Föstudagur 20. september, 2024
9.7 C
Reykjavik

Sirkusstjarna flutt á sjúkrahús eftir lífshættulegt fall – MYNDBAND

Loftfimleikakonan er ekki í lífshættu - Mynd: Skjáskot

Sirkusstjarna féll til jarðar úr mikilli hæð í sýningu sem haldin var í Sussex í Englandi þann 19. ágúst og náðist atvikið á myndband.

Eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan var loftfimleikakonan sem féll hluti af þríeyki sem var að framkvæma jafnvægisatriði hátt í loftinu þegar hún missti jafnvægið og féll til jarðar. Í fallinu slóst fótur hennar í reipi sem þau höfðu notað til að labba á. Talið er að fallið hafi verið tæpir fimm metrar.

Vitni segja að konan hafi legið hreyfingarlaus meðan hlúð var að henni í sirkustjaldinu áður en farið var með hana á sjúkrahús í Brighton. Læknar þar segja að hún hafi hlotið alvarlega meiðsli en sé þó ekki í lífshættu. Í yfirlýsingu frá Gravity sirkusnum segir að atvikið sé í rannsókn og velferð konunnar skipti mestu máli. Ljóst er að litlu mátti muna að konan hafi misst líf sitt.

Lækna-Tómas trónir á toppnum: „Önnur fjöll sem ég hef klifið eru ekki næstum jafn krefjandi“

Lækna-Tómas flaggaði íslenska fánanum á toppnum

Stjörnulæknirinn Tómas Guðbjartsson, oft nefndur Lækna-Tómas, kleif eitt erfiðasta fjall Evrópu nú fyrir stuttu en það er fjallið Matterhorn í svissnesku Ölpunum.

„Önnur fjöll sem ég hef klifið eru ekki næstum jafn krefjandi,“ sagði Tómas um fjallið. „Þarna er verið að klifra upp í 5 klst og 5-6 klst niður. Svo bætist þunna loftið við. Þarna geta minnstu mistök kostað bæði klifrann og gædinn lífið, sérstaklega í snjóbrekku efst þar sem 2 km langur Matterhorn Norwand býður.“

Toblerone Logo PNG Vector (EPS) Free Download

Fjallið er mörgum af talið eitt fallegasta fjall heimsins en það er alls ekki hættulaust og talið að það hafi látist rúmlega tíu manns á hverju ári að meðaltali frá því 1865. Hæð fjallsins er 4478 metrar en það var um árabil hluti af merki Toblerone en fyrirtækið þurfti að fjarlægja fjallið af umbúðum sínum eftir að fyrirtækið hætti að framleiða súkkulaðið ljúffenga í Sviss.

Þórunn rýnir í íslenska fyndni í nýrri bók: „Sögurnar eru lyklar að horfnum hugsunarhætti“ 

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. Mynd: Róbert Reynisson.

Þórunn Valdimarsdóttir stendur fyrir tvöföldu útgáfuteiti í Iðnó á morgun, sunnudag.

Einn fjölhæfasti rithöfundur Íslands, Þórunn Valdimarsdóttir gaf út á dögunum hvorki meira né minna en tvær bækur og það af sitthvoru taginu. Um er að ræða annars vegar ljóðabókina Fagurboðar og hins vegar bókin Spegill íslenskrar fyndni – glettnin greind og skoðuð en í þeirri bók skoðar hún rit Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk, Íslenzk fyndi sem hann gaf út á fyrri hluta síðustu aldar, við miklar vinsældir. Mannlíf ræddi stuttlega við hinn duglega rithöfund.

Þú varst að gefa út bók ekki satt? Hvað geturðu sagt mér um hana?

Þórunn: „Já, hún heitir „Spegill íslenskrar fyndni – glettnin greind og skoðuð“. Kjarni málsins er sá að mér leiddist að sjá eina fínustu grein íslenskrar menningar liggja óbætta hjá garði.“

Hvernig datt þér í hug að fjalla um þetta efni?

„Þannig var að ég erfði öll bindi „Íslenskrar fyndni“ í útgáfu Gunnars frá Selalæk eftir eiginmann minn, Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing. Þau voru nær lesin upp til agna, sem segir sitt um það hvílíkt nammi þetta þótti á sinni tíð. Ég var svo heppin að hljóta styrk frá Hagþenki og vatt mér þá í það að flokka og greina fyrstu tvö bindin, og vinna til endurútgáfu, með skýringum. Hef sjaldan skemmt mér betur. Sögurnar eru lyklar að horfnum hugsunarhætti.“

Eru Íslendingar fyndin þjóð? Var hún það í gamla daga?

„Hverjum þykir sinn fugl fyndinn. Sögurnar urðu geysilega vinsælar, sem segir sitt um hve fyndnar þær þóttu. Svo gufaði gamla sveitasamfélagið upp og menn skömmuðust sín eilítið fyrir hve frumstætt það hefði verið. Það orð komst á að þessar bækur væru svo leiðinlegar að það væri í sjálfu sér fyndið. Ég skellihlæ af sumum sögunum, kannski vegna þess að ég á sterkan kvenlegg í Reykjavík og gamla samfélagið heillar mig. Mér finnst sveitalykt góð.“

En þetta er ekki eina bókin sem þú varst að gefa út, hvað geturðu sagt mér um ljóðabókina?

„Já ég er í skýjunum yfir því að „Fagurboðar“ hafa verið efstir á metsölulista Eymundsson yfir ljóð. Vonandi ekki bara af því að ég hef verið dugleg að kaupa og gefa í kringum mig, hehe. Það var alls ekki hugsað þannig, sko … Ég hóa til útgáfuteitis í Iðnó á morgun, sunnudaginn 25. ágúst klukkan þrjú. Bækurnar verða þar til sölu á góðu verði. Öll innilega velkomin sem nenna. Hljómsveitin Stálfaxi leikur fyrir dansi. Annars munu bækurnar fást í öllum helstu bókabúðum landsins.“

Fáir á móti því að setja Miklubraut í jarðgöng

Umferð á Miklubraut

Í uppfærðum samgöngusáttmála milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins sem kynntur var í fyrradag er greint frá því að til standi að setja Miklubraut í jarðgöng og verða jarðargöngin tæpir þrír kílómetrar á lengd. Sumir telja að þetta sé löngu tímabært með öðrum finnst þetta vera of stór framkvæmd.

Því spurði Mannlif: Hvað finnst þér um að Miklabraut verði sett í jarðgöng?

Niðurstaðan er komin og finnst 25% lesenda hugmyndin skelfileg, 11% er alveg sama en tæp 64% finnst hugmyind frábær.

83.29%
Nei
13.67%
Ekki viss
3.04%

Flutningur Yazan frá Íslandi mögulegur dauðadómur: „Kerfið er að bregðast hon­um“

Yazan Tamimi vill búa á Íslandi - Mynd: Aðsend

Til stendur að flytja hann 11 ára gamla Yazan Tamimi úr landi en hann þjá­ist af taugarýrn­un­ar­sjúk­dómn­um Duchenne. Það þýðir að það þarf litla snertingu til þess að valda honum miklum skaði eða jafnvel draga hana til dauða.

Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur Yazan, segir lögreglu ekki hafi gefið honum svör um hvenær það standi til að flytja Yazan úr landi en þegar hann spurði hvort samráð yrði haft við lækna Yazan varðandi flutninginn var Alberti tjáð að það yrði læknir með í flugvélinni. Albert kýs að túlka þau orð lögreglu að læknir sem hvorki þekkir Yazan né sjúkrasögu hans verði með í för.

