Laugardagur 21. september, 2024
8.6 C
Reykjavik

Börn á Íslandi vinna of mikið

Algent er að börn vinni í búðum - Myndin tengist pistlinum ekki beint - Mynd: Hagkaup

Fyrir nokkrum mánuðum heimsótti ég vin minn sem býr í enskum bæ rétt hjá Stoke. Þar gisti ég hjá honum í fimm nætur og við heimsóttum á þeim tíma marga bari, verslanir og veitingastaði. Eitt sem vakti athygli mína meðan þessari heimsókn stóð yfir var aldur starfsmanna hvert sem við fórum, sérstaklega í matvörubúðunum. Meðalaldur starfsmanna í búðunum, sem hægt er að líkja Nettó eða Krónuna, var sennilega yfir fimmtugt. Skipti engu máli hvort viðkomandi var að vinna á kassa, við áfyllingu eða í kjötborði. Allt starfsfólkið var yfir fertugu. Ég man ekki til þess að hafa verið afgreiddur af manneskju í Bretlandi sem var undir 20 ára. Mögulega var ein stelpa sem vann á pítsastað sem við snæddum á 19 ára gömul en þar við situr. Kannski.

Kannski.

Þetta fékk mig til að hugsa um nýlegar ferðir mínar til Danmerkur og Hollands. Það var nákvæmlega sama í gangi þar. Ég ræddi þetta einnig við mágkonu mína, sem býr á Ítalíu, sem sagði það vera sjaldgæft að hún sæi fólk undir 18 ára vinna.

Sem er í raun algjör andstæða þess sem fólk á Íslandi er vant. Hérlendis væri sennilega ómögulegt að fá ís í ísbúð ef ekki væri fyrir börn. Það er í raun magnað hversu margir þættir atvinnulífsins á Íslandi standa og falla með því að börn séu tilbúin að vinna. Fyrir utan ísbúðir eru matvöruverslanir, bakarí, skyndibitastaðir og kvikmyndahús helstu sökudólgarnir í þessum efnum. Svo eru nánast allir aðstoðarþjálfarar í yngstu flokkum í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. 

En þetta er auðvitað ekkert nýtt á Íslandi. Börn hafa unnið hin ýmsu störf frá landnámi. En er ekki skrýtið að, í landi þar sem sagt er að flestir hafi það gott, að 14 ára stelpa afgreiði mig um bjór á fimmtudagskvöldi í janúar á einum vinsælasta veitingastað landsins?

Vissulega er hægt að segja að vinna hjálpi börnum að öðlast ábyrgð og kenni þeim á lífið á máta sem skólinn er ekki endilega fær um að gera en það hlýtur að vera hægt að gera það eftir að grunnskólagöngu lýkur. Íslenskt samfélag hlýtur að geta viðurkennt að það sé furðulegt að grunnskólabarn sé að vinna langt fram á kvöld í stað þess að vera með fjölskyldu eða vinum eða sinna áhugamálum eða námi. Það má reyndar ekki gleyma því að sum börn vinna til þess að hjálpa fjölskyldu sinni til að lifa af en samkvæmt minni reynslu sem fyrrverandi félagsmiðstöðvastarfsmaður þá virðast börn vera festast fyrr og fyrr í klóm neysluhyggju og kapítalisma þar sem gerviþarfir ráða ríkjum og stýrir það aðallega ákvörðun þeirra að fara út á vinnumarkaðinn.

Mínar helstu minningar af vinum mínum sem unnu á grunn- og framhaldsskólagöngu sinni er sú að þeir hafi ekki haft tíma til þess að njóta lífsins en þeir áttu vissulega meiri pening en ég. Það er þó aðeins mín upplifun og ég er viss um að einhverjir af þessum vinum mínum myndu þræta fyrir þetta í dag. Sjálfur vann ég aðeins í örfá skipti utan sumarfrís og það kenndi mér fjárhagslega ábyrgð að því leyti að ég fór mjög sparlega með mína peninga. Það er eitthvað sem ég er mjög þakklátur fyrir í dag.

Ég vil samt að taka fram að ég er ekki að gera kröfu á að börn vinni ekki neitt þar til þau eru 18 ára en ef mögulegt er þá finnst mér að foreldrar ættu að stýra börnum sínum að vinna aðeins á sumrin, a.m.k. meðan þau eru á grunnskólaaldri.

Best væri þó ef þau gætu sleppt því alfarið og þess í stað sinnt áhugamálum og ræktað vellíðan sína eftir bestu getu.

Bubbi styður Yazan: „Skoruðum á alla að bregðast við stöðunni“

Staða Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, er sú að hann og fjölskylda hans gætu verið send til Spánar.

Kemur fram á RÚV að Unnur Helga Óttarsdóttir, sem er formaður Þroskahjálpar, fer fyrir hópnum Vinir Yazans; hefur hópurinn birt undirskriftalista þar sem margir úr íslensku samfélagi hvetja íslensk stjórnvöld til að sýna mannúð í máli drengsins:

Unnur Helga Óttarsdóttir.

„Við höfum fengið frábærlega góð viðbrögð; þetta er fjölbreyttur hópur sem hefur skrifað undir, listafólk, sálfræðingar, læknar, prestar, forystufólk úr verkalýðshreyfingunni og fjölmargir aðrir.“

Bubbi Morthens
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Afar vel þekktir einstaklingar úr íslensku samfélagi eru komnir á blað; á meðal þeirra er nú hafa þegar skráð sig eru á listann eru þjóðþekktir einstaklingar; til dæmis Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Bubbi Morthens, Edda Björgvins, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR; ásamt mörgum öðrum.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup.

Þessi samtök – Vinir Yazans – voru sett álaggirnar eftir samstöðufund er haldinn var í júní þar sem vakin var athygli á stöðu Yazans.

„Við sendum tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og skoruðum á alla að bregðast við stöðunni,“ segir Unnur og bætir við:

„En við fengum ekki nógu góð viðbrögð og ákváðum því að búa til Vini Yazanas, sem er hópur fólks sem styður við hann.“

Fjölskyldan fékk eigi efnislega meðferð á sínum tíma þar sem hún fékk vegabréfsundirritun á Spáni; er því hægt að senda þau aftur þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Albert Björn Lúðvígsson.

Albert Björn Lúðvígsson – sem er lögmaður Yazans – segir að fyrir liggi endurupptökubeiðni hjá Kærunefnd útlendingamála. Réttindagæsla fatlaðs fólks beitti sér meðal annars fyrir því en bent var á að fötlun Yazan hefði eigi verið tekin til greina við meðferð málsins og ekki liggur fyrir nein dagsetning um það hvenær fjölskyldunni verður vísað úr landi.

Segir Albert það mögulegt að þeim verði vísað úr landi á meðan verið sé að leggja mat á endurupptökubeiðnina:

„Mér finnst það ólíklegt en það gæti vissulega gerst,“ segir hann.

Hinn ellefu ára gamli Yazan þjáist af vöðvarýrnunarsjúkdóminum Duchenne; hafa læknar hér á landi staðfest að eigi megi rjúfa þá heilbrigðisþjónustu er hann fær hér á landi.

 

Kemur fram að samtökin Vinir Yazans hafi bent á að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segi að í öllum aðgerðum er snerta fötluð börn skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.

