Tugir þúsunda nota reiðhjól á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði. Nú í júní fór 25.501 reiðhjól fram hjá hjólamælum Reykjavíkurborgar við Nauthólsvík og má búast við að fjöldinn verði meiri þegar sólin fer að sýna sig.
„Við höfum ekki náð neinu meti ennþá en miðað við veðurfar hér í höfuðborginni þar sem af er má leiða að því líkum að við getum slegið met á þessu ári. Það er að segja ef sumarið kemur,“ segir Kristinn Jón Eysteinsson, skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg.
Hann bendir á að hjólreiðar séu mjög háðar veðri og sýni mælar að þegar sólar naut í höfuðborginni á dögunum hafi margir farið út að hjóla og ganga.
Þöggun, samtrygging og afskiptaleysi eru nokkur orð sem hafa verið notuð til að lýsa réttarkerfinu þegar kemur að meðferð kynferðisbrota í umfjöllun Mannlífs síðustu vikur. Kveikja umfjöllunarinnar er mál þriggja stúlkna sem sökuðu lögreglumann um kynferðisbrot. Mannlíf náði tali af þremur þingmönnum sem segja ýmsar brotalamir í kerfinu.
„Frásagnirnar eru sláandi. Í umfjölluninni kemur einnig fram misræmi í sjónarmiðum yfirvalda til málsins og hvernig eigi að bregðast við og standa að rannsókn og stöðu þess ásakaða. Það er auðvitað óviðunandi,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, um mál kvennanna þriggja.
„Kynferðislegt ofbeldi, ekki síst gegn börnum og unglingum, er svo alvarlegt að það verður alltaf að bregðast við af festu og öryggi. Öll málsmeðferð verður að vera fumlaus og fallin til þess að vekja traust bæði að efni og formi, hvað þá þegar ásakanir beinast að þeim sem eiga að halda uppi lögum og reglu.“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segist áhyggjufull yfir stöðu þolenda innan réttarvörslukerfisins í ljósi ýmissa mála sem hafa komið upp síðustu misseri. „Það virðist vera að þessi réttindi barna til að njóta alltaf vafans og að allt sé gert til að þeirra hagsmunir séu í forgrunni hafi ekki náð kjölfestu í réttarkerfinu eins og það leggur sig á Íslandi. Þetta sjáum við víðtæk dæmi um hjá lögreglunni, hjá dómstólum og hjá sýslumannsembættum. Það veldur mér miklum áhyggjum að staðan sé ekki betri en raun ber vitni,“ segir Þórhildur Sunna. Hún bætir við að þó að mikil vakning hafi orðið í samfélaginu varðandi kynferðisbrot í kjölfar herferða eins og #metoo sé enn ýmsu ábótavant.
„Það vantar upp á skilning innan kerfisins fyrir réttindum þolenda í kynferðisbrotamálum. Réttindi geranda og/eða sakborninga eru að sjálfsögðu mjög mikilvæg; að þeir fái sanngjarna málsmeðferð og að aðilar séu saklausir uns sekt er sönnuð. En þolendar eiga líka rétt á sanngjarnri málsmeðferð og þeir eiga rétt á vernd gegn ofbeldi. Þeir eiga rétt á því að réttarkerfið sinni þeim af virðingu, kostgæfni og af miklum metnaði.“
Mætti mikilli andstöðu innan réttarkerfisins
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram tillögu um afnám fyrningar í kynferðisbrotum gegn börnum árið 2003 og segist hafa mætt mikilli andstöðu innan réttarkerfisins áður en lagabreytingum var náð fram í þessum efnum fjórum árum síðar.
„Mörgum lögfræðingum fannst þessi tillaga allt of róttæk og þar sem dönsku lögin gerðu ráð fyrir að þessi brot væru fyrnanleg ættu íslensk lög að gera ráð fyrir hinu sama. Mér fannst slík röksemdarfærsla vera út í hött og ég vildi að við tækjum þetta eðlilega skref. Við eigum ekki að vera feimin að taka refsipólitískar ákvarðanir. Með því að hafa þessi brot fyrnanleg högnuðust gerendurnir á lögunum þar sem þolendur leita sér oft ásjár kerfisins mörgum árum eftir að brotin voru framin,“ segir Ágúst, en í kjölfar lagabreytinganna varð Ísland eitt fyrsta land í heiminum sem gerði alvarleg kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg.
Tveir starfshópar, svipaðar niðurstöður
Fyrir fimm árum var Ágúst Ólafur formaður starfshóps sem skilaði tillögum um meðferð kynferðisbrot innan réttarvörslukerfisins til dómsmálaráðuneytis. Samráðshópur skilaði aftur tillögum sama efnis árið 2016. Tillögurnar virðast vera um margt líkar. Í báðum var til að mynda óskað eftir skýrari stefnu stjórnvalda, innspýtingu í forvarnir og að tryggja sálfræðiaðstoð fyrir brotaþola. Ágúst segir að sitthvað úr tillögum síns starfshóp hafi náð í gegn, annað ekki.
Jón Steindór segir margt gott innan réttarvörslukerfisins en að alltaf megi gera betur.
„Eitt af því sem þarf til dæmis að skoða eru samskipti og upplýsingagjöf til fórnarlamba um gang mála, framvindu rannsóknar og forsendur ákvarðana. Sömuleiðis spurning um hvort ekki þurfi að breyta lögum um aðild fórnarlamba að dómsmálum og rannsóknum þannig að þau verði aðilar máls en ekki vitni eins og nú er,“ segir hann og bætir við að honum finnist stefna stjórnvalda í þessum málaflokki ekki skýr. „En ég held að vilji sé til þess að taka þessi mál fastari tökum og því ber að fagna. Sjálfsagt er að styðja þá viðleitni og veita stjórnvöldum virkt aðhald.“
Ákveðin uppskrift að þöggun
Þórhildur Sunna kannast við þá þöggun sem talað hefur verið um í umfjöllun Mannlífs og segir í raun vera mjög skýra uppskrift að henni.
„Almennt í þöggunarmálum virðast vera þrír sérstakir þættir. Númer 1: Að gera lítið úr málinu. Ef við tökum Höfum hátt-málið sem dæmi þá gæti þetta verið þegar það kom fyrst upp á yfirborðið og Bjarni Benediktsson sagði þá dæmdu barnaníðinga sem um ræddi hafa fengið eðlilega málsmeðferð þegar þeir sóttu um uppreist æru. Þá talaði Brynjar Níelsson, þáverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um að það væru til verri brot en þetta gegn börnum. Númer 2: Að kenna öðrum um. Í Höfum hátt-byltingunni lét Bjarni Benediktsson fyrst að því liggja að þetta hefði verið á hans ábyrgð. Þegar það fór að verða óþægilegt var Ólöfu Nordal kennt um og svo lögunum. Lögin gerðu þetta. Númer 3: Að skjóta sendiboðann. Í fyrrnefndu
máli lét Brynjar til dæmis hafa eftir sér að fólk vildi einungis fá upplýsingar um hverjir þessir valinkunnu menn sem veittu barnaníðíngunum meðmæli væru svo hægt væri að ganga í skrokk á þeim, og gerði þannig lítið úr málinu. Þolendur voru einnig rægðir á alþjóðavettvangi. Svo getur þessi hringur byrjað aftur upp á nýtt. Það virðist vera að kerfið sé duglegra að verja sig en borgarana í landinu.“
Jón Steindór segir það kýrskýrt að reynt hafi verið að þagga mál niður eða gera minna úr þeim í gegnum tíðina.
„Gegn þessu þarf að berjast með upplýsingum og fræðslu um hve alvarleg þessi brot eru. Ég vil ekki trúa því að þöggun sé kerfisbundin. Hitt verður að vera alveg skýrt að þöggun er glæpur. Samtímis verður að búa svo um hnúta að fórnarlömb geti treyst því að á þau sé hlustað, mál rannsökuð af hlutlægni og til hlítar,“ segir hann og því er Ágúst Ólafur sammála.
„Þöggun vegna þessara mála má aldrei eiga sér stað í íslensku réttarkerfi eða í samfélaginu í heild sinni. Sem betur fer erum við farin að ræða þessi mál mun opinskár en áður þótt dæmi um þöggun séu einnig til staðar. Kynferðisafbrot eru ein alvarlegustu afbrot samfélagsins og við eigum einfaldlega að stefna á að útrýma þeim. Annað á ekki að vera í boði.“
Bryndís Torfadóttir, mastersnemi í lögfræði og meðlimur í Sirkus Íslands, tekur sér eins árs frí frá lögfræðinámi til að nema sirkuslistir í skólanum AFUK í Kaupmannahöfn.
„Þetta var algjör skyndiákvörðun. Ég sá auglýstar prufur í skólanum úti og var búin að hafa augastað á því í smátíma, en prufurnar voru í apríl á þessu ári. Daginn fyrir prufur ákvað ég að panta mér flug og fljúga út í prufurnar,“ segir Bryndís. Við tóku þriggja daga prufur sem reyndu hressilega á.
„Í prufunum var sviðsframkoma, líkamleg hæfni og samhæfing prófuð; til dæmis dans, þrek og jöggl. Þetta var frekar krefjandi,“ segir Bryndís og hlær. „Þetta voru langir dagar, en ég var að jafna mig á ökklabroti síðan í janúar og gat ekki alveg verið hoppandi og skoppandi út um allt. En ég náði að sýna eitthvað af því sem ég get,“ bætir hún við, hógværðin uppmáluð. Svo fór að Bryndís komst inn í sirkusnámið, sem er eitt ár. „Ég var ekki búin að reikna með að komast inn og leiddi ekkert hugann að því. Ég var því byrjuð að gera önnur plön en þegar ég fékk fréttirnar hikaði ég ekki við að segja já.“
Lögfræði og sirkus eiga lítið sameiginlegt
Bryndís byrjar í sirkusnáminu í lok ágúst en hún er einnig mastersnemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún fer því í námsleyfi í eitt ár, en hingað til hefur hún náð að sameina þessi tvö ólíku fög.
„Því miður eiga lögfræði og sirkus voðalega lítið sameiginlegt, ég hef allavega ekki fundið neitt hingað til. Þetta eru mjög ólíkir hlutir en blanda af báðum gefur manni gott jafnvægi í lífinu. Það er mjög krefjandi að blanda þessu saman þar sem bæði fögin eru afar tímafrek en það hefur sem betur fer gengið hingað til. Ég vona að það gangi áfram.“
Byrjaði í sirkus fyrir tilviljun
Bryndís hefur verið hluti af sirkushópnum Sirkus Íslands í að verða þrjú ár, en byrjaði að æfa með hópnum af einskærri tilviljun.
„Ég hafði verið að æfa súlufimi og á loftfimleikahring í súlufimistúdíói í nokkurn tíma. Þegar þjálfarinn minn hætti fór ég að hugsa um hvað ég ætti að gera. Þá mundi ég eftir Sirkus Íslands og ákvað að senda tölvupóst og spyrja hvort ég mætti koma á æfingu. Ég mætti á æfingu samdægurs og hef mætt síðan þá,“ segir Bryndís, en hennar sérgrein í sirkusnum eru loftfimleikar og akró; jafnvægisfimleikar á gólfi. „Ég var í fimleikum þegar ég var yngri sem hjálpar mikið. Ég lærði hins vegar helling af þeim sem ég æfi með í sirkusnum og hafa ekki sérstakan bakgrunn í fimleikum. Þannig að það er alls ekki nauðsynlegt.“
Mikið frelsi í sirkusnum
Sirkus Íslands fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir og heldur upp á áfangann með afmælissýningum í sumar, bæði í Reykjavík 13. til 22. júlí, og á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hópurinn setur annars vegar upp fjölskyldusýningu sem heitir Áratugur af sirkus og hins vegar fullorðinssýninguna Skinnsemi. Bryndís segir að sýningar sumarsins verði blanda af nýjum og klassískum atriðum, en stífar æfingar standa nú yfir. Það stendur ekki á svörunum þegar blaðamaður spyr af hverju sirkusinn togi svona í hana.
„Þetta er ótrúlega gaman. Sirkusinn reynir á líkamlegan styrk og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og ná árangri. Ég vinn líka með ofboðslega skemmtilegu fólki. Þetta er um margt svipað og fimleikarnir nema í sirkusnum hef ég svo mikið frelsi. Það þarf ekki að gera allt rétt heldur getur maður gert hlutina á sinn hátt. Það er það sem gerir þetta svona sérstakt.“
„Persónulega finnst mér ég hafa fengið þá staðfestingu að ég hafi sagt og gert allt satt og rétt. Sú niðurstaða að það leiddi ekki til sakfellingar er bara fáránlegt,” segir Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir.
Margrét var fimmtán ára þegar brotið var á henni af lögreglumanni, að hennar sögn, í bænum sem hún bjó í úti á landi. Maðurinn var náinn vinur fjölskyldunnar. Málið fór fyrir héraðsdóm þar sem maðurinn var sýknaður. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar þar sem það var sent aftur í hérað því dómarar töldu að málið hefði ekki verið fyllilega rannsakað. Í héraðsdómi í annað sinn var maðurinn sakfelldur og dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Þegar málinu var síðan áfrýjað á ný til Hæstaréttar var hann sýknaður, þar sem hann neitaði alfarið sök, þó að tekið væri fram í dómsúrskurði að framburður Margrétar þætti trúverðugur. „Andspænis framburði A [innsk. blaðamanns: Margrétar], sem metinn hefur verið trúverðugur, stendur afdráttarlaus neitun ákærða,“ stendur orðrétt í dómnum.
Lögreglumanninum var vikið úr starfi meðan á málinu stóð en fékk aftur vinnuna eftir að hann var sýknaður. Hann starfar enn í lögreglunni.
„Þar káfaði hann á mér“
Blaðamaður mælir sér mót við Margréti á Skype þar sem hún er búsett í Glasgow og klárar þar mastersnám í heilbrigðisverkfræði við Strathclyde-háskóla. Hún er nú í starfsþjálfun í London þar sem hún freistar þess að landa starfi hjá einum af stærstu fjárfestingabönkum í heimi. Tækifærið er stórt og pressan mikil, en Margrét tekur því með stóískri ró, enda trúir hún á að það þurfi að stökkva á öll tækifæri sem berast með opnum hug. Miklar líkur eru á að hún fái starfið, og kemur það foreldrum hennar, Hrefnu Aradóttur og Þorsteini K. Jónssyni, ekki á óvart. Þau eru viðstödd Skype-fundinn okkar, Margréti til halds og trausts og er tíðrætt um hve mikill afburðarnemandi hún hafi verið í skóla. Því til stuðnings nefna þau til dæmis að Margrét hafi tekið fyrsta árið í framhaldsskóla á meðan hún var að klára 10. bekk grunnskóla. Það ár dundi áfall yfir fjölskylduna sem hún hafði aldrei séð fyrir.
„Þetta var fyrsti föstudagurinn í maí árið 2010. Ég veit ekki af hverju ég man það en þetta var fyrsti föstudagurinn í maí,“ byrjar Margrét. „Ég hafði ákveðið að fara snemma út að hlaupa með strákunum og fara síðan á fótboltaæfingu. Við vorum nokkrar stelpur sem höfðum æft með strákunum miðvikudaginn áður og þennan föstudag var komið að annarri æfingu. Við ætluðum að hittast klukkan sex um morguninn. Ég flýtti mér á staðinn og var því mætt tiltölulega snemma,“ segir Margrét, en ákveðið var að hittast heima hjá lögreglumanni í smábænum, manni sem var náinn vinur fjölskyldu Margrétar.
„Þegar ég mætti stóð hann fyrir utan húsið með kaffibolla. Við fórum inn og vorum tvö ein í þvottahúsinu, eflaust bara í nokkrar mínútur. Þar káfaði hann á mér. Hann káfaði á píkunni á mér og rassi og sagði svo að ég væri mjög flott. Síðan stakk hann puttanum upp í sig. Svo fór hann inn í hús og kom til baka með bita af banana sem hann bauð mér. Ég hef varla borðað banana síðan þá. Það er mjög spes hlutur sem situr í mér. Í hvert einasta sinn sem ég sé banana fæ ég hroll. Svo komu hinir krakkarnir og við fórum út að hlaupa,“ segir Margrét þegar hún lítur til baka.
„Við hlupum ábyggilega tvo til þrjá kílómetra. Við hlupum hring um bæinn. Það eina sem ég hugsaði allan tímann var hvort einhver væri á lögreglustöðinni ef ég hlypi þangað. Hann keyrði á eftir okkur á bíl og ég hugsaði líka að hann myndi eflaust ekki ná mér ef ég hlypi þar sem leiðin var þannig á lögreglustöðina. Við hlupum áfram og kláruðum æfinguna fyrir framan grunnskólann. Ég sá lögreglustöðina þaðan en það sem stoppaði mig var að hann var í löggunni. Var hann kannski á vakt? Yrði þá enginn inni á löggustöðinni ef ég færi þangað?“ útskýrir Margrét, en þar sem atvikið gerðist í smábæ úti á landi var í raun engin viðvera á lögreglustöðinni alla jafna heldur aðeins lögreglumaður á vakt.
Hélt að hún myndi deyja
Í framhaldinu tóku krakkarnir létta fótboltaæfingu áður en þau fóru heim til að taka sig til fyrir skólann, að sögn Margrétar.
„Þá sagði hann strákunum að hlaupa heim en að hann ætlaði að skutla okkur stelpunum. Mér fannst hann fara öfugan hring þannig að ég var seinust úr bílnum. Hann keyrði fyrst hinar stelpurnar og fór síðan til baka með mig.
Ég sat fyrir aftan bílstjórasætið og allt í einu var eins og eitthvað gerðist í hausnum á honum og hann sagðist þurfa að fá meira. Hann reyndi að grípa í mig aftur en náði ekki og ég fékk nánast hjartaáfall. Ég bara fraus.
Á þessu augnabliki, verandi ein í bílnum með honum, hugsaði ég bara að annaðhvort yrði mér nauðgað eða ég væri að fara að deyja. Svo keyrði hann mig heim. Ég hugsaði hvort ég ætti að stökkva út úr bílnum en ég gat ekkert hlaupið. Hann keyrði mig alveg inn í innkeyrsluna heima, ég gekk inn, lokaði dyrunum og brotnaði algjörlega niður. Ég skreið upp í rúm og sagði mömmu hvað gerðist,“ segir Margrét. Móðir hennar segist hafa fengið mikið áfall þegar Margrét sagði henni allt af létta en þær mæðgur eru sammála um að það hafi verið það besta sem Margrét hefði getað gert – að segja frá strax.
Gátu hvorki leitað til lögreglunnar né skólans
Þrátt fyrir áfallið reyndu mæðgurnar að hugsa rökrétt um hvernig þær ættu að snúa sér í málinu. Þetta var snemma um morgun og því erfitt að ná í fagaðila til að spyrja ráða. Mæðgurnar voru nefnilega í erfiðri stöðu – maðurinn var, eins og áður segir, lögreglumaður í bænum þeirra. Ekki bætti það stöðuna að eiginkona hans var skólastýra í grunnskólanum sem var einnig vinnustaður Hrefnu, móður Margrétar. Þær gátu því hvorki leitað til lögreglu né skólans. Mæðgurnar ákváðu að fara í skólann eins og ekkert hefði ískorist og leita hjálpar síðar um daginn. Svo fór að málið fór fyrst til Barnaverndarstofu strax þennan föstudag. Í kjölfarið fékk Margrét viðtal hjá félagsmálafulltrúa mánudaginn eftir og tveimur dögum síðar fór hún með fulltrúanum til Reykjavíkur í skýrslutöku.
„Við vorum beðin um að segja ekki neitt um málið við aðra þar til það væri komið á það stig að búið væri að yfirheyra hann. Eina manneskjan sem ég fékk að segja frá þessu var besta vinkona mín sem var með okkur úti að hlaupa. Ég vildi segja henni og biðja hana um að fara ekki á næstu hlaupaæfingu,“ segir Margrét.
Tvær vikur liðu frá brotinu þar til lögreglumaðurinn var yfirheyrður. Þann tíma þurftu Margrét og fjölskylda hennar að láta eins og ekkert væri, sem var erfitt í smábænum, eins og gefur að skilja.
„Við upplifðum það að hitta þau og þurftum að halda andlitinu og láta eins og ekkert væri. Í sannleika sagt man ég voðalega lítið eftir þessu. Ég hef oft hugsað út í þetta. Þetta var í byrjun maí og ég var í fjórum framhaldsskólaprófum og síðan að klára grunnskólaprófin. Samt man ég ekkert hvað ég gerði, hvort ég lærði fyrir prófin eða hvað,“ segir Margrét. Hún fékk þó samt verðlaun á útskriftinni úr grunnskóla fyrir framúrskarandi námsárangur, verðlaun sem hún þurfti að taka á móti uppi á sviði, við hlið eiginkonu lögreglumannsins. Sonur hans útskrifaðist með Margréti, en fjölskylda hennar fékk það í gegn að maðurinn yrði ekki viðstaddur útskriftina.
Svo fór að lögreglumanninum, sem þá var varðstjóri, var vikið úr starfi meðan á dómsmálinu stóð. Það fannst Margréti og fjölskyldu hennar mikill léttir, enda bærinn lítill og því yfirgnæfandi líkur á að sá hinn sami lögreglumaður yrði kallaður út ef fjölskyldan þyrfti á lögregluhjálp að halda. Þegar að hann var sýknaður fékk hann hins vegar starfið aftur í lögreglunni og starfar þar enn.
Sýknaður daginn fyrir 18 ára afmælið hennar
Málið fór fyrst fyrir héraðsdóm um miðjan mars árið 2011 þar sem maðurinn var sýknaður. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur í hérað til frekari rannsóknar. Maðurinn var svo sakfelldur í héraðsdómi og dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Loks var hann sýknaður í Hæstarétti þann 29. nóvember árið 2012.
„Þessi úrskurður Hæstaréttar var í raun mikið áfall, því það var sigur þegar málið var sent aftur í hérað þar sem við unnum málið. Það var búið að byggja upp von. Var þetta virkilega niðurstaðan? Við vorum búin að fara í gegnum allt þetta ferli sem var búið að taka tvö og hálft ár,” segir Margrét sem var á þessum tíma orðin au pair hjá þýsk/íslenskum hjónum í Þýskalandi. Lögreglumaðurinn var sýknaður daginn fyrir átján ára afmæli hennar.
„Ég fór bara að hágráta. Ég útskýrði allt fyrir hjónunum í Þýskalandi. Það besta sem þau gerðu var að minna mig á að við ætluðum að halda upp á afmælið mitt daginn eftir. Þau vildu ekki að ég myndi festast í fortíðinni og velta mér upp úr því sem væri búið og gert, heldur að ég myndi horfa fram á veginn.“
Skólastýran sakfelld
Meðal sönnunargagna sem lögð voru fram í málinu var dagbók hennar sem hún hafði haldið árið áður. Dagbókinni hafði hún trúað fulltrúa frá Maritafræðslunni, sjálfstætt starfandi forvarnarstarfi um skaðsemi fíkniefna, fyrir þegar fræðslan heimsótti grunnskóla hennar ári áður en brotin áttu sér stað.
„Ég tók sérstaklega fram að ég vildi ekki að neinn sæi bókina og ég vildi alls ekki blanda skólastjóranum mínum eða aðstoðarskólastjóranum í málið. Ég vildi bara fá óháðan aðila til að kíkja á bókina og vildi fá hjálp með mína vanlíðan,“ segir Margrét. Samkvæmt dómsskjölum var bókin skrifuð frá 15. maí 2009 til 19. janúar 2010, eða nokkrum mánuðum áður en meint brot áttu sér stað. Úr dómsskjölum má ráða að bókin hafi innihaldið eðlilegar hugrenningar unglings á mótunarskeiðinu um sitt tilfinningalíf og félagsleg tengsl.
Margrét sendi dagbókina rafrænt á fulltrúa Maritafræðslunnar, sem síðan áframsendi hana á skólastýruna án vitundar Margrétar. Seinna, þegar dómsmálið hófst, var dagbókin notuð í málinu. Í dómsskjölum kemur fram að skólastýran hafi afhent ákæruvaldinu dagbókina. Vitnað var í dagbókina fyrir dómi og var Margrét spurð út í það sem í henni stóð.
„Mér fannst það rosalega óþægilegt. Eina sem ég hugsaði var að þau væru að fara að segja að ég væri geðveik. Ég vissi nákvæmlega hver plönin voru á bak við að leggja þessa dagbók fram. En mér var sagt að það væri ekkert óeðlilegt í dagbókinni sem væri hægt að véfengja. Því var okkur sagt að samþykkja það að dagbókin yrði notuð í réttarhöldunum,“ segir Margrét.
Strax í kjölfar þess að lögreglumaðurinn var sýknaður fór Margrét í mál við skólastýruna vegna brots á friðhelgi einkalífs og brots gegn trúnaðarskyldu samkvæmt lögum um grunnskóla, í ljósi þess að hún hafði afhent ákæruvaldinu dagbókina, dagbók sem hún átti ekki að vera með í fórum sínum og voru trúnaðargögn. Skólastýran var sakfelld í héraðsdómi og áfrýjaði til Hæstaréttar þar sem hún var aftur sakfelld og þurfti að greiða Margréti hálfa milljón í bætur. Áður en fjölskyldan kærði skólastýruna sendi það erindi til bæjarfélagsins og krafðist þess að hún yrði áminnt í starfi fyrir verknaðinn. Bærinn áminnti hana ekki og starfar hún enn sem skólastýra grunnskólans.
„Gerandi virðist hafa þann rétt að mega ljúga“
Í dómsskjölum í máli Margrétar gegn lögreglumanninum er meðal annars stuðst við niðurstöðu sálfræðimats Önnu Kristínar Newton sálfræðings þar sem kemur fram að ekkert bendi til að frásögn Margrétar af brotunum sé ótrúverðug. Þá styrkti álit Þorbjargar Sveinsdóttur, sálfræðings hjá Barnahúsi, mál Margrétar, en hún sótti viðtöl hjá henni í þrettán skipti á árunum 2010 til 2011. Var það álit Þorbjargar að Margrét sýndi af sér fjölmörg einkenni sem þekkt eru meðal barna og unglinga er sætt hafi kynferðislegu ofbeldi. Margrét segir það miður að ofangreint, ásamt hennar framburði, hafi ekki verið nóg.
