Laugardagur 21. september, 2024
8.2 C
Reykjavik

Keyptu 400 skammbyssur – Fjármálastjóri vill ekki gefa upp hvaðan byssurnar voru pantaðar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.

Nú er komið á daginn að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra keypti um 400 Glock-skamm­byss­ur fyr­ir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins er hald­inn var í Reykja­vík í maí í fyrra.

Embættið keypti skamm­byss­urnar fyr­ir 29.490.300 krón­ur af Veiðihús­inu Sökku. Rík­is­lög­reglu­stjóri vill ekki upp­lýsa náḱvæmlega hversu marg­ar skamm­byss­ur voru keypt­ar né hvað ein­ing­ar­verðið var á byss­un­um.

Kemur fram á mbl.is að fjár­mála­stjóri Sökku vildi ekki upp­lýsa um hvaðan veiðihúsið pantaði byss­urn­ar.

Skoðaðar voru vefsíður hjá byssu­söl­um; eins og Gun Factory EU og Gun Store EU; má sjá að fimmta kyn­slóð af Glock 17-skamm­byss­um kost­ar um 530 evr­ur stykkið hjá báðum byssu­söl­um með virðis­auka­skatti; Það munu vera 81.206 krón­ur á geng­inu í dag; lít­ill mun­ur er á gengi krón­unn­ar nú og þegar kaup­in áðurnefndu voru gerð þann 29. mars 2023.

Fyr­ir 29.490.300 krón­ur er hægt að kaupa alls 363 skamm­byss­ur á þessu verði.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur eigi viljað birta gögn­ um kaupin né úr­sk­urðar­nefnd­ um upp­lýs­inga­mál:

„Að mati nefnd­ar­inn­ar verð­ur þannig að telja að upp­lýs­ing­ar um fjölda skot­vopna og skot­færa, sund­urliðað eft­ir gerðum vopn­anna, sem og upp­lýs­ing­ar um tækni­lega eig­in­leika fyrr­greindra ein­skots­byssa, kunni að nýt­ast þeim sem hafa í hyggju að fremja árás­ir eða til­ræði og að op­in­ber­un þess­ara upp­lýs­inga myndi því raska al­manna­hags­mun­um.“

Einar um biðlaun Diljár: „Auðvitað lítur þetta ekki vel út. 10 milljónir? Það er há upphæð“

Einar Þorsteinsson.

Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar fyrrum borgarstjóra fékk greiddar sex milljónir króna vegna ótekins orlofs sem og biðlauna er hann lét af störfum í janúar.

Starfsmaðurinn hafði sinnt starfi aðstoðarmanns í eitt ár.

Diljá Ragnarsdóttir.

Aðstoðarmaðurinn, sem heitir Dilja Ragnarsdóttir, byrjaði í starfi sínu í janúar árið 2023. Diljá gegndi starfinu því í 12 mánuði alls; naut hún biðlauna í þrjá mánuði er námu um sex milljónum króna.

Einar Þorsteinsson, borgarstjórinn sem tók við af Degi, ræddi málið við Spursmál þar sem hann var spurður hvort eðlilegt væri að leysa út starfsmenn með sex milljóna króna eingreiðslu eftir eitt ár í starfi:

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík

„Ef að framkvæmdin er samkvæmt reglum og lögum þá er ekki tækifæri fyrir mig til að stíga inn í það. Ég ætla ekkert að sitja hér og setja mig í þá stöðu að vera að verja framkvæmd sem ég fékk aldrei inn á borð til mín. Borgarstjóri er ekki í einhverjum orlofsútreikningum fyrir starfsmenn borgarinnar; það er ekki hans hlutvert. Ég get ekki séð að þetta hafi farið á ská og skjön við þá framkvæmd sem almennt er viðhöfð og byggir á kjarasamingsbundnum réttindum. Upphæðin er há, borgarstjóri er á háum launum, það er mikið frí sem er tekið. Auðvitað lítur þetta ekki vel út. 10 milljónir? Það er há upphæð.“

Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár

Gréta María Grétarsdóttir er klár í slaginn með Prís.

Prís, ný lágvöruverðsverslun opnaði í dag, laugardaginn 17. ágúst.

Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár

Fyrsta verslun Prís sem opnaði í dag er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi, á pallinum fyrir ofan Arion banka.

Markmið Prís er að lækka matvöruverð á Íslandi og rífa upp samkeppni á ný á matvörumarkaði.

Í Prís verður hægt að versla allt það helsta til heimilisins á lægra verði en annars staðar á Íslandi. Til að tryggja ódýrasta verðið á markaðnum verður allri yfirbyggingu haldið í lágmarki og öllum óþarfa sleppt:

„Okkar markmið er alveg skýrt, að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð á Íslandi. Fákeppnin síðustu tvo áratugina hefur haldið vöruverði uppi og komið í veg fyrir alvöru samkeppni á þessum markaði. Við hjá Prís ætlum að breyta þessu með því að fara nýjar leiðir til að tryggja ódýrasta verðið fyrir almenning í landinu. Við hlökkum til að hrista verulega upp í markaðnum, því við elskum ekkert meira en samkeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís.

Prís er staðsett á Smáratorgi 3 í turninum. Gengið er inn af bílastæðinu á annarri hæð, móti Smárabíói og er opið alla daga frá klukkan 10 – 19.

Heimasíða Prís er www.prisarar.is.

Fólskuverk á Flögu – Vanfær kona myrt um miðja nótt í Vatnsdal

Á bænum Kornsá, í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, bjuggu árið 1766 hjónin Jón Þórarinsson og Gróa Jónsdóttir og áttu þau tvo syni. Á bænum var vinnukona að nafni Helga Símonardóttir og þegar eftirfarandi atburðir áttu sér stað, í júní, 1766, var Helga, þá hálffertug, vanfær eftir eldri son hjónanna, Jón yngri, sem þá var tvítugur.

Þannig var mál með vexti að upp úr miðjum júní hafði Jón eldri, bóndi á Kornsá, gripið til þess ráðs að koma Helgu fyrir á bænum Flögu, þar ekki langt frá, enda var vistin á Kornsá orðin Helgu lítt bærileg. Jón eldri og Gróa voru bæði helst til illa þokkuð í sveitinni og ekki fór mikið skárra orðspor af Jóni, syni þeirra, og segir sagan að Helga hafi verið orsök margvíslegra hótana og illra atlota af hálfu Gróu í garð bónda síns. Einnig hafi Jón yngri verið óspar á hótanir við Helgu. En allt um það. Helga fer sem sagt að Flögu til Jóns, bónda þar, Guðmundssonar, sem ekki hafði þó nema miðlungi gott orð á sér.

Skilaboð frá Jóni

Hugmyndin var að Helga skyldi dvelja á Flögu í um mánuð og fengi mat sér til viðurværis frá Kornsá. Það féll í hlut Gróu að koma með þessi matföng og fór þeim þá ekkert illt á milli, Gróu og Helgu, utan eitt skipti. Þá hafði Gróa fært Helgu linda sem hún vildi gefa barni Helgu þegar það fæddist, en Helga kærði sig ekki um lindann og skar hann í sundur. Í för með Gróu var yngri sonur hennar og náði hann tali af Helgu undir fjögur augu. Færði hann þá henni skilaboð frá Jóni yngri um að hann vildi hitta hana fyrir ofan bæinn, á hálsinum, þegar heimilisfólk hefði tekið á sig náðir. „Ekki er ég svo gangfrá, að ég geti það,“ var svar Helgu.

Sagðist óttast um líf sitt

Helga fór ekki leynt með umleitan Jóns og sagði heimilisfólki á Flögu frá skilaboðunum og bætti þá við að Jón ætti ekkert erindi annað við hana en að fyrirkoma henni. Hann myndi síðan fleygja líkinu í einhvern skurðinn eða jarðfall og dysja þannig að það fyndist aldrei. Gestkomandi á Flögu fengu svipað að heyra og sagði Helga að „blóð sitt myndi hrópa yfir honum og enginn taka eftir drápi sínu, nema ef séra Bjarni á Undirfelli gerir það.“

Blíðuhót á bæjarhlaðinu

Dag einn þurfti Jón á Flögu að bregða sér af bæ, átti þá erindi að Þingeyrum. Þá hafði Helga verið um vikuskeið á bænum og áður en hann reið úr hlaði bannaði hann Helgu að fara út úr húsi ef Jón yngri á Kornsá kæmi. Það var eins og við manninn mælt, að vart var Jón á Flögu úr augsýn þegar Jón yngri á Kornsá kom. Hann reið fyrir bæjardyr á Flögu og kallaði á Helgu að koma út, en hún stóð í bæjardyrunum.

Helga gaf ekki færi á sér fyrst í stað, en Jón yngri sagði að nú væri tíðin önnur en verið hefði; hvort hún kæmi ekki til hans og gæfi honum koss. Enn gaf Helga sig ekki og mælti: „Samur er kærleikurinn, þó við kyssumst ekki.“ Að lokum lét hún þó undan, gekk út á hlaðið og gaf Jóni koss. Þá klappaði Jón henni á herðarnar og reið á brott. Þegar Jón var farinn sagði Helga heimilisfólki að hann hefði verið „yfirburðagóður“ við hana og hann ætti ekki skilið allt það slæma sem fólk sagði um hann.

Hvarf um nóttina

Jón á Flögu kom heim þegar eitthvað var liðið á kvöldið og einhverra hluta vegna bauðst Helga til að vaka yfir vellinum, þ.e. gæta þess að féð væri ekki á beit í túninu. Jón bóndi taldi það ónauðsynlegt en þegar Helga sótti það fast, þekktist hann boðið.

Næsta morgun var Helga horfin og upphófst mikil leit að henni. Um síðir fannst lík hennar í brekku á hálsinum fyrir ofan Flögu og þurfti enginn að fara í grafgötur um að hún hefði verið myrt. Fyrrnefndur séra Bjarni á Undirfelli lét skoða líkið tvisvar, en það var með band tvíbrugðið um hálsinn, var blátt og marið og bólgið. Margar stungur voru á líkinu og hafði skónál verið stungið í kviðinn.

