Laugardagur 21. september, 2024
10.1 C
Reykjavik

Hörður Jón er fallinn frá

Hörður Jón Fossberg Pétursson er látinn en var 93 ára gamall. Mbl.is greinir frá andlátinu.

Hörður fæddist árið 1931 í Reykjavík og ólst upp í Austurbænum og gekk í Austurbæjarskóla. Hörður lærði húsgagnabólstrun og lauk hann náminu árið 1955 eftir tvö ár í Iðnskólanum. Ári síðar opnaði Hörður svo eigin húsgagnabólstrunarverslun og rak hann fyrirtækið til ársins 2003 en árið 1972 hóf fyrirtækið einnig að selja húsgögn. Hörður átti sinn skerf í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu en Bólstrun Harðar átti fyrstu leiknu sjónvarpsauglýsinguna sem birtist á RÚV.

Hörður var mikill knattspyrnumaður og var fyrsti formaður knattspyrnudeildar Fram auk þess að hann lék með liðinu um tíma. Þá skoraði hann fyrsta markið í bikarkeppni sem haldin var á Íslandi.

Hörður lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Harmleikurinn á Amtmannsstíg – Hundurinn Úffi bjargaði Margréti frá eldsvoðanum

Hundurinn Úlfgrímur vakti eiganda sinn þegar eldur logaði í húsinu. Mynd: Facebook.

Margrét Víkingsdóttir þakkar hundinum sínum að hafa sloppið heil frá eldsvoðanum á Amtmannsstíg 6 í gær þar sem nágranni hennar lét lífið.

Margrét lýsti því í samtali við Vísi að hundurinn Úlfgrímur Lokason vakti hann óvenjusnemma þennan örlagamorgunn og gaf sig ekki fyrr en hún reis úr rekkju. Hann er vanur að vekja hana um klukkan 10 en að þessu sinni var hann tveimur tímum fyrr á ferð.

„Ég hef svona frekar seinar lappir á morgnana og sein að sofa og hann er yfirleitt að klóra aðeins í mig svona um tíuleytið, þá vill hann fara fram á svalir,“ segr Margrét við Vísi.

Margrét Víkingsdóttir.

Hún hafi því í fyrstu ekki kunnað að meta það þegar átta ára gamli Schäfer-hundurinn, sem svarar nafninu Úlfgrímur Lokason, reyndi að draga hana fram úr rúminu fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun.

Margrét reis úr rekkju og ætlaði að fara með hundinn fram á svalir. Þá fann hún óeðlilega lykt.

„Fyrst fannst mér eins og það væri einhver að grilla úti og svo liggur eftir gólfinu, ekki einu sinni þykkur reykur, bara ein og ein slikja,“ segir hún við Vísi.

Þegar það rann upp fyrir henni að húsið væri að brenna reyndi hún að vekja nágranna sinn á neðri hæðinni.

Frá vettvangi harmleiksins á Lokastíg. Mynd: Margrét Víkingsdóttir.

Hún sparkaði í hurðina hjá nágrannanum og hrópaði í von um að vekja hann en fékk engin viðbrögð. Nágranninn var síðar fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Í miðjum harmleiknum er Margréti létt. Hún lýsir líðan sinni á Facebook.

„Ég slapp út. Úffi vakti mig. Íbúðin mín er ekki skemmd, nema gólfin neðanfrá,“ skrifar hún.

„Páll var einn af þessum snötum“

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja og fyrrverandi útvarpsstjóri, var í áhugaverðu viðtali hjá Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, á Rás 1. Páll lýsti því að hann hefði starfað á fjölmiðlum í hartnær 40 ár. Sjötugur lítur hann stoltur um öxl og telur sig hafa unnið nokkur þjóðþrifaverkin. Aðpurður um starfsánægju sagðist hann hafa verið ánægðastur sem óbreyttur fréttamaður. Það var skammgóður vermir því hann var einungis óbreyttur um skamma hríð og var ungur kallaður til ábyrgðar sem fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Seinna var hann skipaður útvarpsstjóri og umdeildur sem slíkur og af sumum sagður ganga erinda Sjálfstæðisflokksins sem seinna naut krafta hans sem þingmanns.

Viðtalið fór fremur illa í einn virtasta fjölmiðlamann landsins, Sigurð G. Tómasson, sem situr í helgum steini eftir gott ævistarf. Sigurður vakti athygli á viðtalinu á Facebook þar sem hann skilgreindi Pál sem snata Sjálfstæðisflokksins. „Páll var einn af þessum snötum sem íhaldið hefur gert að pólitískum erindrekum sínum í Ríkisútvarpinu,“ skrifar Sigurður og sakar hann um ósiðlega sjálftöku fjár og kannski ólöglega þegar hann las fréttir Sjónvarpsins á sama tíma og hann var útvarpsstjóri …

Sundlaugaþjófur og ökufantur

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Þjófur gerði sig heimakominn í sundlaug á svæði miðborgarlögreglunnar. Lögregæan tólk niður skýrslu og rannsakar nú málið. Sundlaugarþjófurinn er ófundinn.

Ökumaður var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Hann var látinn laus úr haldi lögreglu eftir að dregið var úr honum blóð.

Hafnafjarðalögregla fékkst aðallega við ökumenn í gærkvöld og nótt. Einn var sektaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda og annar var staðinn að of hröðum akstri. Ökufanturinn var á 121. kílómetra hraða þar sem 80 kílómetrar á klukkustund er hámarkshraði.

Meint fórnarlamb í líkamsárás kallaði til lögreglu. Lögregla tekur niður upplýsingar um málið og rannsakar nú atvikið.

Önnur tilkynning um líkamsárás barst lögreglu. Þar var einnig um að ræða skemmdarverk. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við aðila málsins. Skýrsla var rituð um málið.

Jónheiður fann ástina á netinu: „Komin með þreytuverki í fingurna“

Jónheiður og Hörður kynntust á Irkinu - Myndin er vel samsett

Jónheiður Ísleifsdóttir kynntist kærastanum á Irkinu árið 1999.

Það er alveg ótrúlegt hvað tæknin getur gert, meira að segja árið 1999. Þá var Irkið svokallaða í fullu fjöri. Þar var hægt að spjalla við ýmiss konar fólk og stundum varð fólk ástfangið. Slíkt kom fyrir Jónheiði og Hörð Smára.

