Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Dómnefnd ekki skilað inn umsögn um hæfni Brynjars

Brynjar Níelsson Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem birtist á vef þess í byrjun desember var greint frá því að skipa og setja ætti tvo einstaklinga í embætti héraðsdómara. Einn við Héraðsdóm Reykjaness og yrði sá skipaður og einn við Héraðsdóm Reykjavíkur en sá yrði settur.

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sótti um að vera settur dómari við Héraðdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson sóttist einnig eftir að vera settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur meðan Arndís Anna Kristínardóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Sindri Stephensen sóttu um bæði embættin.

Háværar sögur hafa verið á kreiki um að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar myndi reyna setja Brynjar í embættið áður en ný ríkisstjórn tæki við. Til þess að geta það þarf dómnefnd um hæfnismat að hafa skilað dómsmálaráðherra umsögn um málið en í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Mannlífs um málið hefur nefndin ekki skilað inn umsögn sinni.

Því verður það líklega valkyrjustjórnin sem mun skipa og setja í embættin.

Yfirmaður UNRWA segir heiminn „á krossgötum“ gagnvart Gaza

Philippe Lazzarini, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, hefur kallað eftir „pólitísku hugrekki til að verja og styrkja fjölþjóðakerfið og hið alþjóðlega reglubundna skipulag“.

Í grein sem hann skrifaði fyrir The Guardian sagði hann að alþjóðasamfélagið yrði að velja á milli heims „þar sem við höfum hafnað skuldbindingu okkar um að veita pólitískt svar við spurningunni um Palestínu“.

Hann kallaði þetta „dystópískan heim, þar sem Ísrael, sem hernámsveldi, ber eitt ábyrgð á íbúa á hernumdu palestínsku svæði“.

Lazzarini lagði áherslu á að í hina áttina „lægi heimur þar sem varnarliðir reglubundins skipulags halda velli og Palestínumálið er leyst með pólitískum hætti“.

„Þetta er leiðin sem alþjóðlega bandalagið fetar núna til að innleiða tveggja ríkja lausnina,“ bætti yfirmaður UNRWA við.

Lazzarini lagði einnig áherslu á að Ísraelar héldu áfram að halda því fram að „Hamas-liðar séu innan raða UNRWA, jafnvel þó að allar ásakanir sem sönnunargögn hafi verið færð fyrir hafi verið rannsakaðar ítarlega“.

 

 

Glæný dagrétting um heilsufar Karls III: „Meðferðin heldur áfram á nýju ári“

Karl III Bretlandskonungur

Krabbameinsmeðferð Karls III konungs mun halda áfram á nýju ári og hefur verið „á jákvæðri leið“, hafa heimildir hallarinnar leitt í ljós.

Heimildir sögðu eftirfarandi í samtali við Sky News: „Meðferð hans hefur verið að þróast í jákvæða átt og mun meðferðarlotan halda áfram á nýju ári.“ Buckingham höll tilkynnti að Karl hefði greinst með krabbamein í febrúar á þessu ári og að hinn 76 ára gamli konungur væri að hefja meðferð.

Heimildir hallarinnar segja nú að bjartsýni sé til staðar, sem sést í löngun konungs til að halda áfram með annasaman dagskrá, þar á meðal yfir hátíðarnar. Nánir aðstoðarmenn Karls sögðu áður að þó að hann sé ekki kominn úr hættu enn sé „mikil bjartsýni“ og að meðferðin hafi gengið betur en flestir bjuggust við.

Konungurinn tjáði sig fyrst opinberlega um að þörf væri á aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils í janúar, og í kjölfarið sýndu fjölmargir þegnar hans samúð sína.

En hann hefur vísvitandi ekki upplýst hvers konar krabbamein hann berst við til að draga ekki úr mikilvægi annars konar krabbameina. Ekki er heldur vitað hvers konar meðferð hann hefur gengist undir í reglulegum einkatímum sem hann sækir í Lundúnum.

Í mars tilkynnti Kensington-höll að prinsessan af Wales væri einnig í meðferð við krabbameini og gangist undir krabbameinslyfjameðferð sem hófst í febrúar. Katrín, sem er 42 ára, var lögð inn á sjúkrahús þann 16. janúar vegna „stórrar kviðarholsaðgerðar“, sem heppnaðist vel.

 

Ráðherrakapall valkyrjanna að taka á sig mynd – Inga verður félagsmálaráðherra

Þríeykið. Ljósmynd: Facebook

Búið að ákveða milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hversu mörg ráðherraembætti hver flokkur fær í komandi stjórn samkvæmt heimildum íslenskra fjölmiðla.

Samfylkingin er sögð fá fjögur ráðuneyti og verður Kristrún Frostadóttir þá forsætisráðherra og talið mjög líklegt að Alma Möller verði heilbrigðisráðherra. Viðreisn fær þrjú ráðuneyti og tvö af þeim eru sögð vera utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Þá mun Flokkur fólksins einnig fá þrjú embætti og nokkuð örugglega að Inga Sæland verði félagsmálaráðherra í ríkisstjórninni.

Valkyrjurnarstjórnin, eins og hún hefur verið kölluð, verður kynnt til leiks nú um helgina ef allar áætlanir flokkanna ganga eftir.

„Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær.

Grímur tekur upp hanskann fyrir transfólk: „Sprettur úr sama ranni: fáfræði og hræðslu“

Grímur Atlason

Grímur Atlason tekur upp hanskann fyrir transfólk og skýtur fast á Eld Smára Kristinsson í leiðinni.

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Grímur Atlason, blandar sér í umræðuna sem skapaðist eftir að Snorri Másson skrifaði grein þar sem hann ver tjáningarfrelsi Elds Smára Kristinssonar, formanns Samtakanna 22, sem Samtökin 78 hafa kært fyrir hatursorðræðu. Jóhannes Þór Skúlason, stjórnarmaður Samtakanna 78, skrifaði síðan grein þar sem hann svarar Snorra. Þá rökræddu þau Brynjar Níelsson og Helga Vala Helgadóttir, eiginkona Gríms, um málið í útvarpinu í gær. Sem sagt, mikið hefur verið skrifað og sagt um málið og sitt sýnist hverjum. Grímur Atlason skrifaði svo færslu á Facebook þar sem hann kemur með söguskýringu og tekur dæmi úr mannkynssögunni um ranghugmyndir sem höfðu áhrif á líf fólks á öldum áður.

„Það hefur löngum verið þannig í mannkynssögunni að fólk hefur þurft að þola það að annað fólk telji það heilagan rétt sinn að vita hvað það er að upplifa og hvað sé því fyrir bestu. Þannig hélt Andreas Vesalius, faðir nútíma líffærafræði mannsins, því fram um miðja 16. öldina að aðeins intersex konur hefðu sníp og almennt gætu konur ekki fengið fullnægingu. Skilgreining feðraveldisins þess tíma var líka að limur eða gervilimur væri forsenda kynlífs. Því var líka haldið fram að ef kynlífið átti að geta af sér dreng þá yrði karlinn að vera ofan á annars væri hætta á að barnið yrði stúlka.

Aristóteles taldi að hluti manna skorti þann hluta sálarinnar sem lyti að hæfileikanum til að taka rökréttar ákvarðanir og þess vegna væru þeir þrælar. Konur hefðu hæfileikann en skorti vald til að nota hann. Þær væru því ásamt þrælunum varanlega ófullkomnar. Þessi skoðun var megin skoðun langt inn á 20. öldina.“

Að lokum snýr Grímur sér að nútímanum og segir birtingamyndina sem nú megi sjá, spretti úr sama ranni en það sé fáfræði og hræðsla.

