Fimmtudagur 19. september, 2024
9 C
Reykjavik

,,Ég hef verið elskuð út af lífinu og hötuð til helvítis“

||||
||||

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur staðið fremst í flokki #metoo byltingarinnar.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir segir árið 2017 hafa verið lyginni líkast, bæði fyrir sig persónulega sem og fyrir málstaðinn sem stendur hjarta hennar næst. Hún hefur barist ötullega gegn áreitni og ofbeldi sem hún segir alheimsvanda en vill um leið afskrímslavæða umræðuna um ofbeldismenn.

,,Það var ólýsanlegt að stíga á stokk og segja heiminum sögu sem ég hélt á löngu tímabili að myndi sliga mig, söguna af kynferðisofbeldinu sem fyrsti kærasti minn beitti mig,“ segir Þórdís Elva. Fatnaður: Bolur frá Gallery Sautján. Samfestingur og leðurjakki frá AndreA.

Þórdís Elva fæddist sömu nótt og Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti lýðveldisins, fyrst kvenna í heimi. Báðar hafa rutt konum braut í margvíslegum skilningi en árið í ár markar tímamót í baráttumálum kvenna á alþjóðavísu. Byltingin er hafin og þögnin rofin. Sárar frásagnir kvenna hafa litið dagsins ljós en allar snúa þær að ofbeldi og áreitni af hendi karlmanna. Þórdís Elva er ein þeirra sem staðið hefur fremst í flokki #metoo byltingarinnar. Fyrr á árinu gaf hún út bók um erfiða reynslu og flutti í kjölfarið fyrirlestra um heim allan sem vakið hafa mikil viðbrögð.

,,Einu viðburðaríkasta æviári mínu er að ljúka, en 2017 var lyginni líkast. Það var ólýsanlegt að stíga á stokk og segja heiminum sögu sem ég hélt á löngu tímabili að myndi sliga mig, söguna af kynferðisofbeldinu sem fyrsti kærasti minn beitti mig. Ekki nóg með að ég hafi rofið þögnina á heimsvísu, heldur gerði ég það með hann mér við hlið á TED-fyrirlestrarsviðinu. Við hefðum aldrei náð þeim áfanga ef að baki okkar lægi ekki tólf ára langt ábyrgðarferli þar sem ég skilaði skömminni til hans og lýsti afleiðingunum sem verknaðurinn hafði á líf mitt og hann gekkst við honum. Eftir þessa lífsreynslu er okkur báðum mikið í mun að uppræta ofbeldi og undirstrika mikilvægi samþykkis í öllum nánum samskiptum. Við skrifuðum í sameiningu bók um reynslu okkar, Handan fyrirgefningar, sem kom út í Bretlandi, Bandaríkjunum, Póllandi, Svíþjóð, Íslandi, Ástralíu, Japan og Þýskalandi á þessu ári.

„Það var súrrealískt að sitja skyndilega fyrir svörum á BBC, CBS, Times, NPR, USA Today, Spiegel og Marie Claire svo dæmi séu nefnd, að ræða hluti sem ég hefði ekki einu sinni þorað að hvísla að sjálfri mér fyrir nokkrum árum síðan.”

Fjölmiðlaáhuginn var gífurlegur, enda er þetta í fyrsta sinn sem þolandi og gerandi taka höndum saman um að segja sögu sína í þeirri von að hún gagnist öðrum. Það var súrrealískt að sitja skyndilega fyrir svörum á BBC, CBS, Times, NPR, USA Today, Spiegel og Marie Claire svo dæmi séu nefnd, að ræða hluti sem ég hefði ekki einu sinni þorað að hvísla að sjálfri mér fyrir nokkrum árum síðan. Þótt meirihluti viðbragðanna hafi verið þakklæti og stuðningur létu einstaklingar, sem stóð mjög mikil ógn af þessu verkefni, líka í sér heyra. Ég hef verið elskuð út af lífinu og hötuð til helvítis af fólki um allan heim.

Mig óraði enn síður fyrir því að nokkrum mánuðum seinna myndi #metoo byltingin fanga heimsbyggðina og að milljónir annarra þolenda myndu einnig rjúfa þögnina. Ég hef aldrei orðið orðlaus jafnoft og á þessu ári. Það var sögulegt í alla staði, bæði fyrir mig persónulega og fyrir málstaðinn sem stendur hjarta mínu næst.“

Finnum styrkinn í fjöldanum

Tildrög þess að Þórdís stofnaði Facebook-síðuna #metoo, konur í sviðslistum- og kvikmyndagerð, var vegna umfjöllunar innan netheima um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein og framkomu hans gagnvart fjölda kvenna innan afþreyingariðnaðarins þar vestra. „Mér varð hugsað til afþreyingariðnaðarins á Íslandi og fannst hæpið að við værum laus við þann alheimsvanda sem áreitni og ofbeldi er. Sem menntuð leikkona, höfundur þriggja stuttmynda og níu leikrita þykir mér mjög vænt um íslenska bransann og vil að hann sé sem uppbyggilegastur fyrir alla. Í fyrstu varpaði ég spurningunni fram í lokuðum hópi kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsbransanum á Íslandi. Viðbrögðin voru feimnisleg og leiddu flest á þann veg hvort við ættum nokkuð að vera velta okkur upp úr svoleiðis neikvæðni. Væri ekki best að halda fram veginn? Vissulega vil ég horfa fram á við en best væri að allir hefðu sama tækifæri til að vaxa og dafna í starfsumhverfi sínu. Ljóst er að ef konur þurfa að eyða ómældri orku í að leiða hjá sér áreitni, niðurlægjandi athugasemdir, káf, óviðeigandi framkomu eða jafnvel ofbeldi, þá njóta þær ekki sömu tækifæri til að blómstra og starfssystkini þeirra.”

Þórdís Elva er ein þeirra sem staðið hefur fremst í flokki #metoo byltingarinnar. Fyrr á árinu gaf hún út bók um erfiða reynslu og flutti í kjölfarið fyrirlestra um heim allan sem vakið hafa mikil viðbrögð. Fatnaður og skart frá Hildi Yeoman.

Örfáum dögum síðar stigu stjórnmálakonur fram og greindu frá upplifunum sínum af áreiti og yfirgangi sem þær hafa mátt þola. Innblásin af hugrekki þeirra stofnaði Þórdís Facebook-hópinn #metoo fyrir konur í sviðslistum og kvikmyndagerð. Sólarhring síðar voru fjögur hundruð konur komnar í hópinn og tveimur dögum eftir það höfðu þúsund konur skráð sig inn á síðuna. Frásagnirnar streymdu inn og Þórdís fann að hún var ekki ein um aðdáun yfir kjarki stjórnmálakvenna. Fljótlega var samin sú yfirlýsing að ástandið yrði að breytast til hins betra og eru undirskriftirnar nú tæplega sjö hundruð talsins.

„Þegar þögnin rofnaði og sárar frásagnir litu dagsins ljós fengu sumir algert áfall. Þetta er lítill bransi og margir líta á hann sem einskonar stórfjölskyldu sína. Það er alltaf sárt að komast að því að einhver sem manni þykir vænt um hafi beitt, eða verið beittur, ofbeldi. Eðlilega verða sumir líka reiðir og heimta nöfn gerenda. Hins vegar lýsir það takmörkuðum skilningi á lagaumhverfinu og gerir þá ósanngjörnu kröfu til þolenda að þeir berskjaldi sig fyrir ærumeiðingarkæru. Margir þeirra hafa engar sannanir í höndunum til að styrkja frásagnir sínar enda er langoftast um að ræða brot sem gerast í einrúmi án vitna. Það síðasta sem þolendur þurfa á að halda er að neyðast til að greiða gerendum sínum háar fjárhæðir og lenda á sakaskrá fyrir að segja sannleikann. Auk þess verður vandi af þessari stærðargráðu ekki leystur með því einu að týna burt rotnustu eplin og halda að málið sé leyst. Viðhorfið innan stéttarinnar í heild verður að breytast því við höfum öll með einum eða öðrum hætti tekið þátt í andrúmsloftinu og þögguninni sem ríkt hefur hingað til. Við höfum öll hlutverki að gegna í að breyta því.”

Þórdís segir að með umræðunni hafi orðið vatnaskil meðal kvenna í sviðslistum og kvikmyndabransanum. „Við breyttum ekki Weinsteinunum á meðal okkar með því einu að svipta hulunni af ofbeldi og áreitni sem við höfum sætt. Hins vegar breyttum við okkur sjálfum. Við erum kjarkmeiri eftir þetta, því við vitum að við erum ekki einar lengur. Við vitum hvers við erum megnugar og við finnum styrkinn í fjöldanum.”

„Ljóst er að ef konur þurfa að eyða ómældri orku í að leiða hjá sér áreitni, niðurlægjandi athugasemdir, káf, óviðeigandi framkomu eða jafnvel ofbeldi, þá njóta þær ekki sömu tækifæri til að blómstra og starfssystkini þeirra.”

Svarið vefst ögn fyrir Þórdísi þegar hún þegar hún er spurð hvort sögurnar hafi verið fleiri eða verri en hún átti von á. „Ég vissi fyrir fram að ofbeldi er bæði útbreitt og falið. Það kom mér hins vegar á óvart hversu mikill vanmáttur birtist í sumum frásagnanna, því áreitnin var stundum á vitorði margra en enginn gerði neitt. Ég vona að í framtíðinni heyri slík meðvirkni sögunni til.

Ég varð líka slegin yfir frásögnum nemenda úr ýmsum menntastofnunum. Miðað við vitnisburð þeirra viðgengst ólíðandi hegðun, m.a. að kennarar misbeiti valdi sínu í kynferðislegum tilgangi. Sem betur fer hafa stjórnendur í bæði Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskólanum lýst yfir að nú verði farið í átak til að betrumbæta umhverfi nemenda og starfsfólks. Ég vona að því verði fylgt vel eftir, því betur má ef duga skal af frásögnunum að dæma.

Fæddist nóttina sem Vigdís varð forseti

Þórdís hefur nú verið búsett í Svíþjóð síðastliðin tvö ár en ástæða fyrir dvöl hennar er framhaldsnám sem maður hennar sótti í upplýsingaöryggi við Stokkhólmsháskóla. Eftir útskrift nú í sumar bauðst honum starf og segir Þórdís fjölskylduna líklega muni ílengjast í Stokkhólmi. „Svíar hafa tekið okkur afar vel. Sonur okkar blómstrar í skólanum og ég er svo heppin að geta sinnt starfi mínu nær hvar í heiminum sem er. Fyrr í vikunni var mér sem dæmi boðið að halda hátíðarræðu fyrir samtök sem Silvía drottning stofnaði gegn kynferðisofbeldi á börnum. Við drottningin áttum gott spjall um mikilvægi #metoo hreyfingarinnar sem hún álítur afskaplega mikilvæga. Þá þótti henni sniðugt að heyra að ég væri fædd sömu nótt og Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti lýðveldisins, fyrst kvenna í heimi. Hún bað fyrir bestu kveðjum til frú Vigdísar, sem mér var bæði ljúft og skylt að skila. Að lokum var tekin ljósmynd af okkur og fyrir tilviljun hékk myndlistarverk á veggnum fyrir aftan okkur sem sýnir krepptan hnefa á lofti en það hefur löngum verið tákn kvenréttindabaráttunnar. Mér fannst það skemmtilega táknrænt.”

Þórdís hefur nú gefið út tvær bækur um ofbeldi en segir þær gerólíkar, bæði hvað efnistök og úrvinnslu varðar. Hún segir bækurnar eins og ólík systkini sem búi yfir ólíkum þörfum og mismunandi karakterum.

Þórdís segir mikilvægt að eyða öllum ranghugmyndum í umræðunni um gerandann sem „skrímsli“, þ.e. brenglaða, vopnaða, grímuklædda sadistann í húsasundinu sem ræðst á grunlausar konur. ,,Staðreyndin er sú að þessar ranghugmyndir gagnast ofbeldismönnum sem passa ekki inn í þessa staðalmynd og dregur úr líkunum á að þolendum þeirra sé trúað. Tökum Brock Turner sem dæmi en hann er bandarískur íþróttamaður sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot. Þegar hann var sakfelldur upphófst kórsöngurinn um að hann væri nú svo góður sundmaður, þetta gæti ekki staðist. Um Bill Cosby var sagt að hann væri svo indæll karakter og góður leikari, þetta gæti ekki verið satt. Þannig vinnur hugmyndin um að gerendur hljóti að vera skrímsli gegn trúverðugleika þolenda, stuðlar að þöggun og er skaðleg málaflokknum í heild.

Margir bera jafnframt fyrir sig þau rök að kurteisi sé oft mistúlkuð sem viðreynsla en ef þú þekkir ekki muninn á því að reyna við fólk og áreita það kynferðislega eða beita ofbeldi, þá skaltu hætta að “reyna við” fólk hið snarasta. Ég hlustaði á sænskan útvarpsþátt um daginn þar sem þáttastjórnandinn ávarpaði karlkyns hlustendur. Hann benti á að konur upplifa stundum samskonar óöryggi og valdamisræmi gagnvart ókunnugum körlum og karlar upplifa gagnvart öðrum körlum sem eru stærri, sterkari eða ofar í virðingarstiganum en þeir sjálfir. Þáttastjórnandinn mælti með að karlar, sem skilja ekki hvernig konum líður í samskiptum við ókunnuga karlmenn, ímynduðu sér að þeir væru nýlentir í fangelsi. Ef ókunnugur samfangi myndi segja eitthvað kynferðislegt við þá eða káfa á þeim, þá yrðu þeir líklega skelkaðir og þætti það afar óþægilegt. Ef ókunnugi samfanginn sýndi þeim hins vegar vinsamlegan áhuga og spjallaði við þá kurteisislega þá væri það hins vegar hið besta mál. Mér fannst þetta merkileg samlíking og ég vona að hún gagnist þeim sem eiga erfitt með að setja sig í spor annarra.”

Forréttindum fylgir ábyrgð

Þórdís hefur nú gefið út tvær bækur um ofbeldi en segir þær gerólíkar, bæði hvað efnistök og úrvinnslu varðar. Hún segir bækurnar eins og ólík systkini sem búi yfir ólíkum þörfum og mismunandi karakterum. „Bækurnar mínar, Á mannamáli og Handan fyrirgefningar, eru eins og svart og hvítt. Á mannamáli heltók mig, en upprunalega kveikjan að þeirri bók var gríðarleg reiði sem ég upplifði í kjölfar sýknudóms í nauðgunarmáli sem átti sér stað á Hótel Sögu árið 2007. Ég ætlaði að skrifa harðort mótmælabréf í blöðin sem óx síðan og varð að þrjú hundruð blaðsíðna fræðibók um það sem betur má fara í kynferðisbrotamálum á Íslandi. Ég var hálfmanísk þegar ég skrifaði hana, sat sólarhringum saman og hamraði á tölvuna þangað til fjölskyldumeðlimir mínir skipuðu mér að fara út og fá mér ferskt loft. Hún er því einskonar frumöskur. Handan fyrirgefningar er allt öðruvísi verk, enda sjálfsævisaga

„Við breyttum ekki Weinsteinunum á meðal okkar með því einu að svipta hulunni af ofbeldi og áreitni sem við höfum sætt. Hins vegar breyttum við okkur sjálfum. Við erum kjarkmeiri eftir þetta, því við vitum að við erum ekki einar, lengur. Við vitum hvers við erum megnugar og við finnum styrkinn í fjöldanum.”

sem lýsir persónulegu ferðalagi mínu úr myrkri og vonleysi inn í dásamlega birtu og styrk. Hún var tuttugu ár í fæðingu er skrifuð af kærleik til allra sem hafa einhvern tíma þjáðst í einrúmi, sem hafa elskað einhvern sem særði þá djúpt, sem langar til að losna úr viðjum þagnarinnar og sigrast á eigin ótta. Þótt ég hefði háleitar hugsjónir vissi ég að bókinni yrði líklega misvel tekið og kveið viðbrögðunum. Ég gleymi aldrei fögnuðinum sem hríslaðist um mig þegar gagnrýnandi Sunday Times sagði að hún gæti breytt lífi fólks. Það er ólýsanleg tilfinning þegar fólk skilur markmiðið sem maður leggur upp með.”

Viðbrögð fólks við fyrirlestrum Þórdísar Elvu á TED samkomunni hafa verið gríðarleg og segir hún varla líða sá dagur sem henni berist ekki skilaboð frá fólki víðs vegar úr heiminum. „Fyrirlesturinn hefur fengið rúmlega fjórar milljónir í áhorf og viðbrögðin eftir því. Ég held að við, sem mannkyn, stöndum á tímamótum. Hingað til hafa ofbeldismál verið sveipuð myrkri og gerendur verið útmálaðir sem myrkraverur og skrímsli. Hins vegar sýna rannsóknir að yfirgnæfandi meirihluti gerenda eru ástvinir okkar, skólafélagar, fjölskyldumeðlimir, samstarfsfólk og makar. Að mínu mati verðum við að geta tekið á þessum málum án þess að stýrast af heift og fordæmingu, því slíkt skaðar í raun þolendur og

Þórdís segir mikilvægt að eyða öllum ranghugmyndum í umræðunni um gerandann sem „skrímsli“, þ.e. brenglaða, vopnaða, grímuklædda sadistann í húsasundinu sem ræðst á grunlausar konur. Fatnaður: Skart, kjóll og klútur frá Hildi Yeoman. Leðurjakki frá AndreA.

stuðlar að meiri þöggun. Mér verður alltaf minnisstæð stúlka sem sagði mér að hún hefði verið misnotuð af bróður sínum. Á meðan á því stóð hafði hún íhugað að segja frá og hugsaði dæmið til enda. Hún hefði alveg getað sætt sig við að hann færi í fangelsi í einhver ár fyrir það sem hann gerði henni en hún gat ekki lifað með tilhugsuninni um að hann yrði kallaður skrímsli restina af ævinni og hataður af öllum í smábænum sem þau bjuggu í. Af þeim sökum sagði hún sagði engum frá og það gerði honum kleift að misnota hana í fimm ár í viðbót. Þessi saga er lýsandi dæmi um hvernig skrímslavæðing og hatur bitnar á þeim sem síst skyldi og hversu mikilvægt það er að við hefjum okkur upp fyrir það, sama hversu freistandi það er að hata og útskúfa þeim sem beita ofbeldi.”

Það er óhætt að segja að með frásögnum sínum og fyrirlestrum hafi Þórdís Elva skapað sinn eigin starfsferil og segir hún að úr nægu sé að taka í náinni framtíð. „Ég á alltaf erfitt með að svara því við hvað ég vinni því ég hef fengist við svo ólíka hluti á lífsleiðinni. Ég hef gert kvikmyndir og leikrit, verið frétta- og blaðakona, skrifað bækur, leikstýrt og haldið fyrirlestra, svo dæmi séu nefnd. Þegar upp er staðið má kannski segja að ég hafi atvinnu af því að segja sögur. Stundum sannsögulegar, stundum skáldaðar og ég notast við ólíka miðla til að koma þeim á framfæri. Á komandi mánuðum mun leið mín liggja til Danmerkur, Frakklands, Ítalíu og Bandaríkjanna þar sem ég mun flytja fyrirlestra. Ég nýt gríðarlegra forréttinda að geta rætt opinskátt um reynslu mína og skoðanir, því víða er þolendum refsað, þeir neyddir í hjónaband eða jafnvel myrtir fyrir að segja sögu sína. En forréttindum fylgir líka ábyrgð og ég geri mitt besta til að standa undir henni.”

Texti: Íris Hauksdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir
Myndband: Óskar Páll Sveinsson
Förðun: Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir

Fjölskylduvænt Jótland

Hrönn Helgadóttir segir frá stöðunum á Jótlandi sem fjölskyldan heimsækir mest.

Hrönn Helgadóttir ásamt fjölskyldunni.

Hrönn Helgadóttir býr í Horsens, ásamt eiginmanni og tveimur börnum, og starfar sem hársnyrtir. Hún segir að bærinn sé frekar rólegur og stutt í allskonar skemmtilega afþreyingu. Hún segir okkur frá stöðunum sem þau heimsækja mest en það eru staðir sem henta vel fyrir börnin.

„Hverfið sem við búum í er aðeins fyrir utan miðbæinn en samt er ég bara um 5-7 mínútur að hjóla í vinnuna í miðbænum. Umhverfið í kringum okkur er frábært. Við erum með skóg og tjörn og rétt hjá okkur er stór almenningsgarður með leikvelli, grillaðstöðu og allskonar afþreyingu. Þangað er yndislegt að hjóla á sumrin með nesti og sleikja sólina. Við hjólum allan ársins hring og það er frábært hvað veturinn er mildur og sumarið langt. Jótland hefur upp á margt að bjóða en þeir staðir sem við höfum sótt eru aðallega skemmtigarðar og barnvænir staðir. Svo höfum við líka farið nokkra túra til Þýsklands. Það tekur ekki nema rúma klukkustund að keyra til Flensborgar héðan. Það er mikill kostur að geta farið á bílnum í frí til Evrópu í stað þess að fljúga allt eins og þegar við bjuggum á Íslandi. Við vorum t.d. í Þýskalandi um páskana og stefnum á túr um Evrópu fljótlega.“

Lalandia er við hliðin á Legolandi og er innandyra vatnaveröld, ásamt skautasvelli, skíðabraut, keilu, og ýmislegu fleiru. Þangað förum við mest yfir vetrartímann, helst til að fara í baðlandið.

Djurs Sommerland

Djurs er okkar uppáhaldsstaður, við höfum keypt okkur árspassa í garðinn síðustu tvö ár og stefnum á að gera það sama í ár. Við erum rúman klukkutíma að keyra þangað, förum að morgni með nestispakka eða kjöt á grillið og komum heim að kvöldi. Garðurinn er blanda af vatnsrennibrauta- og skemmtigarði, risastór með fjölbreyttum grasflötum þar sem hægt er að sitja og njóta. Einnig er fjöldinn allur af grillstæðum. Nóg er af tækjum og afþreyingu fyrir alla aldurshópa og við foreldrarnir skemmtum okkur alveg jafnvel og börnin. Það sem hann hefur fram yfir aðra garða er að maður finnur ekki eins mikið fyrir fjöldanum og raðirnar verða ekki eins langar.

Lalandia

Lalandia er við hliðin á Legolandi og er innandyra vatnaveröld, ásamt skautasvelli, skíðabraut, keilu, og ýmislegu fleiru. Þangað förum við mest yfir vetrartímann, helst til að fara í baðlandið. Maður fær svolítið á tilfinninguna að vera á sólarströnd; það er heitt þarna inni og sólbekkir úti um allt. Svo fer maður bara á sundfötum og kaupir sér að borða eða ís, mjög kósí. Þarna er fjöldinn allur af rennibrautum, öldulaug, smábarnalaug og barnaveröld. Einnig eru heitir pottar og gufuböð.

Randers Regnskov

Í Randers sem er í fjörutíu mínútna akstursfjarlægð frá Horsens er flottur innandyra regnskógur sem skiptist í þrjár hvelfingar; Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Þar er hægt að sjá helstu dýrin sem lifa í þessum regnskógum. Mínum börnum finnst fiðrildaveröldin skemmtilegust en þar fljúga fiðrildi í öllum stærðum, gerðum og litum allt í kringum mann. Fyrir utan er hefðbundið skátaleiksvæði með alls konar þrautum. Fræðandi og skemmtileg upplifun fyrir bæði börn og fullorðna.

Saksild strand

Legoland er frábær garður og margt mjög skemmtilegt að sjá.

Hér í Horsens er lítil strönd í nánast göngufæri við okkur og þar finnst krökkunum meðal annars svakalega gaman að fara á krabbaveiðar. Ef veðrið er virkilega gott þá pökkum við í kæliboxið og keyrum á einn af mínum uppáhaldsstöðum, Saksild-ströndina, sem er dásemd með algerlega hreinni strönd og blágrænum sjó. Þar getur hitinn orðið mikill og okkur líður oft eins og við séum á Spáni. Sjórinn er grunnur langt út, þannig að börnin geta vaðið eins og þau vilja meðan foreldrarnir liggja í leti. Stundum förum við nokkrar fjölskyldur saman og tökum grillið með og förum ekki heim fyrr en sólin sest. Þarna eru líka veitingastaðir og ísbúðir. Þetta er ódýr og frábær fjölskylduskemmtun.

Givskud ZOO

Rétt hjá okkur er skemmtilegur dýragarður sem bæði er hægt að keyra í gegnum og rölta um. Þar er hægt að sjá allt frá fiskum og músum upp í fíla, ljón og gíraffa. Einu sinni sáum við þegar ljónin fengu sebrahest að éta og það er upplifun sem börnin gleyma seint. Okkur finnst alltaf gaman að ganga í gegnum apagarðinn þar sem aparnir eru svolítið að stríða og við sáum einu sinni apa taka snuð af barni, setja það upp í sig og hlaupa í burtu. Ég mæli með því að þeir sem eru að ferðast á Jótlandi gefi sér tíma til þess að kíkja í Giveskud sem er ekki í nema fimmtán mínútna akstursleið frá Legolandi. Á öllum bílastæðunum í garðinum eru nestis- og grillaðstæður og ég mæli með að fólk taki með sér nesti eða eitthvað á grillið í garðana því verðið á mat og drykk þar inni er í hærri kantinum.

Legoland

Legoland þekkja sennilega flestir en það er staður sem allir þurfa auðvitað að heimsækja þegar þeir koma hingað. Þar er alltaf rosalega margt fólk og langar biðraðir í öll tæki. Sérstaklega á háannatíma. Við mælum með því við okkar gesti að koma frekar í júní eða eftir miðjan ágúst til þess að fá sem mest út úr heimsókninni. Legoland er frábær garður og margt mjög skemmtilegt að sjá. En takið með ykkur drykki og nesti, allavega eitthvað af því. Því tíuþúsundkallarnir eru fljótir að hverfa í mat og drykk þarna inni.

Sonja Bríe og Helgi Sævar (7 og 5 ára á myndinni) á Saksild-ströndinni á Jótlandi.

Myndatexti: Sonja Bríe og Helgi Sævar (7 og 5 ára á myndinni) á Saksild-ströndinni á Jótlandi.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Hrönn Helgadóttir og www.pixabay.com

Vagga matarmenningar í Frakklandi

Vínsmökkun, vinsæl afþreying og vinalegt umhverfi einkennir Búrgúndí.

Myllan, eins og hún er kölluð, er í námunda við vínræktarhéraðið Chablis.

Búrgúndí er oft lýst sem vöggu víns- og matarmenningar í Frakklandi og frá bænum Commissey er stutt í öll helstu vínhéruð landsins. Þar er hægt að leigja gamla uppgerða myllu með öllum nútímaþægindum.

Myllan, eins og hún er kölluð, er í námunda við vínræktarhéraðið Chablis, í tveggja tíma akstursfjarlægð frá París í norðurhluta Búrgúndíhéraðs. Húsið sem var byggt árið 1838 var upphaflega mylla til að framleiða hnetuolíu en var síðar breytt í sögunarmyllu. Um miðja síðustu öld keypti fjölskylda sem bjó í París húsið og notaði það sem sumardvalarstað.

Landareign Myllunnar er í skógi vöxnum ávaxtagarði við ána Armancon sem rann á árum áður við Mylluna en þegar Búrgúndískipaskurðurinn, sem liggur frá Ermasundi í Miðjarðarhaf, var tekinn í notkun árið 1832 var árfarveginum breytt.

Myllunni hefur verið vel viðhaldið og þar eru öll helstu nútímaþægindi. Þar eru átta rúmgóð svefnherbergi og tvær stofur. Hún er með franska glugga sem opnast út að uppistöðulóni og notalegur árniður berst inn í húsið og á annarri hæðinni er útgengt á yfirbyggða verönd.

Myllunni hefur verið vel viðhaldið og þar eru öll helstu nútímaþægindi. Þar eru átta rúmgóð svefnherbergi og tvær stofur. Hún er með franska glugga sem opnast út að uppistöðulóni og notalegur árniður berst inn í húsið og á annarri hæðinni er útgengt á yfirbyggða verönd.

Hægt er að fá matreiðslukonu sem sérhæfir sig í matreiðslu á Búrgúndíréttum til að sjá um innkaup og elda mat úr hráefnum staðarins í eitt eða fleiri skipti.

Vínsmökkun og veitingastaðir

Vínakrar eru allt í kring á svæðinu. Commissey liggur í nokkurra kílómetra fjarlægð frá vínhéruðunum Chablis og Irancy og um klukkutímaaakstur er til vínhéraðanna við Beaune, Côte d´Or, Sancerre og Champagne. Aðstandendur geta útvegað enskumælandi leiðbeinanda um vínsmökkun í heimsóknir á áhugaverða staði og til bænda og vínkaupmanna. Hægt er að gera frábær kaup á góðum vínum en mikilvægt er að fá góðar upplýsingar, enda eru vín á svæðinu misjöfn að gæðum.

Bærinn Flavigny-sur-Ozerain, þar sem kvikmyndin Chocolat var tekin, er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Myllunni.

Matur er ódýr og það sama á við um veitingastaði. Víða er boðið upp á frábæran mat á viðráðanlegu verði og aðstandendur myllunnar geta útvegað lista yfir áhugaverða veitingastaði og vínbændur.

Frægar borgir og fallegar hallir

Auðvelt er að taka lest til Parísar, Dijon, Lyon, Euro Disney eða jafnvel að Miðjarðarhafinu og bærinn Troyes er í 60 kílómetra fjarlægð.

Svæðið hefur að geyma stórkostlega sögu, fallegar hallir, klaustur og fleira. Bæirnir Auxerre, Avallon, Dijon, Semur-en-Auxois, Noyers, Saulieau, Vezelay, Beaune, Autun eru innan seilingar ásamt bænum Flavigny-sur-Ozerain þar sem kvikmyndin Chocolat var tekin. Á svæðinu eru mörg flott listasöfn. Höllin í Tanley er í göngufjarlægð og örstutt er í höllina í Ancy-le-Franc, Epoisses og klaustrið í Fontenay þar sem sumir telja að iðnbyltingin hafi hafist.

Heimsókn í kirkjuna í Vezelay er ógleymanleg en frá henni er ein frægasta pílagrímaleið í Evrópu. Staðhæft er að líkamsleifar Maríu Magdalenu liggi í kirkjunni og bæði klaustrið og kirkjan eru á heimsminjaskrá UNESCO. Stórkostleg upplifun er að sjá líknarstofnanirnar Hospice í Beaune sem stofnað var árið 1443 og hótel guðs í Tonnerre sem stofnað var árið 1298.

Útivist og sport

Góð afþreying er fyrir börn á svæðinu sem geta leikið sér við uppistöðulónið hjá Myllunni og vinsælt er á sumrin að hoppa út í Armancon-ána. Níu holu mjög ódýr golfvöllur er í Tanlay sem er í um eins kílómetra fjarlægð og fleiri golfvellir eru á svæðinu. Í Tanlay eru einnig tennisvellir, körfubolta- og fótboltavöllur og fjölbreytt vatnasport er stundað í Armancon-ánni og Búrgúndískurðinum. Nokkur vötn eru skammt frá og þar er fjölbreytt þjónusta fyrir ferðamenn. Frábærar göngu- og hjólaleiðir eru í nágrenninu og hægt að leigja hesta eða stunda veiðar. Fimm reiðhjól fylgja húsinu og borðtennis og körfubolta er hægt að spila í skemmu sem fylgir myllunni. Tveggja tíma akstur er í ýmsa skemmtigarða svo sem Disneyland og Nicloland.

Veturinn hefur sína töfra þar sem villibráðin kemur á matseðilinn. Kalt getur verið í veðri en húsið er vel kynnt, notalegt er að sitja við kertaljós fyrir framan eld í kamínunni eftir góðan kvöldverð.

Í um 50 kílómetrafjarlægð er Morvan-þjóðgarðurinn sem er náttúruperla og þar er mikið af söfnum og allskonar afþreyingu. Við Morvan-þjóðgarðinn er þorpið Veselay sem er með vinsælustu ferðastöðum í Frakklandi.

