Fimmtudagur 24. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Vantar fleiri eggjagjafa og ættleiðing ekki alltaf kostur

|||
|||

Mannlíf kynnti sér þá möguleika sem í boði eru fyrir þá sem greinast með krabbamein en vilja samt eignast börn eftir að meðferð lýkur, í tengslum við viðtöl við parið Láru og Kristleif annars vegar og hjónin Ástrósu og Bjarka hins vegar.

Meiri áhersla lögð á að fyrirbyggja ófrjósemi en fyrir 20 árum

Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum, segir að það sé afar mismunandi hvaða áhrif krabbameinsmeðferð hefur á frjósemi þeirra sem greinast og að þar spili margir þættir inn í.

„Það er mjög mismunandi eftir því hvaða lyf eru notuð og í hvaða skömmtum og einnig tímalengd meðferðarinnar. Þetta eru allt óháðir áhættuþættir. Eftir því sem að þú færð lengri meðferð, því meiri er áhættan. Svo eru sum krabbameinslyf sem eru meira eiturvirk fyrir kynkirtlana, það er eistu og eggjastokka. Samsetning krabbameinslyfjanna hefur líka áhrif og þeir sem fara til dæmis í það sem er kallað háskammtameðferð eru í mikilli áhættu á langtímaófrjósemi. Aldur spilar einnig inn í og til dæmis ef konur sem komnar eru yfir fertugt fara í gegnum lyfjameðferð eru meiri líkur en minni á að þær fari inn í tíðahvörf í framhaldinu,“ segir hún og bætir við:

„Ef við nefnum einhverjar tölur þá er áhættan á ófrjósemi eftir algengustu krabbameinslyfjameðferðirnar á bilinu 30 til 70%.“

Oft ekki tími í erfiðustu tilvikunum

Hún segir að þessi áhætta á ófrjósemi sé mjög vel kortlögð af læknum og því gerðar viðeigandi fyrirbyggjandi ráðstafanir þegar kostur er. Upplýsingar um frjósemismál til sjúklinga og maka eru mikilvægar og þurfa að koma snemma í ferlinu.

„Í dag er farið að leggja miklu meiri áherslu á að fyrirbyggja ófrjósemi eða gera frjósemisverndandi meðferðir, eða hvoru tveggja, til að þetta komi ekki óvænt upp á hjá þeim sem greinast með krabbamein. Við reynum að leggja áherslu á að ungt fólk með óskir um barneignir, sem greinast með krabbamein, fari í frjósemimeðferð eða að minnsta kosti í ráðgjöf eins snemma í ferlinu og hægt er. Það er mismikill hraði frá því fólk greinist og þar til meðferð hefst og í erfiðustu tilvikunum eins og bráðahvítblæði eða hraðvaxandi eitilfrumukrabbameini, þarf að byrja meðhöndlun innan fárra sólarhringa. Þá er oft ekki tími til að undirbúa neitt á þennan máta. En í langflestum tilvikum höfum við yfirleitt tíma til að undirbúa fólk á þennan hátt. Það er inni í okkar verklagi að koma þessum málum í farveg við fyrsta tækifæri,“ segir Ásgerður. Hún segir að það sé ekki í sjónmáli að krabbameinslyf hafi minni skaðleg áhrif á ófrjósemi.

Meiri áhersla er lögð á að fyrirbyggja ófrjósemi nú, en fyrir tuttugu árum.

„Meðferðarárángur er mjög tengdur þessum frumudrepandi lyfjum og þau eru enn þann dag í dag uppistaðan í krabbameinsmeðferðum. Þó að mildari meðferðir bætist við sem drepa ekki fríska vefi, þá eru þessi lyf enn uppistaðan. Það er ekki fyrirsjáanlegt að það verði einhver bylting í þeim efnum, en hins vegar hafa rannsóknir sýnt fram á að það að gefa hormónameðferð sem slekkur tímabundið á eggjastokkum hjá konum með brjóstakrabbamein á meðan verið er að gefa frumudrepandi lyf, auki líkur á að eggjastokkarnir taki við sér aftur þegar að meðferðinni lýkur,“ segir Ásgerður. Hún segir að meiri áhersla sé lögð á að fyrirbyggja aukaverkanir krabbameinsmeðferða nú en til dæmis fyrir tuttugu árum síðan.

„Fyrr á árum var fókusinn í raun á allt öðrum stað. Fókusinn var á að lækna krabbameinið og uppræta það með öllum kröftugustu úrræðunum sem til voru. Þá var ekki litið á langtímaaukaverkanir sem meginvandamálið. En í dag, með stöðugt bættum árangri meðferða, viljum við líka að fólk eigi gott líf þegar það er búið í meðferðinni og sé ekki að kljást við langtíma- og viðvarandi afleiðingar meðferðarinnar. Fókusinn hefur færst meira á það að minnka skaðann sem þessi læknandi meðferð hefur. Tilhneigingin síðustu áratugina hefur verið að seinka barneignum og því eru fleiri barnlausir sem greinast með krabbamein nú miðað við áður. Það þykir í dag ekkert tiltökumál að eignast börn vel yfir fertugt og við sem vinnum í heilbrigðiskerfinu verðum að taka tillit til þessara óska. Það er ekki lengur talið óráðlegt að forðast frekari barneignir eftir greiningu brjóstakrabbameins, svo eittthvað sé nefnt, og það kemur meira að segja til greina fyrir konur á hormónameðferð að gera hlé á meðferðinni til að eignast fleiri börn.“

Vantar alltaf fleiri eggjagjafa

Ingunn Jónsdóttir, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir, starfar hjá Livio Reykjavík þar sem meðferðir við ófrjósemi eru framkvæmdar. Hún segir nokkra möguleika í boði fyrir þá sem vilja eignast börn en hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð.

„Það er mikilvægt að huga að þessum þáttum áður en meðferðin hefst ef mögulegt er. Það er þá hægt að frysta sæði, egg og/eða fósturvísa. Ef meðferð er lokið og ljóst er að skaði hefur orðið á eggjastokkum eða sæðisframleiðslu eru möguleikarnir takmarkaðri. Þá getur eini kosturinn í stöðunni hvað varðar meðferðir verið að nota gjafakynfrumur. Annar kostur er að ættleiða,“ segir Ingunn.

Ingunn Jónsdóttir.

Eggjafrysting kostur um síðustu áramót

Frysting eggja varð fyrst kostur á Íslandi frá síðustu áramótum. Ingunn segir að langflestar konur yngri en 38 ára ættu að eiga möguleika á frystingu eggja, en að með aldrinum fækki eggjum og gæði þeirra minnki. Hins vegar sé ekki komin endanlega niðurstaða um hvort eggjafrysting verði að einhverju leyti niðurgreidd af íslenska ríkinu, enda ný af nálinni.

Ingunn segir að sum krabbameinslyf geti haft þau áhrif á konur að eggbúskapurinn skaðist og eggjastokkarnir fari í það ástand sem verður annars við tíðahvörf, það er að egglos á sér ekki lengur stað og því ekki frjóvgun eggja.

„Þótt konan sé í raun komin í tíðahvörf eða hefur ekki eðlilega starfandi eggjastokka er vel hægt að gera gjafaeggjameðferðir. Það eru í raun þessar konur sem þurfa á gjafaeggjum að halda. Við gerum hins vegar ekki meðferðir eftir að konur eru orðnar 49 ára gamlar,“ segir Ingunn en bætir við að vöntun sé á gjafaeggjum.

Stöndum Norðurlandaþjóðunum langt að baki

„Árangur úr frjósemismeðferðum er alltaf að aukast. Það verður vonandi aukið aðgengi að gjafaeggjum og með tilkomu eggfrystinga væri hægt að byggja upp eggjabanka. Vandamálið nú er fyrst og fremst að það vantar alltaf fleiri eggjagjafa. Mikilvægast í augnablikinu er að vekja athygli á þessum málum og vonandi sjá fleiri konur sér fært að gefa egg. Flestar konur undir 35 ára geta gefið egg og ferlið er auðveldara en flestar gera sér grein fyrir.  Ég hvet allar konur sem geta hugsað sér þetta að hafa samband og fá frekari upplýsingar,“ segir Ingunn, en meðferð vegna eggagjafar tekur fjórar vikur.

Aðspurð hvort íslensk heilbrigðisyfirvöld gætu staðið sig betur í að niðurgreiða frjósemismeðferðir er það mat Ingunnar að svo sé. „Við stöndum Norðurlandaþjóðunum langt að baki í þessum efnum.“

Ættleiðing ekki alltaf kostur fyrir þá sem greinast með krabbamein

Í reglugerð um ættleiðingar á Íslandi kemur meðal annars fram að krabbamein sé einn af þeim sjúkdómum sem geti leitt til synjunar á umsókn um ættleiðingu. Hrefna Friðriksdóttir, formaður ættleiðingarnefndar, segir hins vegar það að hafa einhvern tíma fengið krabbamein útiloki ekki umsækjendur.

Hrefna Friðriksdóttir.

„Grunnkrafan er sú að heilsufar umsækjanda sé fullnægjandi þegar hann sækir um. Heilsufarssaga umsækjanda er alltaf skoðuð og hann spurður hvað hafi bjátað á til að leggja mat á hvort hann sé læknaður, hvort hann sé enn í meðferð eða hver staða hans sé þegar hann sækir um. Mat á þessu er algjörlega háð um hvers konar mein ræðir og hvers konar sjúkdóm viðkomandi hefur greinst með,“ segir Hrefna. Enn fremur segir hún að það þurfi alltaf að meta áhrif þess krabbameins sem einstaklingur hefur greinst með.

„Því er hægt að segja að krabbamein útiloki mann ekki sjálfkrafa til að ættleiða en það að hafa fengið krabbamein geti útilokað mann í einhverjum tilvikum. Lykilatriði er að skoða hvers konar krabbamein viðkomandi hefur greinst með, hvers konar meðferðir viðkomandi sé búinn að undirgangast, hve langur tími sé liðinn frá greiningu, hvort meðferð sé lokið, hverjar niðurstöðurnar voru og hvort viðkomandi sé laus við krabbameinið. Ef viðkomandi er læknaður af þessu krabbameini og engin merki þess sjást, þá hefur það almennt ekki talið hafa nein sérstök áhrif á umsókn til ættleiðingar. Það á að ganga út frá því að þú fáir ekki leyfi til að ættleiða barn á meðan þú ert í krabbameinsmeðferð. Ef viðkomandi hefur ekki læknast og meðferð er hætt eru líkur á að hann fái ekki leyfi til að ættleiða barn.“

Áfallasaga umsækjenda skoðuð

Hrefna segir að ættleiðingarnefnd fái alltaf læknisfræðilegt mat á umsækjendum og að ekki sé miðað við ákveðinn lágmarkstíma eftir að viðkomandi hefur lokið krabbameinsmeðferð. Hvað varðar varanlega fötlun vegna krabbameins, til dæmis það að missa útlim vegna meinsins, segir Hrefna að það geti haft áhrif á umsókn til ættleiðingar.

„Í ættleiðingarmálum getur allt haft áhrif. Það að þú búir við einhvers konar fötlun, en við getum sagt að varanlegar afleiðingar séu hugsanlega fötlun, getur skert möguleika þína á einhverjum sviðum miðað við aðra. Þá þurfum við að spyrja okkur: Hefur sú fötlun áhrif á mögulega foreldrahæfni? Við reynum að vega og meta hvers konar ástand þetta er og hvernig viðkomandi gengur að lifa með því. Við þurfum líka að horfa á þetta í heildarsamhengi, til dæmis hvernig áhrif þessi fötlun hefur haft á daglegt líf og meta hæfni einstaklingsins til að yfirstíga ákveðna erfiðleika. Að sjálfsögðu er tekið tillit til þess,“ segir Hrefna og bætir við að áfallasaga umsækjenda sé skoðuð í hverju tilviki fyrir sig.

„Við erum alltaf að læra betur og betur um hvað áföll geta haft víðtækar og oft varanlegar afleiðingar á fólk. Eitt af áföllum er að greinast með alvarlegan sjúkdóm eða glíma við varanlegar afleiðingar af honum. Þá er skoðað hvernig viðkomandi hefur gengið að vinna með það og hver staða hans og styrkleikar eru í dag.“

Mikil ábyrgð að finna barni heimili

Þegar par sækir um ættleiðingu þurfa báðir einstaklingarnir að uppfylla kröfur ættleiðingarnefndar, en Hrefna segir að kröfur nefndarinnar séu ekki að ástæðulausu.

„Það er engum blöðum um það að fletta að það eru gerðar strangar kröfur. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að finna barni, sem hefur oft verið í erfiðum aðstæðum, stað. Það er ekki nóg að bara annar aðili í sambandi uppfylli þessar kröfur og það er ekki endilega gert til að tryggja barninu einhvers konar umönnun þó að annar falli frá heldur einnig til að forðast þau óumflýjanlegu áhrif sem það að missa maka og foreldri hefur. Allt það neikvæða sem getur komið fyrir annan aðilann er í sjálfu sér áfall fyrir hinn aðilann og klárlega áfall fyrir barn sem er komið á heimilið. Við viljum ekki kalla það yfir neinn.“

Oft lenda einstæðingar aftast í bunkanum

Hrefna segir að hvert og eitt ríki móti ættleiðingarlög og -reglur eftir sínu höfði. Ísland er hluti af alþjóðsamningi um ættleiðingar þar sem farið er fram á að metin séu grunnatriði, svo sem aldur, heilsufar og aðstæður. Hún segir enn fremur að þegar reglugerð um ættleiðingar var sett, þar sem listaðar eru upp tegundir sjúkdóma sem geti haft áhrif á umsókn, hafi verið tekið mið af reynslu norrænnu þjóðanna. En þó að einstaklingar eða pör uppfylli viss skilyrði til ættleiðingar hér á landi þarf það ekki að þýða að þeir hinir sömu uppfylli skilyrði í því landi sem ættleiða á barn. Því getur það oft þýtt að einstæðingar lendi aftast í bunkanum.

„Það land getur gert meiri kröfur og strangari. Vandinn er sá að við erum í samstarfi við tiltekin lönd þar sem eru færri og færri börn til ættleiðinga. Þessi lönd hafa úr fleiri og fleiri umsækjendum að velja og sum lönd segja blákalt að þau velji alltaf fyrst par á besta aldri sem búa við bestu aðstæður. Mörg lönd setja einstæðinga aftast á listann og síðan eru mörg lönd sem leyfa einstæðingum ekki að ættleiða. Svipað er uppi á teningnum með samkynhneigða. Við veitum samkynja pörum leyfi til að ættleiða en það eru afskaplega fá önnur lönd sem gera það.“

Úr 9. grein reglugerðar um ættleiðingar:

Heilsufar.
Umsækjendur skulu vera svo andlega og líkamlega heilsuhraustir að tryggt sé, eftir því sem unnt er, að ættleiðing verði barni fyrir bestu. Því mega umsækjendur ekki vera haldnir sjúkdómi eða þannig á sig komnir að það dragi úr lífslíkum þeirra á þeim tíma þar til barn verður sjálfráða, eða minnki möguleika þeirra til að annast vel um barn.

Eftirtaldir sjúkdómar eða líkamsástand, sem ekki er hér tæmandi talið, geta leitt til synjunar á umsókn um ættleiðingu eða um forsamþykki til ættleiðingar á erlendu barni:

a. Alnæmi og aðrir alvarlegir smitsjúkdómar.
b. Fötlun eða hreyfihömlun.
c. Geðsjúkdómar, geðraskanir eða þroskahömlun.
d. Hjarta- og æðasjúkdómar.
e. Innkirtlasjúkdómar.
f. Krabbameinssjúkdómar.
g. Líffæraþegar.
h. Lungnasjúkdómar.
i. Meltingafærasjúkdómar.
j. Nýrnasjúkdómar.
k. Offita.
l. Sjálfsofnæmissjúkdómar.
m. Sykursýki og taugakerfissjúkdómar.