„Í dag er birtingarmyndin kannski önnur en sprettur úr sama ranni: fáfræði og hræðslu. Sumt fólk telur það heyra til mannréttinda sinna að fá að básúna það yfir alþjóð að hinn og þessi sé í rauninni ekki til. Hann geti ekki verið til vegna þess að kyn hans og eða kynhneigð samræmist ekki heimsmynd viðkomandi.“

Með færslunni birtir Grímur mynd af Eldi Smára og ógeðfelda færslu sem hann skrifaði árið 2022. Myndina má sjá hér:

Hér má lesa nokkur af þeim ummælum sem Eldur er kærður fyrir:

29. ágúst 2023: „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“

2. apríl 2024: „Þessi „löngun“ er kynferðislegt blæti sem kallast „autogynephilia“ á ensku, en ég hef sjálfur íslenskað hugtakið í „kvensjálfsímyndunarblæti“. Þegar karlmenn eru farnir að nota UNGABÖRN til þess að sinna kynferðislegum pervertskap sínum, þá erum við kominn í algjöra botnleðju. Hversu djúp er hún og hversu meðvirkt er samfélagið til í að vera!?“

9. apríl 2024: „Af hverju eru Samtökin ’78 að grooma 10 ára krakka í 5.bekk? Hversu lengi ætlar fólk að vera meðvirkt?“

Skiptir Jóhönnu Guðrúnu engu máli

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Sverrir Bergmann, Jóhanna Guðrún – Skiptir engu máli
Spacebreaker – Velovcity
Per: Segulsvið – The Pelican Brief
Jonee Jonee – Hver er hvað
Anna Gréta, Sigurður Flosason – Come Rain or Come Shine





Anna er komin heim: „Þetta verða fyrstu jólin mín á Íslandi síðan 2018“

Anna Kristjáns.
Anna Kristjánsdóttir er kominn heim til Íslands en þetta er í fyrsta skipti síðan 2018 sem hún eyðir jólunum hér á landi.

Á dögunum sagði Mannlíf frá heimþrá vélstjórans og húmoristans Önnu Kristjánsdóttur en hún hefur búið á Tenerife síðastliðin fimm ár. Anna hefur allt frá því hún flutti til Paradísar, eins og hún kallar spænsku eyjuna, skrifað vinsælar dagbókarfærslur á Facebook um lífið á Tene. Í færslunni um daginn sagðist Anna vilja eyða jólunum á Íslandi og óskaði eftir heimboði. Það virðist nú hafa komið því vélstjórinn orðheppni er kominn heim.

„Dagur 1956 – Komin á Klakann.

það verða eitthvað vesældarlegar færslur hjá mér næstu tvær vikurnar enda erfitt að segja frá lífinu á Tenerife þegar ég er 4000 kílómetra í burtu.
Ferðin til Íslands gekk vel. Ég var komin á flugvöllinn þremur tímum fyrir brottför, vélin fór í loftið á réttum tíma og var nærri hálftíma á undan áætlun til keflavíkur, enda óvenjulétt, einungis 60 farþegar í henni. Þjónustan um borð var hreint afbragð og netið virkaði svona ljómandi vel mestallan tímann. Reyndar var þetta í fyrsta sem mér hefur tekist að tengjast netinu í MAX vél og að sjálfsögðu nýtti ég mér það óspart. Svo má ekki gleyma því að ég náði þessari fínu sólarlagsmynd í háloftunum og sem ég birti í gær á aðalsíðunni minni.“

Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu en hún hafði þó yfir einu að kvarta varðandi flugið:

„Einasta kvörtunin með þessa ferð var sú útgangurinn frá færiböndunum er alveg hræðilega illa merktur, en þar er ISAVIA um að kenna auk eilífðar verkefna þeirra við skammtímastæðin utandyra. Hannes fyrrum vinnufélagi minn hjá Veitum sótti mig og skilaði alla leið heim til Guðrúnar frænku minnar sem hefur boðið mér gistingu meðan á dvöl minni stendur.“

Að lokum upplýsir hún um það hvað næstu dagar fara í hjá henni:

„Þetta verða fyrstu jólin mín á Íslandi síðan 2018 og nú fara næstu dagar í að heilsa upp á vini og ættingja. Nóg að sinni.“

Brynjar og dómarastarfið

Brynjar Níelsson er enn einn helsti aðdáandi Bjarna Benediktssonar

Reiknað er með nýrri ríkisstjórn undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur fyrir jólin. Þar með mnun starfsstjórn Bjarna Benediktssonar hverfa af sviðinu eftir að verið nokkuð athafnasöm á umdeildum sviðum. Margir hafa beðið þess með eftirvæntingu hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi skipa nýjan dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar er einn helsti gæðingur flokksins, Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, á meðal umsækjenda. Brynjar er miklum kostum búinn og víst að hann myndi sóma sér vel í dómaraskikkjunni.

Spennan er sú hvort það falli í hlut nýs dómsmálaráðherra ríkisstjórnar Kristrúnar að skipa dómarann eða hvort Guðrún Hafsteinsdóttir, settur dómsmálaráðherra, nái að ljúka málinu í hvelli með réttsýni og kalt mat að leiðarljósi …

Hópur unglinga staðinn að búðaþjófnaði – Hótelgesturinn neitaði að yfirgefa herbergið

Hálkan verður mörgum skeinuhætt. Mynd lögreglan.

Bifreið var stöðvuð. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og mun sæta viðurlögum  vegna þessa.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun. Tveir einstaklingar stöðvaðir af öryggisvörðum grunaðir um verknaðinn og var annar þeirra unglingur. Einstaklingarnir héldu sína leið eftir skýrslutöku. Þriðji búðaþjófurinn var svo seinna gripinn. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Loks var hópur af unglingum staðinn að þjófnaði úr búð. Málið var unnið með foreldrum.

Hótelgestur nokkur neitaði að yfirgefa hótel og fékk lögregluna inn á sig. Lögregla hjálpaði honum að ná áttum.

Einn einstaklingur var handtekinn, grunaður um líkamsárás. Meintur ofbeldismaður var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Önnur líkamsárás átti sér stað á skemmtistað.

Brotist var inn í fyrirtæki. Óljóst með gerendur.

Lögregla var kölluð til vegna bilveltu í hálkunni. Bifreiðin talin hafa oltið heilan hring. Ökumaður og farþegar sluppu óslasaðir.

Annað slys varð í hálkunni þar sem bifreið var ekið á ljósastaur. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabifreið á Bráðamóttöku til skoðunar. Meiðsli ekki talin alvarleg.

Bræður brenndust í gassprengingu í báti: „Eldtungan kom á móti mér“

Seyðisfjörður - Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Kase Fue

Bræður brenndust í sprengingu árið 1995 en DV fjallaði um málið á sínum tíma.

Bræðurnir Haraldur og Alfreð voru um borð í bátnum Helgu Sigmarsdóttur NS-6 en sá var tíu tonna stálbátur frá Seyðisfirði.

„Haraldur var kveikja upp í eldavélinni niðri í lúkar þegar varð allt í einu sprenging. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir ástæðu þess því það var kalt og ég hafði ekki fundið neina gaslykt. Ég var uppi í stýrishúsi og stóð við ganginn niður í lúkar og eldtungan kom á móti mér. Ég brenndist á maga, handleggjum og eitthvað í andliti en Haraldur var hins vegar niðri í lúkar og brenndist meira. Hann kom upp á móti mér og ég lagði bátnum aftur að byggju og kom okkur upp á sjúkrahús,“ sagði Alfreð Sigmarsson við DV um sprenginguna.

Alfreð var lagður inn á sjúkrahúsið á Seyðisfirði en Haraldur var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann og gekkst undir aðgerð þar. Hann var með 2. gráðu bruna á báðum höndum og andliti. Þá höfðu lungu hans skaddast sökum þess að hann andaði að sér mjög heitu lofti.

Bróðursonur Alfreðs greindi frá því að litlar skemmdir hefðu verið á bátnum og líkti ástandinu við því að einhver hafi gengið berserksgang í lúkaanum.

Harmleikur á góðgerðarsamkomu í Nígeríu – Minnst þrjátíu börn troðin til bana

Frá slysstað

Að minnsta kosti 30 börn létust í troðningi í tívolíi á gær í suðvesturhluta Nígeríu, að sögn yfirvalda.

Atvikið átti sér stað í íslamska menntaskólanum í Basorun í Lagos Oyo-fylki, . Öryggissveitir mættu á staðinn og handtóku skipuleggjendur viðburðarins, sagði ríkisstjórinn Seyi Makinde í yfirlýsingu.

„Fyrr í dag átti sér stað atvik í Islamic High School Basorun, vettvangi viðburðar sem skipulagður var fyrir fjölskyldur. Því miður hefur troðningur á vettvangi leitt til dauða og meiðsla fjölda barna. Þetta er mjög sorglegur dagur,“ sagði Makinde.

„Við samhryggjumst foreldrunum en gleði þeirra hefur skyndilega breyst í sorg vegna þessara dauðsfalla,“ bætti hann við.

Almannavarnir Nígeríu segist hafa sent lið til að aðstoða við að veita fórnarlömbunum aðstoð. Börn sem slösuðust voru flutt á sjúkrahús þar sem foreldrar voru beðnir um að kanna hvort þar leyndust týnd börn þeirra.