Verslun og þjónusta

Mikil kyrrð er á svæðinu en samt sem áður er stutt í helstu þjónustu. Matarmarkaðir eru í næsta nágrenni flesta morgna og stutt í stórborgina Dijon eða Troyes. Útsölumarkaðirnir í Troyes eru þess virði að heimsækja en þar er einn stærsti útsölumarkaður Frakklands (outlet) með merkjavöru á borð við Levis, Lacoste, Charles Jordan, Laura Ashley, Diesel, Adidas, Petit Bateau, Timberland og Cyrillus svo dæmi séu tekin. Í Auxerre, sem meðal annars er þekkt fyrir ostagerð, er einn þekktasti fótboltaklúbbur í Frakklandi. Þá er vert að hafa í huga að Formúlu eitt kappakstur fer fram í byrjun júlímánaðar í borginni Nevers.

Mild veðrátta

Í Búrgúndí er meginlandsloftslag. Veðráttan á vorin er afar þægileg, fallegir akrar og allt er í blóma. Þar sem Commissey er á hásléttu eru sumrin mildari en sunnar í álfunni og húsið er hannað þannig að það er svalt þótt heitt sé úti. Mörgum þykir haustin samt fallegasti árstíminn. Vínuppskera fer fram um mánaðamótin september-október og á þessum tíma er veðrið milt, hiti á bilinu 18°–20°C yfir daginn. Veturinn hefur sína töfra þar sem villibráðin kemur á matseðilinn. Kalt getur verið í veðri en húsið er vel kynnt, notalegt er að sitja við kertaljós fyrir framan eld í kamínunni eftir góðan kvöldverð. Myllan er leigð til félagasamtaka júní, júlí og ágúst en vorin og haustin eru frábær tími á svæðinu.

Troyes er afar sjarmerandi bær og þar er hægt að gera góð kaup á risastórum útsölumörkuðum. Mynd / commons.wikimedia.org

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni myllan.wordpress.com.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Aðalmynd / www.pexels.com

Fegurð og form

Arkitektúr í París.

Þegar fólk hugsar um byggingarlist Parísar þá dettur því yfirleitt í hug Eiffel-turninn, Notre Dame eða jafnvel Pompidou-safnið. Í úthverfum borgarinnar leynast hins vegar gjörólíkar og mjög framúrstefnulegar byggingar sem vert er að skoða.

Í kjölfar loka seinni heimsstyrjaldar hófst gríðarlegur fólksflutningur til Parísar, bæði úr sveitum Frakklands og frá öðrum löndum. Borgaryfirvöld brugðu á það ráð að byggja stórar fjölbýlishúsasamstæður, grands ensembles, í úthverfum borgarinnar. Á sjötta áratugnum voru reistar byggingar í hinum hagnýta móderníska stíl, stórir háir turnar sem voru umluktir opnum grænum svæðum. Fljótlega upp úr 1970 byrjuðu arkitektar að aðhyllast frekar póstmódernisma sem einkenndist af fjölbreytileika, skrauti, húmor og vísun í fortíðina.

Á árunum á eftir risu fjölmargar skrautlegar samstæður. Hópur ungra frambærilegra arkitekta sá tækifæri í skipulagsuppdráttum fyrir ný úthverfi, villes nouvelles, til að láta ljós sitt skína. Þeir notuðu nútímalega byggingartækni til að sýna fram á að hægt væri að byggja fjölbýli fyrir félagsíbúðir á stórum skala án þess að fórna fegurðinni og glæsileikanum.

Ríflega þrjátíu árum eftir að þær voru byggðar liggja langflestar þessara bygginga undir skemmdum, enda hafa þær bara uppskorið háð og spott Parísarbúa í mörg ár. Því verður þó ekki neitað að arkitektunum tókst ætlunarverk sitt, að gera fólki kleift að búa í fallegum byggingum sem voru á viðráðanlegu verði. Þeir einbeittu sér þó kannski of mikið að útliti bygginganna og minna að því að skapa samfélag fyrir íbúana.

Les Espaces d’Abraxas er hugarfóstur spænska arkitektsins Ricardos Bofill.

Les Espaces d’Abraxas er hugarfóstur spænska arkitektsins Ricardos Bofill. Hann vildi hanna glæsilegan minnisvarða fyrir hið nýja úthverfi Marne-La-Vallée sem einnig væri búið í. Byggingarstíllinn vísar mikið í klassískan franskan byggingarstíl en með nútímalegum stílbrigðum. Íbúðirnar í samstæðunni eru 591 talsins og skiptast í þrjá hluta. Le Palacio er 18 hæða blokkarbygging sem hýsir 441 íbúði. Le Théatre er bogadregin bygging sem myndar torg í miðjunni sem svipar til rómversks leikhúss og hýsir 130 íbúðir sem allar vísa bæði inn að torginu og út að París. Að lokum er L’Arc, lítil bygging í miðju torgsins, eins og sigurbogi, en sú bygging hýsir 20 íbúðir á 9 hæðum.

Byggingasamstæðan við Place Pablo Picasso.

Byggingasamstæðan við Place Pablo Picasso er steinsnar frá Les Espaces d’Abraxas. Byggingarnar raðast í átthyrning og á sitthvorum endanum eru mjög sérstakar 17 hæða hringlaga byggingar. Samstæðan hýsir 540 íbúðir, leikskóla, gagnfræðaskóla, íþróttavelli og nokkrar verslanir. Heiðurinn af þessari heildrænu og metnaðargjörnu hönnun á Manolo Nunez Yanowsky en hann segir að hringlaga byggingarnar tákni hjól á vagni sem hefur hvolft.

Les Orgues de Flandre er byggingasamstæða í 19. hverfi Parísar.

Les Orgues de Flandre, sem þýðir í raun líffæri Flanders, er byggingasamstæða í 19. hverfi Parísar. Byggingarnar voru hannaðar af arkitektinum Martin van Trek um miðbik áttunda áratugarins en byggingu þeirra lauk árið 1980. Fjórir himinháir turnar einkenna samstæðuna þó að flestar bygginganna séu um fimmtán hæðir en þær ná yfir 6 hektara landsvæði.

Les Tours Aillaud samstæðan samanstendur af 18 turnum sem eru allt frá 13 og upp í 20 hæðir.

Á útjaðri La Défense-viðskiptahverfisins rísa Les Tours Aillaud, nefndir eftir hönnuði þeirra Émile Aillaud. Samstæðan samanstendur af 18 turnum sem eru allt frá 13 og upp í 20 hæðir. Fyrir utan hæðarmismuninn er lögun turnanna sú sama, nokkrir samsettir sívalningar. Utan á klæðningunni eru freskur með skýjum og þess vegna eru byggingarnar stundum kallaðar Les Tours Nuages í daglegu tali, sem útleggst sem skýjaturnarnir á íslensku.

Byggingasamstæða frá Ricardo Bofill.

Önnur stórkostleg byggingasamstæða frá Ricardo Bofill er í úthverfinu Saint-Quentin-en-Yvelines skammt frá Versalahöll. Eins og Les Espaces d’Abraxas skiptist þessi byggingasamstæða í þrjá hluta: Le Viaduc samanstendur af 74 íbúðum í sex blokkum sem reistar eru í röð út í vatnið, tengdar samar með göngugötu og litlum brúm. Les Arcades du Lac eru fjórar kassalaga byggingar með sameiginlegum garði í miðjunni á hverri þeirra. Íbúðirnar eru 389 talsins, á þremur hæðum, sem allar snúa bæði inn að garði og út að umhverfinu. Le Temple er svo á hinum enda vatnsins en sá hluti samanstendur af meginbyggingu og tveimur bogadregnum byggingum sem hýsa 200 íbúðir. Bofill segist hafa viljað útfæra franskan garð, líkt og þann sem er við Versalahöll, þar sem byggingar kæmu í stað snyrtra runna og ef svæðið er skoðað úr lofti má sjá hvað hann átti við.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Eitt skref enn

Ein einfaldasta leiðin til að öðlast betri heilsu er að ganga meira.

Kyrrseta er mjög einkennandi þáttur nútímalífsstíls.

Kyrrseta er mjög einkennandi þáttur nútímalífsstíls og við megum öll við því að hreyfa okkur meira. Það er eitt að fara reglulega í ræktina en við þurfum að stunda hreyfingu daglega og oft á dag. Ein einfaldasta leiðin til að öðlast betri heilsu er að ganga meira.

Vinsældir heilsuúra og skrefamæla hafa aukist til muna á síðustu árum, en þau gera manni auðvelt að fylgjast með hversu mikið maður gengur á hverjum degi.

Ráðlagt er að ganga að minnsta kosti tíu þúsund skref á hverjum degi en margir eiga í erfiðleikum með að ná því markmiði. Hér eru nokkrar góðar leiðir til að auka skrefafjöldann um tvö þúsund á hverjum degi.

Símafundir á ferð

Til hvers að sitja kyrr á meðan þú ert í símanum þegar þú getur staðið upp frá skrifborði þínu, fengið ferskt loft og bætt við þig skrefum? Ef þú gengur á jöfnum hraða meðan á tíu mínútna símtali stendur geturðu safnað þúsund skrefum án þess að taka eftir því.

Ráðlagt er að ganga að minnsta kosti tíu þúsund skref á hverjum degi en margir eiga í erfiðleikum með að ná því markmiði.

Farðu lengri leiðina

Við stöndum mörgum sinnum upp á hverjum degi, hvort sem það er til að fara á salernið eða til að sækja vatn eða kaffi. Prófaðu að fara lengri leiðina í hverri af þessum ferðum, til dæmis fara á salernið sem er fjær skrifstofu þinni eða einfaldlega taka krók á leiðinni, þetta mun aðeins taka þig örfáum mínútum lengur en skrefin safnast upp.

Með daglegum verkum

Mikið af þeim verkum sem við gerum á hverjum degi framkvæmum við á meðan við stöndum kyrr, en hægt væri að hámarka nýtingu tímans með því að stunda hreyfingu á meðan. Til dæmis er sniðugt að ganga um gólf á meðan þú burstar tennurnar, en það er fjórar mínútur á dag sem getur þýtt allt að fimm hundruð skref. Síðan geturðu gengið um á meðan þú bíður eftir lyftu eða strætó eða hvenær sem er.

Upp og niður

Alltof oft kýs fólk að grípa snöggan hádegismat og jafnvel borða hann við skrifborðið sitt. Það er mun heilsusamlegra ef þú ferð út að ná þér í hádegismat og færð þér gönguferð fram og til baka.

Það er gamalt og gott ráð að sleppa því að nota lyftur eða rúllustiga. Það segir sig sjálft að þú safnar ekki skrefum með því að standa kyrr í lyftu. Á hverri mínútu sem við göngum upp stiga getum við safnað allt að tvö hundruð og sjötíu skrefum svo það getur fljótt borgað sig.

Sæktu hádegismatinn

Alltof oft kýs fólk að grípa snöggan hádegismat og jafnvel borða hann við skrifborðið sitt. Það er mun heilsusamlegra að gefa sér tíma til að borða í friði. Ekki er verra ef þú ferð út að ná þér í hádegismat og fá þér gönguferð fram og til baka. Ef það hentar ekki, til dæmis ef það er mötuneyti á vinnustað þínum, þá ættirðu samt að gefa þér tuttugu mínútur til að fara út að ganga því þannig eykurðu skrefafjölda dagsins um heil tvö þúsund skref.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Forsætisráðherra: ,,Framsóknarbollinn er stofustáss“

||||
Forsætisráðherra Íslands og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

Katrín Jakobsdóttir sækist eftir notuðum húsgögnum.

Forsætiráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir á marga hluti sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir hana og fjölskylduna.

Forsætiráðherra Íslands og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Katrín Jakobsdóttir er virkur safnari. Hún á marga hluti sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir hana og fjölskylduna. Hún á þó nokkra erfðagripi sem eiga sér sögu og ylja henni um hjartarætur. Henni þykir einstaklega vænt um listverkin sem synirnir hafa fært þeim hjónum.

Uppáhaldshönnuður? ,,Ég fylgist ekki mikið með tísku, hvorki í fötum né öðru, og verð seint sökuð um að hafa mikið vit á þessum geira en ég hef verið mjög ánægð með gróskuna í íslenskri hönnun og hef til að mynda verið mjög ánægð með það sem ég hef keypt hjá Farmers market, Hildi Yeoman, Jör og fleirum.“

Besti maturinn? „Suðurfranskur og norðurafrískur matur.“

Hvað dreymir þig um að eignast? „Mig dreymir nú sjaldan um að eignast neitt.“

Hvers getur þú ekki lifað án? „Mér er alltaf kalt þannig að ég verð að nefna ullarpeysur og ullartrefla. Fer helst ekkert án trefils.“

Uppáhaldslífsstílsbúð? „Er IKEA lífsstílsbúð?“

Uppáhaldsflík? „Uppáhaldsflík er gærujakki sem góð kona saumaði fyrir mig fyrir nokkrum árum en í honum verður mér ekki kalt.“

,,Ég fylgist ekki mikið með tísku, hvorki í fötum né öðru, og verð seint sökuð um að hafa mikið vit á þessum geira en ég hef verið mjög ánægð með gróskuna í íslenskri hönnun og hef til að mynda verið mjög ánægð með það sem ég hef keypt hjá Farmers market, Hildi Yeoman, Jör og fleirum.“

Er eitthvað sérstakt sem þú gerir fyrir heimilið haustin? „Þegar mikið er að gera er það nú fátt annað en að kveikja á kertum í hauströkkrinu.“

Hér að neðan eru hlutir sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá Katrínu.

1. Framsóknarbollinn er stofustáss sem Birkir Jón Jónsson færði mér á Alþingi fyrir nokkrum árum og endaði í jólapakka eiginmannsins sem rekur sín eigin hollvinasamtök fyrir Framsóknarflokkinn enda genetískur Framsóknarmaður.

Birkir Jón Jónsson færði Katrínu þennan bolla.

2. Píanóið (hér að neðan) er gamalt, líklega frá 1926, en það keypti móðuramma mín fyrir sín fyrstu mánaðarlaun í kennslu. Móðursystir mín færði okkur píanóið fyrir nokkrum árum þegar elsti sonur minn hóf nám í píanóleik og það hefur reynst svona ljómandi vel þrátt fyrir háan aldur.

3. Litríku myndirnar á veggnum. Hér má sjá nokkur listaverk eftir synina þrjá en þeir eiga þennan vegg. Hæfileikar þeirra innan listanna liggja á ólíkum sviðum.

4. Eggið á borðinu fengum við að gjöf á Djúpavogi en þetta verk er eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann sem er höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík.

Frá vinstri: Píanó sem móðuramma Katrínar átti, myndir eftir syni hennar og listaverk eftir Sigurð Guðmundsson.

5Áletrunin á veggnum. Hún er listaverk eftir Hlyn Hallsson, vin okkar, sem spreyjaði þessi skilaboð á íslensku, sænsku og arabísku.

6. Púltið. Þetta púlt var í eigu Sigvalda Guðmundssonar, langafa eiginmanns míns, en það sem er skemmtilegt við púltið er að það hefur að geyma leynihólf. Í púltinu geymum við eitt og annað sem felur í sér sögu og tengsl við ræturnar.

7. Eldhúsið. ABBA-seglarnir eru keyptir á ABBA-safninu í Stokkhólmi en ég er mikill aðdáandi og læt mig dreyma um að gista einhvern tíma á hótelinu sem Benny Anderson rekur í Stokkhólmi.

Frá vinstri: Listaverk eftir Hlyn Hallsson, púlt sem var í eigu langafa eiginmanns Katrínar og ABBA-seglarnir.

Höfundur / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir gengur til liðs við Birtíng

Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna.

Helga mun ritstýra Mannlífi og hafa yfirumsjón með áframhaldandi stafrænni uppbyggingu en Birtíngur opnaði nýverið lífstílsvefinn man.is, sem er sameiginlegur vefur allra miðla félagsins.

Hún mun starfa náið með núverandi ritstjórum tímarita Birtíngs, leiða aukið samstarf ritstjórna og marka ritstjórnarstefnu Mannlífs og man.is. Fríblaðinu er dreift inn á öll heimili á höfuborgarsvæðinu og er aðgengilegt til niðurhals á vefnum.

“Ég hlakka til að hefja störf hjá Birtíngi og lít á það sem mikla áskorun að takast á við prentmiðla á þessum tímum og finna þeim tryggan farveg í síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi,” segir Helga. “Það verður spennandi verkefni að leiða nokkur af vinsælustu tímaritum landsins inn á nýjar brautir í hinum stafræna heimi og koma með ferskt fríblað mánaðarlega um brýn samfélagsmál, sem varða okkur öll og málefni líðandi stundar.“

Helga hefur starfað í fréttaskýringaþættinum Kastljósi hjá Ríkisútvarpinu frá árinu 2014, og auk þess hefur hún framleitt og haft umsjón með heimildarþættinum Meinsærið um rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu og fjögurra þáttaröð um leikferil Eddu Björgvinsdóttur leikkonu.

Helga starfaði í 7 ár á Stöð 2 sem fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi, vaktstjóri, fréttaþulur og dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag. Á Stöð 2 hafði hún umsjón með þáttunum um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Mannshvörf á Íslandi og Óupplýst lögreglumál.

Hún hefur starfað við blaðamennsku allt frá árinu 2002 og hóf störf sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu 2004, þar til hún gekk til liðs við Stöð 2. Hún hlaut MA gráðu í International Journalism frá City University of London árið 2010 með áherslu á sjónvarps-og rannsóknarblaðamennsku. Hún er með BA gráðu í stjórnmálafræði og frönsku frá Háskóla Íslands og stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Gunnlaugur Árnason, stjórnarformaður Birtíngs: “Helga býr yfir mikilvægri reynslu á mörgum sviðum fjölmiðlunar. Hjá Birtíngi starfar hæfileikaríkt fólk og Helga mun enn frekar styrkja ritstjórnarslagkraft félagsins.”

Helga hefur störf hjá Birtingi 2. janúar næstkomandi.

Pólitísk tíska

Tískuhönnuðir taka þátt í kvenréttindabaráttunni með því að fagna fjölbreytileikanum.

Múslímska fyrirsætan Halima Aden, sú fyrsta til að ganga niður tískusýningarpall á tískuviku í New York með hijab bundinn um höfuðið.

Við vorum orðin allt of vön því að sjá einsleitar og sviplausar fyrirsætur ganga niður tískusýningarpallana til að kynna fyrir okkur nýjustu tísku.

Síðustu misseri virðist tískuheimurinn þó vera farinn að ranka við sér og hönnuðir eru farnir að taka þátt í kvenréttindabaráttunni með því að fagna fjölbreytileikanum. Þeir sem sýndu tískuna síðustu mánuði og vikur notuðu meðal annars konu á áttræðisaldri, ofurfyrirsætu í svokallaðri „yfirstærð“og múslímska fyrirsætu með hijab. Þá veigruðu þeir sér ekki við að senda frá sér rammpólitísk og feminísk skilaboð sem eiga erindi til allra.

Sterk skilaboð
Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi tískusýningarpallarnir verið eins stútfullir af kvennakrafti og á síðustu vikum og margir hönnuðir gáfu okkur von um að hægt og rólega séu tímarnir að breytast til hins betra.

Tískuheimurinn virðist smám saman vera að brjóta niður veggi í staðinn fyrir að byggja þá og leyfir einstaklingum frekar að njóta sín óháð kynþætti, kyni, aldri, trúarbrögðum eða kílóafjölda.

Í ljósi þess að konur yfir sextugt eru með stærstu kaupendum hátísku í heiminum verður að þykja skrítið að þær sé sjaldan sýnilegar á tískusýningarpöllunum eða í auglýsingum. Þess vegna var einstaklega ánægjulegt að að sjá eldri konu ganga niður pallinn fyrir tískuhúsið Simone Rocha.

Michael Kors fékk ofurfyrirsætuna í „yfirstærð“, Ashley Graham, til að sýna fötin sín.

Múslímska fyrirsætan Halima Aden, sú fyrsta til að ganga niður tískusýningarpall á tískuviku í New York með hijab bundinn um höfuðið.

Feminísk skilaboð komust vel til skila á tískusýningarpalli Prabal Gurung sem sendi fyrirsætur sínar niður pallinn í rammpólitískum bolum.

Í lokaatriðinu hjá Missoni báru fyrirsæturnar bleikar píkuhúfur sem eru nýtt merki kvenréttindahreyfingarinnar (sbr. aðalmynd).

Litadýrð

Michael Kors fékk ofurfyrirsætuna í „yfirstærð“, Ashley Graham, til að sýna fötin sín.

Margir stærstu tískuhönnuðirnir fengu innblástur frá götutískunni og sendu fyrirsætur niður pallinn með einstaklega litríkt hár. Við sáum meðal annars gular strípur hjá Versace, skærblátt hár hjá Marc Jacobs, eldrautt hjá Saint Laurent og Barbie-bleikt hjá Dior.

Förðunin undirstrikaði persónulega tjáningu þeirra sem hana báru og litadýrð var víða að finna baksviðs.

Nú er tími til kominn að þora að vera „öðruvísi“ og prófa sig áfram með liti sem við þorum vanalega ekki að snerta. Augnskuggapallettan Color Shot í stílnum Bold frá Smashbox er tilvalin í verkið.

Baksviðs hjá Prada sendi förðunargoðsögnin Pat McGrath þau skilaboð að förðun fyrirsætnanna sé frekar ætluð til persónulegrar tjáningar en til þess að þóknast öðru fólki.

Persónulegar klippingar

Í takt við einstaka persónuleika sem sáust víða á hausttískusýningarpöllunum voru sérstakar klippingar áberandi. Náttúruleg áferð á hári fyrirsætnanna fékk að njóta sín og töffaralegir drengjakollar og bob-klippingar komu sterkar inn.

Lengi lifi byltingin

Fyrirsætur Dior báru leðuralpahúfur en alpahúfan hefur löngum verið tengd byltingu og uppreisn en það má með sanni segja að uppreisnin sé hafin innan tískuheimsins.

Það var einstaklega ánægjulegt að að sjá eldri konu ganga niður pallinn fyrir tískuhúsið Simone Rocha.

Texti / Helga Kristjáns

Framúrskarandi matur og frábært viðmót

Montréal er ein af fallegustu borgum Kanada og býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir ferðamenn.

Borgin er fræg fyrir frábæran mat og það sama á við um þjónustuna. Borgin er frönskumælandi en langflestir tala þó ensku líka.

Jacques Cartier-brúin liggur yfir á eyjuna Sainte-Hélène og þar er meðal annars skemmtigarðurinn Le Ronde. Hvers kyns tívolítæki fyrir unga sem aldna eru í garðinum og þar eru oft haldnir alls konar viðburðir og tónleikar.

Gamli bærinn í Montréal er heillandi og þar er yndislegt að labba um steinlagðar göturnar og virða fyrir sér fallegan arkitektúrinn og mannlífið. Þar er fjöldinn allur af veitingastöðum og kaffihúsum sem mörg hver skora hátt á TripAdvisor. Listagallerí eru víða sem og svokallaðar „lundabúðir“ en stærri verslunarkeðjur eru annars staðar. Notre Dame-kirkjan trónir yfir torgið d‘Armes. Óhætt er að mæla með því að borga sanngjarnt gjaldið við innganginn og skoða þessa stórkostlegu byggingu.

Skammt frá gamla bænum er Kínahverfið. Þar eru ótal asískir veitingastaðir, matarmarkaðir og verslanir. Úr hverri höfuðátt inn í hverfið eru fjögur hefðbundin kínversk hlið (paifang) sem gefin voru af Shanghai árið 1999. Einni götu fyrir ofan Kínahverfið er Rue Sainte-Catherine sem er aðalverslunargata borgarinnar og mjög löng. Þar er að finna allar helstu verslunarkeðjurnar, eins og H&M, Apple, Sport Experts, Zöru, North Face og svona mætti lengi telja.

Gamli bærinn og hinar ýmsu verslunarmiðstöðvar Rue Sainte Catherine tengjast í gegnum The Underground City sem er nokkurs konar verslunarborg undir miðborginni. Fyrir þá sem koma þangað í fyrsta sinn getur reynst allflókið að rata því ranghalarnir virðast endalausir.

Neðanjarðarborgin tengist einnig neðanjarðarlestarkerfinu og hentar vel að nota hvort tveggja yfir háveturinn þegar frosthörkur eru sem mestar og yfir sumarið þegar hitinn er hvað mestur. Þarna má labba langar leiðir milli staða án þess að koma nokkru sinni upp á yfirborðið.

Gamli bærinn í Montréal er heillandi og þar er yndislegt að labba um steinlagðar göturnar og virða fyrir sér fallegan arkitektúrinn og mannlífið. Þar er fjöldinn allur af veitingastöðum og kaffihúsum sem mörg hver skora hátt á TripAdvisor.

Fyrir austan miðbæ Montréal er hverfið Gay Village. Á hverju sumri lokast sá hluti Sainte-Catherine Street sem tilheyrir Gay Village fyrir akandi umferð og listaverkið Pink Ball eftir landslagsarkitektinn Claude Cormier er hengt yfir götuna á eins kílómetra kafla. Í ár lét hann verkið hins vegar mynda regnbogalitina í stað bleikra tóna. U.þ.b. 200 þúsund kúlur eru í verkinu. Hverfið á sér áratuga langa sögu og byrjaði fyrir alvöru að myndast um og eftir Expo 67.

Gamli bærinn í Montréal er heillandi og þar er yndislegt að labba um steinlagðar göturnar og virða fyrir sér fallegan arkitektúrinn og mannlífið.

Expo og manngerðar eyjar

Í Montréal er margt að skoða. Fjallið, eða kannski réttara sagt hæðin, Mont Royal sem borgin heitir eftir trónir fyrir ofan bæinn. Allmargar gönguleiðir eru á toppinn bæði á malbikuðum stígum og troðningum í gegnum skóginn. Til dæmis er hægt að hefja gönguna við Sir George Etienni Cartier-minnismerkið. Aðalútsýnisstaðurinn af hæðinni er við Chalet du Mont-Royal og þar er magnað að horfa yfir borgina.

Jacques Cartier-brúin liggur yfir á eyjuna Sainte-Hélène og þar er meðal annars skemmtigarðurinn Le Ronde. Hvers kyns tívolítæki fyrir unga sem aldna eru í garðinum og þar eru oft haldnir alls konar viðburðir og tónleikar.

Heimssýningin Expo 67 var haldin á eyjunni árið 1967 sem og á eyjunni Notre Dame sem var manngerð árið 1965 fyrir sýninguna, meðal annars úr efni frá gerð neðanjarðarlestarkerfisins. Sainte-Hélène var stækkuð af sama tilefni. The Biosphere-hvelfingin er meðal þess sem enn stendur eftir sýninguna.

Árið 1999 var eyjunum gefið sameiginlega nafnið Parc Jean-Drapeau til minningar um bogarstjórann sem hjálpaði til við að fá Expo 67 til eyjanna á sínum tíma og lét byggja neðanjarðarlestina.

haust var parísarhjól tekið í notkun á bökkum St. Lawrence-árinnar fyrir neðan gamla bæinn. Þar er ljúft að taka sér far og fá útsýni yfir ána, eyjarnar og skýjakljúfana.

Ljúffengur matur

Borgin er þekkt fyrir ríka matarmenningu og hver veitingastaðurinn á fætur öðrum býður upp á einstaklega góðan mat og framúrskarandi þjónustu. Morgunmatur er sjaldan innifalinn í hótelverði og þá er um að gera að kíkja á einn af mörgum morgunverðarstöðum borgarinnar. Eggspectation býður upp á frábært úrval og ljúffenga safa. La Finsa Coffee and Office hefur heimatilbúinn mat á boðstólum og besta kaffið að margra mati. Einnig má mæla

Pítsustaðurinn Pizzeria Bros lætur lítið yfir sér en þar fást virkilega góðar pítsur sem pantaðar eru yfir afgreiðsluborð líkt og á Subway.

með Brasserie 701 sem er virkilega flottur staður rétt hjá Notra Dame-kirkjunni. Montréal er þekkt fyrir beyglurnar sínar og einn þekktasti beyglustaðurinn er líklega Fairmount Bagel.

Pítsustaðurinn Pizzeria Bros lætur lítið yfir sér en þar fást virkilega góðar pítsur sem pantaðar eru yfir afgreiðsluborð líkt og á Subway. Nokkur borð eru á staðnum til að sitja við en það er líka tilvalið að sækja þangað pítsu til að fara með upp á hótel að borða.

Einnig er óhætt að mæla með Piazza del Sogno sem er aðeins fínni pítsustaður með ekta ítölskum pítsum og ef þið viljið steikur þá býður keðjan The Keg Steakhouse upp á ljúffengar nautasteikur. Veitingastaðurinn Terrasse William Gray er staðsettur á verönd efstu hæðar samnefnds hótels og þar eru framreiddir virkilega flottir smáréttir og kokteilar. Það sem er alveg extra þægilegt við veitingastaði og kaffihús í Montréal er að þar er ekkert mál að fá sundurliðaðan reikning þegar hópur fólks er saman úti að borða og það sem meira er að þjónarnir gera það með bros á vör.

Annars er gagnlegt að fara inn á TripAdvisor og skoða umsagnir staðanna áður en haldið er af stað og oft er betra að vera búinn að panta á vinsælli stöðum.

Höfundur og ljósmyndari / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

„Hrokinn kom mér á botninn“

Bjartur Guðmundsson býður upp á óvenjulega árangursþjálfun.

Bjartur Guðmundsson er leikari, árangursþjálfi og eigandi fyrirtækisins Optimized Performance sem hann stofnaði í febrúar 2016. Hann býður upp á óvenjulega árangursþjálfun fyrir alla sem vilja öðlast hámarksaðgengi að getu sinni og hæfileikum á hvaða sviði sem er. Bjartur byggir námskeiðin ekki síst út frá eign reynslu.

Bjartur Guðmundsson er leikari, árangursþjálfi og eigandi fyrirtækisins Optimized Performance sem hann stofnaði í febrúar 2016. Hann býður upp á óvenjulega árangursþjálfun fyrir alla sem vilja öðlast hámarksaðgengi að getu sinni og hæfileikum á hvaða sviði sem er.

„Ég trúi því að allur árangur, óháð í hverju, sé bundinn við þrjá þætti. Í fyrsta lagi þekkingu og kunnáttu, í öðru lagi viðhorfi okkar til okkar sjálfra og þess sem við viljum ná árangri í og í þriðja lagi venjubundnu tilfinningalegu ástandi.

Af þessum þremur atriðum vegur tilfinningalegt ástand þyngst, svo viðhorf og síðan þekking og kunnátta. Þar af leiðandi gengur Optimized Performance út á tilfinninga- og viðhorfsþjálfun sem fer fram á hrikalega skemmtilegum og áhrifaríkum námkeiðum þar sem þátttakendur læra að örva taugakerfið þannig að útkoman verði það sem ég kalla topp tilfinningalegt ástand,“ segir Bjartur.

„Í þessu öfluga ástandi galopnast aðgengi taugakerfisins að hæfileikum, upplýsingum og skapandi hugsun, við tökum uppbyggilegri ákvarðanir og fylgjum þeim eftir með vandaðri athöfnum, samskiptahæfni fer upp á annað plan og kærleiksríkt sjálfstraust fer í hæstu hæðir. Þetta er alveg geggjað hreint út sagt.“

Var hræddur við höfnun

Bjartur segist hafa misstigið sig ótal sinnum og upphaf þessa ævintýris megi rekja til þess að hann hélt að hann væri búinn að meika það sem leikari stuttu eftir að hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009. „Fyrir vikið féll ég í þann fúla pitt að trúa því að nú myndu leikstjórar og framleiðendur bjóða mér hlutverk í hrönnum. Með öðrum orðum þá varð ég hrokafullur og taldi mér trú um að það væri fyrir neðan mína virðingu að sækjast af krafti eftir hlutverkum en raunverulega var ég bara skíthræddur við höfnun og að standast ekki væntingar. Ég áorkaði þó einu og það var að verða grautfúll, reiður og bitur á mettíma en sem betur fer er ég frekar jákvæður einstaklingur að upplagi og fór að leita leiða til að komast á betri stað. Það er sagt að við þurfum annaðhvort örvæntingu eða innblástur til að taka nýja stefnu í lífinu og ég var svo sannarlega örvæntingafullur á þessum tímapunkti. Innblásturinn kom svo þegar vinur minn benti mér á mannræktarfrömuðinn Anthony Robbins en ég er undir gríðarlegum áhrifum frá honum, hef marglesið allar bækur hans, farið í gegnum hljóðprógrömm og setið námskeið. Síðan þá hef ég verið mikill áhugamaður um mannrækt og jákvæða sálfræði sem svo varð til þess að ég stofnaði Optimized Performance,“ segir Bjartur.

