Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Komu auga á eftirlýsta bifreið í Garðabænum – Ölvuð kona sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var afskaplega róleg samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en alls eru 72 mál skráð í kerfinu frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun. Enginn er vistaður í fangageymslu. Hér má sjá dæmi um verkefni lögreglunnar á umræddu tímabili.

Fjöldi bifreiða voru sektaðar í miðborginni vegna stöðubrota. Í Laugardalnum voru höfð afskipti af ökumanni en hann blés undir refsimörkum í áfengisprófunarmæli en var gert að hætta akstri. Reyndist bifreiðin ótryggð og því skráningarmerkin fjarlægð. Annar ökumaður var kærður fyrir að haga ökuhraða sínum ekki miðað við aðstæður. Ók hann of hratt þrátt fyrir hálku á akbrautinni og slæm birtuskilyrði sökum myrkurs. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu. Einn aðili var kærður fyrir ofbeldistilburði í miðborginni en ekki fylgir sögunni hvað hann nákvæmlega gerði af sér.

Í Garðabæ kom lögreglan auga á eftirlýsta bifreið og stöðvaði för hennar. Tveir aðilar voru handteknir en konan sem ók bílnum var grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka bifreið svip ökurétti. Bæði voru þau vistuð í fangaklefa þar til tekin var af þeim skýrsla vegna nytjastuldar.

Önnur kona var handtekin í Kópavogi grunuð um að keyra ölvuð. Sinnti hún ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og á því yfir höfði sér kæru fyrir athæfið sem og vegna fleiri umferðalagabrota. Kom síðan í ljós að konan reyndist próflaus í þokkabót. Var hún flutt á lögreglustöð til blóðsýnatöku og síðan sleppt að henni lokinni.

Í Breiðholtinu var tilkynnt um nokkra aðila sem réðust að tveimur en málið er í rannsókn. Þá var ökumaður í Kópavogi kærður fyrir að hafa ekið bifreið þrátt fyrir að vera sviptur ökurétti en um er að ræða marg ítrekað brot hjá viðkomandi. Einnig varð umferðaslys í Kópavoginum og skemmdust bílar eitthvað en engin slys urðu á fólki.

Eignartjón á bifreiðum varð eftir umferðaslys í Árbænum en engin slys urðu á fólki. Í sama hverfi var ökumaðuri handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja. Hefðbundið ferli fór í gang og var ökumaðurinn laus að sýnatöku lokinni. Þá var kona handtekin í Árbænum grunuð um ölvunar,- og fíkniefnaakstur. Reyndist hún einnig vera svipt ökuréttindum. Eftir sýnatöku var henni sleppt.

 

Andrés skammaður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Fyrsti upplýsingafundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur gekk vel fyrir og svöruðu valkyrjurnar þrjár vel fyrir sig. Stjórnin er í gríðarlegum meðbyr og fær næstu 100 daga til að sanna sig. Langflestir eru ánægðir með stjórnina en þar eru Mogginn og ráðamenn þess fjölmiðils undanskildir.

Á meðal þeirra sem mættu á fundinn var Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu sem fékk sína spurningu. Hann spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, ísmeygilega út í áform um tekjuöflun. Utanríkisráðherrann var rétt að byrja að svara spurningunni þegar Andrés gjammaði fram í fyrir henni. Þorgerður Katrín þagnaði, horfði hvass á aumingja Andrés, og sagði svo háðslega að hann væri kannski búinn að skrifa svar hennar fyrirfram. Eftir það var Andrés sem utangátta og hafði fátt meira fram að færa …

 

Blake Lively kærir meðleikara sinn fyrir kynferðislega áreitni: „Rangar og svívirðilegar ásakanir“

Lively og Baldini í hlutverkum sínum í It Ends with Us.

Blake Lively hefur ákveðið að lögsækja It Ends with Us-meðleikara sinn og leikstjórann Justin Baldoni fyrir kynferðislega áreitni. Baldoni hefur brugðist við með því að kalla kæruna „skammarlega“ tilraun til að bjarga eigin orðspori í kjölfar kvikmyndar þeirra sem var þjökuð af fullyrðingum um ósætti bakvið tjöldin.

Leikkonan, sem er 37 ára, vann með Justin, 40, að kvikmyndaaðlögun á metsöluskáldsögu Colleen Hoover. Gagnrýnendur voru ekki á einu máli um kvikmyndina og var hún plöguð af fréttum af drama baksviðs. Í kjölfar margra mánaða orðróma um rifrildi aðalleikaranna hefur Blake nú sakað mótleikara sinn og leikstjóra kvikmyndarinnar um samstillt átak til að eyðileggja orðstír hennar, í skjölum sem bandaríska slúðurmiðillinn TMZ hefur séð.

Ásakanirnar svívirðilegar

Starfslið Baldoni hefur brugðist við með því að stimpla Blake sem „svívirðilega“ og saka hana um „falska tilraun“ til að endurbæta eigið orðspor. Lögfræðingur Baldoni, Bryan Freedman, gagnrýndi málsóknina og fullyrðingar Blake og sagði þær „rangar, svívirðilegar og viljandi af kynferðislegum toga með það í huga að valda skaða opinberlega“.

Fréttir af lögfræðistríðinu koma eftir margra mánaða sögusagnir um deilur milli Blake og Baldoni bakvið tjöldin, þegar þau tóku upp kvikmyndaaðlögun á hinni geysivinsælu skáldsögu Hoover. Bókin segir frá Lily Bloom (Lively) sem hittir óvænt aftur fyrstu ástina, Ryle Kincaid (leikinn af Justin Baldoni), á meðan hún á í erfiðu sambandi við taugaskurðlækni.

Alvarleg andleg vanlíðan

Mánuðum eftir frumsýninguna heldur Blake því fram að meint hegðun Baldoni hafi valdið henni „alvarlegri andlegri vanlíðan“. Samkvæmt TMZ kemur fram í málsókninni að fundur hafi verið haldinn til að fjalla um ásakanir Lively og kröfur hennar um að vinna að myndinni. Fundurinn var sóttur af ýmsum einstaklingum sem unnu að myndinni, þar á meðal eiginmanni Lively, Ryan Reynolds. Fyrr á þessu ári kom í ljós að Reynolds hafði skrifað lykilatriði fyrir myndina sem notuð var í kvikmyndinni en Baldoni komst að því fyrst eftir að Blake opinberaði það í viðtali á rauða teppinu.

Samkvæmt málsókn Blake, sem TMZ vitnar til, voru sumar kröfurnar sem teknar voru fyrir á fundinum It Ends with Us meðal annars „að sýna Blake ekki lengur nektarmyndbönd eða nektarmyndir af konum, ekki meira minnst á meinta fyrri „klámfíkn“ Baldoni, ekki fleiri umræður um kynferðislega landvinninga fyrir framan Blake og aðra, ekki minnast frekar á kynfæri leikara og starfsmanna, ekki fleiri fyrirspurnir um þyngd Blake, og ekki er meira minnst á látinn föður Blake. Ekki bæta við fleiri kynlífssenum, munnmökum eða fullnægingum fyrir framan myndatökuvélina af hálfu Blake, utan ramma handritsins sem hún samþykkti þegar hún skrifaði undir verkefnið“. Í málshöfðuninni er því haldið fram að kröfurnar hafi verið samþykktar af kvikmyndaverinu.

Í málsókninni er einnig haldið fram að velgengni myndarinnar hafi skaðast af miklum átökum um hvernig hún yrði markaðssett. Blake vildi sýna jákvæðan mynd af seiglu persónu sinnar, sem var á skjön við Baldoni sem sagðist vilja að einbeitt væri á málefni heimilisofbeldis í kjarna þess.

Á meðan hún var að kynna myndina á samfélagsmiðlum, sló myndbrot af Blake í gegn þar sem hún sagði aðdáendum „Gríptu vini þína, klæddu þig í blómamynstur og farðu út að sjá hana“ en sumir sögðu að skilaboð hennar væru á skjön við myrkt efni myndarinnar.

Tilraun til að bjarga löskuðum orðstír

Í yfirlýsingu sem Bryan Freedman, lögmaður Justin Baldoni, gaf breska miðlinum Mirror, sagði hann að ásakanir Blake séu „svívirðilegar“.

Yfirlýsingin segir: „Það er svívirðilegt að Lively og fulltrúar hennar skuli koma með svo alvarlegar og afdráttarlausar rangar ásakanir á hendur Baldoni, Wayfarer Studios og fulltrúum þess, sem enn eina örvæntingarfulla tilraun til að „laga“ neikvæðan orðstír hennar sem fékkst frá hennar eigin ummælum og aðgerðum á meðan á auglýsingaherferðinni stóð fyrir myndina og framkomu sem fylgst var með opinberlega, í rauntíma og óbreytt, sem gerði internetinu kleift að búa til eigin skoðanir. Þessar fullyrðingar eru algjörlega rangar, svívirðilegar og vísvitandi kynferðislegs eðlis með það í huga að valda skaða opinberlega og endurskrifa frásögnina í fjölmiðlum. Wayfarer Studios tók þá ákvörðun að ráða kreppustjóra með fyrirbyggjandi hætti fyrir markaðsherferð myndarinnar, til að vinna við hlið þeirra eigin fulltrúa hjá Jonesworks sem ráðinn var af Stephanie Jones, vegna margvíslegra krafna og hótana sem Lively setti fram meðan á framleiðslu stóð, þar á meðal hótaði hún að mæta ekki í tökur, hótaði að kynna myndina ekki, sem leiddi að lokum til dauða myndarinnar meðan á útgáfu henanr stóð, ef ekki yrði gengið að kröfum hennar.“

Þar segir einnig: „Það kom líka í ljós að Lively fékk sinn eigin fulltrúa, Leslie Sloan hjá Vision PR, sem einnig er fulltrúi Reynolds, til að planta neikvæðum og algjörlega upplognum og röngum sögum í fjölmiðla, jafnvel áður en markaðssetning á myndinni var hafin, sem var önnur ástæða þess að Wayfarer Studios tók þá ákvörðun að ráða kreppusérfræðing til að hefja innri atburðarásaráætlun í málinu sem þeir þurftu að taka á.“

 

 

Ógnuðu húsráðanda með hnífi og reyndu svo að stinga lögregluna af

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Eitt og annað hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurft að huga að frá fimm í morgun til fimm í dag, samkvæmt dagbók hennar.

