Laugardagur 21. september, 2024
9 C
Reykjavik

Trúarofsi ungmenna í Vestmannaeyjum – Brenndu alla geisladiska Kiss og Madonna

Árið 1995 urðu undarlegir atburður í Vestmannaeyjum, reyndar svo einstakir, að hvergi finnast heimildir um sambærilega hjarðhegðun á Íslandi, hvorki fyrr né síðar. Svo virðist sem að um tveir tugir ungmenna, flest á aldrinum 18 til 20 ára, hafði gengið í Hvítasunnukirkjuna um áramótin það árið.  Söfnðurinn var ekki stór, aðeins um hundrað sálir.

Minnti óþægilega á nasista

Ungmennin mun aftur á móti hafa fyllst kristnum trúarofsa í kjölfar inngöngunnar. Ofsinn lýsti sér í hatri sem beindist einkum að bókum og geisladiskum sem hinum guðhræddu ungmennum virtist hafa vera í sérstakri nöp við.

Andlegur leiðtogi þeirra, Snorri Óskarsson, betur kenndur við söfnuðinn Betel í Vestmannaeyjum, var hinn kátasti með unga fólkið.

„Andi guðs snerti við fólkinu. Við vöknum til meðvitundar um að við eigum lifandi trú og Jesú Kristur sé frelsari okkar. Ekki er hægt að segja að hingað sæki einn hópur í þjóðfélaginu fremur en annar. Allir upplifa hins vegar drottinn og frelsiskraft hans. Hugarfarsbreyting verður og áhuginn á Biblíunni vaknar. Biblían færir heim myndugleika, valdið, og endurhæfing hefst,“ sagði Snorri í viðtali við Morgunblaðið á sínum tíma.

Reisti unga fólkið veglegan bálköst og hófst handa við að brenna bækur og geisldiska sem þóttu innihalda óæskilega og óguðlega tónlist og texta.

Mörgum var brugðið við gjörninginn sem þótti minna óþægilega á bókabrennur nasista á sínum tíma.

Kiss og Madonna

Meðal þess sem ungmennunum var sérlega illa við var „djöfulleg” tónlist, sérstaklega virðist tónlist bandarísku rokksveitarinnar Kiss hafa angrað unga fólkið en voru geisladiskar tónlistarinnar með því fyrsta sem fuðraði upp á bálinu í Eyjum. Geisladiskar hljómsveitarinnar Iron Maiden fengu sömu örlög svo og tónlist poppgyðjuna Madonnu, svo fátt eitt sé nefnt.

Snorri í Betel.

Í frétt Morgunblaðsins frá 1995 segir að fimm til sex hundruð geisladiskar að verðmæti allt að einni milljón króna hafi verið brenndir í einni slíkri brennu á gömlu sorphaugunum í Vestmannaeyjum það sumarið. Fleiri slíkar brennur voru haldnar í Vestmannaeyjum þetta árið og enn aðrir safnarmeðlimir brenndu „ókristilegt” efni í einrúmi.

Skólameistara leist ekki á blikuna

Skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Ólafi Hreini Sigurjónssynim leist ekki á blikuna og kvaðst vera hræddur við hvers konar múgæsingu og ofstæki. Ólafur Hreinn sagði að áhuginn á Betelsöfnuðinum hefði ekki farið fram hjá sér og einhver hópur nemenda í skólanum og annara ungmenna hefði gengið til liðs við söfnuðum á síðustu misserum. Útilokaði skólameistairnn ekki að um tískusveiflu væri að ræða.  „Mér finnst líka að fólk sem gefur sig út fyrir að vera fremst í flokki varðandi kristni megi ekki gleyma því meginstefi kristninnar að umburðarlyndi og réttsýni ráði ferðinni,“ sagði Ólafur Hreinn og tók fram að skólamenn hlytu ætíð að vera gagnrýnir á bækur og aðrir slíkir miðlar væru brenndir.

Djöflarokk sem hvetur til kynvillu

Snorri var ekki á sama máli og skólameistarinn og sagði mikið af væri til af djöfla- og dauðarokki sem hvetti til siðleysis, meða annars „kynvillu og tvíkynja samskipta”.

Þegar að unglingarnir áttuðu sig svo á því að textarnir væru í algjörri andstöðu við Biblíunna gætu þeir ekki lengur notið tónlistarinnar. Tónlist sem talin var gagna gegn boðorðunum á einhvern hátt, Biblíunni eða „kristnu siðferði” var húrrað á eldinn.

„Þeir fengu hugmyndina að því að brenna diskana eftir að hafa lesið í Postulasögu 19 að söfnuðurinn hefði brennt kuklbækur,” sagði Snorri við Morgunblaðið.

Ógeðfellt og hættulegt

Brennan var víða fordæmd í fjölmiðlum. Í leiðara Alþýðublaðsins, sem greindi fyrst frá brennunni, stóð: „Trúarofstæki er bæði ógeðfellt og hættulegt. Þeir menn sem telja sig erindreka almættisins, prókúruhafa guðs og sérfræðinga í sannleikanum hafa leitt ómældar hörmungar yfir mannkynið. Slíkir menn sá frækornum fyrirlitningar í frjóa jörð fáfræðinnar.

Uppskeran er þröngsýni og dómharka.“

Samkynhneigð ávísun á helvíti

Síðar dró Snorri nokkuð um atburðinum og sagði hann hafa verið slitin úr samhengi. „Í var þetta einkastund ungmennanna frekar en einhver skilaboð út á við”.

Snorri hélt ótrauður áfram að útbreiða sinn skilning á innhaldi biblíunnar í gegnum árin og var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti.

Kærði hann bæinn vegna ólöglegrar uppsagnar og var hún dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti.

Fékk Snorri sex og hálfa milljón í skaðabætur árið 2017.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 8. júní 2021 og var það Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir sem skrifaði hann

Hvernig finnst þér staðið að menntamálum á Íslandi í dag?

Laugalækjarskóli - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Reykjavíkurborg

Miklar umræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur um stöðu íslenska menntakerfisins og þá sérstaklega á grunnskólastigi en Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir starf sitt.

Sumir telja að íslenskt menntakerfi hafi aldrei staðið jafn höllum fæti meðan aðrir telja að skoða þurfi málið betur.

Því spyr Mannlíf lesendur sína: Hvernig finnst þér staðið að menntamálum á Íslandi í dag?

This poll has ended (since 1 month).
Illa
79.91%
Vel
10.96%
Ágætlega
9.13%

Könnun þessari lýkur klukkan 15:00 föstudaginn 16. ágúst.

Benedikt biðlar til Grindvíkinga að sofa ekki í bænum: „Þetta er spurning um öryggi“

Benedikt biður Grindvíkinga að halda sig fjærri bænum - Ljósmynd/Lalli

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, biðlar til Grindvíkinga um að vera ekki að sofa í bænum en talið er að gosið gæti á hverri stundu.

„Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ sagði Benedikt við Vísi um málið en taldar eru líkur á hraunflæði og sprunguhreyfingum innan bæjarins.

Sammála lögreglustjóranum

Úlfur Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ítrekaði í fjölmiðlum í gær að fólk væri á eigin ábyrgð á svæðinu og bað fólk ekki að sofa í húsum sínum í Grindavík en gist var í um 20 húsum í gærnótt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ sagði Benedikt.

Hann sagði sömuleiðis að það sé sérstaklega vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins en ekki er útilokað sprunga opnist mjög nálægt bænum og mögulegt sé að næsta sprunga opnist í bænum sjálfum.

Stefán segir Íslendinga setja sig á háan hest: „Til marks um okkar eigin þroska“

Stefán Pálsson sagnfræðingur - Mynd: Skjáskot YouTube

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson birti fyrr í dag nokkuð áhugaverðar vangaveltur á samfélagsmiðlinum Facebook um íslenskan húmor en kveikjan að hugleiðingum Stefáns er bókin Spegill íslenskrar fyndni sem hún Þórunn Valdimarsdóttir skrifaði.

