Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Óvæntur stuðningur Guðrúnar

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómasmálaráðherra

Nú hefur Valkyrjustjórnin tekið við og verður forvitnilegt að sjá hvernig Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, tekst til í starfi en ljóst er að mikið starf er fram undan fyrir nýju ríkisstjórnina.

Oft er gott þegar byrjað er í nýrri vinnu að fá mikinn og góðan stuðning en það er einmitt það sem hún Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, veitti Kristrúnu þegar hún gekk inn á Bessastaði um helgina en Guðrún lýsti yfir ánægju með stjórnarsáttmála valkyrjanna. Sagði ráðherrann fyrrverandi að sáttmálinn minnti mjög á sáttmála fyrrverandi ríkisstjórnar.

Þessi stuðningur samstarfskonu sinnar hefur sennilega komið Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, í opna skjöldu en hann sagði sáttmálann vera mjög þunna súpu …

Fimm bestu íslensku jólalögin

Blessuð jólin. Ljósmynd: Pexels - Barry Potts

Nú eru aðeins þrír dagar til jóla og öll jólalögin hafa verið spiluð aftur og aftur. En hvaða íslensku jólalög standa upp úr að mati sérfræðinga, sem ekki þora að koma fram undir nafni svo þeir lendi ekki í jólakettinum.

Laddi – Snjókorn falla

Mögulega besta lag Ladda og þá er mikið sagt. Lagið hentar grínistanum mjög vel og heldur uppi góðri stemmingu hvar sem er.

Í svörtum fötum – Jólin eru að koma

Annað stuðlag og í raun eitt mesta rokklagið af íslenskum jólalögum. Fangar algjörlega stemmingu barna sem bíða eftir jólunum og ekki skemmir fyrir að einn besti söngvari í sögu landsins syngur það.

Edda Heiðrún Backman – Inni í strompnum

Edda setur upp skemmtilega barnsrödd og bregður sér í hlutverk þess. Bráðskemmtilegur texti með gamansömu ívafi. Besta jólalagið til að flauta.

Björgvin Halldórsson – Snæfinnur snjókarl

Klassíkt jólalag í íslenskum búningi og þar eru fáir betri en Björgvin okkar Halldórsson. Létt og hressandi.

Helga Möller – Heima um jólin

Það er engin betri að koma fólki í jólastuð eins og Helga Möller en jákvæðnin geislar af hverju orði sem hún syngur í þessu fallega lagi.

 

Stormurinn Chido tók 94 mannslíf í Mósambík – Heilbrigðiskerfið í molum

Óveðursstormurinn Chido hefur kostað 94 mannslíf í Mósambík frá því að hann kom á land í síðustu viku, samkvæmt Almannavörnum landsins (e. National Institute of Risk and Disaster Management (INGD)). Hið öfluga óveður slasaði 768 manns og hafði áhrif á yfir 622.000 til viðbótar og skildi eftir sig eyðileggingarslóð um norðurhéruð landsins.

Chido skall á Mósambík 15. desember þar sem vindur náði 72 metrum á sekúndu og 250 mm úrkomu á fyrsta sólarhringnum. Stormurinn skall fyrst á Cabo Delgado-héraði áður en hann færðist inn í landið til Niassa og Nampula, svæði sem verða oft fyrir miklum lægðum.

Víða tjón á skólum og heilbrigðisþjónustu

Stormurinn hafði alvarleg áhrif á viðkvæman mennta- og heilbrigðiskerfi Mósambík. Yfir 109.000 nemendur urðu fyrir áhrifum þar sem skólar urðu fyrir verulegu tjóni, en 52 heilsugæslueiningar eru nú óstarfhæfar, sem lokar aðgangi að nauðsynlegri læknisþjónustu á svæðum sem var í sárri þörf fyrir slíkt fyrir storminn.

Stormurinn Chido hafði þegar ollið gríðarlegum skemmdum á Mayotte, frönsku yfirráðasvæði í Indlandshafi, áður en hann hélt áfram til Mósambík, Malaví og Simbabve. Á meðan Mayotte upplifði nú versta storm sinn í 90 ár, heldur Mósambík áfram að glíma við aukna krísu sem knúin er áfram af loftslagsbreytingum.

Hér má sjá myndskeið um óveðrið mikla.
 

Sverrir Guðjónsson kemur fram með Voces Thules í dag: „Nú syng ég aðeins einu sinni á ári“

Vocas Thules

Sönghópurinn Voces Thules flytur aftansöng, Vesper I úr Þorlákstíðum, klukkan 17-18 í dag, Þorláksmessu, í Kristskirkju konungs í Landakoti.

„Enginn aðgangseyrir er á aftansönginn og gestir og gangandi eru velkomin að njóta hins forna kyrrðarsöngs klaustranna í umvefjandi hljómburði Kristskirkju í Landakoti,“ segir Sverrir Guðjónsson, einn söngvara Voces Thules.

Að sögn Sverris er tíðasöngur í gregoríönskum stíl nokkurs konar kyrrðarsöngur, „þar sem flæði tónlistarinnar og textanna fleytir þátttakandanum áfram líkt og hann sigli áreynslulaust á öldufaldi, en með skýra stefnu.“ Flutningur þessarar tónlistar er innilegt tilbeiðslu-og hugleiðsluform, sem kristin kirkja hefur iðkað frá ómunatíð.

Tónlistarhandrit Þorlákstíða, AM 241 a II fol. er frá sirka 1400, flutt heim frá Kaupmannahöfn 1996, og nú vel varðveitt í EDDU, húsi handritanna. Á Listahátíð í Reykjavík 1998, á Hvítasunnu, fluttu Voces Thules Þorlákstíðir í heild sinni á rúmum sólarhring að fornum klaustursið, í tilefni af 800 ára dýrlingshátíð Þorláks biskups Þórhallssonar. Í kjölfar flutningsins hófst hljóðritun Þorlákstíða í áföngum, sem var gefin út á listbók, hannaðri af Brynju Baldursdóttur, sem innihélt þrjá geisladiska og einn textadisk, ásamt greinum á nokkrum tungumálum. Hagnýt uppskrift Þorlákstíða, sem Eggert Pálsson hefur unnið upp úr handritinu, mun vonandi verða aðgengileg þegar fram líða stundir, að sögn Sverris.

Þorlákur biskup Þórhallsson lést 23.desember 1193. Þann 20.júlí 1198 voru bein hans tekin upp, áheit á hann heimiluð af Alþingi 1199 og messudagur hans, 20.júlí eða Þorláksmessa á sumar, lögtekinn 1237. Jóhannes Páll II páfi útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands með tilskipun, 14.janúar 1984.

En var Sverrir ekki hættur að syngja?

„Nú syng ég aðeins einu sinni á ári aftansöng úr Þorlákstíðum, ásamt sönghópnum Voces Thules, með friðarbæn í brjósti, undir verndarvæng dýrlings Íslendinga,“ svaraði Sverrir í samtali við Mannlíf. Bætti hann við: „Þetta er mjög nærandi“.

Voces Thules: Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Eyjólfur Eyjólfsson, Sigurður Halldórsson, Sverrir Guðjónsson.

Sverrir vildi að lokum senda sérstakar þakkir til Séra Jakobs Rolland.

 

Tilkynnt um tilnefningar til íþróttmanns ársins – Glódís Perla sigurstranglegust

Glódís Perla Viggósdóttir

Tilkynnt hefur verið um hvaða tíu einstaklingar koma til greina sem íþróttamaður ársins 2024 en tilkynnt verður um úrslitin þann 4. janúar næstkomandi.

Um er að ræða sex konur og fjóra karla sem eru tilnefnd í þetta sinn en íþróttamaður ársins var fyrst kosinn árið 1956. Ómar Ingi Magnússon handboltamaður er eini á listanum sem hefur unnið verðlaunin áður en hann gerði það árin 2022 og 2023.

Af þeim tíu sem tilnefnd eru hafa fjögur þeirra aldrei verið tilnefnd áður en það eru þau Albert Guðmundsson, Ásta Kristinsdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir og Orri Steinn Óskarsson.

Hægt er að er að sjá þau sem tilnefnd eru hér fyrir neðan

Albert Guðmundsson – Fótbolti
Aron Sveinn McKee – Sund
Ásta Kristinsdóttir – Fimleikar
Eygló Fanndal Sturludóttir – Ólympískar lyftingar
Glódís Perla Viggósdóttir – Fótbolti
Orri Steinn Óskarsson – Fótbolti
Ómar Ingi Magnússon – Handbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir – Sund
Sóley Margrét Jónsdóttir – Kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir – Fótbolti

Líklegt verður að teljast að Glódís Perla muni vera kjörinn íþróttamaður ársins en hún er ein af bestu knattspyrnukonum heims í dag og hafa íþróttamenn sem stunda ekki boltaíþrótt sjaldan unnið á þessari öld en aðeins hefur það gerst fimm sinnum.

Öllu innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Bogi Nils Bogason

Allt innanlandsflug liggur niðri sökum veðurs.

Icelandair aflýsti öllum flugferðum til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða fyrir hádegi í dag og það sama gerði Mýflug sem flýgur til Hornafjarðar og flug Norlandair til Bíldudals.

Samkvæmt Isavia er flug Icelandair til Narsarsuaq á Grændlandi klukkan 12 á áætlun en öllum ferðum innanlands hefur verið frestað til klukkan 15:30 en þá er flug Icelandair frá Akureyri til Reykjavíkur áætlað.

 

Berglind skipuð í embætti á síðustu metrum ríkisstjórnar Bjarna Ben

Berglind skipuð í embætti

Þann 20. desember síðastliðinn skipaði Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, Berglindi Svavarsdóttur lögmann í embætti dómanda við Endurupptökudóm frá og með 23. desember 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Þykir sumum þetta nokkuð athyglisvert í ljósi þess að ný ríkisstjórn tók við um helgina

„Berglind Svavarsdóttir lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og öðlaðist málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður 1997 og sem hæstaréttarlögmaður árið 2008. Að auki hlaut hún löggildingu til að starfa sem fasteigna- og skipasali árið 1996 og lauk diplómanámi í stjórnun 2006. Að námi loknu starfaði Berglind sem löglærður fulltrúi sýslumanns til ársins 1996 en hefur frá þeim tíma verið sjálfstætt starfandi lögmaður ýmist sem eigandi eða meðeigandi lögmannsstofu.