„Minn framburður var alltaf sami framburðurinn. Vitnisburðir um mig sem manneskju sýndu að ég væri ekki að ljúga. Það var engin ástæða fyrir mig að rífa í sundur tvær fjölskyldur sem höfðu verið mjög nánar allt sitt líf. Það var ekki rökrétt. Það véfengdi enginn orð mannsins eða konu hans. Það var alltaf verið að véfengja mín orð. Ég þurfti alltaf að standa á bak við orð mín á meðan þau gátu bara sagt nei.“
Margrét segir miður að þolandi þurfi að standa svo fast á sínum orðum á meðan orð geranda séu ekki véfengd nema yfirgnæfandi sannanir séu gegn honum.
„Gerandi virðist hafa þann rétt að mega ljúga. Hann er saklaus uns sekt er sönnuð en sem þolandi þarftu að frekjast í gegnum þetta til að orð þín séu tekin trúanleg. Ég, sem barn, átti að njóta vafans, en það var hann sem naut vafans.“
Hún segir það sárt að einhver svo nærkominn henni hafi getað brugðist trausti hennar. Þessar tvær fjölskyldur vörðu miklum tíma saman, fóru til útlanda saman og Margrét og sonur mannsins voru góðir vinir.
„Þetta var fólk í ábyrgðarstöðu sem ég átti að treysta, líka miðað við hve náin tengsl voru á milli fjölskyldnanna. Ég horfði aldrei á þetta út frá þeirri valdastöðu sem þau voru í. Það snerti mig miklu meira að þetta var fólk sem var náið mér og hvernig það reyndi síðan að koma illu orði á mig og mína fjölskyldu. Reyndi að láta eins og ég væri ekki traustsins verð.“
Bærinn skiptist í tvær fylkingar
Haustið eftir að brotið átti sér stað hóf Margrét nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, eitthvað sem hún hafði löngu ákveðið að gera. Faðir hennar vann í Reykjavík en móðir hennar varð eftir í smábænum.
„Það er mjög skrýtið að segja það en þetta var mjög heppileg tímasetning fyrir mig að þetta gerðist, fyrst þetta þurfti að gerast. Ég var búin að sækja um í MH og var að fara suður, ekki norður í framhaldsskóla eins og allir hinir krakkarnir í bekknum. Þetta var alltaf planið, en það gerði það að verkum að ég komst út úr bænum og frá þessu öllu. Ég þurfti ekkert að pæla í þessu,“ segir Margrét. Móðir hennar skýtur inn í að henni hafi liðið eins og hún væri ein í heiminum þar sem fólk hafi hætt að koma í heimsókn og að bærinn hafi skipst í tvær fylkingar: með og á móti lögreglumanninum. Loks fór það þannig að móðir hennar flutti einnig suður. Margrét segir samt sem áður að stuðningur hafi komið úr óvæntustu áttum og fyrir það sé hún ávallt þakklát.
„Ég kann svo mikið að meta fólkið sem var til staðar. Það var fólk sem við þekktum áður en þetta gerðist sem kom í ljós að voru raunverulegir vinir okkar þegar þetta dundi yfir. Fólk sem ég bjóst hins vegar við að myndi standa með okkur var alls ekki til staðar. Við fórum aldrei í felur með þetta og stóðum með okkur sjálfum. Við gerðum allt rétt.“
Lætur atvikið ekki skilgreina sig
Móðir Margrétar segir að fjölskyldan sé sterkari eftir þessa lífsreynslu, þó að enginn eigi að þurfa að ganga í gegnum svona nokkuð. Hún segir fjölskylduna samheldnari og óhræddari – að þau geti tekist á við hvað sem heimurinn hendir í þau héðan í frá. Við förum aftur á byrjunarreit, til þess augnabliks sem Margrét sagði frá brotinu. Ég veit ekki af hverju við leitum þangað aftur, en við gerum það samt. Ég sé stolt færast yfir svip Hrefnu, móður Margrétar, þegar hún sér þetta andartak fyrir sér ljóslifandi á ný. Margrét er nefnilega ekki mikið fyrir að flagga tilfinningum sínum og tala um hlutina, að sögn foreldra hennar. Því er móðir hennar svo hreykin af henni, ánægð og jafnframt hissa að hún hafi sagt strax frá.
„Ég þarf ekki mikið að tala um hlutina eins og sumir aðrir. Ég flagga ekki hlutunum þannig að allur heimurinn og Facebook viti af því. Það þarf mjög mikið til að ég fari í alvörunni yfir brúna,“ segir Margrét, sem hefur fylgst með umfjöllun Mannlífs um mál kvennanna þriggja, Helgu Elínar, Kiönu Sifjar og Lovísu Sólar, sem sökuðu lögreglumann um kynferðisbrot. Hún segist stundum hafa velt því fyrir sér að segja sína sögu, en hafi viljað segja hana á yfirvegaðan hátt þegar hún væri búin að vinna úr þeirri reiði sem blossaði upp í kjölfar málsins.
„Ég hef oft hugsað hvort ég ætti að vera hluti af til dæmis #metoo-byltingunni. Það er svo lítill hluti af fólkinu í kringum mig sem veit hver ég er og að þetta kom fyrir mig. Ég lít ekki á þetta sem þöggun hjá mér, því ef þú spyrð mig um þetta þá svara ég hreint út. Mér finnst fínt að geta komið fram núna, það er lengra um liðið og ég get horft á hvar ég er eftir svona atburð. Ég er á góðum stað í lífinu. Ég á kærasta og hund, ég er að reyna að kaupa mér íbúð, ég er með vinnu, ég er að klára master. Mér finnst alltaf leiðinlegt að heyra af stelpum, konum, mönnum, strákum og hverjum sem er sem lenda í þeim vítahring að koma ekki strax fram þannig að þau þurfa að lifa með þessu lengi. Þetta nagar þau að innan og þau leiðast út á dimmar brautir í lífinu. Þau reyna að bæla niður eitthvað sem verður ekki bælt niður,“ segir Margrét.
Hún hefur varla sýnt nokkur svipbrigði í þann tíma við við höfum talað saman, en ég sé að það tekur á hana að rifja upp þetta tímabil í sínu lífi. Það er þó greinilegt að hún hefur fengið fullan stuðning frá fjölskyldu sinni og unnið vel úr sínum málum. Hún treystir lögreglunni og hún treystir kerfinu. Hún ber engan kala til neins lengur því hún ætlar ekki að leyfa draugum fortíðar að stjórna sínu lífi.
„Ég hef ekki við neinn að sakast. Ég hef ekkert við héraðsdóm, hæstarétt, lögfræðinga, yfirvöld, lögregluna að sakast. Þetta er ekki eitthvað sem skilgreinir mig. Þetta hefur ekki mótað líf mitt. Þetta er bara lífið sem ég er búin að lifa. Ég lifði þetta, en ég lifi ekki með þessu.“
Aðdáendur The Incredibles er ekki par sáttir við framleiðendur framhaldsmyndarinnar þótt flestir séu sammála um að sjálf myndin sé æði. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um hana.
Incredibles 2 er komin í kvikmyndahús en hún kemur út heilum fjórtán árum eftir að The Incredibles leit dagsins ljós. Aldrei hefur jafnmikill tími liðið á milli kvikmynda í myndaflokki frá Disney/Pixar. Finding Dory (2016) kom út þrettán árum eftir Finding Nemo. Tólf ár eru á milli Monsters, Inc. (2001) og seinni myndarinnar Monsters University (2013) og ellefu ár á milli Toy Story 2 (1999) og 3 (2010).
Aðdáendur The Incredibles urðu æfir þegar titill myndarinnar, Incredibles 2, var tilkynntur og segjast sumir ætla að sniðganga myndina. Ástæða látanna? Jú, fólk er brjálað yfir því að „The“ var sleppt í titlinum.
Sögusviðið, Metroville, vísar í borgina Metropolis og bæinn Smallville úr sögunum um Supermann.
Takið eftir taflborði á skrifstofu persónunnar Evelyn Deavor í einu atriði myndarinnar. Staða taflmannanna er vísun í fræga viðureign skákmeistaranna Bobbys Fischer og Donalds Byrne.
Í Incredibles 2 er aðalhetjan Mrs. Incredible/Elastigirl aukapersóna úr fyrri myndinni, þar sem eiginmaður hennar Mr. Incredible gegndi aðalhlutverki. Þetta er fjórða Pixar-myndin á eftir Cars 2 (2011), Monsters University (2013) og Finding Dory (2016) þar sem aukapersóna verður aðalpersóna og öfugt og sú fjórða með kvenpersónu í aðalhlutverki á eftir Brave (2012), Inside Out (2015) og Finding Dory.
Þriðja þáttaröðin af bandarísku þáttunum This Is Us verður frumsýnd á NBC vestan hafs þann 25. september næstkomandi. Seríunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu enda endaði önnur þáttaröð á ýmsum spurningum sem enn er ósvarað.
Ýmislegt hefur verið gefið upp um þessa þriðju þáttaröð, og til að magna upp spenninginn fyrir henni ákváðum við að kíkja á það sem við vitum um hana.
Átján þættir líkt og fyrr
Fyrsti þátturinn í þriðju seríu á að gerast um það bil einum mánuði eftir afmæli Jacks og þriggja ára afmælis þríburanna, Kevin, Kate og Randall. Þættirnir í þriðju seríu verða átján, líkt og í fyrri seríum.
Framleiðsla þriðju seríu hófst nú í júní, en hér fyrir neðan má sjá mynd af Instagram þar sem leikkonan Mandy Moore, sem leikur Rebeccu, fer í gervi hinnar gömlu Rebeccu.
Fleiri endurlit munu einkenna seríuna og verður sjónum sérstaklega beint að uppvexti og ævi Jacks. Aðdáendur eiga eftir að sjá meira af ungum Jack í herklæðum er hann berst í Víetnam.
„Við eigum pottþétt eftir að sjá Jack í Víetnam. Við ætlum að skoða líf Jacks á þrítugsaldrinum og hvað gerði hann að þeim manni sem við þekkjum,“ sagði leikarinn Milo Ventimiglia, sem leikur Jack, í samtali við tímaritið People.
Tilhugalífið rannsakað
Þá mun einnig vera lögð áhersla á samband Jacks og Rebeccu.
„Ég veit að það er tímabil sem ég og Mandy höfum gaman að að leika okkur með,“ sagði Milo í samtali við Entertainment Weekly í maí. „Það væri gaman að sjá hvernig þau kynntust og hvað gerðist eftir fyrstu kynnin.“
Beth er ekki dáin
Á lokamínútunum í seríu tvö sáum við framtíðar Randall segja við framtíðar Tess að það væri kominn tími til að hitta „hana“. Aðdáendur héldu að um væri að ræða Beth, móður Tess og systur hennar Annie, og höfðu áhyggjur af því að þetta þýddi að hún væri dáin, en svo er ekki. Að sögn Susan Kelechi Watson, leikkonunnar sem túlkar Beth, stendur ekki til að Beth deyi í nánustu framtíð. Hún fékk það staðfest frá Dan Fogelman, höfundi þáttanna.
„Það er æðislegt. Það kom mér á óvart og ég er auðvitað þakklát fyrir það,“ sagði Susan í samtali við Deadline fyrr í þessum mánuði. Fyrrnefndur Dan hefur látið hafa eftir sér að áhorfendur muni sjá meira af baksögu Beth, eitthvað sem lítið hefur verið fjallað um.
Hver er dularfulla konan?
Þessi dularfulla kona er því ekki Beth og vilja aðstandendur þáttanna ekki gefa upp hver hún er.
„Ég veit hvaða manneskju framtíðar Randall er að tala um en Fogelman myndi höggva af mér stóru tána ef ég segði hver hún væri,“ sagði Sterling K. Brown, sem leikur Randall, í samtali við Entertainment Weekly. „En ég get sagt ykkur að hún er líklega ekki sú sem þið haldið,“ bætti hann við. Leikkonan Chrissy Metz, sem leikur Kate, bætti við að þessi hliðarsaga hefði ekki góðan endi.
„Þetta er ekki gott. Þetta er mjög átakanlegt.“
Meira af fjölskyldu Tobys
Aðdáendur munu sjá meira af fjölskyldu Tobys, eiginmanns Kate. Við hittum foreldra hans í lokaþætti seríu tvö en fengum lítið að vita um dularfulla bróðurinn sem komst ekki í steggjunina hans. Framleiðandinn Elizabeth Berger sagði í samtali við Entertainment Weekly að við myndum sjá meira af fjölskyldu Tobys í nýju þáttaröðinni.
„Er við fáum betur að kynnast Toby í seríu þrjú þá munum við pottþétt kanna samband hans við fjölskyldu sína á ítarlegri hátt.“
Endirinn ákveðinn
Dan Fogelman sagði á viðburði í maí á þessu ári að hann viti hvernig heildarsaga This Is Us endar. Ekki nóg með það, það er nú þegar búið að taka upp nokkur af lokaatriðunum.
„Við erum komin nokkuð langt á veg. Handritshöfundar okkar og ég erum komin að endalokunum. Við vitum hvernig þetta endar og við höfum skýra leið fyrir hverja þáttaröð. Við höfum alltaf haft plan. Við vildum ekki festast á miðri leið,“ sagði hann í samtali við Deadline.
Stórleikkonan Shailene Woodley tók hlutverk sitt í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, mjög alvarlega. Í myndinni leikur hún Tami Oldham Ashcraft sem kemst í hann krappan þegar hún berst við að halda lífi í fellibyl úti á ballarhafi.
Shailene þurfti að grennast talsvert, enda að leika manneskju sem var strandaglópur á hafi úti án mikilla vista. Því þurfti leikkonan að líta út eins og hún væri að svelta.
„Síðustu tvær vikurnar fékk ég mér eina dós af laxi, gufusoðið spergilkál og tvær eggjarauður á hverjum degi – 350 kaloríur. Mér leið hræðilega,“ segir Shailene í viðtali við The Times sem birt var í dag.
Ása Baldursdóttir, dagskrástjóri Bíó Paradísar, deilir sínum sakbitnu sælum með lesendum.
Happiness (1998)
Philip Seymour Hoffman (blessuð sé minning hans) situr alltaf í mér í þessari mynd. Leikstjórinn Todd Solondz setur áhorfandann á óþægilegan stað, sama hvort þú fílar þessa mynd eða ekki, því það er listilega gert með atriðum þar sem maður veit hreinlega ekki hvernig maður á að bregðast við eða hvað manni á að finnast. Það er svo erfitt að segja hvaða tónn er sleginn í myndinni, er þetta írónísk gamanmynd eða svipmynd af tilvistarkreppu mannsins þar sem allir eru á endanum einmana? Hún er eiginlega alveg sér á báti þar sem fólk á erfitt með að átta sig á því hvort myndin snúist um að vera átakanleg harmsaga eða kómedía. Það er í raun nördabrautin sem þessi kvikmynd tekur á endanum. Það er svo ruglað að vita ekki enn, eftir 20 ár, hvað manni í raun og veru finnst!
Bad Boy Bubby (1993)
Svartasta gamanmynd sem þú hefur séð eða Kafka-ísk martröð? Maður spyr sig. Hún fékk sjúklega lélega dóma á sínum tíma og sjokkeraði marga. Bubby hefur aldrei farið út úr skítugri íbúðinni þar sem hann býr með móður sinni í mjög undarlegri veröld, siðferðislega ögrandi veruleika. Þegar pabbi hans dúkkar upp kynnist hann heiminum í fyrsta sinn, menningu, öðru fólki, kynlífi, vísindum, trúarbrögðum og tónlist. Þetta er ein sú besta, ruglaðasta og költaðasta mynd sem hef séð og ég elska!
Fucking Åmål (1998)
Frumraun sænska leikstjórans Lukas Moodyson er algerlega sakbitin sæla hjá mér. Hún fjallar um tvær stúlkur í smábæ í Svíþjóð, önnur er vinsæl og hamingjusöm en hin einmana og vinafá. Það er svo listilega vel gert að gera mynd sem gerist á litlum stað sem samt snertir svo við öllu mannlegu og þar af leiðandi er myndin alþjóðleg. Myndin fjallar um fyrstu ástina – án þess að verða of fókuseruð á það að hún sé „gay“ eða fjalli um lesbíur. Það í raun skiptir ekki máli. Ég get horft á þessa mynd aftur og aftur og aftur og aftur. Scandinavian Pain eftir Ragnar Kjartansson kemur reglulega upp í hugann líka þegar ég horfi á hana.
The Room (2003)
Hvað getur maður sagt? Þetta ER ein besta VERSTA mynd allra tíma. Ég set bara nokkrar beinar tilvitnanir í myndina, þær tala sínu máli: „Everybody betrayed me! I’m fed up with this world!“ – „I definantly have breast cancer“ – „You’re tearing me apart, Lisa!“ –„In a few moments, bitch!“ – „Anyway, how is your sex life?“ Ég vil bæta því við að við verðum með þátttökusýningu á myndinni á föstudagspartísýningu 6. júlí næstkomandi klukkan 20!
Sólveig Guðmundsdóttir leikkona rifjar upp eftirminnileg hlutverk á ferlinum.
Sólveig Guðmundsdóttir leikkona segir að öll þau hlutverk sem hún hefur tekið að sér eða fengið tækifæri til að skapa hafi stækkað hana sem leikkonu. Eftirminnilegasta hlutverkið hljóti þó að vera Sóley Rós ræstitæknir í samnefndum tvíleik sem hún og María Reyndal settu upp í Tjarnarbíói en þar lék hún á móti Sveini Ólafi Gunnarssyni. „Við María skrifuðum verkið og framleiddum það og þar sem það byggir á sögu konu sem býr og starfar á Akureyri og fjallar um barnsmissi, atburð sem bæði er erfitt að tala um og sviðsetja, þá var líka mikil ábyrgð á okkur að skila verkinu vel af okkur,“ lýsir hún og bætir við að það sé ekki oft sem leikarar fái svona hlutverk upp í hendurnar. Því hafi allir sem að verkinu komu vandað sig og hlúð að þessari fallegu og viðkvæmu sögu. „Það var ótrúlegt að fara með áhorfendum í gegnum hlátur og grátur í svona náinni frásögn. Mikill skóli. Mér fannst ég stækka bæði sem leikkona og manneskja við að vinna verkið. Þetta var líklega svona lykilhlutverk fyrir mig.“
Önnur sýning sem Sólveigu þykir óhemju vænt um er sýningin Lífið – stórkostlegt drullumall sem Leikhúsið 10 fingur setti upp. „Við Helga Arnalds, Charlotte Böving og Sveinn Ólafur bjuggum þá sýningu til frá grunni. Verkið segir stóra sögu fyrir börn og fullorðna en alveg án orða og efniviðurinn eða leikmyndin er mold þannig að við sköpum heilan heim úr mold á sviðinu,“ segir hún og játar að þetta hafi ekki verið auðvelt verk; að búa til sýningu úr engu, án allra orða og aðeins með mold til að leika með. Orkan sem listrænir stjórnendur settu í verkið hafi hins vegar skilað sér á fallegan hátt í það og til áhorfenda víðs vegar um heim og gaman að sjá hvernig mismunandi menningarheimar upplifðu söguna. „Í Kína þar sem við sýndum verkið síðasta sumar þóttum við til dæmis fara yfir strikið með því að setja moldina upp í okkur og slást og bítast um yfirráðasvæðið, um moldina, á meðan Möltubúar tengdu við heilagleikann og möguleg trúartákn í sýningunni. En eitt af því skemmtilega við verkið, sem stendur til að sýna í Þýskalandi, Kaíró og í Hollandi á næsta ári, er að það talar til allra aldurhópa og er mjög opið til túlkunar. Þetta er því hlutverk sem gaman er að heimsækja aftur og aftur.“
Af öðrum hlutverkum nefnir Sólveig Agnesi í ILLSKU, sem Óskabörn ógæfunnar settu upp og Vignir Rafn Valþórsson leikstýrði og Jórunni í íslenska barnaleikritinu Horn á höfði sem GRAL setti upp í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. „Svo er ég mjög þakklát fólkinu sem ég hef unnið með á ferlinum, meðal annars leikstjórunum sem hafa boðið mér vinnu því það er mikilvægt að vera treyst fyrir hlutverki til að æfa sig og verða betri í handverkinu,“ segir hún glöð.
Benjamín Nökkvi Björnsson greindist með hvítblæði níu vikna gamall. Hann sigraðist tvisvar á veikindum sínum og er sá einstaklingur sem hefur lifað lengst með meinið.
Tæpum tólf árum síðar laut hann í lægra haldi eftir að hafa þjást af sjaldgæfum lungnasjúkdómi. Móðir hans, Eygló Guðmundsdóttir segir Benjamín notið hafa góðra lífskjara enda lifði hann í algjörri núvitund. Hún varði nýverið doktorsritgerð sína sem fjallar um sálfélagsleg áhrif foreldra krabbameinsgreindra barna, samhliða því að skrifa bók um sögu þeirra mæðgina.
Sama dag og Benjamín dó átti hann innihaldsríkt samtal við móður sína. „Hann sagðist ekki eiga mikið eftir inni og spurði hvort ég yrði leið að heyra hann segja þetta. Ég játti því auðvitað en bætti við að hann mætti tala um allt við mig. Við héldumst svo í hendur og grétum.
Ég hafði séð hann draga sig sífellt meira inn í skel og á þessum tíma var hann alfarið hættur að mæta í skólann. Síðasta árið vildi hann lítið umgangast önnur börn og upplifði sig sífellt meira sem líkamlega vanmáttugan. Ég hélt á honum milli staða til að spara orkuna hans en þegar vinir hans voru fyrir utan í fótbolta og hann með súrefniskútinn hélt hann fast í virðingu sína og bað um að fá að ganga. Svo heilsaði hann en hélt aftur inn.”
„Hann fór rosalega langt á þrjóskunni og síðustu vikuna lifði hann á viljanum. Hann hafði ákveðið að halda Fífa-mót og fleira en þegar því lokið dó hann á einum degi.”
Bókin, sem bráðum kemur út byrjaði sem bloggfærsla en Eygló vantaði hvíld frá símaeyranu. „Sem móðir langveiks barns verður maður fljótt þreyttur í símaeyranu en samt þakklátur þeim sem vildu fylgjast með. Ég hætti að blogga en fann friðþægingu í skrifunum. Þau urðu óvart að bókarhandriti en tilgangur þess að birta skrifin er fræðsla, á hversdagsmáli. Hver sem er á að geta lesið og sett sína sýn í textann en á sama tíma upplýsa þá sem standa hinum megin við línuna.”
„Það segir til að mynda ekki sannleikann þegar foreldrar veikra barna svara að þau hafi það fínt. Þau vita að þau hafa fimmtán mínútur og verja þeim tíma skiljanlega frekar í að læknirinn fari yfir stöðu veika barnsins en sinnar eigin.”
„En þetta er saga okkar Benjamíns. Þrátt fyrir að við hefðum mætt allskonar viðmóti er þetta síður en svo einhver predikunarbók. Þeir sem þekkja vita að maður verður ofboðslega einn í svona ferli. Eitt af því sem ég á erfiðast með að heyra sem sálfræðingur er að það sem brjóti mann ekki styrki því í svona tilfellum er maður neyddur út í aðstæður. Ef ég mætti velja væri ég ekki pínd til að standa á brúninni til að njóta lífsins. Á sama tíma veit ég að fólk meinar vel og eflaust myndi Benjamín skamma mig fyrir að vera dónaleg því hann vildi bara vera blíður. Þetta er bókin hans og á sama tíma viðbrögð mín í geggjuðum aðstæðum.”
Viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir, nú þekkt undir nafninu Hera Hilmar, er búin að landa hlutverki í sjónvarpsþáttunum The Romanoffs sem frumsýndir verða á Amazon Prime í ár. Vefsíðan Deadline segir frá þessu.
The Romanoffs kemur úr smiðju Matthew Weiner, höfundar þáttanna Mad Men sem nutu gríðarlegra vinsælda og sópuðu til sín verðlauna. Hera leikur konuna Ondine, samkvæmt frétt Deadline, í þætti sem heitir The One That Holds Everything. Er Ondine lýst sem glæsilegri veru sem er fær um voðaverk.
The Romanoffs eru byggðir upp á mismunandi sögum af fólki sem telur sig vera afkomendur rússnesku konungsfjölskyldunnar. Meðal annarra leikara í seríunni eru Diane Lane, Aaron Eckhart, Isabelle Huppert, Marthe Keller, Christina Hendricks, John Slattery, Jack Huston og Amanda Peet.
Það er því nóg að gera hjá Heru og rís fræðgarsól hennar hátt, en hún er í aðalhlutverki í kvikmyndinni Mortal Engines sem frumsýnd verður í desember. Myndinni er beðið með mikillar eftirvæntingu en hún er byggð á bókaröð eftir Philip Reeve.
Það eru ófá pörin sem hafa fellt hugi saman á sjónvarpsskjánum. Hins vegar eru samböndin oft það stormasöm að það er furða að pörin hangi saman, og oft vantar uppá samskiptahæfileika þeirra.
Þetta er meðal þess sem nokkrir hjónabandsráðgjafar segja í nýrri grein á Huffington Post, þar sem farið er yfir þau sjónvarpspör sem hefðu ekki endað saman í raunveruleikanum.
Ross og Rachel í Friends
Þetta var sannarlega haltu mér-slepptu mér samband sem endaði með því að Ross og Rachel byrjuðu enn á ný saman í síðustu þáttaröðinni, eftir að hafa eignast barn saman. Danielle Forshee, félagsráðgjafi frá New Jersey, segir að þau hefðu eflaust dottið aftur í sitt gamla sambandsmynstur í framtíðinni.
„Sambandið var búið til á grunni sem var skemmdur eftir áralanga og vafasama hegðun. Þau voru bæði trúlofuð öðrum, þau áttu í samskiptaerfiðleikum með að tjá sig nákvæmlega um hvernig þeim leið með hvert annað og síðan giftu þau sig skyndilega í Las Vegas þegar þau voru blindfull,“ segir hún. Danielle Kepler, sambandsráðgjafi frá Chicago, er sammála því að samskipti Ross og Rachel hafi verið afleit.