„Ég kíki oftast á irkið á hverjum degi. Það er misjafnt hversu ég lengi ég stoppa við en síðustu tvö árin hef ég verið virkur irkari,“ sagði Jónheiður Ísleifsdóttir, sem kallaði sig Joy á Irk-rásum, í viðtali við DV árið 1999. „Mig langaði til að kynnast nýju fólki og lenti fyrir tilviljun á mjög góðri rás þar sem ég hef eignast mjög góða vini. Ég var svo heppinn að kynnast kærastanum mínum á þessari rás. Það má líkja irkinu við gott kaffihús nema hvað maður getur alltaf farið inn en verið samt heima. Það byggist reyndar upp mikið félagslífi kringum þetta og þegar fólk er farið að kynnast þá hittist það utan irksins.“

Jónheiður kynntist Herði Smára Jóhannssyni, þáverandi kærasta sínum, á irkinu.

„Stundum er svo gaman að það getur verið erfitt að slíta sig frá þessu. Í fyrstu eyddi ég oft mörgum klukkutímum í einu á irkinu. Metið mitt er ellefu klukkutímar og þá var ég komin með þreytuverki í fingurna. Í dag geri ég þetta meira í hófi og nota irkið til þess að ná sambandi við vini og kunningja. Ef ég þarf að ná í einhvem þá finnst mér oft þægilegra að fara á irkið en lyfta símtólinu. Þannig held ég að margir á mínum aldri hugsi í dag,“ sagði Jónheiður.

Jónheiður sagði irkið hafa vaxið ótrúlega hratt þau tvö ár sem hún hafði stundað það. „Irkið er orðið ótrúlega stórt, rásunum fjölgar jafnt og þétt og sér örugglega ekki fyrir endann á þeirri þróun.“

Óhætt er að segja að Irkið sé ekki jafn vinsælt í dag og það var rétt eftir aldamót. Þá fetuðu þau bæði tölvubrautina og samkvæmt heimildum Mannlífs eru þau bæði menntaðir forritarar.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 13. ágúst 2023

Úthverfakona tekin með 13 milljónir í reiðufé á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Íslensk kona á fertugsaldri reyndi flytja með sér 86.500 evra, sem eru rúmar 13 milljónir króna, í reiðufé til Amsterdam í farangri í gegnum Keflavíkurflugvöll.

DV greinir frá málinu en samkvæmt ákæru sem fréttamiðilinn hefur undir höndum segir að konan hafi í desember árið 2022 tekið við fénu frá óþekktum aðila og átt að koma því til Hollands. Á konunni að hafa verið ljóst að peningurinn væri ávinningur af refsiverðum brotum. Konan var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli og fundust peningarnir við leit í farangri hennar en samkvæmt DV býr hún í úthverfi í Reykjavík. 

Konan hefur verið ákærð fyrir peningaþvætti og krefst héraðssaksóknari þess að hún verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og krafist er upptöku á evrunum.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst.

Stolinn Volvo eftirlýstur af lögreglunni – Fólk beðið um að hringja í 112

Stolinn Volvo

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Volvo XC90 með skráningarnúmerið MH048, en bílnum var stolið úr Sóltúni í Reykjavík í gær.

Ef þið sjáið bílinn í umferðinni, eða vitið hvar hann er niðurkominn, þá vinsamlegast hafið samband við lögreglu í síma 112.

Leyfi veitt fyrir 30 risavöxnum vindmyllum í Búrfellslundi: „Uppfyllti öll skilyrði laga“

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri

30 vindmyllur verða reistar í Búrfellslundi á næstu árum en Orkustofnun veitti í dag Landsvirkjun fyrsta virkjanaleyfið fyrir vindorku á Íslandi.

„Þetta er verkefni sem hefur verið lengi í undirbúningi hjá Landsvirkjun,“ sagði Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, í samtali við RÚV. „Þetta er verkefni sem er búið að fara í gegnum rammaáætlun, skipulagsmál í sveitarfélagi og núna síðast voru Landsvirkjun og Landsnet að ná saman sín á milli þannig að þetta leyfi uppfyllti öll skilyrði laga og hefur nú verið veitt.“

Stefnt er á að vindorkuverið verði komið í gang árið 2026 og telur Halla að það þurfi að móta langtímastefnu í vindorkumálum landsins en vindmyllurnar sem reistar verða í Búrfellslundi mega í mesta lagi vera 150 metra háar og telst hæð spaðanna inn í þá hæðartakmörkun. Sumir telja þó að vindmyllurnar muni vera sjónmengun.

Halla segir mikilvægt að horfa á jafnvægi milli náttúru og nýtingar. „Það mun reyna sífellt meira á það jafnvægi því eftirspurn eftir grænni orku, sem eru gríðarlega verðmætar auðlindir í dag, er að aukast mikið.“

Aðeins 13 prósent lesenda telja að leysa eigi Helga Magnús frá störfum

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari verði tíma­bundið leyst­ur frá störf­um vegna tján­ing­ar hans í op­in­berri umræðu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um innflytjendur, hælisleitendur og samkynhneigðum undanfarin áratug.

Helgi er langt frá því sáttur með þessa beiðni og ætlar að berjast gegn henni með kjafti og klóm og segist aðeins hafa verið að segja sannleikann. Málið er nú í höndum dómsmálaráðherra.

Í gær spurði Mannlíf hvort að leysa ætti Helga Magnús frá störfum en niðurstaðan er sú aðeins tæp 13% lesenda telja að hann eigi frá að hverfa.

Nei
87.94%
12.06%

Sjálfsvígbréfi fangans á Litla-Hrauni er enn leynt – Lögreglan svarar ekki umboðsmanni Alþingis

Ingvi Hrafn Tómasson lést á Litla Hrauni

Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki svarað umboðsmanni Alþingis vegna leyndar sem hvílir yfir rannsókn á sjálfsvígi fanga á Litla-Hrauni. Tómas Ingvason, faðir fangans, sendi kvörtun til umboðsmanns eftir að lögreglan neitaði að afhenda honum frumrit af sjálfsvígsbréfi sonar hans, Ingva Hrafns. Umboðsmaður sendi Lögreglustjóranum á Suðurlandi fyrirspurn þann 18 júlí og gaf embættinu frest til 12. ágúst til að svara. Enn hefur ekkert svar borist. Umboðsmaður hefur ítrekað kröfuna um svar frá lögreglunni.

Tómas Ingvason berst fyrir réttlæti.

Ingvi Hrafn lést þann 5. maí 2024 á Litla-Hrauni. Hann hafði beðið um hjálp vegna andlegra erfiðleika en honum var sagt að bíða fram yfir helgi. Enginn hlustaði á neyðarkall fangans.

Fangelsið á Litla-Hrauni.

Á sunnudeginum tók hann líf sitt og skyldi eftir kveðjubréf. Lögreglan hefur aðeins leyft Tómasi að sjá hluta af bréfinu. Þá er Tómas ósáttur við rannsókn á láti unga mannsins sem þykir taka langan tíma.

