Sunnudagur 22. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Myndin af Bjarna

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Hver skoðanakönnunin af annarri undirstrikar óvinsældir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hreppti embætti sitt eftir heljarstökk Katrínar Jakobsdóttur út úr pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með fylgi sem er í sögulegri lægð. Sjálfur er Bjarni á toppnum þar sem óvinsældir stjórnmálamanna eru mældar.

Bjarni hefur helst verið sýnilegur í embætti þar sem hann þeytist um fjarlæg lönd og lætur mynda sig með frægðarmennum af sviði heimsins. Myndin af Bjarna sýnir brosmildan en útbrunninn stjórnmálamann. Flestir eru þeirrar skoðunar að Bjarni sé á lokasprettinum í stjórnmálum og tími sé kominn á nýjan leiðtoga til að spyrna flokknum frá botninum. Vandinn er hins vegar sá að fáir eru í sjónmáli og fólk er að falla á tíma.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra er helsti andstæðingur Bjarna innan flokks. Hann hafði kjark til að skora formanninn á hólm og tapaði þar með sæmd eftir að hafa fengið um 40 prósent atkvæða. Nú flýgur fyrir að Gulli sé áhugalaus og sjá ekki ávinningin af því að taka annan formannsslag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður nýtur ekki mikils trausts. Sá afleikur hennar að lokma sendiráði Íslands í Rússlandi hefur þar mikil áhrif. Helst er horft til ráðherranna Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttir sem arftaka. Vonkir standa til þess að flokkurinn finni sinn Messías sem nái að auka fylgið frá þeirri smán sem nú blasir við …

„Það virðist allt benda til þess að kreppa sé í aðsigi“

Már Wolfgang Mixa. Mynd: Skjáskot af RÚV.

„Í stuttu máli, það sem er að gerast er að atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum eru háar. Og það virðist hafa komið á óvart hversu háar þessar atvinnuleysistölur eru og það virðist allt benda til þess að kreppa sé í aðsigi. Þá eru fyrstu viðbrögð fjárfesta almennt að selja hlutabréf,“ segir Már Wolfgang Mixa, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um verðhrun á hlutabréfum víða um veröldina í dag.

Hann segir að það hafi alls ekki hjálpað til að Warren Buffet seldi nýverið helming hlutabréfa sinna í tæknirisanum Apple.

Warren Buffet.

Segir Már það hafa komið sér nokkuð á óvart hversu mikið verðbréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði, en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 12 prósent; en það er ein mesta lækkun frá árinu 1987 í prósentum talið, en vísitalan hefur sjaldan fallið um eins mörg stig og í morgun.

Kemur fram á RÚV að lækkunin minni í Evrópu sem og í Bandaríkjunum; þar sem vísitölur lækkuðu í kringum 2 prósent. Það skýrist af því hve mörg tæknifyrirtæki eru skráð þar –  en verð slíkra fyrirtækja hefur lækkað einna mest.

Búast má við að verð íslenskra hlutabréfa lækki við opnun Kauphallar.

Segir áðurnefndur Már að viðbúið sé að lækkun verði á íslenskum hlutabréfum er kauphöllin opnar á morgun; erfitt sé að segja til um langtímaáhrifin:

„Íslenska hlutabréfavísitalan, hún samanstendur af færri vaxtarfyrirtækjum. Þetta eru stöndugri fyrirtæki sem mynda stærstan hluta af íslensku hlutabréfavísitölunni. Líklega mun einhver lækkun eiga sér stað á Íslandi.“

Telur Már að hrun hlutabréfaverðs geti verið fyrirvari stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum:

„Ef maður lítur á söguna þá er miklu meiri samfylgni milli vaxtastigs og gengi hlutabréfa heldur en atvinnuleysis þarna. Þannig að þessi lækkun núna, ég myndi ekki halda að hún hafi langvarandi áhrif en það ber samt að líta til þess að fjárfestar hafa lengi verið að gera ráð fyrir lækkandi vaxtastigi. Og það gæti nú bara gerst í framhaldi af þessum fréttum fyrr heldur en áður var áætlað.“

Már segir tímabært að peningastefnunefnd lækki vexti stýrivexti hér á landi:

„Ef að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ætlar að horfa fram á við í stað þess að líta í baksýnisspegilinn, þá mun nefndin fara að hefja vaxtalækkunarferli á næstu vikum.“

Bragi Páll um ofbeldið á Englandi: „Þeir eru rót vandans, ekki brúnt fólk“

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur tjáir sig um ofbeldisölduna sem er nú að skekja Bretland – og hann gangrýnir þá orðræðu sem í gangi er þar og víða annarsstaðar í heiminum.

Segir:

„Ofbeldisaldan sem nú gengur yfir Bretland er afleiðing nákvæmlega sömu orðræðu og Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð og fleiri hafa flutt inn til þess að kaupa sér atkvæði.“

Bragi Páll biðlar til fólks að hlusta ekki „á siðblinda auðmenn og greindarskerta nafnlausa skósveina.“

Hann vill meina, og tekur fram að rót vandans sé ekki að finna hjá fólki með brúnan húðlit, heldur þeir eru nefndir voru hér að ofan:

„Þeir eru rót vandans, ekki brúnt fólk.“

Ók á búfé á Þingvallavegi – Missti stjórnina og bíllinn endaði ofan í læk

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglan á Suðurlandi segir að frá hádegi í gær til hádegis í dag hafi sex ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur; var sá sem hraðast ók á 124 kílómetra hraða.

Alls voru níu ökumenn stöðvaðir fyrir ölvun við akstur; einn ökumaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda.

Þrjú umferðaróhöpp urðu á síðasta sólarhring og ekið var á búfé á Þingvallavegi. Í einu tilvikinu missti ökumaður bifreiðar stjórn á henni með þeim afleiðingum að ökuferðin endaði hreinlega ofan í læk; ökumaður slapp ómeiddur.

Þá fauk húsbifreið á hliðina – með ökumanni og fjórum farþegum innanborðs; í því tilviki fór betur en á horfðist.

Eitt heimilisofbeldismál kom upp og er málið til rannsóknar hjá lögreglu eftir nóttina.

„Niður­stöður sýna að skaðleg ein­kenni streitu minnkuðu hjá konum sem stunduðu meira kyn­líf“

Það hefur komið fram að mæður eigi það til að setja sig í síðasta sæti fjöl­skyldu­lífs­ins; en þá get­ur streit­an tekið yfir ef ekki er gætt að álagi, eins og segir á Smartlandi

Ný rann­sókn er birt var á Nati­onal Li­brary of Medic­ine leiddi í ljós að kyn­líf dregur úr skaðleg­um streitu­ein­kenn­um mæðra ungra barna; sýndu niður­stöður að mæður er stunduðu reglu­lega kyn­líf fram­leiddu meira af efna­skipta­horm­ón­um er hafa til dæmis áhrif á lík­amsþyngd og svefn.

Lang­tíma­streita tekur sinn toll á lík­amann; getur aukið lík­ur á hjarta­sjúk­dóm­um – syk­ur­sýki; þung­lyndi – offitu og ótal fleiri heilsu­kvill­um.

Yoobin Park, nýdoktor við Kali­forn­íu­há­skól­ann var með yfirumsjón með rann­sókn­inni; seg­ir hún að miðað við þær slæmu af­leiðing­ar er krón­ísk streita get­ur haft þá sé það þess virði að skoða hvaða þætt­ir geti mögulega fyr­ir­byggt sem og dregið úr nei­kvæðum áhrif­um.

 

Yoobin Park.

„Kyn­líf get­ur verið raun­hæf­ur val­kost­ur í þessu sam­hengi vegna streitu­los­andi áhrifa. Þar að auki hef­ur kyn­líf já­kvæð áhrif á svefn, en fólk und­ir miklu álagi þjá­ist oft af svefn­rösk­un­um. Eft­ir því sem við best vit­um hef­ur eng­in rann­sókn hingað til mælt hvort að kyn­líf sporni við líf­fræðileg­um af­leiðing­um streitu. Þessi rann­sókn var því til­rauna­verk­efni til að fylla í þessa eyðu,“ seg­ir Park.

Alls voru það 183 kon­ur er tóku þátt í rann­sókn­inni; kon­ur á aldr­in­um 20-25 ára er áttu að minnsta kosti eitt barn á aldr­in­um 2-16 ára. Voru þær beðnar um að halda sér­staka dag­bók yfir tveggja ára tíma­bil í lífi sínu; en í dag­bók­inni svöruðu konurnar spurn­ing­ar­lista í hverri viku um hversu oft í viku þær stunduðu kyn­líf – stunduðu ann­ars kon­ar hreyf­ingu – til dæmis lík­ams­rækt sem og hversu ham­ingju­sam­ar þær væru í ástar­sam­bönd­um sín­um.

Jafnhliða dag­bók­ar­skrif­un­um fóru kon­urn­ar reglu­lega í blóðprufu; horm­ón á borð við insúlín, leptín og ghrel­ín voru mæld:

„Í hnot­skurn sýndu niður­stöður okk­ar að skaðleg ein­kenni streitu minnkuðu tals­vert á meðal þeirra kvenna sem stunduðu meira kyn­líf,“ seg­ir Park.

Hún seg­ist vona að niður­stöðurnar eigi eft­ir að hvetja fleiri vís­inda­menn til þess að öðlast meiri skiln­ing á já­kvæðum áhrif­um kyn­lífs. Park tel­ur kosti þess að stunda kyn­líf vera mögulega meiri fyr­ir mæður en það að vera dug­legar að hreyfa sig og að vera í ham­ingju­sömu sam­bandi.

Þá vitið þið það.

Dómaranum var ekki heimilt að kveða upp svo mildan dóm

Sif Sigmarsdóttir ritar pistil og byrjar hann á þessum orðum.

„Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ungan Breta sem átti yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Ben John, nemandi í afbrotafræði við háskóla í Leicester, var tuttugu og eins árs þegar hann var fundinn sekur á grundvelli hryðjuverkalaga um að hafa ólöglega undir höndum þúsundir skjala um hvernig búa mætti til byssur, skotfæri og sprengjur.“

Bætir við:

„Óvænt vending átti sér hins vegar stað við dómsuppkvaðninguna. Timothy Spencer, dómari í héraðsdómi Leicester á Englandi, dæmdi John ekki í fangelsi heldur til þess að lesa heimsbókmenntirnar. „Hefurðu lesið Dickens?“ spurði dómarinn. „Austen? Byrjaðu á Hroka og hleypidómum og Sögu tveggja borga. Lestu svo Þrettándakvöld eftir Shakespeare. Hugsaðu um Hardy. Hugsaðu um Trollope.“ Dómarinn sagðist svo ætla að hlýða honum yfir.“

Sif segir að „fyrir síðasta tölublað Heimildarinnar tók ég saman lista yfir það sem mér fannst 100 bestu íslensku bækur sem gefnar hafa verið út á 21. öldinni. Viðbrögð ástríðufullra bókaunnendalétu ekki á sér standa. Bókauppástungum rigndi inn frá lesendum sem mæltu með uppáhaldsbókunum sínum, efni sem fyllt gæti annan 100 bóka lista. ​Skiptar skoðanir lestrarhesta um gæði og skemmtanagildi bóka olli því að mér varð hugsað til Ben John. Hvað varð um Ben og hvað fannst honum um bækurnar sem dómarinn lét hann lesa?“

Heldur áfram:

„​Dómurinn yfir Ben John reyndist hafa vakið hörð viðbrögð. Samtök sem kalla sig „Hope not hate“ – Von í stað haturs – og hafa að markmiði að berjast gegn fasisma sögðu hann „andstyggilega vægan“ og „senda út þau skilaboð að dómstólar færu mjúkum höndum um hægri öfgamenn.“ Það voru þó ekki aðeins lögfróðir sem létu í ljós óánægju. Bókmenntaspekúlantar gagnrýndu val dómarans á lesefni. Hefði ekki verið nær að láta nýnasista lesa Dagbók Önnu Frank eða Thomas Mann? Aðrir andmæltu slíkum uppástungum og sögðu bók ekki þurfa að innihalda predikun svo að lesandi hlyti gagn af lestrinum. Helsti ávinningur lesturs væri æfingin sem lesandi fengi í að setja sig í spor annarra og skipti þá engu hvort lesefnið væri mörg þúsund blaðsíðna langloka eftir Proust eða nýjasti hasartryllir Stephen King.“

Hún færir í tal að „​Ben kom aftur fyrir dómarann nokkrum vikum eftir dómsuppkvaðninguna. Hann hafði meðferðis tvær bækur, Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen og Þrettándakvöld eftir William Shakespeare. ​„Og fékkstu meiri ánægju út úr þessu lesefni en því sem var til umfjöllunar frammi fyrir kviðdómnum?“ spurði dómarinn. ​„Mér fannst Shakespeare skemmtilegri en Jane Austen en ég hafði þó gaman af ákveðnum þáttum Jane Austen,“ svaraði Ben. ​„Þetta vekur með mér von,“ svaraði dómarinn og lagði drög að næsta bókarabbi kumpánanna.“

Sif segir að „samtökin Von í stað haturs voru hins vegar ekki jafn vongóð. Samtökin kröfðust þess að ríkissaksóknari tæki dóminn til endurskoðunar. Málið fór fyrir áfrýjunardómstól sem komst að þeirri niðurstöðu að dómaranum hefði ekki verið heimilt að kveða upp svo mildan dóm yfir Ben.“

Segir að endingu:

„Við munum líklega aldrei fá að vita hvað Ben fannst um næstu bækur á leslistanum. Í stað bóklestrar var Ben dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar.

Bækur björguðu Ben ekki frá fangelsisvist. Bækur eru þó margs megnugar. Lestur er talinn draga úr þunglyndi og kvíða, minnka líkamlegan sársauka, auka samkennd og hægja á hrörnun heilans. Síðast en ekki síst eru bækur vel til þess fallnar að bjarga fólki frá leiðindum í sumarfríinu.“

Andlát: Ólaf­ur Vign­ir Al­berts­son pí­anó­leik­ari

Ólaf­ur Vign­ir Al­berts­son pí­anó­leik­ari er látinn.

Fjölskylda Ólafs greinir frá andlátinu í tilkynningu og þar segir:

„Ólaf­ur Vign­ir fædd­ist í Reykja­vík 19. maí 1936, son­ur hjón­anna Al­berts Ólafs­son­ar, múr­ara­meist­ara, og Guðrún­ar Magnús­dótt­ur, hús­móður. Yngri syst­ur Ólafs Vign­is eru Sesselja Mar­grét Al­berts­dótt­ir, Guðný Böðvars­dótt­ir og Al­berta Guðrún Böðvars­dótt­ir er lést 5. maí síðastliðinn.

Tón­list­ar­hæfi­leik­ar Ólafs Vign­is komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barna­skóla var hann far­inn að spila lög eft­ir eyr­anu á pí­anó sem hann hafði heyrt í út­varp­inu.

Eft­ir nám í Versl­un­ar­skóla Íslands, lauk Ólaf­ur Vign­ir ein­leik­ara­prófi frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík árið 1961. Hann fór síðan í fram­halds­nám í pí­anó­leik við Royal Aca­demy of Music í London á ár­un­um 1963 og 1964.

Ólaf­ur Vign­ir var skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Eyr­ar­bakka frá 1961 til 1963 og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar frá 1965 til 1993.

Hann var kenn­ari og meðleik­ari við Söng­skól­ann í Reykja­vík frá 1993 til 2006.

Á tón­list­ar­ferli sín­um lék Ólaf­ur Vign­ir á mikl­um fjölda tón­leika inn­an­lands, í Evr­ópu og í Norður-Am­er­íku. Hljóm­plöt­urn­ar og geisladisk­arn­ir sem hann lék inn á, með öll­um fremstu söngvur­um lands­ins, eru 50 til 60 tals­ins. Auk þess ligg­ur eft­ir hann ótölu­leg­ur fjöldi hljóðrit­ana, bæði í Rík­is­út­varpi og Sjón­varpi, þar sem hann leik­ur með fjölda söngv­ara.

Síðustu 20 árin rit­stýrði hann, í sam­starfi við Jón Krist­inn Cortez, vandaðri út­gáfu af ís­lensk­um söng­lög­um og heild­ar­út­gáf­um verka margra ís­lenskra tón­skálda sem gef­in hafa verið út af tón­verka­miðstöðinni Ísa­lög­um.

Ólaf­ur Vign­ir kvænt­ist Þuríði Ein­ars­dótt­ur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Al­bert, kvænt­ur Svein­björgu Rósu Sum­arliðadótt­ur, Inga Rún, gift Stein­ari B. Val Sig­valda­syni, og Anna Dís. Barna­börn­in eru fimm, þar af fjög­ur á lífi, og barna­barna­börn­in tvö.

Útför Ólafs Vign­is Al­berts­son­ar fer fram frá Hall­gríms­kirkju þann 12. ág­úst næst­kom­andi klukk­an 13.“

Blessuð sé minning hans.

Nú er ég blindfullur og kemst ekki heim, blindfullur og finn ekkert geim

Lögga, lögregla
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Tilkynnt var um ofurölvi aðila við skemmtistað í miðbænum; tókst ekki að koma viðkomandi heim; þurfti því viðkomandi að gista í fangaklefa allt þar til að runnið væri af aðilanum.

Átta aðilar voru vistaðir í fangaklefa í nótt.

Ökumaður einn var stöðvaður; grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna; var hann sviptur ökuréttindum.

Annar ökumaður var stöðvaður – einnig grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna; reyndist viðkomandi án ökuréttinda og þá fundust fíkniefni á honum.

Útlit fyrir mun rólegra veður

Lægð suður af Reykjanesi færist í suðvestur og því dregur úr vindi sem var ansi hvass í nótt sem leið. Mun samt sem áður hvessa norðvestanlands; geta myndast þar varasamar aðstæður fyrir bíla er taka á sig mikinn vind.

Kemur fram að veðurviðvaranir vegna mikils vinds eru í gildi fyrir Vestfirði, Breiðafjörð, Strandir sem og Norðurland vestra. Eru ökumenn þar beðnir um að fara varlega; sér í lagi ef bílar eða eftirvagnar eru viðkvæmir fyrir miklum vindhviðum.

Einnig segir að búast megi við úrkomu á nokkrum svæðum; færist úrkoman norðvestur yfir sjálfan Klakann í dag.

Búast má við rigningu á Ströndum sem og Austfjörðum; gæti orðið úrhellisrigning þar og  mögulegt er að þar geti fallið aurskriður, eða orðið grjóthrun, vegna rigninga.

Í kvöld mun hins vegar draga úr rigningu á austanverðu landinu en einnig vestantil í nótt.

Hvað viðkemur morgundeginum þá er útlit fyrir mun rólegra veður; verður líklega skýjað að mestu; væta í flestum landshlutum.

Hlýtt verður á landinu eftir helgina en búast má við því að það fari að kólna er líður á vikuna.

Ágúst níðingur með nýtt nafn

Ágúst Magnússon heitir nú Jan og fer huldu höfði.

Það vakti mikla athygli þegar ofbeldismaðurinn Mohamed Kourani, sem sætir átta ára fangelsi fyrir ítrekuð ofbeldisbrot, breytti um nafn og tók upp millinafnið Thor og eftirnafnið Jóhannesson. Hann getur því kynnt sig sem Mohamad Th. Jóhannesson og falið sig bak við nýtt nafn.

Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon, sem fékk fimm ára dóm vegna kynferðisbrota gegn ungum drengjum árið 2004, hefur farið þessa leið til að fela sig í samfélaginu. Heimildin greinir frá því að hann heiti nú Jan T. Bergland Fanneyjarson, samkvæmt þjóðskrá. Hann er skráður sem óstaðsettur í hús og þannig horfinn sporlaust.