Torfhleðsla um miðja nótt

Morðið var umsvifalaust eignað Jóni yngra á Kornsá og var sá grunur styrktur með framburði bróður hans, sem sagði Jón hafa farið á fætur þessa nótt til þess að hlaða torfi. Jón yngri meðgekk hins vegar ekki neitt nema „þungann, sem Helga gekk með“ og breytti engu hve gengið var á hann.

Jón var þekktur fyrir ýmsa óknytti og hafði verið sakaður um að misþyrma og drepa búfénað granna sinna og fleygja skrokkunum í ár. Sagt var að hann hefði verið á barns aldri þegar hann hóf þá iðju. Einnig hafði hann verið sakaður um að drepa hryssu sem hafði sparkað í hund hans, en hann sór af sér þann verknað. Mörgum hafði hann hótað dauða ef þeir fjölyrtu um óþverraverknaði hans og einni stúlku í dalnum hótaði hann nauðgun, hvar sem hann fyndi hana fyrir.

Stuldur og galdrar

Jón yngri var einnig bendlaður við stuldi og var sagður hafa galdrakver undir höndum. Í kverinu því var kennt hvernig vinna skyldi hylli ríkismanna, stinga svefnþorn [ræna menn vöku], vinna ástir kvenna og finna þjófa. Kona ein sá ástæðu til að vara Jón við að daðra við galdur því „það væri grey og maktarlaust“. Jón sagði að hún myndi segja annað ef hann dræpi hana með því.

Ári síðar, í júní 1767, var Jón yngri Jónsson á Kornsá dæmdur til strýkingar og ævilangrar þrælkunarvinnu á Brimarhólmi. Hann játaði aldrei á sig verknaðinn.

Heimild: Öldin átjánda

Líkur á því að slydda eða snjókoma falli – Biðja fólk að fara varlega

Í veðrinu er þetta helst að frétta.

Áframhaldandi norðan kaldi eða strekkingur verður í dag sem og á morgun; gert er ráð fyrir rigningu norðan heiða.

Yfirhöfuð verður bjart sunnantil; með líkum á síðdegisskúrum og hiti verður á bilinu 5 til 14 stig.

Á morgun fer að kólna á norðanverðu landinu; eru líkur á því að slydda eða snjókoma falli á fjallvegum þar sem kaldast mun verða til fjalla og nauðsynlegt er fyrir þá er hyggja á ferðalög um norðanvert landið að sýna aðgát og fara varlega.

Hann var handtekinn skammt frá staðnum og tókst lögreglu að endurheimta lyklana

Lögreglan Mynd: Lára Garðarsdóttir

Sex ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna á höfuðborgarsvæðinu; þrír urðu að gista fangageymslur vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur þar sem þeir sköpuðu ónæði á miðborgarsvæðinu vegna ölvunar.

Þrjár líkamsárásir voru skráðar á tímabilinu; af þeim voru tvær tengdar skemmtanahaldi.

Lögregla var kölluð til í þremur aðskildum verkefnum í vesturbæ Reykjavíkur þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. Einn var handtekinn og gistir fangageymslur vegna rannsóknar slíks máls. Naut lögreglan aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra við úrlausn verkefnanna.

Lögregla ætlaði sér að ná tali af manni vegna rannsókn máls í 101 Reykjavík. Sá tók hins vegar til fótanna þegar lögregla reyndi að ræða við hann. Lögreglumenn náðu til hans eftir skamma eftirför en kom þá í ljós að hann var ekki grunaður um neitt brot og gat hann sjálfur ekki gefið góðar skýringar á því af hverju hann hljóp frá lögreglu.

Aðili var handtekinn eftir innbrot í bílasölu og tókst honum að hafa á brott með sér tvo kassa fulla af bíllyklum. Hann var handtekinn skammt frá staðnum og tókst lögreglu að endurheimta lyklana.

Lögreglumenn í Hafnafirði sátu við umferðareftirlit hluta vaktar. Einn var mældur á 151kmh þar sem hámarkshraði er 80 og tveir á 120kmh.

Sanna talar ekki lengur við föður sinn: „Ég ákvað að loka á hann fyrir einhverjum árum“

Sanna telur kynþóttahatur vera aukast á Íslandi

Sanna Magdalena Mörtudóttir var í aðalhlutverki við að koma Sósíalistaflokknum inn í borgarstjórn. Hún braut ísinn og náði sjálf kosningu á þar síðasta kjörtímabili. Í kosningunum þar á eftir náðu tveir fulltrúar kjöri. Nú stefnir hún á þing og flokkur hennar undirbýr framboð í öllum kjördæmum. Kraftaverkakonan Sanna segir sögu sína í Mannlífinu.

Sanna segir meðal annars frá því að móðir hennar hafi kynnst pabba hennar meðan hún var út í London í námi. Þau fóru svo í sitt hvora áttina en að sögn Sönnu lagði mamma hennar mikla áherslu á að hún þekkti pabba sinn en á endanum ákvað að hún að loka á samskipti þeirra á milli.

„Hann var svona inn og út úr myndinni. Mamma hefur sagt mér að stundum vissi hún ekki hvar hann var í mjög langan tíma. Svo kannski poppaði hann upp. Ég tala ekki við hann í dag. Ég ákvað að loka á hann fyrir einhverjum árum, það voru mjög erfið samskipti. Í kjölfar þess ákvað ég að loka á samskipti og standa með sjálfri mér. Af því að ég gat ekki ímyndað mér að eiga í erfiðum samskiptum við einhvern sem sýnir svona hegðunarvanda.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

 

Skuldir Katrínar

Katrín Jakobsdóttir. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er í vanda vegna taumlítillar eyðslu framboðs hennar í forsetakosningunum. Á Facebook-síðu framboðisins hefur verið send út hjalæparbeiðni þar sem biðlað er til fólks og fyrirtækja um að leggja fram peninga til að loka gatinu. Sjálf sagði Katrín á kosningafundi Heimildarinnar að baráttan myndi væntanlega kosta sig um 40 milljónir króna. Líklegt er að upphæðin verði umtalsvert hærri.

Katrín naut stuðnings fjársterkra aðila sem tengjast Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Nú virðist sem svo að auðvaldið hafi snúið baki við frambjóðandanum sem situr eftir með skuldir vegna framboðs sem skilaði henni ekki á Bessastaði.

Katrín er atvinnulaus sem stendur og vangaveltur eru uppi um það hvað taki við hjá henni. Hún nýtur gríðarlegrar virðingar á alþjóðavettvangi og getur hugsanlega sótt þangað. Innanlands þykir ekki annað boðlegt en að forsætisráðherrann fyrrverandi fái starf sem sæmir henni. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að hún taki við embætti útvarpsstjóra þegar sá umdeildi Stefán Eiríksson heldur sína leið út í óvissuna í janúar á næsta ári. Ekki hugnast öllum þó sú lausn að afdankaður stjórnmálamaður setjist í stól útvarpsstjóra …

Harmleikurinn um borð í varðskipinu Tý: „Hann leit fram starandi, tryllingslegu augnaráði“

Þann 7. janúar árið 1980 myrti Jón Guðmundsson tvo skipsfélaga sína með hníf á varðskipinu Tý. Fórnarlömb hans voru kornungir menn, þeir Jóhannes Olsen og Einar Óli Guðfinnsson. Eftir að hafa sært ungu mennina tvo til ólífis varpaði Jón D. Guðmundsson sér að öllum líkindum fyrir borð . Hann fannst aldrei.

Harmleikurinn um borð í varðskipinu Tý þennan dag í byrjun árs 1980 skók þjóðina og vakti mikinn óhug. Jóhannes Olsen var háseti á skipinu en Einar Óli Guðfinnsson var léttadrengur um borð. Þeir voru, eins og áður sagði, kornungir menn þegar lífið var hrifsað frá þeim – nánast drengir enn. Jóhannes var 22 ára gamall þegar hann lést, en Einar Óli einungis 18 ára.

Sá sem stakk þá til bana, Jón Guðmundsson, var 32 ára gamall og starfaði sem þriðji vélstjóri um borð. Hann var kvæntur, tveggja barna faðir.

Atburðarásin

Varðskipið Týr hafði ekki verið lengi á sjó þegar þessi hrollvekjandi atburður átti sér stað. Skipið hafði lagt úr höfn þann 4. janúar og var að fylgjast með loðnuskipum, norðaustan við Kolbeinsey árla þennan mánudagsmorgun þann 7. janúar. Jón hafði nýverið lokið vakt sinni þegar hann kom inn í eldhús skipsins, um klukkan níu að morgni. Þar voru þeir fyrrnefndur Jóhannes háseti og Steinar M. Clausen, bátsmaður, að skrafa saman og drekka kaffi. Atburðarásin virðist hafa verið afar hröð: Jón vélstjóri greip stóran brauðhníf úr rekka og einungis urðu stutt orðaskipti áður en hann rak hnífinn fyrirvaralaust á kaf í síðu Jóhannesar. Steinar bátsmaður tók þá á rás út úr eldhúsinu, sem var miðskips, upp í brú, tveimur hæðum ofar. Þar lét Steinar stýrimanninn vita af hinni voðalegu árás á Jóhannes. Jóhannes komst sjálfur við illan leik upp í brú þar sem hann öskraði: „Hann er brjálaður! Hann stakk mig!“

 

Eftir árásina á Jóhannes hafði Jón vélstjóri hlaupið út úr eldhúsinu og tekið á rás í átt að borðsalnum. Á þverganginum framan við eldhúsið var Einar Óli staddur. Það var nýbúið að taka jólaskrautið niður í skipinu og Einar Óli var að bisa með ryksuguna, en hann var að hefjast handa við að ryksuga í borðsalnum. Þar varð hann á vegi Jóns, sem kom hlaupandi – ennþá með hnífinn. Ekki varð þar neitt hik á Jóni vélstjóra, heldur stakk hann Einar Óla í brjóstið. Strax að því loknu hljóp hann í burtu og hvarf á braut. Enginn varð vitni að árás Jóns á Einar Óla.