Lögreglan sem sér um miðborg Reykjavíkur fékk tilkynningu um tvo aðila sem höfðu haft í hótunum við húsráðanda og að annar þeirra hefði verið vopnaður hnífi. Tilkynningunni fylgdi að þeir væru á leið af vettvangi en lögreglan fann þá stuttu síðar en þeir fóru ekki að fyrirmælum hennar og hlupu í burtu. Skömmu síðar náðusti þeir þó og voru þeir báðir handteknir og vistaðir vegna málsins

Þá var tilkynnt um brotna rúðu í skóla en ekki var vitað hvort farið hafi verið inn í húsnæðið eða ekki.

Hleðslustöð Nova varð eldi að bráð en samkvæmt tilkynningunni var eldsvoðinn ekki talinn alvarlegur.

Tilkynning barst einnig frá bílastæðahúsi Kringlunnar en þar hafði ökumaður keyrt á vegg og síðan gengið inn í Kringluna eins og ekkert væri. Ekki fylgdi sögunni hvernig málið endaði.

Nokkur dæmi voru um aðila sem óku undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og svo var tilkynnt um þjófnað á bifreið. Þá var einnig tilkynnt um innbrot á vinnusvæði sem olli einhverjum skemmdum og verkfæri voru tekin.

Að lokum segir frá eld sem kviknaði í ruslagámi við Spöngina.

 

 

Misjöfn viðbrögð við nýrri ríkisstjórn: „Fer næstum í taugarnar hvað ég er sáttur við þetta upphaf“

Inga, Þorgerður og Kristrún Ljósmynd: Facebook

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins var kynnt í dag og eins og alltaf sýnist sitt hverjum.

Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlunum í dag um hina nýju ríkisstjórn „Valkyrjanna“ en hér fyrir neðan má sjá viðbrögð nokkurra þekktra einstaklinga:

Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns og fyrrverandi þingmann Samfylkingarinnar lýst mjög vel á ríkisstjórnina. Skrifaði hún eftirfarandi Facebook-færslu:

„Mér líst mjög vel á þessa nýju ríkisstjórn og ráðherrana sem þar munu nú taka til starfa. Sama má segja um stefnuskrána og hlakka til að fylgjast með starfi þessarar nýju ríkisstjórnar. Þarna er lykilatriði að samstaða ríki því held að við séum öll orðin buguð af þessum hnífasendingum milli stjórnarflokka sem við höfum þurft að þola frá því fyrir kosningarnsr 2021 sér í lagi frá Sjálfstæðisflokknum.

Til hamingju öll, vinir mínir sem nú takið við flóknum verkefnum. Ég veit að þið munuð standa ykkur.“

Píratinn Björn Leví Gunnarsson, sem datt af þingi í síðustu kosningum hrósar ríkisstjórninni fyrir að fá utanþingsráðherra í fjármálaráðuneytið. Hann ritaði á Facebook:

„Rosalega góð ákvörðun að fá utanþingsráðherra í fjármálaráðuneytið. Það þýðir að það ráðuneyti verður minna pólitískt og fagráðuneytin fá að bera meiri ábyrgð á fjármálum sínum.“

Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur segist vera hálf pirraður yfir því hversu ánægður hann sé með ríkisstjórnina.

„Eftir öll þessi ár og allar þessar misvitru ríkisstjórnir, þá finnst mér ég vera stjórnarandstæðingur í eðli mínu. Þess vegna fer það næstum í taugarnar hvað ég er sáttur við þetta upphaf. Mér finnst ég ætti að vera kvartandi og kveinandi. En þetta lítur bara vel út!“

Lögmaðurinn og þingmaður emeritus, Brynjar Níelsson hæðist auðvitað að hinni nýju ríkisstjórn og segist á Facegbook ætla að halda áfram að vera í fýlu.

„Jæja, þá er komin á koppinn ný ríkisstjórn á Íslandi í anda Olaf Scholz í Þýskalandi, Keir Starmer í Bretlandi og Jonasar Gahr Störe í Noregi, sem eiga það sameiginlegt að hafa hrunið í fylgi á methraða í sínum löndum. En á Íslandi er mikill fögnuður sem jafna má við komu frelsarans þótt enginn af þessum flokkum hafi nokkurn tíma gert nokkuð gagn svo heitið geti.

Ég ætla samt að halda áfram að vera í fýlu, eins og ég hef verið síðustu ár og sumir segja svo lengi sem elstu menn muna. Kann ekkert annað og líður bara vel í fýlu. Ekki að ástæðulausu að ég er uppnefndur Ebbi á mínu heimili með tilvísun í Ebenezer Scrooge úr frægu jólaævintýri.“

Sanna Magdalena Mörtudóttir sem var hársbreidd frá því að komast á þing í kosningunum er sorgmædd yfir því að ekkert hafi verið talað um útsvar á fjármagnstekjum á blaðamannafundinum. Skrifaði hún eftirfarandi tvær færslur á Facebook:

„Fyrstu viðbrögð við blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar varðandi húsnæðismál:
Húsnæðismarkaðurinn var nefndur í kynningu nýrrar ríkisstjórnar og fjallað um bráðaðgerðir sem eigi m.a. að taka á skammtímaleigu, minnka á vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og styðja á húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða.

Eins og við vitum þá eru húsnæðismálin eitt það stærsta sem þarf að laga í íslensku samfélagi, hefði viljað heyra meira um hvernig gott og réttlátt húsnæðiskerfi verður byggt upp.“

Og svo:

„Ekkert um útsvar á fjármagnstekjur hjá þessari nýrri ríkisstjórn? Við færsluna setti hún grátandi broskall.

Lilja D. Alfreðsdóttir, fráfarandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar óskar nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og notar tækifærið í færslu sinni á Facebook til að þakka fyrir undanfarin ár.

„Óska nýrri ríkisstjórn velgengni fyrir land og þjóð! 🇮🇸 Á þessari stundu fyllist ég þakklæti og auðmýkt. Það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna fyrir fólkið í landinu að fjölmörgum framfaramálum. Ég hef stýrt þremur ráðuneytum í tæp níu ár: utanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Þetta hefur verið frábær tími með dásamlegu fagfólki. Hlakka til næsta tímabils.“

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson stingur upp á nafni fyrir ríkisstjórnina:

„Það er nokkuð smart að valkyrjur kynni nýja ríkisstjórn á vetrarsólstöðum, á þessum hvarfpunkti þegar myrkrið byrjar að víkja fyrir hækkandi sól. Þetta er forn hátíðisdagur og stærri en þeir sem smokrað var í síðari tíma dagtöl.
Vetrarsólstöðustjórn gæti hún líka heitið.
Á eftir að lúslesa stjórnarsáttmálann og læt vera að leggja mat á hann núna. Margt þar hljómar vel en það má nú yfirleitt segja um flesta slíka sáttmála.
Mér þykir nokkuð klókt að sækja ráðherra fjármála utan þings úr faglegu umhverfi akademíunnar þó að Daði Már sé vitaskuld Viðreisnarmaður í þessu embætti.
Það er rétt að óska ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur velfarnaðar, svona á fyrsta degi. Væntanlega koma margir dagar síðar þar sem ég gagnrýni hennar verk – þekki ég mig rétt.“

Nýja ríkisstjórnin kynnt: „Hér erum við mjög stoltar konur“

Frá blaðamannafundinum. Mynd: RÚV-skjáskot

Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu hina nýju ríkisstjórn Íslands á blaðamannafundi í dag. Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður utanríkisráðherra og Inga Sæland félagsmálaráðherra.

Ráðherrar Samfylkingarinnar verða eftirfarandi:

Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra.

Jóhann Páll Jóhannsson verður umhverfisráðherra.

Logi Már Einarsson verður menningar og nýsköpunarráðherra.

Alma Möller verður heilbrigðisráðherra.

Ráðherrar Viðreisnar verða eftirfarandi:

Hanna Katrín Friðriksson verður atvinnuvegaráðherra.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður dómsmálaráðherra.

Daði Már Kristófersson verður fjármálaráðherra en hann er utan flokka á þingi en hefur verið varaþingmaður Viðreisnar frá 2020 og hefur fimm sinnum tekið sæti á þingi fyrir flokkinn.

Ráðherrar Flokks fólksins:

Inga Sæland verður húsnæðis og félagsmálaráðherra.

Eyjólfur Ármannsson verður samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir verður mennta- og barnamálaráðherra.

Kristrún sagði á fundinum að ríkisstjórn hennar muni taka á orkumálum. Flutningskerfi verði styrkt og orkunýting bætt. Þá verða leyfisveitingar aukreitis einfaldaðar. Áfram verður stuðst við rammaáætlun en þó verði ákveðnum verkefnum sett í forgang. Stefnir ríkisstjórnin á að Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.

Inga Sæland byrjaði á að þakka traustið sem Flokki fólksins var sýnt í síðustu kosningum.

„Við ætlum að láta verkin tala,“ sagði hún og bætir við að ríkisstjórnin muni taka stór skref í að útrýma fátækt.

„Við ætlum að stöðva allt sem heitir kjaragliðnun launa og lífeyris,“ sagði Inga. bætti hún við almannatryggingaþegar séu nú komnir að samningaborðinu.

Þá ætlar Inga að hætta almennt frítekjumark upp í 60 þúsund krónur og tryggja að aldurstengd örorkuuppbót verði ævilangt.

Aukreitis verður stofnaður hagsmundafulltrúi aldraðs fólks og bæta á grunnfærslu almannatrygginga. Þar að auki á að endurskoða á starfsgetumatið.

Þá hyggst ríkisstjórnin lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður það fólk styrkt til þátttöku í atvinnulífinu. Einnig verður lagst í átak í að kenna innflytjendum íslensku.