„Þau gerðu það sem flestir gera þegar þeir eiga erfitt: spyrja vini sína ráða eða kvarta í staðinn fyrir að tala við hvort annað.“
Carrie og Mr. Big úr Sex and the City
Það eru ekki allir sammála um hvort það hafi verið gott og rétt að Carrie hafi loksins endað með Mr. Big, enda var hann búinn að halda henni heitri í fjölmörg ár. Carly Haeck, sambandsráðgjafi í Seattle, segir að þeirra leið til að glíma við tilfinningar myndi eflaust slíta þeim í sundur í framtíðinni.
Hún segir að manneskjur eins og Big, sem á erfitt með að binda sig annarri manneskju, kunni að þrá ást en eigi erfitt með nánd. Þá segir hún að Carrie þurfi sífellda staðfestingu á sambandi þeirra.
„Í gegnum þeirra samband hefur Big fjarlægt sig frá Carrie, kannski til að bjarga sér frá því að vera berskjaldaður eftir að hafa verið særður í hjónabandi sínu,“ segir Carly og heldur áfram.
„Því meira sem hann dregur sig í hlé, því óöruggari verður Carrie í sambandinu, sem veldur því að hún er bæði mjög óþreyjufull í leit sinni að sambandi og gengur meira á eftir honum og fjarlægir sig stundum frá honum til að hann særi hana ekki.“
Carly segir að þessi hegðun fari í hringi og gæti orðið til þess að Big yrði enn fjarlægari, sem myndi þýða endalok sambandsins.
„Þau þyrftu að átta sig á þessari hringrás og hvað veldur henni til að láta sambandið ganga og tala saman til að finnast þau örugg í sambandinu.“
Chuck og Wendy Rhoades í Billions
Linda Schlapfer, hjónabands- og fjölskylduráðgjafi í Connecticut, segir að ágreiningur á milli þessara tveggja myndi strax koma í ljós þar sem Chuck er lögfræðingur að rannsaka Axe Capital þar sem Wendy vinnur sem geðlæknir.
„Það er ómögulegt að halda með erkióvinum þegar annar er yfirmaður þinn og hinn eiginmaður þinn,“ segir Linda. Hún bætir við að bæði Chuck og Wendy hafi stigið yfir óafsakanlegar línur í hjónabandinu.
„Hann braust inn í tölvuna hennar og það er alveg bannað. Og hún fær svakalegar gjafir frá Axe og eyðir miklum tíma með yfirmanni sínum eftir vinnu. Það myndi láta hvaða eiginmanni sem er líða óþægilega.“
Tony og Carmela Soprano í The Sopranos
Carmela var rödd skynseminnar í mafíuþáttunum og þó hún hafi skilið við mafíósann í seríu fjögur náðu þau aftur saman. Danielle Forshee á erfitt með að trúa að þetta hjónaband hefði gengið í raunveruleikanum, þar sem Tony var ekki bara glæpamaður heldur steig oft yfir línuna.
„Ef eiginmaður sýnir mynstur þar sem hann heldur framhjá eða leitar utan sambandsins að tilfinningalegri, andlegri eða líkamlegri fróun þá er ólíklegt að kona í raunveruleikanum myndi heðga sér eins og Carmela gerir. Hún setur þarfir Tonys í fyrsta sæti, heldur heimilinu óaðfinnanlegu og eldar uppáhaldsmáltíðirnar hans. Það er bara óraunverulegt.“
Útvarpsstöðin K100 birtir mynd á Facebook-síðu sinni af súkkulaðiköku með mynd af knattspyrnukappanum Rúrik Gíslasyni. Á myndinni er Rúrik ber að ofan en við myndina hafa forsvarsmenn K100 skrifað:
„Nú getur þú nartað í Rúrik.“
Rúrik hefur notið gríðarlegra vinsælda á Instagram eftir að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst, en þessi brandari K100 fer misvel í fólk.
„Ef þetta væri Kona ….hvað væri sagt þá ? Hann er stórglæsilegur , en mér finnst þetta orðið áreitni á drenginn. Er #metoo búið ?“ skrifar einn notandi og ýmsir aðrir taka í sama streng.
„Í alvöru talað? Hann er manneskja, ekki æti. Hlutgerving á fólki er löngu orðin úrelt,“ skrifar einn notandi við myndina og annar bætir við:
„Bara sorry …. En af hverju er þetta í lagi, en það yrði allt kolvitlaust ef það væri hálfnakin kona á kökunni.. Kallast þetta ekki bara áreitni?? svona miðað við fréttir og annað af kynferðislegri eða kynbundinni áreitni á konur, þá gildir það sama um karlmenn! sorry.. er farin í sólbað…“
Einhverjum sem skrifa athugasemdir við mynd K100 finnst hins vegar ekkert athugavert við myndina. Einn notandi vonar hins vegar að útvarpsstöðin hafi fengið leyfi fyrir myndanotkuninni:
„Hvað er að ykkur , þið eruð öll á hunk of meat einsvo restinn , flottur drengur myndi ekki leggja mér hann til munns en mun kvetja hann áfram af öllum salarkröftum á eftir ? vonandi feingu þið leyfi fyrir þessari skreytingu.“ Annar notandi sér eftir því að hafa ekki pantað slíka köku fyrir stórleikinn gegn Króatíu á eftir.
„Ó my, ég hefði átt að bjóða upp á svona í tilefni dagsins.“
Hér fyrir neðan má sjá myndina umdeildu sem hefur, þegar þetta er skrifað, verið deilt rúmlega þrjátíu sinnum:
Nefnd um eftirlit með lögreglu tók mál Halldóru Baldursdóttur fyrir á mánudaginn, 25. júní, en Halldóra sendi nefndinni erindi þar sem hún gagnrýndi rannsókn á máli dóttur sinnar, Helgu Elínar. Mannlíf hefur fjallað ítarlega um mál Halldóru og Helgu Elínar, en Helga Elín kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot þegar hún var barn. Móðir hennar gagnrýndi rannsókn málsins harðlega í viðtali við Mannlíf.
Þegar að Helga steig fram og sagði frá meintu broti höfðu tvær aðrar stúlkur kært lögreglumanninn fyrir kynferðisbrot; fyrrnefnd stjúpdóttir hans, Kiana Sif Limehouse, og Lovísa Sól. Halldóra hefur mikið út á rannsókn málsins að setja og í vetur skrifaði hún bréf til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún óskaði eftir því að málsmeðferðin yrði skoðuð og gripið til viðeigandi ráðstafana. Gagnrýndi hún meðal annars að málin hefðu ekki verið rannsökuð saman, að lögreglumanninum hefði ekki verið vikið úr starfi á meðan á rannsókn stóð og að ummæli sakborningsins hefði ekki verið borin undir Helgu Elínu.
Erindi um óvandaða lögreglurannsókn vísað frá
Í niðurstöðum nefndarinnar, sem bárust Halldóru og fjölskyldu hennar á mánudag eins og áður segir, er erindi hennar sem snýr beint að óvandaðri lögreglurannsókn vísað frá. Halldóra gerði einnig athugasemdir við að lögreglumaðurinn hafi haft útkallsskyldu í hverfi fjölskyldunnar og að þar með hafi Helga verið sett í óásættanlega stöðu. Nefndin telur þá ábendingu mikilvæga, eins og kemur fram í niðurstöðum hennar, og hefur ákveðið að taka til athugunar verklag og verkferla er varða ákvarðanir innan lögreglunnar um störf og starfsskyldur þeirra starfsmanna lögreglunnar sem sakaðir eru um refsiverð brot. Hins vegar hafa slíkar ábendingar þegar komið fram til dómsmálaráðuneytis, til að mynda árið 2016 þegar samráðshópur sendi tillögur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins til ráðuneytisins. Þar stendur orðrétt:
„Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu, þar með talið á fyrstu stigum máls og við framhaldsrannsókn. Meðal annars verði tekið mið af leiðbeiningum um rannsókn nauðgunarmála sem fram koma í skýrslu starfshóps ríkissaksóknara um meðferð nauðgunarmála hjá lögreglu og ákæruvaldi (2007). Þannig verði hægt að tryggja betur gæði rannsóknar frá því rannsókn hefst uns henni lýkur. Með gátlistum og verkferlum verði meðal annars leitast við að tryggja að skýrslutökur uppfylli gerðar kröfur. T.d að bera skuli framburð sakbornings undir brotaþola að jafnaði. Þannig skipti ekki höfuðmáli hvaða lögreglumaður taki fyrstu skýrslu eða komi að rannsókn máls í upphafi. Með samræmdum gátlista verði leitast við að girða fyrir mistök við rannsókn og tryggja öflun sönnunargagna. Að auki þarf að samræma verkferla á milli lögregluembætta, meðal annars til að tryggja samræmi í öflun og greiningu beinna og óbeinna sönnunargagna, t.d. tölvu- og símagagna.“
Niðurstaða nefndarinnar er fjölskyldunni mikil vonbrigði.
„Það voru okkur, fjölskyldu Helgu Elínar, mikil vonbrigði að lesa ákvörðun nefndarinnar um að vísa frá þeim hluta erindis okkar sem snýr beint að óvandaðri rannsókn lögreglu. Veigamiklum athugasemdum um að rannsóknarheimildir lögreglu hafi ekki verið nýttar, tilteknar kærur hafi ekki verið rannsakaðar saman og að ummæli sakbornings hafi ekki verið borin undir brotaþola er vísað frá á grunni þess að athugasemdirnar lúti að rannsókn máls og það sé ekki hlutverk nefndarinnar að endurskoða rannsókn mála hjá lögreglu. Þeim lið kvörtunar minnar er lýtur að grundvelli niðurfellingar málsins (ósannreynt tímavinnuskjal, framburður minnislausra vitna o.fl.) hjá ríkissaksóknara er vísað frá á grunni þess að nefndin hafi heldur ekki það hlutverk að endurskoða ákvörðun handhafa ákæruvalds um hvort ákæra er gefin út í einstaka málum,“ stendur meðal annars í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi Mannlífi fyrir stundu.
Skora á dómsmálaráðherra
Í yfirlýsingunni skorar fjölskyldan einnig á dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, að beita sér fyrir því að lögum sé fylgt þegar kemur að málum þar sem embættismaður er sakfelldur um brot í starfi eða kærður fyrir alvarleg brot, líkt og kynferðisbrot.
„Við fjölskylda Helgu Elínar, viljum skora á dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, sem er yfirmaður lögreglumála í landinu, að beita sér fyrir því að innan lögreglunnar starfi eingöngu þeir sem uppfylli skilyrði lögreglulaga nr. 90/1996 en í lið 28a. gr. laganna um hæfi segir að: „Engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta“.
Við teljum að viðkomandi lögreglumaður sem varð uppvís að því að segja ósatt í dómsmáli gegn honum árið 2005 og hafi eftir það verið kærður í þrígang fyrir kynferðisbrot gegn börnum geti ekki uppfyllt þessi skilyrði lögreglulaganna. Lögreglumaðurinn nýtur einfaldlega ekki traust og virðingar í samfélaginu.“
„Við krefjumst breytinga“
Nefnd um eftirlit með lögreglu fer ekki með ákæruvald, en fjölskylda Helgu skorar á Sigríði Á. Andersen að bæta úr því.
„Ef nefndina skortir lagaheimildir til að geta beitt sér af fullri í hörku málum er varða öryggi almennings gagnvart lögreglu og eftirliti með lögreglu, þá skorum við á dómsmálaráðherra að bæta úr því,“ stendur í yfirlýsingunni. Jafnframt krefst fjölskyldan breytinga er varðar meðferð kynferðisbrotamála innan réttarkerfisins.
„Við viljum að tími afskiptaleysis, áhugaleysis, samtryggingar og þöggunar í meðferð kynferðisbrotamála sé liðinn. Við krefjumst viðurkenningar á þeim mistökum sem gerð voru við rannsókn kynferðisbrotamálanna sem viðkomandi lögreglumaður var kærður fyrir. Við krefjumst breytinga.“
Í reglum um Nefnd um eftirlit með lögreglu kemur fram að nefndin skuli hraða meðferð máls eftir því sem kostur er og að jafnaði ljúka meðferð þess innan mánaðar frá móttöku tilkynningar. Samkvæmt skriflegum svörum frá Drífu Kristínu Sigurðardóttur, lögfræðingi hjá nefndinni, til Mannlífs hafa á árinu 2018 að meðaltali liðið 67 dagar frá því að nefndin hefur tekið á móti erindi og þar til hún hefur lagt mat á það og komið því til meðferðar réttum stað.
Halldóra Baldursdóttir, móðir Helgu Elínar, sendi erindi til nefndarinnar þann 14. febrúar síðastliðinn. Málsnúmer barst henni þann 6. apríl. Halldóra fékk niðurstöðu nefndarinnar í gær, mánudaginn 25. júní. Það liðu því fjórir og hálfur mánuður síðan hún sendi erindið. Aðspurð um þann langa tíma sem Halldóra og dóttir hennar hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu segir Drífa ekki geta tjáð sig við fjölmiðla um einstaka mál.
Lesa má niðurstöðu nefndarinnar með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:
Yfirlýsingu Halldóru Baldursdóttur og fjölskyldu hennar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
Mosfellsbæ 26.06.2018 Yfirlýsing vegna ákvörðunar NEL og áskorun til dómsmálaráðherra
Í gær barst okkur ákvörðun NEL, nefndar um eftirlit með lögreglu vegna kvörtunar okkar frá 14. febrúar 2018. Í erindinu var óskað eftir að nefndin tæki til skoðunar málsmeðferð kynferðisbrotakæru á hendur starfandi lögreglumanni og farið fram á úrbætur.
Það voru okkur, fjölskyldu Helgu Elínar, mikil vonbrigði að lesa ákvörðun nefndarinnar um að vísa frá þeim hluta erindis okkar sem snýr beint að óvandaðri rannsókn lögreglu. Veigamiklum athugasemdum um að rannsóknarheimildir lögreglu hafi ekki verið nýttar, tilteknar kærur hafi ekki verið rannsakaðar saman og að ummæli sakbornings hafi ekki verið borin undir brotaþola er vísað frá á grunni þess að athugasemdirnar lúti að rannsókn máls og það sé ekki hlutverk nefndarinnar að endurskoða rannsókn mála hjá lögreglu. Þeim lið kvörtunar minnar er lýtur að grundvelli niðurfellingar málsins (ósannreynt tímavinnuskjal, framburður minnislausra vitna o.fl.) hjá ríkissaksóknara er vísað frá á grunni þess að nefndin hafi heldur ekki það hlutverk að endurskoða ákvörðun handhafa ákæruvalds um hvort ákæra er gefin út í einstaka málum.
Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur heldur ekki afstöðu til athugasemda um að sakborningur hafi farið með á rannsóknarvettvang, þar sem brotið átti sér stað og að vitnaskýrslur hafi verið teknar á vinnustað vinar sakbornings. Þessum athugasemdum vísar nefndin til Lögreglustjórans á Vesturlandi til meðferðar. Vísað er til þess að viðkomandi kvörtun á starfsaðferðum lögreglu heyri undir viðkomandi lögreglustjóra en ekki nefndina. Fram sé komin fullnægjandi kvörtun í skilningi lögreglulaga sem lögreglustjóra ber að taka afstöðu til í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í þessu samhengi er vert að benda á að lögreglumaðurinn sem um ræðir starfar í dag undir yfirstjórn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Í erindinu gerðum við m.a. athugasemdir við það að lögreglumaðurinn sem við kærðum hafi ekki verið leystur undan vinnuskyldu á meðan rannsókn málsins fór fram og hafi haft útkallsskyldu í okkar hverfi og þar með hafi Helga Elín, sem þá var barn að aldri verið sett í þá stöðu að geta ekki með nokkru móti kallað eftir aðstoð lögreglu ef á þyrfti að halda. Nefndin telur þessa ábendingu mikilvæga, og hefur ákveðið að taka til athugunar verklag og verkferla er varða ákvarðanir innan lögreglunnar um störf og starfsskyldur þeirra starfsmanna lögreglunnar sem sakaðir eru um refsiverð afbrot. Jafnframt hefur nefndin ákveðið að samhliða verði kallað eftir nánari upplýsingum og gögnum um ákvarðanir að þessu leyti sem teknar voru við meðferð þessa máls. Það er okkar mat að þessi staða megi aldrei koma upp aftur, að barn verði aldrei sett í þessa óviðunandi stöðu sem Helga Elín var sett í.
Við fjölskylda Helgu Elínar, viljum skora á dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, sem er yfirmaður lögreglumála í landinu, að beita sér fyrir því að innan lögreglunnar starfi eingöngu þeir sem uppfylli skilyrði lögreglulaga nr. 90/1996 en í lið 28a. gr. laganna um hæfi segir að: „Engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta„.
Við teljum að viðkomandi lögreglumaður sem varð uppvís að því að segja ósatt í dómsmáli gegn honum árið 2005 og hafi eftir það verið kærður í þrígang fyrir kynferðisbrot gegn börnum geti ekki uppfyllt þessi skilyrði lögreglulaganna. Lögreglumaðurinn nýtur einfaldlega ekki traust og virðingar í samfélaginu.
Einnig krefjumst við afstöðu dómsmálaráðherra sem yfirvalds lögreglumála til þeirra athugasemda sem fram hafa komið um óvandaða rannsókn lögreglu sem nefnd um eftirlit með lögreglu vísar frá en vísar ekki til úrlausnar. Við væntum þess að dómsmálaráðherra beiti sér fyrir því samhliða nefnd um eftirlit með lögreglu að lögreglustjórar þeirra embætta sem málið varðar sannarlega í þessu tilviki, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórinn á Vesturlandi ræki þá skyldu sína að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að leysa viðkomandi starfsmann lögreglu frá embætti eða hvort gera þurfi breytingu á vinnuskyldum eða verkefnum viðkomandi starfsmanns lögreglu í samræmi við upp komin kynferðisbrotamál þar sem sakborningur er starfsmaður lögreglu. Við treystum því einnig að hið sama gildi í öðrum málum eftir atvikum þar sem grunur vaknar um refsiverð afbrot þar sem sakborningur er starfsmaður lögreglu.
Ef nefndina skortir lagaheimildir til að geta beitt sér af fullri í hörku málum er varða öryggi almennings gagnvart lögreglu og eftirliti með lögreglu, þá skorum við á dómsmálaráðherra að bæta úr því.
Við viljum að tími afskiptaleysis, áhugaleysis, samtryggingar og þöggunar í meðferð kynferðisbrotamála sé liðinn. Við krefjumst viðurkenningar á þeim mistökum sem gerð voru við rannsókn kynferðisbrotamálanna sem viðkomandi lögreglumaður var kærður fyrir. Við krefjumst breytinga.
Konurnar þrjá sem hafa sakað lögreglumann um kynferðisbrot, þær Helga Elín, Kiana Sif og Lovísa Sól, stíga fram í DV í dag og fjallað er um mál þeirra, sem Mannlíf hefur fjallað ítarlega um síðustu vikur.
Í DV í dag er lögreglumaðurinn sem stúlkurnar sökuðu um kynferðisbrot nafngreindur.
„Kiana Sif og Helga Elín hafa stigið fram á forsíðu Mannlífs, hvor í sínu lagi með viku millibili, og lýst meintum kynferðisbrotum fyrrverandi stjúpföður Kiönu Sifjar, Aðalbergs Sveinssonar, lögreglumanns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í forsíðufrétt DV um málið.
Í blaðinu er farið ítarlega yfir málið, en eins og Mannlíf hefur sagt frá bauð Kiana Sif Helgu Elínu í sumarbústaðaferð árið 2007, sem þá voru tíu ára gamlar. Í viðtali við Mannlíf sagði móðir Helgu Elínar, Halldóra Baldursdóttir, að hegðun dóttur sinnar hefði breyst í kjölfar ferðarinnar. Það var svo nokkrum árum síðar að Helga Elín sagði frá og sakaði stjúpföður Kiönu Sifjar um kynferðisbrot. Brotið var kært en málið látið niður falla.
Nokkrum árum áður, árið 2009, hafði Kiana Sif sakað stjúpföður sinn um kynferðisbrot og þriðja stúlkan, Lovísa Sól, sem var með þeim tveimur fyrrnefndu í bekk, kærði stjúpföður Kiönu Sifjar árið 2013.
Eins og hefur komið fram í Mannlífi voru vinur lögreglumannsins, sem er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera, og eiginkona hans með í umræddu sumarbústaðarferðinni. Að sögn Halldóru Baldursdóttur, móður Helgu Elínar, tók skýrslutaka yfir vinahjónunum aðeins örfáar mínútur og fór fram á skrifstofu embættismannsins. Þau hjónin og eiginkona sakbornings báru fyrir sig minnisleysi vegna áfengisdrykkju og niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeirra vitnisburði. Við rannsókn málsins kom fram að klámefni hafði verið haft fyrir börnunum í umræddri sumarbústaðaferð. Umrædd vinahjón voru aldrei spurð út í klámmyndaáhorfið og tölva sakbornings var ekki skoðuð. Þegar lögregla skoðaði sumarbústaðinn fór hinn meinti kynferðisafbrotamaður með á vettvang.
Vinur lögreglumannsins, háttsetti embættismaðurinn, er einnig nafngreindur í umfjöllun DV:
„Helga Elín, sem þá var 10 ára gömul, fékk að slást í för með Kiönu vinkonu sinni, Jóhönnu móður hennar og stjúpföðurnum Aðalbergi. Með í för var annað par ásamt dætrum sínum, Páll Winkel fangelsismálastjóri og fyrrverandi kona hans,“ segir í forsíðufrétt DV.
Kiana Sif Limehouse var barn þegar brotið var ítrekað á henni kynferðislega, að hennar sögn. Meintur gerandi var þáverandi stjúpfaðir hennar, sá hinn sami og Helga Elín sagði í 12. tölublaði Mannlífs hafa misnotað sig kynferðislega í sumarbústað þegar hún var tíu ára gömul. Kiönu blöskrar að maðurinn, sem er lögreglumaður, fái enn að starfa, en hún er ein þriggja stúlkna sem hafa sakað manninn um kynferðisbrot. Í kjölfar erfiðrar æsku leiddist Kiana út í fíkniefnaneyslu og var farin að reykja kannabis daglega aðeins þrettán ára. Hún hefur verið edrú í þrjú ár og þarf að vinna í því á hverjum degi að elska sjálfa sig á ný.
„Ímynda ég mér stundum hvernig lífið hefði verið öðruvísi ef þetta hefði ekki gerst? Já, algjörlega. En maður lifir bara með því sem hendir mann. Föðurættin mín er mjög trúuð og hefur föðuramma mín talað um að Guð sendi einungis það til manns sem maður getur tekist á við. Ég er ekki eins trúuð og hún og get því miður ekki fundið neina réttlætingu á því sem gerðist,“ segir Kiana.
Hún verður 21 árs í nóvember, er að læra að verða félagsliði og vinnur á elliheimili. Í fyrstu virðist sem henni finnist auðvelt, ef svo má segja, að tala um fortíð sína. Hún er opin og einlæg og segir frá barnæsku sinni eins og hún sjái hana ljóslifandi fyrir sér. Kiana á bandarískan föður og íslenska móður sem skildu þegar hún var þriggja ára gömul. Þá byrjaði móðir hennar að vera með manni sem Kiana segir að hafi brotið á sér kynferðislega.
„Ég man enn í hvernig buxum hann var þetta skiptið“
„Ég fann alltaf fyrir því að ég var ekki tekin í sátt. Ég man að hann átti erfitt með að stjórna skapi sínu og ég var skömmuð fyrir minnstu hluti. Mín upplifun sem krakki var að ég væri bara fyrir,“ segir Kiana. Hún segir að þegar hún hafi nálgast kynþroskaaldurinn hafi áhugi mannsins á sér aukist.
„Ég svaf alltaf uppi í rúmi hjá mömmu þegar hann var að vinna. Þegar hann færði mig á milli rúma man ég eftir að hann byrjaði að þukla brjóstin á mér. Ég var vakandi en lét sem ég svæfi. Ég vissi að þetta var ekki rétt en ég sagði ekki neitt. Ég var lítil og hafði ekki vit á því að þetta væri óeðlilegt. Síðan fór þetta að vinda upp á sig. Hann bauð mér að smakka áfengi og einhverju síðar man ég eftir honum standandi í dyrunum á herberginu mínu þegar ég var sofandi. Þá hafði hann verið að drekka og þuklaði á sjálfum sér. Eitt kvöldið tók hann það skref að koma inn í herbergið mitt og snerta mig. Hann setti puttana inn í píkuna á mér og hélt mér þannig að ég myndi ekki snúa mér við. Þegar ég bað hann um að hætta sagði hann að þetta væri bara leyndarmálið okkar. Ég man enn í hvernig buxum hann var þetta skiptið. Ég man enn hvernig rakspírinn hans lyktaði,“ segir Kiana og augun fyllast af tárum. Konan sem ætlaði að rekja þessa sögu án þess að láta bilbug á sér finna getur ekki haldið aftur af tárunum, enda enn að glíma við afleiðingar ofbeldis og á eflaust eftir að takast á við þær alla ævi.
„Mér þótti virkilega vænt um hann. Hann var fyrirmyndin mín. Það særði mig svo ofboðslega mikið að manneskja sem mér þótti svo vænt um skyldi bregðast mér. Að horfa á einhvern sem föðurímynd í lengri tíma og svo að þessi manneskja brjóti svona rosalega á þér. Það var bara sálarmorð. Ég hugsaði bara: Gerði ég eitthvað rangt? Gaf ég of mikið af mér? Var ég of sexí? En ég var bara krakki. Ég var bara ég og ég gerði ekkert rangt,“ segir Kiana.
Sér eftir að hafa ekki gargað á hjálp
Mæðgurnar Helga Elín og Halldóra Baldursdóttir sögðu, eins og fyrr segir, sögu sína í 12. tölublaði Mannlífs. Þær sögðu frá meintri misnotkun á Helgu Elínu sem átti sér stað í sumarbústaðarferð, að þeirra sögn. Sumarbústaðarferð sem Kiana, ein af hennar bestu vinkonum, hafði boðið henni í.
