Fimmtudagur 24. október, 2024
4.3 C
Reykjavik

Sjáið Gunnar Nelson fara á kostum sem Michael Jackson

Bardagakappinn Gunnar Nelson fer algjörlega á kostum í nýju árshátíðarmyndbandi bardagafélagsins Mjölnis. Í myndbandinu bregður Gunnar sér í hlutverk Michael Jackson í endurgerð á myndbandi við lagið Beat It.

Í myndbandinu má sjá Gunnar dansa eins og enginn sé morgundagurinn í rauðum leðurjakka en fyrrverandi knattspyrnukapinn Gunnar Einarsson og Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, sýna einnig frábæra takta í myndbandinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem árshátíðarmyndband Mjölnis vekur athygli en árið 2016 gerði félagið myndband við lagið Sorry með Justin Bieber.

Árið 2015 var það Chandelier með Sia sem átti hug og hjörtu Mjölnisliða, en í því myndbandi sýndi einmitt fyrrnefndur Gunnar Nelson frábæra danshæfileika sína.

Snappar um bataferlið eftir alvarlegt bílslys og fæðingarþunglyndi

||
||

„Ég eiginlega bara ákvað með sjálfri mér að það yrði partur af mínu bataferli. Ég hef lifað svo alltof lengi að reyna að vera einhver önnur en ég er og er hreinlega komin með leið á því,“ segir hin 24 ára Alda Guðrún Mescudi. Alda opnaði nýverið dyrnar á Snapchat og snappar um allt milli himins og jarðar í sínu daglega lífi undir nafninu aldagudrun.

„Mig langaði alltaf að verða virkari á samfélagsmiðlum en ég lét aldrei verða af því. Svo finnst mér líka svo gaman að tala og enn betra ef fólk nennir að hlusta á það. Mig langar líka að geta talað svolítið öðruvísi um hlutina heldur en margir snapparar eru að gera. Ég vil vera hreinskilin og sé ekki tilganginn í að vera að sykurhúða hlutina,“ bætir Alda við um ástæður þess að hún byrjaði að snappa opinberlega.

Nær líklegast aldrei fullum bata

Alda með syni sínum.

Alda hefur vakið athygli á samfélagsmiðlinum fyrir að tala tæpitungulaust um hlutina, en líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum.

„Ég hætti í skóla, greindist seint með ADHD en fór svo að vinna úr mínum vandamálum. Mín ástríða í lífinu hefur alltaf verið neglur og förðun og árið 2015 útskrifaðist ég sem naglafræðingur. Í byrjun árs 2016 stofnaði ég mitt fyrsta fyrirtæki og opnaði naglastofu. Nokkrum mánuðum síðar, um sumarið, lenti ég í bílslysi,“ segir Alda og heldur áfram.

„Ég kom mjög illa út úr slysinu og mun líklegast aldrei ná fullum bata. Ég er samt hörð af mér og hef góð gen og reyni eins og ég get að láta þetta ekki hamla mér. Ekki skánaði það svo þegar ég varð ólétt af syni mínum. Ef eitthvað hefur verið hundrað prósent þess virði í öllu þessu ferli mínu, þá er það hann en meðgangan var virkilega, virkilega erfið og í þokkabót greindist ég með fæðingarþunglyndi,“ segir Alda, sem ætlar ekki að láta erfiðleikana buga sig.

„Í dag er ég á byrjunarstigi í mínu bataferli. Ég held að allir geti verið sammála mér þegar ég segi að það eitt og sér, þá meina ég að byggja sjálfan sig upp eftir einhvers konar áföll, er hundrað prósent vinna – með yfirvinnu. En ég er einstaklega heppin með bakland og þegar eitthvað hefur komið fyrir veit ég að ég hef trausta og þétta fjölskyldu sem grípur mig.“

Geturðu hugsað um barnið þitt með þessar neglur?

Alda veitir innsýn í líf sit á Snapchat og er henni ekkert óviðkomandi.

„Það er ekki beint þema á sappinu mínu. Ég tala um allt milli himins og jarðar og það fer svolítið eftir því hvort eitthvað sé að gerast eða hvernig liggur á mér. Svo reyni ég að gefa innlit inn í lífið hjá mér. Fólk fékk að sjá og fylgjast með meðgöngunni hjá mér og svo litla Tebolla þegar hann fæddist,” segir Alda en sonur hennar fékk viðurnefnið Tebolli.

„Það var líka mjög vinsælt þegar Consuela kom í fjölskylduna. Hún er ryksuguvélmenni sem skúrar og ryksugar heima hjá mér.”

Alda vill undirstrika boðskap sinn, sem er sá að fólk eigi að gera það sem það vill við líf sitt en ekki spá í áliti annarra.

„Ég er og hef alltaf verið þessi manneskja sem segir það bara beint við vinkonu mína ef mér finnst hún virka feit í einhverri flík, á meðan Sigga segir henni að hún sé allt í lagi. Mér finnst svo leiðinlegt að sjá stelpur ekki gera það sem þær langar; eins og ef þú vilt mála þig hvern einasta morgun, gerðu það, ef þú vilt vera í þessum skóm í þessum aðstæðum, gerðu það. Sérstaklega við mæður. Það er bara allt í lagi að við gerum hluti fyrir okkur til þess að gleðja og láta okkur líða vel. Þegar okkur sjálfum líður vel þá gengur lífið betur. Ég er hrein og bein og kem til dyranna eins og ég er klædd,“ segir Alda sem hefur alveg fengið að finna fyrir gagnrýni á Snapchat.

Falleg mæðgnamynd.

„Mér hefur verið sent alls konar en það helsta er líklegast spurningar um hvort ég geti skeint mér eða séð um barnið mitt með þessar neglur. Eins og lengd naglanna geti sagt til um hversu hæfar við erum sem mæður? Ég er vissulega með rosalega langar neglur en ég held ég sé búin að vera með þær í næstum því sjö ár samfellt. Þetta er grínlaust orðið eins og framlenging á puttunum, ef við getum líkt þessu saman. Ég væri handlama ef ég væri með stuttar neglur og hreinlega ekki lík sjálfri mér án þeirra. Tebolli hefur til dæmis rosalega gaman að þeim,“ segir Alda og hlær.

Sögustund á snappinu

En ætli þessi hispurslausa kona deili öllu með fylgjendum sínum?

„Ósk mín er að ég geti deilt öllu með þeim en það er sumt í dag sem ég er ennþá að vinna í og get til dæmis ekki sett inn. Stundum koma líka dagar sem ég set ekkert inn. Það eru nokkrir sem hafa beðið mig um að setja inn gamlar sögur af mér, en ég hreinlega held að ég yrði dæmd fyrir það. Það er aldrei að vita nema ég fari að bomba í smá sögustund á snappinu. Ég samt passa mig alveg með hvað ég set inn, þannig séð,“ segir Alda. Og hver ætli draumurinn sé?

„Draumurinn var stór, ég er búin að láta margt rætast og þegar ég eignaðist Tebollann tók líf mitt U-beygju. Þá fór ég að vinna frá þeirri línu sem ég endaði á.“

Myndir / Úr einkasafni

„Veit fólk yfir höfuð hvað snípurinn er?“

Við höfum birt nokkur myndbönd frá Völvunni, vitundarvakningu um málefni píkunnar, að undanförnu en nú er komið að síðasta myndbandi verkefnisins í bili. Í því myndbandi er umfjöllunarefnið fullnægingar kvenna.

Meðal viðmælenda er kynfræðingurinn Sigga Dögg, sem segir að enn hafi stúlkur vissar ranghugmyndir um fullnægingar.

„Ungar stelpur eru að greina mér frá því að þær megi ekki snerta sig meðan á samförum stendur því þá séu þær að fróa sér. Er hann ekki nógu góður? Þurfa þær einhverja hjálp? Er þetta ekki nóg?“ segir Sigga Dögg og bætir við síðar í myndbandinu að það sé ekkert athugavert við það að stúlkur noti fantasíur í sjálfsfróun.

„Gaurar kalla þetta rúnkminni. Flestir vita hvað rúnkminni er.“

Spéfuglinn Bylgja Babýlons er ein af konunum sem ræða um fullnægingar í myndbandinu og kemur inná það að hún og nokkrar vinkonur hennar fá ekki fullnægingu í samförum þar sem getnaðarlimur fer inní leggöng.

„Þá er alltaf verið að segja við mann: Þú verður bara að fara að kaupa þér dildó og æfa þig. Ég nenni því bara ekkert. Mér finnst að sjálfsfróun mín eigi ekki að snúast upp í eitthvað æfingarferli.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Foreldrar eru oftast með samviskubit

Leikkonan Ellie Kemper, sem er hvað þekktust úr þátttunum The Office og The Unbreakable Kimmy Schmidt, opnar sig um barnauppeldi í viðtali við Us Magazine. Ellie gekk að eiga unnusta sinn Michael Koman árið 2012 og árið 2016 eignuðust þau soninn James.

„Ég er ný í þessu, en ég ímynda mér að allir foreldrar séu oftast með samviskubit,“ segir leikkonan og bætir við.

„Ég veit ekki hvort það er gott en þetta er erfitt og allir vita það. Þannig að það er áskorun fyrir mig að sætta mig við að ég get ekki verið alls staðar. Það er erfitt að losna við sektarkennd. Ég held að allir tengi við það.“

Sumt ekki sýnt í réttu ljósi

Hún segir að ómögulegt sé að bera sig saman við þær mæður sem séu hvað mest áberandi á samfélagsmiðlum.

