Laugardagur 21. september, 2024
9 C
Reykjavik

Börn á húsþaki

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan átti þriðju nóttina í röð náðugar stundir. Fátt bar til tíðinda annað en drukknir og dópaðir ökumenn sem sumir voru jafnvel réttindalausir. Einn var læstur inni í fangaklefa eftir slíkt atvik.

Búðaþjófur var staðinn að hnupli í matvöruverslun. Hann reyndist vera samvinnuþýður og var mál hans fgreitt á vettvangi.

Drengir stunduðu háskaleik á þaki grunnskóla. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við þá um hættur þess að leika sér á húsþökum. Drengirnir hlýddu á laganna verði og tóku sönsum.

Patrik slaufað

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, var rekinn frá Sýn eftir nauðgunarbrandara í útvarpsþættinum Veislan á FM957. Útvarpsþátturinn  var sleginn af og Patrik og Ágúst Beinteinn, aðalstjórnandi þáttarins, þurfa væntanlega að leita sér að nýjum verkefnum.

Nauðgunarbrandarinn gekk út á það að innhringjandi var spurður hvort hann ætlaði að taka með sér botnlaust tjald á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Samkvæmt málskilningi flestra þýðir það að undirbúa að varpa tjaldi yfir áfengisdauða manneskju og nauðga henni.

Uppnám varð á samfélagsmiðlum vegna þessa og var hávær krafa um að tónlistarmaðurinn yrði látinn axla ábyrgð vegna orða sinna. Ekki bætti úr skák að stjórnendurnir héldu mjög á lofti lögum Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs, sem hefur víða verið slaufað. Niðurstaðan varð sú að loka þættinum og slaufa Patrik með þeim hætti.

Málið er grafalvarlegt fyrir Prettiboisjokko sem hefur farið með himinskautum í vinsældum undanfarið og er ein skærasta stjarnan á himni íslenskrar dægurtónlistar. Fordæmingin á Patrik getur orðið til þess að skaða varanlega feril hans sem fram að þessu hefur verið farsæll.

Hvori hósti né stuna hefur heyrst frá tónlistarmanninum vegna þessa. Einhverjir telja þögnina vera slæm almannatengsl og telja nauðsynlegt hjá Patrik að biðjast afsökunar á mistökum sínum …

Farþegi beit Magnús leigubílstjóra í hálsinn: „Hann var eins og Hannibal Lecter“

Magnús var bitinn af manni og líkti honum við Hannibal Lecter - Myndin er samsett

„Hann var eins og Hannibal Lecter þar sem hann beit í barkann á mér og hékk þannig,“ sagði Magnús Sigurðsson, leigubílstjóri, í samtali við DV mánudaginn 3. janúar 2005 um farþega sem hann sótti aðfaranótt sunnudags.

Ástæða bitsins var kostnaður ferðarinnar að sögn Magnúsar en farþeginn vildi aðeins borga 1000 krónur fyrir ferðina „Þau höfðu verið í fínu boði og litu vel út, hún var í síðkjól og þetta var bara venjuleg ferð. Þegar við vorum komin á áfangastað við Háteigsveg kom í ljós að ferðin kostaði 1340 krónur. Hann réttir fram kortið og segir eins og fólk er byrjað að gera: Taktu þúsundkall og málið er dautt. Ég gat ekki sætt mig við að hann ákvæði hvað ferðin ætti að kosta.“

„Mér leiddist þetta og sagði við hann að ég skyldi bara gefa þeim ferðina í nýársgjöf en ég gat ekki breytt gjaldskránni. Hann var tilbúinn að vera með mikil læti út af 340 krónum. Ég straujaði kortið á endanum og það gekk í gegn og þegar hann stígur út úr bílnum rífur hann með sér dót sem var á milli sætanna, penna, loftmæli og svoleiðis smádót. Ég opna hurðina og segi honum að láta ekki svona og þá greiðir hann mér svaka högg á kjammann. Ég sá bara stjörnur og varð dauðhræddur. Fyrst reif hann gleraugun af og svo sló hann á kjammann,“ sagði Magnús og reyndi að bjarga sér eftir bestu getu og notaði þyngd sína til að skella manninum niður og halda honum í götunni.

„Þegar hann lofaði að hætta þessari vitleysu sleppti ég honum og fæ þá annað högg á kjammann og sé stjörnurnar aftur. Þá stökk ég aftur á hann og rétti konunni hans símann til að hún gæti hringt í lögregluna. Ég hrópa á hjálp og þá reisir hann sig upp og bítur mig á barkann.“

„Mér datt líka í hug að hann væri eins og Mike Tyson þegar hann beit eyrað af Holyfield. Hann hangir þarna í hálsinum á mér og ég reyni að rífa mig frá honum og vona að hann taki ekki stykki með sér. Þá heyri ég að lögreglan er að koma og sleppi honum,“ sagði Magnús um hvernig árásin endaði.

„Þetta var fólskulegt hjá honum og eldsnöggt en ég vorkenni stráknum að hafa látið svona. Ég hélt að þetta væri skikkanlegt fólk og að það væri hægt að tala við það. Ég hélt af reynslunni að ég væri nokkuð mannglöggur, það hefur dugað hingað til,“ sagði Magnús að lokum en hann sagði einnig frá því að hann væri ýmsu vanur sem leigubílstjóri og það væri voðalegt hvernig sumt fólk hegðaði sér gagnvart leigubílstjórum.

Baksýnisspegill þessi birtist upphaflega 20. júlí árið 2023.

Lagt til að ríkið greiði 440 milljónir og Grindavíkurbær 30 milljónir

Mynd: Skjáskot af RÚV.

Viðgerðir á innviðum í Grindavík, sem og hækkun sjóvarna og frekari jarðkönnun í bænum eru hluti af aðgerðaáætlun er Grindavíkurnefndin svokallaða hefur sent Innviðaráðuneytinu.

Áætlaður kostnaður vegna þeirra er nærri hálfur milljarður.Grindavíkurnefndin telur að forsendur til þess að hægt verði að aflétta lokunum til Grindavíkur með öruggum hætti séu afar nauðsynlegar viðgerðir á innviðum; gatnakerfi sem og lögnum.

Eldgos í Grindavík

Til að koma í veg fyrir skemmdir á húsum bæjarins vegna flóða þarf að hækka sjóvarnir; þetta segir Grindavíkurnefndin vera nauðsynlegt til verja fiskvinnslur og önnur hús við höfnina; leggur nefndin það til að jarðkönnunarverkefninu verði lokið eins og bæjarstjórnin hefur lagt mikla áherslu á.

Vegagerðin strikaði víða yfir Grindavík.
Ljósmynd: Facebook

Eins og komið hefur fram á Mannlífi er áætlaður kostnaður við áætlunina um hálfur milljarður króna.

Telur nefndin þörf á að ríkið stígi inn í; sérstaklega vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, og lagt er til að ríkið greiði um 440 milljónir og Grindavíkurbær um 30 milljónir.