Inga sagði einnig að 48 daga strandveiðar verði tryggðar enda horfi landsbyggðin til ríkisstjórnarinnar og treysti henni til góðra hluta.

Að lokum sagði Inga að þarna sætu stoltar konur: „Hér erum við mjög stoltar konur“.

Þorgerður Katrín tók því næst til máls en hún undirstrikar að fyrst hafi verið fókusað á efnahagslegan stöðugleika í stjórnarmyndunarviðræðum.

Þá sagði hún að forgangsverkefni verðu að hagræða stjórnsýslu og sameina stofnanir og þá verður ráðuneytum fækkað um eitt.

„Ég vil taka það fram að við ætlum ekki að hækka tekjuskatta á fólk, við ætlum ekki að hækka skatta á lögaðila, við ætlum ekki að hækka fjármagnstekjuskatta og við ætlum ekki að hækka virðisaukaskatta á ferðaþjónustu,“ sagðiÞorgerður Katrín að lokum.

Aðeins 22 prósent Ísraela treysta ríkisstjórninni – Yfirgnæfandi stuðningur við herinn

Benjamin Netanyahu

Einungis 22 prósent Ísraela treysta ríkisstjórn landsins. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun fjölmiðilsins Channel 13 í Ísrael.

Skoðanakönnunin hefur einnig leitt í ljós að 75 prósent aðspurðra lýstu trausti á hernum. Þá kemur einnig fram að traust til Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mælist aðeins 29 prósent.

Á sama tíma lýstu 47 prósent aðspurðra trausti á Herzi Halevi hershöfðingja, yfirmanni hersins. Traust varnarmálaráðherrans, Israels Katz, var aðeins 24 prósent í könnuninni.

 

 

 

Enn er tveggja hunda leitað á Austurlandi: „Það er sem jörðin hafi gleypt þá“

Luna og Stitch

Tveir setter-hundar sem struku frá Djúpavogi þann 9. desember síðastliðinn, hafa enn ekki fundist, þrátt fyrir mikla leit fjölmargra aðila á stóru svæði.

Settar-hundarnir Luna og Stitch struku frá umsjónarmanni sínum 9. desember og til að byrja með tóku þeir stefnuna suður. Þetta kemur fram í Austurfrétt. Síðast sást til þeirra á hlaupum í Geithelladal þann 11. desember en síðan hefur ekkert til þeirra spurst.

„Það er sem jörðin hafi gleypt þá,“ segir Ólöf Rún Stefánsdóttir umsjónarmaður hundanna í samtali við Austurfrétt. Segist hún þó ekki vera búin að gefa upp vonina um að finna þá félaga en mikill fjöldi tilbúinn að aðstoða við leitina.

„Þetta hefur vakið mikla athygli og það af hinu góða því fleiri sem vita af leitinni því betra. Það versta er að vita ekkert í hvaða átt þeir héldu frá Geithellum þar sem til þeirra sást síðast. Hvort þeir héldu sunnar eða fóru upp í fjöllin þaðan er alls óljóst. Það er þó ekki svo að öll nótt sé úti enn. Það er alveg þekkt að þessir hundar geta farið langar leiðir en samt skilað sér til baka. Þetta eru líka veiðihundar svo að þeir eiga að geta fundið sér æti ef svo ber undir.“

Þá vill Ólöf koma kærum þökkum til þeirra sem hafa hjálpað við leitina að hundunum frá fyrsta degi. Vonast hún til þess innilega að þeir finnist áður en jólin hefjast.

„Það væri hin allra besta jólagjöf.“

Áslaug Arna bjargaði mannslífi í gær: „Enginn vissi hvað hann átti að gera og fólk hljóp í hringi“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd / Aldís Pálsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bjargaði mannslífi í gær þegar matur stóð í konu á veitingastað.

Fráfarandi háskóla-, iðnaðar – og nýsköpunarráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bjargaði lífi konu í gær en báðar voru þær gestir á veitingastaðnum Kastrup RVK. Þetta hefur RÚV eftir Jóni Mýrdal, eiganda veitingastaðarins. Matur hafi staðið í konu og hún ekki getað andað.

„Enginn vissi hvað hann átti að gera og fólk hljóp í hringi,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu RÚV seint í gærkvöld. „Áslaug varð vör við þetta og gekk bara beint í verkið.“

Að sögn Jóns var hringt í sjúkrabíl og fékk konan skoðun og aðhlynningu á vettvangi. Hún hafi kvartað yfir að vera svolítið aum en að öðru leyti hafi líðan hennar verið góð. Segir hann að hún hafi verið ákveðin í að láta atvikið ekki koma í veg fyrir að hún gæti nýtt miða á tónleika sem hún átti.

„Það þurfti átak til að ná þessu úr henni svo hún var dálítið aum eftir þetta en hún var komin í sparigallann og ætlaði bara að fara þegar sjúkramenn voru farnir,“ sagði Jón.

Jón sagði að það hafi verið samdóma álit viðbragðsaðila að Áslaug Arna hafi brugðist hárrétt við og að öllum líkindum bjargað lífi konunnar. Sagði hann mikið fát hafa komið á aðra gesti staðarins og að ekki hefði mátt á tæpara standa.

„Magnað vegna þess að þetta var náttúrulega seinasti dagurinn hennar sem ráðherra og hún endaði kvöldið svona, bjarga mannslífi. Skilaði lyklunum að ráðuneytinu og bjargaði svo mannslífi.“

Bendir á hversu óvenjuleg stjórnarskiptin verða í dag: „Það gerist ekki oft á Íslandi“

Þríeykið. Ljósmynd: Facebook

Egill Helgason bendir á hversu óvenjuleg stjórnarskiptin verða um helgina.

Í dag verður ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins kynnt og er þess beðið með mikilli óþreyju að fá að vita hver sest í hvaða ráðherrastól. Egill Helgason fjölmiðlamaður bendir á í nýlegri Facebook-færslu að stjórnarskiptin nú verði að einhverju leyti óvenjuleg, þar sem meðal annars sé um hrein stjórnarskipti að ræða sem ekki gerist oft á Íslandi. Þá hefur aðeins einn væntanlegur ráðherra áður setið í ríkisstjórn.

„Sumpart óvenjuleg stjórnarskipti nú um helgina. Í fyrsta lagi eru þetta hrein stjórnarskipti – það er að segja alveg nýir flokkar sem taka við. Það gerist ekki oft á Íslandi í okkar kerfi samsteypustjórna – seinast 2013, þar áður 1971. Aðeins einn væntanlegur ráðherra hefur áður setið í ríkisstjórn – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Og aðeins þrír þingmenn hafa áður verið í stjórnarliði – Þorgerður, Hanna Katrín Friðriksson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Annars allt nýgræðingar. Annað er ekki við hæfi í upphafi en að óska stjórninni velfarnaðar. (Bæti við Lilju Rafney sem mér yfirsást og er þarna nokkuð óvænt.)“

Sólveig hittir ömmu sína

Gríðarleg harka er komin í átök Eflingar við Samtök fyrirtækja í veitingarekstri, sem eru staðfastlega grunuð um að hafa stofnað sitt eigið verkalýðsfélag, Virðingu, til að hemja launagreiðslur í veitingageiranum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er dugleg við að klæða sig í gult vesti til að berja á eigendum þeirra veitingastaða sem ekki fylgja kjarasamningum Eflingar.

Engin leið er til að spá fyrir um niðurstöðu átakanna. Samtök veitingamanna hafa nú í örvæntingu gripið til þess úræðis að kalla inn á völlinn einn umdeildasta lögmann landsins, sjálfan Sigurð G. Guðjónsson, sem hefur tekið til við að hamra á Sólveigu formanni og sakar hana um félagslegt ofbeldi.

Segja má að þarna hafi skrattinn hitt ömmu sína og víst að átök milli Sólveigar og Sigurðar eiga eftir að harðna og það er enginn sálmasöngur í loftinu. Siggi er á nýju skónum, Solla í gulu vesti og það eru að koma jól …

Ríkið seldi 200 tonn af salmonellusýktu mjöli: „Menn eru alltaf á nálum út af þessu“

Frá Siglufirði - myndin tengist fréttinni ekki beint Ljósmynd: northiceland.is

200 tonn af sýktu mjöli var selt til Englands árið 1987 en DV greindi frá málinu.

Greint er frá því í frásögn DV að salmonella hafi fundist í sýnum úr 200 lestum af mjöli sem hafði verið selt til Þýskalands en ekki hafi mátt selja það sýkt þangað til lands. Engar slíkar reglur um slíkt virðast hafa verið til staðar í Englandi en þangað var mjölið selt eftir að sýkingin kom upp og spurðu kaupendur ekki sérstaklega um hvort mjölið væri sýkt.

Ísólfur Sigurðarson, aðstoðarframkvæmdastjóri Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði, vissi ekki hvort kaupendur hafi verið látnir vita.

„Menn eru alltaf á nálum út af þessu en illmögulegt virðist að koma í veg fyrir að salmonella komist í mjölið. Sérfræðingar telja að salmonellan berist í mjölið með fuglasaur en þrærnar eru alltaf fullar af fugli meðan á loðnubræðslunni stendur,“ sagði Ingólfur um söluna við DV.

Þá sagði Ísólfur að kröfur þeirra sem kaupa mjöl séu misjafnar. Sumir séu ekki til í sýkt mjöl en aðrir spyrja ekki að neinu og setja engar kröfur. Þá sagði hann einnig að það væri nær útilokað að koma í veg fyrir að fuglinn komist í loðnuna eða fiskúrganginn sem er bræddur.

Bandaríkjamenn segjast hafa drepið leiðtoga ISIS: „Munum ekki leyfa þeim að nýta sér ástandið“

Bandarísk yfirvöld segjast hafa drepið leiðtoga ISIS, Abu Yusif í Sýrlandi. 

Bandaríski miðstjórnarherinn (Centcom) sagðist hafa gert loftárás á Yusif, sem einnig gengur undir nafninu Mahmud, á svæði sem er á valdi sýrlenska stjórnarhersins og rússneskra hersveita áður en Bashar al Assad féll af stalli sínum nýlega.

