Þriðjudagur 28. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Hvernig er hægt að segja nei við þessar dúllur?

|||||||||
|||||||||

Gæludýraeigendur vita, og þá sérstaklega hundaeigendur, að það getur verið mikil kúnst að fá sér að borða í kringum dýrin og gefa þeim ekki með sér – svo mikið reyna þau að dáleiða mann með augunum.

Gæludýr virðast líka alltaf vera svöng og fá aldrei nóg, en vefsíðan Bored Panda er búin að taka saman nokkrar myndir af gæludýrum að betla mat af eigendum sínum og þær eru vægast sagt sprenghlægilegar.

Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra en á vefsvæði Bored Panda má sjá allt safnið. Njótið – og ef þið lumið á svona æðislegum dýramyndum megið þið endilega senda þær rakleiðis á [email protected]!

Sérðu ekki hvað mig langar mikið í þetta?!

Gerðu það, bara einn lítinn bita…

Gefðu mér bara, hann er búinn að fá nóg!

Þreföld ógn.

Hvern elskar hann mest?

Þetta getur ekki endað vel…

Hey, þú sagðir mér að vera ekki að stara á þig!

Ég næ þessu stökki alveg…

Ætli þau sjái mig ekki örugglega?

Rithönd Meghan Markle hefur gjörbreyst eftir að hún giftist inn í konungsfjölskylduna

|||
Meghan Markle

Rithönd hertogaynjunnar Meghan Markle hefur gjörbreyst eftir að hún gekk að eiga Harry Bretaprins þann 19. maí síðastliðinn. Um þetta er fjallað á vef Women’s Health, en það er rithandarsérfræðingurinn Kathi McKnight, sem fer yfir hvernig rithönd leikkonunnar hefur breyst.

Til vinstri: gamla rithönd Meghan. Til hægri: nýja rithönd Meghan.

Sjá einnig: Heiðruðu Díönu prinsessu með brúðkaupsmyndunum.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Meghan skrifaði nafn sitt áður en hún gifti sig, en varla er hægt að lesa hvað stendur á blaðinu:

Kathi segir ólæsilega rithönd merkja að manneskja vilji halda sínu einkalífi fyrir sig og bætir við að rithönd margra stjarna sé einmitt ólæsileg. Þá bendir Kathi á að nafn Meghan halli lítið eitt, sem geti verið merki um úthverfu. Það getur einnig merkt að Meghan sé tilfinninganæm og jafnvel hvatvís þar sem hún virðist hafa skrifað nafnið sitt með hraði.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Meghan skrifar nafn sitt nú eftir að hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna:

Sem hertogaynja eyðir Meghan meiri tíma í að skrifa nafn sitt og nú er hægt að lesa skriftina hennar. Að sögn Kathi er það merki um meiri sjálfsstjórn og jafnvægi. Þá sé sú staðreynd að Meghan taki sér meiri tíma í að skrifa nafn sitt merki um að hún sé að sýna lesendum virðingu.

„Hún er viljugri til að fólk sjái hana eins og hún er, sem þarf hugrekki til að gera út á við,” segir Kathi.

Þá segir Kathi að það sem þessar tvær undirskriftir eigi sameiginlegt sé að fyrsti og síðasti bókstafurinn í nafni Meghan séu mjög svipaðir. Þá virðist hún halda þeim stíl áfram að skrifa ekki þannig að bókstafirnir snerti línuna, sem getur þýtt að hún sé smá uppreisnarseggur inn við beinið.

Sjá einnig: Stjörnurnar fjölmenntu í konunglega brúðkaupið.

Tíu frægar konur sem eru vegan

||||||||||
||||||||||

Æ fleiri aðhyllast veganisma þegar kemur að mataræði, en þessi lífsstíll felst í því að fólk forðast að leggja dýraafurðir sér til munns. Geta ástæður á bak við þessa ákvörðun verið heilsufars-, siðferðis- eða umhverfislegar.

Sjá einnig: Hvað felst í vegan-lífsstíl?

Veganismi er frekar nýr af nálinni á Íslandi en erlendis hefur tíðkast að vera vegan um árabil. Raunar er það mjög algengt meðal stjarnanna, en hér eru tíu frægar konur sem allar eru vegan.

Alicia Silverstone

Ariana Grande

Carrie Underwood

Ellen DeGeneres

Sia

Michelle Pfeiffer

Natalie Portman

Jessica Chastain

Miley Cyrus

Pamela Anderson

Aukin menntun skilar lægri launum

Helga Reynisdóttir hefur starfað sem ljósmóðir undanfarin þrjú ár en baráttan um bætt kjör starfsstéttarinnar hefur ekki farið fram hjá neinum.

Þrátt fyrir að vinna við draumastarfið segir Helga óviðunandi að vera ekki metin að verðleikum en hún vonar innilega að deilan leysist svo okkar færustu ljósmæður hverfi ekki frá störfum.

„Þetta er þriðja árið mitt í starfi sem ljósmóðir en til að byrja með vann ég á áhættumæðravernd Landspítalans sem átti mjög vel við mig. Þar er maður í nánu sambandi við sína skjólstæðinga og mér þótti það bæði skemmtilegt og gefandi. Á þeim tíma var erfitt að fá fastráðningu á Landspítalanum sem ljósmóðir og til að byrja með var ég með tímabundna ráðningu og fyrirséð að ég fengi ekki áframhaldandi starf. Þegar ég var farin að velta fyrir mér hvort fjólublár eða blár flugfreyjubúningur færi mér betur, fékk ég ráðningu á núverandi vinnustað mínum, Fæðingarvakt Landspítalans.“

Þremur árum síðar er staðreyndin sú að einungis 4% útskrifaðra ljósmæðra sækja um starf innan spítalans, nýliðun er nánast engin og aldurshlutfallið innan starfsstéttarinnar með hæsta móti.

„Það er náttúrlega tryllt að ríkið sé að eyða öllum þessum peningum í að þjálfa upp starfsfólk sem skilar sér svo ekki í störfin vegna launa og vinnuálags.“

„Það er mjög skiljanlegt að fólk kjósi frekar að starfa í háloftunum sem flugfreyjur og flugþjónar þar sem vinnuskyldan er ekki bara minni heldur launin líka hærri. Það er sorglegt að svona sé komið og allt þetta flotta og færa fólk skili sér ekki inn á stofnanirnar. Því það felast fjármunir í því að vera með nema á gólfinu sem þarfnast kennslu en þekkingin skilar sér ekki lengra en inn í næstu flugvél. Þá er ég ekki að gera lítið úr flugfreyjustarfinu en þessi þróun er synd fyrir samfélagið.“

„Við röðuðumst einfaldlega vitlaust inn í launatöfluna enda óskiljanlegt að lækka í launum við það að bæta á sig tveggja ára háskólanámi.“

„Við erum einfaldlega að fara fram á það að vera metnar til jafns við þá sem bæta við sig menntun. Þeir sem fara út í þetta nám vita sömuleiðis að þeir munu þurfa að vinna á jólunum frá börnunum sínum því það þarf alltaf einhver að standa vaktina, þær fæða víst á öllum tímum sólarhringsins þessar elsku konur. En svo er alltaf hægt að vinna við mæðravernd en það er dagvinna og lokað á rauðum dögum og um helgar. Þegar ég vann þar fannst mér ég hins vegar fá svívirðileg laun.“

 

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Aldís Pálsdóttir.

Förðun / Björg Alfreðsdóttir.

Fatnaður / AndreA.

Eldvörpur og reyksprengjur í Laugardalnum

||
||

Aðeins nokkrir dagar eru þar til goðsagnakennda rokksveitin Guns N’ Roses stígur á stokk á Laugardalsvelli á einum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, en tónleikar sveitarinnar eru 24. júlí næstkomandi.

Nú er allt farið á fullt við að undirbúa tónleikana og hefur starfsfólk nú þegar hafist handa við að leggja tímabundið gólf yfir sjálfan völlinn til að vernda grasið á meðan á tónleikunum stendur, að sögn tónleikahaldara.

Allt á fullu í Laugardalnum.

Um 160 manns koma að undirbúningnum sem tekur um eina viku. Um er að ræða 56 gáma af varningi auk hundrað vörubíla sem voru fullhlaðnir af græjum. Friðrik Olafsson, skipuleggjandi tónleikanna, fylgist vel með gangi mála og.

„Búnaður fyrir sviðið sjálft er ná að mjakast inn á Laugardalsvöllinn. Fullbyggt verður sviðið 65 metra breitt og 22 metrar þar sem það rís hæst. Þrír risaskjáir koma til með að sýna áhorfendum hvert einasta smáatriði sem fram fer, sá stærri, sem er fyrir miðju sviðsins, er 18 metrar að breidd og 9 metrar að hæð, en á vængjum sviðsins er að finna skjái sem eru heldur ekkert slor, eða 12 metrar að breidd og 9 metrar að hæð,“ segir hann og bætir við að hljóðkerfið sé líka mjög tilkomumikið.

Sjá einnig: Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn.

„Hljóðkerfið fyrir tónleikana er af gerðinni JBL Pro frá bandaríska fyrirtækinu Harman en einnig njóta tónleikarnir aðstoðar frá HljóðX. Þetta er öflugasta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi með rúmlega 100 hátölurum og fjórum „delay“-turnum sem tryggja jafnt og þétt hljóð um allan Laugardalsvöll.

Síðan má ekki gleyma öllum eldvörpunum og reyksprengjunum, ásamt ógleymanlegri ljósasýningu. Þetta verður bara geggjað.“

Hér fyrir neðan má sjá tölvugerða teikningu eftir Tómas Pétursson þar sem sjá má stærðarhlutföllin eins og þau munu blasa við tónleikagestum á þriðjudag:

Tónleikarnir fara fram þriðjudagskvöldið 24. júlí og opna hliðin klukkan 16.30. Tyler Bryant & the Shakedowns hefja upphitun um kl. 18 áður en íslenska stórsveitin Brain Police tryllir lýðinn. Guns N’ Roses stíga á svið um klukkan 20 og má búast við mikilli keyrslu í rúmar þrjár klukkustundir.

Sjá einnig: Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana.

Enn eru eftir örfáir miðar á tónleikana, en þá er hægt að kaupa á vefsíðu tónleikahaldara, show.is.

Svona líta fangelsi út víðs vegar um heiminn

|||||||||||||||||||
|||||||||||||||||||

Talið er að rúmar tíu milljónir manna sitji fyrir aftan lás og slá í fangelsum um allan heim. Fangelsin eru auðvitað jafn misjöfn og þau eru mörg, en vefsíðan Bored Panda hefur tekið saman svipmyndir af fangelsum víðs vegar um heiminn.

Hér fyrir neðan er hægt að fræðast um nokkur þeirra, en grein Bored Panda í heild sinni má lesa hér.

Kvennafangelsið El Buen Pastor, Bógóta, Kólumbía

Klefar El Buen Pastor voru hannaðir til að rýma tvo fanga hverju sinni en hýsa nú tíu til tuttugu konur að staðaldri. Mikil spilling og ofbeldi er innan veggja fangelsisins en forsvarsmenn þess reyna árlega að gera staðinn mannúðlegri með því að halda fegurðarsamkeppni og skrúðgöngu.

Bois D’arcy-fangelsið, Yvelines, Frakklandi

Í þessu fangelsi eru glæpamenn sem þurfa að afplána allt að eins árs fangelsisvist.

Rikers Island-fangelsið, New York, Bandaríkin

Þetta fangelsið var kosið eitt af þeim tíu verstu í Bandaríkjunum af tímaritinu Mother Jones. Forsvarsmenn fangelsisins hafa oft verið gagnrýndir fyrir meðferð á föngum og blossaði upp mikil reiði árið 2015 þegar táningurinn Kalief Browder svifti sig lífi. Kalief hafði eytt þremur árum í fangelsinu að bíða eftir réttarhöldum vegna þess að hann var ákærður fyrir að stela bakpoka. Á þessu ári er tala fanga innan veggja Rikers Island undir níu þúsund í fyrsta sinn í 25 ár og það stendur til að loka fangelsinu í nánustu framtíð.

Evin-fangelsið, Tehran, Íran

Evin-fangelsið er þekkt fyrir að vera pyntingarmiðstöð þar sem fjölmargir fangar hafa látið lífið, þó írönsk stjórnvöld hafa aldrei viljað viðurkenna það. Alltof margir fangar eru í fangelsinu, hreinlæti er ábótavant og engin loftkæling er til staðar, en á sumrin getur hitinn farið upp í 45°C. Maturinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir og fá fangar hann af skornum skammti. Til að bæta gráu ofan á svart mega fangar ekki hafa neitt samband við umheiminn og eru fjölskylduheimsóknir og símtöl bönnuð.