Bryndís Elfa og Jón Fannar vilja stýra Jafnréttisstofu – Katrín hættir eftir sjö ár í starfi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði um stjórnarskrá Íslands í stefnuræðu Mynd: Skjáskot RÚV

Alls sóttu sex einstaklingar um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Greint frá þessu á vef Stjórnarráðsins en Katrín Björg Rík­arðsdótt­ir hefur gegnt embættinu frá 2017 en hún hefur verið ráðin sem sér­fræðing­ur í kjara- og rétt­inda­mál­um hjá Visku – stétt­ar­fé­lagi.

Hægt er að sjá hóp umsækjenda hér fyrir neðan

Arnrún Halla Arnórsdóttir, aðjúnkt
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur
Elinóra Guðmundsdóttir, fjölmiðlafræðingur
Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur
Marcin Zembrowski, viðskiptafræðingur
Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri

Jafnréttisstofa heyrir undir forsætisráðuneytið og er staðsett á Akureyri.

Þorvaldur Halldórsson er fallinn frá

Þorvaldur Halldórsson er fallinn frá. Mynd: Facebook.

Tónlistarmaðurinn ástsæli, Þorvaldur Halldórsson, er látinn. Hann var tæplega áttræður að aldri. Greint er frá andláti hans á Glatkistunni þar sem æviferill hans er rakinn. Þorvaldur fæddist á Siglufirði 29. október 1944. Hann hóf snemma tónlistariðkun sem gítar- og klarinettuleikari. Á menntaskólaárum sínum á Akureyri hóf hann að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri sveitum. Rödd hans þótti vera einstök.

Með Ingimari Eydal sló hann í gegn með laginu Á sjó sem síðan varð eins konar einkennislag Þorvaldar. Lagið varð geysilega vinsælt og er ein af perlum íslenskrar dægurtónlistar.  Hér má heyra lagið. Hann átti fleiri vinsæl lög sem hafa lifað og bera söngvaranum fagurt vitni.

Þorvaldur var búsettur á Torrevieja á Spáni hin síðari ár. Hann hafði glímt við veikindi undanfarið.

Gabbarar gætu farið í fangelsi fyrir falsboð: „Þetta er al­var­legt mál“

Kerlingarfjöll er vinsælt útivistarsvæði - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: south.is

Eftir mikla leit að erlendum ferðmönnum sem stóð frá mánudagskvöldi fram á þriðjudag við Kerlingarfjöll leikur grunur á að um falsboðun hafi verið að ræða en ennþá er verið að rannsaka málið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að slíkt sé brot á hegningarlögum.

Ef þú gabb­ar neyðarlið, lög­reglu eða björg­un­ar­sveit­ir eða slíkt þá ertu að brjóta hegn­ing­ar­lög, 120. grein hegn­ing­ar­laga. Þar liggja við sekt­ir eða fang­els­is­refs­ing allt að þrem­ur mánuðum, þannig þetta er al­var­legt mál. Hver sú sem refs­ing­in er þá er þetta mjög al­var­legt, ef rétt reyn­ist, að gabba björg­un­arlið í svona mikl­ar aðgerðir, sagði Sveinn við mbl.is um málið.

Man aðeins eftir einu öðru tilviki

Sveinn segir einnig að slík göbb séu sjaldgæf en hann man aðeins eftir einu svipuðu tilviki og það hafi verið rúmum 20 árum síðan en þá hafi verið farið í leit að fólk á hálendinu. Þá telur að hann að líklegt sé að þetta sé falsboð.

„Miðað við það að það var leitað þarna í tæp­an sól­ar­hring og búið að loka öll­um þeim þráðum sem við höfðum í hönd­um og búið að vinna úr. Þetta er bara svo sem rann­sakað eins og annað saka­mál, því þá er þetta orðið saka­mál ef þarna er gabb í gangi. Við rann­sök­um bara eft­ir því í sam­ræmi við það og vinn­um það eins og önn­ur saka­mál,“ sagði Sveinn að lok­um.

Eldgosahætta eykst með hverjum deginum: „Get­ur gerst með skömm­um fyr­ir­vara“

Benedikt biður Grindvíkinga að halda sig fjærri bænum - Ljósmynd/Lalli

Eldgosasérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær það muni gjósa aftur á Reykjanesi og segja líklegt að slíkt muni gerast á næstum dögum.

Í stöðuuppfærslu frá Veðurstofu Íslands er greint frá því að áætlað magn sem hefur safnast undir Svartsengi sé svipað og þegar gaus í lok maí. Þá benda líkön til þess að eldgos geti hafi á næstu dögum.

„Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi um málið en vaxandi skjálftavirkni hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna.

Í þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með þá er talið líklegt að gosið kom upp á svipuðum stöðum og það hefur gert í undanförnum eldgosum á Reykjanesi. „Það er áfram landris og það er bú­ist við því að það fari eitt­hvað að ger­ast hvað úr hverju og það get­ur gerst með skömm­um fyr­ir­vara,“ sagði Ingi­björg Andrea Bergþórs­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands í sam­tali við mbl.is.

Frá Bjarna til Bestseller

Nanna Kristín Tryggvadóttir

Nanna Kristín Tryggvadóttir er að hætta sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þessi tímamót verða þar sem hún hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi. Fyrirtækið rekur meðal annars fataverslanir Jack & Jones, Vero Moda, Selected, Vila og Name It.

Nanna Kristín hefur víða komið við undanfarið. Áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna var hún framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Húsheildar Hyrnu. Þá starfaði hún einnig í Landsbankanum sem aðstoðarmaður bankastjóra. Hún er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.

Karl Ágúst glímir við eftirköst vegna heilaæxlisins: „Get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir“

Karl Ágúst Úlfsson.

Karl Ágúst Úlfsson, leikari og rithöfundur, glímir við eftirköst þess að hafa fengið heilaæxli á stærð við golfkúlu. Hann, sem er þekktastur sem einn lykilmanna Spaugstofunnar, lýsir afleiðingunum af einlægni í hlaðvarpinu Kalda pottinum.

Karl fór í aðgerð fyrir tveimur árum þar sem æxlið var fjarlægt. Hann segir orðaforða sinn hafa minnkað um 75 prósent og hann eigi í dag erfitt með að muna nöfn.  „Þegar ég var að tala vantaði mig bara orð yfir það sem ég ætlaði að tala um. Ég bara fann þau ekki. Iðulega notaði ég vitlaus orð og fattaði það sjálfur strax en fann ekki réttu orðin,“ segir Karl Ágúst.

Hann fór í þjálfun hjá minnisþjálfara þar sem staðfest var að minni leikarans var mjög skert. Þjálfarinn bað Karl að skrifa niður nöfn á 10 bifreiðategundum.

„Ég skrifaði efst á blaðið Benz og svo mundi ég ekki meira. Sjálfur átti ég samt þrjá bíla, Land Rover, Toyota og Chevrolet en ég mundi ekkert af þessu.“

Karl Ágúst lýsir því að hann hafi náð góðum framförum eftir veikindin. Eftir situr þó að hann á erfitt með að muna rétt orð. Karl nefnir sem dæmi að eitt sinn hafi hann ætlað að segja frá því að móðir hans glímdi við mígreni. Hann mundi ekki orðið heldur lýsti því sem ástandi þar sem fólk fær hræðilegan höfuðverk. Viðmælandi hans spurði þá hvort hann meinti mígreni og Karl staðfesti það en örskömmu síðar hafði hann aftur gleymt orðinu. Nú man hann orðið með því að hugsa sér móður sína, sem heldur á greni og úr því flýgur mý.

