Mánudagur 27. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Ísfélagið semur um himinhátt sambankalán: „Gott tækifæri til áframhaldandi vaxtar“ 

Ísfélagið. Ljósmynd: Ísfélagið

Ísfélagið í Vestmannaeyjum hefur undirritað lánasamning við hóp banka að fjárhæð 220 milljónir evara eða um 32 milljörðum króna.

Eyjafréttir segja frá því að lán Ísfélagsins sé til fimm ára og skiptist í tvo hluta. Annars vegar í EUR 150 milljóna afborgunarlán með 25 ára afborgunarferil og hins vegar að jafngildi 70 milljóna Evra fjölmynta ádráttarlán. Verður afborgunarhlutinn nýttur til að endurfjármagna öll núverandi vaxtaberandi lán sem og að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Þá mun ádráttarhlutinn tryggja aðgang að lánsfjármögnun í framtíðinni.

Alls eru lánveitendurnir fimm bankar en þrír þeirra eru alþjóðlegir og tveir íslenskir. Um er að ræða Coöperatieve Rabobank U.A., DNB Bank ASA, Nordea Bank ABP, Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf.

Forstjóri Ísfélags hf segir lánið staðfesta tiltrú bankanna á rekstri félagsins.

„Sambankalánið staðfestir tiltrú lánveitenda á rekstri og fjárhagsstyrk Ísfélagsins. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest umtalsvert í stærri og betur búnum skipum og einnig í nýjum og öflugri búnaði í fiskvinnslum félagsins auk þess sem félagið hefur fjárfest í laxeldi sem er spennandi og ört vaxandi atvinnugrein hér á landi. Nýja lánið gefur félaginu gott tækifæri til áframhaldandi vaxtar og að efla rekstur.“

Samkvæmt Eyjafréttum eru aljþjóðlegu bankarnr, Coöperatieve Rabobank U.A., DNB Bank ASA og Nordea Bank ABP með jafnstóran hlut í fjármögnuninni, en Íslandsbanki hf. og Landsbanki hf. með lægri hlutdeild. Íslandsbanki hf. er umsjónar- og veðgæsluaðili lánsins.

 

Brynjar þjáist af minnisleysi: „Líklega blanda af sljóleika og almennum sauðshætti“

Brynjar Níelsson.

Brynjar Níelsson þjáist af minnisleysi og vill að hin nýja ríkisstjórn geri eitthvað í málum minnislausra.

„Minni mitt er afar bágborið og á það bæði við um langtíma- og skammtímaminni. Sérfræðingar eru á einu máli að þetta sé ekki heilabilun því ég hef alltaf verið svona. Líklega einhvers konar athyglisbrestur eða blanda af sljóleika og almennum sauðshætti.“ Þannig hefst Facebook-færsla Brynjars Níelssonar lögmanns og fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í skondinni færslu sinni segist Brynjar varla muna eftir æskuárum sínum: 

„Ég man lítið sem ekkert eftir æskuárunum. Ef mér eru sýndar myndir af mér frá þeim árum kannast ég ekki einu sinni við sjálfan mig. Bekkurinn minn í barnaskóla ákvað endurfund 15 árum efir barnaskólaprófið og þar mætti mikill fjöldi manna sem ég minntist ekki að hafa séð áður. Sama var uppi á teningnum í endurfundum frá gagnfræðaskóla og menntaskóla. Nú er svo komið að hætt er að bjóða mér á þessa endurfundi eða reunion eins og það heitir á góðri íslensku.“

Brynjar segir ennfremur að minnisleysið hafi haft áhrif á hjónabandið:

„Þetta minnisleysi eða sauðsháttur, eins og Soffía kallar þetta, hefur einnig tekið á í hjónabandinu, eins og gefur að skilja. Þegar Soffía er að segja frá ferðum okkar innan- og utanlands í góðra vina hópi  kannast ég gjarnan ekkert við að hafa komið á þessa staði og ég gef mig ekkert í þeim deilum fyrr en Soffía dregur fram myndaalbúm máli sínu til stuðnings. Öll fyrirmæli Soffíu, sem eru allmörg, gleymast nema þau sem á að sinna strax. Sama má segja um öll loforð mín. Svo pirrar það Soffíu óendanlega mikið þegar við hittum fólk, sem við þekkjum, en kannski ekki séð í nokkur ár, og ég kannast skyndilega ekkert við það.“

Að lokum biðlar hann til ríkisstjórnarinnar um að gera eitthvað í þessum málaflokki, það þýði ekki að koma öllu minnislausa fólkinu fyrir á Alþingi:

„Þessi færsla er ekki til að fá ykkur til að dást af sjúkdómsinnsæi mínu heldur ákall til nýrrar ríkisstjórnar og kerfisins að gera eitthvað í málum okkar sem svona er komið fyrir. Það dugar ekki að koma okkur öllum fyrir á Alþingi, sem er í raun afleitt meðferðarúrræði.“

 

Una Torfa málar miðbæinn rauðan

Una Torfadóttir gaf út nýtt lag - Mynd: Kazuma Takigawa

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Herbert Guðmundsson – Faðir
Eldrún – Eymd þín venst
Bogomil Font, Greiningardeildin – Bíddu í það súra
Torfi – LÁRÉTT
Berglind Alda Ástþórsdóttir, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Jakob van Oosterhout, Stormur – Leikhópur, Una Torfa og Þjóðleikhúsið – Málum Miðbæinn Rauðan





Tómas fundar með fangelsismálastjóra

Ingvi Hrafn Tómasson lést á Litla Hrauni í byrjun maí

Tómas Ingvason, faðir fanga sem fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni, fundar í dag með fangelsismálastjóra. Tómas er mjög ósáttur með það hvernig staðið er að rannsókn á láti sonar hans, Ingva Hrafns. Hann hafði verið á Vernd að ljúka afplánun en var sóttur þangað af víkingasveit lögreglunnar og fluttur á Litla-Hraun eftir að hafa verið borinn sökum um ofbeldi gagnvart kærustu sinni.

Tómas telur að miklar brotalamir hafi verið á rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á málinu. Fram hefur komið að Ingvi hafi glímt við þunglyndi eftir að hann var læstur inni á Litla-Hrauni. Hann óskaði eftir aðstoð sálfræðings eða geðlæknis á fimmtudegi en var sagt að bíða fram yfir helgi. Þá var of seint að hjálpa fanganum sem lést skömmu eftir hjálparbeiðnina.

Tómas sagði í samtali við Mannlíf að hann myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en varpað yrði ljósi á aðdragandann að láti sonar hans og þá höfnun sem hann fékk við hjálparbeiðni sinni. Hann hefur leitað til eftirlitsnefndar með störfum lögreglunnar og krefst opinberrar rannsóknar á ábyrgð fangelsismálayfirvalda sem hunsuðu beiðni fangans um hjálp.

 

Vill draga yfirvöld til ábyrgðar vegna dauða sonar hans: „Ingvi var settur inn án dóms og laga“

Þrír í fangelsi vegna stórfelldrar líkamsárásar – Búðarþjófur með falsað ökuskírteini

Mynd: Lögreglan

Sex manns gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þrír þeirra eru grunaðir um stórfellda líkamsárás í miðborginni. Kallað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála. Þegar lögregla kom á vettvang var meintur árásarmaður farinn á braut. Hann fannst stuttu seinna með áverka eftir slagsmálin. Fórnarlömbin voru flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar og allir þrír aðilarnir handteknir vegna málsins, grunaðir um stórfellda líkamsárás. Málið er í rannsókn.

Umferðarslys þar sem minniháttar ákoma var á bifreiðum. Ekki urðu slys á fólki.

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir. Engan var að sjá þá  lögreglu bar að garði.

Óskað var aðstoðar lögreglu þar sem tilkynnandi kvað mann vera að ógna honum. Málið afgreitt á vettvangi.

Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í matvörubúð. Vettvangsskýrsla rituð vegna málsins. Búðarþjófurinm reyndi að komast undan sök með því að framvísa fölsuðu ökuskírteini er honum var gert að framvísa persónuskilríkjum. Lögregla sá í gegnum svikin og verður búðarþjófurinn látinn sæta ábyrgð.

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum. Sá neitaði einnig að veita atbeina við rannsókn málsins með að láta ekki í té munnvatnssýni. Laus að lokinni blóðsýnatöku.

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna stuldar á farsíma í félagsmiðstöð. Málið afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt um umferðarslys þar sem bifreiðar voru báðar óökufærar.  Ekki slys á fólki. Málið í rannsókn.

Tilkynnt um umferðarslys þar sem minniháttar ákoma var á bifreiðum. Ekki slys á fólki. Tjónvaldur ók af vettvangi án þess að gera viðeigandi ráðstafanir. Málið í rannsókn.
Tilkynnt um umferðarslys. Minniháttar slys á fólki. Báðar bifreiðar óökufærar. Málið í rannsókn.

Óskað var aðstoðar lögreglu vegna samkvæmishávaða. Húsráðanda gert að lækka sem hann varð við og færðist þá ró yfir hverfið.

Ágústa andvíg framboði

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Spennan vegna framboðs til formanns Sjálfstæðisflokksins fer minnkandi eftir því sem fleiri falla úr lestinni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður komst að þeirri niðurstöðu í gær að hún ætti ekki erindi umfram erfiði í framboð.

Óvissa er með framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Hermt er að fyrir viku hafi hann verið ákveðinn í að halda sig til baka og hugað að yfirlýsingu þess efnis. Ástæðan var að sögn sú að eiginkona hans, Ágústa Johnson var ekki hrifin af slíku brambolti. Nú er þess beðið hvort hann haldi sig við fyrri ákvörðun eða taki slaginn.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gæti staðið eftir sem eini frambjóðandinn sem eitthvað kveður að. Ekki er búist við að Snorri Ásmundsson listamaður eða Dilja Mist Einarsdóttir alþingismaður, sem gera sig líkleg fyrir framboð, veiti henni samkeppni. Áslaug hefur talað í véfréttastíl en látið sem hún sé um það bil að taka stökkið …

Vinkonur í Keflavík rifust um happdrættisvinning – Endaði í höndum lögmanna

Reykjanesbær - myndin tengist fréttinni ekki beint

Leiðindamál kom upp í Keflavík í kringum áramótin 1983 og 1984 en þá rifust vinkonur um símahappdrættisvinning Sjálfsbjargar.

Ung kona datt í lukkupottinn þegar hún tók þátt í símahappdrætti Sjálfsbjargar og vann sér inn glæsilega bifreið. Babb kom hins vegar á bátinn þegar vinkona hennar gerði kröfu til vinningsins en hún var skráð fyrir símanum sem hringt var úr.

DV sagði frá málinu þann 2. janúar 1984 en þar segir að unga konan hafi leigt hús sem vinkona hennar hafði haft í Keflavík en þær ákveðið, vegna símaskorts í bænum yrði símanúmerið áfram skráð á vinkonuna. Hin unga kona keypti sér síðan miða í símahappdrætti Sjálfsbjargar í gegnum síma vinkonunnar og vann glæsilega bifreið, sem hin gerði síðan kröfu í, að minnsta kosti helminginn. Ekki fylgdi fylgdi frétt DV um málalyktir en málið fór í hendur lögmanna.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Deilur um vinning í símahappdrætti Sjálfsbjargar:

Vinkonan vill fá hlut í vinningnum

Mikið deilumál er komið upp á milli tveggja kvenna í Keflavík vegna vinnings í símahappdrætti Sjálfsbjargar. Hefur vinningurinn — nýr og glæsilegur bíll — verið „frystur” hjá Sjálfsbjörg á meðan verið er að útkljá málið. Eins og kunnugt er eru miðarnir í símahappdrættinu merktir nafni og símanúmeri þess sem skráður er fyrir hverjum síma. Stendur deilan um vinninginn glæsilega á milli stúlku sem skráð er fyrir viðkomandi síma og þeirrar sem nú hefur afnot af honum en það var hún sem keypti miðann. Stúlkan sem er handhafi miðans hafði fyrir nokkrum mánuðum fengið íbúð á leigu í Keflavík sem kunningjakona hennar hafði haft. Fylgdi íbúðinni sími og þar sem mikil símaekla er í Keflavík og þar margir á biðlista eftu síma ákváðu þær að síminn í íbúðinni yrði áfram á nafni hinnar. Hefur hún borgað öll gjöld af honum eins og vera ber og þar á meðal borgaði hún happdrættismiðann með símanúmerinu á, sem kom nú fyrir jólin. Á þennan miða kom svo vinningur en stúlkan sem skráð er fyrir símanum gerir nú kröfur til að fá hann eða hluta hans. Málið er nú komið i hendur lögfræðinga og á meðan þeir eru að reyna að finna einhvern flöt á því, verður vinningurinn ekki afhentur. 