Ágúst bjó á áfangaheimilinu Vernd að ljúka afplánun dóms fyrir níðingshátt sinn þegar hann gekk í gildru Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í fréttaþættinum Kompási og setti sig í samband við tálbeitu sem þóttist vera 13 ára stúlka. Ágúst kom í íbúð til að hitta stúlkuna. Starfsmenn Kompáss tóku á móti Ágústi en ekki ung stúlka. Eftir afhjúpunina var Ágúst fluttur í fangelsið á Litla Hrauni. Hann hefur fyrir löngu afplánað en fer huldu höfði í samfélaginu. Seinast spurðist til hans á höfuðborgarsvæðinu …

Einar Steingrímsson kærði skólameistarann fyrir reykingar: „Við töluðum nú ekkert um þetta“

Einar Steingrímsson stærðfræðingur.

Einar Steingrímsson stærðfræðingur hefur lengi haft gaman af því að rugga bátnum og hefur oft farist það vel úr hendi, eins og baksýnisspegill kvöldsins er til vitnis um.

Það var um vorið 1974 að skólameistari Menntaskólans á Akureyri varð þannig á í messunni að hann lét nappa sig við að reykja vindil á heimavistinni en reykingar þar voru stranglega bannaðar.

Var atvikinu lýst með miklum tilþrifum í skólablaði MA en þar kemur fram líkleg vindlategund og magn ösku sem féll af vindlinum á nýlagt teppi vistarinnar. Enginn af þeim nemendum sem urðu vitni að athæfi skólameistarans þorði að segja orð við hann en eftir að hann var farinn af vistinni, voru þeir sammála um að þarna hafi átt sér brot á heimavistarlögum. Einar Steingrímsson var einn þeirra nemenda, en hann var staðráðinn í að láta meistarann ekki komast upp með þetta enda skyldi eitt yfir alla ganga.

Menntaskólinn á Akureyri

Í fyrstu brást skólameistarinn við á góðan hátt en um leið og honum var ljóst að Einari væri alvara með kærunni, varð hann ævareiður og hótaði að reka hann af vistinni, fyrir að móðga sig með þessari kæru. Og það er einmitt það sem meistarinn gerði, hann rak hinn 19 ára Einar Steingrímsson af heimavist MA.

Fékk Einar þó að halda áfram námi við skólann, allt þar til hann hætti í skólanum eftir vorönnina, en það gerði hann óháð heimavistarmálinu. Harðneitaði skólameistarinn því að brottreksturinn úr heimavistinni hafi verið pólitísk en tók svo fram í viðtali við Alþýðublaðið að Einar tilheyrði „kommúnistasellu“ sem vildi blása málið upp. Kærði Einar úrskurð meistarans til Menntamálaráðuneytisins, sem staðfesti úrskurðinn og fannst ekkert að viðbrögðunum.

Hér má lesa skrif Alþýðublaðisins um hið stórskemmtilega mál en fyrir neðan það er stutt viðtal við Einar frá því í dag.

Skólameistari M.A. kærður fyrir að ganga með vindil um heimavistina

Í nýlega útkomnu eintaki af „Minnsta-Muninn”, sem mun vera blað, sem gefið er út af hópi nemenda Menntaskólans á Akureyri, er skýrt frá all sérstæðu máli, sem kom upp við skólann nýlega. Nemandi kærði Tryggva Gíslason, skólameistara, fyrir að reykja á göngum heimavistar, en slíkt mun bannað samkvæmt reglum heimavistar. Viðbrögð Tryggva urðu þau, samkvæmt frásögn blaðsins, að nemandinn var rekinn af heimavist fyrir að móðga skólameistarann. Það síðasta í málinu er það, að umræddur nemandi hefur kært úrskurð skólameistara til menntamálaráðuneytisins, og er málið þar í athugun.

Í frásögn „Minnsta-Munins” af atvikinu segir svo: „Um aðdraganda að brottvikningu félaga Einars Steingrímssonar af heimavist, er þetta helst: 2. mars gengur háttvirtur meistari út úr ibúð sinni í heimavistinni með stóran vindil (líklega King Edward Imperial) og ásamt einum kennara gengur hann niður stigaganginn. Inn í setustofu, litast þar um, en fer síðan fram í anddyrið. En þá gerist óhappið: um það bil 2 cm af vindilsösku féllu til jarðar (niður á nýja teppið). Nokkrir nemendur voru viðstaddir þetta slys, en enginn sagði orð meðan meistari var að reyna að sópa öskunni upp, þó í hugskoti þeirra stæði augljóslega 5. gr. II. kafla í Reglum Heimavistar MA. En þegar meistari var kominn úr heyrnarfæri litu nemendur hver á annan og spurðu: Eru reykingar ekki bannaðar hér? Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um þann þrælsótta, sem ríkir hér í skólanum.

Félagi Einar Steingrimsson kærði Tryggva Gislason eins og Reglum Heimavistar gera ráð fyrir. 7. mars afhenti heimavistarráð kæruna Tryggva Gíslasyni, sem í fyrstu hafði gaman af, en er honum varð ljóst að hér var ekkert gamanmál á ferðinni, brást hann hinn versti við og tók hamskiptum. Sagði hann við vistarráðsmenn að þetta væri þeim til minnkunar, fyrir þetta yrði Einari vikið úr heimavistinni og jafnvel úr skóla. Ennfremur bað hann vistarráðsmenn að boða Einar á sinn fund, en þar sem ekki náðist í hann fyrr en seint um kvöldið, mætti hann ekki fyrr en daginn eftir. Á þessum fundi tjáði meistari Einari, eftir snörp orðaskipti þeirra á milli, að honum væri vikið úr heimavistinni.

Á fundi með heimavistarráði sagði meistari, að forsendur fyrir brottvikningunni væru að Einar hefði sýnt sér móðgun með kærunni og ,,að hann þyldi ekki að hafa mann, sem hefði andúð á stjórnarskránni undir sama þaki”.”

Alþ.bl. snéri sér í gær til Tryggva Gíslasonar, skólameistara, og spurði hann um málið. Sagði Tryggvi það rétt, að hann hefði gengið úr íbúð sinni með vindil í hendi, í gegnum ganga heimavistarinnar og út. Umræddur nemandi, Einar Steingrímsson, hafi kært þetta til heimavistarráðs. Tryggvi sagðist líta á kæruna sem móðgun við sig sem æðsta yfirmann skólans og jafnframt yfirmanns heimavistar. Þetta hefði verið önnur ástæðan fyrir þvi, að Einari var vikið af heimavist. Hin ástæðan væri sú, að Einar hefði margsinnis gerst brotlegur við reglur heimavistarinnar, en ætið hefði verið horft í gegnum fingur við hann. Þvi væri það einstök ókurteisi af hans hálfu, að ætla að blása þetta mál upp, kveikja málsins væri fáránleg. Það væri alrangt, eins og vissir nemendur hefðu haldið fram, að brottvikning Einars úr heimavistinni væri pólitísk.

Skólameistari sagði, að Einari hefði ekki verið vikið úr skóla, og stundaði hann þar nám utanskóla til að ná upp töf i námi. Sagði skólameistari að Einar tilheyrði „kommúnistasellu” við skólann, sem vildi blása þetta mál upp. Einar hafði áður staðið að svipuðu máli fyrir tveimur árum vegna reksturs heimavistarinnar, og blandaðist sonur þáverandi skólameistara inn í það mál. Hafði það mál einnig verið blásið upp, og orðið um það blaðaskrif.

Mannlíf heyrði í Einari Steingrímssyni við vinnslu þessa Baksýnisspegils en hann er nú staddur í Hrísey og hafði lítinn tíma til að spjalla. Aðspurður hvað hefði komið út úr kæru hans á úrskurðinum, sagði hann að Menntamálaráðuneytið hafi vísað því frá og sagði hann einhvers staðar enn eiga svar ráðuneytisins.

Aðspurður hvernig samskiptin hafi verið á milli hans og skólameistarans eftir að hann hafði verið rekinn af vistinni, sagði Einar að þau hafi ekki verið mikil, enda hafi hann hætt í skólanum eftir vorönnina. „En svo hittumst við einhvern tíma 2005, á einhvers konar júbílantaball, þó ég hafi nú ekki útskrifast með þeim. En við töluðum nú ekkert um þetta en við töluðum þannig saman að það var ljóst að við erfðum þetta hvorugur við hvor annan.“

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 19. júní 2024.

Séra Frank Martin Halldórsson er látinn

Sr. Frank M. Hall­dórs­son fyrr­um sókn­ar­prest­ur í Nessókn er látinn. Hann lést á bráðadeild Lands­spít­al­ans í Foss­vogi þann 31. júlí s.l. 90 ára að aldri.

Frank fædd­ist í Reykja­vík 23. fe­brú­ar 1934.

Frank lauk stúd­entsprófi frá MR árið 1954; las síðan guðfræði við Há­skóla Íslands; nam einnig guðfræði í Sviss, við The Gradua­te School of Ecu­menical Studies í Chateau de Boss­ey sem og við Há­skól­ann í Heidel­berg í Þýskalandi.

Mynd: Skjáskot af mbl.is.

Frank lauk embætt­is­prófi í guðfræði frá Há­skóla Íslands í janú­ar 1959; prófi í upp­eld­is- og kennslu­fræðum frá Há­skóla Íslands tólf árum síðar.

Frank var skipaður sókn­ar­prest­ur í Nesprestakalli frá 1. janú­ar árið 1964; gegndi því starfi allt til árs­ins 2004.

Frank hafði afar mik­inn áhuga á því að kynna sögu­slóðir Biblí­unn­ar; í sex­tán ár ráku þau Jóna Han­sen ferðaskrif­stof­una Víðsýn; með þeim fór mikill fjöldi Íslend­inga til Biblíulanda.

Frank var formaður Presta­fé­lags Suður­lands í áratug; sat í skipu­lags- og starfs­hátta­nefnd Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæm­is í ein þrjú ár.

Útför Franks verður gerð frá Nes­kirkju, mánu­dag­inn 26. ág­úst klukk­an 15.00.

Blessuð sé minning hans.

Telur fangaverði vera almennt örugga í störfum sínum þrátt fyrir aukið ofbeldi

Fangelsið Litla-Hraun

Sá sorglegi atburður átti sér að fangi réðst fyrirvaralaust á fangaverði á föstudag síðasta með þeim afleiðingum að þrír verðir slösuðust; þurftu að leita aðhlynningar á spítala.

