bæta að frítt er fyrir börn yngri en tólf ára í brunch næstu helgi.

Huggulegt á Mathúsi Garðabæjar.

Ótrúlegar endurbætur – MYNDIR

|||||||||||
|||||||||||

Það er alltaf gaman að sjá þegar fólk breytir rými á sniðugan hátt og það þarf ekki alltaf að kosta svo mikinn pening.

Vefsíðan Bored Panda hefur tekið saman nokkrar fyrir og eftir myndir sem sýna hvernig er hægt að umbreyta rýmum með réttum litum og lýsingu. Hér fyrir neðan eru nokkrar þessara mynda, en nálgast má allar þeirra með því að smella hér.

Húsbíl breytt

Hér er annað dæmi um breytingu á húsbíl

Baðherbergi í risi búið til

Önnur skemmtileg breyting á baðherbergi

Hér er búið að innrétta eldgamlan húsbíl

Lítið eldhús fær nýtt útlit

Stofan tekin í gegn

Hresst uppá baðherbergi á vinnustað

Skemmtilegar lausnir inni á baðherbergi

Pallurinn fær andlitslyftingu

Eldhúsið gert hlýlegra

Æfir tvisvar á dag fyrir nýja bíómynd

|
|

Leikarinn Mark Wahlberg æfir nú af kappi ef marka má Instagram-síðu hans. Leikarinn birtir myndband af sér á samfélagsmiðlinum þar sem hann ýtir sleða með að því er virðist einum fullorðnum og þremur börnum á.

Við myndbandið skrifar Mark að hann sé að skipta vínkjallaranum út fyrir tvær æfingar í ræktinni á dag sökum þess að hann sé að undirbúa sig fyrir nýtt hlutverk.

Marga, sem skrifa athugasemdir við myndbandið, grunar að kvikmyndin sem um ræðir sé The Six Billion Dollar Man sem frumsýnd verður sumarið 2020. Myndin er byggð á sjónvarpsseríunni The Six Million Dollar Man sem var sýnd á sjötta áratug síðustu aldar og fjallar um fyrrverandi geimfarann Steve Austin sem lætur krukka í sér og verður í kjölfarið einhvers konar ofurmanneskja.

Lee Majors fór með aðalhlutverkið í The Six Million Dollar Man.

Karakterinn er mun sterkari og sprettharðari en venjulegar manneskjur og því ekki skrýtið að leikarinn þurfi að koma sér í þrusuform til að leika ofurmanninn.

Sigrún María einkaþjálfari með hugmyndir að hollu nesti fyrir fólk á ferðinni

||
||

Einkaþjálfarinn Sigrún María Hákonardóttir er 28 ára gömul og heldur úti heimasíðunni FitBySigrun þar sem hún deilir meðal annars æfingum og hollum uppskriftum. Sigrún María hefur áður gefið lesendum Mannlífs góðar hugmyndir að sniðugum æfingum sem hægt er að gera með börnunum í sumarfríinu. Nú eru hins vegar margir á faraldsfæti, sérstaklega um verslunarmannahelgina sem nálgast óðum, og því báðum við Sigrúnu Maríu að gefa lesendum hugmyndir að hollu og góðu nesti fyrir alla fjölskylduna.

Einkaþjálfarinn Sigrún María deilir 5 æfingum sem hægt er að gera með börnunum

„Ég segi við alla sem koma til mín eða leita ráða hjá mér að banna sér ekki neitt, allt er leyfilegt en að velja ávallt hollari valkostinn ef hann er í boði,” segir Sigrún María. „Það breytist eitthvað við að hugsa svona og svo mikilvægt að upplifa ekki samviskubit þó svo að maður fái sé eitthvað sem flokkast sem óhollt. Síðan er gott að eiga fína vatsnflösku sem gerir það skemmtilegra að drekka vatn jafnt og þétt yfir daginn og að hafa það markmið að ná allavega einum ávexti og einu grænmeti inn í daginn, allt annað er bónus,” bætir hún við.

Hvað er hægt að grípa úti í búð?

Sigrún segir mikilvægt að nesti í ferðalögum sé einfalt og fljótlegt.

„Þegar ég hugsa út í sniðugt nesti á ferðinni hugsa ég hvað sé hægt að grípa í matvörubúð og hafa lítið fyrir að útbúa. Hér er nesti sem ég mæli með á ferðinni, sérstaklega ef þú ert með fjölskyldu,” segir Sigrún María. „Flatkaka með hummus, kjúklingaskinku og klettasalati (má sleppa). Hægt er að fá sér tvær svona í hádegismat ásamt epli og/eða gulrótum eða eina í millimál,” bætir hún við og lætur fylgja með hvað þarf að kaupa í nestið:

Álpappír eða plastpoka til að geyma nesti í
Flatkökur
Hummur
Kjúklingaskinka
Klettasalat
Plasthníf eða eitthvað til að smyrja hummus með

Það er leikur einn að grípa með sér ávexti í ferðalagið.

„Síðan sem millimál er voða sniðugt að kippa með sér grískri jógúrt eða skyri, Hleðslu eða Hámark, banana, epli, hnetusmjör/möndlusmjör og auðvitað plasthníf, skeið og plastpoka,” segir Sigrún María. Hér á eftir eru nokkur millimál sem hún mælir með:

Grísk jógúrt með múslí (hægt að kaupa tilbúið).
Grísk jógúrt með smá hnetu- eða möndlusmjöri og epli.
Skyr með smá hnetu- eða möndlusmjöri og banana.
Hleðsla/Hámark og banani.
Banani með hnetu- eða möndlusmjöri.
Epli með hnetu- eða möndlusmjöri.