Raunkostnaður hærri en verðskrá SÍ kveður á um

|
|

Þingsályktunartillaga um að endurskoða ætti greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferðar var samþykkt árið 2016 og átti endurskoðun að ljúka fyrir árslok þess árs. Henni er ekki enn lokið.

Í þessari tillögu var meðal annars lagt til að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar hjá fólki óháð því hvort það eigi barn fyrir, en í dag nær þessi þátttaka aðeins frá annarri til fjórðu meðferðar hjá pörum og einstaklingum sem eiga ekki barn fyrir. Hins vegar er tekið þátt í fyrstu meðferð para og einhleypra kvenna ef um er að ræða yfirvofandi ófrjósemisvandamál konunnar vegna fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings. Þá endurgreiða Sjúkratryggingar Íslands 65% útlagðs kostnaðar vegna ástungu á eista og frystingu sáðfruma þegar um er að ræða karlmenn með yfirvofandi ófrjósemisvandamál vegna fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings. Í þeim tilfellum er Sjúkratryggingum Íslands heimilt að greiða 90% útlagðs kostnaðar vegna geymslugjalds á frystum fósturvísum/sáðfrumum, þó að hámarki í tíu ár.

Þá fer greiðsluþátttaka eftir verðskrá Sjúkratrygginga Íslands, en sú verðskrá hefur ekki verið uppfærð síðan árið 2011 og er ekki í samræmi við verðskrá þeirra stofnana sem framkvæma frjósemismeðferðir. Eins og kemur fram í þingsályktunartillögunni er því raunkostnaður við frjósemismeðferðir umtalsvert hærri en verðskrá Sjúkratryggina Íslands kveður á um. Að mati flutningsmanna tillögunnar er Ísland nokkur eftirbátur nágrannalanda okkar og þeirra landa sem við viljum almennt bera okkur saman við á þessu sviði. Tekin eru dæmi um að í Danmörku og Svíþjóð nái greiðsluþátttaka ríkisins yfirleitt til fyrstu og þriðju meðferðar.

Samkvæmt þingsályktunartillögunni standa þjóðirnar sem við viljum bera okkur saman við okkur fremur í greiðsluþátttöku vegna frjósemismeðferða.

Ekki unnt að uppfæra gjaldskrá vegna fjárskorts

Mannlíf sendi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um þetta greiðsluþátttökukerfi og hvar endurskoðun þess stæði. Eftirfarandi svör bárust frá ráðuneytinu:

Í reglugerð um greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana stendur að endurgreiðsla miðist við gjaldskrá SÍ. Sú verðskrá hefur ekki verið uppfærð síðan 2011 og tekur því ekki mið af verðlagsbreytingum. Af hverju hefur sú verðskrá ekki verið uppfærð?

Svar: Verðskráin hefur tekið mið af þeim fjármunum sem hafa verið til ráðstöfunar og framlög hafa ekki verið aukin þannig að unnt væri að uppfæra gjaldskrána.

Verðskrá SÍ og verðskrá stofnana sem sjá um frjósemismeðferðir eru tvær ólíkar verðskrár. Stendur til að samræma þessar verðskrá að einhverju eða öllu leyti?

Svar: Ekki eru áform um að samræma gjaldskrá SÍ og einkarekinna fyrirtækja sem sinna þessari þjónustu, þar sem ekki hafa tekist samningar milli SÍ og viðkomandi aðila. Sem fyrr segir hefur þetta einnig með fjárframlög að gera.

Enginn samningur er á milli íslenska ríkisins og stofnana sem sjá um frjósemismeðferðir. Stendur til að koma á slíkum samningi? Ef já, hvar er það statt í ferlinu? Ef nei, af hverju ekki?

Svar. Já, það er stefnt að því að semja um þessa þjónustu.

Varðandi orðalag í reglugerð um greiðsluþátttöku vegna tæknifrjógvunar þá er talað um að endurgreiða einhleypum konum með yfirvofandi ófrjósemisvandamál vegna meðferðar. Hins vegar stendur að karlmenn með yfirvofandi ófrjósemisvandamál fái endurgreitt fyrir ástungu á eista eða frystingu á sæðisfrumum. Má þá skilja það þannig að ekki sé tekið þátt í frjósemismeðferðum einhleypra karla að öðru leyti?

Svar: Það er rétt skilið.

Í gjaldskrá SÍ er ekki talað um frystingu á fósturvísum og eggjum, heldur eingöngu sáðfrumum. Er ekki tekið þátt í kostnaði vegna frystingar á fósturvísum og eggjum, eða er það talið hluti af frjósemismeðferð?

Svar: Rétt er að benda á að frá árinu 2012 hefur verið 90% greiðsluþátttaka ríkisins vegna geymslugjalds á frystum fósturvísum (sbr. rg. um 2. breytingu á rg. nr. 917/2011). Greiðsluþátttaka í frystingu á eggfrumum hefur ekki verið í gjaldskránni til þessa vegna þess að meðferðin hefur verið óframkvæmanleg hér á landi. Nú hefur orðið breyting á því og þar með er áformað við endurskoðun þessara mála að ríkið taki þátt í kostnaði vegna frystingar á eggfrumum.

Nú hefur verið samþykkt þingsályktunartillaga þess efnis að endurskoða reglur greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferðar. Hvar er sú vinna stödd? Í þingsályktun stendur að þáverandi heilbrigðisráðherra ætti að endurskoða reglur fyrir árslok 2016. Af hverju hefur þessi vinna tafist?

Svar: Endurskoðun á reglunum stendur yfir í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands.

Stendur til að hækka fjárframlag til þessarar endurgreiðslu?

Svar: Stefnt er að því að setja nýja reglugerð um þessa þjónustu innan fárra vikna. Með henni verður breytt fyrirkomulagi varðandi greiðsluþátttökuna. Aftur á móti liggur fyrir fjármagn til þessarar þjónustu í fjárlögum og því ekki svigrúm til þess að auka útgjöldin á þessu ári.

Brenglað þegar fólk getur breytt sér í símanum

||||||
||||||

Íslendingar eru farnir að leita til lýtalækna með síaðar, eða filteraðar, sjálfur (selfie) og vilja líta út eins og sín síaða sjálfa. Íslenskur lýtalæknir segir þessa þróun skapa vanda.

„Það er til í dæminu að fólk komi með mynd af sér sjálfu sem búið er að ýkja eða breyta en það er mjög sjaldgæft enn þá, sem betur fer. En ég held að þessum tilvikum eigi eftir að fjölga,“ segir Ágúst Birgisson lýtalæknir.

Ágúst Birgisson.

Fréttasíðan Huffington Post fjallaði nýverið um þá staðreynd að fólk vestanhafs, helst konur, væri farið að leita til lýtalækna með síaðar, eða filteraðar, sjálfur og vill líta út eins og síaða sjálfan. Í greininni var þetta fyrirbæri kallað Snapchat Dysmorphia sem mætti þýða sem Snapchat-lýtaröskun.

Ágúst segir þessa þróun skapa vanda, þar sem síur á samfélagsmiðlum gefa ekki rétta mynd af því sem hægt er að gera þegar lagst er undir hnífinn. „Þetta skapar vanda því þegar þú ert að breyta myndum á samfélagsmiðlum eða öðrum forritum, þá ertu ekki að gera raunverulega áætlun. Þannig að í raun er verið að vekja væntingar umfram það sem hægt er að gera, og það er kannski mitt vandamál. Það er erfitt þegar einstaklingur er með ímynd af því hvernig hann vill vera en þessi ímynd verður ekki að raunveruleika því ekki er hægt að framkvæma breytingarnar. Það er helsta vandamálið. Við lýtalæknar styðjumst við forrit þar sem við getum breytt fólki til að sýna því hvernig það lítur út fyrir og eftir aðgerð en þau forrit eru sérstaklega gerð fyrir lýtalækna. Þegar fólk getur breytt sér sjálft í símanum er þetta orðið mjög brenglað,“ segir hann.

Sýna myndir af þekktum Snapchat-konum

Ágúst vill ítreka að það sé afar sjaldgæft að fólk mæti til hans með síaðar sjálfsmyndir af samfélagsmiðlum en algengara er að fólk komi með myndir af frægu fólki til að sýna hvernig það vilji líta út.

„Það er mjög algengt, til dæmis í sambandi við brjóstastækkun eða eitthvað svoleiðis. Þá eru konur með ákveðna hugmynd um hvernig þær vilja líta út og hvaða stærð þær vilja fara upp í. Þær koma með mynd af einhverri stjörnu og vilja fá eitthvað svipað, sem getur verið hjálplegt til að finna út hverju fólk er að leita eftir. Mynd segir oft mörg orð. En auðvitað er pínulítið öðruvísi að sjá þetta á öðrum en á sjálfum sér og fólk er meðvitað um það. Það gerir sér grein fyrir að þetta er annar líkami en sinn eigin og því verður þetta ekki eins. Þar liggur helst munurinn á því að sýna mynd af öðrum en ekki mynd af sjálfum sér.“

Kim Kardashian síaði sjálfu með barni sínu fyrir stuttu.

Annar lýtalæknir, Guðmundur M. Stefánsson, segir sífellt meira bera á þessu meðal ungra kvenna. „Það hefur borið á því síðustu ár, einkum meðal ungra kvenna, að sumar þeirra leita álits okkar á breytingum sem þær óska eftir og sýna myndir af þekktum Snapchat-konum sem þær vilja líkjast. Þetta er ekki algengt, en þó ber meira og meira á þessu.“

Líkamslýtaröskun ótrúlega sjaldgæf

Eftir tilkomu snjallsíma hefur því verið haldið fram að notkun samfélagsmiðla gæti leitt til líkamslýtaröskunar, eða body dysmorphic disorder. Einstaklingar sem þjást af þessari röskun eru mjög uppteknir af ákveðnum líkamshlutum og þrá oft á tíðum að láta laga þá á einhvern hátt. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt fram á að 1,7% til 2,4% þjóðarinnar séu haldin þessari röskun.

Ágústi finnst ótrúlegt að líkamslýtaröskun sé ekki algengari samfara aukinni snjallsímanotkun. „Body dysmorphic disorder er ótrúlega sjaldgæft miðað við alla þá umfjöllun og þá miðla sem við höfum. Þessi röskun var til löngu áður en snjallsímar komu til sögunnar en mér finnst ekki mikil aukning á þessum sjúkdómi með snjallsímavæðingu, sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt.“

Hann segir að þó að mikið sé talað um að fólk sem leiti til lýtalæknis þrái að líta út eins og einhver allt annar, þá séu flestir sem leiti til lýtalækna að gera það vegna dýpri ástæðna. „Fólk kemur til lýtalækna út af mjög mismunandi þörfum og leitar að allt öðru en að líkjast einhverjum fyrirmyndum úti í heimi. Það getur verið að augnlok séu of þung og þurfi að laga það, að brjóst hafi horfið við meðgöngu eða brjóstagjöf eða að konur séu með slappan maga eftir fjórar meðgöngur eða mikið þyngdartap. Þessar ýkjur sem talað er um eru sem betur mjög sjaldgæfar.“

Virkjar sinn innri mótorhjólatöffara

Söngvarinn vinsæli Valdimar Guðmundsson fetar ótroðnar slóðir þessa dagana en í kvöld stígur hann á Stóra svið Borgarleikhússins í hlutverki Eddies í söngleiknum Rocky Horror.

Þetta er fyrsta hlutverk Valdimars á leiksviði en hann segist ekki kvíðinn fyrir frumsýningunni, hann þurfi fyrst og fremst að muna að virkja mótorhjólatöffarann innra með sér, jafnvel þótt hann hafi aldrei keyrt mótorhjól.

Í kvikmyndinni frægu frá 1975 er það sjálfur Meatloaf sem fer með hlutverk Eddies og ég byrja á að spyrja Valdimar hvort Meatloaf sé í uppáhaldi hjá honum sem söngvari.

„Ég get nú ekki sagt það, nei,“ segir Valdimar, sem er nýkominn af strangri æfingu og pínulítið andstuttur eftir hamaganginn á sviðinu. „Mér finnst hann alveg fínn söngvari en tónlistin hans er ekki í þeim flokki tónlistar sem höfðar mest til mín. Ekki minn tebolli.“

Spurður hvernig það hafi komið til að hann var fenginn til leika hlutverk Eddies, segist Valdimar hafa grun um að Jón Ólafsson, tónlistarstjóri sýningarinnar, hafi mælt með honum í hlutverkið.

„Við Jón höfðum unnið saman í öðru verkefni og ég held að hann hafi ýtt á það að fá mig til að leika Eddie. Honum fannst ég passa vel í hlutverkið og svo er ég svolítið þykkur sem hentar vel í þetta hlutverk.“

Talandi um það, fyrir tveimur árum fylgdist öll þjóðin með líkamsræktarátaki Valdimars þegar hann steig fram og viðurkenndi að líkamsástand hans væri farið að valda sér heilsutjóni. Ári seinna hafði hann misst 40 kíló og var enn þá á fullu í ræktinni. Hver er staðan í því máli núna?

„Ég er enn þá í ræktinni, var síðast í ræktinni í morgun, en ég tek þetta ekki með neinu offorsi, reyni að finna skynsamlegan meðalveg og passa bara upp á að lenda ekki á sama stað og ég var fyrir tveimur árum. Þá var ástandið orðið alvarlegt.“

„Ég er enn þá í ræktinni, var síðast í ræktinni í morgun, en ég tek þetta ekki með neinu offorsi, reyni að finna skynsamlegan meðalveg og passa bara upp á að lenda ekki á sama stað og ég var fyrir tveimur árum. Þá var ástandið orðið alvarlegt. Ég ætla ekki þangað aftur. Maður þarf samt að passa sig að fara ekki út í neinar öfgar. Þetta snýst allt um að láta skynsemina ráða og finna hinn gullna meðalveg.“

En er ekki mikil líkamleg áreynsla að leika í söngleik? Vera þjótandi um sviðið syngjandi með hamagangi og danssporum?
„Þetta er nú ekki langur tími sem ég þarf að vera inni á sviðinu,“ segir Valdimar sallarólegur. „Þetta tekur auðvitað á en það er ekkert sem ég ræð ekki við.“

Lifir ekki slúðurvænu lífi

Auk þess að leika í Rocky Horror er Valdimar að undirbúa útgáfu nýrrar plötu með hljómsveit sinni Valdimar. Fyrsta lagið af plötunni sem meiningin er að komi út í haust, „Of seint“, fór í spilun í síðustu viku og Valdimar lýsir því sem „rokk/diskó, popp rokk eitthvað“. Maður hnýtur um orðið diskó og spyr eins og auli hvort Valdimar sé ekki allt of ungur til að muna eftir diskóæðinu.

„Jú, ég er fæddur 1985 svo diskótímabilið var löngu liðið þegar ég man fyrst eftir mér,“ segir hann hneykslaður á fáfræði blaðamannsins. „En diskóið er farið að skjóta upp kollinum í rappinu og víðar svo við erum nú ekkert að gera einhverja byltingu. Ég veit ekki einu sinni hvort það er rétt að nota orðið diskó í þessu samhengi. Ég heyri diskóhljóm í þessu lagi, en það er ekkert víst að aðrir heyri það.“

Þjóðin elskar Valdimar sem ballöðusöngvara en sjálfur segist hann kannski frekar líta á sig sem rokksöngvara. „Ég hef gaman bæði af rokki og rólegheitum og alls konar stílum,“ segir hann ákveðinn. „Ég vil ekki festa mig við eitthvað eitt en ég hallast þó aðeins að rokkinu.“

Ég reyni að pumpa Valdimar um einkalíf hans en hann er ekkert á þeim buxunum að gefa mikið upp um það. Hann segist hvorki vera í sambúð né föstu sambandi og lifi almennt ekki slúðurvænu lífi. Það er tónlist, tónlist og aftur tónlist sem líf hans snýst um. En er ekki mikil skuldbinding fyrir eftirsóttan tónlistarmann að festa sig í einu verkefni í leikhúsinu? Hvað ef sýningin gengur árum saman, flækist hún þá ekki fyrir ferli hans sem tónlistarmanns?