Formaður Fangavarðafélags Íslands – Heiðar Smith – gat ekki tjáð sig mikið um atvikið;  segir það alvarlegt, en þetta kom fram á RÚV.

Er líðan fangavarðanna nokkuð góð miðað við aðstæður:

„Þegar svona atvik koma upp þá þarf náttúrulega alltaf að skoða hvert tilvik fyrir sig og sjá hvað hefði mátt betur fara og hvernig verkferlar eru,“ sagði Heiðar, sem telur, Þrátt fyrir atvikið, fangaverði vera almennt örugga í störfum sínum hér á landi. En að svona alvarleg atvik séu að færast í aukana og því þurfi að skoða alla verkferla betur:

„Mér finnst svona uppákomur vera búnar að færast aðeins í aukana þar sem að svona hlutir gerast og svona alvarleg atvik hafa náttúrulega verið að eiga sér stað soldið núna undanfarið. Það þarf að setjast að minnsta kosti niður og skoða verkferla alvarlega og sjá hvort það sé ekki hægt að koma í veg fyrir þetta.“

Helgi fannst sofandi í tjaldi í Herjólfsdal

Helgi Ingimar Þórðarson er fundinn heill á húfi.

Leitað hafði verið að honum í Vestmannaeyjum frá því snemma í morgun og lögregla þakkar viðbragðsaðilum mjög fyrir aðstoðina.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Helgi fannst sofandi í tjaldi í Herjólfsdal.

Slökkt hafði verið á síma Helga frá því í nótt.

Karl Gauti bætti því við að Helgi væri nú staddur á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum og til stæði að læknir myndi meta ástand hans. Karl Gauti segir viðbragðsaðila afskaplega fegna að geta afturkallað leitarflokka.

Þakkar fyrir sig og kveður Krókinn

Sauðárkrókur.

Komið er á daginn að enski körfuboltamaðurinn Callum Lawson mun eigi leika með Tindastóli á komandi leiktíð í Bónusdeild karla.

Staðfestir leikmaðurinn þetta á samfélagsmiðlum nú um helgina, en þetta kom fyrst fram á karfan.is.

Lawson – sem er 28 ára gamall framherji – kom til Íslands til að leika fyrir Keflavík árið 2020; síðan þá hefur kappinn leikið fyrir Þór Þorlákshöfn, Val og nú síðast Tindastól.

Lawson var árin 2021 og 2022 afar mikilvægur hlekkur í Íslandsmeistaraliðum Þórs og Vals.

Fyrir síðustu leiktíð samdi hann við Tindastól á Sauðárkróki; með liðinu fór hann í úrslitaleik bikarkeppninnar og átta liða úrslit úrslitakeppninnar.

Lawson tekur ekki fram hvert förinni skuli heitið næst, en ljóst er að mörg lið munu sækjast eftir kröftum hans.

Í færslu á Instagram þakkar Lawson fyrir allan stuðninginn er hann fékk með Tindastóli á síðustu leiktíð og segist hann ævinlega þakklátur fyrir þennan tíma.

Bjarni um ákvörðun Guðrúnar: „Ég ætla ekki að fara að leggja henni lín­ur um af­greiðslu máls­ins“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra segist telja að „dóms­málaráðherra sé að gera hár­rétt með því að taka sér þann tíma sem nauðsyn­leg­ur er til að bregðast við, þannig að það stand­ist öll viðmið, þar á meðal lög­bund­in viðmið um af­greiðslu máls­ins.“

Þessi orð lét hann falla í sam­tali við mbl.

Leitað var eft­ir viðbrögðum Bjarna við bréfi rík­is­sak­sókn­ara sem hann sendi dóms­málaráðherra á dög­un­um; þar var farið þess á leit að Helga Magnúsi Gunn­ars­syni vara­rík­is­sak­sókn­ara yrði vikið tíma­bundið úr starfi vegna orða hans í op­in­berri umræðu:

„Á meðan málið er til meðferðar hjá dóms­málaráðherra ætla ég ekki að fara að leggja henni lín­ur um af­greiðslu máls­ins,“ sagði forsætisráðherra.

Aðspurður um hvort það sé í lagi að víkja manni frá störf­um sem hef­ur mátt þola hót­an­ir, líkt og Helgi Magnús hefur mátt þola, seg­ir Bjarni:

„Þetta er kjarni þess sem dóms­málaráðherra er að fást við. Ég ætla bara að segja að mér finnst það skipta öllu máli að þau skila­boð komi skýrt frá ís­lenska stjórn­kerf­inu að það verður ekki liðið að emb­ætt­is­mönn­um sé hótað eða ógnað með ein­hverj­um hætti. Þau skila­boð þurfa alltaf að ber­ast frá ís­lenska stjórn­kerf­inu. En þetta er að ein­hverju leyti mál sem varðar inn­byrðis sam­skipti í embætti rík­is­sak­sókn­ara og er nú til úr­lausn­ar í dóms­málaráðuneyt­inu.“

Leitað að Helga í Vestmannaeyjum – Leit hefur staðið yfir í allan morgun

Lögreglan í Eyjum lýsir eftir Helga Ingimari Þórðarsyni. Síðast er vitað um ferðir hans í Herjólfsdal í nótt sem leið.

Helgi er 21 árs gamall, 192 sentimetrar á hæð; sást síðast klæddur í svartar buxur – svarta hettupeysu og í dökkgrænum jakka.

Þau sem vita um um ferðir Helga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 112.

Leit hefur staðið yfir í allan morgun; búið er að ganga hamarinn í þrígang.

Vonir stóðu til þess að Helgi væri á svæðinu; ef ekkert fréttist til hans á næstunni verður farið í að undirbúa enn frekari aðgerðir.

„Þessi lög voru ekki sett til þess að glæpa­menn gætu breytt nafni sínu“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Dóms­málaráðherra, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, segist skil­ja vel af hverju nafna­breyt­ing af­brota­manns komi við kaunin á einhverjum. Finnst Guðrúnu eins og verið sé að gera grín að þjóðinni; villl þó ekki full­yrða um hvort að það hafi verið til­gang­ur­inn.

Í nýj­asta þætti Dag­mála er Guðrún spurð út í nafna­breyt­ingu af­brota­manns­ins Mohamad Kourani, er breytti kenni­nafn­inu sínu; geng­ur nú und­ir nafn­inu Mohamad Th. Jó­hann­es­son, og hvort hann sé með þessu að van­v­irða þjóðina með því að taka upp eft­ir­nafn þáver­andi for­seta:

„En hvort að viðkom­andi ein­stak­ling­ur hafi verið að gera gys að þjóðinni skal ég ekki full­yrða um. Ég tel þetta afar óheppi­legt, að viðkom­andi hafi nýtt sér þessa frjálsu lög­gjöf sem við höf­um hér á landi – fyr­ir borg­ara þessa lands – til þess að breyta nafni sínu,“ seg­ir dómsmálaráðherra og bæt­ir þessu við:

„Ég skil það mjög vel að fólki komi þetta spánskt fyr­ir sjón­ir og vita­skuld finnst manni eins og það sé verið að gera gys að þjóðinni þegar ein­hver tek­ur upp eft­ir­nafn for­seta okk­ar – far­sæls for­seta á Bessa­stöðum. Þannig að ég get gagn­rýnt það.“

Guðrún seg­ir að ákvæði í lög­um um manna­nöfn, er varða breyt­ingu á nafni, hafi verið ætlað fyr­ir al­menna borg­ara þessa lands sem bera sama nafn og af­brota­menn og líða fyr­ir það:

„Þessi lög voru ekki sett til þess að glæpa­menn gætu breytt nafni sínu þannig að þeir gætu bet­ur falið sig í ís­lensku sam­fé­lagi; ég gagn­rýni það mjög. Þess vegna send­um við í dóms­málaráðuneyt­inu fyr­ir­spurn til Þjóðskrár hvernig þau væru að beita þessa und­anþágu­ákvæði. Og það barst svar til ráðuneyt­is­ins fyr­ir helgi og við höf­um verið að ígrunda það og skoða það svar nán­ar.“

Önnur djúp lægð á leiðinni

Sú lægð er olli ansi miklu hvassvirði syðst á landinu í gær er nú sem betur fer að fjarlægjast landið óðum til suðvesturs og grynnist; hins vegar er önnur djúp lægð á leiðinni og mun að öllum líkindum valda leiðindaveðri á landinu öllu.

Búast má aftur við hvassviðri í dag.

Í Öræfum við Svínafell og Skaftafell má reikna með hviðum – allt að 35 til 40 metrum á sekúndu – frá hádegi og líklega fram á kvöld; sama staða er í Mýrdal sem og sums staðar undir Eyjafjöllum með norðaustanátt; frá því um miðjan dag og alveg fram á nótt.

Veðurstofan er á því að mikil rigning fylgi lægðinni á Suðausturlandi, Austfjörðum og Ströndum; búast má við töluverðu vatnsveðri með kvöldinu, í nótt og mestallan mánudag.

Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag; standa fram á morgun.

Lægðin fer að grynnast eftir hádegi á mánudag; lægir sunnan- og austanlands; gengur í norðaustan hvassviðri – norðvestantil, er getur reynst afar varasamt fyrir farartæki er taka á sig mikinn vind.

Ölvaður maður í verslun

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu um fólk í annarlegu ástandi; aðstoða þurfir nokkra vegna veikinda og ölvunar.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir – grunaðir um ölvun við akstur. Ökumenn lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Ökumaður var stöðvaður; grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja; ökumaður var einnig án ökuréttinda ásamt því að hafa fíkniefni á sér. Tekin var skýrsla af ökumanni og var ökumaður laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt var um eignaspjöll í hverfi 210.

Aðstoða þurfti nokkra aðila vegna veikinda og ölvunar.

Ökumaður var stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður vildi ekki gefa upp um hver hann væri né heimilisfang. Ökumaður er því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.

Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja, laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt um ölvaðan mann í verslun en aðilinn var til ama í versluninni. Honum var vísað út af lögreglu.

Tilkynnt um hávaða utandyra en um var að ræða garðpartý. Húsráðendur lofuðu að hafa lægra.