Mannlíf hefur fjallað ítarlega um mál fangans. Hann lýsti raunum sínum í podcast-viðtali við Mannlíf skömmu eftir lát unga mannsins. Viðtalið er að finna hér. 

Einn fluttur á bráðamóttöku eftir eldsvoða: „Þá ákváðum við strax að fara í líf­björg­un“

Slökkviliðið bjargaði einstaklingi - Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í morgun kom upp mikill bruni í hús á Amtmannsstíg og var allt slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins kallað á vettvang. 

„Það er strax vitað þegar að boðin koma að það er tölu­verður reyk­ur að koma frá hús­inu. Mjög fljót­lega fáum við að vita að það er ein­stak­ling­ur inni á miðhæðinni. Þá ákváðum við strax að fara í líf­björg­un,“ sagði Guðjón Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is um málið. Björgun einstaklingsins var sett í forgang frekar en að slökkva eldinn.

Tókst að bjarga manninum úr húsinu og var hann fluttur á bráðamóttöku en ekki er vitað um ástand einstaklingsins. Samkvæmt Guðjóni tók það slökkviliðið 15 til 20 mínútur að slökkva eldinn í húsinu en þrjár hæðir eru í húsinu og kom eldurinn upp á jarðhæð. Ekki liggur fyrir um eldsupptök en mikið tjón varð á húsinu.

Eydís Líndal og María Ester vilja stýra Náttúrufræðistofnun Íslands – Alls sex umsækjendur

Náttúrufræðistofnun Íslands - Mynd: Landslag.is

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. En þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Sex einstaklingar sóttu um embætti forstjóra og eru þau hér fyrir neðan:

Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar
Guðmundur Þórðarson, samningamaður og sérfræðingur
Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi
Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur
Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Gréta María leggur upp í verðstríð með Prís – Stofnandi Bónuss er með í ráðum

Mynd / Aðsend -Íris Dögg Einarsdóttir

Lágvöruverslunin Prís mun opna seinna í þessum mánuði á Smáratorgi. Markmiðið er að vera með lægsta verðið á markaði og skáka þannig Bónus og Krónunni sem hafa verið á markaðnum í góðu samkomulagi sem felur í sér að Krónan er jafnan aðeins krónu hærri í verði. Keðjurnar tvær eru með um 60 prósent af markaðnum. Fákeppnin er talin hafa í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir neytendur.

Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Prís. Hún gat sér gott orð sem framkvæmdastjóri Krónunnar sem hún þróaði sem helsta samkeppnisaðila Bónuss.  Prís er í eigu sömu aðila og Heimkaup, Lyfjakaup og olíufélagið Skeljungur. Meðal eigenda og hugmyndafræðinga að baki versluninni nýju er Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnandi Bónuss, og helsti hugmyndafræðingurinn að baki lágvörukeðjunni.

Jón Ásgeir er helsti hugmyndafræðingurinn að baki Bónus.

Gréta María segir í samtali við Vísi að markmiðið sé fyrst og fremst að lækka matvöruverð í landinu. Meðal annars með því að leggja áherslu á innfluttar vörur.

„Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María við Vísi.

Í upphafi verður aðeins ein verslun á vegum Prís. Það ræðst síðan af viðtökum á markaðnum hvort þeim fjölgar á næstunni. Þetta er sama uppskrift og var þegar Jón Ásgeir og faðir hns, Jóhannes Jónsson stofnuðu Bónus á sínum tíma. Ævintýrið hófst með lítilli verslun sem blómstraði. Nú eru Bónusverslanir á fjórða tug.

Reiðiköst Arnars

Arn.ar Gunnlaugsson - Mynd: skjáskot RÚV

Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson gerði sig enn og aftur að aðalatriðinu í íslenskri knattspyrnu með hegðun sinni en hann missti algjörlega stjórn á sér í leik Víkings við Vestra um helgina en hann fékk verðskuldað rautt spjald í leiknum. Í samtali við fjölmiðla eftir leikinn skellti Arnar öllum heimsins vandamálum á knattspyrnudómara og lét hann ýmis orð falla sem hefðu þótt ófagmannleg á síðustu öld, hvað þá árið 2024. En þetta er ekki fyrsta, annað eða þriðja sinn sem Arnar missir stjórn á skapinu fyrir litlar sakir sem þjálfari.

Frægasta atvikið átti sér stað á seinasta tímabili en þá nánast froðufelldi þjálfarinn af bræði eftir leik og setti Arnars-málið svokallaða svartan blett á Íslandsmótið. Telja margir að nú sé nóg komið og málið verði ekki leyst aðeins með leikbanni heldur verði að grípa til stærra inngrips áður en það er of seint.

Í einhverjum tilfellum hafa leikmenn og þjálfarar í öðrum löndum verið sendir á námskeið til að læra halda ró sinni og gæti slíkt mögulega talist góður kostur fyrir landsliðsmanninn fyrrverandi …

Maður á vergangi tjaldaði framan við verslun – Bát sjómannsins hvofdi í Hvalfirði

Bát hvolfdi síðdegis í gær í Hvalfirði. Eigandinn var um borð en betur fór en á horfðist og hann bjargaðist. Vegfarendur í Hvalfirði sáu bátinn á hvolfi og mann á kili um 300 metra frá landi.  Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar, lög­regla, áhöfn­in á sjó­mæl­inga­skip­inu Baldri og sjó­björg­un­ar­sveit­ir á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar voru kallaðar út. Maðurinn komst af sjálfsdáðum í land en var kaldur og hrakinn. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús til frekari skoðunar. Bátinn rak upp í fjöru en óljóst er með skemmdir.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni síðdegis í gær. Lögreglan mætti á vettvang og teók niður upplýsingar. Málið er nú í rannsókn.

Reiðhjólaslys varð í Garðabæ í hærkvöld. Hjólreiðamaðurinn meiddist nokkuð og var fluttur á bráðamóttöku.

Lögreglan hafði afskipti af manni sem hafði í gær tjaldað nærri verslun. Fram kom í máli mannsins að hann var á vergangi og ætti ekki önnur hús að vernda. Maðurinn fékk vinsamlegar leiðbeiningar um það hvert væri best að leita aðstoðar. Honum var jafnframt bent á að  og bent á að koma tjaldi sínu fyrir á svæði innan borgarmarkanna sem ætlað er fyrir slíkt úthald.

Í gær barst lögreglu tilkynning um ökumann sem hafði ekið á tvær bifreiðar. Hann hafði lagt sinni eigin bifreið og gengið á brott. Ökumaðurinn þekktist og reyndist vera án ökuréttinda. Honum verður refsað í samræmi við afbrotið.