Goldvöllurinn í Grindavík. Ljósmynd/Lalli

Kemur fram að kostnaður vegna lokunarpósta sem starfræktir eru á Suðurstandarvegi, Nesvegi og Grindavíkurvegi hefur minnkað; nemur hann nú um 40 milljónum á mánuði – að því er kemur fram í áætluninni.

Kostnaður vegna vöktunar lögreglu og Veðurstofu gæti aukist með aukinni umferð.

Crossfit-keppandi talinn hafa drukknað í miðri keppni – MYNDBAND

Laz­ar Ðukic er talinn hafa drukknað

Crossfit-keppandinn Laz­ar Ðukic er talinn vera mögulega látinn en er einn af þátttakendum heimsleikanna í Crossfit sem fara fram í Texas í Bandaríkjunum þessa stundina.

Ekkert hefur sést til Ðukic síðan nálægt endastöð sundhluta keppninnar og er óttast hann hafi drukknað. Leitar- og björgunarsveitir eru  að leita að honum í samstarfi við lögreglu staðarins en Ðukic er ekki fremst Crossfit-kappi heimsins í dag.

Keppt var í 5,6 kílómetrahlaupi og svo í 800 metra sundi í dag.

Albert sagður á leið til Fiorentina

Albert Guðmundsson

Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er sagður vera nálægt því að ganga til liðs við ítalska knattspyrnuliðið Fiorentina en viðræður eru sagðar á lokastigi í ítölskum fréttamiðlum.

Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

„Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús er svívirðilegt og siðlaust“

Ríkisstjórn Íslands 2024.

Helgi Guðnason, forstöðumaður í Fíladelfíu í Reykjavík, ritar pistil um fjölskyldur frá Venesúela sem senda á aftur til heimalandsins.

Helgi Gu.ðnason

„Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta sunnudag en neitar að viðurkenna það.“

Nicolas Maduro.

Hann bætir því við að „íbúar Venesúela eru duglegir að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi.“

Helgi ljær máls á því að „fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur.“

Bergþór Ólason.

Hann segir frá því að „fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu.“

Helgi spyr einfaldlega:

„Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi – ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar?“

Bætir því við að „þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust.“

Segir að endingu:

„Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum.“

Ung börn ein heima þegar eldur blossaði upp í íbúð í Laugardalnum

Eldur blossaði upp á Hallgerðargötu - Mynd: Já.is

Mikill eldur blossaði upp í einu herbergi í íbúð á Hallgerðargötu á Kirkjusandi í Laugardalnum fyrr í dag en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru ung börn ein heima.

Þrátt fyrir það slasaðist enginn en herbergið er sagt verið mikið skemmt og vinnur slökkviliðið nú að reykræstingu á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Ekki liggur fyrir um eldsupptök að svo stöddu.

Uppfært:

„Eng­in slys urðu á fólki og það er búið að slökkva og þeir eru bara í reykræst­ingu og svo frá­gangi. Gekk fljótt og vel,“ sagði Sig­ur­jón Hendriks­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborga­svæðinu, um eldinn við mbl.is 

„Við send­um alla­veg­ana tvo, þrjá sjúkra­bíla og fjóra dælu­bíla. Við send­um bara það sem við eig­um til af stað og svo drög­um við bara úr.“

Hatursorðræða í Hveragerði: „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur“

Hatursfull skilaboð voru skrifuð á Pride-fánann í Hveragerði - Mynd: Pétur Markan

Það blasti ljót sjón við íbúum Hveragerðis í morgun þegar kom í ljós að unnin hefðu verið skemmdarverk á regnbogafána sem hafði verið málaður á götu þar í bæ í tilefni Hinsegin daga sem fara nú fram. Fáni nasista var meðal þess sem málað var á Pride-fánann.

Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, segir málið vera ömurlegt en hatursorðræða var rituð á fánann. Hann segir að íbúar bæjarsins standi með hinsegin fólki. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn,“ sagði bæjarstjórinn við Vísi.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er vitað hver stendur á bak við hatrið. Bæjaryfirvöld muni mála yfir skemmdarverkin. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því. Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“

Ætlar þú að taka þátt í Hinsegin dögum?

Frá Reykjavík Pride 2023 Mynd: Skjáskot af Twittersíðu borgarstjóra

Á þriðjudaginn voru Hinsegin dagar settir en þeir hafa verið haldnir síðan 1999 í Reykjavík með fjölbreyttri dagskrá. Margir telja Gleðigönguna hápunkt daganna en hún verður gengin á laugardaginn. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Mannlíf spyr því lesendur sína; Ætlar þú að taka þátt í Hinsegin dögum?

This poll has ended (since 1 month).
Nei
86.36%
13.64%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 9. ágúst.

Nakinn bílþjófur keyrði á mann og tré – MYNDBAND

Tyler Merl Jonsson var nakinn þegar hann stal bíl - Mynd: Skjáskot

Lögreglan í Des Moines í Iowa-fylki í Bandaríkjunum handtók nakinn bílþjóf á þriðjudagsmorgun.

Ótrúlegi bílþjófnaðurinn náðist á myndband en það var hann Tyler Merl Jonsson, sem var að hlaupa nakinn um götur Des Moines, sem ákvað að stela bíl. Í myndbandinu sést Jonsson hoppa yfir bílstjórann, sem situr í rólegheitum í bílstjórasætinu, yfir í farþegasætið fram í bílnum. Bílstjóranum bregður við þetta atvik og fer út úr bílnum en þá grípur Jonsson tækifærið og skellir sér í bílstjórasætið og keyrir í burtu og á eiganda bílsins í leiðinni.

Hann var svo handtekinn skömmu síðar eftir að hafa keyrt á tré. Jonsson hefur verið ákærður fyrir að bílþjófnað og að keyra án réttinda. Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs slasaðist eigandinn bílsins lítillega.

Þúsundir syrgja andlát Árna Þórðar: „Megi almættið vera með ykkur á þessum erfiðu tímum“

Árni Þórður er fallinn frá - Mynd: Facebook

Árni Þórður Sigurðarson tollvörður er látinn en Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi Stormur, greindi frá því á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Sigurður er faðir Árna.

Árni glímdi við alvarleg veikindi fyrir nokkrum árum en það þurfti að halda honum í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð árið 2021 vegna líffærabilunar og var fjallað mikið um það í fjölmiðlum á sínum tíma. Talið var að hann væri orðinn heill samkvæmt Sigurði en Árni lést á heimilinu sínu á Völlunum í Hafnarfirði á mánudaginn var.

Óhætt er að segja andláta Árna snerti marga en yfir þúsund manns hafa vottað fjölskyldu hans samúð sína með fallegum orðum um Árna Þórð.

Hjónaband Snorra í uppnámi

Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjór Play.

