Fimmtudagur 24. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Engir karlmenn leyfðir á þessari lúxuseyju

|
|

Hægt verður að fara í frí á SuperShe-eyjunni við strendur Finnlands frá og með næsta sumri. Staðurinn er sérstakur áfangastaður fyrir þær sakir að engir karlmenn eru leyfðir á eyjunni.

Kristina Roth, fyrrverandi ráðgjafi, festi kaup á eyjunni og ákvað að opna stað eingöngu fyrir konur eftir nokkur vel heppnuð frí til Bandaríkjanna.

„Konurnar myndu setja á sig varalit þegar sætur strákur kæmi. Hugmyndin á bak við eyjuna er í raun: Hey, einblínum á okkur sjálfar – hættum að reyna að fíra upp í hormónunum,“ segir Kristina í samtali við New York Post um eyjaævintýrið.

Hún segist samt ekki hata karlmenn.

„Ég elska karlmenn!“ segir hún og bætir við að hún sé opin fyrir því að leyfa karlkyns gesti á SuperShe-eyjunni í framtíðinni.

Konur sem hafa áhuga á dvöl á eyjunni þurfa að sækja um meðlimakort á vefsíðu paradísarinnar, en vika á eyjunni, með nánast öllu inniföldu, kostar 3500 dollara, eða rétt rúmlega 350 þúsund krónur. Til að sækja um dvöl þurfa áhugasamir að fara í viðtal við stofnandann, Kristinu, en það er hægt að gera á Skype.

„Ég vil velja manneskjurnar og sjá að þær séu í góðu jafnvægi og passi inn í hópinn,“ segir Kristina.

Þess má geta að það eru ekki aðeins karlmenn sem eru bannaðir á eyjunni heldur öll hugarbreytandi efni.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Fæddi barn á ganginum og ljósmyndarinn náði stórkostlegum myndum af því

||||
||||

Jes og Travis Hogan frá Manhattan í Kansas eignuðust nýverið sitt sjötta barn, á einstaklega eftirminnilegan hátt.

Jes og Travis fóru uppá sjúkrahús þegar Jes fann fyrir óvenjulegum samdráttum sem voru sterkari en dagana áður. Tammy Karin, ljósmyndari hjá Little Leapling Photography, hitti þau á sjúkrahúsinu, en hún kom rétt svo í tæka tíð til að mynda fæðinguna.

Jes komst nefnilega ekki mjög langt og endaði á því að fæða barnið, lítinn dreng, á gangi sjúkrahússins.

Uppháhaldsmynd móðurinnar.

Tammy náði algjörlega stórkostlegum myndum af fæðingu barnsins, sem sýna svo sannarlega að fæðingar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Jes segir í samtali við fréttaveituna BuzzFeed að sín eftirlætismynd sé þegar eiginmaður hennar og hjúkrunarfræðingurinn voru að hjálpa henni að leggjast niður á gólfið, nokkrum mínútum áður en barnið kom í heiminn.

„Það er smá glott á eiginmanni mínum en ég man hve örugg mér fannst ég í örmum hans. Þessi mynd fangar allt sem ég vil. Hún á sérstakan stað í mínu hjarta,” segir Jes. Hún hvetur aðrar konur til að deila sínum fæðingarsögum.

Fæðingin tók aðeins nokkrar mínútur.

„Ég vil að mæður muni að þær eru kröftugar og að fæðing er stórkostleg. Ekki gleyma styrk ykkar á þessu augnabliki, sama hvernig fæðingin er. Ég trúi að fæðingar skilgreini okkur sem manneskjur og hjálpi konum að öðlast meiri styrk og jarðtengingu.”

Max flýtti sér í heiminn.
Falleg stund sem var fest á filmu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband um fæðingu litla snáðans sem hlotið hefur nafnið Max.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Little Leapling Photography

Sleit ofbeldisfullu sambandi: „Þetta breytti mér“

Í nýjasta hlaðvarpi spjallþáttadrottningarinnar Opruh Winfrey, Oprah’s SuperSoul Conversations, sest Oprah niður með leikkonunum Reese Witherspoon og Mindy Kaling, en þessar þrjár leika saman í kvikmyndinni A Wrinkle in Time sem frumsýnd verður í mars.

Í viðtalinu talar Reese opinskátt um að hún hafi verið í ofbeldisfullu sambandi, en nefnir ofbeldismanninn þó ekki á nafn.

„Var þetta líkamlegt? Beitti hann ofbeldi með orðum? Bæði?“ spyr Oprah og Reese svarar:

„Andlegt, beitti ofbeldi með orðum og já,“ segir leikkonan. Hún bætir við að þó að hún hafi vitað að það yrði erfitt að slíta sig úr sambandinu þá hafi það verið nauðsynlegt.

„Lína var dregin í sandinn og það var stigið yfir hana. Eitthvað breyttist í höfðinu á mér. Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt en ég gat ekki meir. Þetta var náið samband og ég var mjög, mjög ung.“

Stóð með sjálfri sér

Reese segir að þessi ákvörðun hafi mótað hana sem konuna sem hún er í dag.

„Þetta breytti mér, sú staðreynd að ég stóð með sjálfri mér. Ég er öðruvísi manneskja núna og þetta er hluti af ástæðunni fyrir því að ég get staðið upp og sagt: Já, ég er metnaðargjörn. Því einhver reyndi að taka það frá mér,“ segir leikkonan. Síðar í viðtalinu talar hún meira um mikilvægi þess að konur séu metnaðarfullar.

„Metnaður snýst ekki um að vera eigingjarn og hann snýst ekki bara um mann sjálfan. Hann snýst um að vilja gera meira og betra fyrir samfélagið, skóla, heiminn, ríkisstjórnina. Metnaðarfull kona er ekki ógnvænleg og hún er ekki fráhrindandi.“

Hlusta má á allt viðtalið við þær stöllur hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Ég hef alltaf litið á þessi börn sem mín eigin“

||||
||||

„Árið 2017 var æðislegt en líka afar skrýtið. Það var allavega mjög öðruvísi,“ segir leikarinn Jóel Sæmundsson.

Jóel frumsýndi einleikinn Hellisbúann í september á síðasta ári, landaði stóru hlutverki í bíómynd og létti sig um tíu kíló á sextíu dögum. Hann gerði þetta allt ásamt því að hugsa um börnin sín þrjú, en hann gekk tveimur af börnunum í föðurstað þegar hann kynntist fyrrverandi kærustu sinni. Við heyrðum í Jóel og fórum yfir þetta magnaða ár með honum.

Engin karlrembusýning

„Ég var búinn að lesa leikritið og var lengi búið að langa að leika Hellisbúann, þó ég hefði aldrei séð stykkið á sviði. Ég ákvað því að hafa samband við Theater Mogul, fyrirtækið sem á réttinn af verkinu, og þá vildi svo skemmtilega til að þau höfðu líka verið að leita leiða til að setja verkið aftur upp á Íslandi. Ég fór á tvo fundi með Óskari Eiríkssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hann skoðaði efni með mér og síðan ákváðum við að kýla á þetta saman,“ segir Jóel um hvernig það atvikaðist að hann brá sér í hlutverk Hellisbúans.

Jóel sem hellisbúinn.

Margir muna eflaust eftir sýningunni Hellisbúinn með Bjarna Hauk fremstan í flokki, en einleikurinn vakti gríðarlega lukku á Íslandi á tíunda áratug síðustu aldar, og síðan aftur fyrir nokkrum árum með Jóhannes Hauk í aðalhlutverki. Verkið, sem skrifað er af Rob Becker, hefur einnig farið sigurför um heiminn allan og er til dæmis sá einleikur sem lengst hefur gengið á Broadway. Verkið var skrifað árið 1991 og segir Jóel að síðasta vor og sumar hafi farið í það að uppfæra handritið.

„Við í raun uppfærðum handritið í takt við gamla punkta sem höfundurinn hafði skrifað, sem voru farnir úr verkinu, en færðum það inn í nútímann. Í því ferli fékk ég dýpri skilning á verkinu. Aðalpunkturinn í því er að þó við séum ólík þurfum við að finna leið til að koma saman. Tveir mismunandi einstaklingar samankomnir eru sterkari en einn. Þannig að við fórum aðeins aftur til rótanna ef svo má segja í handritaferlinu,“ segir Jóel, sem þvertekur fyrir að þetta sé enn, eitt karlrembustykkið eins og hann hefur svo oft heyrt fleygt.

„Alls ekki. Að mínu mati hefur þetta stykki aldrei átt jafn vel við og akkúrat núna.“

Enginn bjargar manni ef illa fer

Jóel lærði leiklist í Bretlandi og var með litla sem enga reynslu af einleikjum áður en hann tók að sér hlutverk hellisbúans, sem er tveggja klukkutíma sýning.

„Mér finnst þetta ofboðslega gaman. Það er auðvitað erfitt að enginn getur bjargað manni ef illa fer en sem betur fer hefur ekkert stórfenglegt komið uppá. Eitt sinn gleymdi ég þrjátíu mínútum af stykkinu en náði einhvern veginn að spóla aðeins til baka og klára verkið eins og á að klára það. Svo var reyndar mjög fyndið þegar ég flækti mig í bol sem ég átti að klæða mig úr á sviðinu. Það gerðist mjög hratt og ég held ég hafi ekkert geta sagt nema: Þetta hefur aldrei komið fyrir áður. Það var mjög spaugilegt,“ segir Jóel.

Jóel er fjölhæfur leikari.

Stærsti einleikur í heimi og aðalhlutverk í bíómynd

En draumurinn um hellisbúann var ekki sá eini sem rættist á síðasta ári. Þegar leikarinn var búinn að tryggja sér það hlutverk fékk hann tilboð úr annarri átt sem hann gat ekki hafnað.

„Ég var fastur í Miami þegar ég fékk símtal um að sænskur leikstjóri vildi fá mig í prufu á Íslandi. Ég fékk prufunni frestað um einn dag, leigði mér bíl og keyrði frá Miami til Orlando þar sem ég fékk flug heim til Íslands. Ég fékk senuna sem ég átti að lesa senda í tölvupósti og æfði mig alla nóttina í fluginu. Þegar ég lenti á Íslandi brunaði ég síðan beint í prufuna. Þegar ég kom á staðinn kom í ljós að ég hafði æft vitlausan karakter en það reddaðist sem betur fer. Áður en ég fór spurði leikstjórinn mig hvort ég vildi lesa handritið og koma aftur á morgun. Ég þáði það boð og næsta dag var mér boðið burðarhlutverk í myndinni,“ segir Jóel.

Um er að ræða kvikmyndina Pity the Lovers í leikstjórn Maximilian Hult sem er öll á íslensku og tekin upp á Íslandi. Meðal annarra leikara í myndinni eru Björn Thors, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Sigurður Karlsson.

„Það er ekki á hverjum degi sem maður leikur stærsta einleik í heimi og fær aðalhlutverk í kvikmynd,“ segir Jóel þegar hann rifjar þetta upp. Tökutímabil myndarinnar skaraðist á við æfingatímabil Hellisbúans þannig að í fjórar vikur vann Jóel 200% leikaravinnu og rúmlega það. Í ofanálagi undirbjó hann sig vel fyrir kvikmyndahlutverkið.

Tíu kíló á sextíu dögum

„Myndin er um tvo bræður, Óskar og Magga. Þeir eru báðir rólegir í tíðinni en eiga erfitt með náin sambönd. Ég leik Magga sem þráir að verða ástfanginn og eignast fjölskyldu og hús og fer því úr einu sambandi í annað. Til að undirbúa mig fyrir hluverkið létti ég mig um tíu kíló á sextíu dögum. Ég taldi kaloríur en fékk mér samt allt sem mig langaði í. Ef mig langaði í pítsu þá fórnaði ég öðru. Ég fór á Esjuna þrisvar sinnum í viku og æfði í rauninni í sextíu daga í röð. Ég var ekki beðinn um að koma mér í betra líkamlegt form en mér fannst týpan kalla á það. Ég vildi líka búa mig undir að vinna fullan tökudag, fullan æfingadag og hugsa um krakkana. Þannig að síðasta sumar gerði ég lítið annað en að æfa og undirbúa mig.“

Á góðri stundu með föður sínum.

Jóel hefur tekið að sér ýmis verkefni síðan hann útskrifaðist úr leiklistarskóla fyrir tæpum áratug. En hvað er það núna sem gerir það að verkum að verkefnin koma til hans?

„Ég hef alltaf unnið mjög mikið, verið að búa eitthvað til og aldrei setið á rassgatinu aðgerðarlaus. Ég hef alltaf haft stóra drauma og lifi fyrir að láta þá rætast. Ég hef í raun verið að taka lítil skref að stærra markmiði. Ég einbeiti mér að því að umkringja mig góðri orku en forðast neikvæða orku því hún hjálpar mér ekki. Ég held að ég geti með sanni sagt að ég sé búinn að vinna fyrir þessu. Ég hugsa leiklistina í raun eins og íþrótt. Ef ég fer ekki út að hlaupa, þá bæti ég mig ekki. Ég hleyp ekki hraðar ef ég sit í sófanum. Að sama skapi er enginn að fara að hringja í mig ef ég tek ekki upp símann,“ segir Jóel.

Metur fjölskyldustundirnar

Jóel og börnin þrjú.

Talið berst að einkalífinu, en fjölskyldan er mjög mikilvæg leikaranum. Hann og fyrrverandi kærasta hans, Arna Pétursdóttir, skildu fyrir rúmum tveimur árum en þau eiga þrjú börn saman, Elvar Snæ, tólf ára, Elísu Sif, níu ára og Ester Maddý, þriggja ára. Raunar er sú síðastnefnda eina barnið sem er blóðtengd Jóel en hann gekk hinum tveimur í föðurstað. Arna og Jóel skipta forræði og segir hann samband þeirra á milli mjög gott.

„Það er gott samband okkar á milli og við reynum að halda í viku/viku fyrirkomulag, þó oftast sé Arna aðeins meira með börnin vegna óreglulegs vinnutíma hjá mér. En ég hef alltaf litið á þessi börn sem mín eigin og voru þau mjög ung þegar ég kom inn í líf þeirra. Ég gæti ekki ímyndað mér lífið án þeirra og met ég stundirnar með þeim mjög mikið. Oft er ég til dæmis í fríi á morgnana og þá keyri ég Elvar í skólann, þó það sé ekki mín vika með honum. Þá eigum við yndislega gæðastund í bílnum á morgnana,“ segir Jóel.

Fagnar 35 ára afmæli uppi á sviði

Það er eiginlega ekki hægt að sleppa leikaranum eftir þessa hressilegu yfirferð á árinu 2017 án þess að spyrja hvað framtíðin beri í skauti sér?

„Það er eitthvað í pípunum,“ segir Jóel og hlær. „Það er tengt sviðinu en það verður að bíða betri tíma að tilkynna það. Ég er með fullt af hugmyndum sem mig langar að framkvæma og nóg af draumum sem ég vil uppfylla,“ segir leikarinn, en næstu helgi sýnir hann tvær sýningar af Hellisbúanum. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þetta er stór helgi hjá Jóel. Hann fagnar nefnilega 35 ára afmæli sínu.