Ekki hlustað á réttindagæslumann

„Rétt­inda­gæslumaður fatlaðra gaf ábend­ing­ar til lög­reglu um hvernig ætti að standa að flutn­ingn­um en lög­regla ætl­ar ekki, virðist vera, að verða við því, eða ræða við þá lækna sem hafa sinnt þjón­ustu við Yaz­an,“ sagði Albert í samtali við mbl.is um málið.

Albert segir Yazan glíma við miklar kvalir og treysta foreldrar hans sér ekki alfarið að sjá um umönnun hans enda sé hún flókin og erfið.

„Kerfið er að bregðast hon­um í þessu máli, það verður að segj­ast.“

Íslendingar elska að hata fólk

Fólk búsett á Íslandi - Myndin tengist pistlinum ekki beint - Mynd: Reykjarvíkurborg

Undanfarnar vikur hefur mynd af lesendabréfi úr DV frá árinu 2000 gengið á milli manna á internetinu. Titill þess er „Kynþáttahatur – eða þjóðernishyggja?“ og undir það skrifar „Íslenskur ríkisborgari“ og það er magnaður lestur.

Í bréfi þessu er varað við miklum straumi innflytjenda. Ríkisborgarinn segir að þeir séu yfirleitt dökkir og ofbeldisfullir ungir karlmenn sem komi til landsins til að lifa á kerfinu og bendir á hversu slæmt ástandið er á hinum Norðurlöndunum og að við verðum að passa okkur á að enda ekki í jafn slæmum málum og þau. Þá nefnir hann að íslensk málkunnátta sé að versna til muna vegna barna innflytjenda. Einnig hvetur hann stjórnmálamenn til að taka á þessu alvarlega vandamáli en tekur samt fram að sé aldeilis ekki með fordóma, hann vilji aðeins vernda íslenska menningu.

Maður veit varla hvort maður eigi að hlægja eða gráta yfir þessu bréfi því í raun væri hægt að skipta út orðinu innflytjandi fyrir hælisleitandi og það myndi smellpassa inn í týpíska Facebook umræðu árið 2024.



Íslendingar hafa lengi neitað að horfast í augun við þá staðreynd að stór hópur landsmanna hefur í gegnum tíðina hatað annað fólk að ástæðulausu. Hér eru klárlega ekki allir landsmenn á ferðinni, langt því frá, en nógu stór hópur til að hafa mikil áhrif.

Frá því að Ísland varð sjálfstætt land er rauður þráður í gegnum áratugina þar sem hópur fólks er hataður að ástæðulausu. Bretar, konur, kommúnistar, samkynhneigðir, svart fólk, asískt fólk, pólskt fólk, og múslimar eru meðal þeirra sem hafa fengð að finna hve mest fyrir hatrinu. Allt hefur þetta verið samfélagslega viðurkennt á einum eða öðrum tímapunkti í sögu okkar. Það þótti ekkert mál að tala um asískt fólk sem grjón í hópi fólks upp úr aldamótum. Þú myndir ekki finna marga fjölmenna vinnustaði í dag þar sem vel væri tekið í slíkt orðbragð en þú myndir hins vegar í dag finna fleiri og fleiri staði sem myndu ekki taka í illa í það ef talað væri um alla múslima sem ofbeldismenn.

Þetta virðist koma í bylgjum en auðvitað hættir hatrið aldrei að öllu leyti. Þeir hópar sem ég nefndi hér fyrir ofan geta vitnað til um það. Konur hafa í gegnum tíðina tekið við hatrinu þegar sauðirnir finna sér ekki nýjan minnihlutahóp til að hata. Kvenhatrið er eitthvað sem er hægt að draga fram aftur og aftur.

En það virðist stefna í að næstu ár fari í áframhaldi hatur á múslimum sem hafa langflestir ekkert gert nema bætt íslenskt samfélag.

En hvað næst?

Ég held að næsti hópur sem verði tekin fyrir sé trans fólk. Við fengum ágætis áminningu í sumar þegar logið var um að hnefaleikakonan Imane Khelif væri trans. Margir voru heldur betur tilbúnir til að stökkva á lestina og kepptust við að fordæma þátttöku hennar á Ólympíuleikunum í París. Svo þegar unnið var úr falsfréttaflækjunni kom í ljós að hún er kona. Ekki flóknara en svo. En skaðinn var skeður. Einhverjir telja ennþá að þarna hafi verið á ferðinni karlmaður að berja konur í hnefaleikum.

En það sást greinilega á umræðunni hérlendis að hluti fólks varð fyrir miklum vonbrigðum að hún væri ekki trans því það hefði verið fullkomið tækifæri, að þeirra mati, til byrja hatursorðræðu í garð trans fólks.

Svo hjálpar það ekki að á Íslandi eru starfandi samtök sem hafa það að sínu eina markmiði að níðast á trans fólki.

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Ég vona að þessi hópur Íslendinga læri af reynslunni og hætti þessu ástæðulausa hatri.

En miðað við sögu okkar eru líkurnar ekki með mér í liði.

Milljónirnar hans Arnars

Arnar Gunnlaugsson knattspyrnuþjálfari - Mynd: RÚV skjaskot

Það er hægt að segja ýmislegt um Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnuþjálfara Víkings, en óumdeilt er að hann kann að ná árangri í knattspyrnuheiminum og hefur hann sýnt það sem leikmaður og þjálfari. Í fyrradag gjörsigraði Víkingur liðið Santa Coloma frá Andorra í Evrópukeppni 5-0 og er erfitt að sjá Víking klúðra næsta leik svo illa að þeir komist ekki áfram. Það er til mikils að vinna en komist Víkingur í næstu umferð fær félagið mörg hundruð milljónir í vasann.

Góður árangur Arnars á undanförnum árum hefur ekki farið framhjá erlendum liðum og standa Víkingar í mikilli þakkarskuld við Bolton leikmanninn fyrrverandi. Það verður allavega nóg til í kassanum fyrir reiðistjórnunarnámskeiði fyrir Arnar eftir tímabilið áður hann heldur erlendis í þjálfun…

Almennur borgari glímdi niður bíræfinn bílaþjóf – Barn stöðvað við glæpsamanlegan akstur

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í lögregludagbók næturinnar segir lögreglan að nóttin hafi verið nokkuð róleg en þó var eitthvað að frétta.

Sjö ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunar og eða fíkniefnaaksturs Þá kom eigandi bifreiðar að bifreið sinni þar sem maður hafði brotist inn í bifreiðina og var að róta í lausamunum sem voru í bifreiðinni. Þjófurinn reyndi að komast á brott en eigandi náði að yfirbuga manninn og halda honum þar til lögregla kom á staðinn og handtók manninn.

Ölvaður aðili ók rafmagns hlaupahjóli á bifreið í hverfi 101 og aðilinn á von á sekt vegna þessa.

Þá var 17 ára barn stöðvað að keyra á 149 km hraða þar sem aðeins mátti keyra á 80 km hraða í Kópavogur.

Þá urðu skemmdir sökum reyks á íbúð í hverfi 201 eftir að íbúi gleymdi að slökkva undir potti sem var á eldavél. Enginn var í íbúðinni og kom slökkvilið á vettvang og reykræsti íbúðina.

