Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Volvo XC40 og XC60 bílar ársins

|
|

Allt virðist ganga upp hjá frændum okkar Svíum þessi misserin. Karlalandsliðið fer á HM í Rússlandi, IKEA-geitin brann ekki og Volvo hreppir titilinn bíll ársins.

åkan Samuelsson, valinn maður ársins í bílaiðnaðinum á sýningunni í Genf (World Car Person of the Year 2018), en það er ekki síst talið honum og áherslubreytingum hans að þakka að Volvo selst nú eins og Malm-kommóður í IKEA.

Volvo kemur einkar vel undan vetri en fyrirtækið bætti afkomu sína töluvert árið 2017. Þetta er í raun fjórða árið í röð sem fyrirtækið fer fram úr væntingum, en Volvo seldi nær fjórðungi fleiri bíla á síðasta ári en 2016. Munar þar mest um nær helmingsaukningu í Kína. 571.577 voru bílarnir í heildina, svona fyrir þá sem vilja nákvæma tölu. Þessi söluaukning skilaði sér í 27,7% aukningu á rekstrarhagnaði.

Það eru ekki bara peningar sem streyma til Volvo heldur líka verðlaunin. Þannig var XC40 á dögunum valinn bíll ársins af tímaritinu WhatCar? sem og bíll ársins bæði í Bretlandi og Evrópu.

En stóri sigurinn kom í vikunni þegar stóri bróðir, XC60, var valinn bíll ársins 2018 af samtökum bílablaðamanna.

Þetta er í fyrsta sinn sem Volvo vinnur þennan eftirsótta titil. Bar Volvo sigurorð af Range Rover Velar og Mazda CX-5, sem einnig þóttu skara fram úr.

Í ofanílag var forstjóri Volvo, Håkan Samuelsson, valinn maður ársins í bílaiðnaðinum á sýningunni í Genf (World Car Person of the Year 2018), en það er ekki síst talið honum og áherslubreytingum hans að þakka að Volvo selst nú eins og Malm-kommóður í IKEA.

Næstu skref Volvo eru að færa sig enn frekar yfir í rafmagnsbílana, eins og virðist vera tilhneiging flestra bílaframleiðanda. Viljinn er sýndur í verki í framleiðslu á Polestar 1, einkar kraftmiklum tvinnbíl sem kemur á markað á næsta ári.

Fyrir áhugasama er von á XC40 hingað til lands á svipuðum tíma og páskahretið skellur á okkur. Fyrir þá allra áfjáðustu er víst til eitt eintak á landinu til reynsluaksturs hjá umboðinu.

 

Öflugar og flottar kvenfyrirmyndir hjá Mjölni

Íþróttafélagið Mjölnir býður upp á gríðarlega öflugt og fjölbreytt íþróttastarf.

Helstu markmið Mjölnis er að efla og styðja við bardagaíþróttir á Íslandi og margt fleira. Öflugt bardagaíþróttastarf þar sem boðið er upp á brasilískt jiu-jitsu, Kickbox, Box og MMA. Einnig er boðið upp á víkingaþrek sem er alhliða líkamsrækt, styrktar- og þrekþjálfun, jóga og styrktartíma sem heita Goðaafl. Framúrskarandi hópur starfar hjá Mjölni og er stolt Mjölnis. Þar eru verðugar fyrirmyndir sem tekið er eftir sem eru að vinna frábært starf og laða iðkendur að.

Ingunn Unnsteinsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Mjölnis. ,,Ég stundaði aldrei keppnisíþróttir þegar ég var yngri og byrjaði ekki að hreyfa mig neitt fyrr en ég var orðin 25 ára. Ég hef aldrei stundað líkamsræktarstöðvar og taldi mig ekki vera íþróttamanneskju. Það breyttist allt þegar ég byrjaði í Mjölni og í dag mæti ég á æfingu eins oft í viku og ég get. Það er ekkert betra en að mæta á æfingu, finna jákvæðnina og hvatninguna í æfingafélögunum taka aðeins á því.“

„Ég ofboðslega hamingjusöm að fá að vera í þessu og þetta er vinnan mín, að keppa og kenna öðrum. Það gefur mér mikið að fá að kenna og þjálfa aðra.“

Sunna Rannveig Davíðsdóttir atvinnubardagakona og kickbox-þjálfari. Hún er okkar allra öflugasta bardagakona, sú öflugasta á landinu. Sunna fer ekki inn í hringinn án þess að fara með sigur af hólmi. Auk þess að vera grjóthörð bardagakona er Sunna öflugasta fyrirmynd kvenna í bardagaíþróttinni í dag. „Ég elska að vera í búrinu og mér líður miklu betur þar en heima hjá mér. Búrið er minn staður, þar er ég örugg og þar klára ég þau verkefni sem ég ætla að taka mér fyrir hendur. Þar get einbeitt mér og ekkert truflar mig.“ „Helstu markmið mín er að hafa gaman af þessu, gera það sem ég elska og vera þakklát. Ég ofboðslega hamingjusöm að fá að vera í þessu og þetta er vinnan mín, að keppa og kenna öðrum. Það gefur mér mikið að fá að kenna og þjálfa aðra.“
„Gunnar Nelson hefur alltaf verið fyrirmynd mín og verður það alltaf.“

Áslaug María Þórsdóttir, unglingaþjálfari og framtíðastjarna. Áslaug María  hefur unnið þrjú ár röð í opnum flokki kvenna á Mjölnir Open unglinga. Hún setur markmiðið hátt og setur stefnuna á að komast á MMA í framtíðinni. „Markmið mitt er að verða best í heimi og fara alla leið, það er ekkert flóknara en það.“
„Ég hef þroskast líkamlega og ekki síður andlega við það að æfa hjá Mjölni. Mjölnir er orðinn mjög stór hluti af lífi mínu og stórum hluta af deginum er eytt þar.“

Inga Birna Ársælsdóttir, styrktarþjálfari og glímukona. Inga Birna er ein af þjálfurum Goðaaflsins og barnastarfsins í BJJ. Goðaafl er námskeiðið sem er tilvalið fyrir þá sem eru að koma sér af stað eftir meiðsli eða hafa lítið æft undanfarin ár.  Inga Birna er grjóthörð, er ein af bestu glímukonum landsins og er glímukona ársins 2017. Hún hefur æft hjá Mjölni frá árinu 2011 og og hampar fjórum strípum í bláu belti í BJJ.
„Mjölnir er í raun mitt annað heimili. Ég er þakklát fyrir hvað ég hef eignast marga nána vini þar og meira segja sambýlismann. Eins hef ég bæði breyst og þroskast mikið á þessum tíma, bæði sem íþróttakona og einstaklingur.“
„Helstu markmið mín eru að halda áfram að ýta mér út úr þægindarammanum, vera dugleg að keppa og verða aðeins betri íþróttakona með hverjum deginum.“
„Helstu markmið mín sem þjálfara er að vera til staðar og drífa fólk áfram við það að ná þeim markmiðum sem það setur sér, hvort sem markmiðin snúa að almennu heilbrigði eða því að verða betri íþróttamaður/kona.“

„Hér er afar gott andrúmsloft, heimilislegt og nándin er svo mikil.“

Steinunn Þórðardóttir er bæði með jógatíma fyrir alla og sér námskeið fyrir verðandi mæður sem nefnist Freyjuafl. „Jógaþjálfunin er í raun tvíþætt, í byrjun bjuggum við til æfingarnar með bardagalistina í huga og unnum með hana, íhugleiðslu, öndunina og liðleika og hefur sú þjálfun verið í þróun. Við erum líka með Slökunar- og Vinyasa-jóga.“
„Markmiðin mín með jógaþjálfuninni er að ná til sem flestra og mæta þörfum allra, líka þeirra sem telja að þeir séu of stirðir og halda að þeir geti ekki stundað jóga.“
„Mjölnir er orðinn partur af lífi mínu og fólkið sem hér starfar er fjölskyldan mín. Starf mitt hjá Mjölni hefur gert mig að meiri manneskju. Hér er afar gott andrúmsloft, heimilislegt og nándin er svo mikil. Hér líður mér best.“

Mjölnir er til húsa í Öskjuhlíðinni, að Flugvallarvegi 3-3a í Reykjavík.

Aðstaðan hjá Mjölni er hin glæsilegasta og er húsnæðið búið sex glæsilegum æfingasölum með lyftinga- og teygjuaðstöðu og félagsaðstöðu.

Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Myndband / Óskar Sveinsson
Mjölnir í samstarfi við Mannlíf

 

Kúrbítur er góður í súpur

|
|

Þessi súpa kemur verulega á óvart því kúrbítur er frekar bragðlítið hráefni. En með því að blanda basilíku, hvítlauk og smávegis af pipar saman við hann er orðin til ljúffengur málsverður. Kúrbítssneiðarnar gefa súpunni aukna fyllingu.

Kúrbítssúpa með basilíku og steiktum kúrbítssneiðum  
fyrir 4

500 g kúrbítur
1 græn paprika
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
2 msk. olía til steikingar
400 g grænmetissoð
1 ½ grænmetisteningur
¼ tsk. cayenne-pipar
sjávarsalt
150 ml rjómi
2-3 msk. balsamedik
hnefafylli fersk basilíka, söxuð

Skerið kúrbít, papriku, lauk og hvítlauk í grófa bita. Hitið olíu í potti og steikið grænmetið í nokkrar mínútur. Búið til soð úr heitu vatni og grænmetiskrafti og hellið yfir grænmetið. Kryddið með cayenne- pipar og saltið með sjávarsalti.

Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Bætið þá rjómanum, balsamedikinu og hluta af basilíkunni saman við. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bragðbætið með sjávarsalti og balsamediki.

Kúrbítssneiðar (meðlæti með súpunni)

u.þ.b. 200 g kúrbítur
sjávarsalt
pipar
olía til steikingar

Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, bragðbætið með salti og pipar og steikið á báðum hliðum þar til sneiðarnar eru gullinbrúnar.

Fallegt er að setja sneiðarnar ofan á súpuna og strá saxaðri basilíku yfir áður en hún er borin fram. Eins er fallegt að dreypa ólífuolíu yfir eins og gert er á mynd.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Óli Magg

Öll fæðingarplön fuku út um gluggann

Leikkonan Jessica Biel og tónlistarmaðurinn Justin Timberlake opna sig um fæðingu sonarins Silas, sem kom í heiminn í apríl árið 2015, í nýrri bók, Nanny to the Stars eftir Connie Simpson.

Í bókinni segja Jessica og Justin hafa reynt allt sem þau gátu til að eiga náttúrulega fæðingu en að öll plön hafi fokið út um gluggann þegar taka þurfti soninn úr móðurkviði með keisaraskurði.

„Fæðingarplanið okkar var alls ekki eðlilegt. Við vorum með tvær ljósmæður, eina dúlu, fórum í fæðingarhugleiðingartíma, lásum fullt af hippabókum um börn og áttum yndislegt heimili í Hollywood-hæðum sem við breyttum í fæðingaræfingarstöð sem við kölluðum Átthyrninginn. Þannig að, ekki beint eðlilegt,” stendur í bókinni.

Jessica viðurkennir að kröfur hennar um heilbrigðan og hreinan lífsstíl eftir að heim var komið með barnið hafi gert þau hjónin svolítið brjáluð.