Fimm Ísfirðingar réðust á lögregluþjóna: „Menn sem eru í sífelldum illindum“

Miðbær Ísafjarðar - myndin tengist fréttinni beint Ljósmynd: Visit Westfjords Myndin tengist fréttinni ekki beint

DV greindi frá hreint út sagt ótrúlegum slagsmálum sem áttu sér stað á Ísafirði árið 2000. Þá tóku fimm Ísfirðingingar þá mögnuðu ákvörðun að ráðast á áhöfn aðkomutogara þegar áhöfnin var að skemmta sér á skemmtistaðnum Á Eyrinni. Þeim var svo vísað út af staðnum en þeir létu sér ekki segjast.

„Þeir biðu þá átekta fyrir utan staðinn og þegar aðkomumennirnir komu út réðust þeir á þá og upphófust heljarmikil slagsmál,“ sagði Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn við DV. „Rétt áður hafði lögreglan farið þarna á staðinn og tekið barefli af einum mannanna.“

Fjórir lögreglumenn mættu á staðinn til að stoppa slagsmálin en létu heimamenn það ekki stoppa sig og létu höggin dynja á lögreglumönnunum. Þá var kallað á aðstoð frá lögreglunni í Bolungarvík og var í framhaldi ákveðið að sprauta á slagsmálahundana með „maze-úða“ eins og segir í fréttinni.

„Á suma þeirra þurfti að sprauta aftur og aftur til þess að yfirbuga þá,“ sagði Önundur

„Þetta eru menn sem eru í sífelldum illindum og leiðindum hér í bænum,“ sagði yfirlögregluþjónninn að lokum. Einn skipverji ákvað að leggja fram kæru gegn Ísfirðingunum.

Baksýnisspegill birtist fyrst 12. ágúst 2023

Alvarlegur árekstur við Lómagnúp – Fjórir slasaðir

Þyrla Landhelgisgæslunnar - myndin tengist fréttinni ekki beint Ljósmynd: lhg.is

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna alvarlegs umferðaslyss sem átti sér stað við Lómagnúp og hefur hringveginum verið lokað. RÚV greinir frá því að tveir bílar sem komu gagnstæðri átt hafi rekist saman.

Þá er mikill viðbúnaður á staðnum að sögn lögreglu en verið er að flytja slasaða á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki hafa verið gefnar neinar upplýsingar um fjölda einstaklinga sem slasaðir eru eða ástand þeirra.

Fréttin verður uppfærð.

Uppfærsla – 15:41: Mbl.is greinir frá því að fjórir einstaklingar hafi slasast í slysinu en ekkert liggur fyrir um ástand þeirra

Þorvaldur telur að næsta gos verði stærra: „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að næsta eldgos á Reykjanesi verði stærra en þau gos sem hafi komið upp á svæðinu áður en verði að öðru leyti svipuð.

„Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukkutímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ sagði Þorvaldur við Vísi um málið.

Þorvaldur segir að miðað við fyrri reynslu muni gosið koma upp á svipuðum slóðum eða rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Út frá því muni opnast sprunga til norðurs og suðurs. Hann á þó ekki von á að það komi upp gos innan Grindavíkur.

„Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna,“ en flestir sérfræðingar telja að næsta eldgos á svæðinu sé á næsta leiti.

Jörundur Áki segir átak KSÍ hafa vakið athygli: „Þarf örugglega að fara í svona verkefni reglulega“

Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ - Mynd: KSÍ

Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hegðunarátak sem KSÍ fór með í fyrra hafi vakið athygli en átakið snérist um að leikmenn, þjálfarar og áhorfendur komi betur fram við dómara. Slík mál hafa verið í lamasessi í íslenskri knattspyrnu undanfarin ár og hafa íslenskir knattspyrnudómarar fengið morðhótanir frá áhorfendum.

Átakið hófst í maí í fyrr en töldu margir það hafa fallið um sjálft sig eftir að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, missti stjórn á skapi sínu viðtali eftir leik á seinasta tímabili og lét mjög ósæmileg orð falla í garð íslenskra dómara. Arnar baðst ekki afsökunar á hegðun sinni og dæmdi KSÍ ekki þjálfarann í leikbann. Reynslumikill knattspyrnudómari sem Mannlíf ræddi við sagði að málið og viðbrögð KSÍ hafi svert ímynd knattspyrnu á Íslandi.

Twitterlið fer í taugarnar á Arnari

Í gær fékk svo Arnar Gunnlaugsson rautt spjald í leik Víkings við Vestra og vandaði hann dómurum Íslands ekki kveðjurnar í viðtölum eftir leikinn. „Menn eru bara blindir. Plís ekki fara að láta eitthvað Twitterlið fara að væla að við eigum að sýna fordæmi gagnvart dómurum í meistaraflokki karla. Það á að sýna fordæmi gagnvart dómurum í 6.-8. flokki og ekki rífa kjaft þar en þetta er elítu fótbolti. Þannig menn verða gjöra svo vel að standa sig og þola gagnrýni frá þjálfurum í efstu deild í stað þess að vera eins og litlir menn uppum hvippinn og hvappinn,“ sagði Arnar meðal annars eftir leikinn.

„Það er óhætt að segja að verkefnið hafi vakið athygli og alls konar viðbrögð frá ýmsum aðilum – knattspyrnuáhugafólki og -sérfræðingum, fjölmiðlum, dómurunum sjálfum og öðrum, t.d. foreldrum og varð til þess að málefni og starfsumhverfi knattspyrnudómara fékk umræðu og umfjöllun, sem er gott þegar um árveknisátak er að ræða. Það þarf örugglega að fara í svona verkefni reglulega, og það á ekkert bara við um fótboltann heldur aðrar greinar líka,“ sagði Jörundur Áki við fyrirspurn Mannlífs um þann árangur sem þessi herferð skilaði en samkvæmt heimasíðu KSÍ var ætlun þess að hvetja fólk til jákvæðrar hegðunar í garð dómara og þá var hliðarmarkmið að fjölga dómurum.

 

Á að leysa Helga Magnús frá störfum?

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari verði tíma­bundið leyst­ur frá störf­um vegna tján­ing­ar hans í op­in­berri umræðu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um innflytjendur, hælisleitendur og samkynhneigðum undanfarin áratug.

Helgi er langt frá því sáttur með þessa beiðni og ætlar að berjast gegn henni með kjafti og klóm og segist aðeins hafa verið að segja sannleikann. Málið er nú í höndum dómsmálaráðherra.

Því spyr Mannlíf: Á að leysa Helga Magnús frá störfum?

Nei
87.94%
12.06%

Könnun þessari lýkur 12:00 þann 13. ágúst.

Hörður Jón er fallinn frá

Hörður Jón Fossberg Pétursson er látinn en var 93 ára gamall. Mbl.is greinir frá andlátinu.