„Ég hef aldrei haldið uppá afmælið mitt svona – að leika á sviði fyrir framan fullan sal af fólki. Ég hlakka mikið til, enda ómetanlegt að fá að vinna við það sem maður elskar. Svo skemmir ekki fyrir að ég fæ líka að fagna deginum í faðmi fjölskyldunnar þannig að ég fæ í raun það besta úr báðum heimum á afmælisdaginn.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Söngdívan Bonnie Tyler syngur fyrir Íslendinga í sumar

Velska stórsöngkonan Bonnie Tyler er búin að bætast í hóp þeirra listamanna sem troða upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum 21. til 24. júní.

Ferillinn hófst árið 1976

Bonnie þarf vart að kynna en fyrsta lagið með henni, My! My! Honeycomb kom út í apríl árið 1976. Lagið náði þó ekki að heilla heiminn og því var meira fé eytt í að kynna annað lag hennar, Lost in France sem var gefið út í september sama ár. Það lag náði miklum vinsældum sem og næsta lag hennar, More Than a Lover, sem Bonnie flutti í þættinum Top of the Pops í lok mars árið 1977. Þrátt fyrir velgengni seinni tveggja laganna náði fyrsta plata hennar, The World Starts Tonight, ekki miklum vinsældum í Evrópu, nema í Svíþjóð þar sem hún náði öðru sæti á vinsældarlistum.

Árið 1978 sló söngkonan í gegn með lagið It’s a Heartache, sem náði bæði vinsældum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Önnur plata hennar, Natural Force, sem gefin var út sama ár náði gullsölu í Bandaríkjunum. Þriðja plata hennar, Diamond Cut, kom út árið eftir og sló rækilega í gegn í Noregi og Svíþjóð. Gagnrýnendur voru ekki eins hrifnir. Sama var uppi á tengingnum með plötuna Goodbye to the Island sem kom út árið 1981 og þá gengu gagnrýnendur svo langt að spá því að ferli Bonnie væri lokið.

Total Eclipse of the Heart

Þessar fjórar fyrstu plötur Bonnie voru gefnar út af RCA plötuútgáfunni og síðan skildu leiðir. Þá vildi Bonnie breyta um stíl og fékk upptökustjórann Jim Steinman í lið með sér, en sá hafði unnið mikið með söngvaranum Meat Loaf. Jim hlustaði á plöturnar hennar og fannst tónlistin ekki góð. Honum leist hins vegar vel á Bonnie og bauð henni í íbúð sína í New York og spilaði fyrir hana lagið Total Eclipse of the Heart, lag sem átti eftir að ná toppi vinsældarlista um heim allan árið 1983. Auk þess fékk Bonnie tvær tilnefningar til Grammy-verðlauna fyrir lagið. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Faster Than the Speed of Night sem náði fyrsta sæti í Bretlandi.

Tók þátt í Eurovision

Bonnie hélt áfram að vinna með Jim og platan Secret Dreams and Forbidden Fire kom út árið 1986. Á þeirri plötu má til dæmis heyra lagið Holding Out for a Hero, sem var upprunalega gefið út árið 1984 fyrir kvikmyndina Footloose. Gagnrýnendur voru ekki hrifnir af plötunni en hún gekk mjög vel í Evrópu.

Síðan þá hefur Bonnie átt mikilli velgengni að fagna, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og voru margir himinlifandi þegar það var tilkynnt að hún myndi keppa fyrir hönd Bretlands í Eurovision árið 2013. Lagið sem Bonnie flutti heitir Believe in Me, en það náði ekki að heilla evrópska sjónvarpsáhorfendur. Það endaði í 19. sæti með 23 stig.

Það verður spennandi að sjá hvaða lög Bonnie býður Íslendingum uppá en ljóst er að hún á mikið og gott safn af slögurum sem sameina fólk í söng.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Fjölbreytnin mun koma þér skemmtilega á óvart“

|
|

Töfrandi eyja við vesturströnd Kanada.

Svanhildur Reynisdóttir Svansson hönnuður hefur búið á Vancouver-eyju í Kanada síðan 2005.

Svanhildur Reynisdóttir Svansson hönnuður hefur búið á Vancouver-eyju í Kanada síðan 2005 ásamt sonum sínum tveimur. Þar er mikil náttúrufegurð með fallegum gróðri, ströndum og skógum og sumrin eru heit. Þar er fjölmenning í hávegum höfð og samfélagið kennir skilning gagnvart því að ekki trúi allir eins. Við fengum Svanhildi til að segja okkur frá nokkrum af sínum uppáhaldsstöðum á svæðinu.

Miðbær Victoria
Þegar þið heimsækið Vancouver-eyju er frábært að byrja í miðbæ Victoria og svæðinu þar í kring. Borgin er umlukin fallegri strönd og á sumum þeirra sjást Ólympíufjöllin í Bandaríkjunum. Við höfnina liggja fjölmargar snekkjur og skútur við bryggju, götulistamenn sýna listir sínar og glæsilega þinghúsið og Empress-hótelið blasa við. Ég mæli eindregið með British Colombia-safninu en þar er meðal annars hægt að sjá mammúta og marga hluti sem tengjast sögu landsins, þar með talið frumbyggjalist og Totem-súlurnar. IMAX-bíóið er skemmtileg upplifun og dásamlegt að skella sér á veitingastaðinn Spaghetti Factory með fjölskylduna. Þetta er allt í göngufæri. Um kvöldið er gaman að kíkja á The Irish Pub og fara svo á götumarkaðinn þar sem listamenn selja handverkið sitt.

Löng strandlengja
Í tveggja klukkustunda akstursfjarlægð á austurströndinni er bærinn Parksville sem er einstaklega fjölskylduvænn. Þar er almenningsgarður með nokkurra kílómetra langri sandströnd og þegar er fjara þá er hægt að ganga endalaust eftir henni, tína ígulker og skeljar og búa til sandkastala þangað til flæðir að á ný. Á sumrin eru haldnar stórar sandkastalakeppnir þarna sem fólk héðan og þaðan úr heiminum tekur þátt í. Ýmislegt er í boði fyrir alla aldurshópa eins og mini-golf, stuðarabátar og markaðir. Þú getur einnig séð stóra Douglas-furu og leigt litla kofa á ströndinni.

Sögulegi blómagarðurinn The Butchart Gardens er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá miðbæ Victoria. Staðurinn var byggður snemma á tíunda áratugnum á tómri kalksteinsnámu en skartar í dag meðal annars japönskum garði, rósagarði, grænmetisgarði ásamt gosbrunnum, styttum og mörgu fleiru.

Risastór blómagarður
Sögulegi blómagarðurinn The Butchart Gardens er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá miðbæ Victoria. Staðurinn var byggður snemma á tíunda áratugnum á tómri kalksteinsnámu en skartar í dag meðal annars japönskum garði, rósagarði, grænmetisgarði ásamt gosbrunnum, styttum og mörgu fleiru. Fjölbreytni blómahafsins mun koma þér skemmtilega á óvart þegar þú gengur í gegnum þessa röð af görðum sem hannaðir eru af alþjólegum listamönnum. Á kvöldin er garðurinn lýstur upp og um helgar eru flugeldasýningar. Yfir jólin eru Carollers-söngvar sungnir víða um garðinn, hægt að fara á skauta og aka um í gamaldags hestvagni. Þarna eru verslanir, veitingastaðir, hægt að fá sér síðdegiste í viktorískum stíl og upplifa ýmsa skemmtun. Dásamlegt er að verja heilum degi í þessum æðislega garði.

Náttúruparadís
Sjávarbærinn Port Renfrew er í um tveggja og hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá miðbæ Victoria en bærinn er einnig þekktur sem höfuðborg stórra trjáa í Kanada. Í villtri náttúru Avatar Grove eru heimsins stærstu tré, þar á meðal Douglas-fura, rauðviður, greni og Sitka-tré. Það er ævintýralegt að ganga í gegnum skóginn innan um 500-1000 ára gömul tré sem eru 12 metrar eða meira að ummáli. Ef þið fylgið stígnum komið þið að Gordon-ánni sem er með stórum mosaklæddum steinum, litlum fossum og burknarnir prýða bakkana. Í skóginum búa elgir, fjallaljón, birnir, úlfar og fleiri dýr. Sannkölluð náttúruparadís.

Hægt er að leigja flugvél sem lendir á vatni til að fara í útsýnisflug og jafnvel alla leið til Seattle.

Töfrandi hippaeyja
Það eru nokkrar eyjur í kringum Vancouver-eyju og Salt Spring Island er ein sú stærsta, staðsett milli Vancouver-eyju og meginlandsins. Ferja gengur á milli eyjanna og hægt að taka bílinn með. Ferjuferðin veitir fallegt útsýni og hægt að sjá fegurð Vancouver-eyju úr smávegis fjarlægð. Einnig er hægt að leigja flugvél sem lendir á vatni til að fara í útsýnisflug og jafnvel alla leið til Seattle. Á Salt Spring Island eru strandir, tjaldstæði og stikaðar gönguleiðir. Bændamarkaðir með ferskum ávöxtum eru víðast hvar ásamt mörkuðum með handverk og fleira. Njóttu töfrandi og rólegs andrúmslofts staðarins sem er þekktur um heim allan fyrir listir, handverk og skapandi iðnað.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Úr einkasafni og safni

Linguini með pistasíum, þistilhjörtum og sítrónu

|
|

Ómótstæðilegur ítalskur réttur.

LINGUINI MEÐ ÞILSTILHJÖRTUM, PISTASÍUM OG SÍTRÓNU

Þistilhjartapestó:
1 krukka grilluð þistilhjörtu, olían sigtuð frá
70 g pistasíur (1 poki)
1 sítróna, börkur og safi
2 hvítlauksgeirar, fínt rifnir
1 búnt steinselja
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
1 dl jómfrúarólífuolí

Setjið allt nema olíu saman í matvinnsluvél og maukið. Bætið olíunni út í í lítilli bunu. Bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Sjóðið linguini skv. leiðbeiningum og blandið pestói saman við, magn af pestói fer eftir smekk hvers og eins. Berið gjarnan fram með sítrónusneið og rifnum parmesanosti. Þistilhjartapestó er einnig mjög gott á samlokur eða kex og t.d. með fiski.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Hugað að heilsunni í vinnunni

Mikilvægt er að huga vel að heilsunni á meðan við erum í vinnunni.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá eyðum við bróðurparti tíma okkar í vinnunni. Þess vegna er mjög mikilvægt að huga vel að heilsunni á meðan við erum á skrifstofunni. Hér eru nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga.

Alltaf við höndina
Ofþornun getur haft áhrif á starfsemi líkamans á margan hátt og eitt einkenni er einbeytingarleysi og þreyta. Til að tryggja að við drekkum nægilegt vatn yfir daginn er sniðugt að vera með vatnsbrúsa á skrifborðinu. Ósjálfrátt förum við að fá okkur einn og einn sopa þannig að áður en við vitum af erum við búin að drekka tvo lítra af vatni, eða ráðlagðan dagskammt.

Hollur kostur
Þegar mikið er að gera þá hættir okkur til að grípa eitthvern fljótlegan mat sem er oftar en ekki óhollur. Gott ráð til að sporna við þessu er að skipuleggja nesti kvöldið áður. Ýmist er hægt að nota afganga frá kvöldmatnum eða gera einfalda rétti, svo sem pastasalat, samloku, skyr með múslí og svo framvegis.

Rétt staða
Það er mjög mikilvægt að passa að sitja rétt við skrifborðið sitt ásamt því að tölvuskjárinn, lyklaborðið og músin séu á réttum stað. Því ef þessi atriði eru röng þá er hætt við að við fáum vöðvabólgu, tennisolnboga og ýmsa fleiri kvilla. Mörg fyrirtæki hafa tekið í gagnið upphækkanleg skrifborð sem ýmist er hægt að standa og sitja við. Þannig getur fólk ráðið sinni vinnustöðu sjálft.

Gakktu um gólf
Það eitt að standa upp og fara á salernið eða ná í kaffibolla getur komið blóðflæðinu aftur í gang og slakað á huganum. Ef þú hefur val reyndu að velja þá kaffivél eða salerni sem er hvað lengst frá vinnustöð þinni þannig að þú fáir sem mesta hreyfingu út úr þessari pásu. Eins er mikilvægt að sleppa lyftunni og fara frekar stigann þegar það er hægt.

Hugsaðu vel um augun
Við getum ofreynt augun með því að stara allan daginn á upplýstan tölvuskjá eða snjallsíma. Gott er að hafa 20-20-20 þumalputtaregluna í huga, það er að taka 20 sekúndna pásu á 20 mínútna fresti og leyfðu augunum að renna yfir eitthvað í um 20 feta fjarlægð, um það bil sex metra. Þetta slakar á spennu í öllum smáu vöðvunum í augunum.

Fáðu ferskt loft
Það eitt að stíga út fyrir hússins dyr og anda að sér fersku lofti getur gert kraftaverk fyrir einbeitingu og framleiðni – hvað þá ef þér tekst að hreyfa þig aðeins utandyra líka. Í stað þess að eyða öllum hádegismatnum í það að borða og kjafta inni á kaffistofu ættirðu að standa upp og taka tuttugu mínútna göngutúr um næsta nágrenni, þú verður mun kröftugari á eftir.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Listamaður og fatahönnuður á listrænu heimili

Innlit á heimili í Hlíðunum.

Blaðamaður og ljósmyndari Húsa og híbýla heimsóttu þau Steingrím Gauta Ingólfsson myndlistarmann og Hjördísi Gestsdóttur fatahönnuð á hrollköldum föstudagsmorgni nýverið. Hlý og notaleg íbúð þeirra er staðsett í Hlíðunum en þar búa þau ásamt 9 mánaða dóttur sinni Júlíu Eir. Húsið sem var byggt árið 1946 er að þeirra sögn einskonar fjölskylduhús.

„Nú búa hér þrjár kynslóðir undir sama þaki,“ segir Hjördís, en foreldrar hennar hafa búið í húsinu í um þrjátíu ár, sjálf fluttu þau í húsið árið 2011.

Við ræðum um hvort það hafi margt þurft að fjúka þegar þau hófu sambúð. Steini talar um „Darwinisma stílsins“, en hann telur að hjá þeim hafi orðið ákveðin þróun eftir að þau fluttu inn saman. „Sá aðili sem hefur betri stíl endar á því að hafa mest að segja um hvað sé valið inn á heimilið – sem er Hjördís í okkar tilviki,“ segir hann og skellir upp úr. Hjördís segir það samt sem áður hafa komið sér skemmtilega á óvart hvað Steini vildi hafa mikið að segja varðandi stílinn inni á heimilinu en hún ólst upp við að mamma hennar sá aðallega um að fegra heimilið.

Við litum inn á vinnustofu listamannsins

Steingrímur Gauti útskirfaðist með bakkalárgráðu í myndlist árið 2015 frá Listaháskóla Íslands en á námstíma sínum hélt hann einnig í skiptinám til Berlínar. Við fengum að kíkja í stutta heimsókn á vinnustofu hans sem er staðsett á Eyjaslóð úti á Granda, en þar hefur hann verið með aðstöðu í um tvö ár.

