Sunnudagur 22. september, 2024
11.6 C
Reykjavik

Áttatíu dauðsföll mögulega tengd fæðubótaefni

Lyfjafyrirtæki í Japan rannsakar hvort rekja megi tugi dauðsfalla til fæðubótaefnis úr framleiðslu þess.

Forstjóri sem og formaður fyrirtækisins ætla að láta af störfum vegna málsins.

Kemur fram á RÚV að japanski lyfjaframleiðandinn Kobayashi afturkallaði með öllu í mars síðastliðnum fæðubótaefni eftir að fjölmargir viðskiptavinir höfðu kvartað undan nýrnavanda.

Sögðu talsmenn fyrirtækisins að mögulega eitruð sýra hefði fundist við framleiðslu virka efnisins í pillunum í einni verksmiðju þess.

Þessi fæðubótaefnin eru gerð úr rauðum gerjuðum hrísgrjónum; niðurstöður rannsókna benda til þess að það geti lækkað kólesteról; þó hafa sömu rannsóknir varað sterklega við því að ákveðin efnasamsetning sem var til staðar gæti leitt til hættu á líffæraskaða.

Læknir einn vakti athygli á þessum mögulega vanda.

Í nýliðnum júní sögðust talsmenn Kobayashi hafa til rannsóknar áttatíu dauðsföll er mögulega mætti rekja til neyslu fæðubótaefnisins.

Einnig kemur fram að stjórnvöld í Japan gagnrýndu stjórn fyrirtækisins fyrir að tilkynna málið eigi fyrr.

Forstjóri og formaður fyrirtækisins tilkynntu í gær að þeir ætluðu að víkja úr hásætum sínum vegna málsins; þeir tilheyra báðir fjölskyldunni er stofnaði Kobayashi.

Forstjórinn Akihiro Kobayashi sagðist ætla að taka fulla ábyrgð á málinu og verður áfram hjá fyrirtækinu til þess að stýra bótaferli í tengslum við þetta hræðilega mál.

Hans Jakob er látinn

Hans Jakob Jónsson.

Hans Jakob Jónsson, leiðsögumaður og leikskáld, er látinn. Hann fæddist 7 maí 1956 og var því 68 ára þegar hann lést aðfaranótt fimmtudagsins 18 júlí.
Sonur hans, Jón Hnefill Jakobsson tilkynnti um andlát hans á Facebook.
„Pabbi var einstakur maður, húmoristi af Guðs náð, hæfileikarîkur, mikill sögumaður og þótti óendanlega vænt um börnin sín og barnabörn. Við erum ennþá að meðtaka að hann sé farinn frá okkur, og við viljum þakka öllum þeim sem hafa boðist til að vera okkur innan handar í sorgarferlinu, og því sem framundan er,“ skrifar hann.
Margir minnast Jakobs á Facebook með mikilli hlýju. Þeirra á meðal er Illugi Jökulsson rithöfundur.
„Kær og góður frændi minn, Hans Jakob sonur Svövu föðursystur minnar og Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, varð bráðkvaddur á dögunum, enn á besta aldri. Þetta er þungt högg fyrir okkur öll í fjölskyldunni því Jakob var hvers manns hugljúfi, skemmtilegur, alúðlegur og í alla staði hinn vænsti maður. En vitaskuld er höggið mest og sárast fyrir börnin hans þrjú sem lifa, en önnur dætra hans dó fyrir örfáum misserum,“ skrifar Illugi.

Kamala og Margrét hittust

Kamala Harris.

Margrét Hrafnsdóttir, fjölmiðlakona og kvikmyndaframleiðandi., hefur verið innan um þá frægu og ríku um áratugaskeið. Margrét og eiginmaður hennar, Jón Óttar Ragnarsson, hafa lengi búið í Bandaríkjunum þar sem pólitískir sviptivindar geysa þessa dagana og Joe Biden hefur ákveðið að draga sig í hlé og Kamala Harris fær sviðið.

Margrét studdi Hillary Clinton með ráðum og dáð og tók virkan þátt í baráttu hennar við Donald Trump sem reyndar lauk með ósigri Hillary.

Vísir birtir viðtal við Margréti þar sem fullyrt er að hún þekki varaforsetann sem eigi eftir að rasskella Trump í komandi kosningum. Sú framsetning Vísis að Margrét „þekki“ Kamölu er nokkuð djörf þegar litið er til þess að Margrét segist sjálf hafa hitt hana í einhverju húsi í Bel Air og kunnað ofboðslega vel við hana …

Blankur farþegi í leigubíl

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Ofbeldismaður var handtekinn og læstur inni eftir slagsmál. Grunur er uppi um að hann hafi verið með hótanir og selt fíkniefni. Allt er þetta til rannsóknar. Hann verður yfirheyrður í dag.
Tveir ökumenn voru staðnir að því að aka réttindalausir og annar undir áhrifum fíkniefna. Báðir þurfa að greiða háar sektir.
Brotist var inn í nokkrar nokkrar geymslur í fjölbýlishúsi. Óljóst með málalok.
Tveir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á ráni, vörslu fíkniefna og líkamsárás. Þá var tvennt til viðbótar handtekið vegna rannsóknar á vörslu fíkniefna.
Lögregla hafði afskipti af blönkum farþega sem gat ekki greitt fyrir þjónustu leigubifreiðar.
Þjófur var staðinn að verki í matvöruverslun. Þjólfnaðir úr verslunum eru sífellt algengari, samkvæmt bókum lögreglunnar.

Uppnám varð í flugvél Atlanta – Flugfreyjan tilkynnti að vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum

Til er staður og til er stund fyrir grín og hrekki. Það sem gengur vel ofan í einn, gæti farið ansi illa ofan í annan.

Í janúar á því herrans ári 1998, varð uppnám í flugvél Atlanta sem var á leið til Madrídar á Spáni frá Havana á Kúbu. Spænsk flugfreyja var spurð af farþega á einhverjum tímapunkti eftir að flugvélin var komin í loftið, hvar nákvæmlega vélin væri stödd. Flugfreyjan vissi það ekki en ákvað að spyrja flugstjórann um staðsetninguna. Datt honum í hug að sniðugt væri að segja brandara og sagði grunlausri flugfreyjunni að vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum alræmda. Flugfreyjan fór með þær upplýsingar aftur fram og tilkynnti í kallkerfi vélarinnar að nú væru þau í vanda stödd þar sem þau væru týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Farþegar vélarinnar komust, skiljanlega, í mikið uppnám við þessa tilkynningu en þegar flugmaðurinn, sem var Íslendingur, heyrði tilkynninguna í kallkerfinu ákvað hann að grípa í kallkerfið og róa mannskapinn og segja þeim að hann viti upp á hár hvar þau væru og að þetta hafi verið misskilningur. Atlanta flugfélagið sagði í samtali við DV að málið væri litið alvarlegum augum og að bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hefðu verið skömmuð vegna málsins en flugvélstjórinn var síðan færður til í starfi.

Hér má lesa frétt DV um málið á sínum tíma:

Uppnám í Atlantavél á leið til Madríd vegna gríns flugvélstjóra:

Erum týnd í Bermúdaþríhyrningnum – tilkynnti flugfreyjan í kallkerfið

Spænska dagblaðið E1 Mundo greindi frá því í síðustu viku að uppnám hefði orðið um borð í leiguvél flugfélagsins Atlanta. Atlantavélin flaug undir merkjum spánska flugfélagsins Iberia á milli Madríd og Havana. Atvikið átti sér stað þar sem vélin var á leið til Madrid og farþegi spurði flugfreyjuna hvar þau væru stödd. Flugfreyjan, sem er spænsk, vissi það ekki en sagðist skyldu kanna málið. Hún fór því fram í flugstjórnarklefann og spurði á móðurmáli sínu um staðsetningu. Flugvélstjórinn svaraði henni og sagði í gríni að þau væru týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Með þetta svar fór flugfreyjan aftur í vélina og þar með kárnaði gamanið. Hún fór i kallkerfi vélarinnar og tilkynnti farþegunum að illa væri komið þar sem vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Uppnám varð meðal þeirra hundraða farþega sem voru í vélinni enda augljóslega um mikinn háska að ræða. Þegar flugstjórinn, sem er íslendingur, heyrði í flugfreyjunni brá hann skjótt við og fór í kallkerfið og tilkynnti farþegum að þarna væri um mikinn misskilning að ræða og hann vissi nákvæmlega hvar vélin væri. Þannig tókst að róa farþegana með tíð og tíma. Ekki þarf að taka fram að vélin lenti heilu og höldnu á tilsettum tíma í Madríd.
Í yfirlýsingu frá flugfélaginu Atlanta er staðfest við DV að umrætt tilvik hafi átt sér stað. Þar segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hafi verið ávítuð. Þá hafi flugvélstjórinn, sem er frá Úrúgvæ, verið færður til í starfi. Þess má til gamans geta að Bermúdaþríhyrningurinn er á flugleiðinni milli Madríd og Havana

Dóri í Fjallakofanum heldur afmæli: „Gjaldþrotið hjálpaði mér“

Halldór Hreinsson. Mynd úr einkasafni.

„Fjallakofinn var stofnaður árið 2004, af Jóni Inga Sigvaldasyni og Halldór Hreinssyni tæpum tveimur árum eftir gjaldþrot Nanoq, sem var á þeim tíma ein stærsta lífstíls og útivistarverslun landsins. En eigendur Nanoq keyptu á sínum tíma rekstur Skátabúðarinnar, og innlimuðu inn í verslunina, en eftir tæp þrjú ár varð Nanoq gjaldþrota með tilheyrandi umhleypingum á markaðnum.

„Við sáum mikil tækifæri á markaðnum sem var opinn og leitandi eftir gjaldþrot NANOQ. Það má því með sanni segja að gjaldþrotið hjálpaði mér, “ segir Halldór Hreinsson, kaupmaður í Fjallakofanum, sem hann rekur í dag með fjölskyldu sinni og samstarfsfélögum, Hilmari Má Aðalsteinssyni og Jóni Heiðari Andréssyni.

Það er ekki ofsögum sagt að stigið hafi verið gæfuspor með stofnun Fjallakofans því 20 árum síðar er verslunin komin með firnasterka stöðu á markaðnum, en Fjallakofinn byrjaði starfsemi í 17 fermetra rými í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, en er nú á tæplega 1700 fermetrum í Hallarmúla 2.

talan sautján er nokkurs konar happatala

„Það má því með sanni segja að talan sautján er nokkurs konar happatala hjá okkur,“ segir Halldór sem gjarnan er kallaður Dóri í Fjallakofanum.

Halldór má segja að hafi alist upp í verslunarrekstri, þar sem hann tók fyrstu sporin í matvöruversluninni Melabúðin sem foreldrar hans áttu og ráku með mjög góðum árangri, en eftir að hafa klárað viðskiptafræðina í Háskóla Íslands, tók hann að sér verslunarstjórastöðu í Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. En fljótlega kom tilboð um að taka við rekstri Skátabúðarinnar sem hann samþykkti.
„Ég  tók við rekstri Skátabúðarinnar, sem þá var í eigu Hjálparsveitar Skáta í Reykjavik, í ársbyrjun 1987 til ársins 1998. Ég sat í stjórn Hjálparsveitarinnar og hafði lengi verið félagi HSSR og er enn,“  segir Halldór.

