Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Eftirtektarverðar forsíður

Fagleg og falleg vinna liggur að baki hverri forsíðu Vikunnar.

Að baki hverri forsíðu Vikunnar liggur mikil vinna. Fyrst er að finna viðmælanda, setja sig inn í hugarheim hans og sögu en síðan að kalla viðkomandi í myndatöku. Reynt er af fremsta megni að laða fram persónuleikann í myndinni og ljósmyndari, stílisti, förðunarfræðingur og blaðamaður vinna saman til að ná því marki. Stundum tekst óvenjulega vel til og hér eru nokkrar eftirtektarverðar forsíður.

„Ástin kviknaði í Sjallanum“

Salka Sól Eyfeld er flestum Íslendingum kunn. Hún hefur verið reglulega í sjónvarpi landsmanna undanfarnar vikur í þættinum The Voice Ísland og um þar síðustu helgi sigraði hennar keppandi, Karitas Harpa Davíðsdóttir.

Hún er sannkallaður þúsundþjalasmiður; söngkona, lagahöfundur, rappari, útvarpskona, dómari, kærasta og svo margt fleira.

Forsíðumynd: Aldís Pálsdóttir
Förðun, hár og stílisering: Herdís Mjöll Eiríksdóttir

________________________________________________________

„Húmor er vanmetið vopn”

Ágústa Eva Erlendsdóttir var í óða önn að gera upp æskuheimili sitt í Hveragerði þegar Vikan sótti hana heim. Hún er hér í einlægu og fallegu viðtali um húsaviðgerðir, keppnisskap, ástina og velgengni.

Ágústa Eva hefur glímt við vanheilsu í kjölfar alvarlegs slyss sem hún varð fyrir á bílaþvottastöð en er nú að ná sér á strik aftur og tilkynnti stuttu eftir að viðtalið fór fram að hún bæri barn undir belti.

Hún býr nú í Barcelona ásamt ástinni sinni og tveimur börnum.

Forsíðumynd: Íris Dögg Einarsdóttir
Förðun og stílisering: Helga Kristjáns

________________________________________________________

„Við höfum sofið hjá sama fólkinu trekk í trekk”

Hinar stórskemmtilegu Reykjavíkurdætur létu gamminn geisa í hressilegu forsíðuviðtali þar sem allt var látið flakka. Síðastliðið vor stigu þær á svið í Borgarleikhúsinu og fengu þar að leika þar lausum hala.  Sýningin var skemmtileg blanda af rappi og einlægum frásögnum rappettnanna en von er á að hópurinn endurtaki leikinn í ár og stigi aftur á litla svið Borgarleikhússins.

Forsíðumynd: Hallur Karlsson
Förðun: Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir og Natalie Hamzehpour
Stílisering: Jóhanna Rakel Jónasdóttir

________________________________________________________

„Harmleikur færði fjölskylduna saman”

Aníta Ísey Jónsdóttir lærði snemma að taka stórar ákvarðanir. Fimmtán ára stýrði hún fyrstu uppskerusýningu ballettskóla fjölskyldu sinnar og hefur undanfarin tvö ár séð um sviðsframkomu keppenda í Miss Universe Iceland en keppin var haldin í september síðastliðnum. Fyrr á árinu missti Aníta ungan bróður sinn í hörmulegu slysi í Hveragerði og segir dauða hans hafa fært fjölskylduna saman.
Forsíðumynd og myndvinnsla: Aldís Pálsdóttir
Förðun: Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir

________________________________________________________

„Mér hefur alltaf verið skítsama um kynlíf”

Sonja Bjarnadóttir hefur aldrei skilgreint sig út frá kynhneigð. Hún hafnar því að kynhvöt sé ákvörðun en segist hafa lært að skilgreina sig rétt. Sonja er eikynhneigð en segir hugtakið vefjast fyrir flestum. Hún steig fram í opinskáu viðtali og útskýrði sína hlið.

Forsíðumynd og myndvinnsla: Aldís Pálsdóttir
Förðun: Helga Sæunn Þorkelsdóttir

 

Ostabakki í partýið

|
|

Fullkomnaðu ostabakkann með þessu góðgæti.

Smjörkurnar eru fyrir miðju. Vínberin neðst til vinstri og kryddmaukið efst til hægri.

ANANAS-KRYDDMAUK

Ananas kryddmauk er mjög gott með ostum, það passar líka vel sem meðlæti með kjöti og indverskum mat. Prófið að setja svolítið af ananaskryddmauki á skinkupítsu, það smakkast mjög vel.

olía til steikingar

4-6 skalotlaukar, smátt saxaðir

2 rauð chili-aldin, smátt skorin

1 ferskur ananas, afhýddur, kjarnhreinsaður og skorinn í bita

1 1/2 dl púðursykur

1 dl hrísgrjónaedik

1 msk. ferskt engifer, fínt rifið

1 1/2 tsk. karríduft

3-4 dl vatn, meira ef þarf

1/2 tsk. gróft sjávarsalt

nýmalaður svartur pipar

Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við meðalhita þannig að hann verði mjúkur og glær, en brenni ekki. Bætið chili saman við ásamt ananas. Steikið í 5-10 mín. Setjið þá púðursykur og hrísgrjónaedik saman við ásamt engifer og karrídufti. Bætið vatni út í og látið sjóða í 30-40 mín. Eða þar til ananasinn er orðinn vel mjúkur og allt vatnið gufað upp. Mögulega þarf að bæta vatni á pönnuna til þess að maukið nái að sjóða nógu lengi. Bragðbætið með salti og pipar.

KRYDDLEGIN VÍNBER

u.þ.b. 400 g steinlaus vínber

3 dl hvítvín

2 msk. ljóst balsamedik

1 msk. sykur

3 greinar ferskt rósmarín

3-4 greinar ferskt tímían

Skolið vínberin og þerrið. Setjið þau í krukku með restinni af hráefninu og látið standa í kæli í 1-2 sólarhringa. Berin geymast í allt að viku í kæli. Þegar búið er að borða öll berin má gjarnan nota kryddlöginn í sósur eða súpur eða setja hann í frystipoka og nota síðan í matargerð.

SMJÖRKEX MEÐ DÖÐLUM OG PEKANHNETUM

u.þ.b. 30 stk.

Mjög fljótlegt er að skella í þetta kex, sérstaklega ef notað er ófrosið smjördeig sem hægt er að kaupa útflatt og upprúllað. Það er best nýbakað eða samdægurs því það geymist ekkert sérstaklega vel.

270 g smjördeig

6 döðlur, smátt skornar

20-30 g pekanhnetur, gróft skornar

1 eggjarauða

gróft sjávarsalt

Stillið ofn á 180°C. Hitið pönnu og ristið pekanhneturnar. Fletjið deigið út ef þarf, stráið döðlum og pekanhnetum yfir og brjótið í tvennt. Rúllið létt með kökukefli yfir deigið þannig að það festist vel saman. Pikkið með gaffli og skerið út kexkökur. Penslið með eggjarauðu, stráið svolitlu salti yfir og bakið í u.þ.b. 10 mín. eða þar til kökurnar hafa tekið fallegan lit.

Texti / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Bragi Jósefsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Nýr kisi

Hvaða ráðstafanir þarf að gera þegar köttur er tekinn inn á heimilið?

Í kattasamþykkt höfuðborgarinnar er ákvæði um að allir kettir skulu merktir með örmerki.

Bólusetning
Við fæðingu eru kettlingar verndaðir gegn mörgum smitsjúkdómum með mótefnum, sem þeir fá í gegnum broddmjólk móðurinnar fyrstu klukkutímana eftir fæðingu. Mótefnin frá móðurinni lækka smám saman í blóði kettlingsins uns eigin mótefnamyndun hans tekur alfarið yfir. Við 8-12 vikna aldur hafa mótefnin lækkað það mikið að kominn er tími fyrir fyrstu bólusetningu. Til að örva mótefnamyndun kettlingsins eins mikið og hægt er skal endurtaka bólusetninguna 3-4 vikum síðar. Bólusett er við kattafári, kattainflúensu og klamidíu.

Örmerking
Í kattasamþykkt höfuðborgarinnar er ákvæði um að allir kettir skulu merktir með örmerki. Örmerki er örlítill kubbur sem er settur undir húð og virkar líkt og strikamerki. Örmerking er ávallt gerð af dýralæknum og best er að láta framkvæma hana um leið og gelding eða ófrjósemisaðgerð er gerð.

Ormahreinsun
Nauðsynlegt er að ormhreinsa ketti reglulega, helst tvisvar á ári, því ormar geta smitast í önnur gæludýr á heimilinu og jafnvel heimilisfólk. Kettlinga þarf skilyrðislaust að ormahreinsa jafnvel með styttra millibili en fullorðna ketti. Einnig er vert að benda á að mikla veiðiketti þarf að ormahreinsa með skemmra millibili heldur en ketti sem eru friðarsinnar eða innikisar. Best er að hafa samráð við dýralækni um skipulagningu ormahreinsunar fyrir köttinn þinn.

Ófrjósemisaðgerð
Þeir sem eiga læður þurfa að láta framkvæma slíka aðgerð á henni ef þeir vilja ekki að hún verði óvænt kettlingafull. Með nútímatækni og -deyfingaraðferðum við skurðaðgerðir eru ófrjósemisaðgerðir yfirleitt öruggar og án vandkvæða. Nokkrum dögum eftir aðgerðina eru flestir kettir farnir að hegða sér eins og ekkert hafi í skorist. Þó að það sé ekki jafnbrýnt þá er líka mælst til þess að gerðar séu ófrjósemisaðgerðir á fressum.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Ilmandi vellíðan

Ilmolíur eru notaðar bæði til yndisauka og til að bæta andlega og líkamlega heilsu.

Lavender, eða lofnarblóm eins og það heitir á íslensku, hefur róandi áhrif á líkama og sál.

Auk ilmsins eru þær sagðar bera með sér eiginleika plöntunnar sem þær eru unnar úr. Þær hafa því marga mismunandi eiginleika og eru notaðar til að meðhöndla ýmsa ólíka kvilla. Þó vissulega megi deila um virkni eða lækningarmátt ilmolía er vert að hafa í huga að þær auka einnig vellíðan og róa hugann sem er alls ekkert sjálfgefið. Ilmolíur geta hentað misvel fyrir hvern og einn, því er best að prófa sig áfram og finna hvað hentar sér. Gæta þarf að nota eingöngu náttúrulegar ilmkjarnaolíur (e. essential oils) en ekki olíur með ilmefnum, því þær hafa ekki sömu virkni. Hér eru nokkrar ilmolíur sem geta komið að góðu gagni í vetur og til hvers má nota þær.

Lavender
Lavender, eða lofnarblóm eins og það heitir á íslensku, hefur róandi áhrif á líkama og sál. Gott er að setja nokkra dropa undir koddann til að tryggja væran nætursvefn en einnig er hægt að bæta henni í baðið, í bland við aðra góða olíu, til að eiga slakandi og endurnærandi stund. Lavender er einnig talin bakteríu- og sveppadrepandi svo hún getur reynst góð fyrir þá sem eiga við einhvers konar húðvandamál að stríða en ekki má nota hana óþynnta beint á húð.

Eucalyptus-plantan virkarvel á vöðva- og liðverki og er oft meðal innihaldsefna í hitakremum og bólgudrepandi krem.

Eucalyptus
Eucalyptus-plantan frá Ástralíu er talin bæði bólgueyðandi og stíflulosandi. Hún virkar því vel á vöðva- og liðverki og er oft meðal innihaldsefna í hitakremum og bólgudrepandi krem.
Hún getur einnig verið góð fyrir lungu og kinnholur; til dæmis til að anda að sér og losa um stíflur. Settu þrjá til sex dropa í skál af heitu vatni, breiddu handklæði yfir höfuðið og andaðu gufunni að þér í nokkrar mínútur.

Kamilla
Kamilluolía er best þekkt fyrir róandi og slakandi áhrif sín en er mildari en lavender og má því nota á börn.
Gott er að setja dropa undir koddann hjá börnunum fyrir svefn eða jafnvel nokkra dropa í baðvatnið eftir langan skóladag.
Kamilla er einnig sögð hafa slakandi áhrif á meltingarkerfið og því er mælt með því að drekka kamillute þegar maður þjáist af magakveisu eða gubbupest.

Origanóolía er sannkallað þarfaþing yfir vetrartímann.

Frankincense
Frankincense er kraftaverkaolía sem hefur verið notuð svo öldum skiptir. Hún er sótthreinsandi, bakteríudrepandi, samandragandi, vindeyðandi, örvar meltingu, vökvalosandi, slímlosandi, róandi, kemur jafnvægi á estrogen framleiðslu líkamans og hjálpar sárum að gróa hraðar.
Frankincense-olía er mjög góð fyrir kvíða, streitu og þunglyndi því hún lyftir andanum og róar um leið. Hún er einnig mjög góð til að koma jafnvægi á blæðingar og minnkar fyrirtíðarspennu, tíðarverki og er góð á breytingaskeiðinu.
Olían er hóstastillandi og slímlosandi og því góð í allar kvefblöndur.
Olían er mjög góð fyrir feita húð og eldri húð þar sem hún minnkar hrukkur, minnkar fituframleiðslu húðarinnar og minnkar sár og ör af völdum bóla.

Origanó
Origanóolía er sannkallað þarfaþing yfir vetrartímann. Hún er mjög breiðvirkt bakteríudrepandi, sveppadrepandi og veirudrepandi auk þess sem hún er bólgueyðandi, andoxandi, hormónajafnandi og bætir meltingu.
Hún góð við myglu, hvers kyns sýkingum, örvar blóðflæðið, styrkir ónæmiskerfið og er talin virkja serótónín viðtaka í frumum.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Mjúkar en sterkar fyrirmyndir

Flottar konur á samfélagsmiðlum sem gaman er að fylgjast með.

Sýnt hefur verið fram á að mörgum konum líður verr með sjálfar sig eftir að hafa flett í gegnum tískublöð. Fyrirsætur í minnstu stærðum prýða síður þeirra í miklum meirihluta og þar sem meðalkonan er talsvert stærri er kannski ekki skrítið að fyrirmyndirnar séu örlítið á skjön við raunveruleikann og augljóslega erfitt að samsama sig hinni hefbundnu ofurfyrirsætu. Við fögnum fjölbreytileikanum h og mælum með nokkrum dásamlega mjúkum en sterkum fyrirmyndum sem gaman er að fylgjast með á samfélagsmiðlunum.

Nadia Aboulhosn
Nadia Aboulhosn er líbansk-amerískur tískubloggari og fyrirsæta sem virðist vera að minnka gjána á milli fyrirsætna í minnstu stærðum og svokallaðri yfirstærð (sem við á ritstjórn Vikunnar köllum bara eðlilega stærð!).

Hún hefur unnið að fatalínum fyrir boohoo.com, Addition Elle og Lord & Taylor og birst í stærstu tískublöðum heims á borð við ítalska Vogue.

Nadia er mikil talskona jákvæðrar líkamsvitundar og sjálfssáttar og hefur smám saman byggt upp ný viðmið og nýja fegurðarímynd innan tískubransans. Fylgist með dívunni á Nadiaaboulhosn.com.

________________________________________________________________

Tara Lynn
Hægt er að finna Töru Lynn á Instagram undir @taralynn en hún er ein frægasta yfirstærðarfyrirsæta heims í dag. Hún er hvað þekktust fyrir undirfatafyrirsætustörf sín en hún hefur einnig meðal annars setið fyrir á forsíðum ítalska Vogue og Elle.

________________________________________________________________

Franceta Johnson
Tískubloggarinn Franceta Johnson er frábær tískufyrirmynd og fyrirmynd kvenna almennt og þá sérstaklega þeirra sem eru í stærri stærðum. Hægt er að finna hana á Instagram undir @francetajohnson.

________________________________________________________________

Denise Bidot
„There is no wrong way to be a woman,“ segir á forsíðunni á vefsíðu fyrirsætunnar Denise Bidot og gætum við ekki verið þeim orðum meira sammála. Gullfalleg og klár kona með guðdómlegar mjúkar línur sem hægt er að líta upp til. Denisebidot.com og @denisebidot á Instagram.

________________________________________________________________

Ashley Graham
Nafn Ashley Graham er á allra vörum en hún er fyrsta fyrirsætan í yfirstærð til að prýða forsíðu tímaritsins Sports Illustrated. Þá hefur hún einnig birst á síðum Vogue, Harper´s Bazaar, Glamour og Elle. Nýverið höfum við einnig séð hana í herferð fyrir sænska fataframleiðandann Lindex. Líklega stærsta nafnið í „mjúku konu bransanum“ í dag og virkilega þess virði að fylgjast með ævintýrum hennar á Instagram, hvort sem það er til að fá stíl- eða förðunarinnblástur eða til að fá pepp almennt. @theashleygraham.

________________________________________________________________

Candice Huffine
Candice Huffine er andlit sem margir ættu að kannast við en hún hefur unnið fyrir mörg stærstu nöfnin í bransanum og meðal annars pósað fyrir hið víðfræga Pirelli-dagatal. Candice er mjúk fyrirsæta í hörkuformi sem gaman er að fylgjast með á samfélagsmiðlunum. Hana má finna á Instagram, @candicehuffine.

________________________________________________________________

Gabi Fresh
Gabi Fresh byrjaði með tískublogg árið 2008 þar sem áhugasvið hennar, tíska og blaðamennska, kom að góðum notum. Síðan þá hefur bloggið orðið að hennar aðalstarfi og hún áhrifamikil tískufyrirmynd fyrir konur af mýkri gerðinni. Við mælum með vefsíðunni hennar Gabifresh.com.

Texti / Helga Kristjáns

Helsinki – margbreytileg og skemmtileg borg

Helsinki er frábrugðin öðrum höfuðborgum Norðurlandanna.

Dómkirkjan í Helsinki er glæsileg bygging.

Helsinki er nútímaleg og heillandi evrópsk borg, gædd ríkulegri sögu, menningarlegri fjölbreytni, glæsilegri byggingarlist, fallegum grænum svæðum og öllu þar á milli. Hún er frábrugðin öðrum höfuðborgum Norðurlandanna vegna þess að rússnesk áhrif eru áberandi þar. Arkitektúrinn ber þess líka merki því hann er blanda úr ýmsum áttum, byggingarnar eru bæði innblásnar af sænskum og rússneskum stíl.

Temppeliaukion kirkko, eða klettakirkjan, eins og hún er stundum kölluð, er staðsett í hjarta borgarinnar og var hönnuð af bræðrunum Timo og Tuomo Suomalainen seint á sjöunda áratugnum. Þegar inn í hana er komið er líkt og maður sé kominn inn í helli því veggirnir eru bæði úr heilli klöpp og hlöðnum grjóthnullungum og dagsbirta streymir inn í gegnum þakglugga á koparhvelfingunni.