„Ég sat aftur í og stjúpfaðir minn keyrði. Ég var mjög spennt að fá vinkonu mína með upp í sumarbústað og það var ofboðslega gaman hjá okkur. Við lékum okkur mikið og fórum í nornaleik. Við fífluðumst við einhverja mýri og ég festi mig í henni. Það var alveg ógeðslega gaman hjá okkur,“ segir Kiana og brosir áður en hún verður þungt hugsi.
„Síðan kom vinafólk mömmu og stjúppabba míns. Þau voru með dætur sínar með sér og við Helga vorum voðalega duglegar í mömmuleik og svæfðum dæturnar og litla bróður minn. Síðan byrjaði fullorðna fólkið að drekka en vinahjónin komu með tvo fulla poka með sér af einhvers konar klámefni. Við vorum náttúrlega krakkar og forvitnir um hvað væri í pokunum en þá fengum við að vita að þetta væri ekki fyrir krakka. Við Helga sváfum á uppblásinni dýnu við hliðina á sófanum og þegar stjúpi minn og vinur hans héldu að við værum sofnaðar byrjuðu þeir að tala um kynlíf. Það næsta sem ég man er að seinna um nóttina kom stjúpi minn fram og allt í einu greip Helga í hendina á mér og bað mig um að hjálpa sér. Ég stirðnaði. Ég vissi nákvæmlega hvað var að gerast en ég gerði ekki neitt. Eins ógeðslegt og það hljómar þá var ég fegin að þetta væri ekki ég en í dag vildi ég að þetta hefði verið ég, í staðinn fyrir að þetta kæmi fyrir einhvern annan. Daginn eftir vildi Helga fá að hringja í mömmu sína en hún fékk það ekki. Restin af ferðinni er bara í móðu,“ segir Kiana. Í kjölfarið flosnaði upp úr vinskapnum.
„Hún forðaðist mig og ég vissi alveg af hverju, en á sama tíma vissi ég það ekki. Ég skildi ekki af hverju hún vildi ekki tala við mig. Ég gerði ekki neitt,“ bætir Kiana við. Í dag eru þær Helga kunningjakonur og finna styrk hvor í annarri.
„Við erum sterkari saman og við skiljum hvor aðra,“ segir Kiana. Hún er þakklát þeim mæðgum fyrir að hafa stigið fram í viðtali við Mannlíf og deilt sinni reynslu. „Mér fannst magnað að lesa viðtalið við þær. Þær hafa sína hlið og ég hef mína. Þær gefa mér mikinn drifkraft. Mér þykir ofboðslega vænt um þær báðar,“ segir Kiana. En var erfitt að lesa viðtalið?
„Nei, ekki beint erfitt. En það fékk mig til að hugsa til baka og ég gerði mér grein fyrir hvað þetta var slæmt. Ég lokaði á þetta í svo langan tíma. Mér fannst ég bera ábyrgð á að þetta hefði komið fyrir hana svo lengi og því fylgdi mikil skömm. Mér fannst eins og ég hefði valdið henni vonbrigðum og að ég hefði ekki verið sönn vinkona. Í dag veit ég að þetta var ekki mér að kenna. Langt frá því. Hefði ég getað gargað og öskrað á hjálp? Já, en ég gerði það ekki. Það er ein mín stærsta eftirsjá í lífinu.“
Upplifði höfnun frá móður sinni
Eins og kom fram í Mannlífi sagði Helga ekki frá þessu meinta ofbeldi fyrr en þann 5. október árið 2011. Hún trúði vinkonu sinni í skólanum fyrir þessari reynslu og í kjölfarið var móðir hennar kölluð í skólann. Halldóra, móðir Helgu, sagði í viðtalinu að breytt hegðunarmynstur dóttur hennar hefði skýrst við þessa uppljóstrun, en hegðun Kiönu tók einnig miklum breytingum eftir að meint brot hófust.
„Ég var hætt að hafa áhuga á skólanum. Ég byrjaði að stelast í sígarettur. Ég hafði enga trú á mér og mig langaði ekki til að lifa. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að tækla vandamálin og þorði ekki að segja neitt því ég var hrædd við viðbrögð fólksins í kringum mig. Ég hélt að enginn gæti elskað mig. Mér fannst eins og ég væri skemmd. Eftir fyrsta skiptið fór ég algjörlega inn í skel. Ég fór að vera lengur úti á kvöldin og var slétt sama um allt og alla. Ég fór að stela rosalega mikið og finna flóttaleið til að þurfa ekki að hugsa um þetta. Ég fór að fikta við áfengi og kom mér í alls konar vandræði. Ég taldi mér trú um að ég væri bara geðveik og var farin að finna fyrir miklum skapsveiflum. Ég réð ekki við tilfinningar mínar og ofsareiði braust út,“ segir Kiana. Hún sagði loks frá ofbeldinu þegar hún var ellefu ára.
„Kvöldið áður en ég sagði frá misnotaði hann mig í seinasta skiptið,“ segir hún og klökknar. „Daginn eftir mætti ég í skólann og ég man bara að ég sturlaðist. Það var eins og hefði verið kveikt á rofa í hausnum á mér. Ég kastaði borðum og stólum og síðan brotnaði ég niður. Kennarinn minn skildi ekki hvað var í gangi og bauð mér að tala við skólahjúkrunarfræðinginn, sem ég þáði. Ég gekk inn til hennar og vissi ekki hvort ég ætti að segja henni sannleikann eða ekki. Síðan rann það upp fyrir mér að ég var alltaf að finna afsakanir til að hitta hana. Mér var illt á ýmsum stöðum því ég var að reyna að finna einhvern annan stað fyrir verkinn innra með mér. Þarna sagði ég henni að stjúppabbi minn hefði snert mig á stöðum sem hann ætti ekki að vera að snerta mig á. Hún benti á ýmsa staði á líkamanum og ég sagði já við þeim stöðum sem hún benti á. Síðan gaf hún í skyn að hún þyrfti að láta vita af þessu. Þá var eins og þúsund kílóum væri lyft af öxlum mínum og ég gat loksins andað. Þetta væri búið.“
Í kjölfarið var móðir hennar kölluð á fund í skólanum.
„Ég fór til hennar og horfði á hana. Hún horfði á mig eins og ég hefði brugðist henni. Ég fékk þvílíka höfnunartilfinningu. Það var hringt í ömmu mína og hún kom og náði í mig. Ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Hún er demanturinn minn og mér þykir svo vænt um hana. Ég fór til hennar og móðursystir mín bjó hjá henni á þessum tíma. Heima hjá ömmu brotnaði ég algjörlega niður. Ég fékk taugaáfall ellefu ára. Ég náði ekki að sofa og starði bara út í loftið. Þær sögðust ætla að standa með mér í gegnum þetta allt og að þær elskuðu mig. Að þetta breytti ekki þeirra áliti á mér og að þetta væri ekki mér að kenna. Þær brugðust hárrétt við og ég fékk alla þá ást sem ég átti að fá og þurfti á að halda. Á þessum tímapunkti gerði ég mér ekki grein fyrir því að þetta væri bara rétt að byrja,“ segir Kiana og heldur áfram.
„Ég bjóst við því að ég þyrfti að tala við lögguna, hann yrði handtekinn og fengi það sem hann ætti skilið. Það sem gerðist var að ég fór í nokkur viðtöl í Barnahúsi og var ekki einu sinni send í læknisskoðun, þó að það væri bara einn dagur frá meintri misnotkun,“ segir hún. Hún lifði í þeirri von að móðir hennar myndi loks horfast í augu við sögu hennar og trúa henni.
„Það skipti ekki máli hvað var sagt við hana, hún trúði mér ekki. Ég fékk það beint í andlitið að mamma elskaði mig ekki og að hún afneitaði mér. Hún ætlaði bara að vera með honum. Þarna myndaðist tómarúm innra með mér. Ég sem stelpa á leið inn í unglingsárin fann í fyrsta sinn fyrir virkilegu hatri og reiði í garð manneskju sem átti bara að elska mig. Sem átti bara að vera til staðar fyrir mig. Og hún var það ekki. Það bókstaflega drap mig að innan.“
Flúði í heim eiturlyfja
Kiana hætti að vilja fara í viðtöl í Barnahúsi og valdi frekar hugarbreytandi efni til að flýja raunveruleikann. Þrettán ára var hún byrjuð að reykja kannabis á hverjum degi og fjórtán ára héldu örvandi efni henni gangandi.
„Þetta var rosalega góður flótti og ég væri að ljúga ef ég segði að mér hefði ekki fundist þetta skemmtilegt. Ég var mjög dugleg þegar kom að fíkniefnum og með mikinn metnað fyrir neyslunni,“ segir Kiana og bætir við að hún hafi snúið mönnum um fingur sér til að hafa efni á fíkninni.
„Það er auðvelt ef maður er ung og falleg stelpa. Þá þarf maður bara að gefa mönnum undir fótinn og ég var mjög dugleg að því þegar kom að fíkniefnum. En ég gerði ekki meira, ekkert kynferðislegt með þeim. Ég notfærði mér fólk og menn þegar ég var í neyslu. Ég hataði sjálfa mig. Sjálfseyðingarhvötin var á milljón og sjálfsálitið ekkert. Ef ég elskaði mig ekki, hver ætti þá eftir að gera það? Ég sóttist eftir ást á öllum röngu stöðunum. Ég fór að vera með eldri strákum, sérstaklega þeim sem gátu skaffað fyrir neyslunni. Strákum sem ég notaði til að gera hluti fyrir mig,“ segir Kiana. Eins og áður segir sagði Helga vinkona hennar frá meinta ofbeldinu þann 5. október, en Kiana sneri lífinu við og hætti í neyslu þann 5. október fyrir þremur árum. Einskær tilviljun, en mikilvægur dagur í lífi þeirra beggja.
„Það var annaðhvort að duga eða drepast. Fíkniefnin voru ástin í lífi mínu. Þau voru það eina sem elskaði mig, að ég hélt, en þau voru farin að bregðast mér. Mig langaði ekki að nota þau lengur. Ég hafði brotið svo mörg prinsipp og leið ömurlega. Ég var búin að steikja í mér hausinn. Vorið 2015 var ég tekin fyrir að reyna að koma fíkniefnum til Vestmannaeyja. Eftir það var ég edrú í heila fjóra mánuði að leita mér að annarri fíkn. Ég leitaði að staðfestingu frá hinu kyninu en ég höndlaði ekki sjálfa mig og fór aftur í sama farið og byrjaði að nota aftur. Þetta var orðið mjög sorglegt í endann. Seinasta djammið mitt var þannig að ég fór í bíó. Ég fór á Sicario sem fjallar um fíkniefnahring. Ég var svo biluð að ég hélt að allir í salnum væru í löggunni. Ég fór í meðferð morguninn eftir, fyrst til að friða alla í kringum mig en ekki fyrir sjálfa mig. Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið. Inni á Vogi byrjaði ég að finna fyrir tilfinningum. Ég var svo hrædd því allt kom upp aftur og ég þurfti að díla við hlutina. Ég fékk taugaáfall inni á Vogi. Kjálkinn á mér festist og ég var í svo miklum fráhvörfum að ég slefaði. Mér leið eins og ég væri að kafna og að tungan í mér væri að leka niður í háls. Ég var svo ofboðslega hrædd og búin á því. Þá kom reiðin upp aftur og ég réð ekkert við hana. Ég var svo rosalega reið.“
„Ég trúði því að réttlætið myndi sigra“
Við hoppum aftur nokkur ár aftur í tímann þegar Helga ákvað að stíga fram og segja frá meintu kynferðisofbeldi. Kiana segir að þá hafi kviknað smávonarglæta í brjósti hennar.
„Ég vonaði svo innilega að hún yrði heppnari en ég. Það var það eina sem ég vonaði. Þegar hún sagði frá komu tveir lögreglumenn heim til mín og ræddu við mig um mitt mál, hennar mál og mál þriðju stelpunnar. Ég vissi ekki af þriðju stelpunni. Á því augnabliki hefði ég getað logið einhverju en ég vildi vera hreinskilin. Ég trúði því að réttlætið myndi sigra,“ segir Kiana, en þessar þrjár kærur á hendur manninum voru allar felldar niður. Honum var ekki vikið úr starfi meðan á rannsókn málanna stóð og hélt starfi sínu innan lögreglunnar þegar málin voru látin niður falla.
„Ég skil þetta ekki. Voru orð mín ekki nóg? Eða hinna tveggja? Ég bara fatta þetta ekki,“ segir Kiana, en mál hennar og Helgu voru ekki rannsökuð saman. „Auðvitað átti að rannsaka málin saman. Og auðvitað átti að senda mig í læknisskoðun þegar ég sagði frá til að athuga með innvortis áverka. Svo vill enginn taka ábyrgð á þessu,“ segir Kiana og bendir á þá staðreynd að embætti Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara hafi bent hvort á annað þegar móðir Helgu setti út á rannsókn máls dóttur hennar í Mannlífi.
„Það benda allir hver á annan. Hvað ef þetta væri dóttir einhvers innan þessara embætta? Eða sonur? Væru þetta viðbrögðin þá? Ég efast um það. Ég fyllist viðbjóði að hugsa til þess að þessi maður fái enn að vinna innan veggja lögreglunnar. Að hann fái að vinna þar sem brotnir einstaklingar leita sér hjálpar. Það gerir mig bilaða. Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar. Það hefur ekki bara brugðist mér og Helgu, heldur svo ótal fleirum.“
Vill hjálpa öðrum þolendum
Kiana glímir í dag við ýmsar þekktar afleiðingar kynferðisofbeldis. Hún kann illa á samskipti við fólk þar sem hún á erfitt með að greina muninn á réttu og röngu. Henni finnst óþægilegt að snerta börn því hún er hrædd um að snerta þau á óviðeigandi hátt. Hún er með ofsakvíða og áfallastreituröskun. Hún er logandi hrædd við að gera mistök. Hún hefur unnið mikið í sjálfri sér síðustu þrjú árin og meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlæknum, sálfræðingum og hjá Stígamótum.
„Ég vinn í því á hverjum degi að elska sjálfa mig. Mér finnst eins og ég kunni ekki að vera vinkona. Að ég þurfi að æfa mig í því. Að ég þurfi að læra að vera systir. Ég get leitað mér hjálpar til að hjálpa sjálfri mér en hvað með réttlætið? Mig langar að berjast fyrir réttlætinu í þessu máli en ég veit ekki hvernig ég á að gera það. Ég get ekki leitað til lögreglunnar því ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að treysta henni í þessu máli. Það er sagt að rétt skuli vera rétt þegar kemur að lögum og reglum og þetta á að vera fólk sem á að vernda íbúana í landinu. En það getur samt ekki opnað augun fyrir eigin breyskleikum,“ segir Kiana sem dreymir um að hjálpa öðrum þolendum kynferðisofbeldis í framtíðinni.
„Mig langar að vera fyrirmynd fyrir stelpur og stráka og mig langar að hafa áhrif á að meira sé gert í þessum málum í okkar samfélagi og öðrum samfélögum. Það er enn tabú að hafa lent í kynferðisofbeldi, hvort sem það er nauðgun eða áreiti. Samfélagið er lokað og það breytist ekkert nema við gerum eitthvað í því. Viljum við virkilega að börn framtíðarinnar upplifi heiminn svona? Að þau þurfi að lifa í stanslausum ótta, að ekkert sé gert ef eitthvað kemur fyrir þau og hvort þau fái réttlæti eða ekki? Það er náttúrlega bara fáránlegt. Ég horfi á börnin í kringum mig sem ég elska ofboðslega mikið og finnst vont að sjá að þetta sé heimurinn sem við bjóðum þeim upp á.“
„Ég er tilbúin að mæta því sem kemur“
Í dag býr Kiana hjá móður sinni, sem er ekki sátt við að dóttir sín stígi fram í þessu viðtali, að hennar sögn. Móðir hennar sleit fyrir nokkrum árum samvistum við manninn sem Kiana sakar um kynferðisofbeldi, en að sögn Kiönu er samband þeirra mæðgna enn stirt á köflum.
„Mamma mín verður alltaf mamma mín. Ég elska hana og það mun aldrei breytast. Það koma tímabil þar sem ég finn fyrir reiðinni og hatrinu og mér finnst erfitt að geta ekki rætt þessa hluti við hana. Ég hef þurft að taka það í sátt að hún muni ekki ræða þetta. Ég stjórna henni ekki og ég ber ekki ábyrgð á hamingju annarra, einungis minni eigin. Ég er mjög þakklát fyrir fjölskyldu mína. Svo ég tali nú ekki um vinina. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég ætti ekki þær vinkonur og vini sem ég á í dag. Þau taka mér eins og ég er og ég get verið ég sjálf í kringum þau,“ segir Kiana. Hún svaf lítið í nótt. Hún var með hugann við þetta viðtal. Þessa opinberun sína. Hún segist ekki stressuð fyrir því að Ísland fái að vita hennar sögu. Þótt það sé erfitt að rifja upp þennan sára tíma, segir hún það að vissu leyti gott. Ákveðinn létti.
„Ég er ekki stressuð fyrir viðbrögðunum sem ég á eftir að fá. Ég get ekki gert öllum til geðs. Kannski á ég eftir að fá fullt af jákvæðum viðbrögðum en ég veit að ég á eftir að gera einhverja mjög reiða. Ég veit það, en ég vil koma hlutunum frá mér eins og þeir eru. Rétt skal vera rétt og það sem kemur, kemur. Ég er tilbúin að mæta því sem kemur.“
Málið í hnotskurn
Lögreglumaðurinn sem þrjár stúlkur sökuðu um kynferðisbrot starfaði áfram meðan á rannsókn allra málanna þriggja stóð. Málin voru ekki rannsökuð saman. Eftir að málin voru felld niður hélt lögreglumaðurinn starfinu. Í máli Helgu Elínar liggja fyrir skýrslur frá sérfræðingum í Barnahúsi sem staðfestu að Helga Elín hefði orðið fyrir miklum skaða í umtalaðri sumarbústaðarferð.
Eins og hefur komið fram voru vinur lögreglumannsins, sem er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera, og eiginkona hans með í sumarbústaðarferðinni. Að sögn Halldóru Baldursdóttur, móður Helgu Elínar, tók skýrslutaka yfir vinahjónunum aðeins örfáar mínútur og fór fram á skrifstofu embættismannsins. Þau hjónin og eiginkona sakbornings báru fyrir sig minnisleysi vegna áfengisdrykkju og niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeirra vitnisburði. Við rannsókn málsins kom fram að klámefni hafði verið haft fyrir börnunum í umræddri sumarbústaðaferð. Umrædd vinahjón voru aldrei spurð út í klámmyndaáhorfið og tölva sakbornings var ekki skoðuð. Þegar lögregla skoðaði sumarbústaðinn fór hinn meinti kynferðisafbrotamaður með á vettvang.
Að sögn Halldóru kemur fram í rannsóknargögnum að lögreglumaðurinn hafi sakað stelpurnar þrjár um samsæri gegn sér og að ekkert hafi verið gert til að hrekja slíkt. Halldóra hefur óskað eftir því við Nefnd um eftirlit með lögreglu að málsmeðferðin verði skoðuð. Eitt að því sem hún gagnrýndi harðlega var að þrátt fyrir að þrjár stúlkur hefðu kært lögreglumanninn hefðu málin ekki verið rannsökuð saman og ekkert brugðist við fullyrðingum lögreglumannsins um að stúlkurnar þrjár hefðu uppi samsæri gegn sér.
Í viðtali í 12. tölublaði Mannlífs sagði Halldóra að henni hafi verið bent á að senda erindi á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, af þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefáni Eiríkssyni, þegar mál dóttur hennar kom upp. Í samtali við Mannlíf lýsti hún þeirri tilfinningu sinni að ríkislögreglustjóri hafi brugðist henni og dóttur hennar, þar sem hann vildi „ekkert fyrir okkur gera.“
Haraldur Johannessen hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs persónulega um þetta mál. Samkvæmt yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra fór embættið þess á leit við ríkissaksóknara að fá afhent rannsóknargögn málsins til þess að unnt væri að taka ákvörðun um hvort leysa skyldi lögreglumanninn frá embætti um stundarsakir eða að fullu. Ríkissaksóknari hafnaði erindi Embættis ríkislögreglustjóra með vísan til heimildarskorts í lögum. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði hins vegar í samtali við Stundina að ríkissaksóknari hafi sent „ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum“.
Stefán Eiríksson starfaði sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn málsins stóð. Stefán kveðst ekki hafa fylgst með umfjöllun um málið og neitar að tjá sig um það við blaðamenn Mannlífs.
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Förðun / Silja Dröfn Jónsdóttir með vörum frá Urban Decay
Adrift var frumsýnd vestan hafs í byrjun mánaðarins og samkvæmt Wikipedia hefur hún halað inn um 31 milljón dollara í miðasölutekjur, en framleiðslukostnaður við myndina var 35 milljónir dollara. Þá hefur myndin fengið fína dóma víða um heim.
Myndin er lauslega byggð á sannri sögu pars sem sigldi frá Tahítí til San Diego árið 1983. Þau sigldu hins vegar rakleiðis til móts við fellibylinn Raymond en misstu ekki lífsviljann.
Tímaritið People birtir lista yfir þá 39 leikmenn á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem blaðamönnum finnst skara fram úr þegar kemur að kynþokka.
Það kemur líklega ekki á óvart að Rúrik okkar Gíslason er á listanum, en hann hefur vakið gríðarlega athygli á heimsmeistaramótinu. Eins og hefur verið sagt frá var Rúrik með um fjörutíu þúsund fylgjendur á Instagram fyrir mótið en er nú kominn yfir milljón fylgjendur. Rúrik er eini Íslendingurinn á lista People.
Á honum eru einnig kunnugleg andlit eins og portúgalski knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo. Það vekur hins vegar athygli að þýski markvörðurinn Manuel Neuer er einnig á listanum, en boltaspekingurinn Hjörvar Hafliðason kvartaði mikið yfir fjarveru hans á kynþokkalistum á Twitter. Virðist Hjörvar hafa verið bænheyrðu af People.
Nú eru endalausir listar með kynþokkafyllstu leikmönnum á HM. Hvergi sé ég þann lang glæsilegasta, Manuel Neuer. Hvernig viljiði hafa það betra stelpur? Horfið á manninn! pic.twitter.com/KqtNz0VZSv
— hjörVAR Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 23, 2018
Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin með pompi og prakt í Laugardalnum um helgina, fimmta árið í röð. Fjöldinn allur af heimsþekktum listamönnum tróð upp, svo sem Slayer, Gucci Mane, Stormzy og Bonnie Tyler.
Mikil mannmergð var í Laugardalnum út af hátíðinni. Þó veðrið hafi ekki beint leikið við hátíðargesti var mikil stemning í dalnum, eins og meðfylgjandi myndir frá tónleikahöldurum sýna.
Ensk-íslenska verkið (Can This Be) Home verðlaunað á leiklistarhátíð í Tékklandi.
Ensk-íslenska verkið (Can This Be) Home hlaut í vikunni brautryðjendaverðlaunin á Fringe-leiklistarhátíðinni í Prag og í kjölfar þess hefur aðstandendum sýningarinnar verið boðið að setja verkið upp í hinu virta leikhúsi Chats Palace í London. Í samtali við Mannlíf segist leikstjórinn, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, vera í skýjunum með boðið og viðurkenninguna enda standi efnisviður verksins henni nærri. „Það er alveg frábært að fá þessa viðurkenningu því við erum búin að vinna að verkinu í tvö ár og erum að fjalla um málefni sem skiptir okkur miklu máli,“ segir hún og vísar þar í umfjöllunarefnið sem snýst um upplifun innflytjenda í Bretlandi af kosningunum um Brexit. Hvernig þeir, þar á meðal hún sjálf, hafi liðið með að vera sagt óbeint að þeir ættu ekki lengur heima í Bretlandi í ljósi niðurstöðunnar.
Kolbrún segir að þetta sé reyndar ekki fyrsta útgáfa verksins heldur hafi það þróast í takt við umræðuna um Brexit-málið og því nokkrar útgáfur litið dagsins ljós. Fyrsta útgáfan hafi orðið til áður en kosningin um Brexit fór fram. Í annarri útgáfu hafi verið reynt að gera upp niðurstöðu kosninganna fyrir innflytjendur og þá sem kusu að halda Bretlandi innan Evrópusambandsins. Þriðja hafi verið lesin á degi skyndikosninganna sem Theresa May boðaði til í von um að auka stuðning sinn og Brexit á þingi, sem hafi ekki gengið upp. „Nú eru svo komin tvö ár síðan það var kosið og Brexit er enn í mótun. Þess vegna fannst okkur mikilvægt að okkar raddir heyrðust, nú sem aldrei fyrr, áður en langvarandi ákvarðanir sem móta framtíð okkar eru teknar. Ætlunin með verkinu er að tala til fólks. Fá það til að hugsa um það sem er í gangi.“
„Það er alveg frábært að fá þessa viðurkenningu því við erum búin að vinna að verkinu í tvö ár og erum að fjalla um málefni sem skiptir okkur miklu máli.“
Hún viðurkennir að vegna hins pólitíska umfjöllunarefnis hafi aðstandendur (Can This Be) Home alls ekki búist við að verkið ynni til verðlauna á hátíðinni í Prag. Auk þess sé verkið langt frá því að vera hefðbundin leiksýning. Eiginlega sé varla hægt að tala um leiksýningu þar sem verkið samanstandi af tveimur hlutum, tónleikum flautuleikarans Tom Oakes, innblásnum af ferðlögum hans um heiminn og ljóðaupplestri þar sem Kolbrún flytur eigin texta, byggðan á fyrrnefndri reynslu innflytjenda af Brexit. Sigurinn hafi því komið henni og öðrum aðstandendum sýningarinnar skemmtilega á óvart.
En er ekki gaman fyrir ungan leikstjóra og leikritaskáld að fá svona rífandi start? „Jú það er voða ljúft. Það er grínast með það að „overnight success“ í Hollywood taki fimm ár. Tvö er vel sloppið,“ segir hún og bætir við að þar sem þetta sé fyrsta handritið hennar sem hlýtur verðlaun þá sé þetta líka persónulegur sigur.