 

Ungmenni skemmdi föt vegfaranda með flugeldi – Vitleysingur ók gegn rauðu ljósi

Lögreglan að störfum.

Alls voru 60 mál skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðan klukkan fimm í morgun, samkvæmt dagbók hennar. Þar af voru 10 mál þar sem einstaklingur er kærður fyrir brot. Hér eru nokkur dæmi.

Lögreglunni sem annast Austurbæ, Vesturbæ, miðborgina og Seltjarnarnes barst tilkynning um umferðarslys en meiðsli voru minniháttar. Er ökumaðurin annars bílsins grunaður um akstur á móti rauðu ljósi.

Sama lögregla hafði afskipti af ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum lyfja og fíkniefna. Var hann einnig með hníf á sér sem var haldlagður.

Lögreglan sem þjónustar Hafnarfirði og Garðabæ hafði afskipti af konu vegna líkamsárásar en málið er í rannsókn. Einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir en lögreglan fór í eftirlit í því hverfi.

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar sem annast Kópavog og Breiðholt, venga líkamsárásar þar sem maður kýldi annan en málið er í rannsókn. Sama lögregla tók talsvert af skráningarnúmerum af bifreiðum vegna vanrækslu.

Þá var tilkynnt um eingnarspjöll þar sem ungmenni var grunað um að hafa sprengt skoteld svo nærri gangandi vegfaranda að fatnaður þess skemmdist.

Lögreglan sem sér um Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ hafði afskipti af þjófi og stöðvaði ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna.

 

 

 

 

Southport-stúlknamorðinginn bíður dóms: „Ég er feginn að þær eru dánar“

Ekki er búist við að hann fái lífstíðarfangelsisdóm.

Southport-morðinginn Axel Rudakubana mun brátt komast að því hversu mörg ár hann mun eyða bak við lás og slá fyrir að myrða þrjár stúlkur í Taylor Swift-danstíma í Southport. Eftir að hann kom inn í réttarsalinn við krúnudómstól Liverpool sagði saksóknari að áverkarnir sem fórnarlömb hans urðu fyrir væru „erfitt að útskýra sem annað en sadískt í eðli sínu“.

Dómstóllinn heyrði að morðinginn, sem þá var 17 ára sagði „Ég er feginn að þær eru dánar“ þar sem honum var haldið í gæsluvarðhaldi eftir árásina. Í dag var hann fluttur úr réttarsalnum tvisvar eftir að hafa hrópað ítrekað. Hinn 18 ára gamli Rudakubana játaði sig sekan um öll 16 brotin sem hann er ákærður fyrir á fyrsta degi réttarhalda yfir honum í Liverpool Crown Court á mánudaginn. Alice da Silva Aguiar, níu ára, Bebe King, sex ára, og Elsie Dot Stancombe, sjö ára, létust eftir árásina í The Hart Space á litlum garði í sjávarbænum 29. júlí síðastliðinn.

Sá ákærði viðurkenndi morðið á stúlkunum sem og morðtilraunir á átta öðrum börnum, sem ekki er hægt að nefna af lagalegum ástæðum, bekkjarkennaranum Leanne Lucas og kaupsýslumanninum John Hayes. Ekki er búist við að Rudakubana fái lífstíðarúrskurð vegna þess að hann var 17 ára þegar árásin átti sér stað en venjulega er aðeins hægt að beita þeim úrskurði gagnvart glæpamönnum 21 árs eða eldri. Þeir eru venjulega aðeins teknir til greina fyrir þá sem eru á aldrinum 18 til 20 ára í undantekningartilvikum.

Rudakubana, fæddur í Cardiff, játaði ennfremur að hafa átt hníf daginn sem morðin voru framin, sem hann keypti á Amazon, framleiðslu á líffræðilegu eiturefni, ricin, 29. júlí eða fyrir 29. júlí og vörslu upplýsinga sem líklegt er að gætu gagnast einstaklingi sem fremur eða býr sig undir að fremja hryðjuverk. Hryðjuverkabrotið tengist PDF-skjali sem ber heitið Military Studies In The Jihad Against The Tyrants, The Al Qaeda Training Manual, sem hann er sagður hafa haft í fórum sínum á milli 29. ágúst 2021 og 30. júlí 2024.

 

Haraldur segir foreldrahópi að skammast sín: „Þetta er afar sér­stök veg­ferð“

Haraldur Freyr Gíslason, forðmaður Félags leikskólakennara. Samsett mynd.

Haraldur Freyr Gíslason, formaður félagsleikskólakennara, er allt annað en sáttur með ákvörðun foreldrahóps að stefna Kennarasambandi Íslands en hópurinn telur að KÍ hafi mismunað börnum í þeim ótímabundnu verkfallsaðgerðum sem farið var í árið 2024 í nokkrum leikskólum.

„Þetta er afar sér­stök veg­ferð sem þessi þó litli hóp­ur for­eldra í þess­um fjór­um leik­skól­um er á. Þetta er auðvitað ekk­ert annað en aðför að kenn­ur­um barna þeirra því KÍ er auðvitað ekk­ert nema fé­lags­fólkið sjálft og KÍ ger­ir ekk­ert í óþökk fé­lags­fólks,“ sagði Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður fé­lags leik­skóla­kenn­ara, við mbl.is um stefnuna.

„Hér er verið að gera til­raun til að svipta kenn­ur­um þeim laga­lega neyðarrétti að geta bar­ist fyr­ir bætt­um kjör­um og þá framtíðar af­komu sinn­ar og sinna sem og fyr­ir leik­skóla­kerf­inu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvar­andi skorts á fag­fólki.“

Haraldur sagði einnig að hann viti ekki hvernig þeir foreldrar sem standa á bakvið stefnuna geti horft í augun á kennurum barna sinna og að vonbrigðin sem kennarar upplifa í garð hópsins verði ekki lýst með orðum en hópurinn samanstendur af foreldrum sem eiga börn á leikskólunum Drafnar­steini í Reykja­vík, Holti í Reykja­nes­bæ, Ársöl­um á Sauðár­króki og leik­skóla Seltjarn­ar­ness.

Samkvæmt mbl.is mun málið fá flýtimeðferð fyrir dómstólum en aðalmeðferð fer fram í næstu viku.

Sindri grunaður um fjárdrátt upp á minnst 13 milljónir: „Mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós“

Tjarnarbíó

Sindri Þór Sigríðarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Tjarnarbíós er grunaður um að hafa dregið að sér að minnsta kosti 13 milljónir frá Tjarnarbíói frá lokum árs 2021.

„Því miður get ég staðfest þær fréttir um að fyrrum framkvæmdastjóri Tjarnarbíós sé grunaður um fjárdrátt. Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs.“ Þetta segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós í færslu sem hann birti á Facebook rétt í þessu. Segir hann það hafa verið mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós að heyra af grunsemdum Snæbjörns.

„Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra.“

Segist hann ennfremur hugsa fyrst of síðast um hag allra þeirra sem starfa í Tjarnarbíói og að hann vildi miklu frekar segja frá uppistandi, dansverkum og fleira sem í boði er í Tjarnarbíói en um fjárdráttinn.

„Í þessu máli hef ég fyrst og fremst verið að hugsa um hag þeirra fjölmörgu sem starfa í Tjarnarbíó. Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi.

Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get.“

Að lokum biður Snæbjörn um góða strauma til listamannanna sem vinna í húsinu.

„Ég mun reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óska eftir því eins vel og ég get án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun.“

Mannlíf spurði Snæbjörn um þá upphæð sem Sindri er grunaður um að hafa dregið að sér. „Rannsókn mun leiða í ljós endanlega upphæð, þetta er a.m.k þrettán milljónir síðan 2021,“ svaraði Snæbjörn í skriflegu svari.

Aðspurður um breytingar á rekstri Tjarnarbíó svaraði Snæbjörn: „Það sem breytist í rekstrinum er fyrst og fremst að heiðarlegra fólk mun fást við bókhaldið sem mun vafalaust með tímanum styrkja reksturinn.“

 

Morðtilraunin í Mosfellsbæ ennþá í rannsókn – Ofbeldismennirnir notuðu kylfu, hamar og borvél

Mosfellsbær - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Morðtilraun sem átti sér stað í Mosfellsbæ í október á síðasta ári er ennþá í rannsókn og vildi Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ekki veita Mannlífi frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

SJÁ NÁNAR: Morðtilraun í Mosfellsbæ: „Það er eins og við séum komin í sláturhús“
SJÁ NÁNAR: Fórnarlambið í Mosfellsbæ opnar sig um hrottalegu árásina: „Maður er ekkert öruggur“

Eins og Mannlíf greindi frá í fyrra var ráðist á ungan mann inn á heimili kærustu hans í Mosfellsbænum á meðan börn þeirra sváfu í næsta herbergi en árásarmennirnir voru tveir. Parið telur að um morðtilraun sé að ræða en sauma þurfti um 30 spor í andlit mannsins og þurfti hann að fara í aðgerð á hönd eftir árásina. Samkvæmt parinu notuðu mennirnir kylfu, hamar og borvél við árásina og mögulega önnur verkfæri.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Mannlíf í fyrra að annar árásarmaðurinn væri ennþá ófundinn og ekki vitað hver hann væri en ungi maðurinn sem ráðist var á segist þekkja til annars mannsins sem réðst á sig.

Snerting hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna

Egill Ólafsson í Snertingu

Kvikmynd Baltasar Kormáks, Snerting hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokki besta erlenda kvikmyndin. Frá þessu var sagt í beinu streymi frá Hollywood.

Baltasar Kormákur gerði myndina eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar en Egill Ólafsson fór með eitt aðalhlutverkið ásamt Páma Kormáki og japönsku leikkonunni Kôki.

Aðeins einu sinni hefur íslensk kvikmynd verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna en það var árið 1992 þegar myndin Börn náttúrunnar, í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, var tilnefnd.

Árið 2024 var Snerting tekjuhæsta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum árið 2024. Hún skilaði yfir hundrað milljónum í miðasölu og tæplega 45 þúsund áhorfendur sáu myndina. Þá hefur hún hlotið gríðarlega góðar viðtökur gagnrýnenda.

Putin sífellt áhyggjufyllri vegna efnahags Rússlands – Telur meginmarkmiðum stríðsins vera náð

Áhyggjufullur Putin.

Vladimir Putin Rússlandsforseti hefur sífellt meiri áhyggjur af efnahagi Rússlands og telur að lykilmarkmiðum stríðsins við Úkraínu hafi verið náð.

Vladimír Putin Rússlandsforseti telur að „helstu stríðsmarkmiðum hafi þegar verið náð,“ segir í frétt Reuters í dag og er vitnað í heimildarmann sem þekkir þankagang Kremlverja. Þessi markmið eru að sögn meðal annars að tryggja landgang sem tengir Rússland við Krím og veikja hernaðargetu Úkraínu.

Reuters segir einnig að Putin hafi „í auknum mæli áhyggjur af röskun í stríðstímahagkerfi Rússlands,“ með því að vitna í fimm fróða heimildamenn.

Á fundi með viðskiptaleiðtogum 16. desember var sagt að Putin hafi orðið svekktur og skammað efnahagsfulltrúa á fundinum. Einn heimildarmaður sagði að þeim hafi verið sagt á kynningarfundi í kjölfar fundarins að Putin væri „sýnilega óánægður“ eftir að hafa frétt að hár lánsfjárkostnaður hefði leitt til niðurskurðar í einkafjárfestingum, að sögn Reuters.