Af öðrum störfum Berglindar má nefna að hún sat í slitastjórn SPB hf. 2009-2016, í bankaráði Landsbanka Íslands hf. 2016-2024 og í yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis 2018-2022. Þá var hún meðal annars formaður barnaverndarnefnda 1998-2007 og sat í stjórn Lögmannafélags Íslands 2015-2021, þar af sem formaður um þriggja ára skeið. Að auki hefur Berglind verið formaður úrskurðarnefndar kosningamála frá 2022 og úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar frá 2018,“ segir í tilkynningunni.

Ríflega níræð stjarna Chrocodile Dundee dauð: „Markar endalok ótrúlegs tímabils“

Burt og Paul Hogan á góðri stund.

Burt, hinn gríðarstóri 5,1 metra krókódíll sem lék í myndinni Chrocodile Dundee árið 1986, lést „friðsamlega“ í dýragarði í Darwin, en hann var „yfir 90 ára gamall“. Crocosaurus Cove, krókódílagarðurinn og sædýrasafnið þar sem Burt hafði búið síðan 2008, deildi fréttum af andlátinu.

Blessuð sé minning Burts.

Burt, sem hlaut frægð sem eitt þekktasta skriðdýr heims vegna alþjóðlegrar velgengni Crocodile Dundee, sem er enn tekjuhæsta ástralska kvikmyndin frá upphafi, á upplífgangi baksögu. The Crocosaurus Cove sagði frá því hvernig Burt var veiddur snemma á níunda áratugnum, áður en hann lék stórsigur með Paul Hogan.

Teymið í dýragarðinum birti tilfinningaleg minningarorð um Burt í dag en þar stóð: „Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum lát Burt, hins goðsagnakennda saltvatnskrókódíls og stjörnu áströlsku sígildarinnar Crocodile Dundee. Burt lést friðsamlega um helgina, talin vera yfir 90 ára, sem markar endalok ótrúlegs tímabils. Lífssaga Burt einkennist af styrk, seiglu og persónuleika eins djörfum og Top End sjálft [svæði í Ástralíu]. Burt var tekinn á níunda áratugnum í Reynolds-ánni og varð einn þekktasti krókódíll í heimi, kom fram í Crocodile Dundee og hjálpaði til við að móta ímynd Ástralíu sem land hrikalegrar náttúrufegurðar og ógnvekjandi dýralífs.“

Þau bættu við: „Árið 2008 lagði Burt leið sína til Crocosaurus Cove, þar sem hann varð ógnarlegur og heillandi sendiherra krókódílaverndar. Burt, þekktur fyrir sjálfstæði sitt, var staðfastur piparsveinn, eitthvað sem hann sýndi á fyrri árum sínum hjá krókódílagarðinum. Eldfim skapgerð hans aflaði honum virðingar jafnt umsjónarmanna sinna sem gesta, þar sem hann sýndi hinn hráa og ótamda anda saltvatnskrókódílsins.“

Teymið hélt áfram: „Burt var sannarlega einstakur. Hann var ekki bara krókódíll; hann var náttúruafl og áminning um kraft og tign þessara ótrúlegu skepna. Þó að persónuleiki hans gat verið krefjandi, var hann líka það sem gerði hann svo eftirminnilegan og elskaðan af þeim sem unnu með honum og þúsundum sem heimsóttu hann í gegnum árin. Gestir víðsvegar að úr heiminum dáðust að tilkomumikilli stærð hans og yfirgangssömu nærveru, sérstaklega á fóðrunartímanum. Teymið hjá Crocosaurus Cove vill þakka öllum sem heimsóttu Burt og hjálpuðu til við að fagna ótrúlegu lífi hans. Þegar við syrgjum missi hans erum við minnt á mikilvægt hlutverki dýralífsins í sameiginlegri sögu okkar og mikilvægi þess að varðveita það fyrir komandi kynslóðir.“

 

 

 

Hver er maður ársins?

Komið er að kosningu lesenda Mannlífs á „Manni ársins“ og hægt er að lesa hverjir eru tilnefndir hér fyrir neðan og kjósa. Margir einstaklingar og hópar komu til greina en ritstjórn valdi þá tíu sem eru hér fyrir neðan eftir miklar rökræður.

Yazan Tamimi

Fatlaður ungur drengur frá Palestínu sem barðist fyrir tilverurétti sínum á Íslandi ásamt foreldrum sínum en til stóð að flytja hann úr landi. Hann fékk að lokum leyfi til að búa áfram á Íslandi.

Halla Tómasdóttir

Sigraði óvænt forsetakosningar í sumar en flestir spáðu að hún myndi lenda í 4. sæti í besta falli.

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp og Kristín Eiríksdóttir

Aðgerðarsinnar sem fóru til Egyptalands til að hjálpa palestínsku fólki að flýja undan þjóðarmorði í Palestínu og náðu að koma 200 einstaklingum í öruggt skjól til Íslands.

Glódís Perla Viggósdóttir

Knattspyrnukonan lenti í 22. sæti í kjöri sem besta knattspyrnukona heimsins og var efst allra miðvarða og er þetta besti árangur Íslendings í slíku kjöri.

Laufey

Vann til Grammy-verðlauna fyrir plötuna Bewitched og er án vafa vinsælasti tónlistarmaður Íslands í dag.

Varnargarðsmenn á Reykjanesi

Vernduðu heimili og mikilvæga innviði Íslands á Reykjanesi eftir ítrekuð eldgos á svæðinu.

Magnús Þór Jónsson

Barðist með kjafti og klóm sem formaður Kennarasambands Íslands gegn öflum sem vilja einkavæða skólakerfið undir því yfirskyni að vilja betra menntakerfi.

Elín Hall

Stimplaði sig inn sem eina bestu leikkonu Íslands í kvikmyndinni Ljósbrot og gaf út lagið Frekjukast, eitt besta lag ársins, með Kötlu Njálsdóttur.

Baltasar Kormákur

Gaf út kvikmyndina Snerting sem þykir líkleg til að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna og tók upp stórþættina King and Conqueror á Íslandi sem verða sýndir um heim allan á næsta ári.

Þórir Hergeirsson

Vann gull sem handboltaþjálfari norska kvennaliðsins í handbolta á EM og á Ólympíuleikunum en þetta var tíunda gull hans sem þjálfari á stórmóti sem landsliðsþjálfari.

Kosningu þessari lýkur 30. desember klukkan 9:00

Egill Þór er látinn

Egill Þór Jónsson, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lést að kvöldi föstudagsins 20. desember, 34 ára að aldri. Var hann umkringdur fjölskyldu sinni og vinum en hann hafði síðustu ár barist hetjulega við krabbamein.

Egill Þór fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1990 og ólst upp í Breiðholti. Faðir hans var Jón Þór Traustason bifreiðasmíðameistari, fæddur 1960, látinn 2013 af slysförum og móðir hans er Díana Særún Sveinbjörnsdóttir leikskólaliði, fædd 1961. Þau Linda Björk Jónsdóttir og Aron Örn Jónsson eru systkini Egils Þórs.

Samkvæmt Mbl.is gekk Egill Þór i Hólabrekkuskóla sem barn, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og útskrifaðist þaðan árið 2011. Eftir framhaldsskóla nam hann félagsfræði og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í félagsfræði árið 2015.

Egill Þór helgaði starfsferil sinn fólki með geðræn vandamál og fatlanir en hann var stuðningsfulltrúi í búsetukjarnanum Rangárseli frá 2015 til 2018 og teymisstjóri í Rangárseli frá 2016. Þá sinnti hann mismunandi störfum með náminu en hann var í byggingarvinnu árin 2006 til 2007, bréfberi og í útkeyrslu hjá Íslandspósti frá 2008 til 2014. Þá var hann yfirmentor fyrir nýnema í félags- og mannvísindadeild HÍ árin 2014 til 2015 og sumarið 2015 sinnti hann tryggingaráðgjöf hjá Tryggingavaktinni. Þá má nefna að Egill Þór var formaður Norm, félags félagsfræðinema við HÍ 2013 til 2014, sat í Stúdentaráði 2014 til 2016 og var í stjórn Stúdentaráðs, formaður Vöku 2015 til 2016.

Frá 2018 til 2022 var Egill Þór borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og varaborgarfulltrúi frá 2022. Í því starfi sat hann í ýmsum nefndum borgarstjórnar, þar á meðal í umhverfis- og heilbrigðisráði, skóla- og frístundaráði, ferlinefnd fatlaðs fólks, velferðarráði og öldungaráði.

Aukreitis var Egill Þór formaður Varðar, fulltrúarárs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík frá 2023 til 2024, var í stjórn Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, 2020 til 2023. Þá má að lokum nefna að Egill Þór var virkur í starfi Oddfellowreglunnar.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Eg­ils Þórs er Inga María Hlíðar Thor­stein­son, f. 1991, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og ljós­móðir. Börn þeirra eru Sig­ur­dís, 3 ára, og Aron Trausti, 5 ára.

„Guð blessi Ingu Sæland“

Inga Sæland.

Strandveiðimenn eru upp til hópða hæstánægðir með Ingu Sæland, ráðherra og formann Flokks fólksins, sem hefur lofað að tryggja þeim fleiri daga til að sækja björg í bú. Ráðherrann náði því inn í stjórnarsáttmála að þessi fegurstu blóm í garði sjávarútvegsins fengju að róa án truflunar í 48 daga á ári. „Guð blessi Ingu Sælands,“ sagði einn sjóarinn í framhaldi þessa.

Óvinir strandveiðimanna spyrja aftur á móti hvaðan eigi að taka kvóta til að fylla upp í loforðið. Færra er um svör hjá ráðherranum þegar sú spurning er uppi. Inga fer annars á kostum og reyndi meðal annars að fá Bjarna Benediktsson alþingismann til að knúsa sig við lyklaskipti.,

Ríkisstjórnin fær nú 100 daga til að sanna sig áður en krafa um efndir loforða og gagnrýni kemur fram fyrir alvöru …

 

Hestur á harðahlaupum gripinn í umferðinni- Hálkan reyndist mögum ökumönnum skeinuhætt

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan stóð í nokkrum stórræðum þegar hestur skokkaði um í umferðarræð í samflioti við vélknúin farartæki íí Úlfarsárdal. Ferð hestsins var stöðvuð af lögreglu og hrossinu komst til síns heima.

Tilkynnt um innbrot í verslun í austurborginni. Málið er í rannsókn.