Arkitektúrinn ber þess líka merki því hann er blanda úr ýmsum áttum, byggingarnar eru bæði innblásnar af sænskum og rússneskum stíl.

Á ráðhústorginu eru fallegt um að lítast.

Hakaniemen Kauppahalli er markaður í miðbæ borgarinnar í fallegu sögufrægu húsi. Innandyra úir og grúir af girnilegum matvælum í bland við finnskt handverk og hönnun. Það er vel þess virði að þræða gangana, sérstaklega ef maður hefur áhuga á að bragða finnskt góðgæti, eins og til dæmis rúgbrauð, hreindýrakjöt, kaalikääryleet, sem eru fylltir hvítkálsbögglar, eða mustikkapulla, sem er sætabrauð fyllt með bláberjum.

Það er að sjálfsögðu ekki hægt að heimsækja Finnland án þess að fara í sána. Mörg hótel og gististaðir bjóða upp á sána og einnig eru fjölmörg baðhús úti um alla borg.

Kulttuuri-sána er almenningssána við sjóinn sem var reist þegar Helsinki hélt heimshönnunarsýninguna árið 2012. Sánað er opið frá miðvikudegi til sunnudags, frá kl. 16 til 20.

Linnanmäki-skemmtigarðurinn er nokkurn veginn í miðri Helsinki og er mjög áberandi í sjóndeildarhring borgarinnar.

Þar standa stórkostlegir rússíbanar, fallturnar, veitingastaðir og ýmsar sýningar gestum til boða.

Garðurinn var fyrst opnaður árið 1950 en alla tíð síðan hafa eigendurnir unnið stöðugt að bótum, breytingum og viðhaldi.
Verð og dagskrá garðsins er breytileg yfir árið og því sniðugt að kíkja á vefsíðuna: https://www.linnanmaki.fi/

Í Linnanmäki-skemmtigarðinum eru stórkostlegir rússíbanar, fallturnar, veitingastaðir og ýmsar sýningar.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Vinsælar jólaborgir

Þó að mörgum finnist best að vera heima hjá sér á aðventunni og um jólin eru alltaf einhverjir sem nota þennan árstíma til ferðalaga.

Við Effel-turninn er skautasvell fyrir fjölskylduna.

París – trjágöngin töfrum líkust
París er ein rómantískasta borg heims, ekki síst yfir jólatímann þegar hún er böðuð í ljósum og skreytingum. Þar er mikið um að vera fyrir fólk á öllum aldri, fjölbreyttir tónleikar eru víða um borgina, kórar syngja og ýmsir viðburðir. Jólin eiga það til að kalla fram börnin í okkur öllum þannig að hvort sem þú ferðast með börn eða ekki þá skaltu njóta alls sem borgin hefur upp á að bjóða. Við Effel-turninn er skautasvell fyrir fjölskylduna, markaðir eru víðs vegar um borgina og jólaljósin sem prýða Effel-turninn, Sigurbogann og brýr og fleiri mannvirki lýsa svo sannarlega upp skammdegið. Ljósin á trjánum á götunni Champs Elysees eru töfrum líkust og gaman að fara hring í stóra parísarhjólinu og virða útsýnið fyrir sér. Stórverslunin Galeries Lafayette er ein af þeim byggingum sem böðuð er ljósum að utan og innan og hana er mjög gaman að skoða, Notre Dam-kirkjan er afar hátíðleg og ef þið eruð svöng þá skuluð þið endilega fá ykkur heita pönnuköku með Nutella hjá götusölunum.

New York – borgin sem aldrei sefur
New York er virkilega jólaleg allt frá miðjum nóvember og óhætt að segja að borgin sé sveipuð mikilli ljósadýrð og fallegum jólaskreytingum. Mikið er um að vera bæði á götum úti og innandyra þar sem ýmsir viðburðir eru í boði. Líf og fjör er í verslunum og hægt að gera fínustu kaup eða njóta þess einfaldlega að ganga niður Fifth Avenue og skoða í gluggana. Alger skylda er að fara á skauta á skautasvellinu í Rockefeller Center undir hinu dásamlega himinháa jólatré og ekki má heldur missa af því að hitta jólasveininn. Svo er bara að njóta þess að fá sér gott að borða og fara inn á lítil sæt kaffihús og fá sér góðan kaffibolla eða heitt súkkulaði. Passið bara að vera vel klædd því það getur verið kalt á þessum árstíma.

New York er virkilega jólaleg allt frá miðjum nóvember og óhætt að segja að borgin sé sveipuð mikilli ljósadýrð og fallegum jólaskreytingum.

Akureyri – litla, vinalega „stórborgin“
Þó að Akureyri teljist ekki til borga þá hefur hún allt til alls eins og stórborg en er á sama tíma svo agnarlítil og krúttleg. Þar er hægt að fara á tónleika og í leikhús, njóta lífsins á vinalegum kaffihúsum, fara út að borða á veitingastöðum á heimsklassa og rölta um og njóta fallegra jólaljósa. Stróka í búðir og þá sérstaklega í gamla Bókval, snuðra í bókum og kaupa sér nokkrar, fara í Bakaríið við brúna og fá sér gott brauð að borða.

Borgin er mjög jólaleg í desember og yndislegt að fara á Strikið, borða eplaskífur og njóta þess að rölta um og skoða jólaljósin.

Kaupmannahöfn – jólin byrja í Tívolí
Kaupmannahöfn er í uppáhaldi hjá mörgum enda vinaleg og heillandi borg sem er mörgum Íslendingum hugleikin en margir þeirra hafa búið þar í lengri eða skemmri tíma. Borgin er mjög jólaleg í desember og yndislegt að fara á Strikið, borða eplaskífur og njóta þess að rölta um og skoða jólaljósin. Nauðsynlegt er að fara í Tívolíið, það er einstaklega jólalegt og fallegt frá miðjum nóvember og fram yfir áramót. Það var árið 1994 sem farið var að opna Tívolíið á þessum tíma en áður hafði það aðeins verið opið yfir sumartímann, eða í 151 ár. Þar sem Danir eru þekktir fyrir bjórmenningu þá er ekki amalegt að skella sér inn á nærliggjandi veitingastað og fá sér gott að borða og ískaldan jólabjór.

Berlín – paradís jólamarkaðanna
Berlín er æðisleg í desember, fallega skreytt og dásamlegir jólamarkaðir um allt eins og venja er í þýskum borgum. Í Berlín er meiri nútímabragur yfir jólamörkuðunum en annars staðar í Þýskalandi og þeir eru staðsettir um alla borgina. Sá vinsælasti og mest heimsótti er í kringum Kaiser Wilhelm Gedächtniskirche og flott að sjá alla básana í kringum kirkjuna. Kirkjan varð fyrir árás í síðari heimsstyrjöldinni og rústir hennar standa enn til minningar um stríðið. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði og borgin angar af ristuðum möndlum, heitu súkkulaði og jólaglöggi.

Berlín er æðisleg í desember, fallega skreytt og dásamlegir jólamarkaðir um allt eins og venja er í þýskum borgum.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / www.pexels.com

Gagnleg ráð fyrir húðina í kuldanum

Mikilvægt er að hugsa vel um húðina á veturna.

Hjá mörgum framkalla kaldir vetrardagar meira en rósrauðan roða í kinnar, þeir gera húðina líka mjög þurra, ekki síst í andliti, á höndum og fótum. Hjá sumum verður þetta mun meira en tilfinningin ein, þessi þurrktilfinning, þurrkurinn getur orðið til þess að húðin flagnar, springur og stuðlað að exemi. Hér eru nokkur góð ráð til að undirbúa húðina fyrir veturinn.

Veldu rakakrem sem eru með olíu sem undirstöðu frekar en vatn en olían myndar verndandi hjúp á húðina og heldur eftir meiri raka en kremin sem byggja á vatni.

Leitaðu ráða hjá sérfræðingi
Skelltu þér í næstu lyfjaverslun eða snyrtivörubúð og fáðu álit hjá sérfræðingi í kremum. Hann getur sagt þér hvaða tegund af húð þú ert með, greint vandamálin sem eru kannski í gangi þessa stundina og ráðlagt þér hvaða vörur er best að nota. Það þýðir samt ekki að þú þurfir að kaupa allt það dýrasta sem verslunin hefur upp á að bjóða því vörurnar sem henta þér gætu verið þessar  allra ódýrustu. Það sem mestu máli skiptir er hvernig húðin bregst við vörunum og hvernig þér líður með að bera þær á þig – ekki hversu mikið þú borgaðir fyrir þær.

Gefðu húðinni meiri raka
Þú átt kannski rakakrem sem hentar þér fullkomlega á vorin og sumrin. En á haustin og á vetrum þarf oft að breyta um vörur í takt við veðrabreytingarnar. Veldu rakakrem sem eru með olíu sem undirstöðu frekar en vatn en olían myndar verndandi hjúp á húðina og heldur eftir meiri raka en kremin sem byggja á vatni. Vandaðu samt valið því sum olíukennt krem henta ekki fyrir andlit; veldu til dæmis krem með avókadóolíu, mineral-olíu, primrose-olíu eða almond-olíu. Sjávarolíur og „butter“ er meira bara fyrir líkama. Þess má geta að mörg krem sem merkt eru sem næturkrem eru olíukennd.

Sólarvörn er ekki bara til notkunar á sumrin. Vetrarsólin í bland við glampann af snjónum getur líka haft slæm áhrif á húðina. Ekki hika við að bera sólarvörn á andlit og hendur … áður en þú ferð út í vetrarsólina.

Notaðu sólarvörn
Sólarvörn er ekki bara til notkunar á sumrin. Vetrarsólin í bland við glampann af snjónum getur líka haft slæm áhrif á húðina. Ekki hika við að bera sólarvörn á andlit og hendur, ef þær eru berar, áður en þú ferð út í vetrarsólina. Gott er að vera búinn að bera hana á sig um þrjátíu mínútum áður en farið er út og bera svo á sig reglulega ef maður er lengi úti.

Passaðu upp á hendurnar
Húðin á höndunum er þynnri en á flestum öðrum líkamshlutum og að auki með færri olíukirtla. Þess vegna er erfiðara að halda réttu rakastigi á höndunum, ekki síst í köldu og þurru veðri sem getur framkallað kláða og sprungur. Vertu því sem mest með hanska og vettlinga þegar þú ferð út, ekki síst úr ull.

Forðastu blauta sokka og hanska
Ef þú blotnar í fæturna eða hendurnar blotna þá skaltu reyna að skipta um sokka eða hanska eins fljótt og mögulegt er, annars getur þú fengið kláða, sprungur, sár og jafnvel exem.

Vertu þér úti um rakatæki
Ofnar og það sem notað er til upphitunar eykur oft þurrt loft á heimilum og vinnustöðum. Rakatæki dreifa raka út í andrúmsloftið og hjálpa til við að koma í veg fyrir að húðin þurrkist upp. Vertu því með rakatæki á nokkrum stöðum á heimili þínu og í vinnunni.

Gefðu fótunum extra mikið af raka
Fótakremin með mintulyktinni eru indæl yfir sumarmánuðina en á veturna þarftu eitthvað miklu áhrifaríkara. Reyndu að finna lotion sem inniheldur jarðolíuhlaup eða glyserín. Svo er gott að nota andlits- og líkamsskrúbb reglulega til að losna við dauðar húðfrumur en með því hefur rakakremið líka greiðari aðgang að húðinni.

Vatnsdrykkja er mjög góð fyrir heilsuna almennt og húðin nýtur sannarlega góðs af þótt vatnsdrykkjan

Drekktu nóg af vatni
Þú hefur líklega heyrt þetta margoft en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Vatnsdrykkja er mjög góð fyrir heilsuna almennt og húðin nýtur sannarlega góðs af þótt vatnsdrykkjan ein og sér sé ekki nóg til að koma í veg fyrir mesta húðþurrkinn.

Hvíldu kornamaskann
Ef húðin í andlitinu er mjög þurr þá skaltu forðast að nota grófa kornamaska, leirmaska eða andlitsvatn með alkóhóli því þetta þurrkar húðina.
Í staðinn getur þú notað hreinsimjólk eða mildan froðuhreinsi, andlitsvatn án alkóhóls eða maska með djúpnæringu.

Forðast skal mjög heitt bað
Þótt unaðslegt sé að skella sér í heitt bað, sturtu eða heitan pott á köldum vetrardögum þá getur það haft þau áhrif að húðin missi raka. Þið eruð betur sett í volgu vatni og passa þarf að dvelja ekki of lengi. Volgt bað með haframjöli eða bökunarsóda getur linað kláða á þurri húð.

Ef þessi atriði virka ekki þá skaltu ekki hika við að fara til húðsjúkdómafræðings.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Gömlu góðu súpurnar

||
||

Einfaldir réttir sem öllum finnst góðir.

Á mínu æskuheimili var gjarnan aspassúpa í forrétt á aðfangadagskvöld og var þá borið nýbakað brauð með. Ég hafði það hlutverk þennan dag að útvega brauðið, snittubrauð, sem var búið að panta í hverfisbakaríinu og fannst mér það mikilvægt verkefni. Sumir eru að stíga sín fyrstu skref í að skapa jólahefðirnar og uppbökuð súpa er réttur sem einfalt er að laga og öllum finnst góður. Súpa er líka góður kostur sem forréttur þegar veislan er stór.

Aspassúpa gæti verið málið á aðfangadagskvöld.

ASPASSÚPA

fyrir 6

30 g smjör

3 msk. hveiti

12 dl grænmetis- eða kjúklingasoð

2 aspasdósir ( u.þ.b. 600 g samtals)

salt eftir smekk

pipar eftir smekk

2 dl rjómi, þeyttur

2 msk. söxuð steinselja (má sleppa)

Bræðið smjör í potti, hrærið hveiti út í þar til úr verður smjörbolla og þynnið síðan út með soðinu. Byrjið að setja 1 dl af soðinu og síðan smátt og smátt svo súpan verði vel samlöguð og fari ekki í kekki, bætið soðinu af aspasnum út í í restina. Sjóðið súpuna í 3-5 mín., bætið þá aspas út í og látið allt sjóða saman við vægan hita í 4-5 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið súpunni í diska og setjið rjómatopp á hvern disk. Fallegt er að skreyta ofan á með steinselju.

Ef ferskur aspas er notaður í súpuna í staðinn fyrir aspas úr dós þá er neðsti hlutinn af stönglinum flysjaður létt, aspasinn skorinn í bita og soðinn í soðinu í nokkrar mínútur á sama hátt og gert er í blómkálssúpunni.

BLÓMKÁLSSÚPA

fyrir 4

Nota má sömu aðferð við að gera spergilkálssúpu.

1 stórt blómkálshöfuð, skorið í 4 hluta

12 dl grænmetis- eða kjúklingasoð

30 g smjör

3 msk. hveiti

salt eftir smekk

pipar eftir smekk

2 dl rjómi, þeyttur

2 msk. söxuð steinselja (má sleppa)

Sjóðið blómkálið í soðinu þar til það er næstum meyrt. Sigtið soðið frá og geymið. Skiptið blómkálsbitunum í greinar í munnbitastærð. Bræðið smjör í potti, hrærið hveiti út í þar til úr verður smjörbolla og þynnið síðan út með kjötsoðinu. Byrjið að setja 1 dl af soðinu og síðan smátt og smátt svo súpan verði vel samlöguð og fari ekki í kekki. Sjóðið súpuna í 3-5 mín. og bætið síðan blómkáli út í og látið sjóða aðeins áfram. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið súpunni í diska og setjið rjómatopp á hvern disk. Fallegt er að skreyta ofan á rjómann með steinselju eða tímíangrein.

BRAUÐBOLLUR

24 stk.

Blómkálssúpa og brauðbollur er fyrirtaks máltíð.

500 g hveiti

1 tsk. salt

1 tsk. sykur

100 g smjör

½ pk. þurrger

3 dl mjólk

1 egg

Blandið hveiti, salti og sykri saman í skál og myljið smjörið í blönduna. Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg og stráið þurrgerinu úr í, látið standa í 2-3 mín. Sláið eggið út í mjólkurblönduna og hellið þessu síðan út í hveitið. Hnoðið saman í sprungulaust deig. Látið deigið í skál og látið lyfta sér á hlýjum stað, undir klút eða plastfilmu, í 30 mín. Hnoðið deigið á ný og skiptið í tvo hluta. Rúllið hvorn hluta í pylsu og skiptið í 12-14 bita. Hnoðið bollur og raðið á ofnplötur. Látið lyfta sér aftur í 30 mín. og penslið með eggi eða mjólk. Hitið ofninn í 225°C. Bakið bollurnar í 10-15 mín. Má frysta og hita upp aftur við 100°C. Í 10-15 mín.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Jólasveinar einn og átta

Í kvikmyndum er að finna alls kyns áhugaverðar útfærslur á jólasveininum.

Þó að við á Íslandi séum vön bræðrunum þrettán sem við köllum jólasveina þekkjum við samt öll káta, rauðklædda jólasveininn sem á hug og hjörtu barna um allan heim. Í kvikmyndum er að finna alls kyns útfærslur á sveinka, bæði góðar og slæmar, og hér eru nokkrar þeirra.

Myndirnar um Bad Santa segja frá Willie Stokes sem flakkar, ásamt félaga sínum, á milli verslanamiðstöðva og ræna hvern einasta stað sem þeir koma á.

Vondi jóli

Myndirnar um Bad Santa segja frá svikahrappinum Willie Stokes sem flakkar, ásamt félaga sínum, á milli verslanamiðstöðva klæddur sem jólasveinn en í staðinn fyrir að breiða út fagnaðarerindi jólanna er markmið tvíeykisins að ræna hvern einasta stað sem þeir koma á. Í fyrri myndinni kynnist Willie átta ára gömlum krakka sem flækir svo sannarlega hlutina fyrir honum. Önnur myndin var frumsýnd í lok nóvember. Í henni nálgast jólin á ný og Willie er við sama heygarðshornið og áður, nú safnar hann peningum fyrir bágstadda en hirðir svo peningana sjálfur. Willie vill samt enn meira, fégráðugur sem hann er, og því ákveður hann að ræna velstæð góðgerðarsamtök í slagtogi við smávaxna félaga sinn, Marcus, og móður sína, Sunny.