Fjallakofinn í Hallarmúla.

Eftir þann tíma lá leiðin inn í  Fálkann, sem þá var sterkur á þessu sviði, sérstaklega með reiðhjól á sumrin og skíði að vetri til. Þaðan fór Halldór til Útilífs sem á þessum tíma var komið í eigu Baugs. Hann stýrði Útilífi fram í lok árs 2021. Eftir að hafa farið í gegnum allar þessar verslanir í útivistargeiranum þá vildi Halldór fara eigin leið með eigið fyrirtæki og þar kom eins og áður segir gjaldþrot Nanoq til hjálpar við að fá í hendurnar vörumerki sem sköpuðu grundvöll til þess að stofna og hefja rekstur á  útivistarversluninni  Fjallakofanum sem nú 20 árum síðar er með mikið úrval af vönduðum útivistarvörum frá heimsþekktum framleiðendum s.s. Scarpa, Patagonia, Arcteryx,  Smartwool, Völkl, Dalbello, Gregory, Leatherman og fleirum.

„Skátauppeldið er oft vanmetið af þeim sem það ekki þekkja,”  segir Halldór sem er nýkominn af Landsmóti Skáta þar sem hátt í 3000 skátar skemmtu sér og sýndu enn og aftur hversu sterkir þeir eru bæði andlega, og í búnaði þegar að veðurguðirnir sendu á þá eitt versta veður sumarsins, sem þeir stóðu af sér og fóru glaðir og endurnærðir heim til síns heima, en þarna voru rúmlega 1500 erlendir skátar sem komu víða að.   

Það verður mikið um dýrðir og gleði á þessum tímamótum Fjallakofans þ.e. þegar að starfsfólk og eigendur fagna 20 ára afmæli hans núna síðustu daga júlímánaðar. Það er klárlega afmæli sem eftir verður tekið og því fær það að standa alveg fram að verslunarmannahelginni. Á þessu 20 ára afmæli verða ekki bara vegleg tilboð heldu einnig  viðburðir sem verða kynnt eins vel og hægt er á hverjum degi, og því er það hvati að fylgjast vel með á samfélagsmiðlunum og ekki síst fyrir það  að það verður skemmtilegur leikur síðustu vikuna sem allir verða að taka þátt í til þess að eiga möguleika á að vinna glæsileg verðlaun.

Hér má finna ítarlegt podcast-viðtal Mannlífs við Halldór sem tekið var á sínum tíma.

W.O.M.E.N. gagnrýnir Fjölskylduhjálpina: „Tími raunverulegra breytinga er fyrir löngu kominn“

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Stjórn W.O.M.E.N. á Íslandi gagnrýnir Fjölskylduhjálp Íslands harðlega í fréttatilkynningu vegna viðtals sem formaður samtakanna, Ásgerður Jóna Flosadóttir fór í á dögunum, þar sem hún sagðist vera með sérstaka úthlutunardag fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgang útlendinga. Stjórnin skorar á Reykjavíkurborg að draga Fjölskylduhjálpina til ábyrgðar.

W.O.M.E.N. á Íslandi, sem eru samtök kvenna af erlendum uppruna, sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem orð Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar Íslands, sem hún lét frá sér í útvarpsviðtali á dögunum, eru gagnrýnd harðlega og ali á útlendingahatri hér á landi.

Í upphafi tilkynningarinnar minna samtökin á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálpin fær á sig gagnrýni fyrir svipaða orðræðu.

„Fjölskylduhjálp Íslands hefur aftur hlotið gagnrýni fyrir að mismuna Íslendingum sem hér eru fæddir og þeim sem eru af erlendum uppruna, vegna nýlegra ráðstafanna formanns samtakanna, Ásgerðar Jónu Flosadóttur sem ákvað að skipuleggja sérstaka daga til að dreifa aðstoð eingöngu til innfæddra Íslendinga. Ákvörðunin er sögð stafa af ótta við hótanir og yfirgangs fólks af erlendum uppruna sem eru viðtakendur aðstoðar hjálparsamtakanna, en sá ótti kom berlega í ljós í nýlegu atviki þar sem tveir einstaklingar voru sagðir hafa hótað sjálfboðaliðum. Fjölskylduhjálp hefur verið gagnrýnd á svipaðan hátt síðan 2010, þar sem W.O.M.E.N. gagnrýndi tvisvar áður hér og hér, ásamt öðrum og vitnaði í þær siðferðilegu og lagalegu skyldur sem við höfum á Íslandi að koma jafnt fram við alla.“

Samtökin leggja áherslu á að stuðningur frá samtökum á borð við Fjölskylduhjálp Íslands, sé mikilvægur og þess vegna sé afar mikilvægt að tryggja öryggi og aðgengi slíkra samtaka. „Hins vegar, þó að bregðast eigi við slíkum áhyggjum, þá er fyrirhuguð lausn, að aðgreina aðstoð á grundvelli þjóðernis, aðeins til þess fallin að auka á vandamálin frekar en að leysa þau eins og þau eru sögð eiga að gera.“

Segir stjórn samtakanna ennfremur að þarna sé verið að skipta fólki í tvo aðskilda hópa, þar sem innfæddir Íslendingar séu „óógnandi“ hópurinn og Íslendingar af erlendum uppruna sá hópur sem sé ógnandi. „Þessi nálgun styrkir á áhrifaríkan hátt og viðheldur skaðlegum staðalímyndum óháð því hverju þeir í Fjölskylduhjálpinni trúa eða trúa ekki.  Þessi nálgun viðurkennir í eðli sínu þá röngu frásögn að allir af erlendum uppruna valdi vandræðum, einnig dýpkar hún hina félagslegu gjá milli innfæddra og hinna og eykur á kvíða og andúð þeirra á milli. Þetta hefur í för með sér  hættur, ekki aðeins fyrir starfsemi Fjölskylduhjálpar, heldur fyrir samfélagið í heild sinni á  tímum þar sem við erum að verða vitni að alþjóðlegum uppgangi útlendingahaturs og aukinnar þjóðernishyggju.  Í stað þess að ýta okkur lengra í sundur verða einu gagnlegu viðbrögðin til að draga úr hópspennu að afhjúpa undirliggjandi vandamál sem hindra raunverulega þáttttöku og gagnkvæman skilning.

Því næst hvetur stjórn W.O.M.E.N. Fjölskylduhjálp, í þriðja sinn, að taka gagnrýninni á stefnu sinni og „reyna að þróa árangursríkari og heildstæðari lausnir til langs tíma“. „Ef markmiðið er sannarlega að tryggja öryggi og aðgengi fyrir alla ætti ekki að vera tregða til að eiga opinskáar samræður um málefni sem tengjast kynþætti, þjóðarbroti og þjóðerni, svo framarlega sem áherslan er áfram á tiltekna hegðun frekar en á sjálfsmyndina sjálfa. Sem félagssamtök sem leggja áherslu á að styðja íbúa af fjölbreyttum uppruna, bregðumst við skyldum okkar ef við látum ótta við óþægilegar samræður hindra framfarir í átt að uppbyggilegum og sanngjörnum lausnum.“

Og áfram skorar stjórnin á Fjölskylduhjálpina: „Við skorum því á Fjölskylduhjálpina að taka þátt í erfiðum samtölum, hlusta á þá sem hafa eitthvað til málanna að leggja, leita eftir stuðningi hjá öðrum samtökum sem hafa reynslu af starfi með fólki af erlendum uppruna og grípa þessa gagnrýni sem tækifæri til að gera betur fyrir allt samfélagið sem hún þjónar.“

Þá skorar W.O.M.E.N. enn og aftur á Reykjavíkur borg að „draga Fjölskylduhjálpina til ábyrgðar og grípa til gagnsærra aðgerða til að rannsaka og bregðast við í samræmi við þær aðgerðir sem reynast vera í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkur.“

Að lokum segist stjórn W.O.M.E.N. taka málið fyrir með „varkárri von“ um að allar yfirlýsingar og skuldbindingar sem komið hafa fram hafi verið „gefnar af einlægni“. „Hins vegar, eins og við höfum áður sagt, er ekki lengur hægt að líta á margra ára endurtekin mál sem brugðist hefur verið við með ófullnægjandi hætti, sem misskilningi. Tími raunverulegra breytinga og ábyrgðar er fyrir löngu kominn.“

 

 

Guðni fær sér aldrei meira en tvö ölglös: „Þarf að vera tilbúinn ef það fer að gjósa við Grindavík“

Fráfarandi forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Ljósmynd/ skjáskot Instagram

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Reynir spyr Guðna hvað sé erfiðasta verkefnið sem hann hefur innt af hendi í þau átta ár sem hann hefur gegnt embætti forseta Íslands.

„Ég er ekki farinn ennþá á þann stað að líta mjög um öxl en ef ég horfi svona vítt yfir sviðið, þá myndi ég ekki endilega horfa á eitt atvik eða atburð eða ákvörðun frekar en eitthvað annað,“ svarar Guðni og heldur áfram: „Það sem hefur verið erfitt, en ekkert sem maður kveinkar sér undan, er bara amstur dagsins. Það er alltaf nóg að gera, eins og vera ber, og þótt að maður hafi geta tekið frí hér og leyfi þar, þá er maður alltaf á vaktinni. Maður veit það. Nú hef ég aldrei átt í erfiðleikum með áfengi til dæmis en ég fæ mér aldrei meira en eitt glas, eitt ölglas, eitt vínglas, kannski tvö, ef það er þrírétta eða hvað eina, því ég veit, eins og ég sagði í upphafi forsetatíð minnar, ég þarf að vera tilbúinn ef það verður Heklugos. Og nú hugsa ég líka „Ég þarf að vera tilbúinn ef það fer að gjósa við Grindavík“. Þannig að maður getur aldrei leyft sér að sleppa fram af sér beislinu. Maður getur aldrei leyft sér að vera ekki í standi. Og það venst. En þetta er sá þáttur starfsins sem fólk verður að gera sér grein fyrir.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Diddú finnst erfiðast að syngja yfir ungum börnum: „Því sorgin er svo áþreifanleg“

Diddú er engin venjuleg kona. Ljósmynd: Þráinn Kolbeinsson

Söngdíva Íslands, Diddú er í forsíðuviðtali í nýjasta blaði Víns og matar, sem Mannlíf gefur út. Hér má sjá brot úr viðtalinu.