Umferðarslys á svipuðum slóðum. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni sökum hálku og hafnað á umferðaskilti. Minniháttar skemmdir urðu á ökutækinu og ökumaðurinn reyndist vera óslasaður. Hálkan reynist fleirum skeinuhætt því annað umferðaróhapp varð á sömu slóðum þegar bílar skullu saman. Einhverjar skemmdir á bifreiðum og tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Þriðja óhappið af sama toga varð þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og hafnaðí inni í garði. Miklar skemmdir á bifreiðinni en ökumaðurinn slapp óskaddaður. Tré í garðinum skemmdust.

Ökumaður var sektaður í miðborginni fyrir að aka bifreið sinni án skráningarmerkja að framan. Óljóst er hvort tilgangurinn með númersleysinu var að sleppa við greiðslur eða sektir.

Maður var handtekinn í Hafnarfirði, grunaður um vopnalagabrot og brot á lögreglusamþykkt. Hann var fluttur á lögreglustöð til frekari viðræðna og látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Þjófur var staðinn að verki í  stórmarkaði í Kópavogi. Afgreitt á vettvangi.

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í Breiðholti. Skýrsla rituð á meint ofbeldi. æA sömu slóðum voru ungmenn uppvís að eignaspjöllum og húsbroti. Tveir voru handteknir á vettvangi og fluttir á lögreglustöð. Forráæamaður kallaður til og málið afgreitt með aðkomu hans.

Uppnám hjá ríkissaksóknaraembættinu – Helga Magnúsi verður ekki úthlutað verkefnum

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að Helgi Magnús Gunnarsson uppfylli ekki lengur almenn hæfnisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara og verður því ekki úthlutað verkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sigríður sendi frá sér fyrir stundu.

Fyrir tveimur dögum var sagt frá því að Helgi Magnús hefði aftur hafið störf eftir að ríkissaksóknari bað dómsmálaráðherra um að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann viðhafði um brotaþola í kynferðisbrotamálum, samkynhneigða karlmenn og hælisleitendur á samfélagsmiðlum. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra varð eki við beiðni Sigríðar.

Fram kemur í tilkynningu ríkissaksóknara að Helgi Magnús hefði rýrt það traust sem hann verði að hafa sem ákærandi og að það hafi fengist staðfest í bréfi dómsmálaráðherra.

Þar segir ennfremur að þar sem ríkissaksóknari beri sjálfur ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem starfa hjá embættinu, telji Sigríður sér ekki heimilt að úthluta verkefnum sem snerta meðferð ákæruvaldsins til Helga Magnúsar, sem og þá ábyrgð sem fylgir því að vera staðgengill ríkissaksóknara.

RÚV sagði frá málinu.

Hundar velja sér jólaleikfang – MYNDBAND

Það eru ekki bara við mannfólkið sem fær jólagjafir um hátíðina sem nú gengur senn í garð.

Instagram-síðan Upworthy birtir jákvæð og upplífgangi myndskeið á samfélagsmiðlinum sem gott er að kíkja á í dimmasta skammdeginu, jafnvel þó að dagurinn sé nú loks farinn að lengjast. Í nýjasta myndbandi sínu má sjá hóp hunda velja sér jólaleikfang af fjölmörgum leikföngum sem búið er að dreifa um gólfið. Eftir að hafa hlaupið um og þefað af tuskudýrunum valdi hver og einn hvutti sér sitt leikfang.

Ef þetta kemur manni ekki í jólaskap gerir það fátt:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Upworthy (@upworthy)

Google Maps kom upp um morð – Kúpverji hafði farið til Spánar í leit að maka sínum

Óhugnanleg mynd ef maður veit hvað hún sýnir. Ljósmynd: Google-Maps

Mynd af manni halla sér í farangursrými bíls á götu í norðurhluta Spánar varð til þess að lögreglan handtók tvo aðila í tengslum við mannshvarf. Myndin var tekin af Google Maps bíl.

Á næstum mannlausri götu á Norður-Spáni virtist myndin sýna mann bogra fyrir aftan  rauðan Rover-bíl, og hlaða varlega fyrirferðarmiklum hvítum poka í farangursrýmið.

Myndavélabíll frá Google Maps, sem keyrði um götuna náði fyrir algjörri tilviljun mynd af hinu grunsamlega augnabliki en bíllinn var þá á ferð í þorpinu Tajueco í október. Tveimur mánuðum síðar hefur lögreglan notast við myndina, sem enn má finna á Google-kortum, og aðrar myndir sem myndavélarbíllinn tók, sem vísbendingar en þær leiddu til handtöku tveggja manna vegna hvarfs karlmanns á síðasta ári.

Málið á rætur að rekja til nóvember 2023, þegar fjölskylda kúbversks ríkisborgara, búsettan á Spáni, tilkynnti hvarf hans, að sögn dagblaðsins El País. Maðurinn hafði búið í sveitarfélaginu Soria í norðurhluta Spánar, þar sem hann hafði mætt í von um að hafa uppi á konu sem talin er vera maki hans.

Ættingi kúbverska mannsins sagði lögreglu að hann hefði farið að gruna eitthvað misjafnt eftir að hafa fengið röð textaskilaboða úr síma mannsins, þar sem hann sagði ættingjanum að hann hefði hitt aðra konu, væri á förum frá Spáni og myndi losa sig við símann, sagði lögreglan í yfirlýsingu. „Þetta vakti grun hjá ættingjanum um að sá horfni hefði ekki sent skilaboðin og varð til þess að hann tilkynnti það til lögreglu.

Rannsóknin snerist fljótlega um fyrrverandi maka kúbverska mannsins og annan mann sem talið var að hún tengdist rómantískum böndum. Í síðasta mánuði handtók lögreglan parið, grunuð um aðild þeirra að dauða og hvarfi Kúbverjans. Vikum síðar fannst búkur sem talinn er vera líkamsleifar hins týnda manns, í kirkjugarði nærliggjandi þorps.

Lögreglan neitaði að veita frekari upplýsingar og sagði aðeins að rannsókninni væri haldið áfram.

Hún vor þó fljót að undirstrika hlutverk Google Maps við að ná hinum hrollvekjandi myndum sem virtust tengdar morðinu. „Ein af vísbendingunum sem rannsakendur notuðu til að leysa glæpinn, þó ekki óyggjandi, voru myndirnar sem fundust við rannsókn á kortlagningarforriti,“ sagði lögreglan og sagði að þessar myndir hefðu hjálpað til við að „greina ökutæki sem gæti hafa verið notað við glæpinn“.

Á miðvikudaginn skoðaði El País nágranna Tajueco, sem hefur 56 íbúa, þar sem nokkrir sögðust hafa séð myndirnar teknar með Google Maps, en gefið þeim lítið vægi.

„Við hefðum aldrei ímyndað okkur að hann væri að gera neitt og hugusuðum ekkert út í það,“ sagði einn íbúi, en annar tók fram að „við héldum ekki að á myndinni sæist lík í skottinu.“

The Guardian fjallaði um málið.

 

 

Ekkert ferðaveður á morgun: „Með þessum stormi fylgir snjókoma og svo hlýnar með rigningu“

„Í nótt gengur í suðaustanstorm, en hann ætti nú ekki að hafa mikil áhrif á fólk því það er eiginlega bara yfir hánóttina sem hann gengur yfir,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni í samtali við RÚV.

Daníel heldur áfram: „En með þessum stormi fylgir snjókoma og svo hlýnar með rigningu þannig að í fyrramálið þegar fólk fer af stað gætu vegir víða verið mjög hálir þó stormurinn sé genginn yfir þá er enn þá að bráðna af honum í suðvestanáttinni og skúrunum sem eru þá í fyrramálið.“

Að sögn Daníels mun veðrið ekki skána mikið með deginum.

„Vindurinn er hvað minnstur í fyrramálið en síðan þegar líður á daginn kólnar með éljagangi á fjallvegum, þá einkum á vesturhelmingi landsins og það verður blint þar og þá líka snarpar vindhviður við fjöll á norðvesturhluta landsins. En það verður nú eitthvað skárra hér suðvestantil hjá okkur í höfuðborginni,“ segir Daníel.

Tómas Ellert ver Ingu Sæland: „Ég hef ekki áhuga á því að starfa í einhverjum hálfvitaflokki“

Tómas Ellert Tómasson.

Tómas Ellert Tómasson ver Ingu Sæland á Facebook og segist ekki hafa áhuga á að starfa í „einhverjum hálfvitaflokki“.

Tómas Ellert Tómasson fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi í Árborg, sem dró framboð sitt til baka fyrir Miðflokkinn í október á þessu ári, skrifaði færslu í morgun þar sem hann birtir athugasemd sem maður sem starfað hefur fyrir Miðflokkinn við vöfflugerð, skrifaði opinberlega. Athugasemdin hljómaði eftirfarandi: „Hvernig getur öryrki verið ráðherra? Með allri þeirri vinnu sem því fylgir.“ Á viðkomandi þá við Ingu Sæland, nýsettan félagsmálaráðherra en hún er lögblind.

Fyrrum Miðflokksmaðurinn segir að þessi athugasemd frá manni sem starfað hefur fyrir flokkinn styðji við fyrri yfirlýsingu hans um að hann vilji ekki starfa fyrir „hálfvitaflokk“:

„Svona athugasemdir dæma sig sjálfar. Þessi FB-færsla er frá manni sem að hefur séð um vöfflukaffið á skrifstofu Miðflokksins í Hamraborg í nokkur ár.

Færslan styður einmitt við það sem ég sagði við SWG sumarið 2022 og kemur fram í FB-færslu frá mér sl. föstudag að ég hefði ekki áhuga á því að starfa í e-um hálfvitaflokki.“

Segir Tómas frá því að hann hafi sjálfur greinst með MS-taugasjúkdóminn og hafi orðið óvinnufær á tímabili.

„Nú greindist ég sem dæmi með MS taugasjúkdóminn í byrjun árs 2010 og varð óvinnufær um nokkurra mánaða skeið af hans völdum. Þá þurfti ég að vera upp á örorkulaun kominn sem ég þurfti síðan að greiða að fullu til baka er ég fór aftur út á vinnumarkaðinn um mittt ár (já, þannig voru reglurnar þá). Ég var bara svo ljónheppinn að hafa verið búinn að klára háskólanám sem gefa af sér ágætis tekjur og gat greitt það allt til baka. Vegna afleiðinga sjúkdómsins að þá get ég ekki starfað sem iðnaðarmaður, togarasjómaður eða e-ð starf sem að líkamlegs atgervis þarf til að sinna. Ég nota heilann og lyklaborðið við mín störf og skila mínu til samfélagsins og vel það.“

Að lokum segir hann Ingu vera hetju í sínum augum:

„Hvað Ingu Sæland varðar að þá er hún lögblind og hefur því varla smiðsauga. Hún fór þá leið að fara í lögfræðinám til að geta starfað á vinnumarkaði. Inga Sæland er hetja í mínum huga og á ekki svona fordómafull og hálfvitaleg skilaboð skilið. Áfram Ísland!“

Tinna er afar ósátt við vinnubrögð Icelandair: „Þetta er algjörlega galið, hvaða bull er þetta?“

Tinna Gunnur Bjarnadóttir. Ljósmynd: Facebook

Tinna Gunnur Bjarnadóttir er síður en svo sátt við vinnubrögð og viðmót hjá Icelandair eftir að hún missti af flugi frá Akureyri til Reykjavíkur nú rétt fyrir jól.