Myndin af Bjarna

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Hver skoðanakönnunin af annarri undirstrikar óvinsældir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hreppti embætti sitt eftir heljarstökk Katrínar Jakobsdóttur út úr pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með fylgi sem er í sögulegri lægð. Sjálfur er Bjarni á toppnum þar sem óvinsældir stjórnmálamanna eru mældar.

Bjarni hefur helst verið sýnilegur í embætti þar sem hann þeytist um fjarlæg lönd og lætur mynda sig með frægðarmennum af sviði heimsins. Myndin af Bjarna sýnir brosmildan en útbrunninn stjórnmálamann. Flestir eru þeirrar skoðunar að Bjarni sé á lokasprettinum í stjórnmálum og tími sé kominn á nýjan leiðtoga til að spyrna flokknum frá botninum. Vandinn er hins vegar sá að fáir eru í sjónmáli og fólk er að falla á tíma.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra er helsti andstæðingur Bjarna innan flokks. Hann hafði kjark til að skora formanninn á hólm og tapaði þar með sæmd eftir að hafa fengið um 40 prósent atkvæða. Nú flýgur fyrir að Gulli sé áhugalaus og sjá ekki ávinningin af því að taka annan formannsslag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður nýtur ekki mikils trausts. Sá afleikur hennar að lokma sendiráði Íslands í Rússlandi hefur þar mikil áhrif. Helst er horft til ráðherranna Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttir sem arftaka. Vonkir standa til þess að flokkurinn finni sinn Messías sem nái að auka fylgið frá þeirri smán sem nú blasir við …

„Það virðist allt benda til þess að kreppa sé í aðsigi“

Már Wolfgang Mixa. Mynd: Skjáskot af RÚV.

„Í stuttu máli, það sem er að gerast er að atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum eru háar. Og það virðist hafa komið á óvart hversu háar þessar atvinnuleysistölur eru og það virðist allt benda til þess að kreppa sé í aðsigi. Þá eru fyrstu viðbrögð fjárfesta almennt að selja hlutabréf,“ segir Már Wolfgang Mixa, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um verðhrun á hlutabréfum víða um veröldina í dag.

Hann segir að það hafi alls ekki hjálpað til að Warren Buffet seldi nýverið helming hlutabréfa sinna í tæknirisanum Apple.

Warren Buffet.

Segir Már það hafa komið sér nokkuð á óvart hversu mikið verðbréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði, en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 12 prósent; en það er ein mesta lækkun frá árinu 1987 í prósentum talið, en vísitalan hefur sjaldan fallið um eins mörg stig og í morgun.

Kemur fram á RÚV að lækkunin minni í Evrópu sem og í Bandaríkjunum; þar sem vísitölur lækkuðu í kringum 2 prósent. Það skýrist af því hve mörg tæknifyrirtæki eru skráð þar –  en verð slíkra fyrirtækja hefur lækkað einna mest.

Búast má við að verð íslenskra hlutabréfa lækki við opnun Kauphallar.

Segir áðurnefndur Már að viðbúið sé að lækkun verði á íslenskum hlutabréfum er kauphöllin opnar á morgun; erfitt sé að segja til um langtímaáhrifin:

„Íslenska hlutabréfavísitalan, hún samanstendur af færri vaxtarfyrirtækjum. Þetta eru stöndugri fyrirtæki sem mynda stærstan hluta af íslensku hlutabréfavísitölunni. Líklega mun einhver lækkun eiga sér stað á Íslandi.“

Telur Már að hrun hlutabréfaverðs geti verið fyrirvari stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum:

„Ef maður lítur á söguna þá er miklu meiri samfylgni milli vaxtastigs og gengi hlutabréfa heldur en atvinnuleysis þarna. Þannig að þessi lækkun núna, ég myndi ekki halda að hún hafi langvarandi áhrif en það ber samt að líta til þess að fjárfestar hafa lengi verið að gera ráð fyrir lækkandi vaxtastigi. Og það gæti nú bara gerst í framhaldi af þessum fréttum fyrr heldur en áður var áætlað.“

Már segir tímabært að peningastefnunefnd lækki vexti stýrivexti hér á landi:

„Ef að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ætlar að horfa fram á við í stað þess að líta í baksýnisspegilinn, þá mun nefndin fara að hefja vaxtalækkunarferli á næstu vikum.“

Bragi Páll um ofbeldið á Englandi: „Þeir eru rót vandans, ekki brúnt fólk“

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur tjáir sig um ofbeldisölduna sem er nú að skekja Bretland – og hann gangrýnir þá orðræðu sem í gangi er þar og víða annarsstaðar í heiminum.

Segir:

„Ofbeldisaldan sem nú gengur yfir Bretland er afleiðing nákvæmlega sömu orðræðu og Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð og fleiri hafa flutt inn til þess að kaupa sér atkvæði.“

Bragi Páll biðlar til fólks að hlusta ekki „á siðblinda auðmenn og greindarskerta nafnlausa skósveina.“

Hann vill meina, og tekur fram að rót vandans sé ekki að finna hjá fólki með brúnan húðlit, heldur þeir eru nefndir voru hér að ofan:

„Þeir eru rót vandans, ekki brúnt fólk.“

Ók á búfé á Þingvallavegi – Missti stjórnina og bíllinn endaði ofan í læk

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglan á Suðurlandi segir að frá hádegi í gær til hádegis í dag hafi sex ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur; var sá sem hraðast ók á 124 kílómetra hraða.

Alls voru níu ökumenn stöðvaðir fyrir ölvun við akstur; einn ökumaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda.

Þrjú umferðaróhöpp urðu á síðasta sólarhring og ekið var á búfé á Þingvallavegi. Í einu tilvikinu missti ökumaður bifreiðar stjórn á henni með þeim afleiðingum að ökuferðin endaði hreinlega ofan í læk; ökumaður slapp ómeiddur.

Þá fauk húsbifreið á hliðina – með ökumanni og fjórum farþegum innanborðs; í því tilviki fór betur en á horfðist.

Eitt heimilisofbeldismál kom upp og er málið til rannsóknar hjá lögreglu eftir nóttina.

„Niður­stöður sýna að skaðleg ein­kenni streitu minnkuðu hjá konum sem stunduðu meira kyn­líf“

Það hefur komið fram að mæður eigi það til að setja sig í síðasta sæti fjöl­skyldu­lífs­ins; en þá get­ur streit­an tekið yfir ef ekki er gætt að álagi, eins og segir á Smartlandi

Ný rann­sókn er birt var á Nati­onal Li­brary of Medic­ine leiddi í ljós að kyn­líf dregur úr skaðleg­um streitu­ein­kenn­um mæðra ungra barna; sýndu niður­stöður að mæður er stunduðu reglu­lega kyn­líf fram­leiddu meira af efna­skipta­horm­ón­um er hafa til dæmis áhrif á lík­amsþyngd og svefn.

Lang­tíma­streita tekur sinn toll á lík­amann; getur aukið lík­ur á hjarta­sjúk­dóm­um – syk­ur­sýki; þung­lyndi – offitu og ótal fleiri heilsu­kvill­um.

Yoobin Park, nýdoktor við Kali­forn­íu­há­skól­ann var með yfirumsjón með rann­sókn­inni; seg­ir hún að miðað við þær slæmu af­leiðing­ar er krón­ísk streita get­ur haft þá sé það þess virði að skoða hvaða þætt­ir geti mögulega fyr­ir­byggt sem og dregið úr nei­kvæðum áhrif­um.

 

Yoobin Park.

„Kyn­líf get­ur verið raun­hæf­ur val­kost­ur í þessu sam­hengi vegna streitu­los­andi áhrifa. Þar að auki hef­ur kyn­líf já­kvæð áhrif á svefn, en fólk und­ir miklu álagi þjá­ist oft af svefn­rösk­un­um. Eft­ir því sem við best vit­um hef­ur eng­in rann­sókn hingað til mælt hvort að kyn­líf sporni við líf­fræðileg­um af­leiðing­um streitu. Þessi rann­sókn var því til­rauna­verk­efni til að fylla í þessa eyðu,“ seg­ir Park.

Alls voru það 183 kon­ur er tóku þátt í rann­sókn­inni; kon­ur á aldr­in­um 20-25 ára er áttu að minnsta kosti eitt barn á aldr­in­um 2-16 ára. Voru þær beðnar um að halda sér­staka dag­bók yfir tveggja ára tíma­bil í lífi sínu; en í dag­bók­inni svöruðu konurnar spurn­ing­ar­lista í hverri viku um hversu oft í viku þær stunduðu kyn­líf – stunduðu ann­ars kon­ar hreyf­ingu – til dæmis lík­ams­rækt sem og hversu ham­ingju­sam­ar þær væru í ástar­sam­bönd­um sín­um.

Jafnhliða dag­bók­ar­skrif­un­um fóru kon­urn­ar reglu­lega í blóðprufu; horm­ón á borð við insúlín, leptín og ghrel­ín voru mæld:

„Í hnot­skurn sýndu niður­stöður okk­ar að skaðleg ein­kenni streitu minnkuðu tals­vert á meðal þeirra kvenna sem stunduðu meira kyn­líf,“ seg­ir Park.

Hún seg­ist vona að niður­stöðurnar eigi eft­ir að hvetja fleiri vís­inda­menn til þess að öðlast meiri skiln­ing á já­kvæðum áhrif­um kyn­lífs. Park tel­ur kosti þess að stunda kyn­líf vera mögulega meiri fyr­ir mæður en það að vera dug­legar að hreyfa sig og að vera í ham­ingju­sömu sam­bandi.

Þá vitið þið það.

Dómaranum var ekki heimilt að kveða upp svo mildan dóm

Sif Sigmarsdóttir ritar pistil og byrjar hann á þessum orðum.