 

 

Þórdís Kolbrún yfirgefur forystusveit Sjálfstæðisflokksins: „Ég tek þessa ákvörðun með hjartanu“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram til formann flokksins á komandi landsfundi. Mun hún ekki heldur sækjast áfram eftir embætti varaformanns flokksins eða öðrum embættum en hún greindi frá þessu í tilkynningu á Facebook.

Þórdís hefur verið að mati sumra innan Sjálfstæðisflokksins augljós arftaki Bjarna Benediktssonar sem formaður en nú er ljóst að svo verður ekki. Eins og staðan er núna hefur ekki neinn boðið sig fram sem formann flokksins en þykir mjög líklegt að þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bjóði sig fram og telja margir að þær líkur hafi aukist eftir tilkynningu Þórdísar. Þá er einnig talið líklegt að þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson bjóði sig fram.

Hægt er að lesa alla tilkynningu Þórdísar hér fyrir neðan:

Fyrir tæplega tuttugu árum þegar ég hóf þátttöku í Sjálfstæðisflokknum vissi ég lítið um flokkinn og þekkti nánast engan í honum. Þrátt fyrir að hafa ekki alist upp á pólitísku heimili ólst ég upp við sterk gildi sem hafa fylgt mér alla tíð, framan af fremur ómeðvitað. Saman myndar þetta sterkan kompás sem ég er þakklát fyrir og ég passa upp á.

Ég vissi fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur og þar fann ég mínum hugsjónum heimili. Ég fann fyrir ástríðu fyrir því að taka þátt og gera gagn á grundvelli hugsjóna og lífsviðhorfs. Í Sjálfstæðisflokknum fann ég vettvang og verkfæri.

Alltaf hef ég lagt mig fram um að sinna af metnaði og alúð þeim verkefnum sem mér hefur verið treyst fyrir, og ég hef gert það á mínum eigin forsendum. Aldrei hef ég kortlagt minn eigin frama eða fundið sérstakt stolt yfir vegtyllum. Embætti og stöður sem ég hef fengið tímabundið hafa einfaldlega gefið mér tækifæri til þess að sinna mikilvægum verkefnum í samræmi við grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og mitt eigið lífsviðhorf.

Þau tækifæri hefði ég ekki fengið ef ekki hefði verið fyrir yfirgnæfandi traust almennra flokksmanna sem ég er alla daga þakklát fyrir.

Þótt ég hafi tekið verkefnin mín af mikilli alvöru hef ég aldrei tekið sjálfa mig hátíðlega. Við gegnum öll mismunandi hlutverkum og það er mikilvægt að rugla ekki sjálfum sér saman við þær stöður sem manni er falið að gegna. Ég hef gefið mig alla í verkefnin og elskað hvern einasta dag, þá góðu og þá erfiðu og haft þakklæti og lífsgleði að leiðarljósi.

Uppgjör á síðastliðnum árum bíður betri tíma en þau hafa verið þau lærdómsríkustu sem ég hef lifað og hafa heilt yfir verið árangursrík, gefandi, þroskandi og viðburðarík með eindæmum. Ég var kjörin á þing tólf dögum eftir að ég fæddi dóttur mína og varð ráðherra þegar hún var ekki orðin þriggja mánaða en hún varð átta ára síðasta haust. Mér hefur verið treyst til að hafa forystu um verkefni í samfélaginu sem hafa gert okkur sterkari og ég hef aldrei farið fram á annað en að vera dæmd af verkum mínum og engu öðru.

Ég hef þroskast mikið og hratt og lífsskoðun mín hefur mótast. Ég hef lagt mig fram um að nálgast verkefni mín af auðmýkt þar sem skiptir máli að hlusta ígrundað á ólík sjónarmið, drekka í mig þekkingu og bera virðingu fyrir reynslu og dómgreind annarra, vitandi þó að ábyrgðin er ætíð mín. Þannig hef ég leitast við að þroska dómgreind mína og innsæi þannig að þegar kemur að stórum ákvörðunum geti ég „treyst á magann“ minn, eins og Ólöf Nordal sagði alltaf. Ég hef lagt mig fram um að skilja viðfangsefni mín til botns og vera meðvituð um eigin takmarkanir þannig að sjálfstraust mitt vaxi í hlutfalli við aukna færni. Með reynslu, lærdómi og mikilli vinnu hef ég öðlast traustari undirstöður til þess að vita mjög vel hvað ég er fær um að gera, hvar styrkleikar mínir liggja og vera ég sjálf í stórum verkefnum, innanlands og utan, óhrædd og örugg en auðmjúk gagnvart því hversu mikið í heiminum er handan þess sem maður skilur eða getur haft áhrif á.

Þegar ég hef verið gagnrýnd hef ég ætíð mátað ákvarðanir mínar og afstöðu við það hvort ég geti verið stolt af starfi mínu þegar árin og áratugirnir líða, en ekki hvort ég geti forðast tímabundna ágjöf eða hvað yrði ofan á í stundar vinsældum.

Í starfi mínu sem utanríkisráðherra lærði ég margt, ekki síst af erlendum starfsystkinum sem ég kynntist mörgum mjög vel. Flest forystufólk landanna í kringum okkur er auðmjúkt gagnvart verkefnum sínum, leggur óskipta orku og vandvirkni í störf sín og að hvers kyns belgingur og yfirborðsstælar koma engum lönd eða strönd þegar málefnin eru alvarleg. Framundan kunna að vera flóknir og vandasamir tímar þar sem reyna mun á íslenska stjórnmálamenn; hvort við höfum skapgerð og þroska til þess að taka flóknar og afdrifaríkar ákvarðanir á yfirvegaðan og vandaðan hátt.

Ég tel nauðsynlegt að við Sjálfstæðisfólk tökum þeirri þróun sem á sér stað í okkar heimshluta alvarlega og séum óumdeilt leiðandi stjórnmálaafl þar. Það höfum við verið frá stofnun flokksins og skulum vera áfram. Sérstaklega nú þegar vegið er að þeirri heimsmynd og reglu sem gerir okkur kleift að vera frjáls, sjálfstæð, rík og sterk. Við Íslendingar erum fá og fullveldi okkar hvílir á stoðum sem geta riðlast. Nú eru því tímar þar sem við þurfum að hyggja að því sem sameinar okkur en gleyma okkur ekki í því sem sundrar.
***
Ég er sannfærð um að það er mikið laust fylgi sem við eigum að sækja, í alla hópa samfélagsins; fólki sem er drifið áfram af metnaði fyrir samfélagi sínu.

Við þurfum að hafa hugrekki til að forgangsraða og fækka verkefnum sem ríkið er að sinna, einmitt til þess að ráða betur við það sem mestu skiptir, öryggisnetið og samfélagsgerðina sem gerir okkur að landi tækifæranna. Í samfélagi þar sem hvert og eitt okkar hefur hlutverk og við spyrjum okkur öll; hvað get ég gert fyrir samfélagið mitt?

Ég vil meiri hlýju í stjórnmálin, enda er hún verkfæri til að gera samfélagið sterkara og betra þar sem fólki líður betur. Við lifum á tímum þar sem tengslarof er alvöru vandamál, þróunin er í þá átt að ekki sé lengur sameiginlegur veruleiki sem bindur lýðræðissamfélög saman og við því þarf að bregðast – og það gerum við með vitsmunalegu samtali, trausti, hlýju og frelsi að vopni.

Ég vil að Ísland sé frjálst, að hér hafi allir jöfn tækifæri, fólk fái að lifa lífinu samkvæmt eigin gildum og að við séum öll frjáls til vera eins og við erum og elska þá sem við elskum.

***
Það er eflaust öllum ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gott af innanflokksátökum eða hatrömmum flokkadráttum. Sjálf valdi ég fylkingu í stjórnmálmum fyrir tæpum tuttugu árum, hún er Sjálfstæðisflokkurinn. Ég hef fengið tækifæri til þess að sinna mikilvægum verkefnum og er stolt af því að hafa verið varaformaður síðustu sjö ár. Ég hef notið þess að vinna í einlægni með öllum þeim sem deila með mér sýn.

Ég er stolt af því að hafa verið í forystu flokksins með Bjarna Benediktssyni undanfarin sjö ár og hafa átt þátt í þeim mikla árangri sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt þátt í að ná fyrir Ísland.

Á þeim tímamótum sem flokkurinn er á núna er eðlilegt að þær raddir sem kallað hafa hæst á endurnýjun fái tækifæri til þess að reyna sig og flokkurinn fái að velja nýja forystu. Ég sækist því ekki eftir formennsku eða öðru embætti á næsta landsfundi.

Í pólitískri dægurmálaumræðu gera flestir ráð fyrir því að ég hljóti að vilja verða formaður í Sjálfstæðisflokknum þar sem ég hef ítrekað sagst telja mig vera færa um að gegna embættinu enda getur formennska í Sjálfstæðisflokknum verið verkfæri til að ná markmiðum fyrir Ísland. En það hefur ekki verið markmið í sjálfu sér; að það sem keyri mann áfram sé að „vinna leikinn“. Það er ekki sami hluturinn. Ég hef ætíð haft metnað til að sinna þeim verkefnum sem mér er treyst fyrir en ekki sérstaklega upptekin af því að ná tilteknum metorðum.

Ég tek þessa ákvörðun með hjartanu og á þessum tímamótum lít ég inn á við og spyr sjálfa mig hvernig ég geti best gert gagn. Þá er gott að vera umkringd væntumþykju og kærleika fjölskyldu og vina. Börnin mín og eiginmann sem jarðtengja mig, mömmu og pabba, bræður, mágkonur, tengdaforeldra, frænkur, frændur og vini.

Ég mun með stolti gera hvað ég get sem þingmaður í sterku liði undir nýrri forystu. Ég hlakka til að vera óbreyttur þingmaður á eigin forsendum – og hluti af liði. Í öflugum þingflokki með nýju og framúrskarandi fólki sem hlakkar til að spreyta sig og vaxa í nýju hlutverki. Ég hlakka til að vera frjálsari, fá meiri tíma til að lesa bækur og skrifa, rækta það að hafa skynbragð og skilning á því sem er að gerast í kringum okkur, og veldur mér raunverulegum áhyggjum.

Því miður grunar mig að það sé allt miklu stærra en einstaka innanlandsmál, hvað þá innanflokksmál.

Hér eftir sem hingað til mun ég vanda mig í mínum verkefnum, leggja mig fram um að hlusta, læra og leggja til dómgreind mína og hugmyndir á grundvelli þekkingar og í samræmi við mína eigin samvisku.

Þar mun ég aldrei láta nokkuð annað en heildarhagsmuni okkar samfélags ráða.
Ég hlakka til þess sem tekur við. Af því að tilgangur lífsins er lífið sjálft og það sem er þess virði að berjast fyrir.

Hjartans þakkir fyrir öll fallegu skilaboðin, hvatninguna, stuðninginn og traustið.
Þórdís Kolbrún

Myllan innkallar Heimilisbrauð vegna brotinnar ljósaperu

Myllan sendi frá sér áríðandi fréttatilkynningu vegna innköllunar á Heimilisbrauði. Aðskotahlutur sást á röntgenmyndum við gæðaeftirlit.

Í fréttatilkynningunni segir að Myllan hafi ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla heil Heimilisbrauð 770 g. með best fyrir 27.01.2025 merkingu vegna aðskotahlutar sem sást á röntgenmyndum við hefðbundið gæðaeftirlit en mögulega er um að ræða brot úr peru.

Er neytendum bent á að neyta ekki 770 g. Heimilisbrauðs með téðri dagsetningu, heldur farga þeim eða skila í verslanir þar sem þau eru keypt eða til Myllunnar á Blikastaðavegi 2.

Um er að ræða möguleg brot úr peru sem staðsett var í bakaraofni fyrirtækisins.