Vitanlega varð neyðarástand í skipinu. Hættuástand var tilkynnt og menn hlupu upp til handa og fóta. Jón vélstjóri var hvergi sjáanlegur, en enginn hóf þó leit að honum strax. Mikilvægara þótti að huga að hinum særðu. Nokkrir skipverjar voru staddir í eldhúsinu þegar Einar Óli náði að koma sér þangað. Hann hneig niður þegar inn í eldhúsið var komið.

Það varð strax ljóst að sár Jóhannesar var mjög alvarlegt, en Einar Óli var talinn hafa hlotið umtalsvert minni meiðsli. Jóhannes var með fullri rænu en afar kvalinn. Búið var um sár hans og honum gefið morfín til að lina þjáningarnar.

Siglt til Grímseyjar

Strax var haft samband við lækni í gegnum talstöð. Hann gaf fyrirmæli um hvernig huga skyldi að sárum mannanna tveggja. Bjarni Helgason skipherra fyrirskipaði að stefnan yrði umsvifalaust tekin á Grímsey. Þar skyldi bíða þeirra sjúkraflug sem færi með mennina beint á spítala þar sem reynt yrði að bjarga lífi þeirra. Símtöl við gæslu og lækna gengu nokkuð treglega. Þrátt fyrir það var sjúkraflug til reiðu og heilbrigðisstarfsfólk að leggja af stað með vélinni til Grímseyjar, þegar Jóhannes Olsen lést af sárum sínum. Það leið einungis um hálftími þar til Einar Óli Guðfinnsson var einnig látinn.

Eins og áður sagði gerðu skipverjarnir sér sannarlega grein fyrir því að sár Jóhannesar var lífshættulegt, en dauði Einars Óla kom þeim öllum í opna skjöldu. Meiðsli hans höfðu á yfirborðinu virst minna alvarleg og það leit allt út fyrir að hann myndi lifa af fimmtíu mílna siglingu til Grímseyjar. Innvortis blæðingar virtust hinsvegar hafa verið umtalsverðar og lést Einar Óli af þeim. Þegar mennirnir voru báðir látnir tók skipið því nýja stefnu og hélt beint til Akureyrar.

Leitað að morðingjanum

Þegar margir skipverjanna hófu leit að Jóni vélstjóra, eftir að búið var að hlúa að hinum slösuðu eins og hægt var, tóku sumir þeirra sér kylfu í hönd. Þeir gátu ekki með nokkru móti vitað hverskonar ástandi Jón yrði í eða hvar hann héldi sig. Yngstu skipverjarnir læstu sig sumir inni í klefunum sínum meðan á leitinni stóð. Eftir að hafa tvívegis leitað af sér allan grun í skipinu, komust mennirnir að þeirri niðurstöðu að Jón væri þar hvergi. Þeir sáu að hurð á þyrluskýli skipsins hafði verið opnuð og þar hjá voru tveir blóðdropar. Það varð þeim því ljóst á þessum tímapunkti að Jón D. Guðmundsson hefði stokkið útbyrðis eftir að hafa stungið skipsfélaga sína tvo. Þegar mennirnir komust að þessari niðurstöðu var of langt um liðið og skipið komið nokkra vegalengd frá þeim stað þar sem þeir höfðu verið á meðan hinir vofeiflegu atburðir dundu yfir, til þess að nokkur von væri um að finna Jón vélstjóra á lífi. Í kulda eins og var á þessum árstíma geta menn einungis lifað í um nokkrar mínútur í sjónum á þessum slóðum. Auk þess var kolniðamyrkur, svo jafnvel ef þeir hefðu verið á sama stað ennþá hefði verið nær ógerningur að sjá Jón í sjónum.

Klukkan sex að kvöldi þessa örlagaríka dags lagðist varðskipið Týr að bryggju á Akureyri. Þar stigu rannsóknarlögreglumenn um borð og yfirheyrðu skipverjana. Að lokinni rannsókn á vettvangi voru lík þeirra Jóhannesar og Einars Óla flutt frá borði. Á meðan stóð áhöfn Týs heiðursvörð á afturþiljum skipsins.

Undarleg hegðun fyrir morðin

Verknaður Jóns var talinn hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fyrir sjórétti var reynt að komast til botns í því hvað gæti hafa gerst sem olli því að vélstjórinn framdi ódæðið. Við yfirheyrslur skipverjanna kom hinsvegar ýmislegt í ljós. Jón virtist hafa hegðað sér nokkuð undarlega allt frá því að Týr lagði frá höfn. Hann hafði verið órólegur, einrænn og svo höfðu sumir mannanna tekið eftir honum muldra eitthvað rugl við sjálfan sig þegar þeir höfðu horft saman á íþróttaþátt í sjónvarpinu. Hann hafði sést stika fram og aftur um gangana, eins og hann ætti erfitt með að vera kyrr. Sömuleiðis hafði sést til hans stara út í loftið og keðjureykja. Allt þótti þetta afar óvenjuleg hegðun fyrir Jón, sem venjulega var hinn besti starfsmaður, léttur og hress.

Skipverjarnir voru handvissir um að árásirnar hefðu verið gerðar í einhverskonar æðiskasti.

Steinar bátsmaður var eins og gefur að skilja lykilvitni í málinu, en hann var eins og áður sagði vitni að bæði aðdragandanum og árásinni á Jóhannes. Hann lýsti því hvernig hann heyrði Jón aldrei segja orð þegar hann keyrði hnífinn í síðu Jóhannesar. Ekki hafi hann heldur sagt orð að verknaðinum loknum, þar sem hann stóð með alblóðugan hníf í hönd, starandi á Jóhannes.

„Hann leit fram starandi, tryllingslegu augnaráði,“ sagði Steinar um Jón vélstjóra.

Um atburðarásina um borð í Tý þann 7. janúar árið 1980 sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Landshelgisgæslunnar, daginn eftir harmleikinn:

„Hinn óhugnanlegi atburður sem varð um borð í varðskipinu Tý upp úr klukkan níu í gærmorgun verður ekki skýrður með nokkrum rökum og í fljótu bragði finnst ekkert sem bendir til að ástæða eða upphaf harmleiksins hafi orðið til eftir að Týr lét síðast úr höfn í Reykjavík, sl. föstudag.“

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 20. september 2021 og skrifaði Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir hann

Sigursæl Sanna stefnir á Alþingi: Fátæktin, föðurleysið og fordómarnir

Sanna Magdalena Mörtudóttir var í aðalhlutverki við að koma Sósíalistaflokknum inn í borgarstjórn. Hún braut ísinn og náði sjálf kosningu á þarsíðasta kjörtímabili. Í kosningunum þar á eftir náðu tveir fulltrúar kjöri. Nú stefnir hún á þing og flokkur hennar undirbýr framboð í öllum kjördæmum. Kraftaverkakonan Sanna segir sögu sína í Mannlífinu.

Hún ólst upp hjá einstæðri móður og fann fyrir fátæktinni á eigin skinna og það mótaði lífsskoðanir hennar. Mamma var í þremur vinnum og pabbi lét sig hverfa. Sanna hefur fundið fyrir fordómum fólks vegna húðlitar síns en svarar fyrir sig.

Sláandi saga stjórnmálakonu sem segist aldrei munu hvika frá grundvallarmálum sósíalismans.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Hildur vandar Degi ekki orlofskveðjurnar: „Eðlilegt að fólk rísi upp á afturlappirnar“

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist líta á orlofsmál Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, mjög alvarlegum augum en Dagur fékk 9,7 milljónir króna greiddar vegna orlofs við starfslok sem borgarstjóri. Þar er um að ræða samkvæmt upplýsingum borgarritara, uppsafnað sumarfrí að hluta í 10 ára borgarstjóratíð hans.

Hún taldi eðlilegt að kalla eftir upplýsingum með hvaða hætti uppgjörum sem slíkum hefði verið háttað hjá embættismönnum borgarinnar en Sjálfsflokkurinn lagði í gær fram fyrirspurn um aðra embættismenn sem hafa hætt hjá borginni á undanförnum árum.

Vill meiri upplýsingar

„Í framhaldinu held ég að sé líka rétt að kalla eftir upplýsingum um orlofsuppgjör hjá stjórnendum sem hafa látið af störfum hjá fyrirtækjum í eigu borgarinnar eins og Orkuveitunni og Faxaflóahöfnum,“ sagði Hildur við RÚV um málið. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að fólk rísi upp á afturlappirnar þegar það áttar sig á því að stjórnendur njóti annarra kjara heldur en almennir starfsmenn,“ sagði hún að lokum.

„Á þessum árum tók ég alltaf eitthvað sumarfrí – en náði sjaldnast að fullnýta það og því safnaðist hluti þess upp,“ sagði Dagur í samtali við Mannlíf í gær.

80 prósent lesenda telja illa staðið að menntamálum á Íslandi

Áslandsskóli - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Miklar umræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur um stöðu íslenska menntakerfisins og þá sérstaklega á grunnskólastigi en Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir starf sitt.

Sumir telja að íslenskt menntakerfi hafi aldrei staðið jafn höllum fæti meðan aðrir telja að skoða þurfi málið betur.

Mannlíf spurði lesendur sína hvernig þeim þætti staðið að menntamálum á Ísland og er niðurstaðan er sú að tæp 80% lesenda telja illa staðið að þeim málum.

Illa
79.91%
Vel
10.96%
Ágætlega
9.13%

Stelpurnar okkar hafa aldrei svifið hærra

Sveindís Jane er lykilleikmaður í landsliðinu- Mynd: ksi.is

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur náð nýjum hæðum á heimslista FIFA en listinn var gefinn út morgun. Ísland er í 13. sæti listans og fer upp um eitt sæti frá því að listinn var gefinn út seinast.