„Fyrir þremur árum skrifaði ég grein um ungan Breta sem átti yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Ben John, nemandi í afbrotafræði við háskóla í Leicester, var tuttugu og eins árs þegar hann var fundinn sekur á grundvelli hryðjuverkalaga um að hafa ólöglega undir höndum þúsundir skjala um hvernig búa mætti til byssur, skotfæri og sprengjur.“

Bætir við:

„Óvænt vending átti sér hins vegar stað við dómsuppkvaðninguna. Timothy Spencer, dómari í héraðsdómi Leicester á Englandi, dæmdi John ekki í fangelsi heldur til þess að lesa heimsbókmenntirnar. „Hefurðu lesið Dickens?“ spurði dómarinn. „Austen? Byrjaðu á Hroka og hleypidómum og Sögu tveggja borga. Lestu svo Þrettándakvöld eftir Shakespeare. Hugsaðu um Hardy. Hugsaðu um Trollope.“ Dómarinn sagðist svo ætla að hlýða honum yfir.“

Sif segir að „fyrir síðasta tölublað Heimildarinnar tók ég saman lista yfir það sem mér fannst 100 bestu íslensku bækur sem gefnar hafa verið út á 21. öldinni. Viðbrögð ástríðufullra bókaunnendalétu ekki á sér standa. Bókauppástungum rigndi inn frá lesendum sem mæltu með uppáhaldsbókunum sínum, efni sem fyllt gæti annan 100 bóka lista. ​Skiptar skoðanir lestrarhesta um gæði og skemmtanagildi bóka olli því að mér varð hugsað til Ben John. Hvað varð um Ben og hvað fannst honum um bækurnar sem dómarinn lét hann lesa?“

Heldur áfram:

„​Dómurinn yfir Ben John reyndist hafa vakið hörð viðbrögð. Samtök sem kalla sig „Hope not hate“ – Von í stað haturs – og hafa að markmiði að berjast gegn fasisma sögðu hann „andstyggilega vægan“ og „senda út þau skilaboð að dómstólar færu mjúkum höndum um hægri öfgamenn.“ Það voru þó ekki aðeins lögfróðir sem létu í ljós óánægju. Bókmenntaspekúlantar gagnrýndu val dómarans á lesefni. Hefði ekki verið nær að láta nýnasista lesa Dagbók Önnu Frank eða Thomas Mann? Aðrir andmæltu slíkum uppástungum og sögðu bók ekki þurfa að innihalda predikun svo að lesandi hlyti gagn af lestrinum. Helsti ávinningur lesturs væri æfingin sem lesandi fengi í að setja sig í spor annarra og skipti þá engu hvort lesefnið væri mörg þúsund blaðsíðna langloka eftir Proust eða nýjasti hasartryllir Stephen King.“

Hún færir í tal að „​Ben kom aftur fyrir dómarann nokkrum vikum eftir dómsuppkvaðninguna. Hann hafði meðferðis tvær bækur, Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen og Þrettándakvöld eftir William Shakespeare. ​„Og fékkstu meiri ánægju út úr þessu lesefni en því sem var til umfjöllunar frammi fyrir kviðdómnum?“ spurði dómarinn. ​„Mér fannst Shakespeare skemmtilegri en Jane Austen en ég hafði þó gaman af ákveðnum þáttum Jane Austen,“ svaraði Ben. ​„Þetta vekur með mér von,“ svaraði dómarinn og lagði drög að næsta bókarabbi kumpánanna.“

Sif segir að „samtökin Von í stað haturs voru hins vegar ekki jafn vongóð. Samtökin kröfðust þess að ríkissaksóknari tæki dóminn til endurskoðunar. Málið fór fyrir áfrýjunardómstól sem komst að þeirri niðurstöðu að dómaranum hefði ekki verið heimilt að kveða upp svo mildan dóm yfir Ben.“

Segir að endingu:

„Við munum líklega aldrei fá að vita hvað Ben fannst um næstu bækur á leslistanum. Í stað bóklestrar var Ben dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar.

Bækur björguðu Ben ekki frá fangelsisvist. Bækur eru þó margs megnugar. Lestur er talinn draga úr þunglyndi og kvíða, minnka líkamlegan sársauka, auka samkennd og hægja á hrörnun heilans. Síðast en ekki síst eru bækur vel til þess fallnar að bjarga fólki frá leiðindum í sumarfríinu.“

Andlát: Ólaf­ur Vign­ir Al­berts­son pí­anó­leik­ari

Ólaf­ur Vign­ir Al­berts­son pí­anó­leik­ari er látinn.

Fjölskylda Ólafs greinir frá andlátinu í tilkynningu og þar segir:

„Ólaf­ur Vign­ir fædd­ist í Reykja­vík 19. maí 1936, son­ur hjón­anna Al­berts Ólafs­son­ar, múr­ara­meist­ara, og Guðrún­ar Magnús­dótt­ur, hús­móður. Yngri syst­ur Ólafs Vign­is eru Sesselja Mar­grét Al­berts­dótt­ir, Guðný Böðvars­dótt­ir og Al­berta Guðrún Böðvars­dótt­ir er lést 5. maí síðastliðinn.

Tón­list­ar­hæfi­leik­ar Ólafs Vign­is komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barna­skóla var hann far­inn að spila lög eft­ir eyr­anu á pí­anó sem hann hafði heyrt í út­varp­inu.

Eft­ir nám í Versl­un­ar­skóla Íslands, lauk Ólaf­ur Vign­ir ein­leik­ara­prófi frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík árið 1961. Hann fór síðan í fram­halds­nám í pí­anó­leik við Royal Aca­demy of Music í London á ár­un­um 1963 og 1964.

Ólaf­ur Vign­ir var skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Eyr­ar­bakka frá 1961 til 1963 og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar frá 1965 til 1993.

Hann var kenn­ari og meðleik­ari við Söng­skól­ann í Reykja­vík frá 1993 til 2006.

Á tón­list­ar­ferli sín­um lék Ólaf­ur Vign­ir á mikl­um fjölda tón­leika inn­an­lands, í Evr­ópu og í Norður-Am­er­íku. Hljóm­plöt­urn­ar og geisladisk­arn­ir sem hann lék inn á, með öll­um fremstu söngvur­um lands­ins, eru 50 til 60 tals­ins. Auk þess ligg­ur eft­ir hann ótölu­leg­ur fjöldi hljóðrit­ana, bæði í Rík­is­út­varpi og Sjón­varpi, þar sem hann leik­ur með fjölda söngv­ara.

Síðustu 20 árin rit­stýrði hann, í sam­starfi við Jón Krist­inn Cortez, vandaðri út­gáfu af ís­lensk­um söng­lög­um og heild­ar­út­gáf­um verka margra ís­lenskra tón­skálda sem gef­in hafa verið út af tón­verka­miðstöðinni Ísa­lög­um.

Ólaf­ur Vign­ir kvænt­ist Þuríði Ein­ars­dótt­ur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Al­bert, kvænt­ur Svein­björgu Rósu Sum­arliðadótt­ur, Inga Rún, gift Stein­ari B. Val Sig­valda­syni, og Anna Dís. Barna­börn­in eru fimm, þar af fjög­ur á lífi, og barna­barna­börn­in tvö.

Útför Ólafs Vign­is Al­berts­son­ar fer fram frá Hall­gríms­kirkju þann 12. ág­úst næst­kom­andi klukk­an 13.“

Blessuð sé minning hans.

Nú er ég blindfullur og kemst ekki heim, blindfullur og finn ekkert geim

Lögga, lögregla
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. Mynd: Lára Garðarsdóttir

Tilkynnt var um ofurölvi aðila við skemmtistað í miðbænum; tókst ekki að koma viðkomandi heim; þurfti því viðkomandi að gista í fangaklefa allt þar til að runnið væri af aðilanum.

Átta aðilar voru vistaðir í fangaklefa í nótt.

Ökumaður einn var stöðvaður; grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna; var hann sviptur ökuréttindum.

Annar ökumaður var stöðvaður – einnig grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna; reyndist viðkomandi án ökuréttinda og þá fundust fíkniefni á honum.

Útlit fyrir mun rólegra veður

Lægð suður af Reykjanesi færist í suðvestur og því dregur úr vindi sem var ansi hvass í nótt sem leið. Mun samt sem áður hvessa norðvestanlands; geta myndast þar varasamar aðstæður fyrir bíla er taka á sig mikinn vind.

Kemur fram að veðurviðvaranir vegna mikils vinds eru í gildi fyrir Vestfirði, Breiðafjörð, Strandir sem og Norðurland vestra. Eru ökumenn þar beðnir um að fara varlega; sér í lagi ef bílar eða eftirvagnar eru viðkvæmir fyrir miklum vindhviðum.

Einnig segir að búast megi við úrkomu á nokkrum svæðum; færist úrkoman norðvestur yfir sjálfan Klakann í dag.

Búast má við rigningu á Ströndum sem og Austfjörðum; gæti orðið úrhellisrigning þar og  mögulegt er að þar geti fallið aurskriður, eða orðið grjóthrun, vegna rigninga.

Í kvöld mun hins vegar draga úr rigningu á austanverðu landinu en einnig vestantil í nótt.

Hvað viðkemur morgundeginum þá er útlit fyrir mun rólegra veður; verður líklega skýjað að mestu; væta í flestum landshlutum.

Hlýtt verður á landinu eftir helgina en búast má við því að það fari að kólna er líður á vikuna.

Ágúst níðingur með nýtt nafn

Ágúst Magnússon heitir nú Jan og fer huldu höfði.

Það vakti mikla athygli þegar ofbeldismaðurinn Mohamed Kourani, sem sætir átta ára fangelsi fyrir ítrekuð ofbeldisbrot, breytti um nafn og tók upp millinafnið Thor og eftirnafnið Jóhannesson. Hann getur því kynnt sig sem Mohamad Th. Jóhannesson og falið sig bak við nýtt nafn.

Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon, sem fékk fimm ára dóm vegna kynferðisbrota gegn ungum drengjum árið 2004, hefur farið þessa leið til að fela sig í samfélaginu. Heimildin greinir frá því að hann heiti nú Jan T. Bergland Fanneyjarson, samkvæmt þjóðskrá. Hann er skráður sem óstaðsettur í hús og þannig horfinn sporlaust.

