Fimmtudagur 24. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

„Nándin við föður ekki síður mikilvæg“

|
|

Feður yfir fimmtugu.

Björn með börnunum sínum Birtu, 18 ára, Loga, 13 ára, Birnu, 7 ára, og Ástu, 4 ára.

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar og Dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, er 58 ára og á fjögur börn á aldrinum 4-18 ára. Hann er einstæður faðir en segist svo heppinn að eiga tvær góðar barnsmæður. Björn er einn af fjórum mönnum úr Félagi eldri feðra sem eru í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs.

„Ég var mjög seinn að læra það hvernig maður býr til börn og var fertugur þegar fyrsta barnið fæddist. Það varð gríðarleg gleði að eignast loksins barn. Sýnin á tilgang lífsins breyttist í einu vetfangi og þróaðist síðan áfram í rétta átt. Ég var 54 ára þegar yngsta dóttirin fæddist og það var ekki síður yndislegt en þegar sú fyrsta fæddist. Ég hef alltaf verið „eldri faðir“ og forgangsröðun föðurhlutverksins og umhyggju fyrir börnum eykst bara með aldrinum,“ segir Björn sem á börnin Birtu, 18 ára, Loga, 13 ára, Birnu, 7 ára, og Ástu, 4 ára.

„Ég tók fæðingarorlof vegna fyrstu þriggja barnanna. Þegar fjórða barnið fæddist þá hafði fæðingarorlofsstyrkur verði skorinn mjög mikið niður, eftir efnahagshrunið, svo að ég tók í staðinn út allt sumarleyfi sem ég átti inni til tveggja ára, og fékk þannig tæplega þriggja mánaða fæðingarorlof án mikillar tekjuskerðingar.“

Hann segir að forgangsröðunin breytist í lífinu með hækkandi aldri. „Rúmlega fertugur flutti ég heim til Íslands eftir meira en tveggja áratuga búsetu erlendis, búinn að klára doktorspróf, sinna alþjóðlegum vísindastörfum og búinn að skrifa þær helstu bækur sem ég vildi skrifa. Þá þegar var manni orðið ljóst að foreldrahlutverkið er mikilvægara en starfsframinn. Ég tel að að mörgu leyti betra að vera kominn á þenna aldur með ung börn. Einna helst vegna þess að þegar menn eru yngri freistast þeir ef til vill til að forgangsraða öllu hinu sem menn vilja gera, og þá sérstaklega starfsframa eða þess að afla fjármuna fyrir fjölskylduna, sem er að vísu mjög skiljanlegt.“

Samfélagslegir fordómar
Björn segist finna sérstaklega fyrir miklum stuðningi og hvatningu meðbræðra sinna og nánustu fjölskyldu við því að vera faðir á þessum aldri. „Yndislegt fólk. Móðirin hefur auðvitað alveg einstakt og náið samband við ungbarnið fyrstu 1-2 árin, hún hefur jú gengið með barnið og gefur því brjóst, hlutverk sem við karlmennirnir tökum seint að okkur. En varðandi umönnun barna sem eru orðin eldri en þetta þá er nándin við föðurinn ekkert síður mikilvæg. Ég hef fundið fyrir fordómum í þá átt að karlmenn almennt séu ekki jafn mikilvægir foreldrar og konur. Að heimili föðurins sé nokkurskonar helgar-heimili, að hann sé helgar-pabbi og föður fjölskyldan helgar-fjölskylda, en að móðirin sé aðalforeldrið, með aðalheimilið og aðalfjölskylduna. Margir í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og bara almennt í þjóðfélaginu virðast hafa óskaplega gamaldags sýn á föðurhlutverkið. Báðar barnsmæður mínar eru sem betur fer vel upplýstar hvað þetta varðar, við hugsum fyrst og fremst um vellíðan barnanna þegar tökum ákvarðanir um umgengni og slíkar ákvarðanir geta tekið breytingum eftir aðstæðum.“

Björn segist alltaf hafa sofið frekar lítíð og hafi í gegnum tíðina oft fundið fyrir þreytu, inn á milli. „Þetta hefur lítið breyst síðastliðna áratugi. Það er auðvitað mjög krefjandi að vera foreldri smábarna og smábarnaforeldrar eru almennt oft þreyttir, skiljanlega svo. En þetta er kærleiksvinna, maður sér ekki eftir einni sekúndu. Ég mæli eindregið með að menn eignist börn, almennt. Og ekki verra að gera það þegar menn hafa tekið út starfsframa og hafa forgangsraðað tíma sínum betur. Föðurhlutverkið gefur mér möguleikann á að gefa kærleika og umhyggju. Óborganlegt,“ segir Björn og bætir hlægjandi við að lokum: „Svo máttu taka það fram að fyrirspurnir um hjúskaparstöðu og aðra einkahagi eru velkomnar á samfélagsmiðlinum Facebook.“

Viðtalið við Hallgrím Helgason.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Mátaði einungis einn kjól fyrir brúðkaupið

Allt mjög afslappað og þægilegt

Hafdís Huld Þrastardóttir Wright flutti heim frá Englandi fyrir átta árum en hún býr nú í litlu bleiku húsi í Mosfellsdalnum ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Hún segir tækifærin fleiri í bresku samfélagi en Ísland sé barnvænna og henti því fjölskyldunni betur. „Þegar við ræddum fyrst saman um að flytja hingað heim var eina krafa Alisdair að geta haft fjöll í augnsýn. Þegar við römbuðum svo á litla bleika húsið var ekki aftur snúið því bæði er það eins og lítið breskt tehús en héðan er líka hægt að horfa til fjalla út um alla glugga.”

Hafdís lýsir eiginmanni sínum sem ekta breskum herramanni en hún fær reglulega spurningar hvort hann geti tekið að sér að fínpússa íslenska víkinga. „Það var eitt af því fyrsta sem ég heillaðist af við hann, þessi þægilega nærvera og tillitssemi sem hann býr yfir. Það er ákaflega gott að ala upp barn með manni sem býr yfir þessum eiginleikum.”

Örfáum dögum eftir að dóttir hjónanna kom í heiminn bar Aldisdair upp bónorðið. „Hann færði mér tebolla og lítinn kassa sem í var trúlofunarhringur sem langafi hans hafði gefið langömmunni í Glasgow fyrir tæpum 100 árum síðan. Þetta er ótrúlega fallegur hringur og enn í upprunalega boxinu. Bónorðið var einlægt og látlaust, alveg í okkar anda. Þegar kom að brúðarkjólnum langaði mig að vera í látlausum gamaldags kjól og fann hann nokkrum mánuðum fyrir brúðkaupið. Þetta er ekki hefðbundinn brúðarkjól en ég heillaðist strax af honum og var þetta því eini kjólinn sem ég mátaði.”

Brúðkaupið var haldið í gróðurhúsi foreldra Hafdísar og lýsir hún deginum sem ævintýralegum.„Mamma sá um allar skreytingarnar ásamt því að baka brúðartertuna og pabbi smíðaði bæði bar og dansgólf í gróðurhúsið þar sem við tókum svo á móti gestunum með jólaglöggi og lifandi tónlist. Þetta var yndislegur dagur í alla staði.”

 

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir.

Mynd / Aldís Pálsdóttir.

Þú þarft bara tvo áfenga drykki til að missa alla stjórn

Rannsakendur við háskólann í New South Wales í Ástralíu hafa rannsakað áhrif áfengis á heilann og hafa komist að þeirri niðurstöðu að fólk þurfi bara að innbyrða tvo áfenga drykki til að geta mögulega misst alla stjórn á sér og skapi sínu.

Þeir rannsökuðu tenginguna á milli áfengisneyslu og árásargirni og notuðu til þess segulómun til að mæla breytingar á blóðflæði í mannsheilann þegar manneskjur voru búnar að innbyrða áfengi. Kom í ljós að það gæti þurft aðeins tvo áfenga drykki til að takmarka virkni heilabörksins, sem hefur áhrif á ákvarðanatöku og félagslega hæfni.

Við framkvæmd rannsóknarinnar gáfu rannsakendur fimmtíu heilbrigðum karlmönnum annað hvort tvo vodkadrykki eða lyfleysu. Síðan þurftu mennirnir að ljúka verkefni á móti tölvu sem var hönnuð til að leggja mat á árásargirni þeirra, til dæmis með því að skaprauna mönnunum.

Segulómun á heila þeirra sem höfðu drukkið vodkadrykkinn sýndi fram á minni virkni í heilaberkinum á meðan engin breyting var á virkninni hjá þeim sem fengu lyfleysuna.

Í niðurstöðum sínum tóku rannsakendur fram að áfengisneysla spilaði stóra rullu í helmingi allra ofbeldisfullra glæpa. Því væru niðurstöður og rannsóknir sem þessar mikilvægar til að skilja af hverju ölvað fólk verður stundum ofbeldisfullt.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Þær hötuðu hvor aðra“

Eins og við sögðum frá fyrir stuttu andar köldu á milli Sex and the City-leikkvennanna Kim Cattrall og Söruh Jessicu Parker. Í grein á vef tímaritsins Us Magazine, segja heimildarmenn tímaritsins að þeim hafi ekki komið vel saman við tökur á þáttunum og bíómyndunum.

„Ég veit ekki af hverju Kim þurfti að taka þetta niður á þetta plan,“ segir einn heimildarmaður tímaritsins sem er náinn Söruh Jessicu. Annar nafnlaus heimildarmaður bætir við að þær Kim og Sarah Jessica hafi verið óvinkonur síðan tökur hófust á annarri seríu af Beðmálum í borginni.

„Þær hötuðu hvor aðra.“

Enn annar heimildarmaður, sem náinn er Kim, segir sambandið á milli þeirra hafi versnað mikið.

„Meðleikarar þeirra skilja ekki af hverju Kim hellti sér yfir hana. Þetta var ekki svona slæmt á meðan á tökum stóð.“

Kim sendi kalda kveðju til Söruh Jessicu rétt eftir að sú fyrrnefnda missti bróður sinn og sakaði hana um að nota andlát hans til að bæta ímynd sína.

„Það er engin ást þarna, en Sarah Jessica var bara að vera kurteis. Þetta er sorglegt,“ segir vinur leikkonunnar.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Hún spurði af hverju gaurinn barðist ekki fyrir henni og fékk frábært svar

|||||||
|||||||

„Gaur bauð mér út á stefnumót í dag og ég sagði nei, en mig langaði að hann myndi reyna meira. Af hverju reyndi hann ekki aftur?“ Svona hljómar spurning sem kona nokkur setti inn á síðuna Quora, þar sem fólk getur spurt hinna ýmissa spurninga og fengið svör við þeim.

Maður að nafni Ron Rule ákvað að svara konunni og má með sanni segja að svarið hans hafi slegið í gegn.

„Stelpa spurði mig hvað mig langaði í í hádegismat og ég sagði pítsu, en mig langaði í raun og veru í steik. Af hverju færði hún mér pítsu,“ skrifar Ron og heldur áfram.

„Sérðu hversu heimskulega þessi spurning hljómar? Svona hljómar spurningin þín.“

Notendum Quora var greinilega skemmt og ákváðu margir hverjir að svara spurningunni líka á mjög spaugilegan hátt, eins og má sjá hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þurfti að vera með álímdan þveng í kynlífssenunum

||
||

Þriðja og seinasta myndin í Fifty Shades-þríleiknum, Fifty Shades Freed, var fumsýnd fyrir stuttu og opnar aðalleikkonan Dakota Johnson sig um þær fjölmörgu kynlífssenur sem hún hefur leikið í í myndunum í viðtali við Marie Claire.

Hún segir að upptökur á handjárnaatriðinu í rauða herberginu hafi tekið mikið á.

„Langerfiðasta atriðið, af öllum þremur myndunum, var kynlífsatriðið í þriðju myndinni þar sem ég var járnuð á höndum og fótum. Og ég var með bundið fyrir augun. Og það var pínulítið áfall því ég gerði mér ekki grein fyrir því að þó að ég væri vel undirbúin og æfð að skilningarvitin hrífa mann með sér og maður getur ekki stjórnað því hvernig taugakerfið bregst við. Þannig að það var mjög erfitt að leika þá senu,“ segir Dakota og bætir við að stundum hafi þurft smá áfengi til að stappa í sig stálinu fyrir kynlífssenurnar.

Margar senur tóku á við tökur á Fifty Shades-þríleiknum.

„Bróðurpartur undirbúningsins fór í að átta sig á því hvernig nákvæmlega við ætluðum að klára senuna þannig að við þurftum mikið að bíða þegar við vorum bæði mjög berskjölduð. En ef eitthvað er mjög, mjög erfitt þá er stundum nauðsynlegt að fá sér staup af einhverju mjög sterku fyrst.“

Kynlífssenur aldrei auðveldar

En er einhvern tímann auðvelt að leika í kynlífssenu?

„Nei, það er aldrei auðvelt. Það er ekki afslappað og skemmtilegt. Það er aldrei auðvelt,“ segir Dakota, sem þurfti að vera í sérstökum klæðnaði við tökur til að gæta velsæmis. Þá þurfti mótleikari hennar, Jamie Dornan, að vera með lítinn poka á kynfærum sínum.

„Það er ekkert rosalega þokkafullt – það er rosalega ósexí. Hann var með pokann og ég var í bandalausum þveng sem þurfti að líma á mig. Þetta er ekki lím, en þetta efni er klístrað,“ segir Dakota og bætir við að stundum hafi þvengurinn losnað.