Ótrúlega mikið af íslenskum gamanmálum í gömlum blöðum gengur út á skæting, þar sem ungir strákar, venjulegir bændur eða ótíndir skrítlingar svara kennurum, prestum eða pólitíinu fullum hálsi – segja þeim að „ét´ann sjálfir“. Ég hef aldrei hugsað sérstaklega út í það, en þessi tegund af húmor er líklega fyrst og fremst birtingarmynd af samfélagi sem er með mjög skýra goggunarröð, stétta- og mannamun,“ skrifaði sagnfræðingurinn síkáti.

Út frá hugleiðingum Stefáns um hófst svo mikið umræða um íslenska fyndni og varð svo til að Stefán skrifaði annan pistil um málið.

„Fyrri færsla um Íslenska fyndni og bók Þórunnar Valdimarsdóttur leiddist út í miklar umræður um hvort og hversu ófyndnir Íslendingar fyrri tíma hafi verið. Það er ekki einfalt mál og almennt séð fer tíminn ekki mjúkum höndum um fyndni og líklega mikil bjartsýni að reikna með því að gamanmál okkar tíma muni eldast neitt betur,“ skrifaði Stefán.

Danir fyndnari

En Stefán segir að áhugaverðara sé að komast því hvenær Íslendingar komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru sjálfir fyndnir.

„Mín tilfinning er sú að landsmenn hafi ekki átt í neinum vandræðum með að viðurkenna alveg fram í lok sjöunda áratugarins amk að Danir væru fyndnari en þeir sjálfir og byggju yfir húmor sem væri öfundsverður og ekki á okkar færi. Fáeinum árum síðar erum við farin að setja okkur á háan hest gagnvart ýmsum öðrum þjóðum, sem við teljum sérstaklega ófyndnar – s.s. Norðmenn og Svía. Fljótlega komumst við svo að þeirri niðurstöðu að okkar kímnigáfa sé frábær og í raun sé það helst til marks um okkar eigin þroska ef aðrir ná ekki upp í hana,“ skrifar Stefán í lokin.

Gæti verið mynd af texti

Fjögur berjast um embætti umboðsmanns Alþingis

Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis í dag - Skjaskot: RÚV

Það stefnir í harða baráttu um embætti umboðsmanns Alþings en fjórir reyndir einstaklingar gefa kost á sér til embættisins.

Hér fyrir neðan má sjá lista af þeim sem gáfu kost á sér:

Anna Tryggvadóttir – skrifstofustjóri,
Hafsteinn Þór Hauksson – dósent við lagadeild Háskóla Íslands,
Kristín Benediktsdóttir – prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
Reimar Pétursson – lögmaður.

Ráðgjafanefnd hefur verið skipuð af undirnefnd forsætisnefndar en hún mun aðstoða við að gera tillögu til forsætisnefndar um þá sem gáfu kost á sér en umboðsmaður Alþingis er kjörinn á þingfundi.

Ráðgjafanefndin er skipuð af Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er formaður nefndarinnar, Ásmundi Helgasyni landsréttardómara og Guðrúnu Jóhönnu Guðmundsdóttur mannauðsráðgjafa.

Soffía Björk og Rakel Rún vilja stýra nýrri stofnun – Sex sækjast eftir embættinu

Forstjórinn mun þurfa hugsað nokkuð mikið um vindmyllur á Íslandi í framtíðinni - Mynd: Wagner Christian

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. Athygli vekur að Halla Hrund Logadóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi og Orkumálastjóri Orkustofnunnar, ákvað að sækja ekki um embættið.

Sex umsækjendur eru um embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar:

Björn Arnar Hauksson, deildarstjóri hjá Orkustofnun
Gestur Pétursson, M.Sc. iðnaðar- og rekstrarverkfræði
Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur og mannauðsstjóri
Markús Ingólfur Eiríksson, doktor í endurskoðun
Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur
Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Ásmundur hunsar ítrekaðar fyrirspurnir um heimakennslu barna

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra

Menntamálaráðuneyti Ásmundar Daða Einarssonar hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um heimakennslu barna á grunnskólaaldri á Íslandi. Mannlíf hefur reynt síðan í apríl að fá upplýsingar um fjölda barna, og aðrar tölfræðiupplýsingar, sem stunda nám í heimakennslu en reglugerð um slíkt nám var fyrst sett árið 2009 af Alþingi.

Tölfræðiupplýsingarnar sem ekki hafa fengist afhentar frá ráðuneytinu hafa sett umfjöllun Mannlífs um heimakennslu í uppnám en áhugi á slíkri kennslu hefur verið að gerjast í samfélaginu undanfarin ár.

Mannlíf er þó ekki eitt sem stendur í álíka stappi við menntamálaráðuneytið en Persónuvernd hefur ítrekað óskað ráðuneytið um upplýsingar sem varða Innu, upplýsingakerfi framhaldsskóla, en ekki fengið nein svör um málið en upplýsinga var fyrst óskað af hálfu Persónuverndar í júní 2022.

Hafnaboltastjarna ældi í hanskann sinn í miðjum leik – MYNDBAND

Hunter Greene á það til að æla á velllinum - Mynd: Skjáskot

Hafnaboltastjarnan Hunter Greene stal athygli íþróttaáhugamanna á nokkuð óvenjulega máta á þriðjudaginn var þegar Cincinnati Reds, liðið sem hann spilar fyrir, keppti á móti St. Louis Cardinals.

Greene sem er kastari tók upp á því í fimmta leikhluta leiksins að æla í hafnaboltahanskann sinn. Dómarar leiksins tóku eftir uppkastinu og var leikur tímabundið stöðvaður en þetta atvik virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frammistöðu Greene í leiknum því hann stóð sig með mikilli prýði.

„Ég hugsa að margir okkar hafi oft fengið þessa ælutilfinningu í leiknum en svo gerist það ekki,“ sagði David Bell þjálfari Reds um atvikið. „Kannski líður honum bara betur eftir þetta.“

Athygli vekur að þetta er í annað skipti á undanförnum tveimur mánuðum sem Greene ælir í miðjum leik en hann er einn af bestu kösturum deildarinnar.

Dagur svarar fyrir orlofsmálið – „Það var gert eins fyrir allt starfsfólk“

Dagur B. Eggertsson.

„Á þessum árum tók ég alltaf eitthvað sumarfrí – en náði sjaldnast að fullnýta það og því safnaðist hluti þess upp,“ segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri í svari til Mannlífs. Fram hefur komið að Dagur fær 9,7 milljónir króna greiddar vegna orlofs við starfslok sem borgarstjóri. Þar er um að ræða samkvæmt upplýsingum borgarritara, uppsafnað sumarfrí að hluta í 10 ára borgarstjóratíð hans. Hildur Björnsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þessar greiðslur og telur að fara þurfi ofan í þessi mál.

Sjá nánar: Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Hildur Björnsdóttir

Dagur segir að þarna séu ekki á ferð nýjar upplýsingar. Þetta hafi komið fram í vor.

„Þá hélt Hildur Björnsdóttir því fram að ég væri á tvöföldum launum á biðlaunatímanum – sem var vitanlega ekki rétt. Í raun sparaði borgin sér laun formanns borgarráðs þann tíma. Þá kom fram að líkt og varðandi aðra starfsmenn var uppsafnað orlof gert upp við starfslok. Það er gert eins fyrir allt starfsfólk,“ segir Dagur í svari sínu til Mannlífs.

Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Borgarstjórinn fyrrverandi

Uppgjör Reykjavíkurborgar við Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra er nú talið kosta fast að 20 milljónum króna. Dagur hafpði stólaskipti við Einar Þorsteinsson og lauk þar með ferli sínum sem borgarstjóri og varð formaður borgarráðs.

