Laugardagur 21. september, 2024
8.2 C
Reykjavik

Ungur stýrimaður stökk á eftir háseta sem féll í sjóinn: „Hreint björgunarafrek hjá mínum manni“

Hásetinn á sjúkrahúsi. Ljósmynd: Morgunblaðið/Kristinn

Ungur sjómaður drýgði sannkallaða hetjudáð þegar hann stökk í sjóinn eftir að skipsfélagi hans féll útbyrðis í í febrúar 1996.

Sveinn Arnarson stýrimaður, var aðeins 22 ára gamall þegar hann bjargaði lífi skipsfélagasíns á Þorseti GK fyrir tæplega 30 árum síðan.

 

Hetjan

Skipsfélagi Sveins, hásetinn Sigurgeir Þorsteinn flæktist í færi, ökklabrotnaði og féll loks fyrir borð 25. febrúar 1996. Atvikið gerðist verið var að leggja netin við Krýsurvíkurberg en Sigurgeir fékk færi utan um vinstri fótinn og ökklabrotnaði illa áður en hann kastaðist frá borði. Sveinn, fyrsti stýrimaður skipsins var ekki lengi að bregðast við, heldur dreif hann sig í flotgalla og stökk á eftir Sigurgeiri. Þegar í sjóinn var komið tók við hið erfiða verkefni að losa hásetann úr færinu en það gekk ekkert sérlega vel til að byrja með enda fékk Sveinn bitlausan hníf til að skera á færið. Allt gekk þó vel að lokum og náði Sveinn að bjarga lífi Sigurgeirs.

DV sagði frá hetjudáðinni á sínum tíma:

Háseti á Þorsteini GK flæktist í færi, fótbrotnaði og kastaðist fyrir borð:

Fann að hann þjáðist mikið þarna í sjónum

– segir Sveinn Arnarson stýrimaður sem stökk í sjóinn og bjargaði skipsfélaga sínum með snarræði

„Ég fann að hann þjáðist mikið þarna í sjónum. Sársaukinn kom í hviðum og það varð að hafa hraðar hendur við að losa hann,“ segir Sveinn Arnarson, fyrsti stýrimaður á netabátnum Þorsteini GK 16, í samtali við DV. Sveinn bjargaði í gær skipsfélaga sínum, Sigurgeiri Bjamasyni háseta, frá drukknun eftir alvarlegt slys um borð í bátnum þegar verið var að leggja netin við Krýsuvíkurberg um klukkan þrjú í gær. Sigurgeir fékk færi um vinstri fótinn og brotnaði illa við ökla áður en hann kastaðist í sjóinn.

Fótbrotnaði samstundis „Við hugsuðum fyrst um að missa manninn ekki útbyrðis og reyndum að streitast á móti. Það er auðvitað umdeilanlegt og á endanum urðum við að gefast upp og hann fór fyrir borð,“ segir Sveinn. Verið var að renna út seinna færinu þegar óhappið varð. Var færið komið á enda þegar Sigurgeir flæktist í því alveg upp við bauju. Sveinn telur að Sigurgeir hafi brotnað um leið og færið kippti undan honum fótunum. Töluverður skriður var á bátnum þegar óhappið varð, eða fimm til sex mílur. Varð því að hafa snör handtök við að koma Sigurgeiri til bjargar. Sveinn stökk upp í brú og fór þar í flotgalla sem ávallt er þar til taks. „Ég rétt náði að renna rennilásnum upp áður en ég henti mér í sjóinn. Ég var hins vegar vettlingalaus og varð fljótt ansi kalt á höndunum,“ segir Sveinn. Meðan Sveinn var að búa sig reyndu skipverjarnir á Þorsteini að losa Sigurgeir af færinu en tókst ekki. Festu þeir þá baujuna um borð meðan skipstjórinn bakkaði rólega í áttina að Sigurgeiri.

Fékk bitlausan hníf „Ég fékk fyrst alveg bitlausan hníf til að skera færið. Það gekk ekkert að hjakka færið í sundur með honum en sem betur fer fundu þeir um borð annan betri hníf og þá gaf færið sig,“ segir Sveinn. Eftir að Sigurgeir var laus var honum komið í Markúsamet og svo hífður um borð. Hann var með meðvitund allan tímann en mikið kvalinn. Þegar var kallað á björgunarsveitina Þorbjöm og komu menn frá henni oé læknir til móts við Þorstein á björgunarbát. Voru þeir komnir um borð um klukkustund eftir að slysið varð. Hálftíma síðar var Þorsteinn GK kominn til hafnar í Grindavík með Sigurgeir og var hann fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar fór hann þegar í aðgerð. í gærkvöld var líðan hans eftir atvikum góð en fóturinn er illa farinn. „Ég gerði ekki annað en það sem okkur er kennt í Björgunarskóla Slysavarnafélagisns. Það skiptir virkilega máli sem kennt er þar,“ sagði Sveinn sem er 22 ára gamall og byrjaði sem stýrimaður á Þorsteini í haust.

DV sagði einnig frá viðbrögðum skipstjórans á Þorsteini GK en hann var einstaklega ánægður með hinn unga stýrimann eins og lesa má í umfjöllun DV:

Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK:

Björgunarafrek

„Þetta var snarræði og auðvitað hreint björgunarafrek hjá mínum manni. Þetta er sprækur strákur og hann hikaði ekki við að kasta sér í sjóinn,“ segir Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK 16, í samtali við DV. Hann er að tala um Svein Amarson, fyrsta stýrimann, sem í gær bjargaði Sigurgeiri Bjamasyni háseta frá drukknun þegar verið var að leggja netin út af Krýsuvíkurbergi í gær. Ásgeir segir að veður hafi verið gott en sjór mjög kaldur eftir norðanhret síðustu daga. Því hafi þurft bæði kjark og snarræði til að stökkva fyrir borð. „Ég var ekki hræddur um að Sigurgeir myndi sökkva því hann var í endanum á færinu. Hins vegar þola menn ekki langa dvöl í köldum sjónum og nánast hver sekúnda skiptir máli,“ segir Ásgeir. Hann sagðist hafa óttast að Sigurgeir og Sveinn lentu í skrúfu bátsins meðan hann var að bakka að þeim og taka slakann af færinu. Báturinn hefði snúist í áttina að þeim félögum. „Þetta gekk þó allt og ég held að Sigurgeir hafi vart verið meira en fimm mínútur í sjónum áður en búið var að ná honum um borð aftur,“ segir Ásgeir.

Biden táraðist á landsfundi Demókrata: „Hún er hörð, hún hefur reynslu og hefur gríðarleg heilindi“

Joe Biden táraðist þegar hann steig á sviðið á landsfundi Demókrataflokknum í Chicago-borg í gærkvöldi.

Biden hélt ræðu fyrir troðfullum sal í Chicago fyrsta kvöld landsþings Demókrata, þar sem hann varði forsetatíð sína og snerti á mörgum þeirra mála sem hann barðist fyrir árið 2020 og aftur á þessu ári áður en hann ákvað að stíga til hliðar um miðjan júlí, eftir hörmulega frammistöðu í kappræðum gegn Donald Trump.

„Eins og mörg ykkar, gaf ég þessari þjóð hjarta mitt og sál,“ sagði hann, undir lok næstum klukkutíma langs ávarps en áhorfendur hrópuðu „Takk, Joe“.

Biden hafði gengið út á sviðið eftir að hafa verið kynntur af dóttur sinni Ashley og eiginkonu, Jill, sem sagði áhorfendum að hún hafi séð hann „grafa djúpt í sál sína“ þegar hann ákvað að hætta í forsetakosningunum.

Eftir að hafa faðmað Ashley, þurrkaði hann tárin með vasaklúti. Forsetinn lagði síðan hönd sína við hjartastað, rétti úr bakinu við ræðupúltið og brosti sínu breiðasta undir ánægjuópum áhorfenda.

Í ræðu sinni hrósaði Biden varaforseta sínum, Kamölu Harris í hvívetna.

„Að velja Kamölu var fyrsta ákvörðunin sem ég tók þegar ég varð tilnefndur sem forsetaefni okkar og það er besta ákvörðun sem ég tók allan minn feril,“ sagði hann. „Hún er hörð, hún hefur reynslu og hefur gríðarleg heilindi.“

Kolbeinn heldur til Hollands – Verðmetinn á 76 milljónir króna

Kolbeinn Finnsson er á leið til Hollands

Íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Finnsson mun skipta lið en danska blaðið Tipsblaðið greinir frá þessu. Blaðið segir frá því að hollenska liðið FC Utrecht verði næsti viðkomustaður Kolbeins á atvinnumannaferlinum.

Kolbeinn hefur spilað með Lyngby í Danmörku undanfarin ár en spilaði áður með Fylki, Borussia Dort­mund, Brent­ford og Groningen. Sagt er að tilboðið sem Lyngby hefur samþykkt sé í kringum 500.00 evrur en það eru um það bil 76 millj­ónir ís­lenskra króna.

FC Utrecht lenti í 7. sæti í hollensku úrvalsdeildinni en gangi félagsskiptin í gegn verður Kolbeinn fyrsti íslenski leikmaðurinn sem leikur fyrir liðið. Kolbeinn hefur leikið 12 landsleiki fyrir hönd Íslands.

Natascha gengur alltaf berfætt og talar lýtalausa íslensku

Reykhólar.

„Ég geng alltaf berfætt nema í vinnunni,“ segir Natascha Harsch, íbúi á Reykhólum og starfsmaður Þörungavinnslunnar, sem stóð berfætt í suddanum við að gefa súpu fyrir utan heimili sitt við Hellisbraut á Reykhólum. Natascha var ein þeirra sem gáfu súpu á Reykhóladögum um liðna helgi. Hún bauð upp á gómsæta katöflusúpu.

Natascha Harch gaf gestum og gangandi súpu um helgina. Hún var að vanda berfætt. Mynd: Reynir Traustason.

Natascha er Þjóðverji sem kom fyrst til Íslands fyrir 10 mánuðum síðan. Það vekur athygli að hún talar nánast lýtalausa íslensku. Hún unir sér hvergi betur en á Reykhólum þar sem hún segist ætla að búa um ófyrirsjánalega framtíð. Hún er nýbúin að kaupa sér hús á staðnum.

Aðpurð um ástæðu þess að hún sé alltaf berfætt segist hún ekki hafa neina sérstaka skýringu aðra en þá að þannig líði henni best. Og það er sama hvort það er sumar, vetur vor eða haust.

„Þannig líður mér best,“ segir Natascha brosmild og býður upp á ábót á súpuna.

Albert neitar ennþá sök í nauðgunarmálinu: „Það mun ekki hafa áhrif á mig“

Albert Guðmundsson ítrekar sakleysi sitt

Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson gekk nýverið til liðs við ítalska liðið Fiorentina.

Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er á næstum vikum.

Á blaðamannafundi fyrr í dag var Albert spurður út í ákæruna en Fótbolti.net greindi frá.

„Málið verður tekið fyrir í september, en það mun ekki hafa áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi í ár, en hefur ekki haft áhrif, ég hugsa um fjölskylduna og fótboltann“ sagði Albert um málið. „Ég er sannfærður um að réttlætnu verði fullnægt, því ég er saklaus.“

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Skrifaði hrollvekjandi færslu rétt fyrir snekkjuslysið: „Og þau lifðu öll hamingjusöm til æviloka“

Meðeigandi breskrar lögfræðistofu, sem saknað er eftir að lúxussnekkja sökk undan ströndum Ítalíu, hafði hrósað samstarfsmönnum sínum og fjölskyldu á Linkedin-færslu, áður en hann fór í hina örlagaríku siglingu.

Fyrsta og hugsanlega síðasta færsla Christopher Morvillo á samfélagsmiðlinum Linkedin sagði frá stolti hans yfir því að samstarfsmenn hanns hjá Clifford Chance gátu hjálpað Mike Lynch og Steven Chamberlain fyrir rétti í San Francisco. Lynch, 59, var sakaður um svik í Bandaríkjunum í tengslum við sölu 8,6 milljarða punda á fyrirtæki sínu Autonomy til Hewlett-Packard árið 2011.

En tæknijöfurinn, Lynch og Chamberlain, sem lést á hörmulegan hátt eftir að hann varð fyrir bíl í Cambridge-skíri um helgina – voru sýknaðir fyrir rétti.