Nýr jólasveinn

Í myndinni The Santa Clause, sem er fyrsta myndin í þríleik, er sagt frá Scott Calvin. Hann er bara venjulegur maður sem lendir í því óhappi að jólasveinninn dettur af þaki hans og slasast á aðfangadagskvöld. Scott og sonur hans, Charlie, finna 8 hreindýr á þakinu og þeir ákveða að klára að sendast með pakkana fyrir sveinka. Að ferðinni lokinni fara þeir til Norðurpólsins þar sem Scott er tjáð að hann verði að gerast nýi jólasveinnin og hafi því 11 mánuði til að ganga frá sínum málum og mæta aftur á pólinn á þakkargjörðardaginn.

Í Miracle on 34th Street virðast öll börn New York-borgar sannfærð um að Kris Kringle, nýi jólasveinninn í Cole’s-stórversluninni, sé hinn raunverulegi jólasveinn.

Kraftaverkajól

Í Miracle on 34th Street virðast öll börn New York-borgar sannfærð um að Kris Kringle, nýi jólasveinninn í Cole’s-stórversluninni, sé hinn raunverulegi jólasveinn. Vinsældir Kris vekja bæði tortryggni og afbrýðisemi meðal annarra jólasveina og verslunareigenda. Þeir reyna að taka hann úr umferð með því að höfða dómsmál gegn honum. Þá kemur lögmaðurinn Bryan Bedford og reynir að sanna tilvist jólasveinsins og vinna málið. Það reynist auðvitað ekki einfalt mál en eins og allir vita þá gerast kraftaverk á jólunum.

Yngri sonur jólasveinsins

Í teiknimyndinni Arthur Christmas fáum við loks svar við ráðgátunni um hvernig jólasveininum tekst að afhenda allar gjafirnar á einni nóttu. Starfsemin á Norðurpólnum einkennist af útpældu skipulagi og mikilli hátækni sem er vel falin fyrir okkur hinum. En undir niðri leynist venjuleg fjölskylda sem fer á kostum í góðlátlegum deilum og valdabaráttu. Yngri syni jólasveinsins, Arthur, er enn mjög annt um anda jólanna og þegar hann fær óvænt upp í hendurnar óendanlega mikilvægt verkefni leggur hann allt í sölurnar til þess að klára það áður en jólin renna upp.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Góð ráð til að auka gleði og orku í skammdeginu

Eitt og annað sem kemur sér vel í mesta skammdeginu.

Veturinn er erfiður tími fyrir marga og sumir þjást jafnvel af svokölluðu skammdegisþunglyndi, einkenni þess geta verið allt frá sleni og afkastaleysi til depurðar. Hér eru nokkur góð ráð til að auka gleði og orku.

Ein besta leiðin til að hrista af sér vetrarslen er að flýja veturinn alveg, þó það sé ekki nema í nokkra daga.

Meira ljós
Á veturna minnkar dagsbirta til muna og það getur haft áhrif á líðan okkar. Til eru sérstakir dagsbirtulampar til að reyna að vinna á móti áhrifum skammdegisþunglyndis. Jafnvel þótt þú þjáist ekki af skammdegisþunglyndi er mikilvægt að huga að birtunni á heimilinu, því það er svo dimmt hér á veturna. Hengdu upp ljósaseríur, kveiktu á kertum og lýstu upp heimilið.

Skrepptu í frí
Besta leiðin til að hrista af sér vetrarslen er augljóslega að flýja veturinn alveg, þó það sé ekki nema í nokkra daga. Ef þú hefur tök á ættir þú að reyna að bóka þér ferð í örlítið hlýrra loftslag, annars getur ferð í sumarbústað með góðum mat og víni gert kraftaverk.

Veturinn og aðdragandi jólanna getur verið mjög stressandi og því er um að gera að reyna að takmarka streituna eftir bestu getu.

Passaðu stressið
Veturinn og aðdragandi jólanna getur verið mjög stressandi og því er um að gera að reyna að takmarka streituna eftir bestu getu. Það er líffræðilega sannað að við erum orkuminni á veturna, þannig að vinnuálag sem okkur finnst ekkert mál á sumrin verður okkur offviða. Reyndu að taka tillit til þín og ekki hlaða á þig of mörgum verkefnum eða skiladögum.

Skelltu einhverju skemmtilegu „á fóninn“.

Ekki gleyma að hlæja
Hlátur er besta meðalið. Horfðu á uppáhaldsgamanmyndina þína, lestu fyndnar sögur í bókum og blöðum eða skipstu á bröndurum við vini þína.
Allt eru þetta góðar leiðir til að tryggja að þú hlæir nóg og takir lífinu ekki of alvarlega.

Spilaðu tónlist
Tónlist getur veitt mikla gleði og þess vegna er gott að safna öllum uppáhaldslögunum sínum á einn lista, til dæmis á tónlistarveitunni Spotify. Þá getur þú spilað þau hvenær sem þú þarf á að halda.
Nú getur þú til dæmis spilað jólalögin, þau hjálpa þér að halda í gleðina sem á að fylgja hátíðinni.

Láttu heyra frá þér
Við mannfólkið erum félagsverur að eðlisfari og þurfum á félagskap að halda. Rannsóknir hafa sýnt að samvistir við sína nánustu getur dregið svo um munar úr streitu.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Göngum við í kringum …

Fyrstu þekktu heimilidir um jólatré frá 16. öld.

Þetta er fyrsta myndin af jólatré sem birtist á prenti, nánar tiltekið á bókakápu The Strangers Gift eftir Hermann Bokum árið 1836.

Sumir geta ekki hugsað sér að vera með annað en lifandi jólatré á meðan aðrir eru alsælir með gervitré.

Svo er til fólk sem sættir sig alveg við lítið jólatré úr vírherðatrjám með jólaseríu, keramíkjólatré, eða jafnvel ekkert tré.

Fyrstu þekktu heimildir um einskonar jólatré eru frá Strassburg og þar um kring á 16. öld.

En hinn fyrsti sem getur um ljósum prýtt jólatré er Goethe, í sögu frá 1774.

Fyrsta mynd af jólatré með ljósum er hins vegar frá Zürich árið 1799.

Nokkrum árum síðar, árið 1807, voru til sölu á markaði í Dresden í Þýskalandi fullbúin jólatré, meðal annars skreytt gylltum ávöxtum og kertum.

Greinilegt er, að siðurinn var þá búinn að ná öruggri fótfestu þar um slóðir. Hann fór svo að berast til Norðurlanda eftir 1800.

Til Íslands munu fyrstu jólatrén hafa komið um 1850, í kaupstaði, aðallega hjá dönskum fjölskyldum.

En fæstir landsmenn áttu þess kost að eignast grenijólatré á þeim tíma. Málið var leyst með því að smíða gervijólatré og klæða það með sortulyngi, beitilyngi eða eini. Elstu heimildir um slíkt eru frá 1880-1890.

Til Íslands munu fyrstu jólatrén hafa komið um 1850, í kaupstaði, aðallega hjá dönskum fjölskyldum. En fæstir landsmenn áttu þess kost að eignast grenijólatré á þeim tíma.

Fleira áhugavert

– Það tekur jólatré að meðaltali 7-10 ár að vaxa í rétta stærð.

– Notkun á sígrænu tré til að halda upp á vetrarsólstöður var við lýði löngu áður en talið er að Jesús hafi fæðst.

Fyrstu heimildir um skreytt jólatré eru frá Riga í Lettlandi árið 1510.

– Jólatré hafa verið seld í Bandaríkjunum síðan um 1850. Þar til nýlega komu öll jólatré úr skógum en nú eru yfir 21 þúsund aðilar sem rækta jólatré. Hálfur milljarður trjáa er í ræktun.

– Fyrstu heimildir um skreytt jólatré eru frá Riga í Lettlandi árið 1510.

– Jólatré eyða ryki og ögnum úr loftinu.

– Franklin Pierce, 14. forseti Bandaríkjanna, var fyrsti forsetinn til að láta setja upp jólatré í Hvíta húsinu (1856).

– Þegar Teddy Roosevelt var í forsetastól mátti jólatré ekki koma inn fyrir dyr Hvíta hússins af umhverfisástæðum.

– Aðstoðarmaður Edisons, Edward Johnson, átti hugmyndina að því að setja rafmagnsljós á jólatréð. Átta árum síðar, eða 1882, komu þau á markað fyrir almenning.

– Lítil kertaljós á greinar jólatrés var almennt strax í kringum miðja 17. öld.

– Árið 2002 voru 21 prósent Bandaríkjamanna með alvörujólatré, 48 prósent með gervitré og 32 prósent með ekkert jólatré.

Texti / Guðríður Haraldsdóttir

Kaldur og ljúffengur súkkulaðimöndludrykkur

Bragðgóður og fljótlegur drykkur.

Súkkulaðimöndludrykkur
fyrir 2
100 g súkkulaði
4 dl matreiðslurjómi
6 msk. möndlulíkjör, t.d. Amaretto
500-600 ml súkkulaðiís, t.d. frá Ekta

Hitið súkkulaði í matreiðslurjómanum og kælið blönduna. Skiptið henni í 2 glös, skiptið möndlulíkjör á milli og setjið ískúlur ofan á.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir

Ris à l´amande – klassískur dessert

|
|

Besti eftirréttur sem sumir hafa bragðað.

Ris à la Mande er uppáhalds eftirréttur margra og sumum finnst jólin hreinlega ekki vera komin fyrr en þeir hafa bragðað á honum. Hér kemur uppskrift að þessum sívinsæla eftirrétti og þremur ljúffengum sósum.

RIS À L´AMANDE
fyrir 6-8

Sumum finnst jólin hreinlega ekki vera komin fyrr en þeir hafa bragðað á ris a la mande.

7 dl mjólk

1 msk. smjör

70 g hrísgrjón, best að nota grautargrjón

korn úr 1 vanillustöng

40 g möndlur, saxaðar

2 msk. sykur

2 ½ dl rjómi

1 tsk. vanilludropar

Setjið mjólk, smjör, hrísgrjón, korn úr vanillustöng, ásamt stönginni sjálfri, og möndlur í pott, munið að taka eina möndlu frá til að bæta í grautinn eftir suðu svo möndlugjöfin fari ekki forgörðum. Hitið að suðu og látið malla við mjög lágan hita í 40 mínútur. Látið grautinn kólna alveg. Þeytið rjóma og 2 msk. af sykri saman og blandið honum saman við hrísgrjónin. Bragðbætið með vanilludropum og e.t.v. meiri sykri. Setjið í skál og skreytið. Berið fram með hindberja-, karamellu- eða passíuávaxtasósu.

PASSÍUÁVAXTASÓSA:

6-8 passíuávextir (passion fruit)

1 dl appelsínusafi (úr 2-3 appelsínum)

½ dl vatn

2 msk. sykur

1 tsk. kartöflumjöl

2 msk. líkjör, má sleppa

Skerið passíuávexti í tvennt og setjið aldinkjötið í skál. Sigtið vökvann frá fræjunum en geymið 1 ½ msk. af þeim. Hrærið appelsínusafa, vatn, sykur, kartöflumjöl og líkjör, ef þið notið hann, saman við. Setjið blönduna í pott og sjóðið þar til hún þykknar. Bætið fræjunum sem tekin voru frá saman við.

HINDBERJASÓSA:

300 g hindber, fersk eða frosin

30 g sykur

1-2 tsk. sítrónusafi

Afþýðið hindber ef þið notið frosin. Setjið berin í matvinnsluvél ásamt sykri og sítrónusafa og blandið vel saman.

KARAMELLUSÓSA:

2 dl rjómi

2 msk. síróp

120 g sykur

30 g smjör

1 tsk. vanilludropar

Sjóðið rjóma, síróp og sykur saman þar til blandan er orðin karamellukennd, þetta tekur u.þ.b. 8-10 mínútur. Bætið smjöri og vanilludropum út í og takið pottinn af hellunni.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Dekraðu við þig fyrir jólin

Mikilvægt er að vinna gegn stressinu sem fylgir þessum árstíma.

Það jafnast ekkert á við það að skella sér í spa og láta dekra aðeins við sig en því miður leyfir fjárhagur flestra ekki slíkan munað – sérstaklega ekki fyrir jólin. Hér eru nokkrar hugmyndir hvernig má dekra við sig heima og láta stressið sem fylgir þessum árstíma líða úr sér.

gott kveikja á kertum og ekki er verra ef þau eru með huggulegum ilm.

Kertaljós og huggulegur ilmur
Til að skapa huggulega birtu og smávegis spa-stemmningu á baðherberginu er gott kveikja á kertum og ekki er verra ef þau eru með huggulegum ilm.

Einnig er sniðugt að setja ilmolíur í baðið sjálft til að auka vellíðan og slökun. Best er að bæta nokkrum dropum af olíu út í þegar baðið er hálffullt, þannig dreifist hún best. Einnig má blanda epsom-salti í baðið til hámarka slökunina. Saltið er ríkt af magnesíum sem eykur blóðflæði til húðar og hjálpar til við að losa um bjúg og bólgur.

Þeir sem eru latir við að bera krem á líkamann en vilja samt halda honum mjúkum ættu að prófa að setja olíu í baðið, til dæmis möndlu- eða kókosolíu. Olían gerir það að verkum að húðin verður silkimjúk eftir baðið án nokkurrar fyrirhafnar.

Áhrifarík leið til að hressa upp á húðina
Nýttu tímann á meðan þú liggur í baði og settu á þig andlitsmaska. Andlitsmaskar eru fljótleg og áhrifarík leið til að hressa upp á húðina. Til að hámarka áhrifin er sniðugt að nota nota tvo maska hvorn á eftir öðrum, fyrst hreinsimaska og svo rakamaska. Berðu hreinsandi leirmaska á andlitið áður en þú stígur ofan í baðið, láttu hann liggja á húðinni í hálftíma og skolaðu svo af rétt áður en þú stígur upp úr baðinu. Þegar þú ert búin að þerra húðina geturðu svo borið rakamaska á sem inniheldur ýmis rakagefandi og róandi efni sem hjálpa við að styrkja húðina, gera áferð hennar fallegri og auka ljóma hennar. Raskamaska þarf yfirleitt ekki að skola af heldur er nóg að fjarlægja leifar hans með tissjúi.

Djúpnærandi olía í hárið
Þegar þú ert í slakandi baði með salti og olíum er óþarfi að pæla í því að þvo á sér hárið. Þess vegna er tilvalið að bera djúpnærandi olíu í hárið fyrir baðið. Auðvelt er að nota plöntuolíur, til dæmis ólífuolíu, sem djúpnæringu fyrir hár. Skiptu hárinu gróflega niður og nuddaðu olíu í hvern lokk fyrir sig, sérstaklega í endana. Þegar þú ert búin að bera olíu á allt hárið er gott að vefja plastfilmu eða -poka og vefja síðan handklæði um höfuðið. Þegar þú kemur úr baðinu geturðu skolað það mesta af olíunni úr hárinu án þess þó að nota sjampó.

Það er mikilvægt að reyna að slaka á og láta stressið ekki ná tökum á sér.

Húðin skrúbbuð hátt og lágt
Við sinnum flest húðumhirðu andlitsins á hverjum degi en okkur hættir til að gleyma að hugsa um húðina á restinni af líkamanum. Áður en þú stígur upp úr baðinu er tilvalið að skrúbba húðina vel. Nú eru fáanlegir ýmsir gæðaskrúbbar sem eru framleiddir úr náttúrulegum íslenskum hráefnum sem eiga að stinna húðina og auka heilbrigði hennar. Einnig er hægt að nota góðan húðbursta með náttúrulegum hárum eða einfaldlega skrúbbhanska sem fást í öllum apótekum. Eftir að húðin hefur verið skrúbbuð er mikilvægt að bera gott krem á húðina svo hún þorni ekki upp. Eftir svona góða meðferð ættirðu að sjá mikinn mun á húðinni; hún er stinnari, sléttari og með heilbrigðan ljóma.

Gott að grípa í sparihandklæðin
Hafðu sparihandklæðin tilbúin þegar þú kemur upp úr baðinu því það er ekki hátíðlegt að þurrka sér með hörðu, slitnu handklæði. Sniðugt ráð er að leyfa handklæðunum að hitna aðeins á ofninum á meðan þú liggur í baði og gera slíkt hið sama við baðsloppinn. Þá verður lítið sem ekkert hitatap þegar þú stígur upp úr baðinu. Best er að dekra svona við sig á kvöldin og geta svo farið beint upp í rúm að sofa því það tryggir að þú náir að endurhlaða batteríin almennilega. Ef þú hefur ekki tök á því reyndu samt að leggjast inn í rúm í örlitla stund, um það bil tuttugu mínútur, og lygna aðeins aftur augunum.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pexels.com

Hressandi litafegurð hjá eiganda Akkúrat

Kíkt í morgunkaffi til Sigrúnar Guðnýjar Markúsdóttir á Kvisthaganum.

Hönnunarverslunin Akkúrat opnaði nú í sumar í Aðalstræti og hefur verið tekið fagnandi af fagurkerum, Sigrún Guðný Markúsdóttir er eigandi Akkúrat en hún hefur verið viðloðandi verslunarbransann í mörg herrans ár. Við heyrðum í Sigrúnu og fengum að kíkja til hennar í morgunkaffi á Kvisthagann þar sem hún býr í skemmtilegri risíbúð ásamt dætrum sínum tveimur; Aniku og Salvöru.

Jólatré komið út í glugga.

Sigrún var með jólalög á fóninum þegar við mættum og litla jólakúlur lágu á borðstofuborðinu tilbúnar á jólatréð, sem stóð nett og pent í stofunni; örugglega minnsta jólahrísla sem við höfum myndað fyrir Hús og híbýli en samt svo ógurlega sjarmerandi.

Sigrún hlær þegar við játum að hafa aldrei séð svona smátt, skreytt jólatré og segist bara vera mjög nægjusöm í lífinu. Hún játar að vera svolítill hippi í sér og kaupir sér sjaldan eitthvað nýtt nema það heilli hana alveg upp úr skónum. Hún á því hluti og húsgögn sem hafa fylgt henni lengi.

,,Ég er til dæmis alltaf á leiðinni að fá mér nýtt sófaborð en svo þykir mér svo ógurlega vænt um þetta að ég læt ekki verða af því. Þetta borð er frá Filippseyjum og allt einhvern vegin snúið og skakkt en það er bara svo mikil sál í því.“

En hvar kaupir hún þá helst húsgögn og annað fyrir heimilið?
,,Ég keypti mikið af því sem ég á á flóamörkuðum í Danmörku. Við bjuggum fyrst á Nørrebro í Kaupmannahöfn og þar í kring er svo mikið af alls konar mörkuðum og við gátum bara labbað heim með húsgögnin.