„Þegar öll plönin okkar fuku út um gluggann og rólega og náttúrulega fæðingin sem við höfðum séð fyrir okkur endaði með ferð á spítalann og bráðakeisara, komum við heim dauðþreytt, vonsvikin og í algjöru áfalli. Ég var með allt lífrænt, eiturefnalaust, náttúrulega og hómópatískt á heilanum fyrir barnið okkar, sem kom í heiminn á skurðstofu. Og ég var einræðisherra og gerði mig og eiginmann minn brjáluð!” er haft eftir Jessicu í bókinni.

Goin’ on tour. #MOTWTOUR

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on

Jessica og Justin gengu í það heilaga í október árið 2012 og eignuðust frumburðinn Silas eins og áður segir í apríl þremur árum síðar. Þríeykið er nú á ferðalagi vegna tónleikaferðalags Justins, Man of the Woods.

Harðorð í garð fyrrverandi eiginmannsins

||
||

Big Bang Theory-leikkonan Kaley Cuoco opnar sig uppá gátt í nýjasta hefti tímaritsins Cosmopolitan. Talar hún meðal annars um hjónaband sitt og tennisstjörnunnar Ryan Sweeting, en þau skildu árið 2015 eftir tæplega tveggja ára hjónaband.

Forsíðustúlkan.

„Ég hélt í alvörunni að ég myndi aldrei gifta mig aftur. Minn fyrrverandi eyðilagði það orð fyrir mér. Ég giftist í fyrsta sinn manni sem breyttist algjörlega. Manneskjan sem ég endaði með var ekki manneskjan sem ég kynntist upphaflega. Og það var ekki mér að kenna – það var honum að kenna,” segir Kaley.

Kaley kynntist unnusta sínum, knapanum Karl Cook, sex mánuðum eftir að hún tilkynnti um skilnaðinn við Ryan.

Sumarleg.

„Ég vissi hvað ég þyrfti að gefa mikið af mér og hvað mig langaði í til baka. Ég vissi að ég þyrfti að vera þolinmóð og að ég þyrfti að ganga í gegnum ýmislegt, en það færði mig til Karls,” bætir leikkonan við.

Karl bað Kaley í desember á síðasta ári og deildi tilfinningaríku myndbandi af leikkonunni á Instagram þar sem hún sést gráta af gleði.

Í viðtali við Us Weekly í ágúst sagði Kaley að hún og Karl virkuðu vel saman því hún gæti grínast endalaust í honum og hann yrði aldrei reiður. Svo sagði hún að það skipti miklu máli að hann elskaði hunda og hesta.

„Það er alltaf á tékklistanum mínum. Verður að elska hunda er númer eitt og hann tikkaði í það box fljótlega og ég varð yfir mig ástfangin.”

Þjálfari Victoria’s Secret-fyrirsæta býður uppá góða æfingu

Stephen Pasterino þjálfar margar Victoria’s Secret-fyrirsætur og býður upp á þrælgóða, þrjátíu mínútna æfingu hér fyrir neðan.

Það þarf engin tól eða tæki til að gera æfinguna, sem einblínir á að styrkja rass og fótleggi og að byggja upp langa og stælta vöðva.

Passið að þið hafið nóg pláss heima í stofu og bíðið svo spennt eftir rass- og lærabrunanum!

Býr til brúðarkjóla úr klósettpappír

|||||||||
|||||||||

Samkvæmt Instagram-síðu hans er Jian Yang sá maður í heiminum sem á stærsta safnið af Barbie-dúkkum.

En Jian er um margt óvenjulegur karakter þar sem hann ferðast með dúkkurnar sínar um heiminn og býr til kjóla á þær úr klósettpappír og munnþurrkum sem hann finnur á hótelum.

Hann hefur til dæmis búið til fjölmarga brúðarkjóla á dúkkurnar sínar eins og sést á myndunum hér fyrir neðan, en fleiri myndir af ævintýrum Jian má sjá á Instagram.

Internetið elskar þessa bosmamiklu fyrirsætu

|
|

Fyrirsætan Eyo-Ephraim vakti gríðarlega mikil viðbrögð á internetinu í síðustu viku eftir að tískukeðjan ASOS birti myndir af henni í skærgulu og páskalegu bikiníi.

Sumarleg.

Eyo-Ephraim er það sem er kallað fyrirsæta í yfirstærð, en hún var ráðin sem ein af fyrirsætunum hjá ASOS fyrir sjö mánuðum síðan. Netverjar virðast elska þessa fallegu konu og því ljóst að hún á eftir að halda starfinu.

ASOS hefur lagt áherslu á að hvetja til jákvæðrar líkamsímyndar með því að hafa fjölbreytt úrval af fyrirsætum á sínum snærum. Fyrir fimm árum setti fyrirtækið föt á markað fyrir konur með línur og í fyrra lofaði fyrirtækið að það ætlaði ekki að breyta líkömum fyrirsæta í tölvum í auglýsingaskyni, þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vilja fagna fjölbreytileika og náttúrulegri fegurð.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur yndisleg tíst um Eyo-Ephraim í gula bikiníinu:

Sendi giftingar- og trúlofunarhringana í pósti við skilnaðinn

|||
AppleMark|||

Leikkonan Meghan Markle gengur að eiga Harry Bretaprins þann 19. maí næstkomandi. Meghan skildi við leikarann og framleiðandann Trevor Engelson árið 2013 eftir tveggja ára hjónaband, en í nýrri bók, Meghan, A Hollywood Princess eftir Andrew Morton, kemur fram að Trevor hafi ekki haft hugmynd um að erfiðleikar hafi verið í hjónabandinu þegar Meghan bað um skilnað. Þetta kemur fram í frétt The Times.

Meghan og Trevor.

„Trevor fór frá því að tilbiðja Meghan í, eins og einn vinur benti á, að líða eins og hann væri eitthvað sem væri fast við skósólann hennar,” skrifar Andrew í bókinni sem kom út fyrir stuttu.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið

Vinur parsins heldur því fram að hjónabandið hafi endað mjög skyndilega og að Meghan hafi sent trúlofunar- og giftingarhringana í pósti til Trevors. Annar vinur parsins, sem er nafnlaus í bókinni, segir einnig að ákvörðunin um að binda enda á hjónabandið hafi verið tekin af Meghan og hafi komið Trevor algjörlega í opna skjöldu.

Harry og Meghan eru ástfangin.

Heimildir Andrews herma að slitnað hafi uppúr hjónabandinu vegna þess hve mikið Trevor og Meghan voru í sundur, þar sem leikkonan eyddi miklum tíma í Toronto við tökur á sjónvarpsþáttunum Suits. Þá segir einnig í bókinni að ein af ástæðum þess að sambandið gekk ekki upp hafi verið að ferill Trevors var ekki á jafn hraðri uppleið og ferill Meghans.

Sjá einnig: Meghan Markle geislar í brúðarkjól

„Á meðan hennar frægðarsól reis var ferill eiginmanns hennar ekki uppá marga fiska,” skrifar Andrew í bókinni og bætir við að Trevor sé enn reiður yfir sambandsslitunum.

„Þó fimm ár séu liðin getur hann varla dulið reiði sína.”

Bókin um Meghan er nýkomin út.

Býr til mögnuð listaverk úr banönum

|||||||||
|||||||||

Stephan Brusche er listamaður sem búsettur er í Rotterdam í Hollandi. Stephan þessi hefur gefið banönum nýjan tilgang síðustu sjö árin og býr til mögnuð listaverk úr þessu holla millimáli.

Fyrsta bananalistaverkið sem Stephan bjó til var einfaldlega broskall á banana þegar honum leiddist í vinnunni og langaði að birta eitthvað sniðugt á Instagram.

Nú, sjö árum síðar, er Stephan með tæplega áttatíu þúsund fylgjendur á Instagram og greinilegt að fólk kann vel að meta bananalistina, en hér fyrir neðan má sjá nokkur af verkunum.

Níu ára hjónaband á enda

|
Mynd: Eurovision Song Contest|

Leikarahjónin Channing Tatum og Jenna Dewan Tatum hafa ákveðið að fara hvor í sína áttina en þau tilkynntu um skilnað sinn á Instagram í gær.

„Það er svolítið sem við viljum deila. Það er skrýtið að þurfa að deila slíkum fréttum með öllum en það eru afleiðingar þess lífs sem við höfum ákveðið að lifa, sem við erum einnig mjög þakklát fyrir,” stendur í yfirlýsingunni frá Channing og Jennu.

„Við erum að lifa ótrúlega tíma en þetta eru líka tímar þar sem hægt er að afbaka sannleikann og mynda öðruvísi staðreyndir. Þannig að við viljum deila sannleikanum svo þið vitið að ef þið lesið hann ekki hér þá er hann örugglega uppspuni,” halda fyrrverandi hjónin áfram.

Channing og Jenna eiga dótturina Everly, fjögurra ára, saman og segjast ætla að halda áfram að ala hana upp saman, þrátt fyrir skilnaðinn.

„Við höfum ákveðið að skilja sem par. Við urðum mjög ástfangin fyrir mörgum árum síðan og höfum átt fallega vegferð saman. Akkúrat ekkert hefur breyst um þá ást sem við berum til hvors annars, en ást er fallegt ævintýri sem ætlar nú að færa okkur hvort í sína áttina. Það eru engin leyndarmál né ljótir atburðir á bak við ákvörðun okkar – bara tveir bestu vinir sem gerðu sér grein fyrir því að þeir þurfa fjarlægð frá hvorum öðrum og ætla að hjálpa hvorum öðrum að lifa lífinu á sem fallegastan og skemmtilegastan hátt. Við erum enn fjölskylda og verðum enn ástríkir foreldrar Everly. Við ætlum ekki að tala meira um skilnaðinn og við þökkum öllum fyrirfram fyrir að virða það og einkalíf fjölskyldu okkar,” skrifa þau.

Channing og Jenna kynntust við tökur á myndinni Step Up árið 2006. Stuttu seinna byrjuðu þau saman og giftu sig síðan árið 2009. Þau sáust síðast saman opinberlega á Nickelodeon Kids’ Choice-verðlaunahátíðinni þann 24. mars síðastliðinn.

Hélt rosalegt páskapartí

Raunveruleikastjarnan og frumkvöðullinn Kylie Jenner hélt alveg hreint magnað páskapartí um páskana. Auðvitað deildi Kylie herlegheitunum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum, en mikið var lagt upp úr skreytingum og veitingum í teitinu.

Kylie eignaðist nýverið sitt fyrsta barn, dótturina Stormi Webster, með kærasta sínum Travis Scott, og því var mikið lagt upp úr skemmtilegu krakkaborði í teitinu:

KIDS TABLE (4/1/18)

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Sjá einnig: Deilir fyrstu nærmyndinni af frumburðinum.

Og auðvitað voru líka leiktæki til að halda öllum hressum:

Big kids! 4/1/18

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Veitingarnar voru stórglæsilegar:

Kylie’s Easter 2018? (4/1/18)

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Geggjuð kaka:

The cutest Easter celebration! 4/1/18

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Og partí er að sjálfsögðu ekki fullkomnað nema með Rice Krispies-góðgæti:

Yummy (4/1/18)

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Nokkrir kokteilar setja punktinn yfir i-ið:

4/1/18

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Falleg fjölskylda sátt með góðan dag:

Stormi’s first Easter!! ?? 4/1/18

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Dagurinn á fæðingardeildinni kostar tæpa milljón

||
||

Nú líður senn að því að Kate Middleton, hertogynjan af Cambridge, og Vilhjálmur Bretaprins eignist sitt þriðja barn, en fyrir eiga þau soninn George, sem er fæddur árið 2013, og dótturina Charlotte, sem kom í heiminn árið 2015. Kate er sett þann 23. apríl næstkomandi en búið er að staðfesta að hún muni eiga barnið í lúxussvítu á St. Mary’s sjúkrahúsinu í Paddington í London, líkt og með fyrri börnin.

Samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly kostar dagurinn í svítunni tæplega 9700 dollara, eða rétt tæplega milljón íslenskra króna. Sömu heimildir herma að svítan hafi verið lokuð síðan um miðjan mars á þessu ári og að gætt sé fyllsta öryggis í aðdraganda konunglegrar fæðingar.

Hjónin undirbúa fæðingu þriðja barnsins.

„Öryggisverðir fara reglulega yfir herbergið sem er síðan innsiglað með límbandi. Þetta er mikil öryggisaðgerð. Jafnvel rýmið fyrir ofan herbergið er skoðað reglulega,” segir heimildarmaður tímaritsins.

Annar heimildarmaður segir alla fæðinguna skipulagða frá A til Ö, jafnvel meira en þær fyrri.

„Allt er planað niður í minnstu smáatriði,” segir hann og bætir við að það sé sérstakt barnateymi á vakt í Kensington-höll sem bíður þess að hríðir fari af stað.

Fjögur verða bráðum fimm.

Meðal þeirra sem eru í teyminu er Carole, móðir Kate, og sér hún um að allt sé tilbúið fyrir stóra daginn, hvort sem það er fjölmiðlaplan eða allt er varðar sjúkrahúsið.

„Það er varaáætlun fyrir allt,” segir heimildarmaðurinn.

Með fylgir svo áætlun fyrir fæðinguna, en þegar Kate fer á stað munu þau Vilhjálmur keyra beint frá höllinni á spítalann, sem er aðeins í þriggja kílómetra fjarlægð eða svo. Spítalanum verður gert viðvart aðeins nokkrum mínútum áður en hjónin koma á staðinn til að sporna gegn því að fjölmiðlar fái veður af fæðingunni.

Carole stendur vaktina í Kensington-höll á meðan og hugsar um systkinin George og Charlotte. Þegar barnið kemur síðan í heiminn verður tilkynning sett á stand fyrir utan Buckingham-höll, en fæðingin verður einnig tilkynnt á samfélagsmiðlum. Gert er ráð fyrir að Kate snúi aftur heim með hvítvoðunginn sama dag eða næsta morgun eftir fæðinguna.

Selja samfesting á tvær og hálfa milljón

||
||

Fatarisinn Juicy Couture hefur tekið höndum saman við Swarovski í nýrri línu sem væntanleg er í verslanir í næsta mánuði.

Meðal þess sem er í línunni er samfestingur alsettur kristöllum frá Swarovski. Talið er að samfestingurinn muni kostar rúmlega 25 þúsund dollara, eða um það bil tvær og hálfa milljón króna.

Rándýr samfestingur.

Þó að almenningur geti ekki enn keypt þessa dásemd hafa fáar, útvaldar stjörnur fengið að spóka sig um í samfestingnum. Söngkonan Katy Perry klæddist einum slíkum á tónleikaferðalagi sínu í janúar og Lady Gaga steig á svið í samfestingnum umrædda á tónleikum í fyrra, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi:

Woohoooooo✨?⭐️ @ladygaga in #Look42 #Spring2018 #JuicyCouture ✨?⭐️

A post shared by Jamie Mizrahi (@sweetbabyjamie) on

Þeir sem eiga aðeins minna veski þurfa ekki að örvænta því Juicy Couture og Swarovski hafa líka framleitt fallega íþróttagalla sem kosta frá 275 dollurum, um 27 þúsund krónum. Þrjár tegundir verða af göllunum og kemur fyrsta týpan í verslanir í næstu viku.

Íþróttagallarnir eru líka smart.

„Ég stal þessum hundi ekki”

||||
||||

„Ég hef aldrei sagt neitt ljótt um Ernu. Ég og maðurinn minn höfum hins vegar reynt að aðstoða hana eins mikið og við höfum getað því ég þekki þessa tegund nokkuð vel. En hún hefur því miður ekki tekið því með jákvæðu hugarfari og oftast snúið því við,” segir hundaræktandinn og grunnskólakennarinn Larisa Viktorsdóttir.

Larisa segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti eftir að viðtal við annan hundaræktanda, Ernu Christiansen, birtist á vef Mannlífs, en bæði Erna og Larisa rækta hunda af tegundinni Russian Toy. Í viðtalinu sagði Erna frá einelti sem hún hefur þurft að þola innan hundasamfélagsins, en vændi einnig annan hundaræktanda um þjófnað.

„Ég var búin að greiða fyrir hund úti í Rússlandi og bað annan ræktanda um hjálp með rússneskuna, þar sem ræktandinn skildi litla ensku. Það endar á því að rússneski ræktandinn hættir að tala við mig og fékk ég loks að vita að hann væri hættur við að láta mig fá hundinn. Síðan kemur í ljós að ræktandinn sem ég bað um hjálp frá hafði í raun stolið af mér hundinum og flutti hann inn sjálfur,” lét Erna hafa eftir sér í umræddu viðtali. Larisa segir þessum orðum beint að sér, enda sé hún eini aðri ræktandi Russian Toy á Íslandi sem talar rússnesku þar sem hún er af rússnesku bergi brotin.

Hundurinn auglýstur til sölu

Hér er skjáskot af hundaauglýsingunni umræddu.

„Ég stal þessum hundi ekki. Ræktandinn auglýsti hundinn á Facebook í maí á síðasta ári. Hann var auglýstur til sölu á Facebook 16. maí 2017. Það sést hér á mynd sem ég sendi með. Sagðist hún vera hætt við að selja Ernu hann og hún skyldi selja mér hann í staðinn. Af hverju hún hætti við að selja hann til Ernu veit ég ekki. Ég reyndi að spyrja ræktandann af hverju en hún sagði að þetta væri mál á milli sín og Ernu. Meira veit ég ekki,” segir Larisa og ítrekar þá aðstoð sem hún hefur boðið Ernu.

„Ég og maðurinn minn meira að segja tókum að okkur ræktanda sem kom til landsins með hund fyrir Ernu og hún hafði ekki tíma til að sinna. Sá ræktandi hafði upp á mér og hringdi grátandi í mig og spurði hvort ég gæti sýnt henni um. Hún var peningalítil og nánast mállaus því hún talar ekki mikla ensku. Sá ræktandi vildi taka hundinn sem hún kom með til baka en ég sagði henni að hann yrði í lagi því Ernu þætti vænt um dýrin sín. Sá hundur lenti í slysi strax eftir einangrun og reyndi ég að styðja hana meðal annars með peningum fyrir aðgerð á hundinum, en hún bað um aðstoð á netinu. Þess vegna finnst mér ekki rétt hvernig hún talar um mig í greininni. Við bentum henni á lögmann sem hjálpaði henni þegar MAST vildi svæfa tík sem hún átti og kom sprautulaus til landsins í einangrun. Þannig að tíkin var send úr landi og komst til baka eftir mánuð. Við reyndum að hjálpa henni eins mikið og við gátum. Það getur verið að aðrir hafi talað illa um hana en við reyndum að standa með henni. En hún fer sínar eigin leiðir svo það er erfitt,” segir Larisa. Hún segir að eftir að kaupin gengu í gegn hafi Erna hætt að tala við sig og eiginmann sinn.

„Hún byrjaði að tala illa um okkur og kalla okkur ljótum nöfnum, sem og aðra ræktendur. Ég er kennari og stend ekki í svona samskiptum við fólk. Ég var búin að gefa henni góð ráð um ræktun og stinga uppá því að við gætum unnið saman, en hún tók öllu eins og við værum á móti henni. Ég bara skil þetta ekki. Mér líður mjög illa yfir þessu og ég var mjög sár að hún skildi segja þetta í greininni. Maðurinn minn sagði mér að taka þetta ekki nærri mér en á mjög erfitt með það. Þetta niðurlægði mig fyrst og fremst og mér finnst ekki rétt af henni að vera að deila þessari grein á hinum ýmsu samfélagsmiðlum,” segir Larisa.

Mikið um baktal

Larisu þykir afar vænt um hundana sína.

Larisa hefur verið í hundaræktun í rúm tvö ár hér á Íslandi og segist hafa fundið vel fyrir því hvað þessi hundaheimur getur verið harður.

„Að rækta hunda er ekki bara dans á rósum,” segir Larisa og vísar í tvennt; að það sé hörkuvinna að vera hundaræktandi en líka að mikið sé um baktal í hundasamfélaginu.

„Kannski er það öfundsýki sem veldur þessum núningi á milli fólks og baktali. Ég bara veit það ekki. Ég upplifi það þannig að sumir innan hundasamfélagsins tala ekki einu sinni við mig. Ég stakk upp á því að við þrjár sem ræktum Russian Toy á Íslandi myndum hittast og tala saman, þar sem Russian Toy er ný tegund á Íslandi. En ekkert varð úr því, því miður, þannig að hvað get ég gert? Ég stend þá bara ein með sjálfri mér því ég er ekki fyrir það að standa í erjum við fólk. Erna sagðist ætla að kaupa marga hunda og vera númer eitt á Íslandi, sem er gott og blessað. En síðan spurði hún hvort ég vildi lána henni rakka undir tíkina sína og ég sagðist ekki vilja það strax því ég hefði keypt þennan rakka fyrir tíkina mína. Ég sagði það með vinsemd og virðingu en síðan kom greinina þar sem hún vændi mig um þjófnað,” segir Larisa og heldur áfram.

Á tegundarkynningu í Garðheimum.

„Það kom mér á óvart hvað Russian Toy hefur vakið mikinn áhuga hjá fólki hér á landi og mér finnst gaman hvað ég fæ mikið af spurningum um tegundina í gegnum Facebook. Í ræktuninni minni RustoyIceland legg ég áherslu á að vera með fáa en góða hunda. Því þetta er mikil vinna og tímafrek. Það þarf að hugsa mjög vel um hundana, leyfa þeim að aðlagast heimilinu og hverfinu og þar fram eftir götunum. Það getur líka verið erfitt að vera með hunda og tíkur því það getur orðið mikill hasar á heimilinu þegar tíkurnar eru á lóðaríi,” segir Larisa og hlær.

Lítur framhjá erfiðleikunum

Larisa veit ekki hve lengi hún ætlar að halda áfram í hundaræktun og ætlar að leyfa tímanum að leiða það í ljós. Hún hefur alist upp með hundum allt sitt líf.

„Þetta er mitt áhugamál og ég sinni því af mikilli ánægju og ég lít framhjá erfiðleikunum sem geta fylgt. Ég man vel eftir því þegar ég fór á markaðinn í heimaborg minni og þar voru til sölu þessir krúttlegu, litlu hnoðrar með þessi stóru eyru og augu. Ég hef því verið heilluð af tegundinni í fjölda ára. Síðan ég kom til Íslands hefur það verið draumur minn að flytja Russian Toy inn hingað. Það var svo fyrir þremur árum að ég keypti minn fyrsta Russian Toy. Það má segja að einn stærsti galli þessarar tegundar sé að um leið og fyrsti hvolpurinn kemur á heimilið, langar mann strax í annan. Börnin mín eru farin af heimilinu, svo hundarnir fá alla þá athygli sem þeir þurfa og mikla ást og umhyggju,” segir Larisa.

Litlir hundar með stór hjörtu

Það stendur ekki á svörunum þegar blaðamaður spyr hvað það sé nákvæmlega sem heilli hana svo við Russian Toy hunda.

