Það er ekki tekið út með sældinni að vera í makaleit á þessum tímum tækninnar.
Það er ekki tekið út með sældinni að vera í makaleit á þessum tímum tækninnar. Tinder skók samfélagið þegar það leit fyrst dagsins ljós og nú hafa fjölmörg álíka snjallsímaforrit fylgt í kjölfarið. Gamla góða tuggan segir að það séu alltaf fleiri fiskar í sjónum – en þar eru líka mörg skítseyði. Spurningin er hvort tæknin hygli skítseyðunum frekar en hinum. Hér eru ýmis hugtök yfir lélega hegðun sem á sér stað á Netinu.
Draugur
Talað erum drauga, eða „ghosting“, þegar einstaklingur sem þú hefur átt í einhverjum samskiptum eða sambandi við hverfur út úr lífi þínu fyrirvaralaust.
Hann hættir að svara skilaboðum og símhringingum, er aldrei tengdur þegar þú reynir að tala við hann á samskiptamiðlum eða eyðir þér jafnvel út af vinalistanum sínum. Þetta einskorðast ekki við ástarsambönd því einhverjir hafa lent í því að vinir þeirra verði skyndilega að draugum.
Sumir byrja að líta í kringum sig og daðra á meðan þeir eru enn á föstu, yfirleitt þegar þeir sjá fyrir endann á því sambandi. Rétt eins og útskot á hraðbrautinni gefur þetta þeim smátíma og umhugsunarfrest áður en þeir beygja út úr sambandinu.
Á bekknum
Að setja einhvern á bekkinn er hugtak sem lýsir því þegar einstaklingar vilja halda manni heitum og senda manni skilaboð og líka við myndir á samfélagsmiðlum en gefa lítið út á að stofna til sambands.
Þeir sjarmera þig upp úr skónum en það sem gerir þessa hegðun sérstaklega skítlega er að þeir ætla sér kannski ekki einu sinni að hitta þig. Þeir eru oftar en ekki með marga í takinu og eru bara að draga þig á asnaeyrunum. Þú ert í endalausri biðstöðu og svo þegar þú ert við það að gefast upp á þeim aukast samskiptin, eins og þeir finni það á sér.
Sambandsútskot
Sumir byrja að líta í kringum sig og daðra á meðan þeir eru enn á föstu, yfirleitt þegar þeir sjá fyrir endann á því sambandi.
Rétt eins og útskot á hraðbrautinni gefur þetta þeim smátíma og umhugsunarfrest áður en þeir beygja út úr sambandinu. Það er vert að muna að þeim getur alltaf snúist hugur og beygt aftur inn á beinu brautina.
Það er líka ólíklegt að þeir séu að leita sér að öðru alvarlegu sambandi strax – sem sagt mjög ógáfulegt að bindast þessum týpum einhverjum tilfinningaböndum.
Veiða og sleppa
Hjá sumum er eltingarleikurinn aðalmálið en um leið og þeim finnst þeir hafa „náð“ þér sleppa þeir takinu og láta sig hverfa. Hjá flestum þýðir það eftir fyrsta stefnumót en sumum nægir bara að fá þig til að samþykkja stefnumótið. Þetta er algengara en þig grunar og sérstaklega á smáforritum eins og Tinder.
Birna Ágústsdóttir segir frá flottum stöðum í Gautaborg.
Birna Ágústsdóttir hefur búið í Gautaborg í 36 ár ásamt fjölskyldu sinni. Birna starfar sem túlkur í Gautaborg og nágrenni auk þess að vinna innan íslensku kirkjunnar í Gautaborg, mest með kirkjuskólann, og er formaður safnaðarnefndar. Hún er gift, á fjögur börn, þrjú barnabörn og nokkur bónusbörn. Það sem henni líkar einna helst við búsetuna ytra er að þar er ekkert lífsgæðakapphlaup, engin verðtryggð lán, vinalegt og hjálpsamt fólk og ekki það stress sem stundum finnst í stórborgum. Við fengum hana til að segja okkur frá nokkrum flottum stöðum á svæðinu.
Liseberg
Tívolíið Liseberg hefur upp á margt að bjóða. Fyrir utan öll tæki sem maður getur farið í þá er þessi garður alveg stórfenglegt listaverk. Þeir sem koma hingað verða að gefa sér tíma til að ganga um allan garðinn og uppgötva allar þær gróðalindir sem eru víðsvegar um garðinn, sérstaklega á „efra“ svæðinu. Það getur verið hrein unun að bara fara inn og fá sér kaffi og með því og njóta umhverfisins. Beint á móti aðalinngangi Liseberg er hótel sem heitir Gothia Towers og í einum af turnunum er veitingahús uppi á 23. hæð sem er með rækjubrauðsneiðar sem eru með þeim bestu sem til eru. Þaðan er líka dásamlegt útsýni.
Botaniska Trädgården
Þessi jurtagarður er stórfenglegur, þar eru plöntur víðsvegar úr heiminum sem búið er að rækta frá grunni svo þær aðlagist sænsku veðurfari. Hver árstími hefur upp á eitthvað sérstakt að bjóða. Þar geta verið listasýningar eða annað bæði í garðinum og gróðurhúsinu, einnig er hægt að fá sýningar með leiðsögumanni. Hinum megin við götuna er Slottskogen þar sem er að finna lítinn dýragarð með sænskum dýrum þar á meðal „barnadýragarð“ þar sem börn geta farið inn og klappað dýrunum. Þar er einnig flottur leikvöllur sem heitir Plikta þar sem börn geta unað sér í langan tíma.
Hér er mikið af smáverslunum, frábærum kaffihúsum og þar á meðal eitt sem er þekkt fyrir stærstu kanilsnúðanna í Gautaborg. Á haustin eru þar bændamarkaðir á laugardögum og í desember eru þar jólamarkaðir.
Saluhallen við Kungstorget
Saluhallen við Kungstorget er stór matarmarkaður. Húsið var tekið í notkun 1889, er 14.000 fermetrar, rýmdi 92 „verslanir“ og er byggt úr járni og gleri. Þarna er hægt að kaupa í matinn frá stórum hluta heimsins, bæði tilbúin mat en líka það sem maður vill laga heima. Fiskur, kjöt, ostar, grænmeti, sælgæti, kaffihús, litlir veitingarstaðir með meiru, allt undir sama þaki. Oft eru líka sölutjöld úti á torginu þar sem bændur frá nágrenninu koma og selja sínar afurðir.
Hverfið Haga
Hér áður þótti ekki fínt að búa í þessu hverfi og var byrjað að rífa það niður í kringum 1980. Þegar uppgötvaðist að borgarmyndin breyttist töluvert var hætt að rífa og sum af húsunum héldu gamla byggingarstílunum. Hér er mikið af smáverslunum, frábærum kaffihúsum og þar á meðal eitt sem er þekkt fyrir stærstu kanilsnúðanna í Gautaborg. Á haustin eru þar bændamarkaðir á laugardögum og í desember eru þar jólamarkaðir.
Skerjagarðurinn
Gaman er að taka strætóbát frá Saltholmen út á eyjarnar, helst að fara alla leið út á Vrångö sem er lengst burtu.
Annars er sama hvaða eyju farið er í land á til að skoða. Það er hægt að kaupa dagskort í strætó og þá getur maður farið á milli og skoðað allar eyjarnar.
Þetta gildir kannski meira á sumrin, það er lítið gaman að flakka þar þegar er rok og rigning.
Vesturströndin
Síðast en ekki síst, ef maður hefur bíl til umráða, þá er frábært að skoða vesturströndina. Þar eru margir skemmtilegir staðir svo sem Nordens Ark-dýragarður þar sem unnið er að vernda dýr í útrýmingarhættu, Smögen sem er lítið fiskiþorp þar sem verbúðunum hefur verið breytt í verslanir og veitingastaði.
Ekki langt þaðan er Fjällbacka sem bækurnar hennar Camilla Läckberg fjalla um og svo er hægt að keyra upp að gömlu Svinesund-brúnni, leggja bílnum og ganga yfir til Noregs. Það þarf bara að fara út á hálfa brúnna, þar er merking sem stendur Svíþjóð og svo Noregur.
Guðrún Ósk Sigurðardóttir flutti á sínum tíma til Torino á Ítalíu til að vera au pair en ílengdist í nokkur ár en ákvað að koma aftur heim eftir að hún eignaðist elstu dóttur sína.
Guðrún segir að helstu kostir Ítalíu séu matarmenningin og sólin ásamt því sem lífsgæðakapphlaup Ítala sé af öðrum toga en Íslendinga.