„Stundum hugsa ég: Hvernig getur þessi mamma gert allt og greinilega gert það mjög vel? Ég held að sumt sé ekki sýnt í réttu ljósi á samfélagsmiðlum. Ég ímynda mér að allir eigi í erfiðleikum. En ég er risaeðla og er ekki á samfélagsmiðlum.“

Ellie segist reyna að útbúa heilsusamlegar máltíðir fyrir son sinn þegar hún hefur tíma, en að eldamennska sé ekki beint hennar sérgrein.

„Ég er hræðilegur kokkur og hræðileg með tímasetningu. Þannig að pastað er kannski tilbúið en síðan sósan alls ekki. Ekkert er tilbúið á sama tíma. Það er bara svo margt í gangi, hvort sem maður á eitt barn, tvö börn, tíu börn. Þannig að ég hita ekki alltaf upp matinn þegar ég gef honum afganga. Ef hann er sársvangur þá hita ég ekki alltaf upp matinn. Hann snertir matinn og gerir síðan hljóð eins og honum sé kalt, eins og: Brr. Hann vill líklegast ekki eiga þá minningu um eldamennsku móðurinnar að maturinn hafi alltaf verið kaldur,“ grínast Ellie.

Kyssir barnið í bak og fyrir í ofurkrúttlegu myndbandi

Stjörnuparið Enrique Iglesias og Anna Kournikova hafa verið saman um árabil en þann 16. desember í fyrra eignuðust þau sín fyrstu börn saman, tvíburana Lucy og Nicholas.

Enrique og Anna hafa reynt að halda einkalífi sínu úr sviðsljósinu en nýbakaði faðirinn gat greinilega ekki stillt sig um að deila ofurkrúttlegu myndbandi af sér og dótturinni Lucy á Instagram í gær.

Í myndbandinu sést tónlistarmaðurinn kyssa dótturina í bak og fyrir og segir svo einfaldlega:

„Ég elska þig.“

Síðan slær Enrique á létta strengi og talar fyrir litlu hnátuna:

„Nei, pabbi. Ekki kyssa mig svona mikið.“

Myndbandið hefur vakið mikla lukku á Instagram, en þau Enrique og Anna náðu að halda meðgöngunni leyndri frá aðdáendum sínum og fjölmiðlum.

Fataskápurinn hennar gæti verið stærri en íbúðin þín

||||
||||

Frumkvöðullinn, Instagram-stjarnan og partípían Jamie Chua frá Singapore er stjarna nýjasta þáttar af Bonkers Closets, vefþáttaraðar sem sýnd er á Facebook.

Fingrafaraskanni inn í herbergið.

Það má með sanni segja að fataskápur Jamie sé stórfenglegur en hann er tæplega sjötíu fermetrar, eða á við fína tveggja herbergja íbúð. Hann er svo stórfenglegur að hún læsir honum með sérstökum lás sem skannar fingraför hennar til að hleypa henni inn.

Þetta herbergi er svakalegt.

Í þættinum útskýrir Jamie að hún hafi hannað fataskápinn, sem er með sanni fataherbergi, með það að leiðarljósi að ramma fötin inn og til að koma skipulagi á allar eigur sínar.

Nóg af töskum.

Jamie á rúmlega þrjú hundruð skópör, en hvert par kostar að jafnaði fimmtán hundruð dollara, eða um 150 þúsund krónur. Þá á hún rúmlega tvö hundruð Hermes-töskur, sem eru alls ekki ódýrar. Í myndbandinu sýnir hún einnig pínulítið veski sem hún á og greiddi rúmlega milljón fyrir, en að eigin sögn er veskið algjörlega tilgangslaust.

Tilgangslausa veskið sem kostaði milljón.

Þátturinn með Jamie hefur heldur betur vakið athygli en síðan hann var birtur á Facebook á mánudaginn hefur verið horft á hann rúmlega fimmtíu milljón sinnum. Þáttinn má sjá hér:

Tom Cruise er versti leikari í heimi

Það er hefð fyrir því að það versta sé heiðrað í kvikmyndabransanum um leið og því besta er hampað á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Hin árlegu Razzie-verðlaun voru afhent um helgina, en á þeirri hátíð er öllu því versta í kvikmyndum veittur vafasamur heiður, hið gyllta hindber. Teiknimyndin The Emoji Movie braut blað í sögu hátíðarinnar með því að vera fyrsta teiknimyndin í 38 ára sögu hennar til að hljóta verðlaun sem versta myndin. Í umsöng dómnefndar kom fram að myndin hefði náð nýjum hæðum í ófrumleika.

The Emoji Movie var tilnefnd til tíu Razzie-verðlauna en hlaut fern. Auk verstu myndar, fékk The Emoji Movie verðlaun fyrir versta handrit, versta leikstjóra og versta tvíeyki á skjánum.

Tvö hindber en enginn Óskar

Tom Cruise var valinn versti leikarinn fyrir tilraun sína til að blása aftur lífi í Mummy-myndirnar. Eins og staðan er í dag hefur hann þrisvar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna án þess að fá styttu en er búinn að næla sér í tvær vafasamar Razzie-styttur. Þá fyrri fékk hann ásamt Brad Pitt sem þóttu versta parið á hvíta tjaldinu í Interview with the Vampire árið 1994.

Leikarinn Tyler Perry var valinn versta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Boo 2! A Madea Halloween og Kim Basinger hrósaði sigri í flokki verstu leikkvenna í aukahluverki fyrir leik sinn í Fifty Shades Darker. Með verðlaununum komst Kim í hóp leikkvennanna Faye Dunaway, Liza Minelli og Halle Berry sem hafa allar unnið bæði Razzie-verðlaun og Óskarinn. Mel Gibson vann síðan fyrir versta aukaleik í Daddy’s Home 2.

Svo rotin að hún er góð

Kvikmyndin Baywatch var tilnefnd í nokkrum flokkum, en sérstakur flokkur var búinn til með þeim eina tilgangi að lýsa hve slæm myndin væri – flokkurinn sem heiðraði það sem var svo slæmt að það varð gott. Og auðvitað vann Baywatch í þeim flokki. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Dwayne Johnson, eða The Rock, þakkaði fyrir verðlaunin í stuttu myndbandi á Twitter.

„Þetta er svalt. Myndin var svo slæm að það þurfti að bæta við flokki. Nýi flokkurinn er fyrir kvikmynd sem er svo rotin að þú verður á endanum ástfanginn af henni, sem þýðir að ömurlega samlokan sem þú hefur verið að borða er svo slæm að þér er farið að finnast hún góð. Við bjuggum til Baywatch með góðan ásetning að vopni en það blessaðist ekki,“ segir Dwayne og bætir við:

„Ég tek kurteisislega á móti þessum Razzie-verðlaunum með auðmýkt og þakka gagnrýnendum, aðdáendum og mynd sem er svo rotin að maður verður ástfanginn af henni. Svona er ástin.“

„Hér er ég komin, þessi gallaða kona að biðja um fóstureyðingu“

Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar, hefur birt nokkur myndbönd á YouTube með reynslusögum kvenna um fóstureyðingar.

Í einu þeirra opnar Íris Stefánsdóttir sig um sína reynslu, en hún átti mjög erfitt með að eignast börn.

„Í hvert sinn sem að við vorum að reyna að eignast barn og ég var orðin þunguð, þá var alltaf þessi ótti um að missa fóstrið og það var mjög sárt og vont,“ segir Íris og bætir við að hún hafi misst fóstur fimm eða sex sinnum.

„Það var orðið svo oft að ég var hætt að telja,“ segir hún. Í dag á hún þrjár dætur sem hún þurfti að hafa fyrir, en hún þurfti líka einu sinni að fara í fóstureyðingu.

„Ég hef sjálf farið í fóstureyðingu einu sinni. Það var eina skiptið sem ég virkilega vonaðist til þess að ég myndi missa. Svona er að vera með píku. Ég varð ófrísk eftir að hafa fengið mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Og ég átti mjög erfiðan tíma og verð ófrísk óvart,“ segir Íris í myndbandinu.

Á bara að vera okkar val

Hún segir enn fremur að hún hafi vonað heitt að náttúran myndi grípa inní, eins og hún hafði gert oft áður.

„Náttúran sá ekki um þetta fyrir mig þannig að ég varð að fara í fóstureyðingu. Mér fannst það mjög erfitt.“

Íris segir að það hafi tekið mikið á að fara í viðtöl hjá félagsráðgjöfum og læknum og útskýra af hverju hún vildi fara í fóstureyðingu.

„Mér fannst ég verða að svo lítilli manneskju í stólnum. Mér fannst ég sökkva niður, einhvern veginn. Hér er ég komin, gallaða konan að biðja um fóstureyðingu. Þetta á bara að vera okkar val. Ég hefði ekki getað átt barn á þessum tímapunkti í lífi mínu. Það hefði verið mér mjög erfitt og fjölskyldu minni.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Írisi, en á YouTube-rás Völvunnar má sjá fleiri myndbönd, til dæmis um fóstureyðingar.

Hann elskar að mynda fallegar hænur

|||||||
|||||||

Ljósmyndarinn Matteo Tranchellini hefur alltaf verið hugfanginn af fuglum en árið 2013 ákvað hann að reyna að finna sér hænu til að hafa í garðinum hjá heimili sínu í Mílanó á Ítalíu.

Matteo heimsótti bónda sem sýndi honum hænuna Jessicah sem stal hjarta hans um leið. Þá hófst vegferð sem hefur aldeilis undið uppá sig.

Matteo fékk annan ljósmyndara, Moreno Monti, í lið með sér til að leita uppi fallegustu hænur og hana heims og taka af þeim myndir.