Mikið var um dýrðir þegar fjölmiðlaparið Snorri Másson, ritstjóri Ritsjóra, og Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, gengu í hjónaband á Siglufirði fyrir nokkru síðan. Allt var gert samkvæmt reglum og var í fyrstu ekki annað vitað en að hjónabandið myndi öðlast fullgildingu. Nokkru eftir að veisluhöldunum lauk kom babb í bátinn og hjónabandið komst í einskonar uppnám.

Nadine Guðrún ræddi málið við Viktoríu Hermannsdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1. Þar upplýsti samskiptastjórinn um þau hjónabandsvandræði sem þau Snorri hafa gengið í gegnum. Þjóðskrá neitar að skrá hjúskapinn sem löggildan nema að fá frumrit af fæðingarvottorðí brúðarinnar. Vandinn er sá að Nadine Guðrún er fædd í Katar og þar liggur frumritið. Þarlend stofnun neitar að senda það til Íslands í pósti og krefst þess að hún komi í eigin persónu og leysi plaggið út.

Hjónaleysin eiga því ekki annarra kosta völ en að leggja upp í langt ferðalag og nálgast fæðingarvottorðið. Þangað til er parið ógift. Nadine upplýsti að það væri í bígerð. Hún nýtur væntanlega góðs af því fljúga ódýrt með Play.

Fram kom í viðtalinu að samband þeirra Snorra og Nadine er með miklum ágætum og hamingjan svífur yfir vötnum, þrátt fyrir þessa hnökra Þjóðskrár …

Búðarþjófurinn gerði uppreisn eftir afhjúpun – Góðkunningi lögreglunnar sofnaði í miðju innbroti

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Uppnám varð í fataverslun verslun í gær eftir að búðaþjófur var staðinn að verki. Starfsmenn stóðu manninn að verki við að stela fatnaði. Þjófurinn var ekkert á því að játa á sig verknaðinn og reyndi flótta. Starfsmenn fóru á eftir manninum, náðu honum og hringdu á lögreglu. Á leiðinni á vettvang bárust upplýsingar frá starfsmönnum um að gerandinn væri að reyna að veitast að starfsmönnum. Þjófurinn var handtekinn þegar lögreglan kom á vettvang og fluttur á lögreglustöð og kærður fyrir þjófnað og hótanir.  Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Afgreiðslufólkinu varð ekki meint af samskiptunum.

Húsráðanda brá í brún við heimkomu sína þar sem óvelkominn gestur hafði brotist inn og hreiðrað um sig.  Maðurinn lá sofandi í sófa þegar húseigandinn kom heim til sín. Þreytti innbrotsþjófurinn er góðkunningi lögreglunnar. Hann verður kærður fyrir húsbrot , þjófnað og vörslu fíkniefna.

Innbrot var framið á vinnusvæði í austurborginni. Málið er í rannsókn.

Þrír ökumann voru stöðvaðir í gær, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mál þeirra fara sína leið í kerfinu.

Aðra nóttina í röð var ekkert að gerast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á öllum póstum höfðu menn það náðugt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Rólegheitin má hugsanlega rekja til þess að verslunarmannahelgin er að baki og nátthrafnar að safna kröftum.

Ólympíufari handtekinn í París

Ástralski ólympíufarinn Tom Craig er sakaður um að gera tilraun til þess að kaupa kókaín í París. Ólympíunefnd Ástralíu hefur staðfest þetta. Tom er 28 ára og keppti með íshokkí liði Ástralíu.
,,Ólympíunefnd Ástralíu staðfestir að leikmaður ástralska íshokkíliðsins er í haldi lögreglu eftir handtöku þann 6.ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki enn verið ákærður,” segir í tilkynningu frá nefndinni. Málið er nú í rannsókn.

Tom Craig.

Tom hefur spilað 101 leik með ástralska landsliðinu í íshokkí á tíu ára ferli sínum. Á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 var liðið í öðru sæti en eftir tap gegn Hollandi luku þeir keppni í París án verðlauna.

Ástralskt íþróttafólk hefur unnið samtals 14 gullverðlaun, 10 silvurverðlaun og 12 bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í ár.

Kokkurinn á Litla-Hrauni ósáttur: „Alltaf einhverjir menn tilbúnir að koma leiðindum af stað“

Fangelsið Litla-Hraun

Fangar á Litla-Hraun fengu óvænta ábót með matnum árið 2004.

Það er ekki á hverjum degi sem greint er frá mat í íslenskum fangelsum en fangar á Litla-Hrauni fengu súpu með gleraugum árið 2004. Líklega var um hrekk að ræða.

„Maður hrekkur náttúrulega við þegar svona gerist,“ sagði Páll Ingimarsson, kokkur á Litla-Hrauni, árið 2004 í viðtali við DV. Þá var greint því að fangar á gangi tvö hefðu fundið gleraugu í súpupotti sem Páll eldaði. „Ég veit ekki hversu alvarlegt mál þetta er en ég hef fært sannanir fyrir því að þetta eru ekki mín gleraugu. Það getur að sjálfsögðu gerst að gleraugun renni úr brjóstvasanum hjá manni þegar verið er að hella súpunni í dallana. Ég kannaði þetta mál þegar það kom upp og gleraugun mín voru hérna inni í hillu.“

„Auðvitað er þetta leiðinlegt mál. Eflaust einhvers konar mistök. Það er vottað að ég er með mín gleraugu,“ sagði kokkurinn en hann hafði sjálfur lítinn húmor fyrir þessum ásökunum. „Ég hellti súpunni í sjálfur og það er alveg á hreinu að gleraugun voru ekki í dallinum áður en súpan fór í þá.“

„Þetta er ágætisstarf, vinnutíminn er góður. Yfirleitt er þetta eins og hver annar vinnustaður. Þetta er bara einhver vandræðagangur. Það eru alltaf einhverjir menn tilbúnir að koma leiðindum af stað, sumir eru bara þannig gerðir,“ sagði hann um starfið en hann hafði unnið í mörg ár sem kokkur á Hrauninu.

„Það eina sem við vitum er að gleraugun eru ekki komin frá starfsfólki eldhússins,“ sagði Kristján Stefánsson, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, og reiknaði með að um hrekk væri að ræða.

„Við munum ekki gera meira í þessu máli,“ sagði Kristján að lokum.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 10. ágúst árið 2023

Ben Stiller lýsir yfir stuðningi við Kamala Harris: „Ég vildi óska að ég væri svartur“

Stilla úr myndinni The Secret Life of Walter Mitty sem tekin var upp á Ísland en Ben Stiller leikur aðalhlutverkið í þeirri mynd

Kvikmyndastjarnan og leikstjórinn Ben Stiller styður Kamala Harris í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hann mætti á opinn Zoom fund þar sem þekktir grínistar sem styðja Harris í kosningabaráttunni komu saman til að ræða ástæður sínar á bak við stuðninginn. Meðal annarra sem tóku þátt er hægt nefna Ed Helms. Jon Hamm og Whoop Goldberg.

Stiller lýsti Harris sem góðum forseta vegna þess að hún stendur fyrir lýðræði ásamt því að búa yfir húmor og samkennd. Þá tilkynnti Stiller einnig að hann myndi gefa kosningasjóði hennar tæpa 21 milljón króna.