Ágúst bjó á áfangaheimilinu Vernd að ljúka afplánun dóms fyrir níðingshátt sinn þegar hann gekk í gildru Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í fréttaþættinum Kompási og setti sig í samband við tálbeitu sem þóttist vera 13 ára stúlka. Ágúst kom í íbúð til að hitta stúlkuna. Starfsmenn Kompáss tóku á móti Ágústi en ekki ung stúlka. Eftir afhjúpunina var Ágúst fluttur í fangelsið á Litla Hrauni. Hann hefur fyrir löngu afplánað en fer huldu höfði í samfélaginu. Seinast spurðist til hans á höfuðborgarsvæðinu …

Einar Steingrímsson kærði skólameistarann fyrir reykingar: „Við töluðum nú ekkert um þetta“

Einar Steingrímsson stærðfræðingur.

Einar Steingrímsson stærðfræðingur hefur lengi haft gaman af því að rugga bátnum og hefur oft farist það vel úr hendi, eins og baksýnisspegill kvöldsins er til vitnis um.

Það var um vorið 1974 að skólameistari Menntaskólans á Akureyri varð þannig á í messunni að hann lét nappa sig við að reykja vindil á heimavistinni en reykingar þar voru stranglega bannaðar.

Var atvikinu lýst með miklum tilþrifum í skólablaði MA en þar kemur fram líkleg vindlategund og magn ösku sem féll af vindlinum á nýlagt teppi vistarinnar. Enginn af þeim nemendum sem urðu vitni að athæfi skólameistarans þorði að segja orð við hann en eftir að hann var farinn af vistinni, voru þeir sammála um að þarna hafi átt sér brot á heimavistarlögum. Einar Steingrímsson var einn þeirra nemenda, en hann var staðráðinn í að láta meistarann ekki komast upp með þetta enda skyldi eitt yfir alla ganga.

Menntaskólinn á Akureyri

Í fyrstu brást skólameistarinn við á góðan hátt en um leið og honum var ljóst að Einari væri alvara með kærunni, varð hann ævareiður og hótaði að reka hann af vistinni, fyrir að móðga sig með þessari kæru. Og það er einmitt það sem meistarinn gerði, hann rak hinn 19 ára Einar Steingrímsson af heimavist MA.

Fékk Einar þó að halda áfram námi við skólann, allt þar til hann hætti í skólanum eftir vorönnina, en það gerði hann óháð heimavistarmálinu. Harðneitaði skólameistarinn því að brottreksturinn úr heimavistinni hafi verið pólitísk en tók svo fram í viðtali við Alþýðublaðið að Einar tilheyrði „kommúnistasellu“ sem vildi blása málið upp. Kærði Einar úrskurð meistarans til Menntamálaráðuneytisins, sem staðfesti úrskurðinn og fannst ekkert að viðbrögðunum.

Hér má lesa skrif Alþýðublaðisins um hið stórskemmtilega mál en fyrir neðan það er stutt viðtal við Einar frá því í dag.

Skólameistari M.A. kærður fyrir að ganga með vindil um heimavistina

Í nýlega útkomnu eintaki af „Minnsta-Muninn”, sem mun vera blað, sem gefið er út af hópi nemenda Menntaskólans á Akureyri, er skýrt frá all sérstæðu máli, sem kom upp við skólann nýlega. Nemandi kærði Tryggva Gíslason, skólameistara, fyrir að reykja á göngum heimavistar, en slíkt mun bannað samkvæmt reglum heimavistar. Viðbrögð Tryggva urðu þau, samkvæmt frásögn blaðsins, að nemandinn var rekinn af heimavist fyrir að móðga skólameistarann. Það síðasta í málinu er það, að umræddur nemandi hefur kært úrskurð skólameistara til menntamálaráðuneytisins, og er málið þar í athugun.

Í frásögn „Minnsta-Munins” af atvikinu segir svo: „Um aðdraganda að brottvikningu félaga Einars Steingrímssonar af heimavist, er þetta helst: 2. mars gengur háttvirtur meistari út úr ibúð sinni í heimavistinni með stóran vindil (líklega King Edward Imperial) og ásamt einum kennara gengur hann niður stigaganginn. Inn í setustofu, litast þar um, en fer síðan fram í anddyrið. En þá gerist óhappið: um það bil 2 cm af vindilsösku féllu til jarðar (niður á nýja teppið). Nokkrir nemendur voru viðstaddir þetta slys, en enginn sagði orð meðan meistari var að reyna að sópa öskunni upp, þó í hugskoti þeirra stæði augljóslega 5. gr. II. kafla í Reglum Heimavistar MA. En þegar meistari var kominn úr heyrnarfæri litu nemendur hver á annan og spurðu: Eru reykingar ekki bannaðar hér? Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um þann þrælsótta, sem ríkir hér í skólanum.

Félagi Einar Steingrimsson kærði Tryggva Gislason eins og Reglum Heimavistar gera ráð fyrir. 7. mars afhenti heimavistarráð kæruna Tryggva Gíslasyni, sem í fyrstu hafði gaman af, en er honum varð ljóst að hér var ekkert gamanmál á ferðinni, brást hann hinn versti við og tók hamskiptum. Sagði hann við vistarráðsmenn að þetta væri þeim til minnkunar, fyrir þetta yrði Einari vikið úr heimavistinni og jafnvel úr skóla. Ennfremur bað hann vistarráðsmenn að boða Einar á sinn fund, en þar sem ekki náðist í hann fyrr en seint um kvöldið, mætti hann ekki fyrr en daginn eftir. Á þessum fundi tjáði meistari Einari, eftir snörp orðaskipti þeirra á milli, að honum væri vikið úr heimavistinni.

Á fundi með heimavistarráði sagði meistari, að forsendur fyrir brottvikningunni væru að Einar hefði sýnt sér móðgun með kærunni og ,,að hann þyldi ekki að hafa mann, sem hefði andúð á stjórnarskránni undir sama þaki”.”

Alþ.bl. snéri sér í gær til Tryggva Gíslasonar, skólameistara, og spurði hann um málið. Sagði Tryggvi það rétt, að hann hefði gengið úr íbúð sinni með vindil í hendi, í gegnum ganga heimavistarinnar og út. Umræddur nemandi, Einar Steingrímsson, hafi kært þetta til heimavistarráðs. Tryggvi sagðist líta á kæruna sem móðgun við sig sem æðsta yfirmann skólans og jafnframt yfirmanns heimavistar. Þetta hefði verið önnur ástæðan fyrir þvi, að Einari var vikið af heimavist. Hin ástæðan væri sú, að Einar hefði margsinnis gerst brotlegur við reglur heimavistarinnar, en ætið hefði verið horft í gegnum fingur við hann. Þvi væri það einstök ókurteisi af hans hálfu, að ætla að blása þetta mál upp, kveikja málsins væri fáránleg. Það væri alrangt, eins og vissir nemendur hefðu haldið fram, að brottvikning Einars úr heimavistinni væri pólitísk.

Skólameistari sagði, að Einari hefði ekki verið vikið úr skóla, og stundaði hann þar nám utanskóla til að ná upp töf i námi. Sagði skólameistari að Einar tilheyrði „kommúnistasellu” við skólann, sem vildi blása þetta mál upp. Einar hafði áður staðið að svipuðu máli fyrir tveimur árum vegna reksturs heimavistarinnar, og blandaðist sonur þáverandi skólameistara inn í það mál. Hafði það mál einnig verið blásið upp, og orðið um það blaðaskrif.

Mannlíf heyrði í Einari Steingrímssyni við vinnslu þessa Baksýnisspegils en hann er nú staddur í Hrísey og hafði lítinn tíma til að spjalla. Aðspurður hvað hefði komið út úr kæru hans á úrskurðinum, sagði hann að Menntamálaráðuneytið hafi vísað því frá og sagði hann einhvers staðar enn eiga svar ráðuneytisins.

Aðspurður hvernig samskiptin hafi verið á milli hans og skólameistarans eftir að hann hafði verið rekinn af vistinni, sagði Einar að þau hafi ekki verið mikil, enda hafi hann hætt í skólanum eftir vorönnina. „En svo hittumst við einhvern tíma 2005, á einhvers konar júbílantaball, þó ég hafi nú ekki útskrifast með þeim. En við töluðum nú ekkert um þetta en við töluðum þannig saman að það var ljóst að við erfðum þetta hvorugur við hvor annan.“

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 19. júní 2024.

Séra Frank Martin Halldórsson er látinn

Sr. Frank M. Hall­dórs­son fyrr­um sókn­ar­prest­ur í Nessókn er látinn. Hann lést á bráðadeild Lands­spít­al­ans í Foss­vogi þann 31. júlí s.l. 90 ára að aldri.

Frank fædd­ist í Reykja­vík 23. fe­brú­ar 1934.

Frank lauk stúd­entsprófi frá MR árið 1954; las síðan guðfræði við Há­skóla Íslands; nam einnig guðfræði í Sviss, við The Gradua­te School of Ecu­menical Studies í Chateau de Boss­ey sem og við Há­skól­ann í Heidel­berg í Þýskalandi.

Mynd: Skjáskot af mbl.is.

Frank lauk embætt­is­prófi í guðfræði frá Há­skóla Íslands í janú­ar 1959; prófi í upp­eld­is- og kennslu­fræðum frá Há­skóla Íslands tólf árum síðar.

Frank var skipaður sókn­ar­prest­ur í Nesprestakalli frá 1. janú­ar árið 1964; gegndi því starfi allt til árs­ins 2004.

Frank hafði afar mik­inn áhuga á því að kynna sögu­slóðir Biblí­unn­ar; í sex­tán ár ráku þau Jóna Han­sen ferðaskrif­stof­una Víðsýn; með þeim fór mikill fjöldi Íslend­inga til Biblíulanda.

Frank var formaður Presta­fé­lags Suður­lands í áratug; sat í skipu­lags- og starfs­hátta­nefnd Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæm­is í ein þrjú ár.

Útför Franks verður gerð frá Nes­kirkju, mánu­dag­inn 26. ág­úst klukk­an 15.00.

Blessuð sé minning hans.

Telur fangaverði vera almennt örugga í störfum sínum þrátt fyrir aukið ofbeldi

Fangelsið Litla-Hraun

Sá sorglegi atburður átti sér að fangi réðst fyrirvaralaust á fangaverði á föstudag síðasta með þeim afleiðingum að þrír verðir slösuðust; þurftu að leita aðhlynningar á spítala.