Hin fjögurra ára Þórey bjargaði lífi tveggja ára frænku sinnar: „Hún gat ekkert sagt hvað gerðist“

Reykjanesbær - myndin tengist fréttinni ekki beint

Hin fjögurra ára Þórey Magnúsdóttir sýndi heldur betur hetjuskap árið 1993 þegar hún bjargaði lífi tveggja ára frænku sinnar.

„Helga Þórunn klifraði upp á grillið og datt,“ sagði Þórey Magnúsdóttir við DV um atvikið en Helga datt fram af svölum í húsi í Keflavík og um fimm betra fall var af svölunum niður á jörðina.

„Hún kallaði og kallaði á mig inni í eldhúsi að Helga Þórunn hefði dottið. Ég hljóp inn í hjónaherbergi og út á svalir. Lítill frændi þeirra stóð í dyrunum og ég hljóp yfir hann. Ég var hrædd um að hún myndi sleppa henni um leið og hún sá mig en það gerði hún ekki sem betur fer. Ég er viss um að hún bjargaði lífi hennar eða að minnsta kosti frá stórslysi. Þegar ég kom út þá hékk hún í hendinni á Þóreyju eins og dúkka alveg stjörf en þegar ég hafði tekið við henni fór hún að hágráta og Þórey líka. Hún gat ekkert sagt hvað gerðist. Það eina sem hún sá var að hún var á leiðinni niður,“ sagði Lísa Dóra Sigurðardóttir, móðir Helgu, um málið.

Lísa sagði einnig að Þórey væri dugleg við að passa frænku sína og hún væri eins og lítil mamma. „Ef þær fara á leikvöllinn þá treður enginn á þeirri litlu,“ sagði Lísa að lokum. 

Jóhann Berg farinn til Sádi-Arabíu

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við sádí arabíska félagið Al-Orobah sem spilar í efstu deild landsins. RÚV sagði frá kaupum félagsins.

Undanfarin átta ár hefur Jóhann Berg spilað með Burnley á Englandi en nýlega skrifaði hann undir eins ár samning við félagið. Nú er þó ljóst að sá samningur verði ekki lengi í gildi. Áður en hann hóf leik með Burnley lék hann með hollenska liðinu AZ Alkmaar og enska liðinu Charlton en ferilin hóf hann hjá Breiðabliki.

Jóhann Berg verður 34 ára á árinu en hann á að baki 93 landsleiki með Íslandi og er meðal leikjahæstu landsliðsmanna á Íslandi frá upphafi en hann hefur skorað átta mörk fyrir Ísland.

Stúlka sem var í haldi Hamas segir ísraelska fjölmiðla ljúga: „Ég var ekki barin“

Hin 27 ára Noa Argamani, sem rænt var af Hamas-liðum 7. október síðastliðinn, en bjargað 8. júní, segir að ísraelskir fjölmiðlar hefðu tekið orð hennar um raunir hennar úr samhengi. Hamas-liðarnir hefðu ekki gengið í skrokk á henni.

Noa, sem er kínversk-ísraelsk, skrifaði færslu í gær á Instagram þar sem hún segir að fjölmiðlar hefðu tekið orð hennar úr samhengi og sagt að hún hefði orðið fyrir barsmíðum og hár hennar klippt af mannræningjum sínum. Það sé rangt. Hún hafi hins vegar verið heppin að hafa ekki drepist í loftárásum Ísraelshers.

„Ég get ekki horft framhjá því sem gerðist hér í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn, hlutir voru teknir úr samhengi. Ég var ekki laminn og hárið á mér var ekki klippt. Ég var í byggingu sem var sprengd af flughernum.“ Þannig hefst færsla Nou en því næst útskýrði hún hver raunverulega setningin var sem haft var eftir henni í fjölmiðlum.

„Nákvæm tilvitnun er: „Þessa helgi, eftir skotárásina, fékk ég eins og ég sagði skurði á höfuðið, og ég meiddist um allan líkamann.“ (Ég legg áherslu á að ég hafi ekki verið barin, heldur slösuð um allan líkama minn eftir að byggingin hrundi á mig).“

Að lokum segir Noa:

„Sem fórnarlamb 7. október mun ég ekki leyfa mér að verða fórnarlamb enn og aftur og í þetta sinn af fjölmiðlum.“

 

Svava tekur við Samfés – 25 sóttu um

Svava Gunnarsdóttir tekur við Samfés - Mynd: Samfés

Svava Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Samfés en hún tekur við af Friðmeyju Jónsdóttur.

Í tilkynningu frá félagssamtökunum segir að Svava hafi unnið á vettvangi félagsmiðstöðva frá árinu 2009 og hafi einnig mikla reynslu af starfi og sögu Samfés frá árunum 2012-2020 sem meðstjórnandi, varaformaður og loks formaður samtakanna. Svava er með BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og viðbótardiplómu í afbrotafræði með áherslu á ungmenni. Þá var hún formaður nemendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti þegar hún var í framhaldsskóla.

Svava hefur störf sem framkvæmdastjóri í október en alls bárust 25 umsóknir um stöðuna.

Samfés eru landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi og hafa þau verið starfrækt síðan árið 1985 og gegna samtökin lykilhlutverki í félagslífi margra ungmenna á landinu.

Andri Snær gagnrýnir verkfræðinga og hönnuðu Íslands: „Skortir alla næmni og mennsku“

Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýnir íslenska verkfræði og hönnun í nýrr færslu á Facebook.

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Andri Snær Magnason segir íslenska hönnun og verkfræði skorta næmni og mennsku. Í nýrri færslu á Facebook viðrar Andri Snær þá skoðun sína að Reykjanesbrautin ofan í Kópavogsdalinn, framhjá Smáralind, sé „ljótasti staður á Íslandi“ og að Skeifan sé „paradís miðað við hana“.

Færslan hefst með eftirfarandi hætti:

„Ljótasti staður á Íslandi er Reykjanesbrautin ofan í Kópavogsdalinn framhjá Smáralind, Skeifan er paradís miðað við hana. Hér væri mjög þakklátt ef einhver færi í skógræktarátak til að gera þetta umhverfi einhvernveginn bærilegt. Það er eitthvað í íslenskri hönnun/ verkfræði sem skortir alla næmni og mennsku. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur og hvar rótin er. Allt ágætt fólk en getur einhvernveginn ekki raðað hlutum saman á fallegan hátt.“

Í seinni hluta færslunnar segist Andri Snær vera með lausnina við leiðindunum.

„Nýjar byggingar gleðja ekki, verslunarhús eru skemmur og núna taka hús líka burt himinninn. Það er leiðinlegt að vera ekki sáttur við samtímann. Tré í borginni eru eina lausnin. Bara tré meðfram öllum götum og umferðareyjum. Á Reykjanesbraut er örlítill kafli bærilegur í mislægu gatnamótunum við Stekkjarbaka, eilítið áhugaverð form og runni sem hylur vegriðin en eins og hugmyndin hafi ekki verið kláruð. Þarna þarf að planta eins mörgum trjám og hægt er. Plássið er nægt. Bara planta planta.“

Krafist gæsluvarðhalds yfir manni á fimmtugsaldri – Skýr mynd komin á morðin í Neskaupstað

Neskaupstaður

Krafist verður gæsluvarðhalds yfir manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að vera valdur að andláti hjóna á áttræðisaldri í Neskaupstað í gær. Lögreglan er komin með nokkuð skýra mynd á atburðarásina.