Hvenær byrjaðir þú að skapa og fikta við listina, og hvað varð til þess að þú ákvaðst svo að læra myndlist? „Ég hef alltaf verið alveg teiknisjúkur, alveg síðan ég var barn. Svo fór ég í skóla og lærði fullt af allskonar rugli og varð fullorðinn. Fór svo aftur í skóla til að læra að vera barn aftur. Maður þarf að vera barnalegur til þess að geta búið til myndlist. En planið var að verða arkitekt. Svo var ég í Myndlistarskólanum í fornáminu og byrjaði eitthvað að fikta við að mála og ákvað að reyna við myndlistina, “ svarar Steingrímur hress í bragði.

Texti / Elín Bríta
Myndir og myndband / Aldís Pálsdóttir

Ómáluð á forsíðunni og skráir sig í sögubækurnar

||
||

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Italia sem fer í sölu í dag. Gisele er algjörlega ómáluð á forsíðunni, sem og á myndum inni í tímaritinu, en þetta er í fyrsta sinn í sögu ritsins þar sem forsíðustúlkan er ómáluð og ekki er heldur búið að eiga við hár hennar.

Sunnudagur með Gisele.

Það var ljósmyndarinn Jamie Hawkesworth sem tók þessar fallegu myndir af Gisele, en serían heitir einfaldlega Sunday With Gisele, eða sunnudagur með Gisele.

Inni í tímaritinu veitir hún lesendum innsýn í líf sitt með ruðningsstjörnunni Tom Brady á heimili þeirra í Boston. Virðist líf fyrirsætunnar ósköp venjulegt, þó hún sé næsthæstlaunaðasta fyrirsæta heims og gift stjörnunni í New England Patriots, en liðið tapaði í Ofurskálinni síðustu helgi.

Þó Gisele eigi sand af seðlum elskar hún kanínuinniskóna sína.

Til að gera nándina enn meiri, notaði Jamie eingöngu náttúrulega birtu þegar hann myndaði Gisele. Þá tók hann myndirnar á filmu, uppá gamla mátann, til að tryggja að ekki yrði átt við hreint og fagurt andlit fyrirsætunnar.

Vogue Italia deilir einnig mínútu löngu myndbandi af fyrirsætunni þar sem hún talar meðal annars um barnæskuna og móðurhlutverkið. Einstaklega einlægt og fallegt myndband sem sjá má hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Breytti um lífsstíl og losaði sig við sjötíu kíló

„Ég hataði allt við sjálfa mig og það var erfið staða að vera í,“ segir hin 31 árs gamla Katie Bolden í viðtali við tímaritið People. Tímaritið gaf nýverið út aukablað um fólk sem hefur lést um helming af líkamsþyngd sinni, og er Katie ein þeirra.

Þegar Katie var þyngst var hún tæplega 130 kíló. Venjuleg kvöldmáltíð fyrir hana var heil, stór pítsa og franskaskammtur. Hún hafði reynt ýmsa megrunarkúra á fullorðinsárum en ekkert virkaði, en Katie var einnig illa haldin af kvíða og þunglyndi.

Það var síðan í nóvember árið 2010 að hún var greind með fjölblöðrueggjastokka heilkenni, sem þýddi að það yrði henni erfitt að eignast barn.

„Þetta voru hræðilegar fréttir, því mig hafði dreymt um að vera móðir öll fullorðinsárin. Ég vissi alltaf að mig langaði í fjölskyldu með eiginmanni sínum,“ segir Katie í samtali við People. Það var hins vegar ekki fyrr en hún fór að finna fyrir sjóntruflunum og var greind með MS þremur árum síðar að hún ákvað að breyta lífsstíl sínum.

„Ég fylltist eldmóði. Ég var svo hrædd við að geta hugsanlega ekki gengið eða séð í framtíðinni. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var bara að eyða lífinu mínu og það var kominn tími til að gera eitthvað og byrja að lifa lífinu,“ segir Katie.

Átján kíló í einum mánuði

Katie byrjaði á því að nota smáforritið MyFitnessPal til að fylgjast með hve margar kaloríur hún innbyrti yfir daginn og hve mikið prótein hún var að borða. Hægt og rólega hætti hún að borða skyndibitamat og byrjaði að ganga og synda reglulega. Það var hins vegar ekki tekið út með sældinni að breyta um lífsstíl og reyndist það henni afar erfitt til að byrja með.

„Fyrsta vikan var erfið. Ég var svöng, ég var sólgin í mat. En eftir nokkrar vikur byrjaði ég að sjá árangur og það hélt mér gangandi. Ég léttist mikið fyrstu mánuðina, til dæmis átján kíló í einum mánuði.“

Á góðum stað í dag

Fyrsta árið léttist Katie um 34 kíló og náði þá að verða ólétt af sínu fyrsta barni. Fimm mánuðum eftir barnsburð byrjaði Katie að æfa á ný og þremur og hálfu ári eftir að hún hóf lífsstílsbreytinguna var hún búin að léttast um tæplega sjötíu kíló.

Og viti menn, hún fékk fulla sjón á ný og er ekki lengur með fjölblöðrueggjastokka heilkenni. Hún er enn með MS sjúkdóminn, enda er hann ekki afleiðing af þyngdinni, en hún finnur ekki mikið fyrir einkennum sjúkdómsins.

„Ég horfi til baka á allt sem ég gerði og hugsa: Gerði ég þetta í alvörunni? Ég veit að ég er á góðum stað, líkamlega og andlega, því ég var með ofboðslega mikinn kvíða en fór samt út og gerði þetta,“ segir Katie.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af Katie þar sem hún opnar sig um þessa vegferð sem hefur komið henni á betri stað í lífinu.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Konur segja nei við dömuflögum Doritos

IMAGE DISTRIBUTED FOR DORITOS - In this image released on Monday Jan. 7

Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, sem framleiðir til dæmis Doritos, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi í vikunni að fyrirtækið væri að þróa sérstakar Doritos-flögur fyrir konur.

„Þegar maður horfir á mikið af ungum strákum að borða flögurnar, en þeir elska sitt Doritos, þá sleikja þeir fingur sína af innlifun og þegar flögurnar eru búnar hella þeir mylsnunni uppí munninn sinn, því þeir vilja ekki fara á mis við bragðið og mylsnuna á botninum.

Konur myndu vilja gera slíkt hið sama en þær gera það ekki. Þær vilja ekki að heyrast hátt í flögunum á almannafæri. Og þær sleikja ekki fingur sína og þær vilja ekki hella mylsnuninni og kryddinu í munninn sinn,“ sagði Indra í hlaðvarpinu.

Þessi orð Indru hafa farið sem eldur um sinu á internetinu, en Indra sagðist í framhaldinu vera með lausn á þessu svokallaða vandamáli. Að framleiða sérstakar flögur fyrir konur sem heyrðist minna í og sem skildu minna krydd eftir á fingrum.

„Þetta er ekki karlkyns og kvenkyns útgáfa af flögunum heldur meira snakk fyrir konur sem getur verið hannað öðruvísi og sett í öðruvísi umbúðir. Við erum að skoða þetta og við ætlum að setja fullt af svona vörum á markað bráðum. Fyrir konur, hljóðlátar flögur með sama bragðinu en með minna kryddi sem festist á fingrum og hvernig passa þær í tösku? Af því að konur elska að vera með snakk í töskunni,“ sagði hún.

Birtingarmynd kjaftæðis sem konur þurfa að þola

Konur á samfélagsmiðlum hafa látið í sér heyra út af þessum ummælum Indru og er ekki skemmt. Þeirra á meðal er spéfuglinn Kathy Griffin, sem segir að þessi orðræða sé hluti af stærra vandamáli.

„Þetta gæti virkað kjánalegt fyrir suma en á einhverjum tímapunkti í lífinu er flestum konum sagt að þær séu of háværar, taki of mikið pláss, að við séum of mikið. Ef Doritos ætlar að gera þetta er þetta eingöngu birtingarmynd þess kjaftæðis sem konur þurfa að þola á heimilinu og á vinnustað,“ tísti Kathy.

PepsiCo hefur nú gefið það út að fyrirtækið muni ekki setja á markað sérstakar dömuflögur.

„Við erum nú þegar með Doritos fyrir konur – þær heita Doritos og milljónir manna njóta þeirra á hverjum degi. Á sama tíma vitum við að þarfir og langanir breytast og að við þurfum alltaf að finna nýjar leiðir til að gleðja neytendur,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Hér fyrir neðan má síðan sjá nokkur gamansöm tíst um þá vægast sagt skringilegu hugmynd að ætla, árið 2018, að framleiða sérstakt snakk fyrir konur:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Hvíl í friði John Mahoney

|
|

Leikarinn góðkunni John Mahoney, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Martin Crane í sjónvarpsþáttunum Frasier, lést síðasta sunnudag á líknardeild í Chicago. Dánarorsök var krabbamein í hálsi. Leikarinn var 77 ára þegar hann lést.

John fæddist í Blackpool á Englandi þann 20. júní árið 1940 en flutti til Bandaríkjanna sem ungur maður. Hann vann við enskukennslu og ritstýrði læknariti áður en hann fékk sig fullsaddan af vinnunni sinni. Hann ákvað að söðla um og fór í leiklistartíma Í St. Nicholas-leikhúsinu. Það má segja að það hafi verið mikið heillaspor því í framhaldinu steig hann í fyrsta sinn á svið, nánar tiltekið árið 1977, og hvatti leikarinn John Malkovich hann að ganga til liðs við Steppenwolf-leiklistarhópinn í Chicago.

Þá fóru hjólin að snúast, en fyrir frammistöðu sína í leikritinu Orphans stuttu síðar fékk John Derwent-verðlaunin og Theatre World-verðlaunin. Árið 1986 hlotnaðist honum síðan sá mikli heiður að hljóta Tony-verðlaunin fyrir bestan leik fyrir frammistöðu sína í leikritinu The House of Blue Leaves eftir John Guare.

Frasier, Niles og Martin Crane.

Heimurinn kynnist Martin Crane

Fyrsta kvikmyndahlutverkið fylgdi í kjölfarið en árið 1987 fékk hann hlutverk í Tin Men í leikstjórn Barry Levinson. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gekk honum vel í leiklistinni og lék í myndum á borð við Moonstruck, Say Anything…, In the Line of Fire, Reality Bites, The American President, Barton Fink og The Hudsucker Proxy.

John sérhæfði sig í að leika hressa menn sem heimurinn hafði farið illa með. Það er því eilítið fyndið að hugsa til þess að hans stærsta hlutverk, í sjónvarpsþáttunum Frasier, hafi verið hinn úrilli Martin Crane, en það tók áhorfendur nokkra þætti, jafnvel heila seríu, að kunna að meta kauða. Martin var faðir Frasier og Niles Crane, mikilla snobbhænsna sem töluðu á tíðum hansi háfleygt, en voru samt hvers manns hugljúfi. Martin var fyrrverandi lögga sem elskaði þægindastólinn sinn meira en allt og sagði hlutina hreint út. Var hann því skemmtilegt mótvægi við vel máli förnu syni sína.

Frasier gekk í ellefu þáttaraðir, frá árinu 1993 til ársins 2004. John var tilnefndur til Emmy- og Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í þáttunum og hlaut Screen Actor’s Guild-verðlaunin árið 2000.

„Frábær leikari – yndislega góð manneskja“

John var greinilega ekki aðeins góður leikari, heldur einnig mikill mannvinur utan tökustaðar því margir hafa minnst leikarans síðustu daga.

„Frábær leikari – yndislega góð manneskja – þér leið betur þegar þú hittir hann – Hvíl í friði John,“ skrifar leikarinn John Cusak á Twitter-síðu sinni, en hann lék með John í Say Anything….

„Hinn stórkostlegi John Mahoney lést í dag, 77 ára að aldri. Ég hef aldrei kynnst betri manni eða stórkostlegri leikara. Það er mikil blessun fyrir okkur öll að hafa eytt 11 árum með honum,“ tístar Jeff Greenberg sem sá um leikaraval í Frasier.

Leikkonan Peri Gilpin, sem lék Ross í Frasier, birtir mynd af John með hjartnæmri kveðju.

„John að syngja í brúðkaupinu mínu. Horfið á Moonstruck, Say Anything og/eða Frasier eða eitthvað sem þið getið með honum og skálið fyrir John. Haldið minningu hans á lofti.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Hver er munurinn á kvefi og flensu?

Nú stendur veturinn sem hæst og tekur ein pest við af annarri. Það er eðlilegt að fá kvef á veturna, en sumir eru svo óheppnir að fá líka flensu sem er heldur óþægilegri vetrargestur.

Við ákváðum að kíkja á muninn á kvefi og flensu, en hann er nefnilega talsverður.

Eins og þruma úr heiðskýru lofti

Kvefið er þannig gert að það byrjar hægt, þannig að maður hefur nægan tíma til að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana.

Hins vegar gerir flensan ekki boð á undan og sér og hellist mjög snögglega yfir sjúklinginn, eins og þruma úr heiðskýru lofti.

Hár hiti fylgir flensunni

Einkenni kvefs í fyrstu eru óþægindi, kláði og særindi í hálsi. Þá fylgja hnerri, nefrennsli og jafnvel rennvot augu. Yfirleitt fylgir kvefi ekki hækkaður hiti en ef einhver hitahækkun verður er hún væg.

Flensunni fylgir hiti sem getur farið uppí 39 til 40°C. Þá einkennir flensuna beinverkir, höfuðverkur og sár, djúpur hósti.

Kvefið gengur yfir á nokkrum dögum

Kvef gengur yfirleitt yfir á nokkrum dögum og varir oftast ekki lengur en viku.

Flensan gengur yfir á fimm til átta dögum, þó slappleiki og hósti geti varað lengur.

Langvarandi hósti eða lungnabólga

Fylgikvillar kvefs geta verið eyrnaverkur, langvarandi hósti og kinnholubólga. Þá þarf að leita til læknis til að fá viðeigandi meðferð.

Alvarlegri fylgikvillar flensunnar eru lungnabólga og þá þarf einnig að leita til læknis varðandi meðferð og lyf.

Dregið úr vanlíðan

Engin lækning er við kvefi og því mikilvægt að draga úr einkennum og vanlíðan. Gott er að hvílast vel og draga úr álagi, sem og að drekka heita drykki, svo sem sítrónuvatn. Hálstöflur og hóstasaft geta gert kraftaverk við að draga úr ertingu í hálsi og mikilvægt að snýta sér reglulega.

Þegar barist er við flensu er nauðsynlegt að hafa hitastillandi lyf við hendina, til dæmis Paratabs og hóstastillandi mixtúru. Þá skiptir hvíld og svefn miklu máli og hægt að leita allra ráða til að minnka vanlíðan á meðan flensan gengur yfir, til dæmis með því að innbyrða mikið af C-vítamíni.

Heimild: doktor.is

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Faldi óléttuna fyrir heiminum en nú er barnið fætt

|
|

Fyrirsætan, raunveruleikastjarnan, frumkvöðullinn og áhrifavaldurinn Kylie Jenner tilkynnti í gær að hún væri búin að eignast sitt fyrsta barn með kærasta sínum, Travis Scott. Kylie er dóttir Kris og Caitlyn Jenner og hvað þekktust fyrir að taka þátt í raunveruleikaþættinum Keeping Up With the Kardashians með fjölskyldu sinni.

Kylie faldi óléttuna fyrir umheiminum, en þó var mikið búið að skrifa um meinta meðgöngu í öllum helstu fréttamiðlum heims. Hún útskýrði af hverju í færslu á Instagram um leið og hún tilkynnti um fæðingu barnsins.