Formaður Fangavarðafélags Íslands – Heiðar Smith – gat ekki tjáð sig mikið um atvikið;  segir það alvarlegt, en þetta kom fram á RÚV.

Er líðan fangavarðanna nokkuð góð miðað við aðstæður:

„Þegar svona atvik koma upp þá þarf náttúrulega alltaf að skoða hvert tilvik fyrir sig og sjá hvað hefði mátt betur fara og hvernig verkferlar eru,“ sagði Heiðar, sem telur, Þrátt fyrir atvikið, fangaverði vera almennt örugga í störfum sínum hér á landi. En að svona alvarleg atvik séu að færast í aukana og því þurfi að skoða alla verkferla betur:

„Mér finnst svona uppákomur vera búnar að færast aðeins í aukana þar sem að svona hlutir gerast og svona alvarleg atvik hafa náttúrulega verið að eiga sér stað soldið núna undanfarið. Það þarf að setjast að minnsta kosti niður og skoða verkferla alvarlega og sjá hvort það sé ekki hægt að koma í veg fyrir þetta.“

Helgi fannst sofandi í tjaldi í Herjólfsdal

Helgi Ingimar Þórðarson er fundinn heill á húfi.

Leitað hafði verið að honum í Vestmannaeyjum frá því snemma í morgun og lögregla þakkar viðbragðsaðilum mjög fyrir aðstoðina.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Helgi fannst sofandi í tjaldi í Herjólfsdal.

Slökkt hafði verið á síma Helga frá því í nótt.

Karl Gauti bætti því við að Helgi væri nú staddur á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum og til stæði að læknir myndi meta ástand hans. Karl Gauti segir viðbragðsaðila afskaplega fegna að geta afturkallað leitarflokka.

Þakkar fyrir sig og kveður Krókinn

Sauðárkrókur.

Komið er á daginn að enski körfuboltamaðurinn Callum Lawson mun eigi leika með Tindastóli á komandi leiktíð í Bónusdeild karla.

Staðfestir leikmaðurinn þetta á samfélagsmiðlum nú um helgina, en þetta kom fyrst fram á karfan.is.

Lawson – sem er 28 ára gamall framherji – kom til Íslands til að leika fyrir Keflavík árið 2020; síðan þá hefur kappinn leikið fyrir Þór Þorlákshöfn, Val og nú síðast Tindastól.

Lawson var árin 2021 og 2022 afar mikilvægur hlekkur í Íslandsmeistaraliðum Þórs og Vals.

Fyrir síðustu leiktíð samdi hann við Tindastól á Sauðárkróki; með liðinu fór hann í úrslitaleik bikarkeppninnar og átta liða úrslit úrslitakeppninnar.

Lawson tekur ekki fram hvert förinni skuli heitið næst, en ljóst er að mörg lið munu sækjast eftir kröftum hans.

Í færslu á Instagram þakkar Lawson fyrir allan stuðninginn er hann fékk með Tindastóli á síðustu leiktíð og segist hann ævinlega þakklátur fyrir þennan tíma.

Bjarni um ákvörðun Guðrúnar: „Ég ætla ekki að fara að leggja henni lín­ur um af­greiðslu máls­ins“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra segist telja að „dóms­málaráðherra sé að gera hár­rétt með því að taka sér þann tíma sem nauðsyn­leg­ur er til að bregðast við, þannig að það stand­ist öll viðmið, þar á meðal lög­bund­in viðmið um af­greiðslu máls­ins.“

Þessi orð lét hann falla í sam­tali við mbl.

Leitað var eft­ir viðbrögðum Bjarna við bréfi rík­is­sak­sókn­ara sem hann sendi dóms­málaráðherra á dög­un­um; þar var farið þess á leit að Helga Magnúsi Gunn­ars­syni vara­rík­is­sak­sókn­ara yrði vikið tíma­bundið úr starfi vegna orða hans í op­in­berri umræðu:

„Á meðan málið er til meðferðar hjá dóms­málaráðherra ætla ég ekki að fara að leggja henni lín­ur um af­greiðslu máls­ins,“ sagði forsætisráðherra.

Aðspurður um hvort það sé í lagi að víkja manni frá störf­um sem hef­ur mátt þola hót­an­ir, líkt og Helgi Magnús hefur mátt þola, seg­ir Bjarni:

„Þetta er kjarni þess sem dóms­málaráðherra er að fást við. Ég ætla bara að segja að mér finnst það skipta öllu máli að þau skila­boð komi skýrt frá ís­lenska stjórn­kerf­inu að það verður ekki liðið að emb­ætt­is­mönn­um sé hótað eða ógnað með ein­hverj­um hætti. Þau skila­boð þurfa alltaf að ber­ast frá ís­lenska stjórn­kerf­inu. En þetta er að ein­hverju leyti mál sem varðar inn­byrðis sam­skipti í embætti rík­is­sak­sókn­ara og er nú til úr­lausn­ar í dóms­málaráðuneyt­inu.“

Leitað að Helga í Vestmannaeyjum – Leit hefur staðið yfir í allan morgun

Lögreglan í Eyjum lýsir eftir Helga Ingimari Þórðarsyni. Síðast er vitað um ferðir hans í Herjólfsdal í nótt sem leið.

Helgi er 21 árs gamall, 192 sentimetrar á hæð; sást síðast klæddur í svartar buxur – svarta hettupeysu og í dökkgrænum jakka.

Þau sem vita um um ferðir Helga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 112.

Leit hefur staðið yfir í allan morgun; búið er að ganga hamarinn í þrígang.

Vonir stóðu til þess að Helgi væri á svæðinu; ef ekkert fréttist til hans á næstunni verður farið í að undirbúa enn frekari aðgerðir.

„Þessi lög voru ekki sett til þess að glæpa­menn gætu breytt nafni sínu“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Íslands. Mynd/ Kazuma Takigawa

Dóms­málaráðherra, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, segist skil­ja vel af hverju nafna­breyt­ing af­brota­manns komi við kaunin á einhverjum. Finnst Guðrúnu eins og verið sé að gera grín að þjóðinni; villl þó ekki full­yrða um hvort að það hafi verið til­gang­ur­inn.

Í nýj­asta þætti Dag­mála er Guðrún spurð út í nafna­breyt­ingu af­brota­manns­ins Mohamad Kourani, er breytti kenni­nafn­inu sínu; geng­ur nú und­ir nafn­inu Mohamad Th. Jó­hann­es­son, og hvort hann sé með þessu að van­v­irða þjóðina með því að taka upp eft­ir­nafn þáver­andi for­seta:

„En hvort að viðkom­andi ein­stak­ling­ur hafi verið að gera gys að þjóðinni skal ég ekki full­yrða um. Ég tel þetta afar óheppi­legt, að viðkom­andi hafi nýtt sér þessa frjálsu lög­gjöf sem við höf­um hér á landi – fyr­ir borg­ara þessa lands – til þess að breyta nafni sínu,“ seg­ir dómsmálaráðherra og bæt­ir þessu við:

„Ég skil það mjög vel að fólki komi þetta spánskt fyr­ir sjón­ir og vita­skuld finnst manni eins og það sé verið að gera gys að þjóðinni þegar ein­hver tek­ur upp eft­ir­nafn for­seta okk­ar – far­sæls for­seta á Bessa­stöðum. Þannig að ég get gagn­rýnt það.“

Guðrún seg­ir að ákvæði í lög­um um manna­nöfn, er varða breyt­ingu á nafni, hafi verið ætlað fyr­ir al­menna borg­ara þessa lands sem bera sama nafn og af­brota­menn og líða fyr­ir það:

„Þessi lög voru ekki sett til þess að glæpa­menn gætu breytt nafni sínu þannig að þeir gætu bet­ur falið sig í ís­lensku sam­fé­lagi; ég gagn­rýni það mjög. Þess vegna send­um við í dóms­málaráðuneyt­inu fyr­ir­spurn til Þjóðskrár hvernig þau væru að beita þessa und­anþágu­ákvæði. Og það barst svar til ráðuneyt­is­ins fyr­ir helgi og við höf­um verið að ígrunda það og skoða það svar nán­ar.“

Önnur djúp lægð á leiðinni

Sú lægð er olli ansi miklu hvassvirði syðst á landinu í gær er nú sem betur fer að fjarlægjast landið óðum til suðvesturs og grynnist; hins vegar er önnur djúp lægð á leiðinni og mun að öllum líkindum valda leiðindaveðri á landinu öllu.

Búast má aftur við hvassviðri í dag.

Í Öræfum við Svínafell og Skaftafell má reikna með hviðum – allt að 35 til 40 metrum á sekúndu – frá hádegi og líklega fram á kvöld; sama staða er í Mýrdal sem og sums staðar undir Eyjafjöllum með norðaustanátt; frá því um miðjan dag og alveg fram á nótt.

Veðurstofan er á því að mikil rigning fylgi lægðinni á Suðausturlandi, Austfjörðum og Ströndum; búast má við töluverðu vatnsveðri með kvöldinu, í nótt og mestallan mánudag.

Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag; standa fram á morgun.

Lægðin fer að grynnast eftir hádegi á mánudag; lægir sunnan- og austanlands; gengur í norðaustan hvassviðri – norðvestantil, er getur reynst afar varasamt fyrir farartæki er taka á sig mikinn vind.

Ölvaður maður í verslun

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu um fólk í annarlegu ástandi; aðstoða þurfir nokkra vegna veikinda og ölvunar.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir – grunaðir um ölvun við akstur. Ökumenn lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Ökumaður var stöðvaður; grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja; ökumaður var einnig án ökuréttinda ásamt því að hafa fíkniefni á sér. Tekin var skýrsla af ökumanni og var ökumaður laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt var um eignaspjöll í hverfi 210.

Aðstoða þurfti nokkra aðila vegna veikinda og ölvunar.

Ökumaður var stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður vildi ekki gefa upp um hver hann væri né heimilisfang. Ökumaður er því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.

Ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja, laus að lokinni blóðsýnatöku.

Tilkynnt um ölvaðan mann í verslun en aðilinn var til ama í versluninni. Honum var vísað út af lögreglu.

Tilkynnt um hávaða utandyra en um var að ræða garðpartý. Húsráðendur lofuðu að hafa lægra.

Raddir