Heilbrigðisstarfsmaðurinn Tinna Gunnur Bjarnadóttir býr í Reykjavík en þurfti nauðsynlega að fara norður á Akureyri í liðinni viku en systir hennar gætti dætra hennar á meðan. Tinna pantaði sér flaug norður á miðvikudaginn 18. desember og átti pantað flug til baka klukkan 19:30 daginn eftir. Í hádeginu á fimmtudaginn fékk hún hins vegar smáskilaboð frá Icelandair um að mögulega væri truflun á fluginu hennar en að hún gæti flýtt fluginu um þrjá til sex klukkutíma.

Færsla hennar á Facebook hefst eftirfarandi:

„Óforskömmuð vinnubrögð og viðmót hjá Icelandair

Ég þurfti nauðsynlega norður á Akureyri í vikunni til að sinna erindi. Ég átti tveggja daga vaktafrí, systir mín gat gætt dætra minna á meðan og ég pantaði mér flug fram og til baka, mið. 18. og fim 19.des. í hádeginu á fimmtudegi fékk ég sms frá Icelandair um að hugsanlega væri truflun á fluginu mínu og ég gæti flýtt fluginu mínu um rúmlega 6 klst eða um tæplega 3 klst en ég hafði bókað flug kl 19:30.

Ég hringdi í uppgefið númer og sagði að þessar tímasetningar á flugferðum sem stungið væru uppá hentuðu mér ákaflega illa og spurði um hvað átt væri við um truflun á fluginu? Upplýsti þá þjónustufulltrúinn mig um að það ætti að fljúga með vél sem væri minni. Ég sagði þá að mér þætti afar vænt um að komast með þeirri vél en ég væri að sinna mikilvægu erindi og bætti við að ég þyrfti að komast um morguninn til vinnu, eins væru börnin mín í pössun f sunnan.“

Segir Tinna að þjónustufulltrúinn hefði sagt að hann gæti ekki lofað neinu en myndi láta hana vita með símtali. Ekkert símtal kom en hún fékk tölvupóst sendan um seinkun á fluginu til rúmlega 21.

„Þjónustufulltrúinn, sem mér fannst hljóma tregur til, sagði að hann gæti ekki lofað neinu en hringt yrði í mig og ég látin vita.

Kl. 15:37 fékk ég email þess efnis að fluginu sem ég bókaði 19:30 hafi verið seinkað til kl. 21:05. Ég fékk líka sms á sama tíma sem upplýsti mig um hið sama.

Ég mæti rétt yfir 20:00 uppá flugvöll á Akureyri.og allt lokað og læst. Ekkert flug kl 21:05.

Í sjokki skoða ég aftur sms og jú þar stóð 21:05. Emailið sagði líka 21:05.“

Tinna uppgötvaði síðan að Icelandair hafði einnig sent henni tölvupóst tveimur mínútum eftir fyrri tölvupóst en þá sem viðbót við hinn póstinn þannig að hún fékk enga sérstaka tilkynningu um hann.

„En bíddu, þeir sendu líka email kl. 15:39, 2 mín eftir hitt emailið, um að bókunin mín kl 19:30 hafi verið breytt í 19:30. Emailið er sent á þann máta að eg fæ ekki nýtt email, ég fæ bara nýtt svar inná sama email. Sennilega hefur nÿja emailið farið framhjá mée vegna þess ég hafði emailið opið enda þau send nánast á sama tíma.

Ég fékk samt bara þetta eina sms um að það yrði flogið kl 21:05 og ef það hefði verið aftur breytt frá 21:05 yfir í 19:30 af hverju stendur í email að breytingin færi úr 19:30 í 19:30?!“

Tinna neyddist því til að bóka nýtt flug, snemma næsta dags en miðinn hækkaði um ríflega 30.000 krónur og það rétt fyrir jól.

„Ég þurfti að bóka nýtt flug, kl 08:00 daginn eftir. Börnin í pössun og of sein í vinnuna og þegar ég hringdi í icelandair daginn eftir til að upplýsa þau um þessar misfærslur hjá sér fékk ég neitun um endurgreiðslu. Bara sorry, korter í jól. Þetta er algjörlega galið, hvaða bull er þetta?

Þetta eru ófagleg vinnubrögð og óvandaðar móttökur. Ojj bara, það er umtalað hvernig þetta millilandaflug lætur gagnvart viðskiptavinum sínum.“

Bætti Tinna við í athugasemd að þessi aukakostnaður sé ekki léttur fyrir einstakling og kvartar undan lélegum vinnubrögðum Icelandair.

„Ég þurfti að komast og 44.000 kr kostnaður endaði í 75.000 kr. kostnaði. Þetta er ekkert létt fyrir einstakling að þurfa að reiða þetta fram og að Icelandair firri sig ábyrgð á svo mjög greinilega lélegum vinnubrögðum og upplýsingagjöf svo að nánast tryggt sé að um skuli villast. Þetta eru víst mistök hjá flugfélaginu og ætti víst að endurgreiða mér.“

Kristrún nokkur skrifar athugasemd við færslu Tinnu og segist hafa lent í því sama með þetta flug en að hún hafi verið svo heppin að hafa fengið hugboð um að eitthvað stæðist ekki:

„Ég lenti í þessu sama. Strákurinn minn átti flug 19:30 og ég fékk þessi sömu skilaboð og þú og hélt að flugið hans yrði 21:05. Kl.18:40 þegar við vorum að borða fékk ég eitthvað hugboð og kíkti á málin og sá þá að það var einmitt búið að breyta e-mailinu en engin tilkynning kom þar um. Eins kíkti ég á flightradar24 og sá að vélin var lögð af stað úr Rvk. Þannig að ég hentist með hann í stresskasti út á völl og hann fór suður. Hins vegar var nafnið þitt tvisvar kallað upp meðan ég var þarna og mig grunaði að þú hefðir einmitt lent í þessu. Þetta er gjörsamlega óþolandi. Og ekki í fyrsta skiptið sem svona hringl er í gangi.“

Rokksöngvarinn Stefán Jakobsson eða Stebbi Jak eins og hann er oft kallaður skrifaði einnig athugasemd við færslu Tinnu og segir hafa efni í heila bók:

„Ég get skrifað mjög fyndna bók um samskipti mín við þetta flugfélag.
Fólk mundi halda að þetta væri skáldsaga sem þetta væri ekki.“

Ekki náðist í Icelandair við gerð fréttarinnar.

 

Berta Dís prinsessa breytir jólaplönum vegna óléttunnar – Andrés verður einn með sinni fyrrverandi

Berta Dís, prinsessa af Jórvík mun fagna jólunum með konungsfjölskyldunni í Sandringham eftir að hafa breytt plönum sínum skyndilega.

Berta Dís og eiginmaður hennar Edoardo Mapelli Mozzi eiga von á sínu öðru barni sem er væntanlegt snemma næsta vor og ætluðu upphaflega að eyða hátíðinni erlendis með tengdafjölskyldu prinsessunnar. En hin 36 ára gamla prinsessa hefur nýlega verið ráðlagt af lækni að ferðast ekki langar vegalengdir, þannig að hún ákvað að í staðinn að mæta í hina stóru samkomu konungsfjölskyldunnar í Norfolk á jóladag.

Væntanlegt barn hjónanna verður litli bróðir eða systir Sönnu, þriggja ára dóttur þeirra, og átta ára sonar Mapelli Mozzi, Úlfs, sem bæði verða einnig í Sandringham þessi jól.

Mikill fjöldi kóngafólks verður gestir Karls konungs og Kamillu drottningar á jóladag í ár, en Vilhjálmur Bretaprins upplýsti nýlega að 45 manns yrðu „allir í einu herbergi“ í konungsbústaðnum. Faðir Betu Dísar, Andrés Bretaprins, mun hins vegar ekki vera á meðal þeirra, þar sem hann heldur sig fjarri vegna áframhaldandi deilna um tengsl hans við meintan kínverskan njósnara. Hann mun þess í stað eyða jólunum með fyrrverandi eiginkonu sinni Söru Ferguson, hertogaynju af York. Systir Bertu Dísar, Evgenía prinsessa af Jórvík og fjölskylda hennar ætla að eyða jólunum með tengdaforeldrum sínum.

 

Skipverjar á Björgu EA7 gerðu stærsta jólatré landsins: „Áskorun tekið og við sigldum jólin inn!!“

Vel gert!

Stærsta jólatré Íslandssögunnar var sennileg búið til í Eyjafjarðarál í fyrradag en tréið er 4678 metra hátt og 5346 metra breitt. Reyndar er ekki um venjulegt jólatré að ræða heldur uppátæki skipverja á Björgu EA7.

„Kjartan Vilbergsson yfirvélstjóri á Björgu kom með þá hugmynd á landleiðinni að reyna að teikna jólatré,“ skrifar skipstjórinn, Árni Rúnar Jóhannesson, á Facebook síðun og bætir við: „Áskorun tekið og við sigldum jólin inn!!“ Frá þessu segir Akureyri.net.

Að sögn Árna Rúnars telja skipverjar á Björgu EA7, sem er í eigu Samherja, að jólatréð þeirra sé það stærsta á landinu. „Það er 4678 metra hátt og 5346m breitt (svolítið í stíl við mig, lágreist og þétt á velli). Verkið tók tvo og hálfan klukkutíma og á einni myndinni sést Grímsey, þá er betra að átta sig á stærð jólatrésins okkar.“

Bætti hann við að lokum: „Á myndunum sést ferlið ágætlega, allt frá siglingaleiðinni og að fullkomnu verki. Setti meira að segja réttu litina á það“

Kallast svona ekki sjólatré?
Myndir: Facebook

Óvæntur stuðningur Guðrúnar

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómasmálaráðherra

Nú hefur Valkyrjustjórnin tekið við og verður forvitnilegt að sjá hvernig Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, tekst til í starfi en ljóst er að mikið starf er fram undan fyrir nýju ríkisstjórnina.