Hörður fæddist árið 1931 í Reykjavík og ólst upp í Austurbænum og gekk í Austurbæjarskóla. Hörður lærði húsgagnabólstrun og lauk hann náminu árið 1955 eftir tvö ár í Iðnskólanum. Ári síðar opnaði Hörður svo eigin húsgagnabólstrunarverslun og rak hann fyrirtækið til ársins 2003 en árið 1972 hóf fyrirtækið einnig að selja húsgögn. Hörður átti sinn skerf í íslenskri kvikmynda- og sjónvarpssögu en Bólstrun Harðar átti fyrstu leiknu sjónvarpsauglýsinguna sem birtist á RÚV.

Hörður var mikill knattspyrnumaður og var fyrsti formaður knattspyrnudeildar Fram auk þess að hann lék með liðinu um tíma. Þá skoraði hann fyrsta markið í bikarkeppni sem haldin var á Íslandi.

Hörður lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Harmleikurinn á Amtmannsstíg – Hundurinn Úffi bjargaði Margréti frá eldsvoðanum

Hundurinn Úlfgrímur vakti eiganda sinn þegar eldur logaði í húsinu. Mynd: Facebook.

Margrét Víkingsdóttir þakkar hundinum sínum að hafa sloppið heil frá eldsvoðanum á Amtmannsstíg 6 í gær þar sem nágranni hennar lét lífið.

Margrét lýsti því í samtali við Vísi að hundurinn Úlfgrímur Lokason vakti hann óvenjusnemma þennan örlagamorgunn og gaf sig ekki fyrr en hún reis úr rekkju. Hann er vanur að vekja hana um klukkan 10 en að þessu sinni var hann tveimur tímum fyrr á ferð.

„Ég hef svona frekar seinar lappir á morgnana og sein að sofa og hann er yfirleitt að klóra aðeins í mig svona um tíuleytið, þá vill hann fara fram á svalir,“ segr Margrét við Vísi.

Margrét Víkingsdóttir.

Hún hafi því í fyrstu ekki kunnað að meta það þegar átta ára gamli Schäfer-hundurinn, sem svarar nafninu Úlfgrímur Lokason, reyndi að draga hana fram úr rúminu fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun.

Margrét reis úr rekkju og ætlaði að fara með hundinn fram á svalir. Þá fann hún óeðlilega lykt.

„Fyrst fannst mér eins og það væri einhver að grilla úti og svo liggur eftir gólfinu, ekki einu sinni þykkur reykur, bara ein og ein slikja,“ segir hún við Vísi.

Þegar það rann upp fyrir henni að húsið væri að brenna reyndi hún að vekja nágranna sinn á neðri hæðinni.

Frá vettvangi harmleiksins á Lokastíg. Mynd: Margrét Víkingsdóttir.

Hún sparkaði í hurðina hjá nágrannanum og hrópaði í von um að vekja hann en fékk engin viðbrögð. Nágranninn var síðar fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Í miðjum harmleiknum er Margréti létt. Hún lýsir líðan sinni á Facebook.

„Ég slapp út. Úffi vakti mig. Íbúðin mín er ekki skemmd, nema gólfin neðanfrá,“ skrifar hún.

„Páll var einn af þessum snötum“

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja og fyrrverandi útvarpsstjóri, var í áhugaverðu viðtali hjá Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, á Rás 1. Páll lýsti því að hann hefði starfað á fjölmiðlum í hartnær 40 ár. Sjötugur lítur hann stoltur um öxl og telur sig hafa unnið nokkur þjóðþrifaverkin. Aðpurður um starfsánægju sagðist hann hafa verið ánægðastur sem óbreyttur fréttamaður. Það var skammgóður vermir því hann var einungis óbreyttur um skamma hríð og var ungur kallaður til ábyrgðar sem fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Seinna var hann skipaður útvarpsstjóri og umdeildur sem slíkur og af sumum sagður ganga erinda Sjálfstæðisflokksins sem seinna naut krafta hans sem þingmanns.

Viðtalið fór fremur illa í einn virtasta fjölmiðlamann landsins, Sigurð G. Tómasson, sem situr í helgum steini eftir gott ævistarf. Sigurður vakti athygli á viðtalinu á Facebook þar sem hann skilgreindi Pál sem snata Sjálfstæðisflokksins. „Páll var einn af þessum snötum sem íhaldið hefur gert að pólitískum erindrekum sínum í Ríkisútvarpinu,“ skrifar Sigurður og sakar hann um ósiðlega sjálftöku fjár og kannski ólöglega þegar hann las fréttir Sjónvarpsins á sama tíma og hann var útvarpsstjóri …

Sundlaugaþjófur og ökufantur

Lögreglan að störfum. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Þjófur gerði sig heimakominn í sundlaug á svæði miðborgarlögreglunnar. Lögregæan tólk niður skýrslu og rannsakar nú málið. Sundlaugarþjófurinn er ófundinn.

Ökumaður var handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Hann var látinn laus úr haldi lögreglu eftir að dregið var úr honum blóð.

Hafnafjarðalögregla fékkst aðallega við ökumenn í gærkvöld og nótt. Einn var sektaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda og annar var staðinn að of hröðum akstri. Ökufanturinn var á 121. kílómetra hraða þar sem 80 kílómetrar á klukkustund er hámarkshraði.

Meint fórnarlamb í líkamsárás kallaði til lögreglu. Lögregla tekur niður upplýsingar um málið og rannsakar nú atvikið.

Önnur tilkynning um líkamsárás barst lögreglu. Þar var einnig um að ræða skemmdarverk. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við aðila málsins. Skýrsla var rituð um málið.

Jónheiður fann ástina á netinu: „Komin með þreytuverki í fingurna“

Jónheiður og Hörður kynntust á Irkinu - Myndin er vel samsett

Jónheiður Ísleifsdóttir kynntist kærastanum á Irkinu árið 1999.

Það er alveg ótrúlegt hvað tæknin getur gert, meira að segja árið 1999. Þá var Irkið svokallaða í fullu fjöri. Þar var hægt að spjalla við ýmiss konar fólk og stundum varð fólk ástfangið. Slíkt kom fyrir Jónheiði og Hörð Smára.

„Ég kíki oftast á irkið á hverjum degi. Það er misjafnt hversu ég lengi ég stoppa við en síðustu tvö árin hef ég verið virkur irkari,“ sagði Jónheiður Ísleifsdóttir, sem kallaði sig Joy á Irk-rásum, í viðtali við DV árið 1999. „Mig langaði til að kynnast nýju fólki og lenti fyrir tilviljun á mjög góðri rás þar sem ég hef eignast mjög góða vini. Ég var svo heppinn að kynnast kærastanum mínum á þessari rás. Það má líkja irkinu við gott kaffihús nema hvað maður getur alltaf farið inn en verið samt heima. Það byggist reyndar upp mikið félagslífi kringum þetta og þegar fólk er farið að kynnast þá hittist það utan irksins.“

Jónheiður kynntist Herði Smára Jóhannssyni, þáverandi kærasta sínum, á irkinu.