Frekari upplýsingar um vöruna:

Vörunúmer: 1023
Umbúðir:  Poki
Nettóþyngd:  770 g
Framleiðandi:  Myllan
Best fyrir:  27.01.2025
Strikanúmer:  5690568010235
Dreifing: Verslanir um land allt

 

16 ára drengur kýldi tvo mótherja í körfuboltaleik eftir kynþáttaníð – MYNDBAND

Tveir leikmenn Sonoraville voru kýldir

Líkamsárás átti sér stað í körfuboltaleik milli tveggja menntaskóla í Bandaríkjunum snemma í janúar. Þar var Sonoraville skólinn að keppa við Rockmart en báðir skólarnir eru staðsettir í Georgíufylki.

Árásin náðist á upptöku en hún átti sér stað undir lok leiksins og á henni sést 16 ára leikmaður Rockmart hrinda leikmanni Sonoraville í gólfið. Leikmaðurinn stendur strax upp og labbar að Rockmart leikmanninum með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi kýldi hinn í andlitið og féll hann aftur niður. Samherji hans sem ætlaði að vaða í árásarmanninn var svo einnig kýldur niður. Eftir það náðu þjálfarar og áhorfendur að grípa inn í áður en meira gerðist.

Samkvæmt skýrslu frá lögreglunni heldur drengurinn sem kýldi andstæðinga sína því fram að hann hafi verið ítrekaður kallaður negri í leiknum og hann hafi á endanum misst stjórn á skapi sínu.

Málið er í rannsókn og líklegt er talið að drengurinn verði ákærður fyrir kjaftshöggin.

Óútskýrð geimför og uppljóstrarinn – Birtu myndbönd af fljúgandi furðuhlutum yfir Íslandi

Alvarpsdrengirnir.

Í nýjasta þætti Alkasts Þvottahússins settust þeir félagarnir Gunnar Dan Wiium og Arnór Jónsson í áframhaldandi umræðu um fljúgandi furðuhluti. 

Í þættinum fóru strákarnir yfir nokkrar nýjar frásagnir Íslendinga sem þeim hefur borist. Flestir kusu að segja sína sögu í nafnleynd og talsvert myndefni fylgdu frásögnunum. Það sem vakti mestu athyglina voru myndbönd sem tekin voru í Njarðvík og Grafarvogi í nóvember og desember á síðasta ári.

Dularfullir hnettir

Myndböndin sýna það sem virðist vera óvenju skærar stjörnur en þegar þysjað er inn sést að ekki er um hefðbundnar stjörnur að ræða. Það sem sést er að um svokallað hnetti eða það sem á ensku kallast orbs að ræða en þeir virðast iða af einkennilegri orku eða jafnvel af einhverju virðast vera hrein orka. Strákarnir veltu því fyrir sér hvort einskonar „plasma“ væri það sé þeir væru að horfa á en Gunnar sagði Arnóri frá viðtali sem hann heyrði við mann Vestanhafs sem sagði að það sem við erum að sjá í þessum hnöttum sem sjást útum allan heim þessa dagana sé truflun í segul afli sem skapað er með tækni flýgildisins sem knúið er af andsegulafli. Það skal tekið fram að andsegulaflssvið er samkvæmt vísindum ekki mögulegt að skapa þó svo að það komi títt og iðulega fram í frásögnum þeirra sem segjast hafa unnið við þessi för undir háleynilegum skykkjum eins og Bob Lasar sem fjallað var um í síðasta þætti. Það er sem er einnig einkennilegt við þessa hnetti er að samkvæmt þeim sem tóku myndefnið eiga þeir það til að birtast og hverfa í tíma og ótíma og stundum ferðast þeir hægt um en ef þeir ferðast á meiri hraða skilja þeir eftir sig rákir í allskonar litum.

Þessi vitni sem stíga fram með sínar frásagnir kjósa að koma fram undir nafnleynd. Þessir einstaklingar treysta drengjunum í Þvottahúsinu en flest þeirra hafa aldrei talað um þessa hluti við nokkurn skapaðan mann í ótta við að það sé gert grín af þeim og þau talin með einhverja geðkvilla. Óþroskuð og oft á tíðum ofbeldisfull viðbrögð er eitthvað sem þessir einstaklingar eru að upplifa títt og iðulega. Í því samhengi sagði Gunnar frá því að síðasta föstudag kom Gísli Martin fram með glensi og gaslýsingum í sambandi við frásögn konunar sem drengirnir fjölluðu um í síðasta þætti. Gunnar sagði þetta ekkert nýtt af nálinni, þau sem hafa séð hafa þessa hluti og stigið fram hafa upplifað margoft harkalegar afleiðingar og því kjósa flestir að koma fram undir nafnleynd. 

En frásagnirnar og myndefnið sem kom fram í þessum þætti er einstakt og vilja Gunnar og Arnór þakka þeim sem deildu frásögnum sínum með þeim innilega fyrir traustið. Gunnar og Arnór sögðust vera til að fjalla áfram um þennan málaflokk svo lengi sem þeim berist efni og upplýsingar og því er öllum þeim sem hafa einhverjar upplýsingar og myndefni frjálst að hafa samband í gegnum [email protected] og fullum trúnaði og virðingu er heitið.

Mikið gengið á síðustu vikur

Mikið hefur gengið á síðustu tvær vikur í UFO heiminum, það má með réttu segja að hann sé á hvolfi og þá aðallega í kjölfar nýjustu frétta um uppljóstrara innan innsta kopp bandaríska hersins sem komu fram um helgina með vægast sagt ótrúlegar frásagnir og myndefni sem gætu alveg eins hafa komið úr vísindaskáldsögu. 

Í einkaviðtali við Ross Coulthart hjá News Nation sagði uppljóstrarinn Jacob Barber að hann hafi starfað sem þyrluflugmanns verktaki fyrir djúpríkisherdeild og hans hlutverk hafi verið í ein 10 ár að sækja alls kyns flýgildi af ójarðneskum uppruna. Barber útskýrði í viðtalinu hvernig flýgildin oft eru boðin til að lenda eða tekin yfir af manneskjum sem kallast “psionics”, manneskja sem gegnir því hlutverki og starfar í þessum verkefnum er hæfileikum gædd hvað varðar bæði skyggnigáfu og “telepatíska” eiginleika til samskipta. 

Í viðtalinu hjá News Nation spyr Ross hann hvort þessir hlutir, flýgildi séu óvenjuleg eða afbrigðileg. Barber svaraði því á þá leið að þessir hlutir, hvað sem þeir væru, væru ekki mannlegir. Hann segist einnig hafa orðið vitni af ótrúlegustu hlutum sem þessi flýgildi geta gert sem brýtur á bága við allt sem við teljum mögulegt, meðal annars hefur hann séð flýgildi koma bókstaflega úr jörðinni, ferðast í gegnum fjöll og börð eins og að enga um fyrirstöðu er að ræða. 

Í þessum þætti News Nation sem sýndur var síðasta laugardag voru einnig sýnt myndband sem aldrei hefur verið sýnt áður sem sýnir flýgildi vera fært af hrapstað. Flýgildið virðist vera um 7 metra stórt og egglaga. Barber segir ekki hafa verið neinar sýnilegar merkingar á hlutnum né merki um hreyfla, samskeiti né útblástur. 

Það geta þess að News Nation braut þögn David Grusch sumarið 2023 sem leiddi til þess að stutta seinna koma hann fram fyrir bandaríska þingnefnd og flutti þar eiðsvorin vitnisburð. Í þeim vitnisburði sagði hann frá starfi sínu, sem sneri að greiningu og viðtölum fyrir leyniþjónustu hersins við aðila sem höfðu með að gera allskonar háleyndarverkefni og deildir viðriðin UFO eða UAP að gera.  Hann hélt því fram að ólöglegar og óregluvæddar djúpríkis herdeildir væru búin að stunda svokallað “crash retrieval” verkefni sem einmitt snúa að því sem Jake Barber talar um í nýjasta viðtali News Nation. Einnig hélt David Grusch því fram að náðst hafa svokölluð “biologics” eða lífverur af ójarðneksum uppruna sem fljúga þessum flýgildum.

Gunnar og Arnór fóru yfir efni þessara nýju uppljóstrana sem UFO heimurinn hefur beðið eftir nú í nokkra daga þrátt fyrir að þráðleitur orðrómur um að hann væri á leiðinni hafi reikað um í nokkrar vikur. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan en einnig á streymisveitum á borð við Spotify.

 

 

Strætó fær forgangsakgrein á Kringlumýrarbraut: „Umferðin er of hæg á annatímum“

Farþegar strætó skipta um vagn í Mjódd - Mynd/Róbert Reynisson

Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um 500 metra kafla milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar en greint er frá því í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Kaflinn sem um ræðir er vestan megin á götunni, með akstursstefnu í suður og þá er einnig er gert ráð fyrir nýjum strætóstoppum nálægt gatnamótunum við Háaleitisbraut

„Markmiðið með uppbyggingu forgangsakreinar á Kringlumýrarbraut er að stytta ferðatíma um allt að 4-5 mínútur fyrir strætófarþega, sem eru til dæmis á leið frá Borgartúni. Með nýrri forgangsakrein kemst strætó greiðar leiðar sinnar óháð annarri umferð og leiðin er beinni. Framkvæmdirnar hafa ekki áhrif á akreinar fyrir almenna bílaumferð heldur verður miðeyja minnkuð,“ segir í tilkynningunni.

„Eins og staðan er fer strætó ekki þarna um núna því umferðin er of hæg á annatímum og engar biðstöðvar strætó eru á þessum slóðum. Í dag aka strætisvagnar upp Miklubraut, fram hjá Kringlu og svo vestur eftir Háaleitisbraut og beygja síðan norður Kringlumýrarbraut.“

Borgin vonast til þess að útboði á fyrsta hluta ljúki á vormánuðum og framkvæmdir hefjist svo í framhaldinu.

Karen spyr SUS-liða: „Ætli þeir séu glaðir yfir því að búið sé að banna pride fánann?“

Karen Kjartansdóttir segir ungliða Sjálfstæðisflokksins hafa „hrúgast til Bandaríkjanna“ til að fylgjast með Trump og spyr hvort þeir séu glaðir með bann pride-fánans þar í landi.

Stjórnendaráðgjafinn Karen Kjartansdóttir skrifaði færslu á Facebook í morgun þar sem hún segir ungliða íslensks stjórnmálaflokks ekki hafa sparað lýsingarorðin er þeir lýstu aðdáun sinni á Trump eftir að hafa farið til Bandaríkjanna til að fylgjast með innsetningu Trumps. Karen spyr hvort ungliðarnir, sem hún segir í athugasemd við færsluna vera frá Sjálfstæðisflokknum, hvort þeir séu glaðir yfir því að Trump sé búinn að banna pride-fánann við opinberar byggingar. Hér má sjá færsluna í heild sinni:

„Ungliðar íslensks stjórnmálaflokks hrúguðust til Bandaríkjanna fyrir skömmu til að fylgjast með Trump og spöruðu ekki lýsingarorðin þegar þeir lýstu aðdáun sinni. Ætli þeir séu jafn reiðir og Trump og sumir aðrir stjórnmálamenn verða þegar kærleikur og miskunn eru nefnd í návist þeirra? Ætli þeir séu glaðir yfir því að búið sé að banna pride fánann á opinberum byggingum sem og BLM. Mér þætti vænt um að vita hvaða stefnu framtíðarleiðtogar íslenskra stjórnmála vilja taka.“

Mannlíf hefur sent spurningar á SUS en bíður svara.

Ísfélagið semur um himinhátt sambankalán: „Gott tækifæri til áframhaldandi vaxtar“ 

Ísfélagið. Ljósmynd: Ísfélagið

Ísfélagið í Vestmannaeyjum hefur undirritað lánasamning við hóp banka að fjárhæð 220 milljónir evara eða um 32 milljörðum króna.

Eyjafréttir segja frá því að lán Ísfélagsins sé til fimm ára og skiptist í tvo hluta. Annars vegar í EUR 150 milljóna afborgunarlán með 25 ára afborgunarferil og hins vegar að jafngildi 70 milljóna Evra fjölmynta ádráttarlán. Verður afborgunarhlutinn nýttur til að endurfjármagna öll núverandi vaxtaberandi lán sem og að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Þá mun ádráttarhlutinn tryggja aðgang að lánsfjármögnun í framtíðinni.