Oft er gott þegar byrjað er í nýrri vinnu að fá mikinn og góðan stuðning en það er einmitt það sem hún Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, veitti Kristrúnu þegar hún gekk inn á Bessastaði um helgina en Guðrún lýsti yfir ánægju með stjórnarsáttmála valkyrjanna. Sagði ráðherrann fyrrverandi að sáttmálinn minnti mjög á sáttmála fyrrverandi ríkisstjórnar.

Þessi stuðningur samstarfskonu sinnar hefur sennilega komið Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, í opna skjöldu en hann sagði sáttmálann vera mjög þunna súpu …

Fimm bestu íslensku jólalögin

Blessuð jólin. Ljósmynd: Pexels - Barry Potts

Nú eru aðeins þrír dagar til jóla og öll jólalögin hafa verið spiluð aftur og aftur. En hvaða íslensku jólalög standa upp úr að mati sérfræðinga, sem ekki þora að koma fram undir nafni svo þeir lendi ekki í jólakettinum.

Laddi – Snjókorn falla

Mögulega besta lag Ladda og þá er mikið sagt. Lagið hentar grínistanum mjög vel og heldur uppi góðri stemmingu hvar sem er.

Í svörtum fötum – Jólin eru að koma

Annað stuðlag og í raun eitt mesta rokklagið af íslenskum jólalögum. Fangar algjörlega stemmingu barna sem bíða eftir jólunum og ekki skemmir fyrir að einn besti söngvari í sögu landsins syngur það.

Edda Heiðrún Backman – Inni í strompnum

Edda setur upp skemmtilega barnsrödd og bregður sér í hlutverk þess. Bráðskemmtilegur texti með gamansömu ívafi. Besta jólalagið til að flauta.

Björgvin Halldórsson – Snæfinnur snjókarl

Klassíkt jólalag í íslenskum búningi og þar eru fáir betri en Björgvin okkar Halldórsson. Létt og hressandi.

Helga Möller – Heima um jólin

Það er engin betri að koma fólki í jólastuð eins og Helga Möller en jákvæðnin geislar af hverju orði sem hún syngur í þessu fallega lagi.

 

Stormurinn Chido tók 94 mannslíf í Mósambík – Heilbrigðiskerfið í molum

Óveðursstormurinn Chido hefur kostað 94 mannslíf í Mósambík frá því að hann kom á land í síðustu viku, samkvæmt Almannavörnum landsins (e. National Institute of Risk and Disaster Management (INGD)). Hið öfluga óveður slasaði 768 manns og hafði áhrif á yfir 622.000 til viðbótar og skildi eftir sig eyðileggingarslóð um norðurhéruð landsins.

Chido skall á Mósambík 15. desember þar sem vindur náði 72 metrum á sekúndu og 250 mm úrkomu á fyrsta sólarhringnum. Stormurinn skall fyrst á Cabo Delgado-héraði áður en hann færðist inn í landið til Niassa og Nampula, svæði sem verða oft fyrir miklum lægðum.

Víða tjón á skólum og heilbrigðisþjónustu

Stormurinn hafði alvarleg áhrif á viðkvæman mennta- og heilbrigðiskerfi Mósambík. Yfir 109.000 nemendur urðu fyrir áhrifum þar sem skólar urðu fyrir verulegu tjóni, en 52 heilsugæslueiningar eru nú óstarfhæfar, sem lokar aðgangi að nauðsynlegri læknisþjónustu á svæðum sem var í sárri þörf fyrir slíkt fyrir storminn.

Stormurinn Chido hafði þegar ollið gríðarlegum skemmdum á Mayotte, frönsku yfirráðasvæði í Indlandshafi, áður en hann hélt áfram til Mósambík, Malaví og Simbabve. Á meðan Mayotte upplifði nú versta storm sinn í 90 ár, heldur Mósambík áfram að glíma við aukna krísu sem knúin er áfram af loftslagsbreytingum.

Hér má sjá myndskeið um óveðrið mikla.
 

Sverrir Guðjónsson kemur fram með Voces Thules í dag: „Nú syng ég aðeins einu sinni á ári“

Vocas Thules

Sönghópurinn Voces Thules flytur aftansöng, Vesper I úr Þorlákstíðum, klukkan 17-18 í dag, Þorláksmessu, í Kristskirkju konungs í Landakoti.

„Enginn aðgangseyrir er á aftansönginn og gestir og gangandi eru velkomin að njóta hins forna kyrrðarsöngs klaustranna í umvefjandi hljómburði Kristskirkju í Landakoti,“ segir Sverrir Guðjónsson, einn söngvara Voces Thules.

Að sögn Sverris er tíðasöngur í gregoríönskum stíl nokkurs konar kyrrðarsöngur, „þar sem flæði tónlistarinnar og textanna fleytir þátttakandanum áfram líkt og hann sigli áreynslulaust á öldufaldi, en með skýra stefnu.“ Flutningur þessarar tónlistar er innilegt tilbeiðslu-og hugleiðsluform, sem kristin kirkja hefur iðkað frá ómunatíð.

Tónlistarhandrit Þorlákstíða, AM 241 a II fol. er frá sirka 1400, flutt heim frá Kaupmannahöfn 1996, og nú vel varðveitt í EDDU, húsi handritanna. Á Listahátíð í Reykjavík 1998, á Hvítasunnu, fluttu Voces Thules Þorlákstíðir í heild sinni á rúmum sólarhring að fornum klaustursið, í tilefni af 800 ára dýrlingshátíð Þorláks biskups Þórhallssonar. Í kjölfar flutningsins hófst hljóðritun Þorlákstíða í áföngum, sem var gefin út á listbók, hannaðri af Brynju Baldursdóttur, sem innihélt þrjá geisladiska og einn textadisk, ásamt greinum á nokkrum tungumálum. Hagnýt uppskrift Þorlákstíða, sem Eggert Pálsson hefur unnið upp úr handritinu, mun vonandi verða aðgengileg þegar fram líða stundir, að sögn Sverris.

Þorlákur biskup Þórhallsson lést 23.desember 1193. Þann 20.júlí 1198 voru bein hans tekin upp, áheit á hann heimiluð af Alþingi 1199 og messudagur hans, 20.júlí eða Þorláksmessa á sumar, lögtekinn 1237. Jóhannes Páll II páfi útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands með tilskipun, 14.janúar 1984.

En var Sverrir ekki hættur að syngja?

„Nú syng ég aðeins einu sinni á ári aftansöng úr Þorlákstíðum, ásamt sönghópnum Voces Thules, með friðarbæn í brjósti, undir verndarvæng dýrlings Íslendinga,“ svaraði Sverrir í samtali við Mannlíf. Bætti hann við: „Þetta er mjög nærandi“.

Voces Thules: Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Eyjólfur Eyjólfsson, Sigurður Halldórsson, Sverrir Guðjónsson.

Sverrir vildi að lokum senda sérstakar þakkir til Séra Jakobs Rolland.

 

Tilkynnt um tilnefningar til íþróttmanns ársins – Glódís Perla sigurstranglegust

Glódís Perla Viggósdóttir

Tilkynnt hefur verið um hvaða tíu einstaklingar koma til greina sem íþróttamaður ársins 2024 en tilkynnt verður um úrslitin þann 4. janúar næstkomandi.

Um er að ræða sex konur og fjóra karla sem eru tilnefnd í þetta sinn en íþróttamaður ársins var fyrst kosinn árið 1956. Ómar Ingi Magnússon handboltamaður er eini á listanum sem hefur unnið verðlaunin áður en hann gerði það árin 2022 og 2023.

Af þeim tíu sem tilnefnd eru hafa fjögur þeirra aldrei verið tilnefnd áður en það eru þau Albert Guðmundsson, Ásta Kristinsdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir og Orri Steinn Óskarsson.

Hægt er að er að sjá þau sem tilnefnd eru hér fyrir neðan

Albert Guðmundsson – Fótbolti
Aron Sveinn McKee – Sund
Ásta Kristinsdóttir – Fimleikar
Eygló Fanndal Sturludóttir – Ólympískar lyftingar
Glódís Perla Viggósdóttir – Fótbolti
Orri Steinn Óskarsson – Fótbolti
Ómar Ingi Magnússon – Handbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir – Sund
Sóley Margrét Jónsdóttir – Kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir – Fótbolti

Líklegt verður að teljast að Glódís Perla muni vera kjörinn íþróttamaður ársins en hún er ein af bestu knattspyrnukonum heims í dag og hafa íþróttamenn sem stunda ekki boltaíþrótt sjaldan unnið á þessari öld en aðeins hefur það gerst fimm sinnum.

Öllu innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Bogi Nils Bogason

Allt innanlandsflug liggur niðri sökum veðurs.

Icelandair aflýsti öllum flugferðum til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða fyrir hádegi í dag og það sama gerði Mýflug sem flýgur til Hornafjarðar og flug Norlandair til Bíldudals.

Samkvæmt Isavia er flug Icelandair til Narsarsuaq á Grændlandi klukkan 12 á áætlun en öllum ferðum innanlands hefur verið frestað til klukkan 15:30 en þá er flug Icelandair frá Akureyri til Reykjavíkur áætlað.

 

Berglind skipuð í embætti á síðustu metrum ríkisstjórnar Bjarna Ben

Berglind skipuð í embætti

Þann 20. desember síðastliðinn skipaði Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, Berglindi Svavarsdóttur lögmann í embætti dómanda við Endurupptökudóm frá og með 23. desember 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Þykir sumum þetta nokkuð athyglisvert í ljósi þess að ný ríkisstjórn tók við um helgina

„Berglind Svavarsdóttir lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og öðlaðist málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður 1997 og sem hæstaréttarlögmaður árið 2008. Að auki hlaut hún löggildingu til að starfa sem fasteigna- og skipasali árið 1996 og lauk diplómanámi í stjórnun 2006. Að námi loknu starfaði Berglind sem löglærður fulltrúi sýslumanns til ársins 1996 en hefur frá þeim tíma verið sjálfstætt starfandi lögmaður ýmist sem eigandi eða meðeigandi lögmannsstofu.