Nokkuð ljóst er að 3-0 sigur landsliðsins á Þýskalandi hefur hjálpað mikið til að hífa liðið upp um sæti en liðið sigraði einnig Pólland 1-0 en stelpurnar okkar tryggðu sér sæti á EM með góðum árangri sínum á árinu.

Efstu 15 landsliðin í kvennaboltanum í dag:

  1. Bandaríkin
  2. England
  3. Spánn
  4. Þýskaland
  5. Svíþjóð
  6. Kanada
  7. Japan
  8. Brasilía
  9. Norður-Kórea
  10.  Frakkland
  11.  Holland 
  12.  Danmörk
  13.  Ísland
  14.  Ítalía
  15.  Ástralía

Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem keyrði á stúlku: „Ók rakleiðis af vettvangi“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem keyrði á unglingsstúlku í Kópavogi í fyrradag. Ökumaðurinn sem keyrði á stúlkuna flúði af vettvangi og aðrir ökumenn sáu ekki ástæðu til að athuga með líðan hennar eftir að keyrt var á hana.

Hægt er að lesa tilkynningu lögreglu hér fyrir neðan

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi, við Ögurhvarf, um þrjúleytið í fyrradag, miðvikudaginn 14. ágúst. Stúlkan, ásamt vinkonu, var að ganga til vesturs og yfir Vatnsendaveg þegar bifreið var ekið suður götuna og á stúlkuna. Hún hafnaði á vélarhlíf bifreiðarinnar og rann síðan af henni, en ökumaðurinn skeytti því engu og ók rakleiðis af vettvangi. Töluverð umferð var þarna á þessum tíma, en enginn sá ástæðu til að stöðva og athuga með líðan stúlkunnar. Hún fór til síns heima eftir slysið, lét foreldra sína vita og í framhaldinu höfðu þeir samband við lögreglu. Stúlkunni var jafnframt komið undir læknishendur, en frekari upplýsingar um meiðslin liggja ekki fyrir.

Við atvik eins og þetta er mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Sömuleiðis er áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]

Óskar matreiðslumeistari hefur lifað lengur en læknar þorðu að vona: „Þakklátur fyrir það sem ég á“

Óskar Finnsson er þakklátur fyrir hvern dag

Matreiðslumeistarinn Óskar Finnsson greindist með banvænt heilakrabbamein árið 2019 og sögðu læknar honum að hann ætti innan við tvö ár eftir. „Það eru komin fjögur ár,“ sagði Óskar í viðtali um málið á RÚV. „Þetta er búin að vera skrítin ganga. Mjög skrítin.“

Í kjölfar þess að hann fékk greininguna ákvað Óskar að breyta algjörlega um mataræði. „Þegar ég stóð með börnin þrjú grátandi í faðminum sagði ég: Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur,“ sagði hann. „Borða það sem ég þarf að borða en ekki það sem mig langar að borða. Það geta allir tekið töflur og kyngt með vatnsglasi. En að breyta eigi lífi, það er erfiðara. Það tók á en verðlaunin eru svo mikil.“

Sykurinn meira vandamál en nikótín

Í viðtalinu segir Óskar meðal annars frá því að hann hafi hætt að reykja og drekka þegar hann var yngri og það hafi verið erfitt en að hætta borða sykur hafi verið erfiðast. „Þegar skilaboðin eru skýr verður auðveldara að framkvæma þetta. Þetta er upp á líf og dauða fyrir mig,“ sagði Óskar.

Óskar segist vera þakklátur fyrir hvern dag. „Það eru þessir litlu hlutir sem eru æðislegir. Mér finnst sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu. Það eru bara fjölskyldan og vinir mínir. Það er það sem skiptir máli,“ sagði matreiðslumeistarinn. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það sem ég á, það sem ég hef og það sem ég hef gert.“

Albert gengur til liðs við Fiorentina – Fyrirtaka í nauðgunarmáli hans í lok ágúst

Albert Guðmundsson ítrekar sakleysi sitt

Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er að ganga til liðs við ítalska liðið Fiorentina. Albert mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning í dag.

Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

 

Image

Ganga gegn þjóðarmorði Ísrael á morgun: „Ekki eitt lík var í heilu lagi“

Frá fyrr mótmælunum - Mynd: Björgvin Gunnarsson

Á morgun klukkan 14:00 verður gengin mótmælaganga frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll en tilgangur göngunnar er að mótmæla þjóðarmorði á Palestínubúum en greint hefur frá því að í kringum 40 þúsund Palestínubúar hafi verið drepnir á Gaza af Ísraelsher.

Þegar á Austurvöll er komið mun Kristín Sveinsdóttir ávarpa fundinn og Kristín Eiríksdóttir les ljóð eftir Mosab Abu Toha en samtökin Ísland-Palestína stenda fyrir göngunni.

Hægt er að lesa tilkynningu samtakanna hér fyrir neðan:

„Á laugardag göngum við gegn þjóðarmorði, stríðsglæpum, barnamorðum, eyðileggingu og ofbeldi Ísraelshers.Nú þegar meira en 300 dagar eru liðnir frá því árásir Ísraels hófust á Gaza líður varla sá dagur án þess að fréttist af öðru fjöldamorði. Nú um helgina var sprengju varpað á skóla, þar sem flóttafólk hafði leitað skjóls og var við morgunbæn í skólanum, og yfir 100 létust, aðallega konur og börn. “Ekki eitt lík var í heilu lagi” sagði hjálparstarfsfólk sem kom að staðnum. Faðir sem missti 6 ára son sinn í sprengingunni lýsti því að fá úthlutað 18 kíló af líkamsleifum til greftrunar, þar sem enginn möguleiki var að bera kennsl á sundurtættar líkamsleifar fólksins. Ástandið er óbærilegt, og hefur verið óbærilegt í meira en 10 mánuði. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og gerum allt sem í okkar valdi stendur að stöðva hann.Í göngunni langar okkur að búa til breiða samstöðu meðal fólks með starfsstéttum skólastarfsfólks, heilbrigðisstarfsfólks, blaðamanna og annarra hópa sem við erum sammála um að ættu að vera sérstaklega vernduð, en hafa verið gerð að skotmörkum síðustu 10 mánuði á Gaza – sem eru stríðsglæpir.

Okkur langar því að hvetja fólk sem tilheyrir þessum stéttum til að búa til skilti heima eða í skiltagerðinni með “Hjúkrunarfræðingar fyrir Palestínu“ eða “Kennarar gegn þjóðarmorði”, og vekja þannig athygli á breiðri samstöðu almennings á Íslandi!Félagið stendur fyrir skiltagerð í Andrými á Bergþórugötu 20, rétt hjá Hallgrímskirkju, frá klukkan 12 á laugardag – þið eruð öll velkomin þangað að búa til skilti eða borða.Sjáumst í Göngu gegn þjóðarmorði!

Við þurfum á okkur öllum að halda í baráttunni fyrir tafarlausu vopnahlé og stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza.Takið daginn frá, deilið með fjölskyldu og vinum, sýnum stjórnvöldum að íslenskur almenningur vill að Ísland eigi frumkvæði að alvöru diplómatískum aðgerðum!

Viðskiptaþvinganir á Ísrael og slit á stjórnmálasambandi STRAX!

Frjáls Palestína!“

Draugaormar Axels

Axel Flóvent er í hljómsveitinni Draugar - Mynd: Clara Schicketanz

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Gunnar Heimir – Wish You Were Here
Draugar – Worms
Benedikt Arnar – Æsku minnar slóðir
Nostalgía – Hvað þá?
Erikson – The Dark





Halla Hrund og rógurinn

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi.

Halla Hrund Logadóttir orkumálstjóri er ekki á meðal umsækjenda um núverandi starf sitt, mörgum til undrunar. Um tíma virtist Halla ætla að ná þeim áfanga í lífi og starfi að verða forseti Íslands. Sá draumur varð ekki að veruleika eftir að rógstungur höfðu sáð sínum fræjum og nafna hennar hreppti hnossið.

Halla nýtur aðdáunar vegna útgeislunar og margir innan heims stjórnmálanna vilja gjarnan fá hana í sínar raðir. Sjálf gefur Halla ekkert upp um áform sín annað en að stefnan sé bæði erlendis og hérlendis. Kvittur er uppi um að hún muni ganga til liðs við Kristrúnu Frostadóttur og fara í framboð til Alþings. Árás Morgunblaðsins í Staksteinum í dag undirstrikar að þessi grunur er uppi og óttinn hefur vakið upp skrímslin að nýju.

Margir sjá fyrir sér að Samfylking verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þar gæti Halla Hrund auðveldlega komist að borðinu sem ráðherra orkumála ef hún þá kýs að taka slaginn …

Fjórir þjófar og skemmdarvargur – Bormaður í heimahúsi hélt auga sínu

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bar fátt annað til tíðinda en það þjófar voru á stangli. Einn slíkur var staðinn að verki í matvöruverslun og löggan kom að málum. Bíljófur náði að krækja sér í bifreið. Þá gerðu skemmdarvargar sig heimakomna í sameign fjölbýlishúss. Óljóst er hvort tekst að hafa hendur í hári skemmdarvarga.

Þriðji þjófurinn var svo á ferð eftir miðnætti þegar hann braust inn í veitingastað. Ekki liggur fyrir hvort það var hungur sem vakti ránseðli hans.

Á svæði Kópavogslögreglu var fjórði þjófurinn ruplandi í matvöruverslun.

Ökufantur undir áhrifum áfengis var staðinn að verki. Honum verður refsað. Í gærmorgun kom annar drukkinn ökumaður sér í háska þegar hann velti bifreið sinni í útjarðri borgarinnar. Hann var handtekinn en slapp með minniháttar meiðsl.

Undarlegt mál kom upp í gærdag þegar tilkynnt var um mann í heimahúsi sem hefði fengið bor í auga-. Lögregla og sjúkralið brugðu skjótt við en þegar á vettvang var komið reyndist málið ekki eins alvarlega vaxið. Maðurinn hét auganu og var lítið skaddaður.