Spurð út í framhaldið segir hún uppsetninguna í London vera næst á dagskrá. „Við erum bara að vinna í því að finna hentugar dagsetningar,“ segir hún glaðlega, „en þetta verður alveg geggjað.“
Tugir þúsunda nota reiðhjól á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði. Nú í júní fór 25.501 reiðhjól fram hjá hjólamælum Reykjavíkurborgar við Nauthólsvík og má búast við að fjöldinn verði meiri þegar sólin fer að sýna sig.
„Við höfum ekki náð neinu meti ennþá en miðað við veðurfar hér í höfuðborginni þar sem af er má leiða að því líkum að við getum slegið met á þessu ári. Það er að segja ef sumarið kemur,“ segir Kristinn Jón Eysteinsson, skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg.
Hann bendir á að hjólreiðar séu mjög háðar veðri og sýni mælar að þegar sólar naut í höfuðborginni á dögunum hafi margir farið út að hjóla og ganga.
Þöggun, samtrygging og afskiptaleysi eru nokkur orð sem hafa verið notuð til að lýsa réttarkerfinu þegar kemur að meðferð kynferðisbrota í umfjöllun Mannlífs síðustu vikur. Kveikja umfjöllunarinnar er mál þriggja stúlkna sem sökuðu lögreglumann um kynferðisbrot. Mannlíf náði tali af þremur þingmönnum sem segja ýmsar brotalamir í kerfinu.
„Frásagnirnar eru sláandi. Í umfjölluninni kemur einnig fram misræmi í sjónarmiðum yfirvalda til málsins og hvernig eigi að bregðast við og standa að rannsókn og stöðu þess ásakaða. Það er auðvitað óviðunandi,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, um mál kvennanna þriggja.
„Kynferðislegt ofbeldi, ekki síst gegn börnum og unglingum, er svo alvarlegt að það verður alltaf að bregðast við af festu og öryggi. Öll málsmeðferð verður að vera fumlaus og fallin til þess að vekja traust bæði að efni og formi, hvað þá þegar ásakanir beinast að þeim sem eiga að halda uppi lögum og reglu.“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segist áhyggjufull yfir stöðu þolenda innan réttarvörslukerfisins í ljósi ýmissa mála sem hafa komið upp síðustu misseri. „Það virðist vera að þessi réttindi barna til að njóta alltaf vafans og að allt sé gert til að þeirra hagsmunir séu í forgrunni hafi ekki náð kjölfestu í réttarkerfinu eins og það leggur sig á Íslandi. Þetta sjáum við víðtæk dæmi um hjá lögreglunni, hjá dómstólum og hjá sýslumannsembættum. Það veldur mér miklum áhyggjum að staðan sé ekki betri en raun ber vitni,“ segir Þórhildur Sunna. Hún bætir við að þó að mikil vakning hafi orðið í samfélaginu varðandi kynferðisbrot í kjölfar herferða eins og #metoo sé enn ýmsu ábótavant.
„Það vantar upp á skilning innan kerfisins fyrir réttindum þolenda í kynferðisbrotamálum. Réttindi geranda og/eða sakborninga eru að sjálfsögðu mjög mikilvæg; að þeir fái sanngjarna málsmeðferð og að aðilar séu saklausir uns sekt er sönnuð. En þolendar eiga líka rétt á sanngjarnri málsmeðferð og þeir eiga rétt á vernd gegn ofbeldi. Þeir eiga rétt á því að réttarkerfið sinni þeim af virðingu, kostgæfni og af miklum metnaði.“
Mætti mikilli andstöðu innan réttarkerfisins
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram tillögu um afnám fyrningar í kynferðisbrotum gegn börnum árið 2003 og segist hafa mætt mikilli andstöðu innan réttarkerfisins áður en lagabreytingum var náð fram í þessum efnum fjórum árum síðar.
„Mörgum lögfræðingum fannst þessi tillaga allt of róttæk og þar sem dönsku lögin gerðu ráð fyrir að þessi brot væru fyrnanleg ættu íslensk lög að gera ráð fyrir hinu sama. Mér fannst slík röksemdarfærsla vera út í hött og ég vildi að við tækjum þetta eðlilega skref. Við eigum ekki að vera feimin að taka refsipólitískar ákvarðanir. Með því að hafa þessi brot fyrnanleg högnuðust gerendurnir á lögunum þar sem þolendur leita sér oft ásjár kerfisins mörgum árum eftir að brotin voru framin,“ segir Ágúst, en í kjölfar lagabreytinganna varð Ísland eitt fyrsta land í heiminum sem gerði alvarleg kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg.
Tveir starfshópar, svipaðar niðurstöður
Fyrir fimm árum var Ágúst Ólafur formaður starfshóps sem skilaði tillögum um meðferð kynferðisbrot innan réttarvörslukerfisins til dómsmálaráðuneytis. Samráðshópur skilaði aftur tillögum sama efnis árið 2016. Tillögurnar virðast vera um margt líkar. Í báðum var til að mynda óskað eftir skýrari stefnu stjórnvalda, innspýtingu í forvarnir og að tryggja sálfræðiaðstoð fyrir brotaþola. Ágúst segir að sitthvað úr tillögum síns starfshóp hafi náð í gegn, annað ekki.
Jón Steindór segir margt gott innan réttarvörslukerfisins en að alltaf megi gera betur.
„Eitt af því sem þarf til dæmis að skoða eru samskipti og upplýsingagjöf til fórnarlamba um gang mála, framvindu rannsóknar og forsendur ákvarðana. Sömuleiðis spurning um hvort ekki þurfi að breyta lögum um aðild fórnarlamba að dómsmálum og rannsóknum þannig að þau verði aðilar máls en ekki vitni eins og nú er,“ segir hann og bætir við að honum finnist stefna stjórnvalda í þessum málaflokki ekki skýr. „En ég held að vilji sé til þess að taka þessi mál fastari tökum og því ber að fagna. Sjálfsagt er að styðja þá viðleitni og veita stjórnvöldum virkt aðhald.“
Ákveðin uppskrift að þöggun
Þórhildur Sunna kannast við þá þöggun sem talað hefur verið um í umfjöllun Mannlífs og segir í raun vera mjög skýra uppskrift að henni.
„Almennt í þöggunarmálum virðast vera þrír sérstakir þættir. Númer 1: Að gera lítið úr málinu. Ef við tökum Höfum hátt-málið sem dæmi þá gæti þetta verið þegar það kom fyrst upp á yfirborðið og Bjarni Benediktsson sagði þá dæmdu barnaníðinga sem um ræddi hafa fengið eðlilega málsmeðferð þegar þeir sóttu um uppreist æru. Þá talaði Brynjar Níelsson, þáverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um að það væru til verri brot en þetta gegn börnum. Númer 2: Að kenna öðrum um. Í Höfum hátt-byltingunni lét Bjarni Benediktsson fyrst að því liggja að þetta hefði verið á hans ábyrgð. Þegar það fór að verða óþægilegt var Ólöfu Nordal kennt um og svo lögunum. Lögin gerðu þetta. Númer 3: Að skjóta sendiboðann. Í fyrrnefndu
máli lét Brynjar til dæmis hafa eftir sér að fólk vildi einungis fá upplýsingar um hverjir þessir valinkunnu menn sem veittu barnaníðíngunum meðmæli væru svo hægt væri að ganga í skrokk á þeim, og gerði þannig lítið úr málinu. Þolendur voru einnig rægðir á alþjóðavettvangi. Svo getur þessi hringur byrjað aftur upp á nýtt. Það virðist vera að kerfið sé duglegra að verja sig en borgarana í landinu.“
Jón Steindór segir það kýrskýrt að reynt hafi verið að þagga mál niður eða gera minna úr þeim í gegnum tíðina.
„Gegn þessu þarf að berjast með upplýsingum og fræðslu um hve alvarleg þessi brot eru. Ég vil ekki trúa því að þöggun sé kerfisbundin. Hitt verður að vera alveg skýrt að þöggun er glæpur. Samtímis verður að búa svo um hnúta að fórnarlömb geti treyst því að á þau sé hlustað, mál rannsökuð af hlutlægni og til hlítar,“ segir hann og því er Ágúst Ólafur sammála.
„Þöggun vegna þessara mála má aldrei eiga sér stað í íslensku réttarkerfi eða í samfélaginu í heild sinni. Sem betur fer erum við farin að ræða þessi mál mun opinskár en áður þótt dæmi um þöggun séu einnig til staðar. Kynferðisafbrot eru ein alvarlegustu afbrot samfélagsins og við eigum einfaldlega að stefna á að útrýma þeim. Annað á ekki að vera í boði.“
Bryndís Torfadóttir, mastersnemi í lögfræði og meðlimur í Sirkus Íslands, tekur sér eins árs frí frá lögfræðinámi til að nema sirkuslistir í skólanum AFUK í Kaupmannahöfn.
„Þetta var algjör skyndiákvörðun. Ég sá auglýstar prufur í skólanum úti og var búin að hafa augastað á því í smátíma, en prufurnar voru í apríl á þessu ári. Daginn fyrir prufur ákvað ég að panta mér flug og fljúga út í prufurnar,“ segir Bryndís. Við tóku þriggja daga prufur sem reyndu hressilega á.
„Í prufunum var sviðsframkoma, líkamleg hæfni og samhæfing prófuð; til dæmis dans, þrek og jöggl. Þetta var frekar krefjandi,“ segir Bryndís og hlær. „Þetta voru langir dagar, en ég var að jafna mig á ökklabroti síðan í janúar og gat ekki alveg verið hoppandi og skoppandi út um allt. En ég náði að sýna eitthvað af því sem ég get,“ bætir hún við, hógværðin uppmáluð. Svo fór að Bryndís komst inn í sirkusnámið, sem er eitt ár. „Ég var ekki búin að reikna með að komast inn og leiddi ekkert hugann að því. Ég var því byrjuð að gera önnur plön en þegar ég fékk fréttirnar hikaði ég ekki við að segja já.“
Lögfræði og sirkus eiga lítið sameiginlegt
Bryndís byrjar í sirkusnáminu í lok ágúst en hún er einnig mastersnemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún fer því í námsleyfi í eitt ár, en hingað til hefur hún náð að sameina þessi tvö ólíku fög.
„Því miður eiga lögfræði og sirkus voðalega lítið sameiginlegt, ég hef allavega ekki fundið neitt hingað til. Þetta eru mjög ólíkir hlutir en blanda af báðum gefur manni gott jafnvægi í lífinu. Það er mjög krefjandi að blanda þessu saman þar sem bæði fögin eru afar tímafrek en það hefur sem betur fer gengið hingað til. Ég vona að það gangi áfram.“
Byrjaði í sirkus fyrir tilviljun
Bryndís hefur verið hluti af sirkushópnum Sirkus Íslands í að verða þrjú ár, en byrjaði að æfa með hópnum af einskærri tilviljun.
„Ég hafði verið að æfa súlufimi og á loftfimleikahring í súlufimistúdíói í nokkurn tíma. Þegar þjálfarinn minn hætti fór ég að hugsa um hvað ég ætti að gera. Þá mundi ég eftir Sirkus Íslands og ákvað að senda tölvupóst og spyrja hvort ég mætti koma á æfingu. Ég mætti á æfingu samdægurs og hef mætt síðan þá,“ segir Bryndís, en hennar sérgrein í sirkusnum eru loftfimleikar og akró; jafnvægisfimleikar á gólfi. „Ég var í fimleikum þegar ég var yngri sem hjálpar mikið. Ég lærði hins vegar helling af þeim sem ég æfi með í sirkusnum og hafa ekki sérstakan bakgrunn í fimleikum. Þannig að það er alls ekki nauðsynlegt.“
Mikið frelsi í sirkusnum
Sirkus Íslands fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir og heldur upp á áfangann með afmælissýningum í sumar, bæði í Reykjavík 13. til 22. júlí, og á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hópurinn setur annars vegar upp fjölskyldusýningu sem heitir Áratugur af sirkus og hins vegar fullorðinssýninguna Skinnsemi. Bryndís segir að sýningar sumarsins verði blanda af nýjum og klassískum atriðum, en stífar æfingar standa nú yfir. Það stendur ekki á svörunum þegar blaðamaður spyr af hverju sirkusinn togi svona í hana.
„Þetta er ótrúlega gaman. Sirkusinn reynir á líkamlegan styrk og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og ná árangri. Ég vinn líka með ofboðslega skemmtilegu fólki. Þetta er um margt svipað og fimleikarnir nema í sirkusnum hef ég svo mikið frelsi. Það þarf ekki að gera allt rétt heldur getur maður gert hlutina á sinn hátt. Það er það sem gerir þetta svona sérstakt.“
„Persónulega finnst mér ég hafa fengið þá staðfestingu að ég hafi sagt og gert allt satt og rétt. Sú niðurstaða að það leiddi ekki til sakfellingar er bara fáránlegt,” segir Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir.
Margrét var fimmtán ára þegar brotið var á henni af lögreglumanni, að hennar sögn, í bænum sem hún bjó í úti á landi. Maðurinn var náinn vinur fjölskyldunnar. Málið fór fyrir héraðsdóm þar sem maðurinn var sýknaður. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar þar sem það var sent aftur í hérað því dómarar töldu að málið hefði ekki verið fyllilega rannsakað. Í héraðsdómi í annað sinn var maðurinn sakfelldur og dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Þegar málinu var síðan áfrýjað á ný til Hæstaréttar var hann sýknaður, þar sem hann neitaði alfarið sök, þó að tekið væri fram í dómsúrskurði að framburður Margrétar þætti trúverðugur. „Andspænis framburði A [innsk. blaðamanns: Margrétar], sem metinn hefur verið trúverðugur, stendur afdráttarlaus neitun ákærða,“ stendur orðrétt í dómnum.
Lögreglumanninum var vikið úr starfi meðan á málinu stóð en fékk aftur vinnuna eftir að hann var sýknaður. Hann starfar enn í lögreglunni.
„Þar káfaði hann á mér“
Blaðamaður mælir sér mót við Margréti á Skype þar sem hún er búsett í Glasgow og klárar þar mastersnám í heilbrigðisverkfræði við Strathclyde-háskóla. Hún er nú í starfsþjálfun í London þar sem hún freistar þess að landa starfi hjá einum af stærstu fjárfestingabönkum í heimi. Tækifærið er stórt og pressan mikil, en Margrét tekur því með stóískri ró, enda trúir hún á að það þurfi að stökkva á öll tækifæri sem berast með opnum hug. Miklar líkur eru á að hún fái starfið, og kemur það foreldrum hennar, Hrefnu Aradóttur og Þorsteini K. Jónssyni, ekki á óvart. Þau eru viðstödd Skype-fundinn okkar, Margréti til halds og trausts og er tíðrætt um hve mikill afburðarnemandi hún hafi verið í skóla. Því til stuðnings nefna þau til dæmis að Margrét hafi tekið fyrsta árið í framhaldsskóla á meðan hún var að klára 10. bekk grunnskóla. Það ár dundi áfall yfir fjölskylduna sem hún hafði aldrei séð fyrir.
„Þetta var fyrsti föstudagurinn í maí árið 2010. Ég veit ekki af hverju ég man það en þetta var fyrsti föstudagurinn í maí,“ byrjar Margrét. „Ég hafði ákveðið að fara snemma út að hlaupa með strákunum og fara síðan á fótboltaæfingu. Við vorum nokkrar stelpur sem höfðum æft með strákunum miðvikudaginn áður og þennan föstudag var komið að annarri æfingu. Við ætluðum að hittast klukkan sex um morguninn. Ég flýtti mér á staðinn og var því mætt tiltölulega snemma,“ segir Margrét, en ákveðið var að hittast heima hjá lögreglumanni í smábænum, manni sem var náinn vinur fjölskyldu Margrétar.
„Þegar ég mætti stóð hann fyrir utan húsið með kaffibolla. Við fórum inn og vorum tvö ein í þvottahúsinu, eflaust bara í nokkrar mínútur. Þar káfaði hann á mér. Hann káfaði á píkunni á mér og rassi og sagði svo að ég væri mjög flott. Síðan stakk hann puttanum upp í sig. Svo fór hann inn í hús og kom til baka með bita af banana sem hann bauð mér. Ég hef varla borðað banana síðan þá. Það er mjög spes hlutur sem situr í mér. Í hvert einasta sinn sem ég sé banana fæ ég hroll. Svo komu hinir krakkarnir og við fórum út að hlaupa,“ segir Margrét þegar hún lítur til baka.
„Við hlupum ábyggilega tvo til þrjá kílómetra. Við hlupum hring um bæinn. Það eina sem ég hugsaði allan tímann var hvort einhver væri á lögreglustöðinni ef ég hlypi þangað. Hann keyrði á eftir okkur á bíl og ég hugsaði líka að hann myndi eflaust ekki ná mér ef ég hlypi þar sem leiðin var þannig á lögreglustöðina. Við hlupum áfram og kláruðum æfinguna fyrir framan grunnskólann. Ég sá lögreglustöðina þaðan en það sem stoppaði mig var að hann var í löggunni. Var hann kannski á vakt? Yrði þá enginn inni á löggustöðinni ef ég færi þangað?“ útskýrir Margrét, en þar sem atvikið gerðist í smábæ úti á landi var í raun engin viðvera á lögreglustöðinni alla jafna heldur aðeins lögreglumaður á vakt.
Hélt að hún myndi deyja
Í framhaldinu tóku krakkarnir létta fótboltaæfingu áður en þau fóru heim til að taka sig til fyrir skólann, að sögn Margrétar.
„Þá sagði hann strákunum að hlaupa heim en að hann ætlaði að skutla okkur stelpunum. Mér fannst hann fara öfugan hring þannig að ég var seinust úr bílnum. Hann keyrði fyrst hinar stelpurnar og fór síðan til baka með mig.
Ég sat fyrir aftan bílstjórasætið og allt í einu var eins og eitthvað gerðist í hausnum á honum og hann sagðist þurfa að fá meira. Hann reyndi að grípa í mig aftur en náði ekki og ég fékk nánast hjartaáfall. Ég bara fraus.
Á þessu augnabliki, verandi ein í bílnum með honum, hugsaði ég bara að annaðhvort yrði mér nauðgað eða ég væri að fara að deyja. Svo keyrði hann mig heim. Ég hugsaði hvort ég ætti að stökkva út úr bílnum en ég gat ekkert hlaupið. Hann keyrði mig alveg inn í innkeyrsluna heima, ég gekk inn, lokaði dyrunum og brotnaði algjörlega niður. Ég skreið upp í rúm og sagði mömmu hvað gerðist,“ segir Margrét. Móðir hennar segist hafa fengið mikið áfall þegar Margrét sagði henni allt af létta en þær mæðgur eru sammála um að það hafi verið það besta sem Margrét hefði getað gert – að segja frá strax.
Gátu hvorki leitað til lögreglunnar né skólans
Þrátt fyrir áfallið reyndu mæðgurnar að hugsa rökrétt um hvernig þær ættu að snúa sér í málinu. Þetta var snemma um morgun og því erfitt að ná í fagaðila til að spyrja ráða. Mæðgurnar voru nefnilega í erfiðri stöðu – maðurinn var, eins og áður segir, lögreglumaður í bænum þeirra. Ekki bætti það stöðuna að eiginkona hans var skólastýra í grunnskólanum sem var einnig vinnustaður Hrefnu, móður Margrétar. Þær gátu því hvorki leitað til lögreglu né skólans. Mæðgurnar ákváðu að fara í skólann eins og ekkert hefði ískorist og leita hjálpar síðar um daginn. Svo fór að málið fór fyrst til Barnaverndarstofu strax þennan föstudag. Í kjölfarið fékk Margrét viðtal hjá félagsmálafulltrúa mánudaginn eftir og tveimur dögum síðar fór hún með fulltrúanum til Reykjavíkur í skýrslutöku.
„Við vorum beðin um að segja ekki neitt um málið við aðra þar til það væri komið á það stig að búið væri að yfirheyra hann. Eina manneskjan sem ég fékk að segja frá þessu var besta vinkona mín sem var með okkur úti að hlaupa. Ég vildi segja henni og biðja hana um að fara ekki á næstu hlaupaæfingu,“ segir Margrét.
Tvær vikur liðu frá brotinu þar til lögreglumaðurinn var yfirheyrður. Þann tíma þurftu Margrét og fjölskylda hennar að láta eins og ekkert væri, sem var erfitt í smábænum, eins og gefur að skilja.
„Við upplifðum það að hitta þau og þurftum að halda andlitinu og láta eins og ekkert væri. Í sannleika sagt man ég voðalega lítið eftir þessu. Ég hef oft hugsað út í þetta. Þetta var í byrjun maí og ég var í fjórum framhaldsskólaprófum og síðan að klára grunnskólaprófin. Samt man ég ekkert hvað ég gerði, hvort ég lærði fyrir prófin eða hvað,“ segir Margrét. Hún fékk þó samt verðlaun á útskriftinni úr grunnskóla fyrir framúrskarandi námsárangur, verðlaun sem hún þurfti að taka á móti uppi á sviði, við hlið eiginkonu lögreglumannsins. Sonur hans útskrifaðist með Margréti, en fjölskylda hennar fékk það í gegn að maðurinn yrði ekki viðstaddur útskriftina.
Svo fór að lögreglumanninum, sem þá var varðstjóri, var vikið úr starfi meðan á dómsmálinu stóð. Það fannst Margréti og fjölskyldu hennar mikill léttir, enda bærinn lítill og því yfirgnæfandi líkur á að sá hinn sami lögreglumaður yrði kallaður út ef fjölskyldan þyrfti á lögregluhjálp að halda. Þegar að hann var sýknaður fékk hann hins vegar starfið aftur í lögreglunni og starfar þar enn.
Sýknaður daginn fyrir 18 ára afmælið hennar
Málið fór fyrst fyrir héraðsdóm um miðjan mars árið 2011 þar sem maðurinn var sýknaður. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur í hérað til frekari rannsóknar. Maðurinn var svo sakfelldur í héraðsdómi og dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Loks var hann sýknaður í Hæstarétti þann 29. nóvember árið 2012.
„Þessi úrskurður Hæstaréttar var í raun mikið áfall, því það var sigur þegar málið var sent aftur í hérað þar sem við unnum málið. Það var búið að byggja upp von. Var þetta virkilega niðurstaðan? Við vorum búin að fara í gegnum allt þetta ferli sem var búið að taka tvö og hálft ár,” segir Margrét sem var á þessum tíma orðin au pair hjá þýsk/íslenskum hjónum í Þýskalandi. Lögreglumaðurinn var sýknaður daginn fyrir átján ára afmæli hennar.
„Ég fór bara að hágráta. Ég útskýrði allt fyrir hjónunum í Þýskalandi. Það besta sem þau gerðu var að minna mig á að við ætluðum að halda upp á afmælið mitt daginn eftir. Þau vildu ekki að ég myndi festast í fortíðinni og velta mér upp úr því sem væri búið og gert, heldur að ég myndi horfa fram á veginn.“
Skólastýran sakfelld
Meðal sönnunargagna sem lögð voru fram í málinu var dagbók hennar sem hún hafði haldið árið áður. Dagbókinni hafði hún trúað fulltrúa frá Maritafræðslunni, sjálfstætt starfandi forvarnarstarfi um skaðsemi fíkniefna, fyrir þegar fræðslan heimsótti grunnskóla hennar ári áður en brotin áttu sér stað.
„Ég tók sérstaklega fram að ég vildi ekki að neinn sæi bókina og ég vildi alls ekki blanda skólastjóranum mínum eða aðstoðarskólastjóranum í málið. Ég vildi bara fá óháðan aðila til að kíkja á bókina og vildi fá hjálp með mína vanlíðan,“ segir Margrét. Samkvæmt dómsskjölum var bókin skrifuð frá 15. maí 2009 til 19. janúar 2010, eða nokkrum mánuðum áður en meint brot áttu sér stað. Úr dómsskjölum má ráða að bókin hafi innihaldið eðlilegar hugrenningar unglings á mótunarskeiðinu um sitt tilfinningalíf og félagsleg tengsl.
Margrét sendi dagbókina rafrænt á fulltrúa Maritafræðslunnar, sem síðan áframsendi hana á skólastýruna án vitundar Margrétar. Seinna, þegar dómsmálið hófst, var dagbókin notuð í málinu. Í dómsskjölum kemur fram að skólastýran hafi afhent ákæruvaldinu dagbókina. Vitnað var í dagbókina fyrir dómi og var Margrét spurð út í það sem í henni stóð.
„Mér fannst það rosalega óþægilegt. Eina sem ég hugsaði var að þau væru að fara að segja að ég væri geðveik. Ég vissi nákvæmlega hver plönin voru á bak við að leggja þessa dagbók fram. En mér var sagt að það væri ekkert óeðlilegt í dagbókinni sem væri hægt að véfengja. Því var okkur sagt að samþykkja það að dagbókin yrði notuð í réttarhöldunum,“ segir Margrét.
Strax í kjölfar þess að lögreglumaðurinn var sýknaður fór Margrét í mál við skólastýruna vegna brots á friðhelgi einkalífs og brots gegn trúnaðarskyldu samkvæmt lögum um grunnskóla, í ljósi þess að hún hafði afhent ákæruvaldinu dagbókina, dagbók sem hún átti ekki að vera með í fórum sínum og voru trúnaðargögn. Skólastýran var sakfelld í héraðsdómi og áfrýjaði til Hæstaréttar þar sem hún var aftur sakfelld og þurfti að greiða Margréti hálfa milljón í bætur. Áður en fjölskyldan kærði skólastýruna sendi það erindi til bæjarfélagsins og krafðist þess að hún yrði áminnt í starfi fyrir verknaðinn. Bærinn áminnti hana ekki og starfar hún enn sem skólastýra grunnskólans.
„Gerandi virðist hafa þann rétt að mega ljúga“
Í dómsskjölum í máli Margrétar gegn lögreglumanninum er meðal annars stuðst við niðurstöðu sálfræðimats Önnu Kristínar Newton sálfræðings þar sem kemur fram að ekkert bendi til að frásögn Margrétar af brotunum sé ótrúverðug. Þá styrkti álit Þorbjargar Sveinsdóttur, sálfræðings hjá Barnahúsi, mál Margrétar, en hún sótti viðtöl hjá henni í þrettán skipti á árunum 2010 til 2011. Var það álit Þorbjargar að Margrét sýndi af sér fjölmörg einkenni sem þekkt eru meðal barna og unglinga er sætt hafi kynferðislegu ofbeldi. Margrét segir það miður að ofangreint, ásamt hennar framburði, hafi ekki verið nóg.