Af öðrum störfum Berglindar má nefna að hún sat í slitastjórn SPB hf. 2009-2016, í bankaráði Landsbanka Íslands hf. 2016-2024 og í yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis 2018-2022. Þá var hún meðal annars formaður barnaverndarnefnda 1998-2007 og sat í stjórn Lögmannafélags Íslands 2015-2021, þar af sem formaður um þriggja ára skeið. Að auki hefur Berglind verið formaður úrskurðarnefndar kosningamála frá 2022 og úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar frá 2018,“ segir í tilkynningunni.

Ríflega níræð stjarna Chrocodile Dundee dauð: „Markar endalok ótrúlegs tímabils“

Burt og Paul Hogan á góðri stund.

Burt, hinn gríðarstóri 5,1 metra krókódíll sem lék í myndinni Chrocodile Dundee árið 1986, lést „friðsamlega“ í dýragarði í Darwin, en hann var „yfir 90 ára gamall“. Crocosaurus Cove, krókódílagarðurinn og sædýrasafnið þar sem Burt hafði búið síðan 2008, deildi fréttum af andlátinu.

Blessuð sé minning Burts.

Burt, sem hlaut frægð sem eitt þekktasta skriðdýr heims vegna alþjóðlegrar velgengni Crocodile Dundee, sem er enn tekjuhæsta ástralska kvikmyndin frá upphafi, á upplífgangi baksögu. The Crocosaurus Cove sagði frá því hvernig Burt var veiddur snemma á níunda áratugnum, áður en hann lék stórsigur með Paul Hogan.

Teymið í dýragarðinum birti tilfinningaleg minningarorð um Burt í dag en þar stóð: „Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum lát Burt, hins goðsagnakennda saltvatnskrókódíls og stjörnu áströlsku sígildarinnar Crocodile Dundee. Burt lést friðsamlega um helgina, talin vera yfir 90 ára, sem markar endalok ótrúlegs tímabils. Lífssaga Burt einkennist af styrk, seiglu og persónuleika eins djörfum og Top End sjálft [svæði í Ástralíu]. Burt var tekinn á níunda áratugnum í Reynolds-ánni og varð einn þekktasti krókódíll í heimi, kom fram í Crocodile Dundee og hjálpaði til við að móta ímynd Ástralíu sem land hrikalegrar náttúrufegurðar og ógnvekjandi dýralífs.“

Þau bættu við: „Árið 2008 lagði Burt leið sína til Crocosaurus Cove, þar sem hann varð ógnarlegur og heillandi sendiherra krókódílaverndar. Burt, þekktur fyrir sjálfstæði sitt, var staðfastur piparsveinn, eitthvað sem hann sýndi á fyrri árum sínum hjá krókódílagarðinum. Eldfim skapgerð hans aflaði honum virðingar jafnt umsjónarmanna sinna sem gesta, þar sem hann sýndi hinn hráa og ótamda anda saltvatnskrókódílsins.“

Teymið hélt áfram: „Burt var sannarlega einstakur. Hann var ekki bara krókódíll; hann var náttúruafl og áminning um kraft og tign þessara ótrúlegu skepna. Þó að persónuleiki hans gat verið krefjandi, var hann líka það sem gerði hann svo eftirminnilegan og elskaðan af þeim sem unnu með honum og þúsundum sem heimsóttu hann í gegnum árin. Gestir víðsvegar að úr heiminum dáðust að tilkomumikilli stærð hans og yfirgangssömu nærveru, sérstaklega á fóðrunartímanum. Teymið hjá Crocosaurus Cove vill þakka öllum sem heimsóttu Burt og hjálpuðu til við að fagna ótrúlegu lífi hans. Þegar við syrgjum missi hans erum við minnt á mikilvægt hlutverki dýralífsins í sameiginlegri sögu okkar og mikilvægi þess að varðveita það fyrir komandi kynslóðir.“

 

 

 

Hver er maður ársins?

Komið er að kosningu lesenda Mannlífs á „Manni ársins“ og hægt er að lesa hverjir eru tilnefndir hér fyrir neðan og kjósa. Margir einstaklingar og hópar komu til greina en ritstjórn valdi þá tíu sem eru hér fyrir neðan eftir miklar rökræður.

Yazan Tamimi

Fatlaður ungur drengur frá Palestínu sem barðist fyrir tilverurétti sínum á Íslandi ásamt foreldrum sínum en til stóð að flytja hann úr landi. Hann fékk að lokum leyfi til að búa áfram á Íslandi.

Halla Tómasdóttir

Sigraði óvænt forsetakosningar í sumar en flestir spáðu að hún myndi lenda í 4. sæti í besta falli.

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp og Kristín Eiríksdóttir

Aðgerðarsinnar sem fóru til Egyptalands til að hjálpa palestínsku fólki að flýja undan þjóðarmorði í Palestínu og náðu að koma 200 einstaklingum í öruggt skjól til Íslands.

Glódís Perla Viggósdóttir

Knattspyrnukonan lenti í 22. sæti í kjöri sem besta knattspyrnukona heimsins og var efst allra miðvarða og er þetta besti árangur Íslendings í slíku kjöri.

Laufey

Vann til Grammy-verðlauna fyrir plötuna Bewitched og er án vafa vinsælasti tónlistarmaður Íslands í dag.

Varnargarðsmenn á Reykjanesi

Vernduðu heimili og mikilvæga innviði Íslands á Reykjanesi eftir ítrekuð eldgos á svæðinu.

Magnús Þór Jónsson

Barðist með kjafti og klóm sem formaður Kennarasambands Íslands gegn öflum sem vilja einkavæða skólakerfið undir því yfirskyni að vilja betra menntakerfi.

Elín Hall

Stimplaði sig inn sem eina bestu leikkonu Íslands í kvikmyndinni Ljósbrot og gaf út lagið Frekjukast, eitt besta lag ársins, með Kötlu Njálsdóttur.

Baltasar Kormákur

Gaf út kvikmyndina Snerting sem þykir líkleg til að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna og tók upp stórþættina King and Conqueror á Íslandi sem verða sýndir um heim allan á næsta ári.

Þórir Hergeirsson

Vann gull sem handboltaþjálfari norska kvennaliðsins í handbolta á EM og á Ólympíuleikunum en þetta var tíunda gull hans sem þjálfari á stórmóti sem landsliðsþjálfari.

Kosningu þessari lýkur 30. desember klukkan 9:00

Egill Þór er látinn

Egill Þór Jónsson, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lést að kvöldi föstudagsins 20. desember, 34 ára að aldri. Var hann umkringdur fjölskyldu sinni og vinum en hann hafði síðustu ár barist hetjulega við krabbamein.

Egill Þór fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1990 og ólst upp í Breiðholti. Faðir hans var Jón Þór Traustason bifreiðasmíðameistari, fæddur 1960, látinn 2013 af slysförum og móðir hans er Díana Særún Sveinbjörnsdóttir leikskólaliði, fædd 1961. Þau Linda Björk Jónsdóttir og Aron Örn Jónsson eru systkini Egils Þórs.

Samkvæmt Mbl.is gekk Egill Þór i Hólabrekkuskóla sem barn, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og útskrifaðist þaðan árið 2011. Eftir framhaldsskóla nam hann félagsfræði og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í félagsfræði árið 2015.

Egill Þór helgaði starfsferil sinn fólki með geðræn vandamál og fatlanir en hann var stuðningsfulltrúi í búsetukjarnanum Rangárseli frá 2015 til 2018 og teymisstjóri í Rangárseli frá 2016. Þá sinnti hann mismunandi störfum með náminu en hann var í byggingarvinnu árin 2006 til 2007, bréfberi og í útkeyrslu hjá Íslandspósti frá 2008 til 2014. Þá var hann yfirmentor fyrir nýnema í félags- og mannvísindadeild HÍ árin 2014 til 2015 og sumarið 2015 sinnti hann tryggingaráðgjöf hjá Tryggingavaktinni. Þá má nefna að Egill Þór var formaður Norm, félags félagsfræðinema við HÍ 2013 til 2014, sat í Stúdentaráði 2014 til 2016 og var í stjórn Stúdentaráðs, formaður Vöku 2015 til 2016.

Frá 2018 til 2022 var Egill Þór borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og varaborgarfulltrúi frá 2022. Í því starfi sat hann í ýmsum nefndum borgarstjórnar, þar á meðal í umhverfis- og heilbrigðisráði, skóla- og frístundaráði, ferlinefnd fatlaðs fólks, velferðarráði og öldungaráði.

Aukreitis var Egill Þór formaður Varðar, fulltrúarárs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík frá 2023 til 2024, var í stjórn Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, 2020 til 2023. Þá má að lokum nefna að Egill Þór var virkur í starfi Oddfellowreglunnar.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Eg­ils Þórs er Inga María Hlíðar Thor­stein­son, f. 1991, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og ljós­móðir. Börn þeirra eru Sig­ur­dís, 3 ára, og Aron Trausti, 5 ára.

„Guð blessi Ingu Sæland“

Inga Sæland.

Strandveiðimenn eru upp til hópða hæstánægðir með Ingu Sæland, ráðherra og formann Flokks fólksins, sem hefur lofað að tryggja þeim fleiri daga til að sækja björg í bú. Ráðherrann náði því inn í stjórnarsáttmála að þessi fegurstu blóm í garði sjávarútvegsins fengju að róa án truflunar í 48 daga á ári. „Guð blessi Ingu Sælands,“ sagði einn sjóarinn í framhaldi þessa.

Óvinir strandveiðimanna spyrja aftur á móti hvaðan eigi að taka kvóta til að fylla upp í loforðið. Færra er um svör hjá ráðherranum þegar sú spurning er uppi. Inga fer annars á kostum og reyndi meðal annars að fá Bjarna Benediktsson alþingismann til að knúsa sig við lyklaskipti.,

Ríkisstjórnin fær nú 100 daga til að sanna sig áður en krafa um efndir loforða og gagnrýni kemur fram fyrir alvöru …

 

Hestur á harðahlaupum gripinn í umferðinni- Hálkan reyndist mögum ökumönnum skeinuhætt

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan stóð í nokkrum stórræðum þegar hestur skokkaði um í umferðarræð í samflioti við vélknúin farartæki íí Úlfarsárdal. Ferð hestsins var stöðvuð af lögreglu og hrossinu komst til síns heima.

Tilkynnt um innbrot í verslun í austurborginni. Málið er í rannsókn.