Nokkuð skýr mynd er komin á atburðina sem varð til þess að eldri hjón fundust látin í íbúð sinni á Norðfirði í gær. Þetta hefur Austurfrétt eftir lögreglunni á Austurlandi. Þá kemur einnig fram í fréttinni að gæsluvarðhalds verði krafist yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt hjónin.

„Vettvangsrannsókn er enn í gangi en við teljum okkur vera komna með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við Austurfrétt. Samkvæmt tilkynningu sem lögreglan birti í morgun, miðar rannsókninni vel.

Kristján Ólafur segir aðspurður hvorki geta tjáð sig um gang skýrslatöku af þeim grunaða, né hvers vegna grunur hafi strax falið á hann.

Það var klukkan 12:35 í gær sem tilkynning barst lögreglu um að eldri hjón hefðu fundist látin í heimahúsi á Norðfirði en ummerki á vettvangi bentu sterklega til saknæms atburðar. Þá strax hófst leit að hinum grunaða og bíl hjónanna sem hann var talinn hafa keyrt. Fannst bifreiðin í Reykjavík og var hinn grunaði handtekinn um klukkan 14.

Líkt á áður kemur fram verðru krafist gæsluvarðhalds yfir honum seinna í dag en lögreglan mun næst veita upplýsingar um atburðina þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verður orðinn ljós.

Hvað finnst þér um að Miklabraut verði sett í jarðgöng?

Umferð á Miklubraut

Í uppfærðum samgöngusáttmála milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins sem kynntur var í fyrradag er greint frá því að til standi að setja Miklubraut í jarðgöng og verða jarðargöngin tæpir þrír kílómetrar á lengd. Sumir telja að þetta sé löngu tímabært með öðrum finnst þetta vera of stór framkvæmd.

Því spyr Mannlif: Hvað finnst þér um að Miklabraut verði sett í jarðgöng?

This poll has ended (since 27 days).
Frábært
63.53%
Skelfilegt
25.10%
Alveg sama
11.37%

Könnun þessar lýkur klukkan 12:00 laugardaginn 24. ágúst.

Bardagamenn Hamas í hörðum átökum við Ísraelsher – Þyrla sótti hermenn á flótta

Vopnaður armur Hamas segir að bardagamenn þeirra hafi „tekið þátt í hörðum átökum“ við ísraelska hermenn sem ruddust inn í suðurhluta Zeitoun-hverfisins og drepið og sært suma þeirra.

Í tilkynningu á Telegram, bættu Qassam-sveitirnar því við að þyrla hefði komið á svæðið og rýmt hermennina.

Í Rafah, í suðurhluta Gaza, réðust bardagamenn á hermenn inni í Kamal Adwan-skólanum í Tal as-Sultan hverfinu með hitaþolnum eldflaugum. Einn hermaður lést og annar slasaðist að sögn bardagamannanna.

Þá réðust þeir einnig á Merkava-skriðdreka Ísraelshers í sama hverfi með al-Yassin 105 eldflaug.

Að minnsta kosti 40.000 Palestínubúa hafa verið myrtir af Ísraelsher frá því að uppreisnarmenn Hamas gerðu mannskæða árás á Ísrael 7. október í fyrra, þar sem 1.139 manns voru myrtir. Um það bil 16.500 börn hafa verið myrt af Ísraelsher á sama tímabili. Þá er meira en 10.000 manns saknað.

Al Jazeera sagði frá málinu.

 

Hundasnyrtir handtekinn fyrir dýraníð – MYNDBAND

Richel Yumar-Gonzalez var handtekinn fyrir að sparka í hund - Mynd: Skjáskot

Hundasnyrtir í Flórída í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í hund.

Hundasnyrtirinn Richel Yumar-Gonzalez hefur verið handtekinn fyrir dýraníð en hann sést á myndbandi sparka ítrekað í lítinn hvítan hund sem heitir Coco. Samkvæmt lögreglunni í Miami, þar sem hann var handtekinn, hefur Yumar-Gonzalez játað verknaðinn og hefur verið rekinn úr starfi sínu sem hundasnyrtir.

Yumar-Gonzalez sagði við lögreglu við yfirheyrslu að hundurinn hafi bitið sig og það hafi orðið til þess að hann missti stjórn á skapi sínu og sparkað í hundinn. Þá sagði hann einnig að glími einnig við ýmsa ótengda erfiðleika í lífinu sínu sem gætu hafað spilað inn í.

Samkvæmt yfirvöldum slasaðist hundurinn ekki illa.

Landverðir vara fólk við Snæfelli: „Það er mikil hætta“

Snæfell. Ljósmynd: Oliagust

Þuríður Skarphéðsinsdóttir, landvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Snæfellsskála, biður fólk um að vera ekki á svæðinu en það hefur snjóað gríðarlega mikið á þar undanfarin sólarhring en daganna þar á undan snjóðaði einnig.

„Við mælumst til að fólk sé ekki hér á ferðinni. Það er mikil hætta á að týna veginum og þá geta myndast ljót för utan vega. Þess utan þá sést Snæfellið ekki. Hér er mjög lágskýjað, þoka og úrkoma,“ sagði Þuríður við Austurfrétt um málið. Hún sagði að allt væri hvítt upp í Snæfelli.

Líklegt þykir miðað við veðurspá að ástandið muni skána fljótlega eftir helgi en samkvæmt yfirliti frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og slæmt ástand á fleiri fjallvegum. Snæfell er of mörgum talið eitt fallegasta fjall Íslands en það er á mörkun Fljótsdalshrepps og Múlaþings. Fjallavegurinn F910 liggur að Snæfellsskála en sá skáli er í eigu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hópsmit á hálendinu – Björgunarsveitir sóttur veik skólabörn í Emstruskála

Emstruskáli Ljósmynd: Ferðafélag Íslands

Þessa stundina eru björgunarsveitir á Suðurlandi að flytja fjölda ferðamanns sem undanfarinn sólarhring hafa veikst en flestir þeirra hafa dvalið í Emstruskála.

Sunnlenska segir frá málinu en rétt í fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir kallaðar út vegna hóps skólabarna í Emstruskála í Emstrubotnum. Af 50 manna hóp voru að minnsta kosti 15 börn orðin veik en komið var með skólakrakkana niður á Hvolsvöll um sjö leytið í morgun.

Fram kemur í frétt Sunnlenska að björgunarsveitir hafi varla verið komnar í hús er beiðni um að sækja fleiri veika einstaklinga inn í Emstrur komu. Þá bárust einnig tilkynningar um veikindi í Básum.

Þrjár björgunarsveitir voru þá sendar af stað aftur en það voru Dagrenning á Hvolsvelli, Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum. Þá var tilkynnt um göngumann í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en sá hafði snúið sig á ökkla og treysti sér ekki til að halda áfram göngunni. Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal sótti manninn.

Uppfærsla:

Samkvæmt Vísi eru börnin sem veikst hafa orðin hátt í 50 talsins en sjö fullorðir einstaklinga hafa einnig veikst í hópnum.

Ari heldur áfram að byggja brúna

Ari Árelíus gaf út nýtt lag í vikunni

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Ari Árelíus – The Bridge
Kött Grá Pjé, Fonetik Simbol – Dauði með köflum
Yung Nigo Drippin’ – Á Þessu
Númi – Drop of Light
Harpa Dís – Ennþá





Sirkusstjarna flutt á sjúkrahús eftir lífshættulegt fall – MYNDBAND

Loftfimleikakonan er ekki í lífshættu - Mynd: Skjáskot

Sirkusstjarna féll til jarðar úr mikilli hæð í sýningu sem haldin var í Sussex í Englandi þann 19. ágúst og náðist atvikið á myndband.

Eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan var loftfimleikakonan sem féll hluti af þríeyki sem var að framkvæma jafnvægisatriði hátt í loftinu þegar hún missti jafnvægið og féll til jarðar. Í fallinu slóst fótur hennar í reipi sem þau höfðu notað til að labba á. Talið er að fallið hafi verið tæpir fimm metrar.

Vitni segja að konan hafi legið hreyfingarlaus meðan hlúð var að henni í sirkustjaldinu áður en farið var með hana á sjúkrahús í Brighton. Læknar þar segja að hún hafi hlotið alvarlega meiðsli en sé þó ekki í lífshættu. Í yfirlýsingu frá Gravity sirkusnum segir að atvikið sé í rannsókn og velferð konunnar skipti mestu máli. Ljóst er að litlu mátti muna að konan hafi misst líf sitt.

Lækna-Tómas trónir á toppnum: „Önnur fjöll sem ég hef klifið eru ekki næstum jafn krefjandi“

Lækna-Tómas flaggaði íslenska fánanum á toppnum

Stjörnulæknirinn Tómas Guðbjartsson, oft nefndur Lækna-Tómas, kleif eitt erfiðasta fjall Evrópu nú fyrir stuttu en það er fjallið Matterhorn í svissnesku Ölpunum.

„Önnur fjöll sem ég hef klifið eru ekki næstum jafn krefjandi,“ sagði Tómas um fjallið. „Þarna er verið að klifra upp í 5 klst og 5-6 klst niður. Svo bætist þunna loftið við. Þarna geta minnstu mistök kostað bæði klifrann og gædinn lífið, sérstaklega í snjóbrekku efst þar sem 2 km langur Matterhorn Norwand býður.“

Toblerone Logo PNG Vector (EPS) Free Download

Fjallið er mörgum af talið eitt fallegasta fjall heimsins en það er alls ekki hættulaust og talið að það hafi látist rúmlega tíu manns á hverju ári að meðaltali frá því 1865. Hæð fjallsins er 4478 metrar en það var um árabil hluti af merki Toblerone en fyrirtækið þurfti að fjarlægja fjallið af umbúðum sínum eftir að fyrirtækið hætti að framleiða súkkulaðið ljúffenga í Sviss.

Þórunn rýnir í íslenska fyndni í nýrri bók: „Sögurnar eru lyklar að horfnum hugsunarhætti“ 

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. Mynd: Róbert Reynisson.

Þórunn Valdimarsdóttir stendur fyrir tvöföldu útgáfuteiti í Iðnó á morgun, sunnudag.

Einn fjölhæfasti rithöfundur Íslands, Þórunn Valdimarsdóttir gaf út á dögunum hvorki meira né minna en tvær bækur og það af sitthvoru taginu. Um er að ræða annars vegar ljóðabókina Fagurboðar og hins vegar bókin Spegill íslenskrar fyndni – glettnin greind og skoðuð en í þeirri bók skoðar hún rit Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk, Íslenzk fyndi sem hann gaf út á fyrri hluta síðustu aldar, við miklar vinsældir. Mannlíf ræddi stuttlega við hinn duglega rithöfund.

Þú varst að gefa út bók ekki satt? Hvað geturðu sagt mér um hana?

Þórunn: „Já, hún heitir „Spegill íslenskrar fyndni – glettnin greind og skoðuð“. Kjarni málsins er sá að mér leiddist að sjá eina fínustu grein íslenskrar menningar liggja óbætta hjá garði.“

Hvernig datt þér í hug að fjalla um þetta efni?

„Þannig var að ég erfði öll bindi „Íslenskrar fyndni“ í útgáfu Gunnars frá Selalæk eftir eiginmann minn, Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing. Þau voru nær lesin upp til agna, sem segir sitt um það hvílíkt nammi þetta þótti á sinni tíð. Ég var svo heppin að hljóta styrk frá Hagþenki og vatt mér þá í það að flokka og greina fyrstu tvö bindin, og vinna til endurútgáfu, með skýringum. Hef sjaldan skemmt mér betur. Sögurnar eru lyklar að horfnum hugsunarhætti.“

Eru Íslendingar fyndin þjóð? Var hún það í gamla daga?

„Hverjum þykir sinn fugl fyndinn. Sögurnar urðu geysilega vinsælar, sem segir sitt um hve fyndnar þær þóttu. Svo gufaði gamla sveitasamfélagið upp og menn skömmuðust sín eilítið fyrir hve frumstætt það hefði verið. Það orð komst á að þessar bækur væru svo leiðinlegar að það væri í sjálfu sér fyndið. Ég skellihlæ af sumum sögunum, kannski vegna þess að ég á sterkan kvenlegg í Reykjavík og gamla samfélagið heillar mig. Mér finnst sveitalykt góð.“

En þetta er ekki eina bókin sem þú varst að gefa út, hvað geturðu sagt mér um ljóðabókina?

„Já ég er í skýjunum yfir því að „Fagurboðar“ hafa verið efstir á metsölulista Eymundsson yfir ljóð. Vonandi ekki bara af því að ég hef verið dugleg að kaupa og gefa í kringum mig, hehe. Það var alls ekki hugsað þannig, sko … Ég hóa til útgáfuteitis í Iðnó á morgun, sunnudaginn 25. ágúst klukkan þrjú. Bækurnar verða þar til sölu á góðu verði. Öll innilega velkomin sem nenna. Hljómsveitin Stálfaxi leikur fyrir dansi. Annars munu bækurnar fást í öllum helstu bókabúðum landsins.“

Fáir á móti því að setja Miklubraut í jarðgöng

Umferð á Miklubraut

Í uppfærðum samgöngusáttmála milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins sem kynntur var í fyrradag er greint frá því að til standi að setja Miklubraut í jarðgöng og verða jarðargöngin tæpir þrír kílómetrar á lengd. Sumir telja að þetta sé löngu tímabært með öðrum finnst þetta vera of stór framkvæmd.

Því spurði Mannlif: Hvað finnst þér um að Miklabraut verði sett í jarðgöng?

Niðurstaðan er komin og finnst 25% lesenda hugmyndin skelfileg, 11% er alveg sama en tæp 64% finnst hugmyind frábær.

83.29%
Nei
13.67%
Ekki viss
3.04%

Flutningur Yazan frá Íslandi mögulegur dauðadómur: „Kerfið er að bregðast hon­um“

Yazan Tamimi vill búa á Íslandi - Mynd: Aðsend

Til stendur að flytja hann 11 ára gamla Yazan Tamimi úr landi en hann þjá­ist af taugarýrn­un­ar­sjúk­dómn­um Duchenne. Það þýðir að það þarf litla snertingu til þess að valda honum miklum skaði eða jafnvel draga hana til dauða.

Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur Yazan, segir lögreglu ekki hafi gefið honum svör um hvenær það standi til að flytja Yazan úr landi en þegar hann spurði hvort samráð yrði haft við lækna Yazan varðandi flutninginn var Alberti tjáð að það yrði læknir með í flugvélinni. Albert kýs að túlka þau orð lögreglu að læknir sem hvorki þekkir Yazan né sjúkrasögu hans verði með í för.