Þó vöktu ein ummæli Íslandsvinarins meiri athygli en önnur því að hann sagði að það yrði sögulegt ef Bandaríkin myndu kjósa svartan forseta af indverskum ættum. Í kjölfar þess sagði hann svo: „Ég er gyðingur af írskum ættum. Ég vildi óska að ég væri svartur. Allir karlkyns gyðingar óska þess að vera svartir.“

Telja margir að um misheppnað grín hafi verið að ræða en Stiller hefur ekki tjáð sig nánar um málið.

Hörður Torfason biðst afsökunar: „Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér“

Hörður Torfason listamaður biðst afsökunar

Hörður Torfason, stofnandi Samtakanna 78, hefur beðið Auði Auðardóttur og fyrrum stjórn samtakanna og BDSM-samtökin á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla árið 2018 í DV. Ummæli hans komu í framhaldi af því að BDSM-samtök Íslands fengu aðild að samtökunum árið 2016 en Herði var á móti því á sínum tíma.

„Við vorum búin að byggja samtökin upp en síðan var þeim rænt af okkur. En hvert félag er í raun ekki annað en fólkið sem þar situr og það fólk hefur oft valið sér misgóða stjórnendur sem hafa gert mistök. Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ’78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag? sagði Hörður meðal annars í viðtalinu.

„Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því þetta er rekið með opinberu fé.“

Sér eftir orðum sínum

Í gær í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook greindi Hörður frá því að hann hafi gert mistök og biðst afsökunar á þeim orðum sem hann hafði.

„Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann. Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hafði átt að kanna betur,“ sagði Hörður en allan pistil Harðar er hægt að lesa hér fyrir neðan.

Alvarlegt vinnuslys í Grindavík – Maður festi hönd í vinnuvél

Lögreglan á Suðurnesjum. Ljósmynd: Facebook

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá alvarlegu vinnuslysi sem átti sér stað í morgun en að sögn lögreglu átti slysið sér stað í Ægi sjávarfangi í Grindavík.

Þar hafði starfsmaður fest hönd í vinnuvél. Viðbragðsaðilar fóru þegar á vettvang og var viðkomandi fluttur á Landspítala Fossvogi og eru lögreglan og Vinnueftirlitið að rannsaka slysið.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu.

Börn á Íslandi vinna of mikið

Algent er að börn vinni í búðum - Myndin tengist pistlinum ekki beint - Mynd: Hagkaup

Fyrir nokkrum mánuðum heimsótti ég vin minn sem býr í enskum bæ rétt hjá Stoke. Þar gisti ég hjá honum í fimm nætur og við heimsóttum á þeim tíma marga bari, verslanir og veitingastaði. Eitt sem vakti athygli mína meðan þessari heimsókn stóð yfir var aldur starfsmanna hvert sem við fórum, sérstaklega í matvörubúðunum. Meðalaldur starfsmanna í búðunum, sem hægt er að líkja Nettó eða Krónuna, var sennilega yfir fimmtugt. Skipti engu máli hvort viðkomandi var að vinna á kassa, við áfyllingu eða í kjötborði. Allt starfsfólkið var yfir fertugu. Ég man ekki til þess að hafa verið afgreiddur af manneskju í Bretlandi sem var undir 20 ára. Mögulega var ein stelpa sem vann á pítsastað sem við snæddum á 19 ára gömul en þar við situr. Kannski.

Kannski.

Þetta fékk mig til að hugsa um nýlegar ferðir mínar til Danmerkur og Hollands. Það var nákvæmlega sama í gangi þar. Ég ræddi þetta einnig við mágkonu mína, sem býr á Ítalíu, sem sagði það vera sjaldgæft að hún sæi fólk undir 18 ára vinna.

Sem er í raun algjör andstæða þess sem fólk á Íslandi er vant. Hérlendis væri sennilega ómögulegt að fá ís í ísbúð ef ekki væri fyrir börn. Það er í raun magnað hversu margir þættir atvinnulífsins á Íslandi standa og falla með því að börn séu tilbúin að vinna. Fyrir utan ísbúðir eru matvöruverslanir, bakarí, skyndibitastaðir og kvikmyndahús helstu sökudólgarnir í þessum efnum. Svo eru nánast allir aðstoðarþjálfarar í yngstu flokkum í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. 

En þetta er auðvitað ekkert nýtt á Íslandi. Börn hafa unnið hin ýmsu störf frá landnámi. En er ekki skrýtið að, í landi þar sem sagt er að flestir hafi það gott, að 14 ára stelpa afgreiði mig um bjór á fimmtudagskvöldi í janúar á einum vinsælasta veitingastað landsins?

Vissulega er hægt að segja að vinna hjálpi börnum að öðlast ábyrgð og kenni þeim á lífið á máta sem skólinn er ekki endilega fær um að gera en það hlýtur að vera hægt að gera það eftir að grunnskólagöngu lýkur. Íslenskt samfélag hlýtur að geta viðurkennt að það sé furðulegt að grunnskólabarn sé að vinna langt fram á kvöld í stað þess að vera með fjölskyldu eða vinum eða sinna áhugamálum eða námi. Það má reyndar ekki gleyma því að sum börn vinna til þess að hjálpa fjölskyldu sinni til að lifa af en samkvæmt minni reynslu sem fyrrverandi félagsmiðstöðvastarfsmaður þá virðast börn vera festast fyrr og fyrr í klóm neysluhyggju og kapítalisma þar sem gerviþarfir ráða ríkjum og stýrir það aðallega ákvörðun þeirra að fara út á vinnumarkaðinn.

Mínar helstu minningar af vinum mínum sem unnu á grunn- og framhaldsskólagöngu sinni er sú að þeir hafi ekki haft tíma til þess að njóta lífsins en þeir áttu vissulega meiri pening en ég. Það er þó aðeins mín upplifun og ég er viss um að einhverjir af þessum vinum mínum myndu þræta fyrir þetta í dag. Sjálfur vann ég aðeins í örfá skipti utan sumarfrís og það kenndi mér fjárhagslega ábyrgð að því leyti að ég fór mjög sparlega með mína peninga. Það er eitthvað sem ég er mjög þakklátur fyrir í dag.

Ég vil samt að taka fram að ég er ekki að gera kröfu á að börn vinni ekki neitt þar til þau eru 18 ára en ef mögulegt er þá finnst mér að foreldrar ættu að stýra börnum sínum að vinna aðeins á sumrin, a.m.k. meðan þau eru á grunnskólaaldri.

Best væri þó ef þau gætu sleppt því alfarið og þess í stað sinnt áhugamálum og ræktað vellíðan sína eftir bestu getu.

Börn á húsþaki

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan átti þriðju nóttina í röð náðugar stundir. Fátt bar til tíðinda annað en drukknir og dópaðir ökumenn sem sumir voru jafnvel réttindalausir. Einn var læstur inni í fangaklefa eftir slíkt atvik.