Dagur fékk 9,6 millj­ón­ir króna í biðlaun. Þá greiðir borg­in Degi 9,7 millj­ón­ir króna í or­lof­s­upp­gjör vegna undanfarinna tíu ára.

Þetta kemur fram í svari borg­ar­rit­ara vegna fyr­ir­spurn­ar Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, um kostnað vegna or­lof­s­upp­gjörs við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu átti Dag­ur sam­kvæmt ákvæðum kjara­samn­inga rétt á 240 stunda or­lofi á ári, þau tíu ár sem hann gegndi starfi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu hafði Dagur ekki tök á því að taka reglubundið orlof eins og launþegum er ætlað að gera. Orlofið hafi þannig verið flutt á milli orlofsára og safnast upp í áranna rás.

Borgarritari segir að þessi fram­kvæmd hafi verið viðhöfð eins gagn­vart öllu starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar sem ekki hafi tök á að taka sér or­lof og nýta þannig áunn­ar or­lofs­stund­ir. Vísað er til kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar sem gerður var í borgarstjóratíð Dags árið 2020. Nýtt ákvæði kom þá inn þar sem skerpt var á heim­ild­um til frest­un­ar og þá einnig fyrn­ingu or­lofs. Athygli vekur að ákvæðið kom inn fyrir fjórum árum en afturvirknio orlfsmálsins nær til 10 ára.

Hild­ur seg­ir við Morgunblaðið að í svari borg­ar­rit­ara komi fram að þetta sé í sam­ræmi við or­lof­s­upp­gjör æðstu emb­ætt­is­manna borg­ar­inn­ar og það kalli á sér­staka skoðun líka.

„Okk­ur finnst ekki eðli­legt að gera upp tíu ára upp­safnað or­lof við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra miðað við þær fyrn­ing­ar­regl­ur sem gilda um or­lof­s­upp­gjör.“

Árásir á Ásmund

Bjarni Benediktsson.

Engum dylst að lifandi dauð ríkisstjórn Íslands mjakast í átt til heljar. Hver höndin er uppi á móti annarri og ást hinna ólíku afla er orðin að óþoli. Stærsta gjáin hefur verið milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sem deila nú um flest.

Nýtt úspil Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns VG um að andmæla vindmyllugörðum þykir vera dæmi um uppreisn gegn Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra í boði VG, er eindreginn stuðningsmaður þess að koma upp vindmyllum. Guðmundur Ingi tjáði sig um málið í sjónvarpsfréttum í gær sem þykir vera vísbending um að hann sé að manna sig upp í að sprengja samstarfið.

Athygli vekur að Sjálfstæðismenn hafa hver um annan þveran hjólað í Ásmund Einar Daðason, ráðherra barnamála og menntunar, vegna þeirrar óstjórnar sem þykir ríkja í málum grunnskólans. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kvartaði undan því að ráðherrann og hans fólk hefði þröngvað sveitarfélögum til þess að gefa skólabörnum frítt að borða. Þá kenna Sjálfstæðismenn Ásmundi um það reiðileysi sem er varðandi námsmat barna á Íslandi. Mikil reiði er innan Framsóknarflokksins vegna árásanna á erfðaprins flokksins.

Ásmundur Einar dregst svo inn í vindmillumál VG þar sem faðir hans, Daði Einarsson er eigandi jarðar í Dalasýslu sem ætluð er að hluta undir gróðamyllurnar …

Dauðadrukkin kona með dólgshátt í miðborginni – Dópaður ökumaður valdur að umferðaróhappi

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögregla var kölluð til vegna konu sem var ofurölvi í miðborginni. Konan sýndi af sér dólgshátt og var með uppsteyt. Hún þótti ekki vera til þess fær að vera á almannafæri. Lögreglan leysti málið og þegar rofaði til í kolli dauðadrukknu konunnar var henni ekið til síns heima þar sem hún sefur úr sér ruglið.

Búðaþjófur var á ferð og lögreglan kom að málum. Á svipuðum slóðum var lögreglan kölluð til og manni vísað út úr verslun vegna hegðunar sem ekki þótti vera boðleg.

Innbrot var framið í geymslur í fjölbýlishúsi. Óljóst er með niðurstöðu þess máls.

Hafnarfjarðarlögreglan stóð mann að því að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og umsvifalaust sviptur ökuréttindum. Hann verður á næstunni háður öðrum með það að komast á milli staða.

Árekstur varð á milli tveggja bifreiða. Í ljós kom að annar ökumannanna er án ökuréttinda. Ekki urðu slys á fólki. Sá réttindalausi færi himinháa sekt.

Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa orðið valdur að umferðaróhappi.

Mosfellsbæjarlögreglan gómaði ökumann sem talið er að hafi verið drukkinn. Hann fær refsingu í samræmi við stærð brotsins.

Ölvaðir vinir handteknir fyrir að kveikja í gardínu í Keflavík: „Þetta er djöfulsins kjaftæði“

Reykjanesbær - myndin tengist fréttinni ekki beint

Vinir á sextugsaldri voru handteknir fyrir íkveikju árið 2004.

Svavar Borgarsson, íbúi í Reykjanesbæ, var handtekinn árið 2004 fyrir íkveikju en lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir handtökuna á sínum tíma.

„Þetta er djöfulsins kjaftæði. Það kviknaði bara í gardínu,“ sagði Svavar í viðtali við DV um málið árið 2004. Vinkona Svavars játaði að hafa kveikt í gardínu eftir hafa gist fangageymslur lögreglu en hún átti við geðræn vandamál að stríða að sögn Svavars. Þá hafi atvikið verið talsvert ýkt og eldurinn dáinn út þegar lögreglumenn komu á svæðið.

Karl Hermannsson, lögreglumaður, sagði við DV að lögreglan hafi komið að miklum reyk en engum eldi. Þá hafi Svavar og vinkona hans verið mjög drukkin en áfengismagn í blóði þeirra hafi ekki verið mælt.

Bryndís Kristjánsdóttir, nágranni Svavars, sagði að lögreglan hafi farið fram úr sér í þessu máli og Svavar og vinkona hans hefðu ekki átt að vera handtekin. Þá sagði hún jafnframt að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu veki furðu.

Wolt sendill þátttakandi í þjófnaði – Fyrirtækið hafnar allri ábyrgð

Wolt sendill aðstoðaði við þjófnað - Mynd: Wolt

Gústaf Björnsson varð fyrir þjófnaði fyrr í sumar en atvikið náðist á upptöku. Sýnir upptakan mann með Wolt poka stela gaskúti úr garði Gústafs.

Gústaf hafði samband við fyrirtækið en hann segir viðbrögð þess hafa valdið sér miklum vonbrigðum. Wolt hafi borið fyrir sig að þarna væri um verktaka að ræða og ekkert sem þeir gætu gert í málinu. Fyrirtækið hafi bent Gústafi á að hafa sambandi við lögregluna en Gústaf hefur ekki gert það hingað til en reiknar að því að gera það.

Christian Kambaug, upplýsingafulltrúi Wolt á Ísland, hafnar því alfarið að málið sé ábyrgð Wolt. Þarna hafi verið um að ræða mann sem var með sendli þeirra í bíl en ekki verktaka á þeirra vegum. „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ sagði Christan við Vísi um málið. Bent hefur verið á að þó að sendillinn hafi ekki verið sá sem stal gaskútnum þá sé hann þátttakandi í þjófnaðinum.

Þá ber að nefna að Wolt hefur verið harðlega gagnrýnt af stéttarfélögum og ASÍ fyrir koma illa fram við verktaka á sínum snærum og var fyrirtækið undir rannsókn lögreglu í byrjun sumars.