Morvillo skrifaði færslu á samfélagsmiðlum nokkrum dögum eftir sýknudóminn og áður en Chamberlain lést. Hann endaði langa lofgjörð sína með sjö orðum, sem nú hljóma hálf skuggalega eftir nýjasta harmleikinn. Hann skrifaði: „Og þau lifðu öll hamingjusöm til æviloka…“

Lögmaðurinn er meðal sex manna sem talið er að séu enn fastir í skrokki snekkjunnar, 50 metrum neðansjávar en Lynch er einnig meðal þeirra sem saknað er. Fyrsta leit kafara í gær bar ekki árangur en þeir komust ekki inn í káetu neðanþilfars vegna þess að brak úr bátnum, hafði lokað káetunni.

Fimmtán manns lifði slysið af, þar á meðal móðir sem hélt eins árs gömlu barni sínu ofansjáar, til að bjarga því. Eitt lík hefur fundist, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu.

Eiginkona Morvillo er einnig saknað, sem og Jonathan Bloomer, fyrrverandi yfirmaður Autonomy endurskoðunarnefndarinnar sem bar vitni í réttarhöldunum yfir Lynch, og eiginkona hans.

Snekkjan, sem smíðuð var árið 2008 af ítalska fyrirtækinu Perini Navi, var með 12 farþega og 10 manna áhöfn. Samkvæmt snekkjusíðum á netinu hefur verið hægt að leigja snekkjuna fyrir 195.000 evrur eða 29.762.850 milljónir króna á viku en hún er áberandi fyrir hið massíva 75 metra háa álmastur sitt, eitt það hæsta í heiminum.

Breskir miðlar hafa nú vakið athygli á lokaorðum Morvillo í færslu hans á Linkedin en þau þykja hrollvekjandi. Eftir að hafa skrifað fjölmörg orð þar sem hann hrósar samstarfsfélögum sínum, beindi hann orðum sínum til fjölskyldu sinnar og sagði:

„Og að lokum þakka ég þolinmóðu og ótrúlegu eiginkonu minni, Neda Morvillo, og tveimur sterkum, bráðsnjöllum og fallegum dætrum mínum, Sabrinu Morvillo og Sophiu Morvillo. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt án ástarinnar og stuðnings ykkar. Ég er svo feginn að vera kominn heim.“

„Og þau lifðu öll hamingjusöm til æviloka ….“

 

Veiðimaður á fertugsaldri lést eftir voðaskot við Vatnajökul

Þyrla Landhelgisgæslunnar - myndin tengist fréttinni ekki beint Ljósmynd: lhg.is

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi er greint frá því að maður hafi látist af slysförum norðan við Vatnajökul í morgun en lögreglunni barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan átta.

Sjúkralið, lögregla og þyrla Landhelgisgæslunnar héldu þegar á staðinn en maðurinn var úrskurðaður látinn þegar á vettvang var komið.

Málið er í rannsókn en lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um það að svo stöddu.

Uppfært – 15:30

Samkvæmt upplýsingum á RÚV var maðurinn á gæsaveiðum og varð fyrir voðaskoti. Hann var á fertugsaldri

Jónas er fallinn frá

Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður er látinn en mbl.is greinir frá andláti hans. Hann var 90 ára gamall.

Jónas fæddist árið 1934 í Reykjavík en lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1955 og lögfræðiprófi frá HÍ árið 1962. Jónas var einn af þekktustu og virtustu lögfræðingum landsins en hann stofnaði ásamt öðrum lögmannsstofuna LEX árið 1965 en Jónas starfaði sem lögmaður allt til dánardags.

Jónas sat í stjórnum margra samtaka og félaga í gegnum árin og var hann tvívegis meðlimur stjórnar Lögmannafélags Íslands og fyrsti formaður stjórnar Golfklúbbsins Keilis en hann var einn af stofnendum klúbbsins.

Jónas lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, níu barnabörn og sjö langafabörn.

Að minnsta kosti tíu drepin í enn einni loftárás Ísraelshers á skóla – Tvö börn meðal látinna

Skólinn eftir árásina

Að minnsta kosti 10 eru látnir eftir sprengjuárás Ísraelshers á Mustafa Hafez-skólann á Gaza-borg, samkvæmt Al Jazeera.

Ísraelsher segist hafa gert árás á bardagamenn Hamas sem höfðust við í falinni „stjórnstöð“ inni í skólanum. Ísraelski herinn hefur ítrekað gert árásir á skóla þar sem Gazabúar á vergangi hafa leitað skjóls í og fullyrt oft án sannana að þeir séu tengdir Hamas. Ein af nýjustu slíkum árásum var gerð 10. ágúst en þá gerðu Ísraelar árás á al-Tabin-skólann í Daraj-hverfi Gaza-borgar og drap um 100 manns, þar á meðal börn og konur, að sögn vitna.

Mustafa Hafez-skólinn hefur verið staður sem býður fjölskyldum á flótta einhvers konar athvarf í vesturhluta Gaza-borgar. Það þjónaði sem síðasta úrræði enda eiga Gazabúar ekki í mörg hús að venda. Um 700 Palestínubúar á flótta hafa dvalið í skólanum undanfarið.

Ísraelsher sendi engar viðvaranir áður en árásin var gerð í morgun en að minnsta kosti 10 létust og fjölmargir slösuðust. Hinir slösuðu voru fluttir á Ahli-sjúkrahúsið til aðhlynningar.

Þá hafa vitni einnig greint frá fleiri loftárásum í Zeitoun-hverfinu, þar sem fjölmörg hús voru eyðilögð.

Mahmoud Basal, talsmaður almannavarna á Gaza, sagði AFP-fréttastofunni að verið sé að draga lík undan rústum annarrar hæðar skólans, þar sem sprengjan hæfði húsnæðið.

Að sögn Basal voru að minnsta kosti tvö börn meðal hinna látnu.

 

Flestir telja orlofsmál Dags vera skandal

Borgarstjórinn fyrrverandi

Í síðustu viku var greint frá því að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hafi fengið greiddar tæpar 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur en þær ná tíu ár aftur í tímann. Slíkt þykir frekar óvenjulegt og telja sumir að borgarstjórinn hafi fengið sérmeðferð í sínum málum. Aðrir telja að þarna sé verið að gera úlfalda úr mýflugu og það sé fullkomlega skiljanlegt að borgarstjóri geti ekki tekið sér langt sumarfrí og því sé rétt að leyfa honum að fá orlof greitt svo mörg ár aftur í tíminn.

SJÁ NÁNAR: Dagur svarar fyrir orlofsmálið – „Það var gert eins fyrir allt starfsfólk“

Því spurði Mannlíf lesendur: Er orlofsgreiðslumál Dags B. skandall?

Niðurstaðan er sú að 83% lesenda Mannlífs telja málið vera skandal.

This poll has ended (since 1 month).
83.29%
Nei
13.67%
Ekki viss
3.04%

Strætóbílstjóri réðst á farþega vegna hráka – MYNDBAND

Líkamsárás í strætó í Bandaríkjunum - Mynd: Skjáskot

Farþegar í strætisvagni í New Jersey í Bandaríkjunum urðu vitni að rosalegri árás strætóbílstjóra á farþega á föstudaginn í síðustu viku.

Forsaga málsins er sú að farþeginn sem bílstjórinn réðst á byrjaði að rífast við bílstjórann þegar hann kom um borð en ekki liggur fyrir hver ástæða rifrildisins er. Farþeginn tók til þess ráðs í rifrildinu að hrækja á bílstjórann og óhætt er að segja að hann hafi ekki verið hrifinn af hrákanum. Í myndböndum sem birst hafa af árásinni sést bílstjórinn kýla farþegann ítrekað í andlitið, kyrkja hann og hóta lífi hans. Á meðan þetta á sér stað reynir farþeginn að verja sig með höndunum og heyrist biðja um vægð.

Samkvæmt heimildum TMZ voru báðir mennirnir handteknir af lögreglu eftir atvikið og verða að öllum líkindum báðir ákærðir fyrir líkamsárás en málið er ennþá til rannsóknar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Zavier Colbert (@zadurk)

Bjarni Benediktsson um glimmer atvikið: „Frekja og yfirgangur“

Bjarni Benediktsson Mynd: RÚV-skjáskot

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir margt hafa verið rangt við það þegar hent var yfir hann glimmeri fyrr á árinu. Bjarni, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist treysta lögreglunni þegar kemur að því að ákveða hvort hann þurfi lífverði:

„Ég hef hef haft gæslu frá lögreglunni sem þeir meta frá einum tíma til annars. Ég hef aldrei komið að því mati með neinum hætti og treysti þeim bara fyrir því. Þegar lögreglan segir að það eigi að hafa fylgd með mér, þá segi ég bara gott og vel, en í dag er ég ekki með neina fylgd. Ég er hvorki að biðja um þetta né hafna þessu, en mér finnst ömurlegt þegar stjórnmálamenn fara að gera pólitískar útleggingar á þessu. Við eigum ekki að gera lítið úr mati lögreglunnar á því að gæta að öryggi æðstu embættismanna ríkisins eða þeim sem eru í stjórnmálum,“ segir Bjarni og heldur áfram um glimmer-atvikið:

„Það var mjög margt sem var ekki í lagi við þetta atvik. Í fyrsta lagi er það ekki í lagi að það sé verið að veitast að fólki. Í öðru lagi er það óásættanlegt að það sé verið að stöðva umræðu um alþjóðamál. Eini tilgangurinn var að vekja athygli á málstað mótmælenda með frekju og yfirgangi og þess vegna var það mjög skrýtið að Ríkisútvarpið hafi gert það að fyrstu frétt að fá mótmælandann í viðtal. Skilaboðin eru þá að það sé hvati að gera hluti af þessu tagi og þannig náir þú þínu fram.“

Það vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar Bjarni tjáði sig á samfélagsmiðlum um tjaldbúðir á Austurvelli. Hann segist ekki hafa borið það undir neinn áður en hann skrifaði færsluna, heldur hafi honum einfaldlega fundist að einhver yrði að tjá sig um stöðuna:

„Ég var bara hissa á því að enginn væri búinn að tjá sig um þetta. Þetta olli miklu fjaðrafoki, en mér fannst bara augljóst að þetta gæti ekki gengið til lengdar. Þetta var algjörlega óeðlilegt ástand í alla staði og það var með öllu óskiljanlegt að Reykjavikurborg ætlaði að framlengja það ástand. Mér er fyrirmunað að skilja það,“ segir Bjarni, sem neitar því að hann hafi borið þetta undir ráðgjafa áður þegar Sölvi spyr hann að því:

„Það er nákvæmlega það sem ég gerði, að setjast niður við lyklaborðið og skrifa þessa færslu þegar ég var kominn heim til mín. Þegar ég var búinn að setja þetta út vakti ég athygli aðstoðarmanna minna á því að þessi færsla væri komin í loftið. Ég er kosinn á Alþingi og þarf ekki að biðja um leyfi frá ráðgjöfum til þess að tjá mig. En auðvitað ber ég margt undir aðstoðarmenn mína og þigg ráðgjöf frá þeim. En í þessu tilviki bar ég þetta ekki undir neinn.“

Í þættinum ræðir Bjarni líka um kristna trú og þau gildi sem hafa mótað íslenskt samfélag:

„Við þurfum að passa upp á okkar menningarverðmæti sem þjóð. Það er virði í því að vera íslensk þjóð og við viljum ekki drekkja menningu okkar og arfleið í innflutningi fólks sem á skömmum tíma verða fjölmennari en þeir sem byggja landið í dag. Það er ekkert vit í því. Við þurfum að gæta mjög að okkur til að þau gildi sem skilgreina okkur sem Íslendinga verði ekki undir. Ég er ekki að leggja til stöðugan lestur biblíunar, en við erum með krossinn í fánanum okkar og það er ekki tilviljun. Skoðaðu kristin samfélög í heiminum og skoðaðu mannréttindi á sama tíma. Hvar eru mannréttindi best varin? Hvar er frelsi einstaklingsins best varið? Hvar er virkt lýðræði framkvæmt? Það er einkennandi fyrir norðurlöndin til dæmis, sem öll eru með kross í þjóðfánanum að þar er lýðræði virkast, jafnrétti kynjanna mest og mannréttindi í fremstu röð. Þetta er ekki tilviljun og eitthvað sem gerist á einni nóttu. Við eigum ekki að ímynda okkur að svona verði þetta alltaf ef við gætum ekki að okkur og bjóðum heim sofandahætti.“