„Ég ákvað að vera ekki ólétt fyrir framan allan heiminn. Ég vissi að ég þyrfti að undirbúa mig fyrir þetta hlutverk lífs míns á eins jákvæðan, streitulausan og heilbrigðan hátt og ég gat,“ skrifar Kylie og heldur áfram.

„Ég vissi að barnið mitt myndi finna fyrir allri streitu og hverri einustu tilfinningu þannig að ég valdi að gera þetta svona fyrir litla lífið mitt og hamingju okkar.“

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Sjaldséð Chicago West

Aðdáendur stjörnunnar eru eflaust búnir að sakna hennar, enda er hún þekkt fyrir að fara mikinn á samfélagsmiðlum og leyfa umheiminum að fylgjast með hverju fótspori. En Kylie bætir þessa fjarveru svo sannarlega upp með rúmlega ellefu mínútna löngu myndbandi í heimildarþáttastíl þar sem hún fer yfir meðgönguna.

Kylie, Chicago og Kim.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en það byrjar með upptöku frá árinu 1997 þegar Kris Jenner fæddi Kylie. Þá er einnig tekið viðtal við bestu vinkonu Kylie, Jordyn Woods, þar sem hún fer yfir það hvernig Kylie sagði henni stóru fréttirnar. Einnig er að finna fjölmörg myndbrot af kærustuparinu Kylie og Travis, sem hafa ávallt reynt að halda einkalífi sínu út af fyrir sig.

Það er einnig vert að minnast á að í myndbandinu má sjá litlu Chicago West, þriðja barn Kim Kardashian, systur Kylie, og Kanye West sem kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður þann 15. janúar. Í myndbandinu sést Kylie halda á litlu frænku sinni á meðan Kim ákveður að undirbúa hana fyrir það sem koma skal.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Einhleypt fólk opnar sig um slæmt kynlíf

Ein stærsta stefnumótasíða á netinu í heiminum, Match.com, gaf nýverið út sína árlegu rannsókn á einhleypum í Bandaríkjunum. Í rannsókninni voru spurningar settar fyrir fimm þúsund einhleypa einstaklinga, átján ára og eldri. Var einhleypa fólkið til dæmis spurt út í kynlíf og hvað gæti orðið til þess að samfarir væru slæmar.

82% þeirra sem svöruðu sögðu að of mikið mas í kynlífi væri mjög slæmt, 74% sögðu enga ástríðu gera samfarir slæmar og 63% sögðu litla hreyfingu í bólförum vera afar vont. Þá sögðu 62% að kynlíf væri ekki ánægjulegt ef hinn aðilinn í rúminu væri slæmur að kyssa.

Þegar kom að því að kanna hvað það væri sem gerði kynlíf gott voru 83% sammála um að umhyggjusamur og áhugasamur bólfélagi væri líklegur til vinsælda. Þá sögðu 78% samskipti skipta mestu máli og 76% að kynlífið væri gott ef bólfélaginn væri góður í að kyssa.

Þessir þrír þættir þóttu meira að segja mikilvægari en að fá fullnægingu. Það verður þó að taka það fram að þeir sem svöruðu í rannsókninni sögðu það nánast gulltryggt að báðir aðilar fengju fullnægingu ef samskipti væru góð og ef bólfélaginn væri áhugasamur og góður í kossafimi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Gagnrýnendur segja þetta hræðilegustu hryllingsmynd síðari ára

Hryllingsmyndin Hereditary, í leikstjórn Ari Aster, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa.

Myndin, sem skartar leikurunum Toni Collette, Gabriel Byrne og Ann Dowd í aðalhlutverkum, kemur í kvikmyndahús næsta sumar og fjallar um Annie, sem grunar að yfirnáttúrulegir kraftar hafi heltekið húsið hennar. Hún þarf að kanna það sem býr í myrkrinu til að komst undan hræðilegum örlögum.

Gagnrýnandi The Hollywood Reporter segir að myndin sé tveir klukkutímar af hryllingi sem vindur uppá sig en gefur ekki eftir í eina mínútu. Gagnrýnandi Variety segir að myndin fjalli um mest ógnvekjandi draug allra tíma: andana innra með okkur. Þá segir gagnrýnandi USA TODAY að þetta sé hræðilegasta hryllingsmynd síðari ára.

Við hjá Mannlífi erum strax orðin mjög spennt að sjá myndina, sem hefur fengið lof gagnrýnenda þó hryllileg sé. Hafa sumir meira að segja gengið svo langt að segja að Toni Collette gæti hreppt Óskarsverðlaunin á næsta ári fyrir leik sinn í myndinni.

Gagnrýnandinn Aaron Morgan hvetur fólk á Twitter-síðu sinni til að sleppa því að horfa á stiklu fyrir myndina og horfa frekar á hana án þess að vita nokkurn skapaðan hlut. Við stóðumst samt ekki mátið, horfðum á stikluna og erum nú enn spenntari.

Við látum stikluna fylgja með hér að neðan ef einhver vill byrja að hita upp fyrir sumarið:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þetta færðu fyrir 35 milljónir króna

||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||

Við sögðum frá skoskri eyju til sölu í síðustu viku, en fyrsta boð í eyjuna var uppá 35 milljónir króna. Við ákváðum því að fara á stúfana og skoða okkar nærumhverfi til að sjá hvers konar fasteign við gætum nælt okkur í fyrir sama verð og sett var á eyjuna fögru.

67 fermetrar í Hafnarfirði

Ef við byrjum leitina á höfuðborgarsvæðinu, þá gætum við fjárfest í rétt rúmlega 67 fermetra íbúð í fjölbýlishúsi við Víðivang í Hafnarfirði. Ásett verð er 34,9 milljónir en fasteignamatið stendur í 24,2 milljónum. Íbúðin er búin einu svefnherbergi, einu baðherbergi, stofu og svölum. Í raun er íbúðin sjálf aðeins rétt rúmlega 61 fermetri þar sem inní fermetratölu er tekin geymsla í kjallara sem er 6,2 fermetrar.

Eldhús fyrir handlagna

Fyrir sama verð, eða 34,9 milljónir króna. er hægt að hreiðra um sig í 52,9 fermetra íbúð við Boðagranda í Reykjavík. Um er að ræða tveggja herbergja íbúð í lyftuhúsi með bílastæði í bílakjallara. Hér gæti handlaginn einstaklingur tekið til hendinni þar sem aðeins er farið að slá í eldhúsinnréttinguna en á baðherberginu er hins vegar nýlegur vaskur og klósett.

 

Snoturt athvarf í Skógarási

Í Skógarási í Árbæ í Reykjavík er einnig íbúð í fjölbýlishúsi fyrir 34,9 milljónir. Sú er 73,3 fermetrar, þar af 6,2 fermetra geymsla. Íbúðin er búin einu baðherbergi og einu svefnherbergi en mikið er búið að gera fyrir íbúðina eins og sést á myndum. Þó er einhver kostnaður við sameign yfirvofandi þar sem til stendur að skipta um hurðir.

 

Útsýni ekki metið til fjár

Og enn af fjölbýlishúsum, því í Æsufelli í Breiðholti er 97,6 fermetra íbúð á 34,9 milljónir króna. Íbúðin er búin 1 baðherbergi og tveimur svefnherbergjum og er hún á þriðju hæð. Þá fylgir íbúðinni einnig 7,4 fermetra geymsla í kjallara. Útsýnið er svo ekki hægt að meta til fjár og búið er að endurnýja bæði baðherbergi og eldhús.

54 fermetrar í 101

Þeir sem vilja halda sig í miðbæ Reykjavíkur gætu kíkt á 54 fermetra íbúð við Laugaveg sem er einmitt líka á 34,9 milljónir. Um er að ræða tveggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við þessa annasömu verslunargötu. Íbúðin er smekklega innréttuð, en tekið er fram í fasteignaauglýsingunni að tilvalið sé að leigja íbúðina út til ferðamanna.

Möguleikar í Reykjanesbæ

Ef fólk vill færa sig aðeins út fyrir höfuðborgarsvæðið, væri hægt að kíkja á fjögurra herbergja íbúð við Hólabraut í Reykjanesbæ á 34,9 milljónir. Um er að ræða 165,1 fermetra íbúð, þar af bílskúr uppá 22,7 fermetra. Eignin býður vægast sagt upp á mikla möguleika og hentar barnafjölskyldum afar vel þar sem hún er búin fjórum svefnherbergjum.

Fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi

Þá væri hægt að prútta aðeins og taka til greina tæplega 180 fermetra einbýlishús við Brekastíg í Vestmannaeyjum á 35,5 milljónir króna. Húsið er búið tveimur baðherbergjum, fimm svefnherbergjum og bílskúr sem er 18 fermetrar og þarfnast enduruppbyggingar. Búið er að endurnýja talsvert í húsinu og gæti stór fjölskylda látið fara vel um sig hér.

Bílskúr á tveimur hæðum

Þeir sem myndu vilja færa sig lengra austur gætu nælt sér í tæplega 280 fermetra einbýlishús við Ullartanga á Egilsstöðum á 34,5 milljónir króna. Húsið er einnig búið tveimur baðherbergjum og fimm svefnherbergjum. Bílskúr á tveimur hæðum fylgir húsinu en hann er fremur hrár. Þessi eign er tilvalin fyrir þá sem vilja taka til hendinni og gera hana upp, en hún býður upp á mikla möguleika.

Hlýlegt á Húsavík

Norður á Húsavík er síðan 185,6 fermetra einbýlishús við Laugarbrekku á 33,7 milljónir króna en athygli vekur að brunabótamatið er 40,7 milljónir. Um er að ræða tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi og bílskúr sem er 37,8 fermetrar. Fallegur garður umlykur húsið og er það einstaklega hlýlegt og snoturt.

Ef þessir veggir gætu talað

Fyrir þá sem myndu vilja hreiðra um sig á Vestfjörðum er hér 377 fermetra einbýlishús við Sólgötu á Ísafirði á 35 milljónir króna. Í húsinu eru tvö baðherbergi og fjögur svefnherbergi en einnig er eignin búin kjallara og rislofti. Ljóst er að mikil sál er í þessu húsi þar sem það var einu sinni samkomustaður, ballstaður, prentsmiðja og fleira. Ó, ef þessir veggir gætu talað!

Gult og glæsilegt

Við endum fasteignarúntinn á Akranesi, þar sem 170 fermetra einbýlishús við Heiðargerði fer á 34,5 milljónir króna. Fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi er í húsinu sem er fallega gult að lit að utan og fer því ekki framhjá neinum. Hér er klárlega eign sem væri hægt að gera ansi mikið fyrir, ef áhuginn er fyrir hendi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Sextán landslagsmyndir prýða ný vegabréf

Ný vegabréf, sem tekin verða í notkun í lok þessa árs, ef allt gengur að óskum, verða prýdd sextán landslagsmyndum af náttúru Íslands. Verða myndirnar notaðar sem daufur bakgrunnur á vegabréfssíðurnar.

Þjóðskrá Íslands auglýsti ekki eftir fyrrnefndum landslagsmyndum heldur var leitað til „sjö þekktra landslagsljósmyndara og þeim boðið að skila inn ákveðnum fjölda mynda hver,“ eins og segir í skriflegu svari frá Þjóðskrá Íslands við spurningum blaðamanns Mannlífs.

Mega ekki birta myndirnar í 18 ár

Alls bárust 150 myndir og voru sextán valdar sem þóttu henta best sem daufur bakgrunnur á vegabréfssíðurnar. Ljósmyndararnir sem eiga myndir í vegabréfunum eru Árni Tryggvason, Einar Guðmann, Gyða Henningsdóttir og Páll Jökull Pétursson. Ekki fékkst gefið upp hve háa greiðslu ljósmyndararnir fengu fyrir hverja mynd. Ljósmyndararnir mega ekki birta eða nota myndirnar sem urðu fyrir valinu næstu átján árin. Er það liður í að minnka líkur á að hægt sé að falsa íslensk vegabréf.

Tilboði pólska fyrirtækisins PWPW tekið

Á síðasta ári fór fram útboð sem Ríkiskaup sá um fyrir Þjóðskrá Íslands, annars vegar á framleiðslu og hönnun á íslenskum vegabréfabókum og hins vegar á framleiðslukerfi vegabréfa. Alls bárust tólf tilboð í hönnun og framleiðslu á vegabréfunum, þar á meðal frá Ísrael, Þýskalandi, Bretlandi, Ungverjalandi og Spáni. Svo fór að tilboði pólska fyrirtækisins PWPW var tekið, en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins sérhæfir það sig í alls kyns öryggisskilríkjum, þar á meðal vegabréfum og greiðslukortum. Það var í vinnu með fyrrnefndu PWPW að upp kom sú hugmynd að nota íslenskar landslagsmyndir í vegabréfunum.

„Það var álit sérfræðinga að til þess að tryggja betur öryggi íslenska vegabréfsins sem ferðaskilríkis þá væri þörf á bæði nýrri útlitshönnun en einnig nýrri hönnun á öryggisþáttum. Það fóru fram nokkrir fundir með sérfræðingum Þjóðskrár Íslands og erlenda hönnunarteymi PWPW um hvernig ný hönnun átti að vera og ýmsar hugmyndir og tillögur nefndar. Í samvinnu við dómsmálaráðuneytið var sammælst um að styðjast við landslagsmyndir af náttúru Íslands,“ segir í skriflegu svari frá Þjóðskrá Íslands.

Óljóst er hvort gjaldskrá vegabréfa breytist í takt við nýja hönnun, en í dag kostar vegabréf 12.300 krónur fyrir 18 til 66 ára og 5600 krónur fyrir börn, aldraða og öryrkja, ef miðað er við almenna afgreiðslu.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Allir elska nammikökur

|
|

Mokkamarens með kaffisúkkulaðikremi.

Það má með sanni segja að landanum líki við nammikökur. Við skelltum í eina góða sem sló auðvitað í gegn. Vel má skipta sælgætinu út fyrir aðrar tegundir ef fólk vill og um að gera að prófa sig áfram.

Mokkamarens með kaffisúkkulaðikremi.

MOKKAMARENS MEÐ KAFFISÚKKULAÐIKREMI
fyrir 8-10

4 eggjahvítur
3 tsk. skyndikaffiduft
3 ½ dl sykur
4 dl rjómi

Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír í botninn á tveim 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Setjið eggjahvítur í skál ásamt kaffidufti og látið standa í 2-3 mín. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marensblöndunni í formin og bakið í 1 ½ klst. Slökkvið þá á ofninum og látið botnana kólna alveg inni í honum. Útbúið kaffisúkkulaðikrem og látið það kólna niður í stofuhita. Þeytið rjóma og blandið rúmlega helmingnum af súkkulaðikreminu lauslega saman við.
Setjið súkkulaðirjómann á milli botnanna og dreifið restinni af kreminu yfir kökuna.

KAFFISÚKKULAÐIKREM:
2 dl rjómi
1 tsk. skyndikaffiduft
4 stk. Kaffisúkkulaði frá Lindu, gróft skorið

Setjið allt í skál og bræðið saman yfir vatnsbaði. Takið skálina af hitanum þegar allt er vel samlagað og látið kólna.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir /  Rut Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Engir karlmenn leyfðir á þessari lúxuseyju

|
|

Hægt verður að fara í frí á SuperShe-eyjunni við strendur Finnlands frá og með næsta sumri. Staðurinn er sérstakur áfangastaður fyrir þær sakir að engir karlmenn eru leyfðir á eyjunni.