„Ég vann meðal annars á kaffi- og veitingahúsum, fór í ferðamálaskóla, vann á ferðaskrifstofu og prófaði að vera leiðsögumaður,“ segir Guðrún sem starfar nú við bókhald hér á Íslandi og á þrjár dætur. „Einnig vann ég við hina árlegu bókasýningu sem haldin er í Torino þar sem saman koma bókaútgefendur og rithöfundar. Endaði samt í veitingahúsarekstri áður en ég kom aftur heim ásamt elstu stelpunni minni. Eftir að hún kom í heiminn togaði Ísland í mig aftur og vildi ég að hún myndi kynnast fjölskyldunni hérna heima og upplifa það „frelsi“ sem íslensk börn alast upp við. Kostir við Ítalíu eru að mínu mati matarmenningin og sólin. Lífsgæðakapphlaup Ítala er öðruvísi en Íslendinga og maður lærir mikla þolinmæði.“
Bogagöng Torino var fyrsta höfuðborg sameiginlegrar Ítalíu árið 1861. Þar eru mjög margar fallegar sögufrægar byggingar sem fáir vita af, heilu hallirnar sem vert er að skoða. Eitt einkenni borgarinnar eru yfir 18 kílómetra löng bogagöng sem liggja um bæinn og gera göngutúrana þægilegri, ekki síst sem skjól fyrir sólinni. Annað sem einkennir borgina eru breiðgöturnar prýddar háum og tignarlegum trjám. Hönnunin er eldri en á samskonar götum í Parísarborg. Torino er einna frægust fyrir FIAT-verksmiðjurnar.
„Lífsgæðakapphlaup Ítala er öðruvísi en Íslendinga og maður lærir mikla þolinmæði.“
Einstakt útsýni Ég mæli fyrst af öllu með því að fara og skoða hina fallegu kirkju Basilica di Superga sem stendur hátt yfir Torino. Þaðan er einstakt útsýni yfir alla borgina. Páfinn Pio XII sagði þetta fallegasta útsýni Evrópu. Kirkjan er byggð í barokkstíl af Filippo Juvarra og var lokið við hana 1731. Innan í henni er marmari frá Carrara og er hún bara ólýsanlega falleg að innan sem utan.
Konungshöll Í hjarta borgarinnar, Piazza Palazzo, má sjá hina fögru konungshöll Palazzo Reale þar sem Carlo Emanuele I bjó. Þar er einnig Palazzo Madama, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar bjó Maria Cristina af Savoya-ætt Frakklands og lét hún fegra hana að utan og innan. Nú í dag er þar Civic Museum of Ancient Art sem er alveg þess virði að skoða.
Líkklæði Jesú Stutt frá konungshöllinni er sérstök kapella frá árinu 1694 sem var byggð til að geyma líkklæði Jesú. Það er lakið sem Jesús var settur á þegar hann var tekinn niður af krossinum og lagður í hellinn. Eru þessi klæði auðvitað mjög umdeild og miklar rannsóknir hafa verið gerðir á klæðinu sem ber merki manns sem hefur verið krossfestur. Lakið barst til Torino 1562. Myndin er eins og negatíva af ljósmynd og þykir auðvitað kraftaverk, hvort sem þetta hafi verið Kristur sjálfur eða ekki. Myndin sem birtist af andliti mannsins er það „andlit“ sem við þekkjum af Jesú, skeggjaður maður með sítt hár. Það er mjög sjaldan til sýnis fyrir almenning en ég var svo heppin að fá að berja það augum árið 2000 í sérstakri aldamótasýningu. Mæli hiklaust með að hafa það í huga ef farið er til Torino.
Söfn og samtímalist Annað mjög frægt safn í Torino er Egypska safnið sem er stærsta egypska safn í heimi, fyrir utan það sem er í sjálfri Kaíró. Þeir sem elska söfn mega ekki missa af þessu sem geymir yfir 8.000 hluti: styttur, papírus, múmíur, leirmuni, mat, áhöld, spegla, skart og snyrtivörur Egypta svo eitthvað sé nefnt.
Torino geymir líka nútímalegri list, eins og húsið með lásnum. Það listaverk er kallað Baci Rubati og er eftir arkitektinn Corrado Levi. Það hangir risalás utan á húsinu sem var settur upp 1996 og átti aðeins að vera tímabundið. Mjög sérstakt er að ganga eina af elstu götum borgarinnar, ekki í alfaraleið, og reka augun í lásinn.
Markaðir Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði í Torino var að þræða markaðina sem eru þar út um allt. Sá frægasti er við Porta Palazzo og er stærsti útimarkaður Evrópu. Hægt er að finna nánast allt á útimörkuðunum en nauðsynlegt að vita hvar þeir eru því þeir flakka á milli borgarhluta. Sumir eru aðeins með mat, aðrir með antík og enn aðrir með tískuvörur og skó, húsgögn, bækur, nýtt og notað. Þar gerði ég alltaf hagstæð kaup. Uppáhaldsmarkaðurinn minn er í Crocetta á sunnudögum frá 8.30-18.45. Þar er allt sem maður gæti girnst: matvara, tískufatnaður, skór, skart, listmunir, metravara, antík og margt fleira. Fyrir þá sem finnast gaman af marköðum mæli ég sérstaklega með þessum.
Eitt sinn hæst í Evrópu Síðast en ekki síst er tákn borgarinnar, la Mole Antonelliana, sem er 167, 5 metra bygging með turni. Þessi bygging var á sínum tíma hæst í Evrópu og þótti mjög mikið afrek. Byrjað var á henni 1863 og árið 1889 varð hún 167,35 metra há. Ásamt stjörnunni sem nú trónir á toppnum er hún 167,5 metrar. Úr turninum er flott útsýni yfir einn af elstu hlutum borgarinnar. Í dag hýsir byggingin safnið Museo Nazionale del Cinema sem geymir sögu kvikmyndarinnar og ýmsa hluti tengda henni.
Þekking, reynsla og persónuleg þjónusta í fyrirrúmi.
„Vogue fyrir heimilið samanstendur af gamalgrónum traustum fyrirtækjum en þekking og reynsla er eitthvað sem við búum að og leggjum mikið kapp í að þjónusta kúnnann sem best,“ segir Kolbrún Birna Halldórsdóttir verslunarstjóri.
„Við bjóðum upp á vefnaðarvöru, gluggatjöld, húsgögn og rúm. Einnig bjóðum við upp á fallega gjafavöru. Vogue fyrir heimililið hefur lagt áherslu á íslenska framleiðslu og hönnun.Við bjóðum upp á íslenskt heilsurúm og dýnur í miklu úrvali. Einnig framleiðum við svefnsófa og framleiðum og saumum gluggatjöld.“
HEILSUDÝNA KLÆÐSKERASNIÐIN FYRIR HVERN OG EINN
Vogue, áður Lystadún-Snæland, er búið að þróa og hanna heilsudýnu til margra ára í hæsta gæðaflokki sem kallast MEDILINE. Mediline-línan er heilsudýna sem er klæðskerasniðin fyrir hvern og einn. Hver viðskiptavinur fær sinn stífleika og er lagt mikið upp úr því að mæla hann og meta hvaða dýna hentar honum. Hægt er að hafa mismunandi stífleika í sömu dýnunni þannig að hver og einn fær dýnu sem hentar honum.
Mediline-heisludýnan er til í mörgum stífleikum og í mismundandi útgáfum svo sem svæðaskipt pokagormadýna, svæða- og lagskipt svampdýna eða svæðaskipt latexdýna. Á þennan hátt getur Vogue boðið upp á eitt mesta úrval landsins af heilsudýnum.
„Vogue fyrir heimililið hefur lagt áherslu á íslenska framleiðslu og hönnun.Við bjóðum upp á íslenskt heilsurúm og dýnur í miklu úrvali. Einnig framleiðum við svefnsófa og framleiðum og saumum gluggatjöld.“
„Sjúkraþjálfari kemur til okkar alla fimmtudaga milli klukkan 16-18 til að aðstoða fólk við val á dýnum, einnig erum við með frábært starfsfólk með mikla reynslu og kunnáttu á sínu sviði,“ segir Kolbrún Dóra og er afar ánægð með að geta boðið viðskiptavinum upp á úrvalsþjónustu.
„Góð dýna skiptir gríðalega miklu máli þar sem við eyðum um það bil einum þriðja hluta ævinnar í svefn og hver vill ekki hvílast vel og eigan glaðan dag fram undan.“
VAL UM ÁKLÆÐI FYRIR RÚM OG HÖFUÐGAFL
„Útlitið skipir líka máli og getur fólk valið um marga möguleika á áklæðum fyrir rúmið sitt og höfðagafl hvort heldur sem er úr taui eða leðurlíki. Þá bjóðum við fólki einnig upp á sérsaum á púðum, ábreiður og aðrar lausnir sem henta og passa við rúmið þeirra. Þar sem hönnun, þróun og framleiðsla er hér á landi náum við að hafa afhendingartímann 3-5 daga frá pöntun.“
ORRI, NENNASTÓLLINN, LOKI OG HRÚGÖLD
Vogue fyrir heimilið er búið að endurhanna hinar ýmsu vörur sem Lystadún-Snæland bauð upp á. Hver man ekki eftir svamphestinum sem nú ber nafnið Orri og er til í þremur stærðum, Nenna stóllinn er líka kominn í nýjan búning. Þessi hönnun kom fyrst á markað 1968 og verður því fimmtíu ára á næsta ári en þessar vörur njóta mikilla vinsælda enn í dag. Þá hefur svefnstóllinn sem er einnig hönnun frá Snæland fengið nýtt útlit og nafnið Loki. Hann hefur fengið frábærar móttökur. Hrúgöld eru klassík frá Snæland og hafa alltaf verið vinsæl í jólagjöf. Ekki skemmir að hægt er að hanna allar þessar vörur í nánast óteljandi litum þannig að hægt er að finna lit og áklæði sem passa inn á heimili hvers og eins.