„Ég er nú ekkert farinn að hugsa svo langt enn þá,“ segir Valdimar og hlær. „Það getur vel verið að það verði einhverjir árekstrar verkefna en það er nú yfirleitt hægt að leysa það þegar slíkt kemur upp. Og ég er þá alla vega á föstum launum á meðan sýningin gengur, það er ágætis tilbreyting.“

Er erfitt að sjá fyrir sér með því að vera alfarið í tónlistarbransanum?
„Alla vega ekki eftir að maður er orðinn eftirsóttur,“ segir hann ákveðinn. „Það er auðvitað hark fyrst en síðustu sex árin hef ég alfarið lifað af tónlistinni og það gengur ágætlega. Ég hef auðvitað ekki orðið ríkur af þessu, á til dæmis engan Range Rover, en ég get alveg lifað af þessu.“

Væri það ekki líka hræðilegt stílbrot fyrir rokkara að keyra um á Range Rover?
„Jú, algjörlega! Ég tók hann nú bara sem dæmi um birtingarmynd ríkidæmis, ég myndi alls ekki vilja eiga Range Rover,“ segir Valdimar glottandi. „Það væri ekki ég.“

Ótrúlegt ferðalag að leika í Rocky Horror

Aftur að Rocky Horror. Á Facebook-síðu Valdimars birtist nýlega mynd af honum í hælaháum skóm, þýðir það að hann sé í dragi í sýningunni?
„Nei, ég er ekki í dragi. Ég er í leðurgalla mótorhjólatöffara, með svarta hárkollu og barta sem ég er búinn að safna. Skórnir voru bara smágrín sem kannski verður notað í uppklappinu. Eða ekki, það kemur í ljós,“ bætir hann við leyndardómsfullur.

Þetta er fyrsta leikhlutverk Valdimars, þótt hann hafi reyndar áður verið á leiksviði í hlutverki básúnuleikara í bæjarhljómsveitinni í sýningu Borgarleikhússins á Milljarðamærin snýr aftur eftir Dürrenmatt fyrir sléttum níu árum. Hvernig gengur honum að leika, er hann góður leikari?

„Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til að svara því,“ segir hann, hógværðin uppmáluð. „En ég held þetta gangi ágætlega. Þegar ég er kominn í gallann, með hárkolluna og sminkið verð ég bara Eddie. Það eina sem ég þarf að muna er að virkja minn innri mótorhjólatöffara og þá smellur þetta allt saman.“

„Ég held ég geti alveg lofað því að fólk á eftir að skemmta sér vel í Borgarleikhúsinu á næstunni. Eða, já, ég held það ekkert, ég get lofað því! Þetta er frábær skemmtun.“

Mótorhjólatöffara? Hefurðu verið mótorhjólatöffari?
„Nei, nei. Ég hef ekki einu sinni keyrt mótorhjól,“ svarar Valdimar glaðbeittur. „En það býr mótorhjólatöffari innra með mér og hann fær að njóta sín í þessari sýningu.“

Talið berst að sýningunni og því hvort Valdimar kvíði ekkert fyrir því að koma í fyrsta sinn fyrir augu þjóðarinnar sem leikari. Hann segist ekki kvíðinn enda sé hann í hópi stórkostlegra listamanna og það hafi verið mikil og dýrmæt reynsla að fá að taka þátt í þessari uppsetningu.
„Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ferðalag,“ segir hann andaktugur. „Það er svo frábært fólk sem vinnur að þessari sýningu á öllum sviðum. Tónlistarmenn, leikarar, leikstjóri, leikmyndahönnuðir, dansarar, danshöfundur, búningahönnuðir og förðunarfólk, þetta er allt toppfólk á sínu sviði og ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessum heimi og taka þátt í að búa þessa sýningu til. Það er enginn kvíði í mér fyrir frumsýningunni, bara tilhlökkun og gleði. Ég held ég geti alveg lofað því að fólk á eftir að skemmta sér vel í Borgarleikhúsinu á næstunni. Eða, já, ég held það ekkert, ég get lofað því! Þetta er frábær skemmtun.“

Texti / Friðrika Benónýsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Vil vera dæmd af verkum mínum

Sækir kraftinn í hvíld.

Þórdís Kolbrún er í forsíðuviðtali nýjustu Vikunnar.

Segja má að leið Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í heim stjórnmálanna hafi alltaf legið fyrir en hún starfar nú sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Þrátt fyrir ungan aldur fullyrðir Þórdís að skoðanir hennar njóti sama hljómgrunns og annarra þingmanna en þó sé mikilvægt að láta neikvæðar skoðanir og niðurrif ekki hafa áhrif á sig.

„Ég er hreint út sagt of upptekin til að vera velta því fyrir mér hvort tekið sé mark á mér. Ég veit að það ætti að taka mark á mér, það er nóg.“

„Eflaust hafa einhverjir skoðun á því sem ég segi eða geri út frá aldri mínum eða kyni en ég geng einfaldlega hreint til verks, veit hver ég er og reyni að koma vel fram við fólk. Ég trúi því að það skili sér í samskiptum og hvernig fólk kemur fram við mann. Ég vil vera dæmd af verkum mínum í stjórnmálum. Ekki öðru.”

Þórdís afsalar sér alfarið ofurkonutitilinum en kraftinn sækir hún í hvíld og jarðtenginguna sem hún finnur í börnunum sínum. „Ég reyni almennt að ná góðum nætursvefni því hann er mér lífsnauðsynlegur. Í gegnum svefninn sæki ég kraftinn og þaðan get ég svo fengist við krefjandi verkefni og spennandi áskoranir sem starfið býður upp á. En það að vera foreldri er líklega það merkilegasta af öllu, ég á sterkt bakland og börnin mín eru hamingjusöm. Ég á góðar stundir með þeim og ég reyni að forgangsraða tíma mínum gæfulega. Það þýðir ekkert að láta samviskubit naga sig. Og ég hef bara upplifað það sjálf að pabbar eru nákvæmlega jafn mikilvægir og mömmur.”

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Tyra Banks vill ekki að sonur hennar verði fyrirsæta

|
|

Ofurfyrirsætan Tyra Banks, sem er hvað þekktust fyrir að stýra þáttunum America’s Next Top Model, mætti á rauða dregilinn fyrir upptöku á þáttunum America’s Got Talent nýverið, enda kynnir þáttanna.

Blaðamaður Us Magazine náði tali af fyrirsætunni á rauða dreglinum. Í viðtalinu sagði hún meðal annars að hún vildi ekki að sonur sinn yrði fyrirsæta, en hún á hinn tveggja ára gamla York með fyrrverandi kærasta sínum, Erik Asla.

„Ég vil ekki að hann verði fyrirsæta en ég segi ekki við hann: Ekki gera það, því þá myndi hann vilja það enn meira. Ég ætla að styðja hann í því sem hann vill gera en ég vona bara að það verði ekki fyrirsætustörf. En ef hann velur þá braut kenni ég honum að brosa með augunum,“ sagði Tyra á dreglinum, en henni er tíðrætt um að brosa með augunum, eða smize, í þáttunum þar sem hún leitar að næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna.

Tyra veit hvað hún syngur.

Tyra segir að lítil virðing sé borin fyrir karlfyrirsætum í tískubransanum.

„Ég held að karlfyrirsætur séu ekki í sömu stöðu og kvenfyrirsætur. Kvenfyrirsætur grínast stundum og kalla karlfyrirsætur fylgihlutina sína. Ég er með eyrnalokka og í skóm og með karlfyrirsætu í tökunum. Svona grínast stelpurnar með þá,“ sagði Tyra.

Þá ræddi hún einnig um hve klár York er, og sagði hann langt á undan sínum jafnöldrum.

„Hann hefur kunnað að telja uppá tuttugu síðan hann var átján mánaða. Hann er rosalega, rosalega gáfaður. Hann talar spænsku, norsku og ensku. Hann er klár. En hann er samt brjálaður og veltir sér um gólfið og hlustar oftast ekkert á mig.“

Léttist um 45 kíló á níu mánuðum

Lauren Dugas segist alltaf hafa verið í þyngri kantinum á fullorðinsárum, en að þyngdin hafi aldrei angrað hana mikið. Hún fór reglulega í megranir og léttist um nokkur kíló, en bætti þeim alltaf á sig aftur og meira til. Einn morguninn steig hún á vigtina og sá að hún var orðin rúmlega 125 kíló. Þá ákvað hún að gera eitthvað í sínum málum.

„Ég var miður mín. Ég trúði því ekki að ég væri svona þung. Ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég var aðeins 32ja ára en líf mitt valt á því að léttast. Ég þurfti að temja mér betri matarvenjur og byrja að hreyfa mig til að vera betri fyrirmynd fyrir krakkana mína,“ skrifar Lauren í pistli á vefsíðu Women’s Health.

Lauren fékk sér kort í líkamsrækt og sótti sérstaka tíma þar sem hún fékk bæði æfingar- og matarplan. Hún byrjaði að æfa þann 29. maí í fyrra og segir það hafa tekið mikið á.

„Þá var einblínt á fótaæfingar. Ég gat ekki gengið í viku eftir á. Ég grét á hverjum degi til að byrja með. Sársaukinn sem ég fann var ólýsanlegur,“ skrifar Lauren.

Aldrei verið jafn sterk

Hún fór þó fljótt að sjá árangur.

„Ég missti tvö kíló í fyrstu vikunni og á innan við mánuði var ég búin að léttast um sjö kíló og var búin að grennast um 21 sentímetra. Ég sá móta fyrir vöðvum. Buxurnar mínar urðu víðari. Eftir tvo mánuði var ég búin að léttast um rúm ellefu kíló og eftir fimm og hálfan mánuð var ég 27 kílóum léttari en þegar ég byrjaði,“ skrifar Lauren.

Í dag er hún búin að léttast um 45 kíló en vantar aðeins nokkur kíló uppá að komast í draumaþyngd sína, 77 kíló.

„Ég er 32ja ára og hef aldrei verið svona sterk. Mér finnst handleggsvöðvarnir mínir ótrúlegir. Ég horfi allt öðruvísi á mat núna og nú borða ég til að fá orku. En stoltust er ég af því að kenna börnunum mínum um holla lífshætti. Vonandi þurfa þau ekki að kljást við þyngdina þegar þau verða fullorðin.“

Hættið að búa til afsakanir

Lauren vaknar enn tæplega fimm á morgnana til að fara í ræktina þrisvar í viku. Þá heldur hún sig við mataræðið sem henni var kennt á í upphafi, en í því eru allar mjólkurvörur og salt bannað.

En hvað vill hún segja við aðra í sömu stöðu og hún var fyrir tæpu ári síðan?

„Hættið að búa til afsakanir. Þið getið allt sem þið viljið.“

Hressandi æfingarrútína sem blandar saman dansi og styrktarþjálfun

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hálftímalanga æfingarrútínu sem búin var til af þjálfaranum Megan Roup.

Rútínan er mjög skemmtileg og blandar saman dansi og styrktarþjálfun, sem gerir hana ansi hressandi. Í myndbandinu má sjá konurnar nota lóð og sérstakar mottur, en auðvelt er að sleppa lóðunum eða fylla hálfslítra flöskur af vatni til að nota sem lóð. Þá er hægt að nota handklæði í staðinn fyrir motturnar sem konurnar nota.

Svo er bara að koma sér í gírinn heima í stofu og skemmta sér konunglega á meðan maður dillar sér fram og til baka.

Giftu sig á Íslandi og elska landið

||||||||
||||||||

Maja og Patrick eru hugfangin af Íslandi þannig að þegar þau ákváðu að gifta sig voru þau staðráðin í því að ganga í það heilaga hér á landi.

„Það var ómögulegt að bjóða öllum þar sem fjölskyldur okkar eru dreifðar um allan heim (Í Kína, Þýskalandi og Bretlandi) þannig að lítil athöfn og veisla virtist vera sanngjarnasta leiðin,“ segja hjónin í viðtali við vefmiðilinn Popsugar.

Með greininni fylgja fallegar brúðkaupsmyndir af hjónunum, sem teknar voru af M&J Studios, og virðast þau hafa ferðast um suðurströndina þvera og endilanga til að taka myndir, meðal annars við Skógafoss og í Reynisfjöru.

„Ísland var hinn fullkomni staður,“ segja hjónin og bæta við að þau séu búin að plana aðra Íslandsheimsókn.

„Við getum ekki beðið eftir því að koma aftur.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum sem teknar voru á brúðkaupsdaginn, en fleiri myndir má sjá á Popsugar.

Myndir / M&J Studios

Birti myndband á Instagram rétt áður en þyrlan hrapaði

Trevor Cardigan, einn af þeim sem lést í hræðilegu þyrluslysi í New York síðasta sunnudag, virðist hafa sett myndband af sér og vinum sínum í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði.

Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, setti hann í Instagram-sögu sína samkvæmt frétt New York Daily News, en í því má sjá vinina í þyrlunni er hún tekur á loft.

Stuttu eftir að myndbandið var tekið skall þyrlan í Austurá í New York og komst flugmaðurinn einn lífs af. Auk Trevors, sem var 26 ára, létust fjórir aðrir farþegar í þyrlunni, þau Daniel Thompson, 34 ára, Tristan Hill, 29 ára, Brian McDaniel, 26 ára og Carla Vallejos-Blanco, 29 ára.

Björgunaraðgerðir reyndust mjög erfiðar þar sem veður var slæmt og allir farþegar vel festir í belti. Því var erfitt að ná þeim úr þyrlunni. Að sögn þyrluflugmannsins lenti farangur eins farþegans á neyðarhnappi í þyrlunni og slökkti þar með á eldsneytisflæðinu.

Þyrlan var á vegum fyrirtækisins Liberty, en þetta er þriðja slysið sem tengist þeim á ellefu árum. Því hefur verið kallað eftir að Bandaríska flugmálaeftirlitið endurskoði réttindi fyrirtækisins til starfa á meðan farið er ítarlega yfir öryggismál hjá fyrirtækinu.

Breytti heimilislausu fólki í fyrirsætur

|||||||||
|||||||||

Ljósmyndari frá Nairobi í Kenýa, sem gengur undir nafninu Muchiri Frames, ákvað að búa til mjög sérstaka ljósmyndaseríu í tilefni af Valentínusardeginum, sem var fagnað í febrúar síðastliðnum eins og venja er.

Muchiri kynntist heimilislausum manni í garði í Nairobi sem heitir Sammy, og gengur einnig undir nafninu Blackie. Ljósmyndarinn spurði hann einfaldlega hvort hann hefði einhvern tímann verið ástfanginn og þá byrjaði Sammy að lýsa kærustu sinni.

Sammy kynntist kærustu sinni á götum Nairobi, en þau eru bæði heimilislaus. Fyrst urðu þau góðir vinir, en vináttan þróaðist síðan í ástarsamband. Sammy talaði svo vel um sína heittelskuðu að Muchiri ákvað að gefa parinu yfirhalningu gegn því að fá að taka af þeim myndir.

Parið fór í hárgreiðslu og förðun og fékk glæný föt til að klæðast, en með myndunum vildi Muchiri koma á framfæri að það sé ekki hægt að dæma bók eftir kápunni.

„Undir skítnum, tötrunum og ófáguðum talsmáta eru fallegir einstaklingar sem myndu þrífast í þessum heimi eins og við hin ef þeir fengju tækifæri til,“ skrifar Muchiri á heimasíðu sína og bætir við:

„Ástin mismunar ekki fólki og hér er sönnun þess.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum úr seríunni en allar myndirnar má skoða á heimasíðu Muchiri.