Kristina Roth, fyrrverandi ráðgjafi, festi kaup á eyjunni og ákvað að opna stað eingöngu fyrir konur eftir nokkur vel heppnuð frí til Bandaríkjanna.

„Konurnar myndu setja á sig varalit þegar sætur strákur kæmi. Hugmyndin á bak við eyjuna er í raun: Hey, einblínum á okkur sjálfar – hættum að reyna að fíra upp í hormónunum,“ segir Kristina í samtali við New York Post um eyjaævintýrið.

Hún segist samt ekki hata karlmenn.

„Ég elska karlmenn!“ segir hún og bætir við að hún sé opin fyrir því að leyfa karlkyns gesti á SuperShe-eyjunni í framtíðinni.

Konur sem hafa áhuga á dvöl á eyjunni þurfa að sækja um meðlimakort á vefsíðu paradísarinnar, en vika á eyjunni, með nánast öllu inniföldu, kostar 3500 dollara, eða rétt rúmlega 350 þúsund krónur. Til að sækja um dvöl þurfa áhugasamir að fara í viðtal við stofnandann, Kristinu, en það er hægt að gera á Skype.

„Ég vil velja manneskjurnar og sjá að þær séu í góðu jafnvægi og passi inn í hópinn,“ segir Kristina.

Þess má geta að það eru ekki aðeins karlmenn sem eru bannaðir á eyjunni heldur öll hugarbreytandi efni.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Fæddi barn á ganginum og ljósmyndarinn náði stórkostlegum myndum af því

||||
||||

Jes og Travis Hogan frá Manhattan í Kansas eignuðust nýverið sitt sjötta barn, á einstaklega eftirminnilegan hátt.

Jes og Travis fóru uppá sjúkrahús þegar Jes fann fyrir óvenjulegum samdráttum sem voru sterkari en dagana áður. Tammy Karin, ljósmyndari hjá Little Leapling Photography, hitti þau á sjúkrahúsinu, en hún kom rétt svo í tæka tíð til að mynda fæðinguna.

Jes komst nefnilega ekki mjög langt og endaði á því að fæða barnið, lítinn dreng, á gangi sjúkrahússins.

Uppháhaldsmynd móðurinnar.

Tammy náði algjörlega stórkostlegum myndum af fæðingu barnsins, sem sýna svo sannarlega að fæðingar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Jes segir í samtali við fréttaveituna BuzzFeed að sín eftirlætismynd sé þegar eiginmaður hennar og hjúkrunarfræðingurinn voru að hjálpa henni að leggjast niður á gólfið, nokkrum mínútum áður en barnið kom í heiminn.

„Það er smá glott á eiginmanni mínum en ég man hve örugg mér fannst ég í örmum hans. Þessi mynd fangar allt sem ég vil. Hún á sérstakan stað í mínu hjarta,” segir Jes. Hún hvetur aðrar konur til að deila sínum fæðingarsögum.

Fæðingin tók aðeins nokkrar mínútur.

„Ég vil að mæður muni að þær eru kröftugar og að fæðing er stórkostleg. Ekki gleyma styrk ykkar á þessu augnabliki, sama hvernig fæðingin er. Ég trúi að fæðingar skilgreini okkur sem manneskjur og hjálpi konum að öðlast meiri styrk og jarðtengingu.”

Max flýtti sér í heiminn.
Falleg stund sem var fest á filmu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband um fæðingu litla snáðans sem hlotið hefur nafnið Max.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Little Leapling Photography

Sleit ofbeldisfullu sambandi: „Þetta breytti mér“

Í nýjasta hlaðvarpi spjallþáttadrottningarinnar Opruh Winfrey, Oprah’s SuperSoul Conversations, sest Oprah niður með leikkonunum Reese Witherspoon og Mindy Kaling, en þessar þrjár leika saman í kvikmyndinni A Wrinkle in Time sem frumsýnd verður í mars.

Í viðtalinu talar Reese opinskátt um að hún hafi verið í ofbeldisfullu sambandi, en nefnir ofbeldismanninn þó ekki á nafn.

„Var þetta líkamlegt? Beitti hann ofbeldi með orðum? Bæði?“ spyr Oprah og Reese svarar:

„Andlegt, beitti ofbeldi með orðum og já,“ segir leikkonan. Hún bætir við að þó að hún hafi vitað að það yrði erfitt að slíta sig úr sambandinu þá hafi það verið nauðsynlegt.

„Lína var dregin í sandinn og það var stigið yfir hana. Eitthvað breyttist í höfðinu á mér. Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt en ég gat ekki meir. Þetta var náið samband og ég var mjög, mjög ung.“

Stóð með sjálfri sér

Reese segir að þessi ákvörðun hafi mótað hana sem konuna sem hún er í dag.

„Þetta breytti mér, sú staðreynd að ég stóð með sjálfri mér. Ég er öðruvísi manneskja núna og þetta er hluti af ástæðunni fyrir því að ég get staðið upp og sagt: Já, ég er metnaðargjörn. Því einhver reyndi að taka það frá mér,“ segir leikkonan. Síðar í viðtalinu talar hún meira um mikilvægi þess að konur séu metnaðarfullar.

„Metnaður snýst ekki um að vera eigingjarn og hann snýst ekki bara um mann sjálfan. Hann snýst um að vilja gera meira og betra fyrir samfélagið, skóla, heiminn, ríkisstjórnina. Metnaðarfull kona er ekki ógnvænleg og hún er ekki fráhrindandi.“

Hlusta má á allt viðtalið við þær stöllur hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Ég hef alltaf litið á þessi börn sem mín eigin“

||||
||||

„Árið 2017 var æðislegt en líka afar skrýtið. Það var allavega mjög öðruvísi,“ segir leikarinn Jóel Sæmundsson.

Jóel frumsýndi einleikinn Hellisbúann í september á síðasta ári, landaði stóru hlutverki í bíómynd og létti sig um tíu kíló á sextíu dögum. Hann gerði þetta allt ásamt því að hugsa um börnin sín þrjú, en hann gekk tveimur af börnunum í föðurstað þegar hann kynntist fyrrverandi kærustu sinni. Við heyrðum í Jóel og fórum yfir þetta magnaða ár með honum.

Engin karlrembusýning

„Ég var búinn að lesa leikritið og var lengi búið að langa að leika Hellisbúann, þó ég hefði aldrei séð stykkið á sviði. Ég ákvað því að hafa samband við Theater Mogul, fyrirtækið sem á réttinn af verkinu, og þá vildi svo skemmtilega til að þau höfðu líka verið að leita leiða til að setja verkið aftur upp á Íslandi. Ég fór á tvo fundi með Óskari Eiríkssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hann skoðaði efni með mér og síðan ákváðum við að kýla á þetta saman,“ segir Jóel um hvernig það atvikaðist að hann brá sér í hlutverk Hellisbúans.

Jóel sem hellisbúinn.

Margir muna eflaust eftir sýningunni Hellisbúinn með Bjarna Hauk fremstan í flokki, en einleikurinn vakti gríðarlega lukku á Íslandi á tíunda áratug síðustu aldar, og síðan aftur fyrir nokkrum árum með Jóhannes Hauk í aðalhlutverki. Verkið, sem skrifað er af Rob Becker, hefur einnig farið sigurför um heiminn allan og er til dæmis sá einleikur sem lengst hefur gengið á Broadway. Verkið var skrifað árið 1991 og segir Jóel að síðasta vor og sumar hafi farið í það að uppfæra handritið.

„Við í raun uppfærðum handritið í takt við gamla punkta sem höfundurinn hafði skrifað, sem voru farnir úr verkinu, en færðum það inn í nútímann. Í því ferli fékk ég dýpri skilning á verkinu. Aðalpunkturinn í því er að þó við séum ólík þurfum við að finna leið til að koma saman. Tveir mismunandi einstaklingar samankomnir eru sterkari en einn. Þannig að við fórum aðeins aftur til rótanna ef svo má segja í handritaferlinu,“ segir Jóel, sem þvertekur fyrir að þetta sé enn, eitt karlrembustykkið eins og hann hefur svo oft heyrt fleygt.

„Alls ekki. Að mínu mati hefur þetta stykki aldrei átt jafn vel við og akkúrat núna.“

Enginn bjargar manni ef illa fer

Jóel lærði leiklist í Bretlandi og var með litla sem enga reynslu af einleikjum áður en hann tók að sér hlutverk hellisbúans, sem er tveggja klukkutíma sýning.

„Mér finnst þetta ofboðslega gaman. Það er auðvitað erfitt að enginn getur bjargað manni ef illa fer en sem betur fer hefur ekkert stórfenglegt komið uppá. Eitt sinn gleymdi ég þrjátíu mínútum af stykkinu en náði einhvern veginn að spóla aðeins til baka og klára verkið eins og á að klára það. Svo var reyndar mjög fyndið þegar ég flækti mig í bol sem ég átti að klæða mig úr á sviðinu. Það gerðist mjög hratt og ég held ég hafi ekkert geta sagt nema: Þetta hefur aldrei komið fyrir áður. Það var mjög spaugilegt,“ segir Jóel.

Jóel er fjölhæfur leikari.

Stærsti einleikur í heimi og aðalhlutverk í bíómynd

En draumurinn um hellisbúann var ekki sá eini sem rættist á síðasta ári. Þegar leikarinn var búinn að tryggja sér það hlutverk fékk hann tilboð úr annarri átt sem hann gat ekki hafnað.

„Ég var fastur í Miami þegar ég fékk símtal um að sænskur leikstjóri vildi fá mig í prufu á Íslandi. Ég fékk prufunni frestað um einn dag, leigði mér bíl og keyrði frá Miami til Orlando þar sem ég fékk flug heim til Íslands. Ég fékk senuna sem ég átti að lesa senda í tölvupósti og æfði mig alla nóttina í fluginu. Þegar ég lenti á Íslandi brunaði ég síðan beint í prufuna. Þegar ég kom á staðinn kom í ljós að ég hafði æft vitlausan karakter en það reddaðist sem betur fer. Áður en ég fór spurði leikstjórinn mig hvort ég vildi lesa handritið og koma aftur á morgun. Ég þáði það boð og næsta dag var mér boðið burðarhlutverk í myndinni,“ segir Jóel.

Um er að ræða kvikmyndina Pity the Lovers í leikstjórn Maximilian Hult sem er öll á íslensku og tekin upp á Íslandi. Meðal annarra leikara í myndinni eru Björn Thors, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Sigurður Karlsson.

„Það er ekki á hverjum degi sem maður leikur stærsta einleik í heimi og fær aðalhlutverk í kvikmynd,“ segir Jóel þegar hann rifjar þetta upp. Tökutímabil myndarinnar skaraðist á við æfingatímabil Hellisbúans þannig að í fjórar vikur vann Jóel 200% leikaravinnu og rúmlega það. Í ofanálagi undirbjó hann sig vel fyrir kvikmyndahlutverkið.

Tíu kíló á sextíu dögum

„Myndin er um tvo bræður, Óskar og Magga. Þeir eru báðir rólegir í tíðinni en eiga erfitt með náin sambönd. Ég leik Magga sem þráir að verða ástfanginn og eignast fjölskyldu og hús og fer því úr einu sambandi í annað. Til að undirbúa mig fyrir hluverkið létti ég mig um tíu kíló á sextíu dögum. Ég taldi kaloríur en fékk mér samt allt sem mig langaði í. Ef mig langaði í pítsu þá fórnaði ég öðru. Ég fór á Esjuna þrisvar sinnum í viku og æfði í rauninni í sextíu daga í röð. Ég var ekki beðinn um að koma mér í betra líkamlegt form en mér fannst týpan kalla á það. Ég vildi líka búa mig undir að vinna fullan tökudag, fullan æfingadag og hugsa um krakkana. Þannig að síðasta sumar gerði ég lítið annað en að æfa og undirbúa mig.“

Á góðri stundu með föður sínum.

Jóel hefur tekið að sér ýmis verkefni síðan hann útskrifaðist úr leiklistarskóla fyrir tæpum áratug. En hvað er það núna sem gerir það að verkum að verkefnin koma til hans?

„Ég hef alltaf unnið mjög mikið, verið að búa eitthvað til og aldrei setið á rassgatinu aðgerðarlaus. Ég hef alltaf haft stóra drauma og lifi fyrir að láta þá rætast. Ég hef í raun verið að taka lítil skref að stærra markmiði. Ég einbeiti mér að því að umkringja mig góðri orku en forðast neikvæða orku því hún hjálpar mér ekki. Ég held að ég geti með sanni sagt að ég sé búinn að vinna fyrir þessu. Ég hugsa leiklistina í raun eins og íþrótt. Ef ég fer ekki út að hlaupa, þá bæti ég mig ekki. Ég hleyp ekki hraðar ef ég sit í sófanum. Að sama skapi er enginn að fara að hringja í mig ef ég tek ekki upp símann,“ segir Jóel.

Metur fjölskyldustundirnar

Jóel og börnin þrjú.

Talið berst að einkalífinu, en fjölskyldan er mjög mikilvæg leikaranum. Hann og fyrrverandi kærasta hans, Arna Pétursdóttir, skildu fyrir rúmum tveimur árum en þau eiga þrjú börn saman, Elvar Snæ, tólf ára, Elísu Sif, níu ára og Ester Maddý, þriggja ára. Raunar er sú síðastnefnda eina barnið sem er blóðtengd Jóel en hann gekk hinum tveimur í föðurstað. Arna og Jóel skipta forræði og segir hann samband þeirra á milli mjög gott.

„Það er gott samband okkar á milli og við reynum að halda í viku/viku fyrirkomulag, þó oftast sé Arna aðeins meira með börnin vegna óreglulegs vinnutíma hjá mér. En ég hef alltaf litið á þessi börn sem mín eigin og voru þau mjög ung þegar ég kom inn í líf þeirra. Ég gæti ekki ímyndað mér lífið án þeirra og met ég stundirnar með þeim mjög mikið. Oft er ég til dæmis í fríi á morgnana og þá keyri ég Elvar í skólann, þó það sé ekki mín vika með honum. Þá eigum við yndislega gæðastund í bílnum á morgnana,“ segir Jóel.

Fagnar 35 ára afmæli uppi á sviði

Það er eiginlega ekki hægt að sleppa leikaranum eftir þessa hressilegu yfirferð á árinu 2017 án þess að spyrja hvað framtíðin beri í skauti sér?

„Það er eitthvað í pípunum,“ segir Jóel og hlær. „Það er tengt sviðinu en það verður að bíða betri tíma að tilkynna það. Ég er með fullt af hugmyndum sem mig langar að framkvæma og nóg af draumum sem ég vil uppfylla,“ segir leikarinn, en næstu helgi sýnir hann tvær sýningar af Hellisbúanum. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þetta er stór helgi hjá Jóel. Hann fagnar nefnilega 35 ára afmæli sínu.