Karl man hvað börn hans og vinir heita, en eftir því sem tengslin eru fjarlægar þá verður erfiðara að rifja upp nöfnin.

„Ég man kannski andlitið og cirka hvernig ég á að þekkja þessa manneskju en get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir,“ segir leikarinn góðkunni.

DV var með umfjöllun um þessi meinlegu örlög leikarans.

Barnlaust á Bessastöðum

Halla Tómasdóttir.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefir gert víðreist undanfarið. Hún hélt meðal annars í heimsókn til Vestmannaeyja þar sem regn og vindar börðu á landsmönnum. Forsetinn lét það ekki á sig fá og klæddi af sér veðrið af alkunnri smekkvísi. Hún vann hug og hjörtu Eyjamanna í heimsókninni og þótt feta í spor Guðna Th. Jóhannessonar, fyrrverandi forseta, sem var maður alþýðunnar.

Þótt Halla sé orðinn forseti verður nokkur bið á því að hún og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, flytji á Bessastaði. Viðgerð stendur yfir á íbúðarhúsi forsetans og Halla þarf að bíða fram á haust áður en hún flytur inn ásamt Birni. Börn þeirra verða ekki með í för því þau eru við framhaldsnám erlendis. Barnlaust verður því á Bessastöðum í fyrsta sinn í átta ár …

Katrín Jakobsdóttir fór í aðgerð: „Rúmliggjandi heima í viku“

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra fór í aðgerð árið 2004.

„Ég hef ekki fundið lykt í mörg ár,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi varaformaður Vinstri grænna, í samtali við DV um málið árið 2004. „Þetta var orðið mjög slæmt. Ég hef ekki getað andað í gegnum nefið síðustu tvo mánuði,“ en á þessum tíma stýrði Katrín einnig sjónvarpsþætti á Skjá Einum og var það krefjandi að geta aðeins andað með munninum í þeim aðstæðum. Henni hafi liðið eins og gullfiski með opinn muninn. Fór hún þess vegna í aðgerð á nefinu.

„Þetta er talsvert stór aðgerð. Maður liggur inni í tvo daga og svo hef ég þurft að vera rúmliggjandi heima í viku. Það var hreinsað úr ennisholum og kinnholum sem voru svo stíflaðar að allt lyktarskyn var horfið,“ sagði Katrín en hún vaknaði eftir svæfingu við ilm af epli. „Ég hélt að það væri eitthvað að eplinu því lyktin var svo sterk. En það var í góðu lagi.“

„Nú er verður maður mun beittari á pólitískum vettvangi. Pólitískt þefskyn mitt hefur batnað til muna við þetta,“ sagði Katrín um hvort þetta hefði einhver áhrif á hennar störf sem stjórnmálamaður.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 10. nóvember 2023

Hnífstungumaðurinn á Akureyri er karlmaður undir tvítugu

Akureyri -Myndin tengist fréttinni ekki beint -Mynd/skjáskot RÚV

Á laugardaginn greindi lögreglan á Norðurlandi eystra frá því að upp hafi komið hnífstungumál í miðbæ Akureyrar en atvikið átti sér stað um nóttina. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús og ekki talið í lífshættu, það var svo útskrifað í gær.

Árásarmaðurinn er karlmaður undir tvítugt en það staðfesti Skarp­héðinn Aðal­steins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra, í sam­tali við mbl.is um árásina og hefur hann stöðu sakbornings í málinu.

Hann vildi þó ekki veita frekari upplýsingar um árásina að svo stöddu.

Mamma gleypti óvart tannburstann sinn: „Mun héðan af fara varlega“

Hin breska Amber Hunt var í fríi í Króatíu með manni sínum og tveimur börnum þegar hún gleypti óvart 20 cm langan tannbursta. Hún telur sig heppna að vera á lífi eftir ótrúlegt atvikið. Amber var að undirbúa sig fyrir svefninn þegar tannburstinn rann úr blautum höndum hennar og niður í kok, þaðan fór hann niður í maga. Hún reyndi þá að ná burstanum en þegar það tókst ekki fór eiginmaður hennar með hana á sjúkrahús. Læknar trúðu varla eigin eyrum þegar Amber lýsti atvikinu fyrir þeim og var hún þá send í ómskoðun á maga þar sem tannburstinn kom í ljós.

Tannburstinn kom í ljós við ómskoðun.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir reyndist læknum ómögulegt að ná til burstans og neyddist konan til þess að ganga undir tæplega klukkutíma langa aðgerð þar sem hann var fjarlægður. Tæki var þrætt ofan í magann á Amber og burstinn dreginn upp en hún var vakandi á meðan. „Ég er ánægð að vera á lífi en er hrædd við að nota tannbursta og fer alltaf varlega, ég passa að hendurnar séu þurrar svo burstinn renni ekki úr höndunum á mér,“ sagði konan í samtali við Mirror. „Sem betur fer fór burstinn niður í maga í stað þess að kæfa mig. Þegar ég áttaði mig á því að ég væri búin að gleypa tannburstann var ég viss um að ég myndi deyja. Ég mun héðan af fara varlega þegar ég bursta í mér tennurnar.“

Telja sig hafa fundið bíl ferðamannanna – Leitarhundar ræstir út

Kerlingarfjöll - myndin tengist fréttinni ekki beint

Leitin að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum heldur áfram en björgunarsveitir hafa nú fundið bíl sem talið er að hafi verið ökutæki ferðamannanna og hafa leitar hundarverið ræstir út.

„Það er semsagt bíll á bílastæðinu sem að virðist hafa komið í gærkvöldi, og ekki finnst neinn sem kannast við að vera á þeim bíl. Það er ástæðan fyrir því að óskað hefur verið eftir leitarhundum, sporhundum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi um málið en bílinn er bílaleigubíll og er skráður á tvo erlenda ferðamenn.

Leitað hefur verið að ferðamönnunum síðan í gærkvöldi en sú leit hefur hingað til ekki borið árangur en tilkynningu barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar þar sem ferðamennirnir sögðust vera fastir í helli og gáfu upp staðsetningarhnit. Leitin hefur síðan verið víkkuð út frá þeim hnitum.

Tim Walz er varaforsetaefni Kamala Harris

Tim Walz verður mögulega næsti varaforseti Bandaríkjanna

Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota-fylkis í Bandaríkjunum, hefur verið valinn sem varaforsetaefni Kamala Harris í komandi forsetakosningum Bandaríkjanna en frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs.

Valið á Walz hefur þótt líklegt um nokkurt skeið en Walz er gríðarlega vinsæll stjórnmálamaður en hann er fyrrverandi kennari og hermaður. Walz hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 og telja margir ljóst að hann mun draga að kjósendur sem hefðu síður verið tilbúnir til að kjósa Kamala Harris.

Það stefnir því í harða baráttu milli Harris og Trump en Trump var talinn sigurstrangurlegur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, áður en Biden dró framboð sitt til baka fyrir skömmu. Síðan þá hafa kannanir bent til þess að fram undan séu nokkuð jafnar og spennandi kosningar en eins og alþjóð veit þá hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum oft mikil áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann.

Í könnun sem Mannlíf framkvæmdi í júlí telja rúm 75% lesenda Mannlífs að Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna.

Leonardo DiCaprio stunginn af marglyttu í Miðjarðarhafi – MYNDIR

Leonardo DiCaprio var stunginn í lærið

Stórleikarinn Leonardo DiCaprio lenti í frekar leiðinlegu atviki um helgina en hann hefur verið sigla um Miðjarðarhafið á snekkju.