Myndar einstaka og „ófullkomna“ hunda

|||||||
Jakk fæddist með vanskapaða framfætur.|||||||

Verðlaunaljósmyndarinn Alex Cearns gaf nýverið út bókina Perfect Imperfection – Dog Portraits Of Resilience And Love. Í bókinni eru eingöngu myndir af hundum sem eru „ófullkomnir“ að einhverju leyti.

Sumir hundanna eru blindir, aðrir eru í hjólastól og enn aðrir þjást af mange-sjúkdómnum. Eitt eiga myndirnar sameiginlegt – þær eiga eflaust eftir að kalla fram bros á andlitum margra.

Lady Bug er blind.

„Ástríða mín sem dýraljósmyndara er að fanga þessa yndislegu blíðu sem gerir allar verur dýrmætar og einstakar. Ég elska öll dýr og er þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að mynda þau, en þau sem eru álitin öðruvísi eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Þetta eru hundar sem hafa misst fótlegg, sem fæddust án auga eða eru enn með ör vegna ofbeldis,“ segir Alex í viðtali við Bored Panda.

„Flest dýr sem þjást af sjúkdómum spá ekki í því. Þau aðlaga sig líkama sínum án þess að kvarta og þau lifa af með festu að vopni. Þau halda alltaf áfram og vilja taka þátt í öllu sem þau geta, alveg eins og gæludýr með fulla líkamsfærni,“ bætir hann við.

Alex segir að hugmyndin að bókinni sé komin frá japanska hugtakinu wabi-sabi, eða að sjá fegurð í misbrestum. Hann segir stjörnur bókarinnar, hundana sjálfa, hafa kennt sér margt.

Aryah kramdist í kviði móður sinnar.

„Þrautseigja dýra að yfirstíga erfiðleika kemur mér sífellt á óvart. Þau lifa lífinu til fulls og ég hef lært svo margt af þeim um hvernig er hægt að sjá það jákvæða í öllum aðstæðum og gefast aldrei upp.“

Mya er blind.
Dot missti augað.
Jakk fæddist með vanskapaða framfætur.
Vegemite missti augað.
Reuben og Keisha í hjólastólunum sínum.

Þetta eru lögin sem Ari keppir við í Lissabon

Ari Ólafsson stígur á stokk á stóra Eurovision-sviðinu í Lissabon fyrir Íslands hönd þann 8. maí og flytur lagið sem varð hlutskarpast í Söngvakeppninni, Our Choice.

Á vefsíðunni Eurovision World er Ara hins vegar spáð afleitu gengi, og situr nú í næstseinasta sæti, eða því 42. Í seinasta sæti, samkvæmt vefsíðunni er Slóvenía. Ísrael situr í efsta sæti, Tékkland í öðru og Eistland í því þriðja. Þess má geta að þessi þrjú lög sem spáð er efstu sætunum keppa á móti Ara á fyrra undanúrslitakvöldinu.

Veðbankar hafa hins vegar ekki alltaf rétt fyrir sér og er mikilvægt í keppni sem þessari að kynna sér keppinautinn mjög vel. Því kynnum við hér til leiks öll lögin sem Ari keppir við á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 8. maí, en tíu lönd af nítján komast upp úr riðlinum og beint í aðalkeppnina þann 12. maí.

Sviss

Flytjandi: Zibbz
Lag: Stones

Finnland

Flytjandi: Saara Aalto
Lag: Monsters

Hvíta-Rússland

Flytjandi: Alekseev
Lag: Forever

Búlgaría

Flytjandi: Equinox
Lag: Bones

Austurríki

Flytjandi: Cesár Sampson
Lag: Nobody But You

Litháen

Flytjandi: Ieva Zasimauskaitė
Lag: When We’re Old

Albanía

Flytjandi: Eugent Bushpepa
Lag: Mall

Írland

Flytjandi: Ryan O’Shaughnessy
Lag: Together

Armenía

Flytjandi: Sevak Khanagyan
Lag: Qami

Kýpur

Flytjandi: Eleni Foureira
Lag: Fuego

Tékkland

Flytjandi: Mikolas Josef
Lag: Lie To Me

Belgía

Flytjandi: Sennek
Lag: A Matter of Time

Króatía

Flytjandi: Franka
Lag: Crazy

Aserbaídjan

Flytjandi: Aisel
Lag: X My Heart

Grikkland

Flytjandi: Yianna Terzi
Lag: Oneiro Mou

Ísrael

Flytjandi: Netta Barzilai
Lag: Toy

Eistland

Flytjandi: Elina Nechayeva
Lag: La Forza

Makedónía

Flytjandi: Eye Cue
Lag: Lost And Found

Dásamlegir brúðarkjólar úr bíómyndum

||||||||||||||||||
||||||||||||||||||

Nú eru eflaust margir í óðaönn að undirbúa sumarbrúðkaup, en eitt af því sem fer mestur tími í er að finna fatnað á brúðhjónin fyrir stóra daginn.

Tíska í brúðarkjólum er ansi margbreytileg frá ári til árs og tilvonandi brúðum fallast oft hendur vegna gríðarlegs úrvals af kjólum sem í boði er.

Við ákváðum að kíkja á nokkra goðsagnakennda kjóla úr kvikmyndasögunni og það er aldrei að vita nema þeir veiti einhverjum innblástur.

It Happened One Night, 1934

Claudette Colbert í draumkenndum kjól með stuttum ermum eftir búningahönnuðinn Robert Kalloch.

Bride of Frankenstein, 1935

Hér er Elsa Lanchester í mjög einföldum og stílhreinum kjól með slá eftir Veru West.

Carefree, 1938

Ginger Rogers vakti athygli á hvíta tjaldinu í fallegum kjól eftir búningahönnuðina Edward Stevenson og Howard Greer.

Gone With the Wind, 1939

Margir muna eflaust eftir Vivien Leigh í þessum tilkomumikla kjól eftir búningahönnuðinn Walter Plunkett.

The Father of the Bride, 1950

Elizabeth Taylor í svakalegum kjól eftir búningahönnuðinn Helen Rose.

Gentlemen Prefer Blondes, 1953

Það er erfitt að gleyma Marilyn Monroe í þessum einfalda kjól með fallegri blúndu eftir William Travilla.

The Graduate, 1967

Katharine Ross í klassískum kjól eftir búningahönnuðinn Patricia Zipprodt.

Funny Girl, 1968

Barbra Streisand í síðum kjól með fullt af smáatriðum eftir búningahönnuðinn Irene Sharaff.

Coming to America, 1988

Shari Headley stal senunni í þessum fagurbleika brúðarkjól eftir Deborah Landis.

Father of the Bride, 1991

Kimberly Williams gekk upp að altarinu í hefðbundnum kjól eftir Susan Becker.

Romeo + Juliet, 1996

Brúðarkjóllinn sem Claire Danes klæddist var afar látlaus en hann var hannaður af Catherine Martin.

Emma, 1996

Gwyneth Paltrow var klædd í rómantískan kjól eftir búningahönnuðinn Ruth Myers.

Star Wars: Episode II Attack of the Clones, 2002

Tilkomumikli brúðarkjóllinn sem Natalie Portman klæddist var eftir búningahönnuðinn Trisha Biggar.

Love Actually, 2003

Keira Knightley í einföldum kjól og gollu sem skreytt var með fjöðrum.

Marie Antoinette, 2006

Kirsten Dunst hefur eflaust verið uppgefin eftir tökur í þessum brúðarkjól eftir Milena Canonero.

Sex and the City, 2008

Brúðkaupssenan var jafn dramatísk og kjóllinn sem Sarah Jessica Parker var í eftir tískugoðið Vivienne Westwood.

Bridesmaids, 2011

Atriðið þegar Maya Rudolph klæddist kjól eftir búningahönnuðinn Leesa Evans gleymist seint.

Fifty Shades Freed, 2018

Dakota Johnson í æðislegum kjól eftir Monique Lhuiliier.

Svefnleysi er foreldrunum að kenna

Ný rannsókn sem birt var nýverið í Molecular Psychiatry staðfestir að svefnleysi sé arfgengt, en rannsakendur uppgötvuðu genastökkbreytingu sem ber líklegast ábyrgð á andvökunóttum.

Rannsóknarteymið, sem var leitt af Murray Stein hjá San Diego-háskóla, gerði prófanir og greindi DNA-sýni úr 33 þúsund hermönnum í rannsókninni.

Þátttakendurnir fylltu út stuttan spurningalista til að ákvarða hvort þeir ættu erfitt með svefn eður ei.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að svefnleysi sé að hluta til arfgengt og sé tengt við genastökkbreytingu í sjöunda litningi.

Þá fundu rannsakendur einnig tengsl á milli svefnleysis og annarra andlegra og líkamlegra kvilla, svo sem sykursýki og þunglyndis.

Léttust um rúm 140 kíló og kynlífið er allt annað

Reddit-notandinn apparition88 birti mynd af sér og konu sinni á samfélagsmiðlinum og sagði frá því að þau hefðu saman misst rúm 140 kíló frá því fyrri myndin var tekin og þar til síðari var fönguð á filmu.

Það leið ekki langur tími þar til hann var spurður að því hvernig kynlífið væri eftir að þau léttust svona mikið, og spurði annar Reddit-notandi hvort það væri ekki hundrað sinnum betra.

„Kynlífið var hræðilegt áður,“ skrifar apparition88 og vísar í samlífið þegar fyrri myndin var tekin og hjónin aðeins þyngri.

„Við reyndum (Við vorum í brúðkaupsferðinni okkar á fyrri myndinni). Þetta er meira en nótt og dagur. Það er eins og við séum að læra aftur á líkama okkar (ég hef aldrei verið í heilbrigðri þyngd),“ skrifar hann.

Aðrir notendur á samfélagsmiðlinum hafa skrifað athugasemdir við myndina og hafa deilt sinni persónulegu reynslu og hvernig kynlífið hefur breyst. Flestir eru sammála um að kílóamissir hafi haft jákvæð áhrif á stundirnar í svefnherberginu.

Frystir pylsuvatn fyrir fólk sem hún þolir ekki

Stundum þarf ekki mikið til að kveikja í internetinu eða koma fólki til að hlæja. Gott dæmi um það er meðfylgjandi færsla tístarans Angelu Brisk.

Angela ákvað að deila því með Twitter-samfélaginu að hún frystir vatnið sem pylsur eru soðnar í. Hún breytir vatninu í ísmola og notar þá þegar fólk sem henni er illa við kemur í heimsókn.

Þegar þetta er skrifað er búið að endurtísta færslunni rúmlega 25 þúsund sinnum og búið að líka við hana tæplega sjötíu þúsund sinnum.

Sumir tístarar taka þessu uppátæki Angelu fangnandi og ætla að prófa slíkt hið sama. Aðrir velta því fyrir sér af hverju hún fær fólk í heimsókn sem hún þolir ekki og enn aðrir segja þetta vera eitt hið illkvittnislega sem þeir viti.

Viðbrögð við færslunni má sjá með því að smella á hana hér fyrir neðan:

Kisa klædd í búninga verður heimsfræg á netinu

Stundum getur tilveran verið skrýtin, en í Víetnam er lítill kisi sem heitir Chó og hefur unnið hjörtu og huga heimsins.

Chó er enginn venjulegur köttur. Hann elskar að klæða sig upp í búninga og hanga á Hai Pong-markaðinum með eiganda sínum þar sem þeir selja gestum og gangandi fisk.

Skemmtilega við nafnið hans Chó er að það þýðir í raun hundur, en hann ku hafa fengið það nafn þegar hann var móður eins og hundur þegar eigandi hans fann hann.

Chó er orðinn svo frægur að hann er kominn á Instagram og á hann mörg þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Svo sem ekki skrýtið þar sem hann er yfirnáttúrulega krúttlegur. Sjáiði bara myndirnar:

Hún var kölluð slæm móðir en sagan á bak við myndirnar er svo hjartnæm

|||||
|||||

Hin ástralska Amy Louise hefur þurft að þola fúkyrðaflaum eftir að hún birti myndir af eins árs afmæli sonar síns. Á myndunum sést sonur hennar, Phoenix litli, gæða sér á köku sem lítur út eins og heili, og má segja að á myndunum minni Phoenix um margt á uppvakning.

Amy deildi myndunum á mæðrahópa á Facebook en viðbrögðin komu henni á óvart.

Phoenix fannst kakan greinilega góð.

„Mér var sagt að ég væri slæm móðir, að ég myndi hafa skaðleg áhrif á geðheilsu hans, að hann myndi verða veikur af því að borða kökuna af götunni,“ segir Amy í samtali við Daily Mail.

Vegna þessara athugasemda ákvað Amy að deila söguna um hvernig Phoenix fæddist, en hjarta hans sló ekki þegar hann kom í þennan heim.

Mæðginin.

„Ég man að ég var logandi hrædd en einnig vongóð. Þó að þeir hefðu sagt: Farið með hana á skurðstofuna núna, það finnst enginn hjartsláttur, hugsaði ég að svona hlutir gerast oft. En síðan tóku þeir hann og það var enginn grátur, og hjarta mitt brast. Ég var ekki sorgmædd, ég var reið,“ segir Amy og bætir við:

„Ég vissi að hann var dáinn. Ég vissi að hann var farinn.“

Lifnaði við á Hrekkjavöku

Hún og unnusti hennar, Gary Wilkinson, voru viss um að sonur þeirra væri dáinn, þó læknateymið hefði ekki misst vonina.

Phoenix er heilbrigður í dag.

„Læknirinn kreisti hönd mína til að sýna mér hans tilfinningar en ég var í rusli. Þetta var hræðilegt. Ég sá bara hvíta líkkistu í huganum þegar ég byrjaði að meðtaka hvað hafði gerst.“

Eftir þrettán mínútur gerðist hið ótrúlega – Phoenix dró andann í fyrsta sinn utan kviðsins.

Skemmtileg mynd.

„Þetta voru lengstu og hræðilegustu þrettán mínútur lífs míns. Heimurinn hvarf þegar ég hélt á honum í fyrsta sinn,“ segir Amy. Hún segir að öll þessi saga hafi verið innblástur fyrir afmælismyndatökuna, en Phoenix fæddist þann 31. október, á sjálfri Hrekkjavökunni.

„Hvað er betra en kaka með uppvakningaþema fyrir lítinn dreng sem var úrskurðaður látinn en lifnaði síðan við á undraverðan hátt á Hrekkjavöku?“

Phoenix minnir á uppvakning á myndunum.

Fær tvo og hálfan milljarð fyrir American Idol

Nýja serían af hæfileikaþættinum American Idol var frumsýnd í gær, sunnudaginn 11. mars, vestan hafs. Til að endurvekja þetta góða vörumerki, sem hefur legið í dvala síðustu tvö árin, var ákveðið að ráða þrjá, nýja dómara.

Tónlistarkonan Katy Perry var fyrsta manneskjan til að ráða sig í dómarastöðu í þættinum, en samkvæmt frétt Page Six fær Katy 25 milljónir dollara fyrir þáttaröðina, eða um tvo og hálfan milljarð króna.

Hinir tveir dómararnir eru kántrísöngvarinn Luke Bryan og tónlistarmaðurinn Lionel Richie, en þeir fá hins vegar aðeins um sjö milljónir dollara hvor í sinn vasa, eða um sjö hundruð milljónir króna.

Þessi launamunur hefur farið illa ofan í þá Luke og Lionel, en upprunalega voru þeim aðeins boðnar 250 milljónir króna hvor fyrir hlutverk sín í þáttunum samkvæmt frétt Page Six. Vegna þessara deilna var ekki hægt að tilkynna hverjir nýir dómarar væru fyrr en nýlega.

Í fréttinni kemur einnig fram að Ryan Seacrest, sem hefur verið kynnir þáttanna frá upphafi, fái fimmtán milljónir dollara í sinn hlut fyrir þáttaröðina, eða um einn og hálfan milljarð króna.