Alls eru lánveitendurnir fimm bankar en þrír þeirra eru alþjóðlegir og tveir íslenskir. Um er að ræða Coöperatieve Rabobank U.A., DNB Bank ASA, Nordea Bank ABP, Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf.

Forstjóri Ísfélags hf segir lánið staðfesta tiltrú bankanna á rekstri félagsins.

„Sambankalánið staðfestir tiltrú lánveitenda á rekstri og fjárhagsstyrk Ísfélagsins. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest umtalsvert í stærri og betur búnum skipum og einnig í nýjum og öflugri búnaði í fiskvinnslum félagsins auk þess sem félagið hefur fjárfest í laxeldi sem er spennandi og ört vaxandi atvinnugrein hér á landi. Nýja lánið gefur félaginu gott tækifæri til áframhaldandi vaxtar og að efla rekstur.“

Samkvæmt Eyjafréttum eru aljþjóðlegu bankarnr, Coöperatieve Rabobank U.A., DNB Bank ASA og Nordea Bank ABP með jafnstóran hlut í fjármögnuninni, en Íslandsbanki hf. og Landsbanki hf. með lægri hlutdeild. Íslandsbanki hf. er umsjónar- og veðgæsluaðili lánsins.

 

Brynjar þjáist af minnisleysi: „Líklega blanda af sljóleika og almennum sauðshætti“

Brynjar Níelsson.

Brynjar Níelsson þjáist af minnisleysi og vill að hin nýja ríkisstjórn geri eitthvað í málum minnislausra.

„Minni mitt er afar bágborið og á það bæði við um langtíma- og skammtímaminni. Sérfræðingar eru á einu máli að þetta sé ekki heilabilun því ég hef alltaf verið svona. Líklega einhvers konar athyglisbrestur eða blanda af sljóleika og almennum sauðshætti.“ Þannig hefst Facebook-færsla Brynjars Níelssonar lögmanns og fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í skondinni færslu sinni segist Brynjar varla muna eftir æskuárum sínum: 

„Ég man lítið sem ekkert eftir æskuárunum. Ef mér eru sýndar myndir af mér frá þeim árum kannast ég ekki einu sinni við sjálfan mig. Bekkurinn minn í barnaskóla ákvað endurfund 15 árum efir barnaskólaprófið og þar mætti mikill fjöldi manna sem ég minntist ekki að hafa séð áður. Sama var uppi á teningnum í endurfundum frá gagnfræðaskóla og menntaskóla. Nú er svo komið að hætt er að bjóða mér á þessa endurfundi eða reunion eins og það heitir á góðri íslensku.“

Brynjar segir ennfremur að minnisleysið hafi haft áhrif á hjónabandið:

„Þetta minnisleysi eða sauðsháttur, eins og Soffía kallar þetta, hefur einnig tekið á í hjónabandinu, eins og gefur að skilja. Þegar Soffía er að segja frá ferðum okkar innan- og utanlands í góðra vina hópi  kannast ég gjarnan ekkert við að hafa komið á þessa staði og ég gef mig ekkert í þeim deilum fyrr en Soffía dregur fram myndaalbúm máli sínu til stuðnings. Öll fyrirmæli Soffíu, sem eru allmörg, gleymast nema þau sem á að sinna strax. Sama má segja um öll loforð mín. Svo pirrar það Soffíu óendanlega mikið þegar við hittum fólk, sem við þekkjum, en kannski ekki séð í nokkur ár, og ég kannast skyndilega ekkert við það.“

Að lokum biðlar hann til ríkisstjórnarinnar um að gera eitthvað í þessum málaflokki, það þýði ekki að koma öllu minnislausa fólkinu fyrir á Alþingi:

„Þessi færsla er ekki til að fá ykkur til að dást af sjúkdómsinnsæi mínu heldur ákall til nýrrar ríkisstjórnar og kerfisins að gera eitthvað í málum okkar sem svona er komið fyrir. Það dugar ekki að koma okkur öllum fyrir á Alþingi, sem er í raun afleitt meðferðarúrræði.“

 

Una Torfa málar miðbæinn rauðan

Una Torfadóttir gaf út nýtt lag - Mynd: Kazuma Takigawa

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Herbert Guðmundsson – Faðir
Eldrún – Eymd þín venst
Bogomil Font, Greiningardeildin – Bíddu í það súra
Torfi – LÁRÉTT
Berglind Alda Ástþórsdóttir, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Jakob van Oosterhout, Stormur – Leikhópur, Una Torfa og Þjóðleikhúsið – Málum Miðbæinn Rauðan





Tómas fundar með fangelsismálastjóra

Ingvi Hrafn Tómasson lést á Litla Hrauni í byrjun maí

Tómas Ingvason, faðir fanga sem fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni, fundar í dag með fangelsismálastjóra. Tómas er mjög ósáttur með það hvernig staðið er að rannsókn á láti sonar hans, Ingva Hrafns. Hann hafði verið á Vernd að ljúka afplánun en var sóttur þangað af víkingasveit lögreglunnar og fluttur á Litla-Hraun eftir að hafa verið borinn sökum um ofbeldi gagnvart kærustu sinni.

Tómas telur að miklar brotalamir hafi verið á rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á málinu. Fram hefur komið að Ingvi hafi glímt við þunglyndi eftir að hann var læstur inni á Litla-Hrauni. Hann óskaði eftir aðstoð sálfræðings eða geðlæknis á fimmtudegi en var sagt að bíða fram yfir helgi. Þá var of seint að hjálpa fanganum sem lést skömmu eftir hjálparbeiðnina.

Tómas sagði í samtali við Mannlíf að hann myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en varpað yrði ljósi á aðdragandann að láti sonar hans og þá höfnun sem hann fékk við hjálparbeiðni sinni. Hann hefur leitað til eftirlitsnefndar með störfum lögreglunnar og krefst opinberrar rannsóknar á ábyrgð fangelsismálayfirvalda sem hunsuðu beiðni fangans um hjálp.

 

Vill draga yfirvöld til ábyrgðar vegna dauða sonar hans: „Ingvi var settur inn án dóms og laga“

Þrír í fangelsi vegna stórfelldrar líkamsárásar – Búðarþjófur með falsað ökuskírteini

Mynd: Lögreglan

Sex manns gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þrír þeirra eru grunaðir um stórfellda líkamsárás í miðborginni. Kallað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála. Þegar lögregla kom á vettvang var meintur árásarmaður farinn á braut. Hann fannst stuttu seinna með áverka eftir slagsmálin. Fórnarlömbin voru flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar og allir þrír aðilarnir handteknir vegna málsins, grunaðir um stórfellda líkamsárás. Málið er í rannsókn.

Umferðarslys þar sem minniháttar ákoma var á bifreiðum. Ekki urðu slys á fólki.

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir. Engan var að sjá þá  lögreglu bar að garði.

Óskað var aðstoðar lögreglu þar sem tilkynnandi kvað mann vera að ógna honum. Málið afgreitt á vettvangi.

Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í matvörubúð. Vettvangsskýrsla rituð vegna málsins. Búðarþjófurinm reyndi að komast undan sök með því að framvísa fölsuðu ökuskírteini er honum var gert að framvísa persónuskilríkjum. Lögregla sá í gegnum svikin og verður búðarþjófurinn látinn sæta ábyrgð.

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum. Sá neitaði einnig að veita atbeina við rannsókn málsins með að láta ekki í té munnvatnssýni. Laus að lokinni blóðsýnatöku.

Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna stuldar á farsíma í félagsmiðstöð. Málið afgreitt á vettvangi.

Tilkynnt um umferðarslys þar sem bifreiðar voru báðar óökufærar.  Ekki slys á fólki. Málið í rannsókn.

Tilkynnt um umferðarslys þar sem minniháttar ákoma var á bifreiðum. Ekki slys á fólki. Tjónvaldur ók af vettvangi án þess að gera viðeigandi ráðstafanir. Málið í rannsókn.
Tilkynnt um umferðarslys. Minniháttar slys á fólki. Báðar bifreiðar óökufærar. Málið í rannsókn.

Óskað var aðstoðar lögreglu vegna samkvæmishávaða. Húsráðanda gert að lækka sem hann varð við og færðist þá ró yfir hverfið.

Ágústa andvíg framboði

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Spennan vegna framboðs til formanns Sjálfstæðisflokksins fer minnkandi eftir því sem fleiri falla úr lestinni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður komst að þeirri niðurstöðu í gær að hún ætti ekki erindi umfram erfiði í framboð.

Óvissa er með framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Hermt er að fyrir viku hafi hann verið ákveðinn í að halda sig til baka og hugað að yfirlýsingu þess efnis. Ástæðan var að sögn sú að eiginkona hans, Ágústa Johnson var ekki hrifin af slíku brambolti. Nú er þess beðið hvort hann haldi sig við fyrri ákvörðun eða taki slaginn.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gæti staðið eftir sem eini frambjóðandinn sem eitthvað kveður að. Ekki er búist við að Snorri Ásmundsson listamaður eða Dilja Mist Einarsdóttir alþingismaður, sem gera sig líkleg fyrir framboð, veiti henni samkeppni. Áslaug hefur talað í véfréttastíl en látið sem hún sé um það bil að taka stökkið …

Vinkonur í Keflavík rifust um happdrættisvinning – Endaði í höndum lögmanna

Reykjanesbær - myndin tengist fréttinni ekki beint

Leiðindamál kom upp í Keflavík í kringum áramótin 1983 og 1984 en þá rifust vinkonur um símahappdrættisvinning Sjálfsbjargar.

Ung kona datt í lukkupottinn þegar hún tók þátt í símahappdrætti Sjálfsbjargar og vann sér inn glæsilega bifreið. Babb kom hins vegar á bátinn þegar vinkona hennar gerði kröfu til vinningsins en hún var skráð fyrir símanum sem hringt var úr.

DV sagði frá málinu þann 2. janúar 1984 en þar segir að unga konan hafi leigt hús sem vinkona hennar hafði haft í Keflavík en þær ákveðið, vegna símaskorts í bænum yrði símanúmerið áfram skráð á vinkonuna. Hin unga kona keypti sér síðan miða í símahappdrætti Sjálfsbjargar í gegnum síma vinkonunnar og vann glæsilega bifreið, sem hin gerði síðan kröfu í, að minnsta kosti helminginn. Ekki fylgdi fylgdi frétt DV um málalyktir en málið fór í hendur lögmanna.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Deilur um vinning í símahappdrætti Sjálfsbjargar:

Vinkonan vill fá hlut í vinningnum

Mikið deilumál er komið upp á milli tveggja kvenna í Keflavík vegna vinnings í símahappdrætti Sjálfsbjargar. Hefur vinningurinn — nýr og glæsilegur bíll — verið „frystur” hjá Sjálfsbjörg á meðan verið er að útkljá málið. Eins og kunnugt er eru miðarnir í símahappdrættinu merktir nafni og símanúmeri þess sem skráður er fyrir hverjum síma. Stendur deilan um vinninginn glæsilega á milli stúlku sem skráð er fyrir viðkomandi síma og þeirrar sem nú hefur afnot af honum en það var hún sem keypti miðann. Stúlkan sem er handhafi miðans hafði fyrir nokkrum mánuðum fengið íbúð á leigu í Keflavík sem kunningjakona hennar hafði haft. Fylgdi íbúðinni sími og þar sem mikil símaekla er í Keflavík og þar margir á biðlista eftu síma ákváðu þær að síminn í íbúðinni yrði áfram á nafni hinnar. Hefur hún borgað öll gjöld af honum eins og vera ber og þar á meðal borgaði hún happdrættismiðann með símanúmerinu á, sem kom nú fyrir jólin. Á þennan miða kom svo vinningur en stúlkan sem skráð er fyrir símanum gerir nú kröfur til að fá hann eða hluta hans. Málið er nú komið i hendur lögfræðinga og á meðan þeir eru að reyna að finna einhvern flöt á því, verður vinningurinn ekki afhentur. 