Við gengum inn í eldhúsið, þar sem hún var búin að baka focaccia-brauð sem var snætt með burrata-osti og ansjósum, aspaspasta með reyktum silungi og fallegu salati með fíkjum. Inni í þessu litla, krúttlega eldhúsi var allt eins og hún – sérstakt, fullt af bókum, barnaleikföngum og týpulegum skrautmunum. Allir hlutir eiga sinn stað, en kannski ekki alltaf sama staðinn – svolítið eins og Diddú. Hún var eins og ég hafði ímyndað mér hana, nema svo miklu mannlegri, hún sýndi manninum sínum svo mikinn kærleika og henni þykir hann greinilega enn jafn fyndinn og þegar þau kynntust á jólaballi fyrir næstum 50 árum, þar sem hún settist í fangið hans og eins og hún sagði „og ég sit þar enn“, með stóra brosið sitt sem við þekkjum öll.

Ég hef fundið styrk einhvers staðar frá við söngstörf

Ég spyr hana hvað sé erfiðasta aðstaða sem hún upplifi í tónlist og þá birtist þessi engill í mannsmynd og yfirbragðið breytist og verður áþreifanlega ljúft og allar hreyfingar verða mjúkar og hún segir: „Það erfiðasta er að syngja yfir ungum börnum, því þar þarf ég að brynja mig og verða líknandi ljós í þrúgandi sorg aðstandenda og ég hef fundið fyrir handleiðslu einhvers æðri máttar og upplifað að það er unnið í gegnum sönginn hjá mér. Svo sterkt hef ég fundið fyrir því, að ég fékk sjálf gæsahúð. En svona aðstæður geta verið þrúgandi, því sorgin er svo áþreifanleg. En ég er þakklát fyrir að geta verið líknandi í þeim aðstæðum.“

Hægt er að lesa allt viðtalið hér.

Akureyrska rokkhljómsveitin Miomantis gefur út nýja plötu: „Textarnir fjalla um allskyns tjón“

Miamantos Ljósmynd: Aðsend

Föstudaginn 26. júlí gefur hljómsveitin Miomantis út plötuna TJÓN.

Í tilefni þess að rokkhljómsveitin Miomantis er að gefa út plötuna Tjón næstkomandi föstudag, heyrði Mannlíf í hljómsveitarmeðlimum bandsins en hljómsveitina skipa þeir Davíð sem bæði syngur og spilar á gítar í bandinu, Daníel, gítarleikari, Tumi, á bassa og Bjarmi sem er á trommum.

Hvaða hljómsveit er Miomantis?

Davíð: „Miomantis var stofnuð árið 2019 og byrjaði sem verkefni Davíðs í tónlistarskóla Akureyrar, en þá fékk hann Tuma með sér í lið og gáfu þeir út fyrstu EP plötuna sem er einnig titluð Miomantis, árið 2020, ásamt EP plötunni BLEAK. Seinna meir fékk hljómsveitin fyrsta gigg sitt árið 2021 á hátíðinni Mannfólkið breytist í slím, grasrótar tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert síðan 2018 á Akureyri. Miomantis spilaðir þá með örlitlu öðruvísi hljómsveitarskipan og öðrum meðlimum. Síðar meir gengur Bjarmi til liðs við hljómsveitina og gerir með þeim þriðju EP plötuna árið 2022 en hún heitir The Mantis. Ásamt þessu byrjaði Miomantis ásamt fleirum Akureyrskum hljómsveitum (Dream The Name, Ari Orrason) unnið hörðum höndum við að koma grasrótinni á Akureyri lengra með reglulegum tónleikum (Norðanrokk, Norðanrokk II og Grasrót 2024) í kring um 2022. Snemma árið 2023 tók Miomantis þá skipan og svip sem það gerir í dag, þegar Daníel gekk til liðs við hljómsveitina og þar þá næsta plata saman: TJÓN.“

Svona lítur platan út.

Hvers konar plata er TJÓN?

„TJÓN var unnin jafn mikið af öllum meðlimum hljómsveitarinnar þar sem að öll lög sem voru samin, tóku sinn svip í gegnum það að æfa og þétta og breyta lögunum á æfingarsvæði hljómsveitarinnar. Á plötunni má heyra öðruvísi stíl. Og þar sem Miomantis setur sig ekki í einhverja ákveðna tónlistar stefnu má heyra þá fara milli víða veggi rokksins; þar má nefna framsækinn málm, þunga rokk, grugg, pönk, draumkennt rokk og svo má fleira nefna. Lögin eru 12 samtals og platan hefur lausan söguþráð þar sem titillin TJÓN kemur frá því að textarnir fjalla um allskyns tjón. Þar má til dæmis nefna eiturlyfja neyslu, þunglyndi, ástarsambönd, stríðsátök og margt fleira.“

 

Egill lenti í hrakningum í Grikklandi: „And our bags are lost“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur undanfarið dvalið í Grikklandi. Sleikt þar sólina og notið lífsins í botn – enda Grikkland stórkostlegt land með ótrúlega magnaða sögu, sem Egill kann klárlega að meta.

Er hann var að búa sig til brottfarar frá Grikklandi til Íslands fóru hlutirnir ekki eins vel og hann hafði vonast eftir og miklar tafir urðu á fluginu.

Ofan í kaupið týndist farangur kappans, sem tjáir sig á ensku um málið:

„Because of the IT crash a trip home that should have taken 14 hours with very little stress became 36 more or less stressful hours. And our bags are lost.“

Tólf ára stúlka hrapaði til bana á hóteli á Spáni – Fjölskyldan svaf í næsta herbergi

Tólf ára stúlka lést er hún féll tæpa 20 metra fram af svölum á hóteli á Majorca, á meðan fjölskylda hennar svaf í næsta herbergi.

Stúlkan, sem var frá Írlandi, lést um klukkan hálf sjö í morgun, þegar hún féll fram af svölu á þriggja stjörnu fjölskylduhótelinu Club Mac í Puerto de Alcudia á norðaustur Majorca. Ættingjar hennar eru sagðir hafa verið sofandi þegar stúlkan fór út á svalir og féll. Lögreglan er að rannsaka málið.

Þrátt fyrir að sjúkraliðar og aðrir viðbragðsaðilar flýttu sér á hótelið til að bjarga stúlkunni, var hún því miður úrskurðuð látin á vettvangi. Stúlkan er sögð hafa fallið frá sjöundu hæð hótelsins áður en hún lenti á þaki veitingastaðar sem staðsettur er á jarðhæð. Lögreglan á Spáni staðfesti harmleikinn í yfirlýsingu í morgun.

Lögreglan sagði í samtali við Mirror að málið væri í rannsókn: „Verið er að rannsaka málið. Okkur barst neyðarsímtal eftir að 12 ára stúlka féll á hóteli í Alcudia (Majorca) í gærnótt. Foreldrar hennar voru sofandi. Gestur á hótelinu tilkynnti málið um morguninn þegar hann fann líkið. Í augnablikinu eru ekki fleiri opinberar upplýsingar gefnar.“

Heimildarmaður staðfesti við lögregluna að stúlkan hafi verið írsk. Búist er við að krufning verði gerð í dag en fjölskyldan hafði ætlað sér að fara aftur til Írlands í dag. Svæðisbundin neyðarsamhæfingarstöð hefur boðið fjölskyldunni áfallahjálp.

Áreiðanlegur heimildarmaður sagði eftirfarandi: „Stúlkan sem lést var eitt þriggja barna. Fjölskyldan átti að snúa aftur til Írlands í dag. Foreldrar stúlkunnar voru sofandi þegar hún féll og höfðu ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir á.“ Starfsmaður hjá Club Mac-hótelinu sagði í morgun að dvalarstaðurinn myndi ekki að tjá sig um málið.

Hinar hörmulegu fréttir koma aðeins þremur vikum eftir andlát annars Íra á Majorka, sem féll skyndilega niður á miðri götu, þar sem hann naut sumarfrís með ástvinum.

Hinn fjögurra barna faðir, Michael Grant, gæti hafa orðið fyrir árás manns á mótorhjóli sem ók á hann áður en hann féll í götuna og lést, skammt frá hinni alræmdu Punta Ballena strönd í Magaluf, að morgni þriðjudagsins 2. júlí.

 

 

Andlát: Ásdís Benediktsdóttir

Ásdís Benediktsdóttir er látin.

Hún lést þann 3. júlí síðastliðinn.

Mynd: Skjáskot.

Ásdís er kvödd með mörgum fallegum orðum; yndisleg – skemmtileg – menningarlega sinnuð – víðlesin og með opinn huga.

Blessuð sé minning Ásdísar.

 

Þetta er það sem Bashar Murad er að gera núna

Bashar Murad safnar nú fyrir fyrstu sólóplötu sinni á Karolina Fund; og setur markið á 2000 evrur; hefur þegar náð 59% af því, en 13 dagar eru eftir af söfnuninni.

Bashad Murad. Ljósmynd: Instagram-skjáskot.

Þetta kom fyrst fram á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Murad kynnir verkefnið með þessum hætti:

„I’m Bashar Murad, a Palestinian artist known for my music that challenges norms, embraces diversity, and explores the Palestinian experience from a unique lens.

I’m crowdfunding for my debut full-length English album.

This album is not just about music; it’s an exploration of my identity as a Palestinian artist traveling to „the West“.

Why This Campaign?

Over the past two years I’ve been traveling to Iceland to collaborate with the talented musician, composer, and producer Einar Stef.

One of the fruits of our labor was „Wild West“, along with 9 other tracks that need to be completed.

Hatarar sýndu hugrekki sitt í Eurovision á sínum tíma.

 

Our connection dates back to my collaboration with the band Hatari in 2019.“

Gunnar er æfur yfir afborgunum af húsnæðisláninu: „Það er einhver að taka mig í ósmurt …“

Gunnar Dan Wiium

„Í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu ári hækkuðu afborganir mínar af húsnæðisláninu um 70% prósent. Lánið hafði verið á læstum vöxtum í nokkur ár og svo bara sísona opnast hurðin inn í aðeins bitrari veruleika. Þessi hækkun hafði ekkert gríðarleg áhrif á okkur hjónin þar sem við erum bæði tvö með stöðugar tekjur og lánið þannig séð ekki hátt en maður spyr sig hvert peningurinn, mismunurinn fari?“ Þannig hefst færsla Gunnars Dan Wiium, þáttastjórnanda hlaðvarpsveitunnar Þvottahúsið, verslunarstjóra og umboðsmannsins sem birtist á Facebook í morgun.

Í færslunni fer Gunnar mikinn gagnvart kerfinu sem virðist vera hannað til þess að halda almenningi niðri. Í næstu orðum sínum segist Gunnar vera einfaldur maður en að hann viti að eitthvað er ekki að ganga upp í húsnæðismálum á Íslandi.

„Málið er að ég er bara svona einfaldur maður sem mætir með nestispakka í vinnuna og skoða aldrei launaseðla en eitt veit ég og það er að ég er að borga það sem ég hélt að væru yfirdráttarvextir af húsnæðislánunum mínum. En eins og svo oft áður þá hef ég rangt fyrir mér því dag eru yfirdráttarvextir það sem fyrr og síðar voru og eru handrukkaravextir.