„Ég hef aldrei haldið uppá afmælið mitt svona – að leika á sviði fyrir framan fullan sal af fólki. Ég hlakka mikið til, enda ómetanlegt að fá að vinna við það sem maður elskar. Svo skemmir ekki fyrir að ég fæ líka að fagna deginum í faðmi fjölskyldunnar þannig að ég fæ í raun það besta úr báðum heimum á afmælisdaginn.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Söngdívan Bonnie Tyler syngur fyrir Íslendinga í sumar

Velska stórsöngkonan Bonnie Tyler er búin að bætast í hóp þeirra listamanna sem troða upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum 21. til 24. júní.

Ferillinn hófst árið 1976

Bonnie þarf vart að kynna en fyrsta lagið með henni, My! My! Honeycomb kom út í apríl árið 1976. Lagið náði þó ekki að heilla heiminn og því var meira fé eytt í að kynna annað lag hennar, Lost in France sem var gefið út í september sama ár. Það lag náði miklum vinsældum sem og næsta lag hennar, More Than a Lover, sem Bonnie flutti í þættinum Top of the Pops í lok mars árið 1977. Þrátt fyrir velgengni seinni tveggja laganna náði fyrsta plata hennar, The World Starts Tonight, ekki miklum vinsældum í Evrópu, nema í Svíþjóð þar sem hún náði öðru sæti á vinsældarlistum.

Árið 1978 sló söngkonan í gegn með lagið It’s a Heartache, sem náði bæði vinsældum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Önnur plata hennar, Natural Force, sem gefin var út sama ár náði gullsölu í Bandaríkjunum. Þriðja plata hennar, Diamond Cut, kom út árið eftir og sló rækilega í gegn í Noregi og Svíþjóð. Gagnrýnendur voru ekki eins hrifnir. Sama var uppi á tengingnum með plötuna Goodbye to the Island sem kom út árið 1981 og þá gengu gagnrýnendur svo langt að spá því að ferli Bonnie væri lokið.

Total Eclipse of the Heart

Þessar fjórar fyrstu plötur Bonnie voru gefnar út af RCA plötuútgáfunni og síðan skildu leiðir. Þá vildi Bonnie breyta um stíl og fékk upptökustjórann Jim Steinman í lið með sér, en sá hafði unnið mikið með söngvaranum Meat Loaf. Jim hlustaði á plöturnar hennar og fannst tónlistin ekki góð. Honum leist hins vegar vel á Bonnie og bauð henni í íbúð sína í New York og spilaði fyrir hana lagið Total Eclipse of the Heart, lag sem átti eftir að ná toppi vinsældarlista um heim allan árið 1983. Auk þess fékk Bonnie tvær tilnefningar til Grammy-verðlauna fyrir lagið. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Faster Than the Speed of Night sem náði fyrsta sæti í Bretlandi.

Tók þátt í Eurovision

Bonnie hélt áfram að vinna með Jim og platan Secret Dreams and Forbidden Fire kom út árið 1986. Á þeirri plötu má til dæmis heyra lagið Holding Out for a Hero, sem var upprunalega gefið út árið 1984 fyrir kvikmyndina Footloose. Gagnrýnendur voru ekki hrifnir af plötunni en hún gekk mjög vel í Evrópu.

Síðan þá hefur Bonnie átt mikilli velgengni að fagna, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og voru margir himinlifandi þegar það var tilkynnt að hún myndi keppa fyrir hönd Bretlands í Eurovision árið 2013. Lagið sem Bonnie flutti heitir Believe in Me, en það náði ekki að heilla evrópska sjónvarpsáhorfendur. Það endaði í 19. sæti með 23 stig.

Það verður spennandi að sjá hvaða lög Bonnie býður Íslendingum uppá en ljóst er að hún á mikið og gott safn af slögurum sem sameina fólk í söng.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

„Fjölbreytnin mun koma þér skemmtilega á óvart“

|
|

Töfrandi eyja við vesturströnd Kanada.

Svanhildur Reynisdóttir Svansson hönnuður hefur búið á Vancouver-eyju í Kanada síðan 2005.

Svanhildur Reynisdóttir Svansson hönnuður hefur búið á Vancouver-eyju í Kanada síðan 2005 ásamt sonum sínum tveimur. Þar er mikil náttúrufegurð með fallegum gróðri, ströndum og skógum og sumrin eru heit. Þar er fjölmenning í hávegum höfð og samfélagið kennir skilning gagnvart því að ekki trúi allir eins. Við fengum Svanhildi til að segja okkur frá nokkrum af sínum uppáhaldsstöðum á svæðinu.

Miðbær Victoria
Þegar þið heimsækið Vancouver-eyju er frábært að byrja í miðbæ Victoria og svæðinu þar í kring. Borgin er umlukin fallegri strönd og á sumum þeirra sjást Ólympíufjöllin í Bandaríkjunum. Við höfnina liggja fjölmargar snekkjur og skútur við bryggju, götulistamenn sýna listir sínar og glæsilega þinghúsið og Empress-hótelið blasa við. Ég mæli eindregið með British Colombia-safninu en þar er meðal annars hægt að sjá mammúta og marga hluti sem tengjast sögu landsins, þar með talið frumbyggjalist og Totem-súlurnar. IMAX-bíóið er skemmtileg upplifun og dásamlegt að skella sér á veitingastaðinn Spaghetti Factory með fjölskylduna. Þetta er allt í göngufæri. Um kvöldið er gaman að kíkja á The Irish Pub og fara svo á götumarkaðinn þar sem listamenn selja handverkið sitt.

Löng strandlengja
Í tveggja klukkustunda akstursfjarlægð á austurströndinni er bærinn Parksville sem er einstaklega fjölskylduvænn. Þar er almenningsgarður með nokkurra kílómetra langri sandströnd og þegar er fjara þá er hægt að ganga endalaust eftir henni, tína ígulker og skeljar og búa til sandkastala þangað til flæðir að á ný. Á sumrin eru haldnar stórar sandkastalakeppnir þarna sem fólk héðan og þaðan úr heiminum tekur þátt í. Ýmislegt er í boði fyrir alla aldurshópa eins og mini-golf, stuðarabátar og markaðir. Þú getur einnig séð stóra Douglas-furu og leigt litla kofa á ströndinni.

Sögulegi blómagarðurinn The Butchart Gardens er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá miðbæ Victoria. Staðurinn var byggður snemma á tíunda áratugnum á tómri kalksteinsnámu en skartar í dag meðal annars japönskum garði, rósagarði, grænmetisgarði ásamt gosbrunnum, styttum og mörgu fleiru.

Risastór blómagarður
Sögulegi blómagarðurinn The Butchart Gardens er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá miðbæ Victoria. Staðurinn var byggður snemma á tíunda áratugnum á tómri kalksteinsnámu en skartar í dag meðal annars japönskum garði, rósagarði, grænmetisgarði ásamt gosbrunnum, styttum og mörgu fleiru. Fjölbreytni blómahafsins mun koma þér skemmtilega á óvart þegar þú gengur í gegnum þessa röð af görðum sem hannaðir eru af alþjólegum listamönnum. Á kvöldin er garðurinn lýstur upp og um helgar eru flugeldasýningar. Yfir jólin eru Carollers-söngvar sungnir víða um garðinn, hægt að fara á skauta og aka um í gamaldags hestvagni. Þarna eru verslanir, veitingastaðir, hægt að fá sér síðdegiste í viktorískum stíl og upplifa ýmsa skemmtun. Dásamlegt er að verja heilum degi í þessum æðislega garði.

Náttúruparadís
Sjávarbærinn Port Renfrew er í um tveggja og hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá miðbæ Victoria en bærinn er einnig þekktur sem höfuðborg stórra trjáa í Kanada. Í villtri náttúru Avatar Grove eru heimsins stærstu tré, þar á meðal Douglas-fura, rauðviður, greni og Sitka-tré. Það er ævintýralegt að ganga í gegnum skóginn innan um 500-1000 ára gömul tré sem eru 12 metrar eða meira að ummáli. Ef þið fylgið stígnum komið þið að Gordon-ánni sem er með stórum mosaklæddum steinum, litlum fossum og burknarnir prýða bakkana. Í skóginum búa elgir, fjallaljón, birnir, úlfar og fleiri dýr. Sannkölluð náttúruparadís.

Hægt er að leigja flugvél sem lendir á vatni til að fara í útsýnisflug og jafnvel alla leið til Seattle.

Töfrandi hippaeyja
Það eru nokkrar eyjur í kringum Vancouver-eyju og Salt Spring Island er ein sú stærsta, staðsett milli Vancouver-eyju og meginlandsins. Ferja gengur á milli eyjanna og hægt að taka bílinn með. Ferjuferðin veitir fallegt útsýni og hægt að sjá fegurð Vancouver-eyju úr smávegis fjarlægð. Einnig er hægt að leigja flugvél sem lendir á vatni til að fara í útsýnisflug og jafnvel alla leið til Seattle. Á Salt Spring Island eru strandir, tjaldstæði og stikaðar gönguleiðir. Bændamarkaðir með ferskum ávöxtum eru víðast hvar ásamt mörkuðum með handverk og fleira. Njóttu töfrandi og rólegs andrúmslofts staðarins sem er þekktur um heim allan fyrir listir, handverk og skapandi iðnað.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Úr einkasafni og safni

Linguini með pistasíum, þistilhjörtum og sítrónu

|
|

Ómótstæðilegur ítalskur réttur.

LINGUINI MEÐ ÞILSTILHJÖRTUM, PISTASÍUM OG SÍTRÓNU

Þistilhjartapestó:
1 krukka grilluð þistilhjörtu, olían sigtuð frá
70 g pistasíur (1 poki)
1 sítróna, börkur og safi
2 hvítlauksgeirar, fínt rifnir
1 búnt steinselja
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
1 dl jómfrúarólífuolí

Setjið allt nema olíu saman í matvinnsluvél og maukið. Bætið olíunni út í í lítilli bunu. Bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Sjóðið linguini skv. leiðbeiningum og blandið pestói saman við, magn af pestói fer eftir smekk hvers og eins. Berið gjarnan fram með sítrónusneið og rifnum parmesanosti. Þistilhjartapestó er einnig mjög gott á samlokur eða kex og t.d. með fiski.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Hugað að heilsunni í vinnunni

Mikilvægt er að huga vel að heilsunni á meðan við erum í vinnunni.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá eyðum við bróðurparti tíma okkar í vinnunni. Þess vegna er mjög mikilvægt að huga vel að heilsunni á meðan við erum á skrifstofunni. Hér eru nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga.

Alltaf við höndina
Ofþornun getur haft áhrif á starfsemi líkamans á margan hátt og eitt einkenni er einbeytingarleysi og þreyta. Til að tryggja að við drekkum nægilegt vatn yfir daginn er sniðugt að vera með vatnsbrúsa á skrifborðinu. Ósjálfrátt förum við að fá okkur einn og einn sopa þannig að áður en við vitum af erum við búin að drekka tvo lítra af vatni, eða ráðlagðan dagskammt.

Hollur kostur
Þegar mikið er að gera þá hættir okkur til að grípa eitthvern fljótlegan mat sem er oftar en ekki óhollur. Gott ráð til að sporna við þessu er að skipuleggja nesti kvöldið áður. Ýmist er hægt að nota afganga frá kvöldmatnum eða gera einfalda rétti, svo sem pastasalat, samloku, skyr með múslí og svo framvegis.

Rétt staða
Það er mjög mikilvægt að passa að sitja rétt við skrifborðið sitt ásamt því að tölvuskjárinn, lyklaborðið og músin séu á réttum stað. Því ef þessi atriði eru röng þá er hætt við að við fáum vöðvabólgu, tennisolnboga og ýmsa fleiri kvilla. Mörg fyrirtæki hafa tekið í gagnið upphækkanleg skrifborð sem ýmist er hægt að standa og sitja við. Þannig getur fólk ráðið sinni vinnustöðu sjálft.

Gakktu um gólf
Það eitt að standa upp og fara á salernið eða ná í kaffibolla getur komið blóðflæðinu aftur í gang og slakað á huganum. Ef þú hefur val reyndu að velja þá kaffivél eða salerni sem er hvað lengst frá vinnustöð þinni þannig að þú fáir sem mesta hreyfingu út úr þessari pásu. Eins er mikilvægt að sleppa lyftunni og fara frekar stigann þegar það er hægt.

Hugsaðu vel um augun
Við getum ofreynt augun með því að stara allan daginn á upplýstan tölvuskjá eða snjallsíma. Gott er að hafa 20-20-20 þumalputtaregluna í huga, það er að taka 20 sekúndna pásu á 20 mínútna fresti og leyfðu augunum að renna yfir eitthvað í um 20 feta fjarlægð, um það bil sex metra. Þetta slakar á spennu í öllum smáu vöðvunum í augunum.

Fáðu ferskt loft
Það eitt að stíga út fyrir hússins dyr og anda að sér fersku lofti getur gert kraftaverk fyrir einbeitingu og framleiðni – hvað þá ef þér tekst að hreyfa þig aðeins utandyra líka. Í stað þess að eyða öllum hádegismatnum í það að borða og kjafta inni á kaffistofu ættirðu að standa upp og taka tuttugu mínútna göngutúr um næsta nágrenni, þú verður mun kröftugari á eftir.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Listamaður og fatahönnuður á listrænu heimili

Innlit á heimili í Hlíðunum.

Blaðamaður og ljósmyndari Húsa og híbýla heimsóttu þau Steingrím Gauta Ingólfsson myndlistarmann og Hjördísi Gestsdóttur fatahönnuð á hrollköldum föstudagsmorgni nýverið. Hlý og notaleg íbúð þeirra er staðsett í Hlíðunum en þar búa þau ásamt 9 mánaða dóttur sinni Júlíu Eir. Húsið sem var byggt árið 1946 er að þeirra sögn einskonar fjölskylduhús.

„Nú búa hér þrjár kynslóðir undir sama þaki,“ segir Hjördís, en foreldrar hennar hafa búið í húsinu í um þrjátíu ár, sjálf fluttu þau í húsið árið 2011.

Við ræðum um hvort það hafi margt þurft að fjúka þegar þau hófu sambúð. Steini talar um „Darwinisma stílsins“, en hann telur að hjá þeim hafi orðið ákveðin þróun eftir að þau fluttu inn saman. „Sá aðili sem hefur betri stíl endar á því að hafa mest að segja um hvað sé valið inn á heimilið – sem er Hjördís í okkar tilviki,“ segir hann og skellir upp úr. Hjördís segir það samt sem áður hafa komið sér skemmtilega á óvart hvað Steini vildi hafa mikið að segja varðandi stílinn inni á heimilinu en hún ólst upp við að mamma hennar sá aðallega um að fegra heimilið.

Við litum inn á vinnustofu listamannsins

Steingrímur Gauti útskirfaðist með bakkalárgráðu í myndlist árið 2015 frá Listaháskóla Íslands en á námstíma sínum hélt hann einnig í skiptinám til Berlínar. Við fengum að kíkja í stutta heimsókn á vinnustofu hans sem er staðsett á Eyjaslóð úti á Granda, en þar hefur hann verið með aðstöðu í um tvö ár.