Annar liðsmaður ISIS féll einnig í árásinni, að sögn bandarískra embættismanna.

Yfirmaður Centcom, hershöfðinginn Michael Erik Kurilla, sagði: „Eins og áður segir munu Bandaríkin, sem vinna með bandamönnum og samstarfsaðilum á svæðinu, ekki leyfa ISIS að nýta sér núverandi ástand í Sýrlandi og endurreisa sig. ISIS hefur þann ásetning að frelsa úr haldi yfir 8.000 ISIS-liðsmenn sem nú eru í haldi í Sýrlandi. Við munum beina spjótum okkur harkalega að þessum leiðtogum og liðsmönnum, þar á meðal þá sem reyna að framkvæma hernaðaraðgerðir utan Sýrlands.“

Vígasveitir ISIS lögðu undir sig hluta Íraks og Sýrlands árið 2014 og notfærðu sér borgarastríð þess síðarnefnda til að gera tilkall til landsvæðis áður en þeir lýstu sjálfir yfir kalífadæmi síðla árs 2015.

Þegar völd samtakanna stóðu sem hæst bjuggu um 12 milljónir manna undir stjórn ISIS, þar sem vígamenn framfylgja öfgakenndri túlkun á íslömskum lögum og framkvæma fjöldamorð á minnihlutahópum. Hins vegar var þeim ýtt til baka af bandalagi herafla og misstu stjórn á öllu yfirráðasvæði sínu í Miðausturlöndum árið 2019.

Þeir hafa haldið áfram uppreisnartilraunum á svæðum Sýrlands, Íraks og Afganistan, á meðan meðlimir þeirra hafa enn viðveru á svæðum innan Afríku.

 

 

 

Þjóðin mun kjósa um ESB viðræður á kjörtímabilinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Eitt af stefnumálum Valkyrjustjórnarinnar sem kynnt verður á morgun er að kosið verði um áframhaldandi viðræður við ESB um inngöngu Íslands í sambandið en Heimildin greinir frá þessu.

Samkvæmt heimildum Heimildarinnar var lítil andstaða við þessa hugmynd innan hópsins en óljóst er þó hvenær kosið verður um viðræðurnar en gera megi ráð fyrir að það verði á seinni hluta kjörtímabilsins.

Þá er tekið fram að Þorgerður Katrín hafi verið ósveigjanleg þegar kom að þessu máli í viðræðunum og samþykktu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að kosið yrði um málið en innganga í ESB hefur lengi verið á stefnuskrá Samfylkingarinnar meðan Flokkur fólksins hefur gefið óljós svör.

Sagt er að endurkoma Donald Trump í forsetastól Bandaríkjanna hafi mögulega haft áhrif á þessa ákvörðun en mikil óvissa er með samstarf við landið eftir að forsetinn tilvonandi hótaði háum tollum á innflutning frá öðrum ríkjum.

Persónuafslátturinn hækkar um tæp sex prósent um mánaðamótin

Peningar
Mynd/LG

Persónuafslátturinn hækkar um 5,8 prósent um mánaðamótin eða um 3.765 krónur á mánuði. Á ári verður persónuafslátturinn því 824.288 krónur.

Samkvæmt tilkynningu sem birtist á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins mun persónuafslátturinn hækka úr 62.926 krónum á mánuði í 68.691 krónur en það er 5,8 prósent hækkun.

Upphæðir persónuafsláttar og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga breytast við hver áramót, í samræmi við tólf mánðaa hækkun vísitölu neysluverðs eða það sem venjulega kallast verðbólga. Auk þess bætist síðan við hækkun vegna framleiðnivaxtar.

Vísitalan hefur hækkað um 4,75 prósent á síðustu 12 mánuðum en framleiðnivöxturinn legsst síðan ofan á það en gert er ráð fyrir því að framleiðni aukist á hverju ári um eitt prósent. Það mat er endurskoðað á fimm ára fresti og fer næst fram fyrir tekjuárið 2027.

Superman snýr aftur í stiklu – með hundi

Krypto the Superdog er í myndinni

Aðdáendur ofurhetjumynda bíða spenntir eftir næstu mynd um ofurmennið Clark Kent, betur þekktur sem Superman, en ný mynd um kappann er væntanleg 11. júlí á næsta ári og hefur fyrsta stikla myndarinnar verið birt. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er James Gunn en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Guardians of the Galaxy-myndunum fyrir Marvel.

Nýr leikari hefur verið ráðinn til að leika Superman en David Corenswet tekur við af Henry Cavill. Corenswet er nokkuð óþekktur leikari en James Gunn hefur mikla trú á leikaranum. Í myndinni leika einnig Nathan Fillion, Anthony Carrigan, Rachel Brosnahan, og Nicholas Hoult ásamt fleirum.

Dómnefnd ekki skilað inn umsögn um hæfni Brynjars

Brynjar Níelsson Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem birtist á vef þess í byrjun desember var greint frá því að skipa og setja ætti tvo einstaklinga í embætti héraðsdómara. Einn við Héraðsdóm Reykjaness og yrði sá skipaður og einn við Héraðsdóm Reykjavíkur en sá yrði settur.

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sótti um að vera settur dómari við Héraðdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson sóttist einnig eftir að vera settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur meðan Arndís Anna Kristínardóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Sindri Stephensen sóttu um bæði embættin.

Háværar sögur hafa verið á kreiki um að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar myndi reyna setja Brynjar í embættið áður en ný ríkisstjórn tæki við. Til þess að geta það þarf dómnefnd um hæfnismat að hafa skilað dómsmálaráðherra umsögn um málið en í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Mannlífs um málið hefur nefndin ekki skilað inn umsögn sinni.

Því verður það líklega valkyrjustjórnin sem mun skipa og setja í embættin.

Yfirmaður UNRWA segir heiminn „á krossgötum“ gagnvart Gaza

Philippe Lazzarini, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, hefur kallað eftir „pólitísku hugrekki til að verja og styrkja fjölþjóðakerfið og hið alþjóðlega reglubundna skipulag“.

Í grein sem hann skrifaði fyrir The Guardian sagði hann að alþjóðasamfélagið yrði að velja á milli heims „þar sem við höfum hafnað skuldbindingu okkar um að veita pólitískt svar við spurningunni um Palestínu“.

Hann kallaði þetta „dystópískan heim, þar sem Ísrael, sem hernámsveldi, ber eitt ábyrgð á íbúa á hernumdu palestínsku svæði“.

Lazzarini lagði áherslu á að í hina áttina „lægi heimur þar sem varnarliðir reglubundins skipulags halda velli og Palestínumálið er leyst með pólitískum hætti“.

„Þetta er leiðin sem alþjóðlega bandalagið fetar núna til að innleiða tveggja ríkja lausnina,“ bætti yfirmaður UNRWA við.

Lazzarini lagði einnig áherslu á að Ísraelar héldu áfram að halda því fram að „Hamas-liðar séu innan raða UNRWA, jafnvel þó að allar ásakanir sem sönnunargögn hafi verið færð fyrir hafi verið rannsakaðar ítarlega“.

 

 

Glæný dagrétting um heilsufar Karls III: „Meðferðin heldur áfram á nýju ári“

Karl III Bretlandskonungur

Krabbameinsmeðferð Karls III konungs mun halda áfram á nýju ári og hefur verið „á jákvæðri leið“, hafa heimildir hallarinnar leitt í ljós.

Heimildir sögðu eftirfarandi í samtali við Sky News: „Meðferð hans hefur verið að þróast í jákvæða átt og mun meðferðarlotan halda áfram á nýju ári.“ Buckingham höll tilkynnti að Karl hefði greinst með krabbamein í febrúar á þessu ári og að hinn 76 ára gamli konungur væri að hefja meðferð.

Heimildir hallarinnar segja nú að bjartsýni sé til staðar, sem sést í löngun konungs til að halda áfram með annasaman dagskrá, þar á meðal yfir hátíðarnar. Nánir aðstoðarmenn Karls sögðu áður að þó að hann sé ekki kominn úr hættu enn sé „mikil bjartsýni“ og að meðferðin hafi gengið betur en flestir bjuggust við.

Konungurinn tjáði sig fyrst opinberlega um að þörf væri á aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils í janúar, og í kjölfarið sýndu fjölmargir þegnar hans samúð sína.

En hann hefur vísvitandi ekki upplýst hvers konar krabbamein hann berst við til að draga ekki úr mikilvægi annars konar krabbameina. Ekki er heldur vitað hvers konar meðferð hann hefur gengist undir í reglulegum einkatímum sem hann sækir í Lundúnum.

Í mars tilkynnti Kensington-höll að prinsessan af Wales væri einnig í meðferð við krabbameini og gangist undir krabbameinslyfjameðferð sem hófst í febrúar. Katrín, sem er 42 ára, var lögð inn á sjúkrahús þann 16. janúar vegna „stórrar kviðarholsaðgerðar“, sem heppnaðist vel.

 

Ráðherrakapall valkyrjanna að taka á sig mynd – Inga verður félagsmálaráðherra

Þríeykið. Ljósmynd: Facebook

Búið að ákveða milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hversu mörg ráðherraembætti hver flokkur fær í komandi stjórn samkvæmt heimildum íslenskra fjölmiðla.

Samfylkingin er sögð fá fjögur ráðuneyti og verður Kristrún Frostadóttir þá forsætisráðherra og talið mjög líklegt að Alma Möller verði heilbrigðisráðherra. Viðreisn fær þrjú ráðuneyti og tvö af þeim eru sögð vera utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Þá mun Flokkur fólksins einnig fá þrjú embætti og nokkuð örugglega að Inga Sæland verði félagsmálaráðherra í ríkisstjórninni.

Valkyrjurnarstjórnin, eins og hún hefur verið kölluð, verður kynnt til leiks nú um helgina ef allar áætlanir flokkanna ganga eftir.

„Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær.