„Minn framburður var alltaf sami framburðurinn. Vitnisburðir um mig sem manneskju sýndu að ég væri ekki að ljúga. Það var engin ástæða fyrir mig að rífa í sundur tvær fjölskyldur sem höfðu verið mjög nánar allt sitt líf. Það var ekki rökrétt. Það véfengdi enginn orð mannsins eða konu hans. Það var alltaf verið að véfengja mín orð. Ég þurfti alltaf að standa á bak við orð mín á meðan þau gátu bara sagt nei.“
Margrét segir miður að þolandi þurfi að standa svo fast á sínum orðum á meðan orð geranda séu ekki véfengd nema yfirgnæfandi sannanir séu gegn honum.
„Gerandi virðist hafa þann rétt að mega ljúga. Hann er saklaus uns sekt er sönnuð en sem þolandi þarftu að frekjast í gegnum þetta til að orð þín séu tekin trúanleg. Ég, sem barn, átti að njóta vafans, en það var hann sem naut vafans.“
Hún segir það sárt að einhver svo nærkominn henni hafi getað brugðist trausti hennar. Þessar tvær fjölskyldur vörðu miklum tíma saman, fóru til útlanda saman og Margrét og sonur mannsins voru góðir vinir.
„Þetta var fólk í ábyrgðarstöðu sem ég átti að treysta, líka miðað við hve náin tengsl voru á milli fjölskyldnanna. Ég horfði aldrei á þetta út frá þeirri valdastöðu sem þau voru í. Það snerti mig miklu meira að þetta var fólk sem var náið mér og hvernig það reyndi síðan að koma illu orði á mig og mína fjölskyldu. Reyndi að láta eins og ég væri ekki traustsins verð.“
Bærinn skiptist í tvær fylkingar
Haustið eftir að brotið átti sér stað hóf Margrét nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, eitthvað sem hún hafði löngu ákveðið að gera. Faðir hennar vann í Reykjavík en móðir hennar varð eftir í smábænum.
„Það er mjög skrýtið að segja það en þetta var mjög heppileg tímasetning fyrir mig að þetta gerðist, fyrst þetta þurfti að gerast. Ég var búin að sækja um í MH og var að fara suður, ekki norður í framhaldsskóla eins og allir hinir krakkarnir í bekknum. Þetta var alltaf planið, en það gerði það að verkum að ég komst út úr bænum og frá þessu öllu. Ég þurfti ekkert að pæla í þessu,“ segir Margrét. Móðir hennar skýtur inn í að henni hafi liðið eins og hún væri ein í heiminum þar sem fólk hafi hætt að koma í heimsókn og að bærinn hafi skipst í tvær fylkingar: með og á móti lögreglumanninum. Loks fór það þannig að móðir hennar flutti einnig suður. Margrét segir samt sem áður að stuðningur hafi komið úr óvæntustu áttum og fyrir það sé hún ávallt þakklát.
„Ég kann svo mikið að meta fólkið sem var til staðar. Það var fólk sem við þekktum áður en þetta gerðist sem kom í ljós að voru raunverulegir vinir okkar þegar þetta dundi yfir. Fólk sem ég bjóst hins vegar við að myndi standa með okkur var alls ekki til staðar. Við fórum aldrei í felur með þetta og stóðum með okkur sjálfum. Við gerðum allt rétt.“
Lætur atvikið ekki skilgreina sig
Móðir Margrétar segir að fjölskyldan sé sterkari eftir þessa lífsreynslu, þó að enginn eigi að þurfa að ganga í gegnum svona nokkuð. Hún segir fjölskylduna samheldnari og óhræddari – að þau geti tekist á við hvað sem heimurinn hendir í þau héðan í frá. Við förum aftur á byrjunarreit, til þess augnabliks sem Margrét sagði frá brotinu. Ég veit ekki af hverju við leitum þangað aftur, en við gerum það samt. Ég sé stolt færast yfir svip Hrefnu, móður Margrétar, þegar hún sér þetta andartak fyrir sér ljóslifandi á ný. Margrét er nefnilega ekki mikið fyrir að flagga tilfinningum sínum og tala um hlutina, að sögn foreldra hennar. Því er móðir hennar svo hreykin af henni, ánægð og jafnframt hissa að hún hafi sagt strax frá.
„Ég þarf ekki mikið að tala um hlutina eins og sumir aðrir. Ég flagga ekki hlutunum þannig að allur heimurinn og Facebook viti af því. Það þarf mjög mikið til að ég fari í alvörunni yfir brúna,“ segir Margrét, sem hefur fylgst með umfjöllun Mannlífs um mál kvennanna þriggja, Helgu Elínar, Kiönu Sifjar og Lovísu Sólar, sem sökuðu lögreglumann um kynferðisbrot. Hún segist stundum hafa velt því fyrir sér að segja sína sögu, en hafi viljað segja hana á yfirvegaðan hátt þegar hún væri búin að vinna úr þeirri reiði sem blossaði upp í kjölfar málsins.
„Ég hef oft hugsað hvort ég ætti að vera hluti af til dæmis #metoo-byltingunni. Það er svo lítill hluti af fólkinu í kringum mig sem veit hver ég er og að þetta kom fyrir mig. Ég lít ekki á þetta sem þöggun hjá mér, því ef þú spyrð mig um þetta þá svara ég hreint út. Mér finnst fínt að geta komið fram núna, það er lengra um liðið og ég get horft á hvar ég er eftir svona atburð. Ég er á góðum stað í lífinu. Ég á kærasta og hund, ég er að reyna að kaupa mér íbúð, ég er með vinnu, ég er að klára master. Mér finnst alltaf leiðinlegt að heyra af stelpum, konum, mönnum, strákum og hverjum sem er sem lenda í þeim vítahring að koma ekki strax fram þannig að þau þurfa að lifa með þessu lengi. Þetta nagar þau að innan og þau leiðast út á dimmar brautir í lífinu. Þau reyna að bæla niður eitthvað sem verður ekki bælt niður,“ segir Margrét.
Hún hefur varla sýnt nokkur svipbrigði í þann tíma við við höfum talað saman, en ég sé að það tekur á hana að rifja upp þetta tímabil í sínu lífi. Það er þó greinilegt að hún hefur fengið fullan stuðning frá fjölskyldu sinni og unnið vel úr sínum málum. Hún treystir lögreglunni og hún treystir kerfinu. Hún ber engan kala til neins lengur því hún ætlar ekki að leyfa draugum fortíðar að stjórna sínu lífi.
„Ég hef ekki við neinn að sakast. Ég hef ekkert við héraðsdóm, hæstarétt, lögfræðinga, yfirvöld, lögregluna að sakast. Þetta er ekki eitthvað sem skilgreinir mig. Þetta hefur ekki mótað líf mitt. Þetta er bara lífið sem ég er búin að lifa. Ég lifði þetta, en ég lifi ekki með þessu.“
Aðdáendur The Incredibles er ekki par sáttir við framleiðendur framhaldsmyndarinnar þótt flestir séu sammála um að sjálf myndin sé æði. Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um hana.
Incredibles 2 er komin í kvikmyndahús en hún kemur út heilum fjórtán árum eftir að The Incredibles leit dagsins ljós. Aldrei hefur jafnmikill tími liðið á milli kvikmynda í myndaflokki frá Disney/Pixar. Finding Dory (2016) kom út þrettán árum eftir Finding Nemo. Tólf ár eru á milli Monsters, Inc. (2001) og seinni myndarinnar Monsters University (2013) og ellefu ár á milli Toy Story 2 (1999) og 3 (2010).
Aðdáendur The Incredibles urðu æfir þegar titill myndarinnar, Incredibles 2, var tilkynntur og segjast sumir ætla að sniðganga myndina. Ástæða látanna? Jú, fólk er brjálað yfir því að „The“ var sleppt í titlinum.
Sögusviðið, Metroville, vísar í borgina Metropolis og bæinn Smallville úr sögunum um Supermann.
Takið eftir taflborði á skrifstofu persónunnar Evelyn Deavor í einu atriði myndarinnar. Staða taflmannanna er vísun í fræga viðureign skákmeistaranna Bobbys Fischer og Donalds Byrne.
Í Incredibles 2 er aðalhetjan Mrs. Incredible/Elastigirl aukapersóna úr fyrri myndinni, þar sem eiginmaður hennar Mr. Incredible gegndi aðalhlutverki. Þetta er fjórða Pixar-myndin á eftir Cars 2 (2011), Monsters University (2013) og Finding Dory (2016) þar sem aukapersóna verður aðalpersóna og öfugt og sú fjórða með kvenpersónu í aðalhlutverki á eftir Brave (2012), Inside Out (2015) og Finding Dory.
Þriðja þáttaröðin af bandarísku þáttunum This Is Us verður frumsýnd á NBC vestan hafs þann 25. september næstkomandi. Seríunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu enda endaði önnur þáttaröð á ýmsum spurningum sem enn er ósvarað.
Ýmislegt hefur verið gefið upp um þessa þriðju þáttaröð, og til að magna upp spenninginn fyrir henni ákváðum við að kíkja á það sem við vitum um hana.
Átján þættir líkt og fyrr
Fyrsti þátturinn í þriðju seríu á að gerast um það bil einum mánuði eftir afmæli Jacks og þriggja ára afmælis þríburanna, Kevin, Kate og Randall. Þættirnir í þriðju seríu verða átján, líkt og í fyrri seríum.
Framleiðsla þriðju seríu hófst nú í júní, en hér fyrir neðan má sjá mynd af Instagram þar sem leikkonan Mandy Moore, sem leikur Rebeccu, fer í gervi hinnar gömlu Rebeccu.
Fleiri endurlit munu einkenna seríuna og verður sjónum sérstaklega beint að uppvexti og ævi Jacks. Aðdáendur eiga eftir að sjá meira af ungum Jack í herklæðum er hann berst í Víetnam.
„Við eigum pottþétt eftir að sjá Jack í Víetnam. Við ætlum að skoða líf Jacks á þrítugsaldrinum og hvað gerði hann að þeim manni sem við þekkjum,“ sagði leikarinn Milo Ventimiglia, sem leikur Jack, í samtali við tímaritið People.
Tilhugalífið rannsakað
Þá mun einnig vera lögð áhersla á samband Jacks og Rebeccu.
„Ég veit að það er tímabil sem ég og Mandy höfum gaman að að leika okkur með,“ sagði Milo í samtali við Entertainment Weekly í maí. „Það væri gaman að sjá hvernig þau kynntust og hvað gerðist eftir fyrstu kynnin.“
Beth er ekki dáin
Á lokamínútunum í seríu tvö sáum við framtíðar Randall segja við framtíðar Tess að það væri kominn tími til að hitta „hana“. Aðdáendur héldu að um væri að ræða Beth, móður Tess og systur hennar Annie, og höfðu áhyggjur af því að þetta þýddi að hún væri dáin, en svo er ekki. Að sögn Susan Kelechi Watson, leikkonunnar sem túlkar Beth, stendur ekki til að Beth deyi í nánustu framtíð. Hún fékk það staðfest frá Dan Fogelman, höfundi þáttanna.
„Það er æðislegt. Það kom mér á óvart og ég er auðvitað þakklát fyrir það,“ sagði Susan í samtali við Deadline fyrr í þessum mánuði. Fyrrnefndur Dan hefur látið hafa eftir sér að áhorfendur muni sjá meira af baksögu Beth, eitthvað sem lítið hefur verið fjallað um.
Hver er dularfulla konan?
Þessi dularfulla kona er því ekki Beth og vilja aðstandendur þáttanna ekki gefa upp hver hún er.
„Ég veit hvaða manneskju framtíðar Randall er að tala um en Fogelman myndi höggva af mér stóru tána ef ég segði hver hún væri,“ sagði Sterling K. Brown, sem leikur Randall, í samtali við Entertainment Weekly. „En ég get sagt ykkur að hún er líklega ekki sú sem þið haldið,“ bætti hann við. Leikkonan Chrissy Metz, sem leikur Kate, bætti við að þessi hliðarsaga hefði ekki góðan endi.
„Þetta er ekki gott. Þetta er mjög átakanlegt.“
Meira af fjölskyldu Tobys
Aðdáendur munu sjá meira af fjölskyldu Tobys, eiginmanns Kate. Við hittum foreldra hans í lokaþætti seríu tvö en fengum lítið að vita um dularfulla bróðurinn sem komst ekki í steggjunina hans. Framleiðandinn Elizabeth Berger sagði í samtali við Entertainment Weekly að við myndum sjá meira af fjölskyldu Tobys í nýju þáttaröðinni.
„Er við fáum betur að kynnast Toby í seríu þrjú þá munum við pottþétt kanna samband hans við fjölskyldu sína á ítarlegri hátt.“
Endirinn ákveðinn
Dan Fogelman sagði á viðburði í maí á þessu ári að hann viti hvernig heildarsaga This Is Us endar. Ekki nóg með það, það er nú þegar búið að taka upp nokkur af lokaatriðunum.
„Við erum komin nokkuð langt á veg. Handritshöfundar okkar og ég erum komin að endalokunum. Við vitum hvernig þetta endar og við höfum skýra leið fyrir hverja þáttaröð. Við höfum alltaf haft plan. Við vildum ekki festast á miðri leið,“ sagði hann í samtali við Deadline.
Stórleikkonan Shailene Woodley tók hlutverk sitt í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, mjög alvarlega. Í myndinni leikur hún Tami Oldham Ashcraft sem kemst í hann krappan þegar hún berst við að halda lífi í fellibyl úti á ballarhafi.
Shailene þurfti að grennast talsvert, enda að leika manneskju sem var strandaglópur á hafi úti án mikilla vista. Því þurfti leikkonan að líta út eins og hún væri að svelta.
„Síðustu tvær vikurnar fékk ég mér eina dós af laxi, gufusoðið spergilkál og tvær eggjarauður á hverjum degi – 350 kaloríur. Mér leið hræðilega,“ segir Shailene í viðtali við The Times sem birt var í dag.
Ása Baldursdóttir, dagskrástjóri Bíó Paradísar, deilir sínum sakbitnu sælum með lesendum.
Happiness (1998)
Philip Seymour Hoffman (blessuð sé minning hans) situr alltaf í mér í þessari mynd. Leikstjórinn Todd Solondz setur áhorfandann á óþægilegan stað, sama hvort þú fílar þessa mynd eða ekki, því það er listilega gert með atriðum þar sem maður veit hreinlega ekki hvernig maður á að bregðast við eða hvað manni á að finnast. Það er svo erfitt að segja hvaða tónn er sleginn í myndinni, er þetta írónísk gamanmynd eða svipmynd af tilvistarkreppu mannsins þar sem allir eru á endanum einmana? Hún er eiginlega alveg sér á báti þar sem fólk á erfitt með að átta sig á því hvort myndin snúist um að vera átakanleg harmsaga eða kómedía. Það er í raun nördabrautin sem þessi kvikmynd tekur á endanum. Það er svo ruglað að vita ekki enn, eftir 20 ár, hvað manni í raun og veru finnst!
Bad Boy Bubby (1993)
Svartasta gamanmynd sem þú hefur séð eða Kafka-ísk martröð? Maður spyr sig. Hún fékk sjúklega lélega dóma á sínum tíma og sjokkeraði marga. Bubby hefur aldrei farið út úr skítugri íbúðinni þar sem hann býr með móður sinni í mjög undarlegri veröld, siðferðislega ögrandi veruleika. Þegar pabbi hans dúkkar upp kynnist hann heiminum í fyrsta sinn, menningu, öðru fólki, kynlífi, vísindum, trúarbrögðum og tónlist. Þetta er ein sú besta, ruglaðasta og költaðasta mynd sem hef séð og ég elska!
Fucking Åmål (1998)
Frumraun sænska leikstjórans Lukas Moodyson er algerlega sakbitin sæla hjá mér. Hún fjallar um tvær stúlkur í smábæ í Svíþjóð, önnur er vinsæl og hamingjusöm en hin einmana og vinafá. Það er svo listilega vel gert að gera mynd sem gerist á litlum stað sem samt snertir svo við öllu mannlegu og þar af leiðandi er myndin alþjóðleg. Myndin fjallar um fyrstu ástina – án þess að verða of fókuseruð á það að hún sé „gay“ eða fjalli um lesbíur. Það í raun skiptir ekki máli. Ég get horft á þessa mynd aftur og aftur og aftur og aftur. Scandinavian Pain eftir Ragnar Kjartansson kemur reglulega upp í hugann líka þegar ég horfi á hana.
The Room (2003)
Hvað getur maður sagt? Þetta ER ein besta VERSTA mynd allra tíma. Ég set bara nokkrar beinar tilvitnanir í myndina, þær tala sínu máli: „Everybody betrayed me! I’m fed up with this world!“ – „I definantly have breast cancer“ – „You’re tearing me apart, Lisa!“ –„In a few moments, bitch!“ – „Anyway, how is your sex life?“ Ég vil bæta því við að við verðum með þátttökusýningu á myndinni á föstudagspartísýningu 6. júlí næstkomandi klukkan 20!
Sólveig Guðmundsdóttir leikkona rifjar upp eftirminnileg hlutverk á ferlinum.
Sólveig Guðmundsdóttir leikkona segir að öll þau hlutverk sem hún hefur tekið að sér eða fengið tækifæri til að skapa hafi stækkað hana sem leikkonu. Eftirminnilegasta hlutverkið hljóti þó að vera Sóley Rós ræstitæknir í samnefndum tvíleik sem hún og María Reyndal settu upp í Tjarnarbíói en þar lék hún á móti Sveini Ólafi Gunnarssyni. „Við María skrifuðum verkið og framleiddum það og þar sem það byggir á sögu konu sem býr og starfar á Akureyri og fjallar um barnsmissi, atburð sem bæði er erfitt að tala um og sviðsetja, þá var líka mikil ábyrgð á okkur að skila verkinu vel af okkur,“ lýsir hún og bætir við að það sé ekki oft sem leikarar fái svona hlutverk upp í hendurnar. Því hafi allir sem að verkinu komu vandað sig og hlúð að þessari fallegu og viðkvæmu sögu. „Það var ótrúlegt að fara með áhorfendum í gegnum hlátur og grátur í svona náinni frásögn. Mikill skóli. Mér fannst ég stækka bæði sem leikkona og manneskja við að vinna verkið. Þetta var líklega svona lykilhlutverk fyrir mig.“
Önnur sýning sem Sólveigu þykir óhemju vænt um er sýningin Lífið – stórkostlegt drullumall sem Leikhúsið 10 fingur setti upp. „Við Helga Arnalds, Charlotte Böving og Sveinn Ólafur bjuggum þá sýningu til frá grunni. Verkið segir stóra sögu fyrir börn og fullorðna en alveg án orða og efniviðurinn eða leikmyndin er mold þannig að við sköpum heilan heim úr mold á sviðinu,“ segir hún og játar að þetta hafi ekki verið auðvelt verk; að búa til sýningu úr engu, án allra orða og aðeins með mold til að leika með. Orkan sem listrænir stjórnendur settu í verkið hafi hins vegar skilað sér á fallegan hátt í það og til áhorfenda víðs vegar um heim og gaman að sjá hvernig mismunandi menningarheimar upplifðu söguna. „Í Kína þar sem við sýndum verkið síðasta sumar þóttum við til dæmis fara yfir strikið með því að setja moldina upp í okkur og slást og bítast um yfirráðasvæðið, um moldina, á meðan Möltubúar tengdu við heilagleikann og möguleg trúartákn í sýningunni. En eitt af því skemmtilega við verkið, sem stendur til að sýna í Þýskalandi, Kaíró og í Hollandi á næsta ári, er að það talar til allra aldurhópa og er mjög opið til túlkunar. Þetta er því hlutverk sem gaman er að heimsækja aftur og aftur.“
Af öðrum hlutverkum nefnir Sólveig Agnesi í ILLSKU, sem Óskabörn ógæfunnar settu upp og Vignir Rafn Valþórsson leikstýrði og Jórunni í íslenska barnaleikritinu Horn á höfði sem GRAL setti upp í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. „Svo er ég mjög þakklát fólkinu sem ég hef unnið með á ferlinum, meðal annars leikstjórunum sem hafa boðið mér vinnu því það er mikilvægt að vera treyst fyrir hlutverki til að æfa sig og verða betri í handverkinu,“ segir hún glöð.
Benjamín Nökkvi Björnsson greindist með hvítblæði níu vikna gamall. Hann sigraðist tvisvar á veikindum sínum og er sá einstaklingur sem hefur lifað lengst með meinið.
Tæpum tólf árum síðar laut hann í lægra haldi eftir að hafa þjást af sjaldgæfum lungnasjúkdómi. Móðir hans, Eygló Guðmundsdóttir segir Benjamín notið hafa góðra lífskjara enda lifði hann í algjörri núvitund. Hún varði nýverið doktorsritgerð sína sem fjallar um sálfélagsleg áhrif foreldra krabbameinsgreindra barna, samhliða því að skrifa bók um sögu þeirra mæðgina.
Sama dag og Benjamín dó átti hann innihaldsríkt samtal við móður sína. „Hann sagðist ekki eiga mikið eftir inni og spurði hvort ég yrði leið að heyra hann segja þetta. Ég játti því auðvitað en bætti við að hann mætti tala um allt við mig. Við héldumst svo í hendur og grétum.
Ég hafði séð hann draga sig sífellt meira inn í skel og á þessum tíma var hann alfarið hættur að mæta í skólann. Síðasta árið vildi hann lítið umgangast önnur börn og upplifði sig sífellt meira sem líkamlega vanmáttugan. Ég hélt á honum milli staða til að spara orkuna hans en þegar vinir hans voru fyrir utan í fótbolta og hann með súrefniskútinn hélt hann fast í virðingu sína og bað um að fá að ganga. Svo heilsaði hann en hélt aftur inn.”
„Hann fór rosalega langt á þrjóskunni og síðustu vikuna lifði hann á viljanum. Hann hafði ákveðið að halda Fífa-mót og fleira en þegar því lokið dó hann á einum degi.”
Bókin, sem bráðum kemur út byrjaði sem bloggfærsla en Eygló vantaði hvíld frá símaeyranu. „Sem móðir langveiks barns verður maður fljótt þreyttur í símaeyranu en samt þakklátur þeim sem vildu fylgjast með. Ég hætti að blogga en fann friðþægingu í skrifunum. Þau urðu óvart að bókarhandriti en tilgangur þess að birta skrifin er fræðsla, á hversdagsmáli. Hver sem er á að geta lesið og sett sína sýn í textann en á sama tíma upplýsa þá sem standa hinum megin við línuna.”
„Það segir til að mynda ekki sannleikann þegar foreldrar veikra barna svara að þau hafi það fínt. Þau vita að þau hafa fimmtán mínútur og verja þeim tíma skiljanlega frekar í að læknirinn fari yfir stöðu veika barnsins en sinnar eigin.”
„En þetta er saga okkar Benjamíns. Þrátt fyrir að við hefðum mætt allskonar viðmóti er þetta síður en svo einhver predikunarbók. Þeir sem þekkja vita að maður verður ofboðslega einn í svona ferli. Eitt af því sem ég á erfiðast með að heyra sem sálfræðingur er að það sem brjóti mann ekki styrki því í svona tilfellum er maður neyddur út í aðstæður. Ef ég mætti velja væri ég ekki pínd til að standa á brúninni til að njóta lífsins. Á sama tíma veit ég að fólk meinar vel og eflaust myndi Benjamín skamma mig fyrir að vera dónaleg því hann vildi bara vera blíður. Þetta er bókin hans og á sama tíma viðbrögð mín í geggjuðum aðstæðum.”
Viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir, nú þekkt undir nafninu Hera Hilmar, er búin að landa hlutverki í sjónvarpsþáttunum The Romanoffs sem frumsýndir verða á Amazon Prime í ár. Vefsíðan Deadline segir frá þessu.
The Romanoffs kemur úr smiðju Matthew Weiner, höfundar þáttanna Mad Men sem nutu gríðarlegra vinsælda og sópuðu til sín verðlauna. Hera leikur konuna Ondine, samkvæmt frétt Deadline, í þætti sem heitir The One That Holds Everything. Er Ondine lýst sem glæsilegri veru sem er fær um voðaverk.
The Romanoffs eru byggðir upp á mismunandi sögum af fólki sem telur sig vera afkomendur rússnesku konungsfjölskyldunnar. Meðal annarra leikara í seríunni eru Diane Lane, Aaron Eckhart, Isabelle Huppert, Marthe Keller, Christina Hendricks, John Slattery, Jack Huston og Amanda Peet.
Það er því nóg að gera hjá Heru og rís fræðgarsól hennar hátt, en hún er í aðalhlutverki í kvikmyndinni Mortal Engines sem frumsýnd verður í desember. Myndinni er beðið með mikillar eftirvæntingu en hún er byggð á bókaröð eftir Philip Reeve.
Það eru ófá pörin sem hafa fellt hugi saman á sjónvarpsskjánum. Hins vegar eru samböndin oft það stormasöm að það er furða að pörin hangi saman, og oft vantar uppá samskiptahæfileika þeirra.
Þetta er meðal þess sem nokkrir hjónabandsráðgjafar segja í nýrri grein á Huffington Post, þar sem farið er yfir þau sjónvarpspör sem hefðu ekki endað saman í raunveruleikanum.
Ross og Rachel í Friends
Þetta var sannarlega haltu mér-slepptu mér samband sem endaði með því að Ross og Rachel byrjuðu enn á ný saman í síðustu þáttaröðinni, eftir að hafa eignast barn saman. Danielle Forshee, félagsráðgjafi frá New Jersey, segir að þau hefðu eflaust dottið aftur í sitt gamla sambandsmynstur í framtíðinni.
„Sambandið var búið til á grunni sem var skemmdur eftir áralanga og vafasama hegðun. Þau voru bæði trúlofuð öðrum, þau áttu í samskiptaerfiðleikum með að tjá sig nákvæmlega um hvernig þeim leið með hvert annað og síðan giftu þau sig skyndilega í Las Vegas þegar þau voru blindfull,“ segir hún. Danielle Kepler, sambandsráðgjafi frá Chicago, er sammála því að samskipti Ross og Rachel hafi verið afleit.