Gísli Pálmi hlaut dóm í héraði

Gísli Pálmi hlaut dóm í vikunni - Mynd: Skjáskot

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson var á mánudaginn dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir að aka án ökuleyfis og undir áhrifum en Vísir greinir frá þessu.

Í dómnum segir að Gísli Pálmi hafi verið stoppaður á ferð sinni um Klapparstíg í janúar fyrr á þessu ári. Við nánari skoðun kom í ljós að rapparinn hafði ekki réttindi til að keyra en hann hefur tvívegis verið sviptur þeim réttindum undanfarin ár meðal annars vegna vímuefnaaksturs. Þá sýndi blóðsýni að hann var undir áhrifum kannabisefna. Gísli var ekki viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp en hann býr í Lundúnum í Englandi.

Gísli var um tíma einn vinsælasti rappari landsins en hann hefur látið lítið fyrir sér fara í tónlistarheiminum síðan 2015 þegar hann gaf út fyrstu og einu breiðskífu sína. Í gegnum árin hefur Gísli rætt við fjölmiðla reglulega um að hann hafi átt við fíkniefnavanda að stríða.

Halldór Bragason lést í eldsvoðanum á Antmannsstíg

Halldór Bragason er látinn - Mynd: Facebook

Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason er látinn en hann lést í brunanum sem átti sér stað á Amtmannsstíg í gær. Halldór var 67 ára gamall en RÚV greindi frá andláti Halldórs.

Halldór var einn af fremstu tónlistarmönnum Íslands og stóð lengi fyrir Blúshátíð í Reykjavík. Hann lék með öllum helstu tónlistarmönnum Íslands á einum eða öðrum tímapunkti í lífi sínu og er hljómsveitin Vinir Dóra kennd við hann.

Rannsókn á brunanum er ennþá í gangi og ekkert liggur fyrir um eldsupptök.

 

Gamaldags dönsk kúgun í Stykkishólmi: „Átti að láta listamanninn finna til samviskubits“

Danskir dagar árið 2023 - Mynd: Danskir dagar

Smári Tarfur Jósepsson, einn færasti gítarleikarinn í sögu Íslands, vandar aðstandanum Danskra daga í Stykkishólmi ekki kveðjurnar í pistli sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar greinir hann frá því að hann hafi verið beðinn um að koma fram á hátíðinni sem hefst á morgun. Honum brá heldur betur þegar sá hvað hátíðin var tilbúin að borga honum fyrir framlag sitt.

Ég var því miður bókaður þennan tiltekna dag en þakkaði pent fyrir mig. Notaði tækifærið í leiðinni og benti á að umrædd upphæð væri allt of lág. Reyndar hafði fulltrúi hátíðarinnar nefnt að „bara lágmark” yrði greitt fyrir framkomuna. Upphæðin getur reyndar ekki talist „lágmark“ þar sem hún dygði ekki fyrir kostnaði.

Eftir að hafa bent á það, var stiginn smá darraðadans. Það átti að láta listamanninn finna til samviskubits fyrir að hafa minnst á fjármálin og fyrir það að hann væri nú ekki til í að taka þátt í „samfélags- og sjálfboðavinnu“ sem að allir aðrir voru svo „hrikalega ánægðir að fá að vera með [í] og gefa til samfélagsins“.“

Aðkomufólk stendur sig betur en íbúar

Smári benti í framhaldinu á að þetta væri langt undir opinberum taxta FÍH og fékk þau svör að enginn væri að vinna samkvæmt taxta á hátíðinni. Það þykir Smára nokkuð sérstakt en hann bjó sjálfur í Stykkishólmi sem unglingur.

„Fyrr í sumar stóð hópur aðkomufólks fyrir annarri tónlistarhátíð sem nefnist Sátan. Höfðu hljómsveitir orð á því að öll umgjörð tengd þeirri hátíð var með miklum sóma. Þar fékk hver og einn einasti listamaður greitt fyrir sína vinnu. Því jú….þetta er — sannarlega — vinna.“

Smári telur að gildi Danskra daga vera skökk.

„Í Stykkishólmi er starfræktur prýðis tónlistarskóli. Ég þykist nokkuð viss um að stefnan þar á bæ sé ekki að fólk, sem þangað sækir nám, eigi síðar meir að gefa vinnuna sína. Nógu mikið er um það fyrir á tímunum sem við lifum, samanber öll tónlistin sem streymist úti um alla veröld fyrir hlægilega lágar upphæðir eða jafnvel að kostnaðarlausu.

Ég og félagar mínir erum allir af vilja gerðir þegar kemur að góðgerðarmálum og tónleikum sem tengjast þeim. Þar á mjög vel við að gefa vinnuna sína og er sjálfsagt mál. Þessi tiltekna hátíð fellur ekki undir þann hatt.“

Dönsk kúgun

Gítarleikarinn heldur áfram og segir að kannski ætti þetta ekki að koma á óvart þar sem Danir drottnuðu lengi yfir Íslendingum og nefnir einokun Dana með verslun sem dæmi.

„Danskir dagar eru máski bara í takt við það — að halda gömlu, góðu dönsku kúguninni áfram.“

Apple hefur ekki fengið leyfi til að ljósmynda Grindavík: „Enginn hér meðvitaður um þetta“

Apple vill ljósmynda Grindavík

Um þessar mundir er bíll frá tæknifyrirtækinu Apple að keyra um landið. Markmið Apple er að taka myndir af öllum helstu bæjarfélögum landsins til að koma þeim inn í Apple Maps og auðvelda þannig notendum sínum að skoða landið og ná áttum. Slík þjónusta hefur verið í boði hjá Google og Já árum saman.

Vakið hefur athygli að fyrirtækið hyggst mynda Grindavíkurbæ og fleiri bæjarfélög á Suðurnesjum í ágúst og september en eins og Íslendingar vita þá er bærinn lokaður öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlum er einnig leyft að fara inn í bæinn en óvíst er hvort að hægt sé að skilgreina Apple sem fjölmiðil.

Mannlíf hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum til að spyrjast fyrir um áætlanir Apple í Grindavík og athuga hvort fyrirtækið hafi haft samband við embættið. „Þetta hefur ekki borist til lögreglunnar á Suðurnesjum og engin hér meðvitaður um þetta,“ sagði Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Ef slík beiðni berst verður hún skoðuð af aðgerðastjórn.“

Hildur Guðbjörg og Olumide Temitope vilja stýra Náttúruverndarstofnun

Vatnajökulsþjóðgarður fellur undir Náttúruverndarstofnun - Mynd: South.is

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Átta umsækjendur eru um embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og eru þeir hér fyrir neðan:

Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Hallur Helgason, verkefnisstjóri
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri
Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur
Olumide Temitope Araoyinbo, umsjónarmaður
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Hörður Jón er fallinn frá

Hörður Jón Fossberg Pétursson er látinn en var 93 ára gamall. Mbl.is greinir frá andlátinu.

Hörður fæddist árið 1931 í Reykjavík og ólst upp í Austurbænum og gekk í Austurbæjarskóla. Hörður lærði húsgagnabólstrun og lauk hann náminu árið 1955 eftir tvö ár í Iðnskólanum. Ári síðar opnaði Hörður svo eigin húsgagnabólstrunarverslun og rak hann fyrirtækið til ársins 2003 en árið 1972 hóf fyrirtækið einnig að selja húsgögn. Hörður átti sinn skerf í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu en Bólstrun Harðar átti fyrstu leiknu sjónvarpsauglýsinguna sem birtist á RÚV.

Hörður var mikill knattspyrnumaður og var fyrsti formaður knattspyrnudeildar Fram auk þess að hann lék með liðinu um tíma. Þá skoraði hann fyrsta markið í bikarkeppni sem haldin var á Íslandi.