Búðaþjófur var staðinn að hnupli í matvöruverslun. Hann reyndist vera samvinnuþýður og var mál hans fgreitt á vettvangi.

Drengir stunduðu háskaleik á þaki grunnskóla. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við þá um hættur þess að leika sér á húsþökum. Drengirnir hlýddu á laganna verði og tóku sönsum.

Patrik slaufað

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, var rekinn frá Sýn eftir nauðgunarbrandara í útvarpsþættinum Veislan á FM957. Útvarpsþátturinn  var sleginn af og Patrik og Ágúst Beinteinn, aðalstjórnandi þáttarins, þurfa væntanlega að leita sér að nýjum verkefnum.

Nauðgunarbrandarinn gekk út á það að innhringjandi var spurður hvort hann ætlaði að taka með sér botnlaust tjald á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Samkvæmt málskilningi flestra þýðir það að undirbúa að varpa tjaldi yfir áfengisdauða manneskju og nauðga henni.

Uppnám varð á samfélagsmiðlum vegna þessa og var hávær krafa um að tónlistarmaðurinn yrði látinn axla ábyrgð vegna orða sinna. Ekki bætti úr skák að stjórnendurnir héldu mjög á lofti lögum Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs, sem hefur víða verið slaufað. Niðurstaðan varð sú að loka þættinum og slaufa Patrik með þeim hætti.

Málið er grafalvarlegt fyrir Prettiboisjokko sem hefur farið með himinskautum í vinsældum undanfarið og er ein skærasta stjarnan á himni íslenskrar dægurtónlistar. Fordæmingin á Patrik getur orðið til þess að skaða varanlega feril hans sem fram að þessu hefur verið farsæll.

Hvori hósti né stuna hefur heyrst frá tónlistarmanninum vegna þessa. Einhverjir telja þögnina vera slæm almannatengsl og telja nauðsynlegt hjá Patrik að biðjast afsökunar á mistökum sínum …

Farþegi beit Magnús leigubílstjóra í hálsinn: „Hann var eins og Hannibal Lecter“

Magnús var bitinn af manni og líkti honum við Hannibal Lecter - Myndin er samsett

„Hann var eins og Hannibal Lecter þar sem hann beit í barkann á mér og hékk þannig,“ sagði Magnús Sigurðsson, leigubílstjóri, í samtali við DV mánudaginn 3. janúar 2005 um farþega sem hann sótti aðfaranótt sunnudags.

Ástæða bitsins var kostnaður ferðarinnar að sögn Magnúsar en farþeginn vildi aðeins borga 1000 krónur fyrir ferðina „Þau höfðu verið í fínu boði og litu vel út, hún var í síðkjól og þetta var bara venjuleg ferð. Þegar við vorum komin á áfangastað við Háteigsveg kom í ljós að ferðin kostaði 1340 krónur. Hann réttir fram kortið og segir eins og fólk er byrjað að gera: Taktu þúsundkall og málið er dautt. Ég gat ekki sætt mig við að hann ákvæði hvað ferðin ætti að kosta.“

„Mér leiddist þetta og sagði við hann að ég skyldi bara gefa þeim ferðina í nýársgjöf en ég gat ekki breytt gjaldskránni. Hann var tilbúinn að vera með mikil læti út af 340 krónum. Ég straujaði kortið á endanum og það gekk í gegn og þegar hann stígur út úr bílnum rífur hann með sér dót sem var á milli sætanna, penna, loftmæli og svoleiðis smádót. Ég opna hurðina og segi honum að láta ekki svona og þá greiðir hann mér svaka högg á kjammann. Ég sá bara stjörnur og varð dauðhræddur. Fyrst reif hann gleraugun af og svo sló hann á kjammann,“ sagði Magnús og reyndi að bjarga sér eftir bestu getu og notaði þyngd sína til að skella manninum niður og halda honum í götunni.

„Þegar hann lofaði að hætta þessari vitleysu sleppti ég honum og fæ þá annað högg á kjammann og sé stjörnurnar aftur. Þá stökk ég aftur á hann og rétti konunni hans símann til að hún gæti hringt í lögregluna. Ég hrópa á hjálp og þá reisir hann sig upp og bítur mig á barkann.“

„Mér datt líka í hug að hann væri eins og Mike Tyson þegar hann beit eyrað af Holyfield. Hann hangir þarna í hálsinum á mér og ég reyni að rífa mig frá honum og vona að hann taki ekki stykki með sér. Þá heyri ég að lögreglan er að koma og sleppi honum,“ sagði Magnús um hvernig árásin endaði.

„Þetta var fólskulegt hjá honum og eldsnöggt en ég vorkenni stráknum að hafa látið svona. Ég hélt að þetta væri skikkanlegt fólk og að það væri hægt að tala við það. Ég hélt af reynslunni að ég væri nokkuð mannglöggur, það hefur dugað hingað til,“ sagði Magnús að lokum en hann sagði einnig frá því að hann væri ýmsu vanur sem leigubílstjóri og það væri voðalegt hvernig sumt fólk hegðaði sér gagnvart leigubílstjórum.

Baksýnisspegill þessi birtist upphaflega 20. júlí árið 2023.

Lagt til að ríkið greiði 440 milljónir og Grindavíkurbær 30 milljónir

Mynd: Skjáskot af RÚV.

Viðgerðir á innviðum í Grindavík, sem og hækkun sjóvarna og frekari jarðkönnun í bænum eru hluti af aðgerðaáætlun er Grindavíkurnefndin svokallaða hefur sent Innviðaráðuneytinu.

Áætlaður kostnaður vegna þeirra er nærri hálfur milljarður.Grindavíkurnefndin telur að forsendur til þess að hægt verði að aflétta lokunum til Grindavíkur með öruggum hætti séu afar nauðsynlegar viðgerðir á innviðum; gatnakerfi sem og lögnum.

Eldgos í Grindavík

Til að koma í veg fyrir skemmdir á húsum bæjarins vegna flóða þarf að hækka sjóvarnir; þetta segir Grindavíkurnefndin vera nauðsynlegt til verja fiskvinnslur og önnur hús við höfnina; leggur nefndin það til að jarðkönnunarverkefninu verði lokið eins og bæjarstjórnin hefur lagt mikla áherslu á.

Vegagerðin strikaði víða yfir Grindavík.
Ljósmynd: Facebook

Eins og komið hefur fram á Mannlífi er áætlaður kostnaður við áætlunina um hálfur milljarður króna.

Telur nefndin þörf á að ríkið stígi inn í; sérstaklega vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, og lagt er til að ríkið greiði um 440 milljónir og Grindavíkurbær um 30 milljónir.

Goldvöllurinn í Grindavík. Ljósmynd/Lalli

Kemur fram að kostnaður vegna lokunarpósta sem starfræktir eru á Suðurstandarvegi, Nesvegi og Grindavíkurvegi hefur minnkað; nemur hann nú um 40 milljónum á mánuði – að því er kemur fram í áætluninni.