„Þau gerðu það sem flestir gera þegar þeir eiga erfitt: spyrja vini sína ráða eða kvarta í staðinn fyrir að tala við hvort annað.“
Carrie og Mr. Big úr Sex and the City
Það eru ekki allir sammála um hvort það hafi verið gott og rétt að Carrie hafi loksins endað með Mr. Big, enda var hann búinn að halda henni heitri í fjölmörg ár. Carly Haeck, sambandsráðgjafi í Seattle, segir að þeirra leið til að glíma við tilfinningar myndi eflaust slíta þeim í sundur í framtíðinni.
Hún segir að manneskjur eins og Big, sem á erfitt með að binda sig annarri manneskju, kunni að þrá ást en eigi erfitt með nánd. Þá segir hún að Carrie þurfi sífellda staðfestingu á sambandi þeirra.
„Í gegnum þeirra samband hefur Big fjarlægt sig frá Carrie, kannski til að bjarga sér frá því að vera berskjaldaður eftir að hafa verið særður í hjónabandi sínu,“ segir Carly og heldur áfram.
„Því meira sem hann dregur sig í hlé, því óöruggari verður Carrie í sambandinu, sem veldur því að hún er bæði mjög óþreyjufull í leit sinni að sambandi og gengur meira á eftir honum og fjarlægir sig stundum frá honum til að hann særi hana ekki.“
Carly segir að þessi hegðun fari í hringi og gæti orðið til þess að Big yrði enn fjarlægari, sem myndi þýða endalok sambandsins.
„Þau þyrftu að átta sig á þessari hringrás og hvað veldur henni til að láta sambandið ganga og tala saman til að finnast þau örugg í sambandinu.“
Chuck og Wendy Rhoades í Billions
Linda Schlapfer, hjónabands- og fjölskylduráðgjafi í Connecticut, segir að ágreiningur á milli þessara tveggja myndi strax koma í ljós þar sem Chuck er lögfræðingur að rannsaka Axe Capital þar sem Wendy vinnur sem geðlæknir.
„Það er ómögulegt að halda með erkióvinum þegar annar er yfirmaður þinn og hinn eiginmaður þinn,“ segir Linda. Hún bætir við að bæði Chuck og Wendy hafi stigið yfir óafsakanlegar línur í hjónabandinu.
„Hann braust inn í tölvuna hennar og það er alveg bannað. Og hún fær svakalegar gjafir frá Axe og eyðir miklum tíma með yfirmanni sínum eftir vinnu. Það myndi láta hvaða eiginmanni sem er líða óþægilega.“
Tony og Carmela Soprano í The Sopranos
Carmela var rödd skynseminnar í mafíuþáttunum og þó hún hafi skilið við mafíósann í seríu fjögur náðu þau aftur saman. Danielle Forshee á erfitt með að trúa að þetta hjónaband hefði gengið í raunveruleikanum, þar sem Tony var ekki bara glæpamaður heldur steig oft yfir línuna.
„Ef eiginmaður sýnir mynstur þar sem hann heldur framhjá eða leitar utan sambandsins að tilfinningalegri, andlegri eða líkamlegri fróun þá er ólíklegt að kona í raunveruleikanum myndi heðga sér eins og Carmela gerir. Hún setur þarfir Tonys í fyrsta sæti, heldur heimilinu óaðfinnanlegu og eldar uppáhaldsmáltíðirnar hans. Það er bara óraunverulegt.“
Útvarpsstöðin K100 birtir mynd á Facebook-síðu sinni af súkkulaðiköku með mynd af knattspyrnukappanum Rúrik Gíslasyni. Á myndinni er Rúrik ber að ofan en við myndina hafa forsvarsmenn K100 skrifað:
„Nú getur þú nartað í Rúrik.“
Rúrik hefur notið gríðarlegra vinsælda á Instagram eftir að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst, en þessi brandari K100 fer misvel í fólk.
„Ef þetta væri Kona ….hvað væri sagt þá ? Hann er stórglæsilegur , en mér finnst þetta orðið áreitni á drenginn. Er #metoo búið ?“ skrifar einn notandi og ýmsir aðrir taka í sama streng.
„Í alvöru talað? Hann er manneskja, ekki æti. Hlutgerving á fólki er löngu orðin úrelt,“ skrifar einn notandi við myndina og annar bætir við:
„Bara sorry …. En af hverju er þetta í lagi, en það yrði allt kolvitlaust ef það væri hálfnakin kona á kökunni.. Kallast þetta ekki bara áreitni?? svona miðað við fréttir og annað af kynferðislegri eða kynbundinni áreitni á konur, þá gildir það sama um karlmenn! sorry.. er farin í sólbað…“
Einhverjum sem skrifa athugasemdir við mynd K100 finnst hins vegar ekkert athugavert við myndina. Einn notandi vonar hins vegar að útvarpsstöðin hafi fengið leyfi fyrir myndanotkuninni:
„Hvað er að ykkur , þið eruð öll á hunk of meat einsvo restinn , flottur drengur myndi ekki leggja mér hann til munns en mun kvetja hann áfram af öllum salarkröftum á eftir ? vonandi feingu þið leyfi fyrir þessari skreytingu.“ Annar notandi sér eftir því að hafa ekki pantað slíka köku fyrir stórleikinn gegn Króatíu á eftir.
„Ó my, ég hefði átt að bjóða upp á svona í tilefni dagsins.“
Hér fyrir neðan má sjá myndina umdeildu sem hefur, þegar þetta er skrifað, verið deilt rúmlega þrjátíu sinnum:
Nefnd um eftirlit með lögreglu tók mál Halldóru Baldursdóttur fyrir á mánudaginn, 25. júní, en Halldóra sendi nefndinni erindi þar sem hún gagnrýndi rannsókn á máli dóttur sinnar, Helgu Elínar. Mannlíf hefur fjallað ítarlega um mál Halldóru og Helgu Elínar, en Helga Elín kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot þegar hún var barn. Móðir hennar gagnrýndi rannsókn málsins harðlega í viðtali við Mannlíf.
Þegar að Helga steig fram og sagði frá meintu broti höfðu tvær aðrar stúlkur kært lögreglumanninn fyrir kynferðisbrot; fyrrnefnd stjúpdóttir hans, Kiana Sif Limehouse, og Lovísa Sól. Halldóra hefur mikið út á rannsókn málsins að setja og í vetur skrifaði hún bréf til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún óskaði eftir því að málsmeðferðin yrði skoðuð og gripið til viðeigandi ráðstafana. Gagnrýndi hún meðal annars að málin hefðu ekki verið rannsökuð saman, að lögreglumanninum hefði ekki verið vikið úr starfi á meðan á rannsókn stóð og að ummæli sakborningsins hefði ekki verið borin undir Helgu Elínu.
Erindi um óvandaða lögreglurannsókn vísað frá
Í niðurstöðum nefndarinnar, sem bárust Halldóru og fjölskyldu hennar á mánudag eins og áður segir, er erindi hennar sem snýr beint að óvandaðri lögreglurannsókn vísað frá. Halldóra gerði einnig athugasemdir við að lögreglumaðurinn hafi haft útkallsskyldu í hverfi fjölskyldunnar og að þar með hafi Helga verið sett í óásættanlega stöðu. Nefndin telur þá ábendingu mikilvæga, eins og kemur fram í niðurstöðum hennar, og hefur ákveðið að taka til athugunar verklag og verkferla er varða ákvarðanir innan lögreglunnar um störf og starfsskyldur þeirra starfsmanna lögreglunnar sem sakaðir eru um refsiverð brot. Hins vegar hafa slíkar ábendingar þegar komið fram til dómsmálaráðuneytis, til að mynda árið 2016 þegar samráðshópur sendi tillögur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins til ráðuneytisins. Þar stendur orðrétt:
„Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu, þar með talið á fyrstu stigum máls og við framhaldsrannsókn. Meðal annars verði tekið mið af leiðbeiningum um rannsókn nauðgunarmála sem fram koma í skýrslu starfshóps ríkissaksóknara um meðferð nauðgunarmála hjá lögreglu og ákæruvaldi (2007). Þannig verði hægt að tryggja betur gæði rannsóknar frá því rannsókn hefst uns henni lýkur. Með gátlistum og verkferlum verði meðal annars leitast við að tryggja að skýrslutökur uppfylli gerðar kröfur. T.d að bera skuli framburð sakbornings undir brotaþola að jafnaði. Þannig skipti ekki höfuðmáli hvaða lögreglumaður taki fyrstu skýrslu eða komi að rannsókn máls í upphafi. Með samræmdum gátlista verði leitast við að girða fyrir mistök við rannsókn og tryggja öflun sönnunargagna. Að auki þarf að samræma verkferla á milli lögregluembætta, meðal annars til að tryggja samræmi í öflun og greiningu beinna og óbeinna sönnunargagna, t.d. tölvu- og símagagna.“
Niðurstaða nefndarinnar er fjölskyldunni mikil vonbrigði.
„Það voru okkur, fjölskyldu Helgu Elínar, mikil vonbrigði að lesa ákvörðun nefndarinnar um að vísa frá þeim hluta erindis okkar sem snýr beint að óvandaðri rannsókn lögreglu. Veigamiklum athugasemdum um að rannsóknarheimildir lögreglu hafi ekki verið nýttar, tilteknar kærur hafi ekki verið rannsakaðar saman og að ummæli sakbornings hafi ekki verið borin undir brotaþola er vísað frá á grunni þess að athugasemdirnar lúti að rannsókn máls og það sé ekki hlutverk nefndarinnar að endurskoða rannsókn mála hjá lögreglu. Þeim lið kvörtunar minnar er lýtur að grundvelli niðurfellingar málsins (ósannreynt tímavinnuskjal, framburður minnislausra vitna o.fl.) hjá ríkissaksóknara er vísað frá á grunni þess að nefndin hafi heldur ekki það hlutverk að endurskoða ákvörðun handhafa ákæruvalds um hvort ákæra er gefin út í einstaka málum,“ stendur meðal annars í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi Mannlífi fyrir stundu.
Skora á dómsmálaráðherra
Í yfirlýsingunni skorar fjölskyldan einnig á dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, að beita sér fyrir því að lögum sé fylgt þegar kemur að málum þar sem embættismaður er sakfelldur um brot í starfi eða kærður fyrir alvarleg brot, líkt og kynferðisbrot.
„Við fjölskylda Helgu Elínar, viljum skora á dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, sem er yfirmaður lögreglumála í landinu, að beita sér fyrir því að innan lögreglunnar starfi eingöngu þeir sem uppfylli skilyrði lögreglulaga nr. 90/1996 en í lið 28a. gr. laganna um hæfi segir að: „Engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta“.
Við teljum að viðkomandi lögreglumaður sem varð uppvís að því að segja ósatt í dómsmáli gegn honum árið 2005 og hafi eftir það verið kærður í þrígang fyrir kynferðisbrot gegn börnum geti ekki uppfyllt þessi skilyrði lögreglulaganna. Lögreglumaðurinn nýtur einfaldlega ekki traust og virðingar í samfélaginu.“
„Við krefjumst breytinga“
Nefnd um eftirlit með lögreglu fer ekki með ákæruvald, en fjölskylda Helgu skorar á Sigríði Á. Andersen að bæta úr því.
„Ef nefndina skortir lagaheimildir til að geta beitt sér af fullri í hörku málum er varða öryggi almennings gagnvart lögreglu og eftirliti með lögreglu, þá skorum við á dómsmálaráðherra að bæta úr því,“ stendur í yfirlýsingunni. Jafnframt krefst fjölskyldan breytinga er varðar meðferð kynferðisbrotamála innan réttarkerfisins.
„Við viljum að tími afskiptaleysis, áhugaleysis, samtryggingar og þöggunar í meðferð kynferðisbrotamála sé liðinn. Við krefjumst viðurkenningar á þeim mistökum sem gerð voru við rannsókn kynferðisbrotamálanna sem viðkomandi lögreglumaður var kærður fyrir. Við krefjumst breytinga.“
Í reglum um Nefnd um eftirlit með lögreglu kemur fram að nefndin skuli hraða meðferð máls eftir því sem kostur er og að jafnaði ljúka meðferð þess innan mánaðar frá móttöku tilkynningar. Samkvæmt skriflegum svörum frá Drífu Kristínu Sigurðardóttur, lögfræðingi hjá nefndinni, til Mannlífs hafa á árinu 2018 að meðaltali liðið 67 dagar frá því að nefndin hefur tekið á móti erindi og þar til hún hefur lagt mat á það og komið því til meðferðar réttum stað.
Halldóra Baldursdóttir, móðir Helgu Elínar, sendi erindi til nefndarinnar þann 14. febrúar síðastliðinn. Málsnúmer barst henni þann 6. apríl. Halldóra fékk niðurstöðu nefndarinnar í gær, mánudaginn 25. júní. Það liðu því fjórir og hálfur mánuður síðan hún sendi erindið. Aðspurð um þann langa tíma sem Halldóra og dóttir hennar hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu segir Drífa ekki geta tjáð sig við fjölmiðla um einstaka mál.
Lesa má niðurstöðu nefndarinnar með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:
Yfirlýsingu Halldóru Baldursdóttur og fjölskyldu hennar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
Mosfellsbæ 26.06.2018 Yfirlýsing vegna ákvörðunar NEL og áskorun til dómsmálaráðherra
Í gær barst okkur ákvörðun NEL, nefndar um eftirlit með lögreglu vegna kvörtunar okkar frá 14. febrúar 2018. Í erindinu var óskað eftir að nefndin tæki til skoðunar málsmeðferð kynferðisbrotakæru á hendur starfandi lögreglumanni og farið fram á úrbætur.
Það voru okkur, fjölskyldu Helgu Elínar, mikil vonbrigði að lesa ákvörðun nefndarinnar um að vísa frá þeim hluta erindis okkar sem snýr beint að óvandaðri rannsókn lögreglu. Veigamiklum athugasemdum um að rannsóknarheimildir lögreglu hafi ekki verið nýttar, tilteknar kærur hafi ekki verið rannsakaðar saman og að ummæli sakbornings hafi ekki verið borin undir brotaþola er vísað frá á grunni þess að athugasemdirnar lúti að rannsókn máls og það sé ekki hlutverk nefndarinnar að endurskoða rannsókn mála hjá lögreglu. Þeim lið kvörtunar minnar er lýtur að grundvelli niðurfellingar málsins (ósannreynt tímavinnuskjal, framburður minnislausra vitna o.fl.) hjá ríkissaksóknara er vísað frá á grunni þess að nefndin hafi heldur ekki það hlutverk að endurskoða ákvörðun handhafa ákæruvalds um hvort ákæra er gefin út í einstaka málum.
Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur heldur ekki afstöðu til athugasemda um að sakborningur hafi farið með á rannsóknarvettvang, þar sem brotið átti sér stað og að vitnaskýrslur hafi verið teknar á vinnustað vinar sakbornings. Þessum athugasemdum vísar nefndin til Lögreglustjórans á Vesturlandi til meðferðar. Vísað er til þess að viðkomandi kvörtun á starfsaðferðum lögreglu heyri undir viðkomandi lögreglustjóra en ekki nefndina. Fram sé komin fullnægjandi kvörtun í skilningi lögreglulaga sem lögreglustjóra ber að taka afstöðu til í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í þessu samhengi er vert að benda á að lögreglumaðurinn sem um ræðir starfar í dag undir yfirstjórn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Í erindinu gerðum við m.a. athugasemdir við það að lögreglumaðurinn sem við kærðum hafi ekki verið leystur undan vinnuskyldu á meðan rannsókn málsins fór fram og hafi haft útkallsskyldu í okkar hverfi og þar með hafi Helga Elín, sem þá var barn að aldri verið sett í þá stöðu að geta ekki með nokkru móti kallað eftir aðstoð lögreglu ef á þyrfti að halda. Nefndin telur þessa ábendingu mikilvæga, og hefur ákveðið að taka til athugunar verklag og verkferla er varða ákvarðanir innan lögreglunnar um störf og starfsskyldur þeirra starfsmanna lögreglunnar sem sakaðir eru um refsiverð afbrot. Jafnframt hefur nefndin ákveðið að samhliða verði kallað eftir nánari upplýsingum og gögnum um ákvarðanir að þessu leyti sem teknar voru við meðferð þessa máls. Það er okkar mat að þessi staða megi aldrei koma upp aftur, að barn verði aldrei sett í þessa óviðunandi stöðu sem Helga Elín var sett í.
Við fjölskylda Helgu Elínar, viljum skora á dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, sem er yfirmaður lögreglumála í landinu, að beita sér fyrir því að innan lögreglunnar starfi eingöngu þeir sem uppfylli skilyrði lögreglulaga nr. 90/1996 en í lið 28a. gr. laganna um hæfi segir að: „Engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta„.
Við teljum að viðkomandi lögreglumaður sem varð uppvís að því að segja ósatt í dómsmáli gegn honum árið 2005 og hafi eftir það verið kærður í þrígang fyrir kynferðisbrot gegn börnum geti ekki uppfyllt þessi skilyrði lögreglulaganna. Lögreglumaðurinn nýtur einfaldlega ekki traust og virðingar í samfélaginu.
Einnig krefjumst við afstöðu dómsmálaráðherra sem yfirvalds lögreglumála til þeirra athugasemda sem fram hafa komið um óvandaða rannsókn lögreglu sem nefnd um eftirlit með lögreglu vísar frá en vísar ekki til úrlausnar. Við væntum þess að dómsmálaráðherra beiti sér fyrir því samhliða nefnd um eftirlit með lögreglu að lögreglustjórar þeirra embætta sem málið varðar sannarlega í þessu tilviki, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórinn á Vesturlandi ræki þá skyldu sína að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að leysa viðkomandi starfsmann lögreglu frá embætti eða hvort gera þurfi breytingu á vinnuskyldum eða verkefnum viðkomandi starfsmanns lögreglu í samræmi við upp komin kynferðisbrotamál þar sem sakborningur er starfsmaður lögreglu. Við treystum því einnig að hið sama gildi í öðrum málum eftir atvikum þar sem grunur vaknar um refsiverð afbrot þar sem sakborningur er starfsmaður lögreglu.
Ef nefndina skortir lagaheimildir til að geta beitt sér af fullri í hörku málum er varða öryggi almennings gagnvart lögreglu og eftirliti með lögreglu, þá skorum við á dómsmálaráðherra að bæta úr því.
Við viljum að tími afskiptaleysis, áhugaleysis, samtryggingar og þöggunar í meðferð kynferðisbrotamála sé liðinn. Við krefjumst viðurkenningar á þeim mistökum sem gerð voru við rannsókn kynferðisbrotamálanna sem viðkomandi lögreglumaður var kærður fyrir. Við krefjumst breytinga.
Konurnar þrjá sem hafa sakað lögreglumann um kynferðisbrot, þær Helga Elín, Kiana Sif og Lovísa Sól, stíga fram í DV í dag og fjallað er um mál þeirra, sem Mannlíf hefur fjallað ítarlega um síðustu vikur.
Í DV í dag er lögreglumaðurinn sem stúlkurnar sökuðu um kynferðisbrot nafngreindur.
„Kiana Sif og Helga Elín hafa stigið fram á forsíðu Mannlífs, hvor í sínu lagi með viku millibili, og lýst meintum kynferðisbrotum fyrrverandi stjúpföður Kiönu Sifjar, Aðalbergs Sveinssonar, lögreglumanns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í forsíðufrétt DV um málið.
Í blaðinu er farið ítarlega yfir málið, en eins og Mannlíf hefur sagt frá bauð Kiana Sif Helgu Elínu í sumarbústaðaferð árið 2007, sem þá voru tíu ára gamlar. Í viðtali við Mannlíf sagði móðir Helgu Elínar, Halldóra Baldursdóttir, að hegðun dóttur sinnar hefði breyst í kjölfar ferðarinnar. Það var svo nokkrum árum síðar að Helga Elín sagði frá og sakaði stjúpföður Kiönu Sifjar um kynferðisbrot. Brotið var kært en málið látið niður falla.
Nokkrum árum áður, árið 2009, hafði Kiana Sif sakað stjúpföður sinn um kynferðisbrot og þriðja stúlkan, Lovísa Sól, sem var með þeim tveimur fyrrnefndu í bekk, kærði stjúpföður Kiönu Sifjar árið 2013.
Eins og hefur komið fram í Mannlífi voru vinur lögreglumannsins, sem er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera, og eiginkona hans með í umræddu sumarbústaðarferðinni. Að sögn Halldóru Baldursdóttur, móður Helgu Elínar, tók skýrslutaka yfir vinahjónunum aðeins örfáar mínútur og fór fram á skrifstofu embættismannsins. Þau hjónin og eiginkona sakbornings báru fyrir sig minnisleysi vegna áfengisdrykkju og niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeirra vitnisburði. Við rannsókn málsins kom fram að klámefni hafði verið haft fyrir börnunum í umræddri sumarbústaðaferð. Umrædd vinahjón voru aldrei spurð út í klámmyndaáhorfið og tölva sakbornings var ekki skoðuð. Þegar lögregla skoðaði sumarbústaðinn fór hinn meinti kynferðisafbrotamaður með á vettvang.
Vinur lögreglumannsins, háttsetti embættismaðurinn, er einnig nafngreindur í umfjöllun DV:
„Helga Elín, sem þá var 10 ára gömul, fékk að slást í för með Kiönu vinkonu sinni, Jóhönnu móður hennar og stjúpföðurnum Aðalbergi. Með í för var annað par ásamt dætrum sínum, Páll Winkel fangelsismálastjóri og fyrrverandi kona hans,“ segir í forsíðufrétt DV.
Kiana Sif Limehouse var barn þegar brotið var ítrekað á henni kynferðislega, að hennar sögn. Meintur gerandi var þáverandi stjúpfaðir hennar, sá hinn sami og Helga Elín sagði í 12. tölublaði Mannlífs hafa misnotað sig kynferðislega í sumarbústað þegar hún var tíu ára gömul. Kiönu blöskrar að maðurinn, sem er lögreglumaður, fái enn að starfa, en hún er ein þriggja stúlkna sem hafa sakað manninn um kynferðisbrot. Í kjölfar erfiðrar æsku leiddist Kiana út í fíkniefnaneyslu og var farin að reykja kannabis daglega aðeins þrettán ára. Hún hefur verið edrú í þrjú ár og þarf að vinna í því á hverjum degi að elska sjálfa sig á ný.
„Ímynda ég mér stundum hvernig lífið hefði verið öðruvísi ef þetta hefði ekki gerst? Já, algjörlega. En maður lifir bara með því sem hendir mann. Föðurættin mín er mjög trúuð og hefur föðuramma mín talað um að Guð sendi einungis það til manns sem maður getur tekist á við. Ég er ekki eins trúuð og hún og get því miður ekki fundið neina réttlætingu á því sem gerðist,“ segir Kiana.
Hún verður 21 árs í nóvember, er að læra að verða félagsliði og vinnur á elliheimili. Í fyrstu virðist sem henni finnist auðvelt, ef svo má segja, að tala um fortíð sína. Hún er opin og einlæg og segir frá barnæsku sinni eins og hún sjái hana ljóslifandi fyrir sér. Kiana á bandarískan föður og íslenska móður sem skildu þegar hún var þriggja ára gömul. Þá byrjaði móðir hennar að vera með manni sem Kiana segir að hafi brotið á sér kynferðislega.
„Ég man enn í hvernig buxum hann var þetta skiptið“
„Ég fann alltaf fyrir því að ég var ekki tekin í sátt. Ég man að hann átti erfitt með að stjórna skapi sínu og ég var skömmuð fyrir minnstu hluti. Mín upplifun sem krakki var að ég væri bara fyrir,“ segir Kiana. Hún segir að þegar hún hafi nálgast kynþroskaaldurinn hafi áhugi mannsins á sér aukist.
„Ég svaf alltaf uppi í rúmi hjá mömmu þegar hann var að vinna. Þegar hann færði mig á milli rúma man ég eftir að hann byrjaði að þukla brjóstin á mér. Ég var vakandi en lét sem ég svæfi. Ég vissi að þetta var ekki rétt en ég sagði ekki neitt. Ég var lítil og hafði ekki vit á því að þetta væri óeðlilegt. Síðan fór þetta að vinda upp á sig. Hann bauð mér að smakka áfengi og einhverju síðar man ég eftir honum standandi í dyrunum á herberginu mínu þegar ég var sofandi. Þá hafði hann verið að drekka og þuklaði á sjálfum sér. Eitt kvöldið tók hann það skref að koma inn í herbergið mitt og snerta mig. Hann setti puttana inn í píkuna á mér og hélt mér þannig að ég myndi ekki snúa mér við. Þegar ég bað hann um að hætta sagði hann að þetta væri bara leyndarmálið okkar. Ég man enn í hvernig buxum hann var þetta skiptið. Ég man enn hvernig rakspírinn hans lyktaði,“ segir Kiana og augun fyllast af tárum. Konan sem ætlaði að rekja þessa sögu án þess að láta bilbug á sér finna getur ekki haldið aftur af tárunum, enda enn að glíma við afleiðingar ofbeldis og á eflaust eftir að takast á við þær alla ævi.
„Mér þótti virkilega vænt um hann. Hann var fyrirmyndin mín. Það særði mig svo ofboðslega mikið að manneskja sem mér þótti svo vænt um skyldi bregðast mér. Að horfa á einhvern sem föðurímynd í lengri tíma og svo að þessi manneskja brjóti svona rosalega á þér. Það var bara sálarmorð. Ég hugsaði bara: Gerði ég eitthvað rangt? Gaf ég of mikið af mér? Var ég of sexí? En ég var bara krakki. Ég var bara ég og ég gerði ekkert rangt,“ segir Kiana.
Sér eftir að hafa ekki gargað á hjálp
Mæðgurnar Helga Elín og Halldóra Baldursdóttir sögðu, eins og fyrr segir, sögu sína í 12. tölublaði Mannlífs. Þær sögðu frá meintri misnotkun á Helgu Elínu sem átti sér stað í sumarbústaðarferð, að þeirra sögn. Sumarbústaðarferð sem Kiana, ein af hennar bestu vinkonum, hafði boðið henni í.