Dakota og Jamie í hlutverkum sínum.

„Þá var þvengurinn límdur við líkama minn þannig að hann myndi ekki detta af mér. Og ég var í tveimur stykkjum. Það var ekki sársaukafullt þar sem þetta er varla nokkurt efni. En ég held að manni finnist maður vera hulinn að einhverju leiti. Þetta er mjög skrýtið.“

Kynlífsráðgjafar á setti

Í viðtalinu segir hún einnig að sérstakir ráðgjafir hafi unnið við tökur myndarinnar, sérfræðingar í hinum ýmsu kynlífsathöfnum og -tólum.

„Við vorum með fólk sem sérhæfir sig í að vita hvernig hlutir virka, eins og hvernig á að nota viss tól og tæki. Það er ákveðin aðferðarfræði. Þetta er vandmeðfarið og smáatriðin eru mjög mikilvæg. Reglurnar eru líka mjög mikilvægar. Við vildum ekki gera mynd um eitthvað sem við rannsökuðum ekki til hlítar.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Horfði á aðdáendur syngja lögin sín

Katy Perry

Söngkonan Katy Perry, sem er hvað þekktust fyrir lög eins og Firework, Roar og I Kissed a Girl, er skemmtileg í nýjum þætti af You Sang My Song á myndbandarás tímaritsins Glamour.

Eins og nafnið gefur til kynna, horfir Katy á aðdáendur sína syngja lögin sín á YouTube og er gaman að fylgjast með viðbrögðum stjörnunnar.

Meðal laga sem hún horfir á eru Unconditionally, Last Friday Night (T.G.I.F), Dark Horse, I’m Still Breathing, Chained to the Rhythm, The One That Got Away og fyrrnefnd Roar, I Kissed a Girl og Firework.

Það er ekki aðeins hressandi að fylgjast með hvernig Katy bregst við að sjá aðra syngja lögin hennar, heldur einnig yndislegt að sjá viðbrögð aðdáenda þegar þeir fá að heyra að söngkonan sjálf eigi eftir að hlýða á flutning þeirra.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þessi franska skautadrottning skautaði við Beyoncé og vann hjörtu heimsins

Franska skautadrottningin Maé-Bérénice Méité sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang fyrir stuttu. Maé-Bérénice sigraði ekki keppnina, en hún vann hins vegar hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með atriði sínu.

Þessi 23ja ára skautadrottning var í fyrsta lagi ekki í hefðbundnum búning. Hún klæddist svörtum leggings í atriði sínu, en algengara er að sjá konur sem keppa í þessari íþrótt í pilsum. Í öðru lagi skautaði hún við Beyoncé-lögin Halo og Run the World (Girls), en ekki er mikil hefð fyrir því að skautað sé við þekkt popplög.

Tístarar létu ekki á sér standa og tístu í gríð og erg um hve mögnuð Maé-Bérénice væri.

„Maé-Bérénice Méité frá Frakklandi skautaði Í BUXUM og endaði Beyoncé-syrpuna sína á Run the World (Girls). Stelpa, þú ert Ólympíuhetja,“ skrifaði einn Twitter-notandi.

„Mér er sama hvernig henni gengur, en að Maé-Bérénice Méité sé í buxum og að skauta við Beyoncé er kraftmikið,“ skrifaði annar.

Maé-Bérénice Méité heillaði ekki dómarana og fékk 46.62 stig sem setti hana beint í níunda sætið.

Hér fyrir neðan má sjá sum viðbragðanna við atriði hennar á Twitter:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Náði oft ekki að sofna út af kynferðislegu áreiti

„Eftir hinu kröftugu og mögnuðu #metoo herferðina, sem ég leyfi mér að segja að við erum flest alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þá hef ég þessa löngun til að varpa ljósi á nýja hlið á #metoo, og ég vona að hún sé viðeigandi,“ skrifar ljósmyndarinn Helgi Ómarsson í áhrifamiklum pistli á Facebook-síðu sinni.

Helgi er samkynhneigður og vill með pistlinum varpa ljósi á þann veruleika sem hann hefur lifað við sem maður sem hrífst af öðrum mönnum. Helgi gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi að birta pistilinn.

Gripið í klof og rass

„Sem samkynhneigður karlmaður, þá hef ég ekki alveg fundið minn sess í þessari #metoo umræðu, nema bara allan minn hjartans stuðning gagnvart kvenna. Ég er karlmaður sem heillast af karlmönnum. Ég hef lent í ýmsu í gegnum síðustu tæplega tíu ár sem ég hef verið útúr skápnum og samþykkt að ég heillast að sama kyni. Mín fyrstu ár útúr skápnum var mér smá misskilningur innra með mér, þar sem ég hélt að ég þyrfti að sætta mig við það sem gerðist innan queer kultúr landsins ef svo má orða,“ skrifar Helgi og bætir við að hann hafi sætt sig við ýmislegt sem hann gerir sér grein fyrir í dag að hafa ekki verið í lagi.

„Nú var ég hommi, og það þýddi að ég þurfti að veita vinkonum ráð, sætta mig við að hinir hommarnir á skemmtistöðunum voru ágengir, gripið í klof, rass, áreittur, af bæði karlmönnum og kvenmönnum einnig. Allt útaf því að ég var nú hommi, þetta er greinilega það sem við eigum bara að sætta okkur við. Mjög kynvæð menning en þar hef ég aldrei fundið mig. Ég veit ekki hversu oft í gegnum tíðina, ég hef komið heim af lífinu og ekki geta sofnað vegna áreiti sem ég varð fyrir. Farið inná buxurnar mínar, haldinn niður því ég átti að kyssa þessa eldri konu eða þennan sterka mann. Ég var nokkuð vissum að þetta var bara eitthvað sem var partur af þessu, og ég þyrfti bara að kyngja því og halda áfram og reyna setja mínar grensur, rétt eins og kannski konum líður.“

Finnur enn fyrir ógleðinni

Hann segir þessi ár hafa haft mikil áhrif á sig.

„Margt af því sem hefur gerst fyrir mig liggur enn í mér, og ef þetta poppar upp í hausnum á mér, þá finn ég fyrir ógleðinni sem ég man eftir.“

Helgi flutti til Kaupmannahafnar fyrir tæpum sex árum síðan og hefur haldið sig frá skemmtanalífinu.

Eftir að ég flutti til Kaupmannahafnar, fyrir tæpum sex árum hef ég farið inná Gay stað, kannski sex sinnum. Því þar er þetta örugglega tíu sinnum grófara, og ég finn ekki minn sess. Þetta er bara ekki ég. Ég hef síðan ég flutti haldið mér frá skemmtanalífinu hér, því ég hreinlega fæ mig ekki til þess,“ skrifar hann og heldur áfram.

„Með þessum skrifum, vil ég varpa ljósi á skuggahliðar gay kúltúrsins og kannski reyna ná til þeirra sem hafa svipaðar upplifanir, hommar, lessur, gagnkynhneigðir og allt þar á milli og hversu hrikalega grófur hann getur verið hvað varðar kynferlislegt áreiti. Við megum líka stíga fram og segja frá. Gay kúltúr á ekki að taka neitt af okkur, því við eigum okkur líka sjálf. Við þurfum ekki að sætta okkur við kynferislegt áreiti heldur.

Ef þið spyrjið mig, þá eiga ekki bara gagnkynhneigðir karlmenn að hugsa sig tvisvar um og læra um #metoo og taka herferðina til sín.

Þetta hefur blundað í mér í marga mánuði, og hér er það sem mig langaði að segja.

Áfram #metoo, áfram konur, karlar, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir og allir þarna á milli. Breytum til hins betra.“

Hér fyrir neðan má sjá pistilinn í heild sinni:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið

||
Harry og Meghan trúlofuðu sig árið 2017. Þessar myndir voru teknar af þeim í tilefni af trúlofuninni.||

Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle tilkynntu trúlofun sína þann 27. nóvember síðastliðinn. Parið kynntist í London í júlí árið 2016 og í nóvember það sama ár var sambandið staðfest.

Síðan þau trúlofuðu sig hafa meiri og meiri upplýsingar borist um stóra daginn þannig að það er vert að kíkja á það sem við vitum nú þegar um herlegheitin.

Dúllurnar Meghan og Harry.

Maíbrúðkaup

Harry og Meghan munu ganga í það heilaga þann 19. maí á þessu ári. Þetta staðfesti talsmaður Kensington-hallar á Twitter þann 15. desember.

Sérstök kapella

Parið mun játast hvort öðru í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala á Englandi. Kapellan hefur mikla þýðingu fyrir Harry sem var skírður þar árið 1984. Konungsfjölskyldan mun borga fyrir brúðkaupið samkvæmt tilkynningu frá Kensington-höll í lok nóvember á síðasta ári.

Vilhjálmur verður svaramaður

Í desember var það staðfest að Harry hefði beðið bróður sinn, Vilhjálm Bretaprins, að vera svaramaður sinn. Þá hefur því verið haldið fram að börn Vilhjálms og Kate Middleton, Georg prins og Charlotte prinsessa, muni gegna hlutverki í brúðkaupi frænda síns. Meghan hefur ekki tilkynnt hver aðalbrúðarmey hennar verður, en líklegt er að það verði vinkona hennar og stílistinn Jessica Mulroney.

Brúðkaup í beinni

Staðfest var í lok nóvember á seinasta ári að sýnt verður beint frá brúðkaupi Harry og Meghan, aðdáendum konungsfjölskyldunnar til mikillar ánægju.

Þetta er gestalistinn

Pippa og James Middleton, systkini Kate Middleton, verða í brúðkaupinu. Einnig er talið að fjölmargir leikarar og meðlimir tökuliðs þáttanna Suits, sem Meghan leikur í, verði viðstaddir, til að mynda Patrick J. Adams, Sarah Rafferty, Rick Hoffman og Íslandsvinurinn Gabriel Macht. Þá er einnig talið líklegt að Meghan sé búin að bjóða nánum vinum sínum, svo sem tennisstjörnunni Serena Williams, matreiðslumanninum Tom Sellers og forsætisráðherra Kanada og hans frú, Justin og Sophie Trudeau. Að sama skapi er talið að Harry muni bjóða vinum sínum, tónlistarfólkinu James Blunt, Ellie Goulding og Joss Stone. Tónlistarmaðurinn Elton John æsti síðan upp sögusagnir þess efnis að hann ætlaði að skemmta í brúðkaupinu þegar hann frestaði tvennum tónleikum í Las Vegas helgina sem brúðkaupið fer fram.

Parið er yfir sig ástfangið.

Heiðrar móður sína

Harry var aðeins tólf ára gamall þegar móðir hans, Díana prinsessa, lést í bílslysi í ágúst árið 1997. Harry bað Meghan með hring sem var búið að skreyta með demanti úr nælu sem móðir hans átti. Einnig er talið að Meghan muni bera kórónu prinsessunnar heitnu á brúðkaupsdaginn.

Titlarnir

Talið er að Meghan og Harry hljóti titlana hertogi og hertogynjan af Sussex eftir giftinguna.

Mæðgnastund við altarið

Talað hefur verið um að Meghan vilji að móðir hennar, Doria Ragland, gangi með henni upp að altarinu, en ekki faðir hennar, Thomas Markle, eins og hefðin segir til um.

Leyfa bæjarbúum að taka þátt

Búið er að staðfesta að Harry og Markle muni keyra um bæinn Windsor eftir athöfnina og snúa síðan aftur til Windsor-kastala. Samkvæmt tilkynningu frá Kensington-höll vilja brúðhjónin að sem flestir fái að taka þátt í þessum stóra degi í þeirra lífi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Losaði sig við 27 meðgöngukíló á fjórtán mánuðum

Leikkonan Blake Lively eignaðist sitt annað barn með leikaranum Ryan Reynolds, hnátuna Inez, í september árið 2016. Fyrir áttu þau dótturina James, þriggja ára.

Hún birti mynd á Instagram í gær af sér og einkaþjálfara sínum, Don Saladino, greinilega stolt af því að vera búin að losa sig við meðgöngukílóin, sem voru alls rúmlega 27 talsins.

„Viti menn, maður losnar ekki við 27 kílóin sem maður bætir á sig á meðgöngunni með því að skrolla í gegnum Instagram og velta fyrir sér af hverju maður lítur ekki út eins og bikinífyrirsæta,“ skrifar Blake við myndina og bætir við:

„Takk @donsaladino fyrir að koma mér í form. Það tók tíu mánuði að bæta þessu á mig, fjórtán mánuði að losna við þetta. Ég er mjög stolt.“

Leikkonan komst nýverið í fréttir eftir að hún slasaðist á hendi á meðan hún lék í áhættuatriði í nýjustu kvikmynd sinni, The Rhythm Section, en hún lætur meiðslin greinilega ekki stöðva sig.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þessar konur buðu á stefnumót – sjáið viðbrögðin

|||||||||||||||
|||||||||||||||

Valentínusardagurinn er á næsta leiti, nánar tiltekið þann 14. febrúar næstkomandi. Breski bloggarinn Oloni ákvað að að hvetja konur til að bjóða þeim sem þær væru skotnar í út á stefnumót á þessum degi, eins og hún reyndar gerði líka í fyrra.