Kostnaður vegna vöktunar lögreglu og Veðurstofu gæti aukist með aukinni umferð.

Crossfit-keppandi talinn hafa drukknað í miðri keppni – MYNDBAND

Laz­ar Ðukic er talinn hafa drukknað

Crossfit-keppandinn Laz­ar Ðukic er talinn vera mögulega látinn en er einn af þátttakendum heimsleikanna í Crossfit sem fara fram í Texas í Bandaríkjunum þessa stundina.

Ekkert hefur sést til Ðukic síðan nálægt endastöð sundhluta keppninnar og er óttast hann hafi drukknað. Leitar- og björgunarsveitir eru  að leita að honum í samstarfi við lögreglu staðarins en Ðukic er ekki fremst Crossfit-kappi heimsins í dag.

Keppt var í 5,6 kílómetrahlaupi og svo í 800 metra sundi í dag.

Albert sagður á leið til Fiorentina

Albert Guðmundsson

Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er sagður vera nálægt því að ganga til liðs við ítalska knattspyrnuliðið Fiorentina en viðræður eru sagðar á lokastigi í ítölskum fréttamiðlum.

Liðið endaði í 8. sæti í efstu deild Ítalíu á seinasta tímabili en liðið hefur endað í kringum miðja deild undanfarin áratug en náð ágætis árangri í Evrópukeppnum. Sumir töldu að Albert myndi ekki færa sig um set þar til eftir niðurstaða úr nauðgunarmáli hans væri ljós en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

„Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús er svívirðilegt og siðlaust“

Ríkisstjórn Íslands 2024.

Helgi Guðnason, forstöðumaður í Fíladelfíu í Reykjavík, ritar pistil um fjölskyldur frá Venesúela sem senda á aftur til heimalandsins.

Helgi Gu.ðnason

„Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta sunnudag en neitar að viðurkenna það.“

Nicolas Maduro.

Hann bætir því við að „íbúar Venesúela eru duglegir að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi.“

Helgi ljær máls á því að „fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur.“

Bergþór Ólason.

Hann segir frá því að „fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu.“

Helgi spyr einfaldlega:

„Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi – ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar?“

Bætir því við að „þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust.“

Segir að endingu:

„Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum.“

Ung börn ein heima þegar eldur blossaði upp í íbúð í Laugardalnum

Eldur blossaði upp á Hallgerðargötu - Mynd: Já.is

Mikill eldur blossaði upp í einu herbergi í íbúð á Hallgerðargötu á Kirkjusandi í Laugardalnum fyrr í dag en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru ung börn ein heima.

Þrátt fyrir það slasaðist enginn en herbergið er sagt verið mikið skemmt og vinnur slökkviliðið nú að reykræstingu á vettvangi en búið er að slökkva eldinn. Ekki liggur fyrir um eldsupptök að svo stöddu.

Uppfært:

„Eng­in slys urðu á fólki og það er búið að slökkva og þeir eru bara í reykræst­ingu og svo frá­gangi. Gekk fljótt og vel,“ sagði Sig­ur­jón Hendriks­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborga­svæðinu, um eldinn við mbl.is 

„Við send­um alla­veg­ana tvo, þrjá sjúkra­bíla og fjóra dælu­bíla. Við send­um bara það sem við eig­um til af stað og svo drög­um við bara úr.“

Hatursorðræða í Hveragerði: „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur“

Hatursfull skilaboð voru skrifuð á Pride-fánann í Hveragerði - Mynd: Pétur Markan

Það blasti ljót sjón við íbúum Hveragerðis í morgun þegar kom í ljós að unnin hefðu verið skemmdarverk á regnbogafána sem hafði verið málaður á götu þar í bæ í tilefni Hinsegin daga sem fara nú fram. Fáni nasista var meðal þess sem málað var á Pride-fánann.

Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, segir málið vera ömurlegt en hatursorðræða var rituð á fánann. Hann segir að íbúar bæjarsins standi með hinsegin fólki. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn,“ sagði bæjarstjórinn við Vísi.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er vitað hver stendur á bak við hatrið. Bæjaryfirvöld muni mála yfir skemmdarverkin. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því. Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“

Ætlar þú að taka þátt í Hinsegin dögum?

Frá Reykjavík Pride 2023 Mynd: Skjáskot af Twittersíðu borgarstjóra

Á þriðjudaginn voru Hinsegin dagar settir en þeir hafa verið haldnir síðan 1999 í Reykjavík með fjölbreyttri dagskrá. Margir telja Gleðigönguna hápunkt daganna en hún verður gengin á laugardaginn. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Mannlíf spyr því lesendur sína; Ætlar þú að taka þátt í Hinsegin dögum?

This poll has ended (since 1 month).
Nei
86.36%
13.64%

Könnun þessari lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 9. ágúst.

Nakinn bílþjófur keyrði á mann og tré – MYNDBAND

Tyler Merl Jonsson var nakinn þegar hann stal bíl - Mynd: Skjáskot

Lögreglan í Des Moines í Iowa-fylki í Bandaríkjunum handtók nakinn bílþjóf á þriðjudagsmorgun.

Ótrúlegi bílþjófnaðurinn náðist á myndband en það var hann Tyler Merl Jonsson, sem var að hlaupa nakinn um götur Des Moines, sem ákvað að stela bíl. Í myndbandinu sést Jonsson hoppa yfir bílstjórann, sem situr í rólegheitum í bílstjórasætinu, yfir í farþegasætið fram í bílnum. Bílstjóranum bregður við þetta atvik og fer út úr bílnum en þá grípur Jonsson tækifærið og skellir sér í bílstjórasætið og keyrir í burtu og á eiganda bílsins í leiðinni.

Hann var svo handtekinn skömmu síðar eftir að hafa keyrt á tré. Jonsson hefur verið ákærður fyrir að bílþjófnað og að keyra án réttinda. Samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs slasaðist eigandinn bílsins lítillega.

Þúsundir syrgja andlát Árna Þórðar: „Megi almættið vera með ykkur á þessum erfiðu tímum“

Árni Þórður er fallinn frá - Mynd: Facebook

Árni Þórður Sigurðarson tollvörður er látinn en Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi Stormur, greindi frá því á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Sigurður er faðir Árna.

Árni glímdi við alvarleg veikindi fyrir nokkrum árum en það þurfti að halda honum í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð árið 2021 vegna líffærabilunar og var fjallað mikið um það í fjölmiðlum á sínum tíma. Talið var að hann væri orðinn heill samkvæmt Sigurði en Árni lést á heimilinu sínu á Völlunum í Hafnarfirði á mánudaginn var.

Óhætt er að segja andláta Árna snerti marga en yfir þúsund manns hafa vottað fjölskyldu hans samúð sína með fallegum orðum um Árna Þórð.

Hjónaband Snorra í uppnámi

Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjór Play.