Sigrún María er hreystin uppmáluð.

Einn dagur í einu

En hvernig er best fyrir fólk að byrja að breyta um mataræði og velja hollari valkosti?

„Tileinka sér hugarfarið að taka einn dag í einu er mjög góð byrjun og að ætla sér ekki of mikið. Að byrja mjög smátt og gera það að vana, til dæmis byrja bara á því að bæta inn ávöxtum í mataræðið, eða drekka vatn reglulega yfir daginn. Þegar það er orðið að vana, að vinna þá í að koma góðum vana á fyrstu máltíð dagsins og svo koll af kolli. Vera þolinmóð/ur með þetta því þetta gæti tekið nokkra mánuði og þú munt stundum ná að halda þér á beinni línu en þú munt líka detta útaf sporinu, en þá er mikilvægt að koma sér aftur á réttu leiðina.”

Myndir / Berglind Jóhannsdóttir og úr einkasafni

Uppáhaldsmyndir Baltasars Kormáks

Leikstjórinn Baltasar Kormákur listar upp sínar uppáhaldsmyndir í samtali við vefsíðuna The Hot Corn.

Í viðtalinu segir hann að fyrsta kvikmyndin sem hann hafi orðið ástfanginn af hafi verið rússneska myndin Come and See.

„Ég féll algjörlega fyrir henni. Ég var tvítugur þegar ég sá hana,” segir Baltasar, en stríðsmyndin Come and See kom út árið 1985. Þá segist Baltasar aldrei þreytast á Godfather-myndunum. Hann segist einnig elska kvikmyndirnar The Witness og Mississippi Burning.

„Ég elska að horfa á þessar myndir aftur og aftur.”

https://www.youtube.com/watch?v=W5QmfT1Zpbc

Aðspurður um tónlist í kvikmyndum heldur Baltasar sérstaklega upp á tónlistina úr kvikmyndinni Nil By Mouth frá árinu 1997 en það var Eric Clapton sem samdi þá tónlist.

Þá er röðin komin að sakbitinni sælu og þá stendur ekki á svörunum hjá leikstjóranum.

„Það væri About a Boy. Ég græt eins og gömul kona þegar Hugh Grant fer upp á svið,” segir Baltasar.

Jaðarhópar í samfélaginu fá rödd á leiksviðinu

|||
|||

„Leikfélagið Óríon er fyrir alla þá sem hafa áhuga á leiklist og vinnuna í kringum hana. Allir hjálpast að, þeir reyndari hjálpa og styðja reynsluminni meðlimina,” segir Eygló Ýr Hrafnsdóttir, markaðsstjóri leikfélagsins Óríon.

Leikfélagið var stofnað árið 2012 af hópi ungmenna sem vildu stunda leiklist utan veggja menntaskóla. Fyrsta sýning félagsins, Hvað helduru að ég sé?, var sett upp í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í kjölfar stofnunar hópsins, en höfundur þess var Anna Íris Pétursdóttir, leikstjóri, sem jafnframt er ein af stofnendum hópsins. Síðan þá hefur Óríón sett upp að minnsta kosti eina sýningu á ári og hafa þær allar átt það sameiginlegt að vera verk eftir skapandi ungmenni.

Hinsegin karakterar ekki nógu sýnilegir

Eygló Ýr.

Eygló segir að hópurinn hafi tekið þá ákvörðun fyrir stuttu að leggja ríka áherslu á að fjalla um jaðarhópa í samfélaginu sem oft gleymast í hefðbundnu leikhúsi og í fjölmiðlum.

„Þetta er stefna sem hefur alltaf einkennt hópinn en í ár tókum við þá ákvörðun að gera hana að opinberu leiðarljósi félagsins. Ástæðan fyrir þessu er að hinsegin karakterar eru alls ekki nógu sýnilegir í nútíma leikhúsi. Þegar þeir koma fram er það oftast samkynheigður cis karlmaður, iðjulega byggður á staðalímyndum, auk þess að sýnileiki annarra lita regnbogans er ekki nærri því eins mikill,” segir Eygló, en lýsingarorðið cis, eða sís, er notað um fólk sem upplifir sig á þann hátt að það tilheyri því kyni sem því var úthlutað við fæðingu.

„Okkur finnst líka vanta að það sé venjulegt að vera hinsegin á sviði,” bætir Eygló við. „Að karakter sé á einhvern hátt hinsegin getur bara verið partur af karakternum, en ekki endileg aðalatriðið. Gott dæmi er þegar við vorum að vinna með sýningu um barn sem átti venjulegustu, og leiðinlegustu í augum barnsins, foreldra í heimi, en ákvörðun var tekin um að það væru tveir feður. Þetta er eitthvað sem fólk yfir höfuð pælir kannski ekki mikið í,” segir hún. Þá segir hún einnig að hópurinn hafi í fyrsta sinn íslenskra leikhópa verið með eikynhneigða persónu á sviði, í leikritinu Leigumorðið, sem er nýjasta verk Óríon sem sett var upp fyrir stuttu. Hugtakið eikynhneigð er notað til að lýsa fólki sem laðast aldrei, eða nær aldrei, kynferðislega að öðru fólki.

Ekki skilyrði að vera hinsegin

Eygló segir að margir innan hópsins séu á einhvern hátt hinsegin og því séu heimatökin hæg þegar fjalla á um hópana undir LGBTIQ+ regnhlífinni.

„Innan okkar raða er fólk alls staðar að úr regnboganum; lesbíur, pansexual, BDSM-hneigðir, fjölkærir og fleiri. Þá sjáum við vel hvar mætti gera betur í þessum efnum. Það er samt ekkert skilyrði að vera hinsegin til að vera í leikfélaginu. Við erum líka með cis gagnkynhneigt fólk í hópnum, sem er ekkert verra fyrir það.”