Útkoman er vægast sagt stórkostleg, en þeir félagar safna nú fyrir útgáfu á bók með fyrrnefnum myndum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndum félaganna en einnig er hægt að fylgjast með fuglunum á Instagram:

Brjóstastækkanir vinsælustu lýtaaðgerðirnar

Félag lýtalækna í Bandaríkjunum er búið að gefa út tölur yfir fjölda lýtaaðgerða árið 2017 þar í landi. Hafa vinsældir þeirra aukist örlítið á milli ára, eða um tvö prósent.

Vinsælasta lýtaaðgerðin vestan hafs er brjóstastækkun, en alls voru rúmlega þrjú hundruð þúsund brjóstastækkunaraðgerðir framkvæmdar árið 2017. Þess má geta að 11% fleiri brjóstaminnkunaraðgerðir voru framkvæmdar í Bandaríkjunum árið 2017 miðað við árið 2016.

Í öðru sæti er fitusog, en tæplega 250 þúsund slíkar aðgerðir voru framkvæmdar á síðasta ári, 5% meira en árið 2016. Nefaðgerðir verma síðan þriðja sætið, en rétt tæplega 220 þúsund slíkar aðgerðir voru framkvæmdar árið 2017.

Í fjórða sæti eru aðgerðir á augnlokum og í fimmta sæti eru svuntuaðgerðir svokallaðar.

Í tölum félagsins er einnig tekið fram að minni aðgerðum hafi fjölgað umtalsvert, en þá er verið að tala um hluti eins og Botox-sprautur og önnur fyllingarefni. Slíkum aðgerðum fjölgaði um tvö hundruð prósent á milli ára og af þeim 17,5 milljónir aðgerða sem framkvæmdar voru árið 2017 voru sextán milljónir þeirra minni aðgerðir eins og varafyllingar og Botox.

Ofureinföld styrktaræfing sem allir geta gert

Einkaþjálfarinn Massy Arias deilir hér sinni uppáhaldsæfingu sem er ofureinföld. Í þessari æfingu þarf engin lóð og er aðeins unnið með eigin líkamsþyngd.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi felst æfingin í því að ganga niður í planka, gera síðan armbeygju og færa hendur svo örugglega aftur að tám og standa upp.

Þeir sem treysta sér ekki til að gera armbeygju á tánum geta að sjálfsögðu gert hana á hnjánum, en mikilvægt er að nota kvið- og bakvöðva til að halda miðjunni sterkri í þessari æfingu.

Hægt er að endurtaka þessa æfingu nokkrum sinnum heima á stofugólfinu eða blanda henni saman við aðrar æfingar til að breyta til í æfingarprógramminu.

Deilir fyrstu nærmyndinni af frumburðinum

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Kylie Jenner leyfði aðdáendum sínum loksins að sjá nærmynd af frumburði sínum og kærastans Travis Scott, en þau eignuðust dótturina Stormi Webster fyrir einum mánuði.

Hingað til hafa aðdáendur stjörnunnar aðeins fengið að sjá nokkrar myndir og myndbönd af Stormi, en þá hefur andlit hennar alltaf verið hulið.

A post shared by flame (@travisscott) on

Kylie hins vegar deildi myndbandi á Snapchat af Stormi litlu fyrir stuttu og skrifaði einfaldlega:

„Fallega stúlkan mín.“

Travis deildi einnig skjáskoti úr myndbandinu á Instagram-síðu sinni. Þá deildi Kylie einnig mynd af þeim mæðgum á Instagram, þar sem reyndar sést ekki í andlit Stormi, til að fagna eins mánaðar afmæli hnátunnar.

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Eins og Mannlíf hefur fjallað um héldu Kylie og Travis meðgöngunni algjörlega utan sviðsljóssins en fögnuðu síðan fæðingu dótturinnar með því að birta einlægt myndband af öllu ferlinu.

Glæsileikinn allsráðandi á rauða dreglinum

|||||||||||||||||||
|||||||||||||||||||

Óskarsverðlaunin eftirsóttu voru afhent í gær vestan hafs og auðvitað mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi.

Það var mikil litagleði í kjólum kvöldsins, meiri en oft áður en einnig voru talsvert margar stjörnur sem skinu skært í hvítum klæðum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af nokkrum stjörnunum er þær mættu á rauða dregilinn, spariklæddar frá toppi til táar.

Allison Janney í Reem Acra.
Whoopi Goldberg.
Viola Davis í Michael Kors.
Salma Hayek í Gucci.
Mary J. Blige.
Margot Robbie í Chanel.
Lindsey Vonn.
Laura Dern í Calvin Klein.
Jennifer Garner.
Jane Fonda.
Elisabeth Moss í Dior.
Allison Williams í Armani Privé.
Emma Stone í Louis Vuitton.
Sandra Bullock í Louis Vuitton.
Nicole Kidman í Armani Privé.
Meryl Streep í Dior.
Lupita Nyong’o.
Jennifer Lawrence í Dior.
Gal Gadot.

Þrjú æðisleg baðherbergi

Þeir sem eru að íhuga að skella sér í framkvæmdargallann og langar að taka baðherbergið sitt í gegn ættu kannski að kíkja á þessi flottu baðherbergi sem ljósmyndarar Húsa og híbýla mynduðu fyrir síðasta baðherbergisþema blaðsins.

Flestir velja að hafa þetta rými heimilisins tímalaust og klassískt þegar kemur að stílnum.

 

Herragarðsstíll undir breskum áhrifum
Hanna Stína innanhússarkitekt hannaði þetta flotta baðherbergi síðasta vor og stíllinn er í anda hússins sem er timburhús frá árinu 1929.


Litríkar, mynstraðar gólfflísar eins og þessar hafa verið áberandi undanfarið. Á veggnum í sturtunni eru hinsvegar hvítar mósaíkflísar sem koma vel út. Takið svo eftir handklæðahillunum í veggnum; smart lausn sem sparar pláss.

Hlýlegt og svolítið rómantískur stíll
Þetta gullfallega og hlýlega baðherbergi hannaði Rut Káradóttir innanhússarkitekt. Innréttingin er sérsmíðuð og er úr grábæsaðri eik með lóðréttum fræsingum og kemur vel út á móti látlausu gólf- og veggflísunum og fölbláa litnum sem er á veggjunum.

Bjart, tímalaust og rómantískt baðherbergi þar sem nóg er af skápaplássi og flott lýsing.

 

Stórt og bjart lúxusbaðherbergi
Þetta stóra baðherbergi átti upphaflega að vera bæði baðherbergi og þvottahús en eigendur vildu fá stórt og rúmgott baðherbergi og breyttu því skipulaginu og færðu þvottahúsið annað. Eigendur ákváðu að hafa stóra sturtu með grófum dökkum flísum.

Gólfflísarnar eru kolsvartar og svo eru veggflísarnar alveg hvítar. Viðurinn í innréttingunni er smart mótvægi við svart/hvíta stílinn og svo kemur gríðarlega vel út að vera með svartan stein í handlaug/borðplötu. Töff, stórt og minimalískt baðberbergi.

Myndir: Aldís Pálsdóttir
Blaðamenn: Sigríður Elín, Sjöfn Þórðardóttir og Þórunn Högna.

Hirðfíflin þau einu sem segja sannleikann

Þær Halldóra Rut Baldursdóttur og Gríma Kristjánsdóttir stýra sýningunni Ahhh sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíói en þær lýsa verkinu sem sirkustengdu þó umfjöllunarefnið sé fyrst og fremst ástin sem svífur ofar vötnum innan leikhópsins.

Fyrsta umfjöllunarefni leikhópsins RaTaTam var heimildaverk um ofbeldi þar sem hópurinn fjallaði um þolendur, aðstandendur og gerendur heimilisofbeldis. Halldóra, leikkona og framkvæmdarstýra hópsins segir gríðarlega vinnu hafa legið að baki verkefninu.

„Þetta var átakanleg en þörf vinna sem tók okkur alls tvö ár fram að frumsýningu verksins, Suss!. Rannsókn á fyrirbærinu ást varð því eðlilegt framhald fyrir hópinn þó að hugmyndin um að gera verk um ástina hafi sprottið mun fyrr. Það er líka gaman að segja frá því að textar Elísabetar höfðu áhrif á okkur í verkinu Suss! þar sem hún ræðir ofbeldi í ástinni. Þegar við lögðum af stað í ástarævintýrið Ahhh!, var lagt upp með að taka þessa dásamlegu texta Elísabetar fyrir sem eru gríðarlega snjallir, fullir af kómík, sorg, fögnuði og sannleika. Þeir eru eins og konfektmolar sem bráðnar í munni leikarans og sinfónía fyrir eyru áhorfandans.”

Útkoman reyndist vera ljóðrænn, fyndinn og kynþokkafullur kabarett um vegi og vegleysir ástarinnar með textum Elísabetar Jökulsdóttur að vopni. Leikhópurinn syngur, dansar og leikur sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna þar sem löngun manneskjunnar eftir ást er í forgrunni. Þráin að tilheyra, vera elskaður og fá að elska.

„Vinnuferlið er stútfullt af sköpunarkrafti og gleði sem á það til að hlaupa með okkur í allar áttir en þá er mikilvægt að eiga góðan leikstjóra sem heldur fast í taumana og siðar okkur svo af verki verði.

Viðtalið í heild má lesa í 8 tölublaði Vikunnar.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Að knýja fram sannleikann

Leikritið Efi – dæmisaga, er sýnt um þessar mundir í Kassanum við Þjóðleikhúsið. Verkið hverfist í kringum mörk mannlegra samskipta, tortryggni, nísandi óvissu, óræðu sakleysi og viljans til þess að trúa á hið góða.