„… Með öðrum orðum þá varð ég hrokafullur og taldi mér trú um að það væri fyrir neðan mína virðingu að sækjast af krafti eftir hlutverkum en raunverulega var ég bara skíthræddur við höfnun og að standast ekki væntingar.“

Til þessa hefur hann unnið með tæplega 80 vinnustöðum og rúmlega 3.000 einstaklingum og segir að viðbrögðin við námskeiðunum hafi verið ótrúlega góð. „Það er eitthvað við það að gefa af sér en markmiðið með þessu öllu er að miðla hugmyndafræði og aðferðum sem geta stórbætt lífsgæði fólks. Námskeiðin eru fyrir alla sem hafa áhuga á því að taka skref fram á við og eru tilbúnir að axla ábyrgð á eigin gæfu.

Það hefur verið sagt að ef við viljum betra líf þá þurfum við sjálf að verða betri í lífinu. Með því að læra hvernig hægt er að innprenta uppbyggileg viðhorf og hvernig hægt er kynda upp öflugar uppbyggilegar tilfinningar sem veita kraft, hugrekki, trú og traust þá eru okkur bókstaflega allir vegir færir. Fyrir mér eru þetta lykilatriði ef maður vill verða góður í lífinu og það magnaða er að þetta er ekki flókið og er meira að segja frekar létt ef maður skilur og kann aðferðirnar.“

Niðurrif engum til góðs

Bjartur lumar á ýmsum ráðum til fólks sem á það til að tala sig niður. „Já. Í fyrsta lagi verðum við að átta okkur á því að við gerum ekkert nema við trúum því að það muni hafa einhverjar jákvæðar afleiðingar í för með sér eða við trúum því að það forði okkur frá einhverjum neikvæðum afleiðingum. Það að tala okkur niður getur leitt til þess að annað fólk sýni okkur alúð og hlýju og þannig upplifum við ást og tengingu. Sumir trúa því að það sé bókstaflega mikilvægt að drulla yfir sjálfa sig til þess að læra af mistökum. Sjálfsniðurrif getur verið leið okkar til að finnast við vera auðmjúk, ekki hrokafull eins og allir hrokafullu fávitarnir og þannig upplifum við að við séum merkileg. Stundum notum við niðurrif til að búa til afsakanir, til að stjórna, til að forðast að gera eitthvað sem við óttumst en vitum að væri gott fyrir okkur. Við notum sjálfsniðurrif líka til að gefa okkur leyfi til að gera eitthvað sem veitir skjótfengna vellíðan en er raunverulega ekki gott fyrir okkur né aðra.

Ég veit að þetta kann að hljóma fáránlega og það er fáránlegt að við notum sjálfsniðurrif á þennan hátt en ef við gerum mikið af því, þá er það vegna þess að við höldum að það muni forða okkur frá meiri sársauka eða hreinlega veita okkur vellíðan.

Með því að læra hvernig hægt er að innprenta uppbyggileg viðhorf og hvernig hægt er kynda upp öflugar uppbyggilegar tilfinningar sem veita kraft, hugrekki, trú og traust þá eru okkur bókstaflega allir vegir færir, að sögn Bjarts. Mynd / www.pixabay.com

Til að venja okkur af þessum ósið þurfum við að komast að því hvaða sársauka við erum að reyna að forðast og/eða hvaða vellíðan við erum að sækjast eftir. Því næst þurfum við að átta okkur á því að sjálfsniðurrif mun alltaf leiða til meiri sársauka en vellíðunar og taka ákvörðun um að það sé heimskulegt og ekki þess virði. Þetta gerum við með því að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða sársauka mun það leiða af sér að rífa mig niður? Hvaða vellíðan mun það leiða af sér að hætta að rífa mig níður? Hvaða vellíðan mun ég upplifa ef ég tem mér að tala mig upp?

Hér er mikilvægt að koma með eins mörg svör og hægt er við hverri spurningu og svörin verða að kynda upp tilfinningar. Ef okkur tekst að gera þetta þá fer okkur virkilega að langa til að breyta hugsanamynstri okkar sem þýðir að við erum opin fyrir næsta skrefi sem er að taka eftir því þegar við dettum inn í niðurrif og gera eftirfarandi um leið: Hoppa með hendur upp í loft og íhuga þessar spurningar í tvær mínútur: Hvað gæti ég verið þakklát/ur fyrir núna ef ég vildi virkilega vera þakklát/ur? Hvað gæti mér líkað vel við í eigin fari ef ég virkilega vildi? Hverju gæti ég verið stolt/ur af við sjálfa/n mig ef ég virkilega vildi? Líkamsbeiting hefur stórkostleg áhrif á líðan okkar og það eitt að hoppa með hendur upp í loft í tvær mínútur kemur okkur í betra andlegt ástand þar sem er auðveldara að tala sig upp. Það sama gildir með spurningarnar en með því að einbeita okkur að þeim og svara í tvær mínútur getum við kynt upp sterkar uppbyggilegar tilfinningar. Með því að hoppa og svara spurningunum getum við keyrt okkur upp í frábært tilfinningalegt ástand á aðeins tveimur mínútum og tamið okkur uppbyggilegri viðhorf gagnvart sjálfum okkur. Ég hvet alla til að prófa þetta,“ segir Bjartur brosandi.

„Æfingin hér að ofan er frábær til að komast í gott tilfinningalegt ástand en almennt er það þrennt sem ber að hafa í huga. Að beita líkamanum og röddinni eins og þegar okkur líður vel, hugleiða uppbyggilegar spurningar og nota orðalag sem er uppbyggilegt.“

Og það er margt skemmtilegt fram undan hjá Bjarti. „Ég er á fullu að bóka námskeið með hinum ýmsu fyrirtækjum fyrir veturinn en ég bendi áhugasömum á að senda mér bara tölvupóst á [email protected] eða fara á www.optimized.is og kynna sér málið betur. Svo er ég svo brattur að lofa því að ef þér líkar ekki námskeiðið þá færðu það endurgreitt að fullu,“ segir hann sposkur að lokum.

Texti / Ragnhildur Aðalssteinsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

„Vetrargöngur á fjöll eru ekki síðri að fegurð“

Anna Bryndís Skúladóttir á margar uppáhaldsgönguleiðir á Austurlandi.

Fyrir sjö árum stofnuðu nokkrar fjallageitur Fjallgönguklúbbinn Fjallhress og síðan þá hafa meðlimir hans gengið á eitt alvörufjall í mánuði, farið í ótal léttari göngur en einnig krefjandi ferðir utan fjórðungs.

„Ég er fædd og uppaldin á Borgarfirði eystra en bjó á Egilsstöðum í um 30 ár,“ segir Anna Bryndís eða Bryndís eins og hún er kölluð. „Ég er mikill náttúruunnandi og fjallageit og hef notið ríkulega þess mikla fjölbreytileika sem Borgarfjörður og Fljótsdalshérað bjóða upp á til náttúruskoðunar og gönguferða. Borgarfjörður er þekktur fyrir sinn formfagra og litskrúðuga fjallahring og er þar meðal annars að finna annað stærsta líparítsvæði landsins. Víkurnar sunnan Borgarfjarðar eru löngu orðið þekkt göngusvæði með mikla sögu og merka jarðfræði. Fljótsdalshérað er hins vegar víðfeðmasta sveitarfélag landsins með gríðarlegan fjölbreytileika í landslagi. Fjölbreytileiki flóru, gróðurs og dýralífs er að sama skapi mikill og má þar nefna heimahaga hreindýra við Snæfell og varpland heiðagæsa á Eyjabökkum sem er fögur gróðurvin á hálendinu austan Snæfells.“

Fyrir sjö árum stofnuðu nokkrar fjallageitur Fjallgönguklúbbinn Fjallhress og síðan þá hafa meðlimir hans gengið á eitt alvörufjall í mánuði, farið í ótal léttari göngur en einnig krefjandi ferðir utan fjórðungs. „Vetrargöngur á fjöll eru ekki síðri að fegurð en á sumrin og er birtan oft ómótstæðileg á þessum tíma. Austurland er algjör fjallgönguparadís og sækjum við heim fjöll til okkar góðu nágranna um allt Austurland. Á fimm árum hafa Fjallhressir gengið á yfir sextíu 1000 m háa tinda og er hæðartala samtals orðin um 36.000 m. Wildboys.is skipuleggja, reka og sjá um leiðsögn Fjallhressra.

Dyrfjöll – Súla (1136 m)

Krefjandi ganga, óstikuð. Gengið frá Brandsbalarétt upp fagran Jökuldalinn sem er mikil hvilft austan Dyrfjalla og einkennist af þursabergi af öllum stærðum og gerðum og áin bugðast fagurlega um slétta grasbala. Ævintýralegt er að nálgast síðan þverhnípt klettastál Dyrfjalla þar sem gengið er inn á jökulfönn við rætur þess. Gengið er inn á blómi skrýdda rák í fjallinu þar sem fara þarf með gát við gjá sem oft er milli jökuls og klettastáls. Fjallið er bratt en stórfenglegt útsýni í stórbrotnu landslagi. Gönguvegalengd er 18 km. Mæli með leiðsögumanni.

Fljótsdalur – Laugarfell á Fljótsdalshéraði

Mjög falleg stikuð gönguleið frá Kleif í Norðurdal í Fljótsdal upp í Laugafell um 12 km leið. Gengið er upp með Jökulsánni sem er þekkt fyrir marga fagra fossa, stóra sem smáa. Gengið er um þéttvaxinn Kleifarskóg og skal varast að láta villt jarðarber sem mikið er af ginna sig um of, því skógurinn er þéttur á köflum og mikilvægt að hópurinn haldi saman. Í Laugafelli er myndarlegt hostel með veitingasölu og dásamlegum náttúrulaugum. Góður vegur er úr Fljótsdal í Laugafell til að komast til baka. Einnig er hægt að ganga frá Kleif allt að Eyjabakkafossi, 20 km leið, og láta sækja sig þangað.

Skælingur (832 m) á Borgarfirði eystra

Skælingur er skemmtilegt göngufjall með stórkostlegu útsýni yfir Loðmundarfjörð, Seyðisfjörð og til Víkur en einnig er einstaklega fallegt útsýni á hinn fagra Hvítserk. Skælingur er stundum kallaður Kínverska musterið vegna einstæðrar lögunar sinnar. Gengið er á fjallið frá akveginum upp á Neshálsi milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar eftir ómerktri leið á tindinn og ágætt er að ganga upp innarlega á fjallinu, vestarlega. Leiðin er brött en stutt þar sem byrjað er í mikilli hæð.

Snæfell (1833 m) á Fljótsdalshéraði

Auðvitað valdi ég Snæfell ,,konung íslenskra fjalla“ á uppáhaldslistann en fjallið er hæsta fjall landsins utan jökla og liggur skammt norðan Vatnajökuls. Fjallið er innan Vatnajökulsþjóðgarðs og er stikuð leið skammt frá Snæfellsskála á fjallið úr suðvestri allt að jökli, gott er að fá upplýsingar hjá landverði um leiðina. Ráðlegt að hafa göngustafi og keðjubrodda meðferðis. Í góðu skyggni er mikið og gríðarfallegt útsýni af fjallinu meðal annars yfir Eyjabakka. Úrval gönguleiða er í nágrenni Snæfells og tilvalið að dvelja á svæðinu nokkra daga og ganga, má nefna Þjófadali, hring um Snæfell og Vatnsdal.

Stórurð á Fljótsdalshéraði

Fáséð furðuveröld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þar ægir saman þursabergsbjörgum á stærð við blokkir innan um sléttar grundir og túrkisbláar tjarnir. Dyrfjöll gnæfa yfir í botni dalsins og flikruberg skreytir fjallshlíðar. Hægt er að velja um nokkrar stikaðar gönguleiðir til og frá Stórurð og tilvalið að velja aðra leið til baka en komið var, algengustu leiðir eru um 15 km samtals en einnig er hægt að velja lengri leiðir sem liggja til Borgarfjarðar. Mæli ég þó með upphafi göngu af bílastæði á Vatnsskarði þar sem aðkoman að Stórurð er skemmtilegust og fólk grípur andann á lofti af hrifningu.

Þerribjörg á Fljótsdalshéraði

Nokkuð krefjandi ganga. Ekið frá Hellisheiði eystri og þaðan eftir vegslóða (ekki fólksbílar) að Kattárdalsdrögum, bílum lagt þar við skilti. Stikað er frá skiltinu fram á brún beint ofan við Múlahöfn. Kindagata er frá brún niður um 400 m brattan skriðuhrygg. Frá Múlahöfn er gengið í norður, þar blasir við Þerribjarg og Langisandur. Einstök náttúruperla þar sem fögur og afar litskrúðug líparítbjörg með dökkum berggöngum skreyta svæðið. Leiðin er ekki fyrir lofthrædda og mæli ég með leiðsögumanni.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Enginn tími aflögu, ekkert mál!

Það er ástæðulaust að hætta líkamsrækt í desember þótt mikið sé að gera.

Í desember hætta margir að mæta í ræktina og bera oftar en ekki fyrir sig tímaleysi. Það er þó engin ástæða til þess að hætta alveg að stunda líkamsrækt því það er lítið mál að koma stuttum sprettum inn í daglegt líf og þeir geta gert gæfumuninn. Hér eru nokkrar góðar uppástungur og hugmyndir.

Alhliða hreyfing og tannheilsa

Prýðileg leið til að losna við bingó: Skiptu kerru út fyrir tvær körfur, eina í hvorri hönd. Eftir því sem þú verslar meira því meira reynir þú á axlir, herðar, bak-, brjóst- og handleggsvöðva.

Sestu upp við vegg þannig að fótleggirnir myndi níutíu gráðu horn og hnén séu beint upp frá tám. Haltu þessari stöðu á meðan þú burstar tennurnar eða eins lengi og þú getur en með tímanum lengist sá tími sem þú getur haldið stöðunni. Styrktaræfingar sem þessar eru góðar því þær reyna svo til ekkert á liði og styrkja marga vöðva í einu.

Bless, bingó

Skiptu kerru út fyrir tvær körfur, eina í hvorri hönd. Eftir því sem þú verslar meira því meira reynir þú á axlir, herðar, bak-, brjóst- og handleggsvöðva. Þessi aðferð getur líka haft góð áhrif á fjárhaginn því þú ert mun ólíklegri til að kaupa óþarfa hluti ef þú veist að þú þarft að bera þá út um alla búð.

Beðið eftir hraðsuðukatlinum

Hvort sem þú ert kaffi- eða tedrykkjumanneskja þá getur þú nýtt tímann á meðan þú bíður eftir bollanum. Á þeim tíma sem það tekur meðalhraðsuðuketil að sjóða vatn getur þú brennt allt að fjörutíu hitaeiningar með eftirfarandi æfingum: gerðu tíu stjörnuhopp og tíu armbeygjur upp frá vinnuborði eldhússins, gerðu síðan átta stjörnuhopp og átta armbeygjur og haltu áfram þar til þú nærð núlli.

Sterkir leggir fyrir morgunmat

Gerðu til skiptis tíu framstig og tíu hnébeygjur á meðan þú ristar þér brauðsneið eða eldar hafragraut á morgnana. Farðu djúpt og hægt í hverja æfingu og spenntu rassvöðvana þegar þú stendur upp. Til að gera æfinguna enn erfiðari getur þú haldið á þungum hlutum sem finnast í eldhúsinu, til dæmis tveggja lítra gosflösku, á meðan.

Bætt líkamsstaða í vinnunni

Húkir þú fram á skrifborðið í vinnunni? Það er lítið mál að leiðrétta það. Í hvert skipti sem þú sendir tölvupóst eða síminn þinn hringir, lyftu þá öxlum upp að eyrum og rúllaðu þeim aftur á bak. Ímyndaðu þér að þú sért með sítrónu milli herðablaðanna og þú sért að reyna að kreista hana. Þessi æfing opnar brjóstkassann og réttir úr hryggnum.

Húkir þú fram á skrifborðið í vinnunni? Það er lítið mál að leiðrétta það. Í

Sterkt bak í upphafi dags

Stattu upprétt með krosslagðar hendur og jafnt í báðar fætur. Rúllaðu efri hluta baksins frá vinstri til hægri án þess að hreyfa mjaðmir né mjóbak og leyfðu höfðinu að fylgja með. Þessi æfing getur fyrirbyggt bakverk og þeir sem sinna kyrrsetustarfi ættu að gera hana reglulega yfir daginn.

Bættu hreyfingu við húsverkin

Gerðu hnébeygjur í stað þess að beygja þig í baki þegar þú tekur úr þvottavélinni. Í staðinn fyrir að ganga einfaldlega um gólf á meðan þú ryksugar þá getur þú gert framstig. Styrktu kálfa með því að standa á tám og færa hælana upp og niður á meðan þú vaskar upp. Möguleikarnir eru óendanlegir, þú þarft bara að hugsa út fyrir kassann.

Stinnur rass í sturtu

Lyftu öðrum fætinum upp í níutíu gráðu beygju þannig að hnéð er í beinni línu út frá mjöðm. Haltu þessari stöðu eins lengi og þú getur, til dæmis á meðan þú þværð á þér hárið, og skiptu síðan um fót. Æfingin reynir á rassvöðva og vöðvana aftan á lærum. Gættu þess að sturtubotninn sé ekki of sleipur því þá gætir þú runnið til.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Spennandi að blanda saman ólíku hráefni

Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms, er mikill matgæðingur.

Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms, er mikill matgæðingur.

Ragnar töfrar fram fjölbreytta en einfalda rétti sem lesendur ættu allir auðveldlega að geta leikið eftir.

Hvað starfarðu og hvaða verkefni fæstu við um þessar mundir? „Ég er framkvæmdastjóri Hlemms og er mest að einbeita mér að uppbyggingu Mathallarinnar þessa dagana með því að styðja við þá frábæru rekstraraðila sem hafa komið sér fyrir í húsinu og undirbúa ýmiss konar spennandi viðburði.“

Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda? „Það fyrsta sem ég man eftir var að gera eggjaköku fyrir pabba. Mér hefur alltaf fundist eitthvað spennandi við að taka alls konar mismunandi hráefni og blanda því saman og sjá hvað gerist. Ég hef líka gaman af því að gera þetta með fólk í partíum. Lengi vel var ég ekki maðurinn sem þú talaðir við ef þú vildir heyra hvernig ætti að hafa hlutina einfalda og leyfa hráefninu að skína því mexíkóskar kássur með ótal innihaldsefnum hafa alltaf höfðað meira til mín. En ég er að verða einfaldari með árunum, í öllum skilningi orðsins.“

Ertu jafnvígur á bakstur og matseld? „Mér fannst skemmtilegra að baka þegar ég fór fyrst að búa einn, trúlega því þar er allt mælt svo nákvæmlega. Eftir því sem maður varð öruggari með sig í eldhúsinu sá ég að matseldin átti meira við mig. Góður bakstur er heldur ekkert djók.“

Höfðar einhver matreiðsluhefð sérstaklega til þín? „Erfið spurning. Áðurnefnd mexíkósk matseld, víetnömsk, japönsk og írönsk. Eiginlega höfðar öll matseld til mín en framandi hráefni, „fönkí“ bragð og sítrus koma oft við sögu.“

„Eiginlega höfðar öll matseld til mín en framandi hráefni, „fönkí“ bragð og sítrus koma oft við sögu.“

Verstu mistök sem þú hefur gert í eldhúsinu? „Ég hef gert svo mörg mistök í eldhúsinu að ég myndi ekki vita hvar ég ætti að byrja. Ætli þau nýjustu séu ekki að halda að ég gæti eldað eitthvað ætilegt þegar ég var rammstíflaður af haustkvefi og með ekkert lyktarskyn. Endaði með að nota svona þremur matskeiðum of mikið af salti í núðlurétt um daginn.“

Hefur þú uppgötvað einhverja snilld í matseld nýlega? „Bæta matarsóda í vatn með spaghettí til að fá svipaða áferð og á ramen-núðlum.

Svo var ég að fá sendingu af þurrkuðum rauðum berjum sem heita zereshk og eru mikilvægt hráefni í íranskri matseld, ég er enn að læra almennilega á þau.“

Hefur þú ræktað krydd- eða matjurtir? „Skessujurt, myntu, kóríander og graslauk. Er grútlélegur í garðyrkju en mig dreymir um að bæta mig.“

Hver er stærsta áskorun sem þú hefur mætt í eldamennsku? „Tahdig. Þetta er íranskur réttur. Hrísgrjón sem er leyft að brúnast og inniheldur í grunninn bara vatn og hrísgrjón. Það er asnalegt hvað það er erfitt að ná þessu réttu.“

________________________________________________________________

UPPSKRIFTIR
Fyrstu tvær uppskriftirnar að spjótum eru frá Böðvari Lemack frá Kröst á Hlemmi – Mathöll.

Grillað lambaspjót með kartöflusalati.

Grillað lambaspjót með kartöflusalati
8 pinnar

Kartöflusalat
1 kg smælki
2 hvítlauksgeirar
30 g greinar af fersku tímíani
klípa af salti
1 eldpipar
1 dós sýrður rjómi
30 g saxað ferskt dill
1 msk. dijon-sinnep

Fyrstu fjögur innihaldsefnin eru soðin saman þar til kartöflurnar eru soðnar. Næstu þremur er blandað saman og kartöflunum blandað við sósuna. Salt og pipar eftir smekk.

Lambaspjót
800 g lamba-fillet skorið í bita
1 bolli sojasósa
1 bolli dijon-sinnep
1 bolli púðursykur
1 bolli balsamedik

Blandið saman sojasósu, sinnepi, púðursykri og ediki og marinerið lambið í blöndunni að lágmarki yfir nótt, helst yfir sólarhring. Þræðið upp á spjót og grillið þar til tilbúið.

Best er að bera pinnana fram með fersku, söxuðu grænkáli og rabarbarasultu.

________________________________________________________________

Grillað risarækjuspjót með salsa

Grillað risarækjuspjót með salsa.

800 g risarækjur
2 stk. rauður eldpipar, saxaður
3 saxaðir hvítlauksgeirar
safi úr 4 límónum
3 msk. matarolía
salt og pipar eftir smekk

Öllu blandað saman og marinerað í 20-30 mínútur. Þrætt upp á spjót og grillað.

Salsasósa
1 söxuð rauð parika
1 saxaður laukur
safi úr 4 límónum
2 stk. eldpipar, fíntsaxaður
30 g saxaður ferskur kóríander
30 g saxað ferskt dill
salt og pipar eftir smekk

Öllu blandað saman.

Eldpiparmajónes
1 msk. chili-mauk
200 g majónes

Blandið saman.

________________________________________________________________

Kirsuberja-clafoutis

Uppskriftin að þessum klassíska franska eftirrétti kemur frá kökugerðarmeistaranum og matarbloggaranum David Lebovitz. Með tilkomu Costco er orðið sérstaklega auðvelt að finna góð kirsuber á sanngjörnu verði. Bakstur gerist varla einfaldari.

Kirsuberja-clafoutis.

500 g kirsuber
3 stór egg
70 g hveiti
1 tsk. vanilludropar
⅛ tsk. möndludropar
100 g strásykur og 50 g til viðbótar
330 ml nýmjólk
smjörklípa til að smyrja bökunardisk

Hitið ofninn í 190ºC og smyrjið mótið. Fjarlægið steina úr kirsuberjum og dreifið jafnt yfir botninn á mótinu. Blandið saman eggjum, hveiti, vanillu- og möndludropum, 100 g af sykri og mjólk í hrærivél. Deigið verður mjög þunnt. Hellið deiginu yfir kirsuberin og stráið 50 g af sykri yfir.
Bakið í 45 mínútur.

________________________________________________________________

Granóla með norðurafrísku ívafi

Granóla með norðurafrísku ívafi.

180 g tröllahafrar
180 g venjulegir hafrar
250 g grófsaxaðar möndlur
50 ml matarolía, eða kókosolía
130 ml hunang
1 tsk. flögusalt
1 msk. heil kóríanderfræ
börkur af hálfri sítrónu, í heilum renningum
2 tsk. appelsínublómavatn
1 léttþeytt eggjahvíta
250 g fíntsaxaðar þurrkaðar apríkósur

Hitið ofninn að 160ºC og leggið bökunarpappír í ofnskúffu. Blandið fyrstu þremur innihaldsefnunum saman í skál. Hitið olíu, hunang, salt, kóríanderfræ og sítrónubörk í litlum potti yfir lágum hita í 5-10 mínútur. Takið hunangsblönduna af hita, sigtið burt fræ og börk og hrærið appelsínublómavatni út í. Blandið hunangsblöndunni vandlega saman við hafrablönduna og bætið lausþeyttri eggjahvítu varlega saman við.
Dreifið vel úr blöndunni á bökunarpappír. Bakið í 30-40 mín. og hrærið af og til þar til granólað hefur tekið á sig lit. Leyfið granólanu að kólna og blandið þurrkuðum apríkósum vandlega saman við.

Berið fram með góðri grískri jógúrt og örlitlu hunangi.

Appelsínublómavatn fæst til dæmis í tyrknesku sérvöruversluninni Istanbul Market í Ármúla en þar fæst líka prýðileg jógúrt af ýmsu tagi.

Umsjón / Íris Hauksdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Einkastundir barna

Gjafir sem innihalda ást og hlátur hitta alltaf í mark hjá yngstu kynslóðinni.

Allir krakkar elska að fá pakka. Þeir geta komið í öllum stærðum og gerðum en þær gjafir sem hitta alltaf í mark innihalda ást og hlátur. Þessar gjafir segja hvað skýrast: „Ég var að hugsa um þig“. Kostnaðurinn er enginn enda eru dýrustu gjafirnar eru ekki þær bestu.

Barnið upplifir sig einstakara við það eitt að fá tíma þegar aðeins það á hug og hjörtu foreldra sinna.

Öll börn þrá að eiga einkastund með foreldrum sínum. Barnið upplifir sig einstakara við það eitt að fá tíma þegar aðeins það á hug og hjörtu foreldra sinna.  Það er jafnframt mikilvægt fyrir foreldrana að eiga gæðastund með barninu sínu.

Þegar tímaleysið er algjört er snjallt að gera eldamennskuna að skemmtilegu stefnumóti barns og foreldris. Búðarferðin getur líka orðið að æsispennandi rannsóknarleiðangri og bílaþvottastöðin reynst sannkallaður ævintýraheimur með réttu hugarfari.  Því er mikilvægt að bregða reglulega út af vananum, fara jafnvel lengri leiðina og finna það áhugaverða í hversdagslegum viðkomustöðum.

Þegar kemur að stefnumóti er gott ráð að leyfa barninu að velja hvað það vill gera. Oft eru það einföldustu og ódýrustu lausnirnar sem það leitar að. Þegar barnið fær tækifæri til þess að velja verður skipulagningin mun meira spennandi og barninu finnst það vera við stjórn.

Börn elska að hjálpa og hafa hlutverk. Þvottakarfan getur til að mynda reynst hin besta skemmtun þegar barnið fær að taka þátt og sortera sokkana. Vissulega er oft fljótlegra að þjóta einn í búðina eða henda tilbúnum rétti í ofninn en með því að virkja þátttöku barnanna og leyfa þeim að gera hlutina á sínum hraða söfnum við dýrmætum augnablikum í minningabankann sem verða aldrei metin til fjár.
Að fara á stefnumót með foreldrinu í bakaríið getur sem dæmi orðið uppspretta yndislegra minninga síðar meir.

Foreldrasamviskubitinu sagt stríð á hendur

Stefnumótið þarf ekki að vera þaulskipulagt því lausnin liggur oft í því að skapa augnablik í hversdagsleikanum. Með þessum hætti má kría út nokkrar dýrmætar mínútur í daglegri rútínu og forðast um leið hið alræmda foreldrasamviskubit. Samverustundir sem oft eru af svo skornum skammti aukast í kjölfarið og upp spretta nýjar hugmyndir af skemmtilegri afþreyingu með barninu.

Þegar kemur að skipulögðu stefnumóti er gott ráð að leyfa barninu að velja hvað það vill gera.

Þegar kemur að skipulögðu stefnumóti er gott ráð að leyfa barninu að velja hvað það vill gera. Oft eru það einföldustu og ódýrustu lausnirnar sem það leitar að. Þegar barnið fær tækifæri til þess að velja verður skipulagningin mun meira spennandi og barninu finnst það vera við stjórn.

Að kasta steinum í læk eða safna laufblöðum getur verið hin mesta skemmtun. Tína köngla og mála síðan heima, eða fara í fjársjóðsleit í skóginum. Rannsóknarleiðangur um hverfið eða heimsókn á skólalóðina fyrir tilvonandi nemendur. Meira að segja kanilsnúðabakstur getur vakið upp mikla kátínu eða barn sem fær að telja kartöflur ofan í kvöldverðarpottinn. Kostnaðarhliðin þarf því ekki að vefjast fyrir fjársveltum foreldrum og enn síður fyrirhöfnin. Einföldustu atriði geta vakið stórkostlega kæti hjá börnum.

Ekki vanmeta útiveruna, það er flest auðveldara að vera úti, hvort sem það er gönguferð, hjólaferð eða könnunarleiðangur. Ferska loftið gerir öllum gott. Tímaramminn er síðan annað mál. Margir foreldar bera fyrir sig tímaleysi og áætla að til þess að stefnumótið eigi að bera tilætlaðan árangur verði það að vera langt. Viðveran mun kannski taka nokkrar klukkustundir en barnið mun muna eftir því og tala um það í langan tíma á eftir. Eins ber að hafa í huga að gleðirammi barna er ákveðið langur og auðvelt fyrir foreldra að mikla hluti óþarflega fyrir sér.

Nokkrar hugmyndir af einkatíma barns

Leyfðu barninu að velja hvað er í matinn og hvar þið borðið hann, hvort sem það er heima eða á veitingastaðnum. Sjálfstraust barna eykst með því að fá að stjórna.

Ef þú ert foreldri hefurðu sjálfsagt heyrt setninguna sjáðu mig oftar en einu sinni. Gefðu barninu athyglina – leyfðu því að vera í sviðsljósinu.

Eftir kvöldbaðið er ómetanleg stund að barnið velji sér bók til að lesa. Þannig sameinast það foreldri sínu í dagsins lok sem reynist oftar en ekki besta stund hans fyrir innileg samtöl.

Fyrir suma eru morgnarnir besti tíminn sem foreldrið getur átt með börnum sínum en fyrir aðra eru kvöldin þeirra tími. Nýtið tímann og styrkleika barnanna til fulls.

Setið upp skipulagt stefnumót með hverju barni fyrir sig.

Súperkvöld er önnur hugmynd að skemmtilegri tilbreytingu fyrir barnafólk en það eru kvöld sem börnin ráða ferðinni í einu og öllu.

Höfundur / Íris Hauksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Hluti kirkjunnar er dottinn í hafið

Fanney Vigfúsdóttir segir frá skemmtilegum stöðum í Kaupmannahöfn.

Fanney Vigfúsdóttir var í námi í heimilislækninugm í Kaupmannahöfn og þekkir borgina og svæðið í kring vel. Við fengum hana til að segja okkur frá nokkrum stöðum sem hún mælir með að fólk skoði þegar það fer til borgarinnar.

Við Skt. Hans Torv torgið á Nørrebroer er hægt að njóta veitinga og drykkja.

„Það var á allan hátt lærdómsríkt að búa í Kaupmannahöfn. Borgin er falleg með ógrynni af möguleikum til að upplifa eitthvað við allra hæfi. Hægt er að hjóla mest allt sem farið er innanbæjar og svo eru góðar almenningssamgöngur ef maður vill kíkja fyrir utan borgarmörkin. Það er mikið af almenningsgörðum sem er gaman að labba um og skoða eða að hittast í með vinum og grilla og hafa það huggulegt,“ segir Fanney.