Það er einhver að taka mig í ósmurt í rassgatið en ég veit bara ekki hver eða hverjir eru að því. Líklega er um hópefli að ræða, mögulegt samsæri gegn láglaunafólki og millistéttin má blæða þó svo að útrýming hennar má taka tíma, allt til 2030, en samkvæmt því sem álhattarnir segja þá mun ég ekki eiga neitt árið 2030, ekki þurfa að eiga neitt árið 2030 en ég mun vera hamingjusamur.“

Því næst talar Gunnar um bankana:
„Á meðan ég og mínir glíma við “vinalega” handrukkaravexti og 8 hundruð krónu tannkremstúbur les ég um tveggja stafa hagnaðartölur í milljörðum bankana. Bankastýran stillir sér upp fyrir myndatöku í nýjum höfuðstöðvum sem byggður er úr stuðlabergi og kristal og hún brosir sínu breiðasta yfir árangri í starfi. Það er sem hún og hennar líkir séu ofbeldismennirnir í mínu lífi og yfir velgengni sinni brosir hún í dragtinni sinni, bláu dragtinni sinni.“

Segist Gunnar þó ekki vera að ráðasta á eina ákveðna manneskju, heldur hugmyndafræði.

„Ég er ekki að ráðast neinn einstakling heldur hugmyndarfræðinni sem einstaklingurinn þjónar því fyrir ekki svo mörgum árum síðan var þetta ekki svona. Það er ekkert eðlilegt að á tíu árum er húsið mitt búið að þrefaldast í verði og fyrir mér er það alls ekkert gleðiefni.

Þegar ég tvítugur keypti ég mér einbýlishús á Grettisgötu fyrir 6.5 milljónir og ég var á þeim tíma nemi í húsasmíði og á nemalaunum og ég var einn. Ég réð við afborganir af lánum þó svo að ég þurfti að vera sparsamur.“

Gunnar segir að á þeim 28 árum sem liðið hafa, hafi fasteignaverð tuttugufaldast.

„Síðan þá, á 28 árum hefur fasteignaverð tuttugu faldast og vextir nánast þrefaldast. Launin hins vegar hafa ekki tuttugufaldast, ef svo, væri nemi í húsasmíði með 30 þúsund í tímalaun en ég get lofað ykkur því að svo er alls ekki. Í þá daga gat ungt fólk hent í útborgun á íbúð með því að leggja fyrir í nokkra mánuði eða ár. Í dag hins vegar er staðan allt önnur. Í dag tæki það einstakling ca 10 – 15 ár að leggja fyrir útborgun í 3-4 herbergja íbúð ef hann myndi setja 70 þúsund til hliðar á hverjum mánuði.“

Að lokum segir hann að kerfið sé „holótt og gallað“ og að það haldi „stéttarskiptum þrældóm“.

„Svo er það Sigga skúringarkona sem á ekki fyrir útborgun í íbúð og kemst ekki í gegnum greiðslumat fyrir húsnæðisláni en samt má hún sitja í 350 þúsund króna leigu einhverstaðar í Njarðvík undir járnhæl fasteigna mafíunar. Og talandi um greiðslumat, ég fór í greiðslumat þegar ég endurnýjaði mín lán fyrir nokkrum árum og fór í óverðtryggt en það var aldrei tekið inn í jöfnuna að afborganir myndu hækka um 70% nokkrum árum seinna á meðan launin mín hafa ekki gert það. Ef það hefði verið tekið í jöfnuna hefði ég ég aldrei farið þar í gegn svo þetta er holótt og gallað kerfi sem heldur okkur í þrældóm, stéttarskiptum þrældóm og þrælasalinn, ofbeldismaðurinn eða konan er á forsíðunni umkringd stuðlabergi og kristal og á hlaðborði hennar í dag er naut í bernes og ætli Mc Gauti skemmti ekki á fredagsbarnum með sína kúlu fyrir gigg.“

Helgi Grímsson stingur upp á samræmdu stúdentsprófi: „Þar erum við þó að ræða um fullorðið fólk“

Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavík.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur tekur undir með Kennarasambandi Íslands um að samræmd próf í grunnskóla séu varasöm en stingur upp á slíkum prófum í framhaldsskólum.

Helgi skrifaði athugasemd við frétt RÚV þar sem rætt var við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands um hugmyndir Viðskiptaráðs um að taka þurfi aftur upp samræmd próf í grunnskólum. Kennarasambandið tekur ekki undir þær hugmyndir og segja slík próf vera tímaskekkju. Í athugasemd við frétt RÚV á Facebook, segir Helgi hvað það er sem ræður mestur um námsárangur grunnskólanemenda:

„Rannsóknir sýna að það sem ræður mestu um námsárangur grunnskólanemenda er menntunarstig foreldra. Því næst hvaðan fjölskyldutekjur koma (tekjur af atvinnu/ tekjur frá hinu opinbera).“

Í næstu orðum sínum tekur Helgi undir orð Magnúar Þórs og telur varasamt að gefa einu prófi svo mikið vægi í lífi barna.

„Samræmd próf gefa skyndimynd af frammistöðu á tilteknum tíma á tilteknum degi. Það er varasamt að veita einu prófi svona mikið vægi í lífi barns og horfa framjá námsárangri og vinnu barnsins undanfarna mánuði/ misseri. Þá er ekkert að því að slembival ráði því í hvaða nemendur komist inn í hvaða framhaldsskóla ef umsóknir eru fleiri en plássin.“

Að lokum kemur Helgi með þá hugmynd að taka upp samræmd stúdentspróf.

„Nær væri síðan að taka upp umræðu um samræmd stúdentspróf. Þar erum við þó að ræða um fullorðið fólk og hverjir komast í hvaða fagnám eins og hjúkrun, læknisfræði og verkfræði. Væntanlega skipir það okkur máli sem samfélag hverjir fara í hvaða háskólanám – frekar en framhaldsskóla.

Andlát: Guðmundur Kristinn Ásgrímsson

Íslendingurinn er fannst látinn á hótelherbergi á miðvikudag í Tælandi hét Guðmundur Kristinn Ásgrímsson og var hann 54 ára gamall.

Það er DV sem greindi fyrst frá.

Segir svo frá að greint var frá nafni mannsins á vefmiðlinum ViralPress. Hafði Guðmundur  dvalið í einn mánuð á hótelinu; pantaði ávallt og borgaði fyrir einn dag í einu.

Er Guðmundur kom ekki niður í afgreiðslu á sínum venjulega tíma varð starfsfólkið óttaslegið; ákveðið var að opna herbergi hans og athuga með líðan hans.

Þá fannst Guðmundur látinn á gólfinu við hliðina á rúminu: Talið var að hann hafi verið látinn í allt að 12 klukkustundir.

Tælenskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og þar í landi var málið talið dularfullt. En engin ummerki voru um átök í herberginu.

Lögreglan ytra hefur lýst því yfir að hún telji ekki óhugsandi að of mikil áfengisneysla gæti hafa valdið andlátinu; eða þá aðrir heilbrigðistengdir þættir.

Enn þá er beðið krufningar.

Blessuð sé minning Guðmundar.

Guðlaug er goði

Guðlaug María Ólafsdóttir.

Leikkonan vinsæla, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, fer ótroðnar slóðir í lífinu. Hún á að baki fjölda leiksigra en tók síðan U-beygju. Hún starfar nú sem kúabóndi og hallar sér að ásatrú. Á dögunum var hún vígð sem goði í Ásatrúarfélaginu.

Hún segir frá lífshlaupi sínu í einlægu viðtali í Heimildinni. Þar lýsir hún þeim mikla harmi sem fylgdi því þegar hún gekk með stúlkubarn fyrir samkynhneigða vini sína. Í fyrstu hafði hún umgengnisrétt  en var svo bannað að hitta stúlkuna.

Í viðtalinu lýsir hún baráttu sinni, sorgum og sigrum af einlægni …

Innbrotsþjófur á harðahlaupum undan húsráðanda – Búðaþjófar á ferð um höfuðborgarsvæðið

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Rólegt var hjá löggreglunni í nótt og fátt um glæpi. Mest áberandi voru búðaþjófar og innbrotsþjófar að reyna að drýgja afkomu sína með gripdeildum. Einn slíkur ranglaði inn á skrifstofu verslunar. Sá var í annarlegu ástandi. Honum var vísað á dyr. Kjöraðstæður eru fyrir innbrotsþjófa nú þegar stór hluti fólks er á ferðalagi og heimili lítt varin.

Í austurborginni var lögreglu tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun. Óljóst er um lyktir þess máls.

Ökumaður bifreiðar var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum. Þá var bifreiðin óskoðuð. Lögbrjóturinn var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni. Hans bíður að greiða himinháa sekt.

Brotist var inn í heimahús í miðborginni. Málið er í rannsókn lögreglu.

Í Hafnarfirði átti sér stað þjófnaður úr  matvöruverslun. Lögreglan var kölluð til.

Ökumaður var stöðvaður í akstri á stolinni bifreið. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og óviðræðuhæfur. Bílþjófurinn var vistaður í fangageymslu þar til hann verður hæfur til að svara til saka.
Innbrotsþjófur ruddi sér leið inn á heimili í austurborginni og lenti í flasinu á húsráðanda. Innbrotsþjófurinn lagði á flótta á harðahlaupum og var horfinn sporlaust þegar lögreglu bar að garði.

Lögreglan hirti útúrdópaðan mann á förnum vegi í austurborginni. Maðurinn var nær ósjálfbjarga og vistaður í fangageymslu þar sem hann mætir nýjum degi. Annar maður í annarlegu ástandi var handtekinn á veitingastað í miðborginni. Sá fékk sér að borða á og neitað að borga. Hann var handtekinn og læstur inni í fangageymslu.

Joe Biden stígur til hliðar – Kamala Harris tekur líklega við keflinu

Hinn áttatíu og eins árs gamli Joe Biden hefur tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem frambjóðandi Demókrataflokksins til endurkjörs forseta Bandaríkjanna. Biden sigraði Donald Trump með glæsibrag fyrir tæpum fjórum árum síðan. Trump er enn að en þarf að takast á við nýjan keppinaut að þessu sinni.

Þetta hefur lengi legið í loftinu; Biden hefur verið hvattur til þess af samflokksmönnum sínum að hætta og leyfa öðrum frambjóðanda að takast á við Donald Trump í komandi forsetakosningum.

Fréttamynd aldarinnar?

Líklegt er talið að varaforsetinn Kamala Harris taki við keflinu af Biden, en það er þó ekki komið á hreint á þessari stundu.

Kamala Harris.

Hrakandi heilsufar Biden hefur valdið mörgum áhyggjum og frammistaða hans gegn Trump í kappræðum þótti afar slæm og margir sögðu að greinilegt væri að Biden væri engan veginn í stakk búinn til að halda áfram baráttunni.

Þegar Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hvatti Biden til að draga sig í hlé var nokkuð ljóst í hvað stefndi, en Biden og Obama eru miklir mátar enda var Biden varaforseti Obama í átta ár.