„Russian Toy eru skemmtilegir hundar, alltaf glaðir og mjög lifandi. Allt frá upphafi ræktunar þeirra hafa þeir verið þjálfaðir til rottuveiða og sem varðhundar og er því lærdómsgenið í þeim mjög virkt. Vegna þessa er mjög auðvelt að þjálfa Russian Toy og kenna honum. Margir sem koma og skoða þá eru mjög hissa á því hversu duglegir þeir eru. Einnig eru þeir mjög heilsuhraustir og ekki er vitað um að þeir valdi neinum ofnæmum og fara þeir lítið úr hárum. Svo las ég í grein að þeir séu góðir félagar fyrir börn með einhverfu þar sem þeir eru mjög trúir og passasamir á eigendur sína,” segir Larisa og heldur áfram.

Russian Toy eru með stór hjörtu – og eyru og augu.

„Það getur komið fyrir að það þurfi að passa Russian Toy í göngutúrum því þeir verja eiganda sinn ef þeir telja honum ógnað. Russian Toy er mjög góður fjölskylduhundur og verður mjög hændur að eiganda sínum. Hann passar öllum aldurshópum, bæði börnum og fullorðnum. Hann er tilvalinn félagi fyrir alla. Hann elskar að fara með eiganda sínum hvert sem er og vill helst ekki víkja frá honum. Þegar eigandi fer í göngutúr vill hann koma með og þegar eigandinn hvílir sig eftir á hvílir hundurinn sig einnig. Hann vill gera allt það sama og eigandinn gerir. Þetta eru litlir hundar með stór hjörtu.”

Myndir / Úr einkasafni

Fullkomin æfing eftir páskaeggjaát

Hér fyrir neðan er að finna þrjátíu mínútna æfingu úr smiðju þjálfarans Sydney Benner. Æfingin blandar saman dansi og jóga og er mjög hressandi, sérstaklega eftir endalausar majónes fermingar og páskaeggjaát.

Gott er að vera með dýnu þegar æfingin er gerð, en auðvelt er að gera hana heima í stofu með nóg pláss til að hoppa og skoppa. Í myndbandinu nota konurnar einnig létt handlóð, en auðvelt er að skipta þeim út fyrir tvær hálfslítra, eða eins lítra, flöskur fullar af vatni.

Góða skemmtun!

Svona á að krulla hárið með sléttujárni

Það er algjörlega óþarfi að fjárfesta í krullujárni ef maður á sléttujárni, ef marka má meðfylgjandi myndband frá tímaritinu Cosmopolitan. Í því er farið yfir það skref fyrir skref hvernig hægt er að krulla hár með sléttujárni.

Mikilvægt er að spreyja hitavörn í hárið áður en sléttujárnið snertir það, en sérstaka hitavörn fyrir hárið er hægt að fá á nær öllum hárgreiðslustofum.

Tæknin við að krulla hárið er líka lykilatriði, en vel er farið yfir hana í myndbandinu hér fyrir neðan.

„Ég varð ástfangin af konu”

Leikkonan, söngkonan og fyrrverandi Disney-stjarnan Alyson Stoner skrifar einlægan pistil á heimasíðu Teen Vogue um kynhneigð sína.

Alyson segist ekki vilja skilgreina kynhneigð sína, en að hún dragist jafnt að körlum, konum og fólki sem ekki skilgreinir kynhneigð sína. Í pistlinum skrifar hún einnig um fyrsta skiptið sem hún hreifst af konu. Alyson var boðið í dansvinnubúðir og varð strax mjög hrifin af kennaranum, sem var kona.

„Eftir að mig svimaði við að snúa mér kom hún til mín til að leiðrétta líkamsstöðu mína. Hjarta mitt sló ótt og títt og mér varð heitt. Var ég óstyrk að mistakast fyrir framan atvinnumanninn? Var ég móð því ég var ekki í formi? Brosið hennar var það rafmagnaðasta sem ég hafði nokkurn tímann séð,” skrifar Alyson. Hún bætir við að hún hafi fljótlega skilið að þessar tilfinningar væru ekki platónskar.

„Ég fattaði að mér hafði aldrei liðið svona um karlmann, né hafði mér liðið vel að deita stráka. Þegar ég spái í því þá horfði ég meira á líkama kvenna.”

Dæmi um sanna ást

Alyson byrjaði að eyða meiri tíma með kennaranum fyrrnefnda.

„Hún og ég byrjuðum að hanga saman og senda hvor annarri skilaboð á morgnana. Síðan elduðum við saman og horfðum á Orange is the New Black. Síðan pústuðum við og studdum hvor aðra. Svo kúrðum við. Síðan kysstumst við og kysstumst meira. Ókei, við vorum í sambandi. Ég varð ástfangin af konu,” skrifar hún.

Alyson skrifar í pistlinum að hún hafi reynt að afneita þessum tilfinningum, aðallega út af fordómum í garð hinsegin fólks. Hún skrifar jafnframt að henni hafi aldrei liðið jafn mikið sem sitt sanna sjálf eins og í sambandi með kennaranum.

„Hún styrkti mig og veitti mér innblástur og bjó til pláss fyrir mig að uppgötva sjálfa mig án þess að dæma. Við vorum dæmi um sanna ást,” skrifar Alyson, en pistilinn í heild sinni má lesa á vefsíðu Teen Vogue.

Uppdekkað páskaborð – eggin lituð með rauðkáli!

Guðrún Lára Pétursdóttir er einstakur fagurkeri búsettur í gamla Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Hún var alveg til í að dekka upp páskaborð fyrir Hús og híbýli sem er innblásið af vorinu og páskahátíðinni sem framundan er.

„Páskarnir eru vorhátíð þar sem við fögnum því að sjá fyrir endann á vetrinum. Blár himininn, grænt gras og blóm. Ég reyndi að endurspegla þetta í litunum; grænir tónar og pastelbleikt ráða ríkjum en pastelliti tengi ég við vorið. Ég vildi ekki hafa þetta of formfast heldur afslappað”.

Blóm ómissandi á borðið

Hvað er að þínu viti ómissandi þegar borð er dekkað upp?

„Blóm, ef ég er að gera fínt. Það virðist vera alveg sama hvar ég bý, ég verð alltaf málkunnug afgreiðslufólki í nærliggjandi blómabúðum mjög fljótlega. Ég fer langmest í Blómagallerí á Hagamel. Þær eru duglegar að kaupa inn falleg blóm sem eru ekki til hvar sem er. Ég bjó lengi í Svíþjóð, þannig að fyrir mér er vorið blómstrandi kirsuberjagreinar, asíusóleyjar og anemónur og þær sjá um að uppfylla þessar þarfir mínar fyrir skandinavískt vor”.

Eggin lituð með rauðkáli

Guðrún notast mikið við náttúruefni eins og hör en bæði dúkurinn á borðinu og servíetturnar eru úr því efni. Stellinu, sem er frá Royal Copenhagen, hefur Guðrún safnað í gegnum árin og keypti hún grunninn „second hand” en blandar honum oft saman við nýrri hluti á mjög smekklegan hátt. Glösin eru keypt í sænskri antikbúð. Eggin á borðinu litaði Guðrún síðan sjálf með rauðkáli og hún segir uppskriftina vera einfalda:

„Ég saxaði niður rauðkál og sauð það í vatni í um 40 mínútur, þá slökkti ég undir og lét það kólna. Svo tók ég rauðkálið upp úr, bætti hvítvínsediki í vökvann og setti ég eggin ofan í. Fyrstu eggin tók ég upp úr eftir um það bil 90 mínútur en þau sem voru lengst í vökvanum voru þar yfir nótt. Því lengur sem eggin eru í vökvanum því dekkri verða þau og þótt vökvinn sé dökkfjólublá verða eggin grænblá á litinn,” segir Guðrún.

Lífið í lit

Seint á síðasta ári kom út bókin Lífið í lit í þýðingu Guðrúnar Láru og var ekki hægt að ljúka heimsókninni án þess að minnast á þá frábæru bók sem er skrifuð af Dagny Thurmann-Moe litasérfræðingi. Guðrún segir að bókin hafi breytt miklu í hennar lífi, ásamt því að vera frábært uppflettirit, enda tekur hún á öllu því sem við kemur litum í lífinu almennt, inniheldur mikinn fróðleik og gefur góða leiðsögn um litanotkun.

„Þegar ég fékk bókina fyrst þá var ég búin að vera að spá í að mála hjá mér og var með bláar málningaprufur en eftir lesturinn langaði mig að nota liti meira. Ég vil helst ekki mála í tískulitum annað hvert ár og fannst því mikilvægt að reyna að átta mig á því hvaða litir höfða til mín svona almennt. Blár hefur alltaf verið uppáhaldsliturinn minn og þess vegna valdi ég að mála stofurnar bláar. Blár fer líka svo vel við innbúið mitt,“ segir Guðrún.

Fleiri myndir má sjá í glænýju og spennandi Hús og híbýli sem kom út 28. mars!

Texti / Stefanía Albertsdóttir
Ljósmyndari / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Súkkulaðikleinuhringir með kaffikremi

kleinuhringur

Bakaðir kleinuhringir eru fljótlegir og auðveldir í bakstri en geta litið út eins og mikið hafi verið fyrir þeim haft með því að dýfa þeim ofan í krem og skreyta. Þeir eru góðir í kaffiboðið og slá alltaf í gegn hjá yngri kynslóðinni.

Súkkulaðikleinuhringir
6 stórir kleinuhringir

120 g hveiti
30 g kakó
½ tsk. matarsódi
½ tsk. salt
130 ml hrein ab-mjólk
100 g púðursykur
1 egg
1 tsk. vanilludropar
60 g ósaltað smjör, brætt

Hitið ofninn í 170°C. Hrærið saman hveiti, kakó, matarsóda og salt í stórri skál. Hrærið saman ab-mjólk, púðursykur, egg, vanillu og brætt smjör í annarri meðalstórri skál. Búið til holu í miðju þurrefnanna og hellið síðan blautefnunum ofan í. Blandið vel saman með sleikju en passið að hræra deigið ekki of mikið því þá verða kleinuhringirnir of stífir og þéttir í sér. Setjið deigið ofan í sprautupoka (einnig er hægt að nota Ziplock-poka). Klippið gat neðst á pokann (í horninu ef notaður er Ziplock-poki) og skiptið deiginu jafnt ofan í bökunarmótið. Einnig má nota tvær skeiðar til að fylla mótið. Bankið mótinu ákveðið á borðplötuna til að losa um loftbólur í deiginu. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur eða þar til kleinuhringirnir hafa bakast í gegn. Setjið á grind og látið kólna í 10 mínútur áður en þeim er hvolft úr mótinu. Raðið kleinuhringjunum á grindina og látið kólna alveg.

Kaffikrem
100 g rjómaostur, við stofuhita
10 g kakó
2 msk. kaffi, sterkt
1 tsk. vanilludropar
100-150 g flórsykur

Þeytið rjómaostinn þar til hann er orðinn alveg sléttur og laus við alla kekki. Hellið kakóinu, kaffinu og vanilludropunum út í og blandið vel saman. Sigtið flórsykurinn í skál og hrærið saman við kremið smám saman eða þar til kremið er orðið ágætlega þykkt en þó seigfljótandi. Ef kremið er mjög þykkt þá má bæta við smávegis meira kaffi eða mjólk til að þynna það. Athugið að kannski þarf ekki að nota allan flórsykurinn til að ná réttri áferð.
Gott er að skreyta kleinuhringina með súkkulaðispæni og sigtuðu kakói.