Keyptu 400 skammbyssur – Fjármálastjóri vill ekki gefa upp hvaðan byssurnar voru pantaðar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.

Nú er komið á daginn að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra keypti um 400 Glock-skamm­byss­ur fyr­ir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins er hald­inn var í Reykja­vík í maí í fyrra.

Embættið keypti skamm­byss­urnar fyr­ir 29.490.300 krón­ur af Veiðihús­inu Sökku. Rík­is­lög­reglu­stjóri vill ekki upp­lýsa náḱvæmlega hversu marg­ar skamm­byss­ur voru keypt­ar né hvað ein­ing­ar­verðið var á byss­un­um.

Kemur fram á mbl.is að fjár­mála­stjóri Sökku vildi ekki upp­lýsa um hvaðan veiðihúsið pantaði byss­urn­ar.

Skoðaðar voru vefsíður hjá byssu­söl­um; eins og Gun Factory EU og Gun Store EU; má sjá að fimmta kyn­slóð af Glock 17-skamm­byss­um kost­ar um 530 evr­ur stykkið hjá báðum byssu­söl­um með virðis­auka­skatti; Það munu vera 81.206 krón­ur á geng­inu í dag; lít­ill mun­ur er á gengi krón­unn­ar nú og þegar kaup­in áðurnefndu voru gerð þann 29. mars 2023.

Fyr­ir 29.490.300 krón­ur er hægt að kaupa alls 363 skamm­byss­ur á þessu verði.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur eigi viljað birta gögn­ um kaupin né úr­sk­urðar­nefnd­ um upp­lýs­inga­mál:

„Að mati nefnd­ar­inn­ar verð­ur þannig að telja að upp­lýs­ing­ar um fjölda skot­vopna og skot­færa, sund­urliðað eft­ir gerðum vopn­anna, sem og upp­lýs­ing­ar um tækni­lega eig­in­leika fyrr­greindra ein­skots­byssa, kunni að nýt­ast þeim sem hafa í hyggju að fremja árás­ir eða til­ræði og að op­in­ber­un þess­ara upp­lýs­inga myndi því raska al­manna­hags­mun­um.“

Einar um biðlaun Diljár: „Auðvitað lítur þetta ekki vel út. 10 milljónir? Það er há upphæð“

Einar Þorsteinsson.

Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar fyrrum borgarstjóra fékk greiddar sex milljónir króna vegna ótekins orlofs sem og biðlauna er hann lét af störfum í janúar.

Starfsmaðurinn hafði sinnt starfi aðstoðarmanns í eitt ár.

Diljá Ragnarsdóttir.

Aðstoðarmaðurinn, sem heitir Dilja Ragnarsdóttir, byrjaði í starfi sínu í janúar árið 2023. Diljá gegndi starfinu því í 12 mánuði alls; naut hún biðlauna í þrjá mánuði er námu um sex milljónum króna.

Einar Þorsteinsson, borgarstjórinn sem tók við af Degi, ræddi málið við Spursmál þar sem hann var spurður hvort eðlilegt væri að leysa út starfsmenn með sex milljóna króna eingreiðslu eftir eitt ár í starfi:

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík

„Ef að framkvæmdin er samkvæmt reglum og lögum þá er ekki tækifæri fyrir mig til að stíga inn í það. Ég ætla ekkert að sitja hér og setja mig í þá stöðu að vera að verja framkvæmd sem ég fékk aldrei inn á borð til mín. Borgarstjóri er ekki í einhverjum orlofsútreikningum fyrir starfsmenn borgarinnar; það er ekki hans hlutvert. Ég get ekki séð að þetta hafi farið á ská og skjön við þá framkvæmd sem almennt er viðhöfð og byggir á kjarasamingsbundnum réttindum. Upphæðin er há, borgarstjóri er á háum launum, það er mikið frí sem er tekið. Auðvitað lítur þetta ekki vel út. 10 milljónir? Það er há upphæð.“

Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár

Gréta María Grétarsdóttir er klár í slaginn með Prís.

Prís, ný lágvöruverðsverslun opnaði í dag, laugardaginn 17. ágúst.

Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár

Fyrsta verslun Prís sem opnaði í dag er staðsett á Smáratorgi 3 í Kópavogi, á pallinum fyrir ofan Arion banka.

Markmið Prís er að lækka matvöruverð á Íslandi og rífa upp samkeppni á ný á matvörumarkaði.

Í Prís verður hægt að versla allt það helsta til heimilisins á lægra verði en annars staðar á Íslandi. Til að tryggja ódýrasta verðið á markaðnum verður allri yfirbyggingu haldið í lágmarki og öllum óþarfa sleppt:

„Okkar markmið er alveg skýrt, að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð á Íslandi. Fákeppnin síðustu tvo áratugina hefur haldið vöruverði uppi og komið í veg fyrir alvöru samkeppni á þessum markaði. Við hjá Prís ætlum að breyta þessu með því að fara nýjar leiðir til að tryggja ódýrasta verðið fyrir almenning í landinu. Við hlökkum til að hrista verulega upp í markaðnum, því við elskum ekkert meira en samkeppni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís.

Prís er staðsett á Smáratorgi 3 í turninum. Gengið er inn af bílastæðinu á annarri hæð, móti Smárabíói og er opið alla daga frá klukkan 10 – 19.

Heimasíða Prís er www.prisarar.is.

Fólskuverk á Flögu – Vanfær kona myrt um miðja nótt í Vatnsdal

Á bænum Kornsá, í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, bjuggu árið 1766 hjónin Jón Þórarinsson og Gróa Jónsdóttir og áttu þau tvo syni. Á bænum var vinnukona að nafni Helga Símonardóttir og þegar eftirfarandi atburðir áttu sér stað, í júní, 1766, var Helga, þá hálffertug, vanfær eftir eldri son hjónanna, Jón yngri, sem þá var tvítugur.

Þannig var mál með vexti að upp úr miðjum júní hafði Jón eldri, bóndi á Kornsá, gripið til þess ráðs að koma Helgu fyrir á bænum Flögu, þar ekki langt frá, enda var vistin á Kornsá orðin Helgu lítt bærileg. Jón eldri og Gróa voru bæði helst til illa þokkuð í sveitinni og ekki fór mikið skárra orðspor af Jóni, syni þeirra, og segir sagan að Helga hafi verið orsök margvíslegra hótana og illra atlota af hálfu Gróu í garð bónda síns. Einnig hafi Jón yngri verið óspar á hótanir við Helgu. En allt um það. Helga fer sem sagt að Flögu til Jóns, bónda þar, Guðmundssonar, sem ekki hafði þó nema miðlungi gott orð á sér.

Skilaboð frá Jóni

Hugmyndin var að Helga skyldi dvelja á Flögu í um mánuð og fengi mat sér til viðurværis frá Kornsá. Það féll í hlut Gróu að koma með þessi matföng og fór þeim þá ekkert illt á milli, Gróu og Helgu, utan eitt skipti. Þá hafði Gróa fært Helgu linda sem hún vildi gefa barni Helgu þegar það fæddist, en Helga kærði sig ekki um lindann og skar hann í sundur. Í för með Gróu var yngri sonur hennar og náði hann tali af Helgu undir fjögur augu. Færði hann þá henni skilaboð frá Jóni yngri um að hann vildi hitta hana fyrir ofan bæinn, á hálsinum, þegar heimilisfólk hefði tekið á sig náðir. „Ekki er ég svo gangfrá, að ég geti það,“ var svar Helgu.

Sagðist óttast um líf sitt

Helga fór ekki leynt með umleitan Jóns og sagði heimilisfólki á Flögu frá skilaboðunum og bætti þá við að Jón ætti ekkert erindi annað við hana en að fyrirkoma henni. Hann myndi síðan fleygja líkinu í einhvern skurðinn eða jarðfall og dysja þannig að það fyndist aldrei. Gestkomandi á Flögu fengu svipað að heyra og sagði Helga að „blóð sitt myndi hrópa yfir honum og enginn taka eftir drápi sínu, nema ef séra Bjarni á Undirfelli gerir það.“

Blíðuhót á bæjarhlaðinu

Dag einn þurfti Jón á Flögu að bregða sér af bæ, átti þá erindi að Þingeyrum. Þá hafði Helga verið um vikuskeið á bænum og áður en hann reið úr hlaði bannaði hann Helgu að fara út úr húsi ef Jón yngri á Kornsá kæmi. Það var eins og við manninn mælt, að vart var Jón á Flögu úr augsýn þegar Jón yngri á Kornsá kom. Hann reið fyrir bæjardyr á Flögu og kallaði á Helgu að koma út, en hún stóð í bæjardyrunum.

Helga gaf ekki færi á sér fyrst í stað, en Jón yngri sagði að nú væri tíðin önnur en verið hefði; hvort hún kæmi ekki til hans og gæfi honum koss. Enn gaf Helga sig ekki og mælti: „Samur er kærleikurinn, þó við kyssumst ekki.“ Að lokum lét hún þó undan, gekk út á hlaðið og gaf Jóni koss. Þá klappaði Jón henni á herðarnar og reið á brott. Þegar Jón var farinn sagði Helga heimilisfólki að hann hefði verið „yfirburðagóður“ við hana og hann ætti ekki skilið allt það slæma sem fólk sagði um hann.

Hvarf um nóttina

Jón á Flögu kom heim þegar eitthvað var liðið á kvöldið og einhverra hluta vegna bauðst Helga til að vaka yfir vellinum, þ.e. gæta þess að féð væri ekki á beit í túninu. Jón bóndi taldi það ónauðsynlegt en þegar Helga sótti það fast, þekktist hann boðið.

Næsta morgun var Helga horfin og upphófst mikil leit að henni. Um síðir fannst lík hennar í brekku á hálsinum fyrir ofan Flögu og þurfti enginn að fara í grafgötur um að hún hefði verið myrt. Fyrrnefndur séra Bjarni á Undirfelli lét skoða líkið tvisvar, en það var með band tvíbrugðið um hálsinn, var blátt og marið og bólgið. Margar stungur voru á líkinu og hafði skónál verið stungið í kviðinn.