Maula-fangelsið, Lilongwe, Malaví

Tæplega tvö hundruð manns var troðið inn í klefa fyrir sexíu manneskjur árið 2015 sem lýsir best ástandinu í fangelsinu. Eitt salerni er fyrir hverja 120 fanga og einn vatnskrani fyrir hverja 900 fanga. Þá fá fangar aðeins að borða einu sinni á dag. Hins vegar er lagt mikil áhersla á íþróttir og er karlmönnum heimilt að spila knattspyrnu en kvenmönnum körfubolta.

Champ-Dollon-fangelsið, Genf, Sviss

Þetta fangelsi var opnað árið 1977 og þjónar þeim tilgangi að hýsa fanga á meðan þeir bíða örlaga sinna. Fjöldi fanga fer sívaxandi sem hefur í för með sér ýmis vandamál. Árið 2010 voru fangar af 115 mismunandi þjóðernum í fangelsinu og aðeins 7,2 prósent fanganna voru Svisslendingar.

Borgaralega fangelsið á Haítí, Archaie, Haítí

Fangelsið er í strandarbæ en þekkt fyrir mannmergðina. 174 fangar sluppu úr fangelsinu árið 2016 eftir uppþot þar sem einn fangavörður lést og margir slösuðust.

Landsberg-fangelsið, Landsberg Am Lech, Þýskaland

Þetta er fangelsið þar sem Adolf Hitler skrifaði Mein Kampf og þar sem 278 nasistar voru teknir af lífi fyrir stríðsglæpi. Í dag eru aðstæður mun betri í fangelsinu og er menntun í hávegum höfð. Þannig býður fangelsið upp á 36 námsáfanga, svo sem í bakstri, list, smíði og múri.

Quezon City-fangelsið, Quezon City, Filippseyjar

Þetta fangelsi er staðsett í Manila, höfuðborg Filippseyja, og daglega er háð barátta um pláss, vatn og mat. Um 160 til 200 föngum er troðið inn í klefa sem hannaðir eru fyrir tuttugu fanga. Að auki skiptast mennirnir á að sofa á hörðu steypugólfi undir berum himni, í tröppum, undir rúmum og í hengirúmum sem búin eru til úr gömlum teppum.

Las Colinas-fangelsið, Santee, Kalifornía, Bandaríkin

Þetta er fyrsta fangelsi sinnar tegundar í Bandaríkjunum þar sem umhverfis- og atferlissálfræði er notuð til að bæta hegðun fanga og starfsmanna.

Aranjuez-fangelsið, Aranjuez, Spánn

Í Aranjuez-fangelsinu fá foreldrar og börn að dvelja með fjölskyldumeðliminum sem er á bak við lás og slá. Allt umhverfið er hannað til að börn uppgötvi ekki að foreldri þeirra sé fangi.

Bastøy-fangelsið, Horten, Noregur

Fangelsið er stærsta fangelsið í Noregi með litla öryggisgæslu. Fangelsinu er skipt í áttatíu byggingar, strandarsvæði, fótboltavöll og skóg svo fátt eitt sé nefnt. Þá er einnig verslun, bókabúð, kirkja, skóli og viti á svæðinu. Sumir fanganna eru nauðgarar og morðingjar og hefur fangelsið verið gagnrýnt fyrir að vera of kósí. Þrátt fyrir frábærar aðstæður brjóta fangar sem losna úr fangelsinu síður af sér en fangar úr öðrum fangelsum í Evrópu.

Luzira-fangelsið, Kampala, Úganda

Hér fá fangar mikla ábyrgð og þurfa að rækta sinn eiginn mat og matreiða fyrir hina fangana. Hvatt er til þess að fangar mennti sig og er lítið um árekstra á milli fanga.

Kvennafangelsið í San Diego, Cartagena, Kólumbía

Fangarnir fá smjörþef af frelsinu á hverju kvöldi þegar konurnar breytast í kokka, gengilbeinur og uppvaskara á veitingastaðnum Interno sem opinn er í fangelsinu. Konur í fangelsinu eru á bak við lás og slá fyrir glæpi á borð við þjófnað, eiturlyfjasmygl og fjárkúgun.

Norgerhaven-fangelsið, Veenhuizen, Holland

Fangar fá rúm, húsgögn, ísskáp og sjónvarp í klefunum sínum, sem og einkabaðherbergi. Glæpatíðni í Hollandi er svo lág að ekki tókst að fylla fangelsið fyrir nokkrum árum. Því gerðu Hollendingar samning við Noreg um að vista fanga í Norgerhaven-fangelsinu árið 2015 og sá samningur stendur enn.

Black Dolphin-fangelsið, Sol-Iletsk, Rússland

Þetta fangelsi er heimsfrægt og búa fangar í raun í klefa innan klefa og eru undir eftirliti allan sólarhringinn. Hér búa margir af alræmdustu glæpamönnum Rússlands, þar á meðal raðmorðingjar, mannætur og hryðjuverkamenn. National Geographic gerði heimildarmynd um fangelsið fyrir nokkru síðan. Í henni sagði fangavörður að eina leiðin til að sleppa úr fangelsinu væri að deyja. Ef reiknuð eru saman öll morð sem fangarnir hafa framið hafa þeir drepið um 3500 manns. Það er að meðaltali fimm morð per fanga.

Onomichi-fangelsið, Onomichi, Japan

Þetta er fangelsi fyrir eldri borgara, en aldraði fangar verða sífellt fleiri í Japan.

HMP Addiewell-fangelsið, Lothian, Skotland

Mikil áhersla er lögð á það í þessu fangelsi að fangar læri af brotum sínum og hvað varð til þess að þeir enduðu í fangelsi. Þetta gera fangarnir í gegnum ýmislegt, svo sem menntun og vinnu. Þá er mikil áhersla lögð á að fangar haldi góðum tengslum við fjölskyldu sína og styrki þau bönd innan veggja fangelsisins.

Penal De Ciudad Barrios-fangelsið, Ciudad Barrios, San Miguel, El Salvador

Fangaklefarnir eru agnarsmáir en hýsa vanalega meira en þrjátíu fanga. Klefarnir voru upphaflega hannaðir fyrir fólk í gæsluvarðhaldi í þrjá sólarhringa en margir fangar eyða meira en ári í þeim. Fangar eyða dögunum í að rífa fötin sín í tætlur til að búa til hengirúm. Þeir sofa síðan með því að stafla sér hver ofan á annan.

Búin að léttast um 15 kíló þremur mánuðum eftir fæðingu frumburðarins

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina True, þann 12. apríl síðastliðinn. Khloé skrifar færslu á sínu eigin smáforriti þar sem hún segist hafa misst fimmtán kíló síðan True fæddist. Segir hún að blanda af brjóstagjöf og líkamsrækt orsaki þessa velgengni.

„Ég setti enga pressu á mig að losa mig við barnakílóin eftir að ég eignaðist True,” skrifar Khloé og heldur áfram.

Mommy’s Little Love

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

„Mig langaði bara að fara aftur í rútínuna mína frá því áður en ég varð ólétt, sem var að æfa fimm til sex sinnum í viku.”

Khloé segir það hafa komið sér á óvart að fimmtán kíló séu fokin á þessum þremur mánuðum síðan einkadóttirin fæddist.

„Ég er í áfalli að ég hafi misst svo mikla þyngd á svo skömmum tíma. Ég þakka blöndu af brjóstagjöf og að æfa mikið á meðan ég var ólétt og eftir að ég fæddi.”

Moms Home!! Yeezy Season 7

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Khloé þaggaði nýverið í sögusögnum um að hún væri á einhverju brjáluðu mataræði til að léttast. Hún segir í fyrrnefndri færslu að hún beri sig aldrei saman við aðrar konur þegar hún vill ná árangri.

„Ég ber mig aldrei saman við aðrar konur því hver kona fer sína eigin leið. Forgangsröðunin í daglega lífinu er líka mismunandi eftir fólki. Eitt sem ég set í forgang er að eiga einn klukkutíma á dag þar sem ég get verið sjálfselsk og á mínum stað,” skrifar hún og bætir við:

„Hreyfing er eitthvað sem ég hef alltaf notað til að halda geðheilsunni og losa um streitu. Og nú þegar ég á barn langar mig enn að eiga þennan tíma, þetta rými og eitthvað sem ég geri fyrir mig sjálfa.”

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn

Rokksveitin Guns N’ Roses er búin að slá YouTube-met, en mynband við lagið November Rain rauf nýverið milljarða múrinn á myndbandaveitunni. Myndbandið, sem er níu mínútna langt, var frumsýnt árið 1992 en lagið er á plötunni Use Your Illusion I sem kom út árið áður.

Búið er að horfa á myndbandið 1,001,133,745 sinnum þegar þetta er skrifað en samkvæmt Forbes er þetta fyrsta myndbandið frá tíunda áratugi síðustu aldar til að ná fleiri en milljarð áhorfa. Þá segir Forbes að horft hafi verið á myndbandið að meðaltali 560 þúsund sinnum á dag árið 2017.

83% þeirra sem horfa á myndbandið á YouTube koma frá löndum utan Bandaríkjanna, flestir frá Brasilíu, Mexíkó og Argentínu.

Næstvinsælasta myndbandið með Guns N’ Roses á YouTube er Sweet Child O’ Mine, en horft hefur verið á það tæplega sjö hundruð milljón sinnum. Í þriðja sæti er myndbandið við Paradise City sem horft hefur verið á tæplega fjögur hundruð milljón sinnum.

Guns N’ Roses er á tónleikaferðalagi um þessar mundir, eins og margir Íslendingar vita, enda trylla þeir tónleikagesti á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi.

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Gaf brjóst á tískupöllunum og fólk elskar það

|
|

Nýbakaða móðirin Mara Martin var valin til að ganga tískupallana á tískusýningu á vegum Sports Illustrated í Miami síðasta sunnudagskvöld.

Það má með sanni segja að Mara hafi vakið verðskuldaða athygli, en hún gekk pallana með fimm mánaða gamla dóttur sína í fanginu og gaf henni brjóst um leið.

Stórglæsileg Mara.

Mara var ein af sextán konum sem voru valdar til að ganga í tískusýningunni, en Sports Illustrated tók við rafrænum umsóknum frá áhugasömum konum vegna sýningarinnar. Einhverjar konur voru boðaðar í áheyrnarprufu og svo fór að Mara var ein af þeim heppnum, en hún deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Áhorfendur á sýningunni, sem og netverjar sem hafa horft á frammistöðu Möru á tískupöllunum, eru hæstánægðir með það að Mara hafi gefið barni sínu brjóst á viðburðinum, enda mikið tabú sem fylgir brjóstagjöf á almannafæri í Bandaríkjunum.

Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason eiga geggjað flott parhús í Garðabæ

Akrahverfið í Garðbæ er nýlegt hverfi og þar eru enn þá ný hús að rísa. För okkar er heitið í veglegt parhús við Byggakur þar sem Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður, búa ásamt þremur sonum sínum en hjónin eiga húsgagnaverslunina Willamia á Garðatorgi.

„Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði húsið sem er 276 fermetra parhús á tveimur hæðum. Upphaflega skipulagið gerði ráð fyrir svefnherbergjum á báðum hæðum en við vildum hafa öll svefnherbergin á efri hæðinni og breyttum því hönnuninni og létum teikna húsið að innan upp eftir okkar óskum. Við vildum til dæmis geta gengið líka beint inn í bílskúrinn því við eigum þrjá stráka, á aldrinum fimm til átján ára, sem eru allir í fótbolta og vildum hafa baðherbergi með sturtu og þvottahús þar inni þannig að þegar þessir tveir eldri koma heim af æfingum geta þeir farið þar inn þar, sett æfingafötin beint í óhreina tauið og farið í sturtu. Fótboltadótið kemur því ekki hér inn,“ segir Harpa ánægð að fá ekki illa lyktandi fótboltaskó og íþróttafatnað inn í hús.

Hafa búið í fjórum löndum

Stefán er handlaginn og Harpa er lærður innanhússhönnuður sem kemur sér vel því fjölskyldan hefur flutt mjög oft og búið í fjórum löndum á fimmtán árum.

„Í hvert skipti sem við flytjum skipti ég um stíl. Þegar við bjuggum í Danmörku var stíllinn mjög skandinavískur og í Belgíu þar sem við bjuggum síðast vorum við með allar innréttingar hvítar, hvíta veggi og rosalega ljóst parket, ég þurfti nánast að vera með sólgleraugu inni því það var svo bjart,“ segir hún og hlær.