„Stundum er svo gaman að það getur verið erfitt að slíta sig frá þessu. Í fyrstu eyddi ég oft mörgum klukkutímum í einu á irkinu. Metið mitt er ellefu klukkutímar og þá var ég komin með þreytuverki í fingurna. Í dag geri ég þetta meira í hófi og nota irkið til þess að ná sambandi við vini og kunningja. Ef ég þarf að ná í einhvem þá finnst mér oft þægilegra að fara á irkið en lyfta símtólinu. Þannig held ég að margir á mínum aldri hugsi í dag,“ sagði Jónheiður.

Jónheiður sagði irkið hafa vaxið ótrúlega hratt þau tvö ár sem hún hafði stundað það. „Irkið er orðið ótrúlega stórt, rásunum fjölgar jafnt og þétt og sér örugglega ekki fyrir endann á þeirri þróun.“

Óhætt er að segja að Irkið sé ekki jafn vinsælt í dag og það var rétt eftir aldamót. Þá fetuðu þau bæði tölvubrautina og samkvæmt heimildum Mannlífs eru þau bæði menntaðir forritarar.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 13. ágúst 2023

Úthverfakona tekin með 13 milljónir í reiðufé á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Íslensk kona á fertugsaldri reyndi flytja með sér 86.500 evra, sem eru rúmar 13 milljónir króna, í reiðufé til Amsterdam í farangri í gegnum Keflavíkurflugvöll.

DV greinir frá málinu en samkvæmt ákæru sem fréttamiðilinn hefur undir höndum segir að konan hafi í desember árið 2022 tekið við fénu frá óþekktum aðila og átt að koma því til Hollands. Á konunni að hafa verið ljóst að peningurinn væri ávinningur af refsiverðum brotum. Konan var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli og fundust peningarnir við leit í farangri hennar en samkvæmt DV býr hún í úthverfi í Reykjavík. 

Konan hefur verið ákærð fyrir peningaþvætti og krefst héraðssaksóknari þess að hún verði dæmd til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og krafist er upptöku á evrunum.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst.

Stolinn Volvo eftirlýstur af lögreglunni – Fólk beðið um að hringja í 112

Stolinn Volvo

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Volvo XC90 með skráningarnúmerið MH048, en bílnum var stolið úr Sóltúni í Reykjavík í gær.

Ef þið sjáið bílinn í umferðinni, eða vitið hvar hann er niðurkominn, þá vinsamlegast hafið samband við lögreglu í síma 112.

Leyfi veitt fyrir 30 risavöxnum vindmyllum í Búrfellslundi: „Uppfyllti öll skilyrði laga“

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri

30 vindmyllur verða reistar í Búrfellslundi á næstu árum en Orkustofnun veitti í dag Landsvirkjun fyrsta virkjanaleyfið fyrir vindorku á Íslandi.

„Þetta er verkefni sem hefur verið lengi í undirbúningi hjá Landsvirkjun,“ sagði Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, í samtali við RÚV. „Þetta er verkefni sem er búið að fara í gegnum rammaáætlun, skipulagsmál í sveitarfélagi og núna síðast voru Landsvirkjun og Landsnet að ná saman sín á milli þannig að þetta leyfi uppfyllti öll skilyrði laga og hefur nú verið veitt.“

Stefnt er á að vindorkuverið verði komið í gang árið 2026 og telur Halla að það þurfi að móta langtímastefnu í vindorkumálum landsins en vindmyllurnar sem reistar verða í Búrfellslundi mega í mesta lagi vera 150 metra háar og telst hæð spaðanna inn í þá hæðartakmörkun. Sumir telja þó að vindmyllurnar muni vera sjónmengun.

Halla segir mikilvægt að horfa á jafnvægi milli náttúru og nýtingar. „Það mun reyna sífellt meira á það jafnvægi því eftirspurn eftir grænni orku, sem eru gríðarlega verðmætar auðlindir í dag, er að aukast mikið.“

Aðeins 13 prósent lesenda telja að leysa eigi Helga Magnús frá störfum

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari verði tíma­bundið leyst­ur frá störf­um vegna tján­ing­ar hans í op­in­berri umræðu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um innflytjendur, hælisleitendur og samkynhneigðum undanfarin áratug.

Helgi er langt frá því sáttur með þessa beiðni og ætlar að berjast gegn henni með kjafti og klóm og segist aðeins hafa verið að segja sannleikann. Málið er nú í höndum dómsmálaráðherra.

Í gær spurði Mannlíf hvort að leysa ætti Helga Magnús frá störfum en niðurstaðan er sú aðeins tæp 13% lesenda telja að hann eigi frá að hverfa.

Nei
87.94%
12.06%

Sjálfsvígbréfi fangans á Litla-Hrauni er enn leynt – Lögreglan svarar ekki umboðsmanni Alþingis

Ingvi Hrafn Tómasson lést á Litla Hrauni

Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki svarað umboðsmanni Alþingis vegna leyndar sem hvílir yfir rannsókn á sjálfsvígi fanga á Litla-Hrauni. Tómas Ingvason, faðir fangans, sendi kvörtun til umboðsmanns eftir að lögreglan neitaði að afhenda honum frumrit af sjálfsvígsbréfi sonar hans, Ingva Hrafns. Umboðsmaður sendi Lögreglustjóranum á Suðurlandi fyrirspurn þann 18 júlí og gaf embættinu frest til 12. ágúst til að svara. Enn hefur ekkert svar borist. Umboðsmaður hefur ítrekað kröfuna um svar frá lögreglunni.

Tómas Ingvason berst fyrir réttlæti.

Ingvi Hrafn lést þann 5. maí 2024 á Litla-Hrauni. Hann hafði beðið um hjálp vegna andlegra erfiðleika en honum var sagt að bíða fram yfir helgi. Enginn hlustaði á neyðarkall fangans.

Fangelsið á Litla-Hrauni.

Á sunnudeginum tók hann líf sitt og skyldi eftir kveðjubréf. Lögreglan hefur aðeins leyft Tómasi að sjá hluta af bréfinu. Þá er Tómas ósáttur við rannsókn á láti unga mannsins sem þykir taka langan tíma.

Mannlíf hefur fjallað ítarlega um mál fangans. Hann lýsti raunum sínum í podcast-viðtali við Mannlíf skömmu eftir lát unga mannsins. Viðtalið er að finna hér. 