Hörður lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Trúarofsi ungmenna í Vestmannaeyjum – Brenndu alla geisladiska Kiss og Madonna

Árið 1995 urðu undarlegir atburður í Vestmannaeyjum, reyndar svo einstakir, að hvergi finnast heimildir um sambærilega hjarðhegðun á Íslandi, hvorki fyrr né síðar. Svo virðist sem að um tveir tugir ungmenna, flest á aldrinum 18 til 20 ára, hafði gengið í Hvítasunnukirkjuna um áramótin það árið.  Söfnðurinn var ekki stór, aðeins um hundrað sálir.

Minnti óþægilega á nasista

Ungmennin mun aftur á móti hafa fyllst kristnum trúarofsa í kjölfar inngöngunnar. Ofsinn lýsti sér í hatri sem beindist einkum að bókum og geisladiskum sem hinum guðhræddu ungmennum virtist hafa vera í sérstakri nöp við.

Andlegur leiðtogi þeirra, Snorri Óskarsson, betur kenndur við söfnuðinn Betel í Vestmannaeyjum, var hinn kátasti með unga fólkið.

„Andi guðs snerti við fólkinu. Við vöknum til meðvitundar um að við eigum lifandi trú og Jesú Kristur sé frelsari okkar. Ekki er hægt að segja að hingað sæki einn hópur í þjóðfélaginu fremur en annar. Allir upplifa hins vegar drottinn og frelsiskraft hans. Hugarfarsbreyting verður og áhuginn á Biblíunni vaknar. Biblían færir heim myndugleika, valdið, og endurhæfing hefst,“ sagði Snorri í viðtali við Morgunblaðið á sínum tíma.

Reisti unga fólkið veglegan bálköst og hófst handa við að brenna bækur og geisldiska sem þóttu innihalda óæskilega og óguðlega tónlist og texta.

Mörgum var brugðið við gjörninginn sem þótti minna óþægilega á bókabrennur nasista á sínum tíma.

Kiss og Madonna

Meðal þess sem ungmennunum var sérlega illa við var „djöfulleg” tónlist, sérstaklega virðist tónlist bandarísku rokksveitarinnar Kiss hafa angrað unga fólkið en voru geisladiskar tónlistarinnar með því fyrsta sem fuðraði upp á bálinu í Eyjum. Geisladiskar hljómsveitarinnar Iron Maiden fengu sömu örlög svo og tónlist poppgyðjuna Madonnu, svo fátt eitt sé nefnt.

Snorri í Betel.

Í frétt Morgunblaðsins frá 1995 segir að fimm til sex hundruð geisladiskar að verðmæti allt að einni milljón króna hafi verið brenndir í einni slíkri brennu á gömlu sorphaugunum í Vestmannaeyjum það sumarið. Fleiri slíkar brennur voru haldnar í Vestmannaeyjum þetta árið og enn aðrir safnarmeðlimir brenndu „ókristilegt” efni í einrúmi.

Skólameistara leist ekki á blikuna

Skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Ólafi Hreini Sigurjónssynim leist ekki á blikuna og kvaðst vera hræddur við hvers konar múgæsingu og ofstæki. Ólafur Hreinn sagði að áhuginn á Betelsöfnuðinum hefði ekki farið fram hjá sér og einhver hópur nemenda í skólanum og annara ungmenna hefði gengið til liðs við söfnuðum á síðustu misserum. Útilokaði skólameistairnn ekki að um tískusveiflu væri að ræða.  „Mér finnst líka að fólk sem gefur sig út fyrir að vera fremst í flokki varðandi kristni megi ekki gleyma því meginstefi kristninnar að umburðarlyndi og réttsýni ráði ferðinni,“ sagði Ólafur Hreinn og tók fram að skólamenn hlytu ætíð að vera gagnrýnir á bækur og aðrir slíkir miðlar væru brenndir.

Djöflarokk sem hvetur til kynvillu

Snorri var ekki á sama máli og skólameistarinn og sagði mikið af væri til af djöfla- og dauðarokki sem hvetti til siðleysis, meða annars „kynvillu og tvíkynja samskipta”.

Þegar að unglingarnir áttuðu sig svo á því að textarnir væru í algjörri andstöðu við Biblíunna gætu þeir ekki lengur notið tónlistarinnar. Tónlist sem talin var gagna gegn boðorðunum á einhvern hátt, Biblíunni eða „kristnu siðferði” var húrrað á eldinn.

„Þeir fengu hugmyndina að því að brenna diskana eftir að hafa lesið í Postulasögu 19 að söfnuðurinn hefði brennt kuklbækur,” sagði Snorri við Morgunblaðið.

Ógeðfellt og hættulegt

Brennan var víða fordæmd í fjölmiðlum. Í leiðara Alþýðublaðsins, sem greindi fyrst frá brennunni, stóð: „Trúarofstæki er bæði ógeðfellt og hættulegt. Þeir menn sem telja sig erindreka almættisins, prókúruhafa guðs og sérfræðinga í sannleikanum hafa leitt ómældar hörmungar yfir mannkynið. Slíkir menn sá frækornum fyrirlitningar í frjóa jörð fáfræðinnar.

Uppskeran er þröngsýni og dómharka.“

Samkynhneigð ávísun á helvíti

Síðar dró Snorri nokkuð um atburðinum og sagði hann hafa verið slitin úr samhengi. „Í var þetta einkastund ungmennanna frekar en einhver skilaboð út á við”.

Snorri hélt ótrauður áfram að útbreiða sinn skilning á innhaldi biblíunnar í gegnum árin og var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti.

Kærði hann bæinn vegna ólöglegrar uppsagnar og var hún dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti.

Fékk Snorri sex og hálfa milljón í skaðabætur árið 2017.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 8. júní 2021 og var það Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir sem skrifaði hann

Hvernig finnst þér staðið að menntamálum á Íslandi í dag?

Laugalækjarskóli - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Reykjavíkurborg

Miklar umræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur um stöðu íslenska menntakerfisins og þá sérstaklega á grunnskólastigi en Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir starf sitt.

Sumir telja að íslenskt menntakerfi hafi aldrei staðið jafn höllum fæti meðan aðrir telja að skoða þurfi málið betur.

Því spyr Mannlíf lesendur sína: Hvernig finnst þér staðið að menntamálum á Íslandi í dag?

This poll has ended (since 1 month).
Illa
79.91%
Vel
10.96%
Ágætlega
9.13%

Könnun þessari lýkur klukkan 15:00 föstudaginn 16. ágúst.

Benedikt biðlar til Grindvíkinga að sofa ekki í bænum: „Þetta er spurning um öryggi“

Benedikt biður Grindvíkinga að halda sig fjærri bænum - Ljósmynd/Lalli

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, biðlar til Grindvíkinga um að vera ekki að sofa í bænum en talið er að gosið gæti á hverri stundu.

„Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ sagði Benedikt við Vísi um málið en taldar eru líkur á hraunflæði og sprunguhreyfingum innan bæjarins.

Sammála lögreglustjóranum

Úlfur Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ítrekaði í fjölmiðlum í gær að fólk væri á eigin ábyrgð á svæðinu og bað fólk ekki að sofa í húsum sínum í Grindavík en gist var í um 20 húsum í gærnótt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ sagði Benedikt.

Hann sagði sömuleiðis að það sé sérstaklega vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins en ekki er útilokað sprunga opnist mjög nálægt bænum og mögulegt sé að næsta sprunga opnist í bænum sjálfum.

Stefán segir Íslendinga setja sig á háan hest: „Til marks um okkar eigin þroska“

Stefán Pálsson sagnfræðingur - Mynd: Skjáskot YouTube

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson birti fyrr í dag nokkuð áhugaverðar vangaveltur á samfélagsmiðlinum Facebook um íslenskan húmor en kveikjan að hugleiðingum Stefáns er bókin Spegill íslenskrar fyndni sem hún Þórunn Valdimarsdóttir skrifaði.