Hvenær byrjaðir þú að skapa og fikta við listina, og hvað varð til þess að þú ákvaðst svo að læra myndlist? „Ég hef alltaf verið alveg teiknisjúkur, alveg síðan ég var barn. Svo fór ég í skóla og lærði fullt af allskonar rugli og varð fullorðinn. Fór svo aftur í skóla til að læra að vera barn aftur. Maður þarf að vera barnalegur til þess að geta búið til myndlist. En planið var að verða arkitekt. Svo var ég í Myndlistarskólanum í fornáminu og byrjaði eitthvað að fikta við að mála og ákvað að reyna við myndlistina, “ svarar Steingrímur hress í bragði.

Texti / Elín Bríta
Myndir og myndband / Aldís Pálsdóttir

Ómáluð á forsíðunni og skráir sig í sögubækurnar

||
||

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Italia sem fer í sölu í dag. Gisele er algjörlega ómáluð á forsíðunni, sem og á myndum inni í tímaritinu, en þetta er í fyrsta sinn í sögu ritsins þar sem forsíðustúlkan er ómáluð og ekki er heldur búið að eiga við hár hennar.

Sunnudagur með Gisele.

Það var ljósmyndarinn Jamie Hawkesworth sem tók þessar fallegu myndir af Gisele, en serían heitir einfaldlega Sunday With Gisele, eða sunnudagur með Gisele.

Inni í tímaritinu veitir hún lesendum innsýn í líf sitt með ruðningsstjörnunni Tom Brady á heimili þeirra í Boston. Virðist líf fyrirsætunnar ósköp venjulegt, þó hún sé næsthæstlaunaðasta fyrirsæta heims og gift stjörnunni í New England Patriots, en liðið tapaði í Ofurskálinni síðustu helgi.

Þó Gisele eigi sand af seðlum elskar hún kanínuinniskóna sína.

Til að gera nándina enn meiri, notaði Jamie eingöngu náttúrulega birtu þegar hann myndaði Gisele. Þá tók hann myndirnar á filmu, uppá gamla mátann, til að tryggja að ekki yrði átt við hreint og fagurt andlit fyrirsætunnar.

Vogue Italia deilir einnig mínútu löngu myndbandi af fyrirsætunni þar sem hún talar meðal annars um barnæskuna og móðurhlutverkið. Einstaklega einlægt og fallegt myndband sem sjá má hér fyrir neðan:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Breytti um lífsstíl og losaði sig við sjötíu kíló

„Ég hataði allt við sjálfa mig og það var erfið staða að vera í,“ segir hin 31 árs gamla Katie Bolden í viðtali við tímaritið People. Tímaritið gaf nýverið út aukablað um fólk sem hefur lést um helming af líkamsþyngd sinni, og er Katie ein þeirra.

Þegar Katie var þyngst var hún tæplega 130 kíló. Venjuleg kvöldmáltíð fyrir hana var heil, stór pítsa og franskaskammtur. Hún hafði reynt ýmsa megrunarkúra á fullorðinsárum en ekkert virkaði, en Katie var einnig illa haldin af kvíða og þunglyndi.

Það var síðan í nóvember árið 2010 að hún var greind með fjölblöðrueggjastokka heilkenni, sem þýddi að það yrði henni erfitt að eignast barn.

„Þetta voru hræðilegar fréttir, því mig hafði dreymt um að vera móðir öll fullorðinsárin. Ég vissi alltaf að mig langaði í fjölskyldu með eiginmanni sínum,“ segir Katie í samtali við People. Það var hins vegar ekki fyrr en hún fór að finna fyrir sjóntruflunum og var greind með MS þremur árum síðar að hún ákvað að breyta lífsstíl sínum.

„Ég fylltist eldmóði. Ég var svo hrædd við að geta hugsanlega ekki gengið eða séð í framtíðinni. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var bara að eyða lífinu mínu og það var kominn tími til að gera eitthvað og byrja að lifa lífinu,“ segir Katie.

Átján kíló í einum mánuði

Katie byrjaði á því að nota smáforritið MyFitnessPal til að fylgjast með hve margar kaloríur hún innbyrti yfir daginn og hve mikið prótein hún var að borða. Hægt og rólega hætti hún að borða skyndibitamat og byrjaði að ganga og synda reglulega. Það var hins vegar ekki tekið út með sældinni að breyta um lífsstíl og reyndist það henni afar erfitt til að byrja með.

„Fyrsta vikan var erfið. Ég var svöng, ég var sólgin í mat. En eftir nokkrar vikur byrjaði ég að sjá árangur og það hélt mér gangandi. Ég léttist mikið fyrstu mánuðina, til dæmis átján kíló í einum mánuði.“

Á góðum stað í dag

Fyrsta árið léttist Katie um 34 kíló og náði þá að verða ólétt af sínu fyrsta barni. Fimm mánuðum eftir barnsburð byrjaði Katie að æfa á ný og þremur og hálfu ári eftir að hún hóf lífsstílsbreytinguna var hún búin að léttast um tæplega sjötíu kíló.

Og viti menn, hún fékk fulla sjón á ný og er ekki lengur með fjölblöðrueggjastokka heilkenni. Hún er enn með MS sjúkdóminn, enda er hann ekki afleiðing af þyngdinni, en hún finnur ekki mikið fyrir einkennum sjúkdómsins.

„Ég horfi til baka á allt sem ég gerði og hugsa: Gerði ég þetta í alvörunni? Ég veit að ég er á góðum stað, líkamlega og andlega, því ég var með ofboðslega mikinn kvíða en fór samt út og gerði þetta,“ segir Katie.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af Katie þar sem hún opnar sig um þessa vegferð sem hefur komið henni á betri stað í lífinu.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Konur segja nei við dömuflögum Doritos

IMAGE DISTRIBUTED FOR DORITOS - In this image released on Monday Jan. 7

Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, sem framleiðir til dæmis Doritos, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi í vikunni að fyrirtækið væri að þróa sérstakar Doritos-flögur fyrir konur.

„Þegar maður horfir á mikið af ungum strákum að borða flögurnar, en þeir elska sitt Doritos, þá sleikja þeir fingur sína af innlifun og þegar flögurnar eru búnar hella þeir mylsnunni uppí munninn sinn, því þeir vilja ekki fara á mis við bragðið og mylsnuna á botninum.

Konur myndu vilja gera slíkt hið sama en þær gera það ekki. Þær vilja ekki að heyrast hátt í flögunum á almannafæri. Og þær sleikja ekki fingur sína og þær vilja ekki hella mylsnuninni og kryddinu í munninn sinn,“ sagði Indra í hlaðvarpinu.

Þessi orð Indru hafa farið sem eldur um sinu á internetinu, en Indra sagðist í framhaldinu vera með lausn á þessu svokallaða vandamáli. Að framleiða sérstakar flögur fyrir konur sem heyrðist minna í og sem skildu minna krydd eftir á fingrum.

„Þetta er ekki karlkyns og kvenkyns útgáfa af flögunum heldur meira snakk fyrir konur sem getur verið hannað öðruvísi og sett í öðruvísi umbúðir. Við erum að skoða þetta og við ætlum að setja fullt af svona vörum á markað bráðum. Fyrir konur, hljóðlátar flögur með sama bragðinu en með minna kryddi sem festist á fingrum og hvernig passa þær í tösku? Af því að konur elska að vera með snakk í töskunni,“ sagði hún.

Birtingarmynd kjaftæðis sem konur þurfa að þola

Konur á samfélagsmiðlum hafa látið í sér heyra út af þessum ummælum Indru og er ekki skemmt. Þeirra á meðal er spéfuglinn Kathy Griffin, sem segir að þessi orðræða sé hluti af stærra vandamáli.

„Þetta gæti virkað kjánalegt fyrir suma en á einhverjum tímapunkti í lífinu er flestum konum sagt að þær séu of háværar, taki of mikið pláss, að við séum of mikið. Ef Doritos ætlar að gera þetta er þetta eingöngu birtingarmynd þess kjaftæðis sem konur þurfa að þola á heimilinu og á vinnustað,“ tísti Kathy.

PepsiCo hefur nú gefið það út að fyrirtækið muni ekki setja á markað sérstakar dömuflögur.

„Við erum nú þegar með Doritos fyrir konur – þær heita Doritos og milljónir manna njóta þeirra á hverjum degi. Á sama tíma vitum við að þarfir og langanir breytast og að við þurfum alltaf að finna nýjar leiðir til að gleðja neytendur,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Hér fyrir neðan má síðan sjá nokkur gamansöm tíst um þá vægast sagt skringilegu hugmynd að ætla, árið 2018, að framleiða sérstakt snakk fyrir konur:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Hvíl í friði John Mahoney

|
|

Leikarinn góðkunni John Mahoney, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Martin Crane í sjónvarpsþáttunum Frasier, lést síðasta sunnudag á líknardeild í Chicago. Dánarorsök var krabbamein í hálsi. Leikarinn var 77 ára þegar hann lést.

John fæddist í Blackpool á Englandi þann 20. júní árið 1940 en flutti til Bandaríkjanna sem ungur maður. Hann vann við enskukennslu og ritstýrði læknariti áður en hann fékk sig fullsaddan af vinnunni sinni. Hann ákvað að söðla um og fór í leiklistartíma Í St. Nicholas-leikhúsinu. Það má segja að það hafi verið mikið heillaspor því í framhaldinu steig hann í fyrsta sinn á svið, nánar tiltekið árið 1977, og hvatti leikarinn John Malkovich hann að ganga til liðs við Steppenwolf-leiklistarhópinn í Chicago.

Þá fóru hjólin að snúast, en fyrir frammistöðu sína í leikritinu Orphans stuttu síðar fékk John Derwent-verðlaunin og Theatre World-verðlaunin. Árið 1986 hlotnaðist honum síðan sá mikli heiður að hljóta Tony-verðlaunin fyrir bestan leik fyrir frammistöðu sína í leikritinu The House of Blue Leaves eftir John Guare.

Frasier, Niles og Martin Crane.

Heimurinn kynnist Martin Crane

Fyrsta kvikmyndahlutverkið fylgdi í kjölfarið en árið 1987 fékk hann hlutverk í Tin Men í leikstjórn Barry Levinson. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gekk honum vel í leiklistinni og lék í myndum á borð við Moonstruck, Say Anything…, In the Line of Fire, Reality Bites, The American President, Barton Fink og The Hudsucker Proxy.

John sérhæfði sig í að leika hressa menn sem heimurinn hafði farið illa með. Það er því eilítið fyndið að hugsa til þess að hans stærsta hlutverk, í sjónvarpsþáttunum Frasier, hafi verið hinn úrilli Martin Crane, en það tók áhorfendur nokkra þætti, jafnvel heila seríu, að kunna að meta kauða. Martin var faðir Frasier og Niles Crane, mikilla snobbhænsna sem töluðu á tíðum hansi háfleygt, en voru samt hvers manns hugljúfi. Martin var fyrrverandi lögga sem elskaði þægindastólinn sinn meira en allt og sagði hlutina hreint út. Var hann því skemmtilegt mótvægi við vel máli förnu syni sína.

Frasier gekk í ellefu þáttaraðir, frá árinu 1993 til ársins 2004. John var tilnefndur til Emmy- og Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í þáttunum og hlaut Screen Actor’s Guild-verðlaunin árið 2000.

„Frábær leikari – yndislega góð manneskja“

John var greinilega ekki aðeins góður leikari, heldur einnig mikill mannvinur utan tökustaðar því margir hafa minnst leikarans síðustu daga.

„Frábær leikari – yndislega góð manneskja – þér leið betur þegar þú hittir hann – Hvíl í friði John,“ skrifar leikarinn John Cusak á Twitter-síðu sinni, en hann lék með John í Say Anything….

„Hinn stórkostlegi John Mahoney lést í dag, 77 ára að aldri. Ég hef aldrei kynnst betri manni eða stórkostlegri leikara. Það er mikil blessun fyrir okkur öll að hafa eytt 11 árum með honum,“ tístar Jeff Greenberg sem sá um leikaraval í Frasier.

Leikkonan Peri Gilpin, sem lék Ross í Frasier, birtir mynd af John með hjartnæmri kveðju.

„John að syngja í brúðkaupinu mínu. Horfið á Moonstruck, Say Anything og/eða Frasier eða eitthvað sem þið getið með honum og skálið fyrir John. Haldið minningu hans á lofti.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Hver er munurinn á kvefi og flensu?

Nú stendur veturinn sem hæst og tekur ein pest við af annarri. Það er eðlilegt að fá kvef á veturna, en sumir eru svo óheppnir að fá líka flensu sem er heldur óþægilegri vetrargestur.

Við ákváðum að kíkja á muninn á kvefi og flensu, en hann er nefnilega talsverður.

Eins og þruma úr heiðskýru lofti

Kvefið er þannig gert að það byrjar hægt, þannig að maður hefur nægan tíma til að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana.

Hins vegar gerir flensan ekki boð á undan og sér og hellist mjög snögglega yfir sjúklinginn, eins og þruma úr heiðskýru lofti.

Hár hiti fylgir flensunni

Einkenni kvefs í fyrstu eru óþægindi, kláði og særindi í hálsi. Þá fylgja hnerri, nefrennsli og jafnvel rennvot augu. Yfirleitt fylgir kvefi ekki hækkaður hiti en ef einhver hitahækkun verður er hún væg.

Flensunni fylgir hiti sem getur farið uppí 39 til 40°C. Þá einkennir flensuna beinverkir, höfuðverkur og sár, djúpur hósti.

Kvefið gengur yfir á nokkrum dögum

Kvef gengur yfirleitt yfir á nokkrum dögum og varir oftast ekki lengur en viku.

Flensan gengur yfir á fimm til átta dögum, þó slappleiki og hósti geti varað lengur.

Langvarandi hósti eða lungnabólga

Fylgikvillar kvefs geta verið eyrnaverkur, langvarandi hósti og kinnholubólga. Þá þarf að leita til læknis til að fá viðeigandi meðferð.

Alvarlegri fylgikvillar flensunnar eru lungnabólga og þá þarf einnig að leita til læknis varðandi meðferð og lyf.

Dregið úr vanlíðan

Engin lækning er við kvefi og því mikilvægt að draga úr einkennum og vanlíðan. Gott er að hvílast vel og draga úr álagi, sem og að drekka heita drykki, svo sem sítrónuvatn. Hálstöflur og hóstasaft geta gert kraftaverk við að draga úr ertingu í hálsi og mikilvægt að snýta sér reglulega.

Þegar barist er við flensu er nauðsynlegt að hafa hitastillandi lyf við hendina, til dæmis Paratabs og hóstastillandi mixtúru. Þá skiptir hvíld og svefn miklu máli og hægt að leita allra ráða til að minnka vanlíðan á meðan flensan gengur yfir, til dæmis með því að innbyrða mikið af C-vítamíni.

Heimild: doktor.is

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Faldi óléttuna fyrir heiminum en nú er barnið fætt

|
|

Fyrirsætan, raunveruleikastjarnan, frumkvöðullinn og áhrifavaldurinn Kylie Jenner tilkynnti í gær að hún væri búin að eignast sitt fyrsta barn með kærasta sínum, Travis Scott. Kylie er dóttir Kris og Caitlyn Jenner og hvað þekktust fyrir að taka þátt í raunveruleikaþættinum Keeping Up With the Kardashians með fjölskyldu sinni.

Kylie faldi óléttuna fyrir umheiminum, en þó var mikið búið að skrifa um meinta meðgöngu í öllum helstu fréttamiðlum heims. Hún útskýrði af hverju í færslu á Instagram um leið og hún tilkynnti um fæðingu barnsins.