Mynd úr sýningunni Kartöfludagar.

Telur Eygló það þarft að fjalla um þessa jaðarhópa á leiksviðinu?

„Það er mjög mikilvægt að fjalla um jaðarhópa. Því meira sem fjallað er um þá einstaklinga sem þykja afbrigðilegir, ekki bara vegna kynhneigðar sinnar heldur af hvaða ástæðu sem er, og sýna þá í sem venjulegasta ljósi, því minni eru fordómarnir og meiri skilningur. Fordómar eiga oft rætur í þekkingarleysi, jafnvel hræðslu, sem á sér upptök í fáfræði. Listafólk hefur gríðarleg áhrif á menninguna og þar með samfélagið. Við höfum tækifæri til að sýna fólki annan heim, heim sem það þekkir ekki endilega, en er daglegt brauð fyrir svo marga. Margir telja sig þekkja til, en sjá eitthvað nýtt í okkar verkum eða eitthvað gamalt í nýju ljósi og átta sig þá kannski betur á hlutunum,” segir Eygló.

Opin fyrir alls konar möguleikum

Úr leikritinu Hvað helduru að ég sé?

Leikhópurinn Óríon er opinn öllum sem hafa áhuga á einhvers konar vinnu í leikhúsi og segir Eygló að meðlimir leikfélagsins fagni því að sjá ný andlit. Meðlimir hópsins eru á aldrinum 16 til 30 ára, en Eygló segir að áhugasamir þurfi að vera búnir að ná 14 ára aldri til að spreyta sig í félagsskapnum. Hópurinn er byrjaður að undirbúa nýtt verkefni og er lögð mikil áhersla á að allir meðlimir fái að láta ljós sitt skína.

„Markmiðið er að koma að minnsta kosti einu verkefni í gang á hverju leikári þar sem allir geta fengið að spreyta sig og taka þátt. Við erum opin fyrir alls konar möguleikum í leikhúsi og leggjum áherslu á að gefa leikurum, leikstjórum, tónsmiðum og höfundum, sem ekki endilega hafa auðvelda leið að leikhúsi, séns á að sanna sig. Þar með eru verkin okkar oftast frumsamin. Við erum byrjuð að undirbúa næsta verkefni, en það byrjaði á sumarnámskeiði. Við getum ekki látið neitt nákvæmt í ljós eins og er, en markmiðið er að setja upp sýningu sem hópurinn ákveður í samstarfi við leiðbeinendur og leikstjóra, hvort sem það verður eftir handriti eða samið af hópnum,” segir Eygló.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hópinn betur er bent á Facebook-síðu hópsins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Fríar hraðferðir í boði fyrir tónleikagesti á Guns N’ Roses

Guns and Roses on 12/19/87 in Chicago

Stærstu og fjölmennustu tónleikar Íslandssögunnar fara fram annað kvöld, þriðjudagskvöldið 24. júlí, þegar rokksveitin Guns N’ Roses tryllir lýðinn á Laugardalsvelli. Samkvæmt tilkynningu frá tónleikahöldurum má búast við um 25 þúsund manns í dalnum þetta kvöld.

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir. Þá hvetja þeir einnig borgarbúa til að hjóla eða ganga á tónleikana eins og hægt er, en völlurinn opnar klukkan 16.30 fyrir tónleikagesti.

Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16.00, nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.

Frítt í Strætó

Tónleikahaldarar, ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg, mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu- eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi samkvæmt tilkynningu tónleikahaldara. Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin, en til þess að leggja þar þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl.

Eldvörpur og reyksprengjur í Laugardalnum

Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og strætóstoppistöðinni norðanmegin við Kringluna, hjá Orkunni. Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða.

Sjáið gullfallegan brúðarkjól Ragnhildar Steinunnar

|
Ragnhildur Steinunn.

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og sálfræðingurinn og fyrrverandi knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason gengu í það heilaga á Ítalíu um helgina, en turtildúfurnar hafa verið par síðan þau voru unglingar.

Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi.

Brúðkaupið fór fram á sveitasetrinu Villa Rizzardi, um hálftíma fyrir utan rómantísku borgina Verona á Ítalíu. Setrið er vinsæll staður fyrir alls kyns veislur og viðburði, þar á meðal brúðkaup, en á heimasíðu staðarins segir að Villa Rizzardi sé fullkominn staður fyrir eftirminnilegt brúðkaup.

Ragnhildur Steinunn birtir færslu á Facebook-síðu sinni með mörgum, fallegum myndum úr brúðkaupinu. Í færslunni þakkar hún meðal annars sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur fyrir veislustjórnunina og Birgittu Haukdal fyrir fagran söng. Þá þakkar hún séra Guðna Rúnari Harðarsyni fyrir að gefa þau Hauk Inga saman.

Ragnhildur Steinunn þakkar einnig förðunarfræðingnum Elínu Reynisdóttur fyrir brúðarförðunina, en Elín birtir einmitt æðislega mynd á Instagram af brúðinni. Á myndinni sést vel hve gullfallegur brúðarkjóll Ragnhildar Steinunnar er og geislar hún gjörsamlega af hamingju og ást.

Þá birtir annar gestur, matgæðingurinn og heilsugúrúinn Yesmine Olsson einnig skemmtilega mynd úr brúðkaupinu þar sem hún stillir sér upp ásamt eiginmanni sínum, Arngrími Fannari Haraldssyni, og brúðhjónunum sjálfum.

Mannlíf óskar brúðhjónunum innilega til hamingju með ástina og lífið.