Myndbandsupptökur sem virðast vera frá vettvangi sýndu mikinn mannfjölda, aðallega börn horfa á þegar fjöldi barna voru flutt burt af opnu svæði. Staðbundnir fjölmiðlar tilgreindu skipuleggjendur viðburðarins sem Women In Need Of Guidance and Support Foundation, sem hélt svipaðan viðburð fyrir börn á síðasta ári.

Hópurinn var að undirbúa að hýsa allt að 5.000 ungmenni á viðburðinum í ár, að því er Oyo-útvarpsstöðin Agidigbo FM greindi frá á þriðjudag og vitnaði í skipuleggjendurna sem höfðu verið í viðtali á stöðinni. Börn „munu vinna spennandi verðlaun eins og námsstyrki og aðrar ríkulegar gjafir,“ sögðu þau.

Rannsókn hefur verið hafin á orsökum slyssins, sagði Makinde og bætti við „hver sá sem átti beinan eða óbeinan þátt í þessum hamförum verður dreginn til ábyrgðar.“

Sjá má umfjöllun Daily News um málið hér.

Neyðarstjóri UNICEF segir aðstæður barna á Gaza skelfilegar: „Þjáningin er bara óbærileg“

Börn á Gaza, slösuð á sál og líkama.

Háttsettur neyðarstjóri UNICEF á Gaza segir aðstæður barna þar „algjörlega skelfilegar“.

Al Jazeera ræddi við Hamish Young, sem er háttsettur neyðarstjóri UNICEF, sem er nú í Deir el-Balah í miðhluta Gaza.

Hann lýsir ástandi barna á umsáturs og sprengjuárásarsvæðinu sem „algjörlega skelfilegu“ og vitnaði í fjölda látinn barna á svæðinu en að minnsta kosti 17.000 hafa verið drepin frá 7. október í fyrra. Enn fleiri hafa særst og þá er þúsundum saknað.

„Að auki þjáist án efa hvert einasta barn á Gaza gríðarlega af sálrænum skaða stríðsins,“ segir Young. Hann bendir á að það sé „mjög mikilvægt“ að fólk átti sig á því að „hvert einasta barn á Gaza“ hafi misst foreldri, ömmu eða afa eða systkini „vegna þess að tölur getur orðið yfirþyrmandi“.

Bætir hann við: „Við erum orðin dofin fyrir þessum tölum, en þetta eru raunveruleg, lítil börn,“ sagði Young.

„Í síðustu viku var ég í Gaza-borg á sjúkrahúsi með ungum dreng sem heitir Osama, sem er 11 ára. Hann var úti að leika sér á ströndinni með vinum sínum, það er varla hægt að hugsa sér neitt saklausara en það, sprenging varð og hann fékk sprengjubrot í hnakkann og hann var lamaður fyrir neðan háls og á öndunarvél,“ sagði hann ennfremur og bætti að lokum við: „Þjáningin er bara óbærileg.“

Sjá má umfjöllun Al Jazeera um ástandið á Gaza hér.

 

MAST innkallar sviðasultu frá Kjarnafæði: „Getur haft áhrif á heilsu neytenda“

Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum framleiðslulotum af Lamba sviðasultu frá Kjarnafæði Norðlenska ehf. vegna gruns um að varan sé menguð af bakteríunni Listeria monocytogenes segir í tilkynningu frá MAST. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar með best fyrir 3. – 7. janúar 2025, í samráði við Matvælastofnun. Auk þess fór fyrirtækið fram á að allri sviðasultu sem seld var til heilbrigðisstofnananna í desember yrði fargað af öryggisástæðum.

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotur:

„Listeria monocytogenes getur haft áhrif á heilsu neytenda. Neytendur eru beðnir um að neyta ekki þessarar vöru og skila henni í verslanir þar sem hún var keypt og fá endurgreiðslu.“

HM hópur karla valinn – Ómar frá vegna meiðsla

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari

Tilkynnt hefur verið um hvaða leikmenn munu keppa fyrir hönd karlalandsliðs Íslands á HM en mótið fer fram í Króatíu og hefst það í janúar næstkomandi.

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur nú valið 18 manna hóp sem mun gera sitt gera sitt gera sitt besta á mótinu. Ómar Ingi Magnússon, einn besti leikmaður í sögu Íslands, mun ekki vera með liðinu vegna meiðsla en Teitur Örn Einarsson kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Ómar.

Markverðir:
Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Val
Vikt­or Gísli Hall­gríms­son, Wisla Plock

Horna­menn:
Bjarki Már Elís­son, Veszprém
Orri Freyr Þorkels­son, Sport­ing
Óðinn Þór Rík­h­arðsson, Kadetten
Sig­valdi Björn Guðjóns­son, Kolstad

Línu- og varn­ar­menn:
Arn­ar Freyr Arn­ars­son, Melsungen
Ein­ar Þor­steinn Ólafs­son, Fredericia
Elliði Snær Viðars­son, Gum­mers­bach
Ýmir Örn Gísla­son, Göpp­ingen

Skytt­ur og miðju­menn:
Aron Pálm­ars­son, Veszprém
Elv­ar Örn Jóns­son, Melsungen
Þor­steinn Leó Gunn­ars­son, Porto
Gísli Þor­geir Kristjáns­son, Mag­deburg
Hauk­ur Þrast­ar­son, Dinamo Búkarest
Jan­us Daði Smára­son, Pick Sze­ged
Teit­ur Örn Ein­ars­son, Gum­mers­bach
Viggó Kristjáns­son, Leipzig

Sigríður svarar engu um endurkomu Helga Magnúsar: „Ekki bætt ráð sitt í kjölfar áminningarinnar“

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um Helga Magnús Gunnarsson vara ríkissaksóknara.

Eins og frægt er orðið fór ríkissaksóknari fram á það að Helgi Magnús við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra yrði leystur undan störfum undan störfum en var þeirri beiðni hafnað. Taldi Sigríður að ýmis ummæli sem undirmaður hennar hafði látið falla væru ekki í samræmi við starfsskyldur hans en Helgi hafði verið áminntur í starfi.

„Í áminningarbréfinu kom m.a. fram að það væri niðurstaða ríkissaksóknara að með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, hafi háttsemi Helga Magnúsar utan starfs hans sem vararíkissaksóknari verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og að sú háttsemi hafi varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt, sbr. 14. og 21. gr. laga nr. 70/1996. Í bréfinu var lögð á það áhersla að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi og að honum beri því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ sagði Sigríður við Vísi í júlí en Helgi hefur ekki mætt til vinnu síðan í sumar eftir vinnuframlag hans var afþakkað.

„Að mati ríkissaksóknara hefur Helgi Magnús Gunnarsson ekki bætt ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti hefur hann enn og aftur með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi sínu sem vararíkissaksóknari, sýnt af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans,“ hélt Sigríður áfram.

Helgi hefur tilkynnt að hann muni snúa aftur til starfa á morgun og hefur Mannlíf ítrekað reynt að fá svör við ýmsum spurningum sem snúa að þeirri endurkomu frá ríkissaksóknara en þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað.

Eva segir að dómskerfið eigi við tvö alvarleg vandamál að stríða: „Lata dómara og duglega dómara“

Eva Hauksdóttir lögmaður.
Eva Hauksdóttir segir að íslenskt dómskerfi eigi við tvö alvarleg vandamál að stríða.

Lögmaðurinn Eva Hauksdóttir skrifaði færslu rétt í þessu á Facebook þar sem hún segir tvo alvarleg vandamál vera til í íslensku dómskerfi, það séu latir dómarar og aftur á móti duglegir dómarar. Útskýrir hún fyrst lötu dómarana:

„Íslenskt dómskerfi á við tvö alvarleg vandamál að stríða. Lata dómara og duglega dómara.

Lötu dómararnir nenna ekki að kynna sér gögnin heldur giska á málsatvik og dæma út frá þeim. Þeir nenna heldur ekki að kafa ofan í allar málsástæður eða rökstyðja dóma sína, heldur úthluta þeir réttlæti eftir eigin sannfæringu. Ef þeir þá nenna yfirhöfuð að hugsa.“

Eva útskýrir síðan af hverju hún segi duglega dómara vera alvarlegt vandamál:

„Duglegu dómararnir rökstyðja kannski dómana en þeir lesa ekki gögnin. Ekki af því að þeir nenni því ekki, heldur af því að þeir eru með svo mörg aukaverkefni að þeir komast ekki yfir að gera neitt almennilega.“

Dr. Margrét heldur áfram á Bifröst – Nemendafjöldi hefur þrefaldast

Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Mynd / Aldís Pálsdóttir

Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík verður áfram rektor Háskólans á Bifröst en greint er frá þessu í tilkynningu frá skólanum. Skipunartíma hennar mun nú ljúka 1. júlí 2030 en hún tók við stöðunni árið 2020.