Bjarni ræðir í þættinum um stöðu fjölmiðla á Íslandi og stöðu RÚV í því samhengi:

„Ég er þeirrar skoðunar að fyrirferð Ríkisútvarpsins sé of mikil og skuggi Ríkisúvarpsins sé mjög langur og í honum þrífist fáir fjölmiðlar. Ég hef áhyggjur af rekstrarskilyrðum fjölmiðla í landinu og þess vegna finnst mér augljósast að við ættum að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Það þarf að skapa heilbrigðari skilyrði fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum svo á að við höfum tryggt frelsi í fjölmiðlun á sínum tíma, sem ungu kynslóðinni kann að finnast skrýtið. En það var þannig að það gat ekki hver sem er opnað útvarpsstöð. Það var einkaréttur ríkisins. En það dugir ekki til að búa til þetta frelsi ef starfsskilyrðin eru ekki tryggð á sama tíma. Það þarf að tryggja aðstæður þar sem frjálsir fjölmiðlar geta þrifist. Sem stjórnmálamaður verð ég að sýna því skilning að manni sé veitt aðhald, en ég ætla ekkert að neita því að mér finnst það á köflum ganga út í öfgar hjá RÚV. Það blasir oft við þegar maður á í samskiptum við starfsfólk á ríkisfjölmiðlinum að það brennur fyrir einhvern málstað og maður hefur það á tilfinningunni að stundum verði sá málstaður fagmennsku í umfjöllun málaflokksins yfirsterkari. Það er kannski bara mannlegt og maður skilur það, en auðvitað líður mér stundum þannig að fréttir séu ekki hlutlausar.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Bjarna og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Dimmir að Degi

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefur í gegnum tíðina verið með þá ímynd sem stjórnmálamaður að vera hreinleikinn uppmálaður. Þótt deilt sé um vit hans á rekstri þá hafa fáir dregið heilindi hans í efa.

En nú hefur dregið ský fyrir sólu og dimmir að Degi. Orlofsmál Dags þykja með öllu vera óverjandi en hann heldur því fram að á 10 árum hafi hann safnað upp óteknum orlofsdögum að andvirði 10 milljóna króna. Dagur vitnar til kjarasamninga Reykjavíkurborgar í þessum efnum. Vandinn er hins vegar sá að Dagur ber sjálfur stærsta ábyrgð á samningunum. Nú blasir við að sú aðgerð að greiða Degi út orlofið ógurlega mun hafa áhrif á nánast alla launþega hjá borginni og víðar. Það þykir óverjandi að stórhöfðingjarnir einir sitji að slíkum fríðindum.

Málið allt er hið óþægilegasta fyrir Dag sem er talinn ætla sér stóra hluti í yfirvofandi sigri Samfylkingar í næstu kosningum og hefur gjarnan verið talinn vera næstur Kristrúnu Mjöll Frostadóttur formanni í goggunarröðinni. Fallið hefur á ímynd hans og vandséð að Samfylking þurfi á því að halda að kosningabaráttan litist af því siðleysi sem felst í orlofsmálinu …

Blaðamenn krefja Sigríði svara vegna óhóflegrar eyðslu – Stórfé var eytt í að koma sök á Hjálmar

Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins

Félagar í Blaðamannafélagi Íslands hafa krafið stjórn félagsins svara vegna taumlítillar eyðslu og illrar meðferðar á eigum félagsins. Friða Björnsdóttir, félagi númer 1 í félaginu, fer fyrir hópnum semkrefst svara. Hún segir rekstur Blaðamannafélags Íslands vera áhyggjuefni og eyðsluna vera með ólíkindum. Í samtali við Morgunblaðið segir hún að flestir útgjaldaliðirnir tengist uppsögn Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra sem stjórn félagsins með Sigríð Dögg Auðunsdóttur formann í fararbroddi hefur lýst sekan um brot gegn félaginu en að hann verði samt ekki lögsóttur. Engar skýringar hjafa komið fram um í hverju  brotin feli í sér lögbrot eða á hverju stjórnin byggi þann dóm sinn.

Fríða Björnsdóttir er ómyrk í máli vegna framgöngu stjórnar gagnvart Hjálmari Jónssyni.

Ásamt Fríðu skrifa 25 manns undir áskorunina til stjórnar um að útskýra eyðsluna. Fríða sagði við Morgunblaðið að flestir útgjaldaliðirnir sem hópurinn spyr út í tengist uppsögn
Hjálmars Endurskoðunarstofan KPMG var fengin til að gera úttekt á tilteknum færslum
í bókhaldi félagsins. Eftir að sú úttekt lá fyrir óskaði stjórn BÍ eftir áliti lögfræðistofunnar LOGOS um mögulega refsiábyrgð Hjálmars. Í fyrirspurn félagsmannanna er spurt út í kostnað við þetta.
„Þú færð fyrst konu til að kanna reikninga og finna einhver glæpalíkindi, sem auðvitað voru engir glæpir. Síðan var KPMG fengið til að endurskoða tíú ár aftur í tímann. Síðan var þetta sent til lögfræðistofunnar LOGOS og svo komust þau að þeirri niðurstöðu að þetta hefði kannski ekki verið alveg í lagi en að það myndi enginn verða dæmdur fyrir það sem á að hafa verið gert,“ segir Fríða við Morgunblaðið og spyr hvað verði næst. Fokdýr auglýsingaherferð félagsins í völdum fjölmiðlum hefur einnig vakið athygli.

|
Hjálmar Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ stjórnaði fjárhag BÍ af festu og ábyrgð um langt skeið.

Auk umræddra útgjalda hefur stjórn BÍ ákveðið að Sigríður Dögg formaður verði á launum hjá félaginu rétt eins og nýr framkvæmdastjóri, Freyja Steingrímsdóttir. Sigríður er umdeild fyrir skattamál sín en hún hefur neitað að upplýsa um stærð skattsvikamálsins sem hún gerði sátt um við yfirvöld í framhaldi af stórfelldri útleigu á íbúðum.
Framhaldsaðalfundur BÍ verður haldinn 4. september. Reikna má  með að á þeim fundi muni Sigríður og aðrir stjórnarmenn standa fyrir sínu máli. Eftirfarandi sitja í stjórn BÍ: Lovísa Arnardóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan), varaformaður Bára Huld Beck, sjálfstætt starfandi, ritari. Stígur Helgason (RÚV), gjaldkeri. Kristín Ólafsdóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan). Skúli Halldórsson (mbl.is). Sólrún Lilja Ragnarsdóttir (mbl.is).

Úlfar dreymdi um að myrða mann – Skaut ungan fjölskylduföður 4 sinnum í hnakkann

Í apríl árið 1976 fékk ungur maður á Akureyri löngun til að uppfylla gamlan draum. Draumur hans var að myrða mann. Hann braust inn í sportvöruverslun að kvöldi sunnudagsins 4. apríl og stal 22 kalibera Remington riffli og skotum. Eftir að hafa gjöreyðilagt búðina með að skjóta af rifflinum hélt hann á brott. Hann ætlaði að láta drauminn rætast.

Um var að ræða 18 ára gamlan sjómann, Úlfar Ólafsson, sem var þegar orðinn góðkunningi lögreglunnar fyrir smáglæpi þrátt fyrir ungan aldur.

Lést samstundis

Skömmu eftir innbrotið mættu tveir menntaskólanemar Úlfari við Akureyrarkirkja þar sem hann mundaði að þeim rifflinum og kvaðst mundu skjóta þá. Þeim var illa brugðið en Úlfar lét byssuna síga, sagði hana óhlaðna og hló. Drengirnir flúðu hið snarasta.

Því næst var Guðbjörn Tryggvason, 28 ára kvæntur tveggja barna faðir, á banvænni leið Úlfars. Guðbjörn var á gangi og hugðist heimsækja vin sinn. Þótt þeir þekktust ekki neitt virðist vera að þeir hafi spjallað saman hinir rólegustu í örskotsstund áður en Úlfar lyfti rifflinum og skaut Guðbjörn fjórum skotum í hnakka og eitt í öxl. Guðbjörn lést samstundis.

Lögregla var kölluð á svæðið snemma á sunnudagsmorgunin þegar hjón rákust á illa leikið lík Guðbjörns. Það tók yfirvöld ekki langan tíma að tengja saman ránið á rifflinum við morðið á Guðbirni. Rifflinum hafði verið hent 160 metrum frá þar sem hann fannst í snjóskafli. Raðnúmer staðfesti að um hið stolna vopn var að ræða.

Á röngum stað á röngum tíma

Málið var strax tekið traustum tökum og fjöldi manna yfirheyrðir, þar á meðal piltarnir sem Úlfar hafi rekist á við kirkjuna. Gátu þeir gefið greinargóða lýsingu á manninum og var Úlfar handtekinn í kjölfarið. Eftir að hafa verir yfirheyrður í rúman sólarhring játað hann morðið á Guðbirni, hæglátum og vel liðnum fjölskyldumanni, sem var svo óheppinn að vera á röngum stað á röngum tíma.

Að sjálfsögðu var Úlfar látinn sæta geðrannsókn en var talinn sakhæfur og dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir þetta tilefnislausa og hrottalega morð sem átti sér engar málsbætur. Hæstiréttur mildaði dóminn í 12 ár í febrúar 1978 sökum ungs aldurs Úlfars auk þess sem hann hafði skýlaust játað brot sitt.

Kveikti í Hrauninu

Úlfar komst aftur í fréttirnar árið 1981 þegar hann, ásamt tveimur öðrum föngum, kveiktu í fatageymslu á Litla-Hrauni sem erfiðlega gekk að slökkva. Bæði fangar og fangaverðir hlutur reykeitrun og talið var að fangar í einangrunarklefum hafi verið í lífsháska áður en slökkviliði tókst að ráða að niðurlögum eldsins. Allir þrír fengu tveggja ára dóm fyrir íkveikjuna sem talin var að hafa komið bæði föngum og starfsfólki í lífsháska.

Flestir töldu íkveikjuna hafa verið hluta af flóttatilraun en það játuðu þremenningarnir aldrei.

Úlfar flutti til Danmerkur eftir að hafa setið af sér dóm sinn og lést þar árið 2009, 51 árs að aldri.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 13. júlí árið 2021 og skrifaði Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir hann

Starfsmenn tívolís sakaðir um árás á barn í Hveragerði: „Við lítum allt ofbeldi alvarlegum augum“

Blómstrandi dagar 2023 - Mynd: Hveragerðisbær

Starfsmenn Taylors Tivoli Iceland eru sakaðir um að hafa ráðist á barn um helgina á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði en Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, staðfesti í samtali við Mannlíf að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu.

Móðir barnsins fór með barnið til skoðunar hjá lækni daginn eftir atvikið og var svo meinta árásin tilkynnt til lögreglu en að sögn þeirra hlaut barnið ekki alvarlega áverka. Þá var lögreglan ekki kölluð til þegar hin meinta árás átti sér stað. Ekki er búið að leggja fram kæru í málinu en að sögn Garðars var móður og barni kynnt kæruferlið og ætla þau að hugsa málið og taka ákvörðun síðar. Þá er búið að tilkynna málið til barnaverndar.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og liggur ekki fyrir hver meintur gerandi er,“ sagði Garðar í samtali við Mannlíf og sagði ekki lægju fyrir frekari upplýsingar um líðan barnsins.

Dónalegir starfsmenn

„Blómstrandi dagar eru fjölskylduhátíð og mikið er lagt upp úr því að hér geti allar kynslóðir skemmt sér vel í sátt og samlyndi. Hátíðin fór sérlega vel fram og ekki annað að sjá en að Hvergerðingar og gestir séu hæstánægðir með helgina,“ sagði Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar, atvinnu og markaðsfulltrúi Hveragerðis, í samtali við Mannlíf.