„Smekkurinn hjá okkur hefur stöðugt verið að breytast með tímanum og svo er eiginlega til vandræða að eiga húsgagnaverslun því maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt og spennandi sem er freistandi að fara með heim,“ segir hún í léttum tón og bætir við að þau séu mjög ánægð með heimilið eins og það er núna.

„Mér finnst miklu meira kósí að hafa heimilið aðeins dekkra, ekki allt hvítt, það er notalegra. Við viljum heldur ekki vera með of mikið af húsgögnum og dóti, okkur finnst þetta passlegt svona. Mitt áhugasvið liggur svolítið í þessu, mér finnst líka gaman að breyta og að hafa heimilið ekki alltaf eins, núna heillar mig að blanda saman ólíkum efnum eins og flaueli og svo grófari áferð. Ég er eiginlega alltaf að breyta og færa til hluti og heillast alltaf af einhverju nýju,“ segir Harpa Lind brosandi.

Í júlíblaði Húsa og híbýla sem er fáanlegt í verslunum til 26. júlí má sjá fleiri myndir úr þessa fallega parhúsi.

Myndir / Hallur Karlsson

Georg prins stal senunni í skírn litla bróðurs

|||
|||

Vilhjálmur Bretaprins og Kate, hertogynjan af Cambridge, birtu nýverið fjórar myndir úr skírn þriðja barn síns, Louis prins sem kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum síðan.

Louis var skírður þann 9. júlí síðastliðinn og var í handgerðri eftirlíkingu af konunglega skírnarkjólnum frá árinu 1841. Móðir hans, Kate var söm við sig og klæddist hvítum kjól frá Alexander McQueen, en hún var einnig í kjól frá þeim hönnuði við skírn hinna barnanna tveggja, Charlotte og Georgs.

Meðal þeirra sem mættu í skírnina var stolti afinn Karl Bretaprins og eiginkona hans, Camilla, Pippa Middleton, systir Kate, og auðvitað hin nýgiftu Harry Bretaprins og hertogaynjan Meghan.

Myndirnar fjórar úr skírninni eru afar fallegar, en það er óneitanlega Georg prins, fjögurra ára, sem stelur algjörlega senunni með hvern grallarasvipinn á fætur öðrum. Systir hans Charlotte, þriggja ára, stóð hins vegar vörð um athöfnina sjálfa og bannaði blaðaljósmyndurum að koma inn í konunglegu kappelluna í St. James-höll, þar sem litli Louis var skírður. Systkini þurfa nú að standa saman eftir allt saman!

Rúrik gæti grætt milljónir á hverri Instagram-færslu

|
|

Einn af hápunktum nýliðinnar heimsmeistarakeppni er hve hratt vinsældir knattspyrnukappans Rúriks Gíslasonar uxu á meðan á keppninni stóð, og jafnvel eftir að Ísland datt úr leik.

BBC segir Rúrik blöndu af Brad Pitt, Channing Tatum og Chris Hemsworth

Rúrik er nú kominn með 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og á sú tala eflaust eftir að hækka. Er Rúrik sá Íslendingur sem er með flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum, en á eftir honum kemur merkisfólk eins og fjallið Hafþór Júlíus Björnsson, landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, söngkonan Björk Guðmundsdóttir og áhrifavaldurinn Manuela Ósk. Margir hafa haft á orði að Rúrik gæti þénað smá aukapening með því að líta á Instagram sem atvinnuveg utan fótboltans, þar á meðal fyrrnefnd Manuela.

First training in Russia done ✅

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Hver mynd þýðir þúsundir króna

Það er engin algild regla um hve mikið áhrifavaldar fá fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ljóst að þar eru engir smápeningar í spilunum fyrir fólk eins og Rúrik sem kemst yfir milljón fylgjendur.

Samkvæmt tölum sem The Economist tók saman árið 2016 getur áhrifavaldur sem er með 1 til 3 milljónir fylgjenda á Instagram þénað fimmtíu þúsund dollara fyrir hverja færslu, eða rúmar fimm milljónir króna. Þeir sem eru með hálfa til eina milljón fylgjenda geta þénað um eina milljón króna fyrir hverja færslu. Ef áhrifavaldur kemst hins vegar yfir þrjár milljónir fylgjenda getur þessi tala hækkað í rúmar sjö milljónir króna.

Hér má sjá gröf The Economist um hve mikið áhrifavaldar geta grætt á auglýsingum.

Ef Rúrik ákveður að einbeita sér að þessum nýja starfsvettvangi og jafnvel færa sig yfir í aðra samfélagsmiðla getur hann grætt á tá og fingri. Þannig geta áhrifavaldar með 1 til 3 milljónir fylgjenda á Snapchat grætt fimm milljónir króna fyrir hverja færslu, rúmar sex milljónir króna fyrir hverja Facebook-færslu og vel yfir tíu milljónir króna fyrir hvert myndband á YouTube.

Ekki bara fylgjendur sem telja

Þó þessar tölur frá The Economist séu tveggja ára gamlar, gefa þær nokkuð góða mynd af tekjum áhrifavalda almennt séð. The Financial Times tók saman tekjur áhrifavalda fyrr á þessu ári og í þeim kom fram að áhrifavaldar með um hundrað þúsund fylgjendur gætu þénað um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir hverja mynd á Instagram.

Þess ber að geta að það er ekki aðeins fylgjendafjöldi sem fyrirtæki horfa í þegar þau ákveða að ráða til sín áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar og þjónustu. Ýmislegt annað ber að hafa í huga, svo sem svokallað „reach”, eða til hve margra auglýsingin nær, á hvaða samfélagsmiðlum áhrifavaldurinn er virkur og hver hans sérstaða á markaðinum er.

Peach Melba

02. tbl. 2018
|

Pêche Melba er löngu orðinn klassískur eftirréttur og hefur verið á matseðlum veitingahúsa allt frá því að matreiðslumaðurinn frægi Georges Escoffier framreiddi hann fyrst fyrir óperusöngkonuna Nellie Melba undir lok 19. aldar. Melba var áströlsk að uppruna en hafði elt draum sinn um frægð og frama á óperusviðinu til Evrópu.

Pêche Melba
fyrir 4

Ferskjur:
200 g sykur
500 ml vatn
4 þroskaðar ferskjur, skornar í tvennt og kjarninn tekinn úr
1 msk. sítrónusafi

Hitið sykur og vatn í potti yfir meðalháum hita þar til sykurinn hefur leysts upp. Bætið sítrónusafanum saman við og leggið ferskjurnar í pottinn. Eldið við suðumark þar til ferskjurnar eru orðnar mjúkar og hnífur eða prjónn rennur auðveldlega í gegnum aldinkjötið þegar stungið er í þær, u.þ.b. 10 mín. Takið af hitanum og fjarlægið ferskjurnar úr sírópinu. Fjarlægið hýðið með því að tosa það af ferskjunum. Setjið til hliðar.

Hindberjasósa:
125 g fersk eða frosin hindber
100 g flórsykur

Maukið hindberin í matvinnsluvél eða blandara. Hellið maukinu í gegnum síu og þrýstið niður á á fræin til að ná sem mestu af hindberjasafanum. Hendið fræjunum. Sigtið flórsykurinn smám saman við hindberjasafann og hrærið vel í með píski til að leysa sykurinn alveg upp.

1 l vanilluís
6 msk. möndluflögur, ristaðar

Takið fram fjóra diska eða skálar. Setjið 1-2 kúlur af vanilluís í hverja skál. Setjið 2 helminga af ferskjum ofan í skálina og hellið hindberjasósu yfir. Skreytið með ristuðum möndluflögum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Markmiðið að geta gengið fyrir þrítugt

Dagurinn 13. júlí 2015 mun seint líða Tinnu Guðrúnu Barkardóttur úr minni. Hún var 29 ára gömul, í blóma lífsins. Þennan örlagaríka dag breyttist tilvera hennar varanlega þegar hún fékk heilablóðfall sem nærri kostaði hana lífið. Tinna hefur tekist á við erfiðleikana af æðruleysi og dugnaði, en hún gagnrýnir íslenska heilbrigðiskerfið harðlega, og segir óásættanlegt að almennileg þjónusta eftir álíka áföll snúist um peninga.

Það var mánudagsmorgunn og Tinna á leið í vinnu, en hún starfaði sem yfirflokkstjóri í Vinnuskólanum á þessum tíma. Helginni hafði hún varið með vinkonum sínum á Akureyri. Þegar komið var að því að gera sig til fyrir vinnuna fór hún inn á baðherbergi þar sem hún datt skyndilega beint fram fyrir sig og lenti á andlitinu á baðherbergisflísunum. Blóðtappi hafði skotist upp í heila. Seinna kom í ljós að Tinna var með op á milli hjartagátta, óhreinsað blóð komst þar í gegn og fór með slagæð upp í höfuðið.

Tinna missti ekki meðvitund við fallið og lá áfram á gólfinu og reyndi að átta sig á stöðunni. Hún gat sig hvergi hreyft en vissi að hún þyrfti að halda sér vakandi. Seinna sögðu læknar henni að flestir hefðu í þessari stöðu lokað augunum, en hefði hún gert það hefði hún dáið. Hundurinn hennar, Dimma, lá í dyragættinni en eina reglan sem gilti á heimilinu var að hún færi ekki inn á baðherbergi.

Tíminn leið og símarnir hennar, vinnusíminn og hennar eigin, byrjuðu að hringja til skiptis. „Ég man eftir að hafa hugsað „hvaða aumingjar eru þetta sem vinna hjá mér, eru bara allir að hringja sig inn veika í dag.“ Mér datt einhvern veginn ekki í hug að fólk væri að hringja til að athuga með mig,“ segir Tinna þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka morgun. „Ég áttaði mig ekki á hvað hefði gerst, en var viss um að ég væri dáin. Þarna fékk ég gríðarlega langan tíma til að hugsa, og mjög skrítnar hugsanir sóttu á mig. Mig langaði til dæmis að komast í heimabankann minn til að millifæra yfir á foreldra mína svo þau þyrftu ekki að borga jarðarförina. Það sem hélt líka í mig var samningur sem ég hafði gert nokkru áður við góða vinkonu mína. Þá töluðum við um að við þyrftum að ákveða tölu og lit, og þegar önnur okkar dæi færi hin til miðils til að athuga hvort þetta stæðist.“

Í vinnunni var fólk farið að undrast um Tinnu. Það var mjög óvanalegt að hún væri ekki mætt til vinnu og ekkert hefði heyrst frá henni.

Upp úr hádegi hringdi vinkona hennar og samstarfsfélagi í móður hennar og sagðist halda að eitthvað hefði komið fyrir. Eitthvað væri ekki í lagi, hvort hún ætti að fara heim til hennar og athuga með hana eða hvort þau, foreldrar hennar, vildu fara. Ákveðið var að pabbi Tinnu og yngri systir, Fanney, færu til að athuga með hana. Þegar þau komu og börðu að dyrum kom enginn til dyra, en þau heyrðu í Tinnu fyrir innan þar sem hún reyndi af veikum mætti að kalla til þeirra. Eftir að hafa reynt að sparka upp hurðinni án árangurs, hljóp pabbi hennar út og náði á einhvern undraverðan hátt að stökkva upp á svalirnar, en íbúð Tinnu var á annarri hæð. „Það skilur ennþá enginn hvernig hann fór að þessu. Svalirnar eru lokaðar og ekkert til að grípa í. En maður hefur stundum heyrt sögur af ótrúlegum krafti sem kemur yfir foreldra þegar börnin þeirra eru í hættu, eins og þegar konur geti skyndilega lyft bílum til að bjarga barninu sínu undan þeim. Þetta var eitthvað svoleiðis, hann stökk þarna upp og stakk sér svo inn um 30 sentímetra glugga.“

Þegar pabbi hennar var kominn inn í íbúðina og búinn að opna fyrir Fanneyju, fundu þau Tinnu á baðherbergisgólfinu. Þar hafði hún legið í rúmar sex klukkustundir. Hún var blóðug eftir að hafa fallið á andlitið, og þeirra fyrsta hugsun var að hún væri dáin. Tinna man vel eftir þessum andartökum. „Það var mjög sérstök tilfinning að liggja þarna, ég hélt ennþá að ég væri dáin, en vissi af fólkinu mínu þarna og fann það stumra yfir mér og athuga hvort ég andaði. Þau hringdu svo á sjúkrabíl sem kom nokkrum mínútum síðar.“

//

Svona hefst frásögn Tinnu Guðrúnar Barkardóttur af deginum sem breytti lífi hennar fyrirvaralaust. Hún hefur tekist á við veikindi sín af miklu æðruleysi, en er staðráðin í því að ná bata og hefur meðal annars leitað út fyrir landsteinana að lækningu. Hún gagnrýnir íslenska heilbrigðiskerfið harðlega og segir sorglegt að góð þjónusta eftir álíka áföll þurfi að snúast um peninga.
Lestu ítarlegt viðtal við Tinnu í nýjasta tölublaði Vikunnar. 