SÆDÍSIN SÉRHÖNNUÐ FYRIR SJÓMANNINN
„Þá má ekki gleyma að við bjóðum upp á allar gerðir stuðningspúða og höfum sinnt sjúkrastofnunum okkar í meir en 65 ár með þær vörur. Einstaklingar geta keypt þær beint hjá okkur líka. Þá er Sædísin okkar heilsudýna sem er sérhönnuð fyrir sjómanninn og er nánast í hverju skipi okkar Íslendinga í dag. Við erum stolt af allri þeirri framleiðslu sem fer fram í húsinu.“
Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að skella jólamynd í tækið að minnsta kosti einu sinni á aðventunni. Misjafnt er hverslags myndir verða fyrir valinu, sígildar myndir, gamanmyndir, drama, ævintýri nú eða eða bara hasarmynd. Hér eru dæmi um nokkrar góðar.
Sígildar og svarthvítar
Ekkert jafnast á við svarthvítu Hollywood-myndirnar til að ná allri fjölskyldunni saman. Kynslóðirnar saman í jólafíling fyrir framan sjónvarpið: amma og afi, mamma og pabbi og börnin.
Ein klassísk er Holiday Inn sem skartar hvorki meira né minna en tveimur stórstjörnum þessa tíma, Bing Crosby og Fred Astaire, og í henni heyrðist vinsæla jólalagið White Christmas fyrst.
Aðrar sígildar jólamyndir eru: It’s a Wonderful Life, White Christmas og Miracle on 34th Street.
Hlegið og grátið
Sumir vilja horfa á gott fjölskyldudrama um jólin. Aðrir grín. Family Stone er hæfileg blanda af hvorutveggja en þar fylgjumst við með hrakfarajólum Stone-fjölskyldunnar. Elsti sonurinn, Everett, hefur boðið kærustu sinni, Meredith, heim um jólin með það fyrir augum að biðja hennar yfir hátíðarnar með glæsilegum hring. Hún passar þó engan veginn inn í fjölskylduna svo eftir því sem líður á hátíðina renna tvær grímur á Everett og hann er ekki viss hvort hann vilji enn þá giftast Meredith. Af öðrumhrakfara-jólamyndum má nefna Home for the Holidays og National Lampoons Christmas Vacation.
Hasar yfir hátíðarnar
Jóóóóla hvað? Það koma tímar í desember þar sem maður fær alveg nóg af öllu jólastússinu og þá er gott ráð að skella góðri hasarmynd í tækið. Merkilegt nokk eru til þó nokkrar spennumyndir sem gerast á jólunum og hetjurnar þurfa oftar en ekki að bjarga öllu áður en jólabjöllurnar hringja inn hátíðina. Ein þekktasta hasarhetja seinni ára er líklega John McClane úr Die Hard-myndunum og í fyrstu myndinni þarf hann að bjarga jólunum úr klóm fégráð ugra hryðjuverkamanna.
Aðrar góðar spennumyndir sem gerast um jólin eru: Lethal Weapon, Kiss Kiss Bang Bang og Batman Returns.
Höfundur: Hildur Friðriksdóttir
Aðalmynd: Bing Crosby og Fred Astaire ásamt Marjorie Reynolds í Holiday Inn.
Hér er uppskrift að einföldum og ljúffengum forrétti sem sómir sér vel á hátíðarborðinu. Hann er þannig úr garði gerður að hægt er að útbúa flest í hann nokkru áður en hann er snæddur. Þannig að ekki er mikil vinna að koma honum saman. Uppskriftin hentar líka sem snittur í veislur og fyrir kósíkvöld.
REYKTUR LAX MEÐ EPLA- OG FENNÍKUMAUKI
fyrir 4 300 g reyktur lax 1 zip lock-poki (rennilásapoki, fæst t.d. í IKEA)
Setjið flakið með roði í zip lock-poka og reynið að lofttæma eins vel og þið getið. Sjóðið hálfan lítra af vatni í potti og kælið það svo með 4 dl af köldu vatni. Vatnið ætti að vera um 60°C. Setjið pokann út í vatnið og látið vera í minnst 20 mínútur með hlemmi.
Með þessari „heima“ sous vide-aðferð haldið þið hámarksbragði af laxinum en eldið hann örlítið. Hann ætti að verða mjúkur eins og smjör og auðvelt að taka hann í sundur án þess að skera með hníf.
Ef þið eigið ekki zip lock-poka getið þið sett laxinn í lofttæmdu pakkningunni beint út í í umbúðunum. Hann er oft með pappaspjaldi á roðhliðinni en það kemur ekki að sök á svona lágum hita í þetta stuttan tíma.
2 msk. ólífuolía 1 fenníka, skorin langsum í þunnar sneiðar 2 græn epli, afhýdd og skorin í bita 3 msk. vatn safi úr einni límónu 1⁄2 tsk. salt 1⁄2 tsk. nýmalaður svartur pipar
Setjið fenníkuna í pottinn með olíunni og steikið hana þar til hún fer að mýkjast og brúnast lítillega. Bætið þar næst eplabitunum og vatninu saman við og sjóðið saman. Setjið hlemm á pottinn og gufusjóðið. Passið að hafa ekki of mikinn hita og ekki hafa pottinn of lengi á hellunni. Eplin eiga að vera byrjuð að detta í sundur en þó ekki að vera ekki maukuð. Setjið límónusafann, salt og pipar saman við. Setjið í ílát og kælið.
2 mandarínur, hlutaðar í lauf
Skerið endana af mandarínunni og sneiðið börkinn af. Takið svo afhýdda mandarínuna í lófann og skerið laufin úr. Safnið þeim í skál og kreistið safann yfir. Það er hægt að geyma laufin í lokuðu ílátið í nokkra daga í kæli. Passið að skera ykkur ekki.
rósapipar til skrauts steinselja til skrauts
Skerið dökkt súrdeigs – eða snittu brauð í sneiðar, smyrjið með smjöri og steikið eða grillið á pönnu. Það er hæfilegt að hafa tvær sneiðar á mann. Setjið svolítið af mauki á hverja brauðsneið og síðan lax og mandarínulauf.
Umsjón / Gunnar Helgi Mynd / Rut Sigurðardóttir Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Þegar hugsað er um jól er matur eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann. Þess vegna er alveg tilvalið að koma færandi hendi og gleðja vini og vandamenn með góðgæti.
Hér kemur hugmynd að bragðgóðri gjöf sem er líkleg til að hitta í mark en fleiri hugmyndir er að finna í öðru tölublaði Mannlífs.
Fíkju-salami
Fíkju-salami á einstaklega vel við allskonar osta. Hér er líka hugmynd að matarjólagjöf fyrir sælkerann.
50 g möndlur, ristaðar
250 g fíkjur
50 g apríkósur, skornar í bita
50 g pekan- eða valhnetur, saxaðar gróft
½ msk. hunang
negull á hnífsoddi
Setjið möndlur í matvinnsluvél, malið fínt og setjið í skál. Skerið harða stilkinn af fíkjunum og maukið þær í matvinnsluvélinni. Setjið þær í skálina með möndlunum. Bætið öllu öðru í skálina og blandið vel saman. Rúllið upp í þykka pylsu og geymið í viku, án þess að pakka henni inn, til þess að pylsan þorni. Setjið bökunarpappír utan um og berið fram með ostum.
Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, segir að sér líði yfirleitt vel í sálinni þegar hún tekur sig til við undirbúning jólahátíðarinnar, hvort heldur í leik eða starfi.
Sjálf matargerðin er eitt af því sem henni finnst alltaf koma sér í jólaskap.
„Ég nýt þess út í ystu æsar að dúlla mér allan daginn í eldhúsinu á aðfangadag með fallega tónlist allt um kring og ljósadýrð á meðan bóndinn keyrir út gjafir til ættingja og vina,“ útskýrir hún og getur þess að hún fái að sjá alfarið um eldamennskuna.
Fjölskyldan flutti í Mosfellsdal fyrir rúmum 30 árum og tók þá upp þann jólasið að borða rjúpur á aðfangadag. „Okkur áskotnaðist þessi dýrðarfæða eitt sinn og það var ekki aftur snúið. Þannig að rjúpur skulu það vera, þegar má veiða þær,“ segir hún og hlær. „Ýmist elda ég þær heilar eða úrbeina bringurnar og snöggsteiki. Meðlætið er síbreytilegt frá ári til árs, nema rósakál með kastaníuhnetum, það hef ég alltaf.“
„Okkur áskotnaðist þessi dýrðarfæða eitt sinn og það var ekki aftur snúið. Þannig að rjúpur skulu það vera, þegar má veiða þær.“
Að öðru leyti segir hún fjölskylduna reyna að eiga saman notalegar stundir í aðdraganda jóla. „Svo eru það fjölskylduboðin. Þá er sungið og spilað. Við hittum fjölskyldu bóndans á jóladag og mína fjölskyldu á annan dag jóla.“
Eitt það skemmtilegasta sem Gunnar Helgi Guðjónsson gerir hver jól er að ákveða matseðil fjölskyldunnar.