„Háskólinn á Bifröst hefur tekið miklum breytingum undir stjórn Margrétar. Ber þar hæst fjármál háskólans en Háskólinn á Bifröst er kominn í hóp fyrirmyndarfyrirtækja Creditinfo. Þá hafa gæðamál tekið stakkaskiptum. Aðrar stórar breytingar eru meðal annars þær að ákveðið hefur verið að selja háskólasvæðið á Bifröst enda hafa náðst samningar við Húsnæðis og mannvirkjastofnun um fasteignir á svæðinu,“ segir í tilkynningunni um störf Margrétar á þeim tíma sem hún hefur verið rektor.

„Ein mesta breytingin er þó án efa sú að háskólinn ákvað að þiggja fulla opinbera fjárveitingu þannig að ekki eru lengur greidd skólagjöld við háskólann. Nemendafjöldi hefur nærri því þrefaldast við þá breytingu. Þá er háskólinn á Bifröst kominn í háskólanetið OpenEU sem felur í sér stofnun Evrópska Opna Háskólans eftir fjögur ár í samstarfi við tíu evrópska fjarkennsluháskóla,“ en Margrét er með doktorspróf í spænsku máli og bókmenntum frá Princeton University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Margrét segist þakklát fyrir það traust sem stjórnin ber til hennar og hlakkar til að takast á við verkefni komandi ára með sínu frábæra starfsfólki.

Hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar eftir aðeins tvö og hálft ár í starfi

Sigríður Ingvarsdóttir fráfarandi bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Sigríður Ingvarsdóttir hættir sem bæjarstjóri Fjallabyggðar en hún var ráðin í starfið í júlí 2022 til 2026.

Samkvæmt vef Fjallabyggðar hefur náðst samkomulag á milli Sigríðar og bæjarstjórnar um starfslok hennar sem bæjarstjóra sveitarfélagsins.

Þakkar bæjarstjórnin fráfarandi bæjarstjóra „fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins“ og óskar henni einnig velfarnaðar í framtíðinni.

Á næstu dögum hyggst bæjarstjórnin taka ákvörðun um hvernig staðið verður að ráðningu nýs bæjarstjóra.

 

Lilja afhenti verðlaun fyrir 23 rit – Árni Daníel og Kristín Svava í fyrsta flokki

Lilja Alfreðsdóttir ásamt verðlaunahöfum og stjórn.

Höfundum 23 rita voru veitt verðlaun úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar en stjórnarráðið greinir frá því í tilkynningu. En Gjöf Jóns Sigurðssonar veitir viðurkenningar fyrir rit sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum. Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur ekkju Jóns Sigurðssonar forseta, dagsett 12. desember 1879.

Að þessu sinni voru 23 rit verðlaunuð í síðstu viku þegar menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir afhenti verðlaunin.

Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi og í henni eiga nú sæti Sigrún Magnúsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Guðmundur Andri Thorsson.

Hægt að sjá lista verðlaunahafa og rita hér fyrir neðan:

Fyrsti verðlaunaflokkur
Í fyrsta flokki eru vönduð verk sem eru byggð á ítarlegum og umfangsmiklum rannsóknum á sögu og samfélagi, sem og sögu húsa, skipulagsmálum og umhverfi.
Verðlaun kr. 1.000.000

• Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi
Höfundar: Árni Daníel Júlíusson, Björgvin Sigurðsson, Guðmundur Jónsson (ritstjóri og höfundur), Ingibjörg Jónsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Óskar Guðlaugsson og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir

• Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25
Höfundur: Kristín Svava Tómasdóttir

• Jarðsetning
Höfundur: Anna María Bogadóttir

• Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi
Höfundur: Haraldur Sigurðsson

Annar verðlaunaflokkur
Í öðrum flokki eru merkar heimildir um fjölbreyttar rannsóknir um stjórnmál, trúmál, félagsmál, kvennasögu og dagbókarskrif.
Verðlaun kr. 500.000

• Á sögustöðum.
Höfundur: Helgi Þorláksson

• Bakkadrottningin Eugenia Nielsen. Daglegt líf og menning á Eyrarbakka á síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu árum þeirrar tuttugustu
Höfundur: Kristín Bragadóttir.

• Fornbátar á Íslandi. Sjómennirnir og saga þeirra.
Höfundur: Helgi Máni Sigurðsson

• Íslensk Myndlist og fólkið sem ruddi brautina.
Höfundur: Margrét Vilborg Tryggvadóttir

• Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi.
Höfundur: Ingunn Ásdísardóttir

• Listasaga leikmanns. Listaannáll 1941-1968 eftir Kristján Sigurðsson póststarfsmann í Reykjavík.
Höfundur: Aðalsteinn Ingólfsson

• Lýðræði í mótun.
Höfundur: Hrafnkell Freyr Lárusson.

• Nú blakta rauðir fánar: Saga kommúnista og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1968.
Höfundur: Skafti Ingimarsson

• Séra Friðrik og drengirnir hans. Saga æskulýðsleiðtoga.
Höfundur: Guðmundur Magnússon

• Tónar útlaganna. Þrír landflótta tónslistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf
Höfundur: Árni Heimir Ingólfsson

Þriðji verðlaunaflokkur
Í þriðja flokki eru rit sem spanna afar vítt svið rannsókna, allt frá Völuspá til ringlaðra karlmanna á 21. öldinni.
Verðlaun kr. 250.000

• Bragðarefur – Með molum úr gömlum textum sætum og súrum og beiskum.
Höfundur: Guðrún Ingólfsdóttir

• Ég er þinn elskari. Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1832
Höfundur: Erla Hulda Halldórsdóttir

• Félag unga fólksins. Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966
Höfundur: Arnþór Gunnarsson

• Jón Steingrímsson og Skaftáreldar.
Höfundur: Jón Kristinn Einarsson

• Kynlegt stríð. Ástandið í nýju ljósi.
Höfundur: Bára Baldursdóttir

• Mín eigin lög.
Höfundur: Haukur Arnþórsson

• Rætur Völuspár.
Ritstjórar: Pétur Pétursson.og Þórhallur Eyþórsson

• Sálmabækur 16.aldar, I og II.
Umsjón: Bragi Halldórsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Jón Torfason, Kristján Eiríksson og Karl Sigurbjörnsson

• Þú ringlaði karlmaður. Uppgjör við kynjakerfið.
Höfundur: Rúnar Helgi Vignisson.

Putin skorar á Vesturveldin í „21. aldar hátæknieinvígi“ þar sem Kænugarður er skotmarkið

Yars intercontinental ballistic-flugskeyti

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt því fram í árlegum maraþon blaðamannafundi sínum, sem nú stendur yfir, þar sem fólk getur hringt inn með spurningar, að loftvarnarkerfin sem nú eru notuð í Evrópu séu ófær um að stöðva flugskeyti frá Oreshnik-kerfi Rússlands, og sagði líkurnar á árangri „algjörlega engar“.

Til að bregðast við orðum vestrænna sérfræðinga sem hafa dregið í efa getu Oreshnik kerfisins lagði Pútín fram það sem hann kallaði „21. aldar hátæknieinvígi“.

„Ef vestrænir sérfræðingar telja að [unnt sé að stöðva Oreshnik], skulu þeir leggja til tæknitilraun fyrir okkur og þá sem fjármagna þá á Vesturlöndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Leyfðu þeim að velja skotmark, til dæmi í Kænugarði, einbeita öllum loft- og eldflaugavarnarkerfum sínum þangað, og við munum slá á það með Oreshnik. Þá sjáum við hvað gerist. Við erum tilbúin í slíka tilraun. Er hin hliðin tilbúin? […] Það væri áhugavert fyrir okkur. […] Gerum þessa tilraun, þetta tæknilega einvígi, og sjáum árangurinn. Ég held að það væri gagnlegt fyrir bæði okkur og Bandaríkjamenn.“

Rússneski útlagamiðillinn Meduza fjallaði um málið.

 

Dómnefnd ekki skilað inn umsögn um hæfni Brynjars

Brynjar Níelsson Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem birtist á vef þess í byrjun desember var greint frá því að skipa og setja ætti tvo einstaklinga í embætti héraðsdómara. Einn við Héraðsdóm Reykjaness og yrði sá skipaður og einn við Héraðsdóm Reykjavíkur en sá yrði settur.