Hún er bara sex mánaða en hárið hennar er stórkostlegt

|||||||||
|||||||||

Baby Chanco er sex mánaða hnáta frá Japan sem netverjar gjörsamlega elska. Móðir hennar er dugleg að deila myndum af henni á Instagram, en Baby Chanco er með sína eigin Instagram-síðu með rúmlega áttatíu þúsund fylgjenda. Geri aðrir betur!

En hvað er það við Baby Chanco sem er svona einstakt? Jú, það er hárið hennar. Þessi litla stúlka fæddist afar hárprúð, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan:

Síðan þá hefur hárið bara vaxið og vaxið, og nú er Baby Chanco komin með myndarlegan makka sem tekið er eftir um allan heim. Við á Mannlífi getum allavega gleymt okkur við að skoða myndir af þessu litla krútti og látum því nokkrar vel valdar fylgja hér á eftir.

Bestu hundamyndir ársins verðlaunaðar

||||||||||
||||||||||

The Kennel Club í Bretlandi veitti nýverið verðlaun til þeirra ljósmynda af hundum sem dómnefnd taldi skara fram úr á árinu 2018.

Keppnin hefur verið haldin árlega síðust ár og getur hver sem er sent inn myndir í keppnina. Það er svo dómnefnd fagaðila sem fer yfir innsendar myndir og kýs þær bestu.

Keppt var í nokkrum flokkum, en hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum sem voru sigursælar. Allar myndirnar í keppninni má svo sjá á heimasíðu hennar með því að smella hér.

Ljósmyndari: Monica Van De Maden, Holland / 1. sæti í allri keppninni og í flokknum Gamlingjar / Hundur: Stóri Dani

Ljósmyndari: Elinor Roizman, Ísrael / 1. sæti í flokknum Hundar að leik / Hundur: Pomeranian

Ljósmyndari: Robyn Pope, Bandaríkin / 3. sæti í flokknum Hvolpar / Hundur: Snickers, blendingshvolpur

Ljósmyndari: Klaus Dybe, Þýskaland / 1. sæti í flokknum Hvolpar / Hundur: Ítalskur gráhundur

Ljósmyndari: Steffi Cousins, Bandaríkin / 2. sæti í flokknum Hundar að leik / Hundur: Chihuahua

Ljósmyndari: Michael M. Sweeney, Bretland / 3. sæti í flokknum Portrett / Hundur: Pomeranian

Ljósmyndari: Joana Matos, Portúgal / 1. sæti í flokknum Besti vinur mannsins / Hundur: Portúgalskur Podengo blendingshundur

Ljósmyndari: Carol Durrant, Bretland / 1. sæti í flokknum Portrett / Hundar: Retriever

Ljósmyndari: Philip Wright, Bretland / 3. sæti í flokknum Gamlingjar / Hundur: Stutthærður, þýskur bendihundur

Ljósmyndari: Tracy Kidd, Bretland / 1. sæti í flokknum Hundar í vinnu / Hundar: Cocker og Retriever

Giftar konur fá það sjaldnar en eiginmennirnir

Mynd úr myndabanka

Lengi hefur gengið flökkusaga um hugtakið orgasm gap, eða fullnægingabilið, þar sem því hefur verið haldið fram að gagnkynhneigðir karlar fái oftar fullnægingu í kynlífi en gagnkynhneigðar konur.

Nú hefur rannsókn í Brigham Young-háskólanum í Bandaríkjunum staðfest það að einhverju leyti. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að 49% giftra kvenna segjast ávallt fá fullnægingu í kynlífi með eiginmönnum sínum en 87% kvæntra karlmanna segist alltaf fá það þegar þeir stunda kynlíf.

Við framkvæmd rannsóknarinnar var farið yfir gögn frá tæplega sautján hundruð, gagnkynhneigðum pörum.

Kynin voru spurð út í tíðni fullnæginga í sitthvoru lagi. Þá voru þau einnig spurð um hve oft þau héldu að maki sinn fengi fullnægingu og almennt um hve vel þau væru fullnægð í sambandi sínu og kynlífi.

Í rannsókninni kemur einnig fram að 43% karlanna voru á villigötum með hve oft eiginkonur þeirra fengu fullnægingu í kynlífi. Þá hélt fjórðungur karlmannanna því fram að konurnar þeirra fengju oftar fullnægingu en raun var. Ekki kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar hvort konurnar væru að gera sér upp fullnægingar eða hvort karlmennirnir gætu ekki borið kennsl á það þegar eiginkonur þeirra fá fullnægingu í kynlífi.

Hvernig er hægt að segja nei við þessar dúllur?

|||||||||
|||||||||

Gæludýraeigendur vita, og þá sérstaklega hundaeigendur, að það getur verið mikil kúnst að fá sér að borða í kringum dýrin og gefa þeim ekki með sér – svo mikið reyna þau að dáleiða mann með augunum.

Gæludýr virðast líka alltaf vera svöng og fá aldrei nóg, en vefsíðan Bored Panda er búin að taka saman nokkrar myndir af gæludýrum að betla mat af eigendum sínum og þær eru vægast sagt sprenghlægilegar.

Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra en á vefsvæði Bored Panda má sjá allt safnið. Njótið – og ef þið lumið á svona æðislegum dýramyndum megið þið endilega senda þær rakleiðis á [email protected]!

Sérðu ekki hvað mig langar mikið í þetta?!

Gerðu það, bara einn lítinn bita…

Gefðu mér bara, hann er búinn að fá nóg!

Þreföld ógn.

Hvern elskar hann mest?

Þetta getur ekki endað vel…

Hey, þú sagðir mér að vera ekki að stara á þig!