Texti: Margrét Björk Jónsdóttir
Myndir: Hallur Karlsson
Förðun: Björg Alfreðsdóttir

Milljónir manna hafa horft á þetta myndband: „Þessi sítróna er átrúnaðargoðið mitt“

San Diego-búinn Michael Sakasegawa var að klára morgunskokkið síðasta miðvikudag þegar hann kom auga á nokkuð skondið: sítrónu að velta niður brekku. Sítrónan vakti áhuga Michaels og verandi ljósmyndari þá greip hann upp símann sinn og ákvað að taka myndband af sítrónunni.

Útkoman varð tæplega tveggja mínútna langt myndband af sítrónunni er hún veltur niður brekkuna. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að um fjórar milljónir manna eru búnar að horfa á myndbandið eftir að Michael birti það á Twitter.

Það má segja að þessi sítróna sé orðið eins konar sameiningartákn netverja, en í viðtali við BuzzFeed segir Michael aldrei hafa búist við því að þetta myndband myndi slá svo rækilega í gegn.

Fjölmargir hafa tíst um sítrónuna og skrifar einn tístari að sítrónan hafi veitt honum von.

„Þessi sítróna er kappsamari en ég. Þessi sítróna var að fara eitthvað. Þessi sítróna ætlaði ekki að leyfa neinum að eyðileggja það. Þessi sítróna ætlaði ekki að stoppa fyrir neinu né neinum. Þessi sítróna er átrúnaðargoðið mitt og fyrirmyndin mín. Ég elska þessa sítrónu.“

Aðrir slá á létta strengi og skilja ekki af hverju myndbandið varð svo vinsælt.

2008: Upptekin af því að finna jafnvægi á milli fjölskyldulífs og vinnu.

2018: Upptekin af því að horfa á myndband af sítrónu rúlla niður götuna,“ tístir einn tístari.

Því má bæta við að Michael tók sítrónuna heim með sér og hefur fengið fjölmargar uppástungur frá netverjum um hvað hann eigi að gera við hana.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, og já, það er furðulega dáleiðandi:

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Tvö þúsund miðum hefur verið bætt við á tónleika hljómsveitarinnar Guns N’ Roses sem fram fara á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi. Enn fremur hafa samningar náðst við íslensku rokksveitina Brain Police að hita upp fyrir goðsagnirnar í Guns N’ Roses, samkvæmt tilkynningu frá tónleikahöldurum.

Það seldist upp á tónleikana fyrir stuttu og nú geta rokkþyrstir landsmenn, sem ekki náðu í miða, tekið gleði sína á ný, en miðana sem bætt var við er hægt að kaupa á vefsíðunni show.is.

Tónleikar Guns N’ Roses verða eflaust stærstu rokktónleikar í Íslandssögunni, en búast má við að Guns N’ Roses-liðar spili í allt að þrjár klukkustundir, líkt og þeir hafa gert á fyrri tónleikum í tónleikaferðalaginu Not In This Lifetime…

Hljómsveitin kemur með 45 gáma af græjum til landsins en heildarmagn þeirra telur alls um 1300 tonn. Þar af er stærsta svið Íslandssögunnar sem verður 65 metra breitt, þrír risaskjáir, svo ekki sé minnst á stærsta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þá eru ótaldar alls kyns eldsýningar, sprengjur og reykvélar.

Linsubaunasúpa með brúnuðu smjöri, chili og kóríander

01. tbl. 2017
|

Linsubaunir hafa ávallt verið ódýr matur og héldu lífi í bændum og fátækari stéttum fólks í Evrópu. Þær eru einstaklega næringargóðar, orkuríkar og góð uppspretta trefja, fólats og járns. Ólíkt þurrkuðum baunum þarf ekki að láta linsubaunirnar liggja í bleyti. Gott er samt að skola þær fyrst og róta í gegnum þær ef það skyldu leynast smásteinar í pokanum.

Dahl (einnig skrifað dal) er orðið sem notað er á Indlandi yfir linsubaunir, það er einnig notað yfir súpur sem innihalda linsubaunir og eru mjög vinsælar þar í landi. Þessi uppskrift er sérstaklega hentug á köldum og vætusömum dögum enda hlýjar þykk súpan manni inn að beini með austurlenskum kryddum og chili.

Dahl með brúnuðu smjöri, chili og kóríander
fyrir 3-4

400 g rauðar linsubaunir
1 tsk. túrmerik
½ tsk. chili-flögur
5 kardimommubelgir, marðir
1 tsk. salt
50 g smjör
2 tsk. kumminfræ
1 tsk. sinnepsfræ
2-3 skalotlaukar, skornir í þunnar sneiðar
½ rautt chili-aldin, skorið í sneiðar
hnefafylli ferskur kóríander

Sjóðið linsubaunir ásamt túrmeriki, chili-flögum, kardimommum og salti í meðalstórum potti í 20-30 mín. eða þar til linsubaunirnar eru orðnar mjúkar og blandan er orðin þykk. Fjarlægið þá kardimommubelgina og bragðbætið með salti.
Hitið smjörið á pönnu og látið krauma þar til smjörið fer að brúnast og gefur frá sér hnetukenndan ilm. Setjið fræin á pönnuna og eldið í 30 mín. eða þar til þau fara að springa. Steikið skalotlaukinn upp úr kryddsmjörinu þar til hann fer að karamelliserast, u.þ.b. 10 mínútur. Hrærið chili-aldinu saman við og í eldið í stuttan tíma, u.þ.b. hálfa mín. Hellið kryddsmjörinu yfir linsubaunakássuna og berið fram með ferskum kóríander og basmati hrísgrjónum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Opnar sig um baráttu sonarins við krabbamein: „Ég hef farið í gegnum helvíti“

|
|

Söngvarinn Michael Bublé opnar sig um baráttu fjögurra ára sonar síns, Noah, við lifrakrabbamein í viðtali við ástralska dagblaðið Herald Sun, en Noah greindist með krabbamein í lok árs 2016.

Michael og eiginkona hans, leikkonan Luisana Lopilato, hættu að vinna þegar Noah greindist. Í viðtali við Herald Sun segir söngvarinn að hann hafi nánast afskrifað það að snúa aftur í tónlistarbransann þegar sonur hans barðist fyrir lífi sínu. Þá kallar hann son sinn ofurhetju.

„Ég tala ekki um alla söguna, ekki einu sinni við vini mína, því það er of sárt. Þetta er strákurinn minn. Hann er ofurhetja og hann þarf ekki að endurlifa þetta aftur og aftur. En ég hef farið í gegnum helvíti. Og veistu hvað, mér finnst helvíti bara nokkuð góður sumarleyfisstaður miðað við hvað við höfum gengið í gegnum,“ segir söngvarinn, sem var einn sá vinsælasti í heiminum um árabil.

Hér eru hjónin með synina Noah og Elias.

„Ég hélt í alvörunni að ég myndi aldrei snúa aftur í tónlistarbransann,“ segir hann í viðtalinu og bætir við að fjölskyldan hafi verið í algjörum forgangi.

„Fjölskylda er það sem skiptir máli. Heilsa barnanna minna er númer eitt. Sambandið við fjölskylduna mína, eiginkonu mína, trúna mína – allt þetta er að sjálfsögðu númer eitt.“

Eiga von á barni

Michael segir að hann hafi gengið í gegnum mikla sjálfsskoðun í gegnum veikindi sonarins. Hann rifjar upp eitt atvik við sjúkrabeð sonar síns þar sem hann hugsaði af hverju í ósköpunum hann hefði einhvern tímann haft áhyggjur af plötusölu eða hvað fólk væri að segja um hann.

„Allt í einu varð þetta svo skýrt. Þessi skýrleiki gaf mér færi á að finna ást mína fyrir tónlist aftur. Ég ætla að snúa aftur í það sem ég var skapaður til að gera. Ég ætla að snúa aftur í heim sem þarfnast ástar og rómantíkur og hláturs meira en hann hefur þarfnast þess í langan tíma.“

https://www.youtube.com/watch?v=SPUJIbXN0WY

Michael og Luisana eiga einnig soninn Elias, tveggja ára, og eiga von á sínu þriðja barni innan skamms. Söngvarinn segir að Noah líði vel, en foreldrarnir þurfi að fylgjast grannt með líðan hans næstu mánuði og árin.

„Þetta er krabbamein þannig að við þurfum að fylgjast grannt með en ég myndi ekki snúa aftur í tónlist ef það væri ekki í lagi með hann.“

Hundurinn vék ekki frá móðurinni í fallegri heimafæðingu

||||||||||||
||||||||||||

Ljósmyndarinn Kristin Waner skrifar fallegan pistil á vefsíðunni Bored Panda þar sem hún lýsir sinni reynslu af því að mynda tvær af þremur fæðingum konu að nafni Brooke.

Hér má sjá Ryder passa móðurina á heimilinu þegar hún átti Boyd.

Þegar sonur Brooke, Boyd, fæddist átti fjölskyldan corgi-hund að nafni Ryder. Hann passaði upp á móðurina þegar hún var með hríðar og fylgdist einnig vel með heimafæðingunni. Ryder gat ekki verið viðstaddur þegar Brooke átti dótturina Berkeley heima fyrir, en þá kom bróðir hans, Ranger, í hans stað.

Ryder fylgdist grant með í hríðunum.

Kristin birtir myndir af þeim bræðrum og hvernig þeir veittu móðurinni andlegan stuðning í fæðingunum tveimur. Með myndunum fangar Kristin það fallega samband sem myndast á milli hunda og manna og segir að það hafi komið sér á óvart hve sterkt það væri þegar hún skoðaði myndirnar eftir fæðingu Berkeley. Þá segir hún að móðirin Brooke hafi ekki haft hugmynd um að hundinum hafi verið svo annt um hana og velferð hennar og barnsins.

Ranger kom í stað Ryder þegar að Berkeley kom í heiminn.

„Þegar ég kom heim og skoðaði myndirnar var ég á bleiku skýi að skoða allar þessar fallegu stundir úr fæðingunni. Mig langaði að hlæja og gráta á meðan ég skoðaði þær. Þær voru svo fullkomnar. Þegar ég sendi prufumyndir til Brooke hafði hún ekki hugmynd um að hundurinn hafði ekki vikið frá henni,“ skrifar Kristin og bætir við:

„Það var yndislegt að fanga þessar stundir fyrir hana. Nú getur hún horft til baka og séð hluti sem hún hefði annars ekki tekið eftir.“

Hér fyrir neðan eru nokkrar æðislegar myndir af fæðingu Berkeley, en fleiri myndir fylgja með fyrrnefndum pistli á Bored Panda.

Myndir / Kristin Waner

Kisi truflar sjónvarpsviðtal og það er sprenghlægilegt

Pólski fræðimaðurinn Dr. Jerzy Targalski mætti nýverið í viðtal í hollenskum þætti á sjónvarpsstöðinni NTR þar sem hann talaði um krísuna innan pólska dómskerfisins.

Tilefni viðtalsins voru lagabreytingar pólsku ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér lækkun á eftirlaunaaldri dómara úr 70 árum niður í 65 ár. Leiddi þetta til þess að 27 af 72 hæstaréttardómurum Póllands voru neyddir til að segja af sér, en litið er á þessar lagabreytingar sem lið í herferð stjórnarflokksins PiS gegn sjálfstæði pólska dómskerfisins.

Þetta viðtal væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kisa Dr. Jerzy, hin skemmtilega Lisio, ákvað að stela algjörlega sviðsljósinu af fræðimanninum.

Lisio gerði sér lítið fyrir og hoppaði upp á eiganda sinn, sem náði einhvern veginn að halda sér pollrólegum í viðtalinu og halda áfram að tala um þá háalvarlegu stöðu sem upp er komin í Póllandi.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en það er í einu orði sagt sprenghlægilegt:

Hvernig er hægt að segja nei við þessar dúllur?

|||||||||
|||||||||

Gæludýraeigendur vita, og þá sérstaklega hundaeigendur, að það getur verið mikil kúnst að fá sér að borða í kringum dýrin og gefa þeim ekki með sér – svo mikið reyna þau að dáleiða mann með augunum.