Vantar fleiri eggjagjafa og ættleiðing ekki alltaf kostur

|||
|||

Mannlíf kynnti sér þá möguleika sem í boði eru fyrir þá sem greinast með krabbamein en vilja samt eignast börn eftir að meðferð lýkur, í tengslum við viðtöl við parið Láru og Kristleif annars vegar og hjónin Ástrósu og Bjarka hins vegar.

Meiri áhersla lögð á að fyrirbyggja ófrjósemi en fyrir 20 árum

Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum, segir að það sé afar mismunandi hvaða áhrif krabbameinsmeðferð hefur á frjósemi þeirra sem greinast og að þar spili margir þættir inn í.

„Það er mjög mismunandi eftir því hvaða lyf eru notuð og í hvaða skömmtum og einnig tímalengd meðferðarinnar. Þetta eru allt óháðir áhættuþættir. Eftir því sem að þú færð lengri meðferð, því meiri er áhættan. Svo eru sum krabbameinslyf sem eru meira eiturvirk fyrir kynkirtlana, það er eistu og eggjastokka. Samsetning krabbameinslyfjanna hefur líka áhrif og þeir sem fara til dæmis í það sem er kallað háskammtameðferð eru í mikilli áhættu á langtímaófrjósemi. Aldur spilar einnig inn í og til dæmis ef konur sem komnar eru yfir fertugt fara í gegnum lyfjameðferð eru meiri líkur en minni á að þær fari inn í tíðahvörf í framhaldinu,“ segir hún og bætir við:

„Ef við nefnum einhverjar tölur þá er áhættan á ófrjósemi eftir algengustu krabbameinslyfjameðferðirnar á bilinu 30 til 70%.“

Oft ekki tími í erfiðustu tilvikunum

Hún segir að þessi áhætta á ófrjósemi sé mjög vel kortlögð af læknum og því gerðar viðeigandi fyrirbyggjandi ráðstafanir þegar kostur er. Upplýsingar um frjósemismál til sjúklinga og maka eru mikilvægar og þurfa að koma snemma í ferlinu.

„Í dag er farið að leggja miklu meiri áherslu á að fyrirbyggja ófrjósemi eða gera frjósemisverndandi meðferðir, eða hvoru tveggja, til að þetta komi ekki óvænt upp á hjá þeim sem greinast með krabbamein. Við reynum að leggja áherslu á að ungt fólk með óskir um barneignir, sem greinast með krabbamein, fari í frjósemimeðferð eða að minnsta kosti í ráðgjöf eins snemma í ferlinu og hægt er. Það er mismikill hraði frá því fólk greinist og þar til meðferð hefst og í erfiðustu tilvikunum eins og bráðahvítblæði eða hraðvaxandi eitilfrumukrabbameini, þarf að byrja meðhöndlun innan fárra sólarhringa. Þá er oft ekki tími til að undirbúa neitt á þennan máta. En í langflestum tilvikum höfum við yfirleitt tíma til að undirbúa fólk á þennan hátt. Það er inni í okkar verklagi að koma þessum málum í farveg við fyrsta tækifæri,“ segir Ásgerður. Hún segir að það sé ekki í sjónmáli að krabbameinslyf hafi minni skaðleg áhrif á ófrjósemi.

Meiri áhersla er lögð á að fyrirbyggja ófrjósemi nú, en fyrir tuttugu árum.

„Meðferðarárángur er mjög tengdur þessum frumudrepandi lyfjum og þau eru enn þann dag í dag uppistaðan í krabbameinsmeðferðum. Þó að mildari meðferðir bætist við sem drepa ekki fríska vefi, þá eru þessi lyf enn uppistaðan. Það er ekki fyrirsjáanlegt að það verði einhver bylting í þeim efnum, en hins vegar hafa rannsóknir sýnt fram á að það að gefa hormónameðferð sem slekkur tímabundið á eggjastokkum hjá konum með brjóstakrabbamein á meðan verið er að gefa frumudrepandi lyf, auki líkur á að eggjastokkarnir taki við sér aftur þegar að meðferðinni lýkur,“ segir Ásgerður. Hún segir að meiri áhersla sé lögð á að fyrirbyggja aukaverkanir krabbameinsmeðferða nú en til dæmis fyrir tuttugu árum síðan.

„Fyrr á árum var fókusinn í raun á allt öðrum stað. Fókusinn var á að lækna krabbameinið og uppræta það með öllum kröftugustu úrræðunum sem til voru. Þá var ekki litið á langtímaaukaverkanir sem meginvandamálið. En í dag, með stöðugt bættum árangri meðferða, viljum við líka að fólk eigi gott líf þegar það er búið í meðferðinni og sé ekki að kljást við langtíma- og viðvarandi afleiðingar meðferðarinnar. Fókusinn hefur færst meira á það að minnka skaðann sem þessi læknandi meðferð hefur. Tilhneigingin síðustu áratugina hefur verið að seinka barneignum og því eru fleiri barnlausir sem greinast með krabbamein nú miðað við áður. Það þykir í dag ekkert tiltökumál að eignast börn vel yfir fertugt og við sem vinnum í heilbrigðiskerfinu verðum að taka tillit til þessara óska. Það er ekki lengur talið óráðlegt að forðast frekari barneignir eftir greiningu brjóstakrabbameins, svo eittthvað sé nefnt, og það kemur meira að segja til greina fyrir konur á hormónameðferð að gera hlé á meðferðinni til að eignast fleiri börn.“

Vantar alltaf fleiri eggjagjafa

Ingunn Jónsdóttir, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir, starfar hjá Livio Reykjavík þar sem meðferðir við ófrjósemi eru framkvæmdar. Hún segir nokkra möguleika í boði fyrir þá sem vilja eignast börn en hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð.

„Það er mikilvægt að huga að þessum þáttum áður en meðferðin hefst ef mögulegt er. Það er þá hægt að frysta sæði, egg og/eða fósturvísa. Ef meðferð er lokið og ljóst er að skaði hefur orðið á eggjastokkum eða sæðisframleiðslu eru möguleikarnir takmarkaðri. Þá getur eini kosturinn í stöðunni hvað varðar meðferðir verið að nota gjafakynfrumur. Annar kostur er að ættleiða,“ segir Ingunn.

Ingunn Jónsdóttir.

Eggjafrysting kostur um síðustu áramót

Frysting eggja varð fyrst kostur á Íslandi frá síðustu áramótum. Ingunn segir að langflestar konur yngri en 38 ára ættu að eiga möguleika á frystingu eggja, en að með aldrinum fækki eggjum og gæði þeirra minnki. Hins vegar sé ekki komin endanlega niðurstaða um hvort eggjafrysting verði að einhverju leyti niðurgreidd af íslenska ríkinu, enda ný af nálinni.

Ingunn segir að sum krabbameinslyf geti haft þau áhrif á konur að eggbúskapurinn skaðist og eggjastokkarnir fari í það ástand sem verður annars við tíðahvörf, það er að egglos á sér ekki lengur stað og því ekki frjóvgun eggja.

„Þótt konan sé í raun komin í tíðahvörf eða hefur ekki eðlilega starfandi eggjastokka er vel hægt að gera gjafaeggjameðferðir. Það eru í raun þessar konur sem þurfa á gjafaeggjum að halda. Við gerum hins vegar ekki meðferðir eftir að konur eru orðnar 49 ára gamlar,“ segir Ingunn en bætir við að vöntun sé á gjafaeggjum.

Stöndum Norðurlandaþjóðunum langt að baki

„Árangur úr frjósemismeðferðum er alltaf að aukast. Það verður vonandi aukið aðgengi að gjafaeggjum og með tilkomu eggfrystinga væri hægt að byggja upp eggjabanka. Vandamálið nú er fyrst og fremst að það vantar alltaf fleiri eggjagjafa. Mikilvægast í augnablikinu er að vekja athygli á þessum málum og vonandi sjá fleiri konur sér fært að gefa egg. Flestar konur undir 35 ára geta gefið egg og ferlið er auðveldara en flestar gera sér grein fyrir.  Ég hvet allar konur sem geta hugsað sér þetta að hafa samband og fá frekari upplýsingar,“ segir Ingunn, en meðferð vegna eggagjafar tekur fjórar vikur.

Aðspurð hvort íslensk heilbrigðisyfirvöld gætu staðið sig betur í að niðurgreiða frjósemismeðferðir er það mat Ingunnar að svo sé. „Við stöndum Norðurlandaþjóðunum langt að baki í þessum efnum.“

Ættleiðing ekki alltaf kostur fyrir þá sem greinast með krabbamein

Í reglugerð um ættleiðingar á Íslandi kemur meðal annars fram að krabbamein sé einn af þeim sjúkdómum sem geti leitt til synjunar á umsókn um ættleiðingu. Hrefna Friðriksdóttir, formaður ættleiðingarnefndar, segir hins vegar það að hafa einhvern tíma fengið krabbamein útiloki ekki umsækjendur.

Hrefna Friðriksdóttir.

„Grunnkrafan er sú að heilsufar umsækjanda sé fullnægjandi þegar hann sækir um. Heilsufarssaga umsækjanda er alltaf skoðuð og hann spurður hvað hafi bjátað á til að leggja mat á hvort hann sé læknaður, hvort hann sé enn í meðferð eða hver staða hans sé þegar hann sækir um. Mat á þessu er algjörlega háð um hvers konar mein ræðir og hvers konar sjúkdóm viðkomandi hefur greinst með,“ segir Hrefna. Enn fremur segir hún að það þurfi alltaf að meta áhrif þess krabbameins sem einstaklingur hefur greinst með.

„Því er hægt að segja að krabbamein útiloki mann ekki sjálfkrafa til að ættleiða en það að hafa fengið krabbamein geti útilokað mann í einhverjum tilvikum. Lykilatriði er að skoða hvers konar krabbamein viðkomandi hefur greinst með, hvers konar meðferðir viðkomandi sé búinn að undirgangast, hve langur tími sé liðinn frá greiningu, hvort meðferð sé lokið, hverjar niðurstöðurnar voru og hvort viðkomandi sé laus við krabbameinið. Ef viðkomandi er læknaður af þessu krabbameini og engin merki þess sjást, þá hefur það almennt ekki talið hafa nein sérstök áhrif á umsókn til ættleiðingar. Það á að ganga út frá því að þú fáir ekki leyfi til að ættleiða barn á meðan þú ert í krabbameinsmeðferð. Ef viðkomandi hefur ekki læknast og meðferð er hætt eru líkur á að hann fái ekki leyfi til að ættleiða barn.“

Áfallasaga umsækjenda skoðuð

Hrefna segir að ættleiðingarnefnd fái alltaf læknisfræðilegt mat á umsækjendum og að ekki sé miðað við ákveðinn lágmarkstíma eftir að viðkomandi hefur lokið krabbameinsmeðferð. Hvað varðar varanlega fötlun vegna krabbameins, til dæmis það að missa útlim vegna meinsins, segir Hrefna að það geti haft áhrif á umsókn til ættleiðingar.

„Í ættleiðingarmálum getur allt haft áhrif. Það að þú búir við einhvers konar fötlun, en við getum sagt að varanlegar afleiðingar séu hugsanlega fötlun, getur skert möguleika þína á einhverjum sviðum miðað við aðra. Þá þurfum við að spyrja okkur: Hefur sú fötlun áhrif á mögulega foreldrahæfni? Við reynum að vega og meta hvers konar ástand þetta er og hvernig viðkomandi gengur að lifa með því. Við þurfum líka að horfa á þetta í heildarsamhengi, til dæmis hvernig áhrif þessi fötlun hefur haft á daglegt líf og meta hæfni einstaklingsins til að yfirstíga ákveðna erfiðleika. Að sjálfsögðu er tekið tillit til þess,“ segir Hrefna og bætir við að áfallasaga umsækjenda sé skoðuð í hverju tilviki fyrir sig.

„Við erum alltaf að læra betur og betur um hvað áföll geta haft víðtækar og oft varanlegar afleiðingar á fólk. Eitt af áföllum er að greinast með alvarlegan sjúkdóm eða glíma við varanlegar afleiðingar af honum. Þá er skoðað hvernig viðkomandi hefur gengið að vinna með það og hver staða hans og styrkleikar eru í dag.“

Mikil ábyrgð að finna barni heimili

Þegar par sækir um ættleiðingu þurfa báðir einstaklingarnir að uppfylla kröfur ættleiðingarnefndar, en Hrefna segir að kröfur nefndarinnar séu ekki að ástæðulausu.

„Það er engum blöðum um það að fletta að það eru gerðar strangar kröfur. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að finna barni, sem hefur oft verið í erfiðum aðstæðum, stað. Það er ekki nóg að bara annar aðili í sambandi uppfylli þessar kröfur og það er ekki endilega gert til að tryggja barninu einhvers konar umönnun þó að annar falli frá heldur einnig til að forðast þau óumflýjanlegu áhrif sem það að missa maka og foreldri hefur. Allt það neikvæða sem getur komið fyrir annan aðilann er í sjálfu sér áfall fyrir hinn aðilann og klárlega áfall fyrir barn sem er komið á heimilið. Við viljum ekki kalla það yfir neinn.“

Oft lenda einstæðingar aftast í bunkanum

Hrefna segir að hvert og eitt ríki móti ættleiðingarlög og -reglur eftir sínu höfði. Ísland er hluti af alþjóðsamningi um ættleiðingar þar sem farið er fram á að metin séu grunnatriði, svo sem aldur, heilsufar og aðstæður. Hún segir enn fremur að þegar reglugerð um ættleiðingar var sett, þar sem listaðar eru upp tegundir sjúkdóma sem geti haft áhrif á umsókn, hafi verið tekið mið af reynslu norrænnu þjóðanna. En þó að einstaklingar eða pör uppfylli viss skilyrði til ættleiðingar hér á landi þarf það ekki að þýða að þeir hinir sömu uppfylli skilyrði í því landi sem ættleiða á barn. Því getur það oft þýtt að einstæðingar lendi aftast í bunkanum.

„Það land getur gert meiri kröfur og strangari. Vandinn er sá að við erum í samstarfi við tiltekin lönd þar sem eru færri og færri börn til ættleiðinga. Þessi lönd hafa úr fleiri og fleiri umsækjendum að velja og sum lönd segja blákalt að þau velji alltaf fyrst par á besta aldri sem búa við bestu aðstæður. Mörg lönd setja einstæðinga aftast á listann og síðan eru mörg lönd sem leyfa einstæðingum ekki að ættleiða. Svipað er uppi á teningnum með samkynhneigða. Við veitum samkynja pörum leyfi til að ættleiða en það eru afskaplega fá önnur lönd sem gera það.“

Úr 9. grein reglugerðar um ættleiðingar:

Heilsufar.
Umsækjendur skulu vera svo andlega og líkamlega heilsuhraustir að tryggt sé, eftir því sem unnt er, að ættleiðing verði barni fyrir bestu. Því mega umsækjendur ekki vera haldnir sjúkdómi eða þannig á sig komnir að það dragi úr lífslíkum þeirra á þeim tíma þar til barn verður sjálfráða, eða minnki möguleika þeirra til að annast vel um barn.

Eftirtaldir sjúkdómar eða líkamsástand, sem ekki er hér tæmandi talið, geta leitt til synjunar á umsókn um ættleiðingu eða um forsamþykki til ættleiðingar á erlendu barni:

a. Alnæmi og aðrir alvarlegir smitsjúkdómar.
b. Fötlun eða hreyfihömlun.
c. Geðsjúkdómar, geðraskanir eða þroskahömlun.
d. Hjarta- og æðasjúkdómar.
e. Innkirtlasjúkdómar.
f. Krabbameinssjúkdómar.
g. Líffæraþegar.
h. Lungnasjúkdómar.
i. Meltingafærasjúkdómar.
j. Nýrnasjúkdómar.
k. Offita.
l. Sjálfsofnæmissjúkdómar.
m. Sykursýki og taugakerfissjúkdómar.