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sótti um að vera settur dómari við Héraðdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson sóttist einnig eftir að vera settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur meðan Arndís Anna Kristínardóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Sindri Stephensen sóttu um bæði embættin.

Háværar sögur hafa verið á kreiki um að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar myndi reyna setja Brynjar í embættið áður en ný ríkisstjórn tæki við. Til þess að geta það þarf dómnefnd um hæfnismat að hafa skilað dómsmálaráðherra umsögn um málið en í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Mannlífs um málið hefur nefndin ekki skilað inn umsögn sinni.

Því verður það líklega valkyrjustjórnin sem mun skipa og setja í embættin.

Yfirmaður UNRWA segir heiminn „á krossgötum“ gagnvart Gaza

Philippe Lazzarini, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, hefur kallað eftir „pólitísku hugrekki til að verja og styrkja fjölþjóðakerfið og hið alþjóðlega reglubundna skipulag“.

Í grein sem hann skrifaði fyrir The Guardian sagði hann að alþjóðasamfélagið yrði að velja á milli heims „þar sem við höfum hafnað skuldbindingu okkar um að veita pólitískt svar við spurningunni um Palestínu“.

Hann kallaði þetta „dystópískan heim, þar sem Ísrael, sem hernámsveldi, ber eitt ábyrgð á íbúa á hernumdu palestínsku svæði“.

Lazzarini lagði áherslu á að í hina áttina „lægi heimur þar sem varnarliðir reglubundins skipulags halda velli og Palestínumálið er leyst með pólitískum hætti“.

„Þetta er leiðin sem alþjóðlega bandalagið fetar núna til að innleiða tveggja ríkja lausnina,“ bætti yfirmaður UNRWA við.

Lazzarini lagði einnig áherslu á að Ísraelar héldu áfram að halda því fram að „Hamas-liðar séu innan raða UNRWA, jafnvel þó að allar ásakanir sem sönnunargögn hafi verið færð fyrir hafi verið rannsakaðar ítarlega“.

 

 

Glæný dagrétting um heilsufar Karls III: „Meðferðin heldur áfram á nýju ári“

Karl III Bretlandskonungur

Krabbameinsmeðferð Karls III konungs mun halda áfram á nýju ári og hefur verið „á jákvæðri leið“, hafa heimildir hallarinnar leitt í ljós.

Heimildir sögðu eftirfarandi í samtali við Sky News: „Meðferð hans hefur verið að þróast í jákvæða átt og mun meðferðarlotan halda áfram á nýju ári.“ Buckingham höll tilkynnti að Karl hefði greinst með krabbamein í febrúar á þessu ári og að hinn 76 ára gamli konungur væri að hefja meðferð.

Heimildir hallarinnar segja nú að bjartsýni sé til staðar, sem sést í löngun konungs til að halda áfram með annasaman dagskrá, þar á meðal yfir hátíðarnar. Nánir aðstoðarmenn Karls sögðu áður að þó að hann sé ekki kominn úr hættu enn sé „mikil bjartsýni“ og að meðferðin hafi gengið betur en flestir bjuggust við.

Konungurinn tjáði sig fyrst opinberlega um að þörf væri á aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils í janúar, og í kjölfarið sýndu fjölmargir þegnar hans samúð sína.

En hann hefur vísvitandi ekki upplýst hvers konar krabbamein hann berst við til að draga ekki úr mikilvægi annars konar krabbameina. Ekki er heldur vitað hvers konar meðferð hann hefur gengist undir í reglulegum einkatímum sem hann sækir í Lundúnum.

Í mars tilkynnti Kensington-höll að prinsessan af Wales væri einnig í meðferð við krabbameini og gangist undir krabbameinslyfjameðferð sem hófst í febrúar. Katrín, sem er 42 ára, var lögð inn á sjúkrahús þann 16. janúar vegna „stórrar kviðarholsaðgerðar“, sem heppnaðist vel.

 

Ráðherrakapall valkyrjanna að taka á sig mynd – Inga verður félagsmálaráðherra

Þríeykið. Ljósmynd: Facebook

Búið að ákveða milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hversu mörg ráðherraembætti hver flokkur fær í komandi stjórn samkvæmt heimildum íslenskra fjölmiðla.

Samfylkingin er sögð fá fjögur ráðuneyti og verður Kristrún Frostadóttir þá forsætisráðherra og talið mjög líklegt að Alma Möller verði heilbrigðisráðherra. Viðreisn fær þrjú ráðuneyti og tvö af þeim eru sögð vera utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Þá mun Flokkur fólksins einnig fá þrjú embætti og nokkuð örugglega að Inga Sæland verði félagsmálaráðherra í ríkisstjórninni.

Valkyrjurnarstjórnin, eins og hún hefur verið kölluð, verður kynnt til leiks nú um helgina ef allar áætlanir flokkanna ganga eftir.

„Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær.

Grímur tekur upp hanskann fyrir transfólk: „Sprettur úr sama ranni: fáfræði og hræðslu“

Grímur Atlason

Grímur Atlason tekur upp hanskann fyrir transfólk og skýtur fast á Eld Smára Kristinsson í leiðinni.

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Grímur Atlason, blandar sér í umræðuna sem skapaðist eftir að Snorri Másson skrifaði grein þar sem hann ver tjáningarfrelsi Elds Smára Kristinssonar, formanns Samtakanna 22, sem Samtökin 78 hafa kært fyrir hatursorðræðu. Jóhannes Þór Skúlason, stjórnarmaður Samtakanna 78, skrifaði síðan grein þar sem hann svarar Snorra. Þá rökræddu þau Brynjar Níelsson og Helga Vala Helgadóttir, eiginkona Gríms, um málið í útvarpinu í gær. Sem sagt, mikið hefur verið skrifað og sagt um málið og sitt sýnist hverjum. Grímur Atlason skrifaði svo færslu á Facebook þar sem hann kemur með söguskýringu og tekur dæmi úr mannkynssögunni um ranghugmyndir sem höfðu áhrif á líf fólks á öldum áður.

„Það hefur löngum verið þannig í mannkynssögunni að fólk hefur þurft að þola það að annað fólk telji það heilagan rétt sinn að vita hvað það er að upplifa og hvað sé því fyrir bestu. Þannig hélt Andreas Vesalius, faðir nútíma líffærafræði mannsins, því fram um miðja 16. öldina að aðeins intersex konur hefðu sníp og almennt gætu konur ekki fengið fullnægingu. Skilgreining feðraveldisins þess tíma var líka að limur eða gervilimur væri forsenda kynlífs. Því var líka haldið fram að ef kynlífið átti að geta af sér dreng þá yrði karlinn að vera ofan á annars væri hætta á að barnið yrði stúlka.

Aristóteles taldi að hluti manna skorti þann hluta sálarinnar sem lyti að hæfileikanum til að taka rökréttar ákvarðanir og þess vegna væru þeir þrælar. Konur hefðu hæfileikann en skorti vald til að nota hann. Þær væru því ásamt þrælunum varanlega ófullkomnar. Þessi skoðun var megin skoðun langt inn á 20. öldina.“

Að lokum snýr Grímur sér að nútímanum og segir birtingamyndina sem nú megi sjá, spretti úr sama ranni en það sé fáfræði og hræðsla.

„Í dag er birtingarmyndin kannski önnur en sprettur úr sama ranni: fáfræði og hræðslu. Sumt fólk telur það heyra til mannréttinda sinna að fá að básúna það yfir alþjóð að hinn og þessi sé í rauninni ekki til. Hann geti ekki verið til vegna þess að kyn hans og eða kynhneigð samræmist ekki heimsmynd viðkomandi.“

Með færslunni birtir Grímur mynd af Eldi Smára og ógeðfelda færslu sem hann skrifaði árið 2022. Myndina má sjá hér:

Hér má lesa nokkur af þeim ummælum sem Eldur er kærður fyrir:

29. ágúst 2023: „Ég meina, þessi drusla! Að nota smábörn til að fullnægja augljósum afbrigðilegum kynlífsblætum í mönnum sem kallast b-a-r-n-a-g-i-r-n-d!“

2. apríl 2024: „Þessi „löngun“ er kynferðislegt blæti sem kallast „autogynephilia“ á ensku, en ég hef sjálfur íslenskað hugtakið í „kvensjálfsímyndunarblæti“. Þegar karlmenn eru farnir að nota UNGABÖRN til þess að sinna kynferðislegum pervertskap sínum, þá erum við kominn í algjöra botnleðju. Hversu djúp er hún og hversu meðvirkt er samfélagið til í að vera!?“

9. apríl 2024: „Af hverju eru Samtökin ’78 að grooma 10 ára krakka í 5.bekk? Hversu lengi ætlar fólk að vera meðvirkt?“

Skiptir Jóhönnu Guðrúnu engu máli

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Fátt er skemmtilegra en íslensk tónlist og það er vegna þess að Íslendingar eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. Eina sem er betra en íslensk tónlist er ný íslensk tónlist og hefur Mannlíf valið fimm nýleg íslensk lög sem allir þurfa að hlusta á um helgina.