„Ég sat aftur í og stjúpfaðir minn keyrði. Ég var mjög spennt að fá vinkonu mína með upp í sumarbústað og það var ofboðslega gaman hjá okkur. Við lékum okkur mikið og fórum í nornaleik. Við fífluðumst við einhverja mýri og ég festi mig í henni. Það var alveg ógeðslega gaman hjá okkur,“ segir Kiana og brosir áður en hún verður þungt hugsi.
„Síðan kom vinafólk mömmu og stjúppabba míns. Þau voru með dætur sínar með sér og við Helga vorum voðalega duglegar í mömmuleik og svæfðum dæturnar og litla bróður minn. Síðan byrjaði fullorðna fólkið að drekka en vinahjónin komu með tvo fulla poka með sér af einhvers konar klámefni. Við vorum náttúrlega krakkar og forvitnir um hvað væri í pokunum en þá fengum við að vita að þetta væri ekki fyrir krakka. Við Helga sváfum á uppblásinni dýnu við hliðina á sófanum og þegar stjúpi minn og vinur hans héldu að við værum sofnaðar byrjuðu þeir að tala um kynlíf. Það næsta sem ég man er að seinna um nóttina kom stjúpi minn fram og allt í einu greip Helga í hendina á mér og bað mig um að hjálpa sér. Ég stirðnaði. Ég vissi nákvæmlega hvað var að gerast en ég gerði ekki neitt. Eins ógeðslegt og það hljómar þá var ég fegin að þetta væri ekki ég en í dag vildi ég að þetta hefði verið ég, í staðinn fyrir að þetta kæmi fyrir einhvern annan. Daginn eftir vildi Helga fá að hringja í mömmu sína en hún fékk það ekki. Restin af ferðinni er bara í móðu,“ segir Kiana. Í kjölfarið flosnaði upp úr vinskapnum.
„Hún forðaðist mig og ég vissi alveg af hverju, en á sama tíma vissi ég það ekki. Ég skildi ekki af hverju hún vildi ekki tala við mig. Ég gerði ekki neitt,“ bætir Kiana við. Í dag eru þær Helga kunningjakonur og finna styrk hvor í annarri.
„Við erum sterkari saman og við skiljum hvor aðra,“ segir Kiana. Hún er þakklát þeim mæðgum fyrir að hafa stigið fram í viðtali við Mannlíf og deilt sinni reynslu. „Mér fannst magnað að lesa viðtalið við þær. Þær hafa sína hlið og ég hef mína. Þær gefa mér mikinn drifkraft. Mér þykir ofboðslega vænt um þær báðar,“ segir Kiana. En var erfitt að lesa viðtalið?
„Nei, ekki beint erfitt. En það fékk mig til að hugsa til baka og ég gerði mér grein fyrir hvað þetta var slæmt. Ég lokaði á þetta í svo langan tíma. Mér fannst ég bera ábyrgð á að þetta hefði komið fyrir hana svo lengi og því fylgdi mikil skömm. Mér fannst eins og ég hefði valdið henni vonbrigðum og að ég hefði ekki verið sönn vinkona. Í dag veit ég að þetta var ekki mér að kenna. Langt frá því. Hefði ég getað gargað og öskrað á hjálp? Já, en ég gerði það ekki. Það er ein mín stærsta eftirsjá í lífinu.“
Upplifði höfnun frá móður sinni
Eins og kom fram í Mannlífi sagði Helga ekki frá þessu meinta ofbeldi fyrr en þann 5. október árið 2011. Hún trúði vinkonu sinni í skólanum fyrir þessari reynslu og í kjölfarið var móðir hennar kölluð í skólann. Halldóra, móðir Helgu, sagði í viðtalinu að breytt hegðunarmynstur dóttur hennar hefði skýrst við þessa uppljóstrun, en hegðun Kiönu tók einnig miklum breytingum eftir að meint brot hófust.
„Ég var hætt að hafa áhuga á skólanum. Ég byrjaði að stelast í sígarettur. Ég hafði enga trú á mér og mig langaði ekki til að lifa. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að tækla vandamálin og þorði ekki að segja neitt því ég var hrædd við viðbrögð fólksins í kringum mig. Ég hélt að enginn gæti elskað mig. Mér fannst eins og ég væri skemmd. Eftir fyrsta skiptið fór ég algjörlega inn í skel. Ég fór að vera lengur úti á kvöldin og var slétt sama um allt og alla. Ég fór að stela rosalega mikið og finna flóttaleið til að þurfa ekki að hugsa um þetta. Ég fór að fikta við áfengi og kom mér í alls konar vandræði. Ég taldi mér trú um að ég væri bara geðveik og var farin að finna fyrir miklum skapsveiflum. Ég réð ekki við tilfinningar mínar og ofsareiði braust út,“ segir Kiana. Hún sagði loks frá ofbeldinu þegar hún var ellefu ára.
„Kvöldið áður en ég sagði frá misnotaði hann mig í seinasta skiptið,“ segir hún og klökknar. „Daginn eftir mætti ég í skólann og ég man bara að ég sturlaðist. Það var eins og hefði verið kveikt á rofa í hausnum á mér. Ég kastaði borðum og stólum og síðan brotnaði ég niður. Kennarinn minn skildi ekki hvað var í gangi og bauð mér að tala við skólahjúkrunarfræðinginn, sem ég þáði. Ég gekk inn til hennar og vissi ekki hvort ég ætti að segja henni sannleikann eða ekki. Síðan rann það upp fyrir mér að ég var alltaf að finna afsakanir til að hitta hana. Mér var illt á ýmsum stöðum því ég var að reyna að finna einhvern annan stað fyrir verkinn innra með mér. Þarna sagði ég henni að stjúppabbi minn hefði snert mig á stöðum sem hann ætti ekki að vera að snerta mig á. Hún benti á ýmsa staði á líkamanum og ég sagði já við þeim stöðum sem hún benti á. Síðan gaf hún í skyn að hún þyrfti að láta vita af þessu. Þá var eins og þúsund kílóum væri lyft af öxlum mínum og ég gat loksins andað. Þetta væri búið.“
Í kjölfarið var móðir hennar kölluð á fund í skólanum.
„Ég fór til hennar og horfði á hana. Hún horfði á mig eins og ég hefði brugðist henni. Ég fékk þvílíka höfnunartilfinningu. Það var hringt í ömmu mína og hún kom og náði í mig. Ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Hún er demanturinn minn og mér þykir svo vænt um hana. Ég fór til hennar og móðursystir mín bjó hjá henni á þessum tíma. Heima hjá ömmu brotnaði ég algjörlega niður. Ég fékk taugaáfall ellefu ára. Ég náði ekki að sofa og starði bara út í loftið. Þær sögðust ætla að standa með mér í gegnum þetta allt og að þær elskuðu mig. Að þetta breytti ekki þeirra áliti á mér og að þetta væri ekki mér að kenna. Þær brugðust hárrétt við og ég fékk alla þá ást sem ég átti að fá og þurfti á að halda. Á þessum tímapunkti gerði ég mér ekki grein fyrir því að þetta væri bara rétt að byrja,“ segir Kiana og heldur áfram.
„Ég bjóst við því að ég þyrfti að tala við lögguna, hann yrði handtekinn og fengi það sem hann ætti skilið. Það sem gerðist var að ég fór í nokkur viðtöl í Barnahúsi og var ekki einu sinni send í læknisskoðun, þó að það væri bara einn dagur frá meintri misnotkun,“ segir hún. Hún lifði í þeirri von að móðir hennar myndi loks horfast í augu við sögu hennar og trúa henni.
„Það skipti ekki máli hvað var sagt við hana, hún trúði mér ekki. Ég fékk það beint í andlitið að mamma elskaði mig ekki og að hún afneitaði mér. Hún ætlaði bara að vera með honum. Þarna myndaðist tómarúm innra með mér. Ég sem stelpa á leið inn í unglingsárin fann í fyrsta sinn fyrir virkilegu hatri og reiði í garð manneskju sem átti bara að elska mig. Sem átti bara að vera til staðar fyrir mig. Og hún var það ekki. Það bókstaflega drap mig að innan.“
Flúði í heim eiturlyfja
Kiana hætti að vilja fara í viðtöl í Barnahúsi og valdi frekar hugarbreytandi efni til að flýja raunveruleikann. Þrettán ára var hún byrjuð að reykja kannabis á hverjum degi og fjórtán ára héldu örvandi efni henni gangandi.
„Þetta var rosalega góður flótti og ég væri að ljúga ef ég segði að mér hefði ekki fundist þetta skemmtilegt. Ég var mjög dugleg þegar kom að fíkniefnum og með mikinn metnað fyrir neyslunni,“ segir Kiana og bætir við að hún hafi snúið mönnum um fingur sér til að hafa efni á fíkninni.
„Það er auðvelt ef maður er ung og falleg stelpa. Þá þarf maður bara að gefa mönnum undir fótinn og ég var mjög dugleg að því þegar kom að fíkniefnum. En ég gerði ekki meira, ekkert kynferðislegt með þeim. Ég notfærði mér fólk og menn þegar ég var í neyslu. Ég hataði sjálfa mig. Sjálfseyðingarhvötin var á milljón og sjálfsálitið ekkert. Ef ég elskaði mig ekki, hver ætti þá eftir að gera það? Ég sóttist eftir ást á öllum röngu stöðunum. Ég fór að vera með eldri strákum, sérstaklega þeim sem gátu skaffað fyrir neyslunni. Strákum sem ég notaði til að gera hluti fyrir mig,“ segir Kiana. Eins og áður segir sagði Helga vinkona hennar frá meinta ofbeldinu þann 5. október, en Kiana sneri lífinu við og hætti í neyslu þann 5. október fyrir þremur árum. Einskær tilviljun, en mikilvægur dagur í lífi þeirra beggja.
„Það var annaðhvort að duga eða drepast. Fíkniefnin voru ástin í lífi mínu. Þau voru það eina sem elskaði mig, að ég hélt, en þau voru farin að bregðast mér. Mig langaði ekki að nota þau lengur. Ég hafði brotið svo mörg prinsipp og leið ömurlega. Ég var búin að steikja í mér hausinn. Vorið 2015 var ég tekin fyrir að reyna að koma fíkniefnum til Vestmannaeyja. Eftir það var ég edrú í heila fjóra mánuði að leita mér að annarri fíkn. Ég leitaði að staðfestingu frá hinu kyninu en ég höndlaði ekki sjálfa mig og fór aftur í sama farið og byrjaði að nota aftur. Þetta var orðið mjög sorglegt í endann. Seinasta djammið mitt var þannig að ég fór í bíó. Ég fór á Sicario sem fjallar um fíkniefnahring. Ég var svo biluð að ég hélt að allir í salnum væru í löggunni. Ég fór í meðferð morguninn eftir, fyrst til að friða alla í kringum mig en ekki fyrir sjálfa mig. Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið. Inni á Vogi byrjaði ég að finna fyrir tilfinningum. Ég var svo hrædd því allt kom upp aftur og ég þurfti að díla við hlutina. Ég fékk taugaáfall inni á Vogi. Kjálkinn á mér festist og ég var í svo miklum fráhvörfum að ég slefaði. Mér leið eins og ég væri að kafna og að tungan í mér væri að leka niður í háls. Ég var svo ofboðslega hrædd og búin á því. Þá kom reiðin upp aftur og ég réð ekkert við hana. Ég var svo rosalega reið.“
„Ég trúði því að réttlætið myndi sigra“
Við hoppum aftur nokkur ár aftur í tímann þegar Helga ákvað að stíga fram og segja frá meintu kynferðisofbeldi. Kiana segir að þá hafi kviknað smávonarglæta í brjósti hennar.
„Ég vonaði svo innilega að hún yrði heppnari en ég. Það var það eina sem ég vonaði. Þegar hún sagði frá komu tveir lögreglumenn heim til mín og ræddu við mig um mitt mál, hennar mál og mál þriðju stelpunnar. Ég vissi ekki af þriðju stelpunni. Á því augnabliki hefði ég getað logið einhverju en ég vildi vera hreinskilin. Ég trúði því að réttlætið myndi sigra,“ segir Kiana, en þessar þrjár kærur á hendur manninum voru allar felldar niður. Honum var ekki vikið úr starfi meðan á rannsókn málanna stóð og hélt starfi sínu innan lögreglunnar þegar málin voru látin niður falla.
„Ég skil þetta ekki. Voru orð mín ekki nóg? Eða hinna tveggja? Ég bara fatta þetta ekki,“ segir Kiana, en mál hennar og Helgu voru ekki rannsökuð saman. „Auðvitað átti að rannsaka málin saman. Og auðvitað átti að senda mig í læknisskoðun þegar ég sagði frá til að athuga með innvortis áverka. Svo vill enginn taka ábyrgð á þessu,“ segir Kiana og bendir á þá staðreynd að embætti Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara hafi bent hvort á annað þegar móðir Helgu setti út á rannsókn máls dóttur hennar í Mannlífi.
„Það benda allir hver á annan. Hvað ef þetta væri dóttir einhvers innan þessara embætta? Eða sonur? Væru þetta viðbrögðin þá? Ég efast um það. Ég fyllist viðbjóði að hugsa til þess að þessi maður fái enn að vinna innan veggja lögreglunnar. Að hann fái að vinna þar sem brotnir einstaklingar leita sér hjálpar. Það gerir mig bilaða. Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar. Það hefur ekki bara brugðist mér og Helgu, heldur svo ótal fleirum.“
Vill hjálpa öðrum þolendum
Kiana glímir í dag við ýmsar þekktar afleiðingar kynferðisofbeldis. Hún kann illa á samskipti við fólk þar sem hún á erfitt með að greina muninn á réttu og röngu. Henni finnst óþægilegt að snerta börn því hún er hrædd um að snerta þau á óviðeigandi hátt. Hún er með ofsakvíða og áfallastreituröskun. Hún er logandi hrædd við að gera mistök. Hún hefur unnið mikið í sjálfri sér síðustu þrjú árin og meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlæknum, sálfræðingum og hjá Stígamótum.
„Ég vinn í því á hverjum degi að elska sjálfa mig. Mér finnst eins og ég kunni ekki að vera vinkona. Að ég þurfi að æfa mig í því. Að ég þurfi að læra að vera systir. Ég get leitað mér hjálpar til að hjálpa sjálfri mér en hvað með réttlætið? Mig langar að berjast fyrir réttlætinu í þessu máli en ég veit ekki hvernig ég á að gera það. Ég get ekki leitað til lögreglunnar því ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að treysta henni í þessu máli. Það er sagt að rétt skuli vera rétt þegar kemur að lögum og reglum og þetta á að vera fólk sem á að vernda íbúana í landinu. En það getur samt ekki opnað augun fyrir eigin breyskleikum,“ segir Kiana sem dreymir um að hjálpa öðrum þolendum kynferðisofbeldis í framtíðinni.
„Mig langar að vera fyrirmynd fyrir stelpur og stráka og mig langar að hafa áhrif á að meira sé gert í þessum málum í okkar samfélagi og öðrum samfélögum. Það er enn tabú að hafa lent í kynferðisofbeldi, hvort sem það er nauðgun eða áreiti. Samfélagið er lokað og það breytist ekkert nema við gerum eitthvað í því. Viljum við virkilega að börn framtíðarinnar upplifi heiminn svona? Að þau þurfi að lifa í stanslausum ótta, að ekkert sé gert ef eitthvað kemur fyrir þau og hvort þau fái réttlæti eða ekki? Það er náttúrlega bara fáránlegt. Ég horfi á börnin í kringum mig sem ég elska ofboðslega mikið og finnst vont að sjá að þetta sé heimurinn sem við bjóðum þeim upp á.“
„Ég er tilbúin að mæta því sem kemur“
Í dag býr Kiana hjá móður sinni, sem er ekki sátt við að dóttir sín stígi fram í þessu viðtali, að hennar sögn. Móðir hennar sleit fyrir nokkrum árum samvistum við manninn sem Kiana sakar um kynferðisofbeldi, en að sögn Kiönu er samband þeirra mæðgna enn stirt á köflum.
„Mamma mín verður alltaf mamma mín. Ég elska hana og það mun aldrei breytast. Það koma tímabil þar sem ég finn fyrir reiðinni og hatrinu og mér finnst erfitt að geta ekki rætt þessa hluti við hana. Ég hef þurft að taka það í sátt að hún muni ekki ræða þetta. Ég stjórna henni ekki og ég ber ekki ábyrgð á hamingju annarra, einungis minni eigin. Ég er mjög þakklát fyrir fjölskyldu mína. Svo ég tali nú ekki um vinina. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég ætti ekki þær vinkonur og vini sem ég á í dag. Þau taka mér eins og ég er og ég get verið ég sjálf í kringum þau,“ segir Kiana. Hún svaf lítið í nótt. Hún var með hugann við þetta viðtal. Þessa opinberun sína. Hún segist ekki stressuð fyrir því að Ísland fái að vita hennar sögu. Þótt það sé erfitt að rifja upp þennan sára tíma, segir hún það að vissu leyti gott. Ákveðinn létti.
„Ég er ekki stressuð fyrir viðbrögðunum sem ég á eftir að fá. Ég get ekki gert öllum til geðs. Kannski á ég eftir að fá fullt af jákvæðum viðbrögðum en ég veit að ég á eftir að gera einhverja mjög reiða. Ég veit það, en ég vil koma hlutunum frá mér eins og þeir eru. Rétt skal vera rétt og það sem kemur, kemur. Ég er tilbúin að mæta því sem kemur.“
Málið í hnotskurn
Lögreglumaðurinn sem þrjár stúlkur sökuðu um kynferðisbrot starfaði áfram meðan á rannsókn allra málanna þriggja stóð. Málin voru ekki rannsökuð saman. Eftir að málin voru felld niður hélt lögreglumaðurinn starfinu. Í máli Helgu Elínar liggja fyrir skýrslur frá sérfræðingum í Barnahúsi sem staðfestu að Helga Elín hefði orðið fyrir miklum skaða í umtalaðri sumarbústaðarferð.
Eins og hefur komið fram voru vinur lögreglumannsins, sem er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera, og eiginkona hans með í sumarbústaðarferðinni. Að sögn Halldóru Baldursdóttur, móður Helgu Elínar, tók skýrslutaka yfir vinahjónunum aðeins örfáar mínútur og fór fram á skrifstofu embættismannsins. Þau hjónin og eiginkona sakbornings báru fyrir sig minnisleysi vegna áfengisdrykkju og niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeirra vitnisburði. Við rannsókn málsins kom fram að klámefni hafði verið haft fyrir börnunum í umræddri sumarbústaðaferð. Umrædd vinahjón voru aldrei spurð út í klámmyndaáhorfið og tölva sakbornings var ekki skoðuð. Þegar lögregla skoðaði sumarbústaðinn fór hinn meinti kynferðisafbrotamaður með á vettvang.
Að sögn Halldóru kemur fram í rannsóknargögnum að lögreglumaðurinn hafi sakað stelpurnar þrjár um samsæri gegn sér og að ekkert hafi verið gert til að hrekja slíkt. Halldóra hefur óskað eftir því við Nefnd um eftirlit með lögreglu að málsmeðferðin verði skoðuð. Eitt að því sem hún gagnrýndi harðlega var að þrátt fyrir að þrjár stúlkur hefðu kært lögreglumanninn hefðu málin ekki verið rannsökuð saman og ekkert brugðist við fullyrðingum lögreglumannsins um að stúlkurnar þrjár hefðu uppi samsæri gegn sér.
Í viðtali í 12. tölublaði Mannlífs sagði Halldóra að henni hafi verið bent á að senda erindi á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, af þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefáni Eiríkssyni, þegar mál dóttur hennar kom upp. Í samtali við Mannlíf lýsti hún þeirri tilfinningu sinni að ríkislögreglustjóri hafi brugðist henni og dóttur hennar, þar sem hann vildi „ekkert fyrir okkur gera.“
Haraldur Johannessen hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs persónulega um þetta mál. Samkvæmt yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra fór embættið þess á leit við ríkissaksóknara að fá afhent rannsóknargögn málsins til þess að unnt væri að taka ákvörðun um hvort leysa skyldi lögreglumanninn frá embætti um stundarsakir eða að fullu. Ríkissaksóknari hafnaði erindi Embættis ríkislögreglustjóra með vísan til heimildarskorts í lögum. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði hins vegar í samtali við Stundina að ríkissaksóknari hafi sent „ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum“.
Stefán Eiríksson starfaði sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn málsins stóð. Stefán kveðst ekki hafa fylgst með umfjöllun um málið og neitar að tjá sig um það við blaðamenn Mannlífs.
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Förðun / Silja Dröfn Jónsdóttir með vörum frá Urban Decay
Adrift var frumsýnd vestan hafs í byrjun mánaðarins og samkvæmt Wikipedia hefur hún halað inn um 31 milljón dollara í miðasölutekjur, en framleiðslukostnaður við myndina var 35 milljónir dollara. Þá hefur myndin fengið fína dóma víða um heim.
Myndin er lauslega byggð á sannri sögu pars sem sigldi frá Tahítí til San Diego árið 1983. Þau sigldu hins vegar rakleiðis til móts við fellibylinn Raymond en misstu ekki lífsviljann.
Tímaritið People birtir lista yfir þá 39 leikmenn á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem blaðamönnum finnst skara fram úr þegar kemur að kynþokka.
Það kemur líklega ekki á óvart að Rúrik okkar Gíslason er á listanum, en hann hefur vakið gríðarlega athygli á heimsmeistaramótinu. Eins og hefur verið sagt frá var Rúrik með um fjörutíu þúsund fylgjendur á Instagram fyrir mótið en er nú kominn yfir milljón fylgjendur. Rúrik er eini Íslendingurinn á lista People.
Á honum eru einnig kunnugleg andlit eins og portúgalski knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo. Það vekur hins vegar athygli að þýski markvörðurinn Manuel Neuer er einnig á listanum, en boltaspekingurinn Hjörvar Hafliðason kvartaði mikið yfir fjarveru hans á kynþokkalistum á Twitter. Virðist Hjörvar hafa verið bænheyrðu af People.
Nú eru endalausir listar með kynþokkafyllstu leikmönnum á HM. Hvergi sé ég þann lang glæsilegasta, Manuel Neuer. Hvernig viljiði hafa það betra stelpur? Horfið á manninn! pic.twitter.com/KqtNz0VZSv
— hjörVAR Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 23, 2018
Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin með pompi og prakt í Laugardalnum um helgina, fimmta árið í röð. Fjöldinn allur af heimsþekktum listamönnum tróð upp, svo sem Slayer, Gucci Mane, Stormzy og Bonnie Tyler.
Mikil mannmergð var í Laugardalnum út af hátíðinni. Þó veðrið hafi ekki beint leikið við hátíðargesti var mikil stemning í dalnum, eins og meðfylgjandi myndir frá tónleikahöldurum sýna.
Ensk-íslenska verkið (Can This Be) Home verðlaunað á leiklistarhátíð í Tékklandi.
Ensk-íslenska verkið (Can This Be) Home hlaut í vikunni brautryðjendaverðlaunin á Fringe-leiklistarhátíðinni í Prag og í kjölfar þess hefur aðstandendum sýningarinnar verið boðið að setja verkið upp í hinu virta leikhúsi Chats Palace í London. Í samtali við Mannlíf segist leikstjórinn, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, vera í skýjunum með boðið og viðurkenninguna enda standi efnisviður verksins henni nærri. „Það er alveg frábært að fá þessa viðurkenningu því við erum búin að vinna að verkinu í tvö ár og erum að fjalla um málefni sem skiptir okkur miklu máli,“ segir hún og vísar þar í umfjöllunarefnið sem snýst um upplifun innflytjenda í Bretlandi af kosningunum um Brexit. Hvernig þeir, þar á meðal hún sjálf, hafi liðið með að vera sagt óbeint að þeir ættu ekki lengur heima í Bretlandi í ljósi niðurstöðunnar.
Kolbrún segir að þetta sé reyndar ekki fyrsta útgáfa verksins heldur hafi það þróast í takt við umræðuna um Brexit-málið og því nokkrar útgáfur litið dagsins ljós. Fyrsta útgáfan hafi orðið til áður en kosningin um Brexit fór fram. Í annarri útgáfu hafi verið reynt að gera upp niðurstöðu kosninganna fyrir innflytjendur og þá sem kusu að halda Bretlandi innan Evrópusambandsins. Þriðja hafi verið lesin á degi skyndikosninganna sem Theresa May boðaði til í von um að auka stuðning sinn og Brexit á þingi, sem hafi ekki gengið upp. „Nú eru svo komin tvö ár síðan það var kosið og Brexit er enn í mótun. Þess vegna fannst okkur mikilvægt að okkar raddir heyrðust, nú sem aldrei fyrr, áður en langvarandi ákvarðanir sem móta framtíð okkar eru teknar. Ætlunin með verkinu er að tala til fólks. Fá það til að hugsa um það sem er í gangi.“
„Það er alveg frábært að fá þessa viðurkenningu því við erum búin að vinna að verkinu í tvö ár og erum að fjalla um málefni sem skiptir okkur miklu máli.“
Hún viðurkennir að vegna hins pólitíska umfjöllunarefnis hafi aðstandendur (Can This Be) Home alls ekki búist við að verkið ynni til verðlauna á hátíðinni í Prag. Auk þess sé verkið langt frá því að vera hefðbundin leiksýning. Eiginlega sé varla hægt að tala um leiksýningu þar sem verkið samanstandi af tveimur hlutum, tónleikum flautuleikarans Tom Oakes, innblásnum af ferðlögum hans um heiminn og ljóðaupplestri þar sem Kolbrún flytur eigin texta, byggðan á fyrrnefndri reynslu innflytjenda af Brexit. Sigurinn hafi því komið henni og öðrum aðstandendum sýningarinnar skemmtilega á óvart.
En er ekki gaman fyrir ungan leikstjóra og leikritaskáld að fá svona rífandi start? „Jú það er voða ljúft. Það er grínast með það að „overnight success“ í Hollywood taki fimm ár. Tvö er vel sloppið,“ segir hún og bætir við að þar sem þetta sé fyrsta handritið hennar sem hlýtur verðlaun þá sé þetta líka persónulegur sigur.
Spurð út í framhaldið segir hún uppsetninguna í London vera næst á dagskrá. „Við erum bara að vinna í því að finna hentugar dagsetningar,“ segir hún glaðlega, „en þetta verður alveg geggjað.“