Laugardagur 21. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Ævareiðir vegna Ásmundar

Framsóknarmenn eru ævareiðir vegna þess sem þeir telja árásir á Ásmund Einar Daðason, ráðherra grunnskóla. Ásmundur Einar situr undir því ámæli að bera ábyrgð á því að grunnskólakerfið er nánast í upplausn og stefnuleysi ráðandi þar sem litið er til mælinga á árangri skólabarna. Nú síðast sendi Salvör Nordal, umboðsmaður barna, frá sér yfirlýsingu um að ástandið væri í senn óafsakanlegt og óviðundandi.

Sjálfstæðismenn hafa verið iðnir við þann kola að gagnrýna Ásmund Einar. Þar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra sögð vera framarlega í flokki. Þetta þykir framsóknarmönnum ekki vera góð pólitík þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengst allra flokka leitt menntamálaráðuneytið undanfarna áratugi. Enginn sanngirni sé í því að henda Ásmundi undir vagninn. Nú er svo komið að lítt dulið hatrið á milli sjálfstæðismanna og vinstrigrænna hverfur í skuggann af reiðinni vegna grunnskólamála Ásmundar Einars.

Einhver hefði talið að ekki væri ábætandi óyndið innan ríkisstjórnarinnar …

Skuggi sorgar yfir Norðfirði eftir að hjón létust – Áfallahjálp vegna tveggja harmleikja í vikunni

Hörmungar hafa dunið á Norðfirðingum undanfarna daga. Mynd: Fjarðabyggð.

Áfallamiðstöð verður opnuð í dag á Neskaupsstað vegna hjónanna sem féllu fyrir hendi manns sem nú er í varðhaldi. Fráfall hjónanna er annar sorgarviðburðurinn í vikunni. Ungur Norðfirðíngur lést af voðaskoti á gæsaveiðum á þriðjudag. Skuggi sorgar hvílir yfir bænum.

Í gærkvöld var haldin minningarstund í Norðfjarðarkirkju um manninn sem lést í slysinu. Söfnun er hafin til að styðja fjölskyldu hans.

„Þetta var fjölsótt og verulega falleg minningarstund sem Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson leiddu. Í lok hennar var ljós vonar tendrað og fólk minnt á að sýna kærleik og hlýju í samfélaginu á Austurlandi. Prestarnir bættu því við að kertin væru líka tendruð fyrir atburði dagsins,“ hefur Austurfrétt eftir Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Áfallahjálp var veitt í safnaðarheimilinu eftir minningarathöfnina.

Árásarmaðurinn í máli hjónanna lagði á flótta úr bænum eftir atburðinn á heimili þeirra. Hann er heimamaður en ekki tengdur hjónunum að öðru leyti. Hann notaði bíl hjónanna og ók til Reykjavíkur þar sem hann var handtekinn í gærdag. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi játað á sig verknaðinn.

 

Hraunið rennur að Litla-Skógfelli – Skjálftum fækkar og Grindavík er ekki í hættu vegna eldgossins

Eldgosið' séð frá Reykjavík í gærkvöld. Mynd: Róbert Reynisson.

Skjálftavirkni hefur snarminnkað eftir að gos hófst við Sýlingafell. Mjög hefur dregið úr skjálftavirkni eftir að ný sprunga opnaðist í nótt við norðurenda gossprungunnar sem opnaðist við Sýlingarfell í gærkvöldi. Hraun úr nýju sprungunni rennur í átt að Litla-Skógfelli. Grindavík er ekki í hættu þar sem hraunið rennur ekki að bænum.

Hagt er eftir Sigríði Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands að aflögun haldi áfram norðan við nýju sprunguna. Það gæti bent til að kvika væri enn að finna sér leið í jarðskorpunni.

Gosið var tilkomumikið í gærkvöld og mikið sjónarspil fyrir flugfarþega sem áttu leið um við upphaf þess en smám saman hefur dregið úr kraftinum og virðist gosið aðeins vera í meðlalagi og ekki ógna innnviðum á þessu stigi.

Kafbátaárásin á Fróða ÍS 454: „Strákar, þið verðið að koma upp, það eru særðir menn upp á dekki“

Fróði ÍS 454

Þriðjudagsmorguninn 11. mars árið 1941 var línuveiðarinn Fróði ÍS 454 á leið frá Þingeyri til Englands með ísuvarinn fisk. Ellefu manna áhöfn skipsins var grunlaus um að þýski kafbáturinn U-74 lá í leyni undir yfirborðinu og beið átektar. Klukkutíma seinna voru fimm áhafnarmeðlimir látnir eftir miskunarlausa árás kafbátaforingjans Eitel-Friedrich Kentrats.

Árásin var gerð án fyrirvara um morguninn er skipið var um 200 mílur suð-suðaustur af Vestmannaeyjum og þegar henni lauk, um klukkustund síðar, lágu fimm áhafnarmeðlimir í valnum, þar á meðal skipstjóri Fróða.

Alls létust að minnsta kosti 159 Íslendingar af orsökum sem tengjast seinni heimstyrjöldinni en hæst fer talan upp í 229 en þetta hefur ekki verið rannsakað til hlýtar samkvæmt Vísindavefnum. Þar kemur einnig fram að eina ástæða þess að Fróða var ekki sökkt af nasistum hafi verið ótti kafbátaforingjans Eitel-Friedrich Kentrats á kafbátnum U-74, að skipið væri einungis tálbeita í gildru andstæðinga sinna.

Sverrir Torfason var matsveinn á Fróða og einn þeirra sem lifðu árásina af. Sverrir sagði Alþýðublaðinu frá árásinni rétt eftir að hún var gerð og því enn í fersku minni. Hér fyrir neðan má lesa frásögn hans en neðst má sjá ljósmyndir af þeim sem féllu:

Árás kafbátsins á Fróða stóð í heila klukkustund.

Þá var hann búinn að eyðileggja allt ofan þilja á línuveiðaranum og kveikja í skipinu.

Frásögn eins af þeim, sem af komst.

KAFBÁTURINN var búinn að lóna kringum okkar í klukkutíma, og skjóta á okkur bæði úr fallbyssum og hríðskotabyssum, eyðileggja allt ofan þilfars og kveykja í skipinu, þegar árásinni var hætt“, sagði Sverrir Torfason matsveinn á Fróða í viðtali við Alþýðublaðið í morgun. „Og sennilega hefir kafbáturinn þá haldið, að úti væri um skipið, ekki þyrfti fleiri skotum á það að eyða og þess vegna farið“.

Árásin var gerð fyrirvaralaust á þriðjudagsmorguninn, þegar skipið var statt um 200 mílur suð-suðaustur af Vestmannaeyjum. Eins og áður var frá skýrt hér í blaðinu fórust fimm menn, en sá sjötti særðist. Um nánari tildrög skýrir Sverrir Torfason svo frá: — Ég var vakinn laust fyrir klukkan sex á þriðjudagsmorguninn og sagt, að árás væri hafin á skipið. Fyrst hélt ég, að um flugvélaárás væri að ræða, en það kom seinna í ljós, hvers kyns var.

Ég var dálitla stund að komast í fötin og útbúa mig í björgunarbát. En meðan á því stóð heyrði ég skotdyn og bresti. Það mun hafa verið fallbyssukúlan, sem mölbraut brúna. Auk þess heyrði ég stöðugt skot úr hríðskotabyssum. Tveir hásetar, Gísli Guðmundsson og Guðmundur Stefánsson féllu stjórnborðsmegin í brúnni en stýrimaðurinn, Sigurður Jörundsson, féll í „bestik“- húsinu. Rétt á eftir fór skipstjórinn aftur á bátapall, og ætlaði að setja bátinn á flot og var bróðir hans, Steinþór Árnason, þar með honum. Var þá skotið úr hríðskotabyssum á bátapallinn og fór báturinn við það í tvennt. Ég hafði farið tvisvar upp á þilfar, en hörfaði undir þiljur aftur vegna skothríðarinnar.  Sveinbjörn Davíðsson, 1. vélstjóri, fór inn í klefa sinn, til þess að ná sér í jakka, en í sama bili fékk hann skot í báða handleggina. Rétt á eftir heyrir Sveinbjörn, að skipstjórinn kallar: „Ég er særður“. Kallar þá Sveinbjörn til mín og 2. kyndara: „Strákar, þið verðið að koma upp, það eru særðir menn upp á dekki“. Hljóp ég þá upp og hitti einn hásetann. Fórum við til skipstjórans og bárum hann niður í káetu. Því næst fórum við upp aftur og fundum Steinþór Árnason bakborðsmegin á dekkinu og hafði hann dottið niður af bátapallinum, þegar hann fékk áverkann. Bárum við hann líka niður í káetu. Fórum við, sem eftir vorum uppi standandi, að reyna að hlynna að hinum særðu. Var Steinþór heitinn með óráði, en skipstjórinn með rænu. Var nú kominn ofurlítill léki að skipinu, en ekki hættulegur. Spurðum við skipstjórann ráða og sagði hann okkur að stefna í norð-norðvestur.

Nokkru seinna sáum við skip nálgast okkur. Var það Skaftfellingur. Báðum við hann að senda skeyti til Vestmannaeyja 0g biðja um aðstoð handa okkur. Var sent leitarsveit þaðan á móti okkur, en við fórum á mis við það í fyrrinótt. i fyrrinótt var farið að draga af skipstjóranum, en Steinþór var látinn. Þegar skipstjórinn sá að hverju fór kallaði hann til sín hásetann, sem eftir var, og fól honum að koma skipinu til lands. Andaðist skipstjórinn kl. 9 um morguninn.  Um klukkan tíu í gærmorgun komum við til Eyja.  Þegar Fróði lagðist að bryggju var þar fyrir fjöldi fólks, og stóðu brezkir hermenn þar heiðursvörð. Byrjaði landgönguathöfnin á því, að lúðraflokkur lék sorgarlög, en skátar lögðu líkin á flutningabíla. Sjópróf verða haldin í Vestmannaeyjum í dag. Línuveiðarinn Fróði er byggður árið 1922, en kom hingað til lands árið 1924. Eigandi hans er Þorsteinn Eyfirðingur. Fróði er 123 smálestir að stærð.

 

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs fjórða janúar á þessu ári.

Fann ástina á ný eftir fráfall eiginkonu sinnar: „Svona er nú lífið“

Þormóður og Þóra. Mynd: Skjáskot af eirikurjonsson.is.

Ástin er skemmtileg og hægt að tengja allt gott við hana er lífið hefur upp á að bjóða; það veit fréttahaukurinn Eiríkur Jónsson manna, kvenna og kvára best.

Eiríkur Jónsson.

Hann þekkir ást. Hann er ást. Hann skrifar um ást:

„„Svona er nú lífið,“ segir athafnamaðurinn Þormóður Jónsson (63) sem hefur fundið ástina á ný eftir fráfall eiginkonu sinnar fyrir nokkrum misserum.“

Eiríkur bætir því við að „ástin heitir Þóra Björk Scram (61), listakona og systir Kára Schram kvikmyndagerðarmanns m.m. Þormóður er bróðir Baldvins Jónssonar tengdaföður Bjarna Ben.“

Takk Eiríkur, takk.