,,Ég keypti mikið af því sem ég á á flóamörkuðum í Danmörku. Við bjuggum fyrst á Nørrebro í Kaupmannahöfn og þar í kring er svo mikið af alls konar mörkuðum og við gátum bara labbað heim með húsgögnin.
Einu sinni keyptum við meira að segja sófa og roguðumst heim með hann fótgangandi.“

Einu sinni keyptum við meira að segja sófa og roguðumst heim með hann fótgangandi,“ svarar hún hlæjandi.

 

Vesturbærinn að verða nafli alheimsins

Sigrún á húsgögn sem hafa fylgt henni lengi.

,,Ég er úr Mosó en ég fór tiltölulega ung að heiman og fór þá að leigja í Bergstaðarstræti og svo á Lokastíg og bjó alltaf í miðbænum á þessum árum. Svo fluttum við, ég og minn fyrrverandi, til Danmerkur í nokkur ár og þegar við vorum að flytja heim til Íslands aftur þurftum við að taka ákvörðun um hvar við vildum búa. Þar sem mikið af okkar fólki bjó hér í Vesturbænum lá beinast við að flytja hingað. Foreldrar mínir búa að vísu ennþá í Mosó og mér finnst æðislegt að koma þangað; dalurinn er yndislegur og bærinn líka. Okkur langaði samt meira að búa hérna.“

Hvað finnst þér best við Vesturbæinn? „Þetta er svolítið eins og lítill bær inni í borg, eins og til dæmis Fredriksberg í Danmörku, þar sem ég bjó en þar er sér borgarstjóri og bærinn svolítið bara eins og kommúna inni í borginni. Hér er allt sem ég þarfnast; ég fer mjög mikið í sund í Vesturbæjarlaugina og ræktina út á Nesi, stelpurnar mínar eru í KR í íþróttum og svo er örstutt að labba í miðbæinn. Brauð og co er svo að fara að opna við hliðina á Kaffi Vest þannig að Vesturbærinn er bara að verða nafli alheimsins“, segir hún og hlær.

Sigrún hefur verið í hönnunar- og verslunarbransanum í mörg ár en hvað varð til þess að hún ákvað að opna eigin verslun? „Ég átti fyrir mörgum árum verslunina Flauel á Laugavegi með Báru í Aftur og það blundaði í mér að fara út í eitthvað sjálf aftur. Svo kom tækifærið þegar Hönnunarmiðstöð bauð út plássið í Aðalstræti 2, þá ákvað ég að hella mér út í þetta, búa til „concept“ og fá strákana í hönnunarstúdíóinu Döðlum til liðs við mig og úr þeirri samvinnu og hugmyndavinnu varð hönnunarverslunin Akkúrat til. Hugmyndin er að bjóða uppá rjóman af íslenskri hönnun og íslenskri list.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í Hátíðarblaði Húsa og híbýla sem fæst á öllum sölustöðum.

Texti / Sigríður Elín Ásmundsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Í sól og sumaryl

Sólríkir áfangastaðir sem stytta veturinn.

Þegar dagarnir eru hvað stystir og kuldinn nístir inn að beini er notalegt að skella sér í ferðalag á suðrænar slóðir til að minnka grámann í andlitinu og fá smá yl í kroppinn. Boðið er upp á ferðalög til sólríkra staða allan ársins hring – líka yfir háveturinn. Kanarí er einn þeirra áfangastaða sem er sívinsæll meðal Íslendinga.

Tenerife – fegurst allra eyja á Kanarí

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Tenerife.

Tenerife er fögur og heillandi og hefur margt að bjóða ferðalöngum sem vilja komast burt frá kuldanum í sólina til að njóta sín til hins ýtrasta. Eyjan er sú stærsta af Kanaríeyjunum og sker sig úr fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld, hreinleika og góðan aðbúnað. Sólin skín nánast alla daga ársins en meðalhiti er 20-22°C en á svalari dögum fer hitinn vart undir 15°C en fer sjaldan yfir 30°C.

Norðanmegin á eyjunni er náttúran fjölbreyttari og gróðursælli en á suðurhlutanum; þar er að finna stóra furuskóga, bananaplantekrur og mikið blómahaf.

Þar er Loro Parque-dýragarðurinn sem hýsir eitt stærsta safn heims af páfagaukum og mörgæsum, „fiskabúr“ með yfir 3.000 tegundum sjávardýra, tígrisdýr, górillu og krókódíla frá Afríku.

Í suðurhlutanum, þar sem við erum með okkar gististaði, skín sólin nánast alla daga ársins og þar er vinsælast að vera.

Santa Cruz er höfuðborgin og telur liðlega 225.000 íbúa. Borgin er gróðursæl og iðar af lífi. Kaffihús, veitingastaðir, göngugötur og fjölmargar verslanamiðstöðvar gera heimsókn til borgarinnar notalega og umfram allt skemmtilega.

Tenerife er sannkölluð paradís fyrir vandláta og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Puerto de Mogan á Gran Canaria.

Gran Canaria – hvíld, skemmtun og eintóm ánægja!

Gran Canaria er þriðja stærsta eyjan í Kanarí-eyjaklasanum og hefur um áratugaskeið verið langvinsælasti vetraráfangastaður sólþyrstra Íslendinga. Það leiðist engum á Kanarí, enda mikið úrval af fjölbreyttri skemmtun fyrir alla aldurshópa þar að finna. Fjölskyldur, einstaklingar og pör á öllum aldri geta fundið sér góðan stað og eitthvað skemmtilegt að gera á Kanarí.

Gran Canaria er rómuð fyrir náttúrufegurð.

Næturlífið iðar af fjöri og á daginn ríkir suðræn stemning. Dúndrandi tónlist á diskótekunum, róleg kaffihúsa- og barstemning og veitingastaðir sem svíkja ekki bragðlaukana.

Matur og drykkur er ótrúlega ódýr á Kanaríeyjum og því um að gera að njóta lífsins.

Í boði eru áhugaverðar kynnisferðir um eyjarnar, góðir golfvellir og frábær íþróttaaðstaða.

Þegar dagarnir eru hvað stystir og kuldinn nístir inn að beini er notalegt að skella sér í ferðalag á suðrænar slóðir til að minnka grámann í andlitinu og fá smá yl í kroppinn.

Enska ströndin er vinsælasti dvalarstaður Íslendinga. Þar er fjörugasta mannlífið, fjöldi góðra gististaða og öll þjónusta og skemmtun í göngufjarlægð. Þar er að finna stærstu verslunarmiðstöðvarnar Yumbo, Cita og Kasbah með fjölda verslana, veitinga- og skemmtistaða.

Hægt er að upplifa notalega kaffihúsa- og barstemningu og fara á veitingastaði sem svíkja ekki bragðlaukana.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Tíu flottustu jólamarkaðir í Evrópu

Fátt er skemmtilegra og jólalegra en að spóka sig um á fallegum jólamörkuðum.

Einn þekktasti jólamarkaðurinn er í Nuremberg í Þýskalandi (sjá mynd hér að ofan) þrátt fyrir að vera hvorki sá stærsti né elsti en umgjörðin er mjög falleg. Hann byrjaði árið 1628 og var upphaflega miðstöð viðskipta með handgerðar viðarstyttur. Markaðurinn er þekktur fyrir matinn sem þar er í boði og á kvöldin er hann lýstur upp með hundruðum ljósa, ásamt því sem hljómsveitir spila allt milli himins og jarðar.

_______________________________________________________________

Garðurinn í kringum markaðinn er lýstur upp með jólaljósum.

Vín
The Christkindlmarkt er á torginu fyrir framan ráðhúsið í Vín og er einn elsti jólamarkaður Evrópu, enda 700 ára gamall. Hann er opnaður um miðjan nóvember sem er hentugt fyrir þá sem vilja sleppa við ösina þegar nær dregur jólum. Garðurinn í kringum markaðinn er lýstur upp með jólaljósum sem setur ævintýralegan blæ á svæðið.

_______________________________________________________________

Köln
Jólamarkaðir í Köln í Þýskalandi draga að sér milljónir gesta víða úr heiminum fyrir hver jól. Sá vinsælasti í borginni er „Am Com“ sem er á torginu fyrir framan tveggja turna kirkjuna.

_______________________________________________________________

Jólamarkaðurinn í Dresden í Þýskalandi á rætur sínar að rekja til ársins 1434.

Dresden
Jólamarkaðurinn í Dresden í Þýskalandi á rætur sínar að rekja til ársins 1434 og er sá elsti í Evrópu. Heimamenn eru sérstaklega stoltir af Striezelmarkt sem er nefndur eftir ávaxtakökunni Striezel eða Stollen. Hápunktur markaðarins er The Stollen Festival sem haldið er annan sunnudag í desember.

_______________________________________________________________

Markaðurinn á Grand Place-torgi í Brussel er þekktur fyrir frábæran mat, jólaglögg og belgískt konfekt.

Brussel
Markaðurinn er á hinu glæsilega Grand Place-torgi í Brussel og er þekktur fyrir frábæran mat, jólaglögg og belgískt konfekt. Jólaljósin lýsa upp kofana sem standa fyrir mismunandi Evrópulönd og þar er hægt að fá allt milli himins og jarðar.

_______________________________________________________________

Jólalegt um að lítast í München í Þýskalandi.

München
Í desember beinast öll spjót að Marienplatz sem er í hjarta gamla bæjarins í München í Þýskalandi en þar er stærsti jólamarkaður borgarinnar. Hann opnar föstudaginn fyrir fyrsta í aðventu þegar þúsundir manna koma saman á torginu þegar kveikt er á 30 metra háu jólatrénu. Yfir 140 básar eru á torginu og hægt að kaupa fullt af flottum, handgerðum munum.

_______________________________________________________________

Í Prag er stærsti jólamarkaðurinn á Old Town Square-torginu.

Prag
Tékkar taka jólin alvarlega og mikið er um að vera í höfuðborginni Prag á aðventunni. Jólamarkaðirnir eru þó frekar lágstemmdir og fjölskylduvænir, staðsettir víða um borgina en sá stærsti er á Old Town Square-torginu.

_______________________________________________________________

Markaðurinn í Tallin er afar rómantískur og þar er notalegt andrúmsloft.

Tallinn
Jólamarkaðurinn í Tallin í Eistlandi er ungur að árum, enda ekki opnaður fyrr en árið 1991. Markaðurinn er afar rómantískur og þar er notalegt andrúmsloft en hann er staðsettur á Raekoja Plats-torginu í gamla bænum. Fyrir þá sem þrá snjóinn er næstum bókað að fá hann þarna.

_______________________________________________________________

Í Berlín er meiri nútímabragur yfir jólamörkuðunum en annars staðar í Þýskalandi

Berlín
Í Berlín er meiri nútímabragur yfir jólamörkuðunum en annars staðar í Þýskalandi og þeir eru staðsettir um alla borgina. Sá vinsælasti og mest heimsótti er í kringum Kaiser Wilhelm Gedächtniskirche og flott að sjá alla básana í kringum kirkjuna. Kirkjan varð fyrir árás í síðari heimsstyrjöldinni og rústir hennar standa enn til minningar um stríðið.

_______________________________________________________________

Tívolíið í Kaupmannahöfn í Danmörku er elsti skemmtigarður í Evrópu. Þar er jólamarkaður ár hvert.

Kaupmannahöfn
Tívolíið í Kaupmannahöfn í Danmörku er elsti skemmtigarður í Evrópu. Þar er jólamarkaður ár hvert með hundruðum jólatrjáa og yfir hálfa milljón jólaljósa sem lýsa upp garðinn. Tjörninni er breytt í skautasvell og gestir geta leigt skauta. Yfir 60 litríkir básar eru á staðnum og hægt að fá fjölbreyttar vörur.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Creme brulée í nokkrum einföldum skrefum

|||
|||

Klassískur eftirréttur sem er auðvelt að útbúa.

Creme brulée er uppáhald margra.

Brenndur rjómi, eða creme brulée, er mjög auðvelt að laga. Þessi vinsæli eftirréttur er gjarnan í boði á veitingahúsum og uppáhald margra.

Hægt er að bræða sykurinn á yfirborðinu undir grilli en einnig með gasbrennara ef þið eigið hann.
Gott er að nota aðeins litaðan sykur á yfirborðið, hann brennur betur en sá hvíti.

CREME BRULÉE

fyrir 6

5 dl rjómi eða matreiðslurjómi

1 vanillustöng

80 g sykur

6 eggjarauður

3 msk. hrásykur (t.d. demera-sykur)

Hér er það sem þarf í creme brulée.

1. Allt gert tilbúið. 2. Þeytið eggjarauður og sykur saman. 3. Hellið rjóma gegnum út í eggjamassa og þeytið saman.

1. Hitið ofninn í 140°C. Setjið rjóma í pott. Kljúfið vanillustöng eftir endilöngu og skafið kornin í pottinn, hitið rjómann með kornunum og vanillustönginni að suðu. Látið standa í 10-20 mín.

2. Þeytið eggjarauður og sykur létt saman.

3. Hellið rjómanum, gegnum sigti, út í eggjamassann og þeytið létt saman.

4. Skiptið blöndu í 6 form. 5. Bakið í ofni. 6. Stráið hrásykri á yfirborð og bræðið með brennara eða undir heitu grilli.

4. Setjið 6 form í ofnskúffu og skiptið blöndunni í þau (1 ½ dl form).

5. Sjóðið vatn í potti eða katli og hellið í skúffuna. Bakið þetta í 25 mín. og kælið síðan. Þetta má allt gera daginn áður og geyma í ísskáp en sykurbráðina er best að gera rétt áður en bera á réttinn fram.

6. Stráið hrásykri á yfirborðið á hverju formi og bræðið sykurinn með brennara eða undir heitu grilli.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Rut Sigurðardóttir

Flókið tímabil

Unglingsárin eru vinsælt umfjöllunarefni í kvikmyndum.

Uppvaxtarárin eru oft og tíðum mjög erfiður tími en þá kveðjum við barndóminn og reynum eftir bestu getu að byrja að fullorðnast. Það er því engin furða að þessi ár eru vinsælt umfjöllunarefni í kvikmyndum. Það er úr mörgu að velja en hér eru nokkrar frábærar myndir um þetta skemmtilega þroskaferli.

Boyhood er sönn uppvaxtarsaga því myndin er tekin á tólf ára tímabili með sama leikarahópnum og áhorfendur horfa á aðalpersónuna vaxa og þroskast í orðsins fyllstu merkingu á skjánum.

Tólf ára ferli

Boyhood er sönn uppvaxtarsaga því myndin er tekin á tólf ára tímabili með sama leikarahópnum og áhorfendur horfa á aðalpersónuna, Mason, vaxa og þroskast í orðsins fyllstu merkingu á skjánum. Við kynnumst Mason þar sem hann er nýfluttur ásamt systur sinni, Samönthu, og fráskildri móður til nýrrar borgar þar sem móðir hans ætlar sér að setjast á skólabekk og hefja nýtt líf. Hann saknar föður síns en það er þó bót í máli að hann heimsækir þau systkinin um helgar til að gera eitthvað skemmtilegt. Ýmislegt gerist í lífi Masons og fjölskyldu hans sem markar skrefin sem hann tekur út í lífið, en það er, eins og allir vita, ekki alltaf dans á rósum.

Frægð og frami

Myndin Almost Famous gerist árið 1973 þegar rokkið er enn upp á sitt besta. William Miller er fimmtán ára og tónlist er hans líf og yndi. Hann er afar efnilegur penni og greinar hans í óháðu tónlistartímariti vekja athygli ritstjóra Rolling Stone. Hans fyrsta verkefni fyrir blaðið er að skrifa um hljómsveitina, Stillwater. Hann ávinnur sér traust hljómsveitarmeðlima sem bjóða honum að ferðast með bandinu og á leiðinni lendir hann í ýmsum ævintýrum. Hann kynnist meðal annars kvenaðdáendum hljómsveitarinnar og heillast sérstaklega af hinni gullfallegu Penny Lane. Þessi reynsla reynist mjög þroskandi fyrir William á fleiri en einn hátt.

Strákapör og svaðilför

Í myndinni Stand by Me rifjar fullorðinn maður upp þau strákapör sem hann og vinir hans gerðu í æsku og minnist sérstaklega einnar svaðilfarar. Fjórir tólf ára vinir heyra að ungur strákur hafi látist af slysförum nálægt smábænum þeirra og ákveða þeir að leggja upp í ferðalag til að finna líkið og verða fyrstir til að tilkynna það til lögreglu. Strákarnir, Gordie, Vern, Chris og Teddy, fylgja lestarteinunum fótgangandi því strákurinn átti að hafa orðið fyrir lest. Á leiðinni lenda þeir í ýmsum ævintýrum og jafnvel lífsháska. Ferðin verður því óvænt mjög mótandi viðburður í þeirra lífi.

Ný byrjun

The Perks of Being a Wallflower segir frá Charlie sem hefur þurft að glíma við erfiðleika og áföll sem fæstir af hans samnemendum hafa kynnst.

Myndin The Perks of Being a Wallflower er byggð á samnefndri bók eftir Stephen Chbosky og segir frá Charlie sem stendur á tímamótum, hann hefur lokið grunnskóla og nýbyrjaður í menntaskóla. Hann hefur þó þurft að glíma við erfiðleika og áföll sem fæstir af hans samnemendum hafa kynnst, en besti vinur hans framdi sjálfsmorð nokkrum mánuðum áður og Charlie hefur átt erfitt með að sætta sig við það. Hann dreymir um að verða rithöfundur og hefur um nokkurt skeið komið hugsunum sínum frá sér í bréfum til ímyndaðrar persónu sem fær að vita allt. Fljótlega kynnist Charlie stjúpsystkinunum Sam og Patrick sem eru eldri en hann. Þau taka hann að sér og kynna hann fyrir hinum ýmsu litbrigðum lífsins, bæði innan veggja skólans og utan hans, og tekst þannig að draga hann út úr skelinni.

Dularfullar systur

Myndin fjallar um fimm systur í úthverfi Detroit árið 1974 og dularfulla tilveru þeirra. Þær búa í ósköp venjulegu húsi sem stendur við fallega gróna götu. Myndin er sögð af strákunum í nágrenninu sem dáðu þær og dýrkuðu og eru enn með þær á heilanum, tuttugu árum seinna. Þeir hittast því til að reyna að leysa ráðgátuna um Lisbon-systurnar, sem voru aldar upp við mikinn aga heimafyrir. Eftir að yngstu systurinni tekst, í sinni annarri tilraun, að svipta sig lífi verða foreldrar stúlknanna mun strangari við þær sem eldri eru. Þær einangrast smám saman frá samfélaginu og enginn gerir neitt í neinu svo að þær taka málin í sínar hendur. Þetta er saga um ást, einmanaleika, einangrun og hversu erfið unglingsárin geta verið sumum.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

 

 

Eftirtektarverðar forsíður

Fagleg og falleg vinna liggur að baki hverri forsíðu Vikunnar.