Ég næ þessu stökki alveg…

Ætli þau sjái mig ekki örugglega?

Rithönd Meghan Markle hefur gjörbreyst eftir að hún giftist inn í konungsfjölskylduna

|||
Meghan Markle

Rithönd hertogaynjunnar Meghan Markle hefur gjörbreyst eftir að hún gekk að eiga Harry Bretaprins þann 19. maí síðastliðinn. Um þetta er fjallað á vef Women’s Health, en það er rithandarsérfræðingurinn Kathi McKnight, sem fer yfir hvernig rithönd leikkonunnar hefur breyst.

Til vinstri: gamla rithönd Meghan. Til hægri: nýja rithönd Meghan.

Sjá einnig: Heiðruðu Díönu prinsessu með brúðkaupsmyndunum.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Meghan skrifaði nafn sitt áður en hún gifti sig, en varla er hægt að lesa hvað stendur á blaðinu:

Kathi segir ólæsilega rithönd merkja að manneskja vilji halda sínu einkalífi fyrir sig og bætir við að rithönd margra stjarna sé einmitt ólæsileg. Þá bendir Kathi á að nafn Meghan halli lítið eitt, sem geti verið merki um úthverfu. Það getur einnig merkt að Meghan sé tilfinninganæm og jafnvel hvatvís þar sem hún virðist hafa skrifað nafnið sitt með hraði.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Meghan skrifar nafn sitt nú eftir að hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna:

Sem hertogaynja eyðir Meghan meiri tíma í að skrifa nafn sitt og nú er hægt að lesa skriftina hennar. Að sögn Kathi er það merki um meiri sjálfsstjórn og jafnvægi. Þá sé sú staðreynd að Meghan taki sér meiri tíma í að skrifa nafn sitt merki um að hún sé að sýna lesendum virðingu.

„Hún er viljugri til að fólk sjái hana eins og hún er, sem þarf hugrekki til að gera út á við,” segir Kathi.

Þá segir Kathi að það sem þessar tvær undirskriftir eigi sameiginlegt sé að fyrsti og síðasti bókstafurinn í nafni Meghan séu mjög svipaðir. Þá virðist hún halda þeim stíl áfram að skrifa ekki þannig að bókstafirnir snerti línuna, sem getur þýtt að hún sé smá uppreisnarseggur inn við beinið.

Sjá einnig: Stjörnurnar fjölmenntu í konunglega brúðkaupið.

Tíu frægar konur sem eru vegan

||||||||||
||||||||||

Æ fleiri aðhyllast veganisma þegar kemur að mataræði, en þessi lífsstíll felst í því að fólk forðast að leggja dýraafurðir sér til munns. Geta ástæður á bak við þessa ákvörðun verið heilsufars-, siðferðis- eða umhverfislegar.

Sjá einnig: Hvað felst í vegan-lífsstíl?

Veganismi er frekar nýr af nálinni á Íslandi en erlendis hefur tíðkast að vera vegan um árabil. Raunar er það mjög algengt meðal stjarnanna, en hér eru tíu frægar konur sem allar eru vegan.

Alicia Silverstone

Ariana Grande

Carrie Underwood

Ellen DeGeneres

Sia

Michelle Pfeiffer

Natalie Portman

Jessica Chastain

Miley Cyrus

Pamela Anderson

Aukin menntun skilar lægri launum

Helga Reynisdóttir hefur starfað sem ljósmóðir undanfarin þrjú ár en baráttan um bætt kjör starfsstéttarinnar hefur ekki farið fram hjá neinum.

Þrátt fyrir að vinna við draumastarfið segir Helga óviðunandi að vera ekki metin að verðleikum en hún vonar innilega að deilan leysist svo okkar færustu ljósmæður hverfi ekki frá störfum.

„Þetta er þriðja árið mitt í starfi sem ljósmóðir en til að byrja með vann ég á áhættumæðravernd Landspítalans sem átti mjög vel við mig. Þar er maður í nánu sambandi við sína skjólstæðinga og mér þótti það bæði skemmtilegt og gefandi. Á þeim tíma var erfitt að fá fastráðningu á Landspítalanum sem ljósmóðir og til að byrja með var ég með tímabundna ráðningu og fyrirséð að ég fengi ekki áframhaldandi starf. Þegar ég var farin að velta fyrir mér hvort fjólublár eða blár flugfreyjubúningur færi mér betur, fékk ég ráðningu á núverandi vinnustað mínum, Fæðingarvakt Landspítalans.“

Þremur árum síðar er staðreyndin sú að einungis 4% útskrifaðra ljósmæðra sækja um starf innan spítalans, nýliðun er nánast engin og aldurshlutfallið innan starfsstéttarinnar með hæsta móti.

„Það er náttúrlega tryllt að ríkið sé að eyða öllum þessum peningum í að þjálfa upp starfsfólk sem skilar sér svo ekki í störfin vegna launa og vinnuálags.“

„Það er mjög skiljanlegt að fólk kjósi frekar að starfa í háloftunum sem flugfreyjur og flugþjónar þar sem vinnuskyldan er ekki bara minni heldur launin líka hærri. Það er sorglegt að svona sé komið og allt þetta flotta og færa fólk skili sér ekki inn á stofnanirnar. Því það felast fjármunir í því að vera með nema á gólfinu sem þarfnast kennslu en þekkingin skilar sér ekki lengra en inn í næstu flugvél. Þá er ég ekki að gera lítið úr flugfreyjustarfinu en þessi þróun er synd fyrir samfélagið.“

„Við röðuðumst einfaldlega vitlaust inn í launatöfluna enda óskiljanlegt að lækka í launum við það að bæta á sig tveggja ára háskólanámi.“

„Við erum einfaldlega að fara fram á það að vera metnar til jafns við þá sem bæta við sig menntun. Þeir sem fara út í þetta nám vita sömuleiðis að þeir munu þurfa að vinna á jólunum frá börnunum sínum því það þarf alltaf einhver að standa vaktina, þær fæða víst á öllum tímum sólarhringsins þessar elsku konur. En svo er alltaf hægt að vinna við mæðravernd en það er dagvinna og lokað á rauðum dögum og um helgar. Þegar ég vann þar fannst mér ég hins vegar fá svívirðileg laun.“

 

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Aldís Pálsdóttir.