Ekki hlustað á réttindagæslumann

„Rétt­inda­gæslumaður fatlaðra gaf ábend­ing­ar til lög­reglu um hvernig ætti að standa að flutn­ingn­um en lög­regla ætl­ar ekki, virðist vera, að verða við því, eða ræða við þá lækna sem hafa sinnt þjón­ustu við Yaz­an,“ sagði Albert í samtali við mbl.is um málið.

Albert segir Yazan glíma við miklar kvalir og treysta foreldrar hans sér ekki alfarið að sjá um umönnun hans enda sé hún flókin og erfið.

„Kerfið er að bregðast hon­um í þessu máli, það verður að segj­ast.“

Íslendingar elska að hata fólk

Fólk búsett á Íslandi - Myndin tengist pistlinum ekki beint - Mynd: Reykjarvíkurborg

Undanfarnar vikur hefur mynd af lesendabréfi úr DV frá árinu 2000 gengið á milli manna á internetinu. Titill þess er „Kynþáttahatur – eða þjóðernishyggja?“ og undir það skrifar „Íslenskur ríkisborgari“ og það er magnaður lestur.

Í bréfi þessu er varað við miklum straumi innflytjenda. Ríkisborgarinn segir að þeir séu yfirleitt dökkir og ofbeldisfullir ungir karlmenn sem komi til landsins til að lifa á kerfinu og bendir á hversu slæmt ástandið er á hinum Norðurlöndunum og að við verðum að passa okkur á að enda ekki í jafn slæmum málum og þau. Þá nefnir hann að íslensk málkunnátta sé að versna til muna vegna barna innflytjenda. Einnig hvetur hann stjórnmálamenn til að taka á þessu alvarlega vandamáli en tekur samt fram að sé aldeilis ekki með fordóma, hann vilji aðeins vernda íslenska menningu.

Maður veit varla hvort maður eigi að hlægja eða gráta yfir þessu bréfi því í raun væri hægt að skipta út orðinu innflytjandi fyrir hælisleitandi og það myndi smellpassa inn í týpíska Facebook umræðu árið 2024.



Íslendingar hafa lengi neitað að horfast í augun við þá staðreynd að stór hópur landsmanna hefur í gegnum tíðina hatað annað fólk að ástæðulausu. Hér eru klárlega ekki allir landsmenn á ferðinni, langt því frá, en nógu stór hópur til að hafa mikil áhrif.

Frá því að Ísland varð sjálfstætt land er rauður þráður í gegnum áratugina þar sem hópur fólks er hataður að ástæðulausu. Bretar, konur, kommúnistar, samkynhneigðir, svart fólk, asískt fólk, pólskt fólk, og múslimar eru meðal þeirra sem hafa fengð að finna hve mest fyrir hatrinu. Allt hefur þetta verið samfélagslega viðurkennt á einum eða öðrum tímapunkti í sögu okkar. Það þótti ekkert mál að tala um asískt fólk sem grjón í hópi fólks upp úr aldamótum. Þú myndir ekki finna marga fjölmenna vinnustaði í dag þar sem vel væri tekið í slíkt orðbragð en þú myndir hins vegar í dag finna fleiri og fleiri staði sem myndu ekki taka í illa í það ef talað væri um alla múslima sem ofbeldismenn.

Þetta virðist koma í bylgjum en auðvitað hættir hatrið aldrei að öllu leyti. Þeir hópar sem ég nefndi hér fyrir ofan geta vitnað til um það. Konur hafa í gegnum tíðina tekið við hatrinu þegar sauðirnir finna sér ekki nýjan minnihlutahóp til að hata. Kvenhatrið er eitthvað sem er hægt að draga fram aftur og aftur.

En það virðist stefna í að næstu ár fari í áframhaldi hatur á múslimum sem hafa langflestir ekkert gert nema bætt íslenskt samfélag.

En hvað næst?

Ég held að næsti hópur sem verði tekin fyrir sé trans fólk. Við fengum ágætis áminningu í sumar þegar logið var um að hnefaleikakonan Imane Khelif væri trans. Margir voru heldur betur tilbúnir til að stökkva á lestina og kepptust við að fordæma þátttöku hennar á Ólympíuleikunum í París. Svo þegar unnið var úr falsfréttaflækjunni kom í ljós að hún er kona. Ekki flóknara en svo. En skaðinn var skeður. Einhverjir telja ennþá að þarna hafi verið á ferðinni karlmaður að berja konur í hnefaleikum.

En það sást greinilega á umræðunni hérlendis að hluti fólks varð fyrir miklum vonbrigðum að hún væri ekki trans því það hefði verið fullkomið tækifæri, að þeirra mati, til byrja hatursorðræðu í garð trans fólks.

Svo hjálpar það ekki að á Íslandi eru starfandi samtök sem hafa það að sínu eina markmiði að níðast á trans fólki.

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Ég vona að þessi hópur Íslendinga læri af reynslunni og hætti þessu ástæðulausa hatri.

En miðað við sögu okkar eru líkurnar ekki með mér í liði.

Milljónirnar hans Arnars

Arnar Gunnlaugsson knattspyrnuþjálfari - Mynd: RÚV skjaskot

Það er hægt að segja ýmislegt um Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnuþjálfara Víkings, en óumdeilt er að hann kann að ná árangri í knattspyrnuheiminum og hefur hann sýnt það sem leikmaður og þjálfari. Í fyrradag gjörsigraði Víkingur liðið Santa Coloma frá Andorra í Evrópukeppni 5-0 og er erfitt að sjá Víking klúðra næsta leik svo illa að þeir komist ekki áfram. Það er til mikils að vinna en komist Víkingur í næstu umferð fær félagið mörg hundruð milljónir í vasann.

Góður árangur Arnars á undanförnum árum hefur ekki farið framhjá erlendum liðum og standa Víkingar í mikilli þakkarskuld við Bolton leikmanninn fyrrverandi. Það verður allavega nóg til í kassanum fyrir reiðistjórnunarnámskeiði fyrir Arnar eftir tímabilið áður hann heldur erlendis í þjálfun…

Almennur borgari glímdi niður bíræfinn bílaþjóf – Barn stöðvað við glæpsamanlegan akstur

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í lögregludagbók næturinnar segir lögreglan að nóttin hafi verið nokkuð róleg en þó var eitthvað að frétta.

Sjö ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunar og eða fíkniefnaaksturs Þá kom eigandi bifreiðar að bifreið sinni þar sem maður hafði brotist inn í bifreiðina og var að róta í lausamunum sem voru í bifreiðinni. Þjófurinn reyndi að komast á brott en eigandi náði að yfirbuga manninn og halda honum þar til lögregla kom á staðinn og handtók manninn.

Ölvaður aðili ók rafmagns hlaupahjóli á bifreið í hverfi 101 og aðilinn á von á sekt vegna þessa.

Þá var 17 ára barn stöðvað að keyra á 149 km hraða þar sem aðeins mátti keyra á 80 km hraða í Kópavogur.

Þá urðu skemmdir sökum reyks á íbúð í hverfi 201 eftir að íbúi gleymdi að slökkva undir potti sem var á eldavél. Enginn var í íbúðinni og kom slökkvilið á vettvang og reykræsti íbúðina.