Óskarsverðlaunaleikarinn var að njóta sín í hafinu þegar hann var stunginn af marglyttu ofarlega í hægra lærið. Hann fór um leið um borð í snekkjuna þar sem starfsmenn hennar þutu til að hreinsa og þurrka sárið en að sögn heimildarmanna erlenda miðla var stungan ekki alvarleg og sást til DiCaprio hlæja að atvikinu.

Undanfarna daga og vikur hefur DiCaprio verið að njóta sín vel í Evrópu með Vittoria Ceretti, kærustu sinni, og leikurum á borð við Lukas Haas og Tobey Magurie.

 

Herdís flúði lögfræðina fyrir Hollywood: „Það þarf alltaf að kenna einhverjum um“

Herdís Stefánsdóttir tónskáld vinnur með stórstjörnum í Hollywood

Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir ætlaði sér aldrei að semja tónlist fyrir kvikmyndir og fékk að eigin sögn leið á námi í tónlist sem barn en undanförnum árum hefur hún sýnt að hún er eitt efnilegasta tónskáld Hollywood.

Í viðtali á RÚV segir Herdís frá því að hún hafi farið í lögfræðinám eftir menntaskóla en þótti hún svo óbærilega leiðinleg en það var þá sem hún hóf að spila tónlist aftur og að semja tónlist. Stuttu fyrir vorpróf í lögfræði ákvað hún að sækja um í tónsmíðadeild LHÍ. „Með engar væntingar um að komast inn, með engan grunn og kann ekki neitt og hef engan feril í tónlist að baki,“ sagði Herdís um málið.

Síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá henni þó að hún hafi þurft að harka eins og flest allir tónlistarmenn. Hún segir að Hollywood-heimurinn sé grimmur. „Þú verður bara að finna út úr þessu. Og ef ekki, þá í versta falli er maður bara rekinn og einhver annar ráðinn,“ segir Herdís. „Það þarf alltaf að kenna einhverjum um og þá er það oftast tónskáldið sem verður svolítið framarlega í þeirri er röð.“

Samstarfsaðilar Herdísar undanfarið hafa ekki verið af verri endanum en hún samdi tónlistina fyrir myndina Knock at the Cabin sem M. Night Shyamalan leikstýrði en hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað og leikstýrt myndinni The Sixth Sense. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda handritið og bestu leikstjórn fyrir þá mynd. Herdís semur einmitt tónlistina fyrir Trap, sem er næsta mynd Shyamalan, sem kemur út á morgun á Íslandi.

Lögreglustjóri hótaði að skjóta konu sem flúði umferðareftirlit – MYNDBAND

Nathan Lanham er sagður hafa gengið of langt - Mynd: Skjáskot

Lögreglustjórinn Nathan Lanham komst heldur betur í fréttirnar vestanhafs þegar hótaði að skjóta konu í Marion-sýslu í Vestur Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Konan, sem heitir Beth Delloma, er sögð hafa flúið frá lögreglustjóranum sem var að sinna hefðbundnu umferðareftirliti. Á hann að hafa stoppað Delloma og komist að því að bílinn hennar þyrfti að fara í skoðun og væri í raun ólöglegur í akstri. Delloma leist ekkert á það og flúði í burtu í kjölfarið. Ekki liggur fyrir hversu lengi hún var á flótta en á myndbandi sem náðist af handtöku hennar má sjá bílinn hennar kyrrstæðan á grasflöt við göngustíg.

Á myndbandinu sést einnig Lanham beina byssu sinni að Delloma meðan hún situr inn í bílnum og heyrist í lögreglustjórinn hóta að skjóta Delloma en hún neitaði að fara út úr bílnum. Í myndbandinu sést lögreglustjórinn einnig brjóta rúðu í bílnum með sleggju. Á endanum fer Delloma út úr bílnum og er handjárnuð af Lanham.

Hún var ákærð fyrir að flýja vettvang og stofna öðrum í hættu en dómari málsins vísaði því frá. Íbúar Marion-sýslu hafa ákveðið að halda fund um atvikið og ræða hvað átti sér stað.

Zac Efron fluttur á sjúkrahús á Ibiza

Dwayne Johnson og Zac Efron lék í Baywatch

Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá fræga fólkinu og stórleikarinn Zac Efron fékk að kynnast því um helgina en flytja þurfti Baywatch-stjörnuna á sjúkrahús á Ibiza.

Leikarinn geðþekki var að njóta lífsins með vinum sínum á eyjunni frægu þegar hann ákvað að stinga sér til sunds í sundlaug í húsinu sem hann var að leigja en því miður fyrir Efron skall bringa hans í botn laugarinnar. Við það fór mikið af vatni ofan í lungu leikarans og leið honum sýnilega illa að sögn sjónarvotta. Farið var með hann á spítala þar sem staðfest var að hann hafi vissulega fengið vatn í lungun en vatnið var þegar farið úr þeim þegar á spítalann var komið.

Hann var útskrifaður fljótlega af spítalanum og setti mynd af sér á samfélagsmiðla daginn eftir og sást út á lífinu um kvöldið.

Zac Efron hefur verið um áraraðir einn vinsælasti leikari Hollywood en hann er þekktastur fyrir leik sinn í High School Musical-myndunum, Neighbours og Baywatch.

Bjargað af Baulu

Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tveimur göngumönnum var í nótt bjargað af Baulu. Mennirnir sendu frá sér hjálparbeiðini í gærkvöld eftir að annar þeirra féll í skriðu og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitir komu á vettvang um klukkan tvö í nótt. Hinn slasaði fékk verkjalyf og var mönnunum fylgt niður af fjallinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Hún lenti við fjallið og flutti hinn slasaða á sjúkrahús.

Aðstæður í fjallinu voru slæmar í gær. Baula er skriðurunnin, brött og erfið uppgöngu.

Dauðaleit gerð að ferðamönnum við Kerlingafjöll – Grjóthrun lokaði þá inni í helli

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Björgunarsveitarmenn við störf. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Umfangsmikil björgunaraðgerð stendur nú yfir í Kerlingafjöllum vegna tveggja manna sem festust í helli eftir grjóthrun.

Björgunarhópar frá Suðurlandi eru komnir á staðinn. Dauðaleit stendur yfir á svæðinu og er unnið að því að staðsetja mennina. Auk mannafla hafa verið send tæki til rústabjörgunar á svæðið til að bjarga mönnunum. Á annað hundrað björgunarmenn voru komnir á vettvang í morgun. Staðan er metin sem svo að mikill háski sé á ferðum.

Haft var eftir Jóni Þór Víglundssyni, talsmanns Landsbjarnar, í nótt að menn væru enn að átta sig á stöðunni en hjálparbeðnin kom í gegnum netspjall sem rofnaði.

Útkallið barst klukkan 22:30 í gærkvöld. Mennirnir hafa því verið innilokaðir í níu klukkustundir.

Björguunarsveitarmenn hafa í nótt þrætt hella á svæðinu. Aðstæður til leitar eru erfiðar vegna lélegs skyggnbis á svæðinu.

Allt bendr til þess að björgunarsveitirnar hafi verið gabbaðar og enginn háski hafi verið á ferðum Leitað er að þeim sem stunduðu þann ljóta leik.