„Mér datt þetta í hug þegar ég var að hugsa um leiðir til að hvetja konur til að vera sjálfsöruggari,“ segir Oloni í viðtali við Bored Panda.

„Áskorunin var æfing fyrir konur til að æfa sig í að taka af skarið,“ bætir Oloni við en hér fyrir neðan má sjá viðbrögðin sem sumar af konunum fengu.

Númer 1

Númer 2

Númer 3

Númer 4

Númer 5

Númer 6

Númer 7

Númer 8

Númer 9

Númer 10

Númer 11

Númer 12

Númer 13

Númer 14

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Sextíu kílóum léttari: Lagður í einelti og glímdi við sjálfsvígshugsanir

||
||

„Ég hef verið of þungur frá því ég man eftir mér en líklega byrja ég að þyngjast fyrir alvöru í byrjun grunnskólans,“ segir Mikael Þorsteinsson, 32ja ára gamall yfirkokkur á veitingastað í Reykjavík. Fyrir tveimur árum ákvað hann að breyta um lífsstíl og hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma.

Mikael er uppalinn hjá móður sinni á Húsavík og var lagður í einelti í grunnskóla.

Mikael glímdi við þunglyndi.

„Ég varð strax auðvelt skotmark fyrir aðra krakka í skólanum og var lagður í einelti alla grunnskólagönguna sem hefur áhrif á mig enn þá í dag. Ég var uppnefndur daglega og var eltur heim oft á tíðum með orðum sem særðu mikið. Ég var aldrei góður í íþróttum og kveið ég mikið fyrir að fara í íþróttatíma innan skólans. Bæði vegna þess að ég þurfti að klæða mig í íþróttafötin fyrir framan aðra stráka sem gerðu þá óspart grín að manni og jafnvel íþróttakennarar sögðu við mig að ég yrði að standa mig betur og gera þetta eins og hinir krakkarnir. Sérstaklega kveið ég fyrir því að fara í sturtu eftir tímana, þar sem kom fyrir að maður var sleginn með blautum handklæðum. Andlega ofbeldið var samt mikið algengara. Ég átti samt alltaf ákveðinn vinahóp sem hjálpaði til við að gera lífið bærilegt líklega,“ segir Mikael.
Hann þróaði með sér þunglyndi á unglingsárunum og eftir tvítugt var andlega heilsan orðin mjög slæm. Þá reyndi hann að deyfa sársaukann.

Kom fram við sig eins og ruslatunnu

„Líklega reyndi ég að deyfa ákveðinn andlegan sársauka með áfengi. Það voru ekki margar helgarnar sem ég tók án þess að hafa áfengi við höndina í vinahópi,“ segir Mikael og heldur áfram.

„Í kringum þrítugsafmælið mitt var ég kominn eins langt niður og hægt var. Vakti heilu næturnar og svaf á daginn og borðaði ógrynni af óhollu fæði og kom fram við mig eins og ruslatunnu. Á þeim tíma var ég orðinn 147 kíló. Á ákveðnum stundum var ég farinn að íhuga að líklega væri betra fyrir alla að ég væri ekki til og það hræddi mig virkilega að hafa þær hugsanir. Þá ákvað ég að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum til að endurheimta einhverja lífshamingju.“

Tæp sextíu kíló farin á tveimur árum

Mikael hefur búið í Reykjavík síðustu níu árin en það var í byrjun árið 2016 sem hann fékk sér líkamsræktarkort í Reebok Fitness, staðráðinn í að breyta um lífsstíl.

„Áður fyrr fannst mér alltaf leiðinlegt að fara í ræktina. Ég þoli ekki hlaupabretti og lyftingatæki þannig ég tók þá ákvörðun að fara í hóptíma. Ég skráði mig í Body Pump hjá Magnúsi, þjálfara hjá Reebok, sem eru lyftingatímar með stangir og lóð þar sem unnið er með nokkuð létt lóð en margar endurtekningar. Ég fann mig strax í þessum tímum þótt að úthaldið hafi verið skelfilegt til að byrja með. Þegar úthaldið fór að aukast og ég fór að sjá árangur fór ég að fikra mig áfram í aðra krefjandi hóptíma. Hreyfing er orðin algjör fíkn og erfitt að velja úr tímum til að fara í þar sem þeir eru allir frábærir. Mataræðið fylgdi einig með. Ég fór að minnka sykur og hveiti í fæðinu og gosdrykkir fóru á bannlista,“ segir Mikael. Hann fagnaði 32ja ára afmæli sínu fyrir stuttu og fékk ómetanlega gjöf.

„Á 32ja ára afmælinu skellti ég mér á vigtina og las 89 kíló, sem eru þá rétt tæp 60 kíló sem eru farin á þessum tveimur árum.“

Aukinn áhugi frá kvenfólki

Í dag brosir lífið við kokkinum.

Mikael segist finna mikinn mun á sér í dag, bæði andlega og líkamlega.

„Munurinn er sláandi og þá sérstaklega andlega. Ég er léttari á líkama og sál. Ég hef fundið ánægju yfir hlutum aftur og hreyfing er mín sálfræðiaðstoð. Að sjálfsögðu sé ég ótrúlegan mun á mér líkamlega og á úthaldi, styrk og þoli. Svefninn er mikið betri og ég er yfir höfuð mjög ánægður með mitt líf í dag,“ segir Mikael og bætir við að þessi breyting hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

„Ég hef fallið í nammið og gosið svo um munar og dottið niður andlega hér og þar. En erfiðleikarnir eru mestir í upphafi. Það að koma sér af stað og taka ákvörðunina um að taka sjálfan sig í gegn. Þetta hefur kostað blóð, svita og tár en hefur verið algjörlega þess virði og ég myndi ekki vilja breyta neinu á minni leið til betri heilsu. Líf mitt hefur breyst töluvert. Ég er farinn að halda í við íþróttafólk í ræktinni, hljóp 10 kílómetra hlaup á gamlársdag, farinn að íhuga að ganga á fjöll og hef hugsað með mér að fara jafnvel í einkaþjálfarann. Þetta eru betri hugsanir en að vera milli svefns og vöku allan daginn vegna andlegra og líkamlegra erfiðleika. Einnig hef ég tekið eftir auknum áhuga kvenfólks á mér. Sem er nú bara jákvætt,“ segir Mikael og brosir.

Þú átt alltaf rétt á hamingju í lífinu

Mikael lítur sáttur yfir farinn veg og hefur þann draum að geta hjálpað fólki að breyta um lífsstíl.

„Mig langar að hjálpa fólki sem hefur verið að glíma við sömu erfiðleika og ég og sýna þeim að þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég veit að það er klisja að segja þetta en hún er 100% sönn. Ef þú leggur til vinnuna munt þú sjá árangur. Það er ekkert flóknara. Það skiptir engu máli hversu gamall þú ert, hvað þú hefur gert af þér í lífinu, hvaða erfiðleika þú hefur átt við að stríða. Þú átt alltaf rétt á hamingju í lífinu og að vera sáttur í eigin skinni,“ segir Mikael og vill skila þakklæti til þeirra sem studdu hann í sinni vegferð, sem heldur áfram um ókominn tíma.

„Ég vil enda á að þakka fólki sem hefur staðið þétt við bakið á mér. Fjölskylda og vinir hafa verið eins og klettur. Svo vil ég skila sérstöku þakklæti til Magnúsar, þjálfara hjá Reebok og allra þeirra sem æfa með mér í hóptímunum. Þetta fólk skiptir miklu máli og hvetur mig áfram. Ég hef séð fólk ná frábærum árangri í tímunum með mér. Ef fólk vill koma og prófa hóptímana, þá taka allir vel á móti þér.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Snappar um brjóstastækkun: „Ég hef alltaf verið með lítil og nett brjóst“

||
||

Sunna Ýr Perry er 23ja ára gömul og vinnur í líkamsræktarstöð World Class. Hún átti sitt fyrsta barn í júlí á síðasta ári og eignaðist nýverið kærasta. Hún er virk á Snapchat undir nafninu sunna.perry þar sem hún talar mjög opinskátt um líf sitt, meðal annars um brjóstastækkunaraðgerð sem hún er á leiðinni í næstkomandi miðvikudag.

Brjóstin stækkuðu við brjóstagjöf

Sunna stundir líkamsrækt af kappi.

„Ég byrjaði að íhuga stækkun eftir að ég átti barn, þá stækkuðu brjóstin töluvert á meðan brjóstagjöf stóð og minnkuðu svo aftur. Ég hef alltaf verið með lítil og nett brjóst, sem hefur svo sem aldrei verið neitt vandamál. Ég hef aldrei verið óörugg með þau en eftir að hafa upplifað þau stærri, þá langar mig í stærri. Ég er með breiðar mjaðmir, mittismjó og herðabreið og langar að jafna línurnar,“ segir Sunna aðspurð um af hverju hún ætli að leggjast undir hnífinn. Aðgerðin leggst vel í hana.

„Ég er mjög spennt en ekkert rosalega kvíðin og stressuð samt því ég hugsa bara um það að ég hafi átt barn deyfingarlaust og það var mesti sársauki sem ég hef upplifað og við tóku dagar að jafna sig. Ég komst í gegnum það og þá hlýt ég að þola þetta auðveldlega,“ segir Sunna og brosir.

Stelpur fela að þær hafi farið í stækkun

Sunna ætlar að leyfa fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með undirbúningi fyrir aðgerðina og líka bataferlinu. Hún leggur mikið upp úr því að tala opinskátt um hlutina.

„Ég hef verið að snappa opinbert í smá tíma. Ég hef verið frekar opin við minn fylgjendahóp og mér finnst stelpur of mikið fela það að þær hafi farið í stækkun, svo ég ákvað að opna umræðuna en þó aðallega til að fræða fólk. Mjög margar konur sem vilja sjálfar fara hafa þakkað mér fyrir að segja frá þessu, tala um ferlið og svona,“ segir Sunna, sem talar ekki eingöngu um aðgerðina á samfélagsmiðlinum.

A post shared by SUNNA ÝR PERRY (@sunnap94) on

„Ég er aðallega að sýna frá mínu dagsdaglega lífi. Ég stunda mikla líkamsrækt og borða hollt þannig ég sýni frá því og einnig barninu mínu. Ég er smá sprelligosi svo ég held öllu á jákvæðum og hressum nótum. Ég leyfi síðan fólki líka að fylgjast með stóru hlutunum í lífinu mínu, ég keppti í módel fitness 2016 og sýndi frá öllu því ferli, svo snappaði ég út alla meðgönguna mína og eftir fæðingu og svona, og núna aðgerðin.“

Nokkurs konar áhrifavaldur

Sunna segist finna fyrir meðbyr á Snapchat og segir viðbrögðin við einlægni sinni hafa verið góð.

„Ég hef bara fengið góð og falleg skilaboð. Varðandi aðgerðina þá hef ég fengið gríðarlega góð viðbrögð, mikið spurt út í lækninn sem ég fer til, kostnað, batatíma og fleira,“ segir Sunna, en líklegast er það ekki of sögum sagt að hún sé áhrifavaldur í dag.

Sunna sýnir frá sínu daglega lífi á Snapchat.

„Ég er orðin nokkurs konar áhrifavaldur ef svo má segja, þar sem ég er bæði bloggari á bloggsíðunni glam.is, búin að vera í snappa í dágóðan tíma og fylgjendahópurinn stærri en gengur og gerist hjá öðrum. Einnig er ég með ágætt fylgi á Instagram og ég hef verið að taka að mér auglýsingar og fleira sem er í takt við mína samfélagsmiðla, eitthvað sem hentar mér og mínum fylgjendum.“

En hvað tekur svo við eftir brjóstastækkunaraðgerðina?

„Eftir aðgerðina tekur við bati. Ég mun leyfa fólki að fylgjast með hversu fljót eða lengi ég verð að jafna mig, hvenær ég get byrjað að halda á barninu mínu aftur og svo hvenær ég get byrjað að æfa aftur. Einnig byrja ég að vinna í enda mánaðarins og ég gef mér um það bil tvær vikur til að ná bata áður en ég fer aftur að vinna.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Svona heldur Britney Spears sér í formi

Söngkonan Britney Spears birti myndband af æfingarútínunni sinni á Instagram nýverið, en söngkonan leggur mikið upp úr andlegu og líkamlegu hreysti á síðari árum.

Í myndbandinu, sem má horfa á hér fyrir neðan, sést að Britney vinnur mikið með styrktaræfingar og ketilbjöllur en gerir einnig æfingar til að viðhalda liðleika sínum, sem er ansi mikið. Fer hún til dæmis í brú á tánum og í splitt.

„Að undirbúa mig fyrir sumarið,“ skrifar Britney við myndbandið.

Gearing up for summer!!! ⭐️?⭐️

A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on

Ferill Britney hefur verið stormasamur allt frá því að hún sló fyrst í gegn með plötunni …Baby One More Time árið 1999. Síðustu ár hefur hún verið að skemmta í Las Vegas með sýningunni Britney: Piece of Me. Hún steig fyrst á svið í Las Vegas árið 2013 en síðasta sýningin var á gamlárskvöld í fyrra. Alls kom Britney 250 sinnum fram í Las Vegas og sló met í sölu á síðustu sýningunni.