Hin fjögurra ára Þórey bjargaði lífi tveggja ára frænku sinnar: „Hún gat ekkert sagt hvað gerðist“

Reykjanesbær - myndin tengist fréttinni ekki beint

Hin fjögurra ára Þórey Magnúsdóttir sýndi heldur betur hetjuskap árið 1993 þegar hún bjargaði lífi tveggja ára frænku sinnar.

„Helga Þórunn klifraði upp á grillið og datt,“ sagði Þórey Magnúsdóttir við DV um atvikið en Helga datt fram af svölum í húsi í Keflavík og um fimm betra fall var af svölunum niður á jörðina.

„Hún kallaði og kallaði á mig inni í eldhúsi að Helga Þórunn hefði dottið. Ég hljóp inn í hjónaherbergi og út á svalir. Lítill frændi þeirra stóð í dyrunum og ég hljóp yfir hann. Ég var hrædd um að hún myndi sleppa henni um leið og hún sá mig en það gerði hún ekki sem betur fer. Ég er viss um að hún bjargaði lífi hennar eða að minnsta kosti frá stórslysi. Þegar ég kom út þá hékk hún í hendinni á Þóreyju eins og dúkka alveg stjörf en þegar ég hafði tekið við henni fór hún að hágráta og Þórey líka. Hún gat ekkert sagt hvað gerðist. Það eina sem hún sá var að hún var á leiðinni niður,“ sagði Lísa Dóra Sigurðardóttir, móðir Helgu, um málið.

Lísa sagði einnig að Þórey væri dugleg við að passa frænku sína og hún væri eins og lítil mamma. „Ef þær fara á leikvöllinn þá treður enginn á þeirri litlu,“ sagði Lísa að lokum. 

Jóhann Berg farinn til Sádi-Arabíu

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við sádí arabíska félagið Al-Orobah sem spilar í efstu deild landsins. RÚV sagði frá kaupum félagsins.

Undanfarin átta ár hefur Jóhann Berg spilað með Burnley á Englandi en nýlega skrifaði hann undir eins ár samning við félagið. Nú er þó ljóst að sá samningur verði ekki lengi í gildi. Áður en hann hóf leik með Burnley lék hann með hollenska liðinu AZ Alkmaar og enska liðinu Charlton en ferilin hóf hann hjá Breiðabliki.

Jóhann Berg verður 34 ára á árinu en hann á að baki 93 landsleiki með Íslandi og er meðal leikjahæstu landsliðsmanna á Íslandi frá upphafi en hann hefur skorað átta mörk fyrir Ísland.

Stúlka sem var í haldi Hamas segir ísraelska fjölmiðla ljúga: „Ég var ekki barin“

Hin 27 ára Noa Argamani, sem rænt var af Hamas-liðum 7. október síðastliðinn, en bjargað 8. júní, segir að ísraelskir fjölmiðlar hefðu tekið orð hennar um raunir hennar úr samhengi. Hamas-liðarnir hefðu ekki gengið í skrokk á henni.

Noa, sem er kínversk-ísraelsk, skrifaði færslu í gær á Instagram þar sem hún segir að fjölmiðlar hefðu tekið orð hennar úr samhengi og sagt að hún hefði orðið fyrir barsmíðum og hár hennar klippt af mannræningjum sínum. Það sé rangt. Hún hafi hins vegar verið heppin að hafa ekki drepist í loftárásum Ísraelshers.

„Ég get ekki horft framhjá því sem gerðist hér í fjölmiðlum síðasta sólarhringinn, hlutir voru teknir úr samhengi. Ég var ekki laminn og hárið á mér var ekki klippt. Ég var í byggingu sem var sprengd af flughernum.“ Þannig hefst færsla Nou en því næst útskýrði hún hver raunverulega setningin var sem haft var eftir henni í fjölmiðlum.

„Nákvæm tilvitnun er: „Þessa helgi, eftir skotárásina, fékk ég eins og ég sagði skurði á höfuðið, og ég meiddist um allan líkamann.“ (Ég legg áherslu á að ég hafi ekki verið barin, heldur slösuð um allan líkama minn eftir að byggingin hrundi á mig).“

Að lokum segir Noa:

„Sem fórnarlamb 7. október mun ég ekki leyfa mér að verða fórnarlamb enn og aftur og í þetta sinn af fjölmiðlum.“

 

Svava tekur við Samfés – 25 sóttu um

Svava Gunnarsdóttir tekur við Samfés - Mynd: Samfés

Svava Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Samfés en hún tekur við af Friðmeyju Jónsdóttur.

Í tilkynningu frá félagssamtökunum segir að Svava hafi unnið á vettvangi félagsmiðstöðva frá árinu 2009 og hafi einnig mikla reynslu af starfi og sögu Samfés frá árunum 2012-2020 sem meðstjórnandi, varaformaður og loks formaður samtakanna. Svava er með BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og viðbótardiplómu í afbrotafræði með áherslu á ungmenni. Þá var hún formaður nemendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti þegar hún var í framhaldsskóla.

Svava hefur störf sem framkvæmdastjóri í október en alls bárust 25 umsóknir um stöðuna.

Samfés eru landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi og hafa þau verið starfrækt síðan árið 1985 og gegna samtökin lykilhlutverki í félagslífi margra ungmenna á landinu.

Andri Snær gagnrýnir verkfræðinga og hönnuðu Íslands: „Skortir alla næmni og mennsku“

Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýnir íslenska verkfræði og hönnun í nýrr færslu á Facebook.

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Andri Snær Magnason segir íslenska hönnun og verkfræði skorta næmni og mennsku. Í nýrri færslu á Facebook viðrar Andri Snær þá skoðun sína að Reykjanesbrautin ofan í Kópavogsdalinn, framhjá Smáralind, sé „ljótasti staður á Íslandi“ og að Skeifan sé „paradís miðað við hana“.

Færslan hefst með eftirfarandi hætti:

„Ljótasti staður á Íslandi er Reykjanesbrautin ofan í Kópavogsdalinn framhjá Smáralind, Skeifan er paradís miðað við hana. Hér væri mjög þakklátt ef einhver færi í skógræktarátak til að gera þetta umhverfi einhvernveginn bærilegt. Það er eitthvað í íslenskri hönnun/ verkfræði sem skortir alla næmni og mennsku. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur og hvar rótin er. Allt ágætt fólk en getur einhvernveginn ekki raðað hlutum saman á fallegan hátt.“

Í seinni hluta færslunnar segist Andri Snær vera með lausnina við leiðindunum.

„Nýjar byggingar gleðja ekki, verslunarhús eru skemmur og núna taka hús líka burt himinninn. Það er leiðinlegt að vera ekki sáttur við samtímann. Tré í borginni eru eina lausnin. Bara tré meðfram öllum götum og umferðareyjum. Á Reykjanesbraut er örlítill kafli bærilegur í mislægu gatnamótunum við Stekkjarbaka, eilítið áhugaverð form og runni sem hylur vegriðin en eins og hugmyndin hafi ekki verið kláruð. Þarna þarf að planta eins mörgum trjám og hægt er. Plássið er nægt. Bara planta planta.“

Krafist gæsluvarðhalds yfir manni á fimmtugsaldri – Skýr mynd komin á morðin í Neskaupstað

Neskaupstaður

Krafist verður gæsluvarðhalds yfir manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um að vera valdur að andláti hjóna á áttræðisaldri í Neskaupstað í gær. Lögreglan er komin með nokkuð skýra mynd á atburðarásina.