Börn á Íslandi vinna of mikið

Algent er að börn vinni í búðum - Myndin tengist pistlinum ekki beint - Mynd: Hagkaup

Fyrir nokkrum mánuðum heimsótti ég vin minn sem býr í enskum bæ rétt hjá Stoke. Þar gisti ég hjá honum í fimm nætur og við heimsóttum á þeim tíma marga bari, verslanir og veitingastaði. Eitt sem vakti athygli mína meðan þessari heimsókn stóð yfir var aldur starfsmanna hvert sem við fórum, sérstaklega í matvörubúðunum. Meðalaldur starfsmanna í búðunum, sem hægt er að líkja Nettó eða Krónuna, var sennilega yfir fimmtugt. Skipti engu máli hvort viðkomandi var að vinna á kassa, við áfyllingu eða í kjötborði. Allt starfsfólkið var yfir fertugu. Ég man ekki til þess að hafa verið afgreiddur af manneskju í Bretlandi sem var undir 20 ára. Mögulega var ein stelpa sem vann á pítsastað sem við snæddum á 19 ára gömul en þar við situr. Kannski.

Kannski.

Þetta fékk mig til að hugsa um nýlegar ferðir mínar til Danmerkur og Hollands. Það var nákvæmlega sama í gangi þar. Ég ræddi þetta einnig við mágkonu mína, sem býr á Ítalíu, sem sagði það vera sjaldgæft að hún sæi fólk undir 18 ára vinna.

Sem er í raun algjör andstæða þess sem fólk á Íslandi er vant. Hérlendis væri sennilega ómögulegt að fá ís í ísbúð ef ekki væri fyrir börn. Það er í raun magnað hversu margir þættir atvinnulífsins á Íslandi standa og falla með því að börn séu tilbúin að vinna. Fyrir utan ísbúðir eru matvöruverslanir, bakarí, skyndibitastaðir og kvikmyndahús helstu sökudólgarnir í þessum efnum. Svo eru nánast allir aðstoðarþjálfarar í yngstu flokkum í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. 

En þetta er auðvitað ekkert nýtt á Íslandi. Börn hafa unnið hin ýmsu störf frá landnámi. En er ekki skrýtið að, í landi þar sem sagt er að flestir hafi það gott, að 14 ára stelpa afgreiði mig um bjór á fimmtudagskvöldi í janúar á einum vinsælasta veitingastað landsins?

Vissulega er hægt að segja að vinna hjálpi börnum að öðlast ábyrgð og kenni þeim á lífið á máta sem skólinn er ekki endilega fær um að gera en það hlýtur að vera hægt að gera það eftir að grunnskólagöngu lýkur. Íslenskt samfélag hlýtur að geta viðurkennt að það sé furðulegt að grunnskólabarn sé að vinna langt fram á kvöld í stað þess að vera með fjölskyldu eða vinum eða sinna áhugamálum eða námi. Það má reyndar ekki gleyma því að sum börn vinna til þess að hjálpa fjölskyldu sinni til að lifa af en samkvæmt minni reynslu sem fyrrverandi félagsmiðstöðvastarfsmaður þá virðast börn vera festast fyrr og fyrr í klóm neysluhyggju og kapítalisma þar sem gerviþarfir ráða ríkjum og stýrir það aðallega ákvörðun þeirra að fara út á vinnumarkaðinn.

Mínar helstu minningar af vinum mínum sem unnu á grunn- og framhaldsskólagöngu sinni er sú að þeir hafi ekki haft tíma til þess að njóta lífsins en þeir áttu vissulega meiri pening en ég. Það er þó aðeins mín upplifun og ég er viss um að einhverjir af þessum vinum mínum myndu þræta fyrir þetta í dag. Sjálfur vann ég aðeins í örfá skipti utan sumarfrís og það kenndi mér fjárhagslega ábyrgð að því leyti að ég fór mjög sparlega með mína peninga. Það er eitthvað sem ég er mjög þakklátur fyrir í dag.

Ég vil samt að taka fram að ég er ekki að gera kröfu á að börn vinni ekki neitt þar til þau eru 18 ára en ef mögulegt er þá finnst mér að foreldrar ættu að stýra börnum sínum að vinna aðeins á sumrin, a.m.k. meðan þau eru á grunnskólaaldri.

Best væri þó ef þau gætu sleppt því alfarið og þess í stað sinnt áhugamálum og ræktað vellíðan sína eftir bestu getu.

Bubbi styður Yazan: „Skoruðum á alla að bregðast við stöðunni“

Staða Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, er sú að hann og fjölskylda hans gætu verið send til Spánar.

Kemur fram á RÚV að Unnur Helga Óttarsdóttir, sem er formaður Þroskahjálpar, fer fyrir hópnum Vinir Yazans; hefur hópurinn birt undirskriftalista þar sem margir úr íslensku samfélagi hvetja íslensk stjórnvöld til að sýna mannúð í máli drengsins:

Unnur Helga Óttarsdóttir.

„Við höfum fengið frábærlega góð viðbrögð; þetta er fjölbreyttur hópur sem hefur skrifað undir, listafólk, sálfræðingar, læknar, prestar, forystufólk úr verkalýðshreyfingunni og fjölmargir aðrir.“

Bubbi Morthens
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Afar vel þekktir einstaklingar úr íslensku samfélagi eru komnir á blað; á meðal þeirra er nú hafa þegar skráð sig eru á listann eru þjóðþekktir einstaklingar; til dæmis Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Bubbi Morthens, Edda Björgvins, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR; ásamt mörgum öðrum.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup.

Þessi samtök – Vinir Yazans – voru sett álaggirnar eftir samstöðufund er haldinn var í júní þar sem vakin var athygli á stöðu Yazans.

„Við sendum tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og skoruðum á alla að bregðast við stöðunni,“ segir Unnur og bætir við:

„En við fengum ekki nógu góð viðbrögð og ákváðum því að búa til Vini Yazanas, sem er hópur fólks sem styður við hann.“

Fjölskyldan fékk eigi efnislega meðferð á sínum tíma þar sem hún fékk vegabréfsundirritun á Spáni; er því hægt að senda þau aftur þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Albert Björn Lúðvígsson.

Albert Björn Lúðvígsson – sem er lögmaður Yazans – segir að fyrir liggi endurupptökubeiðni hjá Kærunefnd útlendingamála. Réttindagæsla fatlaðs fólks beitti sér meðal annars fyrir því en bent var á að fötlun Yazan hefði eigi verið tekin til greina við meðferð málsins og ekki liggur fyrir nein dagsetning um það hvenær fjölskyldunni verður vísað úr landi.

Segir Albert það mögulegt að þeim verði vísað úr landi á meðan verið sé að leggja mat á endurupptökubeiðnina:

„Mér finnst það ólíklegt en það gæti vissulega gerst,“ segir hann.

Hinn ellefu ára gamli Yazan þjáist af vöðvarýrnunarsjúkdóminum Duchenne; hafa læknar hér á landi staðfest að eigi megi rjúfa þá heilbrigðisþjónustu er hann fær hér á landi.

 

Kemur fram að samtökin Vinir Yazans hafi bent á að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segi að í öllum aðgerðum er snerta fötluð börn skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.

Bryndís Elfa og Jón Fannar vilja stýra Jafnréttisstofu – Katrín hættir eftir sjö ár í starfi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði um stjórnarskrá Íslands í stefnuræðu Mynd: Skjáskot RÚV

Alls sóttu sex einstaklingar um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Greint frá þessu á vef Stjórnarráðsins en Katrín Björg Rík­arðsdótt­ir hefur gegnt embættinu frá 2017 en hún hefur verið ráðin sem sér­fræðing­ur í kjara- og rétt­inda­mál­um hjá Visku – stétt­ar­fé­lagi.