 

Áttatíu dauðsföll mögulega tengd fæðubótaefni

Lyfjafyrirtæki í Japan rannsakar hvort rekja megi tugi dauðsfalla til fæðubótaefnis úr framleiðslu þess.

Forstjóri sem og formaður fyrirtækisins ætla að láta af störfum vegna málsins.

Kemur fram á RÚV að japanski lyfjaframleiðandinn Kobayashi afturkallaði með öllu í mars síðastliðnum fæðubótaefni eftir að fjölmargir viðskiptavinir höfðu kvartað undan nýrnavanda.

Sögðu talsmenn fyrirtækisins að mögulega eitruð sýra hefði fundist við framleiðslu virka efnisins í pillunum í einni verksmiðju þess.

Þessi fæðubótaefnin eru gerð úr rauðum gerjuðum hrísgrjónum; niðurstöður rannsókna benda til þess að það geti lækkað kólesteról; þó hafa sömu rannsóknir varað sterklega við því að ákveðin efnasamsetning sem var til staðar gæti leitt til hættu á líffæraskaða.

Læknir einn vakti athygli á þessum mögulega vanda.

Í nýliðnum júní sögðust talsmenn Kobayashi hafa til rannsóknar áttatíu dauðsföll er mögulega mætti rekja til neyslu fæðubótaefnisins.

Einnig kemur fram að stjórnvöld í Japan gagnrýndu stjórn fyrirtækisins fyrir að tilkynna málið eigi fyrr.

Forstjóri og formaður fyrirtækisins tilkynntu í gær að þeir ætluðu að víkja úr hásætum sínum vegna málsins; þeir tilheyra báðir fjölskyldunni er stofnaði Kobayashi.

Forstjórinn Akihiro Kobayashi sagðist ætla að taka fulla ábyrgð á málinu og verður áfram hjá fyrirtækinu til þess að stýra bótaferli í tengslum við þetta hræðilega mál.

Hans Jakob er látinn

Hans Jakob Jónsson.

Hans Jakob Jónsson, leiðsögumaður og leikskáld, er látinn. Hann fæddist 7 maí 1956 og var því 68 ára þegar hann lést aðfaranótt fimmtudagsins 18 júlí.
Sonur hans, Jón Hnefill Jakobsson tilkynnti um andlát hans á Facebook.
„Pabbi var einstakur maður, húmoristi af Guðs náð, hæfileikarîkur, mikill sögumaður og þótti óendanlega vænt um börnin sín og barnabörn. Við erum ennþá að meðtaka að hann sé farinn frá okkur, og við viljum þakka öllum þeim sem hafa boðist til að vera okkur innan handar í sorgarferlinu, og því sem framundan er,“ skrifar hann.
Margir minnast Jakobs á Facebook með mikilli hlýju. Þeirra á meðal er Illugi Jökulsson rithöfundur.
„Kær og góður frændi minn, Hans Jakob sonur Svövu föðursystur minnar og Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, varð bráðkvaddur á dögunum, enn á besta aldri. Þetta er þungt högg fyrir okkur öll í fjölskyldunni því Jakob var hvers manns hugljúfi, skemmtilegur, alúðlegur og í alla staði hinn vænsti maður. En vitaskuld er höggið mest og sárast fyrir börnin hans þrjú sem lifa, en önnur dætra hans dó fyrir örfáum misserum,“ skrifar Illugi.

Kamala og Margrét hittust

Kamala Harris.

Margrét Hrafnsdóttir, fjölmiðlakona og kvikmyndaframleiðandi., hefur verið innan um þá frægu og ríku um áratugaskeið. Margrét og eiginmaður hennar, Jón Óttar Ragnarsson, hafa lengi búið í Bandaríkjunum þar sem pólitískir sviptivindar geysa þessa dagana og Joe Biden hefur ákveðið að draga sig í hlé og Kamala Harris fær sviðið.

Margrét studdi Hillary Clinton með ráðum og dáð og tók virkan þátt í baráttu hennar við Donald Trump sem reyndar lauk með ósigri Hillary.

Vísir birtir viðtal við Margréti þar sem fullyrt er að hún þekki varaforsetann sem eigi eftir að rasskella Trump í komandi kosningum. Sú framsetning Vísis að Margrét „þekki“ Kamölu er nokkuð djörf þegar litið er til þess að Margrét segist sjálf hafa hitt hana í einhverju húsi í Bel Air og kunnað ofboðslega vel við hana …

Blankur farþegi í leigubíl

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Ofbeldismaður var handtekinn og læstur inni eftir slagsmál. Grunur er uppi um að hann hafi verið með hótanir og selt fíkniefni. Allt er þetta til rannsóknar. Hann verður yfirheyrður í dag.
Tveir ökumenn voru staðnir að því að aka réttindalausir og annar undir áhrifum fíkniefna. Báðir þurfa að greiða háar sektir.
Brotist var inn í nokkrar nokkrar geymslur í fjölbýlishúsi. Óljóst með málalok.
Tveir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á ráni, vörslu fíkniefna og líkamsárás. Þá var tvennt til viðbótar handtekið vegna rannsóknar á vörslu fíkniefna.
Lögregla hafði afskipti af blönkum farþega sem gat ekki greitt fyrir þjónustu leigubifreiðar.
Þjófur var staðinn að verki í matvöruverslun. Þjólfnaðir úr verslunum eru sífellt algengari, samkvæmt bókum lögreglunnar.

Uppnám varð í flugvél Atlanta – Flugfreyjan tilkynnti að vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum

Til er staður og til er stund fyrir grín og hrekki. Það sem gengur vel ofan í einn, gæti farið ansi illa ofan í annan.

Í janúar á því herrans ári 1998, varð uppnám í flugvél Atlanta sem var á leið til Madrídar á Spáni frá Havana á Kúbu. Spænsk flugfreyja var spurð af farþega á einhverjum tímapunkti eftir að flugvélin var komin í loftið, hvar nákvæmlega vélin væri stödd. Flugfreyjan vissi það ekki en ákvað að spyrja flugstjórann um staðsetninguna. Datt honum í hug að sniðugt væri að segja brandara og sagði grunlausri flugfreyjunni að vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum alræmda. Flugfreyjan fór með þær upplýsingar aftur fram og tilkynnti í kallkerfi vélarinnar að nú væru þau í vanda stödd þar sem þau væru týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Farþegar vélarinnar komust, skiljanlega, í mikið uppnám við þessa tilkynningu en þegar flugmaðurinn, sem var Íslendingur, heyrði tilkynninguna í kallkerfinu ákvað hann að grípa í kallkerfið og róa mannskapinn og segja þeim að hann viti upp á hár hvar þau væru og að þetta hafi verið misskilningur. Atlanta flugfélagið sagði í samtali við DV að málið væri litið alvarlegum augum og að bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hefðu verið skömmuð vegna málsins en flugvélstjórinn var síðan færður til í starfi.

Hér má lesa frétt DV um málið á sínum tíma:

Uppnám í Atlantavél á leið til Madríd vegna gríns flugvélstjóra:

Erum týnd í Bermúdaþríhyrningnum – tilkynnti flugfreyjan í kallkerfið

Spænska dagblaðið E1 Mundo greindi frá því í síðustu viku að uppnám hefði orðið um borð í leiguvél flugfélagsins Atlanta. Atlantavélin flaug undir merkjum spánska flugfélagsins Iberia á milli Madríd og Havana. Atvikið átti sér stað þar sem vélin var á leið til Madrid og farþegi spurði flugfreyjuna hvar þau væru stödd. Flugfreyjan, sem er spænsk, vissi það ekki en sagðist skyldu kanna málið. Hún fór því fram í flugstjórnarklefann og spurði á móðurmáli sínu um staðsetningu. Flugvélstjórinn svaraði henni og sagði í gríni að þau væru týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Með þetta svar fór flugfreyjan aftur í vélina og þar með kárnaði gamanið. Hún fór i kallkerfi vélarinnar og tilkynnti farþegunum að illa væri komið þar sem vélin væri týnd í Bermúdaþríhyrningnum. Uppnám varð meðal þeirra hundraða farþega sem voru í vélinni enda augljóslega um mikinn háska að ræða. Þegar flugstjórinn, sem er íslendingur, heyrði í flugfreyjunni brá hann skjótt við og fór í kallkerfið og tilkynnti farþegum að þarna væri um mikinn misskilning að ræða og hann vissi nákvæmlega hvar vélin væri. Þannig tókst að róa farþegana með tíð og tíma. Ekki þarf að taka fram að vélin lenti heilu og höldnu á tilsettum tíma í Madríd.
Í yfirlýsingu frá flugfélaginu Atlanta er staðfest við DV að umrætt tilvik hafi átt sér stað. Þar segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hafi verið ávítuð. Þá hafi flugvélstjórinn, sem er frá Úrúgvæ, verið færður til í starfi. Þess má til gamans geta að Bermúdaþríhyrningurinn er á flugleiðinni milli Madríd og Havana

Dóri í Fjallakofanum heldur afmæli: „Gjaldþrotið hjálpaði mér“

Halldór Hreinsson. Mynd úr einkasafni.

„Fjallakofinn var stofnaður árið 2004, af Jóni Inga Sigvaldasyni og Halldór Hreinssyni tæpum tveimur árum eftir gjaldþrot Nanoq, sem var á þeim tíma ein stærsta lífstíls og útivistarverslun landsins. En eigendur Nanoq keyptu á sínum tíma rekstur Skátabúðarinnar, og innlimuðu inn í verslunina, en eftir tæp þrjú ár varð Nanoq gjaldþrota með tilheyrandi umhleypingum á markaðnum.

„Við sáum mikil tækifæri á markaðnum sem var opinn og leitandi eftir gjaldþrot NANOQ. Það má því með sanni segja að gjaldþrotið hjálpaði mér, “ segir Halldór Hreinsson, kaupmaður í Fjallakofanum, sem hann rekur í dag með fjölskyldu sinni og samstarfsfélögum, Hilmari Má Aðalsteinssyni og Jóni Heiðari Andréssyni.

Það er ekki ofsögum sagt að stigið hafi verið gæfuspor með stofnun Fjallakofans því 20 árum síðar er verslunin komin með firnasterka stöðu á markaðnum, en Fjallakofinn byrjaði starfsemi í 17 fermetra rými í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, en er nú á tæplega 1700 fermetrum í Hallarmúla 2.

talan sautján er nokkurs konar happatala

„Það má því með sanni segja að talan sautján er nokkurs konar happatala hjá okkur,“ segir Halldór sem gjarnan er kallaður Dóri í Fjallakofanum.

Halldór má segja að hafi alist upp í verslunarrekstri, þar sem hann tók fyrstu sporin í matvöruversluninni Melabúðin sem foreldrar hans áttu og ráku með mjög góðum árangri, en eftir að hafa klárað viðskiptafræðina í Háskóla Íslands, tók hann að sér verslunarstjórastöðu í Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. En fljótlega kom tilboð um að taka við rekstri Skátabúðarinnar sem hann samþykkti.
„Ég  tók við rekstri Skátabúðarinnar, sem þá var í eigu Hjálparsveitar Skáta í Reykjavik, í ársbyrjun 1987 til ársins 1998. Ég sat í stjórn Hjálparsveitarinnar og hafði lengi verið félagi HSSR og er enn,“  segir Halldór.