Inntak verksins má finna í titli þess því efinn er vafalaust sá silfraði þráður sem spinnur söguna saman. Fljótlega eftir að ljósum er beint á aðalpersónurnar eru efasemdafræjum stráð í huga áhorfenda sem fá svo að velkjast þar í vafa á meðan á sýningunni stendur, og vonandi lengur. Handritið er vandlega unnið en verkið sló fyrst í gegn árið 2004 þegar það var frumsýnt í New York og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna en það byggir á dæmisögu eftir John Patrick Shanley en lifnar hér við í leikstjórn Stefáns Baldurssonar.

Sagan segir frá þeim systur Aloysisus og séra Flynn sem starfa á sama vinnustað. Strax í upphafi er áhorfendum gert ljóst að gríðarleg stéttaskipting á sér stað innan starfsstéttarinnar þar sem kynin mega vart mætast á göngu við klaustursveggina.

Þegar verkið hefst hefur hinn geðþekki Flynn nýverið tekið við stöðu prests og ekki líður að löngu þar til systir Aloysisus fer að gruna hann um græsku. Eftir að hafa fylgst vökulu auga með hverri hreyfingu ákveður hún að grunur sinn sé á rökum reistur og sækir hann til saka um ósæmilega hegðun gagnvart nemenda við klausturskólann. Hin saklausa og auðtrúa systir James er samstundis þvinguð í dómsúrskurðanefnd um sannleiksgildi ásakananna.

Leikaraval sýningarinnar er hágæða og gleðilegt að fá Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur aftur á svið eftir þrettán ára hlé. Hlutverk systur Aloysisus virðist sem hannað fyrir Steinunni enda túlkar hún hina miskunnarlausu og óskeikulu Aloysisus af mikilli sannfæringu. Það að fá Hilmi Snæ Guðnason í hlutverk séra Flynn var jafnframt stórsnjallt enda gæti hann með sínu flekklausa brosi komist upp með hvað sem er. Eins og við var að búast var samleikur þeirra framúrskarandi og dínamík verksins nánast áþreifanleg eftir sem líða tók á framvinduna. Spurningin sem situr eftir er hvenær höfum við rétt til þess að rétta yfir eigin samfélagi og er í raun hægt að knýja fram sannleikann?

Lára Jóhanna Jónsdóttir lék hina ungu og óreyndu systur James og gerði vel. Eflaust fundu meðvirkir áhorfendur rækilega til sín en systir James vakti á sama tíma samúð úr salnum fyrir því erfiða vali sem hún stóð frammi fyrir. Sólveig Guðmundsdóttir túlkaði svo móður drengsins sem deilur verksins hverfast í kringum í litlu en eftirminnilegu hlutverki.

Það að titill leikritsins sé dæmisaga gefur sögunni ákveðið hlutleysi en endalok sýningarinnar eru jafnframt óræð sem eykur að mínu mati líftíma sögunnar. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir hannaði bæði búninga og leikmynd en sögusviðið er sambland af rannsóknarstofu og umferðargötu þar sem hægt er að ákveða í hvora áttina skal haldið. Óhætt er að segja tónlist og lýsingu í lágstefndara lagi en sú leið hentar verkinu vel þar sem úrvals leikur fær hvað best notið sín meðan áhorfendur sveiflast á milli þess hver hinn endanlegi sannleikur sé.

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Góður saumaklúbbur á við heilan her af sálfræðingum

Hljómsveitin Heimilistónar vakti mikla athygli í fyrri undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins nú á dögunum en hljómsveitina skipa þær Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir.

Þó hljómsveitin virðist fyrir mörgum nýskipuð eru tuttugu ár síðan leikkonurnar hófu fyrstu æfingar saman en þær stefna á plötuútgáfu sem allra fyrst.

Leikkonurnar segjast óhjákvæmilega tengjast tónlist í gegnum starf sitt en þegar hljómsveitin var stofnuð störfuðu þær allar í Þjóðleikhúsinu. Samanlagt eiga Heimilistónar átta börn, fjögur barnabörn, kött og hund, svo það er nóg að gera í leik og lífi. Þær hafa samt alltaf fundið sér tíma til að hittast og spila í Heimilistónum, því þeim finnst fátt skemmtilegra og það má í raun segja að hljómsveitin sé þeirra saumaklúbbur.

Lagið fjallar fyrst og fremst um vináttu kvenna sem hafa fylgst að í gegnum árin. Góður saumaklúbbur getur verið á við heilan her af sálfræðingum,” segir Ólafía Hrönn og Vigdís bætir við, „og hann getur auðvitað líka verið eins og vígvöllur. Við köllum þetta saumaklúbba á Íslandi, en það er auðvitað alþjóðlegt að vinahópar haldi saman frá grunnskóla og inn í fullorðinsárin.“

„Alvöru vinskapur þolir bæði erfiðu stundirnar og þær góðu. Það er mikilvægt að mega vera ósammála og rífast við vini sína án þess að það eyðileggi vinskapinn. Þegar eitthvað bjátar á er samaklúbbur eins og björgunarsveitin. Mætt á staðinn um leið til að veita stuðning.”

Aðspurðar hvaða hugsun liggi að baki laginu, búningunum og sviðsframkomu sveitarinnar segir Elva Ósk kjarna lagsins hverfast fyrst og fremst í kringum vináttuna. „Það er gleði í laginu og okkur fannst tilvalið að nota marga liti í búningana.

Við hugsum til mæðra okkar sem klæddust svona í kringum 1970, nema við bætum kannski aðeins í. Sviðsframkoman kemur að sjálfu sér gleði, gleði, gleði, því okkur finnst þetta svo skemmtilegt.”

 

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Konur í stærð 30 til 56 máta eins gallabuxur

Tímaritið Glamour fékk fimmtán konur frá bandarískri stærð 0, eða evrópskri stærð 30, upp í bandaríska stærð 28, evrópska stærð 56, til að máta samskonar gallabuxur.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þykir konunum erfitt að finna gallabuxur sem passa, sama í hvaða stærð þær eru. Þá eru þær margar sammála um að konur horfi alltof mikið í stærðina á fötum sínum og telja hana skilgreina sig. Því minnist ein á að henni finnist miður að stærðir séu mismunandi á milli verslana.

Fyrir aðrar er þetta mikið tilfinningamál, en ein kvennanna í myndbandinu segist til að mynda ekki hafa klæðst gallabuxum í tvö til þrjú ár og að það valdi henni talsverðum kvíða að máta þær.

Við mælum með því að horfa á þetta athyglisverða myndband:

Sýndu samkynhneigða menn kyssast og misstu 10.000 fylgjendur

||||||
||||||

Nýjustu auglýsingarnar frá hollenska herrafatamerkinu SuitSupply hafa vakið talsverða athygli, en í þeim sjást tveir menn kyssast og láta vel að hvor öðrum.

Hollenska dagblaðið NRC Handelsblad segir frá því að fyrirtækið hafi misst rúmlega tíu þúsund fylgjendur á Instagram eftir að herferðin hófst sem getur þýtt að auglýsingarnar hafi farið illa í fólk. Í fréttinni kemur einnig fram að myndirnar verði ekki sýndar í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru fótum troðin, eins og Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fokke De Jong, stofnandi og framkvæmdastjóri SuitSupply, segir að útibúum fyrirtækisins í þessum löndum verði lokað ef auglýsingarnar verða bannaðar.

Fokke stendur hins vegar við auglýsingarnar.

„Aðdráttarafl milli manneskja er mikilvægur partur af auglýsingum í tískubransanum. Það var kominn tími á herferð þar sem aðdráttarafl milli tveggja karlmanna væri í aðalhlutverki.”

Þó að merkið hafi misst þúsundir fylgjenda á Instagram þá hefur hvatningarorðum rignt yfir fyrirtækið og ekki ólíklegt að þetta fylgjendatap verði bætt á næsta dögum og meira til.

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar umdeildu, sem og myndband.

Herpes hamlar umsækjendum að komast í The Bachelor

||
||

Einhverjir hér á landi hafa eflaust horft á raunveruleikaþáttinn The Bachelor, og systurþáttinn The Bachelorette, en þættirnir ganga út á að ein kona eða maður velja sér lífsförunaut úr hópi fólks af gagnstæðu kyni.

Oft kemur það fyrir í þáttunum að keppendur fara uppí herbergi sem heitir fantasíusvítan, sem er í raun bara dulmál yfir að keppendur gamna sér saman. Þetta gerist jafnvel oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í hverri þáttaröð og margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé mikil hætta á að kynsjúkdómar smitist á milli fólks við þessar aðstæður.

Hiti í kolunum.

Nú er komin út bókin Bachelor Nation: Inside the World of America’s Favorite Guilty Pleasure, þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. Í bókinni kemur fram að umsækjendur þurfa að fara í langa læknisskoðun áður en þeir hreppa hlutverk í þáttunum. Umsækjendur þurfa meðal annars að gefa blóð og þvag og ef einhver þeirra greinist með kynsjúkdóm fá þeir hinir sömu ekki að taka þátt í þáttargerðinni.

Bókin er nýkomin út.

„Ef að manneskja greindist með kynsjúkdóm væri henni kippt út úr umsóknarferlinu strax. Og það virðist vera aðalástæðan fyrir því að fólk kemst ekki í þáttinn,“ er haft eftir höfundi bókarinnar Amy Kaufman í viðtali í New York Post.

Algengasti kynsjúkdómurinn sem umsækjendur greinast með er herpes, sem er kannski ekki skrýtið þar sem herpes er algengari en fólk heldur og margir eru með sjúkdóminn án þess að vita af því.