Ótrúlega mikið af íslenskum gamanmálum í gömlum blöðum gengur út á skæting, þar sem ungir strákar, venjulegir bændur eða ótíndir skrítlingar svara kennurum, prestum eða pólitíinu fullum hálsi – segja þeim að „ét´ann sjálfir“. Ég hef aldrei hugsað sérstaklega út í það, en þessi tegund af húmor er líklega fyrst og fremst birtingarmynd af samfélagi sem er með mjög skýra goggunarröð, stétta- og mannamun,“ skrifaði sagnfræðingurinn síkáti.

Út frá hugleiðingum Stefáns um hófst svo mikið umræða um íslenska fyndni og varð svo til að Stefán skrifaði annan pistil um málið.

„Fyrri færsla um Íslenska fyndni og bók Þórunnar Valdimarsdóttur leiddist út í miklar umræður um hvort og hversu ófyndnir Íslendingar fyrri tíma hafi verið. Það er ekki einfalt mál og almennt séð fer tíminn ekki mjúkum höndum um fyndni og líklega mikil bjartsýni að reikna með því að gamanmál okkar tíma muni eldast neitt betur,“ skrifaði Stefán.

Danir fyndnari

En Stefán segir að áhugaverðara sé að komast því hvenær Íslendingar komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru sjálfir fyndnir.

„Mín tilfinning er sú að landsmenn hafi ekki átt í neinum vandræðum með að viðurkenna alveg fram í lok sjöunda áratugarins amk að Danir væru fyndnari en þeir sjálfir og byggju yfir húmor sem væri öfundsverður og ekki á okkar færi. Fáeinum árum síðar erum við farin að setja okkur á háan hest gagnvart ýmsum öðrum þjóðum, sem við teljum sérstaklega ófyndnar – s.s. Norðmenn og Svía. Fljótlega komumst við svo að þeirri niðurstöðu að okkar kímnigáfa sé frábær og í raun sé það helst til marks um okkar eigin þroska ef aðrir ná ekki upp í hana,“ skrifar Stefán í lokin.

Gæti verið mynd af texti

Fjögur berjast um embætti umboðsmanns Alþingis

Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis í dag - Skjaskot: RÚV

Það stefnir í harða baráttu um embætti umboðsmanns Alþings en fjórir reyndir einstaklingar gefa kost á sér til embættisins.

Hér fyrir neðan má sjá lista af þeim sem gáfu kost á sér:

Anna Tryggvadóttir – skrifstofustjóri,
Hafsteinn Þór Hauksson – dósent við lagadeild Háskóla Íslands,
Kristín Benediktsdóttir – prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
Reimar Pétursson – lögmaður.

Ráðgjafanefnd hefur verið skipuð af undirnefnd forsætisnefndar en hún mun aðstoða við að gera tillögu til forsætisnefndar um þá sem gáfu kost á sér en umboðsmaður Alþingis er kjörinn á þingfundi.

Ráðgjafanefndin er skipuð af Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er formaður nefndarinnar, Ásmundi Helgasyni landsréttardómara og Guðrúnu Jóhönnu Guðmundsdóttur mannauðsráðgjafa.

Soffía Björk og Rakel Rún vilja stýra nýrri stofnun – Sex sækjast eftir embættinu

Forstjórinn mun þurfa hugsað nokkuð mikið um vindmyllur á Íslandi í framtíðinni - Mynd: Wagner Christian

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. Athygli vekur að Halla Hrund Logadóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi og Orkumálastjóri Orkustofnunnar, ákvað að sækja ekki um embættið.

Sex umsækjendur eru um embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar:

Björn Arnar Hauksson, deildarstjóri hjá Orkustofnun
Gestur Pétursson, M.Sc. iðnaðar- og rekstrarverkfræði
Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur og mannauðsstjóri
Markús Ingólfur Eiríksson, doktor í endurskoðun
Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur
Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Ásmundur hunsar ítrekaðar fyrirspurnir um heimakennslu barna

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra

Menntamálaráðuneyti Ásmundar Daða Einarssonar hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um heimakennslu barna á grunnskólaaldri á Íslandi. Mannlíf hefur reynt síðan í apríl að fá upplýsingar um fjölda barna, og aðrar tölfræðiupplýsingar, sem stunda nám í heimakennslu en reglugerð um slíkt nám var fyrst sett árið 2009 af Alþingi.

Tölfræðiupplýsingarnar sem ekki hafa fengist afhentar frá ráðuneytinu hafa sett umfjöllun Mannlífs um heimakennslu í uppnám en áhugi á slíkri kennslu hefur verið að gerjast í samfélaginu undanfarin ár.

Mannlíf er þó ekki eitt sem stendur í álíka stappi við menntamálaráðuneytið en Persónuvernd hefur ítrekað óskað ráðuneytið um upplýsingar sem varða Innu, upplýsingakerfi framhaldsskóla, en ekki fengið nein svör um málið en upplýsinga var fyrst óskað af hálfu Persónuverndar í júní 2022.

Hafnaboltastjarna ældi í hanskann sinn í miðjum leik – MYNDBAND

Hunter Greene á það til að æla á velllinum - Mynd: Skjáskot

Hafnaboltastjarnan Hunter Greene stal athygli íþróttaáhugamanna á nokkuð óvenjulega máta á þriðjudaginn var þegar Cincinnati Reds, liðið sem hann spilar fyrir, keppti á móti St. Louis Cardinals.

Greene sem er kastari tók upp á því í fimmta leikhluta leiksins að æla í hafnaboltahanskann sinn. Dómarar leiksins tóku eftir uppkastinu og var leikur tímabundið stöðvaður en þetta atvik virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frammistöðu Greene í leiknum því hann stóð sig með mikilli prýði.

„Ég hugsa að margir okkar hafi oft fengið þessa ælutilfinningu í leiknum en svo gerist það ekki,“ sagði David Bell þjálfari Reds um atvikið. „Kannski líður honum bara betur eftir þetta.“

Athygli vekur að þetta er í annað skipti á undanförnum tveimur mánuðum sem Greene ælir í miðjum leik en hann er einn af bestu kösturum deildarinnar.

Dagur svarar fyrir orlofsmálið – „Það var gert eins fyrir allt starfsfólk“

Dagur B. Eggertsson.

„Á þessum árum tók ég alltaf eitthvað sumarfrí – en náði sjaldnast að fullnýta það og því safnaðist hluti þess upp,“ segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri í svari til Mannlífs. Fram hefur komið að Dagur fær 9,7 milljónir króna greiddar vegna orlofs við starfslok sem borgarstjóri. Þar er um að ræða samkvæmt upplýsingum borgarritara, uppsafnað sumarfrí að hluta í 10 ára borgarstjóratíð hans. Hildur Björnsdóttir, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þessar greiðslur og telur að fara þurfi ofan í þessi mál.

Sjá nánar: Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Hildur Björnsdóttir

Dagur segir að þarna séu ekki á ferð nýjar upplýsingar. Þetta hafi komið fram í vor.

„Þá hélt Hildur Björnsdóttir því fram að ég væri á tvöföldum launum á biðlaunatímanum – sem var vitanlega ekki rétt. Í raun sparaði borgin sér laun formanns borgarráðs þann tíma. Þá kom fram að líkt og varðandi aðra starfsmenn var uppsafnað orlof gert upp við starfslok. Það er gert eins fyrir allt starfsfólk,“ segir Dagur í svari sínu til Mannlífs.

Dagur borgarstjóri safnaði sumarfríi í 10 ár – Fær næstum milljón krónur fyrir hvert ár

Borgarstjórinn fyrrverandi

Uppgjör Reykjavíkurborgar við Dag B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóra er nú talið kosta fast að 20 milljónum króna. Dagur hafpði stólaskipti við Einar Þorsteinsson og lauk þar með ferli sínum sem borgarstjóri og varð formaður borgarráðs.