Torfhleðsla um miðja nótt

Morðið var umsvifalaust eignað Jóni yngra á Kornsá og var sá grunur styrktur með framburði bróður hans, sem sagði Jón hafa farið á fætur þessa nótt til þess að hlaða torfi. Jón yngri meðgekk hins vegar ekki neitt nema „þungann, sem Helga gekk með“ og breytti engu hve gengið var á hann.

Jón var þekktur fyrir ýmsa óknytti og hafði verið sakaður um að misþyrma og drepa búfénað granna sinna og fleygja skrokkunum í ár. Sagt var að hann hefði verið á barns aldri þegar hann hóf þá iðju. Einnig hafði hann verið sakaður um að drepa hryssu sem hafði sparkað í hund hans, en hann sór af sér þann verknað. Mörgum hafði hann hótað dauða ef þeir fjölyrtu um óþverraverknaði hans og einni stúlku í dalnum hótaði hann nauðgun, hvar sem hann fyndi hana fyrir.

Stuldur og galdrar

Jón yngri var einnig bendlaður við stuldi og var sagður hafa galdrakver undir höndum. Í kverinu því var kennt hvernig vinna skyldi hylli ríkismanna, stinga svefnþorn [ræna menn vöku], vinna ástir kvenna og finna þjófa. Kona ein sá ástæðu til að vara Jón við að daðra við galdur því „það væri grey og maktarlaust“. Jón sagði að hún myndi segja annað ef hann dræpi hana með því.

Ári síðar, í júní 1767, var Jón yngri Jónsson á Kornsá dæmdur til strýkingar og ævilangrar þrælkunarvinnu á Brimarhólmi. Hann játaði aldrei á sig verknaðinn.

Heimild: Öldin átjánda

Líkur á því að slydda eða snjókoma falli – Biðja fólk að fara varlega

Í veðrinu er þetta helst að frétta.

Áframhaldandi norðan kaldi eða strekkingur verður í dag sem og á morgun; gert er ráð fyrir rigningu norðan heiða.

Yfirhöfuð verður bjart sunnantil; með líkum á síðdegisskúrum og hiti verður á bilinu 5 til 14 stig.

Á morgun fer að kólna á norðanverðu landinu; eru líkur á því að slydda eða snjókoma falli á fjallvegum þar sem kaldast mun verða til fjalla og nauðsynlegt er fyrir þá er hyggja á ferðalög um norðanvert landið að sýna aðgát og fara varlega.

Hann var handtekinn skammt frá staðnum og tókst lögreglu að endurheimta lyklana

Lögreglan Mynd: Lára Garðarsdóttir

Sex ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna á höfuðborgarsvæðinu; þrír urðu að gista fangageymslur vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur þar sem þeir sköpuðu ónæði á miðborgarsvæðinu vegna ölvunar.

Þrjár líkamsárásir voru skráðar á tímabilinu; af þeim voru tvær tengdar skemmtanahaldi.

Lögregla var kölluð til í þremur aðskildum verkefnum í vesturbæ Reykjavíkur þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. Einn var handtekinn og gistir fangageymslur vegna rannsóknar slíks máls. Naut lögreglan aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra við úrlausn verkefnanna.

Lögregla ætlaði sér að ná tali af manni vegna rannsókn máls í 101 Reykjavík. Sá tók hins vegar til fótanna þegar lögregla reyndi að ræða við hann. Lögreglumenn náðu til hans eftir skamma eftirför en kom þá í ljós að hann var ekki grunaður um neitt brot og gat hann sjálfur ekki gefið góðar skýringar á því af hverju hann hljóp frá lögreglu.

Aðili var handtekinn eftir innbrot í bílasölu og tókst honum að hafa á brott með sér tvo kassa fulla af bíllyklum. Hann var handtekinn skammt frá staðnum og tókst lögreglu að endurheimta lyklana.

Lögreglumenn í Hafnafirði sátu við umferðareftirlit hluta vaktar. Einn var mældur á 151kmh þar sem hámarkshraði er 80 og tveir á 120kmh.

Sanna talar ekki lengur við föður sinn: „Ég ákvað að loka á hann fyrir einhverjum árum“

Sanna telur kynþóttahatur vera aukast á Íslandi

Sanna Magdalena Mörtudóttir var í aðalhlutverki við að koma Sósíalistaflokknum inn í borgarstjórn. Hún braut ísinn og náði sjálf kosningu á þar síðasta kjörtímabili. Í kosningunum þar á eftir náðu tveir fulltrúar kjöri. Nú stefnir hún á þing og flokkur hennar undirbýr framboð í öllum kjördæmum. Kraftaverkakonan Sanna segir sögu sína í Mannlífinu.

Sanna segir meðal annars frá því að móðir hennar hafi kynnst pabba hennar meðan hún var út í London í námi. Þau fóru svo í sitt hvora áttina en að sögn Sönnu lagði mamma hennar mikla áherslu á að hún þekkti pabba sinn en á endanum ákvað að hún að loka á samskipti þeirra á milli.

„Hann var svona inn og út úr myndinni. Mamma hefur sagt mér að stundum vissi hún ekki hvar hann var í mjög langan tíma. Svo kannski poppaði hann upp. Ég tala ekki við hann í dag. Ég ákvað að loka á hann fyrir einhverjum árum, það voru mjög erfið samskipti. Í kjölfar þess ákvað ég að loka á samskipti og standa með sjálfri mér. Af því að ég gat ekki ímyndað mér að eiga í erfiðum samskiptum við einhvern sem sýnir svona hegðunarvanda.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

 

Skuldir Katrínar

Katrín Jakobsdóttir. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er í vanda vegna taumlítillar eyðslu framboðs hennar í forsetakosningunum. Á Facebook-síðu framboðisins hefur verið send út hjalæparbeiðni þar sem biðlað er til fólks og fyrirtækja um að leggja fram peninga til að loka gatinu. Sjálf sagði Katrín á kosningafundi Heimildarinnar að baráttan myndi væntanlega kosta sig um 40 milljónir króna. Líklegt er að upphæðin verði umtalsvert hærri.

Katrín naut stuðnings fjársterkra aðila sem tengjast Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Nú virðist sem svo að auðvaldið hafi snúið baki við frambjóðandanum sem situr eftir með skuldir vegna framboðs sem skilaði henni ekki á Bessastaði.

Katrín er atvinnulaus sem stendur og vangaveltur eru uppi um það hvað taki við hjá henni. Hún nýtur gríðarlegrar virðingar á alþjóðavettvangi og getur hugsanlega sótt þangað. Innanlands þykir ekki annað boðlegt en að forsætisráðherrann fyrrverandi fái starf sem sæmir henni. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að hún taki við embætti útvarpsstjóra þegar sá umdeildi Stefán Eiríksson heldur sína leið út í óvissuna í janúar á næsta ári. Ekki hugnast öllum þó sú lausn að afdankaður stjórnmálamaður setjist í stól útvarpsstjóra …

Harmleikurinn um borð í varðskipinu Tý: „Hann leit fram starandi, tryllingslegu augnaráði“

Þann 7. janúar árið 1980 myrti Jón Guðmundsson tvo skipsfélaga sína með hníf á varðskipinu Tý. Fórnarlömb hans voru kornungir menn, þeir Jóhannes Olsen og Einar Óli Guðfinnsson. Eftir að hafa sært ungu mennina tvo til ólífis varpaði Jón D. Guðmundsson sér að öllum líkindum fyrir borð . Hann fannst aldrei.

Harmleikurinn um borð í varðskipinu Tý þennan dag í byrjun árs 1980 skók þjóðina og vakti mikinn óhug. Jóhannes Olsen var háseti á skipinu en Einar Óli Guðfinnsson var léttadrengur um borð. Þeir voru, eins og áður sagði, kornungir menn þegar lífið var hrifsað frá þeim – nánast drengir enn. Jóhannes var 22 ára gamall þegar hann lést, en Einar Óli einungis 18 ára.

Sá sem stakk þá til bana, Jón Guðmundsson, var 32 ára gamall og starfaði sem þriðji vélstjóri um borð. Hann var kvæntur, tveggja barna faðir.

Atburðarásin

Varðskipið Týr hafði ekki verið lengi á sjó þegar þessi hrollvekjandi atburður átti sér stað. Skipið hafði lagt úr höfn þann 4. janúar og var að fylgjast með loðnuskipum, norðaustan við Kolbeinsey árla þennan mánudagsmorgun þann 7. janúar. Jón hafði nýverið lokið vakt sinni þegar hann kom inn í eldhús skipsins, um klukkan níu að morgni. Þar voru þeir fyrrnefndur Jóhannes háseti og Steinar M. Clausen, bátsmaður, að skrafa saman og drekka kaffi. Atburðarásin virðist hafa verið afar hröð: Jón vélstjóri greip stóran brauðhníf úr rekka og einungis urðu stutt orðaskipti áður en hann rak hnífinn fyrirvaralaust á kaf í síðu Jóhannesar. Steinar bátsmaður tók þá á rás út úr eldhúsinu, sem var miðskips, upp í brú, tveimur hæðum ofar. Þar lét Steinar stýrimanninn vita af hinni voðalegu árás á Jóhannes. Jóhannes komst sjálfur við illan leik upp í brú þar sem hann öskraði: „Hann er brjálaður! Hann stakk mig!“

 

Eftir árásina á Jóhannes hafði Jón vélstjóri hlaupið út úr eldhúsinu og tekið á rás í átt að borðsalnum. Á þverganginum framan við eldhúsið var Einar Óli staddur. Það var nýbúið að taka jólaskrautið niður í skipinu og Einar Óli var að bisa með ryksuguna, en hann var að hefjast handa við að ryksuga í borðsalnum. Þar varð hann á vegi Jóns, sem kom hlaupandi – ennþá með hnífinn. Ekki varð þar neitt hik á Jóni vélstjóra, heldur stakk hann Einar Óla í brjóstið. Strax að því loknu hljóp hann í burtu og hvarf á braut. Enginn varð vitni að árás Jóns á Einar Óla.