Sjáið Gunnar Nelson fara á kostum sem Michael Jackson

Bardagakappinn Gunnar Nelson fer algjörlega á kostum í nýju árshátíðarmyndbandi bardagafélagsins Mjölnis. Í myndbandinu bregður Gunnar sér í hlutverk Michael Jackson í endurgerð á myndbandi við lagið Beat It.

Í myndbandinu má sjá Gunnar dansa eins og enginn sé morgundagurinn í rauðum leðurjakka en fyrrverandi knattspyrnukapinn Gunnar Einarsson og Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, sýna einnig frábæra takta í myndbandinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem árshátíðarmyndband Mjölnis vekur athygli en árið 2016 gerði félagið myndband við lagið Sorry með Justin Bieber.

Árið 2015 var það Chandelier með Sia sem átti hug og hjörtu Mjölnisliða, en í því myndbandi sýndi einmitt fyrrnefndur Gunnar Nelson frábæra danshæfileika sína.

Snappar um bataferlið eftir alvarlegt bílslys og fæðingarþunglyndi

||
||

„Ég eiginlega bara ákvað með sjálfri mér að það yrði partur af mínu bataferli. Ég hef lifað svo alltof lengi að reyna að vera einhver önnur en ég er og er hreinlega komin með leið á því,“ segir hin 24 ára Alda Guðrún Mescudi. Alda opnaði nýverið dyrnar á Snapchat og snappar um allt milli himins og jarðar í sínu daglega lífi undir nafninu aldagudrun.

„Mig langaði alltaf að verða virkari á samfélagsmiðlum en ég lét aldrei verða af því. Svo finnst mér líka svo gaman að tala og enn betra ef fólk nennir að hlusta á það. Mig langar líka að geta talað svolítið öðruvísi um hlutina heldur en margir snapparar eru að gera. Ég vil vera hreinskilin og sé ekki tilganginn í að vera að sykurhúða hlutina,“ bætir Alda við um ástæður þess að hún byrjaði að snappa opinberlega.

Nær líklegast aldrei fullum bata

Alda með syni sínum.

Alda hefur vakið athygli á samfélagsmiðlinum fyrir að tala tæpitungulaust um hlutina, en líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum.

„Ég hætti í skóla, greindist seint með ADHD en fór svo að vinna úr mínum vandamálum. Mín ástríða í lífinu hefur alltaf verið neglur og förðun og árið 2015 útskrifaðist ég sem naglafræðingur. Í byrjun árs 2016 stofnaði ég mitt fyrsta fyrirtæki og opnaði naglastofu. Nokkrum mánuðum síðar, um sumarið, lenti ég í bílslysi,“ segir Alda og heldur áfram.

„Ég kom mjög illa út úr slysinu og mun líklegast aldrei ná fullum bata. Ég er samt hörð af mér og hef góð gen og reyni eins og ég get að láta þetta ekki hamla mér. Ekki skánaði það svo þegar ég varð ólétt af syni mínum. Ef eitthvað hefur verið hundrað prósent þess virði í öllu þessu ferli mínu, þá er það hann en meðgangan var virkilega, virkilega erfið og í þokkabót greindist ég með fæðingarþunglyndi,“ segir Alda, sem ætlar ekki að láta erfiðleikana buga sig.

„Í dag er ég á byrjunarstigi í mínu bataferli. Ég held að allir geti verið sammála mér þegar ég segi að það eitt og sér, þá meina ég að byggja sjálfan sig upp eftir einhvers konar áföll, er hundrað prósent vinna – með yfirvinnu. En ég er einstaklega heppin með bakland og þegar eitthvað hefur komið fyrir veit ég að ég hef trausta og þétta fjölskyldu sem grípur mig.“

Geturðu hugsað um barnið þitt með þessar neglur?

Alda veitir innsýn í líf sit á Snapchat og er henni ekkert óviðkomandi.

„Það er ekki beint þema á sappinu mínu. Ég tala um allt milli himins og jarðar og það fer svolítið eftir því hvort eitthvað sé að gerast eða hvernig liggur á mér. Svo reyni ég að gefa innlit inn í lífið hjá mér. Fólk fékk að sjá og fylgjast með meðgöngunni hjá mér og svo litla Tebolla þegar hann fæddist,” segir Alda en sonur hennar fékk viðurnefnið Tebolli.

„Það var líka mjög vinsælt þegar Consuela kom í fjölskylduna. Hún er ryksuguvélmenni sem skúrar og ryksugar heima hjá mér.”

Alda vill undirstrika boðskap sinn, sem er sá að fólk eigi að gera það sem það vill við líf sitt en ekki spá í áliti annarra.

„Ég er og hef alltaf verið þessi manneskja sem segir það bara beint við vinkonu mína ef mér finnst hún virka feit í einhverri flík, á meðan Sigga segir henni að hún sé allt í lagi. Mér finnst svo leiðinlegt að sjá stelpur ekki gera það sem þær langar; eins og ef þú vilt mála þig hvern einasta morgun, gerðu það, ef þú vilt vera í þessum skóm í þessum aðstæðum, gerðu það. Sérstaklega við mæður. Það er bara allt í lagi að við gerum hluti fyrir okkur til þess að gleðja og láta okkur líða vel. Þegar okkur sjálfum líður vel þá gengur lífið betur. Ég er hrein og bein og kem til dyranna eins og ég er klædd,“ segir Alda sem hefur alveg fengið að finna fyrir gagnrýni á Snapchat.

Falleg mæðgnamynd.

„Mér hefur verið sent alls konar en það helsta er líklegast spurningar um hvort ég geti skeint mér eða séð um barnið mitt með þessar neglur. Eins og lengd naglanna geti sagt til um hversu hæfar við erum sem mæður? Ég er vissulega með rosalega langar neglur en ég held ég sé búin að vera með þær í næstum því sjö ár samfellt. Þetta er grínlaust orðið eins og framlenging á puttunum, ef við getum líkt þessu saman. Ég væri handlama ef ég væri með stuttar neglur og hreinlega ekki lík sjálfri mér án þeirra. Tebolli hefur til dæmis rosalega gaman að þeim,“ segir Alda og hlær.

Sögustund á snappinu

En ætli þessi hispurslausa kona deili öllu með fylgjendum sínum?

„Ósk mín er að ég geti deilt öllu með þeim en það er sumt í dag sem ég er ennþá að vinna í og get til dæmis ekki sett inn. Stundum koma líka dagar sem ég set ekkert inn. Það eru nokkrir sem hafa beðið mig um að setja inn gamlar sögur af mér, en ég hreinlega held að ég yrði dæmd fyrir það. Það er aldrei að vita nema ég fari að bomba í smá sögustund á snappinu. Ég samt passa mig alveg með hvað ég set inn, þannig séð,“ segir Alda. Og hver ætli draumurinn sé?

„Draumurinn var stór, ég er búin að láta margt rætast og þegar ég eignaðist Tebollann tók líf mitt U-beygju. Þá fór ég að vinna frá þeirri línu sem ég endaði á.“

Myndir / Úr einkasafni

„Veit fólk yfir höfuð hvað snípurinn er?“

Við höfum birt nokkur myndbönd frá Völvunni, vitundarvakningu um málefni píkunnar, að undanförnu en nú er komið að síðasta myndbandi verkefnisins í bili. Í því myndbandi er umfjöllunarefnið fullnægingar kvenna.

Meðal viðmælenda er kynfræðingurinn Sigga Dögg, sem segir að enn hafi stúlkur vissar ranghugmyndir um fullnægingar.

„Ungar stelpur eru að greina mér frá því að þær megi ekki snerta sig meðan á samförum stendur því þá séu þær að fróa sér. Er hann ekki nógu góður? Þurfa þær einhverja hjálp? Er þetta ekki nóg?“ segir Sigga Dögg og bætir við síðar í myndbandinu að það sé ekkert athugavert við það að stúlkur noti fantasíur í sjálfsfróun.

„Gaurar kalla þetta rúnkminni. Flestir vita hvað rúnkminni er.“

Spéfuglinn Bylgja Babýlons er ein af konunum sem ræða um fullnægingar í myndbandinu og kemur inná það að hún og nokkrar vinkonur hennar fá ekki fullnægingu í samförum þar sem getnaðarlimur fer inní leggöng.

„Þá er alltaf verið að segja við mann: Þú verður bara að fara að kaupa þér dildó og æfa þig. Ég nenni því bara ekkert. Mér finnst að sjálfsfróun mín eigi ekki að snúast upp í eitthvað æfingarferli.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Foreldrar eru oftast með samviskubit

Leikkonan Ellie Kemper, sem er hvað þekktust úr þátttunum The Office og The Unbreakable Kimmy Schmidt, opnar sig um barnauppeldi í viðtali við Us Magazine. Ellie gekk að eiga unnusta sinn Michael Koman árið 2012 og árið 2016 eignuðust þau soninn James.

„Ég er ný í þessu, en ég ímynda mér að allir foreldrar séu oftast með samviskubit,“ segir leikkonan og bætir við.

„Ég veit ekki hvort það er gott en þetta er erfitt og allir vita það. Þannig að það er áskorun fyrir mig að sætta mig við að ég get ekki verið alls staðar. Það er erfitt að losna við sektarkennd. Ég held að allir tengi við það.“

Sumt ekki sýnt í réttu ljósi

Hún segir að ómögulegt sé að bera sig saman við þær mæður sem séu hvað mest áberandi á samfélagsmiðlum.