Hægt er að sjá hóp umsækjenda hér fyrir neðan

Arnrún Halla Arnórsdóttir, aðjúnkt
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur
Elinóra Guðmundsdóttir, fjölmiðlafræðingur
Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur
Marcin Zembrowski, viðskiptafræðingur
Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri

Jafnréttisstofa heyrir undir forsætisráðuneytið og er staðsett á Akureyri.

Þorvaldur Halldórsson er fallinn frá

Þorvaldur Halldórsson er fallinn frá. Mynd: Facebook.

Tónlistarmaðurinn ástsæli, Þorvaldur Halldórsson, er látinn. Hann var tæplega áttræður að aldri. Greint er frá andláti hans á Glatkistunni þar sem æviferill hans er rakinn. Þorvaldur fæddist á Siglufirði 29. október 1944. Hann hóf snemma tónlistariðkun sem gítar- og klarinettuleikari. Á menntaskólaárum sínum á Akureyri hóf hann að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri sveitum. Rödd hans þótti vera einstök.

Með Ingimari Eydal sló hann í gegn með laginu Á sjó sem síðan varð eins konar einkennislag Þorvaldar. Lagið varð geysilega vinsælt og er ein af perlum íslenskrar dægurtónlistar.  Hér má heyra lagið. Hann átti fleiri vinsæl lög sem hafa lifað og bera söngvaranum fagurt vitni.

Þorvaldur var búsettur á Torrevieja á Spáni hin síðari ár. Hann hafði glímt við veikindi undanfarið.

Gabbarar gætu farið í fangelsi fyrir falsboð: „Þetta er al­var­legt mál“

Kerlingarfjöll er vinsælt útivistarsvæði - Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: south.is

Eftir mikla leit að erlendum ferðmönnum sem stóð frá mánudagskvöldi fram á þriðjudag við Kerlingarfjöll leikur grunur á að um falsboðun hafi verið að ræða en ennþá er verið að rannsaka málið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að slíkt sé brot á hegningarlögum.

Ef þú gabb­ar neyðarlið, lög­reglu eða björg­un­ar­sveit­ir eða slíkt þá ertu að brjóta hegn­ing­ar­lög, 120. grein hegn­ing­ar­laga. Þar liggja við sekt­ir eða fang­els­is­refs­ing allt að þrem­ur mánuðum, þannig þetta er al­var­legt mál. Hver sú sem refs­ing­in er þá er þetta mjög al­var­legt, ef rétt reyn­ist, að gabba björg­un­arlið í svona mikl­ar aðgerðir, sagði Sveinn við mbl.is um málið.

Man aðeins eftir einu öðru tilviki

Sveinn segir einnig að slík göbb séu sjaldgæf en hann man aðeins eftir einu svipuðu tilviki og það hafi verið rúmum 20 árum síðan en þá hafi verið farið í leit að fólk á hálendinu. Þá telur að hann að líklegt sé að þetta sé falsboð.

„Miðað við það að það var leitað þarna í tæp­an sól­ar­hring og búið að loka öll­um þeim þráðum sem við höfðum í hönd­um og búið að vinna úr. Þetta er bara svo sem rann­sakað eins og annað saka­mál, því þá er þetta orðið saka­mál ef þarna er gabb í gangi. Við rann­sök­um bara eft­ir því í sam­ræmi við það og vinn­um það eins og önn­ur saka­mál,“ sagði Sveinn að lok­um.

Eldgosahætta eykst með hverjum deginum: „Get­ur gerst með skömm­um fyr­ir­vara“

Benedikt biður Grindvíkinga að halda sig fjærri bænum - Ljósmynd/Lalli

Eldgosasérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær það muni gjósa aftur á Reykjanesi og segja líklegt að slíkt muni gerast á næstum dögum.

Í stöðuuppfærslu frá Veðurstofu Íslands er greint frá því að áætlað magn sem hefur safnast undir Svartsengi sé svipað og þegar gaus í lok maí. Þá benda líkön til þess að eldgos geti hafi á næstu dögum.

„Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi um málið en vaxandi skjálftavirkni hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna.

Í þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með þá er talið líklegt að gosið kom upp á svipuðum stöðum og það hefur gert í undanförnum eldgosum á Reykjanesi. „Það er áfram landris og það er bú­ist við því að það fari eitt­hvað að ger­ast hvað úr hverju og það get­ur gerst með skömm­um fyr­ir­vara,“ sagði Ingi­björg Andrea Bergþórs­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands í sam­tali við mbl.is.

Frá Bjarna til Bestseller

Nanna Kristín Tryggvadóttir

Nanna Kristín Tryggvadóttir er að hætta sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þessi tímamót verða þar sem hún hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi. Fyrirtækið rekur meðal annars fataverslanir Jack & Jones, Vero Moda, Selected, Vila og Name It.

Nanna Kristín hefur víða komið við undanfarið. Áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna var hún framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Húsheildar Hyrnu. Þá starfaði hún einnig í Landsbankanum sem aðstoðarmaður bankastjóra. Hún er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.

Karl Ágúst glímir við eftirköst vegna heilaæxlisins: „Get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir“

Karl Ágúst Úlfsson.

Karl Ágúst Úlfsson, leikari og rithöfundur, glímir við eftirköst þess að hafa fengið heilaæxli á stærð við golfkúlu. Hann, sem er þekktastur sem einn lykilmanna Spaugstofunnar, lýsir afleiðingunum af einlægni í hlaðvarpinu Kalda pottinum.

Karl fór í aðgerð fyrir tveimur árum þar sem æxlið var fjarlægt. Hann segir orðaforða sinn hafa minnkað um 75 prósent og hann eigi í dag erfitt með að muna nöfn.  „Þegar ég var að tala vantaði mig bara orð yfir það sem ég ætlaði að tala um. Ég bara fann þau ekki. Iðulega notaði ég vitlaus orð og fattaði það sjálfur strax en fann ekki réttu orðin,“ segir Karl Ágúst.

Hann fór í þjálfun hjá minnisþjálfara þar sem staðfest var að minni leikarans var mjög skert. Þjálfarinn bað Karl að skrifa niður nöfn á 10 bifreiðategundum.

„Ég skrifaði efst á blaðið Benz og svo mundi ég ekki meira. Sjálfur átti ég samt þrjá bíla, Land Rover, Toyota og Chevrolet en ég mundi ekkert af þessu.“

Karl Ágúst lýsir því að hann hafi náð góðum framförum eftir veikindin. Eftir situr þó að hann á erfitt með að muna rétt orð. Karl nefnir sem dæmi að eitt sinn hafi hann ætlað að segja frá því að móðir hans glímdi við mígreni. Hann mundi ekki orðið heldur lýsti því sem ástandi þar sem fólk fær hræðilegan höfuðverk. Viðmælandi hans spurði þá hvort hann meinti mígreni og Karl staðfesti það en örskömmu síðar hafði hann aftur gleymt orðinu. Nú man hann orðið með því að hugsa sér móður sína, sem heldur á greni og úr því flýgur mý.

Karl man hvað börn hans og vinir heita, en eftir því sem tengslin eru fjarlægar þá verður erfiðara að rifja upp nöfnin.