Jónshús

Það ætti að vera skylda fyrir Íslendinga sem koma til Kaupmannahafnar að koma í Jónshús. Að labba frá Nørreport, fram hjá Kongens Have, jafnvel fara dálítinn krók og labba í gegnum garðinn, dást að Rosenborg-kastalanum og Statens Museum for Kunst á leiðinni og svo sjá þetta fallega hornhús á Øster Voldgade 12 (á milli Østerport og Nørreport). Í þessu húsi bjó Jón Sigurðsson með konu sinni og barðist fyrir sjálfstæði Íslendinga og seinna keypti íslenskur kaupmaður það og gaf íslenska ríkinu sem á það enn. Þarna er mjög áhugavert og flott safn um Jón Sigurðsson og einnig er þetta félagsheimili með allskonar starfsemi fyrir Íslendinga í Kaupmannahöfn.

Skt. Hans Torv á Nørrebro

Þetta huggulega torg hefur alltaf verið í uppáhaldi. Þar er hægt að setjast niður og njóta veitinga og drykkja eða fá sér ís. Margt áhugavert er hægt að skoða í öllum áttum frá torginu. Hægt er að labba niður að síkjunum og kíkja í second hand-verslanir á leiðinni eða í gegnum Elmegade þar sem eru margar litlar búðir. Á Nörrebrogade er ekta fjölbreytileiki með fólki alls staðar að úr heiminum og í Assistants Kirkegård getur maður séð fólk í sólbaði milli legsteinanna ásamt því að dást að þessum fallega kyrrláta garði í miðri borgarösinni.

Frederiksborg Slot í Hillerød

Það er virkilega þess virði að taka lestina út úr bænum og fara til Hillerød. Þar er hugguleg göngugata og við enda hennar Frederiksborg Slot sem er yndislega fallegur kastali með enn þá fallegri hallargarði. Manni líður eins og maður sé kominn í ævintýri, algjörlega magnað.

Stevns Klint í Højerup

Ég gæti ekki mælt nóg með að taka allavega einn dag í að fara og skoða Stevns sem er svæði á litlum skaga um það bil 40 mínútum suður frá Kaupmannahöfn. Það er auðveldast að vera á bíl, en það eru líka einhverjar almenningssamgöngur og einnig eru hjólastígar um allt. Ef ég hefði bara einn dag myndi ég byrja að keyra til Højerup að Stevns Klint en þar er kirkja sem stendur á bjargbrún. Hluti kirkjunnar er dottinn í hafið en maður getur farið inn í kirkjuna og út á svalir þar sem maður horfir beint niður í grýtta fjöruna. Útsýnið er magnað og hægt er að labba niður brattan langan stiga niður í fjöruna, þetta er algjörlega einn fallegasti staður í Danmörku. Þaðan myndi ég svo kíkja í Holtug Kridtbrud, labba þangað niður og skoða salamöndrutjarnirnar, litlar tjarnir sem eru fullar af litlum salamöndrum og svo eru litlar eðlur líka allt um kring. Á leiðinni myndi ég keyra upp að Vallø Slot, litlum kastala sem er búið að breyta í íbúðir, með fallegum hallargarði og litlum hallarbæ með flottum veitingastað, á þessum leiðum eru falleg engi og skógsvæði sem maður getur alveg gleymt sér við að skoða. Ég verð að mæla með að koma við á einhverjum af þeim mörgu sveitabæjum sem selja ávexti/grænmeti og annað ræktað á búinu, brakandi ferskt og gott.

Aðalmynd: Stevns Klint í Højerup.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Við hátíðarmatarborðið

Matur kemur oftar en ekki við sögu í jólamyndum.

Little Women er ein af þessum klassísku jólamyndum sem sumir kjósa að horfa á á hverju ári.

Góðverk á jólunum

Little Women er ein af þessum klassísku jólamyndum sem sumir kjósa að horfa á á hverju ári. Myndin segir frá systrunum Jo, Meg, Beth og Amy ásamt móður þeirra en faðir þeirra er fjarverandi að berjast í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum. Þetta er náin og samheldin fjölskylda sem þó þarf að glíma við erfiðleika, eins og aðrar fjölskyldur. Eitt hjartnæmasta atriði myndarinnar er þegar konurnar ákveða að gefa allan hátíðarmatinn sem þær hafa safnað fyrir í marga mánuði og búið er að matreiða eftir kúnstarinnar reglum. Nágrannar þeirra voru nefnilega hjálparþurfi. Það reynist þeim erfitt að pakka saman öllu veisluborðinu án þess að hafa svo mikið sem snert við matnum en viðbrögð nágranna þeirra við þessari gjöf gerir það þess virði.

Fjölskyldudrama

Í Family Stone (aðalmynd) fylgjumst við með hrakfarajólum Stone-fjölskyldunnar. Elsti sonurinn, Everett, hefur boðið kærustu sinni, Meredith, heim um jólin með það fyrir augum að biðja hennar yfir hátíðarnar með glæsilegum hring. Hún fær miður góðar móttökur og ákveður í örvæntingu að bjóða systur sinni að koma til að dreifa athyglinni. Allt gengur á afturfótunum og Meredith er svo stíf að allt sem hún segir kemur út á versta mögulega veg og móðgar meirihlutann af fjölskyldunni. Á jóladag biður Everett móður sína um hringinn sem er erfðargripur en hún neitar honum upphaflega um hann. Þegar henni snýst síðan hugur eru farnar að renna tvær grímur á Everett og hann er ekki viss hvort hann vilji enn þá giftast Meredith.

Óætur kalkúnn

Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold-fjölskyldujól.

Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold-fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum og einnig Louis, frænda sínum, og elliærri frænku sinni, Bethany. Honum að óvörum mætir líka groddalegi frændi konu hans, Eddie, ásamt allri fjölskyldu sinni í húsbílnum sínum. Clark er búinn að skreyta húsið með meira en 20.000 ljósaperum og ná í risastórt jólatré sem passar eiginlega ekki inn í stofuna. Þegar þau eru loks sest við borðstofuborðið, búin að fara með borðbæn og ætla að gæða sér á kræsingum þá er kalkúnninn ekki eins og hann átti að vera. Um leið og Clark sker í fuglinn þá svo gott sem springur hann, með tilheyrandi búkhljóði, því hann er algjörlega orðinn að engu að innan.

 

Pítsuveisla í limmósínu

Í Home Alone 2: Lost in New York er Kevin McCallister mættur aftur. Í þetta skiptið fer hann óvart í aðra flugvél en fjölskylda sín og endar í New York-borg, í stað Flórída. Hann er ekki lengi að gera borgina að leikvelli sínum, enda með nóg af peningum og kreditkortum. Eitt minnisstætt atriði er þegar Kevin keyrir um borgina í limmósínu og hámar í sig ostapítsu á meðan, mjög grand á því. Kevin er ekki einn lengi því hinir illræmdu bjánabófar, Harry og Marv, enn þá í sárum eftir síðustu viðskipti sín við Kevin, eru líka mættir á svæðið og ætla núna að fremja rán aldarinnar.

Í Home Alone 2: Lost in New York er Kevin McCallister mættur aftur.

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

 

Detox í desember

Í desember gæti verið sniðugt að „detoxa“ eða „pretoxa“ áður en jólahátíðin skellur á.

Það er mikilvægt að passa upp á að nóg sé til af ferskum mat, eins og ávöxtum og grænmeti.

Desember er annasamasti mánuður ársins hjá flestum. Við þurfum ekki aðeins að versla jólagjafir, þrífa heimilið, skrifa jólakort, skreyta og guð má vita hvað heldur er okkur einnig boðið í alls konar aðventuboð á vinnustöðum, til ættingja og vina. Síðan skellur jólahátíðin á og það er sama upp á teningnum þá. Þannig að mánuðurinn einkennist af áti, drykkju, streitu og svefnleysi. Við höfum oft heyrt talað um detox, eða hreinsun, eftir þetta sukktímabil en einnig er gáfulegt að huga að nokkurs konar „pretoxi“, það er andlegum og líkamlegum undirbúningi, og hér eru nokkur góð ráð.

Matur

Hangikjöt, skata, villibráð, grafinn lax og svo mætti lengi telja. Þótt hátíðarmatur sé vissulega gómsætur er hann einnig þungur í maga og oftar en ekki fremur saltur. Án þess að þú gerir þér fulla grein fyrir því þá getur hann farið að hafa áhrif á heilsu þína.

Þú getur lítið stjórnað hvað er á boðstólum í þeim veislum og partíum sem þú ferð í. Þess vegna er enn mikilvægara að passa upp á að ísskápurinn þinn sé að minnsta kosti vel birgur af alls kyns ferskum mat, eins og grænmeti. Þau fáu kvöld sem þú ert heima hjá þér í aðdraganda jólanna ættir þú að reyna að fá þér salat eða annan léttan mat. Þú munt sofa betur og almennt líða betur þegar þú vaknar daginn eftir.
Takmarkaðu nammiátið við nokkra daga því of mikill sykur getur valdið ójöfnu orkustigi, þannig að þú ert annað hvort alltof þreytt eða of ör.

Drykkur

Áfengi er oftar en ekki haft um hönd í kringum hátíðarnar og þá kannski í meira mæli en gengur og gerist aðra mánuði ársins. Það er mikilvægt að reyna að gæta hófs og jafnframt vanda valið. Reyndu að drekka sem minnst af sykruðum drykkjum og drekktu alltaf eitt vatnsglas á móti hverjum drykk svo þú verðir ekki fyrir vökvatapi.

Gott er að venja sig á að fá sér vatnslosandi drykk, eins og sítrónuvatn, á morgnana.

Hátíðarmatur er eins og áður sagði fremur saltur og reyktur sem þýðir að okkur hættir til að binda meira vatn í líkamanum. Þannig að þegar þú hættir einn morgun að passa í buxurnar þínar þá er það ekki endilega vegna þess að þú sért búin að fitna heldur getur það einfaldlega verið bjúgur. Því er gott að venja sig á að drekka nóg af vatni og fá sér vatnslosandi drykk, eins og sítrónuvatn, á morgnana.
Eins og áður sagði er maturinn í þessum mánuði ekki mjög fjölbreyttur. Til að auka vítamín- og steinefnaneyslu þína er gott að fá sér „smoothie“ á morgnana með nóg af ferskum eða frosnum ávöxtum, kókosvatni, chia-fræjum, avókadó og spínati eða grænkáli. Þannig færðu góðan kraft og næringu fyrir daginn og þú getur tjúttað fram eftir nóttu ef þannig liggur á þér.

Reyndu líka eftir bestu getu að skipta kaffinu út fyrir te því það hefur alla jafna mun meira magn andoxunarefna ásamt því að innihalda jurtir sem geta hjálpað til við að jafna meltingu, styrkja ónæmiskerfið, gefa orku og einbeitningu og svo framvegis.

Hvíld

Það er alveg bókað mál að þú færð ekki nægan svefn í desember, hvort sem þú ert að djamma á jólahlaðborðum eða sveitt að versla jólagjafir á miðnæturopnun í verslunum. Þess vegna verður að grípa gæsina þegar hún gefst og fara snemma að sofa og tryggja gæði svefnsins. Skiptu reglulega um á rúminu, því fátt hjálpar manni að sofna eins og tandurhrein og ilmandi sængurföt. Það þekkja flestir að lavender er mjög róandi og því er sniðugt að blanda nokkrum dropum af lavander-ilmolíu við vatn og spreyja létt yfir koddann.

Einnig er gott að drekka róandi te á kvöldin til að tryggja að maður sofni snemma. Það er hægt að fá ýmsar gerðir af tei í verslunum og mikilvægast er að það sé koffínlaust en síðan eru ýmsar jurtir sem eru svefnaukandi, eins og kamilla, eða garðabrúða.

Hættu líka í símanum og spjaldtölvunni allavega klukkutíma áður en þú ætlar upp í rúm því bláa ljósið sem slík tæki gefa frá sér hamla melatónínframleiðslu svo það tekur þig lengri tíma að sofna.

Áríðandi er að grípa gæsina þegar hún gefst og fara snemma að sofa og tryggja gæði svefnsins.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Notaleg baðherbergi

Með einföldum ráðum er hægt að bæta ásýnd baðherbergja.

Baðherbergi eru oft þau rými sem fá hvað minnstar endurbætur innan heimilisins. Flestir eru þó sammála um að vilja hafa baðherbergin hrein og snyrtileg en stærðarinnar vegna getur reynst erfitt að koma skipulagi á handklæði, sturtusápur og baðdót barnanna. Það er þó heilmikið sem hægt er að bæta með einföldum ráðum sem þurfa hvorki að kosta mikið né krefjast mikilla framkvæmda.

Smáhlutirnirskapa rétta andrúmsloftið.

Á flestum heimilum eru baðherbergin í smærra lagi og því rúmast takmarkað magn húsgagna þar inni. Því eru það smáhlutirnir sem skapa rétta andrúmsloftið enda dvelja flestir góðan part af deginum inni á baðherberginu.

Falleg handklæði fleyta baðherberginu langt, hvort sem þeim er rúllað upp í opinni hillu eða látin hanga á vegg.

Sturtuhengi geta gert ótrúlega mikið fyrir stílhrein baðherbergi og skapað réttu stemninguna hvort sem hún er suðræn eða skræpótt, einföld eða með prenti.

Margir geyma körfur fyrir óhreinan þvott á baðherbergjum sínum og geta þau vissulega stungið í stúf. Það þarf þó ekki að vera flókið að finna smekklegar körfur á góðu verði sem gera mikið fyrir heildarrýmið.

Kerti eru ómissandi þegar kemur að því að skapa þægilegt andrúmsloft innan baðherbergisins. Hvort sem um er að ræða fallegt ilmkerti við vaskinn eða við freyðibaðið.

Sápan setur svo svip sinn á baðherbergið, hvort sem um er að ræða handsápu, sturtusápu eða baðsöltin. Það er auðvelt að týna sér í úrvali á öllum þeim gæðahúðvörum sem framleiddar eru og því kjörið að skipta oft út og skapa þannig fjölbreytta stemningu innan baðherbergisins. Eins er hægt að kaupa fjölnota og fallegar sápupumpur og fylla reglulega á.

Falleg handklæði fleyta baðherberginu langt,

Kerti eru ómissandi þegar kemur að því að skapa þægilegt andrúmsloft innan baðherbergisins. Hvort sem um er að ræða fallegt ilmkerti við vaskinn eða við freyðibaðið.

Lítill kollur eða hliðarborð fyrir handklæði eða húðvörur getur sömuleiðis komið sér vel. Kollinn má nýta undir tölvuna fyrir þá sem vilja horfa á bíómynd í baði.

Fyrir yngstu baðdýrkendurna er um að gera að verða sér úti um baðleikföng og hirslur undir baðdótið.

Sérstakir baðlitir og slím færa svo sannarlega fjör í baðið sem og segulstafir sem hægt er að líma á vegginn meðan á baðferðinni stendur.

Þá geta plöntur færa líf í litlaust rými en þær skapa jafnframt hlýju og notalegheit.

Erfitt getur reynst að koma skipulagi á handklæði, sturtusápur og baðdót barnanna. Það er þó heilmikið sem hægt er að bæta með einföldum ráðum sem þurfa hvorki að kosta mikið né krefjast mikilla framkvæmda.

Höfundur / Íris Hauksdóttir
Myndir / www.pexels.com

„Þekki málefnið af eigin reynslu“

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur heldur fyrirlestra og námskeið um einelti fyrir fólk á öllum aldri.

Kolbrún Baldursdóttir hefur starfað sem sálfræðingur í 25 ár. Hún rekur eigin sálfræðistofu ásamt því að vera í hlutastarfi á heilsugæslu og sinna sálfræðiþjónustu fyrir hælisleitendur. Hún heldur einnig fyrirlestra og námskeið um einelti fyrir fólk á öllum aldri og ekki síst foreldra bæði fórnarlamba og gerenda. Við fengum hana til að gefa okkur innsýn í viðfangsefnið.

Kolbrún Baldursdóttir hefur starfað sem sálfræðingur í 25 ár. Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

„Snemma á ferli mínum tóku eineltismálin hug minn,“ segir Kolbrún. „Mér fannst alltaf svo innilega sárt að hitta einstaklinga, börn og fullorðna sem voru niðurbrotin vegna þess að einhver einn eða fleiri höfðu verið að níðast á þeim leynt og ljóst. Skaðsemi langvinns eineltis getur verið mannskemmandi og dæmi eru um að andleg líðan þolanda er rústir einar eftir einelti. Afleiðingar lifa stundum með manneskjunni alla ævi þótt margir finni leið með eða án aðstoðar til að milda og lifa með sársaukanum, brotinni sjálfsmynd og viðloðandi höfnunartilfinningu. Þeir sem koma úr erfiðum uppeldisaðstæðum, eiga erfitt félagslega eða glíma við annan vanda fyrir ná sér jafnvel ekki á strik eftir að einelti hefur bæst við. Þá er eins og mælirinn fyllist endanlega. Dæmi eru um að fólk verði öryrkjar og einstaka sjá enga vonarglætu og hafa svipt sig lífi.

Mér hefur alltaf fundist að við, einstaklingar, hópar og samfélagið allt, ættum að geta gert eitthvað verulega raunhæft í þessum málum, ekki bara til skemmri tíma heldur til framtíðar. Eineltishegðun mun koma upp endrum og sinnum en með skilvirkum forvörnum, virkri viðbragðsáætlun og faglegri vinnslu mála sem koma upp getur verulega dregið úr eineltistilburðum og ef mál kemur upp skiptir öllu að gripið sé strax inn í og einelti stoppað nánast í fæðingu.“

Kolbrún hefur skrifað fjölda greina og pistla um hugmyndir í þessu sambandi ásamt því að þekkja málið af eigin raun. „Ég hef komið að vinnslu þessara mála í mörg ár bæði í málum þar sem aðilar eru börn, unglingar og fullorðið fólk. Ég held að ég hefði aldrei getað rætt af neinu alvöru öryggi um þessi mál nema af því að ég hef sjálf fengið að snerta á þeim með beinum hætti. Með hverju máli sem ég hef komið að sem sálfræðingur hef ég sjálf lært eitthvað nýtt og þróað þannig hugmyndafræðina og betrumbætt verklagið.“

Breytt viðhorf og úrlausnir

Auk fræðslufyrirlestra og greinaskrifa var Kolbrún með sálfræðiþætti, Í nærveru sálar, á ÍNN meðal annars um eineltismál. „Það var um það leyti sem Skólavefurinn bað mig að skrifa leiðbeiningabók um einelti. Bókin EKKI MEIR kom út 2012 og strax í kjölfarið fór ég í samstarf við Æskulýðsvettvanginn og nokkur sveitarfélög og fékk enn frekari tækifæri til að fara um allt land og miðla því hvernig fyrirbyggjandi vinna gæti litið út með viðbragðsáætlun, tilkynningareyðublaði, verkferlum og verklagi. Þessum hugmyndum mínum um forvarnir og úrvinnslu eineltismála var hvarvetna vel tekið. Margir tóku þessar leiðbeiningar upp strax í kjölfarið og tileinkuðu sér verkfæri sem mér fannst hafa gagnast mér í þessum málum. Það gaf mér enn meiri kraft til að halda áfram þessu verkefni. EKKI MEIR ævintýrið er enn í gangi og lifir góðu lífi og ég mun sinna þeirri fræðslu áfram næstu árin.“

Kolbrún segir að samfélagið viðurkenni nú einelti og skaðsemi þess sé flestum orðin kunn. Einnig sé nánast horfið að fólk fullyrði að einelti sé ekki til á þeirra vinnustað eða skóla. „Allt hefur gerst með meiri hraða eftir tilkomu samfélagsmiðlanna. Nú tjáir sig hver sem vill um sína reynslu til dæmis á Facebook og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Samfélagsmiðlar koma málum sannarlega hratt upp á borð. Eðli þessara mála er svipað í dag og áður að mörgu leyti nema við hefur bæst neteinelti með tilkomu Netsins og samfélagsmiðlanna. Þau mál eru afar erfið vegna þess að netníð eða myndir sem ætlað er að skaða og meiða breiðast út af ógnarhraða svo engin bönd ná utan um. Á Netinu geta gerendur blómstrað þar sem þeir hafa falið sig í lokuðum grúppum, þykjast vera aðrir en þeir eru eða eru undir fölskum nöfnum.

„Ég man þegar dætur mínar voru litlar þá spurði ég þær af og til eftirfarandi spurninga: Ert þú ekki öruggleg góð við alla í bekknum? Eru krakkarnir góðir við þig? Heldur þú að einhverjum í þínum bekk líði illa vegna einhvers í bekknum? Ef kom svar sem hringdi bjöllum var síðan brugðist við því eftir atvikum.“

Við erum farin að hjálpa þeim sem stríða og meiða önnur börn. Börnum sem þetta gera þarf að hjálpa. Þetta eru börn sem oft líður illa með sjálf sig og eiga erfitt í skóla-, félags- eða fjölskylduaðstæðum. Sum eru reið inni í sér, önnur hafa einfaldlega ekki fengið viðeigandi leiðbeiningar um samskipti og stundum má tengja orsakir við persónueinkenni eða röskun sem barn kann að glíma við. Við þolendur reynum við að ítreka að þetta er ekki þeim að kenna. Þeim er ekki strítt vegna þess að þau eru svo ómöguleg. En þótt sá sem verður fyrir einelti viti vel að þetta er vandi þess sem sýnir hina vondu hegðun þá líður honum oft engu að síður ömurlega og spyr sig: „Af hverju ég?“ Og foreldrar spyrja: „Af hverju barnið mitt?“ Fullorðnum þolanda tekst iðulega betur að „skila skömminni“ en unglingum sem eru enn að móta og þroska sína sjálfsmynd.

Nú höfum við verkfæri til að taka á þessum málum og gerð er krafa um að forvarnarstarfi sé sinnt. Á heimasíðu minni kolbrunbaldurs.is má finna allan fróðleik um forvarnir og úrvinnslu eineltismála sem ég hef fram að færa. Barnaheill er einnig með frábært verkefni, Vinátta – forvarnarverkefni gegn einelti, sem komið er í tugi leikskóla um land allt og er nú á haustönn verið að bjóða upp á það fyrir fyrstu bekki grunnskóla, sjá nánar um það á barnaheill.is.“

Samstarf við foreldra mikilvægt

Kolbrún segir að hlutverk foreldra sé stórt í eineltismálum eins og öðrum sem varða börn þeirra. „Þá gildir einu hvort um er að ræða foreldra barna sem sjaldan eða aldrei hafa orðið fyrir stríðni eða einelti sem og foreldra barna sem eru þolendur nú eða barna sem kvartað hefur verið út af vegna eineltishegðunar. Reynsla foreldra barna í þessum málum er iðulega erfið og sársaukafull. Foreldrar þolenda finna oft til mikils vanmáttar, kvíða, reiði og sorgar, ótta og óvissu um hvernig tekið verði á málinu og hvort takist að stöðva eineltið. Foreldrar barna sem kvartað er yfir líður einnig oft mjög illa. Stundum trúa þau því ekki að barn þeirra hafi sýnt viðlíka hegðun, aðrir foreldrar segjast ekkert endilega hissa t.d. ef barn þeirra á sögu um að hafa sýnt af sér slæma framkomu. Flestir foreldrar finna til sterkrar verndartilfinningar þegar barn þeirra er ásakað um að leggja í einelti og þá án tillits til hvort foreldrar trúi ásökununum eða ekki. Það er ekkert nema eðlilegt. Aðalatriðið er að vinna með skólanum eða félagasamtökunum að fá málið upp á borð þannig að hægt sé að skoða það og ljúka því. Stundum er svona mál byggt á misskilningi sem leysist auðveldlega þegar farið er að skoða málið nánar. Þá kemur jafnvel í ljós að ekki var um að ræða einelti heldur einhvern misskilning jafnvel, stundum hefur verið um að ræða valdabaráttu og stundum er um flokkadrætti að ræða. Þessi mál geta verið gríðarlega flókin og margslungin eins og oft þegar kemur að mannlegum samskiptum.

Kolbrún segir að samfélagið viðurkenni nú einelti og skaðsemi þess sé flestum orðin kunn.

Samvinna foreldra við skóla og aðrar stofnanir sem barnið er hjá skiptir öllu þegar erfið mál koma upp. Þá reynir á að aðilar treysti hver öðrum og sjái að hagsmunir barnanna er það sem skiptir öllu og þá er átt við hagsmunir allra barnanna sem að málinu koma. Foreldrar eru lykilaðilar þegar grafast á fyrir um orsakir og stöðva óheillaþróun málsins. Foreldrar eru einnig áhrifamestu fyrirmyndir barna sinna. Foreldrar sem horfast ekki í augu við meintan hlut barna sinna í kvörtunarmáli eru að senda þeim „vond skilaboð“ sem koma þeim ekki til góða hvorki nú né síðar. Í þeim tilfellum sem foreldrar eru e.t.v. óánægðir með skólann má sú óánægja aldrei verða til að hindra samvinnu þegar greiða á úr erfiðum málum.

Enginn stendur eins nærri börnunum og foreldrar þeirra. Hvað varðar fræðslu og þjálfun barna í samskiptum skiptir máli að byrja um leið og þroski leyfir að kenna þeim að koma vel fram við alla, líka þá sem eru ekki endilega vinir eða bestu vinir. Kenna þeim að setja sig í spor annarra, að láta vita ef þeir sjá stríðni eða einelti og ekki megi skilja út undan. Ég man þegar dætur mínar voru litlar þá spurði ég þær af og til eftirfarandi spurninga: Ert þú ekki öruggleg góð við alla í bekknum? Eru krakkarnir góðir við þig? Heldur þú að einhverjum í þínum bekk líði illa vegna einhvers í bekknum? Ef kom svar sem hringdi bjöllum var síðan brugðist við því eftir atvikum. Með einföldum spurningum er hægt að fylgjast með gangi mála í skólum barna sinna og ef barnið sýnir vanlíðunareinnkenni eða upplýsir um ofbeldisatvik af einhverju tagi er mikilvægt að hafa strax samband við skólann eða íþrótta- eða æskulýðsfélagið. Öllu skiptir að hafa samband og sé niðurstaðan að tilkynna einelti að koma þá kvörtuninni á framfæri með skriflegum hætti. Ef kvörtunin er einungis munnleg er alltaf meiri hætta á að upplýsingar skili sér ekki nægjanlega vel og meiri hætta er á misskilningi. Hlutverk foreldra er líka að taka virkan þátt í að gera kannski gott kerfi betra og koma með góðar ábendingar og tillögur sem geta bætt verkferla skóla í þessum málum.“

„Foreldrar sem horfast ekki í augu við meintan hlut barna sinna í kvörtunarmáli eru að senda þeim „vond skilaboð“ sem koma þeim ekki til góða hvorki nú né síðar.“

Kolbrún býður meðal annars upp á prógramm fyrir foreldra barna sem tengjast eineltismálum. „Í þeim fyrirlestri sem ég hef sniðið með foreldra í huga í þessum málum fer ég í gegnum þessa þætti. Ég byrja á að ræða birtingamyndir eineltis, algengar orsakir og ástæður stríðni og eineltis. Einnig tengsl ADHD og eineltis og hvernig það geti mögulega verið áhættuþáttur bæði fyrir að stríða og vera strítt/lagður í einelti. Áherslan er síðan á hlutverk og aðkomu foreldra að þessum málum, reynslu þeirra og með hvaða hætti þeir geta komið sterkar inn í forvarnarstarf og úrvinnslustarf. Loks fer ég lið fyri lið yfir hvernig ferli frá tilkynningu til málaloka lítur út frá sjónarhorni foreldra.“

Hún ætlar að miðla því sem hún kann í þessum málaflokki eins lengi og óskað er eftir. Ég mæti á eins marga staði og ég get, nota heimasíðuna og bíð upp á handleiðslu og ráðgjöf á stofu. Þetta er ekki lengur bara einhver vinna hjá mér heldur löngu orðið hugsjón og áhugamál vegna þess að ég veit og skynja að þessum málum er hægt að þoka til enn betri vegar.“

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir/ www.pixabay.com

Áfram ofurhetjur!

Ekkert lát virðist vera á ofurhetjuæði sem hefur staðið í rúm tíu ár.

Í þetta sinn þarf Thor að takast á við hina illu en máttugu Helu sem Óðinn kastaði niður í Niflheim við fæðingu.

Á hverju ári koma út tvær til þrjár myndir í þessum flokki og vekja miklar vinsældir, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum.

Til heljar

Myndin Thor: Ragnarok var frumsýnd nýlega, en um er að ræða þriðju myndina um þrumuguðinn og hvorki meira né minna en sautjándu myndina í Avengers-seríu Marvel.

Í þetta sinn þarf Thor að takast á við hina illu en máttugu Helu sem Óðinn kastaði niður í Niflheim . Framleiðendur myndarinnar virðast þó hafa leitt hjá sér þá staðreynd að Hel sem Hela byggir á er eitt afkvæma Loka samkvæmt Eddukvæðum og Heimskringlu.

Í myndinni snýr Hela aftur frá undirheimum staðráðin í að leggja Ásgarð í eyði og koma bræðrum sínum og systrum, og mannkyninu í heild, fyrir kattarnef. Thor fær til liðs við sig bæði nýja og gamla félaga í baráttunni við þennan erfiða óvin.

Leðurblakan snýr aftur

Í upphafi ofurhetjuæðisins sem nú er í gangi var Dark Knight-þríleikurinn hans Christopher Nolan, en í þeim snéri ein frægasta ofurhetja allra tíma, Batman, aftur á hvíta tjaldið. Í myndunum sem eru mun dekkri og alvarlegri en fyrri Batman-myndir glímir Batman við klassísk illmenni svo sem Scarecrow, Joker, Catwoman og Bane. Með hlutverk leðurblökunnar fer Christian Bale og voru flestir sammála um að hann næði persónunni mjög vel.

Í upphafi ofurhetjuæðisins sem nú er í gangi var Dark Knight-þríleikurinn hans Christopher Nolan.

Ofurfjölskyldufaðir

Í teiknimyndinni The Incredibles kynnumst við Bob Parr, öðru nafni Mr Incredible, og eiginkonu hans Helen, öðru nafni Elastic girl. Þau voru einar mestu ofurhetjur heims en hafa neyðst til að lifa í leyni undanfarin ár vegna aðfara yfirvalda gegn ofurhetjum. Þau búa í úthverfunum ásamt börnum sínum þremur, Violet, Dash og Jack-Jack, sem eru öll gædd ofurhæfileikum. Bob þráir ekkert heitar en að komast aftur í ofurhetjugallann og stekkur því á tækifærið þegar hann fær dularfull skilaboð um háleynilegt verkefni á fjarlægri eyju. Hann uppgötvar fljótlega að ekki er allt sem sýnist og hann þarf hjálp fjölskyldu sinnar við að bjarga heiminum fá gereyðingu.

Í The Incredibles kynnumst við Mr Incredible,eiginkonu hans Elastic girl og börnum þeirra.

Andhetja eða ofurhetja?

Deadpool fjallar um ofurhetju sem hefur engan áhuga á að vera ofurhetja. Fyrrum sérsveitarmaðurinn og málaliðinn Wade Wilson greinist með ólæknandi krabbamein og í örvæntingu sinni samþykkir hann að gangast undir ólöglega lyfjameðferð sem á að gefa honum ofurkrafta. Þegar ofurkraftar Wade virkjast afmyndast húð hans einnig svo hann lítur út fyrir að hafa verið brenndur. Honum finnst hann því ekki eiga afturkvæmt til unnustu sinnar heldur ákveður að ná fram hefndum sem grímuklædda andhetjan Deadpool.

Deadpool fjallar um ofurhetju sem hefur engan áhuga á að vera ofurhetja.

Engir kraftar

Kick-Ass er ekki beint hefðbundin ofurhetjumynd að því leyti að aðalsöguhetjan er ekki gædd neinum ofurkröftum. Dave Lizewski er dálítið lúðalegur unglingur sem hefur brennandi áhuga á teiknimyndasögum, á nokkra góða vini og býr einn með föður sínum. Líf hans er fremur einfalt og þægilegt. Það er að segja þar til að hann ákveður einn daginn að gerast ofurhetja. Hann pantar sér búning á Netinu og heldur út á stræti borgarinnar til að koma í veg fyrir glæpi. Hann flækist þó fljótt inn í mun stærri og hættulegri mál en hann átti von á.

Kick-Ass er ekki beint hefðbundin ofurhetjumynd að því leyti að aðalsöguhetjan er ekki gædd neinum ofurkröftum.