„Stundum hugsa ég: Hvernig getur þessi mamma gert allt og greinilega gert það mjög vel? Ég held að sumt sé ekki sýnt í réttu ljósi á samfélagsmiðlum. Ég ímynda mér að allir eigi í erfiðleikum. En ég er risaeðla og er ekki á samfélagsmiðlum.“

Ellie segist reyna að útbúa heilsusamlegar máltíðir fyrir son sinn þegar hún hefur tíma, en að eldamennska sé ekki beint hennar sérgrein.

„Ég er hræðilegur kokkur og hræðileg með tímasetningu. Þannig að pastað er kannski tilbúið en síðan sósan alls ekki. Ekkert er tilbúið á sama tíma. Það er bara svo margt í gangi, hvort sem maður á eitt barn, tvö börn, tíu börn. Þannig að ég hita ekki alltaf upp matinn þegar ég gef honum afganga. Ef hann er sársvangur þá hita ég ekki alltaf upp matinn. Hann snertir matinn og gerir síðan hljóð eins og honum sé kalt, eins og: Brr. Hann vill líklegast ekki eiga þá minningu um eldamennsku móðurinnar að maturinn hafi alltaf verið kaldur,“ grínast Ellie.

Kyssir barnið í bak og fyrir í ofurkrúttlegu myndbandi

Stjörnuparið Enrique Iglesias og Anna Kournikova hafa verið saman um árabil en þann 16. desember í fyrra eignuðust þau sín fyrstu börn saman, tvíburana Lucy og Nicholas.

Enrique og Anna hafa reynt að halda einkalífi sínu úr sviðsljósinu en nýbakaði faðirinn gat greinilega ekki stillt sig um að deila ofurkrúttlegu myndbandi af sér og dótturinni Lucy á Instagram í gær.

Í myndbandinu sést tónlistarmaðurinn kyssa dótturina í bak og fyrir og segir svo einfaldlega:

„Ég elska þig.“

Síðan slær Enrique á létta strengi og talar fyrir litlu hnátuna:

„Nei, pabbi. Ekki kyssa mig svona mikið.“

Myndbandið hefur vakið mikla lukku á Instagram, en þau Enrique og Anna náðu að halda meðgöngunni leyndri frá aðdáendum sínum og fjölmiðlum.

Fataskápurinn hennar gæti verið stærri en íbúðin þín

||||
||||

Frumkvöðullinn, Instagram-stjarnan og partípían Jamie Chua frá Singapore er stjarna nýjasta þáttar af Bonkers Closets, vefþáttaraðar sem sýnd er á Facebook.

Fingrafaraskanni inn í herbergið.

Það má með sanni segja að fataskápur Jamie sé stórfenglegur en hann er tæplega sjötíu fermetrar, eða á við fína tveggja herbergja íbúð. Hann er svo stórfenglegur að hún læsir honum með sérstökum lás sem skannar fingraför hennar til að hleypa henni inn.

Þetta herbergi er svakalegt.

Í þættinum útskýrir Jamie að hún hafi hannað fataskápinn, sem er með sanni fataherbergi, með það að leiðarljósi að ramma fötin inn og til að koma skipulagi á allar eigur sínar.

Nóg af töskum.

Jamie á rúmlega þrjú hundruð skópör, en hvert par kostar að jafnaði fimmtán hundruð dollara, eða um 150 þúsund krónur. Þá á hún rúmlega tvö hundruð Hermes-töskur, sem eru alls ekki ódýrar. Í myndbandinu sýnir hún einnig pínulítið veski sem hún á og greiddi rúmlega milljón fyrir, en að eigin sögn er veskið algjörlega tilgangslaust.

Tilgangslausa veskið sem kostaði milljón.

Þátturinn með Jamie hefur heldur betur vakið athygli en síðan hann var birtur á Facebook á mánudaginn hefur verið horft á hann rúmlega fimmtíu milljón sinnum. Þáttinn má sjá hér:

Tom Cruise er versti leikari í heimi

Það er hefð fyrir því að það versta sé heiðrað í kvikmyndabransanum um leið og því besta er hampað á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Hin árlegu Razzie-verðlaun voru afhent um helgina, en á þeirri hátíð er öllu því versta í kvikmyndum veittur vafasamur heiður, hið gyllta hindber. Teiknimyndin The Emoji Movie braut blað í sögu hátíðarinnar með því að vera fyrsta teiknimyndin í 38 ára sögu hennar til að hljóta verðlaun sem versta myndin. Í umsöng dómnefndar kom fram að myndin hefði náð nýjum hæðum í ófrumleika.

The Emoji Movie var tilnefnd til tíu Razzie-verðlauna en hlaut fern. Auk verstu myndar, fékk The Emoji Movie verðlaun fyrir versta handrit, versta leikstjóra og versta tvíeyki á skjánum.

Tvö hindber en enginn Óskar

Tom Cruise var valinn versti leikarinn fyrir tilraun sína til að blása aftur lífi í Mummy-myndirnar. Eins og staðan er í dag hefur hann þrisvar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna án þess að fá styttu en er búinn að næla sér í tvær vafasamar Razzie-styttur. Þá fyrri fékk hann ásamt Brad Pitt sem þóttu versta parið á hvíta tjaldinu í Interview with the Vampire árið 1994.

Leikarinn Tyler Perry var valinn versta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Boo 2! A Madea Halloween og Kim Basinger hrósaði sigri í flokki verstu leikkvenna í aukahluverki fyrir leik sinn í Fifty Shades Darker. Með verðlaununum komst Kim í hóp leikkvennanna Faye Dunaway, Liza Minelli og Halle Berry sem hafa allar unnið bæði Razzie-verðlaun og Óskarinn. Mel Gibson vann síðan fyrir versta aukaleik í Daddy’s Home 2.

Svo rotin að hún er góð

Kvikmyndin Baywatch var tilnefnd í nokkrum flokkum, en sérstakur flokkur var búinn til með þeim eina tilgangi að lýsa hve slæm myndin væri – flokkurinn sem heiðraði það sem var svo slæmt að það varð gott. Og auðvitað vann Baywatch í þeim flokki. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Dwayne Johnson, eða The Rock, þakkaði fyrir verðlaunin í stuttu myndbandi á Twitter.

„Þetta er svalt. Myndin var svo slæm að það þurfti að bæta við flokki. Nýi flokkurinn er fyrir kvikmynd sem er svo rotin að þú verður á endanum ástfanginn af henni, sem þýðir að ömurlega samlokan sem þú hefur verið að borða er svo slæm að þér er farið að finnast hún góð. Við bjuggum til Baywatch með góðan ásetning að vopni en það blessaðist ekki,“ segir Dwayne og bætir við:

„Ég tek kurteisislega á móti þessum Razzie-verðlaunum með auðmýkt og þakka gagnrýnendum, aðdáendum og mynd sem er svo rotin að maður verður ástfanginn af henni. Svona er ástin.“

„Hér er ég komin, þessi gallaða kona að biðja um fóstureyðingu“

Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar, hefur birt nokkur myndbönd á YouTube með reynslusögum kvenna um fóstureyðingar.

Í einu þeirra opnar Íris Stefánsdóttir sig um sína reynslu, en hún átti mjög erfitt með að eignast börn.

„Í hvert sinn sem að við vorum að reyna að eignast barn og ég var orðin þunguð, þá var alltaf þessi ótti um að missa fóstrið og það var mjög sárt og vont,“ segir Íris og bætir við að hún hafi misst fóstur fimm eða sex sinnum.

„Það var orðið svo oft að ég var hætt að telja,“ segir hún. Í dag á hún þrjár dætur sem hún þurfti að hafa fyrir, en hún þurfti líka einu sinni að fara í fóstureyðingu.

„Ég hef sjálf farið í fóstureyðingu einu sinni. Það var eina skiptið sem ég virkilega vonaðist til þess að ég myndi missa. Svona er að vera með píku. Ég varð ófrísk eftir að hafa fengið mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Og ég átti mjög erfiðan tíma og verð ófrísk óvart,“ segir Íris í myndbandinu.

Á bara að vera okkar val

Hún segir enn fremur að hún hafi vonað heitt að náttúran myndi grípa inní, eins og hún hafði gert oft áður.

„Náttúran sá ekki um þetta fyrir mig þannig að ég varð að fara í fóstureyðingu. Mér fannst það mjög erfitt.“

Íris segir að það hafi tekið mikið á að fara í viðtöl hjá félagsráðgjöfum og læknum og útskýra af hverju hún vildi fara í fóstureyðingu.

„Mér fannst ég verða að svo lítilli manneskju í stólnum. Mér fannst ég sökkva niður, einhvern veginn. Hér er ég komin, gallaða konan að biðja um fóstureyðingu. Þetta á bara að vera okkar val. Ég hefði ekki getað átt barn á þessum tímapunkti í lífi mínu. Það hefði verið mér mjög erfitt og fjölskyldu minni.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Írisi, en á YouTube-rás Völvunnar má sjá fleiri myndbönd, til dæmis um fóstureyðingar.

Hann elskar að mynda fallegar hænur

|||||||
|||||||

Ljósmyndarinn Matteo Tranchellini hefur alltaf verið hugfanginn af fuglum en árið 2013 ákvað hann að reyna að finna sér hænu til að hafa í garðinum hjá heimili sínu í Mílanó á Ítalíu.

Matteo heimsótti bónda sem sýndi honum hænuna Jessicah sem stal hjarta hans um leið. Þá hófst vegferð sem hefur aldeilis undið uppá sig.

Matteo fékk annan ljósmyndara, Moreno Monti, í lið með sér til að leita uppi fallegustu hænur og hana heims og taka af þeim myndir.