Vitanlega varð neyðarástand í skipinu. Hættuástand var tilkynnt og menn hlupu upp til handa og fóta. Jón vélstjóri var hvergi sjáanlegur, en enginn hóf þó leit að honum strax. Mikilvægara þótti að huga að hinum særðu. Nokkrir skipverjar voru staddir í eldhúsinu þegar Einar Óli náði að koma sér þangað. Hann hneig niður þegar inn í eldhúsið var komið.

Það varð strax ljóst að sár Jóhannesar var mjög alvarlegt, en Einar Óli var talinn hafa hlotið umtalsvert minni meiðsli. Jóhannes var með fullri rænu en afar kvalinn. Búið var um sár hans og honum gefið morfín til að lina þjáningarnar.

Siglt til Grímseyjar

Strax var haft samband við lækni í gegnum talstöð. Hann gaf fyrirmæli um hvernig huga skyldi að sárum mannanna tveggja. Bjarni Helgason skipherra fyrirskipaði að stefnan yrði umsvifalaust tekin á Grímsey. Þar skyldi bíða þeirra sjúkraflug sem færi með mennina beint á spítala þar sem reynt yrði að bjarga lífi þeirra. Símtöl við gæslu og lækna gengu nokkuð treglega. Þrátt fyrir það var sjúkraflug til reiðu og heilbrigðisstarfsfólk að leggja af stað með vélinni til Grímseyjar, þegar Jóhannes Olsen lést af sárum sínum. Það leið einungis um hálftími þar til Einar Óli Guðfinnsson var einnig látinn.

Eins og áður sagði gerðu skipverjarnir sér sannarlega grein fyrir því að sár Jóhannesar var lífshættulegt, en dauði Einars Óla kom þeim öllum í opna skjöldu. Meiðsli hans höfðu á yfirborðinu virst minna alvarleg og það leit allt út fyrir að hann myndi lifa af fimmtíu mílna siglingu til Grímseyjar. Innvortis blæðingar virtust hinsvegar hafa verið umtalsverðar og lést Einar Óli af þeim. Þegar mennirnir voru báðir látnir tók skipið því nýja stefnu og hélt beint til Akureyrar.

Leitað að morðingjanum

Þegar margir skipverjanna hófu leit að Jóni vélstjóra, eftir að búið var að hlúa að hinum slösuðu eins og hægt var, tóku sumir þeirra sér kylfu í hönd. Þeir gátu ekki með nokkru móti vitað hverskonar ástandi Jón yrði í eða hvar hann héldi sig. Yngstu skipverjarnir læstu sig sumir inni í klefunum sínum meðan á leitinni stóð. Eftir að hafa tvívegis leitað af sér allan grun í skipinu, komust mennirnir að þeirri niðurstöðu að Jón væri þar hvergi. Þeir sáu að hurð á þyrluskýli skipsins hafði verið opnuð og þar hjá voru tveir blóðdropar. Það varð þeim því ljóst á þessum tímapunkti að Jón D. Guðmundsson hefði stokkið útbyrðis eftir að hafa stungið skipsfélaga sína tvo. Þegar mennirnir komust að þessari niðurstöðu var of langt um liðið og skipið komið nokkra vegalengd frá þeim stað þar sem þeir höfðu verið á meðan hinir vofeiflegu atburðir dundu yfir, til þess að nokkur von væri um að finna Jón vélstjóra á lífi. Í kulda eins og var á þessum árstíma geta menn einungis lifað í um nokkrar mínútur í sjónum á þessum slóðum. Auk þess var kolniðamyrkur, svo jafnvel ef þeir hefðu verið á sama stað ennþá hefði verið nær ógerningur að sjá Jón í sjónum.

Klukkan sex að kvöldi þessa örlagaríka dags lagðist varðskipið Týr að bryggju á Akureyri. Þar stigu rannsóknarlögreglumenn um borð og yfirheyrðu skipverjana. Að lokinni rannsókn á vettvangi voru lík þeirra Jóhannesar og Einars Óla flutt frá borði. Á meðan stóð áhöfn Týs heiðursvörð á afturþiljum skipsins.

Undarleg hegðun fyrir morðin

Verknaður Jóns var talinn hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fyrir sjórétti var reynt að komast til botns í því hvað gæti hafa gerst sem olli því að vélstjórinn framdi ódæðið. Við yfirheyrslur skipverjanna kom hinsvegar ýmislegt í ljós. Jón virtist hafa hegðað sér nokkuð undarlega allt frá því að Týr lagði frá höfn. Hann hafði verið órólegur, einrænn og svo höfðu sumir mannanna tekið eftir honum muldra eitthvað rugl við sjálfan sig þegar þeir höfðu horft saman á íþróttaþátt í sjónvarpinu. Hann hafði sést stika fram og aftur um gangana, eins og hann ætti erfitt með að vera kyrr. Sömuleiðis hafði sést til hans stara út í loftið og keðjureykja. Allt þótti þetta afar óvenjuleg hegðun fyrir Jón, sem venjulega var hinn besti starfsmaður, léttur og hress.

Skipverjarnir voru handvissir um að árásirnar hefðu verið gerðar í einhverskonar æðiskasti.

Steinar bátsmaður var eins og gefur að skilja lykilvitni í málinu, en hann var eins og áður sagði vitni að bæði aðdragandanum og árásinni á Jóhannes. Hann lýsti því hvernig hann heyrði Jón aldrei segja orð þegar hann keyrði hnífinn í síðu Jóhannesar. Ekki hafi hann heldur sagt orð að verknaðinum loknum, þar sem hann stóð með alblóðugan hníf í hönd, starandi á Jóhannes.

„Hann leit fram starandi, tryllingslegu augnaráði,“ sagði Steinar um Jón vélstjóra.

Um atburðarásina um borð í Tý þann 7. janúar árið 1980 sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Landshelgisgæslunnar, daginn eftir harmleikinn:

„Hinn óhugnanlegi atburður sem varð um borð í varðskipinu Tý upp úr klukkan níu í gærmorgun verður ekki skýrður með nokkrum rökum og í fljótu bragði finnst ekkert sem bendir til að ástæða eða upphaf harmleiksins hafi orðið til eftir að Týr lét síðast úr höfn í Reykjavík, sl. föstudag.“

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 20. september 2021 og skrifaði Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir hann

Sigursæl Sanna stefnir á Alþingi: Fátæktin, föðurleysið og fordómarnir

Sanna Magdalena Mörtudóttir var í aðalhlutverki við að koma Sósíalistaflokknum inn í borgarstjórn. Hún braut ísinn og náði sjálf kosningu á þarsíðasta kjörtímabili. Í kosningunum þar á eftir náðu tveir fulltrúar kjöri. Nú stefnir hún á þing og flokkur hennar undirbýr framboð í öllum kjördæmum. Kraftaverkakonan Sanna segir sögu sína í Mannlífinu.

Hún ólst upp hjá einstæðri móður og fann fyrir fátæktinni á eigin skinna og það mótaði lífsskoðanir hennar. Mamma var í þremur vinnum og pabbi lét sig hverfa. Sanna hefur fundið fyrir fordómum fólks vegna húðlitar síns en svarar fyrir sig.

Sláandi saga stjórnmálakonu sem segist aldrei munu hvika frá grundvallarmálum sósíalismans.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Hildur vandar Degi ekki orlofskveðjurnar: „Eðlilegt að fólk rísi upp á afturlappirnar“

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist líta á orlofsmál Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, mjög alvarlegum augum en Dagur fékk 9,7 milljónir króna greiddar vegna orlofs við starfslok sem borgarstjóri. Þar er um að ræða samkvæmt upplýsingum borgarritara, uppsafnað sumarfrí að hluta í 10 ára borgarstjóratíð hans.

Hún taldi eðlilegt að kalla eftir upplýsingum með hvaða hætti uppgjörum sem slíkum hefði verið háttað hjá embættismönnum borgarinnar en Sjálfsflokkurinn lagði í gær fram fyrirspurn um aðra embættismenn sem hafa hætt hjá borginni á undanförnum árum.

Vill meiri upplýsingar

„Í framhaldinu held ég að sé líka rétt að kalla eftir upplýsingum um orlofsuppgjör hjá stjórnendum sem hafa látið af störfum hjá fyrirtækjum í eigu borgarinnar eins og Orkuveitunni og Faxaflóahöfnum,“ sagði Hildur við RÚV um málið. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að fólk rísi upp á afturlappirnar þegar það áttar sig á því að stjórnendur njóti annarra kjara heldur en almennir starfsmenn,“ sagði hún að lokum.

„Á þessum árum tók ég alltaf eitthvað sumarfrí – en náði sjaldnast að fullnýta það og því safnaðist hluti þess upp,“ sagði Dagur í samtali við Mannlíf í gær.

80 prósent lesenda telja illa staðið að menntamálum á Íslandi

Áslandsskóli - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Miklar umræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur um stöðu íslenska menntakerfisins og þá sérstaklega á grunnskólastigi en Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir starf sitt.

Sumir telja að íslenskt menntakerfi hafi aldrei staðið jafn höllum fæti meðan aðrir telja að skoða þurfi málið betur.

Mannlíf spurði lesendur sína hvernig þeim þætti staðið að menntamálum á Ísland og er niðurstaðan er sú að tæp 80% lesenda telja illa staðið að þeim málum.

Illa
79.91%
Vel
10.96%
Ágætlega
9.13%

Stelpurnar okkar hafa aldrei svifið hærra

Sveindís Jane er lykilleikmaður í landsliðinu- Mynd: ksi.is

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur náð nýjum hæðum á heimslista FIFA en listinn var gefinn út morgun. Ísland er í 13. sæti listans og fer upp um eitt sæti frá því að listinn var gefinn út seinast.