„Ég ákvað að vera ekki ólétt fyrir framan allan heiminn. Ég vissi að ég þyrfti að undirbúa mig fyrir þetta hlutverk lífs míns á eins jákvæðan, streitulausan og heilbrigðan hátt og ég gat,“ skrifar Kylie og heldur áfram.

„Ég vissi að barnið mitt myndi finna fyrir allri streitu og hverri einustu tilfinningu þannig að ég valdi að gera þetta svona fyrir litla lífið mitt og hamingju okkar.“

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Sjaldséð Chicago West

Aðdáendur stjörnunnar eru eflaust búnir að sakna hennar, enda er hún þekkt fyrir að fara mikinn á samfélagsmiðlum og leyfa umheiminum að fylgjast með hverju fótspori. En Kylie bætir þessa fjarveru svo sannarlega upp með rúmlega ellefu mínútna löngu myndbandi í heimildarþáttastíl þar sem hún fer yfir meðgönguna.

Kylie, Chicago og Kim.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en það byrjar með upptöku frá árinu 1997 þegar Kris Jenner fæddi Kylie. Þá er einnig tekið viðtal við bestu vinkonu Kylie, Jordyn Woods, þar sem hún fer yfir það hvernig Kylie sagði henni stóru fréttirnar. Einnig er að finna fjölmörg myndbrot af kærustuparinu Kylie og Travis, sem hafa ávallt reynt að halda einkalífi sínu út af fyrir sig.

Það er einnig vert að minnast á að í myndbandinu má sjá litlu Chicago West, þriðja barn Kim Kardashian, systur Kylie, og Kanye West sem kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður þann 15. janúar. Í myndbandinu sést Kylie halda á litlu frænku sinni á meðan Kim ákveður að undirbúa hana fyrir það sem koma skal.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Einhleypt fólk opnar sig um slæmt kynlíf

Ein stærsta stefnumótasíða á netinu í heiminum, Match.com, gaf nýverið út sína árlegu rannsókn á einhleypum í Bandaríkjunum. Í rannsókninni voru spurningar settar fyrir fimm þúsund einhleypa einstaklinga, átján ára og eldri. Var einhleypa fólkið til dæmis spurt út í kynlíf og hvað gæti orðið til þess að samfarir væru slæmar.

82% þeirra sem svöruðu sögðu að of mikið mas í kynlífi væri mjög slæmt, 74% sögðu enga ástríðu gera samfarir slæmar og 63% sögðu litla hreyfingu í bólförum vera afar vont. Þá sögðu 62% að kynlíf væri ekki ánægjulegt ef hinn aðilinn í rúminu væri slæmur að kyssa.

Þegar kom að því að kanna hvað það væri sem gerði kynlíf gott voru 83% sammála um að umhyggjusamur og áhugasamur bólfélagi væri líklegur til vinsælda. Þá sögðu 78% samskipti skipta mestu máli og 76% að kynlífið væri gott ef bólfélaginn væri góður í að kyssa.

Þessir þrír þættir þóttu meira að segja mikilvægari en að fá fullnægingu. Það verður þó að taka það fram að þeir sem svöruðu í rannsókninni sögðu það nánast gulltryggt að báðir aðilar fengju fullnægingu ef samskipti væru góð og ef bólfélaginn væri áhugasamur og góður í kossafimi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Gagnrýnendur segja þetta hræðilegustu hryllingsmynd síðari ára

Hryllingsmyndin Hereditary, í leikstjórn Ari Aster, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa.

Myndin, sem skartar leikurunum Toni Collette, Gabriel Byrne og Ann Dowd í aðalhlutverkum, kemur í kvikmyndahús næsta sumar og fjallar um Annie, sem grunar að yfirnáttúrulegir kraftar hafi heltekið húsið hennar. Hún þarf að kanna það sem býr í myrkrinu til að komst undan hræðilegum örlögum.

Gagnrýnandi The Hollywood Reporter segir að myndin sé tveir klukkutímar af hryllingi sem vindur uppá sig en gefur ekki eftir í eina mínútu. Gagnrýnandi Variety segir að myndin fjalli um mest ógnvekjandi draug allra tíma: andana innra með okkur. Þá segir gagnrýnandi USA TODAY að þetta sé hræðilegasta hryllingsmynd síðari ára.

Við hjá Mannlífi erum strax orðin mjög spennt að sjá myndina, sem hefur fengið lof gagnrýnenda þó hryllileg sé. Hafa sumir meira að segja gengið svo langt að segja að Toni Collette gæti hreppt Óskarsverðlaunin á næsta ári fyrir leik sinn í myndinni.

Gagnrýnandinn Aaron Morgan hvetur fólk á Twitter-síðu sinni til að sleppa því að horfa á stiklu fyrir myndina og horfa frekar á hana án þess að vita nokkurn skapaðan hlut. Við stóðumst samt ekki mátið, horfðum á stikluna og erum nú enn spenntari.

Við látum stikluna fylgja með hér að neðan ef einhver vill byrja að hita upp fyrir sumarið:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Þetta færðu fyrir 35 milljónir króna

||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||

Við sögðum frá skoskri eyju til sölu í síðustu viku, en fyrsta boð í eyjuna var uppá 35 milljónir króna. Við ákváðum því að fara á stúfana og skoða okkar nærumhverfi til að sjá hvers konar fasteign við gætum nælt okkur í fyrir sama verð og sett var á eyjuna fögru.

67 fermetrar í Hafnarfirði

Ef við byrjum leitina á höfuðborgarsvæðinu, þá gætum við fjárfest í rétt rúmlega 67 fermetra íbúð í fjölbýlishúsi við Víðivang í Hafnarfirði. Ásett verð er 34,9 milljónir en fasteignamatið stendur í 24,2 milljónum. Íbúðin er búin einu svefnherbergi, einu baðherbergi, stofu og svölum. Í raun er íbúðin sjálf aðeins rétt rúmlega 61 fermetri þar sem inní fermetratölu er tekin geymsla í kjallara sem er 6,2 fermetrar.

Eldhús fyrir handlagna

Fyrir sama verð, eða 34,9 milljónir króna. er hægt að hreiðra um sig í 52,9 fermetra íbúð við Boðagranda í Reykjavík. Um er að ræða tveggja herbergja íbúð í lyftuhúsi með bílastæði í bílakjallara. Hér gæti handlaginn einstaklingur tekið til hendinni þar sem aðeins er farið að slá í eldhúsinnréttinguna en á baðherberginu er hins vegar nýlegur vaskur og klósett.

 

Snoturt athvarf í Skógarási

Í Skógarási í Árbæ í Reykjavík er einnig íbúð í fjölbýlishúsi fyrir 34,9 milljónir. Sú er 73,3 fermetrar, þar af 6,2 fermetra geymsla. Íbúðin er búin einu baðherbergi og einu svefnherbergi en mikið er búið að gera fyrir íbúðina eins og sést á myndum. Þó er einhver kostnaður við sameign yfirvofandi þar sem til stendur að skipta um hurðir.

 

Útsýni ekki metið til fjár

Og enn af fjölbýlishúsum, því í Æsufelli í Breiðholti er 97,6 fermetra íbúð á 34,9 milljónir króna. Íbúðin er búin 1 baðherbergi og tveimur svefnherbergjum og er hún á þriðju hæð. Þá fylgir íbúðinni einnig 7,4 fermetra geymsla í kjallara. Útsýnið er svo ekki hægt að meta til fjár og búið er að endurnýja bæði baðherbergi og eldhús.

54 fermetrar í 101

Þeir sem vilja halda sig í miðbæ Reykjavíkur gætu kíkt á 54 fermetra íbúð við Laugaveg sem er einmitt líka á 34,9 milljónir. Um er að ræða tveggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við þessa annasömu verslunargötu. Íbúðin er smekklega innréttuð, en tekið er fram í fasteignaauglýsingunni að tilvalið sé að leigja íbúðina út til ferðamanna.

Möguleikar í Reykjanesbæ

Ef fólk vill færa sig aðeins út fyrir höfuðborgarsvæðið, væri hægt að kíkja á fjögurra herbergja íbúð við Hólabraut í Reykjanesbæ á 34,9 milljónir. Um er að ræða 165,1 fermetra íbúð, þar af bílskúr uppá 22,7 fermetra. Eignin býður vægast sagt upp á mikla möguleika og hentar barnafjölskyldum afar vel þar sem hún er búin fjórum svefnherbergjum.

Fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi

Þá væri hægt að prútta aðeins og taka til greina tæplega 180 fermetra einbýlishús við Brekastíg í Vestmannaeyjum á 35,5 milljónir króna. Húsið er búið tveimur baðherbergjum, fimm svefnherbergjum og bílskúr sem er 18 fermetrar og þarfnast enduruppbyggingar. Búið er að endurnýja talsvert í húsinu og gæti stór fjölskylda látið fara vel um sig hér.

Bílskúr á tveimur hæðum

Þeir sem myndu vilja færa sig lengra austur gætu nælt sér í tæplega 280 fermetra einbýlishús við Ullartanga á Egilsstöðum á 34,5 milljónir króna. Húsið er einnig búið tveimur baðherbergjum og fimm svefnherbergjum. Bílskúr á tveimur hæðum fylgir húsinu en hann er fremur hrár. Þessi eign er tilvalin fyrir þá sem vilja taka til hendinni og gera hana upp, en hún býður upp á mikla möguleika.

Hlýlegt á Húsavík

Norður á Húsavík er síðan 185,6 fermetra einbýlishús við Laugarbrekku á 33,7 milljónir króna en athygli vekur að brunabótamatið er 40,7 milljónir. Um er að ræða tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi og bílskúr sem er 37,8 fermetrar. Fallegur garður umlykur húsið og er það einstaklega hlýlegt og snoturt.

Ef þessir veggir gætu talað

Fyrir þá sem myndu vilja hreiðra um sig á Vestfjörðum er hér 377 fermetra einbýlishús við Sólgötu á Ísafirði á 35 milljónir króna. Í húsinu eru tvö baðherbergi og fjögur svefnherbergi en einnig er eignin búin kjallara og rislofti. Ljóst er að mikil sál er í þessu húsi þar sem það var einu sinni samkomustaður, ballstaður, prentsmiðja og fleira. Ó, ef þessir veggir gætu talað!

Gult og glæsilegt

Við endum fasteignarúntinn á Akranesi, þar sem 170 fermetra einbýlishús við Heiðargerði fer á 34,5 milljónir króna. Fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi er í húsinu sem er fallega gult að lit að utan og fer því ekki framhjá neinum. Hér er klárlega eign sem væri hægt að gera ansi mikið fyrir, ef áhuginn er fyrir hendi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Sextán landslagsmyndir prýða ný vegabréf

Ný vegabréf, sem tekin verða í notkun í lok þessa árs, ef allt gengur að óskum, verða prýdd sextán landslagsmyndum af náttúru Íslands. Verða myndirnar notaðar sem daufur bakgrunnur á vegabréfssíðurnar.

Þjóðskrá Íslands auglýsti ekki eftir fyrrnefndum landslagsmyndum heldur var leitað til „sjö þekktra landslagsljósmyndara og þeim boðið að skila inn ákveðnum fjölda mynda hver,“ eins og segir í skriflegu svari frá Þjóðskrá Íslands við spurningum blaðamanns Mannlífs.

Mega ekki birta myndirnar í 18 ár

Alls bárust 150 myndir og voru sextán valdar sem þóttu henta best sem daufur bakgrunnur á vegabréfssíðurnar. Ljósmyndararnir sem eiga myndir í vegabréfunum eru Árni Tryggvason, Einar Guðmann, Gyða Henningsdóttir og Páll Jökull Pétursson. Ekki fékkst gefið upp hve háa greiðslu ljósmyndararnir fengu fyrir hverja mynd. Ljósmyndararnir mega ekki birta eða nota myndirnar sem urðu fyrir valinu næstu átján árin. Er það liður í að minnka líkur á að hægt sé að falsa íslensk vegabréf.

Tilboði pólska fyrirtækisins PWPW tekið

Á síðasta ári fór fram útboð sem Ríkiskaup sá um fyrir Þjóðskrá Íslands, annars vegar á framleiðslu og hönnun á íslenskum vegabréfabókum og hins vegar á framleiðslukerfi vegabréfa. Alls bárust tólf tilboð í hönnun og framleiðslu á vegabréfunum, þar á meðal frá Ísrael, Þýskalandi, Bretlandi, Ungverjalandi og Spáni. Svo fór að tilboði pólska fyrirtækisins PWPW var tekið, en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins sérhæfir það sig í alls kyns öryggisskilríkjum, þar á meðal vegabréfum og greiðslukortum. Það var í vinnu með fyrrnefndu PWPW að upp kom sú hugmynd að nota íslenskar landslagsmyndir í vegabréfunum.

„Það var álit sérfræðinga að til þess að tryggja betur öryggi íslenska vegabréfsins sem ferðaskilríkis þá væri þörf á bæði nýrri útlitshönnun en einnig nýrri hönnun á öryggisþáttum. Það fóru fram nokkrir fundir með sérfræðingum Þjóðskrár Íslands og erlenda hönnunarteymi PWPW um hvernig ný hönnun átti að vera og ýmsar hugmyndir og tillögur nefndar. Í samvinnu við dómsmálaráðuneytið var sammælst um að styðjast við landslagsmyndir af náttúru Íslands,“ segir í skriflegu svari frá Þjóðskrá Íslands.

Óljóst er hvort gjaldskrá vegabréfa breytist í takt við nýja hönnun, en í dag kostar vegabréf 12.300 krónur fyrir 18 til 66 ára og 5600 krónur fyrir börn, aldraða og öryrkja, ef miðað er við almenna afgreiðslu.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Allir elska nammikökur

|
|

Mokkamarens með kaffisúkkulaðikremi.

Það má með sanni segja að landanum líki við nammikökur. Við skelltum í eina góða sem sló auðvitað í gegn. Vel má skipta sælgætinu út fyrir aðrar tegundir ef fólk vill og um að gera að prófa sig áfram.

Mokkamarens með kaffisúkkulaðikremi.

MOKKAMARENS MEÐ KAFFISÚKKULAÐIKREMI
fyrir 8-10

4 eggjahvítur
3 tsk. skyndikaffiduft
3 ½ dl sykur
4 dl rjómi

Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír í botninn á tveim 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Setjið eggjahvítur í skál ásamt kaffidufti og látið standa í 2-3 mín. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marensblöndunni í formin og bakið í 1 ½ klst. Slökkvið þá á ofninum og látið botnana kólna alveg inni í honum. Útbúið kaffisúkkulaðikrem og látið það kólna niður í stofuhita. Þeytið rjóma og blandið rúmlega helmingnum af súkkulaðikreminu lauslega saman við.
Setjið súkkulaðirjómann á milli botnanna og dreifið restinni af kreminu yfir kökuna.

KAFFISÚKKULAÐIKREM:
2 dl rjómi
1 tsk. skyndikaffiduft
4 stk. Kaffisúkkulaði frá Lindu, gróft skorið

Setjið allt í skál og bræðið saman yfir vatnsbaði. Takið skálina af hitanum þegar allt er vel samlagað og látið kólna.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir /  Rut Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Raddir