Sverrir Bergmann, Jóhanna Guðrún – Skiptir engu máli
Spacebreaker – Velovcity
Per: Segulsvið – The Pelican Brief
Jonee Jonee – Hver er hvað
Anna Gréta, Sigurður Flosason – Come Rain or Come Shine





Anna er komin heim: „Þetta verða fyrstu jólin mín á Íslandi síðan 2018“

Anna Kristjáns.
Anna Kristjánsdóttir er kominn heim til Íslands en þetta er í fyrsta skipti síðan 2018 sem hún eyðir jólunum hér á landi.

Á dögunum sagði Mannlíf frá heimþrá vélstjórans og húmoristans Önnu Kristjánsdóttur en hún hefur búið á Tenerife síðastliðin fimm ár. Anna hefur allt frá því hún flutti til Paradísar, eins og hún kallar spænsku eyjuna, skrifað vinsælar dagbókarfærslur á Facebook um lífið á Tene. Í færslunni um daginn sagðist Anna vilja eyða jólunum á Íslandi og óskaði eftir heimboði. Það virðist nú hafa komið því vélstjórinn orðheppni er kominn heim.

„Dagur 1956 – Komin á Klakann.

það verða eitthvað vesældarlegar færslur hjá mér næstu tvær vikurnar enda erfitt að segja frá lífinu á Tenerife þegar ég er 4000 kílómetra í burtu.
Ferðin til Íslands gekk vel. Ég var komin á flugvöllinn þremur tímum fyrir brottför, vélin fór í loftið á réttum tíma og var nærri hálftíma á undan áætlun til keflavíkur, enda óvenjulétt, einungis 60 farþegar í henni. Þjónustan um borð var hreint afbragð og netið virkaði svona ljómandi vel mestallan tímann. Reyndar var þetta í fyrsta sem mér hefur tekist að tengjast netinu í MAX vél og að sjálfsögðu nýtti ég mér það óspart. Svo má ekki gleyma því að ég náði þessari fínu sólarlagsmynd í háloftunum og sem ég birti í gær á aðalsíðunni minni.“

Þannig hefst dagbókarfærsla Önnu en hún hafði þó yfir einu að kvarta varðandi flugið:

„Einasta kvörtunin með þessa ferð var sú útgangurinn frá færiböndunum er alveg hræðilega illa merktur, en þar er ISAVIA um að kenna auk eilífðar verkefna þeirra við skammtímastæðin utandyra. Hannes fyrrum vinnufélagi minn hjá Veitum sótti mig og skilaði alla leið heim til Guðrúnar frænku minnar sem hefur boðið mér gistingu meðan á dvöl minni stendur.“

Að lokum upplýsir hún um það hvað næstu dagar fara í hjá henni:

„Þetta verða fyrstu jólin mín á Íslandi síðan 2018 og nú fara næstu dagar í að heilsa upp á vini og ættingja. Nóg að sinni.“

Brynjar og dómarastarfið

Brynjar Níelsson er enn einn helsti aðdáandi Bjarna Benediktssonar

Reiknað er með nýrri ríkisstjórn undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur fyrir jólin. Þar með mnun starfsstjórn Bjarna Benediktssonar hverfa af sviðinu eftir að verið nokkuð athafnasöm á umdeildum sviðum. Margir hafa beðið þess með eftirvæntingu hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi skipa nýjan dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar er einn helsti gæðingur flokksins, Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, á meðal umsækjenda. Brynjar er miklum kostum búinn og víst að hann myndi sóma sér vel í dómaraskikkjunni.

Spennan er sú hvort það falli í hlut nýs dómsmálaráðherra ríkisstjórnar Kristrúnar að skipa dómarann eða hvort Guðrún Hafsteinsdóttir, settur dómsmálaráðherra, nái að ljúka málinu í hvelli með réttsýni og kalt mat að leiðarljósi …

Hópur unglinga staðinn að búðaþjófnaði – Hótelgesturinn neitaði að yfirgefa herbergið

Hálkan verður mörgum skeinuhætt. Mynd lögreglan.

Bifreið var stöðvuð. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og mun sæta viðurlögum  vegna þessa.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun. Tveir einstaklingar stöðvaðir af öryggisvörðum grunaðir um verknaðinn og var annar þeirra unglingur. Einstaklingarnir héldu sína leið eftir skýrslutöku. Þriðji búðaþjófurinn var svo seinna gripinn. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Loks var hópur af unglingum staðinn að þjófnaði úr búð. Málið var unnið með foreldrum.

Hótelgestur nokkur neitaði að yfirgefa hótel og fékk lögregluna inn á sig. Lögregla hjálpaði honum að ná áttum.

Einn einstaklingur var handtekinn, grunaður um líkamsárás. Meintur ofbeldismaður var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Önnur líkamsárás átti sér stað á skemmtistað.

Brotist var inn í fyrirtæki. Óljóst með gerendur.

Lögregla var kölluð til vegna bilveltu í hálkunni. Bifreiðin talin hafa oltið heilan hring. Ökumaður og farþegar sluppu óslasaðir.

Annað slys varð í hálkunni þar sem bifreið var ekið á ljósastaur. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabifreið á Bráðamóttöku til skoðunar. Meiðsli ekki talin alvarleg.

Bræður brenndust í gassprengingu í báti: „Eldtungan kom á móti mér“

Seyðisfjörður - Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Kase Fue

Bræður brenndust í sprengingu árið 1995 en DV fjallaði um málið á sínum tíma.

Bræðurnir Haraldur og Alfreð voru um borð í bátnum Helgu Sigmarsdóttur NS-6 en sá var tíu tonna stálbátur frá Seyðisfirði.

„Haraldur var kveikja upp í eldavélinni niðri í lúkar þegar varð allt í einu sprenging. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir ástæðu þess því það var kalt og ég hafði ekki fundið neina gaslykt. Ég var uppi í stýrishúsi og stóð við ganginn niður í lúkar og eldtungan kom á móti mér. Ég brenndist á maga, handleggjum og eitthvað í andliti en Haraldur var hins vegar niðri í lúkar og brenndist meira. Hann kom upp á móti mér og ég lagði bátnum aftur að byggju og kom okkur upp á sjúkrahús,“ sagði Alfreð Sigmarsson við DV um sprenginguna.

Alfreð var lagður inn á sjúkrahúsið á Seyðisfirði en Haraldur var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann og gekkst undir aðgerð þar. Hann var með 2. gráðu bruna á báðum höndum og andliti. Þá höfðu lungu hans skaddast sökum þess að hann andaði að sér mjög heitu lofti.

Bróðursonur Alfreðs greindi frá því að litlar skemmdir hefðu verið á bátnum og líkti ástandinu við því að einhver hafi gengið berserksgang í lúkaanum.

Harmleikur á góðgerðarsamkomu í Nígeríu – Minnst þrjátíu börn troðin til bana

Frá slysstað

Að minnsta kosti 30 börn létust í troðningi í tívolíi á gær í suðvesturhluta Nígeríu, að sögn yfirvalda.

Atvikið átti sér stað í íslamska menntaskólanum í Basorun í Lagos Oyo-fylki, . Öryggissveitir mættu á staðinn og handtóku skipuleggjendur viðburðarins, sagði ríkisstjórinn Seyi Makinde í yfirlýsingu.

„Fyrr í dag átti sér stað atvik í Islamic High School Basorun, vettvangi viðburðar sem skipulagður var fyrir fjölskyldur. Því miður hefur troðningur á vettvangi leitt til dauða og meiðsla fjölda barna. Þetta er mjög sorglegur dagur,“ sagði Makinde.

„Við samhryggjumst foreldrunum en gleði þeirra hefur skyndilega breyst í sorg vegna þessara dauðsfalla,“ bætti hann við.