Gæludýr virðast líka alltaf vera svöng og fá aldrei nóg, en vefsíðan Bored Panda er búin að taka saman nokkrar myndir af gæludýrum að betla mat af eigendum sínum og þær eru vægast sagt sprenghlægilegar.

Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra en á vefsvæði Bored Panda má sjá allt safnið. Njótið – og ef þið lumið á svona æðislegum dýramyndum megið þið endilega senda þær rakleiðis á [email protected]!

Sérðu ekki hvað mig langar mikið í þetta?!

Gerðu það, bara einn lítinn bita…

Gefðu mér bara, hann er búinn að fá nóg!

Þreföld ógn.

Hvern elskar hann mest?

Þetta getur ekki endað vel…

Hey, þú sagðir mér að vera ekki að stara á þig!

Ég næ þessu stökki alveg…

Ætli þau sjái mig ekki örugglega?

Rithönd Meghan Markle hefur gjörbreyst eftir að hún giftist inn í konungsfjölskylduna

|||
Meghan Markle

Rithönd hertogaynjunnar Meghan Markle hefur gjörbreyst eftir að hún gekk að eiga Harry Bretaprins þann 19. maí síðastliðinn. Um þetta er fjallað á vef Women’s Health, en það er rithandarsérfræðingurinn Kathi McKnight, sem fer yfir hvernig rithönd leikkonunnar hefur breyst.

Til vinstri: gamla rithönd Meghan. Til hægri: nýja rithönd Meghan.

Sjá einnig: Heiðruðu Díönu prinsessu með brúðkaupsmyndunum.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Meghan skrifaði nafn sitt áður en hún gifti sig, en varla er hægt að lesa hvað stendur á blaðinu:

Kathi segir ólæsilega rithönd merkja að manneskja vilji halda sínu einkalífi fyrir sig og bætir við að rithönd margra stjarna sé einmitt ólæsileg. Þá bendir Kathi á að nafn Meghan halli lítið eitt, sem geti verið merki um úthverfu. Það getur einnig merkt að Meghan sé tilfinninganæm og jafnvel hvatvís þar sem hún virðist hafa skrifað nafnið sitt með hraði.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Meghan skrifar nafn sitt nú eftir að hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna:

Sem hertogaynja eyðir Meghan meiri tíma í að skrifa nafn sitt og nú er hægt að lesa skriftina hennar. Að sögn Kathi er það merki um meiri sjálfsstjórn og jafnvægi. Þá sé sú staðreynd að Meghan taki sér meiri tíma í að skrifa nafn sitt merki um að hún sé að sýna lesendum virðingu.

„Hún er viljugri til að fólk sjái hana eins og hún er, sem þarf hugrekki til að gera út á við,” segir Kathi.

Þá segir Kathi að það sem þessar tvær undirskriftir eigi sameiginlegt sé að fyrsti og síðasti bókstafurinn í nafni Meghan séu mjög svipaðir. Þá virðist hún halda þeim stíl áfram að skrifa ekki þannig að bókstafirnir snerti línuna, sem getur þýtt að hún sé smá uppreisnarseggur inn við beinið.

Sjá einnig: Stjörnurnar fjölmenntu í konunglega brúðkaupið.

Tíu frægar konur sem eru vegan

||||||||||
||||||||||

Æ fleiri aðhyllast veganisma þegar kemur að mataræði, en þessi lífsstíll felst í því að fólk forðast að leggja dýraafurðir sér til munns. Geta ástæður á bak við þessa ákvörðun verið heilsufars-, siðferðis- eða umhverfislegar.

Sjá einnig: Hvað felst í vegan-lífsstíl?

Veganismi er frekar nýr af nálinni á Íslandi en erlendis hefur tíðkast að vera vegan um árabil. Raunar er það mjög algengt meðal stjarnanna, en hér eru tíu frægar konur sem allar eru vegan.

Alicia Silverstone

Ariana Grande

Carrie Underwood

Ellen DeGeneres

Sia

Michelle Pfeiffer

Natalie Portman

Jessica Chastain

Miley Cyrus

Pamela Anderson

Aukin menntun skilar lægri launum

Helga Reynisdóttir hefur starfað sem ljósmóðir undanfarin þrjú ár en baráttan um bætt kjör starfsstéttarinnar hefur ekki farið fram hjá neinum.

Þrátt fyrir að vinna við draumastarfið segir Helga óviðunandi að vera ekki metin að verðleikum en hún vonar innilega að deilan leysist svo okkar færustu ljósmæður hverfi ekki frá störfum.

„Þetta er þriðja árið mitt í starfi sem ljósmóðir en til að byrja með vann ég á áhættumæðravernd Landspítalans sem átti mjög vel við mig. Þar er maður í nánu sambandi við sína skjólstæðinga og mér þótti það bæði skemmtilegt og gefandi. Á þeim tíma var erfitt að fá fastráðningu á Landspítalanum sem ljósmóðir og til að byrja með var ég með tímabundna ráðningu og fyrirséð að ég fengi ekki áframhaldandi starf. Þegar ég var farin að velta fyrir mér hvort fjólublár eða blár flugfreyjubúningur færi mér betur, fékk ég ráðningu á núverandi vinnustað mínum, Fæðingarvakt Landspítalans.“

Þremur árum síðar er staðreyndin sú að einungis 4% útskrifaðra ljósmæðra sækja um starf innan spítalans, nýliðun er nánast engin og aldurshlutfallið innan starfsstéttarinnar með hæsta móti.

„Það er náttúrlega tryllt að ríkið sé að eyða öllum þessum peningum í að þjálfa upp starfsfólk sem skilar sér svo ekki í störfin vegna launa og vinnuálags.“

„Það er mjög skiljanlegt að fólk kjósi frekar að starfa í háloftunum sem flugfreyjur og flugþjónar þar sem vinnuskyldan er ekki bara minni heldur launin líka hærri. Það er sorglegt að svona sé komið og allt þetta flotta og færa fólk skili sér ekki inn á stofnanirnar. Því það felast fjármunir í því að vera með nema á gólfinu sem þarfnast kennslu en þekkingin skilar sér ekki lengra en inn í næstu flugvél. Þá er ég ekki að gera lítið úr flugfreyjustarfinu en þessi þróun er synd fyrir samfélagið.“

„Við röðuðumst einfaldlega vitlaust inn í launatöfluna enda óskiljanlegt að lækka í launum við það að bæta á sig tveggja ára háskólanámi.“

„Við erum einfaldlega að fara fram á það að vera metnar til jafns við þá sem bæta við sig menntun. Þeir sem fara út í þetta nám vita sömuleiðis að þeir munu þurfa að vinna á jólunum frá börnunum sínum því það þarf alltaf einhver að standa vaktina, þær fæða víst á öllum tímum sólarhringsins þessar elsku konur. En svo er alltaf hægt að vinna við mæðravernd en það er dagvinna og lokað á rauðum dögum og um helgar. Þegar ég vann þar fannst mér ég hins vegar fá svívirðileg laun.“

 

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Aldís Pálsdóttir.

Förðun / Björg Alfreðsdóttir.

Fatnaður / AndreA.

Eldvörpur og reyksprengjur í Laugardalnum

||
||

Aðeins nokkrir dagar eru þar til goðsagnakennda rokksveitin Guns N’ Roses stígur á stokk á Laugardalsvelli á einum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, en tónleikar sveitarinnar eru 24. júlí næstkomandi.

Nú er allt farið á fullt við að undirbúa tónleikana og hefur starfsfólk nú þegar hafist handa við að leggja tímabundið gólf yfir sjálfan völlinn til að vernda grasið á meðan á tónleikunum stendur, að sögn tónleikahaldara.

Allt á fullu í Laugardalnum.

Um 160 manns koma að undirbúningnum sem tekur um eina viku. Um er að ræða 56 gáma af varningi auk hundrað vörubíla sem voru fullhlaðnir af græjum. Friðrik Olafsson, skipuleggjandi tónleikanna, fylgist vel með gangi mála og.

„Búnaður fyrir sviðið sjálft er ná að mjakast inn á Laugardalsvöllinn. Fullbyggt verður sviðið 65 metra breitt og 22 metrar þar sem það rís hæst. Þrír risaskjáir koma til með að sýna áhorfendum hvert einasta smáatriði sem fram fer, sá stærri, sem er fyrir miðju sviðsins, er 18 metrar að breidd og 9 metrar að hæð, en á vængjum sviðsins er að finna skjái sem eru heldur ekkert slor, eða 12 metrar að breidd og 9 metrar að hæð,“ segir hann og bætir við að hljóðkerfið sé líka mjög tilkomumikið.

Sjá einnig: Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn.

„Hljóðkerfið fyrir tónleikana er af gerðinni JBL Pro frá bandaríska fyrirtækinu Harman en einnig njóta tónleikarnir aðstoðar frá HljóðX. Þetta er öflugasta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi með rúmlega 100 hátölurum og fjórum „delay“-turnum sem tryggja jafnt og þétt hljóð um allan Laugardalsvöll.

Síðan má ekki gleyma öllum eldvörpunum og reyksprengjunum, ásamt ógleymanlegri ljósasýningu. Þetta verður bara geggjað.“

Hér fyrir neðan má sjá tölvugerða teikningu eftir Tómas Pétursson þar sem sjá má stærðarhlutföllin eins og þau munu blasa við tónleikagestum á þriðjudag:

Tónleikarnir fara fram þriðjudagskvöldið 24. júlí og opna hliðin klukkan 16.30. Tyler Bryant & the Shakedowns hefja upphitun um kl. 18 áður en íslenska stórsveitin Brain Police tryllir lýðinn. Guns N’ Roses stíga á svið um klukkan 20 og má búast við mikilli keyrslu í rúmar þrjár klukkustundir.

Sjá einnig: Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana.

Enn eru eftir örfáir miðar á tónleikana, en þá er hægt að kaupa á vefsíðu tónleikahaldara, show.is.

Svona líta fangelsi út víðs vegar um heiminn

|||||||||||||||||||
|||||||||||||||||||

Talið er að rúmar tíu milljónir manna sitji fyrir aftan lás og slá í fangelsum um allan heim. Fangelsin eru auðvitað jafn misjöfn og þau eru mörg, en vefsíðan Bored Panda hefur tekið saman svipmyndir af fangelsum víðs vegar um heiminn.

Hér fyrir neðan er hægt að fræðast um nokkur þeirra, en grein Bored Panda í heild sinni má lesa hér.

Kvennafangelsið El Buen Pastor, Bógóta, Kólumbía

Klefar El Buen Pastor voru hannaðir til að rýma tvo fanga hverju sinni en hýsa nú tíu til tuttugu konur að staðaldri. Mikil spilling og ofbeldi er innan veggja fangelsisins en forsvarsmenn þess reyna árlega að gera staðinn mannúðlegri með því að halda fegurðarsamkeppni og skrúðgöngu.

Bois D’arcy-fangelsið, Yvelines, Frakklandi

Í þessu fangelsi eru glæpamenn sem þurfa að afplána allt að eins árs fangelsisvist.

Rikers Island-fangelsið, New York, Bandaríkin

Þetta fangelsið var kosið eitt af þeim tíu verstu í Bandaríkjunum af tímaritinu Mother Jones. Forsvarsmenn fangelsisins hafa oft verið gagnrýndir fyrir meðferð á föngum og blossaði upp mikil reiði árið 2015 þegar táningurinn Kalief Browder svifti sig lífi. Kalief hafði eytt þremur árum í fangelsinu að bíða eftir réttarhöldum vegna þess að hann var ákærður fyrir að stela bakpoka. Á þessu ári er tala fanga innan veggja Rikers Island undir níu þúsund í fyrsta sinn í 25 ár og það stendur til að loka fangelsinu í nánustu framtíð.

Evin-fangelsið, Tehran, Íran

Evin-fangelsið er þekkt fyrir að vera pyntingarmiðstöð þar sem fjölmargir fangar hafa látið lífið, þó írönsk stjórnvöld hafa aldrei viljað viðurkenna það. Alltof margir fangar eru í fangelsinu, hreinlæti er ábótavant og engin loftkæling er til staðar, en á sumrin getur hitinn farið upp í 45°C. Maturinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir og fá fangar hann af skornum skammti. Til að bæta gráu ofan á svart mega fangar ekki hafa neitt samband við umheiminn og eru fjölskylduheimsóknir og símtöl bönnuð.