Umsjón/Nanna Teitsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir/Aldís Pálsdóttir

Volvo XC40 og XC60 bílar ársins

|
|

Allt virðist ganga upp hjá frændum okkar Svíum þessi misserin. Karlalandsliðið fer á HM í Rússlandi, IKEA-geitin brann ekki og Volvo hreppir titilinn bíll ársins.

åkan Samuelsson, valinn maður ársins í bílaiðnaðinum á sýningunni í Genf (World Car Person of the Year 2018), en það er ekki síst talið honum og áherslubreytingum hans að þakka að Volvo selst nú eins og Malm-kommóður í IKEA.

Volvo kemur einkar vel undan vetri en fyrirtækið bætti afkomu sína töluvert árið 2017. Þetta er í raun fjórða árið í röð sem fyrirtækið fer fram úr væntingum, en Volvo seldi nær fjórðungi fleiri bíla á síðasta ári en 2016. Munar þar mest um nær helmingsaukningu í Kína. 571.577 voru bílarnir í heildina, svona fyrir þá sem vilja nákvæma tölu. Þessi söluaukning skilaði sér í 27,7% aukningu á rekstrarhagnaði.

Það eru ekki bara peningar sem streyma til Volvo heldur líka verðlaunin. Þannig var XC40 á dögunum valinn bíll ársins af tímaritinu WhatCar? sem og bíll ársins bæði í Bretlandi og Evrópu.

En stóri sigurinn kom í vikunni þegar stóri bróðir, XC60, var valinn bíll ársins 2018 af samtökum bílablaðamanna.

Þetta er í fyrsta sinn sem Volvo vinnur þennan eftirsótta titil. Bar Volvo sigurorð af Range Rover Velar og Mazda CX-5, sem einnig þóttu skara fram úr.

Í ofanílag var forstjóri Volvo, Håkan Samuelsson, valinn maður ársins í bílaiðnaðinum á sýningunni í Genf (World Car Person of the Year 2018), en það er ekki síst talið honum og áherslubreytingum hans að þakka að Volvo selst nú eins og Malm-kommóður í IKEA.

Næstu skref Volvo eru að færa sig enn frekar yfir í rafmagnsbílana, eins og virðist vera tilhneiging flestra bílaframleiðanda. Viljinn er sýndur í verki í framleiðslu á Polestar 1, einkar kraftmiklum tvinnbíl sem kemur á markað á næsta ári.

Fyrir áhugasama er von á XC40 hingað til lands á svipuðum tíma og páskahretið skellur á okkur. Fyrir þá allra áfjáðustu er víst til eitt eintak á landinu til reynsluaksturs hjá umboðinu.

 

Öflugar og flottar kvenfyrirmyndir hjá Mjölni

Íþróttafélagið Mjölnir býður upp á gríðarlega öflugt og fjölbreytt íþróttastarf.

Helstu markmið Mjölnis er að efla og styðja við bardagaíþróttir á Íslandi og margt fleira. Öflugt bardagaíþróttastarf þar sem boðið er upp á brasilískt jiu-jitsu, Kickbox, Box og MMA. Einnig er boðið upp á víkingaþrek sem er alhliða líkamsrækt, styrktar- og þrekþjálfun, jóga og styrktartíma sem heita Goðaafl. Framúrskarandi hópur starfar hjá Mjölni og er stolt Mjölnis. Þar eru verðugar fyrirmyndir sem tekið er eftir sem eru að vinna frábært starf og laða iðkendur að.

Ingunn Unnsteinsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Mjölnis. ,,Ég stundaði aldrei keppnisíþróttir þegar ég var yngri og byrjaði ekki að hreyfa mig neitt fyrr en ég var orðin 25 ára. Ég hef aldrei stundað líkamsræktarstöðvar og taldi mig ekki vera íþróttamanneskju. Það breyttist allt þegar ég byrjaði í Mjölni og í dag mæti ég á æfingu eins oft í viku og ég get. Það er ekkert betra en að mæta á æfingu, finna jákvæðnina og hvatninguna í æfingafélögunum taka aðeins á því.“

„Ég ofboðslega hamingjusöm að fá að vera í þessu og þetta er vinnan mín, að keppa og kenna öðrum. Það gefur mér mikið að fá að kenna og þjálfa aðra.“

Sunna Rannveig Davíðsdóttir atvinnubardagakona og kickbox-þjálfari. Hún er okkar allra öflugasta bardagakona, sú öflugasta á landinu. Sunna fer ekki inn í hringinn án þess að fara með sigur af hólmi. Auk þess að vera grjóthörð bardagakona er Sunna öflugasta fyrirmynd kvenna í bardagaíþróttinni í dag. „Ég elska að vera í búrinu og mér líður miklu betur þar en heima hjá mér. Búrið er minn staður, þar er ég örugg og þar klára ég þau verkefni sem ég ætla að taka mér fyrir hendur. Þar get einbeitt mér og ekkert truflar mig.“ „Helstu markmið mín er að hafa gaman af þessu, gera það sem ég elska og vera þakklát. Ég ofboðslega hamingjusöm að fá að vera í þessu og þetta er vinnan mín, að keppa og kenna öðrum. Það gefur mér mikið að fá að kenna og þjálfa aðra.“
„Gunnar Nelson hefur alltaf verið fyrirmynd mín og verður það alltaf.“

Áslaug María Þórsdóttir, unglingaþjálfari og framtíðastjarna. Áslaug María  hefur unnið þrjú ár röð í opnum flokki kvenna á Mjölnir Open unglinga. Hún setur markmiðið hátt og setur stefnuna á að komast á MMA í framtíðinni. „Markmið mitt er að verða best í heimi og fara alla leið, það er ekkert flóknara en það.“
„Ég hef þroskast líkamlega og ekki síður andlega við það að æfa hjá Mjölni. Mjölnir er orðinn mjög stór hluti af lífi mínu og stórum hluta af deginum er eytt þar.“

Inga Birna Ársælsdóttir, styrktarþjálfari og glímukona. Inga Birna er ein af þjálfurum Goðaaflsins og barnastarfsins í BJJ. Goðaafl er námskeiðið sem er tilvalið fyrir þá sem eru að koma sér af stað eftir meiðsli eða hafa lítið æft undanfarin ár.  Inga Birna er grjóthörð, er ein af bestu glímukonum landsins og er glímukona ársins 2017. Hún hefur æft hjá Mjölni frá árinu 2011 og og hampar fjórum strípum í bláu belti í BJJ.
„Mjölnir er í raun mitt annað heimili. Ég er þakklát fyrir hvað ég hef eignast marga nána vini þar og meira segja sambýlismann. Eins hef ég bæði breyst og þroskast mikið á þessum tíma, bæði sem íþróttakona og einstaklingur.“
„Helstu markmið mín eru að halda áfram að ýta mér út úr þægindarammanum, vera dugleg að keppa og verða aðeins betri íþróttakona með hverjum deginum.“
„Helstu markmið mín sem þjálfara er að vera til staðar og drífa fólk áfram við það að ná þeim markmiðum sem það setur sér, hvort sem markmiðin snúa að almennu heilbrigði eða því að verða betri íþróttamaður/kona.“

„Hér er afar gott andrúmsloft, heimilislegt og nándin er svo mikil.“

Steinunn Þórðardóttir er bæði með jógatíma fyrir alla og sér námskeið fyrir verðandi mæður sem nefnist Freyjuafl. „Jógaþjálfunin er í raun tvíþætt, í byrjun bjuggum við til æfingarnar með bardagalistina í huga og unnum með hana, íhugleiðslu, öndunina og liðleika og hefur sú þjálfun verið í þróun. Við erum líka með Slökunar- og Vinyasa-jóga.“
„Markmiðin mín með jógaþjálfuninni er að ná til sem flestra og mæta þörfum allra, líka þeirra sem telja að þeir séu of stirðir og halda að þeir geti ekki stundað jóga.“
„Mjölnir er orðinn partur af lífi mínu og fólkið sem hér starfar er fjölskyldan mín. Starf mitt hjá Mjölni hefur gert mig að meiri manneskju. Hér er afar gott andrúmsloft, heimilislegt og nándin er svo mikil. Hér líður mér best.“

Mjölnir er til húsa í Öskjuhlíðinni, að Flugvallarvegi 3-3a í Reykjavík.

Aðstaðan hjá Mjölni er hin glæsilegasta og er húsnæðið búið sex glæsilegum æfingasölum með lyftinga- og teygjuaðstöðu og félagsaðstöðu.

Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Myndband / Óskar Sveinsson
Mjölnir í samstarfi við Mannlíf

 

Kúrbítur er góður í súpur

|
|

Þessi súpa kemur verulega á óvart því kúrbítur er frekar bragðlítið hráefni. En með því að blanda basilíku, hvítlauk og smávegis af pipar saman við hann er orðin til ljúffengur málsverður. Kúrbítssneiðarnar gefa súpunni aukna fyllingu.

Kúrbítssúpa með basilíku og steiktum kúrbítssneiðum  
fyrir 4

500 g kúrbítur
1 græn paprika
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
2 msk. olía til steikingar
400 g grænmetissoð
1 ½ grænmetisteningur
¼ tsk. cayenne-pipar
sjávarsalt
150 ml rjómi
2-3 msk. balsamedik
hnefafylli fersk basilíka, söxuð

Skerið kúrbít, papriku, lauk og hvítlauk í grófa bita. Hitið olíu í potti og steikið grænmetið í nokkrar mínútur. Búið til soð úr heitu vatni og grænmetiskrafti og hellið yfir grænmetið. Kryddið með cayenne- pipar og saltið með sjávarsalti.

Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Bætið þá rjómanum, balsamedikinu og hluta af basilíkunni saman við. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bragðbætið með sjávarsalti og balsamediki.

Kúrbítssneiðar (meðlæti með súpunni)

u.þ.b. 200 g kúrbítur
sjávarsalt
pipar
olía til steikingar

Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, bragðbætið með salti og pipar og steikið á báðum hliðum þar til sneiðarnar eru gullinbrúnar.

Fallegt er að setja sneiðarnar ofan á súpuna og strá saxaðri basilíku yfir áður en hún er borin fram. Eins er fallegt að dreypa ólífuolíu yfir eins og gert er á mynd.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Óli Magg

Öll fæðingarplön fuku út um gluggann

Leikkonan Jessica Biel og tónlistarmaðurinn Justin Timberlake opna sig um fæðingu sonarins Silas, sem kom í heiminn í apríl árið 2015, í nýrri bók, Nanny to the Stars eftir Connie Simpson.

Í bókinni segja Jessica og Justin hafa reynt allt sem þau gátu til að eiga náttúrulega fæðingu en að öll plön hafi fokið út um gluggann þegar taka þurfti soninn úr móðurkviði með keisaraskurði.

„Fæðingarplanið okkar var alls ekki eðlilegt. Við vorum með tvær ljósmæður, eina dúlu, fórum í fæðingarhugleiðingartíma, lásum fullt af hippabókum um börn og áttum yndislegt heimili í Hollywood-hæðum sem við breyttum í fæðingaræfingarstöð sem við kölluðum Átthyrninginn. Þannig að, ekki beint eðlilegt,” stendur í bókinni.

Jessica viðurkennir að kröfur hennar um heilbrigðan og hreinan lífsstíl eftir að heim var komið með barnið hafi gert þau hjónin svolítið brjáluð.