Raunkostnaður hærri en verðskrá SÍ kveður á um

|
|

Þingsályktunartillaga um að endurskoða ætti greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferðar var samþykkt árið 2016 og átti endurskoðun að ljúka fyrir árslok þess árs. Henni er ekki enn lokið.

Í þessari tillögu var meðal annars lagt til að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar hjá fólki óháð því hvort það eigi barn fyrir, en í dag nær þessi þátttaka aðeins frá annarri til fjórðu meðferðar hjá pörum og einstaklingum sem eiga ekki barn fyrir. Hins vegar er tekið þátt í fyrstu meðferð para og einhleypra kvenna ef um er að ræða yfirvofandi ófrjósemisvandamál konunnar vegna fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings. Þá endurgreiða Sjúkratryggingar Íslands 65% útlagðs kostnaðar vegna ástungu á eista og frystingu sáðfruma þegar um er að ræða karlmenn með yfirvofandi ófrjósemisvandamál vegna fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings. Í þeim tilfellum er Sjúkratryggingum Íslands heimilt að greiða 90% útlagðs kostnaðar vegna geymslugjalds á frystum fósturvísum/sáðfrumum, þó að hámarki í tíu ár.

Þá fer greiðsluþátttaka eftir verðskrá Sjúkratrygginga Íslands, en sú verðskrá hefur ekki verið uppfærð síðan árið 2011 og er ekki í samræmi við verðskrá þeirra stofnana sem framkvæma frjósemismeðferðir. Eins og kemur fram í þingsályktunartillögunni er því raunkostnaður við frjósemismeðferðir umtalsvert hærri en verðskrá Sjúkratryggina Íslands kveður á um. Að mati flutningsmanna tillögunnar er Ísland nokkur eftirbátur nágrannalanda okkar og þeirra landa sem við viljum almennt bera okkur saman við á þessu sviði. Tekin eru dæmi um að í Danmörku og Svíþjóð nái greiðsluþátttaka ríkisins yfirleitt til fyrstu og þriðju meðferðar.

Samkvæmt þingsályktunartillögunni standa þjóðirnar sem við viljum bera okkur saman við okkur fremur í greiðsluþátttöku vegna frjósemismeðferða.

Ekki unnt að uppfæra gjaldskrá vegna fjárskorts

Mannlíf sendi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um þetta greiðsluþátttökukerfi og hvar endurskoðun þess stæði. Eftirfarandi svör bárust frá ráðuneytinu:

Í reglugerð um greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana stendur að endurgreiðsla miðist við gjaldskrá SÍ. Sú verðskrá hefur ekki verið uppfærð síðan 2011 og tekur því ekki mið af verðlagsbreytingum. Af hverju hefur sú verðskrá ekki verið uppfærð?

Svar: Verðskráin hefur tekið mið af þeim fjármunum sem hafa verið til ráðstöfunar og framlög hafa ekki verið aukin þannig að unnt væri að uppfæra gjaldskrána.

Verðskrá SÍ og verðskrá stofnana sem sjá um frjósemismeðferðir eru tvær ólíkar verðskrár. Stendur til að samræma þessar verðskrá að einhverju eða öllu leyti?

Svar: Ekki eru áform um að samræma gjaldskrá SÍ og einkarekinna fyrirtækja sem sinna þessari þjónustu, þar sem ekki hafa tekist samningar milli SÍ og viðkomandi aðila. Sem fyrr segir hefur þetta einnig með fjárframlög að gera.

Enginn samningur er á milli íslenska ríkisins og stofnana sem sjá um frjósemismeðferðir. Stendur til að koma á slíkum samningi? Ef já, hvar er það statt í ferlinu? Ef nei, af hverju ekki?

Svar. Já, það er stefnt að því að semja um þessa þjónustu.

Varðandi orðalag í reglugerð um greiðsluþátttöku vegna tæknifrjógvunar þá er talað um að endurgreiða einhleypum konum með yfirvofandi ófrjósemisvandamál vegna meðferðar. Hins vegar stendur að karlmenn með yfirvofandi ófrjósemisvandamál fái endurgreitt fyrir ástungu á eista eða frystingu á sæðisfrumum. Má þá skilja það þannig að ekki sé tekið þátt í frjósemismeðferðum einhleypra karla að öðru leyti?

Svar: Það er rétt skilið.

Í gjaldskrá SÍ er ekki talað um frystingu á fósturvísum og eggjum, heldur eingöngu sáðfrumum. Er ekki tekið þátt í kostnaði vegna frystingar á fósturvísum og eggjum, eða er það talið hluti af frjósemismeðferð?

Svar: Rétt er að benda á að frá árinu 2012 hefur verið 90% greiðsluþátttaka ríkisins vegna geymslugjalds á frystum fósturvísum (sbr. rg. um 2. breytingu á rg. nr. 917/2011). Greiðsluþátttaka í frystingu á eggfrumum hefur ekki verið í gjaldskránni til þessa vegna þess að meðferðin hefur verið óframkvæmanleg hér á landi. Nú hefur orðið breyting á því og þar með er áformað við endurskoðun þessara mála að ríkið taki þátt í kostnaði vegna frystingar á eggfrumum.

Nú hefur verið samþykkt þingsályktunartillaga þess efnis að endurskoða reglur greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferðar. Hvar er sú vinna stödd? Í þingsályktun stendur að þáverandi heilbrigðisráðherra ætti að endurskoða reglur fyrir árslok 2016. Af hverju hefur þessi vinna tafist?

Svar: Endurskoðun á reglunum stendur yfir í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands.

Stendur til að hækka fjárframlag til þessarar endurgreiðslu?

Svar: Stefnt er að því að setja nýja reglugerð um þessa þjónustu innan fárra vikna. Með henni verður breytt fyrirkomulagi varðandi greiðsluþátttökuna. Aftur á móti liggur fyrir fjármagn til þessarar þjónustu í fjárlögum og því ekki svigrúm til þess að auka útgjöldin á þessu ári.

Brenglað þegar fólk getur breytt sér í símanum

||||||
||||||

Íslendingar eru farnir að leita til lýtalækna með síaðar, eða filteraðar, sjálfur (selfie) og vilja líta út eins og sín síaða sjálfa. Íslenskur lýtalæknir segir þessa þróun skapa vanda.

„Það er til í dæminu að fólk komi með mynd af sér sjálfu sem búið er að ýkja eða breyta en það er mjög sjaldgæft enn þá, sem betur fer. En ég held að þessum tilvikum eigi eftir að fjölga,“ segir Ágúst Birgisson lýtalæknir.

Ágúst Birgisson.

Fréttasíðan Huffington Post fjallaði nýverið um þá staðreynd að fólk vestanhafs, helst konur, væri farið að leita til lýtalækna með síaðar, eða filteraðar, sjálfur og vill líta út eins og síaða sjálfan. Í greininni var þetta fyrirbæri kallað Snapchat Dysmorphia sem mætti þýða sem Snapchat-lýtaröskun.

Ágúst segir þessa þróun skapa vanda, þar sem síur á samfélagsmiðlum gefa ekki rétta mynd af því sem hægt er að gera þegar lagst er undir hnífinn. „Þetta skapar vanda því þegar þú ert að breyta myndum á samfélagsmiðlum eða öðrum forritum, þá ertu ekki að gera raunverulega áætlun. Þannig að í raun er verið að vekja væntingar umfram það sem hægt er að gera, og það er kannski mitt vandamál. Það er erfitt þegar einstaklingur er með ímynd af því hvernig hann vill vera en þessi ímynd verður ekki að raunveruleika því ekki er hægt að framkvæma breytingarnar. Það er helsta vandamálið. Við lýtalæknar styðjumst við forrit þar sem við getum breytt fólki til að sýna því hvernig það lítur út fyrir og eftir aðgerð en þau forrit eru sérstaklega gerð fyrir lýtalækna. Þegar fólk getur breytt sér sjálft í símanum er þetta orðið mjög brenglað,“ segir hann.

Sýna myndir af þekktum Snapchat-konum

Ágúst vill ítreka að það sé afar sjaldgæft að fólk mæti til hans með síaðar sjálfsmyndir af samfélagsmiðlum en algengara er að fólk komi með myndir af frægu fólki til að sýna hvernig það vilji líta út.

„Það er mjög algengt, til dæmis í sambandi við brjóstastækkun eða eitthvað svoleiðis. Þá eru konur með ákveðna hugmynd um hvernig þær vilja líta út og hvaða stærð þær vilja fara upp í. Þær koma með mynd af einhverri stjörnu og vilja fá eitthvað svipað, sem getur verið hjálplegt til að finna út hverju fólk er að leita eftir. Mynd segir oft mörg orð. En auðvitað er pínulítið öðruvísi að sjá þetta á öðrum en á sjálfum sér og fólk er meðvitað um það. Það gerir sér grein fyrir að þetta er annar líkami en sinn eigin og því verður þetta ekki eins. Þar liggur helst munurinn á því að sýna mynd af öðrum en ekki mynd af sjálfum sér.“

Kim Kardashian síaði sjálfu með barni sínu fyrir stuttu.

Annar lýtalæknir, Guðmundur M. Stefánsson, segir sífellt meira bera á þessu meðal ungra kvenna. „Það hefur borið á því síðustu ár, einkum meðal ungra kvenna, að sumar þeirra leita álits okkar á breytingum sem þær óska eftir og sýna myndir af þekktum Snapchat-konum sem þær vilja líkjast. Þetta er ekki algengt, en þó ber meira og meira á þessu.“

Líkamslýtaröskun ótrúlega sjaldgæf

Eftir tilkomu snjallsíma hefur því verið haldið fram að notkun samfélagsmiðla gæti leitt til líkamslýtaröskunar, eða body dysmorphic disorder. Einstaklingar sem þjást af þessari röskun eru mjög uppteknir af ákveðnum líkamshlutum og þrá oft á tíðum að láta laga þá á einhvern hátt. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt fram á að 1,7% til 2,4% þjóðarinnar séu haldin þessari röskun.

Ágústi finnst ótrúlegt að líkamslýtaröskun sé ekki algengari samfara aukinni snjallsímanotkun. „Body dysmorphic disorder er ótrúlega sjaldgæft miðað við alla þá umfjöllun og þá miðla sem við höfum. Þessi röskun var til löngu áður en snjallsímar komu til sögunnar en mér finnst ekki mikil aukning á þessum sjúkdómi með snjallsímavæðingu, sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt.“

Hann segir að þó að mikið sé talað um að fólk sem leiti til lýtalæknis þrái að líta út eins og einhver allt annar, þá séu flestir sem leiti til lýtalækna að gera það vegna dýpri ástæðna. „Fólk kemur til lýtalækna út af mjög mismunandi þörfum og leitar að allt öðru en að líkjast einhverjum fyrirmyndum úti í heimi. Það getur verið að augnlok séu of þung og þurfi að laga það, að brjóst hafi horfið við meðgöngu eða brjóstagjöf eða að konur séu með slappan maga eftir fjórar meðgöngur eða mikið þyngdartap. Þessar ýkjur sem talað er um eru sem betur mjög sjaldgæfar.“

Virkjar sinn innri mótorhjólatöffara

Söngvarinn vinsæli Valdimar Guðmundsson fetar ótroðnar slóðir þessa dagana en í kvöld stígur hann á Stóra svið Borgarleikhússins í hlutverki Eddies í söngleiknum Rocky Horror.

Þetta er fyrsta hlutverk Valdimars á leiksviði en hann segist ekki kvíðinn fyrir frumsýningunni, hann þurfi fyrst og fremst að muna að virkja mótorhjólatöffarann innra með sér, jafnvel þótt hann hafi aldrei keyrt mótorhjól.

Í kvikmyndinni frægu frá 1975 er það sjálfur Meatloaf sem fer með hlutverk Eddies og ég byrja á að spyrja Valdimar hvort Meatloaf sé í uppáhaldi hjá honum sem söngvari.

„Ég get nú ekki sagt það, nei,“ segir Valdimar, sem er nýkominn af strangri æfingu og pínulítið andstuttur eftir hamaganginn á sviðinu. „Mér finnst hann alveg fínn söngvari en tónlistin hans er ekki í þeim flokki tónlistar sem höfðar mest til mín. Ekki minn tebolli.“

Spurður hvernig það hafi komið til að hann var fenginn til leika hlutverk Eddies, segist Valdimar hafa grun um að Jón Ólafsson, tónlistarstjóri sýningarinnar, hafi mælt með honum í hlutverkið.

„Við Jón höfðum unnið saman í öðru verkefni og ég held að hann hafi ýtt á það að fá mig til að leika Eddie. Honum fannst ég passa vel í hlutverkið og svo er ég svolítið þykkur sem hentar vel í þetta hlutverk.“

Talandi um það, fyrir tveimur árum fylgdist öll þjóðin með líkamsræktarátaki Valdimars þegar hann steig fram og viðurkenndi að líkamsástand hans væri farið að valda sér heilsutjóni. Ári seinna hafði hann misst 40 kíló og var enn þá á fullu í ræktinni. Hver er staðan í því máli núna?

„Ég er enn þá í ræktinni, var síðast í ræktinni í morgun, en ég tek þetta ekki með neinu offorsi, reyni að finna skynsamlegan meðalveg og passa bara upp á að lenda ekki á sama stað og ég var fyrir tveimur árum. Þá var ástandið orðið alvarlegt.“

„Ég er enn þá í ræktinni, var síðast í ræktinni í morgun, en ég tek þetta ekki með neinu offorsi, reyni að finna skynsamlegan meðalveg og passa bara upp á að lenda ekki á sama stað og ég var fyrir tveimur árum. Þá var ástandið orðið alvarlegt. Ég ætla ekki þangað aftur. Maður þarf samt að passa sig að fara ekki út í neinar öfgar. Þetta snýst allt um að láta skynsemina ráða og finna hinn gullna meðalveg.“

En er ekki mikil líkamleg áreynsla að leika í söngleik? Vera þjótandi um sviðið syngjandi með hamagangi og danssporum?
„Þetta er nú ekki langur tími sem ég þarf að vera inni á sviðinu,“ segir Valdimar sallarólegur. „Þetta tekur auðvitað á en það er ekkert sem ég ræð ekki við.“

Lifir ekki slúðurvænu lífi

Auk þess að leika í Rocky Horror er Valdimar að undirbúa útgáfu nýrrar plötu með hljómsveit sinni Valdimar. Fyrsta lagið af plötunni sem meiningin er að komi út í haust, „Of seint“, fór í spilun í síðustu viku og Valdimar lýsir því sem „rokk/diskó, popp rokk eitthvað“. Maður hnýtur um orðið diskó og spyr eins og auli hvort Valdimar sé ekki allt of ungur til að muna eftir diskóæðinu.

„Jú, ég er fæddur 1985 svo diskótímabilið var löngu liðið þegar ég man fyrst eftir mér,“ segir hann hneykslaður á fáfræði blaðamannsins. „En diskóið er farið að skjóta upp kollinum í rappinu og víðar svo við erum nú ekkert að gera einhverja byltingu. Ég veit ekki einu sinni hvort það er rétt að nota orðið diskó í þessu samhengi. Ég heyri diskóhljóm í þessu lagi, en það er ekkert víst að aðrir heyri það.“

Þjóðin elskar Valdimar sem ballöðusöngvara en sjálfur segist hann kannski frekar líta á sig sem rokksöngvara. „Ég hef gaman bæði af rokki og rólegheitum og alls konar stílum,“ segir hann ákveðinn. „Ég vil ekki festa mig við eitthvað eitt en ég hallast þó aðeins að rokkinu.“

Ég reyni að pumpa Valdimar um einkalíf hans en hann er ekkert á þeim buxunum að gefa mikið upp um það. Hann segist hvorki vera í sambúð né föstu sambandi og lifi almennt ekki slúðurvænu lífi. Það er tónlist, tónlist og aftur tónlist sem líf hans snýst um. En er ekki mikil skuldbinding fyrir eftirsóttan tónlistarmann að festa sig í einu verkefni í leikhúsinu? Hvað ef sýningin gengur árum saman, flækist hún þá ekki fyrir ferli hans sem tónlistarmanns?