Förðun / Björg Alfreðsdóttir.

Fatnaður / AndreA.

Eldvörpur og reyksprengjur í Laugardalnum

||
||

Aðeins nokkrir dagar eru þar til goðsagnakennda rokksveitin Guns N’ Roses stígur á stokk á Laugardalsvelli á einum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, en tónleikar sveitarinnar eru 24. júlí næstkomandi.

Nú er allt farið á fullt við að undirbúa tónleikana og hefur starfsfólk nú þegar hafist handa við að leggja tímabundið gólf yfir sjálfan völlinn til að vernda grasið á meðan á tónleikunum stendur, að sögn tónleikahaldara.

Allt á fullu í Laugardalnum.

Um 160 manns koma að undirbúningnum sem tekur um eina viku. Um er að ræða 56 gáma af varningi auk hundrað vörubíla sem voru fullhlaðnir af græjum. Friðrik Olafsson, skipuleggjandi tónleikanna, fylgist vel með gangi mála og.

„Búnaður fyrir sviðið sjálft er ná að mjakast inn á Laugardalsvöllinn. Fullbyggt verður sviðið 65 metra breitt og 22 metrar þar sem það rís hæst. Þrír risaskjáir koma til með að sýna áhorfendum hvert einasta smáatriði sem fram fer, sá stærri, sem er fyrir miðju sviðsins, er 18 metrar að breidd og 9 metrar að hæð, en á vængjum sviðsins er að finna skjái sem eru heldur ekkert slor, eða 12 metrar að breidd og 9 metrar að hæð,“ segir hann og bætir við að hljóðkerfið sé líka mjög tilkomumikið.

Sjá einnig: Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn.

„Hljóðkerfið fyrir tónleikana er af gerðinni JBL Pro frá bandaríska fyrirtækinu Harman en einnig njóta tónleikarnir aðstoðar frá HljóðX. Þetta er öflugasta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi með rúmlega 100 hátölurum og fjórum „delay“-turnum sem tryggja jafnt og þétt hljóð um allan Laugardalsvöll.

Síðan má ekki gleyma öllum eldvörpunum og reyksprengjunum, ásamt ógleymanlegri ljósasýningu. Þetta verður bara geggjað.“

Hér fyrir neðan má sjá tölvugerða teikningu eftir Tómas Pétursson þar sem sjá má stærðarhlutföllin eins og þau munu blasa við tónleikagestum á þriðjudag:

Tónleikarnir fara fram þriðjudagskvöldið 24. júlí og opna hliðin klukkan 16.30. Tyler Bryant & the Shakedowns hefja upphitun um kl. 18 áður en íslenska stórsveitin Brain Police tryllir lýðinn. Guns N’ Roses stíga á svið um klukkan 20 og má búast við mikilli keyrslu í rúmar þrjár klukkustundir.

Sjá einnig: Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana.

Enn eru eftir örfáir miðar á tónleikana, en þá er hægt að kaupa á vefsíðu tónleikahaldara, show.is.

Svona líta fangelsi út víðs vegar um heiminn

|||||||||||||||||||
|||||||||||||||||||

Talið er að rúmar tíu milljónir manna sitji fyrir aftan lás og slá í fangelsum um allan heim. Fangelsin eru auðvitað jafn misjöfn og þau eru mörg, en vefsíðan Bored Panda hefur tekið saman svipmyndir af fangelsum víðs vegar um heiminn.

Hér fyrir neðan er hægt að fræðast um nokkur þeirra, en grein Bored Panda í heild sinni má lesa hér.

Kvennafangelsið El Buen Pastor, Bógóta, Kólumbía

Klefar El Buen Pastor voru hannaðir til að rýma tvo fanga hverju sinni en hýsa nú tíu til tuttugu konur að staðaldri. Mikil spilling og ofbeldi er innan veggja fangelsisins en forsvarsmenn þess reyna árlega að gera staðinn mannúðlegri með því að halda fegurðarsamkeppni og skrúðgöngu.

Bois D’arcy-fangelsið, Yvelines, Frakklandi

Í þessu fangelsi eru glæpamenn sem þurfa að afplána allt að eins árs fangelsisvist.

Rikers Island-fangelsið, New York, Bandaríkin

Þetta fangelsið var kosið eitt af þeim tíu verstu í Bandaríkjunum af tímaritinu Mother Jones. Forsvarsmenn fangelsisins hafa oft verið gagnrýndir fyrir meðferð á föngum og blossaði upp mikil reiði árið 2015 þegar táningurinn Kalief Browder svifti sig lífi. Kalief hafði eytt þremur árum í fangelsinu að bíða eftir réttarhöldum vegna þess að hann var ákærður fyrir að stela bakpoka. Á þessu ári er tala fanga innan veggja Rikers Island undir níu þúsund í fyrsta sinn í 25 ár og það stendur til að loka fangelsinu í nánustu framtíð.