Að baki hverri forsíðu Vikunnar liggur mikil vinna. Fyrst er að finna viðmælanda, setja sig inn í hugarheim hans og sögu en síðan að kalla viðkomandi í myndatöku. Reynt er af fremsta megni að laða fram persónuleikann í myndinni og ljósmyndari, stílisti, förðunarfræðingur og blaðamaður vinna saman til að ná því marki. Stundum tekst óvenjulega vel til og hér eru nokkrar eftirtektarverðar forsíður.

„Ástin kviknaði í Sjallanum“

Salka Sól Eyfeld er flestum Íslendingum kunn. Hún hefur verið reglulega í sjónvarpi landsmanna undanfarnar vikur í þættinum The Voice Ísland og um þar síðustu helgi sigraði hennar keppandi, Karitas Harpa Davíðsdóttir.

Hún er sannkallaður þúsundþjalasmiður; söngkona, lagahöfundur, rappari, útvarpskona, dómari, kærasta og svo margt fleira.

Forsíðumynd: Aldís Pálsdóttir
Förðun, hár og stílisering: Herdís Mjöll Eiríksdóttir

________________________________________________________

„Húmor er vanmetið vopn”

Ágústa Eva Erlendsdóttir var í óða önn að gera upp æskuheimili sitt í Hveragerði þegar Vikan sótti hana heim. Hún er hér í einlægu og fallegu viðtali um húsaviðgerðir, keppnisskap, ástina og velgengni.

Ágústa Eva hefur glímt við vanheilsu í kjölfar alvarlegs slyss sem hún varð fyrir á bílaþvottastöð en er nú að ná sér á strik aftur og tilkynnti stuttu eftir að viðtalið fór fram að hún bæri barn undir belti.

Hún býr nú í Barcelona ásamt ástinni sinni og tveimur börnum.

Forsíðumynd: Íris Dögg Einarsdóttir
Förðun og stílisering: Helga Kristjáns

________________________________________________________

„Við höfum sofið hjá sama fólkinu trekk í trekk”

Hinar stórskemmtilegu Reykjavíkurdætur létu gamminn geisa í hressilegu forsíðuviðtali þar sem allt var látið flakka. Síðastliðið vor stigu þær á svið í Borgarleikhúsinu og fengu þar að leika þar lausum hala.  Sýningin var skemmtileg blanda af rappi og einlægum frásögnum rappettnanna en von er á að hópurinn endurtaki leikinn í ár og stigi aftur á litla svið Borgarleikhússins.

Forsíðumynd: Hallur Karlsson
Förðun: Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir og Natalie Hamzehpour
Stílisering: Jóhanna Rakel Jónasdóttir

________________________________________________________

„Harmleikur færði fjölskylduna saman”

Aníta Ísey Jónsdóttir lærði snemma að taka stórar ákvarðanir. Fimmtán ára stýrði hún fyrstu uppskerusýningu ballettskóla fjölskyldu sinnar og hefur undanfarin tvö ár séð um sviðsframkomu keppenda í Miss Universe Iceland en keppin var haldin í september síðastliðnum. Fyrr á árinu missti Aníta ungan bróður sinn í hörmulegu slysi í Hveragerði og segir dauða hans hafa fært fjölskylduna saman.
Forsíðumynd og myndvinnsla: Aldís Pálsdóttir
Förðun: Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir

________________________________________________________

„Mér hefur alltaf verið skítsama um kynlíf”

Sonja Bjarnadóttir hefur aldrei skilgreint sig út frá kynhneigð. Hún hafnar því að kynhvöt sé ákvörðun en segist hafa lært að skilgreina sig rétt. Sonja er eikynhneigð en segir hugtakið vefjast fyrir flestum. Hún steig fram í opinskáu viðtali og útskýrði sína hlið.

Forsíðumynd og myndvinnsla: Aldís Pálsdóttir
Förðun: Helga Sæunn Þorkelsdóttir

 

Ostabakki í partýið

|
|

Fullkomnaðu ostabakkann með þessu góðgæti.

Smjörkurnar eru fyrir miðju. Vínberin neðst til vinstri og kryddmaukið efst til hægri.

ANANAS-KRYDDMAUK

Ananas kryddmauk er mjög gott með ostum, það passar líka vel sem meðlæti með kjöti og indverskum mat. Prófið að setja svolítið af ananaskryddmauki á skinkupítsu, það smakkast mjög vel.

olía til steikingar

4-6 skalotlaukar, smátt saxaðir

2 rauð chili-aldin, smátt skorin

1 ferskur ananas, afhýddur, kjarnhreinsaður og skorinn í bita

1 1/2 dl púðursykur

1 dl hrísgrjónaedik

1 msk. ferskt engifer, fínt rifið

1 1/2 tsk. karríduft

3-4 dl vatn, meira ef þarf

1/2 tsk. gróft sjávarsalt

nýmalaður svartur pipar

Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn við meðalhita þannig að hann verði mjúkur og glær, en brenni ekki. Bætið chili saman við ásamt ananas. Steikið í 5-10 mín. Setjið þá púðursykur og hrísgrjónaedik saman við ásamt engifer og karrídufti. Bætið vatni út í og látið sjóða í 30-40 mín. Eða þar til ananasinn er orðinn vel mjúkur og allt vatnið gufað upp. Mögulega þarf að bæta vatni á pönnuna til þess að maukið nái að sjóða nógu lengi. Bragðbætið með salti og pipar.

KRYDDLEGIN VÍNBER

u.þ.b. 400 g steinlaus vínber

3 dl hvítvín

2 msk. ljóst balsamedik

1 msk. sykur

3 greinar ferskt rósmarín

3-4 greinar ferskt tímían

Skolið vínberin og þerrið. Setjið þau í krukku með restinni af hráefninu og látið standa í kæli í 1-2 sólarhringa. Berin geymast í allt að viku í kæli. Þegar búið er að borða öll berin má gjarnan nota kryddlöginn í sósur eða súpur eða setja hann í frystipoka og nota síðan í matargerð.

SMJÖRKEX MEÐ DÖÐLUM OG PEKANHNETUM

u.þ.b. 30 stk.

Mjög fljótlegt er að skella í þetta kex, sérstaklega ef notað er ófrosið smjördeig sem hægt er að kaupa útflatt og upprúllað. Það er best nýbakað eða samdægurs því það geymist ekkert sérstaklega vel.

270 g smjördeig

6 döðlur, smátt skornar

20-30 g pekanhnetur, gróft skornar

1 eggjarauða

gróft sjávarsalt

Stillið ofn á 180°C. Hitið pönnu og ristið pekanhneturnar. Fletjið deigið út ef þarf, stráið döðlum og pekanhnetum yfir og brjótið í tvennt. Rúllið létt með kökukefli yfir deigið þannig að það festist vel saman. Pikkið með gaffli og skerið út kexkökur. Penslið með eggjarauðu, stráið svolitlu salti yfir og bakið í u.þ.b. 10 mín. eða þar til kökurnar hafa tekið fallegan lit.

Texti / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Bragi Jósefsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Nýr kisi

Hvaða ráðstafanir þarf að gera þegar köttur er tekinn inn á heimilið?

Í kattasamþykkt höfuðborgarinnar er ákvæði um að allir kettir skulu merktir með örmerki.

Bólusetning
Við fæðingu eru kettlingar verndaðir gegn mörgum smitsjúkdómum með mótefnum, sem þeir fá í gegnum broddmjólk móðurinnar fyrstu klukkutímana eftir fæðingu. Mótefnin frá móðurinni lækka smám saman í blóði kettlingsins uns eigin mótefnamyndun hans tekur alfarið yfir. Við 8-12 vikna aldur hafa mótefnin lækkað það mikið að kominn er tími fyrir fyrstu bólusetningu. Til að örva mótefnamyndun kettlingsins eins mikið og hægt er skal endurtaka bólusetninguna 3-4 vikum síðar. Bólusett er við kattafári, kattainflúensu og klamidíu.

Örmerking
Í kattasamþykkt höfuðborgarinnar er ákvæði um að allir kettir skulu merktir með örmerki. Örmerki er örlítill kubbur sem er settur undir húð og virkar líkt og strikamerki. Örmerking er ávallt gerð af dýralæknum og best er að láta framkvæma hana um leið og gelding eða ófrjósemisaðgerð er gerð.

Ormahreinsun
Nauðsynlegt er að ormhreinsa ketti reglulega, helst tvisvar á ári, því ormar geta smitast í önnur gæludýr á heimilinu og jafnvel heimilisfólk. Kettlinga þarf skilyrðislaust að ormahreinsa jafnvel með styttra millibili en fullorðna ketti. Einnig er vert að benda á að mikla veiðiketti þarf að ormahreinsa með skemmra millibili heldur en ketti sem eru friðarsinnar eða innikisar. Best er að hafa samráð við dýralækni um skipulagningu ormahreinsunar fyrir köttinn þinn.

Ófrjósemisaðgerð
Þeir sem eiga læður þurfa að láta framkvæma slíka aðgerð á henni ef þeir vilja ekki að hún verði óvænt kettlingafull. Með nútímatækni og -deyfingaraðferðum við skurðaðgerðir eru ófrjósemisaðgerðir yfirleitt öruggar og án vandkvæða. Nokkrum dögum eftir aðgerðina eru flestir kettir farnir að hegða sér eins og ekkert hafi í skorist. Þó að það sé ekki jafnbrýnt þá er líka mælst til þess að gerðar séu ófrjósemisaðgerðir á fressum.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Ilmandi vellíðan

Ilmolíur eru notaðar bæði til yndisauka og til að bæta andlega og líkamlega heilsu.

Lavender, eða lofnarblóm eins og það heitir á íslensku, hefur róandi áhrif á líkama og sál.

Auk ilmsins eru þær sagðar bera með sér eiginleika plöntunnar sem þær eru unnar úr. Þær hafa því marga mismunandi eiginleika og eru notaðar til að meðhöndla ýmsa ólíka kvilla. Þó vissulega megi deila um virkni eða lækningarmátt ilmolía er vert að hafa í huga að þær auka einnig vellíðan og róa hugann sem er alls ekkert sjálfgefið. Ilmolíur geta hentað misvel fyrir hvern og einn, því er best að prófa sig áfram og finna hvað hentar sér. Gæta þarf að nota eingöngu náttúrulegar ilmkjarnaolíur (e. essential oils) en ekki olíur með ilmefnum, því þær hafa ekki sömu virkni. Hér eru nokkrar ilmolíur sem geta komið að góðu gagni í vetur og til hvers má nota þær.

Lavender
Lavender, eða lofnarblóm eins og það heitir á íslensku, hefur róandi áhrif á líkama og sál. Gott er að setja nokkra dropa undir koddann til að tryggja væran nætursvefn en einnig er hægt að bæta henni í baðið, í bland við aðra góða olíu, til að eiga slakandi og endurnærandi stund. Lavender er einnig talin bakteríu- og sveppadrepandi svo hún getur reynst góð fyrir þá sem eiga við einhvers konar húðvandamál að stríða en ekki má nota hana óþynnta beint á húð.

Eucalyptus-plantan virkarvel á vöðva- og liðverki og er oft meðal innihaldsefna í hitakremum og bólgudrepandi krem.

Eucalyptus
Eucalyptus-plantan frá Ástralíu er talin bæði bólgueyðandi og stíflulosandi. Hún virkar því vel á vöðva- og liðverki og er oft meðal innihaldsefna í hitakremum og bólgudrepandi krem.
Hún getur einnig verið góð fyrir lungu og kinnholur; til dæmis til að anda að sér og losa um stíflur. Settu þrjá til sex dropa í skál af heitu vatni, breiddu handklæði yfir höfuðið og andaðu gufunni að þér í nokkrar mínútur.

Kamilla
Kamilluolía er best þekkt fyrir róandi og slakandi áhrif sín en er mildari en lavender og má því nota á börn.
Gott er að setja dropa undir koddann hjá börnunum fyrir svefn eða jafnvel nokkra dropa í baðvatnið eftir langan skóladag.
Kamilla er einnig sögð hafa slakandi áhrif á meltingarkerfið og því er mælt með því að drekka kamillute þegar maður þjáist af magakveisu eða gubbupest.

Origanóolía er sannkallað þarfaþing yfir vetrartímann.

Frankincense
Frankincense er kraftaverkaolía sem hefur verið notuð svo öldum skiptir. Hún er sótthreinsandi, bakteríudrepandi, samandragandi, vindeyðandi, örvar meltingu, vökvalosandi, slímlosandi, róandi, kemur jafnvægi á estrogen framleiðslu líkamans og hjálpar sárum að gróa hraðar.
Frankincense-olía er mjög góð fyrir kvíða, streitu og þunglyndi því hún lyftir andanum og róar um leið. Hún er einnig mjög góð til að koma jafnvægi á blæðingar og minnkar fyrirtíðarspennu, tíðarverki og er góð á breytingaskeiðinu.
Olían er hóstastillandi og slímlosandi og því góð í allar kvefblöndur.
Olían er mjög góð fyrir feita húð og eldri húð þar sem hún minnkar hrukkur, minnkar fituframleiðslu húðarinnar og minnkar sár og ör af völdum bóla.

Origanó
Origanóolía er sannkallað þarfaþing yfir vetrartímann. Hún er mjög breiðvirkt bakteríudrepandi, sveppadrepandi og veirudrepandi auk þess sem hún er bólgueyðandi, andoxandi, hormónajafnandi og bætir meltingu.
Hún góð við myglu, hvers kyns sýkingum, örvar blóðflæðið, styrkir ónæmiskerfið og er talin virkja serótónín viðtaka í frumum.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Mjúkar en sterkar fyrirmyndir

Flottar konur á samfélagsmiðlum sem gaman er að fylgjast með.

Sýnt hefur verið fram á að mörgum konum líður verr með sjálfar sig eftir að hafa flett í gegnum tískublöð. Fyrirsætur í minnstu stærðum prýða síður þeirra í miklum meirihluta og þar sem meðalkonan er talsvert stærri er kannski ekki skrítið að fyrirmyndirnar séu örlítið á skjön við raunveruleikann og augljóslega erfitt að samsama sig hinni hefbundnu ofurfyrirsætu. Við fögnum fjölbreytileikanum h og mælum með nokkrum dásamlega mjúkum en sterkum fyrirmyndum sem gaman er að fylgjast með á samfélagsmiðlunum.

Nadia Aboulhosn
Nadia Aboulhosn er líbansk-amerískur tískubloggari og fyrirsæta sem virðist vera að minnka gjána á milli fyrirsætna í minnstu stærðum og svokallaðri yfirstærð (sem við á ritstjórn Vikunnar köllum bara eðlilega stærð!).

Hún hefur unnið að fatalínum fyrir boohoo.com, Addition Elle og Lord & Taylor og birst í stærstu tískublöðum heims á borð við ítalska Vogue.

Nadia er mikil talskona jákvæðrar líkamsvitundar og sjálfssáttar og hefur smám saman byggt upp ný viðmið og nýja fegurðarímynd innan tískubransans. Fylgist með dívunni á Nadiaaboulhosn.com.

________________________________________________________________

Tara Lynn
Hægt er að finna Töru Lynn á Instagram undir @taralynn en hún er ein frægasta yfirstærðarfyrirsæta heims í dag. Hún er hvað þekktust fyrir undirfatafyrirsætustörf sín en hún hefur einnig meðal annars setið fyrir á forsíðum ítalska Vogue og Elle.

________________________________________________________________

Franceta Johnson
Tískubloggarinn Franceta Johnson er frábær tískufyrirmynd og fyrirmynd kvenna almennt og þá sérstaklega þeirra sem eru í stærri stærðum. Hægt er að finna hana á Instagram undir @francetajohnson.

________________________________________________________________

Denise Bidot
„There is no wrong way to be a woman,“ segir á forsíðunni á vefsíðu fyrirsætunnar Denise Bidot og gætum við ekki verið þeim orðum meira sammála. Gullfalleg og klár kona með guðdómlegar mjúkar línur sem hægt er að líta upp til. Denisebidot.com og @denisebidot á Instagram.

________________________________________________________________

Ashley Graham
Nafn Ashley Graham er á allra vörum en hún er fyrsta fyrirsætan í yfirstærð til að prýða forsíðu tímaritsins Sports Illustrated. Þá hefur hún einnig birst á síðum Vogue, Harper´s Bazaar, Glamour og Elle. Nýverið höfum við einnig séð hana í herferð fyrir sænska fataframleiðandann Lindex. Líklega stærsta nafnið í „mjúku konu bransanum“ í dag og virkilega þess virði að fylgjast með ævintýrum hennar á Instagram, hvort sem það er til að fá stíl- eða förðunarinnblástur eða til að fá pepp almennt. @theashleygraham.

________________________________________________________________

Candice Huffine
Candice Huffine er andlit sem margir ættu að kannast við en hún hefur unnið fyrir mörg stærstu nöfnin í bransanum og meðal annars pósað fyrir hið víðfræga Pirelli-dagatal. Candice er mjúk fyrirsæta í hörkuformi sem gaman er að fylgjast með á samfélagsmiðlunum. Hana má finna á Instagram, @candicehuffine.

________________________________________________________________

Gabi Fresh
Gabi Fresh byrjaði með tískublogg árið 2008 þar sem áhugasvið hennar, tíska og blaðamennska, kom að góðum notum. Síðan þá hefur bloggið orðið að hennar aðalstarfi og hún áhrifamikil tískufyrirmynd fyrir konur af mýkri gerðinni. Við mælum með vefsíðunni hennar Gabifresh.com.

Texti / Helga Kristjáns

Helsinki – margbreytileg og skemmtileg borg

Helsinki er frábrugðin öðrum höfuðborgum Norðurlandanna.

Dómkirkjan í Helsinki er glæsileg bygging.

Helsinki er nútímaleg og heillandi evrópsk borg, gædd ríkulegri sögu, menningarlegri fjölbreytni, glæsilegri byggingarlist, fallegum grænum svæðum og öllu þar á milli. Hún er frábrugðin öðrum höfuðborgum Norðurlandanna vegna þess að rússnesk áhrif eru áberandi þar. Arkitektúrinn ber þess líka merki því hann er blanda úr ýmsum áttum, byggingarnar eru bæði innblásnar af sænskum og rússneskum stíl.

Temppeliaukion kirkko, eða klettakirkjan, eins og hún er stundum kölluð, er staðsett í hjarta borgarinnar og var hönnuð af bræðrunum Timo og Tuomo Suomalainen seint á sjöunda áratugnum. Þegar inn í hana er komið er líkt og maður sé kominn inn í helli því veggirnir eru bæði úr heilli klöpp og hlöðnum grjóthnullungum og dagsbirta streymir inn í gegnum þakglugga á koparhvelfingunni.