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

,,Ég hef verið elskuð út af lífinu og hötuð til helvítis“

||||
||||

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur staðið fremst í flokki #metoo byltingarinnar.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir segir árið 2017 hafa verið lyginni líkast, bæði fyrir sig persónulega sem og fyrir málstaðinn sem stendur hjarta hennar næst. Hún hefur barist ötullega gegn áreitni og ofbeldi sem hún segir alheimsvanda en vill um leið afskrímslavæða umræðuna um ofbeldismenn.

,,Það var ólýsanlegt að stíga á stokk og segja heiminum sögu sem ég hélt á löngu tímabili að myndi sliga mig, söguna af kynferðisofbeldinu sem fyrsti kærasti minn beitti mig,“ segir Þórdís Elva. Fatnaður: Bolur frá Gallery Sautján. Samfestingur og leðurjakki frá AndreA.

Þórdís Elva fæddist sömu nótt og Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti lýðveldisins, fyrst kvenna í heimi. Báðar hafa rutt konum braut í margvíslegum skilningi en árið í ár markar tímamót í baráttumálum kvenna á alþjóðavísu. Byltingin er hafin og þögnin rofin. Sárar frásagnir kvenna hafa litið dagsins ljós en allar snúa þær að ofbeldi og áreitni af hendi karlmanna. Þórdís Elva er ein þeirra sem staðið hefur fremst í flokki #metoo byltingarinnar. Fyrr á árinu gaf hún út bók um erfiða reynslu og flutti í kjölfarið fyrirlestra um heim allan sem vakið hafa mikil viðbrögð.

,,Einu viðburðaríkasta æviári mínu er að ljúka, en 2017 var lyginni líkast. Það var ólýsanlegt að stíga á stokk og segja heiminum sögu sem ég hélt á löngu tímabili að myndi sliga mig, söguna af kynferðisofbeldinu sem fyrsti kærasti minn beitti mig. Ekki nóg með að ég hafi rofið þögnina á heimsvísu, heldur gerði ég það með hann mér við hlið á TED-fyrirlestrarsviðinu. Við hefðum aldrei náð þeim áfanga ef að baki okkar lægi ekki tólf ára langt ábyrgðarferli þar sem ég skilaði skömminni til hans og lýsti afleiðingunum sem verknaðurinn hafði á líf mitt og hann gekkst við honum. Eftir þessa lífsreynslu er okkur báðum mikið í mun að uppræta ofbeldi og undirstrika mikilvægi samþykkis í öllum nánum samskiptum. Við skrifuðum í sameiningu bók um reynslu okkar, Handan fyrirgefningar, sem kom út í Bretlandi, Bandaríkjunum, Póllandi, Svíþjóð, Íslandi, Ástralíu, Japan og Þýskalandi á þessu ári.

„Það var súrrealískt að sitja skyndilega fyrir svörum á BBC, CBS, Times, NPR, USA Today, Spiegel og Marie Claire svo dæmi séu nefnd, að ræða hluti sem ég hefði ekki einu sinni þorað að hvísla að sjálfri mér fyrir nokkrum árum síðan.”

Fjölmiðlaáhuginn var gífurlegur, enda er þetta í fyrsta sinn sem þolandi og gerandi taka höndum saman um að segja sögu sína í þeirri von að hún gagnist öðrum. Það var súrrealískt að sitja skyndilega fyrir svörum á BBC, CBS, Times, NPR, USA Today, Spiegel og Marie Claire svo dæmi séu nefnd, að ræða hluti sem ég hefði ekki einu sinni þorað að hvísla að sjálfri mér fyrir nokkrum árum síðan. Þótt meirihluti viðbragðanna hafi verið þakklæti og stuðningur létu einstaklingar, sem stóð mjög mikil ógn af þessu verkefni, líka í sér heyra. Ég hef verið elskuð út af lífinu og hötuð til helvítis af fólki um allan heim.

Mig óraði enn síður fyrir því að nokkrum mánuðum seinna myndi #metoo byltingin fanga heimsbyggðina og að milljónir annarra þolenda myndu einnig rjúfa þögnina. Ég hef aldrei orðið orðlaus jafnoft og á þessu ári. Það var sögulegt í alla staði, bæði fyrir mig persónulega og fyrir málstaðinn sem stendur hjarta mínu næst.“

Finnum styrkinn í fjöldanum

Tildrög þess að Þórdís stofnaði Facebook-síðuna #metoo, konur í sviðslistum- og kvikmyndagerð, var vegna umfjöllunar innan netheima um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein og framkomu hans gagnvart fjölda kvenna innan afþreyingariðnaðarins þar vestra. „Mér varð hugsað til afþreyingariðnaðarins á Íslandi og fannst hæpið að við værum laus við þann alheimsvanda sem áreitni og ofbeldi er. Sem menntuð leikkona, höfundur þriggja stuttmynda og níu leikrita þykir mér mjög vænt um íslenska bransann og vil að hann sé sem uppbyggilegastur fyrir alla. Í fyrstu varpaði ég spurningunni fram í lokuðum hópi kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsbransanum á Íslandi. Viðbrögðin voru feimnisleg og leiddu flest á þann veg hvort við ættum nokkuð að vera velta okkur upp úr svoleiðis neikvæðni. Væri ekki best að halda fram veginn? Vissulega vil ég horfa fram á við en best væri að allir hefðu sama tækifæri til að vaxa og dafna í starfsumhverfi sínu. Ljóst er að ef konur þurfa að eyða ómældri orku í að leiða hjá sér áreitni, niðurlægjandi athugasemdir, káf, óviðeigandi framkomu eða jafnvel ofbeldi, þá njóta þær ekki sömu tækifæri til að blómstra og starfssystkini þeirra.”

Þórdís Elva er ein þeirra sem staðið hefur fremst í flokki #metoo byltingarinnar. Fyrr á árinu gaf hún út bók um erfiða reynslu og flutti í kjölfarið fyrirlestra um heim allan sem vakið hafa mikil viðbrögð. Fatnaður og skart frá Hildi Yeoman.

Örfáum dögum síðar stigu stjórnmálakonur fram og greindu frá upplifunum sínum af áreiti og yfirgangi sem þær hafa mátt þola. Innblásin af hugrekki þeirra stofnaði Þórdís Facebook-hópinn #metoo fyrir konur í sviðslistum og kvikmyndagerð. Sólarhring síðar voru fjögur hundruð konur komnar í hópinn og tveimur dögum eftir það höfðu þúsund konur skráð sig inn á síðuna. Frásagnirnar streymdu inn og Þórdís fann að hún var ekki ein um aðdáun yfir kjarki stjórnmálakvenna. Fljótlega var samin sú yfirlýsing að ástandið yrði að breytast til hins betra og eru undirskriftirnar nú tæplega sjö hundruð talsins.

„Þegar þögnin rofnaði og sárar frásagnir litu dagsins ljós fengu sumir algert áfall. Þetta er lítill bransi og margir líta á hann sem einskonar stórfjölskyldu sína. Það er alltaf sárt að komast að því að einhver sem manni þykir vænt um hafi beitt, eða verið beittur, ofbeldi. Eðlilega verða sumir líka reiðir og heimta nöfn gerenda. Hins vegar lýsir það takmörkuðum skilningi á lagaumhverfinu og gerir þá ósanngjörnu kröfu til þolenda að þeir berskjaldi sig fyrir ærumeiðingarkæru. Margir þeirra hafa engar sannanir í höndunum til að styrkja frásagnir sínar enda er langoftast um að ræða brot sem gerast í einrúmi án vitna. Það síðasta sem þolendur þurfa á að halda er að neyðast til að greiða gerendum sínum háar fjárhæðir og lenda á sakaskrá fyrir að segja sannleikann. Auk þess verður vandi af þessari stærðargráðu ekki leystur með því einu að týna burt rotnustu eplin og halda að málið sé leyst. Viðhorfið innan stéttarinnar í heild verður að breytast því við höfum öll með einum eða öðrum hætti tekið þátt í andrúmsloftinu og þögguninni sem ríkt hefur hingað til. Við höfum öll hlutverki að gegna í að breyta því.”

Þórdís segir að með umræðunni hafi orðið vatnaskil meðal kvenna í sviðslistum og kvikmyndabransanum. „Við breyttum ekki Weinsteinunum á meðal okkar með því einu að svipta hulunni af ofbeldi og áreitni sem við höfum sætt. Hins vegar breyttum við okkur sjálfum. Við erum kjarkmeiri eftir þetta, því við vitum að við erum ekki einar lengur. Við vitum hvers við erum megnugar og við finnum styrkinn í fjöldanum.”

„Ljóst er að ef konur þurfa að eyða ómældri orku í að leiða hjá sér áreitni, niðurlægjandi athugasemdir, káf, óviðeigandi framkomu eða jafnvel ofbeldi, þá njóta þær ekki sömu tækifæri til að blómstra og starfssystkini þeirra.”

Svarið vefst ögn fyrir Þórdísi þegar hún þegar hún er spurð hvort sögurnar hafi verið fleiri eða verri en hún átti von á. „Ég vissi fyrir fram að ofbeldi er bæði útbreitt og falið. Það kom mér hins vegar á óvart hversu mikill vanmáttur birtist í sumum frásagnanna, því áreitnin var stundum á vitorði margra en enginn gerði neitt. Ég vona að í framtíðinni heyri slík meðvirkni sögunni til.

Ég varð líka slegin yfir frásögnum nemenda úr ýmsum menntastofnunum. Miðað við vitnisburð þeirra viðgengst ólíðandi hegðun, m.a. að kennarar misbeiti valdi sínu í kynferðislegum tilgangi. Sem betur fer hafa stjórnendur í bæði Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskólanum lýst yfir að nú verði farið í átak til að betrumbæta umhverfi nemenda og starfsfólks. Ég vona að því verði fylgt vel eftir, því betur má ef duga skal af frásögnunum að dæma.

Fæddist nóttina sem Vigdís varð forseti

Þórdís hefur nú verið búsett í Svíþjóð síðastliðin tvö ár en ástæða fyrir dvöl hennar er framhaldsnám sem maður hennar sótti í upplýsingaöryggi við Stokkhólmsháskóla. Eftir útskrift nú í sumar bauðst honum starf og segir Þórdís fjölskylduna líklega muni ílengjast í Stokkhólmi. „Svíar hafa tekið okkur afar vel. Sonur okkar blómstrar í skólanum og ég er svo heppin að geta sinnt starfi mínu nær hvar í heiminum sem er. Fyrr í vikunni var mér sem dæmi boðið að halda hátíðarræðu fyrir samtök sem Silvía drottning stofnaði gegn kynferðisofbeldi á börnum. Við drottningin áttum gott spjall um mikilvægi #metoo hreyfingarinnar sem hún álítur afskaplega mikilvæga. Þá þótti henni sniðugt að heyra að ég væri fædd sömu nótt og Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti lýðveldisins, fyrst kvenna í heimi. Hún bað fyrir bestu kveðjum til frú Vigdísar, sem mér var bæði ljúft og skylt að skila. Að lokum var tekin ljósmynd af okkur og fyrir tilviljun hékk myndlistarverk á veggnum fyrir aftan okkur sem sýnir krepptan hnefa á lofti en það hefur löngum verið tákn kvenréttindabaráttunnar. Mér fannst það skemmtilega táknrænt.”

Þórdís hefur nú gefið út tvær bækur um ofbeldi en segir þær gerólíkar, bæði hvað efnistök og úrvinnslu varðar. Hún segir bækurnar eins og ólík systkini sem búi yfir ólíkum þörfum og mismunandi karakterum.

Þórdís segir mikilvægt að eyða öllum ranghugmyndum í umræðunni um gerandann sem „skrímsli“, þ.e. brenglaða, vopnaða, grímuklædda sadistann í húsasundinu sem ræðst á grunlausar konur. ,,Staðreyndin er sú að þessar ranghugmyndir gagnast ofbeldismönnum sem passa ekki inn í þessa staðalmynd og dregur úr líkunum á að þolendum þeirra sé trúað. Tökum Brock Turner sem dæmi en hann er bandarískur íþróttamaður sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot. Þegar hann var sakfelldur upphófst kórsöngurinn um að hann væri nú svo góður sundmaður, þetta gæti ekki staðist. Um Bill Cosby var sagt að hann væri svo indæll karakter og góður leikari, þetta gæti ekki verið satt. Þannig vinnur hugmyndin um að gerendur hljóti að vera skrímsli gegn trúverðugleika þolenda, stuðlar að þöggun og er skaðleg málaflokknum í heild.

Margir bera jafnframt fyrir sig þau rök að kurteisi sé oft mistúlkuð sem viðreynsla en ef þú þekkir ekki muninn á því að reyna við fólk og áreita það kynferðislega eða beita ofbeldi, þá skaltu hætta að “reyna við” fólk hið snarasta. Ég hlustaði á sænskan útvarpsþátt um daginn þar sem þáttastjórnandinn ávarpaði karlkyns hlustendur. Hann benti á að konur upplifa stundum samskonar óöryggi og valdamisræmi gagnvart ókunnugum körlum og karlar upplifa gagnvart öðrum körlum sem eru stærri, sterkari eða ofar í virðingarstiganum en þeir sjálfir. Þáttastjórnandinn mælti með að karlar, sem skilja ekki hvernig konum líður í samskiptum við ókunnuga karlmenn, ímynduðu sér að þeir væru nýlentir í fangelsi. Ef ókunnugur samfangi myndi segja eitthvað kynferðislegt við þá eða káfa á þeim, þá yrðu þeir líklega skelkaðir og þætti það afar óþægilegt. Ef ókunnugi samfanginn sýndi þeim hins vegar vinsamlegan áhuga og spjallaði við þá kurteisislega þá væri það hins vegar hið besta mál. Mér fannst þetta merkileg samlíking og ég vona að hún gagnist þeim sem eiga erfitt með að setja sig í spor annarra.”

Forréttindum fylgir ábyrgð

Þórdís hefur nú gefið út tvær bækur um ofbeldi en segir þær gerólíkar, bæði hvað efnistök og úrvinnslu varðar. Hún segir bækurnar eins og ólík systkini sem búi yfir ólíkum þörfum og mismunandi karakterum. „Bækurnar mínar, Á mannamáli og Handan fyrirgefningar, eru eins og svart og hvítt. Á mannamáli heltók mig, en upprunalega kveikjan að þeirri bók var gríðarleg reiði sem ég upplifði í kjölfar sýknudóms í nauðgunarmáli sem átti sér stað á Hótel Sögu árið 2007. Ég ætlaði að skrifa harðort mótmælabréf í blöðin sem óx síðan og varð að þrjú hundruð blaðsíðna fræðibók um það sem betur má fara í kynferðisbrotamálum á Íslandi. Ég var hálfmanísk þegar ég skrifaði hana, sat sólarhringum saman og hamraði á tölvuna þangað til fjölskyldumeðlimir mínir skipuðu mér að fara út og fá mér ferskt loft. Hún er því einskonar frumöskur. Handan fyrirgefningar er allt öðruvísi verk, enda sjálfsævisaga

„Við breyttum ekki Weinsteinunum á meðal okkar með því einu að svipta hulunni af ofbeldi og áreitni sem við höfum sætt. Hins vegar breyttum við okkur sjálfum. Við erum kjarkmeiri eftir þetta, því við vitum að við erum ekki einar, lengur. Við vitum hvers við erum megnugar og við finnum styrkinn í fjöldanum.”

sem lýsir persónulegu ferðalagi mínu úr myrkri og vonleysi inn í dásamlega birtu og styrk. Hún var tuttugu ár í fæðingu er skrifuð af kærleik til allra sem hafa einhvern tíma þjáðst í einrúmi, sem hafa elskað einhvern sem særði þá djúpt, sem langar til að losna úr viðjum þagnarinnar og sigrast á eigin ótta. Þótt ég hefði háleitar hugsjónir vissi ég að bókinni yrði líklega misvel tekið og kveið viðbrögðunum. Ég gleymi aldrei fögnuðinum sem hríslaðist um mig þegar gagnrýnandi Sunday Times sagði að hún gæti breytt lífi fólks. Það er ólýsanleg tilfinning þegar fólk skilur markmiðið sem maður leggur upp með.”

Viðbrögð fólks við fyrirlestrum Þórdísar Elvu á TED samkomunni hafa verið gríðarleg og segir hún varla líða sá dagur sem henni berist ekki skilaboð frá fólki víðs vegar úr heiminum. „Fyrirlesturinn hefur fengið rúmlega fjórar milljónir í áhorf og viðbrögðin eftir því. Ég held að við, sem mannkyn, stöndum á tímamótum. Hingað til hafa ofbeldismál verið sveipuð myrkri og gerendur verið útmálaðir sem myrkraverur og skrímsli. Hins vegar sýna rannsóknir að yfirgnæfandi meirihluti gerenda eru ástvinir okkar, skólafélagar, fjölskyldumeðlimir, samstarfsfólk og makar. Að mínu mati verðum við að geta tekið á þessum málum án þess að stýrast af heift og fordæmingu, því slíkt skaðar í raun þolendur og

Þórdís segir mikilvægt að eyða öllum ranghugmyndum í umræðunni um gerandann sem „skrímsli“, þ.e. brenglaða, vopnaða, grímuklædda sadistann í húsasundinu sem ræðst á grunlausar konur. Fatnaður: Skart, kjóll og klútur frá Hildi Yeoman. Leðurjakki frá AndreA.

stuðlar að meiri þöggun. Mér verður alltaf minnisstæð stúlka sem sagði mér að hún hefði verið misnotuð af bróður sínum. Á meðan á því stóð hafði hún íhugað að segja frá og hugsaði dæmið til enda. Hún hefði alveg getað sætt sig við að hann færi í fangelsi í einhver ár fyrir það sem hann gerði henni en hún gat ekki lifað með tilhugsuninni um að hann yrði kallaður skrímsli restina af ævinni og hataður af öllum í smábænum sem þau bjuggu í. Af þeim sökum sagði hún sagði engum frá og það gerði honum kleift að misnota hana í fimm ár í viðbót. Þessi saga er lýsandi dæmi um hvernig skrímslavæðing og hatur bitnar á þeim sem síst skyldi og hversu mikilvægt það er að við hefjum okkur upp fyrir það, sama hversu freistandi það er að hata og útskúfa þeim sem beita ofbeldi.”

Það er óhætt að segja að með frásögnum sínum og fyrirlestrum hafi Þórdís Elva skapað sinn eigin starfsferil og segir hún að úr nægu sé að taka í náinni framtíð. „Ég á alltaf erfitt með að svara því við hvað ég vinni því ég hef fengist við svo ólíka hluti á lífsleiðinni. Ég hef gert kvikmyndir og leikrit, verið frétta- og blaðakona, skrifað bækur, leikstýrt og haldið fyrirlestra, svo dæmi séu nefnd. Þegar upp er staðið má kannski segja að ég hafi atvinnu af því að segja sögur. Stundum sannsögulegar, stundum skáldaðar og ég notast við ólíka miðla til að koma þeim á framfæri. Á komandi mánuðum mun leið mín liggja til Danmerkur, Frakklands, Ítalíu og Bandaríkjanna þar sem ég mun flytja fyrirlestra. Ég nýt gríðarlegra forréttinda að geta rætt opinskátt um reynslu mína og skoðanir, því víða er þolendum refsað, þeir neyddir í hjónaband eða jafnvel myrtir fyrir að segja sögu sína. En forréttindum fylgir líka ábyrgð og ég geri mitt besta til að standa undir henni.”

Texti: Íris Hauksdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir
Myndband: Óskar Páll Sveinsson
Förðun: Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir

Fjölskylduvænt Jótland

Hrönn Helgadóttir segir frá stöðunum á Jótlandi sem fjölskyldan heimsækir mest.

Hrönn Helgadóttir ásamt fjölskyldunni.

Hrönn Helgadóttir býr í Horsens, ásamt eiginmanni og tveimur börnum, og starfar sem hársnyrtir. Hún segir að bærinn sé frekar rólegur og stutt í allskonar skemmtilega afþreyingu. Hún segir okkur frá stöðunum sem þau heimsækja mest en það eru staðir sem henta vel fyrir börnin.

„Hverfið sem við búum í er aðeins fyrir utan miðbæinn en samt er ég bara um 5-7 mínútur að hjóla í vinnuna í miðbænum. Umhverfið í kringum okkur er frábært. Við erum með skóg og tjörn og rétt hjá okkur er stór almenningsgarður með leikvelli, grillaðstöðu og allskonar afþreyingu. Þangað er yndislegt að hjóla á sumrin með nesti og sleikja sólina. Við hjólum allan ársins hring og það er frábært hvað veturinn er mildur og sumarið langt. Jótland hefur upp á margt að bjóða en þeir staðir sem við höfum sótt eru aðallega skemmtigarðar og barnvænir staðir. Svo höfum við líka farið nokkra túra til Þýsklands. Það tekur ekki nema rúma klukkustund að keyra til Flensborgar héðan. Það er mikill kostur að geta farið á bílnum í frí til Evrópu í stað þess að fljúga allt eins og þegar við bjuggum á Íslandi. Við vorum t.d. í Þýskalandi um páskana og stefnum á túr um Evrópu fljótlega.“

Lalandia er við hliðin á Legolandi og er innandyra vatnaveröld, ásamt skautasvelli, skíðabraut, keilu, og ýmislegu fleiru. Þangað förum við mest yfir vetrartímann, helst til að fara í baðlandið.

Djurs Sommerland

Djurs er okkar uppáhaldsstaður, við höfum keypt okkur árspassa í garðinn síðustu tvö ár og stefnum á að gera það sama í ár. Við erum rúman klukkutíma að keyra þangað, förum að morgni með nestispakka eða kjöt á grillið og komum heim að kvöldi. Garðurinn er blanda af vatnsrennibrauta- og skemmtigarði, risastór með fjölbreyttum grasflötum þar sem hægt er að sitja og njóta. Einnig er fjöldinn allur af grillstæðum. Nóg er af tækjum og afþreyingu fyrir alla aldurshópa og við foreldrarnir skemmtum okkur alveg jafnvel og börnin. Það sem hann hefur fram yfir aðra garða er að maður finnur ekki eins mikið fyrir fjöldanum og raðirnar verða ekki eins langar.

Lalandia

Lalandia er við hliðin á Legolandi og er innandyra vatnaveröld, ásamt skautasvelli, skíðabraut, keilu, og ýmislegu fleiru. Þangað förum við mest yfir vetrartímann, helst til að fara í baðlandið. Maður fær svolítið á tilfinninguna að vera á sólarströnd; það er heitt þarna inni og sólbekkir úti um allt. Svo fer maður bara á sundfötum og kaupir sér að borða eða ís, mjög kósí. Þarna er fjöldinn allur af rennibrautum, öldulaug, smábarnalaug og barnaveröld. Einnig eru heitir pottar og gufuböð.

Randers Regnskov

Í Randers sem er í fjörutíu mínútna akstursfjarlægð frá Horsens er flottur innandyra regnskógur sem skiptist í þrjár hvelfingar; Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Þar er hægt að sjá helstu dýrin sem lifa í þessum regnskógum. Mínum börnum finnst fiðrildaveröldin skemmtilegust en þar fljúga fiðrildi í öllum stærðum, gerðum og litum allt í kringum mann. Fyrir utan er hefðbundið skátaleiksvæði með alls konar þrautum. Fræðandi og skemmtileg upplifun fyrir bæði börn og fullorðna.

Saksild strand

Legoland er frábær garður og margt mjög skemmtilegt að sjá.

Hér í Horsens er lítil strönd í nánast göngufæri við okkur og þar finnst krökkunum meðal annars svakalega gaman að fara á krabbaveiðar. Ef veðrið er virkilega gott þá pökkum við í kæliboxið og keyrum á einn af mínum uppáhaldsstöðum, Saksild-ströndina, sem er dásemd með algerlega hreinni strönd og blágrænum sjó. Þar getur hitinn orðið mikill og okkur líður oft eins og við séum á Spáni. Sjórinn er grunnur langt út, þannig að börnin geta vaðið eins og þau vilja meðan foreldrarnir liggja í leti. Stundum förum við nokkrar fjölskyldur saman og tökum grillið með og förum ekki heim fyrr en sólin sest. Þarna eru líka veitingastaðir og ísbúðir. Þetta er ódýr og frábær fjölskylduskemmtun.

Givskud ZOO

Rétt hjá okkur er skemmtilegur dýragarður sem bæði er hægt að keyra í gegnum og rölta um. Þar er hægt að sjá allt frá fiskum og músum upp í fíla, ljón og gíraffa. Einu sinni sáum við þegar ljónin fengu sebrahest að éta og það er upplifun sem börnin gleyma seint. Okkur finnst alltaf gaman að ganga í gegnum apagarðinn þar sem aparnir eru svolítið að stríða og við sáum einu sinni apa taka snuð af barni, setja það upp í sig og hlaupa í burtu. Ég mæli með því að þeir sem eru að ferðast á Jótlandi gefi sér tíma til þess að kíkja í Giveskud sem er ekki í nema fimmtán mínútna akstursleið frá Legolandi. Á öllum bílastæðunum í garðinum eru nestis- og grillaðstæður og ég mæli með að fólk taki með sér nesti eða eitthvað á grillið í garðana því verðið á mat og drykk þar inni er í hærri kantinum.

Legoland

Legoland þekkja sennilega flestir en það er staður sem allir þurfa auðvitað að heimsækja þegar þeir koma hingað. Þar er alltaf rosalega margt fólk og langar biðraðir í öll tæki. Sérstaklega á háannatíma. Við mælum með því við okkar gesti að koma frekar í júní eða eftir miðjan ágúst til þess að fá sem mest út úr heimsókninni. Legoland er frábær garður og margt mjög skemmtilegt að sjá. En takið með ykkur drykki og nesti, allavega eitthvað af því. Því tíuþúsundkallarnir eru fljótir að hverfa í mat og drykk þarna inni.

Sonja Bríe og Helgi Sævar (7 og 5 ára á myndinni) á Saksild-ströndinni á Jótlandi.

Myndatexti: Sonja Bríe og Helgi Sævar (7 og 5 ára á myndinni) á Saksild-ströndinni á Jótlandi.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Hrönn Helgadóttir og www.pixabay.com

Vagga matarmenningar í Frakklandi

Vínsmökkun, vinsæl afþreying og vinalegt umhverfi einkennir Búrgúndí.

Myllan, eins og hún er kölluð, er í námunda við vínræktarhéraðið Chablis.

Búrgúndí er oft lýst sem vöggu víns- og matarmenningar í Frakklandi og frá bænum Commissey er stutt í öll helstu vínhéruð landsins. Þar er hægt að leigja gamla uppgerða myllu með öllum nútímaþægindum.

Myllan, eins og hún er kölluð, er í námunda við vínræktarhéraðið Chablis, í tveggja tíma akstursfjarlægð frá París í norðurhluta Búrgúndíhéraðs. Húsið sem var byggt árið 1838 var upphaflega mylla til að framleiða hnetuolíu en var síðar breytt í sögunarmyllu. Um miðja síðustu öld keypti fjölskylda sem bjó í París húsið og notaði það sem sumardvalarstað.

Landareign Myllunnar er í skógi vöxnum ávaxtagarði við ána Armancon sem rann á árum áður við Mylluna en þegar Búrgúndískipaskurðurinn, sem liggur frá Ermasundi í Miðjarðarhaf, var tekinn í notkun árið 1832 var árfarveginum breytt.

Myllunni hefur verið vel viðhaldið og þar eru öll helstu nútímaþægindi. Þar eru átta rúmgóð svefnherbergi og tvær stofur. Hún er með franska glugga sem opnast út að uppistöðulóni og notalegur árniður berst inn í húsið og á annarri hæðinni er útgengt á yfirbyggða verönd.

Myllunni hefur verið vel viðhaldið og þar eru öll helstu nútímaþægindi. Þar eru átta rúmgóð svefnherbergi og tvær stofur. Hún er með franska glugga sem opnast út að uppistöðulóni og notalegur árniður berst inn í húsið og á annarri hæðinni er útgengt á yfirbyggða verönd.

Hægt er að fá matreiðslukonu sem sérhæfir sig í matreiðslu á Búrgúndíréttum til að sjá um innkaup og elda mat úr hráefnum staðarins í eitt eða fleiri skipti.

Vínsmökkun og veitingastaðir

Vínakrar eru allt í kring á svæðinu. Commissey liggur í nokkurra kílómetra fjarlægð frá vínhéruðunum Chablis og Irancy og um klukkutímaaakstur er til vínhéraðanna við Beaune, Côte d´Or, Sancerre og Champagne. Aðstandendur geta útvegað enskumælandi leiðbeinanda um vínsmökkun í heimsóknir á áhugaverða staði og til bænda og vínkaupmanna. Hægt er að gera frábær kaup á góðum vínum en mikilvægt er að fá góðar upplýsingar, enda eru vín á svæðinu misjöfn að gæðum.

Bærinn Flavigny-sur-Ozerain, þar sem kvikmyndin Chocolat var tekin, er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Myllunni.

Matur er ódýr og það sama á við um veitingastaði. Víða er boðið upp á frábæran mat á viðráðanlegu verði og aðstandendur myllunnar geta útvegað lista yfir áhugaverða veitingastaði og vínbændur.

Frægar borgir og fallegar hallir

Auðvelt er að taka lest til Parísar, Dijon, Lyon, Euro Disney eða jafnvel að Miðjarðarhafinu og bærinn Troyes er í 60 kílómetra fjarlægð.

Svæðið hefur að geyma stórkostlega sögu, fallegar hallir, klaustur og fleira. Bæirnir Auxerre, Avallon, Dijon, Semur-en-Auxois, Noyers, Saulieau, Vezelay, Beaune, Autun eru innan seilingar ásamt bænum Flavigny-sur-Ozerain þar sem kvikmyndin Chocolat var tekin. Á svæðinu eru mörg flott listasöfn. Höllin í Tanley er í göngufjarlægð og örstutt er í höllina í Ancy-le-Franc, Epoisses og klaustrið í Fontenay þar sem sumir telja að iðnbyltingin hafi hafist.

Heimsókn í kirkjuna í Vezelay er ógleymanleg en frá henni er ein frægasta pílagrímaleið í Evrópu. Staðhæft er að líkamsleifar Maríu Magdalenu liggi í kirkjunni og bæði klaustrið og kirkjan eru á heimsminjaskrá UNESCO. Stórkostleg upplifun er að sjá líknarstofnanirnar Hospice í Beaune sem stofnað var árið 1443 og hótel guðs í Tonnerre sem stofnað var árið 1298.

Útivist og sport

Góð afþreying er fyrir börn á svæðinu sem geta leikið sér við uppistöðulónið hjá Myllunni og vinsælt er á sumrin að hoppa út í Armancon-ána. Níu holu mjög ódýr golfvöllur er í Tanlay sem er í um eins kílómetra fjarlægð og fleiri golfvellir eru á svæðinu. Í Tanlay eru einnig tennisvellir, körfubolta- og fótboltavöllur og fjölbreytt vatnasport er stundað í Armancon-ánni og Búrgúndískurðinum. Nokkur vötn eru skammt frá og þar er fjölbreytt þjónusta fyrir ferðamenn. Frábærar göngu- og hjólaleiðir eru í nágrenninu og hægt að leigja hesta eða stunda veiðar. Fimm reiðhjól fylgja húsinu og borðtennis og körfubolta er hægt að spila í skemmu sem fylgir myllunni. Tveggja tíma akstur er í ýmsa skemmtigarða svo sem Disneyland og Nicloland.

Veturinn hefur sína töfra þar sem villibráðin kemur á matseðilinn. Kalt getur verið í veðri en húsið er vel kynnt, notalegt er að sitja við kertaljós fyrir framan eld í kamínunni eftir góðan kvöldverð.

Í um 50 kílómetrafjarlægð er Morvan-þjóðgarðurinn sem er náttúruperla og þar er mikið af söfnum og allskonar afþreyingu. Við Morvan-þjóðgarðinn er þorpið Veselay sem er með vinsælustu ferðastöðum í Frakklandi.