Maula-fangelsið, Lilongwe, Malaví

Tæplega tvö hundruð manns var troðið inn í klefa fyrir sexíu manneskjur árið 2015 sem lýsir best ástandinu í fangelsinu. Eitt salerni er fyrir hverja 120 fanga og einn vatnskrani fyrir hverja 900 fanga. Þá fá fangar aðeins að borða einu sinni á dag. Hins vegar er lagt mikil áhersla á íþróttir og er karlmönnum heimilt að spila knattspyrnu en kvenmönnum körfubolta.

Champ-Dollon-fangelsið, Genf, Sviss

Þetta fangelsi var opnað árið 1977 og þjónar þeim tilgangi að hýsa fanga á meðan þeir bíða örlaga sinna. Fjöldi fanga fer sívaxandi sem hefur í för með sér ýmis vandamál. Árið 2010 voru fangar af 115 mismunandi þjóðernum í fangelsinu og aðeins 7,2 prósent fanganna voru Svisslendingar.

Borgaralega fangelsið á Haítí, Archaie, Haítí

Fangelsið er í strandarbæ en þekkt fyrir mannmergðina. 174 fangar sluppu úr fangelsinu árið 2016 eftir uppþot þar sem einn fangavörður lést og margir slösuðust.

Landsberg-fangelsið, Landsberg Am Lech, Þýskaland

Þetta er fangelsið þar sem Adolf Hitler skrifaði Mein Kampf og þar sem 278 nasistar voru teknir af lífi fyrir stríðsglæpi. Í dag eru aðstæður mun betri í fangelsinu og er menntun í hávegum höfð. Þannig býður fangelsið upp á 36 námsáfanga, svo sem í bakstri, list, smíði og múri.

Quezon City-fangelsið, Quezon City, Filippseyjar

Þetta fangelsi er staðsett í Manila, höfuðborg Filippseyja, og daglega er háð barátta um pláss, vatn og mat. Um 160 til 200 föngum er troðið inn í klefa sem hannaðir eru fyrir tuttugu fanga. Að auki skiptast mennirnir á að sofa á hörðu steypugólfi undir berum himni, í tröppum, undir rúmum og í hengirúmum sem búin eru til úr gömlum teppum.

Las Colinas-fangelsið, Santee, Kalifornía, Bandaríkin

Þetta er fyrsta fangelsi sinnar tegundar í Bandaríkjunum þar sem umhverfis- og atferlissálfræði er notuð til að bæta hegðun fanga og starfsmanna.

Aranjuez-fangelsið, Aranjuez, Spánn

Í Aranjuez-fangelsinu fá foreldrar og börn að dvelja með fjölskyldumeðliminum sem er á bak við lás og slá. Allt umhverfið er hannað til að börn uppgötvi ekki að foreldri þeirra sé fangi.

Bastøy-fangelsið, Horten, Noregur

Fangelsið er stærsta fangelsið í Noregi með litla öryggisgæslu. Fangelsinu er skipt í áttatíu byggingar, strandarsvæði, fótboltavöll og skóg svo fátt eitt sé nefnt. Þá er einnig verslun, bókabúð, kirkja, skóli og viti á svæðinu. Sumir fanganna eru nauðgarar og morðingjar og hefur fangelsið verið gagnrýnt fyrir að vera of kósí. Þrátt fyrir frábærar aðstæður brjóta fangar sem losna úr fangelsinu síður af sér en fangar úr öðrum fangelsum í Evrópu.

Luzira-fangelsið, Kampala, Úganda

Hér fá fangar mikla ábyrgð og þurfa að rækta sinn eiginn mat og matreiða fyrir hina fangana. Hvatt er til þess að fangar mennti sig og er lítið um árekstra á milli fanga.

Kvennafangelsið í San Diego, Cartagena, Kólumbía

Fangarnir fá smjörþef af frelsinu á hverju kvöldi þegar konurnar breytast í kokka, gengilbeinur og uppvaskara á veitingastaðnum Interno sem opinn er í fangelsinu. Konur í fangelsinu eru á bak við lás og slá fyrir glæpi á borð við þjófnað, eiturlyfjasmygl og fjárkúgun.

Norgerhaven-fangelsið, Veenhuizen, Holland

Fangar fá rúm, húsgögn, ísskáp og sjónvarp í klefunum sínum, sem og einkabaðherbergi. Glæpatíðni í Hollandi er svo lág að ekki tókst að fylla fangelsið fyrir nokkrum árum. Því gerðu Hollendingar samning við Noreg um að vista fanga í Norgerhaven-fangelsinu árið 2015 og sá samningur stendur enn.

Black Dolphin-fangelsið, Sol-Iletsk, Rússland

Þetta fangelsi er heimsfrægt og búa fangar í raun í klefa innan klefa og eru undir eftirliti allan sólarhringinn. Hér búa margir af alræmdustu glæpamönnum Rússlands, þar á meðal raðmorðingjar, mannætur og hryðjuverkamenn. National Geographic gerði heimildarmynd um fangelsið fyrir nokkru síðan. Í henni sagði fangavörður að eina leiðin til að sleppa úr fangelsinu væri að deyja. Ef reiknuð eru saman öll morð sem fangarnir hafa framið hafa þeir drepið um 3500 manns. Það er að meðaltali fimm morð per fanga.

Onomichi-fangelsið, Onomichi, Japan

Þetta er fangelsi fyrir eldri borgara, en aldraði fangar verða sífellt fleiri í Japan.

HMP Addiewell-fangelsið, Lothian, Skotland

Mikil áhersla er lögð á það í þessu fangelsi að fangar læri af brotum sínum og hvað varð til þess að þeir enduðu í fangelsi. Þetta gera fangarnir í gegnum ýmislegt, svo sem menntun og vinnu. Þá er mikil áhersla lögð á að fangar haldi góðum tengslum við fjölskyldu sína og styrki þau bönd innan veggja fangelsisins.

Penal De Ciudad Barrios-fangelsið, Ciudad Barrios, San Miguel, El Salvador

Fangaklefarnir eru agnarsmáir en hýsa vanalega meira en þrjátíu fanga. Klefarnir voru upphaflega hannaðir fyrir fólk í gæsluvarðhaldi í þrjá sólarhringa en margir fangar eyða meira en ári í þeim. Fangar eyða dögunum í að rífa fötin sín í tætlur til að búa til hengirúm. Þeir sofa síðan með því að stafla sér hver ofan á annan.

Búin að léttast um 15 kíló þremur mánuðum eftir fæðingu frumburðarins

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina True, þann 12. apríl síðastliðinn. Khloé skrifar færslu á sínu eigin smáforriti þar sem hún segist hafa misst fimmtán kíló síðan True fæddist. Segir hún að blanda af brjóstagjöf og líkamsrækt orsaki þessa velgengni.

„Ég setti enga pressu á mig að losa mig við barnakílóin eftir að ég eignaðist True,” skrifar Khloé og heldur áfram.

Mommy’s Little Love

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

„Mig langaði bara að fara aftur í rútínuna mína frá því áður en ég varð ólétt, sem var að æfa fimm til sex sinnum í viku.”

Khloé segir það hafa komið sér á óvart að fimmtán kíló séu fokin á þessum þremur mánuðum síðan einkadóttirin fæddist.

„Ég er í áfalli að ég hafi misst svo mikla þyngd á svo skömmum tíma. Ég þakka blöndu af brjóstagjöf og að æfa mikið á meðan ég var ólétt og eftir að ég fæddi.”

Moms Home!! Yeezy Season 7

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Khloé þaggaði nýverið í sögusögnum um að hún væri á einhverju brjáluðu mataræði til að léttast. Hún segir í fyrrnefndri færslu að hún beri sig aldrei saman við aðrar konur þegar hún vill ná árangri.

„Ég ber mig aldrei saman við aðrar konur því hver kona fer sína eigin leið. Forgangsröðunin í daglega lífinu er líka mismunandi eftir fólki. Eitt sem ég set í forgang er að eiga einn klukkutíma á dag þar sem ég get verið sjálfselsk og á mínum stað,” skrifar hún og bætir við:

„Hreyfing er eitthvað sem ég hef alltaf notað til að halda geðheilsunni og losa um streitu. Og nú þegar ég á barn langar mig enn að eiga þennan tíma, þetta rými og eitthvað sem ég geri fyrir mig sjálfa.”

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on

Guns N’ Roses rýfur milljarða múrinn

Rokksveitin Guns N’ Roses er búin að slá YouTube-met, en mynband við lagið November Rain rauf nýverið milljarða múrinn á myndbandaveitunni. Myndbandið, sem er níu mínútna langt, var frumsýnt árið 1992 en lagið er á plötunni Use Your Illusion I sem kom út árið áður.

Búið er að horfa á myndbandið 1,001,133,745 sinnum þegar þetta er skrifað en samkvæmt Forbes er þetta fyrsta myndbandið frá tíunda áratugi síðustu aldar til að ná fleiri en milljarð áhorfa. Þá segir Forbes að horft hafi verið á myndbandið að meðaltali 560 þúsund sinnum á dag árið 2017.

83% þeirra sem horfa á myndbandið á YouTube koma frá löndum utan Bandaríkjanna, flestir frá Brasilíu, Mexíkó og Argentínu.

Næstvinsælasta myndbandið með Guns N’ Roses á YouTube er Sweet Child O’ Mine, en horft hefur verið á það tæplega sjö hundruð milljón sinnum. Í þriðja sæti er myndbandið við Paradise City sem horft hefur verið á tæplega fjögur hundruð milljón sinnum.

Guns N’ Roses er á tónleikaferðalagi um þessar mundir, eins og margir Íslendingar vita, enda trylla þeir tónleikagesti á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi.

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Gaf brjóst á tískupöllunum og fólk elskar það

|
|

Nýbakaða móðirin Mara Martin var valin til að ganga tískupallana á tískusýningu á vegum Sports Illustrated í Miami síðasta sunnudagskvöld.

Það má með sanni segja að Mara hafi vakið verðskuldaða athygli, en hún gekk pallana með fimm mánaða gamla dóttur sína í fanginu og gaf henni brjóst um leið.

Stórglæsileg Mara.

Mara var ein af sextán konum sem voru valdar til að ganga í tískusýningunni, en Sports Illustrated tók við rafrænum umsóknum frá áhugasömum konum vegna sýningarinnar. Einhverjar konur voru boðaðar í áheyrnarprufu og svo fór að Mara var ein af þeim heppnum, en hún deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Áhorfendur á sýningunni, sem og netverjar sem hafa horft á frammistöðu Möru á tískupöllunum, eru hæstánægðir með það að Mara hafi gefið barni sínu brjóst á viðburðinum, enda mikið tabú sem fylgir brjóstagjöf á almannafæri í Bandaríkjunum.

Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason eiga geggjað flott parhús í Garðabæ

Akrahverfið í Garðbæ er nýlegt hverfi og þar eru enn þá ný hús að rísa. För okkar er heitið í veglegt parhús við Byggakur þar sem Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður, búa ásamt þremur sonum sínum en hjónin eiga húsgagnaverslunina Willamia á Garðatorgi.

„Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði húsið sem er 276 fermetra parhús á tveimur hæðum. Upphaflega skipulagið gerði ráð fyrir svefnherbergjum á báðum hæðum en við vildum hafa öll svefnherbergin á efri hæðinni og breyttum því hönnuninni og létum teikna húsið að innan upp eftir okkar óskum. Við vildum til dæmis geta gengið líka beint inn í bílskúrinn því við eigum þrjá stráka, á aldrinum fimm til átján ára, sem eru allir í fótbolta og vildum hafa baðherbergi með sturtu og þvottahús þar inni þannig að þegar þessir tveir eldri koma heim af æfingum geta þeir farið þar inn þar, sett æfingafötin beint í óhreina tauið og farið í sturtu. Fótboltadótið kemur því ekki hér inn,“ segir Harpa ánægð að fá ekki illa lyktandi fótboltaskó og íþróttafatnað inn í hús.

Hafa búið í fjórum löndum

Stefán er handlaginn og Harpa er lærður innanhússhönnuður sem kemur sér vel því fjölskyldan hefur flutt mjög oft og búið í fjórum löndum á fimmtán árum.

„Í hvert skipti sem við flytjum skipti ég um stíl. Þegar við bjuggum í Danmörku var stíllinn mjög skandinavískur og í Belgíu þar sem við bjuggum síðast vorum við með allar innréttingar hvítar, hvíta veggi og rosalega ljóst parket, ég þurfti nánast að vera með sólgleraugu inni því það var svo bjart,“ segir hún og hlær.