 

Ungmenni skemmdi föt vegfaranda með flugeldi – Vitleysingur ók gegn rauðu ljósi

Lögreglan að störfum.

Alls voru 60 mál skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðan klukkan fimm í morgun, samkvæmt dagbók hennar. Þar af voru 10 mál þar sem einstaklingur er kærður fyrir brot. Hér eru nokkur dæmi.

Lögreglunni sem annast Austurbæ, Vesturbæ, miðborgina og Seltjarnarnes barst tilkynning um umferðarslys en meiðsli voru minniháttar. Er ökumaðurin annars bílsins grunaður um akstur á móti rauðu ljósi.

Sama lögregla hafði afskipti af ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum lyfja og fíkniefna. Var hann einnig með hníf á sér sem var haldlagður.

Lögreglan sem þjónustar Hafnarfirði og Garðabæ hafði afskipti af konu vegna líkamsárásar en málið er í rannsókn. Einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir en lögreglan fór í eftirlit í því hverfi.

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar sem annast Kópavog og Breiðholt, venga líkamsárásar þar sem maður kýldi annan en málið er í rannsókn. Sama lögregla tók talsvert af skráningarnúmerum af bifreiðum vegna vanrækslu.

Þá var tilkynnt um eingnarspjöll þar sem ungmenni var grunað um að hafa sprengt skoteld svo nærri gangandi vegfaranda að fatnaður þess skemmdist.

Lögreglan sem sér um Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ hafði afskipti af þjófi og stöðvaði ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna.

 

 

 

 

Southport-stúlknamorðinginn bíður dóms: „Ég er feginn að þær eru dánar“

Ekki er búist við að hann fái lífstíðarfangelsisdóm.

Southport-morðinginn Axel Rudakubana mun brátt komast að því hversu mörg ár hann mun eyða bak við lás og slá fyrir að myrða þrjár stúlkur í Taylor Swift-danstíma í Southport. Eftir að hann kom inn í réttarsalinn við krúnudómstól Liverpool sagði saksóknari að áverkarnir sem fórnarlömb hans urðu fyrir væru „erfitt að útskýra sem annað en sadískt í eðli sínu“.

Dómstóllinn heyrði að morðinginn, sem þá var 17 ára sagði „Ég er feginn að þær eru dánar“ þar sem honum var haldið í gæsluvarðhaldi eftir árásina. Í dag var hann fluttur úr réttarsalnum tvisvar eftir að hafa hrópað ítrekað. Hinn 18 ára gamli Rudakubana játaði sig sekan um öll 16 brotin sem hann er ákærður fyrir á fyrsta degi réttarhalda yfir honum í Liverpool Crown Court á mánudaginn. Alice da Silva Aguiar, níu ára, Bebe King, sex ára, og Elsie Dot Stancombe, sjö ára, létust eftir árásina í The Hart Space á litlum garði í sjávarbænum 29. júlí síðastliðinn.

Sá ákærði viðurkenndi morðið á stúlkunum sem og morðtilraunir á átta öðrum börnum, sem ekki er hægt að nefna af lagalegum ástæðum, bekkjarkennaranum Leanne Lucas og kaupsýslumanninum John Hayes. Ekki er búist við að Rudakubana fái lífstíðarúrskurð vegna þess að hann var 17 ára þegar árásin átti sér stað en venjulega er aðeins hægt að beita þeim úrskurði gagnvart glæpamönnum 21 árs eða eldri. Þeir eru venjulega aðeins teknir til greina fyrir þá sem eru á aldrinum 18 til 20 ára í undantekningartilvikum.

Rudakubana, fæddur í Cardiff, játaði ennfremur að hafa átt hníf daginn sem morðin voru framin, sem hann keypti á Amazon, framleiðslu á líffræðilegu eiturefni, ricin, 29. júlí eða fyrir 29. júlí og vörslu upplýsinga sem líklegt er að gætu gagnast einstaklingi sem fremur eða býr sig undir að fremja hryðjuverk. Hryðjuverkabrotið tengist PDF-skjali sem ber heitið Military Studies In The Jihad Against The Tyrants, The Al Qaeda Training Manual, sem hann er sagður hafa haft í fórum sínum á milli 29. ágúst 2021 og 30. júlí 2024.

 

Haraldur segir foreldrahópi að skammast sín: „Þetta er afar sér­stök veg­ferð“

Haraldur Freyr Gíslason, forðmaður Félags leikskólakennara. Samsett mynd.

Haraldur Freyr Gíslason, formaður félagsleikskólakennara, er allt annað en sáttur með ákvörðun foreldrahóps að stefna Kennarasambandi Íslands en hópurinn telur að KÍ hafi mismunað börnum í þeim ótímabundnu verkfallsaðgerðum sem farið var í árið 2024 í nokkrum leikskólum.

„Þetta er afar sér­stök veg­ferð sem þessi þó litli hóp­ur for­eldra í þess­um fjór­um leik­skól­um er á. Þetta er auðvitað ekk­ert annað en aðför að kenn­ur­um barna þeirra því KÍ er auðvitað ekk­ert nema fé­lags­fólkið sjálft og KÍ ger­ir ekk­ert í óþökk fé­lags­fólks,“ sagði Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður fé­lags leik­skóla­kenn­ara, við mbl.is um stefnuna.

„Hér er verið að gera til­raun til að svipta kenn­ur­um þeim laga­lega neyðarrétti að geta bar­ist fyr­ir bætt­um kjör­um og þá framtíðar af­komu sinn­ar og sinna sem og fyr­ir leik­skóla­kerf­inu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvar­andi skorts á fag­fólki.“

Haraldur sagði einnig að hann viti ekki hvernig þeir foreldrar sem standa á bakvið stefnuna geti horft í augun á kennurum barna sinna og að vonbrigðin sem kennarar upplifa í garð hópsins verði ekki lýst með orðum en hópurinn samanstendur af foreldrum sem eiga börn á leikskólunum Drafnar­steini í Reykja­vík, Holti í Reykja­nes­bæ, Ársöl­um á Sauðár­króki og leik­skóla Seltjarn­ar­ness.

Samkvæmt mbl.is mun málið fá flýtimeðferð fyrir dómstólum en aðalmeðferð fer fram í næstu viku.

Sindri grunaður um fjárdrátt upp á minnst 13 milljónir: „Mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós“

Tjarnarbíó

Sindri Þór Sigríðarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Tjarnarbíós er grunaður um að hafa dregið að sér að minnsta kosti 13 milljónir frá Tjarnarbíói frá lokum árs 2021.

„Því miður get ég staðfest þær fréttir um að fyrrum framkvæmdastjóri Tjarnarbíós sé grunaður um fjárdrátt. Um er að ræða langt tímabil, eða allt frá lok árs 2021 þegar Sindri fékk aðgang að sjóðum Tjarnarbíós þar til ég uppgötvaði misfellur í bókhaldi Tjarnarbíós í byrjun árs.“ Þetta segir Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós í færslu sem hann birti á Facebook rétt í þessu. Segir hann það hafa verið mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós að heyra af grunsemdum Snæbjörns.

„Það var mikið áfall fyrir starfsfólk Tjarnarbíós, stjórn, listafólk og aðra velunnara þegar ég lýsti fyrir þeim mínum grunsemdum. Það fyrsta sem ég gerði var að leita til sérfræðinga til ráðgjafar, enda aldrei verið í álíka stöðu. Ég get nú upplýst að við höfum safnað töluverðu magni af gögnum um málið sem við munum afhenda lögreglu, en bæði ég og stjórn Menningarfélagsins höfum fullan hug á að kæra.“

Segist hann ennfremur hugsa fyrst of síðast um hag allra þeirra sem starfa í Tjarnarbíói og að hann vildi miklu frekar segja frá uppistandi, dansverkum og fleira sem í boði er í Tjarnarbíói en um fjárdráttinn.

„Í þessu máli hef ég fyrst og fremst verið að hugsa um hag þeirra fjölmörgu sem starfa í Tjarnarbíó. Mörg hundruð manns á ári hverju koma í húsið til að skapa. Nánast hver einasta sýning þessa daganna er fyrir fullu húsi.

Ég myndi því vitaskuld frekar vilja segja frá uppistandi, söngleikum, dansverkum og áhrifamiklum einleikjum í fjölmiðlum. En því miður er það þannig að þess í stað verð ég leggja fram kæru og fylgja henni eftir eins vel og ég get.“

Að lokum biður Snæbjörn um góða strauma til listamannanna sem vinna í húsinu.

„Ég mun reyna að upplýsa alla fjölmiðla sem óska eftir því eins vel og ég get án þess að spilla rannsóknarhagsmunum í málinu. Og bið ykkur um að senda góða strauma til þeirra listamanna sem eru í húsinu frá því snemma morguns, langt fram á nótt að vinna að sinni listsköpun.“

Mannlíf spurði Snæbjörn um þá upphæð sem Sindri er grunaður um að hafa dregið að sér. „Rannsókn mun leiða í ljós endanlega upphæð, þetta er a.m.k þrettán milljónir síðan 2021,“ svaraði Snæbjörn í skriflegu svari.

Aðspurður um breytingar á rekstri Tjarnarbíó svaraði Snæbjörn: „Það sem breytist í rekstrinum er fyrst og fremst að heiðarlegra fólk mun fást við bókhaldið sem mun vafalaust með tímanum styrkja reksturinn.“

 

Morðtilraunin í Mosfellsbæ ennþá í rannsókn – Ofbeldismennirnir notuðu kylfu, hamar og borvél

Mosfellsbær - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Morðtilraun sem átti sér stað í Mosfellsbæ í október á síðasta ári er ennþá í rannsókn og vildi Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ekki veita Mannlífi frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

SJÁ NÁNAR: Morðtilraun í Mosfellsbæ: „Það er eins og við séum komin í sláturhús“
SJÁ NÁNAR: Fórnarlambið í Mosfellsbæ opnar sig um hrottalegu árásina: „Maður er ekkert öruggur“

Eins og Mannlíf greindi frá í fyrra var ráðist á ungan mann inn á heimili kærustu hans í Mosfellsbænum á meðan börn þeirra sváfu í næsta herbergi en árásarmennirnir voru tveir. Parið telur að um morðtilraun sé að ræða en sauma þurfti um 30 spor í andlit mannsins og þurfti hann að fara í aðgerð á hönd eftir árásina. Samkvæmt parinu notuðu mennirnir kylfu, hamar og borvél við árásina og mögulega önnur verkfæri.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Mannlíf í fyrra að annar árásarmaðurinn væri ennþá ófundinn og ekki vitað hver hann væri en ungi maðurinn sem ráðist var á segist þekkja til annars mannsins sem réðst á sig.

Snerting hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna

Egill Ólafsson í Snertingu

Kvikmynd Baltasar Kormáks, Snerting hlaut ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokki besta erlenda kvikmyndin. Frá þessu var sagt í beinu streymi frá Hollywood.

Baltasar Kormákur gerði myndina eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar en Egill Ólafsson fór með eitt aðalhlutverkið ásamt Páma Kormáki og japönsku leikkonunni Kôki.

Aðeins einu sinni hefur íslensk kvikmynd verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna en það var árið 1992 þegar myndin Börn náttúrunnar, í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, var tilnefnd.

Árið 2024 var Snerting tekjuhæsta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum árið 2024. Hún skilaði yfir hundrað milljónum í miðasölu og tæplega 45 þúsund áhorfendur sáu myndina. Þá hefur hún hlotið gríðarlega góðar viðtökur gagnrýnenda.

Putin sífellt áhyggjufyllri vegna efnahags Rússlands – Telur meginmarkmiðum stríðsins vera náð

Áhyggjufullur Putin.

Vladimir Putin Rússlandsforseti hefur sífellt meiri áhyggjur af efnahagi Rússlands og telur að lykilmarkmiðum stríðsins við Úkraínu hafi verið náð.

Vladimír Putin Rússlandsforseti telur að „helstu stríðsmarkmiðum hafi þegar verið náð,“ segir í frétt Reuters í dag og er vitnað í heimildarmann sem þekkir þankagang Kremlverja. Þessi markmið eru að sögn meðal annars að tryggja landgang sem tengir Rússland við Krím og veikja hernaðargetu Úkraínu.