Dagur fékk 9,6 millj­ón­ir króna í biðlaun. Þá greiðir borg­in Degi 9,7 millj­ón­ir króna í or­lof­s­upp­gjör vegna undanfarinna tíu ára.

Þetta kemur fram í svari borg­ar­rit­ara vegna fyr­ir­spurn­ar Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, um kostnað vegna or­lof­s­upp­gjörs við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu átti Dag­ur sam­kvæmt ákvæðum kjara­samn­inga rétt á 240 stunda or­lofi á ári, þau tíu ár sem hann gegndi starfi borg­ar­stjóra. Samkvæmt svarinu hafði Dagur ekki tök á því að taka reglubundið orlof eins og launþegum er ætlað að gera. Orlofið hafi þannig verið flutt á milli orlofsára og safnast upp í áranna rás.

Borgarritari segir að þessi fram­kvæmd hafi verið viðhöfð eins gagn­vart öllu starfs­fólki Reykja­vík­ur­borg­ar sem ekki hafi tök á að taka sér or­lof og nýta þannig áunn­ar or­lofs­stund­ir. Vísað er til kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar sem gerður var í borgarstjóratíð Dags árið 2020. Nýtt ákvæði kom þá inn þar sem skerpt var á heim­ild­um til frest­un­ar og þá einnig fyrn­ingu or­lofs. Athygli vekur að ákvæðið kom inn fyrir fjórum árum en afturvirknio orlfsmálsins nær til 10 ára.

Hild­ur seg­ir við Morgunblaðið að í svari borg­ar­rit­ara komi fram að þetta sé í sam­ræmi við or­lof­s­upp­gjör æðstu emb­ætt­is­manna borg­ar­inn­ar og það kalli á sér­staka skoðun líka.

„Okk­ur finnst ekki eðli­legt að gera upp tíu ára upp­safnað or­lof við fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra miðað við þær fyrn­ing­ar­regl­ur sem gilda um or­lof­s­upp­gjör.“

Árásir á Ásmund

Bjarni Benediktsson.

Engum dylst að lifandi dauð ríkisstjórn Íslands mjakast í átt til heljar. Hver höndin er uppi á móti annarri og ást hinna ólíku afla er orðin að óþoli. Stærsta gjáin hefur verið milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sem deila nú um flest.

Nýtt úspil Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns VG um að andmæla vindmyllugörðum þykir vera dæmi um uppreisn gegn Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra í boði VG, er eindreginn stuðningsmaður þess að koma upp vindmyllum. Guðmundur Ingi tjáði sig um málið í sjónvarpsfréttum í gær sem þykir vera vísbending um að hann sé að manna sig upp í að sprengja samstarfið.

Athygli vekur að Sjálfstæðismenn hafa hver um annan þveran hjólað í Ásmund Einar Daðason, ráðherra barnamála og menntunar, vegna þeirrar óstjórnar sem þykir ríkja í málum grunnskólans. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kvartaði undan því að ráðherrann og hans fólk hefði þröngvað sveitarfélögum til þess að gefa skólabörnum frítt að borða. Þá kenna Sjálfstæðismenn Ásmundi um það reiðileysi sem er varðandi námsmat barna á Íslandi. Mikil reiði er innan Framsóknarflokksins vegna árásanna á erfðaprins flokksins.

Ásmundur Einar dregst svo inn í vindmillumál VG þar sem faðir hans, Daði Einarsson er eigandi jarðar í Dalasýslu sem ætluð er að hluta undir gróðamyllurnar …

Dauðadrukkin kona með dólgshátt í miðborginni – Dópaður ökumaður valdur að umferðaróhappi

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögregla var kölluð til vegna konu sem var ofurölvi í miðborginni. Konan sýndi af sér dólgshátt og var með uppsteyt. Hún þótti ekki vera til þess fær að vera á almannafæri. Lögreglan leysti málið og þegar rofaði til í kolli dauðadrukknu konunnar var henni ekið til síns heima þar sem hún sefur úr sér ruglið.

Búðaþjófur var á ferð og lögreglan kom að málum. Á svipuðum slóðum var lögreglan kölluð til og manni vísað út úr verslun vegna hegðunar sem ekki þótti vera boðleg.

Innbrot var framið í geymslur í fjölbýlishúsi. Óljóst er með niðurstöðu þess máls.

Hafnarfjarðarlögreglan stóð mann að því að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og umsvifalaust sviptur ökuréttindum. Hann verður á næstunni háður öðrum með það að komast á milli staða.

Árekstur varð á milli tveggja bifreiða. Í ljós kom að annar ökumannanna er án ökuréttinda. Ekki urðu slys á fólki. Sá réttindalausi færi himinháa sekt.

Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa orðið valdur að umferðaróhappi.

Mosfellsbæjarlögreglan gómaði ökumann sem talið er að hafi verið drukkinn. Hann fær refsingu í samræmi við stærð brotsins.

Ölvaðir vinir handteknir fyrir að kveikja í gardínu í Keflavík: „Þetta er djöfulsins kjaftæði“

Reykjanesbær - myndin tengist fréttinni ekki beint

Vinir á sextugsaldri voru handteknir fyrir íkveikju árið 2004.

Svavar Borgarsson, íbúi í Reykjanesbæ, var handtekinn árið 2004 fyrir íkveikju en lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir handtökuna á sínum tíma.

„Þetta er djöfulsins kjaftæði. Það kviknaði bara í gardínu,“ sagði Svavar í viðtali við DV um málið árið 2004. Vinkona Svavars játaði að hafa kveikt í gardínu eftir hafa gist fangageymslur lögreglu en hún átti við geðræn vandamál að stríða að sögn Svavars. Þá hafi atvikið verið talsvert ýkt og eldurinn dáinn út þegar lögreglumenn komu á svæðið.

Karl Hermannsson, lögreglumaður, sagði við DV að lögreglan hafi komið að miklum reyk en engum eldi. Þá hafi Svavar og vinkona hans verið mjög drukkin en áfengismagn í blóði þeirra hafi ekki verið mælt.

Bryndís Kristjánsdóttir, nágranni Svavars, sagði að lögreglan hafi farið fram úr sér í þessu máli og Svavar og vinkona hans hefðu ekki átt að vera handtekin. Þá sagði hún jafnframt að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem vinnubrögð lögreglunnar á svæðinu veki furðu.

Wolt sendill þátttakandi í þjófnaði – Fyrirtækið hafnar allri ábyrgð

Wolt sendill aðstoðaði við þjófnað - Mynd: Wolt

Gústaf Björnsson varð fyrir þjófnaði fyrr í sumar en atvikið náðist á upptöku. Sýnir upptakan mann með Wolt poka stela gaskúti úr garði Gústafs.

Gústaf hafði samband við fyrirtækið en hann segir viðbrögð þess hafa valdið sér miklum vonbrigðum. Wolt hafi borið fyrir sig að þarna væri um verktaka að ræða og ekkert sem þeir gætu gert í málinu. Fyrirtækið hafi bent Gústafi á að hafa sambandi við lögregluna en Gústaf hefur ekki gert það hingað til en reiknar að því að gera það.

Christian Kambaug, upplýsingafulltrúi Wolt á Ísland, hafnar því alfarið að málið sé ábyrgð Wolt. Þarna hafi verið um að ræða mann sem var með sendli þeirra í bíl en ekki verktaka á þeirra vegum. „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ sagði Christan við Vísi um málið. Bent hefur verið á að þó að sendillinn hafi ekki verið sá sem stal gaskútnum þá sé hann þátttakandi í þjófnaðinum.

Þá ber að nefna að Wolt hefur verið harðlega gagnrýnt af stéttarfélögum og ASÍ fyrir koma illa fram við verktaka á sínum snærum og var fyrirtækið undir rannsókn lögreglu í byrjun sumars.