Sem betur fer fyrir aðdáendur söngkonunnar sem komust ekki til Las Vegas, mun Britney ferðast um heiminn í ár með sýninguna, eins og hún gerði líka í fyrra. Treður hún til að mynda upp í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Aðeins of mikið Photoshop og við springum úr hlátri

||||||||||
||||||||||

Það getur oft verið frekar skemmtilegt að velta sér upp úr öllu því sem til er á internetinu.

Vefsíðan Bored Panda tók saman fullt af auglýsingum og myndum þar sem einhver hafði notað forritið Photoshop aðeins of mikið, með hræðilegum árangri.

Við ákváðum að deila með ykkur okkar uppáhalds myndum og vonum að þær geti framkallað eins og eitt lítið bros á þessum myrka mánudegi.

Auðvitað þarf einhver að passa barnið!

Sæt hjón en hvar eru fæturnir þeirra?!

Af hverju var búkur hestsins Photoshop-aður út?

Michelle Obama með aðeins of mikið af höndum.

Okkur líður illa í lærunum!

Þessir fótleggir eru eitthvað einkennilegir.

Sum kvöld er aðeins of mikið fjör, eiginlega lífshættulegt fjör.

Ég man þegar ég stillti mér upp í sundbol og var með tvo hægri fætur.

Við erum nokkuð viss um að maður tekur ekki sjálfu svona.

Uppáhalds! Einhvers konar töfra augabrúnir.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Feitir einhyrningar er nýjasta æðið í kökugerð

Líkurnar eru að fjölmargir Íslendingar hafi farið í afmælisveislu þar sem einhyrningakaka var í aðalhlutverki. Dæmi um hefðbundna einhyrningarköku, sem hefur verið svo vinsæl, má sjá hér:

#buttercreamcake #unicorncake #rossettes #instacake

A post shared by Angie (@angientito) on

Nú hefur gripið um sitt nýtt æði í einhyrningakökum, nefnilega að hafa einhyrninginn frekar bústinn og helst eins og hann sé nýbúinn að fá sér væna flís af kökunni sjálfri.

Kökurnar eru ekki aðeins girnilegar, heldur einstaklega sætar, og eflaust stutt þar til þetta æði grípur íslenska kökugerðarmenn og -konur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af þessum skemmtilegu kökum:

Fat unicorn Birthday Cake for my child

A post shared by Theresa Täubrich (@crazysweets.de) on

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Spice Girls ekki á leið á tónleikaferðalag

Kryddpíurnar Victoria Beckham, Melanie Brown, Emma Bunton, Geri Halliwell og Melanie Chisholm komu heldur betur sögusögnum af stað þegar Victoria deildi mynd af þeim saman á Instagram þann 2. febrúar síðastliðinn.

„Elska stelpurnar mínar!!! Svo margir kossar!!! Spennandi,“ skrifaði Victoria við myndina.

Stuttu síðar sendu Kryddpíurnar út fréttatilkynningu þar sem þær gáfu í skyn að ný tækifæri myndu banka á dyrnar í nánustu framtíð.

Love my girls!!! So many kisses!!! X Exciting x #friendshipneverends #girlpower

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

Í samtali við Vogue á tískuvikunni í New York sagði fatahönnuðurinn hins vegar að það væri ekki möguleika að stöllurnar væru að koma aftur saman og ferðast um heiminn með tónlist sína.

„Ég er ekki að fara á tónleikaferðalag. Stelpurnar eru ekki að fara á tónleikaferðlag,“ sagði Victoria. Það gæti þó verið smá von fyrir aðdáendur Spice Girls að Victoria útilokaði ekki að stúlknasveitin ætti eftir að vinna meira saman í framtíðinni.

„Það er svo margt slæmt í gangi núna og Spice Girls snerust um gleði og að fagna einstaklingnum. Ég held að það sé meira sem sveitin getur gert og þetta eru svo jákvæð skilaboð fyrir unga krakka,“ bætti Victoria við.

Spice Girls voru uppá sitt besta á tíunda áratug síðustu aldar en fóru síðast á tónleikaferðalag árið 2008 til að kynna safnplötu sína. Þær komu aftur saman árið 2012 og tróðu upp á lokaathöfn sumar Ólympíuleikanna í London.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Ekkert mátti klikka“

|||
|||

Eilífur Örn Þrastarson, meðeigandi og leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu SNARK fékk krefjandi verkefni fyrir stuttu – að leikstýra myndbandi með bandarísku sveitinni Fleet Foxes við lagið Crack-Up þegar hljómsveitin tróð upp á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í fyrra.

Fleet Foxes hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og hefur sveitin meðal annars verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlist sína. Þá hefur sveitin hlotið lof gagnrýnenda fyrir tónlistarsköpun sína og vakti það mikla lukku á sínum tíma þegar tilkynnt var um komu sveitarinnar til Íslands. Mér leikur því forvitni á að vita hvernig það kom til að Eilífur landaði verkefni með þeim.

Ekkert mátti klikka á sjálfan tökudaginn í Hörpu.

„Það var haft samband við framleiðslufyrirtækið okkar, SNARK, í gegnum fyrirtækið Consequence of Sound, sem er ein stærsta tónlistarsíða í heiminum. Þeir höfðu séð myndband sem ég gerði með Ólafi Arnalds við lagið hans 0952. Þeir sendu lagið og ég byrjaði að hugsa um einfalda og skemmtilega útfærslu sem væri hægt að gera með þeim á meðan þeir væru hérna yfir Airwaves hátíðina,“ segir Eilífur. Í framhaldinu ákváð hann og teymið hans hjá SNARK að taka myndbandið upp í einni töku, sem reynir mikið á hæfileika leikstjórans.

„Það var vitað að við yrðum í Hörpu, en mig langaði að færa þetta frá því að vera hefðbundið tónleikamyndband, og langaði að gera þetta persónulegra, með persónulegri frásögn. Við komumst niður á þá hugmynd að gera þetta í einni töku og láta þá flytja lagið á sama tíma. Það er mun meiri áhætta, heldur en að taka margar tökur sem er hægt að klippa saman. Allt verður að gerast á sama tíma, bæði myndataka og tónlistarflutningur. Þannig verður þetta viðkvæmara, allir verða samstiltari fyrir vikið og meiri nánd myndast.

Áhorfandinn finnur fyrir því, og þannig náum við að gera þetta persónulegra, enginn leikur, bara hreinn flutningur.“

Tökumaður með tugi kílóa á sér

Meðlimum Fleet Foxes leist afar vel á hugmynd Eilífs og þar sem myndbandagerð af þessu tagi snýst mikið um nákvæmni og tímasetningu, hófst Eilífur strax handa við að undirbúa sjálfan tökudaginn.

„Við í íslenska teyminu fórum í Hörpu og tímasettum eins mikið og við gátum áður en meðlimir Fleet Foxes komu sjálfir til landsins. Lagið sjálft er í lengri kantinum. Kvikmyndatökumaðurinn þarf að vera með sérstakan stöðugleikabúnað og með öllu vegur búnaðurinn tugi kílóa, þannig að það var útséð að þetta yrði líkamlega erfitt fyrir tökumanninn.  Í ofanálag er lítið pláss, snúrur liggjandi úti um allt og dimmt svið. En allt gekk vonum framar, og þarf vart að taka það fram að Tómas Marshall, tökumaður, stóð sig eins og hetja,“ segir Eilífur er hann rifjar upp undirbúningstímabilið. Á sjálfum tökudeginum var síðan allt undir og ekkert mátti klikka.

Fleet Foxes og Snark-liðar áttu fallega stund í Hörpu.

„Á tökudeginum settum við allt upp og lýstum í samstarfi við ljósamenn Fleet Foxes og starfsfólk Hörpu og ræddum um hvernig þetta gæti gengið sem best fyrir sig. Við heyrðum æfingu af laginu daginn áður, þannig að við vissum aðeins betur hvernig þetta myndi verða á tökudeginum. Meðlimir hljómsveitarinnar voru auðvitað líka mjög faglegir og allir vildu að þetta myndi ganga vel, og það er smá pressa því ekkert mátti klikka. Það má segja að það hafi verði smá spenna fólgin í því að gera svona. Performansinn, kameruvinnan, kórinn, ljósin og annað þurfti að passa vel tímalega, því annars yrði öll takan ónýt,“ segir Eilífur en kvennakórinn Graduale nobili tók einnig þátt í tökunum.

„Allt gekk eftir á endanum og hljómsveitin var ánægð með sinn performans og kórinn líka. Við kláruðum daginn, spjölluðum aðeins við hljómsveitina og það voru bara allir mjög sáttir og létt að þetta skuli hafa tekist vel.“

Besta myndband Fleet Foxes?

Eilífur segir það hafa verið gefandi að vinna með hljómsveitinni, þó hann hafi átt í mestum samskiptum við forsöngvarann, Robin Pecknoid.

„Hljómsveitarmeðlimirnir voru heilt yfir mjög hressir, en það getur verið smá þreyta í mönnum á svona tónleikaferðalagi eins og þeir voru á. Söngvarinn var sá sem við áttum í mestum samskiptum við og hann var gífurlega viðkunnanlegur og rosalega spenntur fyrir þessu. Það var gaman að vinna með honum í að spá í smáatriðunum á staðnum.“

Myndbandið við lagið Crack-Up var frumsýnt fyrir stuttu á fyrrnefndri tónlistarsíðu, Consequence of Sound. Eilífur segir hljómsveitina hafa verið hæstánægða með afraksturinn.

Hér er Eilífur lengst til hægri. Í miðjunni er Robin, söngvari Fleet Foxes, og lengst til vinstri er Ólafur Páll Torfason, framkvæmdastjóri SNARK.

„Allir eru mjög ánægðir með lokaútgáfuna af þessu myndbandi og við náðum að fanga fallegt augnablik og góða minningu. Það fór ferli í gang þar sem allir skoða og hafa sitt að segja. Í rauninni þá var okkur bara tjáð það að ef þeir í Fleet Foxes yrðu ekki sáttir, yrði þetta ekki gefið út, en þegar þeir sáu þetta, þá sáum við þó fljótt að þeir væru sáttir,“ segir Eilífur en þess má geta að söngvari Fleet Foxes lét þau orð falla á samfélagsmiðlum á dögunum að þetta væri besta myndband sem hefði komið úr herbúðum hljómsveitarinnar.

Ánægður með útkomuna og viðtökurnar

SNARK framleiðir mikið af íslenskum auglýsingum fyrir net og sjónvarp og eins er Eilífur að vinna að handriti að bíómynd og þróa hugmyndir að leiknu efni. En opnar gerð Fleet Foxes-myndbandsins einhverjar dyr fyrir hann?

„Fleet Foxes-myndbandið er svo það nýkomið út, en hvaða áhrif það hefur á mitt líf eða tækifæri er í raun ómögulegt að segja og ég á svo sem ekki von á því að þetta breyti lífi mínu mikið. En þetta fer í mikla dreifingu og margir sem munu sjá þetta, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni, vonandi auðvitað sjá einhverjir skemmtilegir það þarna úti og fleiri skemmtileg verkefni gætu fæðst í kjölfarið. En í rauninni er ég ekkert að hugsa um það. Ég er bara ánægður með útkomuna og viðtökurnar.“

Myndbandið umtalaða má sjá hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

„Þú ert ekki vinkona mín“

Kim Cattrall and Sarah Jessica Parker during Kim Cattrall and Sarah Jessica Parker On Location For "Sex And The City" at Saks Fifth Ave in New York

Leikkonan Kim Cattrall missti bróður sinn, Chris Catrall, fyrir stuttu, en hún tilkynnti það á Instagram þann 4. febrúar síðastliðinn.

Nokkrum dögum síðar birti hún skilaboð til leikkonunnar Söruh Jessicu Parker, en þær stöllur léku saman, eins og frægt er orðið, í þáttunum og kvikmyndunum Sex and the City.

„Ég þarf ekki ást þína eða stuðning á þessum hræðilega tíma @sarahjessicaparker,“ stendur í Instagram-færslunni en Kim er öskureið yfir því að Sarah Jessica sé að nýta sér andlát Chris Catrall til að bæta ímynd sína, að hennar sögn.

„Mamma mín spurði mig í dag: Hvenær mun hræsnarinn @sarahjessicaparker láta þig í friði? Það að þú hafir stanslaust samband er sársaukafull áminning um hve grimm þú varst og ert. Leyfðu mér að skrifa þetta skýrt (ef ég hef ekki gert það nú þegar). Þú ert ekki fjölskyldan mín. Þú ert ekki vinkona mín. Þannig að ég er að skrifa í síðasta sinn til að segja þær að hætta að nýta þér okkar harmleik til að bæta ímynd þína,“ skrifar Kim.

Með þessum orðum deilir hún hlekk á grein í New York Post um hvernig illindi hafi eyðilagt Sex and the City.

Sarah Jessica skrifaði athugasemd á Instagram til Kim og sendi henni samúðarkveðjur en hún tjáði sig líka um andlát Chris Cattrall í viðtali við Entertainment Tonight og Extra nýverið.

Það hefur andað köldu á milli Söruh Jessicu og Kim eftir að sú síðarnefnda neitaði að leika í þriðju Sex and the City-myndinni. Í viðtali við The Times sagði Kim að hún og Sarah Jessica hefðu aldrei verið vinkonur og að henni þættu kvikmyndirnar um beðmál í borginni ekki endurspegla alvöru Bandaríkin, heldur væru frekar auglýsingar fyrir merkjavöru.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Nándin við föður ekki síður mikilvæg“

|
|

Feður yfir fimmtugu.