Reuters segir einnig að Putin hafi „í auknum mæli áhyggjur af röskun í stríðstímahagkerfi Rússlands,“ með því að vitna í fimm fróða heimildamenn.

Á fundi með viðskiptaleiðtogum 16. desember var sagt að Putin hafi orðið svekktur og skammað efnahagsfulltrúa á fundinum. Einn heimildarmaður sagði að þeim hafi verið sagt á kynningarfundi í kjölfar fundarins að Putin væri „sýnilega óánægður“ eftir að hafa frétt að hár lánsfjárkostnaður hefði leitt til niðurskurðar í einkafjárfestingum, að sögn Reuters.

 

 

Þórdís Kolbrún yfirgefur forystusveit Sjálfstæðisflokksins: „Ég tek þessa ákvörðun með hjartanu“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram til formann flokksins á komandi landsfundi. Mun hún ekki heldur sækjast áfram eftir embætti varaformanns flokksins eða öðrum embættum en hún greindi frá þessu í tilkynningu á Facebook.

Þórdís hefur verið að mati sumra innan Sjálfstæðisflokksins augljós arftaki Bjarna Benediktssonar sem formaður en nú er ljóst að svo verður ekki. Eins og staðan er núna hefur ekki neinn boðið sig fram sem formann flokksins en þykir mjög líklegt að þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bjóði sig fram og telja margir að þær líkur hafi aukist eftir tilkynningu Þórdísar. Þá er einnig talið líklegt að þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson bjóði sig fram.

Hægt er að lesa alla tilkynningu Þórdísar hér fyrir neðan:

Fyrir tæplega tuttugu árum þegar ég hóf þátttöku í Sjálfstæðisflokknum vissi ég lítið um flokkinn og þekkti nánast engan í honum. Þrátt fyrir að hafa ekki alist upp á pólitísku heimili ólst ég upp við sterk gildi sem hafa fylgt mér alla tíð, framan af fremur ómeðvitað. Saman myndar þetta sterkan kompás sem ég er þakklát fyrir og ég passa upp á.

Ég vissi fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur og þar fann ég mínum hugsjónum heimili. Ég fann fyrir ástríðu fyrir því að taka þátt og gera gagn á grundvelli hugsjóna og lífsviðhorfs. Í Sjálfstæðisflokknum fann ég vettvang og verkfæri.

Alltaf hef ég lagt mig fram um að sinna af metnaði og alúð þeim verkefnum sem mér hefur verið treyst fyrir, og ég hef gert það á mínum eigin forsendum. Aldrei hef ég kortlagt minn eigin frama eða fundið sérstakt stolt yfir vegtyllum. Embætti og stöður sem ég hef fengið tímabundið hafa einfaldlega gefið mér tækifæri til þess að sinna mikilvægum verkefnum í samræmi við grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og mitt eigið lífsviðhorf.

Þau tækifæri hefði ég ekki fengið ef ekki hefði verið fyrir yfirgnæfandi traust almennra flokksmanna sem ég er alla daga þakklát fyrir.

Þótt ég hafi tekið verkefnin mín af mikilli alvöru hef ég aldrei tekið sjálfa mig hátíðlega. Við gegnum öll mismunandi hlutverkum og það er mikilvægt að rugla ekki sjálfum sér saman við þær stöður sem manni er falið að gegna. Ég hef gefið mig alla í verkefnin og elskað hvern einasta dag, þá góðu og þá erfiðu og haft þakklæti og lífsgleði að leiðarljósi.

Uppgjör á síðastliðnum árum bíður betri tíma en þau hafa verið þau lærdómsríkustu sem ég hef lifað og hafa heilt yfir verið árangursrík, gefandi, þroskandi og viðburðarík með eindæmum. Ég var kjörin á þing tólf dögum eftir að ég fæddi dóttur mína og varð ráðherra þegar hún var ekki orðin þriggja mánaða en hún varð átta ára síðasta haust. Mér hefur verið treyst til að hafa forystu um verkefni í samfélaginu sem hafa gert okkur sterkari og ég hef aldrei farið fram á annað en að vera dæmd af verkum mínum og engu öðru.

Ég hef þroskast mikið og hratt og lífsskoðun mín hefur mótast. Ég hef lagt mig fram um að nálgast verkefni mín af auðmýkt þar sem skiptir máli að hlusta ígrundað á ólík sjónarmið, drekka í mig þekkingu og bera virðingu fyrir reynslu og dómgreind annarra, vitandi þó að ábyrgðin er ætíð mín. Þannig hef ég leitast við að þroska dómgreind mína og innsæi þannig að þegar kemur að stórum ákvörðunum geti ég „treyst á magann“ minn, eins og Ólöf Nordal sagði alltaf. Ég hef lagt mig fram um að skilja viðfangsefni mín til botns og vera meðvituð um eigin takmarkanir þannig að sjálfstraust mitt vaxi í hlutfalli við aukna færni. Með reynslu, lærdómi og mikilli vinnu hef ég öðlast traustari undirstöður til þess að vita mjög vel hvað ég er fær um að gera, hvar styrkleikar mínir liggja og vera ég sjálf í stórum verkefnum, innanlands og utan, óhrædd og örugg en auðmjúk gagnvart því hversu mikið í heiminum er handan þess sem maður skilur eða getur haft áhrif á.

Þegar ég hef verið gagnrýnd hef ég ætíð mátað ákvarðanir mínar og afstöðu við það hvort ég geti verið stolt af starfi mínu þegar árin og áratugirnir líða, en ekki hvort ég geti forðast tímabundna ágjöf eða hvað yrði ofan á í stundar vinsældum.

Í starfi mínu sem utanríkisráðherra lærði ég margt, ekki síst af erlendum starfsystkinum sem ég kynntist mörgum mjög vel. Flest forystufólk landanna í kringum okkur er auðmjúkt gagnvart verkefnum sínum, leggur óskipta orku og vandvirkni í störf sín og að hvers kyns belgingur og yfirborðsstælar koma engum lönd eða strönd þegar málefnin eru alvarleg. Framundan kunna að vera flóknir og vandasamir tímar þar sem reyna mun á íslenska stjórnmálamenn; hvort við höfum skapgerð og þroska til þess að taka flóknar og afdrifaríkar ákvarðanir á yfirvegaðan og vandaðan hátt.

Ég tel nauðsynlegt að við Sjálfstæðisfólk tökum þeirri þróun sem á sér stað í okkar heimshluta alvarlega og séum óumdeilt leiðandi stjórnmálaafl þar. Það höfum við verið frá stofnun flokksins og skulum vera áfram. Sérstaklega nú þegar vegið er að þeirri heimsmynd og reglu sem gerir okkur kleift að vera frjáls, sjálfstæð, rík og sterk. Við Íslendingar erum fá og fullveldi okkar hvílir á stoðum sem geta riðlast. Nú eru því tímar þar sem við þurfum að hyggja að því sem sameinar okkur en gleyma okkur ekki í því sem sundrar.
***
Ég er sannfærð um að það er mikið laust fylgi sem við eigum að sækja, í alla hópa samfélagsins; fólki sem er drifið áfram af metnaði fyrir samfélagi sínu.

Við þurfum að hafa hugrekki til að forgangsraða og fækka verkefnum sem ríkið er að sinna, einmitt til þess að ráða betur við það sem mestu skiptir, öryggisnetið og samfélagsgerðina sem gerir okkur að landi tækifæranna. Í samfélagi þar sem hvert og eitt okkar hefur hlutverk og við spyrjum okkur öll; hvað get ég gert fyrir samfélagið mitt?

Ég vil meiri hlýju í stjórnmálin, enda er hún verkfæri til að gera samfélagið sterkara og betra þar sem fólki líður betur. Við lifum á tímum þar sem tengslarof er alvöru vandamál, þróunin er í þá átt að ekki sé lengur sameiginlegur veruleiki sem bindur lýðræðissamfélög saman og við því þarf að bregðast – og það gerum við með vitsmunalegu samtali, trausti, hlýju og frelsi að vopni.

Ég vil að Ísland sé frjálst, að hér hafi allir jöfn tækifæri, fólk fái að lifa lífinu samkvæmt eigin gildum og að við séum öll frjáls til vera eins og við erum og elska þá sem við elskum.

***
Það er eflaust öllum ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gott af innanflokksátökum eða hatrömmum flokkadráttum. Sjálf valdi ég fylkingu í stjórnmálmum fyrir tæpum tuttugu árum, hún er Sjálfstæðisflokkurinn. Ég hef fengið tækifæri til þess að sinna mikilvægum verkefnum og er stolt af því að hafa verið varaformaður síðustu sjö ár. Ég hef notið þess að vinna í einlægni með öllum þeim sem deila með mér sýn.

Ég er stolt af því að hafa verið í forystu flokksins með Bjarna Benediktssyni undanfarin sjö ár og hafa átt þátt í þeim mikla árangri sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt þátt í að ná fyrir Ísland.

Á þeim tímamótum sem flokkurinn er á núna er eðlilegt að þær raddir sem kallað hafa hæst á endurnýjun fái tækifæri til þess að reyna sig og flokkurinn fái að velja nýja forystu. Ég sækist því ekki eftir formennsku eða öðru embætti á næsta landsfundi.

Í pólitískri dægurmálaumræðu gera flestir ráð fyrir því að ég hljóti að vilja verða formaður í Sjálfstæðisflokknum þar sem ég hef ítrekað sagst telja mig vera færa um að gegna embættinu enda getur formennska í Sjálfstæðisflokknum verið verkfæri til að ná markmiðum fyrir Ísland. En það hefur ekki verið markmið í sjálfu sér; að það sem keyri mann áfram sé að „vinna leikinn“. Það er ekki sami hluturinn. Ég hef ætíð haft metnað til að sinna þeim verkefnum sem mér er treyst fyrir en ekki sérstaklega upptekin af því að ná tilteknum metorðum.

Ég tek þessa ákvörðun með hjartanu og á þessum tímamótum lít ég inn á við og spyr sjálfa mig hvernig ég geti best gert gagn. Þá er gott að vera umkringd væntumþykju og kærleika fjölskyldu og vina. Börnin mín og eiginmann sem jarðtengja mig, mömmu og pabba, bræður, mágkonur, tengdaforeldra, frænkur, frændur og vini.

Ég mun með stolti gera hvað ég get sem þingmaður í sterku liði undir nýrri forystu. Ég hlakka til að vera óbreyttur þingmaður á eigin forsendum – og hluti af liði. Í öflugum þingflokki með nýju og framúrskarandi fólki sem hlakkar til að spreyta sig og vaxa í nýju hlutverki. Ég hlakka til að vera frjálsari, fá meiri tíma til að lesa bækur og skrifa, rækta það að hafa skynbragð og skilning á því sem er að gerast í kringum okkur, og veldur mér raunverulegum áhyggjum.

Því miður grunar mig að það sé allt miklu stærra en einstaka innanlandsmál, hvað þá innanflokksmál.

Hér eftir sem hingað til mun ég vanda mig í mínum verkefnum, leggja mig fram um að hlusta, læra og leggja til dómgreind mína og hugmyndir á grundvelli þekkingar og í samræmi við mína eigin samvisku.

Þar mun ég aldrei láta nokkuð annað en heildarhagsmuni okkar samfélags ráða.
Ég hlakka til þess sem tekur við. Af því að tilgangur lífsins er lífið sjálft og það sem er þess virði að berjast fyrir.

Hjartans þakkir fyrir öll fallegu skilaboðin, hvatninguna, stuðninginn og traustið.
Þórdís Kolbrún

Myllan innkallar Heimilisbrauð vegna brotinnar ljósaperu

Myllan sendi frá sér áríðandi fréttatilkynningu vegna innköllunar á Heimilisbrauði. Aðskotahlutur sást á röntgenmyndum við gæðaeftirlit.

Í fréttatilkynningunni segir að Myllan hafi ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla heil Heimilisbrauð 770 g. með best fyrir 27.01.2025 merkingu vegna aðskotahlutar sem sást á röntgenmyndum við hefðbundið gæðaeftirlit en mögulega er um að ræða brot úr peru.