Það er afar leitt að heyra að hugsanlega hafi orðið frávik frá þessu en við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um slíkt. Við lítum allt ofbeldi alvarlegum augum og munum eiga samtal við forsvarsmenn tívolísins en samskipti okkar við forsvarsmenn þess hafa verið góð, bæði varðandi hátíðina í ár og í fyrra. Hafi ofbeldi átt sér stað gerum við ráð fyrir að það fari í viðeigandi ferli hjá lögreglu. Þar sem við höfum engar upplýsingar um meint ofbeldi þá höfum við ekki forsendur til að hafa um það mörg orð að svo stöddu en tökum það til frekari skoðunar ef tilefni verður til þess.

Mannlíf ræddi við nokkra gesti Blómstrandi daga voru þeir allir sammála um að starfsmenn tívolísins hafi vera sýnt af sér dónalega hegðun og skæting en Taylors Tivoli Iceland sér einnig um Parísarhjólið á Miðbakknum í Reykjavík sem hefur vakið athygli margra.

Björn segist ekki vera grafa undan lögreglunni: „Þið standið ykkur vel í erfiðum aðstæðum“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata

Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu undanfarna daga um vopnavæðingu lögreglunnar á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lét hafa það eftir sér að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi mögulega verið notaður sem afsökun til að vopnavæða lögregluna.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að málflutningur Björns sé til þess fallinn að ala á tortryggni í garð lögreglunnar.

Í pistli sem Björn Leví birti fyrr í á samfélagsmiðlinum Facebook hafnar Björn þessu alfarið. Hann segir að það sé pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar að vopnavæða lögregluna og segir það ódýr pólitík að nota lögregluna sem blóraböggul fyrir ábyrgð ráðherra í þessu máli.

Björn skrifar svo sérstaklega til ríkislögreglustjóra og annarra lögregluembætta.

„Þið standið ykkur vel í erfiðum aðstæðum. Undirmönnuð og undirfjármögnuð. Ég veit að þið viljið fólkinu í landinu allt hið besta. Til þess að gera meira og betur leggið þið fram alls konar tillögur um betrumbætur og nýtingu fjármuna sem ráðherra og þingið þurfa að samþykkja. Í engri fjármálaáætlun undanfarinna ára hefur komið skýrt fram að auka eigi við vopnabúnað lögreglu. Það er talað um „að efla aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“ sem var brugðist við árið 2023: „hefur verið áhersla á að efla rann­sóknargetu lögreglu þegar kemur að umfangsmiklum málum. Komið hefur verið á fót sér­stökum rannsóknarteymum sem starfa  undir forræði stýrihóps um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er ekki fólk sem er að fara í einhverja skotbardaga við skipulagða glæpastarfsemi.“

Guðbjörn segir áhrifavalda vera krabbamein samfélagsins: „Algjörlega einskis virði“

Sunneva Einars og Birta Líf eru þekktir áhrifavaldar - Mynd: Kjörís

Guðbjörn Guðbjörnsson eftirlaunaþegi skrifar ótrúlegan pistil sem birtist fyrr í dag og sparar hann ekki stóru orðin þegar kemur að áhrifavöldum en hann kallar þá meðal annars sníkjudýr og krabbamein.

Mig langar til að opna á umræðuna um andstyggilega snýkjudýrategund sem hefur dreift sér um hvert horn þeirrar stafrænu ræsisfráveitu sem við köllum internetið. Þessir svokölluðu „áhrifavaldar“ eru í raun ekkert annað en eitruð blanda af sjálfhverfu og innihaldsleysi, tegund af fólki sem er algjörlega einskis virði en hefur einhvern veginn tekist að græða á aumkunarverðu lífi sínu með því að sannfæra þúsundir heilalausra fylgjenda sinna um að kaupa sig inn í innantóma tilveru þeirra,“ skrifar Guðbjörn í pistlinum sem birtist á Vísi.

„Leyfið mér að útskýra nákvæmlega hvers vegna þessi snýkjudýr eru fullkomin birtingarmynd alls þess sem er að í nútímasamfélagi.

Fyrst skulum við ræða „efnið“ þeirra. Hvað eru þau að skapa nákvæmlega? Ég skal segja þér það. Þau skapa samfelldan straum af ógeðslegum þvættingi sem er hannaður til að selja þér lífsstíl sem er jafn raunverulegur og bardagi á milli chihuahua-hunds og hákarls. Þetta fólk er ekkert annað en stafrænar gínur, sem glennir sig fyrir framan myndavélina, seljandi óhefðbundnar lækningar í formi hreinsitea, húðkrema og hvaðeina sem nýjasta brellan er sem á að gera líf þitt jafn fullkomið og þeirra virðist vera. Sannleikurinn? Líf þeirra er jafn tómt og merkingarlaust og vörurnar sem þau selja. Á bak við hvern filter, hverja breytta mynd, er gapandi tómleiki og örvænting.“

Þá vandar Guðbjörn fylgjendum áhrifavalda ekki kveðjurnar og líkir þeim við aumkunnarverða hunda sem grátbiðja um matarleifar. Guðbjörn segir áhrifavalda nýta sér óöryggi fylgjenda sinna og selja þeim falska drauma og það sé aðeins gert til að fylla vasa áhrifavaldanna.

„Það ógeðfelldasta við þetta allt saman er hin gríðarlega dirfska þessara einstaklinga. Þeir ganga um eins og þeir séu að gera heiminum greiða, eins og þeir séu einhvers konar menningarbyltingarmenn, þegar í rauninni eru þeir ekkert annað en yfirborðsleg auglýsingaskilti. Þeir hafa dirfskuna til að kalla sig „frumkvöðla“, eins og það að pósta hálfnöktum myndum og auglýsa afsláttarkóða fyrir skynditískufatnað sé einhvers konar göfug iðja. Frumkvöðlar? Frumkvöðull skapar verðmæti. Þessir kjánar eru bara að nýta sér þá staðreynd að meðalgreind fylgjenda þeirra er lægri en verðið á fölsuðum Yeezy-skóm.“

Þá segir Guðbjörn einnig að öll sú auðmýkt sem áhrifavaldar sýni sé fölsk og jafn ekta og þriggja þúsund króna seðill.

Þeir eru ekki þakklátir fyrir neitt nema peningana sem streyma inn á reikningana þeirra og þá staðfestingu sem þeir fá frá lofi fylgjenda sinna. Þetta er allt leikrit, þeim er sama um þig. Þeim er sama um allt, nema sjálfa sig og næsta #samstarf.

Instagram áhrifavaldar eru krabbamein nútímasamfélags, sem breiðir úr sér í hvert einasta horn tilveru okkar, breytandi öllu sem þeir snerta í auglýsingapláss. Þeir eru fullkomið sönnunargagn þess að við lifum í dystópískri martröð þar sem vinsældir eru gjaldmiðill og raunveruleikinn er orðinn eitthvað sem er smurt ofan á brauð. Næst þegar þú skrollar í gegnum Instagram, mundu þetta: Þú ert ekki að horfa á raunverulegt fólk. Þú ert að horfa á háþróað form stafræns rusls, snyrtilega innpakkað og selt þér sem eitthvað sem er þess virði að sækjast eftir.“

Guðbjörn endar pistilinn á að segja að eina leiðin til vinna gegn áhrifum áhrifavalda sé að hætta kaupa kjaftæði þeirra.

 

Bjarni Ben tætir í sig hælisleitendur: „Það er ekki hægt að réttlæta þetta lengur“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði um stjórnarskrá Íslands í stefnuræðu Mynd: Skjáskot RÚV

Í viðtali í hlaðvarpi hjá fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni fer Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, hörðum orðum um hælisleitendur á Íslandi og er ósáttur með þá gagnrýni sem ríkisstjórn hans hefur fengið en telja sumir að hún hafi sýnt mannvonsku og jafnvel alið á útlendingahatri.

„Varðandi hælisleitendamálin, þá hefur heimurinn breyst mikið á skömmum tíma og straumur flóttamanna hefur aukist gríðarlega. Það sá enginn fyrir þessa aukningu, en smám saman kom í ljós að regluverkið var að þróast í átt frá því sem við höfðum verið að ákveða fram að því. Þjóðir hafa þurft að bregðast við og í mörgum löndum hefur bara verið skipt um ríkisstjórnir ef það er ekki gert. Pólitíkin hefur á undanförnum árum mikið snúist um innflytjendamál í Evrópu og við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika. Ég sá þá þróun sem fjármálaráðherra hvernig kostnaðurinn við útlendingamálin rauk upp ár frá ári. Fyrst 500 milljónir á ári, svo milljarður, svo tveir milljarðar og á endanum tuttugu og sex milljarðar. Það er auðvitað bara sturlun. Ég spurði margoft spurninga og dómsmálaráðherra fór ítrekað með mál inn í þingið sem enduðu bara í málþófi og menn voru úthrópaðir fyrir að sýna mannvonsku. Það er fyrst núna á undanförnum tveimur árum sem hefur verið hægt að ná einhverjum breytingum í gegnum þingið og stjórnmálin almennt eru að vakna um að þessi þróun getur ekki gengið. Kostnaðurinn við þennan málaflokk er brjálaður og það er algjörlega óásættanlegt. Það er ekki hægt að réttlæta þetta lengur gagnvart skattgreiðendum,“ sagði Bjarni meðal annars við Sölva.

Óraunhæft að bjóða alla velkomna

„Við eigum auðvitað að bjóða fólk velkomið hingað, en ég held að því miður getum við ekki boðið alla velkomna. Það er einfaldlega óraunhæft. En í umræðunni um innflytjendamál almennt er oft verið að rugla öllu saman. Hælisleitendum og þeim sem þurfa alþjóðlega vernd og svo öllum öðrum innflytjendum sem vilja bara koma hingað og búa hér. En það er ekki sjálfsagt að allir fái að koma hingað og búa hér, til dæmis ef viðkomandi hefur engar forsendur fyrir því að geta framfleytt sér og komið sér fyrir. Ef þú getur komið til Íslands og sýnt fram á að þú getir framfleytt þér og að það sé eftirspurn eftir þínum starfskröftum viljum við greiða fyrir því. En ef það blasir við að einstaklingurinn fer bara beint á félagslega kerfið getum við ekki tekið endalaust við því. Það er ekkert ríki sem leyfir slíkt og við getum ekki gert það heldur.“

Leikmaður Magna hótaði dómurum eftir leik: „Þurfum að kynna okkur hvar þeir eiga heima“

Helgi Mikael Jónsson (annar frá vinstri) var aðaldómari í leik Þórs og Fjölnis - Mynd: KSÍ

Í gær fór fram leikur milli Þórs á Akureyri og Fjölnis í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli liðanna. Tómas Ernir Guðmundsson, leikmaður Magna á Grenivík, var mjög ósáttur með dómgæslu leiksins. Í umræðu um dómara leiksins sagði Tómas á samfélagsmiðlinum Twitter að Helgi Mikael Jónsson, dómari leiksins, væri „án gríns mesta ógeð ever“ og „Taka síðan löglegt mark af til að eyðileggja þetta fullkomnlega, þurfum að kynna okkur hvar þeir eiga heima.“

Tómas Ernir hefur spilað með Magna undanfarin tvö tímabil og leikur liðið í þriðju deildinni en Tómas lék með Þór í yngri flokkum.

Dómurum hótað lífláti

Mikil umræða hefur skapast um framkomu stuðningsmanna, leikmanna og þjálfara við dómara undanfarin ár en í fyrra fengu tveir dómarar á Íslandi líflátshótun eftir leiki. Þá hefur knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson ítrekað misst stjórn á skapi sínu þegar kemur að samskiptum sínum við dómara.

Í fyrra setti KSÍ af stað átak sem átti að stuðla að betri hegðun í garð dómara. Mannlíf spurði Jörund Áka Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóra KSÍ, fyrr í ágúst hvaða árangur hefði náðist með átakinu og fékk þau svör að það hafi vakið athygli og fengið alls konar viðbrögð.

Ekki liggur fyrir hvort Tómasi Erni verður refsað af KSÍ fyrir orð sín en samkvæmt Klöru Bjartmarz, fyrrverandi framkvæmdastjóra KSÍ, er óvíst að reglur KSÍ geti tekið á hegðun leikmanna utan leikja.

UPPFÆRT – 15:36

Mannlíf sendi fyrirspurn um málið á Jörund Áka Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóra KSÍ, og fékk til baka svarið „Þetta verður skoðað með hefðbundnum leiðum,“ án þess að útskýra það nánar.