Arkitektúrinn ber þess líka merki því hann er blanda úr ýmsum áttum, byggingarnar eru bæði innblásnar af sænskum og rússneskum stíl.

Á ráðhústorginu eru fallegt um að lítast.

Hakaniemen Kauppahalli er markaður í miðbæ borgarinnar í fallegu sögufrægu húsi. Innandyra úir og grúir af girnilegum matvælum í bland við finnskt handverk og hönnun. Það er vel þess virði að þræða gangana, sérstaklega ef maður hefur áhuga á að bragða finnskt góðgæti, eins og til dæmis rúgbrauð, hreindýrakjöt, kaalikääryleet, sem eru fylltir hvítkálsbögglar, eða mustikkapulla, sem er sætabrauð fyllt með bláberjum.

Það er að sjálfsögðu ekki hægt að heimsækja Finnland án þess að fara í sána. Mörg hótel og gististaðir bjóða upp á sána og einnig eru fjölmörg baðhús úti um alla borg.

Kulttuuri-sána er almenningssána við sjóinn sem var reist þegar Helsinki hélt heimshönnunarsýninguna árið 2012. Sánað er opið frá miðvikudegi til sunnudags, frá kl. 16 til 20.

Linnanmäki-skemmtigarðurinn er nokkurn veginn í miðri Helsinki og er mjög áberandi í sjóndeildarhring borgarinnar.

Þar standa stórkostlegir rússíbanar, fallturnar, veitingastaðir og ýmsar sýningar gestum til boða.

Garðurinn var fyrst opnaður árið 1950 en alla tíð síðan hafa eigendurnir unnið stöðugt að bótum, breytingum og viðhaldi.
Verð og dagskrá garðsins er breytileg yfir árið og því sniðugt að kíkja á vefsíðuna: https://www.linnanmaki.fi/

Í Linnanmäki-skemmtigarðinum eru stórkostlegir rússíbanar, fallturnar, veitingastaðir og ýmsar sýningar.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Vinsælar jólaborgir

Þó að mörgum finnist best að vera heima hjá sér á aðventunni og um jólin eru alltaf einhverjir sem nota þennan árstíma til ferðalaga.

Við Effel-turninn er skautasvell fyrir fjölskylduna.

París – trjágöngin töfrum líkust
París er ein rómantískasta borg heims, ekki síst yfir jólatímann þegar hún er böðuð í ljósum og skreytingum. Þar er mikið um að vera fyrir fólk á öllum aldri, fjölbreyttir tónleikar eru víða um borgina, kórar syngja og ýmsir viðburðir. Jólin eiga það til að kalla fram börnin í okkur öllum þannig að hvort sem þú ferðast með börn eða ekki þá skaltu njóta alls sem borgin hefur upp á að bjóða. Við Effel-turninn er skautasvell fyrir fjölskylduna, markaðir eru víðs vegar um borgina og jólaljósin sem prýða Effel-turninn, Sigurbogann og brýr og fleiri mannvirki lýsa svo sannarlega upp skammdegið. Ljósin á trjánum á götunni Champs Elysees eru töfrum líkust og gaman að fara hring í stóra parísarhjólinu og virða útsýnið fyrir sér. Stórverslunin Galeries Lafayette er ein af þeim byggingum sem böðuð er ljósum að utan og innan og hana er mjög gaman að skoða, Notre Dam-kirkjan er afar hátíðleg og ef þið eruð svöng þá skuluð þið endilega fá ykkur heita pönnuköku með Nutella hjá götusölunum.

New York – borgin sem aldrei sefur
New York er virkilega jólaleg allt frá miðjum nóvember og óhætt að segja að borgin sé sveipuð mikilli ljósadýrð og fallegum jólaskreytingum. Mikið er um að vera bæði á götum úti og innandyra þar sem ýmsir viðburðir eru í boði. Líf og fjör er í verslunum og hægt að gera fínustu kaup eða njóta þess einfaldlega að ganga niður Fifth Avenue og skoða í gluggana. Alger skylda er að fara á skauta á skautasvellinu í Rockefeller Center undir hinu dásamlega himinháa jólatré og ekki má heldur missa af því að hitta jólasveininn. Svo er bara að njóta þess að fá sér gott að borða og fara inn á lítil sæt kaffihús og fá sér góðan kaffibolla eða heitt súkkulaði. Passið bara að vera vel klædd því það getur verið kalt á þessum árstíma.

New York er virkilega jólaleg allt frá miðjum nóvember og óhætt að segja að borgin sé sveipuð mikilli ljósadýrð og fallegum jólaskreytingum.

Akureyri – litla, vinalega „stórborgin“
Þó að Akureyri teljist ekki til borga þá hefur hún allt til alls eins og stórborg en er á sama tíma svo agnarlítil og krúttleg. Þar er hægt að fara á tónleika og í leikhús, njóta lífsins á vinalegum kaffihúsum, fara út að borða á veitingastöðum á heimsklassa og rölta um og njóta fallegra jólaljósa. Stróka í búðir og þá sérstaklega í gamla Bókval, snuðra í bókum og kaupa sér nokkrar, fara í Bakaríið við brúna og fá sér gott brauð að borða.

Borgin er mjög jólaleg í desember og yndislegt að fara á Strikið, borða eplaskífur og njóta þess að rölta um og skoða jólaljósin.

Kaupmannahöfn – jólin byrja í Tívolí
Kaupmannahöfn er í uppáhaldi hjá mörgum enda vinaleg og heillandi borg sem er mörgum Íslendingum hugleikin en margir þeirra hafa búið þar í lengri eða skemmri tíma. Borgin er mjög jólaleg í desember og yndislegt að fara á Strikið, borða eplaskífur og njóta þess að rölta um og skoða jólaljósin. Nauðsynlegt er að fara í Tívolíið, það er einstaklega jólalegt og fallegt frá miðjum nóvember og fram yfir áramót. Það var árið 1994 sem farið var að opna Tívolíið á þessum tíma en áður hafði það aðeins verið opið yfir sumartímann, eða í 151 ár. Þar sem Danir eru þekktir fyrir bjórmenningu þá er ekki amalegt að skella sér inn á nærliggjandi veitingastað og fá sér gott að borða og ískaldan jólabjór.

Berlín – paradís jólamarkaðanna
Berlín er æðisleg í desember, fallega skreytt og dásamlegir jólamarkaðir um allt eins og venja er í þýskum borgum. Í Berlín er meiri nútímabragur yfir jólamörkuðunum en annars staðar í Þýskalandi og þeir eru staðsettir um alla borgina. Sá vinsælasti og mest heimsótti er í kringum Kaiser Wilhelm Gedächtniskirche og flott að sjá alla básana í kringum kirkjuna. Kirkjan varð fyrir árás í síðari heimsstyrjöldinni og rústir hennar standa enn til minningar um stríðið. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði og borgin angar af ristuðum möndlum, heitu súkkulaði og jólaglöggi.

Berlín er æðisleg í desember, fallega skreytt og dásamlegir jólamarkaðir um allt eins og venja er í þýskum borgum.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / www.pexels.com

Gagnleg ráð fyrir húðina í kuldanum

Mikilvægt er að hugsa vel um húðina á veturna.

Hjá mörgum framkalla kaldir vetrardagar meira en rósrauðan roða í kinnar, þeir gera húðina líka mjög þurra, ekki síst í andliti, á höndum og fótum. Hjá sumum verður þetta mun meira en tilfinningin ein, þessi þurrktilfinning, þurrkurinn getur orðið til þess að húðin flagnar, springur og stuðlað að exemi. Hér eru nokkur góð ráð til að undirbúa húðina fyrir veturinn.

Veldu rakakrem sem eru með olíu sem undirstöðu frekar en vatn en olían myndar verndandi hjúp á húðina og heldur eftir meiri raka en kremin sem byggja á vatni.

Leitaðu ráða hjá sérfræðingi
Skelltu þér í næstu lyfjaverslun eða snyrtivörubúð og fáðu álit hjá sérfræðingi í kremum. Hann getur sagt þér hvaða tegund af húð þú ert með, greint vandamálin sem eru kannski í gangi þessa stundina og ráðlagt þér hvaða vörur er best að nota. Það þýðir samt ekki að þú þurfir að kaupa allt það dýrasta sem verslunin hefur upp á að bjóða því vörurnar sem henta þér gætu verið þessar  allra ódýrustu. Það sem mestu máli skiptir er hvernig húðin bregst við vörunum og hvernig þér líður með að bera þær á þig – ekki hversu mikið þú borgaðir fyrir þær.

Gefðu húðinni meiri raka
Þú átt kannski rakakrem sem hentar þér fullkomlega á vorin og sumrin. En á haustin og á vetrum þarf oft að breyta um vörur í takt við veðrabreytingarnar. Veldu rakakrem sem eru með olíu sem undirstöðu frekar en vatn en olían myndar verndandi hjúp á húðina og heldur eftir meiri raka en kremin sem byggja á vatni. Vandaðu samt valið því sum olíukennt krem henta ekki fyrir andlit; veldu til dæmis krem með avókadóolíu, mineral-olíu, primrose-olíu eða almond-olíu. Sjávarolíur og „butter“ er meira bara fyrir líkama. Þess má geta að mörg krem sem merkt eru sem næturkrem eru olíukennd.

Sólarvörn er ekki bara til notkunar á sumrin. Vetrarsólin í bland við glampann af snjónum getur líka haft slæm áhrif á húðina. Ekki hika við að bera sólarvörn á andlit og hendur … áður en þú ferð út í vetrarsólina.

Notaðu sólarvörn
Sólarvörn er ekki bara til notkunar á sumrin. Vetrarsólin í bland við glampann af snjónum getur líka haft slæm áhrif á húðina. Ekki hika við að bera sólarvörn á andlit og hendur, ef þær eru berar, áður en þú ferð út í vetrarsólina. Gott er að vera búinn að bera hana á sig um þrjátíu mínútum áður en farið er út og bera svo á sig reglulega ef maður er lengi úti.

Passaðu upp á hendurnar
Húðin á höndunum er þynnri en á flestum öðrum líkamshlutum og að auki með færri olíukirtla. Þess vegna er erfiðara að halda réttu rakastigi á höndunum, ekki síst í köldu og þurru veðri sem getur framkallað kláða og sprungur. Vertu því sem mest með hanska og vettlinga þegar þú ferð út, ekki síst úr ull.

Forðastu blauta sokka og hanska
Ef þú blotnar í fæturna eða hendurnar blotna þá skaltu reyna að skipta um sokka eða hanska eins fljótt og mögulegt er, annars getur þú fengið kláða, sprungur, sár og jafnvel exem.

Vertu þér úti um rakatæki
Ofnar og það sem notað er til upphitunar eykur oft þurrt loft á heimilum og vinnustöðum. Rakatæki dreifa raka út í andrúmsloftið og hjálpa til við að koma í veg fyrir að húðin þurrkist upp. Vertu því með rakatæki á nokkrum stöðum á heimili þínu og í vinnunni.

Gefðu fótunum extra mikið af raka
Fótakremin með mintulyktinni eru indæl yfir sumarmánuðina en á veturna þarftu eitthvað miklu áhrifaríkara. Reyndu að finna lotion sem inniheldur jarðolíuhlaup eða glyserín. Svo er gott að nota andlits- og líkamsskrúbb reglulega til að losna við dauðar húðfrumur en með því hefur rakakremið líka greiðari aðgang að húðinni.

Vatnsdrykkja er mjög góð fyrir heilsuna almennt og húðin nýtur sannarlega góðs af þótt vatnsdrykkjan

Drekktu nóg af vatni
Þú hefur líklega heyrt þetta margoft en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Vatnsdrykkja er mjög góð fyrir heilsuna almennt og húðin nýtur sannarlega góðs af þótt vatnsdrykkjan ein og sér sé ekki nóg til að koma í veg fyrir mesta húðþurrkinn.

Hvíldu kornamaskann
Ef húðin í andlitinu er mjög þurr þá skaltu forðast að nota grófa kornamaska, leirmaska eða andlitsvatn með alkóhóli því þetta þurrkar húðina.
Í staðinn getur þú notað hreinsimjólk eða mildan froðuhreinsi, andlitsvatn án alkóhóls eða maska með djúpnæringu.

Forðast skal mjög heitt bað
Þótt unaðslegt sé að skella sér í heitt bað, sturtu eða heitan pott á köldum vetrardögum þá getur það haft þau áhrif að húðin missi raka. Þið eruð betur sett í volgu vatni og passa þarf að dvelja ekki of lengi. Volgt bað með haframjöli eða bökunarsóda getur linað kláða á þurri húð.

Ef þessi atriði virka ekki þá skaltu ekki hika við að fara til húðsjúkdómafræðings.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Gömlu góðu súpurnar

||
||

Einfaldir réttir sem öllum finnst góðir.

Á mínu æskuheimili var gjarnan aspassúpa í forrétt á aðfangadagskvöld og var þá borið nýbakað brauð með. Ég hafði það hlutverk þennan dag að útvega brauðið, snittubrauð, sem var búið að panta í hverfisbakaríinu og fannst mér það mikilvægt verkefni. Sumir eru að stíga sín fyrstu skref í að skapa jólahefðirnar og uppbökuð súpa er réttur sem einfalt er að laga og öllum finnst góður. Súpa er líka góður kostur sem forréttur þegar veislan er stór.

Aspassúpa gæti verið málið á aðfangadagskvöld.

ASPASSÚPA

fyrir 6

30 g smjör

3 msk. hveiti

12 dl grænmetis- eða kjúklingasoð

2 aspasdósir ( u.þ.b. 600 g samtals)

salt eftir smekk

pipar eftir smekk

2 dl rjómi, þeyttur

2 msk. söxuð steinselja (má sleppa)

Bræðið smjör í potti, hrærið hveiti út í þar til úr verður smjörbolla og þynnið síðan út með soðinu. Byrjið að setja 1 dl af soðinu og síðan smátt og smátt svo súpan verði vel samlöguð og fari ekki í kekki, bætið soðinu af aspasnum út í í restina. Sjóðið súpuna í 3-5 mín., bætið þá aspas út í og látið allt sjóða saman við vægan hita í 4-5 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið súpunni í diska og setjið rjómatopp á hvern disk. Fallegt er að skreyta ofan á með steinselju.

Ef ferskur aspas er notaður í súpuna í staðinn fyrir aspas úr dós þá er neðsti hlutinn af stönglinum flysjaður létt, aspasinn skorinn í bita og soðinn í soðinu í nokkrar mínútur á sama hátt og gert er í blómkálssúpunni.

BLÓMKÁLSSÚPA

fyrir 4

Nota má sömu aðferð við að gera spergilkálssúpu.

1 stórt blómkálshöfuð, skorið í 4 hluta

12 dl grænmetis- eða kjúklingasoð

30 g smjör

3 msk. hveiti

salt eftir smekk

pipar eftir smekk

2 dl rjómi, þeyttur

2 msk. söxuð steinselja (má sleppa)

Sjóðið blómkálið í soðinu þar til það er næstum meyrt. Sigtið soðið frá og geymið. Skiptið blómkálsbitunum í greinar í munnbitastærð. Bræðið smjör í potti, hrærið hveiti út í þar til úr verður smjörbolla og þynnið síðan út með kjötsoðinu. Byrjið að setja 1 dl af soðinu og síðan smátt og smátt svo súpan verði vel samlöguð og fari ekki í kekki. Sjóðið súpuna í 3-5 mín. og bætið síðan blómkáli út í og látið sjóða aðeins áfram. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið súpunni í diska og setjið rjómatopp á hvern disk. Fallegt er að skreyta ofan á rjómann með steinselju eða tímíangrein.

BRAUÐBOLLUR

24 stk.

Blómkálssúpa og brauðbollur er fyrirtaks máltíð.

500 g hveiti

1 tsk. salt

1 tsk. sykur

100 g smjör

½ pk. þurrger

3 dl mjólk

1 egg

Blandið hveiti, salti og sykri saman í skál og myljið smjörið í blönduna. Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg og stráið þurrgerinu úr í, látið standa í 2-3 mín. Sláið eggið út í mjólkurblönduna og hellið þessu síðan út í hveitið. Hnoðið saman í sprungulaust deig. Látið deigið í skál og látið lyfta sér á hlýjum stað, undir klút eða plastfilmu, í 30 mín. Hnoðið deigið á ný og skiptið í tvo hluta. Rúllið hvorn hluta í pylsu og skiptið í 12-14 bita. Hnoðið bollur og raðið á ofnplötur. Látið lyfta sér aftur í 30 mín. og penslið með eggi eða mjólk. Hitið ofninn í 225°C. Bakið bollurnar í 10-15 mín. Má frysta og hita upp aftur við 100°C. Í 10-15 mín.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Jólasveinar einn og átta

Í kvikmyndum er að finna alls kyns áhugaverðar útfærslur á jólasveininum.

Þó að við á Íslandi séum vön bræðrunum þrettán sem við köllum jólasveina þekkjum við samt öll káta, rauðklædda jólasveininn sem á hug og hjörtu barna um allan heim. Í kvikmyndum er að finna alls kyns útfærslur á sveinka, bæði góðar og slæmar, og hér eru nokkrar þeirra.

Myndirnar um Bad Santa segja frá Willie Stokes sem flakkar, ásamt félaga sínum, á milli verslanamiðstöðva og ræna hvern einasta stað sem þeir koma á.

Vondi jóli

Myndirnar um Bad Santa segja frá svikahrappinum Willie Stokes sem flakkar, ásamt félaga sínum, á milli verslanamiðstöðva klæddur sem jólasveinn en í staðinn fyrir að breiða út fagnaðarerindi jólanna er markmið tvíeykisins að ræna hvern einasta stað sem þeir koma á. Í fyrri myndinni kynnist Willie átta ára gömlum krakka sem flækir svo sannarlega hlutina fyrir honum. Önnur myndin var frumsýnd í lok nóvember. Í henni nálgast jólin á ný og Willie er við sama heygarðshornið og áður, nú safnar hann peningum fyrir bágstadda en hirðir svo peningana sjálfur. Willie vill samt enn meira, fégráðugur sem hann er, og því ákveður hann að ræna velstæð góðgerðarsamtök í slagtogi við smávaxna félaga sinn, Marcus, og móður sína, Sunny.