Komu auga á eftirlýsta bifreið í Garðabænum – Ölvuð kona sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nóttin var afskaplega róleg samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en alls eru 72 mál skráð í kerfinu frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun. Enginn er vistaður í fangageymslu. Hér má sjá dæmi um verkefni lögreglunnar á umræddu tímabili.

Fjöldi bifreiða voru sektaðar í miðborginni vegna stöðubrota. Í Laugardalnum voru höfð afskipti af ökumanni en hann blés undir refsimörkum í áfengisprófunarmæli en var gert að hætta akstri. Reyndist bifreiðin ótryggð og því skráningarmerkin fjarlægð. Annar ökumaður var kærður fyrir að haga ökuhraða sínum ekki miðað við aðstæður. Ók hann of hratt þrátt fyrir hálku á akbrautinni og slæm birtuskilyrði sökum myrkurs. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu. Einn aðili var kærður fyrir ofbeldistilburði í miðborginni en ekki fylgir sögunni hvað hann nákvæmlega gerði af sér.

Í Garðabæ kom lögreglan auga á eftirlýsta bifreið og stöðvaði för hennar. Tveir aðilar voru handteknir en konan sem ók bílnum var grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að aka bifreið svip ökurétti. Bæði voru þau vistuð í fangaklefa þar til tekin var af þeim skýrsla vegna nytjastuldar.

Önnur kona var handtekin í Kópavogi grunuð um að keyra ölvuð. Sinnti hún ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og á því yfir höfði sér kæru fyrir athæfið sem og vegna fleiri umferðalagabrota. Kom síðan í ljós að konan reyndist próflaus í þokkabót. Var hún flutt á lögreglustöð til blóðsýnatöku og síðan sleppt að henni lokinni.

Í Breiðholtinu var tilkynnt um nokkra aðila sem réðust að tveimur en málið er í rannsókn. Þá var ökumaður í Kópavogi kærður fyrir að hafa ekið bifreið þrátt fyrir að vera sviptur ökurétti en um er að ræða marg ítrekað brot hjá viðkomandi. Einnig varð umferðaslys í Kópavoginum og skemmdust bílar eitthvað en engin slys urðu á fólki.

Eignartjón á bifreiðum varð eftir umferðaslys í Árbænum en engin slys urðu á fólki. Í sama hverfi var ökumaðuri handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja. Hefðbundið ferli fór í gang og var ökumaðurinn laus að sýnatöku lokinni. Þá var kona handtekin í Árbænum grunuð um ölvunar,- og fíkniefnaakstur. Reyndist hún einnig vera svipt ökuréttindum. Eftir sýnatöku var henni sleppt.

 

Andrés skammaður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Fyrsti upplýsingafundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur gekk vel fyrir og svöruðu valkyrjurnar þrjár vel fyrir sig. Stjórnin er í gríðarlegum meðbyr og fær næstu 100 daga til að sanna sig. Langflestir eru ánægðir með stjórnina en þar eru Mogginn og ráðamenn þess fjölmiðils undanskildir.

Á meðal þeirra sem mættu á fundinn var Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu sem fékk sína spurningu. Hann spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, ísmeygilega út í áform um tekjuöflun. Utanríkisráðherrann var rétt að byrja að svara spurningunni þegar Andrés gjammaði fram í fyrir henni. Þorgerður Katrín þagnaði, horfði hvass á aumingja Andrés, og sagði svo háðslega að hann væri kannski búinn að skrifa svar hennar fyrirfram. Eftir það var Andrés sem utangátta og hafði fátt meira fram að færa …

 

Blake Lively kærir meðleikara sinn fyrir kynferðislega áreitni: „Rangar og svívirðilegar ásakanir“

Lively og Baldini í hlutverkum sínum í It Ends with Us.

Blake Lively hefur ákveðið að lögsækja It Ends with Us-meðleikara sinn og leikstjórann Justin Baldoni fyrir kynferðislega áreitni. Baldoni hefur brugðist við með því að kalla kæruna „skammarlega“ tilraun til að bjarga eigin orðspori í kjölfar kvikmyndar þeirra sem var þjökuð af fullyrðingum um ósætti bakvið tjöldin.

Leikkonan, sem er 37 ára, vann með Justin, 40, að kvikmyndaaðlögun á metsöluskáldsögu Colleen Hoover. Gagnrýnendur voru ekki á einu máli um kvikmyndina og var hún plöguð af fréttum af drama baksviðs. Í kjölfar margra mánaða orðróma um rifrildi aðalleikaranna hefur Blake nú sakað mótleikara sinn og leikstjóra kvikmyndarinnar um samstillt átak til að eyðileggja orðstír hennar, í skjölum sem bandaríska slúðurmiðillinn TMZ hefur séð.

Ásakanirnar svívirðilegar

Starfslið Baldoni hefur brugðist við með því að stimpla Blake sem „svívirðilega“ og saka hana um „falska tilraun“ til að endurbæta eigið orðspor. Lögfræðingur Baldoni, Bryan Freedman, gagnrýndi málsóknina og fullyrðingar Blake og sagði þær „rangar, svívirðilegar og viljandi af kynferðislegum toga með það í huga að valda skaða opinberlega“.

Fréttir af lögfræðistríðinu koma eftir margra mánaða sögusagnir um deilur milli Blake og Baldoni bakvið tjöldin, þegar þau tóku upp kvikmyndaaðlögun á hinni geysivinsælu skáldsögu Hoover. Bókin segir frá Lily Bloom (Lively) sem hittir óvænt aftur fyrstu ástina, Ryle Kincaid (leikinn af Justin Baldoni), á meðan hún á í erfiðu sambandi við taugaskurðlækni.

Alvarleg andleg vanlíðan

Mánuðum eftir frumsýninguna heldur Blake því fram að meint hegðun Baldoni hafi valdið henni „alvarlegri andlegri vanlíðan“. Samkvæmt TMZ kemur fram í málsókninni að fundur hafi verið haldinn til að fjalla um ásakanir Lively og kröfur hennar um að vinna að myndinni. Fundurinn var sóttur af ýmsum einstaklingum sem unnu að myndinni, þar á meðal eiginmanni Lively, Ryan Reynolds. Fyrr á þessu ári kom í ljós að Reynolds hafði skrifað lykilatriði fyrir myndina sem notuð var í kvikmyndinni en Baldoni komst að því fyrst eftir að Blake opinberaði það í viðtali á rauða teppinu.

Samkvæmt málsókn Blake, sem TMZ vitnar til, voru sumar kröfurnar sem teknar voru fyrir á fundinum It Ends with Us meðal annars „að sýna Blake ekki lengur nektarmyndbönd eða nektarmyndir af konum, ekki meira minnst á meinta fyrri „klámfíkn“ Baldoni, ekki fleiri umræður um kynferðislega landvinninga fyrir framan Blake og aðra, ekki minnast frekar á kynfæri leikara og starfsmanna, ekki fleiri fyrirspurnir um þyngd Blake, og ekki er meira minnst á látinn föður Blake. Ekki bæta við fleiri kynlífssenum, munnmökum eða fullnægingum fyrir framan myndatökuvélina af hálfu Blake, utan ramma handritsins sem hún samþykkti þegar hún skrifaði undir verkefnið“. Í málshöfðuninni er því haldið fram að kröfurnar hafi verið samþykktar af kvikmyndaverinu.

Í málsókninni er einnig haldið fram að velgengni myndarinnar hafi skaðast af miklum átökum um hvernig hún yrði markaðssett. Blake vildi sýna jákvæðan mynd af seiglu persónu sinnar, sem var á skjön við Baldoni sem sagðist vilja að einbeitt væri á málefni heimilisofbeldis í kjarna þess.

Á meðan hún var að kynna myndina á samfélagsmiðlum, sló myndbrot af Blake í gegn þar sem hún sagði aðdáendum „Gríptu vini þína, klæddu þig í blómamynstur og farðu út að sjá hana“ en sumir sögðu að skilaboð hennar væru á skjön við myrkt efni myndarinnar.

Tilraun til að bjarga löskuðum orðstír

Í yfirlýsingu sem Bryan Freedman, lögmaður Justin Baldoni, gaf breska miðlinum Mirror, sagði hann að ásakanir Blake séu „svívirðilegar“.

Yfirlýsingin segir: „Það er svívirðilegt að Lively og fulltrúar hennar skuli koma með svo alvarlegar og afdráttarlausar rangar ásakanir á hendur Baldoni, Wayfarer Studios og fulltrúum þess, sem enn eina örvæntingarfulla tilraun til að „laga“ neikvæðan orðstír hennar sem fékkst frá hennar eigin ummælum og aðgerðum á meðan á auglýsingaherferðinni stóð fyrir myndina og framkomu sem fylgst var með opinberlega, í rauntíma og óbreytt, sem gerði internetinu kleift að búa til eigin skoðanir. Þessar fullyrðingar eru algjörlega rangar, svívirðilegar og vísvitandi kynferðislegs eðlis með það í huga að valda skaða opinberlega og endurskrifa frásögnina í fjölmiðlum. Wayfarer Studios tók þá ákvörðun að ráða kreppustjóra með fyrirbyggjandi hætti fyrir markaðsherferð myndarinnar, til að vinna við hlið þeirra eigin fulltrúa hjá Jonesworks sem ráðinn var af Stephanie Jones, vegna margvíslegra krafna og hótana sem Lively setti fram meðan á framleiðslu stóð, þar á meðal hótaði hún að mæta ekki í tökur, hótaði að kynna myndina ekki, sem leiddi að lokum til dauða myndarinnar meðan á útgáfu henanr stóð, ef ekki yrði gengið að kröfum hennar.“

Þar segir einnig: „Það kom líka í ljós að Lively fékk sinn eigin fulltrúa, Leslie Sloan hjá Vision PR, sem einnig er fulltrúi Reynolds, til að planta neikvæðum og algjörlega upplognum og röngum sögum í fjölmiðla, jafnvel áður en markaðssetning á myndinni var hafin, sem var önnur ástæða þess að Wayfarer Studios tók þá ákvörðun að ráða kreppusérfræðing til að hefja innri atburðarásaráætlun í málinu sem þeir þurftu að taka á.“

 

 

Ógnuðu húsráðanda með hnífi og reyndu svo að stinga lögregluna af

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Eitt og annað hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurft að huga að frá fimm í morgun til fimm í dag, samkvæmt dagbók hennar.