Almannavarnir Nígeríu segist hafa sent lið til að aðstoða við að veita fórnarlömbunum aðstoð. Börn sem slösuðust voru flutt á sjúkrahús þar sem foreldrar voru beðnir um að kanna hvort þar leyndust týnd börn þeirra.

Myndbandsupptökur sem virðast vera frá vettvangi sýndu mikinn mannfjölda, aðallega börn horfa á þegar fjöldi barna voru flutt burt af opnu svæði. Staðbundnir fjölmiðlar tilgreindu skipuleggjendur viðburðarins sem Women In Need Of Guidance and Support Foundation, sem hélt svipaðan viðburð fyrir börn á síðasta ári.

Hópurinn var að undirbúa að hýsa allt að 5.000 ungmenni á viðburðinum í ár, að því er Oyo-útvarpsstöðin Agidigbo FM greindi frá á þriðjudag og vitnaði í skipuleggjendurna sem höfðu verið í viðtali á stöðinni. Börn „munu vinna spennandi verðlaun eins og námsstyrki og aðrar ríkulegar gjafir,“ sögðu þau.

Rannsókn hefur verið hafin á orsökum slyssins, sagði Makinde og bætti við „hver sá sem átti beinan eða óbeinan þátt í þessum hamförum verður dreginn til ábyrgðar.“

Sjá má umfjöllun Daily News um málið hér.

Neyðarstjóri UNICEF segir aðstæður barna á Gaza skelfilegar: „Þjáningin er bara óbærileg“

Börn á Gaza, slösuð á sál og líkama.

Háttsettur neyðarstjóri UNICEF á Gaza segir aðstæður barna þar „algjörlega skelfilegar“.

Al Jazeera ræddi við Hamish Young, sem er háttsettur neyðarstjóri UNICEF, sem er nú í Deir el-Balah í miðhluta Gaza.

Hann lýsir ástandi barna á umsáturs og sprengjuárásarsvæðinu sem „algjörlega skelfilegu“ og vitnaði í fjölda látinn barna á svæðinu en að minnsta kosti 17.000 hafa verið drepin frá 7. október í fyrra. Enn fleiri hafa særst og þá er þúsundum saknað.

„Að auki þjáist án efa hvert einasta barn á Gaza gríðarlega af sálrænum skaða stríðsins,“ segir Young. Hann bendir á að það sé „mjög mikilvægt“ að fólk átti sig á því að „hvert einasta barn á Gaza“ hafi misst foreldri, ömmu eða afa eða systkini „vegna þess að tölur getur orðið yfirþyrmandi“.

Bætir hann við: „Við erum orðin dofin fyrir þessum tölum, en þetta eru raunveruleg, lítil börn,“ sagði Young.

„Í síðustu viku var ég í Gaza-borg á sjúkrahúsi með ungum dreng sem heitir Osama, sem er 11 ára. Hann var úti að leika sér á ströndinni með vinum sínum, það er varla hægt að hugsa sér neitt saklausara en það, sprenging varð og hann fékk sprengjubrot í hnakkann og hann var lamaður fyrir neðan háls og á öndunarvél,“ sagði hann ennfremur og bætti að lokum við: „Þjáningin er bara óbærileg.“

Sjá má umfjöllun Al Jazeera um ástandið á Gaza hér.

 

MAST innkallar sviðasultu frá Kjarnafæði: „Getur haft áhrif á heilsu neytenda“

Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum framleiðslulotum af Lamba sviðasultu frá Kjarnafæði Norðlenska ehf. vegna gruns um að varan sé menguð af bakteríunni Listeria monocytogenes segir í tilkynningu frá MAST. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar með best fyrir 3. – 7. janúar 2025, í samráði við Matvælastofnun. Auk þess fór fyrirtækið fram á að allri sviðasultu sem seld var til heilbrigðisstofnananna í desember yrði fargað af öryggisástæðum.

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotur:

„Listeria monocytogenes getur haft áhrif á heilsu neytenda. Neytendur eru beðnir um að neyta ekki þessarar vöru og skila henni í verslanir þar sem hún var keypt og fá endurgreiðslu.“

HM hópur karla valinn – Ómar frá vegna meiðsla

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari

Tilkynnt hefur verið um hvaða leikmenn munu keppa fyrir hönd karlalandsliðs Íslands á HM en mótið fer fram í Króatíu og hefst það í janúar næstkomandi.

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur nú valið 18 manna hóp sem mun gera sitt gera sitt gera sitt besta á mótinu. Ómar Ingi Magnússon, einn besti leikmaður í sögu Íslands, mun ekki vera með liðinu vegna meiðsla en Teitur Örn Einarsson kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Ómar.

Markverðir:
Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Val
Vikt­or Gísli Hall­gríms­son, Wisla Plock

Horna­menn:
Bjarki Már Elís­son, Veszprém
Orri Freyr Þorkels­son, Sport­ing
Óðinn Þór Rík­h­arðsson, Kadetten
Sig­valdi Björn Guðjóns­son, Kolstad

Línu- og varn­ar­menn:
Arn­ar Freyr Arn­ars­son, Melsungen
Ein­ar Þor­steinn Ólafs­son, Fredericia
Elliði Snær Viðars­son, Gum­mers­bach
Ýmir Örn Gísla­son, Göpp­ingen

Skytt­ur og miðju­menn:
Aron Pálm­ars­son, Veszprém
Elv­ar Örn Jóns­son, Melsungen
Þor­steinn Leó Gunn­ars­son, Porto
Gísli Þor­geir Kristjáns­son, Mag­deburg
Hauk­ur Þrast­ar­son, Dinamo Búkarest
Jan­us Daði Smára­son, Pick Sze­ged
Teit­ur Örn Ein­ars­son, Gum­mers­bach
Viggó Kristjáns­son, Leipzig

Sigríður svarar engu um endurkomu Helga Magnúsar: „Ekki bætt ráð sitt í kjölfar áminningarinnar“

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um Helga Magnús Gunnarsson vara ríkissaksóknara.

Eins og frægt er orðið fór ríkissaksóknari fram á það að Helgi Magnús við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra yrði leystur undan störfum undan störfum en var þeirri beiðni hafnað. Taldi Sigríður að ýmis ummæli sem undirmaður hennar hafði látið falla væru ekki í samræmi við starfsskyldur hans en Helgi hafði verið áminntur í starfi.

„Í áminningarbréfinu kom m.a. fram að það væri niðurstaða ríkissaksóknara að með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, hafi háttsemi Helga Magnúsar utan starfs hans sem vararíkissaksóknari verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans og að sú háttsemi hafi varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt, sbr. 14. og 21. gr. laga nr. 70/1996. Í bréfinu var lögð á það áhersla að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi og að honum beri því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ sagði Sigríður við Vísi í júlí en Helgi hefur ekki mætt til vinnu síðan í sumar eftir vinnuframlag hans var afþakkað.

„Að mati ríkissaksóknara hefur Helgi Magnús Gunnarsson ekki bætt ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti hefur hann enn og aftur með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi sínu sem vararíkissaksóknari, sýnt af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans,“ hélt Sigríður áfram.

Helgi hefur tilkynnt að hann muni snúa aftur til starfa á morgun og hefur Mannlíf ítrekað reynt að fá svör við ýmsum spurningum sem snúa að þeirri endurkomu frá ríkissaksóknara en þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað.

Eva segir að dómskerfið eigi við tvö alvarleg vandamál að stríða: „Lata dómara og duglega dómara“

Eva Hauksdóttir lögmaður.
Eva Hauksdóttir segir að íslenskt dómskerfi eigi við tvö alvarleg vandamál að stríða.

Lögmaðurinn Eva Hauksdóttir skrifaði færslu rétt í þessu á Facebook þar sem hún segir tvo alvarleg vandamál vera til í íslensku dómskerfi, það séu latir dómarar og aftur á móti duglegir dómarar. Útskýrir hún fyrst lötu dómarana:

„Íslenskt dómskerfi á við tvö alvarleg vandamál að stríða. Lata dómara og duglega dómara.

Lötu dómararnir nenna ekki að kynna sér gögnin heldur giska á málsatvik og dæma út frá þeim. Þeir nenna heldur ekki að kafa ofan í allar málsástæður eða rökstyðja dóma sína, heldur úthluta þeir réttlæti eftir eigin sannfæringu. Ef þeir þá nenna yfirhöfuð að hugsa.“

Eva útskýrir síðan af hverju hún segi duglega dómara vera alvarlegt vandamál:

„Duglegu dómararnir rökstyðja kannski dómana en þeir lesa ekki gögnin. Ekki af því að þeir nenni því ekki, heldur af því að þeir eru með svo mörg aukaverkefni að þeir komast ekki yfir að gera neitt almennilega.“

Dr. Margrét heldur áfram á Bifröst – Nemendafjöldi hefur þrefaldast

Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Mynd / Aldís Pálsdóttir

Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík verður áfram rektor Háskólans á Bifröst en greint er frá þessu í tilkynningu frá skólanum. Skipunartíma hennar mun nú ljúka 1. júlí 2030 en hún tók við stöðunni árið 2020.