Fjallakofinn í Hallarmúla.

Eftir þann tíma lá leiðin inn í  Fálkann, sem þá var sterkur á þessu sviði, sérstaklega með reiðhjól á sumrin og skíði að vetri til. Þaðan fór Halldór til Útilífs sem á þessum tíma var komið í eigu Baugs. Hann stýrði Útilífi fram í lok árs 2021. Eftir að hafa farið í gegnum allar þessar verslanir í útivistargeiranum þá vildi Halldór fara eigin leið með eigið fyrirtæki og þar kom eins og áður segir gjaldþrot Nanoq til hjálpar við að fá í hendurnar vörumerki sem sköpuðu grundvöll til þess að stofna og hefja rekstur á  útivistarversluninni  Fjallakofanum sem nú 20 árum síðar er með mikið úrval af vönduðum útivistarvörum frá heimsþekktum framleiðendum s.s. Scarpa, Patagonia, Arcteryx,  Smartwool, Völkl, Dalbello, Gregory, Leatherman og fleirum.

„Skátauppeldið er oft vanmetið af þeim sem það ekki þekkja,”  segir Halldór sem er nýkominn af Landsmóti Skáta þar sem hátt í 3000 skátar skemmtu sér og sýndu enn og aftur hversu sterkir þeir eru bæði andlega, og í búnaði þegar að veðurguðirnir sendu á þá eitt versta veður sumarsins, sem þeir stóðu af sér og fóru glaðir og endurnærðir heim til síns heima, en þarna voru rúmlega 1500 erlendir skátar sem komu víða að.   

Það verður mikið um dýrðir og gleði á þessum tímamótum Fjallakofans þ.e. þegar að starfsfólk og eigendur fagna 20 ára afmæli hans núna síðustu daga júlímánaðar. Það er klárlega afmæli sem eftir verður tekið og því fær það að standa alveg fram að verslunarmannahelginni. Á þessu 20 ára afmæli verða ekki bara vegleg tilboð heldu einnig  viðburðir sem verða kynnt eins vel og hægt er á hverjum degi, og því er það hvati að fylgjast vel með á samfélagsmiðlunum og ekki síst fyrir það  að það verður skemmtilegur leikur síðustu vikuna sem allir verða að taka þátt í til þess að eiga möguleika á að vinna glæsileg verðlaun.

Hér má finna ítarlegt podcast-viðtal Mannlífs við Halldór sem tekið var á sínum tíma.

W.O.M.E.N. gagnrýnir Fjölskylduhjálpina: „Tími raunverulegra breytinga er fyrir löngu kominn“

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Stjórn W.O.M.E.N. á Íslandi gagnrýnir Fjölskylduhjálp Íslands harðlega í fréttatilkynningu vegna viðtals sem formaður samtakanna, Ásgerður Jóna Flosadóttir fór í á dögunum, þar sem hún sagðist vera með sérstaka úthlutunardag fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgang útlendinga. Stjórnin skorar á Reykjavíkurborg að draga Fjölskylduhjálpina til ábyrgðar.

W.O.M.E.N. á Íslandi, sem eru samtök kvenna af erlendum uppruna, sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem orð Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar Íslands, sem hún lét frá sér í útvarpsviðtali á dögunum, eru gagnrýnd harðlega og ali á útlendingahatri hér á landi.

Í upphafi tilkynningarinnar minna samtökin á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálpin fær á sig gagnrýni fyrir svipaða orðræðu.

„Fjölskylduhjálp Íslands hefur aftur hlotið gagnrýni fyrir að mismuna Íslendingum sem hér eru fæddir og þeim sem eru af erlendum uppruna, vegna nýlegra ráðstafanna formanns samtakanna, Ásgerðar Jónu Flosadóttur sem ákvað að skipuleggja sérstaka daga til að dreifa aðstoð eingöngu til innfæddra Íslendinga. Ákvörðunin er sögð stafa af ótta við hótanir og yfirgangs fólks af erlendum uppruna sem eru viðtakendur aðstoðar hjálparsamtakanna, en sá ótti kom berlega í ljós í nýlegu atviki þar sem tveir einstaklingar voru sagðir hafa hótað sjálfboðaliðum. Fjölskylduhjálp hefur verið gagnrýnd á svipaðan hátt síðan 2010, þar sem W.O.M.E.N. gagnrýndi tvisvar áður hér og hér, ásamt öðrum og vitnaði í þær siðferðilegu og lagalegu skyldur sem við höfum á Íslandi að koma jafnt fram við alla.“

Samtökin leggja áherslu á að stuðningur frá samtökum á borð við Fjölskylduhjálp Íslands, sé mikilvægur og þess vegna sé afar mikilvægt að tryggja öryggi og aðgengi slíkra samtaka. „Hins vegar, þó að bregðast eigi við slíkum áhyggjum, þá er fyrirhuguð lausn, að aðgreina aðstoð á grundvelli þjóðernis, aðeins til þess fallin að auka á vandamálin frekar en að leysa þau eins og þau eru sögð eiga að gera.“

Segir stjórn samtakanna ennfremur að þarna sé verið að skipta fólki í tvo aðskilda hópa, þar sem innfæddir Íslendingar séu „óógnandi“ hópurinn og Íslendingar af erlendum uppruna sá hópur sem sé ógnandi. „Þessi nálgun styrkir á áhrifaríkan hátt og viðheldur skaðlegum staðalímyndum óháð því hverju þeir í Fjölskylduhjálpinni trúa eða trúa ekki.  Þessi nálgun viðurkennir í eðli sínu þá röngu frásögn að allir af erlendum uppruna valdi vandræðum, einnig dýpkar hún hina félagslegu gjá milli innfæddra og hinna og eykur á kvíða og andúð þeirra á milli. Þetta hefur í för með sér  hættur, ekki aðeins fyrir starfsemi Fjölskylduhjálpar, heldur fyrir samfélagið í heild sinni á  tímum þar sem við erum að verða vitni að alþjóðlegum uppgangi útlendingahaturs og aukinnar þjóðernishyggju.  Í stað þess að ýta okkur lengra í sundur verða einu gagnlegu viðbrögðin til að draga úr hópspennu að afhjúpa undirliggjandi vandamál sem hindra raunverulega þáttttöku og gagnkvæman skilning.

Því næst hvetur stjórn W.O.M.E.N. Fjölskylduhjálp, í þriðja sinn, að taka gagnrýninni á stefnu sinni og „reyna að þróa árangursríkari og heildstæðari lausnir til langs tíma“. „Ef markmiðið er sannarlega að tryggja öryggi og aðgengi fyrir alla ætti ekki að vera tregða til að eiga opinskáar samræður um málefni sem tengjast kynþætti, þjóðarbroti og þjóðerni, svo framarlega sem áherslan er áfram á tiltekna hegðun frekar en á sjálfsmyndina sjálfa. Sem félagssamtök sem leggja áherslu á að styðja íbúa af fjölbreyttum uppruna, bregðumst við skyldum okkar ef við látum ótta við óþægilegar samræður hindra framfarir í átt að uppbyggilegum og sanngjörnum lausnum.“

Og áfram skorar stjórnin á Fjölskylduhjálpina: „Við skorum því á Fjölskylduhjálpina að taka þátt í erfiðum samtölum, hlusta á þá sem hafa eitthvað til málanna að leggja, leita eftir stuðningi hjá öðrum samtökum sem hafa reynslu af starfi með fólki af erlendum uppruna og grípa þessa gagnrýni sem tækifæri til að gera betur fyrir allt samfélagið sem hún þjónar.“

Þá skorar W.O.M.E.N. enn og aftur á Reykjavíkur borg að „draga Fjölskylduhjálpina til ábyrgðar og grípa til gagnsærra aðgerða til að rannsaka og bregðast við í samræmi við þær aðgerðir sem reynast vera í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkur.“

Að lokum segist stjórn W.O.M.E.N. taka málið fyrir með „varkárri von“ um að allar yfirlýsingar og skuldbindingar sem komið hafa fram hafi verið „gefnar af einlægni“. „Hins vegar, eins og við höfum áður sagt, er ekki lengur hægt að líta á margra ára endurtekin mál sem brugðist hefur verið við með ófullnægjandi hætti, sem misskilningi. Tími raunverulegra breytinga og ábyrgðar er fyrir löngu kominn.“

 

 

Guðni fær sér aldrei meira en tvö ölglös: „Þarf að vera tilbúinn ef það fer að gjósa við Grindavík“

Fráfarandi forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Ljósmynd/ skjáskot Instagram

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Reynir spyr Guðna hvað sé erfiðasta verkefnið sem hann hefur innt af hendi í þau átta ár sem hann hefur gegnt embætti forseta Íslands.

„Ég er ekki farinn ennþá á þann stað að líta mjög um öxl en ef ég horfi svona vítt yfir sviðið, þá myndi ég ekki endilega horfa á eitt atvik eða atburð eða ákvörðun frekar en eitthvað annað,“ svarar Guðni og heldur áfram: „Það sem hefur verið erfitt, en ekkert sem maður kveinkar sér undan, er bara amstur dagsins. Það er alltaf nóg að gera, eins og vera ber, og þótt að maður hafi geta tekið frí hér og leyfi þar, þá er maður alltaf á vaktinni. Maður veit það. Nú hef ég aldrei átt í erfiðleikum með áfengi til dæmis en ég fæ mér aldrei meira en eitt glas, eitt ölglas, eitt vínglas, kannski tvö, ef það er þrírétta eða hvað eina, því ég veit, eins og ég sagði í upphafi forsetatíð minnar, ég þarf að vera tilbúinn ef það verður Heklugos. Og nú hugsa ég líka „Ég þarf að vera tilbúinn ef það fer að gjósa við Grindavík“. Þannig að maður getur aldrei leyft sér að sleppa fram af sér beislinu. Maður getur aldrei leyft sér að vera ekki í standi. Og það venst. En þetta er sá þáttur starfsins sem fólk verður að gera sér grein fyrir.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Diddú finnst erfiðast að syngja yfir ungum börnum: „Því sorgin er svo áþreifanleg“

Diddú er engin venjuleg kona. Ljósmynd: Þráinn Kolbeinsson

Söngdíva Íslands, Diddú er í forsíðuviðtali í nýjasta blaði Víns og matar, sem Mannlíf gefur út. Hér má sjá brot úr viðtalinu.