„Þegar öll plönin okkar fuku út um gluggann og rólega og náttúrulega fæðingin sem við höfðum séð fyrir okkur endaði með ferð á spítalann og bráðakeisara, komum við heim dauðþreytt, vonsvikin og í algjöru áfalli. Ég var með allt lífrænt, eiturefnalaust, náttúrulega og hómópatískt á heilanum fyrir barnið okkar, sem kom í heiminn á skurðstofu. Og ég var einræðisherra og gerði mig og eiginmann minn brjáluð!” er haft eftir Jessicu í bókinni.

Goin’ on tour. #MOTWTOUR

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on

Jessica og Justin gengu í það heilaga í október árið 2012 og eignuðust frumburðinn Silas eins og áður segir í apríl þremur árum síðar. Þríeykið er nú á ferðalagi vegna tónleikaferðalags Justins, Man of the Woods.

Harðorð í garð fyrrverandi eiginmannsins

||
||

Big Bang Theory-leikkonan Kaley Cuoco opnar sig uppá gátt í nýjasta hefti tímaritsins Cosmopolitan. Talar hún meðal annars um hjónaband sitt og tennisstjörnunnar Ryan Sweeting, en þau skildu árið 2015 eftir tæplega tveggja ára hjónaband.

Forsíðustúlkan.

„Ég hélt í alvörunni að ég myndi aldrei gifta mig aftur. Minn fyrrverandi eyðilagði það orð fyrir mér. Ég giftist í fyrsta sinn manni sem breyttist algjörlega. Manneskjan sem ég endaði með var ekki manneskjan sem ég kynntist upphaflega. Og það var ekki mér að kenna – það var honum að kenna,” segir Kaley.

Kaley kynntist unnusta sínum, knapanum Karl Cook, sex mánuðum eftir að hún tilkynnti um skilnaðinn við Ryan.

Sumarleg.

„Ég vissi hvað ég þyrfti að gefa mikið af mér og hvað mig langaði í til baka. Ég vissi að ég þyrfti að vera þolinmóð og að ég þyrfti að ganga í gegnum ýmislegt, en það færði mig til Karls,” bætir leikkonan við.

Karl bað Kaley í desember á síðasta ári og deildi tilfinningaríku myndbandi af leikkonunni á Instagram þar sem hún sést gráta af gleði.

Í viðtali við Us Weekly í ágúst sagði Kaley að hún og Karl virkuðu vel saman því hún gæti grínast endalaust í honum og hann yrði aldrei reiður. Svo sagði hún að það skipti miklu máli að hann elskaði hunda og hesta.

„Það er alltaf á tékklistanum mínum. Verður að elska hunda er númer eitt og hann tikkaði í það box fljótlega og ég varð yfir mig ástfangin.”

Þjálfari Victoria’s Secret-fyrirsæta býður uppá góða æfingu

Stephen Pasterino þjálfar margar Victoria’s Secret-fyrirsætur og býður upp á þrælgóða, þrjátíu mínútna æfingu hér fyrir neðan.

Það þarf engin tól eða tæki til að gera æfinguna, sem einblínir á að styrkja rass og fótleggi og að byggja upp langa og stælta vöðva.

Passið að þið hafið nóg pláss heima í stofu og bíðið svo spennt eftir rass- og lærabrunanum!

Býr til brúðarkjóla úr klósettpappír

|||||||||
|||||||||

Samkvæmt Instagram-síðu hans er Jian Yang sá maður í heiminum sem á stærsta safnið af Barbie-dúkkum.

En Jian er um margt óvenjulegur karakter þar sem hann ferðast með dúkkurnar sínar um heiminn og býr til kjóla á þær úr klósettpappír og munnþurrkum sem hann finnur á hótelum.

Hann hefur til dæmis búið til fjölmarga brúðarkjóla á dúkkurnar sínar eins og sést á myndunum hér fyrir neðan, en fleiri myndir af ævintýrum Jian má sjá á Instagram.

Internetið elskar þessa bosmamiklu fyrirsætu

|
|

Fyrirsætan Eyo-Ephraim vakti gríðarlega mikil viðbrögð á internetinu í síðustu viku eftir að tískukeðjan ASOS birti myndir af henni í skærgulu og páskalegu bikiníi.

Sumarleg.

Eyo-Ephraim er það sem er kallað fyrirsæta í yfirstærð, en hún var ráðin sem ein af fyrirsætunum hjá ASOS fyrir sjö mánuðum síðan. Netverjar virðast elska þessa fallegu konu og því ljóst að hún á eftir að halda starfinu.

ASOS hefur lagt áherslu á að hvetja til jákvæðrar líkamsímyndar með því að hafa fjölbreytt úrval af fyrirsætum á sínum snærum. Fyrir fimm árum setti fyrirtækið föt á markað fyrir konur með línur og í fyrra lofaði fyrirtækið að það ætlaði ekki að breyta líkömum fyrirsæta í tölvum í auglýsingaskyni, þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vilja fagna fjölbreytileika og náttúrulegri fegurð.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur yndisleg tíst um Eyo-Ephraim í gula bikiníinu:

Sendi giftingar- og trúlofunarhringana í pósti við skilnaðinn

|||
AppleMark|||

Leikkonan Meghan Markle gengur að eiga Harry Bretaprins þann 19. maí næstkomandi. Meghan skildi við leikarann og framleiðandann Trevor Engelson árið 2013 eftir tveggja ára hjónaband, en í nýrri bók, Meghan, A Hollywood Princess eftir Andrew Morton, kemur fram að Trevor hafi ekki haft hugmynd um að erfiðleikar hafi verið í hjónabandinu þegar Meghan bað um skilnað. Þetta kemur fram í frétt The Times.

Meghan og Trevor.

„Trevor fór frá því að tilbiðja Meghan í, eins og einn vinur benti á, að líða eins og hann væri eitthvað sem væri fast við skósólann hennar,” skrifar Andrew í bókinni sem kom út fyrir stuttu.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið

Vinur parsins heldur því fram að hjónabandið hafi endað mjög skyndilega og að Meghan hafi sent trúlofunar- og giftingarhringana í pósti til Trevors. Annar vinur parsins, sem er nafnlaus í bókinni, segir einnig að ákvörðunin um að binda enda á hjónabandið hafi verið tekin af Meghan og hafi komið Trevor algjörlega í opna skjöldu.

Harry og Meghan eru ástfangin.

Heimildir Andrews herma að slitnað hafi uppúr hjónabandinu vegna þess hve mikið Trevor og Meghan voru í sundur, þar sem leikkonan eyddi miklum tíma í Toronto við tökur á sjónvarpsþáttunum Suits. Þá segir einnig í bókinni að ein af ástæðum þess að sambandið gekk ekki upp hafi verið að ferill Trevors var ekki á jafn hraðri uppleið og ferill Meghans.

Sjá einnig: Meghan Markle geislar í brúðarkjól

„Á meðan hennar frægðarsól reis var ferill eiginmanns hennar ekki uppá marga fiska,” skrifar Andrew í bókinni og bætir við að Trevor sé enn reiður yfir sambandsslitunum.

„Þó fimm ár séu liðin getur hann varla dulið reiði sína.”

Bókin um Meghan er nýkomin út.

Býr til mögnuð listaverk úr banönum

|||||||||
|||||||||

Stephan Brusche er listamaður sem búsettur er í Rotterdam í Hollandi. Stephan þessi hefur gefið banönum nýjan tilgang síðustu sjö árin og býr til mögnuð listaverk úr þessu holla millimáli.

Fyrsta bananalistaverkið sem Stephan bjó til var einfaldlega broskall á banana þegar honum leiddist í vinnunni og langaði að birta eitthvað sniðugt á Instagram.

Nú, sjö árum síðar, er Stephan með tæplega áttatíu þúsund fylgjendur á Instagram og greinilegt að fólk kann vel að meta bananalistina, en hér fyrir neðan má sjá nokkur af verkunum.

Níu ára hjónaband á enda

|
Mynd: Eurovision Song Contest|

Leikarahjónin Channing Tatum og Jenna Dewan Tatum hafa ákveðið að fara hvor í sína áttina en þau tilkynntu um skilnað sinn á Instagram í gær.

„Það er svolítið sem við viljum deila. Það er skrýtið að þurfa að deila slíkum fréttum með öllum en það eru afleiðingar þess lífs sem við höfum ákveðið að lifa, sem við erum einnig mjög þakklát fyrir,” stendur í yfirlýsingunni frá Channing og Jennu.

„Við erum að lifa ótrúlega tíma en þetta eru líka tímar þar sem hægt er að afbaka sannleikann og mynda öðruvísi staðreyndir. Þannig að við viljum deila sannleikanum svo þið vitið að ef þið lesið hann ekki hér þá er hann örugglega uppspuni,” halda fyrrverandi hjónin áfram.

Channing og Jenna eiga dótturina Everly, fjögurra ára, saman og segjast ætla að halda áfram að ala hana upp saman, þrátt fyrir skilnaðinn.

„Við höfum ákveðið að skilja sem par. Við urðum mjög ástfangin fyrir mörgum árum síðan og höfum átt fallega vegferð saman. Akkúrat ekkert hefur breyst um þá ást sem við berum til hvors annars, en ást er fallegt ævintýri sem ætlar nú að færa okkur hvort í sína áttina. Það eru engin leyndarmál né ljótir atburðir á bak við ákvörðun okkar – bara tveir bestu vinir sem gerðu sér grein fyrir því að þeir þurfa fjarlægð frá hvorum öðrum og ætla að hjálpa hvorum öðrum að lifa lífinu á sem fallegastan og skemmtilegastan hátt. Við erum enn fjölskylda og verðum enn ástríkir foreldrar Everly. Við ætlum ekki að tala meira um skilnaðinn og við þökkum öllum fyrirfram fyrir að virða það og einkalíf fjölskyldu okkar,” skrifa þau.

Channing og Jenna kynntust við tökur á myndinni Step Up árið 2006. Stuttu seinna byrjuðu þau saman og giftu sig síðan árið 2009. Þau sáust síðast saman opinberlega á Nickelodeon Kids’ Choice-verðlaunahátíðinni þann 24. mars síðastliðinn.

Hélt rosalegt páskapartí

Raunveruleikastjarnan og frumkvöðullinn Kylie Jenner hélt alveg hreint magnað páskapartí um páskana. Auðvitað deildi Kylie herlegheitunum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum, en mikið var lagt upp úr skreytingum og veitingum í teitinu.

Kylie eignaðist nýverið sitt fyrsta barn, dótturina Stormi Webster, með kærasta sínum Travis Scott, og því var mikið lagt upp úr skemmtilegu krakkaborði í teitinu:

KIDS TABLE (4/1/18)

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Sjá einnig: Deilir fyrstu nærmyndinni af frumburðinum.

Og auðvitað voru líka leiktæki til að halda öllum hressum:

Big kids! 4/1/18

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Veitingarnar voru stórglæsilegar:

Kylie’s Easter 2018? (4/1/18)

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Geggjuð kaka:

The cutest Easter celebration! 4/1/18

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Og partí er að sjálfsögðu ekki fullkomnað nema með Rice Krispies-góðgæti:

Yummy (4/1/18)

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Nokkrir kokteilar setja punktinn yfir i-ið:

4/1/18

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Falleg fjölskylda sátt með góðan dag:

Stormi’s first Easter!! ?? 4/1/18

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on

Dagurinn á fæðingardeildinni kostar tæpa milljón

||
||

Nú líður senn að því að Kate Middleton, hertogynjan af Cambridge, og Vilhjálmur Bretaprins eignist sitt þriðja barn, en fyrir eiga þau soninn George, sem er fæddur árið 2013, og dótturina Charlotte, sem kom í heiminn árið 2015. Kate er sett þann 23. apríl næstkomandi en búið er að staðfesta að hún muni eiga barnið í lúxussvítu á St. Mary’s sjúkrahúsinu í Paddington í London, líkt og með fyrri börnin.

Samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly kostar dagurinn í svítunni tæplega 9700 dollara, eða rétt tæplega milljón íslenskra króna. Sömu heimildir herma að svítan hafi verið lokuð síðan um miðjan mars á þessu ári og að gætt sé fyllsta öryggis í aðdraganda konunglegrar fæðingar.

Hjónin undirbúa fæðingu þriðja barnsins.

„Öryggisverðir fara reglulega yfir herbergið sem er síðan innsiglað með límbandi. Þetta er mikil öryggisaðgerð. Jafnvel rýmið fyrir ofan herbergið er skoðað reglulega,” segir heimildarmaður tímaritsins.

Annar heimildarmaður segir alla fæðinguna skipulagða frá A til Ö, jafnvel meira en þær fyrri.

„Allt er planað niður í minnstu smáatriði,” segir hann og bætir við að það sé sérstakt barnateymi á vakt í Kensington-höll sem bíður þess að hríðir fari af stað.

Fjögur verða bráðum fimm.

Meðal þeirra sem eru í teyminu er Carole, móðir Kate, og sér hún um að allt sé tilbúið fyrir stóra daginn, hvort sem það er fjölmiðlaplan eða allt er varðar sjúkrahúsið.

„Það er varaáætlun fyrir allt,” segir heimildarmaðurinn.

Með fylgir svo áætlun fyrir fæðinguna, en þegar Kate fer á stað munu þau Vilhjálmur keyra beint frá höllinni á spítalann, sem er aðeins í þriggja kílómetra fjarlægð eða svo. Spítalanum verður gert viðvart aðeins nokkrum mínútum áður en hjónin koma á staðinn til að sporna gegn því að fjölmiðlar fái veður af fæðingunni.

Carole stendur vaktina í Kensington-höll á meðan og hugsar um systkinin George og Charlotte. Þegar barnið kemur síðan í heiminn verður tilkynning sett á stand fyrir utan Buckingham-höll, en fæðingin verður einnig tilkynnt á samfélagsmiðlum. Gert er ráð fyrir að Kate snúi aftur heim með hvítvoðunginn sama dag eða næsta morgun eftir fæðinguna.

Selja samfesting á tvær og hálfa milljón

||
||

Fatarisinn Juicy Couture hefur tekið höndum saman við Swarovski í nýrri línu sem væntanleg er í verslanir í næsta mánuði.

Meðal þess sem er í línunni er samfestingur alsettur kristöllum frá Swarovski. Talið er að samfestingurinn muni kostar rúmlega 25 þúsund dollara, eða um það bil tvær og hálfa milljón króna.

Rándýr samfestingur.

Þó að almenningur geti ekki enn keypt þessa dásemd hafa fáar, útvaldar stjörnur fengið að spóka sig um í samfestingnum. Söngkonan Katy Perry klæddist einum slíkum á tónleikaferðalagi sínu í janúar og Lady Gaga steig á svið í samfestingnum umrædda á tónleikum í fyrra, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi:

Woohoooooo✨?⭐️ @ladygaga in #Look42 #Spring2018 #JuicyCouture ✨?⭐️

A post shared by Jamie Mizrahi (@sweetbabyjamie) on

Þeir sem eiga aðeins minna veski þurfa ekki að örvænta því Juicy Couture og Swarovski hafa líka framleitt fallega íþróttagalla sem kosta frá 275 dollurum, um 27 þúsund krónum. Þrjár tegundir verða af göllunum og kemur fyrsta týpan í verslanir í næstu viku.

Íþróttagallarnir eru líka smart.

„Ég stal þessum hundi ekki”

||||
||||

„Ég hef aldrei sagt neitt ljótt um Ernu. Ég og maðurinn minn höfum hins vegar reynt að aðstoða hana eins mikið og við höfum getað því ég þekki þessa tegund nokkuð vel. En hún hefur því miður ekki tekið því með jákvæðu hugarfari og oftast snúið því við,” segir hundaræktandinn og grunnskólakennarinn Larisa Viktorsdóttir.

Larisa segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti eftir að viðtal við annan hundaræktanda, Ernu Christiansen, birtist á vef Mannlífs, en bæði Erna og Larisa rækta hunda af tegundinni Russian Toy. Í viðtalinu sagði Erna frá einelti sem hún hefur þurft að þola innan hundasamfélagsins, en vændi einnig annan hundaræktanda um þjófnað.

„Ég var búin að greiða fyrir hund úti í Rússlandi og bað annan ræktanda um hjálp með rússneskuna, þar sem ræktandinn skildi litla ensku. Það endar á því að rússneski ræktandinn hættir að tala við mig og fékk ég loks að vita að hann væri hættur við að láta mig fá hundinn. Síðan kemur í ljós að ræktandinn sem ég bað um hjálp frá hafði í raun stolið af mér hundinum og flutti hann inn sjálfur,” lét Erna hafa eftir sér í umræddu viðtali. Larisa segir þessum orðum beint að sér, enda sé hún eini aðri ræktandi Russian Toy á Íslandi sem talar rússnesku þar sem hún er af rússnesku bergi brotin.

Hundurinn auglýstur til sölu

Hér er skjáskot af hundaauglýsingunni umræddu.

„Ég stal þessum hundi ekki. Ræktandinn auglýsti hundinn á Facebook í maí á síðasta ári. Hann var auglýstur til sölu á Facebook 16. maí 2017. Það sést hér á mynd sem ég sendi með. Sagðist hún vera hætt við að selja Ernu hann og hún skyldi selja mér hann í staðinn. Af hverju hún hætti við að selja hann til Ernu veit ég ekki. Ég reyndi að spyrja ræktandann af hverju en hún sagði að þetta væri mál á milli sín og Ernu. Meira veit ég ekki,” segir Larisa og ítrekar þá aðstoð sem hún hefur boðið Ernu.

„Ég og maðurinn minn meira að segja tókum að okkur ræktanda sem kom til landsins með hund fyrir Ernu og hún hafði ekki tíma til að sinna. Sá ræktandi hafði upp á mér og hringdi grátandi í mig og spurði hvort ég gæti sýnt henni um. Hún var peningalítil og nánast mállaus því hún talar ekki mikla ensku. Sá ræktandi vildi taka hundinn sem hún kom með til baka en ég sagði henni að hann yrði í lagi því Ernu þætti vænt um dýrin sín. Sá hundur lenti í slysi strax eftir einangrun og reyndi ég að styðja hana meðal annars með peningum fyrir aðgerð á hundinum, en hún bað um aðstoð á netinu. Þess vegna finnst mér ekki rétt hvernig hún talar um mig í greininni. Við bentum henni á lögmann sem hjálpaði henni þegar MAST vildi svæfa tík sem hún átti og kom sprautulaus til landsins í einangrun. Þannig að tíkin var send úr landi og komst til baka eftir mánuð. Við reyndum að hjálpa henni eins mikið og við gátum. Það getur verið að aðrir hafi talað illa um hana en við reyndum að standa með henni. En hún fer sínar eigin leiðir svo það er erfitt,” segir Larisa. Hún segir að eftir að kaupin gengu í gegn hafi Erna hætt að tala við sig og eiginmann sinn.

„Hún byrjaði að tala illa um okkur og kalla okkur ljótum nöfnum, sem og aðra ræktendur. Ég er kennari og stend ekki í svona samskiptum við fólk. Ég var búin að gefa henni góð ráð um ræktun og stinga uppá því að við gætum unnið saman, en hún tók öllu eins og við værum á móti henni. Ég bara skil þetta ekki. Mér líður mjög illa yfir þessu og ég var mjög sár að hún skildi segja þetta í greininni. Maðurinn minn sagði mér að taka þetta ekki nærri mér en á mjög erfitt með það. Þetta niðurlægði mig fyrst og fremst og mér finnst ekki rétt af henni að vera að deila þessari grein á hinum ýmsu samfélagsmiðlum,” segir Larisa.

Mikið um baktal

Larisu þykir afar vænt um hundana sína.

Larisa hefur verið í hundaræktun í rúm tvö ár hér á Íslandi og segist hafa fundið vel fyrir því hvað þessi hundaheimur getur verið harður.

„Að rækta hunda er ekki bara dans á rósum,” segir Larisa og vísar í tvennt; að það sé hörkuvinna að vera hundaræktandi en líka að mikið sé um baktal í hundasamfélaginu.

„Kannski er það öfundsýki sem veldur þessum núningi á milli fólks og baktali. Ég bara veit það ekki. Ég upplifi það þannig að sumir innan hundasamfélagsins tala ekki einu sinni við mig. Ég stakk upp á því að við þrjár sem ræktum Russian Toy á Íslandi myndum hittast og tala saman, þar sem Russian Toy er ný tegund á Íslandi. En ekkert varð úr því, því miður, þannig að hvað get ég gert? Ég stend þá bara ein með sjálfri mér því ég er ekki fyrir það að standa í erjum við fólk. Erna sagðist ætla að kaupa marga hunda og vera númer eitt á Íslandi, sem er gott og blessað. En síðan spurði hún hvort ég vildi lána henni rakka undir tíkina sína og ég sagðist ekki vilja það strax því ég hefði keypt þennan rakka fyrir tíkina mína. Ég sagði það með vinsemd og virðingu en síðan kom greinina þar sem hún vændi mig um þjófnað,” segir Larisa og heldur áfram.

Á tegundarkynningu í Garðheimum.

„Það kom mér á óvart hvað Russian Toy hefur vakið mikinn áhuga hjá fólki hér á landi og mér finnst gaman hvað ég fæ mikið af spurningum um tegundina í gegnum Facebook. Í ræktuninni minni RustoyIceland legg ég áherslu á að vera með fáa en góða hunda. Því þetta er mikil vinna og tímafrek. Það þarf að hugsa mjög vel um hundana, leyfa þeim að aðlagast heimilinu og hverfinu og þar fram eftir götunum. Það getur líka verið erfitt að vera með hunda og tíkur því það getur orðið mikill hasar á heimilinu þegar tíkurnar eru á lóðaríi,” segir Larisa og hlær.

Lítur framhjá erfiðleikunum

Larisa veit ekki hve lengi hún ætlar að halda áfram í hundaræktun og ætlar að leyfa tímanum að leiða það í ljós. Hún hefur alist upp með hundum allt sitt líf.

„Þetta er mitt áhugamál og ég sinni því af mikilli ánægju og ég lít framhjá erfiðleikunum sem geta fylgt. Ég man vel eftir því þegar ég fór á markaðinn í heimaborg minni og þar voru til sölu þessir krúttlegu, litlu hnoðrar með þessi stóru eyru og augu. Ég hef því verið heilluð af tegundinni í fjölda ára. Síðan ég kom til Íslands hefur það verið draumur minn að flytja Russian Toy inn hingað. Það var svo fyrir þremur árum að ég keypti minn fyrsta Russian Toy. Það má segja að einn stærsti galli þessarar tegundar sé að um leið og fyrsti hvolpurinn kemur á heimilið, langar mann strax í annan. Börnin mín eru farin af heimilinu, svo hundarnir fá alla þá athygli sem þeir þurfa og mikla ást og umhyggju,” segir Larisa.

Litlir hundar með stór hjörtu

Það stendur ekki á svörunum þegar blaðamaður spyr hvað það sé nákvæmlega sem heilli hana svo við Russian Toy hunda.