Umferðarslys á svipuðum slóðum. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni sökum hálku og hafnað á umferðaskilti. Minniháttar skemmdir urðu á ökutækinu og ökumaðurinn reyndist vera óslasaður. Hálkan reynist fleirum skeinuhætt því annað umferðaróhapp varð á sömu slóðum þegar bílar skullu saman. Einhverjar skemmdir á bifreiðum og tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Þriðja óhappið af sama toga varð þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og hafnaðí inni í garði. Miklar skemmdir á bifreiðinni en ökumaðurinn slapp óskaddaður. Tré í garðinum skemmdust.

Ökumaður var sektaður í miðborginni fyrir að aka bifreið sinni án skráningarmerkja að framan. Óljóst er hvort tilgangurinn með númersleysinu var að sleppa við greiðslur eða sektir.

Maður var handtekinn í Hafnarfirði, grunaður um vopnalagabrot og brot á lögreglusamþykkt. Hann var fluttur á lögreglustöð til frekari viðræðna og látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Þjófur var staðinn að verki í  stórmarkaði í Kópavogi. Afgreitt á vettvangi.

Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í Breiðholti. Skýrsla rituð á meint ofbeldi. æA sömu slóðum voru ungmenn uppvís að eignaspjöllum og húsbroti. Tveir voru handteknir á vettvangi og fluttir á lögreglustöð. Forráæamaður kallaður til og málið afgreitt með aðkomu hans.

Uppnám hjá ríkissaksóknaraembættinu – Helga Magnúsi verður ekki úthlutað verkefnum

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að Helgi Magnús Gunnarsson uppfylli ekki lengur almenn hæfnisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara og verður því ekki úthlutað verkefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sigríður sendi frá sér fyrir stundu.

Fyrir tveimur dögum var sagt frá því að Helgi Magnús hefði aftur hafið störf eftir að ríkissaksóknari bað dómsmálaráðherra um að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann viðhafði um brotaþola í kynferðisbrotamálum, samkynhneigða karlmenn og hælisleitendur á samfélagsmiðlum. Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra varð eki við beiðni Sigríðar.

Fram kemur í tilkynningu ríkissaksóknara að Helgi Magnús hefði rýrt það traust sem hann verði að hafa sem ákærandi og að það hafi fengist staðfest í bréfi dómsmálaráðherra.

Þar segir ennfremur að þar sem ríkissaksóknari beri sjálfur ábyrgð á ákvörðunum þeirra sem starfa hjá embættinu, telji Sigríður sér ekki heimilt að úthluta verkefnum sem snerta meðferð ákæruvaldsins til Helga Magnúsar, sem og þá ábyrgð sem fylgir því að vera staðgengill ríkissaksóknara.

RÚV sagði frá málinu.

Hundar velja sér jólaleikfang – MYNDBAND

Það eru ekki bara við mannfólkið sem fær jólagjafir um hátíðina sem nú gengur senn í garð.

Instagram-síðan Upworthy birtir jákvæð og upplífgangi myndskeið á samfélagsmiðlinum sem gott er að kíkja á í dimmasta skammdeginu, jafnvel þó að dagurinn sé nú loks farinn að lengjast. Í nýjasta myndbandi sínu má sjá hóp hunda velja sér jólaleikfang af fjölmörgum leikföngum sem búið er að dreifa um gólfið. Eftir að hafa hlaupið um og þefað af tuskudýrunum valdi hver og einn hvutti sér sitt leikfang.

Ef þetta kemur manni ekki í jólaskap gerir það fátt:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Upworthy (@upworthy)

Google Maps kom upp um morð – Kúpverji hafði farið til Spánar í leit að maka sínum

Óhugnanleg mynd ef maður veit hvað hún sýnir. Ljósmynd: Google-Maps

Mynd af manni halla sér í farangursrými bíls á götu í norðurhluta Spánar varð til þess að lögreglan handtók tvo aðila í tengslum við mannshvarf. Myndin var tekin af Google Maps bíl.

Á næstum mannlausri götu á Norður-Spáni virtist myndin sýna mann bogra fyrir aftan  rauðan Rover-bíl, og hlaða varlega fyrirferðarmiklum hvítum poka í farangursrýmið.

Myndavélabíll frá Google Maps, sem keyrði um götuna náði fyrir algjörri tilviljun mynd af hinu grunsamlega augnabliki en bíllinn var þá á ferð í þorpinu Tajueco í október. Tveimur mánuðum síðar hefur lögreglan notast við myndina, sem enn má finna á Google-kortum, og aðrar myndir sem myndavélarbíllinn tók, sem vísbendingar en þær leiddu til handtöku tveggja manna vegna hvarfs karlmanns á síðasta ári.

Málið á rætur að rekja til nóvember 2023, þegar fjölskylda kúbversks ríkisborgara, búsettan á Spáni, tilkynnti hvarf hans, að sögn dagblaðsins El País. Maðurinn hafði búið í sveitarfélaginu Soria í norðurhluta Spánar, þar sem hann hafði mætt í von um að hafa uppi á konu sem talin er vera maki hans.

Ættingi kúbverska mannsins sagði lögreglu að hann hefði farið að gruna eitthvað misjafnt eftir að hafa fengið röð textaskilaboða úr síma mannsins, þar sem hann sagði ættingjanum að hann hefði hitt aðra konu, væri á förum frá Spáni og myndi losa sig við símann, sagði lögreglan í yfirlýsingu. „Þetta vakti grun hjá ættingjanum um að sá horfni hefði ekki sent skilaboðin og varð til þess að hann tilkynnti það til lögreglu.

Rannsóknin snerist fljótlega um fyrrverandi maka kúbverska mannsins og annan mann sem talið var að hún tengdist rómantískum böndum. Í síðasta mánuði handtók lögreglan parið, grunuð um aðild þeirra að dauða og hvarfi Kúbverjans. Vikum síðar fannst búkur sem talinn er vera líkamsleifar hins týnda manns, í kirkjugarði nærliggjandi þorps.

Lögreglan neitaði að veita frekari upplýsingar og sagði aðeins að rannsókninni væri haldið áfram.

Hún vor þó fljót að undirstrika hlutverk Google Maps við að ná hinum hrollvekjandi myndum sem virtust tengdar morðinu. „Ein af vísbendingunum sem rannsakendur notuðu til að leysa glæpinn, þó ekki óyggjandi, voru myndirnar sem fundust við rannsókn á kortlagningarforriti,“ sagði lögreglan og sagði að þessar myndir hefðu hjálpað til við að „greina ökutæki sem gæti hafa verið notað við glæpinn“.

Á miðvikudaginn skoðaði El País nágranna Tajueco, sem hefur 56 íbúa, þar sem nokkrir sögðust hafa séð myndirnar teknar með Google Maps, en gefið þeim lítið vægi.

„Við hefðum aldrei ímyndað okkur að hann væri að gera neitt og hugusuðum ekkert út í það,“ sagði einn íbúi, en annar tók fram að „við héldum ekki að á myndinni sæist lík í skottinu.“

The Guardian fjallaði um málið.

 

 

Ekkert ferðaveður á morgun: „Með þessum stormi fylgir snjókoma og svo hlýnar með rigningu“

„Í nótt gengur í suðaustanstorm, en hann ætti nú ekki að hafa mikil áhrif á fólk því það er eiginlega bara yfir hánóttina sem hann gengur yfir,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni í samtali við RÚV.

Daníel heldur áfram: „En með þessum stormi fylgir snjókoma og svo hlýnar með rigningu þannig að í fyrramálið þegar fólk fer af stað gætu vegir víða verið mjög hálir þó stormurinn sé genginn yfir þá er enn þá að bráðna af honum í suðvestanáttinni og skúrunum sem eru þá í fyrramálið.“

Að sögn Daníels mun veðrið ekki skána mikið með deginum.

„Vindurinn er hvað minnstur í fyrramálið en síðan þegar líður á daginn kólnar með éljagangi á fjallvegum, þá einkum á vesturhelmingi landsins og það verður blint þar og þá líka snarpar vindhviður við fjöll á norðvesturhluta landsins. En það verður nú eitthvað skárra hér suðvestantil hjá okkur í höfuðborginni,“ segir Daníel.

Tómas Ellert ver Ingu Sæland: „Ég hef ekki áhuga á því að starfa í einhverjum hálfvitaflokki“

Tómas Ellert Tómasson.

Tómas Ellert Tómasson ver Ingu Sæland á Facebook og segist ekki hafa áhuga á að starfa í „einhverjum hálfvitaflokki“.

Tómas Ellert Tómasson fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi í Árborg, sem dró framboð sitt til baka fyrir Miðflokkinn í október á þessu ári, skrifaði færslu í morgun þar sem hann birtir athugasemd sem maður sem starfað hefur fyrir Miðflokkinn við vöfflugerð, skrifaði opinberlega. Athugasemdin hljómaði eftirfarandi: „Hvernig getur öryrki verið ráðherra? Með allri þeirri vinnu sem því fylgir.“ Á viðkomandi þá við Ingu Sæland, nýsettan félagsmálaráðherra en hún er lögblind.

Fyrrum Miðflokksmaðurinn segir að þessi athugasemd frá manni sem starfað hefur fyrir flokkinn styðji við fyrri yfirlýsingu hans um að hann vilji ekki starfa fyrir „hálfvitaflokk“:

„Svona athugasemdir dæma sig sjálfar. Þessi FB-færsla er frá manni sem að hefur séð um vöfflukaffið á skrifstofu Miðflokksins í Hamraborg í nokkur ár.

Færslan styður einmitt við það sem ég sagði við SWG sumarið 2022 og kemur fram í FB-færslu frá mér sl. föstudag að ég hefði ekki áhuga á því að starfa í e-um hálfvitaflokki.“

Segir Tómas frá því að hann hafi sjálfur greinst með MS-taugasjúkdóminn og hafi orðið óvinnufær á tímabili.