Spurður að því hvað komi honum helst í jólaskap, svarar hann því til að það sé alltaf mikil stemning í kringum það þegar stórfjölskyldan fer saman upp í sumarbústað um miðjan desember til að höggva jólatré. „Þar er svolítil trjárækt í gangi og mjög mikilvægt að grisja skóginn,“ útskýrir hann. Eftir það er borðuð súpa heima hjá foreldrum hans og drukkið heitt súkkulaði.
Gunnar segir fjölskylduna leggja mikið upp úr góðri matargerð um jólin. Sem dæmi um það er matseðill jólanna ákveðinn með góðum fyrirvara og er sú hefð ómissandi í aðdraganda jólanna.
„Við mamma höldum alltaf lítinn fund um jólamatseðilinn, til dæmis hversu langt frá hefðinni við eigum að víkja,“
útskýrir hann en síðustu ár hefur fjölskyldan verið dugleg við að prófa alls kyns nýjungar um jólin, allt frá rjúpu upp í hvítlaukssteiktan humar. Gerð eftirréttarins er yfirleitt í höndum Gunnars en á meðal þess sem hefur verið á matseðlinum má nefna sítrónu-tart, triffli, súkkulaðimús, tiramisu og heimagerðan ís.
En hefurðu sjálfur komið þér upp einhverjum hefðum sem þér finnst ómisssandi?
„Já, ég er til dæmis oftast með tvö jólatré, furu úr sumarbústaðnum og svo annað fjölnota tré sem ég keypti fyrir mörgum árum. Það er neonbleikt og heitir Mariah Carey,“ segir hann kíminn. „Svo finnst mér gott eftir mat á aðfangadag að komast í jólabókina og borða Nóa konfekt. Það er eitthvað svo dásamlegt að sofna út frá lestrinum í morgunsárið með klístraða putta, saddur og sæll eftir góðan og gleðiríkan dag.“
Tárvotur Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, átti sjáanlega erfitt með sig þegar hann söng viðlagið við lag sveitarinnar, Times Like These. Línurnar, Það er á tímum sem þessum sem þú lærir að elska upp á nýtt.
Minningartónleikarnir voru haldnir á stappfullum Wembley-leikvangnum í Lundúnum og áhangendur hughreystu goðið með dynjandi lófataki.
Liðsmenn rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters blésu til minningartónleika í Lundúnum í gær, um Taylor Hawkins, trommara sveitarinnar, sem lést í mars á þessu ári. Margar skærustu stjörnur rokksins voru saman komnar til að heiðra fallinn félaga.
Ungur sonur Hawkins stal senunni á tónleikunum og gaf pabba sínum heitnum lítið eftir á trommunum.
Ung kona ákvað að skila skömminni og greina frá hræðilegri lífsreynslu sem hún varð fyrir.
Hún segir að „síðasta eina og hálfa árið er ég búin að vera í ofbeldissambandi; hundsaði rauð flögg og hlustaði daglega á ógeðsleg orð hans og hótanir til mín og um mig – þar til ég fór að trúa þeim,“ segir hún og bætir við:
„Mér var nauðgað oftar en ég get talið og var orðin skelin af sjálfri mér.“
Eftir þessa hryllilegu reynslu tók húní taumana og „losnaði á laugardaginn síðasta með hjálp besta fólksins míns. Ég var farin að telja mér trú um að það væri skárra að ég væri föst í þessu sambandi en ef einhver önnur myndi lenda í honum,“ segir Ninna og bætir við:
„Hann var líka góður. Kom fram við mig eins og prinsessu; gaf mér dýrar gjafir og hjálpaði mér fjárhagslega.“
Gerandi Ninnu „gerði mig á endanum háða sér og maríjúana,“ segir hún og heldur áfram:
„Ég var farin að reykja daglega til að deyfa tilfinningarnar og það hafði áhrif á daglegt líf, sjálfsvinnuna mína, börnin og fleira.“
Ninna segir að hún sé „búin að vera áberandi í baráttunni gegn kynferðisofbeldi undanfarið og ég hreinlega skammaðist mín fyrir að vera í þessari stöðu. En skömmin er ekki mín, aldrei. Og hér með skila ég skömminni til hans. Hans er skömmin, ekkert af þessu er mér að kenna,“ segir kjarkmikil og aðdáunarverð Ninna Karla Katrínardóttir.
Í dag var dagurinn sem frumburður tjaldahjónanna Tryggva og Tryggvínu hóf sig til flugs. Ábúendur í Ármúla fylgdust átekta með kennslustundum foreldranna, þar sem mátti sjá þá lokka ungana fram að brún þaksins á Ísól, þar sem fjölskyldan er búsett.
Blaðamenn Mannlífs nöguðu á sér neglurnar meðan þeir fylgdust með æfingunum, efins um þroska unganna til að hefja sig til flugs. Foreldrarnir hlytu að vera að misreikna sig.
Eins og Mannlíf hefur greint frá er einn unginn, Rupp, ansi smávaxinn ennþá. Blaðamenn þurftu að standast þá freistingu að vaða upp á þakið að sækja þann stutta eftir að fuglafræðingur tjáði þeim að sennilega leggðu foreldrarnir meiri áherslu á hina tvo í fæðuöflun; að þeir veðjuðu á þá sterkbyggðu og að sá minnsti kæmi sennilega ekki til með að lifa af.
Það gerir hann hins vegar enn sem komið er og sést gjarnan á fleygiferð um þakið með orm í gogginum, hlaupandi undan stærri og fyrirferðarmeiri bræðrum sínum.
Á meðan blaðamenn reyndu að koma þeim skilaboðum á framfæri við þau Tryggva og Tryggvínu að tríóið væri hreint ekki tilbúið til að hætta sér út í hinn stóra heim lét Ripp vaða fram af þakinu. Hann lenti þó ekki á bílaplaninu við Ísól, eins og venjan er hjá ungum hjónanna ár hvert, heldur kastaðist hann heldur klaufalega til um loftið, niður á næsta plan fyrir neðan.
Þá voru góð ráð dýr. Foreldrarnir héldu aftur upp á þak að reyna að sannfæra hina tvo um að skella sér á eftir bróður sínum. Það tóku þeir Rapp og Rupp hins vegar ekki í mál. Á meðan hljóp Ripp um neðra bílaplanið, hreint ekki eins hugaður og hann hafði verið einungis stuttu áður. Blaðamenn og aðrir velunnarar í nágrenninu áttuðu sig fljótlega á því að sá stutti væri líklega ekki alveg jafn fleygur og hann hafði viljað vera að láta. Þegar blaðamenn Mannlífs brugðu sér á planið hjá Ísól til þess að ná nokkrum myndum af Ripp á neðra planinu sáu þeir sér til hryllings hvar hann lét sig hverfa niður fyrir byggingarnar sem snúa út að Suðurlandsbraut. Þetta gat ekki endað vel.
Blaðamenn létu sig því gossa fimlega niður veggi og steypustyrktarjárn til að kanna aðstæður. Þegar komið var niður á bílaplönin við Suðurlandsbraut var Ripp hvergi sjáanlegur (blaðamenn leituðu undir bílum og létu engan flöt ósnertan).
Þegar komin var uppgjöf í mannskapinn og næsta víst að Ripp hefði steypt sér í glötun kom í ljós að hann var aftur mættur upp á bílaplanið. Hann hafði þá gert sér lítið fyrir og skellt sér inn í verslun. Ekki er vitað hvað hann ætlaði sér að aðhafast þar eða hvað ævintýraþyrstir ungar almennt girnast í verslunum, en starfsmenn verslunarinnar gengu vasklega til verks og tóku hann mjúklega í fangið, þar sem hann hafði tekið sér bólfestu uppi við innréttingu. Starfsmaður skilaði svo strokufanganum aftur upp á planið, þar sem hann hljóp um nokkra stund í taugatrekkingi, en óskaddaður að öðru leyti.
Þegar þetta er skrifað virðast þeir Rapp og Rupp enn hafast við á þakinu og Tryggvi og Tryggvína hafa fullt í fangi með að fá frumburðinn til að halda sig innan bílaplansins, enda margt sem hugurinn girninst þegar einu sinni hefur verið skyggnst inn í verslun.
Hér fyrir neðan gefur að líta myndband af Ripp, tekið úr öruggri fjarlægð (myndin hefur verið færð nær), þar sem annar blaðamaður heyrist stynja úr áhyggjum, á meðan hinn dáist að hraða og leikni hins fiðraða landkönnuðar:
Það er ekki tekið út með sældinni að vera í makaleit á þessum tímum tækninnar.