„Ég er nú ekkert farinn að hugsa svo langt enn þá,“ segir Valdimar og hlær. „Það getur vel verið að það verði einhverjir árekstrar verkefna en það er nú yfirleitt hægt að leysa það þegar slíkt kemur upp. Og ég er þá alla vega á föstum launum á meðan sýningin gengur, það er ágætis tilbreyting.“

Er erfitt að sjá fyrir sér með því að vera alfarið í tónlistarbransanum?
„Alla vega ekki eftir að maður er orðinn eftirsóttur,“ segir hann ákveðinn. „Það er auðvitað hark fyrst en síðustu sex árin hef ég alfarið lifað af tónlistinni og það gengur ágætlega. Ég hef auðvitað ekki orðið ríkur af þessu, á til dæmis engan Range Rover, en ég get alveg lifað af þessu.“

Væri það ekki líka hræðilegt stílbrot fyrir rokkara að keyra um á Range Rover?
„Jú, algjörlega! Ég tók hann nú bara sem dæmi um birtingarmynd ríkidæmis, ég myndi alls ekki vilja eiga Range Rover,“ segir Valdimar glottandi. „Það væri ekki ég.“

Ótrúlegt ferðalag að leika í Rocky Horror

Aftur að Rocky Horror. Á Facebook-síðu Valdimars birtist nýlega mynd af honum í hælaháum skóm, þýðir það að hann sé í dragi í sýningunni?
„Nei, ég er ekki í dragi. Ég er í leðurgalla mótorhjólatöffara, með svarta hárkollu og barta sem ég er búinn að safna. Skórnir voru bara smágrín sem kannski verður notað í uppklappinu. Eða ekki, það kemur í ljós,“ bætir hann við leyndardómsfullur.

Þetta er fyrsta leikhlutverk Valdimars, þótt hann hafi reyndar áður verið á leiksviði í hlutverki básúnuleikara í bæjarhljómsveitinni í sýningu Borgarleikhússins á Milljarðamærin snýr aftur eftir Dürrenmatt fyrir sléttum níu árum. Hvernig gengur honum að leika, er hann góður leikari?

„Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til að svara því,“ segir hann, hógværðin uppmáluð. „En ég held þetta gangi ágætlega. Þegar ég er kominn í gallann, með hárkolluna og sminkið verð ég bara Eddie. Það eina sem ég þarf að muna er að virkja minn innri mótorhjólatöffara og þá smellur þetta allt saman.“

„Ég held ég geti alveg lofað því að fólk á eftir að skemmta sér vel í Borgarleikhúsinu á næstunni. Eða, já, ég held það ekkert, ég get lofað því! Þetta er frábær skemmtun.“

Mótorhjólatöffara? Hefurðu verið mótorhjólatöffari?
„Nei, nei. Ég hef ekki einu sinni keyrt mótorhjól,“ svarar Valdimar glaðbeittur. „En það býr mótorhjólatöffari innra með mér og hann fær að njóta sín í þessari sýningu.“

Talið berst að sýningunni og því hvort Valdimar kvíði ekkert fyrir því að koma í fyrsta sinn fyrir augu þjóðarinnar sem leikari. Hann segist ekki kvíðinn enda sé hann í hópi stórkostlegra listamanna og það hafi verið mikil og dýrmæt reynsla að fá að taka þátt í þessari uppsetningu.
„Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ferðalag,“ segir hann andaktugur. „Það er svo frábært fólk sem vinnur að þessari sýningu á öllum sviðum. Tónlistarmenn, leikarar, leikstjóri, leikmyndahönnuðir, dansarar, danshöfundur, búningahönnuðir og förðunarfólk, þetta er allt toppfólk á sínu sviði og ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessum heimi og taka þátt í að búa þessa sýningu til. Það er enginn kvíði í mér fyrir frumsýningunni, bara tilhlökkun og gleði. Ég held ég geti alveg lofað því að fólk á eftir að skemmta sér vel í Borgarleikhúsinu á næstunni. Eða, já, ég held það ekkert, ég get lofað því! Þetta er frábær skemmtun.“

Texti / Friðrika Benónýsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Vil vera dæmd af verkum mínum

Sækir kraftinn í hvíld.

Þórdís Kolbrún er í forsíðuviðtali nýjustu Vikunnar.

Segja má að leið Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í heim stjórnmálanna hafi alltaf legið fyrir en hún starfar nú sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Þrátt fyrir ungan aldur fullyrðir Þórdís að skoðanir hennar njóti sama hljómgrunns og annarra þingmanna en þó sé mikilvægt að láta neikvæðar skoðanir og niðurrif ekki hafa áhrif á sig.

„Ég er hreint út sagt of upptekin til að vera velta því fyrir mér hvort tekið sé mark á mér. Ég veit að það ætti að taka mark á mér, það er nóg.“

„Eflaust hafa einhverjir skoðun á því sem ég segi eða geri út frá aldri mínum eða kyni en ég geng einfaldlega hreint til verks, veit hver ég er og reyni að koma vel fram við fólk. Ég trúi því að það skili sér í samskiptum og hvernig fólk kemur fram við mann. Ég vil vera dæmd af verkum mínum í stjórnmálum. Ekki öðru.”

Þórdís afsalar sér alfarið ofurkonutitilinum en kraftinn sækir hún í hvíld og jarðtenginguna sem hún finnur í börnunum sínum. „Ég reyni almennt að ná góðum nætursvefni því hann er mér lífsnauðsynlegur. Í gegnum svefninn sæki ég kraftinn og þaðan get ég svo fengist við krefjandi verkefni og spennandi áskoranir sem starfið býður upp á. En það að vera foreldri er líklega það merkilegasta af öllu, ég á sterkt bakland og börnin mín eru hamingjusöm. Ég á góðar stundir með þeim og ég reyni að forgangsraða tíma mínum gæfulega. Það þýðir ekkert að láta samviskubit naga sig. Og ég hef bara upplifað það sjálf að pabbar eru nákvæmlega jafn mikilvægir og mömmur.”

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Tyra Banks vill ekki að sonur hennar verði fyrirsæta

|
|

Ofurfyrirsætan Tyra Banks, sem er hvað þekktust fyrir að stýra þáttunum America’s Next Top Model, mætti á rauða dregilinn fyrir upptöku á þáttunum America’s Got Talent nýverið, enda kynnir þáttanna.

Blaðamaður Us Magazine náði tali af fyrirsætunni á rauða dreglinum. Í viðtalinu sagði hún meðal annars að hún vildi ekki að sonur sinn yrði fyrirsæta, en hún á hinn tveggja ára gamla York með fyrrverandi kærasta sínum, Erik Asla.

„Ég vil ekki að hann verði fyrirsæta en ég segi ekki við hann: Ekki gera það, því þá myndi hann vilja það enn meira. Ég ætla að styðja hann í því sem hann vill gera en ég vona bara að það verði ekki fyrirsætustörf. En ef hann velur þá braut kenni ég honum að brosa með augunum,“ sagði Tyra á dreglinum, en henni er tíðrætt um að brosa með augunum, eða smize, í þáttunum þar sem hún leitar að næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna.

Tyra veit hvað hún syngur.

Tyra segir að lítil virðing sé borin fyrir karlfyrirsætum í tískubransanum.

„Ég held að karlfyrirsætur séu ekki í sömu stöðu og kvenfyrirsætur. Kvenfyrirsætur grínast stundum og kalla karlfyrirsætur fylgihlutina sína. Ég er með eyrnalokka og í skóm og með karlfyrirsætu í tökunum. Svona grínast stelpurnar með þá,“ sagði Tyra.

Þá ræddi hún einnig um hve klár York er, og sagði hann langt á undan sínum jafnöldrum.

„Hann hefur kunnað að telja uppá tuttugu síðan hann var átján mánaða. Hann er rosalega, rosalega gáfaður. Hann talar spænsku, norsku og ensku. Hann er klár. En hann er samt brjálaður og veltir sér um gólfið og hlustar oftast ekkert á mig.“

Léttist um 45 kíló á níu mánuðum

Lauren Dugas segist alltaf hafa verið í þyngri kantinum á fullorðinsárum, en að þyngdin hafi aldrei angrað hana mikið. Hún fór reglulega í megranir og léttist um nokkur kíló, en bætti þeim alltaf á sig aftur og meira til. Einn morguninn steig hún á vigtina og sá að hún var orðin rúmlega 125 kíló. Þá ákvað hún að gera eitthvað í sínum málum.

„Ég var miður mín. Ég trúði því ekki að ég væri svona þung. Ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég var aðeins 32ja ára en líf mitt valt á því að léttast. Ég þurfti að temja mér betri matarvenjur og byrja að hreyfa mig til að vera betri fyrirmynd fyrir krakkana mína,“ skrifar Lauren í pistli á vefsíðu Women’s Health.

Lauren fékk sér kort í líkamsrækt og sótti sérstaka tíma þar sem hún fékk bæði æfingar- og matarplan. Hún byrjaði að æfa þann 29. maí í fyrra og segir það hafa tekið mikið á.

„Þá var einblínt á fótaæfingar. Ég gat ekki gengið í viku eftir á. Ég grét á hverjum degi til að byrja með. Sársaukinn sem ég fann var ólýsanlegur,“ skrifar Lauren.

Aldrei verið jafn sterk

Hún fór þó fljótt að sjá árangur.

„Ég missti tvö kíló í fyrstu vikunni og á innan við mánuði var ég búin að léttast um sjö kíló og var búin að grennast um 21 sentímetra. Ég sá móta fyrir vöðvum. Buxurnar mínar urðu víðari. Eftir tvo mánuði var ég búin að léttast um rúm ellefu kíló og eftir fimm og hálfan mánuð var ég 27 kílóum léttari en þegar ég byrjaði,“ skrifar Lauren.

Í dag er hún búin að léttast um 45 kíló en vantar aðeins nokkur kíló uppá að komast í draumaþyngd sína, 77 kíló.

„Ég er 32ja ára og hef aldrei verið svona sterk. Mér finnst handleggsvöðvarnir mínir ótrúlegir. Ég horfi allt öðruvísi á mat núna og nú borða ég til að fá orku. En stoltust er ég af því að kenna börnunum mínum um holla lífshætti. Vonandi þurfa þau ekki að kljást við þyngdina þegar þau verða fullorðin.“

Hættið að búa til afsakanir

Lauren vaknar enn tæplega fimm á morgnana til að fara í ræktina þrisvar í viku. Þá heldur hún sig við mataræðið sem henni var kennt á í upphafi, en í því eru allar mjólkurvörur og salt bannað.

En hvað vill hún segja við aðra í sömu stöðu og hún var fyrir tæpu ári síðan?

„Hættið að búa til afsakanir. Þið getið allt sem þið viljið.“

Hressandi æfingarrútína sem blandar saman dansi og styrktarþjálfun

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hálftímalanga æfingarrútínu sem búin var til af þjálfaranum Megan Roup.

Rútínan er mjög skemmtileg og blandar saman dansi og styrktarþjálfun, sem gerir hana ansi hressandi. Í myndbandinu má sjá konurnar nota lóð og sérstakar mottur, en auðvelt er að sleppa lóðunum eða fylla hálfslítra flöskur af vatni til að nota sem lóð. Þá er hægt að nota handklæði í staðinn fyrir motturnar sem konurnar nota.

Svo er bara að koma sér í gírinn heima í stofu og skemmta sér konunglega á meðan maður dillar sér fram og til baka.

Giftu sig á Íslandi og elska landið

||||||||
||||||||

Maja og Patrick eru hugfangin af Íslandi þannig að þegar þau ákváðu að gifta sig voru þau staðráðin í því að ganga í það heilaga hér á landi.

„Það var ómögulegt að bjóða öllum þar sem fjölskyldur okkar eru dreifðar um allan heim (Í Kína, Þýskalandi og Bretlandi) þannig að lítil athöfn og veisla virtist vera sanngjarnasta leiðin,“ segja hjónin í viðtali við vefmiðilinn Popsugar.

Með greininni fylgja fallegar brúðkaupsmyndir af hjónunum, sem teknar voru af M&J Studios, og virðast þau hafa ferðast um suðurströndina þvera og endilanga til að taka myndir, meðal annars við Skógafoss og í Reynisfjöru.

„Ísland var hinn fullkomni staður,“ segja hjónin og bæta við að þau séu búin að plana aðra Íslandsheimsókn.

„Við getum ekki beðið eftir því að koma aftur.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum sem teknar voru á brúðkaupsdaginn, en fleiri myndir má sjá á Popsugar.

Myndir / M&J Studios

Birti myndband á Instagram rétt áður en þyrlan hrapaði

Trevor Cardigan, einn af þeim sem lést í hræðilegu þyrluslysi í New York síðasta sunnudag, virðist hafa sett myndband af sér og vinum sínum í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði.

Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, setti hann í Instagram-sögu sína samkvæmt frétt New York Daily News, en í því má sjá vinina í þyrlunni er hún tekur á loft.

Stuttu eftir að myndbandið var tekið skall þyrlan í Austurá í New York og komst flugmaðurinn einn lífs af. Auk Trevors, sem var 26 ára, létust fjórir aðrir farþegar í þyrlunni, þau Daniel Thompson, 34 ára, Tristan Hill, 29 ára, Brian McDaniel, 26 ára og Carla Vallejos-Blanco, 29 ára.

Björgunaraðgerðir reyndust mjög erfiðar þar sem veður var slæmt og allir farþegar vel festir í belti. Því var erfitt að ná þeim úr þyrlunni. Að sögn þyrluflugmannsins lenti farangur eins farþegans á neyðarhnappi í þyrlunni og slökkti þar með á eldsneytisflæðinu.

Þyrlan var á vegum fyrirtækisins Liberty, en þetta er þriðja slysið sem tengist þeim á ellefu árum. Því hefur verið kallað eftir að Bandaríska flugmálaeftirlitið endurskoði réttindi fyrirtækisins til starfa á meðan farið er ítarlega yfir öryggismál hjá fyrirtækinu.

Breytti heimilislausu fólki í fyrirsætur

|||||||||
|||||||||

Ljósmyndari frá Nairobi í Kenýa, sem gengur undir nafninu Muchiri Frames, ákvað að búa til mjög sérstaka ljósmyndaseríu í tilefni af Valentínusardeginum, sem var fagnað í febrúar síðastliðnum eins og venja er.

Muchiri kynntist heimilislausum manni í garði í Nairobi sem heitir Sammy, og gengur einnig undir nafninu Blackie. Ljósmyndarinn spurði hann einfaldlega hvort hann hefði einhvern tímann verið ástfanginn og þá byrjaði Sammy að lýsa kærustu sinni.

Sammy kynntist kærustu sinni á götum Nairobi, en þau eru bæði heimilislaus. Fyrst urðu þau góðir vinir, en vináttan þróaðist síðan í ástarsamband. Sammy talaði svo vel um sína heittelskuðu að Muchiri ákvað að gefa parinu yfirhalningu gegn því að fá að taka af þeim myndir.

Parið fór í hárgreiðslu og förðun og fékk glæný föt til að klæðast, en með myndunum vildi Muchiri koma á framfæri að það sé ekki hægt að dæma bók eftir kápunni.

„Undir skítnum, tötrunum og ófáguðum talsmáta eru fallegir einstaklingar sem myndu þrífast í þessum heimi eins og við hin ef þeir fengju tækifæri til,“ skrifar Muchiri á heimasíðu sína og bætir við:

„Ástin mismunar ekki fólki og hér er sönnun þess.“

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum úr seríunni en allar myndirnar má skoða á heimasíðu Muchiri.