Björn með börnunum sínum Birtu, 18 ára, Loga, 13 ára, Birnu, 7 ára, og Ástu, 4 ára.

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar og Dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, er 58 ára og á fjögur börn á aldrinum 4-18 ára. Hann er einstæður faðir en segist svo heppinn að eiga tvær góðar barnsmæður. Björn er einn af fjórum mönnum úr Félagi eldri feðra sem eru í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs.

„Ég var mjög seinn að læra það hvernig maður býr til börn og var fertugur þegar fyrsta barnið fæddist. Það varð gríðarleg gleði að eignast loksins barn. Sýnin á tilgang lífsins breyttist í einu vetfangi og þróaðist síðan áfram í rétta átt. Ég var 54 ára þegar yngsta dóttirin fæddist og það var ekki síður yndislegt en þegar sú fyrsta fæddist. Ég hef alltaf verið „eldri faðir“ og forgangsröðun föðurhlutverksins og umhyggju fyrir börnum eykst bara með aldrinum,“ segir Björn sem á börnin Birtu, 18 ára, Loga, 13 ára, Birnu, 7 ára, og Ástu, 4 ára.

„Ég tók fæðingarorlof vegna fyrstu þriggja barnanna. Þegar fjórða barnið fæddist þá hafði fæðingarorlofsstyrkur verði skorinn mjög mikið niður, eftir efnahagshrunið, svo að ég tók í staðinn út allt sumarleyfi sem ég átti inni til tveggja ára, og fékk þannig tæplega þriggja mánaða fæðingarorlof án mikillar tekjuskerðingar.“

Hann segir að forgangsröðunin breytist í lífinu með hækkandi aldri. „Rúmlega fertugur flutti ég heim til Íslands eftir meira en tveggja áratuga búsetu erlendis, búinn að klára doktorspróf, sinna alþjóðlegum vísindastörfum og búinn að skrifa þær helstu bækur sem ég vildi skrifa. Þá þegar var manni orðið ljóst að foreldrahlutverkið er mikilvægara en starfsframinn. Ég tel að að mörgu leyti betra að vera kominn á þenna aldur með ung börn. Einna helst vegna þess að þegar menn eru yngri freistast þeir ef til vill til að forgangsraða öllu hinu sem menn vilja gera, og þá sérstaklega starfsframa eða þess að afla fjármuna fyrir fjölskylduna, sem er að vísu mjög skiljanlegt.“

Samfélagslegir fordómar
Björn segist finna sérstaklega fyrir miklum stuðningi og hvatningu meðbræðra sinna og nánustu fjölskyldu við því að vera faðir á þessum aldri. „Yndislegt fólk. Móðirin hefur auðvitað alveg einstakt og náið samband við ungbarnið fyrstu 1-2 árin, hún hefur jú gengið með barnið og gefur því brjóst, hlutverk sem við karlmennirnir tökum seint að okkur. En varðandi umönnun barna sem eru orðin eldri en þetta þá er nándin við föðurinn ekkert síður mikilvæg. Ég hef fundið fyrir fordómum í þá átt að karlmenn almennt séu ekki jafn mikilvægir foreldrar og konur. Að heimili föðurins sé nokkurskonar helgar-heimili, að hann sé helgar-pabbi og föður fjölskyldan helgar-fjölskylda, en að móðirin sé aðalforeldrið, með aðalheimilið og aðalfjölskylduna. Margir í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og bara almennt í þjóðfélaginu virðast hafa óskaplega gamaldags sýn á föðurhlutverkið. Báðar barnsmæður mínar eru sem betur fer vel upplýstar hvað þetta varðar, við hugsum fyrst og fremst um vellíðan barnanna þegar tökum ákvarðanir um umgengni og slíkar ákvarðanir geta tekið breytingum eftir aðstæðum.“

Björn segist alltaf hafa sofið frekar lítíð og hafi í gegnum tíðina oft fundið fyrir þreytu, inn á milli. „Þetta hefur lítið breyst síðastliðna áratugi. Það er auðvitað mjög krefjandi að vera foreldri smábarna og smábarnaforeldrar eru almennt oft þreyttir, skiljanlega svo. En þetta er kærleiksvinna, maður sér ekki eftir einni sekúndu. Ég mæli eindregið með að menn eignist börn, almennt. Og ekki verra að gera það þegar menn hafa tekið út starfsframa og hafa forgangsraðað tíma sínum betur. Föðurhlutverkið gefur mér möguleikann á að gefa kærleika og umhyggju. Óborganlegt,“ segir Björn og bætir hlægjandi við að lokum: „Svo máttu taka það fram að fyrirspurnir um hjúskaparstöðu og aðra einkahagi eru velkomnar á samfélagsmiðlinum Facebook.“

Viðtalið við Hallgrím Helgason.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Mátaði einungis einn kjól fyrir brúðkaupið

Allt mjög afslappað og þægilegt

Hafdís Huld Þrastardóttir Wright flutti heim frá Englandi fyrir átta árum en hún býr nú í litlu bleiku húsi í Mosfellsdalnum ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Hún segir tækifærin fleiri í bresku samfélagi en Ísland sé barnvænna og henti því fjölskyldunni betur. „Þegar við ræddum fyrst saman um að flytja hingað heim var eina krafa Alisdair að geta haft fjöll í augnsýn. Þegar við römbuðum svo á litla bleika húsið var ekki aftur snúið því bæði er það eins og lítið breskt tehús en héðan er líka hægt að horfa til fjalla út um alla glugga.”

Hafdís lýsir eiginmanni sínum sem ekta breskum herramanni en hún fær reglulega spurningar hvort hann geti tekið að sér að fínpússa íslenska víkinga. „Það var eitt af því fyrsta sem ég heillaðist af við hann, þessi þægilega nærvera og tillitssemi sem hann býr yfir. Það er ákaflega gott að ala upp barn með manni sem býr yfir þessum eiginleikum.”

Örfáum dögum eftir að dóttir hjónanna kom í heiminn bar Aldisdair upp bónorðið. „Hann færði mér tebolla og lítinn kassa sem í var trúlofunarhringur sem langafi hans hafði gefið langömmunni í Glasgow fyrir tæpum 100 árum síðan. Þetta er ótrúlega fallegur hringur og enn í upprunalega boxinu. Bónorðið var einlægt og látlaust, alveg í okkar anda. Þegar kom að brúðarkjólnum langaði mig að vera í látlausum gamaldags kjól og fann hann nokkrum mánuðum fyrir brúðkaupið. Þetta er ekki hefðbundinn brúðarkjól en ég heillaðist strax af honum og var þetta því eini kjólinn sem ég mátaði.”

Brúðkaupið var haldið í gróðurhúsi foreldra Hafdísar og lýsir hún deginum sem ævintýralegum.„Mamma sá um allar skreytingarnar ásamt því að baka brúðartertuna og pabbi smíðaði bæði bar og dansgólf í gróðurhúsið þar sem við tókum svo á móti gestunum með jólaglöggi og lifandi tónlist. Þetta var yndislegur dagur í alla staði.”

 

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir.

Mynd / Aldís Pálsdóttir.

Þú þarft bara tvo áfenga drykki til að missa alla stjórn

Rannsakendur við háskólann í New South Wales í Ástralíu hafa rannsakað áhrif áfengis á heilann og hafa komist að þeirri niðurstöðu að fólk þurfi bara að innbyrða tvo áfenga drykki til að geta mögulega misst alla stjórn á sér og skapi sínu.

Þeir rannsökuðu tenginguna á milli áfengisneyslu og árásargirni og notuðu til þess segulómun til að mæla breytingar á blóðflæði í mannsheilann þegar manneskjur voru búnar að innbyrða áfengi. Kom í ljós að það gæti þurft aðeins tvo áfenga drykki til að takmarka virkni heilabörksins, sem hefur áhrif á ákvarðanatöku og félagslega hæfni.

Við framkvæmd rannsóknarinnar gáfu rannsakendur fimmtíu heilbrigðum karlmönnum annað hvort tvo vodkadrykki eða lyfleysu. Síðan þurftu mennirnir að ljúka verkefni á móti tölvu sem var hönnuð til að leggja mat á árásargirni þeirra, til dæmis með því að skaprauna mönnunum.

Segulómun á heila þeirra sem höfðu drukkið vodkadrykkinn sýndi fram á minni virkni í heilaberkinum á meðan engin breyting var á virkninni hjá þeim sem fengu lyfleysuna.

Í niðurstöðum sínum tóku rannsakendur fram að áfengisneysla spilaði stóra rullu í helmingi allra ofbeldisfullra glæpa. Því væru niðurstöður og rannsóknir sem þessar mikilvægar til að skilja af hverju ölvað fólk verður stundum ofbeldisfullt.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Þær hötuðu hvor aðra“

Eins og við sögðum frá fyrir stuttu andar köldu á milli Sex and the City-leikkvennanna Kim Cattrall og Söruh Jessicu Parker. Í grein á vef tímaritsins Us Magazine, segja heimildarmenn tímaritsins að þeim hafi ekki komið vel saman við tökur á þáttunum og bíómyndunum.

„Ég veit ekki af hverju Kim þurfti að taka þetta niður á þetta plan,“ segir einn heimildarmaður tímaritsins sem er náinn Söruh Jessicu. Annar nafnlaus heimildarmaður bætir við að þær Kim og Sarah Jessica hafi verið óvinkonur síðan tökur hófust á annarri seríu af Beðmálum í borginni.

„Þær hötuðu hvor aðra.“

Enn annar heimildarmaður, sem náinn er Kim, segir sambandið á milli þeirra hafi versnað mikið.

„Meðleikarar þeirra skilja ekki af hverju Kim hellti sér yfir hana. Þetta var ekki svona slæmt á meðan á tökum stóð.“

Kim sendi kalda kveðju til Söruh Jessicu rétt eftir að sú fyrrnefnda missti bróður sinn og sakaði hana um að nota andlát hans til að bæta ímynd sína.

„Það er engin ást þarna, en Sarah Jessica var bara að vera kurteis. Þetta er sorglegt,“ segir vinur leikkonunnar.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Hún spurði af hverju gaurinn barðist ekki fyrir henni og fékk frábært svar

|||||||
|||||||

„Gaur bauð mér út á stefnumót í dag og ég sagði nei, en mig langaði að hann myndi reyna meira. Af hverju reyndi hann ekki aftur?“ Svona hljómar spurning sem kona nokkur setti inn á síðuna Quora, þar sem fólk getur spurt hinna ýmissa spurninga og fengið svör við þeim.

Maður að nafni Ron Rule ákvað að svara konunni og má með sanni segja að svarið hans hafi slegið í gegn.

„Stelpa spurði mig hvað mig langaði í í hádegismat og ég sagði pítsu, en mig langaði í raun og veru í steik. Af hverju færði hún mér pítsu,“ skrifar Ron og heldur áfram.

„Sérðu hversu heimskulega þessi spurning hljómar? Svona hljómar spurningin þín.“

Notendum Quora var greinilega skemmt og ákváðu margir hverjir að svara spurningunni líka á mjög spaugilegan hátt, eins og má sjá hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þurfti að vera með álímdan þveng í kynlífssenunum

||
||

Þriðja og seinasta myndin í Fifty Shades-þríleiknum, Fifty Shades Freed, var fumsýnd fyrir stuttu og opnar aðalleikkonan Dakota Johnson sig um þær fjölmörgu kynlífssenur sem hún hefur leikið í í myndunum í viðtali við Marie Claire.

Hún segir að upptökur á handjárnaatriðinu í rauða herberginu hafi tekið mikið á.

„Langerfiðasta atriðið, af öllum þremur myndunum, var kynlífsatriðið í þriðju myndinni þar sem ég var járnuð á höndum og fótum. Og ég var með bundið fyrir augun. Og það var pínulítið áfall því ég gerði mér ekki grein fyrir því að þó að ég væri vel undirbúin og æfð að skilningarvitin hrífa mann með sér og maður getur ekki stjórnað því hvernig taugakerfið bregst við. Þannig að það var mjög erfitt að leika þá senu,“ segir Dakota og bætir við að stundum hafi þurft smá áfengi til að stappa í sig stálinu fyrir kynlífssenurnar.

Margar senur tóku á við tökur á Fifty Shades-þríleiknum.

„Bróðurpartur undirbúningsins fór í að átta sig á því hvernig nákvæmlega við ætluðum að klára senuna þannig að við þurftum mikið að bíða þegar við vorum bæði mjög berskjölduð. En ef eitthvað er mjög, mjög erfitt þá er stundum nauðsynlegt að fá sér staup af einhverju mjög sterku fyrst.“

Kynlífssenur aldrei auðveldar

En er einhvern tímann auðvelt að leika í kynlífssenu?

„Nei, það er aldrei auðvelt. Það er ekki afslappað og skemmtilegt. Það er aldrei auðvelt,“ segir Dakota, sem þurfti að vera í sérstökum klæðnaði við tökur til að gæta velsæmis. Þá þurfti mótleikari hennar, Jamie Dornan, að vera með lítinn poka á kynfærum sínum.

„Það er ekkert rosalega þokkafullt – það er rosalega ósexí. Hann var með pokann og ég var í bandalausum þveng sem þurfti að líma á mig. Þetta er ekki lím, en þetta efni er klístrað,“ segir Dakota og bætir við að stundum hafi þvengurinn losnað.