Útkoman er vægast sagt stórkostleg, en þeir félagar safna nú fyrir útgáfu á bók með fyrrnefnum myndum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndum félaganna en einnig er hægt að fylgjast með fuglunum á Instagram:

Brjóstastækkanir vinsælustu lýtaaðgerðirnar

Félag lýtalækna í Bandaríkjunum er búið að gefa út tölur yfir fjölda lýtaaðgerða árið 2017 þar í landi. Hafa vinsældir þeirra aukist örlítið á milli ára, eða um tvö prósent.

Vinsælasta lýtaaðgerðin vestan hafs er brjóstastækkun, en alls voru rúmlega þrjú hundruð þúsund brjóstastækkunaraðgerðir framkvæmdar árið 2017. Þess má geta að 11% fleiri brjóstaminnkunaraðgerðir voru framkvæmdar í Bandaríkjunum árið 2017 miðað við árið 2016.

Í öðru sæti er fitusog, en tæplega 250 þúsund slíkar aðgerðir voru framkvæmdar á síðasta ári, 5% meira en árið 2016. Nefaðgerðir verma síðan þriðja sætið, en rétt tæplega 220 þúsund slíkar aðgerðir voru framkvæmdar árið 2017.

Í fjórða sæti eru aðgerðir á augnlokum og í fimmta sæti eru svuntuaðgerðir svokallaðar.

Í tölum félagsins er einnig tekið fram að minni aðgerðum hafi fjölgað umtalsvert, en þá er verið að tala um hluti eins og Botox-sprautur og önnur fyllingarefni. Slíkum aðgerðum fjölgaði um tvö hundruð prósent á milli ára og af þeim 17,5 milljónir aðgerða sem framkvæmdar voru árið 2017 voru sextán milljónir þeirra minni aðgerðir eins og varafyllingar og Botox.

Ofureinföld styrktaræfing sem allir geta gert

Einkaþjálfarinn Massy Arias deilir hér sinni uppáhaldsæfingu sem er ofureinföld. Í þessari æfingu þarf engin lóð og er aðeins unnið með eigin líkamsþyngd.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi felst æfingin í því að ganga niður í planka, gera síðan armbeygju og færa hendur svo örugglega aftur að tám og standa upp.

Þeir sem treysta sér ekki til að gera armbeygju á tánum geta að sjálfsögðu gert hana á hnjánum, en mikilvægt er að nota kvið- og bakvöðva til að halda miðjunni sterkri í þessari æfingu.

Hægt er að endurtaka þessa æfingu nokkrum sinnum heima á stofugólfinu eða blanda henni saman við aðrar æfingar til að breyta til í æfingarprógramminu.

Deilir fyrstu nærmyndinni af frumburðinum

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Kylie Jenner leyfði aðdáendum sínum loksins að sjá nærmynd af frumburði sínum og kærastans Travis Scott, en þau eignuðust dótturina Stormi Webster fyrir einum mánuði.

Hingað til hafa aðdáendur stjörnunnar aðeins fengið að sjá nokkrar myndir og myndbönd af Stormi, en þá hefur andlit hennar alltaf verið hulið.

A post shared by flame (@travisscott) on

Kylie hins vegar deildi myndbandi á Snapchat af Stormi litlu fyrir stuttu og skrifaði einfaldlega:

„Fallega stúlkan mín.“

Travis deildi einnig skjáskoti úr myndbandinu á Instagram-síðu sinni. Þá deildi Kylie einnig mynd af þeim mæðgum á Instagram, þar sem reyndar sést ekki í andlit Stormi, til að fagna eins mánaðar afmæli hnátunnar.

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Eins og Mannlíf hefur fjallað um héldu Kylie og Travis meðgöngunni algjörlega utan sviðsljóssins en fögnuðu síðan fæðingu dótturinnar með því að birta einlægt myndband af öllu ferlinu.

Glæsileikinn allsráðandi á rauða dreglinum

|||||||||||||||||||
|||||||||||||||||||

Óskarsverðlaunin eftirsóttu voru afhent í gær vestan hafs og auðvitað mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi.

Það var mikil litagleði í kjólum kvöldsins, meiri en oft áður en einnig voru talsvert margar stjörnur sem skinu skært í hvítum klæðum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af nokkrum stjörnunum er þær mættu á rauða dregilinn, spariklæddar frá toppi til táar.

Allison Janney í Reem Acra.
Whoopi Goldberg.
Viola Davis í Michael Kors.
Salma Hayek í Gucci.
Mary J. Blige.
Margot Robbie í Chanel.
Lindsey Vonn.
Laura Dern í Calvin Klein.
Jennifer Garner.
Jane Fonda.
Elisabeth Moss í Dior.
Allison Williams í Armani Privé.
Emma Stone í Louis Vuitton.
Sandra Bullock í Louis Vuitton.
Nicole Kidman í Armani Privé.
Meryl Streep í Dior.
Lupita Nyong’o.
Jennifer Lawrence í Dior.
Gal Gadot.

Þrjú æðisleg baðherbergi

Þeir sem eru að íhuga að skella sér í framkvæmdargallann og langar að taka baðherbergið sitt í gegn ættu kannski að kíkja á þessi flottu baðherbergi sem ljósmyndarar Húsa og híbýla mynduðu fyrir síðasta baðherbergisþema blaðsins.

Flestir velja að hafa þetta rými heimilisins tímalaust og klassískt þegar kemur að stílnum.

 

Herragarðsstíll undir breskum áhrifum
Hanna Stína innanhússarkitekt hannaði þetta flotta baðherbergi síðasta vor og stíllinn er í anda hússins sem er timburhús frá árinu 1929.


Litríkar, mynstraðar gólfflísar eins og þessar hafa verið áberandi undanfarið. Á veggnum í sturtunni eru hinsvegar hvítar mósaíkflísar sem koma vel út. Takið svo eftir handklæðahillunum í veggnum; smart lausn sem sparar pláss.

Hlýlegt og svolítið rómantískur stíll
Þetta gullfallega og hlýlega baðherbergi hannaði Rut Káradóttir innanhússarkitekt. Innréttingin er sérsmíðuð og er úr grábæsaðri eik með lóðréttum fræsingum og kemur vel út á móti látlausu gólf- og veggflísunum og fölbláa litnum sem er á veggjunum.

Bjart, tímalaust og rómantískt baðherbergi þar sem nóg er af skápaplássi og flott lýsing.

 

Stórt og bjart lúxusbaðherbergi
Þetta stóra baðherbergi átti upphaflega að vera bæði baðherbergi og þvottahús en eigendur vildu fá stórt og rúmgott baðherbergi og breyttu því skipulaginu og færðu þvottahúsið annað. Eigendur ákváðu að hafa stóra sturtu með grófum dökkum flísum.

Gólfflísarnar eru kolsvartar og svo eru veggflísarnar alveg hvítar. Viðurinn í innréttingunni er smart mótvægi við svart/hvíta stílinn og svo kemur gríðarlega vel út að vera með svartan stein í handlaug/borðplötu. Töff, stórt og minimalískt baðberbergi.

Myndir: Aldís Pálsdóttir
Blaðamenn: Sigríður Elín, Sjöfn Þórðardóttir og Þórunn Högna.

Hirðfíflin þau einu sem segja sannleikann

Þær Halldóra Rut Baldursdóttur og Gríma Kristjánsdóttir stýra sýningunni Ahhh sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíói en þær lýsa verkinu sem sirkustengdu þó umfjöllunarefnið sé fyrst og fremst ástin sem svífur ofar vötnum innan leikhópsins.

Fyrsta umfjöllunarefni leikhópsins RaTaTam var heimildaverk um ofbeldi þar sem hópurinn fjallaði um þolendur, aðstandendur og gerendur heimilisofbeldis. Halldóra, leikkona og framkvæmdarstýra hópsins segir gríðarlega vinnu hafa legið að baki verkefninu.

„Þetta var átakanleg en þörf vinna sem tók okkur alls tvö ár fram að frumsýningu verksins, Suss!. Rannsókn á fyrirbærinu ást varð því eðlilegt framhald fyrir hópinn þó að hugmyndin um að gera verk um ástina hafi sprottið mun fyrr. Það er líka gaman að segja frá því að textar Elísabetar höfðu áhrif á okkur í verkinu Suss! þar sem hún ræðir ofbeldi í ástinni. Þegar við lögðum af stað í ástarævintýrið Ahhh!, var lagt upp með að taka þessa dásamlegu texta Elísabetar fyrir sem eru gríðarlega snjallir, fullir af kómík, sorg, fögnuði og sannleika. Þeir eru eins og konfektmolar sem bráðnar í munni leikarans og sinfónía fyrir eyru áhorfandans.”

Útkoman reyndist vera ljóðrænn, fyndinn og kynþokkafullur kabarett um vegi og vegleysir ástarinnar með textum Elísabetar Jökulsdóttur að vopni. Leikhópurinn syngur, dansar og leikur sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna þar sem löngun manneskjunnar eftir ást er í forgrunni. Þráin að tilheyra, vera elskaður og fá að elska.

„Vinnuferlið er stútfullt af sköpunarkrafti og gleði sem á það til að hlaupa með okkur í allar áttir en þá er mikilvægt að eiga góðan leikstjóra sem heldur fast í taumana og siðar okkur svo af verki verði.

Viðtalið í heild má lesa í 8 tölublaði Vikunnar.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Að knýja fram sannleikann

Leikritið Efi – dæmisaga, er sýnt um þessar mundir í Kassanum við Þjóðleikhúsið. Verkið hverfist í kringum mörk mannlegra samskipta, tortryggni, nísandi óvissu, óræðu sakleysi og viljans til þess að trúa á hið góða.