Myndar einstaka og „ófullkomna“ hunda

|||||||
Jakk fæddist með vanskapaða framfætur.|||||||

Verðlaunaljósmyndarinn Alex Cearns gaf nýverið út bókina Perfect Imperfection – Dog Portraits Of Resilience And Love. Í bókinni eru eingöngu myndir af hundum sem eru „ófullkomnir“ að einhverju leyti.

Sumir hundanna eru blindir, aðrir eru í hjólastól og enn aðrir þjást af mange-sjúkdómnum. Eitt eiga myndirnar sameiginlegt – þær eiga eflaust eftir að kalla fram bros á andlitum margra.

Lady Bug er blind.

„Ástríða mín sem dýraljósmyndara er að fanga þessa yndislegu blíðu sem gerir allar verur dýrmætar og einstakar. Ég elska öll dýr og er þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að mynda þau, en þau sem eru álitin öðruvísi eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Þetta eru hundar sem hafa misst fótlegg, sem fæddust án auga eða eru enn með ör vegna ofbeldis,“ segir Alex í viðtali við Bored Panda.

„Flest dýr sem þjást af sjúkdómum spá ekki í því. Þau aðlaga sig líkama sínum án þess að kvarta og þau lifa af með festu að vopni. Þau halda alltaf áfram og vilja taka þátt í öllu sem þau geta, alveg eins og gæludýr með fulla líkamsfærni,“ bætir hann við.

Alex segir að hugmyndin að bókinni sé komin frá japanska hugtakinu wabi-sabi, eða að sjá fegurð í misbrestum. Hann segir stjörnur bókarinnar, hundana sjálfa, hafa kennt sér margt.

Aryah kramdist í kviði móður sinnar.

„Þrautseigja dýra að yfirstíga erfiðleika kemur mér sífellt á óvart. Þau lifa lífinu til fulls og ég hef lært svo margt af þeim um hvernig er hægt að sjá það jákvæða í öllum aðstæðum og gefast aldrei upp.“

Mya er blind.
Dot missti augað.
Jakk fæddist með vanskapaða framfætur.
Vegemite missti augað.
Reuben og Keisha í hjólastólunum sínum.

Þetta eru lögin sem Ari keppir við í Lissabon

Ari Ólafsson stígur á stokk á stóra Eurovision-sviðinu í Lissabon fyrir Íslands hönd þann 8. maí og flytur lagið sem varð hlutskarpast í Söngvakeppninni, Our Choice.

Á vefsíðunni Eurovision World er Ara hins vegar spáð afleitu gengi, og situr nú í næstseinasta sæti, eða því 42. Í seinasta sæti, samkvæmt vefsíðunni er Slóvenía. Ísrael situr í efsta sæti, Tékkland í öðru og Eistland í því þriðja. Þess má geta að þessi þrjú lög sem spáð er efstu sætunum keppa á móti Ara á fyrra undanúrslitakvöldinu.

Veðbankar hafa hins vegar ekki alltaf rétt fyrir sér og er mikilvægt í keppni sem þessari að kynna sér keppinautinn mjög vel. Því kynnum við hér til leiks öll lögin sem Ari keppir við á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 8. maí, en tíu lönd af nítján komast upp úr riðlinum og beint í aðalkeppnina þann 12. maí.

Sviss

Flytjandi: Zibbz
Lag: Stones

Finnland

Flytjandi: Saara Aalto
Lag: Monsters

Hvíta-Rússland

Flytjandi: Alekseev
Lag: Forever

Búlgaría

Flytjandi: Equinox
Lag: Bones

Austurríki

Flytjandi: Cesár Sampson
Lag: Nobody But You

Litháen

Flytjandi: Ieva Zasimauskaitė
Lag: When We’re Old

Albanía

Flytjandi: Eugent Bushpepa
Lag: Mall

Írland

Flytjandi: Ryan O’Shaughnessy
Lag: Together

Armenía

Flytjandi: Sevak Khanagyan
Lag: Qami

Kýpur

Flytjandi: Eleni Foureira
Lag: Fuego

Tékkland

Flytjandi: Mikolas Josef
Lag: Lie To Me

Belgía

Flytjandi: Sennek
Lag: A Matter of Time

Króatía

Flytjandi: Franka
Lag: Crazy

Aserbaídjan

Flytjandi: Aisel
Lag: X My Heart

Grikkland

Flytjandi: Yianna Terzi
Lag: Oneiro Mou

Ísrael

Flytjandi: Netta Barzilai
Lag: Toy

Eistland

Flytjandi: Elina Nechayeva
Lag: La Forza

Makedónía

Flytjandi: Eye Cue
Lag: Lost And Found

Dásamlegir brúðarkjólar úr bíómyndum

||||||||||||||||||
||||||||||||||||||

Nú eru eflaust margir í óðaönn að undirbúa sumarbrúðkaup, en eitt af því sem fer mestur tími í er að finna fatnað á brúðhjónin fyrir stóra daginn.

Tíska í brúðarkjólum er ansi margbreytileg frá ári til árs og tilvonandi brúðum fallast oft hendur vegna gríðarlegs úrvals af kjólum sem í boði er.

Við ákváðum að kíkja á nokkra goðsagnakennda kjóla úr kvikmyndasögunni og það er aldrei að vita nema þeir veiti einhverjum innblástur.

It Happened One Night, 1934

Claudette Colbert í draumkenndum kjól með stuttum ermum eftir búningahönnuðinn Robert Kalloch.

Bride of Frankenstein, 1935

Hér er Elsa Lanchester í mjög einföldum og stílhreinum kjól með slá eftir Veru West.

Carefree, 1938

Ginger Rogers vakti athygli á hvíta tjaldinu í fallegum kjól eftir búningahönnuðina Edward Stevenson og Howard Greer.

Gone With the Wind, 1939

Margir muna eflaust eftir Vivien Leigh í þessum tilkomumikla kjól eftir búningahönnuðinn Walter Plunkett.

The Father of the Bride, 1950

Elizabeth Taylor í svakalegum kjól eftir búningahönnuðinn Helen Rose.

Gentlemen Prefer Blondes, 1953

Það er erfitt að gleyma Marilyn Monroe í þessum einfalda kjól með fallegri blúndu eftir William Travilla.

The Graduate, 1967

Katharine Ross í klassískum kjól eftir búningahönnuðinn Patricia Zipprodt.

Funny Girl, 1968

Barbra Streisand í síðum kjól með fullt af smáatriðum eftir búningahönnuðinn Irene Sharaff.

Coming to America, 1988

Shari Headley stal senunni í þessum fagurbleika brúðarkjól eftir Deborah Landis.

Father of the Bride, 1991

Kimberly Williams gekk upp að altarinu í hefðbundnum kjól eftir Susan Becker.

Romeo + Juliet, 1996

Brúðarkjóllinn sem Claire Danes klæddist var afar látlaus en hann var hannaður af Catherine Martin.

Emma, 1996

Gwyneth Paltrow var klædd í rómantískan kjól eftir búningahönnuðinn Ruth Myers.

Star Wars: Episode II Attack of the Clones, 2002

Tilkomumikli brúðarkjóllinn sem Natalie Portman klæddist var eftir búningahönnuðinn Trisha Biggar.

Love Actually, 2003

Keira Knightley í einföldum kjól og gollu sem skreytt var með fjöðrum.

Marie Antoinette, 2006

Kirsten Dunst hefur eflaust verið uppgefin eftir tökur í þessum brúðarkjól eftir Milena Canonero.

Sex and the City, 2008

Brúðkaupssenan var jafn dramatísk og kjóllinn sem Sarah Jessica Parker var í eftir tískugoðið Vivienne Westwood.

Bridesmaids, 2011

Atriðið þegar Maya Rudolph klæddist kjól eftir búningahönnuðinn Leesa Evans gleymist seint.

Fifty Shades Freed, 2018

Dakota Johnson í æðislegum kjól eftir Monique Lhuiliier.

Svefnleysi er foreldrunum að kenna

Ný rannsókn sem birt var nýverið í Molecular Psychiatry staðfestir að svefnleysi sé arfgengt, en rannsakendur uppgötvuðu genastökkbreytingu sem ber líklegast ábyrgð á andvökunóttum.

Rannsóknarteymið, sem var leitt af Murray Stein hjá San Diego-háskóla, gerði prófanir og greindi DNA-sýni úr 33 þúsund hermönnum í rannsókninni.

Þátttakendurnir fylltu út stuttan spurningalista til að ákvarða hvort þeir ættu erfitt með svefn eður ei.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að svefnleysi sé að hluta til arfgengt og sé tengt við genastökkbreytingu í sjöunda litningi.

Þá fundu rannsakendur einnig tengsl á milli svefnleysis og annarra andlegra og líkamlegra kvilla, svo sem sykursýki og þunglyndis.

Léttust um rúm 140 kíló og kynlífið er allt annað

Reddit-notandinn apparition88 birti mynd af sér og konu sinni á samfélagsmiðlinum og sagði frá því að þau hefðu saman misst rúm 140 kíló frá því fyrri myndin var tekin og þar til síðari var fönguð á filmu.

Það leið ekki langur tími þar til hann var spurður að því hvernig kynlífið væri eftir að þau léttust svona mikið, og spurði annar Reddit-notandi hvort það væri ekki hundrað sinnum betra.

„Kynlífið var hræðilegt áður,“ skrifar apparition88 og vísar í samlífið þegar fyrri myndin var tekin og hjónin aðeins þyngri.

„Við reyndum (Við vorum í brúðkaupsferðinni okkar á fyrri myndinni). Þetta er meira en nótt og dagur. Það er eins og við séum að læra aftur á líkama okkar (ég hef aldrei verið í heilbrigðri þyngd),“ skrifar hann.

Aðrir notendur á samfélagsmiðlinum hafa skrifað athugasemdir við myndina og hafa deilt sinni persónulegu reynslu og hvernig kynlífið hefur breyst. Flestir eru sammála um að kílóamissir hafi haft jákvæð áhrif á stundirnar í svefnherberginu.

Frystir pylsuvatn fyrir fólk sem hún þolir ekki

Stundum þarf ekki mikið til að kveikja í internetinu eða koma fólki til að hlæja. Gott dæmi um það er meðfylgjandi færsla tístarans Angelu Brisk.

Angela ákvað að deila því með Twitter-samfélaginu að hún frystir vatnið sem pylsur eru soðnar í. Hún breytir vatninu í ísmola og notar þá þegar fólk sem henni er illa við kemur í heimsókn.

Þegar þetta er skrifað er búið að endurtísta færslunni rúmlega 25 þúsund sinnum og búið að líka við hana tæplega sjötíu þúsund sinnum.

Sumir tístarar taka þessu uppátæki Angelu fangnandi og ætla að prófa slíkt hið sama. Aðrir velta því fyrir sér af hverju hún fær fólk í heimsókn sem hún þolir ekki og enn aðrir segja þetta vera eitt hið illkvittnislega sem þeir viti.

Viðbrögð við færslunni má sjá með því að smella á hana hér fyrir neðan:

Kisa klædd í búninga verður heimsfræg á netinu

Stundum getur tilveran verið skrýtin, en í Víetnam er lítill kisi sem heitir Chó og hefur unnið hjörtu og huga heimsins.

Chó er enginn venjulegur köttur. Hann elskar að klæða sig upp í búninga og hanga á Hai Pong-markaðinum með eiganda sínum þar sem þeir selja gestum og gangandi fisk.

Skemmtilega við nafnið hans Chó er að það þýðir í raun hundur, en hann ku hafa fengið það nafn þegar hann var móður eins og hundur þegar eigandi hans fann hann.

Chó er orðinn svo frægur að hann er kominn á Instagram og á hann mörg þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Svo sem ekki skrýtið þar sem hann er yfirnáttúrulega krúttlegur. Sjáiði bara myndirnar:

Hún var kölluð slæm móðir en sagan á bak við myndirnar er svo hjartnæm

|||||
|||||

Hin ástralska Amy Louise hefur þurft að þola fúkyrðaflaum eftir að hún birti myndir af eins árs afmæli sonar síns. Á myndunum sést sonur hennar, Phoenix litli, gæða sér á köku sem lítur út eins og heili, og má segja að á myndunum minni Phoenix um margt á uppvakning.

Amy deildi myndunum á mæðrahópa á Facebook en viðbrögðin komu henni á óvart.

Phoenix fannst kakan greinilega góð.

„Mér var sagt að ég væri slæm móðir, að ég myndi hafa skaðleg áhrif á geðheilsu hans, að hann myndi verða veikur af því að borða kökuna af götunni,“ segir Amy í samtali við Daily Mail.

Vegna þessara athugasemda ákvað Amy að deila söguna um hvernig Phoenix fæddist, en hjarta hans sló ekki þegar hann kom í þennan heim.

Mæðginin.

„Ég man að ég var logandi hrædd en einnig vongóð. Þó að þeir hefðu sagt: Farið með hana á skurðstofuna núna, það finnst enginn hjartsláttur, hugsaði ég að svona hlutir gerast oft. En síðan tóku þeir hann og það var enginn grátur, og hjarta mitt brast. Ég var ekki sorgmædd, ég var reið,“ segir Amy og bætir við:

„Ég vissi að hann var dáinn. Ég vissi að hann var farinn.“

Lifnaði við á Hrekkjavöku

Hún og unnusti hennar, Gary Wilkinson, voru viss um að sonur þeirra væri dáinn, þó læknateymið hefði ekki misst vonina.

Phoenix er heilbrigður í dag.

„Læknirinn kreisti hönd mína til að sýna mér hans tilfinningar en ég var í rusli. Þetta var hræðilegt. Ég sá bara hvíta líkkistu í huganum þegar ég byrjaði að meðtaka hvað hafði gerst.“

Eftir þrettán mínútur gerðist hið ótrúlega – Phoenix dró andann í fyrsta sinn utan kviðsins.

Skemmtileg mynd.

„Þetta voru lengstu og hræðilegustu þrettán mínútur lífs míns. Heimurinn hvarf þegar ég hélt á honum í fyrsta sinn,“ segir Amy. Hún segir að öll þessi saga hafi verið innblástur fyrir afmælismyndatökuna, en Phoenix fæddist þann 31. október, á sjálfri Hrekkjavökunni.

„Hvað er betra en kaka með uppvakningaþema fyrir lítinn dreng sem var úrskurðaður látinn en lifnaði síðan við á undraverðan hátt á Hrekkjavöku?“

Phoenix minnir á uppvakning á myndunum.

Fær tvo og hálfan milljarð fyrir American Idol

Nýja serían af hæfileikaþættinum American Idol var frumsýnd í gær, sunnudaginn 11. mars, vestan hafs. Til að endurvekja þetta góða vörumerki, sem hefur legið í dvala síðustu tvö árin, var ákveðið að ráða þrjá, nýja dómara.

Tónlistarkonan Katy Perry var fyrsta manneskjan til að ráða sig í dómarastöðu í þættinum, en samkvæmt frétt Page Six fær Katy 25 milljónir dollara fyrir þáttaröðina, eða um tvo og hálfan milljarð króna.

Hinir tveir dómararnir eru kántrísöngvarinn Luke Bryan og tónlistarmaðurinn Lionel Richie, en þeir fá hins vegar aðeins um sjö milljónir dollara hvor í sinn vasa, eða um sjö hundruð milljónir króna.

Þessi launamunur hefur farið illa ofan í þá Luke og Lionel, en upprunalega voru þeim aðeins boðnar 250 milljónir króna hvor fyrir hlutverk sín í þáttunum samkvæmt frétt Page Six. Vegna þessara deilna var ekki hægt að tilkynna hverjir nýir dómarar væru fyrr en nýlega.

Í fréttinni kemur einnig fram að Ryan Seacrest, sem hefur verið kynnir þáttanna frá upphafi, fái fimmtán milljónir dollara í sinn hlut fyrir þáttaröðina, eða um einn og hálfan milljarð króna.

Raddir