Dakota og Jamie í hlutverkum sínum.

„Þá var þvengurinn límdur við líkama minn þannig að hann myndi ekki detta af mér. Og ég var í tveimur stykkjum. Það var ekki sársaukafullt þar sem þetta er varla nokkurt efni. En ég held að manni finnist maður vera hulinn að einhverju leiti. Þetta er mjög skrýtið.“

Kynlífsráðgjafar á setti

Í viðtalinu segir hún einnig að sérstakir ráðgjafir hafi unnið við tökur myndarinnar, sérfræðingar í hinum ýmsu kynlífsathöfnum og -tólum.

„Við vorum með fólk sem sérhæfir sig í að vita hvernig hlutir virka, eins og hvernig á að nota viss tól og tæki. Það er ákveðin aðferðarfræði. Þetta er vandmeðfarið og smáatriðin eru mjög mikilvæg. Reglurnar eru líka mjög mikilvægar. Við vildum ekki gera mynd um eitthvað sem við rannsökuðum ekki til hlítar.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Horfði á aðdáendur syngja lögin sín

Katy Perry

Söngkonan Katy Perry, sem er hvað þekktust fyrir lög eins og Firework, Roar og I Kissed a Girl, er skemmtileg í nýjum þætti af You Sang My Song á myndbandarás tímaritsins Glamour.

Eins og nafnið gefur til kynna, horfir Katy á aðdáendur sína syngja lögin sín á YouTube og er gaman að fylgjast með viðbrögðum stjörnunnar.

Meðal laga sem hún horfir á eru Unconditionally, Last Friday Night (T.G.I.F), Dark Horse, I’m Still Breathing, Chained to the Rhythm, The One That Got Away og fyrrnefnd Roar, I Kissed a Girl og Firework.

Það er ekki aðeins hressandi að fylgjast með hvernig Katy bregst við að sjá aðra syngja lögin hennar, heldur einnig yndislegt að sjá viðbrögð aðdáenda þegar þeir fá að heyra að söngkonan sjálf eigi eftir að hlýða á flutning þeirra.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þessi franska skautadrottning skautaði við Beyoncé og vann hjörtu heimsins

Franska skautadrottningin Maé-Bérénice Méité sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang fyrir stuttu. Maé-Bérénice sigraði ekki keppnina, en hún vann hins vegar hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með atriði sínu.

Þessi 23ja ára skautadrottning var í fyrsta lagi ekki í hefðbundnum búning. Hún klæddist svörtum leggings í atriði sínu, en algengara er að sjá konur sem keppa í þessari íþrótt í pilsum. Í öðru lagi skautaði hún við Beyoncé-lögin Halo og Run the World (Girls), en ekki er mikil hefð fyrir því að skautað sé við þekkt popplög.

Tístarar létu ekki á sér standa og tístu í gríð og erg um hve mögnuð Maé-Bérénice væri.

„Maé-Bérénice Méité frá Frakklandi skautaði Í BUXUM og endaði Beyoncé-syrpuna sína á Run the World (Girls). Stelpa, þú ert Ólympíuhetja,“ skrifaði einn Twitter-notandi.

„Mér er sama hvernig henni gengur, en að Maé-Bérénice Méité sé í buxum og að skauta við Beyoncé er kraftmikið,“ skrifaði annar.

Maé-Bérénice Méité heillaði ekki dómarana og fékk 46.62 stig sem setti hana beint í níunda sætið.

Hér fyrir neðan má sjá sum viðbragðanna við atriði hennar á Twitter:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Náði oft ekki að sofna út af kynferðislegu áreiti

„Eftir hinu kröftugu og mögnuðu #metoo herferðina, sem ég leyfi mér að segja að við erum flest alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þá hef ég þessa löngun til að varpa ljósi á nýja hlið á #metoo, og ég vona að hún sé viðeigandi,“ skrifar ljósmyndarinn Helgi Ómarsson í áhrifamiklum pistli á Facebook-síðu sinni.

Helgi er samkynhneigður og vill með pistlinum varpa ljósi á þann veruleika sem hann hefur lifað við sem maður sem hrífst af öðrum mönnum. Helgi gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi að birta pistilinn.

Gripið í klof og rass

„Sem samkynhneigður karlmaður, þá hef ég ekki alveg fundið minn sess í þessari #metoo umræðu, nema bara allan minn hjartans stuðning gagnvart kvenna. Ég er karlmaður sem heillast af karlmönnum. Ég hef lent í ýmsu í gegnum síðustu tæplega tíu ár sem ég hef verið útúr skápnum og samþykkt að ég heillast að sama kyni. Mín fyrstu ár útúr skápnum var mér smá misskilningur innra með mér, þar sem ég hélt að ég þyrfti að sætta mig við það sem gerðist innan queer kultúr landsins ef svo má orða,“ skrifar Helgi og bætir við að hann hafi sætt sig við ýmislegt sem hann gerir sér grein fyrir í dag að hafa ekki verið í lagi.

„Nú var ég hommi, og það þýddi að ég þurfti að veita vinkonum ráð, sætta mig við að hinir hommarnir á skemmtistöðunum voru ágengir, gripið í klof, rass, áreittur, af bæði karlmönnum og kvenmönnum einnig. Allt útaf því að ég var nú hommi, þetta er greinilega það sem við eigum bara að sætta okkur við. Mjög kynvæð menning en þar hef ég aldrei fundið mig. Ég veit ekki hversu oft í gegnum tíðina, ég hef komið heim af lífinu og ekki geta sofnað vegna áreiti sem ég varð fyrir. Farið inná buxurnar mínar, haldinn niður því ég átti að kyssa þessa eldri konu eða þennan sterka mann. Ég var nokkuð vissum að þetta var bara eitthvað sem var partur af þessu, og ég þyrfti bara að kyngja því og halda áfram og reyna setja mínar grensur, rétt eins og kannski konum líður.“

Finnur enn fyrir ógleðinni

Hann segir þessi ár hafa haft mikil áhrif á sig.

„Margt af því sem hefur gerst fyrir mig liggur enn í mér, og ef þetta poppar upp í hausnum á mér, þá finn ég fyrir ógleðinni sem ég man eftir.“

Helgi flutti til Kaupmannahafnar fyrir tæpum sex árum síðan og hefur haldið sig frá skemmtanalífinu.

Eftir að ég flutti til Kaupmannahafnar, fyrir tæpum sex árum hef ég farið inná Gay stað, kannski sex sinnum. Því þar er þetta örugglega tíu sinnum grófara, og ég finn ekki minn sess. Þetta er bara ekki ég. Ég hef síðan ég flutti haldið mér frá skemmtanalífinu hér, því ég hreinlega fæ mig ekki til þess,“ skrifar hann og heldur áfram.

„Með þessum skrifum, vil ég varpa ljósi á skuggahliðar gay kúltúrsins og kannski reyna ná til þeirra sem hafa svipaðar upplifanir, hommar, lessur, gagnkynhneigðir og allt þar á milli og hversu hrikalega grófur hann getur verið hvað varðar kynferlislegt áreiti. Við megum líka stíga fram og segja frá. Gay kúltúr á ekki að taka neitt af okkur, því við eigum okkur líka sjálf. Við þurfum ekki að sætta okkur við kynferislegt áreiti heldur.

Ef þið spyrjið mig, þá eiga ekki bara gagnkynhneigðir karlmenn að hugsa sig tvisvar um og læra um #metoo og taka herferðina til sín.

Þetta hefur blundað í mér í marga mánuði, og hér er það sem mig langaði að segja.

Áfram #metoo, áfram konur, karlar, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir og allir þarna á milli. Breytum til hins betra.“

Hér fyrir neðan má sjá pistilinn í heild sinni:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið

||
Harry og Meghan trúlofuðu sig árið 2017. Þessar myndir voru teknar af þeim í tilefni af trúlofuninni.||

Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle tilkynntu trúlofun sína þann 27. nóvember síðastliðinn. Parið kynntist í London í júlí árið 2016 og í nóvember það sama ár var sambandið staðfest.

Síðan þau trúlofuðu sig hafa meiri og meiri upplýsingar borist um stóra daginn þannig að það er vert að kíkja á það sem við vitum nú þegar um herlegheitin.

Dúllurnar Meghan og Harry.

Maíbrúðkaup

Harry og Meghan munu ganga í það heilaga þann 19. maí á þessu ári. Þetta staðfesti talsmaður Kensington-hallar á Twitter þann 15. desember.

Sérstök kapella

Parið mun játast hvort öðru í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala á Englandi. Kapellan hefur mikla þýðingu fyrir Harry sem var skírður þar árið 1984. Konungsfjölskyldan mun borga fyrir brúðkaupið samkvæmt tilkynningu frá Kensington-höll í lok nóvember á síðasta ári.

Vilhjálmur verður svaramaður

Í desember var það staðfest að Harry hefði beðið bróður sinn, Vilhjálm Bretaprins, að vera svaramaður sinn. Þá hefur því verið haldið fram að börn Vilhjálms og Kate Middleton, Georg prins og Charlotte prinsessa, muni gegna hlutverki í brúðkaupi frænda síns. Meghan hefur ekki tilkynnt hver aðalbrúðarmey hennar verður, en líklegt er að það verði vinkona hennar og stílistinn Jessica Mulroney.

Brúðkaup í beinni

Staðfest var í lok nóvember á seinasta ári að sýnt verður beint frá brúðkaupi Harry og Meghan, aðdáendum konungsfjölskyldunnar til mikillar ánægju.

Þetta er gestalistinn

Pippa og James Middleton, systkini Kate Middleton, verða í brúðkaupinu. Einnig er talið að fjölmargir leikarar og meðlimir tökuliðs þáttanna Suits, sem Meghan leikur í, verði viðstaddir, til að mynda Patrick J. Adams, Sarah Rafferty, Rick Hoffman og Íslandsvinurinn Gabriel Macht. Þá er einnig talið líklegt að Meghan sé búin að bjóða nánum vinum sínum, svo sem tennisstjörnunni Serena Williams, matreiðslumanninum Tom Sellers og forsætisráðherra Kanada og hans frú, Justin og Sophie Trudeau. Að sama skapi er talið að Harry muni bjóða vinum sínum, tónlistarfólkinu James Blunt, Ellie Goulding og Joss Stone. Tónlistarmaðurinn Elton John æsti síðan upp sögusagnir þess efnis að hann ætlaði að skemmta í brúðkaupinu þegar hann frestaði tvennum tónleikum í Las Vegas helgina sem brúðkaupið fer fram.

Parið er yfir sig ástfangið.

Heiðrar móður sína

Harry var aðeins tólf ára gamall þegar móðir hans, Díana prinsessa, lést í bílslysi í ágúst árið 1997. Harry bað Meghan með hring sem var búið að skreyta með demanti úr nælu sem móðir hans átti. Einnig er talið að Meghan muni bera kórónu prinsessunnar heitnu á brúðkaupsdaginn.

Titlarnir

Talið er að Meghan og Harry hljóti titlana hertogi og hertogynjan af Sussex eftir giftinguna.

Mæðgnastund við altarið

Talað hefur verið um að Meghan vilji að móðir hennar, Doria Ragland, gangi með henni upp að altarinu, en ekki faðir hennar, Thomas Markle, eins og hefðin segir til um.

Leyfa bæjarbúum að taka þátt

Búið er að staðfesta að Harry og Markle muni keyra um bæinn Windsor eftir athöfnina og snúa síðan aftur til Windsor-kastala. Samkvæmt tilkynningu frá Kensington-höll vilja brúðhjónin að sem flestir fái að taka þátt í þessum stóra degi í þeirra lífi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Losaði sig við 27 meðgöngukíló á fjórtán mánuðum

Leikkonan Blake Lively eignaðist sitt annað barn með leikaranum Ryan Reynolds, hnátuna Inez, í september árið 2016. Fyrir áttu þau dótturina James, þriggja ára.

Hún birti mynd á Instagram í gær af sér og einkaþjálfara sínum, Don Saladino, greinilega stolt af því að vera búin að losa sig við meðgöngukílóin, sem voru alls rúmlega 27 talsins.

„Viti menn, maður losnar ekki við 27 kílóin sem maður bætir á sig á meðgöngunni með því að skrolla í gegnum Instagram og velta fyrir sér af hverju maður lítur ekki út eins og bikinífyrirsæta,“ skrifar Blake við myndina og bætir við:

„Takk @donsaladino fyrir að koma mér í form. Það tók tíu mánuði að bæta þessu á mig, fjórtán mánuði að losna við þetta. Ég er mjög stolt.“

Leikkonan komst nýverið í fréttir eftir að hún slasaðist á hendi á meðan hún lék í áhættuatriði í nýjustu kvikmynd sinni, The Rhythm Section, en hún lætur meiðslin greinilega ekki stöðva sig.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þessar konur buðu á stefnumót – sjáið viðbrögðin

|||||||||||||||
|||||||||||||||

Valentínusardagurinn er á næsta leiti, nánar tiltekið þann 14. febrúar næstkomandi. Breski bloggarinn Oloni ákvað að að hvetja konur til að bjóða þeim sem þær væru skotnar í út á stefnumót á þessum degi, eins og hún reyndar gerði líka í fyrra.