Mikið var um dýrðir þegar fjölmiðlaparið Snorri Másson, ritstjóri Ritsjóra, og Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, gengu í hjónaband á Siglufirði fyrir nokkru síðan. Allt var gert samkvæmt reglum og var í fyrstu ekki annað vitað en að hjónabandið myndi öðlast fullgildingu. Nokkru eftir að veisluhöldunum lauk kom babb í bátinn og hjónabandið komst í einskonar uppnám.

Nadine Guðrún ræddi málið við Viktoríu Hermannsdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1. Þar upplýsti samskiptastjórinn um þau hjónabandsvandræði sem þau Snorri hafa gengið í gegnum. Þjóðskrá neitar að skrá hjúskapinn sem löggildan nema að fá frumrit af fæðingarvottorðí brúðarinnar. Vandinn er sá að Nadine Guðrún er fædd í Katar og þar liggur frumritið. Þarlend stofnun neitar að senda það til Íslands í pósti og krefst þess að hún komi í eigin persónu og leysi plaggið út.

Hjónaleysin eiga því ekki annarra kosta völ en að leggja upp í langt ferðalag og nálgast fæðingarvottorðið. Þangað til er parið ógift. Nadine upplýsti að það væri í bígerð. Hún nýtur væntanlega góðs af því fljúga ódýrt með Play.

Fram kom í viðtalinu að samband þeirra Snorra og Nadine er með miklum ágætum og hamingjan svífur yfir vötnum, þrátt fyrir þessa hnökra Þjóðskrár …

Búðarþjófurinn gerði uppreisn eftir afhjúpun – Góðkunningi lögreglunnar sofnaði í miðju innbroti

Lögreglan, löggan
Mynd/Lára Garðarsdóttir

Uppnám varð í fataverslun verslun í gær eftir að búðaþjófur var staðinn að verki. Starfsmenn stóðu manninn að verki við að stela fatnaði. Þjófurinn var ekkert á því að játa á sig verknaðinn og reyndi flótta. Starfsmenn fóru á eftir manninum, náðu honum og hringdu á lögreglu. Á leiðinni á vettvang bárust upplýsingar frá starfsmönnum um að gerandinn væri að reyna að veitast að starfsmönnum. Þjófurinn var handtekinn þegar lögreglan kom á vettvang og fluttur á lögreglustöð og kærður fyrir þjófnað og hótanir.  Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Afgreiðslufólkinu varð ekki meint af samskiptunum.

Húsráðanda brá í brún við heimkomu sína þar sem óvelkominn gestur hafði brotist inn og hreiðrað um sig.  Maðurinn lá sofandi í sófa þegar húseigandinn kom heim til sín. Þreytti innbrotsþjófurinn er góðkunningi lögreglunnar. Hann verður kærður fyrir húsbrot , þjófnað og vörslu fíkniefna.

Innbrot var framið á vinnusvæði í austurborginni. Málið er í rannsókn.

Þrír ökumann voru stöðvaðir í gær, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mál þeirra fara sína leið í kerfinu.

Aðra nóttina í röð var ekkert að gerast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Á öllum póstum höfðu menn það náðugt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Rólegheitin má hugsanlega rekja til þess að verslunarmannahelgin er að baki og nátthrafnar að safna kröftum.

Ólympíufari handtekinn í París

Ástralski ólympíufarinn Tom Craig er sakaður um að gera tilraun til þess að kaupa kókaín í París. Ólympíunefnd Ástralíu hefur staðfest þetta. Tom er 28 ára og keppti með íshokkí liði Ástralíu.
,,Ólympíunefnd Ástralíu staðfestir að leikmaður ástralska íshokkíliðsins er í haldi lögreglu eftir handtöku þann 6.ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki enn verið ákærður,” segir í tilkynningu frá nefndinni. Málið er nú í rannsókn.

Tom Craig.

Tom hefur spilað 101 leik með ástralska landsliðinu í íshokkí á tíu ára ferli sínum. Á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 var liðið í öðru sæti en eftir tap gegn Hollandi luku þeir keppni í París án verðlauna.

Ástralskt íþróttafólk hefur unnið samtals 14 gullverðlaun, 10 silvurverðlaun og 12 bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í ár.

Kokkurinn á Litla-Hrauni ósáttur: „Alltaf einhverjir menn tilbúnir að koma leiðindum af stað“

Fangelsið Litla-Hraun

Fangar á Litla-Hraun fengu óvænta ábót með matnum árið 2004.

Það er ekki á hverjum degi sem greint er frá mat í íslenskum fangelsum en fangar á Litla-Hrauni fengu súpu með gleraugum árið 2004. Líklega var um hrekk að ræða.

„Maður hrekkur náttúrulega við þegar svona gerist,“ sagði Páll Ingimarsson, kokkur á Litla-Hrauni, árið 2004 í viðtali við DV. Þá var greint því að fangar á gangi tvö hefðu fundið gleraugu í súpupotti sem Páll eldaði. „Ég veit ekki hversu alvarlegt mál þetta er en ég hef fært sannanir fyrir því að þetta eru ekki mín gleraugu. Það getur að sjálfsögðu gerst að gleraugun renni úr brjóstvasanum hjá manni þegar verið er að hella súpunni í dallana. Ég kannaði þetta mál þegar það kom upp og gleraugun mín voru hérna inni í hillu.“

„Auðvitað er þetta leiðinlegt mál. Eflaust einhvers konar mistök. Það er vottað að ég er með mín gleraugu,“ sagði kokkurinn en hann hafði sjálfur lítinn húmor fyrir þessum ásökunum. „Ég hellti súpunni í sjálfur og það er alveg á hreinu að gleraugun voru ekki í dallinum áður en súpan fór í þá.“

„Þetta er ágætisstarf, vinnutíminn er góður. Yfirleitt er þetta eins og hver annar vinnustaður. Þetta er bara einhver vandræðagangur. Það eru alltaf einhverjir menn tilbúnir að koma leiðindum af stað, sumir eru bara þannig gerðir,“ sagði hann um starfið en hann hafði unnið í mörg ár sem kokkur á Hrauninu.

„Það eina sem við vitum er að gleraugun eru ekki komin frá starfsfólki eldhússins,“ sagði Kristján Stefánsson, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, og reiknaði með að um hrekk væri að ræða.

„Við munum ekki gera meira í þessu máli,“ sagði Kristján að lokum.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 10. ágúst árið 2023

Ben Stiller lýsir yfir stuðningi við Kamala Harris: „Ég vildi óska að ég væri svartur“

Stilla úr myndinni The Secret Life of Walter Mitty sem tekin var upp á Ísland en Ben Stiller leikur aðalhlutverkið í þeirri mynd

Kvikmyndastjarnan og leikstjórinn Ben Stiller styður Kamala Harris í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hann mætti á opinn Zoom fund þar sem þekktir grínistar sem styðja Harris í kosningabaráttunni komu saman til að ræða ástæður sínar á bak við stuðninginn. Meðal annarra sem tóku þátt er hægt nefna Ed Helms. Jon Hamm og Whoop Goldberg.