Við gengum inn í eldhúsið, þar sem hún var búin að baka focaccia-brauð sem var snætt með burrata-osti og ansjósum, aspaspasta með reyktum silungi og fallegu salati með fíkjum. Inni í þessu litla, krúttlega eldhúsi var allt eins og hún – sérstakt, fullt af bókum, barnaleikföngum og týpulegum skrautmunum. Allir hlutir eiga sinn stað, en kannski ekki alltaf sama staðinn – svolítið eins og Diddú. Hún var eins og ég hafði ímyndað mér hana, nema svo miklu mannlegri, hún sýndi manninum sínum svo mikinn kærleika og henni þykir hann greinilega enn jafn fyndinn og þegar þau kynntust á jólaballi fyrir næstum 50 árum, þar sem hún settist í fangið hans og eins og hún sagði „og ég sit þar enn“, með stóra brosið sitt sem við þekkjum öll.

Ég hef fundið styrk einhvers staðar frá við söngstörf

Ég spyr hana hvað sé erfiðasta aðstaða sem hún upplifi í tónlist og þá birtist þessi engill í mannsmynd og yfirbragðið breytist og verður áþreifanlega ljúft og allar hreyfingar verða mjúkar og hún segir: „Það erfiðasta er að syngja yfir ungum börnum, því þar þarf ég að brynja mig og verða líknandi ljós í þrúgandi sorg aðstandenda og ég hef fundið fyrir handleiðslu einhvers æðri máttar og upplifað að það er unnið í gegnum sönginn hjá mér. Svo sterkt hef ég fundið fyrir því, að ég fékk sjálf gæsahúð. En svona aðstæður geta verið þrúgandi, því sorgin er svo áþreifanleg. En ég er þakklát fyrir að geta verið líknandi í þeim aðstæðum.“

Hægt er að lesa allt viðtalið hér.

Akureyrska rokkhljómsveitin Miomantis gefur út nýja plötu: „Textarnir fjalla um allskyns tjón“

Miamantos Ljósmynd: Aðsend

Föstudaginn 26. júlí gefur hljómsveitin Miomantis út plötuna TJÓN.

Í tilefni þess að rokkhljómsveitin Miomantis er að gefa út plötuna Tjón næstkomandi föstudag, heyrði Mannlíf í hljómsveitarmeðlimum bandsins en hljómsveitina skipa þeir Davíð sem bæði syngur og spilar á gítar í bandinu, Daníel, gítarleikari, Tumi, á bassa og Bjarmi sem er á trommum.

Hvaða hljómsveit er Miomantis?

Davíð: „Miomantis var stofnuð árið 2019 og byrjaði sem verkefni Davíðs í tónlistarskóla Akureyrar, en þá fékk hann Tuma með sér í lið og gáfu þeir út fyrstu EP plötuna sem er einnig titluð Miomantis, árið 2020, ásamt EP plötunni BLEAK. Seinna meir fékk hljómsveitin fyrsta gigg sitt árið 2021 á hátíðinni Mannfólkið breytist í slím, grasrótar tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert síðan 2018 á Akureyri. Miomantis spilaðir þá með örlitlu öðruvísi hljómsveitarskipan og öðrum meðlimum. Síðar meir gengur Bjarmi til liðs við hljómsveitina og gerir með þeim þriðju EP plötuna árið 2022 en hún heitir The Mantis. Ásamt þessu byrjaði Miomantis ásamt fleirum Akureyrskum hljómsveitum (Dream The Name, Ari Orrason) unnið hörðum höndum við að koma grasrótinni á Akureyri lengra með reglulegum tónleikum (Norðanrokk, Norðanrokk II og Grasrót 2024) í kring um 2022. Snemma árið 2023 tók Miomantis þá skipan og svip sem það gerir í dag, þegar Daníel gekk til liðs við hljómsveitina og þar þá næsta plata saman: TJÓN.“

Svona lítur platan út.

Hvers konar plata er TJÓN?

„TJÓN var unnin jafn mikið af öllum meðlimum hljómsveitarinnar þar sem að öll lög sem voru samin, tóku sinn svip í gegnum það að æfa og þétta og breyta lögunum á æfingarsvæði hljómsveitarinnar. Á plötunni má heyra öðruvísi stíl. Og þar sem Miomantis setur sig ekki í einhverja ákveðna tónlistar stefnu má heyra þá fara milli víða veggi rokksins; þar má nefna framsækinn málm, þunga rokk, grugg, pönk, draumkennt rokk og svo má fleira nefna. Lögin eru 12 samtals og platan hefur lausan söguþráð þar sem titillin TJÓN kemur frá því að textarnir fjalla um allskyns tjón. Þar má til dæmis nefna eiturlyfja neyslu, þunglyndi, ástarsambönd, stríðsátök og margt fleira.“

 

Egill lenti í hrakningum í Grikklandi: „And our bags are lost“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur undanfarið dvalið í Grikklandi. Sleikt þar sólina og notið lífsins í botn – enda Grikkland stórkostlegt land með ótrúlega magnaða sögu, sem Egill kann klárlega að meta.

Er hann var að búa sig til brottfarar frá Grikklandi til Íslands fóru hlutirnir ekki eins vel og hann hafði vonast eftir og miklar tafir urðu á fluginu.

Ofan í kaupið týndist farangur kappans, sem tjáir sig á ensku um málið:

„Because of the IT crash a trip home that should have taken 14 hours with very little stress became 36 more or less stressful hours. And our bags are lost.“

Tólf ára stúlka hrapaði til bana á hóteli á Spáni – Fjölskyldan svaf í næsta herbergi

Tólf ára stúlka lést er hún féll tæpa 20 metra fram af svölum á hóteli á Majorca, á meðan fjölskylda hennar svaf í næsta herbergi.

Stúlkan, sem var frá Írlandi, lést um klukkan hálf sjö í morgun, þegar hún féll fram af svölu á þriggja stjörnu fjölskylduhótelinu Club Mac í Puerto de Alcudia á norðaustur Majorca. Ættingjar hennar eru sagðir hafa verið sofandi þegar stúlkan fór út á svalir og féll. Lögreglan er að rannsaka málið.

Þrátt fyrir að sjúkraliðar og aðrir viðbragðsaðilar flýttu sér á hótelið til að bjarga stúlkunni, var hún því miður úrskurðuð látin á vettvangi. Stúlkan er sögð hafa fallið frá sjöundu hæð hótelsins áður en hún lenti á þaki veitingastaðar sem staðsettur er á jarðhæð. Lögreglan á Spáni staðfesti harmleikinn í yfirlýsingu í morgun.

Lögreglan sagði í samtali við Mirror að málið væri í rannsókn: „Verið er að rannsaka málið. Okkur barst neyðarsímtal eftir að 12 ára stúlka féll á hóteli í Alcudia (Majorca) í gærnótt. Foreldrar hennar voru sofandi. Gestur á hótelinu tilkynnti málið um morguninn þegar hann fann líkið. Í augnablikinu eru ekki fleiri opinberar upplýsingar gefnar.“

Heimildarmaður staðfesti við lögregluna að stúlkan hafi verið írsk. Búist er við að krufning verði gerð í dag en fjölskyldan hafði ætlað sér að fara aftur til Írlands í dag. Svæðisbundin neyðarsamhæfingarstöð hefur boðið fjölskyldunni áfallahjálp.

Áreiðanlegur heimildarmaður sagði eftirfarandi: „Stúlkan sem lést var eitt þriggja barna. Fjölskyldan átti að snúa aftur til Írlands í dag. Foreldrar stúlkunnar voru sofandi þegar hún féll og höfðu ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir á.“ Starfsmaður hjá Club Mac-hótelinu sagði í morgun að dvalarstaðurinn myndi ekki að tjá sig um málið.

Hinar hörmulegu fréttir koma aðeins þremur vikum eftir andlát annars Íra á Majorka, sem féll skyndilega niður á miðri götu, þar sem hann naut sumarfrís með ástvinum.

Hinn fjögurra barna faðir, Michael Grant, gæti hafa orðið fyrir árás manns á mótorhjóli sem ók á hann áður en hann féll í götuna og lést, skammt frá hinni alræmdu Punta Ballena strönd í Magaluf, að morgni þriðjudagsins 2. júlí.

 

 

Andlát: Ásdís Benediktsdóttir

Ásdís Benediktsdóttir er látin.

Hún lést þann 3. júlí síðastliðinn.

Mynd: Skjáskot.

Ásdís er kvödd með mörgum fallegum orðum; yndisleg – skemmtileg – menningarlega sinnuð – víðlesin og með opinn huga.

Blessuð sé minning Ásdísar.

 

Þetta er það sem Bashar Murad er að gera núna

Bashar Murad safnar nú fyrir fyrstu sólóplötu sinni á Karolina Fund; og setur markið á 2000 evrur; hefur þegar náð 59% af því, en 13 dagar eru eftir af söfnuninni.

Bashad Murad. Ljósmynd: Instagram-skjáskot.

Þetta kom fyrst fram á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Murad kynnir verkefnið með þessum hætti:

„I’m Bashar Murad, a Palestinian artist known for my music that challenges norms, embraces diversity, and explores the Palestinian experience from a unique lens.

I’m crowdfunding for my debut full-length English album.

This album is not just about music; it’s an exploration of my identity as a Palestinian artist traveling to „the West“.

Why This Campaign?

Over the past two years I’ve been traveling to Iceland to collaborate with the talented musician, composer, and producer Einar Stef.

One of the fruits of our labor was „Wild West“, along with 9 other tracks that need to be completed.

Hatarar sýndu hugrekki sitt í Eurovision á sínum tíma.

 

Our connection dates back to my collaboration with the band Hatari in 2019.“

Gunnar er æfur yfir afborgunum af húsnæðisláninu: „Það er einhver að taka mig í ósmurt …“

Gunnar Dan Wiium

„Í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu ári hækkuðu afborganir mínar af húsnæðisláninu um 70% prósent. Lánið hafði verið á læstum vöxtum í nokkur ár og svo bara sísona opnast hurðin inn í aðeins bitrari veruleika. Þessi hækkun hafði ekkert gríðarleg áhrif á okkur hjónin þar sem við erum bæði tvö með stöðugar tekjur og lánið þannig séð ekki hátt en maður spyr sig hvert peningurinn, mismunurinn fari?“ Þannig hefst færsla Gunnars Dan Wiium, þáttastjórnanda hlaðvarpsveitunnar Þvottahúsið, verslunarstjóra og umboðsmannsins sem birtist á Facebook í morgun.

Í færslunni fer Gunnar mikinn gagnvart kerfinu sem virðist vera hannað til þess að halda almenningi niðri. Í næstu orðum sínum segist Gunnar vera einfaldur maður en að hann viti að eitthvað er ekki að ganga upp í húsnæðismálum á Íslandi.

„Málið er að ég er bara svona einfaldur maður sem mætir með nestispakka í vinnuna og skoða aldrei launaseðla en eitt veit ég og það er að ég er að borga það sem ég hélt að væru yfirdráttarvextir af húsnæðislánunum mínum. En eins og svo oft áður þá hef ég rangt fyrir mér því dag eru yfirdráttarvextir það sem fyrr og síðar voru og eru handrukkaravextir.

Það er einhver að taka mig í ósmurt í rassgatið en ég veit bara ekki hver eða hverjir eru að því. Líklega er um hópefli að ræða, mögulegt samsæri gegn láglaunafólki og millistéttin má blæða þó svo að útrýming hennar má taka tíma, allt til 2030, en samkvæmt því sem álhattarnir segja þá mun ég ekki eiga neitt árið 2030, ekki þurfa að eiga neitt árið 2030 en ég mun vera hamingjusamur.“

Því næst talar Gunnar um bankana:
„Á meðan ég og mínir glíma við “vinalega” handrukkaravexti og 8 hundruð krónu tannkremstúbur les ég um tveggja stafa hagnaðartölur í milljörðum bankana. Bankastýran stillir sér upp fyrir myndatöku í nýjum höfuðstöðvum sem byggður er úr stuðlabergi og kristal og hún brosir sínu breiðasta yfir árangri í starfi. Það er sem hún og hennar líkir séu ofbeldismennirnir í mínu lífi og yfir velgengni sinni brosir hún í dragtinni sinni, bláu dragtinni sinni.“

Segist Gunnar þó ekki vera að ráðasta á eina ákveðna manneskju, heldur hugmyndafræði.

„Ég er ekki að ráðast neinn einstakling heldur hugmyndarfræðinni sem einstaklingurinn þjónar því fyrir ekki svo mörgum árum síðan var þetta ekki svona. Það er ekkert eðlilegt að á tíu árum er húsið mitt búið að þrefaldast í verði og fyrir mér er það alls ekkert gleðiefni.

Þegar ég tvítugur keypti ég mér einbýlishús á Grettisgötu fyrir 6.5 milljónir og ég var á þeim tíma nemi í húsasmíði og á nemalaunum og ég var einn. Ég réð við afborganir af lánum þó svo að ég þurfti að vera sparsamur.“

Gunnar segir að á þeim 28 árum sem liðið hafa, hafi fasteignaverð tuttugufaldast.

„Síðan þá, á 28 árum hefur fasteignaverð tuttugu faldast og vextir nánast þrefaldast. Launin hins vegar hafa ekki tuttugufaldast, ef svo, væri nemi í húsasmíði með 30 þúsund í tímalaun en ég get lofað ykkur því að svo er alls ekki. Í þá daga gat ungt fólk hent í útborgun á íbúð með því að leggja fyrir í nokkra mánuði eða ár. Í dag hins vegar er staðan allt önnur. Í dag tæki það einstakling ca 10 – 15 ár að leggja fyrir útborgun í 3-4 herbergja íbúð ef hann myndi setja 70 þúsund til hliðar á hverjum mánuði.“

Að lokum segir hann að kerfið sé „holótt og gallað“ og að það haldi „stéttarskiptum þrældóm“.

„Svo er það Sigga skúringarkona sem á ekki fyrir útborgun í íbúð og kemst ekki í gegnum greiðslumat fyrir húsnæðisláni en samt má hún sitja í 350 þúsund króna leigu einhverstaðar í Njarðvík undir járnhæl fasteigna mafíunar. Og talandi um greiðslumat, ég fór í greiðslumat þegar ég endurnýjaði mín lán fyrir nokkrum árum og fór í óverðtryggt en það var aldrei tekið inn í jöfnuna að afborganir myndu hækka um 70% nokkrum árum seinna á meðan launin mín hafa ekki gert það. Ef það hefði verið tekið í jöfnuna hefði ég ég aldrei farið þar í gegn svo þetta er holótt og gallað kerfi sem heldur okkur í þrældóm, stéttarskiptum þrældóm og þrælasalinn, ofbeldismaðurinn eða konan er á forsíðunni umkringd stuðlabergi og kristal og á hlaðborði hennar í dag er naut í bernes og ætli Mc Gauti skemmti ekki á fredagsbarnum með sína kúlu fyrir gigg.“

Helgi Grímsson stingur upp á samræmdu stúdentsprófi: „Þar erum við þó að ræða um fullorðið fólk“

Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavík.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur tekur undir með Kennarasambandi Íslands um að samræmd próf í grunnskóla séu varasöm en stingur upp á slíkum prófum í framhaldsskólum.

Helgi skrifaði athugasemd við frétt RÚV þar sem rætt var við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands um hugmyndir Viðskiptaráðs um að taka þurfi aftur upp samræmd próf í grunnskólum. Kennarasambandið tekur ekki undir þær hugmyndir og segja slík próf vera tímaskekkju. Í athugasemd við frétt RÚV á Facebook, segir Helgi hvað það er sem ræður mestur um námsárangur grunnskólanemenda:

„Rannsóknir sýna að það sem ræður mestu um námsárangur grunnskólanemenda er menntunarstig foreldra. Því næst hvaðan fjölskyldutekjur koma (tekjur af atvinnu/ tekjur frá hinu opinbera).“

Í næstu orðum sínum tekur Helgi undir orð Magnúar Þórs og telur varasamt að gefa einu prófi svo mikið vægi í lífi barna.

„Samræmd próf gefa skyndimynd af frammistöðu á tilteknum tíma á tilteknum degi. Það er varasamt að veita einu prófi svona mikið vægi í lífi barns og horfa framjá námsárangri og vinnu barnsins undanfarna mánuði/ misseri. Þá er ekkert að því að slembival ráði því í hvaða nemendur komist inn í hvaða framhaldsskóla ef umsóknir eru fleiri en plássin.“

Að lokum kemur Helgi með þá hugmynd að taka upp samræmd stúdentspróf.

„Nær væri síðan að taka upp umræðu um samræmd stúdentspróf. Þar erum við þó að ræða um fullorðið fólk og hverjir komast í hvaða fagnám eins og hjúkrun, læknisfræði og verkfræði. Væntanlega skipir það okkur máli sem samfélag hverjir fara í hvaða háskólanám – frekar en framhaldsskóla.

Andlát: Guðmundur Kristinn Ásgrímsson

Íslendingurinn er fannst látinn á hótelherbergi á miðvikudag í Tælandi hét Guðmundur Kristinn Ásgrímsson og var hann 54 ára gamall.

Það er DV sem greindi fyrst frá.

Segir svo frá að greint var frá nafni mannsins á vefmiðlinum ViralPress. Hafði Guðmundur  dvalið í einn mánuð á hótelinu; pantaði ávallt og borgaði fyrir einn dag í einu.

Er Guðmundur kom ekki niður í afgreiðslu á sínum venjulega tíma varð starfsfólkið óttaslegið; ákveðið var að opna herbergi hans og athuga með líðan hans.

Þá fannst Guðmundur látinn á gólfinu við hliðina á rúminu: Talið var að hann hafi verið látinn í allt að 12 klukkustundir.

Tælenskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og þar í landi var málið talið dularfullt. En engin ummerki voru um átök í herberginu.

Lögreglan ytra hefur lýst því yfir að hún telji ekki óhugsandi að of mikil áfengisneysla gæti hafa valdið andlátinu; eða þá aðrir heilbrigðistengdir þættir.

Enn þá er beðið krufningar.

Blessuð sé minning Guðmundar.

Guðlaug er goði

Guðlaug María Ólafsdóttir.

Leikkonan vinsæla, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, fer ótroðnar slóðir í lífinu. Hún á að baki fjölda leiksigra en tók síðan U-beygju. Hún starfar nú sem kúabóndi og hallar sér að ásatrú. Á dögunum var hún vígð sem goði í Ásatrúarfélaginu.

Hún segir frá lífshlaupi sínu í einlægu viðtali í Heimildinni. Þar lýsir hún þeim mikla harmi sem fylgdi því þegar hún gekk með stúlkubarn fyrir samkynhneigða vini sína. Í fyrstu hafði hún umgengnisrétt  en var svo bannað að hitta stúlkuna.

Í viðtalinu lýsir hún baráttu sinni, sorgum og sigrum af einlægni …

Innbrotsþjófur á harðahlaupum undan húsráðanda – Búðaþjófar á ferð um höfuðborgarsvæðið

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Rólegt var hjá löggreglunni í nótt og fátt um glæpi. Mest áberandi voru búðaþjófar og innbrotsþjófar að reyna að drýgja afkomu sína með gripdeildum. Einn slíkur ranglaði inn á skrifstofu verslunar. Sá var í annarlegu ástandi. Honum var vísað á dyr. Kjöraðstæður eru fyrir innbrotsþjófa nú þegar stór hluti fólks er á ferðalagi og heimili lítt varin.

Í austurborginni var lögreglu tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun. Óljóst er um lyktir þess máls.

Ökumaður bifreiðar var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum. Þá var bifreiðin óskoðuð. Lögbrjóturinn var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni. Hans bíður að greiða himinháa sekt.

Brotist var inn í heimahús í miðborginni. Málið er í rannsókn lögreglu.

Í Hafnarfirði átti sér stað þjófnaður úr  matvöruverslun. Lögreglan var kölluð til.

Ökumaður var stöðvaður í akstri á stolinni bifreið. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og óviðræðuhæfur. Bílþjófurinn var vistaður í fangageymslu þar til hann verður hæfur til að svara til saka.
Innbrotsþjófur ruddi sér leið inn á heimili í austurborginni og lenti í flasinu á húsráðanda. Innbrotsþjófurinn lagði á flótta á harðahlaupum og var horfinn sporlaust þegar lögreglu bar að garði.

Lögreglan hirti útúrdópaðan mann á förnum vegi í austurborginni. Maðurinn var nær ósjálfbjarga og vistaður í fangageymslu þar sem hann mætir nýjum degi. Annar maður í annarlegu ástandi var handtekinn á veitingastað í miðborginni. Sá fékk sér að borða á og neitað að borga. Hann var handtekinn og læstur inni í fangageymslu.

Joe Biden stígur til hliðar – Kamala Harris tekur líklega við keflinu

Hinn áttatíu og eins árs gamli Joe Biden hefur tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem frambjóðandi Demókrataflokksins til endurkjörs forseta Bandaríkjanna. Biden sigraði Donald Trump með glæsibrag fyrir tæpum fjórum árum síðan. Trump er enn að en þarf að takast á við nýjan keppinaut að þessu sinni.

Þetta hefur lengi legið í loftinu; Biden hefur verið hvattur til þess af samflokksmönnum sínum að hætta og leyfa öðrum frambjóðanda að takast á við Donald Trump í komandi forsetakosningum.

Fréttamynd aldarinnar?

Líklegt er talið að varaforsetinn Kamala Harris taki við keflinu af Biden, en það er þó ekki komið á hreint á þessari stundu.

Kamala Harris.

Hrakandi heilsufar Biden hefur valdið mörgum áhyggjum og frammistaða hans gegn Trump í kappræðum þótti afar slæm og margir sögðu að greinilegt væri að Biden væri engan veginn í stakk búinn til að halda áfram baráttunni.

Þegar Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hvatti Biden til að draga sig í hlé var nokkuð ljóst í hvað stefndi, en Biden og Obama eru miklir mátar enda var Biden varaforseti Obama í átta ár.

 

Raddir