„Mér datt þetta í hug þegar ég var að hugsa um leiðir til að hvetja konur til að vera sjálfsöruggari,“ segir Oloni í viðtali við Bored Panda.

„Áskorunin var æfing fyrir konur til að æfa sig í að taka af skarið,“ bætir Oloni við en hér fyrir neðan má sjá viðbrögðin sem sumar af konunum fengu.

Númer 1

Númer 2

Númer 3

Númer 4

Númer 5

Númer 6

Númer 7

Númer 8

Númer 9

Númer 10

Númer 11

Númer 12

Númer 13

Númer 14

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Sextíu kílóum léttari: Lagður í einelti og glímdi við sjálfsvígshugsanir

||
||

„Ég hef verið of þungur frá því ég man eftir mér en líklega byrja ég að þyngjast fyrir alvöru í byrjun grunnskólans,“ segir Mikael Þorsteinsson, 32ja ára gamall yfirkokkur á veitingastað í Reykjavík. Fyrir tveimur árum ákvað hann að breyta um lífsstíl og hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma.

Mikael er uppalinn hjá móður sinni á Húsavík og var lagður í einelti í grunnskóla.

Mikael glímdi við þunglyndi.

„Ég varð strax auðvelt skotmark fyrir aðra krakka í skólanum og var lagður í einelti alla grunnskólagönguna sem hefur áhrif á mig enn þá í dag. Ég var uppnefndur daglega og var eltur heim oft á tíðum með orðum sem særðu mikið. Ég var aldrei góður í íþróttum og kveið ég mikið fyrir að fara í íþróttatíma innan skólans. Bæði vegna þess að ég þurfti að klæða mig í íþróttafötin fyrir framan aðra stráka sem gerðu þá óspart grín að manni og jafnvel íþróttakennarar sögðu við mig að ég yrði að standa mig betur og gera þetta eins og hinir krakkarnir. Sérstaklega kveið ég fyrir því að fara í sturtu eftir tímana, þar sem kom fyrir að maður var sleginn með blautum handklæðum. Andlega ofbeldið var samt mikið algengara. Ég átti samt alltaf ákveðinn vinahóp sem hjálpaði til við að gera lífið bærilegt líklega,“ segir Mikael.
Hann þróaði með sér þunglyndi á unglingsárunum og eftir tvítugt var andlega heilsan orðin mjög slæm. Þá reyndi hann að deyfa sársaukann.

Kom fram við sig eins og ruslatunnu

„Líklega reyndi ég að deyfa ákveðinn andlegan sársauka með áfengi. Það voru ekki margar helgarnar sem ég tók án þess að hafa áfengi við höndina í vinahópi,“ segir Mikael og heldur áfram.

„Í kringum þrítugsafmælið mitt var ég kominn eins langt niður og hægt var. Vakti heilu næturnar og svaf á daginn og borðaði ógrynni af óhollu fæði og kom fram við mig eins og ruslatunnu. Á þeim tíma var ég orðinn 147 kíló. Á ákveðnum stundum var ég farinn að íhuga að líklega væri betra fyrir alla að ég væri ekki til og það hræddi mig virkilega að hafa þær hugsanir. Þá ákvað ég að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum til að endurheimta einhverja lífshamingju.“

Tæp sextíu kíló farin á tveimur árum

Mikael hefur búið í Reykjavík síðustu níu árin en það var í byrjun árið 2016 sem hann fékk sér líkamsræktarkort í Reebok Fitness, staðráðinn í að breyta um lífsstíl.

„Áður fyrr fannst mér alltaf leiðinlegt að fara í ræktina. Ég þoli ekki hlaupabretti og lyftingatæki þannig ég tók þá ákvörðun að fara í hóptíma. Ég skráði mig í Body Pump hjá Magnúsi, þjálfara hjá Reebok, sem eru lyftingatímar með stangir og lóð þar sem unnið er með nokkuð létt lóð en margar endurtekningar. Ég fann mig strax í þessum tímum þótt að úthaldið hafi verið skelfilegt til að byrja með. Þegar úthaldið fór að aukast og ég fór að sjá árangur fór ég að fikra mig áfram í aðra krefjandi hóptíma. Hreyfing er orðin algjör fíkn og erfitt að velja úr tímum til að fara í þar sem þeir eru allir frábærir. Mataræðið fylgdi einig með. Ég fór að minnka sykur og hveiti í fæðinu og gosdrykkir fóru á bannlista,“ segir Mikael. Hann fagnaði 32ja ára afmæli sínu fyrir stuttu og fékk ómetanlega gjöf.

„Á 32ja ára afmælinu skellti ég mér á vigtina og las 89 kíló, sem eru þá rétt tæp 60 kíló sem eru farin á þessum tveimur árum.“

Aukinn áhugi frá kvenfólki

Í dag brosir lífið við kokkinum.

Mikael segist finna mikinn mun á sér í dag, bæði andlega og líkamlega.

„Munurinn er sláandi og þá sérstaklega andlega. Ég er léttari á líkama og sál. Ég hef fundið ánægju yfir hlutum aftur og hreyfing er mín sálfræðiaðstoð. Að sjálfsögðu sé ég ótrúlegan mun á mér líkamlega og á úthaldi, styrk og þoli. Svefninn er mikið betri og ég er yfir höfuð mjög ánægður með mitt líf í dag,“ segir Mikael og bætir við að þessi breyting hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

„Ég hef fallið í nammið og gosið svo um munar og dottið niður andlega hér og þar. En erfiðleikarnir eru mestir í upphafi. Það að koma sér af stað og taka ákvörðunina um að taka sjálfan sig í gegn. Þetta hefur kostað blóð, svita og tár en hefur verið algjörlega þess virði og ég myndi ekki vilja breyta neinu á minni leið til betri heilsu. Líf mitt hefur breyst töluvert. Ég er farinn að halda í við íþróttafólk í ræktinni, hljóp 10 kílómetra hlaup á gamlársdag, farinn að íhuga að ganga á fjöll og hef hugsað með mér að fara jafnvel í einkaþjálfarann. Þetta eru betri hugsanir en að vera milli svefns og vöku allan daginn vegna andlegra og líkamlegra erfiðleika. Einnig hef ég tekið eftir auknum áhuga kvenfólks á mér. Sem er nú bara jákvætt,“ segir Mikael og brosir.

Þú átt alltaf rétt á hamingju í lífinu

Mikael lítur sáttur yfir farinn veg og hefur þann draum að geta hjálpað fólki að breyta um lífsstíl.

„Mig langar að hjálpa fólki sem hefur verið að glíma við sömu erfiðleika og ég og sýna þeim að þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég veit að það er klisja að segja þetta en hún er 100% sönn. Ef þú leggur til vinnuna munt þú sjá árangur. Það er ekkert flóknara. Það skiptir engu máli hversu gamall þú ert, hvað þú hefur gert af þér í lífinu, hvaða erfiðleika þú hefur átt við að stríða. Þú átt alltaf rétt á hamingju í lífinu og að vera sáttur í eigin skinni,“ segir Mikael og vill skila þakklæti til þeirra sem studdu hann í sinni vegferð, sem heldur áfram um ókominn tíma.

„Ég vil enda á að þakka fólki sem hefur staðið þétt við bakið á mér. Fjölskylda og vinir hafa verið eins og klettur. Svo vil ég skila sérstöku þakklæti til Magnúsar, þjálfara hjá Reebok og allra þeirra sem æfa með mér í hóptímunum. Þetta fólk skiptir miklu máli og hvetur mig áfram. Ég hef séð fólk ná frábærum árangri í tímunum með mér. Ef fólk vill koma og prófa hóptímana, þá taka allir vel á móti þér.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Snappar um brjóstastækkun: „Ég hef alltaf verið með lítil og nett brjóst“

||
||

Sunna Ýr Perry er 23ja ára gömul og vinnur í líkamsræktarstöð World Class. Hún átti sitt fyrsta barn í júlí á síðasta ári og eignaðist nýverið kærasta. Hún er virk á Snapchat undir nafninu sunna.perry þar sem hún talar mjög opinskátt um líf sitt, meðal annars um brjóstastækkunaraðgerð sem hún er á leiðinni í næstkomandi miðvikudag.

Brjóstin stækkuðu við brjóstagjöf

Sunna stundir líkamsrækt af kappi.

„Ég byrjaði að íhuga stækkun eftir að ég átti barn, þá stækkuðu brjóstin töluvert á meðan brjóstagjöf stóð og minnkuðu svo aftur. Ég hef alltaf verið með lítil og nett brjóst, sem hefur svo sem aldrei verið neitt vandamál. Ég hef aldrei verið óörugg með þau en eftir að hafa upplifað þau stærri, þá langar mig í stærri. Ég er með breiðar mjaðmir, mittismjó og herðabreið og langar að jafna línurnar,“ segir Sunna aðspurð um af hverju hún ætli að leggjast undir hnífinn. Aðgerðin leggst vel í hana.

„Ég er mjög spennt en ekkert rosalega kvíðin og stressuð samt því ég hugsa bara um það að ég hafi átt barn deyfingarlaust og það var mesti sársauki sem ég hef upplifað og við tóku dagar að jafna sig. Ég komst í gegnum það og þá hlýt ég að þola þetta auðveldlega,“ segir Sunna og brosir.

Stelpur fela að þær hafi farið í stækkun

Sunna ætlar að leyfa fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með undirbúningi fyrir aðgerðina og líka bataferlinu. Hún leggur mikið upp úr því að tala opinskátt um hlutina.

„Ég hef verið að snappa opinbert í smá tíma. Ég hef verið frekar opin við minn fylgjendahóp og mér finnst stelpur of mikið fela það að þær hafi farið í stækkun, svo ég ákvað að opna umræðuna en þó aðallega til að fræða fólk. Mjög margar konur sem vilja sjálfar fara hafa þakkað mér fyrir að segja frá þessu, tala um ferlið og svona,“ segir Sunna, sem talar ekki eingöngu um aðgerðina á samfélagsmiðlinum.

A post shared by SUNNA ÝR PERRY (@sunnap94) on

„Ég er aðallega að sýna frá mínu dagsdaglega lífi. Ég stunda mikla líkamsrækt og borða hollt þannig ég sýni frá því og einnig barninu mínu. Ég er smá sprelligosi svo ég held öllu á jákvæðum og hressum nótum. Ég leyfi síðan fólki líka að fylgjast með stóru hlutunum í lífinu mínu, ég keppti í módel fitness 2016 og sýndi frá öllu því ferli, svo snappaði ég út alla meðgönguna mína og eftir fæðingu og svona, og núna aðgerðin.“

Nokkurs konar áhrifavaldur

Sunna segist finna fyrir meðbyr á Snapchat og segir viðbrögðin við einlægni sinni hafa verið góð.

„Ég hef bara fengið góð og falleg skilaboð. Varðandi aðgerðina þá hef ég fengið gríðarlega góð viðbrögð, mikið spurt út í lækninn sem ég fer til, kostnað, batatíma og fleira,“ segir Sunna, en líklegast er það ekki of sögum sagt að hún sé áhrifavaldur í dag.

Sunna sýnir frá sínu daglega lífi á Snapchat.

„Ég er orðin nokkurs konar áhrifavaldur ef svo má segja, þar sem ég er bæði bloggari á bloggsíðunni glam.is, búin að vera í snappa í dágóðan tíma og fylgjendahópurinn stærri en gengur og gerist hjá öðrum. Einnig er ég með ágætt fylgi á Instagram og ég hef verið að taka að mér auglýsingar og fleira sem er í takt við mína samfélagsmiðla, eitthvað sem hentar mér og mínum fylgjendum.“

En hvað tekur svo við eftir brjóstastækkunaraðgerðina?

„Eftir aðgerðina tekur við bati. Ég mun leyfa fólki að fylgjast með hversu fljót eða lengi ég verð að jafna mig, hvenær ég get byrjað að halda á barninu mínu aftur og svo hvenær ég get byrjað að æfa aftur. Einnig byrja ég að vinna í enda mánaðarins og ég gef mér um það bil tvær vikur til að ná bata áður en ég fer aftur að vinna.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Svona heldur Britney Spears sér í formi

Söngkonan Britney Spears birti myndband af æfingarútínunni sinni á Instagram nýverið, en söngkonan leggur mikið upp úr andlegu og líkamlegu hreysti á síðari árum.

Í myndbandinu, sem má horfa á hér fyrir neðan, sést að Britney vinnur mikið með styrktaræfingar og ketilbjöllur en gerir einnig æfingar til að viðhalda liðleika sínum, sem er ansi mikið. Fer hún til dæmis í brú á tánum og í splitt.

„Að undirbúa mig fyrir sumarið,“ skrifar Britney við myndbandið.

Gearing up for summer!!! ⭐️?⭐️

A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on

Ferill Britney hefur verið stormasamur allt frá því að hún sló fyrst í gegn með plötunni …Baby One More Time árið 1999. Síðustu ár hefur hún verið að skemmta í Las Vegas með sýningunni Britney: Piece of Me. Hún steig fyrst á svið í Las Vegas árið 2013 en síðasta sýningin var á gamlárskvöld í fyrra. Alls kom Britney 250 sinnum fram í Las Vegas og sló met í sölu á síðustu sýningunni.