Inntak verksins má finna í titli þess því efinn er vafalaust sá silfraði þráður sem spinnur söguna saman. Fljótlega eftir að ljósum er beint á aðalpersónurnar eru efasemdafræjum stráð í huga áhorfenda sem fá svo að velkjast þar í vafa á meðan á sýningunni stendur, og vonandi lengur. Handritið er vandlega unnið en verkið sló fyrst í gegn árið 2004 þegar það var frumsýnt í New York og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna en það byggir á dæmisögu eftir John Patrick Shanley en lifnar hér við í leikstjórn Stefáns Baldurssonar.

Sagan segir frá þeim systur Aloysisus og séra Flynn sem starfa á sama vinnustað. Strax í upphafi er áhorfendum gert ljóst að gríðarleg stéttaskipting á sér stað innan starfsstéttarinnar þar sem kynin mega vart mætast á göngu við klaustursveggina.

Þegar verkið hefst hefur hinn geðþekki Flynn nýverið tekið við stöðu prests og ekki líður að löngu þar til systir Aloysisus fer að gruna hann um græsku. Eftir að hafa fylgst vökulu auga með hverri hreyfingu ákveður hún að grunur sinn sé á rökum reistur og sækir hann til saka um ósæmilega hegðun gagnvart nemenda við klausturskólann. Hin saklausa og auðtrúa systir James er samstundis þvinguð í dómsúrskurðanefnd um sannleiksgildi ásakananna.

Leikaraval sýningarinnar er hágæða og gleðilegt að fá Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur aftur á svið eftir þrettán ára hlé. Hlutverk systur Aloysisus virðist sem hannað fyrir Steinunni enda túlkar hún hina miskunnarlausu og óskeikulu Aloysisus af mikilli sannfæringu. Það að fá Hilmi Snæ Guðnason í hlutverk séra Flynn var jafnframt stórsnjallt enda gæti hann með sínu flekklausa brosi komist upp með hvað sem er. Eins og við var að búast var samleikur þeirra framúrskarandi og dínamík verksins nánast áþreifanleg eftir sem líða tók á framvinduna. Spurningin sem situr eftir er hvenær höfum við rétt til þess að rétta yfir eigin samfélagi og er í raun hægt að knýja fram sannleikann?

Lára Jóhanna Jónsdóttir lék hina ungu og óreyndu systur James og gerði vel. Eflaust fundu meðvirkir áhorfendur rækilega til sín en systir James vakti á sama tíma samúð úr salnum fyrir því erfiða vali sem hún stóð frammi fyrir. Sólveig Guðmundsdóttir túlkaði svo móður drengsins sem deilur verksins hverfast í kringum í litlu en eftirminnilegu hlutverki.

Það að titill leikritsins sé dæmisaga gefur sögunni ákveðið hlutleysi en endalok sýningarinnar eru jafnframt óræð sem eykur að mínu mati líftíma sögunnar. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir hannaði bæði búninga og leikmynd en sögusviðið er sambland af rannsóknarstofu og umferðargötu þar sem hægt er að ákveða í hvora áttina skal haldið. Óhætt er að segja tónlist og lýsingu í lágstefndara lagi en sú leið hentar verkinu vel þar sem úrvals leikur fær hvað best notið sín meðan áhorfendur sveiflast á milli þess hver hinn endanlegi sannleikur sé.

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Góður saumaklúbbur á við heilan her af sálfræðingum

Hljómsveitin Heimilistónar vakti mikla athygli í fyrri undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins nú á dögunum en hljómsveitina skipa þær Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir.

Þó hljómsveitin virðist fyrir mörgum nýskipuð eru tuttugu ár síðan leikkonurnar hófu fyrstu æfingar saman en þær stefna á plötuútgáfu sem allra fyrst.

Leikkonurnar segjast óhjákvæmilega tengjast tónlist í gegnum starf sitt en þegar hljómsveitin var stofnuð störfuðu þær allar í Þjóðleikhúsinu. Samanlagt eiga Heimilistónar átta börn, fjögur barnabörn, kött og hund, svo það er nóg að gera í leik og lífi. Þær hafa samt alltaf fundið sér tíma til að hittast og spila í Heimilistónum, því þeim finnst fátt skemmtilegra og það má í raun segja að hljómsveitin sé þeirra saumaklúbbur.

Lagið fjallar fyrst og fremst um vináttu kvenna sem hafa fylgst að í gegnum árin. Góður saumaklúbbur getur verið á við heilan her af sálfræðingum,” segir Ólafía Hrönn og Vigdís bætir við, „og hann getur auðvitað líka verið eins og vígvöllur. Við köllum þetta saumaklúbba á Íslandi, en það er auðvitað alþjóðlegt að vinahópar haldi saman frá grunnskóla og inn í fullorðinsárin.“

„Alvöru vinskapur þolir bæði erfiðu stundirnar og þær góðu. Það er mikilvægt að mega vera ósammála og rífast við vini sína án þess að það eyðileggi vinskapinn. Þegar eitthvað bjátar á er samaklúbbur eins og björgunarsveitin. Mætt á staðinn um leið til að veita stuðning.”

Aðspurðar hvaða hugsun liggi að baki laginu, búningunum og sviðsframkomu sveitarinnar segir Elva Ósk kjarna lagsins hverfast fyrst og fremst í kringum vináttuna. „Það er gleði í laginu og okkur fannst tilvalið að nota marga liti í búningana.

Við hugsum til mæðra okkar sem klæddust svona í kringum 1970, nema við bætum kannski aðeins í. Sviðsframkoman kemur að sjálfu sér gleði, gleði, gleði, því okkur finnst þetta svo skemmtilegt.”

 

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Konur í stærð 30 til 56 máta eins gallabuxur

Tímaritið Glamour fékk fimmtán konur frá bandarískri stærð 0, eða evrópskri stærð 30, upp í bandaríska stærð 28, evrópska stærð 56, til að máta samskonar gallabuxur.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þykir konunum erfitt að finna gallabuxur sem passa, sama í hvaða stærð þær eru. Þá eru þær margar sammála um að konur horfi alltof mikið í stærðina á fötum sínum og telja hana skilgreina sig. Því minnist ein á að henni finnist miður að stærðir séu mismunandi á milli verslana.

Fyrir aðrar er þetta mikið tilfinningamál, en ein kvennanna í myndbandinu segist til að mynda ekki hafa klæðst gallabuxum í tvö til þrjú ár og að það valdi henni talsverðum kvíða að máta þær.

Við mælum með því að horfa á þetta athyglisverða myndband:

Sýndu samkynhneigða menn kyssast og misstu 10.000 fylgjendur

||||||
||||||

Nýjustu auglýsingarnar frá hollenska herrafatamerkinu SuitSupply hafa vakið talsverða athygli, en í þeim sjást tveir menn kyssast og láta vel að hvor öðrum.

Hollenska dagblaðið NRC Handelsblad segir frá því að fyrirtækið hafi misst rúmlega tíu þúsund fylgjendur á Instagram eftir að herferðin hófst sem getur þýtt að auglýsingarnar hafi farið illa í fólk. Í fréttinni kemur einnig fram að myndirnar verði ekki sýndar í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks eru fótum troðin, eins og Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fokke De Jong, stofnandi og framkvæmdastjóri SuitSupply, segir að útibúum fyrirtækisins í þessum löndum verði lokað ef auglýsingarnar verða bannaðar.

Fokke stendur hins vegar við auglýsingarnar.

„Aðdráttarafl milli manneskja er mikilvægur partur af auglýsingum í tískubransanum. Það var kominn tími á herferð þar sem aðdráttarafl milli tveggja karlmanna væri í aðalhlutverki.”

Þó að merkið hafi misst þúsundir fylgjenda á Instagram þá hefur hvatningarorðum rignt yfir fyrirtækið og ekki ólíklegt að þetta fylgjendatap verði bætt á næsta dögum og meira til.

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar umdeildu, sem og myndband.

Herpes hamlar umsækjendum að komast í The Bachelor

||
||

Einhverjir hér á landi hafa eflaust horft á raunveruleikaþáttinn The Bachelor, og systurþáttinn The Bachelorette, en þættirnir ganga út á að ein kona eða maður velja sér lífsförunaut úr hópi fólks af gagnstæðu kyni.

Oft kemur það fyrir í þáttunum að keppendur fara uppí herbergi sem heitir fantasíusvítan, sem er í raun bara dulmál yfir að keppendur gamna sér saman. Þetta gerist jafnvel oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í hverri þáttaröð og margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé mikil hætta á að kynsjúkdómar smitist á milli fólks við þessar aðstæður.

Hiti í kolunum.

Nú er komin út bókin Bachelor Nation: Inside the World of America’s Favorite Guilty Pleasure, þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. Í bókinni kemur fram að umsækjendur þurfa að fara í langa læknisskoðun áður en þeir hreppa hlutverk í þáttunum. Umsækjendur þurfa meðal annars að gefa blóð og þvag og ef einhver þeirra greinist með kynsjúkdóm fá þeir hinir sömu ekki að taka þátt í þáttargerðinni.

Bókin er nýkomin út.

„Ef að manneskja greindist með kynsjúkdóm væri henni kippt út úr umsóknarferlinu strax. Og það virðist vera aðalástæðan fyrir því að fólk kemst ekki í þáttinn,“ er haft eftir höfundi bókarinnar Amy Kaufman í viðtali í New York Post.

Algengasti kynsjúkdómurinn sem umsækjendur greinast með er herpes, sem er kannski ekki skrýtið þar sem herpes er algengari en fólk heldur og margir eru með sjúkdóminn án þess að vita af því.

Raddir