Einn fluttur á bráðamóttöku eftir eldsvoða: „Þá ákváðum við strax að fara í líf­björg­un“

Slökkviliðið bjargaði einstaklingi - Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd/Lára Garðarsdóttir

Í morgun kom upp mikill bruni í hús á Amtmannsstíg og var allt slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins kallað á vettvang. 

„Það er strax vitað þegar að boðin koma að það er tölu­verður reyk­ur að koma frá hús­inu. Mjög fljót­lega fáum við að vita að það er ein­stak­ling­ur inni á miðhæðinni. Þá ákváðum við strax að fara í líf­björg­un,“ sagði Guðjón Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is um málið. Björgun einstaklingsins var sett í forgang frekar en að slökkva eldinn.

Tókst að bjarga manninum úr húsinu og var hann fluttur á bráðamóttöku en ekki er vitað um ástand einstaklingsins. Samkvæmt Guðjóni tók það slökkviliðið 15 til 20 mínútur að slökkva eldinn í húsinu en þrjár hæðir eru í húsinu og kom eldurinn upp á jarðhæð. Ekki liggur fyrir um eldsupptök en mikið tjón varð á húsinu.

Eydís Líndal og María Ester vilja stýra Náttúrufræðistofnun Íslands – Alls sex umsækjendur

Náttúrufræðistofnun Íslands - Mynd: Landslag.is

Í kjölfar breytinga á stofnunum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsti ráðuneytið embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar laust til umsóknar í byrjun júlí sl. En þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Sex einstaklingar sóttu um embætti forstjóra og eru þau hér fyrir neðan:

Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar
Guðmundur Þórðarson, samningamaður og sérfræðingur
Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi
Kristófer S. Arnar P. Júlíusson, líftæknir
María Ester Guðjónsdóttir, ferðamála- og viðskiptafræðingur
Rakel Rún Karlsdóttir, jarðfræðingur

Hæfnisnefnd sem skipuð hefur verið af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Gréta María leggur upp í verðstríð með Prís – Stofnandi Bónuss er með í ráðum

Mynd / Aðsend -Íris Dögg Einarsdóttir

Lágvöruverslunin Prís mun opna seinna í þessum mánuði á Smáratorgi. Markmiðið er að vera með lægsta verðið á markaði og skáka þannig Bónus og Krónunni sem hafa verið á markaðnum í góðu samkomulagi sem felur í sér að Krónan er jafnan aðeins krónu hærri í verði. Keðjurnar tvær eru með um 60 prósent af markaðnum. Fákeppnin er talin hafa í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir neytendur.

Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Prís. Hún gat sér gott orð sem framkvæmdastjóri Krónunnar sem hún þróaði sem helsta samkeppnisaðila Bónuss.  Prís er í eigu sömu aðila og Heimkaup, Lyfjakaup og olíufélagið Skeljungur. Meðal eigenda og hugmyndafræðinga að baki versluninni nýju er Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnandi Bónuss, og helsti hugmyndafræðingurinn að baki lágvörukeðjunni.

Jón Ásgeir er helsti hugmyndafræðingurinn að baki Bónus.

Gréta María segir í samtali við Vísi að markmiðið sé fyrst og fremst að lækka matvöruverð í landinu. Meðal annars með því að leggja áherslu á innfluttar vörur.

„Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María við Vísi.

Í upphafi verður aðeins ein verslun á vegum Prís. Það ræðst síðan af viðtökum á markaðnum hvort þeim fjölgar á næstunni. Þetta er sama uppskrift og var þegar Jón Ásgeir og faðir hns, Jóhannes Jónsson stofnuðu Bónus á sínum tíma. Ævintýrið hófst með lítilli verslun sem blómstraði. Nú eru Bónusverslanir á fjórða tug.

Reiðiköst Arnars

Arn.ar Gunnlaugsson - Mynd: skjáskot RÚV

Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson gerði sig enn og aftur að aðalatriðinu í íslenskri knattspyrnu með hegðun sinni en hann missti algjörlega stjórn á sér í leik Víkings við Vestra um helgina en hann fékk verðskuldað rautt spjald í leiknum. Í samtali við fjölmiðla eftir leikinn skellti Arnar öllum heimsins vandamálum á knattspyrnudómara og lét hann ýmis orð falla sem hefðu þótt ófagmannleg á síðustu öld, hvað þá árið 2024. En þetta er ekki fyrsta, annað eða þriðja sinn sem Arnar missir stjórn á skapinu fyrir litlar sakir sem þjálfari.

Frægasta atvikið átti sér stað á seinasta tímabili en þá nánast froðufelldi þjálfarinn af bræði eftir leik og setti Arnars-málið svokallaða svartan blett á Íslandsmótið. Telja margir að nú sé nóg komið og málið verði ekki leyst aðeins með leikbanni heldur verði að grípa til stærra inngrips áður en það er of seint.

Í einhverjum tilfellum hafa leikmenn og þjálfarar í öðrum löndum verið sendir á námskeið til að læra halda ró sinni og gæti slíkt mögulega talist góður kostur fyrir landsliðsmanninn fyrrverandi …

Maður á vergangi tjaldaði framan við verslun – Bát sjómannsins hvofdi í Hvalfirði

Bát hvolfdi síðdegis í gær í Hvalfirði. Eigandinn var um borð en betur fór en á horfðist og hann bjargaðist. Vegfarendur í Hvalfirði sáu bátinn á hvolfi og mann á kili um 300 metra frá landi.  Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar, lög­regla, áhöfn­in á sjó­mæl­inga­skip­inu Baldri og sjó­björg­un­ar­sveit­ir á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar voru kallaðar út. Maðurinn komst af sjálfsdáðum í land en var kaldur og hrakinn. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús til frekari skoðunar. Bátinn rak upp í fjöru en óljóst er með skemmdir.

Tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni síðdegis í gær. Lögreglan mætti á vettvang og teók niður upplýsingar. Málið er nú í rannsókn.

Reiðhjólaslys varð í Garðabæ í hærkvöld. Hjólreiðamaðurinn meiddist nokkuð og var fluttur á bráðamóttöku.

Lögreglan hafði afskipti af manni sem hafði í gær tjaldað nærri verslun. Fram kom í máli mannsins að hann var á vergangi og ætti ekki önnur hús að vernda. Maðurinn fékk vinsamlegar leiðbeiningar um það hvert væri best að leita aðstoðar. Honum var jafnframt bent á að  og bent á að koma tjaldi sínu fyrir á svæði innan borgarmarkanna sem ætlað er fyrir slíkt úthald.

Í gær barst lögreglu tilkynning um ökumann sem hafði ekið á tvær bifreiðar. Hann hafði lagt sinni eigin bifreið og gengið á brott. Ökumaðurinn þekktist og reyndist vera án ökuréttinda. Honum verður refsað í samræmi við afbrotið.