„Smekkurinn hjá okkur hefur stöðugt verið að breytast með tímanum og svo er eiginlega til vandræða að eiga húsgagnaverslun því maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt og spennandi sem er freistandi að fara með heim,“ segir hún í léttum tón og bætir við að þau séu mjög ánægð með heimilið eins og það er núna.

„Mér finnst miklu meira kósí að hafa heimilið aðeins dekkra, ekki allt hvítt, það er notalegra. Við viljum heldur ekki vera með of mikið af húsgögnum og dóti, okkur finnst þetta passlegt svona. Mitt áhugasvið liggur svolítið í þessu, mér finnst líka gaman að breyta og að hafa heimilið ekki alltaf eins, núna heillar mig að blanda saman ólíkum efnum eins og flaueli og svo grófari áferð. Ég er eiginlega alltaf að breyta og færa til hluti og heillast alltaf af einhverju nýju,“ segir Harpa Lind brosandi.

Í júlíblaði Húsa og híbýla sem er fáanlegt í verslunum til 26. júlí má sjá fleiri myndir úr þessa fallega parhúsi.

Myndir / Hallur Karlsson

Georg prins stal senunni í skírn litla bróðurs

|||
|||

Vilhjálmur Bretaprins og Kate, hertogynjan af Cambridge, birtu nýverið fjórar myndir úr skírn þriðja barn síns, Louis prins sem kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum síðan.

Louis var skírður þann 9. júlí síðastliðinn og var í handgerðri eftirlíkingu af konunglega skírnarkjólnum frá árinu 1841. Móðir hans, Kate var söm við sig og klæddist hvítum kjól frá Alexander McQueen, en hún var einnig í kjól frá þeim hönnuði við skírn hinna barnanna tveggja, Charlotte og Georgs.

Meðal þeirra sem mættu í skírnina var stolti afinn Karl Bretaprins og eiginkona hans, Camilla, Pippa Middleton, systir Kate, og auðvitað hin nýgiftu Harry Bretaprins og hertogaynjan Meghan.

Myndirnar fjórar úr skírninni eru afar fallegar, en það er óneitanlega Georg prins, fjögurra ára, sem stelur algjörlega senunni með hvern grallarasvipinn á fætur öðrum. Systir hans Charlotte, þriggja ára, stóð hins vegar vörð um athöfnina sjálfa og bannaði blaðaljósmyndurum að koma inn í konunglegu kappelluna í St. James-höll, þar sem litli Louis var skírður. Systkini þurfa nú að standa saman eftir allt saman!

Rúrik gæti grætt milljónir á hverri Instagram-færslu

|
|

Einn af hápunktum nýliðinnar heimsmeistarakeppni er hve hratt vinsældir knattspyrnukappans Rúriks Gíslasonar uxu á meðan á keppninni stóð, og jafnvel eftir að Ísland datt úr leik.

BBC segir Rúrik blöndu af Brad Pitt, Channing Tatum og Chris Hemsworth

Rúrik er nú kominn með 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og á sú tala eflaust eftir að hækka. Er Rúrik sá Íslendingur sem er með flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum, en á eftir honum kemur merkisfólk eins og fjallið Hafþór Júlíus Björnsson, landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, söngkonan Björk Guðmundsdóttir og áhrifavaldurinn Manuela Ósk. Margir hafa haft á orði að Rúrik gæti þénað smá aukapening með því að líta á Instagram sem atvinnuveg utan fótboltans, þar á meðal fyrrnefnd Manuela.

First training in Russia done ✅

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Hver mynd þýðir þúsundir króna

Það er engin algild regla um hve mikið áhrifavaldar fá fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ljóst að þar eru engir smápeningar í spilunum fyrir fólk eins og Rúrik sem kemst yfir milljón fylgjendur.

Samkvæmt tölum sem The Economist tók saman árið 2016 getur áhrifavaldur sem er með 1 til 3 milljónir fylgjenda á Instagram þénað fimmtíu þúsund dollara fyrir hverja færslu, eða rúmar fimm milljónir króna. Þeir sem eru með hálfa til eina milljón fylgjenda geta þénað um eina milljón króna fyrir hverja færslu. Ef áhrifavaldur kemst hins vegar yfir þrjár milljónir fylgjenda getur þessi tala hækkað í rúmar sjö milljónir króna.

Hér má sjá gröf The Economist um hve mikið áhrifavaldar geta grætt á auglýsingum.

Ef Rúrik ákveður að einbeita sér að þessum nýja starfsvettvangi og jafnvel færa sig yfir í aðra samfélagsmiðla getur hann grætt á tá og fingri. Þannig geta áhrifavaldar með 1 til 3 milljónir fylgjenda á Snapchat grætt fimm milljónir króna fyrir hverja færslu, rúmar sex milljónir króna fyrir hverja Facebook-færslu og vel yfir tíu milljónir króna fyrir hvert myndband á YouTube.

Ekki bara fylgjendur sem telja

Þó þessar tölur frá The Economist séu tveggja ára gamlar, gefa þær nokkuð góða mynd af tekjum áhrifavalda almennt séð. The Financial Times tók saman tekjur áhrifavalda fyrr á þessu ári og í þeim kom fram að áhrifavaldar með um hundrað þúsund fylgjendur gætu þénað um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir hverja mynd á Instagram.

Þess ber að geta að það er ekki aðeins fylgjendafjöldi sem fyrirtæki horfa í þegar þau ákveða að ráða til sín áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar og þjónustu. Ýmislegt annað ber að hafa í huga, svo sem svokallað „reach”, eða til hve margra auglýsingin nær, á hvaða samfélagsmiðlum áhrifavaldurinn er virkur og hver hans sérstaða á markaðinum er.

Peach Melba

02. tbl. 2018
|

Pêche Melba er löngu orðinn klassískur eftirréttur og hefur verið á matseðlum veitingahúsa allt frá því að matreiðslumaðurinn frægi Georges Escoffier framreiddi hann fyrst fyrir óperusöngkonuna Nellie Melba undir lok 19. aldar. Melba var áströlsk að uppruna en hafði elt draum sinn um frægð og frama á óperusviðinu til Evrópu.

Pêche Melba
fyrir 4

Ferskjur:
200 g sykur
500 ml vatn
4 þroskaðar ferskjur, skornar í tvennt og kjarninn tekinn úr
1 msk. sítrónusafi

Hitið sykur og vatn í potti yfir meðalháum hita þar til sykurinn hefur leysts upp. Bætið sítrónusafanum saman við og leggið ferskjurnar í pottinn. Eldið við suðumark þar til ferskjurnar eru orðnar mjúkar og hnífur eða prjónn rennur auðveldlega í gegnum aldinkjötið þegar stungið er í þær, u.þ.b. 10 mín. Takið af hitanum og fjarlægið ferskjurnar úr sírópinu. Fjarlægið hýðið með því að tosa það af ferskjunum. Setjið til hliðar.

Hindberjasósa:
125 g fersk eða frosin hindber
100 g flórsykur

Maukið hindberin í matvinnsluvél eða blandara. Hellið maukinu í gegnum síu og þrýstið niður á á fræin til að ná sem mestu af hindberjasafanum. Hendið fræjunum. Sigtið flórsykurinn smám saman við hindberjasafann og hrærið vel í með píski til að leysa sykurinn alveg upp.

1 l vanilluís
6 msk. möndluflögur, ristaðar

Takið fram fjóra diska eða skálar. Setjið 1-2 kúlur af vanilluís í hverja skál. Setjið 2 helminga af ferskjum ofan í skálina og hellið hindberjasósu yfir. Skreytið með ristuðum möndluflögum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Markmiðið að geta gengið fyrir þrítugt

Dagurinn 13. júlí 2015 mun seint líða Tinnu Guðrúnu Barkardóttur úr minni. Hún var 29 ára gömul, í blóma lífsins. Þennan örlagaríka dag breyttist tilvera hennar varanlega þegar hún fékk heilablóðfall sem nærri kostaði hana lífið. Tinna hefur tekist á við erfiðleikana af æðruleysi og dugnaði, en hún gagnrýnir íslenska heilbrigðiskerfið harðlega, og segir óásættanlegt að almennileg þjónusta eftir álíka áföll snúist um peninga.

Það var mánudagsmorgunn og Tinna á leið í vinnu, en hún starfaði sem yfirflokkstjóri í Vinnuskólanum á þessum tíma. Helginni hafði hún varið með vinkonum sínum á Akureyri. Þegar komið var að því að gera sig til fyrir vinnuna fór hún inn á baðherbergi þar sem hún datt skyndilega beint fram fyrir sig og lenti á andlitinu á baðherbergisflísunum. Blóðtappi hafði skotist upp í heila. Seinna kom í ljós að Tinna var með op á milli hjartagátta, óhreinsað blóð komst þar í gegn og fór með slagæð upp í höfuðið.

Tinna missti ekki meðvitund við fallið og lá áfram á gólfinu og reyndi að átta sig á stöðunni. Hún gat sig hvergi hreyft en vissi að hún þyrfti að halda sér vakandi. Seinna sögðu læknar henni að flestir hefðu í þessari stöðu lokað augunum, en hefði hún gert það hefði hún dáið. Hundurinn hennar, Dimma, lá í dyragættinni en eina reglan sem gilti á heimilinu var að hún færi ekki inn á baðherbergi.

Tíminn leið og símarnir hennar, vinnusíminn og hennar eigin, byrjuðu að hringja til skiptis. „Ég man eftir að hafa hugsað „hvaða aumingjar eru þetta sem vinna hjá mér, eru bara allir að hringja sig inn veika í dag.“ Mér datt einhvern veginn ekki í hug að fólk væri að hringja til að athuga með mig,“ segir Tinna þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka morgun. „Ég áttaði mig ekki á hvað hefði gerst, en var viss um að ég væri dáin. Þarna fékk ég gríðarlega langan tíma til að hugsa, og mjög skrítnar hugsanir sóttu á mig. Mig langaði til dæmis að komast í heimabankann minn til að millifæra yfir á foreldra mína svo þau þyrftu ekki að borga jarðarförina. Það sem hélt líka í mig var samningur sem ég hafði gert nokkru áður við góða vinkonu mína. Þá töluðum við um að við þyrftum að ákveða tölu og lit, og þegar önnur okkar dæi færi hin til miðils til að athuga hvort þetta stæðist.“

Í vinnunni var fólk farið að undrast um Tinnu. Það var mjög óvanalegt að hún væri ekki mætt til vinnu og ekkert hefði heyrst frá henni.

Upp úr hádegi hringdi vinkona hennar og samstarfsfélagi í móður hennar og sagðist halda að eitthvað hefði komið fyrir. Eitthvað væri ekki í lagi, hvort hún ætti að fara heim til hennar og athuga með hana eða hvort þau, foreldrar hennar, vildu fara. Ákveðið var að pabbi Tinnu og yngri systir, Fanney, færu til að athuga með hana. Þegar þau komu og börðu að dyrum kom enginn til dyra, en þau heyrðu í Tinnu fyrir innan þar sem hún reyndi af veikum mætti að kalla til þeirra. Eftir að hafa reynt að sparka upp hurðinni án árangurs, hljóp pabbi hennar út og náði á einhvern undraverðan hátt að stökkva upp á svalirnar, en íbúð Tinnu var á annarri hæð. „Það skilur ennþá enginn hvernig hann fór að þessu. Svalirnar eru lokaðar og ekkert til að grípa í. En maður hefur stundum heyrt sögur af ótrúlegum krafti sem kemur yfir foreldra þegar börnin þeirra eru í hættu, eins og þegar konur geti skyndilega lyft bílum til að bjarga barninu sínu undan þeim. Þetta var eitthvað svoleiðis, hann stökk þarna upp og stakk sér svo inn um 30 sentímetra glugga.“

Þegar pabbi hennar var kominn inn í íbúðina og búinn að opna fyrir Fanneyju, fundu þau Tinnu á baðherbergisgólfinu. Þar hafði hún legið í rúmar sex klukkustundir. Hún var blóðug eftir að hafa fallið á andlitið, og þeirra fyrsta hugsun var að hún væri dáin. Tinna man vel eftir þessum andartökum. „Það var mjög sérstök tilfinning að liggja þarna, ég hélt ennþá að ég væri dáin, en vissi af fólkinu mínu þarna og fann það stumra yfir mér og athuga hvort ég andaði. Þau hringdu svo á sjúkrabíl sem kom nokkrum mínútum síðar.“

//

Svona hefst frásögn Tinnu Guðrúnar Barkardóttur af deginum sem breytti lífi hennar fyrirvaralaust. Hún hefur tekist á við veikindi sín af miklu æðruleysi, en er staðráðin í því að ná bata og hefur meðal annars leitað út fyrir landsteinana að lækningu. Hún gagnrýnir íslenska heilbrigðiskerfið harðlega og segir sorglegt að góð þjónusta eftir álíka áföll þurfi að snúast um peninga.
Lestu ítarlegt viðtal við Tinnu í nýjasta tölublaði Vikunnar. 