Nokkuð skýr mynd er komin á atburðina sem varð til þess að eldri hjón fundust látin í íbúð sinni á Norðfirði í gær. Þetta hefur Austurfrétt eftir lögreglunni á Austurlandi. Þá kemur einnig fram í fréttinni að gæsluvarðhalds verði krafist yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt hjónin.

„Vettvangsrannsókn er enn í gangi en við teljum okkur vera komna með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við Austurfrétt. Samkvæmt tilkynningu sem lögreglan birti í morgun, miðar rannsókninni vel.

Kristján Ólafur segir aðspurður hvorki geta tjáð sig um gang skýrslatöku af þeim grunaða, né hvers vegna grunur hafi strax falið á hann.

Það var klukkan 12:35 í gær sem tilkynning barst lögreglu um að eldri hjón hefðu fundist látin í heimahúsi á Norðfirði en ummerki á vettvangi bentu sterklega til saknæms atburðar. Þá strax hófst leit að hinum grunaða og bíl hjónanna sem hann var talinn hafa keyrt. Fannst bifreiðin í Reykjavík og var hinn grunaði handtekinn um klukkan 14.

Líkt á áður kemur fram verðru krafist gæsluvarðhalds yfir honum seinna í dag en lögreglan mun næst veita upplýsingar um atburðina þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verður orðinn ljós.

Hvað finnst þér um að Miklabraut verði sett í jarðgöng?

Umferð á Miklubraut

Í uppfærðum samgöngusáttmála milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins sem kynntur var í fyrradag er greint frá því að til standi að setja Miklubraut í jarðgöng og verða jarðargöngin tæpir þrír kílómetrar á lengd. Sumir telja að þetta sé löngu tímabært með öðrum finnst þetta vera of stór framkvæmd.

Því spyr Mannlif: Hvað finnst þér um að Miklabraut verði sett í jarðgöng?

This poll has ended (since 27 days).
Frábært
63.53%
Skelfilegt
25.10%
Alveg sama
11.37%

Könnun þessar lýkur klukkan 12:00 laugardaginn 24. ágúst.

Bardagamenn Hamas í hörðum átökum við Ísraelsher – Þyrla sótti hermenn á flótta

Vopnaður armur Hamas segir að bardagamenn þeirra hafi „tekið þátt í hörðum átökum“ við ísraelska hermenn sem ruddust inn í suðurhluta Zeitoun-hverfisins og drepið og sært suma þeirra.

Í tilkynningu á Telegram, bættu Qassam-sveitirnar því við að þyrla hefði komið á svæðið og rýmt hermennina.

Í Rafah, í suðurhluta Gaza, réðust bardagamenn á hermenn inni í Kamal Adwan-skólanum í Tal as-Sultan hverfinu með hitaþolnum eldflaugum. Einn hermaður lést og annar slasaðist að sögn bardagamannanna.

Þá réðust þeir einnig á Merkava-skriðdreka Ísraelshers í sama hverfi með al-Yassin 105 eldflaug.

Að minnsta kosti 40.000 Palestínubúa hafa verið myrtir af Ísraelsher frá því að uppreisnarmenn Hamas gerðu mannskæða árás á Ísrael 7. október í fyrra, þar sem 1.139 manns voru myrtir. Um það bil 16.500 börn hafa verið myrt af Ísraelsher á sama tímabili. Þá er meira en 10.000 manns saknað.

Al Jazeera sagði frá málinu.

 

Hundasnyrtir handtekinn fyrir dýraníð – MYNDBAND

Richel Yumar-Gonzalez var handtekinn fyrir að sparka í hund - Mynd: Skjáskot

Hundasnyrtir í Flórída í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í hund.

Hundasnyrtirinn Richel Yumar-Gonzalez hefur verið handtekinn fyrir dýraníð en hann sést á myndbandi sparka ítrekað í lítinn hvítan hund sem heitir Coco. Samkvæmt lögreglunni í Miami, þar sem hann var handtekinn, hefur Yumar-Gonzalez játað verknaðinn og hefur verið rekinn úr starfi sínu sem hundasnyrtir.

Yumar-Gonzalez sagði við lögreglu við yfirheyrslu að hundurinn hafi bitið sig og það hafi orðið til þess að hann missti stjórn á skapi sínu og sparkað í hundinn. Þá sagði hann einnig að glími einnig við ýmsa ótengda erfiðleika í lífinu sínu sem gætu hafað spilað inn í.

Samkvæmt yfirvöldum slasaðist hundurinn ekki illa.

Landverðir vara fólk við Snæfelli: „Það er mikil hætta“

Snæfell. Ljósmynd: Oliagust

Þuríður Skarphéðsinsdóttir, landvörður Vatnajökulsþjóðgarðs í Snæfellsskála, biður fólk um að vera ekki á svæðinu en það hefur snjóað gríðarlega mikið á þar undanfarin sólarhring en daganna þar á undan snjóðaði einnig.

„Við mælumst til að fólk sé ekki hér á ferðinni. Það er mikil hætta á að týna veginum og þá geta myndast ljót för utan vega. Þess utan þá sést Snæfellið ekki. Hér er mjög lágskýjað, þoka og úrkoma,“ sagði Þuríður við Austurfrétt um málið. Hún sagði að allt væri hvítt upp í Snæfelli.

Líklegt þykir miðað við veðurspá að ástandið muni skána fljótlega eftir helgi en samkvæmt yfirliti frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og slæmt ástand á fleiri fjallvegum. Snæfell er of mörgum talið eitt fallegasta fjall Íslands en það er á mörkun Fljótsdalshrepps og Múlaþings. Fjallavegurinn F910 liggur að Snæfellsskála en sá skáli er í eigu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hópsmit á hálendinu – Björgunarsveitir sóttur veik skólabörn í Emstruskála

Emstruskáli Ljósmynd: Ferðafélag Íslands

Þessa stundina eru björgunarsveitir á Suðurlandi að flytja fjölda ferðamanns sem undanfarinn sólarhring hafa veikst en flestir þeirra hafa dvalið í Emstruskála.

Sunnlenska segir frá málinu en rétt í fyrir miðnætti í gær voru björgunarsveitir kallaðar út vegna hóps skólabarna í Emstruskála í Emstrubotnum. Af 50 manna hóp voru að minnsta kosti 15 börn orðin veik en komið var með skólakrakkana niður á Hvolsvöll um sjö leytið í morgun.

Fram kemur í frétt Sunnlenska að björgunarsveitir hafi varla verið komnar í hús er beiðni um að sækja fleiri veika einstaklinga inn í Emstrur komu. Þá bárust einnig tilkynningar um veikindi í Básum.

Þrjár björgunarsveitir voru þá sendar af stað aftur en það voru Dagrenning á Hvolsvelli, Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum. Þá var tilkynnt um göngumann í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en sá hafði snúið sig á ökkla og treysti sér ekki til að halda áfram göngunni. Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal sótti manninn.

Uppfærsla:

Samkvæmt Vísi eru börnin sem veikst hafa orðin hátt í 50 talsins en sjö fullorðir einstaklinga hafa einnig veikst í hópnum.

Ari heldur áfram að byggja brúna

Ari Árelíus gaf út nýtt lag í vikunni

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Ari Árelíus – The Bridge
Kött Grá Pjé, Fonetik Simbol – Dauði með köflum
Yung Nigo Drippin’ – Á Þessu
Númi – Drop of Light
Harpa Dís – Ennþá





Raddir