„Ég man kannski andlitið og cirka hvernig ég á að þekkja þessa manneskju en get ómögulega munað hvað hann eða hún heitir,“ segir leikarinn góðkunni.

DV var með umfjöllun um þessi meinlegu örlög leikarans.

Barnlaust á Bessastöðum

Halla Tómasdóttir.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefir gert víðreist undanfarið. Hún hélt meðal annars í heimsókn til Vestmannaeyja þar sem regn og vindar börðu á landsmönnum. Forsetinn lét það ekki á sig fá og klæddi af sér veðrið af alkunnri smekkvísi. Hún vann hug og hjörtu Eyjamanna í heimsókninni og þótt feta í spor Guðna Th. Jóhannessonar, fyrrverandi forseta, sem var maður alþýðunnar.

Þótt Halla sé orðinn forseti verður nokkur bið á því að hún og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, flytji á Bessastaði. Viðgerð stendur yfir á íbúðarhúsi forsetans og Halla þarf að bíða fram á haust áður en hún flytur inn ásamt Birni. Börn þeirra verða ekki með í för því þau eru við framhaldsnám erlendis. Barnlaust verður því á Bessastöðum í fyrsta sinn í átta ár …

Katrín Jakobsdóttir fór í aðgerð: „Rúmliggjandi heima í viku“

Katrín Jakobsdóttir. Ljósmynd: Instagram.

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra fór í aðgerð árið 2004.

„Ég hef ekki fundið lykt í mörg ár,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi varaformaður Vinstri grænna, í samtali við DV um málið árið 2004. „Þetta var orðið mjög slæmt. Ég hef ekki getað andað í gegnum nefið síðustu tvo mánuði,“ en á þessum tíma stýrði Katrín einnig sjónvarpsþætti á Skjá Einum og var það krefjandi að geta aðeins andað með munninum í þeim aðstæðum. Henni hafi liðið eins og gullfiski með opinn muninn. Fór hún þess vegna í aðgerð á nefinu.

„Þetta er talsvert stór aðgerð. Maður liggur inni í tvo daga og svo hef ég þurft að vera rúmliggjandi heima í viku. Það var hreinsað úr ennisholum og kinnholum sem voru svo stíflaðar að allt lyktarskyn var horfið,“ sagði Katrín en hún vaknaði eftir svæfingu við ilm af epli. „Ég hélt að það væri eitthvað að eplinu því lyktin var svo sterk. En það var í góðu lagi.“

„Nú er verður maður mun beittari á pólitískum vettvangi. Pólitískt þefskyn mitt hefur batnað til muna við þetta,“ sagði Katrín um hvort þetta hefði einhver áhrif á hennar störf sem stjórnmálamaður.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 10. nóvember 2023

Hnífstungumaðurinn á Akureyri er karlmaður undir tvítugu

Akureyri -Myndin tengist fréttinni ekki beint -Mynd/skjáskot RÚV

Á laugardaginn greindi lögreglan á Norðurlandi eystra frá því að upp hafi komið hnífstungumál í miðbæ Akureyrar en atvikið átti sér stað um nóttina. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús og ekki talið í lífshættu, það var svo útskrifað í gær.

Árásarmaðurinn er karlmaður undir tvítugt en það staðfesti Skarp­héðinn Aðal­steins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra, í sam­tali við mbl.is um árásina og hefur hann stöðu sakbornings í málinu.

Hann vildi þó ekki veita frekari upplýsingar um árásina að svo stöddu.

Mamma gleypti óvart tannburstann sinn: „Mun héðan af fara varlega“

Hin breska Amber Hunt var í fríi í Króatíu með manni sínum og tveimur börnum þegar hún gleypti óvart 20 cm langan tannbursta. Hún telur sig heppna að vera á lífi eftir ótrúlegt atvikið. Amber var að undirbúa sig fyrir svefninn þegar tannburstinn rann úr blautum höndum hennar og niður í kok, þaðan fór hann niður í maga. Hún reyndi þá að ná burstanum en þegar það tókst ekki fór eiginmaður hennar með hana á sjúkrahús. Læknar trúðu varla eigin eyrum þegar Amber lýsti atvikinu fyrir þeim og var hún þá send í ómskoðun á maga þar sem tannburstinn kom í ljós.

Tannburstinn kom í ljós við ómskoðun.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir reyndist læknum ómögulegt að ná til burstans og neyddist konan til þess að ganga undir tæplega klukkutíma langa aðgerð þar sem hann var fjarlægður. Tæki var þrætt ofan í magann á Amber og burstinn dreginn upp en hún var vakandi á meðan. „Ég er ánægð að vera á lífi en er hrædd við að nota tannbursta og fer alltaf varlega, ég passa að hendurnar séu þurrar svo burstinn renni ekki úr höndunum á mér,“ sagði konan í samtali við Mirror. „Sem betur fer fór burstinn niður í maga í stað þess að kæfa mig. Þegar ég áttaði mig á því að ég væri búin að gleypa tannburstann var ég viss um að ég myndi deyja. Ég mun héðan af fara varlega þegar ég bursta í mér tennurnar.“

Telja sig hafa fundið bíl ferðamannanna – Leitarhundar ræstir út

Kerlingarfjöll - myndin tengist fréttinni ekki beint

Leitin að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum heldur áfram en björgunarsveitir hafa nú fundið bíl sem talið er að hafi verið ökutæki ferðamannanna og hafa leitar hundarverið ræstir út.

„Það er semsagt bíll á bílastæðinu sem að virðist hafa komið í gærkvöldi, og ekki finnst neinn sem kannast við að vera á þeim bíl. Það er ástæðan fyrir því að óskað hefur verið eftir leitarhundum, sporhundum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi um málið en bílinn er bílaleigubíll og er skráður á tvo erlenda ferðamenn.

Leitað hefur verið að ferðamönnunum síðan í gærkvöldi en sú leit hefur hingað til ekki borið árangur en tilkynningu barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar þar sem ferðamennirnir sögðust vera fastir í helli og gáfu upp staðsetningarhnit. Leitin hefur síðan verið víkkuð út frá þeim hnitum.

Tim Walz er varaforsetaefni Kamala Harris

Tim Walz verður mögulega næsti varaforseti Bandaríkjanna

Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota-fylkis í Bandaríkjunum, hefur verið valinn sem varaforsetaefni Kamala Harris í komandi forsetakosningum Bandaríkjanna en frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs.

Valið á Walz hefur þótt líklegt um nokkurt skeið en Walz er gríðarlega vinsæll stjórnmálamaður en hann er fyrrverandi kennari og hermaður. Walz hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 og telja margir ljóst að hann mun draga að kjósendur sem hefðu síður verið tilbúnir til að kjósa Kamala Harris.

Það stefnir því í harða baráttu milli Harris og Trump en Trump var talinn sigurstrangurlegur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, áður en Biden dró framboð sitt til baka fyrir skömmu. Síðan þá hafa kannanir bent til þess að fram undan séu nokkuð jafnar og spennandi kosningar en eins og alþjóð veit þá hafa forsetakosningar í Bandaríkjunum oft mikil áhrif á heiminn eins og við þekkjum hann.

Í könnun sem Mannlíf framkvæmdi í júlí telja rúm 75% lesenda Mannlífs að Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna.

Leonardo DiCaprio stunginn af marglyttu í Miðjarðarhafi – MYNDIR

Leonardo DiCaprio var stunginn í lærið

Stórleikarinn Leonardo DiCaprio lenti í frekar leiðinlegu atviki um helgina en hann hefur verið sigla um Miðjarðarhafið á snekkju.