Lögreglan sem sér um miðborg Reykjavíkur fékk tilkynningu um tvo aðila sem höfðu haft í hótunum við húsráðanda og að annar þeirra hefði verið vopnaður hnífi. Tilkynningunni fylgdi að þeir væru á leið af vettvangi en lögreglan fann þá stuttu síðar en þeir fóru ekki að fyrirmælum hennar og hlupu í burtu. Skömmu síðar náðusti þeir þó og voru þeir báðir handteknir og vistaðir vegna málsins

Þá var tilkynnt um brotna rúðu í skóla en ekki var vitað hvort farið hafi verið inn í húsnæðið eða ekki.

Hleðslustöð Nova varð eldi að bráð en samkvæmt tilkynningunni var eldsvoðinn ekki talinn alvarlegur.

Tilkynning barst einnig frá bílastæðahúsi Kringlunnar en þar hafði ökumaður keyrt á vegg og síðan gengið inn í Kringluna eins og ekkert væri. Ekki fylgdi sögunni hvernig málið endaði.

Nokkur dæmi voru um aðila sem óku undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og svo var tilkynnt um þjófnað á bifreið. Þá var einnig tilkynnt um innbrot á vinnusvæði sem olli einhverjum skemmdum og verkfæri voru tekin.

Að lokum segir frá eld sem kviknaði í ruslagámi við Spöngina.

 

 

Misjöfn viðbrögð við nýrri ríkisstjórn: „Fer næstum í taugarnar hvað ég er sáttur við þetta upphaf“

Inga, Þorgerður og Kristrún Ljósmynd: Facebook

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins var kynnt í dag og eins og alltaf sýnist sitt hverjum.

Margir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlunum í dag um hina nýju ríkisstjórn „Valkyrjanna“ en hér fyrir neðan má sjá viðbrögð nokkurra þekktra einstaklinga:

Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns og fyrrverandi þingmann Samfylkingarinnar lýst mjög vel á ríkisstjórnina. Skrifaði hún eftirfarandi Facebook-færslu:

„Mér líst mjög vel á þessa nýju ríkisstjórn og ráðherrana sem þar munu nú taka til starfa. Sama má segja um stefnuskrána og hlakka til að fylgjast með starfi þessarar nýju ríkisstjórnar. Þarna er lykilatriði að samstaða ríki því held að við séum öll orðin buguð af þessum hnífasendingum milli stjórnarflokka sem við höfum þurft að þola frá því fyrir kosningarnsr 2021 sér í lagi frá Sjálfstæðisflokknum.

Til hamingju öll, vinir mínir sem nú takið við flóknum verkefnum. Ég veit að þið munuð standa ykkur.“

Píratinn Björn Leví Gunnarsson, sem datt af þingi í síðustu kosningum hrósar ríkisstjórninni fyrir að fá utanþingsráðherra í fjármálaráðuneytið. Hann ritaði á Facebook:

„Rosalega góð ákvörðun að fá utanþingsráðherra í fjármálaráðuneytið. Það þýðir að það ráðuneyti verður minna pólitískt og fagráðuneytin fá að bera meiri ábyrgð á fjármálum sínum.“

Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur segist vera hálf pirraður yfir því hversu ánægður hann sé með ríkisstjórnina.

„Eftir öll þessi ár og allar þessar misvitru ríkisstjórnir, þá finnst mér ég vera stjórnarandstæðingur í eðli mínu. Þess vegna fer það næstum í taugarnar hvað ég er sáttur við þetta upphaf. Mér finnst ég ætti að vera kvartandi og kveinandi. En þetta lítur bara vel út!“

Lögmaðurinn og þingmaður emeritus, Brynjar Níelsson hæðist auðvitað að hinni nýju ríkisstjórn og segist á Facegbook ætla að halda áfram að vera í fýlu.

„Jæja, þá er komin á koppinn ný ríkisstjórn á Íslandi í anda Olaf Scholz í Þýskalandi, Keir Starmer í Bretlandi og Jonasar Gahr Störe í Noregi, sem eiga það sameiginlegt að hafa hrunið í fylgi á methraða í sínum löndum. En á Íslandi er mikill fögnuður sem jafna má við komu frelsarans þótt enginn af þessum flokkum hafi nokkurn tíma gert nokkuð gagn svo heitið geti.

Ég ætla samt að halda áfram að vera í fýlu, eins og ég hef verið síðustu ár og sumir segja svo lengi sem elstu menn muna. Kann ekkert annað og líður bara vel í fýlu. Ekki að ástæðulausu að ég er uppnefndur Ebbi á mínu heimili með tilvísun í Ebenezer Scrooge úr frægu jólaævintýri.“

Sanna Magdalena Mörtudóttir sem var hársbreidd frá því að komast á þing í kosningunum er sorgmædd yfir því að ekkert hafi verið talað um útsvar á fjármagnstekjum á blaðamannafundinum. Skrifaði hún eftirfarandi tvær færslur á Facebook:

„Fyrstu viðbrögð við blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar varðandi húsnæðismál:
Húsnæðismarkaðurinn var nefndur í kynningu nýrrar ríkisstjórnar og fjallað um bráðaðgerðir sem eigi m.a. að taka á skammtímaleigu, minnka á vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og styðja á húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða.

Eins og við vitum þá eru húsnæðismálin eitt það stærsta sem þarf að laga í íslensku samfélagi, hefði viljað heyra meira um hvernig gott og réttlátt húsnæðiskerfi verður byggt upp.“

Og svo:

„Ekkert um útsvar á fjármagnstekjur hjá þessari nýrri ríkisstjórn? Við færsluna setti hún grátandi broskall.

Lilja D. Alfreðsdóttir, fráfarandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar óskar nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og notar tækifærið í færslu sinni á Facebook til að þakka fyrir undanfarin ár.

„Óska nýrri ríkisstjórn velgengni fyrir land og þjóð! 🇮🇸 Á þessari stundu fyllist ég þakklæti og auðmýkt. Það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna fyrir fólkið í landinu að fjölmörgum framfaramálum. Ég hef stýrt þremur ráðuneytum í tæp níu ár: utanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Þetta hefur verið frábær tími með dásamlegu fagfólki. Hlakka til næsta tímabils.“

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson stingur upp á nafni fyrir ríkisstjórnina:

„Það er nokkuð smart að valkyrjur kynni nýja ríkisstjórn á vetrarsólstöðum, á þessum hvarfpunkti þegar myrkrið byrjar að víkja fyrir hækkandi sól. Þetta er forn hátíðisdagur og stærri en þeir sem smokrað var í síðari tíma dagtöl.
Vetrarsólstöðustjórn gæti hún líka heitið.
Á eftir að lúslesa stjórnarsáttmálann og læt vera að leggja mat á hann núna. Margt þar hljómar vel en það má nú yfirleitt segja um flesta slíka sáttmála.
Mér þykir nokkuð klókt að sækja ráðherra fjármála utan þings úr faglegu umhverfi akademíunnar þó að Daði Már sé vitaskuld Viðreisnarmaður í þessu embætti.
Það er rétt að óska ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur velfarnaðar, svona á fyrsta degi. Væntanlega koma margir dagar síðar þar sem ég gagnrýni hennar verk – þekki ég mig rétt.“

Nýja ríkisstjórnin kynnt: „Hér erum við mjög stoltar konur“

Frá blaðamannafundinum. Mynd: RÚV-skjáskot

Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu hina nýju ríkisstjórn Íslands á blaðamannafundi í dag. Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður utanríkisráðherra og Inga Sæland félagsmálaráðherra.

Ráðherrar Samfylkingarinnar verða eftirfarandi:

Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra.

Jóhann Páll Jóhannsson verður umhverfisráðherra.

Logi Már Einarsson verður menningar og nýsköpunarráðherra.

Alma Möller verður heilbrigðisráðherra.

Ráðherrar Viðreisnar verða eftirfarandi:

Hanna Katrín Friðriksson verður atvinnuvegaráðherra.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður dómsmálaráðherra.

Daði Már Kristófersson verður fjármálaráðherra en hann er utan flokka á þingi en hefur verið varaþingmaður Viðreisnar frá 2020 og hefur fimm sinnum tekið sæti á þingi fyrir flokkinn.

Ráðherrar Flokks fólksins:

Inga Sæland verður húsnæðis og félagsmálaráðherra.

Eyjólfur Ármannsson verður samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir verður mennta- og barnamálaráðherra.

Kristrún sagði á fundinum að ríkisstjórn hennar muni taka á orkumálum. Flutningskerfi verði styrkt og orkunýting bætt. Þá verða leyfisveitingar aukreitis einfaldaðar. Áfram verður stuðst við rammaáætlun en þó verði ákveðnum verkefnum sett í forgang. Stefnir ríkisstjórnin á að Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.

Inga Sæland byrjaði á að þakka traustið sem Flokki fólksins var sýnt í síðustu kosningum.

„Við ætlum að láta verkin tala,“ sagði hún og bætir við að ríkisstjórnin muni taka stór skref í að útrýma fátækt.

„Við ætlum að stöðva allt sem heitir kjaragliðnun launa og lífeyris,“ sagði Inga. bætti hún við almannatryggingaþegar séu nú komnir að samningaborðinu.

Þá ætlar Inga að hætta almennt frítekjumark upp í 60 þúsund krónur og tryggja að aldurstengd örorkuuppbót verði ævilangt.

Aukreitis verður stofnaður hagsmundafulltrúi aldraðs fólks og bæta á grunnfærslu almannatrygginga. Þar að auki á að endurskoða á starfsgetumatið.

Þá hyggst ríkisstjórnin lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður það fólk styrkt til þátttöku í atvinnulífinu. Einnig verður lagst í átak í að kenna innflytjendum íslensku.