Verslun og þjónusta

Mikil kyrrð er á svæðinu en samt sem áður er stutt í helstu þjónustu. Matarmarkaðir eru í næsta nágrenni flesta morgna og stutt í stórborgina Dijon eða Troyes. Útsölumarkaðirnir í Troyes eru þess virði að heimsækja en þar er einn stærsti útsölumarkaður Frakklands (outlet) með merkjavöru á borð við Levis, Lacoste, Charles Jordan, Laura Ashley, Diesel, Adidas, Petit Bateau, Timberland og Cyrillus svo dæmi séu tekin. Í Auxerre, sem meðal annars er þekkt fyrir ostagerð, er einn þekktasti fótboltaklúbbur í Frakklandi. Þá er vert að hafa í huga að Formúlu eitt kappakstur fer fram í byrjun júlímánaðar í borginni Nevers.

Mild veðrátta

Í Búrgúndí er meginlandsloftslag. Veðráttan á vorin er afar þægileg, fallegir akrar og allt er í blóma. Þar sem Commissey er á hásléttu eru sumrin mildari en sunnar í álfunni og húsið er hannað þannig að það er svalt þótt heitt sé úti. Mörgum þykir haustin samt fallegasti árstíminn. Vínuppskera fer fram um mánaðamótin september-október og á þessum tíma er veðrið milt, hiti á bilinu 18°–20°C yfir daginn. Veturinn hefur sína töfra þar sem villibráðin kemur á matseðilinn. Kalt getur verið í veðri en húsið er vel kynnt, notalegt er að sitja við kertaljós fyrir framan eld í kamínunni eftir góðan kvöldverð. Myllan er leigð til félagasamtaka júní, júlí og ágúst en vorin og haustin eru frábær tími á svæðinu.

Troyes er afar sjarmerandi bær og þar er hægt að gera góð kaup á risastórum útsölumörkuðum. Mynd / commons.wikimedia.org

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni myllan.wordpress.com.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Aðalmynd / www.pexels.com

Fegurð og form

Arkitektúr í París.

Þegar fólk hugsar um byggingarlist Parísar þá dettur því yfirleitt í hug Eiffel-turninn, Notre Dame eða jafnvel Pompidou-safnið. Í úthverfum borgarinnar leynast hins vegar gjörólíkar og mjög framúrstefnulegar byggingar sem vert er að skoða.

Í kjölfar loka seinni heimsstyrjaldar hófst gríðarlegur fólksflutningur til Parísar, bæði úr sveitum Frakklands og frá öðrum löndum. Borgaryfirvöld brugðu á það ráð að byggja stórar fjölbýlishúsasamstæður, grands ensembles, í úthverfum borgarinnar. Á sjötta áratugnum voru reistar byggingar í hinum hagnýta móderníska stíl, stórir háir turnar sem voru umluktir opnum grænum svæðum. Fljótlega upp úr 1970 byrjuðu arkitektar að aðhyllast frekar póstmódernisma sem einkenndist af fjölbreytileika, skrauti, húmor og vísun í fortíðina.

Á árunum á eftir risu fjölmargar skrautlegar samstæður. Hópur ungra frambærilegra arkitekta sá tækifæri í skipulagsuppdráttum fyrir ný úthverfi, villes nouvelles, til að láta ljós sitt skína. Þeir notuðu nútímalega byggingartækni til að sýna fram á að hægt væri að byggja fjölbýli fyrir félagsíbúðir á stórum skala án þess að fórna fegurðinni og glæsileikanum.

Ríflega þrjátíu árum eftir að þær voru byggðar liggja langflestar þessara bygginga undir skemmdum, enda hafa þær bara uppskorið háð og spott Parísarbúa í mörg ár. Því verður þó ekki neitað að arkitektunum tókst ætlunarverk sitt, að gera fólki kleift að búa í fallegum byggingum sem voru á viðráðanlegu verði. Þeir einbeittu sér þó kannski of mikið að útliti bygginganna og minna að því að skapa samfélag fyrir íbúana.

Les Espaces d’Abraxas er hugarfóstur spænska arkitektsins Ricardos Bofill.

Les Espaces d’Abraxas er hugarfóstur spænska arkitektsins Ricardos Bofill. Hann vildi hanna glæsilegan minnisvarða fyrir hið nýja úthverfi Marne-La-Vallée sem einnig væri búið í. Byggingarstíllinn vísar mikið í klassískan franskan byggingarstíl en með nútímalegum stílbrigðum. Íbúðirnar í samstæðunni eru 591 talsins og skiptast í þrjá hluta. Le Palacio er 18 hæða blokkarbygging sem hýsir 441 íbúði. Le Théatre er bogadregin bygging sem myndar torg í miðjunni sem svipar til rómversks leikhúss og hýsir 130 íbúðir sem allar vísa bæði inn að torginu og út að París. Að lokum er L’Arc, lítil bygging í miðju torgsins, eins og sigurbogi, en sú bygging hýsir 20 íbúðir á 9 hæðum.

Byggingasamstæðan við Place Pablo Picasso.

Byggingasamstæðan við Place Pablo Picasso er steinsnar frá Les Espaces d’Abraxas. Byggingarnar raðast í átthyrning og á sitthvorum endanum eru mjög sérstakar 17 hæða hringlaga byggingar. Samstæðan hýsir 540 íbúðir, leikskóla, gagnfræðaskóla, íþróttavelli og nokkrar verslanir. Heiðurinn af þessari heildrænu og metnaðargjörnu hönnun á Manolo Nunez Yanowsky en hann segir að hringlaga byggingarnar tákni hjól á vagni sem hefur hvolft.

Les Orgues de Flandre er byggingasamstæða í 19. hverfi Parísar.

Les Orgues de Flandre, sem þýðir í raun líffæri Flanders, er byggingasamstæða í 19. hverfi Parísar. Byggingarnar voru hannaðar af arkitektinum Martin van Trek um miðbik áttunda áratugarins en byggingu þeirra lauk árið 1980. Fjórir himinháir turnar einkenna samstæðuna þó að flestar bygginganna séu um fimmtán hæðir en þær ná yfir 6 hektara landsvæði.

Les Tours Aillaud samstæðan samanstendur af 18 turnum sem eru allt frá 13 og upp í 20 hæðir.

Á útjaðri La Défense-viðskiptahverfisins rísa Les Tours Aillaud, nefndir eftir hönnuði þeirra Émile Aillaud. Samstæðan samanstendur af 18 turnum sem eru allt frá 13 og upp í 20 hæðir. Fyrir utan hæðarmismuninn er lögun turnanna sú sama, nokkrir samsettir sívalningar. Utan á klæðningunni eru freskur með skýjum og þess vegna eru byggingarnar stundum kallaðar Les Tours Nuages í daglegu tali, sem útleggst sem skýjaturnarnir á íslensku.

Byggingasamstæða frá Ricardo Bofill.

Önnur stórkostleg byggingasamstæða frá Ricardo Bofill er í úthverfinu Saint-Quentin-en-Yvelines skammt frá Versalahöll. Eins og Les Espaces d’Abraxas skiptist þessi byggingasamstæða í þrjá hluta: Le Viaduc samanstendur af 74 íbúðum í sex blokkum sem reistar eru í röð út í vatnið, tengdar samar með göngugötu og litlum brúm. Les Arcades du Lac eru fjórar kassalaga byggingar með sameiginlegum garði í miðjunni á hverri þeirra. Íbúðirnar eru 389 talsins, á þremur hæðum, sem allar snúa bæði inn að garði og út að umhverfinu. Le Temple er svo á hinum enda vatnsins en sá hluti samanstendur af meginbyggingu og tveimur bogadregnum byggingum sem hýsa 200 íbúðir. Bofill segist hafa viljað útfæra franskan garð, líkt og þann sem er við Versalahöll, þar sem byggingar kæmu í stað snyrtra runna og ef svæðið er skoðað úr lofti má sjá hvað hann átti við.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Eitt skref enn

Ein einfaldasta leiðin til að öðlast betri heilsu er að ganga meira.

Kyrrseta er mjög einkennandi þáttur nútímalífsstíls.

Kyrrseta er mjög einkennandi þáttur nútímalífsstíls og við megum öll við því að hreyfa okkur meira. Það er eitt að fara reglulega í ræktina en við þurfum að stunda hreyfingu daglega og oft á dag. Ein einfaldasta leiðin til að öðlast betri heilsu er að ganga meira.

Vinsældir heilsuúra og skrefamæla hafa aukist til muna á síðustu árum, en þau gera manni auðvelt að fylgjast með hversu mikið maður gengur á hverjum degi.

Ráðlagt er að ganga að minnsta kosti tíu þúsund skref á hverjum degi en margir eiga í erfiðleikum með að ná því markmiði. Hér eru nokkrar góðar leiðir til að auka skrefafjöldann um tvö þúsund á hverjum degi.

Símafundir á ferð

Til hvers að sitja kyrr á meðan þú ert í símanum þegar þú getur staðið upp frá skrifborði þínu, fengið ferskt loft og bætt við þig skrefum? Ef þú gengur á jöfnum hraða meðan á tíu mínútna símtali stendur geturðu safnað þúsund skrefum án þess að taka eftir því.

Ráðlagt er að ganga að minnsta kosti tíu þúsund skref á hverjum degi en margir eiga í erfiðleikum með að ná því markmiði.

Farðu lengri leiðina

Við stöndum mörgum sinnum upp á hverjum degi, hvort sem það er til að fara á salernið eða til að sækja vatn eða kaffi. Prófaðu að fara lengri leiðina í hverri af þessum ferðum, til dæmis fara á salernið sem er fjær skrifstofu þinni eða einfaldlega taka krók á leiðinni, þetta mun aðeins taka þig örfáum mínútum lengur en skrefin safnast upp.

Með daglegum verkum

Mikið af þeim verkum sem við gerum á hverjum degi framkvæmum við á meðan við stöndum kyrr, en hægt væri að hámarka nýtingu tímans með því að stunda hreyfingu á meðan. Til dæmis er sniðugt að ganga um gólf á meðan þú burstar tennurnar, en það er fjórar mínútur á dag sem getur þýtt allt að fimm hundruð skref. Síðan geturðu gengið um á meðan þú bíður eftir lyftu eða strætó eða hvenær sem er.

Upp og niður

Alltof oft kýs fólk að grípa snöggan hádegismat og jafnvel borða hann við skrifborðið sitt. Það er mun heilsusamlegra ef þú ferð út að ná þér í hádegismat og færð þér gönguferð fram og til baka.

Það er gamalt og gott ráð að sleppa því að nota lyftur eða rúllustiga. Það segir sig sjálft að þú safnar ekki skrefum með því að standa kyrr í lyftu. Á hverri mínútu sem við göngum upp stiga getum við safnað allt að tvö hundruð og sjötíu skrefum svo það getur fljótt borgað sig.

Sæktu hádegismatinn

Alltof oft kýs fólk að grípa snöggan hádegismat og jafnvel borða hann við skrifborðið sitt. Það er mun heilsusamlegra að gefa sér tíma til að borða í friði. Ekki er verra ef þú ferð út að ná þér í hádegismat og fá þér gönguferð fram og til baka. Ef það hentar ekki, til dæmis ef það er mötuneyti á vinnustað þínum, þá ættirðu samt að gefa þér tuttugu mínútur til að fara út að ganga því þannig eykurðu skrefafjölda dagsins um heil tvö þúsund skref.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Forsætisráðherra: ,,Framsóknarbollinn er stofustáss“

||||
Forsætisráðherra Íslands og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs

Katrín Jakobsdóttir sækist eftir notuðum húsgögnum.

Forsætiráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir á marga hluti sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir hana og fjölskylduna.

Forsætiráðherra Íslands og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Katrín Jakobsdóttir er virkur safnari. Hún á marga hluti sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir hana og fjölskylduna. Hún á þó nokkra erfðagripi sem eiga sér sögu og ylja henni um hjartarætur. Henni þykir einstaklega vænt um listverkin sem synirnir hafa fært þeim hjónum.

Uppáhaldshönnuður? ,,Ég fylgist ekki mikið með tísku, hvorki í fötum né öðru, og verð seint sökuð um að hafa mikið vit á þessum geira en ég hef verið mjög ánægð með gróskuna í íslenskri hönnun og hef til að mynda verið mjög ánægð með það sem ég hef keypt hjá Farmers market, Hildi Yeoman, Jör og fleirum.“

Besti maturinn? „Suðurfranskur og norðurafrískur matur.“

Hvað dreymir þig um að eignast? „Mig dreymir nú sjaldan um að eignast neitt.“

Hvers getur þú ekki lifað án? „Mér er alltaf kalt þannig að ég verð að nefna ullarpeysur og ullartrefla. Fer helst ekkert án trefils.“

Uppáhaldslífsstílsbúð? „Er IKEA lífsstílsbúð?“

Uppáhaldsflík? „Uppáhaldsflík er gærujakki sem góð kona saumaði fyrir mig fyrir nokkrum árum en í honum verður mér ekki kalt.“

,,Ég fylgist ekki mikið með tísku, hvorki í fötum né öðru, og verð seint sökuð um að hafa mikið vit á þessum geira en ég hef verið mjög ánægð með gróskuna í íslenskri hönnun og hef til að mynda verið mjög ánægð með það sem ég hef keypt hjá Farmers market, Hildi Yeoman, Jör og fleirum.“

Er eitthvað sérstakt sem þú gerir fyrir heimilið haustin? „Þegar mikið er að gera er það nú fátt annað en að kveikja á kertum í hauströkkrinu.“

Hér að neðan eru hlutir sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá Katrínu.

1. Framsóknarbollinn er stofustáss sem Birkir Jón Jónsson færði mér á Alþingi fyrir nokkrum árum og endaði í jólapakka eiginmannsins sem rekur sín eigin hollvinasamtök fyrir Framsóknarflokkinn enda genetískur Framsóknarmaður.

Birkir Jón Jónsson færði Katrínu þennan bolla.

2. Píanóið (hér að neðan) er gamalt, líklega frá 1926, en það keypti móðuramma mín fyrir sín fyrstu mánaðarlaun í kennslu. Móðursystir mín færði okkur píanóið fyrir nokkrum árum þegar elsti sonur minn hóf nám í píanóleik og það hefur reynst svona ljómandi vel þrátt fyrir háan aldur.

3. Litríku myndirnar á veggnum. Hér má sjá nokkur listaverk eftir synina þrjá en þeir eiga þennan vegg. Hæfileikar þeirra innan listanna liggja á ólíkum sviðum.

4. Eggið á borðinu fengum við að gjöf á Djúpavogi en þetta verk er eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann sem er höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík.

Frá vinstri: Píanó sem móðuramma Katrínar átti, myndir eftir syni hennar og listaverk eftir Sigurð Guðmundsson.

5Áletrunin á veggnum. Hún er listaverk eftir Hlyn Hallsson, vin okkar, sem spreyjaði þessi skilaboð á íslensku, sænsku og arabísku.

6. Púltið. Þetta púlt var í eigu Sigvalda Guðmundssonar, langafa eiginmanns míns, en það sem er skemmtilegt við púltið er að það hefur að geyma leynihólf. Í púltinu geymum við eitt og annað sem felur í sér sögu og tengsl við ræturnar.

7. Eldhúsið. ABBA-seglarnir eru keyptir á ABBA-safninu í Stokkhólmi en ég er mikill aðdáandi og læt mig dreyma um að gista einhvern tíma á hótelinu sem Benny Anderson rekur í Stokkhólmi.

Frá vinstri: Listaverk eftir Hlyn Hallsson, púlt sem var í eigu langafa eiginmanns Katrínar og ABBA-seglarnir.

Höfundur / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir gengur til liðs við Birtíng

Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna.

Helga mun ritstýra Mannlífi og hafa yfirumsjón með áframhaldandi stafrænni uppbyggingu en Birtíngur opnaði nýverið lífstílsvefinn man.is, sem er sameiginlegur vefur allra miðla félagsins.

Hún mun starfa náið með núverandi ritstjórum tímarita Birtíngs, leiða aukið samstarf ritstjórna og marka ritstjórnarstefnu Mannlífs og man.is. Fríblaðinu er dreift inn á öll heimili á höfuborgarsvæðinu og er aðgengilegt til niðurhals á vefnum.

“Ég hlakka til að hefja störf hjá Birtíngi og lít á það sem mikla áskorun að takast á við prentmiðla á þessum tímum og finna þeim tryggan farveg í síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi,” segir Helga. “Það verður spennandi verkefni að leiða nokkur af vinsælustu tímaritum landsins inn á nýjar brautir í hinum stafræna heimi og koma með ferskt fríblað mánaðarlega um brýn samfélagsmál, sem varða okkur öll og málefni líðandi stundar.“

Helga hefur starfað í fréttaskýringaþættinum Kastljósi hjá Ríkisútvarpinu frá árinu 2014, og auk þess hefur hún framleitt og haft umsjón með heimildarþættinum Meinsærið um rangar sakargiftir í Geirfinnsmálinu og fjögurra þáttaröð um leikferil Eddu Björgvinsdóttur leikkonu.

Helga starfaði í 7 ár á Stöð 2 sem fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi, vaktstjóri, fréttaþulur og dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag. Á Stöð 2 hafði hún umsjón með þáttunum um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Mannshvörf á Íslandi og Óupplýst lögreglumál.

Hún hefur starfað við blaðamennsku allt frá árinu 2002 og hóf störf sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu 2004, þar til hún gekk til liðs við Stöð 2. Hún hlaut MA gráðu í International Journalism frá City University of London árið 2010 með áherslu á sjónvarps-og rannsóknarblaðamennsku. Hún er með BA gráðu í stjórnmálafræði og frönsku frá Háskóla Íslands og stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Gunnlaugur Árnason, stjórnarformaður Birtíngs: “Helga býr yfir mikilvægri reynslu á mörgum sviðum fjölmiðlunar. Hjá Birtíngi starfar hæfileikaríkt fólk og Helga mun enn frekar styrkja ritstjórnarslagkraft félagsins.”

Helga hefur störf hjá Birtingi 2. janúar næstkomandi.

Pólitísk tíska

Tískuhönnuðir taka þátt í kvenréttindabaráttunni með því að fagna fjölbreytileikanum.

Múslímska fyrirsætan Halima Aden, sú fyrsta til að ganga niður tískusýningarpall á tískuviku í New York með hijab bundinn um höfuðið.

Við vorum orðin allt of vön því að sjá einsleitar og sviplausar fyrirsætur ganga niður tískusýningarpallana til að kynna fyrir okkur nýjustu tísku.

Síðustu misseri virðist tískuheimurinn þó vera farinn að ranka við sér og hönnuðir eru farnir að taka þátt í kvenréttindabaráttunni með því að fagna fjölbreytileikanum. Þeir sem sýndu tískuna síðustu mánuði og vikur notuðu meðal annars konu á áttræðisaldri, ofurfyrirsætu í svokallaðri „yfirstærð“og múslímska fyrirsætu með hijab. Þá veigruðu þeir sér ekki við að senda frá sér rammpólitísk og feminísk skilaboð sem eiga erindi til allra.

Sterk skilaboð
Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi tískusýningarpallarnir verið eins stútfullir af kvennakrafti og á síðustu vikum og margir hönnuðir gáfu okkur von um að hægt og rólega séu tímarnir að breytast til hins betra.

Tískuheimurinn virðist smám saman vera að brjóta niður veggi í staðinn fyrir að byggja þá og leyfir einstaklingum frekar að njóta sín óháð kynþætti, kyni, aldri, trúarbrögðum eða kílóafjölda.

Í ljósi þess að konur yfir sextugt eru með stærstu kaupendum hátísku í heiminum verður að þykja skrítið að þær sé sjaldan sýnilegar á tískusýningarpöllunum eða í auglýsingum. Þess vegna var einstaklega ánægjulegt að að sjá eldri konu ganga niður pallinn fyrir tískuhúsið Simone Rocha.

Michael Kors fékk ofurfyrirsætuna í „yfirstærð“, Ashley Graham, til að sýna fötin sín.

Múslímska fyrirsætan Halima Aden, sú fyrsta til að ganga niður tískusýningarpall á tískuviku í New York með hijab bundinn um höfuðið.

Feminísk skilaboð komust vel til skila á tískusýningarpalli Prabal Gurung sem sendi fyrirsætur sínar niður pallinn í rammpólitískum bolum.

Í lokaatriðinu hjá Missoni báru fyrirsæturnar bleikar píkuhúfur sem eru nýtt merki kvenréttindahreyfingarinnar (sbr. aðalmynd).

Litadýrð

Michael Kors fékk ofurfyrirsætuna í „yfirstærð“, Ashley Graham, til að sýna fötin sín.

Margir stærstu tískuhönnuðirnir fengu innblástur frá götutískunni og sendu fyrirsætur niður pallinn með einstaklega litríkt hár. Við sáum meðal annars gular strípur hjá Versace, skærblátt hár hjá Marc Jacobs, eldrautt hjá Saint Laurent og Barbie-bleikt hjá Dior.

Förðunin undirstrikaði persónulega tjáningu þeirra sem hana báru og litadýrð var víða að finna baksviðs.

Nú er tími til kominn að þora að vera „öðruvísi“ og prófa sig áfram með liti sem við þorum vanalega ekki að snerta. Augnskuggapallettan Color Shot í stílnum Bold frá Smashbox er tilvalin í verkið.

Baksviðs hjá Prada sendi förðunargoðsögnin Pat McGrath þau skilaboð að förðun fyrirsætnanna sé frekar ætluð til persónulegrar tjáningar en til þess að þóknast öðru fólki.

Persónulegar klippingar

Í takt við einstaka persónuleika sem sáust víða á hausttískusýningarpöllunum voru sérstakar klippingar áberandi. Náttúruleg áferð á hári fyrirsætnanna fékk að njóta sín og töffaralegir drengjakollar og bob-klippingar komu sterkar inn.

Lengi lifi byltingin

Fyrirsætur Dior báru leðuralpahúfur en alpahúfan hefur löngum verið tengd byltingu og uppreisn en það má með sanni segja að uppreisnin sé hafin innan tískuheimsins.

Það var einstaklega ánægjulegt að að sjá eldri konu ganga niður pallinn fyrir tískuhúsið Simone Rocha.

Texti / Helga Kristjáns

Framúrskarandi matur og frábært viðmót

Montréal er ein af fallegustu borgum Kanada og býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir ferðamenn.

Borgin er fræg fyrir frábæran mat og það sama á við um þjónustuna. Borgin er frönskumælandi en langflestir tala þó ensku líka.

Jacques Cartier-brúin liggur yfir á eyjuna Sainte-Hélène og þar er meðal annars skemmtigarðurinn Le Ronde. Hvers kyns tívolítæki fyrir unga sem aldna eru í garðinum og þar eru oft haldnir alls konar viðburðir og tónleikar.

Gamli bærinn í Montréal er heillandi og þar er yndislegt að labba um steinlagðar göturnar og virða fyrir sér fallegan arkitektúrinn og mannlífið. Þar er fjöldinn allur af veitingastöðum og kaffihúsum sem mörg hver skora hátt á TripAdvisor. Listagallerí eru víða sem og svokallaðar „lundabúðir“ en stærri verslunarkeðjur eru annars staðar. Notre Dame-kirkjan trónir yfir torgið d‘Armes. Óhætt er að mæla með því að borga sanngjarnt gjaldið við innganginn og skoða þessa stórkostlegu byggingu.

Skammt frá gamla bænum er Kínahverfið. Þar eru ótal asískir veitingastaðir, matarmarkaðir og verslanir. Úr hverri höfuðátt inn í hverfið eru fjögur hefðbundin kínversk hlið (paifang) sem gefin voru af Shanghai árið 1999. Einni götu fyrir ofan Kínahverfið er Rue Sainte-Catherine sem er aðalverslunargata borgarinnar og mjög löng. Þar er að finna allar helstu verslunarkeðjurnar, eins og H&M, Apple, Sport Experts, Zöru, North Face og svona mætti lengi telja.

Gamli bærinn og hinar ýmsu verslunarmiðstöðvar Rue Sainte Catherine tengjast í gegnum The Underground City sem er nokkurs konar verslunarborg undir miðborginni. Fyrir þá sem koma þangað í fyrsta sinn getur reynst allflókið að rata því ranghalarnir virðast endalausir.

Neðanjarðarborgin tengist einnig neðanjarðarlestarkerfinu og hentar vel að nota hvort tveggja yfir háveturinn þegar frosthörkur eru sem mestar og yfir sumarið þegar hitinn er hvað mestur. Þarna má labba langar leiðir milli staða án þess að koma nokkru sinni upp á yfirborðið.

Gamli bærinn í Montréal er heillandi og þar er yndislegt að labba um steinlagðar göturnar og virða fyrir sér fallegan arkitektúrinn og mannlífið. Þar er fjöldinn allur af veitingastöðum og kaffihúsum sem mörg hver skora hátt á TripAdvisor.

Fyrir austan miðbæ Montréal er hverfið Gay Village. Á hverju sumri lokast sá hluti Sainte-Catherine Street sem tilheyrir Gay Village fyrir akandi umferð og listaverkið Pink Ball eftir landslagsarkitektinn Claude Cormier er hengt yfir götuna á eins kílómetra kafla. Í ár lét hann verkið hins vegar mynda regnbogalitina í stað bleikra tóna. U.þ.b. 200 þúsund kúlur eru í verkinu. Hverfið á sér áratuga langa sögu og byrjaði fyrir alvöru að myndast um og eftir Expo 67.

Gamli bærinn í Montréal er heillandi og þar er yndislegt að labba um steinlagðar göturnar og virða fyrir sér fallegan arkitektúrinn og mannlífið.

Expo og manngerðar eyjar

Í Montréal er margt að skoða. Fjallið, eða kannski réttara sagt hæðin, Mont Royal sem borgin heitir eftir trónir fyrir ofan bæinn. Allmargar gönguleiðir eru á toppinn bæði á malbikuðum stígum og troðningum í gegnum skóginn. Til dæmis er hægt að hefja gönguna við Sir George Etienni Cartier-minnismerkið. Aðalútsýnisstaðurinn af hæðinni er við Chalet du Mont-Royal og þar er magnað að horfa yfir borgina.

Jacques Cartier-brúin liggur yfir á eyjuna Sainte-Hélène og þar er meðal annars skemmtigarðurinn Le Ronde. Hvers kyns tívolítæki fyrir unga sem aldna eru í garðinum og þar eru oft haldnir alls konar viðburðir og tónleikar.

Heimssýningin Expo 67 var haldin á eyjunni árið 1967 sem og á eyjunni Notre Dame sem var manngerð árið 1965 fyrir sýninguna, meðal annars úr efni frá gerð neðanjarðarlestarkerfisins. Sainte-Hélène var stækkuð af sama tilefni. The Biosphere-hvelfingin er meðal þess sem enn stendur eftir sýninguna.

Árið 1999 var eyjunum gefið sameiginlega nafnið Parc Jean-Drapeau til minningar um bogarstjórann sem hjálpaði til við að fá Expo 67 til eyjanna á sínum tíma og lét byggja neðanjarðarlestina.

haust var parísarhjól tekið í notkun á bökkum St. Lawrence-árinnar fyrir neðan gamla bæinn. Þar er ljúft að taka sér far og fá útsýni yfir ána, eyjarnar og skýjakljúfana.

Ljúffengur matur

Borgin er þekkt fyrir ríka matarmenningu og hver veitingastaðurinn á fætur öðrum býður upp á einstaklega góðan mat og framúrskarandi þjónustu. Morgunmatur er sjaldan innifalinn í hótelverði og þá er um að gera að kíkja á einn af mörgum morgunverðarstöðum borgarinnar. Eggspectation býður upp á frábært úrval og ljúffenga safa. La Finsa Coffee and Office hefur heimatilbúinn mat á boðstólum og besta kaffið að margra mati. Einnig má mæla

Pítsustaðurinn Pizzeria Bros lætur lítið yfir sér en þar fást virkilega góðar pítsur sem pantaðar eru yfir afgreiðsluborð líkt og á Subway.

með Brasserie 701 sem er virkilega flottur staður rétt hjá Notra Dame-kirkjunni. Montréal er þekkt fyrir beyglurnar sínar og einn þekktasti beyglustaðurinn er líklega Fairmount Bagel.

Pítsustaðurinn Pizzeria Bros lætur lítið yfir sér en þar fást virkilega góðar pítsur sem pantaðar eru yfir afgreiðsluborð líkt og á Subway. Nokkur borð eru á staðnum til að sitja við en það er líka tilvalið að sækja þangað pítsu til að fara með upp á hótel að borða.

Einnig er óhætt að mæla með Piazza del Sogno sem er aðeins fínni pítsustaður með ekta ítölskum pítsum og ef þið viljið steikur þá býður keðjan The Keg Steakhouse upp á ljúffengar nautasteikur. Veitingastaðurinn Terrasse William Gray er staðsettur á verönd efstu hæðar samnefnds hótels og þar eru framreiddir virkilega flottir smáréttir og kokteilar. Það sem er alveg extra þægilegt við veitingastaði og kaffihús í Montréal er að þar er ekkert mál að fá sundurliðaðan reikning þegar hópur fólks er saman úti að borða og það sem meira er að þjónarnir gera það með bros á vör.

Annars er gagnlegt að fara inn á TripAdvisor og skoða umsagnir staðanna áður en haldið er af stað og oft er betra að vera búinn að panta á vinsælli stöðum.

Höfundur og ljósmyndari / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

„Hrokinn kom mér á botninn“

Bjartur Guðmundsson býður upp á óvenjulega árangursþjálfun.

Bjartur Guðmundsson er leikari, árangursþjálfi og eigandi fyrirtækisins Optimized Performance sem hann stofnaði í febrúar 2016. Hann býður upp á óvenjulega árangursþjálfun fyrir alla sem vilja öðlast hámarksaðgengi að getu sinni og hæfileikum á hvaða sviði sem er. Bjartur byggir námskeiðin ekki síst út frá eign reynslu.

Bjartur Guðmundsson er leikari, árangursþjálfi og eigandi fyrirtækisins Optimized Performance sem hann stofnaði í febrúar 2016. Hann býður upp á óvenjulega árangursþjálfun fyrir alla sem vilja öðlast hámarksaðgengi að getu sinni og hæfileikum á hvaða sviði sem er.

„Ég trúi því að allur árangur, óháð í hverju, sé bundinn við þrjá þætti. Í fyrsta lagi þekkingu og kunnáttu, í öðru lagi viðhorfi okkar til okkar sjálfra og þess sem við viljum ná árangri í og í þriðja lagi venjubundnu tilfinningalegu ástandi.

Af þessum þremur atriðum vegur tilfinningalegt ástand þyngst, svo viðhorf og síðan þekking og kunnátta. Þar af leiðandi gengur Optimized Performance út á tilfinninga- og viðhorfsþjálfun sem fer fram á hrikalega skemmtilegum og áhrifaríkum námkeiðum þar sem þátttakendur læra að örva taugakerfið þannig að útkoman verði það sem ég kalla topp tilfinningalegt ástand,“ segir Bjartur.

„Í þessu öfluga ástandi galopnast aðgengi taugakerfisins að hæfileikum, upplýsingum og skapandi hugsun, við tökum uppbyggilegri ákvarðanir og fylgjum þeim eftir með vandaðri athöfnum, samskiptahæfni fer upp á annað plan og kærleiksríkt sjálfstraust fer í hæstu hæðir. Þetta er alveg geggjað hreint út sagt.“

Var hræddur við höfnun

Bjartur segist hafa misstigið sig ótal sinnum og upphaf þessa ævintýris megi rekja til þess að hann hélt að hann væri búinn að meika það sem leikari stuttu eftir að hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009. „Fyrir vikið féll ég í þann fúla pitt að trúa því að nú myndu leikstjórar og framleiðendur bjóða mér hlutverk í hrönnum. Með öðrum orðum þá varð ég hrokafullur og taldi mér trú um að það væri fyrir neðan mína virðingu að sækjast af krafti eftir hlutverkum en raunverulega var ég bara skíthræddur við höfnun og að standast ekki væntingar. Ég áorkaði þó einu og það var að verða grautfúll, reiður og bitur á mettíma en sem betur fer er ég frekar jákvæður einstaklingur að upplagi og fór að leita leiða til að komast á betri stað. Það er sagt að við þurfum annaðhvort örvæntingu eða innblástur til að taka nýja stefnu í lífinu og ég var svo sannarlega örvæntingafullur á þessum tímapunkti. Innblásturinn kom svo þegar vinur minn benti mér á mannræktarfrömuðinn Anthony Robbins en ég er undir gríðarlegum áhrifum frá honum, hef marglesið allar bækur hans, farið í gegnum hljóðprógrömm og setið námskeið. Síðan þá hef ég verið mikill áhugamaður um mannrækt og jákvæða sálfræði sem svo varð til þess að ég stofnaði Optimized Performance,“ segir Bjartur.