Ungur stýrimaður stökk á eftir háseta sem féll í sjóinn: „Hreint björgunarafrek hjá mínum manni“

Hásetinn á sjúkrahúsi. Ljósmynd: Morgunblaðið/Kristinn

Ungur sjómaður drýgði sannkallaða hetjudáð þegar hann stökk í sjóinn eftir að skipsfélagi hans féll útbyrðis í í febrúar 1996.

Sveinn Arnarson stýrimaður, var aðeins 22 ára gamall þegar hann bjargaði lífi skipsfélagasíns á Þorseti GK fyrir tæplega 30 árum síðan.

 

Hetjan

Skipsfélagi Sveins, hásetinn Sigurgeir Þorsteinn flæktist í færi, ökklabrotnaði og féll loks fyrir borð 25. febrúar 1996. Atvikið gerðist verið var að leggja netin við Krýsurvíkurberg en Sigurgeir fékk færi utan um vinstri fótinn og ökklabrotnaði illa áður en hann kastaðist frá borði. Sveinn, fyrsti stýrimaður skipsins var ekki lengi að bregðast við, heldur dreif hann sig í flotgalla og stökk á eftir Sigurgeiri. Þegar í sjóinn var komið tók við hið erfiða verkefni að losa hásetann úr færinu en það gekk ekkert sérlega vel til að byrja með enda fékk Sveinn bitlausan hníf til að skera á færið. Allt gekk þó vel að lokum og náði Sveinn að bjarga lífi Sigurgeirs.

DV sagði frá hetjudáðinni á sínum tíma:

Háseti á Þorsteini GK flæktist í færi, fótbrotnaði og kastaðist fyrir borð:

Fann að hann þjáðist mikið þarna í sjónum

– segir Sveinn Arnarson stýrimaður sem stökk í sjóinn og bjargaði skipsfélaga sínum með snarræði

„Ég fann að hann þjáðist mikið þarna í sjónum. Sársaukinn kom í hviðum og það varð að hafa hraðar hendur við að losa hann,“ segir Sveinn Arnarson, fyrsti stýrimaður á netabátnum Þorsteini GK 16, í samtali við DV. Sveinn bjargaði í gær skipsfélaga sínum, Sigurgeiri Bjamasyni háseta, frá drukknun eftir alvarlegt slys um borð í bátnum þegar verið var að leggja netin við Krýsuvíkurberg um klukkan þrjú í gær. Sigurgeir fékk færi um vinstri fótinn og brotnaði illa við ökla áður en hann kastaðist í sjóinn.

Fótbrotnaði samstundis „Við hugsuðum fyrst um að missa manninn ekki útbyrðis og reyndum að streitast á móti. Það er auðvitað umdeilanlegt og á endanum urðum við að gefast upp og hann fór fyrir borð,“ segir Sveinn. Verið var að renna út seinna færinu þegar óhappið varð. Var færið komið á enda þegar Sigurgeir flæktist í því alveg upp við bauju. Sveinn telur að Sigurgeir hafi brotnað um leið og færið kippti undan honum fótunum. Töluverður skriður var á bátnum þegar óhappið varð, eða fimm til sex mílur. Varð því að hafa snör handtök við að koma Sigurgeiri til bjargar. Sveinn stökk upp í brú og fór þar í flotgalla sem ávallt er þar til taks. „Ég rétt náði að renna rennilásnum upp áður en ég henti mér í sjóinn. Ég var hins vegar vettlingalaus og varð fljótt ansi kalt á höndunum,“ segir Sveinn. Meðan Sveinn var að búa sig reyndu skipverjarnir á Þorsteini að losa Sigurgeir af færinu en tókst ekki. Festu þeir þá baujuna um borð meðan skipstjórinn bakkaði rólega í áttina að Sigurgeiri.

Fékk bitlausan hníf „Ég fékk fyrst alveg bitlausan hníf til að skera færið. Það gekk ekkert að hjakka færið í sundur með honum en sem betur fer fundu þeir um borð annan betri hníf og þá gaf færið sig,“ segir Sveinn. Eftir að Sigurgeir var laus var honum komið í Markúsamet og svo hífður um borð. Hann var með meðvitund allan tímann en mikið kvalinn. Þegar var kallað á björgunarsveitina Þorbjöm og komu menn frá henni oé læknir til móts við Þorstein á björgunarbát. Voru þeir komnir um borð um klukkustund eftir að slysið varð. Hálftíma síðar var Þorsteinn GK kominn til hafnar í Grindavík með Sigurgeir og var hann fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar fór hann þegar í aðgerð. í gærkvöld var líðan hans eftir atvikum góð en fóturinn er illa farinn. „Ég gerði ekki annað en það sem okkur er kennt í Björgunarskóla Slysavarnafélagisns. Það skiptir virkilega máli sem kennt er þar,“ sagði Sveinn sem er 22 ára gamall og byrjaði sem stýrimaður á Þorsteini í haust.

DV sagði einnig frá viðbrögðum skipstjórans á Þorsteini GK en hann var einstaklega ánægður með hinn unga stýrimann eins og lesa má í umfjöllun DV:

Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK:

Björgunarafrek

„Þetta var snarræði og auðvitað hreint björgunarafrek hjá mínum manni. Þetta er sprækur strákur og hann hikaði ekki við að kasta sér í sjóinn,“ segir Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK 16, í samtali við DV. Hann er að tala um Svein Amarson, fyrsta stýrimann, sem í gær bjargaði Sigurgeiri Bjamasyni háseta frá drukknun þegar verið var að leggja netin út af Krýsuvíkurbergi í gær. Ásgeir segir að veður hafi verið gott en sjór mjög kaldur eftir norðanhret síðustu daga. Því hafi þurft bæði kjark og snarræði til að stökkva fyrir borð. „Ég var ekki hræddur um að Sigurgeir myndi sökkva því hann var í endanum á færinu. Hins vegar þola menn ekki langa dvöl í köldum sjónum og nánast hver sekúnda skiptir máli,“ segir Ásgeir. Hann sagðist hafa óttast að Sigurgeir og Sveinn lentu í skrúfu bátsins meðan hann var að bakka að þeim og taka slakann af færinu. Báturinn hefði snúist í áttina að þeim félögum. „Þetta gekk þó allt og ég held að Sigurgeir hafi vart verið meira en fimm mínútur í sjónum áður en búið var að ná honum um borð aftur,“ segir Ásgeir.

Biden táraðist á landsfundi Demókrata: „Hún er hörð, hún hefur reynslu og hefur gríðarleg heilindi“

Joe Biden táraðist þegar hann steig á sviðið á landsfundi Demókrataflokknum í Chicago-borg í gærkvöldi.

Biden hélt ræðu fyrir troðfullum sal í Chicago fyrsta kvöld landsþings Demókrata, þar sem hann varði forsetatíð sína og snerti á mörgum þeirra mála sem hann barðist fyrir árið 2020 og aftur á þessu ári áður en hann ákvað að stíga til hliðar um miðjan júlí, eftir hörmulega frammistöðu í kappræðum gegn Donald Trump.

„Eins og mörg ykkar, gaf ég þessari þjóð hjarta mitt og sál,“ sagði hann, undir lok næstum klukkutíma langs ávarps en áhorfendur hrópuðu „Takk, Joe“.

Biden hafði gengið út á sviðið eftir að hafa verið kynntur af dóttur sinni Ashley og eiginkonu, Jill, sem sagði áhorfendum að hún hafi séð hann „grafa djúpt í sál sína“ þegar hann ákvað að hætta í forsetakosningunum.

Eftir að hafa faðmað Ashley, þurrkaði hann tárin með vasaklúti. Forsetinn lagði síðan hönd sína við hjartastað, rétti úr bakinu við ræðupúltið og brosti sínu breiðasta undir ánægjuópum áhorfenda.

Í ræðu sinni hrósaði Biden varaforseta sínum, Kamölu Harris í hvívetna.

„Að velja Kamölu var fyrsta ákvörðunin sem ég tók þegar ég varð tilnefndur sem forsetaefni okkar og það er besta ákvörðun sem ég tók allan minn feril,“ sagði hann. „Hún er hörð, hún hefur reynslu og hefur gríðarleg heilindi.“

Kolbeinn heldur til Hollands – Verðmetinn á 76 milljónir króna

Kolbeinn Finnsson er á leið til Hollands

Íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Finnsson mun skipta lið en danska blaðið Tipsblaðið greinir frá þessu. Blaðið segir frá því að hollenska liðið FC Utrecht verði næsti viðkomustaður Kolbeins á atvinnumannaferlinum.

Kolbeinn hefur spilað með Lyngby í Danmörku undanfarin ár en spilaði áður með Fylki, Borussia Dort­mund, Brent­ford og Groningen. Sagt er að tilboðið sem Lyngby hefur samþykkt sé í kringum 500.00 evrur en það eru um það bil 76 millj­ónir ís­lenskra króna.

FC Utrecht lenti í 7. sæti í hollensku úrvalsdeildinni en gangi félagsskiptin í gegn verður Kolbeinn fyrsti íslenski leikmaðurinn sem leikur fyrir liðið. Kolbeinn hefur leikið 12 landsleiki fyrir hönd Íslands.

Natascha gengur alltaf berfætt og talar lýtalausa íslensku

Reykhólar.

„Ég geng alltaf berfætt nema í vinnunni,“ segir Natascha Harsch, íbúi á Reykhólum og starfsmaður Þörungavinnslunnar, sem stóð berfætt í suddanum við að gefa súpu fyrir utan heimili sitt við Hellisbraut á Reykhólum. Natascha var ein þeirra sem gáfu súpu á Reykhóladögum um liðna helgi. Hún bauð upp á gómsæta katöflusúpu.

Natascha Harch gaf gestum og gangandi súpu um helgina. Hún var að vanda berfætt. Mynd: Reynir Traustason.

Natascha er Þjóðverji sem kom fyrst til Íslands fyrir 10 mánuðum síðan. Það vekur athygli að hún talar nánast lýtalausa íslensku. Hún unir sér hvergi betur en á Reykhólum þar sem hún segist ætla að búa um ófyrirsjánalega framtíð. Hún er nýbúin að kaupa sér hús á staðnum.

Aðpurð um ástæðu þess að hún sé alltaf berfætt segist hún ekki hafa neina sérstaka skýringu aðra en þá að þannig líði henni best. Og það er sama hvort það er sumar, vetur vor eða haust.

„Þannig líður mér best,“ segir Natascha brosmild og býður upp á ábót á súpuna.

Albert neitar ennþá sök í nauðgunarmálinu: „Það mun ekki hafa áhrif á mig“

Albert Guðmundsson ítrekar sakleysi sitt

Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson gekk nýverið til liðs við ítalska liðið Fiorentina.

Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er á næstum vikum.

Á blaðamannafundi fyrr í dag var Albert spurður út í ákæruna en Fótbolti.net greindi frá.

„Málið verður tekið fyrir í september, en það mun ekki hafa áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi í ár, en hefur ekki haft áhrif, ég hugsa um fjölskylduna og fótboltann“ sagði Albert um málið. „Ég er sannfærður um að réttlætnu verði fullnægt, því ég er saklaus.“

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Skrifaði hrollvekjandi færslu rétt fyrir snekkjuslysið: „Og þau lifðu öll hamingjusöm til æviloka“

Meðeigandi breskrar lögfræðistofu, sem saknað er eftir að lúxussnekkja sökk undan ströndum Ítalíu, hafði hrósað samstarfsmönnum sínum og fjölskyldu á Linkedin-færslu, áður en hann fór í hina örlagaríku siglingu.

Fyrsta og hugsanlega síðasta færsla Christopher Morvillo á samfélagsmiðlinum Linkedin sagði frá stolti hans yfir því að samstarfsmenn hanns hjá Clifford Chance gátu hjálpað Mike Lynch og Steven Chamberlain fyrir rétti í San Francisco. Lynch, 59, var sakaður um svik í Bandaríkjunum í tengslum við sölu 8,6 milljarða punda á fyrirtæki sínu Autonomy til Hewlett-Packard árið 2011.

En tæknijöfurinn, Lynch og Chamberlain, sem lést á hörmulegan hátt eftir að hann varð fyrir bíl í Cambridge-skíri um helgina – voru sýknaðir fyrir rétti.