Evin-fangelsið, Tehran, Íran

Evin-fangelsið er þekkt fyrir að vera pyntingarmiðstöð þar sem fjölmargir fangar hafa látið lífið, þó írönsk stjórnvöld hafa aldrei viljað viðurkenna það. Alltof margir fangar eru í fangelsinu, hreinlæti er ábótavant og engin loftkæling er til staðar, en á sumrin getur hitinn farið upp í 45°C. Maturinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir og fá fangar hann af skornum skammti. Til að bæta gráu ofan á svart mega fangar ekki hafa neitt samband við umheiminn og eru fjölskylduheimsóknir og símtöl bönnuð.

Maula-fangelsið, Lilongwe, Malaví

Tæplega tvö hundruð manns var troðið inn í klefa fyrir sexíu manneskjur árið 2015 sem lýsir best ástandinu í fangelsinu. Eitt salerni er fyrir hverja 120 fanga og einn vatnskrani fyrir hverja 900 fanga. Þá fá fangar aðeins að borða einu sinni á dag. Hins vegar er lagt mikil áhersla á íþróttir og er karlmönnum heimilt að spila knattspyrnu en kvenmönnum körfubolta.

Champ-Dollon-fangelsið, Genf, Sviss

Þetta fangelsi var opnað árið 1977 og þjónar þeim tilgangi að hýsa fanga á meðan þeir bíða örlaga sinna. Fjöldi fanga fer sívaxandi sem hefur í för með sér ýmis vandamál. Árið 2010 voru fangar af 115 mismunandi þjóðernum í fangelsinu og aðeins 7,2 prósent fanganna voru Svisslendingar.

Borgaralega fangelsið á Haítí, Archaie, Haítí

Fangelsið er í strandarbæ en þekkt fyrir mannmergðina. 174 fangar sluppu úr fangelsinu árið 2016 eftir uppþot þar sem einn fangavörður lést og margir slösuðust.

Landsberg-fangelsið, Landsberg Am Lech, Þýskaland

Þetta er fangelsið þar sem Adolf Hitler skrifaði Mein Kampf og þar sem 278 nasistar voru teknir af lífi fyrir stríðsglæpi. Í dag eru aðstæður mun betri í fangelsinu og er menntun í hávegum höfð. Þannig býður fangelsið upp á 36 námsáfanga, svo sem í bakstri, list, smíði og múri.

Quezon City-fangelsið, Quezon City, Filippseyjar

Þetta fangelsi er staðsett í Manila, höfuðborg Filippseyja, og daglega er háð barátta um pláss, vatn og mat. Um 160 til 200 föngum er troðið inn í klefa sem hannaðir eru fyrir tuttugu fanga. Að auki skiptast mennirnir á að sofa á hörðu steypugólfi undir berum himni, í tröppum, undir rúmum og í hengirúmum sem búin eru til úr gömlum teppum.

Las Colinas-fangelsið, Santee, Kalifornía, Bandaríkin

Þetta er fyrsta fangelsi sinnar tegundar í Bandaríkjunum þar sem umhverfis- og atferlissálfræði er notuð til að bæta hegðun fanga og starfsmanna.

Aranjuez-fangelsið, Aranjuez, Spánn

Í Aranjuez-fangelsinu fá foreldrar og börn að dvelja með fjölskyldumeðliminum sem er á bak við lás og slá. Allt umhverfið er hannað til að börn uppgötvi ekki að foreldri þeirra sé fangi.

Bastøy-fangelsið, Horten, Noregur

Fangelsið er stærsta fangelsið í Noregi með litla öryggisgæslu. Fangelsinu er skipt í áttatíu byggingar, strandarsvæði, fótboltavöll og skóg svo fátt eitt sé nefnt. Þá er einnig verslun, bókabúð, kirkja, skóli og viti á svæðinu. Sumir fanganna eru nauðgarar og morðingjar og hefur fangelsið verið gagnrýnt fyrir að vera of kósí. Þrátt fyrir frábærar aðstæður brjóta fangar sem losna úr fangelsinu síður af sér en fangar úr öðrum fangelsum í Evrópu.

Luzira-fangelsið, Kampala, Úganda

Hér fá fangar mikla ábyrgð og þurfa að rækta sinn eiginn mat og matreiða fyrir hina fangana. Hvatt er til þess að fangar mennti sig og er lítið um árekstra á milli fanga.

Kvennafangelsið í San Diego, Cartagena, Kólumbía

Fangarnir fá smjörþef af frelsinu á hverju kvöldi þegar konurnar breytast í kokka, gengilbeinur og uppvaskara á veitingastaðnum Interno sem opinn er í fangelsinu. Konur í fangelsinu eru á bak við lás og slá fyrir glæpi á borð við þjófnað, eiturlyfjasmygl og fjárkúgun.

Norgerhaven-fangelsið, Veenhuizen, Holland

Fangar fá rúm, húsgögn, ísskáp og sjónvarp í klefunum sínum, sem og einkabaðherbergi. Glæpatíðni í Hollandi er svo lág að ekki tókst að fylla fangelsið fyrir nokkrum árum. Því gerðu Hollendingar samning við Noreg um að vista fanga í Norgerhaven-fangelsinu árið 2015 og sá samningur stendur enn.

Black Dolphin-fangelsið, Sol-Iletsk, Rússland

Þetta fangelsi er heimsfrægt og búa fangar í raun í klefa innan klefa og eru undir eftirliti allan sólarhringinn. Hér búa margir af alræmdustu glæpamönnum Rússlands, þar á meðal raðmorðingjar, mannætur og hryðjuverkamenn. National Geographic gerði heimildarmynd um fangelsið fyrir nokkru síðan. Í henni sagði fangavörður að eina leiðin til að sleppa úr fangelsinu væri að deyja. Ef reiknuð eru saman öll morð sem fangarnir hafa framið hafa þeir drepið um 3500 manns. Það er að meðaltali fimm morð per fanga.