Nokkuð ljóst er að 3-0 sigur landsliðsins á Þýskalandi hefur hjálpað mikið til að hífa liðið upp um sæti en liðið sigraði einnig Pólland 1-0 en stelpurnar okkar tryggðu sér sæti á EM með góðum árangri sínum á árinu.

Efstu 15 landsliðin í kvennaboltanum í dag:

  1. Bandaríkin
  2. England
  3. Spánn
  4. Þýskaland
  5. Svíþjóð
  6. Kanada
  7. Japan
  8. Brasilía
  9. Norður-Kórea
  10.  Frakkland
  11.  Holland 
  12.  Danmörk
  13.  Ísland
  14.  Ítalía
  15.  Ástralía

Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem keyrði á stúlku: „Ók rakleiðis af vettvangi“

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem keyrði á unglingsstúlku í Kópavogi í fyrradag. Ökumaðurinn sem keyrði á stúlkuna flúði af vettvangi og aðrir ökumenn sáu ekki ástæðu til að athuga með líðan hennar eftir að keyrt var á hana.

Hægt er að lesa tilkynningu lögreglu hér fyrir neðan

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi, við Ögurhvarf, um þrjúleytið í fyrradag, miðvikudaginn 14. ágúst. Stúlkan, ásamt vinkonu, var að ganga til vesturs og yfir Vatnsendaveg þegar bifreið var ekið suður götuna og á stúlkuna. Hún hafnaði á vélarhlíf bifreiðarinnar og rann síðan af henni, en ökumaðurinn skeytti því engu og ók rakleiðis af vettvangi. Töluverð umferð var þarna á þessum tíma, en enginn sá ástæðu til að stöðva og athuga með líðan stúlkunnar. Hún fór til síns heima eftir slysið, lét foreldra sína vita og í framhaldinu höfðu þeir samband við lögreglu. Stúlkunni var jafnframt komið undir læknishendur, en frekari upplýsingar um meiðslin liggja ekki fyrir.

Við atvik eins og þetta er mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Sömuleiðis er áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected]

Óskar matreiðslumeistari hefur lifað lengur en læknar þorðu að vona: „Þakklátur fyrir það sem ég á“

Óskar Finnsson er þakklátur fyrir hvern dag

Matreiðslumeistarinn Óskar Finnsson greindist með banvænt heilakrabbamein árið 2019 og sögðu læknar honum að hann ætti innan við tvö ár eftir. „Það eru komin fjögur ár,“ sagði Óskar í viðtali um málið á RÚV. „Þetta er búin að vera skrítin ganga. Mjög skrítin.“

Í kjölfar þess að hann fékk greininguna ákvað Óskar að breyta algjörlega um mataræði. „Þegar ég stóð með börnin þrjú grátandi í faðminum sagði ég: Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur,“ sagði hann. „Borða það sem ég þarf að borða en ekki það sem mig langar að borða. Það geta allir tekið töflur og kyngt með vatnsglasi. En að breyta eigi lífi, það er erfiðara. Það tók á en verðlaunin eru svo mikil.“

Sykurinn meira vandamál en nikótín

Í viðtalinu segir Óskar meðal annars frá því að hann hafi hætt að reykja og drekka þegar hann var yngri og það hafi verið erfitt en að hætta borða sykur hafi verið erfiðast. „Þegar skilaboðin eru skýr verður auðveldara að framkvæma þetta. Þetta er upp á líf og dauða fyrir mig,“ sagði Óskar.

Óskar segist vera þakklátur fyrir hvern dag. „Það eru þessir litlu hlutir sem eru æðislegir. Mér finnst sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu. Það eru bara fjölskyldan og vinir mínir. Það er það sem skiptir máli,“ sagði matreiðslumeistarinn. „Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það sem ég á, það sem ég hef og það sem ég hef gert.“

Albert gengur til liðs við Fiorentina – Fyrirtaka í nauðgunarmáli hans í lok ágúst

Albert Guðmundsson ítrekar sakleysi sitt

Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er að ganga til liðs við ítalska liðið Fiorentina. Albert mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning í dag.

Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

 

Image

Ganga gegn þjóðarmorði Ísrael á morgun: „Ekki eitt lík var í heilu lagi“

Frá fyrr mótmælunum - Mynd: Björgvin Gunnarsson

Á morgun klukkan 14:00 verður gengin mótmælaganga frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll en tilgangur göngunnar er að mótmæla þjóðarmorði á Palestínubúum en greint hefur frá því að í kringum 40 þúsund Palestínubúar hafi verið drepnir á Gaza af Ísraelsher.

Þegar á Austurvöll er komið mun Kristín Sveinsdóttir ávarpa fundinn og Kristín Eiríksdóttir les ljóð eftir Mosab Abu Toha en samtökin Ísland-Palestína stenda fyrir göngunni.

Hægt er að lesa tilkynningu samtakanna hér fyrir neðan:

„Á laugardag göngum við gegn þjóðarmorði, stríðsglæpum, barnamorðum, eyðileggingu og ofbeldi Ísraelshers.Nú þegar meira en 300 dagar eru liðnir frá því árásir Ísraels hófust á Gaza líður varla sá dagur án þess að fréttist af öðru fjöldamorði. Nú um helgina var sprengju varpað á skóla, þar sem flóttafólk hafði leitað skjóls og var við morgunbæn í skólanum, og yfir 100 létust, aðallega konur og börn. “Ekki eitt lík var í heilu lagi” sagði hjálparstarfsfólk sem kom að staðnum. Faðir sem missti 6 ára son sinn í sprengingunni lýsti því að fá úthlutað 18 kíló af líkamsleifum til greftrunar, þar sem enginn möguleiki var að bera kennsl á sundurtættar líkamsleifar fólksins. Ástandið er óbærilegt, og hefur verið óbærilegt í meira en 10 mánuði. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og gerum allt sem í okkar valdi stendur að stöðva hann.Í göngunni langar okkur að búa til breiða samstöðu meðal fólks með starfsstéttum skólastarfsfólks, heilbrigðisstarfsfólks, blaðamanna og annarra hópa sem við erum sammála um að ættu að vera sérstaklega vernduð, en hafa verið gerð að skotmörkum síðustu 10 mánuði á Gaza – sem eru stríðsglæpir.

Okkur langar því að hvetja fólk sem tilheyrir þessum stéttum til að búa til skilti heima eða í skiltagerðinni með “Hjúkrunarfræðingar fyrir Palestínu“ eða “Kennarar gegn þjóðarmorði”, og vekja þannig athygli á breiðri samstöðu almennings á Íslandi!Félagið stendur fyrir skiltagerð í Andrými á Bergþórugötu 20, rétt hjá Hallgrímskirkju, frá klukkan 12 á laugardag – þið eruð öll velkomin þangað að búa til skilti eða borða.Sjáumst í Göngu gegn þjóðarmorði!

Við þurfum á okkur öllum að halda í baráttunni fyrir tafarlausu vopnahlé og stöðvun þjóðarmorðsins á Gaza.Takið daginn frá, deilið með fjölskyldu og vinum, sýnum stjórnvöldum að íslenskur almenningur vill að Ísland eigi frumkvæði að alvöru diplómatískum aðgerðum!

Viðskiptaþvinganir á Ísrael og slit á stjórnmálasambandi STRAX!

Frjáls Palestína!“

Draugaormar Axels

Axel Flóvent er í hljómsveitinni Draugar - Mynd: Clara Schicketanz

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Gunnar Heimir – Wish You Were Here
Draugar – Worms
Benedikt Arnar – Æsku minnar slóðir
Nostalgía – Hvað þá?
Erikson – The Dark





Halla Hrund og rógurinn

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi.

Halla Hrund Logadóttir orkumálstjóri er ekki á meðal umsækjenda um núverandi starf sitt, mörgum til undrunar. Um tíma virtist Halla ætla að ná þeim áfanga í lífi og starfi að verða forseti Íslands. Sá draumur varð ekki að veruleika eftir að rógstungur höfðu sáð sínum fræjum og nafna hennar hreppti hnossið.

Halla nýtur aðdáunar vegna útgeislunar og margir innan heims stjórnmálanna vilja gjarnan fá hana í sínar raðir. Sjálf gefur Halla ekkert upp um áform sín annað en að stefnan sé bæði erlendis og hérlendis. Kvittur er uppi um að hún muni ganga til liðs við Kristrúnu Frostadóttur og fara í framboð til Alþings. Árás Morgunblaðsins í Staksteinum í dag undirstrikar að þessi grunur er uppi og óttinn hefur vakið upp skrímslin að nýju.

Margir sjá fyrir sér að Samfylking verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Þar gæti Halla Hrund auðveldlega komist að borðinu sem ráðherra orkumála ef hún þá kýs að taka slaginn …

Fjórir þjófar og skemmdarvargur – Bormaður í heimahúsi hélt auga sínu

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bar fátt annað til tíðinda en það þjófar voru á stangli. Einn slíkur var staðinn að verki í matvöruverslun og löggan kom að málum. Bíljófur náði að krækja sér í bifreið. Þá gerðu skemmdarvargar sig heimakomna í sameign fjölbýlishúss. Óljóst er hvort tekst að hafa hendur í hári skemmdarvarga.

Þriðji þjófurinn var svo á ferð eftir miðnætti þegar hann braust inn í veitingastað. Ekki liggur fyrir hvort það var hungur sem vakti ránseðli hans.

Á svæði Kópavogslögreglu var fjórði þjófurinn ruplandi í matvöruverslun.

Ökufantur undir áhrifum áfengis var staðinn að verki. Honum verður refsað. Í gærmorgun kom annar drukkinn ökumaður sér í háska þegar hann velti bifreið sinni í útjarðri borgarinnar. Hann var handtekinn en slapp með minniháttar meiðsl.

Undarlegt mál kom upp í gærdag þegar tilkynnt var um mann í heimahúsi sem hefði fengið bor í auga-. Lögregla og sjúkralið brugðu skjótt við en þegar á vettvang var komið reyndist málið ekki eins alvarlega vaxið. Maðurinn hét auganu og var lítið skaddaður.

Raddir