„Fyrir okkur sem munum dálítið langt aftur í pólitík er þetta tær steingrímska“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason kann að munda pennann og er með stálminni, líkt og þessi orð bera glögglega með sér.

„Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að hefðbundin efnahagslögmál giltu ekki á Íslandi. Þetta vakti að vonum athygli.“

Steingrímur Hermannsson.

Egill fann í gær samsvörun við orð Steingríms heitins í orðum núverandi formanns Framsóknarflokksins – Sigurðar Inga Jóhannssonar – sem er einnig fjármála- og efnahagsráðherra.

Orðin Egils:

Sigurður Ingi Jóhannsson.

„Í gær sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og núverandi formaður Framsóknarflokksins, að há verðbólga væri í DNA okkar Íslendinga. Fyrir okkur sem munum dálítið langt aftur í pólitík er þetta tær steingrímska.“

Vitni lýsa fjöldamorðinu í al-Tabin skólanum sem martröð: „Hver mun kalla mig „mömmu Sumaya núna?“

Vitni að fjöldamorði Ísraelshers í al-Tabin skólanum á Gaza þann 10. ágúst síðstliðinn, sem „dómsdag“. Um það bil hundrað létust í árásinni, flest konur og börn.

Fréttastofan Al Jazeera birti í dag viðtöl við vitni af því blóðbaði sem Ísraelsher stóð fyrir morguninn 10. ágúst síðastliðinn þegar um 100 konur, börn og gamalmenni voru drepin með bandarískum vopnum í al-Tabin skólanum á Gaza, þar sem fjölmargir Palestínubúar á flótta höfðu leitað skjóls í. Árásin var gerð eldsnemma að morgni, þegar karlmennirnir voru að neðri hæð hússins við bænir en sprengjuárásin var gerð á efri hæðina, þar sem konurnar, börnin og gamalmennin voru.

Sumaya Abu Ajwa missti stjúpdætur sínar tvær, sem hún hefur alið upp sem sínar eigin dætur. „Ryk og eldur umlék allt. Þetta var eins og dómsdagur. Ég byrjaði að leita að stelpunum, ég fann þá yngri. Ég tók hana í fangið og blóðið úr henni rennbleytti fötin mín,“ sagði hún grátandi við fréttamann Al Jazeera. Og hélt áfram: „Ég fór svo aftur inn í eldinn að leita að hinni dóttur minni. Þegar ég fann hana svo sá ég að líkami hennar var rifinn í tvennt.“ Sumaya sagði að stelpurnar hefðu verið dæturnar sem hún gat aldrei eignast. „Hver mun kalla mig „mömmu Sumaya núna?“ Ég þrái að heyra þessi orð meira en nokkuð annað.“

Suzan Al-Basyouni varð einnig vitni að hryllingnum: „Vettvangur fjöldamorðsins er greyptur inn í heilann á mér. Eins og ég hafi verið í hryllingsmynd. Ég var að leita að eiginmanni mínum innan um líkamsleifar og rústir. Á meðan ég leitaði hans steig ég á sundurlimaða líkama en sumir þeirra voru, án þess að ég áttaði mig á því, vinir mínir.“ Suzan mundi að eiginmaðurinn hefði verið klæddur í bláa skyrtu en sagðist ekki hafa geta greint liti í sundur vegna reyks, rústa og blóðs. „Að lokum fundum við manninn minn drepinn. Hann hafði misst báðar lappirnar og kviðurinn hafði rifnað upp.“

Hassan Al-Daaya, starfsmaður líkhúss á Gaza sagði fjöldamorðið 10. ágúst öðruvísi en oft áður. „Þetta fjöldamorð var öðruvísi, vegna fjölda látinna og gríðarlegs fjölda brenndra líka og sundurlimaðra. Við gátum ekki grein einn útlim frá öðrum. Hver átti þessa hönd? Hver átti þennan fót?“

Blaðamaðurinn Mo´Tasem Abu Asr lýsti vettvangi glæpsins sem Ragnarökum. „Ég sá atriði beint frá Ragnarökum. Enn þann dag í dag get ég ekki gleymt lyktinni sem ég fann þar.“

Blaðamaður Al Jazeera, Anas Al-Sharif tók í sama streng: „Það er erfitt að komast yfir þær sýnir sem blasti þar við. Ég sé þær bæði í vöku og draumi. Þegar ég kom á vettvang varð ég fyrir svo miklu áfalli að ég gat ekki komið upp orði í dágóðan tíma. Ég vissi ekki hvað ég gæti sagt. Ég sá stúlku kveðja föður sinn sem hafði brunnið lifandi.“

Mo´Men Salmi, starfsmaður almannavarna á Gaza hafði svipaða sögu að segja. „Eldurinn gleypti fórnarlömbin. Þau náðu ekki að slökkva í sér, vegna þess að mörg þeirra höfðu misst útlimi sína. Engin manneskja á að verða vitni að slíkri sjón.“

Annar starfsmaður almannavarna, Noah Al-Sharnoubi lýsti þessu sem martröð. „Mér leið eins og ég væri í martröð þar sem líkin stöfluðust upp alls staðar. Ég byrjaði að missa stjórn á mér og gat ekki lyft líkunum eða hjálpað þeim særðu. Ég gat ekki sofið í þrjá daga eftir blóðbaðið. Sýnirnar halda áfram að birtast í huga mér. Þetta var ekki bara fjöldamorð, þetta var þjóðarmorð gegn fólki á vergangi, sem leitaði skjóls í skóla. Fórnarlömbin voru öll eldri borgarar, börn og konur.“

Hér má sjá myndskeið Al Jazeera en fólk með sál er varað við myndefninu.

 

Norðfirðingar eru í áfalli að sögn forseta bæjarstjórnar: „Þetta er bara hræðilegur harmleikur“

Neskaupstaður - Mynd: Wikipedia

Norðfirðingar eru í áfalli að sögn forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, eftir að eldri hjón fundust látin í bænum í nótt.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggðar, segir samfélagið í Neskaupstað í algjöru áfalli vegna harmleiksins sem varð í bænum í nótt er eldri hjón fundust látin en grunur er um að andlátið hafi borið með saknæmum hætti en maður var handtekinn á þriðja tímanum í dag í Reykjavík en hann er grunaður um að vera valdur að dauða hjónanna.

„Þetta er bara hræðilegur harmleikur. Og hugur manns er hjá öllum þeim sem hafa um sárt að binda núna og jafnframt vegna slyssins sem varð fyrr í vikunni,“ sagði Jón Björn í samtali við Mannlíf og átti þá við hið hörmulega banaslys varð er voðaskot hæfði ungan veiðimann fyrir austan. Jón Björn hélt áfram: „Og nú ríður á að við sem samfélag, hvort sem það sé í Fjarðabyggð eða landinu öllu, stöndum við þétt saman og höldum utan um fólkið okkar. Þegar eitthvað eins og svona gerist þá vitum við það að við stöndum sem einn maður, nú þjöppum við okkur saman og höldum utan um okkur öll.“

Harmleikur í Neskaupstað – Einn handtekinn í tengslum við andlát eldri hjóna

Karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að andláti eldri hjóna sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað í nótt.

Hvernig andlátið bar að hefur ekki fengist staðfest en lögreglan leitaði eins manns vegna þess en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV tók maðurinn bíl hjónanna í nótt.

Samkvæmt heimildum Mannlífs mætti sérsveitin á Norðfjörð á fjórða tímanum í dag vegna málsins en viðbúnaður var á Snorrabraut í Reykjavík í dag en lögreglan lokaði umferð við Eiríksgötu á þriðja tímanum. Einn var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar samkvæmt RÚV en sá aðili tengist málinu á Norðfirði.

Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á Austurlandi klukkan 15:18:

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi á Norðfirði. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir. Einn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu.

Grímuklæddir byssumenn sátu fyrir bílstjóra á bensínstöð og myrtu hann – MYNDBAND

Harmleikur í Los Angeles - Mynd: Skjáskot

Lögreglan í Los Angeles hefur birt myndband af hræðilegri skotárás sem átti sér stað í fyrra,

Myndbandið sýnir hvíta jeppa keyra inn á bílastæði hjá bensínstöð. Úr jeppanum koma svo tveir vopnaðir og grímuklæddir menn. Annar þeirra hleypur að bíl sem er lagt bensíndælu og skýtur bílstjórann ítrekað. Hinn maðurinn skýtur á annan mann sem er kom út úr bensínstöðinni. Mennirnir hlaupa svo aftur inn í hvíta jeppann og bruna í burtu. Allt þetta tók aðeins nokkrar sekúndur. Lögreglan telur að glæpamennirnir hafi vitað að fórnarlömb sín hafi verið á bensínstöðinni og þetta hafi ekki verið handahófskenndur glæpur.

Í árásinni lést maður að nafni Marquette Scott en hann var 32 ára gamall. Lögreglan hefur ekki neinn undir grun þrátt fyrir að tæpar 7 milljónir króna séu í boði fyrir upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist.

Vonast er til að birting myndbandsins muni leiða til nýrra vísbendinga eða vitna í málinu.

Vitringarnir þrír seldu upp á mettíma í morgun: „Við ætlum að færa ykkur grín, grúv og gæsahúð”

Vitringarnir 3. Ljósmynd: Aðsend

Það vakti mikla athygli þegar jólaauglýsing með þeim Friðriki Ómari, Eyþóri Inga og Jógvan Hansen birtist í kosningasjónvarpinu þann 1. júní síðastliðinn á Rúv en þeir kalla sig Vitringana þrjá og munu stíga saman á svið í desember í Hörpu og Hofi. Það seldist upp á allar fyrirhugaðar sýningar á mettíma í morgun  en þeir félagar hafa nú bætt við fleiri sýningum vegna gríðarlegrar eftirspurnar.

„Maður rennur náttúrulega alltaf blint í showin þegar maður startar nýju verkefni en við höfðum trú á þessu strax í upphafi. Svo þarf bara dass af kjarki þor og kýla svo á það. Við ætlum að færa ykkur grín, grúv og gæsahúð,”  segir Eyþór Ingi kátur í bragði.

„Jólamarkaðurinn þegar það kemur að tónleikum hefur verið að breytast sl. ár og okkur fannst við geta sett saman hina fullkomnu skemmtun fyrir alla í desember. Við ætlum að skemmta fólki.” segir Jógvan Hansen.

„Mig langaði til að breyta til eftir jólatörnina mína í fyrra en ég hef verið með jólatónleika frá árinu 2015 sem heita „Heima um jólin.” Það var frábært ævintýri en mér fannst tími til komin að skipta um gír.  Það lá í augum uppi fyrir mér að hefja samstarf við Eyþór og Jógvan. Við erum vinir og það verður gaman að deila þessum tíma og þessari upplifun með þeim,” segir Friðrik Ómar.

Aukasýningar er komnar í sölu bæði í Hörpu og Hofi og stendur forsalan yfir til miðnættis í kvöld á www.vitringarnir3.is 

 

Rannsóknarlögreglan hafði samband við Gunnar Smára vegna svikahrappa: „Takið ekkert mark á þessu“

Gunnar Smári Egilsson.
Rannsóknarlögreglan hafði samband við Gunnar Smára Egilsson, Sósíalistaforingja vegna svindlara sem notað höfðu persónu hans „til að ljá svikunum trúverðugleika,“ eins og lögreglan orðaði það við Gunnar Smára.