„Háskólinn á Bifröst hefur tekið miklum breytingum undir stjórn Margrétar. Ber þar hæst fjármál háskólans en Háskólinn á Bifröst er kominn í hóp fyrirmyndarfyrirtækja Creditinfo. Þá hafa gæðamál tekið stakkaskiptum. Aðrar stórar breytingar eru meðal annars þær að ákveðið hefur verið að selja háskólasvæðið á Bifröst enda hafa náðst samningar við Húsnæðis og mannvirkjastofnun um fasteignir á svæðinu,“ segir í tilkynningunni um störf Margrétar á þeim tíma sem hún hefur verið rektor.

„Ein mesta breytingin er þó án efa sú að háskólinn ákvað að þiggja fulla opinbera fjárveitingu þannig að ekki eru lengur greidd skólagjöld við háskólann. Nemendafjöldi hefur nærri því þrefaldast við þá breytingu. Þá er háskólinn á Bifröst kominn í háskólanetið OpenEU sem felur í sér stofnun Evrópska Opna Háskólans eftir fjögur ár í samstarfi við tíu evrópska fjarkennsluháskóla,“ en Margrét er með doktorspróf í spænsku máli og bókmenntum frá Princeton University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Margrét segist þakklát fyrir það traust sem stjórnin ber til hennar og hlakkar til að takast á við verkefni komandi ára með sínu frábæra starfsfólki.

Hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar eftir aðeins tvö og hálft ár í starfi

Sigríður Ingvarsdóttir fráfarandi bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Sigríður Ingvarsdóttir hættir sem bæjarstjóri Fjallabyggðar en hún var ráðin í starfið í júlí 2022 til 2026.

Samkvæmt vef Fjallabyggðar hefur náðst samkomulag á milli Sigríðar og bæjarstjórnar um starfslok hennar sem bæjarstjóra sveitarfélagsins.

Þakkar bæjarstjórnin fráfarandi bæjarstjóra „fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins“ og óskar henni einnig velfarnaðar í framtíðinni.

Á næstu dögum hyggst bæjarstjórnin taka ákvörðun um hvernig staðið verður að ráðningu nýs bæjarstjóra.

 

Lilja afhenti verðlaun fyrir 23 rit – Árni Daníel og Kristín Svava í fyrsta flokki

Lilja Alfreðsdóttir ásamt verðlaunahöfum og stjórn.

Höfundum 23 rita voru veitt verðlaun úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar en stjórnarráðið greinir frá því í tilkynningu. En Gjöf Jóns Sigurðssonar veitir viðurkenningar fyrir rit sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum. Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur ekkju Jóns Sigurðssonar forseta, dagsett 12. desember 1879.

Að þessu sinni voru 23 rit verðlaunuð í síðstu viku þegar menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir afhenti verðlaunin.

Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi og í henni eiga nú sæti Sigrún Magnúsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Guðmundur Andri Thorsson.

Hægt að sjá lista verðlaunahafa og rita hér fyrir neðan:

Fyrsti verðlaunaflokkur
Í fyrsta flokki eru vönduð verk sem eru byggð á ítarlegum og umfangsmiklum rannsóknum á sögu og samfélagi, sem og sögu húsa, skipulagsmálum og umhverfi.
Verðlaun kr. 1.000.000

• Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi
Höfundar: Árni Daníel Júlíusson, Björgvin Sigurðsson, Guðmundur Jónsson (ritstjóri og höfundur), Ingibjörg Jónsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Óskar Guðlaugsson og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir

• Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25
Höfundur: Kristín Svava Tómasdóttir

• Jarðsetning
Höfundur: Anna María Bogadóttir

• Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi
Höfundur: Haraldur Sigurðsson

Annar verðlaunaflokkur
Í öðrum flokki eru merkar heimildir um fjölbreyttar rannsóknir um stjórnmál, trúmál, félagsmál, kvennasögu og dagbókarskrif.
Verðlaun kr. 500.000

• Á sögustöðum.
Höfundur: Helgi Þorláksson

• Bakkadrottningin Eugenia Nielsen. Daglegt líf og menning á Eyrarbakka á síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu árum þeirrar tuttugustu
Höfundur: Kristín Bragadóttir.

• Fornbátar á Íslandi. Sjómennirnir og saga þeirra.
Höfundur: Helgi Máni Sigurðsson

• Íslensk Myndlist og fólkið sem ruddi brautina.
Höfundur: Margrét Vilborg Tryggvadóttir

• Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi.
Höfundur: Ingunn Ásdísardóttir

• Listasaga leikmanns. Listaannáll 1941-1968 eftir Kristján Sigurðsson póststarfsmann í Reykjavík.
Höfundur: Aðalsteinn Ingólfsson

• Lýðræði í mótun.
Höfundur: Hrafnkell Freyr Lárusson.

• Nú blakta rauðir fánar: Saga kommúnista og sósíalistahreyfingarinnar á Íslandi 1918–1968.
Höfundur: Skafti Ingimarsson

• Séra Friðrik og drengirnir hans. Saga æskulýðsleiðtoga.
Höfundur: Guðmundur Magnússon

• Tónar útlaganna. Þrír landflótta tónslistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf
Höfundur: Árni Heimir Ingólfsson

Þriðji verðlaunaflokkur
Í þriðja flokki eru rit sem spanna afar vítt svið rannsókna, allt frá Völuspá til ringlaðra karlmanna á 21. öldinni.
Verðlaun kr. 250.000

• Bragðarefur – Með molum úr gömlum textum sætum og súrum og beiskum.
Höfundur: Guðrún Ingólfsdóttir

• Ég er þinn elskari. Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825-1832
Höfundur: Erla Hulda Halldórsdóttir

• Félag unga fólksins. Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966
Höfundur: Arnþór Gunnarsson

• Jón Steingrímsson og Skaftáreldar.
Höfundur: Jón Kristinn Einarsson

• Kynlegt stríð. Ástandið í nýju ljósi.
Höfundur: Bára Baldursdóttir

• Mín eigin lög.
Höfundur: Haukur Arnþórsson

• Rætur Völuspár.
Ritstjórar: Pétur Pétursson.og Þórhallur Eyþórsson

• Sálmabækur 16.aldar, I og II.
Umsjón: Bragi Halldórsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Jón Torfason, Kristján Eiríksson og Karl Sigurbjörnsson

• Þú ringlaði karlmaður. Uppgjör við kynjakerfið.
Höfundur: Rúnar Helgi Vignisson.

Putin skorar á Vesturveldin í „21. aldar hátæknieinvígi“ þar sem Kænugarður er skotmarkið

Yars intercontinental ballistic-flugskeyti

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt því fram í árlegum maraþon blaðamannafundi sínum, sem nú stendur yfir, þar sem fólk getur hringt inn með spurningar, að loftvarnarkerfin sem nú eru notuð í Evrópu séu ófær um að stöðva flugskeyti frá Oreshnik-kerfi Rússlands, og sagði líkurnar á árangri „algjörlega engar“.

Til að bregðast við orðum vestrænna sérfræðinga sem hafa dregið í efa getu Oreshnik kerfisins lagði Pútín fram það sem hann kallaði „21. aldar hátæknieinvígi“.

„Ef vestrænir sérfræðingar telja að [unnt sé að stöðva Oreshnik], skulu þeir leggja til tæknitilraun fyrir okkur og þá sem fjármagna þá á Vesturlöndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Leyfðu þeim að velja skotmark, til dæmi í Kænugarði, einbeita öllum loft- og eldflaugavarnarkerfum sínum þangað, og við munum slá á það með Oreshnik. Þá sjáum við hvað gerist. Við erum tilbúin í slíka tilraun. Er hin hliðin tilbúin? […] Það væri áhugavert fyrir okkur. […] Gerum þessa tilraun, þetta tæknilega einvígi, og sjáum árangurinn. Ég held að það væri gagnlegt fyrir bæði okkur og Bandaríkjamenn.“

Rússneski útlagamiðillinn Meduza fjallaði um málið.

 

Raddir