Það er ekki tekið út með sældinni að vera í makaleit á þessum tímum tækninnar. Tinder skók samfélagið þegar það leit fyrst dagsins ljós og nú hafa fjölmörg álíka snjallsímaforrit fylgt í kjölfarið. Gamla góða tuggan segir að það séu alltaf fleiri fiskar í sjónum – en þar eru líka mörg skítseyði. Spurningin er hvort tæknin hygli skítseyðunum frekar en hinum. Hér eru ýmis hugtök yfir lélega hegðun sem á sér stað á Netinu.
Draugur
Talað erum drauga, eða „ghosting“, þegar einstaklingur sem þú hefur átt í einhverjum samskiptum eða sambandi við hverfur út úr lífi þínu fyrirvaralaust.
Hann hættir að svara skilaboðum og símhringingum, er aldrei tengdur þegar þú reynir að tala við hann á samskiptamiðlum eða eyðir þér jafnvel út af vinalistanum sínum. Þetta einskorðast ekki við ástarsambönd því einhverjir hafa lent í því að vinir þeirra verði skyndilega að draugum.
Sumir byrja að líta í kringum sig og daðra á meðan þeir eru enn á föstu, yfirleitt þegar þeir sjá fyrir endann á því sambandi. Rétt eins og útskot á hraðbrautinni gefur þetta þeim smátíma og umhugsunarfrest áður en þeir beygja út úr sambandinu.
Á bekknum
Að setja einhvern á bekkinn er hugtak sem lýsir því þegar einstaklingar vilja halda manni heitum og senda manni skilaboð og líka við myndir á samfélagsmiðlum en gefa lítið út á að stofna til sambands.
Þeir sjarmera þig upp úr skónum en það sem gerir þessa hegðun sérstaklega skítlega er að þeir ætla sér kannski ekki einu sinni að hitta þig. Þeir eru oftar en ekki með marga í takinu og eru bara að draga þig á asnaeyrunum. Þú ert í endalausri biðstöðu og svo þegar þú ert við það að gefast upp á þeim aukast samskiptin, eins og þeir finni það á sér.
Sambandsútskot
Sumir byrja að líta í kringum sig og daðra á meðan þeir eru enn á föstu, yfirleitt þegar þeir sjá fyrir endann á því sambandi.
Rétt eins og útskot á hraðbrautinni gefur þetta þeim smátíma og umhugsunarfrest áður en þeir beygja út úr sambandinu. Það er vert að muna að þeim getur alltaf snúist hugur og beygt aftur inn á beinu brautina.
Það er líka ólíklegt að þeir séu að leita sér að öðru alvarlegu sambandi strax – sem sagt mjög ógáfulegt að bindast þessum týpum einhverjum tilfinningaböndum.
Veiða og sleppa
Hjá sumum er eltingarleikurinn aðalmálið en um leið og þeim finnst þeir hafa „náð“ þér sleppa þeir takinu og láta sig hverfa. Hjá flestum þýðir það eftir fyrsta stefnumót en sumum nægir bara að fá þig til að samþykkja stefnumótið. Þetta er algengara en þig grunar og sérstaklega á smáforritum eins og Tinder.
Birna Ágústsdóttir segir frá flottum stöðum í Gautaborg.
Birna Ágústsdóttir hefur búið í Gautaborg í 36 ár ásamt fjölskyldu sinni. Birna starfar sem túlkur í Gautaborg og nágrenni auk þess að vinna innan íslensku kirkjunnar í Gautaborg, mest með kirkjuskólann, og er formaður safnaðarnefndar. Hún er gift, á fjögur börn, þrjú barnabörn og nokkur bónusbörn. Það sem henni líkar einna helst við búsetuna ytra er að þar er ekkert lífsgæðakapphlaup, engin verðtryggð lán, vinalegt og hjálpsamt fólk og ekki það stress sem stundum finnst í stórborgum. Við fengum hana til að segja okkur frá nokkrum flottum stöðum á svæðinu.
Liseberg
Tívolíið Liseberg hefur upp á margt að bjóða. Fyrir utan öll tæki sem maður getur farið í þá er þessi garður alveg stórfenglegt listaverk. Þeir sem koma hingað verða að gefa sér tíma til að ganga um allan garðinn og uppgötva allar þær gróðalindir sem eru víðsvegar um garðinn, sérstaklega á „efra“ svæðinu. Það getur verið hrein unun að bara fara inn og fá sér kaffi og með því og njóta umhverfisins. Beint á móti aðalinngangi Liseberg er hótel sem heitir Gothia Towers og í einum af turnunum er veitingahús uppi á 23. hæð sem er með rækjubrauðsneiðar sem eru með þeim bestu sem til eru. Þaðan er líka dásamlegt útsýni.
Botaniska Trädgården
Þessi jurtagarður er stórfenglegur, þar eru plöntur víðsvegar úr heiminum sem búið er að rækta frá grunni svo þær aðlagist sænsku veðurfari. Hver árstími hefur upp á eitthvað sérstakt að bjóða. Þar geta verið listasýningar eða annað bæði í garðinum og gróðurhúsinu, einnig er hægt að fá sýningar með leiðsögumanni. Hinum megin við götuna er Slottskogen þar sem er að finna lítinn dýragarð með sænskum dýrum þar á meðal „barnadýragarð“ þar sem börn geta farið inn og klappað dýrunum. Þar er einnig flottur leikvöllur sem heitir Plikta þar sem börn geta unað sér í langan tíma.
Hér er mikið af smáverslunum, frábærum kaffihúsum og þar á meðal eitt sem er þekkt fyrir stærstu kanilsnúðanna í Gautaborg. Á haustin eru þar bændamarkaðir á laugardögum og í desember eru þar jólamarkaðir.
Saluhallen við Kungstorget
Saluhallen við Kungstorget er stór matarmarkaður. Húsið var tekið í notkun 1889, er 14.000 fermetrar, rýmdi 92 „verslanir“ og er byggt úr járni og gleri. Þarna er hægt að kaupa í matinn frá stórum hluta heimsins, bæði tilbúin mat en líka það sem maður vill laga heima. Fiskur, kjöt, ostar, grænmeti, sælgæti, kaffihús, litlir veitingarstaðir með meiru, allt undir sama þaki. Oft eru líka sölutjöld úti á torginu þar sem bændur frá nágrenninu koma og selja sínar afurðir.
Hverfið Haga
Hér áður þótti ekki fínt að búa í þessu hverfi og var byrjað að rífa það niður í kringum 1980. Þegar uppgötvaðist að borgarmyndin breyttist töluvert var hætt að rífa og sum af húsunum héldu gamla byggingarstílunum. Hér er mikið af smáverslunum, frábærum kaffihúsum og þar á meðal eitt sem er þekkt fyrir stærstu kanilsnúðanna í Gautaborg. Á haustin eru þar bændamarkaðir á laugardögum og í desember eru þar jólamarkaðir.
Skerjagarðurinn
Gaman er að taka strætóbát frá Saltholmen út á eyjarnar, helst að fara alla leið út á Vrångö sem er lengst burtu.
Annars er sama hvaða eyju farið er í land á til að skoða. Það er hægt að kaupa dagskort í strætó og þá getur maður farið á milli og skoðað allar eyjarnar.
Þetta gildir kannski meira á sumrin, það er lítið gaman að flakka þar þegar er rok og rigning.
Vesturströndin
Síðast en ekki síst, ef maður hefur bíl til umráða, þá er frábært að skoða vesturströndina. Þar eru margir skemmtilegir staðir svo sem Nordens Ark-dýragarður þar sem unnið er að vernda dýr í útrýmingarhættu, Smögen sem er lítið fiskiþorp þar sem verbúðunum hefur verið breytt í verslanir og veitingastaði.
Ekki langt þaðan er Fjällbacka sem bækurnar hennar Camilla Läckberg fjalla um og svo er hægt að keyra upp að gömlu Svinesund-brúnni, leggja bílnum og ganga yfir til Noregs. Það þarf bara að fara út á hálfa brúnna, þar er merking sem stendur Svíþjóð og svo Noregur.
Guðrún Ósk Sigurðardóttir flutti á sínum tíma til Torino á Ítalíu til að vera au pair en ílengdist í nokkur ár en ákvað að koma aftur heim eftir að hún eignaðist elstu dóttur sína.
Guðrún segir að helstu kostir Ítalíu séu matarmenningin og sólin ásamt því sem lífsgæðakapphlaup Ítala sé af öðrum toga en Íslendinga.