Óskarsverðlaunaleikarinn var að njóta sín í hafinu þegar hann var stunginn af marglyttu ofarlega í hægra lærið. Hann fór um leið um borð í snekkjuna þar sem starfsmenn hennar þutu til að hreinsa og þurrka sárið en að sögn heimildarmanna erlenda miðla var stungan ekki alvarleg og sást til DiCaprio hlæja að atvikinu.

Undanfarna daga og vikur hefur DiCaprio verið að njóta sín vel í Evrópu með Vittoria Ceretti, kærustu sinni, og leikurum á borð við Lukas Haas og Tobey Magurie.

 

Herdís flúði lögfræðina fyrir Hollywood: „Það þarf alltaf að kenna einhverjum um“

Herdís Stefánsdóttir tónskáld vinnur með stórstjörnum í Hollywood

Tónskáldið Herdís Stefánsdóttir ætlaði sér aldrei að semja tónlist fyrir kvikmyndir og fékk að eigin sögn leið á námi í tónlist sem barn en undanförnum árum hefur hún sýnt að hún er eitt efnilegasta tónskáld Hollywood.

Í viðtali á RÚV segir Herdís frá því að hún hafi farið í lögfræðinám eftir menntaskóla en þótti hún svo óbærilega leiðinleg en það var þá sem hún hóf að spila tónlist aftur og að semja tónlist. Stuttu fyrir vorpróf í lögfræði ákvað hún að sækja um í tónsmíðadeild LHÍ. „Með engar væntingar um að komast inn, með engan grunn og kann ekki neitt og hef engan feril í tónlist að baki,“ sagði Herdís um málið.

Síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá henni þó að hún hafi þurft að harka eins og flest allir tónlistarmenn. Hún segir að Hollywood-heimurinn sé grimmur. „Þú verður bara að finna út úr þessu. Og ef ekki, þá í versta falli er maður bara rekinn og einhver annar ráðinn,“ segir Herdís. „Það þarf alltaf að kenna einhverjum um og þá er það oftast tónskáldið sem verður svolítið framarlega í þeirri er röð.“

Samstarfsaðilar Herdísar undanfarið hafa ekki verið af verri endanum en hún samdi tónlistina fyrir myndina Knock at the Cabin sem M. Night Shyamalan leikstýrði en hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað og leikstýrt myndinni The Sixth Sense. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda handritið og bestu leikstjórn fyrir þá mynd. Herdís semur einmitt tónlistina fyrir Trap, sem er næsta mynd Shyamalan, sem kemur út á morgun á Íslandi.

Lögreglustjóri hótaði að skjóta konu sem flúði umferðareftirlit – MYNDBAND

Nathan Lanham er sagður hafa gengið of langt - Mynd: Skjáskot

Lögreglustjórinn Nathan Lanham komst heldur betur í fréttirnar vestanhafs þegar hótaði að skjóta konu í Marion-sýslu í Vestur Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Konan, sem heitir Beth Delloma, er sögð hafa flúið frá lögreglustjóranum sem var að sinna hefðbundnu umferðareftirliti. Á hann að hafa stoppað Delloma og komist að því að bílinn hennar þyrfti að fara í skoðun og væri í raun ólöglegur í akstri. Delloma leist ekkert á það og flúði í burtu í kjölfarið. Ekki liggur fyrir hversu lengi hún var á flótta en á myndbandi sem náðist af handtöku hennar má sjá bílinn hennar kyrrstæðan á grasflöt við göngustíg.

Á myndbandinu sést einnig Lanham beina byssu sinni að Delloma meðan hún situr inn í bílnum og heyrist í lögreglustjórinn hóta að skjóta Delloma en hún neitaði að fara út úr bílnum. Í myndbandinu sést lögreglustjórinn einnig brjóta rúðu í bílnum með sleggju. Á endanum fer Delloma út úr bílnum og er handjárnuð af Lanham.

Hún var ákærð fyrir að flýja vettvang og stofna öðrum í hættu en dómari málsins vísaði því frá. Íbúar Marion-sýslu hafa ákveðið að halda fund um atvikið og ræða hvað átti sér stað.

Zac Efron fluttur á sjúkrahús á Ibiza

Dwayne Johnson og Zac Efron lék í Baywatch

Lífið er ekki alltaf dans á rósum hjá fræga fólkinu og stórleikarinn Zac Efron fékk að kynnast því um helgina en flytja þurfti Baywatch-stjörnuna á sjúkrahús á Ibiza.

Leikarinn geðþekki var að njóta lífsins með vinum sínum á eyjunni frægu þegar hann ákvað að stinga sér til sunds í sundlaug í húsinu sem hann var að leigja en því miður fyrir Efron skall bringa hans í botn laugarinnar. Við það fór mikið af vatni ofan í lungu leikarans og leið honum sýnilega illa að sögn sjónarvotta. Farið var með hann á spítala þar sem staðfest var að hann hafi vissulega fengið vatn í lungun en vatnið var þegar farið úr þeim þegar á spítalann var komið.

Hann var útskrifaður fljótlega af spítalanum og setti mynd af sér á samfélagsmiðla daginn eftir og sást út á lífinu um kvöldið.

Zac Efron hefur verið um áraraðir einn vinsælasti leikari Hollywood en hann er þekktastur fyrir leik sinn í High School Musical-myndunum, Neighbours og Baywatch.

Bjargað af Baulu

Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tveimur göngumönnum var í nótt bjargað af Baulu. Mennirnir sendu frá sér hjálparbeiðini í gærkvöld eftir að annar þeirra féll í skriðu og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitir komu á vettvang um klukkan tvö í nótt. Hinn slasaði fékk verkjalyf og var mönnunum fylgt niður af fjallinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Hún lenti við fjallið og flutti hinn slasaða á sjúkrahús.

Aðstæður í fjallinu voru slæmar í gær. Baula er skriðurunnin, brött og erfið uppgöngu.

Dauðaleit gerð að ferðamönnum við Kerlingafjöll – Grjóthrun lokaði þá inni í helli

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Björgunarsveitarmenn við störf. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Umfangsmikil björgunaraðgerð stendur nú yfir í Kerlingafjöllum vegna tveggja manna sem festust í helli eftir grjóthrun.

Björgunarhópar frá Suðurlandi eru komnir á staðinn. Dauðaleit stendur yfir á svæðinu og er unnið að því að staðsetja mennina. Auk mannafla hafa verið send tæki til rústabjörgunar á svæðið til að bjarga mönnunum. Á annað hundrað björgunarmenn voru komnir á vettvang í morgun. Staðan er metin sem svo að mikill háski sé á ferðum.

Haft var eftir Jóni Þór Víglundssyni, talsmanns Landsbjarnar, í nótt að menn væru enn að átta sig á stöðunni en hjálparbeðnin kom í gegnum netspjall sem rofnaði.

Útkallið barst klukkan 22:30 í gærkvöld. Mennirnir hafa því verið innilokaðir í níu klukkustundir.

Björguunarsveitarmenn hafa í nótt þrætt hella á svæðinu. Aðstæður til leitar eru erfiðar vegna lélegs skyggnbis á svæðinu.

Allt bendr til þess að björgunarsveitirnar hafi verið gabbaðar og enginn háski hafi verið á ferðum Leitað er að þeim sem stunduðu þann ljóta leik.

Raddir