Onomichi-fangelsið, Onomichi, Japan

Þetta er fangelsi fyrir eldri borgara, en aldraði fangar verða sífellt fleiri í Japan.

HMP Addiewell-fangelsið, Lothian, Skotland

Mikil áhersla er lögð á það í þessu fangelsi að fangar læri af brotum sínum og hvað varð til þess að þeir enduðu í fangelsi. Þetta gera fangarnir í gegnum ýmislegt, svo sem menntun og vinnu. Þá er mikil áhersla lögð á að fangar haldi góðum tengslum við fjölskyldu sína og styrki þau bönd innan veggja fangelsisins.

Penal De Ciudad Barrios-fangelsið, Ciudad Barrios, San Miguel, El Salvador

Fangaklefarnir eru agnarsmáir en hýsa vanalega meira en þrjátíu fanga. Klefarnir voru upphaflega hannaðir fyrir fólk í gæsluvarðhaldi í þrjá sólarhringa en margir fangar eyða meira en ári í þeim. Fangar eyða dögunum í að rífa fötin sín í tætlur til að búa til hengirúm. Þeir sofa síðan með því að stafla sér hver ofan á annan.

Búin að léttast um 15 kíló þremur mánuðum eftir fæðingu frumburðarins

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina True, þann 12. apríl síðastliðinn. Khloé skrifar færslu á sínu eigin smáforriti þar sem hún segist hafa misst fimmtán kíló síðan True fæddist. Segir hún að blanda af brjóstagjöf og líkamsrækt orsaki þessa velgengni.

„Ég setti enga pressu á mig að losa mig við barnakílóin eftir að ég eignaðist True,” skrifar Khloé og heldur áfram.

Mommy’s Little Love

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

„Mig langaði bara að fara aftur í rútínuna mína frá því áður en ég varð ólétt, sem var að æfa fimm til sex sinnum í viku.”

Khloé segir það hafa komið sér á óvart að fimmtán kíló séu fokin á þessum þremur mánuðum síðan einkadóttirin fæddist.

„Ég er í áfalli að ég hafi misst svo mikla þyngd á svo skömmum tíma. Ég þakka blöndu af brjóstagjöf og að æfa mikið á meðan ég var ólétt og eftir að ég fæddi.”

Moms Home!! Yeezy Season 7

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Khloé þaggaði nýverið í sögusögnum um að hún væri á einhverju brjáluðu mataræði til að léttast. Hún segir í fyrrnefndri færslu að hún beri sig aldrei saman við aðrar konur þegar hún vill ná árangri.

„Ég ber mig aldrei saman við aðrar konur því hver kona fer sína eigin leið. Forgangsröðunin í daglega lífinu er líka mismunandi eftir fólki. Eitt sem ég set í forgang er að eiga einn klukkutíma á dag þar sem ég get verið sjálfselsk og á mínum stað,” skrifar hún og bætir við:

„Hreyfing er eitthvað sem ég hef alltaf notað til að halda geðheilsunni og losa um streitu. Og nú þegar ég á barn langar mig enn að eiga þennan tíma, þetta rými og eitthvað sem ég geri fyrir mig sjálfa.”

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn

Rokksveitin Guns N’ Roses er búin að slá YouTube-met, en mynband við lagið November Rain rauf nýverið milljarða múrinn á myndbandaveitunni. Myndbandið, sem er níu mínútna langt, var frumsýnt árið 1992 en lagið er á plötunni Use Your Illusion I sem kom út árið áður.

Búið er að horfa á myndbandið 1,001,133,745 sinnum þegar þetta er skrifað en samkvæmt Forbes er þetta fyrsta myndbandið frá tíunda áratugi síðustu aldar til að ná fleiri en milljarð áhorfa. Þá segir Forbes að horft hafi verið á myndbandið að meðaltali 560 þúsund sinnum á dag árið 2017.

83% þeirra sem horfa á myndbandið á YouTube koma frá löndum utan Bandaríkjanna, flestir frá Brasilíu, Mexíkó og Argentínu.

Næstvinsælasta myndbandið með Guns N’ Roses á YouTube er Sweet Child O’ Mine, en horft hefur verið á það tæplega sjö hundruð milljón sinnum. Í þriðja sæti er myndbandið við Paradise City sem horft hefur verið á tæplega fjögur hundruð milljón sinnum.

Guns N’ Roses er á tónleikaferðalagi um þessar mundir, eins og margir Íslendingar vita, enda trylla þeir tónleikagesti á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi.

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Gaf brjóst á tískupöllunum og fólk elskar það

|
|

Nýbakaða móðirin Mara Martin var valin til að ganga tískupallana á tískusýningu á vegum Sports Illustrated í Miami síðasta sunnudagskvöld.

Það má með sanni segja að Mara hafi vakið verðskuldaða athygli, en hún gekk pallana með fimm mánaða gamla dóttur sína í fanginu og gaf henni brjóst um leið.

Stórglæsileg Mara.

Mara var ein af sextán konum sem voru valdar til að ganga í tískusýningunni, en Sports Illustrated tók við rafrænum umsóknum frá áhugasömum konum vegna sýningarinnar. Einhverjar konur voru boðaðar í áheyrnarprufu og svo fór að Mara var ein af þeim heppnum, en hún deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Áhorfendur á sýningunni, sem og netverjar sem hafa horft á frammistöðu Möru á tískupöllunum, eru hæstánægðir með það að Mara hafi gefið barni sínu brjóst á viðburðinum, enda mikið tabú sem fylgir brjóstagjöf á almannafæri í Bandaríkjunum.

Raddir