Morvillo skrifaði færslu á samfélagsmiðlum nokkrum dögum eftir sýknudóminn og áður en Chamberlain lést. Hann endaði langa lofgjörð sína með sjö orðum, sem nú hljóma hálf skuggalega eftir nýjasta harmleikinn. Hann skrifaði: „Og þau lifðu öll hamingjusöm til æviloka…“

Lögmaðurinn er meðal sex manna sem talið er að séu enn fastir í skrokki snekkjunnar, 50 metrum neðansjávar en Lynch er einnig meðal þeirra sem saknað er. Fyrsta leit kafara í gær bar ekki árangur en þeir komust ekki inn í káetu neðanþilfars vegna þess að brak úr bátnum, hafði lokað káetunni.

Fimmtán manns lifði slysið af, þar á meðal móðir sem hélt eins árs gömlu barni sínu ofansjáar, til að bjarga því. Eitt lík hefur fundist, samkvæmt yfirvöldum á svæðinu.

Eiginkona Morvillo er einnig saknað, sem og Jonathan Bloomer, fyrrverandi yfirmaður Autonomy endurskoðunarnefndarinnar sem bar vitni í réttarhöldunum yfir Lynch, og eiginkona hans.

Snekkjan, sem smíðuð var árið 2008 af ítalska fyrirtækinu Perini Navi, var með 12 farþega og 10 manna áhöfn. Samkvæmt snekkjusíðum á netinu hefur verið hægt að leigja snekkjuna fyrir 195.000 evrur eða 29.762.850 milljónir króna á viku en hún er áberandi fyrir hið massíva 75 metra háa álmastur sitt, eitt það hæsta í heiminum.

Breskir miðlar hafa nú vakið athygli á lokaorðum Morvillo í færslu hans á Linkedin en þau þykja hrollvekjandi. Eftir að hafa skrifað fjölmörg orð þar sem hann hrósar samstarfsfélögum sínum, beindi hann orðum sínum til fjölskyldu sinnar og sagði:

„Og að lokum þakka ég þolinmóðu og ótrúlegu eiginkonu minni, Neda Morvillo, og tveimur sterkum, bráðsnjöllum og fallegum dætrum mínum, Sabrinu Morvillo og Sophiu Morvillo. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt án ástarinnar og stuðnings ykkar. Ég er svo feginn að vera kominn heim.“

„Og þau lifðu öll hamingjusöm til æviloka ….“

 

Veiðimaður á fertugsaldri lést eftir voðaskot við Vatnajökul

Þyrla Landhelgisgæslunnar - myndin tengist fréttinni ekki beint Ljósmynd: lhg.is

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi er greint frá því að maður hafi látist af slysförum norðan við Vatnajökul í morgun en lögreglunni barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan átta.

Sjúkralið, lögregla og þyrla Landhelgisgæslunnar héldu þegar á staðinn en maðurinn var úrskurðaður látinn þegar á vettvang var komið.

Málið er í rannsókn en lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um það að svo stöddu.

Uppfært – 15:30

Samkvæmt upplýsingum á RÚV var maðurinn á gæsaveiðum og varð fyrir voðaskoti. Hann var á fertugsaldri

Jónas er fallinn frá

Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður er látinn en mbl.is greinir frá andláti hans. Hann var 90 ára gamall.

Jónas fæddist árið 1934 í Reykjavík en lauk stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1955 og lögfræðiprófi frá HÍ árið 1962. Jónas var einn af þekktustu og virtustu lögfræðingum landsins en hann stofnaði ásamt öðrum lögmannsstofuna LEX árið 1965 en Jónas starfaði sem lögmaður allt til dánardags.

Jónas sat í stjórnum margra samtaka og félaga í gegnum árin og var hann tvívegis meðlimur stjórnar Lögmannafélags Íslands og fyrsti formaður stjórnar Golfklúbbsins Keilis en hann var einn af stofnendum klúbbsins.

Jónas lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, níu barnabörn og sjö langafabörn.

Að minnsta kosti tíu drepin í enn einni loftárás Ísraelshers á skóla – Tvö börn meðal látinna

Skólinn eftir árásina

Að minnsta kosti 10 eru látnir eftir sprengjuárás Ísraelshers á Mustafa Hafez-skólann á Gaza-borg, samkvæmt Al Jazeera.

Ísraelsher segist hafa gert árás á bardagamenn Hamas sem höfðust við í falinni „stjórnstöð“ inni í skólanum. Ísraelski herinn hefur ítrekað gert árásir á skóla þar sem Gazabúar á vergangi hafa leitað skjóls í og fullyrt oft án sannana að þeir séu tengdir Hamas. Ein af nýjustu slíkum árásum var gerð 10. ágúst en þá gerðu Ísraelar árás á al-Tabin-skólann í Daraj-hverfi Gaza-borgar og drap um 100 manns, þar á meðal börn og konur, að sögn vitna.

Mustafa Hafez-skólinn hefur verið staður sem býður fjölskyldum á flótta einhvers konar athvarf í vesturhluta Gaza-borgar. Það þjónaði sem síðasta úrræði enda eiga Gazabúar ekki í mörg hús að venda. Um 700 Palestínubúar á flótta hafa dvalið í skólanum undanfarið.

Ísraelsher sendi engar viðvaranir áður en árásin var gerð í morgun en að minnsta kosti 10 létust og fjölmargir slösuðust. Hinir slösuðu voru fluttir á Ahli-sjúkrahúsið til aðhlynningar.

Þá hafa vitni einnig greint frá fleiri loftárásum í Zeitoun-hverfinu, þar sem fjölmörg hús voru eyðilögð.

Mahmoud Basal, talsmaður almannavarna á Gaza, sagði AFP-fréttastofunni að verið sé að draga lík undan rústum annarrar hæðar skólans, þar sem sprengjan hæfði húsnæðið.

Að sögn Basal voru að minnsta kosti tvö börn meðal hinna látnu.

 

Flestir telja orlofsmál Dags vera skandal

Borgarstjórinn fyrrverandi

Í síðustu viku var greint frá því að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hafi fengið greiddar tæpar 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur en þær ná tíu ár aftur í tímann. Slíkt þykir frekar óvenjulegt og telja sumir að borgarstjórinn hafi fengið sérmeðferð í sínum málum. Aðrir telja að þarna sé verið að gera úlfalda úr mýflugu og það sé fullkomlega skiljanlegt að borgarstjóri geti ekki tekið sér langt sumarfrí og því sé rétt að leyfa honum að fá orlof greitt svo mörg ár aftur í tíminn.

SJÁ NÁNAR: Dagur svarar fyrir orlofsmálið – „Það var gert eins fyrir allt starfsfólk“

Því spurði Mannlíf lesendur: Er orlofsgreiðslumál Dags B. skandall?

Niðurstaðan er sú að 83% lesenda Mannlífs telja málið vera skandal.

This poll has ended (since 1 month).
83.29%
Nei
13.67%
Ekki viss
3.04%

Strætóbílstjóri réðst á farþega vegna hráka – MYNDBAND

Líkamsárás í strætó í Bandaríkjunum - Mynd: Skjáskot

Farþegar í strætisvagni í New Jersey í Bandaríkjunum urðu vitni að rosalegri árás strætóbílstjóra á farþega á föstudaginn í síðustu viku.

Forsaga málsins er sú að farþeginn sem bílstjórinn réðst á byrjaði að rífast við bílstjórann þegar hann kom um borð en ekki liggur fyrir hver ástæða rifrildisins er. Farþeginn tók til þess ráðs í rifrildinu að hrækja á bílstjórann og óhætt er að segja að hann hafi ekki verið hrifinn af hrákanum. Í myndböndum sem birst hafa af árásinni sést bílstjórinn kýla farþegann ítrekað í andlitið, kyrkja hann og hóta lífi hans. Á meðan þetta á sér stað reynir farþeginn að verja sig með höndunum og heyrist biðja um vægð.

Samkvæmt heimildum TMZ voru báðir mennirnir handteknir af lögreglu eftir atvikið og verða að öllum líkindum báðir ákærðir fyrir líkamsárás en málið er ennþá til rannsóknar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Zavier Colbert (@zadurk)

Bjarni Benediktsson um glimmer atvikið: „Frekja og yfirgangur“

Bjarni Benediktsson Mynd: RÚV-skjáskot

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir margt hafa verið rangt við það þegar hent var yfir hann glimmeri fyrr á árinu. Bjarni, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist treysta lögreglunni þegar kemur að því að ákveða hvort hann þurfi lífverði:

„Ég hef hef haft gæslu frá lögreglunni sem þeir meta frá einum tíma til annars. Ég hef aldrei komið að því mati með neinum hætti og treysti þeim bara fyrir því. Þegar lögreglan segir að það eigi að hafa fylgd með mér, þá segi ég bara gott og vel, en í dag er ég ekki með neina fylgd. Ég er hvorki að biðja um þetta né hafna þessu, en mér finnst ömurlegt þegar stjórnmálamenn fara að gera pólitískar útleggingar á þessu. Við eigum ekki að gera lítið úr mati lögreglunnar á því að gæta að öryggi æðstu embættismanna ríkisins eða þeim sem eru í stjórnmálum,“ segir Bjarni og heldur áfram um glimmer-atvikið:

„Það var mjög margt sem var ekki í lagi við þetta atvik. Í fyrsta lagi er það ekki í lagi að það sé verið að veitast að fólki. Í öðru lagi er það óásættanlegt að það sé verið að stöðva umræðu um alþjóðamál. Eini tilgangurinn var að vekja athygli á málstað mótmælenda með frekju og yfirgangi og þess vegna var það mjög skrýtið að Ríkisútvarpið hafi gert það að fyrstu frétt að fá mótmælandann í viðtal. Skilaboðin eru þá að það sé hvati að gera hluti af þessu tagi og þannig náir þú þínu fram.“

Það vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar Bjarni tjáði sig á samfélagsmiðlum um tjaldbúðir á Austurvelli. Hann segist ekki hafa borið það undir neinn áður en hann skrifaði færsluna, heldur hafi honum einfaldlega fundist að einhver yrði að tjá sig um stöðuna:

„Ég var bara hissa á því að enginn væri búinn að tjá sig um þetta. Þetta olli miklu fjaðrafoki, en mér fannst bara augljóst að þetta gæti ekki gengið til lengdar. Þetta var algjörlega óeðlilegt ástand í alla staði og það var með öllu óskiljanlegt að Reykjavikurborg ætlaði að framlengja það ástand. Mér er fyrirmunað að skilja það,“ segir Bjarni, sem neitar því að hann hafi borið þetta undir ráðgjafa áður þegar Sölvi spyr hann að því:

„Það er nákvæmlega það sem ég gerði, að setjast niður við lyklaborðið og skrifa þessa færslu þegar ég var kominn heim til mín. Þegar ég var búinn að setja þetta út vakti ég athygli aðstoðarmanna minna á því að þessi færsla væri komin í loftið. Ég er kosinn á Alþingi og þarf ekki að biðja um leyfi frá ráðgjöfum til þess að tjá mig. En auðvitað ber ég margt undir aðstoðarmenn mína og þigg ráðgjöf frá þeim. En í þessu tilviki bar ég þetta ekki undir neinn.“

Í þættinum ræðir Bjarni líka um kristna trú og þau gildi sem hafa mótað íslenskt samfélag:

„Við þurfum að passa upp á okkar menningarverðmæti sem þjóð. Það er virði í því að vera íslensk þjóð og við viljum ekki drekkja menningu okkar og arfleið í innflutningi fólks sem á skömmum tíma verða fjölmennari en þeir sem byggja landið í dag. Það er ekkert vit í því. Við þurfum að gæta mjög að okkur til að þau gildi sem skilgreina okkur sem Íslendinga verði ekki undir. Ég er ekki að leggja til stöðugan lestur biblíunar, en við erum með krossinn í fánanum okkar og það er ekki tilviljun. Skoðaðu kristin samfélög í heiminum og skoðaðu mannréttindi á sama tíma. Hvar eru mannréttindi best varin? Hvar er frelsi einstaklingsins best varið? Hvar er virkt lýðræði framkvæmt? Það er einkennandi fyrir norðurlöndin til dæmis, sem öll eru með kross í þjóðfánanum að þar er lýðræði virkast, jafnrétti kynjanna mest og mannréttindi í fremstu röð. Þetta er ekki tilviljun og eitthvað sem gerist á einni nóttu. Við eigum ekki að ímynda okkur að svona verði þetta alltaf ef við gætum ekki að okkur og bjóðum heim sofandahætti.“