„Ég fékk senda tilkynningu frá rannsóknarlögreglunni um netsvindl, fjárfestasvindl, þar sem svindlararnir eru að nota mína persónu til að ljá svikunum trúverðugleika, eins og löggan orðar það. Allt miðar þetta að því að fara með fólk á síðuna Nearest Edge (lhwd7mstu.top).“ Þannig hefst færsla Gunnars Smára. Segir hann ennfremur að lögreglan hafi sagt honum að fleiri þjóðþekktir Íslendingar hefði lent í því sama.

„Síðan hefur verið til í 137 daga og er skráð í gegn um proxy og allar upplýsingar eru REDACTED FOR PRIVACY. Enda engin vafi að þarna er á ferðinni scam síða, segir löggan. Og bætir við: Þarna ertu kominn í hóp þjóðþekktra einstaklinga eins og Guðna Th., Katrínar Jakobsdóttur, Jón Gnarr, Ólafs Jóhanns og Ara Eldjárns sem öll hafa verið notuð í þessum tilgangi.“

Að lokum gagnrýnir Gunnar Smári „gervigreindarmaskínur“ á samfélagsmiðlunum.

„Takið sem sé ekkert mark á þessu. Það er í raun magnað hvað svona vitleysa veður uppi á samfélagsmiðlum, sem á sama tíma telja sig getað stjórnað almennri umræðu, sett fólk í straff fyrir að segja eitthvað sem gervigreindarmaskínur telja óviðeigandi. Ég hef sjálfur lent í slíku, þegar efni frá Samstöðinni fékk svo til enga dreifingu mánuðum saman vegna þess að gervigreindin getur ekki lesið sér til gagns.“

Séra Jóhanna blessar Vík

Séra Jóhanna Magnúsdóttir

Séra Jóhanna Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem sóknarprestur við Víkurprestakall í Suðurprófastsdæmi en greint er frá þessu á heimasíðu Þjóðkirkjunnar.

Jóhanna mun taka við starfinu á næstu vikum en í prestakallinu eru sex sóknir og búa rúmlega 1400 manns á svæðinu. Húsnæði fyrir hana er staðsett í Vík en þar búa flestir íbúar í prestakallinu.

Jóhanna fæddist árið 1961 í Reykjavík og hefur fjölbreytta starfsreynslu og var hún meðal annars aðstoðarskólastjóri Mennaskólans Hraðbrautar í sex ár. Hún hefur einnig sinnt prestsþjónustu í Skálholtsprestakalli, Kirkjubæjarklaustursprestakalli og einnig leyst af í Digranes og Hjallaprestakalli.

Þá á Jóhanna þrjú börn og á þrjú barnabörn.

Þá var einnig tilkynnt um að séra Kristín Tómasdóttir taki við Skálholtsprestakalli á næstu vikum.

Interpol lýsir eftir syni seðlabankastjóra Íslands: „Sá hinn sami gæti verið í hættu“

Þórir Kolka Ljósmyndir: Interpol

Alþjóðalögreglan Interpol lýsir Þóri Kolka Ásgeirssyni, 24 ára, en til hans hefur ekki spurst síðan í lok júlí.

Fram kemur á vef Interpol að Þórir hafi ferðast til Ítalíu, Sviss og Egyptalands. Þórir Kolka er sonur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.

Vísir greindi fyrst frá tilkynningu Interpol og ræddi við Grím Grímsson yfirlögregluþjón sem sagði að íslensk lögregluyfirvöld hafi sent tilkynninguna til Interpol fyrir hönd fjölskyldunnar. „Í þeim tilfellum sem þetta er gert er verið að reyna að átta sig á því hvar viðkomandi er staddur, þar sem sá hinn sami gæti verið í hættu.“

Gagnrýnir Morgunblaðið harðlega vegna leiðara um Dag B: „Lygnir aumingjar“

Morgunblaðið Ljósmynd: RÚV
„Lygnir aumingjar. „Uppgjör orlofs Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra er einsdæmi meðal æðstu stjórnenda ríkisins og bæjarstjóra helstu sveitarfélaga“. Þessu laug Mogginn blákalt og orðrétt svona.“ Þannig hefst harðorð færsla Björn Birgissonar samfélagsrýnis frá Grindavík og á hann þá við leiðara Morgunblaðsins þar sem Dagur B. Eggertsson er tekinn fyrir vegna frétta af orlofsgreiðsla til hans eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Björn bendir síðan á þá staðreynd að orlofsgreiðslurnar eru alls ekkert einsdæmi eins og Morgunblaðið vill meina.

„Hvað hafa Sjallarnir fengið án þess að Mogginn segði frá því?
Haraldur Sverrisson, sem hafði verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ í 15 ár fékk 9,6 milljónir í orlofsuppgjör.
Ármann Kr. Ólafsson, sem var búinn að vera bæjarstjóri í Kópavogi í áratug og fékk um 7 milljónir í orlofsuppgjör.
Gunnar Einarsson hætti sem bæjarstjóri Garðabæjar fyrir tveimur árum og fékk 7,8 milljónir í orlofsuppgjör.
Ekki má gleyma Aldísi Hafsteinsdóttur sem var bæjarstjóri í Hveragerði í 15 ár og Ásgerði Halldórsdóttur sem lét af störfum sem bæjarstjóri Seltjarnarness eftir 12 ára starf.
Hef ekki upphæðir til þeirra.“
Að lokum spyr Björn áhugaverðrar spurningar.

„Katrín Jakobsdóttir lét af störfum sem forsætisráðherra í byrjun apríl. Orlofsuppgjör til hennar nam 2,4 milljónum króna.
Dagur B. Eggertsson fékk svo 9,7 milljónir í orlofsuppgjör frá Reykjavíkurborg á dögunum.
Sjallar hrukku í kút og byrjuðu að ljúga rétt eins og Mogginn.
Hver þarf svona fólk?“

Bílar í svörtum skikkjum við Bjarkarlund

Dularfullur bíll við Bjarkarlund. Mynd: Reynir Traustason.

Nokkrir dularfullir bílar hafa sést á ferð um Barðastrandasýslu og nágrenni undanfarið. Bílarnir eru með höfuðstöðvar við gistiheimilið í Bjarkarlundi þar sem þeir eru sveipaðir svörtum skikkjum að næturlagi. Alls voru fimm slíkir bílar á ferðinni um liðna helgi.

Samkvæmt staðfestum heimildum Mannnlífs er þarna um að ræða bifreiðir á vegum Apple sem eru að mynda íslenska vegakerfið. Eins og fram kom í Mannlífi er markmið Apple er að taka myndir af öllum helstu bæjarfélögum landsins til að koma þeim inn í Apple Maps. Apple er með gistiaðstöðu á leigu í Bjarkarlundi þar sem ökumenn myndavélabílanna halda til. Skikkjurnar svörtu eru settar upp í náttstað til að verja myndavélar bifreiðanna.

Bjarkarlundur er reyndar þekktur fyrir furðulega bíla. Þar stóð um árabil Blár Suzukiöjeppi sem kom við sögu í Vaktaseríunum sem bifreið Ólafs nokkurs Ragnars. Súkkan er nú á Reykhólum þar sem hún er að ryðga niður.

„Guð hlýtur að vera mikill húmoristi“ – Nærmynd af Halldóri Bragasyni

Blúsgoðsögnin Halldór Bragason lét lífið er eldur kom upp á heimili hans við Amtmannsstíg í Reykjavík þann 13.ágúst síðastliðinn.

Halldór – mun betur þekktur sem Dóri – var á meðal lykilmanna í blústónlistarsenunni á Íslandi áratugum saman. Til að mynda var hann heiðraður fyrir ellefu árum er hann var kjörinn heiðursfélagi Blúshátíðar í Reykjavík. Dóri var á meðal stofn­enda Blús­fé­lags Reykja­vík­ur fyrir tuttugu árum; er efndi til Blús­hátíðar Reykja­vík­ur í fjöldamörg ár.

Dóri hét fullu nafni Halldór Snorri Bragason; hann fædd­ist þann 6. nóv­em­ber árið 1956 i Reykja­vík; ólst upp í Hlíðunum; for­eldr­ar hans voru Stein­unn Snorra­dótt­ir og Bragi Kristjáns­son. Hann á tvö eldri systkini, Helga og Bertu. Dóri átti tvo syni, Braga og Andra Frey; Bragi lést árið 2005 aðeins tví­tug­ur að aldri. Andri Freyr á eina dótt­ur, Ásdísi Freyju, með Töru Gunn­ars­dótt­ur.

Dóri kynnt­ist tón­list­inni ung­ur að árum; fékk gít­ar í ferm­ing­ar­gjöf og var snemma far­inn að spila með hljóm­sveit­um. Hin goðsagnakennda hljómsveit Vin­ir Dóra lék fyrst op­in­ber­lega árið 1989; kom fram á gríðarlegum fjölda tón­leika hér á landi sem og á blús­hátíðum er­lend­is. Og til að mynda átti Dóri og vinir hans gott sam­starf við hinn heimsþekkta blúsara, Chicago Beau; bjó Dóri um tíma í Montreal í Kan­ada.

Dóri var einn af bestu gítarleikurum landsins; goðsögn í blússenunni hérlendis. Hljómsveit hans, Vinir Dóra, var þar í fararbroddi – en sveitin – sem gaf út fjölmargar hljómplötur á ferli sínum – fæddist er Dóra og vinum hans bauðst það tækifæri að hita upp fyrir tónleika breska blús- og rokkgoðsins John Mayall árið 1989; eftir það tengdist Dóri inn í blússenuna í Chicago í Bandaríkjunum – á upphafsárum hljómsveitarinnar Vina Dóra – og myndaðist tónlistarloftbrú yfir Atlantshafið um langt árabil; þökk sé Dóra: Þar sem íslenskir og bandarískir blúslistamenn spiluðu á tónleikum og hátíðum hvors annars; sömdu og gáfu út tónlist.

Dóri var lærður rafeindavirki og vann hann til dæmis á kvik­mynda­deild Sjón­varps­ins í nokk­ur ár; var um tíma starfsmaður í tölvu­deild BYKO, og starfaði sem áfeng­is­ráðgjafi á Vogi.

Pinetop Perkins.

Dóri spilaði á gítar og söng líka; hann kom fram reglulega á tónleikum bæði hér heima og erlendis og árið 2009 spilaði Dóri á blúshátíð í Arkansas í Bandaríkjunum; þá með allsvakalegum stjörnum á borð við Pinetop Perkins – Willi Big Eyes – Bob Margolin sem og Bob Stroger: „Það var rosalegur heiður að fá að gera þetta,“ sagði Dóri eitt sinn í viðtali við Fréttablaðið.

Á síðustu tveimur árum háði Dóri erfiða en hetjulega baráttu við krabbamein; hann sótti styrk hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. Mun fjölskylda og vinir Dóra hlaupa til styrktar Ljósinu í Reykjavíkurmaraþoninu.