„Russian Toy eru skemmtilegir hundar, alltaf glaðir og mjög lifandi. Allt frá upphafi ræktunar þeirra hafa þeir verið þjálfaðir til rottuveiða og sem varðhundar og er því lærdómsgenið í þeim mjög virkt. Vegna þessa er mjög auðvelt að þjálfa Russian Toy og kenna honum. Margir sem koma og skoða þá eru mjög hissa á því hversu duglegir þeir eru. Einnig eru þeir mjög heilsuhraustir og ekki er vitað um að þeir valdi neinum ofnæmum og fara þeir lítið úr hárum. Svo las ég í grein að þeir séu góðir félagar fyrir börn með einhverfu þar sem þeir eru mjög trúir og passasamir á eigendur sína,” segir Larisa og heldur áfram.

Russian Toy eru með stór hjörtu – og eyru og augu.

„Það getur komið fyrir að það þurfi að passa Russian Toy í göngutúrum því þeir verja eiganda sinn ef þeir telja honum ógnað. Russian Toy er mjög góður fjölskylduhundur og verður mjög hændur að eiganda sínum. Hann passar öllum aldurshópum, bæði börnum og fullorðnum. Hann er tilvalinn félagi fyrir alla. Hann elskar að fara með eiganda sínum hvert sem er og vill helst ekki víkja frá honum. Þegar eigandi fer í göngutúr vill hann koma með og þegar eigandinn hvílir sig eftir á hvílir hundurinn sig einnig. Hann vill gera allt það sama og eigandinn gerir. Þetta eru litlir hundar með stór hjörtu.”

Myndir / Úr einkasafni

Fullkomin æfing eftir páskaeggjaát

Hér fyrir neðan er að finna þrjátíu mínútna æfingu úr smiðju þjálfarans Sydney Benner. Æfingin blandar saman dansi og jóga og er mjög hressandi, sérstaklega eftir endalausar majónes fermingar og páskaeggjaát.

Gott er að vera með dýnu þegar æfingin er gerð, en auðvelt er að gera hana heima í stofu með nóg pláss til að hoppa og skoppa. Í myndbandinu nota konurnar einnig létt handlóð, en auðvelt er að skipta þeim út fyrir tvær hálfslítra, eða eins lítra, flöskur fullar af vatni.

Góða skemmtun!

Svona á að krulla hárið með sléttujárni

Það er algjörlega óþarfi að fjárfesta í krullujárni ef maður á sléttujárni, ef marka má meðfylgjandi myndband frá tímaritinu Cosmopolitan. Í því er farið yfir það skref fyrir skref hvernig hægt er að krulla hár með sléttujárni.

Mikilvægt er að spreyja hitavörn í hárið áður en sléttujárnið snertir það, en sérstaka hitavörn fyrir hárið er hægt að fá á nær öllum hárgreiðslustofum.

Tæknin við að krulla hárið er líka lykilatriði, en vel er farið yfir hana í myndbandinu hér fyrir neðan.

„Ég varð ástfangin af konu”

Leikkonan, söngkonan og fyrrverandi Disney-stjarnan Alyson Stoner skrifar einlægan pistil á heimasíðu Teen Vogue um kynhneigð sína.

Alyson segist ekki vilja skilgreina kynhneigð sína, en að hún dragist jafnt að körlum, konum og fólki sem ekki skilgreinir kynhneigð sína. Í pistlinum skrifar hún einnig um fyrsta skiptið sem hún hreifst af konu. Alyson var boðið í dansvinnubúðir og varð strax mjög hrifin af kennaranum, sem var kona.

„Eftir að mig svimaði við að snúa mér kom hún til mín til að leiðrétta líkamsstöðu mína. Hjarta mitt sló ótt og títt og mér varð heitt. Var ég óstyrk að mistakast fyrir framan atvinnumanninn? Var ég móð því ég var ekki í formi? Brosið hennar var það rafmagnaðasta sem ég hafði nokkurn tímann séð,” skrifar Alyson. Hún bætir við að hún hafi fljótlega skilið að þessar tilfinningar væru ekki platónskar.

„Ég fattaði að mér hafði aldrei liðið svona um karlmann, né hafði mér liðið vel að deita stráka. Þegar ég spái í því þá horfði ég meira á líkama kvenna.”

Dæmi um sanna ást

Alyson byrjaði að eyða meiri tíma með kennaranum fyrrnefnda.

„Hún og ég byrjuðum að hanga saman og senda hvor annarri skilaboð á morgnana. Síðan elduðum við saman og horfðum á Orange is the New Black. Síðan pústuðum við og studdum hvor aðra. Svo kúrðum við. Síðan kysstumst við og kysstumst meira. Ókei, við vorum í sambandi. Ég varð ástfangin af konu,” skrifar hún.

Alyson skrifar í pistlinum að hún hafi reynt að afneita þessum tilfinningum, aðallega út af fordómum í garð hinsegin fólks. Hún skrifar jafnframt að henni hafi aldrei liðið jafn mikið sem sitt sanna sjálf eins og í sambandi með kennaranum.

„Hún styrkti mig og veitti mér innblástur og bjó til pláss fyrir mig að uppgötva sjálfa mig án þess að dæma. Við vorum dæmi um sanna ást,” skrifar Alyson, en pistilinn í heild sinni má lesa á vefsíðu Teen Vogue.

Uppdekkað páskaborð – eggin lituð með rauðkáli!

Guðrún Lára Pétursdóttir er einstakur fagurkeri búsettur í gamla Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Hún var alveg til í að dekka upp páskaborð fyrir Hús og híbýli sem er innblásið af vorinu og páskahátíðinni sem framundan er.

„Páskarnir eru vorhátíð þar sem við fögnum því að sjá fyrir endann á vetrinum. Blár himininn, grænt gras og blóm. Ég reyndi að endurspegla þetta í litunum; grænir tónar og pastelbleikt ráða ríkjum en pastelliti tengi ég við vorið. Ég vildi ekki hafa þetta of formfast heldur afslappað”.

Blóm ómissandi á borðið

Hvað er að þínu viti ómissandi þegar borð er dekkað upp?

„Blóm, ef ég er að gera fínt. Það virðist vera alveg sama hvar ég bý, ég verð alltaf málkunnug afgreiðslufólki í nærliggjandi blómabúðum mjög fljótlega. Ég fer langmest í Blómagallerí á Hagamel. Þær eru duglegar að kaupa inn falleg blóm sem eru ekki til hvar sem er. Ég bjó lengi í Svíþjóð, þannig að fyrir mér er vorið blómstrandi kirsuberjagreinar, asíusóleyjar og anemónur og þær sjá um að uppfylla þessar þarfir mínar fyrir skandinavískt vor”.

Eggin lituð með rauðkáli

Guðrún notast mikið við náttúruefni eins og hör en bæði dúkurinn á borðinu og servíetturnar eru úr því efni. Stellinu, sem er frá Royal Copenhagen, hefur Guðrún safnað í gegnum árin og keypti hún grunninn „second hand” en blandar honum oft saman við nýrri hluti á mjög smekklegan hátt. Glösin eru keypt í sænskri antikbúð. Eggin á borðinu litaði Guðrún síðan sjálf með rauðkáli og hún segir uppskriftina vera einfalda:

„Ég saxaði niður rauðkál og sauð það í vatni í um 40 mínútur, þá slökkti ég undir og lét það kólna. Svo tók ég rauðkálið upp úr, bætti hvítvínsediki í vökvann og setti ég eggin ofan í. Fyrstu eggin tók ég upp úr eftir um það bil 90 mínútur en þau sem voru lengst í vökvanum voru þar yfir nótt. Því lengur sem eggin eru í vökvanum því dekkri verða þau og þótt vökvinn sé dökkfjólublá verða eggin grænblá á litinn,” segir Guðrún.

Lífið í lit

Seint á síðasta ári kom út bókin Lífið í lit í þýðingu Guðrúnar Láru og var ekki hægt að ljúka heimsókninni án þess að minnast á þá frábæru bók sem er skrifuð af Dagny Thurmann-Moe litasérfræðingi. Guðrún segir að bókin hafi breytt miklu í hennar lífi, ásamt því að vera frábært uppflettirit, enda tekur hún á öllu því sem við kemur litum í lífinu almennt, inniheldur mikinn fróðleik og gefur góða leiðsögn um litanotkun.

„Þegar ég fékk bókina fyrst þá var ég búin að vera að spá í að mála hjá mér og var með bláar málningaprufur en eftir lesturinn langaði mig að nota liti meira. Ég vil helst ekki mála í tískulitum annað hvert ár og fannst því mikilvægt að reyna að átta mig á því hvaða litir höfða til mín svona almennt. Blár hefur alltaf verið uppáhaldsliturinn minn og þess vegna valdi ég að mála stofurnar bláar. Blár fer líka svo vel við innbúið mitt,“ segir Guðrún.

Fleiri myndir má sjá í glænýju og spennandi Hús og híbýli sem kom út 28. mars!

Texti / Stefanía Albertsdóttir
Ljósmyndari / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Súkkulaðikleinuhringir með kaffikremi

kleinuhringur

Bakaðir kleinuhringir eru fljótlegir og auðveldir í bakstri en geta litið út eins og mikið hafi verið fyrir þeim haft með því að dýfa þeim ofan í krem og skreyta. Þeir eru góðir í kaffiboðið og slá alltaf í gegn hjá yngri kynslóðinni.

Súkkulaðikleinuhringir
6 stórir kleinuhringir

120 g hveiti
30 g kakó
½ tsk. matarsódi
½ tsk. salt
130 ml hrein ab-mjólk
100 g púðursykur
1 egg
1 tsk. vanilludropar
60 g ósaltað smjör, brætt

Hitið ofninn í 170°C. Hrærið saman hveiti, kakó, matarsóda og salt í stórri skál. Hrærið saman ab-mjólk, púðursykur, egg, vanillu og brætt smjör í annarri meðalstórri skál. Búið til holu í miðju þurrefnanna og hellið síðan blautefnunum ofan í. Blandið vel saman með sleikju en passið að hræra deigið ekki of mikið því þá verða kleinuhringirnir of stífir og þéttir í sér. Setjið deigið ofan í sprautupoka (einnig er hægt að nota Ziplock-poka). Klippið gat neðst á pokann (í horninu ef notaður er Ziplock-poki) og skiptið deiginu jafnt ofan í bökunarmótið. Einnig má nota tvær skeiðar til að fylla mótið. Bankið mótinu ákveðið á borðplötuna til að losa um loftbólur í deiginu. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur eða þar til kleinuhringirnir hafa bakast í gegn. Setjið á grind og látið kólna í 10 mínútur áður en þeim er hvolft úr mótinu. Raðið kleinuhringjunum á grindina og látið kólna alveg.

Kaffikrem
100 g rjómaostur, við stofuhita
10 g kakó
2 msk. kaffi, sterkt
1 tsk. vanilludropar
100-150 g flórsykur

Þeytið rjómaostinn þar til hann er orðinn alveg sléttur og laus við alla kekki. Hellið kakóinu, kaffinu og vanilludropunum út í og blandið vel saman. Sigtið flórsykurinn í skál og hrærið saman við kremið smám saman eða þar til kremið er orðið ágætlega þykkt en þó seigfljótandi. Ef kremið er mjög þykkt þá má bæta við smávegis meira kaffi eða mjólk til að þynna það. Athugið að kannski þarf ekki að nota allan flórsykurinn til að ná réttri áferð.
Gott er að skreyta kleinuhringina með súkkulaðispæni og sigtuðu kakói.

Umsjón/Nanna Teitsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir/Aldís Pálsdóttir

Raddir