Stiller lýsti Harris sem góðum forseta vegna þess að hún stendur fyrir lýðræði ásamt því að búa yfir húmor og samkennd. Þá tilkynnti Stiller einnig að hann myndi gefa kosningasjóði hennar tæpa 21 milljón króna.

Þó vöktu ein ummæli Íslandsvinarins meiri athygli en önnur því að hann sagði að það yrði sögulegt ef Bandaríkin myndu kjósa svartan forseta af indverskum ættum. Í kjölfar þess sagði hann svo: „Ég er gyðingur af írskum ættum. Ég vildi óska að ég væri svartur. Allir karlkyns gyðingar óska þess að vera svartir.“

Telja margir að um misheppnað grín hafi verið að ræða en Stiller hefur ekki tjáð sig nánar um málið.

Hörður Torfason biðst afsökunar: „Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér“

Hörður Torfason listamaður biðst afsökunar

Hörður Torfason, stofnandi Samtakanna 78, hefur beðið Auði Auðardóttur og fyrrum stjórn samtakanna og BDSM-samtökin á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla árið 2018 í DV. Ummæli hans komu í framhaldi af því að BDSM-samtök Íslands fengu aðild að samtökunum árið 2016 en Herði var á móti því á sínum tíma.

„Við vorum búin að byggja samtökin upp en síðan var þeim rænt af okkur. En hvert félag er í raun ekki annað en fólkið sem þar situr og það fólk hefur oft valið sér misgóða stjórnendur sem hafa gert mistök. Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ’78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag? sagði Hörður meðal annars í viðtalinu.

„Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því þetta er rekið með opinberu fé.“

Sér eftir orðum sínum

Í gær í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook greindi Hörður frá því að hann hafi gert mistök og biðst afsökunar á þeim orðum sem hann hafði.

„Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann. Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hafði átt að kanna betur,“ sagði Hörður en allan pistil Harðar er hægt að lesa hér fyrir neðan.

Alvarlegt vinnuslys í Grindavík – Maður festi hönd í vinnuvél

Lögreglan á Suðurnesjum. Ljósmynd: Facebook

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá alvarlegu vinnuslysi sem átti sér stað í morgun en að sögn lögreglu átti slysið sér stað í Ægi sjávarfangi í Grindavík.

Þar hafði starfsmaður fest hönd í vinnuvél. Viðbragðsaðilar fóru þegar á vettvang og var viðkomandi fluttur á Landspítala Fossvogi og eru lögreglan og Vinnueftirlitið að rannsaka slysið.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu að sögn lögreglu.

Börn á Íslandi vinna of mikið

Algent er að börn vinni í búðum - Myndin tengist pistlinum ekki beint - Mynd: Hagkaup

Fyrir nokkrum mánuðum heimsótti ég vin minn sem býr í enskum bæ rétt hjá Stoke. Þar gisti ég hjá honum í fimm nætur og við heimsóttum á þeim tíma marga bari, verslanir og veitingastaði. Eitt sem vakti athygli mína meðan þessari heimsókn stóð yfir var aldur starfsmanna hvert sem við fórum, sérstaklega í matvörubúðunum. Meðalaldur starfsmanna í búðunum, sem hægt er að líkja Nettó eða Krónuna, var sennilega yfir fimmtugt. Skipti engu máli hvort viðkomandi var að vinna á kassa, við áfyllingu eða í kjötborði. Allt starfsfólkið var yfir fertugu. Ég man ekki til þess að hafa verið afgreiddur af manneskju í Bretlandi sem var undir 20 ára. Mögulega var ein stelpa sem vann á pítsastað sem við snæddum á 19 ára gömul en þar við situr. Kannski.

Kannski.

Þetta fékk mig til að hugsa um nýlegar ferðir mínar til Danmerkur og Hollands. Það var nákvæmlega sama í gangi þar. Ég ræddi þetta einnig við mágkonu mína, sem býr á Ítalíu, sem sagði það vera sjaldgæft að hún sæi fólk undir 18 ára vinna.

Sem er í raun algjör andstæða þess sem fólk á Íslandi er vant. Hérlendis væri sennilega ómögulegt að fá ís í ísbúð ef ekki væri fyrir börn. Það er í raun magnað hversu margir þættir atvinnulífsins á Íslandi standa og falla með því að börn séu tilbúin að vinna. Fyrir utan ísbúðir eru matvöruverslanir, bakarí, skyndibitastaðir og kvikmyndahús helstu sökudólgarnir í þessum efnum. Svo eru nánast allir aðstoðarþjálfarar í yngstu flokkum í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. 

En þetta er auðvitað ekkert nýtt á Íslandi. Börn hafa unnið hin ýmsu störf frá landnámi. En er ekki skrýtið að, í landi þar sem sagt er að flestir hafi það gott, að 14 ára stelpa afgreiði mig um bjór á fimmtudagskvöldi í janúar á einum vinsælasta veitingastað landsins?

Vissulega er hægt að segja að vinna hjálpi börnum að öðlast ábyrgð og kenni þeim á lífið á máta sem skólinn er ekki endilega fær um að gera en það hlýtur að vera hægt að gera það eftir að grunnskólagöngu lýkur. Íslenskt samfélag hlýtur að geta viðurkennt að það sé furðulegt að grunnskólabarn sé að vinna langt fram á kvöld í stað þess að vera með fjölskyldu eða vinum eða sinna áhugamálum eða námi. Það má reyndar ekki gleyma því að sum börn vinna til þess að hjálpa fjölskyldu sinni til að lifa af en samkvæmt minni reynslu sem fyrrverandi félagsmiðstöðvastarfsmaður þá virðast börn vera festast fyrr og fyrr í klóm neysluhyggju og kapítalisma þar sem gerviþarfir ráða ríkjum og stýrir það aðallega ákvörðun þeirra að fara út á vinnumarkaðinn.

Mínar helstu minningar af vinum mínum sem unnu á grunn- og framhaldsskólagöngu sinni er sú að þeir hafi ekki haft tíma til þess að njóta lífsins en þeir áttu vissulega meiri pening en ég. Það er þó aðeins mín upplifun og ég er viss um að einhverjir af þessum vinum mínum myndu þræta fyrir þetta í dag. Sjálfur vann ég aðeins í örfá skipti utan sumarfrís og það kenndi mér fjárhagslega ábyrgð að því leyti að ég fór mjög sparlega með mína peninga. Það er eitthvað sem ég er mjög þakklátur fyrir í dag.

Ég vil samt að taka fram að ég er ekki að gera kröfu á að börn vinni ekki neitt þar til þau eru 18 ára en ef mögulegt er þá finnst mér að foreldrar ættu að stýra börnum sínum að vinna aðeins á sumrin, a.m.k. meðan þau eru á grunnskólaaldri.

Best væri þó ef þau gætu sleppt því alfarið og þess í stað sinnt áhugamálum og ræktað vellíðan sína eftir bestu getu.

Raddir