Sem betur fer fyrir aðdáendur söngkonunnar sem komust ekki til Las Vegas, mun Britney ferðast um heiminn í ár með sýninguna, eins og hún gerði líka í fyrra. Treður hún til að mynda upp í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Aðeins of mikið Photoshop og við springum úr hlátri

||||||||||
||||||||||

Það getur oft verið frekar skemmtilegt að velta sér upp úr öllu því sem til er á internetinu.

Vefsíðan Bored Panda tók saman fullt af auglýsingum og myndum þar sem einhver hafði notað forritið Photoshop aðeins of mikið, með hræðilegum árangri.

Við ákváðum að deila með ykkur okkar uppáhalds myndum og vonum að þær geti framkallað eins og eitt lítið bros á þessum myrka mánudegi.

Auðvitað þarf einhver að passa barnið!

Sæt hjón en hvar eru fæturnir þeirra?!

Af hverju var búkur hestsins Photoshop-aður út?

Michelle Obama með aðeins of mikið af höndum.

Okkur líður illa í lærunum!

Þessir fótleggir eru eitthvað einkennilegir.

Sum kvöld er aðeins of mikið fjör, eiginlega lífshættulegt fjör.

Ég man þegar ég stillti mér upp í sundbol og var með tvo hægri fætur.

Við erum nokkuð viss um að maður tekur ekki sjálfu svona.

Uppáhalds! Einhvers konar töfra augabrúnir.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Feitir einhyrningar er nýjasta æðið í kökugerð

Líkurnar eru að fjölmargir Íslendingar hafi farið í afmælisveislu þar sem einhyrningakaka var í aðalhlutverki. Dæmi um hefðbundna einhyrningarköku, sem hefur verið svo vinsæl, má sjá hér:

#buttercreamcake #unicorncake #rossettes #instacake

A post shared by Angie (@angientito) on

Nú hefur gripið um sitt nýtt æði í einhyrningakökum, nefnilega að hafa einhyrninginn frekar bústinn og helst eins og hann sé nýbúinn að fá sér væna flís af kökunni sjálfri.

Kökurnar eru ekki aðeins girnilegar, heldur einstaklega sætar, og eflaust stutt þar til þetta æði grípur íslenska kökugerðarmenn og -konur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af þessum skemmtilegu kökum:

Fat unicorn Birthday Cake for my child

A post shared by Theresa Täubrich (@crazysweets.de) on

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Spice Girls ekki á leið á tónleikaferðalag

Kryddpíurnar Victoria Beckham, Melanie Brown, Emma Bunton, Geri Halliwell og Melanie Chisholm komu heldur betur sögusögnum af stað þegar Victoria deildi mynd af þeim saman á Instagram þann 2. febrúar síðastliðinn.

„Elska stelpurnar mínar!!! Svo margir kossar!!! Spennandi,“ skrifaði Victoria við myndina.

Stuttu síðar sendu Kryddpíurnar út fréttatilkynningu þar sem þær gáfu í skyn að ný tækifæri myndu banka á dyrnar í nánustu framtíð.

Love my girls!!! So many kisses!!! X Exciting x #friendshipneverends #girlpower

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

Í samtali við Vogue á tískuvikunni í New York sagði fatahönnuðurinn hins vegar að það væri ekki möguleika að stöllurnar væru að koma aftur saman og ferðast um heiminn með tónlist sína.

„Ég er ekki að fara á tónleikaferðalag. Stelpurnar eru ekki að fara á tónleikaferðlag,“ sagði Victoria. Það gæti þó verið smá von fyrir aðdáendur Spice Girls að Victoria útilokaði ekki að stúlknasveitin ætti eftir að vinna meira saman í framtíðinni.

„Það er svo margt slæmt í gangi núna og Spice Girls snerust um gleði og að fagna einstaklingnum. Ég held að það sé meira sem sveitin getur gert og þetta eru svo jákvæð skilaboð fyrir unga krakka,“ bætti Victoria við.

Spice Girls voru uppá sitt besta á tíunda áratug síðustu aldar en fóru síðast á tónleikaferðalag árið 2008 til að kynna safnplötu sína. Þær komu aftur saman árið 2012 og tróðu upp á lokaathöfn sumar Ólympíuleikanna í London.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Ekkert mátti klikka“

|||
|||

Eilífur Örn Þrastarson, meðeigandi og leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu SNARK fékk krefjandi verkefni fyrir stuttu – að leikstýra myndbandi með bandarísku sveitinni Fleet Foxes við lagið Crack-Up þegar hljómsveitin tróð upp á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í fyrra.

Fleet Foxes hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og hefur sveitin meðal annars verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlist sína. Þá hefur sveitin hlotið lof gagnrýnenda fyrir tónlistarsköpun sína og vakti það mikla lukku á sínum tíma þegar tilkynnt var um komu sveitarinnar til Íslands. Mér leikur því forvitni á að vita hvernig það kom til að Eilífur landaði verkefni með þeim.

Ekkert mátti klikka á sjálfan tökudaginn í Hörpu.

„Það var haft samband við framleiðslufyrirtækið okkar, SNARK, í gegnum fyrirtækið Consequence of Sound, sem er ein stærsta tónlistarsíða í heiminum. Þeir höfðu séð myndband sem ég gerði með Ólafi Arnalds við lagið hans 0952. Þeir sendu lagið og ég byrjaði að hugsa um einfalda og skemmtilega útfærslu sem væri hægt að gera með þeim á meðan þeir væru hérna yfir Airwaves hátíðina,“ segir Eilífur. Í framhaldinu ákváð hann og teymið hans hjá SNARK að taka myndbandið upp í einni töku, sem reynir mikið á hæfileika leikstjórans.

„Það var vitað að við yrðum í Hörpu, en mig langaði að færa þetta frá því að vera hefðbundið tónleikamyndband, og langaði að gera þetta persónulegra, með persónulegri frásögn. Við komumst niður á þá hugmynd að gera þetta í einni töku og láta þá flytja lagið á sama tíma. Það er mun meiri áhætta, heldur en að taka margar tökur sem er hægt að klippa saman. Allt verður að gerast á sama tíma, bæði myndataka og tónlistarflutningur. Þannig verður þetta viðkvæmara, allir verða samstiltari fyrir vikið og meiri nánd myndast.

Áhorfandinn finnur fyrir því, og þannig náum við að gera þetta persónulegra, enginn leikur, bara hreinn flutningur.“

Tökumaður með tugi kílóa á sér

Meðlimum Fleet Foxes leist afar vel á hugmynd Eilífs og þar sem myndbandagerð af þessu tagi snýst mikið um nákvæmni og tímasetningu, hófst Eilífur strax handa við að undirbúa sjálfan tökudaginn.

„Við í íslenska teyminu fórum í Hörpu og tímasettum eins mikið og við gátum áður en meðlimir Fleet Foxes komu sjálfir til landsins. Lagið sjálft er í lengri kantinum. Kvikmyndatökumaðurinn þarf að vera með sérstakan stöðugleikabúnað og með öllu vegur búnaðurinn tugi kílóa, þannig að það var útséð að þetta yrði líkamlega erfitt fyrir tökumanninn.  Í ofanálag er lítið pláss, snúrur liggjandi úti um allt og dimmt svið. En allt gekk vonum framar, og þarf vart að taka það fram að Tómas Marshall, tökumaður, stóð sig eins og hetja,“ segir Eilífur er hann rifjar upp undirbúningstímabilið. Á sjálfum tökudeginum var síðan allt undir og ekkert mátti klikka.

Fleet Foxes og Snark-liðar áttu fallega stund í Hörpu.

„Á tökudeginum settum við allt upp og lýstum í samstarfi við ljósamenn Fleet Foxes og starfsfólk Hörpu og ræddum um hvernig þetta gæti gengið sem best fyrir sig. Við heyrðum æfingu af laginu daginn áður, þannig að við vissum aðeins betur hvernig þetta myndi verða á tökudeginum. Meðlimir hljómsveitarinnar voru auðvitað líka mjög faglegir og allir vildu að þetta myndi ganga vel, og það er smá pressa því ekkert mátti klikka. Það má segja að það hafi verði smá spenna fólgin í því að gera svona. Performansinn, kameruvinnan, kórinn, ljósin og annað þurfti að passa vel tímalega, því annars yrði öll takan ónýt,“ segir Eilífur en kvennakórinn Graduale nobili tók einnig þátt í tökunum.

„Allt gekk eftir á endanum og hljómsveitin var ánægð með sinn performans og kórinn líka. Við kláruðum daginn, spjölluðum aðeins við hljómsveitina og það voru bara allir mjög sáttir og létt að þetta skuli hafa tekist vel.“

Besta myndband Fleet Foxes?

Eilífur segir það hafa verið gefandi að vinna með hljómsveitinni, þó hann hafi átt í mestum samskiptum við forsöngvarann, Robin Pecknoid.

„Hljómsveitarmeðlimirnir voru heilt yfir mjög hressir, en það getur verið smá þreyta í mönnum á svona tónleikaferðalagi eins og þeir voru á. Söngvarinn var sá sem við áttum í mestum samskiptum við og hann var gífurlega viðkunnanlegur og rosalega spenntur fyrir þessu. Það var gaman að vinna með honum í að spá í smáatriðunum á staðnum.“

Myndbandið við lagið Crack-Up var frumsýnt fyrir stuttu á fyrrnefndri tónlistarsíðu, Consequence of Sound. Eilífur segir hljómsveitina hafa verið hæstánægða með afraksturinn.

Hér er Eilífur lengst til hægri. Í miðjunni er Robin, söngvari Fleet Foxes, og lengst til vinstri er Ólafur Páll Torfason, framkvæmdastjóri SNARK.

„Allir eru mjög ánægðir með lokaútgáfuna af þessu myndbandi og við náðum að fanga fallegt augnablik og góða minningu. Það fór ferli í gang þar sem allir skoða og hafa sitt að segja. Í rauninni þá var okkur bara tjáð það að ef þeir í Fleet Foxes yrðu ekki sáttir, yrði þetta ekki gefið út, en þegar þeir sáu þetta, þá sáum við þó fljótt að þeir væru sáttir,“ segir Eilífur en þess má geta að söngvari Fleet Foxes lét þau orð falla á samfélagsmiðlum á dögunum að þetta væri besta myndband sem hefði komið úr herbúðum hljómsveitarinnar.

Ánægður með útkomuna og viðtökurnar

SNARK framleiðir mikið af íslenskum auglýsingum fyrir net og sjónvarp og eins er Eilífur að vinna að handriti að bíómynd og þróa hugmyndir að leiknu efni. En opnar gerð Fleet Foxes-myndbandsins einhverjar dyr fyrir hann?

„Fleet Foxes-myndbandið er svo það nýkomið út, en hvaða áhrif það hefur á mitt líf eða tækifæri er í raun ómögulegt að segja og ég á svo sem ekki von á því að þetta breyti lífi mínu mikið. En þetta fer í mikla dreifingu og margir sem munu sjá þetta, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni, vonandi auðvitað sjá einhverjir skemmtilegir það þarna úti og fleiri skemmtileg verkefni gætu fæðst í kjölfarið. En í rauninni er ég ekkert að hugsa um það. Ég er bara ánægður með útkomuna og viðtökurnar.“

Myndbandið umtalaða má sjá hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

„Þú ert ekki vinkona mín“

Kim Cattrall and Sarah Jessica Parker during Kim Cattrall and Sarah Jessica Parker On Location For "Sex And The City" at Saks Fifth Ave in New York

Leikkonan Kim Cattrall missti bróður sinn, Chris Catrall, fyrir stuttu, en hún tilkynnti það á Instagram þann 4. febrúar síðastliðinn.

Nokkrum dögum síðar birti hún skilaboð til leikkonunnar Söruh Jessicu Parker, en þær stöllur léku saman, eins og frægt er orðið, í þáttunum og kvikmyndunum Sex and the City.

„Ég þarf ekki ást þína eða stuðning á þessum hræðilega tíma @sarahjessicaparker,“ stendur í Instagram-færslunni en Kim er öskureið yfir því að Sarah Jessica sé að nýta sér andlát Chris Catrall til að bæta ímynd sína, að hennar sögn.

„Mamma mín spurði mig í dag: Hvenær mun hræsnarinn @sarahjessicaparker láta þig í friði? Það að þú hafir stanslaust samband er sársaukafull áminning um hve grimm þú varst og ert. Leyfðu mér að skrifa þetta skýrt (ef ég hef ekki gert það nú þegar). Þú ert ekki fjölskyldan mín. Þú ert ekki vinkona mín. Þannig að ég er að skrifa í síðasta sinn til að segja þær að hætta að nýta þér okkar harmleik til að bæta ímynd þína,“ skrifar Kim.

Með þessum orðum deilir hún hlekk á grein í New York Post um hvernig illindi hafi eyðilagt Sex and the City.

Sarah Jessica skrifaði athugasemd á Instagram til Kim og sendi henni samúðarkveðjur en hún tjáði sig líka um andlát Chris Cattrall í viðtali við Entertainment Tonight og Extra nýverið.

Það hefur andað köldu á milli Söruh Jessicu og Kim eftir að sú síðarnefnda neitaði að leika í þriðju Sex and the City-myndinni. Í viðtali við The Times sagði Kim að hún og Sarah Jessica hefðu aldrei verið vinkonur og að henni þættu kvikmyndirnar um beðmál í borginni ekki endurspegla alvöru Bandaríkin, heldur væru frekar auglýsingar fyrir merkjavöru.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Raddir