Inga sagði einnig að 48 daga strandveiðar verði tryggðar enda horfi landsbyggðin til ríkisstjórnarinnar og treysti henni til góðra hluta.

Að lokum sagði Inga að þarna sætu stoltar konur: „Hér erum við mjög stoltar konur“.

Þorgerður Katrín tók því næst til máls en hún undirstrikar að fyrst hafi verið fókusað á efnahagslegan stöðugleika í stjórnarmyndunarviðræðum.

Þá sagði hún að forgangsverkefni verðu að hagræða stjórnsýslu og sameina stofnanir og þá verður ráðuneytum fækkað um eitt.

„Ég vil taka það fram að við ætlum ekki að hækka tekjuskatta á fólk, við ætlum ekki að hækka skatta á lögaðila, við ætlum ekki að hækka fjármagnstekjuskatta og við ætlum ekki að hækka virðisaukaskatta á ferðaþjónustu,“ sagðiÞorgerður Katrín að lokum.

Aðeins 22 prósent Ísraela treysta ríkisstjórninni – Yfirgnæfandi stuðningur við herinn

Benjamin Netanyahu

Einungis 22 prósent Ísraela treysta ríkisstjórn landsins. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun fjölmiðilsins Channel 13 í Ísrael.

Skoðanakönnunin hefur einnig leitt í ljós að 75 prósent aðspurðra lýstu trausti á hernum. Þá kemur einnig fram að traust til Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mælist aðeins 29 prósent.

Á sama tíma lýstu 47 prósent aðspurðra trausti á Herzi Halevi hershöfðingja, yfirmanni hersins. Traust varnarmálaráðherrans, Israels Katz, var aðeins 24 prósent í könnuninni.

 

 

 

Enn er tveggja hunda leitað á Austurlandi: „Það er sem jörðin hafi gleypt þá“

Luna og Stitch

Tveir setter-hundar sem struku frá Djúpavogi þann 9. desember síðastliðinn, hafa enn ekki fundist, þrátt fyrir mikla leit fjölmargra aðila á stóru svæði.

Settar-hundarnir Luna og Stitch struku frá umsjónarmanni sínum 9. desember og til að byrja með tóku þeir stefnuna suður. Þetta kemur fram í Austurfrétt. Síðast sást til þeirra á hlaupum í Geithelladal þann 11. desember en síðan hefur ekkert til þeirra spurst.

„Það er sem jörðin hafi gleypt þá,“ segir Ólöf Rún Stefánsdóttir umsjónarmaður hundanna í samtali við Austurfrétt. Segist hún þó ekki vera búin að gefa upp vonina um að finna þá félaga en mikill fjöldi tilbúinn að aðstoða við leitina.

„Þetta hefur vakið mikla athygli og það af hinu góða því fleiri sem vita af leitinni því betra. Það versta er að vita ekkert í hvaða átt þeir héldu frá Geithellum þar sem til þeirra sást síðast. Hvort þeir héldu sunnar eða fóru upp í fjöllin þaðan er alls óljóst. Það er þó ekki svo að öll nótt sé úti enn. Það er alveg þekkt að þessir hundar geta farið langar leiðir en samt skilað sér til baka. Þetta eru líka veiðihundar svo að þeir eiga að geta fundið sér æti ef svo ber undir.“

Þá vill Ólöf koma kærum þökkum til þeirra sem hafa hjálpað við leitina að hundunum frá fyrsta degi. Vonast hún til þess innilega að þeir finnist áður en jólin hefjast.

„Það væri hin allra besta jólagjöf.“

Áslaug Arna bjargaði mannslífi í gær: „Enginn vissi hvað hann átti að gera og fólk hljóp í hringi“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd / Aldís Pálsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bjargaði mannslífi í gær þegar matur stóð í konu á veitingastað.

Fráfarandi háskóla-, iðnaðar – og nýsköpunarráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bjargaði lífi konu í gær en báðar voru þær gestir á veitingastaðnum Kastrup RVK. Þetta hefur RÚV eftir Jóni Mýrdal, eiganda veitingastaðarins. Matur hafi staðið í konu og hún ekki getað andað.

„Enginn vissi hvað hann átti að gera og fólk hljóp í hringi,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu RÚV seint í gærkvöld. „Áslaug varð vör við þetta og gekk bara beint í verkið.“

Að sögn Jóns var hringt í sjúkrabíl og fékk konan skoðun og aðhlynningu á vettvangi. Hún hafi kvartað yfir að vera svolítið aum en að öðru leyti hafi líðan hennar verið góð. Segir hann að hún hafi verið ákveðin í að láta atvikið ekki koma í veg fyrir að hún gæti nýtt miða á tónleika sem hún átti.

„Það þurfti átak til að ná þessu úr henni svo hún var dálítið aum eftir þetta en hún var komin í sparigallann og ætlaði bara að fara þegar sjúkramenn voru farnir,“ sagði Jón.

Jón sagði að það hafi verið samdóma álit viðbragðsaðila að Áslaug Arna hafi brugðist hárrétt við og að öllum líkindum bjargað lífi konunnar. Sagði hann mikið fát hafa komið á aðra gesti staðarins og að ekki hefði mátt á tæpara standa.

„Magnað vegna þess að þetta var náttúrulega seinasti dagurinn hennar sem ráðherra og hún endaði kvöldið svona, bjarga mannslífi. Skilaði lyklunum að ráðuneytinu og bjargaði svo mannslífi.“

Bendir á hversu óvenjuleg stjórnarskiptin verða í dag: „Það gerist ekki oft á Íslandi“

Þríeykið. Ljósmynd: Facebook

Egill Helgason bendir á hversu óvenjuleg stjórnarskiptin verða um helgina.

Í dag verður ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins kynnt og er þess beðið með mikilli óþreyju að fá að vita hver sest í hvaða ráðherrastól. Egill Helgason fjölmiðlamaður bendir á í nýlegri Facebook-færslu að stjórnarskiptin nú verði að einhverju leyti óvenjuleg, þar sem meðal annars sé um hrein stjórnarskipti að ræða sem ekki gerist oft á Íslandi. Þá hefur aðeins einn væntanlegur ráðherra áður setið í ríkisstjórn.

„Sumpart óvenjuleg stjórnarskipti nú um helgina. Í fyrsta lagi eru þetta hrein stjórnarskipti – það er að segja alveg nýir flokkar sem taka við. Það gerist ekki oft á Íslandi í okkar kerfi samsteypustjórna – seinast 2013, þar áður 1971. Aðeins einn væntanlegur ráðherra hefur áður setið í ríkisstjórn – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Og aðeins þrír þingmenn hafa áður verið í stjórnarliði – Þorgerður, Hanna Katrín Friðriksson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Annars allt nýgræðingar. Annað er ekki við hæfi í upphafi en að óska stjórninni velfarnaðar. (Bæti við Lilju Rafney sem mér yfirsást og er þarna nokkuð óvænt.)“

Sólveig hittir ömmu sína

Gríðarleg harka er komin í átök Eflingar við Samtök fyrirtækja í veitingarekstri, sem eru staðfastlega grunuð um að hafa stofnað sitt eigið verkalýðsfélag, Virðingu, til að hemja launagreiðslur í veitingageiranum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er dugleg við að klæða sig í gult vesti til að berja á eigendum þeirra veitingastaða sem ekki fylgja kjarasamningum Eflingar.

Engin leið er til að spá fyrir um niðurstöðu átakanna. Samtök veitingamanna hafa nú í örvæntingu gripið til þess úræðis að kalla inn á völlinn einn umdeildasta lögmann landsins, sjálfan Sigurð G. Guðjónsson, sem hefur tekið til við að hamra á Sólveigu formanni og sakar hana um félagslegt ofbeldi.

Segja má að þarna hafi skrattinn hitt ömmu sína og víst að átök milli Sólveigar og Sigurðar eiga eftir að harðna og það er enginn sálmasöngur í loftinu. Siggi er á nýju skónum, Solla í gulu vesti og það eru að koma jól …

Ríkið seldi 200 tonn af salmonellusýktu mjöli: „Menn eru alltaf á nálum út af þessu“

Frá Siglufirði - myndin tengist fréttinni ekki beint Ljósmynd: northiceland.is

200 tonn af sýktu mjöli var selt til Englands árið 1987 en DV greindi frá málinu.

Greint er frá því í frásögn DV að salmonella hafi fundist í sýnum úr 200 lestum af mjöli sem hafði verið selt til Þýskalands en ekki hafi mátt selja það sýkt þangað til lands. Engar slíkar reglur um slíkt virðast hafa verið til staðar í Englandi en þangað var mjölið selt eftir að sýkingin kom upp og spurðu kaupendur ekki sérstaklega um hvort mjölið væri sýkt.

Ísólfur Sigurðarson, aðstoðarframkvæmdastjóri Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði, vissi ekki hvort kaupendur hafi verið látnir vita.

„Menn eru alltaf á nálum út af þessu en illmögulegt virðist að koma í veg fyrir að salmonella komist í mjölið. Sérfræðingar telja að salmonellan berist í mjölið með fuglasaur en þrærnar eru alltaf fullar af fugli meðan á loðnubræðslunni stendur,“ sagði Ingólfur um söluna við DV.

Þá sagði Ísólfur að kröfur þeirra sem kaupa mjöl séu misjafnar. Sumir séu ekki til í sýkt mjöl en aðrir spyrja ekki að neinu og setja engar kröfur. Þá sagði hann einnig að það væri nær útilokað að koma í veg fyrir að fuglinn komist í loðnuna eða fiskúrganginn sem er bræddur.

Bandaríkjamenn segjast hafa drepið leiðtoga ISIS: „Munum ekki leyfa þeim að nýta sér ástandið“

Bandarísk yfirvöld segjast hafa drepið leiðtoga ISIS, Abu Yusif í Sýrlandi. 

Bandaríski miðstjórnarherinn (Centcom) sagðist hafa gert loftárás á Yusif, sem einnig gengur undir nafninu Mahmud, á svæði sem er á valdi sýrlenska stjórnarhersins og rússneskra hersveita áður en Bashar al Assad féll af stalli sínum nýlega.