Gísli Pálmi hlaut dóm í héraði

Gísli Pálmi hlaut dóm í vikunni - Mynd: Skjáskot

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson var á mánudaginn dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir að aka án ökuleyfis og undir áhrifum en Vísir greinir frá þessu.

Í dómnum segir að Gísli Pálmi hafi verið stoppaður á ferð sinni um Klapparstíg í janúar fyrr á þessu ári. Við nánari skoðun kom í ljós að rapparinn hafði ekki réttindi til að keyra en hann hefur tvívegis verið sviptur þeim réttindum undanfarin ár meðal annars vegna vímuefnaaksturs. Þá sýndi blóðsýni að hann var undir áhrifum kannabisefna. Gísli var ekki viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp en hann býr í Lundúnum í Englandi.

Gísli var um tíma einn vinsælasti rappari landsins en hann hefur látið lítið fyrir sér fara í tónlistarheiminum síðan 2015 þegar hann gaf út fyrstu og einu breiðskífu sína. Í gegnum árin hefur Gísli rætt við fjölmiðla reglulega um að hann hafi átt við fíkniefnavanda að stríða.

Halldór Bragason lést í eldsvoðanum á Antmannsstíg

Halldór Bragason er látinn - Mynd: Facebook

Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason er látinn en hann lést í brunanum sem átti sér stað á Amtmannsstíg í gær. Halldór var 67 ára gamall en RÚV greindi frá andláti Halldórs.

Halldór var einn af fremstu tónlistarmönnum Íslands og stóð lengi fyrir Blúshátíð í Reykjavík. Hann lék með öllum helstu tónlistarmönnum Íslands á einum eða öðrum tímapunkti í lífi sínu og er hljómsveitin Vinir Dóra kennd við hann.

Rannsókn á brunanum er ennþá í gangi og ekkert liggur fyrir um eldsupptök.

 

Gamaldags dönsk kúgun í Stykkishólmi: „Átti að láta listamanninn finna til samviskubits“

Danskir dagar árið 2023 - Mynd: Danskir dagar

Smári Tarfur Jósepsson, einn færasti gítarleikarinn í sögu Íslands, vandar aðstandanum Danskra daga í Stykkishólmi ekki kveðjurnar í pistli sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar greinir hann frá því að hann hafi verið beðinn um að koma fram á hátíðinni sem hefst á morgun. Honum brá heldur betur þegar sá hvað hátíðin var tilbúin að borga honum fyrir framlag sitt.

Ég var því miður bókaður þennan tiltekna dag en þakkaði pent fyrir mig. Notaði tækifærið í leiðinni og benti á að umrædd upphæð væri allt of lág. Reyndar hafði fulltrúi hátíðarinnar nefnt að „bara lágmark” yrði greitt fyrir framkomuna. Upphæðin getur reyndar ekki talist „lágmark“ þar sem hún dygði ekki fyrir kostnaði.

Eftir að hafa bent á það, var stiginn smá darraðadans. Það átti að láta listamanninn finna til samviskubits fyrir að hafa minnst á fjármálin og fyrir það að hann væri nú ekki til í að taka þátt í „samfélags- og sjálfboðavinnu“ sem að allir aðrir voru svo „hrikalega ánægðir að fá að vera með [í] og gefa til samfélagsins“.“

Aðkomufólk stendur sig betur en íbúar

Smári benti í framhaldinu á að þetta væri langt undir opinberum taxta FÍH og fékk þau svör að enginn væri að vinna samkvæmt taxta á hátíðinni. Það þykir Smára nokkuð sérstakt en hann bjó sjálfur í Stykkishólmi sem unglingur.

„Fyrr í sumar stóð hópur aðkomufólks fyrir annarri tónlistarhátíð sem nefnist Sátan. Höfðu hljómsveitir orð á því að öll umgjörð tengd þeirri hátíð var með miklum sóma. Þar fékk hver og einn einasti listamaður greitt fyrir sína vinnu. Því jú….þetta er — sannarlega — vinna.“

Smári telur að gildi Danskra daga vera skökk.

„Í Stykkishólmi er starfræktur prýðis tónlistarskóli. Ég þykist nokkuð viss um að stefnan þar á bæ sé ekki að fólk, sem þangað sækir nám, eigi síðar meir að gefa vinnuna sína. Nógu mikið er um það fyrir á tímunum sem við lifum, samanber öll tónlistin sem streymist úti um alla veröld fyrir hlægilega lágar upphæðir eða jafnvel að kostnaðarlausu.

Ég og félagar mínir erum allir af vilja gerðir þegar kemur að góðgerðarmálum og tónleikum sem tengjast þeim. Þar á mjög vel við að gefa vinnuna sína og er sjálfsagt mál. Þessi tiltekna hátíð fellur ekki undir þann hatt.“

Dönsk kúgun

Gítarleikarinn heldur áfram og segir að kannski ætti þetta ekki að koma á óvart þar sem Danir drottnuðu lengi yfir Íslendingum og nefnir einokun Dana með verslun sem dæmi.

„Danskir dagar eru máski bara í takt við það — að halda gömlu, góðu dönsku kúguninni áfram.“

Apple hefur ekki fengið leyfi til að ljósmynda Grindavík: „Enginn hér meðvitaður um þetta“

Apple vill ljósmynda Grindavík

Um þessar mundir er bíll frá tæknifyrirtækinu Apple að keyra um landið. Markmið Apple er að taka myndir af öllum helstu bæjarfélögum landsins til að koma þeim inn í Apple Maps og auðvelda þannig notendum sínum að skoða landið og ná áttum. Slík þjónusta hefur verið í boði hjá Google og Já árum saman.

Vakið hefur athygli að fyrirtækið hyggst mynda Grindavíkurbæ og fleiri bæjarfélög á Suðurnesjum í ágúst og september en eins og Íslendingar vita þá er bærinn lokaður öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlum er einnig leyft að fara inn í bæinn en óvíst er hvort að hægt sé að skilgreina Apple sem fjölmiðil.

Mannlíf hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum til að spyrjast fyrir um áætlanir Apple í Grindavík og athuga hvort fyrirtækið hafi haft samband við embættið. „Þetta hefur ekki borist til lögreglunnar á Suðurnesjum og engin hér meðvitaður um þetta,“ sagði Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Ef slík beiðni berst verður hún skoðuð af aðgerðastjórn.“

Hildur Guðbjörg og Olumide Temitope vilja stýra Náttúruverndarstofnun

Vatnajökulsþjóðgarður fellur undir Náttúruverndarstofnun - Mynd: South.is

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Átta umsækjendur eru um embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og eru þeir hér fyrir neðan:

Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Hallur Helgason, verkefnisstjóri
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri
Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur
Olumide Temitope Araoyinbo, umsjónarmaður
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Hörður Jón er fallinn frá

Hörður Jón Fossberg Pétursson er látinn en var 93 ára gamall. Mbl.is greinir frá andlátinu.

Hörður fæddist árið 1931 í Reykjavík og ólst upp í Austurbænum og gekk í Austurbæjarskóla. Hörður lærði húsgagnabólstrun og lauk hann náminu árið 1955 eftir tvö ár í Iðnskólanum. Ári síðar opnaði Hörður svo eigin húsgagnabólstrunarverslun og rak hann fyrirtækið til ársins 2003 en árið 1972 hóf fyrirtækið einnig að selja húsgögn. Hörður átti sinn skerf í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu en Bólstrun Harðar átti fyrstu leiknu sjónvarpsauglýsinguna sem birtist á RÚV.

Hörður var mikill knattspyrnumaður og var fyrsti formaður knattspyrnudeildar Fram auk þess að hann lék með liðinu um tíma. Þá skoraði hann fyrsta markið í bikarkeppni sem haldin var á Íslandi.

Hörður lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Raddir