Fimm Ísfirðingar réðust á lögregluþjóna: „Menn sem eru í sífelldum illindum“

Miðbær Ísafjarðar - myndin tengist fréttinni beint Ljósmynd: Visit Westfjords Myndin tengist fréttinni ekki beint

DV greindi frá hreint út sagt ótrúlegum slagsmálum sem áttu sér stað á Ísafirði árið 2000. Þá tóku fimm Ísfirðingingar þá mögnuðu ákvörðun að ráðast á áhöfn aðkomutogara þegar áhöfnin var að skemmta sér á skemmtistaðnum Á Eyrinni. Þeim var svo vísað út af staðnum en þeir létu sér ekki segjast.

„Þeir biðu þá átekta fyrir utan staðinn og þegar aðkomumennirnir komu út réðust þeir á þá og upphófust heljarmikil slagsmál,“ sagði Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn við DV. „Rétt áður hafði lögreglan farið þarna á staðinn og tekið barefli af einum mannanna.“

Fjórir lögreglumenn mættu á staðinn til að stoppa slagsmálin en létu heimamenn það ekki stoppa sig og létu höggin dynja á lögreglumönnunum. Þá var kallað á aðstoð frá lögreglunni í Bolungarvík og var í framhaldi ákveðið að sprauta á slagsmálahundana með „maze-úða“ eins og segir í fréttinni.

„Á suma þeirra þurfti að sprauta aftur og aftur til þess að yfirbuga þá,“ sagði Önundur

„Þetta eru menn sem eru í sífelldum illindum og leiðindum hér í bænum,“ sagði yfirlögregluþjónninn að lokum. Einn skipverji ákvað að leggja fram kæru gegn Ísfirðingunum.

Baksýnisspegill birtist fyrst 12. ágúst 2023

Alvarlegur árekstur við Lómagnúp – Fjórir slasaðir

Þyrla Landhelgisgæslunnar - myndin tengist fréttinni ekki beint Ljósmynd: lhg.is

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna alvarlegs umferðaslyss sem átti sér stað við Lómagnúp og hefur hringveginum verið lokað. RÚV greinir frá því að tveir bílar sem komu gagnstæðri átt hafi rekist saman.

Þá er mikill viðbúnaður á staðnum að sögn lögreglu en verið er að flytja slasaða á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki hafa verið gefnar neinar upplýsingar um fjölda einstaklinga sem slasaðir eru eða ástand þeirra.

Fréttin verður uppfærð.

Uppfærsla – 15:41: Mbl.is greinir frá því að fjórir einstaklingar hafi slasast í slysinu en ekkert liggur fyrir um ástand þeirra

Þorvaldur telur að næsta gos verði stærra: „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að næsta eldgos á Reykjanesi verði stærra en þau gos sem hafi komið upp á svæðinu áður en verði að öðru leyti svipuð.

„Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukkutímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ sagði Þorvaldur við Vísi um málið.

Þorvaldur segir að miðað við fyrri reynslu muni gosið koma upp á svipuðum slóðum eða rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Út frá því muni opnast sprunga til norðurs og suðurs. Hann á þó ekki von á að það komi upp gos innan Grindavíkur.

„Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna,“ en flestir sérfræðingar telja að næsta eldgos á svæðinu sé á næsta leiti.

Jörundur Áki segir átak KSÍ hafa vakið athygli: „Þarf örugglega að fara í svona verkefni reglulega“

Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ - Mynd: KSÍ

Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hegðunarátak sem KSÍ fór með í fyrra hafi vakið athygli en átakið snérist um að leikmenn, þjálfarar og áhorfendur komi betur fram við dómara. Slík mál hafa verið í lamasessi í íslenskri knattspyrnu undanfarin ár og hafa íslenskir knattspyrnudómarar fengið morðhótanir frá áhorfendum.

Átakið hófst í maí í fyrr en töldu margir það hafa fallið um sjálft sig eftir að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, missti stjórn á skapi sínu viðtali eftir leik á seinasta tímabili og lét mjög ósæmileg orð falla í garð íslenskra dómara. Arnar baðst ekki afsökunar á hegðun sinni og dæmdi KSÍ ekki þjálfarann í leikbann. Reynslumikill knattspyrnudómari sem Mannlíf ræddi við sagði að málið og viðbrögð KSÍ hafi svert ímynd knattspyrnu á Íslandi.

Twitterlið fer í taugarnar á Arnari

Í gær fékk svo Arnar Gunnlaugsson rautt spjald í leik Víkings við Vestra og vandaði hann dómurum Íslands ekki kveðjurnar í viðtölum eftir leikinn. „Menn eru bara blindir. Plís ekki fara að láta eitthvað Twitterlið fara að væla að við eigum að sýna fordæmi gagnvart dómurum í meistaraflokki karla. Það á að sýna fordæmi gagnvart dómurum í 6.-8. flokki og ekki rífa kjaft þar en þetta er elítu fótbolti. Þannig menn verða gjöra svo vel að standa sig og þola gagnrýni frá þjálfurum í efstu deild í stað þess að vera eins og litlir menn uppum hvippinn og hvappinn,“ sagði Arnar meðal annars eftir leikinn.

„Það er óhætt að segja að verkefnið hafi vakið athygli og alls konar viðbrögð frá ýmsum aðilum – knattspyrnuáhugafólki og -sérfræðingum, fjölmiðlum, dómurunum sjálfum og öðrum, t.d. foreldrum og varð til þess að málefni og starfsumhverfi knattspyrnudómara fékk umræðu og umfjöllun, sem er gott þegar um árveknisátak er að ræða. Það þarf örugglega að fara í svona verkefni reglulega, og það á ekkert bara við um fótboltann heldur aðrar greinar líka,“ sagði Jörundur Áki við fyrirspurn Mannlífs um þann árangur sem þessi herferð skilaði en samkvæmt heimasíðu KSÍ var ætlun þess að hvetja fólk til jákvæðrar hegðunar í garð dómara og þá var hliðarmarkmið að fjölga dómurum.

 

Á að leysa Helga Magnús frá störfum?

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari verði tíma­bundið leyst­ur frá störf­um vegna tján­ing­ar hans í op­in­berri umræðu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir orð sín um innflytjendur, hælisleitendur og samkynhneigðum undanfarin áratug.

Helgi er langt frá því sáttur með þessa beiðni og ætlar að berjast gegn henni með kjafti og klóm og segist aðeins hafa verið að segja sannleikann. Málið er nú í höndum dómsmálaráðherra.

Því spyr Mannlíf: Á að leysa Helga Magnús frá störfum?

Nei
87.94%
12.06%

Könnun þessari lýkur 12:00 þann 13. ágúst.

Raddir