Texti: Margrét Björk Jónsdóttir
Myndir: Hallur Karlsson
Förðun: Björg Alfreðsdóttir

Milljónir manna hafa horft á þetta myndband: „Þessi sítróna er átrúnaðargoðið mitt“

San Diego-búinn Michael Sakasegawa var að klára morgunskokkið síðasta miðvikudag þegar hann kom auga á nokkuð skondið: sítrónu að velta niður brekku. Sítrónan vakti áhuga Michaels og verandi ljósmyndari þá greip hann upp símann sinn og ákvað að taka myndband af sítrónunni.

Útkoman varð tæplega tveggja mínútna langt myndband af sítrónunni er hún veltur niður brekkuna. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að um fjórar milljónir manna eru búnar að horfa á myndbandið eftir að Michael birti það á Twitter.

Það má segja að þessi sítróna sé orðið eins konar sameiningartákn netverja, en í viðtali við BuzzFeed segir Michael aldrei hafa búist við því að þetta myndband myndi slá svo rækilega í gegn.

Fjölmargir hafa tíst um sítrónuna og skrifar einn tístari að sítrónan hafi veitt honum von.

„Þessi sítróna er kappsamari en ég. Þessi sítróna var að fara eitthvað. Þessi sítróna ætlaði ekki að leyfa neinum að eyðileggja það. Þessi sítróna ætlaði ekki að stoppa fyrir neinu né neinum. Þessi sítróna er átrúnaðargoðið mitt og fyrirmyndin mín. Ég elska þessa sítrónu.“

Aðrir slá á létta strengi og skilja ekki af hverju myndbandið varð svo vinsælt.

2008: Upptekin af því að finna jafnvægi á milli fjölskyldulífs og vinnu.

2018: Upptekin af því að horfa á myndband af sítrónu rúlla niður götuna,“ tístir einn tístari.

Því má bæta við að Michael tók sítrónuna heim með sér og hefur fengið fjölmargar uppástungur frá netverjum um hvað hann eigi að gera við hana.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, og já, það er furðulega dáleiðandi:

Guns N’ Roses vilja fleiri Íslendinga á tónleikana

Tvö þúsund miðum hefur verið bætt við á tónleika hljómsveitarinnar Guns N’ Roses sem fram fara á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi. Enn fremur hafa samningar náðst við íslensku rokksveitina Brain Police að hita upp fyrir goðsagnirnar í Guns N’ Roses, samkvæmt tilkynningu frá tónleikahöldurum.

Það seldist upp á tónleikana fyrir stuttu og nú geta rokkþyrstir landsmenn, sem ekki náðu í miða, tekið gleði sína á ný, en miðana sem bætt var við er hægt að kaupa á vefsíðunni show.is.

Tónleikar Guns N’ Roses verða eflaust stærstu rokktónleikar í Íslandssögunni, en búast má við að Guns N’ Roses-liðar spili í allt að þrjár klukkustundir, líkt og þeir hafa gert á fyrri tónleikum í tónleikaferðalaginu Not In This Lifetime…

Hljómsveitin kemur með 45 gáma af græjum til landsins en heildarmagn þeirra telur alls um 1300 tonn. Þar af er stærsta svið Íslandssögunnar sem verður 65 metra breitt, þrír risaskjáir, svo ekki sé minnst á stærsta hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þá eru ótaldar alls kyns eldsýningar, sprengjur og reykvélar.

Linsubaunasúpa með brúnuðu smjöri, chili og kóríander

01. tbl. 2017
|

Linsubaunir hafa ávallt verið ódýr matur og héldu lífi í bændum og fátækari stéttum fólks í Evrópu. Þær eru einstaklega næringargóðar, orkuríkar og góð uppspretta trefja, fólats og járns. Ólíkt þurrkuðum baunum þarf ekki að láta linsubaunirnar liggja í bleyti. Gott er samt að skola þær fyrst og róta í gegnum þær ef það skyldu leynast smásteinar í pokanum.

Dahl (einnig skrifað dal) er orðið sem notað er á Indlandi yfir linsubaunir, það er einnig notað yfir súpur sem innihalda linsubaunir og eru mjög vinsælar þar í landi. Þessi uppskrift er sérstaklega hentug á köldum og vætusömum dögum enda hlýjar þykk súpan manni inn að beini með austurlenskum kryddum og chili.

Dahl með brúnuðu smjöri, chili og kóríander
fyrir 3-4

400 g rauðar linsubaunir
1 tsk. túrmerik
½ tsk. chili-flögur
5 kardimommubelgir, marðir
1 tsk. salt
50 g smjör
2 tsk. kumminfræ
1 tsk. sinnepsfræ
2-3 skalotlaukar, skornir í þunnar sneiðar
½ rautt chili-aldin, skorið í sneiðar
hnefafylli ferskur kóríander

Sjóðið linsubaunir ásamt túrmeriki, chili-flögum, kardimommum og salti í meðalstórum potti í 20-30 mín. eða þar til linsubaunirnar eru orðnar mjúkar og blandan er orðin þykk. Fjarlægið þá kardimommubelgina og bragðbætið með salti.
Hitið smjörið á pönnu og látið krauma þar til smjörið fer að brúnast og gefur frá sér hnetukenndan ilm. Setjið fræin á pönnuna og eldið í 30 mín. eða þar til þau fara að springa. Steikið skalotlaukinn upp úr kryddsmjörinu þar til hann fer að karamelliserast, u.þ.b. 10 mínútur. Hrærið chili-aldinu saman við og í eldið í stuttan tíma, u.þ.b. hálfa mín. Hellið kryddsmjörinu yfir linsubaunakássuna og berið fram með ferskum kóríander og basmati hrísgrjónum.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Opnar sig um baráttu sonarins við krabbamein: „Ég hef farið í gegnum helvíti“

|
|

Söngvarinn Michael Bublé opnar sig um baráttu fjögurra ára sonar síns, Noah, við lifrakrabbamein í viðtali við ástralska dagblaðið Herald Sun, en Noah greindist með krabbamein í lok árs 2016.

Michael og eiginkona hans, leikkonan Luisana Lopilato, hættu að vinna þegar Noah greindist. Í viðtali við Herald Sun segir söngvarinn að hann hafi nánast afskrifað það að snúa aftur í tónlistarbransann þegar sonur hans barðist fyrir lífi sínu. Þá kallar hann son sinn ofurhetju.

„Ég tala ekki um alla söguna, ekki einu sinni við vini mína, því það er of sárt. Þetta er strákurinn minn. Hann er ofurhetja og hann þarf ekki að endurlifa þetta aftur og aftur. En ég hef farið í gegnum helvíti. Og veistu hvað, mér finnst helvíti bara nokkuð góður sumarleyfisstaður miðað við hvað við höfum gengið í gegnum,“ segir söngvarinn, sem var einn sá vinsælasti í heiminum um árabil.

Hér eru hjónin með synina Noah og Elias.

„Ég hélt í alvörunni að ég myndi aldrei snúa aftur í tónlistarbransann,“ segir hann í viðtalinu og bætir við að fjölskyldan hafi verið í algjörum forgangi.

„Fjölskylda er það sem skiptir máli. Heilsa barnanna minna er númer eitt. Sambandið við fjölskylduna mína, eiginkonu mína, trúna mína – allt þetta er að sjálfsögðu númer eitt.“

Eiga von á barni

Michael segir að hann hafi gengið í gegnum mikla sjálfsskoðun í gegnum veikindi sonarins. Hann rifjar upp eitt atvik við sjúkrabeð sonar síns þar sem hann hugsaði af hverju í ósköpunum hann hefði einhvern tímann haft áhyggjur af plötusölu eða hvað fólk væri að segja um hann.

„Allt í einu varð þetta svo skýrt. Þessi skýrleiki gaf mér færi á að finna ást mína fyrir tónlist aftur. Ég ætla að snúa aftur í það sem ég var skapaður til að gera. Ég ætla að snúa aftur í heim sem þarfnast ástar og rómantíkur og hláturs meira en hann hefur þarfnast þess í langan tíma.“

https://www.youtube.com/watch?v=SPUJIbXN0WY

Michael og Luisana eiga einnig soninn Elias, tveggja ára, og eiga von á sínu þriðja barni innan skamms. Söngvarinn segir að Noah líði vel, en foreldrarnir þurfi að fylgjast grannt með líðan hans næstu mánuði og árin.

„Þetta er krabbamein þannig að við þurfum að fylgjast grannt með en ég myndi ekki snúa aftur í tónlist ef það væri ekki í lagi með hann.“

Hundurinn vék ekki frá móðurinni í fallegri heimafæðingu

||||||||||||
||||||||||||

Ljósmyndarinn Kristin Waner skrifar fallegan pistil á vefsíðunni Bored Panda þar sem hún lýsir sinni reynslu af því að mynda tvær af þremur fæðingum konu að nafni Brooke.

Hér má sjá Ryder passa móðurina á heimilinu þegar hún átti Boyd.

Þegar sonur Brooke, Boyd, fæddist átti fjölskyldan corgi-hund að nafni Ryder. Hann passaði upp á móðurina þegar hún var með hríðar og fylgdist einnig vel með heimafæðingunni. Ryder gat ekki verið viðstaddur þegar Brooke átti dótturina Berkeley heima fyrir, en þá kom bróðir hans, Ranger, í hans stað.

Ryder fylgdist grant með í hríðunum.

Kristin birtir myndir af þeim bræðrum og hvernig þeir veittu móðurinni andlegan stuðning í fæðingunum tveimur. Með myndunum fangar Kristin það fallega samband sem myndast á milli hunda og manna og segir að það hafi komið sér á óvart hve sterkt það væri þegar hún skoðaði myndirnar eftir fæðingu Berkeley. Þá segir hún að móðirin Brooke hafi ekki haft hugmynd um að hundinum hafi verið svo annt um hana og velferð hennar og barnsins.

Ranger kom í stað Ryder þegar að Berkeley kom í heiminn.

„Þegar ég kom heim og skoðaði myndirnar var ég á bleiku skýi að skoða allar þessar fallegu stundir úr fæðingunni. Mig langaði að hlæja og gráta á meðan ég skoðaði þær. Þær voru svo fullkomnar. Þegar ég sendi prufumyndir til Brooke hafði hún ekki hugmynd um að hundurinn hafði ekki vikið frá henni,“ skrifar Kristin og bætir við:

„Það var yndislegt að fanga þessar stundir fyrir hana. Nú getur hún horft til baka og séð hluti sem hún hefði annars ekki tekið eftir.“

Hér fyrir neðan eru nokkrar æðislegar myndir af fæðingu Berkeley, en fleiri myndir fylgja með fyrrnefndum pistli á Bored Panda.

Myndir / Kristin Waner

Kisi truflar sjónvarpsviðtal og það er sprenghlægilegt

Pólski fræðimaðurinn Dr. Jerzy Targalski mætti nýverið í viðtal í hollenskum þætti á sjónvarpsstöðinni NTR þar sem hann talaði um krísuna innan pólska dómskerfisins.

Tilefni viðtalsins voru lagabreytingar pólsku ríkisstjórnarinnar sem fólu í sér lækkun á eftirlaunaaldri dómara úr 70 árum niður í 65 ár. Leiddi þetta til þess að 27 af 72 hæstaréttardómurum Póllands voru neyddir til að segja af sér, en litið er á þessar lagabreytingar sem lið í herferð stjórnarflokksins PiS gegn sjálfstæði pólska dómskerfisins.

Þetta viðtal væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kisa Dr. Jerzy, hin skemmtilega Lisio, ákvað að stela algjörlega sviðsljósinu af fræðimanninum.

Lisio gerði sér lítið fyrir og hoppaði upp á eiganda sinn, sem náði einhvern veginn að halda sér pollrólegum í viðtalinu og halda áfram að tala um þá háalvarlegu stöðu sem upp er komin í Póllandi.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en það er í einu orði sagt sprenghlægilegt:

Raddir