„… Með öðrum orðum þá varð ég hrokafullur og taldi mér trú um að það væri fyrir neðan mína virðingu að sækjast af krafti eftir hlutverkum en raunverulega var ég bara skíthræddur við höfnun og að standast ekki væntingar.“

Til þessa hefur hann unnið með tæplega 80 vinnustöðum og rúmlega 3.000 einstaklingum og segir að viðbrögðin við námskeiðunum hafi verið ótrúlega góð. „Það er eitthvað við það að gefa af sér en markmiðið með þessu öllu er að miðla hugmyndafræði og aðferðum sem geta stórbætt lífsgæði fólks. Námskeiðin eru fyrir alla sem hafa áhuga á því að taka skref fram á við og eru tilbúnir að axla ábyrgð á eigin gæfu.

Það hefur verið sagt að ef við viljum betra líf þá þurfum við sjálf að verða betri í lífinu. Með því að læra hvernig hægt er að innprenta uppbyggileg viðhorf og hvernig hægt er kynda upp öflugar uppbyggilegar tilfinningar sem veita kraft, hugrekki, trú og traust þá eru okkur bókstaflega allir vegir færir. Fyrir mér eru þetta lykilatriði ef maður vill verða góður í lífinu og það magnaða er að þetta er ekki flókið og er meira að segja frekar létt ef maður skilur og kann aðferðirnar.“

Niðurrif engum til góðs

Bjartur lumar á ýmsum ráðum til fólks sem á það til að tala sig niður. „Já. Í fyrsta lagi verðum við að átta okkur á því að við gerum ekkert nema við trúum því að það muni hafa einhverjar jákvæðar afleiðingar í för með sér eða við trúum því að það forði okkur frá einhverjum neikvæðum afleiðingum. Það að tala okkur niður getur leitt til þess að annað fólk sýni okkur alúð og hlýju og þannig upplifum við ást og tengingu. Sumir trúa því að það sé bókstaflega mikilvægt að drulla yfir sjálfa sig til þess að læra af mistökum. Sjálfsniðurrif getur verið leið okkar til að finnast við vera auðmjúk, ekki hrokafull eins og allir hrokafullu fávitarnir og þannig upplifum við að við séum merkileg. Stundum notum við niðurrif til að búa til afsakanir, til að stjórna, til að forðast að gera eitthvað sem við óttumst en vitum að væri gott fyrir okkur. Við notum sjálfsniðurrif líka til að gefa okkur leyfi til að gera eitthvað sem veitir skjótfengna vellíðan en er raunverulega ekki gott fyrir okkur né aðra.

Ég veit að þetta kann að hljóma fáránlega og það er fáránlegt að við notum sjálfsniðurrif á þennan hátt en ef við gerum mikið af því, þá er það vegna þess að við höldum að það muni forða okkur frá meiri sársauka eða hreinlega veita okkur vellíðan.

Með því að læra hvernig hægt er að innprenta uppbyggileg viðhorf og hvernig hægt er kynda upp öflugar uppbyggilegar tilfinningar sem veita kraft, hugrekki, trú og traust þá eru okkur bókstaflega allir vegir færir, að sögn Bjarts. Mynd / www.pixabay.com

Til að venja okkur af þessum ósið þurfum við að komast að því hvaða sársauka við erum að reyna að forðast og/eða hvaða vellíðan við erum að sækjast eftir. Því næst þurfum við að átta okkur á því að sjálfsniðurrif mun alltaf leiða til meiri sársauka en vellíðunar og taka ákvörðun um að það sé heimskulegt og ekki þess virði. Þetta gerum við með því að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða sársauka mun það leiða af sér að rífa mig niður? Hvaða vellíðan mun það leiða af sér að hætta að rífa mig níður? Hvaða vellíðan mun ég upplifa ef ég tem mér að tala mig upp?

Hér er mikilvægt að koma með eins mörg svör og hægt er við hverri spurningu og svörin verða að kynda upp tilfinningar. Ef okkur tekst að gera þetta þá fer okkur virkilega að langa til að breyta hugsanamynstri okkar sem þýðir að við erum opin fyrir næsta skrefi sem er að taka eftir því þegar við dettum inn í niðurrif og gera eftirfarandi um leið: Hoppa með hendur upp í loft og íhuga þessar spurningar í tvær mínútur: Hvað gæti ég verið þakklát/ur fyrir núna ef ég vildi virkilega vera þakklát/ur? Hvað gæti mér líkað vel við í eigin fari ef ég virkilega vildi? Hverju gæti ég verið stolt/ur af við sjálfa/n mig ef ég virkilega vildi? Líkamsbeiting hefur stórkostleg áhrif á líðan okkar og það eitt að hoppa með hendur upp í loft í tvær mínútur kemur okkur í betra andlegt ástand þar sem er auðveldara að tala sig upp. Það sama gildir með spurningarnar en með því að einbeita okkur að þeim og svara í tvær mínútur getum við kynt upp sterkar uppbyggilegar tilfinningar. Með því að hoppa og svara spurningunum getum við keyrt okkur upp í frábært tilfinningalegt ástand á aðeins tveimur mínútum og tamið okkur uppbyggilegri viðhorf gagnvart sjálfum okkur. Ég hvet alla til að prófa þetta,“ segir Bjartur brosandi.

„Æfingin hér að ofan er frábær til að komast í gott tilfinningalegt ástand en almennt er það þrennt sem ber að hafa í huga. Að beita líkamanum og röddinni eins og þegar okkur líður vel, hugleiða uppbyggilegar spurningar og nota orðalag sem er uppbyggilegt.“

Og það er margt skemmtilegt fram undan hjá Bjarti. „Ég er á fullu að bóka námskeið með hinum ýmsu fyrirtækjum fyrir veturinn en ég bendi áhugasömum á að senda mér bara tölvupóst á [email protected] eða fara á www.optimized.is og kynna sér málið betur. Svo er ég svo brattur að lofa því að ef þér líkar ekki námskeiðið þá færðu það endurgreitt að fullu,“ segir hann sposkur að lokum.

Texti / Ragnhildur Aðalssteinsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

„Vetrargöngur á fjöll eru ekki síðri að fegurð“

Anna Bryndís Skúladóttir á margar uppáhaldsgönguleiðir á Austurlandi.

Fyrir sjö árum stofnuðu nokkrar fjallageitur Fjallgönguklúbbinn Fjallhress og síðan þá hafa meðlimir hans gengið á eitt alvörufjall í mánuði, farið í ótal léttari göngur en einnig krefjandi ferðir utan fjórðungs.

„Ég er fædd og uppaldin á Borgarfirði eystra en bjó á Egilsstöðum í um 30 ár,“ segir Anna Bryndís eða Bryndís eins og hún er kölluð. „Ég er mikill náttúruunnandi og fjallageit og hef notið ríkulega þess mikla fjölbreytileika sem Borgarfjörður og Fljótsdalshérað bjóða upp á til náttúruskoðunar og gönguferða. Borgarfjörður er þekktur fyrir sinn formfagra og litskrúðuga fjallahring og er þar meðal annars að finna annað stærsta líparítsvæði landsins. Víkurnar sunnan Borgarfjarðar eru löngu orðið þekkt göngusvæði með mikla sögu og merka jarðfræði. Fljótsdalshérað er hins vegar víðfeðmasta sveitarfélag landsins með gríðarlegan fjölbreytileika í landslagi. Fjölbreytileiki flóru, gróðurs og dýralífs er að sama skapi mikill og má þar nefna heimahaga hreindýra við Snæfell og varpland heiðagæsa á Eyjabökkum sem er fögur gróðurvin á hálendinu austan Snæfells.“

Fyrir sjö árum stofnuðu nokkrar fjallageitur Fjallgönguklúbbinn Fjallhress og síðan þá hafa meðlimir hans gengið á eitt alvörufjall í mánuði, farið í ótal léttari göngur en einnig krefjandi ferðir utan fjórðungs. „Vetrargöngur á fjöll eru ekki síðri að fegurð en á sumrin og er birtan oft ómótstæðileg á þessum tíma. Austurland er algjör fjallgönguparadís og sækjum við heim fjöll til okkar góðu nágranna um allt Austurland. Á fimm árum hafa Fjallhressir gengið á yfir sextíu 1000 m háa tinda og er hæðartala samtals orðin um 36.000 m. Wildboys.is skipuleggja, reka og sjá um leiðsögn Fjallhressra.

Dyrfjöll – Súla (1136 m)

Krefjandi ganga, óstikuð. Gengið frá Brandsbalarétt upp fagran Jökuldalinn sem er mikil hvilft austan Dyrfjalla og einkennist af þursabergi af öllum stærðum og gerðum og áin bugðast fagurlega um slétta grasbala. Ævintýralegt er að nálgast síðan þverhnípt klettastál Dyrfjalla þar sem gengið er inn á jökulfönn við rætur þess. Gengið er inn á blómi skrýdda rák í fjallinu þar sem fara þarf með gát við gjá sem oft er milli jökuls og klettastáls. Fjallið er bratt en stórfenglegt útsýni í stórbrotnu landslagi. Gönguvegalengd er 18 km. Mæli með leiðsögumanni.

Fljótsdalur – Laugarfell á Fljótsdalshéraði

Mjög falleg stikuð gönguleið frá Kleif í Norðurdal í Fljótsdal upp í Laugafell um 12 km leið. Gengið er upp með Jökulsánni sem er þekkt fyrir marga fagra fossa, stóra sem smáa. Gengið er um þéttvaxinn Kleifarskóg og skal varast að láta villt jarðarber sem mikið er af ginna sig um of, því skógurinn er þéttur á köflum og mikilvægt að hópurinn haldi saman. Í Laugafelli er myndarlegt hostel með veitingasölu og dásamlegum náttúrulaugum. Góður vegur er úr Fljótsdal í Laugafell til að komast til baka. Einnig er hægt að ganga frá Kleif allt að Eyjabakkafossi, 20 km leið, og láta sækja sig þangað.

Skælingur (832 m) á Borgarfirði eystra

Skælingur er skemmtilegt göngufjall með stórkostlegu útsýni yfir Loðmundarfjörð, Seyðisfjörð og til Víkur en einnig er einstaklega fallegt útsýni á hinn fagra Hvítserk. Skælingur er stundum kallaður Kínverska musterið vegna einstæðrar lögunar sinnar. Gengið er á fjallið frá akveginum upp á Neshálsi milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar eftir ómerktri leið á tindinn og ágætt er að ganga upp innarlega á fjallinu, vestarlega. Leiðin er brött en stutt þar sem byrjað er í mikilli hæð.

Snæfell (1833 m) á Fljótsdalshéraði

Auðvitað valdi ég Snæfell ,,konung íslenskra fjalla“ á uppáhaldslistann en fjallið er hæsta fjall landsins utan jökla og liggur skammt norðan Vatnajökuls. Fjallið er innan Vatnajökulsþjóðgarðs og er stikuð leið skammt frá Snæfellsskála á fjallið úr suðvestri allt að jökli, gott er að fá upplýsingar hjá landverði um leiðina. Ráðlegt að hafa göngustafi og keðjubrodda meðferðis. Í góðu skyggni er mikið og gríðarfallegt útsýni af fjallinu meðal annars yfir Eyjabakka. Úrval gönguleiða er í nágrenni Snæfells og tilvalið að dvelja á svæðinu nokkra daga og ganga, má nefna Þjófadali, hring um Snæfell og Vatnsdal.

Stórurð á Fljótsdalshéraði

Fáséð furðuveröld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þar ægir saman þursabergsbjörgum á stærð við blokkir innan um sléttar grundir og túrkisbláar tjarnir. Dyrfjöll gnæfa yfir í botni dalsins og flikruberg skreytir fjallshlíðar. Hægt er að velja um nokkrar stikaðar gönguleiðir til og frá Stórurð og tilvalið að velja aðra leið til baka en komið var, algengustu leiðir eru um 15 km samtals en einnig er hægt að velja lengri leiðir sem liggja til Borgarfjarðar. Mæli ég þó með upphafi göngu af bílastæði á Vatnsskarði þar sem aðkoman að Stórurð er skemmtilegust og fólk grípur andann á lofti af hrifningu.

Þerribjörg á Fljótsdalshéraði

Nokkuð krefjandi ganga. Ekið frá Hellisheiði eystri og þaðan eftir vegslóða (ekki fólksbílar) að Kattárdalsdrögum, bílum lagt þar við skilti. Stikað er frá skiltinu fram á brún beint ofan við Múlahöfn. Kindagata er frá brún niður um 400 m brattan skriðuhrygg. Frá Múlahöfn er gengið í norður, þar blasir við Þerribjarg og Langisandur. Einstök náttúruperla þar sem fögur og afar litskrúðug líparítbjörg með dökkum berggöngum skreyta svæðið. Leiðin er ekki fyrir lofthrædda og mæli ég með leiðsögumanni.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Enginn tími aflögu, ekkert mál!

Það er ástæðulaust að hætta líkamsrækt í desember þótt mikið sé að gera.

Í desember hætta margir að mæta í ræktina og bera oftar en ekki fyrir sig tímaleysi. Það er þó engin ástæða til þess að hætta alveg að stunda líkamsrækt því það er lítið mál að koma stuttum sprettum inn í daglegt líf og þeir geta gert gæfumuninn. Hér eru nokkrar góðar uppástungur og hugmyndir.

Alhliða hreyfing og tannheilsa

Prýðileg leið til að losna við bingó: Skiptu kerru út fyrir tvær körfur, eina í hvorri hönd. Eftir því sem þú verslar meira því meira reynir þú á axlir, herðar, bak-, brjóst- og handleggsvöðva.

Sestu upp við vegg þannig að fótleggirnir myndi níutíu gráðu horn og hnén séu beint upp frá tám. Haltu þessari stöðu á meðan þú burstar tennurnar eða eins lengi og þú getur en með tímanum lengist sá tími sem þú getur haldið stöðunni. Styrktaræfingar sem þessar eru góðar því þær reyna svo til ekkert á liði og styrkja marga vöðva í einu.

Bless, bingó

Skiptu kerru út fyrir tvær körfur, eina í hvorri hönd. Eftir því sem þú verslar meira því meira reynir þú á axlir, herðar, bak-, brjóst- og handleggsvöðva. Þessi aðferð getur líka haft góð áhrif á fjárhaginn því þú ert mun ólíklegri til að kaupa óþarfa hluti ef þú veist að þú þarft að bera þá út um alla búð.

Beðið eftir hraðsuðukatlinum

Hvort sem þú ert kaffi- eða tedrykkjumanneskja þá getur þú nýtt tímann á meðan þú bíður eftir bollanum. Á þeim tíma sem það tekur meðalhraðsuðuketil að sjóða vatn getur þú brennt allt að fjörutíu hitaeiningar með eftirfarandi æfingum: gerðu tíu stjörnuhopp og tíu armbeygjur upp frá vinnuborði eldhússins, gerðu síðan átta stjörnuhopp og átta armbeygjur og haltu áfram þar til þú nærð núlli.

Sterkir leggir fyrir morgunmat

Gerðu til skiptis tíu framstig og tíu hnébeygjur á meðan þú ristar þér brauðsneið eða eldar hafragraut á morgnana. Farðu djúpt og hægt í hverja æfingu og spenntu rassvöðvana þegar þú stendur upp. Til að gera æfinguna enn erfiðari getur þú haldið á þungum hlutum sem finnast í eldhúsinu, til dæmis tveggja lítra gosflösku, á meðan.

Bætt líkamsstaða í vinnunni

Húkir þú fram á skrifborðið í vinnunni? Það er lítið mál að leiðrétta það. Í hvert skipti sem þú sendir tölvupóst eða síminn þinn hringir, lyftu þá öxlum upp að eyrum og rúllaðu þeim aftur á bak. Ímyndaðu þér að þú sért með sítrónu milli herðablaðanna og þú sért að reyna að kreista hana. Þessi æfing opnar brjóstkassann og réttir úr hryggnum.

Húkir þú fram á skrifborðið í vinnunni? Það er lítið mál að leiðrétta það. Í

Sterkt bak í upphafi dags

Stattu upprétt með krosslagðar hendur og jafnt í báðar fætur. Rúllaðu efri hluta baksins frá vinstri til hægri án þess að hreyfa mjaðmir né mjóbak og leyfðu höfðinu að fylgja með. Þessi æfing getur fyrirbyggt bakverk og þeir sem sinna kyrrsetustarfi ættu að gera hana reglulega yfir daginn.

Bættu hreyfingu við húsverkin

Gerðu hnébeygjur í stað þess að beygja þig í baki þegar þú tekur úr þvottavélinni. Í staðinn fyrir að ganga einfaldlega um gólf á meðan þú ryksugar þá getur þú gert framstig. Styrktu kálfa með því að standa á tám og færa hælana upp og niður á meðan þú vaskar upp. Möguleikarnir eru óendanlegir, þú þarft bara að hugsa út fyrir kassann.

Stinnur rass í sturtu

Lyftu öðrum fætinum upp í níutíu gráðu beygju þannig að hnéð er í beinni línu út frá mjöðm. Haltu þessari stöðu eins lengi og þú getur, til dæmis á meðan þú þværð á þér hárið, og skiptu síðan um fót. Æfingin reynir á rassvöðva og vöðvana aftan á lærum. Gættu þess að sturtubotninn sé ekki of sleipur því þá gætir þú runnið til.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Spennandi að blanda saman ólíku hráefni

Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms, er mikill matgæðingur.

Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms, er mikill matgæðingur.

Ragnar töfrar fram fjölbreytta en einfalda rétti sem lesendur ættu allir auðveldlega að geta leikið eftir.

Hvað starfarðu og hvaða verkefni fæstu við um þessar mundir? „Ég er framkvæmdastjóri Hlemms og er mest að einbeita mér að uppbyggingu Mathallarinnar þessa dagana með því að styðja við þá frábæru rekstraraðila sem hafa komið sér fyrir í húsinu og undirbúa ýmiss konar spennandi viðburði.“

Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda? „Það fyrsta sem ég man eftir var að gera eggjaköku fyrir pabba. Mér hefur alltaf fundist eitthvað spennandi við að taka alls konar mismunandi hráefni og blanda því saman og sjá hvað gerist. Ég hef líka gaman af því að gera þetta með fólk í partíum. Lengi vel var ég ekki maðurinn sem þú talaðir við ef þú vildir heyra hvernig ætti að hafa hlutina einfalda og leyfa hráefninu að skína því mexíkóskar kássur með ótal innihaldsefnum hafa alltaf höfðað meira til mín. En ég er að verða einfaldari með árunum, í öllum skilningi orðsins.“

Ertu jafnvígur á bakstur og matseld? „Mér fannst skemmtilegra að baka þegar ég fór fyrst að búa einn, trúlega því þar er allt mælt svo nákvæmlega. Eftir því sem maður varð öruggari með sig í eldhúsinu sá ég að matseldin átti meira við mig. Góður bakstur er heldur ekkert djók.“

Höfðar einhver matreiðsluhefð sérstaklega til þín? „Erfið spurning. Áðurnefnd mexíkósk matseld, víetnömsk, japönsk og írönsk. Eiginlega höfðar öll matseld til mín en framandi hráefni, „fönkí“ bragð og sítrus koma oft við sögu.“

„Eiginlega höfðar öll matseld til mín en framandi hráefni, „fönkí“ bragð og sítrus koma oft við sögu.“

Verstu mistök sem þú hefur gert í eldhúsinu? „Ég hef gert svo mörg mistök í eldhúsinu að ég myndi ekki vita hvar ég ætti að byrja. Ætli þau nýjustu séu ekki að halda að ég gæti eldað eitthvað ætilegt þegar ég var rammstíflaður af haustkvefi og með ekkert lyktarskyn. Endaði með að nota svona þremur matskeiðum of mikið af salti í núðlurétt um daginn.“

Hefur þú uppgötvað einhverja snilld í matseld nýlega? „Bæta matarsóda í vatn með spaghettí til að fá svipaða áferð og á ramen-núðlum.

Svo var ég að fá sendingu af þurrkuðum rauðum berjum sem heita zereshk og eru mikilvægt hráefni í íranskri matseld, ég er enn að læra almennilega á þau.“

Hefur þú ræktað krydd- eða matjurtir? „Skessujurt, myntu, kóríander og graslauk. Er grútlélegur í garðyrkju en mig dreymir um að bæta mig.“

Hver er stærsta áskorun sem þú hefur mætt í eldamennsku? „Tahdig. Þetta er íranskur réttur. Hrísgrjón sem er leyft að brúnast og inniheldur í grunninn bara vatn og hrísgrjón. Það er asnalegt hvað það er erfitt að ná þessu réttu.“

________________________________________________________________

UPPSKRIFTIR
Fyrstu tvær uppskriftirnar að spjótum eru frá Böðvari Lemack frá Kröst á Hlemmi – Mathöll.

Grillað lambaspjót með kartöflusalati.

Grillað lambaspjót með kartöflusalati
8 pinnar

Kartöflusalat
1 kg smælki
2 hvítlauksgeirar
30 g greinar af fersku tímíani
klípa af salti
1 eldpipar
1 dós sýrður rjómi
30 g saxað ferskt dill
1 msk. dijon-sinnep

Fyrstu fjögur innihaldsefnin eru soðin saman þar til kartöflurnar eru soðnar. Næstu þremur er blandað saman og kartöflunum blandað við sósuna. Salt og pipar eftir smekk.

Lambaspjót
800 g lamba-fillet skorið í bita
1 bolli sojasósa
1 bolli dijon-sinnep
1 bolli púðursykur
1 bolli balsamedik

Blandið saman sojasósu, sinnepi, púðursykri og ediki og marinerið lambið í blöndunni að lágmarki yfir nótt, helst yfir sólarhring. Þræðið upp á spjót og grillið þar til tilbúið.

Best er að bera pinnana fram með fersku, söxuðu grænkáli og rabarbarasultu.

________________________________________________________________

Grillað risarækjuspjót með salsa

Grillað risarækjuspjót með salsa.

800 g risarækjur
2 stk. rauður eldpipar, saxaður
3 saxaðir hvítlauksgeirar
safi úr 4 límónum
3 msk. matarolía
salt og pipar eftir smekk

Öllu blandað saman og marinerað í 20-30 mínútur. Þrætt upp á spjót og grillað.

Salsasósa
1 söxuð rauð parika
1 saxaður laukur
safi úr 4 límónum
2 stk. eldpipar, fíntsaxaður
30 g saxaður ferskur kóríander
30 g saxað ferskt dill
salt og pipar eftir smekk

Öllu blandað saman.

Eldpiparmajónes
1 msk. chili-mauk
200 g majónes

Blandið saman.

________________________________________________________________

Kirsuberja-clafoutis

Uppskriftin að þessum klassíska franska eftirrétti kemur frá kökugerðarmeistaranum og matarbloggaranum David Lebovitz. Með tilkomu Costco er orðið sérstaklega auðvelt að finna góð kirsuber á sanngjörnu verði. Bakstur gerist varla einfaldari.

Kirsuberja-clafoutis.

500 g kirsuber
3 stór egg
70 g hveiti
1 tsk. vanilludropar
⅛ tsk. möndludropar
100 g strásykur og 50 g til viðbótar
330 ml nýmjólk
smjörklípa til að smyrja bökunardisk

Hitið ofninn í 190ºC og smyrjið mótið. Fjarlægið steina úr kirsuberjum og dreifið jafnt yfir botninn á mótinu. Blandið saman eggjum, hveiti, vanillu- og möndludropum, 100 g af sykri og mjólk í hrærivél. Deigið verður mjög þunnt. Hellið deiginu yfir kirsuberin og stráið 50 g af sykri yfir.
Bakið í 45 mínútur.

________________________________________________________________

Granóla með norðurafrísku ívafi

Granóla með norðurafrísku ívafi.

180 g tröllahafrar
180 g venjulegir hafrar
250 g grófsaxaðar möndlur
50 ml matarolía, eða kókosolía
130 ml hunang
1 tsk. flögusalt
1 msk. heil kóríanderfræ
börkur af hálfri sítrónu, í heilum renningum
2 tsk. appelsínublómavatn
1 léttþeytt eggjahvíta
250 g fíntsaxaðar þurrkaðar apríkósur

Hitið ofninn að 160ºC og leggið bökunarpappír í ofnskúffu. Blandið fyrstu þremur innihaldsefnunum saman í skál. Hitið olíu, hunang, salt, kóríanderfræ og sítrónubörk í litlum potti yfir lágum hita í 5-10 mínútur. Takið hunangsblönduna af hita, sigtið burt fræ og börk og hrærið appelsínublómavatni út í. Blandið hunangsblöndunni vandlega saman við hafrablönduna og bætið lausþeyttri eggjahvítu varlega saman við.
Dreifið vel úr blöndunni á bökunarpappír. Bakið í 30-40 mín. og hrærið af og til þar til granólað hefur tekið á sig lit. Leyfið granólanu að kólna og blandið þurrkuðum apríkósum vandlega saman við.

Berið fram með góðri grískri jógúrt og örlitlu hunangi.

Appelsínublómavatn fæst til dæmis í tyrknesku sérvöruversluninni Istanbul Market í Ármúla en þar fæst líka prýðileg jógúrt af ýmsu tagi.

Umsjón / Íris Hauksdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Einkastundir barna

Gjafir sem innihalda ást og hlátur hitta alltaf í mark hjá yngstu kynslóðinni.

Allir krakkar elska að fá pakka. Þeir geta komið í öllum stærðum og gerðum en þær gjafir sem hitta alltaf í mark innihalda ást og hlátur. Þessar gjafir segja hvað skýrast: „Ég var að hugsa um þig“. Kostnaðurinn er enginn enda eru dýrustu gjafirnar eru ekki þær bestu.

Barnið upplifir sig einstakara við það eitt að fá tíma þegar aðeins það á hug og hjörtu foreldra sinna.

Öll börn þrá að eiga einkastund með foreldrum sínum. Barnið upplifir sig einstakara við það eitt að fá tíma þegar aðeins það á hug og hjörtu foreldra sinna.  Það er jafnframt mikilvægt fyrir foreldrana að eiga gæðastund með barninu sínu.

Þegar tímaleysið er algjört er snjallt að gera eldamennskuna að skemmtilegu stefnumóti barns og foreldris. Búðarferðin getur líka orðið að æsispennandi rannsóknarleiðangri og bílaþvottastöðin reynst sannkallaður ævintýraheimur með réttu hugarfari.  Því er mikilvægt að bregða reglulega út af vananum, fara jafnvel lengri leiðina og finna það áhugaverða í hversdagslegum viðkomustöðum.

Þegar kemur að stefnumóti er gott ráð að leyfa barninu að velja hvað það vill gera. Oft eru það einföldustu og ódýrustu lausnirnar sem það leitar að. Þegar barnið fær tækifæri til þess að velja verður skipulagningin mun meira spennandi og barninu finnst það vera við stjórn.

Börn elska að hjálpa og hafa hlutverk. Þvottakarfan getur til að mynda reynst hin besta skemmtun þegar barnið fær að taka þátt og sortera sokkana. Vissulega er oft fljótlegra að þjóta einn í búðina eða henda tilbúnum rétti í ofninn en með því að virkja þátttöku barnanna og leyfa þeim að gera hlutina á sínum hraða söfnum við dýrmætum augnablikum í minningabankann sem verða aldrei metin til fjár.
Að fara á stefnumót með foreldrinu í bakaríið getur sem dæmi orðið uppspretta yndislegra minninga síðar meir.

Foreldrasamviskubitinu sagt stríð á hendur

Stefnumótið þarf ekki að vera þaulskipulagt því lausnin liggur oft í því að skapa augnablik í hversdagsleikanum. Með þessum hætti má kría út nokkrar dýrmætar mínútur í daglegri rútínu og forðast um leið hið alræmda foreldrasamviskubit. Samverustundir sem oft eru af svo skornum skammti aukast í kjölfarið og upp spretta nýjar hugmyndir af skemmtilegri afþreyingu með barninu.

Þegar kemur að skipulögðu stefnumóti er gott ráð að leyfa barninu að velja hvað það vill gera.

Þegar kemur að skipulögðu stefnumóti er gott ráð að leyfa barninu að velja hvað það vill gera. Oft eru það einföldustu og ódýrustu lausnirnar sem það leitar að. Þegar barnið fær tækifæri til þess að velja verður skipulagningin mun meira spennandi og barninu finnst það vera við stjórn.

Að kasta steinum í læk eða safna laufblöðum getur verið hin mesta skemmtun. Tína köngla og mála síðan heima, eða fara í fjársjóðsleit í skóginum. Rannsóknarleiðangur um hverfið eða heimsókn á skólalóðina fyrir tilvonandi nemendur. Meira að segja kanilsnúðabakstur getur vakið upp mikla kátínu eða barn sem fær að telja kartöflur ofan í kvöldverðarpottinn. Kostnaðarhliðin þarf því ekki að vefjast fyrir fjársveltum foreldrum og enn síður fyrirhöfnin. Einföldustu atriði geta vakið stórkostlega kæti hjá börnum.

Ekki vanmeta útiveruna, það er flest auðveldara að vera úti, hvort sem það er gönguferð, hjólaferð eða könnunarleiðangur. Ferska loftið gerir öllum gott. Tímaramminn er síðan annað mál. Margir foreldar bera fyrir sig tímaleysi og áætla að til þess að stefnumótið eigi að bera tilætlaðan árangur verði það að vera langt. Viðveran mun kannski taka nokkrar klukkustundir en barnið mun muna eftir því og tala um það í langan tíma á eftir. Eins ber að hafa í huga að gleðirammi barna er ákveðið langur og auðvelt fyrir foreldra að mikla hluti óþarflega fyrir sér.

Nokkrar hugmyndir af einkatíma barns

Leyfðu barninu að velja hvað er í matinn og hvar þið borðið hann, hvort sem það er heima eða á veitingastaðnum. Sjálfstraust barna eykst með því að fá að stjórna.

Ef þú ert foreldri hefurðu sjálfsagt heyrt setninguna sjáðu mig oftar en einu sinni. Gefðu barninu athyglina – leyfðu því að vera í sviðsljósinu.

Eftir kvöldbaðið er ómetanleg stund að barnið velji sér bók til að lesa. Þannig sameinast það foreldri sínu í dagsins lok sem reynist oftar en ekki besta stund hans fyrir innileg samtöl.

Fyrir suma eru morgnarnir besti tíminn sem foreldrið getur átt með börnum sínum en fyrir aðra eru kvöldin þeirra tími. Nýtið tímann og styrkleika barnanna til fulls.

Setið upp skipulagt stefnumót með hverju barni fyrir sig.

Súperkvöld er önnur hugmynd að skemmtilegri tilbreytingu fyrir barnafólk en það eru kvöld sem börnin ráða ferðinni í einu og öllu.

Höfundur / Íris Hauksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Hluti kirkjunnar er dottinn í hafið

Fanney Vigfúsdóttir segir frá skemmtilegum stöðum í Kaupmannahöfn.

Fanney Vigfúsdóttir var í námi í heimilislækninugm í Kaupmannahöfn og þekkir borgina og svæðið í kring vel. Við fengum hana til að segja okkur frá nokkrum stöðum sem hún mælir með að fólk skoði þegar það fer til borgarinnar.

Við Skt. Hans Torv torgið á Nørrebroer er hægt að njóta veitinga og drykkja.

„Það var á allan hátt lærdómsríkt að búa í Kaupmannahöfn. Borgin er falleg með ógrynni af möguleikum til að upplifa eitthvað við allra hæfi. Hægt er að hjóla mest allt sem farið er innanbæjar og svo eru góðar almenningssamgöngur ef maður vill kíkja fyrir utan borgarmörkin. Það er mikið af almenningsgörðum sem er gaman að labba um og skoða eða að hittast í með vinum og grilla og hafa það huggulegt,“ segir Fanney.