„Ég vann meðal annars á kaffi- og veitingahúsum, fór í ferðamálaskóla, vann á ferðaskrifstofu og prófaði að vera leiðsögumaður,“ segir Guðrún sem starfar nú við bókhald hér á Íslandi og á þrjár dætur. „Einnig vann ég við hina árlegu bókasýningu sem haldin er í Torino þar sem saman koma bókaútgefendur og rithöfundar. Endaði samt í veitingahúsarekstri áður en ég kom aftur heim ásamt elstu stelpunni minni. Eftir að hún kom í heiminn togaði Ísland í mig aftur og vildi ég að hún myndi kynnast fjölskyldunni hérna heima og upplifa það „frelsi“ sem íslensk börn alast upp við. Kostir við Ítalíu eru að mínu mati matarmenningin og sólin. Lífsgæðakapphlaup Ítala er öðruvísi en Íslendinga og maður lærir mikla þolinmæði.“
Bogagöng Torino var fyrsta höfuðborg sameiginlegrar Ítalíu árið 1861. Þar eru mjög margar fallegar sögufrægar byggingar sem fáir vita af, heilu hallirnar sem vert er að skoða. Eitt einkenni borgarinnar eru yfir 18 kílómetra löng bogagöng sem liggja um bæinn og gera göngutúrana þægilegri, ekki síst sem skjól fyrir sólinni. Annað sem einkennir borgina eru breiðgöturnar prýddar háum og tignarlegum trjám. Hönnunin er eldri en á samskonar götum í Parísarborg. Torino er einna frægust fyrir FIAT-verksmiðjurnar.
„Lífsgæðakapphlaup Ítala er öðruvísi en Íslendinga og maður lærir mikla þolinmæði.“
Einstakt útsýni Ég mæli fyrst af öllu með því að fara og skoða hina fallegu kirkju Basilica di Superga sem stendur hátt yfir Torino. Þaðan er einstakt útsýni yfir alla borgina. Páfinn Pio XII sagði þetta fallegasta útsýni Evrópu. Kirkjan er byggð í barokkstíl af Filippo Juvarra og var lokið við hana 1731. Innan í henni er marmari frá Carrara og er hún bara ólýsanlega falleg að innan sem utan.
Konungshöll Í hjarta borgarinnar, Piazza Palazzo, má sjá hina fögru konungshöll Palazzo Reale þar sem Carlo Emanuele I bjó. Þar er einnig Palazzo Madama, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar bjó Maria Cristina af Savoya-ætt Frakklands og lét hún fegra hana að utan og innan. Nú í dag er þar Civic Museum of Ancient Art sem er alveg þess virði að skoða.
Líkklæði Jesú Stutt frá konungshöllinni er sérstök kapella frá árinu 1694 sem var byggð til að geyma líkklæði Jesú. Það er lakið sem Jesús var settur á þegar hann var tekinn niður af krossinum og lagður í hellinn. Eru þessi klæði auðvitað mjög umdeild og miklar rannsóknir hafa verið gerðir á klæðinu sem ber merki manns sem hefur verið krossfestur. Lakið barst til Torino 1562. Myndin er eins og negatíva af ljósmynd og þykir auðvitað kraftaverk, hvort sem þetta hafi verið Kristur sjálfur eða ekki. Myndin sem birtist af andliti mannsins er það „andlit“ sem við þekkjum af Jesú, skeggjaður maður með sítt hár. Það er mjög sjaldan til sýnis fyrir almenning en ég var svo heppin að fá að berja það augum árið 2000 í sérstakri aldamótasýningu. Mæli hiklaust með að hafa það í huga ef farið er til Torino.
Söfn og samtímalist Annað mjög frægt safn í Torino er Egypska safnið sem er stærsta egypska safn í heimi, fyrir utan það sem er í sjálfri Kaíró. Þeir sem elska söfn mega ekki missa af þessu sem geymir yfir 8.000 hluti: styttur, papírus, múmíur, leirmuni, mat, áhöld, spegla, skart og snyrtivörur Egypta svo eitthvað sé nefnt.
Torino geymir líka nútímalegri list, eins og húsið með lásnum. Það listaverk er kallað Baci Rubati og er eftir arkitektinn Corrado Levi. Það hangir risalás utan á húsinu sem var settur upp 1996 og átti aðeins að vera tímabundið. Mjög sérstakt er að ganga eina af elstu götum borgarinnar, ekki í alfaraleið, og reka augun í lásinn.
Markaðir Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði í Torino var að þræða markaðina sem eru þar út um allt. Sá frægasti er við Porta Palazzo og er stærsti útimarkaður Evrópu. Hægt er að finna nánast allt á útimörkuðunum en nauðsynlegt að vita hvar þeir eru því þeir flakka á milli borgarhluta. Sumir eru aðeins með mat, aðrir með antík og enn aðrir með tískuvörur og skó, húsgögn, bækur, nýtt og notað. Þar gerði ég alltaf hagstæð kaup. Uppáhaldsmarkaðurinn minn er í Crocetta á sunnudögum frá 8.30-18.45. Þar er allt sem maður gæti girnst: matvara, tískufatnaður, skór, skart, listmunir, metravara, antík og margt fleira. Fyrir þá sem finnast gaman af marköðum mæli ég sérstaklega með þessum.
Eitt sinn hæst í Evrópu Síðast en ekki síst er tákn borgarinnar, la Mole Antonelliana, sem er 167, 5 metra bygging með turni. Þessi bygging var á sínum tíma hæst í Evrópu og þótti mjög mikið afrek. Byrjað var á henni 1863 og árið 1889 varð hún 167,35 metra há. Ásamt stjörnunni sem nú trónir á toppnum er hún 167,5 metrar. Úr turninum er flott útsýni yfir einn af elstu hlutum borgarinnar. Í dag hýsir byggingin safnið Museo Nazionale del Cinema sem geymir sögu kvikmyndarinnar og ýmsa hluti tengda henni.
Þekking, reynsla og persónuleg þjónusta í fyrirrúmi.
„Vogue fyrir heimilið samanstendur af gamalgrónum traustum fyrirtækjum en þekking og reynsla er eitthvað sem við búum að og leggjum mikið kapp í að þjónusta kúnnann sem best,“ segir Kolbrún Birna Halldórsdóttir verslunarstjóri.
„Við bjóðum upp á vefnaðarvöru, gluggatjöld, húsgögn og rúm. Einnig bjóðum við upp á fallega gjafavöru. Vogue fyrir heimililið hefur lagt áherslu á íslenska framleiðslu og hönnun.Við bjóðum upp á íslenskt heilsurúm og dýnur í miklu úrvali. Einnig framleiðum við svefnsófa og framleiðum og saumum gluggatjöld.“
HEILSUDÝNA KLÆÐSKERASNIÐIN FYRIR HVERN OG EINN
Vogue, áður Lystadún-Snæland, er búið að þróa og hanna heilsudýnu til margra ára í hæsta gæðaflokki sem kallast MEDILINE. Mediline-línan er heilsudýna sem er klæðskerasniðin fyrir hvern og einn. Hver viðskiptavinur fær sinn stífleika og er lagt mikið upp úr því að mæla hann og meta hvaða dýna hentar honum. Hægt er að hafa mismunandi stífleika í sömu dýnunni þannig að hver og einn fær dýnu sem hentar honum.
Mediline-heisludýnan er til í mörgum stífleikum og í mismundandi útgáfum svo sem svæðaskipt pokagormadýna, svæða- og lagskipt svampdýna eða svæðaskipt latexdýna. Á þennan hátt getur Vogue boðið upp á eitt mesta úrval landsins af heilsudýnum.
„Vogue fyrir heimililið hefur lagt áherslu á íslenska framleiðslu og hönnun.Við bjóðum upp á íslenskt heilsurúm og dýnur í miklu úrvali. Einnig framleiðum við svefnsófa og framleiðum og saumum gluggatjöld.“
„Sjúkraþjálfari kemur til okkar alla fimmtudaga milli klukkan 16-18 til að aðstoða fólk við val á dýnum, einnig erum við með frábært starfsfólk með mikla reynslu og kunnáttu á sínu sviði,“ segir Kolbrún Dóra og er afar ánægð með að geta boðið viðskiptavinum upp á úrvalsþjónustu.
„Góð dýna skiptir gríðalega miklu máli þar sem við eyðum um það bil einum þriðja hluta ævinnar í svefn og hver vill ekki hvílast vel og eigan glaðan dag fram undan.“
VAL UM ÁKLÆÐI FYRIR RÚM OG HÖFUÐGAFL
„Útlitið skipir líka máli og getur fólk valið um marga möguleika á áklæðum fyrir rúmið sitt og höfðagafl hvort heldur sem er úr taui eða leðurlíki. Þá bjóðum við fólki einnig upp á sérsaum á púðum, ábreiður og aðrar lausnir sem henta og passa við rúmið þeirra. Þar sem hönnun, þróun og framleiðsla er hér á landi náum við að hafa afhendingartímann 3-5 daga frá pöntun.“
ORRI, NENNASTÓLLINN, LOKI OG HRÚGÖLD
Vogue fyrir heimilið er búið að endurhanna hinar ýmsu vörur sem Lystadún-Snæland bauð upp á. Hver man ekki eftir svamphestinum sem nú ber nafnið Orri og er til í þremur stærðum, Nenna stóllinn er líka kominn í nýjan búning. Þessi hönnun kom fyrst á markað 1968 og verður því fimmtíu ára á næsta ári en þessar vörur njóta mikilla vinsælda enn í dag. Þá hefur svefnstóllinn sem er einnig hönnun frá Snæland fengið nýtt útlit og nafnið Loki. Hann hefur fengið frábærar móttökur. Hrúgöld eru klassík frá Snæland og hafa alltaf verið vinsæl í jólagjöf. Ekki skemmir að hægt er að hanna allar þessar vörur í nánast óteljandi litum þannig að hægt er að finna lit og áklæði sem passa inn á heimili hvers og eins.