„Nú greindist ég sem dæmi með MS taugasjúkdóminn í byrjun árs 2010 og varð óvinnufær um nokkurra mánaða skeið af hans völdum. Þá þurfti ég að vera upp á örorkulaun kominn sem ég þurfti síðan að greiða að fullu til baka er ég fór aftur út á vinnumarkaðinn um mittt ár (já, þannig voru reglurnar þá). Ég var bara svo ljónheppinn að hafa verið búinn að klára háskólanám sem gefa af sér ágætis tekjur og gat greitt það allt til baka. Vegna afleiðinga sjúkdómsins að þá get ég ekki starfað sem iðnaðarmaður, togarasjómaður eða e-ð starf sem að líkamlegs atgervis þarf til að sinna. Ég nota heilann og lyklaborðið við mín störf og skila mínu til samfélagsins og vel það.“

Að lokum segir hann Ingu vera hetju í sínum augum:

„Hvað Ingu Sæland varðar að þá er hún lögblind og hefur því varla smiðsauga. Hún fór þá leið að fara í lögfræðinám til að geta starfað á vinnumarkaði. Inga Sæland er hetja í mínum huga og á ekki svona fordómafull og hálfvitaleg skilaboð skilið. Áfram Ísland!“

Tinna er afar ósátt við vinnubrögð Icelandair: „Þetta er algjörlega galið, hvaða bull er þetta?“

Tinna Gunnur Bjarnadóttir. Ljósmynd: Facebook

Tinna Gunnur Bjarnadóttir er síður en svo sátt við vinnubrögð og viðmót hjá Icelandair eftir að hún missti af flugi frá Akureyri til Reykjavíkur nú rétt fyrir jól.

Heilbrigðisstarfsmaðurinn Tinna Gunnur Bjarnadóttir býr í Reykjavík en þurfti nauðsynlega að fara norður á Akureyri í liðinni viku en systir hennar gætti dætra hennar á meðan. Tinna pantaði sér flaug norður á miðvikudaginn 18. desember og átti pantað flug til baka klukkan 19:30 daginn eftir. Í hádeginu á fimmtudaginn fékk hún hins vegar smáskilaboð frá Icelandair um að mögulega væri truflun á fluginu hennar en að hún gæti flýtt fluginu um þrjá til sex klukkutíma.

Færsla hennar á Facebook hefst eftirfarandi:

„Óforskömmuð vinnubrögð og viðmót hjá Icelandair

Ég þurfti nauðsynlega norður á Akureyri í vikunni til að sinna erindi. Ég átti tveggja daga vaktafrí, systir mín gat gætt dætra minna á meðan og ég pantaði mér flug fram og til baka, mið. 18. og fim 19.des. í hádeginu á fimmtudegi fékk ég sms frá Icelandair um að hugsanlega væri truflun á fluginu mínu og ég gæti flýtt fluginu mínu um rúmlega 6 klst eða um tæplega 3 klst en ég hafði bókað flug kl 19:30.

Ég hringdi í uppgefið númer og sagði að þessar tímasetningar á flugferðum sem stungið væru uppá hentuðu mér ákaflega illa og spurði um hvað átt væri við um truflun á fluginu? Upplýsti þá þjónustufulltrúinn mig um að það ætti að fljúga með vél sem væri minni. Ég sagði þá að mér þætti afar vænt um að komast með þeirri vél en ég væri að sinna mikilvægu erindi og bætti við að ég þyrfti að komast um morguninn til vinnu, eins væru börnin mín í pössun f sunnan.“

Segir Tinna að þjónustufulltrúinn hefði sagt að hann gæti ekki lofað neinu en myndi láta hana vita með símtali. Ekkert símtal kom en hún fékk tölvupóst sendan um seinkun á fluginu til rúmlega 21.

„Þjónustufulltrúinn, sem mér fannst hljóma tregur til, sagði að hann gæti ekki lofað neinu en hringt yrði í mig og ég látin vita.

Kl. 15:37 fékk ég email þess efnis að fluginu sem ég bókaði 19:30 hafi verið seinkað til kl. 21:05. Ég fékk líka sms á sama tíma sem upplýsti mig um hið sama.

Ég mæti rétt yfir 20:00 uppá flugvöll á Akureyri.og allt lokað og læst. Ekkert flug kl 21:05.

Í sjokki skoða ég aftur sms og jú þar stóð 21:05. Emailið sagði líka 21:05.“

Tinna uppgötvaði síðan að Icelandair hafði einnig sent henni tölvupóst tveimur mínútum eftir fyrri tölvupóst en þá sem viðbót við hinn póstinn þannig að hún fékk enga sérstaka tilkynningu um hann.

„En bíddu, þeir sendu líka email kl. 15:39, 2 mín eftir hitt emailið, um að bókunin mín kl 19:30 hafi verið breytt í 19:30. Emailið er sent á þann máta að eg fæ ekki nýtt email, ég fæ bara nýtt svar inná sama email. Sennilega hefur nÿja emailið farið framhjá mée vegna þess ég hafði emailið opið enda þau send nánast á sama tíma.

Ég fékk samt bara þetta eina sms um að það yrði flogið kl 21:05 og ef það hefði verið aftur breytt frá 21:05 yfir í 19:30 af hverju stendur í email að breytingin færi úr 19:30 í 19:30?!“

Tinna neyddist því til að bóka nýtt flug, snemma næsta dags en miðinn hækkaði um ríflega 30.000 krónur og það rétt fyrir jól.

„Ég þurfti að bóka nýtt flug, kl 08:00 daginn eftir. Börnin í pössun og of sein í vinnuna og þegar ég hringdi í icelandair daginn eftir til að upplýsa þau um þessar misfærslur hjá sér fékk ég neitun um endurgreiðslu. Bara sorry, korter í jól. Þetta er algjörlega galið, hvaða bull er þetta?

Þetta eru ófagleg vinnubrögð og óvandaðar móttökur. Ojj bara, það er umtalað hvernig þetta millilandaflug lætur gagnvart viðskiptavinum sínum.“

Bætti Tinna við í athugasemd að þessi aukakostnaður sé ekki léttur fyrir einstakling og kvartar undan lélegum vinnubrögðum Icelandair.

„Ég þurfti að komast og 44.000 kr kostnaður endaði í 75.000 kr. kostnaði. Þetta er ekkert létt fyrir einstakling að þurfa að reiða þetta fram og að Icelandair firri sig ábyrgð á svo mjög greinilega lélegum vinnubrögðum og upplýsingagjöf svo að nánast tryggt sé að um skuli villast. Þetta eru víst mistök hjá flugfélaginu og ætti víst að endurgreiða mér.“

Kristrún nokkur skrifar athugasemd við færslu Tinnu og segist hafa lent í því sama með þetta flug en að hún hafi verið svo heppin að hafa fengið hugboð um að eitthvað stæðist ekki:

„Ég lenti í þessu sama. Strákurinn minn átti flug 19:30 og ég fékk þessi sömu skilaboð og þú og hélt að flugið hans yrði 21:05. Kl.18:40 þegar við vorum að borða fékk ég eitthvað hugboð og kíkti á málin og sá þá að það var einmitt búið að breyta e-mailinu en engin tilkynning kom þar um. Eins kíkti ég á flightradar24 og sá að vélin var lögð af stað úr Rvk. Þannig að ég hentist með hann í stresskasti út á völl og hann fór suður. Hins vegar var nafnið þitt tvisvar kallað upp meðan ég var þarna og mig grunaði að þú hefðir einmitt lent í þessu. Þetta er gjörsamlega óþolandi. Og ekki í fyrsta skiptið sem svona hringl er í gangi.“

Rokksöngvarinn Stefán Jakobsson eða Stebbi Jak eins og hann er oft kallaður skrifaði einnig athugasemd við færslu Tinnu og segir hafa efni í heila bók:

„Ég get skrifað mjög fyndna bók um samskipti mín við þetta flugfélag.
Fólk mundi halda að þetta væri skáldsaga sem þetta væri ekki.“

Ekki náðist í Icelandair við gerð fréttarinnar.

 

Berta Dís prinsessa breytir jólaplönum vegna óléttunnar – Andrés verður einn með sinni fyrrverandi

Berta Dís, prinsessa af Jórvík mun fagna jólunum með konungsfjölskyldunni í Sandringham eftir að hafa breytt plönum sínum skyndilega.

Berta Dís og eiginmaður hennar Edoardo Mapelli Mozzi eiga von á sínu öðru barni sem er væntanlegt snemma næsta vor og ætluðu upphaflega að eyða hátíðinni erlendis með tengdafjölskyldu prinsessunnar. En hin 36 ára gamla prinsessa hefur nýlega verið ráðlagt af lækni að ferðast ekki langar vegalengdir, þannig að hún ákvað að í staðinn að mæta í hina stóru samkomu konungsfjölskyldunnar í Norfolk á jóladag.

Væntanlegt barn hjónanna verður litli bróðir eða systir Sönnu, þriggja ára dóttur þeirra, og átta ára sonar Mapelli Mozzi, Úlfs, sem bæði verða einnig í Sandringham þessi jól.

Mikill fjöldi kóngafólks verður gestir Karls konungs og Kamillu drottningar á jóladag í ár, en Vilhjálmur Bretaprins upplýsti nýlega að 45 manns yrðu „allir í einu herbergi“ í konungsbústaðnum. Faðir Betu Dísar, Andrés Bretaprins, mun hins vegar ekki vera á meðal þeirra, þar sem hann heldur sig fjarri vegna áframhaldandi deilna um tengsl hans við meintan kínverskan njósnara. Hann mun þess í stað eyða jólunum með fyrrverandi eiginkonu sinni Söru Ferguson, hertogaynju af York. Systir Bertu Dísar, Evgenía prinsessa af Jórvík og fjölskylda hennar ætla að eyða jólunum með tengdaforeldrum sínum.

 

Skipverjar á Björgu EA7 gerðu stærsta jólatré landsins: „Áskorun tekið og við sigldum jólin inn!!“

Vel gert!

Stærsta jólatré Íslandssögunnar var sennileg búið til í Eyjafjarðarál í fyrradag en tréið er 4678 metra hátt og 5346 metra breitt. Reyndar er ekki um venjulegt jólatré að ræða heldur uppátæki skipverja á Björgu EA7.

„Kjartan Vilbergsson yfirvélstjóri á Björgu kom með þá hugmynd á landleiðinni að reyna að teikna jólatré,“ skrifar skipstjórinn, Árni Rúnar Jóhannesson, á Facebook síðun og bætir við: „Áskorun tekið og við sigldum jólin inn!!“ Frá þessu segir Akureyri.net.

Að sögn Árna Rúnars telja skipverjar á Björgu EA7, sem er í eigu Samherja, að jólatréð þeirra sé það stærsta á landinu. „Það er 4678 metra hátt og 5346m breitt (svolítið í stíl við mig, lágreist og þétt á velli). Verkið tók tvo og hálfan klukkutíma og á einni myndinni sést Grímsey, þá er betra að átta sig á stærð jólatrésins okkar.“

Bætti hann við að lokum: „Á myndunum sést ferlið ágætlega, allt frá siglingaleiðinni og að fullkomnu verki. Setti meira að segja réttu litina á það“

Kallast svona ekki sjólatré?
Myndir: Facebook

Raddir