Sunnudagur 22. september, 2024
7.4 C
Reykjavik

Karl Bretakonungur ræddi við Bjarna um laxveiði: „Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima“

Vel fór á með þeim að því er virðist. Ljósmynd: Facebook

Bjarni Benediktsson hitti Karl III Bretakonung eftir fund Evrópuleiðtoga í dag.

Forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson birti tvær ljósmyndir á Facebook í dag sem sýnir hann í ekki ómerkilegri félagsskap en Karli Bretakonungi. Segir Bjarni að konungurinn hefði talað um laxveiði en sá breski veiddi reglulega hér á landi á árum áður.

Frá spjalli Bjarna og Karls

Bjarni ritaði eftirfarandi færslu: „Karl Bretakonungur bauð til móttöku að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheim höll. Við ræddum talsvert um laxveiði, en konungurinn veiddi reglulega á Íslandi á árum áður. Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima og hafði sérstaklega á orði að veiðitímabilið virtist hafa farið ágætlega af stað í ár.“

Gefur út fimmtu bókina fyrir fólk af erlendum uppruna: „Þeim hefur verið tekið vel“ 

Þann 25. júlí klukkan 15:15 mun Kristín Guðmundsdóttir, höfundur bókarinnar Tólf lyklar, vera með bókakynningu á Háskólasetri Vestfjarða. Bókin er fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku.

Þetta er fimmta bók Kristínar fyrir fólk af erlendum uppruna. Þær bækur sem hún hefur gefið út eru: Nýjar slóðir 2020, Óvænt ferðalag 2021, Leiðin að nýjum heimi 2022,  Birtir af degi 2023 og Tólf lyklar 2024.

Ástæða þess að hún fór að gefa þessar bækur út af eigin frumkvæði var að vinkona hennar, sem kom til landsins árið 1995, sagði að það væri skortur á góðu lestrarefni fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi.

Að sögn Kristínar innihalda bækur hennar tólf stuttar, skemmtilegar og sjálfstæðar sögur af ýmsu tagi. Sumar sögunar koma inn á íslenska hefðir og siði. Til að létta fólki lesturinn eru erfið orð, spakmæli og orðasambönd útskýrð með tilvísunum. Og allt á íslensku. Auk þess er ein handteiknuð mynd sem fylgir hverri sögu og styður við tilvísanirnar.

Fyrsti yfirlesari sem kom með ábendingar er kona sem flutti til landsins árið 1995. Hún er myndlistamaður að mennt og segist hafa lært meira í íslensku við lestur bókanna. Auk þess sem kennarar aðstoðuðu við gerð bókanna.

Mannlíf spurði Kristínu hvar sé hægt að nálgast bækurnar og hvernig þeim hafi verið tekið.

„Ég sjálf sel bækurnar og þeim hefur verið tekið vel á bókasöfnun, grunnskólum, framhaldsskólum, tungumála skólum, leikskólum, fyrirtækjum og einstaklingum. Ég hef verið að kynna mig síðan í fyrra á hinum ýmsu stöðum á landinu, sem hefur gengið vel.“

Kristín segist upprunalega hafa skrifað bækurnar fyrir fullorðna en segir að krakkar 10 ára og eldri geti einnig notað þær.

„Bækurnar eru sérstaklega skrifaðar fyrir fólk af erlendum uppruna, sem er búið með grunninn. Ætlunin var að að skrifa fyrir fullorðinsfræðsluna en krakkar frá 10 ára aldri geta lesið sögurnar, sér til skemmtunar og sem námsefni. Það getur gerst að fólk af erlendum uppruna skilja ekki heimamenn þegar þeir tala hratt og óskýrt, svo er erfitt fyrir fólk að finna hvað orðin þýða sérstaklega þegar þau fallbeygjast.“

Andlát: Pétur Þór Gunnarsson

Pét­ur Þór Gunn­ars­son er látinn.

Hann fædd­ist í Vest­manna­eyj­um, 12. sept­em­ber árið 1958; hann lést á Grund þann 28. júní síðastliðinn eft­ir erfið veik­indi.

Móðir Pét­urs er Ásta Guðbjörg Þór­ar­ins­dótt­ir, fædd árið 1938; eig­inmaður henn­ar er Guðmund­ur Karls­son, fæddur árið 1936.

Faðir Pét­urs er Gunn­ar Rún­ar Pét­urs­son, var hann fæddur árið 1938, en lést árið 2017.

Eig­in­kona Pét­urs er Erna Flygenring.

Blessuð sé minning Péturs Þórs.

Agnar Guðnason er látinn

Agnar Guðnason lést á hjúkrunarheimilinu Eir 10. júlí síðastliðinn, 97 ára að aldri.

Agnar, sem lengi var ráðunautur Búnaðarfélags Íslands og stofnandi Bændaferða, fæddist 13. febrúar 1927. Foreldrar hans voru Guðrún Eyjólfsson sem var verkstjóri við Gasstöðina í Reykjavík og húsmóðirin Sigrún Sigurðardóttir en Agnar var yngstur átta barna foreldra sinna en faðir hans átti fyrir einn son.

Árið 1945 kláraði Agnar búfræðinám sitt á Hólum, lauk prófi frá Búnaðarskólanum í Tune í Danmörku árið 1947 og þremur árum síðar búfræðikandídat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir nám starfaði Agnar við rannsóknir í landbúnaði í Noregi og á Íslandi og var kennari við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði 1952 til 1953 og ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands 1954 til 1975. Á árunum 1975 til 1985 var hann svo blaðafulltrúi Bændasamtakanna og frá árinu 1984 var hann yfirmatsmaður garðávaxta. Þá var hann einnig í ritaranefnd Norrænu bændasamtakanna frá 1964 sem og ritari Íslandsdeilsar samtakanna.

Agnar átti aukreitis farsælan fjölmiðlaferil en frá 1960 til 1974 var hann ritstjóri Handbókar bænda og meðritstjóri búnaðarblaðsins Freys í tvö ár, auk þess sem hann skrifaði bæklinga og fjölmargar blaðagreinar. Til fjölda ára var Agnar einnig landsþekktur útvarpsmaður en hann sá um fræðslu- og skemmtiþætti í útvarpinu, svo eitthvað sé nefnt. Árið 1965 stofnaði hann ferðaskrifstofuna Bændaferðir og í 40 ár ferðaðist hann til fjöli landa með þúsundir Íslendinga.

Agnar kvæntist eiginkonu sinni, Fjólu H. Guðjónsdóttur, fædd 7. september 1926, dáin 12 janúar 2021, árið 1953 en áður hafði hann verið giftur Ödu Christiensen frá 1949 til 1952. Saman áttu Agnar og Fjóla þrjá syni, þá Guðjón Sverri, fæddur 1954, Guðna Rúnar, fæddur 1956 og Hilmar Örn, fæddur 1960. Stjúpdórttir þeirra heitir Anna Lillian Björgvinsdóttir, fædd 1948. Agnar átti svo dótturina Ullu Gudnason úr fyrra hjónabandi en hún er fædd 1950 og er alin upp í Danmörku. Þá eiga þau átján barnabörn og þrettán barnabarnabörn.

Útför Agn­ars verður gerð frá Áskirkju í Reykja­vík 23. júlí næst­kom­andi kl. 13.

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Grínistinn og leikarinn Bob Newhart er látinn: „Ég mun aldrei gleyma þér!“

Bob Newhart lést í gær. Leikarinn var 94 ára gamall.

Newhart, sem dó á heimili sínu í Los Angeles 94 ára að aldri, er minnst af þeim sem unnu við hlið hans í Hollywood og þeim sem dáðust að honum úr fjarska. Newhart verður að sjálfsögðu minnst að eilífu fyrir framkomu hans í The Ed Sullivan Show og uppistandsgrínplötu hans, The Button-Down Mind of Bob Newhart, sem varð sú fyrsta í sinni tegund til að komast í fyrsta sæti Billboard-listans. Platan færði honum einnig tvenn GRAMMY-verðlaun fyrir plötu ársins og besti nýi flytjandinn.

Hann hlaut Emmy-tilnefningu og Peabody-verðlaun fyrir fjölbreytta þætti sína, The Bob Newhart Show, auk þess sem hann átti fjölda eftirminnilegra innkomur í kvikmyndir, eins og í jólaklassíkinni eftir Will Ferrell árið 2003, Elf.

Í yfirlýsingu til ET sagði ER-stjarnan Noah Wyle: „Hetjur valda oft vonbrigðum þegar þú hittir þær. Bob gerði það ekki. Ég mun vera ævinlega þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að eyða með honum – hlæjandi, á ferðalögum, hlusta á sögur og reyna að bjarga heiminum. Ég sameinast fjölda þeirra sem syrgja andlát hans. Himnaríki varð nú miklu fyndnara.“

Þá minntist leikkonan Kaley Cuoco hans en Bob lék í sex þáttum The Big Bang Theory þar sem Cuoco lék einnig. „Ég mun aldrei gleyma þér, Bob! Þakka þér fyrir að láta drauma okkar rætast!“ skrifaði hún yfir mynd af leikarahópnum ásamt brosandi Newhart.“

 

Segir eitt ekki yfir alla ganga: „Landslög gilda oft ekki um valdhafa sem geta forðast ábyrgð“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður

Björn Leví Gunnarsson segir alþjóðalög gilda aðallega um alla aðra en stærstu þjóðirnar.

Píratinn Björn Leví Gunnarsson skrifar stutta en djúpa Facebook-færslu þar sem hann spyr góðrar spurningar:

„Einföld pæling, af hverju eru þjóðir sem ráðast á aðrar þjóðir ekki sjálfkrafa útilokaðar frá alþjóðlegu umhverfi? Ólympíuleikum, viðskiptum, … svona svipað og að setja krakka í hvíld til þess að róa sig.“

Og Björn Leví veit svarið:

„Einfalda svarið er að þjóðirnar með neitunarvald í öryggisráðinu vilja hafa möguleikann á því að það sé hægt án teljandi afleiðinga.
Það er nefnilega þannig að alþjóðalög gilda aðallega bara um aðra en þá stóru. Svipað eins og landslög gilda oft ekki um valdhafa sem geta forðast alls konar ábyrgð.“

Alþjóðlega kerfisbilunin – Þjónusta Landsbankans komin í lag

Höfuðstöðvar Landsbankans - Mynd: Landsbankinn

Alþjóðleg kerfisbilun lamar heiminn: „Vegna bilunar í hugbúnaðaruppfærslu en ekki netárásar“

Kerfisbilun í hugbúnaði Microsoft veldur nú vandræðum víða um heim.

Flugvélar hafa verið kyrrsettar víða erlendis og má því búast við töfum vegna kerfisbilunar í hugbúnaði Microsoft. Einnig liggja greiðslukerfi stórra banka niðri og fjölmiðillinn Sky News datt út um tíma en er nú aftur kominn í loftið. Þá hefur lestarkerfið í Bretlandi orðið fyrir áhrifum auk þess sem ástralska fjarskiptafyrirtækið Telstra Group hefur einnig orðið fyrir vandræðum vegna bilunarinnar. Þá hefur stærsta gámastöð Póllands í Gdansk, Baltic Hub, stöðvað starfsemi sína og biður þau fyrirtæki sem nýtir sér þjónustu sína, um að bíða með að senda gámana til hafnar. Listinn er alls ekki tæmandi.

Samkvæmt frétt RÚV er verið að athuga með áhrifin hér á landi en þjónusta í útibúum Landsbankans liggur niðri sem og hraðbankar bankans. Enn er þó hægt að nota greiðslukort. Appið liggur aukreitis niðri og ekki er hægt að skrá sig inn í netbankann.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir á Facebook að netöryggissveitin CERTIS sé að kanna áhrifin hérlendis og tekur fram að ekki sé um netárás að ræða.

Færsla Áslaugar:

„Kerfisbilunin sem hefur áhrif nú víða um heim er vegna bilunar í hugbúnaðaruppfærslu en ekki netárásar. Fyrirtækin sem um ræðir hafa mjög sterka stöðu á markaði um allan heim og því líklegt að einhverra áhrifa muni gæta hérlendis. Verið er að kanna áhrifin innanlands núna af CERTIS netöryggissveitinni okkar og við erum vakandi yfir þessu til að geta brugðist við þeim truflunum sem þetta kann að valda.“

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum: „Hafa haft mikil áhrif á okkur alla“

Jökull Júlíusson. Ljósmynd: Aðsend

Hljómsveitin KALEO gaf í nótt út lagið USA Today, lag sem tekur á byssuárásum í Ameríku og ofbeldi tengdum skotvopnum.   

Lagið var samið og framleitt af Jökli Júlíussyni og framleitt af Jökli ásamt Shawn Everett og Eddie Spear. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni. Lagið er gefið út í kjölfar skotárásarinnar á Donald Trump þar sem saklaus áhorfandi lét lífið. Fyrir KALEO þá er lagið ádeila á síendurteknar skotárásir sem eiga sér stað í Bandaríkjunum. KALEO mun jafnframt gefa hluta af tekjum lagsins USA Today til samtakanna Everytown sem eru samtök sem berjast gegn skotrárásum og ofbeldi tengdum skotvopnum. Hægt er að fræðast nánar um Everytown á vefsvæðinu everytown.org. 

Jökull Júlíusson segir:
„Þetta lag fangar þann hræðilega veruleika skotárása og ofbeldis sem við höfum upplifað undanfarinn áratug í Bandaríkjunum, landi þar sem við höfum búið og túrað. Þessar skotárásir hafa haft mikil áhrif á okkur alla. Nú síðast tilgangslaus skotárás í Pennsylvaníufylki þar sem saklaus maður lét lífið. Við vonum að nú sé komið að breytingum og mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á verði gerðar á lögum um skotvopn í Bandaríkjunum. Hugur okkar er hjá fjölskyldu mannsins sem skotinn var til bana um helgina og allra annara sem eiga um sárt að binda vegna tilgangslauss ofbeldis um heim allan.“

KALEO er nú á hljómleikaferðalagi um Norður Ameríku og Evrópu.  

Frekari upplýsingar hér

Lagið má finna á Spotify hér

Arnór er meistari heilsunnar – Veit allt um kuldaböð, öndun, kakóathafnir og ómheilun

Arnór Sveinsson. Ljósmynd: Aðsend

Nýjasti gestur Gunnar og Arnórs í Alkasti Þvottahússins er engin annar en meistarinn Arn­ór Sveins­son heilsukennari. Arnór er búinn að nema hin og þessi fræði tengd kulda, öndun, kakóathöfnum og hljóð eða óm heilun. 

Í viðtalinu var farið um víðan völl en þar sem Arnór hefur komið í þáttinn áður þar sem hann fór yfir sögu sína var stefnan frekar tekin á tæknilegu hlið þessara iðkana sem Arnór kennir. Það var auðvitað byrjað á kuldanum en kuldaböð hafa notið gríðarlegra vinsælda hér á landi síðustu ár og virðist áhugi fólks á kulda sem heilsubót bara fara vaxandi. Arnór fór yfir í viðtalinu á skilgreinilegan hátt hvernig heilastarfsemin milli framheilans, tilfinningar heilans og frumheilans eða eðlu heilans eins og hann kallar það á sér stað. Það að líkaminn verðlauni þann sem kemst í kuldann og nær stjórn á öndun sinni með boðefnum sem veita okkur gleði og vellíðan. Bólguminnkun er einnig stór þáttur í þessari jöfnu vill Arnór meina og talar tölfræðin algjörlega sínu máli þar, þar sem gríðarlegur fjöldi fólks segist hafa læknast af hinum og þessum stoðkerfisverkjum með hjálp kulda og réttrar öndunar.

Arnór Sveinsson.
Ljósmynd: Aðsend

Talið barst að öndun og Arnór lítur þessa kennslu sína hvað snertir öndun vera algjöran grunn að góðri heilsu. Segir hann að með því að þjálfa öndunina og auka neföndun þá nái lungun að koma mun meira súrefni til allra fruma sem er í raun lykilatriði að heilbrigðri starfsemi líkamans. Sé öndunin útfærð á réttan hátt, veitir það stuðning við taugakerfið, róar hugann og kemur líkamanum í ástand þar sem hann fer að lækna sig sjálfur eins og honum er ætlað, segir Arnór. 

Í öndunartímum hjá sér verður Arnór oft var við að það losnar um spennu sem hann vill meina að geti verið afleðingar hinna og þessara áfalla í þessu lífi sem og lífi margra kynslóða aftur. Hann horfir upp á karla og konur gráta og hlæja nánast óstjórnlega í kjölfar þessara æfinga sem orsakar að miklu fargi er létt af viðkomandi. Sama gildir með teygjur og talaði Arnór um mjaðmirnar sérstaklega en þar tengist þessi efri og neðri líkami. Psoas-vöðvarnir liggja þarna og tengja saman efri og neðri líkama og séu þeir stirðir og stífir eins og svo oft er hjá kyrrsetufólki sérstaklega, orsaki það mjóbaksverkir sem erfitt er að eiga við nema að rót vandans sé skoðuð sem í raun liggur ekki í mjóbaki heldur í mjöðmunum. Gunnar  minnti hann á síðasta tíma sem hann fór til Arnórs í byrjun desember 2022 en þar var áherslan lögð á mjaðmaopnun í eina tvo klukkutíma. Eftir tímann veiktist Gunnar strax um kvöldið og lá með hita í heila viku en það merkilega er að síðan þá hefur Gunnar ekki einu sinni fengið flensu eða kvef. 

Hvað varðar kakóið þá segir Arnór að það opni æðakerfið og bókstaflega sem og í andlegri meiningu opnar hjartað ásamt að kakóið er gríðarlega ríkt af andoxunarefnum sem minnkar myndun sindurefna í húðinni en það eru efni sem hraða öldrun húðarinnar með niðurbroti á kollageni og skemmdum á húðfrumum. 

Þegar að Arnór hefur komið þeim sem sitja námskeiðin eða tímana í ró og slökun bætir hann hljóðheilun inn sem kemur bæði huga og líkama í algjöra slökun. Hljóðtíðnin sem hann nær að framkalla með tíbeskum skálum verða eitt með líkama og huga, endurstillir alla tíðni líkamans. Og eins hann vill meina þá er líkaminn í raun ekki í föstu formi nema í einhverju brot úr prósentu og því má segja að efnislíkaminn og hugur sé í raun bara tíðni og orka.

Arnór Sveinsson.
Ljósmynd: Aðsend

Talið barst að hugvíkkandi efnum eins og svo oft áður en Arnór segir að þau séu fínt verkfæri í stórum sem og í smáum skömmtum en að það sé ríkt í okkur að stökkva á þá lest með óraunhæfar væntingar og kröfur. Segir hann að grunnurinn sem einmitt snýr að öndun, hreyfingu og hreinu mataræði sé algjör nauðsyn ef maður ætli sér að fara veg hugvíkkandi efna. Hann segir þetta heyra saman, hugvíkkandi efni eins og Psilocybin sveppurinn og ábyrgð einstaklingsins hvað varðar lífstílsbreytingar. 

Allt þetta og ótal margt meira var rætt um í þessu viðtali og vilja Alkastsmenn hvetja alla sem hafa áhuga á heilsu eða þeim sem eru að glíma við kviða, þunglyndi eða aðrar geðraskanir að hlusta vel og taka það sem kemur þarna fram virkilega til sín. 

Þau sem vilja kynna sér það sem Arnór hefur upp á að bjóða geta séð það á https://anda.is

Þetta magnaða viðtal við Arnór Sveinsson má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subscribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Sjálfsvígsbréfi Ingva Hrafns haldið frá föður hans – Umboðsmaður skipar lögreglu að afhenda gögn

Ingvi Hrafn Tómasson lést á Litla Hrauni

Umboðsmaður Alþingis krefur Lögregluna á Suðurlandi skýringa á því hvers vegna Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonars síns, Ingva Hrafns Tómassonar sem tók líf sitt eftir að hafa verið handtekinn á Vernd og læstur inni á Litla-Hrauni.

Tómas Ingvason

Faðir fangans krafðist þess að fá afhent kveðjubréf sonar síns en lögreglan sendi honum texta úr hluta bréfsins en hafnaði því að faðirinn fengi bréfið í heild sinni. Í framhaldinu klagaði Tómas til Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður hefur nú fyrirskipað lögreglunni á Suðurlandi að gefa Tómasi skýringar um það á hvaða lagagrundvelli honum er neitað um gögnin. Þá eigi lögreglan að afhenda honum umbeðin gögn málsins fyrir 12. ágúst.

„Ég veit ekki hvað lögreglan er að fela,“ segir Tómas við Mannlíf í morgun og fagnar því að Umboðsmaður komi að málinu.

Bréf Umboðsmanns

Tómas hefur gert alvarlegar athugasemdir við handtöku sonar síns sem dvaldi á Vernd. Einföld kæra varð til þess að lögreglan sendi vopnaða sérsveitarmenn til að handtaka Ingva Hrafn og koma honum á Litla Hraun þar sem hann var sviptur frelsi sínu. Fanginn hafði glímt við andlega erfiðleika og óskaði eftir hjálp á föstudegi. Honum var sagt að bíða til mánudags. Hann tók líf sitt á sunnudegi þegar hann átti að njóta verndar yfirvalda sen höfðu hann í haldi.

Tómas krefst þess að andlát sonar síns verði rannsakað með hliðsjón af ábyrgð yfirvalda. Skýringa verði leitað á þeirri hörku sem átti sér stað við handtöku hans. Þá verði fangelsismálayfirvöld kölluð til ábyrgðar vegna andláts fangans.

Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur tekið að sér að gæta hagsmuan Tómasar í þessu máli.

 

Dólgslæti Ómars

Ómar R. Valdimarsson lögmaður

Ómar R. Valdimarsson lögmaður á að baki nokkur fjölda brota í starfi sínu sem lögmaður þar sem hann er ýmist áminntur eða sakfelldur fyrir að brjóta gegn skjólstæðingum sínum eða öðrum. Ekki er langt síðan undirréttur dæmdi Ómar fyrir að hafa bætur af konu sem slasaðist. Honum var gert með dómi að endurgreiða konunni. Seinna var hann sakfelldur af Neytendastofu fyrir að hlunnfara flugfarþega sem hann ætlaði að sækja bætur fyrir.

Nýjasta málið sem snýr að siðferði Ómars var tekið fyrir af Úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands. Það mál gengur út á það að Ómar stóð í stríði við Sigríði Hjaltsested dómara vegna málsvarnalauna sinna í máli sem kennt er við Bankastræti club þar sem hann var verjandi Alexanders Mána Björnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir tilraunir til manndráps. Sigríður héraðsdómari taldi að 7,8 milljónir til handa Ómari væru hæfileg málsvarnarlaun en Ómar hafði krafist þess að fá um 40 prósent hærri upphæð eða um 11 milljónir króna fyrir viðvik sín í þágu Alexanders.

Ómar hegðaði sér dólgslega í framhaldi úrksurðarins um málsvarnarlaun og bauð dómaranum meðal annars að ákveða hvaða starfsmann hann myndi reka vegna meintrar skerðingar. Þá hafði hann uppi mótmæli í dómnum með því að mæta ekki þegar málefni skjólstæðings hans var á dagskrá. Þá reyndi Ómar að efna til samblásturs gegn dómaranum með því að fá aðra lögmenn til að berjast gegn dómaranum með sér. Úrskurðarnefnd sagði hann sekan og veitti honum tiltal fyrir framgönguna.

Einhverjir velta fyrir sér hve alvarleg brot lögmannsins umdeilda og sakfellda þurfi að vera til að hann verði sviptur réttindum sínum vegna brota gagnvart þeim sem síst skyldi. Aðrir vorkenna honum vegna þeirra erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum í einkalífi og starfi …

 

 

 

Þóttist vera kona í Stefnumótasímanum og kúgaði fé út úr tveimur mönnum

Árið 1993 kom upp ansi sérstakt fjárkúgunarmál á Íslandi. Var þá tæplega fertugur maður ákærður fyrir að hafa fé af tveimur mönnum en aðferðin sem hann notaði var öðruvísi en áður þekktist.

Maðurinn hljóðritaði sem sagt símtöl mannanna í svokölluðum Stefnumótasímanum, þar sem fólk gat skilið eftir símanúmer sín og spjallað við einstaklinga sem voru að leita að stefnumóti. Þóttist maðurinn vera kvenmaður þegar mennirnir tveir hringdu en í símtölunum sögðu þeir honum frá óskum sínum á kynlífssviðinu og fleiri persónuupplýsingum. Náði hann út úr þeim sitt hvorum 50.000 krónum sem í dag væru um 189.954 krónur í dag, með því að hóta að segja eiginkonu annars þeirra frá samtalinu og senda upptöku af samtalinu til bæjarins sem hinn bjó í.

DV skrifaði frétt um málið á sínum tíma sem lesa má hér:

Ákærðu fyrir að hafa fé af tveimur mönnum:

Hótaði að segja frá kynlífsóskum og framhjáhaldi

– Hljóðritaði símtöl í Stefnumótasímanum

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum manni fyrir fjárkúgun. Manninum er gefið að sök að hafa snemma árs 1993 hljóðritað samtöl í Stefnumótasímanum. Í samtölunum komu fram ýmsar upplýsingar manna um sjálfa sig, óskir þeirra á kynlífssviði og jafnvel fullyrðingar um framhjáhald. Upplýsingarnar fékk hann meðal annars með því að leika kvenmann í símann. Þannig fékk hann þá til að greiða fé inn á bankareikning sinn. Tók hann peningana út og nýtti sér. Þannig fékk hann mann til að greiða þann 21. apríl síðastliðinn 50 þúsund krónur inn á sparisjóðsreikning í Íslandsbanka gegn hótun um að segja annars eiginkonu mannsins og samkeppnisaðila frá samtalinu. Á sama hátt fékk hann annan mann til að greiða 50 þúsund krónur inn á sama reikning þann 30. apríl gegn hótun um að senda segulbandsspólur til bæjarins sem hann var búsettur í. Í ákærunni er þess krafist að maðurinn verði látinn sæta refsingu samkvæmt 251. grein hegningarlaga en brot á þeirri grein varðar 6 ára fangelsi. Einnig krefjast þeir aðilar sem brotið var gegn samtals 100 þúsunda króna skaðabóta úr hendi mannsins. 

Whoopi Goldberg dreifði ösku móður sinnar í Disneylandi: „Enginn ætti að gera þetta“

Whoopi Goldberg

Whoopi Goldberg opinberaði nýlega sjokkerandi upplýsingar um það hvað hún gerði við ösku móður sinnar.

Leikkonan og þáttastjórnandinn Whoopi Goldberg (68), var nýverið í viðtali í þættinum Late Night With Seth Meyers en þar kom hún með nokkuð sjokkerandi upplýsingar. Sagði hún frá því hvernig hún hafi dreift ösku móður sinnar í Disneyland-skemmtigarðinum í Anaheim, Kaliforníu. Móðir hennar, Emma Harris, lést eftir heilablóðfall árið 2010.

„Enginn ætti að gera þetta,“ varaði Goldberg áhorfendur. „Ekki gera þetta.“

Leikkonan skemmtilega útskýri að hún hefði dreift öskunni í skemmtigarðinum vegna þess að mamma hennar „elskaði Disneyland“.

„Þegar ég var krakki var heimssýningin (e. World´s fair) hér og það var kynningin á Small World,“ sagði hún. Hin löngu ástsæla It’s a Small World skemmtiatriði var fyrst kynnt á heimssýningunni í New York 1964-1965 og síðar flutt til Disneyland, þar sem það opnaði í maí 1966.

„Hún elskaði Small World,“ sagði Goldberg um móður sína.

Sister Act leikkonan sagði að hún myndi „af og til“ taka upp smá ösku á meðan hún var á ferð og þykjast hósta hátt og láta eins og hún væri kvefuð.

„Ég myndi segja: „Guð minn góður, þetta kvef versnar og versnar,“ sagði hún í gríni. „Síðan komum við að blómunum þar sem stendur „Disneyland“ og ég sagði „Ó, sjáðu þetta,“ hélt hún áfram.

Stuttu síðar hugsaði Goldberg betur um ákvörðun sína og upplýsti yfirmenn garðsins um hvað hún hefði gert.

„Ég vildi vera viss um að ég hefði ekki gert eitthvað sem væri hættulegt,“ viðurkenndi hún. „Það hafði ekki hvarflað að mér, en það er ástæða fyrir því að þeir vilja ekki að aska bara fljóti um.“

Goldberg segir frá þessari sögu og mörgum öðrum í endurminningum sínum, Bits and Pieces: My Mother, My Brother, and Me, sem kom út í maí. Bróðir hennar, Clyde, lést árið 2015 af völdum æðagúls í heila.

„Þetta er í raun ástarbréf til foreldra minna og fólksins sem ól mig upp til að vera – elskaðu mig eða hataðu mig – þau ólu mig upp til að vera nokkuð almennileg manneskja,“ sagði hún við gestgjafann Seth Meyers. „Ég er ekki alltaf almennileg, ekki alltaf, en oftast.“

 

Magnús Már Kristjánsson prófessor er fallinn frá

Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, er látinn. Hann var 66 ára að aldri.

Magnús Már Kristjánsson
Ljósmynd: Facebook

Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson tilkynnti andlát Magnúsar í Facebook-færslu þar sem hann þakkar honum fyrir störf sín við skólann.

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, minn­ist Magnús­ar í færslu á Face­book-síðu sinni og þakk­ar hon­um fyr­ir störf sín í þágu skól­ans.

Magnús fædd­ist í Reykja­vík þann 27. ág­úst 1957. Hann lauk stúd­ents­prófið frá Mennta­skól­an­um við Tjörn­ina 1977, BS-prófi í mat­væla­fræði við Há­skóla Íslands 1980, meist­ara­gráðu í mat­væla­efna­fræði frá Kali­forn­íu­há­skóla Dav­is árið 1983 og doktors­gráðu frá Cornell-há­skóla í sömu grein árið 1988. Kemur þetta fram í tilkynningu Jóns Atla.

Þar kemur einnig fram að Magnús hafi starfað sem sérfræðingur við Danmarks Tekniske Univesitet frá 1988 til 1991 á sviði sjávarlíftæknis. Síðar varð hann sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands frá 1991 til 1994 og fræðimaður í fjögur ár eftir það.

Hlaut Magnús dósentsstöðu við Háskóla Íslands í matvælaefnafræði árið 1999 og gegndi þeirri stöðu til 2008. Í ár eftir það gegnd hann stöðu dósents í lífefnafræði og síðan pófessorstöðu frá 2009. Þá var hann deildarstjóri lífefnafræðideildar Raunvísindastofnunar frá 2009 til 2022 og vann auk þess sem gestakennari í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi.

Í samstarfi við vísindamenn á Íslandi og erlendis, rannsakaði Magnús próteinkjúfa úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda. Með þeim rannsóknum skoðaði hann byggingar kulavirkra ensíma og hvötunargetu þeirra. Hafa rannsóknirnar varpað ljósi á hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði.

 

Hjóla í formann Fjölskylduhjálparinnar: „Eins og skoðanir rasistans séu bláköld staðreynd“

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Bragi Páll Sigurðarson hjólar í Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar Íslands og blaðamann Vísis vegna fréttar þar sem Ásgerður segist vera með sérdaga fyrir Íslendinga þegar hún útdeilir matargjöfum, vegna hótana og yfirgangs erlendra aðila. Lögmaður tekur undir orð rithöfundarins.

Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson lætur formann Fjölskylduhjálpar Íslands og Vísi heyra það í nýrri Facebook-færslu sem hann skrifaði við frétt Vísis þar sem vitnað er í viðtal við Ásgerði Jónu Flosadóttur.

„Landsfrægur rasisti er einhverra hluta vegna fenginn í viðtal á útvarpsstöð. Segir þar rasískt kjaftæði og elur á fordómum gagnvart fólki í brjálæðislega viðkvæmri stöðu. Fúskari skrifar frétt eins og skoðanir rasistans séu bláköld staðreynd og viti menn, allir háværustu rasistar landsins droppa við í kommentakerfinu og frussa út hræddum og illa upplýstum skoðunum.“ Þannig hefst harðorð færsla Braga Páls og heldur svo áfram:

„Mikil er ábyrgð fjölmiðlafólks að ala ekki á fordómum. Mikil er ábyrgð ritstjóra að krefjast vandaðra vinnubragða. Sumt fólk er einfaldlega búið að stimpla sig út sem marktækir viðmælendur. Gefum óttanum ekki sviðið.“

Að lokum segir Bragi Páll að vandamálið sé ekki „brún fólk að flýja stríð“.

„Þær fjölskyldur sem þurfa á fjölskylduhjálp að halda eru fórnarlömb kapítalismans. Misskiptingin, græðgin og óheft, sívaxandi stéttaskipting eru vandamálin. Ekki brúnt fólk að flýja stríð. Það er til skítnóg af seðlum en þeir fara í fáa vasa. Restin af ykkur eru launaþrælar. Millarnir eru rótin. Beinið reiði ykkar að þeim sem skapa vandann, ekki að fórnarlömbunum.“

Undir færsluna tekur lögmaðurinn Oddur Ástráðsson en hann segir að haturorðræða sé orðin meira áberandi hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar og að formaður Fjölskylduhjálpar „höggvi í sama knérunn“. Hér fyrir neðan má sjá athugasemd Odds í heild sinni:

„Í tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins er hatursorðræða skilgreind sem: „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur sem byggist á umburðarleysi, þar á meðal umburðarleysi sem er tjáð með herskárri/óvæginni þjóðræknisstefnu/þjóðernishyggju eða þjóðhverfum sjónarmiðum, mismunun og fjandskap gegn minnihlutahópum, farandverkafólki og fólki af erlendum uppruna.“
Einn æðsti handhafi ákæruvalds í íslenskri stjórnsýslu tjáði sig í fréttaviðtali á Vísi í vikunni um dóm yfir manni sem hafði áreitt hann og fjölskyldu hans um árabil og viðhaft alvarlegar hótanir. Vitaskuld á enginn að þurfa að þola slíka framkomu eða ástand.
Í grein Vísis er haft eftir ákærandanum að „við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum“ og „að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála“.
Það að heimfæra glæpsamlega háttsemi eins manns upp á hóp fólks, sem hefur ekkert til saka unnið, og kenna menningu óskilgreinds hóps fólks af erlendum uppruna um sömu glæpi er ekkert annað en hatursorðræða. Það að maður sem gegnir mikilvægri trúnaðarstöðu innan réttarvörslukerfisins viðhafi slíka orðræðu er stóralvarlegt og miklu frekar til þess fallið að spilla okkar samfélagi en að hingað flytjist fólk úr ólíkum menningarheimum.
Fjölskylduhjálparkonan heggur hér í sama knérunn.
Það er verið að normalísera svona orðræðu – með því að meginstraumsfjölmiðlar hleypa henni ósíað að og með því að fólk í áhrifa- og valdastöðum leyfir sér að viðhafa hana óáreitt. Skríllinn eltir svo.“

Diddú var örugglega Ítali í fyrra lífi: „Ég er alin upp í mikilli matarást“

Diddú er afar hláturmild kona. Ljósmynd: Þráinn Kolbeinsson

Söngdíva Íslands, Diddú er í forsíðuviðtali í nýjasta blaði Víns og matar, sem Mannlíf gefur út. Hér má sjá brot úr viðtalinu.

Við gengum inn í eldhúsið, þar sem hún var búin að baka focaccia-brauð sem var snætt með burrata-osti og ansjósum, aspaspasta með reyktum silungi og fallegu salati með fíkjum. Inni í þessu litla, krúttlega eldhúsi var allt eins og hún – sérstakt, fullt af bókum, barnaleikföngum og týpulegum skrautmunum. Allir hlutir eiga sinn stað, en kannski ekki alltaf sama staðinn – svolítið eins og Diddú. Hún var eins og ég hafði ímyndað mér hana, nema svo miklu mannlegri, hún sýndi manninum sínum svo mikinn kærleika og henni þykir hann greinilega enn jafn fyndinn og þegar þau kynntust á jólaballi fyrir næstum 50 árum, þar sem hún settist í fangið hans og eins og hún sagði „og ég sit þar enn“, með stóra brosið sitt sem við þekkjum öll.

ÖRUGGLEGA ÍTALI Í FYRRA LÍFI

Næst berst tal okkar að mat og ekki örlaði á hiki þegar ég spurði hana hvaðan mataráhrifin kæmu; „Nú frá Ítalíu, ég held að ég hafi verið þar í fyrra lífi. Ítalía talar svo sterkt til mín og djúpt inn í sálina. Ég bjó þar í rúmt ár með Kela og stelpunum þegar ég var í námi og mér fannst ég komin heim og menningin höfðaði sterkt til mín; maturinn, fólkið og tónlistin. Til samanburðar þá bjó ég í sex ár í Bretlandi, en fann aldrei þá tengingu sem ég fann fyrir á Ítalíu. Kannski tengist það líka því að pabbi minn var alltaf syngjandi ítalskar aríur þegar ég var að alast upp og til stóð að hann færi til Ítalíu í söngnám. Það var búið að finna styrktaraðila fyrir hann, en hann lærði söng hjá Sigurði „gamla“ Demetz sem vildi senda hann til Ítalíu. Nema þá guggnaði pabbi á að fara því mamma var orðin ófrísk að engri annarri en mér. Svo ég var eiginlega ástæða þess að pabbi fór ekki út,“ segir Diddú með sínum dillandi hlátri og bætir við að pabbi hennar hafi verið með mjög ítalskt skapferli; ástríðufullur og ör. „Föðuramma mín var dönsk og allt hennar slekt var mikið matarfólk, svo ég er alin upp í mikilli matarást og mér þykir matur og tónlist bráðna svo vel saman, því það tengir fólk saman í gleði. Ég fæ svo mikla útrás fyrir sköpun í eldhúsinu og ég elska að elda og halda stór matarboð, það er auðvitað mjög ítalskt, þar sem allir koma saman, tala mikið og hátt og gleðin sem myndast í góðu boði er engri lík.“

Hægt er að lesa allt viðtalið við Diddú í nýjasta tölublaði Víns og matar hér.

Sýnir öll lögbrotin við brottflutning Yazans: „Ráðamenn fá ekki að brjóta á barnasáttmálanum!“ 

Yazan Tamimi vill búa á Íslandi - Mynd: Aðsend

Pétur Eggerz sýnir hvaða barnaverndarlög yrðu brotin ef hinn 11 ára gamli Yaz­an Aburajab Tamimi verður rekinn frá landinu eftir Verslunarmannahelgina.

Pétur Eggerz Pétursson heldur úti vinsælli Instagramsíðu þar sem hann birtir ljósmyndir og myndbönd úr lífi sínu. Undanfarnar vikur hefur hann þó einblínt á mótmæli gegn lögreglunni og réttindi Palestínumanna, sem hafa mörg hver slegið í gegn og verið deilt á samfélagsmiðlunum. Í gær birti hann myndband þar sem hann útskýrir hvaða ákvæði Barnaverndarlaga íslensk yfirvöld myndu brjóta, verði Yazan rekinn frá landinu í byrjun ágúst, líkt og stendur til.

„Þrátt fyrir það að íslenskum ráðamönnum hefur verið gert það deginum ljósara að það að setja Yasan upp í flugvél og fara með hann til Spánar setur hann í bráða lífshættu, þar sem langalgengasta dánarorsök einstaklinga með Duchene-sjúkdóminn er líkamlegt hnjask, þá stendur ennþá til að kasta honum úr landi eftir Verslunarmannahelgina,“ segir Pétur í upphafi myndskeiðsins. Fer hann síðan yfir þau lög sem brotin verða ef brottflutningurinn verður að veruleika. Við myndskeiðið skrifaði hann: „Ráðamenn fá ekki að brjóta á barnasáttmálanum!!“

Hér má sjá myndskeiðið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

Palestínskur embættismaður gagnrýnir atkvæði Ísraela gegn tveggja ríkja lausninni

Hussein al-Sheikh, embættismaður palestínsku heimastjórnarinnar, segir að höfnun Knesset – þings Ísraels á sjálfstæðri Palestínu „staðfesti kynþáttafordóma hernámsríkisins og lítilsvirðingu þess við alþjóðalög og alþjóðlegt lögmæti, og kröfu þess um þá nálgun og stefnu að viðhalda hernáminu að eilífu.“

Þau lönd heimsins sem eru hikandi við að samþykkja ríki Palestínu „verða að viðurkenna það strax“ til að vernda tveggja ríkja lausnina, skrifaði hann á samfélagsmiðlum.

Ummæli hans komu eftir að ísraelska þingið samþykkti með yfirgnæfandi hætti ályktun sem hafnar stofnun palestínsks ríkis og sagði að það myndi „skapa tilvistarhættu“ fyrir Ísrael og „viðhalda deilu Ísraela og Palestínumanna og valda óstöðugleika á svæðinu“.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Hér má sjá útskýringu á tveggja ríkja lausninni:

Beljan sparkaði barninu þvert yfir fjósið: „Síðan átti ég aldrei bröndóttar kýr“

Bröndótt naut. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

„Það eru til og hafa alla tíð verið til bröndóttar kýr. Sumar þessara kúa hafa þótt illar í skapi og átti ég eitt sinn eina slíka,“ skrifar Ámundi Loftsson, fyrrverandi kúabóndi, um fyrirbærið bröndóttar kýr. Ámundi ritar þetta í athugasemd við þráð á Facebook þar sem spurt er hvort kýr geti verið bröndóttar rétt eins og kettir. Ámundi lýsir biturri reynslu sinni af einni slíkri mannýgri kú. „Svo bar við eitt sinn að dóttir mín Hulda, þá lítill stelpuangi kom í fjósið til pabba með glerkrukku og vildi fá spenvolga mjólk. Þá var ég að undirbúa mjaltir á þessari kú. Skipti þá engum togum að kýrin sparkaði stelpuskinninu þvert yfir fjósið með tilheyrandi skelk og gráti,“ skrifar Ámundi sem brást skjótt við og losaði sig við þá bröndóttu.

Ámundi Loftsson
„Varð þetta í síðasta skipti sem þessi kýr var mjólkuð, því að um klukkutíma síðar hafði ég skorið af henni hausinn. Síðan átti ég aldrei bröndóttar kýr,“ skrifaði Ámundi.
Fjöldi manns tók undir á þræðinum um tilvist bröndóttra kúa. Ekki hefur þó fengist staðfest að þær séu hættulegri en aðrar kýr.
Til fróðleiks má nefna að mikil litafjölbreytni er í einkennir kúastofninn, samkvæmt upplýsingum á nat.is. Kýrnar geta verið rauðar, svartar, kolóttar, skjöldóttar, bröndóttar, gráar, sægráar og svo mætti lengi telja. Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins 2005 voru um 25 þúsund kýr á Ísland.

Karl Bretakonungur ræddi við Bjarna um laxveiði: „Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima“

Vel fór á með þeim að því er virðist. Ljósmynd: Facebook

Bjarni Benediktsson hitti Karl III Bretakonung eftir fund Evrópuleiðtoga í dag.

Forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson birti tvær ljósmyndir á Facebook í dag sem sýnir hann í ekki ómerkilegri félagsskap en Karli Bretakonungi. Segir Bjarni að konungurinn hefði talað um laxveiði en sá breski veiddi reglulega hér á landi á árum áður.

Frá spjalli Bjarna og Karls

Bjarni ritaði eftirfarandi færslu: „Karl Bretakonungur bauð til móttöku að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheim höll. Við ræddum talsvert um laxveiði, en konungurinn veiddi reglulega á Íslandi á árum áður. Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima og hafði sérstaklega á orði að veiðitímabilið virtist hafa farið ágætlega af stað í ár.“

Gefur út fimmtu bókina fyrir fólk af erlendum uppruna: „Þeim hefur verið tekið vel“ 

Þann 25. júlí klukkan 15:15 mun Kristín Guðmundsdóttir, höfundur bókarinnar Tólf lyklar, vera með bókakynningu á Háskólasetri Vestfjarða. Bókin er fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku.

Þetta er fimmta bók Kristínar fyrir fólk af erlendum uppruna. Þær bækur sem hún hefur gefið út eru: Nýjar slóðir 2020, Óvænt ferðalag 2021, Leiðin að nýjum heimi 2022,  Birtir af degi 2023 og Tólf lyklar 2024.

Ástæða þess að hún fór að gefa þessar bækur út af eigin frumkvæði var að vinkona hennar, sem kom til landsins árið 1995, sagði að það væri skortur á góðu lestrarefni fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi.

Að sögn Kristínar innihalda bækur hennar tólf stuttar, skemmtilegar og sjálfstæðar sögur af ýmsu tagi. Sumar sögunar koma inn á íslenska hefðir og siði. Til að létta fólki lesturinn eru erfið orð, spakmæli og orðasambönd útskýrð með tilvísunum. Og allt á íslensku. Auk þess er ein handteiknuð mynd sem fylgir hverri sögu og styður við tilvísanirnar.

Fyrsti yfirlesari sem kom með ábendingar er kona sem flutti til landsins árið 1995. Hún er myndlistamaður að mennt og segist hafa lært meira í íslensku við lestur bókanna. Auk þess sem kennarar aðstoðuðu við gerð bókanna.

Mannlíf spurði Kristínu hvar sé hægt að nálgast bækurnar og hvernig þeim hafi verið tekið.

„Ég sjálf sel bækurnar og þeim hefur verið tekið vel á bókasöfnun, grunnskólum, framhaldsskólum, tungumála skólum, leikskólum, fyrirtækjum og einstaklingum. Ég hef verið að kynna mig síðan í fyrra á hinum ýmsu stöðum á landinu, sem hefur gengið vel.“

Kristín segist upprunalega hafa skrifað bækurnar fyrir fullorðna en segir að krakkar 10 ára og eldri geti einnig notað þær.

„Bækurnar eru sérstaklega skrifaðar fyrir fólk af erlendum uppruna, sem er búið með grunninn. Ætlunin var að að skrifa fyrir fullorðinsfræðsluna en krakkar frá 10 ára aldri geta lesið sögurnar, sér til skemmtunar og sem námsefni. Það getur gerst að fólk af erlendum uppruna skilja ekki heimamenn þegar þeir tala hratt og óskýrt, svo er erfitt fyrir fólk að finna hvað orðin þýða sérstaklega þegar þau fallbeygjast.“

Andlát: Pétur Þór Gunnarsson

Pét­ur Þór Gunn­ars­son er látinn.

Hann fædd­ist í Vest­manna­eyj­um, 12. sept­em­ber árið 1958; hann lést á Grund þann 28. júní síðastliðinn eft­ir erfið veik­indi.

Móðir Pét­urs er Ásta Guðbjörg Þór­ar­ins­dótt­ir, fædd árið 1938; eig­inmaður henn­ar er Guðmund­ur Karls­son, fæddur árið 1936.

Faðir Pét­urs er Gunn­ar Rún­ar Pét­urs­son, var hann fæddur árið 1938, en lést árið 2017.

Eig­in­kona Pét­urs er Erna Flygenring.

Blessuð sé minning Péturs Þórs.

Agnar Guðnason er látinn

Agnar Guðnason lést á hjúkrunarheimilinu Eir 10. júlí síðastliðinn, 97 ára að aldri.

Agnar, sem lengi var ráðunautur Búnaðarfélags Íslands og stofnandi Bændaferða, fæddist 13. febrúar 1927. Foreldrar hans voru Guðrún Eyjólfsson sem var verkstjóri við Gasstöðina í Reykjavík og húsmóðirin Sigrún Sigurðardóttir en Agnar var yngstur átta barna foreldra sinna en faðir hans átti fyrir einn son.

Árið 1945 kláraði Agnar búfræðinám sitt á Hólum, lauk prófi frá Búnaðarskólanum í Tune í Danmörku árið 1947 og þremur árum síðar búfræðikandídat frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir nám starfaði Agnar við rannsóknir í landbúnaði í Noregi og á Íslandi og var kennari við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði 1952 til 1953 og ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands 1954 til 1975. Á árunum 1975 til 1985 var hann svo blaðafulltrúi Bændasamtakanna og frá árinu 1984 var hann yfirmatsmaður garðávaxta. Þá var hann einnig í ritaranefnd Norrænu bændasamtakanna frá 1964 sem og ritari Íslandsdeilsar samtakanna.

Agnar átti aukreitis farsælan fjölmiðlaferil en frá 1960 til 1974 var hann ritstjóri Handbókar bænda og meðritstjóri búnaðarblaðsins Freys í tvö ár, auk þess sem hann skrifaði bæklinga og fjölmargar blaðagreinar. Til fjölda ára var Agnar einnig landsþekktur útvarpsmaður en hann sá um fræðslu- og skemmtiþætti í útvarpinu, svo eitthvað sé nefnt. Árið 1965 stofnaði hann ferðaskrifstofuna Bændaferðir og í 40 ár ferðaðist hann til fjöli landa með þúsundir Íslendinga.

Agnar kvæntist eiginkonu sinni, Fjólu H. Guðjónsdóttur, fædd 7. september 1926, dáin 12 janúar 2021, árið 1953 en áður hafði hann verið giftur Ödu Christiensen frá 1949 til 1952. Saman áttu Agnar og Fjóla þrjá syni, þá Guðjón Sverri, fæddur 1954, Guðna Rúnar, fæddur 1956 og Hilmar Örn, fæddur 1960. Stjúpdórttir þeirra heitir Anna Lillian Björgvinsdóttir, fædd 1948. Agnar átti svo dótturina Ullu Gudnason úr fyrra hjónabandi en hún er fædd 1950 og er alin upp í Danmörku. Þá eiga þau átján barnabörn og þrettán barnabarnabörn.

Útför Agn­ars verður gerð frá Áskirkju í Reykja­vík 23. júlí næst­kom­andi kl. 13.

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Grínistinn og leikarinn Bob Newhart er látinn: „Ég mun aldrei gleyma þér!“

Bob Newhart lést í gær. Leikarinn var 94 ára gamall.

Newhart, sem dó á heimili sínu í Los Angeles 94 ára að aldri, er minnst af þeim sem unnu við hlið hans í Hollywood og þeim sem dáðust að honum úr fjarska. Newhart verður að sjálfsögðu minnst að eilífu fyrir framkomu hans í The Ed Sullivan Show og uppistandsgrínplötu hans, The Button-Down Mind of Bob Newhart, sem varð sú fyrsta í sinni tegund til að komast í fyrsta sæti Billboard-listans. Platan færði honum einnig tvenn GRAMMY-verðlaun fyrir plötu ársins og besti nýi flytjandinn.

Hann hlaut Emmy-tilnefningu og Peabody-verðlaun fyrir fjölbreytta þætti sína, The Bob Newhart Show, auk þess sem hann átti fjölda eftirminnilegra innkomur í kvikmyndir, eins og í jólaklassíkinni eftir Will Ferrell árið 2003, Elf.

Í yfirlýsingu til ET sagði ER-stjarnan Noah Wyle: „Hetjur valda oft vonbrigðum þegar þú hittir þær. Bob gerði það ekki. Ég mun vera ævinlega þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að eyða með honum – hlæjandi, á ferðalögum, hlusta á sögur og reyna að bjarga heiminum. Ég sameinast fjölda þeirra sem syrgja andlát hans. Himnaríki varð nú miklu fyndnara.“

Þá minntist leikkonan Kaley Cuoco hans en Bob lék í sex þáttum The Big Bang Theory þar sem Cuoco lék einnig. „Ég mun aldrei gleyma þér, Bob! Þakka þér fyrir að láta drauma okkar rætast!“ skrifaði hún yfir mynd af leikarahópnum ásamt brosandi Newhart.“

 

Segir eitt ekki yfir alla ganga: „Landslög gilda oft ekki um valdhafa sem geta forðast ábyrgð“

Björn Leví Gunnarsson þingmaður

Björn Leví Gunnarsson segir alþjóðalög gilda aðallega um alla aðra en stærstu þjóðirnar.

Píratinn Björn Leví Gunnarsson skrifar stutta en djúpa Facebook-færslu þar sem hann spyr góðrar spurningar:

„Einföld pæling, af hverju eru þjóðir sem ráðast á aðrar þjóðir ekki sjálfkrafa útilokaðar frá alþjóðlegu umhverfi? Ólympíuleikum, viðskiptum, … svona svipað og að setja krakka í hvíld til þess að róa sig.“

Og Björn Leví veit svarið:

„Einfalda svarið er að þjóðirnar með neitunarvald í öryggisráðinu vilja hafa möguleikann á því að það sé hægt án teljandi afleiðinga.
Það er nefnilega þannig að alþjóðalög gilda aðallega bara um aðra en þá stóru. Svipað eins og landslög gilda oft ekki um valdhafa sem geta forðast alls konar ábyrgð.“

Alþjóðlega kerfisbilunin – Þjónusta Landsbankans komin í lag

Höfuðstöðvar Landsbankans - Mynd: Landsbankinn

Alþjóðleg kerfisbilun lamar heiminn: „Vegna bilunar í hugbúnaðaruppfærslu en ekki netárásar“

Kerfisbilun í hugbúnaði Microsoft veldur nú vandræðum víða um heim.

Flugvélar hafa verið kyrrsettar víða erlendis og má því búast við töfum vegna kerfisbilunar í hugbúnaði Microsoft. Einnig liggja greiðslukerfi stórra banka niðri og fjölmiðillinn Sky News datt út um tíma en er nú aftur kominn í loftið. Þá hefur lestarkerfið í Bretlandi orðið fyrir áhrifum auk þess sem ástralska fjarskiptafyrirtækið Telstra Group hefur einnig orðið fyrir vandræðum vegna bilunarinnar. Þá hefur stærsta gámastöð Póllands í Gdansk, Baltic Hub, stöðvað starfsemi sína og biður þau fyrirtæki sem nýtir sér þjónustu sína, um að bíða með að senda gámana til hafnar. Listinn er alls ekki tæmandi.

Samkvæmt frétt RÚV er verið að athuga með áhrifin hér á landi en þjónusta í útibúum Landsbankans liggur niðri sem og hraðbankar bankans. Enn er þó hægt að nota greiðslukort. Appið liggur aukreitis niðri og ekki er hægt að skrá sig inn í netbankann.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir á Facebook að netöryggissveitin CERTIS sé að kanna áhrifin hérlendis og tekur fram að ekki sé um netárás að ræða.

Færsla Áslaugar:

„Kerfisbilunin sem hefur áhrif nú víða um heim er vegna bilunar í hugbúnaðaruppfærslu en ekki netárásar. Fyrirtækin sem um ræðir hafa mjög sterka stöðu á markaði um allan heim og því líklegt að einhverra áhrifa muni gæta hérlendis. Verið er að kanna áhrifin innanlands núna af CERTIS netöryggissveitinni okkar og við erum vakandi yfir þessu til að geta brugðist við þeim truflunum sem þetta kann að valda.“

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum: „Hafa haft mikil áhrif á okkur alla“

Jökull Júlíusson. Ljósmynd: Aðsend

Hljómsveitin KALEO gaf í nótt út lagið USA Today, lag sem tekur á byssuárásum í Ameríku og ofbeldi tengdum skotvopnum.   

Lagið var samið og framleitt af Jökli Júlíussyni og framleitt af Jökli ásamt Shawn Everett og Eddie Spear. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni. Lagið er gefið út í kjölfar skotárásarinnar á Donald Trump þar sem saklaus áhorfandi lét lífið. Fyrir KALEO þá er lagið ádeila á síendurteknar skotárásir sem eiga sér stað í Bandaríkjunum. KALEO mun jafnframt gefa hluta af tekjum lagsins USA Today til samtakanna Everytown sem eru samtök sem berjast gegn skotrárásum og ofbeldi tengdum skotvopnum. Hægt er að fræðast nánar um Everytown á vefsvæðinu everytown.org. 

Jökull Júlíusson segir:
„Þetta lag fangar þann hræðilega veruleika skotárása og ofbeldis sem við höfum upplifað undanfarinn áratug í Bandaríkjunum, landi þar sem við höfum búið og túrað. Þessar skotárásir hafa haft mikil áhrif á okkur alla. Nú síðast tilgangslaus skotárás í Pennsylvaníufylki þar sem saklaus maður lét lífið. Við vonum að nú sé komið að breytingum og mikilvægar og nauðsynlegar breytingar á verði gerðar á lögum um skotvopn í Bandaríkjunum. Hugur okkar er hjá fjölskyldu mannsins sem skotinn var til bana um helgina og allra annara sem eiga um sárt að binda vegna tilgangslauss ofbeldis um heim allan.“

KALEO er nú á hljómleikaferðalagi um Norður Ameríku og Evrópu.  

Frekari upplýsingar hér

Lagið má finna á Spotify hér

Arnór er meistari heilsunnar – Veit allt um kuldaböð, öndun, kakóathafnir og ómheilun

Arnór Sveinsson. Ljósmynd: Aðsend

Nýjasti gestur Gunnar og Arnórs í Alkasti Þvottahússins er engin annar en meistarinn Arn­ór Sveins­son heilsukennari. Arnór er búinn að nema hin og þessi fræði tengd kulda, öndun, kakóathöfnum og hljóð eða óm heilun. 

Í viðtalinu var farið um víðan völl en þar sem Arnór hefur komið í þáttinn áður þar sem hann fór yfir sögu sína var stefnan frekar tekin á tæknilegu hlið þessara iðkana sem Arnór kennir. Það var auðvitað byrjað á kuldanum en kuldaböð hafa notið gríðarlegra vinsælda hér á landi síðustu ár og virðist áhugi fólks á kulda sem heilsubót bara fara vaxandi. Arnór fór yfir í viðtalinu á skilgreinilegan hátt hvernig heilastarfsemin milli framheilans, tilfinningar heilans og frumheilans eða eðlu heilans eins og hann kallar það á sér stað. Það að líkaminn verðlauni þann sem kemst í kuldann og nær stjórn á öndun sinni með boðefnum sem veita okkur gleði og vellíðan. Bólguminnkun er einnig stór þáttur í þessari jöfnu vill Arnór meina og talar tölfræðin algjörlega sínu máli þar, þar sem gríðarlegur fjöldi fólks segist hafa læknast af hinum og þessum stoðkerfisverkjum með hjálp kulda og réttrar öndunar.

Arnór Sveinsson.
Ljósmynd: Aðsend

Talið barst að öndun og Arnór lítur þessa kennslu sína hvað snertir öndun vera algjöran grunn að góðri heilsu. Segir hann að með því að þjálfa öndunina og auka neföndun þá nái lungun að koma mun meira súrefni til allra fruma sem er í raun lykilatriði að heilbrigðri starfsemi líkamans. Sé öndunin útfærð á réttan hátt, veitir það stuðning við taugakerfið, róar hugann og kemur líkamanum í ástand þar sem hann fer að lækna sig sjálfur eins og honum er ætlað, segir Arnór. 

Í öndunartímum hjá sér verður Arnór oft var við að það losnar um spennu sem hann vill meina að geti verið afleðingar hinna og þessara áfalla í þessu lífi sem og lífi margra kynslóða aftur. Hann horfir upp á karla og konur gráta og hlæja nánast óstjórnlega í kjölfar þessara æfinga sem orsakar að miklu fargi er létt af viðkomandi. Sama gildir með teygjur og talaði Arnór um mjaðmirnar sérstaklega en þar tengist þessi efri og neðri líkami. Psoas-vöðvarnir liggja þarna og tengja saman efri og neðri líkama og séu þeir stirðir og stífir eins og svo oft er hjá kyrrsetufólki sérstaklega, orsaki það mjóbaksverkir sem erfitt er að eiga við nema að rót vandans sé skoðuð sem í raun liggur ekki í mjóbaki heldur í mjöðmunum. Gunnar  minnti hann á síðasta tíma sem hann fór til Arnórs í byrjun desember 2022 en þar var áherslan lögð á mjaðmaopnun í eina tvo klukkutíma. Eftir tímann veiktist Gunnar strax um kvöldið og lá með hita í heila viku en það merkilega er að síðan þá hefur Gunnar ekki einu sinni fengið flensu eða kvef. 

Hvað varðar kakóið þá segir Arnór að það opni æðakerfið og bókstaflega sem og í andlegri meiningu opnar hjartað ásamt að kakóið er gríðarlega ríkt af andoxunarefnum sem minnkar myndun sindurefna í húðinni en það eru efni sem hraða öldrun húðarinnar með niðurbroti á kollageni og skemmdum á húðfrumum. 

Þegar að Arnór hefur komið þeim sem sitja námskeiðin eða tímana í ró og slökun bætir hann hljóðheilun inn sem kemur bæði huga og líkama í algjöra slökun. Hljóðtíðnin sem hann nær að framkalla með tíbeskum skálum verða eitt með líkama og huga, endurstillir alla tíðni líkamans. Og eins hann vill meina þá er líkaminn í raun ekki í föstu formi nema í einhverju brot úr prósentu og því má segja að efnislíkaminn og hugur sé í raun bara tíðni og orka.

Arnór Sveinsson.
Ljósmynd: Aðsend

Talið barst að hugvíkkandi efnum eins og svo oft áður en Arnór segir að þau séu fínt verkfæri í stórum sem og í smáum skömmtum en að það sé ríkt í okkur að stökkva á þá lest með óraunhæfar væntingar og kröfur. Segir hann að grunnurinn sem einmitt snýr að öndun, hreyfingu og hreinu mataræði sé algjör nauðsyn ef maður ætli sér að fara veg hugvíkkandi efna. Hann segir þetta heyra saman, hugvíkkandi efni eins og Psilocybin sveppurinn og ábyrgð einstaklingsins hvað varðar lífstílsbreytingar. 

Allt þetta og ótal margt meira var rætt um í þessu viðtali og vilja Alkastsmenn hvetja alla sem hafa áhuga á heilsu eða þeim sem eru að glíma við kviða, þunglyndi eða aðrar geðraskanir að hlusta vel og taka það sem kemur þarna fram virkilega til sín. 

Þau sem vilja kynna sér það sem Arnór hefur upp á að bjóða geta séð það á https://anda.is

Þetta magnaða viðtal við Arnór Sveinsson má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subscribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Sjálfsvígsbréfi Ingva Hrafns haldið frá föður hans – Umboðsmaður skipar lögreglu að afhenda gögn

Ingvi Hrafn Tómasson lést á Litla Hrauni

Umboðsmaður Alþingis krefur Lögregluna á Suðurlandi skýringa á því hvers vegna Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonars síns, Ingva Hrafns Tómassonar sem tók líf sitt eftir að hafa verið handtekinn á Vernd og læstur inni á Litla-Hrauni.

Tómas Ingvason

Faðir fangans krafðist þess að fá afhent kveðjubréf sonar síns en lögreglan sendi honum texta úr hluta bréfsins en hafnaði því að faðirinn fengi bréfið í heild sinni. Í framhaldinu klagaði Tómas til Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður hefur nú fyrirskipað lögreglunni á Suðurlandi að gefa Tómasi skýringar um það á hvaða lagagrundvelli honum er neitað um gögnin. Þá eigi lögreglan að afhenda honum umbeðin gögn málsins fyrir 12. ágúst.

„Ég veit ekki hvað lögreglan er að fela,“ segir Tómas við Mannlíf í morgun og fagnar því að Umboðsmaður komi að málinu.

Bréf Umboðsmanns

Tómas hefur gert alvarlegar athugasemdir við handtöku sonar síns sem dvaldi á Vernd. Einföld kæra varð til þess að lögreglan sendi vopnaða sérsveitarmenn til að handtaka Ingva Hrafn og koma honum á Litla Hraun þar sem hann var sviptur frelsi sínu. Fanginn hafði glímt við andlega erfiðleika og óskaði eftir hjálp á föstudegi. Honum var sagt að bíða til mánudags. Hann tók líf sitt á sunnudegi þegar hann átti að njóta verndar yfirvalda sen höfðu hann í haldi.

Tómas krefst þess að andlát sonar síns verði rannsakað með hliðsjón af ábyrgð yfirvalda. Skýringa verði leitað á þeirri hörku sem átti sér stað við handtöku hans. Þá verði fangelsismálayfirvöld kölluð til ábyrgðar vegna andláts fangans.

Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur tekið að sér að gæta hagsmuan Tómasar í þessu máli.

 

Dólgslæti Ómars

Ómar R. Valdimarsson lögmaður

Ómar R. Valdimarsson lögmaður á að baki nokkur fjölda brota í starfi sínu sem lögmaður þar sem hann er ýmist áminntur eða sakfelldur fyrir að brjóta gegn skjólstæðingum sínum eða öðrum. Ekki er langt síðan undirréttur dæmdi Ómar fyrir að hafa bætur af konu sem slasaðist. Honum var gert með dómi að endurgreiða konunni. Seinna var hann sakfelldur af Neytendastofu fyrir að hlunnfara flugfarþega sem hann ætlaði að sækja bætur fyrir.

Nýjasta málið sem snýr að siðferði Ómars var tekið fyrir af Úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands. Það mál gengur út á það að Ómar stóð í stríði við Sigríði Hjaltsested dómara vegna málsvarnalauna sinna í máli sem kennt er við Bankastræti club þar sem hann var verjandi Alexanders Mána Björnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir tilraunir til manndráps. Sigríður héraðsdómari taldi að 7,8 milljónir til handa Ómari væru hæfileg málsvarnarlaun en Ómar hafði krafist þess að fá um 40 prósent hærri upphæð eða um 11 milljónir króna fyrir viðvik sín í þágu Alexanders.

Ómar hegðaði sér dólgslega í framhaldi úrksurðarins um málsvarnarlaun og bauð dómaranum meðal annars að ákveða hvaða starfsmann hann myndi reka vegna meintrar skerðingar. Þá hafði hann uppi mótmæli í dómnum með því að mæta ekki þegar málefni skjólstæðings hans var á dagskrá. Þá reyndi Ómar að efna til samblásturs gegn dómaranum með því að fá aðra lögmenn til að berjast gegn dómaranum með sér. Úrskurðarnefnd sagði hann sekan og veitti honum tiltal fyrir framgönguna.

Einhverjir velta fyrir sér hve alvarleg brot lögmannsins umdeilda og sakfellda þurfi að vera til að hann verði sviptur réttindum sínum vegna brota gagnvart þeim sem síst skyldi. Aðrir vorkenna honum vegna þeirra erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum í einkalífi og starfi …

 

 

 

Þóttist vera kona í Stefnumótasímanum og kúgaði fé út úr tveimur mönnum

Árið 1993 kom upp ansi sérstakt fjárkúgunarmál á Íslandi. Var þá tæplega fertugur maður ákærður fyrir að hafa fé af tveimur mönnum en aðferðin sem hann notaði var öðruvísi en áður þekktist.

Maðurinn hljóðritaði sem sagt símtöl mannanna í svokölluðum Stefnumótasímanum, þar sem fólk gat skilið eftir símanúmer sín og spjallað við einstaklinga sem voru að leita að stefnumóti. Þóttist maðurinn vera kvenmaður þegar mennirnir tveir hringdu en í símtölunum sögðu þeir honum frá óskum sínum á kynlífssviðinu og fleiri persónuupplýsingum. Náði hann út úr þeim sitt hvorum 50.000 krónum sem í dag væru um 189.954 krónur í dag, með því að hóta að segja eiginkonu annars þeirra frá samtalinu og senda upptöku af samtalinu til bæjarins sem hinn bjó í.

DV skrifaði frétt um málið á sínum tíma sem lesa má hér:

Ákærðu fyrir að hafa fé af tveimur mönnum:

Hótaði að segja frá kynlífsóskum og framhjáhaldi

– Hljóðritaði símtöl í Stefnumótasímanum

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum manni fyrir fjárkúgun. Manninum er gefið að sök að hafa snemma árs 1993 hljóðritað samtöl í Stefnumótasímanum. Í samtölunum komu fram ýmsar upplýsingar manna um sjálfa sig, óskir þeirra á kynlífssviði og jafnvel fullyrðingar um framhjáhald. Upplýsingarnar fékk hann meðal annars með því að leika kvenmann í símann. Þannig fékk hann þá til að greiða fé inn á bankareikning sinn. Tók hann peningana út og nýtti sér. Þannig fékk hann mann til að greiða þann 21. apríl síðastliðinn 50 þúsund krónur inn á sparisjóðsreikning í Íslandsbanka gegn hótun um að segja annars eiginkonu mannsins og samkeppnisaðila frá samtalinu. Á sama hátt fékk hann annan mann til að greiða 50 þúsund krónur inn á sama reikning þann 30. apríl gegn hótun um að senda segulbandsspólur til bæjarins sem hann var búsettur í. Í ákærunni er þess krafist að maðurinn verði látinn sæta refsingu samkvæmt 251. grein hegningarlaga en brot á þeirri grein varðar 6 ára fangelsi. Einnig krefjast þeir aðilar sem brotið var gegn samtals 100 þúsunda króna skaðabóta úr hendi mannsins. 

Whoopi Goldberg dreifði ösku móður sinnar í Disneylandi: „Enginn ætti að gera þetta“

Whoopi Goldberg

Whoopi Goldberg opinberaði nýlega sjokkerandi upplýsingar um það hvað hún gerði við ösku móður sinnar.

Leikkonan og þáttastjórnandinn Whoopi Goldberg (68), var nýverið í viðtali í þættinum Late Night With Seth Meyers en þar kom hún með nokkuð sjokkerandi upplýsingar. Sagði hún frá því hvernig hún hafi dreift ösku móður sinnar í Disneyland-skemmtigarðinum í Anaheim, Kaliforníu. Móðir hennar, Emma Harris, lést eftir heilablóðfall árið 2010.

„Enginn ætti að gera þetta,“ varaði Goldberg áhorfendur. „Ekki gera þetta.“

Leikkonan skemmtilega útskýri að hún hefði dreift öskunni í skemmtigarðinum vegna þess að mamma hennar „elskaði Disneyland“.

„Þegar ég var krakki var heimssýningin (e. World´s fair) hér og það var kynningin á Small World,“ sagði hún. Hin löngu ástsæla It’s a Small World skemmtiatriði var fyrst kynnt á heimssýningunni í New York 1964-1965 og síðar flutt til Disneyland, þar sem það opnaði í maí 1966.

„Hún elskaði Small World,“ sagði Goldberg um móður sína.

Sister Act leikkonan sagði að hún myndi „af og til“ taka upp smá ösku á meðan hún var á ferð og þykjast hósta hátt og láta eins og hún væri kvefuð.

„Ég myndi segja: „Guð minn góður, þetta kvef versnar og versnar,“ sagði hún í gríni. „Síðan komum við að blómunum þar sem stendur „Disneyland“ og ég sagði „Ó, sjáðu þetta,“ hélt hún áfram.

Stuttu síðar hugsaði Goldberg betur um ákvörðun sína og upplýsti yfirmenn garðsins um hvað hún hefði gert.

„Ég vildi vera viss um að ég hefði ekki gert eitthvað sem væri hættulegt,“ viðurkenndi hún. „Það hafði ekki hvarflað að mér, en það er ástæða fyrir því að þeir vilja ekki að aska bara fljóti um.“

Goldberg segir frá þessari sögu og mörgum öðrum í endurminningum sínum, Bits and Pieces: My Mother, My Brother, and Me, sem kom út í maí. Bróðir hennar, Clyde, lést árið 2015 af völdum æðagúls í heila.

„Þetta er í raun ástarbréf til foreldra minna og fólksins sem ól mig upp til að vera – elskaðu mig eða hataðu mig – þau ólu mig upp til að vera nokkuð almennileg manneskja,“ sagði hún við gestgjafann Seth Meyers. „Ég er ekki alltaf almennileg, ekki alltaf, en oftast.“

 

Magnús Már Kristjánsson prófessor er fallinn frá

Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, er látinn. Hann var 66 ára að aldri.

Magnús Már Kristjánsson
Ljósmynd: Facebook

Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson tilkynnti andlát Magnúsar í Facebook-færslu þar sem hann þakkar honum fyrir störf sín við skólann.

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, minn­ist Magnús­ar í færslu á Face­book-síðu sinni og þakk­ar hon­um fyr­ir störf sín í þágu skól­ans.

Magnús fædd­ist í Reykja­vík þann 27. ág­úst 1957. Hann lauk stúd­ents­prófið frá Mennta­skól­an­um við Tjörn­ina 1977, BS-prófi í mat­væla­fræði við Há­skóla Íslands 1980, meist­ara­gráðu í mat­væla­efna­fræði frá Kali­forn­íu­há­skóla Dav­is árið 1983 og doktors­gráðu frá Cornell-há­skóla í sömu grein árið 1988. Kemur þetta fram í tilkynningu Jóns Atla.

Þar kemur einnig fram að Magnús hafi starfað sem sérfræðingur við Danmarks Tekniske Univesitet frá 1988 til 1991 á sviði sjávarlíftæknis. Síðar varð hann sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands frá 1991 til 1994 og fræðimaður í fjögur ár eftir það.

Hlaut Magnús dósentsstöðu við Háskóla Íslands í matvælaefnafræði árið 1999 og gegndi þeirri stöðu til 2008. Í ár eftir það gegnd hann stöðu dósents í lífefnafræði og síðan pófessorstöðu frá 2009. Þá var hann deildarstjóri lífefnafræðideildar Raunvísindastofnunar frá 2009 til 2022 og vann auk þess sem gestakennari í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi.

Í samstarfi við vísindamenn á Íslandi og erlendis, rannsakaði Magnús próteinkjúfa úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda. Með þeim rannsóknum skoðaði hann byggingar kulavirkra ensíma og hvötunargetu þeirra. Hafa rannsóknirnar varpað ljósi á hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði.

 

Hjóla í formann Fjölskylduhjálparinnar: „Eins og skoðanir rasistans séu bláköld staðreynd“

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Bragi Páll Sigurðarson hjólar í Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar Íslands og blaðamann Vísis vegna fréttar þar sem Ásgerður segist vera með sérdaga fyrir Íslendinga þegar hún útdeilir matargjöfum, vegna hótana og yfirgangs erlendra aðila. Lögmaður tekur undir orð rithöfundarins.

Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson lætur formann Fjölskylduhjálpar Íslands og Vísi heyra það í nýrri Facebook-færslu sem hann skrifaði við frétt Vísis þar sem vitnað er í viðtal við Ásgerði Jónu Flosadóttur.

„Landsfrægur rasisti er einhverra hluta vegna fenginn í viðtal á útvarpsstöð. Segir þar rasískt kjaftæði og elur á fordómum gagnvart fólki í brjálæðislega viðkvæmri stöðu. Fúskari skrifar frétt eins og skoðanir rasistans séu bláköld staðreynd og viti menn, allir háværustu rasistar landsins droppa við í kommentakerfinu og frussa út hræddum og illa upplýstum skoðunum.“ Þannig hefst harðorð færsla Braga Páls og heldur svo áfram:

„Mikil er ábyrgð fjölmiðlafólks að ala ekki á fordómum. Mikil er ábyrgð ritstjóra að krefjast vandaðra vinnubragða. Sumt fólk er einfaldlega búið að stimpla sig út sem marktækir viðmælendur. Gefum óttanum ekki sviðið.“

Að lokum segir Bragi Páll að vandamálið sé ekki „brún fólk að flýja stríð“.

„Þær fjölskyldur sem þurfa á fjölskylduhjálp að halda eru fórnarlömb kapítalismans. Misskiptingin, græðgin og óheft, sívaxandi stéttaskipting eru vandamálin. Ekki brúnt fólk að flýja stríð. Það er til skítnóg af seðlum en þeir fara í fáa vasa. Restin af ykkur eru launaþrælar. Millarnir eru rótin. Beinið reiði ykkar að þeim sem skapa vandann, ekki að fórnarlömbunum.“

Undir færsluna tekur lögmaðurinn Oddur Ástráðsson en hann segir að haturorðræða sé orðin meira áberandi hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar og að formaður Fjölskylduhjálpar „höggvi í sama knérunn“. Hér fyrir neðan má sjá athugasemd Odds í heild sinni:

„Í tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins er hatursorðræða skilgreind sem: „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur sem byggist á umburðarleysi, þar á meðal umburðarleysi sem er tjáð með herskárri/óvæginni þjóðræknisstefnu/þjóðernishyggju eða þjóðhverfum sjónarmiðum, mismunun og fjandskap gegn minnihlutahópum, farandverkafólki og fólki af erlendum uppruna.“
Einn æðsti handhafi ákæruvalds í íslenskri stjórnsýslu tjáði sig í fréttaviðtali á Vísi í vikunni um dóm yfir manni sem hafði áreitt hann og fjölskyldu hans um árabil og viðhaft alvarlegar hótanir. Vitaskuld á enginn að þurfa að þola slíka framkomu eða ástand.
Í grein Vísis er haft eftir ákærandanum að „við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum“ og „að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála“.
Það að heimfæra glæpsamlega háttsemi eins manns upp á hóp fólks, sem hefur ekkert til saka unnið, og kenna menningu óskilgreinds hóps fólks af erlendum uppruna um sömu glæpi er ekkert annað en hatursorðræða. Það að maður sem gegnir mikilvægri trúnaðarstöðu innan réttarvörslukerfisins viðhafi slíka orðræðu er stóralvarlegt og miklu frekar til þess fallið að spilla okkar samfélagi en að hingað flytjist fólk úr ólíkum menningarheimum.
Fjölskylduhjálparkonan heggur hér í sama knérunn.
Það er verið að normalísera svona orðræðu – með því að meginstraumsfjölmiðlar hleypa henni ósíað að og með því að fólk í áhrifa- og valdastöðum leyfir sér að viðhafa hana óáreitt. Skríllinn eltir svo.“

Diddú var örugglega Ítali í fyrra lífi: „Ég er alin upp í mikilli matarást“

Diddú er afar hláturmild kona. Ljósmynd: Þráinn Kolbeinsson

Söngdíva Íslands, Diddú er í forsíðuviðtali í nýjasta blaði Víns og matar, sem Mannlíf gefur út. Hér má sjá brot úr viðtalinu.

Við gengum inn í eldhúsið, þar sem hún var búin að baka focaccia-brauð sem var snætt með burrata-osti og ansjósum, aspaspasta með reyktum silungi og fallegu salati með fíkjum. Inni í þessu litla, krúttlega eldhúsi var allt eins og hún – sérstakt, fullt af bókum, barnaleikföngum og týpulegum skrautmunum. Allir hlutir eiga sinn stað, en kannski ekki alltaf sama staðinn – svolítið eins og Diddú. Hún var eins og ég hafði ímyndað mér hana, nema svo miklu mannlegri, hún sýndi manninum sínum svo mikinn kærleika og henni þykir hann greinilega enn jafn fyndinn og þegar þau kynntust á jólaballi fyrir næstum 50 árum, þar sem hún settist í fangið hans og eins og hún sagði „og ég sit þar enn“, með stóra brosið sitt sem við þekkjum öll.

ÖRUGGLEGA ÍTALI Í FYRRA LÍFI

Næst berst tal okkar að mat og ekki örlaði á hiki þegar ég spurði hana hvaðan mataráhrifin kæmu; „Nú frá Ítalíu, ég held að ég hafi verið þar í fyrra lífi. Ítalía talar svo sterkt til mín og djúpt inn í sálina. Ég bjó þar í rúmt ár með Kela og stelpunum þegar ég var í námi og mér fannst ég komin heim og menningin höfðaði sterkt til mín; maturinn, fólkið og tónlistin. Til samanburðar þá bjó ég í sex ár í Bretlandi, en fann aldrei þá tengingu sem ég fann fyrir á Ítalíu. Kannski tengist það líka því að pabbi minn var alltaf syngjandi ítalskar aríur þegar ég var að alast upp og til stóð að hann færi til Ítalíu í söngnám. Það var búið að finna styrktaraðila fyrir hann, en hann lærði söng hjá Sigurði „gamla“ Demetz sem vildi senda hann til Ítalíu. Nema þá guggnaði pabbi á að fara því mamma var orðin ófrísk að engri annarri en mér. Svo ég var eiginlega ástæða þess að pabbi fór ekki út,“ segir Diddú með sínum dillandi hlátri og bætir við að pabbi hennar hafi verið með mjög ítalskt skapferli; ástríðufullur og ör. „Föðuramma mín var dönsk og allt hennar slekt var mikið matarfólk, svo ég er alin upp í mikilli matarást og mér þykir matur og tónlist bráðna svo vel saman, því það tengir fólk saman í gleði. Ég fæ svo mikla útrás fyrir sköpun í eldhúsinu og ég elska að elda og halda stór matarboð, það er auðvitað mjög ítalskt, þar sem allir koma saman, tala mikið og hátt og gleðin sem myndast í góðu boði er engri lík.“

Hægt er að lesa allt viðtalið við Diddú í nýjasta tölublaði Víns og matar hér.

Sýnir öll lögbrotin við brottflutning Yazans: „Ráðamenn fá ekki að brjóta á barnasáttmálanum!“ 

Yazan Tamimi vill búa á Íslandi - Mynd: Aðsend

Pétur Eggerz sýnir hvaða barnaverndarlög yrðu brotin ef hinn 11 ára gamli Yaz­an Aburajab Tamimi verður rekinn frá landinu eftir Verslunarmannahelgina.

Pétur Eggerz Pétursson heldur úti vinsælli Instagramsíðu þar sem hann birtir ljósmyndir og myndbönd úr lífi sínu. Undanfarnar vikur hefur hann þó einblínt á mótmæli gegn lögreglunni og réttindi Palestínumanna, sem hafa mörg hver slegið í gegn og verið deilt á samfélagsmiðlunum. Í gær birti hann myndband þar sem hann útskýrir hvaða ákvæði Barnaverndarlaga íslensk yfirvöld myndu brjóta, verði Yazan rekinn frá landinu í byrjun ágúst, líkt og stendur til.

„Þrátt fyrir það að íslenskum ráðamönnum hefur verið gert það deginum ljósara að það að setja Yasan upp í flugvél og fara með hann til Spánar setur hann í bráða lífshættu, þar sem langalgengasta dánarorsök einstaklinga með Duchene-sjúkdóminn er líkamlegt hnjask, þá stendur ennþá til að kasta honum úr landi eftir Verslunarmannahelgina,“ segir Pétur í upphafi myndskeiðsins. Fer hann síðan yfir þau lög sem brotin verða ef brottflutningurinn verður að veruleika. Við myndskeiðið skrifaði hann: „Ráðamenn fá ekki að brjóta á barnasáttmálanum!!“

Hér má sjá myndskeiðið:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pétur Eggerz (@petur_eggerz)

Palestínskur embættismaður gagnrýnir atkvæði Ísraela gegn tveggja ríkja lausninni

Hussein al-Sheikh, embættismaður palestínsku heimastjórnarinnar, segir að höfnun Knesset – þings Ísraels á sjálfstæðri Palestínu „staðfesti kynþáttafordóma hernámsríkisins og lítilsvirðingu þess við alþjóðalög og alþjóðlegt lögmæti, og kröfu þess um þá nálgun og stefnu að viðhalda hernáminu að eilífu.“

Þau lönd heimsins sem eru hikandi við að samþykkja ríki Palestínu „verða að viðurkenna það strax“ til að vernda tveggja ríkja lausnina, skrifaði hann á samfélagsmiðlum.

Ummæli hans komu eftir að ísraelska þingið samþykkti með yfirgnæfandi hætti ályktun sem hafnar stofnun palestínsks ríkis og sagði að það myndi „skapa tilvistarhættu“ fyrir Ísrael og „viðhalda deilu Ísraela og Palestínumanna og valda óstöðugleika á svæðinu“.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Hér má sjá útskýringu á tveggja ríkja lausninni:

Beljan sparkaði barninu þvert yfir fjósið: „Síðan átti ég aldrei bröndóttar kýr“

Bröndótt naut. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

„Það eru til og hafa alla tíð verið til bröndóttar kýr. Sumar þessara kúa hafa þótt illar í skapi og átti ég eitt sinn eina slíka,“ skrifar Ámundi Loftsson, fyrrverandi kúabóndi, um fyrirbærið bröndóttar kýr. Ámundi ritar þetta í athugasemd við þráð á Facebook þar sem spurt er hvort kýr geti verið bröndóttar rétt eins og kettir. Ámundi lýsir biturri reynslu sinni af einni slíkri mannýgri kú. „Svo bar við eitt sinn að dóttir mín Hulda, þá lítill stelpuangi kom í fjósið til pabba með glerkrukku og vildi fá spenvolga mjólk. Þá var ég að undirbúa mjaltir á þessari kú. Skipti þá engum togum að kýrin sparkaði stelpuskinninu þvert yfir fjósið með tilheyrandi skelk og gráti,“ skrifar Ámundi sem brást skjótt við og losaði sig við þá bröndóttu.

Ámundi Loftsson
„Varð þetta í síðasta skipti sem þessi kýr var mjólkuð, því að um klukkutíma síðar hafði ég skorið af henni hausinn. Síðan átti ég aldrei bröndóttar kýr,“ skrifaði Ámundi.
Fjöldi manns tók undir á þræðinum um tilvist bröndóttra kúa. Ekki hefur þó fengist staðfest að þær séu hættulegri en aðrar kýr.
Til fróðleiks má nefna að mikil litafjölbreytni er í einkennir kúastofninn, samkvæmt upplýsingum á nat.is. Kýrnar geta verið rauðar, svartar, kolóttar, skjöldóttar, bröndóttar, gráar, sægráar og svo mætti lengi telja. Samkvæmt hagtölum landbúnaðarins 2005 voru um 25 þúsund kýr á Ísland.

Raddir