Nýr jólasveinn

Í myndinni The Santa Clause, sem er fyrsta myndin í þríleik, er sagt frá Scott Calvin. Hann er bara venjulegur maður sem lendir í því óhappi að jólasveinninn dettur af þaki hans og slasast á aðfangadagskvöld. Scott og sonur hans, Charlie, finna 8 hreindýr á þakinu og þeir ákveða að klára að sendast með pakkana fyrir sveinka. Að ferðinni lokinni fara þeir til Norðurpólsins þar sem Scott er tjáð að hann verði að gerast nýi jólasveinnin og hafi því 11 mánuði til að ganga frá sínum málum og mæta aftur á pólinn á þakkargjörðardaginn.

Í Miracle on 34th Street virðast öll börn New York-borgar sannfærð um að Kris Kringle, nýi jólasveinninn í Cole’s-stórversluninni, sé hinn raunverulegi jólasveinn.

Kraftaverkajól

Í Miracle on 34th Street virðast öll börn New York-borgar sannfærð um að Kris Kringle, nýi jólasveinninn í Cole’s-stórversluninni, sé hinn raunverulegi jólasveinn. Vinsældir Kris vekja bæði tortryggni og afbrýðisemi meðal annarra jólasveina og verslunareigenda. Þeir reyna að taka hann úr umferð með því að höfða dómsmál gegn honum. Þá kemur lögmaðurinn Bryan Bedford og reynir að sanna tilvist jólasveinsins og vinna málið. Það reynist auðvitað ekki einfalt mál en eins og allir vita þá gerast kraftaverk á jólunum.

Yngri sonur jólasveinsins

Í teiknimyndinni Arthur Christmas fáum við loks svar við ráðgátunni um hvernig jólasveininum tekst að afhenda allar gjafirnar á einni nóttu. Starfsemin á Norðurpólnum einkennist af útpældu skipulagi og mikilli hátækni sem er vel falin fyrir okkur hinum. En undir niðri leynist venjuleg fjölskylda sem fer á kostum í góðlátlegum deilum og valdabaráttu. Yngri syni jólasveinsins, Arthur, er enn mjög annt um anda jólanna og þegar hann fær óvænt upp í hendurnar óendanlega mikilvægt verkefni leggur hann allt í sölurnar til þess að klára það áður en jólin renna upp.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Góð ráð til að auka gleði og orku í skammdeginu

Eitt og annað sem kemur sér vel í mesta skammdeginu.

Veturinn er erfiður tími fyrir marga og sumir þjást jafnvel af svokölluðu skammdegisþunglyndi, einkenni þess geta verið allt frá sleni og afkastaleysi til depurðar. Hér eru nokkur góð ráð til að auka gleði og orku.

Ein besta leiðin til að hrista af sér vetrarslen er að flýja veturinn alveg, þó það sé ekki nema í nokkra daga.

Meira ljós
Á veturna minnkar dagsbirta til muna og það getur haft áhrif á líðan okkar. Til eru sérstakir dagsbirtulampar til að reyna að vinna á móti áhrifum skammdegisþunglyndis. Jafnvel þótt þú þjáist ekki af skammdegisþunglyndi er mikilvægt að huga að birtunni á heimilinu, því það er svo dimmt hér á veturna. Hengdu upp ljósaseríur, kveiktu á kertum og lýstu upp heimilið.

Skrepptu í frí
Besta leiðin til að hrista af sér vetrarslen er augljóslega að flýja veturinn alveg, þó það sé ekki nema í nokkra daga. Ef þú hefur tök á ættir þú að reyna að bóka þér ferð í örlítið hlýrra loftslag, annars getur ferð í sumarbústað með góðum mat og víni gert kraftaverk.

Veturinn og aðdragandi jólanna getur verið mjög stressandi og því er um að gera að reyna að takmarka streituna eftir bestu getu.

Passaðu stressið
Veturinn og aðdragandi jólanna getur verið mjög stressandi og því er um að gera að reyna að takmarka streituna eftir bestu getu. Það er líffræðilega sannað að við erum orkuminni á veturna, þannig að vinnuálag sem okkur finnst ekkert mál á sumrin verður okkur offviða. Reyndu að taka tillit til þín og ekki hlaða á þig of mörgum verkefnum eða skiladögum.

Skelltu einhverju skemmtilegu „á fóninn“.

Ekki gleyma að hlæja
Hlátur er besta meðalið. Horfðu á uppáhaldsgamanmyndina þína, lestu fyndnar sögur í bókum og blöðum eða skipstu á bröndurum við vini þína.
Allt eru þetta góðar leiðir til að tryggja að þú hlæir nóg og takir lífinu ekki of alvarlega.

Spilaðu tónlist
Tónlist getur veitt mikla gleði og þess vegna er gott að safna öllum uppáhaldslögunum sínum á einn lista, til dæmis á tónlistarveitunni Spotify. Þá getur þú spilað þau hvenær sem þú þarf á að halda.
Nú getur þú til dæmis spilað jólalögin, þau hjálpa þér að halda í gleðina sem á að fylgja hátíðinni.

Láttu heyra frá þér
Við mannfólkið erum félagsverur að eðlisfari og þurfum á félagskap að halda. Rannsóknir hafa sýnt að samvistir við sína nánustu getur dregið svo um munar úr streitu.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Göngum við í kringum …

Fyrstu þekktu heimilidir um jólatré frá 16. öld.

Þetta er fyrsta myndin af jólatré sem birtist á prenti, nánar tiltekið á bókakápu The Strangers Gift eftir Hermann Bokum árið 1836.

Sumir geta ekki hugsað sér að vera með annað en lifandi jólatré á meðan aðrir eru alsælir með gervitré.

Svo er til fólk sem sættir sig alveg við lítið jólatré úr vírherðatrjám með jólaseríu, keramíkjólatré, eða jafnvel ekkert tré.

Fyrstu þekktu heimildir um einskonar jólatré eru frá Strassburg og þar um kring á 16. öld.

En hinn fyrsti sem getur um ljósum prýtt jólatré er Goethe, í sögu frá 1774.

Fyrsta mynd af jólatré með ljósum er hins vegar frá Zürich árið 1799.

Nokkrum árum síðar, árið 1807, voru til sölu á markaði í Dresden í Þýskalandi fullbúin jólatré, meðal annars skreytt gylltum ávöxtum og kertum.

Greinilegt er, að siðurinn var þá búinn að ná öruggri fótfestu þar um slóðir. Hann fór svo að berast til Norðurlanda eftir 1800.

Til Íslands munu fyrstu jólatrén hafa komið um 1850, í kaupstaði, aðallega hjá dönskum fjölskyldum.

En fæstir landsmenn áttu þess kost að eignast grenijólatré á þeim tíma. Málið var leyst með því að smíða gervijólatré og klæða það með sortulyngi, beitilyngi eða eini. Elstu heimildir um slíkt eru frá 1880-1890.

Til Íslands munu fyrstu jólatrén hafa komið um 1850, í kaupstaði, aðallega hjá dönskum fjölskyldum. En fæstir landsmenn áttu þess kost að eignast grenijólatré á þeim tíma.

Fleira áhugavert

– Það tekur jólatré að meðaltali 7-10 ár að vaxa í rétta stærð.

– Notkun á sígrænu tré til að halda upp á vetrarsólstöður var við lýði löngu áður en talið er að Jesús hafi fæðst.

Fyrstu heimildir um skreytt jólatré eru frá Riga í Lettlandi árið 1510.

– Jólatré hafa verið seld í Bandaríkjunum síðan um 1850. Þar til nýlega komu öll jólatré úr skógum en nú eru yfir 21 þúsund aðilar sem rækta jólatré. Hálfur milljarður trjáa er í ræktun.

– Fyrstu heimildir um skreytt jólatré eru frá Riga í Lettlandi árið 1510.

– Jólatré eyða ryki og ögnum úr loftinu.

– Franklin Pierce, 14. forseti Bandaríkjanna, var fyrsti forsetinn til að láta setja upp jólatré í Hvíta húsinu (1856).

– Þegar Teddy Roosevelt var í forsetastól mátti jólatré ekki koma inn fyrir dyr Hvíta hússins af umhverfisástæðum.

– Aðstoðarmaður Edisons, Edward Johnson, átti hugmyndina að því að setja rafmagnsljós á jólatréð. Átta árum síðar, eða 1882, komu þau á markað fyrir almenning.

– Lítil kertaljós á greinar jólatrés var almennt strax í kringum miðja 17. öld.

– Árið 2002 voru 21 prósent Bandaríkjamanna með alvörujólatré, 48 prósent með gervitré og 32 prósent með ekkert jólatré.

Texti / Guðríður Haraldsdóttir

Kaldur og ljúffengur súkkulaðimöndludrykkur

Bragðgóður og fljótlegur drykkur.

Súkkulaðimöndludrykkur
fyrir 2
100 g súkkulaði
4 dl matreiðslurjómi
6 msk. möndlulíkjör, t.d. Amaretto
500-600 ml súkkulaðiís, t.d. frá Ekta

Hitið súkkulaði í matreiðslurjómanum og kælið blönduna. Skiptið henni í 2 glös, skiptið möndlulíkjör á milli og setjið ískúlur ofan á.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir

Ris à l´amande – klassískur dessert

|
|

Besti eftirréttur sem sumir hafa bragðað.

Ris à la Mande er uppáhalds eftirréttur margra og sumum finnst jólin hreinlega ekki vera komin fyrr en þeir hafa bragðað á honum. Hér kemur uppskrift að þessum sívinsæla eftirrétti og þremur ljúffengum sósum.

RIS À L´AMANDE
fyrir 6-8

Sumum finnst jólin hreinlega ekki vera komin fyrr en þeir hafa bragðað á ris a la mande.

7 dl mjólk

1 msk. smjör

70 g hrísgrjón, best að nota grautargrjón

korn úr 1 vanillustöng

40 g möndlur, saxaðar

2 msk. sykur

2 ½ dl rjómi

1 tsk. vanilludropar

Setjið mjólk, smjör, hrísgrjón, korn úr vanillustöng, ásamt stönginni sjálfri, og möndlur í pott, munið að taka eina möndlu frá til að bæta í grautinn eftir suðu svo möndlugjöfin fari ekki forgörðum. Hitið að suðu og látið malla við mjög lágan hita í 40 mínútur. Látið grautinn kólna alveg. Þeytið rjóma og 2 msk. af sykri saman og blandið honum saman við hrísgrjónin. Bragðbætið með vanilludropum og e.t.v. meiri sykri. Setjið í skál og skreytið. Berið fram með hindberja-, karamellu- eða passíuávaxtasósu.

PASSÍUÁVAXTASÓSA:

6-8 passíuávextir (passion fruit)

1 dl appelsínusafi (úr 2-3 appelsínum)

½ dl vatn

2 msk. sykur

1 tsk. kartöflumjöl

2 msk. líkjör, má sleppa

Skerið passíuávexti í tvennt og setjið aldinkjötið í skál. Sigtið vökvann frá fræjunum en geymið 1 ½ msk. af þeim. Hrærið appelsínusafa, vatn, sykur, kartöflumjöl og líkjör, ef þið notið hann, saman við. Setjið blönduna í pott og sjóðið þar til hún þykknar. Bætið fræjunum sem tekin voru frá saman við.

HINDBERJASÓSA:

300 g hindber, fersk eða frosin

30 g sykur

1-2 tsk. sítrónusafi

Afþýðið hindber ef þið notið frosin. Setjið berin í matvinnsluvél ásamt sykri og sítrónusafa og blandið vel saman.

KARAMELLUSÓSA:

2 dl rjómi

2 msk. síróp

120 g sykur

30 g smjör

1 tsk. vanilludropar

Sjóðið rjóma, síróp og sykur saman þar til blandan er orðin karamellukennd, þetta tekur u.þ.b. 8-10 mínútur. Bætið smjöri og vanilludropum út í og takið pottinn af hellunni.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Kristinn Magnússon
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Dekraðu við þig fyrir jólin

Mikilvægt er að vinna gegn stressinu sem fylgir þessum árstíma.

Það jafnast ekkert á við það að skella sér í spa og láta dekra aðeins við sig en því miður leyfir fjárhagur flestra ekki slíkan munað – sérstaklega ekki fyrir jólin. Hér eru nokkrar hugmyndir hvernig má dekra við sig heima og láta stressið sem fylgir þessum árstíma líða úr sér.

gott kveikja á kertum og ekki er verra ef þau eru með huggulegum ilm.

Kertaljós og huggulegur ilmur
Til að skapa huggulega birtu og smávegis spa-stemmningu á baðherberginu er gott kveikja á kertum og ekki er verra ef þau eru með huggulegum ilm.

Einnig er sniðugt að setja ilmolíur í baðið sjálft til að auka vellíðan og slökun. Best er að bæta nokkrum dropum af olíu út í þegar baðið er hálffullt, þannig dreifist hún best. Einnig má blanda epsom-salti í baðið til hámarka slökunina. Saltið er ríkt af magnesíum sem eykur blóðflæði til húðar og hjálpar til við að losa um bjúg og bólgur.

Þeir sem eru latir við að bera krem á líkamann en vilja samt halda honum mjúkum ættu að prófa að setja olíu í baðið, til dæmis möndlu- eða kókosolíu. Olían gerir það að verkum að húðin verður silkimjúk eftir baðið án nokkurrar fyrirhafnar.

Áhrifarík leið til að hressa upp á húðina
Nýttu tímann á meðan þú liggur í baði og settu á þig andlitsmaska. Andlitsmaskar eru fljótleg og áhrifarík leið til að hressa upp á húðina. Til að hámarka áhrifin er sniðugt að nota nota tvo maska hvorn á eftir öðrum, fyrst hreinsimaska og svo rakamaska. Berðu hreinsandi leirmaska á andlitið áður en þú stígur ofan í baðið, láttu hann liggja á húðinni í hálftíma og skolaðu svo af rétt áður en þú stígur upp úr baðinu. Þegar þú ert búin að þerra húðina geturðu svo borið rakamaska á sem inniheldur ýmis rakagefandi og róandi efni sem hjálpa við að styrkja húðina, gera áferð hennar fallegri og auka ljóma hennar. Raskamaska þarf yfirleitt ekki að skola af heldur er nóg að fjarlægja leifar hans með tissjúi.

Djúpnærandi olía í hárið
Þegar þú ert í slakandi baði með salti og olíum er óþarfi að pæla í því að þvo á sér hárið. Þess vegna er tilvalið að bera djúpnærandi olíu í hárið fyrir baðið. Auðvelt er að nota plöntuolíur, til dæmis ólífuolíu, sem djúpnæringu fyrir hár. Skiptu hárinu gróflega niður og nuddaðu olíu í hvern lokk fyrir sig, sérstaklega í endana. Þegar þú ert búin að bera olíu á allt hárið er gott að vefja plastfilmu eða -poka og vefja síðan handklæði um höfuðið. Þegar þú kemur úr baðinu geturðu skolað það mesta af olíunni úr hárinu án þess þó að nota sjampó.

Það er mikilvægt að reyna að slaka á og láta stressið ekki ná tökum á sér.

Húðin skrúbbuð hátt og lágt
Við sinnum flest húðumhirðu andlitsins á hverjum degi en okkur hættir til að gleyma að hugsa um húðina á restinni af líkamanum. Áður en þú stígur upp úr baðinu er tilvalið að skrúbba húðina vel. Nú eru fáanlegir ýmsir gæðaskrúbbar sem eru framleiddir úr náttúrulegum íslenskum hráefnum sem eiga að stinna húðina og auka heilbrigði hennar. Einnig er hægt að nota góðan húðbursta með náttúrulegum hárum eða einfaldlega skrúbbhanska sem fást í öllum apótekum. Eftir að húðin hefur verið skrúbbuð er mikilvægt að bera gott krem á húðina svo hún þorni ekki upp. Eftir svona góða meðferð ættirðu að sjá mikinn mun á húðinni; hún er stinnari, sléttari og með heilbrigðan ljóma.

Gott að grípa í sparihandklæðin
Hafðu sparihandklæðin tilbúin þegar þú kemur upp úr baðinu því það er ekki hátíðlegt að þurrka sér með hörðu, slitnu handklæði. Sniðugt ráð er að leyfa handklæðunum að hitna aðeins á ofninum á meðan þú liggur í baði og gera slíkt hið sama við baðsloppinn. Þá verður lítið sem ekkert hitatap þegar þú stígur upp úr baðinu. Best er að dekra svona við sig á kvöldin og geta svo farið beint upp í rúm að sofa því það tryggir að þú náir að endurhlaða batteríin almennilega. Ef þú hefur ekki tök á því reyndu samt að leggjast inn í rúm í örlitla stund, um það bil tuttugu mínútur, og lygna aðeins aftur augunum.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pexels.com

Hressandi litafegurð hjá eiganda Akkúrat

Kíkt í morgunkaffi til Sigrúnar Guðnýjar Markúsdóttir á Kvisthaganum.

Hönnunarverslunin Akkúrat opnaði nú í sumar í Aðalstræti og hefur verið tekið fagnandi af fagurkerum, Sigrún Guðný Markúsdóttir er eigandi Akkúrat en hún hefur verið viðloðandi verslunarbransann í mörg herrans ár. Við heyrðum í Sigrúnu og fengum að kíkja til hennar í morgunkaffi á Kvisthagann þar sem hún býr í skemmtilegri risíbúð ásamt dætrum sínum tveimur; Aniku og Salvöru.

Jólatré komið út í glugga.

Sigrún var með jólalög á fóninum þegar við mættum og litla jólakúlur lágu á borðstofuborðinu tilbúnar á jólatréð, sem stóð nett og pent í stofunni; örugglega minnsta jólahrísla sem við höfum myndað fyrir Hús og híbýli en samt svo ógurlega sjarmerandi.

Sigrún hlær þegar við játum að hafa aldrei séð svona smátt, skreytt jólatré og segist bara vera mjög nægjusöm í lífinu. Hún játar að vera svolítill hippi í sér og kaupir sér sjaldan eitthvað nýtt nema það heilli hana alveg upp úr skónum. Hún á því hluti og húsgögn sem hafa fylgt henni lengi.

,,Ég er til dæmis alltaf á leiðinni að fá mér nýtt sófaborð en svo þykir mér svo ógurlega vænt um þetta að ég læt ekki verða af því. Þetta borð er frá Filippseyjum og allt einhvern vegin snúið og skakkt en það er bara svo mikil sál í því.“

En hvar kaupir hún þá helst húsgögn og annað fyrir heimilið?
,,Ég keypti mikið af því sem ég á á flóamörkuðum í Danmörku. Við bjuggum fyrst á Nørrebro í Kaupmannahöfn og þar í kring er svo mikið af alls konar mörkuðum og við gátum bara labbað heim með húsgögnin.