Bjarni ræðir í þættinum um stöðu fjölmiðla á Íslandi og stöðu RÚV í því samhengi:

„Ég er þeirrar skoðunar að fyrirferð Ríkisútvarpsins sé of mikil og skuggi Ríkisúvarpsins sé mjög langur og í honum þrífist fáir fjölmiðlar. Ég hef áhyggjur af rekstrarskilyrðum fjölmiðla í landinu og þess vegna finnst mér augljósast að við ættum að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Það þarf að skapa heilbrigðari skilyrði fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. Við í Sjálfstæðisflokknum lítum svo á að við höfum tryggt frelsi í fjölmiðlun á sínum tíma, sem ungu kynslóðinni kann að finnast skrýtið. En það var þannig að það gat ekki hver sem er opnað útvarpsstöð. Það var einkaréttur ríkisins. En það dugir ekki til að búa til þetta frelsi ef starfsskilyrðin eru ekki tryggð á sama tíma. Það þarf að tryggja aðstæður þar sem frjálsir fjölmiðlar geta þrifist. Sem stjórnmálamaður verð ég að sýna því skilning að manni sé veitt aðhald, en ég ætla ekkert að neita því að mér finnst það á köflum ganga út í öfgar hjá RÚV. Það blasir oft við þegar maður á í samskiptum við starfsfólk á ríkisfjölmiðlinum að það brennur fyrir einhvern málstað og maður hefur það á tilfinningunni að stundum verði sá málstaður fagmennsku í umfjöllun málaflokksins yfirsterkari. Það er kannski bara mannlegt og maður skilur það, en auðvitað líður mér stundum þannig að fréttir séu ekki hlutlausar.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Bjarna og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Dimmir að Degi

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefur í gegnum tíðina verið með þá ímynd sem stjórnmálamaður að vera hreinleikinn uppmálaður. Þótt deilt sé um vit hans á rekstri þá hafa fáir dregið heilindi hans í efa.

En nú hefur dregið ský fyrir sólu og dimmir að Degi. Orlofsmál Dags þykja með öllu vera óverjandi en hann heldur því fram að á 10 árum hafi hann safnað upp óteknum orlofsdögum að andvirði 10 milljóna króna. Dagur vitnar til kjarasamninga Reykjavíkurborgar í þessum efnum. Vandinn er hins vegar sá að Dagur ber sjálfur stærsta ábyrgð á samningunum. Nú blasir við að sú aðgerð að greiða Degi út orlofið ógurlega mun hafa áhrif á nánast alla launþega hjá borginni og víðar. Það þykir óverjandi að stórhöfðingjarnir einir sitji að slíkum fríðindum.

Málið allt er hið óþægilegasta fyrir Dag sem er talinn ætla sér stóra hluti í yfirvofandi sigri Samfylkingar í næstu kosningum og hefur gjarnan verið talinn vera næstur Kristrúnu Mjöll Frostadóttur formanni í goggunarröðinni. Fallið hefur á ímynd hans og vandséð að Samfylking þurfi á því að halda að kosningabaráttan litist af því siðleysi sem felst í orlofsmálinu …

Blaðamenn krefja Sigríði svara vegna óhóflegrar eyðslu – Stórfé var eytt í að koma sök á Hjálmar

Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins

Félagar í Blaðamannafélagi Íslands hafa krafið stjórn félagsins svara vegna taumlítillar eyðslu og illrar meðferðar á eigum félagsins. Friða Björnsdóttir, félagi númer 1 í félaginu, fer fyrir hópnum semkrefst svara. Hún segir rekstur Blaðamannafélags Íslands vera áhyggjuefni og eyðsluna vera með ólíkindum. Í samtali við Morgunblaðið segir hún að flestir útgjaldaliðirnir tengist uppsögn Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra sem stjórn félagsins með Sigríð Dögg Auðunsdóttur formann í fararbroddi hefur lýst sekan um brot gegn félaginu en að hann verði samt ekki lögsóttur. Engar skýringar hjafa komið fram um í hverju  brotin feli í sér lögbrot eða á hverju stjórnin byggi þann dóm sinn.

Fríða Björnsdóttir er ómyrk í máli vegna framgöngu stjórnar gagnvart Hjálmari Jónssyni.

Ásamt Fríðu skrifa 25 manns undir áskorunina til stjórnar um að útskýra eyðsluna. Fríða sagði við Morgunblaðið að flestir útgjaldaliðirnir sem hópurinn spyr út í tengist uppsögn
Hjálmars Endurskoðunarstofan KPMG var fengin til að gera úttekt á tilteknum færslum
í bókhaldi félagsins. Eftir að sú úttekt lá fyrir óskaði stjórn BÍ eftir áliti lögfræðistofunnar LOGOS um mögulega refsiábyrgð Hjálmars. Í fyrirspurn félagsmannanna er spurt út í kostnað við þetta.
„Þú færð fyrst konu til að kanna reikninga og finna einhver glæpalíkindi, sem auðvitað voru engir glæpir. Síðan var KPMG fengið til að endurskoða tíú ár aftur í tímann. Síðan var þetta sent til lögfræðistofunnar LOGOS og svo komust þau að þeirri niðurstöðu að þetta hefði kannski ekki verið alveg í lagi en að það myndi enginn verða dæmdur fyrir það sem á að hafa verið gert,“ segir Fríða við Morgunblaðið og spyr hvað verði næst. Fokdýr auglýsingaherferð félagsins í völdum fjölmiðlum hefur einnig vakið athygli.

|
Hjálmar Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri BÍ stjórnaði fjárhag BÍ af festu og ábyrgð um langt skeið.

Auk umræddra útgjalda hefur stjórn BÍ ákveðið að Sigríður Dögg formaður verði á launum hjá félaginu rétt eins og nýr framkvæmdastjóri, Freyja Steingrímsdóttir. Sigríður er umdeild fyrir skattamál sín en hún hefur neitað að upplýsa um stærð skattsvikamálsins sem hún gerði sátt um við yfirvöld í framhaldi af stórfelldri útleigu á íbúðum.
Framhaldsaðalfundur BÍ verður haldinn 4. september. Reikna má  með að á þeim fundi muni Sigríður og aðrir stjórnarmenn standa fyrir sínu máli. Eftirfarandi sitja í stjórn BÍ: Lovísa Arnardóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan), varaformaður Bára Huld Beck, sjálfstætt starfandi, ritari. Stígur Helgason (RÚV), gjaldkeri. Kristín Ólafsdóttir (Stöð2/Vísir.is/Bylgjan). Skúli Halldórsson (mbl.is). Sólrún Lilja Ragnarsdóttir (mbl.is).

Úlfar dreymdi um að myrða mann – Skaut ungan fjölskylduföður 4 sinnum í hnakkann

Í apríl árið 1976 fékk ungur maður á Akureyri löngun til að uppfylla gamlan draum. Draumur hans var að myrða mann. Hann braust inn í sportvöruverslun að kvöldi sunnudagsins 4. apríl og stal 22 kalibera Remington riffli og skotum. Eftir að hafa gjöreyðilagt búðina með að skjóta af rifflinum hélt hann á brott. Hann ætlaði að láta drauminn rætast.

Um var að ræða 18 ára gamlan sjómann, Úlfar Ólafsson, sem var þegar orðinn góðkunningi lögreglunnar fyrir smáglæpi þrátt fyrir ungan aldur.

Lést samstundis

Skömmu eftir innbrotið mættu tveir menntaskólanemar Úlfari við Akureyrarkirkja þar sem hann mundaði að þeim rifflinum og kvaðst mundu skjóta þá. Þeim var illa brugðið en Úlfar lét byssuna síga, sagði hana óhlaðna og hló. Drengirnir flúðu hið snarasta.

Því næst var Guðbjörn Tryggvason, 28 ára kvæntur tveggja barna faðir, á banvænni leið Úlfars. Guðbjörn var á gangi og hugðist heimsækja vin sinn. Þótt þeir þekktust ekki neitt virðist vera að þeir hafi spjallað saman hinir rólegustu í örskotsstund áður en Úlfar lyfti rifflinum og skaut Guðbjörn fjórum skotum í hnakka og eitt í öxl. Guðbjörn lést samstundis.

Lögregla var kölluð á svæðið snemma á sunnudagsmorgunin þegar hjón rákust á illa leikið lík Guðbjörns. Það tók yfirvöld ekki langan tíma að tengja saman ránið á rifflinum við morðið á Guðbirni. Rifflinum hafði verið hent 160 metrum frá þar sem hann fannst í snjóskafli. Raðnúmer staðfesti að um hið stolna vopn var að ræða.

Á röngum stað á röngum tíma

Málið var strax tekið traustum tökum og fjöldi manna yfirheyrðir, þar á meðal piltarnir sem Úlfar hafi rekist á við kirkjuna. Gátu þeir gefið greinargóða lýsingu á manninum og var Úlfar handtekinn í kjölfarið. Eftir að hafa verir yfirheyrður í rúman sólarhring játað hann morðið á Guðbirni, hæglátum og vel liðnum fjölskyldumanni, sem var svo óheppinn að vera á röngum stað á röngum tíma.

Að sjálfsögðu var Úlfar látinn sæta geðrannsókn en var talinn sakhæfur og dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir þetta tilefnislausa og hrottalega morð sem átti sér engar málsbætur. Hæstiréttur mildaði dóminn í 12 ár í febrúar 1978 sökum ungs aldurs Úlfars auk þess sem hann hafði skýlaust játað brot sitt.

Kveikti í Hrauninu

Úlfar komst aftur í fréttirnar árið 1981 þegar hann, ásamt tveimur öðrum föngum, kveiktu í fatageymslu á Litla-Hrauni sem erfiðlega gekk að slökkva. Bæði fangar og fangaverðir hlutur reykeitrun og talið var að fangar í einangrunarklefum hafi verið í lífsháska áður en slökkviliði tókst að ráða að niðurlögum eldsins. Allir þrír fengu tveggja ára dóm fyrir íkveikjuna sem talin var að hafa komið bæði föngum og starfsfólki í lífsháska.

Flestir töldu íkveikjuna hafa verið hluta af flóttatilraun en það játuðu þremenningarnir aldrei.

Úlfar flutti til Danmerkur eftir að hafa setið af sér dóm sinn og lést þar árið 2009, 51 árs að aldri.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 13. júlí árið 2021 og skrifaði Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir hann

Starfsmenn tívolís sakaðir um árás á barn í Hveragerði: „Við lítum allt ofbeldi alvarlegum augum“

Blómstrandi dagar 2023 - Mynd: Hveragerðisbær

Starfsmenn Taylors Tivoli Iceland eru sakaðir um að hafa ráðist á barn um helgina á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði en Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, staðfesti í samtali við Mannlíf að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu.

Móðir barnsins fór með barnið til skoðunar hjá lækni daginn eftir atvikið og var svo meinta árásin tilkynnt til lögreglu en að sögn þeirra hlaut barnið ekki alvarlega áverka. Þá var lögreglan ekki kölluð til þegar hin meinta árás átti sér stað. Ekki er búið að leggja fram kæru í málinu en að sögn Garðars var móður og barni kynnt kæruferlið og ætla þau að hugsa málið og taka ákvörðun síðar. Þá er búið að tilkynna málið til barnaverndar.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og liggur ekki fyrir hver meintur gerandi er,“ sagði Garðar í samtali við Mannlíf og sagði ekki lægju fyrir frekari upplýsingar um líðan barnsins.

Dónalegir starfsmenn

„Blómstrandi dagar eru fjölskylduhátíð og mikið er lagt upp úr því að hér geti allar kynslóðir skemmt sér vel í sátt og samlyndi. Hátíðin fór sérlega vel fram og ekki annað að sjá en að Hvergerðingar og gestir séu hæstánægðir með helgina,“ sagði Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar, atvinnu og markaðsfulltrúi Hveragerðis, í samtali við Mannlíf.