SÆDÍSIN SÉRHÖNNUÐ FYRIR SJÓMANNINN
„Þá má ekki gleyma að við bjóðum upp á allar gerðir stuðningspúða og höfum sinnt sjúkrastofnunum okkar í meir en 65 ár með þær vörur. Einstaklingar geta keypt þær beint hjá okkur líka. Þá er Sædísin okkar heilsudýna sem er sérhönnuð fyrir sjómanninn og er nánast í hverju skipi okkar Íslendinga í dag. Við erum stolt af allri þeirri framleiðslu sem fer fram í húsinu.“
Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að skella jólamynd í tækið að minnsta kosti einu sinni á aðventunni. Misjafnt er hverslags myndir verða fyrir valinu, sígildar myndir, gamanmyndir, drama, ævintýri nú eða eða bara hasarmynd. Hér eru dæmi um nokkrar góðar.
Sígildar og svarthvítar
Ekkert jafnast á við svarthvítu Hollywood-myndirnar til að ná allri fjölskyldunni saman. Kynslóðirnar saman í jólafíling fyrir framan sjónvarpið: amma og afi, mamma og pabbi og börnin.
Ein klassísk er Holiday Inn sem skartar hvorki meira né minna en tveimur stórstjörnum þessa tíma, Bing Crosby og Fred Astaire, og í henni heyrðist vinsæla jólalagið White Christmas fyrst.
Aðrar sígildar jólamyndir eru: It’s a Wonderful Life, White Christmas og Miracle on 34th Street.
Hlegið og grátið
Sumir vilja horfa á gott fjölskyldudrama um jólin. Aðrir grín. Family Stone er hæfileg blanda af hvorutveggja en þar fylgjumst við með hrakfarajólum Stone-fjölskyldunnar. Elsti sonurinn, Everett, hefur boðið kærustu sinni, Meredith, heim um jólin með það fyrir augum að biðja hennar yfir hátíðarnar með glæsilegum hring. Hún passar þó engan veginn inn í fjölskylduna svo eftir því sem líður á hátíðina renna tvær grímur á Everett og hann er ekki viss hvort hann vilji enn þá giftast Meredith. Af öðrumhrakfara-jólamyndum má nefna Home for the Holidays og National Lampoons Christmas Vacation.
Hasar yfir hátíðarnar
Jóóóóla hvað? Það koma tímar í desember þar sem maður fær alveg nóg af öllu jólastússinu og þá er gott ráð að skella góðri hasarmynd í tækið. Merkilegt nokk eru til þó nokkrar spennumyndir sem gerast á jólunum og hetjurnar þurfa oftar en ekki að bjarga öllu áður en jólabjöllurnar hringja inn hátíðina. Ein þekktasta hasarhetja seinni ára er líklega John McClane úr Die Hard-myndunum og í fyrstu myndinni þarf hann að bjarga jólunum úr klóm fégráð ugra hryðjuverkamanna.
Aðrar góðar spennumyndir sem gerast um jólin eru: Lethal Weapon, Kiss Kiss Bang Bang og Batman Returns.
Höfundur: Hildur Friðriksdóttir
Aðalmynd: Bing Crosby og Fred Astaire ásamt Marjorie Reynolds í Holiday Inn.
Hér er uppskrift að einföldum og ljúffengum forrétti sem sómir sér vel á hátíðarborðinu. Hann er þannig úr garði gerður að hægt er að útbúa flest í hann nokkru áður en hann er snæddur. Þannig að ekki er mikil vinna að koma honum saman. Uppskriftin hentar líka sem snittur í veislur og fyrir kósíkvöld.
REYKTUR LAX MEÐ EPLA- OG FENNÍKUMAUKI
fyrir 4 300 g reyktur lax 1 zip lock-poki (rennilásapoki, fæst t.d. í IKEA)
Setjið flakið með roði í zip lock-poka og reynið að lofttæma eins vel og þið getið. Sjóðið hálfan lítra af vatni í potti og kælið það svo með 4 dl af köldu vatni. Vatnið ætti að vera um 60°C. Setjið pokann út í vatnið og látið vera í minnst 20 mínútur með hlemmi.
Með þessari „heima“ sous vide-aðferð haldið þið hámarksbragði af laxinum en eldið hann örlítið. Hann ætti að verða mjúkur eins og smjör og auðvelt að taka hann í sundur án þess að skera með hníf.
Ef þið eigið ekki zip lock-poka getið þið sett laxinn í lofttæmdu pakkningunni beint út í í umbúðunum. Hann er oft með pappaspjaldi á roðhliðinni en það kemur ekki að sök á svona lágum hita í þetta stuttan tíma.
2 msk. ólífuolía 1 fenníka, skorin langsum í þunnar sneiðar 2 græn epli, afhýdd og skorin í bita 3 msk. vatn safi úr einni límónu 1⁄2 tsk. salt 1⁄2 tsk. nýmalaður svartur pipar
Setjið fenníkuna í pottinn með olíunni og steikið hana þar til hún fer að mýkjast og brúnast lítillega. Bætið þar næst eplabitunum og vatninu saman við og sjóðið saman. Setjið hlemm á pottinn og gufusjóðið. Passið að hafa ekki of mikinn hita og ekki hafa pottinn of lengi á hellunni. Eplin eiga að vera byrjuð að detta í sundur en þó ekki að vera ekki maukuð. Setjið límónusafann, salt og pipar saman við. Setjið í ílát og kælið.
2 mandarínur, hlutaðar í lauf
Skerið endana af mandarínunni og sneiðið börkinn af. Takið svo afhýdda mandarínuna í lófann og skerið laufin úr. Safnið þeim í skál og kreistið safann yfir. Það er hægt að geyma laufin í lokuðu ílátið í nokkra daga í kæli. Passið að skera ykkur ekki.
rósapipar til skrauts steinselja til skrauts
Skerið dökkt súrdeigs – eða snittu brauð í sneiðar, smyrjið með smjöri og steikið eða grillið á pönnu. Það er hæfilegt að hafa tvær sneiðar á mann. Setjið svolítið af mauki á hverja brauðsneið og síðan lax og mandarínulauf.
Umsjón / Gunnar Helgi Mynd / Rut Sigurðardóttir Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Þegar hugsað er um jól er matur eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann. Þess vegna er alveg tilvalið að koma færandi hendi og gleðja vini og vandamenn með góðgæti.
Hér kemur hugmynd að bragðgóðri gjöf sem er líkleg til að hitta í mark en fleiri hugmyndir er að finna í öðru tölublaði Mannlífs.
Fíkju-salami
Fíkju-salami á einstaklega vel við allskonar osta. Hér er líka hugmynd að matarjólagjöf fyrir sælkerann.
50 g möndlur, ristaðar
250 g fíkjur
50 g apríkósur, skornar í bita
50 g pekan- eða valhnetur, saxaðar gróft
½ msk. hunang
negull á hnífsoddi
Setjið möndlur í matvinnsluvél, malið fínt og setjið í skál. Skerið harða stilkinn af fíkjunum og maukið þær í matvinnsluvélinni. Setjið þær í skálina með möndlunum. Bætið öllu öðru í skálina og blandið vel saman. Rúllið upp í þykka pylsu og geymið í viku, án þess að pakka henni inn, til þess að pylsan þorni. Setjið bökunarpappír utan um og berið fram með ostum.
Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, segir að sér líði yfirleitt vel í sálinni þegar hún tekur sig til við undirbúning jólahátíðarinnar, hvort heldur í leik eða starfi.
Sjálf matargerðin er eitt af því sem henni finnst alltaf koma sér í jólaskap.
„Ég nýt þess út í ystu æsar að dúlla mér allan daginn í eldhúsinu á aðfangadag með fallega tónlist allt um kring og ljósadýrð á meðan bóndinn keyrir út gjafir til ættingja og vina,“ útskýrir hún og getur þess að hún fái að sjá alfarið um eldamennskuna.
Fjölskyldan flutti í Mosfellsdal fyrir rúmum 30 árum og tók þá upp þann jólasið að borða rjúpur á aðfangadag. „Okkur áskotnaðist þessi dýrðarfæða eitt sinn og það var ekki aftur snúið. Þannig að rjúpur skulu það vera, þegar má veiða þær,“ segir hún og hlær. „Ýmist elda ég þær heilar eða úrbeina bringurnar og snöggsteiki. Meðlætið er síbreytilegt frá ári til árs, nema rósakál með kastaníuhnetum, það hef ég alltaf.“
„Okkur áskotnaðist þessi dýrðarfæða eitt sinn og það var ekki aftur snúið. Þannig að rjúpur skulu það vera, þegar má veiða þær.“
Að öðru leyti segir hún fjölskylduna reyna að eiga saman notalegar stundir í aðdraganda jóla. „Svo eru það fjölskylduboðin. Þá er sungið og spilað. Við hittum fjölskyldu bóndans á jóladag og mína fjölskyldu á annan dag jóla.“
Eitt það skemmtilegasta sem Gunnar Helgi Guðjónsson gerir hver jól er að ákveða matseðil fjölskyldunnar.