Er neytendum bent á að neyta ekki 770 g. Heimilisbrauðs með téðri dagsetningu, heldur farga þeim eða skila í verslanir þar sem þau eru keypt eða til Myllunnar á Blikastaðavegi 2.

Um er að ræða möguleg brot úr peru sem staðsett var í bakaraofni fyrirtækisins.

Frekari upplýsingar um vöruna:

Vörunúmer: 1023
Umbúðir:  Poki
Nettóþyngd:  770 g
Framleiðandi:  Myllan
Best fyrir:  27.01.2025
Strikanúmer:  5690568010235
Dreifing: Verslanir um land allt

 

16 ára drengur kýldi tvo mótherja í körfuboltaleik eftir kynþáttaníð – MYNDBAND

Tveir leikmenn Sonoraville voru kýldir

Líkamsárás átti sér stað í körfuboltaleik milli tveggja menntaskóla í Bandaríkjunum snemma í janúar. Þar var Sonoraville skólinn að keppa við Rockmart en báðir skólarnir eru staðsettir í Georgíufylki.

Árásin náðist á upptöku en hún átti sér stað undir lok leiksins og á henni sést 16 ára leikmaður Rockmart hrinda leikmanni Sonoraville í gólfið. Leikmaðurinn stendur strax upp og labbar að Rockmart leikmanninum með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi kýldi hinn í andlitið og féll hann aftur niður. Samherji hans sem ætlaði að vaða í árásarmanninn var svo einnig kýldur niður. Eftir það náðu þjálfarar og áhorfendur að grípa inn í áður en meira gerðist.

Samkvæmt skýrslu frá lögreglunni heldur drengurinn sem kýldi andstæðinga sína því fram að hann hafi verið ítrekaður kallaður negri í leiknum og hann hafi á endanum misst stjórn á skapi sínu.

Málið er í rannsókn og líklegt er talið að drengurinn verði ákærður fyrir kjaftshöggin.

Óútskýrð geimför og uppljóstrarinn – Birtu myndbönd af fljúgandi furðuhlutum yfir Íslandi

Alvarpsdrengirnir.

Í nýjasta þætti Alkasts Þvottahússins settust þeir félagarnir Gunnar Dan Wiium og Arnór Jónsson í áframhaldandi umræðu um fljúgandi furðuhluti. 

Í þættinum fóru strákarnir yfir nokkrar nýjar frásagnir Íslendinga sem þeim hefur borist. Flestir kusu að segja sína sögu í nafnleynd og talsvert myndefni fylgdu frásögnunum. Það sem vakti mestu athyglina voru myndbönd sem tekin voru í Njarðvík og Grafarvogi í nóvember og desember á síðasta ári.

Dularfullir hnettir

Myndböndin sýna það sem virðist vera óvenju skærar stjörnur en þegar þysjað er inn sést að ekki er um hefðbundnar stjörnur að ræða. Það sem sést er að um svokallað hnetti eða það sem á ensku kallast orbs að ræða en þeir virðast iða af einkennilegri orku eða jafnvel af einhverju virðast vera hrein orka. Strákarnir veltu því fyrir sér hvort einskonar „plasma“ væri það sé þeir væru að horfa á en Gunnar sagði Arnóri frá viðtali sem hann heyrði við mann Vestanhafs sem sagði að það sem við erum að sjá í þessum hnöttum sem sjást útum allan heim þessa dagana sé truflun í segul afli sem skapað er með tækni flýgildisins sem knúið er af andsegulafli. Það skal tekið fram að andsegulaflssvið er samkvæmt vísindum ekki mögulegt að skapa þó svo að það komi títt og iðulega fram í frásögnum þeirra sem segjast hafa unnið við þessi för undir háleynilegum skykkjum eins og Bob Lasar sem fjallað var um í síðasta þætti. Það er sem er einnig einkennilegt við þessa hnetti er að samkvæmt þeim sem tóku myndefnið eiga þeir það til að birtast og hverfa í tíma og ótíma og stundum ferðast þeir hægt um en ef þeir ferðast á meiri hraða skilja þeir eftir sig rákir í allskonar litum.

Þessi vitni sem stíga fram með sínar frásagnir kjósa að koma fram undir nafnleynd. Þessir einstaklingar treysta drengjunum í Þvottahúsinu en flest þeirra hafa aldrei talað um þessa hluti við nokkurn skapaðan mann í ótta við að það sé gert grín af þeim og þau talin með einhverja geðkvilla. Óþroskuð og oft á tíðum ofbeldisfull viðbrögð er eitthvað sem þessir einstaklingar eru að upplifa títt og iðulega. Í því samhengi sagði Gunnar frá því að síðasta föstudag kom Gísli Martin fram með glensi og gaslýsingum í sambandi við frásögn konunar sem drengirnir fjölluðu um í síðasta þætti. Gunnar sagði þetta ekkert nýtt af nálinni, þau sem hafa séð hafa þessa hluti og stigið fram hafa upplifað margoft harkalegar afleiðingar og því kjósa flestir að koma fram undir nafnleynd. 

En frásagnirnar og myndefnið sem kom fram í þessum þætti er einstakt og vilja Gunnar og Arnór þakka þeim sem deildu frásögnum sínum með þeim innilega fyrir traustið. Gunnar og Arnór sögðust vera til að fjalla áfram um þennan málaflokk svo lengi sem þeim berist efni og upplýsingar og því er öllum þeim sem hafa einhverjar upplýsingar og myndefni frjálst að hafa samband í gegnum [email protected] og fullum trúnaði og virðingu er heitið.

Mikið gengið á síðustu vikur

Mikið hefur gengið á síðustu tvær vikur í UFO heiminum, það má með réttu segja að hann sé á hvolfi og þá aðallega í kjölfar nýjustu frétta um uppljóstrara innan innsta kopp bandaríska hersins sem komu fram um helgina með vægast sagt ótrúlegar frásagnir og myndefni sem gætu alveg eins hafa komið úr vísindaskáldsögu. 

Í einkaviðtali við Ross Coulthart hjá News Nation sagði uppljóstrarinn Jacob Barber að hann hafi starfað sem þyrluflugmanns verktaki fyrir djúpríkisherdeild og hans hlutverk hafi verið í ein 10 ár að sækja alls kyns flýgildi af ójarðneskum uppruna. Barber útskýrði í viðtalinu hvernig flýgildin oft eru boðin til að lenda eða tekin yfir af manneskjum sem kallast “psionics”, manneskja sem gegnir því hlutverki og starfar í þessum verkefnum er hæfileikum gædd hvað varðar bæði skyggnigáfu og “telepatíska” eiginleika til samskipta. 

Í viðtalinu hjá News Nation spyr Ross hann hvort þessir hlutir, flýgildi séu óvenjuleg eða afbrigðileg. Barber svaraði því á þá leið að þessir hlutir, hvað sem þeir væru, væru ekki mannlegir. Hann segist einnig hafa orðið vitni af ótrúlegustu hlutum sem þessi flýgildi geta gert sem brýtur á bága við allt sem við teljum mögulegt, meðal annars hefur hann séð flýgildi koma bókstaflega úr jörðinni, ferðast í gegnum fjöll og börð eins og að enga um fyrirstöðu er að ræða. 

Í þessum þætti News Nation sem sýndur var síðasta laugardag voru einnig sýnt myndband sem aldrei hefur verið sýnt áður sem sýnir flýgildi vera fært af hrapstað. Flýgildið virðist vera um 7 metra stórt og egglaga. Barber segir ekki hafa verið neinar sýnilegar merkingar á hlutnum né merki um hreyfla, samskeiti né útblástur. 

Það geta þess að News Nation braut þögn David Grusch sumarið 2023 sem leiddi til þess að stutta seinna koma hann fram fyrir bandaríska þingnefnd og flutti þar eiðsvorin vitnisburð. Í þeim vitnisburði sagði hann frá starfi sínu, sem sneri að greiningu og viðtölum fyrir leyniþjónustu hersins við aðila sem höfðu með að gera allskonar háleyndarverkefni og deildir viðriðin UFO eða UAP að gera.  Hann hélt því fram að ólöglegar og óregluvæddar djúpríkis herdeildir væru búin að stunda svokallað “crash retrieval” verkefni sem einmitt snúa að því sem Jake Barber talar um í nýjasta viðtali News Nation. Einnig hélt David Grusch því fram að náðst hafa svokölluð “biologics” eða lífverur af ójarðneksum uppruna sem fljúga þessum flýgildum.

Gunnar og Arnór fóru yfir efni þessara nýju uppljóstrana sem UFO heimurinn hefur beðið eftir nú í nokkra daga þrátt fyrir að þráðleitur orðrómur um að hann væri á leiðinni hafi reikað um í nokkrar vikur. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan en einnig á streymisveitum á borð við Spotify.

 

 

Strætó fær forgangsakgrein á Kringlumýrarbraut: „Umferðin er of hæg á annatímum“

Farþegar strætó skipta um vagn í Mjódd - Mynd/Róbert Reynisson

Uppbygging forgangsakreinar fyrir strætisvagna á Kringlumýrarbraut er í undirbúningi á um 500 metra kafla milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar en greint er frá því í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Kaflinn sem um ræðir er vestan megin á götunni, með akstursstefnu í suður og þá er einnig er gert ráð fyrir nýjum strætóstoppum nálægt gatnamótunum við Háaleitisbraut

„Markmiðið með uppbyggingu forgangsakreinar á Kringlumýrarbraut er að stytta ferðatíma um allt að 4-5 mínútur fyrir strætófarþega, sem eru til dæmis á leið frá Borgartúni. Með nýrri forgangsakrein kemst strætó greiðar leiðar sinnar óháð annarri umferð og leiðin er beinni. Framkvæmdirnar hafa ekki áhrif á akreinar fyrir almenna bílaumferð heldur verður miðeyja minnkuð,“ segir í tilkynningunni.

„Eins og staðan er fer strætó ekki þarna um núna því umferðin er of hæg á annatímum og engar biðstöðvar strætó eru á þessum slóðum. Í dag aka strætisvagnar upp Miklubraut, fram hjá Kringlu og svo vestur eftir Háaleitisbraut og beygja síðan norður Kringlumýrarbraut.“

Borgin vonast til þess að útboði á fyrsta hluta ljúki á vormánuðum og framkvæmdir hefjist svo í framhaldinu.

Karen spyr SUS-liða: „Ætli þeir séu glaðir yfir því að búið sé að banna pride fánann?“

Karen Kjartansdóttir segir ungliða Sjálfstæðisflokksins hafa „hrúgast til Bandaríkjanna“ til að fylgjast með Trump og spyr hvort þeir séu glaðir með bann pride-fánans þar í landi.

Stjórnendaráðgjafinn Karen Kjartansdóttir skrifaði færslu á Facebook í morgun þar sem hún segir ungliða íslensks stjórnmálaflokks ekki hafa sparað lýsingarorðin er þeir lýstu aðdáun sinni á Trump eftir að hafa farið til Bandaríkjanna til að fylgjast með innsetningu Trumps. Karen spyr hvort ungliðarnir, sem hún segir í athugasemd við færsluna vera frá Sjálfstæðisflokknum, hvort þeir séu glaðir yfir því að Trump sé búinn að banna pride-fánann við opinberar byggingar. Hér má sjá færsluna í heild sinni:

„Ungliðar íslensks stjórnmálaflokks hrúguðust til Bandaríkjanna fyrir skömmu til að fylgjast með Trump og spöruðu ekki lýsingarorðin þegar þeir lýstu aðdáun sinni. Ætli þeir séu jafn reiðir og Trump og sumir aðrir stjórnmálamenn verða þegar kærleikur og miskunn eru nefnd í návist þeirra? Ætli þeir séu glaðir yfir því að búið sé að banna pride fánann á opinberum byggingum sem og BLM. Mér þætti vænt um að vita hvaða stefnu framtíðarleiðtogar íslenskra stjórnmála vilja taka.“

Mannlíf hefur sent spurningar á SUS en bíður svara.

Raddir