Dóri sagði frá lífi sinu og list í viðtali við Morgunblaðið á því herrans ári 2006. Í viðtalinu lýsti hann því hvernig hann týndi næstum lífi sínu er hann lenti í flugslysi með Ómari Ragnarssyni og nokkrum fleirum árið 1987, við Mývatn, þar sem unnið var að sjónvarpsverkefni. Dóri varð fyrir slæmum meiðslum á hálsi í slysinu; meiðsl er háðu honum alla tíð.

Óhætt er að segja að Dóri hafi reynt ýmislegt í lífinu sem hann sagði frá í áðurnefndu viðtali við Morgunblaðið – viðtali er tekið var einu ári eftir fráfall Braga sonar hans:

„Það er merkilegt hvað mannskepnan getur risið hátt – verið nánast eins og guðleg vera – og hvað hún getur lagst lágt. Það er hinn eilífi tvöfaldleiki lífsins. Hið góða og hið jákvæða er mér þó jafnan ofar í huga. Það er val að vera jákvæður og koma auga á möguleikana. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu vali. Maður getur valið kvölina og eymdina en líka gleðina og jákvæðnina. Mín tilfinning er sú að ljóstíran sé alltaf til staðar. Húmorinn er manninum líka nauðsynlegur. Án hans væri lífið bara táradalur. Ef þú horfir bara á okkur, mannkynið, þá blasir við að Guð hlýtur að vera mikill húmoristi.“

Svanhildur Konráðsdóttir.

Fjölmargir hafa minnst Dóra og á meðal þeirra er Svanhildur Konráðsdóttir, sem sagði þetta:

„Dóri var heiðursmaður, frumkvöðull og ekki bara besti vinur – heldur blúspabbi Íslands. Við þekktust frá því ég var rúmlega tvítug – flutt í bæinn og farin að þræða þá fáu staði þar sem lifandi blús var í boði.  Og þar var Dóri. Síðar hélt ég þétt með Blúshátíð í Reykjavík og reyndi eftir megni að tryggja þeim stuðning frá borginni. Þeir félagar komu reglulega fram í Hörpu á Menningarnótt á umliðnum árum og færðu allt of sjaldséðan bláan blæ í húsið. Dóra verður minnst með virðingu, söknuði og hlýju af öllum sem eru tónlistarmegin í tilverunni – að ég tali nú ekki um á þeim hjartahrærandi bláu nótunum sem hann kunni svo vel að galdra fram. Ég votta ástvinum hans og samferðafólki öllu innilega samúð.“

Helga Möller á milli þeirra Eiríks Haukssonar og Pálma Gunnarssonar árið 1986.

Söngkonan Helga Möller segir að „við vorum bæði tónlistarmenn í ólíkum tónlistarstíl. Hann var frábær bluesspilari og ég var í diskóinu og dægurtónlistinni en við vorum góðir vinir þrátt fyrir það og bæði mikið áhugafólk um golf og spiluðum stundum golf saman á Nesvellinum innan um Kríjurnar. Dóri varð mjög góður golfari og ég reyndi að fylgja honum eftir sem tókst nú sjaldnast. En hann var sanngjarn golfari og gaman að spila með honum. Ég hætti síðan í Nesklúbbnum og sá Dóra ekki mikið eftir það. Mikið myndi mig langa til að taka með þér hring á Nesinu en það verður bara í Himnaríki, þegar við hittumst næst. Þú verður að sjá til þess að það séu golfkúlur í Himnaríki Dóri minn. Góða ferð elsku vinur og sjáumst þegar minn tími kemur elsku kallinn.“Guð blessi minningu þína elsku vinur og innilegar samúðarkveðjur til fólksins þíns. Kærleikskveðja, Helga Möller.“️

Arnar Eggert Thoroddsen.

Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður minnist Dóra með eftirfarandi orðum:

„Þetta er harmafregn. Ég kynntist Dóra fyrst og síðast í gegnum Morgunblaðið en ég átti við hann fjölmörg viðtöl vegna Blúshátíðar. Eljusamur skipuleggjari með afbrigðum og ég ræddi við a.m.k. þrjá blúsara fyrir hans tilstilli; Chicago Beau, Magic Slim og Marquise Knox. Sá síðarnefndi var rétt um tvítugt þegar hann kom, 2011, og urðum við Fjasbókarvinir í kjölfarið. Blúsinn er langt í frá í mínu DNA en einhvern veginn klóraði ég mig í gegnum 1500 orða viðtal við Magic Slim sem var svo birt í Lesbók! Beau var með fyrstu viðtölunum sem ég tók fyrir Moggann, hitti hann á Vegamótum heitnum og vinur minn Kristinn Ingvarsson smellti af honum sígildri mynd. Það var gott að ræða við Dóra og fyrirsagnirnar voru t.d. „Með blúsinn í blóðinu“, „Blúsáhaldabyltingin“, „Dóri segir á blúsinn bætandi“ og „Með blús í hjarta“. Viðtöl vegna Blúshátíðar voru svo gott sem árlegur viðburður hjá menningarblaðamanninum þegar ég var á gólfinu, 2000 – 2012, og mér þótti vænt um þessi verkefni. Haldreipi nokkurs konar og djúp, sefandi rödd Dóra þar miðlæg. Ég votta aðstandendum samúð og sendi yl inn í bransann því að risi er fallinn, það er ljóst.“

Baldur Hermannsson.

Baldur Hermannsson minnist vinar síns:

„Dóri Braga er allur svo ekki segir hann mér til oftar á golfpöllunum. Hann var landsfrægur fyrir tónlist en ég þekkti hann mest af golfvöllunum, þar var hann bráðflinkur eins og í öðru sem hann tókst á hendur. Hann hafði gaman af því að leiðbeina okkur sem lakari vorum. Það er mikill sjónarsviptir að Dóra. Hann skóp sinn æviferil af eigin rammleik. Hann brá sérstökum litblæ yfir tilveruna, hvar sem hann kom. Og samfélagið er snauðara þegar hann er farinn. Haf þú heila þökk fyrir farsæl kynni, Halldór Bragason.“

Blessuð sé minning Halldórs Bragasonar.

Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi:„Ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur“

Yazan Tamimi vill búa á Íslandi - Mynd: Aðsend

Samtökin No Borders Iceland hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita því að flytja Yazan Tamimi úr landi.

Í yfirlýsingu sem samtökin No Borders Iceland birtu á Facebook í morgun, skora samtökin á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita fyrirskipun yfirvalda að flytja hinn 11 ára Yazan Tamimi úr landi en hann er á flótta ásamt foreldrum sínum frá Palestínu. Eins og alþjóð veit er Yazan greindur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne en það er einn ágengasti og alvarlegasti sjúkdómurinn af þessu tagi. Fram kemur í yfirlýsingunni að læknisvottorð sýni fram að það eitt að vera fluttur upp í flugvél geti orðið honum að bana.

Til stóð að senda Yazan og foreldra hans úr landi til Spánar, þar sem þau höfðu millilent á leið sinni til Íslands, fyrr í sumar en þeirri ákvörðun var frestað fram í ágúst. Á næstu dögum má búast við að fjölskyldan verði sótt af lögreglunni og send úr landi en heilsa Yazan hefur hrakað mjög í sumar eftir að rof varð á heilbrigðisþjónustu hans en hann var fluttur á dögunum á bráðadeild Barnaspítala Hringsins.

No Borders taka fram í yfirlýsingu sinni að bæði flugfélögin og þeir lögreglumenn sem tækju þátt í að vísa Yazan úr landi, væru „jafn meðsek í því ódæðisverki og sjálfir ráðamenn“.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

No Borders Iceland skorar á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita því að flytja Yazan Tamimi úr landi.

Yazan Tamimi er 11 ára drengur á flótta frá Palestínu. Hann er greindur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne sem er einn ágengasti og alvarlegasti vöðvarýrnunarsjúkdómurinn. Læknisvottorð hefur sýnt fram á að það eitt að vera fluttur upp í flugvél getur orðið honum að bana.

Lífslíkur þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum eru um 19 ár.

“Það er líka ljóst að verði rof á þessari þjónustu getur það verið lífshættulegt og stytt hans ævi. Benda má á að 30% drengja með Duchenne vöðvarýrnun deyja í kjölfarið á falli eða hnjaski.” segir í læknisvottorði Yazan. Auk þess sem fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp,

Einstök börn og Duchenne samtökin hafa fordæmt brotvísunina.

Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð.

Að lokum vill No Borders Iceland árétta það að öll þau flugfélög og það lögreglufólk sem tekur þátt í brottvísun Yazan eru jafn meðsek í því ódæðisverki og sjálfir ráðamenn, við höfum öll okkar val um að standa upp og gera það sem er rétt.

Við hvetjum öll flugfélög til þess að velja mannúð og samfélagslega ábyrgð og vonum að bæði lögreglan og stjórnvöld sjái sóma sinn í að gera það líka, jafnvel þótt það væri ekki af fyrra bragði.

Yazan á heima hér.

 

Örn Friðriksson er látinn

Örn Friðriksson, fyrrverandi varaforseti ASÍ, er látinn en mbl.is greindi frá andláti hans. Hann var 83 ára gamall.

Örn fæddist árið 1941 í Reykjavík og voru foreldrar hans Guðrún Árnadóttir húsmóðir og Friðrik Sigurðsson verkamaður.

Örn lærði vélvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk því námi árið 1962. Stuttu síðar hélt hann til Austur-Þýskalands í tækninám. Eftir námið starfaði Örn sem sjómaður áður en hann vann sem vélvirki hjá Vélsmiðjunni Héðni, Búrfellsvirkjun og Íslenska álfélaginu. Síðan varð Örn formaður hjá Félagi járniðnaðarmanna.

Örn kom víða við þegar kom að stjórnarsetu og hann var með annars í bankaráði Íslandsbanka um tíma og í stjórn Sálrannsóknarfélags Íslands og varaforseti ASÍ en Örn skrifað margar greinar í blöð og tímarit um verkamál.

Örn lætur eftir sig þrjú börn.

Brad Pitt glæsilegur á ferðalagi um Ísland – MYNDBAND

Brad Pitt er að ferðast á Íslandi - Mynd: Skjáskot

Stórleikarinn Brad Pitt nýtur lífsins heldur betur á Íslandi þess daganna en Hollywood-stjarnan hefur verið að ferðast um landið á mótorhjóli.

Brad hefur látið lítið fyrir sér fara á ferðlaginu en það sást til hans á Húsavík og svo fékk hann sér að borða á Dalakofanum í Reykjadal á laugardaginn var. „Þetta var nokkuð óvænt og ég get alveg viðurkennt það stelpurnar sem eru að þjóna til borðs voru kannski aðeins spenntar en að öðru leyti fékk hann bara að vera í friði,“ sagði Ólafur Sólimann við DV en hann rekur Dalakofann með eiginkonu sinni.

TMZ hefur birt myndband af Pitt að vera undirbúa brottför sína á mótorhjóli en kappinnvar vel klæddur fyrir íslenskar aðstæður en sonur Pitt, sem heitir Pax, lenti fyrir nokkrum vikum í mótorhjólaslysi og þurfti að leggja inn á sjúkrahús um stund. Pax var ekki með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs segja þó að Brad og Pax talist ekki við í dag.