,,Ég keypti mikið af því sem ég á á flóamörkuðum í Danmörku. Við bjuggum fyrst á Nørrebro í Kaupmannahöfn og þar í kring er svo mikið af alls konar mörkuðum og við gátum bara labbað heim með húsgögnin.
Einu sinni keyptum við meira að segja sófa og roguðumst heim með hann fótgangandi.“

Einu sinni keyptum við meira að segja sófa og roguðumst heim með hann fótgangandi,“ svarar hún hlæjandi.

 

Vesturbærinn að verða nafli alheimsins

Sigrún á húsgögn sem hafa fylgt henni lengi.

,,Ég er úr Mosó en ég fór tiltölulega ung að heiman og fór þá að leigja í Bergstaðarstræti og svo á Lokastíg og bjó alltaf í miðbænum á þessum árum. Svo fluttum við, ég og minn fyrrverandi, til Danmerkur í nokkur ár og þegar við vorum að flytja heim til Íslands aftur þurftum við að taka ákvörðun um hvar við vildum búa. Þar sem mikið af okkar fólki bjó hér í Vesturbænum lá beinast við að flytja hingað. Foreldrar mínir búa að vísu ennþá í Mosó og mér finnst æðislegt að koma þangað; dalurinn er yndislegur og bærinn líka. Okkur langaði samt meira að búa hérna.“

Hvað finnst þér best við Vesturbæinn? „Þetta er svolítið eins og lítill bær inni í borg, eins og til dæmis Fredriksberg í Danmörku, þar sem ég bjó en þar er sér borgarstjóri og bærinn svolítið bara eins og kommúna inni í borginni. Hér er allt sem ég þarfnast; ég fer mjög mikið í sund í Vesturbæjarlaugina og ræktina út á Nesi, stelpurnar mínar eru í KR í íþróttum og svo er örstutt að labba í miðbæinn. Brauð og co er svo að fara að opna við hliðina á Kaffi Vest þannig að Vesturbærinn er bara að verða nafli alheimsins“, segir hún og hlær.

Sigrún hefur verið í hönnunar- og verslunarbransanum í mörg ár en hvað varð til þess að hún ákvað að opna eigin verslun? „Ég átti fyrir mörgum árum verslunina Flauel á Laugavegi með Báru í Aftur og það blundaði í mér að fara út í eitthvað sjálf aftur. Svo kom tækifærið þegar Hönnunarmiðstöð bauð út plássið í Aðalstræti 2, þá ákvað ég að hella mér út í þetta, búa til „concept“ og fá strákana í hönnunarstúdíóinu Döðlum til liðs við mig og úr þeirri samvinnu og hugmyndavinnu varð hönnunarverslunin Akkúrat til. Hugmyndin er að bjóða uppá rjóman af íslenskri hönnun og íslenskri list.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í Hátíðarblaði Húsa og híbýla sem fæst á öllum sölustöðum.

Texti / Sigríður Elín Ásmundsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Í sól og sumaryl

Sólríkir áfangastaðir sem stytta veturinn.

Þegar dagarnir eru hvað stystir og kuldinn nístir inn að beini er notalegt að skella sér í ferðalag á suðrænar slóðir til að minnka grámann í andlitinu og fá smá yl í kroppinn. Boðið er upp á ferðalög til sólríkra staða allan ársins hring – líka yfir háveturinn. Kanarí er einn þeirra áfangastaða sem er sívinsæll meðal Íslendinga.

Tenerife – fegurst allra eyja á Kanarí

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Tenerife.

Tenerife er fögur og heillandi og hefur margt að bjóða ferðalöngum sem vilja komast burt frá kuldanum í sólina til að njóta sín til hins ýtrasta. Eyjan er sú stærsta af Kanaríeyjunum og sker sig úr fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld, hreinleika og góðan aðbúnað. Sólin skín nánast alla daga ársins en meðalhiti er 20-22°C en á svalari dögum fer hitinn vart undir 15°C en fer sjaldan yfir 30°C.

Norðanmegin á eyjunni er náttúran fjölbreyttari og gróðursælli en á suðurhlutanum; þar er að finna stóra furuskóga, bananaplantekrur og mikið blómahaf.

Þar er Loro Parque-dýragarðurinn sem hýsir eitt stærsta safn heims af páfagaukum og mörgæsum, „fiskabúr“ með yfir 3.000 tegundum sjávardýra, tígrisdýr, górillu og krókódíla frá Afríku.

Í suðurhlutanum, þar sem við erum með okkar gististaði, skín sólin nánast alla daga ársins og þar er vinsælast að vera.

Santa Cruz er höfuðborgin og telur liðlega 225.000 íbúa. Borgin er gróðursæl og iðar af lífi. Kaffihús, veitingastaðir, göngugötur og fjölmargar verslanamiðstöðvar gera heimsókn til borgarinnar notalega og umfram allt skemmtilega.

Tenerife er sannkölluð paradís fyrir vandláta og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Puerto de Mogan á Gran Canaria.

Gran Canaria – hvíld, skemmtun og eintóm ánægja!

Gran Canaria er þriðja stærsta eyjan í Kanarí-eyjaklasanum og hefur um áratugaskeið verið langvinsælasti vetraráfangastaður sólþyrstra Íslendinga. Það leiðist engum á Kanarí, enda mikið úrval af fjölbreyttri skemmtun fyrir alla aldurshópa þar að finna. Fjölskyldur, einstaklingar og pör á öllum aldri geta fundið sér góðan stað og eitthvað skemmtilegt að gera á Kanarí.

Gran Canaria er rómuð fyrir náttúrufegurð.

Næturlífið iðar af fjöri og á daginn ríkir suðræn stemning. Dúndrandi tónlist á diskótekunum, róleg kaffihúsa- og barstemning og veitingastaðir sem svíkja ekki bragðlaukana.

Matur og drykkur er ótrúlega ódýr á Kanaríeyjum og því um að gera að njóta lífsins.

Í boði eru áhugaverðar kynnisferðir um eyjarnar, góðir golfvellir og frábær íþróttaaðstaða.

Þegar dagarnir eru hvað stystir og kuldinn nístir inn að beini er notalegt að skella sér í ferðalag á suðrænar slóðir til að minnka grámann í andlitinu og fá smá yl í kroppinn.

Enska ströndin er vinsælasti dvalarstaður Íslendinga. Þar er fjörugasta mannlífið, fjöldi góðra gististaða og öll þjónusta og skemmtun í göngufjarlægð. Þar er að finna stærstu verslunarmiðstöðvarnar Yumbo, Cita og Kasbah með fjölda verslana, veitinga- og skemmtistaða.

Hægt er að upplifa notalega kaffihúsa- og barstemningu og fara á veitingastaði sem svíkja ekki bragðlaukana.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Tíu flottustu jólamarkaðir í Evrópu

Fátt er skemmtilegra og jólalegra en að spóka sig um á fallegum jólamörkuðum.

Einn þekktasti jólamarkaðurinn er í Nuremberg í Þýskalandi (sjá mynd hér að ofan) þrátt fyrir að vera hvorki sá stærsti né elsti en umgjörðin er mjög falleg. Hann byrjaði árið 1628 og var upphaflega miðstöð viðskipta með handgerðar viðarstyttur. Markaðurinn er þekktur fyrir matinn sem þar er í boði og á kvöldin er hann lýstur upp með hundruðum ljósa, ásamt því sem hljómsveitir spila allt milli himins og jarðar.

_______________________________________________________________

Garðurinn í kringum markaðinn er lýstur upp með jólaljósum.

Vín
The Christkindlmarkt er á torginu fyrir framan ráðhúsið í Vín og er einn elsti jólamarkaður Evrópu, enda 700 ára gamall. Hann er opnaður um miðjan nóvember sem er hentugt fyrir þá sem vilja sleppa við ösina þegar nær dregur jólum. Garðurinn í kringum markaðinn er lýstur upp með jólaljósum sem setur ævintýralegan blæ á svæðið.

_______________________________________________________________

Köln
Jólamarkaðir í Köln í Þýskalandi draga að sér milljónir gesta víða úr heiminum fyrir hver jól. Sá vinsælasti í borginni er „Am Com“ sem er á torginu fyrir framan tveggja turna kirkjuna.

_______________________________________________________________

Jólamarkaðurinn í Dresden í Þýskalandi á rætur sínar að rekja til ársins 1434.

Dresden
Jólamarkaðurinn í Dresden í Þýskalandi á rætur sínar að rekja til ársins 1434 og er sá elsti í Evrópu. Heimamenn eru sérstaklega stoltir af Striezelmarkt sem er nefndur eftir ávaxtakökunni Striezel eða Stollen. Hápunktur markaðarins er The Stollen Festival sem haldið er annan sunnudag í desember.

_______________________________________________________________

Markaðurinn á Grand Place-torgi í Brussel er þekktur fyrir frábæran mat, jólaglögg og belgískt konfekt.

Brussel
Markaðurinn er á hinu glæsilega Grand Place-torgi í Brussel og er þekktur fyrir frábæran mat, jólaglögg og belgískt konfekt. Jólaljósin lýsa upp kofana sem standa fyrir mismunandi Evrópulönd og þar er hægt að fá allt milli himins og jarðar.

_______________________________________________________________

Jólalegt um að lítast í München í Þýskalandi.

München
Í desember beinast öll spjót að Marienplatz sem er í hjarta gamla bæjarins í München í Þýskalandi en þar er stærsti jólamarkaður borgarinnar. Hann opnar föstudaginn fyrir fyrsta í aðventu þegar þúsundir manna koma saman á torginu þegar kveikt er á 30 metra háu jólatrénu. Yfir 140 básar eru á torginu og hægt að kaupa fullt af flottum, handgerðum munum.

_______________________________________________________________

Í Prag er stærsti jólamarkaðurinn á Old Town Square-torginu.

Prag
Tékkar taka jólin alvarlega og mikið er um að vera í höfuðborginni Prag á aðventunni. Jólamarkaðirnir eru þó frekar lágstemmdir og fjölskylduvænir, staðsettir víða um borgina en sá stærsti er á Old Town Square-torginu.

_______________________________________________________________

Markaðurinn í Tallin er afar rómantískur og þar er notalegt andrúmsloft.

Tallinn
Jólamarkaðurinn í Tallin í Eistlandi er ungur að árum, enda ekki opnaður fyrr en árið 1991. Markaðurinn er afar rómantískur og þar er notalegt andrúmsloft en hann er staðsettur á Raekoja Plats-torginu í gamla bænum. Fyrir þá sem þrá snjóinn er næstum bókað að fá hann þarna.

_______________________________________________________________

Í Berlín er meiri nútímabragur yfir jólamörkuðunum en annars staðar í Þýskalandi

Berlín
Í Berlín er meiri nútímabragur yfir jólamörkuðunum en annars staðar í Þýskalandi og þeir eru staðsettir um alla borgina. Sá vinsælasti og mest heimsótti er í kringum Kaiser Wilhelm Gedächtniskirche og flott að sjá alla básana í kringum kirkjuna. Kirkjan varð fyrir árás í síðari heimsstyrjöldinni og rústir hennar standa enn til minningar um stríðið.

_______________________________________________________________

Tívolíið í Kaupmannahöfn í Danmörku er elsti skemmtigarður í Evrópu. Þar er jólamarkaður ár hvert.

Kaupmannahöfn
Tívolíið í Kaupmannahöfn í Danmörku er elsti skemmtigarður í Evrópu. Þar er jólamarkaður ár hvert með hundruðum jólatrjáa og yfir hálfa milljón jólaljósa sem lýsa upp garðinn. Tjörninni er breytt í skautasvell og gestir geta leigt skauta. Yfir 60 litríkir básar eru á staðnum og hægt að fá fjölbreyttar vörur.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Creme brulée í nokkrum einföldum skrefum

|||
|||

Klassískur eftirréttur sem er auðvelt að útbúa.

Creme brulée er uppáhald margra.

Brenndur rjómi, eða creme brulée, er mjög auðvelt að laga. Þessi vinsæli eftirréttur er gjarnan í boði á veitingahúsum og uppáhald margra.

Hægt er að bræða sykurinn á yfirborðinu undir grilli en einnig með gasbrennara ef þið eigið hann.
Gott er að nota aðeins litaðan sykur á yfirborðið, hann brennur betur en sá hvíti.

CREME BRULÉE

fyrir 6

5 dl rjómi eða matreiðslurjómi

1 vanillustöng

80 g sykur

6 eggjarauður

3 msk. hrásykur (t.d. demera-sykur)

Hér er það sem þarf í creme brulée.

1. Allt gert tilbúið. 2. Þeytið eggjarauður og sykur saman. 3. Hellið rjóma gegnum út í eggjamassa og þeytið saman.

1. Hitið ofninn í 140°C. Setjið rjóma í pott. Kljúfið vanillustöng eftir endilöngu og skafið kornin í pottinn, hitið rjómann með kornunum og vanillustönginni að suðu. Látið standa í 10-20 mín.

2. Þeytið eggjarauður og sykur létt saman.

3. Hellið rjómanum, gegnum sigti, út í eggjamassann og þeytið létt saman.

4. Skiptið blöndu í 6 form. 5. Bakið í ofni. 6. Stráið hrásykri á yfirborð og bræðið með brennara eða undir heitu grilli.

4. Setjið 6 form í ofnskúffu og skiptið blöndunni í þau (1 ½ dl form).

5. Sjóðið vatn í potti eða katli og hellið í skúffuna. Bakið þetta í 25 mín. og kælið síðan. Þetta má allt gera daginn áður og geyma í ísskáp en sykurbráðina er best að gera rétt áður en bera á réttinn fram.

6. Stráið hrásykri á yfirborðið á hverju formi og bræðið sykurinn með brennara eða undir heitu grilli.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Rut Sigurðardóttir

Flókið tímabil

Unglingsárin eru vinsælt umfjöllunarefni í kvikmyndum.

Uppvaxtarárin eru oft og tíðum mjög erfiður tími en þá kveðjum við barndóminn og reynum eftir bestu getu að byrja að fullorðnast. Það er því engin furða að þessi ár eru vinsælt umfjöllunarefni í kvikmyndum. Það er úr mörgu að velja en hér eru nokkrar frábærar myndir um þetta skemmtilega þroskaferli.

Boyhood er sönn uppvaxtarsaga því myndin er tekin á tólf ára tímabili með sama leikarahópnum og áhorfendur horfa á aðalpersónuna vaxa og þroskast í orðsins fyllstu merkingu á skjánum.

Tólf ára ferli

Boyhood er sönn uppvaxtarsaga því myndin er tekin á tólf ára tímabili með sama leikarahópnum og áhorfendur horfa á aðalpersónuna, Mason, vaxa og þroskast í orðsins fyllstu merkingu á skjánum. Við kynnumst Mason þar sem hann er nýfluttur ásamt systur sinni, Samönthu, og fráskildri móður til nýrrar borgar þar sem móðir hans ætlar sér að setjast á skólabekk og hefja nýtt líf. Hann saknar föður síns en það er þó bót í máli að hann heimsækir þau systkinin um helgar til að gera eitthvað skemmtilegt. Ýmislegt gerist í lífi Masons og fjölskyldu hans sem markar skrefin sem hann tekur út í lífið, en það er, eins og allir vita, ekki alltaf dans á rósum.

Frægð og frami

Myndin Almost Famous gerist árið 1973 þegar rokkið er enn upp á sitt besta. William Miller er fimmtán ára og tónlist er hans líf og yndi. Hann er afar efnilegur penni og greinar hans í óháðu tónlistartímariti vekja athygli ritstjóra Rolling Stone. Hans fyrsta verkefni fyrir blaðið er að skrifa um hljómsveitina, Stillwater. Hann ávinnur sér traust hljómsveitarmeðlima sem bjóða honum að ferðast með bandinu og á leiðinni lendir hann í ýmsum ævintýrum. Hann kynnist meðal annars kvenaðdáendum hljómsveitarinnar og heillast sérstaklega af hinni gullfallegu Penny Lane. Þessi reynsla reynist mjög þroskandi fyrir William á fleiri en einn hátt.

Strákapör og svaðilför

Í myndinni Stand by Me rifjar fullorðinn maður upp þau strákapör sem hann og vinir hans gerðu í æsku og minnist sérstaklega einnar svaðilfarar. Fjórir tólf ára vinir heyra að ungur strákur hafi látist af slysförum nálægt smábænum þeirra og ákveða þeir að leggja upp í ferðalag til að finna líkið og verða fyrstir til að tilkynna það til lögreglu. Strákarnir, Gordie, Vern, Chris og Teddy, fylgja lestarteinunum fótgangandi því strákurinn átti að hafa orðið fyrir lest. Á leiðinni lenda þeir í ýmsum ævintýrum og jafnvel lífsháska. Ferðin verður því óvænt mjög mótandi viðburður í þeirra lífi.

Ný byrjun

The Perks of Being a Wallflower segir frá Charlie sem hefur þurft að glíma við erfiðleika og áföll sem fæstir af hans samnemendum hafa kynnst.

Myndin The Perks of Being a Wallflower er byggð á samnefndri bók eftir Stephen Chbosky og segir frá Charlie sem stendur á tímamótum, hann hefur lokið grunnskóla og nýbyrjaður í menntaskóla. Hann hefur þó þurft að glíma við erfiðleika og áföll sem fæstir af hans samnemendum hafa kynnst, en besti vinur hans framdi sjálfsmorð nokkrum mánuðum áður og Charlie hefur átt erfitt með að sætta sig við það. Hann dreymir um að verða rithöfundur og hefur um nokkurt skeið komið hugsunum sínum frá sér í bréfum til ímyndaðrar persónu sem fær að vita allt. Fljótlega kynnist Charlie stjúpsystkinunum Sam og Patrick sem eru eldri en hann. Þau taka hann að sér og kynna hann fyrir hinum ýmsu litbrigðum lífsins, bæði innan veggja skólans og utan hans, og tekst þannig að draga hann út úr skelinni.

Dularfullar systur

Myndin fjallar um fimm systur í úthverfi Detroit árið 1974 og dularfulla tilveru þeirra. Þær búa í ósköp venjulegu húsi sem stendur við fallega gróna götu. Myndin er sögð af strákunum í nágrenninu sem dáðu þær og dýrkuðu og eru enn með þær á heilanum, tuttugu árum seinna. Þeir hittast því til að reyna að leysa ráðgátuna um Lisbon-systurnar, sem voru aldar upp við mikinn aga heimafyrir. Eftir að yngstu systurinni tekst, í sinni annarri tilraun, að svipta sig lífi verða foreldrar stúlknanna mun strangari við þær sem eldri eru. Þær einangrast smám saman frá samfélaginu og enginn gerir neitt í neinu svo að þær taka málin í sínar hendur. Þetta er saga um ást, einmanaleika, einangrun og hversu erfið unglingsárin geta verið sumum.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

 

 

Raddir