Jónshús

Það ætti að vera skylda fyrir Íslendinga sem koma til Kaupmannahafnar að koma í Jónshús. Að labba frá Nørreport, fram hjá Kongens Have, jafnvel fara dálítinn krók og labba í gegnum garðinn, dást að Rosenborg-kastalanum og Statens Museum for Kunst á leiðinni og svo sjá þetta fallega hornhús á Øster Voldgade 12 (á milli Østerport og Nørreport). Í þessu húsi bjó Jón Sigurðsson með konu sinni og barðist fyrir sjálfstæði Íslendinga og seinna keypti íslenskur kaupmaður það og gaf íslenska ríkinu sem á það enn. Þarna er mjög áhugavert og flott safn um Jón Sigurðsson og einnig er þetta félagsheimili með allskonar starfsemi fyrir Íslendinga í Kaupmannahöfn.

Skt. Hans Torv á Nørrebro

Þetta huggulega torg hefur alltaf verið í uppáhaldi. Þar er hægt að setjast niður og njóta veitinga og drykkja eða fá sér ís. Margt áhugavert er hægt að skoða í öllum áttum frá torginu. Hægt er að labba niður að síkjunum og kíkja í second hand-verslanir á leiðinni eða í gegnum Elmegade þar sem eru margar litlar búðir. Á Nörrebrogade er ekta fjölbreytileiki með fólki alls staðar að úr heiminum og í Assistants Kirkegård getur maður séð fólk í sólbaði milli legsteinanna ásamt því að dást að þessum fallega kyrrláta garði í miðri borgarösinni.

Frederiksborg Slot í Hillerød

Það er virkilega þess virði að taka lestina út úr bænum og fara til Hillerød. Þar er hugguleg göngugata og við enda hennar Frederiksborg Slot sem er yndislega fallegur kastali með enn þá fallegri hallargarði. Manni líður eins og maður sé kominn í ævintýri, algjörlega magnað.

Stevns Klint í Højerup

Ég gæti ekki mælt nóg með að taka allavega einn dag í að fara og skoða Stevns sem er svæði á litlum skaga um það bil 40 mínútum suður frá Kaupmannahöfn. Það er auðveldast að vera á bíl, en það eru líka einhverjar almenningssamgöngur og einnig eru hjólastígar um allt. Ef ég hefði bara einn dag myndi ég byrja að keyra til Højerup að Stevns Klint en þar er kirkja sem stendur á bjargbrún. Hluti kirkjunnar er dottinn í hafið en maður getur farið inn í kirkjuna og út á svalir þar sem maður horfir beint niður í grýtta fjöruna. Útsýnið er magnað og hægt er að labba niður brattan langan stiga niður í fjöruna, þetta er algjörlega einn fallegasti staður í Danmörku. Þaðan myndi ég svo kíkja í Holtug Kridtbrud, labba þangað niður og skoða salamöndrutjarnirnar, litlar tjarnir sem eru fullar af litlum salamöndrum og svo eru litlar eðlur líka allt um kring. Á leiðinni myndi ég keyra upp að Vallø Slot, litlum kastala sem er búið að breyta í íbúðir, með fallegum hallargarði og litlum hallarbæ með flottum veitingastað, á þessum leiðum eru falleg engi og skógsvæði sem maður getur alveg gleymt sér við að skoða. Ég verð að mæla með að koma við á einhverjum af þeim mörgu sveitabæjum sem selja ávexti/grænmeti og annað ræktað á búinu, brakandi ferskt og gott.

Aðalmynd: Stevns Klint í Højerup.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Við hátíðarmatarborðið

Matur kemur oftar en ekki við sögu í jólamyndum.

Little Women er ein af þessum klassísku jólamyndum sem sumir kjósa að horfa á á hverju ári.

Góðverk á jólunum

Little Women er ein af þessum klassísku jólamyndum sem sumir kjósa að horfa á á hverju ári. Myndin segir frá systrunum Jo, Meg, Beth og Amy ásamt móður þeirra en faðir þeirra er fjarverandi að berjast í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum. Þetta er náin og samheldin fjölskylda sem þó þarf að glíma við erfiðleika, eins og aðrar fjölskyldur. Eitt hjartnæmasta atriði myndarinnar er þegar konurnar ákveða að gefa allan hátíðarmatinn sem þær hafa safnað fyrir í marga mánuði og búið er að matreiða eftir kúnstarinnar reglum. Nágrannar þeirra voru nefnilega hjálparþurfi. Það reynist þeim erfitt að pakka saman öllu veisluborðinu án þess að hafa svo mikið sem snert við matnum en viðbrögð nágranna þeirra við þessari gjöf gerir það þess virði.

Fjölskyldudrama

Í Family Stone (aðalmynd) fylgjumst við með hrakfarajólum Stone-fjölskyldunnar. Elsti sonurinn, Everett, hefur boðið kærustu sinni, Meredith, heim um jólin með það fyrir augum að biðja hennar yfir hátíðarnar með glæsilegum hring. Hún fær miður góðar móttökur og ákveður í örvæntingu að bjóða systur sinni að koma til að dreifa athyglinni. Allt gengur á afturfótunum og Meredith er svo stíf að allt sem hún segir kemur út á versta mögulega veg og móðgar meirihlutann af fjölskyldunni. Á jóladag biður Everett móður sína um hringinn sem er erfðargripur en hún neitar honum upphaflega um hann. Þegar henni snýst síðan hugur eru farnar að renna tvær grímur á Everett og hann er ekki viss hvort hann vilji enn þá giftast Meredith.

Óætur kalkúnn

Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold-fjölskyldujól.

Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold-fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum og einnig Louis, frænda sínum, og elliærri frænku sinni, Bethany. Honum að óvörum mætir líka groddalegi frændi konu hans, Eddie, ásamt allri fjölskyldu sinni í húsbílnum sínum. Clark er búinn að skreyta húsið með meira en 20.000 ljósaperum og ná í risastórt jólatré sem passar eiginlega ekki inn í stofuna. Þegar þau eru loks sest við borðstofuborðið, búin að fara með borðbæn og ætla að gæða sér á kræsingum þá er kalkúnninn ekki eins og hann átti að vera. Um leið og Clark sker í fuglinn þá svo gott sem springur hann, með tilheyrandi búkhljóði, því hann er algjörlega orðinn að engu að innan.

 

Pítsuveisla í limmósínu

Í Home Alone 2: Lost in New York er Kevin McCallister mættur aftur. Í þetta skiptið fer hann óvart í aðra flugvél en fjölskylda sín og endar í New York-borg, í stað Flórída. Hann er ekki lengi að gera borgina að leikvelli sínum, enda með nóg af peningum og kreditkortum. Eitt minnisstætt atriði er þegar Kevin keyrir um borgina í limmósínu og hámar í sig ostapítsu á meðan, mjög grand á því. Kevin er ekki einn lengi því hinir illræmdu bjánabófar, Harry og Marv, enn þá í sárum eftir síðustu viðskipti sín við Kevin, eru líka mættir á svæðið og ætla núna að fremja rán aldarinnar.

Í Home Alone 2: Lost in New York er Kevin McCallister mættur aftur.

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

 

Detox í desember

Í desember gæti verið sniðugt að „detoxa“ eða „pretoxa“ áður en jólahátíðin skellur á.

Það er mikilvægt að passa upp á að nóg sé til af ferskum mat, eins og ávöxtum og grænmeti.

Desember er annasamasti mánuður ársins hjá flestum. Við þurfum ekki aðeins að versla jólagjafir, þrífa heimilið, skrifa jólakort, skreyta og guð má vita hvað heldur er okkur einnig boðið í alls konar aðventuboð á vinnustöðum, til ættingja og vina. Síðan skellur jólahátíðin á og það er sama upp á teningnum þá. Þannig að mánuðurinn einkennist af áti, drykkju, streitu og svefnleysi. Við höfum oft heyrt talað um detox, eða hreinsun, eftir þetta sukktímabil en einnig er gáfulegt að huga að nokkurs konar „pretoxi“, það er andlegum og líkamlegum undirbúningi, og hér eru nokkur góð ráð.

Matur

Hangikjöt, skata, villibráð, grafinn lax og svo mætti lengi telja. Þótt hátíðarmatur sé vissulega gómsætur er hann einnig þungur í maga og oftar en ekki fremur saltur. Án þess að þú gerir þér fulla grein fyrir því þá getur hann farið að hafa áhrif á heilsu þína.

Þú getur lítið stjórnað hvað er á boðstólum í þeim veislum og partíum sem þú ferð í. Þess vegna er enn mikilvægara að passa upp á að ísskápurinn þinn sé að minnsta kosti vel birgur af alls kyns ferskum mat, eins og grænmeti. Þau fáu kvöld sem þú ert heima hjá þér í aðdraganda jólanna ættir þú að reyna að fá þér salat eða annan léttan mat. Þú munt sofa betur og almennt líða betur þegar þú vaknar daginn eftir.
Takmarkaðu nammiátið við nokkra daga því of mikill sykur getur valdið ójöfnu orkustigi, þannig að þú ert annað hvort alltof þreytt eða of ör.

Drykkur

Áfengi er oftar en ekki haft um hönd í kringum hátíðarnar og þá kannski í meira mæli en gengur og gerist aðra mánuði ársins. Það er mikilvægt að reyna að gæta hófs og jafnframt vanda valið. Reyndu að drekka sem minnst af sykruðum drykkjum og drekktu alltaf eitt vatnsglas á móti hverjum drykk svo þú verðir ekki fyrir vökvatapi.

Gott er að venja sig á að fá sér vatnslosandi drykk, eins og sítrónuvatn, á morgnana.

Hátíðarmatur er eins og áður sagði fremur saltur og reyktur sem þýðir að okkur hættir til að binda meira vatn í líkamanum. Þannig að þegar þú hættir einn morgun að passa í buxurnar þínar þá er það ekki endilega vegna þess að þú sért búin að fitna heldur getur það einfaldlega verið bjúgur. Því er gott að venja sig á að drekka nóg af vatni og fá sér vatnslosandi drykk, eins og sítrónuvatn, á morgnana.
Eins og áður sagði er maturinn í þessum mánuði ekki mjög fjölbreyttur. Til að auka vítamín- og steinefnaneyslu þína er gott að fá sér „smoothie“ á morgnana með nóg af ferskum eða frosnum ávöxtum, kókosvatni, chia-fræjum, avókadó og spínati eða grænkáli. Þannig færðu góðan kraft og næringu fyrir daginn og þú getur tjúttað fram eftir nóttu ef þannig liggur á þér.

Reyndu líka eftir bestu getu að skipta kaffinu út fyrir te því það hefur alla jafna mun meira magn andoxunarefna ásamt því að innihalda jurtir sem geta hjálpað til við að jafna meltingu, styrkja ónæmiskerfið, gefa orku og einbeitningu og svo framvegis.

Hvíld

Það er alveg bókað mál að þú færð ekki nægan svefn í desember, hvort sem þú ert að djamma á jólahlaðborðum eða sveitt að versla jólagjafir á miðnæturopnun í verslunum. Þess vegna verður að grípa gæsina þegar hún gefst og fara snemma að sofa og tryggja gæði svefnsins. Skiptu reglulega um á rúminu, því fátt hjálpar manni að sofna eins og tandurhrein og ilmandi sængurföt. Það þekkja flestir að lavender er mjög róandi og því er sniðugt að blanda nokkrum dropum af lavander-ilmolíu við vatn og spreyja létt yfir koddann.

Einnig er gott að drekka róandi te á kvöldin til að tryggja að maður sofni snemma. Það er hægt að fá ýmsar gerðir af tei í verslunum og mikilvægast er að það sé koffínlaust en síðan eru ýmsar jurtir sem eru svefnaukandi, eins og kamilla, eða garðabrúða.

Hættu líka í símanum og spjaldtölvunni allavega klukkutíma áður en þú ætlar upp í rúm því bláa ljósið sem slík tæki gefa frá sér hamla melatónínframleiðslu svo það tekur þig lengri tíma að sofna.

Áríðandi er að grípa gæsina þegar hún gefst og fara snemma að sofa og tryggja gæði svefnsins.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Notaleg baðherbergi

Með einföldum ráðum er hægt að bæta ásýnd baðherbergja.

Baðherbergi eru oft þau rými sem fá hvað minnstar endurbætur innan heimilisins. Flestir eru þó sammála um að vilja hafa baðherbergin hrein og snyrtileg en stærðarinnar vegna getur reynst erfitt að koma skipulagi á handklæði, sturtusápur og baðdót barnanna. Það er þó heilmikið sem hægt er að bæta með einföldum ráðum sem þurfa hvorki að kosta mikið né krefjast mikilla framkvæmda.

Smáhlutirnirskapa rétta andrúmsloftið.

Á flestum heimilum eru baðherbergin í smærra lagi og því rúmast takmarkað magn húsgagna þar inni. Því eru það smáhlutirnir sem skapa rétta andrúmsloftið enda dvelja flestir góðan part af deginum inni á baðherberginu.

Falleg handklæði fleyta baðherberginu langt, hvort sem þeim er rúllað upp í opinni hillu eða látin hanga á vegg.

Sturtuhengi geta gert ótrúlega mikið fyrir stílhrein baðherbergi og skapað réttu stemninguna hvort sem hún er suðræn eða skræpótt, einföld eða með prenti.

Margir geyma körfur fyrir óhreinan þvott á baðherbergjum sínum og geta þau vissulega stungið í stúf. Það þarf þó ekki að vera flókið að finna smekklegar körfur á góðu verði sem gera mikið fyrir heildarrýmið.

Kerti eru ómissandi þegar kemur að því að skapa þægilegt andrúmsloft innan baðherbergisins. Hvort sem um er að ræða fallegt ilmkerti við vaskinn eða við freyðibaðið.

Sápan setur svo svip sinn á baðherbergið, hvort sem um er að ræða handsápu, sturtusápu eða baðsöltin. Það er auðvelt að týna sér í úrvali á öllum þeim gæðahúðvörum sem framleiddar eru og því kjörið að skipta oft út og skapa þannig fjölbreytta stemningu innan baðherbergisins. Eins er hægt að kaupa fjölnota og fallegar sápupumpur og fylla reglulega á.

Falleg handklæði fleyta baðherberginu langt,

Kerti eru ómissandi þegar kemur að því að skapa þægilegt andrúmsloft innan baðherbergisins. Hvort sem um er að ræða fallegt ilmkerti við vaskinn eða við freyðibaðið.

Lítill kollur eða hliðarborð fyrir handklæði eða húðvörur getur sömuleiðis komið sér vel. Kollinn má nýta undir tölvuna fyrir þá sem vilja horfa á bíómynd í baði.

Fyrir yngstu baðdýrkendurna er um að gera að verða sér úti um baðleikföng og hirslur undir baðdótið.

Sérstakir baðlitir og slím færa svo sannarlega fjör í baðið sem og segulstafir sem hægt er að líma á vegginn meðan á baðferðinni stendur.

Þá geta plöntur færa líf í litlaust rými en þær skapa jafnframt hlýju og notalegheit.

Erfitt getur reynst að koma skipulagi á handklæði, sturtusápur og baðdót barnanna. Það er þó heilmikið sem hægt er að bæta með einföldum ráðum sem þurfa hvorki að kosta mikið né krefjast mikilla framkvæmda.

Höfundur / Íris Hauksdóttir
Myndir / www.pexels.com

„Þekki málefnið af eigin reynslu“

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur heldur fyrirlestra og námskeið um einelti fyrir fólk á öllum aldri.

Kolbrún Baldursdóttir hefur starfað sem sálfræðingur í 25 ár. Hún rekur eigin sálfræðistofu ásamt því að vera í hlutastarfi á heilsugæslu og sinna sálfræðiþjónustu fyrir hælisleitendur. Hún heldur einnig fyrirlestra og námskeið um einelti fyrir fólk á öllum aldri og ekki síst foreldra bæði fórnarlamba og gerenda. Við fengum hana til að gefa okkur innsýn í viðfangsefnið.

Kolbrún Baldursdóttir hefur starfað sem sálfræðingur í 25 ár. Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

„Snemma á ferli mínum tóku eineltismálin hug minn,“ segir Kolbrún. „Mér fannst alltaf svo innilega sárt að hitta einstaklinga, börn og fullorðna sem voru niðurbrotin vegna þess að einhver einn eða fleiri höfðu verið að níðast á þeim leynt og ljóst. Skaðsemi langvinns eineltis getur verið mannskemmandi og dæmi eru um að andleg líðan þolanda er rústir einar eftir einelti. Afleiðingar lifa stundum með manneskjunni alla ævi þótt margir finni leið með eða án aðstoðar til að milda og lifa með sársaukanum, brotinni sjálfsmynd og viðloðandi höfnunartilfinningu. Þeir sem koma úr erfiðum uppeldisaðstæðum, eiga erfitt félagslega eða glíma við annan vanda fyrir ná sér jafnvel ekki á strik eftir að einelti hefur bæst við. Þá er eins og mælirinn fyllist endanlega. Dæmi eru um að fólk verði öryrkjar og einstaka sjá enga vonarglætu og hafa svipt sig lífi.

Mér hefur alltaf fundist að við, einstaklingar, hópar og samfélagið allt, ættum að geta gert eitthvað verulega raunhæft í þessum málum, ekki bara til skemmri tíma heldur til framtíðar. Eineltishegðun mun koma upp endrum og sinnum en með skilvirkum forvörnum, virkri viðbragðsáætlun og faglegri vinnslu mála sem koma upp getur verulega dregið úr eineltistilburðum og ef mál kemur upp skiptir öllu að gripið sé strax inn í og einelti stoppað nánast í fæðingu.“

Kolbrún hefur skrifað fjölda greina og pistla um hugmyndir í þessu sambandi ásamt því að þekkja málið af eigin raun. „Ég hef komið að vinnslu þessara mála í mörg ár bæði í málum þar sem aðilar eru börn, unglingar og fullorðið fólk. Ég held að ég hefði aldrei getað rætt af neinu alvöru öryggi um þessi mál nema af því að ég hef sjálf fengið að snerta á þeim með beinum hætti. Með hverju máli sem ég hef komið að sem sálfræðingur hef ég sjálf lært eitthvað nýtt og þróað þannig hugmyndafræðina og betrumbætt verklagið.“

Breytt viðhorf og úrlausnir

Auk fræðslufyrirlestra og greinaskrifa var Kolbrún með sálfræðiþætti, Í nærveru sálar, á ÍNN meðal annars um eineltismál. „Það var um það leyti sem Skólavefurinn bað mig að skrifa leiðbeiningabók um einelti. Bókin EKKI MEIR kom út 2012 og strax í kjölfarið fór ég í samstarf við Æskulýðsvettvanginn og nokkur sveitarfélög og fékk enn frekari tækifæri til að fara um allt land og miðla því hvernig fyrirbyggjandi vinna gæti litið út með viðbragðsáætlun, tilkynningareyðublaði, verkferlum og verklagi. Þessum hugmyndum mínum um forvarnir og úrvinnslu eineltismála var hvarvetna vel tekið. Margir tóku þessar leiðbeiningar upp strax í kjölfarið og tileinkuðu sér verkfæri sem mér fannst hafa gagnast mér í þessum málum. Það gaf mér enn meiri kraft til að halda áfram þessu verkefni. EKKI MEIR ævintýrið er enn í gangi og lifir góðu lífi og ég mun sinna þeirri fræðslu áfram næstu árin.“

Kolbrún segir að samfélagið viðurkenni nú einelti og skaðsemi þess sé flestum orðin kunn. Einnig sé nánast horfið að fólk fullyrði að einelti sé ekki til á þeirra vinnustað eða skóla. „Allt hefur gerst með meiri hraða eftir tilkomu samfélagsmiðlanna. Nú tjáir sig hver sem vill um sína reynslu til dæmis á Facebook og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Samfélagsmiðlar koma málum sannarlega hratt upp á borð. Eðli þessara mála er svipað í dag og áður að mörgu leyti nema við hefur bæst neteinelti með tilkomu Netsins og samfélagsmiðlanna. Þau mál eru afar erfið vegna þess að netníð eða myndir sem ætlað er að skaða og meiða breiðast út af ógnarhraða svo engin bönd ná utan um. Á Netinu geta gerendur blómstrað þar sem þeir hafa falið sig í lokuðum grúppum, þykjast vera aðrir en þeir eru eða eru undir fölskum nöfnum.

„Ég man þegar dætur mínar voru litlar þá spurði ég þær af og til eftirfarandi spurninga: Ert þú ekki öruggleg góð við alla í bekknum? Eru krakkarnir góðir við þig? Heldur þú að einhverjum í þínum bekk líði illa vegna einhvers í bekknum? Ef kom svar sem hringdi bjöllum var síðan brugðist við því eftir atvikum.“

Við erum farin að hjálpa þeim sem stríða og meiða önnur börn. Börnum sem þetta gera þarf að hjálpa. Þetta eru börn sem oft líður illa með sjálf sig og eiga erfitt í skóla-, félags- eða fjölskylduaðstæðum. Sum eru reið inni í sér, önnur hafa einfaldlega ekki fengið viðeigandi leiðbeiningar um samskipti og stundum má tengja orsakir við persónueinkenni eða röskun sem barn kann að glíma við. Við þolendur reynum við að ítreka að þetta er ekki þeim að kenna. Þeim er ekki strítt vegna þess að þau eru svo ómöguleg. En þótt sá sem verður fyrir einelti viti vel að þetta er vandi þess sem sýnir hina vondu hegðun þá líður honum oft engu að síður ömurlega og spyr sig: „Af hverju ég?“ Og foreldrar spyrja: „Af hverju barnið mitt?“ Fullorðnum þolanda tekst iðulega betur að „skila skömminni“ en unglingum sem eru enn að móta og þroska sína sjálfsmynd.

Nú höfum við verkfæri til að taka á þessum málum og gerð er krafa um að forvarnarstarfi sé sinnt. Á heimasíðu minni kolbrunbaldurs.is má finna allan fróðleik um forvarnir og úrvinnslu eineltismála sem ég hef fram að færa. Barnaheill er einnig með frábært verkefni, Vinátta – forvarnarverkefni gegn einelti, sem komið er í tugi leikskóla um land allt og er nú á haustönn verið að bjóða upp á það fyrir fyrstu bekki grunnskóla, sjá nánar um það á barnaheill.is.“

Samstarf við foreldra mikilvægt

Kolbrún segir að hlutverk foreldra sé stórt í eineltismálum eins og öðrum sem varða börn þeirra. „Þá gildir einu hvort um er að ræða foreldra barna sem sjaldan eða aldrei hafa orðið fyrir stríðni eða einelti sem og foreldra barna sem eru þolendur nú eða barna sem kvartað hefur verið út af vegna eineltishegðunar. Reynsla foreldra barna í þessum málum er iðulega erfið og sársaukafull. Foreldrar þolenda finna oft til mikils vanmáttar, kvíða, reiði og sorgar, ótta og óvissu um hvernig tekið verði á málinu og hvort takist að stöðva eineltið. Foreldrar barna sem kvartað er yfir líður einnig oft mjög illa. Stundum trúa þau því ekki að barn þeirra hafi sýnt viðlíka hegðun, aðrir foreldrar segjast ekkert endilega hissa t.d. ef barn þeirra á sögu um að hafa sýnt af sér slæma framkomu. Flestir foreldrar finna til sterkrar verndartilfinningar þegar barn þeirra er ásakað um að leggja í einelti og þá án tillits til hvort foreldrar trúi ásökununum eða ekki. Það er ekkert nema eðlilegt. Aðalatriðið er að vinna með skólanum eða félagasamtökunum að fá málið upp á borð þannig að hægt sé að skoða það og ljúka því. Stundum er svona mál byggt á misskilningi sem leysist auðveldlega þegar farið er að skoða málið nánar. Þá kemur jafnvel í ljós að ekki var um að ræða einelti heldur einhvern misskilning jafnvel, stundum hefur verið um að ræða valdabaráttu og stundum er um flokkadrætti að ræða. Þessi mál geta verið gríðarlega flókin og margslungin eins og oft þegar kemur að mannlegum samskiptum.

Kolbrún segir að samfélagið viðurkenni nú einelti og skaðsemi þess sé flestum orðin kunn.

Samvinna foreldra við skóla og aðrar stofnanir sem barnið er hjá skiptir öllu þegar erfið mál koma upp. Þá reynir á að aðilar treysti hver öðrum og sjái að hagsmunir barnanna er það sem skiptir öllu og þá er átt við hagsmunir allra barnanna sem að málinu koma. Foreldrar eru lykilaðilar þegar grafast á fyrir um orsakir og stöðva óheillaþróun málsins. Foreldrar eru einnig áhrifamestu fyrirmyndir barna sinna. Foreldrar sem horfast ekki í augu við meintan hlut barna sinna í kvörtunarmáli eru að senda þeim „vond skilaboð“ sem koma þeim ekki til góða hvorki nú né síðar. Í þeim tilfellum sem foreldrar eru e.t.v. óánægðir með skólann má sú óánægja aldrei verða til að hindra samvinnu þegar greiða á úr erfiðum málum.

Enginn stendur eins nærri börnunum og foreldrar þeirra. Hvað varðar fræðslu og þjálfun barna í samskiptum skiptir máli að byrja um leið og þroski leyfir að kenna þeim að koma vel fram við alla, líka þá sem eru ekki endilega vinir eða bestu vinir. Kenna þeim að setja sig í spor annarra, að láta vita ef þeir sjá stríðni eða einelti og ekki megi skilja út undan. Ég man þegar dætur mínar voru litlar þá spurði ég þær af og til eftirfarandi spurninga: Ert þú ekki öruggleg góð við alla í bekknum? Eru krakkarnir góðir við þig? Heldur þú að einhverjum í þínum bekk líði illa vegna einhvers í bekknum? Ef kom svar sem hringdi bjöllum var síðan brugðist við því eftir atvikum. Með einföldum spurningum er hægt að fylgjast með gangi mála í skólum barna sinna og ef barnið sýnir vanlíðunareinnkenni eða upplýsir um ofbeldisatvik af einhverju tagi er mikilvægt að hafa strax samband við skólann eða íþrótta- eða æskulýðsfélagið. Öllu skiptir að hafa samband og sé niðurstaðan að tilkynna einelti að koma þá kvörtuninni á framfæri með skriflegum hætti. Ef kvörtunin er einungis munnleg er alltaf meiri hætta á að upplýsingar skili sér ekki nægjanlega vel og meiri hætta er á misskilningi. Hlutverk foreldra er líka að taka virkan þátt í að gera kannski gott kerfi betra og koma með góðar ábendingar og tillögur sem geta bætt verkferla skóla í þessum málum.“

„Foreldrar sem horfast ekki í augu við meintan hlut barna sinna í kvörtunarmáli eru að senda þeim „vond skilaboð“ sem koma þeim ekki til góða hvorki nú né síðar.“

Kolbrún býður meðal annars upp á prógramm fyrir foreldra barna sem tengjast eineltismálum. „Í þeim fyrirlestri sem ég hef sniðið með foreldra í huga í þessum málum fer ég í gegnum þessa þætti. Ég byrja á að ræða birtingamyndir eineltis, algengar orsakir og ástæður stríðni og eineltis. Einnig tengsl ADHD og eineltis og hvernig það geti mögulega verið áhættuþáttur bæði fyrir að stríða og vera strítt/lagður í einelti. Áherslan er síðan á hlutverk og aðkomu foreldra að þessum málum, reynslu þeirra og með hvaða hætti þeir geta komið sterkar inn í forvarnarstarf og úrvinnslustarf. Loks fer ég lið fyri lið yfir hvernig ferli frá tilkynningu til málaloka lítur út frá sjónarhorni foreldra.“

Hún ætlar að miðla því sem hún kann í þessum málaflokki eins lengi og óskað er eftir. Ég mæti á eins marga staði og ég get, nota heimasíðuna og bíð upp á handleiðslu og ráðgjöf á stofu. Þetta er ekki lengur bara einhver vinna hjá mér heldur löngu orðið hugsjón og áhugamál vegna þess að ég veit og skynja að þessum málum er hægt að þoka til enn betri vegar.“

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir/ www.pixabay.com

Áfram ofurhetjur!

Ekkert lát virðist vera á ofurhetjuæði sem hefur staðið í rúm tíu ár.

Í þetta sinn þarf Thor að takast á við hina illu en máttugu Helu sem Óðinn kastaði niður í Niflheim við fæðingu.

Á hverju ári koma út tvær til þrjár myndir í þessum flokki og vekja miklar vinsældir, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum.

Til heljar

Myndin Thor: Ragnarok var frumsýnd nýlega, en um er að ræða þriðju myndina um þrumuguðinn og hvorki meira né minna en sautjándu myndina í Avengers-seríu Marvel.

Í þetta sinn þarf Thor að takast á við hina illu en máttugu Helu sem Óðinn kastaði niður í Niflheim . Framleiðendur myndarinnar virðast þó hafa leitt hjá sér þá staðreynd að Hel sem Hela byggir á er eitt afkvæma Loka samkvæmt Eddukvæðum og Heimskringlu.

Í myndinni snýr Hela aftur frá undirheimum staðráðin í að leggja Ásgarð í eyði og koma bræðrum sínum og systrum, og mannkyninu í heild, fyrir kattarnef. Thor fær til liðs við sig bæði nýja og gamla félaga í baráttunni við þennan erfiða óvin.

Leðurblakan snýr aftur

Í upphafi ofurhetjuæðisins sem nú er í gangi var Dark Knight-þríleikurinn hans Christopher Nolan, en í þeim snéri ein frægasta ofurhetja allra tíma, Batman, aftur á hvíta tjaldið. Í myndunum sem eru mun dekkri og alvarlegri en fyrri Batman-myndir glímir Batman við klassísk illmenni svo sem Scarecrow, Joker, Catwoman og Bane. Með hlutverk leðurblökunnar fer Christian Bale og voru flestir sammála um að hann næði persónunni mjög vel.

Í upphafi ofurhetjuæðisins sem nú er í gangi var Dark Knight-þríleikurinn hans Christopher Nolan.

Ofurfjölskyldufaðir

Í teiknimyndinni The Incredibles kynnumst við Bob Parr, öðru nafni Mr Incredible, og eiginkonu hans Helen, öðru nafni Elastic girl. Þau voru einar mestu ofurhetjur heims en hafa neyðst til að lifa í leyni undanfarin ár vegna aðfara yfirvalda gegn ofurhetjum. Þau búa í úthverfunum ásamt börnum sínum þremur, Violet, Dash og Jack-Jack, sem eru öll gædd ofurhæfileikum. Bob þráir ekkert heitar en að komast aftur í ofurhetjugallann og stekkur því á tækifærið þegar hann fær dularfull skilaboð um háleynilegt verkefni á fjarlægri eyju. Hann uppgötvar fljótlega að ekki er allt sem sýnist og hann þarf hjálp fjölskyldu sinnar við að bjarga heiminum fá gereyðingu.

Í The Incredibles kynnumst við Mr Incredible,eiginkonu hans Elastic girl og börnum þeirra.

Andhetja eða ofurhetja?

Deadpool fjallar um ofurhetju sem hefur engan áhuga á að vera ofurhetja. Fyrrum sérsveitarmaðurinn og málaliðinn Wade Wilson greinist með ólæknandi krabbamein og í örvæntingu sinni samþykkir hann að gangast undir ólöglega lyfjameðferð sem á að gefa honum ofurkrafta. Þegar ofurkraftar Wade virkjast afmyndast húð hans einnig svo hann lítur út fyrir að hafa verið brenndur. Honum finnst hann því ekki eiga afturkvæmt til unnustu sinnar heldur ákveður að ná fram hefndum sem grímuklædda andhetjan Deadpool.

Deadpool fjallar um ofurhetju sem hefur engan áhuga á að vera ofurhetja.

Engir kraftar

Kick-Ass er ekki beint hefðbundin ofurhetjumynd að því leyti að aðalsöguhetjan er ekki gædd neinum ofurkröftum. Dave Lizewski er dálítið lúðalegur unglingur sem hefur brennandi áhuga á teiknimyndasögum, á nokkra góða vini og býr einn með föður sínum. Líf hans er fremur einfalt og þægilegt. Það er að segja þar til að hann ákveður einn daginn að gerast ofurhetja. Hann pantar sér búning á Netinu og heldur út á stræti borgarinnar til að koma í veg fyrir glæpi. Hann flækist þó fljótt inn í mun stærri og hættulegri mál en hann átti von á.

Kick-Ass er ekki beint hefðbundin ofurhetjumynd að því leyti að aðalsöguhetjan er ekki gædd neinum ofurkröftum.

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

Raddir