Hægt er að sjá myndbandið af Brad Pitt hér fyrir neðan

Ævareiðir vegna Ásmundar

Framsóknarmenn eru ævareiðir vegna þess sem þeir telja árásir á Ásmund Einar Daðason, ráðherra grunnskóla. Ásmundur Einar situr undir því ámæli að bera ábyrgð á því að grunnskólakerfið er nánast í upplausn og stefnuleysi ráðandi þar sem litið er til mælinga á árangri skólabarna. Nú síðast sendi Salvör Nordal, umboðsmaður barna, frá sér yfirlýsingu um að ástandið væri í senn óafsakanlegt og óviðundandi.

Sjálfstæðismenn hafa verið iðnir við þann kola að gagnrýna Ásmund Einar. Þar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra sögð vera framarlega í flokki. Þetta þykir framsóknarmönnum ekki vera góð pólitík þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengst allra flokka leitt menntamálaráðuneytið undanfarna áratugi. Enginn sanngirni sé í því að henda Ásmundi undir vagninn. Nú er svo komið að lítt dulið hatrið á milli sjálfstæðismanna og vinstrigrænna hverfur í skuggann af reiðinni vegna grunnskólamála Ásmundar Einars.

Einhver hefði talið að ekki væri ábætandi óyndið innan ríkisstjórnarinnar …

Skuggi sorgar yfir Norðfirði eftir að hjón létust – Áfallahjálp vegna tveggja harmleikja í vikunni

Hörmungar hafa dunið á Norðfirðingum undanfarna daga. Mynd: Fjarðabyggð.

Áfallamiðstöð verður opnuð í dag á Neskaupsstað vegna hjónanna sem féllu fyrir hendi manns sem nú er í varðhaldi. Fráfall hjónanna er annar sorgarviðburðurinn í vikunni. Ungur Norðfirðíngur lést af voðaskoti á gæsaveiðum á þriðjudag. Skuggi sorgar hvílir yfir bænum.

Í gærkvöld var haldin minningarstund í Norðfjarðarkirkju um manninn sem lést í slysinu. Söfnun er hafin til að styðja fjölskyldu hans.

„Þetta var fjölsótt og verulega falleg minningarstund sem Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson leiddu. Í lok hennar var ljós vonar tendrað og fólk minnt á að sýna kærleik og hlýju í samfélaginu á Austurlandi. Prestarnir bættu því við að kertin væru líka tendruð fyrir atburði dagsins,“ hefur Austurfrétt eftir Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Áfallahjálp var veitt í safnaðarheimilinu eftir minningarathöfnina.

Árásarmaðurinn í máli hjónanna lagði á flótta úr bænum eftir atburðinn á heimili þeirra. Hann er heimamaður en ekki tengdur hjónunum að öðru leyti. Hann notaði bíl hjónanna og ók til Reykjavíkur þar sem hann var handtekinn í gærdag. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi játað á sig verknaðinn.

 

Hraunið rennur að Litla-Skógfelli – Skjálftum fækkar og Grindavík er ekki í hættu vegna eldgossins

Eldgosið' séð frá Reykjavík í gærkvöld. Mynd: Róbert Reynisson.

Skjálftavirkni hefur snarminnkað eftir að gos hófst við Sýlingafell. Mjög hefur dregið úr skjálftavirkni eftir að ný sprunga opnaðist í nótt við norðurenda gossprungunnar sem opnaðist við Sýlingarfell í gærkvöldi. Hraun úr nýju sprungunni rennur í átt að Litla-Skógfelli. Grindavík er ekki í hættu þar sem hraunið rennur ekki að bænum.

Hagt er eftir Sigríði Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands að aflögun haldi áfram norðan við nýju sprunguna. Það gæti bent til að kvika væri enn að finna sér leið í jarðskorpunni.

Gosið var tilkomumikið í gærkvöld og mikið sjónarspil fyrir flugfarþega sem áttu leið um við upphaf þess en smám saman hefur dregið úr kraftinum og virðist gosið aðeins vera í meðlalagi og ekki ógna innnviðum á þessu stigi.

Kafbátaárásin á Fróða ÍS 454: „Strákar, þið verðið að koma upp, það eru særðir menn upp á dekki“

Fróði ÍS 454

Þriðjudagsmorguninn 11. mars árið 1941 var línuveiðarinn Fróði ÍS 454 á leið frá Þingeyri til Englands með ísuvarinn fisk. Ellefu manna áhöfn skipsins var grunlaus um að þýski kafbáturinn U-74 lá í leyni undir yfirborðinu og beið átektar. Klukkutíma seinna voru fimm áhafnarmeðlimir látnir eftir miskunarlausa árás kafbátaforingjans Eitel-Friedrich Kentrats.

Árásin var gerð án fyrirvara um morguninn er skipið var um 200 mílur suð-suðaustur af Vestmannaeyjum og þegar henni lauk, um klukkustund síðar, lágu fimm áhafnarmeðlimir í valnum, þar á meðal skipstjóri Fróða.

Alls létust að minnsta kosti 159 Íslendingar af orsökum sem tengjast seinni heimstyrjöldinni en hæst fer talan upp í 229 en þetta hefur ekki verið rannsakað til hlýtar samkvæmt Vísindavefnum. Þar kemur einnig fram að eina ástæða þess að Fróða var ekki sökkt af nasistum hafi verið ótti kafbátaforingjans Eitel-Friedrich Kentrats á kafbátnum U-74, að skipið væri einungis tálbeita í gildru andstæðinga sinna.

Sverrir Torfason var matsveinn á Fróða og einn þeirra sem lifðu árásina af. Sverrir sagði Alþýðublaðinu frá árásinni rétt eftir að hún var gerð og því enn í fersku minni. Hér fyrir neðan má lesa frásögn hans en neðst má sjá ljósmyndir af þeim sem féllu:

Árás kafbátsins á Fróða stóð í heila klukkustund.

Þá var hann búinn að eyðileggja allt ofan þilja á línuveiðaranum og kveikja í skipinu.

Frásögn eins af þeim, sem af komst.

KAFBÁTURINN var búinn að lóna kringum okkar í klukkutíma, og skjóta á okkur bæði úr fallbyssum og hríðskotabyssum, eyðileggja allt ofan þilfars og kveykja í skipinu, þegar árásinni var hætt“, sagði Sverrir Torfason matsveinn á Fróða í viðtali við Alþýðublaðið í morgun. „Og sennilega hefir kafbáturinn þá haldið, að úti væri um skipið, ekki þyrfti fleiri skotum á það að eyða og þess vegna farið“.

Árásin var gerð fyrirvaralaust á þriðjudagsmorguninn, þegar skipið var statt um 200 mílur suð-suðaustur af Vestmannaeyjum. Eins og áður var frá skýrt hér í blaðinu fórust fimm menn, en sá sjötti særðist. Um nánari tildrög skýrir Sverrir Torfason svo frá: — Ég var vakinn laust fyrir klukkan sex á þriðjudagsmorguninn og sagt, að árás væri hafin á skipið. Fyrst hélt ég, að um flugvélaárás væri að ræða, en það kom seinna í ljós, hvers kyns var.

Ég var dálitla stund að komast í fötin og útbúa mig í björgunarbát. En meðan á því stóð heyrði ég skotdyn og bresti. Það mun hafa verið fallbyssukúlan, sem mölbraut brúna. Auk þess heyrði ég stöðugt skot úr hríðskotabyssum. Tveir hásetar, Gísli Guðmundsson og Guðmundur Stefánsson féllu stjórnborðsmegin í brúnni en stýrimaðurinn, Sigurður Jörundsson, féll í „bestik“- húsinu. Rétt á eftir fór skipstjórinn aftur á bátapall, og ætlaði að setja bátinn á flot og var bróðir hans, Steinþór Árnason, þar með honum. Var þá skotið úr hríðskotabyssum á bátapallinn og fór báturinn við það í tvennt. Ég hafði farið tvisvar upp á þilfar, en hörfaði undir þiljur aftur vegna skothríðarinnar.  Sveinbjörn Davíðsson, 1. vélstjóri, fór inn í klefa sinn, til þess að ná sér í jakka, en í sama bili fékk hann skot í báða handleggina. Rétt á eftir heyrir Sveinbjörn, að skipstjórinn kallar: „Ég er særður“. Kallar þá Sveinbjörn til mín og 2. kyndara: „Strákar, þið verðið að koma upp, það eru særðir menn upp á dekki“. Hljóp ég þá upp og hitti einn hásetann. Fórum við til skipstjórans og bárum hann niður í káetu. Því næst fórum við upp aftur og fundum Steinþór Árnason bakborðsmegin á dekkinu og hafði hann dottið niður af bátapallinum, þegar hann fékk áverkann. Bárum við hann líka niður í káetu. Fórum við, sem eftir vorum uppi standandi, að reyna að hlynna að hinum særðu. Var Steinþór heitinn með óráði, en skipstjórinn með rænu. Var nú kominn ofurlítill léki að skipinu, en ekki hættulegur. Spurðum við skipstjórann ráða og sagði hann okkur að stefna í norð-norðvestur.

Nokkru seinna sáum við skip nálgast okkur. Var það Skaftfellingur. Báðum við hann að senda skeyti til Vestmannaeyja 0g biðja um aðstoð handa okkur. Var sent leitarsveit þaðan á móti okkur, en við fórum á mis við það í fyrrinótt. i fyrrinótt var farið að draga af skipstjóranum, en Steinþór var látinn. Þegar skipstjórinn sá að hverju fór kallaði hann til sín hásetann, sem eftir var, og fól honum að koma skipinu til lands. Andaðist skipstjórinn kl. 9 um morguninn.  Um klukkan tíu í gærmorgun komum við til Eyja.  Þegar Fróði lagðist að bryggju var þar fyrir fjöldi fólks, og stóðu brezkir hermenn þar heiðursvörð. Byrjaði landgönguathöfnin á því, að lúðraflokkur lék sorgarlög, en skátar lögðu líkin á flutningabíla. Sjópróf verða haldin í Vestmannaeyjum í dag. Línuveiðarinn Fróði er byggður árið 1922, en kom hingað til lands árið 1924. Eigandi hans er Þorsteinn Eyfirðingur. Fróði er 123 smálestir að stærð.

 

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs fjórða janúar á þessu ári.

Fann ástina á ný eftir fráfall eiginkonu sinnar: „Svona er nú lífið“

Þormóður og Þóra. Mynd: Skjáskot af eirikurjonsson.is.

Ástin er skemmtileg og hægt að tengja allt gott við hana er lífið hefur upp á að bjóða; það veit fréttahaukurinn Eiríkur Jónsson manna, kvenna og kvára best.

Eiríkur Jónsson.

Hann þekkir ást. Hann er ást. Hann skrifar um ást:

„„Svona er nú lífið,“ segir athafnamaðurinn Þormóður Jónsson (63) sem hefur fundið ástina á ný eftir fráfall eiginkonu sinnar fyrir nokkrum misserum.“

Eiríkur bætir því við að „ástin heitir Þóra Björk Scram (61), listakona og systir Kára Schram kvikmyndagerðarmanns m.m. Þormóður er bróðir Baldvins Jónssonar tengdaföður Bjarna Ben.“

Takk Eiríkur, takk.

„Fyrir okkur sem munum dálítið langt aftur í pólitík er þetta tær steingrímska“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason kann að munda pennann og er með stálminni, líkt og þessi orð bera glögglega með sér.

„Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að hefðbundin efnahagslögmál giltu ekki á Íslandi. Þetta vakti að vonum athygli.“

Steingrímur Hermannsson.

Egill fann í gær samsvörun við orð Steingríms heitins í orðum núverandi formanns Framsóknarflokksins – Sigurðar Inga Jóhannssonar – sem er einnig fjármála- og efnahagsráðherra.

Orðin Egils:

Sigurður Ingi Jóhannsson.

„Í gær sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og núverandi formaður Framsóknarflokksins, að há verðbólga væri í DNA okkar Íslendinga. Fyrir okkur sem munum dálítið langt aftur í pólitík er þetta tær steingrímska.“

Vitni lýsa fjöldamorðinu í al-Tabin skólanum sem martröð: „Hver mun kalla mig „mömmu Sumaya núna?“

Vitni að fjöldamorði Ísraelshers í al-Tabin skólanum á Gaza þann 10. ágúst síðstliðinn, sem „dómsdag“. Um það bil hundrað létust í árásinni, flest konur og börn.

Fréttastofan Al Jazeera birti í dag viðtöl við vitni af því blóðbaði sem Ísraelsher stóð fyrir morguninn 10. ágúst síðastliðinn þegar um 100 konur, börn og gamalmenni voru drepin með bandarískum vopnum í al-Tabin skólanum á Gaza, þar sem fjölmargir Palestínubúar á flótta höfðu leitað skjóls í. Árásin var gerð eldsnemma að morgni, þegar karlmennirnir voru að neðri hæð hússins við bænir en sprengjuárásin var gerð á efri hæðina, þar sem konurnar, börnin og gamalmennin voru.

Sumaya Abu Ajwa missti stjúpdætur sínar tvær, sem hún hefur alið upp sem sínar eigin dætur. „Ryk og eldur umlék allt. Þetta var eins og dómsdagur. Ég byrjaði að leita að stelpunum, ég fann þá yngri. Ég tók hana í fangið og blóðið úr henni rennbleytti fötin mín,“ sagði hún grátandi við fréttamann Al Jazeera. Og hélt áfram: „Ég fór svo aftur inn í eldinn að leita að hinni dóttur minni. Þegar ég fann hana svo sá ég að líkami hennar var rifinn í tvennt.“ Sumaya sagði að stelpurnar hefðu verið dæturnar sem hún gat aldrei eignast. „Hver mun kalla mig „mömmu Sumaya núna?“ Ég þrái að heyra þessi orð meira en nokkuð annað.“

Suzan Al-Basyouni varð einnig vitni að hryllingnum: „Vettvangur fjöldamorðsins er greyptur inn í heilann á mér. Eins og ég hafi verið í hryllingsmynd. Ég var að leita að eiginmanni mínum innan um líkamsleifar og rústir. Á meðan ég leitaði hans steig ég á sundurlimaða líkama en sumir þeirra voru, án þess að ég áttaði mig á því, vinir mínir.“ Suzan mundi að eiginmaðurinn hefði verið klæddur í bláa skyrtu en sagðist ekki hafa geta greint liti í sundur vegna reyks, rústa og blóðs. „Að lokum fundum við manninn minn drepinn. Hann hafði misst báðar lappirnar og kviðurinn hafði rifnað upp.“

Hassan Al-Daaya, starfsmaður líkhúss á Gaza sagði fjöldamorðið 10. ágúst öðruvísi en oft áður. „Þetta fjöldamorð var öðruvísi, vegna fjölda látinna og gríðarlegs fjölda brenndra líka og sundurlimaðra. Við gátum ekki grein einn útlim frá öðrum. Hver átti þessa hönd? Hver átti þennan fót?“

Blaðamaðurinn Mo´Tasem Abu Asr lýsti vettvangi glæpsins sem Ragnarökum. „Ég sá atriði beint frá Ragnarökum. Enn þann dag í dag get ég ekki gleymt lyktinni sem ég fann þar.“

Blaðamaður Al Jazeera, Anas Al-Sharif tók í sama streng: „Það er erfitt að komast yfir þær sýnir sem blasti þar við. Ég sé þær bæði í vöku og draumi. Þegar ég kom á vettvang varð ég fyrir svo miklu áfalli að ég gat ekki komið upp orði í dágóðan tíma. Ég vissi ekki hvað ég gæti sagt. Ég sá stúlku kveðja föður sinn sem hafði brunnið lifandi.“

Mo´Men Salmi, starfsmaður almannavarna á Gaza hafði svipaða sögu að segja. „Eldurinn gleypti fórnarlömbin. Þau náðu ekki að slökkva í sér, vegna þess að mörg þeirra höfðu misst útlimi sína. Engin manneskja á að verða vitni að slíkri sjón.“

Annar starfsmaður almannavarna, Noah Al-Sharnoubi lýsti þessu sem martröð. „Mér leið eins og ég væri í martröð þar sem líkin stöfluðust upp alls staðar. Ég byrjaði að missa stjórn á mér og gat ekki lyft líkunum eða hjálpað þeim særðu. Ég gat ekki sofið í þrjá daga eftir blóðbaðið. Sýnirnar halda áfram að birtast í huga mér. Þetta var ekki bara fjöldamorð, þetta var þjóðarmorð gegn fólki á vergangi, sem leitaði skjóls í skóla. Fórnarlömbin voru öll eldri borgarar, börn og konur.“

Hér má sjá myndskeið Al Jazeera en fólk með sál er varað við myndefninu.

 

Norðfirðingar eru í áfalli að sögn forseta bæjarstjórnar: „Þetta er bara hræðilegur harmleikur“

Neskaupstaður - Mynd: Wikipedia

Norðfirðingar eru í áfalli að sögn forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, eftir að eldri hjón fundust látin í bænum í nótt.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggðar, segir samfélagið í Neskaupstað í algjöru áfalli vegna harmleiksins sem varð í bænum í nótt er eldri hjón fundust látin en grunur er um að andlátið hafi borið með saknæmum hætti en maður var handtekinn á þriðja tímanum í dag í Reykjavík en hann er grunaður um að vera valdur að dauða hjónanna.

„Þetta er bara hræðilegur harmleikur. Og hugur manns er hjá öllum þeim sem hafa um sárt að binda núna og jafnframt vegna slyssins sem varð fyrr í vikunni,“ sagði Jón Björn í samtali við Mannlíf og átti þá við hið hörmulega banaslys varð er voðaskot hæfði ungan veiðimann fyrir austan. Jón Björn hélt áfram: „Og nú ríður á að við sem samfélag, hvort sem það sé í Fjarðabyggð eða landinu öllu, stöndum við þétt saman og höldum utan um fólkið okkar. Þegar eitthvað eins og svona gerist þá vitum við það að við stöndum sem einn maður, nú þjöppum við okkur saman og höldum utan um okkur öll.“

Harmleikur í Neskaupstað – Einn handtekinn í tengslum við andlát eldri hjóna

Karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um aðild að andláti eldri hjóna sem fundust látin í heimahúsi í Neskaupstað í nótt.

Hvernig andlátið bar að hefur ekki fengist staðfest en lögreglan leitaði eins manns vegna þess en samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV tók maðurinn bíl hjónanna í nótt.

Samkvæmt heimildum Mannlífs mætti sérsveitin á Norðfjörð á fjórða tímanum í dag vegna málsins en viðbúnaður var á Snorrabraut í Reykjavík í dag en lögreglan lokaði umferð við Eiríksgötu á þriðja tímanum. Einn var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar samkvæmt RÚV en sá aðili tengist málinu á Norðfirði.

Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á Austurlandi klukkan 15:18:

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi á Norðfirði. Tveir hafa verið úrskurðaðir látnir. Einn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu.

Grímuklæddir byssumenn sátu fyrir bílstjóra á bensínstöð og myrtu hann – MYNDBAND

Harmleikur í Los Angeles - Mynd: Skjáskot

Lögreglan í Los Angeles hefur birt myndband af hræðilegri skotárás sem átti sér stað í fyrra,

Myndbandið sýnir hvíta jeppa keyra inn á bílastæði hjá bensínstöð. Úr jeppanum koma svo tveir vopnaðir og grímuklæddir menn. Annar þeirra hleypur að bíl sem er lagt bensíndælu og skýtur bílstjórann ítrekað. Hinn maðurinn skýtur á annan mann sem er kom út úr bensínstöðinni. Mennirnir hlaupa svo aftur inn í hvíta jeppann og bruna í burtu. Allt þetta tók aðeins nokkrar sekúndur. Lögreglan telur að glæpamennirnir hafi vitað að fórnarlömb sín hafi verið á bensínstöðinni og þetta hafi ekki verið handahófskenndur glæpur.

Í árásinni lést maður að nafni Marquette Scott en hann var 32 ára gamall. Lögreglan hefur ekki neinn undir grun þrátt fyrir að tæpar 7 milljónir króna séu í boði fyrir upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist.

Vonast er til að birting myndbandsins muni leiða til nýrra vísbendinga eða vitna í málinu.

Vitringarnir þrír seldu upp á mettíma í morgun: „Við ætlum að færa ykkur grín, grúv og gæsahúð”

Vitringarnir 3. Ljósmynd: Aðsend

Það vakti mikla athygli þegar jólaauglýsing með þeim Friðriki Ómari, Eyþóri Inga og Jógvan Hansen birtist í kosningasjónvarpinu þann 1. júní síðastliðinn á Rúv en þeir kalla sig Vitringana þrjá og munu stíga saman á svið í desember í Hörpu og Hofi. Það seldist upp á allar fyrirhugaðar sýningar á mettíma í morgun  en þeir félagar hafa nú bætt við fleiri sýningum vegna gríðarlegrar eftirspurnar.

„Maður rennur náttúrulega alltaf blint í showin þegar maður startar nýju verkefni en við höfðum trú á þessu strax í upphafi. Svo þarf bara dass af kjarki þor og kýla svo á það. Við ætlum að færa ykkur grín, grúv og gæsahúð,”  segir Eyþór Ingi kátur í bragði.

„Jólamarkaðurinn þegar það kemur að tónleikum hefur verið að breytast sl. ár og okkur fannst við geta sett saman hina fullkomnu skemmtun fyrir alla í desember. Við ætlum að skemmta fólki.” segir Jógvan Hansen.

„Mig langaði til að breyta til eftir jólatörnina mína í fyrra en ég hef verið með jólatónleika frá árinu 2015 sem heita „Heima um jólin.” Það var frábært ævintýri en mér fannst tími til komin að skipta um gír.  Það lá í augum uppi fyrir mér að hefja samstarf við Eyþór og Jógvan. Við erum vinir og það verður gaman að deila þessum tíma og þessari upplifun með þeim,” segir Friðrik Ómar.

Aukasýningar er komnar í sölu bæði í Hörpu og Hofi og stendur forsalan yfir til miðnættis í kvöld á www.vitringarnir3.is 

 

Rannsóknarlögreglan hafði samband við Gunnar Smára vegna svikahrappa: „Takið ekkert mark á þessu“

Gunnar Smári Egilsson.
Rannsóknarlögreglan hafði samband við Gunnar Smára Egilsson, Sósíalistaforingja vegna svindlara sem notað höfðu persónu hans „til að ljá svikunum trúverðugleika,“ eins og lögreglan orðaði það við Gunnar Smára.

„Ég fékk senda tilkynningu frá rannsóknarlögreglunni um netsvindl, fjárfestasvindl, þar sem svindlararnir eru að nota mína persónu til að ljá svikunum trúverðugleika, eins og löggan orðar það. Allt miðar þetta að því að fara með fólk á síðuna Nearest Edge (lhwd7mstu.top).“ Þannig hefst færsla Gunnars Smára. Segir hann ennfremur að lögreglan hafi sagt honum að fleiri þjóðþekktir Íslendingar hefði lent í því sama.

„Síðan hefur verið til í 137 daga og er skráð í gegn um proxy og allar upplýsingar eru REDACTED FOR PRIVACY. Enda engin vafi að þarna er á ferðinni scam síða, segir löggan. Og bætir við: Þarna ertu kominn í hóp þjóðþekktra einstaklinga eins og Guðna Th., Katrínar Jakobsdóttur, Jón Gnarr, Ólafs Jóhanns og Ara Eldjárns sem öll hafa verið notuð í þessum tilgangi.“

Að lokum gagnrýnir Gunnar Smári „gervigreindarmaskínur“ á samfélagsmiðlunum.

„Takið sem sé ekkert mark á þessu. Það er í raun magnað hvað svona vitleysa veður uppi á samfélagsmiðlum, sem á sama tíma telja sig getað stjórnað almennri umræðu, sett fólk í straff fyrir að segja eitthvað sem gervigreindarmaskínur telja óviðeigandi. Ég hef sjálfur lent í slíku, þegar efni frá Samstöðinni fékk svo til enga dreifingu mánuðum saman vegna þess að gervigreindin getur ekki lesið sér til gagns.“

Séra Jóhanna blessar Vík

Séra Jóhanna Magnúsdóttir

Séra Jóhanna Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem sóknarprestur við Víkurprestakall í Suðurprófastsdæmi en greint er frá þessu á heimasíðu Þjóðkirkjunnar.

Jóhanna mun taka við starfinu á næstu vikum en í prestakallinu eru sex sóknir og búa rúmlega 1400 manns á svæðinu. Húsnæði fyrir hana er staðsett í Vík en þar búa flestir íbúar í prestakallinu.

Jóhanna fæddist árið 1961 í Reykjavík og hefur fjölbreytta starfsreynslu og var hún meðal annars aðstoðarskólastjóri Mennaskólans Hraðbrautar í sex ár. Hún hefur einnig sinnt prestsþjónustu í Skálholtsprestakalli, Kirkjubæjarklaustursprestakalli og einnig leyst af í Digranes og Hjallaprestakalli.

Þá á Jóhanna þrjú börn og á þrjú barnabörn.

Þá var einnig tilkynnt um að séra Kristín Tómasdóttir taki við Skálholtsprestakalli á næstu vikum.

Interpol lýsir eftir syni seðlabankastjóra Íslands: „Sá hinn sami gæti verið í hættu“

Þórir Kolka Ljósmyndir: Interpol

Alþjóðalögreglan Interpol lýsir Þóri Kolka Ásgeirssyni, 24 ára, en til hans hefur ekki spurst síðan í lok júlí.

Fram kemur á vef Interpol að Þórir hafi ferðast til Ítalíu, Sviss og Egyptalands. Þórir Kolka er sonur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.

Vísir greindi fyrst frá tilkynningu Interpol og ræddi við Grím Grímsson yfirlögregluþjón sem sagði að íslensk lögregluyfirvöld hafi sent tilkynninguna til Interpol fyrir hönd fjölskyldunnar. „Í þeim tilfellum sem þetta er gert er verið að reyna að átta sig á því hvar viðkomandi er staddur, þar sem sá hinn sami gæti verið í hættu.“

Gagnrýnir Morgunblaðið harðlega vegna leiðara um Dag B: „Lygnir aumingjar“

Morgunblaðið Ljósmynd: RÚV
„Lygnir aumingjar. „Uppgjör orlofs Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra er einsdæmi meðal æðstu stjórnenda ríkisins og bæjarstjóra helstu sveitarfélaga“. Þessu laug Mogginn blákalt og orðrétt svona.“ Þannig hefst harðorð færsla Björn Birgissonar samfélagsrýnis frá Grindavík og á hann þá við leiðara Morgunblaðsins þar sem Dagur B. Eggertsson er tekinn fyrir vegna frétta af orlofsgreiðsla til hans eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Björn bendir síðan á þá staðreynd að orlofsgreiðslurnar eru alls ekkert einsdæmi eins og Morgunblaðið vill meina.

„Hvað hafa Sjallarnir fengið án þess að Mogginn segði frá því?
Haraldur Sverrisson, sem hafði verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ í 15 ár fékk 9,6 milljónir í orlofsuppgjör.
Ármann Kr. Ólafsson, sem var búinn að vera bæjarstjóri í Kópavogi í áratug og fékk um 7 milljónir í orlofsuppgjör.
Gunnar Einarsson hætti sem bæjarstjóri Garðabæjar fyrir tveimur árum og fékk 7,8 milljónir í orlofsuppgjör.
Ekki má gleyma Aldísi Hafsteinsdóttur sem var bæjarstjóri í Hveragerði í 15 ár og Ásgerði Halldórsdóttur sem lét af störfum sem bæjarstjóri Seltjarnarness eftir 12 ára starf.
Hef ekki upphæðir til þeirra.“
Að lokum spyr Björn áhugaverðrar spurningar.

„Katrín Jakobsdóttir lét af störfum sem forsætisráðherra í byrjun apríl. Orlofsuppgjör til hennar nam 2,4 milljónum króna.
Dagur B. Eggertsson fékk svo 9,7 milljónir í orlofsuppgjör frá Reykjavíkurborg á dögunum.
Sjallar hrukku í kút og byrjuðu að ljúga rétt eins og Mogginn.
Hver þarf svona fólk?“

Bílar í svörtum skikkjum við Bjarkarlund

Dularfullur bíll við Bjarkarlund. Mynd: Reynir Traustason.

Nokkrir dularfullir bílar hafa sést á ferð um Barðastrandasýslu og nágrenni undanfarið. Bílarnir eru með höfuðstöðvar við gistiheimilið í Bjarkarlundi þar sem þeir eru sveipaðir svörtum skikkjum að næturlagi. Alls voru fimm slíkir bílar á ferðinni um liðna helgi.

Samkvæmt staðfestum heimildum Mannnlífs er þarna um að ræða bifreiðir á vegum Apple sem eru að mynda íslenska vegakerfið. Eins og fram kom í Mannlífi er markmið Apple er að taka myndir af öllum helstu bæjarfélögum landsins til að koma þeim inn í Apple Maps. Apple er með gistiaðstöðu á leigu í Bjarkarlundi þar sem ökumenn myndavélabílanna halda til. Skikkjurnar svörtu eru settar upp í náttstað til að verja myndavélar bifreiðanna.

Bjarkarlundur er reyndar þekktur fyrir furðulega bíla. Þar stóð um árabil Blár Suzukiöjeppi sem kom við sögu í Vaktaseríunum sem bifreið Ólafs nokkurs Ragnars. Súkkan er nú á Reykhólum þar sem hún er að ryðga niður.

„Guð hlýtur að vera mikill húmoristi“ – Nærmynd af Halldóri Bragasyni

Blúsgoðsögnin Halldór Bragason lét lífið er eldur kom upp á heimili hans við Amtmannsstíg í Reykjavík þann 13.ágúst síðastliðinn.

Halldór – mun betur þekktur sem Dóri – var á meðal lykilmanna í blústónlistarsenunni á Íslandi áratugum saman. Til að mynda var hann heiðraður fyrir ellefu árum er hann var kjörinn heiðursfélagi Blúshátíðar í Reykjavík. Dóri var á meðal stofn­enda Blús­fé­lags Reykja­vík­ur fyrir tuttugu árum; er efndi til Blús­hátíðar Reykja­vík­ur í fjöldamörg ár.

Dóri hét fullu nafni Halldór Snorri Bragason; hann fædd­ist þann 6. nóv­em­ber árið 1956 i Reykja­vík; ólst upp í Hlíðunum; for­eldr­ar hans voru Stein­unn Snorra­dótt­ir og Bragi Kristjáns­son. Hann á tvö eldri systkini, Helga og Bertu. Dóri átti tvo syni, Braga og Andra Frey; Bragi lést árið 2005 aðeins tví­tug­ur að aldri. Andri Freyr á eina dótt­ur, Ásdísi Freyju, með Töru Gunn­ars­dótt­ur.

Dóri kynnt­ist tón­list­inni ung­ur að árum; fékk gít­ar í ferm­ing­ar­gjöf og var snemma far­inn að spila með hljóm­sveit­um. Hin goðsagnakennda hljómsveit Vin­ir Dóra lék fyrst op­in­ber­lega árið 1989; kom fram á gríðarlegum fjölda tón­leika hér á landi sem og á blús­hátíðum er­lend­is. Og til að mynda átti Dóri og vinir hans gott sam­starf við hinn heimsþekkta blúsara, Chicago Beau; bjó Dóri um tíma í Montreal í Kan­ada.

Dóri var einn af bestu gítarleikurum landsins; goðsögn í blússenunni hérlendis. Hljómsveit hans, Vinir Dóra, var þar í fararbroddi – en sveitin – sem gaf út fjölmargar hljómplötur á ferli sínum – fæddist er Dóra og vinum hans bauðst það tækifæri að hita upp fyrir tónleika breska blús- og rokkgoðsins John Mayall árið 1989; eftir það tengdist Dóri inn í blússenuna í Chicago í Bandaríkjunum – á upphafsárum hljómsveitarinnar Vina Dóra – og myndaðist tónlistarloftbrú yfir Atlantshafið um langt árabil; þökk sé Dóra: Þar sem íslenskir og bandarískir blúslistamenn spiluðu á tónleikum og hátíðum hvors annars; sömdu og gáfu út tónlist.

Dóri var lærður rafeindavirki og vann hann til dæmis á kvik­mynda­deild Sjón­varps­ins í nokk­ur ár; var um tíma starfsmaður í tölvu­deild BYKO, og starfaði sem áfeng­is­ráðgjafi á Vogi.

Pinetop Perkins.

Dóri spilaði á gítar og söng líka; hann kom fram reglulega á tónleikum bæði hér heima og erlendis og árið 2009 spilaði Dóri á blúshátíð í Arkansas í Bandaríkjunum; þá með allsvakalegum stjörnum á borð við Pinetop Perkins – Willi Big Eyes – Bob Margolin sem og Bob Stroger: „Það var rosalegur heiður að fá að gera þetta,“ sagði Dóri eitt sinn í viðtali við Fréttablaðið.

Á síðustu tveimur árum háði Dóri erfiða en hetjulega baráttu við krabbamein; hann sótti styrk hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. Mun fjölskylda og vinir Dóra hlaupa til styrktar Ljósinu í Reykjavíkurmaraþoninu.

Dóri sagði frá lífi sinu og list í viðtali við Morgunblaðið á því herrans ári 2006. Í viðtalinu lýsti hann því hvernig hann týndi næstum lífi sínu er hann lenti í flugslysi með Ómari Ragnarssyni og nokkrum fleirum árið 1987, við Mývatn, þar sem unnið var að sjónvarpsverkefni. Dóri varð fyrir slæmum meiðslum á hálsi í slysinu; meiðsl er háðu honum alla tíð.

Óhætt er að segja að Dóri hafi reynt ýmislegt í lífinu sem hann sagði frá í áðurnefndu viðtali við Morgunblaðið – viðtali er tekið var einu ári eftir fráfall Braga sonar hans:

„Það er merkilegt hvað mannskepnan getur risið hátt – verið nánast eins og guðleg vera – og hvað hún getur lagst lágt. Það er hinn eilífi tvöfaldleiki lífsins. Hið góða og hið jákvæða er mér þó jafnan ofar í huga. Það er val að vera jákvæður og koma auga á möguleikana. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu vali. Maður getur valið kvölina og eymdina en líka gleðina og jákvæðnina. Mín tilfinning er sú að ljóstíran sé alltaf til staðar. Húmorinn er manninum líka nauðsynlegur. Án hans væri lífið bara táradalur. Ef þú horfir bara á okkur, mannkynið, þá blasir við að Guð hlýtur að vera mikill húmoristi.“

Svanhildur Konráðsdóttir.

Fjölmargir hafa minnst Dóra og á meðal þeirra er Svanhildur Konráðsdóttir, sem sagði þetta:

„Dóri var heiðursmaður, frumkvöðull og ekki bara besti vinur – heldur blúspabbi Íslands. Við þekktust frá því ég var rúmlega tvítug – flutt í bæinn og farin að þræða þá fáu staði þar sem lifandi blús var í boði.  Og þar var Dóri. Síðar hélt ég þétt með Blúshátíð í Reykjavík og reyndi eftir megni að tryggja þeim stuðning frá borginni. Þeir félagar komu reglulega fram í Hörpu á Menningarnótt á umliðnum árum og færðu allt of sjaldséðan bláan blæ í húsið. Dóra verður minnst með virðingu, söknuði og hlýju af öllum sem eru tónlistarmegin í tilverunni – að ég tali nú ekki um á þeim hjartahrærandi bláu nótunum sem hann kunni svo vel að galdra fram. Ég votta ástvinum hans og samferðafólki öllu innilega samúð.“

Helga Möller á milli þeirra Eiríks Haukssonar og Pálma Gunnarssonar árið 1986.

Söngkonan Helga Möller segir að „við vorum bæði tónlistarmenn í ólíkum tónlistarstíl. Hann var frábær bluesspilari og ég var í diskóinu og dægurtónlistinni en við vorum góðir vinir þrátt fyrir það og bæði mikið áhugafólk um golf og spiluðum stundum golf saman á Nesvellinum innan um Kríjurnar. Dóri varð mjög góður golfari og ég reyndi að fylgja honum eftir sem tókst nú sjaldnast. En hann var sanngjarn golfari og gaman að spila með honum. Ég hætti síðan í Nesklúbbnum og sá Dóra ekki mikið eftir það. Mikið myndi mig langa til að taka með þér hring á Nesinu en það verður bara í Himnaríki, þegar við hittumst næst. Þú verður að sjá til þess að það séu golfkúlur í Himnaríki Dóri minn. Góða ferð elsku vinur og sjáumst þegar minn tími kemur elsku kallinn.“Guð blessi minningu þína elsku vinur og innilegar samúðarkveðjur til fólksins þíns. Kærleikskveðja, Helga Möller.“️

Arnar Eggert Thoroddsen.

Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður minnist Dóra með eftirfarandi orðum:

„Þetta er harmafregn. Ég kynntist Dóra fyrst og síðast í gegnum Morgunblaðið en ég átti við hann fjölmörg viðtöl vegna Blúshátíðar. Eljusamur skipuleggjari með afbrigðum og ég ræddi við a.m.k. þrjá blúsara fyrir hans tilstilli; Chicago Beau, Magic Slim og Marquise Knox. Sá síðarnefndi var rétt um tvítugt þegar hann kom, 2011, og urðum við Fjasbókarvinir í kjölfarið. Blúsinn er langt í frá í mínu DNA en einhvern veginn klóraði ég mig í gegnum 1500 orða viðtal við Magic Slim sem var svo birt í Lesbók! Beau var með fyrstu viðtölunum sem ég tók fyrir Moggann, hitti hann á Vegamótum heitnum og vinur minn Kristinn Ingvarsson smellti af honum sígildri mynd. Það var gott að ræða við Dóra og fyrirsagnirnar voru t.d. „Með blúsinn í blóðinu“, „Blúsáhaldabyltingin“, „Dóri segir á blúsinn bætandi“ og „Með blús í hjarta“. Viðtöl vegna Blúshátíðar voru svo gott sem árlegur viðburður hjá menningarblaðamanninum þegar ég var á gólfinu, 2000 – 2012, og mér þótti vænt um þessi verkefni. Haldreipi nokkurs konar og djúp, sefandi rödd Dóra þar miðlæg. Ég votta aðstandendum samúð og sendi yl inn í bransann því að risi er fallinn, það er ljóst.“

Baldur Hermannsson.

Baldur Hermannsson minnist vinar síns:

„Dóri Braga er allur svo ekki segir hann mér til oftar á golfpöllunum. Hann var landsfrægur fyrir tónlist en ég þekkti hann mest af golfvöllunum, þar var hann bráðflinkur eins og í öðru sem hann tókst á hendur. Hann hafði gaman af því að leiðbeina okkur sem lakari vorum. Það er mikill sjónarsviptir að Dóra. Hann skóp sinn æviferil af eigin rammleik. Hann brá sérstökum litblæ yfir tilveruna, hvar sem hann kom. Og samfélagið er snauðara þegar hann er farinn. Haf þú heila þökk fyrir farsæl kynni, Halldór Bragason.“

Blessuð sé minning Halldórs Bragasonar.

Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi:„Ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur“

Yazan Tamimi vill búa á Íslandi - Mynd: Aðsend

Samtökin No Borders Iceland hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita því að flytja Yazan Tamimi úr landi.

Í yfirlýsingu sem samtökin No Borders Iceland birtu á Facebook í morgun, skora samtökin á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita fyrirskipun yfirvalda að flytja hinn 11 ára Yazan Tamimi úr landi en hann er á flótta ásamt foreldrum sínum frá Palestínu. Eins og alþjóð veit er Yazan greindur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne en það er einn ágengasti og alvarlegasti sjúkdómurinn af þessu tagi. Fram kemur í yfirlýsingunni að læknisvottorð sýni fram að það eitt að vera fluttur upp í flugvél geti orðið honum að bana.

Til stóð að senda Yazan og foreldra hans úr landi til Spánar, þar sem þau höfðu millilent á leið sinni til Íslands, fyrr í sumar en þeirri ákvörðun var frestað fram í ágúst. Á næstu dögum má búast við að fjölskyldan verði sótt af lögreglunni og send úr landi en heilsa Yazan hefur hrakað mjög í sumar eftir að rof varð á heilbrigðisþjónustu hans en hann var fluttur á dögunum á bráðadeild Barnaspítala Hringsins.

No Borders taka fram í yfirlýsingu sinni að bæði flugfélögin og þeir lögreglumenn sem tækju þátt í að vísa Yazan úr landi, væru „jafn meðsek í því ódæðisverki og sjálfir ráðamenn“.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

No Borders Iceland skorar á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita því að flytja Yazan Tamimi úr landi.

Yazan Tamimi er 11 ára drengur á flótta frá Palestínu. Hann er greindur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne sem er einn ágengasti og alvarlegasti vöðvarýrnunarsjúkdómurinn. Læknisvottorð hefur sýnt fram á að það eitt að vera fluttur upp í flugvél getur orðið honum að bana.

Lífslíkur þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum eru um 19 ár.

“Það er líka ljóst að verði rof á þessari þjónustu getur það verið lífshættulegt og stytt hans ævi. Benda má á að 30% drengja með Duchenne vöðvarýrnun deyja í kjölfarið á falli eða hnjaski.” segir í læknisvottorði Yazan. Auk þess sem fagfélög á borð við ÖBÍ, Þroskahjálp,

Einstök börn og Duchenne samtökin hafa fordæmt brotvísunina.

Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð.

Að lokum vill No Borders Iceland árétta það að öll þau flugfélög og það lögreglufólk sem tekur þátt í brottvísun Yazan eru jafn meðsek í því ódæðisverki og sjálfir ráðamenn, við höfum öll okkar val um að standa upp og gera það sem er rétt.

Við hvetjum öll flugfélög til þess að velja mannúð og samfélagslega ábyrgð og vonum að bæði lögreglan og stjórnvöld sjái sóma sinn í að gera það líka, jafnvel þótt það væri ekki af fyrra bragði.

Yazan á heima hér.

 

Örn Friðriksson er látinn

Örn Friðriksson, fyrrverandi varaforseti ASÍ, er látinn en mbl.is greindi frá andláti hans. Hann var 83 ára gamall.

Örn fæddist árið 1941 í Reykjavík og voru foreldrar hans Guðrún Árnadóttir húsmóðir og Friðrik Sigurðsson verkamaður.

Örn lærði vélvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk því námi árið 1962. Stuttu síðar hélt hann til Austur-Þýskalands í tækninám. Eftir námið starfaði Örn sem sjómaður áður en hann vann sem vélvirki hjá Vélsmiðjunni Héðni, Búrfellsvirkjun og Íslenska álfélaginu. Síðan varð Örn formaður hjá Félagi járniðnaðarmanna.

Örn kom víða við þegar kom að stjórnarsetu og hann var með annars í bankaráði Íslandsbanka um tíma og í stjórn Sálrannsóknarfélags Íslands og varaforseti ASÍ en Örn skrifað margar greinar í blöð og tímarit um verkamál.

Örn lætur eftir sig þrjú börn.

Brad Pitt glæsilegur á ferðalagi um Ísland – MYNDBAND

Brad Pitt er að ferðast á Íslandi - Mynd: Skjáskot

Stórleikarinn Brad Pitt nýtur lífsins heldur betur á Íslandi þess daganna en Hollywood-stjarnan hefur verið að ferðast um landið á mótorhjóli.

Brad hefur látið lítið fyrir sér fara á ferðlaginu en það sást til hans á Húsavík og svo fékk hann sér að borða á Dalakofanum í Reykjadal á laugardaginn var. „Þetta var nokkuð óvænt og ég get alveg viðurkennt það stelpurnar sem eru að þjóna til borðs voru kannski aðeins spenntar en að öðru leyti fékk hann bara að vera í friði,“ sagði Ólafur Sólimann við DV en hann rekur Dalakofann með eiginkonu sinni.

TMZ hefur birt myndband af Pitt að vera undirbúa brottför sína á mótorhjóli en kappinnvar vel klæddur fyrir íslenskar aðstæður en sonur Pitt, sem heitir Pax, lenti fyrir nokkrum vikum í mótorhjólaslysi og þurfti að leggja inn á sjúkrahús um stund. Pax var ekki með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs segja þó að Brad og Pax talist ekki við í dag.

Hægt er að sjá myndbandið af Brad Pitt hér fyrir neðan

Raddir