Það er afar leitt að heyra að hugsanlega hafi orðið frávik frá þessu en við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um slíkt. Við lítum allt ofbeldi alvarlegum augum og munum eiga samtal við forsvarsmenn tívolísins en samskipti okkar við forsvarsmenn þess hafa verið góð, bæði varðandi hátíðina í ár og í fyrra. Hafi ofbeldi átt sér stað gerum við ráð fyrir að það fari í viðeigandi ferli hjá lögreglu. Þar sem við höfum engar upplýsingar um meint ofbeldi þá höfum við ekki forsendur til að hafa um það mörg orð að svo stöddu en tökum það til frekari skoðunar ef tilefni verður til þess.

Mannlíf ræddi við nokkra gesti Blómstrandi daga voru þeir allir sammála um að starfsmenn tívolísins hafi vera sýnt af sér dónalega hegðun og skæting en Taylors Tivoli Iceland sér einnig um Parísarhjólið á Miðbakknum í Reykjavík sem hefur vakið athygli margra.

Björn segist ekki vera grafa undan lögreglunni: „Þið standið ykkur vel í erfiðum aðstæðum“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata

Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu undanfarna daga um vopnavæðingu lögreglunnar á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lét hafa það eftir sér að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi mögulega verið notaður sem afsökun til að vopnavæða lögregluna.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að málflutningur Björns sé til þess fallinn að ala á tortryggni í garð lögreglunnar.

Í pistli sem Björn Leví birti fyrr í á samfélagsmiðlinum Facebook hafnar Björn þessu alfarið. Hann segir að það sé pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar að vopnavæða lögregluna og segir það ódýr pólitík að nota lögregluna sem blóraböggul fyrir ábyrgð ráðherra í þessu máli.

Björn skrifar svo sérstaklega til ríkislögreglustjóra og annarra lögregluembætta.

„Þið standið ykkur vel í erfiðum aðstæðum. Undirmönnuð og undirfjármögnuð. Ég veit að þið viljið fólkinu í landinu allt hið besta. Til þess að gera meira og betur leggið þið fram alls konar tillögur um betrumbætur og nýtingu fjármuna sem ráðherra og þingið þurfa að samþykkja. Í engri fjármálaáætlun undanfarinna ára hefur komið skýrt fram að auka eigi við vopnabúnað lögreglu. Það er talað um „að efla aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“ sem var brugðist við árið 2023: „hefur verið áhersla á að efla rann­sóknargetu lögreglu þegar kemur að umfangsmiklum málum. Komið hefur verið á fót sér­stökum rannsóknarteymum sem starfa  undir forræði stýrihóps um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er ekki fólk sem er að fara í einhverja skotbardaga við skipulagða glæpastarfsemi.“

Guðbjörn segir áhrifavalda vera krabbamein samfélagsins: „Algjörlega einskis virði“

Sunneva Einars og Birta Líf eru þekktir áhrifavaldar - Mynd: Kjörís

Guðbjörn Guðbjörnsson eftirlaunaþegi skrifar ótrúlegan pistil sem birtist fyrr í dag og sparar hann ekki stóru orðin þegar kemur að áhrifavöldum en hann kallar þá meðal annars sníkjudýr og krabbamein.

Mig langar til að opna á umræðuna um andstyggilega snýkjudýrategund sem hefur dreift sér um hvert horn þeirrar stafrænu ræsisfráveitu sem við köllum internetið. Þessir svokölluðu „áhrifavaldar“ eru í raun ekkert annað en eitruð blanda af sjálfhverfu og innihaldsleysi, tegund af fólki sem er algjörlega einskis virði en hefur einhvern veginn tekist að græða á aumkunarverðu lífi sínu með því að sannfæra þúsundir heilalausra fylgjenda sinna um að kaupa sig inn í innantóma tilveru þeirra,“ skrifar Guðbjörn í pistlinum sem birtist á Vísi.

„Leyfið mér að útskýra nákvæmlega hvers vegna þessi snýkjudýr eru fullkomin birtingarmynd alls þess sem er að í nútímasamfélagi.

Fyrst skulum við ræða „efnið“ þeirra. Hvað eru þau að skapa nákvæmlega? Ég skal segja þér það. Þau skapa samfelldan straum af ógeðslegum þvættingi sem er hannaður til að selja þér lífsstíl sem er jafn raunverulegur og bardagi á milli chihuahua-hunds og hákarls. Þetta fólk er ekkert annað en stafrænar gínur, sem glennir sig fyrir framan myndavélina, seljandi óhefðbundnar lækningar í formi hreinsitea, húðkrema og hvaðeina sem nýjasta brellan er sem á að gera líf þitt jafn fullkomið og þeirra virðist vera. Sannleikurinn? Líf þeirra er jafn tómt og merkingarlaust og vörurnar sem þau selja. Á bak við hvern filter, hverja breytta mynd, er gapandi tómleiki og örvænting.“

Þá vandar Guðbjörn fylgjendum áhrifavalda ekki kveðjurnar og líkir þeim við aumkunnarverða hunda sem grátbiðja um matarleifar. Guðbjörn segir áhrifavalda nýta sér óöryggi fylgjenda sinna og selja þeim falska drauma og það sé aðeins gert til að fylla vasa áhrifavaldanna.

„Það ógeðfelldasta við þetta allt saman er hin gríðarlega dirfska þessara einstaklinga. Þeir ganga um eins og þeir séu að gera heiminum greiða, eins og þeir séu einhvers konar menningarbyltingarmenn, þegar í rauninni eru þeir ekkert annað en yfirborðsleg auglýsingaskilti. Þeir hafa dirfskuna til að kalla sig „frumkvöðla“, eins og það að pósta hálfnöktum myndum og auglýsa afsláttarkóða fyrir skynditískufatnað sé einhvers konar göfug iðja. Frumkvöðlar? Frumkvöðull skapar verðmæti. Þessir kjánar eru bara að nýta sér þá staðreynd að meðalgreind fylgjenda þeirra er lægri en verðið á fölsuðum Yeezy-skóm.“

Þá segir Guðbjörn einnig að öll sú auðmýkt sem áhrifavaldar sýni sé fölsk og jafn ekta og þriggja þúsund króna seðill.

Þeir eru ekki þakklátir fyrir neitt nema peningana sem streyma inn á reikningana þeirra og þá staðfestingu sem þeir fá frá lofi fylgjenda sinna. Þetta er allt leikrit, þeim er sama um þig. Þeim er sama um allt, nema sjálfa sig og næsta #samstarf.

Instagram áhrifavaldar eru krabbamein nútímasamfélags, sem breiðir úr sér í hvert einasta horn tilveru okkar, breytandi öllu sem þeir snerta í auglýsingapláss. Þeir eru fullkomið sönnunargagn þess að við lifum í dystópískri martröð þar sem vinsældir eru gjaldmiðill og raunveruleikinn er orðinn eitthvað sem er smurt ofan á brauð. Næst þegar þú skrollar í gegnum Instagram, mundu þetta: Þú ert ekki að horfa á raunverulegt fólk. Þú ert að horfa á háþróað form stafræns rusls, snyrtilega innpakkað og selt þér sem eitthvað sem er þess virði að sækjast eftir.“

Guðbjörn endar pistilinn á að segja að eina leiðin til vinna gegn áhrifum áhrifavalda sé að hætta kaupa kjaftæði þeirra.

 

Bjarni Ben tætir í sig hælisleitendur: „Það er ekki hægt að réttlæta þetta lengur“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði um stjórnarskrá Íslands í stefnuræðu Mynd: Skjáskot RÚV

Í viðtali í hlaðvarpi hjá fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni fer Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, hörðum orðum um hælisleitendur á Íslandi og er ósáttur með þá gagnrýni sem ríkisstjórn hans hefur fengið en telja sumir að hún hafi sýnt mannvonsku og jafnvel alið á útlendingahatri.

„Varðandi hælisleitendamálin, þá hefur heimurinn breyst mikið á skömmum tíma og straumur flóttamanna hefur aukist gríðarlega. Það sá enginn fyrir þessa aukningu, en smám saman kom í ljós að regluverkið var að þróast í átt frá því sem við höfðum verið að ákveða fram að því. Þjóðir hafa þurft að bregðast við og í mörgum löndum hefur bara verið skipt um ríkisstjórnir ef það er ekki gert. Pólitíkin hefur á undanförnum árum mikið snúist um innflytjendamál í Evrópu og við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika. Ég sá þá þróun sem fjármálaráðherra hvernig kostnaðurinn við útlendingamálin rauk upp ár frá ári. Fyrst 500 milljónir á ári, svo milljarður, svo tveir milljarðar og á endanum tuttugu og sex milljarðar. Það er auðvitað bara sturlun. Ég spurði margoft spurninga og dómsmálaráðherra fór ítrekað með mál inn í þingið sem enduðu bara í málþófi og menn voru úthrópaðir fyrir að sýna mannvonsku. Það er fyrst núna á undanförnum tveimur árum sem hefur verið hægt að ná einhverjum breytingum í gegnum þingið og stjórnmálin almennt eru að vakna um að þessi þróun getur ekki gengið. Kostnaðurinn við þennan málaflokk er brjálaður og það er algjörlega óásættanlegt. Það er ekki hægt að réttlæta þetta lengur gagnvart skattgreiðendum,“ sagði Bjarni meðal annars við Sölva.

Óraunhæft að bjóða alla velkomna

„Við eigum auðvitað að bjóða fólk velkomið hingað, en ég held að því miður getum við ekki boðið alla velkomna. Það er einfaldlega óraunhæft. En í umræðunni um innflytjendamál almennt er oft verið að rugla öllu saman. Hælisleitendum og þeim sem þurfa alþjóðlega vernd og svo öllum öðrum innflytjendum sem vilja bara koma hingað og búa hér. En það er ekki sjálfsagt að allir fái að koma hingað og búa hér, til dæmis ef viðkomandi hefur engar forsendur fyrir því að geta framfleytt sér og komið sér fyrir. Ef þú getur komið til Íslands og sýnt fram á að þú getir framfleytt þér og að það sé eftirspurn eftir þínum starfskröftum viljum við greiða fyrir því. En ef það blasir við að einstaklingurinn fer bara beint á félagslega kerfið getum við ekki tekið endalaust við því. Það er ekkert ríki sem leyfir slíkt og við getum ekki gert það heldur.“

Leikmaður Magna hótaði dómurum eftir leik: „Þurfum að kynna okkur hvar þeir eiga heima“

Helgi Mikael Jónsson (annar frá vinstri) var aðaldómari í leik Þórs og Fjölnis - Mynd: KSÍ

Í gær fór fram leikur milli Þórs á Akureyri og Fjölnis í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli liðanna. Tómas Ernir Guðmundsson, leikmaður Magna á Grenivík, var mjög ósáttur með dómgæslu leiksins. Í umræðu um dómara leiksins sagði Tómas á samfélagsmiðlinum Twitter að Helgi Mikael Jónsson, dómari leiksins, væri „án gríns mesta ógeð ever“ og „Taka síðan löglegt mark af til að eyðileggja þetta fullkomnlega, þurfum að kynna okkur hvar þeir eiga heima.“

Tómas Ernir hefur spilað með Magna undanfarin tvö tímabil og leikur liðið í þriðju deildinni en Tómas lék með Þór í yngri flokkum.

Dómurum hótað lífláti

Mikil umræða hefur skapast um framkomu stuðningsmanna, leikmanna og þjálfara við dómara undanfarin ár en í fyrra fengu tveir dómarar á Íslandi líflátshótun eftir leiki. Þá hefur knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson ítrekað misst stjórn á skapi sínu þegar kemur að samskiptum sínum við dómara.

Í fyrra setti KSÍ af stað átak sem átti að stuðla að betri hegðun í garð dómara. Mannlíf spurði Jörund Áka Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóra KSÍ, fyrr í ágúst hvaða árangur hefði náðist með átakinu og fékk þau svör að það hafi vakið athygli og fengið alls konar viðbrögð.

Ekki liggur fyrir hvort Tómasi Erni verður refsað af KSÍ fyrir orð sín en samkvæmt Klöru Bjartmarz, fyrrverandi framkvæmdastjóra KSÍ, er óvíst að reglur KSÍ geti tekið á hegðun leikmanna utan leikja.

UPPFÆRT – 15:36

Mannlíf sendi fyrirspurn um málið á Jörund Áka Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóra KSÍ, og fékk til baka svarið „Þetta verður skoðað með hefðbundnum leiðum,“ án þess að útskýra það nánar.

Raddir