Annar liðsmaður ISIS féll einnig í árásinni, að sögn bandarískra embættismanna.

Yfirmaður Centcom, hershöfðinginn Michael Erik Kurilla, sagði: „Eins og áður segir munu Bandaríkin, sem vinna með bandamönnum og samstarfsaðilum á svæðinu, ekki leyfa ISIS að nýta sér núverandi ástand í Sýrlandi og endurreisa sig. ISIS hefur þann ásetning að frelsa úr haldi yfir 8.000 ISIS-liðsmenn sem nú eru í haldi í Sýrlandi. Við munum beina spjótum okkur harkalega að þessum leiðtogum og liðsmönnum, þar á meðal þá sem reyna að framkvæma hernaðaraðgerðir utan Sýrlands.“

Vígasveitir ISIS lögðu undir sig hluta Íraks og Sýrlands árið 2014 og notfærðu sér borgarastríð þess síðarnefnda til að gera tilkall til landsvæðis áður en þeir lýstu sjálfir yfir kalífadæmi síðla árs 2015.

Þegar völd samtakanna stóðu sem hæst bjuggu um 12 milljónir manna undir stjórn ISIS, þar sem vígamenn framfylgja öfgakenndri túlkun á íslömskum lögum og framkvæma fjöldamorð á minnihlutahópum. Hins vegar var þeim ýtt til baka af bandalagi herafla og misstu stjórn á öllu yfirráðasvæði sínu í Miðausturlöndum árið 2019.

Þeir hafa haldið áfram uppreisnartilraunum á svæðum Sýrlands, Íraks og Afganistan, á meðan meðlimir þeirra hafa enn viðveru á svæðum innan Afríku.

 

 

 

Þjóðin mun kjósa um ESB viðræður á kjörtímabilinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Eitt af stefnumálum Valkyrjustjórnarinnar sem kynnt verður á morgun er að kosið verði um áframhaldandi viðræður við ESB um inngöngu Íslands í sambandið en Heimildin greinir frá þessu.

Samkvæmt heimildum Heimildarinnar var lítil andstaða við þessa hugmynd innan hópsins en óljóst er þó hvenær kosið verður um viðræðurnar en gera megi ráð fyrir að það verði á seinni hluta kjörtímabilsins.

Þá er tekið fram að Þorgerður Katrín hafi verið ósveigjanleg þegar kom að þessu máli í viðræðunum og samþykktu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að kosið yrði um málið en innganga í ESB hefur lengi verið á stefnuskrá Samfylkingarinnar meðan Flokkur fólksins hefur gefið óljós svör.

Sagt er að endurkoma Donald Trump í forsetastól Bandaríkjanna hafi mögulega haft áhrif á þessa ákvörðun en mikil óvissa er með samstarf við landið eftir að forsetinn tilvonandi hótaði háum tollum á innflutning frá öðrum ríkjum.

Persónuafslátturinn hækkar um tæp sex prósent um mánaðamótin

Peningar
Mynd/LG

Persónuafslátturinn hækkar um 5,8 prósent um mánaðamótin eða um 3.765 krónur á mánuði. Á ári verður persónuafslátturinn því 824.288 krónur.

Samkvæmt tilkynningu sem birtist á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins mun persónuafslátturinn hækka úr 62.926 krónum á mánuði í 68.691 krónur en það er 5,8 prósent hækkun.

Upphæðir persónuafsláttar og þrepamörk tekjuskatts einstaklinga breytast við hver áramót, í samræmi við tólf mánðaa hækkun vísitölu neysluverðs eða það sem venjulega kallast verðbólga. Auk þess bætist síðan við hækkun vegna framleiðnivaxtar.

Vísitalan hefur hækkað um 4,75 prósent á síðustu 12 mánuðum en framleiðnivöxturinn legsst síðan ofan á það en gert er ráð fyrir því að framleiðni aukist á hverju ári um eitt prósent. Það mat er endurskoðað á fimm ára fresti og fer næst fram fyrir tekjuárið 2027.

Superman snýr aftur í stiklu – með hundi

Krypto the Superdog er í myndinni

Aðdáendur ofurhetjumynda bíða spenntir eftir næstu mynd um ofurmennið Clark Kent, betur þekktur sem Superman, en ný mynd um kappann er væntanleg 11. júlí á næsta ári og hefur fyrsta stikla myndarinnar verið birt. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er James Gunn en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Guardians of the Galaxy-myndunum fyrir Marvel.

Nýr leikari hefur verið ráðinn til að leika Superman en David Corenswet tekur við af Henry Cavill. Corenswet er nokkuð óþekktur leikari en James Gunn hefur mikla trú á leikaranum. Í myndinni leika einnig Nathan Fillion, Anthony Carrigan, Rachel Brosnahan, og Nicholas Hoult ásamt fleirum.

Dómnefnd ekki skilað inn umsögn um hæfni Brynjars

Brynjar Níelsson Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem birtist á vef þess í byrjun desember var greint frá því að skipa og setja ætti tvo einstaklinga í embætti héraðsdómara. Einn við Héraðsdóm Reykjaness og yrði sá skipaður og einn við Héraðsdóm Reykjavíkur en sá yrði settur.

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sótti um að vera settur dómari við Héraðdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson sóttist einnig eftir að vera settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur meðan Arndís Anna Kristínardóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Sindri Stephensen sóttu um bæði embættin.

Háværar sögur hafa verið á kreiki um að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar myndi reyna setja Brynjar í embættið áður en ný ríkisstjórn tæki við. Til þess að geta það þarf dómnefnd um hæfnismat að hafa skilað dómsmálaráðherra umsögn um málið en í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Mannlífs um málið hefur nefndin ekki skilað inn umsögn sinni.

Því verður það líklega valkyrjustjórnin sem mun skipa og setja í embættin.

Yfirmaður UNRWA segir heiminn „á krossgötum“ gagnvart Gaza

Philippe Lazzarini, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, hefur kallað eftir „pólitísku hugrekki til að verja og styrkja fjölþjóðakerfið og hið alþjóðlega reglubundna skipulag“.

Í grein sem hann skrifaði fyrir The Guardian sagði hann að alþjóðasamfélagið yrði að velja á milli heims „þar sem við höfum hafnað skuldbindingu okkar um að veita pólitískt svar við spurningunni um Palestínu“.

Hann kallaði þetta „dystópískan heim, þar sem Ísrael, sem hernámsveldi, ber eitt ábyrgð á íbúa á hernumdu palestínsku svæði“.

Lazzarini lagði áherslu á að í hina áttina „lægi heimur þar sem varnarliðir reglubundins skipulags halda velli og Palestínumálið er leyst með pólitískum hætti“.

„Þetta er leiðin sem alþjóðlega bandalagið fetar núna til að innleiða tveggja ríkja lausnina,“ bætti yfirmaður UNRWA við.

Lazzarini lagði einnig áherslu á að Ísraelar héldu áfram að halda því fram að „Hamas-liðar séu innan raða UNRWA, jafnvel þó að allar ásakanir sem sönnunargögn hafi verið færð fyrir hafi verið rannsakaðar ítarlega“.

 

 

Glæný dagrétting um heilsufar Karls III: „Meðferðin heldur áfram á nýju ári“

Karl III Bretlandskonungur

Krabbameinsmeðferð Karls III konungs mun halda áfram á nýju ári og hefur verið „á jákvæðri leið“, hafa heimildir hallarinnar leitt í ljós.

Heimildir sögðu eftirfarandi í samtali við Sky News: „Meðferð hans hefur verið að þróast í jákvæða átt og mun meðferðarlotan halda áfram á nýju ári.“ Buckingham höll tilkynnti að Karl hefði greinst með krabbamein í febrúar á þessu ári og að hinn 76 ára gamli konungur væri að hefja meðferð.

Heimildir hallarinnar segja nú að bjartsýni sé til staðar, sem sést í löngun konungs til að halda áfram með annasaman dagskrá, þar á meðal yfir hátíðarnar. Nánir aðstoðarmenn Karls sögðu áður að þó að hann sé ekki kominn úr hættu enn sé „mikil bjartsýni“ og að meðferðin hafi gengið betur en flestir bjuggust við.

Konungurinn tjáði sig fyrst opinberlega um að þörf væri á aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils í janúar, og í kjölfarið sýndu fjölmargir þegnar hans samúð sína.

En hann hefur vísvitandi ekki upplýst hvers konar krabbamein hann berst við til að draga ekki úr mikilvægi annars konar krabbameina. Ekki er heldur vitað hvers konar meðferð hann hefur gengist undir í reglulegum einkatímum sem hann sækir í Lundúnum.

Í mars tilkynnti Kensington-höll að prinsessan af Wales væri einnig í meðferð við krabbameini og gangist undir krabbameinslyfjameðferð sem hófst í febrúar. Katrín, sem er 42 ára, var lögð inn á sjúkrahús þann 16. janúar vegna „stórrar kviðarholsaðgerðar“, sem heppnaðist vel.

 

Ráðherrakapall valkyrjanna að taka á sig mynd – Inga verður félagsmálaráðherra

Þríeykið. Ljósmynd: Facebook

Búið að ákveða milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hversu mörg ráðherraembætti hver flokkur fær í komandi stjórn samkvæmt heimildum íslenskra fjölmiðla.

Samfylkingin er sögð fá fjögur ráðuneyti og verður Kristrún Frostadóttir þá forsætisráðherra og talið mjög líklegt að Alma Möller verði heilbrigðisráðherra. Viðreisn fær þrjú ráðuneyti og tvö af þeim eru sögð vera utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Þá mun Flokkur fólksins einnig fá þrjú embætti og nokkuð örugglega að Inga Sæland verði félagsmálaráðherra í ríkisstjórninni.

Valkyrjurnarstjórnin, eins og hún hefur verið kölluð, verður kynnt til leiks nú um helgina ef allar áætlanir flokkanna ganga eftir.

„Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær.

Raddir