Spurður að því hvað komi honum helst í jólaskap, svarar hann því til að það sé alltaf mikil stemning í kringum það þegar stórfjölskyldan fer saman upp í sumarbústað um miðjan desember til að höggva jólatré. „Þar er svolítil trjárækt í gangi og mjög mikilvægt að grisja skóginn,“ útskýrir hann. Eftir það er borðuð súpa heima hjá foreldrum hans og drukkið heitt súkkulaði.
Gunnar segir fjölskylduna leggja mikið upp úr góðri matargerð um jólin. Sem dæmi um það er matseðill jólanna ákveðinn með góðum fyrirvara og er sú hefð ómissandi í aðdraganda jólanna.
„Við mamma höldum alltaf lítinn fund um jólamatseðilinn, til dæmis hversu langt frá hefðinni við eigum að víkja,“
útskýrir hann en síðustu ár hefur fjölskyldan verið dugleg við að prófa alls kyns nýjungar um jólin, allt frá rjúpu upp í hvítlaukssteiktan humar. Gerð eftirréttarins er yfirleitt í höndum Gunnars en á meðal þess sem hefur verið á matseðlinum má nefna sítrónu-tart, triffli, súkkulaðimús, tiramisu og heimagerðan ís.
En hefurðu sjálfur komið þér upp einhverjum hefðum sem þér finnst ómisssandi?
„Já, ég er til dæmis oftast með tvö jólatré, furu úr sumarbústaðnum og svo annað fjölnota tré sem ég keypti fyrir mörgum árum. Það er neonbleikt og heitir Mariah Carey,“ segir hann kíminn. „Svo finnst mér gott eftir mat á aðfangadag að komast í jólabókina og borða Nóa konfekt. Það er eitthvað svo dásamlegt að sofna út frá lestrinum í morgunsárið með klístraða putta, saddur og sæll eftir góðan og gleðiríkan dag.“
Tárvotur Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, átti sjáanlega erfitt með sig þegar hann söng viðlagið við lag sveitarinnar, Times Like These. Línurnar, Það er á tímum sem þessum sem þú lærir að elska upp á nýtt.
Minningartónleikarnir voru haldnir á stappfullum Wembley-leikvangnum í Lundúnum og áhangendur hughreystu goðið með dynjandi lófataki.
Liðsmenn rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters blésu til minningartónleika í Lundúnum í gær, um Taylor Hawkins, trommara sveitarinnar, sem lést í mars á þessu ári. Margar skærustu stjörnur rokksins voru saman komnar til að heiðra fallinn félaga.
Ungur sonur Hawkins stal senunni á tónleikunum og gaf pabba sínum heitnum lítið eftir á trommunum.
Ung kona ákvað að skila skömminni og greina frá hræðilegri lífsreynslu sem hún varð fyrir.
Hún segir að „síðasta eina og hálfa árið er ég búin að vera í ofbeldissambandi; hundsaði rauð flögg og hlustaði daglega á ógeðsleg orð hans og hótanir til mín og um mig – þar til ég fór að trúa þeim,“ segir hún og bætir við:
„Mér var nauðgað oftar en ég get talið og var orðin skelin af sjálfri mér.“
Eftir þessa hryllilegu reynslu tók húní taumana og „losnaði á laugardaginn síðasta með hjálp besta fólksins míns. Ég var farin að telja mér trú um að það væri skárra að ég væri föst í þessu sambandi en ef einhver önnur myndi lenda í honum,“ segir Ninna og bætir við:
„Hann var líka góður. Kom fram við mig eins og prinsessu; gaf mér dýrar gjafir og hjálpaði mér fjárhagslega.“
Gerandi Ninnu „gerði mig á endanum háða sér og maríjúana,“ segir hún og heldur áfram:
„Ég var farin að reykja daglega til að deyfa tilfinningarnar og það hafði áhrif á daglegt líf, sjálfsvinnuna mína, börnin og fleira.“
Ninna segir að hún sé „búin að vera áberandi í baráttunni gegn kynferðisofbeldi undanfarið og ég hreinlega skammaðist mín fyrir að vera í þessari stöðu. En skömmin er ekki mín, aldrei. Og hér með skila ég skömminni til hans. Hans er skömmin, ekkert af þessu er mér að kenna,“ segir kjarkmikil og aðdáunarverð Ninna Karla Katrínardóttir.
Í dag var dagurinn sem frumburður tjaldahjónanna Tryggva og Tryggvínu hóf sig til flugs. Ábúendur í Ármúla fylgdust átekta með kennslustundum foreldranna, þar sem mátti sjá þá lokka ungana fram að brún þaksins á Ísól, þar sem fjölskyldan er búsett.
Blaðamenn Mannlífs nöguðu á sér neglurnar meðan þeir fylgdust með æfingunum, efins um þroska unganna til að hefja sig til flugs. Foreldrarnir hlytu að vera að misreikna sig.
Eins og Mannlíf hefur greint frá er einn unginn, Rupp, ansi smávaxinn ennþá. Blaðamenn þurftu að standast þá freistingu að vaða upp á þakið að sækja þann stutta eftir að fuglafræðingur tjáði þeim að sennilega leggðu foreldrarnir meiri áherslu á hina tvo í fæðuöflun; að þeir veðjuðu á þá sterkbyggðu og að sá minnsti kæmi sennilega ekki til með að lifa af.
Það gerir hann hins vegar enn sem komið er og sést gjarnan á fleygiferð um þakið með orm í gogginum, hlaupandi undan stærri og fyrirferðarmeiri bræðrum sínum.
Á meðan blaðamenn reyndu að koma þeim skilaboðum á framfæri við þau Tryggva og Tryggvínu að tríóið væri hreint ekki tilbúið til að hætta sér út í hinn stóra heim lét Ripp vaða fram af þakinu. Hann lenti þó ekki á bílaplaninu við Ísól, eins og venjan er hjá ungum hjónanna ár hvert, heldur kastaðist hann heldur klaufalega til um loftið, niður á næsta plan fyrir neðan.
Þá voru góð ráð dýr. Foreldrarnir héldu aftur upp á þak að reyna að sannfæra hina tvo um að skella sér á eftir bróður sínum. Það tóku þeir Rapp og Rupp hins vegar ekki í mál. Á meðan hljóp Ripp um neðra bílaplanið, hreint ekki eins hugaður og hann hafði verið einungis stuttu áður. Blaðamenn og aðrir velunnarar í nágrenninu áttuðu sig fljótlega á því að sá stutti væri líklega ekki alveg jafn fleygur og hann hafði viljað vera að láta. Þegar blaðamenn Mannlífs brugðu sér á planið hjá Ísól til þess að ná nokkrum myndum af Ripp á neðra planinu sáu þeir sér til hryllings hvar hann lét sig hverfa niður fyrir byggingarnar sem snúa út að Suðurlandsbraut. Þetta gat ekki endað vel.
Blaðamenn létu sig því gossa fimlega niður veggi og steypustyrktarjárn til að kanna aðstæður. Þegar komið var niður á bílaplönin við Suðurlandsbraut var Ripp hvergi sjáanlegur (blaðamenn leituðu undir bílum og létu engan flöt ósnertan).
Þegar komin var uppgjöf í mannskapinn og næsta víst að Ripp hefði steypt sér í glötun kom í ljós að hann var aftur mættur upp á bílaplanið. Hann hafði þá gert sér lítið fyrir og skellt sér inn í verslun. Ekki er vitað hvað hann ætlaði sér að aðhafast þar eða hvað ævintýraþyrstir ungar almennt girnast í verslunum, en starfsmenn verslunarinnar gengu vasklega til verks og tóku hann mjúklega í fangið, þar sem hann hafði tekið sér bólfestu uppi við innréttingu. Starfsmaður skilaði svo strokufanganum aftur upp á planið, þar sem hann hljóp um nokkra stund í taugatrekkingi, en óskaddaður að öðru leyti.
Þegar þetta er skrifað virðast þeir Rapp og Rupp enn hafast við á þakinu og Tryggvi og Tryggvína hafa fullt í fangi með að fá frumburðinn til að halda sig innan bílaplansins, enda margt sem hugurinn girninst þegar einu sinni hefur verið skyggnst inn í verslun.
Hér fyrir neðan gefur að líta myndband af Ripp, tekið úr öruggri fjarlægð (myndin hefur verið færð nær), þar sem annar blaðamaður heyrist stynja úr áhyggjum, á meðan hinn dáist að hraða og leikni hins fiðraða landkönnuðar: