Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Sigrún og Gestur stýra náttúrunni og orkunni

Sigrún og Gestur verða forstjórar

Sigrún Ágústsdóttir og Gestur Pálsson hafa verið skipuð sem forstjórar af Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. Gestur verður forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar og Sigrún Ágústsdóttir verður forstjóri Náttúruverndarstofnunar en þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu

Sigrún hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá 2020 og var þar á undan sviðsstjóri hjá stofnunni. Sigrún hefur sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, m.a. í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hefur hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil.

Eiginmaður Sigrúnar er Davíð Pálsson leiðsögumaður og eiga þau tvö börn.

Gestur hefur verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hefur hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland.Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hefur Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs – samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Lífsháski Ingu Sæland

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þykir vera öflug þar sem kemur að baráttumálum fyrir fátæka og aðra sem standa höllum fæti í lífinu. Hún á að baki sögu erfiðleika, fátæktar og veikinda. Inga var gestur í Æskuslóðum, nýjasta þætti Viktoríu Hermannsdóttur.

Þær stöllur fóru til Ólafsfjarðar ásamt tökuliði þar sem Inga sagði sögu sína. Hún lýsti því meðal annars þegar hún fékk heilahimnubólgu sem kornabarn á aðfangadagskvöld. Læknir var kallaður til í ofboði þar sem sýnt þótti að barnið væri deyjandi.  „Læknirinn kom og vottaði þeim samúð og sagði að því miður væri litla barnið að deyja. En það var seigt í mér,“ sagði Inga sem komst í gegnum heilahimnubólguna en missti sjónina að mestu.

Þættir Viktoríu eru einhverjir þeir bestu sem hafa komið fram í íslensku sjónvarpi undanfarið. Það eru félagarnir  Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, þekktir úr Hraðfréttum og víðar, sem leikstýra og framleiða þættina …

Þórdísi Kolbrúnu kennt um risagjaldþrot – Skagamenn ævareiðir vegna 3X

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Risagjaldþrot Skagans 3X á Akranesi er að hluta rakið til þess að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvað óvænt að loka sendiráði Íslands í Moskvu. Skaginn, sem framleiddi hátæknibúnað til matvælaframleiðslu, átti mikla hagsmuni í Rússlandi og var þar víða með viðskiptatengsl við matvælaframleiðendur.

Þegar lokun sendiráðsins var tilkynnt þann 9. júní í fyrra. Ákvörðunin kom langflestum í opna skjöldu. Talið er að ráðherrann hafi ekki rætt málið við aðra en Bjarna Benediktsson, formann flokksins. Hermt er að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi verið upplýst um málið seint að kveldi 8. júní og þá hafi ákvörðunin þegar verið tekin. Ísland er eina landið á meðal vestrænna þjóða sem greip til svo róttækra aðgerða. Aðrar þjóðir létu viðskiptabann nægja og nokkrar þjóðir hafa leynt og ljóst farið á bak við bannið.

Yfirvarp ráðherrans var það að það færi gegn for­gangs­röðun í ut­an­rík­isþjón­ustu Íslands að starf­rækja sendiskrif­stofu í Moskvu við nú­ver­andi aðstæður. „Ákvörðun um að leggja niður starf­semi sendi­ráðsins fel­ur ekki í sér slit á stjórn­mála­sam­bandi ríkj­anna. Um leið og aðstæður leyfa verður lögð áhersla á að hefja starf­semi sendi­ráðs Íslands í Moskvu á ný,“ seg­ir í til­kynn­ing­u utanríkisráðuneytisins á þessum tíma og fyrirsvar Íslands gagnvart Rússlandi færðist til utanríkisráðuneytisins.  Í kjöl­far fregn­anna í júní til­kynntu Rúss­ar að ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda myndi hafa af­leiðing­ar. Þetta kom strax í ljós þegar samskipti stjórnenda Skagans urðu að engu. Heimildarmaður Mannlífs orðaði þetta þannig að viðskiptatengslin hefðu gufað upp á einni nóttu. „Þá slitnuðu þræðirnur og hún sló þetta kalt með lokun sendiráðsins,“ segir hann og telur mikla heift vera hjá Rússum í garð Íslendinga.

Útlaginn Gunnar Bragi

Rússaviðskipti hafa áður haft áhrif í stjórnmálunum. Þau urðu Gunnari Braga Sveinssyni að falli sínum tíma. Gunnar Bragi er Skagfirðingur og naut náðar Þórólfs Halldórssonar kaupfélagsstjóra í Skagafirði. Þegar hann var utanríkisráðherra ákvað hann að setja viðskiptabann á Rússa vegna stríðsins á Krímskaga og framgöngu Rússa. Þetta kom afar illa við Kaupfélag Skagfirðinga sem átti mikla hagsmuni í útflutningi. Gunnar Bragi komst í ónáð og pólitískur ferill hans komst á endastöð. Hann gekk til liðs við Miðflokkinn og féll svo út af þingi við hrun flokksins.

Mikil reiði er í garð Þórdísar Kolbrúnar á Akranesi vegna slaufunar á Rússum. Þótt lokun Rússaviðskiptanna hafi aðeins verið hluti af vanda Skagans eru margir sem líta þannig á að aðgerðin hafi verið stór ástæða þess að 120 manns misstu vinnuna á Akranesi. Þetta er talið verða henni dýrkeypt. Fyrir seinustu kosningar var ætlunin sú að Þórdís færði sig í Kragann og stefndi á öruggt sæti á eftir formanninum. Þá hefði hún þurft að taka slaginn við Jón Gunnarsson en mætti öflugri mótspyrnu.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Plottið var að Jón yrði forstjóri Neyðarlínunnar og brautin því greið fyrir Þórdísi. Jón vildi ekkert með það starf hafa og gerði fólki grein fyrir að hvorugt þeirra myndi lifa af prófkjörsslag. Þórdís Kolbrún hrökk til baka og atti kappi við Harald Benediktsson um efsta sætið í Norðvesturkjördæmi og sigraði. Haraldur er nú bæjarstjóri á Akranesi en ekki hefur gróið um heilt eftir leiðtogaslaginn. Nú er umræðan sú að Þórdís muni færa sig í Kragann og verða arftaki Bjarna í því kjördæmi.

Ekki er víst að hrókering muni duga til að leysa vanda utanríkisráðherram. Vandinn er sá að það eru mun fleiri fyrirtæki sem blæðir vegna lokunar Rússlands. Flestir forsvarsmanna þeirra tala um frumhlaup Þórdísar Kolbrúnar sem hafi skákað litla Íslandi fram fyrir aðrar þjóðir og stórskaðað hagsmuni þjóðarinnar.

Ekið aftan á strætó

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekið var aftan á strætisvagn í Breiðholti í gærkvöld. Blessunarlega urðu engin slys á fólki.

Í miðborginni varð umferðaróhapp. Í ljós kom að sá sem olli óhappinu var ölvaður. Hann var handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Á sama svæði var brotist inn á veitingastað og verðmætum stolið.

Um 100 gámar voru brotnir upp í Hafnarfirði í gær. Óljóst er um tilgang verknaðarins eða hverju var stolið.

Í Hafnarfirði varð það slys að dráttarvélargálgi féll á ökla manns og slasaði hann. Maðurinn var fluttir á bráðamóttök til aðhlynningar.

Bílum Gauja litla og Baldvinu stolið: „Þetta er rosalegt sjokk“

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Árið 2004 var stórt ár fyrir bílþjófa samkvæmt fréttum DV frá þeim tíma.

Í október 2004 fjallaði DV um að þjófagengi sem sérhæfði sig í að stela Nissan Sunny-bílum en hægt að vera nota lykla þeirra í alla lása á sambærilegum bílum. Einn af þeim sem lentu í slíkum þjófnaði var Guðjón Sigmundsson, oft kallaður Gauji litli, en sem dæmi var sjö Nissan Sunny-bílum stolið í einni viku árið 2004.

„Þetta spyrst út um leið meðal krimmanna,“ segir lögreglumaðurinn Benedikt Lund við DV um málið.

Enn eitt Nissan málið

Baldvina Snælaugsdóttir lenti í því að hafa verið að lesa frétt DV um þjófagengið þegar bíl hennar var stolið. „Ég var að lesa um þjófnaðarfaraldurinn og sagði við dóttur mína að við þyrftum að passa upp á bílinn,“ sagði Baldvina við DV en hún kærði stuldinn til lögreglu. „Bíllinn er oftast lagður fyrir framan húsið og þegar ég stend upp sé ég að hann er horfinn. Það er hræðilegt að missa bílinn sinn. Löggan sagði bara: „Enn eitt Nissan-málið,“ og hristi hausinn,“ sagði hún einnig. „Svo hafði ég samband við tryggingafélagið en bíllinn er ekki í kaskó. Ég fékk líka óljós svör þegar ég sagði þeim frá þjófnaðinum. Þeir þóttust ekki kannast við að auðveldara væri að stela Nissan-bílum en öðrum. Þetta er rosalegt sjokk.“

Hún taldi að þetta hljóti að vera stórmál fyrir umboð Nissan á Íslandi, sem var Ingvar Helgason á þeim tíma.

„Þetta þýðir bara að fólk hætti að kaupa sér Nissan-bifreiðar.“

Yfirframleiðandi Kveiks yfirheyrður af lögreglu í símamáli Páls: „Ég hef ekkert að fela“

Páll Steingrímsson og Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks. Myndin er samsett

Arnar Þórisson, yfirframleiðandi fréttaskýringaþáttarains Kveiks og Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunnar og fyrrverandi ritstjóri Kveiks, voru nýerið yfirheyrð í símamáli Páls Steingrímssonar skipstjóra. Samkvæmt heimildum Mannlífs snýr rannsóknin að því hvort sími Páls hafi verið brotinn upp í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins og gögnum úr símanum deilt á aðra fjölmiðla. Gögnin sem síminn geymdi urðu grunnurinn að umfjöllun fjölmiðla um Skæruliðadeild Samherja. Ríkisútvarpið átti ekki frumkvæði að slíkri umfjöllun en tók málið upp eftur öðrum fjölmiðlum.

Arnar Þórisson yfirframleiðandi Kveiks.

Nýjar upplýsingar sem lögreglu bárust eru þær að fyrrverandi eiginkona Páls hafi rænt símanum af sjúkrabeði skipstjórans sem þá var meðvitundarlaus. Hún hafi svo farið með símann i höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins þar sem hann hafi verið brotinn upp. Þóra er með stöðu sakbornings í málinu en nafn Arnars hefur ekki komið upp áður. Arnar vildi sem minnst um málið tala þegar Mannlíf hafði samband við hann. Hann taldi rannsóknina vera undarlega en vildi að öðru leyti ekkert segja efnislega um málið.

„Ég hef ekkert að fela,“ segir Arnar um yfirheyrsluna sem hann sætti í síðustu viku.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins og að halda fjölmiðlafólki með stöðu grunaða. Þá hefur Páll gagnrýnt lögregluna fyrir seinagang í málinu. Rúmlega þrjú ár eru frá því umfjöllunin byggð á gögnum úr síma Páls birtist.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er lögreglan á lokastigi með rannsókn málsins.

Súrefnið á þrotum

Ólafur Ágúst Hraundal

Nú er elítu fjármálakerfisins nóg boðið. Að verkalýðshreyfingin hafi sýnt af sér þvílíka ósvífni, hafa dregið almenning á Austurvöll til þess eins að mótmæla því ofbeldi sem á sér stað innan fjármálakerfisins og það við setningu Alþingis. Þar sem fjármálaráðherra vors lands, Sigurður Ingi, kynnti fjárlög ríkisins með yfirskriftinni „þetta er allt að koma“. Það er smá slagsíða, bara halli upp á 41 milljarð króna. Alltaf sama tuggan, það á að forgangsraða verkefnum. Hækka álögur á bílaeigendur sem og á reykinga- og drykkjufólk. Kannski lækkar greiðslubyrði húsnæðislána, ekki alveg víst.
 
Hurð Alþingis var vart fallin að stöfum, þegar Arion banki boðar vaxtahækkanir á verðtryggð lán. Í kjölfarið kemur kampakátur Íslandsbanki með opið ginið í bullandi fíkn. Nú skal stela því litla sem eftir er. Sýna meðal-jónum hvar Davíð keypti ölið. Með slagorðinu „kyrkja lýðinn til hlýðni“. Að almúginn hafi vogað sér að taka þátt í mótmælum og sýnt óánægju sína á fjármálakerfi og ríkisstjórn.
 
Græðgin og viðbjóðurinn er orðinn svo gengdarlaus að hinn almenni borgari stendur á öndinni þreifandi í tómið, tilbúinn að selja sál sína fyrir örskammt af súrefni. Á meðan bankarnir fitna og fitna. Þeir hafa aldrei sýnt af sér eins mikinn hagnað og korter fyrir hrun, þá er þjóðinni blæddi næstum út.
 
Þessi ríkisstjórn er ekki að fara gera eitt né neitt annað en að rýja þjóðina inn að skinni. Hún er búin að sýna það í verki og orðum. Það þarf að koma böndum á þessa vitfirru og stoppa þessa sturlun. Nóg er tjónið!

Elsku ríkisstjórn. Þér er hér með sagt upp vegna afglapa í starfi. 
Takk fyrir allt það góða, að ógleymdu ráni og snöru skuldafensins. 

Ykkar einlægur.
Ólafur Ágúst Hraundal

 

Nafn stúlkunnar sem fannst látin á sunnudagskvöld

Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir.

Kolfinna Eldey var 10 ára og var búsett í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Faðir hennar hringdi á lögregluna á sunnudagskvöld og sagðist hafa banað dóttur sinni. Var hann þá staddur á Krýsurvíkurvegi en þegar lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á vettvang fannst Kolfinna þar látin. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, er á fertugsaldri en þegar hann var á þrítugsaldri hlaut hann tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á eiturlyfjum. Hann neitaði sök og sagðist hafa verið burðardýr og að fjölskyldu sinni hafi verið hótað. Ríflega áratugi síðar var hann tekinn við ræktun á kannabisplöntum og hlaut skilorðsbundinn dóm en hann játaði það brot.

Sindri á Stöð 2 heimsótti Brynjar: „Grunar að hann hafi aldrei orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum“

Brynjar Níelsson Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason heimsótti Brynjar Níelsson á dögunum og fékk að skoða heimili hans. Brynjar segist gruna að sjónvarpsmanninn hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum.

„Sjónvarpsmaðurinn knái, Sindri Sindrason, hefur í gegnum tíðina óskað eftir því að koma í heimsókn heim til mín, aðallega til að hnýsast í einkamál mín. Sindri er sauðþrár svo ég gaf eftir í síðustu viku og hleypti honum inn fyrir dyrnar með því skilyrði að hann opnaði ekki alla skápa og rifi út hjálpartækin og ofskynjunarlyfin sem þar gæti verið að finna. Afraksturinn ætlar hann að sýna á Stöð 2 í kvöld.“ Þannig hefst Facebook-færsla fyrrverandi þingmannsins Brynjars Níelssonar, sem hann birti í gær. Segir hann Sindra hafa talið sig vera skemmtilegan mann en sagðist telja að sjónvarpsmaðurinn hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum og notaði tækifærið og skaut á formenn stéttarfélaga í leiðinni:

„Fyrir heimsóknina trúði Sindri því að ég væri skemmtilegur maður. Ég var samt búinn að segja honum að ljósvakamiðlar ættu ekki vel við mig, einkum sjónvarpið. Ég væri svona álíka glaðlegur og skemmtilegur og forsvarsmenn stéttarfélaga. Mig grunar að Sindri hafi aldrei orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum í nokkurri heimsókn. Hann hafi heimsótt mann sem leit út eins og að hafa aldrei litið glaðan dag og gæti eins verið formaður BSRB.“

Séra Hjalti Jón um Yazan: „Hvað stoðar manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni?“

Hjalti Jón Sverrisson. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Um 300 manns mætti á samstöðufund með hinum 11 ára gamla Yazan Tamimi við Hverfisgötu 4, þar sem ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 8:15 í morgun.

Mótmælin fóru friðsamlega fram en kór söng nokkuð falleg lög „til að kenna ráðherrum kærleika“ á milli þess sem kallað var slagorð á borð við „Yazan á heima hér“ og „öll börn eru okkar börn“. Þá héldu þeir Stefán Már Gunnlaugssson, formaður Duchenne-samtakanna og Hjalti Jón Sverrisson prestur í Laugarneskirkju magnþrungnar ræður og Einar Már Guðmundsson rithöfundur flutti ljóð.

Frá samstöðufundinum í morgun.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannlíf ræddi við séra Hjalta Jón Sverrisson og spurði hann út í mál Yazan: „Ef við stöndum ekki með þessum litla dreng þá erum við búin að týna sálu okkar. Hvað stoðar manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni? Það er það sem ég hef reynt að lifa eftir og ég held að við höfum mörg reynt að lifa eftir, að það sé eitthvað sem er í kjarna sálu okkar sem skiptir máli, sem snýr að virði hverrar einustu manneskju, hvaðan sem hún kemur, tölum nú ekki um 11 ára gamlan langveikan dreng sem er að flýja þjóðarmorð,“ sagði Hjalti Jón og komst svolítið við.

rá samstöðufundinum í morgun.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Svandís Svavarsdóttir: „Skiptir máli fyrir pólitíkusa að gleyma ekki að vera manneskjur“

Stjórnarslitum var ekki hótað á nýafstöðnum ríkisstjórnarfundi sem hófst í morgun en ráðherrar skiptust á skoðunum um mál Yazan Tamimi.

Ríkisstjórnarfundurinn var haldinn að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra en hann hafði beðið dómsmálaráðherra að fresta brottvísun á hinum 11 ára gamla palestínska Yazan Tamimi, sem er með Duchenne vöðvahrörnunarsjúkdóminn, og að mál hans yrði rætt innan ríkisstjórnarinnar. Sem var sem sagt gert í morgun.

Um 300 manns mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfundinn.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannlíf var á staðnum og ræddi við tvo ráðherra Vinstri grænna eftir ríkisstjórnarfundinn en það eru þau Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra.

Góður fundur

Aðspurð hvort hægt væri að kalla fundinn hitafund, svaraði Svandís: „Þetta var bara mjög góður fundur. Við ræddum náttúrulega mörg mál en meðal annars aðdraganda brottvísunar á sunnudagskvöldið. Dómsmálaráðherra gerði grein fyrir málinu og við ræddum það frá ýmsum hliðum.“

Hvað finnst þér um stjórnsýsluna í kringum brottvísunina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi tekið fyrir hendurnar á lögreglunni og Útlendingastofnun?

Svandís: „Það er náttúrulega hennar að svara fyrir sína stjórnsýslu en ég sé ekki betur en um sé að ræða að óska eftir fresti um að ræða mál sem er mjög viðkvæmt og ég held það hljóti að vera eitthvað sem er eðlilegt í lýðræðisríki að ríkisstjórnin fái ráðrúm til að ræða slík mál, sé eftir því óskað.“

Erfitt og snúið mál

En finnst þér persónulega það siðferðislega rangt að vísa Yazan úr landi?

Svandís: „Ég held að það sé ekki tilviljun hversu heitt og viðkvæmt þetta mál hefur verið. Það er einstakt. Og það er mjög sérstakt að barn sem er langveikt og fatlað sé í þessari stöðu. Ég held að það skýri umræðuna og það hversu vandasöm og flókið hún hefur verið. Og þann hiti sem er á málinu úti í samfélaginu, það var ekki að byrja í gær.“

En finnst þér það siðferðislega rangt?

Svandís: „Persónulega finnst mér mál að þessu tagi mjög snúin og mjög erfið. Ég held að það skipti mjög miklu máli fyrir okkur sem erum í pólitík að gleyma því ekki að vera manneskjur.“

Aðspurð hvort hún teldi að verið væri að brjóta á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, vildi Svandís ekki svara því hún hafi ekki skoðað það sérstaklega.

Niðurstaða fundarins

Munu Vinstri grænir standa vörð um Yazan?

„Ja, núna hefur þessi umræða átt sér stað í ríkisstjórn og það liggur fyrir að þar með er málið komið aftur til til þess bærðra yfirvalda, meðal annars er sá frestur að renna út, á laugardaginn skilst mér, sem tryggir það að hann fái efnislega málsferð hér á landi og ég held að það sé málinu og fjölskyldunni og samfélaginu til góðs.“

Aðspurð um niðurstöðu fundarins sagði Svandís: „Niðurstaðan var sú staðan sem upp er komin kalli á það að málið sé skoðað. Það var beðið um það og það eru ýmsar hliðar á þessu máli. Að hluta til að því sem lúta að hagsmunum barna almennt, að hluta til það sem lýtur að stöðu fólks á heilbrigðisstofnunum gagnvart lögregluaðgerðum og þetta er allt saman til skoðunar. Og á sama tíma gengur á þennan frest.“

Myndirðu segja að það hrykktir í stoðum ríkisstjórnarinnar?

„Þessi ríkisstjórn hefur nú margar fjörurnar sopið og við erum búin að vera saman í þessu í sjö ár og við vitum hvað við getum og við höfum oft leyst flókin mál. Það hefur oft verið okkar styrkur að vera breið ríkisstjórn og ég held að þetta sé dæmi um slíkt mál.“

Fullorðið fólk sem ræðir málin

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra sagði fundinn ekki hafa verið hitafund: „Nei, við ræðum málin en auðvitað skiptumst við á skoðunum og það allt saman en við erum fullorðið fólk og ræðum bara málin.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson ræðir við fréttamann RÚV eftir fundinn.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Finnst þér persónulega brottvísun Yazan siðferðilega röng?

Guðmundur Ingi: „Já, takk fyrir að spyrja að því. Það sem mig langar að segja er að það eru fjöldamörg mál sem eru þess eðlis að maður myndi vilja sjá okkur geta tekið á móti og auðvitað vildi maður vilja sjá okkur geta tekið á móti mjög mörgu fólki en það eru auðvitað takmörk á því og við erum með kerfi sem ákveður hverjum við getum tekið á móti og hverjum ekki. Mér finnst í þessu máli, þess vegna fer ég fram á það, að því sé frestað að brottvísa þessum einstaklingi. Að fá upplýsingar um stöðuna í málinu. Ég hafði rætt áður í ríkisstjórn fyrir nokkrum mánuðum, því þetta kom mér á óvart, þessi brottvísun, núna rétt áður en einstaklingurinn á rétt á efnislegri meðferð. Mér fannst mikilvægt að við myndum taka þessa umræðu og fá skýringar. Það þarf að velta því upp að barnið er inni á deild á Landspítalanum þegar að ráðist er í þessa framkvæmd, hjúkrunar og endurhæfingardeild fyrir langveik börn. Þannig að það var full ástæða til þess að við tækjum umræðuna um þetta sérstaka mál.“

Þakklátur dómsmálaráðherra

Þannig að þú krafðist þess ekki að hætt yrði við að vísa Yazan og foreldrum hans úr landi, heldur að málið yrði skoðað?

Guðmundur Ingi: „Já, sko. Það var orðið við þeirri beiðni minni sem mér þykir eðilegt að hafi verið gert, að fresta þessari aðgerð vegna þess að það þyrfti að taka þessa umræðu um málið inni í ríkisstjórn vegna þess eðlis sem það er. Og það held ég að hafi verið mikilvægt. Það er eina ákvörðunin sem hefur verið tekin, að fresta þessu og ég er þakklátur dómsmálaráðherra að hafa brugðist jákvætt við því. Þannig að þar stendur málið bara núna.“

Voru skiptar skoðanir á fundinum um brottvísun Yazan?

Guðmundur Ingi: „Við skiptumst alltaf á skoðunum í þessari ríkisstjórn. Við spönnum nú hið pólitíska litróf og í þessu máli eins og mörgum öðrum voru ýmis sjónarmið á lofti og við ræddum þau bara hreinskilnislega, sem er hollt og gott í góðu samstarfi.“

Kölski fékk 50 þúsund króna sekt

Kölski sérhæfir sig í sérsaumuðum jakkafötum - Mynd: Google

Þrjá verslanir í Múlunum hafa verið sektaðar af Neytendastofu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar en greint er frá þessu á heimasíðu Neytendastofu.

Á henni kemur fram að Neytendastofa hafi meðal annars skoðað ástand verðmerkinga hjá verslunum sem staðsettar eru í Ármúla og nærliggjandi götum. Farið var í 50 verslanir og kannað hvort söluvörur væru verðmerktar. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 13 verslunum.

„Við seinni skoðun höfðu 10 verslanir bætt úr verðmerkingum sínum þannig að ekki þótti tilefni til frekari aðgerða hjá þeim,“ stendur á heimasíðu Neytendastofu.

Þrjú fyrirtæki höfðu ekki bætt ráð sitt en þau eru EG skrifstofuhúsgögn, Innréttingar og tæki og Kölski. Voru Innréttingar og tæki og Kölski sektuð um 50 þúsund krónur meðan EG skrifstofuhúsgögn fékk 100 þúsund króna sekt.

Um Sigríði Björk og Skúla Ólafs

Séra Skírnir Garðarsson.

Á þessum árum fyrir og kringum hrunið voru prestastefnur vel sóttar, enda nóg til af lausafé. Eftirminnilegasta stefna þessa tímabils var sú sem haldin var í Keflavík á vormánuðum 2006. Ég var þá prestur í Rangárþingi eystra og fór ásamt kollegum mínum til Keflavíkur til að taka þátt. Þar skrýddust prestar og gerðu klárt til hátíðarinnar og var fólk sumpart í kirkjunni, en sumpart í safnaðarheimilinu.

Ég hafði tekið eftir æstum hóp fólks sem safnast hafði saman utandyra, og vissi ekki nákvæmlega hvað í gangi var, þó mig grunaði að þetta tengdist nýlegri ákvörðum kirkjuyfirvalda að ráða séra Skúla Sigurð Ólafsson sóknarprest í keflavík, son biskupsins Ólafs Skúlasonar.

Þannig háttaði til að presturinn séra Sigfús Ingvason hafði einnig sótst eftir starfinu, vinsæll klerkur og vel liðinn, en ekki verið skipaður. Þegar svo upphófst mikið háreysti á grasflötinni vestan kirkjunnar og hróp hávær gáfu til kynna að hér skyldi meintri klíkuráðningu mótmælt, var ákveðið að senda þrjá presta út til að reyna að róa fólkið niður.

Ég var í hópi þremenninganna, við allir málinu gersamlega ótengdir og enginn okkar í neinni valdastöðu, sannkallaðir málamiðlarar. Vorum við öll hempuklædd, tveir karlprestar og ein kona, og áttum við ekki von á ofbeldi af hálfu þessarra heimamanna. Undrun okkar var stór þegar litlum múrsteinum var kastað í átt til okkar, en verkamenn voru við gangstéttalagnir þarna í grendinni og nóg af steinum og allskyns aðskotahlutum til taks.

Skemmst er frá að segja að við einhentum okkur að koma kvenpresti inn í bygginguna, en svo illa vildi til að neyðarútgangdyr skelltust á eftir henni og urðu ekki opnaðar utanfrá. Vorum við tveir króaðir af í krikanum við tengibygginguna og yfir okkur ausið fúkyrðum, bæði um valdníðslu, klíkuskap og einnig ákvæðisorð um Ólaf biskup fyrrverandi Skúlason, föður hins nýja sálnahirðis.

Minnisstætt er mér hversu erfitt það var að róa niður fullorðinn mann sem var bálreiður út í þá biskupsfeðga og þurfti ég að hafa verulega fyrir því að afvopna manninn en hann var með múrstein í höndunum sem hann nuggaði framan í mig svo gleraugum hrutu af mér. Að lokum náðum við samkomulagi um að fólkið léti af mótmælum, en þau höfðu einsett sér að brjóta rúður í húsinu, það var okkur fullljóst.

Ég hafði einu sinni íhugað að sækja um afleysingu í Keflavík og þá verið gestur sóknarprestsins, séra Ólafs Odds Jónssonar heitins, en hann var nýlega látinn þegar hér var komið sögu og sennilega var verið að ráða í stöðuna sem hann sinnti, Sr Ólafur Oddur lést langt fyrir aldur fram.

Mín einu kynni af húsaskipan í Keflavíkurkirkju tengdust áðurnefndri heimsókn minn, ég vissi því hvar hægt væri að laumast inn í bygginguna nokkurn veginn óséður. Sáttafundi okkar þarna úti lauk því með að ég stökk yfir limgerði og hvarf af vettvangi, komst inn og dustaði af mér mold og ryk.

Félag minn úr prestastétt, sem ég man því miður ekki að nafngreina, ungan og vasklegan sá ég svo enn vera í hrókaræðum úti í garði, og sá ég hann og nokkrar konur baða út örmum og æsa sig áfram. Þar var og komin kona með pott og sleif, og mann sá ég otandi einhverju sem líktist felgulykli. Þegar messan svo byrjaði var lögreglan komin og lónaði framhjá akandi, en öldur heimamanna höfðu lægst eitthvað.

Seinna kvöldið í Keflavík heyrði ég á tal fólks í Stapanum, en þar var hátíðarkvöldverður snæddur, að kona nýja prestsins, Sigríður Björk nokkur Guðjónsdóttir, nú ríkislögreglustjóri, hefði orðið fyrir aðkasti við komuna til bæjarins, og hefði verið sótt á flugvöllinn í öryggisskyni. Ég hugsaði með mér að prestfrúin hefði nú getað komið sér þennan spotta niðureftir, en í ljós kom að hún hafði lent á Reykjavíkurflugvelli, komin frá Ísafirði.

Víst var að þau hjón höfðu orðið fyrir rafrænu aðkasti þarna í aðdraganda prestastefnunnar og voru fúkyrði heimamanna í garð presthjónanna í sama dúr. Litlu munaði að uppúr syði þarna, það skal vera satt og rétt. Þetta hefur ekki mér vitanlega komið nægilega fram, enda þótti þetta óþægilegt, og menn ekki vanir neinum búsáhaldabyltingum á þessum tíma

Sr. Skírnir Garðarsson

Sigríður Björk heldur starfinu

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri mun halda áfram sem ríkislögreglustjóri næstu fimm árin og veður staðan því ekki auglýst laust til umsóknar,

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari aðstoðar­manns Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra, við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins, en sé staðan ekki auglýst framlengist skipunartíminn sjálfkrafa samkvæmt lögum en Sigríður var skipuð í embættið þann 16. mars 2020 og hefði þurft að tilkynna henni í gær að embættið yrði auglýst laust til umsóknar því gefa þarf sex mánaða fyrirvara um slíka ákvörðun.

Einhverjir töldu líklegt að Sigríður myndi missa embættið en gustað hefur hressilega um hana þann tíma sem hún hefur verið í því og ber helst nefna tengsl föður hennar við hryðjuverkamálið svokallaða en það var þótti mjög óheppilegt fyrir Sigríði á sínum tíma.

Leituðu árgangurslaust að Incze í nótt

Illes Benedek Incze

Lögreglan og björgunarsveitir leituðu að Illes Benedek Incze nótt en ekkert hefur sést til hans síðan klukkan þrjú seinustu nótt. Leitað var í og kringum Vík í Mýrdal en leitarskilyrði á svæðinu voru ekki góð en að sögn björgunarsveita hefur leitin ekki borið árangur. Bæði hundar og drónar voru notaðir í leitinni í nótt.

Lögreglan hvetur þá sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við 112.

Borgin siðferðislega vafasöm í nýrri auglýsingu: „Erfitt er að nota mynd af raunverulegu fólki“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

Reykjavíkurborg notaði nýverið myndir teiknaðar af gervigreind til að auglýsa laus störf hjá sveitarfélaginu en í henni er verið að leita eftir hjúkrunarfræðingi í heimahjúkrun. Notkun á slíkum myndum þykir mjög umdeild, sérstaklega meðal listamanna og lögfræðinga, en margir sérfræðingar telja að brot á höfundarrétti sé að ræða þegar slíkar myndir eru notaðar því forritin sem búa til myndirnar skanna list gerða af mannfólki og setja hana í gagnabanka til að vinna úr síðar.

Þá er ljóst að verði notkun á slíkum myndum tekin með opnum örmum af borginni að ljósmyndarar og grafískir hönnuðir munu missa miklar tekjur á næstu árum.

Auglýsingin umdeilda

Mannlíf hafði samband við Reykjavíkurborg til að spyrjast fyrir um auglýsinguna.

„Þessar myndir voru notaðar til að auglýsa störf sem erfitt er að nota mynd af raunverulegu fólki í og er þetta í fyrsta sinn sem notast hefur verið myndir teiknaðar af gervigreind,“ sagði Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, um málið. „Þessar myndir voru teiknaðar eftir pöntun en samkvæmt lögfræðiáliti var þannig ekki talið að gengið væri að höfundarrétti.“

En mun borgin halda áfram að nota slíkar myndir?

„Þetta var einstakt tilfelli á einu sviði borgarinnar og ákveðin tilraun sem verður skoðuð nú þegar henni er lokið. Engin ákvörðun hefur verið tekin um notkun á gervigreind í útgefnu efni eða starfsauglýsingum,“ en eftir bestu vitund Evu er þetta eina verkefnið sem borgin hefur látið gervigreind teikna fyrir sig myndir.

Ekki búið að marka stefnu

„Reykjavíkurborg á eftir að marka sér stefnu um notkun gervigreindar þegar kemur að útgefnu efni en má ætla að það verði hluti af umfangsmeiri stefnumörkun um notkun gervigreindar sem er í undirbúningi,“ sagði Eva um hvort borgin hafi sett sér reglur í þessu samhengi. Þá sagði hún að þar sem ekki hafi verið mörkuð stefna í þessum málum lægi ábyrgð á myndunum ekki hjá einni ákveðni deild innan borgarinnar.

Mótmælt harklega fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar: „Yazan á heima hér“ – MYNDBAND

Nú standa yfir hávær mótmæli fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Hverfisgötu en mikill fjöldi mótmælenda hefur safnast fyrir utan til að mótmæla meðferð stjórnvalda á Yaz­an Tamimi.

Yaz­an Tamimi er 11 ára gamall drengur sem glímir við sjald­gæf­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm en til stendur að vísa honum af landi brott. Í gær var farið með Yazan upp á Keflavíkurflug og stóð til að koma honum í flug til Spánar en Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra Íslands, greip inn í stöðvaði það tímabundið. Komið hefur í ljós að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, bað um að það yrði gert.

Mál Soffíu litlu í Helgafellsskóla á borði bæjarstjóra: „Við tökum málinu mjög alvarlega“

Stúlkan hefur gengið í gegnum miklar raunir. Mynd: Facebookðsíða Mörtu Eiríksdóttur.

„Málefni einstaklinga í Helgafellsskóla eru á viðkvæmu stigi og ég er ekki tilbúin að ræða málefni einstakra nemenda. Við tökum málinu mjög alvarlega og erum að leita allra leiða til lausna,“ segir Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, í skriflegu svari til Mannlífs vegna Soffíu, stúlkubarnsins sem var tekið úr Helgafellsskóla vegna eineltis sem það varð fyrir af hendi bekkjarbróður. Drengurinn sem um ræðir hefur ítrekað beitt stúlkuna ofbeldi og kom með eldhúshníf í skólann sem hann sagðist ætla að nota gegn stúlkunni.

Móðir stúlkunnar, Marta Eiríksdóttir, skrifaði haröorða og ítarlega færslu á Facebook þar sem hún fór í gegnum málið og fordæmi aðgerðarleysi skólastjórans í Helgafellsskóla.

Marta Eiríksdóttir berst fyrir öryggi dóttur sinnar.
Mynd: Facebook.

„Við erum búin berjast með kjafti og klóm við stórgallaðan skóla og skólakerfi og umfram allt skólastjórnendur sem eru gjörsamlega vanhæfir í sínu starfi,“ skrifar Marta og vísar til ofbeldisástands sem hefur varað mánuðum saman og orðið til þess að Soffía var ekki í skóla og frístund vikum saman. Nú er svo komið að barnið er ekki lengur í skóla.

Mannlíf leitaði eftir viðbrögðum og svörum frá Rósu Ingvarsdóttur skólastjóra sem er sökuð um getuleysi til að bregðast við. Rósa svaraði ekki skilaboðum og lét ekki ná í sig.

þá segist hann ætla að drepa stúlkuna

Á vefnum Mæðratips steig fram nafnlaus kona sem segist vera móðir drengsins sem um ræðir. Um er að ræða ákall um hjálp og samstöðu um að leysa málin. Hún ávarpar foreldra í bekk sonar síns í upphafi færslunnar: Sælir, kæru foreldrar nemenda í 2.bekk Helgafellskóla. Konan staðfestir í færslu sinni að barnið hafi beitt ofbeldi og farið með hníf í skólann. Konan segist vera öll að vilja gerð til að vinna að lausn málsins en móðir Sofffíu hafi tekið fyrir samskipti milli þeirra.

„Svo kemur símtal heim 3. maí um að strákurinn okkar hafi tekið með sér hníf í skólann. Hann tekur hann upp úr töskunni í rólegheitum þegar allir eru að fara að borða nestið sitt. Ég fékk símtalið frá skólanum um þennan atburð. Auðvitað er kennurum brugðið skil það vel, en hann er mjög rólegur og er að sýna vini sínum hnífinn, þegar kennarinn spyr hvað hann sé að gera með hnífinn, segir hann fyrst skera brauðið sitt svo þegar fleiri spurningar koma af sama tagi, þá segist hann ætla að drepa stúlkuna. Ég er alveg miður mín að hann hafi náð að taka hnífinn af eldhúsborðinu og sett í töskuna og látið þessi hræðilegu orð út úr sér …,“ skrifar konan.

Skólastjórnendur sakaðir um að bregðast ekki við einelti.

Hún biður um að allir leggist á eitt við að leysa þessi mál og bendir á að sonur sinn sé aðeins sjö ára og allajafna blíður.

„En ég veit samt að drengurinn minn er ekki vondur og vill engum illt, hann er bara að reyna að finna sig líka og við erum að kenna honum að nota orðin sín alla daga. Ekki meiða og ekki segja þetta ljóta orð sem upp kom hér á undan.Það er ekkert sem tekur meira á mann tilfinningalega en að barninu manns líði illa eða að allur skólinn sé á móti því. Svo ég vona innilega að þið reynið að setja ykkur líka í okkar spor,“ skrifar konan.

Áréttað skal að hún er undir nafnleysi og því ekki staðfest að hún sé móðir drengsins. Ítarleg frásögn bendir þó til þess að svo sé.

 

Reykspólað í Reykjavík

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan átti fremur náðuga nótt. Þó var nokkuð um ölvun og þrír fengu gistingu í fangaklefum lögreglunnar og svara til saka með nýjum degi.

Hæst bar eftir nóttina að bifreiðum var reykspólað í úthverfi Reykjavíkur. Þá var einnig tilkynnt um aðfinnsluvert háttarlag í Kópavogi þar sem einnig var reykspólað með tilheyrandi gauragangi. Þeir hurfu á braut í báðum tilvikum áður en lögreglan kom á vettvang.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Mosfellsbæ. Ökumaður er grunaður um háskaakstur og að miða ökuhraða ekki við aðstæður. Ekki urðu slys á fólki.

Búðaþjófur gerði sig heimakominn í verslun í miðborginni þar sem hann ruplaði og rændi. Hann lagði á flótta en var handtekinn síðar um kvöldið.

Geðþótti Guðrúnar

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra bjargaði lífi ríkisstjórnarinnar með því að fara að kröfu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns Vinstri-grænna, og hætta við að senda langveikan og illa haldinn Yaz­an Tamimi úr land­i.

Meðferðin á drengnum var með þeim hætti að mörgum ofbauð. Hann var vakinn upp í rúmi sínu í Rjóðrinu og fluttur í Leifsstöð þar sem honum var haldið klukkustundum saman við slæmar aðstæður áður en Guðrún dómsmálaráðherra ákvað að fresta flutningi hans til Spánar. var frestað í gær. Hermt er að hún hafi tekið þessa ákvörðun í skugga þess að Guðmundur Ingi hafi hótað stjórnarslitum.

Sjálf viðurkenndi Guðrún í umræðuþætti á RÚV í gær að þessi stjórnsýsla hennar að ganga gegn ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamál stæðist illa skoðun og megi flokka sem geðþóttaákvörðun

„Ég hef í raun ekki laga­lega heim­ild til þess að stíga inn í svona mál,“ sagði Guðrún sem sló tvær flugur í einu höggi og bjargaði litlum dreng úr hörmulegum aðstæðum og varð jafnframt lífgjafi alræmdrar ríkisstjórnar sem á sér varla lífsvon. Málinu er þó ekki lokið því brottrekstri veika drengsins frá Íslandi var aðeins frestað …

Sigrún og Gestur stýra náttúrunni og orkunni

Sigrún og Gestur verða forstjórar

Sigrún Ágústsdóttir og Gestur Pálsson hafa verið skipuð sem forstjórar af Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. Gestur verður forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar og Sigrún Ágústsdóttir verður forstjóri Náttúruverndarstofnunar en þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu

Sigrún hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá 2020 og var þar á undan sviðsstjóri hjá stofnunni. Sigrún hefur sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, m.a. í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hefur hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil.

Eiginmaður Sigrúnar er Davíð Pálsson leiðsögumaður og eiga þau tvö börn.

Gestur hefur verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hefur hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland.Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hefur Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs – samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Lífsháski Ingu Sæland

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þykir vera öflug þar sem kemur að baráttumálum fyrir fátæka og aðra sem standa höllum fæti í lífinu. Hún á að baki sögu erfiðleika, fátæktar og veikinda. Inga var gestur í Æskuslóðum, nýjasta þætti Viktoríu Hermannsdóttur.

Þær stöllur fóru til Ólafsfjarðar ásamt tökuliði þar sem Inga sagði sögu sína. Hún lýsti því meðal annars þegar hún fékk heilahimnubólgu sem kornabarn á aðfangadagskvöld. Læknir var kallaður til í ofboði þar sem sýnt þótti að barnið væri deyjandi.  „Læknirinn kom og vottaði þeim samúð og sagði að því miður væri litla barnið að deyja. En það var seigt í mér,“ sagði Inga sem komst í gegnum heilahimnubólguna en missti sjónina að mestu.

Þættir Viktoríu eru einhverjir þeir bestu sem hafa komið fram í íslensku sjónvarpi undanfarið. Það eru félagarnir  Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, þekktir úr Hraðfréttum og víðar, sem leikstýra og framleiða þættina …

Þórdísi Kolbrúnu kennt um risagjaldþrot – Skagamenn ævareiðir vegna 3X

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Risagjaldþrot Skagans 3X á Akranesi er að hluta rakið til þess að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvað óvænt að loka sendiráði Íslands í Moskvu. Skaginn, sem framleiddi hátæknibúnað til matvælaframleiðslu, átti mikla hagsmuni í Rússlandi og var þar víða með viðskiptatengsl við matvælaframleiðendur.

Þegar lokun sendiráðsins var tilkynnt þann 9. júní í fyrra. Ákvörðunin kom langflestum í opna skjöldu. Talið er að ráðherrann hafi ekki rætt málið við aðra en Bjarna Benediktsson, formann flokksins. Hermt er að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi verið upplýst um málið seint að kveldi 8. júní og þá hafi ákvörðunin þegar verið tekin. Ísland er eina landið á meðal vestrænna þjóða sem greip til svo róttækra aðgerða. Aðrar þjóðir létu viðskiptabann nægja og nokkrar þjóðir hafa leynt og ljóst farið á bak við bannið.

Yfirvarp ráðherrans var það að það færi gegn for­gangs­röðun í ut­an­rík­isþjón­ustu Íslands að starf­rækja sendiskrif­stofu í Moskvu við nú­ver­andi aðstæður. „Ákvörðun um að leggja niður starf­semi sendi­ráðsins fel­ur ekki í sér slit á stjórn­mála­sam­bandi ríkj­anna. Um leið og aðstæður leyfa verður lögð áhersla á að hefja starf­semi sendi­ráðs Íslands í Moskvu á ný,“ seg­ir í til­kynn­ing­u utanríkisráðuneytisins á þessum tíma og fyrirsvar Íslands gagnvart Rússlandi færðist til utanríkisráðuneytisins.  Í kjöl­far fregn­anna í júní til­kynntu Rúss­ar að ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda myndi hafa af­leiðing­ar. Þetta kom strax í ljós þegar samskipti stjórnenda Skagans urðu að engu. Heimildarmaður Mannlífs orðaði þetta þannig að viðskiptatengslin hefðu gufað upp á einni nóttu. „Þá slitnuðu þræðirnur og hún sló þetta kalt með lokun sendiráðsins,“ segir hann og telur mikla heift vera hjá Rússum í garð Íslendinga.

Útlaginn Gunnar Bragi

Rússaviðskipti hafa áður haft áhrif í stjórnmálunum. Þau urðu Gunnari Braga Sveinssyni að falli sínum tíma. Gunnar Bragi er Skagfirðingur og naut náðar Þórólfs Halldórssonar kaupfélagsstjóra í Skagafirði. Þegar hann var utanríkisráðherra ákvað hann að setja viðskiptabann á Rússa vegna stríðsins á Krímskaga og framgöngu Rússa. Þetta kom afar illa við Kaupfélag Skagfirðinga sem átti mikla hagsmuni í útflutningi. Gunnar Bragi komst í ónáð og pólitískur ferill hans komst á endastöð. Hann gekk til liðs við Miðflokkinn og féll svo út af þingi við hrun flokksins.

Mikil reiði er í garð Þórdísar Kolbrúnar á Akranesi vegna slaufunar á Rússum. Þótt lokun Rússaviðskiptanna hafi aðeins verið hluti af vanda Skagans eru margir sem líta þannig á að aðgerðin hafi verið stór ástæða þess að 120 manns misstu vinnuna á Akranesi. Þetta er talið verða henni dýrkeypt. Fyrir seinustu kosningar var ætlunin sú að Þórdís færði sig í Kragann og stefndi á öruggt sæti á eftir formanninum. Þá hefði hún þurft að taka slaginn við Jón Gunnarsson en mætti öflugri mótspyrnu.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Plottið var að Jón yrði forstjóri Neyðarlínunnar og brautin því greið fyrir Þórdísi. Jón vildi ekkert með það starf hafa og gerði fólki grein fyrir að hvorugt þeirra myndi lifa af prófkjörsslag. Þórdís Kolbrún hrökk til baka og atti kappi við Harald Benediktsson um efsta sætið í Norðvesturkjördæmi og sigraði. Haraldur er nú bæjarstjóri á Akranesi en ekki hefur gróið um heilt eftir leiðtogaslaginn. Nú er umræðan sú að Þórdís muni færa sig í Kragann og verða arftaki Bjarna í því kjördæmi.

Ekki er víst að hrókering muni duga til að leysa vanda utanríkisráðherram. Vandinn er sá að það eru mun fleiri fyrirtæki sem blæðir vegna lokunar Rússlands. Flestir forsvarsmanna þeirra tala um frumhlaup Þórdísar Kolbrúnar sem hafi skákað litla Íslandi fram fyrir aðrar þjóðir og stórskaðað hagsmuni þjóðarinnar.

Ekið aftan á strætó

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekið var aftan á strætisvagn í Breiðholti í gærkvöld. Blessunarlega urðu engin slys á fólki.

Í miðborginni varð umferðaróhapp. Í ljós kom að sá sem olli óhappinu var ölvaður. Hann var handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Á sama svæði var brotist inn á veitingastað og verðmætum stolið.

Um 100 gámar voru brotnir upp í Hafnarfirði í gær. Óljóst er um tilgang verknaðarins eða hverju var stolið.

Í Hafnarfirði varð það slys að dráttarvélargálgi féll á ökla manns og slasaði hann. Maðurinn var fluttir á bráðamóttök til aðhlynningar.

Bílum Gauja litla og Baldvinu stolið: „Þetta er rosalegt sjokk“

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Árið 2004 var stórt ár fyrir bílþjófa samkvæmt fréttum DV frá þeim tíma.

Í október 2004 fjallaði DV um að þjófagengi sem sérhæfði sig í að stela Nissan Sunny-bílum en hægt að vera nota lykla þeirra í alla lása á sambærilegum bílum. Einn af þeim sem lentu í slíkum þjófnaði var Guðjón Sigmundsson, oft kallaður Gauji litli, en sem dæmi var sjö Nissan Sunny-bílum stolið í einni viku árið 2004.

„Þetta spyrst út um leið meðal krimmanna,“ segir lögreglumaðurinn Benedikt Lund við DV um málið.

Enn eitt Nissan málið

Baldvina Snælaugsdóttir lenti í því að hafa verið að lesa frétt DV um þjófagengið þegar bíl hennar var stolið. „Ég var að lesa um þjófnaðarfaraldurinn og sagði við dóttur mína að við þyrftum að passa upp á bílinn,“ sagði Baldvina við DV en hún kærði stuldinn til lögreglu. „Bíllinn er oftast lagður fyrir framan húsið og þegar ég stend upp sé ég að hann er horfinn. Það er hræðilegt að missa bílinn sinn. Löggan sagði bara: „Enn eitt Nissan-málið,“ og hristi hausinn,“ sagði hún einnig. „Svo hafði ég samband við tryggingafélagið en bíllinn er ekki í kaskó. Ég fékk líka óljós svör þegar ég sagði þeim frá þjófnaðinum. Þeir þóttust ekki kannast við að auðveldara væri að stela Nissan-bílum en öðrum. Þetta er rosalegt sjokk.“

Hún taldi að þetta hljóti að vera stórmál fyrir umboð Nissan á Íslandi, sem var Ingvar Helgason á þeim tíma.

„Þetta þýðir bara að fólk hætti að kaupa sér Nissan-bifreiðar.“

Yfirframleiðandi Kveiks yfirheyrður af lögreglu í símamáli Páls: „Ég hef ekkert að fela“

Páll Steingrímsson og Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks. Myndin er samsett

Arnar Þórisson, yfirframleiðandi fréttaskýringaþáttarains Kveiks og Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunnar og fyrrverandi ritstjóri Kveiks, voru nýerið yfirheyrð í símamáli Páls Steingrímssonar skipstjóra. Samkvæmt heimildum Mannlífs snýr rannsóknin að því hvort sími Páls hafi verið brotinn upp í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins og gögnum úr símanum deilt á aðra fjölmiðla. Gögnin sem síminn geymdi urðu grunnurinn að umfjöllun fjölmiðla um Skæruliðadeild Samherja. Ríkisútvarpið átti ekki frumkvæði að slíkri umfjöllun en tók málið upp eftur öðrum fjölmiðlum.

Arnar Þórisson yfirframleiðandi Kveiks.

Nýjar upplýsingar sem lögreglu bárust eru þær að fyrrverandi eiginkona Páls hafi rænt símanum af sjúkrabeði skipstjórans sem þá var meðvitundarlaus. Hún hafi svo farið með símann i höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins þar sem hann hafi verið brotinn upp. Þóra er með stöðu sakbornings í málinu en nafn Arnars hefur ekki komið upp áður. Arnar vildi sem minnst um málið tala þegar Mannlíf hafði samband við hann. Hann taldi rannsóknina vera undarlega en vildi að öðru leyti ekkert segja efnislega um málið.

„Ég hef ekkert að fela,“ segir Arnar um yfirheyrsluna sem hann sætti í síðustu viku.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins og að halda fjölmiðlafólki með stöðu grunaða. Þá hefur Páll gagnrýnt lögregluna fyrir seinagang í málinu. Rúmlega þrjú ár eru frá því umfjöllunin byggð á gögnum úr síma Páls birtist.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er lögreglan á lokastigi með rannsókn málsins.

Súrefnið á þrotum

Ólafur Ágúst Hraundal

Nú er elítu fjármálakerfisins nóg boðið. Að verkalýðshreyfingin hafi sýnt af sér þvílíka ósvífni, hafa dregið almenning á Austurvöll til þess eins að mótmæla því ofbeldi sem á sér stað innan fjármálakerfisins og það við setningu Alþingis. Þar sem fjármálaráðherra vors lands, Sigurður Ingi, kynnti fjárlög ríkisins með yfirskriftinni „þetta er allt að koma“. Það er smá slagsíða, bara halli upp á 41 milljarð króna. Alltaf sama tuggan, það á að forgangsraða verkefnum. Hækka álögur á bílaeigendur sem og á reykinga- og drykkjufólk. Kannski lækkar greiðslubyrði húsnæðislána, ekki alveg víst.
 
Hurð Alþingis var vart fallin að stöfum, þegar Arion banki boðar vaxtahækkanir á verðtryggð lán. Í kjölfarið kemur kampakátur Íslandsbanki með opið ginið í bullandi fíkn. Nú skal stela því litla sem eftir er. Sýna meðal-jónum hvar Davíð keypti ölið. Með slagorðinu „kyrkja lýðinn til hlýðni“. Að almúginn hafi vogað sér að taka þátt í mótmælum og sýnt óánægju sína á fjármálakerfi og ríkisstjórn.
 
Græðgin og viðbjóðurinn er orðinn svo gengdarlaus að hinn almenni borgari stendur á öndinni þreifandi í tómið, tilbúinn að selja sál sína fyrir örskammt af súrefni. Á meðan bankarnir fitna og fitna. Þeir hafa aldrei sýnt af sér eins mikinn hagnað og korter fyrir hrun, þá er þjóðinni blæddi næstum út.
 
Þessi ríkisstjórn er ekki að fara gera eitt né neitt annað en að rýja þjóðina inn að skinni. Hún er búin að sýna það í verki og orðum. Það þarf að koma böndum á þessa vitfirru og stoppa þessa sturlun. Nóg er tjónið!

Elsku ríkisstjórn. Þér er hér með sagt upp vegna afglapa í starfi. 
Takk fyrir allt það góða, að ógleymdu ráni og snöru skuldafensins. 

Ykkar einlægur.
Ólafur Ágúst Hraundal

 

Nafn stúlkunnar sem fannst látin á sunnudagskvöld

Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir.

Kolfinna Eldey var 10 ára og var búsett í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Faðir hennar hringdi á lögregluna á sunnudagskvöld og sagðist hafa banað dóttur sinni. Var hann þá staddur á Krýsurvíkurvegi en þegar lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á vettvang fannst Kolfinna þar látin. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, er á fertugsaldri en þegar hann var á þrítugsaldri hlaut hann tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á eiturlyfjum. Hann neitaði sök og sagðist hafa verið burðardýr og að fjölskyldu sinni hafi verið hótað. Ríflega áratugi síðar var hann tekinn við ræktun á kannabisplöntum og hlaut skilorðsbundinn dóm en hann játaði það brot.

Sindri á Stöð 2 heimsótti Brynjar: „Grunar að hann hafi aldrei orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum“

Brynjar Níelsson Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason heimsótti Brynjar Níelsson á dögunum og fékk að skoða heimili hans. Brynjar segist gruna að sjónvarpsmanninn hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum.

„Sjónvarpsmaðurinn knái, Sindri Sindrason, hefur í gegnum tíðina óskað eftir því að koma í heimsókn heim til mín, aðallega til að hnýsast í einkamál mín. Sindri er sauðþrár svo ég gaf eftir í síðustu viku og hleypti honum inn fyrir dyrnar með því skilyrði að hann opnaði ekki alla skápa og rifi út hjálpartækin og ofskynjunarlyfin sem þar gæti verið að finna. Afraksturinn ætlar hann að sýna á Stöð 2 í kvöld.“ Þannig hefst Facebook-færsla fyrrverandi þingmannsins Brynjars Níelssonar, sem hann birti í gær. Segir hann Sindra hafa talið sig vera skemmtilegan mann en sagðist telja að sjónvarpsmaðurinn hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum og notaði tækifærið og skaut á formenn stéttarfélaga í leiðinni:

„Fyrir heimsóknina trúði Sindri því að ég væri skemmtilegur maður. Ég var samt búinn að segja honum að ljósvakamiðlar ættu ekki vel við mig, einkum sjónvarpið. Ég væri svona álíka glaðlegur og skemmtilegur og forsvarsmenn stéttarfélaga. Mig grunar að Sindri hafi aldrei orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum í nokkurri heimsókn. Hann hafi heimsótt mann sem leit út eins og að hafa aldrei litið glaðan dag og gæti eins verið formaður BSRB.“

Séra Hjalti Jón um Yazan: „Hvað stoðar manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni?“

Hjalti Jón Sverrisson. Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Um 300 manns mætti á samstöðufund með hinum 11 ára gamla Yazan Tamimi við Hverfisgötu 4, þar sem ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 8:15 í morgun.

Mótmælin fóru friðsamlega fram en kór söng nokkuð falleg lög „til að kenna ráðherrum kærleika“ á milli þess sem kallað var slagorð á borð við „Yazan á heima hér“ og „öll börn eru okkar börn“. Þá héldu þeir Stefán Már Gunnlaugssson, formaður Duchenne-samtakanna og Hjalti Jón Sverrisson prestur í Laugarneskirkju magnþrungnar ræður og Einar Már Guðmundsson rithöfundur flutti ljóð.

Frá samstöðufundinum í morgun.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannlíf ræddi við séra Hjalta Jón Sverrisson og spurði hann út í mál Yazan: „Ef við stöndum ekki með þessum litla dreng þá erum við búin að týna sálu okkar. Hvað stoðar manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni? Það er það sem ég hef reynt að lifa eftir og ég held að við höfum mörg reynt að lifa eftir, að það sé eitthvað sem er í kjarna sálu okkar sem skiptir máli, sem snýr að virði hverrar einustu manneskju, hvaðan sem hún kemur, tölum nú ekki um 11 ára gamlan langveikan dreng sem er að flýja þjóðarmorð,“ sagði Hjalti Jón og komst svolítið við.

rá samstöðufundinum í morgun.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Svandís Svavarsdóttir: „Skiptir máli fyrir pólitíkusa að gleyma ekki að vera manneskjur“

Stjórnarslitum var ekki hótað á nýafstöðnum ríkisstjórnarfundi sem hófst í morgun en ráðherrar skiptust á skoðunum um mál Yazan Tamimi.

Ríkisstjórnarfundurinn var haldinn að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra en hann hafði beðið dómsmálaráðherra að fresta brottvísun á hinum 11 ára gamla palestínska Yazan Tamimi, sem er með Duchenne vöðvahrörnunarsjúkdóminn, og að mál hans yrði rætt innan ríkisstjórnarinnar. Sem var sem sagt gert í morgun.

Um 300 manns mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfundinn.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Mannlíf var á staðnum og ræddi við tvo ráðherra Vinstri grænna eftir ríkisstjórnarfundinn en það eru þau Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra.

Góður fundur

Aðspurð hvort hægt væri að kalla fundinn hitafund, svaraði Svandís: „Þetta var bara mjög góður fundur. Við ræddum náttúrulega mörg mál en meðal annars aðdraganda brottvísunar á sunnudagskvöldið. Dómsmálaráðherra gerði grein fyrir málinu og við ræddum það frá ýmsum hliðum.“

Hvað finnst þér um stjórnsýsluna í kringum brottvísunina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi tekið fyrir hendurnar á lögreglunni og Útlendingastofnun?

Svandís: „Það er náttúrulega hennar að svara fyrir sína stjórnsýslu en ég sé ekki betur en um sé að ræða að óska eftir fresti um að ræða mál sem er mjög viðkvæmt og ég held það hljóti að vera eitthvað sem er eðlilegt í lýðræðisríki að ríkisstjórnin fái ráðrúm til að ræða slík mál, sé eftir því óskað.“

Erfitt og snúið mál

En finnst þér persónulega það siðferðislega rangt að vísa Yazan úr landi?

Svandís: „Ég held að það sé ekki tilviljun hversu heitt og viðkvæmt þetta mál hefur verið. Það er einstakt. Og það er mjög sérstakt að barn sem er langveikt og fatlað sé í þessari stöðu. Ég held að það skýri umræðuna og það hversu vandasöm og flókið hún hefur verið. Og þann hiti sem er á málinu úti í samfélaginu, það var ekki að byrja í gær.“

En finnst þér það siðferðislega rangt?

Svandís: „Persónulega finnst mér mál að þessu tagi mjög snúin og mjög erfið. Ég held að það skipti mjög miklu máli fyrir okkur sem erum í pólitík að gleyma því ekki að vera manneskjur.“

Aðspurð hvort hún teldi að verið væri að brjóta á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, vildi Svandís ekki svara því hún hafi ekki skoðað það sérstaklega.

Niðurstaða fundarins

Munu Vinstri grænir standa vörð um Yazan?

„Ja, núna hefur þessi umræða átt sér stað í ríkisstjórn og það liggur fyrir að þar með er málið komið aftur til til þess bærðra yfirvalda, meðal annars er sá frestur að renna út, á laugardaginn skilst mér, sem tryggir það að hann fái efnislega málsferð hér á landi og ég held að það sé málinu og fjölskyldunni og samfélaginu til góðs.“

Aðspurð um niðurstöðu fundarins sagði Svandís: „Niðurstaðan var sú staðan sem upp er komin kalli á það að málið sé skoðað. Það var beðið um það og það eru ýmsar hliðar á þessu máli. Að hluta til að því sem lúta að hagsmunum barna almennt, að hluta til það sem lýtur að stöðu fólks á heilbrigðisstofnunum gagnvart lögregluaðgerðum og þetta er allt saman til skoðunar. Og á sama tíma gengur á þennan frest.“

Myndirðu segja að það hrykktir í stoðum ríkisstjórnarinnar?

„Þessi ríkisstjórn hefur nú margar fjörurnar sopið og við erum búin að vera saman í þessu í sjö ár og við vitum hvað við getum og við höfum oft leyst flókin mál. Það hefur oft verið okkar styrkur að vera breið ríkisstjórn og ég held að þetta sé dæmi um slíkt mál.“

Fullorðið fólk sem ræðir málin

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra sagði fundinn ekki hafa verið hitafund: „Nei, við ræðum málin en auðvitað skiptumst við á skoðunum og það allt saman en við erum fullorðið fólk og ræðum bara málin.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson ræðir við fréttamann RÚV eftir fundinn.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Finnst þér persónulega brottvísun Yazan siðferðilega röng?

Guðmundur Ingi: „Já, takk fyrir að spyrja að því. Það sem mig langar að segja er að það eru fjöldamörg mál sem eru þess eðlis að maður myndi vilja sjá okkur geta tekið á móti og auðvitað vildi maður vilja sjá okkur geta tekið á móti mjög mörgu fólki en það eru auðvitað takmörk á því og við erum með kerfi sem ákveður hverjum við getum tekið á móti og hverjum ekki. Mér finnst í þessu máli, þess vegna fer ég fram á það, að því sé frestað að brottvísa þessum einstaklingi. Að fá upplýsingar um stöðuna í málinu. Ég hafði rætt áður í ríkisstjórn fyrir nokkrum mánuðum, því þetta kom mér á óvart, þessi brottvísun, núna rétt áður en einstaklingurinn á rétt á efnislegri meðferð. Mér fannst mikilvægt að við myndum taka þessa umræðu og fá skýringar. Það þarf að velta því upp að barnið er inni á deild á Landspítalanum þegar að ráðist er í þessa framkvæmd, hjúkrunar og endurhæfingardeild fyrir langveik börn. Þannig að það var full ástæða til þess að við tækjum umræðuna um þetta sérstaka mál.“

Þakklátur dómsmálaráðherra

Þannig að þú krafðist þess ekki að hætt yrði við að vísa Yazan og foreldrum hans úr landi, heldur að málið yrði skoðað?

Guðmundur Ingi: „Já, sko. Það var orðið við þeirri beiðni minni sem mér þykir eðilegt að hafi verið gert, að fresta þessari aðgerð vegna þess að það þyrfti að taka þessa umræðu um málið inni í ríkisstjórn vegna þess eðlis sem það er. Og það held ég að hafi verið mikilvægt. Það er eina ákvörðunin sem hefur verið tekin, að fresta þessu og ég er þakklátur dómsmálaráðherra að hafa brugðist jákvætt við því. Þannig að þar stendur málið bara núna.“

Voru skiptar skoðanir á fundinum um brottvísun Yazan?

Guðmundur Ingi: „Við skiptumst alltaf á skoðunum í þessari ríkisstjórn. Við spönnum nú hið pólitíska litróf og í þessu máli eins og mörgum öðrum voru ýmis sjónarmið á lofti og við ræddum þau bara hreinskilnislega, sem er hollt og gott í góðu samstarfi.“

Kölski fékk 50 þúsund króna sekt

Kölski sérhæfir sig í sérsaumuðum jakkafötum - Mynd: Google

Þrjá verslanir í Múlunum hafa verið sektaðar af Neytendastofu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar en greint er frá þessu á heimasíðu Neytendastofu.

Á henni kemur fram að Neytendastofa hafi meðal annars skoðað ástand verðmerkinga hjá verslunum sem staðsettar eru í Ármúla og nærliggjandi götum. Farið var í 50 verslanir og kannað hvort söluvörur væru verðmerktar. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 13 verslunum.

„Við seinni skoðun höfðu 10 verslanir bætt úr verðmerkingum sínum þannig að ekki þótti tilefni til frekari aðgerða hjá þeim,“ stendur á heimasíðu Neytendastofu.

Þrjú fyrirtæki höfðu ekki bætt ráð sitt en þau eru EG skrifstofuhúsgögn, Innréttingar og tæki og Kölski. Voru Innréttingar og tæki og Kölski sektuð um 50 þúsund krónur meðan EG skrifstofuhúsgögn fékk 100 þúsund króna sekt.

Um Sigríði Björk og Skúla Ólafs

Séra Skírnir Garðarsson.

Á þessum árum fyrir og kringum hrunið voru prestastefnur vel sóttar, enda nóg til af lausafé. Eftirminnilegasta stefna þessa tímabils var sú sem haldin var í Keflavík á vormánuðum 2006. Ég var þá prestur í Rangárþingi eystra og fór ásamt kollegum mínum til Keflavíkur til að taka þátt. Þar skrýddust prestar og gerðu klárt til hátíðarinnar og var fólk sumpart í kirkjunni, en sumpart í safnaðarheimilinu.

Ég hafði tekið eftir æstum hóp fólks sem safnast hafði saman utandyra, og vissi ekki nákvæmlega hvað í gangi var, þó mig grunaði að þetta tengdist nýlegri ákvörðum kirkjuyfirvalda að ráða séra Skúla Sigurð Ólafsson sóknarprest í keflavík, son biskupsins Ólafs Skúlasonar.

Þannig háttaði til að presturinn séra Sigfús Ingvason hafði einnig sótst eftir starfinu, vinsæll klerkur og vel liðinn, en ekki verið skipaður. Þegar svo upphófst mikið háreysti á grasflötinni vestan kirkjunnar og hróp hávær gáfu til kynna að hér skyldi meintri klíkuráðningu mótmælt, var ákveðið að senda þrjá presta út til að reyna að róa fólkið niður.

Ég var í hópi þremenninganna, við allir málinu gersamlega ótengdir og enginn okkar í neinni valdastöðu, sannkallaðir málamiðlarar. Vorum við öll hempuklædd, tveir karlprestar og ein kona, og áttum við ekki von á ofbeldi af hálfu þessarra heimamanna. Undrun okkar var stór þegar litlum múrsteinum var kastað í átt til okkar, en verkamenn voru við gangstéttalagnir þarna í grendinni og nóg af steinum og allskyns aðskotahlutum til taks.

Skemmst er frá að segja að við einhentum okkur að koma kvenpresti inn í bygginguna, en svo illa vildi til að neyðarútgangdyr skelltust á eftir henni og urðu ekki opnaðar utanfrá. Vorum við tveir króaðir af í krikanum við tengibygginguna og yfir okkur ausið fúkyrðum, bæði um valdníðslu, klíkuskap og einnig ákvæðisorð um Ólaf biskup fyrrverandi Skúlason, föður hins nýja sálnahirðis.

Minnisstætt er mér hversu erfitt það var að róa niður fullorðinn mann sem var bálreiður út í þá biskupsfeðga og þurfti ég að hafa verulega fyrir því að afvopna manninn en hann var með múrstein í höndunum sem hann nuggaði framan í mig svo gleraugum hrutu af mér. Að lokum náðum við samkomulagi um að fólkið léti af mótmælum, en þau höfðu einsett sér að brjóta rúður í húsinu, það var okkur fullljóst.

Ég hafði einu sinni íhugað að sækja um afleysingu í Keflavík og þá verið gestur sóknarprestsins, séra Ólafs Odds Jónssonar heitins, en hann var nýlega látinn þegar hér var komið sögu og sennilega var verið að ráða í stöðuna sem hann sinnti, Sr Ólafur Oddur lést langt fyrir aldur fram.

Mín einu kynni af húsaskipan í Keflavíkurkirkju tengdust áðurnefndri heimsókn minn, ég vissi því hvar hægt væri að laumast inn í bygginguna nokkurn veginn óséður. Sáttafundi okkar þarna úti lauk því með að ég stökk yfir limgerði og hvarf af vettvangi, komst inn og dustaði af mér mold og ryk.

Félag minn úr prestastétt, sem ég man því miður ekki að nafngreina, ungan og vasklegan sá ég svo enn vera í hrókaræðum úti í garði, og sá ég hann og nokkrar konur baða út örmum og æsa sig áfram. Þar var og komin kona með pott og sleif, og mann sá ég otandi einhverju sem líktist felgulykli. Þegar messan svo byrjaði var lögreglan komin og lónaði framhjá akandi, en öldur heimamanna höfðu lægst eitthvað.

Seinna kvöldið í Keflavík heyrði ég á tal fólks í Stapanum, en þar var hátíðarkvöldverður snæddur, að kona nýja prestsins, Sigríður Björk nokkur Guðjónsdóttir, nú ríkislögreglustjóri, hefði orðið fyrir aðkasti við komuna til bæjarins, og hefði verið sótt á flugvöllinn í öryggisskyni. Ég hugsaði með mér að prestfrúin hefði nú getað komið sér þennan spotta niðureftir, en í ljós kom að hún hafði lent á Reykjavíkurflugvelli, komin frá Ísafirði.

Víst var að þau hjón höfðu orðið fyrir rafrænu aðkasti þarna í aðdraganda prestastefnunnar og voru fúkyrði heimamanna í garð presthjónanna í sama dúr. Litlu munaði að uppúr syði þarna, það skal vera satt og rétt. Þetta hefur ekki mér vitanlega komið nægilega fram, enda þótti þetta óþægilegt, og menn ekki vanir neinum búsáhaldabyltingum á þessum tíma

Sr. Skírnir Garðarsson

Sigríður Björk heldur starfinu

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri mun halda áfram sem ríkislögreglustjóri næstu fimm árin og veður staðan því ekki auglýst laust til umsóknar,

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari aðstoðar­manns Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra, við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins, en sé staðan ekki auglýst framlengist skipunartíminn sjálfkrafa samkvæmt lögum en Sigríður var skipuð í embættið þann 16. mars 2020 og hefði þurft að tilkynna henni í gær að embættið yrði auglýst laust til umsóknar því gefa þarf sex mánaða fyrirvara um slíka ákvörðun.

Einhverjir töldu líklegt að Sigríður myndi missa embættið en gustað hefur hressilega um hana þann tíma sem hún hefur verið í því og ber helst nefna tengsl föður hennar við hryðjuverkamálið svokallaða en það var þótti mjög óheppilegt fyrir Sigríði á sínum tíma.

Leituðu árgangurslaust að Incze í nótt

Illes Benedek Incze

Lögreglan og björgunarsveitir leituðu að Illes Benedek Incze nótt en ekkert hefur sést til hans síðan klukkan þrjú seinustu nótt. Leitað var í og kringum Vík í Mýrdal en leitarskilyrði á svæðinu voru ekki góð en að sögn björgunarsveita hefur leitin ekki borið árangur. Bæði hundar og drónar voru notaðir í leitinni í nótt.

Lögreglan hvetur þá sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við 112.

Borgin siðferðislega vafasöm í nýrri auglýsingu: „Erfitt er að nota mynd af raunverulegu fólki“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

Reykjavíkurborg notaði nýverið myndir teiknaðar af gervigreind til að auglýsa laus störf hjá sveitarfélaginu en í henni er verið að leita eftir hjúkrunarfræðingi í heimahjúkrun. Notkun á slíkum myndum þykir mjög umdeild, sérstaklega meðal listamanna og lögfræðinga, en margir sérfræðingar telja að brot á höfundarrétti sé að ræða þegar slíkar myndir eru notaðar því forritin sem búa til myndirnar skanna list gerða af mannfólki og setja hana í gagnabanka til að vinna úr síðar.

Þá er ljóst að verði notkun á slíkum myndum tekin með opnum örmum af borginni að ljósmyndarar og grafískir hönnuðir munu missa miklar tekjur á næstu árum.

Auglýsingin umdeilda

Mannlíf hafði samband við Reykjavíkurborg til að spyrjast fyrir um auglýsinguna.

„Þessar myndir voru notaðar til að auglýsa störf sem erfitt er að nota mynd af raunverulegu fólki í og er þetta í fyrsta sinn sem notast hefur verið myndir teiknaðar af gervigreind,“ sagði Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, um málið. „Þessar myndir voru teiknaðar eftir pöntun en samkvæmt lögfræðiáliti var þannig ekki talið að gengið væri að höfundarrétti.“

En mun borgin halda áfram að nota slíkar myndir?

„Þetta var einstakt tilfelli á einu sviði borgarinnar og ákveðin tilraun sem verður skoðuð nú þegar henni er lokið. Engin ákvörðun hefur verið tekin um notkun á gervigreind í útgefnu efni eða starfsauglýsingum,“ en eftir bestu vitund Evu er þetta eina verkefnið sem borgin hefur látið gervigreind teikna fyrir sig myndir.

Ekki búið að marka stefnu

„Reykjavíkurborg á eftir að marka sér stefnu um notkun gervigreindar þegar kemur að útgefnu efni en má ætla að það verði hluti af umfangsmeiri stefnumörkun um notkun gervigreindar sem er í undirbúningi,“ sagði Eva um hvort borgin hafi sett sér reglur í þessu samhengi. Þá sagði hún að þar sem ekki hafi verið mörkuð stefna í þessum málum lægi ábyrgð á myndunum ekki hjá einni ákveðni deild innan borgarinnar.

Mótmælt harklega fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar: „Yazan á heima hér“ – MYNDBAND

Nú standa yfir hávær mótmæli fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Hverfisgötu en mikill fjöldi mótmælenda hefur safnast fyrir utan til að mótmæla meðferð stjórnvalda á Yaz­an Tamimi.

Yaz­an Tamimi er 11 ára gamall drengur sem glímir við sjald­gæf­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm en til stendur að vísa honum af landi brott. Í gær var farið með Yazan upp á Keflavíkurflug og stóð til að koma honum í flug til Spánar en Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra Íslands, greip inn í stöðvaði það tímabundið. Komið hefur í ljós að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, bað um að það yrði gert.

Mál Soffíu litlu í Helgafellsskóla á borði bæjarstjóra: „Við tökum málinu mjög alvarlega“

Stúlkan hefur gengið í gegnum miklar raunir. Mynd: Facebookðsíða Mörtu Eiríksdóttur.

„Málefni einstaklinga í Helgafellsskóla eru á viðkvæmu stigi og ég er ekki tilbúin að ræða málefni einstakra nemenda. Við tökum málinu mjög alvarlega og erum að leita allra leiða til lausna,“ segir Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, í skriflegu svari til Mannlífs vegna Soffíu, stúlkubarnsins sem var tekið úr Helgafellsskóla vegna eineltis sem það varð fyrir af hendi bekkjarbróður. Drengurinn sem um ræðir hefur ítrekað beitt stúlkuna ofbeldi og kom með eldhúshníf í skólann sem hann sagðist ætla að nota gegn stúlkunni.

Móðir stúlkunnar, Marta Eiríksdóttir, skrifaði haröorða og ítarlega færslu á Facebook þar sem hún fór í gegnum málið og fordæmi aðgerðarleysi skólastjórans í Helgafellsskóla.

Marta Eiríksdóttir berst fyrir öryggi dóttur sinnar.
Mynd: Facebook.

„Við erum búin berjast með kjafti og klóm við stórgallaðan skóla og skólakerfi og umfram allt skólastjórnendur sem eru gjörsamlega vanhæfir í sínu starfi,“ skrifar Marta og vísar til ofbeldisástands sem hefur varað mánuðum saman og orðið til þess að Soffía var ekki í skóla og frístund vikum saman. Nú er svo komið að barnið er ekki lengur í skóla.

Mannlíf leitaði eftir viðbrögðum og svörum frá Rósu Ingvarsdóttur skólastjóra sem er sökuð um getuleysi til að bregðast við. Rósa svaraði ekki skilaboðum og lét ekki ná í sig.

þá segist hann ætla að drepa stúlkuna

Á vefnum Mæðratips steig fram nafnlaus kona sem segist vera móðir drengsins sem um ræðir. Um er að ræða ákall um hjálp og samstöðu um að leysa málin. Hún ávarpar foreldra í bekk sonar síns í upphafi færslunnar: Sælir, kæru foreldrar nemenda í 2.bekk Helgafellskóla. Konan staðfestir í færslu sinni að barnið hafi beitt ofbeldi og farið með hníf í skólann. Konan segist vera öll að vilja gerð til að vinna að lausn málsins en móðir Sofffíu hafi tekið fyrir samskipti milli þeirra.

„Svo kemur símtal heim 3. maí um að strákurinn okkar hafi tekið með sér hníf í skólann. Hann tekur hann upp úr töskunni í rólegheitum þegar allir eru að fara að borða nestið sitt. Ég fékk símtalið frá skólanum um þennan atburð. Auðvitað er kennurum brugðið skil það vel, en hann er mjög rólegur og er að sýna vini sínum hnífinn, þegar kennarinn spyr hvað hann sé að gera með hnífinn, segir hann fyrst skera brauðið sitt svo þegar fleiri spurningar koma af sama tagi, þá segist hann ætla að drepa stúlkuna. Ég er alveg miður mín að hann hafi náð að taka hnífinn af eldhúsborðinu og sett í töskuna og látið þessi hræðilegu orð út úr sér …,“ skrifar konan.

Skólastjórnendur sakaðir um að bregðast ekki við einelti.

Hún biður um að allir leggist á eitt við að leysa þessi mál og bendir á að sonur sinn sé aðeins sjö ára og allajafna blíður.

„En ég veit samt að drengurinn minn er ekki vondur og vill engum illt, hann er bara að reyna að finna sig líka og við erum að kenna honum að nota orðin sín alla daga. Ekki meiða og ekki segja þetta ljóta orð sem upp kom hér á undan.Það er ekkert sem tekur meira á mann tilfinningalega en að barninu manns líði illa eða að allur skólinn sé á móti því. Svo ég vona innilega að þið reynið að setja ykkur líka í okkar spor,“ skrifar konan.

Áréttað skal að hún er undir nafnleysi og því ekki staðfest að hún sé móðir drengsins. Ítarleg frásögn bendir þó til þess að svo sé.

 

Reykspólað í Reykjavík

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögreglan átti fremur náðuga nótt. Þó var nokkuð um ölvun og þrír fengu gistingu í fangaklefum lögreglunnar og svara til saka með nýjum degi.

Hæst bar eftir nóttina að bifreiðum var reykspólað í úthverfi Reykjavíkur. Þá var einnig tilkynnt um aðfinnsluvert háttarlag í Kópavogi þar sem einnig var reykspólað með tilheyrandi gauragangi. Þeir hurfu á braut í báðum tilvikum áður en lögreglan kom á vettvang.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Mosfellsbæ. Ökumaður er grunaður um háskaakstur og að miða ökuhraða ekki við aðstæður. Ekki urðu slys á fólki.

Búðaþjófur gerði sig heimakominn í verslun í miðborginni þar sem hann ruplaði og rændi. Hann lagði á flótta en var handtekinn síðar um kvöldið.

Geðþótti Guðrúnar

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra bjargaði lífi ríkisstjórnarinnar með því að fara að kröfu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns Vinstri-grænna, og hætta við að senda langveikan og illa haldinn Yaz­an Tamimi úr land­i.

Meðferðin á drengnum var með þeim hætti að mörgum ofbauð. Hann var vakinn upp í rúmi sínu í Rjóðrinu og fluttur í Leifsstöð þar sem honum var haldið klukkustundum saman við slæmar aðstæður áður en Guðrún dómsmálaráðherra ákvað að fresta flutningi hans til Spánar. var frestað í gær. Hermt er að hún hafi tekið þessa ákvörðun í skugga þess að Guðmundur Ingi hafi hótað stjórnarslitum.

Sjálf viðurkenndi Guðrún í umræðuþætti á RÚV í gær að þessi stjórnsýsla hennar að ganga gegn ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamál stæðist illa skoðun og megi flokka sem geðþóttaákvörðun

„Ég hef í raun ekki laga­lega heim­ild til þess að stíga inn í svona mál,“ sagði Guðrún sem sló tvær flugur í einu höggi og bjargaði litlum dreng úr hörmulegum aðstæðum og varð jafnframt lífgjafi alræmdrar ríkisstjórnar sem á sér varla lífsvon. Málinu er þó ekki lokið því brottrekstri veika drengsins frá Íslandi var aðeins frestað …

Raddir